Hraðamælingar í íbúðahverfum - 2008

Page 1

Hraðamælingar umferðardeildar 2008 Áherslur umferðardeildar síðustu mánuði hafa meðal annars lotið að hraðamælingum innan mismunandi svæða umdæmisins. Mælingar voru gerðar með ómerktri lögreglubifreið sem búin var myndavélabúnaði og fóru fram á virkum dögum í íbúðahverfum á stöðum þar sem hraðakstur hefur þótt mikill eða slys og óhöpp tíð. Eftirlitið hófst 11. mars síðastliðinn og lauk í byrjun júlí. Þá höfðu 74 vegarkaflar verið vaktaðir á níu svæðum umdæmisins þar sem um fóru 8.205 ökutæki. Fjöldi kærðra ökumanna vegna hraðaksturs var 2.513. Heildarbrotahlutfall var því 31%. Brotahlutfall, mælt eftir svæðum, var eftirfarandi:

Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Breiðholt-Árbær Grafarvogur Vesturbær/Seltjn. Laugardalur/Háaleiti Hlíðar/Miðbær Mosfellsbær

Heildarbrotahlutfall (%) 20 32 39 38 38 13 42 29 9

Lægsta gildi (%)

Hæsta gildi (%)

0 13 0 21 5 1 2 9 0

77 65 76 64 52 42 62 47 14

Mælingarnar voru gerðar eftir ábendingar frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglu og var sérstök áhersla lögð á vegarkafla og hverfi í námunda við grunn- og leikskóla. Markmiðið var að afla upplýsinga um ástand umferðarmála á þessum stöðum, stuðla að upplýstri umræðu og leita lausna þar sem þeirra er þörf. Niðurstöður mælinganna voru sendar sveitarfélögum og sérstakar athugasemdir gerðar ef meira en þriðjungur ökumanna ók yfir leyfilegum hámarkshraða. Það er mat lögreglu að í þeim tilvikum þar sem brotahlutfall er hátt þurfi að meta hvort eðlilegt kunni að vera að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hraðakstur verði mögulegur á þeim vegarköflum sem um ræðir eða meta að nýju hvort eðlilegt sé að hækka leyfilegan hámarkshraða. Stefnt er að því að hraðamæla á sömu vegarköflum í síðasta lagi að ári liðnu þannig að hægt sé að meta þróun umferðarhraða með tilliti til viðeigandi aðgerða. Frekari upplýsingar um niðurstöður mælinganna má finna hér að neðan.


NIÐURSTÖÐUR HRAÐAMÆLINGA – SVÆÐI

Mynd 1. Niðurstöður hraðamælinga í Hafnarfirði. Í heild var brotahlutfall í Hafnarfirði 20%. Mynd 1 sýnir þá 19 vegarkafla sem voru vaktaðir. Af þeim reyndust 10 með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 15 km/klst.

!"

#$ '(

% & %) * %)

* '(

% & % ) #$

+ % %)

,

& # !

!!

. & ) '

.

Mynd 2. Niðurstöður hraðamælinga í Garðabæ. Í Garðabæ var heildarbrotahlutfall 32%. Af fimm vegarköflum sem vaktaðir voru reyndust þrír með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 16 km/klst.


Mynd 3. Niðurstöður hraðamælinga í Kópavogi. Niðurstöður hraðamælinga í Kópavogi voru þær að 39% ökumanna óku yfir leyfilegum hámarkshraða. Af 15 vegarköflum sem vaktaðir voru reyndust átta með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 14 km/klst.

Mynd 4. Niðurstöður hraðamælinga í Breiðholti og Árbæ. Í Breiðholti og Árbæ óku 38% ökumanna yfir leyfilegum hámarkshraða. Af sjö vegarköflum sem vaktaðir voru reyndust fimm með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 15 km/klst.


Mynd 5. Niðurstöður hraðamælinga í Grafarvogi. Í Grafarvogi var heildarbrotahlutfall mældra ökutækja 38%. Af sjö vegarköflum sem vaktaðir voru reyndust fimm með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 16 km/klst.

/( 0

. %

1"

. .

/

' &"

2 3( 2

)

'( '

&

45 6

& .

'

%)

2)

Mynd 6. Niðurstöur hraðamælinga í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Heildarbrotahlutfall í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi var 13% mældra ökutækja. Af sjö vegarköflum sem vaktaðir voru reyndist einn með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 14 km/klst.


!

&7

'

% 8 !& ! 9

'

-

0

2(

-

Mynd 7. Niðurstöður hraðamælinga í Laugardal og Háaleiti. Heildarbrotahlutfall mældra ökutækja í Laugardal og Háaleiti var 42%. Af sex vegarköflum sem vaktaðir voru reyndust þrír með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 14 km/klst.

"

!! 2

' & 2

#

'

0 '

!"

2 : ! %)

Mynd 8. Niðurstöður hraðamælinga í Hlíðum og Miðbæ. Í Hlíðum og Miðbæ reyndust 29% mældra ökutækja aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Af fjórum vegarköflum sem vaktaðir voru reyndust þrír með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 14 km/klst.


#

,

2. #

2

0 #

& ( +

!" % )

# ,

2 2.

Mynd 9. Niðurstöður hraðamælinga í Mosfellsbæ. Í Mosfellsbæ óku 9% mældra ökutækja yfir leyfilegum hámarkshraða. Af fjórum vegarköflum sem vaktaðir voru reyndist enginn með 30% brotahlutfall eða meira. Meðalhraði hinna brotlegu yfir leyfilegan hámarkshraða var 12 km/klst.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.