STAÐARDAGSKRÁ 21
Stefnumótun Mosfellsbæjar til 2020
MOSFELLSBÆR SJÁLFBÆRT SAMFÉLAG Betri bær – Bjartari framtíð
Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina, sem sveitarstjórnum heimsins er ætlað að setja fram í Staðardagskrá 21
samræmi við ályktun heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992. Um er að ræða velferðaáætlun þar sem horft er til langtímasjónarmiða og jafnt tekið tillit til umhverfislegra-, fjárhagslegra- og félagslegra þátta.
Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem sú þróun sem gerir okkur kleift að uppfylla þarfir okkar án þess að draga úr möguleikum Sjálfbær þróun
komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Í því fellst að við skilum jörðinni af okkur í ekki verra ástandi til komandi kynslóða en við tókum við henni.
EFNISYFIRLIT Inngangur............................................................... bls. 1
INNGANGUR Mosfellsbær - sjálfbært samfélag er velferðaráætlun í anda Staðardagskrár 21 (Local Agenda 21). Um er að ræða metnaðarfulla stefnu um hvernig bærinn skuli þróast á sjálfbæran og framsækinn hátt á næstu árum og áratugum. Markmiðið er að hér byggist upp til framtíðar enn sterkara og heilbrigðara samfélag öllum til heilla.
Mosfellsbær - Einstakt bæjarfélag....................... bls. 4 Lögð er áhersla á sérstöðu og sjálfstæði Mosfellsbæjar en einnig á stöðu bæjarins og hlutverk í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Stefna Mosfellsbæjar um sjálfbært samfélag til 2020 leggur því línurnar að þeim verkum sem vinna þarf í Mosfellsbæ til að nálgast markmið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni, sem tryggir íbúum jafnt sem komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.
Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ............................. bls. 6 Stefna Mosfellsbæjar............................................ bls. 8 Gildi Mosfellsbæjar................................................ bls. 10 Hlutverk Mosfellsbæjar......................................... bls. 12 Stefna okkar........................................................... bls. 14 Sýn okkar............................................................... bls. 16 Áherslur................................................................. bls. 18 Hvað getur þú lagt af mörkum?............................ bls. 22
2
Hvað mun Mosfellsbær gera?............................... bls. 23
3
Mosfellsbær státar af talsverðri sérstöðu hvað snertir fjölbreytileika. Bæjarfélagið samanstendur af þéttbýliskjarna við Leirvog þar sem boðið er uppá nauðsynlega þjónustu, auk víðáttumikillar sveitar, svo sem í Mosfellsdal. Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru almennt mikið útivistarfólk. Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæjarbúa, enda liggja reiðleiðir til allra átta.
•
Gönguleiðir eru góðar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er aðstaða til íþróttaiðkana betri en í Mosfellsbæ.
MOSFELLSBÆR EINSTAKT BÆJARFÉLAG Mosfellsbær er bæjarfélag um 8.600 íbúa. Bærinn er í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og er um 220 ferkílómetrar að stærð. Byggðarþróun hefur verið ör síðustu árin og sífellt fleiri hafa sótt í þá góðu blöndu borgarsamfélags og sveitar sem þar er að finna. Skipulag tekur mið af fjölbreyttri og fallegri náttúru bæjarfélagsins. Þar eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
4
Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ, ásamt góðri aðstöðu fyrir fuglaskoðun í Leirvogi og við ósa Varmár og Köldukvíslar. Náttúruperlur og sögulegar minjar eru víða í Mosfellsbæ, má þar nefna Tröllafoss, Helgufoss, Varmá, Mosfellskirkju og fornleifauppgröft við Hrísbrú í Mosfellsdal. Atvinnusaga bæjarins er einnig á margan hátt sérstök og má þar nefna viðamikla ullarvinnslu, ylrækt og kjúklingarækt sem starfsrækt hefur verið í bænum um langt skeið. Menning hefur um langt árabil skipað stóran sess í sögu Mosfellsbæjar, þar sem helst má nefna búsetu Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, menningarminjar í Álafosskvos og fjölbreytt menningarlíf.
5
Ólafsvíkuryfirlýsingin er skuldbinding sveitarfélaga á Íslandi til að leggja sitt
STAÐARDAGSKRÁ 21 Í MOSFELLSBÆ Haustið 1998 ákvað bæjarstjórn Mosfellsbæjar að vinna að Staðardagskrá 21.
að mörkum til sjálfbærrar þróunar, meðal annars með því að virkja íbúa, Ólafsvíkuryfirlýsingin
félagasamtök og aðila atvinnulífsins til öflugrar þátttöku í verkefnum sem tengjast Staðardagskrár 21 og með því að hafa markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um málefni sveitarfélagsins.
Í janúar 2001 samþykkti bæjarstjórn síðan framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ, ásamt því að undirrita svokallaða Ólafsvíkuryfirlýsingu og hafa þar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína. Á undanförnum árum hefur ýmislegt áunnist í þessu starfi í Mosfellsbæ. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa fallegt og fjölskylduvænt umhverfi þar sem náttúran hefur fengið að njóta sín, ásamt því að auka þekkingu bæjarbúa á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Mosfellsbær hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir góðan árangur í Staðardagskrá 21 og sérstaklega fyrir áherslu á þátt almennings í verkefninu. Má þar nefna viðurkenningu fyrir útgáfu á Sólargeislanum, fréttabréfi um Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ og Staðardagskrárverðlaunin 2001. Staðardagskráin að vera í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur og því var ákveðið árið 2008 að ráðast í endurskoðun á markmiðum Staðardagskrár 21 fyrir Mosfellsbæ. Skipaður var sérstakur stýrihópur til að vinna að endurskoðun verkefnisins.
6
7
Stefnumótun Mosfellsbæjar 2008 innlegg í Stefnu Mosfellsbæjar um sjálfbært samfélag til 2020 Stefna Mosfellsbæjar um sjálfbært samfélag til 2020 tengist beint þeirri stefnumótun sem fram fór hjá Mosfellsbæ árið 2008. Að þeirri vinnu komu starfsmenn Mosfellsbæjar, kjörnir fulltrúar og íbúar sveitarfélagsins og var í stefnumótunarskýrslu sem lögð var fram í lok stefnumótunar sett fram eftirfarandi framtíðarsýn:
• Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. • Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð eru ávallt höfð að leiðarljósi. 8
• Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi • Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu. 9
Hlutverk Mosfellsbæjar sem sveitarfélags var skilgreint á eftirfarandi máta:
„Mosfellsbær er framsækið sveitarfélag sem ræktar vilja og virðingu“
Gildi jákvæðnI MOSFELLSBÆJAR virðing Í stefnumótuninni voru skilgreind gildi Mosfellsbæjar, sem eiga að vera leiðarljós í allri starfsemi sveitarfélagsins. Þau eru:
framsækni umhyggja
10
•
Þannig er stefna Mosfellsbæjar í raun hornsteinn þeirrar stefnu Mosfellsbæjar um sjálfbært samfélag sem hér er lögð fram, og stefnurnar tengdar saman órjúfanlegum böndum og styðja hvor aðra við mótun sjálfbærs bæjarfélags með velferð íbúanna að leiðarljósi.
11
Stefna Mosfellsbæjar
Stefna Mosfellsbæjar um sjálfbært samfélag til 2020, sem hér er kynnt, er niðurstaða vinnu verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ • og var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar í júlí 2009. Í henni má sjá framtíðarsýn bæjarfélagsins um sjálfbært samfélag og helstu atriði sem leggja verður áherslu á til að markmið um sjálfbæra þróun megi fram að ganga.
Stefna Mosfellsbæjar um sjálfbært samfélag 2020
STEFNA OKKAR TIL 2020
Stefna um sjálfbært samfélag í Mosfellsbæ til ársins 2020 leggur áherslu á að Mosfellsbær muni:
• vera í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga í sjálfbærri þróun • auka aðgengi almennings að ákvarðanatöku í bæjarfélaginu til að efla lýðræði • auka gegnsæi stjórnsýslunnar og upplýsingastreymi til bæjarbú • stuðla að fjölbreyttu mannlífi í sátt við náttúruna • stuðla að aukinni umhverfisvitund bæjarbúa og styðja við hana
12
13
SÝN OKKAR SJÁLFBÆRT SAMFÉLAG TIL 2020
l að vinna að þeirri stefnu um sjálfbært samfélag sem Mosfellsbær hefur sett sér hafa bæjaryfirvöld sett fram ákveðna framtíðarsýn sem stefnt skuli að. Sýn Mosfellsbæjar er eftirfarandi:
„Mosfellsbær vill vera í fremstu röð sveitarfélaga hvar varðar sjálfbæra þróun, og mun því leitast við að vera framsækið, umhverfisvænt og nútímalegt bæjarfélag sem býður upp á fjölbreytileika.“
14
15
Umvefjandi bær Mosfellsbær:
• Er vinalegt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.
ÁHERSLUR Til að vinna að stefnu um sjálfbært samfélag setur Mosfellsbær fram eftirfarandi áherslur í hinum ýmsu málaflokkum sem hér er flokkað í hvetjandi, umvefjandi, framsækinn og heilbrigður bær.
Hvetjandi bær Mosfellsbær: • Setur einstaklinginn í öndvegi og tekur mið af þörfum, félagslegum aðstæðum og umhverfi hvers og eins til að efla menntun og samfélagsskilning. • Hvetur íbúa til sjálfshjálpar og styður þá eins og kostur er við að uppfylla þarfir sínar. • Virðir rétt einstaklinga til að lifa og dafna í samfélagi sem byggir á lýðræði, jafnræði og jafnrétti. • Eflir íbúalýðræði með hvatningu íbúa til þátttöku og virkni í samræmi við gildi bæjarins.
16
• Er umburðarlynt bæjarfélag sem státar af fjölbreytilegu mannlífi í fjölmenningarlegu samfélagi. • Ber umhyggju fyrir fjölskyldum og býður upp á fjölskylduvæna þjónustu í fremstu röð. • Hugar sérstaklega að þörfum eldri borgara og barna. • Stuðlar að ábyrgðarkennd gagnvart náttúrunni . • Leggur áherslu á varðveislu óspilltrar náttúru, friðlýsingu athyglisverðra svæða og tengsl byggðar við náttúrulegt umhverfi. • Er útivistarbær þar sem íbúar geta verið í snertingu við náttúruna á auðveldan og fjölbreyttan hátt. • Ræktar virðingu og ber umhyggju fyrir íbúum.
• Tileinkar sér lýðræðisleg vinnubrögð og sýnir samfélagslega ábyrgð.
• Er gestrisinn bær og tekur vel á móti ferðalöngum
• Styður atvinnulíf bæjarins til sjálfbærrar þróunar.
• Skapar aðlaðandi umhverfi fyrir metnaðarfull fyrirtæki í sátt við umhverfið og í samhengi við sérstöðu bæjarins. 17
Framsækinn bær
Heilbrigður bær
Mosfellsbær:
Mosfellsbær:
• Státar af framsæknu skólastarfi í mennta- og menningarbæ.
• Er leiðandi í lýðheilsu, heilsueflingu og endurhæfingu. • Skapar framsækna umgjörð um íþrótta- og forvarnastarf.
• Skapar fjölbreytta umgjörð um menningu bæjarbúa. • Stuðlar að fjölbreyttu lista- og menningarlífi sem höfðar til bæjarbúa. • Leggur metnað í varðveislu menningarminja.
• Býður upp á heilbrigt og umhverfisvænt tómstundastarf og fjölskylduvæna afþreyingu. • Leggur áherslu á uppbyggingu svæða til útivistar- og heilsueflingar í sátt við náttúrulegt umhverfi.
• Stuðlar að vistvænum og hagkvæmum rekstri bæjarfélagsins. • Er leiðandi í rafrænni stjórnsýslu.
18
19
Byrjum strax ...
HVAÐ GETUR ÞÚ LAGT AÐ MÖRKUM til að skapa bjarta framtíð fyrir bæinn og íbúa hans? • Flokka og endurnýta úrgang
• Velja umhverfisvottaðar vörur
• Minnka umbúðaúrgang
• Fleygja ekki rusli á almannafæri
• Slökkva á ljósum, rafmagnstækjum, tölvum og sjónvörpum sem ekki eru í notkun.
• Taka þátt í Vistvernd í verki
• Stunda holla hreyfingu og heilbrigt líferni • Nýta sér umhverfisvænan ferðamáta – strætó, hjól eða ganga • Velja vörur framleiddar í heimabyggð 20
• Vera jákvæður og sýna náunganum virðingu • Taka þátt í starfsemi íbúasamtaka • Huga að umhverfismálum í sinni starfsemi
HVAÐ MUN MOSFELLSBÆR GERA? Mosfellsbær vinnur nú að aðgerðaráætlun fyrir sveitarfélagið í heild sinni þar sem útlistað verður hvernig stofnanir bæjarins vinni í samræmi við þær áherslur sem sem hér eru settar fram, með framtíðarsýn bæjarfélagsins um sjálfbært samfélag að leiðarljósi. Verkefnisstjórn Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ skipa: Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður, Herdís Sigurjónsdóttir, Óðinn Pétur Vigfússon, Gerður Pálsdóttir og Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri, sem starfsmaður stjórnarinnar.
• Nota endurnýjanlega orku 21
Nánari upplýsingar má finna á www.mos.is eða hjá verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ, í síma 525 6700.
Útgefandi: Mosfellsbær, júlí 2009. Hönnun: Stefán Einarsson. Prentun: ?