Borgarsýn 17 tbl

Page 1

Borgarsýn

17 2016

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Framkvæmdir við Austurhöfn

Borgarlínan

800 milljónir í átaksverk­efni fasteigna

Uppbygging í miðborginni er nú í fullum gangi og skipulagsbreytingar verið gerðar til að bæta umhverfið

Um er að ræða nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna sem er í þróun hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu

Á þessu ári ver Reykjavíkurborg um 800 milljónum í sérstök átaksverkefni tengd viðhaldi á fasteignum borgarinnar


Inngangur

Leiðari Mikill samhljómur var á opnum fundi Reykjavíkurborgar um loftslagsmál sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur 2. desember. Hann var skipulagður fyrir borgarstjóra af umhverfis- og skipulags­ sviði og í samstarfi við FESTU – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. Rétt ár var síðan stór hópur hittist í Höfða til að undirrita loft­slags­yfir­lýsingu. Stuttu eftir þann fund var hinn frægi fundur í París þar sem loksins náðist tímamótasamkomulag um að halda hlýnun jarðar innan við 2 gráður og að unnið verði að því að hlýnunin yrði ekki meiri en 1,5 gráða. Frá þeim tíma hefur margt gerst, sumt jákvætt en annað sem ógnar því að þessum markmiðum verði náð. Parísarsamkomulagið varð fullgilt í byrjun nóvember á þessu ári sem er í raun magnað, 193 þjóðir höfðu þá samþykkt samkomulagið og 115

ríki fullgilt samninginn. Að vinna að loftslagsmálum verður þó líklega alltaf krefjandi verkefni. Yfirskrift fundarins í Ráðhúsinu voru lofts­lags­mál en við vildum einnig nota tæki­­færið og sýna hve fjöl­breytt og yfir­ grips­mikið starf á sér stað hjá borginni á vettvangi umhverfis­mála. Mörg vegg­ spjöld voru því gerð í tilefni fundarins til kynningar á loft­slags­verk­efnum Reykjavík­ur­borgar. Þau verða sett upp í Þjónustu­verinu í Borgartúni 12 – 14 og eru allir velkomnir að skoða þau. Í Aðalskipulagi er ítarleg áætlun um uppbyggingu hjólreiðaáætlunar og almenningssamgangna. Borgarlínan er gríðarlega mikilvægt verkefni sem við erum að vinna með sveitar­félög­unum í kring. Það að auka hlut almennings­ samgangna ætti að skila mestum árangri í að draga úr losun í borginni. Nefna má að loftslagsbreytingar auka líkur á úrkomu í Reykjavík og meira álag á veitukerfin okkar. Í Aðalskipulaginu er

brugðist við þessu með því að stefna að því að byggja upp hverfi og hús með blágrænum ofanvatnslausnum. En þá er átt við að yfirborðsvatn og vatn af þökum er nýtt innan lóða í stað þess að láta það renna óhindrað niður í hið hefðbundna frárennsliskerfi og í einhverjum tilfellum er því alveg veitt framhjá frárennsliskerfinu Mikið er lagt upp úr margs konar um­ hverfisfræðslu og koma ýmsar fræðsluog fag­stofnanir borgarinnar við sögu allt frá Grasa­garðinum og Fjölskyldu- og Húsdýra­garðin­um til Náttúru­skólans og Vinnu­skólans. Síðast en ekki síst eru leik- og grunnskólar borgar­­innar gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir menntun um sjálfbærni og umhverfis­ mennt þar með talið um loft­­slags­­ breytingar. Árangur í loft­slags­málum mun nefnilega nást þegar við öll verðum sam­taka um að taka réttu skrefin, og það er aldrei of snemma byrjað. Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri

Mannlíf

Reykjavík er skapandi borg Spennandi fundur um sköpun og borgar­ samfélag var haldinn á Kjarvalsstöðum á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Getur Reykjavík orðið meira spennandi fyrir fólk í skapandi greinum og að­ drátt­ar­­­afl? Umhverfis- og skipulags­ svið Reykjavíkurborgar stendur fyrir funda­röðinni BORGIN – HEIMKYNNI OKKAR um þróun og mótun borgar­ innar. Spurningunni Ríkir hugar­far sköp­ un­ar í Reykjavík var varpað fram á tólfta fundinum.

Borgarsýn 17

Hugtakið sköpun (e. creativity, creative city) hefur notið vinsælda undanfarin ár í borgarumræðu. Andstæðan við skapandi borg gæti verið einsleit borg. Eitt einkenni umbreytingar birtist þegar borg gengur sköpuninni á hönd og skapandi greinar á ýmsum sviðum menningar breyta þekktum byggingum í svæði fyrir listir og menningu. Nýlegt dæmi um það er Marshall húsið við

Grandargarð sem var síldarbræðsla í hálfa öld en verður menningar- og myndlistarmiðstöð. Á fundinum var hin skapandi borg skoðuð út frá nokkrum sjónar­hornum og spurningum, t.d. hvernig eru svæði borgarinnar, torg, byggingar og garðar nýtt sem rými til skapandi athafna? Hvernig skapast töfrandi andrúmsloft á viðburðum og iðandi mannlíf á götum borgarinnar? Gegna stjórnvöld mikilvægu hlutverki við að virkja sköpun­ ar­kraft fólksins í borginni og veita þau þeim efna­­hags­­lega afkomu? Leggja þau áherslu á fjöl­breytta upplifun fyrir gesti og heimafólk? 2


Frummælendur á fundinum á Kjarvalsstöðum

Fundargestir

Skapandi greinar í Reykjavík Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er dæmi um viðburð þar sem andi sköp­ un­ar svífur yfir vötnum og áhersla er bæði á sköpunargáfu heimafólks og gesta. Einnig má nefna ýmsa gjörninga, kvik­mynda­hátíðina RIFF, Hönnunarmars og Food and Fun sem góð dæmi. Að öðrum kosti teljast skapandi greinar m.a. arkitektúr, myndlist, hönnun, tíska, kvik­myndun, tónlist, svið­slistir, bóka­ útgáfa, hugbúnaður, matargerðarlist, útvarp, sjónvarp og leikjahönnun fyrir tölvur og önnur tæki. Nefna má að fyrsta setur skapandi greina í Reykjavík var opnað við Hlemm árið 2014. Þá er Hönn­un­ar­miðstöð í Aðalstræti svo dæmi séu nefnd. Markmið fundaraðarinnar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

BORGIN – HEIMKYNNI OKKAR er að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt samhengi. U.þ.b. 1000 gestir á 12 fundum hafa sótt fundaröðina frá því hún hófst haustið 2014, bæði fagfólk og áhugafólk um skipulag og umhverfi borgarinnar. Á fundinum komu fram ásamt Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipu­lagsráðs, Sigrún Inga Hrólfsdóttir deildar­forseti myndlist­ar­deild­ar Lista­ háskóla Íslands, Grímur Atla­son fram­ kvæmda­stjóri Iceland Airwaves tónlistar­ hátíðarinnar og Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og verkefnisstjóri borgar­hönnun­ ar hjá Reykjavíkurborg.

Spennandi spurningar á fundinum Reykjavík hefur þegar verið bókmennta­ borg UNESCO í fimm ár og vinnur starfs­fólk borgar­innar markvisst skap­ andi starf í nafni hennar. En spurningin núna er m.a. hvort Reykjavík eigi að skapa sér frekari sérstöðu meðal skap­ andi borga eða styðja alla metnaðarfulla viðleitni til sköpunar jafnt og láta það koma fram í stefnumótun og skipulagi? Frummælendur hvöttu borgina til að stíga frekari skref á sviði sköpunar en vöruðu þó við ofstýringu því að sjálfur sköpunarkrafturinn finnur sér ævinlega farveg sem kemur á óvart. Uppbygging borgarhverfa og þétting byggðar veltur upp tækifærum og áskorunum í þessum efnum. Nefna má að samkvæmt aðal­ skipu­lagi Reykjavíkur ber að stuðla að skap­andi og ögrandi umhverfi og auka veg allra skapandi greina við mótun umhverfis. Það eru ekki bara miðborgir sem geta verið skapandi heldur einnig hverfin eins og til dæmis Breið­holtið þar sem list í opinberu rými hefur breiðst út t.a.m. á blokkar­veggjum. Ef til vill laðar það að sér skapandi fólk sem heldur áfram að móta andrúms­loft, umhverfi og menningu staðarins. Segja má að tilraun standi yfir til að gera Breiðholt að skapandi stað. Hægt er að spyrja margra annarra mikilvægra spurninga um Reykjavík sem skapandi afl m.a. um samspil bygging­ar­arfsins og sköpunar­ kraftsins, hvað það var sem t.d. olli því að Gamla höfnin og Grandinn lifnuðu við m.a fyrir tilstuðlan nýsköpunar og matarmenningar? Einnig mætti fjalla um Reykjavík sem skapandi áfangastað ferðamanna og hvernig borgaryfirvöld gætu tileinkað sér skapandi hugsun í samstarfi við borgarbúa og atvinnulíf. Áfram hugsað um efnið Ekki var hægt að svara öllum spurning­ um en fundaröðin var haldin í kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Ekki er boðið upp á átök milli andstæðra sjónarmiða heldur felst aðferðin á fundinum í því að greina og opna fyrir möguleika og að fólk haldi áfram að hugsa og tala um efnið eftir fundina. Fundargestir voru áhugasamir um efnið. Fundurinn var sá tólfti í röð­ unni en sjá má flesta fyrri fundi á net­ slóð­inni netsamfelag.is 3


Skipulag

Framkvæmdir við Austurhöfn Uppbygging í miðborg­inni er nú í fullum gangi. Deili­­skipulag fyrir Austurhöfn var sam­þykkt árið 2006 en þó nokkr­ ar breytingar hafa verið gerðar á deili­ skipu­laginu til að bæta umhverfi enn frekar á svæðinu

Í gegnum svæðið mun liggja önnur göngu­gata, sem þverar Reykjar­stræt­ið og hefur hlotið nafnið Steinbryggja sem tengist mannvirkjum sem áður voru á svæðinu en hafa nú horfið undir upp­ fyllingar samhliða þróun ­og breytingum í samfélaginu. Á reit 5, sem er hannaður af arkitekt­ a­stofunni Tark, er gert ráð fyrir hótel­i næst Hörpu og íbúðum nær Geirs­göt­ unni með verslun og þjónustu á jarð­ hæð. Hæðir húsa er 5–6 hæðir með inn­dreginni 7. hæð á hluta þaks norð­ vest­ast á reitnum. Landsbanki Íslands á svo reit nr. 6 þar sem gert er ráð fyrir

að höfuðstöðvar bankans muni rísa. Reitur 1 og 2 voru áberandi í fjölmiðlum síðastliðið sumar þegar Minja­stofnun Íslands lagði til við þá­verandi forsætis­ ráð­herra að hafnar­garður á lóðinni yrði friðlýstur og varð­­veitt­ur að hluta. Hafnar­­ garður­­inn kom í ljós við fram­kvæmdir þróunar­félagsins Land­­stólpa við undir­ búning fram­­kvæmda á reitnum en hann fór undir land­fyllingu árið 1939. Hafnargarðurinn var reistur sem hluti af hafnargerðinni 1913 – 1917 en hún var á þeim tíma stærsta og merkasta verk­ lega fram­kvæmd sem Íslendingar höfðu ráðist í. Járn­braut var meðal annars notuð til að flytja efni úr Skólavörðu­ holti og Öskjuhlíð og er það eina skipti sem lestar hafa verið notaðar á Íslandi. Hafn­ar­garð­ur­inn var svo færður fram um 6 – 7 metra árið 1928 í tengslum við vega­bætur við höfnina. Það kom á óvart hversu heillegur og fallegur hafnar­garð­ urinn var þegar hann kom í ljós. Deiliskipulag Austurhafnar TRH var sam­þykkt 18. maí 2006 en þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á deili­ skipu­laginu til að bæta umhverfi enn frekar á svæðinu. Nokkur hús á reitnum hafa lækkað frá fyrra deiliskipulagi í átt að Lækjartorgi svo að tónlistar- og

Horn Tryggvagötu og götu meðfram Tollhúsi. Mynd: PK arkitektar.

Framkvæmdir við Austurhöfn í Reykja­­ vík hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem átt hefur leið um mið­ borg­­ina þennan veturinn. Uppbygging á reit 1 og 2 austan við Tollhúsið, sem afmark­ast af Tryggvagötu, Lækjargötu og Geirsgötu, er nú í fullum gangi og jafn­framt eru framkvæmdir í gangi á reit 5 og 6 norðan Geirsgötu næst Hörp­ unni. Ný göngugata, Reykjarstræti, með verslun og þjónustu mun ganga í gegnum svæðið frá suðri til norðurs á milli reita 1 og 2 sunnan Geirsgötu og reita 5 og 6 norðan götunnar. Á reit 1 og 2, sem hannaður er af PK arkitektum, er gert ráð fyrir 4–6 hæða byggingum með verslun og þjónustu á jarðhæð og íbúðum og skrifstofum á efri hæðum. Þar er m.a. gert ráð fyrir að verslunarkeðjan H&M opni verslun. Borgarsýn 17

4


ráðstefnuhúsið Harpa njóti sín sem best og verða nýbyggingar á reitnum í meira sam­ræmi við þá byggð sem fyrir er í mið­borginni. Innkeyrslum í bíla­kjall­ara hefur verið fækkað til að minnka umferð­ ar­flæði um Kvosina og lögð er áhersla á að þær falli inn í byggða­mynstur svæð­is­ins og séu sem minnst áberandi í borgar­landinu. Framkvæmdir eru þegar hafnar við að breyta legu Geirsgötu þannig að hún komi hornrétt á Kalkofnsveg og Lækj­ ar­götu í samræmi við Aðalskipulag Reykja­víkur 2010 – 2030. Geirsgata mun halda tveimur akreinum í hvora átt og gatnamótin verða með tveimur beygju­ak­reinum í vesturátt svo að flæði umferðar í gegnum gatnamótin verði með besta móti. Hægt verður á umferð­ ar­hraða niður í 30km/klst og götunni breytt í fallega borgargötu. Í aðal­skipu­ lag­inu eru borgargötur skilgreindar sem mikil­vægar sam­göngu­tengingar fyrir alla ferða­máta sem hafa sögulegt mikilvægi, sterka ímynd eða eru mikilvægir sjónásar í borgarlandslaginu.

Horft yfir reit 1 og 2 frá Arnarhóli. Mynd: PK arkitektar

Horft í átt að reit 5 og Hörpunni. Mynd: Tark.

Horft inn göngugötu. Mynd: PK arkitektar.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

5


Samgöngur

Borgarlína Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna Háholt

Eiðistorg Harpa

Keldnaholt

BSÍ Kringlan Ártún

Hamraborg

Mjódd

Smáralind

Garðatorg

Fjörður

Borgarlínan - akstursleiðir til áframhaldandi skoðunar

Íbúaspá gerir ráð fyrir að til ársins 2040 fjölgi íbúum á höfuðborgarsvæðinu um ríflega 70 þúsund, sem jafngildir íbúafjölda Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs árið 2013 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040, Höfuðborgarsvæðið 2040, var staðfest árið 2015. Sú fjölgun íbúa sem er gert ráð fyrir samsvarar íbúa­ fjölgun á höfuðborgarsvæðinu árin 1985 – 2012 en á þeim tíma fór þéttleiki byggðar úr 54 íbúum/ha í 35 íbúa/ha og umferðarálag á helstu stofnbrautum marg­fald­aðist. Sú húsnæðisupp­bygg­ ing sem er nauðsynleg til að mæta þeirri fjölgun íbúa sem gert er ráð fyrir til ársins 2040 myndi ekki geta þróast með sama hætti og þrjátíu árin þar á undan Borgarsýn 17

án þess að fara inn á græna trefilinn og önnur græn svæði. Auk þess myndi slík þróun kalla á verulegar fjár­festingar í stofn­vegakerfinu, fjölgun einka­bíla, fjölgun bílastæða en þrátt fyrir það myndi meðalferðatími íbúa á höfuð­borg­ ar­svæðinu aukast. Því leggur Höfuðborgarsvæðið 2040 megináherslu á að fyrirsjáanlegri fólks­ fjölgun verði mætt þannig að byggðin dreifi sem minnst úr sér og lögð er mikil áhersla á breyttar ferðavenjur. Gert er

ráð fyrir að fólks­fjölgun verði mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Stefna svæðis­skipulag­ sins er að almennings­sam­göng­ur innan þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar verður byggt upp nýtt hágæða­ kerfi almenningssamgangna, Borgarlína, sem flytur fjölda fólks á milli helstu kjarna og valinna þróunarsvæða. Hins vegar er strætisvagnakerfi, sem verður aðlagað hágæðakerfinu og myndar net um þéttbýli höfuð­borgar­svæði­sins Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og hágæðakerfis verða samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu og byggja um leið sterkari farþega­ grunn. Þannig myndar hágæða­kerfið kjarnann í samgöngu- og þróunar­ási höfuð­borgar­svæðisins. 6


Með hágæðakerfi almennings­sam­ gangna er í svæðisskipulagi höfuð­ borg­ar­svæðisins átt við kerfi léttlesta (e. Light Rail Transit) eða hraðvagna (e. Bus Rapid Transit) sem lýst hefur verið sem léttlestum á gúmmíhjólum. Það sem einkennir hágæðakerfi, óháð því hvort um er að ræða léttlestir eða hraðvagna, eru í megindráttum þrír þættir. Akstur í sérrými: Vagnarnir ferðast að öllu eða miklu leyti eftir sérakreinum og með staðsetningar- og fjarskiptatækni er vögnunum veittur forgangur á ljósa­ stýrðum gatnamótum. Þannig er tryggt að önnur umferð hefur takmörkuð áhrif á ferðatíma, tíðni og áreiðanleika almenn­ ingssamgangna. Betri biðstöðvar: Biðstöðvar eru yfir­ byggðar og vandaðar með farmiða­sjálf­ sölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla, á biðstöðvum stöðva vagnar þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna. Far­þegar eru búnir að greiða fargjaldið, með kaupum á miða í sjálfsala eða í snjall­síma, og geta gengið á jafnsléttu inn og út um allar hurðir vagnsins. Við bið­stöðvar er gjarnan góð aðstaða til að geyma reiðhjól til að auðvelda farþegum fyrsta og/eða síðasta hluta ferðar sinnar. Hraði og áreiðanleiki Með akstri í sér­ rými og forgangi á ljósastýrðum gatna­ mótum er hraði og ferðatími sam­keppn­ is­hæfari við aðra ferðamáta en ella. Vega­lengd á milli biðstöðva er gjarnan lengri en tíðkast í strætisvagna­kerfum til að draga úr ferðatíma en þar sem farið er um megin atvinnusvæði og mið­borgir geta biðstöðvar verið með styttra milli­ bili. Ferðatíðni er lykilatriði í hágæða­ kerfum almenningssamgangna. Algeng tíðni á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur tíðni farið í um 2 mínútur. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er mjög víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almennings­sam­gangna sam­hliða þéttingu byggðar á áhrifa­ svæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norð­ ur­löndunum, sem eru sambærileg­ar höfuð­borg­ar­svæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði og hafa sam­bærilega stefnu og sett er fram í Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu 1985 – 2012

1985

2012

Íbúafjöldi

135.000

205.000

Íbúar / Ha

54

35

67.500

125.500

Dreifing byggðar

Fjöldi fólksbíla

svæðis­skipulagi til 2040. Í Stavanger og Þrándheimi er unnið að undirbúningi hrað­vagna­kerfa sem eiga að tengja vaxtar- og þéttingarreiti innan borganna. Í Bergen er unnið að þriðja áfanga létt­lest­ar­kerfis sem opnaði árið 2010. Í Ála­borg hafa yfirvöld ákveðið að byggja upp hrað­vagnakerfi eftir að hafa unnið að undir­búningi léttlestarkerfis í nokkur ár. Ellefu sveitarfélög á Kaupmanna­ hafnar­svæðinu með samtals um 400 þús­und íbúa eru í sameiningu að undir­búa byggingu á léttlestarlínu sem tengja á kjarna þeirra. Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestarkerfi í 25 borgum á síðustu áratugum sem eru með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum.

Dæmi um borgarlínu í Frakklandi

Sjá nánar á ssh.is/borgarlina

7


Deiliskipulag

Austurstræti verður göngugata Í haust samþykkti umhverfis- og skipulagsráð að akstur bifreiða verði ekki leyfður um Lækjartorg eða í Austurstræti milli Lækjargötu og Pósthússtrætis og styrkja þannig svæðið fyrir gangandi og hjólandi

Lækjartorg

Einnig var lokað fyrir aðgengi bifreiða um norðaustur-horn Lækjartorgs. Tölu­ verður akstur var um torgið sem skapaði hættu fyrir gangandi veg­farendur. Torgið hefur verið fegrað með því að end­ur­ gera gróðurbeðin sem aðskilja torgið frá Lækjargötu, tré og gróður var endur­ nýjaður og fallegri lýsingu bætt við. Hellur á torginu og í aðliggjandi götum voru endurnýjaðar að hluta t.a.m. í Aust­ ur­stræti, Lækjargötu og Veltusundi sem og tröppur sem liggja að styttu Ingólfs Arnar­sonar á Arnarhóli. Mikil fjöldi gesta sækir þetta svæði í hjarta borgarinnar og munu breyting­ arnar styrkja svæðið og Lækjartorg sér­stak­lega til að vera ánægjulegur við­ komu- og dvalarstaður.

Borgarsýn 17

Aðkoma neyðarbíla tryggð Austurstræti er nú skilgreind sem göngu­gata og verður lokað við Lækjar­ götu með hreyfanlegum (handvirkum) pollum sem hægt er að láta falla niður

í yfir­borð götunnar. Aðkoma neyðarbíla og lögreglu er því alltaf tryggð. Áfram verður leyfð aðkoma vagna vegna torg­ sölu (háð leyfi) og vöru- og sorplosun á ákveðnum tímum dags.

8


Framkvæmdir ÍR völlurinn í Suður-Mjódd

Nýtt gervigras Í kjölfar samþykktar borgarráðs í byrjun árs 2016 var gerð áætlun um að endur­ nýja gervigras og fyllingarefni á knatt­ spyrnu­völlum í eigu borgarinnar, en borgin á og rekur 10 gervigrasvelli á svæðum íþróttafélaganna Ákveðið var að byrja á að endurnýja gervi­gras og fyllingarefni á völlum KR, Fylkis og Víkings og er þeim fram­ kvæmd­um nú lokið. Á völlum KR og Fylkis var svart gúmmí­kurl (SBR) en vell­ irnir voru byggðir árið 2007 þ.e. þremur árum áður en borgin tók ákvörðun um að hætta að nota SBR sem fyll­ing­arefni. Ákvörð­un­in var tekin eftir umræður um mögu­leg heilsu­spill­andi áhrif efnisins en auk þess þykir mikill óþrifnað­ur af efn­inu. Á Víkings­vell­inum var aftur á móti önnur tegund gúmmí­fyll­ingar, en komið hafa í ljós gallar á efninu og var völlurinn orð­inn mjög slitinn og endurnýjun því tíma­bær. Í stað SBR gúmmí­fyllingar er notað EPDM efni sem hefur minni við­ loðun og gefur ekki frá sér lit. Kostn­aður við þessar fram­kvæmd­ir eru um 190 milljónir króna.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Á næsta ári verður gervigras og gúmmí­ fyllingarefni á knattspyrnuvöllum ÍR og FRAM í Safa­mýri endur­nýjað og á gervi­gras­velli FRAM í Úlfarsárdal verður skipt um fyllingarefni. Kostnaður við þær fram­kvæmdir er áætlaður um 135 milljónir króna.

Ekkert svart gúmmífyllingarefni Einnig er verið að endurnýja gervigras og gúmmífyllingu á sparkvelli KR í Vestur­bæ og á næsta ári verða fjórtán spark­vellir eða bolta­gerði endur­nýj­uð í borginni. Ýmist er um að ræða endur­ nýjun bæði gervigrass og fyllingarefnis eða endurnýjun fyllingar eingöngu. Árið 2018 verður svo gervigrasvöllur Leiknis í Aust­ur­bergi endurnýjaður og áfram haldið með endurnýjun boltagerða. Í lok árs­ins 2018 verður búið að skipta öllu svörtu gúmmí­fyll­ing­ar­efni (SBR) út á gervi­gras­völlum í eigu borgarinnar, bæði hjá íþrótta­félögum og á sparkvöllum eða bolta­gerðum í hverfum. Áætlaður end­ ing­ar­tími gervi­gras­valla er 10 – 15 ár en notkun og umhirða vallanna hefur einnig áhrif á endingu.

Sparkvöllur við Fossvogsskóla

9


Framkvæmdir

144 þúsund fermetrar af mal­biki Á árinu 2016 var rúmlega 700 mill­j­ ónum króna varið til endurnýjunar og við­gerða á mal­biki í Reykjavík

Reykjavíkurborg annast rekstur og við­ hald gatnakerfis borgarinnar sem er um 420 km að lengd, en innan borgar­ markanna eru einnig þjóðvegir um 100 km að lengd sem Vegagerðin annast viðhald og rekstur á. Á árinu 2016 hefur verið varið um 710 m.kr til endurnýjunar og viðgerða á mal­biki. Þar af eru um 500 m.kr til end­ur­nýjunar slitlaga og 210 m.kr. til

Malbikað í Breiðholti

Malbikað á Kjalarnesinu

Borgarsýn 17

staðbundinna viðgerða. Að auki var fram­kvæmd lokamalbikun á götum í Úlf­ars­­felli, Norðlinga­holti og Grafar­holti fyrir um 90 mkr. Í allt hefur því um 800 mill­jónum verið varið til malbikunar­fram­ kvæmda í borginni á þessu ári. Veður til mal­bikunar var mjög hagstætt í sumar og hefur malbikun því almennt gengið mjög vel. Lagt var slitlag á tæplega 132.000 m2 gatna og um 11.000 m2 í stað­bundnum viðgerðum. Meðal um­ fangs­mikilla verkefna var lagning slit­lags á Bílds­höfða, Fjallkonuveg, Vík­ur­veg, Skóg­arsel, Norðlingaholt og Bústaða­ veg svo fáeinir staðir séu nefndir, en mal­bik var endurnýjað á yfir 60 stöðum í borginni. Strangar gæðakröfur Reykjavíkurborg gerir strangar kröf­ur um framleiðslu á malbiki og vinnu­lagi við framkvæmd og fylgir m.a. leið­bein­ ing­um Vegagerðar­innar og stöðlum ÍST 75:2013 og 76:2013 sem er sam­bærilegt við það sem gerist í nágranna­lönd­un­ um. Gerðar eru kröfur til verktaka um að þeir hafi vottað gæða­kerfi og tekin eru sýni reglulega meðan á verk­tíma stendur til að tryggja að malbik­ið upp­fylli gæða­kröfur. Verktakar við endur­nýjun slitlaga í borginni í ár voru Mal­bikun­ ar­stöðin Höfði sem sá um mal­bikun og Drafnarfell sem sá um fræsun eldri slit­laga. Verktaki í mal­biks­við­gerð­um var Fag­verk en auk þess sjá hverfa­bæki­ stöðvar borgar­innar um vetrar­við­gerðir. Allar malbiks­fram­kvæmd­ir á vegum Reykja­víkurborgar eru boðnar út og voru fram­an­greindir aðilar lægstbjóðendur. Aukið fjármagn Á næsta ári verður 1.460 mkr varið til við­gerða og endurnýjunar á malbiki í Reykja­vík sem eru meiri fjármunir en settir hafa verið í málaflokkinn nokkru sinni áður. Það er tæplega tvöföldun á fjár­magni ársins 2016 sem þó var aukn­ ing frá fyrri árum. Til viðbótar þessum mal­biks­fram­kvæmdum verður mal­bik endur­nýjað á götum þar sem fram­ kvæmdir við endurnýjun gatna fer fram s.s. við endurgerð Hafnarstrætis milli Póst­hús­strætis og Tryggvagötu og við endur­gerð gatnamóta Lækjargötu og Geirsgötu.

10


Framkvæmdir

800 milljónir í átaks­ verkefni fasteigna Klettaskóli

Á þessu ári ver Reykjavíkurborg 800 milljónum í sérstök átaks­verk­ efni tengd við­ haldi á fast­eignum borgarinnar Þetta er þriðja árið í röð sem 800 milljónum er bætt við hefðbundið við­ hald fasteigna með sérstakri fjár­veit­ingu á fjárfestingaáætlun. Flest átaks­verk­efn­ anna eru viðhald grunn- og leikskóla og á þessu ári og því síðasta hefur áhersla verið lögð á regnþéttingu ytra byrðis fast­eigna m.a. með múrviðgerðum og end­ur­nýjun glugga og klæðninga. Einnig hefur verið lögð áhersla á við­hald grunnog leikskólalóða með endur­bótum af ýmsu tagi eins og endur­nýjun leik­tækja og fallvarnarefnis. Þá verður um 110 milljónum varið í við­hald íþrótta­mann­ virkja eins og t.d. þakviðgerðir á Reið­höll í Víðidal og viðgerð á stúku við gervi­ gras­völl­inn í Laugardalnum.

verk­efn­anna fellur undir tré­smíði eða rúmlega 60% en aðrir stórir verk­þættir tengjast múrverki, viðhaldi á lóðum og loftræsingu. Meðal helstu verkefna voru endurgerð þakklæðningar Austurbæjarskóla (4. áfangi) og endurgerð á þökum Öldu­ sels­skóla, Háaleitisskóla-Hvassaleiti og Háa­leitis­skóla-Álftamýri. Þök á leik­skól­ unum Bakkaborg, Hálsaborg og Hóla­ borg voru einnig endurnýjuð.

Verið er að gera við útveggi Hóla­ brekku­skóla og Lauga­lækjar­skóla og ný utan­húss­klæðning var sett á íþrótta­ hús og sundlaug Árbæjarskóla í sumar. Jafnframt voru ýmis konar endurbætur gerðar utanhúss á leikskólunum Austur­ borg, Laugasól-Lækjaborg, LangholtiHoltaborg og Langholti-Sunnuborg. Meiri hluta þessara viðhaldsverkefna er nú þegar lokið og önnur langt komin, en öllum verkum verður lokið fyrir árslok.

Hólabrekkuskóli

Í mörgum fast­eignum eru gerðar ýmsar endur­bætur vegna öryggis- og heil­brigð­is­mála eins og eldvarna og hljóð­vistar. Þá verða loftræsi­kerfi víða endur­bætt eða endurnýjuð. Alls eru átaks­verk­efnin í ár 123 í 87 fasteignum í eigu borg­ar­innar. Tuttugu og eitt verk­ efni voru boðin út fyrir samtals 270 milljónir sem er u.þ.b. þriðjungur fjár­ veit­ing­ar­innar. Flest verk­efnin eru unnin í Vestur­bæ og Mið­borg sem skýrist m.a. af aldri borg­ar­hverf­anna, en kostnaður skiptist nokkuð jafnt á hverfin út frá fjölda íbúa þ.e. ef frá eru skilin nýrri hverfi borgarinnar þar sem minni þörf er á við­haldi. Stærstur hluti við­halds­ Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

11


Skipulag Horft frá Öskjuhlíð að vistgötu og torgrými. Mynd: Kanon arkitektar.

Deiliskipulag Háskóla­garða Háskólans í Reykjavík Nú er í auglýsingu breyting á deili­skipu­ lagi fyrir Háskólagarða Háskólans í Reykja­vík (HR). Arkitektastofan Kanon varð hlut­skörpust í hugmyndasamkeppni um skipu­lag fyrir Háskólagarða HR á vegum Reykjavíkurborgar og Grunn­ stoða fast­eigna- og þróunarfélags Háskól­ans í Reykjavík sem var haldin í lok árs 2014 og vann í kjölfarið breytt deili­skipu­lag fyrir svæðið, sem samþykkt var árið 2015. Breytingin nú er fólgin í mögu­leika á fjölgun íbúðareininga úr 350 í 390, hækkun húsgerða úr 4 hæðum í 4 – 5 hæðir og kvöð um akst­ urs­að­komu að nærliggjandi lóð Reykja­ víkur­borgar til norðurs.

Borgarsýn 17

Á deiliskipulagssvæðinu verður heimilt að byggja allt að 390 íbúðareiningar. Miðað er við fremur litlar íbúðir og einnig einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu. Byggð er að mestu leyti 2 – 4 hæðir, fer hæst í 5 hæðir, en er 1 hæð syðst. Á jarðhæð íbúðarhúsa er gert ráð fyrir möguleika á dagvöruverslun og ann­arri þjónustu skv. nánari skilgreiningu í skil­málum. Einnig er gert ráð fyrir mögu­leika á kjallara undir byggingum og inn­görðum. Fyrirhugaðar íbúðir verði aðallega ætlaðar til leigu og tíma­bund­ innar búsetu fyrir nemendur og starfs­ fólk þeirra fyrirtækja sem starfa hjá HR og öðrum þekkingarfyrirtækjum í nágrenninu. Syðst á skipulagssvæðinu

Áhersla er lögð á aðlaðandi og vistlegt yfirbragð og gróðursæla ásýnd með vönduðu og samræmdu efnisvali

er gert ráð fyrir hverfisþjónustu og leikskóla. Yfirbragð byggðarinnar er fjölskrúðugt borgarumhverfi. Til norðurs og vesturs, að borginni og Nauthólsvegi er rand­ byggð borgarhúsa sem myndar götu­ mynd og vel afmarkað bæjarrými í góðum hlutföllum. Til austurs er form bygg­inga brotið upp í opnari byggð stak­stæðra húsa og skapast þannig hrynj­andi sem fléttast við útivistar­svæðið í Öskjuhlíð. Lóðin skiptist upp í fjóra reiti. Hæstu bygg­ingar eru nyrst og vestast á reitum A, B og C og trappast til suðurs. Bygg­

12


ingar eru lægri á reit D. Bygg­ing­arnar mynda kennileiti og ein­kennandi götu­ mynd við Nauthólsveg og samsama sig aðlægri byggð til vesturs og norðurs. Heild­ar­yfirbragð nýrrar byggðar mun ein­kenn­ast af nútímalegri og aðlaðandi byggð, sem fellur vel að umhverfi. Núver­andi skóla- og leikskólabyggingar Hjalla­stefnu verða fluttar á aðra lóð.

Skýringaruppdráttur með deiliskipulagi. Mynd: Kanon arkitektar.

Áhersla er lögð á aðlaðandi og vist­ legt yfirbragð og gróðursæla ásýnd með vönduðu og samræmdu efnis­vali. Skipulagshugmynd byggir á fjöl­breyti­ leika bæjarrýmis og má skipta útirými svæð­isins í meginatriðum í tvennt: Annars vegar lífleg, vistgötu- og torg­rými sem markast af byggingum svæð­is­ ins milli reita. Fyrir utan að vera aðkomur ak­andi, hjólandi og gangandi að íbúð­ um, er um þau tenging fyrir almenn­ ing að Öskju­hlíð og dvalarsvæði. Hins vegar skjól­góð, friðsæl inngarðarými sem bygg­ingar hvers reits A, B og C afmarka. Frá norðri til suðurs, um reit­ina fjóra, fikrar sig innri stígur sem sam­tengir og virkjar rýmin og eykur á félags­leg tengsl. Stígur­inn þjónar einnig sem aðkoma að stakstæðu húsunum og með­fram honum safnast ofanvatn. Inngarðar vestan innri stígs hafa form­ fast borgaryfirbragð í anda randbyggðar, þar sem hver garður hefur sín einkenni og svip með aðstöðu fyrir útiveru, leiki, matjurtarækt, listskreytingar, gosbrunna og heitar setlaugar, svo eitthvað sé nefnt. Eystri útirýmin hafa náttúrulegra yfir­bragð þar sem undirhlíðar Öskju­ hlíðar “flæða” inn í garða sem geislast að útivistarsvæðinu.

Horft inn í inngarð úr porti frá Nauthólsvegi. Mynd: Kanon arkitektar.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

13


Skipulag Deiliskipulagstillaga

Eiðsgrandi – Ánanaust Samþykkt hefur verið í borgarráði að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir strandlengjuna við Eiðsgranda – Ánanaust Um er að ræða eitt stærsta græna svæðið í Vesturbænum og er skipulags­ svæðið um 5,5 hektarar að stærð. Mark­ mið skipulagsins eru að eftirfarandi: • Að bæta möguleika til útivistar og áninga allt árið um kring • Að tryggja góð tengsl um svæðið fyrir gangandi og hjólandi • Stuðla að vistvænni samgöngum • Tryggja öryggi með bættum sjóvarnargarði • Skapa kennileiti og styrkja list í almenningsrými • Stuðla að sjálfbæru umhverfi, m.a. með gróðuruppbyggingu vannýttra og raskaðra svæða

Stefnt er að því að styrkja stígakerfið til muna og umferðaröryggi m.a. með því að aðgreina göngu- og hjólastíga. Stofnstígar verða alla jafna 3 metra breiðir sem og tengistígar sem flétta saman byggðina í nágrenninu og opna svæðið við strandlengjuna. Hjól­reiða­ stíg­ur­inn skal almennt vera um 2,5 metrar. Við nánari útfærslu, legu og hönnun stíga verður lögð áhersla á öryggi og aðgengi fyrir alla. Gert er ráð fyrir að stígar verði upplýstir. Skráðar eru níu fornminjar innan skipu­lags­svæðis og hefur svæðið í gegnum tíðina verið raskað með uppfyllingum og grjótvarnargarði og eru því mikið af fornleifum horfnar að öllu leyti eða að hluta. Í skipulaginu er lögð áhersla á að efla frekar aðstöðu

til náttúruskoðunar og fræðslu, m.a. með upplýsingarskiltum. Þannig fléttast saman fræðsla um svæðið og fjölbreytt útivist. Lagt er til að núverandi sjóvarnargarður verði breikkaður og lítillega hækkaður. Garðurinn er 4 metra breiður í dag og lagt er til að hann verði breikkaður inn í land um aðra 4 metra. Breytingar miða að því að minnka ágjöf sjávar og hættu á skemmdum á mannvirkjum, s.s. stígum. Verður heildarbreidd garðsins því um 8 metrar og uppfyllir kröfur um örugga sjóvörn. Áningarstaðir skulu styrktir með­fram og við nánari útfærslu, stað­ setn­ingu og hönnun skal lögð er áhersla á nútíma­lega hönnun sem jafnframt er hag­kvæm í viðhaldi og rekstri. Einn útsýnispallur verður staðsettur innan svæðis, auk þess sem fyrir er við dælu­stöðina, þar sem útsýni er best og umhverfis­gæði hvað mest. Um verður að ræða nokkurs konar kennileiti svæðisins. Lögð er áherslu á vistvæn efni og nú­ tíma­lega hönnun. Mannvirkið skal falla vel að landslagi og uppfylla ítarlegar öryggiskröfur. Í skipulaginu þá er lagt til að gróður verði stór hluti af yfirbragði svæðisins og ásýnd þess. Stefnt skal að aukinni sjálfbærni með því að hanna gróðursvæði sem krefjast minni umhirðu og sem þurfa ekki slátt.

Sniðmynd af tillögu

Borgarsýn 17

14


Skipulag

Samþykkt hefur verið í borgarráði að auglýsa tillögu að nýju deili­skipu­ lagi fyrir göngu­brú yfir Breið­holts­ braut sem tengir saman svæði milli Efra Breið­holts og Selja­hverfis. Einnig tekur skipulagið á við­eigandi gönguog hjólatengingum um svæðið Einkum er um að ræða opið og óbyggt svæði með stígum, og er áætlað að fyrirhuguð brú sé tæplega 80 metra löng og að upp undir brúna frá Breið­holts­ braut verið a.m.k. 5,2 metrar.

Breiðholtsbraut ný göngubrú Deiliskipulagstillaga

Tillagan felst í því að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut til að bæta tengingar milli hverfanna. Tæpur kíló­metri er á milli núverandi undir­ gangna undir Breiðholtsbraut og mun ný göng­ubrú bæta til muna tengingu og umferð­ar­öryggi gangandi og hjólandi veg­farenda á leið milli hverfa.

skipu­lags­ins er að bæta göngu- og hjóla­teng­ingar og raska sem minnst lands­lags­ein­kennum svæðisins en stíg­ arnir sem liggja að brúnni fara í gegnum gróð­ur­belti sem á að varðveita eins og kostur er. Gönguleiðin að brú skal vera 3 metra breið og skal liggja frá Engja­ seli/Selja­braut og um skógarbelti yfir Breið­holts­braut og norður fyrir bensín­ stöð Skeljungs við Suðurfell. Stígur­inn tengist síðan núverandi stíg við Norður­ fell og Æsufell.

Hluti af tillögunni er einnig að tengja aðra stíga saman. Megin markmið

Gert er ráð fyrir áningarstaður þar sem stígar mætast frá Æsufelli og Norður­

felli. Þar verði komið fyrir bekkjum, upp­ lýs­inga­skilum og drykkjarfonti. Svæðið við Seljabraut sem í dag er ætlað sem bíla­stæði fyrir stóra bíla er fellt út og göngu­ljós yfir Breiðholtsbraut frá Norð­ ur­felli verða lögð niður og tilheyr­andi stígar að þeim. Ekki er talið að uppbygging svæðis skv. skipulagi hafi neikvæð umhverfisáhrif. Fyrirhuguð brú mun hafa jákvæð áhrif á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og bættar stígateningar og áningastaður mun hafa jákvæð áhrif fyrir upplifun íbúa í hverfinu.

Skýringarmynd

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

15


* Viðburðir í * Reykjavík* * í desember * *

Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opið allan mánuðinn frá kl. 12 – 2 2. Jólaþorp rís í kringum svellið og þar verður hægt að versla sér mat og drykk.

Jóladagskrá Árbæjarsafns verður sunnudagana 4. des, 11. des og 18. des frá kl. 13 – 17 þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga.

Jólaskógurinn í Ráðhúsinu verður opinn allar helgar í aðventunni milli kl. 13 og 17. Ýmsir skemmtilegir viðburðir verða haldnir í jóla­ skóginum. Meðal þeirra er norska fjö­lskyldu­ myndin Sólon og Lúðvík: Jól í Furufirði sem verður sýnd alla sunnudaga kl. 14.

*

*

*

*

Allir jólavættir Reykjavíkurborgar verða til sýnis bæði í Hafnarhúsinu og á Kjar­vals­ stöðum frá 2. desember og fram yfir hátíð­ arnar. Á Kjarvalsstöðum verða jafnframt opnar jólavinnustofur fyrir fjölskyldur laugardagana 3. 10. og 17. desember milli kl. 11 – 13.

Sjálfur jólakötturinn hefur komið sér vel fyrir í Húsdýragarðinum þar sem hann býr yfir jólin.

Það verða umhverfisvæn jól í Norræna húsinu með námskeiðum og vinnustofum alla sunnudaga og þriðjudaga í desember sem snúast um að endurhanna, endurnýta og sýna sjálfbærar lausnir með hjálp þekktra hönnuða og listamanna.

Árlegur handverks-og hönnunar­ markaður í Heiðmörk er opinn allar helgar á aðventunni frá 11 – 16.30. Á Hólmsheiði getur fólk valið og hoggið sitt jólatré allar helgar í desember fram að jólum frá 11 – 16.

*

*

*

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/usk www.borgarvefsja. reykjavik.is/skipulagssja/

Borgartúni 12–14 105 Reykjavík Sími: 411–1111 skipulag@reykjavik.is Ábyrgðarmaður: Ólöf Örvarsdóttir

* *

Ritstjórar: Björn Ingi Edvardsson Elínborg Ragnarsdóttir Gunnar Hersveinn Sigursteinsson Halldóra Hrólfsdóttir Hönnun og umbrot: Vinnustofa Atla Hilmarssonar

*

Prentun: Prentmet – Svansvottuð prentsmiðja Forsíðumynd: PK arkitektar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.