The Garden Project

Page 1

the GARDEN PROJECT july 2010



the GARDEN PROJECT july 2010


4

THE GARDEN PROJECT

2010 The Garden Project Hönnun / Design: Katla Rós & Ragnar Már www.marandros.com Letur / Font: Sentinel Book, Geogrotesque UltraLight Umsjón / Co-ordinator: Anna Hrund Másdóttir & Sigríður Torfadóttir Tulinius Þýðingar / Translations: Torfi H. Tulinius & Kári Tulinius Þakkir / Special thanks: Vernharður Gunnarsson Torfi H. Tulinius Kári Tulinius Ragnar Már Nikulásson Katla Rós Völudóttir Ingólfur Guðnason Gustaf Jarl Viðarsson Hildur Hákonardóttir Ármann Jakobsson Loji Höskuldsson Dominique Plédel Jónsson Hjálmar Sveinsson Nágrannar/neighbours Selma Hreggviðsdóttir Baldur Björnsson Þorvaldur Jónsson Guðmundur Thoroddsen Margrét Helga Sævarsdóttir Evrópa Unga fólksins Kling & Bang Villa Reykjavík Ingibjörg Sigurjónsdóttir Bryndís Björnssdóttir Bergur Andersson Magnús Dagur Sævarsson Darri Úlfsson Perla Hreggviðsdóttir Björgvin Óli Friðgeirsson Már Kristjánsson Halla Ásgeirsdóttir Hrefna Ásgeirsdóttir Ásgeir Þór Másson Eyþór Sigurðsson Örn Helgasson Þór Sigurþórsson Níels og Benedikt


Inngangur / Foreword

6

Hverfisgata

10

Marglaga borgarlandslag

18

Þrjár borgir þrjú tré / Three cities three trees

20

Styttugarður / Statue garden

28

Guðmundur Thoroddsen

32

Selma Hreggviðsdóttir

34

Þorvaldur Jónsson

36

Margrét Helga Sævarsdóttir

38

Slow food

40

Ílát / Containers

48

Plöntulisti / List of plants

52

Angandi hraðbrautargarður / Fragrant garden by the motorway

54


6

THE GARDEN PROJECT

Borgin er sameiginleg mynd þeirra sem búa í henni. Hún endurspeglar einhvers konar ástand og lýsir hugsunarhætti. Hún er sköpun allra þeirra sem búa í borginni. Aftur á móti eru það peningar og vald sem vilja gjarnan ráða för við gerð borgarinnar. The Garden Project er tilraun til þess að hafa áhrif á borgarmyndina, skapa vettvang fyrir fagurfræðilegar tilraunir og kanna leiðir til ræktun matjurta í borg. The Garden Project hófst sumarið 2009 og hefur verið að þróast og stækka síðan þá. Fjöldi fólks hefur komið að gerð garðsins en forsvarsmenn The Garden Project eru Anna Hrund Másdóttir & Sigríður Tulinius. Sumarið 2009 var hafist handa við að breyta lóðinni fyrir framan Kaffistofuna, nemendagallerí Listaháskóla Íslands . Þar hafði áður staðið hús sem var flutt á Bergstaðastræti. Lóðin var illa frágengin og var helst notuð sem ólöglegt bílastæði fyrir þá sem vildu komast hjá því að greiða í stöðumæli. Í maí 2009 hófst mikil vinna við að móta garðinn. Nú hefur svæðinu verið breytt í skúlptúr- og matjurtagarð og þannig nýr vettvangur skapaður fyrir list í almenningsrými. Árið 2010 var verkefninu haldið áfram og teygðist upp á þakið á galleríinu Kling & Bang. Gerðar voru tilraunir með ræktun matjurta í borgarumhverfi við íslenskar aðstæður. Það er von þeirra sem standa að The Garden Project að þessi bók standi eftir sem heimild um verkefnið.


The city is an image shared by all those who live in it. It reflects a situation and expresses a way of thinking. It is the common creation of its inhabitants. However, money and power tend to govern urban development. The Garden Project is an attempt to have a different kind of impact on the landscape of the city by creating a venue for aesthetic experimentation and by exploring ways of growing vegetables in an urban environment. The Garden Project began in the summer of 2009 and has been developing and expanding ever since. Many individuals have been involved in making the garden but the project leaders are Anna Hrund Másdóttir and Sigríður Tulinius. In the summer of 2009, work was started on transforming the lot between the street Hverfisgata and Kaffistofan, the student gallery of the Iceland Academy of the Arts. An old house had stood there, but it had been moved to Bergstaðastræti. The lot was in a sorry condition and was mostly used to park cars illegally and avoid paying parking fees. May of 2009 saw the beginning of an intense effort to plant a garden and it has now become a sculpture and vegetable garden, at the same time creating a new venue for art in a public space. The project continued in 2010, expanding up to the roof of the Kling & Bang Gallery. Experiments have been made there in growing vegetables in an urban environment in Icelandic climatic conditions. Those who initiated the Garthe den Project hope that this book remains as aGARDEN document of their work. PROJECT july 2010


8

THE GARDEN PROJECT


the GARDEN PROJECT may 2009


10

THE GARDEN PROJECT

HV ER FIS GA TA

Texti: Ármann Jakobsson Ljósmyndir: Magnús Elvar Jónsson


Rétt fyrir neðan aðalgötu

Just below main drag Reykjavík’s

Hverfisgatan er alltaf auð. Jafnvel á 17. júní og menningar­nótt er enginn þar. Fjöldinn streymir upp á Laugaveginn til að sýna sig og sjá aðra. Hverfisgatan er á hinn bóginn kjörin til leynilegra sendiferða. Hún er gata huldufólksins. Þar er fólk sem af einhverjum ástæðum kýs að fara erinda sinna óséð. Þeir sem eru að flýta sér. Þeir sem þola ekki mannmergð.

Hverfisgata is always empty. Even on June 17th and Culture Night no one’s there. The multitude flows up to Laugavegur to show itself and see others. Hverfisgata is, on the other hand, perfect for secret errands. It is the street of the hidden people. There you will find those who, for some reason, choose to go about unseen. Those in a hurry. Those who avoid crowds.

Reykjavíkur er önnur gata alveg hliðstæð sem enga athygli vekur. Ljóta stjúpsystir Laugavegarins? Við Hverfisgötu standa engar verslanir í röðum, upp-lagðar fyrir góðan borgaralegan miðbæjarspásseristúr. Þar eru aftur á móti húðflúrsstofur og kynlífs-hjálpartækjabúðir; annars ekki svo margar búðir. Þar eru líka illa hirt hús sem kölluð voru „hjallar“ á útrásaröld. Hús sem enginn ann – enginn sem á peninga.

Kannski er hún ekki ljóta systirin heldur sú óþekkta. Því að það er margt merkilegt við Hverfisgötuna sem aldrei er flíkað. Þannig er Hverfisgatan eina gatan í Reykjavík og á öllu Íslandi þar sem hægt er að skoða merkilegasta grip sem Íslendingar eiga: Konungsbók eddukvæða, sjálfa Mónu Lísu norðursins. Lengi var

there is another similar street which arouses no interest. Laugavegur’s ugly stepsister? On Hverfisgata there are no rows of shops, perfectly suited for a nice, bourgeois, downtown stroll. There you will find, however, tattoo parlors and sex shops. Other than that there are not that many establishments. You will also find poorly kept houses, which were referred to as shacks in the Viking Businessman Era. Houses that no one loves – no one that has money.

Maybe it is not the ugly sister but the unknown one. Because there are a lot of interesting facts which are never paraded. Hverfisgata is the only street in Reykjavík and the whole of Iceland where it is possible to view the greatest artifact that Icelanders own: Codex Regius, the Mona Lisa of the North. For a long while it was the only street in the country where one could see the extinct Great Auk that Icelanders raised money


12 hún líka eina gatan á landinu þar sem sjá mátti hinn útdauða geirfugl uppstoppaðan sem Íslendingar söfnuðu fyrir og keyptu á uppboði í Lundúnum. Hverfisgatan er eina gatan þar sem Þjóðleikhúsið stendur hnarreist og nútímalegt manngert fjall okkur til stöðugrar áminningar um að Ísland er lýðveldi og þarf sitt þjóðleikhús eins og öll önnur sjálfstæð lönd. Hún er eina gatan í Reykjavík þar sem sjálfur Indiana Jones kemur þegar hann á frí og fær sér íslenskindverskan mat, að sögn hérlendra blaða. Hverfisgata er líka gatan þar sem nettur lítill hvítur kastali stendur hógvær og er það eina sem eftir lifir af margra alda dönskum yfirráðum á Íslandi. Í janúar 2009 kom aldrei þessu vant mikill fjöldi manns á Hverfisgötuna og kveikti elda rétt hjá Safnahúsinu og Þjóðleikhúsinu og þá heyrðist þar óreglulegur bumbusláttur sem markaði nýja tíma á Íslandi. Þar kom líka fólk sem býr á Hverfisgötunni og er stolt af því að fólk komi þangað þegar það vill gera byltingu. Fyrsti forsætisráðherra Íslands átti heima við Hverfisgötu. Seinasti konungur Íslands gisti þar árið 1926. Lögum og reglu er haldið uppi frá Hverfisgötunni; lögreglustöðin og Ingólfur mynda rammann utan um þessa annars tilkomulitlu götu. Kannski er engin furða að fólk fælist Hverfisgötuna. Frá Hverfisgötunni var gasi miðlað áratugum saman, áður en lögreglan festi þar rætur.

THE GARDEN PROJECT


for and bought in an auction in London. Hverfisgata is the only street where the National Theatre stands proud, a modernist, man-made mountain which reminds us always that Iceland is a republic and needs its national theatre like all other independent countries. It is the only street in Reykjavík where Indiana Jones himself comes when he is on holiday and dines on Icelandic-Indian food, according to local papers. Hverfisgata is also the street where a dainty, small, white castle stands humbly and is the only remains of many centuries of Danish rule in Iceland. In January of 2009 an uncharacteristically large number of people came to Hverfisgata and lit fires near the Museum Building and the National Theatre and then there was heard an irregular drumbeat which sounded a new era for Iceland. People who live on Hverfisgata came too and they are proud that people come there when they want to rebel. Iceland’s first prime minister lived on Hverfisgata. The last King of Iceland stayed there in 1926. Law and order is maintained from Hverfisgata, the police station and Ingólfur Arnarson frame this otherwise unassuming street. Maybe it is no wonder people avoid Hverfisgata. From Hverfisgata natural gas was distributed for decades, before the police took root. Bjarnaborg rose there, the first apartment building in Reykjavík which


14 Þar reis Bjarnaborg, fyrsta fjölbýlishúsið í Reykjavík sem enn stendur og er orðin fínt hús á ný eftir að hafa lengi verið helsti hjallur borgarinnar. Á Hverfisgötunni hafa búið frægir listamenn svo að tugum skiptir. Sjálfur landnámsmaðurinn er neðst í götunni. En þrátt fyrir alla þessa sögu og alla þessa safngripi er Hverfisgatan ekki fín. Hún verður aldrei fín. Eiginlega er hún þrjár götur. Sú neðsta er vestan við Smiðjustíginn og er opinber; þar eru handritin og leikararnir og aðallega þó eitt risastórt eyðilegt bílastæðahús. Efsti hlutinn er „Chinatown“. Þar eru litlar íbúðir smekkfullar af fólki sem ekki er komið af Jóni biskupi Arasyni og á hvorki uppþvottavél né jeppa. Miðhlutinn er óhöndlanlegri en það er raunar sá hluti götunnar sem fyrst reis, litli skikinn milli Vitastígs og Vatnsstígs. Hann er svolítið eins og Laugavegurinn mínus allt fólkið. Þar standa mörg hús sem verktakasinnuðu fólki þætti lítil eftirsjá að. Sum eru frá 19. öldinni; þau eru lítil og lág og minna á að fortíð Íslands var allt annað en ríkmannleg og glæsileg. Þegar ég var barn fór ég oftast á Hverfisgötu til að fara í leikhús og í bíó. Þar sá ég Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi og var eina barnið sem benti í rétta átt en ekki í ranga eins og átti að gera þegar Flosi Ólafsson í hlutverki bangsaræningja æddi fremst á sviðið og spurði salinn: Hvert fór refurinn? Bernskuár mín stóð þar nýjasta bíóið í Reykjavík, Regnboginn. Saga þess spannar um það bil helminginn af sögu lýðveldisins. Það þótti mikið undur á sínum tíma því að þar voru margir bíósalir og þannig leiddi Regnboginn nútímann inn í íslenska bíómenningu. Þegar ég var unglingur og fór í Regnbogann stóð ég síðan í strætisvagnaskýlinu rétt austan við hann og þá hvörfuðu augun stundum að húsinu þar sem ég bjó síðar. Mér fannst þá að þar hlyti að búa frekar framandlegt fólk; flestallir sem ég þekkti á þeim tíma bjuggu í úthverfum. Seinustu árin hefur unga listafólkið í Reykjavík tekið Hverfisgötuna að sér. Það virðist finna innblástur í vanræktum húsum hennar og görðum. Núna er þar sýnd list í öðru hvoru húsi milli Smiðjustígs og Frakkastígs. Þannig fær gatan ekki að hnigna í friði fyrir æskunni.

THE GARDEN PROJECT

still stands and has become a distinguished house again, after having been the city’s preeminent shack. On Hverfisgata have lived famous artists by their dozens. Iceland’s first settler himself is at the bottom of the street. But despite all this history and all these museum pieces Hverfisgata is not illustrious. It will never be illustrious. To be frank it is three streets. The lowest is west of Smiðjustígur and is public, the manuscripts and actors are there but primarily one giant, forsaken parking garage. The top part is Chinatown. There you will find tiny apartments full of people who are not descendents of Bishop Jón Arason and do not own a dishwasher or a jeep. The middle part is harder to get a handle on, but that is in fact the first part of the street to be built, the small strip between Vitastígur and Vatnsstígur. It is a bit like Laugavegur without all the people. Many houses stand there which people of the building contracting persuasion would not feel the absence of. Some are from the 19th Century, they are pint-sized reminders that Iceland’s past was anything but prosperous and dazzling. When I was a child I often went to Hverfisgata to see plays and movies. I saw People and Robbers of Cardamom Town and Klatremus and the Other Animals of Hakkebakke Forest and was the only child who pointed in the right direction and not the wrong one like we were supposed to when Flosi Ólafsson in the role of the bear robber rushed to the front of the stage and asked the audience: Where did the fox go? In my childhood the oldest cinema in Reykjavík, Regnboginn, stood there. Its history spans roughly half the history of the republic. It was considered a great wonder at the time because in it there were many auditoriums and thus Regnboginn brought modernity into Icelandic film culture. When I was a teenager and went to Regnboginn I would stand in the bus shelter just to the east of it and my eyes would sometimes wander towards the house I would later live in. Back then I felt that rather exotic people had to live there, most everyone I knew in those days lived in suburbs. These last few years young artists have adopted Hverfisgata as their own. They seem to find inspiration in its neglected houses and gardens. Now art is shown in every other house between Smiðjustígur and Frakkastígur. Youth does not allow the street to decline in peace. Ármann Jakobsson.



16

THE GARDEN PROJECT


the GARDEN PROJECT june 2009




20

THE GARDEN PROJECT

ÞRJÁR BORGIR ÞRJÚ TRÉ THREE CITIES THREE TREES

Texti: Hildur Hákonardóttir



22

THE GARDEN PROJECT

Borgin Aþena

The city of Athens

er byggð á klettóttum skaga við Eyjahafið umhverfis virkishæðina Akrópólis. Það var ekkert sjálfgefið að borgin héti eftir Aþenu, stríðsgyðjunni sem starfar í anda valkyrjanna en hefur það fram yfir þær að vera líka gyðja visku og lista. Þegar gefa skyldi borginni nafn bauð Seifur að það guðanna sem færði dauðlegum íbúunum bestu heillagjöfina skyldi hljóta hnossið og borgin skírð í höfuðið á því. Aðeins tvö buðu fram gjafir, hinn kaldlyndi bróðir hans, sjávarguðinn Póseidon, og hin ráðagóða dóttir hans, Aþena. Póseidon mætti með þríforkinn sem hann rak svo hart niður í klettahæðina að upp spratt hestur, tákn um styrk og heppni, því hann vildi meina að borgin ætti oft eftir að verjast áhlaupum og ekki veitti af góðum stríðsfákum. Aþena hafði fremur í huga daglega líðan íbúanna og bauð fram ólífuviðartré, tákn friðar og hagsældar. Seifur var í góðu skapi þennan daginn, enda var hátíð, og því úrskurðaði hann að ólífuviðartréð væri það sem íbúana vanhagaði um og borgin því skírð eftir Aþenu í staðinn fyrir að heita Pósedónía. Við hliðina á Partenon á Akropolishæðinni var reist annað hof, Erechtheion, þar sem fer að halla norðuraf klettinum og það er tileinkað

is built around the stronghold of the Acropolis on a rocky peninsula flanked by the Aegean Sea. It was not decided by mortals to name the city after Athena, the warrior Goddess who conducts herself pretty much as a Valkyrie, though superior to them as she also promotes art and wisdom. Zeus had asked the gods to bring a gift and the city would be named after the god whose gift would be the most beneficial. Only two did: Zeus´s brother, the callous sea god, Poseidon, and his resourceful daughter, Athena. Poseidon showed up with his trident, which he struck so hard into the rock that a horse sprang forth, a symbol for strength and good luck - he believed that the city would need good warrior horses. Athena wanted to offer the citizens abundance, and brought an olive tree - a symbol for peace and prosperity. Zeus was in a good mood that day, as there was a feast going on. He ruled that the olive tree was what the people most needed and the city was named after Athena, instead of being called Poseidonia. Near the Parthenon stands another smaller temple, Erechtheion - dedicated to both Athena and Poseidon. There is a well hewn into the cliff supposedly containing salt water in honor of Poseidon. Under its western wall grows an olive tree, a little dusty and not ancient but possibly grown from the old root.


þeim báðum, Aþenu og Póseidon, og atburðunum tengdum nafngiftinni. Þar er brunnur meitlaður niður í klöppina sem á að innihalda saltvatn til heiðurs Póseidon og vestan undir veggnum stendur ólífuviðartré svolítið rykugt og lítur ekki út fyrir að vera fornt en er þó hugsanlega af upphaflegu rótinni. Á Íslandi óx upphaflega birki og lágvaxnar víðitegundir en innan um fannst reyniviður á stangli og hann hefur ævinlega þótt sérstakur og haft á sér helgi.

Við Laxdalshúsið á Akureyri

stóð lengi reyniviðarhrísla og var hún fyrrum eitt af kennileitum bæjarins. Þegar unga verslunarstjóranum á Siglufirði var falið að koma upp útibúi inni í Eyjafirði byrjaði hann á að reisa hús á Eyrinni og á ferðalögum sínum í þessum útréttingum hefur hann farið fram hjá Möðruvöllum og tínt ber af helgum reynivið sem þar óx og plantað við húsið á Akureyri. Reynivið hefur frá alda öðli verið komið fyrir á grafreitum. Þjóðsögur tengja tréð systkinum sem hafi elskast og ýmist voru þau hálshöggvin og dysjuð í hrauninu og tréð uppvaxið til að sanna sakleysi þeirra eða þau sögð hafa flúið og falið sig í hrauninu til að fá að njótast og látist þar úr hungri og tréð vaxið upp af líkamsleifum þeirra og benda misvísandi sögurnar til þess að fólk trúi því að tré

In Iceland formerly grew many birch trees, low willows and scattered rowans. Stately rowan trees were considered holy.

Next to the oldest house in Akureyri

stood, until recently, a robust rowan that was one of the town´s noted sights. When a young clerk from a trading post in Siglufjörður was told to establish an outpost in Akureyri, in the 18th century he began by building a house close to the landing spot. During his travels back and forth he passed Möðruvellir where he picked a berry from a legendary rowan tree and planted it near this new building. Folk tales connect this particular holy rowan growing near Möðruvellir with the story of asister and brother who loved each other. According to one legend they were beheaded and buried where the tree then grew up and blossomed proving their innocence. In another legend they fled and hid in a cave to be able to fulfill their desire for each other but later dying of hunger and the tree grew up from their bodily remains. These contrasting stories may indicate that people believed that trees do not care about human ethics, but thrive on the power of love. In Catholic times the ancient devotion of trees was still tolerated and


24

THE GARDEN PROJECT


hirði minna um siðaboðskap en dafni best af krafti ástarinnar. Á katólskum tíma meðan enn leyfðist forn átrúnaður á tré setti fólk ljós og verndargripi sína við þau en helgisiðir af því tagi voru alfarið bannaðir eftir að lúterska var innleidd. Reynitré eiga sér líftíma og tréð við Laxdalshúsið er nú horfið en sagan lifir, húsið stendur og bærinn þrífst. Í húsinu bjó í stuttan tíma Vilhelmína Lever, fyrsta konan sem kaus í sveitarstjórnarkosningum á Íslandi. Hún gerði það upp á sína, því konur höfðu þá enn ekki öðlast kosningarétt, en hún var svo glæsileg, greiddi sín gjöld, var í atvinnurekstri og ræktaði kartöflur svo karlarnir létu sér það vel líka.

Reykjavík er líka

helguð af trjám. Þetta vita flestir en margir gleyma því. Bæjarstæðið var valið af tveimur sjóreknum trjábolum sem líklega hafa verið úr norskri furu. Ingólfur eins og aðrir landnámsmenn hafði þá trú á öndvegissúlum sínum að þær gætu vísað honum á ákjósanlegan dvalarstað í nýju landi. Nágranni minn, Guðjón Kristinssson, mótar súlur úr rekavið. Hann horfir á tréð, mundar svo eldsmíðaða öxina og lætur viðinn vitna um þá krafta eða segja þær sögur sem tréð helst kann. Vegna þess að nágranni minn er norðan frá Ströndum og bolirnir sjóreknir þá eru það oft sjávardrekar og furðuverur sem birtast í stofnunum undan höggum hans fremur en forn goð. Stök súla felur í sér máttuga eiginleika veraldartrésins. Tvær súlur tákna gjarnan andstæður eins og ljós og myrkur, líf og dauða, gott og illt. Andstæður sem fá djúpa merkingu í menningarheimi aðskilnaðar og sundurlyndis. Súlurnar tvær urðu sterk tákn í musterisbyggingum og sú táknfræði lifir hjá frímúrurum. Tengdar með þvertré verða þær að dyragátt - inngangi sem einnig er sveipaður dulúð. Það má endalaust leika sér með speki þessu tengda en hún ristir misjafnlega djúpt. Reykjavík hefur eignast nýja súlu gerða af ljósi sem er hönnuð af Yoko Ono. Þessi súla er helguð friði eins og ólífuviðartréð og óskandi að hann verði ríkjandi á þessum hraðfleygu tímum þegar andstæðir kraftar eru sameinaðir í eitt.

people brought candles and sacrifices but after the in��� troduction of Lutheranism that was strictly forbidden. This rowan has now disappeared but the house still stands and the township prospers. For a while the first woman to vote in Iceland lived in this house. Women had not yet been granted the right to vote but she was a glamorous lady, paid her dues, ran her own business, grew potatoes and the men let her have her say.

The township of Reykjavík is also

blessed with vegetative power from trees. Its site was made sacred when two pillars, from Norwegian fir, drifted in from the sea. Ingólfur, like other settlers, believed that his two homestead pillars, thrown overboard, would lead him to a good place to settle in the new country. My neighbour, Guðjón, carves pictures, with an ax, from logs of driftwood. He looks at the tree trunk, grabs his ax, and lets the tree reveal its hidden powers and tales. Because my neighbor stems from the wild northwest and the logs have drifted in on the waves, marine demons and sea creatures often appear from his ax marks rather than heathen gods of ancient times. A single column symbolizes the mighty powers attributed to the World Tree. Two columns or pillars stand for opposites such as light and dark, life and death, good and evil, which have a deep meaning in dualistic cultures where life is based on division and strife. Two columns became a strong symbol as soon as man started building temples as is well known in freemasonry. Connected with a horizontal bar, the two pillars became a mysterious doorway or entrance. The form offers endless possibilities for mystical games, some serious others shallow. After a thousand years Reykjavik acquired a single column made of light from Yoko Ono, a symbol of peace, like the olive tree, which perhaps will bring harmony in rapidly changing times if the opposing powers are once more unified. Hildur Hákonardóttir


26

THE GARDEN PROJECT


the GARDEN PROJECT aug 2009


28

THE GARDEN PROJECT

Borgaryfirvöld ráða því hvaða list fær að prýða götur borgarinnar. Samkeppnir eru haldnar um ný listaverk í almenningsrými þegar það þarf að flikka upp á misheppnuð götuhorn. Ungir listamenn fá sjaldan framgöngu í slíkum keppnum. Þeir hafa leitað sér annarra leiða til að sýna myndlist á götum borgarinnar og hefur slíkt verið flokkað sem götulist. Borgin hefur verið með herferð gegn götulist undanfarin ár og hlaupið upp um alla húsveggi og málað þá strax gráa þegar litir og form hafa fengið að rata á illa nýtta fleti. Borgin ætti þvert á móti að hlúa að grasrótinni og leyfa listinni að blómstra í borginni. Listin er afl sem gerir borg að áhugaverðum stöðum. Með skúlptúrgarðinum viljum við skapa vettvang fyrir unga myndlistamenn til þess að sýna list í almenningsrými.


The authorities decide what art is allowed to adorn city streets. They hold contests for new works of art in public spaces when it is necessary to improve the look of a badly planned street corner. Young artists seldom achieve results in such competitions. They have to find other ways to show their art on the city streets and this has been called street art. The city authorities have waged a war in recent years against street art. Whenever shapes and colors have been allowed to cover poorly used surfaces, they have been covered with gray paint. The aim of the sculpture park is to create a venue for young artists so they can show their work in a public space.

the GARDEN PROJECT july 2010


30

THE GARDEN PROJECT

1

Baldur Bjรถrnsson

the GARDEN PROJECT july 2010

2


3

4

5


32 Hæ Sigga! Hérna eru myndir af dótinu sem ég hef verið að gera úti, ég vona að þið getið unnið eitthvað með þetta. Ég sendi þér aðeins meira á eftir. Info sem má vera með í þessu er: Guðmundur Thoroddsen myndlistamaður gthoroddsen@gmail.com mummi.carbonmade.com Bestu kveðjur, Mummi

Jáp. Meira Það væri gaman að hafa brauðið og Dick Proennecke með ef þær eru ekki allt of litlar. mummi.

THE GARDEN PROJECT

2



34

-No company’s more hateful than your own

You dodge and give yourself the slip; you seek In bed or in your cups from care to sneak In vain: the black dog follows you and hangs Close on your flying skirts with hungry fangs.13 Conington J (transl.) (1863) The satires, epistles, and Art of Poetry of Horace (London: George Bell & Sons), p.90. Selma Hreggviðsdóttir. -Contact info : Selmahregg@gmail.com -For more info selmahreggvids.carbonmade.com

THE GARDEN PROJECT

3



36 hæhæ hérna eru myndirnar mínar upplýsingarnar um mig er bara Þorvaldur Jónsson S: 6622955 póstfang: doddinn@hotmail.com

THE GARDEN PROJECT

4

ég er ekki með photoshop þannig að það má alveg fikta í þeim... laga svörtu fletina ef þú nennir en það er ekkert must gangi þér vel með þetta kveðja Doddi



38

THE GARDEN PROJECT

5

Mér finnst myndlist í almannarými erfið því þannig myndlist er oft ljót. Eins og svona stórir og hræðilegir útiskúlptúrar úr stáli, sem standa á stöpli. Ég er hrifin af útimyndlist sem passar illa inn í umhverfið eða yfirhöfuð hlutum sem eru staðsettir þar sem þeir eiga ekki heima. Skúlptúrgarðar eru kúl, þá eru skúlptúrarnir eins og systkini. Ég held að minn skúlptúr væri þá bræður hinna, nefnilega tveir bræður sem eru tuttuguogeitthvað ára gamlir sem eru nánir en standa samt í illdeilum. hérna, ég sendi bara einhverjar myndir og þú mátt velja hvað þið viljið. sorry ef ég sé eitthvað sein með þetta.

en já, myndirnar tvær sem eru hér eru frá lokaverkinu mínu sem hét Sjóorrusta, skip í vandræðum Margrét Helga Sævarsdóttir marghelg@hotmail.com

margret


For me, art in public space is difficult to take because that sort of art is often ugly. Like those huge and horrible steel sculptures that stand on a pedestal. I like outdoor art which does not fit neatly into the environment and in general things which are not where they are supposed to be. Sculpture parks are cool, there sculptures are like siblings. I think that my sculpture would be a brother of the others, in fact two brothers in their twenties who are very close but always fighting.

MargrĂŠt


40

SLOW FOOD THE GARDEN PROJECT

GOTT HREINT OG SANNGJARNT MEIRA EN LÍFSTÍLL Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food Reykjavík.


Það skal ekki furða

að Slow Food samtökin, sem voru stofnuð árið 1989, eigi sínar rætur á Ítalíu: þar er matur auðlind úr næsta umhverfi, hvort sem það er ostur, olifíuolía, grænmeti eða kjötafurðir. Tvennt varð til þess að Carlo Petrini stofnaði Slow Food, annars vegar eins og nafnið bendir til, til að sporna gegn skyndibitamenningu (fast food) sem stefndi matarhefðum um heim allan í hættu, og hins vegar sú staðreynd að það er grunnréttindi hvers og eins að njóta sem þýðir að hver og einn ber ábyrgð á því að vernda arf forfeðranna í mat og menningu. Slow Food eru grasrótarsamtök sem telja meira en 100 000 meðlimi í fleiri en 130 löndum, og þau kalla sig “Eco-gastronomic” samtök, sem er víst nokkuð erfitt að þýða yfir á íslensku! Afurðirnar og maturinn skulu vera góð – góð á bragðið að sjálfsögðu (og hafa bragð, sem er kannski ekki sjálfgefið) hrein og framleidd í sátt og samlyndi við náttúruna, það er að segja ómenguð, og loks á sanngjörnu verði fyrir þann sem framleiðir jafnt sem þann sem kaupir. Okkar ábyrgð sem neytendur er stór og við erum meira samframleiðendur en neytendur þegar við veljum hvaða matvæli við kaupum. Aspars frá Perú? Kúrbítur frá Flúðum?

Staðbundnar á Íslandi líka afurðir, Flest matvæli sem við kaupum í stórmörkuðum eru iðnaðarframleidd og hnattvæðingin hefur séð til þess að þau eru eins alls staðar í heiminum – í Minneapolis,

Reykjavík, Santiago eða Rangoon. Við gerum kröfur um að maturinn sé á lægsta verði – en þar sem þarf að flytja hann þvers og krus um heim allan verður að hugleiða hver hlutur bóndans er þegar svo margir milliaðilar eru. Hann er yfirleitt ekki meira en 5% af heildarverði, en bóndinn er þó eiginlega sá eini sem skapar grunninn af því sem við borðum. Hvað borgum við þá, og hver tekur að sér þessa lækkun afurða sem við heimtum? Á Ítalíu eru bændur 4% af íbúafjöldanum en voru 50% árið 1950. Í Bandaríkjunum eru þeir 1% af íbúafjöldanum en voru 40% árið 1950. Hver framleiðir okkar mat? Venjuleg fjölskylda í Evrópu eyddi 32% af sínum tekjum í mat 1970 en í dag 12% - á sama tíma fara nú 12-14% af þessum tekjum í farsímanotkun... “Sam-framleiðandi” þýðir að neytandinn tekur þátt í að stytta leiðina frá framleiðandanum og gefa skýr skilaboð um að afurðirnar sem eru næst okkur eru ferskari og án óþarfa milliliða sem þrýsta verð niður til að fá sjálfir meira álagningu. Bestu dæmi um það eru bændamarkaðir (“farmers market”) sem hafa sprottið upp alls staðar í heiminum þar sem bændur selja sjálfir sínar afurðir og sem við Íslendingar sækjum stíft erlendis því það er líka svo mikill sjarmi yfir að versla beint frá þeim sem framleiða. Hér heima er kominn vísir af því en reglugerðir vilja vera enn mjög þrengjandi, hvort sem talað er um


42

THE GARDEN PROJECT

Fiskmarkaðinn í miðbæ Reykjavíkur, eða bændamarkaði víða um landið. Frú Lauga við Laugalæk er hingað til besta útgáfan af bændamarkaði. Skólagarðar sem mikil hefð hefur verið fyrir hér heima er líka leið til að stytta bilið frá framleiðslu í diskinn en það mætti gera betur og nota þessa hefð í skólunum til að fá ferskari grænmeti í mötuneyti í staðinn fyrir að iðnaðarvæða með mjög lélégum árangri matarframboð í mötuneytum skólanna. Það sló ansi skökku við þegar átti að framleiða skólamáltíðir fyrir Dalvík í... Keflavík. “Rækta eigin garð” er stórt verkefni Slow Food í Bandaríkjunum (og víða) sem hefur slegið í gegn og margar frumlegar hugmyndir hafa fæðst til að svara plássleysi eða mannafæð. Þegar kreppan ógurlega skall á okkur, fórum við allt í einu að átta okkur á því að á Íslandi var hægt að framleiða margt og að bændur voru byrjaðir á því (þökk sé m.a. Matís). Þeir eru smáframleiðendur sem nota auðn landsins meðvitað og hugsa oft “út fyrir kassann” til að bjóða okkur skínandi góðar afurðir – beint frá býli. Samtök þeirra sem ber sama nafnið eru mikilvæg til að koma þessu öllu á framfæri við okkur. Sem betur fer er þetta að komast í tísku! Það er sennilega meiri ánægja af því að borða nautakjöt sem bóndinn hefur unnið sjálfur úr sínum nautgripi og getur sagt hvað þau hafa nærst á en að flytja inn Kobe-kjöt af nautum sem ólust upp á bjór frá Japan... Upprunamerking er stór þáttur í að vita hvað endar á disknum okkar – margt er í rétta átt hér heima en miðstýring í sláturhúsum og mjólkuriðnaðinum er stór hindrun sem samræmist ekki lengur tíðarandanum.

Líffræðileg fjölbreytni

300 000 tegundir af grænmeti hafa horfið á einni öld, ein tegund hverfur á 6 klst. fresti, 33% af húsdýrakynjum eru í útrýmingathættu, og er þetta afleiðing af iðnaðarvæddum landbúnaði sem útrýmir smá framleiðendum og lífsviðurværi þeirra til að framleiða einsleit matvæli. Meðvitund um þetta vandamál er að vakna, og myndir eins og Food Inc. vekja neytendur af værum blundi. En þessi fjölbreytni er grunnurinn að lífinu á okkar jörð og allir eru í dag sammála um að það þurfi að gera stórt átak til að varðveita það (2010 hefur verið tilnefnt af UNESCO ár líffræðilegrar fjölbreytni). Hér heima þekkjum við málið: geiturnar, kýrnar og landnámshænur eru sennilega elstu stofnar sem hafa varðveist og hafa séreinkenni sem gera þær verðmætar fyrir komandi kynslóðir (manna). Geitur og hænurnar eru á mörkum þess að hægt sé að tryggja þeirra framtíð, því til þess þurfa afurðir að seljast eða vera það vinsælar að það tryggi afkomu þeirra sem halda þeim. Kýrnar hafa reglulega átt undir högg að sækja þegar er rætt um að blanda kynið við norskar kýr sem mjólka meira... Hér er óhjákvæmilegt að nefna að erfðabreyttar lífverur eiga ekki heima í sjálfbærum landbúnaði, bæði vegna þess að þær stefna líffræðilega fjölbreytni í hættu með því að útrýma hefðbundnum plöntum, og einnig vegna þess að forsendur þess að nota þessar erfðabreyttu plöntur eru að sáðkorn er verndað með einkaleyfi og selt bændum á hverju ári, sem mega ekki nota þau ár eftir ár. En þetta er afar flókið umræðuefni og viljum við benda á www.erfðabreytt.net þar sem ítarlegra upplýsinga er að finna.


Slow Food hefur stofnað 2003 Foundation for Biodiversity til að styrkja þessi verkefni: verja fjölbreytni í matvælum (og þar með húsdýrakyn jafnt sem yrki), varðveita vistkerfi og jarðir, hvetja til sjálfbærni í landbúnaði, verja og styrkja smáframleiðendur og þeirra samfélag, efla matgæði heimsins. Þetta er mikil dagskrá og til þess hefur stofnunin vísindanefnd sér til ráðgjafar og er í samstarfi við marga aðila (eins og sýslur á Ítalíu) sem kosta verkefni í þriðja heims löndum aðallega, þar sem brýn þörf er fyrir utanaðkomandi fjármögnun. Um heim allan eru þær afurðir sem ber að varðveita samkvæmt hugmyndafræði Slow Food teknar inn í Bragðörkina (Ark of Taste) sem er skrásetning, og þaðan fara í Presidia til að koma þeim afurðum á markað og gera þær lífvænlegar.

Convivium, Bragðörkin og Presidium: staðan á Íslandi

Slow Food deildir um heim allan heita “Convivium” og eru starfandi á Íslandi tvær deildir, ein í Reykjavík og ein á Höfn í Hornafirði “Í ríki Vatnajökuls” og er heimasíðan www.slowfood.is. Þarf að segja að við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á hugmyndafræði að skrá sig í samtökin? Það er hægt að gera það með því að fara á www.slowfood.com eða senda póst í gegnum heimasíðuna á Íslandi. Nokkar afurðir hafa verið teknar inn í Bragðörkina og aðrar eru á leið inn, má þar nefna íslensku geitina og hefðbundið íslenskt skyr sem eru í Örkinni og sólþurrkaðan saltfisk, harðfisk, hverabrauð og fleira sem er á leið í Örkina. Vinnsla er hafin til að fá hefðbundið íslenskt skyr sem Presidia, þar sem einungis tveir framleiðendur eru eftir sem vinna með skyrgerla en ekki jogúrtgerla.

Salone del Gusto

Salone del Gusto, alþjóðleg sýning sem er haldin á tveggja ára fresti í Torino og verður í ár 21. til 25. október n.k., er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Þetta er samkoma allra sem framleiða afurðir sem eru í Bragðörkina eða Presidia, og 200 000 manns sækja hana heim. Í ár verður Ísland með bás (Í Ríki Vatnajökuls, Matís, Móðir Jörð, lambakjöt), “workshop” þar sem menn skrá sig til að kynnast afurðum eða landsvæði – og Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi Dill Restaurant, verður einn af 12 í Teatro del Gusto og mun kynna sínar aðferðir við að matreiða úr staðbundnum afurðum í klukkutíma. Salone del Gusto er mikil upplifun fyrir alla áhugamenn um mat úr öllum héruðum heims! Slow Food skipuleggur einnig Slow Fish (Genova, Bremen) og Cheese, sérsýningu um osta.


44

THE GARDEN PROJECT

Terra MadreMadre Íslandog Terra

Á sama tíma og sama stað og Salone del Gusto er haldin ráðstefnan “Terra Madre”, þar sem koma 5-7000 fulltrúar frá öllum heiminum, smáframleiðendur sem hirðingjar eða matreiðslumenn, tengslanet sem vinnur í því að styrkja framleiðslu hefðbundinna afurða með sjálfbærni að leiðarljósi. Þannig myndast “food community” eða samfélag matarafurða, því framtíð landbúnaðarins er í höndum þeirra sem tengjast órjúfanlegum böndum og eru meðal annars bændur, fiskveiðimenn, matreiðslumenn, hirðingjar, vísindamenn og fleiri. Árið 2008 komu 1650 food communities, 4000 bændur, fiskveiðimenn eða smáframleiðendur, 800 matreiðslumenn, 300 háskólamenn. 1000 nemar, 210 tónlistarmenn – frá 153 löndum! 10 Íslendingar hafa farið á Terra Madre í hvert sinn. Árið 2009 í tilefni af 20 ára afmæli Slow Food, var efnt til “Terra Madre dags” 10. desember og tóku þátt í honum Frú Lauga, Búrið ljúfmetis- og ostaverslun, Ostabúðin, Friðrik V, og Dill Restaurant. Loks má leiða hugann að fleiri þáttum sem eru “slow”: slow travel, slow money, slow wine, slow cittá – lærum að “lífa lífinu hægar”.

Nokkrar tölur fyrir semsér: er gott að velta

Í dag (skv. FAO) er matarframleiðsla á jörðinni nægileg til að brauðfæða 12 miljarða – en við erum 6,5 miljarðar 1 miljarður manna þjáist af vannæringu en 1,7 miljarður þjáist af offitu, sykursýki eða öðrum sjúkdómum tengdum matarneyslu Bandaríkin eyða 146 miljarða USD til að lækna þessa sjúkdóma en G8hópurinn lofaði 20 miljarða USD árið 2009 til að mæta verstu tilfelli hungursneyðar 36 af 40 ríkjum í Afríku flytja út kornið sem er ræktað þar til Bandaríkjanna, þar sem það fer í dýrafóður Árið 2008 hefur fjöldi manna sem búa í borgum farið fram úr fjöldanum sem býr til sveita – hver kemur til með að brauðfæða borgarbúana? 22 000 t af matvælum (óskemmdum) er hent daglega í Bandaríkjunum, 4 000 t á Ítalíu og 50 000 t í Evrópulöndum Hvað er sjálfbær þróun? „þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum”.


SLOW FOOD

More than a life-style Slow Food is a movement which originated in Italy. That comes as no surprise given the marvellous food production in that country: olives, cheese, wine, etc. It was founded by Carlo Petrini in order to resist the spread of “fast food”, i.e. standardized, uniform and tasteless industrial food and to protect the small producers: farmers and craftsmen, not only in the developed world but also in developing countries. Slow-food has over a 100 000 members in 33 countries. It promotes a philosophy of “eco-gastronomy”, not only of protecting the environment but also diversity and tradition in the production of food. Among these are traditional species of fruits, vegetables and farm animals, as well as traditional ways of making food. Another important theme is fairness. Farmers should receive a fair price for their produce. Finally, the movement promotes the idea of “eating close to home”, questioning the long transportation of food stuff from one part of the world to another with the environmental impact that entails.

Abstract

One of the developments fostered by the Slow Food movement are “farmers’ markets” that have been becoming more prominent all over the world. Despite bureaucratic red-tape, such markets have been appearing in Iceland, the most successful one being Frú Lauga in Reykjavík. The Slow Food movement has initiated various projects such as the Convivium, which are slow food associations functioning locally (two in Iceland), the Ark of Taste, which is a list of products which have been recognized as in accordance with the Slow Food philosophy (several Icelandic products will be on the list shortly), as well as the Foundation for Biological Diversity. It also hosts a bi-annual Salone del Gusto (Fair of Tastes) in Torino where slow food producers from all over the world meet to gather and exchange ideas and build communities. At the same time a conference is held, called Terra Madre, creating a venue for sharing experiences and ideas. Dominique Plédel Jónsson, president of Slow Food Reykjavik


46

THE GARDEN PROJECT



48

THE GARDEN PROJECT

Ljósmyndir: Magnús Elvar Jónsson

ÍLÁT CONTAINERS



50

THE GARDEN PROJECT



52

THE GARDEN PROJECT

PLÖNTULISTI LIST OF PLANTS Perlulaukur Allium ampeloprasum, Graslaukur Allium schoenoprasum, Blaðlaukur Allium porrum, Órigan Origanum vulgare L., Rauðsmári Trifolium pratense L., Garðablóðberg Thymus vulgaris L., Mynta Mentha sp., Rósmarín Rosmarinus officinalis L, Salvía Kamilla Chamaemelum nobile Allioni, Morgunfrú Calendula officinalis L., Þrílit fjóla

Viola tricolor L., Jarðarber Fragaria vesca sp. Fennika Foeniculum vulgare, Steinselja Petroselinum crispum, Kóriander Coriandrum sativum, Dill Anethum graveolens, Karsi Lepitadium sativum L. Gulrætur Daucus carota, Radísur Raphanus sativus radicula, Næpur Brassica rapa var. rapifera L. Spínat Spinacia oleracea, Sellerí Apium graveolens var. dulce,


Grænkál Brassica oleracea

Einir Juniperus communis

Vorsalat Valerianella locusta L.,

Hreiðurgreni Picea abies ‘Nidiformis’

Höfuðsalat Lactuca sativa Gulrófur Brassica napus var. napobrassica, Rauðrófur Beta vulgaris esculenta Hvítkál Brassica oleracea var. capitata f.alba, Rauðkál Brassica oleracea var. capitata f.rubra Spergilkál Brassica oleracea var. italica,

Fjalldrapi Betula nana Gljámispill Cotoneaster lucidus Loðvíðir Salix lanata Ilmreynir Sorbus aucuparia Japanskvistur Spiraea japonica Rabarbari Skessujurt

Blómkál Brassica oleracea var. botrytis

Ætihvönn Angelica archangelica

Kartöflur Solanum tuberosum

Skessujurt Levisticum officinale

Bok choy Chinese cabbage Brassica rapa


54

THE GARDEN PROJECT

HANGANDI HRAÐBRAUTARGARÐUR HANGING GARDEN BY THE MOTORWAY

-

Texti: Hjálmar Sveinsson

Ljósmyndir: Auður Þórhallsdóttir


Þrívíddarmyndir: Hjórdís Sóley Sigurðardóttir


56

THE GARDEN PROJECT

jörðinni. Hraðbrautarhugmyndin varð aldrei annað en hraðbrautarbútur hangandi í 6,5 metra hæð. Búturinn var lengi notaður sem bílastæði. Bílarnir keyrðu þangað upp á stórum trérampi sem var smíðaður til bráðabrigða. Hugmyndin um hangandi eða svífandi hraðbraut meðfram höfninni hefur útópískt yfirbragð. Í henni felst fyrirheit sjöunda áratugarins um fullkomlega skilvirkt borgarumhverfi þar sem flæðilínur bílaumferðar og atvinnulífs kvíslast um borgina án fyrirstöðu og hindrunar. Stöðugt og hindrunarlaust flæði fólks og vöru er lykillinn að hagsæld samfélaganna. Snemma árs 2009 var efnt til hugmyndasamkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar. Gömul hafnarsvæði ganga nú í endurnýjun lífdaga víða í heiminum. Eflaust er misjafnt hvernig til tekst. Meginbreytingin er sú að í stað frumframleiðslugreina og úreltrar aðstöðu fyrir vöruflutninga kemur menningarstarfsemi, sushi staðir og hátæknifyrirtæki. Hinar skapandi stéttir hafi tekið gömlu hafnirnar yfir, ásamt hobbísjófólki á skútum og smábátum.

Árið 1967 var tekin fyrsta skóflustunga

að Tollhúsinu svokallaða við höfnina í Reykjavík á tæplega 5000 fermetra lóð norðan við Tryggvagötu milli Pósthússtrætis og Naustanna. Tvö timburhús á lóðinni voru fjarlægð. Á lóðinni voru kvaðir um að á fyrstu hæð yrði hafnarskemma fyrir vöruuppskipun og tolleftirlit á hafnarsvæðinu í heild. Efri hæðir hússins áttu að hýsa skrifstofur tollembættisins. Sérstakar kvaðir voru um að fjögurra akreina hraðbraut yrði byggð í 6,5 metra hæð yfir lóðina frá austri til vesturs en þar átti Geirsgata að liggja frá Kalkofnsvegi að Norðurstíg. Undir hraðbrautinni mátti byggja, aðalatriðið var að umferð gæti gengið hindrunarlaus frá skipi við hafnarbakkann og inn í vöruskemmu, án þess að farið væri yfir umferðaræð. Húsið var byggt og er eitt af glæsilegri húsum borgarinnar í síðmódernískum stíl, með risastórt mósaík verk eftir Gerði Helgadóttur Tryggvagötumegin og klæðningu með íslenskum steinplötum úr grænu gabbrói. Hraðbrautin var líka lögð eins og kveðið var á um en það var aldrei byggt við hana til austurs og vesturs eins og til stóð. Árið 1986 var hafnarkanturinn framlengdur um 20 metra til að hægt væri að leggja Geirsgötuna á

Arkitektastofan Arkibúllan tók þátt í samkeppninni og ég var fenginn til að vera álitsgjafi þegar stofan var að móta tillögur sínar. Ég hafði fjallað mikið um skipulagsmál í þáttum mínum í ríkisútvarpinu og eitthvað skrifað líka. Arkibúllurnar fóru meðal annars með mig upp á gamla hraðbrautarpartinn og þar gat að líta merkilegt og mjög óvænt samspil gróðurs og malbiks. Á þessum fjörutíu árum síðan brautin var lögð hefur malbikið sprungið, í sprungurnar hefur safnast svolítill jarðvegur og þar hafa lent fræ úr driti fugla. Upp úr mjóum sprungum á fjögurra akreina hraðbrautinni í 6,5 metra hæð teygja sig plöntur og gras og meters háir runnar. Gróðurinn er að taka yfir, hann er að sprengja sig upp úr malbikinu. Hraðbrautin hefur breyst í garð. Einmitt það var útgangspunkturinn í tillögum Arkibúllunnar. Stofan vill halda áfram að þróa þá strúktúra sem eru fyrir á hafnarsvæðinu. Það var meginstefið í tillögum stofunnar. Arkibúllan setti til að mynda fram þá hugmynd að halda áfram með það sem frá var horfið, klára hraðbrautina en breyta henni úr hangandi hraðbraut í hangandi garð sem teygði sig frá Arnarhóli og langleiðina að Norðurstíg. Hraðbrautin verður að almenningsgarði og um leið promenade fyrir borgarbúa meðfram höfninni, hangandi utan í Tollhúsi, Hafnarhúsi og Borgarbókasafni í 6,5 metra hæð. Mér finnst hugmynd arkibúllunnar snjöll. Aðferð þeirra er líka til fyrirmyndar, að sjá möguleikana í umhverfinu eins og það er og vinna út frá því. Það er skapandi endurnýjun og ég held að Reykjavík þurfi einmitt á slíkri endurnýjun að halda fremur en þeirri


In the year 1967, the foundations were laid for

the so-called Customs House on Reykjavík’s port, on a 5000 square meters lot north of Tryggvagata and between Pósthússtræti and Naustin. Two wooden houses were removed from the lot. The building requirements were for a hangar on the ground floor for cargo storage and custom examination of all of the port area. The upper floors were to be devoted to office space for custom and excise authorities. A special requirement for this lot was to build a four lane motorway at a height of 6.5 meters over the lot from east to west. This road was to be called Geirsgata and connect Kalkofnsvegur to Norðurstígur. Under the elevated motorway building was permitted, the important thing being to allow unhindered traffic from the ships at dock to the storage place, without having to cross a thoroughfare. The building was completed and is one of the more magnificent examples of post-modern style in Reykjavík, boasting an immense mosaic by Gerður Helgadóttir on the Tryggvagata side and covered with plates of green polished Icelandic gabbro. The motorway was also constructed, as the law had stipulated, but it was never extended to the east and west as had been planned. In 1986, the quay was pushed out by 20 meters to make it possible to lay out the Geirsgata on the ground and therefore the projected elevated motorway ended as only a fragment of one, hanging 6.5 meters in the air. For a while, it was used as a parking lot. Cars drove up a big wooden ramp that was put in place provisionally. There is a utopian flavour to the idea of an elevated motorway bordering the port. It carries with it the sixties’ promise of an efficient urban environment where the production lines of traffic and industry branch through the city without any obstacles. The constant and unhindered flow of people and wares are the key to a society’s prosperity.

to is the old motorway fragment and there I could see the surprising results of interaction between vegetation and tarmac. In the four decades since it was built, cracks had formed in the tarmac and collected soil as well as seeds carried in bird droppings. From the narrow fissures on the 6.5 meter high motorway’s tarmac, different varieties of grass and plants grow and even meter-high shrubs. The vegetation is taking over and is breaking up the tarmac. The motorway has been transformed into a garden.

In early 2009, the city launched a call for ideas about how to plan the old port. Old port areas are being renewed and reimagined all over the world. There is no doubt that the results are uneven. The main change, however, is that the activities of the primary economic sector and obsolete facilities for the transport and storage of goods are being replaced by cultural institutions, sushi restaurants and high tech companies. The creative classes have taken over the old ports, along with amateur sailors and yachtsmen.

This was exactly the basic idea of Arkibúllan’s proposal. The architectural firm wants to develop the structures that already exist in the port area. That is their main theme. One example is that they wish to resuscitate the old idea of an elevated structure stretching from Arnarhóll almost all the way to Norðurstígur, but change it from an elevated motorway to a hanging garden that will become a park and at the same time a port-side promenade for the inhabitants of Reykjavík, suspended 6.5 meters in the air and connecting the Customs House, the Reykjavík Museum of Arts and the Municipal Library.

The architectural firm Arkíbúllan submitted a proposal and I was brought in to consult when they were forming their ideas. I focused a lot on urban planning in my weekly radio programmes and had also written a few articles. One of the places the architects took me

I think Arkibúllan’s idea is very clever. I also believe their approach is exemplary, i.e. looking for the possibilities that already exist in the environment and developing them. It is a creative renewal and I believe that is just what Reykjavík needs, instead of the policy


58

THE GARDEN PROJECT

stefnu sem framfylgt hefur verið alveg fram á þennan dag og kalla mætti stefnu hins algjöra niðurrifs og hinnar algjöru uppbyggingar. Afdrifaríkustu dæmin um þá stefnu eru Morgunblaðshöllin, íbúðarturnarnir við Skúlagötu og 19 hæða turninn við Höfðatorg. Einhverra hluta vegna er villigarðurinn á hraðbrautarbútnum við Tollhúsið minnisstæður. Það er magnað að sjá grannar hríslur vaxa upp um sprungur í malbikinu, að sjá viðkvæman, mjúkan gróður vinna á steypunni. Ég veit ekki alveg af hverju það er magnað. Það er eins og maður sé feginn því að gróðurinn hafi að lokum yfirhöndina. Það er magnað að sjá fyrir sér mannvirki og jafnvel heilu borgirnar sem gróðurinn er að kaffæra. Jafnvel þótt það þýði endalok okkar mannanna sem höfum búið þar. Það er auðvitað þverstæðukennt að finnast það magnað. Að finnast endalok menningarinnar mögnuð. Það er eins og okkur finnist að við eigum þetta skilið vegna þess að við höfum haldið náttúrunni niðri, sent á hana jarðýtur, valtað yfir hana, steypt yfir hana. Að þetta sé réttlát þróun að grasið og tréin taki yfir og borgirnar hrynji og hverfi að lokum.

that has been pursued to date. We can call this policy one of total destruction and total construction. The most dramatic results are the Morgunbladid building, the high-rises in Skúlagata and the nineteen-story tower at Höfðatorg.

En kannski er þetta ekki alveg svona dramatískt. Kannski er hraðbrautargarðurinn við tollhúsið ósköp einfaldlega tákn um það og áminning um að maður og náttúra eru ekki andstæðir hlutir, að borgirnar eru í náttúrunni og náttúran í borginni, rétt eins og maðurinn er í náttúrunni og náttúran er í manninum. Kannski er þetta bara fögnuður yfir því að tilheyra flókinni, magnaðri, síbreytilegri heild. Kannski er líf okkar borgarbúa stærra en við héldum.

For some reason, the wild garden on the motorway fragment by the Customs House remains in my mind. It is quite impressive to see slender young trees rise up from cracks in the tarmac, to witness the soft and vulnerable vegetation overcome the concrete. I am not entirely sure why. Maybe simply because one is relieved to see that the plants are taking over. It is quite something to imagine whole buildings, even entire cities, being overgrown by vegetation, even though it means the end of humanity living there. It is of course paradoxical to be enchanted by this idea, to feel that the end of civilisation is awesome. It is as if we feel we deserve it because we have kept nature down, overrunning it with bulldozers, destroying it, encasing it in concrete. The prospect of grass and trees taking over, and cities crumbling and disappearing in the end even, seems like a just development. But we may not need to be so dramatic. Maybe the motorway garden by the Customs House is simply a symbol reminding us that man and nature are not contradictory, that cities are part of nature and nature part of cities, as it is part of man and he is part of it. Maybe this is just joy over belonging to a vibrant, ever-changing whole. Perhaps our lives as city-dwellers are grander than we believed. Hjálmar Sveinsson



60

THE GARDEN PROJECT


the GARDEN PROJECT july 2010


62

THE GARDEN PROJECT


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.