Reykjavík Makeup Journal 1. tbl

Page 1

Reykjavík Makeup Journal

XXX

Sögurnar á bakvið ilmina l Förðunartrend vetrarins l Mood Makeup School l Andlit snyrtivörumerkja l Orðabók makeup artistans l Augnkrem l Hvað eru stafrófskrem? 00


g n i s ý l g u A

w w w. d i o r. c o m


Efnisyfirlit

08

Sögurnar á bakvið ilmina

16

Næringarík krem

18

Andlit merkjanna

29

Augnkrem

32

Snyrtibuddan

36

Fallegir Farðar

38

Myndaþáttur: förðunartrend vetrarins

44

Náðu lúkkinu

54

Leyndarmál Makeup Artistans

58

Burstarnir mínir

60

Stafrófskrem

64

Saga maskarans

68

MOOD Make Up School

72

Bjútíklúbburinn

80

Hildur Ársæls

84

Haustneglur

86

Orðabók Makeup Artistans

88

Nýjungar

3


Leiðari

Frá ritstjóra Vöruumfjallanirnar í blaðinu, sem eru allar byggðar á minni reynslu af vörunum, eru skrifaðar af mér, að undanskildum einum föstum lið í blaðinu sem nefnist Bjútíklúbburinn. Bjútíklúbburinn er hugmynd sem er upphaflega fengin frá tengdamóður minni, sem er meðlimur í slíkum klúbbi. Í Bjútíklúbbnum finnið þið frásagnir kvenna á upplifun þeirra á nokkrum snyrtivörum, hvað þeim fannst um vöruna og hvort þær séu sammála því að varan geri það sem seljandi lofar að hún geri.

Í langan tíma núna hefur mér fundist vanta almennilegar umfjallanir um snyrtivörur. Umfjallanir sem eru sniðnar að því hvað hentar hverri konu. Mér þykja flestar umfjallanir snúast of mikið um það að dásama allt og selja öllum allt í stað þess að fjalla almennilega um snyrtivörur þannig að konur geti sjálfar farið í snyrtivöruverslanir og valið þá vöru sem hentar þeim best. Árið 2011 opnaði ég vefsíðuna Reykjavík Fashion Journal og árið 2012 gekk ég til liðs við síðuna Trendnet.is. Að því tilefni ákvað ég að leggja áherslu á að skrifa um mitt helsta áhugamál sem eru snyrtivörur og allt sem þeim tengist. Mér finnst þó eitthvað ennþá vanta því að mínu mati býður bloggið ekki upp á nógu góða möguleika til að koma efni nægilega skemmtilega frá sér. Því varð úr að ég stofnaði Reykjavík Makeup Journal, veftímarit sem fjallar um snyrtivörur, og allt sem þeim tengist, fólkið á bak við snyrtivörurnar, sögurnar, innblásturinn og tískustraumana.

4

Sjálf er ég lærður Makeup Artisti og hef starfað sem slíkur síðan ég útskrifaðist vorið 2008. Ég hef tekið þátt í alls konar verkefnum en hef sérhæft mig í förðun fyrir myndatökur. Ég hef mikinn áhuga á snyrtivörum og þar af leiðandi fylgist ég vel með því sem er að gerast í þeim heimi. Markmið mitt er að bjóða ykkur upp á gott og fróðlegt efni á íslensku. Í blaðinu finnið þið viðtöl við konur sem þrífast í heimi snyrtivaranna. Þetta eru konur sem ég lít upp til en þær hafa með mikilli vinnu og metnaði komist langt í sínu starfi. Þær, og fleiri konur, veita mér innblástur, kjark og trú á sjálfa mig. Kjarkurinn og trúin gera það að verkum að tímaritið mitt er nú að verða að veruleika. Reykjavík Makeup Journal mun koma út fjórum sinnum á ári. Ég stefni á að gefa út næsta tölublað í desember með áherslu á jóla- og áramótafarðanir, gjafahugmyndir og fleira skemmtilegt. Ég vona að ykkur lítist vel á blaðið og hugmyndina á bak við það sem er stöðugt í þróun. Góða skemmtun.

Erna Hrund Hermannsdóttir ernahrund(hjá)reykjavikmakeupjournal.is


Léttur ilmur Uppáhalds ilmurinn frá því í sumar, þó veturinn sé kominn ná mun ég ekki hætta að nota þennan á. Einn af mínum uppáhalds Léttur hyljari ilmum sem mér finnst Kremhyljarar eru í miklu uppassa við hvaða tilefni páhaldi núna. Þeir blandast svo sem er. auðveldlega saman við farða svo Hugo Boss Orange áferð húðarinnar verður jöfn og náttúruleg. Natural Finish Cream Concealer, Shiseido

Í snyrtibuddunni

Ljómi Einn besti highlighter sem ég hef prófað. Nota þennan á hverjum degi nánast. Ég set hann yfir kinnbeinin og í kingum varirnar. Halo Highlighting Wand í Pearl, Smashbox

Í snyrtibuddu ritstjórans

Þegar sólin lækkar þá ósjálfrátt breytum við því hvernig við málum okkur. Við förum úr því að vera með nánast ekkert á andlitinu yfir í það að vera meira málaðar á daginn. Hér sjáið þið það sem er í snyrtibuddu Ernu Hrundar ritstjóra. Reykjavík Makeup Journal. Roði í kinnarnar Ég nota kinnalit á hverjum einasta degi. Í augnablikinu er þessi kremaði litur frá Chanel í uppáhaldi. Áferðin verður svo náttúruleg og kremaða liti er auðvelt að blanda saman við farða svo liturinn verði náttúrulegri. le blush crème - Chanel Mött húð Á veturna vil ég hafa húðina matta en ég vil samt leyfa henni að ljóma. Þetta púður gerir allt það fyrir mína húð. Wonder Powder - Make Up store Fallegur farði Uppáhalds farðinn minn í augnablikinu. Gefur fallegan ljóma og létta þekju. Þegar ég nota þennan farða er ég alltaf spurð um hvaða farða ég sé með á húðinni - það bregst ekki. Lumi Magique Foundation, L’Oreal

Náttúrulegar augabrúnir Litað augabrúnagel sem ég nota til að fylla inní litinn á mínum augabrúnum. Gelið gefur mjúkan lit sem mér finnst æðislegt þar sem ég vil alls ekki hvassar augabrúnir. Brow Drama - Maybelline

Þykk augnhár Þessi maskari er klárlega minn uppáhalds frá Dior. Hann mótar augnhárin, lyftir þeim uppfrá augunum og þykkir þau og þéttir. Frábær maskari sem ég mæli hiklaust með. Diorshow Iconic Overcurl

Metallic augu Þéttir augnskuggar með ótrúlega flottum og sterkum pigmentum. Gefa augunum þétta metal áferð sem er einmitt eitt af makeup trendum vetrarins. Það er æðislegt að setja þennan yfir dökkt smoky til að fullkomna augnförðunina. Pressed Pigments, MAC 5


Fólkið á bakvið blaðið

Fólkið sem kom að blaðinu Uppáhalds snyrtivörurnar

Íris Björk - Ljósmyndari

Andrea Röfn - fyrirsæta og bloggari

Gott rakakrem til dæmis Hýdrófíl rakakrem frá Gamla Apótekinu, BB krem, rauður varalitur, svartur eyeliner og maskari.

Bláa Nivea kremið kemur þurri húð ávallt til bjargar. Indianwood paint pot frá MAC sem gerir augun mín skærblá og Diorshow Iconic Overcurl maskarinn.

Hanna Soffía - stílisti

Theodóra Mjöll - Hársérfræðingur og bloggari

Kanebo sensai púður í soft ivory.Master precise eyeliner frá Maybelline og Pink Buttercream andlitspúður úr baking beauties línunni frá MAC.

Sensai fluid finish frá Kanebo, skyggingarliturinn Harmony frá MAC og Liner Plume eyeliner penninn frá Lancome.

6


XXX

00


Innblástur ilmanna

Sögurnar á bakvið ilmina Að baki hvers ilms liggur mikil vinna, ekki bara við gerð ilmsins sjálfs heldur einnig umbúðanna, markaðsetningarinnar og oft er falleg tenging við sögu merkjanna. Hér fyrir neðan getið þið lesið innblástur og sögur um uppruna nokkurra vinsælla ilmvatna. Það er áhugavert að sjá að oftar en ekki tengjast ilmirnir sögum úr fortíð merkjanna sjálfra. Ilmirnir eru allir fáanlegir hér á landi og með þessum frásögnum er ætlunin að þið getið tengst uppáhalds ilmvatninu ykkar enn traustari böndum.

8


Innblástur ilmanna

Flora by Gucci Þegar Frida Giannini tók við stjórnartaumunum hjá Gucci fyrir nokkrum árum sótti hún innblástur til fortíðarinnar. Innblásturinn var fenginn frá silkiklúti sem var sérstaklega hannaður fyrir leikkonuna Grace Kelly en var á þeim tíma orðin prinsessan af Mónakó. Grace var stödd í verslun Gucci í Mílanó þar sem hún keypti sér bambustösku. Rodolfo Gucci vildi endilega gefa henni gjöf að eigin vali úr versluninni og prinsessan bað þá um klút. Rodolfo fannst hann ekki eiga klút sem hæfði prinsessu svo hann fékk listamanninn Vittorio Accorneri til að útbúa fallegasta mynstur sem hann gæti ímyndað sér og Flora mynstrið varð til. Prinsessan sást ósjaldan með klútinn og Frida ákvað að endurvekja munstrið þegar hún tók við tískuhúsinu. Munstrinu var breytt lítillega með því að breyta stærðarhlutföllum og litum. Flora munstrið var áberandi á töskum, kjólum og skartgripum uppúr síðustu aldamótum. Árið 2009 kom svo út ilmvatnslínan Flora. Eins og nafnið gefur til kynna var innblásturinn sóttur í munstrið sem þekur umbúðir ilmanna sem eiga það allir sameiginlegt að vera blómailmir.Í sumar bættist við nýr ilmur í Flora línuna, Mandarin.

Þið finnið fleiri sögur á nætu opnum 9


Innblástur ilmanna

J’Adore Dior J’Adore Dior ilminn má tengja beint við stofnanda tískuhússins Dior, Christian Dior. Árið 1947 hannaði hann línu fyrir tískuhúsið sitt sem sigraði heiminn og áhrifum frá henni gætir enn þann dag í dag á vörum hjá merkinu. Línan fékk nafnið The New Look en með henni vildi hann hilla líkama konunnar – áherslan var lögð á að kvenlegar mjaðmir og barmur fengju að njóta sín. Töluna 8 mátti sjá útúr líkömum kvenna sem klæddust flíkum úr línunni og það sama má segja um J’Adore flöskuna. Fyrir ekki svo löngu síðan var gerð ný auglýsingaherferð fyrir ilmvatnið. Með herferðinni fylgdi sjónvarpsauglýsing sem var tekin upp í Versölum en í henni sjást margar af þekktustu stjörnum heims þar á meðal Marilyn Monroe, Grace Kelly og Marlene Dietrich. Núverandi andlit ilmsins, Charlize Theron, fer með aðalhlutverk í auglýsingunni. Tilgangur herferðarinnar var að kynna nýja útgáfu af upprunalega ilminum og tengja hann við fortíðina með því að bæta fyrrum andlitum hans inn í auglýsinguna.

Hugo Boss Orange Orange ilmirnir koma í ótrúlega fallegum og löngum glösum. Innblásturinn fyrir glösin sem innihalda kvenilmina eru sjö orkukristallar. Kvenilmirnir eru mjög léttir og þægilegir en með því að spreya því á þig á morgnana hleður þú orkustöðvarnar fyrir daginn. Ilmurinn og glasið eiga því mjög vel saman. Fyrir karlilmina er glasið innblásið af magavöðum karlmanna.

10


Innblástur ilmanna

Chanel no 5 Chanel no 5 er fyrsta ilmvatnið sem Coco Chanel sendi frá sér. Leiðbeiningarnar sem hún gaf ilmvatnsgerðarmanni sínum voru einfaldar hún vildi kvenlegt ilmvatn með kvenlegum ilmi. Árið 1920 kynnti ilmvatnsgerðarmaðurinn Ernest Beaux nokkra mismunandi ilmi fyrir Coco. Til að greina á milli ilmanna merkti hann glösin með tölunum 1-5 og 20-24. Coco valdi ilminn í glasinu sem var merkt með tölunni 5 og sagði við hann að þau ættu að halda nafninu sem hann hafði gefið ilminum. Hún ætlaði alltaf að kynna kjólalínuna sína þann 5. maí - fimmti mánuður ársins. Talan 5 hefði reynst tískuhúsinu vel svo Coco vildi leyfa ilminum að halda nafninu sínu því það hefði nú þegar fært þeim svo mikla velgengni. Sumir segja að Coco hafi einnig átt sterka andlega tengingu við töluna 5 sem var rakin til barnæsku hennar. Á stuttum tíma náði ilmvatnið heimsfrægð en leikkonan Marilyn Monroe á líklega stóran þátt í því en hún lét hafa eftir sér í viðtali að hún svæfi nakin fyrir utan nokkra dropa af Chanel no 5. Ilmurinn var sá fyrsti til að vera auglýstur á Superbowl leiknum og hann var líka fyrsti kvenilmurinn sem tryggði sér karlkyns talsmann, Brad Pitt. Í gegnum tíðina hafa leikkonurnar Catherine Denauve, Nicole Kidman og Audrey Tatou verið andlit ilmsins. Coco sagði að konur ættu að bera ilmvatn á sig á þá staði sem hún vildi láta kyssa sig. 11


Innblástur ilmanna

Guerlain Ilmvatnsgerðamaðurinn Pierre-FrancoisPascal Guerlain útbjó ilm sem var ætlað að lina mígreni keisaraynjunnar Eugenie. Eugenie var eiginkona Napoleon III keisara Frakklands og mígrenisköst hennar hafa án efa haft áhrif á eiginmanninn. Ilmvatnið virkaði fyrir hertogaynjuna og næstu árin útbjó Pierre ilminn sérstaklega fyrir hana áður en hafin var fjöldaframleiðsla á honum. Ilmurinn fékk nafnið Eau de Cologne Impériale og ilmvatnsflaskan var umlukin 69 býflugum sem voru einmitt merki franska lýðveldisins á þeim tíma. Til að þakka Pierre fyrir kynnti Napoleon hann í öllum öðrum hirðum Evrópu. Þannig tryggði hann sér mikla velgengni á þessum markaði og fimm kynslóðum ilmvatnsgerðarmanna seinna er hún enn til staðar.

Giorgio Armani Þegar Giorgio Armani kom fyrst með jakkafötin sín á markaðinn voru þau í mun lausari sniði heldur en áður hafði þekkst. Karlmenn gengu um allir í nákvæmlega eins fötum og voru uppstrílaðir en með nýju sniði Armani fengu þeir tækifæri á að slaka á. Giorgio Armani Eau Pour Homme ilmurinn kom fyrst á markaðinn árið 1984. Hönnun flöskunnar átti að minna á snið jakkafatanna en með því tengdist ilmurinn sögu merkisins eins og svo margir aðrir. Fyrr á þessu ári var ilmurinn kynntur upp á nýtt í endurbættum umbúðum auk þess sem Eau de Nuit ilmvatnið var kynnt til leiks. Hönnun nýju flöskunnar er þó áfram byggð á sögu Armani jakkafatanna. 12


XXX

00


Innblástur ilmanna

YSL - Opium Fá ilmvötn hafa hneysklað jafn mikið og Opium frá Yves Saint Laurent. Honum var ætlað að hrista upp í venjum og kynna til sögunnar konu með sjálfstraust. Yves Saint Laurent sótti innblástur til landanna í austri í hátískulínunni sinni árið 1977 sama ár kom ilmurinn Opium í sölu. Það var ekki bara ilmurinn sjálfur sem olli miklum usla heldur nafnið sjálft. Ilminum er best líst sem austurlenskum, krydduðum ilmi sem ber með sér hlýja og nautnafulla ánægju. Ilmurinn, sem kynntur var sem svipmynd annars heims, er blanda af heitu og köldu og tæpum 40 árum eftir komu hans á markaðinn er hann enn fáanlegur.

Ralph Lauren - Big pony collection Ralph Lauren hefur fundið skemmtilega framsetningu á Big Pony ilmunum sínum. Merkið býður uppá fjóra kvenilmi og fjóra ilmi fyrir karla. Hjá Ralph Lauren er lögð áhersla á töluna 4. Saman mynda ilmirnir hóp kvenna eða karla. Meðlimir hópanna búa yfir mismunandi persónuleika en saman mynda þeir skemmtilegan og ólíkan hóp. Innblásturinn fyrir þessa ilmi er fenginn frá þekktum vinahópum í sjónvarpsþáttum og bíómyndum eins og Pretty Little Liars, Gossip Girl, 90210 og að sjálfsögðu Sex & the City. Ilmirnir eru nú fáanlegir í gjafakössum og með kvenilmunum fylgja Essie naglalökk en þau lökk hafa ekki áður fengist hér á Íslandi.

14


Innblástur ilmanna

Dolce & Gabbana Seiðandi ilmir og kynþokkafullar auglýsingar eru í lykilhlutverki hjá ítalska merkinu Dolce & Gabbana. Tenging merkisins við Miðjarðarhafið er mjög sterk og áberandi í öllum vörum sem merkið sendir frá sér. Ilmirnir sjálfir eru seyðandi og því eiga kynþokkafullu auglýsingarnar vel við ilmina. Domenico Dolce og Stefano Gabbana eru þekktir fyrir að ögra og það gera þeir svo sannarlega með ilmvatnsauglýsingunum. Franksa leikkonan og fyrirsætan Laetitia Casta er andlit Femme ilmanna en nýjasta ilmurinn frá merkinu er Femme Intense.

Clean Ilmirnir frá Clean eru mjög sérstakir að því leitinu að innblásturinn á bak við þá er fenginn úr hversdagslífi okkar. Ilmunum er ætlað að vekja góðar tilfinningar sem við tengjum við einföldu hlutina í lífinu. Fyrsti ilmurinn frá merkinu var kynntur árið 2003. Markmiðið var að ilmurinn væri ferskur og hreinn en hann var innblásinn af sápustykki. Síðan þá hafa bæst við margir fleiri ilmir eins og Cotton T-shirt, Fresh Laundry, Rain og Warm Cotton. Clean ilmirnir eru engin venjuleg ilmvötn, þau eru einstök. 15


Rakakrem

Næringarík krem Þegar hitabreytingar hefjast umhverfis okkur þarf húðin okkar tíma til að venjast nýjum aðstæðum. Oftar en ekki bregst hún við með því að þorna og hjá þeim sem eru með þurra húð fyrir birtast oft þurrkublettir í andlitinu. Það er því gott að eiga næringarrík rakakrem til að bera á hreina húð bæði kvölds og morgna. Ef þið eruð sérstaklega slæmar getur verið gott að eiga sérstakt næturkrem. Næturkrem eru ríkari af raka en hefðbundin dagkrem. Þau innihalda engar varnir þar sem þau eru hugsuð til þess að nota einungis á nóttunni þegar húðin er í hvíld, því er meira pláss fyrir önnur efni.

Clinique - Comfort on call Þæginlegt rakakrem sem hentar sérstaklega vel þurri og mjög þurri húð sem hættir til að fá þurrkubletti á húðina. Það er gert með það í huga að koma í veg fyrir erting í húðinni. Kremið kemur jafnvægi á rakamyndun húðarinnar en það er mjög þétt í sér og má nota bæði kvölds og morgna á hreina húð. Kremið er ilmefnalaust og hentar því vel fyrir viðkvæma húð. Með því að nota kremið fær húðin þægindatilfinningu sem endist allan daginn.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir 16

L’Oreal - Triple Active Fresh Létt gelkennt rakakrem sem hentar vel fyrir normal/blandaða húð. Kremið gefur húðinni samstundis góðan raka sem endist allan daginn. Kremið inniheldur mikinn raka sem gerir það að verkum að yfirborð húðarinnar geislar. Þess vegna er það sérstaklega fallegt undir farða.


Rakakrem

Shiseido Ibuki - Refining Moisturizer Enriched Rakakrem úr glænýrri húðlínuvöru frá Shiseido, Ibuki. Línan inniheldur vörur sem byggja upp góðar varnir í húðinni gegn utanaðkomandi áhrifum eins og útfjólubláum geislum sólar. Kremið leitast við að jafna yfirborð húðarinnar og gera það mjúkt, áferðafalleg og næra húðina allan daginn.

Dior - Hydralife Pro Youth Velvet Creme

L’Oreal Triple Active day Dagkrem fyrir normal/ blandaða húð. Næringaríkt krem sem gefur húðinni góðan raka og lætur henni líða vel. Eftir notkun fær húðin góðan raka og er varin gegn öldrunareikennunum. Kremið leitast við að varðveita eiginleika ungrar húðar og hjálpa henni að endurheimta ljóma sinn.

Hydralife línan frá Dior einkennist af vörum sem eiga það sameiginlegt að gefa húðinni góðan raka og koma jafnvægi á rakasöfnun hennar. Kremið er þétt og hentar vel þurri og mjög þurri húð sem hættir til að fá þurrkubletti. Kremið ver húðina fyrir kulda og lætur þá sem notar þá fá vellíðunartilfinningu í húðinni.

17


Andlit merkjanna

Andlit merkjanna Langflest snyrtivörumerk velja sér fulltrúa sem er andlit merkisins út á við. Oftast eru þetta einstaklingar sem passa vel við sögu, stefnu og markhóp merkjanna sjálfra. En hver er hugsunin á bak við valið á þessum einstaklingum og hvernig eru herferðirnar? Hér hafa nokkur andlit snyrtivörumerkja verið tekin saman. Myndirnar sem fylgja með umfjöllununum eru allar úr herferðum frá snyrtivörmerkjunum.

18

19

20

21

23

23

24

25

26

27


Andlit merkjanna

Julia Roberts - Lancome Frá árinu 2009 hefur óskarsverðlaunaleikkonan Julia Roberts verið andlit snyrtivörumerkisins Lancome. Merkið hefur safnað saman nokkrum af fallegustu konum heims til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir sig en auk Juliu má nefna Emmu Watson og Kate Winslet. Stærsta herferðin sem Julia hefur setið í fyrir hjá Lancome er fyrir ilmvatnið La vie est belle sem kom út fyrir ári síðan. Ilmurinn endurspeglaði kvenleika, gleði og frelsi. Fallegt bros Juliu fangar athygli manns á

auglýsingum frá Lancome.

19


Andlit merkjanna

Freida Pinto – L’Oreal

20

Margar af fallegustu konum heims eru andlit snyrtivörumerkisins L´Oreal. Konurnar eru á öllum aldri og af mörgum kynþáttum. Freida Pinto er eitt af andlitum merkisins en hún gekk til liðs við það stuttu eftir að myndin Slumdog Millionaire sló í gegn. Freida situr ýmist fyrir í herferðum fyrir hárvörur eða snyrtivörur. Augnumgjörð hennar er dökk og seyðandi og því hefur hún verið áberandi í herferðum fyrir augnförðunarvörur eins og maskara, eyeliner og augnskugga.


Andlit merkjanna

Katie Holmes – Bobbi Brown Leikkonan er fyrsta fræga konan, fyrir utan Bobbi sjálfa, sem situr fyrir í auglýsingu fyrir merkið. Katie var valin vegna þess að Bobbi fannst hún vera venjuleg kona sem hafði ekki látið frægðina breyta sér. Katie og Bobbi eru alls ekki ólíkar konur, þær eru báðar mæður, sjálfstæðar og frumkvöðlar. Bobbi er með sitt eigið snyrtivörumerki og Katie hefur verið að vekja athygli fyrir fatalínuna sína sem nefnist Holmes & Yang. Í augum Bobbi er Katie Holmes eins og konan sem notar Bobbi Brown vörunar. 21


Andlit merkjanna

Blake Lively Gucci Premiere Ilmvatnið var innblásið af Haute Couture línunni Gucci Premiere sem var frumsýnd árið 2010. Ilmurinn var hannaður með það í huga að hylla gamla Hollywood. Auglýsingaherferðin sem Blake Lively sat fyrir í var frumsýnd í byrjun árs 2012. Í henni sést Blake meðal annars horfa yfir Los Angeles í fallegum gylltum kjól. Útlitið á Blake endurspeglar á fallegan hátt lúkkið sem var ríkjandi á árum áður í Hollywood. Lúkkið er virkilega fallegt og tímalaust. Blake gæti verið kona frá 5. áratugnum, 8. áratugnum eða jafnvel úr framtíðinni. Gucci Premiere línan var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og það var því vel við hæfi að auglýsingin var frumsýnd í fullri lengd á sömu hátíð tveimur árum síðar. Gucci Premiere ilmurinn er léttur blómailmur með krydduðum, viðar grunntónum. 22


Andlit merkjanna

Freja Beha Ericsen - Maybelline Freja var kynnt sem nýtt andlit Maybelline fyrr á þessu ári. Danska fyrirsætan hefur verið áberandi í tískuheiminum síðustu árin og það hlaut að koma að því að hún myndi birtast okkur í snyrtivöruauglýsingum. Það gerðist sem sagt nú í ár þegar hún var kynnt sem andlit Rocket maskarans frá Maybelline í Evrópu. Frjálslegi töffarastíll fyrirsætunnar smellpassar merkinu, sem hefur frá upphafi lagt áherslu á að ná til ungra kvenna. 23


Andlit merkjanna

Natalie Portman - Dior Natalie Portman hefur frá árinu 2010 verið þekkt sem Miss Dior. Eftir að hafa setið fyrir í herferðum fyrir ilmvatnið Miss Dior hefur nafnið verið tengt við hana persónulega. Núna situr Natalie fyrir í langflestum herferðum merkisins og sú nýjasta er fyrir Rouge Dior varalitina en þeir fengu nýlega smá upplyftingu. Vonandi verður Natalie andlit merkisins sem lengst en það yrði mikill missir fyrir merkið að missa þessa fallegu konu. 24


Andlit merkjanna

James Franco - Gucci by Gucci Leikarinn James Franco hefur verið andlit herrailmanna frá Gucci frá árinu 2008. Það má segja að hann sé hinn eiginlegi Gucci maður þar sem hann hefur unnið mikið fyrir merkið í gegnum tíðina. Auk þess að sitja fyrir í herferðum fyrir herrailmina þá framleiddi James heimildarmynd um yfirhönnuð merkisins, Fridu Giannini, sem var frumsýnd á þessu ári. Þá sat hann fyrir í herferð sem bar nafnið Made to Measure en henni var ætlað að kynna nýja persónulega þjónustu hjá Gucci fyrir sérsaumuð jakkaföt. Nýjasti herrailmurinn frá Gucci heitir einmitt, Made to Measure. Hugsunin á bakvið ilminn er sama hugsunin og er á bak við þjónustuna en ilmurinn á að vera einmitt fyrir þá karlmenn sem krefjast þess besta. Ilmurinn á líka að aðlaga sig að karakter þess manns sem notar hann. James Franco hefur látið hafa eftir sér að hann sé ekkert á leiðinni að fara að hætta sem andlit Gucci - hann hafi einfaldlega alltof gaman að því. 25


Andlit merkjanna

Diane Kruger – Chanel Nýlega var tilkynnt að þýska leikkonan Diane Kruger væri nýtt andlit fyrir húðvörurnar frá Chanel og að hún myndi birtast í nýrri herferð frá merkinu núna í haust. Herferðin byggir á skilgreiningu fyrir fegurð. Diane býr svo sannarlega yfir náttúrulegri fegurð og smellpassar hún því fyrir Chanel. Hún hefur lengi setið á fremsta bekk á sýningum hjá tískuhúsinu og nú er hún orðinn hluti af því. Diane er nú ekki óvön því að vera andlit fyrir snyrtivörumerki en síðast var hún andlit merkisins L’Oreal. Það er mörgum konum mikið kappsmál að verða andlit Chanel. Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði Karl Lagerfield konur á borð við Rihönnu og Gisele Bundchen í áheyrnaprufur fyrir herferðir. Gisele hreppti starfið og sat fyrir í herferð fyrir Les Beiges púðrið sem kom á markaðinn í sumar. 26


Andlit merkjanna

Cara Delevingne – YSL Ein af vinsælustu fyrirsætum heimsins þessa stundina er án efa Cara Delevingne. YSL er því virkilega heppið að fá hana til að sitja fyrir í herferðum fyrir haustlúkkið þeirra. Auglýsingarnar vekja ekki aðeins athygli fyrir fallegar snyrtivörur heldur einnig fyrir Cöru. Síðustu ár hefur merkið verið að vinna í því að taka snyrtivörurnar sínar í gegn, frískað upp á umbúðir og boðið upp á nýjungar sem hafa notið mikilla vinsælda. Yngri konur sækjast meira í vörurnar. Sá hópur mun án efa stækka núna eftir að Cara gekk til liðs við merkið. 27


XXX

00


Augnkrem

Augnkrem Augnkrem er snyrtivara sem vefst oft fyrir mörgum konum. En hvað er eiginlega augnkrem og hvenær ætti að byrja að nota þau? Reykjavík Makeup Journal ráðfærði sig við snyrtifræðinginn Hörpu Karlsdóttur sem starfar á snyrtistofunni Heilsa og Fegurð í Turninum Kópavogi. En Harpa situr auk þess í stjórn félags snyrtifræðinga. „Augngel draga úr þrota en þau er mjōg létt, fitulaus, stinnandi, kælandi og frískandi. Augnkrem eru einnig létt. Þau fyrirbyggja línur, viðhalda raka, næra og mýkja húðina og að lokum þá viðhalda þau teygjanleika húðarinnar. Tilgangurinn er hinsvegar sá sami þ.e. að næra og styrkja húðþekjuna, gefa góðan raka og mýkja húðina umhverfis augun sem stuðlar að því að draga úr fíngerðum línum umhverfis augun. Konur ættu að huga að því að byrja nota augnkrem upp úr 25 ára. Sumar þurfa að byrja fyrr. Húðin kringum augun er mjōg þunn og viðkvæm en augnsvæðið er yfirleitt það fyrsta til að sýna merki ōöldrunar. Fyrstu einkennin eru þreytumerki, þurrkur og þroti kringum augnsvæðið. Það er missjafnt hvaða vörumerki henta hverri og einni.“ Hér á Íslandi er mikið og gott úrval af ýmiss konar augnkremum. Á næstu síðu höfum við tekið saman nokkur krem og sett þau í flokka eftir því hvaða vandamálum í kringum augun þau eru ætluð að laga. Mörg kremanna eru mjög svipuð og markmið þeirra allra er að næra og hugsa vel um húðina í kringum augun okkar. Það sem aðskilur þau þó helst eru verðflokkarnir sem þau tilheyra. Húðin í kringum augun er sú viðkvæmasta hjá okkur öllum og hún getur sagt þeim sem eru í kringum okkur hvernig okkur líður t.d. hvort við séum þreytt, slöpp og hvort við brosum mikið. Það er okkar von að þetta hjálpi ykkur að velja á milli þeirra krema sem í boði eru.

29


Augnkren

Augnserum Það eru til serum sem eru sérstaklega gerð fyrir augnsvæðið. Þau notið þið eins og serum fyrir andlitið, undir önnur krem eða á alveg hreina húð. Serumin fara lengra inní húðina en venjuleg krem og gera því mun meira fyrir augnsvæðið en hefðbundin augnkrem.

1. All About Eyes Serum - Clinique 2. Advanced Night Repair Eye - Estée Lauder 3. Forever Youth Liberator Eye Serum - YSL

2.

1.

3.

Meiri raki Mörg augnkrem innihalda mikinn raka. En það sem gerist þegar húðin okkar verður eldri er að hún þornar oft lítillega. Með því að örva rakaframleiðslu húðarinnar geta fínar línur einnig minnkað töluvert þar sem rakinn fyllir uppí þær.

1. Revitalift Laser - L’Oreal 2. Repairwear Laser Focus Wrinkle Correcting Eye Cream - Clinique 3. Visible Difference Moisturizing Eye Cream - Elizabeth Arden 4. Absolue Yeux Precious Cells - Lancome 5. Hydra Collagenist - Helena Rubinstein

1. 30

2.

3.

4.

5.


Augnkrem

Fínar línur Þegar fyrstu línurnar fara að myndast í kringum augun sem eru oftast broshrukkur. Getur verið gott að nota augnkrem sem er með léttri virkni. Kremin auka teygjanleika húðarinnar en með tíma slaknar á henni. Húðin í kringum augun verða unglegri, ljómandi og frísklegri eftir notkun.

1. Bio Performance Super Corrective Eye Care - Shiseido 2. Forever Youth Liberator Eye Cream - YSL 3. Blue Therapy Eye - Biotherm 4. Youth Code Augnkrem - L’Oreal

1.

2.

4.

3.

Burt með bauga Mörg augnkrem vinna í því að gefa augunum ljóma. Þau draga úr dökkum litum í kringum augun. Með því að auka ljómann í kringum húðina fær hún yfir sig frískt og hraustlegt yfirbragð. Oft eru kremin líka ætluð til þess að kæla húðina í kringum augun og þannig draga þau úr þrota í kringum þau.

1. Top Secrets Flash Toutch - YSL 2. Genifique Eye Light-Pearl - Lancome 3. Ibuki Eye Correcting Cream - Shiseido 4. Skin.Ergetic Eyes - Biotherm

1.

2.

3.

4. 31


Snyrtibuddan

Snyrtibuddan Hugrún Halldórsdóttir ætti ekki að vera neinum ókunn en við sjáum hana nánast daglega á sjónvarpsskjánnum þar sem hún er einn af umsjónarmönnum Íslands í dag. Hugrún er alltaf vel til höfð og því fannst okkur upplagt að fá að forvitnast um hvað væri í snyrtibuddunni hennar.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

32


XXX

00


Snyrtibuddan

Geturðu lýst þinni daglegu förðunarrútínu? Ég byrja á að bera á mig andlitskrem frá Sóley og síðan meik, annað hvort frá Mac, Bobbi Brown eða No Name, á T-svæðið. Ég kemst upp með að nota lítið sem ekkert á sumrin en þarf meira þegar kólnar í veðri og púðra þá líka létt yfir. Ég nota sólarpúður frá H&M á þessa helstu staði allan ársins hring, en það er bæði ótrúlega flott og hræódýrt. Ég legg oftast áherslu á augun þegar ég mála mig og á venjulegum degi nota ég svartan Dior blýant nr. 94 við efri augnhárin og Dior-show maskara. Þá skerpi ég á augabrúnunum með þartilgerðum lit frá Body Shop og skelli á mig glossi, Shiny kiss frá Victoria Secret . Voilá! Prófarðu reglulega nýjar snyrtivörur? Já, ég myndi segja það. Var vanaföst lengi en það breyttist þegar ég byrjaði að vinna á Stöð 2 og fékk að kynnast og nota nýjar vörur hjá sminkunum. Hver er uppáhalds maskarinn þinn og afhverju? Án efa Dior-show sem ég hef notað í fjöldamörg ár. Augnhárin verða án gríns eins og í auglýsingunum, hann bæði þykkir og lengir og greiðan nær vel til allra augnháranna. Maskarinn er í dýrari kantinum, ég hef reynt að spara við mig og keypt önnur merki en aldrei fundið neinn sem jafnast á við þennan.

34

Þrífurðu húðina þína kvölds og morgna? Auðvitað! Og þegar ég geri það ekki lætur húðin mig heyra það. Áttu eitthvað gott förðunartips sem þig langar að deila með okkur? Samstarfskona mín og gleðigjafinn Ellý Ármanns benti mér á ótrúlega gott brúnkusprey fyrir nokkru; Sublime Bronze frá L’Oreal, sem ég hef tekið ástfóstri við. Þegar ég á mér mygludag spreyja ég því á fyrir förðun og geri þar með kraftaverk! Hvernig popparðu uppá förðunina þína þegar þú ert að fara fínt út? Þá legg ég áherslu á augnfarðann; set oftast eye-liner með kattarívafi, Dior maximizer á augnhárin til að þykkja og góðan augnskugga en í uppáhaldi hjá mér núna er tvískiptur frá Maxfactor sem heitir 420 Supernova pearls, ótrúlega góður og ódýr. Þá nota ég líka neutral varablýant t.d. subculture frá mac, og blanda varalitum saman. Ég fékk Sheen supreme , new temptation varalit frá Mac í afmælisgjöf fyrr á árinu, sem er fullkomin til blöndunar. Nú æpa kannski einhverjir förðunarfræðingar, en ég læt smá púður yfir varalitinn og gloss. Svo er það smá kinnalitur, oftast pink swoon frá MAC. Hvar verslarðu helst snyrtivörur? Oftast í fríhöfninni og útlöndum . Ég á það samt til að fara í verslanir hér heima og kaupa fyrir sérstök

Fullt nafn: Hug Aldur: 29 ára Starf: Umsjóna


grún Halldórsdóttir

armaður Íslands í dag

Snyrtibuddan

tilefni og þá verður MAC búðin oftast fyrir valinu. Hvað þarf til þess að þú prófar nýjar snyrtivörur? Það þarf mjög lítið til, ef ég sé eitthvað sem mér líkar. Hef þó lært að rjúka ekki beint út í búð og kaupa strax, það er nauðsynlegt að prófa og taka sér smá tíma til að melta því snyrtivörur fara manni ekki endilega vel þrátt fyrir að vera guðdómlegar á öðrum. Er eitthvað snyrtivörumerki sem er í meira uppáhaldi heldur en önnur? Ég er algjör MAC fíkill sem skín hér í gegn og á erfitt með að hemja mig þegar ég fer inn í þá búð. Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir veturinn? Gott rakakrem og farða sem hylur roða í húð og bauga því þetta tvennt helst hjá mér, því miður, í hendur við kalda veðrið. Hvaða hreinsivörur notarðu fyrir húðina? Ég er svolítið skotin í vörunum frá Sóley og þá sérstaklega fersk white andlitsfroðunni. Notarðu förðunarbursta - áttu einhverja uppáhalds? Já, ég á nokkra frá Mac og sömuleiðis Body Shop. Sá sem er í uppáhaldi er 187 Duo Fibre frá Mac. Hann er ótrúlegur, nær að þekja vel þó svo maður noti einungis einn dropa af meiki.

35


Farðar

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Teint Visionaire, Lancome

Farði og hyljari í sömu vöru. Léttur fljótandi farði sem gefur þétta þekju og náttúrulega áferð. Hyljarinn er þéttur og kremkenndur og hylur vel. Farðinn og hyljarinn blandast fallega saman svo áferð húðarinnar verður múk og jöfn.

Diorskin Forever, Dior

Einstaklega þéttur fljótandi farði sem gefur húðinni kremaða og mjúka áferð. Farðinn fellur fullkomlega saman við húðina og gefur henni jafna ásýnd sem endist allan daginn. Farðinn inniheldur SPF 25 svo hann ver húðina fyrir utanaðkomandi áhrifum.

Liquid Halo HD Foundation, Smashbox

Léttur farði sem inniheldur örfín gelhúðuð litapigment sem gera það að verkum að húðin fær fullkomið, slétt yfirborð. Pigmentin fylla uppí ójöfnur í húðinni eins og primer. Farðinn inniheldur einnig nýja ljósendurkaststækni svo birtan í kringum andlitið endurkastast af því. Farðinn er olíulaus.

Sheer an Perfect Foundation, Shiseido

Einstaklega léttur og áferðafallegur farði sem dregur úr mislit húðarinnar.Farðinn inniheldur bláar litaagnir sem draga úr dökkum litum, grænar litaagnir sem draga úr roða og hvítar litaagnir sem draga úr sýnileika svitaholna.. Húðin verður geislandi og falleg með farðanum sem er olíulaus.

Capture Totale, Dior

Fljótandi farði sem sameinar eiginleika snyrtivara og förðunarvara, farðinn inniheldur eiginleika serums en hann dregur fram það fallega í húðinni og bætir ásýnd hennar og eykur útgeislun húðarinnar. Farðinn vinnur gegn öldrun húðarinnar og leitast við að mýkja húðina auka teygjanleika hennar. 36


Fallegir farðar

Farðar

Fyrir veturinn er gott að velja sér farða sem er þéttur og inniheldur góðar varnir sem ver húðina fyrir t.d. kulda og mengun. Hér eru nokkrir æðislegir fljótandi farðar sem við mælum með. Lumi Magique, L’Oreal

Léttur farði sem gefur létta þekju og ljómandi áferð sem vekur athygli. Farðinn hentar þeim sem eru með þreytta húð sérstaklega vel þar sem hann endurvekur æskuljóma húðarinnar.

Dream Satin Liquid, Maybelline

Fallegur, loftkenndur farði sem skilur eftir sig airbrush áferð. Farðinn myndar lag ofan á húðinni og leggst ofan á ójöfnur í húðinni svo yfirborð hennar verður jafnt og náttúrulegt. Farðinn gefur þétta áferð og þekju.

Invisible Fluid Foundation, Estée Lauder

Fljótandi farði sem er gerður með það í huga að náttúrúlegi ljóminn hennar nái að skína í gegn en samt gefa húðinni þétta, þekjandi áferð. og náttúrulegt. Farðinn gefur þétta áferð og þekju og eins og nafnið gefur til kynna ósýnilegur. Fyrir notkun er nauðsynlegt að hrista farðann vel.

True Match, L’Oreal

Farði sem aðlagar sig að litarhafti og húðtýpu þeirrar konu sem notar hann. Farðinn þekur vel og skilur hvorki eftir sig rákir eða flekki og gefur húðinni jafnt og slétt yfirbragð.

Anti-Blemish Solutions, Clinique

Þunnur, fljótandi farði sem skilur eftir sig þétta og matta áferð. Farðinn er olíulaus svo hann hentar blandaðri og olíumikilli húð vel. Farðinn jafnar litarhaft húðarinnar og styrkir hana fyrir utanaðkomandi skaðvöldum. 37


Förðunartrend haust/vetur 2013 Ljósmyndari: Íris Björk Stílisti: Hanna Soffía Þormar Förðun: Erna Hrund Hermannsdóttir Hár: Theodóra Mjöll með Label M Fyrirsæta: Andrea Röfn hjá Eskimo


XXX

Náttúrulegt

00 Kimono: TopShop


60’s Mod Kjóll: Spúútnik


XXX

Metallic augu Kjóll: í eiknaeign stílista 00


Kvenlegt Jakki: GK ReykjavĂ­k


Grunge Kj贸ll: AndreA Boutique


Förðunartrendin

Náttúrulegt

Náttúrulegar farðanir eru alltaf áberandi á Fyrirsæturnar virðast vera með lítið sem e förðunarvörum á sér en það er langt frá þv rétt. Til að ná fallegri náttúrulegri förðun l á að húðin sé fullkomin. Eyðið mestum tím yfirborð húðarinnar jafnt og húðlitinn falle lífga aðeins uppá förðunina ákváðum við a förðunartrendum við lúkkið. Örþunn eyeli áberandi á mörgum sýningum og líka vara settir létt yfir varirnar.

Vera Wang

Victoria Beckham

Dioblush, litur

Estee Lauder Invisible Fluid Foundation

Prada 44

Chloe

Þegar um náttúrulega förðun er að ræða er ekkert minna mikilvægt að nota góðan og áferða fallegan farða. Þegar athyglin beinist að húðinni er eins gott að hún sé í lagi.


t

á tískuvikunum. ekkert af ví að vera leggið áherslu ma í að gera egan. Til að að blanda fleiri inerlína var alitir sem voru

r: Brown Milly

Förðunartrendin

Clinique Chubby Sticks for Eyes, litur: Bountiful Beige

Clinique Chubby Sticks for Eyes, litur: Fuller Fudge Þó svo um náttúrulega förðun sé að ræða er mikilvægt að skyggja andlitið. Ekki gleyma því að skyggja augnsvæðið, það getið þið gert með því að setja brúnan lit yfir allt auglokið.

Aukaráð

Smashbox Eye Brightening Mascara

Það er flott að hafa það í huga að vera með varalit í stíl við naglalakkið. Það er ekki bara eitt af förðunartrendum haustsins heldur getur það verið ótrúlega flott lúkk við fallegt dress.

Clinique Chubby Sticks Intense for Lips, litur: Grandest Grape

Það ekki alltaf að vera með mótaðar skarpar varir heldur er eitt af förðunartrendum haustsins ófullkomnar varir þar sem varaliturinn virðist hafa verið stimplað á varirnar og aðeins dreift með fingrunum. Þetta er þá gert til að ýkja náttúrulegan lit varanna og smellpassar því heildarlúkkinu.

Dior Vernis litur: Galaxie 992

L’Oreal Color Riche le Sourcil 45


Förðunartrendin

60’s Mod

Eitt af því sem einkenndi farðarnir á 7. áratu dökk og skörp skygging í globuslínunni. Kon mikla áherslu á að augun virkuðu stærri og væru kringlótt. Þessi förðun er sett saman ú mismunandi förðunarlúkkum þar sem áher skyggja globuslínuna eða farða augun þann stærri.

Maybelline Eyestu litur: Chocolate Ch

Þessi litur er bæði undir gel eyeliner globuslínu augans móta augabrúnirn Christian Dior

Emilio Pucci

Lancome Teint Visionaire Fallegur farði sem gefur húðinni náttúrulega áferð. Með honum fylgir þéttur hyljari.

Maybelline Gel Eyeliner

Rag & Bone 46

Anna Sui

Gerið skarpa línu í globuslínu augans með svörtum gel eyeliner.


Förðunartrendin

ugnum var nur lögðu að þau úr nokkrum rsla var lögð á að nig þau virðast

Revlon - stök augnhár Stök augnhár geta gert mikið fyrir augun. Hér eru þau notuð til að auka þykkt augnháranna.

Maybelline, The Rocket Volum’Express Mascara

udio Mono, hic

i notaður rinn í s og til að nar.

YSL Blush Radiance litur: 09

L’Oreal Infallible litur: Coconut Shake

Aukaráð Til að leyfa augunum að njóta sín er sniðugt að setja hvítan eða ljósan augnblýant inní vatnslínuna. Þetta gerir það að verkum að það verður bjartara yfir augunum og þau njóta sín betur.

Chanel Rouge Coco litur: Mystique 47


Förðunartrendin

Metallic aug

Augnfarðanir með metallic áferð hafa verið tískusýningum undanfarið en þó aldrei jafn sýningunum þar sem tíska vetrarins var sýn augnskuggar, glimmer, pallíettur og jafnvel til að gefa augunum þessa fallegu og áberan

Maybelline Color Tattoo, litur: Eternal Silver

Gucci

Ralph Lauren

þéttur og kremaður silfurlitaður augnskuggi sem er flott að nota einan og sér eða yfir aðra augnskugga eins og í þessu lúkki.

Shiseido Luminizin litur: Beach Grass

Það getur verið fa lit undir silfruðum móta augað með s þess vegna var set orange tón í globu silfraða litinn.

Super Liner Silkissime, litur: Moonlight Blue

Jason Wu 48

Thakoon

Stundum er gaman að nota aðra liti en svartan eyelin liturinn kemur á óvart og hann fer bláum og brúnum sérstaklega vel.


Förðunartrendin

Aukaráð Til að leyfa augunum að njóta sín er sniðugt að setja hvítan eða ljósan augnblýant inní vatnslínuna. Þetta gerir það að verkum að það verður bjartara yfir augunum og þau njóta sín betur.

gu

L’Oreal Lumi Magique Primer

ð áberandi á n mikið og á nd. Bæði voru varalitir notaðir ndi áferð.

Æðislegur primer sem er bæði hægt að nota undir farða til að jafna yfirborð húðarinnar og gefa henni ljóma en það er líka hægt að nota hann yfir farða til að gefa húðinni ennþá meiri ljóma.

L’Oreal Lumi Magique Foundation

Smashbox Be Legendary Lipstick, litur: Posy Pink

L’Oreal Lumi Magique Concealer

n Satin Eye Color Trio,

allegt að hafa smá m augnskugga til að smá skyggingu og ttur augnskuggi í uslínu augans undir

ner, blái m augum

Maybelline Master Shape Brow, litur: dark blonde

YSL Volume Effect Mascara 49


Förðunartrendin

Kvenlegt

Falleg húð með ljóma, létt augnförðun og fa varalitur. Þetta er klassísk förðun sem hent tilefni sem er. Til að ná lúkkinu mælum við m þið eyðið sem mestum tíma í að fullkomna h góðan farða yfir húðina, setjið á hana hyljar svo andlitsbygginguna upp með sólarpúðri. förðunina enn skemmtilegri hafið þá í huga og kinnalit sem passa saman eða þið gætuð varalitinn ykkar sem kinnalit.

L’Oreal Color Riche litur: Bel Marc by Marc Jacobs

Ralph Lauren

Til að halda í náttúrulega áfe andlitsins veljið þá brúntóna augnskugga. Þar sem þeir er tóni og húðin þá falla þeir ve

Aukaráð

Setjið nude blýant í kringum varirnar til skerpa á útlínum þe þegar þið eruð með áberandi varalit. Bottega Veneta 50

Diane Von Furstenberg

L’Oreal Million lashes Excess


Förðunartrendin

Make Up Store Lip Liner litur: Graceful

allegur tar við hvaða með því að húðina, berið ra og byggið . Til að gera að velja varalit ð ef til vill notað

L’Oreal Super Liner Perfect Slim Með eyelinertússpennum er auðvelt að gera mjóa eyelinerlínu sem er hugsuð til þess að auka umfang augnanna.

Shiseodo Natural Finish Cream Concealer Vegna þess að hyljarinn er kremaður blandast hann vel saman við farðann svo engin skil verða sýnileg.

loved Nude

erð a ru í sama el inn í hana.

l að eirra

YSL Top Secrets BB krem Shiseido Luminizing Satin Face Color, litur: Starfish Maybelline Color Sensational Lipstick litur: Vivid Rose

Einstaklega létt og þæginlegt BB krem sem gefur samt sem áður þétta áferð og samræmir litarhaft húðarinnar. 51


Förðunartrendin

Grunge

Augnfarðanir með dökkum litum voru mjög tískpöllunum í byrjun þessa árs. Það sem ei helst voru hversu ófullkomnar þær voru. Fy fyrir það að hafa sofið með dökka augnförð mætt svo strax í vinnuna án þess að þrífa an

Shiseid Eye Co

Dioblush, litur: Brown Milly Brúntóna kinnalitur hentar vel til að skerpa „contrastinn“ í andlitinu. Roberto Cavalli

Lanvin

Maybelline Color Tattoo, litur: Permanent Taupe Þegar þið notið svarta liti um augun er gott að grunna augnlokin með brúnum litum til að gefa augunum hlýleika. Versace 52

Donna Karan

Ti h n


Förðunartrendin

Aukaráð

g áberandi á inkenndi þær þó yrirsæturnar litu út ðun yfir nóttina og ndlitið.

Til að fá þetta ófullkomna lúkk mælum við með að þið notið kremaða dökka augnskugga og notið fingurna til að bera þá á augun.

L’Oreal False lash wings

do Shimmering Cream olor, litur: Caviar L’Oreal True Match Concealer

MAC Pro Longwear Eyeliner, litur: Strong Willed

Shiseido Smoothing Lip Pencil, litur: Hazel Þegar augnförðunin er þung er gott að miða við að hafa varirnar í aukahlutverki.

Shiseido Natural Eyebrow Pencil litur: Deep Brown

Smashbox Halo Highlighting Wand, litur Pearl

il að auka ljóma húðarinnar getið þið bætt highlighter á húðina. Hér er hann settur ofan á kinnbeinin, meðfram nefinu og í kringum varirnar.

Smashbox Liquid Halo HD Foundation Þegar um dökka augnförðun er að ræða er gott að hafa áferð húðarinnar ekki of þétta og mikla. Léttur farði sem gefur húðinni náttúrulegan ljóma spilar fallega saman við dökka augnförðun. 53


Leyndarmál Makeup Artistans

Leyndarmál Makeup Artistans Vörurnar sem er sjaldan talað um Í myndatökum eru nokkrar vörur sem eru lykilvörur til að gera farðanir fullkomnar. Oft vill það gleymast að segja frá þessum vörum en til þess að koma í veg fyrir það þá tókum við þær allar saman og leyfum þeim að njóta sín á séropnu. Primer - Maybelline og Smashbox Primerar undirbúa yfirborð húðarinnar, þeir fylla upp í ójöfnur í húðinni svo yfirborð hennar verði alveg slétt. Það eru til margar tegundir af primerum en þessir eru frá Smashbox og Maybelline og þeir virka alltaf.

Fersk - Sóley Organics Næringarríkt rakakrem er nauðsynlegt fyrir húðina, sérstaklega þegar hún verður fyrir miklu áreiti eins og í myndatökum en þá er hún kannski þrifin oft á dag.

Asintone Pot Maybelline Að vera með Asintone er alltaf nauðsynlegt þó svo þið ætlið ekki að nota naglalökk því það getur verið gott að þrífa neglurnar svo þær séu tandurhreinar fyrir myndatöku. Express Pot naglalakkahreinsirinn hreinsar neglurnar á einfaldan og fljótlegan máta. 54


Leyndarmál Makeup Artistans

Tvöfaldur augnhreinsir - L’Oreal Það er gott að hafa augnhreinsi við höndina til að leiðrétta mistök sem geta orðið. Þetta er olíuhreinsir sem þýðir að hann fjarlægir líka vatnsheldar og „superstay“ förðunarvörur. Hann getið þið notað til að leiðrétta t.d. eyeliner.

Diorshow Maximizer Til að leyfa augnhárunum að njóta sín í botn getur verið gott að undirbúa þau eins og húðina með sérstökum augnháraprimer eða næringu. Maskaraprimer eru yfirleitt hvítir á lit og með þeim náið þið að móta augnhárin eins og þið viljið hafa þau án þess að þurfa að setja of margar umferðir af maskara. Þegar augnhárin eru orðin eins og þið viljið hafa þau setjið þá maskarann yfir.

Matt litlaust púður - Shiseido Litlaus púður er notað til að fjarlægja óvelkominn glans af húðinni. Það er oft gott að setja smá af svona púðri yfir húðina eftir að þið eruð búnar að grunna hana með farða og hyljara.

Burstarnir - Core Collection Að vera með góð verkfæri við höndina er nauðsynlegt. Það er ýmislegt sem er hægt að gera með þessum fjórum burstum frá Real Techniques en þeir eru hannaðir með það í huga að gera fullkomna grunnförðun. Litli burstinn hentar líka sem varalitapensill.

Caffeine Eye Roll-on - Garnier Augnsvæðið vill oft verða þrútið þegar það er þrifið oft sama daginn og förðunarvörur bornar á á milli. Kælandi augnkrem er því nauðsynlegt til að hjálpa húðinni að slaka á. 55


Leyndarmál Makeup Artistans

Fleiri leyndarmál Mött sólarpúður Mött sólarpúður eða countour litir eru notaði til að skerpa á andlitsdrátttum og móta andlitið. Sólarpúðrin sem þið sjáið hér fyrir neðan voru bæði notuð við gerð myndaþáttsins, til skiptis. Hefðbundin andlitsskygging er sett undir kinnbeinin til að lyfta þeim upp. Meðfram kjálkanum til að skerpa andlitsdrættina og meðfram hárlínunni á enninu til að mýkja áferð andlitsins. Einnig er hægt að setja púðrin meðfram nefinu svo það virðist mjórra. Ef þið hafið stuttan tíma til að farða ykkur fyrir daginn getið þið sett púðrið yfir augnlokin til að skyggja þau á einfaldan og jafnframt fljótlegan hátt. Allt þetta getið þið gert með púðurbursta.

Dior - Diorskin Nude Tan Maybelline - Dream Triple Bronzing Powder 56


XXX

00


Förðunarburstar

Burstarnir mínir Að eiga góða förðunarbursta sem þú kannt á getur verið lykillinn að því að skapa fallega förðun. Í hverju tölublaði fáum við förðunarfræðinga til að segja frá sínum uppáhalds burstum og hvernig þeir nota þá. Erna Hrund Hermannsdóttir, ritstjóri Reykjavík Makeup Journal, ætlar að ríða á vaðið.

1

1. Shiseido augnhárabrettari 2. MAC - 286 Duo Fibre Tapered Blending Brush 3. MAC - 239 Eye Shader Brush Flatur augnskuggabursti með mörgum hárum sem liggja þétt saman sem skilar sér í þéttri áferð á agunskugganum. Þennan nota ég til að setja augnskuggann á augnlokin.

4. MAC - 208 Angled Bow Brush

3

2 4

5

5. Revlon Stök augnár 6. Real Techniques - svampur 7. MAC - 130 Short Duo Fibre Brush Uppáhalds Duo Fibre burstinn minn. Hann nota ég til að jafna áferð húðarinnar og til að blanda förðunarvörum saman á húðinni svo það myndist engin áberandi litaskil.

8. Make Up Store - 107 Eyeshadow Brush Þessi flati bursti er fyrir augnskugga en ég nota hann alltaf til að setja hyljara á húðina. Hann er svo mjór og langur að það er auðvelt að komast til allra svæða í húðinni.

58

6 7 8


Förðunarburstar

9. Real Techniques - Detailer Brush

9

10. Maybelline - Gel Eyeliner Brush

10

11 12 13

11. Real Techniques Lash Brow Groomer 12. Real Techniques Accent Brush 13. Real Techniques Deluxe Crease BrushAccent Brush Æðislegur bursti til að gera mjúkar skyggingar í globuslínunni. Hann dreifir jafnt úr litnum og smellpassar í globuslínuna. Þennan nota ég líka til að blanda augnskuggum saman og til að „smudge-a“ eyeliner.

14

15 16 17 18

14. Eyrnapinnar 15. Real Techniques Blush Brush 16. Real Techniques Setting Brush 17. Real Techniques Expert Face Brush

Þessi bursti á að eiga heima í öllum snyrtibuddum. Með honum er hægt að gera nánast allt. Hann má nota í fljótandi, krem- og púðurförðunarvörur. Ég nota hann t.d. til að grunna húðina með farða en ég nota hann líka til að blanda hyljaranum saman við farðann svo það myndist engin skil.

17. Dior - Farðabursti

59


Stafrófskrem

BB vs CC BB og CC krem eru snyrtivörur sem best er að kalla stafrófskremin. Þau hafa notið mikilla vinsælda síðastliðin ár. Einna helst má líkja þeim við lituð dagkrem. Munurinn er þó sá að lituð dagkrem eru oftast nær bara létt rakakrem með smá lit en stafrófskremin gera meira fyrir húðina. BB stendur fyrir Blemish Balm eða Blemish Base. Kremin voru upphaflega gerð með sjúklinga, sem höfðu nýlega undirgengist lýtaaðgerðir á andliti, í huga. Þau náðu engri fótfestu í Evrópu fyrr en eftir að þau slógu í gegn í Asíu fyrir nokkrum árum síðan. Ólíkt lituðu dagkremunum gefa BB kremin mun meiri þekju, þau innihalda háa SPF stuðla og andoxunarefni. Þrátt fyrir að hafa háa varnarstuðla þá hafa nokkrir húðsjúkdómalæknar í heiminum haft orð á því að þeir séu hræddir við að fólk noti ekki nógu mikið magn af kreminu í einu þ.e. til að fá nógu góða virkni. Það er mjög misjafnt hvað þau gera meira fyrir húðina en bara að verja, það fer eftir því hvaða merki þið veljið. Sum eru sögð vera fyrir allar húðtýpur, önnur vinna gegn öldrun húðar og sum eru sérstaklega fyrir bólótta olíuhúð. Kremin eru létt í sér og þau er hægt að nota ein og sér eða undir farða þá sem primer, þar sem mörg þeirra jafna yfirborð húðarinnar og fylla upp í ójöfnur. CC stendur fyrir Color Correcting. CC kremin vinna í því að jafna og samræma litarhaft húðarinnar. Flest CC kremin vinna einnig gegn litablettum í húðinni sem geta myndast af völdum sólar, öldrunar eða hormóna en hormónablettir eru t.d. algengir í kjölfar meðgöngu. Einnig er 60

sumum þeirra ætlað að leiðrétta för sem bólur hafa skilið eftir sig í húðinni. Líkt og BB kremin þá innihalda CC kremin háa SPF stuðla. Sums staðar er því haldið fram að CC krem séu almennt þykkari og þéttari heldur en BB kremin en það er alls ekki hægt að segja að það eigi við um allar tegundir. Það er erfitt að bera beint saman BB og CC kremin þar sem það er ekki hægt að alhæfa hver munurinn á þeim er. Þess vegna er best að bera saman BB og CC krem innan merkjanna sjálfra. Þegar kemur að því að velja krem sem hentar þér er gott að kynna sér innihald og tilgang kremanna. Þá er vert að athuga hvor það sé mögulegt að fá prufur. Ef ekki þá getur þú eflaust fengið að prófa að bera það krem sem þér líst best á á húðina. Stafrófskremin munu þó aldrei ná að útrýma förðum sem gefa miklu meiri þekju og þéttari áferð. Algengt er að makeup artistar noti stafrófskremin sem primer og setji svo farða yfir. Þannig eru misfellur í húðinni vel huldar og þá er hyljarinn meira notaður til að „highlighta“ á móti skuggum í andlitinu.


Stafrรณfskrem

Sjรกiรฐ umfjallanir um nokkur BB og CC krem รก nรฆstu opnu.

61


Stafrófskrem

Það er mjög misjafnt eftir merkjum hvort það séu í boði bæði BB og CC krem. Sum merki bjóða uppá báðar tegundir kremanna en önnur bara aðra tegundina. Hér sjáið þið þau merki sem eru með báðar tegundir í úrvali hér á Íslandi og svo nokkur sem hafa notið mikilla vinsælda.

L’Oreal, Nude Magique BB Cream

Smashbox, Camera Ready BB Cream

Cliniqu

Inniheldur fín litapigment sem springa út þegar kremið er borið á andlitið. Litapigmentin aðlaga sig að þínu litarhafti og gefa þétta, náttúrulega áferð. Kremið er hægt að nota undir farða og eitt og sér. SPF 12.

Kremið fullkomnar yfirborð húðarinnar, það skilur eftir sig mjúka og náttúrulega húð. Það er fáanlegt í nokkrum mismunandi litum og er með SPF 35.

L’Oreal, Nude Magique CC Cream

Kremið dregur úr litablettum í húðinni, þeim sem geta komið af völdum öldrunar, sólar og blettum sem geta myndast eftir bólur. Kremið hentar því sérstaklega þeim sem bera það með sér að hafa verið með erfiða húð. SPF 30.

Gefur þ húðarin og fínar húð – þ undir fa er freka vel. Kre húðarin fallegt

Það eru fáanlegar tvær mismunandi gerðir af CC kremum frá L’Oreal. Annað þeirra dregur úr roða í húðinni og hitt dregur úr þreytumerkjum í húðinni. Kremin innihalda litaagnir sem springa út þegar þau eru borin á húðina og aðlaga sig að þínu litarhafti. Kremin gefa létta og náttúrulega áferð. Fjólubláa kremið er með SPF 12 og það græna SPF 20. 62

Smashbox, Camera Ready CC Cream

Cliniqu

Gefur h Jafnar h þreytue húðinn við. Kre olíulaus SPF 30


ue, Age Defense BB Cream

þétta og matta áferð. Jafnar áferð nnar og fyllir upp í ójöfnur eins r línur og ör. Berið það á hreina þið getið notað það eitt og sér eða arða og þá sem primer. Kremið ar þétt í sér svo það hylur mjög emið vinnur í því að laga áferð nnar svo yfirborð hennar verður og slétt. SPF 30.

ue, Moisture Surge CC Cream

húðinni létta og fallega áferð húðlit, dregur úr roða og einkennum. CC kremið gefur ni fallegan ljóma og húðin lifnar emið er mjög létt í sér, það er st en gefur húðinni góðan raka.

Stafrófskrem

Dior, Diorskin Nude BB Cream Einstaklega létt og áferðafallegt krem. Kremið hylur sérstaklega vel og endurkastar birtu af húðinni svo hún fær ljóma. Þar af leiðandi hefur það frískleg áhrif á húðina og hressir uppá hana samstundis. Kremið gefur miðlungs þekju og hentar sem primer undir farða ef þið viljið fá meiri þekju. SPF 10.

Nip + Fab, CC Cream Kremið inniheldur ljósdreyfandi litarkorn sem draga fram ljómann í húðinni um leið og það leiðréttir litarhátt og misfellur. Þá inniheldur kremið Soline, sem gefur húðinni raka í allt að 24 tíma, hafraþykkni sem mýkir og styrkir húðina og Hyaluronic Acid sem gefur einnig raka. SPF 30.

Garnier, BB Cream

Það BB krem á markaðnum sem hefur fengið hvað mest verðlaun. Kremið hentar þeim sem eru með normal/ blandaða húð vel. Það tekur á 5 atriðum í húðinni í einu. Það jafnar húðtón andlitsins, gefur húðinni raka, jafnar áferð hennar, gefur henni glóð og byggir upp varnir. Kremið gefur miðlungs þekju og inniheldur SPF 15.

Chanel, CC Cream CC krem sem seldist upp á örstuttum tíma hér á Íslandi. Það er fáanlegt í einum lit sem er sérhannaður með skandinavískar og evrópskar konur í huga. Kremið gefur létta áferð og þekju og tekur á 5 atriðum í húðinni í einu. Það veitir henni raka, fyrirbyggir öldrun húðarinnar, verndar hana með góðum vörnum SPF 30, róar og hlúir að húðinni og jafnar húðlitinn. Kremið er olíulaust. 63


Saga maskarans

Förðunarvaran sem sló í gegn Maskarinn fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og það er því upplagt að fara stuttlega yfir sögu þessarar einstöku förðunarvöru sem flestar konur geta ekki verið án. 10.000 árum fyrir komu Krists báru Egyptar svartan lit í kringum augun til að verja sig fyrir illum öndum. Í dag gera margir það sama en þó í allt öðrum tilgangi. Snemma á síðustu öld kom ný förðunarvara á markaðinn sem er enn þann dag í dag að finna í flestum snyrtibuddum heimsins. Stuttu fyrir upphaf síðustu aldar tók við ný drottning í Englandi, Viktoría. Viktoría hafði mikil áhrif á stíl og klæðaburð kvenna og í kjölfarið urðu snyrtivörur ómissandi hluti af daglegu lífi kvenna í há- og miðstéttum landsins. Konur bjuggu þá til sína eigin maskaraformúlu. Síðar meir ákváðu tveir efnafræðingar, sem voru staddir í sitthvorri heimsálfunni, að ganga skrefinu lengra. Þeir útbjuggu snyrtivöru sem var ætlað að dekkja augnhár kvenna og þannig ramma inn augu þeirra. Eugene Rimmel, franskur efnafræðingur, var staddur í London árið 1913 þegar hann útbjó sína fyrstu maskaraformúlu. Formúlan náði ótrúlegum vinsældum í Evrópu þrátt fyrir að vera langt í frá fullkomin. Þá tók Tom Lyle Williams eftir því að yngri systir hans blandaði saman vaselíni og kol en blönduna bar hún á augnhárin í þeim tilgangi 64

að ganga í augun á karlmanni. Innblásin af þessu uppátæki systur sinnar útbjó hann vöru á rannsóknarstofu sinni sem hann kallaði Lash-in-brow-line. Varan sló í gegn en nafnið þótti heldur kjánalegt. Hann ákvað því að nefna vöruna í höfuðið á systur sinni, Maybel og skeytti orðinu Vaseline við sem var eitt helsta innhaldsefni formúlunnar. Útkoman var Maybelline en þannig varð eitt þekktasta snyrtivörumerki í heiminum til. Möskurunum, sem þessi tveir efnafræðingar bjuggu til, má líkja við þéttan, kremaðan augnskugga sem er borinn á augnhárin með grófum bursta. Árið 1958 sendi svo hin pólska Helena Rubinstein frá sér fyrsta „automatic“ maskarann en sá maskari minnir meira á maskarana eins og við þekkjum þá í dag. Formúla maskarans var mun betri en þeirra sem áður höfðu komið í sölu. Augnhárin urðu ekki eins subbuleg og áður. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Helena kom með nýjung á snyrtivörumarkaðinn sem gjörbreytti honum því árið 1939 hannaði hún vatnshelda maskaraformúlu fyrir konur sem stunduðu listdans í vatni. Helena Rubinstein er þekkt fyrir að hafa


Saga maskarans

T.L. Williams og Great Lash þekktasti Maybelline maskarinn.

Helena Rubinstein og Surrealist Everfresh maskarinn.

gjörbreytt snyrtivörumarkaðnum með eldmóð og krafti. Hún er sögð hafa haft þau áhrif að allar konur, ekki bara leikkonur, notuðu snyrtivörur.

áhersla á umbúðirnar en þær eru sérhannaðar með það í huga að loft komist ekki í tæri við formúluna sem gerir það að verkum að hún þornar ekki.

Þrátt fyrir að það séu tugir ára síðan þessir brautryðjendur á snyrtivörumarkaðnum féllu frá hafa merkin, sem þau stofnuðu, lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Merki um vinsældir merkisins Rimmel eru enn sýnileg í dag þar sem orðið „rimme“ stendur fyrir maskari á mörgum tungumálum í mið Evrópu.

Helsta nýjungin þegar kemur að möskurum síðasta áratuginn eru líklega maskarar með gúmmíbursta. Það liggur ekki oft á tæru hver munurinn á möskurum með gúmmíbursta og venjulegum bursta er. Algengast er þó að maskarar með gúmmíbursta innihaldi skammtara í umbúðunum sem passar upp á að það sé passlegt magn af maskaraformúlunni á burstanum.

Árið 1971 sendi Maybelline frá sér Great Lash maskarann. Þegar vinsældir hans voru sem mestar seldust tveir maskarar einhvers staðar í heiminum á hverri sekúndu. Enn þann dag í dag er þetta einn af þekktustu möskurum heims og hafa bæði formúla hans og umbúðir lítið sem ekkert breyst frá því hann kom fyrst út. Great Lash maskarann þekkið þið á bleiku og grænu umbúðunum. Í dag eru margir af söluhæstu möskurum heims frá Maybelline.

Með þrotlausri vinnu nokkurra einstaklinga varð maskarinn til. Innblásturinn sóttu þeir til hinnar venjulegu konu, konu sem vildi gera eitthvað fyrir sjálfa sig. Í ár fögnum við 100 ára afmæli þessarar frábæru förðunarvöru sem breytist og aðlagast tískustraumum hvers áratugs. Snyrtivörumerki í dag keppast við að útbúa hinn fullkomna maskara og við neytendur fáum að njóta þess með því að hafa úr endalausu úrvali að velja.

Aðstandendur merkisins Helena Rubenstein hafa haldið áfram á sömu braut og stofnandi merkisins. Það sést vel á nýjasta maskaranum frá merkinu, Surrealist Everfresh. Þar er lögð 65


Saga maskarans

Nokkur ráð varðandi notkun maskara: • Ekki pumpa maskarann þinn, þá geta myndast loftbólur fyrir innan umbúðirnar sem gerir það að verkum að formúlan þornar mun hraðar. • Til að þekja augnhárin alveg með lit reynið að setja maskaragreiðuna alveg upp við rót augnháranna. Greiðið svo í gegnum hárin. • Ef þið smitið maskara á augnförðunina leyfið honum þá að þorna aðeins áður en þið reynið að taka hann. Leggið eyrnapinna yfir litinn, ýtið laust á hann og strjúkið litinn af. • Ef ykkur finnst of mikið af maskara í greiðunni þá getið þið minnkað magnið með því að doppa burstanum létt í bréfþurrku. • Ef þið viljið byggja upp mikil og þétt augnhár þá skulið þið ekki leyfa maskaranum að þorna á milli umferða. • Ef þið sikksakkið maskaragreiðunni í gegnum augnhárin þá aðskiljið þið augnhárin vel en þá virðast þau þéttari og þykkari. • Ef ykkur finnst þið ekki ná að aðskilja augnhárin nógu vel getur verið sniðugt að nota hreina maskaragreiðu til að greiða í gegnum þau. • Ef þið viljið að augun virðist stærri en þau eru setjið þá bláan maskara í rót augnháranna og svartan á enda þeirra. • Lánaðu engum maskarann þinn. Auðveldasta leiðin til að smitast af augnsýkingu er að deila maskara með öðrum. Ef þú færð augnsýkingu hentu þá maskaranum sem þú ert að nota því sýkingin er þá líklega komin í formúluna.

66


XXX

00


MOOD

68


MOOD

MOOD Make Up School Á undanförnum árum hefur förðunarskólum fjölgað gríðarlega um leið og aðsókn nemenda í námið hefur aukist. Einn af þessum skólum er MOOD Make Up School sem býður uppá nám þar sem áherslan er lögð á að kenna tísku- og auglýsingafarðarnir. Mismunandi er hvers konar nám förðunarskólarnir bjóða upp á en það endurspeglast oftar en ekki af þeim geira förðunarbransans sem kennararnir starfa í. Þær Eygló Ólöf Birgisdóttir og Díana Björk Eyþórsdóttir reka MOOD Make Up School en skólann stofnuðu þær árið 2011. það er að vinna á setti og hvernig maður þarf að geta unnið vel með fólkinu sem kemur að sama verkefni. Auk þess hefur hárgreiðslukonan Nína Kristjánsdóttir komið og leiðbeint nemendum. Þá reyna þær stöllur að koma nemendum sínum að í verkefni til að gefa þeim smá innsýn í Það má segja að í MOOD sé kenndur það hvernig hlutirnir virka í raun og veru grunnurinn í förðunarnámi. Farið er yfir í förðunarbransanum. Báðar eru Eygló helstu atriði er varða fallega förðun og við hvaða tilefni hún hentar. Nemendur læra allt og Díana með stórt tengslanet innan förðunarheimsins og reglulega fá þær frá því að blanda saman farða, til að búa til hinn fullkomna lit sem hentar fyrirsætunni, fyrirspurnir frá öðrum förðunarfræðingum hvort þær geti sent nemendur í verkefni. yfir í það að gera fullkominn eyeliner með spíss. Í skólanum fá nemendur auk þess kennslu í því hver er munurinn á förðun fyrir Eins og margir förðunarskólar hefur MOOD sjónvarp, myndatökur og kvikmyndir. Þeir fá Make Up School gert samning við vörumerki sem sér nemendum fyrir vörum þegar ennfremur góða kynningu á Special Effects þeir hefja nám við skólann. Í skólanum er förðun og tímabilaförðun. Í lok hverrar viku kennt á vörur frá MAC. Þegar hugmyndin að er yfirleitt módeltími þar sem nemendur fá skólanum kom upp segist Eygló hafa haft módel til að koma til sín í tímana og æfa sig á því sem þeir hafa lært í vikunni. samband við Gulla í Artica sem sér um MAC hér á Íslandi. Honum leist vel á hugmyndina Auk þess að læra um förðun finnst þeim og úr varð frábært samstarf. Auk þess hefur María Guðvarðardóttir, vörumerkjastjóri Eygló og Díönu mikilvægt að nemendur MAC á Íslandi, og sú sem Eygló segir að hafi fái einnig að kynnast fleiri störfum innan „bransans“. Ljósmyndarinn Baldur Kristjáns hvatt sig til að stofna skólann, komið og verið prófdómari í lokaprófum nemenda. og stílistinn Hulda Halldóra hafa mætt saman í tíma og frætt nemendur um hvernig Námið er samtals átta vikur þar sem farið er yfir grunnatriði í förðun og nokkrar stefnur kynntar fyrir. MOOD hefur boðið uppá námskeið á daginn frá 9-13 og á kvöldin frá 19-23 en kennt er fjórum sinnum í viku.

69


MOOD

Eygló Ólöf Birgisdóttir

Díana Björk Eyþórsdóttir

Allt námið er svo tekið saman í lok hvers námskeiðs en þá taka nemendur tvö próf, Beauty og Fashion. Í báðum prófunum þurfa nemendur að finna fyrirsætur, ákveða förðun og hárgreiðslur auk þess að sjá um stíliseringu fyrir myndatökurnar. Svo kemur utanaðkomandi prófdómari sem segir sína skoðun á lokaverkefnum nemenda og gefur þeim einkunn í tengslum við það. Nemendur fá nokkur viðmið sem þeir geta stuðst við þegar þeir skapa útlitið fyrir prófin. Í gegnum tíðina hafa kennararnir valið forsíðu á tilteknu tímariti sem innblástur fyrir fashion prófið og í beauty prófinu er skylda að fyrirsætan sé með eyeliner og vel mótaðar varir. Ljósmyndarinn Helgi Ómars hefur tekið myndir af lokaprófum nemenda en í lok hvers námskeiðs hlýtur ein mynd úr hvoru

prófi fyrir sig þann heiður að komast upp á „the wall of fame“. En það er veggurinn sem tekur á móti fólki þegar það labbar inn í skólann. Veggurinn er þakinn flottum myndum sem nemendur hafa gert. Auk mynda sem hengdar eru á þennan fallega vegg fá þeir nemendur sem útskrifast með hæstu einkunn viðurkenningu. Eftir að hafa verið starfandi í tvö ár hafa rúmlega 150 nemendur útskrifast úr skólanum og mikið af þeim er starfandi í förðunarheiminum í dag. Stór hluti af starfsfólkinu í MAC verslununum hefur lært hjá MOOD en auk þess vinna tveir fyrrum nemendur skólans í Inglot versluninni. Þá hafa einhverjir nemendur haldið út í framhaldsnám.

Sjáið hvað fyrrum nemendur MOOD hafa um námið að segja á næstu opnu. 70


XXX

2 bókstafir, fullkomin húð á 1 augnabliki Nýj u N g

krem frá garnier

5 frábærir eiginleikar

Jafnar húðlit Rakagefandi Hylur Gefur ljóma Sólarvörn SPF 15

Hvað er BB krem? BB krem (Blemish Balm) er fegurðarleyndarmál frá Asíu með byltingarkenndri formúlu sem sameinar í einu skrefi það besta í húðumhirðu og örfínar litaragnir sem láta húðina ljóma. Miracle Skin Perfector Kraftaverkakremið frá Garnier- 5-í-1 fyrir fullkomna húð á augnabliki.

Miracle Skin Perfector 5-í-1-Kremið

/garniericeland

Skannaðu kóðann / Kíktu á okkur á Facebook

00


MOOD

MOOD Make Up School Við töluðum við nokkra fyrrum nemendur í MOOD Make Up School og fengum að vita hvað þeim fannst um námið.

Helgi Ómarsson - ljósmyndari, Makeup Artist og bloggari Af hverju valdirðu MOOD? Ég valdi MOOD því mér fannst kennslan áhugaverð auk þess notar skólinn auðvitað MAC vörum, það fannst mér líka algjör snilld. Maður hefur svo oft séð skóla þar sem notaðar eru vörur sem eru hreinlega bara ekki góðar, en þarna var maður að fá vörur sem eru mikil gæði í. Skólinn í heildina er algjör gæðaskóli, kennararnir eru náttúrulega yndislegir og kennslan á heildina litið mjög góð. Það sýnir sig á því að mikið af nemendum úr skólanum eru að vinna alveg ótrúlega mikið og einstaklega hæfileikaríkir, það er gaman að sjá. Hvernig fannst þér námið í skólanum? Ég gæti ekki verið ánægðari með námið í skólanum og mundi mæla með því við alla sem hafa áhuga á því að læra make-up af einhverju viti. Ég labbaði inn í skólann án þess að hafa neitt vit á förðun og var frekar mikill klaufi í byrjun en kennslan var virkilega góð og persónuleg. Ég er allavega dæmi um einstakling sem kunni ekkert að farða en er búinn að vinna mikið í því í dag og það er MOOD að þakka. Skólinn kenndi mér allt sem ég kann. Mér þykir skólinn frábær, vildi stundum óska þess að ég gæti farið aftur. Hef í rauninni ekkert til að setja út á, ég á aðeins góðar minningar þaðan. Hefur námið nýst þér vel í þínu starfi sem ljósmyndari? Já það hefur að mörgu leyti gert það, gert það þægilegra ef eitthvað kemur upp á. Hef lent í því að förðunarfræðingurinn, sem átti að vinna með mér einn daginn, komst ekki vegna veikinda, þá tók ég mig til og gerði make-upid sjálfur. Það var mjög þægilegt. Ég hef líka meiri skilning og betra auga fyrir make-upinu á myndunum mínum en það gerir mig að betri ljósmyndara. 72


MOOD

Steinunn Sandra - Makeup Artist Af hverju valdirðu MOOD ? Ég var búin að láta mig dreyma um það að fara í förðunarnám í smá tíma og heyrði svo af nýjum skóla og þá kynnti ég mér námið hjá MOOD. Ég var svo búin að skrá mig á námskeið hjá þeim viku seinna. Mér fannst líka spennandi að þær væru að kenna á MAC vörur sem hafa alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér. Hvernig fannst þér námið í skólanum? Námið er skemmtilega uppsett og fjölbreytt. Kennslan er mjög góð að mínu mati og kennararnir eru hressir. Mér fannst æðislegt að fá nokkra gestakennara. Það skilar sér í því að nemendur sjá mismunandi aðferðir og áherslur hjá hverjum og einum kennara og geta því notfært sér aðferðir þeirra til að fara sínar eigin leiðir í förðuninni. Hefur námið nýst þér vel í þínu starfi sem makeup artist? Já ég hef getað nýtt mér það sem ég lærði í MOOD á vinnumarkaðinum. Ég hefði líklegast aldrei farið að vinna fyrir L‘oréal og Maybelline ef það hefði ekki verið fyrir námið hjá Mood.

Gunnhildur Birna - Makeup Artist Af hverju valdirðu MOOD ? Mig hafði mjög lengi langað að læra fagið og valdi MOOD vegna þess að mig langaði að stíla inn á að læra förðun tengda tísku, ljósmyndum og sjónvarpi. MOOD var einmitt vettvangurinn fyrir það svo að ég ákvað að láta slag standa. Hvernig fannst þér námið í skólanum? Kennslan hjá MOOD var til fyrirmyndar. Kennararnir komu úr ýmsum áttum með mikla reynslu á sínu sviði og það voru mikil forréttindi að hafa slíkar fyrirmyndir sem kennara. Ekkert vantaði upp á kennslu að mínu mati. Við vorum hvött til þess að aðstoða við verkefni og vera duglega að æfa okkur heima en til þess að ná árangri þarftu að reyna að „mastera” hlutina, það er ekki nóg að mæta bara í tímana heldur þarftu líka að læra heima. Hefur námið nýst þér vel í þínu starfi sem makeup artist? Námið hefur nýst mér mjög vel í mínu starfi sem makeup artisti en skólinn er mjög virtur sem förðunarskóli. Ég hef fengið frábær tækifæri eftir námið, en síðan náminu lauk hef ég starfað bæði í Make Up Store, sem sölustjóri Bobbi Brown, hjá Ölgerðinni (L’Oreal og Maybelline) og sem „freelance makeup artisti“ fyrir tímarit, auglýsingar (bæði blaða- og sjónvarps) og ótal einstaklinga. Ég mæli hiklaust með MOOD Make Up School.


Bjútíklíbburinn

Bjútíklúbburinn Í Bjútíklúbbnum getur þú lesið þér til um það hvað lesendum Reykjavík Makeup Journal finnst um snyrtivörur sem konur í klúbbnum voru fengnar til að prófa. Konurnar gefa nafnlausa umsögn um nokkrar snyrtivörur. Það eina sem er gefið upp er aldur þeirra. Það er von okkar að með Bjútíklúbbnum fái konur rétta mynd á þær snyrtivörur sem er fjallað hverju sinni. Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt í Bjútíklúbbnum sendu okkur línu á bjutiklubbur(hjá)reykjavikmakeupjournal.is. Healthy Mix Concealer, Bourjois Fyrir konur með meðfædda dökka bauga (sem versna ef maður er þreyttur) tekur leitin að hinum fullkomna hyljara engan enda. Ég hef prófað ótal hyljara en ekki enn tekist að finna þann eina rétta. Þessi hyljari kemst hins vegar nokkuð nærri því að vera fullkominn. Ekki of þykkur, ekki of þunnur og hylur ágætlega. Það er þægilegt að bera hann á sig og hann reyndist mér bara nokkuð vel. Mæli með honum fyrir þvottabirni eins og mig. - 26 ára

Relaxing andlits- og fótamaskar, Iroha Fótamaskinn, eða réttara sagt maska-sokkarnir slógu alveg í gegn hjá mér en þeir innihalda ekki bara mýkjandi serum sem þú nuddar vel inn í fæturnar, eftir að þú ferð úr „sokkunum“, heldur einnig piparmyntu sem hefur kælandi áhrif á fæturna sem var kærkomið á bólgnar og þreyttar tær eftir langa og stranga skólaviku. Andlistmaskinn var mjög fínn líka, góð lykt af honum og ég fann virknina fljótlega eftir að ég setti hann á mig. Maskarnir eru mjög auðveldir í notkun, þú hreinlega opnar pakkann, skellir þér í sokkana eða setur grímuna á andlitið, bíður í ca. 15 mínútur um leið og þú nýtur þess að slaka á með fæturna upp í loft. Ekkert vesen, sull eða subberí (sem er ekki verra fyrir snyrtipinna eins og mig). Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikla trú á þessum möskum áður en ég prófaði þá en ég mun klárlega kippa nokkrum með í innkaupakerruna næst þegar ég fer út í búð. - 23 ára 74


Bjútíklúbburinn

Augabrúnavax, Veet Mér fannst augabrúnavaxið frá Veet ótrúlega einföld leið til að snyrta augabrúnirnar á milli þess sem ég fer í vax eða plokkun. Það eina var að mér fannst leiðbeiningarnar ekki nógu góðar. Vaxið fannst mér ekki virka nógu vel þegar ég hitaði það jafn lengi og sagt var til í leiðbeiningunum. Mér fannst strimlarnir ekki festast nógu vel við vaxið þegar það var of heitt. Um leið og ég stytti hitunartímann þá virkaði það betur. Ég hef notað vaxið oft síðan og kem til með að gera það áfram. - 24 ára

Luxe Oil hárolía Án efa uppáhalds hárolían mín og ég hef prófað þær nokkrar. Ég á bæði olíuna sjálfa en auk þess á ég hana líka í spreyformi og ég nota þær á hverjum einasta degi. Hárið mitt er mun heilbrigðara eftir að ég fór að nota olíuna og fær yfir sig fallegan, léttan glans. - 24 ára

L’Oreal Nude Magique CC cream Anti-redness Þegar ég prófaði CC kremið frá Loréal í fyrsta skiptið þá fannst mér það frekar lélegt. Mér fannst það örlítið óþægilegt og eins að það hentaði húðinni minni bara frekar illa. Ég ákvað þó að gefa þessu annan séns og þá fór ég fljótlega að venjast því. Núna finnst mér það mjög fínt og nota það jafn mikið og ég nota BB kremið mitt sem ég held alveg svakalega mikið upp á. Það sem mér finnst þó vera betra við CC kremið er að það dregur úr roða í andlitinu sem hentar mér afar vel. - 16 ára

Shiseido - Multi Energizing Cream Æðislegt rakakrem sem bjargaði minni skraufþurru húð. Kremið er mjög þykkt og drjúgt. Ég þarf ekki að nota mikið af því í einu til að ná að setja það yfir alla húðina og því mun krukkan endast mér lengi. Af því húðin mín er svo þurr þá klæjar mig stundum í hana en mér finnst kremið ná að róa hana og gefa mér þægilega tilfinningu. Núna er húðin mín mjúk og áferðarfalleg. Ég mun án efa halda áfram að nota kremið reglulega. - 27 ára

Þið finnið fleiri umsagnir úr Bjútíklúbbnum á næstu opnum.

75


Bjútíklúbburinn

YSL - Volume Effet Faux Cils blár maskari Fyrir sumarið langaði mig í extra bláan maskara. Ég skoðaði úrvalið hjá mörgum merkjum og þessi frá YSL stóð uppúr. Liturinn er ótrúlega flottur og þó ég sé með dökk augnhár þá fá augnhárin mín, með þessum maskara, þéttan bláan lit sem umlykur öll augnhárin. Svo er maskarinn líka bara flottur, formúlan er mjög kremuð og mér finnst hún þykkja mín augnhár vel. - 24 ára

Volum’Express the Rocket, Maybelline Rocket maskarinn frá Maybelline kom mér nokkuð á óvart. Hann bæði lengir og þykkir augnhárin og lítur bara nokkuð vel út þegar hann er kominn á. Hann endist líka vel en ókosturinn við hann er sá að hann er dálítið blautur og á til að klessast aðeins. Hann helst hins vegar mjög vel á og það getur jafnvel verið dálítið erfitt að ná honum alveg af. Ég er í heildina séð bara nokkuð ánægð með hann og þetta er bara alveg hreint prýðis maskari sem ég get mælt með. - 26 ára

Clinique - þriggja þrepa húðhreinsun Það sem mér finnst mikill kostur við hreinsivörurnar frá Clinique er að það er hægt að kaupa saman hreinsipakka sem inniheldur 3 vörur; andlitshreinsi, andlitsvatn og létt rakakrem. Það sem einfaldar líka hreinsunina er að vörurnar eru merktar eftir því í hvaða röð á að nota þær. Mér fannst mjög þægilegt að nota þær og ég er sannfærð um að þær hreinsa húðina mína vel enda hef ég bara góða reynslu af þessu merki. - 26 ára 76


XXX

00


Bjútíklúbburinn

L’Oreal - Revitalift Laser Í sumar var auglýst eftir sex konum inn á Reykjavík Fashion Journal, förðunarblogg Ernu Hrundar inná trendnet.is, til að prófa nýja snyrtivörulínu frá merkinu L’Oreal sem nefnist Revitalift Laser. Línan gefur sig út fyrir það að endurbæta húðina líkt og hún hefði gengist undir laser meðferð og því var kjörið tækifæri til að fá að sjá hvort þessar heppnu konur væru sammála þeirri fullyrðingu. Revitalift Laser línan samanstendur af vörum sem eiga að skila húðinni sama árangri og lýtaaðgerð myndi gera. Konurnar fengu vörulínuna, sem inniheldur dagkrem, serum og augnkrem, senda heim til sín og stóð prófunin yfir í fjórar vikur. Þær voru beðnar um að nota eingöngu Revitalift Laser vörurnar á þeim tíma, sem prófunin stóð yfir í, og að punkta niður hjá sér hvort þær fyndu fyrir mun. Serumið, sem fer lengra inn í húðina en dagkrem, á að bera á hreina húð, á andlit og háls. Virku efnin í seruminu koma á móti virkninni í dagkreminu og saman ná þau að dekka mun stærra svæði heldur en bara ein og sér. Serumið er mjög drjúgt en það þarf einungis nokkra dropa til að dreifa yfir allt anditið. Gott er að leyfa seruminu að jafna sig á húðinni áður en dagkremið er borið á andlit og háls. Að lokum er augnkremið borið á í kringum augun en kremið er með áfastri stálkúlu sem kælir svæðið í kringum augun sem dregur úr þreytu og þrota í húðinni. Vörurnar innihalda Hyaluonic Acid en það er rakamikið efni sem fer hratt inn í húðina. Efnið vinnur í því að draga úr fínum línum á meiri hraða en önnur efni. Í vörunum er líka Pro-Xylane, sem örvar og styrkir frumur húðarinnar, en með því verður hún stinnari, mýkri og yfirborðsfallegri en áður. Með því að nota þessar vörur má búast við sjáanlegur árangri eftir fjórar vikur, fínar línur minnka, 78

húðin verður stinnari og andlitsdrættir skýrari. Konurnar voru allar sammála um það að þær myndu hiklaust kaupa sér þessa vöru aftur og eru allar nú þegar búnar að mæla með þeim við vinkonur sínar. Sumar þeirra, sem prófuðu kremið, höfðu orð á því að fínu línurnar hefðu eitthvað grynnst en ekki horfið alveg eins og auglýsingar gáfu til kynna. Ein af þeim hafði orð á því að hún væri hlutlaus um það hvort henni fyndist að fínu línurnar sínar hefðu minnkað. Hún sagðist ekki hafa þær væntingar til kremanna að aldurinn hyrfi úr andlitinu en hún sagði að húðin hefði ljómað og á þann hátt mætti segja að hún hefði yngst. Þær sáu þó sjáanlegan mun á andlitsdráttunum og fannst húðin sín stinnari.


Bjútíklúbburinn

Kremin losuðu mig við þurrk og pirring í húðinni og gerðu hana augljóslega stinnari og bjartari. Ég hef minnkað mikið að nota farða, nema þá spari, og finnst það því bjartari húð vera mikill plús. - 38 ára Það eru nokkur ár síðan ég uppgötvaði L‘oreal kremin. Var orðin þreytt á að þurfa punga út hálfum mánaðarlaununum fyrir góð andlitskrem. Vinkona mín benti mér á L‘oreal, sagði þau vera með góð krem á góðu verði. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef sem sagt lengi keypt L‘oreal þannig að ég hikaði ekki þegar ég var beðin um að prófa Revitalift Laser. Strax við fyrstu snertingu fann ég að þetta var krem sem ég myndi kaupa aftur og aftur. Yndislega mjúkt og dásamleg lykt. Um leið og ég bar það á mig (serum, krem og augnkrem) leið mér vel í húðinni. Ég kláraði skammtinn, sem dugði mér í u.þ.b. fimm vikur (notaði það kvölds og morgna). Með notkuninni fór húðin smátt og smátt að ljóma, varð bara hreinlega öðru vísi á litin (ekki vegna sólarinnar því það var hreinlega alltaf rigning á þessum tíma!). - 47 ára Eftir að hafa notað kremin í fjórar vikur þá er óhætt að segja að mig langi til að halda því áfram. Húðin er stinnari, og augnsvæðið er klárlega jafnara/stinnara. Verðið á vörunum þrem er alveg í hærri kantinum fyrir mig en þar sem ég hef séð hvað þær eru drjúgar, er ca hálfnuð með augnkremið og serumið og rúmlega hálfnuð með dagkremið, þá ætla ég að endurnýja þau. Ég var sérstaklega ánægð með augnpennann. - 38 ára Ég er í heildina mjög ánægð með vöruna. Ég hef prófað serum frá öðrum aðilum, t.d. EGF. Húðin mín þolir ekki EGF, verður rauð og bólótt, en ég finn ekki fyrir neinum slíkum óþægindum með notkun Revitalift, hvorki undan Seruminu né kremunum. Ef ég ætti að nefna einhvern galla þá er það að svitaholurnar verða síður en svo minna sjáanlegar með því að nota serumið þó svo auglýsingin taki það fram. - 40 ára Mér finnst þetta mjög góð krem, húðin er mýkri og stinnari, og dæturnar segjast sjá mun á hrukkum í kringum augun (en ég nota gleraugu og sé frekar illa ef ég tek þau niður). Ég held áfram að nota þessi krem á meðan eitthvað er eftir, mér líkar mjög vel við þau. - 61 ára Ég myndi hiklaust fá mér vörur úr þessari línu aftur og hef nú þegar mælt með Revitalift við vinkonur og mömmu. Eitt ráð að lokum sem hefur gagnast mér vel, ég set augnkremið einnig á húðina fyrir ofan efri vör og er ekki frá því að það gefi raka og fyllingu. - 40 ára

79


Hildur Ársæls

Vörkumerkjastjóri hjá L’Oreal Hildur Ársælsdóttir er vöru- og markaðsstjóri hjá L’Oreal á Norðurlöndunum og hefur umsjón með vörulínum frá franska merkinu La Roche. Hún er ein af þeim íslensku konum sem hefur komist langt í snyrtivöruheiminum. Hildur er svo sannarlega uppfull af krafti og metnaði fyrir því sem hún gerir sem sést vel á þessu stutta viðtali hér. Hvenær kviknaði áhugi þinn á förðun? „Ég hef alltaf haft rosalega mikin áhuga fyrir snyrtivörum, alveg frá því ég var lítil. Fannst voða gaman að dunda mér með snyrtivörur frá mömmu minni og systrum mínum, blanda saman mismunandi ilmi og krem til þess að útbúa mitt eigið og þá var ég ekki einu sinni orðin táningur. Svo má segja að áhuginn hafi komið frekar fljótt, en það varð ekki af alvöru fyrr en ég var 13-14 ára gömul með unglingabólur. Þá byrjaði ég að nota farða til að hylja roðann sem að fylgir 80

unglingabólum ásamt því að prófa mig áfram með ýmsum snyrtivörum sem voru fyrir óhreina húð. Þegar ég loks fann svo snyrtivörur sem að gerðu kraftaverk og mig bólulausa fór áhuginn minn á snyrtivörum að verða dýpri og þá kom sérstaklega mikill áhugi fyrir innihaldsefnum í snyrtivörum og hvernig og hvaða innihaldsefni eru góð fyrir húðina.“ Hvar lærðir þú förðun/ snyrtifræði? „Förðunarfræðingur (EMM School of Makeup – Reykjavík, Ísland). Húð- og snyrtifræðingur (Art

of style, Kolding, DK). Vöruþróun og markaðsfræði í snyrtiiðnaðinum ( FIDM, Los Angeles, USA). Og er svo á síðastu önn að læra viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti við Bifröst (fjarnám).“ Settirðu þér markmið sem hafa hjálpað þér til að komast á þann stað sem þú ert á í dag? „Ég hef alltaf sett mér há markmið og fylgt þeim eftir. Ekki að það hafi alltaf verið auðvelt að fylgja þeim, en það er rosalega mikilvægt að setja sér markmið. Hvort sem það eru fimm ára markmið eða jafnvel ársmarkmið,


Hildur Ársæls

allir ættu að hafa sér einhver markmið til að stefna að. Tilfinningin ein sem að maður fær þegar maður hefur náð góðum árangri með settum markmiðum er svo dásamleg. Í hvert sinn sem þú nærð þínum markmiðum setur þú þér önnur og svo koll af kolli sem að gerir það verkum að þú nærð langt í því sem þú tekur þér fyrir hendur.“ Á hverju byggir þú velgengni þína í snyrtivörubransanum? „Með því að gefast aldrei upp og sanka af mér eins mikilli reynslu og ég get. Það eru svo mikið af

tækifærum í kringum þig og þú ein getur ákveðið hvort þú vilt stökkva á þau eða láta einhvern annan gera það. Það kemur enginn og býður þér draumastarfið, þú þarft að vinna fyrir og leita eftir því. Eitt sem að ég tel hafa hjálpað mér mikið er að ég er rosalega ákveðin, þegar ég veit hvað ég vil þá fer ég á eftir því. Fólk vantar alltaf gott og hæfileikaríkt fólk í vinnu og ef það sér að þú ert tilbúin að vinna fyrir því og fylgja því eftir er miklu meiri möguleiki að það sé tekið eftir þér. Mikið af fólki býst við að fá draumastarfið upp í hendurnar án þess að

hafa nokkra reynslu en t.d. meðan ég var í námi í LA náði ég mér í starfsreynslu, bæði í vöruþróun og markaðsfræði, hjá þremur stórum fyrirtækjum í snyrtiiðnaðinum. Vandamálið sem fylgir því þegar maður er að ná sér í starfsreynslu er að þú færð ekkert borgað fyrir það, sem að er vandamál fyrir marga sem vilja ekki gefa vinnuna sína. En fólk er að hugsa þetta vitlaust því þú ert í raun í fríum rándýrum skóla. Starfsreynsla er tækifæri fyrir þig til að tengja námið þitt við raunhæf verkefni sem ekki 81


Hildur Ársæls

er hægt að setja verð á og er ómetanleg reynsla. Það er enginn að fara borga þér meira en hálfa milljón á mánuði þegar þú ert ekki með neina reynslu. Ég byggi alla vega mína velgengni í snyrtivörubransnaum algjörlega á þeirri reynslu sem ég hef fyrir utan námið mitt. Mér hefði líklegast aldrei verið boðið að vera partur af L’Oréal í Danmörku ef það væri ekki fyrir starfsreynslu mína hjá Ole Henriksen en þar var ég í ólaunaðri þjálfun í átta mánuði og þar af voru fjórir mánuðir fullir vinnudagar frá 9-6. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er að þegar ég sótti um starfsþjálfun þar, fékk ég neitun þar sem þeir voru ekki að leita eftir neinum. Tveimur mánuðum síðar sendi ég aftur til að athuga og þá voru þau að flytja um húsnæði og ég var beðin um að hafa samband aftur eftir einn mánuð sem ég gerði og var loks boðuð í viðtal. Seinna komst ég að því að eina ástæðan fyrir því ég fékk að koma í starfsþjálfun var út af því hversu ýtin og ákveðin ég var. Það borgar sig því að vera ákveðin og fara á eftir því sem maður vill.“ Lumarðu á einhverjum fegurðarráðum fyrir lesendur? „Hugsið vel um húðina, húðin er stærsta líffæri okkar og það fyrsta sem á sér þegar við hugsum ekki vel um okkur. Ég luma á fullt af fegurðarráðum en ef ég ætti að nefna þrjú þá væri það fyrsta að muna að 82

þrífa á sér andlitið kvölds og morgna, gefið ykkur þessar fimm mínútur því bæði þér og húðinni þinni mun líða svo miklu betur. Númer tvö er að nota ávallt dagkrem með SPF, allan ársins hring. Sólargeislarnir eru svo skaðlegir fyrir húðina, líka á litla kalda Íslandi. Númer þrjú: Ekki vera feimnar að nota makeup dags daglega, við erum prinsessur og megum gera okkur fínar á hverjum degi ef við viljum. Ég læt fylgja hér einn af mínum uppáhalds „quote” en það er frá sjálfri Estee Lauder: Beauty is an attitude. There’s no secret. Why are all brides beautiful? Because on their

wedding day they care about how they look. There are no ugly women – only women who don’t care or who don’t believe they’re attractive.” Í hverju felst vinnan þín fyrir L’Oreal? „Ég sit sem vöru- og markaðstjóri í deild sem heitir Active Cosmetic Division en þar sé ég um fjórar vörulínur (Rosaliac, Cicaplast, Kerium og Nutritic) frá franska vörumerkinu La Roche-Posay í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. La RochePosay er með breitt úrval af vörum fyrir alla sem eru með viðkvæma húð og eru þær allar unnar í samstarfi við húðlækni en vörurnar


Hildur Ársæls

án sápu, alkohól, litarefna og parabena. Er húkt á Thermal Spring Water frá La Roche-Posay, rakavatn með náttúrulegum andoxunarefnum sem að róar viðkvæma og erta húð. Elska að spraya þessu yfir andlitið á daginn, svo frískandi.

fást einungis í apótekum. Einnig sé ég um að útbúa 20% af öllu læknisfræðilegu markaðsefni fyrir húðlækna á Norðurlöndunum. Þá er ég einnig ábyrg fyrir öllu markaðsefni hjá merkinu í heild sinni sem er í gluggaútstillingum og gólfstöndum í apótekunum í Danmörku. Í ár var ég líka ábyrg fyrir öllum jólamarkaðsherferðum hjá merkinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóði.“

enda stór vinnustaður með 27 merki saman undir einu þaki. Þetta er að sjálfsögðu mjög krefjandi umhverfi og mikið ætlast til af manni en það er aftur á móti bara hvetjandi. Svo er náttúrulega æðislegt að fá að vera í svona alþjóðlegu umhverfi og vinna með fólki allstaðar að úr heiminum en dagleg samskipti eru á mili Danmerkur, Noregs, Svíðþjóðs, Finnlands og Frakklands.“

Hvernig er að vinna fyrir svona stórt fyrirtæki eins og L’Oreal? „Mér finnst það alveg frábært, það er svo mikið af ungu og hæfileikaríku fólki þarna að maður fær nýjar hugmyndir á hverjum degi

Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér? „Physiological Cleansing gel frá La Roche-Posay – æðislega létt og milt hreinsigel sem fjarlægir einnig vatnseldan farða. Er

Glænýtt serum frá Vichy, Idéalia Life Serum. Hef verið að nota það núna í rétt yfir mánuð og húðin mín alveg geislar. Þetta serum er hannað sérstaklega fyrir húð sem hefur orðið fyrir miklu stressi og áreiti frá umhverfinu eins og UV geisla, mengun, sígarettureyk og lélegu mataræði. Ég sá án gríns mun á húðinni eftir einungis viku sem gerist ekki svo oft, yfirleitt þarf maður að nota krem í tvo til þrjá mánuði til að sjá árangur. Toche Éclat eða gullpennin frá Yves Saint Laurent, algjör nauðsyn fyrir allar konur, birtir undir augnsvæðið og lætur bauga hverfa á morgnana. Nýlega kom Touche Éclat fljótandi farði líka. Ég hef verið að nota hann í sumar, hann veldur ekki vonbrigðum þannig að ég fjárfesti líklega í annarri krukku. Eina varan sem er ekki frá L’Oréal en hefur fylgt mér frá því ég var 17 ára gömul er púðrið frá Kanebo. Gæti ekki lifað án þess, fullkomin þekja og falleg áferð. Þessi vara fylgir mér hvert sem ég fer.“

83


NAglalökk

8 1

5 9

2 6

4 3 Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir 84

7

10


Haustneglur

Naglalökk

Litir breytast í takt við árstíðir. Þegar haustið tekur við breytum við oft sjálfkrafa frá því að nota sterka og áberandi liti í dekkri og dramatískari liti. Í haustlínum snyrtivörumerkjanna vöru dökkir heilir litir áberandi í takt við sanseraða ljósa liti. Mött yfirlökk voru áberandi vinsæl í sumar og því trendi hafa mörg merki svarað með því að senda frá sér sérstakar línur sem innihalda bara naglalökk með mattri áferð. Eitt af förðunartrendum haustsins er að vera með varalit í stíl við naglalakk. Við mælum sérstaklega með dökkum brúntóna litum sem smellpassa fyrir haustið. Glimmernaglalökk hafa verið áberandi síðustu misseri og þau eru það enn þá í mörgum haustlínum eins og hjá L’Oreal. Lökkin er t.d. hægt að nota á eina nögl á hverri hönd til að lífga uppá þær og að sjálfsögðu ein og sér.

12

11

1. Trafalgar nr. 657 og Nuit 1947 nr. 970 frá Dior. 2. Nail Serum, Diamond Force og Top Coat Matte frá L’Oreal. 3. Made of Steel nr. 12, Indie Rock nr. 10 og Black Honey nr. 09 frá Clinique. 4. A-Piers To Be Tan frá OPI, San Francisco. 5. Mudslide Tote nr. 212, Turquoise Temptation nr. 207 og Tanned & Ready nr 211 frá Maybelline, Color Show Vintage Leather. 6. Gris nr 38 frá YSL. 7. Destin nr 382 og Galaxie nr 992 frá Dior. 8. RocknRoll Denim nr. 844 og Sequin Explosion nr 842 frá L’Oreal, Color Riche. 9. Rose Moire nr. 593 og Mysterious nr 601, frá Chanel. 10. White Gold nr. 843 og Black Diamond nr. 840 frá L’Oreal, Color Riche. 11. Moss nr. 652, Midnight Taupe nr. 549 og Brick Shimmer nr. 465 frá Maybelline, Color Show. 12. Lunar Grey nr. 730 frá Maybelline, 85 Superstay.


Orðabók Makeup Artistans

Orðabók Makeup Artistans Förðunarfræðingar og förðunaráhugafólk eiga það til að tala bara í tæknimáli sem margir aðrir skilja ekki. Hér eru útskýringar á nokkrum orðum sem hafa kannski vafist fyrir einhverju ykkar. Matt: Áferð á snyrtivörum. Í flestum tilvikum innihalda mattar snyrtivörur sterkari litapigment en aðrar. Sanserað: Áferð á snyrtivörum sem minnir á flauel. Sanseraðir augnskuggar eru sérstaklega einfaldir í notkun og blandast auðveldlega saman. Smudge: Oft notað sem sögn að „smudge-a“. Þýðir að dreifa úr litnum svo það verði engin skörp skil sbr. setjið eyeliner meðfram augnhárunum og smudge-ið úr honum. MUA/MA: Skammstafanir sem eru oft notaðar yfir starfsheitið Makeup Artist. Cupids Bow: Svæðið í miðju efri varanna. Augnlok: Svæðið sem er á milli 86

augnhára og globuslínunnar. Globuslína: Globuslínan myndast undir augnbeininu – bogadregin lína. Oftast er talað um að augnskuggar eigi helst ekki að fara fyrir ofan globuslínuna. Augnhvarmur: Vatnslínan í augunum. Palletta: Box sem inniheldur t.d. fleiri en einn augnskugga eða varalit. Varalitur blæðir: Þá er verið að tala um að varaliturinn fari út í fínu línurnar sem umkringja varirnar þegar húðin fer að eldast. Oft er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að nota primer í kringum varirnar eða með því að setja varalitablýant undir varalitinn. BN: Stendur fyrir brand new eða glænýtt


Orðabók Makeup Artistans

BNIB: Stendur fyrir brand new in box eða glænýtt í umbúðum. Airbrush: Áferð sem kemur á húðina þegar ákveðnar tegundir förðunarvara eru notaðar. Áferðin er létt og það virðist sem húðin sé ekki með neinar förðunarvörur. Spíss: Eyeliner með spíss var einn af einkennum förðunar á 4. áratugnum. Endinn á eyelinernum sem nær út á augnlokið er kallaður spíss.

Dewy: Áferð sem kemur á húðina þegar rakamiklar snyrtivörur eru notaðar þannig að það kemur náttúrulegur glans á húðina. Primer: Snyrtivara sem undirbýr húðina fyrir farða. Í flestum tilvikum fyllir primerinn upp í ör, fínar línur og misfellur svo húðin verður slétt.

87


Nýjungar

Nýjungar Undandarnar vikur hafa verslanir fyllst af spennandi snyrtivörunýjunugm. Það er um að gera að kynna sér það sem er í boði. Hér höfum við tekið saman eina áberandi nýjung frá flestum snyrtivörmerkjunum sem eru í sölu á Íslandi, sjáið fleiri nýjungar á næstu opnum. L’Oreal - Blackbuster Eyeliner

Blautir eyelinerar hafa lengi verið vinsælir meðal íslenskra kvenna. Mjóir eyelinerpennar sem líta út eins og tússpennar eru áberandi hjá snyrtivörumerkjum en nú hefur L’Oreal þróað nýjan eyeliner sem er þykkari og býður því konum uppá að gera bæði þykkan og mjóan eyeliner. Oddur pennans er bæði stífur og stuttur svo það er auðvelt að stjórna því hver útkoman verður.

Lancome - DreamTone

Glæný snyrtivara sem leiðréttir dökka bletti, óreglulegan húðtón og litaflekki. DreamTone leitast við að gera húðina sem fallegasta svo þú getir notið þess að líða vel með fallega, ófarðaða, náttúrulega húð. DreamTone jafnar húðlitinn og eyðir dökkum tónum í húðinni t.d. roða og litablettum. Það eru fáanlegir þrír mismunandi litir, 1, 2 og 3. Þið veljið nr á kremi eftir því hvernig ástandi húðin ykkar er í. Nr. 1 er fyrir roða, nr. 2 er fyrir líflausa, gultóna húð og nr. 3 er fyrir dökk ör og litaflekki Þið berið DreamTone á hreina húð og setjið dagkrem yfir ef þið teljið það þurfa. Setjið kremið yfir allt andlitið og niður á háls. 88


Nýjungar

Bobbi Brown - Tinted Moisturiser

Létt og fallegt litað dagkrem sem gefur húðinni náttúrulega áferð. Kremið er hannað með það í huga að allar konur geti notað það en það er hægt að fá með olíu, sem hentar þá þurri húð, og án olíu, sem hentar olíumikilli húð. Einstaklega hentugt krem sem ætti að henta öllum. Litaða dagkremið frá Bobbi Brown var valið það besta í sínum flokki af snyrtivörutímaritinu Allure í september 2013. Kremið fellur vel saman við húðina og skapar jafnt og mjúkt yfirborð en með því fær andlitið frískan blæ yfir sig. Í kremunu má finna C og E vítamín en það er líka með SPF 15 og verndar því húðina fyrir skemmdum af völdum sólar.

Escada - Escecially Escada Elixir Núna í haust var kynntur nýr Eau de Parfum ilmur frá Escada sem nefnist Especially Escada Elixir en ilmurinn er hluti af Especially Escada línunni. Þessi ilmur er mun öflugri en þeir sem hafa komið áður frá merkinu. Ilmurinn, sem er innblásinn af hamingju og glæsileik, er gerður með Escada konuna í huga en hún er elegant, geislandi, kvenleg og með sjálfstraust. Austrænar rósir frá Tyrklandi setja svip sinn á ilminn og gera hann ólíkan öllum öðrum. Þessi ilmur býr yfir dulúð sem verður til með perum, ambrett fræjum og greipávöxtum. Hjarta ilmsins samastendur af tyrkneskri rís, kjarna sveskju og ferskum plómum en hann lokast með patchouli, léttum viðarnótum, kasmír og vanillu. Ilmurinn gefur okkur sama ferskleika og aðrir Escada ilmir gefa en þó með meiri dýpt, styrkleika og kynþokka en áður.

Dior - Rouge Dior Rouge varalitina frá Dior ættu margar konur að þekkja. Fyrir haustið voru þeir lítillega endurbættir. Umbúðum var breytt og nýjum litm bætt í litaflóruna sem var nú mikil fyrir. Mótunin á varalitnum sjálfum gerir það að verkum að það er mjög auðvelt að bera litinn beint á varirnar. Áferðin frá litnum er þétt svo liturinn verður sterkur og varirnar fá að njóta sín. Formúlan er mjúk sem skilar sér í mjúkum vörum. Varalitir hafa verið mjög áberandi undanfarið og vinsældir þeirra ætla greinilega ekki að minnka á næstunni. Varalitur frá Dior er því fullkominn fylgihlutur fyrir haustið. 89


Nýjungar

Clinique - Repairwear Laser Focus

Ný formúla af Laser Focus seruminu með tvöfaldri virkni sem er hannað með það í huga að minnka sýnileika fínna lína. Serumið vinnur í því að draga fram unglega glóð húðarinnar auk þess að lagfæra skemmdir í húðinni sem hafa komið af völdum sólar. Serumið skilar árangri sem má segja að líkist því næst að fara í laserviðgerð á húðinni, eins og viðgerð í flösku. Serumið er borið á hreina húð áður en þið setjið á ykkur rakakrem. Serumið nær að fara lengra inn í húðina en venjuleg krem svo með því að nota það undir krem fáið þið ennþá meiri og betri virkni sem skilar sér betri niðurstöðum fyrr en venjulega. Serumið er létt og þið þurfið einungis nokkra dropa yfir allt andlitið og hálsinn. Laser serumið frá Clinique mýkir, endurnærir og bætir húðina.

Biotherm - BB cream

Einstaklega létt BB krem sem hentar vel fyrir unga húð og þá sérstaklega þurra húð þar sem kremið gefur húðinni góðan raka. Áferðin frá kreminu er létt en gott er að bera kremið á með höndunum svo það aðlagist húðinni betur. Þið finnið samstundis fyrir frískleika í húðinni þegar þið berið kremið á ykkur. Þetta krem er sniðugt fyrir ungar stelpur sem langar að byrja að mála sig.

Shiseido - Ibuki snyrtivörulína

Þegar kemur að kremum þá er oftast mesta samkeppnin á milli snyrtivörumerkjanna um hver býður upp á besta hrukkukremið. Shiseido hefur að undanförnu verið að þróa nýjar húðvörur fyrir unga húð eða þær sem þurfa ekki á virkni að halda. Ibuki línan leggur áherslu á að byggja upp góðar varnir gegn utan að komandi áhrifum eins og útfjólubláum geislum sólar. Línan byggir upp mikinn raka í húðinni, styrkir hana svo hún fær heilbrigt útlit. Í línunni verða m.a. fáanleg rakakrem, augnkrem og hreinsivörur. 90


Nýjungar

Marc Jacobs - Honey

Marc Jacobs ilmirnir hafa á stuttum tíma orðið gríðarlega vinsælir. Hönnuðurinn fylgir nú ilmunum eftir með því að gefa frá sér línu af förðunarvörum í samstarfi við Sephora. Þó sú lína sé ekki væntanleg hingað til lands í bráð þá var að bætast við nýr ilmur í sölu. Honey ilmurinn er einstaklega léttur og þægilegur og verður eiginlega ávanabindandi. Eins og með fyrri ilmvötnin frá Marc er mikil vinna lögð í flöskuna sem er sannkallað listaverk og maður vill helst bara stilla því upp til sýnis fyrir gesti. Ilmurinn er léttur ávaxtailmur með perum og mandarínum í toppnótum, ferskjum, apríkósum og hunangsnótum í miðjunni en hjarta ilmsins er hunang, vanilla og mjúkir viðir.

YSL - Babydoll mascara

Nýr maskari frá YSL sem magnar upp aunghárin eftir eina umferð. Maskarinn ýtir augnhárunum upp, lengir þau og mótar og heldur þeim eins allan daginn. Maskarinn kemur með gúmmíbursta svo það er auðveldara að móta augnhárin. Gúmmíhárin á greiðunni eru stíf svo greiðan kemst auðveldlega í gegnum öll augnhárin og nær að þekja þau með formúlunni frá rót til enda. Einnig tryggir formúlan að engir klumpar myndast á augnhárunum. Útkoman eru flott, löng augnhár sem haldast eins allan daginn. Maskarinn er fáanlegur í svörtu, brúnu, bláu og fjólubláu.

Calvin Klein - Downtown

Fyrir haustið kynnti Calvin Klein fágaðan og þæginlegan ilm. Ilmurinn er Eau de Parfum og er gerður fyrir fágaða, einstaka konu með smá „attitude“. Ilmurinn einkennist af ýmsum tónum eins og ferskum perum, vatnskenndum plómum, gardeníum, sedarviði og bleikum piparkornum. Konan sem notar Downtown ilminn skilur eftir sig yfirlýsingu um sjálfstraust. 91


Nýjungar

Maybelline - Big Eyes Volum’Express mascara Tvöfaldir maskarar voru mjög vinsælir fyrir nokkrum árum síðan. Maskararnir voru þá venjulega með hvítri næringu öðrum megin og svörtum lit hinum megin. Maybelline var að senda frá sér nýjan tvöfaldan maskara, Big Eyes, en nú er greiða fyrir efri augnhárin í öðrum endanum og minni greiða fyrir neðri augnhárin í hinum endanum. Maskarinn býður þér upp á að móta augnhárin, lyfta þeim og greiða frá augunum en þá virðast augun stærri. Með minni burstanum getur þú komist auðveldlega að neðri augnhárunum og þarft ekki að hafa áhyggjur af því að maskarinn smitist á húðina undir augnhárunum. Maskarinn er fáanlegur í svörtu.

Chanel - le jour, le nuit, le weekend 3 einstakar vörur sem er ætlað að endurstilla og samhæfa húðina. Vörurnar eru þróaðar með allar konur í huga og er sérstaklega litið til álagsmikils lífs og ósamhæfð lífstakts. En nútímalífstíllinn sem inniheldur t.d. álag og óreglulegan tímaramma getur dregið úr samhæfingu húðar og valdið ójafnvægi. Vörurnar 3 búa yfir 3 mismunandi formúlum sem innihalda 3 hnitmiðuð virk efni. Le Jour er notað á hreina húð á hverjum morgni undir aðrar húðvörur, kremið lífgar uppá húðina svo hún geislar yfir daginn. Le Nuit er notað á hreina húð á kvöldin undir aðrar húðvörur, það hjálpar húðinni að slaka á og hvílast yfir nóttina. Það sefar húðina og inniheldur viðgerðareiginleika svo hún verður endurnærð morguninn eftir. Le Weekend kremið er notað eitt og sér 1-2 daga í viku kvölds og morgna. Kremið leitast við að næra og undirbúa húðina fyrir vinnuvikuna framundan.

Sensationail - Gelnaglalökk í nýjum litum Í sumar komu í sölu ný tegund af gelnaglalökkum hér á Íslandi. Sensationail naglalökkin endast í alltað tvær vikur. Þegar lökkin eru sett á er nauðsynlegt að nota hitalampa en hann er hægt að fá ásamt yfir og undirlökkum og einum lit af naglalökkunum í svokölluðum startpakka.Nýjir litir bættust við í litaflóruna nú í haust og fleiri eru væntanlegir. 92


Nýjungar

MAC - Lightful snyrtivörulína

Ný húðlína sem er sérstaklega gerð með konur sem eru með slappa húð í huga. Línan inniheldur fjórar mismunandi vörur; Lightful Cleanser, Lightful Essence, Lightful Softening Lotion og Lightful Moisture Créme. Allar vörurnar innihalda Marine-Bright formúlu sem vinnur á óvelkomnum litum í húðinni og smám saman birtir yfir húðinni, hún nærist vel og andlitsdrættirnir verða skýrari. Vörurnar verja húðina fyrir utanaðkomandi áhrifum svo hún verður sterkari, áferðafallegri og ljómandi.

Hugo Boss - Jour pour femme Nýr ilmur frá Hugo Boss sem passar vel með Nuit ilminum frá merkinu sem kom út á síðasta ári. Topptónn ilmsins eru sítruskeimur greipávaxtarblóms og límónu. Í hjarta ilmsins eru það blómanótur sem taka við, fresía, dalalilja og geitatoppur (honeysuckle). Í grunninum eru það dýpri tónar – hvítt birki og kremkennt raf með þeir eiga að endurspegla hinn kvenlega styrk sem við búum allar yfir. Ilmurinn er sérstaklega frískandi og hann býr yfir þeim einstaka eiginleika að fylla mann af krafti fyrir daginn. Þess vegna er frábært að spreyja honum á sig á morgnana og byrja daginn af mikill orku með æðislegum ilmi. Gwyneth Paltrow er andlit ilmsins hefur þetta að segja um ilminn: „BOSS JOUR Pour Femme er bjartur, fallegur og ferskur ilmur – sem kemur manni í gott skap. Það er eitthvað svo ljúft og gleðilegt við ilminn, hvernig hann hressir og gefur orku. Þetta er yndisleg leið til að byrja daginn“

SP Luxe Oil - hárvörur Hárolíur hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið en þær eru fáanlegar hjá mörgum merkjum. Með tilkomu olíanna gefst ykkur kostur á því að gefa hárinu mikla mýkt svipaða og hárið fær þegar þið farið í klippingu á hárgreiðslustofur. Wella sendi frá sér Luxe Oil hárolíuna á síðasta vetur og nú hefur hefur merkið komið með vörulínu til að fylgja henni eftir. Línan inniheldur, sjampó, djúpnæringu, „leave in“ næringu og hárolíu sem er hægt að nota bæði í blautt og þurrt hár. Vörurnar innihalda arganolíu og saman gefa þessar vörur hárinu þínu áhrifaríka meðferð sem byggir upp hárið með áherslu á verndun keratíns.

93


Nýjungar

Smashbox - Fade to Black

Fyrir haustið þá koma flest snyrtivörumerki með fallegar haustlínur sem einkennast oftast af snyrtivörum í dekkri tónum. Fade to Black línan frá Smashbox inniheldur tvær æðislegar augnskuggapallettur sem innihalda sjö mismunandi augnskugga en með þeim er hægt að leika sér og gera alls konar augnfarðanir. Þá inniheldur línan tvo augnskuggablýanta sem auðvelt er að dreifa yfir augnlokið til að gefa augunum smoky áferð. Einnig eru tveir nýjir litir af varalitum sem smellpassa við aðrar vörur í línunni. Smashboxvörurnar eiga það allar sameiginlegt að vera þróaðar með það í huga að henta fyrir myndatökur. Með því að nota Smashbox vörurnar eruð þið því alltaf tilbúnar í myndatökur.

Make Up Store - tinted day creme

Dags daglega er nauðsynlegt fyrir húðina að fá góðan raka. Þetta á við um allar húðtegundir. Auk þess viljum við gefa húðinni fallegan og jafnan lit. Þess vegna er upplagt að nota litað dagkrem. Lituð dagkrem er hægt að nota ein og sér eða undir farða ef þið viljið fá meiri þekju. Í lok sumarsins kom nýtt litað dagkrem frá Make Up Store en dagkremið gefur húðinni raka og fallegan og góðan lit. Formúla kremsins er þétt og það er greinilegt að það er uppfullt af góðum raka.

OPI - San Francisco

Vetrarlínan frá OPI er innblásin af borginni San Francisco. Það eru ekki bara nöfnin á lökkunum sem minna á hana heldur eru litirnir sjálfir innblásnir af kennileitum borgarinnar. Línan býður upp á naglalökk í mörgum mismunandi litum og þremur mismunandi áferðum. Það eru þéttir litir, lökk með shimmer áferð og lökk með sandáferð. 94


Nýjungar

Estée Lauder - Advanced Night Repair

Advanced Night Repair Synchronized Recovery Complex II er endurbætt útgáfa af upprunalega Advanced Night Repair seruminu. Advanced Night Repair serumið er eitt mest selda serumið í heiminum. Það er einungis búið að endurbæta formúlu serumsins svo það skili betri niðurstöðum fyrr fyrir húð þess sem notar það. Seruminu er ætlað að mýkja húðina, gefa henni raka, styrkja hana og jafna húðlitinn auk þess sem það byggir upp varnir gegn öldrun húðar og berst á móti fínum, óvelkomnum línum. Frábær vara sem hentar konum sem vilja bæta ástand húðarinnar sinnar.

Giorgio Armani - Sí Glænýr eau de parfum ilmur frá Giorgio Armani. Ilmurinn er fágður, öflugur og mjúkur allt á sama tíma, ilmurinn endist vel á húðinni og örvar skilningarvitin. Í tilefni af komu ilmsins var Cate Blanchet ráðin sem andlit ilmsins, en ástralska leikkonan hefur lengi verið aðdáandi Armani svo það kom fáum á óvart þegar samstarfið var opinberað. Sí ilmurinn er bæði kryddaður og sætur sem einkennist af undirliggjandi vanillukeim.

Guerlain - varaglos og neglur í stíl

Eitt af aðaltrendum haustsins er að vera með varalit í stíl við naglalakkið. Þetta trend er að koma aftur í tísku en síðast þegar það var áberandi þá hættu konur sér varla út úr húsi án þess að vera með neglur og varir í stíl. Núna nýlega kom Gurlain með nýja liti í naglalökkum og glossum, litum sem eru eins svo konur geta verið með gloss og naglalakk. Bæði glossin og naglalökkin gefa frá sér þétta og fallega glansandi liti. Þar sem glossin gefa frá sér þéttan lit má nota þau til að móta varirnar. Glossin innihalda olíur og steinefni sem gefa vörunum góðan raka og mýkt. Naglalökkin eru með endurnýjaðri formúlu sem styrkir og mótar neglurnar og sléttir yfirborð þeirra um leið og þau gefa flottan lit. 95


XXX

Reykjavík Makeup Journal

21. október 2013 Útgefandi: Erna Hrund Hermannsdóttir - ernahrund(hjá)reykjavikmakeupjournal.is Hönnun og uppsetning: Erna Hrund Hermannsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson Prófarkalestur: Þóra Magnea Magnúsdóttir Allur réttur áskilinn

00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.