Ferðafélaginn þinn
Eftir að hafa verið hluti af fjölskyldunni í áraraðir vitum við að allt getur gerst
ENNEMM / SÍA / NM61527
ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að VÍS | HAFNARBRAUT 36 | 780 HÖFN | SÍMI 470 8703 | VIS.IS
breytilegum þörfum fjölskyldunnar á hverjum tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús fjölskyldutryggingu. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.
ÚTILEGUKORTIÐ
Efnisyfirlit
Skýringar á táknum 6 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 8 Mosfellsbær 10 VESTURLAND 12 Akranes 14 Varmaland 16 Eldborg 18 Ólafsvík 19 Hellissandur 20 Laugar 21 VESTFIRÐIR 22 Grettislaug 23 Flókalundur 24 Tálknafjörður 26 Þingeyri 28 Bolungarvík 30 Tungudalur 31 Drangsnes 32 NORÐURLAND 34 Hvammstangi 35 Skagaströnd 36 Sauðárkrókur 38 Siglufjörður 40 Ólafsfjörður 42 Húsabakki 43 Systragil 44 Heiðarbær 46 Fjalladýrð 48 Þórshöfn 49 KORT 50–51 AUSTURLAND 52 Vopnafjörður 53 Seyðisfjörður 54 Norðfjörður 55 Eskifjörður 56 Reyðarfjörður 57 Fáskrúðsfjörður 58 Stöðvarfjörður 59 Lambhús 60 SUÐURLAND 62 Kleifar-Mörk 63 Vík í Mýrdal 64 Langbrók 65 Brautarholt 66 Álfaskeið 67 Skjól 68 Úthlíð 70 Stokkseyri 72 Þorlákshöfn 74 T-bær 75 Grindavík 74 Sandgerði 78
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
3
ÚTILEGUKORTIÐ
Skilmálar
Réttindi og notkunarreglur 1. 2.
3. 4.
5.
6. 7. 8. 9.
Útilegukortið tekur gildi þegar kaupandi hefur skrifað nafn sitt aftan á Útilegukortið. Kortið veitir tveim fullorðnum og allt að 4 börnum upp að 16 ára aldri fría gistingu á 43 tjaldsvæðum sem eru talin upp í bæklingi þeim sem fylgir með Útilegukortinu árið 2014. Eigandi verður ætíð að framvísa korti. Framvísa ber Útilegukortinu ásamt persónu skilríkjum við komu á tjaldsvæði og er merkt inná kortið þá gistinótt sem gist er í hvert sinn. Útilegukortið gildir 28 gistinætur fyrir einingu fyrir hvert gildisár þess. Gistinæturnar má nýta hvenær sem er á meðan tjaldsvæði eru opin innan hvers starfsárs. Þegar 28 gistinætur hafa verið skráðar á kort telst það fullnýtt og er um leið ógilt. Útilegukortið veitir ekki aðgang að annarri þjón ustu sem tjaldsvæði kann að veita og velur að taka gjald fyrir eða er að öllu jöfnu ekki innifalið í næturgjaldi s.s. aðgangur að rafmagni. Í öllum tilfellum er aðgangur að salerni og rennandi vatni, sé sú þjónusta til staðar. Virða ber reglur tjaldsvæða á hverjum stað. Umsjónaraðilum tjaldsvæða er heimilt að vísa handhöfum Útilegukortsins frá tjaldsvæði vegna brota á umgengnisreglum. Kortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2014. Heimilt er að gista á hverju tjaldsvæði í fjóra samfellda daga í senn.
- gott alla lei›
10. Engin takmörk eru á því hve oft má gista á hverju tjaldsvæði yfir sumarið. 11. Umsjónaraðilum tjaldsvæða er heimilt gera kort upptækt hafi korthafi ekki skrifað nafn sitt á viðkomandi reit aftan á Útilegukortinu sbr. 1.mgr hér að ofan. 12. Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu. 13. Útilegukortið er ekki forgangskort. Ef fullt er á tjaldsvæði þegar komið er á tjaldsvæðið þá veitir framvísun Útilegukortsins ekki forgang. 14. Listi yfir þau tjaldsvæði sem veita fría gistingu á tjald svæði sínu gegn afhendingu Útilegu kortsins getur hugsanlega tekið breytingum yfir sumarið. Af þeim sökum er endanlegur og réttur listi ávallt sá sem er á heimasíðu Útilegukortsins www.utilegukortid.is en EKKI í bæklingnum sem fylgir með Útilegukortinu. Endurgreiðsla Útilegukortið fæst ekki endurgreitt. Glatað kort fæst ekki endurgreitt né bætt. Misnotkun Misnotkun á Útilegukortinu getur orðið til þess að það verður gert upptækt. Ábyrgð Útilegukortið ehf. getur ekki tekið ábyrgð á því ef tjaldstæði er lokað tímabundið eða hættir starfsemi af einhverjum orsökum.
Útilegukortið – ferðafélaginn þinn Sumarið 2014 kemur Útilegukortið út í áttunda sinn og verður það með 43 tjaldsvæðum í sumar. Eftirfarandi tjaldsvæði koma ný inn fyrir sumarið 2014: Sauðárkrókur, Systragil, Skjól og Brautarholt. Haustið 2013 áttum við gott spjall við mörg af þeim tjaldsvæðum sem í kortinu eru. Niðurstaðan af þeim viðræðum var sú að nauðsynlegt yrði að takmarka notkun kortsins við ákveðin fjölda gistinátta. Við miðum því við að hvert kort gildi í 28 gistinætur á hverju sumri. Við vildum tryggja áframhaldandi ábata af kortinu líkt og verið hefur og er það staðföst trú okkar að þessi takmörkun á gistináttum muni ekki draga úr gildi kortsins. Í ár líkt og síðasta ár mun afsláttarkorti frá Skeljungi og Orkunni verða dreift frítt með Útilegukortinu. Afsláttur reiknast frá dæluverði Orkunnar og Skeljungs eins og það er á hverjum
Útgefandi: Útilegukortið ehf. Ritstjóri: Arndís Sævarsdóttir Umbrot: Hjá Skaparanum Prentun: Litróf Forsíðumynd: Gyða Björg Elísdóttir Rit þetta er ætlað til dreifingar með Útilegukortinu sumarið 2014
stað. Afsláttur til korthafa er 7 kr. hjá Skeljungi og 6 kr. hjá Orkunni. Einnig er veittur 15% afsláttur af smurningu og annarri þjónustu hjá Skeljungi. Það er von okkar að korthafar muni nýta sér þessa afslætti enda má spara stórar fjárhæðir árlega með því. Rétt er að benda á að afsláttar kortin gildir allt til ársins 2015. Útilegukortið þakkar viðtökurnar undanfarin ár. Það er ykkur að þakka að kortið hefur getað stækkað og dafnað með hverju árinu. Það er von okkar að þið nýtið kortið vel og að sumarið verði fullt af sólskini og gleði. Með kveðju, Útgefandi.
5
SKÝRINGAR Á TÁKNUM
6
Tjald / Tent
Verslun / Supermarket
Hjólhýsi / Caravan
Veitingahús / Restaurant
Aðgengi fyrir fatlaða / Wheelchair accessible
Vínveitingar / Alcohol
Upplýsingar / Information
Kaffihús / Coffeehouse
Salerni / Toilets
Grillaðstaða / BBQ facilities
Kamar / Outhouse
Opinn eldur bannaður / Open fire forbidden
Heitt vatn / Hot water
Heitir pottar / Hot tubs
Kalt vatn / Cold water
Sundlaug / Swimming pool
Gámar fyrir rusl / Waste
Innisundlaug / Indoor pool
Klóaklosun f. húsbíla / Motorhome waste disposal
Golf / Golf
Þvottavél / Washing machine
Fjallasýn / Mountain view
Þurrkari / Dryer
Gönguleiðir / Hikes
Rafmagn / Electricity
Íþróttavölllur / Sports field
Almenningssími / Telephone
Leikvöllur / Playground
Sturta / Shower
Bátaleiga / Boat rental
Hundar í bandi leyfðir / Dogs on a leash allowed
Hestaleiga / Horse rental
Bensín / Gasoline
Hestaaðstaða / Horse facilities
Eldunaraðstaða / Cooking facilities
Veiði / Fishing
Bekkir & borð / Chairs & Tables
Heilsugæsla / Hospital
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 3 1 3 0 6 2
ACTAVIS 1/1 Ertu með ofnæmi?
Lóritín®
– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·
Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu
Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.
Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Texti síðast endurskoðaður í mars 2013.
7
K
MOSFELLSBÆR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Um landshlutann Höfuðborgarsvæðið er svæðið sem saman stendur af höfuðborginni Reykjavík og ná grannasveitarfélögum hennar Álftanesi, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Mosfells bæ, Kjósarhreppi og Seltjarnarnesi. Samtals
Mosfellsbær
búa um 200 þúsund Íslendinga á svæðinu af þeim 320 þúsund sem landið byggja. Þar er iðandi menningar- og skemmtanalíf að finna fyrir unga sem aldna.
10
REYÐARFJÖRÐUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
www.hlusta.is hljóðbókasíðan
STÖÐVARFJÖRÐUR
BERUNES
Hljóðbækur eru vinsæll kostur jafnt við vinnu sem í frítíma, t.d. í bústaðnum, í ræktinni og til að slaka vel á fyrir svefninn. LAMBHÚS Þú getur hlustað beint af Netinu eða hlaðið sögunum niður á tölvuna og hlustað seinna. Nýju efni er bætt við vikulega.
Sagnaheimur á Netinu an
ókasíð
.is Hlustþúafinnur Hljóðb
m þar se og fróðleik sögur tölvuna fyrir
kr. Einungis 1.19á0mánuði
ótakmarkað niðurhal
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
10
Mosfellsbær
Um svæðið Tjaldstæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistar möguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju. Tjaldstæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni. Við tjaldstæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn. Góðar almenningssamgöngur eru frá tjaldstæðinu um Mosfellsbæ og í miðborg Reykjavíkur. Mosfellsbær nýtur þeirra sérstöðu að vera nokkurs konar sveit í borg enda jaðarbyggð á höfuðborgar svæðinu og sameinar því kosti beggja. Hér er notalegt að koma sér fyrir með tjald, tjaldvagn, hjólhýsi eða húsbíl og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar en vera um leið aðeins steinsnar frá menningarlífi höfuðborgar innar. Náttúruperlur og sögulegar minjar er víða að finna í Mosfellsbæ, má þar nefna Tröllafoss, Helgufoss, Varmá, Mosfellskirkju og fornleifar við Hrísbrú í Mosfellsdal. Atvinnusaga bæjarins er einnig á margan hátt sérstök og má þar nefna viðamikla ullarvinnslu og kjúklingarækt sem starfsrækt hefur verið í bænum um langt skeið. Hér er einnig mikil menning og fjöldi listamanna með vinnustofur víða um bæinn sem vert er að skoða. Mosfellsbær er heimabær Nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Laxness, og er heimili hans í Mosfellsbæ, Gljúfrasteinn, nú safn sem er öllum opið.
Heimilisfang: Varmárskóli eldri deild - norðan Íþróttamiðstöðvar. Skólabraut , 270 Mosfellsbær. Símanúmer: 5666058 Heimasíða: www.mos.is Netfang: bolid@mos.is Fjarðlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 16,5 km / 673 km Opnunartími: júní – september
Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæjarbúa, enda liggja reiðleiðir til allra átta. Gönguleiðir eru góðar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er aðstaða til íþróttaiðkana betri en í Mosfellsbæ. Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ, ásamt góðri aðstöðu fyrir fuglaskoðun í Leir vogi og við ósa Varmár og Köldukvíslar. Hin nýja Lágafells laug er orðin ein vinsælasta sundlaug höfuðborgarsvæðisins enda frábær aðstaða fyrir börn sem fullorðna.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
20% AFSLÁTTUR FYRIR HANDHAFA ÚTILEGUKORTSINS HJÁ EFTIRTÖLDUM UMBOÐSMÖNNUM ÍSAGA
AGA GAS ER ÖRUGGT VAL HEIMA OG Í ÚTILEGUNA Þú getur verið afslappaður og öruggur í útilegunni með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæða vöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heim sendingarþjónustu á höfuðborgar svæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is
ÍSAGA ehf. • www.gas.is Breiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími 5773000
Umboðsmenn ÍSAGA ehf: Selfoss: Vélaverkstæði Þóris, s. 482 3548. Vestmannaeyjar: Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, s. 481 3226. Sauðárkrókur: Byggingarvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, s. 455 4626. Ísafjörður: Þröstur Marsellíusson hf, s. 456 3349. Akureyri: Sandblástur og málmhúðun hf, s. 460 1515.
LAUGAR
HELLISSANDUR ÓLAFSVÍK ELDBORG
VARMALAND
AKRANES
MOSFELLSBÆR
SANDGERÐI
VESTURLAND
ÞRASTARLUNDUR ÞORLÁKSHÖFN
ÁLFASKEIÐ STOKKSEYRI
GALTALÆKJARSKÓ
GRINDAVÍK T-BÆR
LANGBRÓK
Um landshlutann Á Vesturlandi er að finna tvo stærstu flóa Íslands, Faxaflóa og Breiðafjörð. Í Breiðafirði er slíkur fjöldi eyja að lengi hefur verið talið óvinnandi verk að festa tölu á þeim öllum. Mikil sumarhúsabyggð er á
HVOLSVÖLLUR Vesturlandi. Á Vesturlandi er að finna átta kaupstaði og kauptún og er Akranes þeirra stærst. Hæsta fjall landshlutans er hinn tignarlegi Snæfellsjökull á Snæfellsnesi.
Akranes
14
Varmaland
16
Eldborg
18
Ólafsvík
19
Hellissandur
20
Laugar
21
HRAFNAGIL STEINSSTAÐIR
›vu m
rt
lls Sh e ig á inn dir e gil
O
ig
inn
ir e
ild
g rti›
h áS
m
›vu
stö
ell
Ko rti ›
Sh
e slá & Sh Afrkunnar
tö
rko ttall
Or
na
r&
Af ku sl á n
tta el rk or t
FJALLADÝRÐ
Ko
LAMBHÚS
ÓGUR
Kort og lyklar KLEIFAR - MÖRK
veita afslátt á bensínstöðvum Orkunnar, Shell og á Stöðinni. VÍK Í MÝRDAL
65 stöðvar um land allt
ENNEMM / SÍA / NM50404
• 50 Orkustöðvar • 15 Shellstöðvar • 12 afgreiðslustaðir Stöðvarinnar
LIT
VESTURLAND
14
Akranes
Um svæðið Akranes er tilvalinn áfangastaður ferðamanna enda gefast fólki fjölmörg tilefni til að heimsækja bæinn - allan ársins hring. Á Akranesi er margt skemmtilegt hægt að bralla og óvíða í bæjarfélögum má finna eins margar útivistarperlur og á Akranesi - ýmist innan eða við bæjarmörk. Nægir þar að nefna Akrafjallið sem dæmi en það fallega fjall laðar að sér fjölda fólks á hverjum degi. Garðavöllur, hinn glæsilegi golfvöllur S kagamanna, laðar að sér golfara hvaðanæva að af landinu og þar eru haldin golfmót nánast daglega á sumrin. Þá er hægt að fara í sjóstangveiði frá Akranesi og fá sveitarfélög á landinu búa eins vel að íþróttafólki og Akranes. Gönguferð út með sjó inn að Elínarsæti á sólbjörtu sumarkvöldi er einnig ógleymanleg, ekki síst vegna hins fjölskrúðuga fuglalífs sem þar er og þá er útsýnið á þessum slóðum afar fallegt. Langisandur er önnur perla sem býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika, allt frá gönguferðum til sandkastalabygginga. Á Akranesi er í boði fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn, verslanir og veitingahús og tíðar og reglu legar ferðir Strætó bs. á milli Akraness og Reykja víkur gefa möguleika á fjölbreyttum dagsferðum ferðamanna þarna á milli.
Heimilisfang: Kalmansvík Póstnúmer: 300 Akranes Sími: 894 2500 Heimasíða: www.visitakranes.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 42 km / 643 km Opnunartími: 1.apríl –30.september
Athugið að Útilegukortið gildir ekki á Írskum dögum 4.–6. júlí. Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VESTURLAND
16
Varmaland
Um svæðið Tjaldsvæðið að Varmalandi er staðsett í útjaðri þétt býliskjarnans í kringum jarðhitasvæðið Stafholts tungur í Borgarbyggð í Borgarfirði, á tungu milli Hvítár og Norðurár. Fyrir sumarið 2012 var rafmagnsstaurum fjölgað og kerfið bætt verulega. Við Varmaland er staðsett íþróttamiðstöð og er hún opin frá seinni hluta júní fram í miðjan ágúst. Við Íþróttamiðstöðina er sundlaug sem alla jafna er vel nýtt af gestum tjaldsvæðisins. Tjaldsvæðið að Varmalandi er stórt og rúmgott og fer vel um hópa sem og fjölskyldur þar. Leiktæki eru á svæðinu en vert er að benda á frábæra möguleika til göngutúra og skemmtilegra leikja í svæðinu um kring. Fyrir ofan svæðið gnæfir klettur sem gaman er að ganga uppá og virða fyrir sér fallegt útsýni yfir svæðið og Borgarfjörðinn. Stutt er í alla helstu þjónustu í Borgarnesi ef þess er þörf. Tjaldsvæðið að Varmalandi er fyrst og fremst fjölskyldusvæði því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitsemi. Ölvun og háreysti veldur tafarlausri brottvísun. Ef stærri hópar en 4-5 einingar óska eftir að nýta sér aðstöðuna að Varmalandi þarf skilyrðislaust að hafa sambandi við umsjónarmann og athuga fyrst með laust pláss og fá í framhaldi úthlutað plássi af honum.
Heimilisfang: Varmaland, 311 Borgarnes Sími: 775 1012 Heimasíða: www.visitakranes.is Netfang: varmaland.camping@gmail.com Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 99 km/ 591 km Opnunartími: 5. júní–1. september
Leiðarlýsing Hringvegur 1 er ekin að Baulu þá er beygt inn Borgarfjarðarbraut (50) og ekið að Varmalandsvegi ( um 2,5 km) og beygt þar til vinstri. Ekið um 2,5 km þangað til komið er að Varmalandi. Tjaldsvæðið er við enda byggðarinnar.
Tjaldsvæðið Varmalandi verður lokað 18–23 júní 2014. Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VESTURLAND
18
Eldborg
Um svæðið Tjaldsvæðið á Hótel Eldborg er rekið á sumrin í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi, skammt frá hinum landsþekktu Löngufjörum. Aðstaðan hentar vel einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Einnig er staðurinn vinsæll til ættarmóta. Hótel Eldborg er miðsvæðis fyrir ferðalög um Vesturland, í Borgarfjörð, Dalina og um Snæfellsnesið. Á svæðinu er sparkvöllur og leiktæki fyrir þau yngstu. Í nánasta nágrenni er fjöldinn allur af áhugaverðum stöðum s.s. heitar laugar, hellar, vötn til að veiða í, selalátur, breiðasti stuðlabergsveggur landsins og ölkelda svo dæmi séu tekin. Við tjaldsvæðið er sundlaug sem opin er gestum þegar þeir óska en að auki eru fastir auglýstir opnunartímar. Á staðnum er hestaleiga og er boðið uppá ferðir á Löngufjörur, þær þarf að bóka með fyrirvara því sæta þarf sjávarföllum. Góð veitingaaðstaða Við bjóðum máltíðir þar sem lögð er áhersla á heimilislegan mat og persónulega þjónustu. Einnig eru einstakar máltíðir í boði, eins og morgunverðar hlaðborð, hádegisverður eða miðdegiskaffi og ekki má gleyma barnum sem oft er líflegur á kvöldin. Í veitingaaðstöðunni er netsamband fyrir viðskiptavini.
Heimilisfang: Laugagerðisskóla, 311 Borgarnes Sími / gsm: +354 435 6602 Netfang: hoteleldborg@hoteleldborg.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfjörður: 124km / 651km Opnunartími:15 maí–25 ágúst
Hvernig rata ég? Hótel Eldborg er u.þ.b. 120 km. frá Reykjavík. Ekið er í gegnum Borgarnes og beygt til vinstri við hringtorgið, uppá Mýrarnar. Þaðan eru 50 km. á Hótel Eldborg. Hafið í huga að gönguleiðin á Eldborgina er merkt 10 km áður en þú kemur að tjaldstæðinu, ekki taka þá beygju ef þú ætlar til okkar.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VESTURLAND
Heimilisfang: Ólafsvík, 355 Ólafsvík Sími / gsm: 433-6929 Veffang: www.snb.is Netfang: info@snb.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfjörður: 195 km / 691 km Opnunartími: 1. júní – 15. september
Um svæðið Ólafsvík er stærsti þéttbýliskjarninn í Snæfellsbæ með um 1000 íbúa. Sjávarútvegur og stór höfn móta bæjarmyndina í Ólafsvík. Bæjarstæði er óvíða fegurra en í Ólafsvík. Fossar steypast af fjallsbrúnum að baki byggðinni og vatnsfarvegir hafa fengið að halda upprunalegu svipmóti sínu í bænum. Í Ólafsvík hefur verið komið upp skemmtilegu
Ólafsvík
19 verslurnar- og verkháttasafni í “Pakkhúsinu”, gömlu verslunarhúsi sem reist var árið 1844 og stendur í hjarta bæjarins. Þar er líka handverkssala íbúa Snæfellsbæjar. Í Ólafsvík eru bensínstöðvar, verslanir, sundlaug, safn, heilsugæsla, pósthús og önnur nauðsynleg þjónusta. Tjaldsvæðið í Ólafsvík er við austari enda bæjarins og er því strax þegar komið er að bænum frá Fróðárheiði / Grundarfirði / Reykjavík. Þar er aðstaðan nokkuð góð en lítið þjónustuhús er á miðju svæðinu með heitu og köldu vatni, sturtum og salerni. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Leiktæki eru einnig á svæðinu. Svæðið er nokkuð slétt og er girt af. Tjaldstæðið er skjólgott og er í 10 mín. göngufæri frá miðbæ Ólafsvíkur, 15 mín. ganga er í sundlaugina og pósthúsið. Margar góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsinga miðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík. Athugið að Útilegukortið gildir ekki á bæjar hátíðum Snæfellsbæjar.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VESTURLAND
20
Hellissandur
Um svæðið Mjög gott tjaldsvæði er á Hellissandi, en það opnaði sumarið 2011. Tjaldsvæðið er vestan megin við Sjómannagarðinn, eða á vinstri hönd þegar komið er inní bæinn frá Rifi. Á Hellissandi er bensínstöð, safn, verslanir og önnur nauðsynleg þjónusta er innan seilingar. Tjaldsvæðið er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er þjónustuhús með salerni (einnig fyrir fatlaða), sturtum og vaskarými. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið. Tjaldsvæðið er í umsjón upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík, sem er í 9 km. fjarlægð frá Hellissandi.
Heimilisfang: Hellissandur, 360 Hellissandi Sími / gsm: 433-6929 Veffang: www.snb.is Netfang: info@snb.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 204 km / 700 km Opnunartími: 1. júní–15. september
9 KM
38 KM
15 KM
38 KM
Athugið að Útilegukortið gildir ekki á bæjar hátíðum Snæfellsbæjar.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VESTURLAND
Heimilisfang: Laugar, 371 Búðardalur Sími: 444 4930 Heimasíða: www.hoteledda.is Opnunartími: 6. júní–25. ágúst Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 172 km / 578 km
Laugar
Um svæðið Tjaldsvæðið við Laugar í Sælingsdal er frábær staður til að slaka á í sveitasælunni. Sælingsdalur er umluktur lágum fjöllum til norðvesturs frá botni Hvammsfjarðar. Í næsta nágrenni við tjaldsvæðið er nýleg 25 metra útisundlaug og heitur pottur. Margt er að skoða í nánasta umhverfi. Byggða safn Dalamanna á Laugum geymir ýmsa merka muni úr héraðinu og upplagt er að fara í ökuferðir fyrir Strandir, um Fellsströnd út í Klofning og Skarðsströnd til baka um Svínadal. Einnig má benda á safn Leifs Eiríkssonar á Eiríksstöðum í Haukadal sem er hið glæsilegasta og þar svífa andar víkinga yfir vötnum. Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
21
BOLUNGARVÍK
TUNGUDALUR
ÞINGEYRI
TÁLKNAFJÖRÐUR FLÓKALUNDUR
GRETTISLAUG
VESTFIRÐIR Um landshlutann Á Vestfjörðum er að finna eina strjálbýlustu byggð Íslands enda er landshlutinn gerður úr miklum fjöllum og djúpum fjörðum. Vestfirðir eru ásamt Austfjörðum elsti hluti landsins. Á Vestfjörðum er að finna 11 þorp sem flest hafa byggt afkomu
sína á sjómennsku. Lítið er um trjágróður á Vestfjörðum og er þar aðalega að finna skógarkjarr og runna. Vestfirðir hafa sérstakt útlit og yfirbragð og eru fjöllin þar brött og tignarleg.
Grettislaug
23
Flókalundur
24
Tálknafjörður
26
Þingeyri
28
Bolungarvík
30
Tungudalur
31
VESTFIRÐIR
Grettislaug á Reykhólum
Heimilisfang: Grettislaug á Reykhólum, 380 Reykhólahreppur Sími: 434 7738 Heimasíða: www.reykholar.is Netfang: rey-grettir@snerpa.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 228 km / 634 km Opnunartími: 1. júní–31. ágúst
15 KM
15 KM
15 KM
15 KM
Um svæðið Tjaldsvæðið við Grettislaug á Reykhólum við Breiðafjörð er í litlu, fallegu þorpi með fjölbreyttri þjónustu. Frá tjaldsvæðinu eru léttir göngustígar að fuglaskoðunarhúsi við Langavatn, steininum Grettistaki og hvernum Einireykjum. Reykhólar og Reykhólahérað koma víða við sögu Íslands, m.a.
í Grettissögu og Þorskfirðingasögu, og þar eru mörg örnefni sem minna á dvöl Grettis sterka á Reykhólum og aðra viðburði í fornritum. Á miðöldum voru Reykhólar auðugasta höfuðból Íslands enda einstök hlunnindajörð, einkum vegna sjávar fangs, æðarvarps og annarra náttúrunytja, og fjölmargar eyjar fylgdu. Landbúnaður er helsti atvinnuvegurinn í sveitabyggðum Reykhólahrepps. Upp úr 1970 myndaðist þorp á Reykhólum og búa þar nú um 120 manns. Skammt frá þorpinu er Þörungaverksmiðjan hf. sem veitir mörgum vinnu og hefur verið nefnd einhver náttúruvænasta stóriðja í heimi. Aðrir starfa við leikskólann, grunnskólann og dvalarheimili aldraðra og þjónustu af ýmsu tagi. Þjónusta við ferðafólk fer stöðugt vaxandi í Reykhólahreppi. Þar er m.a. að finna hótel, gisti heimili, ferðaþjónustu bænda, upplýsingamiðstöð, verslun, veitingastað, þaraböð, hárgreiðslustofu og bílaviðgerðir. Síðast en ekki síst má nefna Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum þar sem fólk fær m.a. að kynnast æðarfuglinum á nýjan hátt. Grettislaug á Reykhólum er 25 m útisundlaug með heitum pottum og í Djúpadal er notaleg innilaug með heitum potti. Í Reykhólasveit er afar fjölskrúðugt fuglalíf og eitt allra besta fuglaskoðunarsvæði hérlendis. Þar eru ótalmargar fallegar gönguleiðir og margir athyglisverðir og sögufrægir staðir.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
23
VESTFIRÐIR
24
Flókalundur
Um svæðið Tjaldsvæðið er stutt frá Hótel Flókalundi og þaðan er gott útsýni yfir Vatnsfjörðinn. Þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask. Á hótelinu er boðið upp á tauþvott. Tjaldsvæðið er opið frá 15. júní til 10. september. Á svæðinu er bensínstöð og verslun og á hótelinu er veitingasalur.
Heimilisfang: Vatnsfjörður, 451 Patreksfjörður Sími: 456 2011 Heimasíða: www.flokalundur.is Netfang: flokalundur@flokalundur.is Opnunartími: 15. júní–10. september Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 339 km / 745 km
Allt í ferðalagið. Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Tjaldvagnaland Seglagerðarinnar hefur sameinast Útilegumanninum undir nafninu Útilegumaðurinn í glæsilegu húsnæði við
Korputorg Eyjarslóð 5 101 Reykjavík s: 511 2200 f: 511 2211 n: seglagerdin@seglagerdin.is www.seglagerdin.is
PANTONE
PANTONE 300 C
CMYK%
Cyan = 98 / Magenta = 50 / Yellow = 0 / Black = 0
VAGNINN
ÚTILEGUMAÐURINN 1/1 GRÁSKALI
ROCKWOOD
Black = 50%
ACCOMPANIES YOU. Þeir eru að nota mynd af merkinu sem ég á ekki
SVART/HVÍTT
Black = 100%
Þar sem ferðalagið byrjar FERÐ AVAG NA
Hjörtur Guðnason
R
Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is Opnunartími: mán-fös kl: 10-18 - lau-sun kl: 12-16 KAU PLEIG
A
VESTFIRÐIR
26
Tálknafjörður
Um svæðið Kauptúnið Tálknafjörður er ungt snyrtilegt sjávar pláss í skjóli fyrir norðanáttinni. Það stendur við norðanvert Hópið, sem er innsti hluti Tálknafjarðar. Áður fyrr var kauptúnið ýmist nefnt Sveinseyri eða Tunguþorp enda í landi þeirra jarða. Sveinseyraroddi lokar þessum hluta fjarðarins. Skjólsælt er fyrir úthafsöldu og mikið aðdýpi gerir Hópið að frábærri höfn frá náttúrunnar hendi. Þessu kynntust útlendingar sem stunduðu fiskveiðar hér við land. Meðal annarra höfðu Hollendingar þar aðstöðu fyrr á tímum og gengu svo langt að gefa firðinum nýtt nafn inn á kort sín. Við Tálknafjörð að norðanverðu er víða töluverður jarðhiti sem nýtist vel. Ferðalangar geta notið heita vatnsins í góðri sundlaug á Tálknafirði, sem opin er árið um kring. Einnig er ylurinn nýttur við fiskeldi í fjarðarbotninum. Segja má að Tálknafjörður liggi þægilega miðsvæðis á sunnanverðum Vestfjörðum, þar er gott að vera á þægilegu tjaldsvæði og fara svo þaðan í skoðunar ferðir á daginn, koma til baka að áliðnum degi, fara í sund og grilla á eftir.
Heimilisfang: Sveinseyri, 460 Tálknafjörður Sími: 456-2639 Heimasíða: www.talknafjordur.is Netfang: sundlaug@talknafjordur.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 400 km/ 806 km Opnunartími: 1. júní–1. september
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Lægsta
eldsneytisverðið Verðstefna Orkunnar nefnist Orkuvernd. Orkuvernd leitast við að tryggja þér lægsta verðið á öllum Orkustöðvum innan sama landsvæðis. Orkulykillinn veitir þér afslátt af lægsta verðinu.
ENNEMM / SÍA / NM50405
Sæktu um á www.orkan.is
Ókeypis Orku-app App fyrir android og iphone síma, Staðsetning bensínstöðva, afslættir og lægsta eldsneytisverðið beint í símann. Á kortinu má sjá staðsetningu Orkustöðvanna og hvernig svæðaskiptingu þeirra er háttað.
AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!
Símanúmer þjónustuvers: 578 88 00
Shell ORKAN 1/2
Burt Með kLáðAnn!
Láttu ekki BítA þig?
After Bite er öflugt krem sem slær á kláðann undan flugna- og skordýrabiti
Mygga er góð vörn gegn flugnaog skordýrabiti
Virkar vel eftir bit frá moskító- og mýflugum, flóm og flestum öðrum skordýrum.
Virkar gegn moskítóflugum, mýflugum, flóm og flestum öðrum skordýrum.
Dregur úr bólgu og stöðvar kláða.
Lyktar vel! Fæst í apótekum
VESTFIRÐIR
28
Þingeyri
Um svæðið Tjaldsvæðið á Þingeyri er u.þ.b. 0.8 ha í stærð. Þingeyri við Dýrafjörð á sér ríka sögu. Skammt utan bæjarins er Haukadalur þar sem Gísla saga Súrssonar gerðist að stórum hluta. Þingeyringar hafa á síðustu árum byggt upp víkingatengda ferðaþjónustu, smíðað víkingaskip sem siglir með ferðamenn á sumrin og halda árlega svokallaða Dýrafjarðardaga þar sem vígakappar skylmast, milli þess sem þeir grilla ofaní ferðamenn. Sundlaug líkamsræktarstöð, íþróttahús, strand blakvellir og nokkrir veitingastaðir eru meðal þeirrar þjónustu sem er í boði fyrir þá tjaldsvæðagesti sem heimsækja Þingeyri. Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukor tinu.
Heimilisfang: Tjaldsvæði Þingeyrarodda, 470 Þingeyri Sími: 450-8470 Heimasíða: www.isafjordur.is Netfang: tjald@isafjordur.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 409 km/ 813 km Opnunartími: 15. maí–15. september
3 KM
5 KM
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
29
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VESTFIRÐIR
Bolungarvík
30
Um svæðið Bolungarvík er myndarlegur útgerðarbær við utanvert Ísafjarðardjúp að vestanverðu. Staðurinn fékk kaup staðarréttindi árið 1974 og íbúafjöldi er þar um 900. Víkin sem byggðin dregur nafn af snýr til norðausturs og afmarkast af Óshyrnu að sunnan og Traðarhyrnu að norðan. Vestan Bolungarvíkur heitir Stigahlíð og eru þar hamrar miklir og brattlendi, svo að erfitt er um að fara. Tveir grösugir dalir ganga upp frá víkinni og milli þeirra gnæfir fjallið Ernir. Höfuðbólið og kirkjustaðurinn Hóll stendur fyrir framan mynni dalanna. Tjaldsvæði Bolungarvíkur er við hliðina á íþrótta miðstöðinni Árbæ á fögrum stað í svokölluðum Lambhaga við bakka Hólsár. Tjaldsvæðið blasir við þegar ekið er inn í bæinn. Á Tjaldsvæðinu er vel búið að gestum, þar er aðgangur að rafmagni, þvottavél, þurrkara og útigrilli. Sundlaugin sem er með notalegum sundlaugargarði heitum pottum, vatnsrennibraut og frábærri sólbaðs aðstöðu er við tjaldsvæðið. Á Tjaldsvæði Bolungarvíkur gefst ferðalöngum tæki færi til að dvelja á skjólgóðum og friðsömum stað í mögnuðu vestfirsku umhverfi við jaðar bæjarins þar sem fjölbreytt þjónusta og afþreying er í göngufæri.
Heimilisfang: Bolungarvík, við sundlaugina 415 Bolungarvík Sími: 899-7281 / 696-7316 Heimasíða: www.bolungarvik.is Netfang: sundlaug@bolungarvik.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 468 km/862 km Opnunartími: 1. maí–30. september
Vertu vinur okkar á facebook: https://www.facebook.com/sundlaug.bolungarvikur
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Tungudalur
Heimilisfang: Tungudalur, 400 Ísafirði Sími / GSM: 864 8592 Netfang: info@isafjordur.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 454 km/848 km Opnunartími: 15. maí–15. september
VESTFIRÐIR
Um svæðið Tungudalur hefur um áratugaskeið verið helsta útivistarsvæði Ísfirðinga og hefur verið ötullega unnið að allri uppbyggingu, s.s. göngustígagerð. Staðurinn er einstaklega skjólsæll og fagur, Bunárfoss gnæfir yfir tjaldsvæðinu og áin rennur letilega út dalinn. Tjaldsvæðið er í um 4ra kílómetra fjarlægð frá miðbæ Ísafjarðar, en einungis steinsnar frá næsta stórmarkaði og bensínstöð. Á svæðinu má finna leiktæki fyrir börn og grillaðstöðu. Þá er 9 holu golfvöllur í túnfætinum. Tjaldsvæðið er um 4 km frá miðbæ Ísafjarðar. Beygt er frá aðalvegi við Seljaland.
700 M
Útilegukortið gildir ekki á hátíðinni Mýrar boltanum um verslunarmannahelgina. 700 M
700 M
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
31
VESTFIRÐIR
32
Drangsnes
Tjaldsvæðið á Drangsnesi er staðsett fyrir ofan þéttbýlis kjarnann Drangsnes í Strandasýslu við norðanverðan Steingrímsfjörð. Góð hreinlætisaðstaða og sturtur eru við tjaldstæðið. Rafmagn er víða á svæðinu og ættu flestir að komast í rafmagn. Íþrótta völlur er við tjaldstæðið. Á Drangsnesi er sundlaug og heitur pottur við hana ásamt barnalaug, gufubaði og líkamsrækt. Sundlaugin er alla jafna vel nýtt af gestum. Ekki má gleyma heitum pottum sem eru í fjörunni 300 m fyrir neðan tjaldstæðið en þar eru einnig góð hreinlætisaðstaða og sturtur. Tjaldsvæðið á Drangsnesi er fyrst og fremst fjölskyldu svæði því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitsemi. Ölvun og háreysti veldur tafarlausri brottvísun. Ef stærri hópar en 4-5 einingar óska eftir að nýta sér aðstöðuna á Drangsnesi þarf að hafa sambandi við umsjónarmann og athuga fyrst með laust pláss og fá í framhaldi úthlutað plássi af honum. Góðar gönguleiðir eru í nágrenni við Drangsnes, t.d merkt gönguleið á Bæjarfell sem er 345 m yfir sjó og þaðan er mjög víðsýnt yfir Húnaflóa og norður Strandir. Skemmtilegar fjörur eru skamt undan sem er ævintýri fyrir unga sem gamla. Verslun er á Drangsnesi ásamt veitingasölu og góðri gistiaðstöðu. Afþreyging er í boði t.d. ferðir út í Grímsey en þar er náttúruparadís. Mikið fuglalíf og er Lundinn þar í þúsunda tali. Boðið er uppá siglingu og sjóstöng.
Heimilisfang: Drangsnes, 520 Drangsnes Sími: +354 844 8701 Heimasíða: www.drangsnes.is Netfang: drangur@drangsnes.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 264 km / 665 km Opnunartími: 1. júní – 31. ágúst
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Það er gaman að fá sér splunkunýjan ferðavagn. Það er spennandi að taka á móti nýjum tjaldvagni eða húsbíl sem verður annað heimili fjölskyldunnar sumarlangt. Og okkur finnst að ánægjan eigi að endast í mörg ár. Þess vegna er það aðalatriðið hjá Ergo að mæta þínum þörfum með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að fjármögnun ferðavagna.
Suðurlandsbraut 14
>
sími 440 4400
>
www.ergo.is
>
ergo@ergo.is
33
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
ÞÓRSHÖFN
SIGLUFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR HÚSABAKKI HEIÐARBÆR SKAGASTRÖND SAUÐÁRKRÓKUR SYSTRAGIL
FJALLADÝRÐ HVAMMSTANGI
LSBÆR
NORÐURLAND Um landshlutann Norðurland er frekar þéttbýlt sé miðað GEYSIR við aðra landshluta og er stærsti þétt býlisstaðurinn höfuðstaður Norðurlands ÁLFASKEIÐ Akureyri. Hrossarækt er mikil á svæðinu einkum við Skagafjörð og Húnavatnssýslu. Fjölmargar náttúruperlur er að finna á
ÚTHLÍÐ
OKKSEYRI LANGBRÓK
Norðurlandi og má þar nefna klettinn HvítLAMBHÚS serk, eitt stærsta hverasvæði landsins Hver avelli, eyjuna þjóðsagnakenndu Drangey og við Mývatn eru hinar dulmögnuðu Dim muborgir. KLEIFAR - MÖRK
Hvammstangi
33
Skagaströnd
34
Sauðárkrókur
36
Siglufjörður Ólafsfjörður
38 VÍK Í MÝRDAL
40
Húsabakki
41
Systragil
42
Heiðarbær
44
Fjalladýrð
46
Þórshöfn
47
NoRÐURLAND
Hvammstangi
SEYÐISFJÖRÐUR NORÐFJÖRÐUR ESKIFJÖRÐUR
REYÐARFJÖRÐUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
Heimilisfang: Kirkjuhvammur, 530 Hvammstangi STÖÐVARFJÖRÐUR Sími / GSM: 615-3779/ 899 0008 Netfang: hvammur.camping@gmail.com BERUNES Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 197 km / 494 km Opnunartími: 15. maí–15. september
Um svæðið Tjaldstæðið er í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Það er staðsett aðeins 6 km frá Þjóðvegi 1, miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tjaldsvæðið er einstakt í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir tjald- og húsvagna. Góðar gönguleiðir eru fyrir ofan svæðið í fallegri náttúru. Hvammstangi er stærsti þéttbýlisstaður í Húnaþingi vestra. Hann er tilvalinn áfangastaður ferðamanna, þar er mjög góð sundlaug, verslanir, veitingastaður, söfn, gallerí og önnur nauðsynleg þjónusta. Frá Hvammstanga er stutt að keyra út á Vatnsnes sem hefur að geyma fjölmarga sögustaði, fallegt landslag og síðast en ekki síst selalátur í þægilegu göngufæri og klettinn Hvítserk.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
35
NoRÐURLAND
Skagaströnd
36
Um svæðið Tjaldsvæðið á Skagaströnd er á skjólsælum og rólegum stað rétt austan við byggðina og horfir á móti sólu. Svæðið er í fallegu umhverfi og nýtur skjóls til norðurs og austurs af lágum klettahólum sem kallaðir eru Hólaberg. Á tjaldsvæðinu er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar stóð. Runnar skipta svæðinu upp í nokkra reiti sem skapa þægileg umhverfi fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagnstenglar eru á nokkrum stöðum. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi náttúrulegt umhverfi og leiktæki. Í þjónustuhúsinu eru vatnssalerni, þvottavél og aðstaða til að matast innanhúss fyrir þá sem það vilja og vaskur til uppþvotta. Þar má einnig fá margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn m.a. veglega bæklinga um gönguleiðir á náttúruperluna Spákonufellshöfða og á fjallið Spákonufell. Þarna er einnig gestabók og eru ferðalangar beðnir um að rita nöfn sín í hana. Ferðafólk er beðið um að ganga vel um og skilja þannig við bæði tjaldsvæðið og þjónustuhúsið að aðrir geti líka notið dvalarinnar.
Heimilisfang: Hólabraut 35, 545 Skagaströnd Símanúmer: 848 7706 Heimasíða: www.skagastrond.is Netfang: skagastrond@skagastrond.is Opnunartími: 01. júní–10. september Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 244 km. / 436 km.
0,5 KM
0,5 KM
1 KM
20 KM
0,5 KM 0,5 KM
0,5 KM 3 KM
1 KM
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Velkomin á Skagaströnd Tjaldsvæðið og Spákonufell
Samspil á Kántrýdögum
Golf á Háagerðisvelli
Flugtak í kofabyggð
Skagaströnd er einstakur bær. Þar blómstrar atvinnulífið og menningin er sérstök, blómleg og lifandi. Yfir og allt um kring er fögur og gróðursæl náttúran. Yfir bænum vakir Spákonufell, svipmikið og virðulegt fjall. Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði, þar eru merktar léttar gönguleiðir og við þær eru fræðsluskilti um fugla og gróður. Um báða staði eru fáanlegir fallegir bæklingar þar sem lýst er gönguleiðum og greint frá margvíslegum fróðleik. Golfvöllur er um fjóra kílómetra norðan við bæinn. Níu holu völlur, skemmtilegur og krefjandi. Sjá nánar á www.golf.is/gsk. Café Bjarmanes er bæjarprýði og þar er boðið upp á kaffi og léttar veitingar. Gistingu er hægt að fá í Snorrabergi, fallegu sumarhúsi. Tjaldsvæðið er afar þægilegt og skjólsælt, nóg pláss fyrir tjaldvagna, húsbíla og hjólhýsi. Fjölbreytt úrval matvöru er að fá í Samkaup úrval sem þjónustar heimamenn og ferðamenn með léttri lund. Árnes er elsta hús bæjarins. Það er dæmi um húsnæði og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Í Spákonuhofi er skemmtileg sýning um Þórdísi spákonu, sem uppi var á síðari hluta 10. aldar og fróðleikur um spádóma og spáaðferðir. Gestir geta valið um að láta spá fyrir sér með tarotspilum, kaffibollum, rúnum eða lófalestri. Kántrýsetur Íslands er til húsa í hinum landsfræga veitingastað Kántrýbæ. Þar eru í boði hamborgarar af bestu gerð og andi kántrýtónlistar í hverjum krók og kima. Menningaraukinn við Húnvetnska strönd er Kántrýútvarpið FM 96,7 og 102,1.
SVEITARFÉLAGIÐ SKAGASTRÖND www.skagastrond.is
NoRÐURLAND
Sauðárkrókur
38
Um svæðið Tjaldsvæðið á Sauðárkróki er staðsett á Flæðunum við Sundlaug Sauðárkróks. Í Skagafirði er margt hægt að gera í fríinu. Vinsælt er að heimsækja söfn og sögustaði, fara í útreiðatúr eða sjá hestasýningar. Víða er hægt að renna fyrir fisk, fara í gönguferðir og fjallgöngur í fallegri náttúru og slaka svo á í sundlaugum og heitum pottum á eftir. Fljótasigling á jökulánum eða sigling útí Drangey er upplifun sem seint gleymist, sem og að spila golf í góðra vina hópi. Á vorin er notalegt að sitja í kyrrð við spegilsléttan vantsflöt og fylgjast með tilhugalífi fuglanna.
Heimilisfang:Sauðárkrókur, 550 Sauðárkróki Símanúmer: 899 3231 Heimasíða: www.tjoldumiskagafirdi.is Netfang: tjaldstaedi@gmail.com Opnunartími: 15 maí – 15 sept. Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 291 km/420 km
1 KM
Aðstaðan Nýtt þjónustuhús er við tjaldsvæðið þar sem er heitt og kalt vatn, sturtur, salerni, þvottavél og aðgengi fyrir fatlaða. Hægt er að kaupa rafmagn og losa ferðasalerni.þ Stutt er í helstu þjónustu s.s. sundlaug, verslanir, söfn, veitingastaði, golfvöll o.þ.h.
1 KM 500 m
2 km
Útilegukortið gildir ekki fyrir gesti á skipulögð íþrótta mót, Landsbankamótið 27–29 júní og Króksmótið 8–10 ágúst.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
BIFREIÐASKOÐUN
NORÐURLAND
40
Siglufjörður
Um svæðið Tjaldsvæði bæjarins er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Fjallasýn er mjög falleg. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í heshúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ og þar er hús með salernum og aðstöðu.
Heimilisfang: Gránugötu 24, 580 Siglufjörður Sími: 464-9100 Heimasíða: www.fjallabyggd.is Netfang: fjallabyggd@fjallabyggd.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 386 km / 415 km Opnunartími: 1. júní–31. ágúst
Ýmsir viðburðir eru skipulagðir á svæðinu í sumar og þar má nefna : • • • • •
2.–6. júlí. Þjóðlagahátíð, www.folkmusik.is 2.–14. júlí. Reitir – alþjóðleg listasmiðja. www.reitir.com 24.–31. júlí. Síldardagar 1.–4. ágúst. Síldarævintýri, http://sildaraevintyri.fjallabyggd.is Fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina. 8.–10. ágúst. Knattspyrnumót Pæjumót. www.kfbolti.is
ATHUGIÐ að Útilegukortið gildir ekki á Síldar ævintýrinu á Siglufirði 1.–4. ágúst.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR apríl
16.-21.
PÁSKAFJÖR
á skíðasvæðum Fjallabyggðar
maí
31.-1. júní
júní
6.-8.
SJÓMANNAHÁTÍÐ ÓLÆTI
- tónlistar- og menningarhátíð ungs fólks
14.
27.-28.
NIKULÁSARMÓTIÐ í knattspyrnu
BLÚSHÁTÍÐ
Blue North Music Festival
júlí
2.-6.
2.-14.
ágúst 1.-4.
8.-10.
ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ REITIR - alþjóðleg listasmiðja SÍLDARÆVINTÝRI PÆJUMÓTIÐ í knattspyrnu
15.-17.
BERJADAGAR - tónlistarhátíð
september
HAUSTGLÆÐUR - ljóðahátíð
FJALLABYGGÐ 1/1 fj u l a g r i ð S a r l ti & Ólafsfjarðar n i m o k l Ve
FJALLABYGGD.IS
NORÐURLAND
42
Ólafsfjörður
Um svæðið Tjaldsvæðið er við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði og þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Einnig er 9 holu golfvöllur aðeins um 2 km frá tjaldsvæðinu og stutt er í veiði, hvort heldur sem er á bryggjuna, eða í silung í Ólafsfjarðarvatni. Seld eru veiðileyfi í Fjarðará sem er inn af vatninu.
Heimilisfang: Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfjörður Sími: 464-9200 Heimasíða: www.fjallabyggd.is Netfang: fjallabyggd@fjallabyggd.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 403 km / 352 km Opnunartími: 1. júní–31. ágúst
Ýmsir viðburðir eru skipulagðir á svæðinu í sumar og þar má nefna: • • • •
Sjómannadagshátíð 31. maí–1. júní Nikulásarmót, knattspyrnumót 14. júní. www.kfbolti.is Blue North Music Festival 27.–28. júní. http://blues.fjallabyggd.is Berjadagar 15.–17. ágúst. http://berjadagar-artfest.com
Stutt er í gönguferðir fyrir fjallagarpa og kajakog árabátasiglingar á vatninu í kvöldkyrrðinni. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjallabyggðar: www.fjallabyggd.is ATHUGIÐ að Útilegukortið gildir ekki á Blue North Music Festival 27.–28. júní.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Húsabakki
Heimilisfang: Húsabakki, Svarfaðardal, 620 Dalvík Sími: +354 859 7811 Heimasíða: www.husabakki.is Netfang: husabakki@husabakki.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 415 km / 338 km Opnunartími: maí – 15. september
NORÐURLAND
Þjónusta í boði: Rafmagn, sturtur, þvottavél, grill, aðstaða til að elda og vaska upp með bæðu heitu og köldu vatni, seyrulosun, leiksvæði fyrir börn, aðgangur að interneti, hægt að kaupa morgunmat og máltíðir. Afþreying:
5 KM
5 KM 100 M
2.5 KM
2.5 KM 500 M
5 KM
5 KM
Um svæðið Húsabakki er staðsettur á fallegum stað í miðjum Svarfaðardal 5 km frá Dalvík í u.þ.b. 30 mínútna akstri frá bæði Akureyri og Siglufirði. Við bjóðum upp á fjölbreytta aðstöðu með góðu þriggja stjörnu tjaldsvæði miðsvæðis á Norðurlandi. Góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk og þá sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi.
Gott leiksvæði fyrir börn, gamaldags drullubú með eldavél og öllu, búaleikur eins og afi og amma áttu með kindur, kýr og hesta. Gönguleiðir, fræðslustígar í Friðlandi Svardæla, fuglaskoðun, fuglaskoðunarhús, míní golf, íþróttavöllur, kanóleiga og bálstæði í gróðurreit staðarins ásamt Tásustíg Henríettu. Á Húsabakka er sýningin Friðland fuglanna (sjá www.birdland.is) og fyrsti tásustígur Íslands. Í næsta nágrenni má einnig finna golfvöll í 2,5 km fjarlægð, hestaleigu 3 km, sundlaug 2,5 km, hvalaskoðun 5 km og fjölmargar gönguleiðir sem hægt er að fara með eða án leiðsagnar. Allir helstu ferðamannastaðir á Norðurlandi eru í innan við tveggja tíma akstursfjarlægð. Við leggjum áherslu á notalegt andrúmsloft og persónulega þjónustu við gesti. Athugið að Útilegukortið gildir hvorki á ættarmótum né yfir Fiskidagshelgina.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
43
NORÐURLAND
44
Systragil
Um svæðið Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagn, leiktæki, upphituð salerni, þvottavél, heitt vatn, 3G netþjónusta (pungur), sturta og klóaklosun. Tjaldsvæðið Systragil er í landi Hróarsstaða í Fnjóskadal, Suður – Þingeyjarsýslu. Frá Akureyri eru 36 km í Systragil. Í Fnjóskadal vestan megin er beygt í suður, Illugastaðaafleggjara (vegnúmer 833) en hann liggur að Systragili sem er 5 km frá gatnamótum. Tjaldstæðin eru á tveimur stöllum en fastaleigusvæði á þriðja og jafnframt hæsta stallinum og einnig upp með læknum. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn og spennandi náttúrulegt umhverfi, skógur, lækur og leiktæki. Svæðið nýtur skjóls til norðurs, vesturs og suðurs og vísar beint í austur þar sem Vaglaskógur blasir við, stærsti birkiskógur landsins. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili, Þingmannaleið. Mikill gróður og lækurinn Systralækur. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má seinni part sumars finna mikið af berjumog sveppum. Tjaldsvæðið Systragil er mjög vel staðsett fyrir þá sem vilja kynnast Norðurlandi, njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Systragili er stutt í vinsæla áningarstaði ferðamanna s.s. Vaglaskóg (göngufæri), Flateyjardal, Laufás, Fjörður og Goðafoss. Frá Mývatni eru 60 km og frá Húsavík 65 km í Systragil.
Heimilisfang: Systragil, Hróarsstöðum, 601 Akureyri Sími: 860 2213 Heimasíða: www.systragil.is Netfang: systragil@simnet.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 423 km / 264 km Opnunartími: 1.júní–byrjun september
Þjónusta í nágrenni: Golf: Lundsvöllur í Fnjóskadal. Verslun: Verslunin Vaglaskógi og Illugastaðir. Handverk: Goðafossveitingar við Goðafoss. Sundlaugar: Stórutjarnir, Illugastaðir og á Laugum. Veiði: Fnjóská, Dalsá, Níphólstjörn og Ljósavatn.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
JANUS 1/1 Gæða ullarfatnaður á góðu verði
Frábært úrval á alla fjölskylduna!
100% MERIN O UL
L
Laugavegi 25 Hafnarstræti 99-101 REYKJAVÍK AKUREYRI www.ullarkistan.is
NORÐURLAND
46
Heiðarbær
Um svæðið Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns við þjóðveg nr. 87 í 20 km fjarlægð frá Húsavík. Við Heiðarbæ er vel staðsett tjaldsvæði ásamt stæðum fyrir tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla. Á tjaldstæðinu er ágæt leikaðstaða og minigolf. Boðið er upp á alhliða veitingar og mat samkvæmt matseðli, léttvín, kaffi og meðlæti. Í Heiðarbæ er auk tjaldstæðis boðið upp á svefnpokagistingu fyrir allt að 30 manns í hólfuðum sal. Svefnpokagistingu fylgir ágætis eldunaraðstaða og hentar vel hópum. Einnig er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum. Seld eru veiðileyfi í Langavatn og Kringluvatn sem eru í um 6-13 km fjarlægð frá Heiðarbæ. Heiðarbær er einnig kjörinn dvalarstaður fyrir veiðimenn í nærliggjandi veiðiám. Í Heiðarbæ er sundlaug með tveimur heitum pottum sem er opin júní, júlí og ágúst frá kl. 11:00 - 22:00 alla daga vikunnar. Heiðarbær í Reykjahverfi er vel staðsettur fyrir þá sem skoða vilja austurhluta norðurlandsins, njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Heiðarbæ er stutt í flesta vinsælustu áningastað ferðamanna á svæðinu eins og Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og Laxá í Aðaldal. Frá Heiðarbæ eru 20 km til Húsavíkur. Frá Húsavík eru daglegar hvalaskoðunarferðir yfir sumarmánuðina og einnig söfn s.s hvalasafn og minjasöfn ásamt ýmsum áhugaverðum skoðunarstöðum. Í júlí er tilvalið fyrir gesti tjaldsvæðisins að skella sér á Mærudaga á Húsavík sem haldnir verða
Heimilisfang: Heiðarbær Reykjahverfi, 641 Húsavík Sími / GSM: 464 3903/864 0118 Heimasíða: www.heidarbaer.is Netfang: heidarbaer@simnet.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 476 km/227 km Opnunartími: 1. júní–10. september
20 KM
15 KM
20 KM
20 KM
6 KM
20 KM
síðustu helgina í mánuðinum. Þjónusta fyrir og eftir auglýstan opnunartíma fer eftir tíðarfari og því hægt er að hafa samband í síma 464 3903 fyrir utan opnunartíma ef fólk er á ferðinni. Ef haldin eru ættarmót eða samkoma á vegum félagasamtaka þar sem samið er um sérstakan „pakka“ þá gildir ekki Útilegukortið til frádráttar frá umsömdu verði.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
47
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
NORÐURLAND
48
Möðrudalur – Fjalladýrð
Um svæðið Ferðaþjónustan Fjalladýrð Möðrudal á Fjöllum er staðsett miðja vegu milli Mývatns og Egilsstaða við veg 901. Fjalladýrð býður gestum sínum uppá fjölbreytta þjónustu í kyrrlátu umhverfi. Staðurinn er rómaður fyrir fagra fjallasýn og víðsýni til allra átta, en þar má sjá drottningu íslenskra fjalla – Herðubreið gnæfa tignarlega yfir umhverfi sitt, Kverkfjöll rísa úr Vatnajökli og Víðidalsfjöllin baða sig í kvöldsólinni. Fjallakaffi er snotur burstabær sem býður uppá þjóðlegar veitingar og hefur getið sér gott orð fyrir kraftmikla kjötsúpu og gómsætar kleinur. Einnig er þar að finna íslenskt handverk til sölu, auk hefðbundinnar ferðasjoppu. Gistiaðstaðan er í rómantískum baðstofum í gamla stílnum sem henta vel fyrir pör, fjölskyldur eða minni hópa. Einnig er boðið uppá 1–4 manna herbergi í uppábúnum rúmum eða í svefnpoka. Tjaldstæðið er búið öllum helstu þægindum fyrir tjaldgesti jafnt sem húsbílaeigendur, þar sem til staðar er rafmagn. Sparkvöllur og frispygólf er til staðar fyrir fjölskylduna. Gönguleiðir eru margar skemmtilegar út frá Möðrudal og eru þær kortlagðar, vel merktar og stikaðar. Jeppaferðir og gönguferðir um náttúruperlur norður hálendisins t.d. á Herðubreið, í Öskju, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll, Hafrahvammagljúfur eða sérsniðnar ferðir að óskum. Verið velkominn á Fjöllin í sumar og bragðið
Heimilisfang: Möðrudalur, 601 Mývatn Sími / GSM: 471-1858/ 894 8181 Heimasíða: www.fjalladyrd.is Netfang: fjalladyrd@fjalladyrd.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 560 km/130 km Opnunartími: 1. maí–1. október
á dýrindis heimagerðu bakkelsi eða flottum kvöldverði beint af býlinu. Eldsneytissala í torfbæ – komið og upplifið skemmtilegri áfyllingu á bílinn! Athugið að Útilegukortið gildir ekki 15.–17. ágúst á Möðrudalsgleði sem er hluti af Ormsteiti. Nánari upplýsingar á www.east.is.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
NORÐURLAND
Heimilisfang: við Miðholt, 680 Þórshöfn Sími / GSM: 468 1220 Heimasíða: www.langanesbyggd.is Netfang: sveitarstjori@langanesbyggd.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 638km/228km Opnunartími: 1.júní–31.ágúst
0,5 KM 0,5 KM
0,5 KM
0,5 KM 0,5 KM
10 KM
Kátir dagar Um miðjan júlí á hverju sumri eru haldnir Kátir dagar á Þórshöfn. Allskonar menning og afþreying í boði á staðnum. Dagskráin er metnaðarfull og sækir í sig veðrið með hverju árinu sem líður, listasýningar, leiksýningar, hestaferðir, gönguferðir, dansleikir og svona mætti lengi telja. Þessa daga bjóða Þórshafnarbúar gesti alveg sérstaklega velkomna og bærinn iðar af lífi.
Þórshöfn
Um svæðið Tjaldsvæðið okkar er ofarlega í þorpinu á kyrrlátum og notalegum stað. Þaðan er öll þjónusta í þorpinu í göngufæri. Aðstaða á tjaldsvæðinu er góð, þar eru borð og bekkir, salernisaðstaða og aðstaða fyrir hjólhýsi og húsbíla. Í íþróttahúsinu Verinu er aðstaðan til fyrirmyndar, þar er stór og góð innisundlaug og heitir pottar, íþróttasalur og líkamsrækt. Þar er einnig upplýsingamiðstöðin staðsett og ýmis önnur aðstaða fyrir ferðamenn, t.d. þvottavél. Við íþróttahúsið er sparkvöllur þar sem oftar en ekki er hægt að finna bæði með- og mótspilara. Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er einstaklega gaman að rölta niður að höfn og kíkja á mannlífið. Þá er einnig gaman að ganga um lystigarðinn og heilsa upp á Valda vatnsbera. Þjónusta á Þórshöfn er mjög góð, þar er heilsugæsla og apótek, verslun, veitingastaður, grillskáli, íþróttahús og sundlaug, sparisjóður, pósthús, bensínstöð, bílaverkstæði ofl. Áhugaverðir staðir í nágrenni Þórshafnar eru t.d. Langanes, Sauðanes, Bakkafjörður og Rauðanes. Flugfélag Íslands er með daglegt flug frá Reykjavík til Þórshafnar með millilendingu á Akureyri. Bílaleiga Akureyrar er með útibú á Þórshöfn og býður m.a. sérstakan “Langanesbíl” sem hentar út á Font. SBA eru með áætlunarferðir frá Akureyri til Þórshafnar.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
49
BOLUNGARVÍK SIGLUFJÖRÐUR TUNGUDALUR
ÓLAFSFJÖRÐU
HÚSA ÞINGEYRI SKAGASTRÖND SAUÐÁRKRÓKUR TÁLKNAFJÖRÐUR FLÓKALUNDUR
GRETTISLAUG HVAMMSTANGI
LAUGAR
HELLISSANDUR ÓLAFSVÍK ELDBORG
VARMALAND
AKRANES
SKJÓL
ÚTHLÍÐ MOSFELLSBÆR
SANDGERÐI
BRAUTARHOLT ÁLFASKEIÐ ÞORLÁKSHÖFN GRINDAVÍK T-BÆR
STOKKSEYRI LANGBRÓK
VÍK Í MÝRDAL
ÞÓRSHÖFN
UR
ABAKKI HEIÐARBÆR SYSTRAGIL VOPNAFJÖRÐUR
FJALLADÝRÐ SEYÐISFJÖRÐUR NORÐFJÖRÐUR REYÐARFJÖRÐUR
ESKIFJÖRÐUR
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
STÖÐVARFJÖRÐUR
LAMBHÚS
KLEIFAR - MÖRK
VOPNAFJÖRÐUR
SEYÐISFJÖRÐUR NORÐFJÖRÐUR ESKIFJÖRÐUR
REYÐARFJÖRÐUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
STÖÐVARFJÖRÐUR
LAMBHÚS
AUSTURLAND KLEIFAR--MÖRK MÖRK KLEIFAR
Um landshlutann VÍKÍ ÍMÝRDAL MÝRDAL VÍK
Eitt helsta einkenni Austurlands eru hinir fjölmörgu firðir sem liggja eftir strandlengjunni allri. Kaupstaði á Austfjörðum er að finna við flest alla firði sem allir hafa sín sérkenni. Því er aldrei langt í afþreyingu
og þjónustu á landshlutanum öllum. Eina hreindýrastofn Íslands er að finna á Aus tfjörðum og geta ferðamenn oft séð þeim bregða fyrir að leið sinni um landshlutann.
Vopnafjörður
50
Seyðisfjörður
51
Norðfjörður
53
Eskifjörður
54
Reyðarfjörður
55
Fáskrúðsfjörður
56
Stöðvarfjörður
57
Lambhús
58
AUSTURLAND
Heimilisfang: Við Lónabraut, 690 Vopnafjörður Sími / GSM: 473-1300/894-2513 Heimasíða: www.vopnafjardarhreppur.is Netfang: magnus@vopnafjardarhreppur.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 623 km/120 km Opnunartími: 1. júní–31. ágúst
Vopnafjörður
Um svæðið Tjaldstæði Vopnafjarðarkauptúns stendur í miðjum bænum ofarlega í brekkunni. Tjaldstæðið er ákaflega snoturt með fallegu útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Á tjaldstæðinu er hreinlætis- og salernisaðstaða og grill aðstaða. Staðsetning tjaldstæðisins í miðjum bænum þýðir að stutt er í alla þjónustu og þægilegt göngufæri um allan bæinn. Tjaldstæðið var gert um 1985 og er sett upp í nokkrum stöllum eða svæðum með bílastæði í miðjunni. Það rúmar milli 20-30 tjöld. Nýr þjóðvegur er um Vesturárdal og er um heilsársveg að ræða sem tengist þjóðvegi 1. Góð samgöngubót fyrir heimamenn sem og ferðamenn. Hátíðir á Vopnafirði: • •
Fjölskylduhátíðin Vopnaskak er haldin aðra helgi í júlí ár hvert. Menningarhátíðin Einu sinni á ágústkvöldi er í annarri viku ágústmánaðar.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
53
AUSTURLAND
54
Seyðisfjörður
Um svæðið Seyðisfjörður kúrir á milli hárra fjalla í samnefndum firði einungis 26 km frá Egilsstöðum, tjaldsvæðið er í hjarta bæjarins umgirt háu kjarri sem veitir gott skjól. Að aka yfir Fjarðarheiði á góðum sumardegi er öllum ógleymanlegt sem það upplifa, af mörgum er heiðarvegurinn talin vera einn fegursti fjallvegur landsins og þó víðar væri leitað. Á svæðinu er stórt þjónustuhús með eldunaraðstöðu og setustofu fyrir gesti, þar er auk þess þvottavél, þurrkari, wc og sturtur fyrir konur, karla og fatlaða. Stutt er í alla þjónustu fyrir ferðamenn, stikaðar gönguleiðir og afþreyingamöguleika sem eru fjölmargir. Húsbílastæði eru á tveimur stöðum fyrir ca. 100 bíla, þvottaaðstaða, rafmagn og losunaraðstaða fyrir ferðasalerni er á svæðinu. Upplýsingar um þjónustu og afþreyingarmöguleika í nágrenni tjaldsvæðisins er að finna á heimasíðunni www.visitseydisfjordur.com
Heimilisfang: Ránargata 5, 710 Seyðisfjörður Sími / GSM: 472 1521/861 7789 Heimasíða: www.visitseydisfjordur.com Netfang: ferdamenning@sfk.is Fjarlægð frá Reykjavík: 681 km Opnunartími: 1. maí–30. september
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Norðfjörður AUSTURLAND
Um svæðið
Heimilisfang: Víðimýri, 740 Neskaupstað Sími / GSM: +354 470 9000 Heimasíða: www.fjardabyggd.is Netfang: Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 715 km / 105 km Opnunartími: 15 maí – 30 september
600 M 6 KM
6 KM
1 KM
600 M
600 M
600 M
600 M
1 KM
Nýtt tjaldsvæði við snjóflóðavarnargarðana ofan og utan við bæinn í Drangagili en þaðan er frábært útsýni yfir Norðfjarðarflóa. Hreinlætisaðstaða er góð með sturtum, rafmagn fyrir húsbíla og leiksvæði fyrir börnin. Létt og skemmtileg ganga er út í Páskahelli. Þá er ekki síðra að ganga upp á snjóflóðavarnargarðinum, njóta útsýnis yfir bæinn og skoða þessi sérstöku mannvirki í leiðinni. Safnahúsið í Neskaupstað er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, en þar eru þrjú söfn undir sama þaki sem þykja einstök í sinni röð; Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Austurlands. Sundlaug Norðfjarðar er glæsileg útilaug sem státar jafnframt af einni lengstu rennibraut á Íslandi. Gott úrval er af verslunum og nokkrir veitingastaðir til að velja úr. Í kaffihúsinu Nesbæ er jafnframt upplýsingamiðstöð og má þar einnig njóta málverkasýninga. Þrjár stórar hátíðir eru haldnar á Norðfirði á sumrin; Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur með þriggja daga hátíð fyrstu helgina í júní; aðra helgina í júlí er rokkhátíðin Eistnaflug sem þykir ein sú besta sinnar tegundar og loks er það Neistaflug og Barðsneshlaupið um verslunarmannahelgina.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
55
AUSTURLAND
56
Eskifjörður
Um svæðið Tjaldsvæðið er við Bleiksána, við innkeyrsluna í bæinn, og er umvafið fallegri skógrækt. Þar eru sturtur, snyrting, rafmagn fyrir húsbíla, grillaðstaða og gott leiksvæði fyrir börnin. Á Eskifirði er tilvalið að fara í sund í nýlegri sundlaug Eskfirðinga og skoða Sjóminjasafn Austurlands. Kaffihúsið er opið allan daginn og veitingar eru seldar í Randulsfssjóhúsi á kvöldin yfir sumarið og Hólmatindurinn gnæfir glæsilegur yfir byggðinni. Ferðaþjónustan Mjóeyri rekur bátaleigu á sumrin og Helgustaðarnáman er innan seilingar. Stóra hátíðin á Eskifirði er sjómannadagshelgin sem er fyrstu helgina í júní þá er haldin margra daga hátíð sem svíkur engan.
Heimilisfang: Strandgötu, 735 Eskifirði Sími / GSM: +354 470 9000 Heimasíða: www.fjardabyggd.is Netfang: Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 692 km / 80 km Opnunartími:15 maí – 30 september
800 M
200 M 100 M
6 KM
200 M
100 M
100 M
600 M
1 KM
1.5 KM 500 M
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Reyðarfjörður AUSTURLAND
Um svæðið
Heimilisfang: Búðareyri, 730 Reyðarfirði Sími / GSM: +354 470 9000 Heimasíða: www.fjardabyggd.is Netfang: Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 677 km / 67,8 km Opnunartími:15 maí – 30 september
800 M
1 KM
100 M
400 M
400 M
1 KM
1 KM
1 KM
Tjaldsvæðið er við innkeyrsluna í bæinn við Andapollinn. Á tjaldstæðinu er ný og góð hreinlætisaðstaða með sturtum. Rafmagn fyrir húsbíla er á svæðinu og stutt í WC-losun fyrir húsbíla hjá Olís á Reyðarfirði. Náttúrperlurnar Geithúsaárgil, Búðarárgil og Búðarárfoss og eru innan seilingar. Fyrir fjallagarpa er vinsælt að klífa Grænafell, Kistufell, Hádegisfjall og Hólmatind sem eru við Reyðarfjörð. Íslenska stríðsárasafnið er á Reyðarfirði og þann 1. júlí er hernámsins minnst á Hernámsdeginum. Þá er áhugavert að skoða álver Alcoa Fjarðaáls sem er við Reyðarfjörð á leiðinni til Eskifjarðar. Nokkrir veitingastaðir eru á Reyðarfirði og nýlega bættist við handverksbakaríið SESAM brauðhús.
400 M
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
57
AUSTURLAND
Fáskrúðsfjörður
58
Um svæðið Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við fallegt lón, rétt innan við byggðina. Þar eru sturtur og snyrting, rafmagn og WC-losun fyrir húsbíla. Kaffi Sumarlína er notalegt veitingahús stutt frá tjaldsvæðinu. Á Fáskrúðsfirði eru mikil söguleg tengsl við Frakkland, þar eru allar götur með íslenskum og frönskum nöfnum og þar er safnið Fransmenn á Íslandi sem rifjar upp sögu frönsku sjómannanna sem gerðu út frá Fáskrúðsfirði. Fjölskyldu- og menningarhátíðin Franskir dagar er haldin fjórðu helgina í júlí og þá er alltaf kátt á hjalla. Sandfell í Fáskrúðsfirði er afar sérstæður líparíteitill sem er hluti af hinni fornu Reyðarfjarðareldstöð. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er innilaug með potti úti.
Heimilisfang: Óseyri, 750 Fáskrúðsfirði Sími / GSM: +354 470 9000 Heimasíða: www.fjardabyggd.is Netfang: Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 660 km / 92,1 km Opnunartími: 15 maí – 30 september
1 KM
700 M
1,5 KM
1,5 KM
800 M
800 M
800 M
1 KM
100 M
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Stöðvarfjörður AUSTURLAND
59
Heimilisfang: Fjarðarbraut, 755 Stöðvarfirði Sími / GSM: +354 470 9000 Heimasíða: www.fjardabyggd.is Netfang: Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 633 km / 114 km Opnunartími: 15 maí – 30 september
600 M
700 M
100 M
Um svæðið Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar. Þar er klósett og WC- losun fyrir húsbíla. Í skógræktinni við tjaldsvæðið eru skemmtilegar gönguleiðir og gott leiksvæði fyrir börnin. Stöðvarfjörður er einstaklega vinalegur lítill bær. Þar er Steinasafn Petru, Salthúsmarkaðurinn þar sem heimamenn selja fallegt handverk, Kaffi Saxa og í Brekkunni er upplýsingamiðstöð, verslun og veitingarstaður. Svo er gaman að skoða Gallerí Snærós og heimsækja Frystihúsið sem listamenn í bænum eru að breyta í listasetur. Sjálfbæra þorpshátíðin Maður er manns gaman er haldin þriðju helgina í júlí.
500 M
600 M
600 M
600 M
1 KM
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Austurland
60
Lambhús
Um svæðið Ferðaþjónustan Lambhús er við bæinn Lambleiksstaði og liggur við þjóðveginn, 30 km vestan við Höfn í Hornafirði. Tjaldvæðið er norðan við bæjarhúsin, í hvarfi við þjóðveginn. Þar er boðið upp á gistingu í smáhýsum og á tjaldstæði. Á svæðinu eru leiktæki og tunnugrill. Í þjónustuhúsi eru salerni, sturta og aðstaða fyrir uppvask. Einnig er aðgangur að rafmagni og klóaklosun.
Heimilisfang: Lambleiksstaðir, 781 Höfn Sími / GSM: 662 1029 Heimasíða: www.lambhus.is Netfang: info@lambhus.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 428 km/235 km Opnunartími: 1. júní–1. september
Áhersla er lögð á að gestir njóti friðsældar og náttúru fegurðar staðarins. Þjónusta í nágrenninu Veitingasala eru á nágrannabæjunum Brunnhóli og Hólmi. Á Hólmi er húsdýragarður og á Brunnhóli er seldur heimagerður ís. Við Hoffell (15 km austan við Lambhús) eru heitir pottar. Vatnið í þeim hefur góð áhrif á psoriasis-sjúklinga. 15 km vestan við Lambhús er afleggjari að Skálafellsjökli þar sem boðið er upp á snjósleðaferðir. Í Höfn (30 km austan við Lambhús) eru verslanir, kaffihús, veitingastaðir, glæsileg sundlaug, steinasafn, byggðasafn og jöklasýning. Margir aðrir afþreyingarmöguleikar eru í boði í héraðinu. Nánari uppýsingar er að finna á vefnum: rikivatnajokuls.is
@ Náttúra og umhverfi Frá svæðinu er óhindrað og tignarlegt útsýni til skriðjökla Vatnajökuls. Greiðfær gönguleið liggur frá tjaldsvæðinu að Fláajökli (10 km). Á þeirri leið er fjölbreytt fuglalíf og gróðurfar og þar sést greinilega hvernig jökullinn hefur mótað landslagið í aldanna rás. Í nágrenninu er fjöldi annarra gönguleiða, bæði upp til fjalla og við ströndina.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
svefni í ferðalaginu….. …með svampi frá Svamplandi Húsbílar, fellihýsi, tjaldvagnar og bólstrun eru okkar sérgrein. Skerum og sníðum eftir máli.
Eggjabakkadýnur
•
Áklæði Á Staðnum
•
ýmiS Sérvinna
Svampland s.f. Vagnhöfða 14 · sími 567-9550 · svampur@svampur.is
SKJÓL
ÚTHLÍÐ
BRAUTARHOLT ÁLFASKEIÐ
SANDGERÐI ÞORLÁKSHÖFN GRINDAVÍK T-BÆR
STOKKSEYRI LANGBRÓK
KLEIFAR - MÖRK
VÍK Í MÝRDAL
SUÐURLAND Um landshlutann Það sem gerir Suðurland mjög frábrugðið öðrum landshlutum er að þar er enga firði að finna, ólíkt öðrum stöðum á landinu.
Margar þekktar náttúruperlur er að finna á Suðurlandi. Má þar nefna perlur eins og Heklu, Gullfoss, Geysi, Þórsmörk og Þingvelli.
Kleifar-Mörk
61
Vík í Mýrdal
62
Langbrók
63
Brautarholt
64
Álfaskeið
65
Skjól
66
Úthlíð
68
Stokkseyri
70
Þorlákshöfn
72
T-bær
73
Grindavík
74
Sandgerði
76
sUÐurLAND
STÖÐVARFJÖRÐUR
Kleifar-Mörk
BERUNES
BERUNES
LAMBHÚS LAMBHÚS
LITLAHORN
Heimilisfang: Kleifar-Mörk, 880 Kirkjubæjarklaustur Sími / GSM: 487 4675/863 7546 Heimasíða: http://kleifar.123.is Netfang: gudruns68@simnet.is Opnunartími: 1. júní–31. ágúst Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 258 km / 405 km
2,5 KM 2,5 KM
2,5 KM
2,5 KM
2,5 KM 2,5 KM
Um svæðið Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5 km frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð og beint á móti tjaldsvæðinu er fótboltavöllur.
63 Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Mikið er af skemmtilegum merktum gönguleiðum í nágrenni tjaldsvæðisins og fallegum stöðum til að skoða. Gaman er að skoða Kapelluna á Kirkjubæjarklaustri sem var vígð árið 1974 og byggð í minningu sr. Jóns Steingrímssonar, þess klerks sem söng hina frægu Eldmessu, 20. Júlí 1783, í kirkjunni á Klaustri. Talið er að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur. Þjóðsaga segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja klaustursystra sem áttu að hafa verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Önnur hafði selt sig fjandanum, gengið með vígt brauð fyrir náðhúsdyr og lagst með karlmönnum. Hin hafði talað óguðlega um páfann. Eftir siðaskiptin var seinni nunnan talin saklaus og á leiði hennar óx fagur gróður en á leiði hinnar seku var gróðurlaust. Klifurfært fólk kemst upp á stapann en þaðan er mikið útsýni með jöklasýn.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
sUÐURLAND
64
Vík í Mýrdal
Um svæðið Tjaldsvæðið í Vík er rétt við Víkurþorp. Á tjald svæðinu er boðið upp á flesta þá þjónustu er tjaldgestir þurfa svo sem rafmagn fyrir húsbíla og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða til að matast. Stutt er í alla þjónustu sem er í göngufjarlægð frá tjaldsvæðinu. Vík er aðeins í rúmlega tveggja klukkustunda keyrslu fjarlægð frá Reykjavík. Mýrdalurinn skartar fögru, ósnortnu umhverfi og einstakri náttúrufegurð. Margar helstu náttúrperlur Íslands eru í og við Vík svo sem Dyrhólaey og Reynisdrangar. Mikið er til af fallegum gönguleiðum í Vík og nágrenni. Fuglalíf er með eindæmum enda er veðurfar einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri.
Heimilisfang: Vík í Mýrdal, 870 Vík Sími: 487-1345 Netfang: sifh@simnet.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 176 km / 476 km Opnunartími: 1. júní–1. september
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
sUÐURLAND
Heimilisfang: Fljótshlíð, 861 Hvolsvöllur Sími / GSM: 863 4662 Netfang: brokin@visir.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 118 km / 559 km Opnunartími: 1. apríl–1. október
10 KM
10 KM
3 KM
10 KM
1 KM
1 KM
1 KM
Langbrók
Um svæðið Nýlegt tjaldstæði í hjarta sögusviðs Njálu stendur við Kaffi Langbrók í Fljótshlíð og er rekið til hliðar við það. Á Kaffi Langbrók er starfandi hljómsveitin Hjónabandið sem er iðulega við æfingar og sprell á sumrin og skapast oft skemmtileg stemning á svæðinu. Á túninu er gyðjuhof sem reist var upp á gamla mátann sem búið er að vígja. Farið er með gesti í hofið til að syngja, blóta og fá sér einhverja hressingu og fleira. Einu sinni á sumri er haldin útihátíðin Veltingur sem Hjónabandið sér um.
10 KM
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
65
SUÐURLAND
66
Brautarholt
Um svæðið Tjaldsvæðið í Brautarholti er staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, miðja vegu milli Selfoss og Flúða. Tjaldsvæðið er rúmlega 80 km frá Reykjavík og er miðsvæðis á Suðurlandi. Selfoss, Flúðir og Árnes eru í um 15-20 mínútna akstursfjarlægð. Hestakráin er í um 10 mínútna göngufæri frá tjaldsvæðinu. Fallegar gönguleiðir eru í næsta nágreni. Þjórsárbakkar, Vörðufell, Hestfjall og Miðfell eru vinsælir staðir fyrir útivist og göngu svo ekki sé minnst á Þjórsárdalinn og þær náttúruperlur sem þar eru að finna. Næstu golfvellir eru á Flúðum, Grímsnesi, Selfossi og Hellu. Ekki er lengur verslun í Brautarholti. Kertasmiðjan sem þar var er flutt að Blesastöðum þar sem hún var áður til húsa. Hægt er að kaupa drykki, ís og annað nammi í sundlauginni á opnunartíma. Leikvöllur: Leikskólinn Leikholt er staðsettur við hlið á tjaldsvæðisins og er útisvæðið opið gestum um helgar og í sumarleyfi leikskólans. Sundlaug: Skeiðalaug er heillandi lítil sundlaug og gufubaðið einstaklega vinsælt meðal gesta og heimamanna. Sturtur og salerni: Það er góð salernisaðstaða á svæðinu og sturtur eru aðgengilegar allan sólarhringinn. Rafmagn: Nýlega er búið að leggja rafmagn og hver innstunga er 10 Amp . Rukkað er aukalega fyrir rafmagnsnotkun.
Heimilisfang: Brautarholti á Skeiðum (Skeiða- og Gnúpverjahreppi), 801 Selfossi. Sími / GSM: 663 4666 Heimasíða: www.southcentral.is Netfang: camping@southcentral.is Opnunartími: 15. maí–15. september Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 85 km / 610 km
Íþróttavöllur: Stór og mikill íþróttavöllur er á svæðinu. Þar eru fótboltamörk og mikið opið rými sem nota má til íþrótta iðkunnar af ýmsu tagi. Partýtjald: Hægt er að leigja 60m² partýtjald á staðnum. Staðarhaldari veitir upplýsingar um verð og uppsetningu. Félagsheimili / salur: Félagsheimilið í Brautar holti hentar með ættarmótum og fyrir stærri hópa. Hreppurinn sér um leigu húsnæðisins og umsjónarmaður er Ágúst Guðmundsson, síma 898 9172.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
SUÐURLAND
Álfaskeið
Heimilisfang: Syðra Langholti, 845 Flúðum Sími / GSM: 486 6774 Heimasíða: sydralangholt.is Netfang: arnaths@gmail.com Opnunartími: 1. júní–1. september Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 99 km / 616 km
15 KM
10 KM
Um svæðið Álfaskeið liggur í fallegum dal í Hrunamanna hreppi við sunnanvert Langholtsfjall skammt frá Flúðum. Ungmennafélagið í sveitinni hélt þar reglulegar útisamkomur frá árinu 1908 í nærri 60 ár og var Álfaskeið því miðstöð útihátíða á Suðurlandi við upphaf síðustu aldar. Ungmennafélagið plantaði jafnframt mikið af trjám. Enda er trjágróður í miklum blóma á Álfaskeiði og fallegt skógarrjóður í kringum tjaldsvæðin. Góð aðstaða er við Álfaskeið. Álfaskeið er fjölskyldutjaldsvæði og hefur verið vinsælt tjaldsvæði undanfarin ár enda á ekki að væsa um gesti þar. Aðeins eru um 10 kílómetrar í alla frekari þjónustu á Flúðum, sundlaug, verslun o.þ.h. Hestaleiga er á bænum Syðra-Langholti sem er ca. 1 km frá tjaldsvæðinu. Ekki er heitt vatn né rafmagn á svæðinu.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
67
SUÐURLAND
68
Skjól
Um svæðið Tjaldsvæðið Skjól er nýtt tjaldsvæði og er staðsett mitt á milli Gullfossar og Geysis við Kjóastaði. Kjóastaðir stendur við þjóðveg nr. 35 sem er á milli Selfossar og Gullfossar. Stutt er í helstu náttúruperlur landsins s.s Geysi, Gullfoss og að Brúarhlöðum sem er gljúfur við bakka Hvítár. Flúðir, Laugavatn og Reykholt eru í næsta nágrenni en þar er góð sundaðstað ásamt kjörbúðum. Skjól er rúmgott tjaldsvæði með fallegri fjallasýn yfir í næstu hreppa ásamt góðu útsýni upp á Langjökul. Á Skjóli er glæsilegt retro kaffihús þar sem hægt er að horfa á boltann, leika á hljóðfæri fyrir þá sem það kunna og hafa gaman af, spila pool eða varfra um á netinu en frí nettenging er á staðnum. Einnig er góð þvottaaðstaða og sturtur. Tjaldsvæðið verður tilbúið með rafmagnsstaurum. Á kaffihúsinu sem er opið á milli 10:00-23:00 er hægt að gæða sér á kaffi með bakkelsi, smurðu brauði, ávöxtum og grænmeti beint frá býlum í nágrenni ásamt mjölkuvörum (skyr) og jógúrt. Hægt er að panta pizzur af matseðli ásamt öðrum drykkjum. Hestaleiga er rekin á Kjóastöðum og er nýlegur 9 holu golfvöllur staðsettur við Geysi ásamt frábærum gönguleiðum um Haukadalsskóg en þar eru merktar gönguleiðir ásamt hjólastólastígum. Skjól býður einnig upp á hostel fyrir þá sem það kjósa og er þar gisting fyrir allt að 30 manns. Í boði eru bæði svefnpokagistin og uppábúin rúm. Hægt er að taka frá pláss fyrir hópa með góðum fyrirvara á tjaldsvæðinu en gestir tjaldsvæðisins eru
Heimilisfang: Kjóastaðir, 801 Geysir Sími / GSM: 8451566 Heimasíða: www.skjolcamping.com Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 120 km / 654 km Opnunartími: 1. júní–15. ágúst eða meðan veður leyfir
3 KM
20 KM
30 KM
beðnir um að virða hávaðamörk og takmarka bílferðir eftir miðnætti vegna tillitsemi við tjaldsvæðagesti þar sem þetta er fjölskyldu og ferðamanna tjaldsvæði. Boðið verður uppá margskonar uppákomur með gestum t.d. varðeld og brekkusöng um helgar ásamt fleiru. Daglegar rútuferðir eru frá Reykjavík og einnig norður Kjöl.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
SUÐURLAND
70
Úthlíð
Um svæðið Á bænum Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta í undurfögru umhverfi upp sveita Árnessýslu. Úthlíð er í miðjum Gullna hringnum, um 90 km frá Reykjavík, einungis 10 km frá Geysi og 15 km frá Gullfossi. Tjaldstæðið í Úthlíð er ágætlega búið helstu nauð synjum þar er: Rafmagn, salerni, grillaðstaða og losun fyrir húsbíla. Sturta er í sundlauginni og önnur þjónusta í Réttinni og þar fer afgreiðslan á tjaldstæðinu fram.
Heimilisfang: Úthlíð, Bláskógarbyggð 801 Selfoss Sími / GSM:+354 699 5500 Heimasíða: www.uthlid.is Netfang: uthlid@uthlid.is Opnunartími: 90km / 640km Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 1 júní – 1 október
Fjölbreytt úrval afþreyingar er í Úthlíð: • • • • • • •
Sundlaugin Hlíðarlaug Veitingastaðurinn Réttin Bensínstöð Skeljungs Ferðamannaverslun 9 holu golfvöllur Hestaleiga Orlofshús sem hægt er að leigja til lengri og/eða skemmri tíma.
Úthlíðarkirkja stendur í túninu í Úthlíð og vísar ferðamönnum leiðina. Útilegukortið gildir ekki um Verslunarmanna helgina 1.–4. ágúst.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
VIÐGERÐIR FYRIR FLESTAR GERÐIR VÉLA
kistufell.com
Vélaviðgerðir, túrbínuviðgerðir og spíssaviðgerðir. Vélaverkstæðið Kistufell býður upp á stimpla og slífar í flestar gerðir véla frá hinum þekkta framleiðanda Mahle.
Pakkningarsett Ventlar Vatnsdælur Tímareimar Knastásar Legur Stimplar
www.kistufell.com Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
71
sUÐURLAND
72
Stokkseyri
Um svæðið Stokkseyri er lítið þorp við suðurströndina sem er þekkt fyrir fuglalíf og stórbrotna og fagra fjöru þar sem skiptast á skeljasandur, sker, flúðir og lón. Öflugt listaog menningarlíf er á svæðinu, þar sem vinnustofur, sýningarsalir og söfn leynast víða, auk handverks af ýmsu tagi. Dæmi um söfn eru Veiðisafnið, Draugasetrið og Álfa- trölla- og norðurljósasetrið. Á Stokkseyri er veitingastaðurinn Við Fjöruborðið sem rómaður er fyrir humarveislur og aðrar girnilegar kræsingar. En einnig er verslunin Skálinn, þar sem hægt er að versla eldsneyti og helstu nauðsynjavörur, auk veitinga. Sundlaug Stokkseyrar er lítil og notaleg þar sem bæði eru heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin, auk rennibrautar. Laugin er opin alla daga yfir sumartímann og er aðgangur ókeypis fyrir yngri en 18 ára. Ýmis önnur afþreying er í þorpinu, til dæmis eru skemmtilegar gönguleiðir víða, Kajakferðir eru í boði við Löngudæl, hægt er að veiða í Hraunsá og svo er auðvelt að komast í tengsl við dýralíf þar sem víða eru hestar á beit, kindur og jafnvel kýr. Árlega eru haldnar hátíðir á Stokkseyri, má þar nefna lista- og menningarhátíðina Vor í Árborg, sem haldin er í maí, Bryggjuhátíð í lok júlí og Færeyska fjölskyldudaga um verslunarmannahelgina. Tjaldsvæðið á Stokkseyri er mikið endurbætt svæði þar sem salernisaðstaða hefur fengið yfirhalningu og sett hefur verið upp losunaraðstaða fyrir húsbíla.
Heimilisfang: Sólvellir, 825 Stokkseyri Sími: 896-2144 Heimasíða: www.stokkseyri.is Netfang: tjalda38@hotmail.com Opnunartími: 1. maí–1. október Fjarlægð frá Reykjavík / Seyðisfirði: 64 km / 619 km
Nóg er af rafmagnstenglum á svæðinu og einnig er leikvöllur fyrir börnin. Göngustígur liggur frá tjaldsvæðinu beint inn í miðbæ Stokkseyrar. Strætó gengur milli Eyrarbakka, Selfoss og Stokkseyrar alla virka daga svo stutt er í aðra afþreyingu á svæðunum í kring. ATH! Ekki er tekið við greiðslukortum.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Gátlisti fyrir eigendur ferðavagna Áður en lagt er af stað:
Þegar tekið er saman eftir dvölina:
Athugið hvort allir hlutir í húsinu séu á sínum stað. Mikilvægt er að ekkert geti runnið til eða dottið úr skápum eða hillum. Allir gluggar og lúgur á húsinu eiga að vera lokuð.
Gangið frá öllu lauslegu þannig að ekkert geti hreyfst í skápum. Tryggið að þeir séu vel lokaðir og þungir hlutir í þeim ekki hreyfanlegir þannig að þeir geti opnað skápana. Hafið ekki lausa muni í hillum eða á borðum þar sem þeir gætu farið af stað þegar ekið er.
Gangið úr skugga um að húsið sé rétt fest á dráttarkúlu bílsins, rafmagnstengin tengd þannig að öll ljós á hjólhýsinu virki rétt, handbremsan tekin af, öryggis snúra fest og stuðningsfætur settir upp. Gangið frá hliðarspeglum sé þeirra þörf. Akið ævinlega á löglegum hraða og aldrei hraðar en þið treystið ykkur sjálf að aka. Ath. að fyrir þá sem eru óvanir að aka með aftanívagn þá er það svolítið öðruvísi en að aka með bílinn eingöngu. Þegar komið er á tjaldsvæði þá reynið þið að koma ykkur fyrir þannig að hjólhýsið standi lárétt. Gott getur verið að hafa með sér spýtukubb (hæðarklossa) til að setja undir það hjól sem lægra stendur til að rétta af. Einnig er gott að hafa litla spýtukubba eða platta til að setja undir stuðningsfæturna svo þeir sökkvi ekki niður í jarðveginn. Komið ykkur fyrir inni í vagninum og látið ykkur líða vel. Kveikið á hitanum, sé þess þörf og raðið húsmunum eins og þið helst kjósið að hafa þá. Setjið sjónvarpsloftnet og/ eða gervihnattadisk upp. Hugið að rafmagnsmálum. Ætlið þið að tengjast rafmagni eða ekki, gætið að því að snúrur sem þið notið séu öruggar, tryggið að raki komist ekki að samskeytum snúranna og rekið af rafmagnskeflum séu þið með þau því ef þau eru uppvafin þá hættir þeim til að slá úr vegna spanstraums sem í þeim myndast við álag/flutning.
Gætið að því hvort sjónvarp sé fast í skápnum eða takið það niður og hafið á gólfinu svo ekki sé hætta á því að það falli niður og brotni. Dragið sjónvarpsloftnet niður. Lokið öllum gluggum og lúgum vandlega. Gætið einnig að því að lestarlúgur séu vel lokaðar og ekki er verra að læsa þeim. Skrúfið stuðningsfæturnar upp og tryggið að þær losni ekki og sígi niður þegar ekið er af stað. Gangið frá snúningssveifinni á sinn stað í húsinu þannig að hún verði ekki eftir. Aftengið einnig rafmagnskapla, hafið þið notað rafmagn á svæðinu, og komið þeim fyrir í húsinu sjálfu. Gætið að stillingu á ísskápnum. Festið hjólhýsið á vagninn. Verið viss um að kúlan sitji rétt og klemmið tengin utan um kúluna, dragið nefhjólið upp og herðið þéttingsfast svo það losni ekki við aksturinn. Sé þörf á hliðarspeglum þá setjið þá á og stillið rétt. Hirðið ruslið eftir ykkur og hendið því í þar til gerða gáma þannig skiljum við tjaldsvæðin eftir eins og við viljum koma að þeim. Akið varlega á næsta áfangastað.
- gott alla lei›
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
73
sUÐURLAND
Þorlákshöfn
Vantar mynd
74
Um svæðið Sveitarfélagið Ölfus er vestast í Árnessýslu og eru íbúarnir tæplega 2.000 talsins. Þéttbýlisstaður sveitar félagsins er Þorlákshöfn með um 1500 íbúa. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193) og fer tvennum sögum af tilkomu nafnsins. Önnur sagan segir að staðurinn hafi fengið þetta nafn eftir að Þorlákur biskup steig þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178. Hin sagan segir að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák helga sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Vinsælt er að fara í hestaferðir á vegum Eldhesta og Sólhesta og einnig í gönguferðir um Hengilssvæðið. Með nýjum Suðurstrandarvegi er greiðfært í Selvoginn þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað. Þar er einnig Strandarkirkja, þekktasta áheitakirkja landsins og
Heimilisfang: Hafnarberg 41 (við Íþróttamiðstöðina), 815 Þorlákshöfn Sími / GSM: 480 3890 / 857 1788 Heimasíða: www.olfus.is Netfang: ragnar@olfus.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 52 km / 633 km Opnunartími: 15. maí–1. september
stutt í sögufræga staði eins og Herdísarvík og fleiri náttúruperlur við ströndina. Veitingastaður er við ósa Ölfusár, í Hveradölum og í Þorlákshöfn en þar er líka að finna bókasafn og upplýsingamiðstöð í Ráðhúsinu. Við bæjarmörkin er 18 holu golfvöllur og víða er veiði í vötnum og í ósum Ölfusár. Rútur ganga frá Reykjavík til Þorlákshafnar. Allar upplýsingar um tjaldsvæðið er að fá í Íþróttamiðstöðinni en tjaldstæðið er staðsett við hlið hennar. Síminn í Íþróttamiðstöðinni er 480-3890. Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
T-bær SUÐURLAND
Heimilsfang: T-bær, Selvogi Sími: 483 3150 / 660 7303 Opnunartími: 1. maí–30. september Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 65 km / 651 km
Um svæðið Tjaldsvæðið T-bær í Selvogi er í um 60 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík austan við Herdísarvík. Á staðnum er lítið kaffihús þar sem boðið er upp á veitingar og persónulega þjónustu. Veitingastaðurinn tekur um 70 manns í sæti. Við Engilsvík í Selvogi stendur hin þjóðkunna kirkja Strandarkirkja en fjölmargir hafa heitið á kirkjuna með góðum árangri. Sagan segir að sjómenn sem lentu í lífsháska hafi heitið því að ef þeir myndu lifa sjávarháskann af myndu þeir byggja kirkju þar sem þeir næðu landi. Þeir sáu síðan ljós og skínandi bjarta veru í flæðarmálinu sem leiðbeindi þeim að landi. Mikil náttúrufegurð er í Selvogi og nú hafa sam göngur þangað breyst og batnað með tilkomu hins nýja Suðurstrandarvegar. Hann styttir leiðina milli Suðurlands og Suðurnesja talsvert og áhugaverðir staðir eins og Herdísarvík, Hlíðarvatn, Krýsuvík og ekki síst Selvogur og Strandarkirkja eru nú í alfaraleið.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
75
sUÐURLAND
76
Grindavík
Um svæðið Grindavík er vinsælasti ferða manna staður landsins enda Bláa lónið í anddyri bæjarins. Nýr Suður strandarvegur er bylting fyrir ferðaþjónustuna í Grindavík á allan hátt enda má búast við mikilli fjölgun ferðamanna um svæðið eftir að hann var opnaður. Ferðaþjónustuaðilar í bænum ásamt Grindavíkurbæ hafa undirbúið sig af kostgæfni og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu en glænýtt tjaldsvæði, eitt það glæsilegasta á landinu, var opnað sumarið 2009. Þá var stórglæsilegt þjónustuhús opnað sumarið 2011. Grindavík er landmikið bæjarfélag. Þar er náttúru fegurð mikil með perlur eins og Eldvörp, Selatanga, Gunnuhver, Brimketil, Selskóg og ýmislegt fleira. Hér er stutt í margrómaðar gönguferðir, má þar nefna nýjan malbikaðan göngustíg á milli Grindavíkur og Bláa Lónsins. Þorbjarnarfell er orðinn vinsælasta útivistaparadísin á Suðurnesjum. Fuglalíf er mikið í klettunum meðfram ströndinni við Reykjanestá. Hér er fjórhjólaleiga, eldfjalla ferðir, hestaleiga, hellaferðir, silungsveiði, skoðunarferðir, góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn, rómaðir veitingastaðir, Kvikan sem hefur tvær áhugaverðar sýningar (Saltfisksetrið og Jarðorkuna). Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti er okkar stolt, hér líður okkur
Heimilisfang: Austurvegur, 240 Grindavík Sími / GSM: 420 1100 / 660 7323 Heimasíða: www.grindavik.is og www.visitgrindavik.is Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 50 km/725 km Opnunartími: 15. maí–15. september
vel. Nýr og glæsilegur baðstaður opnaði við Bláa lónið í júlí 1999 og er hann vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim. Hópsneshringurinn er afar áhuga verður áfangastaður fyrir ferðamenn. Þar má sjá skipsflök nokkurra skipa sem strönduðu og er að finna skilti meðfram ströndinni með ítarlegum upplýsingum um sjóslysin.
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Velkomin á okkar glæsilega
tjaldsvæði í Grindavík
Við erum í næsta nágrenni við Bláa lónið og liggjum við nýja Suðurstrandarveginn!
Austurvegur 26, Grindavík Sími 660 7323 / 420 1100 grindavik@grindavik.is www.visitgrindavik.is
sUÐURLAND
78
Sandgerði
Um svæðið Í Sandgerði er nýlegt tjaldsvæði sem er staðsett við Byggðarveginn. Í þjónustuhúsinu á svæðinu eru salerni, sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn. Hjólastólaaðgengi er að sturtum og salernum. Í húsinu er hægt að fá afnot af þvottavél og þurrkara og á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar fyrir þá sem þess óska. Tjaldsvæðið er staðsett miðsvæðis í Sandgerði, öll almenn þjónusta er í göngufæri. Góð sundlaug með rennibraut og þreksal, 18 holu gólfvöllur og þar er einnig að finna Þekkingasetur Suðurnesja – safn sem tengir saman menn og náttúru, sýninguna Heimskautin heilla og Gallerí Listatorg þar sem eru listverksýningar og sala á handverksmunum. Veitingastaðurinn Vitinn er einstakur sjávarréttastaður við höfnina, Mamma Mía pizzastaður og Shell-skálinn bjóða einnig upp á veitingar. Það getur verið ansi líflegt við höfnina og er gaman að koma þangað. Í nágrenni Sandgerðis er að finna sögulega staði þar má nefna Hvalsneskirkju, Stafnes og Básenda. Sandgerði er í 5 mín akstri frá flugvellinum og 45 mín frá miðbæ Reykjavíkur. Sandgerði er í góðu vegsambandi við Suðurland með tilkomu Suðurstrandarvegs og Ósarbotnavegs. Einnig er hægt að leigja smáhýsi sem eru á svæðinu.
Heimilisfang: Byggðarvegi Sími: 854 8424 Heimasíða: www.istay.is Netfang: istay@istay.is Opnunartími: 1. apríl–30. september. Fjarlægð frá Reykjavík/Seyðisfirði: 47 km / 709 km
0,7 KM 0,8 KM
0,9 KM
3,5 KM
Ath! gistináttaskattur (107 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
SANDGERÐI 1/1
FERÐAVÖRUR
VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720
ALLT Í FERÐALAGIÐ
WWW.VIKURVERK.IS
Í MIKLU ÚRVALI Á GÓÐU VERÐI
ALLT Í FERÐALAGIÐ
VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720
Það er gaman að fá sér splunkunýjan ferðavagn. Það er spennandi að taka á móti nýjum tjaldvagni eða húsbíl sem verður annað heimili fjölskyldunnar sumarlangt. Og okkur finnst að ánægjan eigi að endast í mörg ár. Þess vegna er það aðalatriðið hjá Ergo að mæta þínum þörfum með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að fjármögnun ferðavagna.
Suðurlandsbraut 14
>
sími 440 4400
>
www.ergo.is
>
ergo@ergo.is