LÖGREGLUSTJÓRINN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Ársskýrsla Umferðardeildar LRH
2010
14. mars 2011 Samantekt/ábyrgð – Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn
Stefnuyfirlýsing umferðardeildar LRH Umferðardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kappkostar að vegfarendur allir komist heilir til síns heima.
2 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
Efnisyfirlit FORMÁLI........................................................................................................................... 4 INNGANGUR .................................................................................................................... 5 SAMANTEKT – HELSTU NIÐURSTÖÐUR ................................................................... 5 ANNAÐ .......................................................................................................................... 5 Ökuhraði ..................................................................................................................... 5 Umferðarþungi / umferðarslys .................................................................................... 6 ÁHERSLUR LÖGREGLU ................................................................................................. 6 MÆLIKVARÐAR LÖGREGLU - NIÐURSTÖÐUR ....................................................... 7 Hraða- og rauðljósamyndavélar - tölfræði .................................................................. 9 SAMANTEKT .................................................................................................................. 11
3 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
FORMÁLI Ef marka má opinbera umræðu er umferðarmenning afleit hér á landi, kannski sú versta sem fyrirfinnst í veröldinni. En er það svo? Hvað hafa þeir fyrir sér sem þannig tala? Upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum sýna að fjöldi banaslysa síðustu ár er svipaður og hér á landi miðað við íbúafjölda. Annar samanburður milli landa eins og fjöldi alvarlegra slysa, fjöldi umferðarlagabrota á hvern íbúa og svo framvegis er erfiður. Kemur það til af því að skráning er ólík milli landa og áherslur lögreglu mismunandi. Erfitt er því að fullyrða að umferðarmenning hér á landi sé betri eða verri en annarsstaðar. Banaslysum í umferð hefur fækkað umtalsvert hér á landi síðustu ár sem og slysum. Þá eru vísbendingar um að ökuhraði fari lækkandi. Getur verið, í ljósi þessa, að opinber umræða um umferðarmenningu hérlendis sé óþarflega óvægin og jafnvel röng?
Lögreglan hefur frá árinu 2008 markvisst safnað upplýsingum um ökuhraða og brotahlutfall ökumanna á tilteknum vegarköflum höfuðborgarsvæðisins. Þannig hafa safnast mikilvægar upplýsingar um raunhraða á þessum stöðum. Á mörgum þessara mælingastaða hefur brotahlutfall farið yfir 30% í hverri mælingu og í einhverjum tilvikum nálægt 70% í hvert sinn sem mælt hefur verið. Það er mat lögreglu að á þeim vegum og vegarköflum þar sem brotahlutfall er 30% eða hærra sé ástæða til sérstakra aðgerða. Lögregla gerir þá tillögur til veghaldara um að færa leyfilegan hámarkshraða að raunhraða á þeim stöðum er um ræðir eða fara í hraðalækkandi aðgerðir að öðrum kosti, setja upp hraðahindranir, þrengingar eða annað sambærilegt. Viðbrögð við þessum ábendingum lögreglu til veghaldara, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið sáralítil. Hið háa brotahlutfall helst því óbreytt ár frá ári. Það er miður.
Endurskoðun umferðarlaga stendur yfir. Það er von lögreglu að þau megi endurspegla þá ábyrgð sem því fylgir að vera í umferð.
14. mars 2011 Kristján Ólafur Guðnason
4 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
INNGANGUR Ársskýrslu umferðardeildar er ætlað að gefa heildarsýn á ástand umferðarmála í umdæminu miðað við stefnu embættisins og markmið í málaflokknum. Þá er henni ætlað að gefa nokkra innsýn í starfsemi umferðardeildar. Allar tölur í skýrslunni eru bráðabirgðatölur.
SAMANTEKT – HELSTU NIÐURSTÖÐUR Skráðum umferðarslysum hjá lögreglu, þar sem meiðsl urðu á vegfarendum, fjölgaði milli áranna 2009 og 2010 um tæplega 8%. Fækkun frá árinu 2008 til 2010 er hinsvegar 24%. Kærum vegna umferðarlagabrota hjá LRH fjölgaði milli áranna 2009 og 2010 um 6%. Þeim fækkaði hinsvegar frá árinu 2008 til 2010 um 8%. Kærum vegna hraðakstursbrota fjölgaði um 5% milli áranna 2009 og 2010. Þeim fækkaði hinsvegar um 2% frá árinu 2008 til 2010. Kærum vegna ölvunaraksturs fækkaði um 7% milli áranna 2009 og 2010. Þeim fækkaði um 26% frá árinu 2008 til 2010. Umferðaróhöppum er tengjast ölvunarakstri fækkaði um 30% frá árinu 2008 til 2010. Ef gert er ráð fyrir því að sama hlutfall ölvaðra ökumanna lendi í óhappi á hverju ári þá má draga þá ályktun af þessari fækkun að almennt hafi færri ekið undir áhrifum áfengis á höfuðborgarsvæðinu árið 2010 en árið 2008. Samsvarandi tölur um umferðaróhöpp er tengjast fíkniefnaakstri sýna 35% fjölgun frá árinu 2008. Þó þar sé um lágar tölur að ræða í heildina, 42 tilvik 2008 og 57 árið 2010, þá er fjölgun þessi áhyggjuefni.
ANNAÐ
Ökuhraði Vísbendingar eru um lækkaðan umferðarhraða á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tölum frá Vegagerð1. Þar kemur m.a. fram að á báðum mælingastöðum Vegagerðarinnar í Reykjavík lækkaði meðalhraði milli áranna 2009 og 2010 um 0,7 km á klukkustund á Reykjanesbraut hjá bensínstöð við Dalveg og um 0,4 km á klukkustund á Vesturlandsvegi/Nesbrautar ofan Ártúnsbrekku. Þá fer hlutfall brotlegra meðal þeirra sem hraðamældir eru í íbúðahverfum höfuðborgarsvæðisins með ómerktri lögreglubifreið lækkandi. 1
Skúli Þórðarson, des. 2010, Vegsýn - Ökuhraði á þjóðvegum 2004-2010. Unnið fyrir umferðardeild Vegagerðarinnar.
5 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
Umferðarþungi / umferðarslys Umferðarþungi samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg jókst um tæplega tvö prósent milli áranna 2008 og 2010, á sama tíma og slysum í umferð fækkaði um 24%. Lítil fylgni virðist því vera milli þróunar umferðarþunga og umferðarslysa. (Sjá einnig skýringarmynd 8.)
ÁHERSLUR LÖGREGLU Árið 2007 markaði lögreglan sér stefnu í umferðarmálum sem byggði á tilgátu um nauðsynlegar aðgerðir til fækkunar slysa. Samkvæmt henni var hægt að fækka umferðarslysum með auknum sýnileika lögreglu meðal annars, markvissari og skipulagðari vinnubragða og aukinni samvinnu við hagsmunaaðila í umferðarmálum. Í ljósi þessa hefur lögreglan lagt megináherslu á -
-
sýnilega markvissa löggæslu á og við svartbletti í umdæminu sem og á stöðum þar sem umferðarþungi er mikill o sérstök áhersla lögð á eftirlit með morgun- og síðdegisumferð markvissa upplýsingaöflun um ástand mála í umdæminu og þróun með það að markmiði að gera viðeigandi ráðstafanir þar sem þess er þörf markvissa upplýsingamiðlun til íbúa um verkefni lögreglu og niðurstöður samstarf við hagsmunaaðila með það að markmiði m.a. að „útrýma“ svartblettum öflugar framhaldsrannsóknir vegna síbrota, umferðaróhappa- og slysa með forvarnir að markmiði
Í ljósi fyrirliggjandi niðurstaðna um fækkun umferðarslysa og vísbendinga um lækkandi umferðarhraða mun lögreglan halda áfram á þessari braut.
6 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
MÆLIKVARÐAR LÖGREGLU - NIÐURSTÖÐUR 600
538 500
407
Fjöldi slysa
400
378 300
Slys
Linear (Slys)
200
100
0
2008
2009
2010
Mynd 1 – Þróun skráðra umferðarslysa hjá lögreglu frá árinu 2008 til 2010 70 60
Fjöldi slysa
50 40 Series1
30
Linear (Series1)
20 10 0
Mynd 2. Þróun skráðra umferðarslysa hjá lögreglu frá árinu 2008 til 2010, greint eftir mánuðum 23580
1500
Heildarfjöldi umferðarlagabrota hraðakstursbrot
21576 20358
20000
1300 1100
15000
12497
11608
12225
Fjöldi slysa
25000
900 Umferðarlagabr.
700
10000
500
538
5000 378
407
0
Hra ðakstur Slys
300 100
2008
2009
2010
Mynd 3 – Heildarfjöldi kæra hjá lögreglu árin 2008 til 2010 vegna umferðarlagabrota og kærur vegna hraðaksturs, borið saman við umferðarslys. Ekki er að sjá á þessum tölum að bein fylgni sá milli fjölgunar kæra í umferð og fækkunar slysa
7 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
250 1122
1000
204
826
800
Fjöldi brota
200
891
144
143
150
Fjöldi óhappa
1200
600 514 400
441 57
200
100
330
42
48
Ölvunarakstur Fíkniefnaakstur
50
Óhapp/ölvun Óhapp/fíkniefni
0
0 2008
2009
2010
Mynd 4. Þróun í fjölda kæra lögreglu vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs annarsvegar og fjölda þeirra sem lenda í umferðaróhöppum og grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna hinsvegar.
Fjöldi umferðaróhappa er tengjast ölvunarakstri
Fjöldi umferðaróhappa
25
20
15
10
5
0
Mynd 5. Fjöldi umferðaróhappa er tengjast ölvunarakstri sem skráð voru hjá lögreglu á árunum 2008 til 2010, greint eftir mánuðum Fjöldi umferðaróhappa er tengjast fíkniefnaakstri 14
Fjöldi umferðaróhappa
12
10 8 6
4 2 0
Mynd 6. Fjöldi umferðaróhappa er tengjast fíkniefnaakstri sem skráð voru hjá lögreglu á árunum 2008 til 2010, greint eftir mánuðum
8 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
100 90 80 70
Fjöldi
60 50 2008
40
2009
30
2010
20 10 0
Mynd 7. Fjöldi umferðarslysa sem skráð voru hjá lögreglu á árunum 2008 til 2010, greint eftir hverfi vettvangs
600
640000
550
620000
500
600000
450
580000
400
560000
350
540000
300
520000
250
500000
200 2001
2002
2003
2004
2005
Umferðarþungi
2006
2007
2008
2009
2010
Fjöldi slasaðra - tölur Umferðarstofu
Fjöldi ökutækja - sólarhringur
Slysatölur / umferðarþungi 660000
Slasaðir
Mynd 8. Þróun umferðarþunga í Reykjavík árin 2001 til 2010 og fjöldi slasaðra á sama tímabili. Ekki er að sjá áberandi fylgni þarna á milli
Hraða- og rauðljósamyndavélar - tölfræði Umferðardeild LRH heldur úti ómerktri lögreglubifreið sem búin er hraðamyndavél. Hún er notuð við mælingar í íbúðahverfum, við grunnskóla og/eða á stöðum þar sem ábendingar hafa borist um hraðakstur. Mikilvægra upplýsinga um raunhraða á tilteknum vegum og vegarköflum hefur verið aflað með þessum hætti og tillögur gerðar til veghaldara um úrbætur þar sem ástæða hefur þótt til. Þá hefur umferðardeildin og yfir að ráða föstum myndavélum sem notaðar hafa verið við hraðamælingar og eftirlit við ljósastýrð gatnamót, auk þess að sinna hraðaeftirliti með föstum vélum í Hvalfjarðargöngum. Nokkur áherslubreyting varð á starfsemi þessari árið 2010. Aukin áhersla var lögð á hraðamælingar í íbúðahverfum en minni á mælingar í Hvalfjarðargöngunum til að mynda þar sem hraðamyndavélar Vegagerðarinnar eru fyrir. Meðfylgjandi eru gögn um verkefni deildarinnar og helstu niðurstöður.
9 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
Fjöldi mælinga
200
183 144
150 114
100
72
50 0 2007
2008
2009
2010
Mynd 9. Fjöldi mælinga með hraðamyndavél í ómerktri lögreglubifreið á árunum 2007 til 2010 50000 40016
Fjöldi
40000 29475
30000 20000 10000
Mældir 17115
14356 3127
Brot 7730
6581
4878
0 2007
2008
2009
2010
Mynd 10. Fjöldi mældra ökutækja og fjöldi brota frá 2007 til 2010. Brotahlutfallið var 22% árið 2007 en 19% árið 2010. Hæst fór það í 29% árið 2008
Meðalhraði brotlegu yfir leyfðum hámarkshraða í km
16,5 15 13,5 12 10,5
30 km
9 7,5
50 km
6
60 km
4,5 3 1,5 0 2008
2009
2010
Mynd 11. Þróun á meðalhraða brotlegu yfir leyfðum hámarkshraða í km árin 2008 til 2010, greint eftir leyfðum hámarkshraða. (Sambærilegar tölur fyrir árið 2007 ekki til.) Lækkun meðalhraða brotlegu á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km á klukkustund er 7,5% frá árinu 2008, 1% á 50 km svæði og 14% á 60 km svæði
10 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010
SAMANTEKT Það er mat lögreglu að til að fækka slysum í umferð þurfi samstillt átak allra þeirra sem að umferðarmálum koma. Þá þarf ekki síst að koma til hugarfarsbreyting ökumanna sjálfra, að þeir beri ekki aðeins virðingu fyrir eigin öryggi heldur annarra einnig. Margt bendir til að árangur sé að nást að þessu leyti en slysum í umferð hefur farið fækkandi síðustu ár og umferðarhraði fer einnig lækkandi. Ástæða er til að halda því á lofti.
11 Ársskýrsla umferðardeildar LRH - 2010