Þróun Markaðsmála

Page 1

Þróun Markaðsmála Markaðs- og sölumá hafa verið mikið í umræðunni hér á landi, en það er álit flestra að markaðurinn sé að lifna við eftir að hafa verið í talsverðri lægð að undanförnu. Seljendur hossahafa reynt ýmislegt nýtt til að laða til sín kaupendur og má þar nefna Sölumót í Rangárhöllinni, sölusýningar á Hestheimum og opna daga á hrossaræktarbúum. Einnig hafa ræktendur notað stóðréttir haustsins til að laða til sín kaupendur og ýmsir viðburðir hafa verið settir upp á þeim stöðum í tengslum við réttirnar. Sölumót hvað er það?

Ræktendur á suðurlandi stóðu fyrir móti í Rangárhöllinni laugardaginn 1.október þar sem keppt var í fjórgangi, fimmgangi og töltgreininni T7 sem lítið hefur verið keppt í hér á landi. Í T7 er riðið hægt tölt, tölti á frjálsri ferð (fegurðartölt) og svo er áseta og stjórnun dæmd. Þetta keppnisform hefur verðið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Öll hrossin sem tóku þátt í mótinu voru til sölu og var þetta góður vettvangur fyrir þá kaupendur sem eru að leita sér að keppnishrossum að sjá mörg hross á stuttum tíma á einum stað. Mótið var vel sótt og mál manna að talsverðar þreifingar hafi verið í sölu hrossa þar á staðnum og svo í framhaldi af því. Seljendur voru það ánægðir með árangurinn að stefnan var sett á að halda annað samskonar mót í janúar á sama stað. Sölusýningar

Sölusýningar hafa skapað sér fastan sessog má það nefna sölusýningar í Hestheimum í Ásahreppi. Þarna hefur skapast sameiginlegur vettvangur fyrir alla þá sem vilja selja hross og þessar sýningar hafa verið mjög vel sóttar. Þetta er einn sá þáttur sem flestir kaupmenn hafa bent á að þurfi að vera til staðar til að auðvelda aðgang að þeim hrossum sem eru til sölu og auðvelt sé að bera saman hross hvað varðar verð og gæði. Með samstilltu átaki væri hægt að efla þessar sýningar og tryggja þannig að þeir sem til landsins koma til að kaupa hross hafi auðvelt aðgengi að þeim hrossum sem þeir eru að leita að. „Samtaka stöndum við“

Kaupendur og seljendur eru sammála um það að betra sé að skipuleggja markaðsstarfið betur hér á landi og auðvelda verði kaupendum að nálgast seljendur. Sameiginlegur vettvangur fyrir seljendur auk aukinnar samvinnu sé líklegasta leiðin til að fá fleiri kaupendur. Íslendingar sem voru á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Austurríki nefna margir hve vel hafi verið staðið að markaðssetningu Heimsmeistaramótsins í Berlín 2013 og það hafi ekki farið fram hjá nokkrum mótsgesti hvar næsta mót yrði, en bentu jafnframt á að ekki hafi borið nóg á markaðssetningu Landsmóts í Reykjavík 2012. Möguleg skýring á þessu er skortur á fjármagni, en í þessu eins og öðru hlýtur sókn að vera besta vörnin. Flestir eru sammála því að lykillinn að aukinni sölu sé að fá fleiri kaupendur hingað heim og þá verða menn að standa saman að áhugaverðum viðburðum, taka vel á móti þeim sem þá viðburði sækja og vera sýnilegri út á við.


RasmusMöller var einn af gestum Sölumótsins í Rangárhöllinni og sagði hann að betra skipulag á sölumálum hér á landi mundi auðvelda kaupendum að versla hross hér á landi og skipulagðir viðburðir væru til þessfallnir að auðvelda val á hrossum. Verðlag væri í sumum tilfellum ekki í samræmi við gæði hrossanna og það ruglaði kaupendur að skoða sambærilega góð hross á mjög ólíkum verðum. Rasmussagði markað fyrir gæðahrossvera nægan en markaðurinn vildi vel taminn geðgóð hross og að honum sýndist að eftirspurn væri jöfn og góð eftir keppnishrossum en heldur hefði dregist saman eftirspurn eftir ræktunarhrossum. Hann sagði m.a. að mun færri hryssum hefði verið haldið síðasta sumar í Danmörku en undanfarin sumur og séu ræktendur þar líkt og hér farnir að grisja hjá sér og einblína á frekar gæði en magn. Markaðurinn að glæðast

Eftir mjög litla sölu í vetur og sumar þá eru allir á því að sala á hrossum sé talsvert að glæðast. Tala margir um að það góða við þennan þá annars erfiða tíma sé það að ræktendur hafi grisjað talsvert hjá sér og skorið frá þann hluta ræktunarinnar sem litlum eða engum arði hafi skilað. Þetta skili sér í því að gæði stofnsins aukast og líklegra að þau hross og ræktendur reki sig áfram með arði. Ótti manna við það að bestu hryssur og stóðhestar landsins verði seldir hefur ekki orðið, þó svo að nú líkt og áður hafi topp gripir verið seldir úr landi. Seljendur segja einnig ljóst að áhugi fólks í Austurríki og Sviss hafi stórlega aukist og leiða menn að því líkum að Heimsmeistaramót í þessum löndum hafi aukið áhugann á íslenska hestinum talsvert á þessu svæði. Einnig telja menn sig merkja það að Þjóðverjar sæki meira í ræktunarhross hér á landi en undan farin ár. Skeiðfélög

Fyrir nokkrum árum varð talsverð vakning í keppni í skeiði. Voru þá félög eins og Skeiðfélagið á Suðurlandi, Skeiðfélagið Kjarval og Skeiðfélagið Náttafari stofnuð. Í kjölfarið varð mikil vakning í keppni í skeiði og markaður fyrir skeiðhross tók kipp. Passaverður upp á að þessi aukni áhugi deyi ekki út, því að fyrir utan að hefja þessamjög svo skemmtilegu keppnisgrein upp á þann stall sem hún á skilið, þá skapaði þetta verðmæti úr hrossum sem á tímabili þóttu ekki sérlega verðmæt. Þessi árangur sýnir að með samstilltu átaki geti áhugamenn um ákveðna þætti sem einkenna íslenska hestinn lyft Grettisstaki og hví ekki hægt að glæðaaftur áhuga á styttri vegalengdum í keppni í stökki og brokki. Óhefðbundin keppni

Ekki er langt síðan að Stlaktaumatölt T2 þótti hálfgerð jaðargrein í keppni hér á landi. Nú á seinni árum hefur keppni í T2 styrkt sig í sessi og keppnin á stórum mótum eins og Íslandsmótum ekki síður spennandi í tölti T2 en í hinni hefðbundnu töltkeppni T1. Samkvæmt leiðara íþróttakeppnirnar þá eru ýmsar útfærslur til eins og tölt T7, T8 og fjórgangur V3 og V6. Hér fyrir neðan er tafla fyrir þá flokka sem til eru samkvæmt leiðara FIPO:

Opinn flokkur Minna vanir

Tölt Slaktauma Tölt T1 or T3 T2 or T4 T5 T6

Fjórgangur V1 or V2 V3

Fimmgangur F1 F2


Byrjendur Yngri flokkar

T7 T8

V5 V6

Þar sem talsverður áhugi er á keppni í þessum óhefðbundnu greinum utan Íslands þá getur það verið eitt af sóknarfærum okkar hér að bjóða oftar upp á keppni eins og gert var á Sölumótinu í Rangárhöllinni. Það getur gefið minna vönu keppnisfólki færi á að reyna sig í keppni auk þesssem að þarna geta verið keppnisgreinar fyrir hross sem ekki passainn í hefðbundnari greinar. Þróun í þessaátt getur ýtt undir að fleiri finni keppnisgrein fyrir sig og jafnframt skapist markaður fyrir keppnishross í þessar greinar. Velta má því upp hvort sniðugt væri að skipta út nokkrum hefðbundnum mótum fyrir mót þar sem megin áherslan væri á óhefðbundnari keppnisgreinar. Áhugi keppanda og ekki síst áhorfanda á keppnir sem víkja út frá vananum sýnir sig vel t.d. á Meistaramóti Andvara þar sem Gæðingakeppni fer fram á beinni braut. Meira og fjölbreyttara úrval keppnisgreina hlýtur að geta orðið til þessað fjölga þeim sem taka þátt og einnig áhorfendum sem sárlega skortir á flest hefðbundinna Íþróttamóta. Markaðssetning Gæðingakeppnirnar

Á Landsmótum er A-flokkur og B-flokkur hápunktar mótsins, en markaðssetning þessa keppnisforms hefur ekki tekist utan Íslands. Flestir seljendur keppnishrossasegja að erlendir kaupendur líti nánast eingöngu á árangur í Íþróttakeppni en ekki gæðingakeppni. Í samtali við Ragnar E. Ágústsson sem hefur starfað undanfarin misseri í Noregi og Svíþjóð segir hann vakningu vera í gæðingakeppni þar og við það skapist markaður fyrir hross sem betur passaí gæðingakeppni en aðrar keppnisgreinar. Þetta séu oft hross sem eru sterkust á greiðara tölti og brokki en krafist er í Íþróttakeppninni. Við það að mennta dómara úti í Evrópu þá verði auðveldara að halda smærri gæðingamót, en mótshaldarar veigri sér við því að halda lítil mót úti ef kaupa þurfi dómara alla leið frá Íslandi. Worldfengur sem markaðstól

Margar hugmyndir vakna þegar rætt er um markaðsmál og hvað hægt er að gera til að glæða sölu á hrossum. Ein besta hugmynd sem greinarhöfundur heyrði er að nota gagnagrunninn Worldfeng sem stað þar sem hægt væri að merkja við þau hross sem til sölu væru. Þetta væri hægt með því að eigendur gætu merkt við í Heimaréttinni hvaða hross væru til sölu. Þá getur sá sem er að leita sér að hrossi t.d. undan ákveðnum stóðhesti og/eða með háa einkunn eða BLUP,leitað í gagnagrunninum að hrossum sem uppfylla hans kröfur. Eigandinn mundi skrá inn hvar hægt væri að fá nánari upplýsingar um gripinn með því að gefa upp netfang og/eða símanúmer í worldfeng. Stóðréttir og viðburðir þeim tengdir

Það hefur skapast hefð fyrir stóðréttum norðanlands og hafa ræktendur þróað það markaðsstarf sem skapast hefur i kringum þær á undanförnum árum. Sölusýningar og opið hús á ræktunarbúum hafa tvinnast saman við og stórdansleikir orðið fastir liðir í tengslum við réttirnar. Aðeins hefur þessi hefð verið að smitast á suðurlandið, en vísir af stóðréttum varð til í Biskuptungum og einnig hefur réttardagur hjá Ársæli Jónssyni og fjölskyldu skapað sér sessí Eystra-


Fróðholti. Mögulega geta fleiri en norðlendingar skapað skemmtilega stemningu í kringum stóðréttir. Sýnileiki og upplýsingaflæði

Eftir erfiða tíma eins og hestamennskan hefur gengið í gegnum á undanförnum misserum er nauðsynlegt að ræktendur standi saman og styrki stöðu sína. Mikilvægt er að læra af því reiðislagi sem hestapestin var fyrir hestamennskuna hér á landi. Jafnframt er mikilvægt að koma því á framfæri að hún sé yfirstaðin og koma því til skila í sameiginlegu markaðsátaki. Í því markaðsátaki verður einnig að markaðssetja Landsmótið 2013 og stefna að því að það verði fjölmennasta Landsmót frá upphafi eftir mót í Skagafirði þar sem rétt um 7000 manns mætti til leiks. Nauðsynlegt er að setja Landsmót upp og staðsetja með hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti og þar verða eiginhagsmunir og hreppapólitík að víkja. Eins verða ræktendur um allt land að standa saman til þessað auka hlut okkar í sölu á hrossum á þessum heimsmarkaði sem heimur íslenska hestsins er orðinn.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.