Hraðakstursbrot í Hvalfjarðargöngunum á tímabilinu 1.09 2001- 31.08.2002
Lögreglustjórinn í Reykjavík Forvarna- og fræðsludeild Nóvember 2002
Hér er birt yfirlit um fjölda hraðakstursbrota í Hvalfjarðargöngunum, hlutfall hraðakstursbrota af heildarfjölda bifreiða sem aka framhjá myndavél á sama tímabili og brotin eru framin, hraðakstursbrot eru greind eftir staðsetningu myndavéla og hvenær dagsins þau gerðust. Gögnin eru byggð á dagbók lögreglunnar í Reykjavík, dagbók myndavélar og tölulegum upplýsingum úr myndavélunum sjálfum. Myndavélin hefur verið í notkun frá 1. ágúst 2001 og sýna tölurnar því þróun brota á því fyrsta ári sem myndavélin hefur verið uppi. Myndavélin er staðsett á fjórum mismunandi stöðum í göngunum og er því ekki um samfellda mælingu að ræða á hverjum stað heldur er hún breytileg eftir því hvar myndavélin er staðsett. Í fyrsta lagi er mældur hraði bifreiða 3100 metra inn í göngunum í suðurátt, í öðru lagi 3100 metra inn í göngunum í norðurátt, í þriðja lagi 4600 metra inn í göngunum í norðurátt og í fjórða lagi 6100 metra inn í göngunum í suðurátt. Leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst en lægsti afskiptahraði hefur verið 84 km/klst á tímabilinu. Alls hafa 4.538 hraðakstursbrot verið kærð á þessu árstímabili og má sjá skiptingu þeirra eftir mánuðum á mynd 1. Sjá má að brotum hefur fjölgað og voru flest í júlí og ágúst síðastliðnum og í mars. Fæst brot voru hins vegar í desember 2001 og apríl 2002. Fækkun brota í desember skýrist meðal annars af því að myndavél var ekki í notkun síðarihluta mánaðarins. 700 626 600
576
560
491
Fjöldi brota
500
505
400
400 327 301
300
212
204
193
200 143 100
0 sep
okt
nóv
des
jan
feb
mar
apr
maí
jún
júl
ágú
Mynd 1. Fjöldi hraðakstursbrota í Hvalfjarðargöngunum frá september 2001 til ágúst 2002
Á mynd 2 er að sjá hlutfall hraðakstursbrota þegar tekið hefur verið tillit til fjölda bíla sem keyra framhjá myndavélinni á þeim tíma sem brotin eru talin. Sjá má að í september 2001 voru teknar myndir af 1,9% bifreiða sem óku á ólöglegum hraða um göngin, þetta hlutfall var 2,9% í október. Hlutfallslega fæst brot voru í febrúar en flest í mars. Þegar mynd 1 og 2 eru bornar saman vekur athygli að þrátt fyrir aukinn fjölda brota í júní og júlí 2002 þá sýnir mynd 2 að hlutfall brota af heildarfjölda bifreiða lækkar.
2
3,5
3,1 3,0 2,9 2,5
2,5
2,5
2,2 2,1
2,0
1,9
1,9
1,9
1,8
1,5 1,4 1,2 1,0
0,5
0,0 Sep
Okt
Nóv
Des
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Mynd 2. Hlutfall hraðakstursbrota af heildarfjölda bifreiða sem óku framhjá myndavél á tímabilinu september 2001 til ágúst 2002
Á mynd 3 eru kærð hraðakstursbrot greind eftir staðsetningu myndavéla og hvenær dagsins þau eru skráð. Staðsetning 3100 metra inn í göngunum á bæði við um mælingu í suðurátt og í norðurátt. Eins og sjá má á myndinni þá gerðust fæst brotin frá miðnætti fram til sex á morgnana og á það við um alla staðina þar sem myndavél er staðsett. Þegar heildarfjöldi brota er skoðaður sést að um 41% áttu sér stað frá kl.12-18 á daginn, um 28% brota á tímabilinu 18-24 og um 24% brota frá klukkan sex á morgnanna fram að hádegi, og aðeins um 6% frá miðnætti til sex á morgnanna. Hér vekur þó jafnframt athygli að mismunur er hvar flest brot uppgötvast og á hvaða tíma. Þannig má sjá að myndir teknir 3100 metra inn í göngunum (mælt í tvær áttir) sýna sömu tilhneigingu og heildarfjöldi brotanna, það er að flest eiga sér stað milli kl. 12-18 og næst flest milli kl. 18-24. Þegar skoðuð eru brot sem uppgötvuðust 4600 metra inn í göngunum, eða nánast fyrir miðju gangnanna þá uppgötvuðust um 39% þeirra milli kl. 6-12, um 34% milli kl. 12-18 á daginn og ríflega 20% frá kl. 1824. Þegar staðsetningin 6100 metra inn í göngum er skoðuð sést að um 45% brota gerðust milli kl. 12-18 og 38% milli kl. 18-24, mun færri brot gerðust fyrr að deginum til á þessum stað borið saman við þá fyrri.
3
50 Allir 45
45,0
3100m 4600m
40
40,7
39,4
6100m
40,2 38,4 34,3
35
30
28,4 24,4
% 25
26,2
25,2
21,1 20
15 11,1 10
8,5 6,4
5,6
5,2
5
0 00-06
06-12
12-18
18-24
Mynd 3. Hlutfall hraðakstursbrota í Hvalfjarðargöngunum eftir staðsetningu myndavéla og hvenær dagsins þau gerðust
Á mynd 4 er að sjá meðalhraða bifreiða sem óku á ólöglegum hraða 4600 metra inn í Hvalfjarðargöngunum og hæst mælda hraðann. Þannig má sjá að meðalhraðinn var svipaður þessa mánuði eða um 89 km/klst. Nokkrar sveiflur er í hæsta hraða sem mældist en það var 104 km/klst í desember, í apríl 151 km/klst, í maí 147 km/klst en 115-116 km/klst í júní og júlí. 180 Meðalhraði Hæst mældi hraði 160 151 147
Hraði km/klst
140 125
128
125
120
116
115
104 100
88,7
89,5
89,5
89,2
88,9
89,0
89,3
89,3
Des
Jan
Feb
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
80
60
Mynd 4. Mældur meðalhraði 4600 metra inn í Hvalfjarðargöngunum hjá þeim sem óku á ólöglegum hraða á tímabilinu desember 2001-ágúst 2002
4