„ Be st a hei l d a rs a g a heim s s t yrja ldarinnar s íðari se m he fur v e rið s k r ifu ð . . . M i k i ð þ re k virk i.“ – The Wa s h i n g t o n Post
VÍTISLOGAR HE IMU R Í ST RÍ ÐI 1939–1945 MAX HAST I N G S „Y fir v e ga ðu r og g l æs ileg a s k rif að ur t ex t i . .. S tórbrotið afre k.“ – A s s oci a t e d P re s s
Vítislogar
Max Hastings
Vítislogar HEIMUR Í STRÍÐI 1939–1945 Magnús Þór Hafsteinsson þýddi
ugla
Vítislogar Heimur í stríði 1939–1945 Ugla útgáfa ehf. Reykjavík 2021 Bókin heitir á frummálinu All Hell Let Loose, The World at War 1939–1945 og kom fyrst út í Bretlandi árið 2011, en var gefin út í Bandaríkjunum árið 2012 undir heitinu INFERNO, The World at War, 1939–1945. Bókin er gefin út með samkomulagi við The Wylie Agency (UK) Ltd. í Lundúnum fyrir hönd höfundarins.
ALL HELL LET LOOSE Copyright © Max Hastings, 2011 All rights reserved Íslensk þýðing © Magnús Þór Hafsteinsson Ritstjórn og yfirlestur íslensku þýðingarinnar: Helgi Ingólfsson Umbrot: Eyjólfur Jónsson Upprunaleg kort: HarperCollins í Bretlandi Ísl. staðfærsla korta: Pjetur Stefánsson Mynd á kápuforsíðu og kili: Bandarískir landgönguliðar sprengja helli í japönsku skotvirki á Kyrrahafseynni Iwo Jima. Ljósm. W. Eugene Smith/Time Life Pictures/Getty Images. Mynd á kápubaksíðu: Fótgönguliðar 225. fótgönguliðahersveitar fara eftir stræti í Waldenburg í Þýskalandi eftir nýafstaðna árás 63. deildar Bandaríkjahers, 16. apríl 1945. Birt með leyfi National Archives í Bandaríkjunum. Kápuhönnun: Jason Booher / Vintage Books Ísl. staðfærsla kápu: ASvS Prentvinnsla: Prentmiðlun Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis útgefanda. ISBN 978-9935-21-344-0
Til Michael Sissons, höfðinglegs umboðsmanns í 30 ár, ráðgjafa og vinar.
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 2 3
Svikin við Pólland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Enginn friður, fátt um stríð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Leifturstríð í vestri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. NOREGUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. FALL FRAKKLANDS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Bretland stendur eitt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Miðjarðarhafið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. VEÐMÁL MUSSOLINIS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. GRÍSKUR HARMLEIKUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3. SANDSTORMAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Barbarossa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Moskvu bjargað, Leníngrad svelt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Bandaríkin fylkja liði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Sigurtímar Japans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. „ÉG BÝST VIÐ AÐ ÞIÐ MUNIÐ ÝTA ÞESSUM TITTUM FRÁ“ . . . . 2. „HVÍTA LEIÐIN“ FRÁ BÚRMA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Leikur örlaganna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. BATAAN . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. KÓRALHAFIÐ OG MIDWAY . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3. GUADALCANAL OG NÝJA-GÍNEA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Bretar á hafinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. ATLANTSHAFIÐ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. ÍSHAFSSKIPALESTIR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3. ÞREKRAUN „FÓTSTALLS“ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Eldofninn: Sovétríkin 1942 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
9 16 45 66 66 78 107 137 137 150 161 178 208 229 251 251 271 283 283 293 314 333 333 352 364 371
Vítislogar – HEIMUR Í STRÍÐI
13 Lifað með stríði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. HERMENN . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. HEIMAVÍGSTÖÐVAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3. STAÐA KVENNA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Út úr Afríku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Björninn byltir sér: Sovétríkin 1943 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Klofin heimsveldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. FRELSI FYRIR HVERJA? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. RAJ-INN: HIN VERSTA STUND . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Vígstöðvar í Asíu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. KÍNA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. FRUMSKÓGABARSMÍÐAR OG EYJAHOPP . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Ítalía: Glæstar vonir, rýr árangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. SIKILEY . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. VEGURINN TIL RÓMAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3. JÚGÓSLAVÍA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Stríð í lofti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. SPRENGJUFLUGVÉLAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. SKOTMÖRKIN . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Fórnarlömbin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. HERRAR OG ÞRÆLAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. GYÐINGAMORÐ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Evrópa verður vígvöllur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Japan storkar örlögum sínum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Umsátur um Þýskaland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Fall Þriðja ríkisins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1. BÚDAPEST: Í AUGA STORMSINS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2. EISENHOWER SÆKIR FRAM TIL SAXELFAR . . . . . . . . . . . . . . . . . 3. BERLÍN: SÍÐASTA ORRUSTAN . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Japan yfirbugað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Sigurherrar og hinir sigruðu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
400 400 415 432 443 467 487 487 508 520 520 526 536 536 547 562 570 570 582 600 600 612 633 671 692 716 716 725 734 755 778
Þakkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kort . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Myndaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tilvísanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Heimildaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nafnaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
805 807 808 811 847 856
8
Vítislogar – HEIMUR Í STRÍÐI
3 Leifturstríð í vestri 1. NOREGUR Fámennari þjóðir Evrópu reyndu hvað þær gátu til að dragast ekki inn í stríðið. Flestar þeirra vildu forðast að tengjast Þýskalandi vegna þess að í því fólst viðurkenning á valdboði Hitlers. En jafnvel rótgróin lýðræðisríki fóru með mikilli gát í samskiptum við lýðræðisþjóðir Bandamanna út af stríðsþátttöku hinna síðarnefndu. Sagan sýndi að slíkt gæti haft í för með sér hættu á að verða fyrir stríðshörmungum og uppskera lítið í staðinn; örlög Póllands og Finnlands afhjúpuðu, svo ekki varð um villst, að Bandamenn skorti getu til að liðsinna fórnarlömbum sem einræðisherrarnir kusu að ráðast á. Hollandi og Norðurlöndum hafði tekist að varðveita hlutleysi sitt í fyrra stríði. Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að endurtaka þann leik? Veturinn 1939–1940 rembdust allir við að ögra ekki Hitler. Norðmenn höfðu meiri áhyggjur af fyrirætlunum Breta varðandi strandlengju þeirra heldur en hvað Þjóðverjar væru að bralla. Klukkan 1:30 9. apríl 1940 vakti ritari Hákon Noregskonung og tilkynnti honum: „Yðar hátign. Vér eigum í styrjöld!“ Hans hátign spurði að bragði: „Við hverja?“ Þrátt fyrir endurteknar viðvaranir um að þýsk innrás væri yfirvofandi hafði hinn litli norski her ekki verið settur í viðbragðsstöðu. Höfuðborgin var strax myrkvuð, en hinn aldurhnigni hershöfðingi Kristian Laake, æðsti yfirmaður norska hersins, brást við með hálfum huga þegar hann fregnaði að þýsk herskip væru á siglingu inn Óslóarfjörð. Hann lét þó senda fyrirmæli með bréfpósti um að varalið skyldi kallað til herþjónustu – sem þýddi að það sameinaðist ekki undir vopnum fyrr en 11. apríl. Herráðsforingjar hans gagnrýndu þetta, en Laake virtist ekki í tengslum við þann veruleika sem menn stóðu frammi fyrir. „Dálítil æfing mun naumast skaða þetta herlið!“ lýsti hann yfirlætislega yfir. Þýsk herskip sigldu inn á hafnir og landganga hermanna hófst úr þeim. Hvorki Norð66
Leifturstríð í vestri
mönnum, Frökkum né Bretum hafði nokkru sinni dottið í hug að Hitler myndi á neinum tímapunkti þora að ráðast inn í Noreg fyrir framan nefið á breska sjóhernum. Slæleg vinnubrögð leyniþjónustustofnana ríkjanna og framangreind mistök í stöðumati breskra flotayfirvalda gerði það að verkum að þau klúðruðu besta möguleikanum til að veita Þjóðverjum skrokkskjóðu þegar þeir lentu í Noregi 9. apríl. Þótt innrásarliðið fengi að líða verulegt tjón á hafi úti næstu daga, þá reyndist það gagnkvæmt fyrir breska sjóherinn, af völdum þýska flughersins Luftwaffe og flotans Kriegsmarine. Stysta fjarlægð milli stranda Bretlands og Noregs var 640 kílómetrar. Þetta var handan við flugþolsmörk allra landflugvéla Breta. En brátt kom í ljós með ógnvænum hætti hversu skip væru viðkvæm fyrir loftárásum. Áhrifamesta atvikið á fyrsta morgni innrásarinnar átti sér stað á Óslóarfirði skömmu eftir klukkan 4:00, þegar hið nýja þýska beitiskip Blücher með þúsundir þýskra hermanna um borð nálgaðist hið gamla strandvirki Oscarsborg sem stóð á eyju í firðinum, en búið var að hlaða þar vandvirknislega tvær af þremur fallbyssum, þær sem kallaðar voru Moses og Aron og voru frá 19. öld. Birger Eriksen ofursti, yfirmaður virkisins, vissi takmörk byssuliða sinna og beið fram á síðustu stundu með fyrirskipun um að menn skyldu hleypa af. Beitiskipið var einungis 500 metra undan landi þegar þessi fornfálegu vopn spúðu eldi sínum og eimyrju. Önnur sprengikúlan hæfði stjórnmiðstöð fyrir loftvarnabyssur beitiskipsins, en hin lenti í flugvélaeldsneytisgeymslu um borð með þeim afleiðingum að ógnarstór eldsúla steig til himins. Eftir að Blücher hafði verið hæfður enn frekar með tveimur tundurskeytum, sem skotið var úr landi, logaði skipið stafna á milli og fékk mikla slagsíðu meðan skotfærabirgðir um borð sprungu í loft upp. Skipið sökk og um 1.000 Þjóðverjar fórust. Í kjölfarið ríkti slík ringulreið í höfuðstað Noregs að minnti helst á kolsvartan gamanleik. Yfirmaður þýsku innrásaraðgerðarinnar á vettvangi, Erich Engelbrecht hershöfðingi, hafði verið um borð í Blücher. Honum var bjargað úr firðinum af Norðmönnum sem handtóku hann. Þar með varð innrásarliðið tímabundið forystulaust. Norski hershöfðinginn Laake, sem áður var nefndur, lagði á flótta frá borginni í kjölfar herráðs síns. Fyrst tók hann sporvagn, en síðan reyndi hann að ferðast á puttanum. Það gekk illa svo hann steig að lokum um borð í járnbrautarlest. Norska ríkisstjórnin bauðst til að segja af sér, en konungurinn hafnaði því. Stórþingið kom saman til neyðarfundar þar sem lögð voru fram sterk rök fyrir kostum þess að lýsa yfir uppgjöf. Ráðherrar lögðu til að mikilvægar brýr 67
Vítislogar – HEIMUR Í STRÍÐI
yrðu sprengdar í loft upp svo tefja mætti fyrir innrásarliðinu, en fjöldi þingmanna var því þó andvígur vegna þess að „þá myndu eyðilögð mannvirki sem verðmæt voru út frá byggingarlistrænum sjónarmiðum.“ Breski sendiherrann afhenti skilaboð frá Lundúnum með loforðum um hjálp en vafðist tunga um tönn og var loðinn í tilsvörum þegar hann var inntur eftir því hvenær hún bærist. Þýskir fallhlífarhermenn hertóku flugvöllinn í Ósló og brátt voru flestar hafnir í Suðvestur-Noregi á valdi óvinarins. Meðan norska ríkisstjórnin flúði norður á bóginn voru fyrstu fylki sex hersveita Þjóðverja sett á land og þeim komið fyrir. Ruth Maier var meðal þeirra sem horfðu agndofa á komu árásarliðsins. Hún var 19 ára gömul austurrískur gyðingur sem hafði flúið heimaland sitt. Í Lillestrøm, rétt utan við Ósló, lýsti hún í dagbók sinni því sem átti eftir að verða sorgleg en algeng sjón í Evrópu: „Ég sé Þjóðverjana meira fyrir mér sem náttúruhamfarir heldur en manneskjur … fólk streymir upp úr kjöllurum, safnast saman á götunum, með barnavagna, ullarteppi og ungabörn. Það situr á vörubílum, á reiðhjólum, í hestakerrum, í leigubílum og einkabílum. Þetta er eins og það sem ég hef séð í kvikmyndum: Finnskt, pólskt, albanskt, kínverskt flóttafólk … Þetta er svo fábrotið og svo sorglegt: Með ullarteppi og silfurborðbúnað og eitt barn á handleggnum „flyst“ maður á brott. Þannig flýr maður undan sprengjum.“ Norðmenn sýndu innrásarliðinu grímulausan fjandskap. Þeir voru þvingaðir til undirgefni og létu ekki blekkjast af neinum útskýringum. Ruth Maier stóð og hlýddi á þrjá þýska hermenn segja hópi Óslóarborgara frá því að 60.000 þýskir borgarar hefðu verið myrtir af Pólverjum áður en Wehrmacht greip inn í til hjálpar þýska þjóðarbrotinu þar. Ruth hló: [Maðurinn] snýr sér að mér og segir: „Þér hlæið, fröken?“ „Já.“ „Og Foringi vor!“ hélt hann áfram með táraslikju í augum, „er að sjálfsögðu bara maður eins og við hin, en hann er sá besti, sá besti sem við höfum í Evrópu.“ [Hermaðurinn] með vatnsbláu augu, einnig orðinn voteygur, kinkar kolli: „Sá besti … sá besti …!“ Fleiri koma aðvífandi til að hlusta. Norðmaðurinn segir: „Eigum við virkilega að trúa því að þið séuð hingað komnir til að vernda okkur … það stendur hér!“ – hann bendir á dagblaðið. „Ne-ei, vernda ykkur? Það gerum við ekki.“ En sá ljóshærði grípur fram í fyrir honum. „Jú, vitanlega gerum við það.“ Sá dökkhærði hugsar sig um stundarkorn og segir: „Jú, ef það á að segjast eins og það er … þá verndum við ykkur fyrir Englendingunum.“ Norðmaðurinn: „Og þessu trúið þið?“
Skjót velgengni jók trú flestra Þjóðverja á kostum og tilgangi innrásarinnar. Árásarlið þeirra átti auðvelt með að herða tökin um suðurhluta Noregs, eftir að hafa tryggt samganginn heim með nær mótspyrnu68
Leifturstríð í vestri
lausri hertöku Danmerkur. Norska Stórþingið hittist aftur í smábænum Elverum, um 120 kílómetrum norðan við Ósló, og umræður þar voru nú markvissari í ljósi þess að borist hafði fregn um að Þjóðverjar hefðu sett svikara yfir leppstjórn í Ósló. „Nú höfum við fengið Kuusinen-ríkisstjórn,“ lýsti forsætisráðherrann yfir fullur fyrirlitningar og vísaði þar til finnska kommúnistans Otto Kuusinens sem hafði unnið með Stalín meðan innrás Sovétríkjanna stóð yfir í Finnlandi. Vidkun Quisling, norska útgáfan af Kuusinen, átti þó eftir að verða frægur að endemum og nafn hans hluti af enskri tungu. Norðmönnum tókst stundum að valda ringulreið hjá innrásarliðinu eða hrekja það undan. Fjórar rútur á leið til Elverum, fullar af þýskum fallhlífarhermönnum, lentu í fyrirsát við vegartálma sem komið var upp af félögum í skotfélagi þar um slóðir. Bílalestin laut stjórn þýsks flugmálasendifulltrúa, Eberhard Spillers höfuðsmanns, sem hafði fengið fyrirmæli um að handtaka norsku ríkisstjórnina, konunginn og krónprinsinn, en hlaut í þessum átökum sár sem drógu hann til dauða. Norska konungsfjölskyldan og ráðherrar færðu sig um set til þorpsins Nybergsunds. Hákon VII. konungur var hávaxinn og grannur maður, 67 ára gamall, af dönskum uppruna, og hafði verið kjörinn konungur þegar Norðmenn endurheimtu sjálfstæði sitt frá Svíþjóð árið 1905. Árið 1940 sýndi hann hugrekki jafnt sem virðuleika. Á ríkisráðsfundi sem haldinn var í fannfergðu Nybergsundi að kveldi 10. apríl ávarpaði hann ráðherra sína háum en skjálfandi rómi: „Það snertir mig afar djúpt að verða að axla persónulega ábyrgð á þeim hörmungum sem henda kunna land og þjóð ef kröfum Þýskalands verður hafnað … Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu taka ákvörðun um málið, en ég vil að mín eigin afstaða liggi skýr fyrir: Ég get ekki fallist á þýsku kröfurnar … Slíkt myndi stríða gegn öllu því sem ég hef talið skyldur mínar sem konungur Noregs …“ Frekar en að fallast á kröfur Þjóðverja um að hann lýsti yfir stuðningi við Quisling sagðist hann reiðubúinn til að afsala sér krúnunni. Gamli konungurinn sat þögull drykklanga stund, en svo brutust tárin fram. Að lokum mælti hann: „Ríkisstjórnin verður nú að taka sína ákvörðun, óháð stöðu minni. En ég tel mér þó skylt að gera skýra grein fyrir því hvernig ég lít á málið.“ Norðmenn skuldbundu sig til að verjast og freista þess að vinna tíma þar til hjálp Bandamanna bærist. Daginn eftir, 11. apríl, voru Hákon konungur og Ólafur krónprins, sonur hans, á tali við nokkra af ráðherrunum þegar þýskar herflugvélar birtust og hófu skothríð á Nybergsund í því augnamiði að koma leiðtogum norsku þjóðarinnar fyrir kattarnef. Stjórnmálamennirnir hlupu inn í grísahús, en konungur og foringjar hans 69
Vítislogar – HEIMUR Í STRÍÐI
leituðu skjóls í skógi skammt undan. Enginn féll. En þótt Norðmönnunum væri brugðið við vélbyssuskothríðina frá Heinkel-flugvélunum, þá hvikuðu þeir hvergi í ákvörðun sinni. Hákon konungur varð miður sín við að sjá almenna borgara verða skotmörk Þjóðverja. „Ég megnaði vart að horfa á … börn hnipra sig saman í snjónum, meðan kúlur tættu trén og greinum rigndi yfir þau,“ sagði konungur. Hann lýsti því yfir að aldrei framar skyldi hann leita skjóls á stað þar sem nærvera hans skapaði saklausum borgurum hættu. Konungurinn og stjórnmálamennirnir ræddu stuttlega sín á milli um möguleikann á að sækja um hæli í Svíþjóð og var forsætisráðherrann einkum fylgjandi því, en konungur vildi ekki heyra á það minnst. Leiðtogar Noregs fluttu sig um set til Lillehammer til að halda baráttunni áfram; niðurbrotna gamla hershöfðingjanum, Laake, var skipt út sem yfirmanni hersins og í hans stað kom hugrakkur og öflugur hershöfðingi, Otto Ruge að nafni, en breskur foringi hafði hrósað honum með þeim orðum að hann líktist stjórnanda í hópi enskra refahunda. Töluverður glundroði einkenndi hið seina herútboð Norðmanna, enda höfðu birgðageymslur og vopnabúr í suðurhluta Noregs fallið í hendur Þjóðverjum, en á móti kom að flestir hinna 40.000 manna, sem kallinu sinntu, voru eldheitir föðurlandsvinir. Frank Foley, fulltrúi bresku leyniþjónustunnar í Ósló, sendi gagnort símskeyti: „Vart hægt að ímynda sér aumkunarverðar útbúinn her, en mennirnir í honum flottir náungar.“ Á komandi vikum áttu ýmsir Norðmenn eftir að standa sig hetjulega við varnir ættjarðarinnar. Fáar borgir voru í landinu, en drjúgur hluti íbúanna dreifðist í sveitarfélög við langa firði, sem tengdust saman með þröngum vegum er lágu um fjallaskörð og djúpa dali. Þýskir, breskir og franskir herforingjar, sem þurftu fyrirvaralítið að halda til Noregs til að stunda hernað þar, urðu að afla sér upplýsinga um þennan nýstárlega vígvöll með því að festa kaup á Baedeker-ferðahandbókum í bókaverslunum Berlínar, Lundúna og Parísar. Bresk-frönsku landgönguhóparnir, sem sendir voru í flýti til Noregs á fyrstu vikunum eftir innrás Þjóðverja, voru svo slakir að það gat varla talist fyndið. Búið var að senda svo gott sem hverja einustu virku hersveit Breta áleiðis til Frakklands; einungis var unnt að skipa tólf hálfþjálfuðum landherfylkjum úr varaliðssveitum yfir Norðursjó til Noregs. Þetta herlið var sent í smáskömmtum, í því skyni að hafa uppi á skotmörkum sem breyttust nánast frá einni klukkustund til annarrar. Hermennina skorti kort, flutningatæki og talstöðvar til að hafa samband sín á milli, að ekki sé minnst á loftskeytasamband við yfirstjórn hersins í Lundúnum. Þeir stigu ráðvilltir á land með lítið af þungavopnum og skorti loftvarnabyssur, en 70
Leifturstríð í vestri
71
Vítislogar – HEIMUR Í STRÍÐI
vistir þeirra og skotfæri lágu í glundroða um borð í birgðaskipum. George Parsons kom með undirfylki sínu til Mosjøen í Nordland-fylki í norðanverðum Noregi: „Ímyndaðu þér hvað við hugsuðum þegar við sáum fjall með snævi þöktum tindi, meira en 600 metra hátt. Við strákarnir frá Suður-Lundúnum höfðum aldrei fyrr séð fjall – og flestir okkar höfðu aldrei komið á haf út.“ Jafnvel þótt þýsku liðssveitirnar í landi væru fámennari sýndu þær meiri kraft og betri herkænsku heldur en Bandamenn. David Thue, ofursti í norska hernum, skrifaði í skýrslu til ríkisstjórnar sinnar að ein bresk liðsdeild væri „samansett af mjög ungum piltum sem í ljós kom að voru úr fátækrahverfum Lundúna. Þeir hafa mjög mikinn áhuga á konunum í Raumsdal, og taka þátt í víðtækum þjófnaði úr verslunum og af heimilum … Þeir myndu flýja eins og hérar ef þeir heyrðu í flugvél.“ Breska utanríkisráðuneytið skrifaði í skýrslu þegar hilla tók undir lok átakanna: „Ölvaðir breskir hermenn … í einu tilfelli rifust þeir við og skutu úr byssum á nokkra norska fiskimenn … Einstaka foringjar úr breska hernum … hegðuðu sér með „prússneskum hroka“ meðan sjóliðsforingjarnir voru … svo varkárir og tortryggnir að þeir meðhöndluðu hvern einasta Norðmann sem hugsanlegan fimmtu herdeildarliða [svikara á bandi óvinanna] og neituðu að trúa mikilvægum upplýsingum þegar þær voru látnar í té.“ Ekki væru ýkjur að segja að ringulreið hafi einkennt ákvarðanatöku Bandamanna gagnvart hinum gæfusnauðu Norðmönnum og að framkoman hafi verið kaldhæðnisleg. Breska stjórnin gaf yfirdrifin loforð um hjálp á sama tíma og hún vissi að ekki væri minnsti möguleiki á að efna þau. Megináhugi bresku herstjórnarinnar beindist að Narvík og möguleikanum á að hertaka og halda varnarsvæði umhverfis hafnarbæinn til að geta lokað þýsku járngrýtisflutningaleiðinni frá Svíþjóð sem skipti öllu máli um vetrarmánuðina. Narvíkurfjörðurinn varð vettvangur harkalegra átaka á sjó þar sem báðir stríðsaðilar misstu tundurspilla. Lítil sveit breskra landgönguliða kom sér fyrir á eyju einni undan ströndum og hershöfðingi þeirra þverskallaðist við hlíta fyrirmælum og þrýstingi frá Cork and Orrery lávarði, aðmírál með einglyrni, en hann hafði á hendi yfirstjórn aðgerða á þessum slóðum og krafðist þess að gerð yrði árás á Narvíkurhöfn. Cork lávarður reyndi að hvetja hermennina til landgöngu með eigin fordæmi, en hann neyddist til að gefa könnunar- og árásarleiðangur sinn upp á bátinn, þegar hann stökk í land og sökk samstundis í snjó sem náði honum í mitti, enda lágvaxinn maður. Í Lundúnum lauk umræðum um hernaðaráætlanir æ oftar með 72
Leifturstríð í vestri
háværum deilum þar sem menn æptu hverjir á aðra. Churchill hrópaði hæst en fyrirætlanir hans voru of stórhuga til að hægt væri að koma þeim um kring. Ráðherrar rifust hver við annan, við Frakka og við yfirmenn hinna ólíku greina heraflans; engin samhæfing var til staðar hjá yfirstjórninni. Á tveimur vikum var gengið frá sex aðgerðaáætlunum sem öllum var hafnað. Bresk stjórnvöld sannfærðust treglega um stjórnmálalega nauðsyn þess að sýna lit við að hjálpa Norðmönnum að verja mikilvæg svæði í landi þeirra, þó slíkt væri nánast vonlaust hernaðarlega. Ringulreið einkenndi landgöngu Bandamanna í Namsósi og Åndalsnesi; Þjóðverjar svöruðu með skefjalausum loftárásum sem eyðilögðu birgðastöðvar jafnótt og þeim var komið á fót, og timburhúsin í þessum bæjum brunnu til grunna. Franskir hermenn rændu breskar birgðageymslur í Namsósi og bifreiðar lentu í árekstrum vegna ágreinings um hvort aka skyldi hægra eða vinstra megin. Hinn 17. apríl hafði Frederick Hotblack yfirhershöfðingi, þá staddur í Lundúnum, rétt fengið þau fyrirmæli að hann ætti að stýra árás á Þrándheim þegar hann fékk slag og lyppaðist meðvitundarlaus niður. Breska 148. stórfylkið hafði yfirmann sem hunsaði fyrirmæli frá Lundúnum og sendi menn sína til að bjóða norska hernum beina aðstoð. Þeir voru sallaðir niður án miskunnar af Þjóðverjum, en um 300 þeirra tókst að hörfa í rútum. Yfirforingi einn sem sendur var frá Noregi til yfirstjórnar breska hersins, War Office, í Lundúnum til að sækja fyrirmæli sneri aftur á norsku vígstöðvarnar og sagði Adrian Carton de Wiart yfirhershöfðingja sem stýrði öðrum herafla: „Þið getið gert hvað sem ykkur sýnist, því þeir [heima] vita ekkert hvað þeir vilja að þið gerið.“ Breskir hermenn háðu samt eina orrustu þar sem þeir sýndu góða frammistöðu áður en þeir neyddust til að draga sig í hlé. Það var í Kvam í Vestur-Noregi dagana 24.–25. apríl. Síðan tóku ráðherrar og herforingjar í Lundúnum þá ákvörðun að flytja herlið á brott frá Namsósi og Åndalsnesi. Eins og ávallt óttaðist Neville Chamberlain forsætisráðherra um eigið skinn og að sér yrði kennt um ófarirnar. Ríkisstjórnin hafði blásið fjölmiðlum eldmóð í brjóst og fengið þá til að skapa miklar væntingar meðal almennings í Bretlandi um Noregsherferðina. BBC hafði greint frá fáránlegum fyrirætlunum um að Bandamenn hygðust „slá stálhring um Ósló“. Nú sagði forsætisráðherrann ráðherrum sínum að það væri við hæfi að greina neðri deild þingsins frá því að Bretar hefðu aldrei haft í hyggju að standa í langtíma hernaðaraðgerðum um miðbik Noregs. Fulltrúar Frakka, sem komu til Lundúna 27. apríl til að eiga þar fund í æðsta herráði Bandamanna, Allied Supreme 73
Vítislogar – HEIMUR Í STRÍÐI
War Council, urðu agndofa þegar þeir heyrðu tillögur um að réttast væri að láta Noreg lönd og leið. Þeir gagnrýndu tillögurnar harðlega; Paul Reynaud, forsætisráðherra Frakklands, sneri aftur heim til Parísar og fullyrti þar að sér hefði tekist að stappa stáli í Chamberlain og samstarfsmenn hans: „Við höfum sýnt þeim hvað verður að gera, og höfum eflt viljann til að framkvæma það.“ Þetta voru draumórar; tveimur klukkustundum síðar var tekin ákvörðun um að kalla breska liðið heim. Pamela Street, bóndadóttir í Wiltshire á Englandi, skrifaði raunamædd í dagbók sína: „Stríðið heldur áfram eins og risavaxin byrði sem þyngist ögn með hverjum deginum sem líður.“ Herför Bandamanna í Noregi skilaði sér í vantrausti og nánast fjandskap milli ríkisstjórna Breta og Frakka, og þau sár virtust ekki myndu gróa, ekki einu sinni eftir að Chamberlain vék úr stóli forsætisráðherra. Franski forsætisráðherrann, Reynaud, harmaði mjög vangetu bresku ráðherranna í samtali við samstarfsmann sinn 27. apríl: „[Þetta eru] aldraðir menn sem hafa enga hugmynd um þýðingu þess að taka áhættu.“ Hinn 4. maí sagði Daladier, varnarmálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra, við frönsku ríkisstjórnina: „Við ættum að spyrja Bretana hvað þeir vilja gera. Það voru þeir sem vildu fara í þetta stríð, en þeir snúa sér út úr því um leið og minnst er á að gera eitthvað sem gæti beinlínis bitnað á þeim.“ Skammarlegt má teljast að breskir herforingjar í Noregi fengu fyrirmæli um að greina Norðmönnum ekki frá því að þeir ætluðu nú að draga herlið sitt á brott. Bernard Paget hershöfðingi lét þau fyrirmæli sem vind um eyru þjóta og greindi Otto Ruge, æðsta foringja norska hersins, frá fyrirhuguðu brotthvarfi, sem leiddi til tilfinningaríkra viðbragða Ruges sem sagði: „Svo Noregur á að deila örlögum með Tékkóslóvakíu og Póllandi. En hvers vegna? Hvers vegna? Herlið ykkar hefur ekki beðið ósigur!“ Eftir þessi stuttu og tilfinningaþrungnu viðbrögð endurheimti Ruge eðlislægt rólyndi sitt og virðuleika. Sumir sagnfræðingar hafa gagnrýnt varnir hans í Mið-Noregi, en þó er erfitt að sjá hvernig nýta hefði mátt öðruvísi þann takmarkaða herstyrk sem hann réð yfir, þannig að önnur niðurstaða hefði fengist. Þegar Hákon konungur og ríkisstjórn hans kusu að halda til Bretlands í útlegð, neitaði þessi æðsti foringi hersins að yfirgefa menn sína og krafðist þess í staðinn að deila með þeim kjörum sem stríðsfangi Þjóðverja. Í Namsósi hlýddi Carton de Wiart yfirhershöfðingi skipuninni um að flytja liðsafla sinn á brott án þess að láta norskan starfsbróður sinn á vettvangi vita. Sá var með lið sitt til hliðar við liðsafla de Wiarts og uppgötvaði nú skyndilega að annar varnarvængur hans var horfinn. Þegar 74
Efri mynd: Finnskir „draugahermenn“ á ferð í desember 1939. Neðri mynd: Sovéskur hermaður frosinn í hel á Finnlandsvígstöðvunum í mars 1940.
Þýskir hermenn í sókn við Haugsbygd við Hønefoss norður af Ósló í Noregi í apríl 1940.
„Margar frábærar heildarsögur um síðari heimsstyrjöldina hafa verið skrifaðar ... en engin þeirra stenst samjöfnuð við bók Hastings.“ – Kirkus Reviews
H
eimsstyrjöldin síðari kostaði um sextíu milljónir manna lífið – að meðaltali tuttugu og sjö þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar og landsvæðin voru rústir einar. Í fjóra áratugi hefur Max Hastings rannsakað og skrifað um ólíka þætti þessa hildarleiks. Í þessari bók dregur hann saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár tuttugustu aldar. Hvernig var að upplifa þennan tíma? Hastings lýsir persónulegum afleiðingum styrjaldarinnar en gætir þess jafnframt að missa ekki sjónar á hinu stóra herfræðilega og alþjóðlega samhengi. Úr verður æsispennandi en djúphugul frásögn af ógnvænlegustu árum mann kynssögunnar. „Stríðssaga eins og hún gerist mest spennandi. Sannkallað snilldarverk!“ – Ian Kershaw „Sefjandi læsileg frá fyrstu síðu allt til hinnar síðustu.“ – Sunday Telegraph „Án alls vafa besta bókin í einu bindi sem skrifuð hefur verið um stríðið.“ – Sunday Times
9 789935 213440