Viðhorf til lögreglu, ótti við afbrot og reynsla af þeim Viðhorfskönnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins
Viðhorf til lögreglu, ótti við afbrot og reynsla af þeim: Viðhorfskönnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins
Upplýsinga- og áætlanadeild 2012 Snorri Örn Árnason Margrét Lilja Guðmundsdóttir Rannveig Þórisdóttir
Efnisyfirlit Efnisyfirlit ...........................................................................................................................................................3 Myndaskrá ..........................................................................................................................................................3 Töfluskrá .............................................................................................................................................................5 Helstu niðurstöður .............................................................................................................................................6 Inngangsorð........................................................................................................................................................8 Aðferð og gögn ...................................................................................................................................................8 Niðurstöður ......................................................................................................................................................11 Viðhorf til starfa lögreglu og aðgengi að henni ............................................................................................11 Hvaða afbrot telur þú vera mesta vandamálið í þínu hverfi? ......................................................................19 Ótti við afbrot ..............................................................................................................................................22 Reynsla af afbrotum .....................................................................................................................................34 Viðauki..............................................................................................................................................................42 I. Greining á spurningum eftir tegund fyrirlagnar (síma- og netkönnun)....................................................43 II. Greining spurninga – eingöngu símakönnun árið 2011. ..........................................................................47
Myndaskrá Mynd 1. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í þínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum? .......................................................................................................................................... 11 Mynd 2. Hlutfall þeirra sem telja lögreglu vera að sinna mjög eða frekar góðu starfi við að stemma stigum við afbrotum í sínu hverfi, greint eftir árum og lögreglustöð. ................................................ 13 Mynd 3. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Greint eftir árum. ............................................................................................... 14 Mynd 4. Hlutfall þeirra sem telja lögreglu mjög eða frekar aðgengilega í sínu hverfi/svæði, greint eftir árum og lögreglustöð. ........................................................................................................................ 16 Mynd 5. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? Greint eftir árum. .......................................................................................................................................... 17 Mynd 6. Hvaða afbrot telur þú mesta vandamálið í þínu hverfi/svæði? Greint eftir árum. ............................ 19 Mynd 7. Hlutfall þeirra sem töldu innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi/svæði, greint eftir árum og lögreglustöð. ...................................................................................................................................... 21 Mynd 8. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Greint eftir árum...................................................................................... 22
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 3
Mynd 9. Hlutfall þeirra sem sögðust mjög eða frekar örugg(ir) einir á gangi í sínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á, greint eftir árum og lögreglustöð. ............................................................ 24 Mynd 10. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Greint eftir árum. ..................................... 25 Mynd 11. Hlutfall þeirra sem sögðust mjög eða frekar öruggir einir á gangi í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar, greint eftir árum og lögreglustöð. ....................... 27 Mynd 12. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér árið 2010 að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Greint eftir árum............................................................................ 28 Mynd 13. Hlutfall þeirra sem sögðu það einhvern tímann hafa verið líklegt árið 2010 að þeir yrðu fyrir afbroti hér á landi, greint eftir árum og lögreglustöð. ....................................................................... 30 Mynd 14. Þegar þú óttaðist síðast að verða fyrir afbroti, hvaða afbroti óttaðist þú mest að verða fyrir? Greint eftir árum. ............................................................................................................................... 32 Mynd 15. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum, innbroti/þjófnaði eða ofbeldisbroti. Greint eftir árum. .................................................................................................................................................. 34 Mynd 16. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir innbroti eða þjófnaði 2007 til 2010, greint eftir árum og lögreglustöð. ...................................................................................................................................... 36 Mynd 17. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir ofbeldisbroti 2007 til 2010, greint eftir árum og lögreglustöð. ........... 37 Mynd 18. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaspjöllum 2007 til 2010, greint eftir árum og lögreglustöð. ......... 37 Mynd 19. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir innbroti/þjófnaði, eignaspjöllum eða ofbeldisbroti og tilkynntu það til lögreglunnar. Greint eftir könnunarári........................................................................................... 38 Mynd 20. Hlutfall þeirra sem áttu önnur samskipti við lögreglu á árinu 2010. Tegund samskipta greind eftir könnunarári. ............................................................................................................................... 39 Mynd 21. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári? Greint eftir árum. .......................................................................... 40 Mynd 22. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í þínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum? Greint eftir tegund fyrirlagnar. ......................................................................................... 43 Mynd 23. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Greint eftir tegund fyrirlagnar. .......................................................................... 43 Mynd 24. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? Greint eftir tegund fyrirlagnar. ...................................................................................................................... 44 Mynd 25. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Greint eftir tegund fyrirlagnar. ................................................................ 44 Mynd 26. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Greint eftir tegund fyrirlagnar. ................ 45 Mynd 27. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér árið 2010 að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Greint eftir tegund fyrirlagnar. ...................................................... 45 Mynd 28. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári? Greint eftir tegund fyrirlagnar. ..................................................... 46 Mynd 29. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum, innbroti/þjófnaði eða ofbeldisbroti. Greint eftir tegund fyrirlagnar. ............................................................................................................................. 46 Mynd 30. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í þínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum? Gögn úr símakönnun - greind eftir árum. ........................................................................ 47
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 4
Mynd 31. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Gögn úr símakönnun - greind eftir árum. .......................................................... 47 Mynd 32. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? Gögn úr símakönnun - greind eftir árum. ........................................................................................................ 48 Mynd 33. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Gögn úr símakönnun - greind eftir árum. ................................................ 48 Mynd 34. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Gögn úr símakönnun - greind eftir árum. .................................................................................................................................................. 49 Mynd 35. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér árið 2010 að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Gögn úr símakönnun - greind eftir árum. ...................................... 49 Mynd 36. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári? Gögn úr símakönnun - greind eftir árum. ..................................... 50
Töfluskrá Tafla 1. Hlutfall karla og kvenna sem tóku þátt í könnuninni, greint eftir aldri. .................................................. 9 Tafla 2. Þátttakendur í könnuninni, greint eftir kyni, aldri og tegund fyrirlagnar. ............................................. 10 Tafla 3. Flokkun lögreglustöðva og hverfi sem falla undir hverja stöð. .............................................................. 10 Tafla 4. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í hverfi þínu? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. ................................................................................................................................................. 12 Tafla 5. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. ........................................................................ 15 Tafla 6. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? ...................... 18 Tafla 7. Hvaða afbrot telur þú mesta vandamálið í þínu hverfi/svæði? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. ........ 20 Tafla 8. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Greint eftir kyni, aldri og búsetu................................................................ 23 Tafla 9. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. ......................... 26 Tafla 10. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér árið 2010 að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Svarmöguleikar flokkaðir í einhvern tímann eða aldrei og greindir eftir kyni, aldri og búsetu. ............................................................................................................................ 29 Tafla 11. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér árið 2010 að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. Hér eru ekki tekin með svör þeirra sem sögðu „aldrei“. .............................................................................................................................. 31 Tafla 12. Þegar þú óttaðist síðast að verða fyrir afbroti, hvaða afbroti óttaðist þú mest að verða fyrir? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. .................................................................................................................... 33 Tafla 13. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum, innbroti/þjófnaði eða ofbeldisbroti á síðustu 12 mánuðum fyrir könnunina. Greint eftir kyni, aldri og búsetu. ............................................................. 35 Tafla 14. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári? ......................................................................................................... 41
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 5
Helstu niðurstöður o Könnunin var lögð fyrir sumarið 2011. Svarhlutfall á höfuðborgarsvæðinu var 50,5 prósent. Könnunin var lögð fyrir þátttakendur í gegnum síma og internetið. Þetta er í fyrsta skiptið sem gagna er aflað með tvennskonar hætti og vert er að hafa það í huga við lestur niðurstaðna, en fyrri kannanir hafa eingöngu verið framkvæmdar með spurningalista gegnum síma. o Tæp 85 prósent þátttakenda töldu lögreglu almennt skila góðu starfi í sínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum. Fækkar þeim um sex prósentustig frá síðustu könnun. o Þeim sem töldu lögregluna aðgengilega í sínu hverfi fækkar um sjö prósent. Nú eru tæp 63 prósent þátttakenda á þeirri skoðun. o Þátttakendur voru spurðir að því hvaða afbrot þeir teldu mesta vandamálið í sínu hverfi. Tæp 44 prósent nefndu innbrot sem er umtalsvert lægra hlutfall en í síðustu könnun. Tæplega 20 prósent nefndu umferðarlagabrot og fjölgar þeim frá 2010. Tæp 14 prósent nefndu eignaspjöll og fleiri nefndu fíkniefnaneyslu sem mesta vandamálið í sínu hverfi samanborið við árið 2010. o Mikill meirihluti þátttakenda, eða yfir 88 prósent, sagðist mjög eða frekar öruggur einn á gangi að næturlagi í sínu hverfi. Ívið færri töldu sig þó örugga nú samanborið við síðustu könnun. o Um 60 prósent þátttakenda sögðust mjög eða frekar óöruggir væru þeir einir á gangi í miðborg Reykjavíkur eftir myrkur og er hlutfallið ögn lægra en niðurstöður sýndu fyrir árið 2010. o Rúm 48 prósent þátttakenda sögðust aldrei hafa verið í þannig aðstæðum að þeir hefðu talið líkur á að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2010 og fækkar þeim milli ára. Af þeim 52 prósentum sem sögðust einhvern tímann hafa verið í þannig aðstæðum nefndu rúmt 51 prósent að þeir hafi óttast mest að verða fyrir innbroti en það er fækkun frá síðustu könnun. o Af þeim sem höfðu orðið fyrir afbroti árið 2010 nefndu flestir eignaspjöll eða tæp 19 prósent. Rúm 12 prósent þátttakenda höfðu orðið fyrir innbroti/þjófnaði og tæp fjögur prósent höfðu orðið fyrir ofbeldisbroti.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 6
o Rúmlega 59 prósent þeirra sem höfðu orðið fyrir innbroti eða þjófnaði sögðust hafa tilkynnt það til lögreglu en tæplega 36 prósent þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum. Af þeim sem urðu fyrir ofbeldisbroti sögðust 36 prósent hafa tilkynnt það til lögreglu og er það lægsta hlutfall slíkra tilkynninga sem mælst hefur frá upphafi. o Í heildina hafði tæpur þriðjungur þátttakenda samskipti við lögregluna af einhverjum ástæðum árið 2010.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 7
Inngangsorð Á sumarmánuðum 2011 var spurningalistakönnun lögð fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta er fimmta árið í röð sem slík könnun er lögð fyrir. Í könnuninni í ár voru þátttakendur líkt og áður spurðir út í viðhorf til lögreglu, ótta við afbrot og eigin reynslu af afbrotum. Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður könnunarinnar. Annars vegar er heildardreifing svara skoðuð með samanburði við sambærilegar kannanir síðustu ára og hins vegar er dreifing svara greind út frá kyni, aldri og búsetu. Þó úrtak rannsóknarinnar hafi verið stórt þarf að túlka mun á svörum með fyrirvara, sérstaklega þegar fjallað er um mun á milli svæða, enda um mörg svæði að ræða og því kunna að vera fáir svarendur að baki hlutfallstölum. Tekið er sérstaklega fram ef munur er tölfræðilega marktækur, annars er ekki um marktækan mun að ræða.
Aðferð og gögn Fyrirtækið Capacent sá um gagnaöflun og var endanlegt úrtak á höfuðborgarsvæðinu, þegar frá eru taldir annars vegar látnir og hins vegar þeir einstaklingar sem búsettir eru erlendis, 1.244. Heildarsvarhlutfall var 50,5 prósent. Í fyrri könnunum hefur gagna einungis verið aflað gegnum símakönnun, en að þessu sinni var gagna aflað frá þátttakendum með tvennskonar hætti. Í fyrsta lagi með símakönnun þar sem haft var samband við þátttakendur í gegnum síma og í öðru lagi var stuðst svokallaðan netpanel. Þá er fyrirkomulagið þannig að þátttakendur fá könnun senda til sín og svara rafrænt í gegnum internetið. Vert er að hafa í huga að þátttakendur í netkönnunum eru líklegri til að svara „nær miðju“ í samanburði við þátttakendur í símakönnunum. Þannig sýna niðurstöður Capacent að þegar spurningar eru lagðar fyrir á fimm gildum kvarða munar að jafnaði 0,2 á kvarðanum 1-5. Þátttakendur í netkönnunum eru þannig líklegri til að svara frekar sammála en mjög sammála1. Í viðauka skýrslunnar má finna allar spurningarnar sem lagðar voru fyrir þátttakendur, greindar eftir tegund fyrirlagnar (síma- og netkönnun: myndir 22-28) og þá er einnig að finna niðurstöður sem sýna eingöngu niðurstöður símakönnunar fyrir árin 2008-2011 (myndir 30-36). Í nokkrum tilfellum er um töluverðan mun að ræða eftir tegund fyrirlagnar og er viðaukinn unnin til að hægt sé að sjá hvar sá munur liggur. Niðurstöður og samanburð við fyrri ár ber því að túlka með þeim fyrirvara að í þessari könnun er stuðst við aðra gagnaöflunarleið en í fyrri könnunum.
1
Capancent, 2001; óbirt gögn.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 8
Kynjahlutfallið í könnuninni var nokkuð jafnt, þar sem tæp 52 prósent svarenda voru konur á móti rúmum 48 prósentum karla (sjá töflu 1). Ef litið er til þess hvernig aldursdreifing er meðal svarenda má sjá (tafla 1) að hlutfallslega fæstir þátttakendur voru á aldrinum 18 til 25 ára eða sem svarar til tæpum 11 prósentum. Næst fæstir voru á aldrinum 66 ára og eldri, en flestir á aldursbilinu 36 til 45 ára (rúm 21 prósent) og 46 til 55 ára (tæp 22 prósent). Þá voru karlmenn hlutfallslega fjölmennari í yngsta (18 til 25 ára) og elsta aldurshópnum (66 ára og eldri).
Tafla 1. Hlutfall karla og kvenna sem tóku þátt í könnuninni, greint eftir aldri. Aldur þátttakenda Karlar Konur Heild 18-25 ára: 12,3% 9,6% 10,9% 26-35 ára:
17,1%
17,2%
17,2%
36-45 ára:
20,1%
22,4%
21,3%
46-55 ára:
19,7%
23,6%
21,7%
56-65 ára:
17,7%
17,8%
17,7%
13,1% 48,4%
9,4% 51,6%
11,2% 100%
66 ára og eldri: Heild:
Í töflu 2 má sjá hvernig þátttakendur í könnuninni skiptast eftir tegund fyrirlagnar og þá með hliðsjón af kyni og aldri. Þeir sem svöruðu símakönnun voru hlutfallslega flestir í aldurshópnum 18 til 25 ára, þar sem tæp 61 prósent þátttakenda svöruðu könnuninni í gegnum síma á meðan rúm 39 prósent svöruðu netkönnun. Þeir sem svöruðu netkönnuninni voru aftur á móti hlutfallslega flestir í aldursflokkunum 46 til 55 ára (60%) og 56 til 65 ára, þar sem tæp 67 prósent svöruðu á netinu. Þegar á heildina er litið má sjá (tafla 2) að tæp 46 prósent svaranna kom í gegnum síma á meðan 54 prósent þátttakenda svaraði könnuninni gegnum netið.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 9
Tafla 2. Þátttakendur í könnuninni, greint eftir kyni, aldri og tegund fyrirlagnar. Aldur 18-25 ára:
Tegund fyrirlagnar
Karlar
Konur
Heild
Sími: Net:
67,1% 32,9%
52,9% 47,1%
60,7% 39,3%
Sími: Net:
37,7% 62,3%
53,3% 46,7%
45,8% 54,2%
Sími: Net:
40,3% 59,7%
54,1% 45,9%
47,8% 52,2%
Sími: Net:
32,1% 67,9%
46,1% 53,9%
39,9% 60,1%
Sími: Net:
34,7% 65,3%
31,7% 68,3%
33,2% 66,8%
Sími: Net:
64,4% 35,6%
49,3% 50,7%
57,8% 42,2%
Sími: Net:
43,7% 56,3%
47,5% 52,5%
45,7% 54,3%
26-35 ára:
36-45 ára:
46-55 ára:
56-65 ára:
66 ára og eldri:
Heild:
Tafla 3. Flokkun lögreglustöðva og hverfi sem falla undir hverja stöð. Lögreglustöðvar : Stöð 1:
Hverfi sem falla undir hverja stöð: Hlíðar Laugardalur, Háaleiti
Stöð 2:
Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður
Stöð 3:
Breiðholt Kópavogur
Stöð 4:
Árbær, Norðlingaholt, Grafarholt Grafarvogur Mosfellsbær, Kjalarnes
Stöð 5:
Miðborg, Gamli Vesturbær Vesturbær, Seltjarnarnes
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 10
Niðurstöður Viðhorf til starfa lögreglu og aðgengi að henni Þátttakendur voru spurðir hversu góðu eða slæmu starfi þeir teldu lögreglu skila í sínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum. Niðurstöður sýna (mynd 1) að tæp 85 prósent þátttakenda töldu lögreglu skila mjög eða nokkuð góðu starfi í sínu hverfi, á meðan rétt rúm 15 prósent þátttakenda sögðu hana vera að skila frekar slæmu eða mjög slæmu starfi. Ef litið er til svara fyrri ára má sjá að hlutfallslega færri töldu lögreglu skila mjög góðu starfi árið 2011 og að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem töldu lögreglu skila frekar slæmu starfi hækkað í samanburði við fyrri ár. Engu að síður var það yfirgnæfandi meirihluti svarenda sem taldi lögreglu skila mjög eða nokkuð góðu starfi í þeirra hverfi við að stemma stigu við afbrotum (mynd 1). Ef litið er til niðurstaðna eftir tegund fyrirlagnar (mynd 22) má sjá að rétt rúm 17 prósent þeirra sem svöruðu netkönnuninni töldu lögregluna skila mjög góðu starfi á meðan hlutfallið var 22 prósent hjá þeim sem svöruðu könnuninni í gegnum síma.
19,3 Mjög gott starf 18,8
25,8 25,5 65,5 64,9 65,2 68,3
Nokkuð gott starf
2010 12,7
Frekar slæmt starf
Mjög slæmt starf
2011
2009
7,0 6,9 9,7
2008
2,4 2,3 2,5 3,2 Hlutfall í %
Mynd 1. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í þínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum?
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 11
Þegar niðurstöður eru greindar nánar eftir kyni, aldri og búsetu (tafla 4) má sjá að ekki er marktækur munur á viðhorfi karla og kvenna til starfa lögreglunnar og ekki heldur þegar svör þátttakenda eru greind eftir búsetu. Þó munur eftir búsetu sé ekki marktækur kemur fram ívið hærra hlutfall íbúa í Laugardal og Háaleiti, sem og í Hlíðum töldu lögreglu vera að sinna mjög góðu starfi og þá eru hlutfallslega fæstir ánægðir með störf lögreglu í Breiðholti, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi. Niðurstöður sýna að marktækur munur er á svörum þátttakenda eftir aldri. Þannig eru elstu þátttakendurnir marktækt líklegri til að telja lögregluna vera að skila mjög góðu starfi í samanburði við þá sem yngri eru (tafla 4). Hæst er hlutfallið í aldursflokkum 66 ára og eldri þar sem 35 prósent svarenda töldu að lögreglan væri að sinna mjög góðu starfi. Tafla 4. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í hverfi þínu? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. Mjög gott starf
Fjöldi svara Kyn Karlar Konur Aldur* 18-25 ára 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66 ára og eldri Búseta Miðborg, Gamli Vesturbær Hlíðar Vesturbær, Seltjarnarnes Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær Grafarvogur, Grafarholt Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes
536 528
Nokkuð gott starf
Frekar slæmt starf
19% 20%
117 197 237 229 177 107
17% 18% 15% 15% 24% 35%
96 85 75 115 97 62 121 174 59 128 52
18% 25% 19% 27% 14% 16% 16% 18% 22% 20% 19%
Mjög slæmt starf
65% 66% 69% 68% 69% 63% 66% 55% 64% 60% 71% 63% 59% 69% 72% 71% 66% 65% 56%
12% 4% 13% 1% 8% 6% 12% 3% 14% 2% 19% 3% 9%1% 9%1% 15% 4% 15% 9%1% 9%2% 23% 4% 13% 2% 10% 2% 11%1% 8% 3% 13% 3% 17% 8%
* Marktækur munur á milli hópa
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 12
Á mynd 2 má sjá hlutfall þeirra sem sögðu lögreglu sinna mjög eða frekar góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í sínu hverfi greint eftir lögreglustöð og ártali könnunar. Niðurstöður sýna að í öllum tilfellum árið 2011 voru hlutfallslega færri þátttakendur sem töldu að lögreglan vera að sinna mjög eða frekar góðu starfi borið saman við fyrri ár. Íbúar á svæði lögreglustöðvar 3 (Breiðholt og Kópavogur) voru síst ánægðir með störf lögreglunnar en þar voru 83 prósent ánægðir. Hlutfallið var aftur á móti hæst meðal íbúa á svæði lögreglustöðvar 1 (Hlíðar, Háaleiti og Laugardalur) þar sem rúm 87 prósent sögðust vera ánægðir með störf lögreglu. Ekki er marktækur munur milli lögreglustöðva (mynd 2).
87,5 Stöð 1
90,8 88,0
96,6
85,5 88,2 88,6 87,2
Stöð 2
2011 83,0 Stöð 3
89,0 90,6 90,1
84,3 Stöð 4 84,7
2010 2009 2008
91,4 92,2
84,8 87,9 90,8 83,5
stöð 5 Hlutfall í %
Mynd 2. Hlutfall þeirra sem telja lögreglu vera að sinna mjög eða frekar góðu starfi við að stemma stigum við afbrotum í sínu hverfi, greint eftir árum og lögreglustöð.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 13
Í könnuninni voru þátttakendur spurðir að því hversu aðgengileg eða óaðgengileg þeim þætti lögreglan vera í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Á mynd 3 má sjá að rúm 62 prósent svarenda sögðu lögregluna vera mjög eða frekar aðgengilega. Í samanburði við fyrri ár þá lækkar hlutfall þeirra sem telja lögregluna vera mjög aðgengilega úr tæplega 24 prósentum árið 2010 í tæp 17 prósent árið 2011. Hlutfall þeirra sem töldu lögregluna frekar aðgengilega hélst hins vegar óbreytt á milli ára eða tæp 46 prósent. Í takt við þessar niðurstöður hækkar hlutfall þeirra sem töldu lögregluna vera frekar og mjög óaðgengilega (mynd 3). Ef litið er til niðurstaðna könnunarárið 2011 og þær greindar eftir tegund fyrirlagnar má sjá (mynd 23) að töluverður munur kemur fram eftir því hvernig gögnum var aflað. Þannig sögðu rúm 13 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni í gegnum netið lögregluna vera mjög aðgengilega, en rúmt 21 prósent þeirra sem svöruðu í gegnum síma.
16,8 23,7 26,3 23,7
Mjög aðgengileg
45,7 45,7 47,5 44,2
Frekar aðgengileg
25,9 21,2 18,1 22,6
Frekar óaðgengileg
Mjög óaðgengileg
2011 2010 2009 2008
11,7 9,3 8,2 9,5 Hlutfall í %
Mynd 3. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 14
Í töflu 5 má sjá niðurstöður spurningarinnar um aðgengi að lögreglu, greindar eftir kyni, aldri og búsetu. Ekki er marktækur munur þegar litið er til kyns og aldurs þó niðurstöður sýni að þeir sem eru í elsta aldursflokknum (66 ára og eldri) séu hlutfallslega líklegri til að telja lögregluna mjög aðgengilega í samanburði við þátttakendur í öðrum aldursflokkum. Marktækur munur kemur aftur á móti fram milli hópa þegar litið er á niðurstöður eftir búsetu. Þannig voru íbúar í Hlíðum, Laugardal og Háaleiti, Miðborg og Gamla Vesturbæ líklegastir til að segja lögreglu mjög aðgengilega á meðan íbúar í Mosfellsbæ og Kjalarnesi og í Breiðholti sögðu hana frekar mjög óaðgengilega.
Tafla 5. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Greint eftir kyni, aldri og búsetu.
Fjöldi svara Kyn Karlar Konur Aldur 18-25 ára 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66 ára og eldri Búseta* Miðborg, Gamli Vesturbær Hlíðar Vesturbær, Seltjarnarnes Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær Grafarvogur, Grafarholt Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes
489 472
Mjög aðgengileg
Frekar aðgengileg
Frekar óaðgengileg
Mjög óaðge ngileg
17%
43%
17%
112 1 6 % 158 1 6 % 223 1 3 % 215 1 6 % 167 1 6 % 30% 86 82 79 73 89 85 54 119 156 57 124 43
48%
44%
9%
30%
4%
22%
25% 48%
9%
24% 24%
43%
31%
46%
9% 13%
28%
46%
35% 48%
37%
10%
20%
46%
39%
11%
14%
21%
56%
18% 7%
12%
15%
44%
19% 9%
11%
49%
19% 13%
11%
28% 26%
41%
22%
13%
26% 28%
48%
10%
10%
26%
46%
27%
14%
26%
46%
21%
13%
26%
48%
22% 30%
8% 11% 13%
26%
* Marktækur munur á milli hópa
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 15
Þegar hlutfall þeirra sem sögðu lögreglu vera mjög eða frekar aðgengilega í sínu hverfi/svæði er greint eftir lögreglustöðvum (mynd 4) má sjá að í öllum tilfellum nema einu lækkaði hlutfallið milli ára. Það voru aðeins íbúar á þeim svæðum sem lögreglustöð 2 (Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes) sinnir sem töldu lögregluna aðgengilegri nú í samanburði við árið 2010. Hlutfall þeirra sem töldu lögregluna vera mjög eða frekar aðgengilega er lægst á því svæði sem lögreglustöð 4 (Grafarvogur, Árbær, Grafarholt, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós) sinnir, eða sem nemur 56 prósentum á meðan hlutfallið er hæst (69,6%) meðal íbúa á svæði lögreglustöðvar 1 (Laugardalur, Háaleiti og Hlíðar). Ekki martækur munur á milli lögreglustöðva.
69,6 79,7 80,5
Stöð 1 66,5 61,9 59,5
Stöð 2
68,9 68,6
2011 2010
60,2 Stöð 3 67,5 56,0 59,6
Stöð 4
2009 2008
65,7 67,3 67,7
stöð 5
74,4 77,5
74,3
71,0
78,8
Hlutfall í % Mynd 4. Hlutfall þeirra sem telja lögreglu mjög eða frekar aðgengilega í sínu hverfi/svæði, greint eftir árum og lögreglustöð.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 16
Til að meta sýnileika lögreglu eru þátttakendur spurðir að því hversu oft, að jafnaði, þeir sjá lögreglumann eða lögreglubíl í sínu hverfi og/eða byggðarlagi (mynd 5). Eins og fram kemur sögðust hlutfallslega flestir sjá lögreglu í sínu hverfi einu sinni í mánuði eða sjaldnar (37,6%) á meðan rúm 12 prósent sögðust aldrei sjá lögreglu á þeim slóðum (mynd 5). Þegar skoðuð er þróun síðustu ára má sjá að helst hefur orðið breyting á hlutfalli þeirra sem sögðust sjá lögreglumann eða lögreglubíl í sínu hverfi oft, það er oftar en einu sinni í viku. Á sama tíma hefur þeim fjölgað sem sögðust sjá lögreglumann eða lögreglubíl í sínu hverfi einu sinni í mánuði eða sjaldnar. Því virðist ekki verða mikil breyting á hlutfalli þeirra sem sögðust sjá lögreglumann eða lögreglubíl í sínu hverfi, en hins vegar segjast íbúar sjá lögreglu sjaldnar nú en áður. Þegar litið er til niðurstaðna eftir tegund fyrirlagnar (mynd 24) má sjá að þeir sem svörðuðu í gegnum síma voru ívið líklegri til að segjast sjá lögreglu oftar en einu sinni í viku í sínu hverfi eða aldrei en þeir sem svöruðu á netinu. Þeir sem svöruðu á netinu voru hins vegar líklegri til að segjast sjá lögreglu stundum.
Aldrei
12,2 11,4 10,9 12,8 37,6 32,5 31,5 30,4
Einu sinni í mán. eða sjaldnar
2011 2010 2009
2-3 sinnum í mán./vikulega
28,7 27,2 29,1 25,9
2008
21,5 Oftar en einu sinni í viku
29,0 28,5 30,9 Hlutfall í %
Mynd 5. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 17
Þegar niðurstöður spurningarinnar um sýnileika lögreglunnar í hverfi og/eða byggðarlagi eru greindar eftir kyni má sjá að konur eru marktækt líklegri en karlar til að segjast aldrei sjá lögreglu í sínu hverfi (tafla 6). Að sama skapi kemur fram marktækur munur þegar litið er til niðurstaðna eftir aldri og eru þátttakendur í elsta aldursflokknum líklegastir til að segjast aldrei sjá lögreglu í sínu hverfi á meðan slíkt á síst við um svarendur í tveimur yngstu aldursflokkunum. Þá sýna niðurstöður einnig marktækan mun eftir búsetu þátttakenda. Íbúar í Miðborg og Gamla Vesturbæ eru hlutfallslega líklegastir til að segjast sjá lögreglu oftar en einu sinni í viku í sínu hverfi á meðan hlutfall þeirra sem segjast aldrei sjá lögreglu í sínu hverfi er hlutfallslega hæst meðal íbúa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi (tafla 6).
Tafla 6. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? Aldrei Einu sinni í mán. eða sjaldnar 2-3 sinnum í mán./vikulega Oftar en einu sinni í viku 39% 29% 36% 28%
Fjöldi svara Kyn * Karlar 638 9% 22% Konur 680 15% 21% Aldur* 18-25 ára 143 9% 30% 34% 27% 26-35 ára 227 7% 35% 32% 25% 36-45 ára 286 13% 40% 29% 19% 46-55 ára 289 10% 42% 30% 18% 56-65 ára 228 14% 39% 25% 22% 66 ára og eldri 145 23% 33% 22% 21% Búseta * Miðborg, Gamli Vesturbær 111 1% 34% 28% 37% Vesturbær, Seltjarnarnes 104 5% 38% 26% 32% Hlíðar 99 6% 34% 39% 20% Laugardalur, Háaleiti 143 18% 43% 24% 15% Breiðholt 116 5% 37% 33% 25% Árbær 71 14% 32% 39% 14% Grafarvogur, Grafarholt 159 19% 39% 25% 17% Kópavogur 213 9% 41% 30% 20% Garðabær, Álftanes 77 21% 36% 21% 22% Hafnarfjörður 165 15% 38% 28% 19% Mosfellsbær, Kjalarnes 60 27% 30% 25% 18% * Marktækur munur á milli hópa
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 18
Hvaða afbrot telur þú vera mesta vandamálið í þínu hverfi? Í könnuninni voru þátttakendur beðnir um að meta hvað afbrot þeir teldu vera mesta vandamálið í sínu hverfi. Mynd 6 sýnir niðurstöður þeirrar spurningar í samanburði við þrjú síðastliðin ár. Líkt og árin á undan töldu hlutfallslega flestir innbrot vera mesta vandamálið í þeirra hverfi þó hlutfallið lækki umtalsvert milli ára. Þannig töldu tæp 44 prósent svarenda innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi árið 2011 á meðan hlutfallið var tæp 60 prósent árið 2010. Það ár hafði hlutfall þeirra sem töldu innbrot mesta vandamálið í sínu hverfi hækkað um rúm 4 prósentustig milli ára. Í flokkunum umferðarlagabrot, eignaspjöll/skemmdarverk, fíkniefnaneysla og þjófnaður hækka hlutföllin aftur á móti lítillega á milli ára. Niðurstöður sýna þó greinilega að svarendur telja innbrot enn vera mesta vandamálið í sínu hverfi (mynd 6).
43,8 Innbrot 32,2 19,6 16,3 16,9
Umferðarlagabrot
Eignaspjöll-skemmdarverk
9,4 7,4
59,8 56,0
30,4
13,9 17,2
8,3
Fíkniefnaneysla
Þjófnaður
Ofbeldi-líkamsárásir
Hávaði og ölvun
Annað
2011
3,3 7,2 5,3 8,8 6,6 7,2 5,4 1,8 2,0 2,7 2,8 0,5 1,5 1,2 3,0 3,4 1,1 1,5 3,8
2010 2009 2008
Hlutfall í % Mynd 6. Hvaða afbrot telur þú mesta vandamálið í þínu hverfi/svæði? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 19
Niðurstöður sýna að ekki er marktækur munur á viðhorfi kynja til þess hvaða brot er talið mesta vandamálið í þeirra hverfi (tafla 7). Marktækur munur kemur aftur á móti fram þegar niðurstöður eru greindar eftir aldri þátttakenda. Þátttakendur 66 ára og eldri eru þannig marktækt líklegri í samanburði við aðra til að telja innbrot mesta vandamálið á meðan stærri hluti þátttakenda í yngsta aldurflokknum (18 til 25 ára) telur að fíkniefnaneysla sé mesta vandamálið í sínu hverfi. Þegar svörin eru greind eftir búsetu kemur fram að hlutfallslega fleiri íbúar í Árbæ töldu innbrot mesta vandamálið miðað við svör íbúa á öðrum svæðum. Íbúar í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi voru líklegri en íbúar annarra svæða til að telja umferðarlagabrot mesta vandamálið og áhyggjur af eignaspjöllum voru algengari meðal íbúa Breiðholts, Miðborgar og Gamla Vesturbæjar, Laugardals og Háaleitis. Þjófnaðir voru taldir meiri vandi af íbúum Garðabæjar og Álftaness og fíkniefnaneysla meðal íbúa Breiðholts og Árbæjar í samanburði við önnur svæði. Marktækur munur er á svörum eftir svæðum höfuðborgarinnar. Tafla 7. Hvaða afbrot telur þú mesta vandamálið í þínu hverfi/svæði? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. Fjöldi svara Kyn Karlar Konur Aldur* 18-25 26-35 36-45 46-55 56-65 66 og eldri Búseta* Miðborg, Gamli Vesturbær Vesturbær, Seltjarnarnes Hlíðar Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær Grafarvogur, Grafarholt Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes
Innbrot
Umferðarlagabrot
Eignaspjöll
Þjófnaður
Fíkniefnaneysla
Annað
510 522
42,7% 44,3%
20,4% 18,6%
14,1% 13,6%
10,2% 7,3%
8,0% 8,4%
4,5% 7,9%
115 183 230 234 173 97
35,7% 37,2% 45,2% 47,0% 45,1% 49,5%
17,4% 21,3% 22,2% 19,7% 19,1% 12,4%
8,7% 17,5% 13,5% 15,4% 15,0% 8,2%
8,7% 9,8% 7,4% 8,1% 8,1% 12,4%
17,4% 7,7% 6,1% 7,3% 6,4% 9,3%
12,2% 6,6% 5,7% 2,6% 6,4% 8,2%
92 89 74 110 101 59 112 166 58 124 47
27,2% 31,5% 48,6% 42,7% 44,6% 66,1% 47,3% 43,4% 43,1% 46,0% 46,8%
16,3% 27,0% 21,6% 17,3% 6,9% 6,8% 25,9% 23,5% 24,1% 21,0% 17,0%
18,5% 13,5% 17,6% 18,2% 18,8% 6,8% 14,3% 11,4% 13,8% 6,5% 14,9%
9,8% 9,0% 1,4% 6,4% 5,0% 3,4% 6,3% 11,4% 15,5% 13,7% 12,8%
10,9% 9,0% 2,7% 8,2% 17,8% 16,9% 5,4% 5,4% 1,7% 7,3% 6,4%
17,4% 10,1% 8,1% 7,3% 6,9% 0,9% 4,8% 1,7% 5,6% 2,1%
*Marktækur munur milli hópa
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 20
37,7 Stöð 1
53,8
31,3
59,0
45,1 Stöð 2
65,8
53,3
31,1 43,8
57,1
Stöð 3 34,2
Stöð 4 32,9 36,7 30,6
2010
62,2
2009 52,3
stöð 5
2011
49,3
2008
59,0 58,1
58,4
Hlutfall í %
Mynd 7. Hlutfall þeirra sem töldu innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi/svæði, greint eftir árum og lögreglustöð.
Mynd 7 sýnir hlutfall þeirra sem sögðu innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi/svæði, greint eftir lögreglustöð. Niðurstöður sýna að í öllum tilfellum lækkar hlutfall þeirra sem töldu innbrot vera mesta vandamálið árið 2011 í samanburði við árið 2010. Á mynd 7 má einnig sjá að árin 2009 og 2010 hækkaði hlutfall þeirra sem töldu innbrot mesta vandamálið í sínu hverfi og sýna niðurstöður nú fyrir árið 2011 hlutfall sem er meira í takt við það sem niðurstöður sýndu árið 2008. Hlutfall þeirra sem töldu innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi er hæst meðal íbúa á svæðinu sem fellur undir lögreglustöð 4 (Grafarvogur, Árbær, Grafarholt, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós), eða rúm 52,3 prósent en lægst er það meðal íbúa á svæðum lögreglustöðvar 1 (Laugardalur, Háaleiti og Hlíðar) eða 37,7 prósent, og lögreglustöðvar 5 (Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes) þar sem það var 36,7 prósent. Ekki er marktækur munur á milli lögreglustöðva.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 21
Ótti við afbrot Líkt og í fyrri könnunum voru þátttakendur í ár beðnir um að meta eigið öryggi væru þeir einir á gangi í sínu hverfi eða byggðarlagi eftir að myrkur er skollið á (mynd 8). Niðurstöður sýna að yfirgnæfandi meirihluti taldi sig vera örugga (mjög eða frekar) þar eina á gangi að næturlagi. Hlutfall þeirra sem sögðust vera mjög öruggir einir á gangi í sínu hverfi eða byggðarlagi lækkaði þó á milli ára. Þannig á slíkt við um tæp 41 prósent svarenda árið 2011 á meðan rétt tæp 52 prósent svöruðu því til árið 2010. Hlutfall þeirra sem sögðust vera frekar öruggir hækkar aftur á móti milli ára þannig að í heild er svipað hlutfall svarenda sem upplifir sig örugga eina á gangi eftir að myrkur er skollið á, eða um 90 prósent. Ef litið er til niðurstaðna eftir tegund fyrirlagnar kemur fram mikill munur á svörum eftir því hvort þátttakendur svöruðu könnuninni í gegnum netið eða síma (mynd 25). Þannig sögðust rúm 32 prósent þátttakenda sem svöruðu netkönnuninni að þeir væru mjög öruggir einir á gangi í sínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á, á meðan hlutfallið var tæpt 51 prósent meðal þeirra sem svöruðuð könnuninni í gegnum síma (sjá nánar mynd 25).
40,7 51,9 51,8 49,2
Mjög örugg(ur)
47,4 38,7 37,7 40,4
Frekar örugg(ur)
2011 2010
8,9 6,9 8,3 7,1
Frekar óörugg(ur)
Mjög óörugg(ur)
2009 2008
3,1 2,5 2,3 3,2 Hlutfall í %
Mynd 8. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 22
Karlar eru marktækt líklegri til að finna fyrir meira öryggi á sínum heimaslóðum í samanburði við konur en einungis sex prósent þeirra sögðust finna fyrir óöryggi á móti 18 prósentum kvenna (tafla 8). Þá kemur fram líkt og fyrri ár að almennt finna yngri svarendur fyrir meira öryggi einir á gangi að næturlagi í sínu hverfi en hinir eldri. Um tölfræðilega marktækan mun er að ræða í báðum tilvikum. Þegar svör eru greind eftir svæðum sýna niðurstöður marktækan mun. Þannig eru íbúar Breiðholts óöruggari í samanburði við íbúa annarra svæða, en þar á eftir koma íbúar Miðborgar og Gamla Vesturbæjar. Íbúar Mosfellsbæjar og Kjalarness eru hlutfallslega líklegastir til að telja sig örugga eina á gangi í sínu hverfi/byggðarlagi eftir að myrkur er skollið á, þar sem einungis þrjú prósent upplifa sig frekar óörugga í því bæjarfélagi og enginn svarenda taldi sem mjög óöruggan (tafla 8). Tafla 8. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Greint eftir kyni, aldri og búsetu.
Fjöldi svara Kyn * Karlar Konur Aldur * 18-25 ára 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66-76 ára Búseta * Miðborg, Gamli Vesturbær Vesturbær, Seltjarnarnes Hlíðar Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær, Grafarholt Grafarvogur Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes * Marktækur munur á milli hópa
Mjög örugg(ur)
Frekar örugg(ur)
Frekar óörugg(ur)
Mjög óörugg(ur)
52%
41%
5% 1% 13% 5%
645 677
30%
150 232 288 293 231 128
55% 44% 45% 38% 33% 27%
37% 6% 2% 48% 6% 1% 45% 7% 2% 50% 9% 3% 52% 11% 4% 49% 16% 7%
112 105 101 146 112 70 158 210 77 170 61
35% 39% 49% 40% 25% 41% 36% 39% 49% 51% 51%
46% 16% 3% 10% 2% 50% 40% 7% 5% 46% 10% 4% 53% 13% 9% 46% 11% 1% 56% 5% 3% 51% 9% 1% 39% 8% 4% 41% 6% 2% 46% 3%
53%
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 23
Stöð 1
77,8
87,3 86,2 86,7 90,7 91,5 89,3 92,2
Stöð 2
85,4 86,5 88,9 82,1
Stöð 3
92,0 93,3 91,5 93,6
Stöð 4
stöð 5
77,6
2011 2010 2009 2008
84,5 83,4 86,5
Hlutfall í % Mynd 9. Hlutfall þeirra sem sögðust mjög eða frekar örugg(ir) einir á gangi í sínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á, greint eftir árum og lögreglustöð.
Á mynd 9 má sjá hlutfall þeirra sem sögðust mjög eða frekar öruggir einir á gangi í sínu hverfi/byggðarlagi eftir að myrkur er skollið á eftir lögreglustöðvum. Hlutfall þeirra sem sögðust mjög eða frekar öruggir er svipað og niðurstöður sýndu árið 2010. Þó yfirgnæfandi meirihluti svarenda upplifi sig eins og áður segir örugga í sínu hverfi einir á gangi eftir að myrkur er skollið á, er hlutfallið lægst meðal íbúa þess svæðis sem fellur undir lögreglustöð 5 (Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes) en hæst meðal íbúa lögreglustöðvar 4 (Grafarvogur, Árbær, Grafarholt, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós). Ekki er marktækur munur milli lögreglustöðva.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 24
Þegar þátttakendur voru spurðir að því hversu öruggir eða óöruggir þeir væru einir á gangi í miðborg Reykjavíkur eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar (mynd 10) má sjá að meirihluti svarenda taldi sig vera mjög eða frekar óöruggan. Þessar niðurstöður eru í takt við niðurstöður fyrri ára þar sem innan við 40 prósent svarenda taldi sig vera mjög eða frekar öruggan á meðan ríflegur meirihluti svarenda upplifði sig mjög eða frekar óöruggan einan á gangi eftir miðnætti í miðborg Reykjavíkur. Nokkur munur kemur fram á svörum eftir því hvort þátttakendur svöruðu könnuninni í gegnum netið eða síma (mynd 26). Þannig sögðu tæp sex prósent þátttakenda sem svöruðu netkönnuninni að þeir væru mjög öruggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á, á meðan hlutfallið var tæp 11 prósent meðal þeirra sem svöruðuð könnuninni í gegnum síma. Aftur á móti sögðust rúm 35 prósent þátttakenda sem svöruðu netkönnuninni vera frekar óöruggir en rúm 30 prósent þeirra sem svöruðu gegnum síma (sjá mynd 26).
Mjög örugg(ur)
Frekar örugg(ur)
Frekar óörugg(ur)
Mjög óörugg(ur)
8,0 9,8 6,8 10,1 31,8 28,3 30,2 27,1 33,0 35,0 34,3 33,4
2011 2010 2009 2008
27,1 26,9 28,8 29,3 Hlutfall í %
Mynd 10. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Greint eftir árum.
Líkt og áður eru karlar líklegri en konur til að segjast mjög eða frekar öruggir einir á gangi eftir miðnætti um helgar í miðborg Reykjavíkur. Þá sýna niðurstöður marktækan mun þegar litið er aldurs. Þeir sem eru á aldrinum 18 til 25 ára eru mun líklegri til að finna til öryggis við þessar aðstæður í samanburði við þá sem tilheyra eldri aldursflokkunum (tafla 9). Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 25
Niðurstöður sýna einnig marktækan mun þegar litið er til búsetu. Þannig eru íbúar Miðborgar og Gamla Vesturbæjar hlutfallslega líklegri í samanburði við íbúa annarra svæða til að upplifa sig örugga eina á gangi eftir miðnætti í miðborg Reykjavíkur. Í kjölfar þeirra koma síðan íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness. Íbúar Grafarvogs og Grafarholts ásamt íbúum Hafnarfjarðar upplifa sig hlutfallslega óöruggasta í samanburði við íbúa annarra hverfa/svæða.
Tafla 9. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Greint eftir kyni, aldri og búsetu.
Fjöldi svara Kyn * Karlar Konur Aldur * 18-25 ára 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66 ára og eldri Búseta * Miðborg, Gamli Vesturbær Vesturbær, Seltjarnarnes Hlíðar Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær Grafarvogur, Grafarholt Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes * Marktækur munur á milli hópa
538 12% 512 4% 19%
Mjög örugg(ur)
Frekar örugg(ur)
Frekar óörugg(ur)
Mjög óörugg(ur)
44%
147 16% 215 8% 40% 250 4% 28% 237 6% 29% 144 8% 19% 57 9% 14% 105 93 89 113 82 57 128 163 52 122 46
28% 38%
49%
23% 35%
36% 34% 32% 39%
16% 38% 12% 17%
32% 30% 40% 39%
17% 42% 32% 9% 12% 37% 33% 18% 7% 45% 24% 25% 10% 35% 25% 30% 10% 29% 30% 30% 4% 37% 35% 25% 5% 20% 45% 31% 4% 28% 37% 31% 8% 37% 27% 29% 7% 22% 35% 36% 9% 30% 30% 30%
Þegar þróunin er skoðuð eftir svæðum (mynd 11) vekur athygli hve hátt hlutfall íbúa sem búa á svæðum sem tilheyra lögreglustöð 5 (Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes) segjast öruggir í miðborg Reykjavíkur í samanburði við íbúa annarra svæða. Að sama skapi sýna niðurstöður að hlutfall þeirra íbúa sem upplifa sig mjög eða frekar örugga hækkar töluvert þegar litið er til íbúa sem tilheyra svæðum lögreglustöðva 5 og 1 (Laugardalur, Háaleiti og Hlíðar) á meðan það helst svipað meðal íbúa annarra stöðva. Ekki er marktækur munur á milli lögreglustöðva. Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 26
46,6 41,8 40,9 38,9
Stöð 1
Stöð 2
Stöð 3
Stöð 4
stöð 5
33,3 31,9 29,5 29,7
2011 2010 2009 2008
34,3 38,0 35,8 36,9 31,2 31,8 31,6 34,2 55,7 49,6 51,7 48,5 Hlutfall í %
Mynd 11. Hlutfall þeirra sem sögðust mjög eða frekar öruggir einir á gangi í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar, greint eftir árum og lögreglustöð.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 27
Þátttakendur voru spurðir hversu oft aðstæður hefðu verið þannig hjá þeim á síðastliðnu ári að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti. Athygli vekur að enn fjölgar þeim sem upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti. Þannig sögðu 32 prósent þátttakenda árið 2008 að þeir hafi talið aðstæður einhverntíman á síðastliðnu ári hafa verið þannig að þeir teldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti. Sambærilegt hlutfall árið 2011 var tæplega 52 prósent (mynd 12). Stökkið er einna mest milli áranna 2010 og 2011 meðal þeirra sem segjast þetta hafa gerst mjög sjaldan. Þegar niðurstöður eru greindar eftir tegund fyrirlagnar (mynd 27) má sjá að breytingar milli 2010 og 2011 eru helst til komnar vegna þess hve hátt hlutfall þeirra sem svöruðu könnuninni á netinu sagði aðstæður á síðastliðnu ári einhverntíman hafa verið þannig að þeir óttuðust að verða fyrir afbroti. Þannig sögðust tæp 57 prósent þátttakenda símakönnunarinnar að slíkt hafi aldrei átt við á meðan hlutfallið er rúmt 41 prósent meðal þátttakenda sem svöruðu könnuninni í gegnum netið (sjá nánar mynd 27).
48,4
Aldrei
17,3 14,7 13,7
Frekar sjaldan
18,8 16,1 16,9 13,9
Mjög oft
62,6 67,9
23,4
Mjög sjaldan
Frekar oft
57,0
2011 2010 2009 2008
7,4 6,8 4,3 3,2 2,0 2,8 1,6 1,3 Hlutfall í %
Mynd 12. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér á síðastliðnu ári að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 28
Niðurstöður sýna að ekki er marktækur munur á svörum eftir kyni eða búsetu. Þegar niðurstöður eru greindar eftir aldri má aftur á móti sjá að yngri þátttakendurnir voru líklegri en þeir eldri til að segjast hafa talið það líklegt einhvern tímann á síðasta ári að þeir yrðu fyrir afbroti (tafla 10). Þessar niðurstöður eru athygliverðar og þá sér í lagi í ljósi þess að almennt eru eldri aldurshóparnir líklegri til að segjast óttast afbrot en þeir sem yngri eru.
Tafla 10. Þeir sem sögðu aðstæður hafa verið þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti hér á landi, svarmöguleikar flokkaðir í einhvern tímann eða aldrei, greindir eftir kyni, aldri og búsetu. Einhvern tímann
Fjöldi svara Kyn Karlar Konur Aldur * 18-25 ára 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66 og eldri Búseta Miðborg, Gamli Vesturbær Vesturbær, Seltjarnarnes Hlíðar Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær Grafarvogur, Grafarholt Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes * Marktækur munur á milli hópa
Aldrei
626 671
50% 53%
50% 47%
141 220 280 284 229 143
55% 62% 56% 52% 48%
45% 38% 44% 48% 52%
107 103 97 145 112 69 156 209 75 165 59
29% 50% 49% 47% 55% 57% 55% 51% 52% 40% 50% 59% 30%
71% 50% 51% 53% 45% 43% 45% 49% 48% 60% 50% 41% 70%
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 29
Hlutfall þeirra sem sögðu það einhvern tímann hafa verið líklegt á síðastliðnu ári að verða fyrir afbroti hækkar í öllum hverfum/svæðum (mynd 13). Af þeim sem sögðust hafa talið líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti á síðastliðnu ári, er hlutfallið hæst meðal íbúa á svæði lögreglustöðva 3 (Kópavogur og Breiðholt) og 4 (Grafarvogur, Árbær, Grafarholt, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós), sem og á svæði lögreglustöðvar 1 (Laugardalur, Háaleiti og Hlíðar).
Ekki er marktækur munur milli
lögreglustöðva.
Stöð 1 34,2 Stöð 2
32,9 33,5
28,1
stöð 5
34,1 31,0
52,4
47,1 43,9
2010 2009 2008
42,2
40,2 37,1
2011 53,9
41,3 41,2
Stöð 3
Stöð 4
42,9 40,2
53,9
49,0 46,5
Hlutfall í %
Mynd 13. Hlutfall þeirra sem sögðu það einhvern tímann hafa verið líklegt á undanförnu ári að þeir yrðu fyrir afbroti hér á landi, greint eftir árum og lögreglustöð.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 30
Ekki er hægt að greina marktækan mun eftir kyni, aldri eða búsetu þegar niðurstöður eru skoðaðar fyrir þann hóp sem sagðist einhvern tímann á liðnu ári hafa talið líklegt að verða fyrir afbroti (tafla 11). Niðurstöður sýna þó að vel yfir helmingur þátttakenda á aldrinum 56-65 ára sagði aðstæður mjög sjaldan hafa verið þannig að þeir hafi óttast að verða fyrir afbroti. Í samanburði milli svæða sögðust hlutfallslega flestir íbúar Hlíðahverfis eða 63 prósent sjaldan hafa verið í aðstæðum þar sem þeir óttuðust að verða fyrir afbroti.
Tafla 11. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér árið 2010 að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Greint eftir kyni, aldri og búsetu. Hér eru ekki tekin með svör þeirra sem sögðu „aldrei“.
Mjög sjaldan Frekar oft
Fjöldi svara Kyn Karlar 313 Konur 356 Aldur 18-25 ára 77 26-35 ára 136 36-45 ára 156 46-55 ára 148 56-65 ára 111 66-76 ára 41 Búseta Miðborg, Gamli Vesturbær 54 Vesturbær, Seltjarnarnes 50 Hlíðar 46 Laugardalur, Háaleiti 80 Breiðholt 64 Árbær, Grafarholt 38 Grafarvogur 80 Kópavogur 109 Garðabær, Álftanes 30 Hafnarfjörður 83 Mosfellsbær, Kjalarnes 35 Ekki er marktækur munur á milli hópa
49% 42% 47% 46% 40% 45% 53% 41%
Frekar sjaldan Mjög oft 33% 39%
15% 3% 14% 5%
40% 29% 40% 36% 35% 41%
56% 50% 63% 43% 41% 39% 45% 39% 43% 42% 49%
24% 32% 41% 38% 39% 39% 46% 37% 37% 20%
40%
38%
13% 18% 7% 13% 6% 16% 3% 10% 2% 15% 2%
17% 4% 14% 4% 28% 7% 2% 10% 6% 17% 5% 13% 8% 15% 1% 13% 2% 17% 3% 16% 5% 26% 6% 16%
6%
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 31
Þeir sem sögðust einhvern tímann hafa verið í þeim aðstæðum að þeir teldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti, voru spurðir út í það hvaða afbroti þeir óttuðust mest að verða fyrir (mynd 14). Um helmingur þeirra sagðist hafa óttast mest að verða fyrir innbroti, eða rúm 51 prósent. Hér sýna niðurstöður að hlutfall þeirra sem sögðust óttast mest að verða fyrir innbroti lækkar umtalsvert milli ára en tæpt 61 prósent svaraði því til árið 2010. Hlutfall þeirra sem sögðust óttast þjófnað, kynferðisbrot og eignaspjöll hækkaði aftur á móti milli ára á sama tíma og hlutfall þeirra sem óttuðust ofbeldisbrot hélst svipað (mynd 14).
51,3 Innbrot
60,5 56,2 22,0 22,3 24,3
Ofbeldi-líkamsárásir 9,7 6,1 7,5
Þjófnaður Kynferðisbrot Eignaspjöllskemmdarverk Rán Umferðarlagabrot Annað
3,8 2,0 3,6
2011
7,1 4,7 2,9
2010 2009
2,2 1,2 2,9 0,5 0,7 1,2 3,5 2,5 1,2 Hlutfall í %
Mynd 14. Þegar þú óttaðist síðast að verða fyrir afbroti, hvaða afbroti óttaðist þú mest að verða fyrir? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 32
Marktækur munur er á kynjum þegar skoðað er hvaða broti þátttakendur óttuðust að verða fyrir. Konur eru marktækt líklegri í samanburði við karla til að óttast að verða fyrir innbroti. Þá eru karlar hlutfallslega líklegri en konur til að óttast ofbeldi eða líkamsárásir (tafla 12). Marktækur munur kemur einnig í ljós þegar niðurstöður er greindar eftir aldri og munar þar mestu um að yngsti aldurshópurinn óttast mest önnur brot en innbrot og ofbeldi/líkamsárásir. Þá voru þátttakendur á aldrinum 18 til 25 ára einnig hlutfallslega líklegri til að óttast ofbeldi- og líkamsárásir í samanburði við aðra aldurshópa. Íbúar í Grafarvogi og Grafarholti, Laugardal og Háaleiti og Hafnarfirði, óttuðust mest að verða fyrir innbroti þó að munur eftir búsetu hafi ekki verið marktækur.
Tafla 12. Þegar þú óttaðist síðast að verða fyrir afbroti, hvaða afbroti óttaðist þú mest að verða fyrir? Greint eftir kyni, aldri og búsetu.
Fjöldi svara Kyn* Karlar Konur Aldur * 18-25 ára 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66-76 ára Búseta Miðborg, Gamli Vesturbær Vesturbær, Seltjarnarnes Hlíðar Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær Grafarvogur, Grafarholt Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes * Marktækur munur á milli hópa
Innbrot
46% 56%
297 335 69 132 146 141 105 39 50 48 43 75 60 36 73 106 30 77 34
Ofbeldi-líkamsárásir
26%
23% 21% 30%
31% 23%
43% 18% 27% 18% 25% 25% 25% 24% 20% 18% 26%
55% 56% 50% 56% 56% 38% 50% 47% 59% 40% 53% 59% 47% 57% 60% 53%
Annað
26%
36% 27% 23% 28% 26% 20% 21% 25% 35% 17% 31% 15% 26% 27% 25% 27% 17% 14% 26% 18% 29%
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 33
Reynsla af afbrotum Þátttakendur voru spurðir út í reynslu af innbroti/þjófnaði, ofbeldi, eignaskemmdum eða kynferðisbroti á árinu á undan. Í könnuninni árið 2011 sögðu samanlagt 26 prósent þátttakenda að þeir hafi orðið fyrir einu eða fleirum af ofantöldum afbrotum á árinu 2010 sem er tveimur prósentustigum hærra hlutfall en í síðustu könnun. Fjölgunin er í öllum brotaflokkum, en mest í eignaskemmdum. Af þeim sem urðu fyrir afbroti sögðust tæp 19 prósent hafa orðið fyrir eignaskemmdum, rúm 12 prósent innbroti eða þjófnaði og tæp fjögur prósent sögðust hafa orðið fyrir ofbeldisbroti árið 2010 (mynd 15).
18,7 15,3 14,5
Eignaskemmdum
18,2
Ofbeldisbroti
Urðu fyrir broti 2009
12,1 11,7 11,4 10,4
Innbroti eða þjófnaði
Urðu fyrir broti 2010 Urðu fyrir broti 2008 Urðu fyrir broti 2007
3,7 2,1 3,2 3,8
Hlutfall í % Mynd 15. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum, innbroti/þjófnaði eða ofbeldisbroti. Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 34
Fram kemur marktækur munur á reynslu af eignaspjöllum hvort sem greint er eftir kyni, aldri eða búsetu. Karlar eru þannig líklegri en konur til að segjast hafa orðið fyrir eignaspjöllum og íbúar Miðborgar líklegastir til að hafa orðið fyrir eignaskemmdum á meðan íbúar Grafarvogs/Grafarholts og Garðbæjar/Álftaness virðast hafa minni reynslu af slíkum brotum. Íbúar Hlíða eru líklegri en aðrir til að hafa orðið fyrir innbroti eða þjófnaði, þó ekki sé tölfræðilega marktækur munur á svörum íbúa þar samanborið við önnur svæði. Íbúar Laugardals og Háaleitis virðast síður búa yfir reynslu af innbrotum og þjófnuðum. Þá eru karlmenn líklegri til að verða fyrir ofbeldisbroti en konur. Hærra hlutfall yngsta aldurshópsins hefur reynslu af ofbeldisbrotum heldur en í öðrum aldurshópum og er munurinn tölfræðilega marktækur. Loks sögðust rúm sex prósent íbúa Garðabæjar hafa orðið fyrir ofbeldisbroti á síðustu 12 mánuðum fyrir könnunina sem er hærra hlutfall en sjá má í öðrum hverfum. Þetta er athyglivert í ljósi þess að ofbeldisbrot eru fátíð í Garðabæ og bendir það til þess að íbúar svæðisins verði fyrir brotunum í meiri mæli utan þess, t.d. í miðborginni á næturlífinu um helgar (tafla 13).
Tafla 13. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum, innbroti/þjófnaði eða ofbeldisbroti á síðustu 12 mánuðum fyrir könnunina. Greint eftir kyni, aldri og búsetu. Eignaskemmdum Kyn Karlar 22,7% Konur 14,9% Aldur 18-25 18,2% 26-35 23,7% 36-45 17,9% 46-55 22,6% 56-65 16,1% 66 ára og eldri 9,2% Hverfi Miðborg 30,4% Hlíðar 22,4% Vesturbær, Seltjarnarnes 17,3% Laugardalur, Háaleiti 16,8% Breiðholt 27,1% Árbær 17,6% Grafarvogur, Grafarholt 9,2% Kópavogur 19,3% Garðabær, Álftanes 14,1% Hafnarfjörður 17,0% Mosfellsbær, Kjalarnes 16,1% Marktækur munur er á milli hópa sem eru auðkenndir með bláu letri
Innbroti eða þjófnaði
Ofbeldisbrot
13,2% 11,1%
4,9% 2,6%
16,2% 14,7% 13,8% 10,8% 9,1% 8,5%
12,2% 2,2% 2,1% 2,7% 4,5% 1,3%
14,3% 21,5% 8,7% 6,7% 13,6% 12,2% 9,2% 13,0% 11,5% 11,7% 14,5%
3,6% 3,7% 1,0% 2,7% 1,7% 4,1% 3,7% 4,9% 6,4% 5,3% 1,6%
Ekki er marktækur munur er á milli hópa sem eru auðkenndir með rauðu letri
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 35
Stöð 1
12,9 10,2 13,3 10,8
Stöð 2
11,6 13,6 11,0 9,7
Stöð 3
13,2 13,8 11,5 10,8
Stöð 4
Stöð 5
Urðu fyrir broti 2010 Urðu fyrir broti 2009 Urðu fyrir broti 2008 Urðu fyrir broti 2007
11,0 8,8 9,1 8,5 11,6 11,8 13,1 12,8
Hlutfall í %
Mynd 16. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir innbroti eða þjófnaði 2007 til 2010, greint eftir árum og lögreglustöð.
Athygli vekur að hlutfall þeirra sem höfðu orðið fyrir innbroti eða þjófnaði á árinu á undan jókst mest á þeim svæðum sem tilheyra lögreglustöð 1 (Laugardalur, Háaleiti og Hlíðar) og 4 (Grafarvogur, Árbær, Grafarholt, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós) en á öðrum svæðum stendur þetta hlutfall í stað eða lækkar milli ára (mynd 16). Hlutfall þeirra sem höfðu orðið fyrir ofbeldisbroti hækkar í öllum hverfum nema meðal íbúa sem búa á svæði lögreglustöðvar 5 (Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes) (mynd 17).
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 36
Stöð 1
3,1 2,1 4,2 4,0
Stöð 2
5,6 2,0 5,1 5,3 3,8 1,4 3,0 2,6
Urðu fyrir broti 2009
Stöð 3
Stöð 4
3,3 2,2 1,3 3,8
Urðu fyrir broti 2007
stöð 5
2,3 3,3 2,9 4,1
Urðu fyrir broti 2010
Urðu fyrir broti 2008
Hlutfall í % Mynd 17. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir ofbeldisbroti 2007 til 2010, greint eftir árum og lögreglustöð.
Þegar hlutfall þeirra sem höfðu orðið fyrir eignaspjöllum er skoðað út frá svæðum sést að hlutfallið hækkar meðal íbúa allra svæða nema þess svæðis sem fellur undir lögreglustöð 5 (Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes) þar sem það lækkar milli ára. Mest er hækkunin meðal íbúa á svæði lögreglustöðvar 3 (Breiðholt, Kópavogur).
Stöð 1
19,1 14,8 12,1 22,4
Stöð 2
16,1 12,0 13,4 14,1
Stöð 3
14,9 15,6 16,0
Stöð 4
stöð 5
Urðu fyrir broti 2010 21,9
Urðu fyrir broti 2009 Urðu fyrir broti 2008
12,8 12,0 14,0 13,1
Urðu fyrir broti 2007
24,0 26,3 18,9 29,7
Hlutfall í %
Mynd 18. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaspjöllum 2007 til 2010, greint eftir árum og lögreglustöð.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 37
Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu tilkynnt þau brot sem þeir urðu fyrir til lögreglu. Fram kemur á mynd 19 að sú mikla aukning í tilkynningum sem kom árin 2009 og 2010 hefur gengið til baka hvað varðar alla brotaflokka og er hlutfallið nú svipað og niðurstöður sýndu árið 2008. Þannig sögðu tæplega 60 prósent þeirra sem höfðu orðið fyrir innbroti eða þjófnaði að þeir hefðu tilkynnt það til lögreglu og tæp 36 prósent þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum. Sama hlutfall eða 36 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldisbroti tilkynntu það til lögreglu (mynd 19).
59,4 Já, innbrotiðþjófnaðinn
69,5 71,1 58,8 2011
Já, eignaskemmdirnar
35,8 41,7 45,3 34,0
2010 2009 2008
36,0 Já, ofbeldisbrotið
47,8 42,5 38,6 Hlutfall í %
Mynd 19. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir innbroti/þjófnaði, eignaskemmdum eða ofbeldisbroti og tilkynntu það til lögreglunnar. Greint eftir könnunarári.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 38
Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu haft samskipti við lögreglu af öðrum ástæðum á síðastliðnu ári. Fram kom að auk þeirra sem urðu fyrir áðurnefndum afbrotum og tilkynntu þau til lögreglu, höfðu 339 þátttakendur samskipti við lögregluna af öðrum ástæðum. 17,4 15,6 14,2 14,2
Vegna hávaða/drykkjuláta
8,6
Tilkynna um afbrot/ólöglegt athæfi
5,2
1,2
6,5
Vegna starfs 4,6
6,8
2,1
Umferðarslys
2011
9,3
2010 2009
8,6
4,6
2,8
15,2
2008
9,1 8,2 8,4
Innbrot eða þjófnaður 4,1 4,3
21,7
14,2
13,6
Ofbeldi
18,7
10,1
8,6 9,3 10,3
Aðstoð við borgara
6,5
4,1 3,9 3,5 2,8
Dýrahald Slys
19,5
14,4
Umferðarlagabrot
0,4
2,9 2,6 1,5 12,7
Annað
13,5
16,3 26,0
Hlutfall í % Mynd 20. Hlutfall þeirra sem áttu önnur samskipti við lögreglu á undanförnu ári. Tegund samskipta greind eftir könnunarári.
Mynd 20 sýnir helstu ástæður annarra samskipta við lögreglu en tilkynningar þeirra brota sem fjallað hefur verið um. Rúm 17 prósent höfðu samband vegna hávaða eða drykkjuláta en það eru ívið fleiri en í fyrri könnunum. Tæp 20 prósent samskipta þátttakenda við lögreglu voru vegna umferðarlagabrota, bæði sem hlutaðeigandi aðilar og vitni en það er nokkuð hærra hlutfall en í síðustu könnun. Tæp níu prósent áttu í samskiptum við lögreglu vegna aðstoðar við borgara og sama hlutfall hafði tilkynnt um afbrot eða ólöglegt athæfi. Tæp sjö prósent höfðu samband vegna starfs síns. Rúm tvö prósent sögðust hafa átt samskipti við lögreglu vegna umferðarslyss sem er veruleg fækkun frá síðustu könnun. Rétt rúm níu prósent höfðu samband vegna innbrots eða Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 39
þjófnaðar sem er litlu hærra en í síðustu könnun þegar hlutfallið var rúm átta prósent. Þá höfðu um fjögur prósent samband vegna ofbeldis sem er svipað og í síðustu könnun. Þátttakendur sem höfðu haft samskipti við lögregluna voru spurðir um hversu ánægðir þeir væru með þjónustuna sem þeir höfðu fengið. Svarendum sem sögðust vera mjög ánægðir með þjónustuna fækkaði frá síðustu könnun, en rúm 33 prósent þátttakanda sögðust mjög ánægðir samanborið við 44 prósent árið á undan. Hlutfall þeirra sem sögðust vera frekar ánægðir hækkaði aftur á móti milli ára, þannig sögðust tæp 40 prósent vera frekar ánægðir með þjónustu lögreglu sem er tæpum fimm prósentustigum hærra en í síðustu könnun (mynd 21). Þegar niðurstöður eru greindar eftir tegund fyrirlagnar má sjá að 41 prósent þátttakenda sem svöruðu könnuninni í gegnum síma sögðust vera mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu en einungis 27 prósent þátttakenda netkönnunarinnar (mynd 28).
33,3 44,0
Mjög ánægð(ur)
38,6 38,3 39,5 34,7 36,1 32,7
Frekar ánægð(ur)
Frekar óánægð(ur)
Mjög óánægð(ur)
2011 2010
15,8 12,0 13,5 17,3
2009 2008
11,3 9,3 11,8 11,7 Hlutfall í %
Mynd 21. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári? Greint eftir árum.
Í töflu 14 kemur fram að konur eru hlutfallslega líklegri til að segjast vera mjög ánægðar með þjónustu lögreglunnar í samanburði við karla. Yngsti og elsti aldurshópurinn virðast vera hlutfallslega óánægðari með þjónustu lögreglunnar en aðrir svarendur, en um 18 - 20 prósent þeirra sögðust óánægðir. Ef litið er til niðurstaðna Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 40
eftir búsetu þá voru íbúar Mosfellsbæjar ánægðastir (tafla 14). Ekki er þó tölfræðilega marktækur munur á svörum milli hópa í þessari spurningu.
Tafla 14. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári?
Fjöldi svara Kyn Karlar Konur Aldur 18-25 ára 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66-76 ára Búseta Miðborg, Gamli Vesturbær Vesturbær, Seltjarnarnes Hlíðar Laugardalur, Háaleiti Breiðholt Árbær Grafarvogur, Grafarholt Kópavogur Garðabær, Álftanes Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes Ekki er marktækur munur á milli hópa
203 220
29% 38%
44 88 101 98 72 20
32% 39% 36% 23% 38% 35%
50 33 25 42 40 22 45 68 22 56 20
Mjög ánægð(ur)
Frekar ánægð(ur)
Frekar óánægð(ur)
Mjög óánægð(ur)
34% 39% 40% 45% 23% 32% 31% 25% 32% 30% 55%
40%
18% 13% 14% 10%
39% 27%
23%
38% 37% 51% 36% 45%
42% 33%
18% 15% 9% 15% 13% 14% 11% 21% 6% 20%
18% 6% 18% 48% 12% 24% 14% 17% 48% 15% 15% 50% 18% 31% 24% 13% 43% 19% 13% 36% 14% 18% 46% 14% 9% 30% 5% 10% 9%
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 41
Viðauki
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 42
I. Greining á spurningum eftir tegund fyrirlagnar (síma- og netkönnun).
19,3 17,1 22,0
Mjög góðu starfi
65,6 65,5 65,8
Frekar góðu starfi
Mjög slæmu starfi
Net
12,7 14,7 10,1
Frekar slæmu starfi
Heild
Sími
2,4 2,7 2,1 Hlutfall í %
Mynd 22. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í þínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum? Greint eftir tegund fyrirlagnar.
16,8 Mjög aðgengileg
13 21,4 45,7 44,4 47,3
Frekar aðgengileg
25,9 30,1 20,7
Frekar óaðgengileg
Mjög óaðgengileg
Heild Net Sími
11,7 12,6 10,5
Hlutfall í %
Mynd 23. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Greint eftir tegund fyrirlagnar.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 43
12,2 10 14,8
Aldrei
37,6 41,1 33,6
Einu sinni í mán. eða sjaldnar
Heild
28,7 31,7 25,2
2-3 sinum í mán./ vikulega
Net Sími
21,5 17,2 26,5
Oftar en einu sinni í viku
Hlutfall í % Mynd 24. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? Greint eftir tegund fyrirlagnar. 40,7 Mjög örugg(ur)
32,4 50,8 47,4
Frekar örugg(ur)
55,4 37,5
Mjög óörugg(ur)
Net
8,9 8,8 8,9
Frekar óörugg(ur)
Heild
Sími
3,1 3,3 2,8 Hlutfall í %
Mynd 25. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Greint eftir tegund fyrirlagnar.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 44
8 5,6
Mjög örugg(ur)
10,8 Frekar örugg(ur)
31,8 32,3 31,2
Frekar óörugg(ur)
33 35,3 30,4
Heild Net Sími
27,1 26,7 27,7
Mjög óörugg(ur)
Hlutfall í %
Mynd 26. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Greint eftir tegund fyrirlagnar.
Aldrei
41,3
Mjög sjaldan
17,0
Mjög oft
56,8
23,4 28,7 Heild
18,8 20,6 16,7
Frekar sjaldan
Frekar oft
48,4
Net Sími
7,4 8,4 6,2 2,0 1,0 3,2 Hlutfall í %
Mynd 27. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér á síðasta ári að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Greint eftir tegund fyrirlagnar.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 45
33,3 27,2
Mjög ánægð(ur)
41 39,5 41,7 36,7
Frekar ánægð(ur)
Net
15,8 19,6 11,2
Frekar óánægð(ur)
Heild Sími
11,3 11,5 11,2
Mjög óánægð(ur)
Hlutfall í %
Mynd 28. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári? Greint eftir tegund fyrirlagnar.
18,7 22 14,7
Eignaskemmdum
12,1 12,1 12,2
Innbroti eða þjófnaði
Heild Net Sími
Ofbeldisbroti
3,7 3,5 3,8 Hlutfall í %
Mynd 29. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir eignaskemmdum, innbroti/þjófnaði eða ofbeldisbroti. Greint eftir tegund fyrirlagnar.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 46
II. Greining spurninga – eingöngu símakönnun árin 2008-2011.
22,0 25,8 25,5 18,8
Mjög gott starf
65,8 64,9 65,2 68,3
Nokkuð gott starf
Frekar slæmt starf
Mjög slæmt starf
2011 2010
10,1 7,0 6,9 9,7
2009 2008
2,1 2,3 2,5 3,2 Hlutfall í %
Mynd 30. Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í þínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum? Greint eftir árum.
21,4 23,7 26,3 23,7
Mjög aðgengileg
47,3 45,7 47,5 44,2
Frekar aðgengileg
20,7 21,2 18,1 22,6
Frekar óaðgengileg
Mjög óaðgengileg
2011 2010 2009 2008
10,5 9,3 8,2 9,5 Hlutfall í %
Mynd 31. Þegar þú hugsar um aðgengi þitt að lögreglunni, t.d. til að fá upplýsingar, aðstoð eða fræðslu þegar á þarf að halda, hversu aðgengileg eða óaðgengileg finnst þér lögreglan vera í þínu hverfi/byggðarlagi? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 47
14,8 11,4 10,9 12,8
Aldrei
33,6 32,5 31,5 30,4
Einu sinni í mán. eða sjaldnar
2011 2010 2009
25,2 27,2 29,1 25,9
2-3 sinnum í mán./vikulega
2008
26,5 29,0 28,5 30,9
Oftar en einu sinni í viku
Hlutfall í % Mynd 32. Hversu oft sérð þú lögreglumann eða lögreglubíl í þínu hverfi/byggðarlagi að jafnaði? Greint eftir árum.
40,7 Mjög örugg(ur)
32,4 50,8 47,4
Frekar örugg(ur)
55,4 37,5
Heild Net
8,9 8,8 8,9
Frekar óörugg(ur)
Sími
3,1 3,3 2,8
Mjög óörugg(ur)
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
Hlutfall í % Mynd 33. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í þínu hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið á? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 48
Mjög örugg(ur)
10,8 9,8 6,8 10,1 31,2 28,3 30,2 27,1
Frekar örugg(ur)
2011 2010 2009
30,4 35,0 34,3 33,4
Frekar óörugg(ur)
2008
27,7 26,9 28,8 29,3
Mjög óörugg(ur)
Hlutfall í %
Mynd 34. Hversu örugg(ur)/óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú gengur ein(n) í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar? Greint eftir árum.
56,8 57,0
Aldrei 17,0 17,3 14,7 13,7 16,7 16,1 16,9 13,9
Mjög sjaldan
Frekar sjaldan
Frekar oft
Mjög oft
62,6
67,9
2011 2010 2009 2008
6,2 6,8 4,3 3,2 3,2 2,8 1,6 1,3 Hlutfall í %
Mynd 35. Hversu oft, ef einhvern tímann, voru aðstæður þannig hjá þér á síðasta ári að þú taldir líklegt að þú yrðir fyrir afbroti hér á landi? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 49
41,0 44,0 38,6 38,3
Mjög ánægð(ur)
36,7 34,7 36,1 32,7
Frekar ánægð(ur)
Frekar óánægð(ur)
Mjög óánægð(ur)
2011 2010
11,2 12,0 13,5 17,3
2009 2008
11,2 9,3 11,8 11,7 Hlutfall í %
Mynd 36. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) varst þú með þá þjónustu sem þú fékkst hjá lögreglu vegna samskipta við hana á síðasta ári? Greint eftir árum.
Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu og afbrotum 50