landið Ferðalag um Ísland 2017
Vesturland 12 // Vestfirðir 14 // Norðurland 16 // Austurland 38 Suðurland 46 // Reykjanes 54 // Höfuðborgarsvæðið 61
2 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Ævintýralegur tími á veitingastöðum Icelandair keðjunnar „Undanfarin misseri hafa verið verið ævintýralegur tími í ferða þjónustunni á Íslandi. Hótelin eru smekkfull og því mikið að gera hjá okkur sem sjáum um veit ingastaðina. Við erum ótrúlega heppin með allt það frábæra fag fólk sem hjá okkur starfar og gerir okkur kleift að bjóða upp á faglega
landið Ferðalag um Ísland 2017
Vesturland 12 // Vestfirðir 14 // Norðurland 16 // Austurland 38 Suðurland 46 // Reykjanes 54 // Höfuðborgarsvæðið 61
Útgefandi: Athygli ehf.
Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). johann@athygli.is
Textagerð: Árni Þórður Jónsson, Gunnar E. Kvaran, Hjörtur Gíslason, Jóhann Ólafur Halldórsson, Bryndís Nielsen og Valþór Hlöðversson. Forsíðumynd: Goðafoss. Ljósm. Jóhann Ólafur Halldórsson.
Hönnun og umbrot: Guðmundur Þorsteinsson, Athygli ehf. Auglýsingaöflun: Ingibjörg Ágústsdóttir. inga@athygli.is Prentun: Landsprent hf.
Ævintýralandið Ísland 2017 er unnið í samstarfi við markaðsstofur ferðamála í landshlutunum og ferðaþjóna um land allt. Blaðinu er dreift með prentútgáfu Morgunblaðsins föstudaginn 19. maí 2017 og til upplýsingamiðstöðva ferðamála um allt land.
Stefán Viðarsson yfirmaður veitingastaða Icelandairhótelanna segir að allir veitingastaðir innan keðjunnar hafi sína sérstöðu.
og flotta þjónustu,“ segir Stefán Viðarsson, yfirmaður veitinga staða Icelandair hótelanna. Það er í mörg horn að líta hjá Stefáni því auk 5 veitingastaða á Icelandair hótelum í Reykjavík eru veitinga staðir á hótelunum á Akureyri og á Egilsstöðum og í byrjun júní bæt ast svo við 10 Edduhótel á lands byggðinni. Þrjú hótel til viðbótar eru rekin undir merkjum Iceland
air en rekstur þeirra er sjálfstæður og lýtur því ekki stjórn Stefáns.
Hver staður með sína sérstöðu Stefán segir að allir veitingastaðir keðjunnar hafi sína sérstöðu og séu með mismunandi þemu og þróun í gangi í veitingum. Veitingastað irnir eru Vox, Geiri Smart, Satt og Slippbarinn. „Mitt hlutverk
er að samræma þjónustuna sem við bjóðum og búa til og þróa ný konsept. Hvert hótel er með sína veitingadeild, yfirkokk og veitinga stjóra sem ég er í daglegu samstarfi við.“ Aðspurður hvernig gangi að manna alla þessa veitingastaði segir Stefán að þau hafi verið ótrúlega heppin með starfsfólk og þurfi sjaldan að auglýsa eftir fólki. Það
segir hann að mótist meðal ann ars af því að Icelandair hótel hafi í gegnum árin lagt mikla áherslu á að laða til sín gott starfsfólk með virkri mennta- og fræðslustefnu. Í dag eru um 60 matreiðslunemar á samningi hjá fyrirtækinu í sam starfi við námsbraut Menntaskól ans í Kópavogi í matvæla og ferða greinum. Þá reka Icelandair hótel eigin námsbraut sem heitir Hótel klassinn en hlutverk hans er að styðja við starfsmannastefnu félags ins með því að stuðla að faglegri þróun starfsmanna og gefa þeim tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. „Við leggjum mikla áherslu á þennan þátt og fengum meðal annars Menntaverðlaun atvinnu lífsins árið 2016.“
Árangursríkt lambakjötsátak á Edduhótelum Stefán segir erlenda ferðamenn sólgna í mat úr íslenskum hráefn um, bæði fisk og lambakjöt. Hann segir að í fyrra hafi Edduhót elin tekið upp samstarf við Lamba kjötsráð um sérstakt átak í mark aðssetningu íslensks lambakjöts undir merkjum Lambakjötsráðs. Þetta átak segir hann hafa heppn ast mjög vel og salan á lambakjöti á veitingastöðunum stóraukist í kjölfarið. Nú segir hann að verið sé að taka upp þessa sömu stefnu á öðrum veitingastöðum keðjunnar. Annars segir Stefán að við upp setningu matseðla á Edduhótelun um sé reynt að nýta hráefni úr við komandi héraði og hafi það mælst mjög vel fyrir hjá hótelgestum. icelandairhotels.is hoteledda.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 3
Í leik og starfi SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SALOMON QUEST GÖNGUSKÓR + legghlífar + 1 par af sokkum 39.995 kr.
KEYPTU 3 PÖR AF SOKKUM BORGAÐUR FYRIR 2 !!!
LJÓSMYND: BJÖRGVIN HILMARSSON
“Mér sýnist í ræðu og riti að íslendingar séu hættir að ganga. Nú labba allir um allt Ekki ég. Ég kaupi mér gönguskó, fer út að ganga eftir gangstígnum yfir göngubrúna, geng á fjöll og fer í göngur. Hvað gera þeir sem labba? Kaupa sér labbiskó, fara út að labba á labbistígnum og yfir labbibrúna, labba á fjöll og fara í löbbur?” Texti tekin af netinu: Elísabet Kjerúlf
Í s le n s k u
ALPARNIR
e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is Ármúli 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727
100% Merino ull
Fatnaður
Bakpokar
4 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Fjallakofinn hefur sölu reiðhjóla frá einum stærsta framleiðanda í Evrópu
Í verslun Fjallakofans í Kringlunni 7 er fjölbreytt úrval hjóla allt frá litlum sparkhjólum fyrir börn upp í keppnis-, fjalla- og götuhjól í nokkrum stærðum fyrir fullorðna.
Halldór framkvæmdastjóri og einn eigenda Fjallakofans með eitt af rafmagnshjólunum frá BH sem hafa verið meðal mest seldu rafhjóla í Evrópu.
Undanfarin ár hefur Fjallakofinn verið í miklum vexti og segir Hall dór Hreinsson framkvæmdastjóri og einn eiganda að velgengnin eigi sér tvær meginskýringar, starfs fólkið og vöruúrvalið. „Lykillinn að góðum árangri er að varan sem við seljum standist væntingar og kröfur viðskiptavinarins og þegar við bætist góð þjónustan þá kemur viðskiptavinurinn aftur og kaupir af okkur,“ segir Halldór. Nýjasta viðbótin í vörufram boði Fjallakofans eru reiðhjól, en Fjallakofinn opnaði í lok apríl glæsilega reiðhjóladeild og selur þar hjól frá spænska framleiðand anum BH sem er einn af elstu reiðhjólaframleiðendum heims. BH hjólin eru meðal söluhæstu reiðhjóla í Evrópu og hafa hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenn ingar auk þess sem keppnis lið verksmiðjunnar hefur verið framarlega í reiðhjólakeppnum eins og t.d. Tour de France, síð ustu ár. „Að koma með hjólin frá BH inn á markaðinn er eins og að koma með bíl inn á bílamarkað þar sem enginn hefur verið með Mercedes Benz,“ segir Halldór og bætir því við að hjólin frá BH falli vel að stefnu Fjallakofans. „Við erum vönd að virðingu okkar og bjóðum eingöngu gæðavörur sem tryggja kaupandanum góða upp lifun en um leið aukast líkurnar á því að hann komi til okkar næst þegar hann vantar eitthvað.“
Rafhjól geta borgað sig upp á stuttum tíma Halldór segir að það hafi ekki verið nein skyndiákvörðun að bæta við reiðhjóladeild heldur hafi hún verið í undirbúningi í nokkur ár. Hann segir að vilji menn standa vel að verki fylgi umtalsverð fjár festing því að hefja sölu reiðhjóla því það kalli á rekstur þjónustu- og viðgerðaverkstæðis auk umtals verðs lagerhalds. „Það var engin til viljun að hjólin frá BH urðu fyrir
valinu en þetta er liður í að þróa verslunina áfram með vandaðar vörur.“ BH framleiðir allar gerðir hjóla allt frá litlum sparkhjólum fyrir börn upp í keppnishjól, fjallahjól og götuhjól. Síðast en ekki síst er BH næst stærsti framleiðandi og seljandi rafhjóla í Evrópu og í versl
un Fjallakofans er fjölbreytt úrval rafhjóla á hagstæðum verðum. „Við horfum til þess að við skiptavinir okkar, sem eru að stórum hluta 40 ára og eldri, eru fyrst og fremst að leita að vönd uðum og fallegum hjólum sem eru traust samgöngutæki og gera manni kleift að njóta góðrar og
hollrar útiveru, án þess að ganga alveg fram af manni. Með raf magnsaðstoðinni getur þú notið þess að hjóla áreynslulítið í og úr vinnu án þess að hafa áhyggjur af því að vera í svitabaði þegar þú kemur á áfangastað.“ BH fær ýmsa íhluti í hjólin frá öðrum viðurkenndum framleið endum og þannig eru rafmótorar BH hjólanna ýmist frá Bosch eða Yamaha. Halldór segir að Reykja víkurborg vilji eins og aðrar stór borgir fá fleiri íbúa til að nota um hverfisvænar samgöngur og því hafi hjólastígakerfi borgarinnar tekið stórstígum framförum. Hægt sé
að tala um alvöru stofnbrautir sem hægt er að hjóla um hratt og auð veldlega á leið í og úr vinnu og þá sé gott að setjast á slíkan fák og njóta útiverunnar og þeirrar hollu hreyfingar sem fylgir því að hjóla. Að sögn Halldórs fer vinsælasta raf hjólið, sem kostar um 290 þúsund krónur, langt með að borga sig upp á einu sumri hjá þeim sem nýta það til að ferðast til og frá vinnu í stað þess að nota einkabílinn. Aðalhjólasala Fjallakofans verður í versluninni í Kringlunni 7. fjallakofinn.is
Ferðalög landsmanna innanlands í ár
Annar hver maður í sumarbústað Í könnun á ferðalögum Íslendinga árið 2016 og áformum um ferða lög á yfirstandandi ári reyndist helmingur svarenda ætla í sumar bústaðaferð á árinu. Spurt var í netkönnun sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu nú í byrjun árs og kom í ljós að 84% aðspurða höfðu ferðast innanlands í fyrra en þróun í sambærilegum könnunum síðustu ára bendir til að þetta hlut fall fari heldur lækkandi. Að sama skap hefur hlutfall þeirra sem farið hafa í ferðalög erlendis á árinu aldrei verið hærra í könnunum Ferðamálastofu á síðustu átta árum en í fyrra, 76% aðspurðra.
Í könnuninni kom fram að ríflega fjórðungi gistinátta var varið á Suðurlandi í fyrra, tæplega fjórðungi á Norðurlandi og öðru eins samanlagt á Vestfjörðum og Vesturlandi. Þetta var svipuð hlut fallsskipting og á árinu 2016. Fylgni er á milli gistináttanna og þess landshluta sem aðspurðir höfðu heimsótt en 58% aðspurðra heimsóttu Suðurland í fyrra. Þar á eftir kom Norðurland með 52,3%. Átta prósent aðspurðra höfðu lagt leið sína á hálendið.
Akureyri vinsælust Sá staður landsins sem flestir höfðu
Þegar spurt var um ástæður innanlandsferðalaga landsmanna nefndu flestir sumarbústaðaferðir.
heimsótt var Akureyri, eða 28% aðspurða. Höfuðborgarsvæðið fylgdi þó fast á eftir og var munur inn eitt prósentustig. Síðan komu í þessari röð: Borgarnes, Egils staðir/Hallormsstaður, Húsafell/ Reykholt, Þingvellir, Skagafjörður, Geysir/Gullfoss, Stykkishólmur, Siglufjörður og Mývatnssveit. Á síðastnefnda staðinn höfðu 12% aðspurðra komið í fyrra. Helmingur þeirra sem svaraði í könuninni notaði netið til að afla sér upplýsinga fyrir ferðalög sín innanlands og voru þá í flestum tilfellum að skoða upplýsingar um veðrið en þess utan upplýsingar
Tjaldútilega í Skaftafelli.
um opnunartíma, gistingu, afþrey ingu og verð.
Í eltingaleik við góðviðrið Líkt og áður segir hyggur röskur helmingur aðspurðra á sumar bústaðaferð í ár en aðrar algeng ustu ástæður innanlandsferðalaga eru heimsóknir til vina og ættingja, bæjarferðir, vinaferðir, að elta veðr ið eða útivistarferðir. Fimmtungur svarenda lætur samkvæmt þessu veðrið stjórna því hvort og þá hvert er haldið í fríinu. ferdamalastofa.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 5
Gestrisni af gamla skólanum 10 hótel allan hringinn 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Höfn • 5 Neskaupstaður 6 Egilsstaðir • 7 Stórutjarnir • 8 Akureyri • 9 Ísafjörður • 10 Laugar í Sælingsdal
Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta • Gjafabréf fáanleg Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.
6 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Á göngu um Strútsstíg.
Mynd: Ingvi Stígsson.
Fjölbreyttar ferðir með Útivist Nú þegar vorar í lofti og sumarið er við það að skella á fer útivistar fólk gjarnan að huga að ferðaplani sumarsins. Ferðafélagið Útivist býður að vanda upp á fjölda ferða um náttúru landsins og ættu flestir að geta fundið viðfangsefni við hæfi í ferðaáætlun félagsins. Til að fara í ferðir með Ferðafélaginu Úti vist þarf að gerast félagsmaður. Það er þó engin hindrun því allir geta gerst félagsmenn og fylgja því ýmis hlunnindi. „Allir eru velkomnir í okkar ferðir en félagsmenn njóta umtals verðs afsláttar í öllum skálum fé lagsins, enda hafa þeir byggt alla þessa skála í sjálfboðavinnu,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmda stjóri Útivistar. „Þá er ýmis útivist arvarningur til sölu á skrifstofu fé lagsins á einstaklega góðu verði til félagsmanna og má þar nefna frá bæra gönguskó og bakpoka. Loks má nefna að í ár fá allir félagsmenn frítt í eina dagsferð og má segja að þar komi stór hluti félagsgjaldsins til baka. Það þarf því ekki að velta lengi fyrir sér hvort aðild að Útivist sé peninganna virði. Þar fyrir utan vinnur félagið að mörgum góðum verkefnum til hagsbóta fyrir úti vistarfólk og því vel þess virði að leggja félaginu lið.“
Kyngimögnuð Jónsmessuferð Sumarið hjá Útivist hefst alltaf með Jónsmessuferðinni yfir Fimm vörðuháls. Ferðin er einn af há punktunum í starfi félagsins ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátt takendur. „Lagt verður af stað frá Reykjavík í tvennu lagi á föstu dagskvöldi og gengið yfir Háls inn um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boð ið upp á hressingu. Í dögun á laug ardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvíl ast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.“ Þegar Jónsmessan er að baki fer
Jónsmessuferðin er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert.
Mynd: Skúli H. Skúlason
sumarstarfið í fullan gang. Sumar leyfisferðir eru margar hverjar að Fjallabaki en það er einstakt fyrir alla náttúruunnendur. „Flest ir þekkja Laugaveginn og Útivist býður upp á nokkrar ferðir um þá heimsþekktu leið en að Fjalla baki eru fleiri skemmtilegar leiðir. Af öðrum fallegum gönguleiðum á svæðinu má nefna SveinstindSkælinga, Strútsstíg og Dalastíg en allt eru þetta leiðir sem Útivist hefur haft forgöngu um að þróa,“ segir Skúli.
Ungur náttúruunnandi í Strútsferð.
Mynd: Marrit Meintema.
Skemmtileg ævintýraferð fyrir börnin Í byrjun ágúst er svo í boði áhuga verð ferð í Strútsskála sem sérstak lega er sniðin fyrir börn. „Þetta er tilvalið fyrir foreldra eða ömmu og afa til að kynna undraheima
hálendisins fyrir ungviðinu. Farið verður í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll og firnindi, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið í ratleik, föndrað, haldnar kvöld vökur og kveiktur varðeldur. Öll gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt, stunduð listsköpun úti í náttúrunni, teikn aðar myndir, búnar til sögur, samin ljóð, lesnar sögur, samin lög og sungið. Þetta er því sannkölluð ævintýraferð. Fararstjórar í þessari ferð eru þær Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema, en þær hafa um árabil staðið fyrir skemmti legum Útivistarferðum fyrir bæði börn og fullorðna.“ utivist.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 7
8 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Hreyfing, kraftur og ánægja eru einkunnarorð Íslensku Alpanna Íslensku Alparnir er verslun sem sérhæfir sig í öllu til útivistar. Hvort sem þú ætlar að leggja á þig að klífa upp fjöll, fara í útilegu eða lautarferð með fjölskylduna. Íslensku Alparnir fluttu í Ármúla 40 seint á síðasta ári og deila þar nú húsnæði með hjólaversluninni Markinu auk golfverslunar sem þar er. Verslunin hefur í mörg ár verið í farabroddi með vörur sem höfða bæði til þeirra sem fara í erfiðari og kröfuharðari ferðir en einnig til ævintýraferða þar sem þörf er á einfaldari búnaði eða fatnaði. „Franska Salomon vörumerkið er eitt af flaggskipum okkar en sú ástríða sem stofnendur Salomon lögðu upp með á sínum tíma, skilar sér enn í öllum vörum þeirra, hvort sem um er að ræða skóbúnað eða eða annan fatnað,“ segir Karitas Þráinsdottir, markaðs- og rekstar stjóri Íslensku Alpanna. Hún segir Salomonskóna henta til fjallgöngu, út á göngustígana, í hlaupin og allt þar á milli. „Sumarlínan frá Sal omon í fatnaði, skóm og búnaði er umfram allt þægileg, smart og í takt við kröfur okkar neytenda. Slagorð Salomon er „Now, it’s time to play“ en það á vel við í ís lenskri náttúru þar sem við höfum í kringum okkur alla þá fegurð sem við gætum óskað okkur.“ Af öðrum merkjum nefnir Kar itas ítalska merkið CMP sem er
Í tilefni af 50 ára afmæli Lowe alpine bakpokaframleiðandans er nú mikið af bakpokum frá þeim í sérstakri afmælisútgáfu.
vandaður fatnaður til útivistar og daglegra nota. „Ást Ítalanna á nátt úru og útilífi varð þeim hvatning til að bjóða upp á vörur á verði sem allir ráða við. Viðskiptavinir okkar hafa verið hæst ánægðir með verðlagið á CMP vörunum og fyrir okkur er ánægjulegt að geta boðið vöru sem er í háum gæðum á hag stæðu verði.“
Bætt kjör skila sér til viðskiptavina Karítas segir margar af vörum verslunarinnar mun ódýrari í dag en á árum áður sem skýrist af því að verslunin láti viðskiptavinina njóta þess að tollar voru felldir niður og að undanfarið hefur verið hagstæðara umhverfi en oft áður. Sem dæmi nefnir hún verð á einni tegund af gönguskóm hafi lækkað úr 49.995 kr í 39.995 kr. og Speedcross skór sem hvað mest er
Karítas Þráinsdóttir og maður hennar Guðmundur Gunnlaugsson eigandi Íslensku Alpanna.
selt af í utanvega hlaupaskóm hafa lækkað úr 29.995 kr í 19.995 kr. Að lokum nefnir Karitas að í tilefni af 50 ára afmæli breska bak pokaframleiðandans Lowe alpine komi nú mikið af bakpokum frá þeim í sérstakri afmælisútgáfu. Pokarnir frá Lowe alpine eru fyrir kröfuhart útivistar- og ævintýra fólk sem vill poka sem situr vel og sem þægilegt er að hreyfa sig með án allrar þvingunar. Lowe alpine pokarnir hafa fengið margvíslegar
viðurkenningar og lof fyrir tækni legar útfærslur og fyrir hönnun á baki á pokanna. „Nýja línan frá Lowe alpine er nú komin í Ármúl ann svo ef útivistarfólk þarf góðan bakpoka, allt frá 10 lítra poka og upp í 75 lítra þá fást þeir hjá okk ur,“ segir Karítas Þráinsdóttir hjá Íslensku Ölpunum. alparnir.is
Stólpi Gámar
Gámahús eru oft besta lausnin Stólpi Gámar er samstarfsaðili Containex hér á landi sem er einn helsti framleiðandi gáma húsa í heiminum með yfir 30 ára reynslu. Gámahúsin eru ein staklega vönduð og einangruð í hólf og gólf og er mikil reynsla af notkun þeirra hér á landi. Þau henta vel sem gistirými fyrir t.d. starfsfólk í ferðaþjónustu og verk taka eða fyrir skrifstofur, kaffi stofur og margt fleira. Einnig bjóða Stólpi Gámar upp á vin sælar WC einingar sem koma með öllum tækjum og lögnum. Grunneining gámahúsanna er um 14 m2 að grunnfleti með einni hurð, tveimur gluggum, tveimur ljósum, ofni og raf magnsinnstungum. Hægt er að velja um staðsetningu á hurð og gluggum og bæta við eftir þörfum. „Í raun er hægt að þróa þessar einingar endalaust, breyta og bæta við eftir því sem að stæður krefjast. Ímynd gámsins í hugum margra Íslendinga er að þetta sé óvistlegur stálkassi en gistieiningarnar sem við bjóðum eru hlýlegar og bjartar vistarver ur. Reynsla þeirra viðskiptavina okkar, sem hafa keypt eða leigt slíkar einingar er undantekn ingarlaust góð. Gámahús getur oft verið besta lausnin ef þarf að útvega gistirými með skömmum fyrirvara, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma,“ segir
Vagnarnir frá Euro Wagon geta verið heppileg lausn fyrir verktaka sem eru mikið á ferðinni og er bæði hægt að nota sem kaffiskúra eða svefnrými.
Ásgeir Þorláksson, framkvæmda stjóri Stólpa Gáma.
Ásgeir Þorláksson, framkvæmdastjóri Stólpa Gáma og Hilmar Hákonarson sölustjóri. Stólpi Gámar eru með mjög góða aðstöðu til að kynna mismunandi gámalausnir á athafnasvæði fyrirtækisins við Óseyrarbraut 12 í Hafnarfirði.
Færanleg starfsmannaaðstaða Stólpi Gámar bjóða nú einn ig nýja gerð færanlegrar starfs mannaaðstöðu frá danska fyrir tækinu Euro Wagon en fyrirtæk ið er með umboð fyrir það hér á landi. „Þetta er mjög vinsæl lausn víða erlendis og hentar auðvitað vel hér á landi fyrir byggingaverk taka eða þá sem þurfa að leysa tímabundinn starfsmannavanda, t.d. í ferðaþjónustunni. Þessa vagna er bæði hægt að leigja og kaupa hjá okkur.“ Meginstarfsemi Stólpa Gáma snýst um sölu og leigu á alls kyns gámum og hefur markaðs
hlutdeild félagsins farið mjög vaxandi á síðustu árum. Býður fyrirtækið m.a. 6, 8, 10, 20 og 40 feta geymslugáma og einnig hitastýrða gáma, opna gáma, gafl gáma og tankgáma. Öll gámasala og gámaleiga Stólpa Gáma er við Óseyrarbraut 12 í Hafnar firði. Þjálfað teymi ráðgjafa undir stjórn Hilmars Hákonarsonar sölustjóra tekur vel á móti fólki og utandyra er gott geymslu- og sýningarsvæði þangað sem allir viðskiptavinir eru velkomnir til skrafs og ráðagerða. stolpigamar.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 9
R E Y K J AV Í K N 64° 7’ 35.474” W 21° 49’ 2.781”
TA K T U SKYNDIÁKVÖRÐUN… Að fljúga til Akureyrar í helgarferð…
...OG SKEMMTU ÞÉR …og spila golf í miðnætursólinni er ævintýraleg upplifun
AKUREYRI N 65° 39’ 57.415” W 18° 6’ 56.812”
ÆVINTÝRALANDIÐ ÍSLAND Flugvellir okkar eru staðsettir þannig að þú getir ferðast um landið á auðveldan máta. Nýttu þér alþjóðaflugvelli okkar eða innanlandsflugvelli. Þú munt án efa upplifa ævintýralandið Ísland á nýjan hátt, hratt og örugglega. Við tökum vel á móti þér um allt land
W W W. I S AV I A . I S/ F L U G V E L L I R
10 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Hey Iceland – nýtt vörumerki Ferðaþjónustu bænda Hey Iceland er nafn á nýju vöru merki Ferðaþjónustu bænda sem kemur í stað Icelandic Farm Holi days sem félagið hefur til þessa notað í sölu- og markaðsstarfi sínu erlendis. Hey Iceland sérhæfir sig í ferðalögum um Ísland og býður gistingu hjá yfir 170 gististöðum af ýmsu tagi um allt land auk fjöl breyttrar afþreyingar. Eldra vöru merkið Icelandic Farm Holidays eða Bændagisting vísaði á vissan hátt til uppruna Ferðaþjónustu bænda sem rekja má allt aftur til 1965 þegar erlendum ferða mönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. „Ástæða þess að við breyttum vörumerkinu er sú að það hefur margt breyst í starfseminni síðan 1965. Í dag er starf ferðaþjónustu bóndans margþættara en áður og eldra merkið náði ekki nægilega vel yfir alla þá frábæru upplifun og þjónustu sem nú er í boði hjá fé lögum okkar um allt land,“ segir Bryndís Pjetursdóttir, markaðs stjóri Hey Iceland. Hún bendir á að í dag séu um 170 aðilar að Félagi ferðaþjónustubænda sem auk bændagistingar bjóði margvís lega aðra gistimöguleika eins og til dæmis íbúðir, svefnpokagistingu,
Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Hey Iceland.
sveitahótel og sumarbústaði auk fjölbreyttrar afþreyingar. „Nýja vörumerkið Hey Iceland er afrakstur viðamikillar stefnu mótunar sem hefur átt sér stað hjá okkur undanfarin misseri. Það hafa lengi verið vísbendingar um að eldra heiti gæfi ekki rétta mynd af þeirri fjölbreyttu þjónustu og af
þreyingu sem fyrirtækið og félagar okkar bjóða upp á um land allt og því var tímabært að endurskoða nafnið. Þrátt fyrir nýtt vörumerki helst annað óbreytt hjá okkur og við höldum nú með skarpari sýn inn í framtíðina sem byggir á meira en 35 ára reynslu og þekk ingu,“ segir Bryndís.
Gistimöguleikar hjá Hey Iceland eru mun fjölbreyttari í dag en á árum áður og einskorðast ekki lengur við gistingu á sveitaheimilum.
Hún segir að í undirbúnings ferlinu hafi nafnið Hey Iceland fljótlega fengið góðan hljómgrunn hjá stjórn fyrirtækisins, starfs mönnum og rýnihópum. Hey sé orð sem vísi til sveita landsins og sögu félagsins sem þau séu stolt af. Það sé líka vingjarnlegt ávarp og viðeigandi alþjóðleg kveðja
sem ylji fólki um hjartarætur og bjóði ferðamenn velkomna. Bryn dís bendir á að á nýrri heimasíðu Hey Iceland er hægt að finna upp lýsingar um allt frá litlum og nota legum gistingum upp í stærri gisti staði sem henta vel fyrir hópa. heyiceland.is
Allt fyrir heilsuna og útiveruna!
Ökklasokkar
Hnésokkar
Í boði eru: Öklasokkar, venjulegir sokkar, hnésokkar, einnig víðir sokkar fyrir þá sem hafa breiða fætur. Sokkarnir eru til í svörtu og hvítu.
Gelhettur fyrir tær
Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi. Venjulegir
Gelhlíf fyrir hæl
Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin.
X-vídd
Dr. Comfort sokkar henta öllum sem vilja láta sér líða vel þegar mikið reynir á fótleggina. Dr. comfort sokkarnir innihalda bambus og koltrefjar, eru endingagóðir og halda sér vel.
Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.
Liðhlíf fyrir litlutá
Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 11
12 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Meðal viðburða á Vesturlandi 9.-11. júní
Sjómannadagshátíð í sjávarbyggðum.
22. júlí
Kátt í Kjós, fjölskylduhátíð.
7. október
Sauðamessa í Borgarnesi.
24. júní
Brákarhátíð, fjölskylduhátíð í Borgarnesi.
28.-30. júlí
Reykholtshátíð, tónlistarhátíð.
11.-17. október
Rökkurdagar, listahátíð í Grundarfirði.
28.-30. júlí
29. júní-2. júlí
Írskir dagar, fjölskylduhátíð á Akranesi.
Á góðri stund, fjölskylduhátíð í Grundarfirði.
20.-21. október Haustfagnaður sauðfjárbænda í Dölum.
12. ágúst
Ólafsdalshátíð.
1. júlí
Jökulmílan, hjólreiðaviðburður í Grundarfirði.
18.-20. ágúst
Danskir dagar, bæjarhátíð í Stykkishólmi.
27.-29. október Northern Wave, alþjóðleg stuttmyndahátíð í Grundarfirði.
30. júní-2. júlí
Ólafsvíkurvaka.
11.-13. ágúst
Plan B, listahátíð í Borgarnesi.
8. júlí
Skotthúfan, þjóðbúningahátíð í Stykkishólmi.
25.-27. ágúst
Hvalfjarðardagar.
Nánar á west.is Heimild og mynd: Markaðsstofa Vesturlands.
Hellissandur
Framkvæmdir og nýjar sýningar í Sjóminjasafninu „Við erum að taka safnið allt í gegn, endurbyggja salina, byggja við nýja afgreiðsluaðstöðu og setja upp tvær nýjar sýningar. Mark miðið er að ná betur til ferðafólks og bjóða því m.a. að fræðast um sögu sjósóknar hér á Hellissandi,“ segir Þóra Olsen sem á sæti í stjórn sjálfseignarstofnunar um Sjóminja safnið á Hellissandi. Rekstur og uppbygging safnsins er að fullu í höndum áhugasamra heimamanna sem hafa safnað styrkjum til fram kvæmdanna og uppsetningar nýju sýninganna tveggja. „Við fengum Björn G. Björns son leikmyndahönnuð til liðs við okkur varðandi hönnun sýn inganna og að verkefninu koma bæði iðnaðarmenn og sjálfboða liðar. Verkefnið er fjármagnað með styrkjum og kostar vissulega talsvert en við viljum gera þetta af metnaði,“ segir Þóra. Elsti hluti safnsins er endur gerð af Þorvaldarbúð sem er ein af síðustu þurrabúðunum á Hellis sandi en nýrri safnbyggingarnar í Sjóminjagarðinum hýsa sýning arnar tvær. Önnur sýningin ber yfirskriftina Náttúran við haf og
Þorvaldarbúð og safnhúsin tvö í Sjómannagarðinum á Hellissandi. Myndir: Þóra Olsen.
Keppst er við að ljúka framkvæmdunum og uppsetningu sýninganna í safninu en stefnt er að opnun á sjómannadaginn.
strönd og þar má m.a. sjá upp stoppaða fugla, fiska og lifandi myndir. Í hinum sýningarsalnum
er aðal sýningargripurinn fiskibát urinn Bliki sem er elsti fiskibátur varðveittur á Íslandi, smíðaður árið 1826. Sú sýning ber yfirskriftina Sjósókn undir jökli og er þar farið yfir sjósókn undir jökli í gegnum aldirnar. „Þessi sýning endurspegl ar útræði hér á svæðinu og endur speglar um leið sjósókn fyrri tíma um allt land. Með sýningunum og endurbótunum verður til mjög áhugavert safn fyrir ferðamenn að sækja og við vonumst til að fá sem flesta til okkar í sumar í Sjóminja garðinn,“ segir Þóra. facebook.com/sjominjasafnhellissandi
Langisandur á Akranesi.
Leikir á Langasandi Á hlýjum sumardögum er kjörið fyrir barnafjölskyldur að heim sækja Langasand á Akranesi. Um er að ræða ströndina sem liggur frá gömlu Sementsverksmiðjunni meðfram íþróttavellinum að Jað arsbökkum og að dvalarheimilinu Höfða. Langisandur er vinsælt útivistar svæði heimamanna og er aðgengi
gott, búið að koma upp sturtum og því vandalítið að skola af sér sandinum og sjávarseltunni þegar búið er að busla í sjónum eða standa í stórbyggingum úr sandi. En svo má auðvitað líka hafa bara með sér góða bók og eiga kyrr láta stund á volgum sandinum og hlusta á sjávarniðinn.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 13
VESTURLAND Dalir
Saga vígamannsins Eiríks rauða Eiríkur rauði Þorvaldsson, sem uppi var um og fyrir 1000, bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum. Kona hans var Þjóðhildur og sonur þeirra Leifur heppni sem kannaði fyrstur Vínland árið 1000, fyrstur Evrópubúa, 500 árum á undan Kólumbusi. Viðurnefni sitt fékk Eiríkur af rauðum háralit sínum. Hann var vígamaður sem gerður var út lægur af Íslandi. Fyrst flýði hann í Brokey á Breiðafirði en var þaðan rekinn einnig. Leitaði hann þá landa vestan Íslands, fann þá Grænland og kannaði austurströnd landsins áður en hann sneri aftur til Íslands þaðan sem fjölskylda hans og fjöldi fólks fylgdu honum
Börnin fá að prófa að halda á vopnum og bera hjálma.
til nýrra heimkynna á Grænlandi. Samkvæmt Eiríkssögu rauða var þetta 985 eða 986. Rústir Eiríksstaða voru kann aðar fyrir miðja síðustu öld og aftur 1997-1999. Kom þá í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýnilegar. Skammt frá rústunum var reist tilgátubygging sem var vígð árið 2000, á 1000 ára afmæli landafunda Leifs í Ameríku. Við bygginguna var lögð áherslu á að styðjast við rústirnar, rannsóknir og fornt verklag. Í bænum er lif
Leifur heppni Eiríksson er talinn fæddur á Eiríksstöðum.
andi safn og fólk klætt að fornum sið fræðir gesti. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi eftir Nínu Sæmundsson. Safnið er opið
alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 9 til 18. west.is
Leifsbúð í Búðardal.
Ásmundur og Leifsbúð í Dölum Dalir eru sögusvið margra stór viðburða landnámssagna og þeir sem áhuga hafa á slíku á ferða lögum sínum um landið hafa um margt að velja til að fræðast um á svæðinu. En Dalirnir eru ekki síður verðugt svæði að heimsækja og skoða vegna náttúrufegurðar, möguleika til útiveru, gönguferða og fuglaskoðunar, svo dæmi séu tekin. Og við blasir Breiðafjörður inn í næsta nágrenni með sínar óteljandi eyjar og fuglalíf. Í Búðardal er ástæða að heim sækja menningar- og kaffihúsið Leifsbúð við smábátahöfnina, sem jafnframt er upplýsingamiðstöð staðarins. Húsið sem slíkt geymir mikla sögu því það er rúmlega 100 ára gamalt, hýsti á sínum tíma Kaupfélag Hvammsfjarðar meðan það félag var og hét. Enda kalla sumir heimamanna húsið „gamla kaupfélagið“ enn þann dag í dag. Í húsinu hefur ýmiskonar starf semi verið í gegnum tíðina, t.d. kjötpokaframleiðsla, mokkasauma stofa, verkstæði og fleira. Fyrir utan hversu glæsilega húsið hefur verið varðveitt vekur listaverkið framan þess athygli vegfarenda. Þar er um að ræða af steypu af höggmynd Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, sem ber heitið „Fýkur yfir hæðir“. Stað setning listaverksins á vel við því Ásmundur var fæddur á Kolsstöð um í Dölum árið 1893. Dalamenn áttu því í honum einn af ástælustu listamönnum þjóðarinnar. west.is
LYKTAREYÐANDI NIÐURBROTSEFNI Í FERÐASALERNI BIO-PAK - Tropical og Fresh Scent Inniheldur öfluga náttúrulega ensímblöndu sem vinnur á úrgangi og pappír á 24 klst og skiptir þá engu hvaða gerð pappírs er. Hentar mjög vel þar sem þarf að tæma ferðasalernið á hverjum degi. BIO-PAK veitir hratt niðurbrot og góða lyktareyðingu. BIO-PAK Tropical Vörunúmer: BIOTROPBG BIO-PAK Fresh Scent Vörunúmer: BIOPPBG
PORTA-PAK - Lavender og Fresh Scent Inniheldur einstaka efnablöndu sem vinnur á úrgangi og pappír á 3-4 dögum og hefur einstaklega mikla og góða virkni í lyktareyðingu. Hentar vel þar sem ekki þarf að tæma ferðasalernið á hverjum degi. PORTA-PAK Lavender Vörunúmer: PPRV10LAV PORTA-PAK Fresh Scent Vörunúmer: PPRV10
BIO-ACTIVE - Tropical og Fresh Inniheldur næringarefni fyrir bakteríur ásamt ensímum til að fjarlæga ólykt. Brýtur hratt og vel niður úrgang og klósettpappír. Smyr ventla og heldur skynjarafbúnað hreinum. Hentar fyrir húsbíla, rútur, báta, skip, safntanka og rotþrær. BIO-ACTIVE er vistvænt efni. BIO-ACTIVE 4,9L Vörunúmer: BAHT168 BIO-ACTIVE 1,8L Vörunúmer: BAHT40
Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is
14 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Meðal viðburða á Vestfjörðum 2.-5. júní
Skjaldborg á Patreksfirði, hátíð íslenskra heimildamynda.
30. júní-2. júlí
Hamingjudagar á Hólmavík.
19. ágúst
Bryggjuball í Norðurfirði.
8.-10. júní
Sjómannadagurinn á Patreksfirði.
6.-8. júlí
Sæluhelgin á Suðureyri.
31. ágúst-1. sept. Bláberjadagar í Súðavík, bæjarhátíð.
9.-10. júní
Sjómannadagurinn í Bolungarvík.
14.-15. júlí
Hlaupahátíð á Vestfjörðum.
Nánar á westfjords.is
Markaðshelgin í Bolungarvík, bæjarhátíð.
Bryggjuhátíðin á Drangsnesi.
Heimild: Markaðsstofa Vestfjarða
30. júní-1 .júlí
21.-23. júlí 28.-30. júlí
Reykhóladagar, bæjarhátíð.
30. júní-2. júlí
Bátadagar á Reykhólum.
4.-5. ágúst
Evrópumótið í mýrarbolta, Ísafirði.
30. júní-1. júlí
Dýrafjarðardagar, bæjarhátíð á Þingeyri.
5. ágúst
Sandkastalakeppni í Holtsfjöru við Önundarfjörð.
10.-11. ágúst
Einleikjahátíðin Act Alone, Suðureyri.
Mynd: Markaðsstofa Vestfjarða / Ágúst Atlason.
Áhugavert á Vestfjörðum
Melrakkasetrið undirbýr sýningu um sögu refaskyttunnar Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru ein staklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. Þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferða þjónustu. Eitt af meginmarkmiðum með stofnun Melrakkaseturs Íslands var að setja upp sýningu um melrakk ann og allt sem honum viðkemur í fortíð og nútíð, líffræði hans og þróunarsögu. Ennfremur að segja sögu refaveiða og refaræktar en lík legast eru refaveiðar ein elsta laun aða starfsgrein Íslendinga, að því er segir á heimasíðu Melrakkaseturs Íslands.
Melrakkasetur Íslands.
Saga tófunnar í íslenskri náttúru er áhugaverð og hvergi betra að fræðast um hana en í Melrakkasetrinu í Súðavík.
Sýningin er til húsa í gamla Eyrardalsbænum í Súðavík, sem hefur verið gert upp og er hið glæsilegasta. Í húsinu er safn minja og muna um refaveiðar, lif andi myndefni, uppstoppuð dýr og áhugaverðir hlutir sem hægt er að skoða með hjálp tækninnar og hefðbundinna tækja. Nú í vor aug lýsti setrið eftir sumarstarfsmanni til að hanna sérsýningu um sögu refaskyttunnar og er það liður í endurnýjun fastrar sýningar set ursins.
Yfir sumarmánuðina, þ.e. frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst, er opið í Melrakkasetrinu alla daga frá kl. 9 til 18 en safnið er opið árið um kring. melrakkasetur.is westfjords.is
VESTFIRÐIR
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 15
Hundrað ára vélsmiðja á Þingeyri Þeir sem áhuga hafa á vélsmíði og smiðjustarfsemi á fyrri tíð ættu að leggja leið sína til Þingeyrar því þar má sjá stórmerka Vélsmiðju Guð mundar J. Sigurðssonar, elstu starf andi vélsmiðju landsins, í nánast upprunalegu formi. Vélsmiðjan er í dag hluti af Byggðasafni Vest fjarða og hefur svo verið frá árinu 2014. Eins og nafnið bendir til stofn aði Guðmundur J. Sigurðsson smiðjuna ásamt Gramsverslun á Þingeyri en hann hafði þá lært vél smíði í Danmörku. Gramsverslun styrkti Guðmund til námsins gegn því að hann ynni hjá þeim að því loknu. Guðmundur kom heim úr náminu árið 1906 og hafði þá með sér ný verkfæri til smiðjustarfsemi. Má þar á meðal nefna fótstiginn rennibekk, handsnúna borvél og skrúfstykki. Smiðjan var stofnuð árið 1913 og varð landsþekkt fyrir þjónustu
Best er að heimsækja Rauðasand á háfjöru og tilvalið að fá sér góðan Mynd: westfjords.is. göngutúr.
Náttúrperla á Vestfjörðum
Hinn rauði Rauðisandur Ein af náttúruperlum Vestfjarða sem heillar jafnt innlendra sem er lenda ferðamenn er Rauðisandur sem er fyrir austan Látrabjarg, sunnarlega á Vestfjörðum. Nátt úran sér hér algjörlega um að lita sig sjálf því rauðleitan litinn fær sandurinn af skeljum hörpudisks sem mikið er af í Breiðafirði. Það skemmtilega við Rauðasand er að liturinn getur verið misjafn eftir því hvernig birtan er. Þann ig getur sandlengjan virst gulleit, stundum rauð og allt yfir í það að sýnast svört. Mælt er með því að heimsækja Rauðasand á háfjöru og nota þá tækifærið og rölta um sandinn, fanga víðáttuna og njóta útsýnisins. Frá Rauðasandi má þannig sjá yfir að Snæfellsnesi í góðu skyggni og þá blasir vitanlega hinn tignarlegi Snæfellsjökull við. Við Rauðasand er Franska kaffi húsið sem opnað var árið 2006. Þaðan er fallegt útsýni hvert sem litið er en sex þúsund gestir heim sóttu það síðasta sumar. westfjords.is
sína, m.a. á stríðsárunum þegar þar voru smíðaðir varahlutir af ýmsum gerðum í bæði erlend og innlend skip. Í smiðjunni var komið upp járnsteypu og steyptir íhlutir í bátavélar en einnig eldavélaplötur. Úr kopar voru einnig steyptar í smiðjunni skipsskrúfur og skrúfu blöð. Vélsmiðja Guðmundar J. Sig urðssonar var rekin til ársins 1995 og hefur síðan varðveist í óbreyttri mynd. Hún er opin á opnunar tíma Byggðasafns Vestfjarða, þ.e.
alla daga frá kl. 9-18 á tímabilinu 15 maí-15 september. Auk þess sem ber fyrir augu í smiðjunni má á sjónvarsskjá sjá myndbrot úr smiðjunni frá fyrri tímum, auk þess sem maður er á staðnum og fræðir fólk um starfsemina. nedsti.is
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar er nánast í upprunalegri mynd enn þann dag í dag. Hún var stofnuð árið 1913 og rekin til ársins 1995. Mynd: nesti.is/vefur Byggðasafns Vestfjarða.
16 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Meðal viðburða á Norðurlandi 24.-27. maí
Vaka þjóðlistahátíð, Akureyri .
23.-24. júní
Blúshátíðin Blue North, Ólafsfirði.
10.-13. ágúst
Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla.
2.-4. júní
Grímseyjardagar.
24. júní
Drangey tónlistarhátíð, Skagafirði.
12. ágúst
Jökulsárhlaupið.
3. júní
Bjórhátíðin í Bjórsetri Íslands á Hólum í Hjaltadal.
Júlí
Selatalningin mikla á Vatnsnesi.
18.-19. ágúst
Grenivíkurgleði.
3. júní
Lake Mývatn, Mývatn Maraþon. visitmyvatn.is.
1. júlí
Þorvaldsdalshlaupið.
11.-13. ágúst
Hólahátíð.
5.-9. júlí
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.
19. ágúst
Sléttuganga á Melrakkasléttu.
9.-11. júní
Prjónagleði á Blönduósi.
7.-9. júlí
Fjölskylduhátíðin í Hrísey.
19. ágúst
Sveitasæla, Skagafirði.
10. júní
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í sjávarbyggðum.
14.-16. júlí
Húnavaka, Blönduósi.
17.-20. ágúst
Berjadagar, tónlistarhátíð í Ólafsfirði.
13.-16. júlí
Hjóladagar, Akureyri.
25. -26. ágúst
Akureyrarvaka.
14.-17. júní
Bíladagar á Akureyri.
14.-16. júlí
Miðaldadagar á Gásum.
2. september
Grímseyjarhlaup.
16.-17. júní
Jónsmessuhátíðin á Hofsósi.
22.-27. júlí
Gönguvika Ferðafélags Akureyrar.
14.-18. sept.
17. júní
Flugdagurinn á Akureyri.
26.-30. júlí
Fjölskylduhátíðin Eldur í Húnaþingi.
Skrapatungurétt, Austur-Húnavatnssýslu.
21. júní
Sumsarsólstöðuhátíðin í Grímsey.
29. júlí
Mærudagar á Húsavík.
29.-30. sept.
Laufskálaréttir, Hjaltadal.
21.-24. júní
Arctic Open miðnæturgolfmót, Akureyri.
29.-30. júlí
Trilludagar á Siglufirði.
3.-7. ágúst
Síldarævintýrið á Siglufirði.
Lummudagar í Skagafirði .
11.-13. ágúst
Fiskidagurinn mikli, Dalvík .
22.-25. júní
Nánar á northiceland.is, visitakureyri.is, skagafjordur.is og heimasíðum sveitarfélaga Heimild: Markaðsstofa Norðurlands
Hvammstangi
Samgönguminjasafnið Ystafelli Safnið verður opnað 25. maí og verður opið út september, alla daga frá 10 fyrir hádegi og til 8 á kvöldin.
Aðgangseyrir er 900 krónur og frítt fyrir yngri en 12 ára.
Samgönguminjasafnið Ystafelli Ystafelli 3 - 641 Húsavík Sími 464 3133 og 861 1213 sverririfelli@gmail.com - www.ystafell.is
Brúðusýning um Búkollu alla daga í sumar Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga mun í sumar bjóða upp á nýja 20 mínútna sýningu með þjóðsögunni góðkunnu um Búkollu. Sýningarnar verða á ensku og eru hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn en öllum opnar. Eða eins og aðstandendur sýningarnnar segja; sýning fyrir fólk á aldrinum 1 til 101árs! Fyrsta sýning sumarsins verður þann 10. júní og sú síðasta 1. sept ember. Sýnt verður alla daga og er hægt að kaupa miða á sýninguna í Selasetrinu. Handbendi er atvinnubrúðu leikhús á Hvammstanga en stofn andi þess, starfsmaður og fram leiðandi sýningarinnar er Greta Clough sem áður starfaði m.a. hjá Little Angel Theatre í London árið
Baulaðu nú Búkolla mín ef þú ert nokkurs staðar á lífi!
2014. Leikhúsið hefur framleitt sýningar hér á landi síðustu ár sem t.d. hafa verið sýndar á Akureyri og í Reykjavík, auk Hvammstanga. handbendi.com
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 17
I R Y E R AKU NOKKRIR STÓRIR VIÐBURÐIR Í SUMAR: ÞJÓÐLISTAHÁTÍÐIN VAKA JÓNSMESSUHÁTÍÐ LISTASUMAR POLLAMÓT ÞÓRS OG N1 MÓTIÐ THE COLOR RUN STÓRA HJÓLAHELGIN ÍSLENSKU SUMARLEIKARNIR AKUREYRARVAKA
OG Í NÁGRENNINU: MIÐALDADAGAR Á GÁSUM HANDVERKSHÁTÍÐ Í HRAFNAGILI FISKIDAGURINN MIKLI Á DALVÍK
ÞÚ FINNUR ÞAÐ Á VISITAKUREYRI.IS
www.visitakureyri.is Upplýsingamiðstöð í HOFI | 600 Akureyri | Sími: 450 1050 | info@visitakureyri.is
18 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
NORÐURLAND
Akureyri
Níu vikna samfelld menningarveisla í sumar Boðið verður upp á níu vikna samfellda menningar- og lista veislu á Akureyri í sumar en nú munu tengjast í einni samfellu þrír helstu viðburðir sumarsins á þessu sviði í bænum; Jónsmessu hátíð, Listasumar á Akureyri og Akureyrarvaka. Almar Alfreðsson, vöruhönnuður og eigandi Sjopp unnar í Listagilinu, hefur verið ráðinn verkefnissjóri fyrir hönd Akureyrarstofu við framkvæmd þessara viðburða í bænum og segir undirbúninginn kominn í fullan gang.
Menningar- og listviðburðir verða fjölbreyttir og víðsvegar um bæðinn. Hér er fylgst með listamanni í Mynd: Guðrún Þórsdóttir. Deiglunni.
Listasumar fyrir alla „Í fyrra var dagskrá Listasumars styttri en áður og þéttari en nú erum við í raun að lengja það á ný. Listasafnið á Akureyri og Akur eyrarstofa standa saman að Jóns messuhátíðinni og Listasumri, en Akureyrarstofa sér um Akureyrar vöku sem verður sem fyrr í lok ágústmánaðar. Jónsmessuhátíðin hefur verið að þróast sem við burður hér í bænum og þá sem sólarhringshátíð, þar sem söfn og fyrirtæki hafa verið opin yfir nótt. Í beinu framhaldi af Jónsmessu hátíðinni hefst svo dagskrá Lista
sumars á Akureyri og stendur hún í 9 vikur. Í sumar ber Jónsmessuna upp á föstudag þannig að þetta ætti að geta orðið mjög skemmti legur sólarhringur og helgi sem ýtir svo Listasumrinu af krafti úr vör. Við sjáum fyrir okkur að verða með ýmsa skemmtilega viðburði um miðja nótt á Jónsmessunni, hver veit nema við bjóðum upp á heimspekiumræður í heitum potti eða eitthvað annað skemmtilegt. Okkur finnst líka áhugavert að ná til fólks sem er að vinna vakta vinnu um nóttina, búa til viðburði í kringum þá vinnustaði og virkja
bæinn, inn í alls kyns hópa fólks og þannig verið þessi dagskrá fyrir alla,“ segir Almar.
um 15 styrki vegna listasmiðja fyrir börn og viðburða á Listasumri sem fá stuðning í formi fjárfram laga, kynningarefnis, aðstöðu eða annars slíks. Einnig er hægt að senda skemmtilegar hugmyndir og vangaveltur fyrir þessar hátíðir á netföngin jonsmessa@akureyri og listasumar@akureyri.is „Ég vonast til að fjölbreytnin í þessum við burðum verði mikil og við ætlum líka að búa til fasta viðburði í sumardagskránni, þ.e. viðburði á tilteknum vikudögum þannig að fólk verði betur meðvitað um að alltaf er að einhverjum viðburðum að ganga á föstum tímum vik unnar. Dagskrá Listasumars verður að mótast núna næstu vikur og í raun allt fram að setningarhelginni en síðan mun dagskráin teygja sig allt að Akureyrarvöku þann 26. ágúst sem um leið er lokapunktur Listasumars,“ segir Almar og að hans mati er mikilvægt fyrir bæinn að mikið sé um að vera á lista og menningarsviðinu yfir sumartím ann, ekki síður en á veturna. „Það er enginn vafi. Þessir við burðir eru innspýting í mannlífið í bænum og laða almenna bæjarbúa líka til þátttöku og listsköpunar. Dagskráin er fyrir okkur bæjar búa til að hafa gaman af og um leið gesti bæjarins. Ég er fullur til hlökkunar fyrir sumarið. Þetta verður ævintýri, eins og lagt er upp með,“ segir Almar.
Innspýting í bæjarlífið Búið er að auglýsa eftir umsóknum
listarsumar.is akureyri.is
Sumardagur í Listagilinu og tónlistin hefur völdin. Mynd: Guðrún Þórsdóttir.
Almar Alfreðsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri menningarviðburða á Mynd: Auðunn Níelsson. Akureyri í sumar.
þannig fólk utan úr bæ sem mest til þátttöku í dagskránni. Það er alltaf skemmtilegast þegar það tekst og ég vonast til að þannig verði viðburðir á Listasumrinu í heild, þ.e. að þeir teygi sig út um
Gefðu tóninn!
Sögur úr tónlistarlífinu á Akureyri Frá því fyrstu tónar úr fiðlum og lúðrum bárust um verslunar staðinn Akureyri í byrjun 19. aldar hefur tónlist skipað stóran sess í félagslífi, menntun og afþreyingu íbúa Eyjafjarðar. Af nægu er að taka enda hefur tónlistin blómstrað á Akureyri. Úr þessum brunni setur Minjasafnið á Akureyri upp sýningu af völdum sögum úr tón listarlífi bæjarins. Sýningin verður opnuð nú snemmsumars og er áætlað að hún verði opin í eitt ár.
Allir þekkja Ingimar og Finn Eydal eða Helenu, en hver var Hreinn Pálsson frá Hrísey? Af hverju bar organistinn orgelið á bakinu? Hvaða kór æfði í leyni fyrir utanför? Hver voru áhrif tón listar á félagslíf fólks? Hvernig var útgáfustarfsemi háttað eða dans húsmenningunni? Var bítlaæði á Akureyri? Á sýningunni gefur að líta ýmsa tónlistargripi, ljósmyndir og hljóð dæmi en umfram allt sögurnar sem
Bravó Bítlarnir eiga sinn sess í tónlistarsögu Akureyrar.
tengjast tónlistinni á Akureyri frá 19. aldar lúðrasveit til rapparans Kött Grá Pje. Sýningin verður eins og tón verk þar sem bætist við blæbrigði og nýir kaflar eftir því sem líður á sýninguna. Átt þú kannski sögu að segja eða skemmtilegan grip sem ætti heima í sýningunni? Sýningin verður opin daglega kl. 10-17. minjasafnid.is
Dansinn dunar í Samkomuhúsinu.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 19
NJÓTTU SUMARÆVINTÝRIS Á SIGLÓ Notalegt hótel og fallegt umhverfi í faðmi smábáta og tignalegra fjalla Fjölbreytt úrval veitingastaða með mat og drykk sem hæfir öllum Líf og fjör við höfnina, fyrir börn og fullorðna www.siglohotel.is Snorragötu 3b • 580 Siglufirði • Sími 461-7730
20 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
NORÐURLAND
Sundlaugin á Blönduósi
Við erum tilbúin fyrir sumarið! „Aðsóknin var mjög góð í apríl og áberandi fjölgun erlendra gesta. Það er kannski upptaktur að því sem koma skal í sumar,“ segir Róbert Daníel Jónsson, forstöðu maður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Í fyrra heimsóttu 82 þúsund gestir Íþróttamiðstöðina, lítið eitt færri en áður á undan. Engu að síður fjölgaði erlendum gestum í flestum mánuðum ársins.
Sumarumferðin komin í fullan gang „Í blíðviðrinu nú í byrjun maí fór allt í sumarbúning og við skynj uðum aukna umferð ferðafólks. Það má eiginlega segja að þar hafi sumartímabilið byrjað og við erum vel undirbúin fyrir komandi sum armánuði,“ segir Róbert en gestir sundlaugarinnar á Blönduósi eru bæði heimamenn, fólk sem er á ferð í gegnum bæinn og ferðamenn sem eru í gistingu á Blönduósi og í nágrenni. Róbert segir aukið framboð gistingar á svæðinu koma fram í aðsókn að sundlauginni, allt styðji þetta hvert annað, afþrey ingin og gistiaðstaðan á svæðinu. „Allir viðburðir hér á svæðinu eru mikilvægir fyrir okkur og til að
Rennibrautirnar laða unga fólkið að sér – og reyndar hina eldri líka!
mynda er mannmargt í bænum á Smábæjarleikunum, knattspyrnu móti sem haldið er hér í júní. Síðan verður nú annað árið í röð haldin svokölluð Prjónagleði hér á Blönduósi á vegum Textílseturs Ís lands þannig að ýmislegt skemmti legt verður um að vera hjá okkur í sumar.“
Sundlaugarheimsókn á netinu! Í lok síðasta árs var opnuð ný heimasíða fyrir Íþróttamiðstöðina á Blönduósi og þar er hægt að heimsækja sundlaugina með svo kallaðri 360° myndavél. „Það er kjörið fyrir þá sem ekki hafa komið til okkar að fara inn á síðuna og
Sundlaugin á Blönduósi er fjölskyldusundlaug af bestu gerð með rennibraut, vaðlaug og heitum pottum.
skoða okkar glæsilegu sundlaugar mannvirki. Mörgum kemur á óvart hversu góða aðstöðu við höf um að bjóða,“ segir Róbert. Sundlaugin á Blönduósi hefur allt að bjóða sem fjölskyldufólk sækist eftir; heita potta, vaðlaug og rennibrautir, auk að sjálfsögðu sjálfrar laugarinnar. Róbert segir
líkamsræktina einnig alltaf opna og hægt er að kaupa aðgang að henni og fylgir þá aðgangur að sundlaug inni. Opið er í sundlauginni frá 1. júní kl. 8-21 virka daga og 10-20 um helgar. imb.is
Prjónagleði á Blönduósi www.arctictrip.is
/arctictrip /arctictrip.is
Velkomin til Grímseyjar Gistiheimilið Básar GRÍMSEY www.gistiheimilidabasar.is | 848 1696
Prjónahátíð verður haldin annað árið í röð á Blönduósi nú í júní og ber yfirskriftina Prjónagleði, Knitt ing Festival 2017. Fyrirmyndin að þessari hátíð er sótt til Fanø í Dan mörku þar sem prjónahátíð hefur verið haldin í meira en áratug. Aðstandendur Prjónagleðinnar á Blönduósi eru einnig í samstarfi við hliðstæða hátíð í Noregi og segir Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílseturs Ís lands á Blönduósi, að markmiðið með hátíðunum sé alls staðar það sama; að efla almennan áhuga á prjónaskap almennt. „Þar sem hátíðir hafa verið haldnar hingað til hafa þær bara vaxið þannig að við horfum björt um augum til framtíðar,“ segir Jó hanna en auk Textílsetursins koma
Námskeiðahald og fyrirlestrar eru hluti af dagskrá Prjónagleðinnar 2017. Myndir: Róbert Daníel Jónsson.
Íþróttahúsið á Blönduósi er sannarlega vettvangur til að heimsækja meðan á Prjónagleðinni stendur. Þar eru sýningar- og sölubásar, auk þess sem hægt er að fylgjast með þátttakendum að störfum.
Þekkingarsetrið á Blönduósi og fleiri heimaaðilar að undirbúningi viðburðarins. Á Prjónagleðinni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá en miðja hátíðarinnar er í íþróttahúsinu á Blönduósi og hefst hún síðla föstu dagsins 9. júní og stendur fram á
sunnudag. Hápunkturinn verður seinni partinn á laugardeginum, þegar ætlunin er að yfir 82 prjón arar prjóni saman með hringprjón um! Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra, sölubásar eru á mótsstað og kaffihúsastemning. „Með hátíðinni viljum við efla verkkunnáttu, deila út þekk ingu og reynslu og síðast en ekki síst að prjónakonurnar hittist, eigi skemmtilega samveru og beri sam an bækur sínar um prjónaskapinn. Fyrst og fremst eru það konur sem stunda prjónaskap og á prjóna hátíðinni gefst þeim einstakt tæki færi til að læra meira og upplifa,“ segir Jóhanna en meðal námskeiðs kennara á Pjónahátíðini verður Anne Eunson frá Hjaltlandseyjum sem kennir hjaltneskt prjón. „Í fyrra skráðu sig 100 manns á hátíðina í fyrirlestra og námskeið og um 200 gestir til viðbótar sóttu viðburðinn. Það er enn hægt að skrá sig til þátttöku á heimasíðunni prjonagledi.is eða knittingfestival.is og ég vonast til að sjá ennþá fleiri í ár. Þetta er virkilega skemmtileg hátíð,“ segir Jóhanna Erla. prjonagledi.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 21
Hafðu samban d 568 01 00
Þegar náttúran kallar...
... erum við hjá Stólpa Gámum með lausnir sem koma að notum! • Seljum og leigjum gistieiningar og salernishús með öllum tækjum og lögnum, tilbúin til notkunar. Stólpi Gámar er samstarfsaðili Containex hér á landi sem er helsti framleiðandi gámahúsa í heiminum.
• Ýmsar stærðir af gámum til leigu og sölu sem geymsla undir lager, fyrir árstíðabundnar vörur o.fl. • Bjóðum staðlaða gáma og sérsniðnar lausnir að þörfum viðskiptavina.
stolpigamar.is Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
22 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
NORÐURLAND
Fiskidagurinn mikli á sínum stað á Dalvík Undirbúningur Fiskidagsins mikla á Dalvík er í fullum gangi og verð ur hátíðin í sumar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fiskidagur inn mikli er fjölskylduhátíð, haldin helgina eftir verslunarmannahelgi en dagskrárliðir hátíðarinnar dreif ast raunar á nokkra daga í aðdrag anda helgarinnar. Hápunkturinn er á laugardegi, sem í ár er 12. ágúst, þegar boðið verður upp á dýrindis fiskirétti á hafnarsvæðinu á Dalvík frá kl. 11 til 17, samhliða fjölbreyttri skemmtidagskrá á svið inu. Matseðill hátíðarinnar tekur breytingum frá ári til árs og verður fjölbreyttur matseðill og ljúffengir réttir í boði í ár sem endranær. Varla þarf að taka fram að sem fyrr er frítt á hátíðina og markmið ið líkt og verið hefur frá upphafi að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk.
Fiskisúpukvöld og stórtónleikar Eins og áður segir eru ýmsir við burðir í Dalvíkurbyggð í vikunni fyrir Fiskidaginn mikla sem tengd ir eru hátíðinni en formlega hefst hún með hugljúfri dagskrá og vin áttukeðju við Dalvíkurkirkju síð degis á föstudegi. Í kjölfarið fylgir síðan fiskisúpukvöldið þar sem íbúar byggðarlagsins bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum.
Friðrik V. er yfirkokkur Fiskidagsins mikla.
Lokapunktur hátíðarinnar er svo á laugardagskvöldinu þegar efnt er til stórtónleika á hafnar svæðinu með sannkölluðu landsliði
íslenskra tónlistarmanna. Tónleik arnir eru í boði Samherja hf. Tug þúsundir hafa sótt þennan viðurð síðustu ár, enda öllu tjaldað til að
Ekki dugar annað en stórvirkir brennsluofnar Sæplasts hf. til að baka hinar risavöxnu pizzur fiskidagsins enda þarf að metta marga munna.
gera tónleikana sem glæsilegasta að efni og umfangi. Að tónleikunum loknum verður síðan risaflugelda sýning sem óhætt er að segja að
lýsi upp miðnæturhimininn við norðanverðan Eyjafjörðinn.
Í heimskautahring á Tröllaskaga! Heimskautahringurinn svokall aði er 184 kílómetra hringleið um Tröllaskagann, milli Eyjafjarðar og og Skagafjarðar. Þessi hringleið hefur notið æ vaxandi vinsælda hjá ferðafólki eftir að Héðinsfjarðar göng komu til sögunnar, enda
Velkomin til Hríseyjar! Hús Hákarla Jörundar Opið alla daga 1. júní – 31. ágúst frá kl. 13:00-17:00 Í þessu elsta húsi Hríseyjar er búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum og sögu eyjarinnar
Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um eyjuna og hvað hún hefur upp á að bjóða.
Allar nánari upplýsingar á hrisey@hrisey.is og í síma 695-0077 - Heimasíða www.hrisey.is
margt að sjá og skoða. Og líkast til eina dagleiðin hér á landi þar sem farið er í gegnum fern jarðgöng! Hugsa má hvaða punkt sem er á þessari leið sem upphafs punkt en ef tekinn er afleggjarinn af þjóðvegi 1 norðan Akureyrar er ekið norður með Eyjafirði vestan verðum, fyrst í Hörgársveit og síðan í Dalvíkurbyggð og til Dal víkur. Þaðan til Ólafsfjarðar og í gengum fyrstu göngin sem eru í gegnum Múlann, síðan sem leið liggur í lengri hluta Héðinsfjarðar ganga yfir í Héðinsfjörð, síðan í styttri hluta ganganna til Siglu fjarðar. Þaðan um Strákagöng yfir í Mánárskriður og í Fljót, þaðan með ströndinni að Hofsósi, þá inn Skagafjörð að vestanverðu, yfir Öxnadalsheiði og niður Öxnadal uns hringnum er lokað.
Náttúra, mannlíf og menning Þetta svæði hefur upp á margt að bjóða. Sjávarbyggðarlögin eru fjöl breytt; Árskógssandur, Hauganes, Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður og Hofsós, auk þess sem stutt er að bregða sér í Hrísey og Grímsey. Á Tröllaskaga má sjá mikilfeng legt fjallendi og ná margir fjalla tindar á svæðinu yfir 1200 m yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1400 m.
Gönguleiðir á láglendi og í fjöllum eru nánast ótæmandi á Tröllaskaga.
Til dæmis er Kerling í Svarfaðardal 1538 metra há og meðal margra áhugaverðra fjalla fyrir þann stóra hóp fólks sem hefur fjallgöngur að áhugamáli. Fjölmargir smájöklar eru í fjöllum og dölum Tröllaskag ans en þeirra stærstir eru Gljúf urárjökull og Tungnahryggsjökull. Djúpir dalir skerast inn í fjal lendi Tröllaskagans en þeir eru mótar af greftri vatnsfalla og svörfun skriðjökla á jökulskeiðum
ísaldar. Útivistarmöguleikar á Tröllaskaganum eru gríðarmiklir en skaginn er einnig ríkur af öðr um náttúruauðlindum svo sem fjölskrúðugu fugla og plöntulífi og jarðminjum ýmiskonar. Þá er hefur verið mikill vöxtur í hvala skoðun við Eyjafjörð og hvers kyns veitinga-, gisti- og afþreyingar þjónstu fyrir ferðamenn. visittrollaskagi.is
Áhugavert á Norðurlandi
Kópaskersviti Við Kópa sker er að finna einn af mörgum vit um á strand lengju lands ins. Vitinn var reistur árið 1945 en hann Kópaskersviti. Mynd: nordurthing.is var hann aður af Axel Sveinssyni og er 14 metra hár. Frá því segir á heima síðu Norðurþings að vitinn hafi ekki verið tekinn í notkun fyrr en árið árið 1951 vegna erfiðleika við öflun ljóstækja. „Vitanum svipar til Miðfjarðarskersvita frá árinu 1939 og Kögurvita frá árinu 1945, en Kópaskersviti er þó mun hærri. Vitinn stendur á Grímshafnar
tanga, norðan Kópaskers og er steinsteyptur, ferstrendur turn á lágum og breiðum stalli. Vitinn er 2,2 metrar á breidd, 3,2 metrar á lengd og 10,6 metra hár, auk 3,4 metra hás ljóshúss. Ljóshúsið, sænskt að gerð með veggjum úr járnsteypu og eir þaki, var sett á vitann árið 1951. Vitinn var þá útbúinn með 210° díoptrískri 500 mm linsu og gas ljóstækjum. Veggir vitans voru upphaflega húðaðir ljósu kvarsi og lóðréttu böndin með hrafntinnu, en síðar var vitinn málaður hvítur og svartur en ljóshúsið rautt,“ segir í upplýsingum á síðunni sem sann arlega er vert að skoða þegar fólk á leið um Norðausturland. nordurthing.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 23
Slökun - Vellíðan - Upplifun
- Verið velkomin í Mývatnssveit www.jardbodin.is · sími 464 4411 · info@jardbodin.is
24 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
NORÐURLAND
Fjallabyggð
„Við tökum vel á móti þér!“ „Á sumrin eru það fjöllin, vatnið og svört sandfjaran sem heilla ferðamanninn. Í stórbrotnu lands lagi Fjallabyggðar má finna fjöl breyttar gönguleiðir um fjöll og dali og njóta einstaks útsýnis í kyrrð og ró og afþreyingarmögu leikar eru nánast ótæmandi. Hér er boðið upp á sjóstöng og auk þess er hægt að stunda stangveiðar í Ólafsfjarðará, í Ólafsfjarðarvatni, í Héðinsfirði og í Hólsá á Siglu firði. Svo má ekki gleyma því að hægt er að veiða á bryggjum bæj anna. Miðnætursiglingar, kajak róður, brimbretti og margt margt fleira tengt hafi og strönd. Í Fjalla byggð er tveir 9 holu golfvellir, tvær sundlaugar þar af er önnur útisundlaug, heitir pottar, setlaug, vaðlaugar og tvær rennibrautir. Við tökum sannarlega vel á móti þér,“ segir Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Byggðarlögin Ólafsfjörður og Siglufjörður mynda sveitarfélagið Fjallabyggð og tengja Héðinsfjarð argöng þau saman. Göngin hafa rækilega sannað gildi sitt og komið Héðinsfirði í alfaraleið en með til komu ganganna hefur Tröllaskagi orðið að ákjósanlegum áfangastað ferðalanga, að sumri sem vetri.
Trilludagar – ný fjölskylduhátíð í sumar Linda Lea er bjartsýn á komandi sumar. „Við verðum með fjölda viðburða og sá fyrsti, sjómanna dagshátíðin, er rétt handan við hornið. Hún verður haldin í Ólafs firði þar sem löng hefð er fyrir að halda upp á daginn með skemmti legri fjölskylduhátíð.“ Fyrstu helgina í júlí verður að vanda blásið til hinnar árlegu Þjóð lagahátíðar á Siglufirði. „Siglu fjöður mun svo iða af lífi þegar fjölskylduhátíðin Trilludagar verð ur haldin síðustu helgina í júlí en Trilludagar eru glæný fjölskyldu hátíð af bestu gerð, þar sem boðið er uppá sjóstangveiði, skemmti siglingar, menningu, listir og meira að segja súkkulaðihlaup þar sem í boði verður 10 km tímatökuhlaup og 3 km skemmtiskokk.“ Um verslunarmannahelgi er jafnan líf og fjör á Siglufirði. Berja dagar í Ólafsfirði eru haldnir í ágúst ár hvert en þar er á ferðinni klassísk tónlistarhátíð. Í september er það svo Ljóðahátíðin Haust glæður á Siglufirði í september og segir Linda að þá muni landsþekkt ljóðskáld og aðrir listamenn sækja Siglufjörð heim. Ólafsfjarðarvatn – bæði ferskt og salt Linda Lea nefnir að margt áhuga vert sé að skoða í Fjallabyggð og bendir sem dæmi á Ólafsfjarðar vatn sem er á náttúruminjaskrá vegna sérstöðu sinnar en ferskt vatn flýtur þar ofan á söltu sem virkar sem gler í gróðurhúsi í neðri lögum. „Vegna þessara eiginleika veiðast þar margar sérstakar teg undir fiska. Snjóflóðagarðarnir á Siglufirði er annað fyrirbæri sem vert er að minnast á en þeir voru vígðir árið 2009 og hafa vakið
Síldarævintýrið á Siglufirði er á sínum stað um verslunarmannahelgina.
Í vaxandi mæli hafa sjóbrettaiðkendur komið til Ólafsfjarðar og glímt við hafölduna.
verðskuldaða athygli fyrir góða hönnun og eru áhugaverðir sem gönguleið við allra hæfi.“
Gönguleiðir og fjallgöngur „Fjölmargar fallegar og spennandi gönguleiðir eru í kringum Ólafs fjörð, Héðinsfjörð og Siglufjörð en Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð í faðmi hárra fjalla, þar sem möguleikar á sviði úti vistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi allt árið um kring. Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferð
Sumardagur í miðbæ Ólafsfjarðar.
Síldarminjasafnið er meðal merkustu safna landsins og þó víðar væði leitað.
ir, farið á skíði eða veitt í vötnum, ám eða sjó. Fjölmargar merktar gönguleiðir um fjöll og dali er að finna í Fjallabyggð. Nær ósnortið og friðsælt náttúrufar Héðinsfjarð arins hefur einnig notið mikillar hylli hjá ferðafólki. Gönguleiða kort er bæði að finna á heimasíðu bæjarfélagsins sem og í upplýsinga miðstöðvum Fjallabyggðar,“ segir Linda Lea.
Menningarlífið í Fjallabyggð Í Fjallabyggð er einnig blómlegt menningarlíf. Fjölda veitingahúsa
með fjölbreytta matseðla er að finna og gistimöguleikar miklir. Einnig eru nokkur gallerí og lista mannavinnustofur sem áhugavert er að heimsækja og svo má ekki gleyma söfnum og setrum. Þar má nefna stærsta og án efa vinsælasta viðkomustað ferðamannsins; Síld arminjasafnið, sem er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði er hægt að kynna sér strauma og stefnur í íslenskum kveðskap allt frá landnámsöld til okkar tíma, einnig er hægt að skoða þar merkar
bækur og muni og ýmislegt fleira sem tengist íslenskri ljóðlist. Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði er fyrst og fremst fuglasafn og hef ur að geyma yfir 100 fuglategund ir. Safnið býr yfir allflestum fugla tegundum landsins, en einnig er þar að finna eggjasafn, lítið plöntu safn, refi í greni, geithafur, krabba, sjaldgæfa fiska úr Ólafsfjarðarvatni, ísbjörn sem skotinn var á Gríms eyjarsundi og margt fleira. Í Þjóðlagasetrinu eru íslensk þjóðlög kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Þar er boðið upp á myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Einnig er sagt frá þjóð lagasöfnun sr. Bjarna Þorsteins sonar. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er alhliða tónlistarhátíð með rót sína í þjóðlagaarfinum. „Ég held að óvíða finnist jafn fjölbreyttir og skemmtilegir mögu leikar til þess að láta sér líða vel í jafn fallegu umhverfi og afslöpp uðu andrúmslofti og er í Fjalla byggð. Hér ættu allir að geta fund ið eitthvað við sitt hæfi.“ fjallabyggd.is
Akureyri
Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir Nú er undirbúningur fyrir versl unarmannahelgina kominn af stað en líkt og síðustu ár verður hátíðin Ein með öllu haldin á Akureyri. Viðburðastofa Norðurlands hefur umsjón með undirbúingi og fram kvæmd hátíðarinnar sem standa mun yfir dagana 3.-7. ágúst og segir Rúnar F. Rúnarsson hjá Við burðastofunni að dagskrá hátíðar innar sé farin að taka á sig mynd. Samhliða hátíðinni verða Íslensku sumarleikarnir þar sem keppt verður í ýmsum greinum en þetta er annað árið í röð sem þeir eru haldnir á Akureyri. „Það verður því mikið um að vera fyrir alla aldurshópa, hvort heldur eru börn eða fullorðnir,“ segir Rúnar en botninn í hátíðar höld verslunarmannahelgarinnar verður að vanda sleginn með glæsi
Mannfjöldi fylgist með lokatónleikum Einnar með öllu á Akureyri.
legum tónleikum á flötinni við Samkomuhúsið á Akureyri og í kjölfar þeirra verður vegleg flug eldasýning. Að hátíðinni standa Vinir Akur
eyrar í samstarfi við Akureyrarbæ. Á heimasíðu hátíðarinnar er hægt að fylgjast með dagskránni og öðrum upplýsingum henni við víkjandi.
einmedollu.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 25
26 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
NORÐURLAND
Jarðböðin við Mývatn
er yfir sumarmánuðina en þetta tekst með góðu skipulagi. Hér eru allir glaðir með þessa góðu aðsókn og viljugir að láta allt ganga upp í þjónustu við viðskiptavini,“ segir Heiða.
Veitingaaðstaða stækkuð til að mæta síauknum gestafjölda „Það hefur verið fjölgun gesta í öllum mánuðum ársins og nú í apríl kom metdagur þegar yfir 1000 gestir heimsóttu Jarðböðin,“ segir Heiða Halldórsdóttir, mark aðsstjóri Jarðbaðanna við Mývatn. Þar á bæ býr starfsfólk sig undir annríki í sumar og verða starfs menn fleiri en nokkru sinni áður eða 40 talsins. Gestir Jarðbaðanna voru í fyrra rösklega 200 þúsund og fjölgaði um 34% milli áranna 2015 og 2016. Fæst bendir til
annars en að nýtt metár sé í upp siglingu.
Stækkun veitingaaðstöðu nauðsynleg „Sumarið lítur mjög vel út. Okkur hefur gengið vel að fá til okkar starfsfólk en fyrirtækið er með tvö raðhús í byggingu í Reykjahlíð til að geta boðið starfsmönnum hús næði á staðnum. Ætlunin er að nú í byrjun sumars verði talsverð stækkun á veitingaaðstöðunni hjá
Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Jarðbaðanna við Mývatn.
okkur til að mæta sífellt auknum gestafjölda en reynslan sýnir að fólk staldrar hér lengi við, bæði í
lóninu sjálfu og nýtur síðan góðra veitinga. Það er vissulega í mörg horn að líta þegar mesta aðsóknin
Ferðaþjónustunni vex fiskur um hrygg í Dalvíkurbyggð
Fjallaskíðamennska og bjórböð Í Dalvíkurbyggð hefur verið upp gangur í ferðaþjónustunni síðustu ár, líkt og annars staðar á landinu. Segja má að mesti vöxturinn hafi verið í kringum vormánuðina með tilkomu fjallaskíðamennskunnar en á Klængshóli í Skíðadal rekur fyrirtækið Bergmenn ehf. þjónustu við skíðamenn sem kjósa að fara með þyrlum upp á fjallatoppa og renna sér niður. Því til viðbótar hefur sá hópur skíðamanna farið stækkandi sem kýs að fara upp í fjöllin á tveimur jafnfljótum og skíða niður hlíðarnar á leiðinni til baka. En hvort heldur ferða mennirnir kjósa að stunda sína fjallaskíðamennsku á eigin vegum eða kaupa þjónustu fyrirtækja á svæðinu þá hefur þessi vöxtur skilað sér í aukningu, bæði í gist ingu og hjá veitingafyrirtækjum í Dalvíkurbyggð. Annar vaxtarsproti í ferðaþjón ustu er hvalaskoðun, sem bæði er stunduð frá Dalvík og Hauganesi. Aðsókn hefur sífellt aukist og verða enn fleiri bátar í þessari þjónustu í sumar en í fyrra.
Bað í bjór! Margrét Víkingsdóttir, upplýsinga fulltrúi Dalvíkurbyggðar, bendir einnig á nýjustu viðbótina í af þreyingu í Dalvíkurbyggð sem eru bjórböðin á Árskógssandi. Heilsu lind af þessari gerð er algjör ný breytni hér á landi þó bjórböð séu þekkt erlendis. Gestir geta látið líða úr sér í böðunum og notið annarrar heilsulindarþjónustu auk þess sem veitingastaður er í hús inu. Bjórböðin eru í eigu sömu aðila og stofnuðu og reka Brugg smiðjuna sem framleiðir bjórinn Kalda. Unnið er hörðum höndum að framkvæmdum og er áætlað að opna bjórböðin í byrjun júní. Óþrjótandi möguleikar fyrir göngufólk Fyrir þann stóra hóp fólks sem stundar gönguferðir er úr miklu að velja í Dalvíkurbyggð. Í fyrsta lagi má benda á hið merka Friðland Svarfdæla í Svarfaðardal sem stofn að var árið 1972 og er 8 ferkíló metra svæði í dalbotninum. Þar er mikil náttúrufegurð, fjölskrúðugt
fuglalíf og fuglaskoðunarhús við Hrísatjörn þar sem er tilvalið að skoða heim fuglanna. Merktar gönguleiðir eru í Friðlandinu. Í fjalllendinu eru nánast ótæm andi valkostir af skemmtilegum leiðum, misjafnlega löngum og erf iðum. Upplýsingar um gönguleiðir og annað áhugavert fyrir ferða menn er að finna í upplýsingamið stöðinni í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. dalvikurbyggd.is visittrollaskagi.is
Stórar byggingaframkvæmdir í undirbúningi Til að mæta þeirri miklu fjölgun sem orðin er á gestafjölda Jarð baðanna á undanförnum árum og fyrirséðri aðsókn er bygging nýs af greiðslu- og þjónustuhúss við bað lónið í undirbúningi. Heiða segir brýnt að bregðast við. „Undirbúningur þessara fram kvæmda stendur yfir en of snemmt að segja til um hvenær fram kvæmdir munu hefjast og hvenær ný aðstaða verður tekin í notkun. En það er ljóst að núverandi að staða annar ekki þeim fjölda gesta sem sækir Jarðböðin í dag,“ segir hún. Framkvæmdunum munu fylgja einhverjar breytingar í bað lóninu sjálfu en það er mjög rúm gott, 2100 fermetrar, auk 900 fer metra affallslóns. Komin heim á ný! Heiða tók við nýju starfi markaðs stjóra Jarðbaðanna við Mývatn fyrir skömmu. „Ég er ættuð frá Skútustöðum og maðurinn minn úr Vogum þannig að segja má að við séum komin heim. Árin 20052007 vann ég hér í afgreiðslunni í Jarðböðunum þannig að ég þekki fyrirtækið ágætlega. En þetta er mikil breyting frá sem þá var. Við vorum glöð að fá 150-200 manns á stærstu dögum en það þykir lítið í dag. Tímarnir í ferðaþjónstunni eru mikið breyttir á fáum árum,“ segir Heiða. jardbodin.is
Fjallgöngufólk getur valið úr nánast ótæmandi möguleikum í leiðum í fjalllendi Dalvíkurbyggðar.
Djásn úr samgöngusögunni á Ystafelli Áhugafólk um bíla og farartæki hvers konar lætur Samgöngu minjasafnið Ystafelli í S-Þingeyjar sýslu ekki framhjá sér fara. Enda er þar hægt að skoða marga af merki legustu fararskjótum í sögu lands ins; bíla, rútur, traktora, snjóbíla og jafnvel skriðdreka. Sumaropnun er að hefjast nú í lok maí og er safnið opið alla daga til loka sept embermánaðar. Samgöngusafnið Ystafelli var stofnað af Ingólfi Kristjánssyni og Kristbjörgu Jónsdóttur árið 1998 og byggðu þau það upp ásamt Sverri syni þeirra sem nú er tek inn við uppbyggingu safnsins og rekstri.
Allt frá glæsivögnum til skriðdreka Safnið hefur að geyma mikinn fjölda bíla og tækja sem vekja áhuga gesta. Eitt er að sjá þarna marga af elstu bílum hér á landi og fágæta gripi en ekki er síður áhuga vert að fræðast um sögu þeirra. Til að mynda er á safninu Dixie Flyer árgerð 1919 sem kom nýr til Akureyrar, nærri 70 ára gamall veghefill, skriðdreki frá árinu 1944 sem fluttur var hingað til lands og notaður í girðingarvinnu framan af. Herjeppa má líka sjá í Ystafelli, gamla vörubíla, dráttarvélar og mikla glæsivagna fyrri tíðar.
Glæsivagnarnir eru í röðum á safninu í Ystafelli.
„Snjókötturinn“ hans Baldurs Sigurðssonar á Akureyri, nýsprautaður og glansandi.
Endurbygging Hælisbílsins er mikið verkefni og afar áhugavert fyrir safngesti að fá að kíkja inn á verkstæðið þar sem Sverrir og félagar hans eru langt komnir með þetta listaverk.
Hælisbíllinn og Snjókötturinn „Safnið er sífellt að þróast og í sumar geta gestir séð Snjóköttinn nýmálaðan en hann fengum við árið 2008. Þetta er snjóbíll sem var í eigu Baldurs Sigurðssonar á Akureyri og á að baki mikla sögu í hálendis- og jöklaferðum á sín um tíma en bíllinn er í fínu ásig komulagi enn þann dag í dag,“ segir Sverrir en veturna notar hann ásamt öðrum hagleiksmönnum til að lagfæra ýmsa þá merku gripi sem safninu áskotnast. Það stærsta núna er svokallaður Hælisbíll sem notaður var í alla aðdrætti fyrir Kristneshæli í Eyjafirði frá 1948 til 1964. Sömuleiðis var bíllinn notaður í skemmtiferðir með sjúklinga hælisins og önnur þau verkefni sem til féllu. Yfirbygg ingu bílsins smíðaði yfirbyggingar verkstæði Gríms Valdimarssonar á Akureyri á sínum tíma og var það í mjög slæmu ásigkomulagi þegar safnið hana árið 2010. Síðan þá hafa Sverrir og félagar endur byggt bílinn og yfirbygginguna frá grunni og var bíllinn málaður nú um páskana. „Við stefnum að því að ljúka verkefninu næsta vetur en bílinn geta gestir skoðað hér á safninu í sumar,“ segir Sverrir og reiknar hann með að aðsóknin verði svipuð í sumar og síðustu sumur, þ.e. um 4000 gestir.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 27
www.fi.is
Ferðafélag Íslands
Ferðafjölskyldan
Dagsferðir
Sumarleyfisferðir
Skíðaferðir
Fjallaverkefni
Ferðafélag Íslands verður 90 ára 2017. Tilgangur félagsins er meðal annars að hvetja til ferðalaga um Ísland og greiða fyrir þeim. Í Ferðaáæltun FÍ er að finna yfir 200 ferðir af öllum stærðum og gerðum, þar sem gengið er um göngustíga í þéttbýli, um grónar sveitir, óbyggðir og yfir á hæstu tinda landsins. Innan Ferðafélags Íslands er einnig Ferðafélag barnanna, Ferðafélag unga fólksins og FÍ eldri.
Gönguferðir
Hjólaferðir
Á meðal ferða sem félagið býður upp á eru sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, skíðaferðir, hjólaferðir, fjallaverkefni, bakskóli, Biggest winner og náttúruæfingar/FÍ Landvættir.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Skráðu þig inn – drífðu þig út FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
28 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
NORÐURLAND
Hvammstangi
Metaðsókn á Selasetrið Aldrei hafa fleiri gestir heimsótt Selasetur Íslands á Hvammstanga en í fyrra. Þá komu 39.223 gestir inn í hús Selasetursins og upp lýsingamiðstöðvar ferðamanna í Húnaþingi vestra sem er í sama húsi. Þetta var 44% fjölgun frá ár inu 2015. Af þessum gestum skoð uðu tæplega 11 þúsund manns safn Selasetursins sem hefur að geyma mikinn fróðleik um sel veiðar og verkun sels hér á landi.
Skemmtileg dýr að skoða í návígi Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og eru þar stundaðar rann sóknir á selum, auk náttúru tengdrar ferðaþjónustu. Ferða menn fá á setrinu fróðleik um líf fræði og hegðun sela við Ísland en selasetrið hefur safnað heimildum um selveiðar, vinnslu selaafurða og hlunnindabúskap og hefur í sínum rannsóknum samstarf við menntaog rannsóknarstofanir bæði hér lendis og erlendis.
„Selveiðar og verkun sels eru hluti af menningu Íslendinga, en selir hafa verið veiddir hér við land allt frá landnámstíð. Fyrr á öldum voru þeir aðallega nýttir til matar, spikið var notað sem ljósgjafi og skinnin í ýmis konar fatnað. Í dag er selurinn nær eingöngu veiddur vegna skinnanna en kjötið er að mestum hluta urðað. Skinnin eru nýtt í ýmis konar fatnað, tísku vörur og muni. Selveiðar hafa þó dregist mjög mikið saman undan farna áratugi. Nú á dögum hefur verðmæti selsins sem aðdráttarafl fyrir ferða menn aukist til muna, enda ein staklega skemmtileg dýr til að skoða í návígi,“ segir á heimasíðu Selaseturs Íslands.
Minni stofn landsela en áður Síðasta sumar voru landselir taldir við Ísland á þann hátt að flogið var með allri strandlengjunni og dýrin talin. Þetta er gert til að leggja mat á stærð og þróun stofnsins en fyrst
Selir eru einstaklega skemmtileg dýr í návígi.
var talið með þessum hætti árið 1980. Þá var stofninn metinn um 33 þúsund dýr en niðurstöður í fyrra gefa til kynna að stofninn sé um 7.700 dýr. Í flugtalningu árið
2011 var hann metinn 11-12 þús und dýr. Eins og áður segir er í Selasetr inu safn um seli, auk minjagripa verslunar og kaffisölu. Opið er allt
selasetur.is
Hvalaskoðun á dráttarvélum! „Dráttarvélaferðirnar hjá okkur eru vinsælar og þær eru í boði alla daga, 2-4 sinnum á dag yfir sumar mánuðina. Utan þess er svo líka hægt að panta ferðir fyrir hópa. Mest förum við svokallaðan For setahring en það nafn er tilkomið vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, fór fyrstur í þessa hringferð. Þetta er
Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist síðustu ár.
45 mínútna löng ferð, keyrt út á flugvöll, inn í þorpið og á syðsta hluta eyjunnar. Í ferðinni fær fólk fróðleik um Hrísey og síðustu árin hefur verið hægt að sjá hval í leiðinni því hann hefur mikið verið hér alveg upp við eyjuna. Ég held að við séum örugglega þeir einu á landinu sem bjóða upp á hvala skoðun á dráttarvél,“ segir Ingimar Ragnarsson hjá Ferðamálafélagi Hríseyjar en þar er ferðamanna þjónustan sem óðast að taka á sig sumarblæ.
Velkomin til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
· · · · · · · · · · ·
árið og yfir sumarmánuðina alla daga vikunnar frá kl. 9 á morgnana til kl. 19 á kvöldin.
Botnaleið Fossdalur Héðinsfjörður Hreppsendasúlur Hvanndalir Hvanndalabjarg Múlakolla Rauðskörð Siglufjarðarskarð Siglunes ofl.
Fjölmargar góðar gönguleiðir í stórbrotinni náttúru
Sjá gönguleiðalýsingar inn á www.fjallabyggd.is
Áhugaverð söfn Og það er að sönnu margt að sjá og gera í Hrísey. Frá Ársskógssandi siglir Hríseyjarferjan Sævar margar ferðir á dag. Þegar í eyjuna er komið má skoða handverkshúsið Perlu við höfnina áður en haldið er í dráttarvélaferðina. Svo er tilvalið að skoða hús Hákarla-Jörundar sem hýsir fróðlega sýningu um hákarlaveiðar við strendur Íslands fyrr á tímum. Þar má einnig sjá sögu Hríseyjar í máli og myndum en safnið er opið daglega yfir sumartímann. Eins konar byggða safn Hríseyjar er í Holti, húsi Öldu Halldórsdóttur sem hún ánafnaði Hríseyjarhreppi eftir sinn dag. Húsið er opnað til skoðunar sam kvæmt beiðnum. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar í Hrísey og tilvalið er að leggja leið sína á austurhluta eyjunnar þar sem sögð er vera önn ur mesta orkulind landsins. Geislar friðar og elsku streyma yfir frá fjallinu Kaldbaki sem gnæfir yfir austan fjarðarins. Upplýsingaskilti fyrir ferðamenn er á staðnum. Hríseyjarhátíðin elst bæjarhátíðanna Hátíðin er á sínum stað en hún hefur verið haldin frá árinu 1997 og er því ein elsta bæjarhátíð lands ins. Hátíðin verður í ár haldin aðra helgina í júlí, dagana 8.-10. júlí og
Ingimar Ragnarsson segir farþegum sínum í dráttarvélaferð um Hrísey frá sögu eyjarinnar og mannlífi.
hefst hún á föstudegi með því að íbúar bjóða gestum í kaffi heim í garða sína. Ekki verður skilið við umfjöllun um Hrísey öðruvísi en nefna sund laug staðarins. Úr lauginni er ein stakt útsýni yfir Eyjafjörð og und anfarin sumur hafa gestir í heita pottinum líka fylgst með hvölum svamla úti fyrir eynni.
Kvöldferðir frá Akureyri í fyrsta sinn Nýtt gistihús Wave Guesthouse hefur tekið til starfa í eynni og sú nýjung verður í sumar að hvala skoðunarfyrirtækið Ambassador á Akureyri býður upp á kvöldferðir frá Akureyri til Hríseyjar fjórum sinnum í viku. „Fólk skoðar hvali á leiðinni, kemur síðan til okkar, fer í dráttarvélaferðir, á söfnin og borðar síðan hér á veitinga staðnum Verbúðin 66 áður en haldið er til baka. Þetta er nýjung sem við bindum miklar vonir við. Við höfum líka átt í góðu sam starfi við ferðaskrifstofuna Saga Travel um sælkeraferðir til okkar sem eru í boði árið um kring. Það er því mikill uppgangur í ferða þjónustunni hjá okkur í Hrísey,“ segir Ingimar. hrisey.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 29
fastus.is
ILL R G A KOL IÐ Á TILBÚ
STÓRSNIÐUGT GRILL
3TUM
MÍNÚ
SEM SLEGIÐ HEFUR Í GEGN!
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Auðvelt að þrífa • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Úrval aukahluta TILVALIÐ Í ÚTILEGUNA
Lotusgrill m/ tösku verð frá 24.500,- m.vsk.
Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or á Íslandi
Veit á vandaða lausn
30 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
NORÐURLAND
Sigló Hótel er í hjarta bæjarins og hefur upp á allt það besta að bjóða í hótelgistingu og veitingum.
Mannlíf við smábátahöfnina og veitingahúsin Hannes Boy og Rauðka.
Og síldardansinn dunar!
Siglufjörður iðar af sumarlífi Með tilkomu Sigló Hótels og veit ingastaðanna Rauðku og Hannesar Boy hefur þjónusta við ferðamenn á Siglufirði tekið algjörum stakka skiptum á fáum árum. Að baki stendur fyrirtækið Rauðka ehf. sem vinnur einnig að öðrum verkefn um í uppbyggingu ferðaþjónustu og atvinnulífs á Siglufirði. Finnur Yngvi Kristinsson, hótelstjóri Sigló Hótels, segist afar bjartsýnn á sum arið. Veturinn hafi verið góður, sem og vormánuðirnir en nú færist enn meiri kraftur í umferð erlendra ferðamanna á sumarmánuðunum. Samhliða því verður mikið um tónlistarviðburði á veitingahúsinu Rauðku í sumar en staðurinn er
jafnt og þétt að festa sig í sessi sem tónleikastaður.
Tónleikar á Rauðku „Hljómsveitir og tónlistarmenn hafa í auknum mæli komið til að spila á Rauðku, enda góð aðsókn bæði fólks hér í Fjallabyggð, úr Skagafirði, Eyjafirði og víðar. Sem dæmi um viðburði sumarsins eru útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Dimmu á Rauðku núna 25. maí í tilefni af nýrri plötu hljómsveitar innar en þeir Dimmu-menn byrja röð útgáfutónleikanna hér hjá okkur. Svo rekur hver tónlistar viðburðurinn annan í allt sumar, bæði í tengslum við bæjarhátíðir
hjá okkur á Siglufirði og þess utan. Við eigum von á Selmu Björns, Regínu Ósk, Önnu Mjöll og ýms um fleirum landsþekktum lista mönnum á tónlistarsviðinu þannig að sumarið verður líflegt á Rauðku hvað þetta varðar,“ segir Finnur.
Útlitið gott fyrir sumarið Finnur Yngvi segir útilitið fyrir sumarið mjög gott, bæði í gist ingu og veitingastarfseminni. „Á sumrin breytist talsvert takturinn í starfseminni hjá okkur, erlendum ferðamönnum fjölgar enn meira, bæði koma fleiri og stærri hópar og umferð ferðamanna sem eru á eig in vegum eykst sömuleiðis,“ segir
Finnur en til viðbótar við veitinga staðina Hannes Boy og Rauðku er veitingastaðurinn Sunna á Sigló Hóteli. „Barinn á hótelinu er sí fellt að verða vinsælli enda er ein stakt að sitja þar og geta fylgst út um gluggann með iðandi lífinu og stemningunni í smábátahöfninni,“ segir hann.
Fjölbreytnin að aukast í afþreyingu Stöðugt eykst fjölbreytnin í afþrey ingu fyrir ferðamenn sem sækja Siglufjörð heim. Síldarminjasafnið hefur fyrir löngu vakið athygli langt út fyrir landsteinana, Þjóð lagasetrið er einnig mjög áhuga
vert, brugghúsið Segul er vert að heimsækja sem og Súkkulaðikaffi húsið sem var opnað í bænum í fyrra. Og í sumar eru í fyrsta sinni í boði sjókajakferðir. „Síðan er úr val gönguleiða í næsta nágrenni og sumarð 2018 opnum við nýjan 9 holu golfvöll sem er núna að gróa upp eftir framkvæmdir síðustu ár. Fjölbreytnin er því að aukast og ferðaþjónustan hjá okkur að styrkj ast í takti við það,“ segir Finnur. siglohotel.is
Þú finnur
ULLARFÖTIN hjá okkur Frábært úrval
á Fullorðna, börn og ungbörn.
Merino ull og Ull/silki
Skoðaðu úrvalið á
www.ullarkistan.is
Glerártorgi, Akureyri
Laugavegi 25, Reykjavík
Flogið inn í sumarið
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 31
„Með flugi heldur þú beint á vit ævintýranna og hefur meiri tíma til að kanna áfangastaðinn og um hverfi hans,“ segir Grímur Gísla son sem tók nýverið við sem for stöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Flugfélagi Íslands. Grímur er ekki nýgræðingur þegar kemur að flugfélögum en hann hefur yfir fimm ára starfsreynslu í sölu- og markaðsmálum frá Icelandair, bæði á Íslandi og í Þýskalandi.
Golf um allt land „Við sjáum til dæmis aukningu í því að fólk fari í helgarferðir norður og spili golf og kynni sér fleiri golfvelli á landinu en þá sem eru í kringum höfuðborgarsvæðið. Það er mikil gróska í golfíþróttinni fyrir norðan, til að mynda á Akur eyri og Siglufirði, og full ástæða til að benda fólki á þann skemmtilega möguleika. Á sumrin er auðvitað urmull af skemmtilegum menning arhátíð um land allt og því tilvalið að taka flugið með fjölskylduna, hvort sem er austur á Bræðsluna, norður á Síldarævintýri eða vestur á Hlaupahátíð. Með þessu móti getur fólk átt ánægjulega helgar ferð eða jafnvel dagsferð utan heimadragans, og þarf ekki að eyða helmingi tímans í ferðalagið sjálft.“ Dreifa ferðamannastraumi Grími verður tíðrætt um ferða mannastrauminn og hversu mikil vægt það er að dreifa úr honum til að draga úr álaginu. „Við fljúgum nú beint milli Keflavíkur og Akur eyrar og tengjum þær ferðir við Evrópu- og Ameríkuflugið og hef ur það gengið vonum framar. Þetta er mikilvæg þjónusta fyrir fólk á Norðurlandi en ekki síður mikil vægt út frá umræðunni um álag ferðamanna á suðurhluta landsins og nauðsyn þess að dreifa betur ferðamannastraumnum. Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og það er ekki síður magnað að kynn ast Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi en suðvesturhorninu.“
Grímur Gíslason tók nýverið við sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Flugfélagi Íslands.
Flugfélag Íslands flýgur ekki bara til áfangastaða innanlands heldur einnig til fimm staða á Grænlandi auk valinna áfangastaða í samstarfi við Icelandair.
sumarið saman ...með kryddblöndunum frá K jarnafæði
Stutt í framandi ævintýraheim Flugfélag Íslands flýgur ekki bara til áfangastaða innanlands heldur einnig til fimm staða á Grænlandi. „Við hófum flug til Kangerlussuaq í fyrra og það er mikið ævintýri að fara þangað og alls kyns afþrey ing í boði. Náttúran þar er magn þrungin, landslagið margbrotið, há og glæsileg fjöll og gott aðgengi að hinum stórbrotna Grænlands jökli. Við sjáum mikla aukningu í Grænlandsfluginu hjá erlendum ferðamönnum en það er ekki síður spennandi fyrir Íslendinga að kynnast þessum nánustu ná grönnum sínum betur. Þetta er skemmtilegt og öðruvísi ævintýri að upplifa!“ Grímur bendir einnig á ferðir Flugfélags Íslands til Aberdeen og Belfast sem flognar eru í samstarfi við Icelandair. „Þetta eru hagstæð ar ferðir og hentugar í verslunar ferðir enda bæði stutt flug og stutt ferðalag milli flugvalla og borga.“ flugfelag.is
K jarnafæði · Sími 460 7400 · www.kjarnafaedi.is
32 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Uppskriftir: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Þormar V. Gunnarsson
að hætti Úlfars Órjúfanlegur hluti af íslensku sumri er að gleðjast með glöðum og elda saman. Í blíðviðrinu, sem auðvitað verður um land allt í sumar, gefast vonandi mörg tækifæri til að draga fram grillið og spreyta sig á gerð gómsætrar máltíðar. Þar skiptir gott hráefni miklu máli og matargerðin getur hreinlega ekki klikkað þegar uppskriftirnar eru sóttar í smiðju Úlfars Finnbjörnssonar meistarakokks. Hér eldar hann fyrir okkur kryddhjúpaðar lambakótilettur, löngu með sítrusbragði og loks matarmikið kjúklingasalat. Verði ykkur að góðu!
Vín sem andann hressir... „Látum því, vinir, vínið andann hressa...“ kvað Jónas Hallgrímsson forðum í Vísum Íslendinga en þær voru fyrst sungnar 27. júní 1835 eða fyrir hartnær 182 árum. Ekki vitum við hvaða vín þar voru á borðum en úrvalið í Vínbúðunum í dag er mikið og auðvelt að verða sér úti um lögg við allra smekk og hæfi. Hóflega drukkið vín er fyrir mörgum ómissandi hluti af máltíðinni og hér fjallar vínsmakkarinn um tvö hvít og fjögur rauð. Ykkar skál!
Ammasso RAUÐVÍN 2014 – ÍTALÍA
Rosemount Shiraz RAUÐVÍN 2014 – ÁSTRALÍA
vinbudin: Rúbínrautt, kröftugt. Þétt fylling, mild sýra, miðlungstannín. Sætkenndur ávöxtur, kirsuber, barkarkrydd, eik.
Pablo Y Walter Malbec RAUÐVÍN 2016 – ARGENT
vinbudin.is: Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, berjaríkt, ósætt, fersk sýra, mild tannín.
Þessi höfðingi frá Sikiley er afar bragðmikill og kröftugur og kemur frá Barone Montalto víngerðarhúsinu sem hefur það háleita markmið að framleiða bestu vín Sikileyjar. Engin minnimáttarkennd þar. Vínið er samsett úr fjórum þrúgum; Nero d’Avola, Nerello Mascalese, Merlot og Cabernet Sauvignon. Þær eru allar ræktaðar í Belice dalnum ofan við borgina Santa Ninfa þar suðurfrá.
Ástralir hófu að þróa nútíma víngerð á 6. áratugnum og náðu á skömmum tíma að komast í fremstu röð víngerðarþjóða. Vegna hagstæðra skilyrða eru þar framleidd vín af ýmsu tagi, allt frá ódýrum matarvínum upp í dýr og vönduð vín í hæsta gæðaflokki. Þessi geðþekki rauði Ástrali er frá suðurhluta landsins, ákaflega ljúfur til drukks og hentar mjög vel með fuglakjöti, grænmetisréttum, grilluðu kjöti af ýmsu tagi og ekki síst austurlensk um mat.
Það er mjög gott jafnvægi í þessu víni en eikarbragðið er ráðandi, þétt og dökkt. Vínið er enda upplagt með nautakjöti og grilluðu lambakjöti en ekki síður villibráð. Ammasso er drukkið tiltölulega kælt eða við 14-16°C.
Best er að neyta þessa víns við 14-16°C og í bragðinu má vel finna fyrir kirsuberi, plómu og mintu enda vínið ferskt og ljúft í íslenska sumrinu.
vín kemur frá Mendoza hérað þótt héraðið sé ekki stórt að v 70% af vínframleiðslu landsins þrúgan kemur upphaflega frá löngu orðin ein þekktasta vín Þetta vín sem hér fjallað um e hefur það unnið til ýmissa ver verðlauna hjá Sommelier.
Pablo Y Walter er prýðilegt a en fuglakjöt, pasta og ýmsir s ljúflega niður í maga með þe heimsvíni.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 33
Kryddhjúpaðar lambakótilettur 12-16 lambakótilettur 1 poki klettasalat
Fyrir 4 Kryddlögur 1 dl olía 1 msk Harissa eða annað gott chilli mauk 2 msk oreganó, smátt saxað eða 1 msk þurrkað 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 tsk sumac, má sleppa 1/5 tsk kanill 1/3 tsk cumin 1 tsk paprikuduft Safi og fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
Takið helminginn af kryddleginum og setjið í skál með kótilettunum og geymið í kæli í 2-24 klst. Grillið á vel heitu grilli í 3-4 mín á hvorri hlið. Veltið klettasalatinu upp úr restinni af kryddleginum og berið fram með kótilettunum ásamt t.d. grilluðum bláum kartöflum og grænmeti.
Allt sett í skál og blandað vel saman
TÍNA
vinbudin: Rúbínrautt. Berjaríkt, létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk og blá ber, lyng.
Argentínumenn kunna alveg að búa til góð rauðvín og raunar önnur af ýmsu tagi. Þetta Malbec ðinu í Andesfjöllum og vöxtum þá kemur um s þaðan. Malbec á Frakklandi en er fyrir nþrúga Argentínu. er hörkugott enda rðlauna, m.a. gull-
að drekka milli mála smáréttir renna líka essu ágæta Nýja-
Barone Montalto RAUÐVÍN 2015 – ÍTALÍA
Blossom Hill Pinot Grigio HVÍTVÍN 2014 – BANDARÍKIN
vinbudin.is: Rúbínrautt. Meðalfylling, meðalsætt, mild sýra, mild tannín. Sultaðir ávextir, kirsuber og plóma. Sikiley er ekki stór eyja en þrátt fyrir það er hún risi í víngerð á heimsvísu. Má raunar telja með ólíkindum hversu mörg og góð vín koma frá þessari Miðjarðarhafseyju en þar er byggt á langri hefð eða allt aftur til fyrsta árþúsunds fyrir Krists burð. Ríkuleg saga. Þetta Barone Montalto vín er með undirtitilinn Nero d’Avola Passivento enda unnið úr Nero d’avola þrúgunni. Vínið er gómsætt mjög með sterkan berjakeim og meðalsætt þó. Smakkari þóttist finna bragð af lakkrís (sem honum finnst góður), bláberjasultu, pipar og vanillu. Ekki slæm blanda. Borið fram við 16-18°C og passar vel með grillmat, austurlenskum mat, pastaréttum og ostum.
vinbudin.is: Létt, ferskt og ósætt. Fölgult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Pera, sítrus. Ítalska þrúgan Pinot Grigio nýtur mikilla og vaxandi vinsælda nú um stundir og stefnir hraðbyri í að verða næstvinsælasta þrúga heims á eftir Chardonnay. Ameríkumenn eru fyrir löngu búnir að ná góðum tökum á víngerð og þetta Blossom Hill úr þessari góðu þrúgu er ágætur fulltrúi þeirra vína sem framleidd eru í eilífu sumri appelsínufylkisins Kaliforníu. Þetta er ákaflega fjaðrandi og ferskt vín og alveg var það tilvalið í sólarglætunni sem kom inn á pallinn í síðustu viku. Lofar góðu fyrir sumarið. Þetta Blossom Hill er sagt frábært með sushi, smáréttum og grænmetisréttum en smakkari prófaði það með hvítu kjöti og fiski – virkaði fínt.
Rosemount GTR HVÍTVÍN 2016 – ÁSTRALÍA
vinbudin.is: Fölgrænt. Ferskt og millisætt, létt fylling, kitlandi, hálfsætt, mild sýra. Hunangsmelóna, ananas. Víngerð í Ástralíu hefur um skeið verið í nokkurri lægð, ekki vegna skorts á gæðum heldur vegna of mikillar framleiðslu sem hefur leitt til kreppu í greininni. Neytendur geta út af fyrir sig glaðst yfir þessu því verðin hafa lækkað og þeir fá vonandi enn um sinn að njóta góðra vína frá þessari fjarlægu heimsálfu. Þar er marga gullmolana að finna sem draga dám af evrópskum vínum en einnig ný vín sem stöðugt koma á óvart. Þetta Rosemount GTR vín er blómlegt og berjaríkt, unnið úr Gewurztraminer þrúgunni og má, auk þeirra ávaxta sem Vínbúðin bendir á, alveg finna þar bragð af perum, appelsínuberki og kryddi. Best er að drekka vínið léttkælt og það er alveg kjörið með grilluðum fiski og hvítu kjöti, smáréttum og flestum austurlenskum mat.
34 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Grilluð langa með sítrus Fyrir 4 Kryddlögur 1 dl olía 1 msk fínt rifið sítrónugras 3 msk sítrónutimjanlauf 2 msk dill, smátt saxað eða 1 tsk þurrkað Fínt rifinn börkur og safi af 1½ sítrónu ¾ tsk nýmalaður pipar Allt sett í skál og blandað vel saman. 4x200 g löngubitar eða annar góður fiskur Salt og nýmalaður pipar 1 lárpera, stein- og hýðislaus í bátum 12 grænir sperglar 4 vorlaukar 4 smá agúrkur í sneiðum ¾ poki spínat Takið 1/3 af kryddleginum og setjið í skál ásamt fiskinum og blandið vel saman. Geymið í 2 klst. Grillið á vel heitu grilli í 2-3 mín á hvorri hlið. Saltið. Takið 1/3 af kryddleginum og setjið í skál ásamt lárperu, sperglum og vorlauk og blandið vel saman. Grillið á vel heitu grilli í 3-4 mín. Setjið grænmetið aftur í skálina ásamt agúrkum, spínati og restinni af kryddleginum og blandið vel saman. Berið fiskinn fram með salatinu og grilluðum kartöflum.
Volgt matarmikið kjúklingasalat Fyrir 4 sem aðalréttur 2x2 msk olía 4 úrbeinuð kjúklingalæri 1/3 kúrbítur, í sneiðum 2 portobellosveppir, í sneiðum 20 snjóbaunir 12 smátómatar 2 langar paprikur Salt og nýmalaður pipar 4-6 dl soðið bigg Kjarninn úr einu granatepli 1 rauðlaukur, smátt saxaður 1 dl olífuolía 1 búnt steinselja, gróft söxuð 1 búnt minta, gróft söxuð Safinn úr 1½ sítrónu Fínt rifinn börkur af 1½ sítrónu ½ dl furuhnetur
Bankið lærin lítillega með buffhamri. Pennslið lærin með 2 msk af olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið á milliheitu grilli í 3-4 mín á hvorri hlið. Setjið kúrbít, portobellosveppi, snjóbaunir, smátómata, paprikur og 2 msk olíu í skál ásamt salti og pipar. Blandið vel saman. Grillið allt grænmetið á vel heitu
grilli í 2 mín á hvorri hlið nema paprikurnar þær má grilla í 3-4 mín í viðbót. Skerið lærin í bita og paprikurnar í sneiðar og setjið í skál ásamt öllu sem er í uppskriftinni og blandið vel saman. Berið fram með brauði.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 35
JÚKLIN TA K GU L O R H
100% kjúklingur Allur Holta kjúklingur er 100% náttúrulegur. Þú getur verið viss um að þegar þú kaupir Holta kjúkling ertu að fá vöru sem nýtur virðingar hjá meistarakokkum, hvar sem þá er að finna.
Grunnur að góðri máltíð www.holta.is
36 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Ferðafélag Íslands 90 ára á þessu ári
Þróttmikil starfsemi í þágu náttúrunnar Ferðafélag Íslands verður 90 ára á þessu ári, stofnað árið 1927. Fél agsmenn eru hátt í 10.000 talsins og starfsemin er fjölbreytt og þrótt meiri en nokkru sinni fyrr. Ferða félagið hefur ávallt verið í farar broddi í ferðamennsku á Íslandi og byggt upp sína skála, göngu leiðir og göngubrýr og staðið fyrir fræðslu fyrir sitt fólk. „Þetta eru ærin og kostnaðarsöm verkefni sem að langmestu leyti hvíla á herðum virkra sjálfboðaliða sem skipta hundruðum þegar allt er talið. Það þarf að viðhalda þessum húsum, leggja lagnir og tæma rot þrær, annast almennt viðhald, gera og græja. Án atbeina fjölda manna sem koma að þessu fyrir hugsjóna sakir og án launagreiðslna væri þetta ekki hægt,“ segir Páll Guð mundsson, framkvæmdastjóri fé lagsins.
Fræðsla um náttúruna Markmið Ferðafélags Íslands eru í dag enn þau sömu og í upphafi; skipuleggja ferðir um víðerni Ís lands fyrir félagsmenn og aðra gesti, byggja upp og viðhalda skál um félagsins og síðast en ekki síst uppfræða landsmenn um íslenska náttúru, m.a. með Árbókinni góðu sem hefur allt frá upphafi komið út óslitið. „Útgáfustarfsemi Ferða félags Íslands hefur alla tíð verið í blóma og þar rís Árbókin hæst. Að auki gefum við út ýmsar aðrar bækur og kort. Ferðafélagið hefur alltaf látið til sín taka þegar rætt er um hvernig best sé að kynna hina einstöku íslensku náttúru og hvaða leiðir séu best til þess fallnar að nýta auðlindina,“ segir Páll í sam tali. Í FÍ eru 14 deildir og á félagið ásamt þeim nú 40 skála fyrir ferða menn á hálendinu. „Það er fyrir
löngu ljóst að við, eins og aðrir sem skipuleggja ferðir um landið, þurfum að dreifa álaginu á vinsæl ustu staðina. Við verðum að hugsa um náttúruna og aðstöðuna sem við bjóðum upp á og við þurfum að ráða við að þjónusta sem best þann vaxandi fjölda ferðamanna sem um landið fer. Náttúra lands ins er í dag okkar verðmætasta auðlind en um leið sú viðkvæm asta. Þetta snýst allt á endanum um að eyðileggja hana ekki og skila henni óbrotinni til næstu kyn slóða.“
Fjöldi vinsælla gönguleiða Laugavegurinn er vinsælasta gönguleið félagsins og að sögn Páls ganga hann 120-140 manns á hverjum einasta degi frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Allt að 85% þeirra eru erlendir ferðamenn og langflestir leggja upp í ferðina
Starf FÍ er fjölbreytt og í ferðaáætlun félagsins eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagið býður upp á ferðir allt frá ungabörnum til eldri félaga. Hér leiða Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir barnavagnagöngu í Laugadal.
í Landmannalaugum og ganga yfir í Þórsmörk. „Við höfum verið að skoða stýringu á þessu með það fyrir augum að tryggja öryggi ferðamannanna, auka upplifun þeirra í ferðinni og öryggi en ekki síst að tryggja vernd náttúrunnar. Þar viljum við setja kvóta og jafn framt taka upp einstefnu á göngu leiðinni til að svo að segja vernda ferðamennina fyrir því að mæta oft öðru gangandi fólki. Þetta eru að eins dæmi um hvað hægt er að gera til að vinna með það lúxsvandamál sem vaxandi ferðamannastraumur
er. Þetta snýst auðvitað ekki bara um Laugaveginn því vaxandi fjöldi sækir aðra staði heim eins og t.d. Lónsöræfin, Víknaslóðir, Öskju veginn og Strútsstíg en á öllum þessum gönguleiðum er ágæt skálaaðstaða. Það þarf hins vegar að dreifa álaginu á alla þessa frá bæru staði með stýringu því auð vitað sækir ferðafólk mest þangað sem aðstaðan er góð. Það er full komlega eðlilegt.“
Alltaf eitthvað nýtt Ferðafélagið er í eðli sínu íhalds samt og rótgróið en hefur engu að síður lagað sig að breyttum tímum og reynir að mæta nýjum kyn slóðum með nýju efnisframboði. Þannig var Ferðafélag barnanna stofnað fyrir um áratug með áherslu á ferðir fyrir börn og fjöl skyldur og nú hefur Ferðafélag unga fólksins einnig verið stofnað og býður upp á ferðir fyrir 18-25 ára. Það eru ekki aðeins fullfrískir göngugarpar sem finna sér farveg innan Ferðafélags Íslands. Félag ið hefur verið í samstarfi við fjöl marga aðila, t.d. Reykjalund og Háskóla Íslands, með gönguferðir fyrir þá sem eiga erfitt um gang af einhverjum orsökum eða vilja bæta almennt sína heilsu með aukinni hreyfingu og þjálfun. „Við viljum enn auka samstarfið við heilbrigð isyfirvöld og efnum m.a. til göngu ferða fyrir ákveðna hópa innan heilbrigðisgeirans. Hafa mörg þúsund manns tekið þátt í þessum verkefnum á liðnum árum,“ segir Páll ennfremur. fi.is
Hvanndalir er einn afskekktasti staður á landinu, girtur reginfjöllum og til hafsins ganga brettir klettar fram í sjó. Ferðafélag Íslands hefur lengi staðið Ljósmynd: Páll Guðmundsson. fyrir ferðum í Héðinsfjörð og yfir í Hvanndali.
Krydd fyrir Fiesta de Mexico hentar frábærlega á allt grænmeti.
Arabískar nætur er sjö kryddablandan ættuð frá Líbanon í grænmetisrétti
Reykt paprika bítur aðeins en er góð í marga grænmetisrétti.
Eðalsteik og grillblandan er góð fyrir tofusteikina.
Fiskikrydd er gott í grænmetis-súpur- og rétti.
Benda skal á að öll stök krydd henta í VEGAN matreiðslu s.s. origano, basilikum, steinselja og fleiri. Töfrakryddið og Ítalskt panini henta ekki í VEGAN matreiðslu því þau innihalda ostaduft.
Lamb Islandia er frábært á alla kartöflurétti og á kjúklingabaunarétti.
VEGAN
matreiðslu
Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 37
vat n s h e l d u r fat n a ð u r
SealSkinz heldur þér þurrum
SealSkinz er fyrir hestamanninn, hjólafólkið, göngufólkið, skíðafólkið og alla þá sem vilja vera þurrir á höndum, fótum og á höfði.
SealSkinz er breskt fyrirtæki sem framleiðir einstaka línu af vatns heldum vörum fyrir höfuð þitt, hendur og fætur. Sealskinz notast við 3ja laga einkaleyfisskráða tækni í prjónuðum sokkum, hönskum og húfum til að búa til óaðfinnanlegar vörur sem eru algerlega vatnsheldar en anda engu að síður.
vatnshelt
andar
teygjanlegt
vindhelt
slitsterkt
sveigjanlegt
alhliða húfa
Prjónuð húfa
Þunnir öklasokkar
göngusokkar
extreme cold" " hanskar
alhliða flís hanskar
Prjónuð húfa
alhliða húfa
"sea eagle" sokkar
háir alhliða sokkar
dragon eye" " hanskar
all season" " hanskar
Segir til um hæð sokkana
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakki - 601 Akureyri
Sími 480 0400
jotunn@jotunn.is
Þolir mikið frost
Hægt að nota sjallsíma
Mikið grip
Karla- og kvennastærðir
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir www.jotunn.is
Sealskinz fæst hjá eftirtöldum aðilum: Reykjavík Intersport / GG sjósport / Lífland / Postura / Reykjavík Mótor Center / Örninn Borgarnes Lífland Stykkishólmur Gallerí Braggi Snæfellsbær Vélsmiðja Árna Jóns Búðardalur K.M. þjónustan Blönduós N1 píparinn Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga Eyrinni Varmahlíð Kaupfélag Skagfirðinga Neskaupsstaður Multitask Akureyri Fákasport / Lífland / Jötunn Höfn í Hornafirði Vélsmiðja Hornafjarðar Egilsstaðir Jötunn Selfoss Jötunn Hveragerði Golfklúbbur Hveragerðis
38 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Meðal viðburða á Austurlandi Seyðisfirði.
3. júní-2. sept.
Tónlistarveisla í Havarí í Berufirði.
10.-11. júní
Sjómannadagshátíð í sjávarbyggðum.
27.-30. júlí
17. júní
Rock the boat, útitónleikar við gamla bátinn á Breiðdalsvík.
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði, bæjarhátíð.
29. júlí
18.-24. júní
Vopnaskak og Jónsmessunótt, bæjarhátíð á Vopnafirði.
Bræðslan, tónlistarhátíð á Borgarfirði eystri.
4.-6. ágúst
Neistaflug, bæjarhátíð í Neskaupstað.
24. júní
Skógardagurinn mikli, Hallormsstaðaskógi.
9.-13. ágúst
Ormsteiti, lista- og fjölskylduhátíð á Fljótsdalshéraði.
5.-7. júlí
Eistnaflug, rokkmetalhátíð í Neskaupstað.
12. ágúst
Tour de Ormurinn – hjólakeppni sem hefst í Hallormsstaðaskógi.
15. júlí-19. ágúst Rúllandi snjóbolti, alþjóðleg listasýning á Djúpavogi.
7. október
Tæknidagur fjölskyldunnar, Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað.
16.-22 júlí
Bláa kirkjan, Seyðisfirði
LungA, listahátíð ungs fólks,
Röð sumartónleika í Seyðisfjarðarkirkju sem haldnir eru á miðvikudagskvöldum frá síðustu viku júnímánaðar fram í miðjan ágúst. Skaftfell, Seyðisfirði Sumarsýningar og viðburðir í menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Sjá skaftfell.is Sláturhúsið – menningarmiðstöð, Egilsstöðum Sumarsýningar og viðburðir yfir sumarmánuðina.
Nánar á east.is Heimild: east.is og heimasíður sveitarfélaga. Mynd: east.is
Egilsstaðir
Unglingalandsmót stærsti viðburður sumarsins „Unglingalandsmótið verður stærsti viðburður sumarsins hjá okkur og við getum reiknað með að í heild verði um 10 þúsund manns á Egilsstöðum um versl unarmannahelgina. Veðurspárnar ráða miklu um aðsóknina eins og jafnan en auðvitað erum við þess fullviss að veðurguðirnir verði með okkur í liði og sjái til þess að hér verði sumarblíða alla mótsdagana,“ segir Bylgja Borgþórsdóttir hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði en Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um versl unarmannahelgina. Mikill undirbúningur er fyrir mótið og segir Bylgja samhentan hóp heimamanna sjá til þess að allt verði tilbúið þegar fyrsta keppnis grein hefst. Félagar í Ungmenna-
og íþróttasambandi Austurlands koma að undirbúningsvinnunni, auk starfsmanna sveitarfélagsins og ýmsum öðrum sjálfboðaliðum. „Síðast var Unglingalands mót UMFÍ haldið hér árið 2011 og margir hér á svæðinu hafa því reynslu af þessum viðburði. En það er í mörg horn að líta, bæði hvað varðar verklegar framkvæmdir og annað skipulag á keppnissvæðun um, sem og á tjaldsvæðum,“ segir Bylgja.
Góð aðstaða fyrir mótshaldið Unglingalandsmótið er meðal stærstu viðburða verslunarmanna helgarinnar á landinu og segir Bylgja að komið verði upp viðbót artjaldsvæðum við Egilsstaði til að taka á móti þeim mikla fjölda gesta
Sund verður meðal keppnisgreina á Unglingalandsmóti UMFÍ.
sem kýs að búa á tjaldsvæðum mótsdagana. Aðal keppnisvöllur mótsins verður Vilhjálmsvöllur á
í Fellabæ en til viðbótar verður einnig keppt í golfi, hestaíþróttum og innanhússgreinum í íþróttahús inu á Egilsstöðum þannig að móts haldið dreifist vel á svæðinu. „Við gerum ráð fyrir að fyrstu greinar hefjist á fimmtudegi en mótið verður sett á föstudags kvöldi með veglegri hátíð. Síðan tekur mótshaldið við fram að loka hátíð og mótsslitum á sunnudags kvöld. Hér er mjög góð aðstaða til að halda mót af þessum toga og stærðargráðu og við hlökum til að taka á móti keppendum og öðrum mótsgestum,“ segir Bylgja. Í heild er gert ráð fyrir að keppendafjöldi verði um 1500.
Egilsstöðum þar sem mjög góð að staða er til keppni í frjálsum íþrótt um. Keppt verður í knattspyrnu
fljotsdalsherad.is
Sérstakur, skemmtilegur, skrítinn, listrænn, fallegur, opinn, þenkjandi, friðsæll, dásamlegur, fyndinn, vinalegur, dularfullur, skapandi
Þú finnur upplýsingar um Seyðisfjörð á vefsíðunni visitseydisfjordur.com
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 39
40 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
AUSTURLAND
Skorrahestar – austast á Austfjörðum Skorrahestar er ungt fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðfirði sem leiðir gesti sína um ævintýraslóðir austfirskrar náttúru, ýmist á hest um eða gangandi og býður upp á gistingu í útihúsunum sem dubb uð hafa verið upp sem gistiheimili til að hýsa ferðamenn, innlenda sem erlenda. Gönguferðir með allt trúss á hestum eru vinsælar erlendis og Skorrahestar fara slíkar ferðir um Gerpissvæðið, sem kalla má „hinn ókannaða heim ferðamannsins“. Eyðibyggðir eru spennandi fyrir ferðafólk, sérstaklega ef leiðsögu mönnunum tekst með sögum og frásagnargleði að myndgera líf fólks sem áður háði lífsbaráttu sína þar til sjós og lands. Þar koma leið sögumenn Skorrahesta sterkir inn, enda heimaaldir og því með allar sögurnar á takteinum um mann lífið fyrr og nú.
Ferðaþjónusta er lifandi atvinnugrein Það hefur löngum verið gestkvæmt á Skorrastað og vona hjónin Þórð ur (Doddi) Júlíusson og Theódóra Alfreðsdóttur að þar verði ekki breyting á. Þau eru nú með gisti rými fyrir 23 gesti í tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með sér baðherbergjum, auk sex rúma gistilofts. Einstaklingar jafnt sem hópar í óvissuferðum eða sveitaheimsóknum, eru boðnir vel komnir á Skorrastað þar sem dag
Skorrahestar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allir leggja sitt af mörkum, líka heimasætan Sunna Júlía og hestarnir á bænum.
Skorrahestar bjóða upp á bæði daglegar gönguferðir í Norðfirði og einnig lengri gönguferðir um Gerpissvæðið þar sem allt hafurtask göngumanna er flutt á hestum.
Þú kemur sem gestur en ferð sem vinur, er mottó Skorrahesta. Þar er gleðin við völd og gestirnir muna vel eftir heimsókninni, eins og sjá má í umsögnum á vefsíðum um ferðamál.
Gestir Skorrahesta bregða á leik í fjörunni innan við Neskaupstað en þangað er bara nokkra km reið frá Skorrastað, þar sem ferðaþjónustufyrirtækið Skorrahestar er með gistiaðstöðu fyrir jafnt innlenda sem erlenda gesti.
Frumkvöðullinn á Öxi Á svokölluðu Beitivallaklifi, austan vegarins um Öxi, sem tengir Beru fjörð og Breiðdal er minnisvarði um Hjálmar Guðmundsson frá Berufirði. Hann á heiðurinn að því að hafa árið 1952 hafist handa við veginn um Öxi og hafði þá ekki yf ir öðrum tækjum að ráða til vega gerðarinnar en haka og skóflu. Hjálmari og öðrum áhuga mönnum um vegagerðina á Öxi tókst árið 1963 að gera vega slóðann færan ökutækjum en frá því segir í heimildum að það verk hafi þeir fyrst og fremst fjármagnað með frjálsum framlögum. Til að mynda var fé safnað með rófu sölu og sölu happdrættismiða sem Hjálmar Guðmundsson átti hug myndina að. Happdrættismiðarnir voru seldir undir merkjum Ung mennafélagsins Djörfungar í Beru firði og var vinningurinn mjög veglegur á mælikvarða þessa tíma, Volkswagen bjalla sem Hjálmar keypti. Þannig varð vegagerðinni um Öxi ýtt úr vör af frumkrafti heima manna en síðar fékkst fé úr fjall vegasjóði til verkefnisins. Vegagerð ríkisins tók við veginum árið 1965. Minnisvarðinn um frum kvöðulinn Hjálmar Guðmundsson var afhjúpaður árið 2006. Hjálmar sinnti mörgum trúnaðarstörfum í sinni heimabyggð og var meðal annars oddviti í Beruneshreppi í 30 ár. Hann hafði brennandi
lega er hægt að fara í tveggja tíma gönguferðir í hinum skjólsæla og sólríka Norðfirði eða jafnlanga reiðtúra. Þannig geta fjölskyldur og aðrir ferðalangar því valið að fara saman í gönguferð eða reiðtúr – eða valið að skipta hópnum og hittast svo aftur eftir túrinn í kaffi og bakkelsi að hætti húsfreyjunnar. Heimilisfólkið á Skorrastað horfir björtum augum til framtíðar í ferðaþjónustu eystra. „Austurland er sá landshluti sem ferðamaðurinn getur horft til ef hann vill komast burt úr hringiðu Gullna hringsins og njóta stórbrotinnar náttúru einn með Íslandi,“ segir Doddi, sem reynt hefur að lýsa þessu í litlu ljóði sem varð til við sólarupprás í Vaðlavík sumarið 2015.
Litadýrðin logar allt um kring. listaverkum náttúran hér skartar Himinblámi, holt og berjalyng hamraþil og sandastrendur svartar. Löng er orðin listamannsins för sem landi voru gjafir þessar færir. Alla daga ýtir hann úr vör af alúð skapar, töfrar, gleður, nærir. „Þú kemur sem gestur en ferð sem vinur,“ er okkar mottó segir Doddi brosandi og gestir muna vel eftir Skorrahestum löngu eftir að heim er komið, eins og sjá má, t.d. á www.tripadvisor.com og www. booking.com. skorrahestar.is
Sólarupprás í Vaðlavík Yrkja vil ég ofurlítið ljóð andinn er þó tregur til að vakna. Við dagsbrún rennur dularmögnuð glóð dásemd sem að ég mun lengi sakna.
Tónlistarhavarí í Berufirði í allt sumar Minnisvarðinn um Hjálmar Guðmundsson sem byrjaði um miðja síðustu öld að leggja vegslóða yfir Öxi, vopnaður skóflu og haka!
áhuga á vegamálum og samgöngu bótum. Á minnisvarðanum er vísa eftir Hjálmar svohljóðandi:
Mynd: Jóhann Ólafur Halldórsson.
Hérna ruddu aldnir áar okkar fyrsta steini úr vegi. Leiðir virtust færar fáar fram þeir sóttu á nótt sem degi.
Svavar og Berglind, bændur á Karlsstöðum í Berufirði, stundum kennd við hljómsveitina Prins Póló, ætla í samstarfi við Rás 2 að bjóða upp á tónlistarveislu á bæ sínum í sumar en í Berufirði hefur Ríkisútvarpið aldrei áður hljóðritað tónleika. Þau opnuðu í fyrrasumar veit inga- og viðburðarýmið Havarí í gömlu fjárhúshlöðunni á Karls stöðum og hafa þar staðið fyrir allskonar viðburðum; kvikmynda sýningum, tónleikum, fundum og mannfögnuðum. Viðburðadagskrá
fyrir sumarið liggur nú fyrir og koma við sögu margt af þekktasta tónlistarfólki landsins, s.s. FM Bel fast, KK, Dimma, Lay Low, Sóley, Móses Hightower, Mugison, Lára Ómars, Valdimar Guðmundsson, Örn Eldjárn og President Bongo. havari.is
AUSTURLAND
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 41
Óbyggðasetur Íslands – göngugátt að hálendinu Innst í Norðurdal inn af Fljótsdal, þar sem vegurinn endar, opnuðu hjónin Arna Björg Bjarnadóttir og maður hennar, Steingrímur Karls son Óbyggðasetur Íslands sumarið 2016. Óbyggðasetrið er fjölskyldu rekin upplifunarferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu, gistingu á safni og skipulagðar göngu- og hestaferðir inn á hálend ið en í næsta nágrenni eru stærstu víðerni Norður-Evrópu. „Við höfum stikað göngu- og hjólaleiðir og sett upp göngubrú, auk kláfs yfir Jökulsá á Fljótsdal þannig að það má segja að hér sé orðin til dá lítil göngugátt að hálendi Íslands,“ segir Arna.
Sýningar um lífið á jaðri óbyggðanna Aðspurð um aðdraganda þess að þau hófu þessa starfsemi segir Arna að þau eigi bæði ættir að rekja til landsbyggðarinnar, Steingrímur í Fljótsdalinn en hún sjálf í Skaga fjörð. „Við vorum með 6-10 daga hestaferðir um hálendið og erum algjörlega heilluð af þessu svæði.“ Arna segir þau hafa gert upp gamla bæinn, endurbyggt útihús og byggt baðstofuloft ofan á hlöðuna þar sem hægt er að gista á safni eða halda kvöldvökur, veislur, nám skeið eða tónleika. „Rúsínan í pylsuendanum er hins vegar sjón
Óbyggðasetrið var opnað í fyrra á jörðinni Egilsstöðum í Norðurdal innst í Fljótsdal.
ræn sýning um líf í óbyggðum og á jaðri óbyggðanna. Þar tökum við meðal annars fyrir þennan bæ hér og hvernig það var að búa hér á árum áður svo langt frá kaupstað og með óbyggðirnar nánast í bak garðinum. Til dæmis þurfti fólkið sem hér bjó 1875 að flýja vegna Öskjugoss og fluttist þá til Vestur heims. Hálendið hefur þannig haft mikil áhrif á þessar jaðarbyggðir í gegnum tíðina.“
Sönn upplifun, kyrrð og einstök náttúra Í Óbyggðasetrinu er hægt að taka á móti 36 manns í gistingu en þar er ekki tjaldstæði. Lögð er áhersla á heimilislega stemningu þar sem matur er eldaður fyrir framan gestina úr fersku og góðu hráefni af svæðinu. Setrið er rekið allt árið og vegna þess hve snjólétt er í Fljótsdal geta þau boðið upp á fjölbreytta afþreyingu á veturna. Þannig er hesta og fjallahjólaleigan opin allt árið og í haust stendur til að opna stjörnuskoðunarstöð
Sýning um lífið í jaðri óbyggða er meðal þess sem gestum Óbyggðasetursins býðst að skoða.
þar sem gestir fá góða aðstöðu til að skoða næturhimininn án trufl ana frá ljósmengun þéttbýlisins. „Meðal annars bjóðum við fólki að kynnast íslenskri matarhefð með því að koma hingað og taka þátt í að undirbúa jólin með okkur, baka laufabrauð og matreiða íslenskan mat. Á vorin býðst fólki að taka þátt í vorstörfunum með okkur með því að fylgjast með sauð burði, tína gæsaegg og fleira sem til fellur.“ Arna segir að þótt stutt sé síðan þau hófu þennan rekstur hafi að
sóknin farið fram úr björtustu vonum. Á fyrsta árinu hlaut setrið þrjár viðurkenningar, m.a. Ný sköpunarverðlaun Samtaka ferða þjónustunnar og umfjallanir í Vogue Living, Lonely Planet gu ide, Guardian og víðar. „Þannig að sérstaðan sem við höfum lagt áherslu á að skapa virðist vera að skila sér, “ segir Arna Björg Bjarna dóttir í Óbyggðasetri Íslands. wilderness.is
42 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
AUSTURLAND
Göngu- og gleðivikan Á fætur í Fjarðabyggð Göngu- og gleðivikan Á fætur í Fjarðabyggð verður haldin dagana 24 júní til 1. júlí, heil vika af hollri og fræðandi útivist og skemmti legum kvöldviðburðum. Skipu lagðar göngur eru á dagskránni alla daga, bæði léttari fjölskyldugöngur og meira krefjandi fjallgöngur. Líkt og áður er hægt að kaupa Göngu vikukort sem veitir aðgang að öll um viðburðum gönguvikunnar og er það selt hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði, hjá Tanna tra vel í Randulfss-sjóhúsi og hjá farar stjórum göngu- og gleðivikunnar. Ferðafélag Fjarðamanna, í sam starfi við Ferðaþjónustuna Mjó eyri, hefur umsjón með göngu- og gleðivikunni en auk skipulagðra gönguferða og fjallganga verður náttúrunámskeið fyrir börn alla daga gönguvikunnar en umsjón með því hefur Náttúrustofa Aust urlands í samstarfi við Ferðaþjón ustuna Mjóeyri. Tekið skal fram að frítt er fyrir börn yngri en 16 ára í gönguvikuana en skilyrði er að þau séu í fylgd með fullorðnum.
Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskrá gönguvikunnar Á fætur í Fjarðabyggð.
Líkt og áður verður útnefndur Fjallagarpur Gönguvikunnar en til að eiga tilkall til titilsins þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpl
uðu skjali er síðan skilað til farar stjóra í lok síðustu göngu og er viðurkenningin veitt á lokakvöldi gönguvikunnar. Unglingar, fimm tán ára og yngri, fá einnig viður
Austfirsk fjöll og firðir í allri sinni dýrð.
kenningu fyrir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali. Þeir sem eiga mjögu leika á útnefningunni Fjallagarður Gönguvikunnar þurfa að ganga á fimm fjöll sem eru í dagskránni.
Kvöldvökur eru öll kvöld gönguvikunnar og margt til gam ans gert. fjardabyggd.is mjoeyri.is
Fjölbreytt afþreying í boði á Seyðisfirði „Sumarið leggst vel í mig og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ segir Dagný Erla Óm arsdóttir sem í byrjun árs tók að sér að leysa af sem atvinnu-, menn ingar- og íþróttafulltrúi á Seyðis firði. Dagný hefur búið á Seyðis firði frá því hún var unglingur og segir gott að ala upp börn í bænum. „Mín starfsstöð er á bæjar skrifstofunni en auk þess er ég yfir Upplýsingamiðstöðinni sem nú verður í fyrsta skipti rekin allt árið en fram til þessa hefur rekstur hennar að mestu einskorðast við sumarmánuðina.“ Með því að lengja starfstíma Upplýsingamið stöðvarinnar segir Dagný verið að bregðast við auknum straumi ferðafólks utan hefðbundins ferða mannatíma.
Gert er ráð fyrir að um 250 þúsund ferðamenn leggi leið sína til Seyðisfjarðar í ár en þar munar mest um reglubundnar siglingar Norrænu.
Meðal árlegra viðburða á Seyðisfirði er Gaypride hátíðin í ágúst.
Dýr króna styttir dvölina Hún segir að gert sé ráð fyrir að um 250 þúsund ferðamenn heim sæki Seyðisfjörð í ár og þar af komi um 180 þúsund í sumar sem sé nokkur aukning frá því í fyrra. Þar munar mest um ferjuna Norrænu sem er með reglulegar siglingar allt árið en auk þess hafa rúmlega 40 skemmtiferðaskip boðað komu sína í sumar. Dagný segir ferða menn stoppa skemur nú en áður og talið sé að það megi að stórum hluta rekja til sterkrar krónu sem hafi gert Íslandsferðirnar dýrari en áður. Þá bregðist fólk við með því að stytta dvölina. Sú stytting kem ur harðar niður eftir því sem kom ið er lengra frá suðvesturhorninu. Hún segir menn hafa áhyggjur af því að fyrirhuguð hækkun á virðis aukaskatti muni draga enn frekar úr ferðum út á land. Gróska í listalífinu Á Seyðisfirði er talsvert framboð af gistingu, bæði hótel, gistihús og farfuglaheimili. Dagný segir að nú sé til skoðunar hjá ákveðnum að
Gönguferðir með leiðsögn um bæinn eða í nágrenni hans standa ferðamönnum til boða á Seyðisfirði.
Dagný Erla segir gott að ala upp börn á Seyðisfirði, hér er hún með dótturina Sigrúnu Ísold.
ilum í bænum að reisa nýtt hótel sem geti tekið á móti stærri hóp um. Margs konar afþreying sé í boði á Seyðisfirði. „Hér er gróska í listalífinu með myndlistasýningum í Skaftfelli og föstum viðburðum yfir sumar mánuðina eins og LungA listahá tíð ungs fólks, Smiðjuhátíð, tón leikaröð Bláu kirkjunnar og Gay pridegöngu í ágúst svo fátt eitt sé nefnt.“ Þá bendir hún á kajak- og hjólaleigur auk fyrirtaks 9 holu golfvallar og fjölmargar skemmti legar gönguleiðir. „Hér er boðið upp á gönguferðir með leiðsögn
um bæinn og nágrenni hans sem eru frá einum og upp í átta tíma þar sem miðlað er fræðslu um svæðið. Það er líka vinsælt að skoða Tvísöng, hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lúkas Kühne sem er hér rétt fyrir ofan bæinn. Tvísöngur eru fimm misstórar hvelfingar sem hver hefur sína tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Þannig að það er heilmargt hægt að gera hér á Seyðisfirði,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir. visitseydisfjordur.com
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 43
Gönguferðin þín er á utivist.is
www.utivist.is
Fjölbreyttar ferðir bíða þín Gönguferðir Hjólaferðir Jeppaferðir
Langar ferðir Stuttar ferðir Jöklaferðir
Bækistöðvaferðir Fjallaferðir Fjöruferðir Opið alla virka daga kl. 12-17
Laugavegi 178 - 105 Reykjavík - Sími 562 1000 - utivist@utivist.is
44 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Fögur og hrikaleg náttúra Vatnajökuls þjóðgarðs Vatnajökulsþjóðgarður, sem stofnaður var árið 2008, er meðal stærstu þjóðgarða Evrópu. Í allt er svæði hans um 14.000 ferkíló metrar að stærð, sem svarar til um 14% af flatarmáli landsins. Líkt og aðrir þjóðgarðar er hann friðlýst svæði vegna þeirrar sérstæðu nátt úru og sögulegu verðmæta sem þar er að finna sem státar af eldvirkni, jarðhita, vatnsföllum og stærsta jökli Evrópu, Vatnajökli. Aðsókn ferðamanna í þjóðgarðinn hefur farið stöðugt vaxandi frá því hann var stofnaður og hlutfallslega hefur erlendum fjölgað meira en inn lendum, samhliða auknum ferða mannastraumi til landsins. Þeir eru rúmlega 80% gesta árið um kring. Á árabilinu 2011-2015 tvöfaldaðist gestafjöldi Vatnajökulsþjóðgarðs, fór úr 275 þúsund gestum í rúm lega 580 þúsund manns.
Fræsluhlutverk gestastofanna mikilvægt Vatnajökulsþjóðgarður rekur fimm gestastofur sem gegna veigamiklu hluterki í miðlun upplýsinga til ferðafólks um þjóðgarðinn, þjón ustu innan hans, gönguleiðir, nátt úrufar og margt annað sem starf semi þjóðgarðsins viðkemur. Upp lýsingum um norðursvæði þjóð garðsins er miðlað í Gljúfrastofu í Ásbyrgi, Snæfellsstofa við Skriðu klaustur á Fljótsdal er með áherslu á austurhlutann, Gamlabúð á Höfn í Hornafirði leggur áherslu á fræðsluefni um fuglalíf, auk efnis um samspil manns og náttúru, jökla og jarðfræði. Fjórða gestastof an er Skaftafellsstofa sem er upp lýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu á svæðinu. Fimmta gestastofan er Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri sem miðlar
Skaftafellsjökull í Vatnajökulsþjóðgarði.
uppýsingum um Skaftárelda og annan fróðleik um svæðið, auk þess að vera upplýsingamiðstöð fyrir Skaftárhrepp. Haustið 2016 var undirritaður samningur um byggingu nýrrar Skaftafellsstofu á Kirkjubæjarklaustri sem verður 600 fermetrar að stærð og verður hún tekin í notkun árið 2018. Gestastofurnar eru opnar daglega yfir sumartímann.
Samspil íss, vatns og eldvirkni Í orðsins fyllstu merkingu er Vatnajökull eins konar hápunktur
Vatnajökulsþjóðgarðs, 8.100 fer kílómetrar að stærð og er íshellan um 950 metra þykk þar sem mest er. Bæði jökullinn sjálfur, eldfjalla virknin og landslagið umhverfis jökulinn vekja mikinn áhuga gesta. Norðan hans er háslétta af mörkuð af vatnsmiklum jökulám, eldstöðvarnar Askja, Kverkfjöll og Snæfell gnæfa yfir, sem og fjalla drottningin Herðubreið. Í suðri eru síðan tignarlegir fjallgarðar með Öræfajökul og Hvannadals hnjúk í broddi fylkingar en mitt í þessum hrikaleika er svo að finna gróðurvin í Skaftafelli í nágrenni
við Skeiðarársand sem ítrekað hefur verið sögusvið mikilla ham farahlaupa. Innan þjóðgarðsins eru einnig einnig náttúrperlur á borð við Hvannalindir og Dettifoss sem og Lakagígar og hið mikla sögusvið Skaftárelda, mesta hamfaragoss jarðar á sögulegum tíma. Í stuttu máli geymir því Vatna jökulsþjóðgarður í senn náttúr fegurð og hrikaleika, hvort heldur fólk skoðar með eigin augum eða fræðist í gestastofum þjóðgarðsins. Sérstaða Íslands í allri sinni dýrð! vatnajokulsthjodgardur.is
Almannatengsl snúast um samskipti Með öflugum almannatengslum og hugmyndaríku markaðsstarfi má treysta ímynd fyrirtækja og samtaka í huga almennings og skapa þeim um leið sterkari stöðu í viðskipta- og athafnalífi.
Við viljum hjálpa þér að ná árangri og skapa þér sérstöðu á markaði.
Suðurlandsbraut 30 » 108 Reykjavík » Glerárgötu 24 » 600 Akureyri » Sími 515 5200 » athygli.is » athygli@athygli.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 45
Upplifa Ísland með augum skiptinemans Á hverju ári heldur stór hópur ungmenna út í skiptinemadvöl á vegum AFS. Á móti kemur fjöl breyttur hópur til Íslands, frá öllum heimsálfum, í faðm íslenskra fjölskyldna um land allt. Að dvelj ast sem skiptinemi skapar ævilöng tengsl við landið sjálft en ekki síður fjölskylduna sem viðkomandi dvelur hjá og þá vini sem hann eignast. Í Vestmannaeyjum búa Ívar Torfason og Sirrý Björt Lúð víksdóttur ásamt börnum sínum fjórum; þremur eigin börnum og skiptinemanum Zöru Pesenti frá Sviss. Við spurðum fyrst hvað fái fólk til að taka skiptinema?
þess háttar. En það er skemmtileg áskorun. Það hefur ekki reynt mikið á menningarmuninn en hún er náttúrulega frá Sviss og því ekki eins mikið kúltúrsjokk og ef hún væri frá Thaílandi, til að mynda. En menningarmunur getur jafn framt kennt manni mikið og verið mikilvægur hluti af því að víkka sjóndeildarhringinn og öðlast betri skilning þjóðarbrota á milli.“ afs.is Fjölskyldan stækkaði með tilkomu AFS skiptinemans. Í efri röð: Sirrý, Ívar og Zara. Neðri röð: Oktavíus, Ilse og Ísalind, börn þeirra Ívars og Sirrýar.
Vill gefa til baka „Ég var sjálfur skiptinemi í Banda ríkjunum og hef alltaf langað að fá skiptinema til mín, bæði til að kynna land og þjóð sem og að skila svolitlu til baka,“ segir Ívar en Sirrý kona hans hefur sjálf verið Au-Pair og hafa þau því bæði kynnst því að dvelja hjá fjölskyldum erlendis. - Hvernig hefur reynslan verið? „Það er auðvitað enginn eins, skiptinemar eru ólíkar persónur, en við höfum verið afar heppin og reynslan hefur verið góð. Zara er mjög þægileg í umgengni og fer jafnvel of lítið fyrir henni,“ segir Ívar og hlær við og segir fjöl skylduna hafa eytt miklum tíma í að ræða saman og kynna Zöru fyrir hugsunarhætti og menningu þjóðarinnar. Ívar og Sirrý eiga sjálf þrjú börn undir 4 ára aldri og því er oft líf og fjör á heimilinu. Hvernig er að fá táning inn á slíkt heimili? „Það hefur gengið vel, börn eru svo fljót að mynda tengsl. Auðvit að getur það líka létt undir að hafa aðra stálpaða manneskju á heim ilinu, þótt hún sé auðvitað ekki skyldug til neinnar vinnu. En hún er hluti af fjölskyldunni og tekur eðlilegan þátt í heimilishaldinu.“
Velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð! Í sumar er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fyrir gesti Vatnajökulsþjóðgarðs með áherslu á lifandi leiðsögn og persónulega upplifun af náttúru og umhverfi þjóðgarðsins.
Gestastofur
Fræðsludagskrá landvarða
Ísafjörður
Gljúfrastofa
Gljúfrastofa
Ásbyrgi Hljóðaklettar
Húsavík
Dettifoss
Snæfellsstofa
Egilsstaðir
snæfellsstofa
Askja Snæfellsnes
Hvannalindir Gamlabúð
Snæfell
Kverkfjöll Nýidalur
GaMlaBúÐ Höfn
Jökulheimar Skaftafellsstofa
Eldgjá Laki
Skaftafell
Heinaberg
sKaftafellsstofa sKaftÁrstofa
Skaftárstofa
Gestastofur
Vík
Kirkjubæjarklaustur
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans. Gestastofurnar eru jafnframt miðstöðvar fræðslu þar sem náttúru, menningu og sögu er miðlað til gesta í sýningum, fyrirlestrum og gönguferðum með landvörðum. Gestastofur þjóðgarðsins eru: sKaftÁrstofa á Kirkjubæjarklaustri, sKaftafellsstofa í Skaftafelli, snæfellsstofa á Skriðuklaustri, Gljúfrastofa í Ásbyrgi og GaMlaBúÐ á Höfn.
upplifÐu æVintýri Í VatnajöKulsþjóÐGarÐi Í suMar! PORT hönnun
Menningarmunur víkkar sjóndeildarhringinn „Zara vissi ekkert um Ísland þegar hún kom til Íslands annað en að það væri eyja lengst úti í hafi og svo hélt hún að það væri mun kaldara en raunin er,“ segir Ívar og bendir á að vissulega sé gaman að fá tækifæri til að sjá heimasvæðið með ferskum augum aðkomu mannsins. „Henni finnst Ísland mjög fallegt land. Hún kemur frá Sviss þar sem eru fjöll og firnindi en návígið við hafið er ívið meira hér í Vestmannaeyjum. Hún geng ur í menntaskóla, á gott félagslíf eins og aðrir jafnaldrar hennar og er farin að ná ágætum tökum á íslenskunni. Nú er bara mánuður eftir af dvöl hennar og enn er verið að fella niður ferðir í samgöngum við Eyjar. Við munum þó reyna að ná að ferðast eitthvað um landið, eins mikið og ytri aðstæður leyfa.“ Ívar segir samband skiptinema og skiptinemafjölskyldna alltaf vera einstaklingsbundið. „Upp lifun okkar hjóna er auðvitað ólík, ég er oft lengi fjarri heimili sökum vinnu en kona mín er heimavinn andi. Eðli málsins samkvæmt getur verið erfitt að stilla saman taktinn í fyrstu; er maður að gera of lítið fyrir hana eða of mikið, hefur hún nóg fyrir stafni, er hún ánægð og
VAT NAJ ÖKU LS ÞJ Ó Ð G A R ÐU R
Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð
46 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Meðal viðburða á Suðurlandi 7.-9. júlí
Bryggjuhátíð á Stokkseyri.
18.-20. ágúst Töðugjöld á Hellu, fjölskylduhátíð
8. júlí
Gullhringurinn, hjólreiðakeppni í uppsveitum Árnessýslu.
19. ágúst
24.-29.júlí
Alheimsmót skáta, Hveragerði.
25.-27. ágúst Kjötsúpuhátíðin í Rangárþingi eystra
29. júlí
Rangárþing Ultra, fjallahjólakeppni í Rangárþingi eystra.
2. september Hengill Ultra hlaupið í Hveragerði
Sjómannadagshátíð í Þorlákshöfn.
4.-7. ágúst
4. júní
Sjómannadagurinn á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Fjölskyldudagskrá á Flúðum um verslunarmannahelgina.
7. ágúst
9.-11. júní
Kótelettan BBQ Festival 2017, Selfossi.
Delludagur á Selfossi, dagskrá aksturs klúbba á Suðurlandi.
Sólheimar Grímsnesi Menningarveisla Sólheima allt sumarið www.solheimar. is
10. júní
Íslandsmótið í mótorkrossi, Selfossi.
7. ágúst
Veiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá
10. júní
Gullspretturinn, hlaup í kringum Laugarvatn.
9.-13. ágúst
Sumar á Selfossi, bæjar- og fjölskylduhátíð.
17.-18. júní
Uppsprettan, byggðahátíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
10.-12. ágúst
Hafnardagar, bæjarhátíð Þorlákshafnar og Ölfuss.
23.-25.júní
Landsmót 50+, Hveragerði.
12. ágúst
Brúarhlaupið á Selfossi.
23.-25. júní
Humarhátíðin á Höfn.
12. ágúst
24.-26. júní
Landsmót fornbílaklúbbs Íslands, Selfossi.
Grímsævintýri, fjölskylduhátíð í Grímsnesi.
12. ágúst
Flugeldasýning á Jökulsárlóni.
24. júní
Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka.
24. júní
Naflahlaupið í Rangárþingi eystra.
26.-28. maíí
Klaustur off road challenge, mótorhjólakeppni í Skaftárhreppi.
27. maí
Borg í sveit, sveitadagur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
27.-29. maí
Fjör í Flóa, fjölskyldu og menningarhátíð.
4.-5. júní
17.-20. ágúst Blómstrandi dagar, bæjar- og fjölskylduhátíð í Hveragerði
„Tvær úr Tungunum“, sveitahátíð í Biskupstungum.
Gönguferðir Gönguferðir með leiðsögn í Hrunamannahreppi á sumrin, www.fludir.is Þingvallaþjóðgarður Fræðslugöngur, www.thingvellir.is Skálholt Sumartónleikar og skálholtshátíð, www.skalholt.is
Nánar á south.is Heimild og mynd: Upplýsingamiðstöð Suðurlands, Hveragerði
Konubókastofa á Eyrarbakka
Ritverk íslenskra kvenna Á Eyrarbakka er að finna skemmti legt og áhugavert safn sem hefur að geyma ritverk eftir íslenska kvenhöfunda og heitir einfaldlega Konubókastofa. Markmið hennar er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina og gera þau að gengileg fyrir allan almenning. Að sögn Önnu Jónsdóttur, stofnanda safnsins, er markhópur
stofunnar áhugafólk um íslenskar bókmenntir, jafnt innlendir sem erlendir gestir. Hún segir að hug myndin að safninu hafi byrjað að gerjast hjá sér þegar hún var í bók menntafræði við Háskóla Íslands og Helga Kress bókmenntafræð ingur sýndi nemendum fram á hve mikið af verkum íslenskra kvenna hefðu farið forgörðum. Öðru hvoru er efnt til ýmissa
viðburða í Konubókastofu og er þá gjarnan upplestur úr bókum kvenna, málin krufin og stundum koma höfundar í heimsókn. Konu bókastofa er að Túngata 40 á Eyr arbakka og upplýsingar um opn unartíma finnast á heimasíðunni og á fésbókarsíðunni undir Konu bókastofan. konubokastofa.is
Það getur verið kátt á hjalla á upplestrarkvöldum Konubókastofu. Hér er Yrsa Sigurðardóttir að segja frá.
K ER LI N G A R FJ Ö L L paradís útivistarfólks Hveradalir eru eitt tilkomumesta háhitasvæði landsins Í Kerlingarfjöllum er fjöldi merktra og ómerktra gönguleiða Útsýni af fjallatindum eins og gerist fegurst á Íslandi
www.kerlingarfjoll.is
Allir finna hér eitthvað við sitt hæfi - Verið velkomin í Kerlingarfjöll!
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 47
SUÐURLAND
Einstakur heimur Lakagíga Þeir sem eru á ferð í Skaftárhreppi á fjórhjóladrifnum bílum ættu að beygja af þjóðvegi 1 við Hunku bakka og leggja leið sína í Laka gíga. Sú veröld sem þar birtist er einstök, hvort heldur er í björtu veðri eða dumbungi, þó vissulega sé enn meiri upplifun að fara að Lakagígum í björtu veðri. Laka gígar eru innan Vatnajökulsþjóð garðs. Lakagígar eru gígaröð á 25 kílómetra langri gossprungu sem er vestan Vatnajökuls og suðaustur af Fögrufjöllum. Gígarnir urðu til fyrir um 250 árum í Skaftáreldum. Gígarnir eru friðlýst náttúruvætti og þykja einstakir á heimsvísu. Landverðir eru við Lakagíga á sumrin og fræða gesti um svæðið og leiðbeina um gönguleiðir og umgegni. Mikilvægt er að nýta sér þá upplýsingagjöf til að njóta svæðisins sem best. Lakagígasvæðið er opið ferða mönnum allan ársins hring en það ræðst af snjóalögum og veður fari hversu lengi vegir eru opnir. Venjulega eru þeir opnir frá því í byrjun júní og eitthvað fram eftir hausti. Aðeins má aka þá vegi sem merktir eru á korti, aðrir vegir og slóðar á svæðinu eru lokaðir fyrir almennum akstri. Stranglega er bannað að aka utan vega, líkt og annars staðar gildir á landinu. Þeir sem ekki hafa yfir fjórhjóladrifnum bílum að ráða geta nýtt sér al menningssamgöngur til að komast á svæðið en áætlunarbifreið fer í Lakagíga frá Skaftafelli á sumrin.
Gönguleiðir og aðgengilegar upplýsingar Merktar gönguleiðir liggja um Lakagíga. Þær stystu eru um 20 mínútna gangur en sú lengsta 2-3 klukkustundir. Við fjallið Laka hefur verið lögð gestagata sem segir sögu Skaftárelda og frá náttúru Laka gíga. Gatan er um það bil 500 m löng og liggur í gegnum einn Lakagíganna, vörðuð númeruðum stöðvum. Við upphaf götunnar er kynningarspjald og litlir bæklingar sem fólk tekur með sér á gönguna. Á hverri stöð má lesa lítið sögubrot eða stuttan texta um tiltekið nátt úrufyrirbæri sem sjá má í nánasta umhverfi. Gestagötunni er ætlað að auka upplifun gesta og auka tilfinningu þeirra fyrir náttúru svæðisins. Sjón er sögu ríkari Gígaröðin heitir eftir fjallinu Laka sem er nálægt henni miðri en Laki er móbergsfjall sem myndaðist í eldgosi undir ísaldarjökli fyrir tug þúsundum ára. Skaftáreldar á árun um 1783-1784 voru eitt mesta gos Íslandssögunnar og mynduðu um 135 gíga og 2-500 metra breiðan sigdal frá rótum Laka og tvo kíló metra suðvestur fyrir hann. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll unnvörpum á Íslandi sem aftur leiddi af sér hungursneyð meðal landsmanna. Þetta voru móðuharð indin svokölluðu, mestu harðindi sem dunið hafa yfir Íslendinga. Brennisteinsmóðan frá Skaftár
Landslagið og litirnir á Lakagígasvæðinu hreyfa við hverjum þeim sem um svæðið fer.
Gengið um í Lakagígum.
Í Lakagígum eru landverðir sem fræða gesti og leiðbeina um svæðið.
eldum dreifðist um allt norðurhvel jarðar og þegar verst lét þakti hún um fjórðung af yfirborði jarðar. Stór hluti móðunnar barst úr há loftunum aftur til jarðar sem súrt
sem þessu fylgdi er talin hafa leitt til frönsku byltingarinnar, svo fleiri dæmi séu nefnd um afleiðingar þessara miklu náttúruhamfara. Hraunið úr Lakagígum þekur
um 600 km² og má um þetta svæði segja, líkt og margt annað, að sjón er sannarlega sögu ríkari.
regn og olli gróðurskemmdum. Móðan dró úr geislun sólar svo að hiti við jörð lækkaði. Kuldakastið stóð í þrjú ár og olli víða uppskeru bresti og hallæri. Efnahagskreppan
Sundlaugin á Hvolsvelli er rómuð fyrir góða aðstöðu.
vatnajokulsthjodgardur.is
Líkamsræktin er iðkuð af kappi á Hvolsvelli og gestir geta keypt staka tíma eða kort.
Íþróttabærinn Hvolsvöllur „Sundlaugin okkar hér á Hvols velli er stórglæsileg með þeim helsta búnaði sem fólk gerir kröfur um s.s. heitum pottum, vaðlaug, rennibraut, gufubaði, köldu baði og fleiru. Hún er afar skjólgóð og þess vegna alltaf logn og blíða eins og auðvitað er oftast hér á Hvols velli,“ sagði Árný Lára Karvelsdótt ir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra létt í bragði þegar við slógum á þráðinn. Sundlaugin á Hvolsvelli er hluti af fyrsta flokks íþróttamiðstöð en þar eru að auki íþróttahús og fót bolta- og frjálsíþróttavöllur. Þar er og að finna líkamsræktarstöð sem vígð var árið 2013 með fjöl breyttum líkamsræktartækjum og aðstaða öll eins og best verður á kosið. Stöðin er á annarri hæð í íþróttahúsinu og því er útsýnið mjög gott. Þar geta gestir og gang andi keypt sér staka tíma eða kort. „Síðast en ekki síst vil ég nefna Heilsustíginn okkar en hann liðast í gegnum og umhverfis Hvolsvöll og er 4,2 km að lengd. Við stíginn eru 15 stöðvar með mismunandi tækjum og hægt að gera ýmsar æfingar, t.d. teygja á vöðvum eða æfa á jafnvægisslám. Ég mæli ein dregið með þessari skemmtilegu og ókeypis líkamsrækt sem auðvitað
er hægt að iðka allan ársins hring,“ segir Árný Lára að lokum og býður
alla ferðalanga velkomna í Rangár þing eystra.
hvolsvollur.is
Heiðmörk 38 810 Hveragerði Sími 483 4800̃ Fax 483 4005 www.ingibjorg.iS ingibjorg@ingibjorg.iS
GRÓÐURINN Í GARÐINN fáið þið hjá okkur:
Sumarblóm Tré og runnar Matjurtaplöntur Rósir Fjölær blóm Skógarplöntur
48 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
SUÐURLAND
Skyrgerðin í Hveragerði
Gisting, matur og skyrgerð Skyrgerðin í Hveragerði býður upp á hágæða hótel- og veitingaaðstöðu en reksturinn er í gamla þing húsi bæjarins sem á sér langa sögu og tengist bænum og bæjarbúum sterkum böndum. Það var árið 1930 sem Mjólkurbú Ölfusinga hóf skyrgerð á jarðhæð hússins og þar var framleitt skyr um langt árabil. Nú hefur Skyrgerðin hafið skyrframleiðsluna á ný og má finna skyr í mörgum réttum staðarins.
Þrettán hlýleg herbergi „Hugmyndin með skyrfram leiðslunni er að sýna gestum okkar hvernig skyr var og er framleitt og leyfa þeim auðvitað að smakka. Það má því segja að þetta sé söguog matartengd ferðaþjónusta. Hér bjóðum við upp á vandað og nota legt gistiheimili, fallegt bístró og glæsilegan matsölusað auk skyrs ins sem ferðafólkinu lýst afar vel á enda hefur þessi forna íslenska matargerð verið að slá í gegn út um allan heim,“ segir Elva Dögg Þórðardóttir sem hóf rekstur Skyr gerðarinnar sl. sumar. Gistiheimili Skyrgerðarinnar er með 13 nýupp gerðum herbergjum sem vandað var við að útbúa á sem hlýlegastan máta. Innifalið í næturdvöl gesta er heilsusamlegur og þjóðlegur morg unverður. Silungur og kótilettur Erlendur Eiríksson matreiðslu meistari með meiru hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Skyrgerðarinnar. „Veitingahús Skyrgerðarinnar verður opið dag lega og við sérhæfum okkur í ís lensku gæðahráefni sem við kolag rillum við 350°C í sérútbúnum kolagrillsofni frá Spáni. Af einstök um réttum vil ég sérstaklega nefna langskornu lambakótiletturnar, velferðarkjúklinginn og heilgrill aða silunginn frá Laugarvatni en á matseðlinum er fjölbreytt góðgæti
úr sveitunum í kring. Yfir miðjan daginn bjóðum við upp á úrval af gómsætum og grirnilegum heima bökuðum hnallþórum og tertum, sem Elfa eigandi bakar af mikilli ástríðu. Svo að sjálfsögðu nýtum við okkur skyrið og mysuna í ótal marga af réttum staðarins en hráefnið fáum við frá bænum Hvammi hér í Ölfusinu. Þá verð um við með skyr- og mysudrykki beint af krana og svo er Foss Dis tillery að brugga fyrir okkur ekta íslenskan Landa sem við notum í Kambakaffið okkar. Það eru margir spennandi hlutir að gerast hjá okkur núna á næstunni,“ segir Erlendur.
Skyrgerðin er til húsa í gamla þinghúsinu í Hveragerði sem nú hefur verið gert upp.
skyrgerdin.is Herbergi Skyrgerðarinnar eru vistleg og innréttuð í gömlum stíl.
Kolagrilluðu kótiletturnar í Skyrgerðinni eiga eftir að slá í gegn!
Vík í Mýrdal
Skaftfellingur til sýnis Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Vík í Mýrdal er staðsett í Kötlu setri í Brydebúð, elsta húsinu á svæðinu. Þar er einnig að finna sýningu um Kötlugos, Katla Volc ano Exhibition. Á móti Brydebúð er Skaft fellingsbúð sem hýsir hið sögu fræga skip, Skaftfelling VE 33, auk áhugaverðra upplýsinga um atburði sem gerðust í hafinu við suðurstönd Íslands. Skaftfellingur var byggður í Danmörku árið 1918 fyrir tilstilli Hlutafjelagsins Skaftfellings og var honum ætlað að bæta samgöngur með strand siglingum við Vík og VesturSkaftafellssýslu. Höfðu aðstæður til flutninga verið afar slæmar á svæð
Skaftfellingur færði löngum björg í bú til Víkur fyrr á tíð en skipið annaðist m.a. lengi vöruflutninga frá Vestmannaeyjum.
inu og þörf var á skipi til að flytja varning milli Reykjavíkur og Víkur og annarra hentugra löndunar
Byggðasafn undir Eyjafjöllum sem varðveitir menningararf Íslendinga í atvinnutækjum til lands og sjávar, handverki, húsakosti, bókum o.fl.
SKÓGASAFN Skógar Museum
Hið sögufræga skip Skaftfellingur er nú hýstur í Skaftfellingsbúð sem er á móti Brydebúð, elsta húsinu í Vík í Mýrdal.
staða. Skaftfellingur hóf áætlunar ferðir milli Vestmannaeyja, Víkur í Mýrdal og fleiri staða í júní 1918 og þjónaði hann Skaftfellingum dyggilega í tvo áratugi. Skaftfellingur flutti einnig fisk og annan varning milli Vest mannaeyja og Fleetwood í Bret landi í Seinni heimsstyrjöldinni og varð þekktur á Íslandi þegar hann bjargaði áhöfn þýsks kafbáts sem hafði orðið fyrir sprengjuárás
árið 1942. Er sá atburður gjarnan nefndur sem dæmi um mannúð á stríðstímum. Að stríði loknu flutti skipið varning milli hafna á Íslandi. Rekstri þess var hætt árið 1974 og skipið flutt til Víkur árið 2000. Í sumar verður skipið einn af safn kostunum í Vík. visitvik.is
Samgögusafnið sýnir þróun samgangna, tækni og rafrænna samskipta á Íslandi. Opið allt árið (nema 24. des) júní, júlí, ágúst 09–18, september til maí 10–17 simi 487 8845
www.skogasafn.is
1 Safnavegur, 861 Skógar Í Kötlusetri í Brydebúð er upplýsingamiðstöð ferðamanna að finna.
Skogasafn-Outdoors-ATHYGLI-2016-ISv2.indd 1
29.3.2016 14:58
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 49
SUÐURLAND
Sögu Vestmannaeyjagossins er hvergi hægt að segja nema í Eyjun segir Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima „Aðsóknin að sýningunni hefur verið fín og á síðasta ári komu til okkar um 36 þúsund gestir sem hlýtur að teljast harla gott þegar haft er í huga að vegna stopulla siglinga til Eyja fáum við ferða menn hingað fyrst og fremst yfir sumarmánuðina,“ segir Kristín Jó hannsdóttir, safnstjóri gosminja sýningarinnar Eldheimar í Vest mannaeyjum. Gosminjasýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Eyj um árið 1973, sem telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Gosið stóð yfir í rúma 5 mánuði og eyðilögðu hraun og aska um þriðjung byggðarinnar eða um 400 hús og byggingar. Á sýningunni er skyggnst inn í mannlífið og umhverfið í Vest mannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins. Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Miðpunktur sýn ingarinnar er húsið, sem stóð við Gerðisbraut 10 en það grófst undir ösku en hefur nú verið grafið upp og er áhrifamikið dæmi um hvern ig náttúruhamfarirnar fóru með heimili fólks.
Áhrifamikið að sjá verksummerkin með eigin augum Kristín segir að um 80% þeirra
Kristín Jóhannsdóttir segir það hafa mikil áhrif á gesti að skoða sýninguna, fara upp á Eldfellið og sjá með eigin augum vegsummerkin um þann hrikalega atburð sem gosið í Eyjum var.
Tveir ungir gestir skoða gosminjar í Eldheimum.
sem koma í Eldheima séu erlendir ferðamenn og um 20% Íslend ingar. „Það er magnað hvað fólk alls staðar að úr heiminum man þessa sögu enn þann dag í dag. Við reynum að sjá til þess að það sé alltaf einhver á vaktinni sem sjálfur upplifði gosið eða hefur rætt um það við sína nánustu.“ Hún segir gestina mjög áhugasama um gosið og lífið í Eyjum fyrir og eftir gos. Það hafi mikil áhrif á fólk að koma til Eyja, ganga um svæðið, fara upp á Eldfellið og sjá með eigin augum vegsummerkin um þennan hrika lega atburð. „Svona var þetta og
Kristín sem stendur vaktina. Hún segir að þótt opnunartími safnsins sé skemmri á veturna sé alltaf reynt hleypa inn gestum þótt þeir komi utan auglýsts opnunartíma. Hún segir að það taki flesta eina til eina og hálfa klukkustund að fara í gegnum safnið þótt sumir straui í gegnum það skemmri tíma. Aðspurð hvort til standi að stækka
það var hér sem þetta gerðist. Gos ið er hluti af sögu okkar og hana er hvergi hægt að segja nema hér.“ Það er Vestmannaeyjabær sem á og rekur Eldheima og er safnið opið allan ársins hring þótt ferða mennirnir komi fyrst og fremst yfir sumarmánuðina. Þegar mest er að gera starfa 4-6 manns við safnið en á veturna er það fyrst og fremst
safnið og grafa upp fleiri hús segir hún að það verði sjálfsagt gert þegar búið verður að tryggja stöð ugan straum ferðafólks til Eyja allt árið og Eldheimar hafa náð að vaxa og dafna eins og dæmi eru um á ýmsum ferðamannastöðum á fasta landinu. eldheimar.is
LAVA OPNAR MEÐ LÁTUM 1. JÚNÍ
OPIÐ
9:00 - 19:00 ALLA DAGA
Sundlaugin í Hveragerði. Keppt verður í sundi á landsmótinu.
Landsmót 50 ára og eldri í Hveragerði:
Stígvélakast, pönnukökubakstur og fuglagreining! Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður haldið í sjöunda sinn dagana 23.-25. júní næstkomandi. Mótið verður í Hveragerði en það er blanda af íþróttakeppni og ann arri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Þessi mót hafa verið haldin árlega síðan 2011 en í ár úthlutaði Ungmennafélag Íslands mótinu til Héraðssambandsins Skarphéðins, sem er mótshaldari. Hveragerðis bær stendur að baki mótshaldinu og kemur að undirbúningi þess og framkvæmd á margan hátt.
Mikil fjölbreytni er í keppnis greinum, t.d. hefðbundnar greinar á borð við badminton, golf, sund, þríþraut og hlaup en þess utan einnig óvenjulegri keppnisgrein ar, s.s. fuglagreining, línudans, pönnukökubakstur og stígvélakast. Keppnisgreinar mótsins eru í allt um 20 talsins. Mótið hefst föstudaginn 23. jún í og lýkur um miðjan dag á sunnu dag, 25. júní. Mótið er öllum opið, 50 ára á árinu og eldri. hsk.is
Upplifðu máttugustu náttúruöfl veraldar á stærstu gagnvirku sýningu landsins um eldgos og jarðskjálfta
Eldhjarta Íslands
Jörðin skelfur
Eldgos á Íslandi
Sköpun Íslands
Upplifðu öflugasta hluta kvikuuppstreymisins undir Íslandi á lifandi og skemmtilegan hátt.
Hvernig er að vera staddur í miðjum jarðskjálfta? þú kemst að því innan skamms!
Skoðaðu eldgos síðustu 100 ára á gagnvirkan máta, þar sem áhorfandinn hefur áhrif á sýninguna.
Sjáðu hvernig kvika hefur brotist upp á yfirborð jarðar í milljónir ára og skapað landið okkar.
Tryggðu þér miða á www.lavacentre.is
Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands Austurvegi 14, Hvolsvelli
50 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
SUÐURLAND
Country Dream býður gistingu í nýjum stúdíóíbúðum Sunnlenska ferðaþjónustufyrir tækið Country-Dream er að færa út kvíarnar og stækka gistiaðstöðu sem er í boði fyrir innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn í Langholti 2, rétt austan við Selfoss. Í Langholti er nú hægt að velja á milli gistingar í þremur 20-25 fermetra stúdíóíbúðum í sam byggðu gistihúsi, auk fjögurra tveggja manna herbergja í þjón ustuhúsi. Í stúdíóíbúðunum er eldhúskrókur með öllum nauðsyn legum borðbúnaði þar sem hægt er að elda mat, gistipláss fyrir 2-4 og baðherbergi með sturtu. Stórir flatskjáir eru í stúdíóíbúðunum og verönd með borði og stólum fyrir hverja íbúð. Í þjónustuhúsinu er setaðstaða fyrir gesti, bæði inni og úti á verönd og þar er heitur pott ur. Hægt er að hella upp á kaffi í þjónustuhúsinu, þar er líka að gangur að örbylgjuofni og brauð rist og óski gestir eftir morgunverði er hann borinn fram í sólskála.
Stutt í helstu náttúruperlur á Suðurlandi Það eru hjónin Fríður Sólveig Hannesdóttir og Ragnar Björgvins son sem standa að rekstri Country Dream ferðaþjónustunnar. Þau
Í Langholti hafa verið ræktaðir hestar í mörg ár og geta gestir Country Dream fengið að bregða sér á hestabak ef þeir vilja.
hófu starfsemina vorið 2016 og hafa viðtökurnar verið góðar, enda náttúruperlur að finna alls staðar í nágrenninu, s.s. Gullnahringinn, Þingvellir, Seljalandsfoss, Þórs mörk og fleiri áhugaverða staði. Þá eru fjölmargar fallegar göngu leiðir í nágrenni Langholts, fuglalíf mikið og fjölbreytt og norðurljósin tignarleg þegar sá árstími er. Þeir gestir sem það vilja geta fengið að bregða sér á hestbak í Langholti en Langholtshjónin búa að áratuga reynslu í bæði veitingarekstri og hestamennsku.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á gistiaðstöðunni hjá Country Dream og er nú m.a. boðið upp á gistingu í þremur splunkunýjum stúdíóíbúðum í sambyggðu gistihúsi og í fjórum tveggja manna herbergjum í þjónustuhúsi, sem er til vinstri á myndinni.
„Við hlökkum til að taka á móti gestum, innlendum sem er lendum og gera þeim dvölina hér í Langholti 2 sem allra besta og
eftirminnilegasta,“ segja Ragnar og Fríður. Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið info@countrydream.
is til að fá frekari upplýsingar eða haft samband í síma 482-1061. facebook.com/icelandiccountrydream
Aukin og bætt aðstaða í Byggðasafninu í Skógum „Það er ekki hægt að segja annað en að það gengur glimrandi vel hjá okkur. Eins og flest önnur söfn lifum við á aðgangseyri frá gestum og ferðamönnunum sem hingað koma,“ segir Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri Byggðasafnsins í Skógum. Hann segir að gestum fjölgi ár frá ári en á síðasta ári komu 74 þúsund gestir í safnið. Að sögn Sverris var síðasti vetur einnig góður og komu fleiri gestir í öllum mánuðum en á sama tíma í fyrra. Byggðasafnið í Skógum tók formlega til starfa í húsnæði Skóga skóla 1949. Safnið er í eigu fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu en helsti hvata maður að stofnun þess var Þórður Tómasson, sem var stjórnandi og helsta driffjöðurin í starfi þess langt fram á efri ár. Skógasafn er mikið að vöxtum og gefur góða innsýn í líf fólks og búskaparhætti á svæðinu á fyrri
Unnið hefur verið að því að lagfæra umhverfi Skógasafns. Meðal annars hafa bílastæði verið lagfærð og nýr móttökusalur tekinn í notkun.
tíð. Á safnsvæðinu er hægt að skoða gömul bæjarhús og bygg ingar af Suðurlandi sem hafa verið endurreist í Skógum og árið 2002 bættist við Samgöngusafn þar sem varðveittir eru munir og minjar sem tengjast þróun samgangna í landinu. Þar er meðal annars, í
samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, sögð áttatíu ára saga björgunarsveitanna.
Styrkja innra starf Í Skógasafni starfa 12 manns yfir vetrartímann en rúmlega 20 á sumrin. Sverrir segir að auknar tekjur af ferðafólki hafi gert þeim kleift að styrkja innra starf safnsins og ráða fagfólk, þar á meðal bæði forvörð og fornleifafræðinga sem ekki hefði verið hægt fyrir fáum árum. Nýlega var lokið við nýjan 150 fermetra móttökusal og anddyri sem gjörbreytir aðstöðu safnsins til að taka á móti stærri hópum ferða fólks. „Við fáum mikið af hópum hingað og þegar nokkrir slíkir
Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri Byggðasafnsins í Skógum við elstu bifreiðina sem varðveitt er í Samgönguminjasafninu, 100 ára Ford Model TT sem er í eigu Þjóðminjasafnsins.
komu á sama tíma vorum í vand ræðum með að taka á móti þeim sómasamlega. Nýi móttökusalur inn bætir mjög úr þessu.“ Áður en Sverrir réðst til safns ins árið 1999 var hann skólastjóri framhaldsskólans í Skógum. „Þegar framhaldsskólinn var lagður niður var ég á leiðinni í bæinn en þá ákvað stjórn safnsins að auglýsa eftir framkvæmdastjóra. Í stað þess að flytja til Reykjavík þróuðust hlutirnir þannig að ég varð hér áfram. Ég kann vel við mig hér og það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað,“ segir Sverrir Magnússon, safnstjóri í Skógum. skogasafn.is
Unnið að forvörslu í landbúnaðardeild Byggðasafnsins.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 51
SUÐURLAND LAVA – eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands
Sýning á heimsvísu á Hvolsvelli
Framkvæmdir við reisingu hússins hófust 24. nóvember á síðasta ári og nú, aðeins hálfu ári síðar er allt að verða tilbúið!
Nú fer að styttast í að á Hvolsvelli opni ein glæsilegasta afþreyingarog upplifunarmiðstöð um jarð fræði og hrikaleika náttúruaflanna sem til er í heiminum. LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Ís lands, er að ljúka byggingu glæsi legs húss þar sem verður stórbrotin kynning á Íslandi með áherslu á tilurð landsins. Nú er unnið dag og nótt við að ljúka uppsetningu sýningar og innréttinga í húsinu sem verður opnað fimmtudaginn 1. júní nk.
Skemmtilegt og krefjandi ferli „Þetta er búið að vera skemmtilegt ferli þar sem hlutirnir gerast hratt. Þessi staður hér austur á Hvols velli var valinn með tilliti til þess að hann er miðsvæðis á Suðurlandi og þaðan má sjá í beinni sjónlínu til Heimaeyjar, Surtseyjar, Heklu, Tindfjalla, Eyjafjallajökuls, Mýr dalsjökuls og allt austur að Kötlu. Á skömmum tíma hefur góð hug mynd orðið að veruleika með að komu nokkurra fjárfesta og fjölda sérfræðinga um jarðfræði, veður fræði, jarðskjálfta og almennt þau
Möttulstrókurinn Í LAVA miðstöðinni á eftir að vekja gríðarlega eftirtekt en þar slær margmiðlunartæknin sannarlega í gegn.
gríðarlegu náttúruöfl sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum og eru enn að,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, markaðsstjóri Lava eldfjallamiðstöðvarinnar. Markmiðið með LAVA verk efninu er að laða að ferðamenn sem fara í gegnum Hvolsvöll og lengja dvöl þeirra á svæðinu, að bjóða upp á einstaka og áhuga verða upplifun og almennt mynda jákvæð samfélagsleg áhrif en við miðstöðina munu skapast allt að 30 störf. Í eldfjallamiðstöðinni verður einnig alhliða upplýsinga miðstöð fyrir ferðamenn og upp lýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir komið á framfæri í samvinnu við Almanna varnir, Veðurstofu Íslands og lög reglu. Í LAVA miðstöðinni verður einnig minjagripaverslun Ramma gerðarinnar og vegleg veitinga- og þjónustuaðstaða með sæti fyrir 250 gesti.
Sýning á heimsvísu „LAVA mun leiða fólk í gegnum jarðsöguna með hjálp nýjustu margmiðlunartækni og þar verður djásnið í kórónunni 12 metra hár möttulstrókur sem Ísland er í raun myndað á og rís úr hafi. Ferða mönnum mun gefast kostur á að upplifa náttúruöflin í fleiri rýmum hússins sem m.a. munu innihalda jarðskjálftahermi, kvikugang og hraunflæði. Þá verður boðið upp á eldgosasýningu í sérstökum kvik mynda- og fyrirlestrarsal,“ bætir Ásbjörn við. „LAVA verður í raun glugg inn inn í Kötlu jarðvang (Katla Geopark) og þar munum við leggja áherslu á jarðfræði og virkni nátt úruaflanna á landsvísu en um leið beina ferðafólki á söfn og sýningar um svipuð efni á Suðurlandi, t.d. Eldheima í Vestmannaeyjum. Við erum á miðju virkasta eldfjalla svæði landsins og í næsta Heklu gosi verður vonandi kjörið af fylgj ast með því í „beinni útsendingu“
Ásbjörn Björgvinsson, markaðsstjóri LAVA: „LAVA mun leiða fólk í gegnum jarðsöguna með hjálp nýjustu margmiðlunartækni.“
Lokahönd á verkið. Listar utan á húsinu skapa skemmtilega skugga í timburverkið.
frá útsýnispalli hússins. Við nýtum alla nýjustu tækni til að veita upp lýsingar í rauntíma um gang mála á helstu umbrotssvæðum landsins
og verðum tengd við mæla og ann an búnað sem vísindamenn nota til að fylgjast með frá mínútu til mín útu. Við erum þess fullviss að þetta muni höfða til flestra ferðamanna sem til landsins koma og ég get fullyrt hér og nú að margmiðlunar tækni snillinganna í Gagarín mun tryggja að enginn ferðamaður eða venjulegur Íslendingur mun ganga þaðan út ósnortinn. Þetta verður sýning á heimsvísu,“ segir Ásbjörn markaðsstjóri. lavacentre.is
Upplýsingum um helstu eldstöðvar Íslands er veitt til gesta með hjálp nýjustu tækni.
Allt að 280 sæta veitingahús „Þetta er spannandi verk efni sem við höfum unnið að sleitulaust í heilt ár og við erum full tilhlökkunar að opna hér glæsilegan veitinga stað fyrir 260-280 manns,“ segir Ásbjörn Pálsson, fram kvæmdastjóri Kötlu mathúss sem mun sjá um veitingar í eldfjallamiðstöðinni. Hann stendur að rekstrinum ásamt tveimur félögum sínum. „Katla mathús verður glæsileg viðbót í veitinga húsaflóruna á Suðurlandi og við munum hafa hér opið frá kl. 09 á morgnana fram eftir kvöldi eða eins lengi og kúnn arnir vilja. Við opnum hér 1. júní næstkomandi og vantar eiginlega ekkert annað í okkar sal annað en borðin og stól ana. Eldhúsið er komið og við verum klárir með allt til reiðu og gómsætan mat á borðum þegar stóra stundin rennur upp,“ segir Ásbjörn.
Velkomin í ELDHEIMA nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum
Áhersla á handverk og hönnun „Rammagerðin leggur megináherslu á íslenskt handverk og hönnun og hefur gert í áratugi en Rammagerðin var stofnuð árið 1940. Við viljum vera leiðandi í því að bjóða fjölbreytt úrval af vörum frá ís lensku handverksfólki og hönnuðum ásamt gæðavörum úr íslensku hráefni,“ segir Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinn ar sem verður með glæsilega verslun í LAVA miðstöðinni. Rammagerðin hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og opnað nýjar verslanir þar sem hvergi er slegið af kröfunum. „Okkar flagg skip og nýjasta verslun er á Skólavörðustíg 12 í Reykjavík og nú er undirbúningur á lokastigi við opnun verslunar í 330 m2 rými í hinni stórglæsilegu LAVA eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli. Þar munum við sem fyrr leggja áherslu á vandaðar vörur og afbragðs þjónustu,“ segir Lovísa.
www.eldheimar.is - eldheimar@vestmannaeyjar.is - Sími 488 2000
52 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
SUÐURLAND
Ný Flóra á traustum grunni Garðunnendur þekkja vel til Garð yrkjustöðvar Ingibjargar í Hvera gerði en heimsókn þangað markar upphaf sumars hjá mörgum. Fyrr á árinu urðu nokkrar breytingar þeg ar fyrri eigendur, Hreinn og Ingi björg, létu af störfum eftir 36 ára farsælan rekstur. Nýir eigendur eru Þorvaldur Snorrason og kona hans Sigríður Sigurðardóttir ásamt syst ur hennar, Rögnu Sigurðardóttur og eiginmanni hennar Kristni Al exanderssyni. „Ég hef starfað hér í sex ár svo ég er öllum hnútum kunnugur,“ segir Þorvaldur og bætir við að engar breytingar hafi orðið á starfs
liðinu. „Við munum halda áfram að byggja á þessum trausta grunni og reksturinn verður með óbreyttu sniði. Við höldum jafnframt sömu kennitölu en þó verður sú breyting á að stöðin hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Flóra – garðyrkju stöð.“
Góð blóm seljast alltaf „Ég er garðyrkjufræðingur að mennt en Sigríður og Ragna koma jafnframt úr mikilli garðyrkjufjöl skyldu,“ segir Þorvaldur. Faðir og afi þeirra systra áttu og ráku Garð yrkjustöðina Fagrahvamm í áratugi auk þess sem afi þeirra og afasystir
stofnuðu blómabúðina Flóru í Austurstræti 7 árið 1932. Flóra var ein fyrsta blómabúðin í Reykjavík en þaðan er hið nýja nafn einmitt komið. Þorvaldur segir sumarvertíðina vera komna á fullt skrið um þessar mundir og að svo virðist sem að aukning í neyslu, sem hófst í fyrra, haldi áfram í ár. „Það eru eiginlega allar plöntur tilbúnar til sölu. Við bjóðum upp á mikið úrval vinsælla sumarblóma, eins sólboða, stjúpur og snædrífur, enda eru flestir nokkuð staðfastir í vali á milli ára. Við reynum þó alltaf að prófa eitt hvað nýtt, koma með nýja liti eða
Sögusetrið Oddi á Rangárvöllum Á Rangárvöllum, skammt sunnan þjóðvegarins á milli Hellu og Hvolsvallar, er að finna einn þekktasta sögustað á landinu og eitt mesta höfðingja- og mennta setur landsins til forna: Odda á Rangárvöllum. Ofan við Oddastað er hóllinn Gammabrekka og þaðan er víðsýnt um allt Suðurland, allt frá Reykjanesfjallgarði í vestri til Eyjafjallajökuls í austri. Frá upphafi kristni á Íslandi hefur staðið kirkja í Odda. Segir í bókum að sú fyrsta hafi verið byggð fyrir ábendingu loftsýnar og að menn hafi sést svífa um loftið og varpa niður spjóti. Þar sem spjótsoddurinn stakkst í jörð var kirkjan byggð. Núverandi kirkja er timburkirkja, reist árið 1924 og tekur um 100 manns í sæti, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Í eigu Odda kirkju eru margir góðir gripir en merkastur er silfurkaleikur sem talinn er frá um 1300. Altaristaflan er eftir Anker Lund, máluð 1895 og sýnir Krist í grasgarðinum Get semane. Skírnarfontur er útskorinn og málaður af Ámunda snikkara Jónssyni.
Oddi á Rangárvöllum var eitt mesta höfðingja- og menntasetur landsins til forna. Þaðan er víðsýnt og frá bæjarhólnum blasir fjallahringur Suðurlandsundirlendis við í heiðskíru veðri. Ljósm. Guðmundur Rafn Sigurðsson.
Sæmundur fróði Oddi var ættaróðal Oddaverja, einnar valdamestu ættar á þjóð veldistímabilinu. Nafntogaðastur Oddaverja var Sæmundur Sigfús
Ferða- og menningarnefnd Hruna mannahrepps efnir í sumar til átta gönguferða en þetta er 16. sumarið sem boðið er upp á þessar ferðir. Í sumar verður farið í tvær ferðir
Þorvaldur segir að rekstur stöðvarinnar verði óbreyttur en hún hafi þó fengið nýtt nafn og heitir nú Flóra - garðyrkjustöð
annað. Verðlag skiptir auðvitað máli og við reynum að halda því lágu en við viljum þó fyrst og hafa blómin eins falleg og góð og við mögulega getum. Góð blóm seljast alltaf.“
son (1056-1133), kallaður fróði. Hann var sendur ungur til náms, sennilega í Frakklandi. Eftir ára langa fjarveru sneri Sæmundur heim, tók prestvígslu og settist að á föðurleifð sinni og goðorði í Odda. Heimildir segja frá kennslu hans og ritstörfum á latínu, e.t.v. þeirra fyrstu af hendi Íslendings. Engin ritverk hans hafa þó varðveist svo vitað sé en þau hafa mótað innlend fræðaskrif og verið heimildir síðari verka. Sonarsonur Sæmundar fróða var Jón Loftsson (1124-1197) og bjó hann líka í Odda. Hann var valdamestur höfðingi á Íslandi um sína daga og jafnframt mikilsvirt astur þeirra allra, friðsamastur og
ástsælastur. Jón tók Snorra Sturlu son í fóstur og kenndi honum sitt hvað.
Rækta á fjórum stöðum Í Flóru má finna mikið úrval af alls kyns plöntum, frá sumarblómum, pottaplöntum, mat- og krydd jurtum til alls kyns trjáa og runna. Söluskála garðyrkjustöðvarinnar og ræktunarsvæði er að finna í Heið mörk 38 í Hveragerði, en starfsemi
fyrirtækisins er þó töluvert um fangsmeiri. „Við ræktum á fjórum stöðum hér í Hveragerði og seljum einnig til Garðheima, IKEA, blómaheildsala og sveitarfélaga, svo eitthvað sé nefnt. Við erum svo heppin að hafa mjög marga trausta kúnna sem koma til okkar ár eftir ár og svo bætist alltaf við í hóp inn,“ segir Þorvaldur að lokum og heldur áfram undirbúningi sínum fyrir gróskumikið sumar. ingibjorg.is
Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2017
VETUR, SUMAR, VOR OG HAUST Mýrdalur hefur upp á margt að bjóða, árið um kring!
sem ekki hafa verið farnar áður á vegum nefndarinnar. Allar ferð irnar verða á miðvikudagskvöldum nema ferðirnar 1. júlí og 26. ágúst sem eru dagsgöngur. Frítt er í allar kvöldgöngur en innheimt verður fyrir leiðsögn/akstur í dagsgöngur.
Kvöldgöngurnar eru þessar: 21. júní: Frá Jötu að byrgi Fjalla-Eyvindar. 28. júní: Frá Laugum í Gildur haga. 5. júlí: Frá Kald bak að Núpsvatni. 12. júlí: Frá Sól heimum að Hörgholti. 19. júlí: Frá golf skálanum Snússu í Álfaskeið. 26. júlí: Frá Hruna kirkju í Hrepphóla kirkju. Dagsgöngurnar eru tvær: 1. júlí verður lagt af stað kl 11:00 frá bænum Fossi. Þaðan er gengið upp á Tjarnheiði og svo haldið í suðurátt fram á Ingjaldshnjúk þar sem er víðáttumikið útsýni. Þaðan
er haldið niður að eyðibýlinu Hildarseli og Kistufoss í Litlu-Laxá skoðaður. Þá verður gengið um Fagradal til baka að Fossi. Gangan sem tekur 5-6 klst. 26. ágúst verður gengið niður með hinu stórkostlega gljúfri Stóru-Laxár en það er rómað fyrir náttúrufegurð og endað við bæinn Kaldbak. Gangan er í samstarfi við Upplit, menningarklasa upp sveita Árnessýslu. Athugið að það þarf að panta í þessa ferð í síma 692 3882 eða 699 5178. Leiðsögumenn í ferðunum verða þau Helgi Már Gunnarsson og Kolbrún Haraldsdóttir, Flúðum. Allir eru hjartanlega vel komnir. upplit.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 53
SUÐURLAND
Laugarvatnshellir aftur í notkun! Laugarvatnshellir er staðsettur í miðjum Gullna hringnum skammt frá Laugarvatni og nú er verið að endurgera hann eins og hann leit út þegar þar var búið á árunum 1910-1922. Raunar eru hellarnir tveir, aðalhellirinn og svo annar við hliðina sem nýttist fyrir bú fénað. Í sumar verður boðið upp á ferðir með leiðsögn um hellana og saga ábúenda gerð ljóslifandi auk þess sem hægt er að kaupa minja gripi og veitingar. Við ræddum við frumkvöðul þess að gera hell ana aðgengilega fyrir ferðamenn, Smára Stefánsson framkvæmda stjóra en hann býr á Laugarvatni.
Búið til ársins 1922 „Markmið okkar er að endurgera hellinn til að gestir geti gert sér í hugarlund hvernig þar var búið og hvernig menningarheimur íbúanna var. Það var árið 1910 sem ung og nýgift hjón, Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir, fluttu í hellinn þar sem engin jörð var á lausu í Laugardal. Þessir fyrstu ábúendur bjuggu í hellinum í eitt ár. Árið 1918 fluttu önnur hjón inn, Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir og bjuggu þar til ársins 1922. Á því tímabili eignuðust þau þrjú börn. Bæði þessi hjón voru auðvitað með búskap en drýgðu tekjurnar með veitingasölu
nánu samráði við Minjastofnun Ís lands. Mikilvægt er að hafa slíkan samstarfsaðila með í ráðum til að endurbyggingin verði eins vel úr garði gerð og mögulegt er,“ segir Smári ennfremur.
Svona kemur Laugarvatnshellir til með að líta út. Hann verður opinn ferðafólki í sumar.
enda hellirinn í alfaraleið þeirra sem ferðuðust milli Laugardals og Reykjavíkur,“ segir Smári.
Þessi mynd er tekin árið 1921 af íbúum Laugarvatnshellis skömmu áður en ábúð lauk þar.
Sauðataði mokað út Framkvæmdir við endurbætur á hellinum standa nú sem hæst. Fyrst var mokað út úr honum sauðataði og ýmsum jarðvegi, þá var byggt fyrir hellisopið og svo innréttað í þeim stíl sem áður var. Þá verður sett upp tjald fyrir utan hellinn þar sem seldar verða léttar veitingar eins og ábúendurnir gerðu forðum daga. „Öll vinna við endurgerð híbýlisins er unnin í
Einstök saga Smári Stefánsson og hans sam starfsfólk er ekki ókunnugt hellum og leiðsögn um þá en hann hefur um árabil rekið fyrirtækið Laugar vatn Adventure en það hefur staðið fyrir leiðsagnarferðum í nágrenni Laugarvatns. „Þessi opnun Laugar vatnshellis er góð viðbót við okkar þjónustu og við munum leggja okkur fram um að leyfa ferðafólki að upplifa tíðarandann sem ríkti í íslensku sveitasamfélagi á fyrstu áratugum síðustu aldar. Það er alveg einstakt að búið hafi verið í hellinum og hér fáum við einstakt tækifæri til að segja þá sögu með áþreifanlegum hætti,“ segir Smári. Opið verður í Laugarvatnshelli í sumar frá kl. 10-18 alla daga. Boð ið verður upp á leiðsögn í hellinn á hálftíma fresti og aldrei fleiri en 20 manns í hóp. thecavepeople.is
VELKOMIN Í
SVEITINA
Hjá okkur finnur þú fjölbreytta gistingu af ýmsu tagi um land allt, frá litlum og notalegum stöðum upp í stærri gististaði sem henta vel fyrir hópa. Við bjóðum einnig upp á afþreyingu við allra hæfi í fögru og friðsælu umhverfi sveitarinnar.
heyiceland.is/is
54 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Meðal viðburða á Reykjanesi 4.-21. maí
Listahátíð barnanna í Reykjanesbæ.
27. maí
Torfærukeppni á Reyjanesi.
29. maí-3. júní
Vika jarðvangsins.
2.-3. júní
Rally Reykjanes.
3. júní
Bláalónsþrautin, hjólreiðakeppni.
9.-11. júní
Sjómannadagshátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík.
23.-25. júní
Sólseturshátíð í Garði.
24. júní
Jónsmessuganga frá Grindavík.
18.-20. ágúst
Fjölskyldudagar í Vogum.
25.-27. ágúst
Sandgerðisdagar.
Í Duushúsi eru fróðlegar sýningar og kjörið að setjast niður á a Kaffi Duus eftir að hafa skoðað þær.
31. ágúst-3. sept. Ljósanótt í Reykjanesbæ. September
Sauðfjárréttir Grindavíkurbænda.
Nánar á visitreykjanes.is og heimasíðum sveitarfélaga. Mynd: Markaðsstofa Reykjaness
Sigurbjörn Sigurðsson, veitingamaður í Kaffi Duus.
Duushús í Reykjanesbæ
Mikil aðsókn árið um kring Mikið hefur verið að gera undan farin misseri hjá Sigurbirni Sig urðssyni á Duushúsi í Reykja nesbæ. Þar munar mestu um auk inn straum ferðamanna, sem eru 90% gesta staðarins. Staðurinn er tæplega 20 ára en Sigurbjörn var áður verktaki, bæði húsa- og skipa smiður og byggði húsið sjálfur. Byrjaði með sal með 35 sæti, en er búinn að bæta við þetta sex sinn um og nú eru komin sæti fyrir 250 manns. „Ég byrjaði á þessu 1997 í nóvember og þetta er því nítjánda
árið mitt í þessum bransa,“ segir Sigurbjörn. „Við höfum verið með allt upp í 300 manns í mat á kvöldi, en 100 til 150 manns er algengur fjöldi, langmest erlendir ferðamenn. Nú er orðin góð traffík allt árið og engir dauðir dagar lengur. Mesti munurinn er á vetrinum en hérna áður fyrr kom maður oft skað brenndur undan honum,“ segir Sigurbjörn. „Við erum með hlaðborð í há deginu og hádegisverðarseðil, kaffi
hús á daginn og kvöldmatarseðil frá sex til 10 á kvöldin, en neitum aldrei neinum þó þeir komi eitt hvað seinna. Hingað koma bæði gestir af götunni, bókaðir hópar og mikið af rútum, bæði Íslendingar og erlent fólk, en stærsti hlutinn eru erlendir ferðamenn og það koma fleiri og fleiri.“
Spjallar við gestina Innangengt er í bátasafn Gríms Karlssonar og svo er listasafnið í húsinu líka, sem og upplýsinga
miðstöð fyrir ferðamenn í nýupp gerðu húsi. „Og við erum í góðum tengslum við söfnin enda opið frá okkur inn á bátasafnið. Við erum hérna við höfnina og útsýnið frá bært, smábátarnir hérna alveg við, Snæfellsnesið í norðrinu og í góðu veðri sitja gestirnir úti á verönd í kaffi og mat. Þetta er mikil yfirlega ef maður vill hafa þetta þokkalegt. Maður þarf að vinna mikið í því að kynna staðinn, fá rúturnar hingað, hafa góða heimasíðu og gott starfsfólk.
Ég er hérna alla daga að þjóna og spjalla við gestina, en er minna á kvöldin. Ég hef gaman af því að vita hvaðan gestirnir koma og hvers vegna og þeim finnst gaman að fá athygli og gott viðmót. Góð afspurn er besta auglýsingin og hana höfum við haft undanfarin ár. Við erum ánægð með stöðuna í dag og lítum því bara björtum augum á framtíðina,“ segir Sigur björn Sigurðsson. duus.is/en
REYKJANES
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 55
„Ferðamenn staldra lengur við á Reykjanesi“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness „Við hófum bílatalningar í júní í fyrra, m.a. við Garðskagavita og það sem kom okkur hvað mest á óvart í þeim tölum er að það svæði heimsóttu um 170 þúsund manns frá því að mælingar hófust til loka árs 2016. Við höfum verið með spurningalista fyrir ferðamenn en talningar á bílum gefa okkur skýr ari mynd af því hvernig dreifing ferðamanna er hér á svæðinu. Þær staðfesta margt af því sem við vissum fyrir en eru líka mikil vægt tæki til að ákveða áherslur í uppbyggingu áfangastaða hvað varðar t.d. aðgengi og slíkt,“ segir Þuríður Aradóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness.
Reykjanes Geopark og náttúran þungamiðjan Reykjanesskaginn er í dag svo kallaður Unesco Global Geopark, öðru nafni jarðvangur, og skil greindur sem slíkur í verndará ætlun UNESCO. Formlega var Reykjanes vottað sem Geopark ár ið 2015 og var 66. svæðið í Evrópu til að fá þessa vottun. Þuríður segir jarðvanginn og náttúru Reykjaness vera þungamiðjuna í ferðaþjón ustusvæðisins. „Bláa Lónið dregur að sér fjölda ferðamanna og er sem slíkt mjög stór og mikilvægur hlekkur í ferða þjónustunni hjá okkur. Hins vegar má segja að við byggjum almennt
Á Reykjanesi má glögglega sjá flekaskilin í jarðskorpunni og hvernig þau mætast. Ferðafólk getur hér gengið í bókstaflegri merkingu milli heimsálfa.
mikið á fjölbreytileikanum og náttúrunni. Tölurnar um Garð skagavita sýna okkur að þangað koma ferðamenn alla daga ársins og dreifingin er líka talsverð innan sólarhringsins. Þannig er fólk t.d. að koma til að sjá norðurljósin á veturna og kvöldsólina á sumrin. Garðskaginn er jafnframt vinsæll meðal heimafólks og sömuleiðis er verið að byggja upp þjónustu á svæðinu sem laðar líka að sér gesti,“ segir Þuríður.
Garðskagavita heimsækja um 170 þúsund manns árlega. Myndir: Markaðsstofa Reykjaness / Snorri Þór Tryggvason.
Meiri fjárfesting en áður Merki eru um aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Reykjanesi, líkt og öðrum svæðum landsins. Þar má nefna sem dæmi að fyrsta hót elið er að rísa í Garðinum og opnar í maí. Þuríður nefnir nýjungar í afþreyingu á borð við hvala skoðun og sjóstangveiði frá Kefla vík, skipulagðar fjórhjólaferðir og fjallahjólaleigu í Grindavík, göngu ferðir með leiðsögn og sjókajaka ferðir, svo fátt sé nefnt. „Þrátt fyrir að við séum með
Gunnuhver í ham.
Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnissjóri Markaðsstofu Reykjaness.
Keflavíkurflugvöll á okkar svæði og staðsett rétt við höfuðborg landsins þá erum við tiltölulega nýuppgötvað ferðamannasvæði og áfangastaður. Fjárfesting í ferða þjónustu fór að aukast fyrir 3-4 árum. Við fórum í samstarf með ferðaþjónustuaðilum árið 2014 með það að markmiði að móta sameiginlega sýn á það fyrir hvað við viljum láta Reykjanes standa fyrir og á hvað við viljum leggja áherslu í markaðsstarfi. Að mínu mati erum við farin að sjá árangur
af þessari vinnu. Við höfum skil greint hvaða staðir eru áhuga verðastir að heimsækja og leggjum áherslu á að fólk gefi sér tíma til að hafa hér viðdvöl og njóta jafn framt þeirrar gistiþjónustu sem hér er. Gististaðirnir hafa verið dug legir að miðla þessum áherslum til sinna viðskiptavina og við sjáum að meðalfjöldi gistinátta hefur aukist talsvert að undanförnu. Við finnum líka fyrir því að áhugi er að aukast á dagsferðum um svæðið út frá Reykjavík en samt er ekki mögulegt að sjá allt sem áhugavert er á Reykjanesi á einum degi. Fjölbreytileikinn er meiri hjá okkur en svo. En það er alveg ljóst að Reykjanes Geopark mótar þá umgjörð sem við vinnum með, bæði hvað varðar áhugaverða staði á borð við flekaskilin, sem er ein stakur staður á heimsvísu, yfir í að fólk kynnist því hvernig jarð varminn og náttúran tvinnast inn í mótun og daglegt líf fólks á svæð inu,“ segir Þuríður.
240 kílómetrar í gönguleiðum Fá svæði landsins bjóða upp á ann að eins af merktum gönguleiðum og Reyjanes en í heild eru um 240 kílómetrar af merktum göngu leiðum á svæðinu, sú lengsta frá Reykjanestá og austur til Þingvalla. „Sú leið er sífellt að verða vin sælli og fólk tekur hana þá gjarnan í áföngum. En síðan eru fjölmargar styttri og sérhæfðari gönguleiðir. Okkar áhersla hefur verið að gera bæði gönguleiðirnar og aðgengi að helstu náttúruperlum vel úr garði og að fólk eigi auðvelt með að komast á staðina. Við erum að reyna að fá fólk til að hægja á hrað anum, fara út úr bílunum, anda að sér ferska Reykjanesloftinu og njóta. Enn er veturinn talsvert ró legri hjá okkur en sumarið en engu að síður hefur árstíðasveiflan minnkað. Það styrkir rekstur ferða þjónnýsköpun og fjárfestingu. Þetta eru dæmi um þau jákvæðu merki sem við erum að sjá í grein inni hjá okkur,“ segir Þuríður. visitreykjanes.is
M74. Studio — 2017
United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization
REYKJANES UNESCO GLOBAL GEOPARK VIÐ HÖFUM GÓÐA SÖGU AÐ SEGJA reykjanesgeopark.is — visitreykjanes.is
Reykjanes UNESCO Global Geopark
56 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
REYKJANES
Gróska og vöxtur hjá GEO hóteli í Grindavík Rætt við Lóu Bergljótu Þorsteinsdóttur hótelstjóra „Þann fyrsta júní eru komin tvö ár síðan við opnuðum GEO Hótel formlega og hefur nýtingin farið hratt upp á við síðan. Búið er að vera mikil gróska og vöxtur, bæði hjá okkur og í bænum yfir höfuð. Gestirnir okkar fara héðan ánægðir og við erum þegar farin að njóta góðs orðspors bæði erlendis og innanlands,“ segir Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir hótelstjóri. Hótelið er í Festi, glæsilegu uppgerðu húsi sem áður var fé lagsheimili Grindvíkinga. „Húsið var tekið í notkun 1972. Flest sem gerðist í bænum fór fram í þessu húsi, allt frá erfisdrykkjum upp í brúðkaupsveislur og böll og aðrar skemmtanir. Þá var mikið blóma skeið hér og margir sem eiga góðar minningar úr þessu húsi,“ segir Lóa.
Vegglistaverk í svítunni Húsið hafði staðið autt í þónokkur ár þegar nýir eigendur tóku við því og var það frekar illa farið. Búið að brjóta og bramla og þessi gamla góða bygging orðin að draugahúsi í miðjum bænum. „Eigendurnir sáu engu að síður áskorun í þessu og þó alltaf sé erfitt að koma fyrir hóteli í húsi sem byggt hefur verið í allt öðrum tilgangi, þá hentaði þetta hús vel og passaði fyrir hótel herbergin og gangana og starfsem ina alla. Hérna komum við fyrir 36 herbergjum og erum með gott anddyri og morgunverðarsal og öll aðstaða sem þarf að vera til staðar á svona hóteli.“ Allir veggir eru upprunalegir og gluggarnir nokkurn veginn á sama stað en það bara lokað fyrir nokkur hurðarop. Gamli inngangurinn í húsið er merkilegur fyrir það að þar er vegglistaverk eftir Kjartan
Eitt af herbergjum hótelsins. Þau eru öll björt og vistleg með baðherbergi.
Úr svítu hótelsins, en þar nýtur veggskreytingin sem var í anddyri félagsheimilisins sín vel.
stæðu náttúru sem hér er; stórkost legar jarðmyndanir, jarðhitasvæð in, klettarnir og sjórinn og margt fleira að sjá og njóta. Ferðamenn eru að gera sér grein fyrir þessu í auknum mæli.“
Ragnarsson eldri, fjórar leirmyndir. Þær fengu að halda sér í aðalher berginu sem er „svíta“ hótelsins eða stórt fjölskylduherbergi.
Njóta nálægðar við Bláa lónið „Þetta er fyrsta hótelið í bænum og vissulega vakti það upp smá spurningar hvað við værum að gera þarna. En við erum náttúrulega með einn fjölsótta ferðamannastað landsins í Grindavík, sem er Bláa lónið, þó eitt fjall sé á milli, Þor björn. Því miður vita fæstir þeirra sem koma í Bláa lónið að það er bær hérna megin. Lónið hefur mikið aðdráttarafl, en Reykjanesið að öðru leyti hefur verið vannýtt náttúruperla. Fólk hefur bara keyrt í gegn frá flugvellinum til höfuð borgarinnar og til baka. En nú eru ferðamenn farnir að staldra lengur við á svæðinu og njóta hinnar sér
Lóa Bergljót hótelstjóri i anddyri hótelsins. Hún er ánægð með gang mála en hefur þó áhyggjur af hækkun söluskatts á ferðaþjónustuna og háu gengi krónunnar.
Mest um útlendinga „Að mestu leyti eru gestirnir út lendingar þó við fáum alltaf Ís lendinga líka í nokkrum mæli, bæði einstaklinga og fyrirtækja- og ráðstefnuhópa. Ameríkanarnir eru mest áberandi hjá okkur og mikið af þeim stoppar stutt við. Eru að millilenda hér og stoppa hér í tvo til þrjá daga og skoða náttúruperl urnar og Bláa lónið og halda svo ferðinni áfram. En fólk kemur líka hingað og stoppar í nokkra daga og er þá að skoða sig um í nágrenn inu. Það er reyndar svolítill munur á þessu eftir árstíðum. Vetrarferða
Sjávarútvegs- og ferðamannabærinn Grindavík Grindavík er einn af öflugustu sjávarútvegsbæjum landsins og þá sögu geta ferðamenn, sem heim sækja bæinn, kynnt sér með ýms um hætti. Lengi vel snerist lífið í bænum um saltfisk og þó að salt fiskurinn sé ennþá mikilvæg út flutningsafurð í Grindavík hafa tímarnir breyst. Verkun og út flutningur á ferskum fiski er orðin ein meginstoð útgerðar í Grinda vík og skiptir nálægðin við alþjóða flugvöll þar miklu.
Sjóarinn síkáti Um komandi sjómannadagshelgi, dagana 9.-11. júní næstkomandi, verður mikið um að vera í Grinda vík þegar ein stærsta sjómanna- og fjölskylduhátíð landsins, Sjóarinn síkáti, verður haldin. Dagskráin er fjölbreytt og fyrir yngstu kyn slóðina má nefna Sirkus Íslands, Skoppu og Skrítlu, hoppukastala, andlitsmálningu, Sigga sæta, Sollu stirðu og margt fleira. Rokktón leikar verða með fræknum Grind Í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindvíkinga, er Saltfisksetur Íslands til húsa.
víkur en þar er einmitt Saltfiskset ur Íslands til húsa. Þar er hægt að kynna sér þessa merku sögu í þaula á áhugaverðri og skemmtilegri sýningu, en í Kvikunni eru einn ig tvær aðrar sýningar, Jarðorka og Guðbergsstofa, svo að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi.
víkingum, Ingó og Veðurguðirnir skemmta og þannig mætti lengi telja.
Iðandi mannlíf á bryggjunni Í Grindavík er hægt að sjá og skoða fiskverkun og -vinnslu frá öllum hliðum. Bryggjan, sem er lífæð bæjarins, iðar af lífi flesta daga ársins og þar má komast í einstakt návígi við þessa undirstöðu at vinnugrein okkar Íslendinga. Síðan er tilvalið að rölta í Kvikuna, auð linda og menningarhús Grinda
Flóra veitingahúsa Eftir fróðlega ferð um bryggjuna í Grindavík er svo kjörið að enda daginn á einhverjum af þeim fjöl mörgu veitingahúsum sem Grinda vík hefur upp á að bjóða og ekki úr vegi að gæða sér á ferskum fiski sem landað var á bryggjunni í Grindavík samdægurs. Þeir sem enn eiga orku að kvöldi geta svo fengið sér göngutúr um bæinn og jafnvel séð norðurljósin dansa á himninum eða hlustað á brimið berja á fjörunni. visitgrindavik.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 57
REYKJANES
GEO hótel í Grindavík er til húsa í hinu fornfræga félagsheimili Festi í Grindavík. Það er hús með mikla sögu.
mennirnir eru að gista lengur, eru ekki að ferðast á milli hótela. Þeir eru hér allt frá tveimur til þremur dögum upp í viku til tíu daga. Yfir sumarið er meira kapp við að komast yfir sem mest, meira svæði og jafnvel allan hringinn og þá stoppa ferðamennirnir oftast stutt á hverjum stað. Þá erum við vin sæll áfangastaður hvort sem um er að ræða fyrsta hótelið á ferðalaginu eða það síðasta. Þannig njótum við nálægðarinnar við flugvöllinn,“ segir Lóa.
Bera okkur vel söguna En hvernig fer nýtt hótel að því að vekja athygli á tilveru sinni um veröld víða? Lóa segir að undir búningur fyrir kynningu á hótel inu hafi ekki verið mikill þegar farið var af stað, en byrjað var á sölu og markaðssetningu á netinu. „Við byrjuðum á bókunarvélum á netinu, sem eru aðgengilegar um allan heim. Svo náðum við smám saman sambandi við fleiri og fleiri ferðaskrifstofur. Því eru nú bæði ferðaskrifstofur að bóka einstakl inga og hópa og gestir sem bóka sig beint og hafa þá fundið okkur á netinu. Þar skiptir miklu máli að vera með góðar umsagnir, að ferða maðurinn fari glaður frá okkur og setjist við tölvuna þegar heim er komið og skrifi vel um hótelið. Það hefur tekist vel hjá okkur frá fyrsta degi. Við höfum verið að skila frá okkur ánægðum gestum sem bera okkur vel söguna og þá fer boltinn að rúlla.“ GEO hótel er vel staðsett með Bláa lónið í túnfætinum, stutt út á Reykjanes til vesturs og í Krísuvík í austur og allt þar á milli. Lóa segir að í Grindavík séu góðir veitinga staðir og þeim hafi fjölgað eftir að hótelið var opnað. Þjónusta í bæn um hafi aukist og það sé lengur opið í versluninni og sundlauginni. Þjónustan í bænum sé að aukast og allir njóti góðs af því. Margir af gestunum komi frá stórborgum víða um heim og finnist notalegt að koma í lítinn fallegan sjávarút vegsbæ og vera nánast eins og eitt í heiminum. Það sé mjög vinsælt að ganga Hópsneshringinn við bæinn. Þaðan komi allir ánægðir til baka, þar séu hestar og rollur, skipsflök, vitinn, gamlar minjar, fjaran og brimið og mikið fuglalíf.“ Aðeins hefur hægt á bókunum fyrir hópa En hvernig er framhaldið að mati Lóu. Margir kvarta undan sterku gengi krónunnar og hækkun virð isaukaskatts á ferðajónustuna. „Við sjáum að nú hefur hægst aðeins á bókunum eftir stöðugan vöxt fyrstu tvö árin. Fyrsti veturinn var ævintýralegur og fór langt fram úr væntingum og síðasta sumar var meiriháttar. En núna, frá og með fyrsta júní, sjáum við að sterkt gengi krónunnar er farið að hafa áhrif. Við þurfum að gefa út verð
langt fram í tímann og þurfum að breyta því vegna gengisins. Ferða skrifstofurnar eru í einhverjum
mæli að afbóka hópa vegna þess. Reyndar hef ég ekki sérstakar áhyggjur af þeim afbókunum okk
ar vegna og annarra góðra hótela á suðvesturhorninu. Þau ná alveg að fylla upp þau skörð vegna þess að flugfélögin þurfa að selja sætin sem hópurinn var búinn að taka frá. Þá þarf fólkið að fá hótel. Það kemur bara sem einstaklingar inn í landið en ekki í hóp og þarf sína gistingu. Það er kannski eini galli að þá koma 20 bílaleigubílar í umferðina í staðinn fyrir eina rútu. Þess vegna er best að hafa blöndu af hópum og einstaklingum. Ég er hrædd um að þessir gestir stoppi í styttri tíma, fari minna út á land og eyði minna. Þó suðvesturlandið verði
kannski í lagi þetta sumarið hefur maður áhyggjur af stöðu lands byggðarinnar í þessum efnum. Þess vegna mætti beina millilandaflug inu meira út á land, til Egilsstaða og Akureyrar. Eins hef ég verulegar áhyggjur af fyrirhuguðum virðis aukahækkunum á hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, sérstaklega ef gengi krónunnar verður áfram svona hátt,“ segir Lóa Bergljót Þor steinsdóttir. geohotel.is
Speciality Fish is our
Restaurant
Only 5 Minutes from the Airport
www.duus.is
Einn vinsælasti veitingastaður á Suðurnesjum Opið frá kl. 11:00 - 23:00 alla daga. Erum í leiðinni til og frá Leifsstöð - lítið inn! Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð. Komið og kynnist náttúrunni á Reykjanesi og njótið góðra veitinga á Kaffi Duus!
Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum
Lunch • Dinner • C of fee Beautiful ocean view
Boat and Art Museum in Duus House
Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is
58 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 59
Mikill vöxtur í ráðstefnuhaldi
Félagsráðgjafar og jó-jó í Hörpu Ísland nýtur æ meiri vinsælda sem áfangastaður fyrir alþjóðlega við burði og ráðstefnur. Hefur jafn og stígandi vöxtur verið í fjölda al þjóðlegra ráðstefna á undanförnum árum, m.a. með tilkomu Hörpu og aukinni áherslu á markaðssetningu Reykjavíkur og Íslands sem áfanga staðar fyrir alþjóðlegar ráðstefnur, viðburði og hvataferðir. Frá árinu 2011 hefur árlegur vöxtur í fjölda ferðamanna sem hingað koma á viðburði og ráð stefnur verið um 13,6%, saman borið við 4,4% árlega aukningu á heimsvísu og 5% í Evrópu. Áætlað er að gjaldeyristekjur vegna þessa sértæka gestahóps hafi numið um 40 milljörðum króna í fyrra og 32 milljörðum árið áður. Þá er útlitið gott á þessu ári. Af alþjóðlegum ráðstefnum sem eru á döfinni á næstu mánuðum má t.d nefna Evrópuráðstefnu fé lagsráðgjafa sem Félagsráðgjafa félag Íslands undirbýr 28.-30. maí nk. í Hörpu, þar sem á sjötta hundrað gestir víðs vegar að úr heiminum ræða margvísleg málefni félagsráðgjafar undir yfirskriftinni Jaðarsetning í síbreytilegu sam félagi. Þá má nefna að um 1.200 norrænir heimilislæknar koma
saman á sinni 20. samnorrænu ráðstefnu í Hörpu í júní, skátar halda sitt 15. heimsmót hérlendis í lok júlí, byrjun ágúst og er áætlað að um 5.000 ungmenni taki þátt. Einnig er von á um 700 gestum á heimsmeistaramót í jó-jó 10.12. ágúst í Hörpu og ICEFISH
sjávarútvegssýningin, sú tólfta í röðinni, fer svo fram í septem ber en þar er búist við um 12.000 þátttakendum. Loks má svo nefna Artic Circle 2017 ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu í október en gert er ráð fyrir að allt að 2.000 þátttakendur mæti á hana.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er vettvangur margra alþjóðlegra ráðstefna.
Framúrskarandi evrópsk gæðadekk frá virtasta dekkjaframleiðanda heims s*
Ekkert bendir til annars en fjöldi erlendra ferðamanna aukist enn í sumar.
Enn fjölgar ferðamönnum Í aprílmánuði komu 153 þúsund erlendir ferðamenn til landsins, samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Aukningin er 58.600 manns frá apríl í fyrra eða sem nemur tæpum 62%. Þetta er tvö földun á við þá aukningu sem varð í aprílmánuði milli ár anna 2015 og 2016 og ætti að gefa nokkrar vísbendingar um komandi sumar. Sömu mælingar sýna að 605 þúsund erlendir ferða menn fóru um Keflavíkurflug völl úr landi á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er tæp lega 56% fjölgun frá sama tímabili í fyrra, nokkurn veginn í sama takti og komur ferðamanna í apríl. ferdamalastofa.is
Dekkin frá og eru framleidd eftir ströngustu gæðakröfum Goodyear. Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi. *samkvæmt tímaritinu Fortune.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100
60 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
Meðal viðburða á höfuðborgarsvæðinu 24. júní - 20. ágúst Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju.
24.-26. ágúst
26. júlí - 30. júlí
REY CUP, knattspyrnuhátíð í Reykjavík.
28. sept. - 8. okt. Riff, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.
8.-13. ágúst
Hinsegin dagar í Reykjavík.
Nánar á visitreykjavik.is
Secret Solstice tónlistarhátíð í Reykjavík.
9-13. ágúst
Jasshátíð í Reykjavík.
19. ágúst
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
Reykjavík Misummer Music, tónlistarhátíð í Hörpu.
19. ágúst
Menningarnótt í Reykjavík.
1.-4. júní
Vinabæjamót í Hafnarfirði.
8. júní
Sumargleðin 2017, hátíð ungmenna í 8.-10. bekk.
10. júní
Litahlaupið í Reykajvík.
10.-11. júní
Hátíð hafsins, Reykjavík.
15.-18. júní 22.-25. júní
Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar.
Heimild: visitreykjavik.is, heimasíður sveitarfélaga og viðburðasíður.
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Þorskastríðin í máli og myndum Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík er alhliða sjóminjasafn á besta stað við höfnina, stofnað árið 2004. Hlutverk þess er að safna og miðla upplýsingum um minjar tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykja víkur. Í safninu eru að jafnaði áhuga verðar sýningar og ein þeirra heitir Þorskastríðin, for cods´s sake. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins frá kl 10-17 og fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 19581976. Varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu og um leið ein
helsta sýning safnsins. Skipið kom til safnsins árið 2008 og er varð veitt í því ástandi sem það kom. Boðið er upp á þrjár fastar leið sagnir daglega og svo er skipið opið gestum á hátíðisdögum sem er þá sérstaklega auglýst. Í leiðsögn er gengið um skipið, sagt frá sögu þess, lífinu um borð og því hlut verki sem að það gegndi hjá Land helgisgæslu Íslands. Hver leiðsögn tekur tæplega klukkustund. Leið sagnir um varðskipið Óðin eru daglega kl. 13:00, 14:00 og 15:00. Yfir hásumarið er einnig ferð kl. 11:00. borgarsogusafn.is
Hið landsfræga aflaskip Binna í Gröf, Gullborgin RE 38, hvílir í nausti fyrir utan Sjóminjasafnið í Reykjavík. Skammt undan er Óðinn, eitt sögufrægasta varðskip landhelgisstríðanna.
SUMARHÚS OG FERÐALÖG Gleðillegt sumar! Gas-kæliskápur 60 lítra
Gas-ofnar
Sólarrafhlöður og fylgihlutir fyrir sumarhús 10 - 160 wött. Tilboðspakkar fyrir húsbíla og fellihýsi 100 - 160 wött.
Gas/12v/230v kælibox 35 lítra
Gas-vatnshitarar 11- 14 l/mín
Gas/12v/230v kæliskápur 60 lítra
Gas-hellur
Led-ljós og perur = minni eyðsla
Gas-kæliskápur 100 og 185 lítra
Gas-hella niðurfeld
Skorri ehf • Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30
Gas-eldavélar
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 61
H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð
Hönnunar- og listmunir á Gljúfrasteini Hjónin á Gljúfrasteini þarf vart að kynna en heimili þeirra Halldórs og Auðar Laxness hefur löngum verið talið með þeim fallegri á ís lenskri grundu. Safnið að Gljúfra steini var nýverið opnað aftur eftir langt viðhaldsskeið þar sem loka þurfti safninu í rúmt ár. Mikill fjöldi listaverka setur sterkan svip á Gljúfrastein og má þar finna helstu gersemar íslenskrar listasögu. „Við vorum að gefa út nýjan bækling um hönnunar- og listmuni á Gljúfrasteini. Þar er í senn dregið fram í sviðsljósið það norræna handverk sem einkennir húsgögn og aðra heimilismuni, sem og þau fjölmörgu málverk, hannyrðir og önnur listaverk er prýða veggi hússins,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður safnsins, og segir bæklinginn kær komna viðbót við aðrar miðlunar leiðir safnsins. „Það er líka gaman að segja frá því að Birta Fróða dóttir, sem hélt utan um gerð bæklingsins ásamt Helgu Gerði Magnúsdóttur, er einmitt barna barn Birtu Fróða, sem var danskur arkitekt og mikil vinkona Auðar. Hún hjálpaði henni við eitt og annað, til dæmis að velja litina á veggina í borðstofunni og svo er vinnupúlt Halldórs smíðað eftir teikningu hennar. Þá skrifar Dr.
Arndís S. Árnadóttir skemmtilega frá nútímaheimilinu á Gljúfra steini.“
Ljúfir tónar úr stofunni „Í sumar hefjum við stofutón leikana okkar að nýju á hverjum sunnudegi kl. 16:00, frá byrjun júní til loka ágúst. Við erum nú að setja saman dagskrána en þar verð ur að finna klassíska tónlist, djass og allt þar á milli. Halldór spilaði sjálfur á flygil og var mikill Bach aðdáandi. Á fimmta áratugnum voru haldnir tónleikar í stofunni þar sem heimsþekktir listamenn á borð við Rudolf Serkin og Hen ryk Sztompka léku fyrir boðsgesti. Tónleikaröðin heiðrar því þessa skemmtilegu tónlistarsögu sem húsið hefur að geyma.“ Skemmtilegar gönguleiðir Halldór Laxness var mikill göngu garpur en á góðum degi er tilvalið að nýta þær skemmtilegu göngu leiðir sem hægt er að ganga út frá Gljúfrasteini. „Það er mjög vinsælt að ganga hér í kring, til að mynda er falleg leið upp að Helgufossi, ofarlega í Köldukvísl, og er leiðin merkt með fróðleiksskiltum á leið inni.“ gljufrasteinn.is
Falleg list, hönnun og handverk einkennir heimili Halldórs og Auðar Laxness að Gljúfrasteini.
Pakkhúsið er hluti af Byggðasafni Hafnarfjarðar og þar er margt fróðlegt að sjá.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Líf kynslóðanna í Hafnarfirði Byggðasafn Hafnarfjarðar er lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskyld una og frábært að eyða þar dags stund. Safnið er í fimm húsum; Pakkhúsi, Sívertsenshúsi, Siggubæ, Bungalowinu og Beggubúð. Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fasta sýning um sögu bæjarins, leik fangasýning og þemasýning. Í Sívertsenshúsi er sýnt hvernig efnuð fjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar og er það elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Hann var mikill athafnamaður í Hafnarfirði á árunum 1794-1830 og rak þá útgerð, verslun og skipa smíðastöð í bænum. Siggubær er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar og í Bungalowinu
Falin perla í Kópavogi Það eru ekki margir utan Kópa vogs sem vita af Hlíðargarði, opnu og kyrrlátu útivistarsvæði í byggð inni í Hvömmum á milli Hlíðar vegar og Fífuhvammsvegar, næst Hafnarfjarðarvegi. Það var Sigvaldi Thordarson arkitekt sem skipu lagði þetta svæði og teiknaði flest húsanna. Hann gerði þar ráð fyrir almenningsgarði og sótti stíl garðs ins og yfirbragð til evrópska hallar garða Það var vorið 1956 sem ráðist var í gerð garðsins og samliggjandi barnaleikvallar. Garðurinn, sem á fáa sína líka hérlendis, er alveg samhverfur, þ.e. miðlína liggur í gegnum hann og eru báðar hliðar spegilmyndir hvor af annarri. Á árunum 2003-2004 var Hlíðar garður endurgerður í upphaflegri
er að finna sýningu um tímabil er lendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar auk þess sem þar má sjá stássstofu Bookless bræðra. Í Beggubúð er verslunarm injasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar en það hús var byggt árið 1906 við
aðalverslunargötu bæjarins en var flutt á lóð safnsins og gert upp sem sýningahús árið 2008. museum.hafnarfjordur.is
Kópavogskirkja, hið eina sanna kennileiti bæjarins, trónir á toppi Borgarholtsins.
Gróðursæl flóra og berar klappir Vin í eyðimörk steinsteypunnar. Hlíðargarður er falin perla og á fáa sína líka hérlendis. Þangað er gott að koma.
mynd. Um 80 tegundir trjáa og runna er að finna í garðinum sem er skjólsæll með afbrigðum.
kopavogur.is
Borgarholt í Kópavogi var frið lýst sem náttúruvætti árið 1981 en holtið er þakið lábörðu grágrýti þar sem glögglega má sjá minjar um forna sjávarstöðu. Af holtinu er víðsýnt og þar er að finna blómlega álfabyggð eins og allir Kópavogs búar vita! Á Borgarholti þrífst mosaríkt mólendi og er gróðurfarið enn að miklu leyti dæmigert fyrir Kársnes
ið eins og það var áður en byggð tók þar að rísa. Þar hafa fundist 95 tegundir af mosum, þar á meðal kuðulmosi, sem aðeins hefur fund ist á einum öðrum stað á landinu. Á holtinu hafa og fundist 103 tegundir af innlendum háplöntum sem er nær fjórðungur af íslensku flórunni. kopavogur.is
62 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2017
H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð
Reykjavík fær toppeinkunn! Erlendir ferðamenn sem sóttu Reykjavíkurborg heim á síðasta ári eru afar ánægðir með höfuðborg ina en níu af hverjum tíu sumar gestum og tæplega 92% vetrargesta töldu reynsluna af borginni frá bæra eða góða. Einungis 1% töldu hana slæma. Ferðamenn segjast ætla að mæla með borginni við aðra eða 96% gesta utan sumar tíma og 94% sumargesta. Gestir borgarinnar eru ánægðastir með sundlaugarnar af þeim þáttum sem spurt var um. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Höfuð borgarstofu og birt fyrir skömmu.
5,2 milljónir gistinátta Á síðasta ári komu tæplega 1,8 milljónir gesta til landsins. Lang flestir þeirra eða um níu af hverj um tíu gistu í Reykjavík og að jafnaði í fjórar til sex nætur. Sam kvæmt því voru gistinætur í borg inni í fyrra 5,2 milljónir og má lauslega áætla að ferðamenn hafi eytt 160 milljörðum króna miðað við fjölda gistinátta og meðalút gjöld verið 30 þúsund kr. á dag. Spurt var um um afþreyingu ferðamanna í Reykjavík og sögðust
Frá því mælingar hófust hefur sund fengið hæstu meðaleinkunnina af þeim afþreyingarmöguleikum sem spurt er um eða 8,6.
Erlendir ferðamenn eru samkvæmt nýrri könnun afar ánægðir með upplifun sína af Reykjavík en um 90% gesta í fyrra töldu reynsluna af borginni frábæra eða góða.
flestir ferðamenn hafa farið á veit ingahús eða tæplega 80% og fá þau góða einkunn. Áætlað er að um ein milljón erlendra ferðamanna hafi verslað í Reykjavík á síðasta ári og voru þeir ánægðari en í fyrri könn unum.
Þriðjungur í skipulagða dagsferð Ríflega þriðjungur fólks fór í skipulagða dagsferð frá Reykjavík árið 2016 og sama hlutfall skoð aði söfn eða sýningar. Fólk eldra en 55 ára segist frekar sækja söfn og sýningar en yngri hópurinn sótti meira í sundlaugar borgar innar. Frá því mælingar hófust hefur sund fengið hæstu meðal einkunnina af þeim afþreyingar
Gistinætur í borginni í fyrra voru 5,2 milljónir talsins og má lauslega áætla að ferðamenn hafi eytt 160 milljörðum króna.
möguleikum sem spurt er um, eða um 8,6. Á síðasta ári var í fyrsta skipti spurt hvort fólk hefði keypt íslenska hönnun og hafði um 16% svarenda gert það eða alls um 270 þúsund erlendir ferðamenn. Gefa þeir íslenskri hönnun góða ein kunn eða 7,8. Af sjö stöðum sem spurt var um hvort fólk hefði skoðað í Reykjavík árið 2016 fóru flestir um hafnar svæðið eða 73% og má því áætla að
um 1.250 þúsund ferðamenn hafi heimsótt hafnarsvæðið og Grand ann. Sjö af hverjum tíu hafði farið um Laugaveginn, 67% að Hall grímskirkju og 54% heimsóttu Hörpu. Þriðjungur gesta heimsótti Ráðhúsið á síðasta ári eða um 560 þúsund manns og 17% gesta hafði farið í Perluna. reykjavik.is
Höfnin dregur til sín fjölda ferðamanna á ári hverju en í fyrra gengu 73% ferðamanna þar um og nutu umhverfis og þjónustu.
Gljúfrasteinn býður gesti velkomna · Hljóðleiðsögn um húsið á íslensku, ensku, þýsku, sænsku og dönsku og textaleiðsögn á frönsku · Margmiðlunarsýning · Minjagripaverslun · Gönguleiðir í nágrenninu Opnunartímar Sumar: alla daga frá kl. 9.00 – 17.00 Vetur: þriðjudaga – sunnudaga 10.00 – 17.00
Pósthólf 250 / 270 Mosfellsbær / Sími 586 8066 / gljufrasteinn@gljufrasteinn.is / www.gljufrasteinn.is
Fagurt er í Gróttu á Seltjarnarnesi. Á fjöru er hægt að komast þangað fótgangandi og vera þar í 6 klukkustundir eða þar til flæðir að nýju.
Grótta – eyja fuglalífs og gróðurs Grótta er örfirisey, á Seltjarnarnesi, fyrst nefnd í fógetareikningum frá árunum 1547-52, en nafnið þykir fornlegt og benda til þess, að þar hafi lengið verið búið. Grótta var friðlýst árið 1974. Vegna fugla verndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí. Grótta er í raun eyja sem tengd er við land af mjóum granda sem fer á kaf á flóði. Búið var í þess ari litlu eyju fyrr á öldum og hans getið í heimildum frá árinu 1547.
Í Básendaflóðinu mikla í janúar árið 1799 sökk eyjan að hluta í sæ. Þá brotnuðu 18 skip á Seltjarnar nesi og fóru nokkur alveg í spón. Á fjöru er hægt að komast fót gangandi út í Gróttu og hægt að vera þar í 6 klukkustundir eða þar til flæðir að nýju. Upplýsingar um flóð og fjöru er að finna á skilti við bílastæðið hjá Gróttu. Útræði var áður allnokkuð frá Gróttu og skipsskaðar tíðir áður en viti reis þar. Vísan þessi er alkunn:
Dauðinn sótti sjávardrótt, sog var ljótt í dröngum. Ekki er rótt að eiga nótt undir Gróttutöngum. Viti var fyrst reistur í Gróttu árið 1897 en núverandi viti reis hálfri öld síðar, sívalur kónískur turn úr steinsteypu með ensku ljós húsi, 24 m að hæð, hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi.
BÓKAÐU ÞITT ÆVINTÝRI FRAM Í TÍMANN ALLTAF ÓDÝRARA Á NETINU
VER Ð FR
FLUGFELAG.IS
ÍSAFJÖRÐUR
AKUREYRI
REYKJAVÍK
EGILSSTAÐIR
Á
7.500 kr.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að skipuleggja sig fram í tímann, stytta ferðalagið og fljúga á milli landshluta. Vertu tímanlega og bókaðu flugið núna á FLUGFELAG.IS
ISLENSKA/SIA.IS FLU 83687 04/14
ÆVINTÝRALANDIÐ 2017 | 63
Hafnargata 12a - SĂmi 420 1190 - kvikan@grindavik.is www.grindavik.is/kvikan - OpiĂ° alla daga frĂĄ kl. 10:00-17:00
Þrjår fróðlegar sýningar undir einu Þaki S� N� NIN G
GuĂ°bergsstofa GuĂ°bergsstofa Ă Kvikunni er safn og sĂ˝ning um GuĂ°berg Bergsson rithĂśfund og heiĂ°ursborgara GrindavĂkur, eins virtasta rithĂśfunds Ă?slendinga fyrr og sĂĂ°ar.
Jarðorkan: Afar frÌðandi og vÜnduð sýning fyrir alla Þå sem hafa åhuga å eldgosi, jarðorku og kraftinum à iðrum jarðar.
GuĂ°bergur fĂŚddist Ă GrindavĂk ĂĄriĂ° 1932 og Ăłlst Ăžar upp. GuĂ°bergur hefur alla tĂĂ° tengst GrindavĂk sterkum bĂśndum.
GUĂ?BERGSSTOFA GuĂ°bergur Bergsson
à sýningunni er að finna allar bÌkur og verk sem gefin hafa verið út eftir Guðberg å �slandi. Jafnframt sýnishorn af bókum og verkum Guðbergs sem Þýdd hafa verið å erlend tungumål og sýnishorn af óútgefnum verkum Guðbergs. Þar er einnig að finna; ljósmyndir, verðlaunagripi, viðurkenningar og ýmsa gamla muni, auk Þess er ferill Guðbergs rakinn å stórum veggskiltum.
Saltfisksetur �slands: Lifandi og fróðleg saga saltfisksverkunar å �slandi à afar metnaðarfullri sýningu sem vakið hefur mikla athygli.
TjaldsvĂŚĂ°i GrindavĂkur NĂ˝tt og sĂŠrhannaĂ° tjaldsvĂŚĂ°i Ă GrindavĂk sem slegiĂ° hefur Ă gegn. 200 m2 tjaldsvĂŚĂ°ishĂşs ĂĄsamt 220 m2 palli viĂ° hĂşsiĂ° meĂ° allri nauĂ°synlegri ĂžjĂłnustu. GrindavĂk og nĂĄgrenni er heillandi fyrir ferĂ°afĂłlk. Hvernig vĂŚri aĂ° skella sĂŠr ĂĄ Ăžetta flotta tjaldsvĂŚĂ°i Ă GrindavĂk og sjĂĄ hvaĂ° Ăžessi vinalegi og skemmtilegi bĂŚr hefur upp ĂĄ aĂ° bjóða fyrir alla fjĂślskylduna?
Ă?S
ÉR
FL
Â? E Âœ ÂŽ Â˜ÂŚ
Â? ˜ ÂŽ 3.E5. ¢ ˜ 9.-11. JĂšNĂ?
OK
KI
ÂŽ ” ÂŚ Âœ Â? Ă?mis skemmtiatriĂ°i, leiktĂŚki og sĂ˝ningar fyrir bĂśrnin. TĂłnleikar, listviĂ°burĂ°ir, leiktĂŚki og uppĂĄkomur alla helgina. Lifandi fiskar, furĂ°ufiskar og krabbar Ă sullubĂşrum fyrir alla krakka. GolfmĂłt, knattspyrnumĂłt, kĂśrfuboltamĂłt, pĂlukastmĂłt o.fl. UndanriĂ°ill Ă kraftakeppninni Sterkasti maĂ°ur Ă heimi.
Âœ 3 Sirkus Villi ogĂ?slands GĂłi Skoppa ogFelix SkrĂtla Gunni og Hoppukastalar LĂna Langsokkur AndlitsmĂĄlning Einar Mikael tĂśframaĂ°ur
ÂŚ 3 IngĂł VeĂ°urguĂ° meĂ° brekkusĂśng PĂĄll Ă“skar RokktĂłnleikar meĂ° frĂŚknum GrindvĂkingum RokktĂłnleikar JĂłn JĂłnsson IngĂł VeĂ°urguĂ° meĂ° brekkusĂśng ...og margir fleiri FriĂ°rik DĂłr og VeĂ°urguĂ°irnir sjĂĄ um gleĂ°ina Ellert Ăşr The Voice ...og margt fleira
Siggi sĂŚti, Solla GoggistirĂ°a Mega og ĂĂžrĂłttaĂĄlfurinn og fĂŠlagar Spinkick hĂłpurinn ......og margt fleira ...og margt fleira.
Sjå dagskrå og allar nånari upplýsingar å www.sjoarinnsikati.is
Austurvegi 26 SĂmi: 420 1100 grindavik@grindavik.is www.visitgrindavik.s
www.grindavik.is
DĂ?NAMĂ?T ehf. - GrafĂsk hĂśnnun -
Stanslaust stuĂ° alla helgina