Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2018

Page 1

Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

2018



Ársskýrsla

2018

LÖGREGLUSTJÓRINN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU


Útgefandi: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu www.lrh.is www.facebook.com/logreglan Umsjón og ábyrgð: Upplýsinga- og áætlanadeild Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson Myndir: Júlíus Sigurjónsson Mynd bls. 31: Hlynur Gíslason Mynd bls. 45: Marinó Ingi Emilsson Mynd bls. 62: Guðmundur Fylkisson Prentun: Litlaprent Umbrot: Litlaprent Útgefið í september 2019


Ársskýrsla 2018

Efnisyfirlit STEFNUMÓTUN OG UMBÓTAHUGMYNDIR.................................................................... 4 SKIPURIT......................................................................................................................... 7 HELSTU MARKMIÐ LRH.................................................................................................. 8 HELSTU VERKEFNI LÖGREGLUNNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU........................... 12 LÍKAMSÁRÁSIR.................................................................................................. 16 INNBROT OG ÞJÓFNAÐIR................................................................................. 20 RÁN OG FJÁRSVIK ............................................................................................ 24 UMFERÐAREFTIRLIT ......................................................................................... 29 BANASLYS OG HRAÐAKSTURSBROT .............................................................. 33 KYNFERÐISBROT OG HEIMILISOFBELDI .......................................................... 36 FÍKNIEFNAMÁL .................................................................................................. 39 BRUNAR OG ÍKVEIKJUR ................................................................................... 42 MANNSHVARF UPPLÝST .................................................................................. 45 RÁÐIST Á UNGAR STÚLKUR ............................................................................ 48 UNGMENNI Í VANDA.......................................................................................... 50 JAFNRÉTTISMÁL................................................................................................ 52 ÓVENJULEG VERKEFNI..................................................................................... 54 LÖGREGLAN OG SAMFÉLAGSMIÐLAR............................................................. 58 VIÐHORFSKÖNNUN........................................................................................... 61 EITT OG ANNAÐ................................................................................................. 63 REKSTUR....................................................................................................................... 68 VIÐAUKAR..................................................................................................................... 70

3


Ársskýrsla 2018

Stefnumótun og umbótahugmyndir Árið 2018 var tíðindamikið hjá Lögreglunni á höfuðborgar­svæðinu, líkt og fyrri ár. Um mitt ár fjölguðum við á næturvöktum þar sem margir nýir liðsmenn voru við störf að sumarlagi, sem ekki höfðu lokið lögreglunámi. Þessi ákvörðun og fleiri þættir urðu til þess að stíga þurfti fast á bremsuna til þess að við færum ekki verulega yfir á fjárlögum. Með samstilltu átaki tókst að ná tökum á hallarekstrinum og var embættið rekið með 39 milljón króna halla á árinu, sem telst ekki mikill í ljósi þess að fjárheimildir námu 5,3 milljörðum og hallinn því 0,8%. Ráðist var í gerð stefnumótunar og lögð áhersla á að hún væri unnin af starfsmönnum en ekki yfirstjórn. Slík nálgun er afar mikilvæg því þannig virkjum við umbótahugmyndir frá okkar öfluga samstarfsfólki sem þekkir manna best tækifærin. Með þessu er einnig leitast við að draga úr miðstýringu, bæta rekstur og huga að betri þjónustu fyrir samfélagið með því að koma þeim að borðinu sem eru í mestum tengslum við viðskiptavini embættisins. Leiðin var vörðuð þeim markmiðum að halda áfram að vinna að því að nútímavæða embættið sem þjónustustofnun í stað valdastofnunar. Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Dagur Sigurðsson blésu baráttuanda í fólk á stefnu­ mótunarfundum og teymi frá KPMG leiddi stefnumótunarstarfið og vann úr hugmyndunum. Starfs­ mönnum embættisins færi ég sérstakar þakkir fyrir þeirra mikla og góða framlag við þessa vinnu. Í takti við fyrri ár fjölgaði snertingum lögreglu og viðskiptavina og verkefnin urðu nær 133 þúsund í 88 þúsund málum sem er um 10 prósent aukning frá fyrra ári. Flott þróunarstarf sérfræðinga hjá

4


Ársskýrsla 2018

okkur hefur skilað sér í nýju upplýsingastjórnborði sem nálgast má á innri vef embættisins. Þar er að finna upplýsingar um almenna tölfræði og sértækar upplýsingar um málastöðu innan eininga og flæði í gegnum þær. Um er að ræða rauntímaupplýsingar og er óhætt að segja að þarna sé um byltingu að ræða fyrir stjórnendur og starfsmenn, þar sem yfirsýn og árangursmælingar batna mjög. Með þessum hætti verða einnig þau fjöldamörgu verkefni lögreglu sem ekki tengjast afbrotum mun sýnilegri en áður. Á árinu var haldið áfram að byggja upp þjálfun starfsmanna hvort sem um er að ræða aðgerðaþjálfun eða stjórnendaþjálfun. Þannig var áfram unnið að þjálfun millistjórnenda og haldin fleiri námskeið undir heitinu Sjö venjur en þau eru sérstaklega hugsuð til stjórnendaþjálfunar. Ekki er hægt að skilja við árið öðruvísi en að nefna það mikla umbótastarf sem átti sér stað í kynferðisbrotadeild, en þar voru sett upp teymi, unnið með LEAN að því að einfalda ferla og deildin styrkt verulega. Byggt var annars vegar á metnaðarfullri og fjármagnaðri áætlun dómsmálaráðherra um kynferðisbrot, og hins vegar á umbótastarfi deildarinnar sjálfrar og starfsmannanna sem lögðu nótt við dag til að stytta málsmeðferðartíma og bæta þjónustu í þessum mikilvæga málaflokki. Þá voru ákærusvið og þjónustudeild styrkt samhliða til að tryggja góða þjónustu alla leið í gegnum kerfið. Reynslan hefur sýnt að slík nálgun er afar mikilvæg. Samstarfsaðilum eru færðar þakkir fyrir gott samstarf á árinu 2018. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri.

5



Starfsmannamál Starfsmannastjóri

Stoðþjónusta og greining

Fjármála og Upplýsingatækni Fjármálastjóri

Umferðardeild

Lögreglustöð 4

Lögreglustöð 3

Lögreglustöð 2

Aðgerðastjórnstöð Almannavarnir

Þjálfun

Lögreglustöð 1

Aðgerða- og skipulagsmál

Almenn deild Yfirlögregluþjónn

Kynferðisbrot

Skipulögð brotastarfsemi og fjármunabrot

Rannsóknardeild Yfirlögregluþjónn

LÖGREGLUSTJÓRI

Ákærusvið 3

Ákærusvið 2

Ákærusvið 1

Ákærudeild Aðstoðarlögreglustjóri

Skipurit LRH Samþykkt af ríkislögreglustjóra 9. júlí 2015

Tölvurannsókna- og rafeindadeild

Tæknideild

Stoðdeild Aðstoðarlögreglustjóri

Skrifstofa lögreglustjóra Stefnumótun og þróun Aðallögfræðingur

Skipurit

Aðgerðardeild Yfirlögregluþjónn

Innri endurskoðun Yfirlögregluþjónn

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Ársskýrsla 2018


HELSTU MARKMIÐ LRH

Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er sífellt verið að leita leiða til að bæta þjónustuna við almenning. Í þeirri viðleitni kunna verkefni og áherslur að taka breytingum í tímans rás og þess sér merki þegar þróun mála er skoðuð. Grundvallarmarkmiðin eru samt áfram til staðar og þar er öryggi og öryggistilfinning þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæminu í fyrirrúmi. Sama gildir um önnur sett markmið, t.d. fækkun afbrota á tilteknum sviðum (eignaspjöll, innbrot, þjófnaðir og líkamsárásir). Ný markmið eru hins vegar ekki síst tilkomin vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Hatursglæpir, mansal og vændi eru hluti af þeim veruleika sem lögreglan stendur frammi fyrir og við því hefur verið brugðist. Heimilisofbeldi er annar málaflokkur þar sem ráðist hefur verið í aðgerðir, en lögreglan hefur skorið upp herör í þeim efnum svo eftir hefur verið tekið. Áhersla á rannsóknir netglæpa er líka til vitnis breytta um tíma, en þær eiga eftir að verða enn meira áberandi í störfum lögreglu þegar fram í sækir. Mælikvarðar á árangur lögreglunnar eru margir og mismunandi. Lengi hefur verið horft til afbrotatölfræðinnar, en mánaðarlegar úttektir embættisins gefa glögga mynd af gangi mála hverju sinni. Reglulegar samantekir um afbrotatölfræði veita líka tækifæri til að bregðast við og setja aukinn kraft í verkefni þegar svo ber undir. Upplýsingamiðlun af þessu tagi gegnir mikilvægu hlutverki og er lögreglu nauðsynleg í nútíma samfélagi. Að geta mælt viðhorf borgaranna til löggæslu og hvernig lögreglan stendur sig á hverju tíma er ekki síður gagnlegt. 8


Ársskýrsla 2018

Þar hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jafnan fengið góða útkomu. Fyrir það ber að þakka enda er ekkert sjálfsagt hvað það varðar. Til margra ára hefur traust til lögreglunnar mælst hátt, sem er athyglisvert í ljósi þeirra erfiðu verkefna sem hún hefur þurft að fást við. Ekki verður árangur þó mældur á öllum sviðum enda erfitt um vik þegar mannslíf eru annars vegar. Hér er átt við leit að týndum ungmennum, en það er eitt allra mikilvægasta verkefnið sem kemur á borð lögreglunnar. Málefni ungmenna í vanda hafa verið tekin mjög föstum tökum hjá embættinu undanfarin misseri og mikil áhersla lögð á að gera eins vel og hægt er. Þar hefur mannslífum verið bjargað og það er ómetanlegt. Viðbúið er að verkefni og áherslur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að þróast og breytast á næstu árum og markmiðin þar með. Hver sem þróunin verður mun lögreglan halda sínu striki og áfram gera sitt allra besta til að þjónusta almenning jafn vel og hingað til.


km² Hlutfall af höfuðb.sv.

Hlutfall af Íslandi

Fjöldi erlendra

Hlutfall erlendra

Fjöldi ríkisfanga

Stærð í km²

km²

Reykjavík

126.041

56,7%

36,2%

15.596

12,4%

138

273

km²

Kópavogur

35.970

16,2%

10,3%

3.079

8,6%

95

80

km²

Hafnarfjörður

29.412

13,2%

8,4%

2.816

9,6%

79

Garðabær

15.709

7,1%

4,5%

641

4,1%

65

143

km²

76

km²

Mosfellsbær

10.556

4,7%

3,0%

652

6,2%

55

185

km²

Seltjarnarnes

4.575

2,1%

1,3%

326

7,1%

40

2

km²

Kjósarhreppur

221

0,1%

0,1%

12

5,4%

7

284

Heimildir: Fólksfjöldi: Hagstofa Íslands, Mannfjöldi eftir kyni, aldri og sveitarfélögum 1998-2018 - Sveitarfélagaskipan hvers árs: ár valið 2018 Fjöldi erlendra: Hagstofa Íslands, Mannfjöldi eftir kyni, sveitarfélagi, aldri og ríkisfangi 1998-2018: ár valið 2018 Fjöldi ríkisfanga: Hagstofa Íslands, Mannfjöldi eftir kyni, sveitarfélagi og ríkisfangi 1. janúar 1998-2018 - Ísl. talið með Flatarmál sveitarfélaga: Landmælingar Íslands, upplýsingaveita sveitarfélaga


km²

224

karlar

Hlutfall af Íslandi

Fjöldi erlendra

222.484

63,8%

23.122

10,4% 143

1.043

348.450

100%

37.830

10,9% 149

102.698

81

Hlutfall erlendra

Fjöldi ríkisfanga

35

konur

58

karlar

Lögreglumenn 305

Stærð í km²

konur

Borgaralegir starfsmenn 93

Fjöldi ökutækja í lok árs 2018 7

Merktar stórar bifreiðar

19

Merktar fólksbifreiðar

7

Ómerktar fólksbifreiðar

14

Bifhjól

Samtals 47

Akstur ökutækja í kílómetrum árið 2018

867.456

Akstur merktra ökutækja

87.393

Akstur ómerktra ökutækja

101.030

Akstur bifhjóla

Samtals 1.055.879


HELSTU VERKEFNI LÖGREGLUNNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

10. janúar HVERSDAGSÞRÆTUR Verkefni lögreglunnar eru fjölbreytt og útköllin eftir því. Um alvarleika mála getur stundum verið erfitt að vita með fullkominni vissu fyrr en komið er á vettvang og því er mikilvægt að hraða sér á staðinn. Þannig var því einmitt farið á dögunum, en þá þurfti lögreglan að bregðast við símtali úr heimahúsi í umdæminu þar sem tilkynnt var um ofbeldisverknað. Tveir lögreglumenn héldu þegar á staðinn, en á heimilinu hafði slegið í brýnu milli tveggja samleigjenda og annar slegið hinn tvívegis í öxlina. Átökin voru yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og engir áverkar sjáanlegir, né var vilji til að leggja fram kæru í málinu. Ofbeldismaðurinn var fullur iðrunar og vildi biðjast afsökunar á gjörðum sínum og sagði að upphaf málsins mætti rekja til tannkremstúpu á baðherbergi heimilisins. Við frekari spurningar lögreglumannanna sagðist sá sami hafa ætlað að bursta í sér tennurnar fyrir svefninn, en þá uppgötvað að tannkremið hans var

Enginn hörgull var á verkefnum árið 2018 og máttu starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa sig alla við. Mun fleiri mál komu til meðferðar hjá embættinu en að meðaltali síðustu þrjú árin árin á undan og munaði um minna. Af því leiddi að höfð voru afskipti af mun fleiri einstaklingum en áður, en alls fjölgaði viðfangsefnum lögreglu um rúmlega fjórðung. Málin voru af öllum toga, en flest teljast hefðbundin eins og líkamsárásir, innbrot og nauðganir svo fátt eitt sé nefnt. Hegningarlagabrotum fjölgaði annars um 3% á milli ára og sérrefsilagabrotum um 4%. Umferðarlagabrotum fjölgaði hins vegar mun meira, eða um 15%. Þrátt fyrir fjölgun brota voru víða jákvæð teikn á lofti, t.d. við rannsóknir mála hjá embættinu, og tókst að færa ýmsa hluti til betri vegar. Þar bar hæst rannsóknir kynferðisbrota, en snemma árs var ráðist í viðamikla úttekt eftir að embættið var gagnrýnt fyrir vinnulag í málaflokknum. Það skilaði árangri og veitti ekki af, en fjöldi kynferðisbrota var til rannsóknar. Unnið var að því að stytta málsmeðferðartímann, en jafnframt að tryggja gæði rannsókna og gekk það eftir. Hlutfallslega fleiri kynferðisbrotamál voru því afgreidd hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við árið á undan. Það ber enn fremur að þakka að fleiri rannsóknarlögreglumenn voru kallaðir til verka samhliða breytingum á verklagi, en aukin fjárveiting fékkst til þessa og skipti það sköpum.

12


Ársskýrsla 2018

búið. Var þá samleigjandinn beðinn um lán á tannkremi, en hann harðneitaði þeirri bón og vildi ekki afhenda tannkremstúpuna, en við það snöggreiddist ofbeldismaðurinn með fyrrgreindum afleiðingum. Eftir að verkefni lögreglumannanna var lokið á vettvangi hafði annar þeirra á orði við hinn að þetta hlyti nú að hafa verið mjög dýrt tannkrem fyrst að ekki var hægt að fá lánað smávegis af því, án þess þó að í því fælist einhver viðurkenning á viðbrögðum ofbeldismannsins enda voru þau það alls ekki.

lrh.is

Hegningarlagabrot í umdæminu árið 2018 voru í kringum 9.600, en þar vega auðgunarbrotin þungt. Sérrefsilagabrotin voru rúmlega 4.000, en stór hluti þeirra eru fíkniefnabrot. Umferðarlagabrotin voru svo enn fleiri, eða um 45.000 og þar telja hraðakstursbrotin langmest. Eins og gefur að skilja eru það allskonar mál sem koma á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en rétt er að hafa hugfast að ekki snúa þau öll að refsiverðri háttsemi. Embættinu berast iðulega margar beiðnir um leit að fólki og þar er sjaldnast grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Sama á við þegar leitað er að börnum og unglingum, en þar kann að eiga við brot á hegningarlögum ef barn er aðstoðað við að koma sér undan forsjá. Leit að fólki vekur jafnan mikla athygli og svo átti við á fyrri hluta ársins í sérstöku máli. Það átti sér reyndar talsverðan aðdraganda, en upphaf þess var í mars 2017 þegar lýst var eftir pólskum karlmanni á þrítugsaldri. Viðamikil leit skilaði engum árangri, en ári


Ársskýrsla 2018

14. júlí VANDLIFAÐ Stundum þarf ekki mikið til að fólk hringi í lögregluna og óski aðstoðar hennar. Lögreglan er ávallt tilbúin að bregðast við, en hún verður þó iðulega að forgangsraða verkefnum og í einhverjum tilvikum er ekki hægt að bregðast strax við hjálparbeiðnum. Þannig var því einmitt farið einu sinni þegar íbúi í ónefndu fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu hringdi og kallaði eftir aðstoð lögreglu. Málavextir voru þeir að tilkynnanda var gróflega misboðið sökum þess að nágranni hans á efri hæðinni var að þrífa svalirnar hjá sér og fór heldur óvarlega að við verkið. Við þrifin notaði nágranninn vatn, en svo illa vildi til að eitthvað af vatni lak niður á svalir þess sem kvartaði og í blómapott sem þar var. Lögreglan reyndi að miðla málum og hafði samband símleiðis við þann sem kvartað var undan, en sá hafði eilítið aðra sögu að segja og sagði m.a. sér til varnar að umræddur blómapottur væri nú ekki staðsettur samkvæmt reglu­gerð og því ekki innan lóða­marka kvartandans.

síðar komu fram gögn með mjög óvenjulegum hætti og það varð til þess að ljúka rannsókn málsins. Drjúgur tími lögreglumanna fór líka í að rannsaka skipulagða brotastarfsemi, sem teygir anga sína víða. Erlendir brotamenn hafa skotið hér upp kollinum undanfarin ár, því miður, og stundum náð að fara mikinn áður en lögreglu tekst að hafa hendur í hári þeirra. Dæmi um þetta eru innbrotsþjófar sem láta greipar sópa í umdæminu, en slíkir kauðar voru á ferðinni á árinu. Þolinmæði þurfti til að leysa málin, en oft verður eitt innbrot, þar sem lögreglumenn komast á sporið, til þess að upplýsa mörg önnur og sú varð raunin. Skartgripir og reiðufé freistuðu þjófanna, en höfuðborgarbúar voru minntir á að geyma slík verðmæti ekki í svefnherbergjum sínum, en það voru einmitt þær vistaverur sem hinir óprúttnu aðilar leituðu einkum í. Líkamsárásir voru sömuleiðis fjölmargar árið 2018 og margar alvarlegar. Á stundum virðist hending ein ráða því hvort bani hlýst af í átökum manna, en blessunarlega varð svo ekki þetta árið. Afleiðingar líkamsárása geta engu að síður verið mjög alvarlegar, líkt og þegar ráðist var á tvo dyraverði á skemmtistað í miðborginni undir sumarlok. Árásin var hrottaleg, en annar dyravarðanna var lamaður eftir barsmíðarnar. Um svipað leyti kom upp mál í Garðabæ, sem vakti líka óhug þótt allt annars eðlis væri. Um var að ræða árásir á ungar stúlkur í


Ársskýrsla 2018

Nú var úr vöndu að ráða, en lögreglan mat það svo að útkallið mætti bíða og ekki væri knýjandi þörf á að senda lögreglumenn á vettvang til að framkvæma nákvæmar mælingar á stað­­setningu blómapottsins. Deilendur voru upplýstir um þetta og heyrðist ekki frekar frá þeim í framhaldinu. Er vonandi að málið hafi fengið farsælan endi þótt auðvitað sé ekki hægt að fullyrða neitt um það hvernig sambúð nágrann­anna gekk eftir að stóra blómapottamálið kom upp.

bænum, en ekki var vitað hvað gerandanum gekk til. Rannsókn

Þrátt fyrir það sem hér hefur verið nefnt viljum við ítreka að það er betra að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.

umdæminu. Banaslysin voru sex, en þeim verður að reyna að

lrh.is

málsins var í algjörum forgangi hjá embættinu, sem lagði allt kapp á að upplýsa það eins fljótt og hægt var. Garðabær, sem er jafnan ekki í kastljósinu vegna lögreglumála, var líka í brennidepli snemma í apríl, en þá varð stórbruni í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun. Eitraðan reykinn lagði yfir stórt svæði og þurfti að rýma hús af þeim sökum. Gífurlegt tjón varð í eldsvoðanum, en í húsnæðinu voru m.a. geymslur sem voru leigðar almenningi. Umferðarmálin voru áfram fyrirferðarmikil hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en ekkert lát var á umferðarslysum í fækka með öllum tiltækum ráðum. Að síðustu skal nefna fíkniefnamálin, en baráttan við fíkniefnadjöfulinn virðist eilífðarverkefni. Þar vakti mesta athygli rannsókn lögreglunnar á innflutningi nokkurra kílóa af amfetamíni. Hér á eftir er farið frekar yfir helstu verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. Tekið skal fram að tölfræði embættisins fyrir sama tímabil er að finna í skýrslunni Afbrot á höfuðborgarsvæðinu (útgef. 2019). 15


25. júní 90 FÍKNIEFNAMÁL Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem haldin var í Laugardalnum um helgina. Aðallega var lagt hald á kannabisefni, en einnig ætlað kókaín, amfetamín, MDMA og e-töflur svo önnur fíkniefni séu nefnd. Við eftirlitið naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar tveggja fíkniefna­ leitarhunda og reyndust þeir mjög vel. Eitthvað var um pústra á hátíðinni, en níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu. Eins og vænta mátti var ástand gesta misjafnt og þurfti að fjarlæga einhverja þeirra af svæðinu af þeirri ástæðu. Nokkuð var um kvartanir íbúa í nágrenninu vegna hávaða frá hátíðinni, en tilkynningarnar voru vel á annan tug.

LÍKAMSÁRÁSIR Lítil sem engin breyting varð á fjölda líkamsárása, sem voru tilkynntar til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. Samtals voru þetta um 1.300 ofbeldismál, en í kringum 1.000 þeirra töldust minni háttar líkamsárásir. Að þessu sinni var ekkert morð framið í umdæminu og telst það auðvitað til góðra tíðinda, en þetta er í fjórða sinn á starfstíma embættisins sem svo háttar til innan ársins og vert er að halda því til haga. Það er hins vegar áhyggjuefni að meiri háttar líkamsárásum (218. gr. alm. hegningarlaga) hefur ekki fækkað undanfarið og voru þær um 200 árið 2018, sem er ívið meira en árið á undan. Um ástæður þessa er erfitt að segja, en ýmislegt hefur verið gert til að sporna við þróuninni. Lögreglan hefur t.d. reynt að auka viðbragð og sýnileika í miðborginni þar sem drjúgur hluti málanna á sér stað í tengslum við skemmtanalífið. Fjölgun öryggismyndavéla, sem hafa fælingarmátt, á sama svæði er enn fremur liður í þeirri baráttu. Vandamálið einskorðast þó ekki við miðborgina því stórfelldar líkamsárásir eiga sér líka stað annars staðar í umdæminu eins og dæmin sanna. Um ástæður líkamsárása

lrh.is

er erfitt að fullyrða, en mjög oft eru gerendur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og það kann ekki góðri lukku að stýra. Hvað svo 16


Ársskýrsla 2018

7. október SVIKAPÓSTAR SEM ERU LÁTNIR VIRÐAST KOMA FRÁ LÖGREGLU Svikapóstur sem er látinn líta út fyrir að koma frá lögregl­ unni virðist vera að fara mjög víða þessa stundina. Við biðjum fólk að opna póstinn alls ekki, en hann kemur að sjálfsögðu ekki frá lögreglu. Slóðin, sem fólk er beðið að opna, er stafsett svipað og vefsvæði lögreglu, en er annar vefur sem er mögulega sýktur af vírus. Mikilvægt að sem flestir vari sig á þessu og opni alls ekki slóð eða viðhengi. Þeir sem hafa lent í að fara inn á síðuna eða hala niður gögnum – eru beðnir að slökkva strax á tölvum sínum. Lögreglan mun koma frekari upplýsingum áleiðis þegar þær berast.

lrh.is

sem veldur er ljóst að afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, en oft skilur lítið á milli feigs og ófeigs. Því miður er af nógu að taka þegar alvarlegar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu eru annars vegar, en líkamsárás sem tveir dyraverðir á skemmtistað í miðborginni urðu fyrir undir sumarlok var hvað umtöluðust. Afleiðingar hennar voru enda skelfilegar, en annar dyravarðanna var lamaður eftir barsmíðarnar. Lögreglan var kölluð á skemmtistaðinn aðfaranótt sunnudags, seinustu helgina í ágúst, en alvarleiki málsins blasti fljótt við. Grunur féll strax á fjóra menn og voru þeir handteknir annars staðar í borginni. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en frekari rannsókn leiddi í ljós að tveir þeirra áttu þátt í árásinni og voru þeir ákærðir. Sá sem fékk þyngri dóminn var dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás, en hann veitti dyraverðinum sem lamaðist m.a. ítrekuð hnefahögg og hrinti honum, en af því hlaust lömun fyrir neðan háls. Árásarmennirnir höfðu verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld og/ eða nótt, en yfirgefið hann eftir að kom til orðahnippinga við



Ársskýrsla 2018

14. apríl ÖKUÞRJÓTUR HLAUPINN UPPI Starf lögreglumannsins er ekki hættulaust og ýmislegt getur gerst á vaktinni eins og sannaðist á einni helgarvaktinni í vetur, en þá ók ökumaður í annarlegu ástandi á lögreglubifreið í austurborginni eina nóttina. Áður hafði verið tilkynnt að ökumaðurinn hefði reynt að aka á starfsmann fyrirtækis annars staðar í hverfinu, en farið þaðan og ekið á ofsahraða stuttan spöl uns hann varð á vegi lögreglunnar. Ekki varð ákeyrslan til þess að maðurinn næmi staðar heldur hélt hann för sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. Honum var veitt eftirför og sá þá sæng sína útbreidda, stöðvaði bílinn og reyndi að komast undan lögreglumönnunum á tveimur jafnfljótum. Kappinn var hins vegar hlaupinn uppi og snúinn niður, en sjálfsagt hefur það verið eilítið sérkennileg sjón því maðurinn var nakinn. Fötin hans voru samt ekki langt undan, en ekki er vitað af hverju hann klæddi sig úr þeim. Lögreglubíllinn skemmdist nokkuð við áreksturinn, en miklu verra var að lögreglumennirnir voru verulega lemstraðir eftir höggið og þurftu í framhaldinu að leita sér aðstoðar á slysadeild og voru í kjölfarið frá vinnu um tíma. Hér fór þó samt betur en á horfðist, en það var alls ekki ökumanninum að þakka. Þess má geta að sá hefur alloft áður komið við sögu hjá lögreglu.

dyraverði og þeim var vísað út. Mennirnir sneru þó aftur nokkru síðar og þá í félagi við fleiri menn. Þá veittust þeir að dyravörðunum með þeim hörmulegu afleiðingum sem fyrr er getið, en um var að ræða alvarlega háls- og mænuáverka. Ofbeldisbrot eiga sér ekki bara stað víða í umdæminu heldur eru þau líka framin árið um kring, en yfirleitt var ekki sérstaklega mikill munur á fjölda þeirra frá einum mánuði til annars. Þó var seinni hluti ársins 2018 eitthvað skárri en sá fyrri hvað varðar fjölda mála, en að jafnaði var tilkynnt um í kringum 100 líkamsárásir í hverjum mánuði. Flestar voru þær í febrúar og júní, en fæstar í júlí og nóvember. Júní var jafnframt sá mánuður þar sem oftast var tilkynnt um alvarlegar líkamsárásir, en ekki er vitað af hverju það stafar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist náið með þróun ofbeldisbrota og tekur reglulega saman fjölda þeirra og birtir almenningi. Afbrotatölfræðina má nálgast bæði á lögregluvefnum og fésbókarsíðu embættisins og er það áhugaverð lesning. Stuttur kveikiþráður sumra getur verið ávísun á vandræði, en þau orð mætti e.t.v. viðhafa um líkamsárás í austurborginni þegar sumarið var senn á enda. Þar kom til átaka eftir að ágreiningur skapaðist um lagningar bifreiða við matvöruverslun. Svo fór að einn var fluttur á slysadeild með stungusár, en þrír voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Meiðsli hins slasaða reyndust ekki eins mikil og óttast var í fyrstu og var hann útskrifaður af sjúkrahúsi að tveimur dögum liðnum. Málsaðilum bar ekki alveg saman um upptökin og atburðarásina sem fylgdi í kjölfarið, en líkamsárásin er að mörgu leyti dæmigerð fyrir hversu lítið þarf stundum til að deilur manna fari úr böndunum með ófyrirséðum afleiðingum.

lrh.is

19


2. febrúar KYNFERÐISBROT – ÁFRAMHALDANDI GÆSLUVARÐHALD Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu hefur tekið til ítarlegrar skoðunar hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Sýnt þykir að mistök hafi verið gerð og harmar embættið að sú hafi verið raunin. Jafnframt er unnið að frekari greiningu á þeim 170 málum sem nú eru til meðferðar og rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild LRH, ekki síst m.t.t. forgangsröðunar. Skipaðir hafa verið tveir hópar hjá embættinu tll að sinna þessu verki undir stjórn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns og

20

INNBROT OG ÞJÓFNAÐIR Þjófnaðarbrot á höfuðborgarsvæðinu voru um 4.000 árið 2018 og fækkaði þeim lítillega frá fyrra ári. Innbrot voru drjúgur hluti þeirra, eða meira en fjórðungur allra brotanna, en þar er átt við innbrot á heimili, í fyrirtæki og ökutæki. Miklar sveiflur mátti sjá í fjölda mála þegar innbrot voru annars vegar, en oftast var brotist inn á heimili í febrúar, nóvember og desember. Innbrot í fyrirtæki voru hins vegar flest í janúar, en færri síðla árs þótt ástandið yfir sumarmánuðina hafi reyndar verið með skásta móti, ef þannig má að orði komast. Innbrot í ökutæki voru líka daglegt brauð þegar líða fór á árið og náðu hámarki í október og nóvember. Alls var tilkynnt um rúmlega 1.100 innbrot til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2018, eða um þrjú á dag. Þar af voru innbrot á heimili meira en þriðjungur þeirra og raunar gott betur. Af öðrum þjófnaðarbrotum í umdæminu má nefna hnuplmál, en þau skiptu hundruðum líkt og fyrri ár. Reiðhjólaþjófnaðir voru sömuleiðis fjölmargir, einkum frá vori og fram á haust. Nokkuð


Ársskýrsla 2018

tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. Rannsókn málsins, sem vísað var til hér að framan, miðar vel. Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag í Héraðsdómi Reykjaness fram áfram­ hald­andi kröfu um gæslu­­ varðhald yfir honum á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna. Héraðsdómur féllst á kröfuna á grundvelli rannsóknar­ hagsmuna og situr maðurinn því áfram í varðhaldi til 9. febrúar. Þess má geta að 39 manns hafa komið í skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuð­borgar­svæðinu í þágu rannsóknarinnar, þar af sjö brotaþolar.

var líka um farsímaþjófnaði, en þessum þremur þjófnaðarbrotum fækkaði þó eitthvað frá árinu 2017. Mikil áhersla var lögð á að upplýsa innbrot á höfuðborgarsvæðinu og gekk það upp og ofan. Sem fyrr voru innbrotsþjófarnir bæði stórtækir og fóru víða í umdæminu og talsverða þolinmæði þurfti til að hafa hendur í hári þeirra. Þegar tókst að leysa eitt mál leiddi það oft til þess að fleiri innbrot voru upplýst í kjölfarið. Þannig var því einmitt farið á fyrri hluta ársins þegar nokkrir erlendir karlmenn voru handteknir í tveimur aðgerðum lögreglunnar. Sá sem var fyrst handtekinn reyndist hafa brotist inn í mörg heimahús á höfuðborgarsvæðinu fyrstu tvo mánuði ársins. Talsvert af þýfi fannst á dvalarstað mannsins, en dómur í máli hans féll í sumarbyrjun. Hinir sátu líka lengi í gæsluvarðhaldi, nema sá yngsti, en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda og síðan sendur til síns heima. Þeir voru líka grunaðir um fjölda innbrota, og fannst

lrh.is

sömuleiðis þýfi í fórum þeirra. Minnst einn þessara manna var eftirlýstur af lögreguyfirvöldum í tveimur löndum vegna grunsemda um ætluð brot þar ytra. Ekki er vitað hverju hann átti að hafa stolið


8. maí SEKTIR HÆKKA Þann 1. maí hækkuðu sektir vegna umferðarlagabrota en margar þeirra höfðu verið óbreyttar í rúman áratug og þóttu mörgum þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sektir við umferðarlaga brotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig að auknu umferðaröryggi. Nauðsynlegt er að fjárhæð sekta endurspegli alvarleika umferðarlagabrota og þá hættu sem þau skapa. Flestar sektir hækka og margar þrefalt eða fjórfalt á við það sem þær voru. Sérstaklega ber að geta þess að sekt fyrir að nota síma án handfrjáls búnaðar hækkaði í 40.000 krónur, en var áður 5.000 kr. Þessi brot hafa verið áberandi

22

þar, en hér heima brutust mennirnir inn í heimahús og stálum einkum peningum og skartgripum úr svefnherbergjum. Síðla árs voru fleiri erlendir innbrotsþjófar handteknir, en líkt og kollegar þeirra virtust þeir hafa lítil tengsl við landið. Það átti m.a. við um tvo innbrotsþjófa sem voru handteknir í Kópavogi í nóvember eftir að hafa brotist inn á nokkrum stöðum í bænum. Við yfirheyrslur játuðu þeir sök, en á þeim var að skilja að dýrtíðin á Íslandi hefði rekið þá til þessara verka. Mennirnir báru því við að tilgangur ferðarinnar hefði verið að skoða landið, en viðurkenndu þó að hafa verið félitlir við komuna hingað og því vandséð hvernig þeir ætluðu að framfleyta sér. Þrátt fyrir að erlendir innbrotsþjófar hafi komið allmikið við sögu lögreglunnar árið 2018 hafði hún líka hendur í hári margra íslenskra innbrotsþjófa. Það átti t.d. við um mitt sumar þegar þrír menn voru handteknir vegna nokkurra innbrota. Ólíkt útlendingunum stálu mennirnir mestmegnis verkfærum í innbrotum á byggingarsvæðum. Málin voru upplýst á fáeinum dögum og flest


Ársskýrsla 2018

í kvörtunum almennings sem virðist þykja of margir ökumenn vera uppteknir í síma við akstur.

verkfæranna komu í leitirnir, en þau fundust við húsleit. Þar var

Lægsta sektarfjárhæð frá 1. maí er 20.000 krónur en var áður 5.000 krónur (eina undantekningin er að sekt fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis sem er 10.000 krónur). Hæstu sektirnar hækkuðu líka, þó að hlutfallslega sé hækkunin ekki eins mikil.

Frá og með vetrarmánuðum fjölgaði mjög innbrotum í ökutæki og

lrh.is

einnig að finna þýfi úr innbroti í eitt heimahús, auk fíkniefna.

mátti með réttu tala um innbrotahrinu. Þar kom ítrekað við sögu forhertur þjófur á fertugsaldri, en sá braust inn í fjölda bíla á miðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn seint á árinu og í tvígang úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann stal bókstaflega öllu steini léttara, en í ákæru á hendur honum síðar var einnig að finna reiðhjólaþjófnað og innbrot í fyrirtæki. Á meðan þjófurinn var í haldi lögreglu fækkað innbrotum í ökutæki talsvert, án þess að nokkuð verði fullyrt um það frekar. Sem fyrr var lögð mikil áhersla á að koma stolnum munum aftur í réttar hendur og gekk það ágætlega á köflum. Fésbókarsíða embættisins var iðulega vettvangur slíkra tilkynninga, en brotaþolar hefðu samt mátt leita meira til lögreglunnar hvað þetta varðaði.


8. júní FÍKNIEFNAMÁL Á HÖFUÐBORGAR­ SVÆÐINU Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu hefur að undan­ förnu stöðvað kannabis­ ræktun á nokkrum stöðum í umdæminu og jafnframt lagt hald á nokkur kíló af tilbúnum kannabisefnum, auk kókaíns, amfetamíns og MDMA. Í öllum tilvikum var um að ræða íbúðir í fjölbýlishúsum, en einn húsráð­enda á þessum stöðum var sömuleiðis með fíkniefni í geymslu í kjallara hússins. Í einni íbúðanna var að finna um 50 kannabisplöntur, 2 kg af kannabis­efnum og 60 gr. af amfetamíni. Í annarri var lagt hald á talsvert magn af kókaíni, amfetamíni og MDMA, auk nokkurra tuga kannabisplanta, en barn var búsett á heimilinu og voru fulltrúar barna­ verndaryfirvalda kallaðir til vegna þessa. Í þriðju íbúðinni var líka að finna nokkra tugi kannabisplantna

24

RÁN OG FJÁRSVIK Ótal svikahrappar komu við sögu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 og var það venju samkvæmt. Hlutur auðgunarbrota er iðulega mikill og þar skipta fjársvikamálin hundruðum. Fjöldi mála var í kringum 420 og fjölgaði þeim allnokkuð á milli ára. Fjárdráttarmál hafa á hinn bóginn verið miklu færri, venjulega nokkrir tugir á hverju ári og á því varð engin breyting og raunar fækkaði slíkum málum frá fyrra ári. Aðferðir svikahrappanna taka hins vegar breytingum með árunum, ekki síst eftir því sem tækninni fleygir fram. Netið, með öllum sínum kostum, getur líka verið gróðrarstía fyrir óprúttna aðila eins og dæmin sanna. Netglæpir af öllu tagi koma í auknum mæli inn á borð lögreglu og því miður bendir fátt til að sú þróun sé á undanhaldi. Þar er þess freistað að hafa fé af grandalausu fólki, sem á sér einskis ills von. Rannsóknir málanna geta verið flóknar og tímafrekar og oft á tíðum getur reynst illmögulegt að endurheimta féð. Mikilvæg leið til að fækka slíkum brotum liggur hjá almenningi sjálfum, sem verður að hafa varan á og t.d. ganga úr skugga um að aðili sem óskar greiðslu vegna viðskipta sé sá sem hann segist vera. Í því getur m.a. falist að skoða vel netfang viðkomandi og bera það saman við fyrri samskipti,


Ársskýrsla 2018

sem og allnokkuð af tilbúnu kannabisefni. Svipað átti við um fjórða vettvanginn sem lögreglan mætti á, en þar innandyra var að finna rúmlega eitt kíló af kannabisefnum. Efnin voru afrakstur kannabisræktunar, sem hafði verið klippt niður nokkrum dögum fyrir heimsókn laganna varða. Húsleitirnar voru framkvæmdar í Reykjavík og Kópavogi og var einn handtekinn á hverjum stað.

ef þau eru fyrir hendi, þegar greiðslur reikninga eru annars vegar

Málin, sem eru óskyld, teljast öll upplýst, en þrír mannanna sem komu við sögu í þeim eru á fertugsaldri. Fjórði maðurinn sem var handtekinn i þessum aðgerðum er á sextugsaldri.

á skömmum tíma. Brotaþolarnir áttu það sameiginlegt að vera

Við minnum á upplýsinga­ síma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á fram­ færi í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

lrh.is

og millifæra á peninga. Á þessu og fleiru hafa starfsmenn í fyrirtækjum brennt sig illa, en slík mál koma því miður of oft til kasta lögreglu. Bíræfnir þrjótar vita líka fátt betra en að komast yfir greiðslukort og misnota þau óspart þegar svo ber undir. Um mitt sumar varaði embættið við óprúttnum aðilum, sem höfðu stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en nokkur slík mál voru tilkynnt til lögreglu fullorðnar konur, komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Talið var að þjófarnir hefðu fylgst með konunni slá inn PIN-númerið, en þeir gáfu sig síðan á tal við hana þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því, en í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi konunnar. Svipað atvik átti sér stað við hraðbanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu


3. nóvember VOPNABURÐUR – TVEIR HANDTEKNIR Karlmaður og kona eru í haldi Lögreglunnar á höfuð­­borgar­ svæðinu í þágu rannsóknar hennar á vopna­burði í Stangarhyl í Ártúns­­holti í Reykjavík klukkan rúmlega hálfellefu í morgun. Þá barst tilkynning um ógnandi mann með skot­­vopn á fyrrnefndum stað, en vitni fullyrða að einu skoti hafi verið hleypt af. Ekki er talið að vopninu hafi þá verið beint að fólki. Með fylgdi lýsing á manni og konu, meintum gerend­um, og ökutæki sem þau voru á. Fólkið var svo hand­tekið annars staðar í borginni, eða í Skip­­holti, á tólfta tímanum og bíður það nú yfirheyrslu. Við hand­­tök­urnar naut Lögregl­an á höfuðborgar­ svæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Bifreiðin, sem fólkið var á, var haldlögð, sem og vopnið sem um ræðir, auk skotfæra. Um loftbyssu var að ræða. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

á þjófunum, sem náðu líka að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Að endingu má nefna samskonar mál úr verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og með það og greiðslukortið hennar, sem þeir stálu, var eftirleikurinn auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Líklegt þótti að um sömu þjófana væri að ræða, en að sögn brotaþola voru þeir tveir á ferðinni, kona og karl, og töluðu erlent tungumál. Í tilkynningu lögreglu vegna málanna var fólk minnt á að gæta að sér þegar PIN-númer voru slegin inn og enn fremur að geyma ekki upplýsingar um PIN-númer með greiðslukortum. Reglulega var varað við svikapóstum í umferð, en í einum þeirra þóttist sendandinn búa yfir upplýsingum um þá sem höfðu heimsótt klámsíður. Þeir síðarnefndu voru krafðir um greiðslu í formi rafmyntar, en gengi það ekki eftir yrðu upplýsingar um heimsóknir þeirra á vafa­samar netsíður sendar öllum tengiliðum þeirra í tölvupósti. Lögreglan réði fólki frá því að inna greiðslu af hendi, og vakti athygli á því að svona svikapóstar væru gjarnan sendir á netföng sem hefðu gengið kaupum og sölum á Netinu. Aðferðin er stundum kölluð vefveiðar, en þeim er ætlað að skapa hræðslu í þeim tilgangi að fá

lrh.is

fólk til að borga. Svikapóstarnir voru annars margskonar, en einn 26


Ársskýrsla 2018

3. ágúst BRUGGARAR STÖÐVAÐIR Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af landa og gambra í heimahúsi í umdæminu í nótt eftir að henni höfðu borist ábendingar um að þar innandyra færi fram sala og framleiðsla á ólöglegu áfengi, eða „landa“. Við komuna á vettvang mátti strax greina mikla áfengislykt, en innandyra fannst gambri í tunnum og landi í flöskum. Húsráðendur, sem höfðu ekki leyfi til áfengisframleiðslu, játuðu sök, en auk landa og gambra var lagt hald á nokkuð af búnaði sem fylgdi starfseminni.

leit út fyrir að koma frá lögreglunni sjálfri. Svo var að sjálf­sögðu ekki, en embættið gaf út tilkynningu vegna þessa og varaði fólk við. Ræningjar voru líka samir við sig á árið 2018, en fjölmörg rán voru tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu ár hafa málin að jafnaði verið um 50 á ári, en nú fjölgaði þeim verulega og voru rúmlega 70. Um ástæður þessa er ekki vitað, en gerendurnir eru gjarnan ungt fólk sem er statt á slæmum stað í lífinu. Svo átti einnig við þetta árið, en var þó ekki algilt frekar en áður. Ránum fylgja óhjákvæmilega hótanir og ofbeldi í garð þeirra sem fyrir þeim verða og þá getur illa farið. Ræningjar hafa oft hnífa eða einhvers­ konar barefli við höndina og þá er mikilvægt að halda ró sinni og varast fífldrifsku. Afgreiðslufólk í verslunar- og þjónustustörfum virðist hafa tamið sér það og er það vel, en sá hópur hefur einmitt orðið oftar fyrir barðinu á ræningjum en flestir aðrir.

lrh.is



25. júlí

UMFERÐAREFTIRLIT

TÓNLEIKAGESTIR TIL FYRIRMYNDAR Ekki verður annað sagt en að tónleikar stórhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöld hafi farið vel fram. Tónleikagestir skiptu þúsundum og voru þeir upp til hópa til mikillar fyrirmyndar. Umferðin á svæðinu og í næsta nágrenni, fyrir og eftir tónleikana, gekk mjög vel fyrir sig og voru nær allir tónleikagestir búnir að yfirgefa Laugardalinn upp úr miðnætti. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar og fjóra til viðbótar þurfti að fjarlægja af tónleikunum vegna ölvunarástands.

Umferðarmálin voru áfram fyrirferðarmikil hjá Lögreglunni á

Lögreglan, sem hafði töluverðan viðbúnað á tónleikunum, var ánægð með kvöldið og hversu vel til tókst.

lrh.is

höfuðborgarsvæðinu, en árið 2018 fjölgaði umferðarlagabrotum í umdæminu verulega frá fyrra ári. Sú þróun er athyglisverð, m.a. í ljósi þess að sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot hækkuðu svo um munaði um vorið, eða frá og með 1. maí 2018. Um áhrif hækkana á hegðun ökumanna er þó erfitt að fullyrða, en tölfræðin talar sínu máli og því er niðurstaðan að vissu leyti vonbrigði, þ.e. fjölgun brota í málaflokknum. Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur var það brot þar sem sektin hækkaði hlutfallslega mest, eða úr 5 í 40 þúsund kr., en um þennan ósið ökumanna hafði lengi verið rætt og flestir sammála um að aðgerða væri þörf. Sektir fyrir hraðakstur hækkuðu umtalsvert og þá var tekin upp sekt við því að hjóla gegn rauðu umferðarljósi. Hin nýja reglugerð var alllengi í undirbúningi, en henni var ætlað að endurspegla alvarleika brotanna. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig til tekst og hvort fælingarmátturinn hafi tilætluð áhrif, en um það er of snemmt að segja. 29


20. apríl FÍKNIEFNAMÁL – FJÖGURRA VIKNA FARBANN Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbannn, eða til 18. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu embættisins um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna, en gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag. Hann var handtekinn í janúar og hafði því verið í haldi lögreglu í tólf

30

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lengið haldið úti öflugu umferðareftirliti og hefur það jafnan verið í föstum skorðum. Á því varð engin breyting þetta árið, en fjölgun tiltekinna brota má einfaldlega skýra með áframhaldandi frumkvæðisvinnu lögreglumanna, sem létu ekki deigan síga í störfum sínum. Hér verður sérstaklega að nefna ölvunar- og fíkniefnaakstur, en ætla má að vinna lögreglu í þeim málum hafi komið í veg fyrir enn fleiri slys og jafnvel dauða. Aukinn fjöldi ökumanna í misgóðu ástandi í umferðinni alla daga ársins er mikið áhyggjuefni, en hér er um samfélagslegt vandamál að ræða sem er sprottið af notkun vímuefna. Viðhorf almennings til umferðarlagabrota eru annars skýr og hann vill að á þeim sé tekið. Þess sjást líka víða merki þegar aðgerðir lögreglu í umferðarmálum standa yfir, en eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri fær jafnan góða hljómgrunn, líka hjá þeim ökumönnum sem eru stöðvaðir vegna þessa. Afskipti af


Ársskýrsla 2018

vikur. Rannsókn málsins, sem er á lokastigi og er m.a. unnin í samvinnu við spænsk yfirvöld, hefur verið tímafrek, en enn er beðið gagna erlendis frá. Sú gagnaöflun felur þó ekki í sér brýna rannsóknarhagsmuni.

ökumönnum eiga sér því stað oft á dag árið um kring, og stundum

Í málum sem þessum, þar sem sakborningur sætir gæsluvarðhaldi, er horft til þess að fullnægjandi rannsókn lögreglu sé lokið á tólf vikum. Það hefur ekki gengið eftir og ákæra hefur ekki verið gefin út. Tafir á rannsókn málsins mega teljast eðlilegar, m.a. vegna umfangs þess.

vegfarendur í umdæminu hafa sannarlega fundið fyrir því síðustu

lrh.is

eru þau tilkomin vegna ábendinga frá borgurunum, sem vilja vekja athygli á þeirri hættu sem kanna að stafa af óábyrgum ökumönnum. Um leið og fólki fjölgar þurfa enn fleiri að komast leiðar sinnar og árin. Viðbúið er að þróunin haldi áfram á þeim nótum og því mikilvægt að sátt ríki, en ekki eru allir hópar vegfarenda alltaf ánægðir með sinn hlut. Hér er einkanlega verið að vísa til ágreinings akandi og hjólandi, en þar hafa klögumálin stundum gengið á víxl. Eina lausnin er að báðir hópar virði rétt hvor annars enda gengur umferðin best ef allir leggjast á eitt. Þar er þolinmæði lykillinn, en hana þurfa vegfarendur að hafa í ríku mæli, ekki síst ef þeir þurfa að fara í og úr vinnu eða skóla á álagstímum. Þá gengur umferðin jafnan hægt fyrir sig og lítið má út af bregða svo hún hreinlega stöðvist ekki. Slíkt gerðist reyndar snemma árs þegar tugir kjötskrokka féllu af flutningabíl á Sæbrautinni snemma morguns


17. september RÁN – TVEIR Í GÆSLUVARÐHALDI Tveir karlar á þrítugsaldri voru í gærkvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, 21. september, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á ráni í fyrirtæki í Hafnarfirði

32

einn virkan dag í febrúar. Þá svo gott sem stöðvaðist umferðin á helstu stofnbrautum í austurborginni um stundarsakir. Helsta breytingin á umferðareftirliti sneri annars að hraðakstri á stofnbrautum, þ.e. Sæbraut og Hringbraut, en þar voru mynduð fleiri hraðakstursbrot en nokkru sinni fyrr. Þó verður að geta þess að brotahlutfallið á þessum tveimur stöðum er ekki hátt og raunar miklu lægra en víðast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.


Ársskýrsla 2018

á laugardagskvöld. Annar mannanna var handtekinn rétt við vettvanginn áður en tilkynning um ránið barst lögreglu, en það voru árvökulir lögreglumenn við eftirlitsstörf sem veittu grunsamlegum manni athygli og stöðvuðu för hans. Sá var með muni meðferðis, m.a. fjármuni, sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hinn maðurinn var svo handsamaður á svipuðum slóðum ekki löngu síðar og voru þeir báðir færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð. Starfsmanni í fyrirtækinu þar sem ránið var framið, var eðlilega illa brugðið en viðkomandi varð þó ekki fyrir meiðslum.

lrh.is

BANASLYS OG HRAÐAKSTURSBROT Flest slys og óhöpp eiga sér stað í umferðinni síðdegis og þá oftast á fjölförnum gatnamótum, t.d. á Miklubraut og Reykjanesbraut. Fleiri stofnbrautir koma þar við sögu enda mikil umferð um þær alla daga vikunnar og viðbúið að þar fari eitthvað úrskeiðis. Að þessu sinni urðu sex banaslys á höfuðborgarsvæðinu, en fimm þeirra áttu sér stað í útjaðri umdæmisins. Fyrsta banaslysið varð strax í byrjun janúar, en þá lést karlmaður á fertugsaldri eftir árekstur fólksbíls og vörubíls á Vesturlandsvegi, á móts við Hvamm, á miðvikudagsmorgni. Hinn látni ók fólksbílnum. Næstsíðustu helgina í janúar varð aftur banaslys, en þá í hringtorgi á Arnarnesvegi, ofan Reykjanesbrautar, aðfaranótt sunnudags. Þar var bifreið ekið á vegrið og lést ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri. Á mánudagskvöldi snemma í júní lést karlmaður á fertugsaldri eftir árekstur fólksbíls og og sendibíls á Vesturlandsvegi, skammt frá Enni. Hinn látni ók fólksbílnum, en níu voru í hinum bílnum og slösuðust þeir mismikið. Um einum og hálfum mánuði síðar lést kona um áttrætt eftir árekstur tveggja fólksbifreiða á Þingvallavegi, 33


28. október RANNSÓKN Á PENINGAÞVÆTTI Karlmaður á sextugsaldri var í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 2. nóvember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á meintu peningaþvætti. Lagt var hald á verulega fjármuni, en fasteign mannsins hefur verið kyrrsett og hald lagt á bankareikninga og ökutæki hans. Þá lagði lögregla hald á töluvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem hún hefur grun um að hafi verið ætluð til endursölu á svörtum markaði. Verðmæti eigna og fjármuna, sem hafa verið kyrrsettar og haldlagðir vegna málsins, hleypur á tugum milljóna. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, var handtekinn í

við Æsustaðaveg, um kaffileytið á laugardegi. Hin látna var farþegi í annarri bifreiðinni. Um miðjan september hafnaði fólksbíll utan vegar við Víðinesveg, Álfsnesi, eftir hádegi á þriðjudegi og lést ökumaðurinn, karlmaður á sextugsaldri, í slysinu. Síðasta banaslys ársins varð á Reykjanesbraut, á móts við Vallahverfið, aðfaranótt sunnudags í lok október. Þar varð árekstur tveggja fólksbifreiða og lést farþegi úr öðrum bílnum, karlmaður á fertugsaldri. Þetta er versta útkoman hvað varðar fjölda banaslysa frá því Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa árið 2007, en áður höfðu mest orðið fimm banaslys í umdæminu, en það var 2015. Um 34 þúsund sinnum vou ökumenn staðnir að hraðakstri í umdæminu árið 2018, sem er veruleg aukning í samanburði við síðustu ár. Þar vógu þungt hraðamyndavélar á stofnbrautum í borginni og sömuleiðis hraðamyndavélar Vegagerðarinnar í útjaðri höfuð­borgarsvæðisins. Nálægt fjórðungur hraðakstursbrota árið 2018 var myndaður á síðarnefnda svæðinu, þ.e. á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og í Hvalfjarðargöngum. Þúsundir ökumanna voru einnig staðnir að hraðakstri á gatnamótum Sæbrautar og Langholtsvegar og gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu, en á öllum fyrr­nefndum götum var brotahlutfallið mjög lágt. Sérstakur

34


Ársskýrsla 2018

umdæminu sl. fimmtudag, en húsleit var framkvæmd á heimili mannsins að undangengnum dómsúrskurði. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

myndavélabíll embættisins var sömuleiðis drjúgur og myndaði hátt í 15 þúsund hraðakstursbrot víðs vegar í umdæminu, ekki síst í íbúðahverfum. Enn fjölgaði þeim sem voru teknir fyrir fíkniefna­ akstur, en brotin voru um 1.750. Ölvunarakstursbrotum fjölgaði líka á milli ára, en um 1.200 sinnum voru ökumenn stöðvaðir á höfuð­borgar­svæðinu fyrir þær sakir árið 2018. Fleiri umferðarlagabrot komu við sögu hjá Lögreglunni á höfuð­ borga­r­svæðinu, en í 1.100 tilvikum hafði hún afskipti af ökumönnum, sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Hátt í 700 sinnum var ökumönnum líka gert að hætta akstri, en hinir sömu höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. 500 voru staðnir að því að aka gegn rauðu ljósi í umdæminu og þá voru hátt í 1.000 skipti þar sem ökumenn voru

lrh.is

teknir við þá iðju í akstri að tala í síma án handfrjáls búnaðar. Þar var um mikla fjölgun að ræða, en árið 2017 voru um 350 staðnir að slíku. Ekkert lát var heldur á stöðubrotum, en þau voru þó ámóta mörg og árið á undan, eða í kringum 4.700. Eilítil aukning varð hins vegar í málum þar sem ótryggð og/eða óskoðuð ökutæki komu við sögu, en fjöldi málanna var um 2.150.


Ársskýrsla 2018

24. mars BETRA SEINT EN ALDREI Því miður tekst ekki alltaf að koma hlutum sem rata á borð lögreglu aftur í réttar hendur og fyrir því geta verið margar ástæður. Yfirleitt gengur það þó ágætlega, þótt vissulega geti það stundum tekið langan tíma. Dæmi um það er erfðagripur sem barst lögreglu nýverið, en í því tilviki var reyndar ekki við hana að sakast. Þannig var að ónefndur maður kom með hlut á lögreglustöðina í Kópavogi og sagði hann vera gamalt þýfi. Hluturinn hafði komið í gegnum bréfalúgu einhverjum mánuðum fyrr hjá fyrirtæki sem maðurinn vann hjá. „Sendingin“ fór beinustu leið í skrifborðsskúffuna og gleymdist þar uns kom að tiltektardegi alllöngu síðar. Þá tók maðurinn hlutinn, fór á lögreglustöðina og hreyfing komst á málið. Hluturinn reyndist vera gull vasaúr, en með því fylgdi bréf þar sem fram kom að úrinu hefði verið stolið í

KYNFERÐISBROT OG HEIMILISOFBELDI Áfram var unnið ötullega að rannsóknum kynferðisbrota og heimilisofbeldismála árið 2018 og veitti ekki af. Þessir málaflokkar hafa verið settir á oddinn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og það ekki af ástæðulausu. Umræðan um þessi mál hefur verið mikil, enda nauðsynleg. Það virðist m.a. skila sér í því að fleiri þora að stíga fram og tilkynna um brot og er það vel. Tala má um ákveðna vitundarvakningu og var tími til kominn, myndu einhverjir segja. Árið 2018 komu um 180 nauðganir til rannsóknar hjá embættinu og fjölgaði þeim á milli ára. Óhætt er að segja að málafjöldinn sé sláandi, en hann sýnir jafnframt að mikið verk er enn óunnið og ýmislegt þarf til svo að fækka megi brotunum. Þrátt fyrir allt voru þó jákvæð teikn á lofti þegar rannsóknir kynferðisbrota voru annars vegar. Snemma árs var ráðist í viðamikla úttekt eftir að embættið var gagnrýnt fyrir vinnulag í málaflokknum. Unnið var að því að stytta málsmeðferðartímann, en jafnframt að tryggja gæði rannsókna og skilaði það árangri. Hlutfallslega fleiri kynferðisbrotamál voru því afgreidd hjá Lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu í samanburði við árið á undan. Það var enn fremur því að þakka að fleiri rannsóknarlögreglumenn voru kallaðir til verka


innbroti á heimili konu, eða ekkju, eiganda fyrirtækis í Kópavogi. Liðinn var langur tími frá innbrotinu og ljóst að ekki yrði auðvelt að koma því aftur til réttmætra eigenda. Lögreglumenn eru hins vegar úrræðagóðir og það sannaðist hér sem oftar. Reynt var hafa uppi á eiganda umrædds fyrirtækis, en sá reyndist látinn. Í minningargrein um hann var að finna nafn eiginkonu hans og barna, en eitt þeirra staðfesti að fyrirtækið hefði verið í eigu fjölskyldunnar en það hefði verið selt fyrir löngu síðan. Spurningum lögreglumannsins, sem fékk málið til úrlausnar, um innbrot á heimili móður þeirra var svarað þannig að ekkert slíkt hefði átt sér stað. Áfram var haldið og kannað með eigendur, sem höfðu átt fyrirtækið á öðrum tíma. Í þeim hópi reyndist vera ekkja og hún fékk símtal frá okkar manni, en sá ágæti lögreglumaður afsakaði sig í upphafi símtalsins og sagði að erindið væri dálítið skrýtið. Hann byrjaði

samhliða breytingum á verklagi, en aukin fjárveiting fékkst til þessa og skipti það sköpum. Ný viðmið voru því sett á árinu og mikilvægt að frá þeim verði ekki vikið, en sem fyrr var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sífellt að leita leiða til að bæta þjónustuna við almenning í þessu sem öðru. Heimilisofbeldi var sömuleiðis tekið föstum tökum hjá embættinu, sem hefur sent þau skýru skilaboð að það er ekki liðið. Hundruð slíkra mála eru tilkynnt árlega og voru rúmlega 680 að þessu sinni. Það eru að jafnaði 57 mál í hverjum mánuði og því ljóst að vandinn er mikill, en hér er átt við ofbeldi milli skyldra aðila. Þolendur leita ýmist á lögreglustöðvarnar í umdæminu, eða í Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Starfsemin þar hóf göngu sína snemma árs 2017 og hefur gefist mjög vel, en árið 2018 leituðu þangað hátt í 500 manns og komu sumir oftar en einu sinni. Um helmingur þeirra ræddi við fulltrúa lögreglunnar á staðnum, en í Bjarkarhlíð eru einnig starfsmenn annarra stofnana og félaga­ samtaka. Þolendurnir greindu frá heimilis- og/eða kynferðisofbeldi og þá fjölgaði þeim sem þangað komu og höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Þeir sem urðu fyrir barðinu á eltihrellum leituðu líka í Bjarkarhlíð og hefur slíkum málum sömuleiðis fjölgað. Margháttuð 37


að segja henni lauslega frá gyllta vasaúrinu sem hefði borist lögreglunni, en þurfti ekki að segja mikið meira því konan kannast strax við úrið og gat lýst því með mjög nákvæmum hætti. Frekari staðfesting á eignarhaldi var með öllu óþörf og konan var síðan fljót að koma og sækja úrið. Það er hið vandaðasta að öllu leyti og verðmætt eftir því, en tilfinningalegt gildi úrsins fyrir konuna verður líklega seint metið til fjár.

aðstoð og ráðgjöf er þar í boði, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Í bréfinu sem fylgdi úrinu var beðist fyrirgefningar á hversu seint því væri skilað, en betra væri seint en aldrei. Ekkert er vitað um höfund bréfsins, en undir það skrifaði 12 spora maðurinn.

Vilji lögreglunnar er að gera betur í þessum málum, en embættinu

lrh.is

ára. Umfjöllun um vændi og mansal hefur verið töluverð og engum

veitir aðstoð við að tryggja öryggi þolenda og meta hættu á frekara ofbeldi gagnvart þeim sem leita í Bjarkarhlíð. Einnig eru veittar upplýsingar um kæruferli og réttarvörslukerfi hjá lögreglu, en hægt er að fræðast frekar um þetta á heimasíðunni bjarkarhlid.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka lagt sig fram við að taka á vændi og mansali, en málin geta verið erfið viðureignar og brotaþolar eru ekki alltaf fúsir til samvinnu af ýmsum ástæðum. eru settar ákveðnar skorður m.t.t. mannafla og fjármuna sem það ræður yfir á hverjum tíma. Það þarf iðulega að forgangsraða og þá er ekkert undanskilið. Tæplega 40 vændismál voru þó til rannsóknar árið 2018, en málafjöldinn hefur sveiflast nokkuð á milli ætti að dyljast að það getur þrifist hér sem annars staðar. Mikilvægt er því að allir leggist á eitt við að sporna gegn slíkri óheillaþróun og tilkynni til lögreglu ef grunur vaknar um þesskonar starfsemi.

38


Ársskýrsla 2018

27. febrúar ÞRÍR HANDTEKNIR Í KÓPAVOGI Tveir karlar og ein kona voru handtekin í húsi í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt eftir að lögreglu bárust áreiðanlegar upplýsingar um að þar inni væri maður vopnaður skammbyssu. Talsverður viðbúnaður var vegna málsins og naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Við húsleit var lagt hald á skammbyssu, skotfæri og skothelt vesti. Þremenningarnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

lrh.is

FÍKNIEFNAMÁL Rúmlega 1.600 fíkniefnabrot voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 og var málafjöldinn svipaður og árið á undan. Langflest þeirra sneru að vörslu og meðferð ávanaog fíkniefna, eða um 1.240, og er það sömuleiðis kunnugleg tölfræði. Málum vegna flutnings fíkniefna milli landa fækkaði aðeins, en þau voru rétt innan við 200. Mál sem voru tilkomin vegna sölu og dreifingar fíkniefna voru í kringum 120 og er það lítilsháttar fækkun á milli ára. Sveiflur í málaflokknum eru hins vegar mjög greinilegar þegar haldlagningar fíkniefna eru skoðaðar og það gilti um árið 2018, rétt eins og önnur ár. Þetta á m.a. við um marijúana, en haldlagt magn þess hefur verið mjög breytilegt frá einu ári til annars. Að þessu sinni var um metár að ræða, en lagt var hald á um 70 kg af marijúana árið 2018. Þá var enn fremur lagt hald á rúmlega 6 kg af kókaíni, sem er einnig mjög mikil aukning frá fyrra ári. Af öðrum fíkniefnum sem komu við sögu má nefna hass, metamfetamín, heróín og LSD, en magn þess var þó ekki mikið. Lögreglan tók aftur á móti í sína vörslu meira en 7.000 e-töflur, sem telst allnokkuð, en hins var lagt hald á miklu minna af amfetamíni


Ársskýrsla 2018

13. júní EFTIRFÖR Í AUSTURBORGINNI Fjórar lögreglubifreiðar eru skemmdar eftir eftirför í austurborginni um kvöldmatarleytið, en upphaf málsins var að lögreglan hugðist stöðva för ökumanns á númerslausri bifreið á Víkurvegi í Grafarvogi um kl. 19. Sá sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á brott á miklum hraða. Honum var fylgt eftir af lögreglu og að endingu stöðvaður í Mjóddinni þar sem lögreglubifreiðum var ekið í veg fyrir bíl mannsins. Ökumaðurinn, sem er 17 ára, var einn í bílnum, en hann var í kjölfarið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Talið er að meiðsli hans séu minni háttar. Ekki er ljóst hvað hinum unga ökumanni gekk til, en hans bíður nú yfirheyrsla hjá lögreglu. Tvær lögreglubifreiðanna eru óökuhæfar eftir eftirförina og sama á við um bíl piltsins.

lrh.is

en jafnan áður, og þar sjást aftur þessar miklu sveiflur sem eru og hafa lengi verið í málaflokknum. Sem fyrr var lykillinn að árangri við að upplýsa mál og haldleggja fíkniefnin, mjög góð samvinna lögregluembætta og tollyfirvalda, bæði heima og erlendis. Sú samvinna hefur eflst og styrkst með árunum og er algjörlega nauðsynleg í þessari eilífðar baráttu við þá miklu vá sem fíkniefni eru. Mörg fíkniefnamálanna voru umfangsmikil, en rannsóknir þeirra geta tekið margar vikur eða mánuði. Það átti við um mál, sem var til rannsóknar hjá embættinu fram eftir árinu 2018, en það var eitt þeirra sakamála sem fengu hvaða mesta umfjöllun fjölmiðla. Höfuðpaurinn var einnig grunaður um brot af öðru tagi og ekki dró það úr athygli á manninum, en um það verður ekki fjallað hér. Fíkniefnamálið sneri hins vegar að innflutningi nokkurra kílóa af amfetamíni frá Spáni til Íslands, en maðurinn var búsettur ytra um tíma. Þar komst hann yfir fíkniefnin og kom þeim fyrir inni í taflmönnum, sem voru síðan sendir Skáksambandi Íslands. Í millitíðinni höfðu þó spænsk yfirvöld komist á snoðir um málið, fjarlægt amfetamínið úr taflmönnunum og sett þar gerviefni í staðinn.


27. janúar RANNSÓKNARSKYLDA LÖGREGLU Síðastliðnar vikur og mánuði hafa margir stigið fram og lýst því að brotið hafi verið á þeim í orði og í verki. Konur eru þar í yfirgnæfandi meirihluta. Frásagnirnar eru margar og sumar svo átakanlegar að fólki er verulega brugðið. Sumar ná langt aftur í tímann, aðrar eru nýlegar. Í lýsingum kemur einnig fram að enginn þjóðfélagshópur er undanskilinn og að ætluð brot hafi fengið að þrífast á ólíklegustu stöðum. Því hefur verið velt upp hvert hlutverk lögreglu sé í þessu sambandi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur rétt að taka það skýrt fram að allir brotaþolar eru skjólstæðingar lögreglu. Á lögreglu hvílir rannsóknarskylda fái hún grun eða vitneskju um að brot hafi átt sér stað. Og það er hlutverk lögreglu og ákærenda að svara því hvort ætluð brot kunni að vera fyrnd eða hvernig sönnunarstöðu sé háttað.

lrh.is

Sendingin til Íslands var að sjálfsögðu án vitundar og í mikilli óþökk móttakandans, en Skáksambandið hafði af þessu nokkur óþægindi. Höfuðpaurinn fékk nokkurra ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu. Á vormánuðum fóru tvær sendingar með fíkniefni frá Mexíkó til Íslands, sem samanlagt innhéldu tæplega 3 kg af kókaíni. Önnur fór um Þýskaland og hin um Bandaríkin, en lögreglan komst á sporið áður en fíkniefnin bárust móttakendum á höfuðborgarsvæðinu. Í báðum tilvikum var um hraðsendingar með DHL að ræða, en í annarri þeirra var reynt að fela kókaínið í umbúðum utan um ungbarnavörur. Um tíma voru fimm í haldi lögreglu í þágu rannsóknar málsins, sem var unnin í samvinnu við löggæsluyfirvöld í Banda­ ríkjunum og Þýskalandi, auk Europol. Hraðflutningafyrirtækið DHL veitti einnig aðstoð við rannsóknina, en nokkrum mánuðum síðar kom fyrirtækið aftur við sögu í fíkniefnamáli. Þá var reynt að flytja inn mikið magn af marijúana, um 13 kg, með hraðsendingu frá DHL í Kanada, en sá sem að því stóð var handtekinn í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið telur að þessi leið hafi áður verið farin, en það þarf sífellt að hafa vakandi augu fyrir aðferðum þeirra sem svífast einskis þegar fíkniefni eru annars vegar. 41


Ársskýrsla 2018

5. desember

BRUNAR OG ÍKVEIKJUR

INNBROT Í HEIMAHÚS Síðastliðnar tvær vikur hefur verið brotist inn í þrjú heimili á höfuðborgarsvæðinu, eitt í Mosfellsbæ og tvö í Grafarvogi. Farið var inn um glugga í eða við svefnherbergi, leitað að skartgripum og reiðufé að því er best verður séð og vettvangur svo yfirgefinn.

Talsvert var um bruna og íkveikjur í umdæminu árið 2018 og

Aðferðinni svipar mjög til þeirrar sem erlendir brotahópar hafa viðhaft hér á landi. Þeir hafa þá komið til landsins gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn, helst á þessum árstíma. Fara þeir þá inn í einbýlishús á jaðarsvæðum, hús sem eru við göngustíga til að mynda þar sem ekki sést til úr öðrum húsum. Gerendur eru karlmenn og gjarnan tveir saman. Þeir fremja brot sín á virkum

nægur eldsmatur fyrir hendi og afleiðingarnar voru eftir því. Verslun

42

eignatjónið eftir því. Mesta tjónið varð í stórbruna í Garðabæ snemma í apríl, en þá kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun. Eldsins varð vart í upphafi vinnudags og gekk illa að ráða niðurlögum hans, en slökkvistarfið stóð yfir klukkutímunum saman. Í húsinu voru þrjú fyrirtæki með starfsemi, en eldurinn kviknaði í rafmagns­ tenglum í miðju hússins þar sem vörur voru geymdar. Það var því og skrifstofur voru í öðrum enda hússins og geymslur í hinum. Um fjölda geymslna var að ræða, en þær höfðu verið leigðar almenningi og því margir dýrmætir, persónulegir munir þar innandyra. Þangað teygði eldurinn sig og eirði engu. Fjölmargir sátu eftir með sárt ennið, en margir munanna voru óbætanlegir. Húsið var mjög illa farið eftir brunann og nánast gjörónýtt. Mikil mildi var að enginn skyldi slasast alvarlega í brunanum, en einn var fluttur á slysadeild með minni háttar áverka. Mikill hiti og reykur var lengi í rústunum


Ársskýrsla 2018

dögum þegar líklegt er að enginn sé heima. Þeir eru fótgangandi, bera litla tösku eða bakpoka og nota jafnvel almenningssamgöngur, strætó, fremur en einkabíla. Í morgun var eitt þessara þriggja innbrota framið og kom íbúi að viðkomandi sem þá forðaði sér. Hann sást illa og engin lýsing því á honum.

og ekki var hægt að hefja formlega eldsupptakarannsókn fyrr en

Lögregla biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði af þessu tilefni, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir í síma 112.

húsið. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var strax ljóst að

að nokkrum dögum liðnum. Glóð leyndist lengi í eldhreiðrum og segir það margt um hversu mikill bruninn var. Um miðjan nóvember varð aftur stórbruni á höfuðborgarsvæðinu, en nú í glugga- og hurðasmiðju við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Þar kviknaði eldur á föstudagskvöldi og breiddist hann hratt út um erfitt yrði að ráða niðurlögum eldsins, en aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar. Hávaðarok var í bænum, en það var lán í óláni að vindáttin var hagstæð. Íbúðabyggð er í nágrenninu, en reykinn lagði ekki yfir hana. Slökkvistarfið tók langan tíma, en einn

lrh.is

slökkviliðsmaður fékk snert af reykeitrun og var fluttur á slysadeild. Húsið, sem var á tveimur hæðum, skemmdist mjög mikið. Í gluggaog hurðasmiðjunni, á efri hæðinni, brann nánast allt sem brunnið gat. Á þeirri neðri voru nokkur fyrirtæki til húsa og þar varð líka mikið tjón. Þá skemmdust enn fremur bifreiðar utan við húsið. Rétt eins og í Garðabæ, fyrr árinu, hófst eldsupptakarannsókn ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Hún skilaði því miður ekki miklu, en í baráttu við eldinn var gripið til þess ráðs að fá vinnuvél til að auðvelda slökkviliðsmönnunum aðgengi á vettvangi. Því var viðbúið

43


21. febrúar VATNSELGUR Á HÖFUÐBORGAR­ SVÆÐINU Mikill vatnselgur er á götum á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið, björgunarsveitir og sveitarfélög eru að vinna í að losa um vatnið, hreinsa frá niðurföllum og dæla vatni burt, en það tekur tíma. Við biðjum vegfarendur að fara mjög gætilega, en margir hafa lent í að drepa á bílum í djúpu vatni með tilheyrandi vandamálum.

að erfitt yrði að komast að eldsupptökum og það varð raunin. Ekki verður þó séð að hægt hefði verið að bregðast öðruvísi við á meðan reynt var að ráða niðurlögum eldsins. Mikið tjón varð sömuleiðis þegar einbýlishús eyðilagðist í bruna í Mosfellsbæ í ársbyrjun, en fimm voru í húsinu þegar eldurinn kom upp um miðja nótt. Til allrar hamingju tókst heimilisfólkinu að komast út af sjálfsdáðum og það var auðvitað fyrir mestu að enginn skyldi slasast. Um svipað leyti brann annað hús í sveitarfélaginu, en þar reyndist vera um íkveikju að ræða. Húsið hafði staðið autt um töluvert skeið, en innandyra voru þó ýmsir munir sem eyðilögðust líka. Þá skemmdust alls tíu bifreiðar í bruna við bifreiðaumboð í

lrh.is

austurborginni síðla sumars, en þar var líka niðurstaða lögreglunnar að um íkveikju hefði verið að ræða. Rannsókn leiddi í ljós að kveikt hafði verið í tveimur bílum með því að hella yfir þær eldfimum vökva og bera eld að, en eldurinn barst síðan í nærliggjandi bifreiðar. Nokkrir voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en ekki var vitað hvað brennuvörgunum gekk til.

44


Ársskýrsla 2018

16. mars BÍLLINN FUNDINN OG TVEIR HANDTEKNIR Karl á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innbroti í verslun í Reykjavík í fyrrinótt og þjófnað á fólksbifreið, en það var ábending árvökuls borgara sem leiddi til handtöku fólksins. Bíllinn er jafnframt fundinn, sem og þýfi úr innbrotinu. Lögreglan tók jafnframt í sína vörslu fleiri muni, sem taldir eru kunna að tengjast öðrum innbrotum. Lögreglan birti myndir af fólksbílnum og ökumanni í gærkvöld og óskaði aðstoðar almennings við að upplýsa málið. Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið góð og það leiddi til þess sem að framan er rakið, og því vill lögreglan þakka kærlega fyrir veitta aðstoð í málinu.

lrh.is

MANNSHVARF UPPLÝST Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir reglulega eftir fólki og fáir, utan ættingja og vina viðkomandi, kippa sér jafnan upp við slíkar tilkynningar, enda koma hinir sömu iðulega fljótt í leitirnar. Þannig var því kannski farið í byrjun marsmánaðar árið 2017, en þá var lýst eftir hálfþrítugum pólskum karlmanni, Artur Jarmoszko að nafni. Reyndar hafði ekkert til hans sést í nokkra daga áður en málið var tilkynnt til lögreglu, en slíkt er þó ekki nýlunda í þeim efnum enda kunna að vera á því ýmsar skýringar. Lögreglan lýsti strax eftir Arturi og birti af honum mynd, ásamt helstu upplýsingum, eins og verklag hennar segir til um. Hann hafði búið hér um allnokkurt skeið, en eftirgrennslan leiddi í ljós að síðast hafði sést til Arturs í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars. Þar sást hann í eftirlitsmyndavél og var sú mynd einnig birt í fjölmiðlum. Samhliða ræddi lögreglan við ættingja og vini Arturs, en enginn gat sagt til um ferðir hans eða fyrirætlanir. Ákvörðun um leit, ekki síst mögulegt leitarsvæði, var því annmörkum háð. Eftir öflun síma- og tölvugagna komu þó vísbendingar, en leitin að Arturi 45


skilaði samt engu og hans var enn saknað. Málið var rannsakað

28. júlí BETUR FÓR EN Á HORFÐIST Oftar en ekki fá mál hjá lögreglu farsælan endir þótt tvísýnt kunni að hafa verið um slíkt í upphafi. Þannig var því einmitt farið nýverið þegar kona á besta aldri hringdi í lögregluna og var mikið niðri fyrir. Raunar var hún í öngum sínum og var full ástæða til, en konan hafði lagt leið sína í ónefnda verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu til að sinna erindum sínum. Gekk það snurðulaust framan af, en þegar hún hugðist halda til síns heima að því loknu vandaðist málið því bíllinn hennar var horfinn af bílastæðinu við verslunarmiðstöðina. Konan gerði það rétta í stöðunni, hringdi strax í lögregluna og tilkynnti um þjófnaðinn. Brugðist var skjótt við enda málið grafalvarlegt og

46

sem mannshvarf, en ekki var neinn grunur um að refsiverð háttsemi hefði átt sér stað. Næstum ári síðar, þegar málið var mörgum gleymt, komu fram vísbendingar úr óvæntri átt. Síðla í febrúar árið 2018 var línubátur á veiðum á norðanverðum Faxaflóa. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í veiðarfærunum. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki var unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við


Ársskýrsla 2018

snerist aldeilis um meira en hefðbundinn nytjastuld, ef þannig má að orði komast. Nei, það sem gerði málið svo alvarlegt var sú staðreynd að barnabarn konunnar var í bílnum og var það ekki heldur sjáanlegt á vettvangi. Fjöldi lögreglumanna var kallaður til og hófst strax mikil leit að bílnum og barninu, sem er á leikskólaaldri. Gerðar voru ráðstafanir ef ske kynni að þjófurinn hefði ekið frá höfuðborgarsvæðinu og voru önnur lögregluembætti jafnframt upplýst um málið. Leitin stóð hins vegar stutt yfir því eftir rúmar 10 mínútur, eða svo, var búið að leysa málið. Það var konan sjálf sem fann bæði bíllinn og barnið og það á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar eftir allt saman. Bíllinn hafði ekki verið færður úr stað allan tímann, en eftir á skýringin á öllu saman lá í því að konan fór út úr verslunarmiðstöðinni á

það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Aðgerðirnar við að endurheimta líkamsleifarnar voru mjög umfangsmiklar, en við þær naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu góðrar aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar, Teledyne og Árna Kópssonar. Leitarsvæðið á Faxaflóa var 180 metra langt, 60 metra breytt og dýpið 120 metrar. Leitin var því afar erfið og tæknilega mjög flókin, en þarna voru teknar um 18 þúsund myndir. Þær þurfti síðan að greina og það tók líka sinn tíma. Það kom hins vegar í hlut kennslanefndar ríkislögreglustjóra að upplýsa af hverjum líkamsleifarnar tilheyrðu og reyndist það vera Artur Jarmoszko. Við þann hluta rannsóknarinnar var fenginn réttarmeinafræðingur, en m.a. var stuðst við DNA til að komast að hinu sanna. Engin merki voru um áverka á líkamshlutunum sem fundust. Rúmu ári eftir hvarf Arturs var málinu lokið, en það er að mörgu leyti með þeim eftirminnilegri sem hafa komið á borð lögreglu.


Ársskýrsla 2018

öðrum stað en hún kom inn. Þeim megin fann hún ekki bíllinn sinn og barnabarnið og því fór af stað sú atburðarás sem áður er lýst. Konunni var skiljanlega mjög létt eftir þessa slæmu upplifun, en hún var jafnframt mjög leið yfir öllu saman og þessar mínútur hafa örugglega reynst henni erfiðar og verið ansi lengi að líða. Mál af þessum toga eru svo sem ekki ný af nálinni og auðvitað getur það komið fyrir alla að vera stundum utan við sig, en hér fór allt vel og það er fyrir mestu.

RÁÐIST Á UNGAR STÚLKUR Skömmu eftir verslunarmannahelgina fékk Lögregluna á höfuðborgar­svæðinu tilkynningu um að veist hefði verið að ungri stúlku í Garðabæ. Árásin var tilefnislaus með öllu og stúlkunni, sem fyrir henni varð, var eðlilega mjög brugðið. Brotaþoli gat lýst klæðaburði árásarmannsins, en á litlu öðru var að byggja við rannsókn málsins, sem var óleyst. Um hálfum mánuði síðar barst önnur tilkynning þar sem aftur var ráðist á unga stúlku í Garðabæ. Brotavettvangurinn var ekki ýkja langt frá fyrra atvikinu, en seinni árásin var grófari. Brotaþoli gat sömuleiðis veitt einhverjar upplýsingar um klæðaburð árásarmannsins, en sagði hann jafnframt hafa hulið höfuð sitt að miklu leyti. Á vettvangi var engar vísbendingar

lrh.is

að finna og upplýsingaöflun hjá íbúum í nærliggjandi húsum var sömuleiðis árangurslaus. Myndefni úr öryggismyndavélum var heldur ekki til að dreifa og því þokaðist rannsóknin hægt. Árásarmaðurinn hélt hins vegar uppteknum hætti og tæpri viku síðar viðhafði hann ósæmilega hegðun gagnvart tveimur ungum stúlkum í bænum, en brotavettvangurinn var á svipuðum slóðum og áður. Auk þess reyndi hann að hrifsa í aðra stúlkuna, en hún náði að forða sér.


7. mars LÖGREGLUAÐGERÐIR Í REYKJAVÍK Sjö karlar voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í vesturbæ og miðborg Reykjavíkur í morgun. Fjórir voru handteknir á fyrrnefnda staðnum og þrír á þeim síðarnefnda. Málin tengjast, en upphaf þeirra er rakið til líkamsárásar í miðborginni í nótt. Við húsleit á báðum stöðum var lagt hald á ætluð fíkniefni. Yfirheyrslur standa enn yfir, en einn sjömenninganna er þegar laus úr haldi lögreglu. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Tilviljun ein virðist hafa ráðið því hvaða stúlkur urðu fyrir barðinu á árásarmanninum, en lögreglan var þess fullviss að sami maður hefði verið að verki í öll skiptin og mjög mikilvægt að hann yrði handtekinn sem allra fyrst. Óttast var að árásirnar héldu áfram, en rannsóknin var í algjörum forgangi hjá embættinu. Lögreglan jók eftirlit sitt í Garðabæ, en óhætt er að segja að bæjarbúar hafi verið slegnir óhug vegna málanna. Leitað var vitna að árásunum, eða öðrum sem gætu með einhverju móti varpað ljósi á málin, en það skilaði engu. Notast var við helstu samfélagsmiðla til þess að óska eftir upplýsingum, auk þess sem fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um málin. Oft þarf lítið til að lögreglan komist á sporið, en hér gekk það ekki þrautalaust fyrir sig. Loksins fór þó að rofa til í rannsókninni þegar lögreglan komst yfir mynd af árásarmanninum úr einni af öryggismyndavélunum á svæðinu. Hún var birt almenningi, en svo fór að árásarmaðurinn gaf sig fram og mætti á lögreglustöð í fylgd foreldra sinna. Þar játaði hann sök við skýrslutöku að viðstöddum

lrh.is

fulltrúa barnaverndaryfirvalda, en árársarmaðurinn reyndist vera ósakhæfur sökum ungs aldurs. 49


9. apríl RANNSÓKN Á BRUNANUM Í GARÐABÆ Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ á fimmtudagsmorgun er í fullum gangi, en brunavettvangur var afhentur lögreglu á föstudagskvöld. Af öryggissjónarmiðum var beðið með vettvangsrannsókn til mánudags, en þá átti vettvangur að vera kólnaður og hreinsun vegna slökkvistarfs að fullum lokið. Í dag hafa því brunasérfræðingar tæknideildar lögreglu verið við eldsupptakarannsókn á vettvangi ásamt

50

UNGMENNI Í VANDA Málefni ungmenna í vanda hafa verið tekin mjög föstum tökum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri og mikil áhersla lögð á að gera eins vel og hægt er. Með réttu má segja að þetta sé eitt allra mikilvægasta verkefnið sem kemur á borð embættisins hverju sinni enda ómetanlegt þegar mannslífum er bjargað. Það getur hreinilega átt við í ákveðnum tilvikum, ekki síst þegar fíkniefni eru í spilinu, en sé ekkert að gert getur það farið á versta veg eins og dæmin sanna, því miður. Árlega fær embættið beiðnir um leit að nokkur hundruð ungmennum, sem hafa leitað í vandræði af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki má leita skýringa í vímuefnavanda þeirra. Árið 2018 voru beiðnirnar hátt í 300 og fjölgaði á milli ára. Fæst málanna rata í fjölmiðla enda þrautaráð að lýsa eftir ungmennum á þeim vettvangi, þótt einstaka sinnum verði ekki hjá því komist. Þótt lögreglunni takist að hafa uppi á þeim þarf meira til, en löngum hefur verið bent á úrræðaleysi þegar


Ársskýrsla 2018

brunaverkfræðingi frá Mannvirkjastofnun og sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í ljós hefur komið að enn er mikill hiti á því svæði sem rannsóknin beinist að, en unnið er að kælingu þess svæðis og óljóst hvernig rannsókninni muni miða áfram í dag. Ekki er því hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær rannsókninni muni ljúka. Þrátt fyrir að bruna­ vettvangur hafi verið afhentur lögreglu daginn eftir eldsvoðann hefur verið unnið sleitulaust að málinu frá því eldurinn kom upp á fimmtudag. Í því fólst m.a. að afla ganga úr eftirlitsmyndavélum á og við vettvanginn og með skýrslutökum hjá vitnum og viðbragðsaðilum. Á föstudag var haldinn stöðufundur með fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og Mannvirkjastofununar og farið yfir fyrirliggjandi gögn. Á fundinum voru enn fremur teknar ákvarðanir um hvað mætti rífa á brunavettvangi og hverju þyrfti að hlífa ef unnt væri m.t.t. rannsóknarhagsmuna. Í öryggissjónarmiðum sem vísað er til hér að framan er bæði átt við hrunhættu og eins eldhreiður sem tók drjúgan tíma að slökkva í. Eins þurfti að hreinsa til í brunarústunum svo hægt væri að komast þar um með öruggum hætti.

lrh.is

meðferðir fyrir ungt fólk eru annars vegar. Undir það má taka, en lögreglan hefur verið í þeim óheppilegu sporum að þurfa að vista tímabundið ólögráða einstaklinga vegna skorts á úrræðum. Leitarbeiðnirnar bárust Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu jafnt og þétt yfir árið, en bæði í mars og júní fóru þær vel yfir þrjátíu. Alls var leitað að um eitt hundrað einstaklingum og því að sumum oftar en einu sinni. Lítill munur var á kynjunum í þessum efnum, en þó var leitað að ívið fleiri piltum en stúlkum. Aðstæður þeirra voru misjafnar, eins og gengur, en þótt í úrræði væru komin voru mörg dæmi um ungmenni sem struku af meðferðarheimilum, eða skiluðu sér ekki þangað að loknum leyfum. Þá kom það í hlut lögreglunnar að finna þau á nýjan leik, en oftar en ekki voru ungmennin þá komin aftur í mjög vondan félagsskap með sér eldra fólki. Í einu slíku tilfelli fjarlægði lögreglan ungar stúlkur úr húsi þar sem hnífi hafði verið beitt í líkamsárásarmáli. Í öðru máli fór lögreglan fram á nálgunarbann gagnvart manni sem var í slagtogi með ólögráða stúlku og fékkst það í gegn.


Ársskýrsla 2018

17. júlí ÖLVUNAR- OG FÍKNIEFNAAKSTUR Þrjátíu og átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarog fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrjátíu og einn var stöðvaður í Reykjavík, þrír í Kópvogi og Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Fjórir voru teknir á föstudagskvöld, fjórtán á laugardag, sextán á sunnudag og fjórir aðfaranótt mánudags. Þetta voru þrjátíu karlar á aldrinum 17-56 ára og átta konur, 18-51 árs. Átta þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

lrh.is

JAFNRÉTTISMÁL Ákveðin þáttaskil urðu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 með tilkomu jafnréttisáætlunar, en áætlunin gildir fyrir tímabilið 2019-2022. Hér er um mikið framfaraspor að ræða, en lengi hefur hallað á konur innan lögreglunnar. Ástandið hefur þó lagast, en árið 2018 voru lögreglukonur rúmlega fjórðungur af lögregluliði embættisins. Árið 2014 var hlutfall þeirra einungis 16% og því stefnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í rétta átt. Fjölgun kvenna í efri starfsstigum hefur hins vegar gengið hægar. Hlutfall kvenna þegar um er að ræða stöður lögreglufulltrúa og varðstjóra hjá embættinu árið 2018 var t.d. 16% og 12,5%. Fyrir fjórum árum gegndu enn færri konur þessum störfum, en sama ár var reyndar kona skipuð aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn. Hún var enn eina konan í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embættinu að fjórum árum liðnum.


8. febrúar FRAMADAGAR Það var margt um manninn á Framadögum í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar kynntu fjölmörg fyrirtæki og stofnanir nám og atvinnutækifæri af ýmsu tagi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á meðal þátttakenda, en hjá embættinu er jafnan hægt að sækja um fjölbreytt og spennandi störf fyrir bæði lögreglumenn og borgaralega starfsmenn. Fulltrúi frá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar var líka á staðnum og veitti upplýsingar um starfsnám lögreglumanna, en um það sækja nemendur í lögreglufræði þegar þeir eru á fyrsta misseri. Námið í lögreglufræði fer fram í Háskólanum á Akureyri, en þar er kennt bæði í staðnámi og fjarnámi.

Í löggæsluáætlun stjórnvalda er sömuleiðis tekið á þessu, en stefnt er að því að hækka hlutfall kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum innan lögreglunnar á næstu fimm árum. Með tilkomu jafnréttisáætlunar er lögð áhersla á að vinna að sem jöfnustu kynjahlutfalli í starfsmannahópnum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og að tryggja launajafnrétti. Embættið vill líka tryggja jafnrétti kynjanna hvað varðar laus störf, framgang í starfi, starfsþjálfun og endur- og símenntun. Loks má nefna að tryggja jafnrétti kynjanna til samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs og að komið verði í veg fyrir kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum. Þrátt fyrir ójafnt hlutfall karla og kvenna í lögregluliðinu er því öfugt farið þegar kemur að borgaralegum starfsmönnum embættisins. Þar eru konur í miklum meirihluta, en eitt af markmiðum jafnréttisáætlunar Lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu er einmitt að jafna hlut karla hvað það varðar. Þess má geta að árinu 2018 hófst vinna við innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST 85:2012.

lrh.is

53


3. apríl

ÓVENJULEG VERKEFNI

TILLITSLEYSI Sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða er víða að finna og allir ættu að vita að þau eru ekki ætluð ófötluðum ökumönnum. Samt er það nú svo að einhverjir úr hópi hinna síðar­nefndu leggja stundum í þessi sérmerktu stæði þrátt fyrir að vita betur. Einn slíkur var staðinn að verki í borginni um helgina, en sá lagði í sérmerkt bíla­stæði fyrir hreyfihamlaða og kærði sig kollóttan þegar lögreglumaður dró fram sektarbókina vegna athæf­isins. Ökumanninum fannst afskiptin með öllu óþörf og fullyrti að það væri nú enginn hreyfihamlaður ökumaður á ferðinni í hverf­inu í leit að bílastæði á þessum tíma dags, en þetta var um hádegisbil án þess að það skipti einhverju máli. Ökumaðurinn beit svo höfuðið af skömminni þegar hann tók við sektar­miðanum og sagðist ekki hika við að gera þetta aftur!

Þrátt fyrir fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári

lrh.is

54

þykir heldur óvenjulegt að ökumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsókna þeirra. Sú var þó raunin snemma sumars eftir tíu bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Einn ökumannanna, karlmaður um fertugt, var handtekinn á vettvangi og síðar færður í héraðsdóm þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt varðhald að kröfu lögreglu. Ökumaðurinn, sem var jafnframt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við stýrið, ók litlum fólksbíl á ofsahraða á Reykjanesbraut uns för hans stöðvaðist þegar hann ók á kyrrstæða bíla skammt frá Hlíðartorgi. Einn var fluttur á slysadeild eftir áreksturinn, en Reykjanesbraut var lokuð í tvær og hálfa klukkustund vegna slyssins. Fjóra bílanna varð að fjarlægja af vettvangi með dráttarbíl, en eignatjónið var umtalsvert. Glæfralegu aksturslagi mannsins var kennt um áreksturinn, en í aðdraganda slyssins bárust lögreglu allnokkrar tilkynningar um vítaverðan akstur viðkomandi. Allar hljómuðu þær eins, en kvartað var undan ofsaakstri mannsins og þeirri stórhættu sem hann setti aðra vegfarendur í.


Ársskýrsla 2018

6. nóvember NOTUM ENDURSKINSMERKI Nú þegar skammdegið er skollið á þykir rétt að minna enn og aftur á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferð. Þá er ekki síður mikilvægt að fullorðnir noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Sérstök ástæða er til að minnast á hlaupahópa í þessu samhengi, en í sumum þeirra vantar talsvert upp á að meðlimirnir noti allir endurskinsmerki þótt þeir séu á ferð í myrkri á eða við umferðargötur. Reiðhjólamenn eru líka minntir sérstaklega á mikilvægi endurskinsmerkja, en þeir eru jafnframt beðnir að ganga úr skugga um að ljósabúnaður hjólanna sé í lagi. Sýnum gott fordæmi og notum endurskinsmerki. Þannig stuðlum við að eigin umferðaröryggi og annarra.

lrh.is

Ótal mál sem snertu útlendinga voru til meðferðar hjá embættinu á árinu, en málunum hefur eðlilega fjölgað í takt við fólksflutninga hingað til lands undanfarin ár. Þetta voru mál af öllum toga, en eitt þeirra vakti nokkra athygli síðla hausts. Það sneri bæði að fölsun vegabréfa og stolinna og var um tugur manna handtekinn í þágu rannsóknarinnar, auk þess sem ráðist var í nokkrar húsleitir í umdæminu. Grunur var um að mennirnir hefðu villt á sér heimildir og verið hér við vinnu á fölskum forsendum. Það reyndist rétt vera, en hinir sömu höfðu blekkt starfsmenn Þjóðskrár með fölsuðum vegabréfum. Fyrst fengu þeir úthlutað kerfiskennitölu á svokallaða utangarðsskrá, en efasemdir vöknuðu hjá stofnuninni þegar sótt var um fullnaðarskráningu hjá henni. Með framangreindum hætti tókst mönnunum að starfa á Íslandi um eitthvert skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Málið fór sína leið í kerfinu og var sakborningunum síðan gerð refsing lögum samkvæmt. Dómarnir voru skilorðsbundnir utan eins, en einum mannanna var gert að greiða sekt í ríkissjóð.


Ársskýrsla 2018

23. febrúar FÍKNIEFNAMÁL Á HÖFUÐBORGAR­ SVÆÐINU Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Sú var í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi, en þar var einnig að finna um 6 kg af tilbúnum kannabisefnum til sölu. Ræktunin var mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en lögreglan tók m.a. í sína vörslu gróðurhúsalampa, blásara og straumbreyta í tugatali svo eitthvað sé nefnt. Þrír karlar voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan stöðvaði líka kannabisræktun í bílskúr í austurhluta Reykjavíkur, en var þar lagt hald á um 250 kannabisplöntur. Hálft kíló af kannabisefnum fannst einnig í bílskúrnum, en þar var sömuleiðis lagt hald á mikið af búnaði tengt ræktuninni. Einn var handtekinn vegna málsins. Þá voru rúmlega 70 kannabisplöntur haldlagðar þegar ræktun var stöðvuð í fjölbýlishúsi í vesturhluta borgarinnar, en þar var sömuleiðis einn handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Loks lagði lögreglan hald á 1.5 kg af tilbúnum kannabisefnum til sölu, þegar hún framkvæmdi húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Á sama stað fannst sömuleiðis ætlað kókaín og MDMA, auk fjármuna sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

56

Það heyrir til algjörra undantekninga að vista þurfi tímabundið ólögráða einstaklinga í fangageymslu lögreglu vegna skorts á úrræðum. Því miður var eitt slíkt tilvik í apríl þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 15 ára stúlku í annarlegu ástandi. Stúlkan var færð á lögreglustöð, en þangað voru jafnframt strax boðaðir bæði forráðamaður hennar og fulltrúi barnaverndar. Vegna ástands stúlkunnar og hegðunar þurfti að finna henni samastað, en þrátt fyrir eindreginn vilja þar um reyndist ekki unnt að koma stúlkunni í viðeigandi úrræði. Aðstæður voru þannig að ekki var hægt að senda stúlkuna til síns heima og ekki var pláss fyrir hana í neinu af vistunarúrræðum á vegum barnaverndaryfirvalda. Til að tryggja öryggi og návist stúlkunnar var því tekin sú ákvörðun sem neyðarúrræði að vista hana í opnum fangaklefa með myndavélaeftirliti. Stúlkan gisti því á lögreglustöð í eina nótt og fór svo þaðan morguninn eftir í fylgd forráðamanns og fulltrúa barnaverndaryfirvalda, sem unnu frekar með mál hennar. Tilkynningar um hótanir berast embættinu mjög reglulega, en málin þar að baki eru eins margvísleg og þau eru mörg. Stundum þarf tiltölulega lítið til að fólki hóti hvert öðru, en í því felst gjarnan ógn um ofbeldi. Að verða fyrir slíku er óþægilegt og kann að orsaka vanlíðan og öryggisleysi. Að leita til lögreglu við slíkar aðstæður er fullkomlega eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir. Hótanirnar, sem oft eru settar fram í hita leiksins ef þannig má að orði komast, geta verið mjög alvarlegar, t.d. um að ganga í skrokk á einhverjum með slæmum afleiðingum fyrir viðkomandi, og þær ber að taka alvarlega þótt sjaldnast sé látið verða af slíku. Eitt mál af þessu tagi var til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta ársins, en þá fékk hún veður af hótunum sem nemandi hafði uppi á samfélagsmiðlum. Sá hótaði að vinna skólafélögunum mein, en gripið var inn í áður en í óefni var komið. Þrátt fyrir óvissu um hversu mikið hafi búið þar baki var málið tekið mjög föstum


Málin, sem eru óskyld, teljast öll upplýst, en fimm mannanna sem komu við sögu í þeim eru um þrítugt. Sjötti maðurinn sem var handtekinn i þessum aðgerðum er á sextugsaldri. Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

tökum, en það var unnið í samráði við skólastjórnendur, barna­ verndaryfirvöld og foreldra nemandans. Heldur sérstakt mál var til rannsóknar í vetrarbyrjun, en þá voru tveir erlendir ríkisborgarar handteknir í bankaútibúi í Reykjavík grunaðir um að vera með falsaða peninga í fórum sínum. Peningafalsanir eru ekki óþekktar með öllu hjá embættinu, en í þetta sinn bar svo við að um var að ræða ógrynni af smámynt, sem verður að teljast óvenjulegt. Mennirnir höfðu farið í fleiri bankaútibú í borginni áður en til handtökunnar kom og haft þar erindi sem erfiði. Svo mikilli vafi lék á því hvort um raunverulegan íslenskan lögeyri væri að ræða að kalla þurfti til færustu sérfræðinga

lrh.is

til þess að komast til botns í málinu. Niðurstaða þeirra var ótvíræð, smámyntin var ófölsuð, en í hópi þeirra sem sögðu álit sitt voru breskir sérfræðingar. Ætla má að hinir erlendu ríkisborgarar hafi haft nokkur óþægindi af málinu, en víst er að Íslandsheimsókninni gleyma þeir ekki í bráð. Ekki er vitað hvað mennirnir höfðu fyrir stafni eftir að hafa verið sleppt úr haldi, en hingað höfðu þeir ferðast um langan veg með alla smámyntina. 57


26. október ENN KVARTAÐ UNDAN VERKAMÖNNUM Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru enn að berast kvartanir vegna írskra farandverkamanna, sem eru að bjóða íbúum í umdæminu þrifþjónustu, m.a. háþrýstiþvott á hús og bílaplön. Þeir sem kvarta segja farir sínar ekki sléttar og saka mennina um óheiðarleika, en m.a. hefur risið upp ágreiningur um verð fyrir þjónustuna og er farandverkamönnunum borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið. Þess má geta eldri borgarar eru í meirihluta þeirra sem hafa leitað til lögreglu, en þeir segja að veruleg óþægindi hafi fylgt samskiptum við mennina.

LÖGREGLAN OG SAMFÉLAGSMIÐLAR Það var mikið gæfuspor hér um árið þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákvað að vera með sérstaka síðu á fésbókinni. Í upphafi heyrðust margar efasemdaraddir, bæði innan og utan embættisins, en þær eru löngu þagnaðar. Þótt formlegheitum hafi lengið verið fyrir að fara hjá lögreglunni og geri enn í mörgum tilvikum, að þá opnaði fésbókin nýjar leiðir í samskiptum við almenning. Hann hefur líka tekið þeim fagnandi, en skilaboðin sem bárust embættinu á þessum vettvangi árið 2018 segja alla söguna. Þau voru rétt tæplega 25 þúsund, en skilaboðin voru nánast um allt á milli himins og jarðar. Í ófáum tilvikum voru borgararnir að koma á framfæri ábendingum um hugsanlega refisverða háttsemi, en líka kvartanir og hrós af öllu tagi. Þeir sem áttu við vanlíðan að stríða höfðu líka samband og þá var ávallt reynt að bregðast við og kalla til aðra fagaðila þar sem við átti. Það má því segja að öll flóra mannlífsins komi á borð embættisins í gegnum fésbókarsíðuna, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt sig fram um að

58


Ársskýrsla 2018

Svo sem algengt er um sambærileg verk þá er sjaldnast um það að ræða að skriflegir samningar hafi verið gerðir um verkkaup áður en verk var innt af hendi, þótt slíkt kunni að vera æskilegt til að draga úr líkum á ágreiningi síðar. Í öllu falli á verkkaupi rétt á að fá kvittun í hendur þegar greiðsla hefur farið fram, en þeir sem kvartað hafa til lögreglu lýsa því að erfiðlega hafi gengið að fá greiðslukvittun.

vanda til verka á samfélagsmiðlunum og kappkostar að svara

lrh.is

útlendingar sem hafa mikinn áhuga á öllu því sem íslenskt er. Á

öllum sem þangað leita. Ef eitthvað er þá hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fært sig upp á skaftið undanfarin ár þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, en hún tók t.d. líka í notkun á sínum tíma Instagram, Twitter og Pinterest við góðar undirtektir almennings. Instagram virðist vera meira notað af yngra fólki, sem sér miðilinn sem góða samskiptaleið við lögreglu og er það vel. Annars fylgjast um 170 þúsund manns með embættinu á Twitter, en stór hluti þeirra eru Pinterest er að finna upplýsingar um óskilamuni, en myndir af þeim eru færðar samviskusamlega inn á síðuna í þeirri von að munirnir komist aftur í réttar hendur. Þar er af nógu taka eins og reiðhjól, síma, skartgripi og lykla svo fátt eitt sé nefnt. Munir úr innbrotum skjóta þar líka reglulega upp kollinum, en óskandi er að betur gangi að koma þessu öllu aftur í réttar hendur.


Ársskýrsla 2018

Að halda úti öflugri fésbókarsíðu krefst töluverðrar vinnu, en margir

6. júlí INNBROT UPPLÝST Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu hefur upplýst þrjú innbrot sem voru framin í Kópavogi og Garðabæ í byrjun vikunnar. Um er að ræða tvö innbrot á byggingarsvæði, þar sem fjölda verkfæra var stolið, og eitt á heimili, en þar voru líka tekin verðmæti af ýmsu tagi. Megnið af þýfinu er komið í leitirnar, en það fannst við húsleit í Kópavogi. Auk þess var lagt hald á fíkniefni á sama stað. Þrír menn, tveir á fertugsaldri og einn á þrítugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og hafa þeir allir játað sök. Við minnum á upplýsinga­ síma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafn­laust til að koma á fram­færi

60

starfsmenn embættisins hafa komið þar að máli. Að auki hafa starfsmenn fjarskipamiðstöðvar ríkislögreglustjóra aðgang og geta brugðist við ef það berast aðkallandi skilaboð eins og dæmi eru um. Vinir lögreglunnar á vettvangi fésbókarinnar eru hátt í 90 þúsund og til þeirra er gott að leita þegar óskað er upplýsinga í hinum ýmsu málum. Þessu til viðbótar opnuðu tveir lögreglumenn hjá embættinu fésbókarsíður til að eiga samskipti við fólk í ákveðnum hverfum, en viðbúið er að fleiri lögreglumenn bætist í þann hóp. Um 15 þúsund fylgjast svo með lögreglunni á Twitter, en svokallað Löggutíst, sem er haldið árlega, vekur alltaf mikla athygli. Lögregluliðin á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum hafa líka tekið þátt í tístinu, en þar er greint frá helstu verkefnum lögreglunnar hluta úr sólarhring, eða frá því sem gerist á kvöld- og næturvakt um helgi. Árið 2018 voru tíst lögreglunnar í kringum þennan eina viðburð skoðuð yfir 600 þúsund sinnum og er það til marks um þann mikla áhuga sem almenningur hefur á störfum lögreglu.


upplýsingum um skipu­ lagða brota­starfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

VIÐHORFSKÖNNUN Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru almennt sáttir við störf lögreglunnar og bera til hennar mikið traust. Um þetta og margt fleira má lesa í viðhorfskönnun, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lætur framkvæma árlega, en niðurstöðurnar í könnuninni árið 2018 voru allar á þessum nótum. Viðhorfskönnunin var framkvæmd af

lrh.is

Félags­vísinda­stofnun Háskóla Íslands, en stuðst var við netpanel. Notast var við 2.500 manna tilviljunarúrtak fólks af höfuð­borgar­ svæðinu á aldrinum 18-90 ára. Fjöldi svarenda var 1.357 og svarhlutfallið því um 54%. Traust til lögreglu var mikið í öllum aldurshópum, en þó mest hjá elstu borgurunum, 66 ára og eldri. Einnig mátti greina eilítinn mun eftir búsetu, en traust íbúa til lögreglunnar var örlítið minni hjá íbúum í miðborginni og gamla vesturbænum í samanburði við önnur svæði í umdæminu. Að sama skapi var traust í garð lögreglu mest hjá íbúum í Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Hafa ber þó hugfast að munurinn á milli svæða var mjög lítill og telst varla tölfræðilega marktækur þótt áhugavert sé að bera þetta saman. 61


Ársskýrsla 2018

7. mars ÞJÓNUSTUSAMNINGUR Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu og Fjársýsla ríkisins hafa gert með sér þjónustusamning er varðar færslu bókhalds, launaafgreiðslu og greiðslu launa og reikninga. Samningurinn einfaldar mjög verklag hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og leiðir til verulegrar hagræðingar hjá embættinu, eða sem nemur um 6 m.kr. á ársgrundvelli.

Athygli vakti að sýnileiki lögreglu hefur minnkað undanfarin ári að mati svarenda. Eldra fólkið segist sjaldnar sjá lögreglu heldur en þeir yngri og þá sáu karlar lögregluna, eða lögreglubíl, oftar en konur. Íbúar í miðborginni og gamla vesturbænum töldu sig oftar sjá lögregluna, en íbúar annars staðar í umdæminu.Um 32% íbúa á höfuðborgarsvæðinu leituðu eftir aðstoð eða þjónustu lögreglunnar árið 2018, flestir með símhringingu í Neyðarlínuna. Ánægja var hjá flestum með veitta þjónustu og átti það sérstaklega við um þá sem nýttu sér samfélagsmiðla embættisins. Hátt í helmingur svarenda fylgdist jafnframt með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á samfélagsmiðlum, en þar hefur fésbókarsíða hennar nokkra sérstöðu og sögðust flestir aðspurðra nýta sér þann miðil til

lrh.is

samskipta. Frekari upplýsingar um viðhorfskönnunina er að finna á lögregluvefnum.

62


Ársskýrsla 2018

17. maí LEIÐINDAVEÐUR Í AÐSIGI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á að spáð er leiðindaveðri í umdæminu næstu daga, en strax síðdegis verður komin suðaustanátt með 13 til 18 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Veðrið á morgun, samkvæmt spánni, er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og þá lítur helgina alls ekki vel út. Það gæti orðið virkilega hvasst á laugardag og síðan er viðbúið að þessi lægð haldi áfram að stríða landsmönnum líka á sunnudag. Í ljósi þessa minnir lögreglan fólk á að huga að lausamunum og festa þá niður eða koma í skjól, en hér er t.d. átt við garðhúsgögn og trampólín.

EITT OG ANNAÐ Samskipti ökumanna bifreiða og reiðhjólafólks voru á köflum brösug og gengu klögumálin á víxl, en um mitt sumar vakti lögreglan athygli á fjölda kvartana sem henni höfðu borist. Þar sökuðu þeir fyrrnefndu þá síðarnefndu um að virða allar umferðarreglur að vettugi og skeyta í engu um aðra vegfarendur í umferðinni. Hjólreiðamenn voru enn fremur sagðir glannalegir og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Ásakanir um algert tillitsleysi voru líka settar fram, en hljóðið í þeim sem kvörtuðu var mjög þungt. Miklar umræður sköpuðust um málið, en hjólreiðamenn tóku þessu ekki þegjandi og hljóðalaust og töldu illa að sér vegið. Kvartanirnir, réttar eða rangar, voru samt til staðar, en hvort samskipti hópanna bötnuðu eitthvað eftir þetta skal ósagt látið. Lögreglan tók ekki afstöðu til deilunnar sem slíkrar, en gat vel samþykkt að aðilar úr báðum þessum hópum gætu gert mun betur í umferðinni með því einu að sýna öðrum vegfarendum meiri tillitssemi.

lrh.is

63


Ársskýrsla 2018

7. júní MALBIKAÐ Í UMDÆMINU Í dag verður áfram unnið við að malbika og fræsa götur á höfuðborgarsvæðinu og verða vinnuflokkar m.a. að störfum á Laugarnesvegi, Suðurgötu (sunnan Hjarðarhaga) og í Einarsnesi. Í dag á líka að fræsa og malbika hægri akrein og öxl á Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg að hringtorgi við Skarhólabraut. Þar verður þrengt um eina akrein og búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Enn fremur er áætlað að malbika ramp frá Breiðholtsbraut niður að Reykjanesbraut á milli kl. 13 og 21, en rampinum verður lokað og hjáleið verður um Dalveg. Loks má nefna framkvæmdir í kvöld og nótt en stefnt er að því að malbika báðar akreinar á Bústaðavegi, frá gatnamótum við Suðurhlíð að brú yfir Kringlumýrabraut. Þrengt verður í eina akrein meðan á þessu stendur. Athygli er vakin á því að í lokunarplani er einnig lokun fyrir ramp í átt að Hafnarfjarðarvegi. Áformað er að vinna hefjast um kvöldmatarleytið og standi yfir fram undir morgun aðfaranótt föstudagsins 8. júní. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Í ársbyrjun stigu margir fram og lýstu því að á þeim hefði verið brotið í orði og verki, en þetta var framhald umræðu sem hafði staðið yfir um allnokkurn tíma og má rekja til #metoo-byltingarinnar. Konur voru þar í yfirgnæfandi meirihluta, en frásagnirnar voru svo margar og sumar svo átakanlegar að fólki var verulega brugðið. Málin voru bæði ný og gömul og voru brotaþolar úr öllum þjóðfélagshópum, en ætluð brot höfðu fengið að þrífast á ólíklegustu stöðum. Velt var upp hvert væri hlutverk lögreglu í þessu sambandi og því sá embættið ástæðu til að senda frá sérstaka tilkynningu vegna þessa. Í henni kom skýrt fram að allir brotaþolar væru skjólstæðingar lögreglu og á henni hvíldi rannsóknarskylda ef grunur eða vitneskja um brot væri fyrir hendi. Sömuleiðis að svara því hvort ætluð brot kynnu að vera fyrnd, eða hvernig sönnunarstöðu væri háttað. Ýmsar hættu fylgja lögreglustarfinu, en lögreglumenn geta lent í átökum og á þá er líka ráðist eins og alkunna er. Umferðareftirlit er heldur ekki hættulaust með öllu og á því fengu tveir lögreglumenn, sem voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi í september, að kenna. Þeir höfðu lagt lögreglubíl vel utan akreinar þegar á hann var ekið á miklum hraða, en lögreglumennirnir voru frá vinnu mánuðum saman vegna slyssins. Atvikin voru fleiri, en í febrúar var t.d. ekið á lögreglubifreið á slysavettvangi á Reykjanesbraut í Garðabæ. Um aftanákeyrslu var að ræða, en þar sluppu lögreglumennirnir betur og gátu snúið aftur til starfa að skömmum tíma liðnum. Tímamót urðu hjá lögreglunni í júní þegar hópur lögreglumanna brautskráðist frá Háskólanum á Akureyri, en þetta var fyrsti árgangur háskólamenntaðra lögreglumanna á Íslandi. Hinir sömu útskrifuðust

lrh.is

jafnframt allir með starfsréttindi, en margir þeirra fóru til starfa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir reyndust 64


Ársskýrsla 2018

9. febrúar FJÖGURRA BÍLA ÁREKSTUR Í GARÐABÆ Þrír voru fluttir á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Vífílsstaðavegar í Garðabæ um níuleytið í morgun. Um aftanákeyrslu var að ræða, en einn bílanna sem komu við sögu var lögreglubifreið. Meiðsli þeirra sem voru fluttir á slysadeild eru ekki talin alvarleg. Lögreglan kom upphaflega á vettvang vegna bifreiðar sem var skilin eftir, en af því tilefni minnir hún ökumenn á að kveikja á hættuljósum (hazard) ef skilja þarf ökutæki eftir á eða við veg af einhverjum ástæðum.

allir vera prýðilegir starfsmenn og var greinilegt að nám þeirra kom að góðum notum. Það hófst haustið 2016, en strax var mjög mikill áhugi fyrir nýja náminu. Lengi hafði verið talað fyrir því að færa lögreglunámið á háskólastig og því ánægjulegt að sjá það verða að veruleika. Athygli vakti að konur voru í meirihluta þeirra sem skráðu sig í háskólanámið og lofar það góðu svo jafna megi kynjahlutfallið innan lögreglunnar. Verkefni lögreglunnar eru fjölmörg eins og þegar hefur verið rakið, en eitt þeirra er að sjá til þess að hinir ýmsu viðburðir fari fram eins og best verður á kosið. Þar má nefna menningarnótt, gleðigöngu, 17. júní, tónleika, íþróttakappleiki og opinberar heimsóknir svo fátt eitt sé talið. Allt þetta fór vel fram árið 2018 og án teljandi vandræða. Mótmælafundir hafa líka færst mjög í vöxt síðustu árin og þar hefur lögreglan mikilvægu hlutverki að gegna. Á stundum fylgir þessum

lrh.is

viðburðum töluverður viðbúnaður af hálfu lögreglu, en starfsmenn hennar hafi hlotið sérstaka þjálfun til að takast á við þær aðstæður 65


Ársskýrsla 2018

31. desember SKOTSVÆÐI BÆTA ÖRYGGI Vakin er athygli á því að sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Á þessum stöðum hefur safnast mikill mannfjöldi ár hvert og með þessu er verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 – 01. Þá má geta þess að Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi

66

sem upp kunna að koma. Ef eitthvað er þá hefur öll þjálfun lögreglumanna fengið enn meira vægi en áður. Seint á árinu var töluverð umfjöllun fjölmiðla um mikilvægi þess að laga verkferla hjá lögreglu til að tryggja rétt viðbragð við afleiðingum sykursýki. Upphaf umræðunnar mátti rekja til pistils um meint, ófagleg vinnubrögð embættisins í máli 17 ára pilts, sem var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik árið áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna umræðunnar og vísaði til þess að embætti héraðssaksóknara hefði látið málið niður falla að lokinni rannsókn þess fyrr á árinu. Til grundvallar ákvörðuninni voru m.a. upptökur úr eftirlitsmyndvélum í fanga­ móttöku og fangagangi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í Reykjavík. Ekki var annað séð en verklagi, sem ber að viðhafa þegar börn eiga í hlut, hafi verið fylgt hjá lögreglu. Forráðamönnum piltsins var tilkynnt um handtökuna 12 mínútum eftir að komið var með hann á lögreglustöð, en þá voru liðnar samtals 24 mínútur frá því pilturinn var handtekinn á vettvangi. Ákvörðun héraðs­ saksóknara var ekki kærð til ríkissaksóknara.


Ársskýrsla 2018

við lögregluna að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu. Á gamlárskvöld safnast mikill fjöldi fólks á Skólavörðuholtinu og því verður nærliggjandi götum lokað frá kl. 22 til 01 með svipuðum hætti og undanfarin ár. Göturnar sem um ræðir eru Eiríksgata frá Mímisvegi, Skólavörðustígur, Kárastígur og Bjarnarstígur. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. lrh.is

Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar samhentur hópur fólks, sem hefur það að markmiði að veita borgurunum góða þjónustu. Þótt um ólíka einstaklinga sé að ræða eru þeir samstíga í að gera góðan vinnustað enn betri. Starfsmenn embættisins hafa enda mikil tækifæri til að hafa áhrif á vinnustaðinn, móta stefnuna og þróa embættið til framtíðar. Þess sást glöggt merki þegar boðað var til stefnumótunarfunda á vordögum. Áhugi fyrir fundunum var mikill og mætingin eftir því. Starfsmennirnir lögðu fram sínar áherslur og bentu á leiðir til árangurs. Haldnar voru vinnulotur og þjóðþekktir fyrirlesarar komu í heimsókn og miðluðu af reynslu sinni. Mæltist þetta mjög vel fyrir og skilaði miklum árangri þegar uppi var staðið, en eitt verkefnanna var að kalla eftir því hver gildi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera.

67


Ársskýrsla 2018

REKSTUR

Rekstur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var í föstum skorðum árið 2018, en vissulega var við ýmsar áskoranir að etja. Þannig var útlitið á fyrri hluta ársins ekkert sérstaklega bjart, en þá stefndi í 150 m.kr. halla. Til þess kom þó ekki, þökk sé markvissum aðgerðum sem embættið réðst í. Niður­ staðan varð 40 m.kr. halli, sem er innan við 1% af veltu, en ársvelta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var um 5,2 milljarðar. Eigið fé í árslok 2018 var neikvætt um 151 m.kr., eða um 3% fjárheimilda. Að láta enda ná saman krefst mikillar vinnu enda er starfsemi lögreglunnar þess eðlis að óvænt útgjöld innan ársins eru fremur regla en undantekning. Stjórnendur hjá embættinu eru því ekki alltaf öfundsverðir af hlutverki sínu. Á fjárlögum var gert ráð fyrir 42 m.kr hagræðingarkröfu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en á móti komu auknar fjárheimildir vegna aðgerðaáætlunar um rannsóknir kynferðisbrota, eða 64,2 m.kr. Fjármunirnir nýttust mjög vel, en embættið náði betri árangri í umræddum málaflokki eins og lesa má um annars staðar í ársskýrslunni. Enn fremur kom til aukin fjárheimild frá árinu áður, samtals um 59 m.kr., en peningunum var varið til kaupa á margvíslegum búnaði og var ekki vanþörf á. Annað árið í röð skilar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ársreikningi sem uppfyllir alþjóðlega reikningsskilastaðla opinberra aðila í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Af því leiðir að rekstrarniðurstaða embættisins er önnur en ef fylgt hefði verið eldri uppgjörsaðferð. Þar vega þungt orlofsskuldbindingar, sem eru gjaldfærðar á rekstur áður en þær eru greiddar, en árið 2018 voru þær 28 m.kr. Um er að ræða íþyngjandi breytingu á gjöldum gagnvart fjárheimildum. Um ástæður hallareksturs má annars nefna útgjöld vegna skipulagðrar brotastarfsemi, en rannsóknir málanna kölluðu á aukin erlend samskipti. Þá hækkuðu leigugjöld á lögreglubifreiðum umfram það sem 68


Ársskýrsla 2018

reiknað var með. Loks má nefna kostnað sem féll til vegna stefnumótunar og umbótavinnu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en henni er ætlað að skila bæði aukinni starfsánægju og bættri þjónustu við almenning. Umfjöllun um rekstur byggir á bráðabirgðatölum úr ársreikningi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2018.


Viðaukar

Tafla 1 - Útsend sektarboð og sektargerðir árið 2018

Útsend Greidd

Sektarboð 1.845 1.760

Sektargerð 1.439 684

Greiðsluseðill 3.166 2.707

Tilkynning 20.490 19.599

Tafla 2 - F jöldi lögreglumenntaðra starfsmanna og annarra starfsmanna í lok janúar 2019 eftir skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Samtals Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

70

Borgarlegir starfsmenn 7 0 3 0 13 0 6 18 47 5 34 5 44 2 0 93

Lögreglumenn 4 2 3 29 195 43 17 0 293 1 6 0 7 5 0 305

Alls 11 2 6 29 208 43 23 18 340 6 40 5 51 7 0 398


Ársskýrsla 2018

Tafla 3 - F jöldi starfsmanna í lok janúar 2019 eftir kyni og skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Samtals Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

Karl 6 2 2 28 145 31 20 9 243 3 11 0 14 2 0 259

Kona 5 0 4 1 63 12 3 9 97 3 29 5 37 5 0 139

Samtals 11 2 6 29 208 43 23 18 340 6 40 5 51 7 0 398

Tafla 4 - F jöldi lögreglumanna í lok janúar 2019 eftir kyni og skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Samtals Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

Karl 4 2 2 28 133 31 16 0 216 1 5 0 6 2 0 224

Kona 0 0 1 1 62 12 1 0 77 0 1 0 1 3 0 81

Samtals 4 2 3 29 195 43 17 0 293 1 6 0 7 5 0 305

71



Ársskýrsla 2018

Tafla 5 - F jöldi borgaralegra starfsmanna í lok janúar 2019 eftir kyni og skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Samtals Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

Karl 2 0 0 0 12 0 4 9 27 2 6 0 8 0 0 35

Kona 5 0 3 0 1 0 2 9 20 3 28 5 36 2 0 58

Samtals 7 0 3 0 13 0 6 18 47 5 34 5 44 2 0 93

Tafla 6 - Lykiltölur starfsmannamála Heildarfjöldi starfsmanna við lok janúar 2018 Fjöldi ársverka 2018

398 362,68

Hlutfall kvenna af lögreglumönnum

27%

Hlutfall kvenna af borgaralegum starfsmönnum

62%

Hlutfall tapaðara vinnustunda vegna veikinda

6,23%

Starfsmannavelta * lögregla

10,2%

Starfsmannavelta * borgarar

12,7%

Fjöldi lögreglumanna í launalausu leyfi í árslok

18

* taldir með þeir sem hætta vegna aldurs

73


Tafla 7 - Handtökur og vistanir árin 2015, 2016, 2017 og 2018 2015

2016

2017

2018

Fjöldi handtaka

4.316

4.242

5.191

5.864

Fjöldi einstaklinga

2.423

2.641

3.136

3.467

Fjöldi vistana

2.398

2.351

2.621

2.913

Fjöldi einstaklinga

1.451

1.507

1.686

1.826

Handtökur

Vistanir

Tafla 8 - Handtökur eftir mánuðum árin 2015, 2016, 2017 og 2018 2015

2016

2017

2018

Janúar

308

315

373

461

Febrúar

342

352

353

431

Mars

339

332

450

483

Apríl

338

333

421

465

Maí

434

352

422

459

Júní

388

332

413

538

Júlí

424

351

444

550

Ágúst

405

309

473

514

September

385

385

502

498

Október

317

407

468

537

Nóvember

336

375

457

416

Desember

308

399

415

513

4.316

4.242

5.191

5.864

Samtals 74


Ársskýrsla 2018

Tafla 9 - Handtökur eftir vikudögum árin 2015, 2016, 2017 og 2018 2015

2016

2017

2018

Mánudagur

501

481

633

674

Þriðjudagur

511

464

547

689

Miðvikudagur

477

425

574

679

Fimmtudagur

560

550

589

707

Föstudagur

562

577

679

744

Laugardagur

820

857

1.113

1.197

Sunnudagur

885

888

1.056

1.175

4.316

4.242

5.191

5.864

Samtals

Tafla 10 - Vistanir eftir mánuðum árin 2015, 2016, 2017 og 2018 2015

2016

2017

2018

Janúar

160

180

201

221

Febrúar

200

210

209

229

Mars

192

181

217

277

Apríl

179

179

172

244

Maí

236

175

192

251

Júní

203

189

202

268

Júlí

214

204

204

247

Ágúst

219

179

244

215

September

216

192

273

221

Október

199

228

256

274

Nóvember

196

210

228

212

Desember Samtals

184

224

223

254

2.398

2.351

2.621

2.913


Tafla 11 - Vistanir eftir vikudögum árin 2015, 2016, 2017 og 2018 2015

2016

2017

2018

Mánudagur

275

278

362

359

Þriðjudagur

315

268

282

385

Miðvikudagur

279

257

329

353

Fimmtudagur

303

336

303

354

Föstudagur

300

314

329

373

Laugardagur

443

429

506

541

Sunnudagur Samtals

483

469

510

548

2.398

2.351

2.621

2.913

Mynd 1 - Þróun í fjölda handtaka og vistana 2015-2018 7000 6000

Fjöldi

5000 2015

4000

2016

3000

2017 2018

2000 1000 0

76

Fjöldi handtaka

Fjöldi einstaklinga

Fjöldi vistana

Fjöldi einstaklinga



150 Reykjavík - Sími: 444 1000 - Fax: 444 1015 - www.lrh.is www.facebook.com/logreglan

Hverfisgötu 113-115 105 Reykjavík Vínlandsleið 2-4 113 Reykjavík Dalvegi 18 201 Kópavogi Flatahrauni 11 220 Hafnarfirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.