1 minute read
Þolendur brota af hendi maka eða fyrrum maka árið 2018
• Af þeim sem sögðust hafa mátt þola andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi af hendi maka eða fyrrum maka árið 2018 greindu um átta prósent frá því að ofbeldið ætti sér stað vikulega. • Álíka margir sögðu ofbeldið hafa átt sér stað daglega eða flest alla daga. • Algengast var að þolendur brota af hendi maka eða fyrrum maka hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Tæplega 60 prósent sögðu að ítrekað hefði verið gert lítið úr þeim. • Rúmlega 1 af hverjum fjórum hafði verið þvinguð(aður) eða reynt að þvinga hann til kynferðislegra athafna og svipað hlutfall greindi frá því að hafa verið ógnað eða hótað ofbeldi. • Um 12 prósent greindu frá því að hafa verið beitt ofbeldi af hendi maka eða fyrrum maka árið 2018. • Ríflega fimmtungur greindi frá því að búa ennþá við þessar aðstæður.
Mynd 11. Hversu oft að jafnaði varðstu fyrir andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi af hendi maka/fyrrum maka árið 2018? Merktu við það sem á best við Mynd 12. Hlutfall þeirra sem greindu frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka eða fyrrum maka árið 2018, greint eftir tegund ofbeldis. Merkja mátti við fleiri einn valmöguleika og er heildar summan því hærri en 100%.