Þekking sem nýtist: Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála

Page 1

ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

1


ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824 ISBN 978-92-893-5844-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-5845-3 (PDF) ISBN 978-92-893-5846-0 (EPUB) http://dx.doi.org/10.6027/ANP2018-824 © Norræna ráðherranefndin 2018 Umbrot: Louise Jeppesen Kápumynd: unsplash.com Prentun: Rosendahls Printed in Denmark

Norrænt samstarf Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðissamstarf í heimi. Að samstarfinu koma Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og lætur muna um sig í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Löndin stuðla sameiginlega að öflugum Norðurlöndum í öflugri Evrópu. Með norrænu samstarfi er hagsmuna svæðisins gætt og norræn gildi efld í hnattrænu samhengi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest. Norræna ráðherranefndin Nordens Hus Ved Stranden 18 DK-1061 København K www.norden.org Hlaða niður og panta norræn rit: www.norden.org/nordpub 2


ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála

HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON


4


Innihald

Formáli ........................................................................................................................................................... 7 Inngangsorð .................................................................................................................................................. 9 Norrænt samstarf í félagsmálum byggi á þekkingu og ráðist af þörf ............................................13 1.

Skipulagt þekkingarsamstarf og samstarf um aðgerðir sem skila árangri .............................................. 13

2.

Samstarf sem ræðst í auknum mæli af þörf ................................................................................................... 14

3.

Þróun stofnana norræns félagsmálasamstarfs . ............................................................................................ 16

Lykilverkefni norræns samstarfs í velferðarmálum .............................................................................19 4.

Félagsleg nýsköpun . .............................................................................................................................................. 19

5.

Félagslegar fjárfestingar og forvarnir . ............................................................................................................ 20

6.

Félagslegar aðgerðir með áherslu á notandann .............................................................................................23

7.

Frjáls félagasamtök . .............................................................................................................................................24

Aukið norrænt samstarf um málefni barna og ungmenna, jaðarsetts fólks, aldraðra og fólks með fötlun .................................................................................................................................... 29 8.

Börn og jaðarsett ungmenni . ..............................................................................................................................29

9.

Jaðarsett fólk . ........................................................................................................................................................ 31

10. Aldraðir .....................................................................................................................................................................32 11. Fólk með fötlun . .....................................................................................................................................................33

Félagslegar aðgerðir í víðara samhengi ................................................................................................ 37 12.

Stefna í húsnæðis- og félagsmálum ..................................................................................................................37

13. Strjálbýl svæði . ...................................................................................................................................................... 40 14. Alþjóðlegt samstarf . ............................................................................................................................................ 40


6

MYND: ICELAND.IS


Formáli

Það var mér mikill heiður þegar Dagfinn

Í tengslum við vinnuna með úttektina hef ég

Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu

heimsótt öll Norðurlöndin: Danmörku, Finnland,

ráðherranefndarinnar, fór þess á leit við mig að

Ísland, Noreg, Svíþjóð og Færeyjar, Grænland

ég færi fyrir stefnumótandi úttekt á norrænu

og Álandseyjar. Þar að auki hef ég haldið fundi

samstarfi í félagsmálum, sem Norræna

með framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu í

ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál

Brussel og OECD í París. Mér reiknast til að ég hafi

hafði ákveðið að yrði gerð.

heimsótt meira en 200 haghafa á sviði félagsmála í löndunum, þar á meðal ráðherra, önnur stjórn-

Félagsmálin eru hornsteinn í norræna vel-

völd, fræðimenn, hagsmunasamtök og frjáls

ferðarlíkaninu og sem fyrrum félagsmála-

félagasamtök. Þetta hafa verið góðar heimsóknir

ráðherra og efnahagsráðherra á Íslandi í

með mörgum áhugaverðum samtölum og ég hef

kjölfar fjármálakreppunnar, veit ég af reynslu

öðlast mikla þekkingu, fengið margar hugmyndir

hve mikilvægt norræna velferðarlíkanið er og

og tillögur á þessum fundum. Fyrir það vil ég þakka

að aldrei má taka því sem sjálfgefnum hlut.

kærlega öllum þeim sem ég hef fundað með.

Með þeim áskorunum sem norræna velferðar-

Á þessum grunni legg ég í skýrslunni fram

líkanið stendur frammi fyrir í dag, meðal annars

hugmyndir um 14 tillögur að því hvernig megi efla

með tilliti til lýðfræðilegrar þróunar, tækifæra

norrænt samstarf í félagsmálum. En umfang

til nýsköpunar og efnahagslegra aðstæðna í

verkefnisins veldur því líka að hér eru dregnar upp

heiminum, er óhjákvæmilegt að skoða nánar

stórar línur og því er ekki hægt að taka afstöðu til

hvernig megi efla norrænt samstarf í félags-

alls þess sem ég hef heyrt, séð og rætt. Val tillagna

málum – bæði til að standa vörð um norræna

og framsetning skýrslunnar er alfarið á mína

velferðarlíkanið og endurnýja það og

ábyrgð.

á þann hátt stuðla að félagslegu öryggi fyrir íbúa Norðurlandanna og tryggja forystu

Ég vil að síðustu færa starfsfólki Norrænu

Norðurlanda á þessu sviði.

ráðherranefndarinnar, þeim Søren Stokholm Thomsen yfirráðgjafa, Kåre Geil yfirráðgjafa

Markmið úttektarinnar á norrænu samstarfi í

og Jóhönnu Larby starfsnema, mínar allra bestu

félagsmálum er að þróa og efla norrænt samstarf

þakkir. Þau hafa tekið þátt í þessu verkefni allan

í málaflokknum, þannig að það falli að þörfum

tímann, hjálpað til með þróun hugmynda og

landanna og helstu viðfangsefnum þessa dagana

framsetningu og verið mér ómetanleg aðstoð

og leiði til áþreifanlegs árangurs. Fyrir mig hefur

við gerð þessarar skýrslu.

skipt meginmáli að úttektin ætti ekki að vera akademísk greining á tækifærum og áskorunum fyrir norræna velferðarlíkanið eða á félagsmálum á Norðurlöndunum. Ég hef þvert á móti sett saman aðgerðamiðaða skýrslu, sem byggir

Njótið vel!

Árni Páll Árnason Stokkhólmi, 16. október 2018

á skilningi á þeim áskorunum sem við er að glíma og setur fram beinar tillögur sem geta stuðlað að öflugra samstarfi í félagsmálum á Norðurlöndunum.

7


8

MYND: UNSPLASH.COM

MYND: UNSPLASH.COM

MYND: FRÄLSNINGSARMEN


Inngangsorð

Stundum er ég spurður að því hvort eitthvað sé

og veitir velferðarþjónustu sem fagfólk fær greitt

til sem heiti norrænt velferðarlíkan. Spurningin er

fyrir að inna af hendi. Að ákveðnu marki er þetta

góð. Norðurlöndin eru ólík og með ólíka sögu að

rétt en velferðarríkið er einnig birtingarmynd

baki sem hefur mótað velferðarsamfélög hvers

samstarfs hins opinbera við frjáls félagasamtök og

þeirra um sig. Á einum margra funda, sem ég

aðila vinnumarkaðarins. Á undanförnum áratugum

hef átt í tengslum við verkefnið, var mér sagt að

hefur efnisinnihald og veiting velferðarþjónustu

þekktur norrænn stjórnmálamaður hefði eitt sinn

í síauknum mæli verið ákveðið og skipulagt af

svarað spurningunni játandi og síðan bætt við

opinberum stjórnvöldum. Þessu hafa fylgt ýmsir

að líkja mætti Norðurlöndunum fimm við fimm

kostir en um leið hefur þetta gert kerfin stífari,

systur, sem hver hefði eignast maka af ólíku

skriffinnskulegri og ósveigjanlegri en við viljum

þjóðerni. Heimilishaldið varð að sjálfsögðu ólíkt hjá

að þau séu. Þá hefur þetta leitt til þess að kerfin

systrunum en einnig mátti sjá mörg sameiginleg

eru oft fremur sniðin að þörfum framleiðenda en

einkenni. Kannski er þetta bara flökkusaga en

notenda, sem svo aftur getur dregið úr getu okkar

í mínum augum segir hún mikilvæga sögu. Við

til að grípa fljótt inn í og finna nýjar lausnir, þegar

vinnum hlutina með ólíkum hætti frá einu landi til

við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum.

annars en við eigum skýran sameiginlegan grunn: Fjölbreytt framboð félagslegrar þjónustu, rétt

Margar af erfiðustu félagslegu áskorununum sem

allra til velferðarþjónustu sem er greidd af skattfé,

við stöndum nú frammi fyrir stafa af margþættum

öflugt þríhliða samstarf stjórnvalda og samtaka

orsökum. Við sjáum félagslega einangrun og

aðila vinnumarkaðarins, lykilhlutverk sveitarfélaga

einmanaleika í stórauknum mæli í samfélaginu

við veitingu velferðarþjónustu og virka þátttöku

öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi

almennings.

þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða. Öll Norðurlöndin búa við

Sagan hefur sýnt að norræna velferðarlíkanið

skipulagslega veikleika þegar kemur að því að

er bæði mikilvægt og endingargott. Með því

taka á flóknum samfélagslegum áskorunum,

hefur tekist að útrýma hungri, sárafátækt og

sem krefjast samræmdra aðgerða ólíkra fag-

sjúkdómum og skapa samfélög þar sem meira

sviða, hvort sem í hlut eiga heilbrigðismálin,

jafnrétti ríkir og félagslegur hreyfanleiki er meiri

vinnumarkaðurinn, menntakerfið eða húsnæðis-

en í flestum öðrum löndum. Samfélagslegur

málin. Allt of mörg dæmi eru um að ekki er tekið

árangur Norðurlandanna mælist stöðugt í fremstu

á þessum vanda og að tilraunir til að finna lausnir

röð í alþjóðlegum samanburði. En í dag stöndum

renni út í sandinn því stjórnkerfin eru byggð upp

við einnig frammi fyrir nýjum og annars konar

af „sílóum“, sem hver ráða sér, en þar sem enginn

áskorunum.

ber ábyrgð á að finna heildstæða lausn fyrir hvern og einn einstakling. Þrátt fyrir að óþarfi

Hið klassíska velferðarríki hefur oft verið skilgreint

sé að efast um getu hins opinbera til að taka á

út frá opinberri stofnun sem deilir út fjármunum

mörgum samfélagslegum áskorunum, þá eru

9


opinber stjórnvöld sannarlega ekki best í sveit sett

prófa þær og þróa í smáum skrefum. Margt er

til að leysa vandamál tengd félagslegri einangrun

líkt með Norðurlöndunum og þau deila gildum á

og einmanaleika. Hér verðum við að þróa og

velferðarsviðinu og við höfum því rík tækifæri til

efla ólík félagsleg tengslanet: fjölskyldu, vini,

að prófa í sameiningu ólíkar lausnir og hjálpast að

jafningjastuðning, starf frjálsra félagasamtaka og

við að breiða út þær sem virka og þar með losna

nágrannasamfélagið.

við þær sem virka ekki. Nú á dögum hafa kjósendur heldur ekki mikla trú á stjórnmálamönnum sem

Eitt það eftirtektarverðasta sem ég hef rekist á

telja sig hafa svör við öllu en hafa í raun ekki

í vinnu minni að þessu verkefni er sú útbreidda

svör við nokkrum sköpuðum hlut. Við höfum

skoðun hjá öllum hlutaðeigandi – frá ráðherrum

mikið að vinna að ná að byggja pólitískar lausnir

til embættismanna, frjálsra félagasamtaka

á gagnreyndum staðreyndum – einkum ef

og notenda – að við höfum allt of veikan

valkosturinn er bara sá að taka ákvarðanir á

þekkingargrunn til að byggja félagslegar aðgerðir

grundvelli hleypidóma.

á. Okkur skortir þekkingu á því sem virkar, okkur skortir leiðir til þess að fella nýjar og bættar

Til að vinna þetta á skilvirkan hátt verðum við að

aðferðir á kerfisbundinn hátt í hið opinbera

vera opnari fyrir félagslegri nýsköpun í kerfum

þjónustuframboð og okkur vantar verkferla til að

okkar og leitast við að eiga samstarf um að byggja

hætta að bjóða lausnir sem ekki skila fullnægjandi

upp traustan hugmyndaramma fyrir nýskapandi

árangri. Við verðum að viðurkenna – einkum þegar

hugsun og miðla þekkingu og reynslu innan

við berum félagslega sviðið saman við önnur

Norðurlandanna. Við eigum að halda áfram vinnu

fagsvið – mikilvægi fjárfestingar í félagslegum

við að þróa og prófa lausnir og auðvelda nýjum

aðgerðum og þar með líka fjárfestingar í þróun og

áhrifameiri lausnum leið til að ná fótfestu í kerfum

hagnýtingu þekkingar á því sem virkar.

okkar. Ef við gerum það ekki eigum við á hættu að aðrir fari fram úr okkur. Um allan heim eru til lönd

Þessi skortur á þekkingargrunni á hinu félagslega

sem njóta aukinnar hagsældar og skynja aukna

sviði er vel þekkt fyrirbæri um allan hinn vestræna

þörf á að veita velferðarþjónustu, en sem njóta

heim. Í sögulegu samhengi hafa menn meðal

ekki þeirrar blessunar – eða eru þjökuð af – því

annars skýrt þetta með tvennu: Þeirri þörf

að búa við áratugagamla innviði. Þessi lönd hafa

sem er á skjótum viðbrögðum og því gefist

þegar hafið tilraunir, prófað ólíkar lausnir og nýta

ekki tími til að prófa ólíkar lausnir og svo ótta

ný verkfæri, eins og til dæmis velferðarskuldabréf

stjórnmálamanna við að vera úthrópaðir fyrir að

(e. social impact bonds), til að byggja upp sam-

„gera ekkert“ á meðan ólíkar lausnir eru reyndar.

starfsform sem beina fjármagni að lausnum sem

En uppbygging hæfni á félagsmálasviðinu til

virka.

að meta og mæla árangur aðgerða og ýmsar tækniframfarir hafa gert okkur hægara um vik að

Við verðum að nýta þau gildi, þá reynslu og hefðir,

prófa ólíkar lausnir og deilihagkerfið skapar alls

sem við höfum byggt upp í kerfum okkar og

konar möguleika til að þróa áfram hugmyndir og

fjarlægja skipulega þær hindranir sem standa í

lausnir sem stafa frá einstaklingum og frjálsum

vegi fyrir okkar gríðarlega mannauði, svo að hann

félagasamtökum. Stærstu áskoranirnar sem við

fái svigrúm til að þróa og prófa nýjar lausnir. Við

stöndum frammi fyrir í dag eru þar fyrir utan

verðum einnig að nýta þann mannauð sem er til

svo flóknar að mögulegar lausnir geta reynst

staðar í frjálsum félagasamtökum og gera þeim

of dýrar og of óskilvirkar ef okkur tekst ekki að

enn frekar kleift að takast á við það erfiða verkefni,

10


sem veiting velferðarþjónustu er og fá þannig að

síður hef ég fundið þörf á og talið nauðsynlegt að

nýta það verðmæta félagslega tengslanet, sem

setja fram slíkar tillögur um norrænt samstarf,

slík samtök byggja á og þann sveigjanleika sem

sem miðast sérstaklega við þarfir einstakra hópa.

þau geta veitt við þróun lausna.

Þessar tillögur eru settar fram í þriðja hluta skýrslunnar.

Við megum ekki óttast þessa áskorun eða álíta að nýsköpun þýði að við snúum baki við sögunni –

Ég hef ennfremur veitt því eftirtekt í yfirreið minni

þvert á móti verðum við að muna að velferðarlíkön

að mikilvægt er að skoða félagslegar aðgerðir frá

okkar urðu til sem frumlegar og fordæmalausar

breiðu sjónarhorni. Í síðasta hluta skýrslunnar set

lausnir á gríðarlegum vanda þess tíma og kalla

ég því fram tillögur að samstarfi um húsnæðismál

áfram á nýsköpun og nýja hugsun.

og um strjálbýl svæði á Norðurlöndunum, sem og tillögur að alþjóðlegri vídd norræns samstarfs

Fyrsti hluti skýrslunnar snýr að tillögum að

á sviði félagsmála. Ég hef reynt að horfa til

því hvernig mega auka norrænt samstarf í

lausna á sviði menntamála, heilbrigðismála og

félagsmálum með kerfisbundnara samstarfi um

atvinnumála í almennum tillögum og í umfjöllun

dreifingu og miðlun þekkingar og reynslu, sem og

um hvern markhóp fyrir sig, en þessi fagsvið gegna

hvernig við getum í ríkari mæli tryggt að norræn

einnig hlutverki í félagspólitískum aðgerðum

samstarfsverkefni ráðist af raunverulegri þörf.

almennt séð. Ég vil því hvetja til þess að Norræna

Norrænt samstarf í félagsmálum getur skilað

ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál, þar

mun meiru til landanna en í dag og kerfis-

sem við á, leiti eftir þátttöku og samstarfi annarra

bundnara samstarf sem ræðst af eftirspurn

ráðherranefnda í norrænu samstarfi þegar kemur

getur skilað löndunum auknu og betra framlagi

að því að ræða og hrinda í framkvæmd tillögum í

til þróunarstarfs hvers þeirra um sig.

þessari skýrslu.

Annar hluti snýr að lykilverkefnum fyrir norrænt samstarf á sviði félagsmála, með samstarfi um félagslega nýsköpun, fjárfestingu í félagslegum lausnum og forvarnir og um aukna áherslu á þarfir notenda og þátttöku þeirra. Loks eru settar fram tillögur að auknu norrænu samstarfi með frjálsum félagasamtökum á félagslega sviðinu. Kerfisbundin söfnun og miðlun þekkingar og reynslu skiptir miklu máli til að tryggja betri árangur af félagslegum lausnum, ekki síst þegar horft er til barna og ungmenna, jaðarsetts fólks, fólks með fötlun og aldraðra. Þetta var áhersluatriði hjá þeim fjölmörgu haghöfum sem ég hitti á mínum fjölmörgu fundum vítt og breitt um Norðurlöndin. Tillögunum í fyrstu tveimur hlutum skýrslunnar er ætlað að auka gæði félagslegra lausna, óháð því hvaða hópur á í hlut. Engu að

11


12

FOTO: DSB.DK MYND: UNSPLASH.COM


Norrænt samstarf í félagsmálum byggi á þekkingu og ráðist af þörf

Vinnan við þessa úttekt hefur leitt í ljós mikinn

samstarfi sem tengt væri lykilleikendum á

áhuga meðal haghafa á sviði velferðarmála á að

félagsmálasviðinu í löndunum.

efla norrænt samstarf um betri þekkingargrunn, miðlun upplýsinga um aðgerðir sem skila árangri

Norrænt félagsmálasamstarf á að vera

og að láta norrænt samstarf ráðast í auknum

eftirsóknarverður vettvangur fyrir lykilleikendur

mæli af þörf landanna. Það er mikilvægt að unnt

í löndunum, svo sem opinberar stofnanir

sé að nýta afrakstur norræns samstarfs í auknum

og rannsóknarstofnanir á þessu sviði og

mæli í þróunarstarfi í hverju Norðurlandanna um

þjónustuveitendur. Slíkt samstarf á að vera

sig og í Færeyjum, á Grænlandi og Álandseyjum.

unnt að nýta til að deila þekkingu og til að ræða

Í því sambandi er mikilvægt að kanna hvort

tillögur að beinum norrænum verkefnum sem

skipulag norræns samstarfs geti betur þjónað

geta komið til viðbótar við verkefni í einstökum

þessu markmiði og eflt norrænt samstarf á

löndum og hafa að markmiði að auka þekkingu

sviðinu til hagsbóta fyrir löndin og íbúa þeirra.

á félagslegum úrræðum sem virka. Sem dæmi má nefna að skýr virðisauki felst í prófun

Hér á eftir koma því tillögur að því hvernig megi

lausna fyrir tiltölulega smáa markhópa, þar

láta norrænt samstarf í félagsmálum ráðast

sem markhópurinn í hverju landi er of lítill

í auknum mæli af eftirspurn og hvernig betur

til þess að gera megi fullnægjandi prófanir.

megi skipuleggja það þegar kemur að því að

Hér gæti samstarf meðal annars byggst á

styrkja þekkingargrunn þess og auka skilning á

sameiginlegum prófunum á árangri.

þeim aðgerðum sem skila árangri. Í því samhengi er einnig lagt til að kannað verði hvernig

Norrænt samstarf um þekkingu á aðgerðum

stofnanaumgjörð norræns samstarfs geti stutt

sem skila árangri, getur einnig náð til miðlunar

við þessa vinnu.

reynslu um velheppnaðar aðgerðir á sviði velferðarmála. Mikil þekking hefur byggst upp hjá opinberum stofnunum, stjórnvöldum,

TILLAGA 1: SKIPULAGT ÞEKKINGARSAMSTARF OG SAMSTARF UM AÐGERÐIR SEM SKILA ÁRANGRI

rannsóknarstofnunum og sérfræðistofnunum

Öll löndin kalla eftir aukinni þekkingu á því sem

áherslu á hvernig megi á sem bestan hátt

virkar á sviði félagslegra lausna. Árum saman

hætta að beita þeim aðgerðum sem virka ekki.

innan og utan Norðurlanda um árangursríkar aðgerðir. Í þessu sambandi má einnig leggja

hafa löndin unnið á kerfisbundinn hátt að þróun þekkingar og prófun aðferða. Í dag er hins

Íhuga má nokkur verkefni og leiðir til samstarfs

vegar framlag norræns samstarfs til þessara

að þessu leyti:

verkefna í löndunum tiltölulega takmarkað

∙ Að viðeigandi vettvangur, til dæmis

og tilviljanakennt. Þarna liggja ónýtt tækifæri

ráðgerður vettvangur um norrænt samstarf

sem hægt væri að nýta með skipulegu norrænu

í félagsmálum sem gert er ráð fyrir í tillögu

13


2 eða sambærilegur samráðsvettvangur,

ekki nýttir í nægilega miklum mæli. Í dag fer ekki

ræði jafnt og þétt helstu verkefni í löndunum

fram heildstæð, stöðug eða kerfisbundin könnun á

varðandi þróun og prófun beinna lausna fyrir

óskum lykilhaghafa á sviði félagsmála í löndunum

einstaka markhópa á félagsmálasviðinu. Um

um hvaða árangri norrænt samstarf eigi að skila.

leið væri þetta vettvangur þar sem löndin

Í þessu felst hætta á að norræn verkefni skili

geti rætt hugsanleg norræn verkefni sem

ekki því sem þörf er á og að mikilvæg tækifæri til

varða þróun, prófun og miðlun þekkingar

samstarfs nýtist ekki.

á aðgerðum sem virka og sem hægt er að kynna fyrir Norrænu ráðherranefndinni

Eðli málsins samkvæmt eru norræn verkefni unnin

um félags- og heilbrigðismál og Norrænu

þvert á stjórnsýsluhefðir og stjórnskipulag margra

embættismannanefndinni um félags- og

landa. Þess vegna er mikilvægt að forðast að

heilbrigðismál eða halda áfram í tvíhliða

málamiðlanir leiði til þess að norræn verkefni virki

samstarfi.

einungis í norrænu samhengi, en séu án tengsla

∙ Að koma á fót tengslaneti fyrir

við veruleikann í hverju landi um sig. Því er þörf

rannsóknarstofnanir og aðra þá aðila

á að norræn samstarfsverkefni og miðlun þeirra

í löndunum, sem geta stutt við þróun

tengist betur því fyrirkomulagi sem löndin hafa

sameiginlegra verkefna sem miða að því að

hvert um sig á þróun og miðlun þekkingar á sviði

prófa aðferðir og efla rannsóknir þar um.

velferðarmála.

∙ Miðlun reynslu af og hugsanlega þróun sameiginlegra aðferða, til að safna

Því er þörf á nálgun sem ræðst í auknum mæli af

upplýsingum um árangur og frekari þróun

eftirspurn. Ef lykilhaghafar í löndunum leggja á

félagslegra lausna sem lofa góðu, en eru enn

skipulegan hátt sitt af mörkum til að móta tillögur

ekki prófaðar og sannreyndar.

að eftirspurn landanna eftir norrænu samstarfi,

∙ Sameiginleg prófun og áhrifarannsóknir

munu þau samstarfsverkefni sem þannig verða til

á félagslegum aðgerðum á öllum Norður-

henta betur til notkunar og verða betri að gæðum.

löndunum í því skyni að ná til stærri markhópa.

Norræna samstarfið þarf að efla jafnt með

∙ Notkun norræns samstarfs sem vettvangs til

betri greiningu á þörf, betri hönnun verkefna og

að sækja þekkingu byggða á rannsóknum frá

betri skilningi á hverju þau eigi að skila og miðlun

löndum utan Norðurlanda, þar á meðal með

þekkingar og niðurstaðna.

sameiginlegri norrænni fjármögnun á metarannsóknum á áhrifum félagslegra lausna. ∙ Áframhaldandi þróun núverandi norræns

Vettvangur fyrir norrænt samstarf í félagsmálum

samstarfs í vefgáttum, sem miðla þekkingu

Lagt er til að komið verði á fót vettvangi um

um félagslegar lausnir til sveitarfélaga og

norrænt samstarf í félagsmálum. Vettvangurinn

ábyrgðaraðila í málaflokknum.

skal jafnt og þétt greina þörf landanna fyrir norrænt samstarf á sviði velferðarmála og á þeim grunni móta tillögur til Norrænu

TILLAGA 2: SAMSTARF SEM RÆÐST Í AUKNUM MÆLI AF ÞÖRF

ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál

Unnt er að nýta norrænt samstarf til að skila

félags- og heilbrigðismál um norræn verkefni

áþreifanlegum árangri í þróunarstarfi landanna á

á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

sviði félagslegra lausna. En þessir möguleikar eru

Viðeigandi ráðuneyti og stjórnarstofnanir í

14

og Norrænu embættismannanefndarinnar um


MYND: RICKY MOLLOY

löndunum og frá Færeyjum, Grænlandi og

verklag ætti að gilda um öll verkefni á vegum

Álandseyjum ættu að taka þátt í vettvangnum.

Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, verkefni

Norræna velferðarmiðstöðin gæti til dæmis veitt

formennskuáætlana sem og önnur verkefni á

vettvangnum þjónustu í samstarfi við skrifstofu

fagsviðinu, sem ákvörðun er tekin um af Norrænu

Norrænu ráðherranefndarinnar. Eftir þörfum

ráðherranefndinni um félags- og heilbrigðismál/

væri svo hægt að halda fundi vettvangsins með

Norrænu embættismannanefndinni um félags-

þátttöku helstu ákvörðunaraðila á völdum sviðum

og heilbrigðismál og vera undir stjórn skrifstofu

félagsmála, til dæmis um málefni barna.

Norrænu ráðherranefndarinnar.

Aukin þátttaka aðila í löndunum við hönnun verkefna

Miðlun og dreifing þekkingar úr norrænum verkefnum

Lagt er til að á vegum vettvangsins og Norrænu

Vinna þarf að því að miðlun þekkingar úr

embættismannanefndarinnar um félags- og

norrænum verkefnum, þar á meðal miðlun

heilbrigðismál verði rætt hvernig megi auka

upplýsinga frá Norrænu velferðarmiðstöðinni,

beina þátttöku haghafa við hönnun norrænna

tengist betur þeim kerfum sem löndin nýta til

verkefna. Það þarf að skilgreina þá markhópa

að miðla þekkingu á sviði velferðarmála. Strax

sem eiga að geta nýtt niðurstöðu verkefnisins

við hönnun norrænna verkefna þarf að huga að

(t.d. stjórnarstofnanir í löndunum) og þarfir

því hvernig niðurstöður verkefnisins eigi að falla

markhópsins, hvers nákvæmlega markhópar

inn í þá þekkingargrunna og aðferðir sem löndin

óska og að tryggt sé að hlutaðeigandi

nýta til að miðla bestu þekkingu til sveitarfélaga

aðilar hafi eignarhald á verkefninu. Þetta

og þjónustuaðila og annarra aðila á félagslega

15


sviðinu. Til dæmis eru miðlægar vefgáttir í

uppbyggingu tengslanets og málþingum. Það

löndunum sem hver fyrir sig miðlar bestu nýju

má þó nýta betur þá möguleika sem miðstöðin

þekkingu í velferðarmálum og sérstaklega

getur skapað. Nokkur atriði er vert að hafa í huga

því er varðar málefni barna og ungmenna til

varðandi frekari þróun NVC.

sveitarfélaga og annarra þjónustuveitenda, svo sem Vidensportalen í Danmörku, Metodguiden í

Val þeirra fagsviða sem NVC einbeitir sér að, sem

Svíþjóð, Ungsinn í Noregi og Kasvuntuki í Finnlandi.

og hönnun þeirra verkefna sem NVC sinnir, stafar

Norræna embættismannanefndin um félags-

að stóru leyti í dag frá stofnuninni sjálfri. Þá er

og heilbrigðismál hefur þegar ákveðið að veita

sérstök áhersla lögð á ákveðin fagsvið umfram

stuðning til samstarfs milli þessara vefgátta og

önnur af sögulegum ástæðum. Í því skyni að

íhuga mætti því til viðbótar hvort betur megi nýta

stuðla að samræmi milli vinnu NVC og spurnar

þessar leiðir til miðlunar á þekkingu úr norrænum

landanna eftir norrænum afurðum, þarf að efla

verkefnum.

tækifæri landanna til að hafa áhrif á almennt starf NVC, auk þess sem þróa má áfram vinnu

Auk þess er lagt til að jafnt og þétt sé metið

miðstöðvarinnar við hönnun einstakra verkefna.

hvernig megi í auknum mæli gera þekkingarlausnir úr tilteknum verkefnum nýtanlegar fyrir þær

Lagt er til að komið verði á ferli sem skýri

norrænu þjóðir sem ekki hafa skandinavískt

betur hvers vænst er af NVC, þar á meðal

tungumál sem vinnumál. Þessu má til dæmis

skýrari lýsingu á hlutverki og verkefnum

ná fram með því að notast í auknum mæli við

miðstöðvarinnar. Um leið er lagt til að í samráði

þýðingar á ensku. Á þann hátt má líka í auknum

milli Norrænu embættismannanefndarinnar um

mæli nota lausnir úr norrænu félagsmálasamstarfi

félags- og heilbrigðismál, skrifstofu Norrænu

í samstarfi utan Norðurlandanna.

ráðherranefndarinnar og stjórnar NVC verði komið á ferli, sem leiði til aukins gagnsæis og skilvirkni í stjórnun NVC svo stofnunin geti betur mætt

TILLAGA 3: ÞRÓUN STOFNANA NORRÆNS FÉLAGSMÁLASAMSTARFS

eftirspurn landanna.

Í því skyni að styðja framkvæmd fyrrgreindra

Löndin vinna nú á mjög kerfisbundinn hátt með

tillagna er mikilvægt að stofnanir og umgjörð

þekkingargrunn félagslegra lausna. Sérfræðingar

norræns félagsmálasamstarfs styðji við samstarf

landanna í stofnunum setja til dæmis almennt

sem í auknum mæli á að mæta þörf og miðla

fram skýrt skilgreindar kröfur um hvenær aðgerðir

þekkingu um lausnir sem skila árangri. Því þarf

teljist vel útfærðar á grundvelli rannsókna eða

að kanna hvernig tvær stofnanir fagsviðsins

reynslu. Í því skyni að vera marktækur aðili í þessu

á sviði þekkingar og samræmingar, Norræna

umhverfi þarf NVC í auknum mæli að tryggja að

velferðarmiðstöðin og Norræna hagsýslunefndin

afurðir NVC uppfylli þessar kröfur.

(NOSOSKO) geti betur mætt eftirspurn landanna eftir norrænu samstarfi.

Auk þess væri gagnlegt að skapa skýrari væntingar til verkefna og hlutverks NVC með hliðsjón af því

Norræna velferðarmiðstöðin

að löndin hafa sérhæfð fagsvið í meðal annars

Norræna velferðarmiðstöðin (NVC) hefur með

stjórnarstofnunum, rannsóknarstofnunum

ýmsum verkefnum skilað af sér hagnýtum og

og þekkingarmiðstöðvum, sem hentugt væri

þörfum lausnum og þjónustu, til dæmis með

að fá til beinni þátttöku í norrænu samstarfi,

16


til dæmis með NVC í styrkara hlutverki sem

lagt sitt af mörkum til norræns samstarfs um

þjónustubeiðanda.

mat á árangri af félagslegum lausnum og ólíku skipulagi velferðarmála. Við sama tækifæri mætti

Þannig er lagt til að NVC þrói afurðir sínar

skoða hvernig megi tengja starf NOSOSKO

og starfsferla svo meira samhengi verði við

nánar við norrænt samstarf á félagslega sviðinu

forgangsröðun landanna á vegum Norrænu

almennt séð, þar á meðal í formi framlags til

ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál

einstakra verkefna hverju sinni, sem og til annars

og Norrænu embættismannanefndarinnar um

norræns samstarfs um norræna tölfræði svo sem

félags- og heilbrigðismál, þróunarstarf í löndunum

á vegum Norrænu rannsóknastofnunarinnar um

á félagslega sviðinu sem og stefnumörkun

byggðaþróun, Nordregio.

og miðlunarleiðir landanna fyrir þekkingu á velferðarsviðinu.

Norræna hagsýslunefndin (NOSOSKO) Norrænu samstarfi um hagtölur á sviði félagsmála var komið á fót 1946 og það er eitt elsta samstarfið innan norræns samstarfs. Samstarfið er starfrækt á vegum Norrænu hagsýslunefndarinnar, NOSOSKO, sem er skipuð fulltrúum yfirvalda og hagstofa landanna. Nefndin sinnir mikilvægu og umfangsmiklu starfi en greina má tækifæri til að efla tengslin við Norrænu ráðherranefndina um félags- og heilbrigðismál, Norrænu embættismannanefndina um félagsog heilbrigðismál og önnur norræn verkefni, auk þess sem svo virðist að betur megi nýta afurðir NOSOSKO. Lagt er til að metið verði hvort þörf er á að þróa umboð NOSOSKO í því skyni að styðja að afurðir NOSOSKO séu í samræmi við spurn haghafa í löndunum eftir samanburðarhæfum norrænum talnagögnum. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að þegar NOSOSKO var komið á fót var höfuðáhersla á þær fjárveitingar sem runnu til velferðarþjónustunnar og NOSOSKO hefur í samræmi við það í áranna rás skilað mikilvægum upplýsingum með tölfræði um útgjöld til velferðarmála og til bótagreiðslna. Nú er hin velferðarpólitíska áhersla hins vegar í ríkari mæli á árangur velferðarlausna. Því gæti verið áhugavert að meta hvort NOSOSKO gæti í auknum mæli

17


18

MYND: VICTORIA HENRIKSSON


Lykilverkefni norræns samstarfs í velferðarmálum

Norrænt framlag til að styrkja þekkingargrunn

löndin hafa á ýmsan hátt hrint af stað verkefnum

félagslegra lausna þarf einnig að fela í sér

sem eiga að stuðla að félagslegri nýsköpun.

þróun nýrra hugmynda og þverfaglegra aðgerða sem taka mið af óskum og þörfum notenda. Í

En margt er enn ógert því innviðir okkar greiða

þessum kafla eru settar fram tillögur að bættu

ekki alltaf fyrir félagslegri nýsköpun og innleiðingu

norrænu samstarfi með því að beina athyglinni

nýrra skilvirkra lausna. Þvert á móti geta kerfin

að félagslegri nýsköpun og fjárfestingum

einkennst af innbyggðri mótstöðu og varið

í félagslegum lausnum í því skyni að gera

fremur þær lausnir sem þegar eru hluti af hinu

velferðarkerfin sveigjanlegri, opin fyrir nýsköpun

opinbera þjónustuframboði, einkum ef sömu aðilar

og auka áherslu þeirra á notendur. Frjáls

skilgreina þörfina á lausn, þróa lausnirnar, stjórna

félagasamtök geta gegnt mikilvægu hlutverki í

framkvæmd þeirra og leggja mat á árangurinn.

þróun félagslegra lausna, þar sem þau geta oft

Jafnframt eru almennt gerðar strangar kröfur um

lagt af mörkum með öðrum hætti en hið opinbera.

sönnun á árangri af nýjum lausnum á meðan þær

Því eru einnig settar fram tillögur að því hvernig

lausnir sem þegar eru í boði eru ekki prófaðar með

megi auka aðkomu frjálsra félagasamtaka að

sama hætti. Sú hætta er fyrir hendi að þrátt fyrir

norrænum verkefnum á velferðarsviðinu.

að við viljum í orði stuðla að félagslegri nýsköpun, höldum við að miklu leyti áfram að framleiða

TILLAGA 4: FÉLAGSLEG NÝSKÖPUN

sömu lausnir og við höfum alltaf gert og að við

Víðtækur skilningur er meðal haghafa á sviði

vanmetum þörfina á breytingum.

velferðarmála á því að þörf er á sterkari þekkingargrunni fyrir stefnumörkun og

Það eru nokkrar áskoranir, sem geta takmarkað

félagslegar lausnir. Áfangi á þessari vegferð

möguleika á félagslegri nýsköpun, sem þarf að

er stóraukin áhersla á félagslega nýsköpun og

mæta. Meðal annars er enn varið minna fé til

stuðningur við að nýjar og árangursríkar leiðir

rannsókna og nýsköpunar á félagslega sviðinu

séu nýttar með skipulegum hætti. Félagsleg

en á flestum öðrum fagsviðum. Auk þess eru

nýsköpun felur í sér að þróa nýjar hugmyndir og

margar nýjar lausnir þróaðar með tímabundinni

lausnir, sem taka á félagslegum vandamálum og

verkefnafjármögnun og jafnvel þótt takist að sýna

eru skilvirkari en þær lausnir sem fyrir eru, meðal

fram á jákvæð áhrif, er ekkert fjármagn til reiðu til

annars með því að byggja ný félagsleg tengsl eða

að viðhalda nýjum aðferðum eða þróa þær áfram

samvinnuform.

þegar fjárveitingin er runnin út.

Veruleg þróun hefur átt sér stað á Norður-

Þar fyrir utan má sjá dæmi um áhugaverða

löndunum á undanförnum árum á félagslega

nýsköpun sem hefur verið þróuð af frumkvöðlum

sviðinu, þar sem unnið er á markvissan og

og frjálsum félagasamtökum, sem ekki hlýtur

kerfisbundinn hátt að þróun, prófun og innleiðingu

nægilegan stuðning til prófunar og viðurkenningar

árangursríkra félagslegra lausna, auk þess sem

svo unnt sé að nota hana utan ramma lítils

19


tilraunaverkefnis. Einnig má sjá dæmi um

nýsköpunarstofnunina Nordic Innovation til að

velheppnuð verkefni, sem hafa verið reynd og

hvetja til og styðja við félagslega nýsköpun á

prófuð og eru hæf til víðtækrar notkunar, en sem

árangursríkan hátt.

hafa samt ekki hlotið náð fyrir augum stjórnvalda.

∙ að komið verði á fót norrænum verðlaunum

Þrátt fyrir að nýjar leiðir reynist vel, geta kerfin

fyrir félagslega nýsköpun, til dæmis í samstarfi

þannig ríghaldið í lausnir sem skila lakari árangri.

við Norðurlandaráð um stofnun félagslegra nýsköpunarverðlauna, sem veitt verði árlega

Um heim allan má sjá aukna áherslu á félagslega

ásamt öðrum verðlaunum Norðurlandaráðs

nýsköpun. Víðast hvar á Vesturlöndum var

fyrir bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og

lögð aukin áhersla á félagslega nýsköpun eftir

umhverfismál. Verðlaunin eiga að:

fjármálakreppuna til þess að hvetja til sparnaðar

– skapa vettvang fyrir sveitarfélög og aðra

og til að freista þess að ná betri árangri fyrir

þjónustuveitendur á félagslega sviðinu á

sama eða minna fé. Annars staðar í heiminum

Norðurlöndum, þar sem tækifæri gefst til

er driffjöður félagslegrar nýsköpunar aukið

að kynnast bestu lausnum sem hafa verið

efnahagslegt bolmagn í löndum sem búa við

þróaðar og nýta þær sem innblástur.

vaxandi velmegun og skynja aukna þörf á

– skapa mikilvægt tækifæri til að sýna

velferðarþjónustu. Það sem gerir síðarnefndu

frumlegustu lausnirnar og þar með

dæmin áhugaverð er að þessi lönd eru ekki jafn vel

gera opinberum stoðstofnunum og

sett – eða þjökuð – og Norðurlöndin af því að búa

góðgerðasjóðum kleift að styðja frekari

við áratugagamla innviði. Á þann hátt hafa þau

útfærslu og þróun og hugsanlega síðar meir

meira frelsi til að hugsa út fyrir rammann og nýta

að stuðla að útflutningi nýrra lausna.

nýsköpun til að takast á við nýjar áskoranir.

– gera félagslega nýsköpun sýnilegri og sýna fram á að Norðurlöndin hafa áhuga á að

Þess vegna þurfum við að gefa því hæfa og

þróa norræna velferðarlíkanið og viðhalda

reynda fólki, sem vinnur að velferðarmálum vítt

sterkri stöðu þess í alþjóðlegum samanburði.

og breitt um Norðurlöndin, betri tækifæri til að lausnir. Félagsleg nýsköpun á að vera órjúfanlegur

TILLAGA 5: FÉLAGSLEGAR FJÁRFESTINGAR OG FORVARNIR

hluti af vinnu okkar, á sama hátt og nýsköpun er

Velferðarkerfi okkar skortir oft rétta uppbyggingu

það á öðrum sviðum hagkerfa Norðurlandanna.

eða hvata til að hvetja til langtímafjárfestinga

Norðurlöndin eru réttilega stolt af velferðarkerfum

í félagslegum lausnum – og eru frekar letjandi.

sínum. En þau urðu til sem afleiðing nýsköpunar og

Margir mismunandi þjónustuveitendur þurfa að

þurfa á sífelldri nýsköpun að halda til að viðhalda

leggja af mörkum til árangursríkra lausna og

styrk sínum og skipta máli fyrir umheiminn.

aðgerðir eru ekki alltaf samræmdar eða nægilega

setja fram nýjar hugmyndir og reyna öðruvísi

miðaðar að þörfum notandans. Sílóskipulag Lagt er til að norrænt samstarf stuðli að nýsköpun

stjórnkerfisins er sameiginleg áskorun í öllum

á félagslega sviðinu með:

löndunum og leiðir oft til erfiðleika þegar vinna

∙ Samstarfi milli Norrænu ráðherranefndarinnar

þarf að lausnum þvert á þessi síló.

um félags- og heilbrigðismál og Norrænu

20

ráðherranefndarinnar um sjálfbæran

Við viðurkennum ekki í nægilega miklum mæli

hagvöxt um hvernig megi nýta núverandi

þörfina á að fjárfesta í félagslegum lausnum.

stoðkerfi nýsköpunar í ríkjunum og norrænu

Kannski kemur það til vegna þess að við höfum


ekki í nægilega ríkum mæli sýnt fram á hvernig

sparar það atvinnuleysistryggingakerfinu

árangursríkar félagslegar lausnir snemma í lífi

bótagreiðslur. En heildarkostnaður sam-

hvers einstaklings geta skapað sparnað síðar.

félagsins vegna félagslegrar einangrunar er

Tiltölulega auðvelt er að mæla aukinn fjölda

ekki endilega tekinn með í reikninginn. Auk

aðgerða á sjúkrahúsi og fækkun á biðlistum í

þess er ákveðin tilhneiging til þess að þeim

kjölfarið eða fjölda daga sem sjúklingar eru á

einstaklingum sem hafa réttar forsendur til að

sjúkraskrá á meðan þeir bíða aðgerðar. Til eru

nýta sér lausnirnar séu boðnar lausnirnar til að

yfirlit sem gera kleift að bera saman útgjöld

auðvelda að árangursmarkmið náist, þó svo

á námsmann í ólíku námi á Norðurlöndunum,

að einstaklingar sem standa verr að vígi verði

útgjöld vegna mismunandi sjúkrahúsmeðferða,

útundan. Þetta er rætt áfram í tillögu 6 um

byggingarkostnað nýrrar íbúðar og hve mikið

áherslu á notandann.

framhaldsmenntun einstaklings kostar. Á hinn bóginn getur reynst þrautin þyngri að

Norðurlöndin, sem almennt séð bjóða skilvirkar

ná skilningi stjórnmálamanna og stjórnenda

lausnir á hverju fagsviði um sig, geta gert mun

þegar kemur að fjárfestingu í lausnum sem til

meira til að skapa samhengi milli aðgerða

lengri tíma litið geta dregið úr einangrun fólks

á ólíkum fagsviðum fyrir einstaklinga sem

eða haldið börnum og ungmennum í virkni og

einnig þurfa félagslegan stuðning. Um þetta

komið í veg fyrir að þau þrói með sér geðræna

er einhugur meðal haghafa í öllum löndunum.

kvilla eða skaðlegt neyslumynstur. Um leið

Hvatakerfin þurfa að verða markvissari svo fá

er árangur á hinu félagslega sviði almennt

megi ólík fagsvið velferðarsamfélagsins til að

mældur til skemmri tíma litið, þótt lausnir á

vinna saman að lausn flókinna vandamála. Ef

flóknum samfélagslegum áskorunum nútímans

einstaklingur þarf stuðning úr ólíkum áttum,

krefjist sérhannaðra aðgerða, sem kannski skila

er enn oft skortur á samræmdum, markvissum

niðurstöðu í fyrsta lagi eftir mörg ár. Í þessu

aðgerðum, sem hjálpa viðkomandi inn á rétta

sambandi er áhugavert að hugsa til þess að í

braut á nýjan leik.

þróunarsamvinnu er viðurkennd nauðsyn þess að mæla árangur á allt öðrum tímakvarða – til

Vandamálið verður enn brýnna þegar haft

dæmis 4–7 árum – sem er mun eðlilegra til að

er í huga að þeir sem í reynd geta stuðlað

meta árangur samfélagslegra aðgerða.

að árangri með því að bregðast við á réttum tíma, eru venjulega ekki þeir sem spara fé á

Þá er mikilvægt að hvatakerfin skapi þrýsting

snemmbæru inngripi. Í mörgum tilvikum er

á alla aðila til að leggja sitt af mörkum til

það félagsmálaþjónusta sveitarfélaga sem

lausna. Ef heilbrigðis-, mennta-, húsnæðis- og

hefur bestu forsendurnar til að eiga frumkvæði

vinnumarkaðskerfi okkar virkuðu sem skyldi

að slíkum aðgerðum. En sparnaðurinn sem

væri við færri áskoranir í félagsmálum að

næst kemur ekki alltaf fram í útgjöldum

etja. Stofnanir á þessum sviðum hafa oft

sveitarfélagsins á félagslega sviðinu, heldur á

ekki nægan fjárhagslegan hvata til að bjóða

öðrum fagsviðum eða í fjárlögum héraðs eða

sérhannaðan stuðning. Þegar einstaklingur sem

ríkis. Hvers vegna ætti félagsmálaþjónusta

þarfnast stuðnings er dottinn úr skólakerfinu,

sveitarfélaga að nota takmarkað fjármagn

sparar skólinn fjármagn. Þegar atvinnulaus

og starfsfólk í fjárfestingu í þróun og hönnun

einstaklingur telst ekki lengur vinnufær og

lausna á vanda sem veldur þeim sjálfum ekki

færist af atvinnuleysisbótum á örorkubætur,

útgjöldum, þegar öllu er á botninn hvolft?

21


22

MYND: FRÄLSNINGSARMEN


Á mörgum Norðurlandanna eru dæmi um

því að bjóða þær fram. Launa ber stofnunum

nýjar tilraunir til að leysa þennan vanda. Nýja

frumkvæði í að vinna gegn félagslegri ein-

fjárfestingalíkanið í félagsmálum (SØM), sem var

angrun og móta einstaklingsbundnar lausnir

þróað og nýverið hrint af stokkunum í Danmörku,

og það verður að kosta þær eitthvað að leggja

gefur tækifæri til að taka á þessum vanda. Hið

ekki af mörkum til slíkra lausna.

sama á við um Idéer för livet-modellen, sem

∙ Auk þess eru lögð til norræn samstarfsverkefni

Skandia Idéer för livet beitir í Svíþjóð og félagsleg

um aðferðir til mælinga á kostnaði við snemm-

umbótaverkefni hjá Sitra-nýsköpunarmiðstöðinni

tæka félagslega íhlutun og félagslegum og

í Finnlandi. Vinna Dana að stofnun félagslegs

efnahagslegum áhrifum fyrirbyggjandi aðgerða

fjárfestingasjóðs, Den Sociale Investeringsfond,

til lengri tíma litið. Hægt er að byggja slíkt á

er enn eitt dæmið. Um heim allan er einnig verið

mörgum verkefnum sem þegar eru í vinnslu í

að leita lausna. Með velferðarskuldabréfum (e.

löndunum.

Social Impact Bonds, sem eru skuldabréf þar hefur til dæmis verið útbúið fjárhagslegt tæki til

TILLAGA 6: FÉLAGSLEGAR AÐGERÐIR MEÐ ÁHERSLU Á NOTANDANN

að fá einkafjárfesta til að leggja fram fjármagn

Velferðarkerfið og reglur þess geta birst

til félagslegrar framþróunar. Á Norðurlöndunum

einstaklingi sem þarf þjónustu sem óyfirstíganlegt

þarf að leggja mun meiri og markvissari áherslu á

og flókið fyrirbæri og að kerfið snúist ekki um

þessa þætti.

borgarann, heldur sé meira sniðið að fram-

sem útgreiðslur eru háðar félagslegum árangri)

leiðendum og veitendum þjónustunnar. Einnig má Því er lagt til að Norræna ráðherranefndin

finna sílóskiptingu milli ólíkra fagsviða og þjónusta

um félags- og heilbrigðismál ræði ólíka kosti

ólíkra stofnana við sama einstaklinginn getur

varðandi hvatakerfi, sem stuðla að fjárfestingum

verið sundurlaus. Í heild sinni getur þetta þýtt

í snemmtækum fyrirbyggjandi félagslegum

að þjónustutilboðin verða eins og staðallausnir

aðgerðum, hugsanlega með þátttöku Norrænu

sem taka ekki nægilegt tillit til þess að þörf

ráðherranefndarinnar um efnahags- og fjármál.

getur verið á fjölbreyttum lausnum með tilliti

Umræðan í Norrænu ráðherranefndinni um félags-

til aðstæðna hvers og eins. Einstaklingar sem

og heilbrigðismál gæti beinst að:

glíma við flókin vandamál flakka oft milli margra

∙ Miðlun reynslu um árangursríkar aðferðir

fagsviða hins opinbera og hafa oft marga

sem stuðla að félagslegum fjárfestingum.

ráðgjafa og aðgerðaáætlanir, sem veldur því að

Innblástur má sækja úr fyrrgreindum dæmum

erfitt getur reynst að binda þær aðgerðir saman

eða víðar að. Verkefni um félagslegar

sem hugsanlega gætu veitt fullnægjandi lausn. Í

fjárfestingar mætti móta þannig að bæði

þessu sambandi er vísað til umræðu í tillögu 4 um

sveitarfélög og frjáls félagasamtök geti

félagslega nýsköpun og tillögu 5 um félagslega

nýtt sína reynslu við þróun hagkvæmra

fjárfestingu.

lausna frá sjónarhóli ríkisútgjalda og frjáls félagasamtök þannig notið rétts álits sem

Við skulum taka dæmigert dæmi um unga

trúverðugir og hæfir samstarfsaðilar. Einnig

manneskju sem er hvorki í vinnu né námi.

er mikilvægt að skoða skipulag fjármögnunar

Aðgerðaleysi leiðir oft til versnandi geðheilsu

menntamála, heilbrigðismála, húsnæðismála

eða vímuefnaneyslu. Það getur síðan leitt til

og vinnumarkaðar. Það á ekki að vera „dýrt“

húsnæðisvanda og torveldað enn frekar lausn á

að bjóða fram lausnir og „ókeypis“ að sleppa

aðstæðum hins heimilislausa. Hvar eigum við að

23


hefjast handa? Getum við boðið vímuefnameðferð

og einstaklingsbundinn hátt. Slík samtök geta

án nægilegs einstaklingsbundins stuðnings og

betur en opinberar stofnanir nýtt og byggt upp

vonar um hentuga menntun, sem skapar færni

félagsleg tengslanet og geta oft í enn meira

og síðar meir atvinnu? Og hvenær á að taka

mæli boðið fram lausnir sem eru sniðnar að

á húsnæðismálunum? Er hægt að vænta þess

þörfum hvers og eins.

að heimilislaus einstaklingur hætti í neyslu ef ekki eru horfur á húsnæði, atvinnu eða námi

Skýr áhersla á notandann er mikilvæg forsenda

sem hentar? Svona mál eru erfið úrlausnar á

þess að félagslegar lausnir mæti þörfum og

öllum Norðurlöndunum. Það er meðal annars

væntingum einstaklingsins, auk þess sem það

vegna þess að allir hlutaðeigandi verða að taka

skiptir höfuðmáli út frá mannréttindasjónarhóli.

mið af fjárhagsáætlunum til skamms tíma og

Um leið felast mjög mikil tækifæri til nýsköpunar

standast árangursmat til skamms tíma, þó svo

í að nýta sjónarhorn og þekkingu einstaklinganna

að langtímahugsun og heildstæðari lausnir fyrir

og notendasamtaka við framkvæmd og þróun

hvern og einn gætu leitt til betri niðurstöðu.

félagslegra lausna.

En ef ekki tekst að ná árangri getur það eins og alkunna er haft mjög mikinn kostnað í för

Norrænt samstarf getur skapað umgjörð um

með sér fyrir samfélagið, ef það leiðir til frekari

þróun og miðlun þekkingar, sem löndin geta

geðrænnar og líkamlegrar vanheilsu, kallar á

nýtt í þróunarstarfi þegar kemur að því að

fjárhagslegan stuðning út æviskeið einstaklingsins

setja reynslu og þekkingu notenda í forgrunn

og samfélagið verður af skatttekjum. Vandinn

félagslegra lausna. Lagt er til að hrint verði af

magnast enn frekar þegar tekið er með í reikn-

stað norrænum verkefnum um ólíka þætti þessa,

inginn að líkur eru á að slíkar áskoranir gangi í arf

til dæmis:

til næstu kynslóðar.

∙ Þróun einstaklingsmiðaðrar þjónustu þar sem aukin áhrif notandans við val á þjónustu verði

Greina má nú aukna áherslu á að félagsleg

í forgrunni.

þjónusta taki meira mið en áður af notandanum

∙ Aukið tillit til viðhorfs hvers einstaklings

og óskum hans og sjónarmiðum. Á undanförnum

til meðferðar mála er hann varða og við

áratugum hafa til dæmis orðið mjög miklar framfarir þegar kemur að þjónustu við

undirbúning ákvarðana stjórnvalda. ∙ Skipulag einstaklingsmiðaðra þátta í

einstaklinga með fötlun og í dag dytti engum

félagslegum lausnum ætluðum öldruðum,

í hug að bjóða notendum með fötlun að hafa

fólki með fötlun, fólki sem glímir við

jafn lítil áhrif á þjónustu og aðstoð og alsiða

félagslega einangrun og börnum og

var fyrir 30 árum síðan. En þótt við höfum náð

ungmennum.

langt, getum við gert enn betur við að auka áhrif annarra notenda, til dæmis aldraðra, barna,

TILLAGA 7: FRJÁLS FÉLAGASAMTÖK

heimilislausra og ungs fólks sem hvorki er í skóla

Norðurlöndin og samstarf stjórnvalda þeirra

né vinnu.

byggir á langri hefð fyrir nánum tengslum við þriðja geirann. Öflugt og lifandi starf frjálsra

Í þessu sambandi gegna frjáls félagasamtök á

félagasamtaka er grunnstoð norræns lýðræðis

félagsmálasviðinu mikilvægu hlutverki. Mörg góð

og gegnir mikilvægu hlutverki við að veita

dæmi má finna um að frjáls félagasamtök veiti

almenningi tækifæri til áhrifa og til að finna

mikilvæga félagslega aðstoð á sveigjanlegan

áhugamálum sínum farveg utan hinna pólitísku

24


MYND: UNSPLASH.COM

stofnana. Norrænt samstarf hefur ávallt byggt

Þegar horft er til stærstu félagslegu áskorana

á almannaþátttökuhugsjón.

samtímans, dylst engum hversu fyrirferðarmikil einmanaleiki, skortur á tengslaneti og skortur

Frjáls félagasamtök styðja við þróun

á fyrirmyndum eru sem viðfangsefni. Það eru

samfélagsins með því að virkja almenna

margir kostir við félagslega þjónustu af hálfu

borgara og leggja fram þekkingu og

hins opinbera en hún dugar ekki til að skapa

reynslu. Fjöldi frjálsra félagasamtaka á

félagsleg tengslanet og persónuleg sambönd.

velferðarsviðinu gegnir auk þess stóru

Því þarf að vinna á kerfisbundinn hátt að því að

hlutverki sem veitendur félagslegrar þjónustu

efla öll félagsleg tengslanet í samfélagi okkar:

í norrænu velferðarsamfélögunum og geta

Fjölskyldu, vinasambönd, jafningjastuðning,

byggt tengslanet og félagsauð. Mörg frjáls

nágrannasamfélag og frjáls félagasamtök.

félagasamtök bjóða þannig lausnir, sem hið opinbera getur ekki boðið á sama hátt,

Á Norðurlöndunum eru mörg fyrirtaks dæmi um

til dæmis fólki sem stendur höllum fæti af

verkefni á vegum frjálsra félagasamtaka sem

ýmsum ástæðum. Samtökin geta einnig gegnt

brúa bil milli félagslegrar þjónustu hins opinbera

almannaheillahlutverki með því að koma fram

með neti sjálfboðaliða og notenda eða með

sem fulltrúar borgaranna gagnvart opinberum

samvinnu sjálfboðaliða, fagfólks og notenda. Hér

þjónustuveitendum, sem veita megnið af

er um að ræða mörg bestu dæmin um félagslega

félagslegri þjónustu. Mörg frjáls félagasamtök

nýsköpun sem má finna á Norðurlöndunum. Mjög

eiga einnig auðveldara með að bjóða upp á

mikilvægt er að nýta þau nýsköpunartækifæri

einstaklingsbundnar lausnir en hið opinbera, þar

sem frjáls félagasamtök geta lagt til þróunar

sem þau búa yfir meiri sveigjanleika.

sveigjanlegrar og einstaklingsmiðaðrar

25


26

MYND: MARIE-LOUISE MUNKEGAARD

MYND: MELLEMFOLKELIGT SAMVIRKE


félagslegrar þjónustu og þar með lagt af mörkum

Því er lagt til að

til betri þekkingar og aðferða á félagslega

∙ Norrænt verkefni um miðlun reynslu af

sviðinu.

þátttöku frjálsra félagasamtaka í þróun og veitingu félagslegra lausna og áhrifa þess á

Frjáls félagasamtök hafa sjaldnast sambærilega

gæði lausnanna. Þá verði miðlað reynslu um

stjórnunarinnviði og opinberar stofnanir. Dæmi

bestu aðferðir til að auka aðkomu frjálsra

frá Norðurlöndunum sýna þó að vel er hægt

félagasamtaka að því að veita félagslega

að fela frjálsum félagasamtökum flókin og

þjónustu eða koma með framlag til viðbótar

metnaðarfull verkefni og ná árangri sem ella

við hið opinbera þjónustuframboð. Norrænt

hefði ekki verið mögulegur. Því er mikilvægt

samstarf getur einnig miðað að því að virkja

að deila reynslu af farsælli framkvæmd

almenning í auknum mæli í sjálfboðastarfi.

samningagerðar við frjáls félagasamtök, hvernig

∙ Norðurlöndin ráðstafi fjármagni í sjóð sem

hægt er að fela þeim mikilvæg og metnaðarfull

frjáls félagasamtök geti sótt í til að byggja

verkefni, greiða þeim sanngjarnt endurgjald og

tengslanet til að miðla betur reynslu milli

gera árangursmiðaðar og raunhæfar kröfur um

samtakanna til að styrkja norræna rödd í

skýrslugerð.

alþjóðastarfi frjálsra félagasamtaka og til þátttöku í ráðstefnum á vegum annarra

Það er mikill munur á innbyrðis tengslum

frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum.

og samstarfi frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndunum um miðlun reynslu og þekkingar. Mikilvægur þáttur í því er það fjármagn sem þátttaka í alþjóðlegu samstarfi kallar á. Á Norðurlöndunum má víða finna stefnumörkun og aðgerðir sem ætlað er að efla starf frjálsra félagasamtaka og áhersla er lögð á virka samfélagsþátttöku og að styðja við þekkingu og góða starfshætti almannaheillasamtaka. Norræn verkefni á þessu sviði þurfa að koma til viðbótar verkefnum í löndunum og efla samstarf frjálsra félagasamtaka, sem einnig getur stuðlað að því að koma norrænum sjónarmiðum og reynslu á framfæri í verkefnum utan Norðurlanda.

27


28

MYND: VICTORIA HENRIKSSON

MYND: VICTORIA HENRIKSSON


Aukið norrænt samstarf um málefni barna og ungmenna, jaðarsetts fólks, aldraðra og fólks með fötlun

Aukið norrænt samstarf í félagsmálum, sem ræðst

og fremst foreldrarnir og börnin og ungmennin

af þörf, byggir á þekkingu og á lausnum sem virka,

sjálf hafa í sameiningu skapað aðstæður fyrir

á að mæta þörfum helstu markhópa á félagslega

samfélagslega áherslu á réttindi barna, vellíðan og

sviðinu, þ.e.a.s. barna og ungmenna, jaðarsetts

þroska.

fólks, aldraðra og fólks með fötlun. Við gerð þessarar skýrslu og heimsóknir á Norðurlöndunum

Þrátt fyrir að þjónusta við börn og ungmenni

hafa þó einnig komið fram margar sértækar

og fjölskyldur þeirra sé almennt mjög góð á

tillögur að verkefnum sem miða að einstökum

Norðurlöndunum, eru þó viðfangsefni sem kalla á

markhópum. Mikil tækifæri til forvarna felast í

aðgerðir. Því fer jafnt og þétt fram umfangsmikið

að þróa áhrifaríka snemmtæka íhlutun fyrir börn

þróunarstarf á Norðurlöndunum í því skyni að efla

og ungmenni. Um leið hefur lýðfræðileg þróun

gæði félagslegra lausna fyrir börn og ungmenni og

og munur milli dreifbýlis og þéttbýlis, færri störf

takast á við áskoranir hverju sinni. Á málefnasviði

fyrir ófaglærða og vaxandi vanlíðan á barns- og

barna og ungmenna hefur átt sér stað mikil

unglingsárum í för með sér hættu á að fleiri verði

þekkingaruppbygging um einstaka markhópa og

jaðarsettir í samfélaginu og standi höllum fæti.

þarfir þeirra, sem og um árangursríkar aðferðir og

Lýðfræðileg þróun á Norðurlöndunum þýðir einnig

aðgerðir.

að öldruðum sem munu hafa þörf fyrir umönnun fjölgar tiltölulega mikið. Þetta veldur álagi á

Í norrænu samstarfi hafa meðal annars verið

velferðarkerfi Norðurlandanna. Og þrátt fyrir

unnin nokkur verkefni um börn og ungmenni

rótgróið samstarf um málefni fatlaðra á vegum

á fagsviðum félags- og heilbrigðismála,

Norrænu ráðherranefndarinnar má enn bæta við

menntamála og Norrænu barna- og ungmenna-

aðgerðum á því sviði.

nefndarinnar (NORDBUK). Það eru þó vannýtt tækifæri til að nýta norrænt samstarf í

Hér á eftir koma því tillögur að auknu norrænu

félagsmálum sem vettvang þar sem lykilaðilar á

samstarfi um börn og jaðarsett ungmenni,

Norðurlöndunum, einkum stjórnarstofnanir og

jaðarsetta fullorðna einstaklinga, aldraða og fólk

rannsóknastofnanir, geti eftir þörfum greint og

með fötlun.

hrint af stað viðeigandi samstarfsverkefnum. Þar gæti til dæmis verið um að ræða miðlun þekkingar

TILLAGA 8: BÖRN OG JAÐARSETT UNGMENNI

og reynslu með tengslaneti á völdum sviðum en

Norðurlöndin hafa almennt hagað málum þannig

verkefna um þróun þekkingar og prófun aðferða.

einnig þarf að kanna tækifæri til sameiginlegra

að börn búa við góð tækifæri og möguleika á að eiga unglingsár og þroskast frekar sem

Hér á eftir er lýst þremur efnisþáttum sem

einstaklingar og virkir samfélagsþátttakendur.

koma sérstaklega til álita fyrir frekari þróun

Pólitísk forgangsröðun, hæft fagfólk, skólar og

norræns samstarfs í málaflokknum. Lagt er til

leikskólar, aðgerðir frjálsra félagasamtaka og fyrst

að unnið verði áfram með þessa og hugsanlega

29


aðra efnisþætti í samstarfi landanna, svo sem

samnorrænum vettvangi heldur einnig í löndunum

á vettvangi um norrænt félagsmálasamstarf

hverju um sig.

(sjá tillögu 2), með það að markmiði að greina viðeigandi norræn verkefni.

Því má velta fyrir sér hvort efla megi samstarfið um málefni barna og ungmenna með því að

Réttindi barna

halda forystufundi eða þess háttar, þar sem

Félagsmálayfirvöld á Norðurlöndunum vinna

hlutaðeigandi stjórnarstofnanir í löndunum koma

með margvíslegum hætti að aðstoð við börn sem

saman og ræða efnisþætti og beinar tillögur

standa höllum fæti. En það má efla þátttöku

að norrænum verkefnum. Slíkur vettvangur

barna í skipulagningu aðstoðarinnar, þannig að

gæti til dæmis reglulega rætt tækifæri til

óskir og sjónarmið barnanna komi fram. Mikilvægt

sameiginlegrar norrænnar prófunar á aðferðum

er að byggja upp þekkingu á þessu sviði til að

og deilt upplýsingum um verkefni þar að

tryggja mannréttindi barna og bjóða hverju barni

lútandi í löndunum. Þörf er á að samræma

bestu fáanlegu aðstoð.

slíkt yfirstandandi norrænu verkefni um miðlun þekkingar á málefnum barna og ungmenna

Því er lagt til að hrint verði af stað norrænum

um vefgáttir, sem hrint var af stað af Norrænu

verkefnum sem taka mið af sáttmála SÞ um

embættismannanefndinni um félags- og

réttindi barna og fjalli um hvernig yfirvöld

heilbrigðismál 2018 og er undir verkefnastjórn

geti á sem bestan hátt veitt börnum aðgang

Barnaverndarstofu Noregs (Barne-, ungdoms- og

að ákvarðanatöku og tryggt að sjónarmið

familiedirektoratet).

þeirra komi fram í málum sem þau varða. Óformlegt tengslanet umboðsmanna barna á

Jaðarsett ungt fólk

Norðurlöndunum gæti til dæmis komið að því að

Á Norðurlöndunum er vaxandi hópur ungra karla

greina viðfang slíkra verkefna, sem gætu gagnast

og kvenna sem líður illa og á við geðræn vandamál

löndunum í frekari vinnu.

að stríða. Margt ungt fólk er ekki í námi eða vinnu og á í hættu að vera utanveltu til lengri tíma

Þekking á skilvirkum aðgerðum í málefnum barna

litið. Það skapar oft fjölþættan og langvarandi

Norðurlöndin hafa almennt á undanförnum árum

samstarf gæti skipulegar miðlað reynslu af og

stutt við uppbyggingu þekkingar á áhrifaríkum

þróað þekkingu á, til dæmis:

lausnum fyrir börn og fjölskyldur sem þarfnast

∙ Stefnu einstakra landa í baráttu gegn

félagslegan og heilsufarslegan vanda. Norrænt

stuðnings. Norrænt samstarf getur, eins og

jaðarsetningu ungs fólks, þar á meðal

lagt er til í tillögu 1 um kerfisbundið samstarf

upplýsingaskipti um stærri verkefni og

um þekkingu á áhrifaríkum aðgerðum, í ríkari

rannsóknarverkefni, sem gætu nýst í öllum

mæli orðið vettvangur upplýsingaskipta milli

löndunum.

landanna um áhrifaríkar lausnir en getur einnig

∙ Auðaðgengilegri ráðgjafarþjónustu, þar sem

orðið vettvangur fyrir könnun á möguleikum

ungt fólk getur fengið aðstoð tafarlaust. Í

á að gera sameiginlegar prófanir á aðferðum

þessu sambandi má einnig líta til reynslu af

og rannsóknarverkefnum. Sameiginleg norræn

samstarfi við frjáls félagasamtök um viðeigandi

verkefni um prófun aðferða er metnaðarfullt

ráðgjafarþjónustu fyrir ungt fólk sem og af

markmið og kallar á pólitíska forgangsröðun og

þverfaglegum lausnum sem samræma aðkomu

samstillingu mannafla og fjármagns – ekki bara á

ólíkra fagsviða (t.d. á sviði félags-, mennta-

30


og geðheilbrigðismála) fyrir ungt fólk með

eru utan vinnumarkaðar. Þetta á einnig við um

fjölþættar stuðningsþarfir.

flóttafólk og innflytjendur. Mikilvægt markmið

∙ Hvatakerfi, sem virka þvert á opinber

félagslegra aðgerða er að koma í veg fyrir

stjórnkerfi, stuðla að snemmtækri íhlutun

jaðarsetningu þeirra sem eiga torsótta leið út

og vinna gegn því að einstaklingar falli milli

á vinnumarkaðinn. Þetta markmið hefur líka

þjónustukerfa, sjá tillögu 5 um félagslega

umtalsverða kynjavídd í norrænu samhengi, þar

fjárfestingu og forvarnir.

sem konur mennta sig nú að jafnaði meira en

∙ Sýnileika og þátttöku ungs fólks við þróun

karlar, á sama tíma og störfum fyrir ófaglærða

lausna og þjónustu á þessu sviði. Hægt er að

fækkar. Það kann því að vera áhugaverður

leita eftir samstarfi við frumkvæðisverkefni á

útgangspunktur að leggja til þverfaglega

borð við norræna leiðtogafundinn fyrir ungt

vinnu í samstarfi við fagsvið jafnréttis- og

fólk með áherslu á geðheilbrigðismál, sem

vinnumála í norrænu samstarfi til að leiða

haldinn var í Kaupmannahöfn í nóvember

fram heppileg norræn samstarfsverkefni sem

2017 með þátttöku frjálsra félagasamtaka

snúa að aðstæðum jaðarsettra karla með tilliti

frá Norðurlöndunum sem vinna með

til atvinnu- og samfélagsþátttöku. Á sama

geðheilbrigðismál ungs fólks.

hátt gæti yfirstandandi norrænt samstarf

∙ Miðlun reynslu af aðgerðum til að stuðla að

um aðlögun innflytjenda, sem norrænu

þátttöku ungra karla og kvenna í námi og

samstarfsráðherrarnir hafa hrint af stokkunum,

á vinnumarkaði á strjálbýlum svæðum (sjá

verið viðeigandi tenging til að horfa sérstaklega

einnig tillögu 13 um strjálbýl svæði).

á forvarnir gagnvart jaðarsetningu fólks af erlendum uppruna.

TILLAGA 9: JAÐARSETT FÓLK Stuðningur og aðstoð við jaðarsetta

Það er mikilvægt að jaðarsett fólk sé hluti

einstaklinga er einn af hornsteinunum í norrænu

af samfélagsumræðu og þróun félagslegra

velferðarsamfélögunum. Það á bæði við um þá

lausna sem varða það sjálft. Hér sinna

sem þurfa stuðning samfélagsins um skemmri

almannaheillasamtök á félagsmálasviðinu

tíma og þá sem af ólíkum ástæðum þurfa

mikilvægu hlutverki og það er vinna sem mætti

stuðning samfélagsins til lengri tíma litið.

styrkja með norrænu samstarfi öllum til gagns.

Norrænt samstarf ætti að leggja af mörkum til

Almannaheillasamtök á Norðurlöndunum,

þróunar á þekkingu og miðlun reynslu á þessu

sem sinna jaðarsettu fólki, eiga samstarf með

sviði en einnig skapa vettvang fyrir umræðu um

ýmsum hætti, til dæmis í gegnum European

hvernig gera megi velferðarsamfélagið þannig úr

Anti Poverty Network. En norrænt og alþjóðlegt

garði að það veiti á hverjum tíma fullnægjandi

samstarf krefst fjármagns og það er krefjandi

stuðning þeim sem þurfa.

fyrir samtök af þessum toga að taka þátt í slíku starfi. Sjóður sá sem lagður er til í umfjöllun

Tenging við vinnumarkaðinn er kjarninn í

um norrænt samstarf til að efla starf frjálsra

mörgum lausnum í boði fyrir jaðarsetta

félagasamtaka, sem nefndur er í tillögu 7, gæti

einstaklinga. Þátttaka á vinnumarkaðnum

stutt samstarf norrænna almannaheillasamtaka

styrkir sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu

á þessu sviði.

og opnar mikilvæga leið að tengslaneti og samfélagsþátttöku. En í öllum löndunum má

Norrænt samstarf um aðgerðir til að koma í

sjá hópa sem þrátt fyrir margar ólíkar aðgerðir

veg fyrir jaðarsetningu og félagslega einangrun

31


þarf einnig að skilgreina í samhengi við ýmsar

til öldrunarmála í því samstarfi sem lagt er til í

aðrar tillögur í þessari skýrslu. Samstarf um

tillögu 13 um strjálbýl svæði.

stefnu í húsnæðis- og félagsmálum sem lagt er til í tillögu 12 hefur sem tvo tilgreinda efnisþætti

Á sviði málefna aldraðra standa Norðurlöndin

húsnæði fyrir jaðarsett fólk og heimilislausa

þannig frammi fyrir sömu áskorununum.

og félagslegar húsnæðislausnir á borð við

Því væri kjörið að auka samstarf til að

almennar íbúðir og húsnæðissamvinnufélög.

mæta áskorunum í málefnum aldraðra og

Þá þarf þróun á þekkingu á árangursríkum

horfa til meiri þjónustugæða og notkunar

lausnum fyrir jaðarsett fólk að vera áberandi

endurhæfingar, notkunar velferðartækni

þáttur í því þekkingarsamstarfi sem lýst

og áskorana sem tengjast mönnun

er í tillögu 1. Verkefni OECD um „Faces of

umönnunarþjónustu í framtíðinni.

Joblessness: Understanding employment barriers to inform policy”, sem er nefnt í tillögu

Bæði innan og utan ESB er áhersla á málefni

14 um alþjóðlega samvinnu, getur einnig verið

aldraðra. Eitt af mörgum dæmum er tengslanet

heppilegur innblástur fyrir norrænt samstarf

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

um málefni jaðarsetts fólks og aðgang þess að

Age-friendly cities and communities, þar sem

vinnumarkaðnum.

borgir á Norðurlöndum taka þátt. Norðurlöndin standa að mörgu leyti framarlega í alþjóðlegu

TILLAGA 10: ALDRAÐIR

samhengi þegar kemur að málefnum aldraðra –

Íbúar Norðurlanda lifa lengur og því hækkar

jafnt að því er varðar umönnun, velferðartækni

hlutfall aldraðra. Í alþjóðlegu samhengi lifir

og virkni aldraðra. Góð tækifæri eru til frekari

fólk tiltölulega lengi á Norðurlöndunum og

þróunar á þessi sviði á Norðurlöndunum, bæði

lengur en meðaltalið bæði í ESB-ríkjunum og

með norrænu og alþjóðlegu samstarfi.

Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að margir aldraðir búi við góða heilsu og spjari sig vel og að það sé

Norræna ráðherranefndin um félags- og

jákvætt að fleiri lifi lengur en áður, þá felur það

heilbrigðismál hefur kosið að setja þetta

einnig í sér nokkrar áskoranir þar sem útgjöld

svið í forgrunn á árunum 2019–2021 undir

norrænna samfélaga til umönnunar aldraðra

yfirskriftinni „Hvernig sköpum við heildstæðari

hækka. Öldruðum fjölgar sem til lengri tíma

heilsugæslu- og umönnunarþjónustu, með

litið þurfa aðstoð og umönnun. Því þarf að

sérstakri áherslu á aldraða notendur og

horfa sérstaklega til fjármögnunar umönnunar

sjúklinga”. Í norrænu samstarfi er einnig unnið

aldraðra, nýrra aðferða við umönnun og gæða

að öðrum verkefnum í öldrunarmálum, meðal

og mönnunar umönnunar, þegar öldruðum

annars um velferðartækni, norrænt tengslanet

fjölgar og vinnandi fólki fækkar.

um heilabilun og þróun aldursvænna borga. Mikilvægt er að þessi vinna festist í sessi, eflist

Lýðfræðilegar breytingar hafa einnig í för með

og þróist frekar, þannig að norrænt samstarf

sér að með flutningi fólks úr sveit í borg verða

leggi af mörkum til að mæta lýðfræðilegum

þeir eldri fremur eftir. Þetta skapar áskoranir

breytingum og þar með auknum fjölda

við skipulag góðrar og skilvirkrar umönnunar

aldraðra.

og því til viðbótar eykst hættan á einmanaleika og félagslegri einangrun í samfélagi þar sem

Lagt er til að Norræna ráðherranefndin um

margir flytjast á brott. Því þarf einnig að horfa

félags- og heilbrigðismál kanni hvernig megi

32


MYND: UNSPLASH.COM

þróa núverandi samstarf í öldrunarmálum

Þar að auki er lagt til að komið verði á

frekar, þannig að nýir mikilvægir efnisþættir

sameiginlegu norrænu verkefni um miðlun

verði felldir inn í núverandi samstarf.

þekkingar og reynslu af árangursríkum aðgerðum til að auðvelda mönnun

Á Norðurlöndunum er lögð rík áhersla á

umönnunarstarfa í löndunum og þróun

endurhæfingu og leiðir til að gera öldruðum

hugmynda að slíkum aðgerðum. Meðal annars

kleift að lifa sjálfstæðu, innihaldsríku og

er hægt að horfa til viðbótarmenntunar,

sjálfbjarga lífi, þar sem litið er heildstætt

leiða til að manna þjónustu á strjálbýlum

til lífsaðstæðna aldraðra. Því er lagt til að í

svæðum, sem og leiða til að fjölga körlum í

norrænu samstarfi á sviði öldrunarmála verði

umönnunarstörfum. Í því sambandi er mikilvægt

áhersla lögð á miðlun þekkingar og reynslu

að horfa til vinnutilhögunar við umönnun

milli landanna um endurhæfingu.

aldraðra og leita leiða til að gera umönnun aldraðra eftirsóknarverðara starf fyrir jafnt

Að því er varðar húsnæði fyrir aldraða væri

karla og konur.

áhugavert frá norrænum sjónarhóli að horfa nánar til íbúðaþarfa aldraðra og sveigjanlegri

TILLAGA 11: FÓLK MEÐ FÖTLUN

íbúðaforma. Stóraukið norrænt samstarf

Norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks

um húsnæðismál eins og lagt er til í tillögu 12

er virkt og tiltölulega víðtækt og byggir

getur að auki haft að markmiði að auðvelda

helst á þremur meginstoðum: Norræna

byggingu ódýrara húsnæðis fyrir ólíka

samstarfsráðinu um málefni fatlaðs fólks

markhópa, þar á meðal aldraða.

(Funktionshinderrådet), sem er ráðgefandi

33


vettvangur fyrir allt opinbert norrænt samstarf,

varðar staðla um aðgengi og algilda hönnun og

þverfaglegri framkvæmdaáætlun Norrænu

húsnæði fyrir fólk með fötlun.

ráðherranefndarinnar um málefni fatlaðs fólks með áherslu á mannréttindi, sjálfbæra þróun og

Tengsl við vinnumarkaðinn

frjálsa för sem og Norrænu velferðarmiðstöðinni,

Fólk með fötlun getur oft átt erfitt með

sem er skrifstofa fyrir Funktionshinderrådet og

þátttöku í atvinnulífinu, þó svo að það vilji

heldur einnig utan um styrkjakerfi sem styður

gjarnan stunda vinnu. Því er rétt að ræða í

norrænt samstarf samtaka fatlaðs fólks.

samstarfi við haghafa á sviði vinnumála á Norðurlöndum hvernig megi bregðast við með

Stefnan um málefni fatlaðs fólks stuðlar að

aðgerðum sem auðveldi fólki með fötlun aðgang

sjálfbæru samfélagi, þar sem enginn er skilinn

að vinnumarkaðnum. Nýjar tæknilausnir ættu að

útundan og markmiðið er þátttaka fatlaðs fólks

vera mikilvægur liður í slíku.

á öllum sviðum samfélagsins. Lýðfræðileg þróun með hækkandi meðalaldri íbúa Norðurlandanna

Þátttaka frjálsra félagasamtaka

leiðir einnig til fjölgunar aldraðra einstaklinga

í vinnu með aðgengismál

með fötlun. Stefna í málefnum fatlaðs fólks

Frjáls félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki

einkennist æ meir af tilliti til mannréttinda, sem

með þekkingu sinni og reynslu af að byggja

birtist á alþjóðavettvangi í samningi SÞ um

upp samfélag með aðgangi fyrir alla og sem

réttindi fatlaðs fólks, UNCRPD. Öll Norðurlöndin

málsvarar fólks með fötlun. Því er mikilvægt

hafa fullgilt samninginn.

að þessi samtök taki þátt í norrænum samstarfsverkefnum á þessu sviði. Hér er vísað

Aðgengismál

í tillögur 6 og 7 um annars vegar aukna áherslu

Lykilatriði að því er varðar aukna þátttöku

á notendur og hins vegar eflingu norræns

einstaklinga með fötlun er vinna að bættu

samstarfs varðandi frjáls félagasamtök.

aðgengi í samfélaginu. Norrænt samstarf getur bætt við starf landanna á þessu sviði, meðal

Sjaldgæf fötlun

annars með því að halda áfram uppbyggingu

Mjög góð reynsla er af alþjóðlegu samstarfi

á þeim grunni sem Funktionshinderrådet hefur

um sjaldgæfa fötlun. Norðurlöndin taka

þegar lagt. Samstarfið kallar á aðkomu margra

þátt í samstarfi á vegum ESB á þessu sviði

fagsviða. Hér verður bent á þrjá þætti í tengslum

og Norræna ráðherranefndin hefur komið

við aðgengi og áhrif notenda, sem skipta máli

á fót norrænu tengslaneti um sjaldgæfa

fyrir aukið norrænt samstarf á þessu sviði.

sjúkdóma sem nær til aðgerða í bæði félags- og heilbrigðismálum og er með

Aðgengi að húsnæði

þátttöku stjórnvalda, þekkingarmiðstöðva og

Húsnæði gegnir mikilvægu hlutverki fyrir líf og

notendasamtaka.

velferð einstaklingsins. Fyrir fatlaða einstaklinga skiptir aðgengi að eigin húsnæði sérlega miklu

Þar sem markhópar á sviði sjaldgæfrar

máli en almennt aðgengi er einnig mikilvægt, til

fötlunar eru litlir, getur verið veruleg

að hafa aðgang að öðru húsnæði og opinberum

„stærðarhagkvæmni“ af að koma á fót

byggingum. Tillaga 12 um stefnu í húsnæðis- og

sameiginlegum norrænum verkefnum til að þróa

félagsmálum vísar til þessa með áherslu á aukið

þekkingu og stækka tengslanet sérfræðinga

norrænt samstarf um húsnæðismál, til dæmis er

og fagfólks, sem ná yfir landamæri norrænu

34


MYND: VICTORIA HENRIKSSON

MYND: UNSPLASH.COM

ríkjanna. Gott dæmi um þetta er norrænt

Norræna samstarfsráðsins um málefni fatlaðs

samstarf um málefni daufblindra, sem fer fram

fólks er þetta nú til umræðu, meðal annars

á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar.

með tilliti til áætlananna Nordplus og Norræns

Í ljósi tillögu 1 um kerfisbundið samstarf um

meistaranáms. Í því skyni að styðja við þessar

þekkingu á félagslega sviðinu er lagt til að kanna

hugmyndir er lagt til að frumkvæði verði haft

hvernig norrænt samstarf geti í auknum mæli

að norrænu málþingi með viðeigandi aðilum frá

samstillt samstarf um þróun þekkingar á sviði

menntastofnunum og haghöfum á sviði málefna

sjaldgæfrar fötlunar, þar á meðal með því að

fatlaðra með það fyrir augum að ræða þörfina á

greiða fyrir samstarfi sérfræðinga í löndunum.

nánara norrænu samstarfi um menntamál á sviði

Mikilvægur hópur í þessu samhengi eru börn

málefna fatlaðra.

með sjaldgæfa fötlun. Ný norræn verkefni þarf að stilla saman við það norræna tengslanet um sjaldgæfa sjúkdóma sem þegar er fyrir hendi.

Menntamál Í Framkvæmdaáætluninni fyrir norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks 2018–2022 er eitt áherslusviðanna aðgerðir sem geta aukið þekkingu og samtal um mannréttindi. Í framhaldi af þessu er lagt til að nánar verði könnuð tækifæri til norræns samstarfs í menntamálum á sviði fötlunar. Á vegum

35


36

MYND: NORDEN.ORG / YADID LEVY


Félagslegar aðgerðir í víðara samhengi

Í heimsóknunum á Norðurlöndunum við

í lokin settar fram tillögur um að efla norrænt

gerð þessarar skýrslu kom oft fram að jafnt

samstarf á alþjóðavettvangi.

húsnæðismál og landfræðileg sérstaða sköpuðu sérstakar félagslegar áskoranir. Í

TILLAGA 12: STEFNA Í HÚSNÆÐIS- OG FÉLAGSMÁLUM

húsnæðismálum hefur þróunin verið áþekk um

Húsnæði er mikilvægur þáttur í umgjörð um líf

öll Norðurlönd. Húsnæðisverð hefur hækkað,

fólks og hentugt húsnæði hefur mikið að segja um

einkum í þéttbýli, svo sífellt fleiri eiga erfitt

velferð einstaklingsins og möguleika á þátttöku

með að finna húsnæði sem þeir hafa efni

í samfélaginu. Þetta á við um alla, en samt

á. Þá er ekki alltaf æskilegur sveigjanleiki í

sérstaklega um fólk sem þarf stuðning, þar sem

íbúðagerðinni, svo sem þegar kemur að íbúðum

til dæmis aldraðir, fólk með fötlun og jaðarsettir

fyrir aldraða og fólk með fötlun. Norðurlöndin

hópar hafa oft sérstakar húsnæðisþarfir.

Norðurlandanna með mörg strjálbýl svæði

eru landfræðilega stórt svæði, þar sem víða er strjálbýlt. Líkt og í mörgum löndum utan

Öll Norðurlöndin hafa reynt sömu þróunina

Norðurlanda á sér stað fólksflótti til bæja og

að sífellt reynist erfiðara í mörgum borgum

borga. Þetta skapar áskoranir við að halda uppi

að fá húsnæði á viðráðanlegu verði. Í sumum

góðu þjónustustigi í félagsþjónustu í dreifðari

borgum, einkum höfuðborgunum, er skortur á

byggðum.

húsnæði. Endurbætur eldri hverfa hafa aukið aðdráttarafl margra hverfa í mörgum af stærri

Í þessum hluta skýrslunnar eru því settar fram

borgunum, en sá galli er á gjöf Njarðar að stór

tillögur að auknu norrænu samstarfi á sviði

hluti húsnæðisstokksins, sem áður var til reiðu

húsnæðis- og félagsmála og auknu norrænu

fyrir fólk með lágar tekjur eða meðaltekjur, hefur

samstarfi um þau sérstöku félagslegu álitamál

verið endurbyggður eða endurnýjaður þannig að

sem við er að glíma á strjálbýlum svæðum.

fólk í þeim tekjuhópum hefur ekki lengur efni á húsnæðinu.

Mörg lönd utan Norðurlanda líta til norræna velferðarlíkansins og norrænna velferðarlausna

Húsnæðisaðstæður og stefna í húsnæðismálum

til að fá innblástur til að þróa nýjar lausnir

skipta miklu í samhengi félagslegra aðgerða.

á félagslega sviðinu. En Norðurlöndin geta

En nánast ekkert norrænt samstarf hefur

einnig sótt nýja þekkingu utan Norðurlanda.

verið um húsnæðisstefnu á vegum Norrænu

Kynning á Norðurlöndunum og norrænum

ráðherranefndarinnar og þar eru ónýtt tækifæri,

velferðarlausnum utan Norðurlanda og á

til dæmis í samstarfi um miðlun reynslu og

alþjóðavettvangi snýst bæði um að viðhalda

um nýjar leiðir. Nýtt norrænt frumkvæði á

athygli á norræna velferðarlíkaninu og um

þessu sviði kom fram á sameiginlegum fundi

að afla þekkingar og hugmynda þegar við

húsnæðismálaráðherra og ráðherra byggingamála

kynnumst öðrum samfélagslausnum. Því eru

29. maí 2018, þar sem ráðherrarnir lýstu yfir

37


38

MYND: YADID LEVY / NORDEN:ORG


vilja til að stuðla að efldum og samþættum

Í skýrslunni er einnig að finna beinar tillögur

byggingamarkaði á Norðurlöndunum.

sem taka má til umfjöllunar í Norrænu ráðherranefndinni. Síðasta skýrsla var kynnt á

Því er lagt til að komið verði á þverfaglegu

ráðstefnu í Stokkhólmi í ágúst 2018.

samstarfi milli norrænu félags- og húsnæðismálaráðherranna á vegum Norrænu

Því er lagt til að komið verði á fót

ráðherranefndarinnar sem feli í sér að

samstarfi milli norrænu húsnæðis- og

ráðherrarnir ásamt haghöfum ræði þróun

félagsmálaráðherranna, sem t.d. með

í húsnæðismálum á Norðurlöndunum með

ráðherraráðstefnum, embættismannafundum

hliðsjón af félagslegum markmiðum og greini

og beinum verkefnum, væri unnt að nýta til að

jafnóðum tækifæri til norræns samstarfs í

hrinda af stað húsnæðispólitískum verkefnum

húsnæðismálum, sem einnig geti skipt máli fyrir

sem skipta máli fyrir stefnumörkun á sviði

önnur fagsvið í norrænu samstarfi, t.d. orku-,

félagsmála. Í slíku norrænu samstarfi mætti

loftslags- og efnahagssviðið sem og norrænt

ræða ólík málefni eins og:

samstarf um framkvæmd heimsmarkmiða

∙ Almenna þróun í húsnæðismálum í

Sameinuðu þjóðanna. Í nýju samstarfi í

ljósi félagslegra aðstæðna, sem leiðir

húsnæðismálum er einnig hægt að horfa til

ýmist til sterkrar stöðu eða áskorana á

möguleika á norrænum verkefnum, sem geti leitt

Norðurlöndunum, til dæmis með mið af

til lægri byggingakostnaðar með samræmdum

árlegri skýrslu NBO – Housing Nordic.

norrænum byggingastöðlum um aðgengi og algilda hönnun.

∙ Miðlun reynslu um hvernig hægt sé að nýta aðrar lausnir en markaðslausnir til að taka á húsnæðisskorti.

Norrænt samstarf í húsnæðismálum ætti að ná til haghafa í húsnæðismálum í löndunum og veita tækifæri til víðtækrar umræðu og miðlunar

∙ Borgir fyrir alla með fjölbreyttu húsnæðisframboði og rými fyrir alla. ∙ Greiningu á ástæðum hás

reynslu um hvernig aðgerðir í húsnæðismálum

byggingakostnaðar á Norðurlöndum og

geta stuðlað að félagspólitískum markmiðum

hugsanlegar lausnir.

í löndunum. Sem dæmi má nefna að húsnæðissamvinnufélög Norðurlandanna hafa komið á fót samstarfi á vegum norrænu samtakanna NBO – Housing Nordic, sem meðal annars mynda ramma um miðlun reynslu og samstarfs á sviði húsnæðissamvinnufélaga og almennra íbúða meðal aðildarríkja NBO, sem eru Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð. NBO – Housing Nordic og aðra haghafa

∙ Félagspólitískar aðgerðir í húsnæðismálum með húsnæðissamvinnufélögum og almennum íbúðum. ∙ Sameiginlega norræna byggingastaðla um aðgengi og algilda hönnun. ∙ Nýjar gerðir íbúðarhúsnæðis fyrir aldraða, til dæmis íbúðir með félagslegri vídd. ∙ Húsnæði fyrir fólk með fötlun, jaðarsett fólk og heimilislausa.

má virkja til þátttöku í norrænu félags- og húsnæðispólitísku samstarfi, öllum til hagsbóta.

Mörg málefnanna hafa auk þýðingar

Til dæmis sendir NBO frá sér skýrslu annað hvert

þeirra fyrir húsnæðis- og félagsmálasviðið

ár, sem gefur heildaryfirsýn yfir þróun, strauma

einnig tengsl við önnur fagsvið, til dæmis

og áskoranir á norrænum húsnæðismarkaði.

orku-, loftslags- og efnahagssviðið,

39


til viðbótar við samstarf húsnæðis- og

Velta má fyrir sér ólíkum gerðum verkefna, til

byggingamálaráðherranna.

dæmis: ∙ Samstarfi um félagslega nýsköpun með

TILLAGA 13: STRJÁLBÝL SVÆÐI

sérstakri áherslu á félagslega þjónustu á

Norðurlöndin ná yfir landfræðilega stórt svæði

strjálbýlum svæðum, til dæmis með notkun

með mörgum strjálbýlum héruðum. Þessi

færanlegrar þjónustu, velferðartækni og

svæði færa Norðurlöndunum mikil umhverfis-

stafrænna lausna.

og menningarverðmæti og búa yfir miklum

∙ Miðlun reynslu um skipulag félagslegrar

mannauð. Þróun innviða norrænna samfélaga

þjónustu á strjálbýlum svæðum, þar á meðal

hefur hins vegar áhrif á félagslegar aðstæður

til dæmis samstarf um félagslega þjónustu

íbúa þessara svæða. Lýðfræðileg þróun veldur

milli stjórnsýslueininga og á strjálbýlum

því að sífellt fleiri svæði glíma við hækkandi meðalaldur íbúa og fólksfækkun, meðal annars vegna minni tækifæra til menntunar og atvinnu.

landamærasvæðum milli Norðurlandanna. ∙ Miðlun reynslu af aðgerðum landanna til að tryggja mönnun og uppbyggingu og viðhald fagþekkingar starfsfólks á strjálbýlum

Það eru ýmsar beinar áskoranir samfara því að veita félagslega þjónustu jafnt í nægilegu

svæðum. ∙ Miðlun reynslu um aðgerðir til að stuðla að

mæli og af fullnægjandi gæðum á strjálbýlum

þátttöku ungra karla og kvenna í námi og

svæðum. Það geta til dæmis falist stórar

á vinnumarkaði á strjálbýlum svæðum (sjá

áskoranir í því, innan þess fjárhagsramma sem er í boði, að veita öldruðum hjúkrun og

einnig tillögu 8 um börn og ungmenni). ∙ Stuðla að uppbyggingu og viðhaldi félagslegs

umönnun og þjónustu við börn, jaðarsett

tengslanets á strjálbýlum svæðum með

fólk og fólk með fötlun á svæðum með

aðkomu frjálsra félagasamtaka. Til dæmis má

miklum vegalengdum og fáum íbúum.

koma á fót norrænu tengslaneti eða vettvangi

Almennt vandamál í þessu samhengi er til

milli frjálsra félagasamtaka, samtaka

dæmis mönnun velferðarþjónustu og viðhald

sveitarfélaga og stjórnvalda í löndunum, sem

nauðsynlegrar fagþekkingar. Þá er mikilvægt

geta veitt innblástur til staðbundinna og

frá félagslegu sjónarhorni að vinna gegn því að

héraðsbundinna aðgerða á þessu sviði.

breytt innviðaskipan leiði til aukinnar hættu á jaðarsetningu karla og kvenna sem búa og alast

TILLAGA 14: ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF

upp í litlum samfélögum.

Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál lagði í samstarfsáætlun sinni

Lagt er til að hrint verði af stað norrænum

áherslu á að efla samstarf um ESB-málefni

verkefnum sem miði að því að skiptast á og

sem varða öll norrænu löndin, sem á við þegar

þróa þekkingu á hvernig megi á skilvirkan

um er að ræða byrjunarstig löggjafar- og

hátt veita vandaða félagslega þjónustu á

ákvörðunarferlis ESB áður en framkvæmdastjórn

strjálbýlum svæðum. Einnig er lagt til að hrint

ESB leggur fram tillögur að löggjöf og einnig

verði af stað verkefnum um hvernig megi skapa

síðar þegar kemur að innleiðingu ESB-löggjafar á

góðar aðstæður fyrir menntun, atvinnu og

sviði félags- og heilbrigðismála.

samfélagsþátttöku fyrir pilta og stúlkur og unga karla og konur, sem alast upp á strjálbýlum

Það er enginn vafi á að mikill áhugi er á norræna

svæðum.

velferðarlíkaninu og félagslegum lausnum

40


MYND: NORDEN.ORG, MAGNUS FRÖDERBERG

MYND: KARIN BEATE NØSTERUD

Norðurlandanna hjá framkvæmdastjórn ESB og

umboð frá Norrænu ráðherranefndinni um félags-

hjá OECD og þar er sjónum beint að félagsmálum

og heilbrigðismál.

í víðtækum skilningi. Félagsmál hafa fengið æ meira vægi í samstarfi Mörg þeirra verkefna og aðgerða, sem Norræna

ESB-ríkjanna, og Evrópusamstarf á sviði félags-

ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál

mála er töluvert þrátt fyrir að þessi málaflokkur

hefur lokið eða hafist handa við á félagslega

sé að mestu leyti á valdsviði einstakra aðildarríkja.

sviðinu, hafa evrópska eða alþjóðlega tengingu.

Félagsmálin varða beint lífskjör íbúa og álitamál

Það á til dæmis við á sviði fötlunarmála þar

um valdbærni milli landanna og ESB eru sífellt til

sem t.d. Samningur SÞ um réttindi fatlaðs

umræðu á vettvangi Evrópusambandsins.

fólks er mikilvægur grunnur að vinnu í Norræna samstarfsráðinu um málefni fatlaðs fólks.

Því er lagt til að Norræna ráðherranefndin um

Annað dæmi er reglugerð Evrópuþingsins og

félags- og heilbrigðismál nýti í auknum mæli

ráðsins (EB) nr. 883/2004 um samræmingu

í starfi sínu möguleikann á að sækja og ræða

almannatryggingakerfa aðildarríkjanna.

viðeigandi þekkingu frá ESB og alþjóðastofnunum

Mikil vinna á sér stað á norrænum vettvangi

sem fást við félagsmál og leggi áherslu á norræna

um breytingar á reglugerðinni og túlkun á

samræmingu í aðdraganda funda eða annarra

ákvæðum hennar. Þessi vinna fer að hluta til

viðburða til að koma norrænum sjónarmiðum á

fram í Framkvæmdaráði ESB um samræmingu

sviði félagsmála á framfæri á þessum vettvangi.

almannatryggingakerfa, sem var komið á fót

Um leið ætti að leggja áherslu á hvað Norðurlöndin

með heimild í reglugerð 883/2004 og að hluta til

geti lagt af mörkum af upplýsingum um góða

í Norræna almannatryggingahópnum, sem hefur

reynslu og nýjar leiðir og aðferðir. Þannig má jafnt

41


styrkja ásýnd Norðurlanda á sviði félagsmála

nánu sambandi og veita gagnkvæman stuðning

og leggja af mörkum í varðstöðu um norræna

við að standa vörð um og útskýra norræna

velferðarlíkanið. Samstarfið getur einnig tekið

velferðarlíkanið. Þetta á ekki bara við um þau þrjú

mið af tilteknum efnisþáttum eða tillögum. Sem

norrænu ríki, sem eru aðilar að ESB, heldur einnig

dæmi má taka verkefni OECD um „Faces of

um hin tvö, sem í ríkum mæli innleiða ESB-gerðir í

Joblessness: Understanding employment barriers

félagsmálum á grundvelli EES-samningsins.

to inform policy”, sem einnig fellur vel að vinnu að hagsmunum jaðarsetts fólks og tengingu þess

Að lokum er lagt til að í norrænum verkefnum

við vinnumarkaðinn, sbr. tillögu 9. Evrópsk stoð

á félagslega sviðinu verði almennt lögð aukin

félagslegra réttinda mun skerpa frekar sýn á

áhersla á þekkingu frá löndum utan Norðurlanda

félagslegu víddina á evrópskum vettvangi og slíkt

og alþjóðastofnunum, sérstaklega ESB, OECD

gæti birst í nýjum ESB-gerðum, sem rétt væri að

og stofnunum SÞ. Norræn verkefni í félagsmálum

eiga samstarf um á norrænum vettvangi. Þriðja

miða oftast fyrst og fremst að því að Norðurlöndin

dæmið gæti verið innleiðing aðgengistilskipunar

eigi að læra hvert af öðru. Þetta á enn vel við en

ESB. Loks mætti íhuga að taka árleg tilmæli

um leið er það svo að norrænt samstarf má einnig

framkvæmdastjórnar ESB til aðildarríkjanna til

oft nýta sem sameiginlegan vettvang til að sækja

umræðu innan Norrænu ráðherranefndarinnar

bestu fáanlegu þekkingu á félagsmálasviðinu með

um félags- og heilbrigðismál í því skyni að halda

því að horfa út fyrir hlaðvarpann.

42


43


Norræna ráðherranefndin Nordens Hus Ved Stranden 18 DK-1061 København K www.norden.org

Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S) ákvað 2017 að láta fara fram stefnumótandi úttekt á norrænu samstarfi í félagsmálum. Markmiðið var að þróa og efla norrænt samstarf í félagsmálum þannig að það félli að þörfum landanna og helstu viðfangsefnum hverju sinni og leiddi til áþreifanlegs árangurs. Úttektinni átti að ljúka með skýrslu með tillögum sem Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S) og Norræna embættismannanefndin um félags- og heilbrigðismál (EK-S) gætu notað til að þróa bæði núverandi samstarf og ný verkefni til næstu fimm til tíu ára. Úttektin er unnin af Árna Páli Árnasyni, fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann hefur, í kjölfar samtala við haghafa á sviði félagsmála innan og utan Norðurlanda, lagt fram skýrslu með 14 tillögum að því hvernig megi efla norrænt samstarf í félagsmálum. Skýrslan er ein í röð stefnumótandi úttekta á samstarfi til framtíðar hjá Norrænu ráðherranefndinni. Fyrri slíkar stefnumótandi úttektir hafa fjallað um vinnu-, umhverfis-, löggjafar-, heilbrigðis- og orkumál. Úttektirnar eru liður í umbótastarfi Norrænu ráðherranefndarinnar sem fram fer undir yfirskriftinni „Nyt Norden“.

ANP 2018:824 ISBN 978-92-893-5844-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-5845-3 (PDF) ISBN 978-92-893-5846-0 (EPUB) 44


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.