Reykjavík Makeup Journal
Hátíðarfarðanir | Jólagjafahugmyndir | Leyndarmál Makeup Artistans | Saga Eyelinersins | Nýjungar | Förðunarsýnikennslur | Snyrtibuddan | Förðunarburstar | Marilyn Monreo & Chanel
"ÉG VIL ENGA MÁ
AUKIÐ UMFANG EINSTÖK NÁKVÆMNI
AUGNHÁR FYRIR AUGNHÁR
NÝJUNG
MASKARI SEM GEFUR HVERJU AUGNHÁRI AUKIÐ UMFANG HÁMARKS NÁKVÆMNI SÉRSTAKLEGA HANNAÐUR GÚMMÍBURSTI MEÐ MÖRGUM MJÚKUM HÁRUM SEM FANGAR HVERT AUGNHÁR MEÐ HÁMARKSNÁKVÆMNI.
ÁLAMIÐLUN – ÉG VIL FÁ ALLT." Eva Longoria.
MÖGNUÐ ÁHRIF KOLSVÖRT FORMÚLA
Því þú átt það skilið.
Gerviaugnhár voru notuð við ljósmyndunina.
08
Hátíðarlínur
16
Jólagjafahugmyndir
22
Rauður
28
Gerviaugnhár: sýnikennsla
30
Snyrtibuddan
34
Jólagjafahugmyndir
40
Nýtt andlit Chanel no 5
42
Myndaþáttur: Hátíðarfarðanir
50
Hátíðarfarðanir: sýnikennslur
79
Leyndarmál Makeup Artistans
82
Hátíðarkrullur
84
Reykjavík Makeup School
90
Burstarnir mínir
96
Jólagjafahugmyndir
102
Hátíðarneglur: sýnikennslur
106
Eyeliner
112
Heiðar Snyrtir
116
Nýjungar
www.dior.com
Leiðari
Frá ritstjóra með mér. Úr varð að við ákváðum að gera sýnikennslur að hátíðarförðunum frá flestum merkjum sem fást í snyrtivörudeild Hagkaupa. Samtals eru þetta sjö mismunandi lúkk og ég er hæstánægð með þau. Ég valdi það að hafa eina fyrirsætu til að sýna ykkur hvernig hægt er að breyta einni manneskju með mismunandi litum og áherslum í förðun. Með því að fara í samstarf við eina verslun vildi ég spara ykkur sporin og einfalda innkaupin töluvert. Svo ef ykkur líst vel á einhverja förðun þá þurfið þið ekkert annað en að kíkja í snyrtivöruverslun Hagkaupa þar sem þið fáið allt sem þið þurfið í lúkkið.
Þegar ég ákvað að láta verða af því að gefa út Reykjavík Makeup Journal gat mig ekki órað fyrir þessum stórkostlegu viðbrögðum sem blaðið átti eftir að fá. Eftir aðeins fyrsta tölublaðið er litla tímaritið mitt með rúmlega 15.000 lesendur en þeim fer fjölgandi með hverjum deginum. Ég er ótrúlega þakklát þessum frábæru móttökum sem eru bara hvatning fyrir mig að halda áfram og að reyna að gera betur og betur. Nú styttist í hátíðirnar og í staðinn fyrir að koma með hugmyndir að gjöfum handa öðrum ákvað ég að koma með hugmyndir að gjöfum handa ykkur sjálfum. Nokkrar jólagjafahugmyndir fá þó að fljóta með fyrir ykkur sem eruð seinar með innkaup eins og ég. Sjálf pæli ég mikið í því hvernig ég ætla að farða mig fyrir hátíðirnar og mig langaði að koma með fullt af hugmyndum fyrir ykkur að hátíðarförðunum. Ég ákvað því að hafa samband við Hagkaup og athuga hvort þeim langaði ekki að gera eitthvað skemmtilegt
Efni blaðsins tengist allt hátíðunum sem eru framundan. Ég vona svo sannarlega að ykkur lítist jafn vel á annað tölublað Reykjavík Makeup Journal og það fyrsta. Ég hafði planað að hafa þetta blað örlítið minna en það síðasta þar sem tíminn á milli blaðanna var mun styttri en ég hafði áætlað. En þetta blað er alveg jafn veglegt og það fyrsta og ég er eiginlega furðu lostin yfir því að mér hafi tekist þetta. Því miður hafði ég þó ekki tök á því að vera með Bjútíklúbbinn í þessu blaði þar sem það var of stuttur tími fyrir konur að prófa vörur fyrir mig á milli tölublaða. Bjútíklúbburinn mætir aftur í næsta tölublaði. Að lokum hvet ég ykkur að fylgjast með blogginu mínu, Reykjavík Fashion Journal á trendnet.is, núna í desember þar sem fullt af sýnikennslum og skemmtilegu efni tengdum hátíðunum mun einkenna færslurnar framundan. Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og þakka fyrir frábærar viðtökur á árinu sem er að
líða.
Erna Hrund Hermannsdóttir ernahrund@reykjavíkmakeupjournal.is
06
Snyrtibudda ritstjóra
Í snyrtibuddu ritstjóra 4.
7. 8.
2.
1.
3.
5.
6.
9.
1. Stippling Brush frá Real Techniques - sá förðunarbursti sem ég nota mest. 2. Shisedo Sheer and Perfect foundation - léttur farði sem ég nota daglega yfir BB krem til að fá meiri þekju og ljóma. 3. Nip+Fab hreinsikrem - æðislegur og frískandi hreinsir á frábæru verði. 4. True Match hyljari frá L’Oreal - hyljarinn sem hylur alla mína galla. 5. Talk That Talk varalitur úr RiRi <3 MAC línunni 6. Dream Touch Blush náttúrulegur kremkinnalitur frá Maybelline 7. Eye Brightening maskari frá Smashbox - maskari sem inniheldur bláar litaagnir svo það birtir yfir augunum. 8. Varasalvi er nauðsynlegur til að næra varirnar í frostinu. 9. BB kremið frá Elizabeth Arden.
07
Hátíðarlínur
Hátíðarlínur snyrtivörumerkjanna Fyrir jólin senda mörg snyrtivörumerki frá sér sérstakar hátíðarlínur. Vörurnar koma í takmörkuðu upplagi og yfirleitt koma þær bara einu sinni og hverfa svo jafn snögglega og hátíðirnar. Hér eru nokkrar skemmtilegar hátíðarlínur sem eru annað hvort komnar eða rétt ókomnar í verslanir.
08
Hátíðarlínur
MAC - Divine Nights Jólalínunni frá MAC er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu. Í ár nefnist línan Divine Nights en henni eru margar mjög fallegar vörur. Glamúr einkennir vörurnar í ár en þær eiga það allar sameiginlegt að vera með sterkum litapigmentum sem skilar sér í fallegum förðunum. Förðunartrend 6. áratugarins hafa verið áberandi núna í haust og með þessum vörum er auðvelt að gera flotta förðun innblásna af áratugnum. Auk þessarar línu koma líka tvær aðrar línur. Stroke of Midnight línan inniheldur flott förðunarvörusett sem koma öll í mjög flottum umbúðum. Það eru til nokkrar mismunandi samsetningar af settum. Svo er það Nocturnals línan sem inniheldur sett af fjórum eins vörutegundum í nokkrum mismunandi litum.
L’Oreal - Million Carats Hátíðarlínan frá L’Oreal er kannski ekki sú stærsta en hún inniheldur fjórar nýjar vörur. Það eru tveir maskarar sem eru báðir Million Lashes maskarar. Annar þeirra er svartur en formúlan inniheldur örfínar gullagnir sem koma skemmtilega út á augunum eftir að maskarinn er settur ár. Hinn maskarinn er „top coat“ maskari sem er hægt að nota til að gefa augnhárunum smá extra glans. Maskarinn er glær en hann inniheldur hvítar glimmeragnir sem koma ótrúlega vel út á augnhárunum og gefa þeim smá extra glans. Auk maskaranna komu tveir nýir litir af naglalökkum sem innihalda glimmeragnir eins og maskarinn. Með þessum vörum og öðrum vörum frá L‘Oreal er svo sett saman flott hátíðarlúkk.
09
Hátíðarlínur
Smashbox - Wondervision Fyrir jólin kemur Smashbox með mjög skemmtilega og veglega hátíðarlínu í sölu. Eins og á við um allar vörurnar frá merkinu þá eru þær þróaðar í ljósmyndastúdíóum til að gefa fullkomna förðun fyrir myndatökur. Hver vill ekki vera viss um að hátíðarmyndirnar heppnist vel. Línan inniheldur þrjár mismunandi augnskuggapallettur sem innihalda sex augnskugga hver. Með pallettunum fylgja Full Exposure maskarinn og svartur eyeliner. Svo þið getið keypt sett frá merkinu sem inniheldur vörur til að gera flotta augnförðun. Eins og á við um allar augnskugga frá merkinu þá fylgja þeim leiðbeiningar um hvernig þið getið notað vörurnar til að setja saman flott lúkk. Auk þess kemur gjafasett sem inniheldur fimm mismunandi liti af varaglossum. Ef einn liturinn smellpassar kannski ykkar förðun þá getið þið laumað hinum fjórum í jólapakka til hinna skvísanna í fjölskyldunni eða vinahópnum. Þá kemur ferðapenslasett frá merkinu sem smellpassar í töskuna.
OPI - All I Want for Christmas Þetta er í annað árið í röð sem OPI leitar til söngkonunnar Mariah Carey við gerð á jólalínu merkisins. Línan inniheldur samtals 18 mismunandi naglalökk, þar af eru sex lökk sem eru með sandáferð. Þau naglalökk kallast Liquid Sand en það eru naglalökk sem eru með mattri og grófri áferð sem minnir á sand. Oftar en ekki eru lökkin með léttri glimmeráferð. Rauðir litatónar einkenna naglalökkin sem er mjög hátíðlegt en lökkin með sandáferðinni skera sig frá hinum sérstaklega þegar kemur að litunum. Ásamt línunni kemur gjafakassi sem inniheldur þrjú „míní“ lökk úr Liquid Sand línunni. Línan er mjög falleg og hátíðleg. Þið finnið sýnikennslu með naglalökkum úr línunni í blaðinu.
10
Hátíðarlínur
Make Up Store - Moscow Þessi hátíðarlína, ólíkt flestum hinum, leggur ekki mikla áherslu á hefðbundnar jólafarðanir. Alla vega er það ekki að sjá á förðunarlúkkinu sem er sýnt í auglýsingaefni fyrir hana. Vörurnar leyna engu að síður á sér en þær eru í fallegum, brúntóna litum sem henta að sjálfsögðu hverjum sem er. Augnskuggarnir er í fallegum dökkum brúnum litum og dökkur, rauðbrúnn varalitur er paraður við varirnar. Kopargylltur glimmer eyeliner fylgir línunni en hann er fullkominn til að poppa upp á hvaða augnförðun sem er. Liturinn á eyelinernum ætti að passa langflestum augnlitum en hann er án efa flottastur með bláum augum þar sem orange tónar ýkja bláan lit í augum. Eyelinerinn væri hægt að nota einan og sér eða yfir svartan eyeliner.
Bobbi Brown - Old Hollywood Vörurnar í hátíðarlínu Bobbi Brown eru alveg í takt við nafn línunnar. Vörurnar einkennast af glamúr og elegans. Línan inniheldur meðal annars ofboðslega flotta augnskuggapalletu með brúnum og svörtum tónum. Bobbi Brown er einstaklega hæfileikarík þegar kemur að því að gera fallega augnskugga og raða þeim saman í pallettur. Augnskuggarnir hennar eru hugsaðir þannig að þeir ættu að henta öllum konum. Línan inniheldur líka fallega kremaugnskugga sem koma í stifti eins og pennar. Nýjungin sem kemur með línunni er eyeliner tússpenni sem er fagnaðarefni fyrir margar konur. Einnig verða fáanleg varalitagloss og naglalökk í flottum glamúr litum og eldrauður varalitur sem er auðvitað ómissandi yfir hátíðirnar.
11
Hátíðarlínur
Chanel Eins og á við um langflestar förðunarlínur sem koma frá þessu flotta tískuhúsi er alltaf beðið eftir hátíðarlínunni með mikilli eftirvæntingu. Tískuhúsið er þekkt fyrir að gera virkilega fallegar snyrtivörur og í hátíðarlínunni leggja þeir áherslu á brúna og rauða tóna. Í línunni kemur augnskuggapalletta sem inniheldur fimm mismunandi augnskugga sem hægt er að leika sér. Auk þess koma tveir stakir augnskuggar í týpunni Illusion D’Ombre. Þetta eru augnskuggar sem eru með sérstaklega sterkum litapigmentum en þeir gefa kremaða og þétta áferð á augnlokin. Kremaugnskuggana er hægt að nota eina og sér eða undir púðuraugnskugga til að ýkja litinn. Metal áferð er ríkjandi í litum sem einkenna förðunarvörur línunnar. Blautur eyeliner er í flottum koparlit og „Top Coat“ maskarann, með koparbrúnni formúlu, er hægt að nota til að poppa upp á einfalda augnförðun. Einnig inniheldur línan kinnalit, púður og eins og flesta hátíðarlínur ársins rautt naglalakka og rauða varaliti.
12
Bourjois
Líkt og hjá L’Oreal samanstendur hátíðarlúkkið af nokkrum vörum sem eru nýkomnar í úrval hjá merkinu. Nýlega bættust svo við flottir kremaugnskuggar sem gefa augunum þéttan lit og flotta metal áferð. Kremaugnskuggar eru sérstaklega einfaldir í notkun og það liggur við að það sé nóg að stimpla þeim á augnlokin með fingrunum. Þið getið bæði blandað ólíkum litum af augnskuggunum saman eða blandað þeim saman við púðuraugnskuggana. Auk augnskugganna komu eins konar varalita vaxlitir. Litirnir gefa mjög þéttan og sterkan lit en mjúka og þægilega áferð. Áferðin á litunum minnir á gloss eða varasalva en útkoman minnir á varaliti. Að lokum kom svo hátíðarnaglalakk sem er þétt silfrað glimmernaglalakk sem gefur þétta áferð af glimmeri. Lakkið endist vel og lengi og það er auðvelt að fjarlægja það ólíkt mörgum öðrum glimmernaglalökkum.
Xxx
bobbibrown.com
HOLLYWOOD GLAM Ný hátíðarlína frá Bobbi Brown. Komdu og kynntu þér það nýjasta í förðun.
Haustlínur
Haustlínur snyrtivörumerkjanna Því miður þá fáum við ekki jólalínur frá öllum merkjum til landsins. Oft er ástæðan sú að við fáum stundum haustlínurnar seinna en önnur lönd og því tekur því stundum ekki að taka inn sérstakar hátíðarlínur. Við tókum saman nokkrar haustlínur sem falla undir þetta og aðrar sem eru bara virkilega flottar og því þess virði að nefna.
Lancome - L’Absolu Désir Haustlúkkið frá Lancome snýst um hinn fullkomna varalit. Þetta flotta franska snyrtivörumerki sendi frá sér línu sem einkennist af einstökum varalitum í gullfallegum umbúðum sem bera myndir af kennileitum Parísar. Mikil vinna var lögð í að gera þessa tímalausu varaliti en þeir gefa þeirri konu sem notar þá elegans. Auk varalitanna kom ljómapúður með í línunni en púðrið er hægt að nota í skyggingar og til að gefa húðinni ljóma. Að sjálfsögðu fylgja svo línunni falleg naglalökk í haustlitum. Fyrirsætan Kate Winslet, sem er eitt af andlitum Lancome, er andlit línunnar en tímalaus fegurð hennar smellpassar hugsuninni á bakvið vörurnar.
14
Haustlínur
Dior - Mystic Metallics Haustlína Dior nefnist í ár Mystic Metallics. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur línan fallega liti með metallic áferð. Metallic augu eru eitt af förðunartrendum haustsins eins og kom fram í síðasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal. Í línunni eru fáanlegar tvær mismunandi augnskuggapallettur sem innihalda fimm mismunandi liti. Dior palletturnar eru alltaf jafn flottar en þessar eru ennþá flottari þar sem það er búið að gera flott mynstur í pigmentin. Auk pallettanna komu þéttir augnskuggar sem kallast Fusion Mono.
YSL Auglýsingarnar fyrir haustlínuna frá Yves Saint Laurent voru þær fyrstu þar sem breska fyrirsætan Cara Delevigne sat fyrir sem andlit merkisins. Línan einkennist af áberandi björtum litum í takt við fallega náttúrulega tóna. Línan var innblásin af litum sem einkenna ljósadýrð evrópskra. Tvær augnskuggapallettur eru fáanlegar en báðar innihalda þær fjóra mismunandi liti sem hægt er að nota þurra en einnig er hægt að bleyta upp í þeim til að fá sterkari liti. Kampavínslitaður eyeliner er nú fáanlegur með línunni en eingöngu í takmörkuðu upplagi en það má t.d. nota hann með dökkri augnförðun til að lýsa hana örlítið upp eða jafnvel undir augun til að gefa þeim meiri ljóma. Varalitir eru ómissandi partur af förðunarlínum haustsins og frá YSL komu fjórir mismunandi litir sem einkennast af sterkum litapigentum. Auk þeirra komu tveir litir af varablýöntum með, tveir mismunandi kinnalitir og þrír litir af naglalökkum.
15
Jólagjafahugmyndir
Fyrir konuna sem á allt Það getur verið vandasamt að velja gjafir fyrir konur sem eiga allt sem þeim langar í. Það er því um að gera að reyna að velja snyrtivörur sem eru annað hvort glænýjar eða þekktar fyrir að virka vel. Hér höfum við sett saman vörur sem flokkast einmitt undir báða þessa flokka. Konur geta aldrei átt nóg af góðum ilmvötnum og margar breyta um ilm eftir því í hvaða skapi þær eru. Þá er um að gera að eiga gott úrval. Vörurnar frá Elizabeth Arden eru þekktar fyrir að vera gæðamiklar vörur sem alltaf er hægt að treysta á og Laser kremin frá L’Oreal koma ótrúlega vel útúr öllum prófunum.
DKNY epli ávaxtakenndur dömuilmur - Clinique Comfort on Call rakakrem - Elizabeth frá Chanel - Smashbox Photo Finish Color Correcting Primer - Shiseido Gold Elixir ilm Dior dömuilmur - Dolce & Gabbana Pour Femme Intense ilmvatn - Diorshow Iconic Ov Mademoiselle Ricci dömuilmur frá Nina Ricci - Skin ilmvatn frá Clean - Kælandi augn mest verðlaunaðasta BB krem í heiminum - Guerlain TerraCotta Four Seasons sólarpúð Scintillantes varagloss frá Chanel litir Surprise nr 162 og Pink Teaser nr 142 - Augnsku Liberator glænýr farði frá YSL - Lash Queens maskari frá Helenu Rubinstein.
16
Jólagjafahugmyndir
Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
h Arden Green Tea Bodylotion og Shower gel í stórum umbúðum - Les Beiges púður mur sem smellpassar í töskuna - Clinique gjafakassi sem frábærar húðvörur - Miss vercurl glænýr maskari frá Dior - Augnskuggapalletta frá L’Oreal E4 Marron Glace nserum frá Clinique - Coco einstakur dömuilmur frá Chanel - BB kremið frá Garnier, ður - L’Oreal Revitalift Laser gjafakassi sem inniheldur dagkrem og serum - Lévres uggaduo frá Guerlain Teo Parisian nr. 06 - J’Adore Dior klassískur dömuilmur - Youth
17
Jólagjafahugmyndir
Fyrir konuna sem á skilið dekur Það er eiginlega erfiðara að segja hvaða kona á ekki skilið dekur því við eigum það allar. Hér höfum við valið saman dásamlegar snyrtivörur sem allar konur væru til í að finna undir jólatrénu sínu í ár. Flottar augnskuggapallettur eru klassísk gjöf og palletturnar frá Chanel og Dior eru ekki bara flottar heldur eru umbúðirnar einstakar. Glæný ilmvötn í bland við klassíska ilmi eins og Chanel no 5 og frábærar hreinsivörur frá YSL til að dekra við húðina eru meðal þess sem þið sjáið hér. Fyrir jólin gefst konum svo einstakt tækifæri til að prófa glæný krem frá L’Oreal, Age Perfect Cell Renaissance sem eru ekki fáanleg í stykkjatali fyr en á næsta ári.
Dior Exstase maskari - Modern Muse nýr dömuilmur frá Estée Lauder - Valentino blóm Chanel no 5 klassískur dömuilmur - Dior naglalakk með metal áferð litur Galaxie nr. 9 Lauder Advanced Night Repair serum fyrir húðina og Advanced Night Repair serum fyr - Nýr þykkingarmaskari frá Guerlain Cils D’Enfer Maxi Lash - L’Oreal gjafakassi sem in Tea Body Cream - Nip+Fab Stilletto Fix - Chanel augnskuggapalletta litur Variation nr. Cleansing Fix - Shiseido Bio Performance rakakrem - YSL Rouge Pur Couture Vernis va
18
Jólagjafahugmyndir
r Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
mkenndur dömuilmur - Augnskuggapalletta frá Dior litur Constellation nr. 864 992 - Top Secrets hreinsivörur frá YSL Cleansing Oil in Gel og Cleansing Milk - Estée rir augun - Glænýr dömuilmur frá Shiseido Gold Elixir einungis í takmörkuðu upplagi nniheldur dag- og næturkremin Age Perfect Cell Renaissance - Elizabeth Arden Green . 37 - Augnförðunarsett úr hátíðarlínu Smashbox Wondervision - Nip+Fab Deep aralitagloss litur Fuchsia Dore nr. 14 - Glænýr dömuilmur frá Giorgio Armani Sí.
19
Jólagjafahugmyndir
Fyrir unga töffarann Þessar vörur eru settar saman fyrir unga töffara sem hafa sterkar skoðanir á útliti. Þetta eru klassískir og góðir herrailmir sem unga kynslóðin ætti að kannast við. Góðar hreinsivörur eru nauðsynlegar fyrir alla til að hjálpa húðinni að losa sig við óhreinindi sem eru í kringum okkur. James Bond gjafakassinn slær þó öl met en þar fylgja flottir ermahnappar með Signature 007 ilminum og sturtugel.
Biotherm Homme Cleansing Gel - Biotherm Homme Aquafitness Shower Gel - 007 gja Hugo Boss Red - Puma gjafakassi sem inniheldur Sync herrailminn og svitalyktareyði rakakrem og Hydra Energetic Cleansing Gel, hentar öllum aldri.
20
Jólagjafahugmyndir
Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
afakassi fyrir herra sem inniheldur Signature herrailminn, sturugel og ermahnappa - Puma Green herrailmur - L’Oreal herrasnyrtitaska sem inniheldur Hydra Energetic
21
Xxx
Rauður
Rauður varalitur verður oftar en ekki fyrir valinu þegar kemur að velja varalit fyrir hátíðirnar. Rauður er litur krafts og ástríðu. Við tengjum hann við kvenleika og kynþokka. Rauður varalitur gefur okkur aukið sjálfstraust og trú á okkur sjálfar. All I Want for Christmas is...
HOLIDAY BY OPI
Jólin eru komin hjá OPI! Litir í ofanverðri röð: My Favorite Ornament, All I Want for Christmas (is OPI), Cute Little Vixen, Underneath the Mistletoe, In My Santa Suit, Visions of Love, Warm Me Up, Wonderous Star, All Sparkly and Gold, Sleigh Ride for Two, Ski Slope Sweetie, I Snow You Love Me, Silent Stars Go By, Baby Please Come Home, Make Him Mine, It’s Frosty Outside, Emotions, Kiss Me at Midnight
OPI INNIHELDUR EKKI DBP, TOLUENE EÐA FORMALDEHYDE
Fæst í öllum helstu snyrtivöruverslunum, snyrtistofum og apótekum landsins. Nánari upplýsingar á artica.is
00
Sögu rauða litarins má rekja langt aftur í tímann en það var ekki fyrr en á 2. áratug síðustu aldar sem hann var tískufyrirbæri þegar kvikmyndastjörnurnar sáust varla án rauðra vara. Þeim reyndist þó erfitt að skarta rauðum vörum á hvíta tjaldinu þar sem myndirnar voru jú í svart hvítu. Stjörnurnar kepptust því um að finna hinn fullkomna dökka varalit. Fyrsti varaliturinn sem kom í skrúfhylki var gerður af Maurice Levy en formúlan var gerð úr dýrafitu, olíum og býflugnavaxi. Í framhaldi komu snyrtivörumerki eins og Chanel, Guerlain, Elizabeth Arden, Helena Rubenstein og Max Factor með sýna eigin varaliti á markaðinn.
Fáar ko snyrtiv en hún innihél aldar. Þ mikilvæ þessum af stað sem óm því að v konur a sína í st
Þessum og reyn rökum karlmö aðlaðan fyrirtæk Revlon
En það Ava Gar
onur hafa haft jafn mikil áhrif á vörubransann eins og Helena Rubenstein markaðssetti fyrsta varalitinn sem lt vörn gegn sól á 4. áratug síðustu Þetta var löngu áður en nokkrum þótti ægt að snyrtivörur innihéldu SPF. Á m árum fóru fyrstu markaðsherferðirnar fyrir varaliti. Varalitir voru settir fram missandi vara á stríðsárunum. En með vera með rauðan lit á vörunum áttu að sýna fram á að þær styddu mennina tríðinu.
m herferðum var þó ekki tekið þegjandi ndu samkeppnisaðilar að koma þeim á framfæri til ungra kvenna að önnum þættu konur með varaliti ekki ndi. Þau rök náðu engri fótfestu þegar ki eins og Maybelline, CoverGirl og komu með sína varaliti í sölu.
voru konur eins og Marilyn Monroe, rdner, Rita Hayworth og Elizabeth
Rauður
Taylor sem gerðu rauða litinn heimfrægan. Liturinn varð allt í einu tengdur kynþokka. Á næstu áratugum komu fleiri litir af varalitum og allt í einu var úr miklu fleiri litum að velja. Á 9. áratugnum áttu rauðar varir þó glæsilega endurkomu sem við eigum Madonnu að þakka og tilkomu merkisins MAC en það merki býður án efa upp á besta úrvalið af varalitum hér á Íslandi og jú sjálfsagt í heiminum öllum. En af hverju tengjum við rauða litinn við hátíðirnar. Jú ástæðan fyrir því er klárlega sú að rauður þykir sérstaklega hátíðlegur litur. Svo getum við án efa þakkað fyrirtækjum eins og Coca Cola fyrir að hafa markaðssett litinn, sem einkennir vinsælasta gosdrykk í heimi, í tengslum við jólasveininn. Í dag þykir það sjálfsagt að allar konur eigi að minnsta kosti einn áberandi rauðan varalit. Varalitinn tökum við fram þegar við viljum láta taka eftir okkur. Hann fyllir okkur af kjark og sjálfstæði. Það að hann passi svona vel hátíðinni sem er framundan er bara auka plús.
23
Rauður
Rauðir varalitir Við tókum saman vinsælustu rauðu varalitina sem eru til hjá snyrtivörumerkjunum hérna á landi. Hver og ein kona ætti að geta fundið rauðan lit sem hentar henni. Það er um að gera að skella sér í smá snyrtivöruleiðangur því það styttist í jólin. Bobbi Brown Creamy Matte Lip Color litur Red Carpet Creamy Matte varalitirnir frá Bobbi Brown eru mjög skemmtilegir. Varalitirnir sjálfir eru hringlaga en skáskornir svo það er auðvelt að bera þá á og fá þétta áferð. Þið getið notað formið á litnum til að ýkja ykkar varir og gera þær hjartalaga eins og er svo vinsælt í dag. Formúlan er sérstaklega litsterk og áferðin er kremuð og mött eins og nafnið gefur til kynna.
Bourjois Rouge Édtion - litur Rouge Jet Set nr. 13 Varalitalína frá merkinu sem inniheldur varaliti sem eru með einstaklega þéttum litapigmentum en 1/4 af formúlu litarins eru litapigment. Varaliturinn gefur þétta og flauelsmjúka áferð sem endist.
Maybelline Color Sensational - litur Fatal Red nr. 530 Varaliturinn er sérstaklega sterkur og létta formúlan gerir það að verkum að liturinn rennur auðveldlega yfir varirnar. Formúlan er næringarrík og rakagefandi svo liturinn hlúir að vörunum á meðan þær fá flottan lit. Áferðin frá litnum er glansmikil.
Dior Rouge Dior - litur nr. 999 Rauði einkennis liturinn frá Dior en það er einmitt hægt að fá hárautt glansandi naglalakk í stíl við varalitinn. Í sumar kom í sölu ný tegund af Rouge Dior varalitum. Varalitirnir innihalda betri formúlu, sterkari pigment og nýjir litir voru kynntir í bland við klassíska. Áferðin sem kemur frá litunum er þétt og kremuð en með fallegum glans sem endurkastar birtu fallega frá sér.
24
Chanel Rouge Allure - litur Passion nr. 104 Glæný lína varalita frá þessu flotta tískuhúsi. Þessi varalitur einkennist af sterkum rauðum lit. Pigmentin í formúlunni eru örlítil sem skilar sér í því að liturinn er sterkur án þess að áferðin sem varaliturinn gefur frá sér verður þykk. Áferðin sem kemur frá litnum er kremuð og flott. Varaliturinn er skáskorinn sem gerir það að verkum að það er auðvelt að ná jafnri áferð á vörunum.
Estée Lauder Pure Color - litur Fireball Pure Color vörurnar frá Estée Lauder einkennast af vörum sem innihalda nánast hrein litapigment sem skilar sér í einstaklega sterkum lit. Þessi litur er með smá orange undirtóni sem fer konum með blá og brún augu sérstaklega vel.
Rauður
L’Oreal GOSH Velvet Touch - litur Lambada nr. 60 Eins og nafnið á varalitnum gefur til kynna skilur hann eftir sig þétta og fullkomna flauelsáferð. Vegna þess að hann inniheldur sterk litapigment endist varaliturinn ótrúlega vel því liturinn festir sig vel í vörunum.
Color Riche Intense - litur Red Passion nr. 297 Intense línan frá L’Oreal inniheldur varaliti sem eru með sérstaklega sterkum litapigmentum. Formúlan er mjög kremuð og vegna þess hve liturinn er sterkur myndar hann sérstaklega þétta áferð á vörunum. Þess vegna er nóg að setja eina umferð af litnum til að þekja varirnar.
Guerlain Lancome L’Absolu Rouge - litur Rouge Odyssée nr. 150 Æðislegur og bjartur varalitur frá Lancome. Formúla varalitanna inniheldur Pro-Xylane sem dregur úr öldrunareinkennum varanna. Formúlan inniheldur rakagefandi efni sem nærir varirnar vel. Sterki liturinn mótar á fallegan og einfaldan hátt varirnar.
Rouge de Guerlain - litur Genna nr. 28 Varaliturinn samanstendur af flottum og áberandi lit sem gefur kremaða og þæginlega áferð. Glansinn sem kemur á varirnar endurkastar birtu fallega frá sér svo varirnar ljóma og liturinn verður ennþá flottari. Formúlan er rakagefandi og nærir varirnar um leið og þær fá einstakan lit.
Make Up Store MAC Lipstick - litur Ruby Woo Án efa einn þekktasti rauði varalitur í heiminum í dag. Varalitirnir frá MAC eru miklar gæða vörur sem gefa vörunum ómótstæðilega flottan lit og þétta, matta áferð. Það góða við MAC litina er hvað þeir endast lengi þið þurfið ekki að nota mikið af formúlunni í einu til að fá mikinn lit.
Lipstick - litur China Red Þekktasti rauði liturinn frá versluninni Make Up Store er China Red en liturinn gefur matta og mjög litsterka áferð. Þrátt fyrir að gefa matta áferð þorna varirnar ekki undan litnum heldur er áferðin mjög þæginleg og endingin á litnum er frábær.
25
Rauður
Einföld leið til að gera fallegar varir:
Smashbox Megatint Long Wear Lip Color - litur Cerise Glænýjir varalitir frá Smashbox. Varalitirnir eru örmjóir svo það er auðvelt að nota þá til að móta varirnar. Eins og nafnið gefur til kynna þá endast þessir litir ótrúlega vel en liturinn festir sig í vörunum og helst vel á svo þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af honum yfir nánast allar hátíðirnar.
MAX Factor Colour Elixir Lipstick - litur Ruby Tuesday nr. 715. Varaliturinn gefur frá sér sterkan og árberandi lit sem kemur samstundis. Það er óþarfi að setja nokkrar umferðir af litnum til að byggja hann upp. Varirnar fá fallegan glans. Formúla litarins inniheldur rakagefandi efni sem næra varirnar.
YSL Rouge Pur Couture - litur Le Rouge nr. 1 Fallegur varalitur sem gefur vörunum náttúrulegan glans. Liturinn er sterkur en áferðin sem hann gefur vörunum er glansandi svo hann minnir á litsterkan gloss. Það jafnast ekkert á við dásamlega ilminn af YSL varalitunum sem er nánast ávanabindandi.
26
Byrjið á því að skrúbba varirnar með mjúkum tannbursta eða blautum þvottapoka. Þannig fjarlægið þið dauðar húðfrumur af vörunum sem varaliturinn gæti annars fest sig í. Nærið svo varirnar með góðum varasalva. Jafnið lit varanna ykkar með því að bera smá farða eða hyljara yfir þær. Mótið varirnar með ljósum varablýanti eða blýanti sem er í sama litatóni og varaliturinn sem þið ætlið að vera með er í. Þegar þið eruð búnar að móta varirnar berið þá varalitinn á. Til að skerpa varirnar þá getið þið borið nude litaðan varablýant í kringum varirnar. Til að lýsa upp varirnar berið smá hyljara í kringum efri vörina.
Clinique Chubby Sticks Intense - litur Heftiest Hisbiscus Chubby Stick litirnir eru án efa þekktastu varalitrnir frá Clinique. Það er ekki bara þæginlegt að bera þá á varirnar heldur gefa þeir vörunum fallegan glans eins og gloss en sterkan lit eins og varalitir. Varalitirnir eru oddmjóir svo það er sérstaklega þæginlegt að móta varirnar með þeim.
Shiseido Perfect Rouge - litur Dragon nr. RD514 Í byrjun ársins komu nýjir og endurbættir varalitir í sölu hjá Shiseido. Litapigmentin í nýju varalitunum eru mun sterkari en áður og áferðin sem kemur frá litnum er þétt og varirnar fá fallegan og náttúrulegan glans frá varalitnum. Lögunin á varalitnum gerir það að verkum að það er mjög þæginlegt að bera hann beint á varirnar.
Xxx
00
Sýnikennsla
Gerviaugnhár Notkun gerviaugnhára hefur aukist töluvert undanfarin ár. Gerviaugnhárin hafa farið frá því að vera notuð fyrir sérstök tilefni yfir í daglega notkun hjá sumum konum. Fyrir ykkur sem notið ekki mikið gerviaugnhár en langar að nota þau til að poppa uppá hátíðarfarðanirnar höfum við sett saman stutta sýnikennslu um hvernig gerviaugnhár eru sett á augun. Við kíktum í heimsókn í MAC Kringlunni og fengumHörpu Káradóttur verslunarstjóra til að sýna okkur réttu handtökin. 1. Þegar þið setjið á ykkur augnhár byrjið á því að mæla þau uppvið augnlokin ykkar. Það er stöðluð stærð á augnhárum sem er oft of stór fyrir margar konur.
Klippið aftan af augnhárunum þar til augnhárin passa ykkur. Með því að móta augnhárin til er þæginlegra að festa þau á. 2. Þegar augnhárin eru komin í rétta stærð setjið þá rönd af lími á kant augnháranna. 3. Leyfið líminu að þorna smá áður en þið setjið þau á augun. Ef límið er of blautt þá geta augnhárin runnið til en ef það fær að þorna aðeins er það stamt og auðveldara að tilla augnhárunum. 4. Reynið að staðsetja augnhárin þannig að þau séu þétt uppvið augnhárin ykkar.
MAC Eyelashes nr. 36
1. 27
5. Þegar límið á augnhárunum hefur
Sýnikennsla
þornað þrýstið þá augnhárunum saman við ykkar augnhár alveg uppvið rótina svo þau verði þétt uppvið hvort annað. 6. Þegar Duo límið (með bláu stöfunum) er þornað veður það glært. Ef ykkur finnst þið þurfa þess þá getið þið bætt aftur eyeliner yfir rót gerviaugnháranna. 7. Setjið loks maskara yfir gerviaugnhárin ef þið viljið. Augnhárin getið þið svo notað aftur. Fjarlægið þau varlega af augunum eftir notkun og fjarlægið sem mest af líminu af þeim. Setjið þau aftur í boxið sem kom með þeim og festið þau við bogann í boxinu svo þau haldi lögun sinni.
2.
4.-5.
6.-7.. 28
Snyrtibuddan
Snyrtibuddan Bloggarann Kareni Lind þar líklega ekki að kynna fyrir mörgum en hún hefur skemmt lesendum sínum með hreinskilnum og fræðandi skrifum í nokkur ár. Við fengum að vita hvaða snyrtivörur eru í snyrtibuddunni hjá þessum skemmtilega penna.
29
Snyrtibuddan
Getur þú lýst þinni daglegu förðunarrútínu? Ef ég set á mig farða þá nota ég Kanebo bronzing gel, kinnalit, maskara, augnbrúnagel og litaðan eða ólitaðan varasalva. Prófarðu reglulega nýjar snyrtivörur? Nei, ég myndi segja að ég sé einstaklega vanaföst því mér finnst ég hafa fundið þær förðunarvörur sem henta mér vel. Ég kaupi aftur á móti nýjar snyrtivörur einstaka sinnum þegar ég fer til Bandaríkjanna. Þá gef ég mér góðan tíma í að fara yfir litapalletturnar í snyrtivörudeildunum. Hver er uppáhalds maskarinn þinn og af hverju? Það er Telescopic (#blackestblack) frá Loréal. Hann greiðir vel úr augnhárunum og lengir þau talsvert. Þau verða alveg einstaklega flott! Sá sem er næstur í röðinni er frá Maybelline og heitir Royal blue. Hann þvæst af með vatni og fer því ansi vel með augnhárin. Báða maskarana kaupi ég í Bandaríkjunum og hef notað þá í mörg ár. Þrífur þú húðina kvölds og morgna? Ég hef verið til skammar hvað varðar umhirðu húðarinnar til þessa. Nú reyni ég að gera það öll kvöld en á morgnana skvetti ég einungis kaldri vatnsgusu í andlitið. Nýi andlitsskrúbburinn frá EGF er alveg frábær, eina ástæðan fyrir því að ég nenni að þrífa á mér andlitið er eflaust út af þessum skrúbbi. Það er alveg extra gott að fara upp í rúm með hreint
30
Nafn: Karen Lind Tómasdóttir Aldur: 29 ára
Snyrtibuddan
andlit og ég skil ekki af hverju ég geri þetta ekki oftar. Svo held ég reyndar mikið upp á Tea Tree maskann frá BodyShop og Algae Maskann frá Bláa Lóninu. Áttu eitthvað gott förðunartips sem þig langar að deila með okkur? Kanebo Sensai bronzing gelið hefur verið í uppáhaldi í mörg ár. Ég nota ljósari tóninn að vetrarlagi en dekkri yfir sumartímann. Bronzing gelið gefur húðinni einstakan og náttúrulegan ljóma og mér finnst að gelið ætti að vera skyldueign kvenna. Hvernig popparðu upp á förðunina þegar þú ert að fara fínt út? Ég set á mig augnskugga, varalit og nota augnbrúnapenna. Ég reyni að flækja hlutina sem minnst og er oft bara með einn tón á augnlokunum. Hvar verslar þú helst snyrtivörur? Það fer alveg eftir því hvað ég er að kaupa. Varaliti, maskara og kinnaliti kaupi ég yfirleitt í Bandaríkjunum. LePraire púðrið kaupi ég um borð í vélum Icelandair og augnbrúnagelið frá BobbiBrown og Kanebo Sensai bronzing gelið kaupi ég í Hagkaupum. Ég reyni alltaf að kaupa mér snyrtivörurnar í Hagkaup á Tax Free dögum. Hvað þarf til þess að þú prófir nýjar snyrtivörur? Það fer eftir stað og stund, gæðum og verði. Í Bandaríkjunum fást mikið af ódýrum snyrtivörum, eins og í Target og þess háttar. Þá leyfi ég oft ansi miklu að rata í körfuna og tek áhættur t.d. með öðruvísi varaliti. Gæðin stjórna
ekki endilega ferðinni. Til að ég prófi nýjar snyrtivörur sem keyptar eru á Íslandi fer það að miklu leyti eftir gæðum varanna sem og verði. Yfir heildina litið er ég ansi vanaföst en alltaf opin fyrir nýjum og skemmtilegum snyrtivörum. Er eitthvað snyrtivörumerki í meira uppáhaldi en önnur? Ég myndi segja að Maybelline væri í uppáhaldi, vörurnar eru bæði góðar og ódýrar. Ég á nokkra varaliti frá þeim, þ.á.m. tvo sem eru algjöru uppáhaldi - Ruby Star og Coral Crush. Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyfir veturinn? Kanebo bronzing gelið í ljósari tóninum, ekki spurning. Ég nota þetta oft eitt og sér og það dugar til! Gefur náttúrulegan ljóma sem fer oft í dvala yfir háveturinn. Hvaða hreinsivörur notar þú fyrir húðina? Ég nota yfirleitt húðhreinsivörurnar frá Clean & Clear sem ég kaupi í Bandaríkjunum. Notarðu förðunarbursta – ef svo er áttu einhverja uppáhalds? Ég á alls konar bursta. Sumir eru ómerktir og alveg þrusugóðir, aðrir eru merktir MAC og GOSH og eru líka alveg frábærir. En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá nota ég bara tvo bursta, annar þeirra er kinnalitabursti og hinn fyrir augnskugga. Það lítur allt út fyrir að ég sé mjög unprofessional og einföld þegar kemur að förðun.
31
Jólagjafahugmyndir
Fyrir glamúrdrottninguna Glamúrdrottningarnar eru hrifnar af öllu sem glansar. Það er öruggt að velja flottar snyrtivörur sem gera nákvæmlega það hvort sem það er fyrir augun, varirnar, nelgurnar eða húðina. Hér eru nokkrar skemmtilegar vörur sem okkur finnst smellpassa þessum skvísum.
Rouge in Love glossar frá Lancome, litir nr. 232 og 144 - Stippling Brush, Blush Brush o - Flowerbomb ilmur frá Viktor & Rolf í hátíðarumbúðum - Liquid Halo HD Foundation frá L’Oreal - Naglalakkagjafakassi frá L’Oreal, kassinn inniheldur svart og rautt naglal litur nr. RD299 - Maskaragjafaaskja frá L’Oreal sem inniheldur Million Lashes Excess m litapigmentum litir nr. PK307 og RD732 - Augnskuggapalletta frá L’Oreal Bleu Marine OPI sem inniheldur m.a. glimmer til að setja á neglurnar - Naglafilmur frá L’Oreal með maskarann, gloss og glimmernaglalakk - Gosh Self Tanning Mousse - Lash Queen Feli
32
Jólagjafahugmyndir
Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
og Setting Brush förðunarburstar frá Real Techniques - Nude nýr ilmur frá Rihönnu frá Smashbox - Guerlain augnskuggapalletta Two Gossip nr. 04 - Naglafilmur lakk, gyllt yfirlakk og serum fyrir neglurnar - Augnskuggapalletta frá Shiseido maskarann og svartan mjúkan eyeliner blýant - Shiseido varalitir með sterkum nr E8- Honey ilmurinn frá Marc Jacobs - All That Shimmers naglalakkagjafaaskja frá ð leðuráferð og skrautsteinum - Gosh maskaragjafaaskja sem inniheldur Catchy Eyes ine Extravaganza maskari frá Helenu Rubinstein - Instant Tan Gel frá Gosh.
33
Jólagjafahugmyndir
Fyrir förðunaráhugamanneskju Margar konur hafa óseðjandi áhuga á förðun og allt sem því fagi viðkemur. Fyrir þær er nauðsynlegt að eiga helling af flottum augnskuggum sem þær geta leikið sér með, fallega varaliti og góða förðunarbursta. Þær eru ekki hræddar við að prófa nýjungar í förðunarheiminum í bland við góðar klassískar vörur.
OPI naglalakk Peace+Love+OPI lakk með glansáferð sem skiptir um lit - Smashbox Sm inniheldur augnskuggapallettu, svartan eyeliner og maskara - Förðunarburstasett frá S Smashbox Photo Finish Primer - Eyestudio Diamond Glow augnskuggapallettur frá Ma - Maybelline maskaragjafaaskja sem inniheldur Rocket maskarann og blautan eyeliner Augnskuggapalletta frá Gosh Platinum nr. 24 - Estee Lauder Perfectly Clean kremhrein frá Real Techniques - Augnskuggapalletta frá Chanel Mystic Eyes nr. 14 - OPI naglalak - Hugo Boss Orange einn vinsælasti dömuilmurinn - YSL augnskuggapalletta Marakes
34
Jólagjafahugmyndir
una Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
moke Box augnskuggapalletta - Wondervision palletta úr jólalúkki Smashbox, Smashbox úr hátíðarlínu merkisins Wondervision - Nip+Fab Lip+Nip varasalvi aybelline - Color Sensational Vivids varalitur frá Maybelline litur Vivid Rose nr. 904 rpenna - Gosh augnskuggapalletta sem inniheldur 22 mismunandi augnskugga nsir - Guerlain Terra Cotta sólarpúður - Starter Set förðunarburstar fyrir augnfarðanir kk Yoga-ta Get this Blue - See By Chloé ilmvatn með þæginlegum og léttum ávaxtailmi sh Sunset - YSL Rouge Pur Couture Vernis varalitagloss litur Rouge Filtre nr. 10.
35
Jólagjafahugmyndir
Fyrir herramanninn Shiseido herrasnyrtitaska sem inniheldur rakakem, hreinsikrem og augnkrem, hentar öllum aldri - Gucci Made to Measure herrailmur - Polo Red herrailmur - Ralph Lauren for men, kassi sem inniheldur litlar flöskur af fjórum herrailmum frá merkinu - Clinique Skin Supplies For Men Moisturizing Lotion - Clinique Skin Supplies For Men Post Shave Healer - L’Oreal Men Expert Hydra Energetic kælandi rakagel.
Shiseido herrasnyrtitaska sem inniheldur rakakem, hreinsikrem og augnkrem, hentar Lauren for men, kassi sem inniheldur litlar flöskur af fjórum herrailmum frá merkinu Men Post Shave Healer - L’Oreal Men Expert Hydra Energetic kælandi rakagel.
38
Jólagjafahugmyndir
Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
r öllum aldri - Gucci Made to Measure herrailmur - Polo Red herrailmur - Ralph - Clinique Skin Supplies For Men Moisturizing Lotion - Clinique Skin Supplies For
39
Xxx
Marilyn Monroe er nýtt andlit Chanel Það kom mörgum á óvart þegar Chanel tilkynnti hver yðri andlit nýjustu herferðarinnar fyrir ilminn Chanel no 5. Margir áttu eflaust von á því að Diane Kruger, sem er nýjast andlit merkisins, myndi hreppa hlutverkið en tískuhúsið kaus að fara aðra leið. Leikkonan Marilyn Monroe varð fyrir valinu sem kemur eflaust mörgum á óvart þar sem hún lést árið 1962. Leikkonan lét hafa eftir sér í viðtali við Marie Claire árið 1952 að hún spreiaði ilmvatninu fræga á sig áður en hún færi að sofa og svæfi ekki í neinu öðru. Það hefur hins vegar aldrei legið á hreinu hvað hún sagði nákvæmlega en nýlega fundust upptökur af viðtalinu. Þessar upptökur nýtir Chanel í hátíðarauglýsingu ársins. „You know, they ask me questions. Just an example: ‘What do you wear to bed ? A pajama top? The bottoms of the pajamas? A nightgown?’ So I said, ‘Chanel No. 5,’ because it’s the truth… And yet, I don’t want to say ‘nude’. But it’s the truth!” Marilyn Monroe var án efa ein ástsælasta leikkona heims og enn í dag er hún mikil tískufyrirmynd í dag, 51 ári eftir að hún dó. Chanel no 5 er klassískur ilmur sem konur á öllum aldri hafa notað í gegnum árin. Ilmurinn er tímalaus líkt og leikkonan og hann verður bara betri með árunum. Ilmurinn á sér sína eigin sögu sem er einstaklega heillandi. Með þessum nýju upptökum hefur verið skrifaður nýr kafli í sögu ilmsins.
00 40
Xxx
Chanel no 5 er fyrsta ilmvatnið sem Coco Chanel sendi frá sér. Leiðbeiningarnar sem hún gaf ilmvatnsgerðarmanni sínum voru einfaldar hún vildi kvenlegt ilmvatn með kvenlegum ilmi. Árið 1920 kynnti ilmvatnsgerðarmaðurinn Ernest Beaux nokkra mismunandi ilmi fyrir Coco. Til að greina á milli ilmanna merkti hann glösin með tölunum 1-5 og 20-24. Coco valdi ilminn í glasinu sem var merkt með tölunni 5 og sagði við hann að þau ættu að halda nafninu sem hann hafði gefið ilminum.
00 41
Myndaþáttur
Hátíðarfarðanir Myndaþáttur tölublaðsins samanstendur af hátíðarförðunum frá 7 mismunandi förðunarvörumerkjum sem fást öll í Hagkaup Smáralind. Hver förðun endurspeglar merkin sjálf. Inní blaðinu finnið þið svo sýnikennslur fyrir hvert förðunarlúkk og myndir af vörunum sem voru notaðar í hvert lúkk.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir Hár og förðun: Erna Hrund Hermannsdóttir Fyrirsæta: Anna Þóra hjá Eskimo Fatnaður: Vila, Selected og Vero Moda Þakkir fá: Hagkaup Smáralind, Smáralind og starfsmenn Vila, Selected og Vero Moda
42
Xxx
Lâ&#x20AC;&#x2122;Oreal Krullur: Babyliss Curl Secret 00
Xxx
Shiseido
00
Kj贸ll: Selected H谩lsmen: Selected
Xxx
Chanel Kj贸ll: Vila
00
Xxx
Bobbi Brown Skyrta: Vero Moda
00
Xxx
Dior
Kj贸ll: Vero Moda 00
Xxx
Lancome
00
Jakki: Selected Krullur: Babyliss Curl Secret
Xxx
Smashbox Kj贸ll: Vila
00
Hátíðarfarðanir
L’Oreal - náðu lúkkinu
Hér sjáið þið hvaða vörur voru notaðar til að gera förðunina og lýsingar á því hvernig þið náið lúkkinu. Á næstu opnu sjáið þið svo myndir af hverju skrefi.
Color Riche Les Yeux, litur: Bleu Mariniére nr. E8
Ekki vera hræddar við að leika ykkur með liti þegar kemur að hátíðarförðuninni ykkar. Hér notuðum við kalda bláa tóna sem gera augu fyrirsætunnar alveg stingandi blá. Þegar þið notið áberandi liti í kringum augun getur verið fínt að miða við að hafa varirnar hlutlausar. Hér völdum við að nota gloss með bleikum litapigmentum sem fara vel við bláa litinn í augunum. Grunnförðun: True Match farði, True Mathc hyljari og True Match púður.
50
True Match Le Blush, litur: Rosewood nr. 145
Sýnikennsla
1. Byrjið á því að setja lósasta litinn í pallettunni yfir innsta hluta augnloksins. 2. Setjið næst ljósasta litinn í pallettunni yfir mitt aunlokið.
Volume Million Lashes Glitter Top Coat
Volume Million Lashes Golden Black
er
rim
eP iqu
5. Byrjið á því að setja maskarnn á augnhárin, leyfið honum að þorna örlítið og setjið svo Top Coat maskarann á enda augnháranna. Klárið förðunina með því að setja highlighter í kringum varirnar og á kinnbeinin. Setjið loks bleiktóna gloss á varirnar.
ag
4. Setjið dekksta litinn meðfram efri og neðri augnhárunum og blandið honum saman við augnskuggana sem eru fyrir á auganu. Setjið svo loks eyeliner með smá spíss meðfram efri augnhárunum yfir allt augnlokið.
M mi Lu
3. Setjið næst dekksta litinn í pallettunni yfir ytri hluta aunloksins og blandið svo öllum litunum saman. Ef þið viljið dekkja förðunina getið þið sett dekksta litinn í globuslínu augnanna.
Superliner Perfect Slim Eyeliner
51
Hátíðarfarðanir
L’Oreal
Sýnikennsla skref fyrir skref
1.
2.
3. Allar vörurnar sem eru notaðar í sýnikennslunni fást í Hagkaup Smáralind 52
Sýnikennsla
4.
5.
53
Hátíðarfarðanir
Shiseido - náðu lúkkinu
Með Shiseido förðunina ákváðum við aftur að vera með fallega liti um augun við hlutlausar varir. Ástæðan er einföld hún er sú að augnskuggapalletturnar frá merkinu eru svo litríkar og flottar og okkur fannst við þurfa að sýna þær í verki. Varalitirnir eru þó ekkert litminni en varirnar máttu ekki stela athyglinni í þetta sinn. Rauði liturinn er einkennislitur merkisins og því varð bakgrunnurinn að vera hátíðarrauður. Grunnförðun: Sheer and Perfect Foundation, Natural Finish Cream Concealer, Luminizing Satin Face Color í litunum Petal og High Beam White.
54
Sheer and Perfect Foundation
Laquer Rouge, litur: Caramel nr. RD215
Hér sjáið þið hvaða vörur voru notaðar til að gera förðunina og lýsingar á því hvernig þið náið lúkkinu. Á næstu opnu sjáið þið svo myndir af hverju skrefi.
Sýnikennsla
1. Setjið ljósasta litinn í pallettunni á innsta hluta augnloksins og í innri augnkrókana. 2. Setjið næsta lit yfir mitt aunglokið. 3. Setjið dekksta litinn yfir ytri augnlokin og blandið litunum vel saman.
Eye Color Trio, litur: Lido nr. GR412
4. Setjið dekkst litinn í pallettunni meðfram neðri augnhárunum og setjið eyeliner með smá spíss meðfram efri augnhárunum. 5. Setjið maskara á augnhárin. 6. Bætið smá ljóma í húðina og setjið fallegan hlutlausan varalit yfir varirnar. Luminizing Satin Face Color, litur Petal nr. RD103
Shiseido Automatic Fine Liner Pen
Perfect Mascara Defining Volume
55
Hátíðarfarðanir
Shiseido
Sýnikennsla skref fyrir skref
1.
2.
3. Allar vörurnar sem eru notaðar í sýnikennslunni fást í Hagkaup Smáralind 56
Sýnikennsla
4.
5.
6. 57
Hátíðarfarðanir
Chanel - náðu lúkkinu
Chanel Rouge Allure Velvet, litur La Désirée nr. 327
Hér sjáið þið hvaða vörur voru notaðar til að gera förðunina og lýsingar á því hvernig þið náið lúkkinu. Á næstu opnu sjáið þið svo myndir af hverju skrefi.
Tískudrottningarnar nota bara vörur frá Chanel og því var lagt upp með að förðunarlúkkið frá merkinu myndi skera sig frá hinum. Það er attitude í förðunarlúkkinu sem kemur virkilega skemmtilega út á mynd. Chanel lúkkið hittir í mark hjá þeim sem vilja skera sig úr hópnum og eru til í að prófa eitthvað nýtt. Gylltu litirnir um augun fara öllum augnlitum. Grunnförðun: Perfection Lumiére Foundation, Correcteur Perfection Concealer, Les Beiges púður og Le Blush Créme De Chanel.
58
Hátíðarpalletta Chanel 2013
Xxx
Le Blush Créme De Chanel, litur Révélation nr. 63
1. Byrjið á því að setja ljósasta litinn í pallettunni yfir innri helming augnloksins og setjið þann næsta yfir ytri helming þess. Blandið litunum svo saman. 2. Notið miðju litinn í pallettunni til að móta spíssinn á skyggingunni. Dreifið litnum aðeins inná augnlokin.
Ligne Graphique, litur nr. 117
5. Byrjið á því að setja maskarnn á augnhárin, leyfið honum að þorna örlítið og setjið svo Top Coat maskarann á enda augnháranna. 6. Rammið varirnar inn með rauðum varablýanti og setjið loks varalit í sama lit yfir varirnar.
Le Volume de Chanel
4. Setjið eyelinerlínu með bronslitaða eyelinernum meðfram efri augnhárunum og notið dekksta litinn í pallettunni sem eyeliner meðfram neðri augnhárunum.
Cils Scintillants, litur Bronze Platine
3. Farið ofan í spíssinn með næst dekksta litnum og dreifið jafnt úr honum. Takið svo miðlitinn aftur og setjið hann yfir mitt augnlokið og látið hann ná yfir skygginguna.
59
Hátíðarfarðanir
Chanel
Sýnikennsla skref fyrir skref
1.
2.
3. Allar vörurnar sem eru notaðar í sýnikennslunni fást í Hagkaup Smáralind 60
Sýnikennsla
4.
5.
6. 61
Hátíðarfarðanir
Bobbi Brown - náðu lúkkinu
Hér sjáið þið hvaða vörur voru notaðar til að gera förðunina og lýsingar á því hvernig þið náið lúkkinu. Á næstu opnu sjáið þið svo myndir af hverju skrefi.
Okkur fannst mjög mikilvægt að það væri greinilegt hvaða snyrtivörmerki væri notað á hverri mynd. Lúkkið frá Bobbi Brown hitti beint í mark enda er fyrirmyndin auglýsing frá merkinu með Katie Holmes. Vörurnar frá merkinu blandast allar svo fallega saman og litirnir tóna svo vel við hörundslit hverrar konu. Hátíðarförðunin frá Bobbi Brown virðist kannski náttúruleg en hún leynir á sér eins og vörurnar frá merkinu. Grunnförðun: Luminous Moisturizing Treatment Foundation, Creamy Concealer Kit, Bronzing Powder og Pot Rouge kremkinnalitur.
62
Smoky Eye Mascara
Long Wear Eyeliner, litur: Espresso Ink
Sýnikennsla
Sheer Lip Color, litur: Peachy
1. Byrjið á því að setja ljósa kremaugnskuggann yfir allt augnlokið. Dreifið vel úr honum og jafnið áferðina.
Long Wear Cream Shadow, litur: Malted
2. Setjið dökkbrúna púðuraugnskuggann á ytri helming auganna og blandið litnum saman við kremaugnskuggann. 3. Setjið sanseraða kremaugnskuggann yfir miðju augnlokanna og blandið saman við augnskuggana sem eru fyrir. 4. Setjið eyeliner meðfram efri og neðri augnhárunum og dreifið vel úr litnum. Byrjið á því að setja dekkri kremaugnskuggann meðfram neðri augnhárunum áður en þið setjið eyelinerinn undir augun. Setjið loks eyelinerinn inní vatnslínuna.
Eye Shadow, litur: Chocolate nr. 39
5. Setjið maskara á augnhárin. 6. Veljið fallegan léttan varalit sem tónar vel við litina á varirnar. Setjið fallegan kremkinnalit í epli kinnanna til að gefa húðinni frískan lit og ljóma um leið.
Mettalic Long-Wear Cream Shadow, litur: SandDollar
63
Hátíðarfarðanir
Bobbi Brown
Sýnikennsla skref fyrir skref
1.
2.
3. Allar vörurnar sem eru notaðar í sýnikennslunni fást í Hagkaup Smáralind 64
Sýnikennsla
4.
5.
6. 65
Hátíðarfarðanir
Dior - náðu lúkkinu
Hér sjáið þið hvaða vörur voru notaðar til að gera förðunina og lýsingar á því hvernig þið náið lúkkinu. Á næstu opnu sjáið þið svo myndir af hverju skrefi.
Dior Palette, litur: Constellation nr. 864
Dior konan er klassísk, yfirveguð og fáguð. Það er ekki bara lögð mikil vinna í snyrtivörurnar sjálfar heldur er mikið gert úr því að útlit þeirra sé fullkomið. Sama markmið var sett þegar kom að förðunarlúkkinu frá Dior. Við ákváðum að förðunarvörurnar ættu allar að tóna saman í þessum fallega fjólubleika lit. Þessir litir fara konum með blá og brún augu sérstaklega vel. Grunnförðun: Diorskin Nude BB krem, Hydralife BB Eye Cream, Diorblush í litnum Miss Pink og Diorskin Nude Tan sólarpúður.
66
DiorBlush, litur: MissPink
Sýnikennsla
Diorshow Fusion Mono, litur: Lune nr. 001
1. Byrjið á því að grunna augnlokið með ljósasta litnum í pallettunni. Setjið svo hvíta litinn í mono augnskugganum í innri augnkróka auganna. 2. Takið fjólubláa litinn og setjið hann í globuslínu auganna. Blandið svo litunum saman.
5. Notið blauta eyelinerinn til að setja svarta línu meðfram öllu augnlokinu og látið hann enda í smekklegum spíss. Setjið maskara á augnhárin.
Dior Rouge, litur: Mysterious Mauve nr. 786
4. Takið brúna litinn í augnskuggapallettunni og setjið meðfram efri og neðri augnhárum.
Diorshow Art Pen
3. Takið rauðbrúna litinn og setjið hann yst á augnlokið svo hann myndi C í kringum augnsvæðið.
6. Bætið bleiktóna kinnalit í epli kinnanna og veljið fjólubláan lit í stíl við litina í augnförðuninni til að klára förðunarlúkkið.
Diorshow Iconic Overcurl
67
Hátíðarfarðanir
Dior
Sýnikennsla skref fyrir skref
1.
2.
3. Allar vörurnar sem eru notaðar í sýnikennslunni fást í Hagkaup Smáralind 68
Sýnikennsla
4.
5.
6. 69
Hátíðarfarðanir
Lancome - náðu lúkkinu
Hér sjáið þið hvaða vörur voru notaðar til að gera förðunina og lýsingar á því hvernig þið náið lúkkinu. Á næstu opnu sjáið þið svo myndir af hverju skrefi.
Hypnose Star Eyes Palette
Það sem er svo heillandi við Lancome er að vörurnar eru gerðar með konur á öllum aldri í huga. Það sést best á flottu konunum sem eru andlit merkisins. Í hátíðarförðuninni er lögð áhersla á sterka kontrasta og hátíðarrauðu varirnar gera lúkkið. Heildarlúkkið á þessari mynd er fullkomið sem varð til þess að það var valið á forsíðu tölublaðsins. Grunnförðun: Teint Visionaire farði og hyljari og Blush Rose Désir notað í skyggingar og kinnar.
70
Blush Subtil, litur nr. 06
Sýnikennsla
Le Crayon Kohl, litur: Brun
Teint Visionaire
1. Byrjið á því að setja ljósasta litinn í augnskuggapallettunni yfir fremri hluta augnloksins. Setjið því næst næst ljósasta litinn yfir ytri hluta augnloksins inn að miðju. Blanið litunum saman. 2. Setjið næst dekksta litinn í globuslínu augnlokanna (svæðið sem myndast við augnbeinið) og blandið litnum saman við hina.
5. Setjið loks nóg maskara á augnhárin. Til að ramma augun ennþá meira inn gætuð þið sett eyelinerinn líka inní vatnslínuna. 6. Rammið varirnar inn með rauðum varablýanti og setjið loks varalit í sama lit yfir varirnar.
Hypnose Star Mascara
4. Setjið eyeliner meðfram eftri og neðri augnhárum og mýkið línuna með svampbursta.
Absolu Rouge Lipstick, litur: Caprice nr. 132
3. Bætið loks aftur ljóa litnum í innri augnkrókana og aðeins yfir augnlokin.
71
Hátíðarfarðanir
Lancome
Sýnikennsla skref fyrir skref
1.
2.
3. Allar vörurnar sem eru notaðar í sýnikennslunni fást í Hagkaup Smáralind 72
Sýnikennsla
4.
5.
6. 73
Hátíðarfarðanir
Smashbox - náðu lúkkinu
Hér sjáið þið hvaða vörur voru notaðar til að gera förðunina og lýsingar á því hvernig þið náið lúkkinu. Á næstu opnu sjáið þið svo myndir af hverju skrefi.
Photo Op Eyeshadow Trio, litur: Auto Expose
Vörurnar frá Smashbox eru allar framleiddar í ljósmyndastúdíó fyrirtækisins í Los Angeles. Svo með þær á húðinni ykkar eruð þið alltaf tilbúnar fyrir myndatöku. Halo línan sem er fáanleg hjá merkinu endurkastar birtu virkilega fallega frá sér og við lögðum áherslu á það í þessari förðun. Augnskyggingin er sett báðum megin við miðju augnloksins svo augun verði fallega kringlótt. Bjartar varir fara vel með ljómandi húðinni. Grunnförðun: Photo Finish Foundation Primer, Liquid Halo Foundation, High Definition Liquid Concealer, Halo Hydrating Perfection Powder og Bronze Lights.
74
Halo Longwear Blus, litur: Peachy Dream
Sýnikennsla
Be g Le en L ry da k, tic ips
Eye Brightening Mascara
r: litu
1. Byrjið á því að setja eyelinerblýantinn sitthvorum megin á augnlokið. Vinnið litinn með svampbursta og dreyfið úr honum yfir augað en þannig að miðja augnloksins verði hrein.
id Viv t
le Vio
2. Takið ljósasta litinn í augnskuggapallettunni og setjið yfir mitt augnlokið. 3. Takið rauðbrúna litinn í augnskuggapellettunni og setjið yfir svæðin þar sem þið dreifðuð úr eyelinernum.
6. Setjið varalit á varirnar og bætið við smá highlighter á kinnbeinin og í kringum varirnar til að gefa andlitinu aukinn ljóma.
Halo Highlighting Wand, litur: Pearl
5. Setjið nóg af maskara á augnhárin og ljúkið augnförðuninni með því að setja eyelinerinn í vatnslínuna.
Limitless Eyeliner, litur: Java
4. Setjið eyelinerblýantinn meðfram efri og neðri augnhárunum og notið gráa litinn í augnskuggapallettunni til að mýkja eyelinerlínurnar.
75
Hátíðarfarðanir
Smashbox
Sýnikennsla skref fyrir skref
1.
2.
3. Allar vörurnar sem eru notaðar í sýnikennslunni fást í Hagkaup Smáralind 76
Sýnikennsla
4.
5.
6. 77
Leynarmál Makeup Artistans
Leyndarmál Makeup Artistans Primer er förðunarvara sem jafnar yfirborð þess svæðið sem hann er borinn á. Hann eykur endingu förðunarvara sem margar hverjar njóta sín betur með primernum. Það eru þó til margar tegundir primera sem gera misjafna hluti. Við tókum saman nokkra flotta primera sem eru í boði hér á Íslandi og settum þá í flokka eftir því hvaða vandamál þeir leysa. Listann sjáið þið á næstu opnu. Primerar eru eitt best geymda leyndarmál makeup artista en á síðustu árum hefur það færst í aukana að snyrtivörumerkin bjóði uppá primera í vöruúrvali sínu. Núna eru fáanlegir primerar fyrir nánast hvaða „húðvandamál“ sem er. Með hjálp primera er hægt að tryggja það að förðunin ykkar endist vel og þið þurfið ekki að hafa mikla áhyggjur af því að laga ykkur til á milli þess sem þið njótið þess að borða góðan mat og opna pakkana á aðfangadagskvöldi. Með komu merkja eins og Smashbox hingað til Íslands hefur notkun á primerum aukist. Smashbox er merki sem leggur áherslu á að bjóða upp á vandaðar vörur sem gefa fullkomnar farðanir fyrir myndatökur en allar vörurnar þeirra eru þróaðar inn í ljósmyndastúdíóum.
79
Leyndarmál Makeup Artistans
Primer sem á alltaf við:
80
MAC Prep+Prime Skin Base Visage
Smashbox Photo Matte Antishine Primer Shiseido Refining Makeup Primer
Maybelline Dream Smooth Primer
Clinique Superprimer Universal
L’Oreal Studio Secrets
Estée Lauder Matte Perfecting Primer
Smashbox Photo Finish Primer
Suma primera má kalla venjulega primera. Það eru þeir sem fullkomna yfirborð húðarinnar. Það má segja að þeir séu eins konar sparsl fyrir húðina en þeir fylla upp í ójöfnur eins og ör og fínar línur. Með því að fullkomna yfirborð húðarinnar er bæði auðveldara að fá jafna áferð á farðann sem þið setjið yfir húðina og hann nýtur sín mun betur.
Make Up Store Chanel Sheer Iluminating Base
Dior Skinflash Primer
Heilbrigður ljómi getur haft sérstaklega frískandi áhrif á ásýnd okkar. Með því að nota primer með ljómandi áhrifum fær húðin frísklegan ljóma sem kemur létt í gegnum farðann.
Gosh Anti-Wrinkle Primer
Clinique Super Primer Colour Corrects
Meiri ljómi:
Smashbox Photo Finish Luminizing Primer
Estée Lauder Illuminating Perfecting Primer
CC krem hafa slegið í gegn á þessu ári en CC stendur fyrir Color Correcting eða litaleiðrétting. Það eru þó ekki bara CC kremin sem geta leiðrétt og eytt leiðindalitum í húðinni því það gera margir primerar líka. Sumir vinna gegn litablettum í húðinni en aðrir draga úr gráum tónum sem geta haft þreytandi áhrif á húðina.
Gosh Velvet Touch Primer
e Base Prep Primer
Laga liti:
L’Oreal Lumi Magique Primer
YSL Top Secrets Radiance Primer
Smashbox Photo Finish Color Correction
Leyndarmál Makeup Artistans
Clinique Superprimer Colour Corrects Redness
Burt með roða:
Roði í húðinni getur komið af ýmsum ástæðum. Margar konur hitna auðveldlega í framan sem skilar sér í roða í húðinni eða eins konar hitablettum. Aðrar fást við rósaroða sem er stöðugt í húðinni. Það sem þessir primerar sem draga úr roða gera er að þeir vinna á móti rauða litnum svo hann minnkar talsvert eða að öllu leyti.
81
Hátíðarkrullur
Ný tegund krullujárna Fyrir stuttu kom á íslenskan markað ný tegund af krullujárni. Krullujárnið er frá Babyliss og heitir Curl Secret það líkist helst ryksugu sem sýgur inn í sig hárlokk og skilar honum krulluðum og flottum tilbaka. Þetta er án efa flóknasta krullujárn sem hefur komið á markað en um leið er það það sniðugasta. Krullujárnið einkennist af pípum og alls konar tökkum en við ákváðum að reyna að útskýra aðeins fyrir lesendum okkar. Takið lokk af hári ekki þykkari en tvo sm. Lokkinn setjið þið í raufina hér og færið járnið nálægt hárrótinni og þið getið. Passið að greiða vel úr hárlokkunum áður en þið setjið þá í krullujárnið. Ef hárið er flókið gæti lokkurinn flækst.
Þegar þið h þá klemmið og haldið fa
Þar sem hitinn er vel varinn inn í járninu sjálfu er nánast ómögulegt að brenna sig á þessu járni.
Það eru þrjár mism tímastillingar á já 12 sek. Því lengri t því skýrari verða k styttri tíma sem þ náttúrulegri verða
Það sem er svo sérstakt við þetta járn er að ólíkt öðrum járnum, þar sem hitinn fer fyrst í hárið sem er næst járninu sjálfu, þá erá þessu járni svokallaður hitaklefi sem pinninn er inn í þannig að allt hárið hitnar jafnt á sama tíma. Þetta skilar sér í flottari krullum á stuttum tíma.
82
Hér sjáið þið pinnan sem er knúinn af mótor sem snýst og vefur um leið hárlokknum upp á sig. Þessi hlið járnsins á að snúa að hárrótinni. Svo þegar þið notið járnið snýr endi lokksins út hinum megin.
Hátíðarkrullur
hafið komið lokknum fyrir ð þið handfangið saman ast.
munandi árninu 8 sek, 10 sek og tíma sem þið veljið krullurnar en því þið veljið þeim mun a þær.
Ef hárið er flókið og flækist í pinnanum þá lætur járnið vita af því með nokkrum pípum um leið og það skilar hárinu til baka. Greiðið þá vel í gegnum lokkinn og prófið aftur.
Byrjið á því að kveikja á járninu. Þið ákveðið hversu mikinn hita þið viljið hafa á því. Ef þið eruð með illa farið og viðkvæmt hár er mælt með lægri hitastillingunni.
Járnið pípir töluvert mikið. Um leið og lokkurinn er kominn á sinn stað í krullujárninu pípir það einu sinni. Þegar járnið hefur pípt fjórum sinnum í viðbót þýðir það að hárið sé tilbúið.
Hafið í huga að krullujárnið er ekki gert til að anna mjög síðu hári. Ef þið eruð með hár sem nær niður fyrir bringu þurfið þið að færa járnið neðar eftir hárinu. Ef þið eruð með mjög sítt hár er möguleiki að þetta járn henti ykkur ekki. Einnig er mjög mikilvægt að hárið sé alveg þurrt þegar þið notið krullujárnið.
83
Förðunarskóli
Reykjavík Makeup School Hér í Reykjavík er mikið og fjölbreytt úrval af förðunarskólum. Í nóvember var tilkynnt að einn förðunarskólinn í viðbót væri að fara að opna og því urðum við að fá að forvitnast aðeins um námið, áherslurnar og þær Sillu og Söru sem eru á bakvið skólann en þær hafa á stuttum tíma skapað sér nafn í förðunarheiminum.
84
Fรถrรฐunarskรณli
85
Förðunarskóli
Afhverju ákváðuð þið að opna förðunarskóla ? Þegar við vorum að læra saman þá vorum við oft að grínast með það að einn daginn myndum við opna okkar eigin skóla. Eftir að við útskrifuðumst pössuðum við vel upp á að missa ekki sambandið við hvor aðra. Við fengum báðar verkefni og vinnu tengda förðunarbransanum en ásamt því byrjuðum við að kenna förðun. Einn daginn ákváðum við að hittast í hádegismat og þá kom þessi hugmynd um að opna nýjan og ferskan förðunarskóla. Eftir það var ekki aftur snúið. Við fórum á fullt við að láta þessa hugmynd verða að veruleika sem aðeins var draumur fyrir mörgum árum.
kennt nemendum okkar. Hvernig kom nafnið á skólanum til? Við vorum búnar að fá óteljandi hugmyndir og uppástungur frá öðrum varðandi nafnið á skólanum en við vorum aldrei nægilega sáttar þar til auglýsingateiknarinn okkar (sem hannaði m.a. lógó skólans) kom með þetta frábæra nafn „Reykjavik Makeup School”. Eftir það kom ekkert annað til greina. Eruð þið komnar með húsnæði fyrir skólann? Já við skoðuðum húsnæði út um allann bæ en fundum loks draumahúsnæðið fyrir en það er staðsett á Lynghálsi.
Afhverju eruð þið að gera þetta saman ?
Hvernig verður námið hjá ykkur uppbyggt?
Við kynntumst fyrst þegar við vorum að læra förðun. Silla var í dagskólanum og Sara í kvöldskólanum. Við fengum að vinna saman í nokkrum verkefnum á vegum skólans og smullum strax ótrúlega vel saman. Við höfum haft nóg að gera eftir að við útskrifuðumst og við erum báðar komnar með ótrúlega góða reynslu í þessum bransa. Við erum sterkt teymi og höfum alltaf unnið mjög vel saman sem er mikilvægt ef maður vill starfa í þessum heimi. Okkur finnst mikilvægt að leggja áherslu á það nýjasta og ferskasta í förðunarheiminum hverju sinni og gefa af sér það allra mesta en það er einmitt það sem við viljum geta
Boðið verður upp á átta vikna nám þar sem farið verður yfir helstu atriði förðunar. Kennt verður mánudaga til fimmtudaga en það er bæði boðið upp á dagskóla (kl.09-13) og kvöldskóla (19-23). Einnig verður boðið upp á ýmis styttri námskeið fyrir einstaklinga, vinnustaði, vinkonuhópa og fleiri en þau munum við auglýsa hverju sinni. Helstu áherslur munu vera beauty farðanir en við munum fara frá því að kenna nemendum að velja réttan farða fyrir módel yfir í að gera smokey farðanir, brúðarfarðanir, Red Carped farðanir, tískusýningarfarðanir og
86
Förðunarskóli
Nafn: Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir Aldur: 32 ára Menntun: Förðunarfræðingur sem er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún sótti sér meiri förðunarmenntun. Reynsla: Útskrifaðist sem förðunarfræðingur 2010 og hefur tekið þátt í fjölda verkefna síðan þá. Til dæmis unnið með Arnold Björnsson ljósmyndara og séð um allar myndatökur og sýningar fyrir Kiss í Kringlunni. Sila hefur unnið mörg youtube förðunarmyndbönd í samstarfi við tiska.is og farðað fyrir kvikmyndir, auglýsingar, forsíðumyndir og fl. Þá rekur hún lítið fyritæki sem heitir Glitter mottur.
87
Förðunarskóli
fleira spennandi. Einnig munum við bjóða nemendum okkar upp á sýnikennslur í special effects, airbrush og tímabilum. Við erum komnar með frábæra gestakennara til liðs við okkur en þar má helst nefna Theodóru Mjöll, hárgreiðslukonu og metsölubókahöfund, en hún mun kenna nemendum grunn í hárgreiðslum. Þá ætlar Arnold Björnsson ljósmyndari að sjá um að taka myndir af verkefnum nemenda. Auk þeirra tveggja verða fleiri skemmtilegir gestakennarar. Munu nemendur fá tækifæri til að taka þátt í verkefnum á ykkar vegum? Við höfum báðar verið með mikið af verkenfum á okkar snærum frá því að við útskrifuðumst. Þar má til dæmis nefna myndatökur, kvikmyndir, tónleika, tískusýningar, forsíðumyndatökur og margt fleira þannig að við ætlum okkur að koma nemendum í alls kyns skemmtileg og spennandi verkefni á meðan náminu stendur sem og eftir að námi líkur. Hvernig munuð þið hafa lokapróf ? Við ætlum að vera með lokapróf þar sem nemendur fá tækifæri til að sýna okkur hvað þeir hafa lært yfir önnina. Við munum útfæra prófin á skemmtilegan og spennandi hátt með aðstoð samstarfsaðila. Hvernig gráðu munu nemendur útskrifast með?
88
Nemendur útskrifast að námi loknu með diploma sem förðunarfræðingur/ makeup artist. Hvað mun námið kosta og hvað er innifalið í því verði ? Átta vikna námskeið mun kosta 370.000 og innifalið í því er förðunartaska, glæsilegur förðunarpakki frá Inglot og æðislegt burstasett frá Real Techniques. Nú þegar eru til þó nokkrir förðunarskólar á landinu, hvað er það sem gerir ykkar skóla sérstakan – af hverju ættu nemendur velja ykkar skóla? Við teljum okkur vera ungar og ferskar í þessum bransa og við leggum áherslu á að koma með það nýjasta inn hverju sinni. Við erum búnar að leggja mikla vinnu og hugsun við gerð kennsluáætlunarinnar. Við ætlum að gera þetta fullkomið svo að nemendur okkar fái sem mest út úr náminu. Við fórum líka í smá leiðangur þar sem við spurðum lærða förðunarfræðinga hvað þeim fannst ábótavant í sínu námi en það hjálpaði okkur mikið við að fullkomna kennsluáætlunina. Við byrjuðum að auglýsa skólann um miðjann nóvember og viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og nú þegar erum við komnar með fjölda skráninga. Okkur finnst ótrúlega gaman að sjá hvað fólk hefur mikla trú á okkur og því sem við erum að gera. Hægt er að fylgjast með okkur á facebook síðu okkar HÉR.
Förðunarskóli
Nafn: Sara Dögg Johansen Aldur: 24 ára Menntun: Förðunar-, airbrush- og naglafræðingur. Útskrifuð af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Reynsla: Árið 2011 hóf Sara störf hjá MAKE UP STORE á Íslandi. Hún hefur verið að kenna förðun í kvöldskóla Make Up Academy hjá Fashion Academy frá 2012 og í byjun árs 2013 hóf Sara kennslu í förðun á snyrtifræðibraut Beauty Academy hjá Fashion Academy Reykjavík. Sara hefur meðal annars farðað fyrir tískusýningar, leikrit, sjónvarp,stuttmyndir, tónleika og forsíður tímarita.
89
Förðunarburstar
Burstarnir mínir Elísabet Ormslev er tvítugur förðunarfræðingur sem starfar í verslun MAC í Kringlunni. Elísabet, sem er einstaklega hæfileikarík, útskrifaðist árið 2012 úr Mood Makeup School. Auk þess að farða fyrir leiksýningar og tónleika hefur Elísabet tekið að sér farðanir fyrir myndatökur en nýlega farðaði hún t.d. fyrir forsíðu MAN Magasín. Hér segir hún okkur frá uppáhalds förðunarburstunum sínum sem eru allir frá MAC.
90
Fรถrรฐunarburstar
91
Förðunarburstar
MAC #159 DUO FIBRE FACE BRUSH Bursti númer 159 er rúnaður bursti, blandaður af alvöru- og gervihárum. Burstinn er fullkomin í hvaða vöru sem er á andlit, þ.e. farða, kinnalit, highlighter og hyljara. Algjör „multi task“ bursti sem ég gæti ekki lifað án. Mér þykir best að nota hann í farða vegna þess hve vel hann blandar farðanum inn í húðina án þess að skilja eftir sig neinar strokur. Áferðin verður svo náttúruleg og falleg.
MAC #138 TAPERED FACE BRUSH Besti púðurbursti í heiminum! Hann er æðislegur í bæði fast og laust púður og algjör snilld í bronzer. Burstinn er úr alvöru silkimjúkum hárum sem gefa fullkomna blöndun án nokkurrar fyrirhafnar. Á sjálfa mig nota ég hann mest í bronzer þegar mig langar til þess að líta út fyrir að vera sólbrún og sæt.
MAC #168 LARGE ANGLED CONTOUR BRUSH Þennan bursta elska ég meira en súkkulaði. Ég nota hann í farða (já, hann er algjör snilld í fljótandi farða) og á sjálfa mig nota ég hann mest í Mineralized Moisture farðann. Burstann er líka hægt að nota til þess að skyggja andlitið, annað hvort með púðri eða kremvörum, og síðast en ekki síst er gott að nota hann til að bera á kinnalit.
MAC #217 BLENDING BRUSH Hvaða makeup unnandi hefur ekki heyrt um bursta númer 217? Þessi bursti er frábær í allt sem tengist augnskugga þ.e bæði til að bera hann létt á augnlokið og einnig til að blanda. Sjálf á ég fjögur stk. af þessum bursta!
MAC #224 TAPERED BLENDING BRUSH Þessi litli snillingur er uppáhalds blöndunarburstinn minn. Bursti númer #217 er þéttari og þ.a.l betri til að bera á augnskugga en þennan nota ég til að fullkomna blöndunina og þess vegna er hann ómissandi að mínu mati.
92
Fรถrรฐunarburstar
93
Förðunarburstar
MAC #239 EYE SHADER BRUSH Bursti númer 239 er flatur augnskuggabursti úr alvöru hárum. Burstann er gott að nota til að pakka augnskugga á augnlokið en með því fæst þéttur og jafn litur. Ég kemst aldrei hjá því að nota þennan bursta þegar ég vil fá þéttan sterkan lit á augnlokið. Maður verður að eiga einn flatan bursta og þessi er sá allra besti.
MAC #266 SMALL ANGLE BRUSH Augabrúnir, augabrúnir, augabrúnir. Lífið væri tómlegt án bursta númer 266 þar sem ég nota hann undantekningarlaust á hverjum degi í augabrúnirnar. Ég hef ekki fundið neinn annan bursta sem gerir það jafn vel. Þennan skáleita þétta bursta er einnig hægt að nota í eyeliner þar sem að skekkjan í hárunum auðveldar t.d að gera cat eyelinerinn fræga. Svo er burstinn að sjálfsögðu líka góður í augnskugga.
MAC #286 DUO FIBRE TAPERED BLENDING BRUSH Get ekki sagt nógu mikið jákvætt um þennan bursta hér. Hann er blandaður af alvöru- og gervihárum. Ég nota sjálf þennan bursta mest í hyljara. Hann er svo mjúkur og gervihárin sjá til þess að blöndunin verði fullkomin! Þá er hann líka góður til að blanda augnskugga.
MAC #209 EYE LINER BRUSH Þennan bursta nota ég alltaf í eyeliner, bæði í gel og fljótandi. Hann er úr mjúkum gervihárum. Með fáum léttum strokum er auðvelt að gera skarpa þétta línu meðfram augnháralínunni og niðurstaðan er alltaf hrein og fín. Elska þennan eyelinerbursta!
MAC #231 SMALL SHADER BRUSH Upphaflega er þessi bursti hugsaður fyrir augu. Hann er frábær í augnskugga, t.d. til að bera undir augu en líka til þess að fullkomna smáatriði í förðuninni. Þó þykir mér hann langbestur í varalit! Burstinn er úr gervihárum og þess vegna er hann frábær í kremvörur líkt og varalit. Hann er rúnaður þannig að það er auðvelt að gera fallegar skarpar útlínur á vörunum. Þá blandar hann varalitnum mjúklega inn í varirnar sem gerir það að verkum að varaliturinn helst lengur á.
94
Fรถrรฐunarburstar
95
Jólagjafahugmyndir
Fyrir konuna sem málar sig lítið Margar konur sem mála sig ekki mikið dags daglega eru oftast hrifnar af einföldum vörum sem eru þæginlegar í notkun og klikka aldrei. Hér höfum við tekið saman þannig vörur. Góð rakakrem og stafrófskrem sem hægt er að bera á andlitið með höndunum eða Expert Face burstanum frá Real Techniques. Náttúrulegir kinnalitir eru nauðsynlegir í allar snyrtibuddur og kremaugnskuggar sem hægt er að bera á með fingrunum. Æðislegar vörur sem virka fyrir allar konur.
CC krem frá L’Oreal, anti dullness og anti redness - Eight Hour Cream og BB Cream frá Chanel kremaður kinnalitur Destiny nr. 61 - Real Techniques Expert Face Brush - Ilmu Noir nr. 10 - Gjafakassi frá Helenu Rubenstein sem inniheldur maskara, augnhreinsi o Flora by Gucci eau de fresh ilmur - Shiseido Bio Performance augnkrem - BB Cream frá
96
Jólagjafahugmyndir
ð Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
á Elizabeth Arden - YSL Manifesto gjafakassi sem inniheldur ilminn og sturtugel ur frá Clean - Dolce & Gabbana pour femme - Estee Lauder augnskuggapalletta Film og augnkrem frá merkinu - kremaður augnskuggi frá Bourjois Pétale Declaze nr. 03 á Shiseido.
97
Jólagjafahugmyndir
Fyrir konuna sem er nýbyrjuð a Það er sniðugt að leyfa ungu konunum sem eru að byrja að mála sig dags daglega að fá að prófa einhverjar af vinsælustu förðunarvörum heimsins í dag. Clinique hreinsivörurnar svíkja engan og vinsælir maskarar frá Lancome, Max Factor og Maybelline eru heimsþekktir. Einnig getur verið gaman að kynnast nýjum merkjum en Smashbox förðunarvörurnar hafa verið fáanlegar á Íslandi í rúmt ár en þær eru þekktar fyrir að vera hannaðar í ljósmyndastúdíói í Los Angeles.
Smashbox Try It Kit, nokkrar af vinsælustu vörunum frá merkinu saman komnar í flott Hypnost Star maskari og klassíski Hypnose maskarinn - Gjafaaskja frá Clinique sem in mála sig þá verða þær að eiga góðar hreinsivörur, hreinsisettin frá Clinique innihalda a og 06 - Espescially Escada ilmvatn - Gel eyeliner frá L’Oreal - Downtown ilmur frá Cal - False Lash Effect Fusion maskari frá Max Factor - Tvöfaldir varalitir frá Mactor litir F maskara merkisins Colossal og svartan eyelinerblýant.
98
Jólagjafahugmyndir
að farða sig Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
tri gjafaöskju - Lancome maskararnir eru meðal vinsælustu maskara á Íslandi, nniheldur svartan maskara, eyelinerblýant og augnhreinsi - Ef stelpur vilja byrja að andlitshreinsi, andlitsvatn og rakakrem - Kremaugnskuggar frá Bourjois litir nr. 05 lvin Klein - Krem kinnalitur frá Max Factor litur Soft Murano - BB krem frá Biotherm Folky Pink og Melody Brown - Gjafaaskja frá Maybelline sem inniheldur mest selda
99
Jólagjafahugmyndir
Fyrir konuna sem vill byrja að m Það getur verið vandasamt að velja snyrtivörur fyrir ungar konur sem vilja byrja að mála sig en eru kannski ekki alveg orðnar nógu gamlar að mati foreldra sinna. Á Íslandi er glæsilegt úrval af alls kyns naglalökkum og fyrir hátíðirnar eru fáanlegar alls konar flottar gjafaöskjur. Ilmvötn frá vinsælum karkyns söngvurum eru alltaf skotheldar gjafir en fyrir hátíðirnar sendi bæði hljómsveitin One Direction og söngvarinn Justin Bieber frá sér dömuilmi.
Max Factor naglalökk litir nr. 155, 10 og 55 - The Key nýjasti dömuilmurinn frá Justin Bi ColorShow naglalökkunum - Chubby Sticks varalitir sem koma þrír saman í gjafaöskju Powder Brush, allar stelpur eru hrifnar af stórum púðurburstum - Our Moment nýr döm óhreinindum í húðinni og það bleika gefur nauðsynlegan raka - Gjafataska sem innihe
00
Jólagjafahugmyndir
mála sig Allar vörurnar fást í Hagkaup Holtagörðum
ieber - Naglalakkagjafaaskja frá Maybelline sem inniheldur fjóra vinsæla liti af u þeir gefa sterkan lit eins og varalitir en létta áferð eins og gloss - Real Techniques muilmur frá strákunum í One Direction - BB krem frá Maybelline það bláa dregur úr eldur þrjá liti af glænýjum og ofnæmisprófuðum naglalökkum frá Clinique.
00
Sýnikennsla
Hátíðarneglur Naglalökk eru ómissandi fylgihlutur fyrir komandi hátíðir. Hér höfum við sett saman nokkrar hugmyndir um útfærslur af naglalökkum. Þið sjáið heildarlúkkið á nöglunum ásamt nokkrum myndum frá því þegar neglurnar voru lakkaðar. Í þessum fjórum sýnikennslum er notast við OPI lökk úr hátíðarlínu merkisins sem var hönnuð af Mariuh Carey.
Ein nögl sker sig úr Naglalökk: Sleigh Ride For Two (plómurauður) og Ski Slope Sweetie (hvítt glimmerlakk). Byrjið á því að setja eina umferð af Base Coat yfir neglurnar. Það eykur endingu naglalakksins og það verður auðveldara að taka það af. Setjið tvær umferðir af Sleigh Ride For Two lakkinu yfir neglurnar. Með því að setja tvær umferðir fær naglalakkið fallega glansandi áferð. Ekki setja lakkið á nöglina á einum fingri. Setjið tvær umferðir af Ski Slope Sweetie lakkinu yfir nöglina sem þið viljið að skeri sig úr. Setjið loks Top Coat naglalakk yfir neglurnar.
102
Sýnikennsla
Yfirlakk til að poppa uppá einfalda liti Naglalökk: Warm Me Up (dökkbrúnt) og Wonderous Star (glimmeryfirlakk með doppum). Byrjið á því að setja eina umferð af Base Coat yfir neglurnar. Það eykur endingu naglalakksins og það verður auðveldara að taka það af. Setjið tvær umferðir af Warm Me Up lakkinu yfir neglurnar. Með því að setja tvær umferðir fær naglalakkið fallega glansandi áferð. Þegar lakkið hefur þornað setjið þá eina umferð af Wonderous Star yfir neglurnar. Setjið loks Top Coat naglalakk yfir neglurnar.
103
Sýnikennsla
Glimmertoppur Naglalökk: All I Want For Christmas Is OPI (hárautt) og My Favorite Ornament (gyllt yfirlakk). Byrjið á því að setja eina umferð af Base Coat yfir neglurnar. Það eykur endingu naglalakksins og það verður auðveldara að taka það af. Setjið tvær umferðir af All I Want For Christmas Is OPI lakkinu yfir neglurnar. Með því að setja tvær umferðir fær naglalakkið fallega glansandi áferð. Þegar lakkið hefur þornað setjið rönd af My Favorite Ornament lakkinu meðfram brúnum naglanna ykkar. Setjið loks Top Coat naglalakk yfir neglurnar.
104
Sýnikennsla
Liquid Sand Naglalakk: Liquid Sand lakk í Silent Stars Go By. Byrjið á því að setja eina umferð af Base Coat yfir neglurnar. Það eykur endingu naglalakksins og það verður auðveldara að taka það af. Setjið tvær umferðir af Silent Stars Go By lakkinu yfir neglurnar. Með því að setja tvær umferðir verður áferðin á naglalakkinu mun þéttari og glimmer þekur neglurnar. Af því áferðin á Liquid Sand lökkunum er svo gróf er ekki mælt með því að setja Top Coat lakk yfir neglurnar.
105
Allt um eyeliner
Eyelinertrend í gegnum árin Neyðin kennir naktri konu svo sannarlega að spinna og finna uppá ýmsum leiðum til að redda sér. Í seinni heimstyrjöldinni var mikill skortur á snyrtivörum eins og öðru og því létu konur mála á sig fasta eyelinerlínu í kringum augun. Þó svo að stríð væri í gangi þá ætluðu þær sko ekki að líta illa út. Upphaf notkun eyeliners sem snyrtivöru er rakið aftur til 3. áratugarins þegar gröf Tutankhamun fannst. Á þeim tíma voru konur líka farnar að vera frjálslegri þegar kom að útliti og mun líklegri til að prófa nýja hluti. Með árunum varð svo eyeliner orðinn nauðsynlegur partur af daglegri förðun kvenna og hver áratugur átti sinn einkennis eyeliner.
Marlene Dietrich
Katherine Hepburn
Á 3. áratugnum (1920-30)
Á 4. áratugnum (1930-40)
Eylinerlínan var bogadregin svo augun virtust kringlótt. Konur förðuðu sig almennt mjög mikið á þessum árum.
Eyelinerinn varð nánast ósýnilegur. Línan var höfð þétt uppvið augnhárin svo hún sást nánast ekkert. Katherine Hepburn og Marline Dietrich voru áberandi hrifnar af þessu trendi.
Lana Turner
Marilyn Monroe
Á 5. áratugnum (1940-50)
Á 6. áratugnum (1950-60)
Spíssinn varð til. Eyelinerlínan var samt ekki mjög áberandi en kom smá út. Konur nýttu sér þessa aðferð til að lengja augnumgjörðina.
var eyelinerinn ómissandi og spíssinn kom almennilega í ljós. Ólíkt áratugunum á undan þá urðu konur nú djarfari þegar þær prófuðu sig áfram með eyelinerinn. Til urðu tveir hópar kvenna; þær sem gerðu út á kynþokkann og svo
106
Allt um eyeliner
Audrey Hepburn þær sem leyfðu einfaldleikanum að ráða. Þær konur sem gerðu út á kynþokkann fóru að prófa sig áfram við að setja línu í kringum allt augað til að skilgreina það betur. Stjörnur eins og Audrey Hepburn, Marilyn Monroe og Bridget Bardot eru andlit eyelinersins frá þessum tíma og gerðu 50’s eyelinerinn ódauðlegan.
Farrah Fawcett
Twiggy Á 7. áratugnum (1960-70) Konur fóru að nýta sér eyelinerinn til að móta augnumgjörina og oftar en ekki til að láta augun virðast stærri en þau voru. Svört lína var sett þétt upp við augnhárin, ljós litur, oftast í pasteltónum, var settur yfir augnlokin og svo var sett önnur svört bein lína í globuslínuna.
Madonna
Á 8. áratugnum (1970-80)
Á 9. áratugnum (1980-1990)
Konur héldu áfram að skapa sér sinn eigin stíl og mörg mismunandi trend voru í gangi. Margar konur leituðu þó aftur til 4. áratugarins þar sem eyelinerinn var náttúrulegri og meiri áhersla lögð á að húðin væri falleg með lítilli áherslu á augun.
Madonna kom eyelinernum aftur í tísku. Hún var mjög djörf þegar kom að förðun og fegurðarbletturinn hennar var alltaf á sínum stað, áberandi og flottur. Á þessum árum var blautur eyeliner mest áberandi af öllum tegundum.
Cindy Crawfor Á 10. áratugnum (1990-2000)
Á 11. áratugnum (2000-2010)
Það var eins og eyelinerinn hafi horfið. Konur kusu að vera náttúrulegri og áhersla á brúna liti í förðunum varð áberandi. Fyrirsætur urðu nýju fegurðarímyndirnar með Cindy Crawford í broddi fylkingar.
stjórnuðu farðanir sem sáust á tískupöllunum á stóru tískuvikunum förðunartrendunum. Eyeliner með spíss var mest áberandi og sérfræðingar tala um að förðunartrend þessa áratugar sé eyelinerinn. 107
Allt um eyeliner
Eyeliner Eyeliner er förðunarvara sem mjög margar konur eiga oft í erfiðleikum með að nota. Tilgangur Reykjavík Makeup Journal er ekki eingöngu að fræða lesendur um allt það skemmtilega sem á sér stað í snyrtivöruheiminum heldur einnig að kenna konum hvernig þær geta notað snyrtivörur. Með því að nota svartan eyeliner getum við breytt lögun auganna. Við getum gert þau meira hringlóttari, við getum fært þau nær hvort öðru eða fjær, við getum lyft þeim upp og við getum dregið þau niður. Við getum stækkað augun eða minnkað þau svo getum við að sjálfsögðu gert þau skásett. Allt þetta getum við gert með einni svartri línu. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að svarti liturinn markar umgjörð augnanna, hann rammar þau inn. Algeng mistök hjá konum er að leyfa eyelinernum ekki að ná út augun en ef það er ekki passað upp á það þá geta þau virðst mun minni en þau eru. Hér eru nokkur góð ráð um eyeliner og notkun hans: • Hvílið olnbogann á flötu, stöðugu yfirborði til að koma í veg fyrir að hendin hristist og ójöfnur myndist í línunni. • Ef þið viljið hafa skarpan eyeliner er gott að nota blautan eyeliner en byrjið á því að gera línuna með eyelinerblýanti. Þegar línan er orðin eins og þið vijið hafa hana farið þá yfir hana með blautum eyeliner. Ef þið gerið mistök er auðveldara að þurrka út eyelinerblýant en blautan eyeliner. • Ef þið eruð að setja eyeliner á ykkur sjálfar er gott að horfa niður í spegil á meðan þið setjið hann á ykkur. Þegar þið horfið niður þá verður augnlokið alveg slétt og auðvelt að komast sem næst augnhárunum.
108
• Með því að setja örmjóa eyelinerlínu þétt upp við augnhárin getið þið látið líta út fyrir að augnhárin ykkar séu bæði þéttari og þykkari. • Þegar þið eruð nýbúnar að ydda eyelinerblýant er gott að nudda aðeins oddinn á blýantinum svo að hann verði ekki of beittur þegar þið setjið hann á augun. Þá verður hann auðveldari í notkun • Þegar þið setjið á ykkur eyeliner er sniðugt að hafa munninn opinn á meðan en þá slaknar á vöðvunum í kringum augun svo það verður auðveldara að bera hann á. • Til að fylla upp í augnhárin og láta þau líta út fyrir að vera þykkari en þau eru,
Xxx
· Hafið eyelinerlínuna þykkasta yfir miðju augnlokinu til að láta augun virðast kringlótt. · Hafið eyelinerlínuna þykkasta í innri augnkróknum ef þið viljið láta augun virðast nær hvort öðru. · Hafið eyelinerlínuna þykkasta yst á augnlokinu ef þið viljið láta augun virðast fjær hvort öðru. · Sleppið því að setja dökkan eyeliner meðfram neðri augnhárunum til að stækka augun.
berið þá eyeliner á á milli augnháranna. • Ef ykkur finnst eyelinerinn of hvass setjið þá smá augnskugga í svipuðum lit yfir fyrir seyðandi og dramatísk augu. • Byrjið alltaf á því að prófa eyelinerinn á handabakinu til að passa uppá að það sé í lagi með hann. • Það er gott að byrja á því að setja svarta línu yfir allt augnlokið, báðum megin. Þegar línurnar eru orðnar jafnar ákveðið þá hvar spíssinn á að vera og setjið lítinn punkt þar sem hann á að enda. Tengið svo eyelinerlínuna sem þið gerðuð við punktinn. Ef þetta virkar ekki getið þið alltaf notað pappír eða límband sem skapalón til að tryggja það að línan verði bein.
00
Allt um eyeliner
Úrval af eyelinerum Það eru til margar tegundir af eyelinerum en þegar þið veljið ykkur eyeliner er gott að velja hann út frá því hvernig þið viljið að hann sé á augunum. Hér eru þrjár tegundir eyelinera sem hafa verið áberandi síðustu ár.
Eyelinertúss: Er í raun og veru ein tegund af blautum eyeliner. Eyelinertúss minna helst á tússpenna en þeir eru með löngum og oftast mjóum svampoddi sem gefur frá sér þéttan svartan lit. Eyelinertússpennarnir eru sérstaklega einfaldir í notkun og mjög góðir fyrir þær sem eru óöruggar á að setja á sig eyeliner eða eru að prófa sig áfram. Oft gefa eyelinertússpennar frekar frá sér glansandi svartan lit. Liturinn þornar mjög fljótt og því er oftast ekki hægt að vinna með hann heldur verður línan skörp.
Diorshow Art Pen Shiseido Automatic Fine Liner Pen L’Oreal Superliner Blabkbuster Bobbi Brown Ink Pen Maybelline Master Precise
110
Allt um eyeliner
Gel Eyeliner: Einstaklega þéttur svartur litur sem er borinn á augun með þar til gerðum pensli. Liturinn er mjúkur og það er auðvelt að vinna með hann, þið getið t.d. notað eyeliner sem undirstöðu fyrir dökka smokey augnförðun. Með því að gera það fær augnförðunin mun þéttari áferð og lit en þá endist hún mun lengur. Með gel eyeliner getið þið líka gert alls konar listaverk á augun og gefið augunum bæði skarpa og mjúka áferð. Gel eyelinerar eru bæði til í svörtu og þá oftast mattri áferð en þeir fást einnig í fleiri litum eða með glimmeri og/eða sanseraðri áferð.
MAC Fluidline
Bobbi Brown Long’Wear Maybelline Eyestudio Gel Eyeliner Drama Gel Eyeliner
L’Oreal Superliner Gel Intenza
Eyelinerblýantar
Chanel Le Crayon Yeux
Bourjois Waterproof Eyeliner
MAC Pro Longwear Eyeliner
Estée Lauder Stay Eyeliner Pencil
Lancome le Crayon Kohl
Smashbox Limitless Eyeliner
Algengasta tegund eyelinera eru án efa eyelinerblýantar. Þeir gefa oftast frá sér mjúka áferð. Auðvelt er að vinna með þá. Það eru til margar tegundir af eyelinerblýöntum. Við getum sagt að sumir séu „venjulegir“, aðrir vatnsheldir, þá eru sumir harðir en aðrir mjúkir. Eyelinerlínur, sem eru gerðar með blýöntum, er oft auðvelt að þrífa og laga til. Því getur verið gott að byrja á því að móta línuna með venjulegum eyelinerblýanti og skerpa hana síðan með því að fara ofan í hana með gel eða blautum eyeliner.
111
Jólabók
Bók fyrir konur á öllum aldri Heiðar snyrtir hefur fyrir löngu síðan skapað sér stórt nafn í heimi fegurðar. Nú fyrir jólin gefur hann út bókina Litgreining og stíll. Með bókinni vill hann auðvelda konum að litgreina sjálfar sig og hjálpa þeim að velja rétta liti. Framundan eru spennandi verkefni hjá Heiðari sem vinnur að því að senda frá sér ilmvötn en inn á milli þess kynnir hann bókina og vinnur að nýjum verkefnum. Þá notar hann einnig tímann til að kynna Oroblu sokkabuxur og L’Oreal snyrtivörur.
112
Jólabók
Nafn: Kristbjörn Jóhann Heiðar Jónsson Aldur: 65 ára Starf: Fyrirlesari, kynnir, námskeiðshaldari, förðunarfræðingur etc. Reynsla: Rosaleg og uppá a.m.k. 10 blaðsíður.
113
Jólabók
Hvernig kom það til að þú ákvaðst að gefa út bók fyrir jólin? Mér var bara tilkynnt að gera það, af einum af útgefendunum, Önnu Margreti Marínósdóttur, og ég gegni alltaf fallegum stelpum. Hver er hugmyndin á bak við bókina? Fyrsta bók í heimi, sem er sett upp þannig að þú getir litgreint þig sjálf/ sjálfur. Hvernig geta konur nýtt sér það sem þær fá út úr litgreiningunni? Konur og menn geta nýtt sér litgreininguna til að koma betra skipulagi á fataskápinn og líta um leið betur út. Vera með réttar gleraugnaumgjarið. Og fara betur með peninga. Konur nýta sér hana einnig til að velja skartgripi, förðunarvörur og háralit. Einnig líður okkur betur með okkar bestu litatóna í kringum okkur. Hefurðu einhver tímann lent í því að fá konu til þín sem þú getur bara engan veginn litgreint - ef svo er geturðu nefnt dæmi? Það getur verið erfitt að litgreina mjög laglegt, ungt og ferkst fólk. Var í vandræðum með Unni Steins í gamla daga en sigraði að lokum fyrir nokkrum dögum. Samt er hún nærri því eins fersk og falleg og hún var 1983 en ég fann örlítil merki sem ekki voru til staðar þá! Nú hefurðu litgreint ritstjóra Reykjavík Makeup Journal - Ernu Hrund - sem blöndu af hausti og sumri. Er algengt að þú greinir konur í svona ólíkar árstíðir?
114
Ég á eftir að staðfesta þá greiningu en ég held að það sé rétt hjá mér. Það eru svona 25% af fólki sem mér finnst svikið af því að falla aðeins í eina árstíð. En um leið skapar blandan ekki eins gott skipulag. Ég útskýri muninn og leyfi oftast viðskiptavininum að ráða hvort hann vill frekar falla inn í hærri prósentuna og vera ein árstíð, eða tvær. Nú má segja að þú sért að taka þátt í jólabókaflóðinu - fyrir hvaða konur myndirðu mæla með bókinni? Konur, karla og alla! Hef litgreint blint folk og það sýnir greinileg jákvæð svipbrigði í réttum lit. Gleymum ekki að litir eru bylgjur (eins og útvarps- og sjónvarpsbylgjur) sem hafa áhrif á líðan okkar. Nú eru væntanleg ilmvötn frá þér á næstunni. Geturþú sagt okkur meira frá þeim, innblæstrinum og væntalegri útgáfudagsetningu? Sonur minn ákvað að stofna fyrirtæki ásamt vini sínum, án minnar vitundarSvo var karlinn bara sendur til Grasse en það er höfuðborg ilmvatnanna í Suður-Frakklandi. Ég settist við ilmvatnsolíupípuorgelið og byrjaði að spila eigin sinfóníur. Þrjár með tilbrigðum fyrir konur og eina sinfóníu fyrir herra. Einn er sígildur, dömulegur en nýtískulegur. Annar er léttur og með sjávar- og ávaxtablæ. Aðlokum er einn munúðarfullur og austurlenskur. Fyrir herrana kemur alvöruherrailmur með reyk, leðri og berki mismunandi trjátegunda. Ilmvötnin verða tilbúin í mars 2014 og líta þá dagsinns ljós.
Getur þú sagt okkur frá fleiri spennandi verkefnum sem eru framundan hjá þér? Ég er nýlega orðinn háralitasérfræðingurinn á Íslandi fyrir L´oréal háraliti og er þar með farinn að nýta aftur prófskírteini frá þeim sem ég vann fyrir og lærði árið 1972. Svo finnst mér gaman að vera oftar fararstjóri til þeirra stórborga sem ég þekki vel og svo á Snæfellsnesið hug minn. Framundan er svo að sjálfsögðu vinna í kringum nýja ilmvatnið og markaðssettningu þess. Að halda áfram á fullum krafti sem Oroblu karlinn og kynna konum margar spennandi nýjúngar frá þeim auk þess kenna konum á aðhaldsfatnað. Þá ætla ég að halda áfram að kynna L´oréal og margar spennandi nýjúngar frá þeim. Hvað segið þið um „GULLKREM” (Suss! Algjört leyndarmál)! Nú svo fer ég að byrja að hjálpa ungfrú Ísland 2013 að undirbúa sig fyrir Miss World keppnina 2014. Svo ætla ég að reyna að vera meira með afabörnunum mínum. Þau eru og verða alltaf mest spennandi verkefnin mín. Þú hefur nú verið mikið í því að fara í heimahús og halda alls kyns kynningar fyrir hóp kvenna, hvort sem það eru saumaklúbbar eða samstarfskonur. Hvernig kynningar eru þetta og hvernig er hægt að hafa samband við þig? Á þessum kynningum fer ég yfir alls konar nálgun á útlitstengdu og lífstílstengdu efni. Svo og andlegu en það kallast að „Andast í
heimahúsum”. Ég fer líka í heimahús með L´oréal förðunartöskuna og held förðunarnámskeið Þá fer ég stundum með litgreiningabókina og held litgreiningarkvöld. Svo er ég meðheil kvöld um fatstíl og snið og hvað klæðir mismunandi vöxt. Að lokum er ég með framkomu- og fasnámskeið. Stundum vill fólk að ég blandi þessu öllu saman. Oftast er um konur að ræða en ég er líka með fyrirlestra fyrir karla og svo blandaða fyrirlestra. Ég er með fyrirlestra með alvarlegum tón en líka svona stand-up fyrirlestra um útlit og hreyfingar. Stunum er ég líka með fyrirlestra fyrir ungt fólk í skólum, atvinnuleitendur og fyrir Símenntun. Ef þið hafið áhuga á að bóka Heiðar í kynningar í heimahúsum og á viðburði þá er hann með virka Facebook síðu undir nafninu Heiðar Jónsson snyrtir en einnig er hann skráður á já.is.
115
Nýjungar
Nýjungar Í Reykjavík Makeup Journal er ekki lögð áhersla á að fjalla einungis um það sem er glænýtt í snyrtivöruúrvalinu á Íslandi. Við leggjum áherslu á það að benda lesenum á góðar vörur sem eru þeim aðgengilegar. Nýjungar mega þó alltaf fylgja með og hér sjáið þið eina vel valda vöru frá flestum snyrtivörumerkjum sem fást á Íslandi.
MAC - BB krem nýjir litir BB kremin frá MAC gefa húðinni mjög þétta og fallega áferð. BB kremin sem eru í túbunum eru hugsuð fyrir blandaða/normal húð en þau sem eru í compactinu eru fyrir þura húð. Fyrst þegar kremin komu í byrjun ársins kom ekki mikið af litatónum og þeir voru frekar ljósir. Það voru margar konur sem voru ánægðar með það þar sem það getur reynst erfitt fyrir konur sem eru með ljósa húð að finna fullkomin lit á farða. En þær sem eru með dekkri húðtón geta glaðst við þessar fréttir. BB kremin frá MAC fullkomna yfirborð húðarinnar. Þau er hægt að nota ein og sér eða yfir farða ef þið viljið fá aðra áferð á húðina.
GOSH - BB Skin Perfecting Kit Kardashian andlitsskyggingin virðist vera meðal vinsælustu förðunartrendanna fyrir húðina. Þær systur hafa sagt frá leyndarmálinu sínu en þær nota kremaðar förðunarvörur til að móta andlitið sitt. Þær nota ljósa liti til að lýsa svæði húðarinnar og draga þau fram. Svo nota þær dekkri liti til að búa til skugga í andlitinu. Með því að nota þessa tækni getið þið mótað andlitið ykkar svo það líti út nákvæmlega eins og þið viljið. Það getur verið vesen að eiga fullt af mismunandi förðum eða hyljurum en með þessari nýju palletu frá Gosh er leikur einn að ná fullkominni Kardashion förðunarundirstöðu.
116
Nýjungar
Sóley - Dögg andlitsraki Glænýtt rakakem frá þessu frábæra íslenska húðvörumerki. Kremið er léttari í sér en rakakremið Eygló sem var til fyrir hjá merkinu. Kremið er ríkt af andoxunarefnum sem vernda húðfrumurnar og örva endurnýjun þeirra. Formúla kremsins inniheldur saman íslenskar jurtir sem tryggja gæði vörunnar. Kremið hentar sérstaklega vel konum sem eru með þurra húð en kremið hefur róandi áhrif á húðina. Kremið er frábært undir hvaða farða sem er.
Clinique - Party Favors Sett Æðislegt gjafasett sem kom frá Clinique fyrir hátíðirnar. Í settinu er augnskuggapalletta sem er væntanleg í sölu hjá merkinu, maskari, augabrúnablýantur, Chubby Sticks varalitur, naglalakk og augnkrem. Með þessum vörum fylgir svo snyrtibudda. Útúr búð kostar settið jafn mikið og maskarinn og pallettan gera saman. Svo í raun og veru eruð þið að fá miklu meira útúr því að kaupa settið - þið þurfið líka ekkert endilega að gefa öðrum það þið getið bara átt það fyrir ykkur sjálfar. En með öllum vörunum er hægt að gera flott förðunarlúkk. Ef ykkur finnst þið vera klaufar með augnskugga þá þurfið þið ekki að örvænta því það fylgja leiðbeiningar með pallettunni um hvernig þið getið notað augnskuggana.
Dior - Intense Fusion Mono Augnskuggar sem minna á hrein litapigment sem hafa verið þrýst saman. Litirnir eru með flottri metallic áferð. Liturinn sem kemur úr augnskuggunum er mjög þéttur og flottur. Það er einfalt að gera flott augnförðun með einum lit af augnskuggunum. Berið þá yfir allt augnlokið uppað globuslínunni og mýkið litinn með léttum augnskuggabursta. Einnig er flott að nota augnskuggana yfir kremaugnskugga þá kemur sérstaklega sterk og flott áferð á augun.
117
Nýjungar
St. Tropez - Instant Wash Off Face & Body Lotion Nýtt sjálfbrúnkukrem sem gefur húðinni samstundis heilbrigðan og fallegan lit. Þetta krem er fullkomið fyrir þær ykkar sem ætla að bera á sig sjálfbrúnku en hafa aldrei tíma til þess fyr en 5 mínútum áður en þær eru að fara útur dyrnum. Liturinn er mjög náttúrulegur og eins og aðrar vörur frá St. Tropez þá er engin lykt af því. Litinn þrífið þið svo bara af húðinni í sturtu. Kremið smitast ekki í föt og það er vatnshelt. Kremið virðist vera mjög dökkt þegar það kemur útúr túbunni en liturinn jafnar sig vel á húðinni og aðlagast einhvern vegin litarhafti hverrar konu. Litinn er vel hægt að nota undir farða og að nota svona krem er án efa besta leiðin til að fá dekkri húðlit.
L’Oreal - Color Riche augnskuggapallettur Nýr og klassískur dömuilmur frá ítalska hönnunartvíeykinu. Ilmurinn er þéttari útgáfa af Pour Femm ilminum sem kom á íslenskan markað fyrir rúmu ári síðan. Intense útgáfan er fullkominn haustilmur. Þéttur vanillukeimur einkennir formúlu ilmsins og það er sá tónn sem situr hvað lengst eftir á húðinni. Ilmurinn er Eau de Parfum sem er þéttasta útgáfan af ilmvötnum og sú sem endist lengst á húðinni. Seyðandi ilmurinn fellur vel inní safn kynþokkafullra ilma sem eru til fyrir hjá merkinu.
Guerlain - Cils D’Enfer Maxi Lash Glænýr þykkingarmaskari frá Guerlain. Maskaraformúlan leggst yfir augnhárin og þykkir þau margfalt svo augnhárin ykkar fara ekki framhjá neinum. Það er mjög einfalt og fljótlegt að byggja upp þykk augnhár og þar spilar burstinn stórt hlutverk. Eins og á við um flesta þykkingarmaskara þá er þetta mjúk greiða eða svona hefðbundin maskaragreiða. Hárin á greiðunni eru löng svo hún þær að þekja öll hárin með formúlu. Í staðin fyrir að greiða úr augnhárunum þéttir hún þau saman með því að setja formúlu á milli augnháranna alveg frá rót sem skilar sér í þéttum, þykkum og einstaklega flottum augnhárum.
118
Nýjungar
Lancome - Visionnaire línan stækkar Visionnaire línan frá Lancome er vel þekkt meðal kvenna. Línan hentar konum á öllum aldri. Vörurnar gefa húðinni góðan raka og hugsa vel um hana. Nú fyrir stuttu komu tvær nýjungar í línuna, primer og augnkrem. Primerinn mattar yfirborð húðarinnar svo það verður slétt og alveg lýtalaust. Primerinn fyllir uppí ójöfnur í andlitinu svo áferðin á vörunum sem þið setjið yfir hann verður jöfn, ennþá fallegri og vörurnar endast lengur. Augnkremið vinnur gegn dökkum baugum í kringum augun ásamt því að vinna gegn broshrukkum sem geta myndast mjög snemma í kringum þau. Leiðréttingin á húðinni í kringum augun á sér stað djúpt inní húðinni svo áferðin á yfirborði hennar verðu mun fallegra. Augnkremið er borið á með eins konar gúmmí pensli sem þrýstir alls ekki of mikið á húðina. Húðin í kringum augun okkar er mjög viðkvæm og má ekki fyrir miklu hnjaski.
Maybelline - Brow Drama Sculpting Mascara Frábært litað augabrúna gel sem þið getið notað til að þétta lit augabrúnanna ykkar. Gelið er sett á hárin með greiðu sem líkist maskaragreiðu. Það gerir það að verkum að liturinn fer bein á hárin sjálf en ekki á húðina í krinum brúnirnar. Liturinn verður mattur svo áferðin verður náttúruleg. Gelið er fáanlegt í tveimur litum, medium brown sem er hlýr brúnn litur og hentar því ljóshærðum vel. Hinn liturinn er dark brown og hann er dökkur og grábrúnn og hentar því vel dökkhærðum. Með gelinu getið þið líka greitt vel úr augabrúnunum ykkar en þær haldast eins allan daginn.
D&G Pour Femme Intense Nýr og klassískur dömuilmur frá ítalska hönnunartvíeykinu. Ilmurinn er þéttari útgáfa af Pour Femm ilminum sem kom á íslenskan markað fyrir rúmu ári síðan. Intense útgáfan er fullkominn haustilmur. Þéttur vanillukeimur einkennir formúlu ilmsins og það er sá tónn sem situr hvað lengst eftir á húðinni. Ilmurinn er Eau de Parfum sem er þéttasta útgáfan af ilmvötnum og sú sem endist lengst á húðinni. Seyðandi ilmurinn fellur vel inní safn kynþokkafullra ilma sem eru til fyrir hjá merkinu.
119
Nýjungar
Smashbox - Always Sharp Eyelinerar Margar konur vilja helst bara nota eyelinerblýanta. Það getur þó verið pirrandi að þurfa alltaf að ydda þá regulega og oftar en ekki getur það verið erfitt því þegar maður þarf á yddara að halda er hann aldrei til staðar. Þetta vandamál er ekki til þegar kemur að nýju eyelinerunum frá Smashbox. Þeir eru nefninlega skrúfaðir upp. Þeir eru samt bara þessi venjulegu og þæginlegu eyelinerar sem við notum margar. Litaúrvalið er framúrskarandi og það gæti verið gaman að gera litríka augnförðun með nokkrum mismunandi litum. Liturinn sem kemur frá eyelinerunum er mjög þéttur svo það er hægt að leyfa línunni að vera eða dreifa úr henni.
Max Factor - Gjafaöskjur með flottum förðunarvörum Gwyneth Paltrow er nýtt andlit merkisins Max Factor. Fyrir stuttu voru nokkrir vinsælir makeup artistar fengnir til að skapa mismunandi lúkk með vörum frá merkinu þar sem Gwyneth var fyrirsætan. Fyrir hátíðirnar voru settar á markaðinn sérstakar gjafaöskjur sem innihalda þrjár mismunandi vörur sem eru lykill að því að ná hverri förðun fyrir sig. Þetta eru mjög fjölbreyttir gjafakassar svo hver kona ætti að geta fundið förðunarlúkk sem hentar henni.
Shiseido - Sheer & Perfect Foundation Glænýr farði frá Shiseido sem er léttur sem fjöður. Farðinn myndar eins konar filmu yfir húðina sem er full af ljóma og frískleika. Liturinn í formúlunni umbreytir hörundslit þeirrar konu sem er með hann og gerir hann mun fallegri og dregur örlítið úr gulum undirtónum sem íslenskar konur eru gjarnan með. Farðinn er flottur einn og sér eða yfir létt krem eins og lituð dagkrem eða stafrófskrem. Það er sniðugt að bera farðann á með bursta til að fá fullkomna áferð. Svona þunna farða getur verið erfitt að bera á með höndunum.
120
Nýjungar
OPI - Miss Universe Á sama tíma og fegurðarsamkeppnin Ungfrú Heimur fór fram sendi naglalakkamerkið OPI frá sér línu sem ber nafnið Miss Universe. Línan inniheldur þrjá mismunandi liti. I’m Feeling Sashy er gráfjólublátt naglalakk með þéttum lit (það er fyrir miðri mynd). Miss You-niverse er mjög dökkur plómublár litur sem gefur líka þéttan lit (það er vinstra megin á myndinni). Loks kom svo eitt flott glimmernaglalakk This Gown Needs A Crown sem er matt silfrað lakk. Fegurðardrottningar voru innblástur línunnar sjálfra og það væri gaman að vita hvort einnhver keppendanna í ár hafi skartað þessum litum frá OPI.
Bobbi Brown - Smokey Eye Collection Smokey augnförðun er alltaf klassísk. Mörgum konum getur þó fundist erfitt að ná hárréttri áferð. Smoky augnförðun líkir eftir sömu áferð og gerist með reyk, hann deyr smám saman út. Bobbi Brown hefur sent frá sér tvær lykilvörur til að ná seyðandi augnförðun á örstuttum tíma. Mjúkur eyelinerblýantur sem er hægt að bera þétt uppvið augnhárin og gera línu sem er þétt af lit. Aftan á burstanum er svampur sem þið notið til að dreifa úr litnum og ná þessari reykáferð. Eyelinerinn er fáanlegur í nokkrum mismunandi litum og það fylgir yddari með honum. Auk eyelineranna kom kolsvartur þykkingarmaskari sem gefur augnhárunum þétta og matta áferð sem smellpassar við smoky augnförðun.
Biotherm - Blue Therapy Serum-in-oil Ný húðolía sem gefur sömu virkni og serum. Biotherm er merki sem er þekkt fyrir að senda frá sér góðar húðvörur. Fyrirtækið er mjög nýjungagjarnt og sendir nú frá sér glænýja tegund snyrtivöru. Serumið bráðnar bókstaflega þegar það kemst í snertingu við húðina og smýgur jafnt inní hana. Serumið vinnur gegn hrukkum, veitir einstakan ljóma, þéttir og styrkir húðina. Það er mælt með því að serumið sé notað á kvöldin svo það geti nýtt tímann á meðan húðin er í slökun til að lagfæra hana.
121
Nýjungar
One Direction - Our Moment Strákabandið One Direction er að slá í gegn um heiminn. Margar ungar stelpur sjá ekki sólina fyrir drengjunum og 1D æðið minni á Bieber æðið sem var hér um árið. Strákarnir sendu nýlega frá sér dömuilm fyrir kvenkynsaðdáendur sína, Our Moment. Ilmurinn er mjög ferskur og ávaxtakenndur. Ilmurinn fangar athyglina með ferskum ilm af bleikum greipávöxtum, krækiberjum og villtum berjum. Hjarta ilmsins angar af jasmín blóminu og grunnurinn samanstendur af mjúkum viðarnótum. Þetta er rosalega flottur ilmur og að sjálfsögðu er hugsunin á bakvið ilminn að aðdáendur drengjanna fái að eiga sitt „móment“ með þeim. Með ilmvatninu fylgir miði með eiginhandaráritunum frá öllum meðlimum hljómsveitarinnar. Ilmurinn seldist upp fyrst þegar hann kom til landsins sem segir smá til um vinsældir og áhrif drengjanna fimm. Án efa jólagjöfin í ár fyrir unga poppaðdáendur.
Make Up Store - CC krem Einstaklega létt og fallegt stafrófskrem. CC kremin laga litarhaft húðarinnar og CC kremið frá Make Up Store leitast við að fríska uppá hörund konunnar sem notar kremið og gefur henni fallegan og frísklegan ljóma. Þetta CC krem gefur það ómótstæðilega áferð að þegar þið eruð með það þá eruð þið stoppaðar útá götu af öðrum konum sem vilja endilega fá að vita hvað þið eruð með á húðinni. Kremið kemur í túbu en er með pumpu.
Polo Red herrailmur frá Ralph Lauren Glænýr herrailmur sem stendur fyrir hraða. Rauði liturinn sem einkennir ilmvatnsflöskuna er sá sami og er á Ferrari bíl sem er í eigu Ralph Lauren. Hönnuðurinn er þekktur fyrir dálæti sitt á ökutækjum og á stóran bílaflota. Rauði liturinn einkennir líka formúlu ilmsins sem samastendur af rauðu greipaldini, rauðu saffroni og rauðum sedarvið. Ilmurinn er kraftmikill, seyðandi og táknar hraða, spennu og kraft.
122
Nýjungar
Christina Aguilera - Unforgattable Ilmirnir frá Christinu Aguilera eru mest seldu ilmir í heimi sem eru gerðir af frægri manneskju. Nýjasti ilmurinn, Unforgettable, á að gera þær konur sem eru með hann ógleymanlegar. Ilmurinn fangar athygli fólksins í kringum hann og laðar það að sér. Toppnóturnar samanstanda af plómum og ástaraldin. Miðjan er blómkennd og ilmar af tyrkneskri rós og jasmín. Grunnnóturnar eru svo kasmír og vanilla. Ilmurinn er fullur þokka og mjög kvenlegur.
Chanel - Rouge Allure Extrait De Gloss Æðislegir litsterkir glossar frá þessu fágaða og kvenlega snyrtivörumerki. Formúla glossins er mjög mjúk og þæginleg og hún klístrast ekki. Fjólubláar varir hafa verið mjög vinsælar meðal íslenskra kvenna undanfarið og í haustlínunni frá merkinu kom einmitt einn slíkur litur í sölu. Liturinn nefnist Controversy og er nr. 17. Liturinn gerir varirnar ómótstæðilega berjabláar með léttum og fallegum glans. Glossinn er ekki eins og flestir glossar og það má best lýsa vörunni með því að segja að hún sé mitt á milli þess að vera gloss og vralitur. Svampurinn sem er notaður til að bera glossinn á er flatur en dregst inn í miðjunni sem skilar sér í jafnri áferð á litnum sjálfum.
Bourjois - Colour Edition 24 h Eyeshadow Glænýjir og litsterkir kremaðir augnskuggar frá franska snyrtivörumerkinu Bourjois. Litirnir eru með metal áferð. Loksins er hægt að fá flottan plómulitaðan augnskugga en það er einmitt einn af litunum sem eru fáanlegir í augnskuggunum. Litina er hægt að nota eina og sér, með öðrum púðuraugnskuggum eða jafnvel nokkra saman. Skuggarnir eru mjög litsterkir og áberandi, það er auðvelt að byggja samt þerkjuna og styrkleika litarins hvort sem það er til þess að draga úr litnum eða auka hann. Augnskuggana er líka sniðugt að nota sem undirstöðu fyrir augnfarðanir eða eins og primer.
123
Nýjungar
Justin Bieber - The Key Justin Bieber slakar ekki á þegar kemur að því að útbúa ilmi til að heilla dömurnar. Nýjasti ilmurinn hans The Key er sagður vera mun þroskaðri en þeir sem fyrir komu svo það er greinilegt að Bieber er að reyna að reyna að stækka kúnnahópinn sinn. Með nafni ilmsins reynir söngvarinn ungi að segja aðdáendum sínum að þeir eigi að trúa því að þeir geti látið drauma sína rætast. Ilmurinn sjálfur er blómkenndur en grunnurinn er viðarkenndur, framandi með smá vanillu í bland. Umbúðir ilmsins eru mjög einfaldar fyrir utan lykilinn sem hangir á hlið hans.
YSL - Youth Liberator Serum Foundation Nýr og byltingakenndur farði sem sker sig frá mörgum öðrum þar sem formúlan inniheldur vinsælasta húðserumið frá merkinu. Forever Youth Liberator Serumið frá YSL hefur unnið til verðlauna. Farðinn eins og serumið nærir húðina allan daginn, mýkir hana og gerir húð þeirrar konu sem notar hann mun áferðafallegri. Ljóminn sem farðinn gefur frá sér lífgar uppá húðina svo um munar og yngir ásýnd hennar um leið. Hver vill ekki vita af því að það sé frábær snyrtivara að vinna í því að bæta húðina manns á daginn. Það er æðislegt að geta keypt sér eina snyrtivöru sem í raun tvær. Farðinn gefur þétta hulu svo það er hægt að nota hann einan og sér.
Nude by Rihanna Svo virðist sem að allt sem söngkonan komi nálægt þessa dagana verði að gulli. Samtals hefur hún sent frá sér þrjá ilmi Reb’l Fleu, Rebella og sá þriðji er nude. Nude er mikill tískulitur og er litur sem er einfaldur, klassískur og virkar alltaf. Það sama má segja um ilminn sem er þæginlegur ávaxtailmur. Ilmurinn opnast með tónum guava ávextar, mandarínum og perum. Saman við það blandast svo hjarta ilmsins sem er blómkennt. Grunnur ilmsins einkennist svo af vanillu og sandelviði.
124
Nýjungar
Estée Lauder - Modern Muse Það er komið alltof langt síðan Estée Lauder fór af stað með eins stóra herferð með ilmvötn eins og er framundan með þennan nýja og flotta ilm frá merkinu. Modern Muse ilmurinn er glænýr hér á Íslandi en við fengum leyfi til að hefja sölu á því fyrir hátíðirnar. Ilmurinn er Eau de Parfum sem er sú útgáfa af ilmi sem er þéttust og endist þar af leiðandi lengur á húðinni en t.d. Eau de Toiletta ilmir. Ilmurinn er tákn fyrir það að vera sjálfstæð kona sem er ánægð með sjálfa sig og stolt af sínum afrekum. Ilmurinn samastendur af jasmín sem blandast saman við mandarínur, Sveitarós, ferskum Liljum og hunangi. Vanilla og mjúkar viðarnótur einkenna ssvo innsta lag ilmsins.
00
Reykjavík Makeup Journal
13. desember 2013 Útgefandi: Erna Hrund Hermannsdóttir - ernahrund(hjá)reykjavikmakeupjournal.is Hönnun og uppsetning: Erna Hrund Hermannsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson Allur réttur áskilinn