Handbók vörumerkis HÖNNUNARSTAÐALL MARKAÐSSTOFU SUÐURLANDS
1. útgáfa 2019
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Efnisyfirlit
Moldin logar af lífi. Loftið er fullt af söng.
Þetta er vörumerkjahandbók Markaðsstofu Suðurlands. Hún inniheldur leiðbeiningar um útlit, letur, liti og merki Markaðsstofu Suðurlands til kynningar á áfangastaðnum Suðurlandi undir merkjum Visit South Iceland. Bókin er ætluð starfsfólki Markaðsstofu Suðurlands og tengdum hagaðilum til að hafa að leiðarljósi við vinnu og uppsetningu á öllu kynningarefni.
1. MARKAÐSSTOFA SUÐURLANDS
1.1 Aðgreining 1.2 Tengingar
1.3 Markhópar
2. MERKI
2.1 Yfirsýn merkis
2.2 Enskar útgáfur merkis 2.3 Merki á bakgrunni
2.4 Ensk útgáfa merkis á bakgrunni
2.5 Íslensk-ensk útgáfa merkis á bakgrunni 2.6 Andrými merkis og lágmarksstærð 2.7 Röng notkun merkis 2.8 Samband merkja
3. LITIR
– Davíð Stefánsson, Í byggðum (1933).
3.1 Aðallitur 3.2 Aukalitir
4. LETUR
4.1 Leturgerð
4.2 Textameðferð
5. TÁKNMYNDIR 6. BRÉFAGÖGN
7. KYNNINGAREFNI
8. SNIÐMÁT KYNNINGA
Unnið af VERT markaðsstofu | vert.is
9. SÝNINGARSTANDAR 10. LJÓSMYNDANOTKUN
7 8 10 12 17 19 20 22 24 27 29 31 37 39 41 45 47 49 50 53 55 57 5
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Markaðsstofa Suðurlands Markaðsstofa Suðurlands var stofnuð haustið 2008 af ferðamálasamtökum á Suðurlandi og Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands. Starfssvæði stofunnar nær frá Lónsheiði í austri að Sandskeiði í vestri, auk Vestmannaeyja. Tilgangur
– Markaðsstofa Suðurlands verði í fararbroddi í sameiginlegu markaðsog kynningarstarfi fyrir Suðurland bæði innanlands og utan með áherslu á að auka atvinnustarfsemi og gjaldeyristekjur. – Kynna kosti Suðurlands til ferðalaga og stuðla að aukinni eftirspurn eftir vöru og þjónustu.
Ávinningur
– Betri og markvissari nýting fjármuna til markaðs- og kynningarstarfs.
– Markaðs- og kynningarstarf fyrir Suðurland skilvirkara og skipulagðara með kosti landshlutans að leiðarljósi.
– Fjölgun gesta sem dvelja lengur, eyða meiri fjármunum og eru líklegri til að koma aftur. Frá stofnun markaðsstofunnar árið 2008 höfum við verið í fararbroddi í markaðs- og kynningarstarfi fyrir Suðurland.
– Litskrúðugri menningu landshlutans og fjölbreyttri náttúru verði komið á framfæri með margvíslegum hætti.
Við erum hlekkur í stoðþjónustu ferðaþjónustunnar og tengiliður bæði innan landshlutans og utan.
– Standa fyrir og styðja við fræðslu, ráðgjöf og nýsköpun.
Við leggjum áherslu á að kynna Suðurlandið sem spennandi og vænlegan kost til ferðalaga. Við viljum laða að innlenda sem erlenda gesti og stuðla að jákvæðri upplifun meðal gesta og íbúa.
– Leggja áherslu á að skapa sterka og jákvæða ímynd Suðurlands.
– Taka tillit til sérkenna einstakra svæða frá austri til vesturs því samstarf allra atvinnugreina og svæða er lykilatriði við að ná árangri í eflingu Suðurlands.
Allt okkar markaðsstarf snýr að því að skapa sterka og jákvæða ímynd fyrir Suðurlandið, það gerum við með því að styðja við þætti á borð við fræðslu, ráðgjöf og þjónustu.
7
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS
Aðgreining Aðgreining og sérstaða Suðurlands Suðurland hefur ákveðna aðgreiningu frá öðrum landshlutum. Einna helst má draga fram sérstaklega þrjá þætti sem um leið eru kjarni aðgreiningar Suðurlands frá öðrum landshlutum. Sérstaðan byggir á þeirri aðgreiningu sem Suðurland býr yfir og er grunnurinn að mótun markaðsstefnu svæðisins og þeim markaðsskilaboðum sem flutt verða markhópnum.
1. Þroskuðum og reyndum fyrirtækjum.
2. Fjölbreyttri náttúru og sterkum náttúruseglum.
Á Suðurlandi er mikill fjöldi þroskaðra og reyndra fyrirtækja sem veita ferðamönnum framúrskarandi þjónustu sem stendur undir væntingum. Mikil og góð þekking á þörfum og óskum viðskiptavina leynist innan fyrirtækja sem hafa starfað í langan tíma.
Suðurland býr yfir mörgum og fjölbreyttum náttúruseglum sem eru vinsælir og fjölsóttir ferðamannastaðir.
8
3. Góðum samgöngum og nálægð við höfuðborgarsvæðið og Keflavíkurflugvöll. Góðar samgöngur og nálægð við höfuðborgarsvæðið og nálægð við stærsta alþjóðaflugvöll landsins veitir Suðurlandi ákveðna sérstöðu á aðra landshluta. Það eru margar leiðir inn á svæðið og aðgengi á heildina frekar gott.
Orka
Kraftur
Hreinleiki
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS
Þrískipting Suðurlands
Tengingar Tengingarnar sem við sækjumst eftir eru orka, kraftur og hreinleiki, en þær endurspeglast í þrískiptingu Suðurlands.
Við viljum að þessar tengingar komi fólki til hugar þegar það talar um eða skoðar Suðurlandið. Þessar tengingar þurfa að vera sterkar, jákvæðar og einstakar.
Orka / Energy
Kraftur / Power
Hreinleiki / Purity
The Golden Circle Area Gullna hrings svæðið
Katla UNESCO Global Geopark and Vestmannaeyjar
The Vatnajökull Region Ríki Vatnajökuls
Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar
Gullna hrings svæði ORKA
10
Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar KRAFTUR
Ríki Vatnajökuls HREINLEIKI
11
Markhópar Íslands eru markhópar Suðurlands.
Markhópar
Áfangastaðurinn Suðurland er eins og aðgreiningin tekur til, aðgengilegur allt árið um kring og nálægt alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Því er Suðurland góður kostur fyrir þá sem heimsækja Ísland. Jafnt fyrir fjölskyldufólk og aðra ferðamenn.
Makindalegi menningarvitinn
Lífsglaði heimsborgarinn
Sjálfstæði landkönnuðurinn
Njóta og slappa af
Náttúra og menning
Virk upplifun og ævintýramennska
Suðurland býr yfir fjölbreyttri og stórfenglegri náttúru með mikið aðdráttarafl sem auðvelt er að nálgast og upplifa. Fjölbreytileiki og gæði þjónustunnar gerir gestum kleift að njóta þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Yfirsýn merkis Þetta er merki Markaðsstofu Suðurlands. Merki Markaðsstofu Suðurlands er samspil tákns og leturs. Letrið er einfalt, sterkt og skýrt. Það passar vel við táknið og tekur ekki athyglina frá því heldur vinnur með því. Táknið og samspil lita undirstrika stórfenglega náttúru suðurlands. Í merkinu má greina skammstöfun Markaðsstofu Suðurlands – MSS. Eins má sjá í merkinu fjöll, fossa, ár, jarðhita og ferðalag um veg.
Sækja merki Markaðsstofu Suðurlands
17
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Enskar útgáfur merkis Merki Markaðsstofu Suðurlands er einnig til í enskri útgáfu og íslensk-enskri útgáfu til notkunar þegar við á.
19
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Merki á bakgrunni
Lárétt útgáfa á bakgrunni
Það er ákjósanlegast að nota merki Markaðsstofu Suðurlands á hvítum, grænum eða dökkgráum grunni.
Sömu notkunarreglur gilda um lárétta útgáfu merkisins.
Á hvítum bakgrunni eða mjög ljósum lit skal notast við merkið í lit. Til er svarthvít útgáfa af merkinu þegar þarf. Varast skal að setja merkið ofan á ljósmynd nema þess sé vel gætt að merkið komi mjög skilmerkilega út og að undir merkinu séu litlar litaandstæður sem gætu annars truflað merkið.
20
21
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Ensk útgáfa á bakgrunni
Lárétt útgáfa á bakgrunni
Það er ákjósanlegast að nota merki Markaðsstofu Suðurlands á hvítum, grænum eða dökkgráum grunni.
Sömu notkunarreglur gilda um lárétta útgáfu merkisins.
Á hvítum bakgrunni eða mjög ljósum lit skal notast við merkið í lit. Til er svört útgáfa af merkinu þegar þarf, þá er ákjósanlegt að merkið sé í dökkgráa lit Markaðsstofu Suðurlands. Varast skal að setja merkið ofan á ljósmynd nema þess sé vel gætt að merkið komi mjög skilmerkilega út og að undir merkinu séu litlir litaandstæður sem gætu annars truflað merkið.
22
23
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Íslensk-ensk útgáfa á bakgrunni
Lárétt útgáfa á bakgrunni
Það er ákjósanlegast að nota merki Markaðsstofu Suðurlands á hvítum, grænum eða dökkgráum grunni.
Sömu notkunarreglur gilda um lárétta útgáfu merkisins.
Á hvítum bakgrunni eða mjög ljósum lit skal notast við merkið í lit. Til er svört útgáfa af merkinu þegar þarf, þá er ákjósanlegt að merkið sé í dökkgráa lit Markaðsstofu Suðurlands. Varast skal að setja merkið ofan á ljósmynd nema þess sé vel gætt að merkið komi mjög skilmerkilega út og að undir merkinu séu litlir kontrastar sem gætu annars truflað merkið.
24
25
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Andrými merkis og lágmarksstærð Andrými Utan um merkið þarf ákveðið andrými til þess að þrengja ekki að því. Með því að leyfa því að anda sýnum við því virðingu. Andrýmið er mælt með mælieiningunni „M“ sem er fengin frá hæð og breidd upphafsstafs í nafninu. Lágmarks andrými eru 3xM til hliðanna og 2xM fyrir ofan og neðan. Halda skal allri annarri grafík og texta utan þessa svæðis. Í einstaka tilvikum þarf e.t.v. að gera undantekningu á reglunni vegna plássleysis en þá skal gæta þess að ekki sé þrengt um of að merkinu. Lágmarksstærð Lágmarksstærð merkisins er miðuð við að letrið sé læsilegt og táknið skiljanlegt. Íslenska útgáfan af merkinu ætti því ekki að vera minni en 14 mm á breidd, en sú enska ætti ekki að vera minni en 18 mm á breidd.
Markaðsstofa Suðurlands
14 mm
18 mm
16 mm
27
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Röng notkun merkis Yfirlit hér til hliðar sýnir ranga meðhöndlun merkisins. Allar breytingar merkisins rugla merkingu þess, veikir áhrif þess og eru því ekki leyfilegar.
Ekki hliðra til íhlutum merkisins.
Ekki þjappa eða teygja merkið.
Ekki setja skugga undir merkið.
Ekki breyta litum merkisins.
Ekki stilla merkinu skáhallt.
Ekki setja merkið á of flókinn og dökkan bakgrunn.
Ekki setja merkið á of samlitan grunn.
Ekki víxla litum merkisins.
Forðast skal þessa notkun til að gæta bæði læsileika þess og ímyndar. Allar sömu reglur gilda um ensku útgáfu merkisins.
Markaðsstofa Suðurlands Ekki breyta afstöðu nafns og merkis.
Ekki setja útlínu á merkið.
Ekki breyta leturgerð í nafni.
Jón Jónsson jon@mms.is
Ekki nota merkið eða hluta úr merki sem tákn eða „icon“ með öðrum texta.
29
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Samband merkja Þegar um samstarf annarra stofnana er að ræða skal gæta þess að bæði merki Markaðsstofu Suðurlands og samstarfsaðila séu greinileg og sett fram á sambærilegan hátt. Merkin eiga að vera aðskilin með jöfnu bili beggja vegna. Hafa skal í huga að sjónræn staða merkisins sé alltaf í hámarki.
31
Náttúran og ósnortið víðerni dregur að ferðamenn og það er margt sem fyrir augu ber. Stórbrotnir fossar, Þórsmörk, Eyjafjallajökull, Fimmvörðuháls, Lakagígar, Eldgjá, Dyrhólaey, Geysir, Jökulsárlón, Heimaey, Lómagnúpur, Vatnajökull, Þingvellir, Hengill, Hekla, Skjaldbreiður, Kerlingarfjöll og svartar strendur.
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Aðallitur Allt er vænt sem vel er grænt Hlýlegur grænn er aðallitur áfangastaðarins Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Grænn litur táknar hreina náttúru, frjósemi, vöxt, endurnýjun og velgengni. Grænn er einnig tengdur við frið og ró og góða lukku. Prent
CMYK 50-0-100-18 Pantone® 376 C
Skjáir og vefur RGB 130-180-0 Hex #82b400
80%
60%
40%
20%
10%
Sækja litabretti Markaðsstofu Suðurlands
37
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Aukalitir
Á efstu brúnum orðlaus finn, að á ég hafið, jökulinn og háan Heklutind.
Aukalitirnir eru vel valdir með aðallit Markaðsstofu Suðurlands til hliðsjónar. Þeir vinna vel saman og auka áhrif sjónræns tungumáls.
CMYK 58-84-42-0 Pantone 682 C RGB 136-63-110 HEX #883f6e
CMYK 0-90-85-5 Pantone Warm Red C RGB 235-50-50 HEX #eb3232
CMYK 0-55-87-5 Pantone 144 C RGB 252-138-45 HEX #fc8a2d
CMYK 36-0-93-0 Pantone 381 C RGB 195-216-50 HEX #c3d832
CMYK 82-45-100-50 Pantone 357 C RGB 32-72-22 HEX #204816
Aukaliti skal nota ásamt aðallit Markaðsstofu Suðurlands, fara skal varlega í að nota einungis aukaliti í nokkru efni. Það er gert til að aðalliturinn þekkist sem einkennislitur Markaðsstofu Suðurlands. Mikilvægt er að litirnir séu alltaf í samræmi í allri notkun og eru hér gildi litanna fyrir alla notkun.
80%
60%
40%
20%
80%
60%
40%
20%
60%
40%
20%
80%
60%
40%
20%
40%
20%
80%
60%
40%
20%
CMYK 88-28-38-0 Pantone 320 C RGB 0-146-160 HEX #0092a0
CMYK 47-8-0-13 Pantone 543 C RGB 142-195-219 HEX #8ec3db
CMYK 100-74-51-0 Pantone 7693 C RGB 0-66-92 HEX #00425c
CMYK 0-0-0-90 Pantone Black 7 C RGB 50-50-50 HEX #323232
80%
– Gylfi Þorkelsson
80%
60%
40%
20%
10%
80%
60%
40%
20%
80%
60%
40%
20%
80%
60%
Sækja litabretti Markaðsstofu Suðurlands
39
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Fashion fades, only style remains the same. – Coco Chanel
Leturgerð Leturgerðin sem Markaðsstofa Suðurlands notar í öll prentuð gögn heitir Avenir. Avenir er stílhrein, falleg og opin leturgerð sem auðvelt er að lesa. Það eru til nokkuð margar útgáfur af leturgerðinni, en sem meginreglu þá er Avenir Medium notað í lesmál og Avenir Black notað í fyrirsagnir.
Avenir Medium
AaBb AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNO ÓPQ R S T U Ú V W X Y ÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmno ópqrstuúvwxyýzþæö 123456789=+()[]/$€&!?@#%
Aa
Avenir Light
Aa
Avenir Light Oblique
Aa
Avenir Book
Aa
Avenir Book Oblique
Aa
Avenir Roman
Aa
Avenir Oblique
Aa
Avenir Medium
Aa
Avenir Medium Oblique
Aa
Avenir Heavy
Aa
Avenir Heavy Oblique
Aa
Avenir Black
Aa
Avenir Black Oblique
41
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Letur
Letur
28 pt.
28 pt.
28 pt.
22 pt.
22 pt.
22 pt.
Avenir Medium
Avenir Black
Arkipelago Regular
16 pt.
16 pt.
16 pt.
Avenir Medium
Avenir Black
10 pt.
10 pt.
Avenir Medium
Avenir Black
Avenir Medium
42
Avenir Black
Arkipelago Regular
Arkipelago Regular 10 pt.
Arkipelago Regular
Lesmál Í lesmál notar Markaðsstofa Suðurlands Avenir Medium. Fyrirsagna- og áhersluletur Í fyrirsagnir notar Markaðsstofa Suðurlands Avenir Black til að gefa sterka andstæðu á móti lesmáli. Aukaletur Nota skal aukaletrið Arkipelago afar sparlega, t.d. mjög stuttan „call-out“-texta og skilaboð. Á hverri síðu eða opnu ætti Arkipelago bara að koma fyrir einu sinni til að forðast kraðak.
AVENIR MEDIUM
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoópqrstuúvwxyýzþæö 123456789 AVENIR BLACK
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoópqrstuúvwxyýzþæö 123456789 ARKIPELAGO
A Á B C D Ð E É F G H I Í J K L M N O ÓP Q R S T U Ú V W X Y Ý Z ÞÆ Ö
aábcdðeéfghiíjklmnoópqrstuúvwxyýzþæö 123456789
43
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Simplicity is the ultimate sophistication. – Leonardo da Vinci
Textameðferð Línubil og stafabil Við viljum tala skýrt og skilmerkilega, og bjóða upp á gott aðgengi í öllu sjónrænu tungumáli. Þess vegna gætum við þess að hafa texta ekki of þéttan og kraðakslegan. Við leyfum nægjanlegu lofti að leika um allan texta með því að hafa gott línubil og hafa texta ekki of þéttan.
14:00 Stöng – Gjáin In 1104, Mt. Hekla erupted for the first time in the recorded history of Iceland. The eruption destroyed, for instance, an entire district of at least 20 farms in the valley Þjórsárdalur in Árnessýsla.
LÍNUBIL / LEADING
STAFABIL / TRACKING
45
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Táknmyndir Markaðsstofa Suðurlands á sérteiknaðar táknmyndir til að nota þegar við á í prenti og vefsíðum og vefborðum o.s.frv.
STAÐSETNING LOCATION
SÍMI TELEPHONE
ÁRSTÍÐIR SEASONS
TÖLVUPÓSTUR EMAIL
VEFSÍÐA WEBPAGE
Táknmyndirnar hafa svipað yfirbragð og merkið sjálft, hreinar og skýrar línur. Táknin ættu helst að vera í græna lit Markaðsstofu Suðurlands eða í hlutlausum litum, hvít, grá eða ljósgrá.
47
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Bréfagögn Bréfsefni er einfalt og stílhreint í uppsetningu. Græni grunnurinn er notaður á stílhreinan hátt á bakhliðum bréfsefnis og nafnspjalds.
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Kynningarefni
Kynningarefni
Hér er farið yfir notkun merkis Markaðsstofu Suðurlands í kynningarefni sínu. Góð hlutföll Almenna reglan á stærð merkisins í prentefni er að það sé í eðlilegum hlutföllum miðað við stærð prentflatarins. Í almennri A4 kápu hér til hliðar er merkið 3 cm breitt. Merkinu er sýnd virðing með því að leyfa því að anda og gæta þess að ekki sé þrengt að því. Suðurland í forgrunni Tilgangur Markaðsstofu Suðurlands er að kynna og hylla Suðurlandið. Þess vegna situr merkið við neðri brún flatarins og leyfir myndefninu að njóta sín í efri hluta.
South Iceland
Welcome to Spectacular
Welcome to Spectacular
The official Tourist Guide
The official Tourist Guide
Dæmi um kápu á ferðahandbók.
Visit South Iceland
Dæmi um kápu á A4 bæklingi.
50
South Iceland
Visit South Iceland
Dæmi um kápu á DL-bæklingi.
51
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Sniðmát kynninga Sniðmát (template) í PowerPoint eða Keynote fyrir Markaðsstofu Suðurlands felur í sér forsíðu, millisíður, lokasíðu og hefðbundnar efnissíður. Meginreglan er að styðjast við litabretti sniðmátsins, sem byggt er á litabretti Markaðsstofu Suðurlands. Útlit kynninga er stílhreint og einfalt. Forðast skal að ofhlaða glærur með of miklum texta og efni, heldur halda skilaboðum skýrum og einföldum. Forðast skal að nota baklýsingar, skugga eða blanda litum.
Katla Geopark
Activity Tour – Katla Geopark
• Once you land at Keflavík Airport a representative from the car rental will welcome you to Iceland
• Once you land at Keflavík Airport a representative from the car rental will welcome you to Iceland.
• The representative will inform you about regulations and what you need to be aware of while driving in Iceland
Sækja PPT sniðmát Markaðsstofu Suðurlands
• The representative will inform you about regulations and what you need to be aware of while driving in Iceland • You start by driving to Krysuvík, with the dramatic red, green and yellow coloured hills frame.
Visit South Iceland
• You start by driving to Krýsuvík, with the dramatic red, green and yellow coloured hills frame
53
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Sýningarstandar Sýningarstandar sem Markaðsstofa Suðurlands hefur á kynningum eru stílhreinir og einfaldir. þar sem aðalskilaboð og ljósmyndir njóta sín.
V Ö R UM E R K J AH AND B Ó K / M A RK AÐ S S T OFA S UÐ UR L AN D S
Ljósmyndanotkun Í kynningarefni Markaðsstofu Suðurlands er áhersla á að nota ljósmyndir sem sýna náttúru Íslands í jákvæðu ljósi. Forðast skal að nota ljósmyndir sem búið er að yfirvinna og ýkja liti eða skerpu óþarflega. Þannig myndvinnsla gefur skakka mynd af náttúrunni og gæti gefið síður fagmannlega ímynd. Markaðsstofa Suðurlands notar heldur ekki myndir og myndefni sem sýnir óæskilega hegðun, svo sem akstur utan vega eða myndir þar sem rusl er úti í náttúrunni.
57
V Ö R U ME R K J A H A ND BÓK / MAR KAÐS S TOFA S UÐURL ANDS