Opin vísindi - málþing

Page 1

Opinn aðgangur í Háskóla Íslands

Málþing um opin vísindi 15. september 2016 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands


Opin vísindi • Háskóli Íslands styður eindregið hugmyndafræðina um opinn aðgang – Háskóli Íslands leggur áherslu á að sem flestir geti notið vísindastarfs háskólans og afurða þess, vísindum og samfélagi til framdráttar – Eitt megineinkenni góðra vísinda er opin og fagleg umræða sem grundvallast á gagnsæi og öruggum gögnum – Skólinn leggur ríka áherslu á skilvirkni í vísindum og ábyrga meðferð rannsóknafjár


Yfirlit erindis • Opinn aðgangur að birtu efni • Opinn aðgangur að rannsóknagögnum


Stefna Háskóla Íslands um opinn aðgang að birtu efni • Háskólinn hefur sett sér stefnu um opinn aðgang að birtu efni – Stefnan tók gildi 1. september 2015 – Starfsmenn eru hvattir til að birta vísindagreinar í opnum aðgangi – Undanþágur heimilar að uppfylltum vissum skilyrðum – Vísinda- og nýsköpunarsvið annast framkvæmd stefnunnar og aðstoðar starfsfólk


opinvisindi.is – Varðveislusafnið opinvisindi.is gerir vísindagreinar starfsfólks Háskóla Íslands aðgengilegar á einum stað – Mikilvægt tæki fyrir stefnu háskólans – Nýtist allri vísindastarfsemi í landinu – Verður tengt nýju CRIS kerfi sem innleitt verður á næsta ári – Eftir sem áður verður heimilt að nýta varðveislusöfn rannsóknasviða og greina


ORCID • ORCID auðkenni í Háskóla Íslands – Háskólinn hvetur starfsfólk til að nota ORCID auðkenni – Einfaldar aðgengi að ritaskrám starfsmanna – Einfaldar umsóknaferli rannsóknasjóða • Sífellt fleiri sjóðir fara fram á orcid númer – Tengsl við opinvisindi.is – Tengsl við CRIS kerfi – Hægt að nýta skráningar sem þegar hafa verið gerðar hjá Researcher ID og fleiri – Gjaldfrjálst og opið


Höfundarréttur • Háskólinn stefnir að því að efla stuðning við starfsmenn í tengslum við höfundarrétt og samskipti við útgefendur • Höfundarréttur á vísindalegum verkum er skýr • Sjóðir gera æ oftar kröfu um Creative Commons leyfi á birtingum • Háskólinn mælist til þess að – starfsmenn afsali sér ekki höfundarrétti til útgefenda – birti efni undir Creative Commons leyfum – leiti ráðgjafar í vafamálum


Opinn aðgangur að rannsóknagögnum Hvers vegna? • Auðveldara er að byggja á fyrri rannsóknum – Það eykur gæði vísinda – Bætir við fyrirliggjandi þekkingu • Stuðlar að auknu samstarfi vísindamanna og greiðir fyrir þverfaglegri samvinnu • Dregur úr tvíverknaði og eykur skilvirkni • Stuðlar að ábyrgari nýtingu opinberra fjármuna • Eykur gagnsæi, opnar vísindaferlið – fyrir öðrum vísindamönnum >> aukin gæði vísinda

– fyrir atvinnulífi >> aukin hagnýting, nýsköpun – fyrir samfélaginu >> aukinn sýnileiki og traust


Stefna um opinn aðgang að rannsóknagögnum – Aukin krafa um að gögn séu birt með vísindagreinum svo hægt sé að sannreyna niðurstöður og nýta gögn betur – Í stefnu Háskóla Íslands 2016 til 2021 er gert ráð fyrir því að skólinn setji sér sérstaka stefnu um opinn aðgang að rannsóknagögnum – Starfshópur um mótun stefnunnar skipaður fljótlega – Aðgerðaáætlun um aðgang og varðveislu rannsóknagagna


Hýsing gagna hjá Reiknistofnun HÍ •

Reiknistofnun Háskóla Íslands býður nú ýmsa möguleika til vistunar – Heimasvæði

– geymsla.hi.is • Byggir á Seafile Cloud Service

Helstu kostir geymsla.hi.is – – – –

Auðvelt aðgengi aðila innan og utan HÍ (ekki krafa um hi-notendanafn) Sérsniðið fyrir auðvelt aðgengi frá vef og snjalltækjum Örugg hýsing og dagleg afritun Stærðarhagkvæmni (verð lækkar hlutfallslega með auknu gagnamagni)

Huga þarf að kostnaði – Sérstaklega fyrir rannsóknaverkefni sem krefjast mikils geymslurýmis


Hversu langt á að ganga? • Kröfur, tilmæli eða hvatar • H2020 gerir kröfu um vistun gagna og greiðan aðgang annarra að þeim án endurgjalds – Enn tiltölulega auðvelt að fá undanþágur

• Sífellt fleiri tímarit krefjast þess að rannsóknagögn séu gerð aðgengileg við birtingu • Aðrir, t.d. norska rannsóknaráðið, grundvalla sína stefnu á jákvæðum hvötum og heimila gjaldtöku


Stefna norska rannsóknaráðsins • Setti sér stefnu í fyrsta sinn haustið 2014 • Litið er á rannsóknagögn sem almanna gæði (e. public good) • Nær til rannsóknagagna allra verkefna sem ráðið styrkir – Með nokkrum mikilvægum undantekningum

• Stefnan byggir á tilmælum og hvatningu ekki skilyrðum • Meginreglan er að allt sé opið – gegn eins vægu gjaldi og unnt er


Undantekningar – takmarkaður aðgangur • Algengt að undantekningar frá opnum aðgangi séu heimilar þegar birting getur varðað: – Öryggismál. Þegar aðgangur ógnar öryggi einstaklinga eða þjóða – Viðkvæm gögn. Þegar gögn eru persónugreinanleg – Viðskiptalegar ástæður. Þegar gögn eru varin með samningum við fyrirtæki eða þegar þau tengjast mögulegu einkaleyfi – Aðar ástæður. Þegar opnun gagnasafna hefur í för með sér meiriháttar kostnað eða meiriháttar parktísk og tæknileg vandamál fyrir þann sem gögnunum safnaði


Mögulegir hvatar vegna opinna gagnasafna • Stuðningur við tilraunaverkefni um opinn aðgang að gögnum – Mörg góð dæmi innan háskólans um opin gagnasöfn

• Uppbygging innviða • Forgangsröðun rannsóknasjóða – Krafa til umsækjenda um „gagnaáætlun“, • þ.e. hvar og hvernig þeir hyggjast varðveita gögnin og tryggja opinn aðgang að þeim – Góð gagnaáætlun verði viðmið við úthlutun, sem hefði áhrif á forgangsröðun umsókna

• Breytingar á Matskerfi opinberra háskóla? • Aukinn sýnileiki vísindamanna og þar með vísindaleg áhrif (e. impact)


Samantekt • Háskólinn leggur áherslu á opin vísindi – Að sem flestir geti notið afurða rannsókna við skólann • Starfshópur um stefnu háskólans um opinn aðgang að rannsóknagögnum verður skipaður innan skamms • Bæta þarf innviði • Lítum til stefnu norska rannsóknaráðsins – Hvatning og tilmæli

• Innleiðing hugmyndafræðinnar er langhlaup – Aukin útgjöld til skamms tíma – Miklir hagsmunir til lengri tíma


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.