15. ágúst 2013

Page 1

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is

F EI RÍ N T TA T K

MONITORBLAÐIÐ 29. TBL 4. ÁRG.

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ


HLAUPTU ALDREI ร Tร MUM TANKI

ร n BPA (bisfenรณls A)

VATN Sร R Lร KAMANUM FYRIR NAUร SYNLEGRI Nร RINGU โ HLAUPTU ALDREI ร N ร ESS ยฎ

PODIUM HLAUPABELTIร Fรกรฐu sem mest รบt รบr hverjum kรญlรณmetra. Nรฝja Podiumยฎ hlaupabeltiรฐ sรฉr รพรฉr fyrir vรถkva hvenรฆr sem er og gefur รพรฉr kraft til aรฐ standa viรฐ รฆ๏ฌ ngaรกรฆtlunina. Smelltu bara รก beltiรฐ รพeim brรบsum sem รพรบ รพarft og sprettu svo รบr spori. VEL Bร IN VATNI ร BAK โ ข OG FYRIR KYNNTU ร ร R Mร LIร ร CAMELBAK.COM/IN-PODIUMARCBELT

Sรถlustaรฐir: ร tilรญf Intersport Afreksvรถrur ร rninn

Markiรฐ Krรญa Hjรณl Gร P - Hjรณlabรบรฐin gap.is


fyrst&fremst

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

Skyldi Una Stef una STEF?

MONITOR 3

MÆLIR MEÐ... FYRIR KVIKMYNDAÁHUGAFÓLK Nú styttist í tíundu RIFF-hátíðina sem haldin verður dagana 26. september til 6. október og verður dagskráin sérlega glæsileg á þessu afmælisári. Tólf myndir nýrra leikstjóra keppa um Gyllta lundann, stórglæsilegt úrval verður af nýlegum verðlaunamyndum og eins verður í boði fjöldinn allur af heimildarmyndum. Miðasalan er þegar hafin á riff.is og því upplagt fyrir kvikmyndaáhugafólk að tryggja sér miða sem fyrst og byrja upphitun fyrir herlegheitin.

UNA STEFÁNSDÓTTIR Fyrstu sex: 040191. Uppáhaldshljómsveit: Bítlarnir. Uppáhaldssöngkona: Beyoncé. Uppáhaldshljóðfæri: Píanó. Lag á heilanum þessa stundina: Next to Me með Emily Sandé.

FYRIR FATAÓÐA Næsta laugardag, 17. ágúst, mun Ungmennaráð UN Women standa fyrir fatamarkaði á Kaffibarnum til að styrkja starf sitt og vekja athygli á málstaðnum. Markaðurinn byrjar kl. 15:00 og stendur til kl. 18:00. Hægt er að gera kostakaup fyrir skólann og styðja gott málefni í leiðinni.

Klassíkin var uppreisn

Mynd/Ómar

VIKAN

Söngkonan unga Una Stefánsdóttir sendi nýlega frá sér lagið Breathe.

BLAÐIÐ Í TÖLUM

„Textinn er mikil áminning um það að stundum þarf maður að staldra við og anda. Það er nefnilega svo auðvelt að týnast í geðveiki hversdagsleikans,“ segir Una Stefánsdóttir sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, lagið Breathe. „Þegar ég samdi lagið, fyrir tveimur árum, var ég alveg buguð af lífinu því það var svo mikið að gera og maður hafði engan tíma fyrir sjálfan sig og þess þó heldur fyrir listina. Lagið er því eins konar mantra fyrir mér,“ bætir Una við. Lagið er það fyrsta af plötu sem nú er í bígerð en sá gripur mun innihalda frumsamin lög og texta eftir Unu. „Þetta er eiginlega inngangurinn af því sem koma skal. Hin lögin á plötunni eru meira út í RnB, soul og jafnvel fönk,“ segir hún. Una kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu en faðir hennar er djassistinn og saxófónleikarinn Stefán S. Stefánsson sem samdi lagið ódauðlega Disco Frisco. „Ég kunni aldrei barnalög, ég kunni bara djass enda alin upp við John Coltrane og Miles Davis,“ segir Una. Hún hefur því lengi

100

tónleika hafa OMAM haldið á þessu ári

61

milljón dollara kostaði gerð 2 Guns hans Balta

3

sinnum áður hefur Gæran verið haldin á Sauðárkróki

150

sinnum fór Hugleikur í bíó á einu ári

MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor. is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar @monitor.is) Lísa Hafliðadóttir (lisa @monitor.is) Anna Marsibil Clausen (annamarsy@monitor.is Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Styrmir Kári (styrmirkari @mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136

fengist við tónlist og sungið nánast allt sitt líf en það var þó ekki fyrr en á unglingsárunum að hún fór að læra söng. „Ég byrjaði í klassíku söngnámi. Það var eiginlega mín leið til að gera uppreisn sem unglingur. Ég fór ekki að drekka og dópa heldur fór ég í klassískt nám því allir voru í djassi í fjölskyldunni minni,“ segir Una og hlær. Á grunnskólaárum sínum hlustaði Una mikið á Stevie Wonder og Mariuh Carey og segir hún að ósjálfrátt megi finna áhrif frá þeim í söngnum. „Ég spila líka sjálf á píanó og syng með svo það hefur komið fyrir að fólk líki mér við Aliciu Keys,“ segir hún og viðurkennir að það sé jákvæð samlíking. „Hraðari lögin mín eru svo aftur á móti einhvers konar „Beyoncé-tribute“ enda er hún í miklu uppáhaldi. Platan mun því innihalda svona lög í anda sterkra, sjálfstæðra, afrísk-amerískra kvenna sem kannski meikar lítinn sens þegar maður er bláeygur Íslendingur,“ segir Una að lokum og hlær.

GA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFS

Á FACEBOOK Ásgeir Börkur Ásgeirsson Var gestur í fótbolta-skóla Fylkis í morgun. Krakkarnir fengu að spyrja mig spurninga áður en átökin hófust og hljómaði sú fyrsta einhvern veginn svona.. “hvað er langt síðan þú rakaðir þig ?” 13. ágúst kl. 12:21

Steindór Grétar Jónsson Hugmynd: Lengja opnunartíma skemmtistaða svo að túristar geti djammað alla nóttina. Hótel óþörf. 12. ágúst kl. 17:42

Dagur um kvöld S

tundum er það algjör snilld að fara í búðina en stundum getur það líka verið ógeðslega leiðinlegt. Stundum kaupir maður geðveikt mikið og þá kostar það bara mánaðarlaunin en stundum kaupir maður fáránlega lítið og getur borgað með tíköllum.

S

tundum fer maður ótrúlega svangur í búðina og kaupir eitthvert dæmi sem mann langar ekkert í eftir kvöldmat en stundum er maður nýbúinn að borða og endar bara á því að kaupa kerti. Stundum er maður vel til hafður og til í tuskið en stundum skýst maður í hangsgallanum og læðist með veggjum.

S

tundum nennir maður að staldra við og spjalla við fólk sem maður hefur ekki séð í áraraðir en stundum bregður maður sér í rekka sem maður hefur aldrei farið í bara til þess að forðast óþarfa spjall við einhver sem maður þekkir afskaplega takmarkað.

Þ

að er samt eitt sem ruglar mig alltaf jafn mikið í ríminu, sama hvernig ég er upplagður. Ég legg mikið upp úr því að vera

almennilegur við starfsfólkið á búðarkössunum en ég fer samt alveg í hnút þegar þau eru ekki með tíma dagsins á hreinu. „Góðan daginn,“ segja þau stundum þegar það er alveg dimmt úti og klukkan kannski orðin níu að kvöldi til. Röddin inni í mér öskrar á mig að segja „góða kvöldið“ en ég nenni ekki að vera gæinn sem leiðréttir viðkomandi því þá er eins og ég telji mig eitthvað æðri. Þess vegna tapa ég alltaf orrustunni því ég enda á því að segja skrækum rómi: „Halló“.

É

g set kortið í posann, stimpla inn pinnið sem ég lagði á minnið, raða vörunum öllum í poka en skil yfirleitt sjálfsvirðinguna eftir í innkaupakörfunni. En stundum er bara allt í lagi að vera ekki töff.

Okei, leiter hómís, Jossi Joss át...

Saga Garðarsdóttir Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég var ekki lítill grís í fyrra lífi.

9. ágúst kl. 12:28

Atli Fannar Bjarkason Mér finnst allir vera að rekast á Evu Mendes nema ég. Týpískt að hún sé að forðast mig. 9. ágúst kl. 12:28

Ævin-Dýri Kristjánsson Ef ég fengi 10kr fyrir hvert sinn sem sagt er við mig “hey, gerðu heljarstökk” þá væri ég ríkur 10. ágúst kl. 18:17 maður.

www.facebook.com/monitorbladid


4 MONITOR

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

TORMY NI

R

VI

D N

MO

@unistefson K00L #retrostefson #lanzarote

KUNNA

@thorunnantonia My hot new boytoy Lois from One Direction if you ask @superylfa its the Only direction #onedirection #loisonedirection

#monitormynd

Sérð þú lífið í filter? Monitor líka! Farðu úr bænum hvað Raggi er hávaxinn og sigldu á sænum hvað Hauxi tekur sig vel út í veiðinni. Það er alltaf líf og fjör á Insta.

@vigdismaack Fyrsti dagur í húsmæðraskóla Melkorku Pitt og Saga er fallin. #ungmennaráðþjóðleikhússins

@haukurhardar Raggi Nat. og Logi Gunnars. eru klárir í slaginn fyrir stórleikinn í Höllinni í kvöld! (Ég er 1.84 samkvæmt vegabréfi)

@oghvad_ Geðveikur dagur í dag #snowboarding #surfing #motorcross #fjórhjól #lazy-ski #boataction #whillys #jeep #ströndin #sól og #bluebird #homies #oghvad #episode10

@hauxi Fyrsta laxveiðin. Toppurinn á tilverunni. #langá #maríulax #ogþremurbetur #uggi #öfuguggi #takkkjartan

@ofmonstersandmen 100th show of 2013!!! Flow Festival -Thank you for being a great crowd and celebrating with us! x Monsters

Ert þú í Instahring Monitor? Merktu þína mynd með #monitormynd og vertu með í gleðinni. Myndirnar birtast sjálfkrafa monitor.is auk þess sem sniðugir Instagrammarar geta nælt sér í glaðning því í hverri viku útnefnum við Monitormynd vikunnar.

@kaarenlind #gayforaday #gaypride #equalrights Flugfreyjan & flugvirkinn snaröfug

@bjornsverris Takk fyrir kveðjurnar. Ánægður með að vera búinn að skrifa undir hjá Viking FK. Og um leið ánægður að klára tímabilið með FH og kveðja vonandi með titli.


NÝR VEFUR Í LOFTIÐ FLUGFéLAG ÍSLANDS mÆLIR mEÐ því að smella sér inn á nýja vefinn okkar. Hann var að fara í loftið og við erum alveg í skýjunum með hann. Af þessu tilefni erum við með bráðsmellin tilboð á skemmtiferðum suður á bóginn, norður eftir, vestur á firði eða austur á land. Komdu um borð á flugfelag.is

NÚ Á NETINU 01.

FLUGSLÁTTUR = AFSLÁTTUR AF FLUGI

Flugsláttur er afsláttarkóði sem stundum fylgir kynningar­ efni Flugfélags Íslands. Með því að skrá Flugslátt við bókun á flugi á netinu færðu umsvifalaust afslátt. Flugsláttur færir niður verðið og þú sparar. Fylgstu vel með Flugslættinum í auglýsingum okkar.

02.

kAUPTU GjAFAbRéF

03.

Láttu það ekki vefjast fyrir þér að kaupa g jöfina. Þú finnur pakka fulla af ævintýrum og ferðafrelsi í g jafabréfum frá okkur. Nokkrir smellir á netinu og allir glaðir.

04.

VELDU ÞITT UPPÁHALDSSÆTI Hérna er uppáhaldssætið þitt, sætyndið mitt. Já, hérna á netinu. Við getum bókað það núna strax og ég ætla að sitja þér við hlið. Ekkert smá hentugt.

Flugsláttur

inn

Gefur þér afslátt á flugfela g.is

ENN FLEIRI SÆTI Á NETVERÐI Viltu sæti, sæti? Nú eru enn fleiri sæti á netverði. Nú er bara að sæta lagi og stökkva á næsta nettilboð. Þú mátt velja milli sæta, sæta.

05.

GÆLUDÝRIÐ, GOLFSETTIÐ, EÐA YFIRVIGTIN Þú færð 50% afslátt af yfirvigtinni með því að bóka far fyrir hana á netinu. Það er kjörið fyrir skíðin, golfsettið eða gæludýrið. Alveg klikkað auðvelt að pakka.


6 MONITOR

í belg & biðu

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

BÆTINGARÁÐ BERGS

EINTÓM ÞVÆLA

Takk fyrir að kýla mig í magann, Þrobbi.

Að hætta við að hætta Regluleg hreyfing skilar langtíma árangri. Langflestir sem byrja að hreyfa sig finna fyrir jákvæðum breytingum. Þeir eru einbeittari, orkumeiri, sofa betur, finna andlegan mun og sjá jafnvel vigtina hreyfast í jákvæða átt. Á einhverjum tímapunkti kemur samt bakslag og okkur finnst árangurinn standa á sér. Það er mín reynsla að þá detti margir í „æ-fokk-it“-gírinn og snúi baki við öllu saman. Á þessum tímapunkti reynir einmitt á hvort heilsan sé eitthvað sem maður ætlar að taka föstum tökum eða halda áfram í „on/ off-sambandi“ með. Það getur verið sniðugt að líta aðeins aftur um öxl: Hvar var ég þegar ég byrjaði? Líður mér betur núna en þá? Ef þú svarar því játandi, af hverju ættir þú þá að vilja fara til baka? Það er algjör óþarfi að rakka sig niður þótt illa gangi. Það gerist hjá öllum, líka heimsklassa-íþróttamönnum í toppformi. Það að eitthvað klikki þýðir ekki að allt sé ónýtt. Hverju breytir það þó dagurinn sé ónýtur? Ekki detta í allt eða ekkert og byrja aftur á mánudaginn. Bergur er fyrrverandi frjálsíþróttakappi og starfar sem ÍAKeinkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Skoðaðu fleiri ráð á www. facebook.com/baeting

ÍSL-ENSKUR TEXTI

Kaleo - Vor í Vaglaskógi Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg, við skulum tjalda í grænum berjamó. Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær, lindin þar niðar og birkihríslan grær.

7

líffæri sem ættu að vera hluti af mannslíkamanum.

1

Rófa. Hver man ekki eftir rófunni á persónunni Mauricio sem Jason Alexander lék í Shallow Hal. Ef allir væru með rófu þá væri auðveldara að sjá í hvernig skapi fólk er og svo væri þetta örugglega skemmtileg viðbót í einkalífinu.

2

Rani. Það væri náttúrulega snilld ef hægt væri að vera með rana sem hægt væri að fela á köflum því hann er vissulega ansi fyrirferðamikill. En engu að síður væri þægilegt að geta borðað án handa. Það væri svo notalegt að vera helslakur í sófanum og gúffa í sig snakki án þess að hreyfa útlimina, jú nema þá bara ranann.

Masókistinn Örvar Hörfar brosir hér í gegnum tárin eftir að félagi hans, Þrotgeir Smári, kýldi hann í magann.

„Ertþúá Snapchat?!“ V Þ

iðreynslutækni, fyrstu kynni, daður, feimni, öryggi ... tækni.

egar öllu er á botninn hvolft er það tæknin sem skiptir höfuðmáli þegar heilla á hitt kynið upp úr skónum. Vissulega getur það verið heppilegt að vera með andlit eins og Ryan Gosling eða vera með jafn djúpa vasa og Arnar Grant en þessi vopn eru bitlaus ef tæknin til að beita þeim er ekki til staðar.

T

Game of blonde locks and angandi roses, game blonde locks the Wallow tint. Takk, Google Translate!

4

U

5

ndirritaður var allsgáður í miðri kaótíkinni á vinsælum skemmtistað í miðborginni síðastliðna laugardagsnótt þegar ég áttaði mig á því hvert við erum komin í þróun samskipta. Athygli mín beindist í örskamma stund að öfurölva píu á fimmtugsaldri sem kom auga á myndarlegan mann og brokkaði til hans, þvert yfir dansgólfið með brjóstaskoru niður á nafla og í klámstjörnuhælum. Hún stoppaði eins og óvart og hreytti framan í hann með rámri viskíröddu: „Ertþúá Snapchat?!“

egar ég heyrði þessa fleygu setningu reyndi ég að stilla mig um hláturinn en þetta var enn önnur áminningin um að eldri kynslóðir, sem sífellt gagnrýna hegðun og tölvuvæðingu minnar kynslóðar, eru ekki jafn ólíkar okkur og þau reyna að líta út fyrir að vera. Á sama tíma og ég gladdist yfir þessum ummælum áttaði ég mig á því að jafnvel á djamminu gat greyið konan ekki hösslað þennan unga mann án þess að styðjast við samskiptatæki, í þessu tilfelli Snapchat.

Á

M

Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum, leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær. ------------------------------------------The night is ours and ours for Vaglaskógur, Let’s camp in green berjamó. Brought me from a friend in London yesterday, resource where Nidal and birch shake heals.

Þ

eð stöðugri þróun samskiptamiðla og snjallsíma er afturför í mannlegum samskiptum og ég komst ekki hjá því að hugsa: Hvað er næst?

Egill Fannar Halldórsson

FRASAKÓNGARNIR

Greddugleraugun Margir þeirra sem endast lengi á skemmtunum vonast til þess að kóróna kvöldið með ástaratlotum. Því lengur sem það tekur að finna félaga þeim mun meiri líkur eru á því að skynsemin þurfi að víkja fyrir almennri greddu og er þá er talað um að viðkomandi setji upp greddugleraugun. Dæmi: „Daði setti bara upp greddugleraugun í gær, eftir fimm bjóra sá hann bara prinsessur.“ VIKTOR OG BRYNJAR ERU ALLTAF SLAKIR Á KANTI

Þriðja eyrað. Það getur verið óþægilegt að vera með heyrnartól innan um annað fólk því maður vill vita hvaða umræður eiga sér stað. En með þriðja eyranum gæti maður hæglega haldið áfram að hlusta á tónlist með tveimur eyrum og notað svo það þriðja til að hlusta á samræður vina eða bara á fyrirlestur kennarans.

samskiptaflæði og möguleikum snjallsímanna. Þetta sjáum við allt í dag, bæði í okkar daglega lífi og í glamúrheimi kvikmynda og fjölmiðla.

ími riddarans á hvíta hestinum er liðinn. Prinsessan í turninum er hætt að bíða eftir því að riddarinn komi að bjarga sér (og lifa hamingjusöm til æviloka auðvitað). Sú saga er löngu úrelt. Það er langt síðan við fórum að beita öðruvísi og nútímavæddari tækni. Þessar breytingar gerðu okkur lífið þægilegra. Það varð minna mál að kynnast einstaklingum sem við girntumst og má að vissu leyti segja að með samskiptamiðlunum hafi heimurinn minnkað. Með hverri nýjung sem kom á markað þurftum við að hafa minna fyrir því að kynnast hugsanlegum vini, rekkjunaut eða maka. Auðvitað fylgja öllum nýjungum óvæntir fylgifiskar en hver nennir að lesa bæklinginn með aukaverkunum? tímum riddara voru kynhlutverkin óhagganleg og hetjuskapur og glæst afrek á ferilskránni var það sem þurfti til þess að sigra hjarta konu. Þá var herramennskan í hávegum en smávægi eins og feimni eða óöryggi voru ekki á boðstólnum. Tímarnir breytast rétt eins og mennirnir og með tilkomu síma og smáskilaboða en síðar internets og samskiptamiðla hafa gamlar venjur gleymst en ekkert eitt endilega komið í staðinn. Til að byrja með hafa kynhlutverkin að miklu jafnast út. Konan hefur allt í einu fengið atkvæðisrétt og karlinn hefur fengið grænt ljós á tilfinningar, einlægni og jafnvel feimni. Allt saman magnast þetta með endalausu

3

Í hverri viku munu frasakóngarnir Brynjar Ásgeir og Viktor Örn kenna okkur nýjustu frasana og orðin svo við getum verið fersk í umræðunni hverju sinni.

Tálkn. Hversu geggjað væri að geta kafað að vild? Þá reyndar þyrftu augun líka að þola það að vera opin í dágóðan tíma í vatni. Smellum við því ekki bara með á listann? Horn. Horn kæmu sér afskaplega vel ef einhver væri með bögg í bænum og svo væri líka afar hentugt að geyma alls kyns hluti á hornum sér. Skemmtilegast væri þó að upplifa þá miklu tískubylgju sem færi af stað því líklegt væri að hornfylgihlutir yrðu afar vinsælir.

6

Vængir. Þetta er kannski allt of fyrirsjáanlegt en það er draumur hvers mannsbarns að geta flogið um loftin blá. Reyndar kæmi þetta flugfélögunum afskaplega illa en við myndum redda vinnu fyrir alla sem þar starfa. Svo myndi allt tryllast á dansgólfinu þegar „Fly on the Wings of Love“ væri sett á fóninn.

7

Kengúrupoki. Einföld ástæða. Svona burðarpokar fyrir börn kosta allt of mikið.

VÍSINDAVEFURINN

Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi? Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, voru kvenmannsnöfn 2538 en karlmannsnöfn 1994. Frá þeim tíma hafa einstaklingar fallið frá sem voru einir um nafn en aðrir bæst við með nýjum nöfnum. Mannanafnanefnd samþykkir á mánuði hverjum 5-10 ný nöfn. Til fróðleiks má geta þess að nafnaforðinn hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu öldum. Árið 1703, þegar fyrsta manntalið var tekið, voru á skrá 387 karlmannsnöfn og 338 kvenmannsnöfn. Í manntalinu 1910 voru karlmannsnöfn 1071 en kvenmannsnöfn 1279.



8 MONITOR

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

En mér finnst mjög gaman að leika og ef mér yrði boðið eitthvert hlutverk í Hollywood sem vekti áhuga minn myndi ég slá til. Það vantar alltaf einhverja hryðjuverkamenn. Monitor 16. september 2010


FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

Monitor 9

KONUNGUR

KVIKMYNDANNA Eins og flestallir Íslendingar vita hefur Baltasar Kormákur slegið í gegn sem leikstjóri í henni Hollywood. Nýjasta kvikmynd hans, 2 Guns, er sú mesta hingað til en myndin fór beint á toppinn í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd vestanhafs í upphafi mánaðar. Monitor rýndi lauslega í ferilinn hjá leikstjóranum forkunnarfagra. Árið 1990, þegar Baltasar Kormákur var 24 ára gamall, útskrifaðist hann úr Leiklistarskólanum og við útskrift beið hans fastráðning hjá Þjóðleikhúsinu. Baltasar þótti (og þykir enn) afskaplega hæfileikaríkur leikari og fór hann með mörg stór hlutverk á þeim sjö árum sem hann starfaði í Þjóðleikhúsinu og árið 1996 gerði hann Badda í Djöflaeyjunni ódauðlegan. Á meðal verkefna Baltasars í Þjóðleikhúsinu má nefna Volodja í Kæru Jelenu, Rómeó í Rómeó og Júlíu, brúðgumann í Blóðbrullaupi og Konstantín í Mávinum. Það var árið 1994 að Balti fór að fikta við leikstjórn en frumraun hans sem leikstjóra var söngleikurinn Hárið sem sýndur var í Íslensku óperunni við virkilega góðar undirtektir. Síðan þá hefur Baltasar leikstýrt fjöldanum öllum af leiksýningum og fengið Grímuverðlaun sem leikstjóri ársins fyrir verkin Þetta er allt að koma og Pétur Gaut.

Á lista með Nolan Árið 2000 var afar gott hjá Baltasar en þá fór hann með hlutverk Óla í kvikmyndinni um Engla alheimsins og fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði, 101 Reykjavík, fékk góð viðbrögð bæði hér heima og erlendis. Myndin fékk Discovery Film Award á Alþjóðakvikmyndahátíðinni í Toronto og í kjölfarið var Baltasar á lista Varietyblaðsins yfir 10 leikstjóra sem vert væri að fylgjast með. Það voru engir aukvissar á þessum lista en stærsta nafnið á listanum er örugglega Christopher Nolan sem leikstýrt hefur Batman-þríleiknum og Inception. Baltasar fékk þó að kynnast brattri brekku þegar hann gerði A Little Trip to Heaven árið 2005 en myndin gekk ekki eins vel og vonir stóðu til.

Inhale opnaði dyrnar til Hollywood Það var svo árið 2010 að dyrnar til Hollywood opnuðust upp á gátt þegar Baltasar leikstýrði kvikmyndinni Inhale sem fjallar um ólöglega líffæraflutninga. Tveimur árum

„Það kemur fyrst upp í hugann þegar ég var í tökum á Djúpinu um daginn og var svo mál að míga þegar við vorum að taka upp niðri á höfn. Ég fór á bak við gám og pissaði þar. Um leið og ég var byrjaður kom gámabíll og tók gáminn, þannig að ég stóð þarna beint fyrir framan tökuliðið með allt niður um mig. Þetta var eins og lélegt grínatriði í bíómynd.” Monitor 16. september 2010

síðar var Reykjavík-Rotterdam komin í Hollywood-búning þar sem Mark Wahlberg fór með aðalhlutverkið í Contraband. Þrátt fyrir velgengnina í Hollywood hefur Baltasar ekki sagt skilið við íslenska kvikmyndagerð enda engin ástæða til, Hafið, Mýrin og Brúðguminn hlutu verðlaunin sem besta mynd ársins á Edduverðlaununum og nú síðast hlaut Djúpið 11 Edduverðlaun og var Baltasar leikstjóri ársins. Baltasar er alltaf með mörg járn í eldinum. Um þessar mundir leggur hann lokahönd á sjónvarpsmyndina The Missionary sem HBO mun sýna og þá er undirbúningur fyrir stórslysamyndina Everest í fullum gangi. Baltasar hefur einnig tryggt sér kvikmyndaréttinn á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness og þá lofaði hann í viðtali við Monitor árið 2010 að einhvern tímann myndi hann senda frá sér alvöru víkingamynd.

Fjármálin Það er gaman að skoða fjármálin í kringum myndirnar sem Baltasar hefur leikstýrt en á þeim þrettán árum sem hann hefur setið í kvikmyndaleikstjórastólnum hafa peningarnir í hans verkefnum margfaldast verulega. Frumraun hans sem kvikmyndaleikstjóra var sem kunnugt er 101 Reykjavík en samkvæmt Wikipedia halaði sú mynd inn 126.404 bandaríkjadollara í bíóhúsunum en til samanburðar halaði Contraband in 95.181.981 bandaríkjadollara. Því hefði þurft að framleiða 101 Reykjavík 753 sinnum til að ná inn sömu fjárhæðum og Contraband. En peningarnir skipta þó ekki öllu máli og dæmi hver fyrir sig hvor myndin er betri. Til gamans má þó sjá hér þróunina. Mynd 101 Reykjavík A Little Trip to Heaven Mýrin (Jar City) Inhale Contraband 2 Guns

Fjármagn

Miðasala $126.404

$4.000.000 $10.000.000 $25.000.000 $61.000.000

$748.315 $55.089 $95.181.981 $35.377.680* *er enn í sýningu

„Ég ætlaði lengi að verða dýralæknir og var kominn inn í skóla í Liverpool þegar ég datt inn í Leiklistarskólann Monitor 16. september 2010

Á SETTI MEÐ MARK NOKKRUM WAHLBERG

ÆTLI DENZEL SÉ NETTUR?

Kvikmyndaleikstjórn

101 Reykjavík (2000)

The Sea (Hafið) (2002)

A Little Trip to Heaven (2005)

Jar City (Mýrin) (2006)

White Night Wedding (Brúðguminn) (2008)

Inhale (2009)

Contraband (2012)

The Deep (2012)

2 Guns (2013)


FOCUS

Nýi orkudrykkurinn... þessi öflugi án sykurs! Aðeins 2 hitaeiningar og 0,5 g kolvetni í 100 ml.

Koffín, guarana og ginseng... virkar strax! 15 kraftmiklar freyðitöflur í einum stauk. Skellt út í vatn nákvæmlega þegar þér hentar – heima, í vinnunni, skólanum, í ræktinni, í golfinu...

Handhægt, bragðgott og frábært verð Vertu alltaf með orkuna við höndina og gríptu einn stauk af FOCUS í næsta apóteki .

Fæst í helstu apótekum brokkoli.is

Áhrifarík innihaldsefn i - virkar samstundis


FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

MONITOR 11

Verður kannski loksins umdeildur Hugleikur Dagsson frumsýnir brátt teiknimyndaþáttinn Hulli og er á leið í upppistandshringferð um landið. Monitor ræddi við grínistann um meinta athyglisbrestinn, lífið sem rokkstjarna í Finnlandi og sjúkleika verka hans.


12 MONITOR

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

SíÝasta sem ég... borg

Síðasta sem ég heimsótti fyrir utan landsteinana: Ætli það hefi ekki verið bókamessan í Gautaborg. Alltof langt síðan ég hef komist út.

staÝurveitingaSíðasti

sem ég borðaði á: Kex Hostel. Saltfiskinn ef ég man rétt.

bíómynd

sem Síðasta ég horfði á: Ég fór á hina stórgóðu Elysium um daginn. Nexus forsýningu. Góð mynd.

hlutur húsverk

Síðasti sem ég keypti mér: Sjónvarp. Síðasta sem ég innti af hendi: Ég tók til heima fyrir þetta viðtal sem var síðan ekki einu sinni tekið heima hjá mér. Síðasta skipti sem ég sagði einhverjum að mér þætti hann: Ég sagði það rétt áðan við kærustuna mína.

væntum


FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

Þ

að eina sem ég get sagt við þá sem langar að kvarta eftir fyrsta þátt er: Bíðið bara eftir næsta þætti, þið munuð kvarta meira yfir honum. Eftir 4-5 þætti verðið þið líklega orðin þreytt á að kvarta,“ segir grínistinn Hugleikur Dagsson um sitt nýjasta verk, teiknimyndaþættina Hulla. Þættirnir verða á dagskrá á RÚV í haust og fer sá fyrsti í loftið fimmtudaginn 29. ágúst. Hugleikur spratt fram á sjónarsviðið með sótsvörtum grínteikningum sínum snemma á síðasta áratug og hefur upp frá því einnig látið að sér kveða sem leikritaskáld, handritshöfundur, myndskreytari Símaskrárinnar og uppistandsgrínisti. Spéfuglinn Hulli ræddi við Monitor um athyglisbrestinn, guðfeður sína í gríni, lykilinn að Hollywood og það hvort bækur hans eru sjúkar eður eigi. Texti: Einar Lövdahl Myndir: Styrmir Kári

einar@monitor.is styrmirkari@mbl.is

Framundan er frumsýning á teiknimyndaþætti í sjónvarpi sem ber þitt eigið nafn, Hulli. Er það æskudraumur að rætast? Það var nú aldrei beint stefnan að gera heilan teiknimyndaþátt og hvað þá þátt sem héti það sama og ég. Sigurjón Kjartansson hefur gaukað hugmynd að mér síðastliðinn áratuginn að taka þátt í verkefni sem væri þá einhvers konar teiknimyndaþáttur. Síðan var það fyrir 2-3 árum sem hann kallaði mig á fund og bað mig um að bera nokkrar hugmyndir að slíkum þætti á borð og ég var með eina hugmynd sem ég sá fyrir mér að væri einföld í framkvæmd. Það var saga sem átti þá að gerast í einhvers konar talnalandi, svona eins og Stafakarlarnir, bara með fullorðinsgríni. Ég hef hins vegar lært það að maður eigi aldrei að mæta á svona fundi með bara eina hugmynd svo á leiðinni á fundinn fékk ég hugmynd að þætti sem fjallaði um einhverja útgáfu af sjálfum mér og auðvitað keypti hann þá hugmynd, þessa lítið úthugsuðu pælingu. En mun Hulli í þáttunum líkjast hinum raunverulega Hulla? Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. Hulli í þáttunum er hins vegar aðeins mjórri en líka aðeins ljótari. Nefið sem Hulli í þáttunum er með er ekkert líkt nefinu mínu. Svo er hann líka alltaf nýrakaður sem ég er bara svona aðra hverja viku. Af því að ég spurði hvort þetta væri æskudraumur, hvernig krakki var Hugleikur Dagsson? Ég var ekki erfiður krakki, ég var frekar rólegur og ógeðslega feiminn. Ég var alltaf að lesa eða teikna myndasögur. Ég var ekkert rosalega félagslyndur, sérstaklega ekki á unglingsárum. Ég var svolítið mikið í mínum eigin heimi. Er rétt skilið hjá vinum þínum að þú glímir við athyglisbrest? Eftir að athyglisbrestur komst í umræðuna sagði ein vinkona mín mér að ég hlyti að vera með athyglisbrest og upp frá því hef ég velt því fyrir mér af alvöru. Ég ætlaði alltaf að fara og láta greina mig en það gæti verið merki um athyglisbrest að ég hef aldrei komið því í verk. Þetta er allavega oft sagt við mig og ég dett mjög oft út þegar ég er að tala við fólk. Bitnaði það á námsferlinum? Það var ekkert mikið mál að fá mig á fætur og setja mig í skólann en að fá mig til að læra heima var eitthvað sem ég átti erfitt með og ég dró það alltaf á langinn eða bara gerði ekki. Ég held að ég hafi farið í gegnum allan Hagaskóla og Kvennaskólann án þess að læra heima í stærðfræði. Ég lærði bara fyrir mikilvæg próf og var svona „underachiever“ eftir því sem leið á skólagönguna. Þegar ég útskrifaðist úr Kvennó nægði það mér alveg persónulega að skríða bara rétt yfir fimmuna, ég miðaði við það. Ég hefði getað gert betur en þegar ég var 17 ára var ég bara formlega kominn með skólaleiða og eina markmið mitt í skóla var að útskrifast á réttum tíma.

En hékkst þú líka í Nexus? Nexus varð almennileg myndasögubúð þegar ég var kominn á menntaskólaaldur. Ég hef keypt endalaust af myndasögum þar en ég var aldrei harðasti nördinn þarna. Ég held að ég geti kennt þessum meinta athyglisbresti um það. Þeir sem héngu þarna voru aðallega að spila „role playing-spilin“ og mig langaði rosalega að spila þau, keypti mér þau spilin en endaði alltaf á að skoða myndirnar. Ég nennti aldrei að lesa allar reglurnar (hlær). Varst þú enn í menntaskóla þegar þú byrjaðir að dúkka upp í Tvíhöfða? Ég fór að vinna í bókabúðinni Skjaldborg í Ármúla árið eftir menntaskóla. Ég man að mamma reddaði mér þessari vinnu, gaurinn sem átti búðina spurði mömmu hvort hún vissi um einhverja konu sem gæti unnið í búðinni. Hún svaraði að hún þekkti svo sem enga konu en að strákurinn hennar væri að leita að vinnu. Þá sagði hann: „Þetta eru nú engin laun...“. Þannig að ég fékk sem sagt svona „kvennalaun“. Það var eiginlega ekkert að gera þarna í búðinni og þá notaði ég tímann og samdi þar heila myndasögu og svo var ég alltaf að hlusta á Tvíhöfða og hringja inn í þættina. Þeir voru alltaf með kvikmyndagetraunir sem ég gat svarað óvenjuoft. Ég fór þá og sótti verðlaun til þeirra og í eitt skiptið buðu þeir mér að gerast kvikmyndagagnrýnandi í þáttunum. Ég var sem sagt í því hlutverki í 2–3 ár og á þeim árum fór ég í bíó 150 sinnum á ári. Það var ótrúlega góð kennsla í að læra að segja sögur, sem seinna varð eiginlega vinnan mín. Þú hefur nefnt þá til sögunnar sem guðfeður þína í gríni. Já, ég var svo mikið hjá þeim upp frá þessu. Þeir fengu mig til að teikna „sketsaþættina“ þeirra á Popp Tíví og það var svakaleg törn. Þá vann ég bara fram á nætur og kom síðan með þættina til þeirra á morgnana, svaf á gólfinu hjá þeim á meðan þeir voru í útvarpinu og fékk far heim þegar þættirnir þeirra voru búnir. Ég sat stundum inni á skrifstofunni þeirra þegar þeir voru að semja „sketsana“ sína og þá lærði ég ákveðna kæruleysisaðferð til að semja grín. Þeir voru ekkert endilega að reyna að vera fyndnir, þeir eru það bara einhvern veginn og stundum er það eitt að eitthvað sé ekki nógu fyndið einmitt það sem gerir það fyndið. Þeir eru svona grínforeldrar mínir og þá hef ég oftast tekið fram að Sigurjón sé pabbi minn og Jón sé mamman. Þú samdir út þína fyrstu „spýtukallabók“, eins og þú kallar hana, árið 2002 sem þú gafst út sjálfur. Hvenær byrjaðir þú að teikna þessa tegund teikninga, sem þú ert þekktastur fyrir? Það byrjaði sumarið 2001 þegar ég var í myndlistadeild LHÍ. Þá var ég á Seyðisfirði ásamt öðrum listnemum og við vorum að setja upp sýningu. Ég var búinn að mála einhver vatnslitamálverk af hákörlum að éta sundfólk og fleira slíkt en svo fannst mér eitthvað vanta. Klukkutíma fyrir opnunina var ég að tala í símann og á meðan teiknaði ég tvo svona spýtukalla og annar þeirra segir „ríddu mér“. Mér fannst eitthvað fyndið við þetta þannig að ég teiknaði 30 í viðbót á innan við hálftíma og það eru fyrstu 30 blaðsíðurnar í fyrstu bókinni minni. Viðbrögðin við myndunum á sýningunni voru svo góð að ég ákvað að halda þessu áfram. Myndasögurnar þínar spurðust út enda innihalda þær svartan og oft og tíðum beittan húmor. Fékkst þú kvartanir utan úr bæ? Ég hef aldrei fengið neitt „sjitt“ út á þetta og það eru eiginlega bara vonbrigði. Það er stundum sagt að ég sé umdeildur en ég get ekki tekið undir það. Ég hef aldrei verið skammaður, aldrei hefur verið deilt um mig og það hafa aldrei verið undirskriftarlistar á netinu gegn mér á Facebook. Ég veit ekki hvað ég er að gera rétt (hlær). Ég man reyndar að þetta fékk ákveðin viðbrögð þegar þetta kom út í Bretlandi. Þá birti sorpritið The Sun fyrirsögnina „Bannið þessa sjúku bók“. Það sást samt alveg að þeir voru ekkert að kvarta í alvöru, þeir voru bara að búa til djúsí sögu. Bókaforlagið úti, Penguin, fagnaði þessu bara enda var þetta mikil auglýsing.

Finnst þér myndasögurnar þínar sjúkar? Það er að vissu leyti Siglufjarðarprentsmiðjunni að Nei, ég get ekki sagt það. Það er alltaf ákveðin þakka að þú varðst myndasögunörd, ekki satt? fjarlægð í gangi. Þetta eru bara litlir Siglufjarðarprentsmiðjan skaffaði eina spýtukallar og þeir bjóða ekki upp á að aðgengið að myndasögum, fyrir utan ég teikni einhver smáatriði. Ég held að evrópsku myndasögurnar sem Fjölvi og það sem gerir það að verkum að fólk Iðunn gáfu út. Siglufjarðarprentsmiðjan Fyrstu sex: 051077 hlæi að þessu sé fyrst og fremst óvænti þýddi Spiderman og það var eitthvað sem Það sem fékk mig helst til að þátturinn, að þetta komi alltaf dálítið ég las aftur á bak og áfram. Mér þótti þessi nenna fram úr í morgun: Ég eins og blaut tuska framan í fólk á Marvel-heimur strax alveg stórkostlegt þurfti að mæta í Stúdíó Sýrland skemmtilegan hátt. Það er náttúrlega fyrirbæri. Það var fyndið að Spiderman var og stýra hljóðsetningu á Hulla. til fólk sem finnst þetta mjög ógeðslegt alltaf í sleik við kærustuna sína, það var Það sem veldur mér helst og mér finnst það bara gott og blessað. eitthvað spennandi. hugarangri þessa stundina: Ef einhver segir að fólk sem fílar ekki Ég hugsa að ég eigi allt sem SiglufjarðarFyrir utan daglegan kvíða og bækurnar mínar séu teprur, þá finnst prentsmiðjan gaf út og það er mjög gaman efasemdir þá eru það helst bara mér bara allt í lagi að vera tepra, einað skoða þetta í dag af því að þetta var svo örlög mannkyns. hver verður að vera tepra. Ef þú hefur illa þýtt. Einhvern tímann segir Spiderman Það fyndnasta sem ég hef ekki húmor fyrir bókunum mínum á ensku: „Rats! What now?“ og það er bara séð á netinu: Drunk History. ertu jafnvel bara með hjartað á réttum beinþýtt: „Rottur! Hvað nú?“. Að sama skapi Mér finnst að einhver ætti að stað og vel uppalinn (hlær). segir Superman: „Gerðu það, Lois. Skildu kaupa réttinn hérlendis og gera mig eftir einan,“ en á ensku sagði hann Ölvaða Íslendingasögu. Myndasögurnar þínar hafa verið auðvitað bara „leave me alone“ (hlær).

HUGLEIKUR Á 30 SEKÚNDUM

Æskuátrúnaðargoð: Stan Lee – og er enn.

MONITOR 13

kallaðar samfélagsádeila. Ert þú að tækla atriði sem fara í taugarnar á þér í samfélaginu? Það hefur ekki verið markmið hjá mér að vera að deila á eitthvað fyrr en bara nýlega. Það kom eiginlega samhliða því að ég fór að vera virkur á Facebook. Ef mér dettur einhver brandari í hug sem tengist umræðunni í þjóðfélaginu þá hef ég nýtt tækifærið og sett þann brandara samstundis á netið. Ég gerði það til dæmis þegar það kom nýr páfi og í kringum Steubenville-nauðgunarmálið í Bandaríkjunum. Þegar fyrstu bækurnar mínar komu út og gagnrýnendur töluðu um þetta sem samfélagsádeilu, þá var það eiginlega eftir á sem ég hugsaði: „Já, þetta er rétt (kaldhæðnislega). Það var það sem ég var að hugsa,“ (hlær). Í rauninni held ég að góður húmor fæðist ekki ef maður leggur upp með að búa til ádeilu. Fyrst og fremst þarftu að búa til góðan brandara og ef einhver boðskapur kemst fyrir inni í honum, þá er það bónus. Facebook er dálítið tvíeggja sverð, ekki satt? Þar færðu góða kynningu á verkum þínum en að sama skapi hefur þú lent í því að menn hafa stolið verkum þínum og til dæmis prentað á boli í leyfisleysi. Ég held að þessi stuldur hafi ekkert endilega átt sér stað á Facebook, því ég varð var við þessa boli löngu áður en ég varð virkur þar. Það var aðallega einn brandari sem ég sá að menn voru að stela og dreifðist eitthvað um netið. Ég sá að minnsta kosti 20 mismunandi útfærslur af honum í kjölfarið en ég hafði bara gaman af því. Ef ég myndi sjá einhvern í „bootleg-bol“ með mynd eftir mig, þá myndi ég ekki verða pirraður, mér finnst bara verra ef einhver annar en ég er að græða pening á verkinu mínu. Í grunninn er Facebook góð kynning og það er mjög sniðugt fyrir sjálfstætt starfandi listamann að safna „like-um“. Þessi kynning gerir það að verkum að það seljast fleiri bækur. Þú átt fjölda erlendra áhangenda á Facebook enda hafa bækurnar þínar verið þýddar yfir á ensku, öll Norðurlandamálin, spænsku, frönsku, tékknesku og svo framvegis. Einhvern tímann las ég síðan að þú ættir miklu fylgi að fagna í Finnlandi. Ert þú rokkstjarna þar? Já, það gengur langbest í Finnlandi, eiginlega betur en á Íslandi. Ég er rokkstjarna í Finnlandi, eins og Conan O‘Brien (hlær). Ég held að allar bækurnar mínar hafi farið á topp tíu-listana í Finnlandi og síðan þeir fóru að gefa bækurnar mínar út hef ég komið þangað 5-6 sinnum. Ég er síðan að fara þangað næst í september með Ara Eldjárn þar sem við komum fram á uppistandshátíð.

Ef þú hefur ekki húmor fyrir bókunum mínum ertu jafnvel bara með hjartað á réttum stað og vel uppalinn (hlær). Nýlega var síðan fjallað um að Susan Sarandon hefði keypt bók eftir þig hér í Reykjavík. Verður hún lykillinn inn í Hollywood? Já, ég veit ekki með það (hlær). Judd Apatow (sem hefur leikstýrt og framleitt myndir eins og Anchorman, 40-YearOld Virgin og Superbad) hefur víst fylgst með verkum mínum og ég reiði mig frekar á hann. Hann hafði einu sinni samband við mig og setti valdar myndasögur eftir mig inn í grínbók sem hann var að leikstýra. Ég hef síðan heyrt frá honum einu sinni til viðbótar þegar ég bað um gagnrýnendatilvitnun frá honum. Hann sagði að ég væri fyndnasti íslenski skrípakallateiknari sem hann vissi um (brosir). Frumsýning handan við hornið. Verður RÚV-merkið rautt eða gult á meðan á sýningum stendur? Það er talað um að merkið verði gult. Við reyndum að nota sem minnst af dónalegum orðum þegar við vorum að skrifa handritið. Við föttuðum að það væri ekkert sniðugt að segja „ríða“ og „píka“ þannig í staðinn reyndum við að láta persónurnar segja „sofa hjá“ og „sköp“ og handritið varð bara miklu fyndnara fyrir vikið. „Ég ætla að sofa hjá þér í sköpin þín.“ Samt verður merkið gult, segir þú. Er verið að fara yfir einhver velsæmismörk? Ég var að hlusta á Virka morgna um daginn og þar eru þau með meinhorn þar sem fólk má hringja inn og kvarta. Þar hringdi einhver inn og kvartaði yfir að útsendingatíminn á þættinum hans Villa Naglbíts hefði breyst. Það hljómaði bara eins og líf hennar hefði verið eyðilagt. Ég hugsaði: Ókei, ef það er kvartað yfir því, þá verður kvartað mjög mikið yfir þessum þáttum. Ég hugsa að það verði hringt inn áður en fyrsti þátturinn verður búinn. Það eina sem ég get sagt við þá sem langar að kvarta eftir fyrsta þátt er: Bíðið bara eftir næsta þætti, þið munuð kvarta meira yfir honum. Eftir 4-5 þætti verðið þið líklega orðin þreytt á að kvarta. Ég reikna alveg með því að fullt af fólki muni hata þáttinn. Þá verður þú kannski loksins umdeildur. Já, loksins.


FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

Þú fékkst óreynda talsetjara til að tala inn á þættina. Af hverju hringdir þú ekki í Ladda og Felix Bergsson, talsetningarkónga Íslands? Við hugsuðum það svolítið þannig að það hefur verið ákveðin leikhefð í gangi í íslenskri talsetningu sem hentaði ekki þættinum, þessi flippaði skrípagír hentaði ekki alveg sögunni. Söguþráður þáttanna var þróaður af mér, Þorra bróður mínum (Þormóður Dagsson), Árna Vilhjálmssyni, Lóu Hjálmtýs og Önnu Svövu. Ég valdi þau í það af því að mér finnst þau fyndin og svo „meikaði bara sens“ að þau myndu líka tala inn á þættina af því að þau þekkja allar hliðar þeirra. Síðan er bara ákveðin „lo-fi-fagurfræði“ gegnumgangandi í þessum þáttum og þá hentaði bara best að vera með talsetningu þar sem persónurnar tala bara eins og venjulegt fólk.

Við föttuðum að það væri ekkert sniðugt að segja „ríða“ og „píka“ þannig í staðinn reyndum við að láta persónurnar segja „sofa hjá“ og „sköp“ og handritið varð bara miklu fyndnara fyrir vikið. Þú hefur einnig látið að þér kveða í leikritaskrifum og uppistandi. Höfða skrif jafn-vel til þín og teikningar? Þau höfðar meira til mín, mér finnst langskemmtilegast að segja sögur og búa til brandara. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég nota svona einfaldar teikniaðferðir, af því að ég hef ekki alveg þolinmæðina í að vanda mig of mikið. Ég get alveg teiknað ágætlega ef ég vanda mig, en mér finnst bara skemmtilegra að segja sögur. Núna er ég dálítið byrjaður á því að fá aðra í að teikna fyrir mig sögur sem ég sem. Núna er ég að gera bókaseríu sem heitir Endir og í næstu bók í seríunni fæ ég Rán Flygenring til að teikna fyrir mig. Mér finnst bara miklu skemmtilegra að fá sendar teikningar frá henni og sjá hennar túlkun á ímyndunaraflinu mínu. Ég get hugsað mér að fara meira út í það. Um hvað verður sú bók? Þetta er svona uppvakningabók þar sem Páll Óskar er að berjast við uppvakninga. Hún er sem sagt unnin í samstarfi við hann (hlær).

KVIKMYNDIR KV

Það er ekki bara frumsýning á sjónvarpsþætti framundan heldur ert þú á leið í uppistandstúr um landið, ekki satt? Jú, hann fer einmitt af stað um svipað leyti og sjónvarpsþátturinn fer í loftið, það er ágætt því þá verð ég kannski ekkert mikið að hanga á Facebook og leita uppi einhver „komment“ um þáttinn (hlær).

Myndin sem ég get horft á aftur og Ætli það sé ekki Mad Max 2. aftur: Æ Myndin sem ég væli yfir: Wreck-it Ralph. Og Elephant Man. Myndin sem ég grenja úr hlátri yfir: Step Brothers. B Uppáhaldsmyndin mín í æsku: Uppáha Return of the Jedi. Versta mynd sem ég hef séð: Ætli það sé ekki önnur Af hverju er ekki hægt að gera W hvor Wolverine-myndin. And don’t get me started on W góða Wolverine-mynd? Punisher. Punish

TÓNLIST TÓN Lagið í uppáhaldi þessa stundina: Lascia ch’io pianga eftir Händel.

SMÁA LETRIÐ

14 MONITOR

Var það útpælt? Nei, en það er einhvern veginn allt að gerast á sama tíma. Þættirnir og uppistandstúrinn fara af stað á sama tíma og svo þarf ég að leggja lokahönd á næstu bók, því hún kemur líklega út í október. Ég hlakka mikið til þessa uppistandstúrs enda er uppistand eitthvað sem ég væri til í að gera miklu meira af. Ég fer eiginlega í öfuga hringferð, byrja á Ísafirði og þræði stærstu plássin og enda á Akureyri í byrjun september.

Líklega er ýmislegt ólíkt með gríni í gegnum myndasögur kemur mér alltaf í gott s Lagið sem annars vegar og uppistand hins sem er eftir Andrew skap: Hvað H vegar, en á það margt sameigW.K. inlegt? ég fíla í laumi: Feed you s Lagið sem Það eru sumir brandarar sem Love með norsku Eurovisionmy Lov ég get sagt á sviði og líka teiknað, stelpunni. En ég fer samt ekkert stelpun m það. leynt með en munurinn er að þú getur bætt svo miklu við í uppistandi og ég syng í karókí: Ben með Michael Jackson. Lagið sem s talað um grínpælinguna í fimm Nostalgíulagið: Return to Innocence með Enigma. Nostal mínútur á meðan myndirnar mínar eru oftast bara einn rammi með hnitmiðuðum brandara. Uppáhaldsmatur: KFC. Mér finnst samt eiginlega ekkert skemmtilegra en að vera með Maturinn sem ég fæ mér þegar ég uppistand en það er að sama ætla að taka mig á: Hafragrautur. skapi ekkert jafnógnvekjandi. Versti matur sem ég hef smakkað: Það er kannski það sem gerir það Ósaltað popp. skemmtilegt, maður er að drepast Líkamsræktin mín: Ég geng allt. áður en maður fer á svið og svo Stoltasta augnablikið á íþróttaþegar maður er kominn þangað ferlinum mínum: Þegar ég reddaði langar mann ekki að fara af því mér vottorði í leikfimi í Kvennó. – þegar vel gengur. Það hefur líka alveg farið úrskeiðis hjá mér, en það er líka nauðsynlegt og maður þarf að læra að það er enginn heimsendir þótt fólki finnist þú ekki fyndinn.

FORM OG FÆÐI


1 UPPHITUN

2 ÆFING

3 TEYGJUR

1

UPPHITUN Hitar upp vöðva og eykur blóðflæði áður en álag er aukið.

3

TEYGJUR Flýtir fyrir endurnýjun orku með því að auka blóðflæði og draga úr myndun mjólkursýru.


16 MONITOR

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

ÞETTA ÞARF EKKI AÐ VERA FLÓKIÐ Hugleikur Dagsson hefur náð ótrúlega góðum árangri sem skopmyndateiknari, grínisti og listamaður. Hugmyndaflug hans er einstakt og nýtist vel í einföldu og hnyttnu teikningunum hans. Hann var svo elskulegur að leyfa okkur að birta nokkrar myndir sem eru í uppáhaldi hjá Monitor.


FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

Monitor 17


18 MONITOR

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

15. ágúst Fimmtudaglifuelrli)

æ (off venue á M djárn, örg og Ösp El Bj Gillon, Soffía a Dís, íð Fr skar Harðar, Árni Rúnar, Ó O.N. Rafaella og J.

6. ágúst Föstudaguræ1nn Hákon, Jónas

fr Sometime, Sta neral, , Contalgen Fu Sig, Alchemia tefán, chnobandið S Ultra-Mega Te ty Miller, Bellstop, Dus Steinsmiðjan, ves. The Royal Sla Úlfur Úlfur og

Einu sinni smakkað þú g Um helgina er tónlistarhátíðin Gæran haldin í fjórða sinn á Sauðárkróki en Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar. Nú er tónlistarhátíðin Gæran haldin fjórða sinn. Hvernig byrjaði þetta allt saman á sínum tíma? Við vorum á leiðinni suður á Edduna og í þriggja tíma bíltúr í góðum félagsskap verða stórkostlegar hugmyndir til. Okkur fannst bara leiðinlegt að Vesturland, Austurland og Suðurland ættu geggjaðar tónlistarhátíðir en Norðurland með öllum sínum tónelsku íbúum ættu enga slíka. Þannig að við slógum bara til, við ræddum við Gunnstein og Siggu í Atlantic Leather sem tóku okkur og hugmynd okkar svo vel að boltinn fór bara að rúlla. Hátíðin fékk nafn sitt Gæran út frá húsnæðinu. Þetta er eina sútunarverksmiðjan á Íslandi og eina sútunarverksmiðjan í Evrópu sem sútar fiskroð og það er rokk (hlær). Hefur margt breyst á þessum árum eða haldið þið ykkur alltaf við sömu formúluna? Formúlan er nokkuð nett, frábært og hæfileikaríkt fólk á hverjum pósti sem hefur unnið baki brotnu til að gera Gæruna að því sem hún er. Þannig að, já, á maður ekki að halda sig við uppskrift sem bráðnar í munni og smakkast svona asskoti vel? Í gegnum tíðina hafa 59 hljómsveitir og listamenn stigið á stokk. Hvernig tekst ykkur að plata alla þessa flottu listamenn til að spila? Íslenskir tónlistarmenn eru náttúrulega algjör hjartagull en við reynum líka okkar allra besta til að skapa kósý stemmingu, erum með flotta kertaljósa-aðstöðu baksviðs með sófum, grillmat og lífsvökva. Svo fá listamenn bensínstyrk og gistingu í uppábúnum rúmum eða dýnum með súkkulaði á koddanum. En við erum líka með geggjað hljóðkerfi frá Exton, fagmenn á hverjum stað sem standa sína plikt með miklum sóma sem skapar flotta tónlistarhátíð sem hljómsveitir vilja vera partur af aftur og aftur. Er listamannahópurinn í ár sá flottasti hingað til? „Lænöppið“ í ár er stórkostlegt og við erum súperánægð með það. 62 hljómsveitir sóttu um í ár og það sýnir bara hversu ört stækkandi Gæran er. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að sem flestar tónlistastefnur fái að njóta sín á hátíðinni þannig að allir finni fílinginn. Einnig leggjum við mikla áherslu á að Gæran skapi stökkpall fyrir hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu spor í bransanum, þannig að allir hóparnir í gegnum tíðina eru flottastir. Blaz Roca hefur áður komið fram á hátíðinni en hann spilar í ár með Rottweilerhundunum. Hljómsveitir á borð við Valdimar og Úlf Úlf hafa einnig komið fram áður á hátíðinni. Verða menn háðir því að spila á Gærunni? Já. Gæran situr í sálinni. Er það líka ekki þannig að maður leitar í að fanga upplifun aftur og aftur sem hrífur mann? En við erum samt með eina reglu sem hljóðar upp á að hver hljómsveit getur spilað 2 ár í röð en þarf svo að taka eitt ár í pásu, svo fleiri komist að. En tónlistarmenn í dag eru oft í mörgum böndum þannig að sumir hafa spilað á öllum Gærum hingað til; það segir manni: „Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt.“ Sauðárkrókur hefur alið af sér Eyjólf Sverrisson, Auðun Blöndal, Sverri Bergmann og strákana í Úlfi Úlfi. Er næsta vonarstjarna Króksins að stíga á svið um helgina? Skagfirðingar eru náttúrlega allir vonarstjörnur, ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki sem býr hérna. En jú, á hverri hátíð uppgötvar maður efnilega tónlistarmenn sem maður er svo heppinn að hafa tækifæri til að fylgjast með. Það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í fyrstu skrefum ungra og efnilegra listamanna. Við hverju mega gestirnir í ár búast? Algjörri Gæru-gleði allan tímann. Stórkostlegar hljómsveitir í mögnuðu húsnæði sem skapa ómótstæðilega stemmingu. Þetta er upplifun sem þú verður háður – rokk og ról fyrir allan peninginn.

SIGURLAUG VORDÍS Fyrstu sex: 260581. Uppáhaldshljómsveit: Má þetta? Ég á uppáhaldshljómsveit fyrir hverja þá stemmingu sem ég er í en Janis Joplin eða Tom Waits enda alltaf sessionið í plötuspilaranum. Lag á heilanum þessa stundina: Vil helst ekki viðurkenna það en þetta lag er algjört heilalím og þar af leiðandi greinilega gott lag. En það er Glaðasti hundur í heimi eftir Dr Gunna. Uppáhaldsnammi: Púðursykurterta.


FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

17. ágúst Laugardaguatr Shit, The Vintage Th Valdimar, Funk nalaya, Bargain, Hym d in Bl , Caravan rs, Greificked Strange Tilbury, The W ttweiler andið, XXX Ro arnir, Baggab ntinuum. hundar og Ko

Monitor 19

Lifðu, lærðu, leiktu með Lenovo Yoga

getur ekki hætt

Fartölva og spjaldtölva í einni 11,6" snertiskjár Intel Core i3 örgjörvi 4 GB minni 128 GB SSD diskur Verð: 164.900 kr.

GÆRAN Hvað: tónlistarhátið. Hvar: Sauðárkróki. Hvenær: 16.-17. ágúst. Hve mikið: 6.000 krónur. Meira: www.gaeran.is. Fésið: /gaeranmusic.

3ja ára ábyrgð Borgartún 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is


20 MONITOR

stíllinn

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

VIÐ FUNDUM ENGAN RÚMGAFL SEM VAR NÁKVÆMLEGA EINS OG VIÐ VILDUM SVO VIÐ BJUGGUM ÞENNAN BARA TIL OG KENNSLAN ER Á VENIVIDIVISABLOGGINU. LAMPINN ER NÝR FRÁ ILVA.

Lísa Hafliðadóttir

lisa@monitor.is

MAÐUR ÞARF AÐ NOTA VINNUPLÁSSIÐ Í ELDHÚSINU OG ÞVÍ ER GAMAN AÐ HAFA PRAKTÍSKU HLUTINA UPPLÍFGANDI, EINS OG ÞESSA BLEIKU VIGT OG SKURÐBRETTI/HITA PLATTA SEM ER EINS OG PLÖTUSPILARI.

Blanda af klassískum og sérkennilegum stíl Nýverið fluttu þær Jóhanna Edwald og Rebekka Rut Gunnarsdóttir í fallega íbúð í Garðabænum og hafa þær heldur betur gert hana að sinni. Stíllinn fékk að kíkja í heimsókn til þeirra og skoða sig um. Hafið þið mikinn áhuga á hönnun? Já virkilega mikinn, sérstaklega Jóhanna. Þetta er mikið áhugamál enda er svo gaman að hafa fallegt í kringum sig og búa eitthvað til. Möguleikarnir eru endalausir og mikið efni t.d. á netinu sem hægt er að skoða tengt innanhúshönnun. Við bloggum mikið um hönnun á venividivisa.net.

ÞAÐ ER FLOTT AÐ BRJÓTA UPP KAFFIBORÐ MEÐ BAKKA, ÞESSI ER RAMMI FRÁ RÚMFATALAGERNUM ÞAR SEM BAKIÐ VAR MÁLAÐ SVART, KENNSLAN ER Á VENIVIDIVISA. SVO ER HÆGT AÐ GRÍPA SÉR BÓK EN SVONA NJÓTA FALLEGUSTU BÆKURNAR SÍN BEST.

Hvernig myndu þið lýsa stílnum á heimilinu? Kannski sem hressilegri blöndu af klassísku og sérkennilegu með smá skandinavískum blæ (hlær). Hvað hafið þið í huga þegar þið verslið húsgögn og skreytið heimilið? Hvort að hlutirnir muni gleðja okkur og að við viljum þó ekki fá leið á þeim. Einnig notagildi, hvernig þægilegast er að hafa hlutina. Hver er uppáhalds húsgagnaverslunin ykkar? Í Ilvu höfum við fundið margt sem er í uppáhaldi. Hafið þið sama smekk þegar kemur að stílnum á heimilinu? Já eiginlega. Stundum efast Rebekka um það sem Jóhönnu langar að gera en það eru hlutirnir sem hún verður svo ánægðust með. Nú eru þið duglegar að búa til ykkar eigin hluti inná heimilið eða svokallað „DIY”, hvaðan fáið þð hugmyndirnar? Útum allt á netinu eða útfrá því að langa í eitthvað ákveðið sem hvergi finnst. Þá eru aðferðir googlaðar á netinu og bloggað um þá aðferð sem varð fyrir valinu. Hver er ykkar uppáhalds „DIY” hlutur á heimilinu? Rúmgaflinn því hann setur svo mikinn svip og við skemmtum okkur svo vel við að búa hann til. Því stærra DIY því meira fjör. Hvar og hvernig væri drauma heimilið ykkar? Vá, erfiðasta spurning í heimi. Ef maður má bara eiga eitt þá mætti það vera gamalt og stórt fallega uppgert hús í miðbæ Reykjavíkur umkringt trjám sem tæki heila eilífð að fylla af skemmtilegri hönnun.

MJÖG ÞÆGILEG OG KÚL LEIÐ TIL ÞESS AÐ GEYMA ARMBÖND.

ÞESSAR IKEAHILLUR ERU SNILLD FYRIR SKÓ ÞVÍ ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ SJÁ HVAÐ MAÐUR Á OG ÞANNIG NOTAR MAÐUR FLEIRI PÖR. ÞAÐ ER SVO AUÐVELT AÐ VAKNA ÞEGAR MAÐUR SEST HÉRNA NIÐUR TIL ÞESS AÐ HAFA SIG TIL.

ÞESSI IKEASKÁPUR ER ALGER KLASSÍK OG ER FULLKOMINN TIL ÞESS AÐ LÆSA INNI LJÓTA DÓTIÐ OG NOTA SEM BAR. ÞÁ VEIT FÓLK AÐ ÞAÐ ER ALLT Í BOÐI Í PARTÍINU.


FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

Monitor 21

ÞAÐ VARÐ ÓVART SMÁ ANDY WARHOL-ÞEMA EN HANN HEFUR LENGI VERIÐ Í UPPÁHALDI. LOÐIÐ GERIR SÓFANN SVO MIKLU GIRNILEGRI.

COPPER SHADE FRÁ TOM DIXON SETUR STEMMINGUNA FYRIR ALLA ÍBÚÐINA.

REBEKKA RUT

JÓHANNA EDWALD Fyrstu sex: 230991 Staða: Laganemi og WOW-flugfreyja Uppáhaldshlutur á heimilinu: Nýji kertaarininn og lampinn í svefnherberginu einmitt núna og Tom Dixonljósið sem gerir svo mikið fyrir íbúðina.

Fyrstu sex: 041291 Staða: Viðskiptafræðinemi og WOWflugfreyja Uppáhaldshlutur á heimilinu: Held ég verði að velja rúmgaflinn sem við bjuggum til sjálfar og myndin við innganginn sem Jóhanna málaði.

Myndir/Rósa Braga

ÞAÐ ER SNIÐUGT AÐ HAFA STÍLHREINAN BAKKA FYRIR FALLEGUSTU NAUÐSYNJARNAR Á BAÐBORÐINU. ÞETTA MÁLVERK MÁLAÐI JÓHANNA EN HEIMATILBÚIN MÁLVERK GETA VERIÐ HIÐ BESTA MÁL.

ÞENNAN KERTA-ARIN KEYPTUM VIÐ HJÁ GRR-SMÍÐI. ÓTRÚLEGA HUGGULEGUR.

ÞESSI HILLA FRÁ ILVA ER FULLKOMIN FYRIR LITLU FALLEGU HLUTINA OG TEKUR LÍTIÐ PLÁSS.

SKURÐARBRETTIÐ Í ELDHÚSINU LÍTUR ÚT EINS OG VÍNYLSPILARI.

VIÐ VORUM AÐ ENDA VIÐ AÐ MÁLA LENGSTA VEGGINN Í STOFUNNI Í ÞESSUM FJÓLUGRÁA LIT OG VIÐ HREINLEGA ELSKUM ÞAÐ. LITURINN HEITIR S4005-R20B HJÁ FLUGGER.


22 MONITOR

skjámenning

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013

KVIKMYND

Chris Farraday: You think you’re the only guy with a gun? (Contraband, 2012)

Hugljúf og mannleg Því miður er það ekki í hverri viku sem ég fer á kvikmynd í líkingu við The Way Way Back. Þetta sumarið hef ég meira og minna farið á, að mér finnst, Hollywood,,blockbusters” sem skilja lítið eftir sig. Þessi mynd er nefnilega öðruvísi mynd sem fær mann til að hugsa og hef ég rætt hana ítrekað eftir áhorfið, en það hefur verið heldur fátíður atburður í sumar. Í þessari skemmtilegu mynd er sagt frá hinum feimna og einstaklega vandræðalega ungling Duncan, sem er tilneyddur í frí í smábæ með mömmu sinni og nýja leiðinda-kærastanum hennar (Steve Carell). Allt stefnir í hræðilegt sumar þangað til starfsmaður í vatnsskemmtigarði bæjarins ræður Duncan í vinnu og þá fara hlutirnir fyrst að glæðast. Það er mikill ,,indie”bragur yfir myndinni sem byggist á frábærum samtölum og innsýn í líf allra á staðnum

og hvernig fólkið tekst á við vandamál sín. Aðalleikari myndarinnar og senuþjófur hennar er hinn 15 ára gamli Liam James. Oftar en ekki engist maður um í sætinu sínu yfir því hversu vandræðalegt greyið er og hversu bágt hann hefur það. Steve Carell sýnir á sér alveg nýja hlið og tekst ótrúlega vel upp sem illkvittni stjúpinn. Að sama skapi á Sam Rockwell frábærar rispur sem eins konar verndari Duncans þegar hann tekur hann undir sinn væng í vatnsskemmtigarðinum og skelltu áhorfendur oft uppúr yfir vitleysisgangnum í honum. The Way Way Back er mannleg og hugljúf mynd sem eflaust flestir geta tengt við á einhvern hátt og er birtingarmynd hennar á því hvernig kjarnafjölskyldan er ekki lengur til staðar mjög raunsæ. Hún veitir alvörugefna en samt kómíska innsýn í það hvernig fólki tekst misvel að púsla lífi sínu saman eftir skilnað, hvort sem það þá heldur áfram einsamalt með Bakkus sér við hlið eða fer alltof fljótt í samband á sama tíma og aðrir í fjölskyldunni, eins og Duncan, þurfa að líða fyrir það.

THE WAY WAY BACK HJÁLMAR KARLSSON

FRUMSÝNING HELGARINNAR

2 Guns

Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Paula Patton og Denzel Washington. Lengd: 109 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó.

Fíkniefnalögreglumaðurinn Bobby Trench (Washington) og leyniþjónustumaður á vegum hersins, Marcus Stigman, (Wahlberg) hafa verið spyrtir saman síðustu tólf mánuðina, en eru engir sérstakir aðdáendur hvor annars. Þeir hafa verið í dulargervi í innsta hring fíkniefnaglæpasamtaka, hvorugur veit að hinn er lögga og þeir vantreysta hvor öðrum jafnmikið og glæpamönnunum sem þeir eiga að handsama. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast illilega afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru, er að snúa bökum saman og nýta sér það sem þeir hafa lært af gangsterunum sjálfum.

VILTU VINNA MIÐA? facebook.com/monitorbladid

T Ö LV U L E I K U R PayDay 2

Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: 505 Games Dómar: 8 af 10 – Eurogamer.net 8 af 10 – IGN.com 8,3 af 10 – Gametrailers.com

Upp með hendur! Þetta er rán...dýr leikur Blautur draumur margra tölvleikjaaðdáenda er góður co-op-leikur þar sem félagarnir geta spilað saman með eða á móti hvor öðrum. Því miður er alltof lítið til af slíkum leikjum og oftar en ekki eru þeir ferkar slappir. Nú hefur Overkill-fyrirtækið ákveðið að hysja uppum sig með leiknum PayDay 2 og bleyta svo um munar uppí draumum nördanna. Í PayDay 2 þurfa leikmenn að setja saman lið ræningja og fremja svo rán hér og þar. Leikurinn gerist í Washington DC og þurfa leikmenn að ræna þar skartgripaverslanir, banka, listasöfn og ýmsa fleiri staði. PayDay 2 er fyrstu persónu skotleikur sem allt að fjórir geta spilað saman. Leikurinn er mjög fjölbreyttur og er það algjörlega í höndum leikmanna hvernig þeir skipuleggja ránin og svo fremja þau. Hægt er að vaða inn með byssurnar á lofti og skjóta allt sem hreyfist eða það sem mælt er með, að læðast um og fremja ránið með eins hljóðlátum hætti og mögulegt er. Í byrjun hvers ráns þarf að setja saman hóp

ræningja (Kardemommubærinn brjálaður) og græja þá upp fyrir ránið. Leikmenn geta svo valið úr nokkrum mögulegum verkefnum og fer það eftir stemmingunni hversu flókið rán menn vilja fremja. En leikurinn býður uppá mikla fjölbreytni og helling af valmöguleikum. PayDay 2 er algjörlega hannaður fyrir co-opspilun og er hann mjög þunnur fyrir þá sem vilja spila einir og sér, en það er enginn almennilegur söguþráður og að spila með tölvustýrðum gaurum er bara ekki það sama. En fyrir þá sem spila með öðrum þá er PayDay 2 með betri coop-leikjum seinni tíma. Grafíkin er í ágætu meðallagi og sama má segja um tónlist leiksins, en góðu fréttirnar eru að það fer enginn að dæma leikinn eftir því. Það er spilun hans fyrst og fremst sem gerir PayDay 2 að því sem hann er... rándýr leikur sem stelur ÓLAFUR ÞÓR þrumunni þessa vikuna. JÓELSSON


MOGGAKLÚBBURINN 20-30% AFSLÁTTUR AF SNJALLSÍMUM HJÁ EMOBI.IS FYRIR ÁSKRIFENDUR MORGUNBLAÐSINS TIL 25. ÁGÚST ÞRÍR MISMUNANDI SÍMAR – ÞRJÚ MISMUNANDI TILBOÐ Farið inn á emobi.is, stofnið aðgang eða notið gestaskráningu og framkvæmið neðantaldar aðgerðir: 1. Velja vöruna og setja í körfu. 2. Smella á litlu örina sem er í bláa kassanum efst uppi hægra megin og velja þar „skoða körfu“.

.

Samsung Galaxy S DUOS – Android

3. Velja síðan „Nota afsláttarmiða“. 4. Setja inn viðeigandi kóða eins og hann er birtur fyrir hvern síma og síðan smella á „Apply Coupon“ og þá kemur réttur afsláttur inn.

5. Velja síðan „Ganga frá pöntun“ og þá tekur við hefðbundið ferli sem skýrir sig vel við frágang.

LG Nexus 4 – Android JellyBean

Tengdu saman vinnu og leik með Samsung Galaxy S DUOS. Hann tekur 2 SIM-kort og bæði eru virk á sama tíma, svo það er mjög auðvelt að skipta á milli, eftir því hvaða númer hringir. 4“ WVGA skjár - 1GHz örgjörvi, 4GB minni og stuðning fyrir microSD-kort allt að 32GB - 5MP myndavél - útvarp m/ RDS, 1500mAh rafhlaða og Android 4,0 (Ice Cream Sandwich)

Nokia Lumia 920 – Windows phone8

Nexus 4 er framleiddur af LG fyrir Google og afraksturinn er glæsilegur og fullkominn Android-sími sem hefur allt það besta sem Android býður uppá. 4,7“ Gorilla Glass 2 True HD IPS skjá - 4ja kjarna 1,5GHz örgjörva - 2GB vinnsluminni 16GB minni og 8MP myndavél auk þess sem hann er með NFC og styður þráðlausa hleðslu. -

Lumia 920 er með Windows Phone 8 stýrikerfi og hlaðinn tækninýjungum. Hann styður þráðlausa hleðslu, er með snertiskjá sem er vettlingavænn. PureView HD-ljósmyndatækni með Carl Zeiss-linsu sem skilar sér í mun betri myndum en áður hefur sést í snjallsímum auk þess sem hann styður 4G/LTE 4,5” skjár - 1,5 GHz tvíkjarna örgjörvi - 32GB minni – 8MP myndavél

Fullt verð 49.900 kr.

Fullt verð 89.900 kr.

Fullt verð 94.900 kr.

Moggaklúbbsverð 34.900 kr.

Moggaklúbbsverð 69.900 kr.

Moggaklúbbsverð 69.900 kr.

Kóði fyrir Galaxy S DUOS er : MBL2

Kóði fyrir LG Nexus 4 er : MBL4

Kóði fyrir Nokia Lumia 920 er : MBL920

MOGGAKLÚBBURINN – MEIR RA FYRIR ÁSKRIFENDUR

FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.

KORTIÐ RTIÐ GILD ILDI DIR TI TIL L sep 30. september 2013


r

s


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.