Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2017

Page 1

Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

2017



Ársskýrsla

2017

LÖGREGLUSTJÓRINN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU


Útgefandi: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu www.lrh.is www.facebook.com/logreglan Umsjón og ábyrgð: Upplýsinga- og áætlanadeild Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson Myndir: Júlíus Sigurjónsson Prentun: Litlaprent Umbrot: Litlaprent Útgefið í september 2018


Ársskýrsla 2017

Efnisyfirlit ERFIÐ SAKAMÁL SNERTU OKKUR DJÚPT..................................................................... 4 SKIPURIT......................................................................................................................... 7 HELSTU MARKMIÐ LRH.................................................................................................. 8 EMBÆTTIÐ Í HNOTSKURN............................................................................................ 10 HELSTU VERKEFNI LÖGREGLUNNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU........................... 12 Manndráp og líkamsárásir................................................................................... 15 Innbrot og þjófnaðir............................................................................................. 19 Rán og fjársvik ................................................................................................... 22 Umferðareftirlit..................................................................................................... 27 Banaslys og hraðakstursbrot............................................................................... 30 Kynferðisbrot og heimilisofbeldi .......................................................................... 33 Fíkniefnamál ....................................................................................................... 36 Skipulögð brotastarfsemi .................................................................................... 39 Málið sem skók þjóðina....................................................................................... 41 Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis............................................................................ 45 Menningarnótt .................................................................................................... 47 Óvenjuleg verkefni............................................................................................... 49 Lögreglan og samfélagsmiðlar............................................................................. 53 Viðhorfskönnun................................................................................................... 55 Eitt og annað....................................................................................................... 58 REKSTUR....................................................................................................................... 62 VIÐAUKAR..................................................................................................................... 64

3


Ársskýrsla 2017

Erfið sakamál snertu okkur djúpt Þegar litið er yfir starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017, standa upp úr umfangsmikil og erfið sakamál sem embættið hafði til meðferðar. Þessi mál kröfðust mikils af starfs­ mönnum, sem stóðust álagið, en málin snertu okkur djúpt. Þrjú manndráp voru framin á árinu og fjórir létust í umferðarslysum í umdæminu. Verkefnin voru mörg og þeim fjölgaði um ríflega 13% frá fyrra ári. Helstu skipulagsbreytingar voru um garð gengnar en í stuttu máli fólust þær í styrkingu eininga, nýrri aðgerðarstjórnstöð, aukinni þjálfun, aukinni fagþekkingu í tæknideild og áherslu á mansal, hatursglæpi, heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Kynslóðaskipti urðu í stjórnendahópi embættisins og jafnvægi batnaði enda þjónar lögreglan konum jafnt sem körlum. Á árinu 2017 tók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þátt í því að setja á stofn Bjarkarhlíð, sem er móttökustöð fyrir þolendur ofbeldis. Bjarkarhlíð sannaði sig strax á fyrsta rekstarárinu og ljóst að þörf er á slíku úrræði hér á landi. Fíkniefnabrotum fjölgaði verulega í umdæminu árið 2017 miðað við árið á undan, eða um fimmtung. Á milli ára varð jafnframt töluverð aukning í haldlagningu fíkniefna, en sveiflur eru í málaflokknum. Samstarfsverkefni tolls og lögreglu leiddi til viðamikillar rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og

4


Ársskýrsla 2017

var málið unnið í góðri samvinnu við lögregluyfirvöld í Póllandi og Hollandi, auk Europol og Eurojust. Fjárveiting fékkst til tækja- og búnaðarkaupa og var því afar vel tekið af okkar fólki, enda stakkurinn naumt sniðinn í kjölfar kreppunnar. Hið góða gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu olli ófyrirséðum útgjöldum, en engu að síður tókst að lenda rekstrinum við skekkjumörk, að því undanskildu að nýjar reikningsskilareglur höfðu þar neikvæð áhrif og kom það ekki í ljós fyrr en á nýju ári. Níu af hverjum tíu höfuðborgarbúum sögðust vera öruggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Hinir sömu voru jafnframt langflestir þeirrar skoðunar að lögreglan skili frekar góðu eða mjög góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í umdæminu, samkvæmt viðhorfskönnun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét framkvæma. Það er ekki alltaf létt verk að skapa ánægju með störf lögreglu, en með markvissri breytingu frá gamaldags valdastofnun yfir í nútímalega þjónustustofnun, er embættið að nálgast viðskiptamenn sína með öðrum hætti en verið hefur. Það er nefnilega ekki einungis brotamaður sem er okkar kúnni, heldur er það samfélagið í heild sinni, þolendur, aðstand­ endur, vinir, íbúar og gestir. Við reynum sífellt að gera betur og gera umbætur að hluta af menningunni. Fjölmiðlar eiga sérstakt hrós skilið, en á árinu reyndi á samskipti þessara aðila sem aldrei fyrr og annar tónn sleginn en verið hefur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar öllum samstarfsaðilum fyrir samstarfið á árinu 2017. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri.

5



Starfsmannamál Starfsmannastjóri

Stoðþjónusta og greining

Fjármála og Upplýsingatækni Fjármálastjóri

Umferðardeild

Lögreglustöð 4

Lögreglustöð 3

Lögreglustöð 2

Aðgerðastjórnstöð Almannavarnir

Þjálfun

Lögreglustöð 1

Aðgerða- og skipulagsmál

Almenn deild Yfirlögregluþjónn

Kynferðisbrot

Skipulögð brotastarfsemi og fjármunabrot

Rannsóknardeild Yfirlögregluþjónn

LÖGREGLUSTJÓRI

Ákærusvið 3

Ákærusvið 2

Ákærusvið 1

Ákærudeild Aðstoðarlögreglustjóri

Skipurit LRH Samþykkt af ríkislögreglustjóra 9. júlí 2015

Tölvurannsókna- og rafeindadeild

Tæknideild

Stoðdeild Aðstoðarlögreglustjóri

Skrifstofa lögreglustjóra Stefnumótun og þróun Aðallögfræðingur

Skipurit

Aðgerðardeild Yfirlögregluþjónn

Innri endurskoðun Yfirlögregluþjónn

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Ársskýrsla 2017

7


HELSTU MARKMIÐ LRH

Sífellt eru gerðar meiri kröfur til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hún þarf stöðugt að vera í stakk búin til að takast á við ný verkefni. Þar skiptir máli að lögreglunámið er komið á háskólastig og þjálfun lögreglumanna hefur verið efld til muna. Með því eru lögreglumenn færari til að takast á við fjölbreytt og krefjandi viðfangsefni. Nauðsyn þess hefur sjaldan verið meiri en í nútímasamfélagi þar sem breytingar eru örar. Nefna má margvíslegar tækniframfarir, en því miður reyna óprúttnir aðilar oft að nýta sér þær á kostnað annarra. Netglæpir er veruleiki sem þarf að horfast í augu við, en á þeim vettvangi bíða lögreglunnar margar áskoranir. Breytt samfélag helgast líka af fólksfjölgun í umdæminu, ekki síst útlendingum. Bæði þeirra sem koma hingað til skammrar dvalar og eins hinna sem velja að setjast hér að til langframa. Á tiltölulega fáum árum hefur íslenskt þjóðfélag gjörbreyst hvað þetta varðar og nú má segja með réttu að við búum í fjölmenningarsamfélagi. Litskrúðugra samfélag kallar líka á öfluga löggæslu enda hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í engu hvikað frá sínum markmiðum. Nýir þegnar kunna að hafa mismunandi upplifun frá samskiptum við lögregluna í sínu heimalandi og því mikilvægt að undirstrika við þá, sem og aðra, að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er þjónustustofnun. Henni er mjög umhugað um öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæminu. Það er einmitt grundvallarmarkmið embættisins og var áfram í 8


Ársskýrsla 2017

öndvegi árið 2017. Samhliða er horft til annarra markmiða, t.d. fækkunar afbrota á tilteknum sviðum (eignaspjöll, innbrot, þjófnaðir og líkamsárásir). Fjölgun líkamsárásarmála er töluverð síðustu misserin, en þar er skýringin einkum breytt verklag við skráningu heimilisofbeldis. Að venju lét Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæma viðhorfskönnun sem snýr að ótta íbúanna við afbrot og reynslu af þeim. Niðurstöðurnar eru embættinu mikilvægar og veita haldgóðar upplýsingar um stöðu og þróun mála. Þetta árið breyttist öryggi höfuðborgarbúa lítið, en níu af hverjum tíu sögðust öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Hinir sömu er jafnframt langflestir þeirrar skoðunar að lögreglan skili frekar góðu eða mjög góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í umdæminu, en 85% þátttakenda í könnuninni töldu svo vera. Það er ánægjulegt að viðhorfið til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé eins gott og raun ber vitni því eðli málsins samkvæmt eru verkefni hennar ekki öll líkleg til vinsælda.


km² Hlutfall af höfuðb.sv.

Hlutfall af Íslandi

Fjöldi erlendra

Hlutfall erlendra

Fjöldi ríkisfanga

Stærð í km²

km²

Reykjavík

123.246

56,8%

36,4%

12.430

10,1%

136

273

km²

Kópavogur

35.246

16,3%

10,4%

2.696

7,6%

86

80

km²

Hafnarfjörður

28.703

13,2%

8,5%

2.436

8,5%

78

Garðabær

15.230

7,0%

4,5%

546

3,6%

60

143

km²

76

km²

Mosfellsbær

9.783

4,5%

2,9%

447

4,6%

51

185

km²

Seltjarnarnes

4.450

2,1%

1,3%

273

6,1%

39

2

km²

Kjósarhreppur

220

0,1%

0,1%

15

6,8%

7

284

Heimildir: Fólksfjöldi: Hagstofa Íslands, Mannfjöldi eftir kyni, aldri og sveitarfélögum 1998-2017 - Sveitarfélagaskipan hvers árs: ár valið 2017 Flatarmál sveitarfélaga: Landmælingar Íslands, upplýsingaveita sveitarfélaga


km²

235

karlar

Hlutfall af Íslandi

Fjöldi erlendra

Hlutfall erlendra

Fjöldi ríkisfanga

Stærð í km²

216.878

64,1%

18.843

8,7%

143

1.043

338.349

100%

30.275

8,9%

149

102.698

72

32

konur

52

karlar

Lögreglumenn 307

konur

Borgaralegir starfsmenn 84

Fjöldi ökutækja í lok árs 2017

Lore 5

Merktar stórar bifreiðar

29

Merktar fólksbifreiðar

10

Ómerktar fólksbifreiðar

13

Bifhjól

Samtals 57

Akstur ökutækja í kílómetrum árið 2017

903.039

Akstur merktra ökutækja

118.724

Akstur ómerktra ökutækja

80.266

Akstur bifhjóla

Samtals 1.102.029


HELSTU VERKEFNI LÖGREGLUNNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

20. janúar LEITIN AÐ BIRNU BRJÁNSDÓTTUR – RAUÐUR KIA RIO Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu beinir þeim vinsamlegu tilmælum til ökumanna bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði að þeir yfirfari myndefnið í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit hennar að Birnu Brjánsdóttur. Hér er einvörðungu og aðeins átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. janúar frá kl. 7 – 11.30. Jafnframt er tekið fram að einungis er verið að leita eftir myndefni frá umræddu tímabili sem kann að sýna rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð). Vitað er að margir ökumenn, ekki síst atvinnubílstjórar, búa yfir slíkum myndavélabúnaði og eru hinir sömu beðnir um að yfirfara myndefnið með framangreint í huga.

Fjölmörg erfið og krefjandi verkefni komu á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017, en bæði hegningarlaga- og sérrefsilagabrotum fjölgaði í umdæminu frá fyrra ári. Hegningarlagabrot voru í kringum 9.500 og sérrefsilagabrot nálægt 4.000. Til viðbótar voru skráð umferðarlagabrot um 40.000, en þeim fjölgaði mikið á milli ára. Lögreglan hafði því í nógu að snúast og verkefnin ærin eins og nærri má geta. Sum voru ný af nálinni, en önnur gamalkunnug og kannski komin framar á verkefnalistann. Forgangsröðunin var ennþá til staðar enda nauðsynlegt að nýta mannskap og fjármuni sem allra best. Að ráðast gegn heimilisofbeldi var áfram ofarlega á baugi og leit að týndum ungmennum sömuleiðis, en hvorutveggja eru mikilvægir málaflokkar sem hafa fengið aukið vægi allra síðustu ár. Í báðum tilvikum getur inngrip lögreglunnar orðið til þess að bjarga mannslífum og því er til mikils að vinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áður sent þau skilaboð að heimilisofbeldi er ekki liðið, og sama hlýtur að eiga við um ungmennin okkar sem glíma við vímuefnavanda. Þeim þarf að hjálpa og þar er framtak lögreglunnar aðeins eitt skref af mörgum í baráttunni. Eftirlit lögreglunnar í umferðinni bjargar einnig mannslífum, en þar þarf jafnframt að koma til sameiginlegt átak allra. Árið 2017 var ekki gott þegar umferðin á höfuðborgarsvæðinu var annars vegar, en fjórir létust í umferðarslysum í umdæminu.

12


Ársskýrsla 2017

Þeir sem búa yfir slíkum myndavélabúnaði og vilja koma myndefni til lögreglu eru beðnir að athuga: Að búið sé að fara yfir myndefnið og kanna hvort að þar sé bifreið sem getur átt við lýsinguna. Að tímasetning á atviki komi fram. Það að fara yfir myndbönd er mjög tímafrekt og til að nýta mannafla lögreglu sem best biðjum við fólk að gæta að þessu. Upplýsingum má koma á framfæri í síma lögreglu 444 1000, í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is lrh.is

Manndráp, líkamsárásir og kynferðisbrot voru áfram málin sem vöktu einna mest athygli almennings og fjölmiðla. Umræða um kynferðisbrot hefur verið áberandi undanfarin ár og margir brotaþolar hafa stigið fram. Þessu var framhaldið árið 2017 og var líkt við byltingu, en fjölmargar konur úr ýmsum starfsstéttum stigu fram og sögðu að á þeim hefði verið brotið. Sögur kvennanna mátti lesa undir myllumerkinu #metoo og vöktu margar þeirra óhug, en hryllingurinn sem íslenskar konur máttu upplifa var engu minni en erlendra kynsystra þeirra. Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði og átti það m.a. við um nauðganir, sem voru um helmingur allra kynferðisbrota árið 2017. Erfitt er að fullyrða um ástæður þessa, en líklegt verður að teljast að umræðan í samfélaginu hafi hjálpað brotaþolum við að stíga fram og tilkynna um brot. Ekki þarf að fjölyrða neitt um hörmulegar afleiðingar brotanna, en aukinn þungi hefur verið lagður í rannsóknir kynferðisbrota. Embættið hefur lagt áherslu á að stytta málsmeðferðartíma, en stundum getur verið erfitt um vik vegna fjölda mála hverju sinni. Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hvarfi tvítugrar stúlku í ársbyrjun skók alla þjóðina, en ekkert mál hefur vakið jafn mikla athygli í seinni tíð. Stúlkan fór út að skemmta sér í miðborginni á föstudagskvöldi en skilaði sér ekki heim. Fljótlega var farið að óttast um hana og í framhaldinu hófst viðamikil leit. Að nokkrum dögum liðnum voru þrír menn handteknir úti á sjó um borð í græn-


Ársskýrsla 2017

7. desember UM SAMSKIPTI Á NETINU Að gefnu tilefni minnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu enn á mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu. Upprifjunin er tilkomin vegna tilkynninga sem okkur berast næstum reglulega og fjárkúgun sem því tengist, en hér er verið að vísa til þess þegar ákveðin kynni takast með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum fésbókina. Eftir örstutt kynni eiga samskiptin það til að færast yfir á Skype, þ.e. bæði í hljóð og mynd. Þar viðhefur karlinn oftar en ekki kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess er honum tilkynnt að athæfið hafi verið tekið upp á myndband. Síðan er viðkomandi hótað að það verði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum hans á fésbókinni sem og YouTube, ef ekki komi til peningagreiðsla innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu hefur ráðlagt þeim sem í þessu lenda að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær haldi áfram engu að síður. Mál sem þessi eru jafnframt alvarleg áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu og því er það áréttað hér.

lenskum togara í tengslum við málið, en stúlkan var enn ófundin. Um rúmri viku eftir hvarfið fannst loksins stúlkan, en hún var þá því miður látin. Það sem áður var leit að ungri stúlku var nú orðið að rannsókn á manndrápi. Málið var afar viðamikið, en stór hluti starfsmanna embættisins kom að því með einum eða öðrum hætti. Því miður var þetta ekki eina manndrápsmálið sem var til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Á haustmánuðum varð kona fyrir hrottalegri líkamsárás í heimahúsi í vesturborginni, en hún var flutt á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin. Og í árslok var maður stunginn með hnífi á Austurvelli, en maðurinn lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Innbrot og þjófnaðir voru daglegt brauð þegar verkefni lögreglunnar voru annars vegar. Rannsóknir á innbrotum á heimili eru jafnan í forgangi, en þeir sem fyrir þeim verða eru oftar en ekki í áfalli. Töluvert var um innbrot í heimahús og oft getur tekið nokkurn tíma að upplýsa málin, en þegar það gerist tekst iðulega að upplýsa mörg innbrot í einu. Gjarnan er um skipulagða brotastarfsemi að ræða og þekkt er orðið að erlendir innbrotsþjófar leiti til Íslands í þeim erindagjörðum. Erlendir svikahrappar skutu líka upp kollinum og seldu landanum m.a. fatnað, sem reyndist alls ekki vera sá gæðavarningur sem lofað var. Að rannsaka skipulagða brotastarfsemi er flókið og tímafrekt og krefst samstarfs við erlend lögreglulið. Þannig var því einmitt farið um viðamikla rannsókn íslenskra lögregluyfirvalda, sem greint var frá í árslok. Málið, sem sneri m.a. að peningaþvætti og innflutningi fíkniefna, teygði anga sína til Póllands og Hollands og var unnið í

lrh.is

samvinnu við þarlend yfirvöld, auk Europol og Eurojust. Hér á eftir er farið frekar yfir helstu verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Tekið skal fram að tölfræði embættisins fyrir sama tímabil er að finna í skýrslunni Afbrot á höfuðborgarsvæðinu (útgef. 2018). 14


28. febrúar LÖGREGLAN NÝTUR TRAUSTS Sitt sýnist hverjum um lögregluna og ekki eru allir alltaf sáttir við hennar störf. Traust til lögreglunnar hefur þó jafnan verið mikið, en samkvæmt nýjustu mælingum Gallup bera 85% landsmanna mikið traust til lögreglunnar. Könnunin var gerð fyrr í mánuðinum, en lesa má um hana á heimasíðu fyrirtækisins. Við þökkum fyrir traustið og reynum að standa undir því, rétt eins og samstarfsfólk okkar hjá öðrum embættum, en könnunin snýr að öllum lögregluliðum landsins.

lrh.is

MANNDRÁP OG LÍKAMSÁRÁSIR Tilkynningum um líkamsárásir í umdæminu fjölgaði lítillega frá fyrra ári og átti það jafnt við um meiri háttar líkamsárásir (218. gr. alm. hegningarlaga) sem og þær minni háttar. Skráð ofbeldisbrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 voru tæplega 1.300. Flest töldust minni háttar, eða um 1.000. Alvarlegar líkamsárásir, eða stórfelldar, voru hins vegar áfram allmargar og þeim hefur ekki fækkað á undanförnum árum. Fyrstu starfsár embættisins voru yfirleitt um 100 meiri háttar líkamsárásir til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári, en frá árinu 2012 hafa þær að jafnaði verið nokkuð vel á annað hundrað. Líkamsárásir eiga sér stað víða í umdæminu og við ólíkar aðstæður, en ekki verður framhjá því horft að hátt hlutfall þeirra hefur átt sér stað í miðborginni um helgar. Og einmitt þar hefur verið brugðist við með ýmsum hætti. Nefna má aukið eftirlit á svæðinu á álagstímum og fjölgun öryggismyndavéla, en þær geta einmitt nýst við löggæslu með margvíslegum hætti. Öryggismyndavélar hafa bæði fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa brot, auk þess sem þær geta orðið til þess að lögreglan bregst við með skjótum hætti og hraðað 15


16. október ÓGNUÐU ÖRYGGISVERÐI MEÐ SKOTVOPNI Fjórir voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið. Þar var öryggisverði ógnað með skotvopni, en sá sem það gerði fór á brott á bifreið ásamt þremur öðrum. Það var síðan sérsveit ríkislögreglustjóra sem stöðvaði för fólksins, tveggja karla og tveggja kvenna, nokkru síðar. Rannsókn málsins er á frumstigi, en eftir er að yfirheyra fjórmenningana. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

sér á vettvang þegar aðstæður kalla. Hávær umræða var um fjölgun öryggismyndavéla í miðborginni í kjölfar hörmulegs máls, sem átti upptök sín þar í ársbyrjun, og við henni var brugðist. Ofbeldisbrotin dreifðust nokkuð jafnt yfir árið, en voru þó ívið fleiri síðustu tvo mánuði ársins samkvæmt tölfræði embættisins. Þar af voru meiri háttar líkamsárásir óvenju margar í desember, en þá komu alvarlegar líkamsárásir næstum daglega til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta árið voru framin þrjú morð í umdæminu og þótti mikið, en árið á undan var blessunarlega ekkert manndrápsmál til rannsóknar. Morð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tiltölulega fá undanfarin ár og því er árið 2017 óvenjulegt hvað þetta varðar. Árið 2011 var reyndar einnig jafnt slæmt að þessu leyti, en önnur starfsár embættisins hafa morðmálin yfirleitt verið 1-2. Árin 2016, 2013 og 2008 voru engin morð framin í umdæminu og það er einnig vert að nefna. Manndrápsmálin árið 2017 voru ólík og áttu ekkert sammerkt. Konur voru fórnarlömb í tveimur þeirra og karl í því þriðja. Sá var stunginn á Austurvelli að

lrh.is

næturlagi um helgi í byrjun desember. Maðurinn, sem var á þrítugsaldri, var þar staddur í félagi við annan, en ódæðismaðurinn, hálfþrítugur karlmaður, veittist að þeim báðum með hnífi og stakk þá nokkrum sinnum. Þolendurnir voru báðir fluttir á Landspítalann og þar lést annar þeirra af sárum sínum nokkrum dögum seinna. 16


Ársskýrsla 2017

17. maí LIONSKLÚBBURINN EIR STYRKIR LRH Lionsklúbburinn Eir er mikill velunnari lögreglunnar og hefur styrkt starfsemi hennar með mjög myndarlegum hætti um langt árabil. Og konurnar í Eir voru einmitt mættar þeirra erinda á lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í gær. Að þessu sinni færðu konurnar lögreglunni gjafir að verðmæti um 1,5 m.kr., en styrkir þeirra hafa verið notaðir til tækjakaupa í baráttunni við fíkniefnavandann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar Lionsklúbbnum Eir innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og ómetanlegan stuðning við lögregluna á undanförnum áratugum. Kærar þakkir enn og aftur til ykkar allra í Lionsklúbbnum Eir.

lrh.is

Síðla í september barst lögreglu tilkynning um heimilisófrið í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur, en þegar á staðinn var komið var ljóst að málið var mun alvarlegra en svo. Í risíbúð hússins hafði kona á fimmtugsaldri orðið fyrir hrottalegri líkamsárás og var hún flutt á Landspítalann, en var úrskurðuð látin við komuna þangað. Árásarmaðurinn, karl á fertugsaldri, var handtekinn á vettvangi, en kunningsskapur var með fólkinu. Hann neitaði sök, en rannsókn málsins sýndi fram á konunni voru veittir áverkar með glerflöskum og slökkvitæki. Til viðbótar hafði maðurinn þrengt kröftuglega að hálsi hennar. Fjallað er um þriðja manndrápsmálið á höfuð­borgar­ svæðinu árið 2017 í kaflanum Málið sem skók þjóðina, sem er að finna annars staðar í ársskýrslunni. Fimm karlar og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í kjölfar stórfelldrar líkamsárásar í Mosfellsbæ í byrjun júní. Þar lést karlmaður á fertugsaldri eftir að veist var að honum með ofbeldi. Einn sexmenninganna, rúmlega þrítugur karlmaður, var ákærður og dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða, en honum var gefið að sök að hafa m.a. tekið fórnarlambið hálstaki og slegið ítrekað í andlit og höfuð þess með krepptum hnefa. Það olli banvænni stöðukæfingu, sem má rekja til einkenna æsingsóráðs. Árásarmaðurinn og hinn látni þekktust, en sá fyrrnefndi bar því við hann hefði einvörðungu ætlað sér að sækja verkfæri til hins síðarnefnda þennan örlagaríka dag.



10. júlí INNBROT Í REIÐHJÓLAVERSLUN Í KÓPAVOGI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar innbrotsþjófa sem brutust inn í reiðhjólaverslunina Hvellur, Smiðjuvegi 30 í Kópavogi, um helgina, en málið var tilkynnt til lögreglu í morgun. Þjófarnir stálu m.a. nokkrum reiðhjólum af gerðinni Fuji Wendingo TVO. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh. is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

lrh.is

INNBROT OG ÞJÓFNAÐIR Þjófnaðarbrot í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 voru fjölmörg, eða nálægt 4.200. Óprúttnir aðilar voru víða á ferli, en tilkynnt var um hátt í 900 innbrot og fjölgaði þeim frá fyrra ári. Innbrotin árið 2017 voru samt færri en árið 2015, en tölur í þessum brotaflokki sveiflast gjarnan. Hér er vísað til innbrota á heimili, í fyrirtæki og ökutæki, en rannsóknir innbrota á heimili eru jafnan í forgangi. Því miður tekst ekki alltaf að upplýsa þau öll og eins geta rannsóknir slíkra mála tekið drjúgan tíma. Þolinmæði er hins vegar dyggð, eins og sagt er, og oft verður eitt upplýst innbrot til þess að það tekst að leysa önnur í framhaldinu. Dæmi voru um það árið 2017, sem og fyrri ár, en tilkynningar um innbrot bárust lögreglu jafnt og þétt yfir árið. Sama átti við um önnur þjófnaðarbrot, en sjá mátti að tilkynningarnar voru fleiri í sumarlok og fram á haust í samanburði við aðra árstíma. Skýringarnar kunna að vera nokkrar, m.a. talsverð fjölgun reiðhjólaþjófnaða á þessum árstíma. Þeim fjölgar ávallt á vorin, en þetta árið voru reiðhjólaþjófnaðir áberandi í ágúst og fram í október. 19


Ársskýrsla 2017

7. september ÁTAK GEGN HEIMILISOFBELDI VEKUR ALÞJÓÐLEGA ATHYGLI Samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna, þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi, hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir landsteinana, en fjallað er sérstaklega um samstarfið og mikilvægi þess í nýútkominni skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) þar sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni eru kynnt. Efnahags- og framfarastofnunin valdi íslenska samstarfsverkefnið jafnframt sem fyrirmynd af því hvernig hægt er að breyta rótgrónu kerfi til hins betra. Slíkt er hvorki auðvelt né sjálfsagt og því eru þeir sem að samstarfsverkefninu komu afar ánægðir með árangurinn fram til þessa. Í skýrslunni er greint frá því hvernig lögreglan og sveitarfélögin tóku upp nýtt verklag í þessum málaflokki og sendu þau skilaboð að heimilisofbeldi er ekki liðið. Verklagið var upphaflega þróað á Suðurnesjum og tekið upp í framhaldinu hjá öðrum lögregluyfirvöldum. Í byrjun árs 2015 hófst innleiðing og þróun verkefnisins hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hefur það nú fengið alþjóðlega viðurkenningu.

Þegar litið var til einstakra tímabila, eða mánaða, mátti greina fjölda innbrota í ökutæki í ágúst og í september fjölgaði mjög tilkynningum um nytjastuldi. Árið 2017 var yfir 300 ökutækjum stolið í umdæminu, eða ámóta og árið á undan. Með því að ökumenn skilji ekki bíla eftir ólæsta og/eða í gangi mætti t.d. draga úr þessum þjófnuðum. Lögreglan hefur ítrekað minnt á þetta undanfarin ár en gjarnan talað fyrir daufum eyrum. Farsímaþjófnuðum væri líka hægt að fækka með meiri aðgæslu, en símaþjófar voru á ferðinni í umdæminu flesta daga ársins. Um 450 farsímaþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu. Flestir þeirra áttu sér stað í ágúst, eða 50. Heldur dró úr tilkynningum um farsímaþjófnaði þegar komið var undir lok ársins. Hnuplmál skiptu hundruðum og slöguðu hátt í 1.000. Lögreglan var kölluð til ótal sinnum vegna þessara mála, en þjófarnir voru á öllum aldri, innlendir sem erlendir. Sumir voru bíræfnir og stunduðu þessa iðju með skipulögðum hætti. Flest hnuplmálanna komu á borð lögreglu fyrstu þrjá mánuði ársins, en fæst í júní. Mörg málanna voru tilkynnt lögreglu fyrir tilstilli öryggisvarða í verslunum. Að meðaltali var tilkynnt um nálægt 75 innbrot á mánuði, eða 2 á dag og rúmlega það. Þar var nóvember sýnu verstur, en um 100 innbrot voru framin í umdæminu þann mánuðinn. Janúar var litlu skárri, en þá bárust lögreglu rúmlega 90 tilkynningar um innbrot. Hátt hlutfall þeirra, meira en þriðjungur, voru innbrot á heimili. Innbrotsþjófanna varð vart víða á höfuðborgarsvæðinu, en þeir sóttust einna helst eftir verðmætum í einbýlishúsum. Öruggt er talið að þjófarnir hafi fylgst með húsunum áður en þeir létu til skarar skríða, en snemma árs voru innbrotin iðulega framin að kvöld- eða næturlagi. Síðla árs voru innbrotin ekki síður framin að degi til þegar fólk var farið í vinnu eða skóla. Lagt var allt kapp á að upplýsa þessi mál og gekk það misjafnlega vel. Iðulega voru það vísbendingar

lrh.is

frá almenningi sem komu lögreglu á sporið og þá sannaði nágrannavarslan gildi sitt oftar en einu sinni. Hún getur skipt sköpum þegar kemur að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Lögreglan 20


19. maí UPPBOÐ LÖGREGLUNNAR Um 130 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild Lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu á morgun, laugardaginn 20. maí, klukkan 11. Þetta eru reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæminu og enginn hefur hirt um að sækja. Uppboðið verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík. Væntanlega verður líf og fjör á uppboði lögreglunnar enda á það sér langa sögu og á þeim er jafnan múgur og margmenni. Fyrst verða reyndar boðnar upp fáeinar barnakerrur og barnavagnar, en síðan barnahjól og stóru reiðhjólin.

hvatti fólk enn fremur til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir og ekki stóð á viðbrögðum. Að síðustu hlýtur umfjöllun um þjófnaðarbrot óneitanlega að vekja upp spurningar um stolna muni. Hvað verður t.d. um allt þýfið? Lögreglan haldleggur sannarlega mikið af illa fengnum hlutum, en þar má bæði nefna varning sem finnst við húsleitir og eins þegar póstsendingar á leið úr landi eru stöðvaðar. Eftir stendur að mikið af þýfi skiptir um eigendur, en þeir sem það kaupa mættu á stundum sýna miklu meiri ábyrgð. Það að hlutur sé augljóslega boðinn til sölu langt undir raunvirði ætti að vekja tortryggni. Hversu auðvelt það virðist vera að selja stolna muni, án þess að kaupendur spyrji sjálfsagðra og gagnrýnna spurninga, er líka vandamál og gott væri að fólk hefði það hugfast þegar það skoðar sölusíður og sum gylliboðin sem þar bjóðast.

lrh.is

21


Ársskýrsla 2017

10. janúar STJÓRNENDANÁMSKEIÐ Helstu stjórnendur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hófu árið með þátttöku í vinnustofu sem byggir á hugmyndafræði Stephens R. Covey, 7 venjur til árangurs fyrir stjórnendur. Vinnustofan var haldin í Rúgbrauðsgerðinni í síðustu viku og stóð yfir í þrjá daga, en um er að ræða námsefni sem þúsundir stjórnenda um allan heim hafa sótt undanfarin ár. Stjórnendur hjá lögreglunni voru ánægðir með vinnustofuna, en leiðbeinandi var Elín María Björnsdóttir.

RÁN OG FJÁRSVIK Umfangsmikið fjársvika- og fjárdráttarmál var til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta ársins 2017, en sakborningurinn var karlmaður á fimmtugsaldri sem hafði fólk að féþúfu. Maðurinn hafði einbýlishús til umráða, en leigði það samtímis nokkrum öðrum án þess að hafa til þess heimild frá eiganda hússins. Svikahrappurinn krafði nýja leigjendur um greiðslu fyrir tryggingu, auk fyrirframgreiddrar leigu, en nýju íbúarnir fengu húsnæðið þó aldrei til afnota. Húseigandinn komst á snoðir um málið og rifti samningi sínum við manninn. Margir lögðu fram kæru á hendur svikahrappinum, en hann reyndist hafa heldur betur óhreint mjöl í pokahorninu. Rannsókn málsins tók til fleiri brota, en maðurinn hafði leikið sama leikinn með blokkaríbúð í öðru sveitarfélagi. Þar sat líka eftir leigjandi með sárt ennið, en ósvífni mannsins

lrh.is

voru engin takmörk sett. Hann var um hríð starfsmaður fyrirtækis sem hefur milligöngu um leigu íbúðarhúsnæðis og hafði sömuleiðis blekkt einhverja viðskiptavini þess. Hinir sömu höfðu greitt manninum fjármuni vegna húsleigu, en peningarnir voru ætlaðir eigendum


29. ágúst HRAÐAMÆLINGAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er víða við hraðamælingar þessa dagana, ekki síst í íbúðahverfum við eða í nágrenni grunnskóla. Því miður eru alltof margir ökumenn sem aka of hratt, en algengt er að sjá brotahlutfall þar sem þriðjungur ökumanna virðir ekki hámarkshraða. Versta tilfellið í síðustu viku var á Álfhólsvegi í Kópavogi, en þar var brotahlutfallið 82%.

nokkurra íbúða. Þeir komust aldrei til skila enda stakk svikahrappurinn peningunum í eigin vasa. Samtals var um verulegar fjárhæðir að ræða, en svo fór um mitt sumar að maðurinn var í héraðsdómi dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir brot sín. Fjársvikum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði lítillega á milli ára, en fjárdráttarmálum fækkaði hins vegar á sama tímabili. Samtals voru þetta um 400 mál, en langstærsti hluti þeirra voru fjársvikamál. Þau voru af ýmsu tagi, rétt eins og svikahrapparnir og aðferðir þeirra. Erfitt er að setja þá alla undir sama hatt, en flestir þeirra komu vel fyrir í fyrstu og kunnu að koma fyrir sig orði. Það átti við um vingjarnlega, erlenda sölumenn sem voru á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu í júní og júlí. Þeir fóru víða um umdæmið og seldu

lrh.is

fólki fatnað á ólíklegustu stöðum, en bifreiðastæði voru m.a. oft vettvangur þessara viðskipta. Sölumennirnir voru sjálfir jakkafataklæddir og spöruðu ekki stóru orðin um varninginn, en hann reyndist ekki standa undir nafni þegar að var gáð. Ekki er fyllilega vitað hversu margir keyptu föt af mönnunum, en lögreglu bárust allmargir kvartanir vegna þeirra. Svo fór að sölumennirnir voru 23


Ársskýrsla 2017

9. desember AÐ LEITA AF SÉR ALLAN GRUN Fullorðin kona varð fyrir því óláni í vikunni að bíl hennar var stolið á bifreiðastæði við verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Hún tilkynnti málið strax símleiðis til lögreglunnar og kom í kjölfarið á lögreglustöð og lagði fram formlega kæru. Konan var sjálf með lykilinn að bílnum meðferðis og staðfesti jafnframt að aukalykillinn væri á öruggum stað á heimili hennar. Þetta var því nokkur ráðgáta, en málið var hið bagalegasta að öllu leyti eins og gefur að skilja. Ekki bætti heldur úr skák að jólagjafir voru í bílnum þegar þjófurinn lét til skarar skríða. Við brottför frá lögreglustöðinni var þó ákveðið að konan myndi

handteknir og lagt var hald á nokkra tugi jakka á dvalarstað þeirra. Flíkurnar reyndust ekki vera í þeim gæðaflokki sem fullyrt var og því var um fjársvik að ræða. Lagt var hald á fjármuni í þágu málsins, en peningunum var skilað til minnst eins viðskiptavinar mannanna, en sá hafði keypt af þeim nokkra jakka í góðri trú. Misnotkun greiðslukorta er algeng, en slík mál koma reglulega á borð lögreglu. Sumarið 2017 bárust lögreglu allnokkrar tilkynningar um misnotkun greiðslukorta þar sem gestir á öldurhúsum borgarinnar urðu fyrir barðinu á óprúttnum aðilum. Málsatvik voru öll á þann veg að fingralangir þjófar stálu greiðslukortum af grandalausu fólki eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar. Jafnframt komust þjófarnir yfir PIN-númer hinna sömu, en með það og greiðslukortin undir höndunum var eftirleikurinn auðveldur. Málin voru enn fremur áminning til fólks um að gæta að sér þegar greiðslukort eru annars vegar. Ekki síst þegar um er að ræða PIN-númer og þau eru slegin inn við aðstæður sem þessar. Áfram var líka


snúa aftur á bifreiðastæðið, leita enn betur að bílnum og staðfesta svo endanlega að hann væri horfinn. Ekki liðu margar mínútur uns aftur var hringt i lögregluna og tilkynnt að nú væri bíllinn kominn í leitirnar og jólagjafirnar sömuleiðis. Skýringin á „þjófnaðinum” reyndist einfaldlega vera sú að bílnum var aldrei stolið, heldur hafði konan einfaldlega gleymt því að lokinni innkaupaferðinni hvar hún lagði bílnum og síðan gert ráð fyrir hinu versta! Það er ekki síst í aðdraganda jólanna sem lögreglan fær tilkynningar sem þessar um nytjastuldi, sem reynast byggðar á misskilningi. Við minnum því fólk á að leita af sér allan grun við slíkar aðstæður og að passa upp á að jólastressið taki ekki yfir. Rétt er að árétta sérstaklega að í gegnum árin hafa bæði karlar og konur á ýmsum aldri lent í því að týna bílnum sínum og leitað til lögreglunnar af þeirri ástæðu.

tilkynnt um falsaða peningaseðla, en stundum var ekki allt sem sýndist. Í sumarlok voru til rannsóknar nokkur tilvik þar sem greitt var fyrir vörur og þjónustu með einkennilegum 50 evru seðlum. Þótt þeir væru eilítið frábrugðnir löglegum seðlum voru þeir ekki falsaðir. Við aðeins nánari skoðun var talið fullvíst að evru seðlarnir væru úr borðspili eða viðlíka. Í framhaldinu var afgreiðslufólk minnt á að vera sífellt á varðbergi þegar peningaseðlar eru annars vegar. Að jafnaði hafa verið framin í kringum 50 rán á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, og árið 2017 sker sig ekkert úr hvað það varðar. Brotamennirnir í þessum málum eru gjarnan fólk, sem er statt á slæmum stað í lífinu og grípur til örþrifaráða til að fjármagna fíkniefnaneysluna sína. Aðferðirnar við ránin eru oft keimlíkar þar sem afgreiðslufólki er hótað öllu illu ef það lætur ekki undan kröfum ræningjanna. Þeir eru ýmist vopnaðir bareflum, eggvopnum eða sprautunálum, en hafa iðulega lítið sem ekkert upp úr krafsinu. Að lenda í slíkum aðstæðum er erfitt fyrir afgreiðslufólk enda ræningjarnir óútreiknanlegir. Allt eru þetta mjög alvarleg mál, en vettvangur brotanna er oftast söluturnar, litlar verslanir og apótek, en þar eru það lyfin sem freista. Ekkert er þó algilt í þessum efnum og lögreglan var líka kölluð í heimahús á árinu, en þar höfðu menn rænt skart-

lrh.is

gripum af eldri konu. 25



Ársskýrsla 2017 24. mars HEIMSÓKN DÓMSMÁLARÁÐHERRA Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Ráðherrann heilsaði upp á starfsmenn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og fundaði með yfirstjórn embættisins, en síðan var haldið á lögreglustöðina á Vínlandsleið og þar tók við kynning á starfsemi tæknideildar. Við þökkum ráðherranum kærlega fyrir komuna, en það var einkar ánægjulegt að taka á móti Sigríði Á. Andersen og föruneyti hennar.

lrh.is

UMFERÐAREFTIRLIT Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk sinn vanagang árið 2017. Hún var ekki áfallalaus frekar en fyrri ár, en slys og óhöpp voru tíð. Það er sárt til þess að hugsa að daglega slasast einhver í umferðinni, en þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekist að fækka slysum í umdæminu. Það er líka hægara sagt en gert þegar þúsundir ökutækja eru á ferðinni frá morgni til kvölds, en umferðin á höfuðborgarsvæðinu eykst bara frekar en hitt. Að komast á milli staða á álagstímum, sérstaklega á stofnbrautum, krefst þolinmæði og einbeitingar, en hana skortir oft hjá ökumönnum. Þetta á ekki síst við síðdegis þegar fólk er á heimleið úr vinnu eða skóla, en það er sá tími dagsins þegar flest slys og óhöpp eiga sér stað. Þar má t.d. nefna Miklubrautina, en á henni eru nokkur gatnamót þar sem oft verða árekstrar. Enn fleiri götur og gatnamót væri hægt að nefna til sögunnar, en slys og óhöpp valda umferðartöfum og oft


Ársskýrsla 2017

14. ágúst MIKIL FJÖLGUN Á ÞJÓFNUÐUM Á LÉTTUM BIFHJÓLUM Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júlímánuð 2017 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu bárust 664 tilkynningar um hegningarlagabrot í júlí. Eru það álíka margar tilkynningar og bárust í júní. Tilkynnt var um 52 innbrot í júlí og hefur þeim fækkað nokkuð undanfarna mánuði og voru

þarf lítið til að allt fari í hnút. Í stuttu máli sagt annar gatnakerfið umferðinni ekki nógu vel á álagstímum, en það er svo auðvitað önnur saga. Þeir sem sinna umferðareftirliti fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eru því ekki alltaf öfundsverðir, en hinir sömu létu samt ekki deigan síga. Áfram var haldið úti öflugu eftirliti og var ekki vanþörf á. Umferðin var mikil og tafirnar stundum eftir því. Bæði var um að kenna fjölda ökutækja, en líka miklum framkvæmdum sem var ráðist í víða í gatnakerfinu. Í Reykjavík þurfti þess vegna að þrengja að umferðinni á fjölförnum götum og það fór óheyrilega í taugarnar á mörgum ökumönnum, sem vildu jafnframt að viðhaldi vega yrði bara sinnt að næturlagi. Í einhverjum tilvikum var það reyndar svo, en vinnan við endurbætur og viðhald gatna fór að mestu fram yfir sumarmánuðina, en þá er umferðin jafnan minni en á veturna. Hæg umferð gat þó komið til af fleiri ástæðum og stundum setti veðrið strik í reikninginn, en þá höfðu allir ökumenn


um 25 prósent færri miðað við meðalfjölda síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Tilkynningum um nytjastuldi fjölgaði talsvert í júlí miðað við sl. tvo mánuði á undan. Sé fjöldi nytjastulda og fjöldi þjófnaða á ökutækjum tekinn saman má sjá þó nokkra fjölgun á milli mánaða. Samtals var tilkynnt um 43 þjófnaði eða nytjastuldi á ökutækjum í mánuðinum. Fjölgunin skýrist að miklu leyti af fjölgun þjófnaða á vespum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna eigendur slíkra tækja að vera á varðbergi og ganga tryggilega frá bifhjólunum.

lrh.is

á því fullan skilning. Af ófyrirséðum töfum í umferðinni verður svo að nefna opnun risaverslunar í einu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þangað flykktist fólk til að gera góð kaup, en segja má að umferðarhnútar hafi verið á svæðinu fyrstu dagana. Eftirlit með hraðakstri hefur löngum verið mikilvægur þáttur í starfi lögreglunnar og á því varð engin breyting árið 2017. Lögreglumenn voru víða við hraðamælingar í umdæminu og sérstakur myndavélabíll embættisins var sömuleiðis óspart notaður. Reglulega voru framkvæmdar hraðamælingar í íbúðahverfum, en áhersla var lögð á að fylgjast með hraðakstri við grunn- og leikskóla. Sem fyrr var aukið eftirlit í byrjun skólaársins og var full ástæða til. Niðurstöður hraðamælinga við skólana ollu vonbrigðum, en að jafnaði ók um þriðjungur ökumanna of hratt á áðurnefndum stöðum. Allmörg dæmi voru um ökumenn sem mældust á meira en tvöföldum leyfðum hámarkshraða á þessum götum. Eftirliti með ölvunar- og fíkniefnaakstri var einnig framhaldið og kannaði lögreglan ástand þúsunda ökumanna á höfuðborgarsvæðinu. Alltof margir voru óhæfir til að setjast undir stýri og vanmátu stórlega eigin getu. 29


6. nóvember

BANASLYS OG HRAÐAKSTURSBROT

LÍKAMSÁRÁS – VITNI ÓSKAST Vegna fréttar RÚV í gærkvöld um hrottalega líkamsárás á mótum Engjavegar og Gnoðarvogs í Reykjavík aðfaranótt laugardags og aðkomu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skal upplýst að hún fékk tilkynningu um málið kl. 0.14 umrædda nótt. Fljótlega eftir að lögregla kom á vettvang, kl. 0.20, vaknaði grunur um að viðkomandi hefði orðið fyrir líkamsárás. Var ákveðið að fara með hann strax á slysadeild í stað þess að bíða eftir sjúkrabifreið. Ekki tókst að upplýsa strax hver pilturinn væri, en um leið og það tókst var haft samband við móður hans.

Heldur hefur hallað undan fæti þegar horft er til fjölda banaslysa í

Rannsókn málsins hefur verið í fullum gangi hjá embættinu alla helgina og rætt hefur verið við allmarga í tengslum við hana, auk þess sem kannað er með upptökur úr öryggismyndavélum.

saman í Álfhellu í Hafnarfirði. Maðurinn ók bifhjólinu, en hann

30

umferðinni á höfuðborgarsvæðinu síðustu þrjú árin. Þannig létust tólf í umferðarslysum á árunum 2015 til 2017, en árin 2011 – 2013 voru banaslysin í umdæminu sex, eða helmingi færri, og því eru sveiflurnar nokkrar. Undanfarin tíu ár hafa að meðaltali 2,8 látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu og það er óásættanlegt með öllu. Það er hægt að gera betur og rétt að líta til ársins 2014 í því samhengi, en þá varð ekkert banaslys í umferðinni í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2017 var því miður ekkert í líkingu við það enda voru banaslysin fjögur. Síðla í febrúar lést kona á sextugsaldri eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, austan Brunnhóla, en hún var farþegi í öðrum þeirra. Þremur mánuðum síðar, seint í maí, varð aftur banaslys í umdæminu, en þá lést karlmaður á þrítugsaldri eftir að bifhjól og pallbíll rákust slasaðist mjög illa og lést af sárum sínum á Landspítalanum tveimur dögum seinna. Snemma í nóvember var bifreið ekið á mann á reiðhjóli á gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann lést. Reiðhjólamaðurinn var karlmaður


Ársskýrsla 2017

Lögreglan biður jafnframt alla þá sem kunna að geta varpað ljósi á málið að hafa samband í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 0111@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

um áttrætt. Og undir lok nóvember lést karlmaður á þrítugsaldri eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut í Reykjavík og hafnaði á vegriði. Eftirlit með hraðakstri var öflugt sem fyrr, en um 30 þúsund ökumenn voru staðnir að hraðakstri í umdæminu. Það eru nokkuð fleiri en árið á undan, en aukninguna má fyrst og fremst rekja til hraða-

lrh.is

myndavéla Vegagerðarinnar, sem mynduðu samtals um 11.000 brot. Þær eru staðsettar við þjóðveginn, t.d. Vesturlandsveg á Kjalarnesi og í Hvalfjarðargöngum. Brotahlutfallið á þjóðvegum á höfuðborgarsvæðinu hefur reyndar sums staðar verið mjög lágt, t.d. í Hvalfjarðargöngum, og því kann einfaldlega meiri umferð að vera hluti skýringarinnar er snýr að hraðamyndavélum Vegagerðinnar. Í þéttbýlinu, ef svo má segja, voru um 19 þúsund ökumenn staðnir að hraðakstri við hefðbundið eftirlit lögreglunnar og fjölgaði brotunum um 1.000 frá árinu á undan. Sérstakur myndavélabíll embættisins kom þar oftsinnis við sögu, en hann hefur


5. ágúst RÁN Í ÁRBÆ – EINN HANDTEKINN Karl á fertugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um rán í Árbæjarapóteki á þriðja tímanum í dag. Ræninginn ruddist inn í apótekið eftir lokun og náði að hafa á brott með sér talsvert af lyfjum. Tveir starfsmenn í apótekinu reyndu að koma í veg fyrir ránið og lenti annar þeirra í átökum við ræningjann og hlaut við það áverka í andliti. Starfsmaðurinn ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar, en meiðsli hans eru talin minni háttar. Hinn starfsmaðurinn

32

margsannað gildi sitt. Bíllinn var mikið notaður í íbúðahverfum, en líka töluvert við stofnbrautir ef því var að skipta. Árið 2017 voru um 1.000 ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur og enn fleiri fyrir fíkniefnaakstur, eða um 1.500. Áður fyrr voru fleiri teknir fyrir ölvunarakstur heldur en fíkniefnaakstur, en undanfarin fjögur ár hefur þessu verið öfugt farið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði líka um 1.100 ökumenn í umferðinni, sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi, og hátt í 500 til viðbótar sem höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Þá voru í kringum 350 ökumenn staðnir að því í akstri að tala í síma án handfrjáls búnaðar og rúmlega 500 ökumenn voru teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Stöðubrot voru áfram fjölmörg í umdæminu, eða 4.700, og að síðustu má nefna að afskipti voru höfð af rúmlega 2.000 ökutækjum sem voru ýmist ótryggð eða óskoðuð.


Ársskýrsla 2017

forðaði sér af vettvangi og tilkynnti um málið og brást lögreglan skjótt við, en önnur tilkynning fylgdi fljótlega í kjölfarið og leiddi hún til þess að maðurinn var handtekinn annars staðar í hverfinu. Lagt var hald á bifreið, sem talið er að ræninginn hafi verið á, en í henni var að finna það sem stolið var í apótekinu. Talið er að kona hafi verið í för með ræningjanum, en hún er ófundin þegar þetta er ritað.

KYNFERÐISBROT OG HEIMILISOFBELDI Undanfarin ár hefur umræða um kynferðisbrot verið fyrirferðamikil í þjóðfélaginu og var ekki vanþörf á. Hafi einhver haldið að málin hafi færst til betri vegar segir #metoo-byltingin okkur að svo er því miður ekki. Byltingu þessa má rekja til bandarískra kvenna, sem höfðu orðið fyrir kynferðisbrotum og kynferðislegri áreitni, og hófu að segja sögur sínar undir áðurnefndu myllumerki. Konur í fleiri löndum fóru að gera slíkt hið sama og íslenskar konur létu heldur ekki sitt eftir liggja. Frásagnirnar voru oft hræðilegar og sýndu að víða er pottur brotinn. Síðustu árin hafa Lögreglunni á höfuðborgar-

lrh.is

svæðinu að jafnaði borist vel á þriðja hundrað tilkynninga um kynferðisbrot á hverju ári að undanskildu árinu 2014. Þá voru málin rúmlega 400, en um fjórðungur þeirra voru vændismál. Árið 2017 bárust embættinu tilkynningar um 300 kynferðisbrot og fjölgaði málunum frá árinu á undan. Næstum helmingur þeirra voru nauðganir, en tilkynningar um kynferðisbrot dreifuðust nokkuð jafnt á flesta mánuði ársins. Konur voru jafnan brotaþolar, en margar þeirra áttu erfitt með tilkynna um brotin og sögðu skömmina vera svo mikla. Í þeim sporum var kona, sem hafði kynnst manni í gegnum samskiptaforrit. Sá villti á sér heimildir og sagðist vera


8. júní KRAFA UM GÆSLUVARÐHALD Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu mun í dag leggja fram kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir fimm körlum og einni konu, sem grunuð eru um aðild að aðför að manni sem leiddi til dauða hans. Fólkið var handtekið í gærkvöld eftir að tilkynning barst lögreglu um alvarlega líkamsárás í Mosfellsdal. Sá sem fyrir árásinni varð, karlmaður um fertugt, var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Rannsóknin málsins, sem er mjög umfangsmikil, er í algjörum forgangi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

annar en hann var. Maðurinn vann sér inn trúnað konunnar og sendi hún honum nektarmyndir af sér. Með þær undir höndum fór maðurinn að hóta konunni og krefja hana um allskyns kynferðislegar athafnir. Því miður voru fleiri slík mál til meðferðar hjá embættinu árið 2017. Baráttan gegn heimilisofbeldi fékk aukið vægi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2014, en þá voru gerðar breytingar á verklagi og skráningu þessara mála. Frá þeim tíma hafa skilboðin verið skýr, en þau eru að heimilisofbeldi er ekki liðið. Með heimilisofbeldi er átt við ofbeldi milli skyldra aðila, en síðustu þrjú árin hefur málunum fjölgað heldur frekar en hitt. Árið 2017 bárust að meðaltali um 60 tilkynningar um heimilisofbeldi í hverjum mánuði, en til samanburðar voru þau 20 árið 2014. Áhersla embættisins á þennan málaflokk var nauðsynleg, en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa líka komið að og kappkosta að hlúa að fórnarlömbunum eins vel og hægt er. Mörgum heimilsofbeldismálanna verður varla lýst öðruvísi en sem hrottalegum. Eitt þeirra kom til kasta lögreglu undir lok ársins, en þá var hún kölluð að húsi í austurborginni að næturlagi. Á vettvangi var kona í uppnámi, en

lrh.is

hún hafði áður verið tekin kyrkingartaki með miklu afli og misst 34


Ársskýrsla 2016

4. maí EFTIRLIT MEÐ NOTKUN NAGLADEKKJA Nagladekk eru farin að vera óþarfur búnaður hér á höfuðborgarsvæðinu enda sumarið farið að gera vart við sig. Næsta mánudag, 8. maí, áformar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að fara að fylgjast með notkun nagladekkja og sekta þá sem ekki hafa fært sig yfir á naglalaus dekk. Minnt er á að nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk, og raunar sömuleiðis fyrir hvern óhæfan hjólbarða eins og það er orðað í reglugerð um sektir vegna brota á umferðarlögum. Ökumenn, sem þess þurfa, eru því hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir og skipta út nagladekkjum ökutækja sinna til að forðast óþarfa kostnað vegna sekta. Þar að auki felst í því yndisauki að losna við glamrið sem fylgir nagladekkjum.

lrh.is

meðvitund. Fyrrum sambúðarmaður hennar var handtekinn á staðnum, en hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald og gert að sæta því uns dómur félli í málinu. Árásarmaðurinn hafði skipt um nafn og torveldaði það rannsókn málsins í upphafi. Eðli málsins samkvæmt gekk oft mikið á þegar heimilisofbeldi var annars vegar. Það átti líka við þegar lögreglan sinnti útkalli í byrjun nóvember. Vettvangurinn var íbúð í miðborginni en þangað fóru lögreglumenn eftir að tilkynning barst um líkamsárás. Þegar komið var á staðinn mátti heyra mikil læti frá íbúðinni og virtist sem átök væru í gangi og hlutir að brotna. Karlmaður var utan við íbúðina og var hann blóðugur í kringum munn. Reyndist hafa verið bitið framan af tungu hans og var maðurinn fluttur á slysadeild, en freista átti þess að sauma bútinn á aftur. Þegar í íbúðina var komið var þar eiginkona mannsins, en kastast hafði í kekki með þeim hjónum og hún bitið hann heiftarlega í tunguna. Eiginkonan var ákærð og dæmd fyrir verknaðinn, en hún veittist einnig að annarri konu, sem var gestkomandi í íbúðinni þessa sömu nótt. Afleiðingar árásarinnar fyrir eiginmanninn voru miklar, andlega sem líkamlega.


Ársskýrsla 2017

11. júní MIKIL UMFERÐ VEGNA LANDSLEIKS ÍSLENDINGA OG KRÓATA Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Króata á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18.45 og er knattspyrnuáhugamönnum bent á að leggja tímanlega af stað og sýna þolinmæði. Svokallað Fan Zone verður opnað 2 klst. fyrir leik á bílastæðinu fyrir framan völlinn, en þar verður jafnframt hægt að horfa á leikinn á risaskjá. Fólk er minnt á að leggja löglega, en veðurútlitið fyrir leikinn er frábært og því ætti engum að muna um að leggja smáspöl frá leikvanginum og ganga í fáeinar mínútur að vellinum. Eins er upplagt, og jafnvel betra, að nýta sér ferðir strætó af þessu tilefni. Uppselt er á leikinn og verða áhorfendur á Laugardalsvellinum tæplega 10 þúsund, auk fjölmargra annarra sem

FÍKNIEFNAMÁL Fíkniefnabrotum fjölgaði verulega í umdæminu árið 2017 miðað við árið á undan, eða um fimmtung. Á milli ára varð jafnframt töluverð aukning í haldlagningu fíkniefna, en varast ber þó að draga of miklar ályktanir vegna þessa. Sveiflur í málaflokknum eru þekktar og þarf ekki að skoða tölfræðina yfir langt tímabíl til að reka augun í það. Árið 2017 var lagt hald á rúmlega 26 kg af marijúana og er það nokkru minna en árin 2013-2016, en sveiflur í haldlagningu efnanna á því tímabili voru allnokkrar. Gildir það raunar um flest fíkniefni og má þar m.a. nefna amfetamín og kókaín. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tæplega 13 kg af amfetamíni þetta árið og nærri 2 kg af kókaíni. Það er nokkru meira en árið á undan, en í mörgum þessara mála er um að ræða góða samvinnu lögreglunnar og tollyfirvalda. Þeir síðarnefndu gegna mjög mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn fíkniefnum og skal því haldið til haga. Hass, metamfetamín, LSD og e-töflur komu líka við sögu, en óvenju mikið var haldlagt af hassi, eða 24 kg. Hass hefur ekki sést hér í miklum mæli undanfarin ár, en árin 2008 og 2009 var þó haldlagt mikið af efninu.


munu væntanlega horfa á leikinn á risaskjá fyrir utan völlinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með nokkurn viðbúnað vegna leiksins, en hennar hlutverk er að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Sérstök athygli er vakin á því að miðabrask er ólöglegt, líkt og Knattspyrnusambandið hefur þegar vakið máls á, og á því verður tekið í dag ef upp um það kemst. Að síðustu vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu geta þess að hún vonast eftir hagstæðum úrslitum í kvöld, en leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttu þjóðanna um sæti í lokakeppni HM á næsta ári. Áfram Ísland!

Flest fíkniefnamálanna voru tilkomin vegna vörslu og meðferðar ávana- og fíkniefna, eða um 1.200. Það er meirihluti allra skráðra fíkniefnabrota, sem voru rúmlega 1.600. Mál vegna flutnings fíkniefna milli landa töldust meira en 200. Og mál sem vörðuðu sölu og dreifingu fíkniefna voru 150 eða svo. Fíkniefnabrot teljast til sérrefsilagabrota, eins og kunnugt er, en þeim fjölgaði á milli ára og má ætla að þar vegi fíkniefnamálin nokkuð þungt. Mál sem varða vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna koma annars mjög oft upp í tengslum við rannsóknir annarra mála hjá lögreglu og það átti við um þetta ár sem önnur. Að upplýsa fíkniefnamál getur verið tímafrekt og krefst því þolinmæði. Samvinna við önnur lögregluembætti og tollyfirvöld verður líka sífellt mikilvægari að ógleymdu samstarfi við erlend lögreglulið. Á þetta hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt mikla áherslu undanfarin ár og það hefur skilað sér margfalt til baka. Án þessarar samvinnu hefði árangurinn á

lrh.is

árinu 2017 ekki orðið eins góður og raun ber vitni. Enginn hörgull var á kannabisræktunum og var lagt hald á ófáar kannabisplöntur á árinu. Ræktanirnar var að finna á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, jafnt í sérbýli sem fjölbýli eða iðnaðar­ 37


Ársskýrsla 2017

21. október NOTUM ENDURSKINSMERKI Nú þegar skammdegið er skollið á þykir rétt að minna enn og aftur á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferð. Þá er ekki síður mikilvægt að fullorðnir noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Sérstök ástæða er til að minnast á hlaupahópa í þessu samhengi, en í sumum þeirra vantar talsvert upp á að meðlimirnir noti allir endurskinsmerki þótt þeir séu á ferð í myrkri á eða við umferðargötur. Stórhætta hefur skapast af þessum sökum. Það hefur jafnframt vakið athygli lögreglu að

húsnæði. Oft var þeim haganlega komið fyrir, en það er erfitt að fela lyktina og hún varð mönnum oft að falli. Í eitt skiptið fóru lögreglumenn á vettvang í fjölbýlishúsi til að aðstoða sjúkraflutningamenn í útkalli og runnu þá bókstaflega á lyktina, sem kom úr annarri íbúð í húsinu. Þar var að finna kannabisplöntur, auk verulegra fjármuna sem lögreglan taldi vera afrakstur fíkniefnasölu. Húsráðandi viðurkenndi sök, en sagði efnin einungis til eigin nota. Ekki þótti það nú trúverðugt enda magnið slíkt, en þetta var gjarnan viðkvæðið hjá mönnum sem voru staðnir að því að rækta kannabis. Konur voru líka teknar fyrir þessar sakir, en ein þeirra var með kannabisræktun í blokkaríbúð þar sem hún bjó með börnunum sínum. Misjafnt var hversu mikið var lagt í framleiðsluna, en stundum var greinilega miklu til kostað og plönturnar skiptu þá hundruðum. Þá er iðnaðarhúsnæði vettvangurinn, en ræktanir í heimahúsum eru minni í sniðum þótt ekkert sé algilt í þeim efnum. Upplýsingar um þessa starfsemi berast lögreglu með ýmsum hætti, t.d. gegnum einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins. Á fésbókinni má jafnframt finna margar síður þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Það eru því bæði kostir og gallar við þennan vinsæla samskiptamiðil.


eðlileg aðgæsla hlaupara og virðing fyrir umferðarlögum er á köflum lítil. Þeir fara t.d. stundum óhikað yfir umferðargötur án þess að nota gangbrautir þó þær séu nærri og fara yfir á móti rauðu gangbrautarljósi.

SKIPULÖGÐ BROTASTARFSEMI

Reiðhjólamenn eru líka minntir sérstaklega á mikilvægi endurskinsmerkja, en þeir eru jafnframt beðnir að ganga úr skugga um að ljósabúnaður hjólanna sé í lagi.

skilið. Þetta mátti glöggt sjá í viðamiklu máli sem lögreglan og

Sýnum gott fordæmi og notum endurskinsmerki. Þannig stuðlum við að eigin umferðaröryggi og annarra.

Breytt samfélagsmynstur gerir meiri kröfur til lögreglu en áður og hún verður sífellt að vera tilbúin að takast á við brot, sem verða flóknari og skipulagðari með hverju árinu. Vitað er að skipulögð brotastarfsemi teygir anga sína víða og þar er Ísland ekki undantollyfirvöld voru með til rannsóknar allt árið, en í þágu hennar voru haldlagðar og kyrrsettar eignir að verðmæti nokkur hundruð milljóna króna. Um var að ræða þrjár íbúðir í fjölbýlishúsum, iðnaðar­húsnæði og fimm ökutæki, auk peninga á bankareikningum sem og hlutabréf. Greint var frá málinu á blaðamannafundi skömmu fyrir jól, en aðdragandi þess var langur og má rekja til upplýsinga sem Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust árið 2016 um brota-

lrh.is

starfsemi tiltekinna Pólverja. Hinir sömu voru til skoðunar hjá lögregluyfirvöldum ytra, en úr varð að lögreglustjóri og tollstjóri tóku málið upp við erlenda starfsbræður sína á fundi þeirra í Haag í Hollandi. Í framhaldinu tók til starfa hópur skipaður starfsmönnum frá lögregluliðunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, tollinum, héraðssaksóknara og ríkislögreglustjóra, sem vann að ­rannsókninni, en málið var jafnframt unnið í góðri samvinnu við lögregluyfirvöld í Póllandi og Hollandi, auk Europol og Eurojust. 39


Ársskýrsla 2017

17. júlí TILKYNNTUM HEGNINGAR­LAGA­BROT­ UM FÆKKAÐI Í JÚNÍ Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júnímánuð 2017 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 636 tilkynningar um hegningarlagabrot í júní. Er það nokkur fækkun tilkynninga miðað við síðustu þrjá mánuði á undan. Í júnímánuði fækkaði tilkynningum um felsta brotaflokka miðað við fjölda í maí. Tilkynnt var um 83 ofbeldisbrot í júní og fækkaði tilkynningum um 20 prósent miðað við meðaltal síðustu sex og síðustu 12 mánaða á undan. Tilkynningum um nytjastuldi hefur einnig fækkað töluvert það sem af er ári, eða um 20 prósent miðað við meðalfjölda síðustu þriggja ára á undan. Fíkniefnabrotum fjölgaði nokkuð í júnímánuði miðað við meðalfjölda síðustu sex og síðustu 12 mánaða á undan sem og akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Það sem af er ári hafa verið skráð um 46 prósent fleiri fíkniefnaakstrar en að meðaltali síðastliðin þrjú ár á undan.

Rannsóknin var mjög umfangsmikil, en nokkrum dögum fyrir áðurnefndan blaðamannafund var ráðist í samræmdar aðgerðir í Póllandi, Hollandi og á Íslandi.Vegna þessa var ráðist í húsleitir á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem leitað var í fyrirtækjum og fjölda ökutækja, en hátt í 100 starfsmenn lögreglu og tollgæslu tóku þátt í aðgerðunum að meðtöldum fulltrúum pólsku lögreglunnar og Europol. Fimm voru handteknir hér á landi og voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þrír til viðbótar voru handteknir í aðgerðunum ytra, en þess má geta að íslenskur lögreglumaður aðstoðaði við húsleitir í Hollandi. Fleiri húsleitir fylgdu í kjölfarið hér heima og höfðu nokkrir tugir manna stöðu sakbornings í málinu. Sumir þeirra höfðu jafnframt réttarstöðu sakbornings í Póllandi vegna innflutnings fíkniefna þaðan og til Íslands. Rannsóknin hér sneri að stórum hluta að peningaþvætti, en grunur var um að sakborningar hefðu stofnað fyrirtæki og/eða keypt fasteignir í þeim tilgangi að þvætta fé. Við rannsóknina komu upp önnur mál og mátti það heita óumflýjanlegt vegna áherslu rannsóknarhópsins á skipulagða brotastarfsemi. Þeim var öllum fylgt eftir og má þar sérstaklega nefna þrjú fíkniefnamál. Í öllum tilvikum var um að ræða fíkniefni, sem reynt var að smygla til landsins með ferjunni Norrænu. Aðferðin var jafnan sú sama að fela fíkniefni í bifreið, en í tveimur slíkum fundust samtals tæplega 13 lítrar af amfetamínbasa. Í öðrum bílnum var amfetamínið falið í bensíntanki, en í stuðaranum á hinum og hafði nokkuð af því lekið út á leiðinni til landsins. Í þriðja bílnum hafði verið komið fyrir 3 kg af MDMA. Rannsóknarhópurinn var líka með á sínu borði nokkur trygginga- og fjársvikamál þar sem upphæðir hlupu á tugum milljóna, en þau voru tilkomin vegna slysa og óhappa í umferðinni. Að þessu sögðu er sýnt að skipulögð brotastarfsemi tekur á sig ýmsar myndir, en með samvinnu margra er hægt að ná góðum árangri í þessari baráttu eins og hér hefur verið rakið.

lrh.is

40


28. mars SKRÁNINGARNÚMER FJARLÆGÐ AF 180 ÖKUTÆKJUM Um helgina voru skráningarnúmer fjarlægð af eitt hundrað og áttatíu ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja. Mjög mikið er um ótryggð og óskoðuð ökutæki í umdæminu en lögreglan hvetur eigendur og umráðamenn þeirra til að gera þar bragarbót á. Undanfarið hafa skráningarnúmer verið fjarlægð af fjölmörgum ökutækjum sem uppfylltu ekki ákvæði um skoðun eða voru ótryggð. Lögreglan heldur eftirlitinu áfram og hvetur ökumenn til að passa upp á þetta svo ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða.

MÁLIÐ SEM SKÓK ÞJÓÐINA Föstudagskvöldið 13. janúar 2017 fór tvítug stúlka út að skemmta sér í miðborginni með vinum sínum, svona rétt eins og ungt fólk gerir svo gjarnan um helgar. Ætla má að gleðin hafi verið fölskvalaus og ungmennin áhyggjulaus við skemmtan fram á nótt. Um síðir fór hver til síns heima og í framhaldinu tók við nýr dagur. Svona hefur lífið jafnan gengið fyrir sig, en því miður var það ekki raunin í þessu tilfelli. Stúlkan skilaði sér ekki heim og þegar það uppgötvaðist á laugardeginum greip um sig ótti hjá fjölskyldu hennar og vinum. Þetta var ólíkt stúlkunni og hennar nánustu höfðu strax miklar áhyggjur og hófu sjálfir leit að henni. Lögreglan hóf eftirgrennslan, en á litlu var að byggja og árangurinn var eftir því. Fleiri voru kallaðir til, en snúið var að ákveða leitarsvæði. Sjónum var beint að bæði miðborgarsvæðinu og eins Hafnarfirði. Biðlað var til almennings og bárust lögreglunni fjölmargar ábendingar. Sífellt fleiri tóku þátt í leitinni, sem enn hafði engu skilað. Samhliða leitinni var rannsókn málsins í fullum gangi hjá Lögreglunni

lrh.is

á höfuðborgarsvæðinu og má með sanni segja að flestir starfsmenn embættisins hafi komið að henni með einhverjum hætti. Eftir þrot41


Ársskýrsla 2017

6. janúar REIÐUFÉ Í ÓSKILUM Peningar, sem fundust í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld, eru í óskilum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eigandinn getur vitjað þeirra í afgreiðslu lögreglunnar á Hverfisgötu 113-115, Reykjavík, sem er opin virka daga frá kl. 8-16. Afhending fer fram gegn staðfestingu á eignarhaldi.

lausa vinnu lögreglumanna beindist athyglin að litlum, rauðum bílaleigubíl, sem sást í eftirlitsmyndavélum aka niður Laugaveg í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á öðru myndskeiði mátti sjá stúlkuna ganga Laugaveg til austurs um svipað leyti og bifreiðinni var ekið þar um. Þetta markaði ákveðin kaflaskil í rannsókninni, en bíllinn var haldlagður þriðjudaginn 17. janúar. Leigutaki þessa umræddu helgi var skipverji á grænlenskum togara, sem hafði haft viðkomu í Hafnarfirði, en í eftirlitsmyndavélum mátti enn fremur sjá bílinn á hafnarbakkanum í bænum. Þegar hér var komið sögu var skipið á siglingu og á leið til Grænlands. Komnar voru

lrh.is

upp vísbendingar um að einhverjir skipverjanna kynnu að tengjast hvarfi stúlkunnar og var skipstjóranum gert að snúa skipinu og halda aftur til Hafnarfjarðar. Tekin var sú ákvörðun að bíða ekki komu skipsins til hafnar og því voru lögreglumenn sendir um borð og handtóku þar þrjá úr áhöfninni. Þetta var miðvikudaginn 18. janúar, en við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglu-


13. október SVIKASTARFSEMI – MILLIFÆRSLUR FYRIRTÆKJA Nýverið hafa margar ábendingar borist til lögreglu þar sem verið er að reyna að narra fé út úr fyrirtækjum með því að fá starfsmenn til að millifæra peninga. Svindlið kemur fram eins og stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifærslu strax á erlendan banka. Skilaboðin eru á íslensku og eru þokkalega stafsett. Það er eins og viðkomandi sé að senda þau úr síma.

stjóra og Landhelgisgæslunnar. Þyrlan TF-Líf flaug með lögreglumennina á vettvang, en skipið var þá statt um 90 mílur suðvestur af landinu. Hinir handteknu voru áfram vistaðir í skipinu, en það kom svo til Hafnarfjarðar undir miðnætti þennan sama dag. Við komuna var framkvæmd leit í skipinu, en á meðal þess sem fannst þar var ökuskírteini stúlkunnar. Á meðan þessu stóð hafði þegar farið fram tæknirannsókn á rauða bílnum, en í honum fannst blóð úr stúlkunni og var talið fullvíst að þar hefði verið veist að henni með ofbeldi. Þremenningarnir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík, en þeir neituðu allir sök.

Mikilvægt er að fyrirtæki og einstaklingar komi sér upp einhverskonar reglum sem takmarki möguleika á að fjármunir séu millifærðir án þess að skýrt sé hver sé að óska eftir slíku. Mikilvægt er að þessi mál séu í föstum skorðum til að forðast megi tap af völdum svika sem þessara.

lrh.is

43


Ársskýrsla 2017

13. janúar LÖGREGLAN LEITAR INNBROTSÞJÓFA Í gær var tilkynnt um innbrot í tvö einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu, annað í Garðabæ og hitt í Grafarvogi. Bæði húsin voru mannlaus þegar þjófarnir létu til skarar skríða, en fyrr í vikunni var brotist inn í tvö önnur einbýlishús í umdæminu en öllum málunum svipar mjög til nokkurra innbrota sem voru framin á höfuðborgarsvæðinu seint á síðasta ári. Ekki er ósennilegt að einhver hafi séð til þjófanna og því er ítrekað að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessi tagi en einu sinni of sjaldan. Lögreglan vill ennfremur minna á mikilvægi þess

Fimmtudaginn 19. janúar voru tveir skipverjanna úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en þeim þriðja var sleppt úr haldi. Leitin að stúlkunni var áfram í fullum gangi, en leitað var víða á suðvesturhluta landsins. Og sunnudaginn 22. janúar, rúmri viku eftir hvarfið, fannst loksins stúlkan, en hún var þá því miður látin. Lík hennar hafði rekið í fjöruna skammt vestan Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Greint var frá þessum hörmulegu tíðindum á blaðamannafundi lögreglunnar, en það sem áður var leit að ungri stúlku var nú orðið að rannsókn á manndrápi. Öðrum sakborninganna var sleppt úr haldi 2. febrúar, en hinum, karlmanni um þrítugt, var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Svo fór að hann var dæmdur fyrir manndráp og hlaut 19 ára fangelsi. Hluti dómsins var vegna fíkniefnabrots, en í fórum mannsins fundust um 23 kg af kannabisefnum, sem hann hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Ekkert mál í sögu lögreglunnar hefur fengið viðlíka athygli og leita þarf áratugi aftur í tímann til að finna einhverja hliðstæðu. Áhugi á málinu náði langt út fyrir landsteinana, en innanlands fluttu fjölmiðlar fréttir af málinu nánast frá morgni til kvölds þegar mest var. Það vakti óhug og almenningur var sleginn. Allir lögðust á eitt við að upplýsa málið og þar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar annarra lögregluembætta, tollyfirvalda, Landhelgisgæslunnar og ekki síst almennings og björgunarsveitanna. Aðstoð þeirra verður seint fullþakkað.


Ársskýrsla 2017

að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt, en nágrannavarsla getur skipt sköpum þegar kemur að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Sérstaklega er minnt á að útiljós séu kveikt þar sem þau eru til staðar, hvort sem um ræðir bakatil við hús eða að framanverðu. Slíkt einfaldar nágrönnum að sjá umferð/mannaferðir við húsin. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444-1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.

lrh.is

MIÐSTÖÐ FYRIR ÞOLENDUR OFBELDIS Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, tók til starfa í febrúar, en um er að ræða þróunarverkefni til ársins 2019. Verkefnið er að hluta til byggt á erlendri fyrirmynd þar sem meginmarkmiðið er að brotaþolar fái, á einum stað, þá þjónustu sem á þarf að halda í kjölfar ofbeldis. Starfsemin felst í samhæfðri þjónustu og ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga sem beittir hafa verið ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum eða eru brotaþolar í mansalsmálum og/eða vændi. Í boði er fræðsla og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk námskeiða um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess. Að Bjarkarhlíð standa Reykjavíkurborg, velferðarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót, Drekaslóð, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Kvennaráðgjöfin. Bjarkarhlíð er í samnefndu húsi borgarinnar við Bústaðaveg, en þangað er hægt að leita alla virka daga.

45


18. júlí BANASLYS Í HAFNARFIRÐI Karlmaður lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði í gær. Tilkynning um slysið barst síðdegis og héldu lögreglan og sjúkraflutningamenn þegar á vettvang og hófu endurlífgunartilraunir. Maðurinn var síðan fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins.

Bjarkarhlíð var fljót að sanna gildi sitt, en strax í byrjun voru margir sem leituðu þangað og augljóst að full þörf var fyrir slíka starfsemi. Meirihluti mála var vegna heimilisofbeldis, en oft var um að ræða langvarandi sögu ofbeldis hjá brotaþolum. Þolendur voru einkum íslenskar konur þótt karlar hafa líka leitað til Bjarkarhlíðar af sömu ástæðum. Þjónustan stendur líka börnum þolenda til boða, en skilaboð til allra eru að ofbeldi er ekki liðið. Í Bjarkarhlíð starfa félagsráðgjafar og veita þeir viðtöl og ráðgjöf, en lögfræðingar og lögreglan eru einnig til staðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitir aðstoð við að tryggja öryggi þolenda og meta hættu á frekara ofbeldi gagnvart þeim sem leita í Bjarkarhlíð, en þar eru einnig veittar upplýsingar um kæruferli og réttarvörslukerfi hjá lögreglu. Í fræðslu Bjarkarhlíðar segir m.a. að meðal hættumerkja um að ofbeldi eigi sér stað, eða sé í vændum, sé að skapa ótta, ala á

lrh.is

sektarkennd, koma inn skömm og beita hótunum. Birtingarmyndir ofbeldis eru vitaskuld miklu fleiri, en aðalatriðið er að við því er hægt að bregðast. Um það má lesa nánar á heimasíðu Bjarkarhlíðar – bjarkarhlid.is 46


Ársskýrsla 2017

27. janúar GÁFU LÖGREGLUNNI AFMÆLISKÖKUNA Komið var með þessa aldeilis fínu köku á lögreglustöðina um síðustu helgi, en það voru systurnar Þórgunnur, 3 ára, og Steinunn, 5 ára, sem færðu lögreglumönnum hana að gjöf. Til stóð að borða kökuna í afmælisveislu Þórgunnar þessa sömu helgi, en veislunni varð að fresta vegna veikinda. Þá var skotið á fjölskyldufundi og foreldrarnir komu með þá tillögu að færa lögreglunni kökuna góðu. Þórgunnur samþykkti tillöguna með því skilyrði að hún mætti þá koma með á lögreglustöðina! Foreldrarnir útskýrðu jafnframt fyrir systrunum að lögreglan væri búin að vera dugleg undanfarið, en það væri svo mikið að gera hjá henni við að leita að ungri konu sem væri týnd. Við þökkum kærlega fyrir kökuna, sem smakkaðist afar vel og var fljót að klárast. Jafnframt sendum við Þórgunni innilegar hamingjuóskir með 3 ára afmælið, en fyrirhugað er að halda afmælisveisluna hennar um helgina.

lrh.is

MENNINGARNÓTT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast laugardaginn 19. ágúst þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík. Hátíðin, sem á sér talsverða sögu, hefur jafnan gengið vel og svo var einnig þetta árið. Skipulag og viðbúnaður hjá lögreglu vegna Menningarnætur var með hefðbundnum hætti, en að vanda var Reykjavíkurmaraþon fyrst á dagskrá um morguninn. Keppt var í nokkrum vegalengdum, auk skemmtiskokks, en svo skemmtilega vildi til að forseti Íslands var á meðal keppenda og fékk hann lögreglufylgd í hlaupið. Forsetinn hljóp hálft maraþon og fór létt með, en eftir hádegið stóð hann fyrir opnu húsi á Bessastöðum sem margir sóttu. Fjölbreytt dagskrá var í boði allan daginn og langt fram á kvöld og skiptu gestir í miðborginni þúsundum. Við lok Menningarnætur var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu og í kjölfarið héldu flestir til síns heima. Vel gekk að greiða fyrir umferð úr miðborginni og almennt voru umferðarmál í ágætu lagi á Menningarnótt. Hafa ber í huga að tugþúsundir gesta lögðu leið sína á hátíðina og því einhverjar bílaraðir óhjákvæmilegar á köflum. Mörgum götum á miðborgarsvæðinu var lokað vegna Menningarnætur og það áttu sumir erfitt með sætta sig við. Ekið var á starfsmann sem vann við lokanir, en ökumaðurinn sem það gerði gaf sig síðar fram og baðst afsökunar. Þótt margir ökumenn virði lokunarmerki jafnan að vettugi á Menningarnótt var ekki meira um slíka háttsemi í samanburði við undanfarin ár. Sama átti við um ökutæki sem lagt var ólöglega, en þótt bílastæði væri víða að finna eru ávallt einhverjir sem setja það fyrir sig að ganga smáspöl á hátíðarsvæðið. Þessir lötu voru þó ekki fleiri en fyrri ár. Verkefni á Menningarnótt voru annars hefðbundin, en lögreglan sinnti útköllum vegna líkamsárása, heimilisofbeldis, fíkniefnamála 47


Ársskýrsla 2017

5. desember UMFERÐAREFTIRLIT – 630 ÖKUMENN STÖÐVAÐIR Sex hundruð og þrjátíu ökumenn voru stöðvaðir á miðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Fimm þeirra reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tveimur til viðbótar var enn fremur gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum.

lrh.is

og innbrota svo eitthvað sé nefnt. Þá voru allnokkrir teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur. Eitthvað var sömuleiðis um meiðsl á fólki, en svo virðist sem hinir sömu hefðu flestir misst fótanna vegna drykkju og voru nokkrir fluttir á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Lögreglan hafði enn fremur afskipti af unglingum víðs vegar á miðborgarsvæðinu og lagði hald á áfengi sem var í fórum þeirra og hafði því næst samband við foreldra og forráðamenn viðkomandi. Ekki voru allir samstarfsfúsir sem urðu á vegi lögreglu á Menningarnótt, en piltur sem hafði óhreint mjöl í pokahorninu reyndi að komast undan lögreglumönnum þegar þeir þurftu að ræða við hann. Pilturinn náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, en við leit á honum fannst hnífur, sem var haldlagður. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi, en slíkt er því miður ekki einsdæmi. Þess má geta að fangaklefar á lögreglustöðinni á Hverfisgötu voru fullnýttir á Menningarnótt.


22. mars

ÓVENJULEG VERKEFNI

SKOTHVELLIR Í KÓPAVOGI UPPLÝSTIR Í gærkvöld barst Lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu tilkynning um skothvell í Kópavogi, en tilkynnandi sagði að í kjölfarið hefði hann mætt manni sem hafi haft skotvopn meðferðis. Í ljósi aðstæðna var óskað eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt því að lögreglumenn, sem sinntu útkallinu, vopnuðust. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit. Rannsókn málsins hélt áfram í dag og var einn maður handtekinn, grunaður um að hafa skotið af skotvopni innan bæjar­ marka. Maðurinn hefur játað að hafa verið að verki umrætt kvöld, en bar því við að hann hafi verið búinn að fá vopnið úr viðgerð og ekki getað setið á sér að kanna hvort að viðgerðin hafi tekist. Lagt var hald á önnur skotvopn í eigu mannsins og hann sviptur skotvopnaleyfi. Málið telst að fullu upplýst.

Fátítt er að gullgrafarar komi við sögu hjá lögreglu, en það var þó

lrh.is

raunin á fyrri hluta ársins þegar embættið aðstoðaði Landhelgisgæsluna í heldur óvenjulegu máli. Þannig var að norskt rannsóknarskip var að athafna sig í íslenskri landhelgi þegar grunsemdir vöknuðu um að útgerðin hefði ekki tilskilin leyfi fyrir þess konar starfsemi á svæðinu. Skipinu var stefnt til hafnar á Íslandi og var öll umferð til og frá borði bönnuð. Lögregluvakt var höfð við skipið, en þar fóru fram yfirheyrslur yfir skipverjum. Við rannsóknina kom í ljós að enskt fyrirtæki hafði leigt skipið til að ná verðmætum úr flaki þýsks skips, sem hafði sokkið í seinni heimsstyrjöldinni. Gull mun hafa verið hluti af farmi skipsins og því eftir miklu að slægjast. Lagt var hald á myndbandsupptökur úr fjarstýrðu vélmenni í norska rannsóknarskipinu, en vélmennið var notað til að klippa í gegnum hluta gamla, þýska skipsins. Ekki var þó að sjá að neitt hefði verið fjarlægt úr flakinu. Áhöfn skipsins var mjög samstarfsfús við rannsóknina, en henni og útgerðinni var bent á að afla sér nauðsynlegra heimilda ef leitinni að gullinu yrði framhaldið. Það er ekki nýtt af nálinni af fólki sé vísað úr landi af einhverjum ástæðum og því fylgt héðan í lögreglufylgd. Síðustu misseri hefur 49


26. maí UMFERÐARTAFIR Sumarið er tími fram­ kvæmda og því viðbúið að umferðin gangi hægar fyrir sig, ekki síst virka daga á morgnana og síðdegis. Þess höfum við þegar séð dæmi um, t.d.á Miklubrautinni, og því nauð­synlegt að ökumenn gefi sér nægan tíma til að komast á milli staða. Umferðartafir geta líka verið af öðrum ástæðum, en undan­farna daga hefur verið óvenju mikil umferð um Reykjanesbraut í nágrenni við Kauptún í Garðabæ. Þar opnaði ný verslun, sem fólk flykkist í og umferðin þar í kring er í samræmi við það. Við minnum því ökumenn á að vera þolinmóða og sýna tillitssemi, en það gildir auðvitað í umferðinni alltaf og alls staðar.

hins vegar borið svo við að málum sem þessum hefur fjölgað mikið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt þessum verkefnum í auknum mæli, en lögreglumenn frá embættinu fóru í ófáar ferðir erlendis af þeim sökum árið 2017. Makedónía, Albanía, Georgía og Kósóvó voru á meðal landa sem farið var til, en fólk þaðan hefur m.a. óskað eftir hæli og vernd hér á landi. Slíkum umsóknum er jafnan hafnað af Útlendingastofnun, en þessi sömu ríki teljast örugg að mati íslenskra stjórnvalda. Ætla má að embættið hafi lagt til um 7.000 vinnustundir lögreglumanna árið 2017 í að fylgja fólki úr landi vegna þessa. Þrjátíu lögreglumenn sóttu sérstakt þriggja daga námskeið hjá mennta- og þróunarsetri lögreglunnar vegna fylgdanna og taldi það um 750 vinnustundir. Sýnir þetta glögglega umfang verkefnisins, en viðbúið er að það haldi áfram með viðlíka hætti. Oft og einatt er lögreglan að benda fólki á og vara við allskyns hlutum. Þetta er áberandi þegar umferðarmál eru annars vegar, en á líka við um þjófa og svikahrappa sem koma við sögu í

lrh.is

50


Ársskýrsla 2017

21. desember ÓSKILAMUNIR Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu hefur haldlagt fjölda muna í tengslum við rannsóknir hennar á innbrotum og þjófnuðum í ökutæki í umdæminu í haust og vetur, eða á tímabilinu frá september til desember. Í flestum málanna var farið inn í ólæsta bíla, en sýnt þykir að þjófnaðirnir hafa ekki allir verið tilkynntir til lögreglu. Þeir sem sakna muna af þessum ástæðum og frá umræddu tímabili eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið jgs@lrh.is en í póstinum þarf að koma fram nafn og símanúmer sendanda, vettvangur brots, skráningarnúmer ökutækis og upplýsingar um það sem stolið var úr ökutæki viðkomandi.

lrh.is

umdæminu og rétt þykir að vara við alveg sérstaklega, svo fleiri dæmi séu tekin. Stundum er þetta þó af allt öðrum toga, en snemma vors varaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við tilboðum um módelstörf. Þá hafði embættið haft til skoðunar mál er sneri að erlendu fyrirtæki, sem setti sig í samband við íslenskar stúlkur þeirra erindagjörða að fá þær til að sinna módelstörfum í Kanada. Lögreglan varaði við því að þiggja slík boð án þess að kanna gaumgæfilega fyrirtækið sem átti í hlut. Jafnframt var biðlað til þeirra stúlkna sem höfðu þekkst slíkt boð að hafa samband við lögreglu. Afskipti lögreglunnar af dýrum eru tíð, en slík mál eru mun fleiri en margan grunar. Eina sumarnóttina var óskað aðstoðar lögreglu eftir að hestastóð gerði sig heimakomið í Breiðholti. Hestarnir höfðu lagt allnokkurn spöl að baki þegar lögreglan mætti þeim á miðri Breiðholtsbrúnni, yfir Reykjanesbrautinni, og þá þurfti að hafa snör handtök. Hestarnir voru reknir af veginum og inn á næsta grasbala á milli Dalvegar og aðreinar að Reykjanesbraut. Smalamennskan


Ársskýrsla 2017

4. september BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI 1. SEPTEMBER Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþróttaeða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.

krafðist talsverðrar útsjónarsemi og yfirvegunar, en sett var upp tímabundið hestagerði á þessum stað. Lokunarborði lögreglunnar kom að góðum notum við verkið, en hestarnir voru samstarfsfúsir og virtu fyrirmæli lögreglu. Þeim var síðan komið á réttan stað og þar með lauk þessu ævintýri þeirra. Um mitt sumar barst óvenjuleg aðstoðarbeiðni eftir að jeppi sást hátt í hlíðum Esjunnar. Hann reyndist mannlaus og ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Sá hafði verið þar á ferð ásamt tveimur farþegum, en allir hröðuðu sér af vettvangi þegar í óefni var komið og bíllinn sat fastur. Ökumaðurinn, sem gaf sig fram tveimur dögum síðar, gat litlar skýringar gefið á ökuferðinni og tilgangi hennar. Hann hafði ekið eftir vegaslóða, sem liggur frá Mógilsá og upp Langahrygg. Þar fór ökumaðurinn út af vegaslóðanum og ók áfram, í móa og mýri, talsverða vegalengd uns bifreiðin festist, eða í tæplega 430 metra hæð. Ökuferðin skildi eftir sig allnokkrar skemmdir á gróðri, en ökumaðurinn átti yfir höfði sér kæru vegna aksturs utan vega og brots á lögum um náttúruvernd. Vel gekk að fjarlægja jeppann af vettvangi, en það tók óneitanlega dágóðan tíma. Rörasprengjur hafa komið við sögu hjá lögreglu annað slagið í gegnum árin og sjálfsagt verður aldrei sagt nógu oft hversu hættulegar þær eru. Í lok júní varaði lögreglan einmitt við rörasprengjum og þeirri miklu hættu sem af þeim starfar, en tilefnið var að ein slík fannst í strætóskýli í Kópavogi. Rörasprengjan sem fannst hefði getað kostað mannslíf, en minnt var á að fólk á alltaf hafa strax

lrh.is

samband við lögreglu ef það finnur rörasprengju og alls ekki hreyfa við henni. Rörasprengjan var flutt á öruggt svæði og eytt þar, en sjá mátti málmagnir þeytast í allar áttir þegar það var gert. Svo mikill var krafturinn að þeir sem þó hefðu staðið einhverja tugi metra í burtu hefðu verið í bráðri hættu.

52


22. september MANNDRÁP Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

lrh.is

LÖGREGLAN OG SAMFÉLAGSMIÐLAR Góð samskipti við almenning eru lögreglunni mikilvæg og þau vill hún efla með öllum ráðum. Þar gegna samfélagsmiðlar stóru hlutverki, en með þeim er hægt að ná til fólks fljótt og vel og koma áríðandi skilaboðum á framfæri þegar svo ber undir. Um þetta hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ótal dæmi, en á sama vettvangi getur almenningur haft beint samband við lögreglu með hvaðeina sem honum liggur á hjarta. Þótt hægt sé að leita til lögreglu með erindi símleiðis, í tölvupósti eða heimsókn á lög­reglu­ stöð eru sífellt fleiri sem kjósa þennan máta, sem samfélagsmiðlarnir bjóða upp á. Lögreglan er meðvituð um áhugann og reynir að standa vaktina á þessum vettvangi, sem öðrum, þótt samfélagsmiðlar embættisins séu ekki vaktaðir allan sólarhringinn. Áhersla er lögð á að svara öllum fyrirspurnum sem berast, en stundum getur verið tímafrekt að afla svara eðli málsins samkvæmt. Fésbókarsíða Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá samfélagsmiðill sem flestir ættu að þekkja, en embættið er einnig á Twitter, Instagram og Pinterest svo fleiri miðlar séu nefndir. 53


Ársskýrsla 2017

28. desember LAGT HALD Á SKOTVOPN, FÍKNIEFNI OG FJÁRMUNI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn, fíkniefni og fjármuni við húsleit á heimili í umdæminu í síðustu viku. Um var að ræða bæði haglabyssu og skammbyssur, auk skotfæra. Á sama stað var einnig að finna nokkuð af fíkniefnum, en talið er að um sé að ræða amfetamín, kókaín og e-töflur. Við húsleitina voru einnig haldlagðir töluverðir fjármunir, en grunur leikur á að þeir séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Lögreglan tók enn fremur í sína vörslu stera sem fundust í húsnæðinu. Húsráðandi, karl um fertugt, var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan minnir á ábendingarsímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um 86 þúsund manns voru vinir lögreglunnar á fésbókinni í árslok 2017 og verður það að teljast óvenju hátt hlutfall. Enn fleiri fylgjast með henni á Instagram, eða í kringum 170 þúsund manns og þar eru útlendingar stór hluti aðdáendanna, ef svo má segja. Af þessu má ráða að lögreglan er gera eitthvað rétt í þessum efnum. Á Pinterest miðlar lögreglan upplýsingum um týnda muni og hefur það mælst mjög vel fyrir. Lögreglan hefur líka verið á Twitter í nokkur ár, en fylgjendum hennar þar fjölgaði verulega eftir að hún í tvígang tók þátt í alþjóðlegu tíst-maraþoni lögregluliða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka staðið fyrir árlegu tíst-maraþoni og hefur það vakið nokkra athygli. Þá er greint frá helstu verkefnum hennar hluta úr sólarhring, að kvöld- og næturlagi um helgi. Þess má geta að lögregluliðin á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum hafa bæði tekið þátt í tíst-maraþoninu. Undanfarin ár hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nýtt samfélagsmiðla til að kalla eftir upplýsingum vegna rannsókna ýmissa mála og oft með góðum árangri. Þannig var því farið í ársbyrjun þegar lögreglan leitaði tvítugrar stúlku, sem síðast sást til í miðbæ Reykjavíkur, en málalok voru sannarlega hörmuleg eins og fram kemur annars staðar í ársskýrslunni. Á meðan vikulangri leitinni stóð bárust embættinu um 3.600 einkaskilaboð í gegnum fésbókarsíðu embættisins, en öll sneru þau að rannsókninni með einum

lrh.is

eða öðrum hætti. Lögreglan birti jafnframt myndir og myndbönd í tengslum við leitina að stúlkunni og þau sáu um 1,2 milljónir fésbókarnotenda. Skilaboðin fóru því víða og örugglega langt út fyrir landsteinana. Lögreglan birti líka myndband á Youtube í tengslum við málið, en á það var horft meira en 200 þúsund sinnum. Á umræddu tímabili fékk embættið enn fremur tæplega 1.000 tölvupósta vegna rannsóknarinnar, en allt þetta sýnir mikilvægi þess að öflugar samskiptaleiðir séu til staðar.

54


Ársskýrsla 2017

18. apríl RÁN Í GARÐABÆ Á tíunda tímanum barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að framið hafi verið vopnað rán í apóteki í Garðabæ, en þangað inn hafði ruðst maður vopnaður exi, hótað þar starfsfólki og komist undan með feng. Upplýsingar lágu fyrir um bifreið sem ræninginn notaði til flóttans en lögreglan varð fljótt vör við bifreiðina og veitti eftirför. Var bifreiðinni ekið með miklu hraða gegnum Garðabæ og inn í Hafnarfjörð, en meðal annars var bifreiðinni ekið utan í aðrar bifreiðar á flóttanum. Eftirförinni lauk með því að lögreglan átti engra annarra kosta völ en að aka utan í ökutækið og stöðva för þess þannig. Er það mat Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi hafi orðið til þess að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins. Einn maður var handtekinn í bifreiðinni og er málið í rannsókn í þessum töluðu orðum. Starfsfólk apóteksins mun þiggja áfallahjálp vegna málsins.

VIÐHORFSKÖNNUN Níu af hverjum tíu höfuðborgarbúum sögðust vera öruggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Hinir sömu voru jafnframt langflestir þeirrar skoðunar að lögreglan skili frekar góðu eða mjög góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í umdæminu. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðhorfskönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét framkvæma snemma sumars. Embættið hefur árlega látið kanna viðhorf íbúa í umdæminu til lögreglu, ótta þeirra við afbrot og reynslu af þeim, en þetta árið var viðhorfskönnunin framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Stuðst var við netpanel og voru spurningarnar sendar rafrænt og svörin móttekin með sama hætti. Í könnuninni var notast við 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5%, sem þykir gott. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar eru embættinu mikilvægar og veita haldgóðar upplýsingar um stöðu og þróun mála, en þetta árið breyttist öryggi höfuðborgarbúa lítið. Mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur var einnig svipuð á milli ára, en um helmingur höfuðborgarbúa sögðust öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á, eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur var þó á öryggi kynjanna, en rétt um ein af hverjum fjórum

lrh.is

konum sagðist örugg í miðborginni eftir myrkur. Tveir af hverjum þremur körlum sögðust hins vegar öruggir við sömu aðstæður. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir broti nefndu flestir innbrot, sem það brot sem þeir óttuðust mest að verða fyrir. Einungs fimmtungur þeirra sem varð fyrir broti tilkynnti um það til lögreglu og var það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Viðhorf íbúanna til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var almennt gott og því vill embættið viðhalda. Frekari upplýsingar um viðhorfskönnunina er að finna á lögregluvefnum.

55




Ársskýrsla 2017

19. nóvember UM VINNUBRÖGÐ LÖGREGLU Nokkur umfjöllun hefur verið á frétta- og samfélagsmiðlum í dag vegna fésbókarfærslu dyravarðar um sinnuleysi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnvart stúlku, sem hann taldi vera ósjálfbjarga í miðborginni aðfaranótt laugardags. Lögregla tekur slíkar ábendingar mjög alvarlega og hefur skoðað málsatvik ítarlega, en bæði var kallað eftir skýringum lögreglumanna á vettvangi og farið yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Fram kemur að lögregla hafði í tvígang tal af stúlkunni og bauð fram aðstoð sína. Stúlkan kærði sig hins vegar ekki um aðstoð lögreglu og hélt loks sína leið fótgangandi úr miðborginni ásamt vinkonu. Embættið lítur svo á að lögreglumenn á vettvangi hafi brugðist rétt við, en hafa skal hugfast að í tilvikum sem þessum er gjarnan haft áfram auga með viðkomandi, þ.e. með aðstoð eftirlitsmyndavéla. Lögreglan þakkar dyraverðinum fyrir að vekja athygli á málinu, en það sýnir að fólk er á varðbergi og stendur ekki á sama. Jafnframt harmar lögreglan að upplifun hans af samskiptum við lögreglumenn á vettvangi hafi ekki verið betri.

EITT OG ANNAÐ Leit að týndum ungmennum er eitt af mörgum verkefnum sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir og örugglega eitt af þeim mikilvægari. Oftar en ekki er um að ræða ungmenni sem glíma við vímuefnavanda. Þeim þarf að hjálpa og þar er framtak embættisins aðeins eitt skref af mörgum í baráttunni. Í slíkum tilvikum getur inngrip lögreglunnar orðið til þess að bjarga mannslífum og því er til mikils að vinna. Árið 2017 bárust um 250 leitarbeiðnir að ungmennum, en þetta voru 42 piltar og 41 stúlka sem leitað var að. Sumum var leitað að oftar en einu sinni, en í meirihluta tilfella voru ungmennin færð til síns heima þegar þau komu í leitirnar. Í öðrum tilvikum voru þau færð til vistunar á Stuðlum, BUGL og álíka stöðum. Sjaldnast var auglýst eftir ungmennunum í fjölmiðlum, en í nokkur skipti reyndist það óhjákvæmilegt. Í fáein skipti voru björgunarsveitarmenn enn fremur kallaðir út til leitar. Flestar leitarbeiðnanna bárust frá Barnavernd Reykjavíkur. Fjöldi barna sem lögreglan leitaði að árið 2017 var svipaður og árin á undan. Mansal og vændi er málaflokkur sem hefur verið meira áberandi hjá lögreglu í seinni tíð enda getur slíkt þrifist hér sem annars staðar. Þessu til staðfestingar var mál sem embættið tók til rannsóknar í nóvember, en þá lá fyrir rökstuddur grunur um rekstur vændishúss í austurborginni. Lögreglan framkvæmdi þar húsleit, sem og á tveimur öðrum stöðum í borginni, en lagt var hald á fjármuni í þágu rannsóknarinnar. Þremur konum, brotaþolum, var boðin aðstoð, en þær vildu litla hjálp þiggja. Tveir voru grunaðir um að hafa haft milligöngu um vændið og voru báðir handteknir. Rannsókn málsins var umfangsmikil, en rúmlega tuttugu manns voru kærðir fyrir að kaupa sér þjónustu vændiskvennanna. Á haustmánuðum réðust lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og

lrh.is

Suðurnesjum, í samstarfi við Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun 58


2. janúar ÞJÁLFUN LÖGREGLU OG ÁKÆRENDA VEGNA HATURSGLÆPA Íslensk stjórnvöld og Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) hafa gert með sér samkomulag um þjálfun lögreglumanna og ákærenda hér á landi vegna hatursglæpa. Ásamt innanríkisráðherra, skrifa ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri undir samkomulagið. Í því felst að ODIHR tekur að sér að halda hér á landi sérsniðin námskeið fyrir leiðbeinendur úr hópi íslenska lögreglumanna og ákærenda. Þeim sem fá þessa þjálfun er síðan ætlað að fræða aðra sem sinna löggæslu og fara með ákæruvald. Jafnframt er stefnt að því fræðslan verði fastur liður í menntun og símenntun lögreglumanna og ákærenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú þegar að þróunarverkefni um hatursglæpi. lrh.is

og embætti ríkisskattstjóra, í átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi og leiddi það í ljós að víða var pottur brotinn. Á u.þ.b. sjö vikna tímabili voru mál nærri 200 fyrirtækja, og um 900 starfsmanna þeirra, tekin til skoðunar í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða voru gefnar út 52 kærur, en aðallega var um að ræða brot á lögum um atvinnuleyfi. Eftirlitið beindist einkum að veitinga- og skemmtistöðum, hótelum og byggingarsvæðum, auk verslana. Þeir sem að verkefninu komu voru allir sammála um nauðsyn þess og því mikilvægt að eftirlitinu yrði haldið áfram. Mikil áhersla er lögð á þjálfun lögreglumanna enda þurfa þeir að vera færir um að bregðast við í ólíkum aðstæðum. Á þriðja hundrað lögreglumenn hjá embættinu fengu sérstaka þjálfun árið 2017, en hún tók mið af þeim verkefnum sem þeir kunna að fást við. Langflestir þeirra sinna útköllum, en í þeim geta lögreglumenn átt von á öllu. Þjálfunin, sem er stigskipt, sneri m.a. að skotvopnum, handtökum og almennri þjálfun í valdbeitingu og sjálfsvörn. Einnig var haldið námskeið í mannfjöldastjórnun og helstu atriðin í skyndihjálp rifjuð upp. Um síþjálfun er að ræða og því eru ófáar vinnustundir lögreglumanna á hverju ári, sem eru ætlaðar þessum mikilvæga hluti starfsins. 59


26. febrúar GANGANDI VEGFARENDUR Á GÖTUM Búast má við töluverðri umferð gangandi vegfarenda á götum vegna færðar. Við biðjum ökumenn að fara varlega og gæta að gangandi umferð sem hefur færst út á göturnar. Að sama skapi er gott að minna á að notkun vélsleða innan bæjarmarka er bönnuð. Þetta á sérstaklega við á útivistarsvæðum þar sem börn eru að leik.

Á árinu voru allnokkrir viðburðir þar sem lögreglan var með mikinn viðbúnað. Einn þeirra var á Laugardalsvelli í september þegar Ísland og Úkraína mættust í mikilvægum leik í undankeppni HM. Um 800 stuðningsmenn gestanna keyptu miða á leikinn og einhverjir til viðbótar komu miðalausir til Íslands. Hinir síðarnefndu reyndu með ýmsum ráðum að komast á leikinn, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Um eitt hundrað lögreglumenn stóðu vaktina á Laugardalsvelli þennan dag og veitti ekki af. Fyrir leikinn bárust upplýsingar um að í hópi úkraínsku stuðningsmannanna væru fótboltabullur og voru það orð að sönnu. Bullurnar létu ófriðlega og reyndu að espa aðra stuðningsmenn gegn lögreglunni. Gott skipulag lögreglu tryggði hins vegar að hegðun ófriðarseggjanna

lrh.is

skyggði ekki á leikinn sjálfan. Lagt var hald á bæði hnífa og grjót 60


Ársskýrsla 2017

5. maí GRUNSAMLEGAR MANNAFERÐIR Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ókunnugan karlmann í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt, en maðurinn fór í herbergi stúlku á heimilinu. Hún náði að komast undan og gera öðrum heimilismönnum viðvart, en þegar forráðamenn stúlkunnar, sem er á grunnskólaldri, leituðu að manninum í húsinu var hann á bak og burt. Gerð var mikil leit að manninum, auk þess sem tæknideild lögreglu var kölluð á vettvang. Lögreglan hafði rökstuddan grun um hver þarna var á ferðinni og var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna málsins um hádegisbil í dag. Í gærkvöld og nótt bárust enn fremur nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í tveimur hverfum í Hafnarfirði og ber lýsingum tilkynnenda nokkuð saman um þann sem var á ferli. Grunur lögreglu er því að einn og sami maðurinn hafi komið við sögu í öllum þessum tilvikum, þ.m.t. þegar farið var inn í herbergi stúlkunnar eins og áður er getið.

lrh.is

í fórum nokkurra fótboltabullna. Tveir úkraínskir stuðningsmenn voru handteknir á Laugardalsvelli þennan eftirminnilega dag. Þótt lengi hafi verið á það bent að fleiri konur þurfi til starfa í lögreglunni að þá hefur þeim engu að síður fjölgað hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á allra síðustu árum. Haustið 2017 störfuðu 66 lögreglukonur hjá embættinu og voru þær rúmlega fimmtungur af lögregluliðinu, eða 22%. Til samanburðar má nefna að í ársbyrjun 2014 voru 48 lögreglukonur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eða 16% af lögregluliðinu. Þetta er jákvæð og ánægjuleg þróun sem vonandi heldur áfram, en þess má geta að árið 2016 voru konur í meirihluta þeirra sem skráðu sig í nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Lögreglan vill endurspegla samfélagið og því er mjög mikilvægt að fá líka konur til þessara starfa. Árið 2017 var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svo lánsöm að hafa öflugar lögreglukonur innan sinna raða en betur má ef duga skal. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð í Reykjavík var virkjuð nokkrum sinnum á árinu, en slíkt er jafnan gert við ákveðnar aðstæður eins og þegar þegar stærri viðburðir eiga sér stað. Einnig við leit að fólki eða þegar alvarlegt slys ber að höndum og sömuleiðis þegar veður eru válynd. Oft þarf lítið til að veðrið setji samgöngur úr skorðum, en það átti einmitt við í lok febrúar þegar snjókoman eina nóttina var yfir 50 sm í Reykjavík, sem er met. Vegir og gönguleiðir voru skiljanlega illfærar og var fólk beðið um að halda sig heima. Skilaboðin voru m.a. áréttuð á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar var skýrt tekið fram að þau næðu líka til ökumanna á vel búnum bílum. Það varð til happs að allur þessi mikli snjór félli til jarðar á sunnudegi og því voru óþægindin af þeim sökum minni en ella.

61


Ársskýrsla 2017

REKSTUR

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skilar nú í fyrsta sinn ársreikningi sem uppfyllir alþjóðlega reikingsskilastaðla opinberra aðila. Ástæða þessa eru ný lög um opinber fjármál, en rekstrarniðurstaða embættisins varð því jafnframt önnur, en ef fylgt hefði verið eldri uppgjörsaðferð. Það skýrist af hækkun orlofsskuldbindingar um 51 m.kr., sem er gjaldfærð á rekstur áður en hún er greidd. Á móti kemur að orlofsskuld verður ekki gjaldfærð þegar hún er svo greidd út við t.d.starfslok, frítöku eða af öðru tilefni. Allt hefði þetta á endanum verið fært til gjalda, en það er þessi tilflutningur í tíma sem hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2017. Halli á rekstri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 var um 106 m.kr., en áðurnefndur tilflutningur gjalda í tíma hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Af öðrum skýringum má nefna bættan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Öflugri löggæslu var haldið úti á öllum heimaleikjum liðsins í Laugardal, en allt að 100 lögreglumenn stóðu þá vaktina. Kostnaður lögreglunnar við hvern leik nam nokkrum milljónum króna og hefur ekki fengist bættur. 100% hækkun gjaldskrár vegna trygginga lögreglubifreiða hafði sömuleiðis neikvæð áhrif á reksturinn, en um var ræða 15-16 m.kr. umfram áætlun. Þrátt fyrir erfiðan rekstur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mörg undanfarin ár miðaði áætlun embættisins við óbreytt þjónustustig. Þökk sé viðbótarfjárheimild þá tókst að styrkja aðgerðastjórn umdæmisins, bæði með mannafla og búnaði, og einnig að efla rannsóknir net- og tölvuglæpa. Almenn löggæsla naut einnig góðs af, en samanlagt voru þetta 120-130 m.kr. sem fóru til þessara mála. Kallað var eftir fjárveitingum til fleiri verkefna, enda miklar kröfur gerðar til lögreglunnar. Það á ekki síst við um þjálfun lögreglumanna og eins að endurnýja gamlan og úreltan búnað, en eignakaup árið 2017 voru umfram áætlun. Sama átti við um gjaldfærðan kostnað vegna endurbóta og lagfæringa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík. Ferðakostnaður jókst á árinu, en hann var ekki síst tilkominn vegna rannsókna mála sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. Þar skiptir alþjóðleg samvinna lögregluliða miklu máli ef árangur á að nást og þarf varla að hafa um það frekari orð. Þrátt fyrir hallarekstur lögðu starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sig alla fram hvað varðar ráðdeild og sparnað, enda er bætt nýting fjármuna á meðal helstu markmiða embættisins. Jafnframt verður að geta niðurskurðar hjá lögreglunni á undanförnum árum, en hann nemur hundruðum milljóna. Því stóð fjármögnun Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 mun verr heldur en við stofnun hennar árið 2007. Umfjöllun um rekstur byggir á bráðabirgðatölum úr ársreikningi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2017.

62



Viðaukar

Tafla 1 - Útsend sektarboð og sektargerðir árið 2017

Útsend Greidd

Sektarboð 1.397 1.324

Sektargerð 1.491 627

Greiðsluseðill 2.877 2.604

Tilkynning 15.010 14.380

Tafla 2 - F jöldi lögreglumenntaðra starfsmanna og annarra starfsmanna í lok janúar 2018 eftir skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Samtals Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

64

Borgarlegir starfsmenn 6 0 2 0 9 0 5 16 38 6 32 4 42 0 4 84

Lögreglumenn 3 2 1 30 189 47 17 0 289 1 6 0 7 1 10 307

Alls 9 2 3 30 198 47 22 16 327 7 38 4 49 1 14 391


Ársskýrsla 2017

Tafla 3 - F jöldi starfsmanna í lok janúar 2018 eftir kyni og skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Samtals Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

Karl 5 2 0 29 144 33 19 9 241 4 11 0 15 0 11 267

Kona 4 0 3 1 54 14 3 7 86 3 27 4 34 1 3 124

Samtals 9 2 3 30 198 47 22 16 327 7 38 4 49 1 14 391

Tafla 4 - F jöldi lögreglumanna í lok janúar 2018 eftir kyni og skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

Karl 3 2 0 29 136 33 16 0 1 6 0 226 0 9 235

Kona 0 0 1 1 53 14 1 0 0 0 0 70 1 1 72

Samtals 3 2 1 30 189 47 17 0 1 6 0 296 1 10 307

65



Ársskýrsla 2017

Tafla 5 - F jöldi borgaralegra starfsmanna í lok janúar 2018 eftir kyni og skipulagseiningum Skipulagseining Yfirstjórn Innri endurskoðun Skrifstofa lögreglustjóra Aðgerðadeild Almenn deild Rannsóknardeild Stoðdeild Ákærudeild Samtals Fjármála og upplýsingatækni Stoðþjónusta og greining Starfsmannamál Samtals Fæðingarorlof Veikindi Alls starfsmenn

Karl 2 0 0 0 8 0 3 9 22 3 5 0 8 0 2 32

Kona 4 0 2 0 1 0 2 7 16 3 27 4 34 0 2 52

Samtals 6 0 2 0 9 0 5 16 38 6 32 4 42 0 4 84

Tafla 6 - Lykiltölur starfsmannamála Heildarfjöldi starfsmanna við lok janúar 2018 Fjöldi ársverka 2017

391 358,33

Hlutfall kvenna af lögreglumönnum

23%

Hlutfall kvenna af borgaralegum starfsmönnum

62%

Hlutfall tapaðara vinnustunda vegna veikinda

7,68%

Starfsmannavelta * lögregla

12,0%

Starfsmannavelta * borgarar

1,0%

Fjöldi lögreglumanna í launalausu leyfi í árslok

18**

* taldir með þeir sem hætta vegna aldurs ** þar af 4 borgarar

67




150 Reykjavík - Sími: 444 1000 - Fax: 444 1015 - www.lrh.is www.facebook.com/logreglan

Hverfisgötu 113-115 105 Reykjavík Vínlandsleið 2-4 113 Reykjavík Dalvegi 18 201 Kópavogi Flatahrauni 11 220 Hafnarfirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.