ÁRSSKÝRSLA
2019
Jarðstrengur á leið í Langadal og Bása í Þórsmörk.
Efnisyfirlit ársskýrslu 2019 Bls.
Bls.
Stjórn RARIK ohf. 2019–2020. . . . . . . . . . . . . . . 2
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra . . . 45
Frá stjórnarformanni og forstjóra. . . . . . . . . . . . 3
Áritun ríkisendurskoðanda. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47
Inngangur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
Áritun óháðs endurskoðanda. . . . . . . . . . . . . . . . 48
Stjórnskipurit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
Rekstrarreikningur ársins 2019. . . . . . . . . . . . . . 52
Aðalfundur RARIK 2019. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
Heildarafkoma ársins 2019. . . . . . . . . . . . . . . . . . 53
Fjármál. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
Efnahagsreikningur 31. desember 2019. . . . 54
Dreifikerfi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15
Eiginfjáryfirlit árið 2019. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55
Lykiltölur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2019. . . . . . . . . . . . . . 56
Hitaveitur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28
Skýringar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58
Starfsemin. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
Yfirlýsing um stjórnarhætti. . . . . . . . . . . . . . . . . . 84
Orkusalan 2019. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . 86
Ársreikningur 2019. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
English summary. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
2
STJÓRN RARIK OHF. 2019
Stjórn RARIK ohf. 2019–2020
Stjórn RARIK ohf. var kosin á aðalfundi í mars 2019. Frá vinstri: Álfheiður Eymarsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Arndís Soffía Sigurðardóttir og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
INNGANGUR
3
Frá stjórnarformanni og forstjóra Rekstur RARIK samstæðunnar á árinu 2019 gekk vel þrátt fyrir tjón vegna óveðurs í lok ársins og var afkoman að mestu í samræmi við áætlanir. Fjárfestingar í dreifikerfi raforku voru meiri en mörg undanfarin ár, en flæði raforku um dreifikerfi RARIK var heldur minna en árið á undan og sala raforku sömuleiðis. Verulegar truflanir urðu í dreifikerfinu vegna óveðurs undir lok ársins og skerðingar á afhendingu raforku vegna bilana í dreifikerfi urðu því meiri en mörg undanfarin ár.
Afkoma ársins Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 2.726 milljónum króna sem er svipað og áætlanir gerðu ráð fyrir, en lækkaði um tæp 2% frá árinu 2018. Rekstrartekjur hækkuðu um tæpt 1% frá árinu 2018 og námu 16.777 milljónum króna og rekstrargjöld hækkuðu á milli ára um tæp 2% og námu 13.276 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 5.740 milljónum króna eða 34,2% af veltu ársins, samanborið við 33,5% á árinu 2018. Handbært fé frá rekstri nam 4.307 milljónum króna. Reiknuð áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets lækkuðu frá árinu áður og voru 770 milljónir króna. Heildarhagnaður að teknu tilliti til þýðingarmunar hlutdeildarfélags nam 3.104 milljónum króna.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK
Fjárfestingar ársins námu 5.512 milljónum króna, sem er 1.818 milljónum króna meira en árið á undan. Fjárfestingar í hitaveitum voru minni en áætlað var, en fjárfestingar í dreifikerfinu með jarðstrengjum voru umfram áætlanir. Heildareignir RARIK í árslok voru 68.306 milljónir króna og heildarskuldir námu 24.380 milljónum króna. Eigið fé var 43.926 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall því 64,3%. Starfsmenn RARIK og dótturfélaga voru 212 í árslok 2019.
Helstu framkvæmdir á árinu 2019 Undirbúningur að hitaveitu á Höfn Á árinu var unnið að undirbúningi fyrir nýja hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði og nágrenni. Vinna við stofnpípulögn frá virkjunarsvæðinu á Hoffelli í Nesjum til Hafnar hófst í haust og er gert ráð fyrir að henni og smíði dæluhúsa ljúki sumarið 2020. Þá er stefnt að því að tengja dreifikerfið á Höfn við jarðhitasvæðið á Hoffelli og hætta rekstri fjarvarmaveitunnar á Höfn sem hefur hitað vatn með rafmagni eða olíu. Haldinn var íbúafundur um nýju hitaveituna í nóvember sem var vel sóttur. Þar kom meðal annars fram að öll hús á Höfn og mörg í Nesjum geti tengst nýju hitaveitunni og að það geti stuðlað að auknum lífsgæðum og lægra orkuverði til framtíðar.
Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK
Orkuskipti á Kili Í október lauk lagningu tæplega 70 km jarðstrengs frá Bláfellshálsi til ferðaþjónustuaðila á Kjalvegi en þar með tengdust meðal annars bæði Hveravellir og Kerlingarfjöll raforkukerfinu. Verkið, sem var samstarfsverkefni stjórnvalda, RARIK, sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila, gekk mjög vel og eftir að búið var að setja upp nýja spennistöð við Brú var strengurinn spennusettur í desember. Vistvænt rafmagn leysti þá af hólmi rafmagn sem fram til þess tíma hafði verið framleitt með jarðefnaeldsneyti. Rafvæðing Þórsmerkur Í nóvember lauk RARIK við að leggja tæplega 4 km jarðstreng í Þórsmörk frá Húsadal í Langadal og Bása í Goðalandi, en rafmagn var lagt í Húsadal fyrir átta árum. Jarðstrengurinn var plægður í jörð og gekk verkið mjög vel. Reiknað er með að hægt verði
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
4
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Á vormánuðum lauk fyrsta áfanga átaks til að flýta þrífösun rafmagns að kúabúum á Mýrum.
að spara kostnað vegna notkunar á um 12.000 lítrum af olíu á ári, sem notuð hefur verið til að kynda skálana. Með þessu verki leysir vistvænt rafmagn af hólmi rafmagn sem fram til þess tíma var framleitt með jarðefnaeldsneyti. Búnaður í Grímsey endurnýjaður Á árinu var rafstöðin í Grímsey endurnýjuð með þremur nýjum dísilvélum og nýjum stjórn- og rafbúnaði. Markmiðið var að gera stöðina eins sjálfvirka og kostur er og er hún nú tilbúin til fjarvöktunar og fjarstýringar.
43+38+19C Raforkudreifing 2019
19%
43%
38%
� Þéttbýli forgangsrafmagn
517,8 GWst
� Dreifbýli forgangsrafmagn
467,7 GWst
� Ótryggt rafmagn
233,0 GWst
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Jarðstrengur til Mjóafjarðar Lagður var jarðstrengur frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði um Austdal yfir til Mjóafjarðar og samhliða var lagður ljósleiðari á vegum Neyðarlínunnar. Verkið hófst seint á árinu vegna tafa sem urðu vegna leyfismála og erfiðrar lagnaleiðar. Gert er ráð fyrir að með lagningu jarðstrengs frá Seyðisfjarðarkaupstað til Hánefsstaða verði þriggja fasa kerfi komið til Mjóafjarðar í stað einfasa. Endurnýjun og þrífösun dreifikerfisins Á árinu voru lagðir tæpir 350 km af háspennujarðstrengjum til endurnýjunar og aukningar á 11 og 19 kV dreifikerfum í dreifbýli. Til viðbótar voru lagðir um 85 km vegna endurnýjunar á sameiginlegu stofnkerfi fyrir dreifbýli og þéttbýli. Um 225 km voru vegna endurnýjunar línukerfisins með þriggja fasa jarðstrengjum og um 125 km vegna viðbóta. Fjárfesting í endurnýjun og aukningu dreifikerfisins nam um 2.738 milljónum kr., þar af voru 1.325 milljónir kr. vegna endurnýjunar loftlínukerfis í dreifbýli með jarðstrengjum og tilheyrandi jarðspennistöðvum. Í árslok var um 65% af háspennudreifikerfi RARIK í þriggja fasa jarðstrengjum sem er í samræmi við
INNGANGUR
5
langtímaáætlun um endurnýjun kerfisins. Á Vesturlandi voru lagðir rúmlega 60 km af háspennustrengjum á árinu, 93 km á Norðurlandi, 38 km á Austurlandi og 156 km á Suðurlandi. Flýting framkvæmda með þátttöku stjórnvalda Í Borgarbyggð var lagður 14 km háspennustrengur frá Smiðjuhóli að Lambastöðum og er um að ræða fyrsta áfanga í verkefni sem styrkt er af stjórnvöldum til að koma þriggja fasa rafmagni til mjólkurbænda á svæðinu. Þá voru lagðir 32 km af þriggja fasa jarðstrengjum í Skaftárhreppi í V-Skaftafellssýslu, þar af 19 km í Álftaveri og um 13 km í Skaftártungu. Verkefnið, sem er fyrsti áfangi af þremur í Skaftárhreppi, var unnið í tengslum við verkefnið Brothættar byggðir og er styrkt af stjórnvöldum. Götulýsing Áfram var haldið viðræðum við sveitarstjórnir um afhendingu götulýsingar frá RARIK til sveitarfélaganna. Gengið hefur verið frá afhendingunni við fjölmörg sveitarfélög, en gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki á árinu 2020.
Ýmis mál Á árinu hefur verið unnið að innleiðingu jafnlaunavottunar. Ekki náðist að ljúka vottuninni á árinu, en launagreining sem gerð var vegna vottunarferlisins leiddi í ljós að um óverulegan mun var að ræða á launum karla og kvenna hjá fyrirtækinu. Það staðfestir að hjá RARIK hefur verið unnið í þeim anda að karlar og konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu, eða jafn verðmæt störf. Vonast er til að vottuninni verði lokið á fyrri hluta árs 2020. Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga höfðu í för með sér ýmsar breytingar á skjölum og verklagi hjá RARIK á árinu 2018. Þessu verkefni var fylgt enn frekar eftir á árinu 2019 með innri úttekt á verkferlum og úttekt innri endurskoðanda undir lok ársins. Unnið var að áhættugreiningu og áhættustjórnun í samræmi við skilgreiningu stjórnar RARIK ohf. og samþykktri áhættustefnu. Vinnunni er ætlað að tryggja sem best að meginmarkmið fyrirtækisins náist og að settum lögum og reglum sé fylgt í hvívetna. Kerfið lýsir því hvernig áhættuþættir eru greindir, metnir og meðhöndlaðir hjá RARIK, hver sé áhættuvilji stjórnar og hvaða mælikvörðum fylgst er með. Sífellt vaxandi áhersla er lögð á upplýsingaöryggi og stöðugt er unnið að verkefnum sem stuðla að auknu öryggi stjórnkerfisins svo sem mati á áhættu, aðgangsrýni, atvikaskráningu, æfingum, fræðslu og gerð kerfishandbóka. Ferlar og verklagsreglur hafa verið uppfærð og einnig voru tæknilegar varnir efldar á árinu. Árásarprófanir á tölvukerfi og veikleikagreiningar voru gerðar að reglubundnum og viðvarandi verkefnum. Stjórn RARIK fór í árlega ferð sína á veitusvæði RARIK í ágústmánuði og var í þetta sinn farið á Austurland, starfsstöðvar heimsóttar og fundað með sveitarstjórnarmönnum. Þá hóf stjórnin stefnumótun á árinu og fól stjórnendum í framhaldinu að halda áfram þeirri vinnu. Ákveðið var að afhenda íslenska ríkinu jörðina Dynjanda, sem verið hefur í eigu RARIK í áratugi, til eignar og varðveislu.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
6
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Rekstur dótturfélaga Rekstur Orkusölunnar ehf. sem er í 100% eigu RARIK gekk ágætlega og var hagnaður eftir skatta 640 milljónir kr. Verkefni Orkusölunnar er fyrst og fremst að annast framleiðslu og sölu á raforku, en fyrirtækið á og rekur fimm virkjanir og starfar eingöngu á samkeppnismarkaði. Á árinu var m.a. unnið að endurnýjun annarrar vélar Lagarfossvirkjunar, auk þess sem haldið var áfram undirbúningi að virkjanaáformum í vatnsafli og vindorku. Heildarmarkaður Orkusölunnar á árinu 2019 var um 1,1 TWst og þar af var eigin framleiðsla 0,25 TWst. Starfsmenn Orkusölunnar voru 17 í lok árs 2019. Rekstur á tíunda starfsári RARIK Orkuþróunar ehf. var mun minni en undanfarin ár. Félagið á eignir erlendis, en að öðru leyti var enginn eiginlegur rekstur í félaginu og enginn fastur starfsmaður. Dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari sem RARIK stofnaði árið 2009 leigir út hluta af ljósleiðurum í eigu félagsins. Að öðru leyti var enginn eiginlegur rekstur í félaginu og enginn starfsmaður.
Tjón í dreifikerfi, undirbúningur og viðbrögð Á síðasta ári urðu 514 fyrirvaralausar truflanir í dreifikerfi RARIK, þar af voru 55% í háspennukerfinu en 45% í lágspennukerfinu. Það eru 11% færri truflanir en í meðalári. Það sem öðru fremur einkenndi árið var mikið illviðri á aðventu sem stóð dögum saman. Fyrsta truflunin af völdum þess varð þann 9. desember á Norðurlandi, en í fárinu, sem segja má að hafi að mestu staðið til 21. desember, urðu 52 truflanir í kerfi RARIK sem skerti raforkuafhendingu til notenda. Vegna þeirra urðu notendur fyrir um 347 MWst skerðingu. Sú skerðing ein er meiri en sem nemur allri samanlagðri skerðingu vegna fyrirvaralausra truflana í kerfi RARIK síðustu þrjú árin á undan. Að auki urðu notendur fyrir rafmagnsleysi vegna truflana í flutningskerfi Landsnets á sama tíma sem olli 627 MWst orkuskerðingu. Með vinnslu varaaflsvéla tókst þó að forða því að rafmagnsleysi yrði enn umfangsmeira, en talið er að vinnsla varaaflsvéla RARIK og annarra hafi dregið úr skerðingu um nálega 1.300 MWst. Í óveðrinu í desember brotnuðu ríflega 140 staurar í kerfi RARIK og á þriðja tug sláa og fjöldi lína slitnaði. Til samanburðar brotnuðu 332 staurar í dreifikerfi RARIK í aftakaveðri í október 1995 og samtals 650 staurar í tveimur óveðrum í janúar og febrúar 1991. Í þeim veðrum varð ekki tjón á flutningskerfinu, en núna varð verulegt tjón á því, sem segir talsvert um veðurhaminn að þessu sinni. Kostnaður RARIK vegna óveðursins í desember var um 200 milljónir kr. Ekki var lokið endanlega við lagfæringar á dreifikerfinu í árslok. Á nokkrum stöðum voru jarðstrengir lagðir ofanjarðar til bráðabirgða eða keyrðar varaaflsvélar. Stjórn RARIK ákvað eftir áramótin að í stað þess að gera endanlega við línubrot yrði fjárveiting til endurnýjunar með jarðstrengjum aukin um 230 milljónir kr. á árinu 2020. Skipta má undirbúningi RARIK fyrir óveðrið í tvo þætti, annars vegar í langtíma undirbúning og hins vegar skammtíma undirbúning. Hluti langtíma undirbúnings er dreifing á starfsstöðvum fyrirtækisins. Staðsetning og dreifing starfsstöðva, birgðastöðva og varaaflsstöðva byggist á þörfum fyrirtækisins til að sinna dreifikerfinu, þ.m.t. að geta brugðist hratt við ef óveður skellur á. RARIK er með stórar birgðastöðvar á Hvolsvelli og Akureyri, auk minni birgðastöðva sem eru dreifðar á starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá er RARIK með svæðisskrifstofur og aðgerðastjórnir í
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
INNGANGUR
7
Stykkishólmi, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Alls er RARIK með starfsmenn á 20 starfsstöðvum á orkuveitusvæði sínu og hefur auk þess samninga við og aðgang að verktökum víða um landið. Í Reykjavík situr Neyðarstjórn og sérfræðingar í fjarskiptum, tölvukerfum og liðavernd. Í kjölfar óveðursins 1995, sem nefnt var hér að framan, var tekin sú ákvörðun hjá RARIK að framvegis skyldi allt dreifikerfið endurnýjað með jarðstrengjum til að takmarka tjón af völdum óveðurs. Með því mætti tryggja að þegar kerfið hefði allt verið endurnýjað væri það að mestu óháð truflunum vegna óveðurs. Frá þeim tíma hefur RARIK lagt að meðaltali um 200 km á ári til endurnýjunar kerfisins ef undan eru skilin þrjú ár eftir hrun bankakerfisins 2008. Að auki hefur öll viðbót og styrking kerfisins verið gerð með lagningu jarðstrengja og allar aðveitustöðvar sem byggðar hafa verið frá 1990, alls 25 að tölu, eru með búnað innanhúss sem er óháður veðri. Á næstu fimm árum munu allar aðveitustöðvar RARIK verða komnar með búnað innanhúss. RARIK á og rekur 34 fastar varaaflsstöðvar á 18 stöðum á landinu, auk 6 stórra færanlegra varaaflsstöðva og nokkurra lítilla stöðva. Varaaflsstöðvar RARIK eru fyrst og fremst til að bregðast við bilunum í dreifikerfinu, en þær hafa einnig verið nýttar víða fyrir viðskiptavini RARIK sem varaafl fyrir flutningskerfið. Mikilvægt er að Landsnet taki við því hlutverki því flutningskerfið er á ábyrgð Landsnets og í ljósi þess hve illa það fór í óveðrinu í desember er þörfin brýn. Það er fagnaðarefni að loks hillir undir að Landsnet hefji uppbyggingu á varaaflsstöðvum þar sem ekki eru möguleikar á tveimur leiðum til að afhenda raforku frá flutningskerfinu til RARIK og annarra dreifiveitna. Það er einnig mikilvægt að endurnýjun flutningskerfisins fái eðlilegan forgang, en óveðrið í desember sýndi glögglega að mikil þörf er á tryggari afhendingu frá flutningsnetinu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum RARIK um orkuskipti á Kili.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
8
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Efni í nýja hitaveitulögn bíður þess að verða lagt frá Hoffelli að Höfn í Hornafirði.
Endurnýjun dreifikerfisins Samkvæmt langtíma áætlun um endurnýjun dreifikerfisins hefur verið gert ráð fyrir að henni ljúki á árinu 2035. Á liðnu ári beittu stjórnvöld sér fyrir flýtingu ákveðinna verkefna sem voru á áætlun seint á tímabilinu. Það var gert annars vegar til að styrkja mjólkurbú sem eru í brýnni þörf fyrir þriggja fasa rafmagn og hins vegar til að styrkja brothættar byggðir. Aðkoma stjórnvalda mun hafa þau áhrif að nú lítur út fyrir að nær allir stórnotendur verði komnir með þriggja fasa jarðstrengi á næstu fimm árum og öll býli í ábúð á næstu 10 árum. Eftir verða þá aðallega vitar, endurvarpar og einstök sumarhús sem ekki hafa sömu þörf, en þau munu fá þriggja fasa jarðstrengi á árunum 2030-2035.
Verðjöfnun í dreifbýli Þegar raforkulögin tóku gildi í ársbyrjun 2005 var ákveðið að jafna mætti verð milli dreifbýlis og þéttbýlis (lög nr. 98/2004). Við gildistöku raforkulaga 2005 var veitt 230 milljónum kr. til verðjöfnunar og stóð sú upphæð nær óbreytt í tæpan áratug, eða fram til 2013. Á sama tíma hækkaði gjaldskrá RARIK í dreifbýli umfram gjaldskrá í þéttbýli, til að mæta kostnaði við ört vaxandi eignagrunn og afskriftir og vegna mikillar endurnýjunar. Þar með jókst munur á greiðslum viðskiptavina í dreifbýli og þéttbýli jafnt og þétt þrátt fyrir að gjaldskrá RARIK í dreifbýli væri haldið langt undir tekjuheimildum. Með reglugerð 697/2013 varð sú breyting að verðjöfnunargjald var innheimt í áföngum af öllum viðskiptavinum dreifiveitna til að standa undir verðjöfnuninni. Gjaldið var í upphafi 10 aurar/kWst á alla almenna notkun, en hækkaði í 20 aura árið eftir og loks í 30 aura/kWst, en um leið voru 240 milljónir króna sem höfðu verið inni á fjárlögum teknar út. Framlag til verðjöfnunar jókst þó verulega. Verðjöfnun hefur þó hvorki haldið í við aukningu á raforku í sveitunum, vaxandi fjármagn í kerfinu, né
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
INNGANGUR
9
verðlag. Á árinu 2019 var kostnaður viðskiptavina í dreifbýli að meðaltali 62% hærri en í þéttbýli, að teknu tilliti til verðjöfnunar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um allt land. Í dag vantar u.þ.b. 900 milljónir kr. til að jafna flutnings- og dreifikostnað á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Mikil þörf er á jöfnun og erfitt að réttlæta að íbúar í dreifbýlinu standi einir undir þeim mikla tilkostnaði sem viðhald og endurnýjun dreifikerfis í sveitum kallar á, ekki síst nú þegar orkuskipti í samgöngum krefjast aukins og vaxandi aðgengis að rafmagni um allt land og fyrir alla landsmenn. Ef ekki er vilji til að ráðstafa þeirri upphæð sem þarf til að jafna flutnings- og dreifikostnað milli dreifbýlis og þéttbýlis beint af fjárlögum án tekjustofns á móti, mætti hækka verðjöfnunargjaldið sem nú er 30 aurar/kWst í 60 aura/kWst. Hækkunin samsvarar því að heimili í þéttbýli og með hitaveitu sem nota 3-4.000 kWst ár ári þyrftu að greiða 900–1.200 krónum meira á ári, eða um 100 krónur á mánuði.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
10
STJÓRNSKIPURIT
Framkvæmdastjórar sviða og dótturfélaga
Stjórn
Forstjóri
Tryggvi Þór Haraldsson
Aðstoðarforstjóri
Pétur Einir Þórðarson
Skrifstofa forstjóra
Fjármálasvið
Rekstrarsvið
Tæknisvið
Framkvæmdasvið
Dótturfélög Orkusalan ehf.
Ólafur Hilmar Sverrisson
Helga Jóhannsdóttir
Tryggvi Ásgrímsson
Ómar Imsland
Magnús Kristjánsson
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
FRÁ AÐALFUNDI RARIK 2019 VEGNA 2018
11
Frá aðalfundi RARIK 29. mars 2019.
Aðalfundur RARIK 2019 Aðalfundur RARIK ohf. 2019 var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík 29. mars 2019. Í ávarpi sínu í upphafi fundarins undirstrikaði Birkir Jón Jónsson stjórnarformaður RARIK nauðsyn þess að stöðugleiki ríkti í starfsemi félagsins. Hann vísaði til þess að undanfarin ár hefðu einkennst af óstöðugleika í stjórnmálum og það hefði haft sín áhrif á starfsemina. Hann vitnaði til nýlegrar úttektar á stjórnarháttum félagsins sem almennt hefði fengið ágætiseinkunn en í henni hefði sérstaklega verið bent á að miklar og örar breytingar á stjórn á síðustu árum væru ekki til hagsbóta fyrir félagið. Birkir Jón lagði áherslu á að núverandi fyrirkomulagi þyrfti að breyta en félagið byggi hins vegar að því að eiga framúrskarandi gott stjórnendateymi sem hefði lagt sig fram um að koma nýju fólki inn í starfsemi félagsins. Birkir Jón greindi frá því að stjórnin væri að undirbúa vinnu við stefnumótun félagsins og sagði mikilvægt að allt starfsfólk ætti aðkomu að því verki og að um það tækist góð samvinna. Birkir Jón sagði rekstur RARIK og dótturfélaga þess standa traustum fótum og að félagið væri vel í stakk búið til að mæta áskorunum og kröfum um betri þjónustu til framtíðar. Hann þakkaði stjórnendum og starfsfólki RARIK góð störf og góðan árangur í rekstri félagsins á árinu 2018. Í skýrslu stjórnar og forstjóra fór Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri yfir afkomu og starfsemi RARIK á árinu 2018. Hann sagði rekstur RARIK samstæðunnar hafa gengið vel á árinu 2018 og að afkoma ársins hefði verið í samræmi við áætlanir. Tekjur hækkuðu um 12% frá fyrra ári og gjöld um rúm 10%. Heildareignir RARIK í árslok 2018 voru 66 milljarðar króna og jukust um 7,5 milljarða á milli ára. Eigið fé samstæðunnar í árslok 2018 nam 41,1 milljarði króna og var eiginfjárhlutfallið 62,4%. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afkomu hlutdeildarfélags jókst um 20% frá árinu 2017 sem var í samræmi við áætlanir. Hagnaður RARIK samstæðunnar á árinu 2018 var 2,7 milljarðar króna sem er um 11% meiri hagnaður en á árinu 2017 þegar hagnaðurinn nam 2,5 milljörðum. Á árinu var fjárfest fyrir 3,7 milljarða króna sem var minna en áætlað hafði verið. Heildarfjárfesting vegna endurnýjunar og stækkunar dreifikerfisins var um 2,4
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
12
FRÁ AÐALFUNDI RARIK 2019 VEGNA 2018
milljarðar króna sem var 330 milljónum króna meira en árið áður. Samtals voru lagðir 263 km af jarðstrengjum á árinu og voru langflestir þeirra lagðir í dreifbýli. Lengsta einstaka lögnin var 30 km jarðstrengur frá Fossi á Síðu að Kálfafelli sem lagður var vegna aukins álags í kjölfar uppbyggingar ferðaþjónustu. Tryggvi Þór gerði að umtalsefni rekstur fjarvarmaveitna RARIK á Höfn og á Seyðisfirði og sagði rekstrarforsendur þessara veitna ekki lengur fyrir hendi. Meginástæðan væri mikil óvissa um framboð á ótryggðri raforku sem rekstur veitnanna hefur byggst á frá upphafi. Hann sagði að til hefði staðið að hefja lokun fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði á nýliðnu ári og að staðan hefði verið kynnt á íbúafundi haustið 2017 um leið og upplýst var að RARIK væri tilbúið að taka þátt í kostnaði íbúa vegna fyrirsjáanlegra breytinga. Bæjarfélagið hefði í samstarfi við Atvinnuvegaráðuneytið óskað eftir svigrúmi til að skoða aðra möguleika og því hafi aðgerðir frestast. Hvað veituna á Höfn varðaði greindi Tryggvi Þór frá því að fundist hefði nægilega mikið magn af heitu vatni með borunum við Hoffell og því væri hafinn undirbúningur að hitaveitu fyrir Höfn með heitu vatni frá Hoffelli. Tryggvi Þór fjallaði einnig í skýrslu sinni um mun á verði orkudreifingar í þéttbýli og dreifbýli en af um 9 þúsund kílómetra samanlagðri lengd háspennts dreifikerfis RARIK eru um 8 þúsund km í dreifbýli. Dreifikerfi RARIK í þéttbýli er um 400 km eða um 1/20 af lengd þess í dreifbýli en þrátt fyrir það er dreift meira af raforku í þéttbýli en í dreifbýli. Meðalverð fyrir dreifingu á forgangsorku til raforkukaupenda hjá RARIK á árinu 2018 var 5,62 kr./kWst. í þéttbýli. Það var hins vegar 11,28 kr./kWst. í dreifbýli áður en tekið var tillit til dreifbýlisframlags, en 9,34 kr./kWst að teknu tilliti til þess. Sagði Tryggvi brýnt að finna lausn á þeim mikla mun sem orðinn er á raforkukostnaði íbúa í dreifbýli og þéttbýli.
Eyjafjörður þveraður með því að plægja jarðstreng í botn Eyjafjarðarár.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að RARIK greiði 310 milljónir króna í arð. Stjórn RARIK var endurkjörin, en hana skipa: Birkir Jón Jónsson, formaður, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Álfheiður Eymarsdóttir, Kristján L. Möller og Valgerður Gunnarsdóttir.
FJÁRMÁL
13
Fjármál
57+14+31016C
Rekstur RARIK samstæðunnar var í nokkuð góðu samræmi við áætlanir á árinu 2019. Tekjur voru mjög svipaðar og árið áður og hækkuðu um tæplega 1% frá fyrra ári, rekstrargjöld breyttust einnig lítið milli ára og hækkuðu um tæp 2%. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði var svipaður og árið áður og fjármagnsliðir voru hagstæðari en árið 2018. Hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi var svipaður og árið á undan og áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð á árinu 2019. Hagnaður ársins að teknu tilliti til skatta var um 2,7 milljarðar króna sem er um 2% lækkun frá árinu 2018.
Skipting eigna RARIK samstæðu 2019
15,6
10,4%
Rekstur
56,9%
3%
Rekstrarhagnaður ársins 2019 (EBIT) var um 3,5 milljarðar króna sem er um 21% af veltu ársins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 34% sem hlutfall af veltu, eða 5,7 milljarðar króna. Í byrjun árs 2019 var gjaldskrá dreifingar í dreifbýli hækkuð að meðaltali um 2,6%. Þrátt fyrir þessa hækkun eru tekjuheimildir fyrri ára í dreifbýli ónýttar. Gjaldskrá fyrir þéttbýli hækkaði um 1,9%. Verðskrár hitaveitna RARIK breyttust ekki á árinu. Orkusalan hækkaði verðskrá sína í ársbyrjun um 3,75% til samræmis við verðhækkun Landsvirkjunar til Orkusölunnar. Tekjur af nýjum tengingum viðskiptavina voru talsvert meiri á árinu 2019 en undanfarin ár, einkum vegna tenginga nýrra virkjana og annarra nýrra viðskiptavina, m.a. í verkefninu „Orkuskipti á Kili“.
14,1%
� Veitukerfi � Virkjanir
� Aðrar eignir � Veltufjármunir � Eignarhluti í öðrum félögum
LYKILTÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGUM 2019
2018
2017
2016
2015
Rekstrartekjur
16.777
16.637
14.886
14.670
13.252
Rekstrargjöld
13.276
13.022
11.884
11.399
10.755
Helstu stærðir úr rekstri
Rekstrarhagnaður
3.501
3.615
3.002
3.271
2.497
-1.059
-1.274
-706
-293
-850
770
909
670
-344
903
3.212
3.250
2.966
2.634
2.550
-486
-469
-459
-594
-330
2.726
2.781
2.507
2.040
2.220
Eignir samtals
68.306
65.953
58.465
57.722
57.751
Eigið fé
43.926
41.132
37.730
36.134
35.623
Skuldir
24.380
24.821
20.735
21.588
22.128
4.307
3.755
3.952
3.487
3.587
734
667
625
727
741
5.740
5.569
4.767
5.066
4.151
7,82
8,35
7,63
6,97
5,60
Eiginfjárhlutfall
64,3%
62,4%
64,5%
62,6%
61,7%
EBITDA/Velta
34,2%
33,5%
32,0%
34,5%
31,3%
Hrein fjármagnsgjöld Áhrif hlutdeildarfélags Hagnaður fyrir skatta Tekjuskattur Hagnaður
Handbært fé frá rekstri Greidd vaxtagjöld EBITDA Vaxtaþekja
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
14
FJÁRMÁL
Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku 2019 Landsnet flutningur forgangsorku 2,15 kr/kWst
Jöfnunargjald til ríkisins 0,30 kr/kWst er inní tekjum af viðskiptavinum
8294+3337564550515262+35414471034+374766x Sumarbústaðir
Heimili
án sumarbústaða
Þjónusta Veitur
Fiskiðnaður Iðnaður
án fiskiðnaðar
Garðyrkjulýsing Landbúnaður
án garðyrkjulýsingar
0
2
4
6
8
10
Greiðslur viðskiptavina Dreifbýlisframlag af fjárlögum Niðurgreiðslur ríkisins
Hlutfallsleg skipting á magni forgangsorku 2019 eftir notkunarflokkum viðskiptavina
17+7+61352329C 17%
29%
7%
6%
13%
23%
5%
� Landbúnaður án garðyrkjul. � Garðyrkjulýsing
� Iðnaður án fiskiðnaðar � Fiskiðnaður � Veitur � Þjónusta � Heimili
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
12
14
16 kr/kWst án VSK
Heildarrekstrartekjur samstæðunnar á árinu voru 16,7 milljarðar króna sem er um 1% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöldin voru 13,3 milljarðar króna sem er um 2% hækkun frá árinu 2018. Hrein fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur ársins, voru um 1 milljarður króna sem er um 5,4% af vaxtaberandi skuldum í lok árs. Rekstrarniðurstaða ársins 2019 fyrir áhrif hlutdeildarfélags og skatta var jákvæð um 2,4 milljarða króna sem er nánast sama niðurstaða og árið 2018. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets á rekstur voru jákvæð um 770 milljónir króna. Hagnaður ársins að teknu tilliti til tekjuskatts var 2,7 milljarðar króna. Vegna hlutdeildar RARIK í gengismun, sem verður til við þýðingu reikningsskila hlutdeildarfélagsins Landsnets yfir í íslenskar krónur að fjárhæð 378 milljónir króna, er heildarhagnaður ársins 2019 alls 3,1 milljarður króna.
Efnahagur Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi voru 68,3 milljarðar króna, skuldir í árslok voru 24,4 milljarðar króna og eigið fé 43,9 milljarðar króna og er eiginfjárhlutfallið 64,3%. Veltufjárhlutfall í lok ársins var um 1,5. Fjárfesting á árinu 2019 var 5,5 milljarðar króna en árið 2018 var fjárfestingin 3,7 milljarðar króna. Meginhluti fjárfestingarinnar er vegna endurnýjunar dreifikerfisins og vegna hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði. Fjárfesting í veitukerfum á árinu var samtals 5 milljarðar króna og fjárfesting í virkjunum var 267 milljónir króna. Arðsemi eiginfjár var 6,6% á árinu 2019. Á árinu var greiddur 310 milljóna króna arður til eiganda. Í lok ársins voru erlend lán tæp 15% af vaxtaberandi skuldum.
Horfur í rekstri árið 2020 Horfur í rekstri RARIK á árinu 2020 eru góðar. Gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstri félagsins fyrir áhrif hlutdeildarfélags og skatta verði svipaður og hann var á árinu 2019 og að fjárfestingar verði talsvert meiri á árinu 2020 eða um 6,7 milljarðar króna.
DREIFIKERFI
15
Grímsey
Kópasker Bolungarvík Flateyri
Þórshöfn
Drangajökull
Siglufjörður
Súðavík
Bakkafjörður
Ólafsfjörður
Húsavík
Ásbyrgi
Hrísey
Þingeyri
Hofsós Hjalteyri
Skagaströnd Hólmavík
Tálknafjörður
Vopnafjörður
Hólar Akureyri
Blönduós
Bakkagerði
Mývatn Varmahlíð Reykhólar Flatey
Eiðar
Hvammstangi
Seyðisfjörður
Laugarbakki Borðeyri Stykkishólmur Rif
Egilsstaðir
Jökuldalsheiði Herðubreið
Blöndulón
Hallormsstaður Reyðarfjörður
Búðardalur
Askja
Fáskrúðsfjörður
Grundarfjörður
Snæfellsjökull
Snæfellsnes
Hveravellir
Breiðdalsvík
Snæfell
Hofsjökull
Bifröst
Sprengisandur
Djúpivogur
Langjökull Kerlingarfjöll
Borgarnes
Vatnajökull Akranes Höfn
Þingvellir
Garður Keflavík
Reykjavík
Flúðir Borg
Hafnarfjörður Hveragerði
Hekla
Selfoss Grindavík
Langisjór
Þorlákshöfn
Landmannalaugar Hrafntinnusker
Skeiðarársandur
Hella Kirkjubæjarklaustur
Hvolsvöllur
Eyjafjallajökull
Jarðstrengir Loftlínur
Dreifikerfi RARIK 2019
Skógar Vestmannaeyjar
Mýrdalssandur Vík
Dreifikerfi Helstu framkvæmdir við dreifikerfið 2019 Líkt og undanfarin ár var unnið að endurnýjun og styrkingu dreifikerfisins samkvæmt fyrirliggjandi langtímaáætlun. Jafnframt voru lagðir nýir strengir vegna endurnýjunar stofnkerfisins og vegna tengingar virkjana. Heildarfjárfesting í endurnýjun og aukningu á 11 og 19 kV dreifikerfum nam 2.738 milljónum kr. sem er um 317 milljónum kr. meira en árið áður. Aukningin er fyrst og fremst vegna sérstakra átaksverkefna svo sem lögn upp á Kjalveg og hröðun þrífösunar í Skaftárhreppi og í Borgarbyggð. Um 1.538 milljónum kr. var varið til að endurnýja dreifikerfið og þar af fóru um 1.325 milljónir kr. í að endurnýja loftlínukerfi í dreifbýli með jarðstrengjum og tilheyrandi spennistöðvum. Nú er svo komið að 65% háspennudreifikerfis RARIK er í þriggja fasa jarðstrengjum sem er í samræmi við langtímaáætlun um endurnýjun loftlínudreifikerfisins. Fjárfesting í stofnkerfum nam um 1.266 milljónum kr., m.a. vegna tenginga nýrra virkjana við dreifikerfi RARIK. Lagður var nýr 19 kV stofnstrengur, 10 km langur, frá aðveitustöðinni í Glerárskógum að þéttbýlinu í Búðardal sem þar með er komið með sér streng frá aðveitustöðinni. Nýr 30 kV 21 km strengur var plægður frá Stöðvarfirði suður fyrir Breiðdalsvík og kemur hann í stað línu sem liggur um torfært fjallaskarð milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals. Einnig var unnið við aðveitustöðvar á Lambafelli í Snæfellsbæ, á Breiðdalsvík, á Prestbakka á Síðu og við Rimakot á Landeyjasandi. Aðveitustöðin við Breiðdalsvík leysir af hólmi gamla aðveitustöð við Ormsstaði í
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
16
DREIFIKERFI
Breiðdal. Lokið var frágangi hússins og er búið að kaupa spenni og rofasett og verður stöðin tekin í notkun í byrjun árs 2020. Í aðveitustöð Brúarvirkjunar voru teknir í notkun nýir 33 kV aflrofar og bætt við tveimur nýjum aflrofum í aðveitustöð í Reykholti vegna tengingar Brúarvirkjunar við kerfi RARIK. Einnig var lagður 33 kV strengur, 25 km langur á milli virkjunarinnar og aðveitustöðvarinnar í Reykholti. Vegna Hólsvirkjunar var lagður 33 kV stofnstrengur alls 29 km, frá virkjuninni að aðveitustöðinni á Rangárvöllum við Akureyri. Á næsta ári verður settur upp 33 kV rofabúnaður í báða enda strengsins, en hafin er stækkun á aðveitustöðvarhúsinu á Rangárvöllum vegna nýrra rofa og spenna. Nýir 20 MVA spennar fyrir Hellu og Hvolsvöll ásamt nýjum 5 MVA spennum fyrir Breiðdalsvík og Rimakot voru keyptir á árinu. Þá voru settir upp nýir 11 kV skápar í aðveitustöðvum í Þorlákshöfn og á Hellu í stað eldri skápa. Áfram var unnið að undirbúningi og hönnun á nýju fjargæslukerfi sem samið var um við ABB á árinu 2018. Ætlunin er að fyrstu stöðvarnar tengist kerfinu sumarið 2020 og að það verði komið í fullan rekstur árið 2022. Með fleiri jarðstrengjum eykst þörf fyrir spólur til að jafna út launafl í kerfinu. Þess vegna voru á árinu keyptar spólur til uppsetningar víða í dreifikerfinu, alls 14,4 MVAr. Á árinu hófust framkvæmdir við nýja aðveitustöð á Sauðárkróki sem höfðu dregist vegna seinkunar á framkvæmdum Landsnets í Skagafirði. Í nýrri stöð verða tveir 20 MVA spennar og 17 nýir 11 kV rofar auk þess sem verkið kallar á nokkrar strenglagnir í kerfi RARIK. Aðrar framkvæmdir við stofnkerfið voru nokkru minni en áætlun ársins gerði ráð fyrir, m.a. vegna þess að sameiginlegum framkvæmdum Landsnets og RARIK, sem fyrirhugaðar voru á Hnappavöllum og Flúðum, seinkaði frá því sem áætlað hafði verið. Fjárfesting í endurnýjun og uppsetningu orkusölumæla hjá nýjum viðskiptavinum var með hefðbundnum hætti. Gert var átak á Höfn í Hornafirði í mælaskiptum vegna væntanlegrar hitaveitu. Þar voru settir upp ríflega 200 fjarlesanlegir hitaveitu- og raforkumælar en ætlunin er að allir mælar á Höfn, bæði rafmagns- og hitamælar verði fjarlesanlegir um leið og hitaveitan tekur til starfa. Alls voru tæplega 1.700 slíkir raforkumælar settir upp á árinu 2019.
Framkvæmdir í dreifbýli
+35C 65
Háspennt dreifikerfi RARIK 2019 Stofn- og dreifikerfi
Mikið var lagt af jarðstrengjum á árinu og settar voru upp spennistöðvar og götuskápar, bæði vegna styrkingar í sveitum og vegna annarra þarfa viðskiptavina RARIK. Margar nýjar heimtaugar voru lagðar, sérstaklega á Suðurlandi.
Áfangaskipting fyrir endurnýjun á loftlínum í dreifbýli á verðlagi 2019
35%
65%
� Jarðstrengir 6.057 km � Loftlínur 3.285 km
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Áfangi 1. og 2. áfangi 3. áfangi
Tímabil
Árabil
Km
M.kr.
7 ár
2019-2025
1.326
6.712
10 ár
2026-2035
1.867
9.214
Samtals:
3.193
15.925
Í fyrsta áfanga eru línur byggðar 1965 og fyrr. Í öðrum áfanga eru línur byggðar 1966-1970. Í þriðja áfanga eru línur byggðar 1971 og síðar.
17
DREIFIKERFI
Starfsmenn RARIK festa einangrara á Skagalínu en þar brotnuðu 15 staurar í ofsaveðri í desember.
Á Vesturlandi voru lagðir rúmlega 60 km af háspennustrengjum vegna sveitastyrkingar og sumarhúsaverkefna. Vegna endurnýjunar á Framsveitarlínu í Grundarfirði frá Setbergi að Nýjubúð, var lagður 9 km háspennustrengur og spennistöðvar settar upp. Skipt var um háspennurofa í rofastöð á Bláfeldi í Staðarsveit, þannig að stöðin er nú tilbúin til uppsetningar á fjargæslu. Í Borgarbyggð var lagður 14 km háspennustrengur frá Smiðjuhóli að Lambastöðum og er um að ræða fyrsta áfanga í verkefni sem ríkisstjórnin styrkir til að koma þriggja fasa rafmagni til mjólkurbænda á svæðinu. Í Þverárhlíð var lagður um 15 km háspennustrengur vegna endurnýjunar dreifilína frá Varmalandi að veiðihúsi við Þverá. Sett var upp rofastöð við Högnastaði sem er liður í að auka afhendingaröryggi á svæðinu. Bætt var við háspennurofum í rofastöð í Deildartungu fyrir tengingu á spólu og skipt um háspennurofa og spenni í dælustöð Veitna á Seleyri. Lagður var 4 km háspennustrengur frá Deildartungu að teinrofa við Síðumúlaveggi og var strengurinn settur í rör og festur undir brú yfir Hvítá við Kljáfoss. Í Skorradal var lagður 1 km háspennustrengur í samvinnu við Veitur um leið og heitavatnslögn á þeirra vegum var endurnýjuð. Dreifikerfi var endurnýjað að hluta í sumarhúsahverfi í Vatnsendalandi og í Fitjahlíð. Lagðir voru 16 km af háspennustreng í Hvalfjarðarsveit vegna endurnýjunar á Hvalfjarðarlínu frá Kalastöðum að Hlöðum og settar upp spennistöðvar. Þá tók RARIK við rekstri á dreifkerfi og fjórum rofastöðvum í Hvalfjarðargöngum þegar Vegagerðin yfirtók göngin. Lagður var 4 km háspennustrengur í Kjós vegna endurnýjunar á dreifilínu frá Eyrarkoti að Felli og sett upp rofastöð við Fell. Þetta mun bæta spennu- og afhendingaröryggi á svæðinu. Á Norðurlandi voru lagðir um 93 km af háspennustrengjum vegna sveitastyrkinga og sumarhúsaverkefna.
Hlutfall jarð strengja í %
Samtals km
66 kV
2
0
2
100
33kV
305
101
406
75
5.735 3.184 8.919
64
6.042 3.285 9.327
65
6 til 22 kV
Í Vatnsdal voru lagðir um 11 km af streng og settar upp nýjar spennistöðvar. Í Hegranesi voru lagðir um 7 km af háspennustreng og spennistöðvar endurnýjaðar. Lagðir voru um 13 km frá Brimnesi í Viðvíkursveit að Garði í Hegranesi og frá Vatnsleysu að Hofstaðaseli. Einnig var lagður 1,4 km strengur frá aðveitustöð í
Loftlínur km
Jarðstrengir km
Stofn- og dreifikerfi RARIK á háspennu
Sæstrengir Strengir samtals
15
0
15
100
6.057 3.285 9.342
65
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
18
DREIFIKERFI
Helstu framkvæmdir til endurnýjunar á 11 og 19 kV dreifikerfi RARIK 2019 Endurnýjun háspennukerfis RARIK 2019 Ótaldar eru viðbætur á dreifikerfinu
Vatnsdalur
Brimnes - Hegranes
Hrísey
Fnjóskadalur
Aðaldalur (frh.)
5 km 13 10 km km
20 km 11 km Setberg - Nýjabúð
2 km
Stokkhólmi - Lyngmóar
3 km
17 km
14 km
Eyjafjarðardalur
9 km Varmaland - Helgavatn
14 km
15 km 4 km
Kalastaðir - Hlaðir
2 km
Eyrarkot - Fell
Stöðvarfjörður 11kV 6 km Breiðdalur 11kV 11 km 5 km
Helgastaðir, Eiríksbakki
3 km 5 km
Hraun - Hlíðarendi Votmúli
Austdalur
17 km
Deildartunga - Teinrofi Síðumúlavegg
16 km 4 km
Smiðjuhóll - Lambastaðir
Njarðvík
Skaftártungur 13 km
3 km Sandvík - Kaldaðarnes
Landeyjar
19 km
1 km
Samtals endurnýjun: Álftaver
Prestbakki
225 km
Brimnesi að Brimnesi/Laufhóli um leið og spennistöðvar voru endurnýjaðar. Auk þessara verkefna voru settar upp rofastöðvar við Saurbæ í Vatnsdal og við Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Í nágrenni Varmahlíðar var einnig lagður um 1,5 km strengur frá dreifistöð við Stokkhólma að spennistöð við Lynghólma. Samhliða lagningu stofnstrengs frá Hólsvirkjun í Fnjóskadal yfir Vaðlaheiði að aðveitustöð RARIK á Rangárvöllum voru lagðir tveir 7 km strengir frá Rangárvöllum að væntanlegri rofastöð í landi Ytri-Varðgjár. Hlutverk þessara strengja er annars vegar að styrkja dreifikerfið í Eyjafirði og Fnjóskadal, og hins vegar að styrkja stofnstreng fyrir Svalbarðseyri. Einnig var línukerfið í Fnjóskadal til norðurs, frá Nesi að Þverá, lagt í jörðu, skipt um allar spennistöðvar og ein rofastöð sett upp. Alls voru lagðir um 13 km af háspennustrengjum í því verkefni. Í tengslum við tengingu Tjarnarvirkjunar í Eyjafirði var lagður strengur frá rofastöð á Gnúpufelli að Tjörnum og skipt um allar spennistöðvar. Heildarlengd háspennustrengja í þessu verkefni er um 17 km og um leið voru spennistöðvar endurnýjaðar og settar upp rofastöðvar. Verkefnið kláraðist ekki á árinu eins og til stóð, m.a. vegna ótíðar. Í Eyjafirði var einnig unnið að frágangi og tengingum á streng sem lagður var 2018, frá Litlagarði að Litla Dal. Á árinu var lokið við að koma öllu dreifikerfi í Hrísey í jörð þegar plægður var um 5 km háspennustrengur nyrst á eyjunni og settar upp nýjar spennistöðvar. Í Aðaldal var lokið við að leggja þá tæplega 10 km sem ekki náðist að koma í jörð á árinu 2018. Samhliða voru settar upp spennistöðvar og rofastöð. Á Austurlandi voru lagðir um 38 km af háspennustrengjum vegna sveitastyrkinga og sumarhúsaverkefna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
DREIFIKERFI
19
Um leið og 33kV stofnstrengur var lagður frá Breiðdalsvík í átt að Teigarhorni voru lagðir um 17 km af háspennustrengjum til að endurnýja línur í Stöðvarfirði og Breiðdal. Milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar var lagður 14 km háspennustrengur, annars vegar frá Hánefsstöðum og inn í Austdal og svo úr Brekkudal niður í Brekkuþorp í Mjóafirði. Þessi framkvæmd var í samstarfi við Neyðarlínuna sem lagði ljósleiðara með strengnum. Í tengslum við vegaframkvæmdir í Njarðvíkurskriðum var lagður 2,5 km jarðstrengur í gegnum skriðurnar að bæjum í Njarðvík og er þar með lokið strengvæðingu í Borgarfjarðarhreppi utan línunnar sem tengir Borgarfjörð við landsnetið í Lagarfossi. Á Suðurlandi voru lagðir um 156 km af háspennustrengjum vegna sveitastyrkinga og sumarhúsaverkefna. Í Árnessýslu voru lagðir 5 km háspennustrengir í Árborg að Grundarbæjum í Flóa hjá Votmúlavegi, frá Smjördölum að Jórvík 3 km og 5 km frá Sandvík að Kaldaðarnesi. Strenglögn við Votmúlaveg gagnast m.a. hringtengingu þéttbýlis á Selfossi en þar er fyrirhuguð töluverð byggð á veitusvæði RARIK. Sett var rofastöð við Votmúla. Um 68 km háspennustrengur var lagður frá Bláfellshálsi í Kerlingafjöll og Hveravelli og um 0,5 km að Hjálparfossi í Þjórsárdal. Í Rangárvallasýslu var lagður 6,5 km háspennustrengur að Landeyjahöfn, að rafhleðslustöð fyrir nýjan Herjólf. Í Þórsmörk var lagður um 2 km háspennustrengur frá Húsadal að Langadal og þaðan um 2 km yfir í Bása. Í Álftaveri í V-Skaftafellssýslu voru lagðir um 19 km af háspennustrengjum og um 13 km í Skaftártungu. Um leið voru kerfin þrífösuð og eins vírs línur aflagðar en það var liður í verkefninu Brothættar byggðir. Í tengslum við nýja aðveitustöð á Prestbakka voru lagðir um 1,2 km af háspennustrengjum. Lokið var tengingu rofastöðvar við Höfðabrekku í Mýrdal og er nú hægt að rjúfa þaðan línu yfir Mýrdalssand komi til hlaups í Múlakvísl.
Þéttbýlis- og byggðakjarnar Unnið var að endurnýjun götuskápa á þéttbýlisstöðum og töluvert var lagt af nýjum heimtaugum auk þess sem rofabúnaður fyrir há- og lágspennu var endurnýjaður. Unnið er að því að færa eignarhald á götuljósum til sveitarfélaganna og fór töluverð vinna í það verkefni á árinu 2019. Gert er ráð fyrir að því ljúki árið 2020. Á Vesturlandi voru lagnir í Sandholti í Ólafsvík endurnýjaðar í samvinnu við Snæfellsbæ um leið og yfirborð götunnar var endurnýjað. Skipt var um háspennurofa í spennistöð við Ennisbraut í Ólafsvík. Lágspennu rofabúnaður var endurnýjaður í spennistöð í Stykkishólmi um leið og heimlögn í Hótel Stykkishólm var stækkuð. Þá var sett upp ný rofastöð við Hlaðir í Hvalfirði. Á Norðurlandi lauk frágangi nýrrar spennistöðvar við Norðurbraut á Skagaströnd. Á Ólafsfirði voru lagðar stofnlagnir í Bakka- og Mararbyggð og var verkið unnið í samstarfi við sveitarfélagið Fjallabyggð og aðrar veitur. Á Dalvík var lokið við að leggja 2,5 km streng frá aðveitustöðinni að nýju frystihúsi Samherja. Um leið voru settar upp tvær spennistöðvar hjá Samherja og ein á nýjum viðlegukanti, Norðurgarði. Í óveðri í desember kom þessi tenging að góðum notum þegar varðskipið Þór var tengt við dreifikerfið á Dalvík. Á Dalvík var skipt um háspennurofa í spennistöð við Hafnarbraut sem komin var til ára sinna og í spennistöð við Öldugötu á Árskógssandi var einnig
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
20
DREIFIKERFI
Háspennustreng komið fyrir undir Kljáfossbrú í Borgarfirði.
skipt um háspennurofa af sömu ástæðu. Þá var endurnýjuð pallaspennistöð við Laugatún á Svalbarðseyri. Samhliða endurnýjun varavéla í Grímsey var sett upp ný spenni-/rofastöð við hlið rafstöðvarinnar. Á Húsavík var unnið áfram að spennuhækkun í dreifikerfinu þar sem lítill hluti kerfisins er enn á 6 kV spennu. Helstu framkvæmdir innanbæjar á Austurlandi var áframhaldandi styrking kerfisins á Fáskrúðsfirði í samvinnu við sveitarfélagið Fjarðabyggð. Ný spennistöð var sett upp fyrir netagerð á Eskifirði auk breytinga á háspennukerfi. Þá var sett upp spennistöð í Neskaupstað fyrir nýja netagerð við Naustahvamm og gerðar breytingar á kerfinu svo hægt væri að leggja niður eldri spennistöð sem þarfnaðist endurnýjunar. Á Suðurlandi var nýtt rofahús sett upp við SS á Hvolsvelli. Skipt var um rofabúnað í Hólavangi á Hellu og á Vallarbraut á Hvolsvelli. Ný rofastöð var sett upp við Langöldu á Hellu þar sem er að rísa nýtt íbúða- og iðnaðarhverfi. Töluvert var um framkvæmdir í helstu þéttbýlis- og byggðarkjörnum og má þar helst nefna Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn. Í þessum bæjum var byrjað á nýjum hverfum og voru um 110 nýjar heimtaugar tengdar. Vegna aukins álags við Fiskeldi í Þorlákshöfn, var lagður um 3 km háspennustrengur og sett upp rofastöð við fiskeldið við Laxabraut.
Aflstöð í Grímsey og varavélar RARIK rekur tvær fastar aflstöðvar, aðra í Grímsey og hina á Grímsstöðum á Fjöllum. Allur búnaður rafstöðvar RARIK í Grímsey var endurnýjaður á árinu. Rafstöðvarhúsið var endurnýjað og málað að innan, settar voru upp þrjár 160 kW Scania vélar ásamt því að sett voru ný loftræstikerfi, kælikerfi, eldsneytis- og stjórnkerfi. Stöðin er nú fjarstýranleg og sem fyrr er varmaorkan frá vélunum nýtt til að hita sundlaug Grímseyinga að hluta. RARIK á og rekur 34 fastar varaaflsstöðvar á 18 stöðum á landinu með samtals 29 MW uppsett afl, auk 6 stórra færanlegra varaaflsstöðva með 4 MW uppsettu afli og nokkurra lítilla kerruvéla með samtals um 1,3 MW uppsettu afli. Varaaflsstöðvar RARIK eru fyrst og fremst til að bregðast við bilunum í dreifikerfinu, en þær hafa einnig verið nýttar víða fyrir viðskiptavini RARIK sem varaafl fyrir flutningskerfið. Ein
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
DREIFIKERFI
21
Jarðstrengslögn á milli Helgavatns og Högnastaða í Borgarfirði.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
22
DREIFIKERFI
Virkjanir tengdar dreifikerfi RARIK Tengdar virkjanir í árslok 2019:
Afl (kW)
Stuttárvirkjun 13 Setbergsvirkjun 37 Bugavirkjun 45 Rollulækjarvirkjun (Króksmenn)
55
Grenlækjarvirkjun 75 Hóll í Sæmundarhlíð
85
Systragilsvirkjun 108 Kiðárvirkjun I
150
Rangárvirkjun Skógerði
160
Selárvirkjun 170 Sleitustaðavirkjun 218 Sandárvirkjun IV
245
Kerahnjúkavirkjun 370 Kiðárvirkjun II
400
Sandárvirkjun V
456
Árteigsvirkjun 4
500
Flúðavirkjun 600 Lindavirkjun 638 Árteigsvirkjun 5
715
Mosvallavirkjun 896 Ljósárvirkjun 980
færanleg varavél varð fyrir verulegu tjóni á árinu þegar tengivagn valt í Hvalfirði. Unnið hefur verið að því að endurnýja búnaðinn sem skemmdist og er það verk langt komið. Keyptar voru tvær stillanlegar spólur til að tengja við færanlegar vélar, en með tilkomu strengja í dreifikerfi RARIK hefur launafl í kerfinu aukist mjög mikið og hefur það gert mönnum erfitt um vik að reka varavélarnar. Spólurnar hjálpa til við að halda launaflinu í skefjum. Spólurnar verða settar á vagna þannig að auðvelt er að flytja þær þangað sem þeirra er þörf. Gámur fyrir færanlega 700 kW vél var lengdur á árinu og komið fyrir háspennubúnaði og stórum eldsneytistanki. Fyrir var 19/11/0,4 kV spennir. Vélin hefur nú eldsneyti til 35 tíma keyrslu við fullt álag. Þá voru keyptar tvær 160 kW færanlegar vélar á vögnum.
Truflanir í dreifikerfinu Á síðasta ári urðu 514 fyrirvaralausar truflanir í dreifikerfi RARIK, þar af voru 55% í háspennukerfinu en 45% í lágspennukerfinu. Það eru 11% færri truflanir en í meðalári. Fjöldi truflana eftir orsökum skiptist með svipuðum hætti og undanfarin ár. Um 41% urðu vegna áverka, aðallega áflugs fugla á háspennulínur og graftaráverka á lágspenntum jarðstrengjum. Um 29% truflana urðu vegna tæknilegra ástæðna, þ.e. bilana og um 20% vegna náttúruafla. Framan af ári var tíðarfar nokkuð gott og tiltölulega fáar truflanir. Í slæmu veðri 18. mars bilaði strengur frá Vík, líklega vegna eldingar eða spennuhækkunar af völdum samsláttar í tengdum loftlínum sem tók langan tíma að gera við vegna erfiðra aðstæðna. Í sama veðri urðu þrjár aðrar stórar truflanir í V-Skaftafellssýslu. Rafmagnsleysi þennan óveðursdag var um 28 MWst, sem svarar til um 17% ársskerðingar í meðalári. Nokkrum dögum síðar, þann 22. mars varð hrina truflana vegna ísingar og seltu sem olli alls um 35 MWst orkuskerðingu. Truflanir urðu víða, flestar á Norðurlandi, en einnig á Vesturlandi og Suðurlandi. Má rekja rafmagnsleysið á Suðurlandi að mestu til bilunar í Víkurlínu og slits í dreifilínu frá Hellu að Laugalandi og Næfurholti.
Smyrlabjargarárvirkjun 1000 Urðarfellsvirkjun 1107 Skeiðsfossvirkjun II
1600
Gönguskarðsárvirkjun 1624 Rjúkandavirkjun 1680 Köldukvíslarvirkjun 2790 Grimsárvirkjun 2800 Múlavirkjun 3100 Skeiðsfossvirkjun I
3200
Gúlsvirkjun 3400 Bjarnarflag 5000 Bjólfsvirkjun 6400 Andakílsárvirkjun 8000 Samtals í árslok 2019
48617
Það sem öðru fremur einkennir árið er mikið illviðri á aðventu sem stóð dögum saman. Fyrsta truflunin vegna þess varð þann 9. desember í Skagafirði, en í fárinu sem segja má að hafi að mestu verið lokið þann 21. desember, urðu 52 truflanir í kerfi RARIK. Vegna þeirra urðu notendur fyrir um 347 MWst skerðingu. Það er meiri skerðing en varð vegna fyrirvaralausra truflana í kerfi RARIK samanlagt þrjú árin á undan. Að auki urðu notendur á sama tíma fyrir rafmagnsleysi vegna truflana í flutningskerfi Landsnets sem olli 627 MWst orkuskerðingu. Með varaaflsvélum tókst þó að forða því að rafmagnsleysi yrði enn umfangsmeira, en talið er að vinnsla varaaflsvéla RARIK og annarra hafi dregið úr skerðingu um nálega 1,3 GWst. Kerfismínútur eru mælikvarði á skerðingarhlutfall veitunnar og eru reiknaðar út frá orkuskerðingunni sem viðskiptavinir hennar verða fyrir á móti hámarksálagi hjá veitunni. Alls námu truflanir í kerfi RARIK í þessu veðri um 85,7 kerfismínútum en að auki bættust við um 214 kerfis mínútur vegna truflana í flutningskerfi Landsnets. Sé samfélagslegur skaði vegna rafmagnsleysisins metinn skv. kostnaðarmati START hópsins nemur hann á bilinu 1 – 1,5 milljarði króna. Lengst stóð rafmagnsleysið í 4 sólarhringa og 3 klst. á Svalbarðsstrandarlínu frá Rangárvöllum ofan við Akureyri, en meðal skerðingartími í þessari erfiðu lotu var um 23 klst.
Helstu truflanir ársins Stór hluti skerðingar ársins skýrist af tiltölulega fáum truflunum. Alls varð 21 truflun í alvarleikaflokki 1 en svo teljast truflanir sem eru 1 kerfismínúta eða meira. Þar af urðu 15 óveðrinu í desember. Ein varð þann 25. janúar þegar endabúnaður í spennistöð í
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
DREIFIKERFI
23
SAMANTEKT TÖLFRÆÐILEGRA UPPLÝSINGA UM SAMSTÆÐU RARIK OHF. FYRIR ÁRIÐ 2019 Íbúar á orkuveitusvæði rafmagns *) Íbúar á orkuveitusvæði hitaveitu *) Meðalverð rafmagns *) - þar af þéttbýli - þar af dreifbýli - þar af stofnkerfi Meðalverð heits vatns *) Meðalverð rafmagns, forgangsorka eingöngu: - þar af þéttbýli - þar af dreifbýli Fjöldi fyrirvaralausra truflana: - þar af í háspenntu dreifikerfi - þar af í lágspenntu dreifikerfi - þar af í raforkuveri Orkudreifing rafmagns - þar af þéttbýli - þar af dreifbýli - þar af stofnkerfi Orkusala hita Afl inn á dreifikerfi rafmagns (samlagað *) Afl dreifitapa rafmagns (uppgjörsafl samlagað) Afl afhent út af dreifikerfi rafmagns (samlagað) Raforkuvinnsla samtals, orka Framleiðsla á heitu vatni, hámarks afkastageta Framleiðsla á heitu vatni, hámarks álag, án R/O veitna Heildarorkusala í R/O veitum Aðveitustöðvar Aðveitustöðvar, uppsett spennaafl Fjöldi dreifistöðva Uppsett spennaafl í dreifistöðvum 66 kV jarðstrengir 33 kV jarðstrengir 6-22 kV jarðstrengir 66 kV loftlínur 33 kV loftlínur 6-22 kV loftlínur Sæstrengir Háspennt dreifikerfi samtals Lágspenntir strengir, aðrir en heimtaugar Strengskápar, háspenna Strengskápar, lágspenna - strengskápar samtals Heimtaugar, rafmagn Lágspennt dreifikerfi samtals Heildarlengd hitaveitulagna Heimtaugar, rafmagn Heimæðar, heitt vatn Rafmagn - veitur/mælar Heitt vatn - veitur/mælar Orkunotkun í götulýsingu Fastir starfsmenn hjá RARIK og dótturfélögum í árslok - þar af Orkusalan - þar af RED Fjöldi ársverka
Eining
Tími
2019
2018
Breyting
fjöldi fjöldi kr./kWst kr./kWst kr./kWst kr./kWst kr./m3
1. jan 1. jan yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið
53.523 5.149 7,42 4,81 11,60 239
53.152 5.093 6,99 4,54 11,26 235
1% 1% 6% 6% 3% 2%
kr./kWst kr./kWst fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi GWst GWst GWst GWst þús. m3 MW MW MW GWst MW MW þús. m3 fjöldi MVA fjöldi MVA km km km km km km km km km fjöldi fjöldi
yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið 31. des yfir árið yfir árið 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des
5,84 11,62 514 282 232 0 1.219 750 469 0 2.814 248 18 234 64 41 29 877 52 619 5.988 878 2 305 5.735
5,62 11,28 506 280 226 0 1.311 832 479 0 2.800 248 14 234 69 41 29 866 52 617 5.929 841 2 229 5.335
4% 3% 2% 1% 3%
km km km fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi kWst fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi
31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des yfir árið
101 3.184 15 9.342 1.345 485 12.773 13.258 3.530 4.875 247 35.271 2.218 44.223 2.254 4.570.951 212 17 0 206,5
102 3.364 15 9.047 1.438 439 12.503 12.942 3.495 4.933 247 34.742 2.218 43.564 2.239 6.498.310 204 15 0 209
-7% -10% -2% 0% 0% 27% 0% -6% 0% 0% 1% 0% 0% 1% 4% 0% 40% 7% -1% -5% 0% 4% -6%
2% 1% -1% 0% 2% 0% 2% 1% -30% 4% 13% -1%
* Skýringar: Meðalverð rafmagns er meðalverð fyrir dreifingu og flutning rafmagns fyrir alla orku, (forgangsorku og ótryggða orku). Fastagjald er innifalið í meðalverði. Dreifbýlisframlag er innifalið í meðalverði, en ekki verðjöfnunargjald. Verðið er án vsk. Mannfjöldi ársins miðast nú við 1. janúar. Meðalverð heits vatns er að meðtöldu fastagjaldi en án vsk.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
24
DREIFIKERFI
Bilanir og tjón í dreifikerfinu í óveðrinu í desember 2019
Melrakkaslétta Svarfaðardalur Skagi
Þistilfjörður
Ólafsfjarðarlína Tjörnes
Ólafsfjörður
Svalbarðsströnd Reykjaströnd
Fnjóskadalur Öxarfjörður Aðaldalur/Kinn
Glaumbæjarlína Vatnsnes
Vestur-Hóp
Árskógsströnd
Reykjadalur
Heggstaðanes Hörgárdalur
Hrútafjarðarlína Hvammstangavegamót
Bárðardalur
Bilun í jarðspennistöð í strengkerfi
Svínadalur
Skógarstrandalína
Urriðaá og Þóreyjarnúpur
Svartárdalur Blöndudalur
Bilun í jarðspennistöðvum í strengkerfi
Hrútafjarðarháls Bilun í jarðspennistöðvum í strengkerfi
Vatnsnes
Brotnir staurar, línuslit og/eða einangrunarvandamál vegna ísingar og seltu.
Hólar - Hornafjörður Bilun í aflspenni og jarðstrengjum
Dísastaðir
Jarðstrengir Loftlínur
Vík brann, ein þann 8. febrúar þegar niðurtak strengs í Hvítársíðu slitnaði, ein þann 7. desember þegar fasaleiðari slitnaði í Mýrdalslínu í illviðri upp á Reynisfjalli og tvær urðu í truflanahrinunni þann 22. mars. Skýra þær 43% allrar skerðingar ársins í fyrirvaralausum truflunum í dreifikerfi RARIK. Truflanir yfir 10 kerfismínútur teljast umfangsmiklar truflanir og eru tilkynningaskyldar. Þrjár slíkar truflanir urðu á árinu, allar dagana 10.-18. desember. Skerðing vegna þeirra nam 37% af skerðingu ársins. Ennfremur urðu fjórar truflanir yfir 10 kerfismínútur af völdum fyrirvaralausra truflana í flutningskerfi Landsnets, allar dagana 10.–19. desember. Eftirfarandi truflanir í dreifikerfi RARIK voru yfir 10 kerfismínútur: • 10. desember bilaði dreifilína frá Rangárvöllum í Öxnadal og Hörgárdal. Þann 13. desember hafði tekist að koma rafmagni til flestra notenda en nokkrir bæir fengu rafmagn frá dísilvélum lengur. Skerðing til notenda var 77 MWst og kerfismínútur voru 18,6. • 11. desember bilaði 33 kV lína frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Á sama tíma bilaði 66 kV flutningslína til Dalvíkur og því takmarkað rafmagn að hafa inn á línuna. Rafmagnsleysi notenda stóð til 12. desember en viðgerð línunnar lauk síðla kvölds þann 18. desember og var hún spennusett í kjölfarið. Með raforku frá
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
DREIFIKERFI
25
Ísing á tengivirki í Hrútatungu.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
26
DREIFIKERFI
Varðskipið Þór tengt við innanbæjarkerfið á Dalvík í rafmagnsleysi í desember.
Skeiðsfossvirkjun tókst að draga úr rafmagnsleysi, en skerðing til notenda varð 60 MWst. Kerfismínútur voru 14,4. • 10. desember bilaði dreifilína frá Dalvík í vestanverðan Svarfaðardal er fjöldi staura brotnaði. Á sama tíma bilaði 66 kV flutningslína til Dalvíkur og því takmarkað rafmagn að hafa inn á línuna. Spennusett var á línuna í áföngum og um kvöldið þann 14. desember voru allir notendur komnir með rafmagn nema einn golfskáli og nokkur mannlaus sumarhús. Bilun lauk að kvöldi 18. desember og stóð því í 8 daga, 7 klst og 20 mínútur. Rafmagnsleysi notenda stóð þó mun skemur. Skerðing til notenda varð 44 MWst. Kerfismínútur voru 10,5.
MWst
1.200
43533345+ 18274571+ 11211822+ 112739+ 19251126+ 221328+ 15181119+ 16261924+ 1018814+ 7201325+ 24631123+ 17302446+ 1019928+ 10144199+ x Orkuskerðing (MWst)
1.000 800 600 400 200 0
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
RARIK
Landsnet
‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18 ‘19
DREIFIKERFI
27
Eftirfarandi truflanir í flutningskerfi Landsnets ollu rafmagnsleysi hjá notendum RARIK sem var yfir 10 kerfismínútur: • 10. desember bilaði 66 kV flutningslína Landsnets frá Laxárvirkjun til Kópaskers þegar margir staurar í línunni brotnuðu. Við það urðu notendur tengdir aðveitustöðvum RARIK á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn rafmagnslausir. Dísilvélar á Þórshöfn, Raufarhöfn og Bakkafirði drógu mjög úr skerðingu á þeim stöðum, en einnig voru fluttar tvær færanlegar vélar til Kópaskers sem takmörkuðu skerðingu notenda þar. Þá var einnig hægt að dreifa rafmagni frá aðveitustöð í Silfurstjörnunni til notenda í Kelduhverfi og Öxarfirði. Trufluninni lauk að kvöldi 19. desember. Skerðing til notenda var 232 MWst og kerfismínútur voru 56. • 10. desember varð truflun í aðveitustöð Landsnets í Hrútatungu vegna seltu á einangrurum í virkinu. Viðgerðarvinna og hreinsun virkisins gengu illa þar sem aðstæður voru erfiðar. Með dreifingu rafmagns frá aðveitustöðinni í Laxárvatni var unnt að draga nokkuð úr rafmagnsleysi. Trufluninni lauk þann 12. desember. Skerðing til notenda var 85 MWst og kerfismínútur voru 53. • 10. desember bilaði 66 kV flutningslína Landsnets frá Laxárvirkjun að Kópaskeri. Margir staurar brotnuðu og notendur tengdir aðveitustöð Silfurstjörnunnar urðu rafmagnslausir. Trufluninni lauk þann 14. desember og var skerðing til notenda 63 MWst og kerfismínútur voru 39. • 10. desember leysti 66 kV flutningslína Landsnets frá Varmahlíð til Sauðárkróks út. Við það urðu notendur tengdir aðveitustöðinni á Sauðárkróki og í Brimnesi rafmagnslausir. Skammta þurfti rafmagn en með dísilvélum var unnt að draga úr skerðingu. Trufluninni lauk þann 12. desember og var skerðing til notenda 115 MWst og kerfismínútur voru 28.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
28
HITAVEITUR
Hafist var handa við langingu stofnlagnar fyrir hitaveitu á Höfn.
Hitaveitur Hitaveita Dalabyggðar var tekin í notkun árið 2000, en RARIK keypti veituna árið 2003. Að jafnaði er orka frá virkjunarsvæði hitaveitunnar 11,5 l/s af 82°C heitu vatni sem samsvarar um 3,9 MW afli miðað við nýtingu til húshitunar. Rekstur veitunnar gekk vel á árinu. Fjarvarmaveitan á Seyðisfirði er 39 ára. Veitan er kynt með háspenntum rafskauts katli og olíukatli til vara. Við stofnun veitunnar átti RARIK kyndistöðina og sveitarfélagið dreifikerfið, en árið 1992 keypti RARIK dreifikerfið og hefur rekið það síðan. Með hækkandi verði á ótryggðri raforku umfram aðra raforku og óvissu um framboð á næstu árum er upprunalegur rekstrargrundvöllur fjarvarmaveitna af þessu tagi brostinn. Eins og gerð var grein fyrir í ársskýrslu RARIK fyrir árið 2017 hefur verið ákveðið að hætta rekstri veitunnar. Þessi niðurstaða var kynnt á íbúafundi, en framhaldið er nú í skoðun hjá sveitarfélaginu sem fer með einkaleyfi til hitaveiturekstrar á Seyðisfirði eftir að einkaleyfi RARIK rann út í lok janúar 2017. RARIK keypti fjarvarmaveituna á Höfn árið 1991, en hún er um 40 ára. Veitan er kynt með rafskautskatli og olíukatli til vara. Leitað hefur verið við Hoffell að heitu vatni fyrir Höfn og nágrenni undanfarin ár og hefur sú leit nú borið árangur. Í framhaldi af þessum góða árangri, voru á árinu boðnir út helstu verkþættir nýrrar hitaveitu til Hafnar í Hornafirði. Um er að ræða 20 km hitaveituæð frá Hoffelli til Hafnar, byggingu tveggja dælustöðva og stjórnhúss. Ætlunin er að hitaveitan taki til starfa sumarið 2020, og til að byrja með munu um það bil 2/3 hlutar húsa á Höfn, sem nú tengjast fjarvarmaveitu, tengjast hitaveitunni. Ætla má að tenging nýrra notenda geti lokið á árinu 2021.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
HITAVEITUR
29
Hornfirðingar fjölmenntu á kynningarfund um nýja hitaveitu sem haldinn var í þekkingarsetrinu Nýheimum á Höfn í nóvember.
RARIK keypti hitaveitu Blönduóss árið 2005 og jók umsvif hennar töluvert þegar Skagaströnd var bætt við veituna 2013. Að fengnum niðurstöðum hitastigulsborana sem lauk á vordögum 2019 lagði Ísor til að boruð yrði ný vinnsluhola á vinnslusvæði veitunnar við Reyki sunnan Blönduóss. Verkið var boðið út í ágúst og gengið til samninga við lægstbjóðanda, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Seinni hluta október hófst borun en hún tafðist nokkuð, m.a. vegna veðurs. Ætla má að holan verði fullbúin fyrri hluta árs 2020. Í ljósi lækkandi vatnsstöðu þarf að fara í aðgerðir til að auka vatnsöflun á næstu árum og verða ákvarðanir um það teknar á árinu 2020. RARIK keypti hitaveitu Siglufjarðar árið 1991 og réðst í verulegar endurbætur á kerfinu. Árið 2011 var meðal annars virkjað nýtt svæði í Skarðsdal og lögð aðveitulögn þaðan. Siglufjörður hefur nú tvö aðskilin virkjanasvæði og tvær aðveituæðar. Rekstur veitunnar gekk ágætlega á árinu.
ORKUVINNSLA OG MEÐALTALSAFL Í JARÐHITAVEITUM Heiti veitu Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar
Samtals vinnsla úr holum m3
Meðaltalsflæði L/s
Meðaltalsafl (kW)
1.162.541
37
11.249
Hitaveita Dalabyggðar
378.397
12
4.163
Hitaveita Siglufjarðar
748.555
24
7.243
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
30
STARFSEMIN
Starfsemin Upplýsingatækni Unnið var að endurbótum og endurnýjun á upplýsinga- og stjórnkerfum RARIK til að gera fyrirtækið betur í stakk búið til að miðla upplýsingum og stafrænni þjónustu til viðskiptavina sinna og til að takast á við og miðla upplýsingum um áföll og áhættur eins og t.d. veður- og náttúruhamfarir. Unnið hefur verið að innleiðingu á nýju orkureikninga- og upplýsingakerfi MECOMS og er stefnt að því að taka það í notkun um mitt ár 2020. Þjónustuvefur RARIK var efldur og mun RARIK nýta hann til að bjóða viðskiptavinum aukna stafræna þjónustu. Þá var áfram unnið að innleiðingu á nýju skjalastjórnunar- og gagnamiðlunarkerfi, M-Files, sem mun einnig nýtast til að bæta þjónustu og auðvelda RARIK að uppfylla kröfur nýrra persónuverndarlaga og laga um Þjóðskjalasafn. Varatölvusalur fyrir upplýsingakerfi RARIK á Akureyri er tilbúinn og er unnið að því að færa verkefni þangað eftir því sem efni standa til og að uppfæra viðbúnaðaráætlun samkvæmt því. Víðnet RARIK var einnig undirbúið til að takast á við innleiðingu á stafrænum orkumælum og orkumælingum næstu ára.
Upplýsingaöryggi Stöðugt er unnið að verkefnum sem stuðla að auknu öryggi stjórnkerfisins svo sem mati á áhættu, aðgangsrýni, atvikaskráningu, æfingum, fræðslu og gerð kerfishandbóka. Til að styrkja enn frekar rekstur stjórnkerfisins hafa verkferlar og verklagsreglur verið uppfærð og er unnið að innleiðingu þeirra. Einnig voru tæknilegar varnir efldar á árinu og voru árásarprófanir og veikleikagreiningar gerðar að reglubundnum og viðvarandi verkefnum sem höfð eru til hliðsjónar og eftirlits við uppbyggingu varna og ferla. Með fræðslu og kynningu er upplýsingaöryggi orðið hluti af daglegu lífi starfsmanna. Það að starfsmenn séu meðvitaðir um þetta er ein mikilvægasta vörn fyrirtækisins sem skilgreint er sem hluti af grunninnviðum landsins.
Hlutfall fjölda og greiðslna viðskiptavina RARIK eftir lögheimilum 2019
8986+ 28+ 31+ 1+ 1+ 25+ 31+ 36+ 42+ 50+ 39+ 47+ 47+ 1+ 3
Höfuðborgarsv. og Reykjanes
0%
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
11%
9%
0%
11%
17% 17%
14%
0%
0%
Erlendis
5%
10%
13%
Suðurland
10%
18%
15%
Austurland
15%
Hlutfall fjölda viðskiptavina
N. Eystra
20%
Hlutfall greiðslna viðskiptavina
31%
N. Vestra
25%
32%
Vestfirðir
30%
Vesturland
35%
1%
STARFSEMIN
Gæðamál Að venju voru mörg skjöl í Handbók RARIK endurnýjuð og endurútgefin á árinu 2019 auk nýrra skjala sem samþykkt voru í bókina. Í árlegri innri endurskoðun RARIK koma að jafnaði fram ábendingar sem leiða til skjalfestingar á fyrirliggjandi eða breyttu verklagi. Breyttar og/eða auknar kröfur löggjafans og skilgreind þörf starfsmanna og stjórnenda leiða einnig til breytinga og skjalfestingar á verklagi. Þannig voru á árinu gefnar út verklagsreglur og verkferlar sem snúa að jafnlaunakerfi RARIK ásamt jafnréttisáætlun og aðgerðaráætlun gegn einelti, ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Jafnframt voru gefnar út verklagsreglur og verkferlar sem snúa að viðbrögðum vegna öryggisbrests og um mat á áhrifum á persónuvernd. Þá má nefna verklag og verkferla sem tengjast mengunaróhöppum og umhverfistjóni auk verkferla og verklags vegna leyfisöflunar í verkefnum RARIK. Loks voru hlutverkalýsingar RARIK endurskoðaðar og endurútgefnar.
31
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Birkir Jón Jónsson stjórnarformaður RARIK handsöluðu í september samning um að RARIK afhendi ríkinu jörðina Dynjanda.
Öryggismál Stöðugt þarf að huga að því hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja slys. Markmiðið ætti að vera að allir komi alltaf heilir heim að vinnudegi loknum. Með því að fjalla um öryggismál og skrá það sem fer úrskeiðis er hægt að koma í veg fyrir endurtekningu. Eitt það mikilvægasta til að minnka líkur á slysum er góður undirbúningur sem felst í að meta áhættu og að tryggja sameiginlegan skilning allra sem að verki koma.
Fræðsla og kynningar Vorið 2019 var haldið fallvarnar- og félagabjörgunarnámskeið fyrir starfsmenn RARIK. Námskeiðið sóttu starfsmenn sem vinna í hæð og var þar m.a. kennt hvernig hægt er að bjarga mönnum úr staurum, auk þess sem tækifæri gafst til að æfa göngu í staur. Á árinu voru haldin námskeið fyrir starfsmenn RARIK sem nota Tetra talstöðvar við vinnu sína auk kunnáttunámskeiðs fyrir þá sem koma að vinnu og rekstri raforkukerf-
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
32
STARFSEMIN
Grímsey Kópasker Siglufjörður Skeiðsfoss Sauðárkrókur Blönduós 7 Hvammstangi Stykkishólmur Ólafsvík 3
3
10
3
1
2
7
1
1
Þórshöfn
Húsavík
1
3 24 Akureyri
Borgarfjörður eystri
1 Egilsstaðir
Búðardalur
212
Reykjavík
3 17
1
Seyðisfjörður Mjóifjörður 1 Neskaupstaður
2
Fáskrúðsfjörður
Fjarðabyggð Allt landið
Borgarnes
Vopnafjörður
8 8
9 59
Höfn
Selfoss
23
Hvolsvöllur
Kirkjubæjarklaustur
14
Fjöldi starfsmanna RARIK samstæðunnar auk fastra verktakasamninga: RARIK Orkusalan Verktakasamningar
Vík
isins. Loks er vert að nefna átak RARIK sem felst í að skipta út strengbyssum fyrir fjarstýrðar strengklippur. Öryggisstjóri ásamt upplýsingaöryggisstjóra og gæða- og umhverfisstjóra hófu fundaferð um landið ásamt aðstoðarfólki og er gert ráð fyrir að henni ljúki um mitt ár 2020 en ætlunin er að ná til allra starfsmanna RARIK. Í desember 2019 voru haldnir fundir með starfsfólki í Reykjavík. Á þessum fundum er fjallað um öryggismál vítt og breitt og farið yfir tölfræði og skráningar í ábendingakerfið.
Verkefni Á árinu var innleidd notkun á Sitewatch hjá RARIK, sem opnar möguleika á ferilvöktun Tetra talstöðva í hættuástandi. Stuðlar um afhendingargæði
2018
10 ára meðaltal
FSN stuðull (SAIFI) RARIK þéttbýli
0,42
0,37
RARIK dreifbýli
1,19
1,60
TSN stuðull (SAIDI) RARIK þéttbýli
0,35
0,54
RARIK dreifbýli
1,20
2,07
FSN (SAIFI á ensku) – stuðull um fjölda straumleysistilvika á hvern notanda. TSN (SAIDI á ensku) – stuðull um tímalengd straumleysis á hvern notanda.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Haustið 2019 var verkfræðistofa fengin til að gera áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir RARIK og mun því verki ljúka á árinu 2020. Gerðar eru úttektir á starfseminni á flestum starfsstöðvum RARIK, auk þess sem haldnir eru greiningarfundir með starfsfólki.
Ábendingar og atvik Í ábendingakerfi RARIK voru skráðar 34 ábendingar sem tengdust öryggismálum. Alls urðu 13 slys á árinu 2019 og af þeim eru sjö rakin til vinnu vegna óveðursins í desember. Af 13 slysum eru tvö alvarleg, þar sem fjarvera frá vinnu er lengri en vika. Þá voru skráð 11 minniháttar slys, níu næstum því slys auk 11 ábendinga um slysahættur. Á árinu urðu 11 tilvik í veitukerfinu sem teljast til hættu- eða neyðarástands og hefðu getað leitt til slysa á fólki eða tjóns á eigum annarra. Þessi tilvik voru misjafnlega alvarleg og öll flokkast þau sem næstum því slys eða slysahættur. Skýrslur vegna þessara atvika voru sendar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (áður Mannvirkjastofnun).
STARFSEMIN
33
Neyðarstjórn RARIK að störfum í desember.
Skráð slys eru fleiri árið 2019 (13) en árin á undan, þau voru átta árin 2017 og 2018. Rétt er að benda á að í þessum skráningum eru öll slys, bæði minniháttar og stærri, en fjöldi alvarlegra slysa undanfarin ár hefur verið í kringum tvö á ári. Skráðum ábendingum vegna slysa, næstum því slysa og slysahættu fjölgaði í ábendingakerfi RARIK miðað við undanfarin ár. Meðaltal áranna 2005–2016 voru níu skráningar á ári, en árin 2017–2019 fór meðaltal árlega skráðra ábendinga upp í 31. Ljóst er að fjöldi skráðra ábendinga og fjöldi skráðra slysa segja ekki alla söguna því starfsmenn eru farnir nota ábendingakerfið meira en áður sem er af hinu góða.
Rafskoðanir og skoðun öryggistækja Samið var við Frumherja og BSÍ á Íslandi um að gera úttektir á verkum í úrtakssafni RARIK og skoða úttektir sem RARIK gerði á eigin verkum árið 2018. Athugasemdir skoðunarstofa eru flokkaðar í þrjá flokka, þar sem þriðji flokkur er alvarlegasta tegund athugasemdar sem krefst úrlausnar innan mánaðar. Þrjár þriðja flokks athugasemdir komu fram við þessar úttektir, en árið áður var ein slík athugasemd og árið þar á undan voru þær sjö. Að venju voru haldnir fundir með áætlanamönnum og Framkvæmdasviði í byrjun árs og aftur um haustið þar sem rædd voru öryggismál og farið yfir stöðu skoðunarverka ársins. Gerð var reglubundin skoðun á öryggistækjum en miðað er við að öll öryggistæki séu skoðuð af öryggisfulltrúa á fjögurra ára fresti. Þá eru notendur öryggistækja hvattir til að fara reglulega yfir ástand þeirra og persónuhlífa og endurnýja eftir þörfum.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
34
STARFSEMIN
Kópasker Silfurstjarnan
Siglufjörður Skagaströnd
Hrísey
2
Sauðárkrókur Blönduós
1
1 Húsavík
1
2
1
2
Þórshöfn
1 Bakkafjörður 5 Vopnafjörður
Akureyri
1 Borgarfjörður eystri
Hvammstangi Stykkishólmur Ólafsvík 5
2
Seyðisfjörður Egilsstaðir
Búðardalur
1 1 Dalatangi 1 Mjóifjörður 5 Neskaupstaður 2 Fáskrúðsfjörður
19 Varaaflsstöðvar: 38 Birgðastöðvar:
Borgarnes
Höfn Selfoss
1 Öræfi 1 Kirkjubæjarklaustur
Hvolsvöllur
11
Birgðastöðvar: Meginbirgðastöðvar Undirbirgðastöðvar Bráðabirgðaefni Varaaflsstöðvar: Staðbundnar Færanlegar
Vík
Æfingar Í febrúar tók neyðarstjórn RARIK þátt í viðamikilli sameiginlegri neyðaræfingu Neyðarsamstarfs raforkukerfisins NSR. Þema æfingarinnar var eldgos í Öræfajökli með tilheyrandi flóðum og öskufalli. Æfð voru viðbrögð við farsóttaraðstæður, þ.e. þegar hamfarirnar áttu að gerast var einungis um lágmarks mönnun að ræða vegna farsóttar. Æfingin gaf þátttakendum tækifæri til að yfirfara viðbragðsáætlanir gagnvart náttúruhamförum og lágmarks mönnun. Æfingin var skrifborðsæfing með raunsamskiptum. Einnig voru haldnar samskiptaæfingar í tengslum við Tetra námskeið fyrir starfsmenn.
Kastljós Á árinu 2019 voru gefin út 10 svonefnd Kastljós þar sem ábendingum er komið til starfsmanna um slys, næstum því slys eða slysahættur, ásamt öðru sem snýr að öryggismálum. Að auki voru fjögur Kastljós endurútgefin á árinu. Kastljósunum er dreift til allra starfsmanna og þau birt í handbók RARIK.
Persónuvernd
Samtals
Orkusalan
RARIK
Starfsmenn og ársverk
Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga höfðu í för með sér ýmsar breytingar og skjalfestingu á verklagi hjá RARIK á árinu 2018. Þessu verkefni var fylgt enn frekar eftir á árinu 2019 með innri úttekt á verkferlum og úttekt innri endurskoðanda undir lok ársins.
Ársverk
191 15,5
207
Áhættustýring
Starfsmenn í árslok
195
17
212
Karlar
157
12
169
Konur
38
5
43
Stjórn RARIK ohf. skilgreinir og samþykkir árlega áhættustefnu til að tryggja sem best að meginmarkmið fyrirtækisins náist og að settum lögum og reglum sé fylgt í hvívetna. Áhættustjórnunarkerfi RARIK er byggt upp með hliðsjón af ISO 31000:2018
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
STARFSEMIN
35
staðlinum. Kerfið lýsir því hvernig áhættuþættir eru greindir, metnir og meðhöndlaðir hjá RARIK, hver sé áhættuvilji stjórnar og hvaða mælikvörðum er fylgst með.
Viðbragðsáætlanir Viðbragðsáætlanir vegna eldgoss, öskufalls og jarðskjálfta hafa orðið til í kjölfar vinnu við áhættumat og áhættustýringu RARIK. Hætta frá eldgosum felst helst í gjósku- og jökulhlaupum sem geta haft áhrif á bæði orkuframleiðslu og flutning. Misjafnt er eftir staðsetningu eldgoss hversu víðtæk áhrifin geta orðið. Öskufall er fylgifiskur eldsumbrota og reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að öskufall getur verið hamlandi við vinnu og heilsuspillandi þegar verst lætur, auk þess sem það getur haft áhrif á afhendingaröryggi raforku. Áhrif öskufalls er háð bæði veðri og vindum og geta öll landsvæði orðið fyrir öskufalli, óháð staðsetningu eldgossins sjálfs. Undanfarin ár hafa jarðskjálftahrinur gengið yfir Suður- og Norðurland og tekur hönnun ýmissa mannvirkja RARIK á þessum svæðum mið af þeirri hættu sem getur skapast vegna jarðhræringa. Á árinu 2019 var farið yfir allar viðbragðsáætlanir vegna náttúruhamfara og þær uppfærðar og endurútgefnar.
Orkuframleiðsla með olíu hjá RARIK Á árinu 2019 voru framleiddar á vegum RARIK tæplega 2,3 milljónir kWst af orku með olíu. Alls voru notaðir 634 þúsund lítrar af olíu til þessarar framleiðslu og nam koltvísýringslosun vegna hennar tæplega 1.700 tonnum af CO2. Töluverð aukning er á milli ára á þessari orkuframleiðslu, eða um 53%, þar af leiðandi jókst einnig olíunotkun og losun á koltvísýringi. Þessi aukna orkuvinnsla er vegna óveðurs sem gekk yfir landið í desember 2019 og olli miklum skemmdum á flutningskerfinu. Varaafl- stöðvar voru því keyrðar í nokkra daga víðsvegar um landið á meðan viðgerðir fóru fram á flutnings- og dreifikerfum.
Bifreiðar, vélar og tæki í eigu RARIK
Eftirfarandi Kastljós voru gefin út á árinu 2019:
RARIK rekur 139 bifreiðar, vinnuvélar, snjóbíla og fjórhjól.
Nr. 121 Auðkenning á biluðum búnaði
Orkunýting
Nr. 122 Merkingar rofa og strengja
Meðalnýting orkuvinnslu með olíu í dísilvélum og R/O veitum var 33,5% árið 2019.
Nr. 123 Skráningar ábendinga Nr. 124 Viðbrögð við jarðskjálfta
Flutnings- og dreifitöp sem hlutfall af heildarorku
Nr. 125 Slysahættur og skráning frávika
Meðaltöp í kerfi RARIK eru um 6,8%, en uppgjörstöp ársins 2019 voru 6,0% af heildarsölu raforku.
Nr. 126 Gróðureldar Nr. 127 Skráning umferðaróhappa og umferðarslysa Nr. 128 Akstur og hvíld Nr. 129 Vinna í körfum Nr. 130 Spennuprófarar frá Fluke
HEILDARMAGN KEYPTRAR OLÍU Á ÁRINU 2019 VEGNA ORKUVINNSLU OG REKSTRAR BIFREIÐA OG TÆKJA Jarðefnaeldsneyti - heild Bensín
Keyptir lítrar
CO2 útblástur per lítra
CO2 losun (tonn)
2.736
2,3
6
20.087
2,64
53
Dísilolía - lituð og ólituð
810.632
2,64
2140
Dísilolía - bioblanda
110.111
2,64
291
Flotaolía - lituð
Alls
943.566
2490
Eftirfarandi Kastljós voru endurskoðuð og endurútgefin á árinu 2019: Nr. 044 Háspennuhanskar Nr. 052 Undirbúningur vinnu frá rofa í aðveitustöð Nr. 117 Stigar og tröppur Nr. 112 Afeinangrunarverkfæri
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
36
STARFSEMIN
Raforkukaup Öll raforka sem RARIK kaupir til eigin nota og vegna tapa í kerfinu er vottuð sem 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.
Starfsmannamál Á árinu 2019 var unnið að innleiðingu jafnlaunavottunar í samræmi við breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þessi vinna byggist á jafnlaunastaðli ÍST 85 og er ætlað að verða grunnur að stjórntæki sem tryggir betur að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum sé byggð á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Launagreining sem gerð var í vottunarferlinu leiddi í ljós óverulegan mun á launum karla og kvenna hjá fyrirtækinu. Var það jákvæð sönnun þess að unnið hefur verið að því hjá RARIK að karlar og konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu eða jafn verðmæt störf. RARIK hefur unnið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í annars karllægum atvinnugeira og hefur konum fjölgað hlutfallslega hjá fyrirtækinu undanfarinn áratug. Nú starfa tvær konur í vinnuflokkum við viðhald, breytingar og viðgerðir á dreifikerfi fyrirtækisins, oft við mjög erfiðar aðstæður eins t.d. við viðgerðir eftir óveðrið í desember. Auglýsingum og ráðningarferli hefur verið breytt og auk þess tekur RARIK þátt í verkefnum með öðrum orkufyrirtækjum á vettvangi Samorku sem miða að því að efla atvinnuþátttöku kvenna í tæknigeirum. Vinnustaðagreining meðal starfsmanna gaf til kynna starfsánægju, tryggð og hollustu við fyrirtækið, en einnig tækifæri til umbóta.
VARAAFL OG ÖNNUR ORKUFRAMLEIÐSLA 2019
Dísilvinnsla - Grímsey
Orkuvinnsla
Orkuvinnsla á einingu olíu
Nýtt olía
(kWst)
(kWst/líter)
(lítrar)
Orkuinnihald nýttrar olíu
Nýtingar– hlutfall frumorku
(kWst)
CO2 losun (tonn)
761.943
3,52
216.450
2.303.503
33,1%
571
- Varaaflsvélar
1.226.880
3,40
360.567
3.837.229
32,0%
952
- Samtals
1.988.823
3,45
577.017
6.140.732
32,4%
1.523
49.492
1,98
25.000
266.055
18,6%
66
2.038.315
3,39
602.017
6.406.787
31,8%
1.589
1.066.814
3,30
323.277
3.440.379
31,0%
853
84.000
7,00
12.000
127.706
65,8%
32
140.609
7,00
20.087
213.770
65,8%
53
224.609
7,00
32.087
341.476
65,8%
85
2.262.924
3,57
634.104
6.748.263
33,5%
1.673
- Grímsstaðir SAMTALS dísilvélar Þar af vegna Landsnets Olíunotkun í R/O veitum: Kyndistöð Seyðisfirði Kyndistöð Höfn SAMTALS R/O veitur Alls
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ORKUSALAN
37
Grænt ljós staðfestir að viðskiptavinir Orkusölunnar nota eingöngu endurnýjanlega og upprunavottaða orku.
Orkusalan 2019 Árið 2019 var þrettánda heila starfsár Orkusölunnar ehf., sem er dótturfyrirtæki í 100% eigu RARIK, en tilgangur hennar er fyrst og fremst að annast framleiðslu og sölu á raforku. Orkusalan starfar einungis á samkeppnismarkaði og er með um þriðjungs markaðshlutdeild í raforkusölu á almennum markaði auk þess að eiga og reka fimm virkjanir víða um land. Starfsmenn Orkusölunnar voru 17 í árslok 2019.
Afkoma ársins Rekstrartekjur ársins voru 6.052 m.kr. og rekstrargjöld 4.931 m.kr. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam því 1.121 m.kr. EBITDA hlutfall ársins 2019 var 22,1%. Hrein fjármagnsgjöld námu 322 m.kr. og að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar og skatta er hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi 640 m.kr. samanborið við 994 m.kr. á árinu 2018. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2019 voru heildareignir 12.364 m.kr., heildarskuldir voru 1.862 m.kr. og eigið fé 10.501 m.kr. Eiginfjárhlutfall Orkusölunnar er 84,9%. Hagnaður ársins var um 400 m.kr. undir áætlun en vegna uppgreiðslugjalds á langtímaláni voru fjármagnsliðir mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á árinu voru 15,5 ársverk hjá Orkusölunni samanborið við 13,8 á árinu 2018.
Framleiðsla og innkaup Heildarmarkaður Orkusölunnar á árinu 2019 var um 1,1 TWst. Eins og gengur sveiflaðist notkun yfir og undir áætlun í einstökum mánuðum en í heild var markaður ársins 2,5% undir áætlun sem skýrist af aukinni samkeppni á raforkumarkaði.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
38
ORKUSALAN
Athyglisverðri birtu brugðið á hús á Seyðisfirði á hátíðinni List í ljósi.
Enn sem komið er býður Landsvirkjun ekki upp á samninga til lengri tíma með sveigjanleika sem hentar almennum markaði þar sem einstaklingar og fyrirtæki, fyrir utan stóriðju, kaupa rafmagn. Slíkir samningar voru í boði hjá Landsvirkjun fram til ársins 2017. Innkaup Orkusölunnar koma að mestu leyti frá Landsvirkjun en Orkusalan keypti einnig raforku af Orku náttúrunnar og HS Orku á árinu 2019. Með því kerfi sem er á raforkumarkaði í dag er ekki hægt að ganga að því vísu að nægt framboð sé til af skammtímaorku í landinu en Orkusalan þarf ávallt að ganga að tryggri orku til að anna þeim náttúrulegu sveiflum sem eru á markaði fyrirtækisins. Í dag ber í raun enginn ábyrgð á því að til sé næg orka fyrir almennan markað á Íslandi og er það töluvert áhyggjuefni fyrir fyrirtæki eins og Orkusöluna. Orkuvinnsla virkjana var 252 GWst sem er töluvert minni vinnsla en vanalega þar sem endurnýjun á eldri vél Lagarfossvirkjunar hófst á seinni hluta ársins 2019. Gert er ráð fyrir rekstrarstöðvun hennar fram á mitt ár 2020 vegna þessa. Almennt hefur rekstur virkjana Orkusölunnar gengið vel og litlar truflanir voru á rekstri þeirra á árinu.
Rannsóknir og þróun Orkusalan hefur í nokkur ár undirbúið virkjun Hólmsár, í Vestur–Skaftafellssýslu, í samstarfi við Landsvirkjun. Reiknað er með að uppsett afl virkjunarinnar verði um 65 MW.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ORKUSALAN
39
Norðurljósahlaup Orkusölunnar var haldið í fyrsta skipti á árinu sem hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkur.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
40
ORKUSALAN
Í þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem lögð var fram á Alþingi haustið 2016, kemur fram að Hólmsárvirkjun með miðlun við Atley skuli raða í biðflokk. Í ljósi þessa hefur Orkusalan einungis stundað grunnrannsóknir á vatnafari og aurburði vegna Hólmsárvirkjunar en önnur vinna við virkjunarkostinn hefur legið niðri undanfarin misseri og mun gera áfram þar til ljóst er hvort heimild fæst til virkjunar Hólmsár. Orkusalan skoðar ýmsar aðrar leiðir til orkuöflunar félagsins eins og virkjun smærri vatnsaflskosta, jarðvarma og vindorku. Á árinu var unnið áfram að rannsóknum sem Orkusalan hefur fengið úthlutað rannsóknarleyfum fyrir en þar er um að ræða Bessastaðaá, Gilsá, Köldukvísl, Ódáðavötn, Tungudal, Kaldá og Ásdalsá. Til skoðunar er að sækja um leyfi til frekari rannsókna á nokkrum öðrum virkjunarkostum. Haldið var áfram athugunum á vindorku og var sjónum beint að virkjun vinds við Lagarfossvirkjun. Unnið er að breytingum á deiliskipulagi lóðar Lagarfossvirkjunar þannig að áform um uppsetningu á tveimur vindmyllum við Lagarfossvirkjun geti gengið eftir.
Sala og markaðsmál Í ársbyrjun 2019 var nýtt merki Orkusölunnar tekið í notkun og var ásýnd fyrirtækisins uppfærð til samræmis við það. Nýtt útlit Orkusölunnar er nútímalegt og stílhreint, með grænum áherslum. Því er ætlað að höfða til fólks sem kýs snjallar lausnir og þægindi og vill nýta auðlindir af skynsemi og í sátt við samfélagið. Grænt ljós Orkusölunnar var sýnilegt á árinu. Hannaður var gripur sem viðskiptavinir geta nýtt til að sýna fram á að starfsemi þeirra noti eingöngu 100% endurnýjanlega og upprunavottaða orku. Samhliða var farið í auglýsingaherferð til að kynna Græna ljósið og auka vitund um grænar áherslur Orkusölunnar. Norðurljósahlaup Orkusölunnar var haldið í fyrsta sinn á árinu. Viðburðurinn er 5 km hlaup um miðbæ Reykjavíkur þar sem keppendur upplifa borgina í nýju ljósi og er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Orkusalan tók einnig þátt í viðburðinum Stelpur og tækni á vegum Háskólans í Reykjavík. Yfir 900 stelpur úr unglingadeildum grunnskólanna tóku þátt en markmið verkefnisins er að hvetja og fjölga konum í verkfræði og raunvísindum og draga þannig úr kynjaskiptingu á vinnumarkaði og kynbundnu námsvali. Á árinu var vefur Orkusölunnar tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna en vefur fyrirtækisins er unninn í farsælu samstarfi við Hugsmiðjuna. Orkusalan var áfram í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi að mati Creditinfo á árinu 2019, áttunda árið í röð en einungis um 2% fyrirtækja á Íslandi komust í þann hóp. Samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar hafa viðskiptavinir Orkusölunnar aldrei verið ánægðari og eiga ímynd Orkusölunnar og tryggð viðskiptavina stóran þátt í þeirri ánægjulegu niðurstöðu.
Umhverfið skiptir máli Orkusalan er fyrsta og eina orkufyrirtækið hér á landi til að kolefnisjafna bæði rekstur fyrirtækisins og raforkuvinnslu. Orkusalan hefur í samstarfi við EFLU verkfræðistofu haldið utan um þá losun sem tengist starfsemi fyrirtækisins og hefur allur rekstur Orkusölunnar frá upphafi verið kolefnisjafnaður með eigin skógrækt. Skógur Orkusölunnar bindur 122 tonn af CO2 á ári. Eigin raforkuvinnsla losaði 504 tonn af CO2 á
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ORKUSALAN
41
List í ljósi á Seyðisfirði.
árinu 2019. Þar sem skógurinn okkar bindur alla losun sem hlýst af rekstri Orkusölunnar og rúmlega það, þá nýtum við umfram bindingu hans til að jafna hluta af eigin vinnslu. Sú losun sem þá stendur eftir hefur verið jöfnuð í samstarfi við Kolvið.
Horfur Horfur í rekstri Orkusölunnar eru góðar og reksturinn er traustur. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) ársins 2020 verði 1.397 m.kr. eða um 23,1% EBITDA hlutfall. Það er í samræmi við markmið stjórnar Orkusölunnar. Áætluð afkoma fyrir rekstrarárið 2020 er um 1.017 m.kr sem er betri afkoma en árið 2019. Þó er ljóst að sú óvissa sem enn ríkir um orkuöflun Orkusölunnar veikir og getur haft skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Orkusölunni hefur enn ekki tekist að fá sveigjanlega samninga til lengri tíma við Landsvirkjun í stað langtímasamninga sem runnu út í árslok 2016 og enn er Hólmsárvirkjun neðri við Atley raðað í biðflokk rammaáætlunar. Á meðan ekki hafa verið gerðir nýir langtímasamningar við Landsvirkjun ríkir nokkur óvissa um afkomu Orkusölunnar til lengri tíma. Þá hefur samkeppni á raforkumarkaði verið að aukast undanfarin misseri og gera má ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á árinu 2020. Í árslok 2019 skrifaði Orkusalan undir kaupsamning á samkeppnisrekstri Rafveitu Reyðarfjarðar. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og er niðurstöðu þess að vænta á fyrri helmingi ársins 2020.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
42
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
43
Samstæðuársreikningur Rarik ohf. 2019
Starfsmenn RARIK og björgunarsveitir um borð í danskri Hercules flutningavél á leið norður í land með jarðstrengi og annan búnað til viðgerða í desember.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
44
Á haustmánuðum lauk lagningu jarðstrengs á Kili.
EFNISYFIRLIT ÁRSREIKNINGS 2019 Bls.
Bls.
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra
45
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2019
56
Áritun ríkisendurskoðanda
47
Efnisyfirlit skýringa 2019
57
Áritun óháðs endurskoðanda
48
Skýringar 58
Rekstrarreikningur ársins 2019
52
Yfirlit um heildarafkomu ársins 2019
53
VIÐAUKAR
Efnahagsreikningur 31. desember 2019
54
Yfirlýsing um stjórnarhætti
84
Eiginfjáryfirlit árið 2019
55
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
86
Athugið! Sá reikningur sem hér birtist er eftirprentun og því er ekki hægt að útiloka ritvillur. Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna nema annað sé tekið fram.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRSLA OG YFIRLÝSING STJÓRNAR OG FORSTJÓRA
45
SKÝRSLA OG YFIRLÝSING STJÓRNAR OG FORSTJÓRA Rarik ohf. var stofnað 1. ágúst 2006 og tók yfir rekstur og eignir Rafmagnsveitna ríkisins. Meginstarfsemi Rarik, móðurfélagsins, er rekstur dreifiveitu sem starfar skv. lögum nr. 65 frá 2003 og nær dreifiveitusvæðið til meginhluta landsins utan höfuðborgarsvæðisins, Vestfjarða og Reykjaness. Auk þess rekur Rarik fimm hitaveitur, jarðvarmaveitur í Búðardal, Blönduósi, Skagaströnd og Siglufirði og fjarvarmaveitur á Seyðisfirði og á Höfn í Hornafirði. Framleiðsla og sala rafmagns er í höndum dótturfélagsins Orkusölunnar ehf. auk þróunar og uppbyggingar orkukerfa innanlands. Rarik Orkuþróun ehf. hefur umsjón með einu erlendu verkefni og Ljós- og gagnaleiðari ehf. hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum. Dótturfélögin eru alfarið í eigu Rarik ohf. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Rarik ohf. og dótturfyrirtækja. Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar 16.777 milljónum króna, rekstrargjöld 13.276 milljónum króna og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 3.501 milljón króna. Fjármagnsgjöld nettó námu 1.059 milljónum króna. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. voru jákvæð um 770 milljónir króna. Hagnaður ársins 2019 að teknu tilliti til tekjuskatts nam 2.726 milljónum króna. Þýðingarmunur hlutdeildarfélags, sem færður er meðal annarra tekna og gjalda færðra á eigið fé, var jákvæður um 378 milljónir króna og nam því heildarhagnaður ársins 3.104 milljónum króna. Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 68.306 milljónum króna í árslok. Eigið fé samstæðunnar nam 43.926 milljónum króna eða 64,3% af heildareignum. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2020 að fjárhæð 310 milljónir króna. Að öðru leyti er vísað til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar og breytingar á eigin fé. Hlutafé félagsins nam 5.000 milljónum króna og er það allt í eigu ríkissjóðs og breyttist fjöldi hluthafa ekki á árinu. Í stjórn félagsins sitja þrjár konur og tveir karlmenn. Stjórn Rarik ohf. uppfyllir því skilyrði 63. gr. laga um hlutafélög um hlutföll kynja í stjórn. Vísað er til skýringar nr. 27 vegna áhættustýringar samstæðunnar.
Stjórnarhættir Stjórn Rarik ohf. leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og hefur sett sér starfsreglur þar sem valdsvið stjórnar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Starfsreglur stjórnar voru síðast endurskoðaðar í febrúar 2019. Nánari grein er gerð fyrir stjórnarháttum í sérstakri yfirlýsingu um stjórnarhætti sem fylgir ársreikningnum.
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf Í ársreikningalögum er krafa um að í yfirliti með skýrslu stjórnar tiltekinna félaga skuli fylgja upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Þá skal yfirlitið hafa að geyma stutta lýsingu á viðskiptalíkani félagsins, ófjárhagslega lykilmælikvarða og fleira. Hafi félagið ekki stefnu í tengslum við eitt eða fleiri mál samkvæmt lagagreininni skal gera skýra og rökstudda grein fyrir því í yfirlitinu. Félagið telst eining tengd almannahagsmunum og fellur undir fyrrnefndar kröfur um upplýsingagjöf sem koma til vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins. Félagið birtir því með ársreikningi þessum sérstakan viðauka: Ófjárhagslegar upplýsingar.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
46
SKÝRSLA OG YFIRLÝSING STJÓRNAR OG FORSTJÓRA
Yfirlýsing stjórnar og forstjóra Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er ársreikningur samstæðunnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu 31. desember 2019 og rekstrarafkomu samstæðunnar og breytingu á handbæru fé á árinu 2019. Jafnframt er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn gefi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu þess og lýsi helstu áhættuþáttum sem fyrirtækið býr við. Stjórn og forstjóri Rarik ohf. hafa í dag yfirfarið samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2019 og staðfesta hann með undirritun sinni og leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn. Reykjavík, 27. febrúar 2020 Í stjórn Rarik ohf
Birkir Jón Jónsson formaður
Álfheiður Eymarsdóttir
Arndís Soffía Sigurðardóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Kristján L. Möller
Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÁRITUN RÍKISENDURSKOÐANDA
47
ÁRITUN RÍKISENDURSKOÐANDA Til stjórnar og hluthafa Rarik ohf.
Forsendur, hlutverk og ábyrgð ríkisendurskoðanda Ríkisendurskoðandi starfar á grundvelli laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, og siðareglur alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana. Hlutverk ríkisendurskoðanda er að tryggja að fram fari endurskoðun og eftirlit í samræmi við 4. gr. laganna. Ríkisendurskoðandi ber húsbóndaábyrgð á störfum þeirra endurskoðenda sem starfa hjá Ríkisendurskoðun og framkvæma endurskoðun á grundvelli laga um endurskoðendur og endurskoðun, lögum um ársreikninga og þeim almennu reglum sem þeir hlíta samkvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Kannað var hvort rekstur félagsins var í samræmi við þau lög sem um félagið gilda og eftir atvikum fjárlög og fjáraukalög sbr. meginreglur laga nr. 46/2016 og lög um opinber fjármál nr. 123/2015. Endurskoðunin byggði á verk- og tímaáætlun sem stjórn félagsins var kynnt og er framkvæmd í samræmi við lög nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og lög nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun.
Ríkisendurskoðun, 27. febrúar 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
48
ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA
ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA Til stjórnar og hluthafa Rarik ohf.
Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi samstæðuársreikning Rarik ohf. fyrir árið 2019. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af efnahag samstæðunnar 31. desember 2019, afkomu hennar og breytingu á handbæru fé á árinu 2019, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.
Grundvöllur fyrir áliti Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér á eftir. Við erum óháðir Rarik ohf. og í samræmi við settar siðareglur fyrir endurskoðendur höfum við uppfyllt ákvæði þeirra. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að undirbyggja álit okkar.
Megináherslur við endurskoðunina Megináherslur við endurskoðunina eru þau atriði, sem að okkar faglega mati, hafa mesta þýðingu fyrir endurskoðun okkar á ársreikningi samstæðunnar árið 2019. Þessi atriði voru yfirfarin við endurskoðun á samstæðuársreikningnum og höfð til hliðsjónar við ákvörðun á viðeigandi áliti á honum. Í áritun okkar látum við ekki í ljós sérstakt álit á hverju þeirra fyrir sig.
Virðismat virkjana og veitukerfa Virkjanir og veitukerfi eru verðmætustu eignir samstæðunnar og virðismat þeirra er háð mati stjórnenda og því teljum við það vera megináherslu við endurskoðun okkar. Virkjanir og veitukerfi samstæðunnar eru færð samkvæmt endurmatsaðferð og nam bókfært verð þeirra í árslok 2019 48,9 ma. kr. sem nemur um 72% af efnahagsreikningi félagsins. Endurmat er framkvæmt með reglubundnum hætti, þegar stjórnendur meta það að verulegar breytingar hafi orðið á rekstrarvirði eignanna. Mat á rekstrarvirði eignanna er byggt á sjóðstreymisgreiningu. Það er mat stjórnenda að forsendur séu til þess að endurmeta eignir félagsins, til hækkunar. Ákveðið hefur verið að á árinu 2020 verði fenginn óháður sérfróður aðili til þess að reikna tekjuvirði eigna, til staðfestingar á mati stjórnenda. Að því er varðar mat á virði eignanna, vísum við að öðru leyti í skýringu 12 um rekstrarfjármuni og í skýringu 32, liður e, um mikilvægar reikningsskilaaðferðir. Endurskoðun okkar beindist að mati stjórnenda á rekstrarvirði virkjana og veitukerfa við árslok 2019. Við fórum yfir aðferðafræði virðismatsins og hvort breytingar hafi orðið á henni á milli ára. Við fórum jafnframt yfir helstu forsendur stjórnenda fyrir matinu. Við mátum hvort útreikningar virðismats væru unnir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og einnig lögðum við mat á hvort skýringar í ársreikningnum varðandi virðismatið væru viðeigandi. Við höfum einnig yfirfarið mat stjórnenda á afskriftum virkjana og veitukerfa sem og endurmats og hvort það samræmist alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA
49
Aðrar upplýsingar Stjórnendur bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar innifela skýrslu stjórnar, ófjárhagslega upplýsingagjöf og stjórnarháttayfirlýsingu félagsins sem finna má í viðauka með ársreikningnum. Álit okkar á ársreikningnum nær ekki yfir aðrar upplýsingar og við ályktum hvorki um, né veitum staðfestingu á efni þeirra ef frá er talin sú staðfesting varðandi skýrslu stjórnar sem fram kemur hér á eftir. Í tengslum við endurskoðun okkar berum við ábyrgð á að lesa framangreindar upplýsingar og skoða hvort þær séu í verulegu ósamræmi við ársreikninginn eða þekkingu okkar sem við höfum aflað við endurskoðunina eða virðast að öðru leyti innifela verulegar skekkjur. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu, byggt á þeirri vinnu sem við höfum framkvæmt, að það séu verulegar skekkjur í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Það er ekkert sem við þurfum að skýra frá hvað þetta varðar. Við staðfestum að samkvæmt okkar bestu vitund eru í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.
Ábyrgð stjórnar og forstjóra á samstæðuársreikningnum Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð ársreikningsins eru stjórn og forstjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Rarik ohf. Ef við á, skulu stjórn og forstjóri setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendunni um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu ársreikningsins, nema stjórn og forstjóri hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafi enga aðra raunhæfa möguleika. Stjórn og endurskoðunarnefnd skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun samstæðuársreikningsins Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit okkar. Nægjanleg vissa er mikil vissa, en ekki trygging þess að endurskoðun sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
50
ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA
Endurskoðun okkar er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýni. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, skipuleggjum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að undirbyggja álit okkar. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, villandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé fram hjá innri eftirlitsaðgerðum. • Öflum skilnings á innra eftirliti, í þeim tilgangi að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins. • Metum hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda ásamt tengdum skýringum séu viðeigandi. • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins. Engin ástæða er til að efast um forsendur stjórnenda um rekstrarhæfi samstæðunnar. • Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar. Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn og endurskoðunarnefnd meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og mikilvæg atriði sem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á. Við höfum einnig lýst því yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við höfum uppfyllt skyldur siðareglna um óhæði og höfum miðlað til þeirra upplýsingum um tengsl eða önnur atriði sem gætu mögulega haft áhrif á óhæði okkar og þar sem viðeigandi er, hvaða varnir við höfum sett til að tryggja óhæði okkar. Af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd um, lögðum við mat á hvaða atriði höfðu mesta þýðingu í endurskoðuninni á yfirstandandi ári og eru það megináherslur í endurskoðuninni. Við lýsum þessum atriðum í áritun okkar nema lög og reglur leyfi ekki að upplýst sé um slík atriði eða í undantekningartilfellum þegar endurskoðandinn metur að ekki skuli upplýsa um viðkomandi atriði þar sem neikvæðar afleiðingar upplýsinganna eru taldar vega þyngra en almannahagsmunir. Ríkisendurskoðun, 27. febrúar 2020
Óskar Sverrisson endurskoðandi
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
51
Efnisflutningur í Grafningi í byrjun vetrar.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
52
REKSTRARREIKNINGUR
REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2019 Skýr.
2019
2018
5.392.349 9.309.508 670.154 1.404.581 16.776.593
5.581.351 9.459.787 655.249 940.221 16.636.608
4.553.883 6.811.488 1.910.302 13.275.673
4.512.470 6.605.046 1.904.480 13.021.995
Rekstrarhagnaður
3.500.919
3.614.612
Fjármunatekjur................................................................................................................................................. Fjármagnsgjöld................................................................................................................................................
278.370 (1.337.411) (1.059.041)
233.597 (1.507.097) (1.273.500)
2.441.879
2.341.113
770.225
909.000
3.212.104
3.250.113
(486.230)
(469.080)
2.725.875
2.781.032
21
0,55
0,56
9
3.500.919 2.239.472 5.740.392
3.614.612 1.954.782 5.569.394
Rekstrartekjur Raforkusala.......................................................................................................................................................... Dreifing raforku............................................................................................................................................... Sala á heitu vatni........................................................................................................................................... Aðrar tekjur..........................................................................................................................................................
6
Rekstrargjöld Orkukaup og orkuframleiðsla............................................................................................................ Rekstur veitukerfa....................................................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður........................................................................................................................ 7
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
10 Hagnaður fyrir áhrif hlutdeildarfélags og tekjuskatt Áhrif hlutdeildarfélags.............................................................................................................................
13
Hagnaður fyrir tekjuskatt Tekjuskattur........................................................................................................................................................
11
Hagnaður ársins ..............................................................................................................................................
Hagnaður á hlut Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut....................................................................
EBITDA og afskriftir Rekstrarhagnaður......................................................................................................................................... Afskriftir.................................................................................................................................................................. EBITDA.....................................................................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Skýringar á bls. 57 til 82 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
HEILDARAFKOMA
53
YFIRLIT UM HEILDARAFKOMU ÁRSINS 2019 Skýr.
2019
2018
2.725.875
2.781.032
377.952
930.555
Heildarhagnaður ársins .............................................................................................................................
3.103.827
3.711.587
Skýringar á bls. 57 til 82 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
Hagnaður ársins .................................................................................................................................................. Aðrar tekjur og gjöld færð á eigið fé Sem kunna að verða endurflokkaðar í rekstrarreikningi Þýðingarmunur hlutdeildarfélaga.....................................................................................................
13
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
54
EFNAHAGSREIKNINGUR
EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2019 Skýr.
2019
2018
Óefnislegar eignir ................................................................................................................... Rekstrarfjármunir .................................................................................................................... Eignarhlutir í hlutdeildarfélagi ....................................................................................... Eignarhlutir í öðrum félögum ......................................................................................... Skuldabréfaeign ...................................................................................................................... Fastafjármunir samtals
12 12 13 14 16
466.474 50.030.510 10.641.436 37.134 15.595 61.191.150
389.384 46.288.882 9.673.367 27.134 16.333 56.395.100
Birgðir .............................................................................................................................................. Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar ................................................................ Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ........................................................ Markaðsverðbréf ..................................................................................................................... Handbært fé .............................................................................................................................. Veltufjármunir samtals
17 16 18 19 19
1.183.173 1.167 2.762.029 2.735.694 432.665 7.114.727
1.009.178 1.316 2.431.416 5.616.398 499.554 9.557.862
Eignir samtals
68.305.877
65.952.962
Hlutafé ........................................................................................................................................... Yfirverðsreikningur ................................................................................................................ Endurmatsreikningur ........................................................................................................... Þýðingarmunur ......................................................................................................................... Bundinn hlutdeildarreikningur ....................................................................................... Óráðstafað eigið fé ............................................................................................................... Eigið fé samtals
5.000.000 6.756.019 12.738.560 (470.862) 5.981.687 13.920.201 43.925.605
5.000.000 6.756.019 13.241.506 (848.814) 4.697.649 12.285.419 41.131.779
22 24 15 23 25
18.006.708 835.329 597.268 282.511 42.780 19.764.595
19.024.360 804.876 672.651 0 61.132 20.563.019
26 11 22 23
2.395.341 561.613 1.529.276 129.446 4.615.677
1.919.847 621.493 1.716.824 0 4.258.164
Skuldir samtals
24.380.272
24.821.183
Eigið fé og skuldir samtals
68.305.877
65.952.962
Eignir
Eigið fé
20
Langtímaskuldir Skuldir til langs tíma ............................................................................................................. Skuldbinding vegna niðurrifs ......................................................................................... Tekjuskattsskuldbinding ................................................................................................... Leiguskuldbinding .................................................................................................................. Lífeyrisskuldbinding .............................................................................................................. Langtímaskuldir samtals Skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ...................................................... Tekjuskattur til greiðslu ..................................................................................................... Skuldir við lánastofnanir og næsta árs afborganir ....................................... Næsta árs afborganir leiguskuldbindinga ........................................................... Skammtímaskuldir samtals
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Skýringar á bls. 57 til 82 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
EIGINFJÁRYFIRLIT
55
EIGINFJÁRYFIRLIT ÁRIÐ 2019
Hlutafé
Yfirverðs- Endurmatsreikningur reikningur
Bundinn Þýðingar- hlutdeildar- Óráðstafað munur reikningur eigið fé
Samtals
1. janúar til 31. desember 2018 Eigið fé 1. janúar 2018 ........................... Heildarhagnaður ársins ........................... Hlutdeild í hagnaði flutt á bundinn hlutdeildarreikning .............................. Arður móttekinn frá dótturog hlutdeildarfélögum ...................... Endurmat leyst upp á móti afskriftum og tekjuskatti ............... Greiddur arður 0,06 kr á hlut ............... Eigið fé 31. desember 2018 ...............
5.000.000
6.756.019 13.682.457 ( 1.779.369) 0 930.555
(440.951)
2.860.674 11.210.410 37.730.191 0 2.781.032 3.711.587 1.904.007 ( 1.904.007)
0
(317.540)
0
317.540
250.511
5.000.000
6.756.019 13.241.506
( 848.814)
190.440 0 (310.000) (310.000) 4.697.649 12.285.419 41.131.779
5.000.000
6.756.019 13.241.506 0
( 848.814) 377.952
4.697.649 12.285.419 41.131.779 0 2.725.875 3.103.827
1. janúar til 31. desember 2019 Eigið fé 1. janúar 2019 ........................... Heildarhagnaður ársins ........................... Hlutdeild í hagnaði flutt á bundinn hlutdeildarreikning .............................. Arður móttekinn frá dóttur- og hlutdeildarfélögum ............................. Endurmat leyst upp á móti afskriftum og tekjuskatti ............... Greiddur arður 0,06 kr á hlut ............... Eigið fé 31. desember 2019 ...............
0
(502.945) 5.000.000
6.756.019 12.738.560
Skýringar á bls. 57 til 82 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
1.410.406 (1.410.406)
0
(430.108)
0
430.108
303.739
( 470.862)
199.206 0 (310.000) (310.000) 5.981.687 13.920.201 43.925.605
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
56
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT ÁRSINS 2019 Skýr.
2019
2018
2.725.875
2.781.032
(25.844) (45.384) (18.352) 2.239.472 (770.225) 1.059.041 486.230 5.650.812
(35.441) (25.011) 61.132 1.954.782 (909.000) 1.273.499 469.080 5.570.074
Birgðir, (hækkun) .................................................................................................................................. Skammtímakröfur, hækkun ......................................................................................................... Skammtímaskuldir, hækkun (lækkun) ............................................................................. Handbært fé frá rekstri fyrir vexti og skatta
(173.995) (330.612) 493.598 5.639.803
(217.617) (275.766) (141.326) 4.935.365
Innheimtar vaxtatekjur ............................................................................................................................ Greidd vaxtagjöld .......................................................................................................................................... Greiddur tekjuskattur ................................................................................................................................ Handbært fé frá rekstri
22.224 (733.667) (621.493) 4.306.866
27.991 (666.674) (541.364) 3.755.317
12 12
(5.466.311) (77.090) 31.029 0 1.166 3.116.725 180.815 (2.213.666)
(3.585.038) (160.040) 50.428 (17.500) 0 (3.056.983) 68.247 (6.700.886)
20 22 22 23
(310.000) 0 (1.745.916) (108.016) (2.163.932)
(310.000) 4.762.300 (1.344.941) 0 3.107.359
(70.733) 3.845 499.554 432.665
161.790 1.238 336.525 499.554
Rekstrarhreyfingar Hagnaður ársins ............................................................................................................................................. Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: (Söluhagnaður) sölutap eigna ................................................................................................. Breyting niðurrifsskuldbindingar .......................................................................................... Breyting lífeyrisskuldbindingar ............................................................................................... Afskriftir ......................................................................................................................................................... Áhrif hlutdeildarfélags .................................................................................................................... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ...................................................................................... Tekjuskattur ............................................................................................................................................... Hreint veltufé frá rekstri fyrir vexti og skatta
24 25 9 13 10 11
Fjárfestingarhreyfingar Fjárfesting í rekstrarfjármunum .................................................................................................... Fjárfesting í óefnislegum eignum ................................................................................................ Söluverð seldra rekstrarfjármuna ................................................................................................. Móttekin skuldabréf ................................................................................................................................... Afborganir skuldabréfa............................................................................................................................. Markaðsverðbréf, (hækkun) lækkun ........................................................................................... Móttekinn arður .............................................................................................................................................. Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Greiddur arður ................................................................................................................................................... Ný langtímalán ................................................................................................................................................ Afborganir langtímalána ....................................................................................................................... Afborganir leiguskuldbindinga ........................................................................................................ Fjármögnunarhreyfingar (Lækkun) hækkun á handbæru fé ........................................................................................... Gengismunur af handbæru fé ....................................................................................................... Handbært fé í ársbyrjun ........................................................................................................................ Handbært fé í lok ársins ........................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Skýringar á bls. 57 til 82 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
57
Jarðstrengur plægður undir Svarfaðardalsá.
EFNISYFIRLIT SKÝRINGA 2019 Bls.
Bls.
1.
Félagið
58
17. Birgðir
67
2.
Grundvöllur reikningsskilanna
58
18. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur
67
3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum
58
19. Handbært fé og markaðsverðbréf
67
4.
Ákvörðun gangvirðis
61
20. Eigið fé
67
5.
Starfsþáttayfirlit
61
21. Hagnaður á hlut
68
6.
Aðrar tekjur
63
22. Vaxtaberandi skuldir
68
7.
Rekstrarkostnaður
63
23. Leigusamningar
69
8. Laun og launatengd gjöld
63
24. Skuldbinding vegna niðurrifs
70
9.
64
25. Lífeyrisskuldbinding
70
10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
64
26. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir
70
11. Tekjuskattur
64
27. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar 71
12. Rekstrarfjármunir
65
28. Tengdir aðilar
75
13. Hlutdeildarfélög
66
29. Þóknun til endurskoðanda
76
14. Önnur félög
66
30. Fyrirtæki í samstæðunni
76
15. Skatteign/tekjuskattsskuldbinding
66
31. Önnur mál
76
16. Skuldabréfaeign
67
32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir
76
Afskriftir
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
58
SKÝRINGAR
SKÝRINGAR 1. Félagið Rarik ohf. er opinbert hlutafélag með lögheimili að Dvergshöfða 2 í Reykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2019 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess sem vísað er til í heild sem „samstæðunnar“ og til einstakra félaga sem „samstæðufélaga“ og hlutdeild samstæðunnar í hlutdeildarfélagi. Aðalstarfsemi samstæðunnar er framleiðsla, sala og dreifing á raforku og heitu vatni til neytenda.
2. Grundvöllur reikningsskilanna a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn 27. febrúar 2020. Veittar eru upplýsingar um reikningsskilaaðferðir samstæðunnar í skýringu 32.
b. Grundvöllur matsaðferða Reikningsskil samstæðunnar eru gerð á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að eignarhlutir í öðrum félögum og markaðsverðbréf eru færð á gangvirði gegnum rekstrarreikning og virkjanir og dreifikerfi samstæðunnar eru færð á endurmetnu kostnaðarverði. Fjallað er um mat á gangvirði í skýringu nr. 4.
c. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill Ársreikningur samstæðunnar er birtur í íslenskum krónum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum nema annað sé tekið fram.
d. Mat og ákvarðanir stjórnenda við beitingu reikningsskilaaðferða Gerð ársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati. Mat og forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega og eru áhrifin af breytingum færð á því tímabili sem breyting er gerð og jafnframt á síðari tímabilum ef breytingin hefur áhrif á þau. Upplýsingar um mat stjórnenda og ákvarðanir teknar við beitingu reikningsskilaaðferða sem hafa veruleg áhrif á ársreikninginn er að finna í eftirfarandi skýringum: - Skýring nr. 4 - ákvörðun gangvirðis - Skýring nr. 24 - skuldbinding vegna niðurrifs
3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum Samstæðan beitir IFRS 16 leigusamningar frá 1. janúar 2019. Nokkrir aðrir reikningsskilastaðlar tóku einnig gildi 1. janúar 2019 en þeir hafa ekki veruleg áhrif á reikningsskil samstæðunnar. Samstæðan hefur tekið upp IFRS 16 með því að beita aðferð uppsafnaðra áhrifa, þar sem uppsöfnuð áhrif upphaflegrar beitingar eru færð á óráðstafað eigið fé 1. janúar 2019. Vegna þessa hefur samanburðarfjárhæðum vegna ársins 2018 ekki verið breytt, þ.e. þær eru settar fram eins og þær voru birtar áður samkvæmt IAS 17 og tengdum túlkunum. Breytingunum á reikningsskilaaðferðum er lýst nánar hér á eftir. Skýringakröfum skv. IFRS 16 hefur að jafnaði ekki verið beitt á samanburðarupplýsingar.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
59
3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum frh.: Skilgreining á leigusamningi Samkvæmt fyrri reikningsskilaaðferðum skilgreindi samstæðan við gildistöku samnings hvort hann væri eða innihéldi leigusamning samkvæmt IFRIC 4 Ákvörðun um hvort samningur inniheldur leigusamning. Samstæðan metur nú hvort samningur sé eða innihaldi leigusamning samkvæmt nýrri skilgreiningu á leigusamningi, eins og nánari grein er gerð fyrir í skýringu 32 (m). Við upptöku IFRS 16 valdi samstæðan að nýta sér það hagnýta úrræði að halda sig við fyrra mat á því hvaða viðskipti eru leigusamningar. Samstæðan beitti því IFRS 16 aðeins á þá samninga sem áður höfðu verið skilgreindir sem leigusamningar. Samningar sem höfðu ekki verið skilgreindir sem leigusamningar samkvæmt IAS 17 og IFRIC 4 voru ekki endurmetnir. Af því leiðir að skilgreining á leigusamningi samkvæmt IFRS 16 hefur aðeins verið beitt á samninga sem voru gerðir eða var breytt frá og með 1. janúar 2019. Leigusamningar þar sem samstæðan er leigutaki Samstæðan hefur gert leigusamninga um húsnæði og lóðir. Sem leigutaki flokkaði samstæðan leigusamninga áður í rekstrarleigusamninga eða fjármögnunarleigusamninga byggt á mati á því hvort samningarnir yfirfærðu að verulegu leyti til samstæðunnar alla áhættu og allan ávinning af eignarhaldi á undirliggjandi eignum. Samkvæmt IFRS 16 færir samstæðan leigueignir og leiguskuldir vegna flestra þessara leigusamninga, þ.e. samningarnir eru færðir í efnahagsreikning samstæðunnar. Við gildistöku eða endurmat samnings sem inniheldur leiguþátt skiptir samstæðan endurgjaldi samkvæmt samningnum á einstaka leiguþætti og aðra þætti samningsins samkvæmt hlutfallslegu verði þeirra. Samstæðan, sem leigutaki, hefur hins vegar valið að aðskilja ekki þá þætti samninga sem eru ekki leiguþættir í leigusamningum um fasteignir og mun þess í stað færa leiguþætti og aðra þætti samninganna saman sem einn leiguþátt. Leigusamningar skv. IAS 17 Áður flokkaði samstæðan leigusamninga um fasteignir sem rekstrarleigusamninga samkvæmt IAS 17. Við upptöku IFRS 16 eru leiguskuldir vegna þessara leigusamninga metnar miðað við núvirði ógreiddra leigugreiðslna, sem eru núvirtar með vöxtum samstæðunnar af nýju lánsfé þann 1. janúar 2019. Leigueignir eru metnar miðað við fjárhæð sem jafngildir leiguskuldinni, leiðréttri vegna fyrirframgreiddra eða áfallinna leigugreiðslna, en samstæðan beitti þessari nálgun á alla leigusamninga. Samstæðan lagði mat á virðisrýrnun leigueigna á innleiðingardegi og var niðurstaða hennar sú að engar vísbendingar væru um virðisrýrnun leigueigna. Samstæðan nýtti sér nokkur hagnýt úrræði við beitingu IFRS 16 á leigusamninga sem hún flokkaði áður sem rekstrarleigusamninga samkvæmt IAS 17. Einkum nýtti samstæðan sér eftirfarandi úrræði: • undanþágu um að færa ekki leigueignir og leiguskuldir vegna leigusamninga þar sem leigutími er styttri en 12 mánuðir á innleiðingardegi; • undanskildi beinan upphafskostnað frá mati leigueignar á upphafsdegi beitingar; • færði ekki leigueign og leiguskuldir vegna leigusamninga um eignir að lágu virði; • notaði vitneskju um liðna atburði við ákvörðun leigutíma þegar leigusamningur innihélt heimildir til að framlengja hann eða segja honum upp. Samstæðan flokkaði enga leigusamninga sem fjármögnunarleigusamninga samkvæmt IAS 17. Leigusamningar þar sem samstæðan er leigusali Innleiðing IFRS 16 hefur ekki veruleg áhrif á samninga þar sem samstæðan er leigusali.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
60
3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum frh.: Áhrif innleiðingar Ef staðallinn hefði ekki tekið gildi 1. janúar 2019 hefðu áhrif orðið þau að EBITDA árið 2019 hefðI verið um 128 millj. kr. lægri og hagnaður tímabilsins 6 millj. kr. hærri. Áhrif á árið 2019 greinast þannig: Án IFRS 16 2019
Áhrif nýs staðals
Eftir IFRS 16 2019
Rekstrartekjur ...................................................................................................................... Rekstrargjöld ........................................................................................................................ Rekstrarhagnaður..............................................................................................................
16.776.593 (13.288.063) 3.488.529
0 (12.390) (12.390)
16.776.593 (13.275.673) 3.500.919
Hrein fjármagnsgjöld ...................................................................................................... Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags ...................................................................
(1.038.703) 770.225
20.338 0
(1.059.041) 770.225
Hagnaður fyrir tekjuskatt ...........................................................................................
3.220.052
7.948
3.212.104
Tekjuskattur ..........................................................................................................................
(487.819)
(1.590)
(486.230)
Hagnaður ársins .................................................................................................................
2.732.232
6.358
2.725.875
EBITDA (rekstrargjöld án afskrifta) ......................................................................
5.612.038
(128.354)
5.740.392
Rekstrarreikningur
Áhrif innleiðingar Áhrif innleiðingar staðalsins á efnahagsreikning samstæðunnar greinist þannig 1. janúar 2019: 31/12/2018
Áhrif nýs staðals
1/1/2019
Rekstrarfjármunir ..............................................................................................................
46.288.882
439.129
46.728.011
Eignir samtals ......................................................................................................................
65.952.962
439.129
66.392.091
Eigið fé ......................................................................................................................................
0
0
0
Leiguskuldbinding .............................................................................................................
0
329.915
329.915
Næsta árs afborgun leiguskuldbindingar .......................................................
0
109.214
109.214
Skuldir samtals ....................................................................................................................
0
439.129
439.129
Eigið fé og skuldir samtals .........................................................................................
0
439.129
439.129
Efnahagsreikningur
Við færslu leiguskulda vegna leigusamninga sem voru flokkaðir sem rekstrarleigusamningar núvirti samstæðan leigugreiðslurnar með því að nota vexti af nýju lánsfé þann 1. janúar 2019. Vegnir meðalvextir eru 6%.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
61
4. Ákvörðun gangvirðis Nokkrar reikningsskilaaðferðir og skýringar félagsins krefjast þess að gangvirði sé ákvarðað, bæði fyrir fjáreignir og fjárskuldir og aðrar eignir og skuldir. Gangvirði hefur verið ákvarðað vegna mats og/eða skýringa samkvæmt eftirfarandi aðferðum. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur gangvirðis eigna eða skulda í skýringum um viðkomandi eignir eða skuldir.
a. Rekstrarfjármunir Gangvirði framleiðslukerfa sem sætt hafa sérstöku endurmati er ákvarðað út frá tekjuvirði viðkomandi eignar. Það felur í sér að lagt er mat á tekjustrauma af viðkomandi eign og þeir núvirtir með viðeigandi ávöxtunarkröfu. Dreifiveita Rekstrarfjármunir dreifiveitu voru endurmetnir miðað við 31. desember 2012. Endurmatið var unnið af starfsmönnum félagsins. Endurmatið er miðað við endurmatsgrunn eigna félagsins fyrir Orkustofnun. Endurmat eigna dreifiveitu á árinu 2012 nam 3.474 milljónum kr. Óháðir sérfræðingar voru fengnir til að meta hvort vísbendingar væru um virðisrýrnun með því að meta nýtingarvirði eigna dreifiveitu. Við mat á nýtingarvirði rekstrarfjármuna dreifiveitunnar var litið til tekjumarka dreifiveitu sem lýst er í skýringu 32 j). Við ákvörðun núvirðis dreifiveitu var notast við meðaltalsfjármagnskostnað 5,01%. Vöxtur tekna dreifiveitu var metinn 0,4% - 7,9% árin 2013- 2035 en enginn vöxtur eftir það. EBITDA-hlutfall var metið 34% til 44% á spátímabilinu. Gert er ráð fyrir að nýting tekjumarka félagsins sé 100% frá árinu 2017. Ekki voru vísbendingar á virðisrýrnun miðað við framangreindar forsendur. Virkjanir Virkjanir samstæðunnar voru endurmetnar miðað við 31. desember 2012 og var endurmatið unnið af óháðum sérfræðingi. Mat tekna félags var byggt á verðum í 12 ára heildsölusamningum Landsvirkjunar. Byggt var á rekstrarkostnaði fyrri ára og hann framreiknaður. Ávöxtunarkrafa var metin 5,5%. Endurmat virkjana á árinu 2012 nam 2.325 milljónum kr.
b. Fjárfestingar í hlutabréfum Gangvirði fjáreigna, þar sem gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning, er fundið með hliðsjón af markaðsverði þeirra á uppgjörsdegi.
c. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Gangvirði viðskiptakrafna og annarra krafna er metið á núvirði vænts framtíðargreiðsluflæðis, sem afvaxtað er á markaðsvöxtum uppgjörsdags.
d. Fjárskuldir sem ekki eru afleiðusamningar Gangvirði fjárskulda, sem einungis er ákvarðað vegna skýringa, er reiknað með því að núvirða framtíðargreiðslur höfuðstóls og vaxta með markaðsvöxtum á uppgjörsdegi.
5. Starfsþáttayfirlit Félagið hefur eftirfarandi starfsþætti: Raforkudreifing Til orkudreifingar telst sá hluti starfseminnar sem er háður sérleyfi um dreifingu rafmagns samkvæmt raforkulögum, án þátttöku í sameiginlegri starfsemi s.s. yfirstjórn. Raforkusala Undir raforkusölu fellur sala og framleiðsla raforku. Annað Undir annað telst rekstur hitaveitna, kostnaður við yfirstjórn, rekstur stoðdeilda, tekjur vegna nýrra viðskiptavina og önnur starfsemi.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
62
SKÝRINGAR
5. Starfsþáttayfirlit frh.: .Starfsþáttaupplýsingar eru birtar eftir rekstrarsviðum samstæðunnar samkvæmt skipulagi og innri upplýsingagjöf hennar. Rekstrarstarfsþættir Raforkudreifing
Raforkusala
Annað
Samtals
Tekjur frá viðskiptamönnum .......................................................... Innri sala ............................................................................................................. Tekjur samtals .............................................................................................. Rekstrarafkoma starfsþátta .......................................................... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ................... Áhrif hlutdeildarfélaga ........................................................................ Tekjuskattur ................................................................................................... Hagnaður ársins .........................................................................................
9.309.508 12.272 9.321.780 2.326.084
5.392.349 622.614 6.014.964 1.121.354
2.074.735 162.781 2.237.516 53.481
16.776.593 797.667 17.574.260 3.500.919 (1.059.041) 770.225 (486.230) 2.725.875
Eignir starfsþátta .....................................................................................
35.143.519
9.661.347
5.692.118
50.496.984
5.692.118
17.808.893 68.305.877
Árið 2019
Óskiptar eignir .............................................................................................. Eignir samtals ...............................................................................................
35.143.519
9.661.347
Óskiptar skuldir ........................................................................................... Fjárfestingar .................................................................................................. Afskriftir .............................................................................................................
24.380.272 4.320.274 1.677.801
280.834 213.209
942.294 348.462
5.543.402 2.239.472
Tekjur frá viðskiptamönnum .......................................................... Innri sala ............................................................................................................. Tekjur samtals .............................................................................................. Rekstrarafkoma starfsþátta .......................................................... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ................... Áhrif hlutdeildarfélaga ........................................................................ Tekjuskattur ................................................................................................... Hagnaður ársins .........................................................................................
9.459.787 9.680 9.469.467 2.807.649
5.581.351 501.859 6.083.210 1.287.686
1.595.470 140.400 1.735.870 (480.722)
16.636.608 651.939 17.288.547 3.614.612 (1.273.500) 909.000 (469.080) 2.781.032
Eignir starfsþátta ..................................................................................... Óskiptar eignir .............................................................................................. Eignir samtals ...............................................................................................
32.478.386
9.593.722
4.606.159
32.478.386
9.593.722
4.606.159
46.678.267 19.274.695 65.952.962
Árið 2018
Óskiptar skuldir ...........................................................................................
Fjárfestingar .................................................................................................. Afskriftir .............................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
24.821.184
2.894.577 1.514.891
141.206 230.949
709.295 208.942
3.745.078 1.954.782
SKÝRINGAR
6. Aðrar tekjur Aðrar tekjur greinast þannig:
2019
2018
795.787 582.950 25.844 1.404.581
410.445 494.335 35.441 940.221
2.358.543 4.038.854 2.406.924 0 2.231.880 2.239.472 13.275.673
2.419.988 3.875.759 2.404.936 23.500 2.343.031 1.954.781 13.021.996
2.400.524 355.837 288.889 20.507 (12.583) 3.053.174
2.236.704 326.325 280.229 39.895 106.996 2.990.149
Rekstur veitukerfa .................................................................................................................................................................... Orkukaup og orkuframleiðsla ......................................................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður .................................................................................................................................................... Eignfært á framkvæmdir ................................................................................................................................................... Laun og launatengd gjöld samtals ...........................................................................................................................
1.284.573 149.640 972.711 646.250 3.053.174
1.278.319 134.645 992.036 585.149 2.990.149
Ársverk ..................................................................................................................................................................................................
207
209
13 8 23 125
12 8 22 115
Konur
Karlar
Samtals
8 8 43 42
33 33 169 162
41 41 212 204
Tengigjöld .......................................................................................................................................................................................... Seld þjónusta ................................................................................................................................................................................. Söluhagnaður rekstrarfjármuna .................................................................................................................................
63
7. Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður greinist þannig eftir eðli kostnaðar: Orkuflutningur .............................................................................................................................................................................. Orkukaup ............................................................................................................................................................................................ Laun og launatengd gjöld ................................................................................................................................................. Niðurfærsla krafna og endanlega afskrifaðar kröfur (Sjá skýringu 26).............................. Annar kostnaður ......................................................................................................................................................................... Afskriftir og virðisrýrnun .................................................................................................................................................... Rekstarkostnaður samtals ...............................................................................................................................................
8. Laun og launatengd gjöld Laun og launatengd gjöld greinast þannig: Laun ......................................................................................................................................................................................................... Greitt í lífeyrissjóði vegna iðgjaldatengdra lífeyriskerfa .................................................................... Önnur launatengd gjöld ...................................................................................................................................................... Áfallið orlof breyting ............................................................................................................................................................... Kostnaður vegna réttindatengdra lífeyriskerfa sbr. skýringu 24............................................... Laun og launatengd gjöld greinast samtals ................................................................................................... Laun skiptast þannig:
Laun stjórna, forstjóra og framkvæmdastjóra voru sem hér segir í millj. kr.: Laun stjórnar móðurfélagsins ...................................................................................................................................... Laun stjórna dótturfélaga ................................................................................................................................................ Laun forstjóra ................................................................................................................................................................................ Laun aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastj. (2018: sex framkvæmdastj.)......
Kynjaskipting starfsmanna: Stjórnendur samkvæmt skipuriti í árslok 2019 .......................................... Stjórnendur samkvæmt skipuriti í árslok 2018 .......................................... Starfsmenn í árslok 2019 ........................................................................................... Starfsmenn í árslok 2018 ...........................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
64
SKÝRINGAR
9. Afskriftir Afskriftir og virðisrýrnun skiptast þannig á rekstrarliði: Rekstur veitukerfa .................................................................................................................................................................... Orkukaup og orkuframleiðsla ......................................................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður .................................................................................................................................................... Afskriftir færðar í rekstrarreikning ...........................................................................................................................
2019
2018
1.778.659 211.209 249.604 2.239.472
1.628.929 206.836 119.017 1.954.782
10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig: Vaxtatekjur af fjáreignum skráðum á afskrifuðu kostnaðarverði................................................... Tekjur af markaðsverðbréfum ............................................................................................................................................. Tekjur af eignarhlutum ............................................................................................................................................................... Gengismunur ........................................................................................................................................................................................ Fjármunatekjur samtals .............................................................................................................................................................
31.643 236.020 707 10.000 278.370
27.641 204.128 1.828 0 233.597
Vaxtagjöld ............................................................................................................................................................................................... Verðbætur .............................................................................................................................................................................................. Vextir af niðurrifsskuldbindingu ....................................................................................................................................... Gengismunur ........................................................................................................................................................................................ Fjármagnsgjöld samtals ............................................................................................................................................................
(723.149) (453.726) (75.837) (84.699) ( 1.337.411)
(674.778) (511.655) (82.508) (238.156) ( 1.507.097)
Hrein fjármagnsgjöld samtals .............................................................................................................................................
( 1.059.041)
( 1.273.500)
75.384 75.384
152.413 152.413
Tekjuskattur ársins ......................................................................................................................................................................... Tekjuskattur til greiðslu samtals ......................................................................................................................................
( 561.613) ( 561.613)
( 621.493) ( 621.493)
Tekjuskattur í rekstarreikningi samtals .....................................................................................................................
( 486.230)
( 469.080)
11. Tekjuskattur Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: Frestaður tekjuskattur Tekjuskattur ársins ......................................................................................................................................................................... Gjaldfærður tekjuskattur ......................................................................................................................................................... Tekjuskattur til greiðslu
Afstemming á virku skatthlutfalli
2019
2018
Hagnaður ársins ............................................................................................................................................................ Tekjuskattur ...................................................................................................................................................................... Hagnaður án tekjuskatts .....................................................................................................................................
2.725.875 486.230 3.212.105
2.781.032 469.080 3.250.112
Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli ............................................ Áhrif hlutdeildarfélags ........................................................................................................... Aðrir liðir ................................................................................................................................................ Virkur tekjuskattur .....................................................................................................................
(642.421) 154.045 2.146 ( 486.230)
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
20,0% (4,8%) (0,1%) 15,1%
20,0% (5,6%) 0,0% 14,4%
(650.022) 181.800 (858) ( 469.081)
SKÝRINGAR
12. Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir greinast þannig: Leigueignir
Virkjanir
Veitukerfi
Aðrir rekstrar fjármunir
Samtals
Staða 1. janúar 2018 ............................................... Viðbætur á tímabilinu ............................................. Selt og aflagt ................................................................... Staða 31. desember 2018 .................................
0 0 0 0
10.631.414 132.435 0 10.763.849
41.002.713 3.280.497 0 44.283.210
2.103.095 172.106 (44.403) 2.230.798
53.737.222 3.585.038 (44.403) 57.277.857
Staða 1. janúar 2019 ............................................... Innleiðing IFRS 16 ...................................................... Viðbætur á tímabilinu ............................................. Endurmat leiguskulda ............................................. Selt og aflagt ................................................................... Staða 31. desember 2019 .................................
0 439.129 70.294 10.550 0 519.973
10.763.849 0 267.267 0 0 11.031.116
44.283.210 0 5.013.566 0 (42) 49.296.734
2.230.798 0 185.479 0 (5.143) 2.411.134
57.277.857 439.129 5.536.606 10.550 (5.185) 63.258.957
Staða 1. janúar 2018 ............................................... Afskriftir ársins ............................................................... Bakfærsla virðisrýrnunar ..................................... Staða 31. desember 2018 .................................
0 0 0 0
987.187 205.712 0 1.192.899
7.107.784 1.606.665 0 8.714.449
968.638 142.404 (29.416) 1.081.626
9.063.609 1.954.781 ( 29.416) 10.988.974
Staða 1. janúar 2019 ............................................... Afskriftir ársins ............................................................... Staða 31. desember 2019 .................................
0 115.964 115.964
1.192.899 207.880 1.400.779
8.714.449 1.754.999 10.469.448
1.081.626 160.629 1.242.255
10.988.974 2.239.472 13.228.446
0 0 404.009
9.644.227 9.570.950 9.630.337
33.894.929 35.568.761 38.827.286
1.134.457 1.149.172 1.168.879
44.673.612 46.288.882 50.030.510
0 404.009
5.104.439 5.248.943
30.568.201 34.097.599
1.018.020 1.019.550
36.690.659 40.366.092
Kostnaðarverð
65
Afskriftir
Bókfært verð 1. janúar 2018 ................................................................ 31. desember 2018 / 1. janúar 2019 ..... 31. desember 2019 .................................................. Bókfært verð án endurmats 31. desember 2018 ................................................... 31. desember 2019 ...................................................
Fasteignamat og vátryggingaverð Fasteignamat þeirra eigna samstæðunnar sem metnar eru í fasteignamati nam um 3,5 milljörðum króna (2018: 3,1 milljörðum króna). Vátryggingarfjárhæð eigna samstæðunnar er um 9,6 milljarðar króna (2018: 8,9 milljarðar króna). Vátryggingarfjárhæð viðlagatryggingar rekstrarfjármuna samstæðunnar nam um 80,3 milljörðum króna í árslok 2019 (2018: 74,6 milljörðum króna).
Veðsetningar Engin veðskuldabréf eru hjá samstæðunni í árslok 2019 og engar eignir veðsettar.
Endurmetnar eignir Stjórnendur yfirfóru í árslok 2019 hvort þær aðstæður væru til staðar að endurmeta bæri rekstrarfjármuni félagsins sem færðir eru á endurmetnu kostnaðarverði. Lagt var mat á virði virkjana félagsins og veitukerfa og kannað hvort það væri verulega umfram bókfært virði þeirra. Það er mat stjórnenda að forsendur séu til þess að endurmeta eignir félagsins, til hækkunar. Ákveðið hefur verið að á árinu 2020 verði fenginn óháður sérfróður aðili til þess að reikna tekjuvirði eigna, til staðfestingar á mati stjórnenda.
Óefnislegar eignir Óefnislegar eignir að bókfærðu verði 466 millj. kr. eru fjárfesting í nýju reikningagerðarkerfi sem ekki hefur verið tekið í notkun.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
66
SKÝRINGAR
13. Hlutdeildarfélög Hlutdeild félagsins í hagnaði hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. nam 770 millj. kr. (2018: hagnaður 909 millj. kr.) og hlutdeild í öðrum tekjum og gjöldum færðra á eigið fé var neikvæð um 7 millj. kr. (2018: jákvæð um 13 millj. kr.) Þýðingarmunur færður meðal annarrar heildarafkomu var jákvæður um 385 millj. kr. (2018: jákvæður 950 millj. kr.). Landsnet hf. hefur skilgreint starfrækslugjaldmiðil sinn sem USD frá og með 1. janúar 2016. Af þeim sökum er færður þýðingarmunur í yfirliti um heildarafkomu og á sérstakan þýðingarmunarreikning meðal eigin fjár. Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi er eftirfarandi: Eignar hlutur
Bókfært verð
Heildareignir ISK
Heildarskuldir ISK
Tekjur ISK
Hagnaður ISK
10.641.436 103.129.147
55.780.395
17.260.713
3.457.038
55.695.393
16.801.151
4.047.606
31. desember 2019 Landsnet hf. ....................................
22,51%
31. desember 2018 Landsnet hf. ....................................
22,51%
9.673.367
99.020.844
Móttekinn arður frá Landsneti hf. nam 180 millj. kr. á árinu 2019 ( 2018: 67,5 millj. kr.). Breyting eignarhlutar í Landsneti greinist þannig í þúsundum USD og íslenskum krónum. Við umreikning hlutdeildar í rekstri og tekjum og gjöldum færðra meðal annarrar heildarafkomu er notast við meðalgengi fyrir sitt hvorn árshelming.: USD
2019 Gengi
ISK
USD
2018 Gengi
ISK
83.356 6.327 (1.538)
116,05 121,74 117,11
9.673.369 770.225 (180.108)
75.851 8.359 (681)
104,17 108,75 99,18
7.901.353 909.000 (67.540)
(59) 0 88.086
119,83
(173) 0 83.356
111,97
120,81
(7.070) 385.022 10.641.436
(19.370) 949.925 9.673.369
Þýðingarmunur samtals ........................................................................................
377.952
Staða 1.1. .......................................... Hagnaður (tap) ............................ Arður ...................................................... Hlutdeild í þýðingarmun Landsnets............................................ Þýðingarmunur.............................
14. Önnur félög Eignarhlutir í öðrum félögum greinast þannig: Óskráð félög.............................................................................................................................................................................
15. Skatteign/tekjuskattsskuldbinding Skatteign/tekjuskattsskuldbinding samstæðunnar greinist þannig: Tekjuskattsskuldbinding 1. janúar..................................................................................................................... Frestaður tekjuskattur ársins ............................................................................................................................... Aðrir liðir ...................................................................................................................................................................................... Áhrif samsköttunar .......................................................................................................................................................... (Tekjuskattsskuldbinding) skatteign 31. desember .......................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
116,05
930.555
2019
2018
37.134
27.134
2019
2018
(672.651) 75.384 0 0 ( 597.268)
(818.050) 152.413 (2.962) (4.052) ( 672.651)
SKÝRINGAR
67
15. Skatteign/tekjuskattsskuldbinding frh.: (Tekjuskattsskuldbinding) skatteign greinist þannig í árslok: Rekstrarfjármunir ............................................................................................................................................................... Viðskiptakröfur .................................................................................................................................................................... Birgðir ............................................................................................................................................................................................. Skuldbinding vegna niðurrifs ................................................................................................................................. Lífeyrisskuldbinding ........................................................................................................................................................ Leiguskuldbinding ............................................................................................................................................................. Frestaður gengismunur .............................................................................................................................................. Yfirfæranlegt skattalegt tap ................................................................................................................................. Tekjuskattsskuldbinding 31. desember ......................................................................................................
2019
2018
(879.005) 6.041 (11.832) 167.066 11.280 82.391 26.780 11 ( 597.268)
(869.192) 2.100 160.975 12.227 31.542 0 (10.303) 0 ( 672.651)
16. Skuldabréfaeign Skuldabréfaeign greinist þannig:
2019
2018
16.762 16.762 (1.167) 15.595
17.649 17.649 (1.316) 16.333
2019
2018
1.183.173
1.009.178
Skuldabréfaeign .................................................................................................................................................................. Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar ..................................................................................................... Skuldabréfaeign greiðist með jöfnum afborgunum á 15 árum.
17.
Birgðir Birgðir greinast þannig: Efnisbirgðir ...............................................................................................................................................................................
18. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig: Viðskiptakröfur .................................................................................................................................................................... Aðrar skammtímakröfur .............................................................................................................................................. Niðurfærsla viðskiptakrafna ...................................................................................................................................
2019
2018
2.555.038 348.491 (141.500) 2.762.029
2.362.887 210.029 (141.500) 2.431.416
19. Handbært fé og markaðsverðbréf Markaðsbréf greinist þannig: Markaðsverðbréf að fjárhæð 5.616 þús. kr. eru fjárfestingar í verðbréfasjóðum sem færðar eru gangvirði samkvæmt uppgefnum verðum frá miðlara. Handbært fé greinist þannig: Óbundnar innistæður ....................................................................................................................................................
432.665
499.554
20. Eigið fé Hlutafé Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 5.000 millj. kr. í árslok. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hluta í félaginu auk réttar til arðgreiðslu. Allt hlutafé félagsins hefur verið greitt.
Yfirverðsreikningur Yfirverðsreikningur samanstendur af innborguðu hlutafé umfram nafnverð 1 kr. á hlut.
Þýðingarmunur Þýðingarmunar samanstendur af hlutdeild félagsins í gengismun sem verður til við þýðingu reikningsskila hlutdeildarfélags yfir í íslenskar krónur.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
68
SKÝRINGAR
20. Eigið fé frh.: Endurmatsreikningur Endurmatsreikningurinn samanstendur af endurmati virkjana og dreifikerfis til gangvirðis að teknu tilliti til skattáhrifa.
Bundinn hlutdeildarreikningur Bundinn hlutdeildarreikningur inniheldur hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga sem er umfram úthlutaðan arð frá viðkomandi félögum á undirritunardegi.
Arður Félagið greiddi út 310 milljóna kr. arð á árinu 2019 (2018: 310 milljónir kr.). Fyrir liggur tillaga frá stjórn um úthlutun arðs á árinu 2020 að fjárhæð 310 milljónir kr (0,06 kr. á hlut).
21. Hagnaður á hlut Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut:
2019
2018
2.725.875
2.781.032
Hlutir 1. janúar–31. desember ........................................................................................................................................... Vegið meðaltal útistandandi hluta þann 31. desember .........................................................................
5.000.000 5.000.000
5.000.000 5.000.000
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut .....................................................................................................
0,55
0,56
2019
2018
Staða vaxtaberandi skulda 1.1..........................................................................................................................................
20.741.184
16.572.427
Lántaka á árinu .................................................................................................................................................................................. Afborganir langtímaskulda .................................................................................................................................... Breytingar tengdar fjármögnunarhreyfingum ................................................................................................
0 ( 1.745.916) ( 1.745.916)
4.762.300 ( 1.344.941) 3.417.359
Gengismunur ....................................................................................................................................................................................... Verðbætur ............................................................................................................................................................................................. Aðrar breytingar tengdar vaxtaberandi skuldum .........................................................................................
86.991 453.726 540.717
239.744 511.655 751.399
Staða vaxtaberandi skulda 31.12. ................................................................................................................................
19.535.985
20.741.184
Hagnaður ................................................................................................................................................................................................
Vegið meðaltal hlutabréfa:
22. Vaxtaberandi skuldir Breyting vaxtaberandi skulda greinist þannig:
Vaxtaberandi skuldir greinast þannig: Frekari upplýsingar um vaxtaáhættu og gengisáhættu eru veittar í skýringu 27. 2019
2018
2.930.150 16.605.834 19.535.984 ( 1.529.276) 18.006.708
3.097.776 17.643.408 20.741.184 ( 1.716.824) 19.024.360
2019
2018
Næsta árs afborgun langtímaskulda ..........................................................................................................................
1.529.276 1.529.276
1.716.824 1.716.824
Vaxtaberandi skuldir samtals .............................................................................................................................................
19.535.984
20.741.184
Skuldir til langs tíma Óveðtryggð bankalán ................................................................................................................................................................. Óveðtryggð skuldabréfaútgáfa ....................................................................................................................................... Næsta árs afborgun langtímaskulda ..........................................................................................................................
Skammtímaskuldir
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
69
22. Vaxtaberandi skuldir, frh.: Skilmálar vaxtaberandi skulda Upplýsingar um samningsbundin ákvæði vaxtaberandi skulda samstæðunnar, sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði greinast þannig:
Skuldir í erlendum gjaldmiðlum: Skuldir í EUR ...................................................................... Skuldir í USD ...................................................................... Staða 31. desember 2018 .................................
Lokagjaldd.
2019 2018 Meðalvextir Eftirstöðvar Meðalvextir Eftirstöðvar
2031 2031
1,4% 3,7%
1.740.461 1.189.689 2.930.150
1,4% 4,2%
1.855.556 1.242.220 3.097.776
2020- 2035
3,6%
16.605.834 16.605.834
3,6%
17.643.408 17.643.408
Skuldir í íslenskum krónum: Verðtryggðar ....................................................................
Vaxtaberandi skuldir í efnahagsreikningi samtals .................................................
19.535.984
Samningsbundar afborganir langtímaskulda greinast þannig á næstu ár:
20.741.184 2019
2018
1.529.276 1.562.023 1.550.699 1.562.231 1.322.910 12.008.845 19.535.984
1.716.824 1.489.146 1.521.622 1.510.012 1.521.244 12.982.336 20.741.184
2019
2018
0 439.129
0 0
Afborganir leiguskuldbindinga ..................................................................................................................................... Sjóðsstreymisáhrif leiguskuldbindinga ................................................................................................................
( 108.016) ( 108.016)
0 0
Nýjar leiguskuldbindingar á árinu ............................................................................................................................ Verðbætur ........................................................................................................................................................................................ Vaxtagjöld ......................................................................................................................................................................................... Greiddir vextir ................................................................................................................................................................................ Aðrar breytingar tengdar leiguskuldbindingum .........................................................................................
70.294 10.550 20.338 ( 20.338) 80.844
0 0 0 0 0
Staða leiguskuldbindingar 31.12. .............................................................................................................................
411.957
0
Árið 2020/2019 ......................................................................................................................................................................... Árið 2021/2020 ......................................................................................................................................................................... Árið 2022/2021 ......................................................................................................................................................................... Árið 2023/2022 ......................................................................................................................................................................... Árið 2024/2023 ......................................................................................................................................................................... Síðar ........................................................................................................................................................................................................ Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun ........................................ Samstæðan uppfyllir í árslok öll fjárhagsskilyrði lánasamninga sinna.
23. Leigusamningar Breyting leiguskuldbindingar greinist þannig: Staða leiguskuldbindingar 1.1. .......................................................................................................................................... Áhrif innleiðingar IFRS 16 .....................................................................................................................................................
Greiðslur vegna leiguskuldbindinga námu 128,4 millj. kr. á árinu 2019.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
70
SKÝRINGAR
23. Leigusamningar, frh.: Leiguskuldbinding greinist þannig: Skuldir til langs tíma Húsaleigusamningar .............................................................................................................................................................. Lóðarleigusamningar ............................................................................................................................................................. Næsta árs afborgun leiguskuldbindinga ...........................................................................................................
2019
2018
309.128 102.829 411.957 ( 129.446) 282.511
0 0 0 0 0
Samstæðan hefur gert leigusamninga um húsnæði og lóðir, af þeim er stærstur húsaleigusamningur um höfuðstöðvar samstæðunnar að Dvergshöfða sem rennur út á árinu 2022. Leigusamningar innihalda ekki breytilegar leigugreiðslur. Frekari upplýsingar um greiðsluflæði leigusamninga er að finna í skýringu 27.
24. Skuldbinding vegna niðurrifs Breyting skuldbindingar vegna niðurrifs greinist þannig: Staða 1. janúar .............................................................................................................................................................................. Gjaldfært á árinu ........................................................................................................................................................................ Vextir og verðbætur ............................................................................................................................................................... Staða 31. desember ................................................................................................................................................................
2019
2018
804.876 (45.384) 75.837 835.329
747.379 (25.011) 82.508 804.876
Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum skal stofnverð rekstrarfjármuna innifela áætlaðan kostnað við niðurrif þeirra að lokinni notkun. Mynduð er skuldbinding vegna þessa meðal langtímaskulda. Útreikningur á fjárhæð skuldbindingarinnar byggðist á núvirði áætlaðs niðurrifskostnaðar loftlína m.v. forsendur um hlutfall niðurrifskostnaðar af byggingu lína og um endingartíma þeirra. Vextir á niðurrifskostnað voru 6,8% á árinu 2019 (2018: 7,1%) að viðbættri verðtryggingu. Engin ný loftlína var byggð á árunum 2019 og 2018.
25. Lífeyrisskuldbinding Breyting lífeyriskuldbindingar greinist þannig: Staða 1. 1. ......................................................................................................................................................................................... Breyting ársins ............................................................................................................................................................................. Greitt á árinu ................................................................................................................................................................................... Staða 31.12......................................................................................................................................................................................
2019
2018
61.132 ( 12.583) ( 5.769) 42.780
0 106.995 ( 45.863) 61.132
Á árinu 1991 yfirtók RARIK með kaupsamningi lífeyrisskuldbindingar Rafveitu Siglufjarðar hjá Lífeyrissjóði Starfsmanna Ríkisins (LSR). Á árinu 2018 barst RARIK erindi frá LSR þar sem fram kom að umrædd lífeyrisskuldbinding væri óuppgerð og ógreiddar væru samtímagreiðslur á tímabilinu 2005-2018 sem sjóðurinn hafði ekki áður krafið RARIK um greiðslu á. Af þeim sökum eru 107 milljónir króna gjaldfærðar á árinu 2018, þar af námu greiðslur vegna áfallinna lífeyrisgreiðslna 46 milljónum króna.
26. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: Viðskiptaskuldir ........................................................................................................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ..................................................................................................................................................... Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals............................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
2019
2018
1.788.306 607.035 2.395.341
1.376.081 543.766 1.919.847
SKÝRINGAR
71
27. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar Yfirlit Fjármálagerningum samstæðunnar fylgir eftirfarandi áhætta: Mótaðilaáhætta Lausafjáráhætta Markaðsáhætta Eftirfarandi eru upplýsingar um fjármálalega áhættu samstæðunnar, markmið, stefnu og aðferðir við að meta og draga úr áhættunni. Markmið samstæðunnar er að uppgötva og greina áhættu sem hún býr við, setja viðmið um áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Stjórn félagsins ber að hafa eftirlit með fjármálalegri áhættu félagsins. Til að sinna því hefur stjórnin sótt ráðgjöf til utanaðkomandi ráðgjafa.
Mótaðilaáhætta Mótaðilaáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Mótaðilaáhætta samstæðunnar er einkum vegna viðskiptakrafna. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Mótaðilaáhætta samstæðunnar ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur samstæðunnar eru á einstaklinga, fyrirtæki og stórnotendur. Dreifing viðskiptakrafna eftir viðskiptavinum er nokkuð jöfn. Flestir viðskiptamenn samstæðunnar hafa átt í áralöngum viðskiptum við hana og tapaðar viðskiptakröfur hafa verið lágt hlutfall af veltu. Innheimtudeild samstæðunnar vinnur eftir ákveðnum reglum sem miða að því að draga úr lánsáhættu. Félagið myndar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar á viðskiptakröfum, öðrum kröfum og fjárfestingum. Kröfur eru almennt metnar hafa tapast endanlega við gjaldþrot mótaðila. Mesta mögulega tap vegna mótaðilaáhættu Mesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi í árslok:
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur .................................................................................................... Handbært fé ...................................................................................................................................................................................
2019
2018
2.903.529 432.665 3.336.194
2.572.916 499.554 3.072.470
2.004.358 550.680 2.555.038
2.127.148 235.739 2.362.887
Mesta mögulega tapsáhætta viðskiptakrafna á reikningsskiladegi eftir viðskiptavinum: Almennir orkunotendur ....................................................................................................................................................... Aðrar viðskiptakröfur .............................................................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
72
SKÝRINGAR
27. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Virðisrýrnun Aldursgreining viðskiptakrafna og niðurfærsla á reikningsskiladegi voru eftirfarandi: 2019 Brúttó staða Niðurfærsla Ógjaldfallnar kröfur .............................................................................. Gjaldfallnar kröfur, 0–30 daga .................................................. Gjaldfallnar kröfur, 31–60 daga ............................................... Gjaldfallnar kröfur, 61–90 daga ............................................... Gjaldfallnar kröfur, 91–120 daga ........................................... Gjaldfallnar kröfur, eldri en 120 daga ...............................
2.175.516 215.902 44.918 2.474 14.078 102.150 2.555.038
15.671 22.807 10.288 1.160 9.048 82.526 141.500
2018 Brúttó staða Niðurfærsla 2.057.335 172.530 22.977 6.653 8.522 94.870 2.362.887
Breyting niðurfærslu krafna greinist þannig: Niðurfærsla í upphafi árs ........................................................................................................................................................... Tapaðar kröfur ....................................................................................................................................................................................... Niðurfærsla ársins ............................................................................................................................................................................ Niðurfærsla viðskiptakrafna í lok árs .............................................................................................................................
30.118 18.132 4.659 3.254 5.743 79.594 141.500
2019
2018
141.500 ( 15.350) 15.350 141.500
165.000 ( 5.569) ( 17.931) 141.500
Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eftir því sem þær gjaldfalla. Markmið félagsins er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að það hafi alltaf nægilegt laust fé til að mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor sitt. Samstæðan hefur samið um yfirdráttarheimild að fjárhæð 500 millj. kr. hjá viðskiptabanka sínum Landsbankanum hf. sem var ónýtt í árslok 2018. Samstæðan hefur ávaxtað laust fé í skammtímafjárfestingum. Samningsbundnar greiðslur vegna fjárskulda, þar með taldar væntanlegar vaxtagreiðslur greinast þannig:
Fjármálagerningar sem ekki eru afleiður
Bókfært verð
Samningsbundið sjóðflæði
19.535.984 411.957 1.788.306 607.035 22.343.282
23.955.647 585.097 1.788.306 607.035 26.936.085
2.230.692 131.949 1.788.306
2.199.722 131.934
5.899.688 13.625.545 65.054 256.160
4.150.947
2.331.656
5.964.742 13.881.705
20.741.184 1.376.081 543.766 22.661.031
22.678.232 1.376.081 543.766 24.598.079
2.463.590 1.376.081
2.177.713
6.205.884 15.151.993
3.839.671
2.177.713
6.205.884 15.151.993
Innan árs Eftir 1–2 ár Eftir 2–5 ár
Eftir meira en 5 ár
31. desember 2019 Vaxtaberandi langtímaskuldir .............................. Leiguskuldbinding ............................. Viðskiptaskuldir ................................... Aðrar skammtímaskuldir............... Samtals ........................................................ 31. desember 2018 Vaxtaberandi langtímaskuldir .............................. Viðskiptaskuldir ................................... Aðrar skammtímaskuldir............... Samtals ........................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
73
27. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Markaðsáhætta Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla og vaxta hafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringu markaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk sem stjórn hefur samþykkt. Gengisáhætta Samstæðan býr við gengisáhættu vegna innkaupa og lántöku í erlendum gjaldmiðlum. Starfsrækslugjaldmiðill félagsins er íslenskar krónur og eru allar tekjur þess í krónum. Hluti innkaupa er í erlendum gjaldmiðlum, aðallega í evru (EUR) og Norðurlandamyntum (NOK, DKK, SEK) Samstæðan ver sig að jafnaði ekki fyrir gengisáhættu. Lántaka félagsins í erlendum gjaldmiðlum er í evrum (EUR) og bandarískum dollurum (USD). Vextir af þessum lánum hafa reynst mun lægri en þeir sem bjóðast af lánum í íslenskum krónum. Mögulegt tap vegna gengisáhættu Gengisáhætta samstæðunnar miðað við nafnverðsfjárhæðir er eftirfarandi: 2019
EUR
USD
132.896 ( 1.740.461) ( 1.607.565)
27.025 ( 1.189.689) ( 1.162.664)
2018
EUR
USD
Handbært fé ............................................................................................................................................................................................
666
24.823
Langtímaskuldir ....................................................................................................................................................................................
( 1.855.556)
( 1.242.220)
Áhætta í efnahagsreikningi .....................................................................................................................................................
( 1.854.890)
( 1.217.397)
Handbært fé ............................................................................................................................................................................................ Langtímaskuldir .................................................................................................................................................................................... Áhætta í efnahagsreikningi .....................................................................................................................................................
Gengi helstu gjaldmiðla var eftirfarandi á árinu:
EUR ............................................................................................................................. USD .............................................................................................................................
Meðalgengi 2019 2018 137,68 122,94
128,09 108,64
Árslokagengi 2019 2018 136,21 121,39
133,6 116,61
Næmnigreining Styrking íslensku krónunnar um 10% gagnvart eftirfarandi gjaldmiðlum hefði hækkað (lækkað) afkomu ársins eftir skatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á því að allar aðrar breytur, sérstaklega vextir, haldist stöðugar. Greiningin var unnin með sambærilegum hætti fyrir árið 2018. 2019 2018 EUR ....................................................................................................................................................................................................................... USD .......................................................................................................................................................................................................................
128.605 93.013
148.391 97.392
Veiking íslensku krónunnar um 10% gagnvart framangreindum gjaldmiðlum hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt, að því gefnu að allar aðrar breytur hefðu haldist stöðugar.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
74
SKÝRINGAR
27. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Vaxtaáhætta Langtímalántökur félagsins í íslenskum krónum eru með föstum vöxtum, en skammtímalán eru með breytilegum vöxtum. Lántökur í erlendum gjaldmiðlum eru með breytilegum vöxtum. Vaxtaberandi fjáreignir og fjárskuldir samstæðunnar greinast með eftirfarandi hætti í lok ársins: Fjármálagerningar með fasta vexti Fjárskuldir .........................................................................................................................................................................................
2019
2018
( 16.605.834)
( 17.643.408)
Fjármálagerningar með breytilega vexti Handbært fé ..................................................................................................................................................................................... Fjárskuldir ............................................................................................................................................................................................
432.665 ( 2.930.150) ( 2.497.485)
499.554 ( 3.097.776) ( 2.598.222)
Næmnigreining gangvirðis fjármálagerninga með fasta vexti Fjármálagerningar samstæðunnar með fasta vexti eru ekki færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Því eiga vaxtabreytingar á uppgjörsdegi ekki að hafa áhrif á rekstrarreikning félagsins. Næmnigreining sjóðstreymis vegna fjármálagerninga með breytilega vexti Hækkun á vöxtum um 100 punkta á uppgjörsdegi 31. desember 2019 hefði lækkað eigið fé og afkomu ársins um 20,0 millj. kr. (2018: lækkað um 20,8 millj. kr.). Ef vextir hefðu lækkað um 100 punkta hefðu áhrifin verið þau sömu í gagnstæða átt. Þessi greining byggir á þeirri forsendu að allar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar. Önnur markaðsverðsáhætta Önnur markaðsverðsáhætta félagsins er takmörkuð, þar sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum eru óverulegur hluti af starfsemi félagsins. Samanburður á gangvirði og bókfærðu verði Bókfært virði fjáreigna og fjárskulda í ársreikningnum er jafnt og gangvirði þeirra að undanteknum vaxtaberandi langtímaskuldum. Bókfært verð og gangvirði þeirra greinist með eftirfarandi hætti: 2019 Bókfært verð Gangvirði Vaxtaberandi langtímaskuldir ................................................
19.535.984
21.341.472
2018 Bókfært verð Gangvirði 20.741.843
22.523.222
Gangvirði vaxtaberandi skulda er reiknað núvirði höfuðstóls og vaxta og er afvaxtað með áhættulausum vöxtum í viðeigandi mynt auk viðeigandi áhættuálags á uppgjörsdegi. Áhættuálag var metið 80-168 bp í árslok 2019 og 80 - 168 bp 2018 og var það byggt á þeim kjörum sem félaginu hefur boðist á markaði. Gangvirðisútreikningar vaxtaberandi langtímaskulda falla undir stig 2 í stigveldi gangkerfis. Eiginfjárstýring Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða þess sé sterk til að styðja við stöðugleika í framtíðarþróun starfseminnar. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar nam 64% í árslok 2019 (2018: 62%). Stjórn félagsins hefur ekki sett sér markmið um lágmarks eiginfjárhlutfall. Samstæðunni ber ekki að fylgja ytri reglum um lágmarkseiginfjárhlutfall. Við mat á eiginfjárhlutfalli samstæðunnar er litið til bókfærðs eigin fjár.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
75
27. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Flokkar fjármálagerninga Fjáreignir og fjárskuldir greinast í eftirfarandi flokka fjármálagerninga:
Aðrar fjárskuldir
Fjáreignir færðar á afskrifuðu kostnaðarverði
Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði í gegnum rekstur
Bókfært verð
2019 Eignarhlutir í öðrum félögum ..................................................... Skuldabréfaeign ...................................................................................... Viðskiptakröfur ........................................................................................ Aðrar skammtímakröfur .................................................................. Markaðsverðbréf .................................................................................... Handbært fé ............................................................................................... Samtals eignir ............................................................................................
0
Vaxtaberandi skuldir ........................................................................... Viðskiptaskuldir ....................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ................................................................. Samtals skuldir .........................................................................................
19.535.984 1.788.306 1.168.648 22.492.938
37.134
2.772.828
37.134 16.762 2.413.538 348.491 2.735.694 432.665 5.984.284
0
19.535.984 1.788.306 1.168.648 22.492.938
16.762 2.413.538 348.491 2.735.694 432.665 3.211.456
0
2018 27.134
Eignarhlutir í öðrum félögum ..................................................... Skuldabréfaeign ...................................................................................... Viðskiptakröfur ........................................................................................ Aðrar skammtímakröfur .................................................................. Markaðsverðbréf .................................................................................... Handbært fé ............................................................................................... Samtals eignir ............................................................................................ Vaxtaberandi skuldir ........................................................................... Viðskiptaskuldir ....................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ................................................................. Samtals skuldir .........................................................................................
5.643.532
27.134 17.649 2.221.387 210.029 5.616.398 499.554 8.592.151
0
20.741.184 1.376.081 1.165.259 23.282.524
17.649 2.221.387 210.029 5.616.398 499.554 2.948.619 20.741.184 1.376.081 1.165.259 23.282.524
0
28. Tengdir aðilar Skilgreining tengdra aðila Eigandi, hlutdeildarfélög, stjórnarmenn, stjórnendur og félög og stofnanir í þeirra eigu teljast vera tengdir aðilar félagsins. Samstæðan keypti þjónustu af hlutdeildarfélagi sínu fyrir 2.318 m. kr. á árinu 2019 (2018: 2.397 m. kr.) Samstæðan seldi þjónustu til hlutdeildarfélags síns fyrir 231 m. kr.á árinu 2019 (2018: 108,7 m. kr.) Viðskiptastöður við hlutdeildarfélag voru eftirfarandi í milljónum kr.:
Skammtímakröfur ................................................................................................................................................................................... Skammtímaskuldir ..................................................................................................................................................................................
2019
2018
157 348
31 338
Viðskipti við tengda aðila þ.m.t. íslenska ríkið og félög og stofnanir í eigu þess eru verðlögð eins og um ótengda aðila sé að ræða.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
76
SKÝRINGAR
29. Þóknun til endurskoðanda Þóknun til Ríkisendurskoðunar endurskoðanda samstæðunnar á árinu 2019 nam 12,4 millj. kr. (2018: 12,9 millj. kr.) vegna endurskoðunar ársreiknings og könnunar árshlutareiknings. Þóknun til Deloitte, innri endurskoðanda samstæðunnar á árinu 2019 nam 5,2 millj. kr. (2018: 4,4 millj. kr.) vegna innri endurskoðunar. 30. Fyrirtæki í samstæðunni Eignarhlutar í dótturfyrirtækjum greinast þannig: Orkusalan ehf. ............................................................................................................................................................................................. Rarik orkuþróun ehf. ............................................................................................................................................................................. Ljós og gagnaleiðari ehf. .................................................................................................................................................................
Eignarhluti 2019 2018 100,0% 100,0% 100,0%
100,0% 100,0% 100,0%
31. Önnur mál Málaferli Með bréfi dags. 9. október 2017 krafðist Annata ehf. skaðabóta úr hendi RARIK að höfuðstólsfjárhæð 135,3 milljónir kr., auk dráttarvaxta frá 4. ágúst 2017, vegna tjóns sem félagið kveðst hafa orðið fyrir vegna meintra brota á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og tilskipun Evrópusambandsins við útboð á reikningsgerðarkerfi. Annata ehf. höfðaði mál á hendur RARIK í apríl 2018 þar sem krafist er viðurkenningar á skaðabótaskyldu RARIK en ekki gerð sérstök fjárkrafa. Héraðsdómur sýknaði RARIK af viðurkenningakröfunni og hefur Annata ehf. áfrýjað niðurstöðunni til Landsréttar, þar sem málið er nú rekið. Kaup á Rafveitu Reyðarfjarðar Rarik og Fjarðabyggð skrifuðu undir kaupsamning þann 24. janúar 2020 um kaup Rarik á öllu rafveitukerfi Rafveitu Reyðarfjarðar. Kaupverðið var 440 milljónir króna og tók Rarik við rekstri kerfisins þann 1. febrúar 2020.
Í desember 2019 skrifaði Orkusalan ehf. undir samning við Fjarðabyggð um kaup á raforkusölu og raforkuframleiðslu Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir 130 millj. kr. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og er niðurstöðu þess að vænta á fyrri hluta ársins 2020. 32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir Reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti á öllum þeim tímabilum sem birt eru í ársreikningnum og af öllum félögum í samstæðunni utan þess sem kemur fram í skýringu nr. 3.
a) Grundvöllur samstæðu (i) Dótturfélög Dótturfélög eru félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Samstæðan fer með yfirráð þegar hún ber áhættu eða hefur ávinning af breytilegri arðsemi af hlutdeild sinni í félaginu og getur haft áhrif á arðsemina vegna yfirráða sinna. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin í samstæðureikningnum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfélaga hefur verið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið að aðlaga þær að reikningsskilaaðferðum samstæðunnar. (ii) Hlutdeildarfélög .Hlutdeildarfélög eru þau félög sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð. Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar félagið ræður yfir 20-50% atkvæðisréttar. Hlutdeildarfélög eru færð í ársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð. Ársreikningur samstæðunnar inniheldur hlutdeild í hagnaði eða tapi og öðrum tekjum og gjöldum færðum á eigið fé hlutdeildarfélaga samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hlutdeildaraðferðinni er beitt frá því að veruleg áhrif nást og þar til þeim lýkur. Verði hlutdeild félagsins í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélagsins er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps er hætt nema félagið hafi gengist í ábyrgðir fyrir þessi félög eða fjármagnað þau. Ef hagnaður verður af rekstri hlutdeildarfélags á síðari tímabilum er ekki færð hlutdeild í hagnaði þeirra fyrr en hlutdeild í tapi sem ekki var fært hefur verið jöfnuð.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
77
32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: (iii) Viðskipti felld út úr samstæðureikningnum Viðskipti milli félaga innan samstæðunnar, staða milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð ársreiknings samstæðunnar. Óinnleystur hagnaður sem hefur myndast í viðskiptum við hlutdeildarfélög er felldur út í samræmi við hlutdeild samstæðunnar í félögunum. Óinnleyst tap er fellt út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, en aðeins að því marki að ekkert bendi til virðisrýrnunar fjárfestinganna.
b) Erlendir gjaldmiðlar (i) Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðli á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi á uppgjörsdegi. Aðrar eignir og skuldir, sem metnar eru á gangvirði í erlendri mynt, eru færðar á því gengi sem var í gildi þegar gangvirði þeirra var ákvarðað. Gengismunur sem þannig myndast er færður í rekstrarreikning.
c) Fjármálagerningar (i) Fjármálagerningar aðrir en afleiðusamningar Til fjármálagerninga sem ekki eru afleiðusamningar teljast fjárfestingar í hlutabréfum, viðskiptakröfur, aðrar kröfur, handbært fé, lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir. Fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald. Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaður færður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Eftir upphaflega skráningu eru fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar færðir með þeim hætti sem greinir hér á eftir. Fjármálagerningar eru færðir í ársreikning þegar félagið gerist aðili að samningsbundnum ákvæðum viðkomandi fjármálagerninga. Fjáreignir eru felldar út úr ársreikningi ef samningsbundinn réttur samstæðunnar að sjóðstreymi vegna fjáreignanna rennur út eða ef samstæðan yfirfærir fjáreignirnar til annars aðila án þess að halda eftir yfirráðum eða því sem næst allri þeirri áhættu og ávinningi sem í eignarhaldi á þeim felst. Bókhaldsskráning hefðbundinna kaupa og sölu á fjáreignum er gerð á viðskiptadegi, þ.e. á þeim degi sem samstæðan skuldbindur sig til að kaupa eða selja eignina. Fjárskuldir eru felldar út úr ársreikningi ef skuldbindingar samstæðunnar sem skilgreindar eru í samningi eru greiddar, falla úr gildi, er vísað frá eða þeim er aflétt. Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og nettó fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar lagalegur réttur er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er að gera upp með jöfnun fjáreigna og fjárskulda. Handbært fé samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum. Í skýringu 32(k) er gerð grein fyrir reikningsskilaaðferðum vegna fjármunatekna og fjármagnsgjalda.
Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning Fjármálagerningur er flokkaður sem fjáreign eða fjárskuld á gangvirði gegnum rekstrarreikning sé hann veltufjáreign eða veltufjárskuld eða ef hann er tilgreindur sem fjármálagerningur á gangvirði gegnum rekstrarreikning við upphaflega skráningu í bókhald. Fjármálagerningar eru tilgreindir á gangvirði gegnum rekstrarreikning ef ákvarðanir um kaup og sölu byggjast á gangvirði þeirra. Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning eru færðar á gangvirði í efnahagsreikning. Gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning. Beinn viðskiptakostnaður er færður í rekstrarreikning þegar hann fellur til. Til fjáreigna og fjáskulda á gangvirði í gegnum rekstur teljast markaðsverðbréf og eignarhlutir í öðrum félögum.
Aðrir fjármálagerningar Aðrir fjármálagerningar, sem ekki teljast afleiðusamningar, eru færðir á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun þegar við á.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
78
SKÝRINGAR
32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: d) Hlutafé Almennt hlutafé Kostnaður við útgáfu hlutafjár er færður til lækkunar á eigin fé.
Endurkaup á hlutafé Þegar hlutir sem flokkaðir eru sem eigið fé eru keyptir er fjárhæð kaupverðsins, að meðtöldum beinum kostnaði, færð til lækkunar á eigin fé.
e) Rekstrarfjármunir (i) Færsla og mat Rekstrarfjármunir, aðrir en virkjanir og dreifikerfi, eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Kostnaðarverð samanstendur af beinum kostnaði sem fellur til við kaupin. Kostnaðarverð rekstrarfjármuna sem félagið byggir sjálft innifelur efniskostnað, launakostnað og annan kostnað sem fellur til við að koma eigninni í notkun, auk kostnaðar sem áætlað er að muni falla til við niðurrif eigna. Keyptur hugbúnaður sem er nauðsynlegur til að unnt sé að nýta vélbúnað er eignfærður sem hluti af þeim tækjabúnaði. Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með ólíkan nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar og afskrifaðar miðað við nýtingartímann. Hagnaður eða tap af sölu rekstrarfjármuna er munurinn á söluverðinu og bókfærðu verði eignarinnar og er fært í rekstrarreikning meðal annarra tekna. Þegar endurmetnir varanlegir rekstrarfjármunir eru seldir er endurmat þeirra meðal eigin fjár fært á óráðstafað eigið fé. Vaxtagjöld af lánsfé sem nýtt er til fjármögnunar á kostnaðarverði mannvirkja í byggingu eru eignfærð á byggingartíma.. Virkjanir og dreifikerfi samstæðunnar eru færð á endurmetnu kostnaðarverði í efnahagsreikningnum sem er gangvirði þeirra á endurmatsdegi að frádregnum afskriftum og virðisrýrnun frá þeim tíma. Endurmat þessara eigna er framkvæmt með reglubundnum hætti. Allar hækkanir vegna þessa endurmats eru færðar á sérstakan endurmatsreikning meðal eigin fjár að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa. Afskriftir af endurmetnu kostnaðarverði eru færðar í rekstrarreikning. Við sölu, afskriftir eða niðurlagningu eignar er sá hluti endurmatsreikningsins sem tilheyrir viðkomandi eign færður á óráðstafað eigið fé. (ii) Kostnaður sem fellur til síðar Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er færður til eignar ef líklegt er talið að ávinningur sem felst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað. (iii) Afskriftir Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta varanlegra rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Virkjanir .................................................................................................................................................................................................................................. 60 ár Veitukerfi .............................................................................................................................................................................................................................. 20–33 ár Aðrir rekstrarfjármunir ................................................................................................................................................................................................ 5–50 ár Afskriftaaðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
79
32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: f) Birgðir Birgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða byggir á fyrst inn - fyrst út reglunni og innifelur kostnað sem fellur til við að afla birgðanna og koma þeim á þann stað og í það ástand sem þær eru í á uppgjörsdegi. Hreint söluvirði er áætlað söluverð í venjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að selja vöru.
g) Virðisrýrnun (i) Fjáreignir Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign telst hafa rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem átt hafa sér stað benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi af viðkomandi eign verði lægra en áður var talið að teknu tilliti til væntrar þróunar efnahagslífins. Virðisrýrnun fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er mismunurinn á bókfærðu verði þeirra annars vegar og núvirtu væntu framtíðarsjóðstreymi miðað við upphaflega virka vexti hins vegar. Einstakar mikilvægar fjáreignir eru prófaðar sérstaklega hver um sig með tilliti til virðisrýrnunar. Aðrar fjáreignir eru flokkaðar saman eftir lánsáhættueinkennum. Virðisrýrnun fjáreigna er færð í rekstrarreikning. (ii) Aðrar eignir Bókfært verð eigna, að undanskildum birgðum og skatteign, er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanleg fjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er að mestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyra einingunni. Virðisrýrnun endurmats eigna er færð á eigið fé til lækkunar á endurmatsreikningi að því marki sem nemur endurmati vegna þeirrar eignar. Virðisrýrnun umfram það er gjaldfærð í rekstrarreikningi. Endurheimtanleg fjárhæð eignar er hreint gangvirði hennar eða nýtingarvirði, hvort sem hærra reynist. Nýtingarvirði er metið miðað við áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, sem endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þeirri áhættu sem fylgir eigninni. Virðisrýrnun fyrri tímabila vegna annarra eigna er metin á hverjum uppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnunin hafi minnkað eða horfið. Virðisrýrnun er bakfærð ef breyting hefur orðið á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun er einungis bakfærð að því marki að bókfært verð eignar sé ekki umfram það sem verið hefði ef engin virðisrýrnun hefði verið færð.
h) Hlunnindi starfsmanna (i) Iðgjaldatengd lífeyriskerfi Kostnaður vegna framlaga í iðgjaldatengd lífeyriskerfi er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann fellur til.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
80
SKÝRINGAR
32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: i) Skuldbindingar Skuldbinding er færð í efnahagsreikninginn þegar samstæðunni ber lagalega skyldu eða hefur tekið á sig skuldbindingu vegna fyrri atburðar og líklegt er að kostnaður lendi á því við að gera upp skuldbindinguna. Skuldbindingin er metin út frá væntu framtíðarfjárflæði, sem er núvirt með vöxtum sem endurspegla markaðsvexti og þá áhættu sem fylgir skuldbindingunni.
Niðurrifskostnaður Félagið hefur áætlað kostnað við niðurrif núverandi línustæða. Áætlunin byggist á mati sérfræðinga. Niðurrifskostnaðurinn hefur verið núvirtur miðað við áætlaðan líftíma háspennulína félagsins og er núvirt fjárhæð færð annars vegar til hækkunar á viðkomandi eign og hins vegar sem skuldbinding í efnahagsreikningi. Breyting skuldbindingar vegna núvirðingar og verðtryggingar eru færð meðal fjármagnsgjalda í rekstrarreikningi.
j) Tekjur Tekjur af sölu og dreifingu á raforku og heitu vatni eru færðar í rekstrarreikning samkvæmt mældri afhendingu til kaupenda á tímabilinu og innheimtar mánaðarlega samkvæmt gildandi gjaldskrá. Aðrar tekjur eru færðar þegar til þeirra er unnið eða við afhendingu vöru eða þjónustu.
Tekjumörk Gjaldskrá fyrir dreifingu raforku er háð tekjumörkum sem gefin er út af Orkustofnun í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65 frá 2003. Tekjumörkin byggja á rauntölum fyrri ára úr rekstri dreifiveitu, afskrift fastafjármuna, rauntöpum í dreifikerfi og arðsemi á bundið fé í dreifiveitu. Arðsemi dreifiveitu af dreifingu raforku skal vera sem næst vegnum fjármagnskostnaði, að teknu tilliti til skatta og að frátöldum verðlagsbreytingum. Arðsemi til grundvallar tekjumörkum skal vera jöfn hlutfalli milli annars vegar hagnaðar fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld en að frádregnum sköttum (EBIT að frádregnum sköttum) og hins vegar bókfærðs virðis fastafjármuna sem nauðsynlegir eru til reksturs dreifiveitunnar auk 20% af tekjumörkum síðasta árs til að mæta kostnaði af veltufjármunum. Við ákvörðun tekjumarka er ekki litið til raunverulegra fjármagnsliða. Gjaldskrá er ákveðin miðað við tekjumörk og áætlanir um raforkusölu á dreifiveitusvæðum félagsins, annars vegar fyrir þéttbýli og hins vegar fyrir dreifbýli.
k) Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum, breytingum á gangvirði fjáreigna þar sem gangvirðisbreyting er færð í rekstrarreikning, gengishagnaði af erlendum gjaldmiðlum. Vaxtatekjur eru færðar eftir því sem þær falla til miðað við virka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt. Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar skuldbindinga, gengistapi af erlendum gjaldmiðlum, tapi af afleiðusamningum og virðisrýrnun fjáreigna. Lántökukostnaður er færður í rekstrarreikning miðað við virka vexti. Hagnaður eða tap vegna gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla er fært nettó.
l) Tekjuskattur Tekjuskattur á afkomu tímabilsins samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem eru færðir beint á eigið fé eða liðum færðum meðal annarra tekna og gjalda færðra á eigið fé. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Útreikningur á frestuðum skatti byggir á því skatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað við gildandi lög á uppgjörsdegi. Skatteign er einungis færð að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar í framtíðinni sem unnt verður að nýta eignina á móti. Skatteign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er líklegt að hún nýtist ekki.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
81
32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: m)
Leigusamningar Samstæðan tók IFRS 16 upp með því að beita aðferð uppsafnaðra áhrifa og því hefur samanburðarfjárhæðum vegna ársins 2018 ekki verið breytt og þær áfram settar fram eins og þær voru birtar áður samkvæmt IAS 17 og IFRIC 4. Nánar er fjallað um reikningsskilaaðferðir samkvæmt IAS 17 og IFRIC 4 annars staðar í skýringum. Reikningsskilaaðferðir frá 1. janúar 2019 Við upphaf samnings leggur samstæðan mat á það hvort samningur eða hluti hans feli í sér leigusamning. Samningur er leigusamningur að hluta eða heild ef hann felur í sér rétt til yfirráða tiltekinnar eignar á tilteknu tímabili í skiptum fyrir endurgjald. Við mat á því hvort leigusamningur felur í sér yfirráð tiltekinnar eignar notar samstæðan skilgreiningu leigusamnings í IFRS 16. Þessi aðferð er notuð á samninga sem gerðir voru 2019.
Samstæðan sem leigutaki Við upphaf eða breytingu á samningi sem felur í sér leiguhluta úthlutar samstæðan endurgjaldinu á sérhvern leiguhluta á grundvelli sjálfstæðs verðs hvers hlutar fyrir sig. Fyrir leigusamninga um fasteignir hefur samstæðan hins vegar kosið að aðgreina ekki leiguhluta frá öðrum hlutum samningsins og færir þá sem einn leigusamning. Samstæðan færir leigueign og leiguskuld við upphaf leigusamnings. Leigueignin er upphaflega færð á kostnaðarverði, sem er upphafleg fjárhæð leiguskuldarinnar að teknu tilliti til leigugreiðslna sem hafa fallið til fyrir eða á upphafsdegi samningsins, beins kostnaðar við öflun leigueignarinnar og áætlaðs kostnaðar við að taka niður og fjarlægja eignina, eða til þess að færa eignina eða umhverfi hennar í samt horf að loknum leigusamningi, og að frádregnum leiguílvilnunum sem samstæðan hefur fengið. Leigueignin er afskrifuð línulega frá upphafi til loka leigusamningsins, nema þegar eignarhald flyst yfir til samstæðunnar í lok leigutímabilsins eða ef kostnaðarverð leigueignarinnar endurspeglar að samstæðan muni nýta sér kauprétt í lok leigutímabilsins. Í þeim tilfellum er leigueignin afskrifuð á nýtingartíma eignarinnar, sem er ávarðaður með sömu aðferð og notuð er fyrir aðra fastafjármuni samstæðunnar. Jafnframt er virði leigueignar lækkað reglubundið um sem nemur virðisrýrnun hennar, ef einhver er, og leiðrétt vegna endurmats leiguskuldarinnar. Leiguskuld er upphaflega færð við núvirði ógreiddra leigugreiðslna á upphafsdegi leigusamningsins. Greiðslurnar eru núvirtar með því að nota innbyggða vexti leigusamningsins, séu þeir tiltækir, en annars notar samstæðan þá vexti sem hún fær af nýju lánsfé. Að jafnaði notar samstæðan vexti á nýju lánsfé til núvirðingar. Samstæðan ákvarðar vexti af nýju lánsfé með því að sækja vaxtaupplýsingar vegna ólíkra fjármögnunarleiða og gerir tilteknar aðlaganir til að endurspegla skilmála leigusamningsins og eiginleika eignarinnar sem er leigð. Leigugreiðslur sem eru innfaldar í ákvörðun fjárhæðar leiguskuldar geta falið í sér eftirfarandi: • Fastar greiðslur, þar með taldar leigugreiðslur sem eru samkvæmt eðli sínu fastar; • Breytilegar leigugreiðslur tengdar vöxtum eða vísitölu, upphaflega áætlaðar miðað við vexti eða vísitölu á upphafsdegi; • Fjárhæðir sem gert er ráð fyrir að þurfi að greiða samkvæmt hrakvirðistryggingu; og • Kaupverð samkvæmt kaupréttarákvæði í leigusamningi þegar samstæðan telur nokkuð víst að hún muni nýta kaupréttinn, leigugreiðslur á valkvæðum framlengingartímabilum ef samstæðan er nokkuð viss um að hún muni nýta framlengingarheimildir og greiðslur vegna uppsagnar leigusamnings fyrir lok leigutímans, nema samstæðan sé nokkuð viss um að nýta ekki uppsagnarheimildir. Leiguskuldin er færð á afskrifuðu kostnaðarverði með því að nota aðferð virkra vaxta. Hún er endurmetin þegar breyting verður á framtíðarleigugreiðslum vegna breytinga á vísitölu eða vöxtum, ef breyting verður á mati samstæðunnar á fjárhæð sem hún væntir að verði greidd samkvæmt hrakvirðistryggingu ef við á, ef samstæðan breytir mati sínu á því hvort hún muni nýta kaupréttarákvæði, heimildir til framlengingar eða uppsagnar leigusamnings eða þegar breyting verður á fjárhæð leigugreiðslu sem er í eðli sínu föst. Samstæðan kýs að færa ekki leigueignir og leiguskuldir vegna leigusamninga um lágvirðiseignir og skammtímaleigusamninga, þar á meðal um tölvubúnað. Samstæðan gjaldfærir leigugreiðslur vegna þessara leigusamninga línulega á leigutíma.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
82
SKÝRINGAR
32. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: Reikningsskilaaðferðir fyrir 1. janúar 2019 Vegna samninga sem gerðir voru fyrir 1. janúar 2019 ákvarðaði samstæðan hvort þeir teldust fjármögnunarleigusamningar eða rekstrarleigusamningar samkvæmt IAS 17. Leigusamningar, sem eru efnislega þannig að nánast öll áhætta og ávinningur sem fylgja eignarhaldi á leigueignum færist til samstæðunnar, voru flokkaðir sem fjármögnunarleigusamningar. Við upphaflega skráningu voru leigueignirnar færðar á hvoru sem lægra reynist af gangvirði eða núvirði lámarksleigugreiðslna. Aðrir leigusamningar eru rekstrarleigusamningar og voru hinar leigðu eignir ekki færðar til eignar. Leigusamningar samstæðunnar flokkuðust allir sem rekstrarleigusamningar.
n) Hagnaður á hlut Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu. Grunnhagnaður á hlut er reiknaður sem hlutfall afkomu, sem ráðstafað er til almennra hluthafa í félaginu, og vegins meðalfjölda útistandandi almennra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er jafn grunnhagnaði þar sem fyrirtækið hefur ekki gert kaupréttarsamninga eða gefið út breytanleg skuldabréf.
o) Starfsþáttayfirlit Rekstrarstarfsþáttur er hluti samstæðunnar sem fæst við viðskipti og er fær um að afla tekna og stofna til gjalda, að meðtöldum tekjum og gjöldum vegna viðskipta við aðra hluta samstæðunnar. Afkoma allra starfsþátta samstæðunnar er reglulega yfirfarin af forstjóra til að ákvarða hvernig eignum hennar er skipt á starfsþætti og til að meta frammistöðu þeirra. Viðskipti milli starfsþátta eru verðlögð eins og um óskylda aðila væri að ræða. Rekstrarafkoma starfsþátta, eignir og skuldir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvern starfsþátt, auk þeirra liða sem hægt er að skipta skynsamlega niður á starfsþætti. Liðir sem ekki eru flokkaðir með einstökum starfsþáttum eru aðallega fjárfestingar og tengdar tekjur, lántökur og tengdur kostnaður, sameiginlegar eignir og tengdur kostnaður, auk frestaðs tekjuskatts. Fjárfestingar starfsþátta eru kaup á rekstrarfjármunum.
p) Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim sem hafa ekki verið innleiddir Nokkrir nýir alþjóðlegir reikningsskilastaðlar gilda um fjárhagsár sem hefjast 1. janúar 2019 eða síðar og er heimilt er að beita fyrir gildistöku þeirra. Samstæðan hefur hins vegar ekki innleitt nýja eða breytta reikningsskilastaðla fyrir gildistíma við gerð þessara reikningsskila. Ekki er búist við að eftirfarandi breytingar á stöðlum og túlkunum muni hafa veruleg áhrif á reikningsskil samstæðunnar. • Breytingar á tilvísunum til hugtakaramma alþjóðlegra reikningsskilastaðla. • Skilgreiningu á fyrirtæki (breyting á IFRS 3). • Skilgreining á mikilvægi (breytingar á IAS 1 og IAS 8). • IFRS 17 Vátryggingasamningar.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
83
Spennir á Reykjaströnd lagfærður eftir ofsaveðrið í desember.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
84
YFIRLÝSING UM STJÓRNARHÆTTI
YFIRLÝSING UM STJÓRNARHÆTTI Inngangur Meginstarfsemi RARIK, móðurfélagsins, er rekstur dreifiveitu sem starfar skv. lögum nr. 65 frá 2003 og nær dreifiveitusvæðið til meginhluta landsins utan höfuðborgarsvæðisins, Vestfjarða og Reykjaness. Auk þess rekur RARIK fimm hitaveitur, jarðvarmaveitur í Búðardal, Blönduósi, Skagaströnd og Siglufirði og fjarvarmaveitur á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði. Framleiðsla og sala rafmagns er í höndum dótturfélagsins Orkusölunnar ehf. auk þróunar og uppbyggingar orkukerfa innanlands. RARIK Orkuþróun ehf. hefur umsjón með einu erlendu verkefni og Ljós- og gagnaleiðari ehf. hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum. Dótturfélögin eru alfarið í eigu RARIK.
Stjórnarhættir Stjórn RARIK leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út og tóku gildi 1. júní 2015. Stjórn setur sér starfsreglur, þar sem valdsvið hennar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Núgildandi starfsreglur stjórnar voru staðfestar af stjórn þann 28. febrúar 2019. Starfsreglur stjórnar eru aðgengilegar á heimasíðu RARIK.
Áhættustýring Hlutverk stjórnar samkvæmt starfsreglum er að setja markmið varðandi áhættur í starfseminni, ákveða mörk áhættutöku og byggja upp eftirlit með áhættum í rekstrinum, auk þess að fylgja eftir settum markmiðum. Áhættustefna RARIK var síðast endurskoðuð í ágúst 2019. Innra eftirlit RARIK felur í sér skilgreiningu á rekstri, stjórnun og hlutverki fyrirtækisins, markmiðasetningu, upplýsingasöfnun og yfirferð þeirra upplýsinga sem verða til í kerfum fyrirtækisins um starfsemi þess, verklag og árangur samkvæmt settum markmiðum. Brugðist er við frávikum og fengin reynsla er nýtt í þróun og endurskilgreiningu starfseminnar. Stjórn félagsins ákvað að innri endurskoðun fyrir árin 2015 til 2019 yrði boðin út og var samið við Deloitte um að annast hana. Afkomumarkmið RARIK eru sett af stjórn fyrirtækisins. Mánaðarlega fer stjórn yfir rekstraryfirlit og stöðu í fjárfestingum, þar sem frávik frá áætlunum eru yfirfarin og skýrð. Framkvæmdaráð fundar að jafnaði vikulega en hlutverk þess er m.a. að fara yfir rekstur fyrirtækisins, fjárhagsáætlanir, uppgjör og stöðu fjárfestinga. Svæðisráð eru starfandi á hverju rekstrarsvæði og er því ætlað að samræma og samhæfa starfsemi innan svæðisins með heildarhagsmuni RARIK að leiðarljósi. Þannig er svæðisráðinu ætlað hafa eftirlit með niðurstöðu þeirra verkefna sem unnin hafa verið og bera saman við áætlun. Í handbók fyrirtækisins, sem er aðgengileg á innri vef þess, eru margvíslegar verklagsreglur til að tryggja gott eftirlit með rekstrarkostnaði. Sömuleiðis eru umfangsmiklar verklagsreglur um tekjuskráningu, m.a. með ferilskráningu mæla og afstemmingu sölukerfis og bókhalds. Þá eru ýmsar verklagsreglur þar sem kveðið er á um hvernig þeir, sem eru fjárhagslega ábyrgir fyrir þeim verkum sem unnið er að, sinni reglubundinni skráningu og eftirliti með kostnaði verkanna og beri ábyrgð á skilum þeirra til uppgjörs. Í skýringu nr. 27 í ársreikningi er jafnframt gerð grein fyrir áhættustýringu RARIK vegna fjármálagerninga.
Stjórnskipulag Stjórnskipulag RARIK samanstendur af stjórn móðurfélags, stjórnum þriggja dótturfélaga og framkvæmdaráði móðurfélagsins. Starfsemi RARIK er skipt í fjögur svið auk skrifstofu forstjóra en þau eru Fjármálasvið, Framkvæmdasvið, Rekstrarsvið og Tæknisvið. Þá hefur stjórn kosið Endurskoðunarnefnd en fer sjálf með hlutverk Starfskjaranefndar.
Stjórn Stjórn RARIK sinnir stefnumótun, eftirliti og töku meiriháttar ákvarðana í rekstri félagsins í samræmi við lagareglur sem gilda um stjórn félagsins. Stjórnin staðfestir rekstrar- og fjárfestingaáætlanir, fer með málefni félagsins og annast stjórnskipulag rekstrar þess og að starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
YFIRLÝSING UM STJÓRNARHÆTTI
85
Yfirlýsing um stjórnarhætti, frh.: Í stjórn RARIK eru fimm eftirtaldir aðalmenn, allir kosnir á aðalfundi: Birkir Jón Jónsson, Baugakór 13, Kópavogi, formaður stjórnar, fyrst kosinn í stjórn RARIK ohf. árið 2014. Arndís Soffía Sigurðardóttir, Smáratúni, Hvolsvelli, varaformaður stjórnar, fyrst kosin í stjórn RARIK ohf. árið 2018. Valgerður Gunnarsdóttir, Hrísateigi 2, Húsavík, ritari stjórnar, fyrst kosin í stjórn RARIK ohf. árið 2018. Álfheiður Eymarsdóttir, Hjarðarholti 13, Selfossi, meðstjórnandi, fyrst kosin í stjórn RARIK ohf. árið 2017. Kristján L. Möller, Laugarvegi 25, Siglufirði meðstjórnandi, fyrst kosinn í stjórn RARIK ohf. árið 2018. Stjórn RARIK ohf. hélt 12 fundi á árinu 2019.
Framkvæmdaráð og dótturfélög Tryggvi Þór Haraldsson er forstjóri RARIK, situr í Framkvæmdaráði RARIK og er formaður stjórna þriggja dótturfélaga RARIK: Orkusölunnar ehf., RARIK Orkuþróunar ehf. og Ljós- og gagnaleiðara ehf. Pétur Einir Þórðarson er aðstoðarforstjóri og situr í Framkvæmdaráði RARIK. Helga Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og situr í Framkvæmdaráði RARIK. Ólafur Hilmar Sverrisson er framkvæmdastjóri Fjármálasviðs og situr í Framkvæmdaráði RARIK. Ómar Imsland er framkvæmdastjóri Framkvæmdasviðs og situr í Framkvæmdaráði RARIK. Tryggvi Ásgrímsson er framkvæmdastjóri Tæknisviðs og situr í Framkvæmdaráði RARIK. Magnús Kristjánsson er framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem er dótturfélag RARIK. Í dótturfélögunum RARIK Orkuþróun ehf. og Ljós- og gagnaleiðara ehf. er ekki starfandi sérstakur framkvæmdastjóri.
Endurskoðunarnefnd Endurskoðunarnefnd RARIK var skipuð þann 28. maí 2019 og í henni sitja: Sigurður Þórðarson, endurskoðandi, formaður, Valgerður Gunnarsdóttir, ritari stjórnar RARIK og Kristján L. Möller, stjórnarmaður í stjórn RARIK. Endurskoðunarnefnd RARIK hefur sett sér starfsreglur sem samþykktar eru af stjórn RARIK. Nefndin starfar í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga, lög nr. 3/2006. Nefndin hélt 7 fundi á árinu 2019. Auk þess átti nefndin fundi með stjórn RARIK og stjórn Orkusölunnar. Endurskoðunarnefnd skal leggja tillögur sínar fyrir stjórn RARIK og upplýsir stjórn um störf sín að minnsta kosti tvisvar á ári.
Starfskjaranefnd Stjórn RARIK fer með hlutverk starfskjaranefndar. Starfskjarastefna er kynnt á aðalfundum félagsins.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
86
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF Inngangur Meðfylgjandi er yfirlit yfir ófjárhagslega upplýsingagjöf RARIK ohf. til samræmis við 66. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Í yfirlitinu eru upplýsingar um viðskiptalíkan félagsins og stefnur þess í einstökum málaflokkum, ásamt lýsingu á megináhættum og ófjárhagslegum lykilmælikvörðum í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Einnig um stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Tekið er mið af leiðbeiningum Evrópusambandsins við framsetningu yfirlitsins.
Um RARIK ohf. Tilgangur félagsins er að framleiða, dreifa og eiga viðskipti með raforku og varmaorku í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 og orkulaga nr. 58/1967 vegna hitaveitna, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu, ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins, sbr. lög nr. 25/2006 og 3. grein samþykkta fyrir RARIK. Meginþungi starfseminnar felst í dreifingu raforku um eigið dreifikerfi til viðskiptavina, en auk þess rekur fyrirtækið jarðvarmaveitur í Búðardal, á Blönduósi og Skagaströnd og á Siglufirði ásamt rafkyntum fjarvarmaveitum á Seyðisfirði og á Höfn í Hornafirði. Með tilkomu nýrra orkulaga var stofnað sérstakt dótturfélag, Orkusalan ehf., um framleiðslu og sölu raforku á vegum fyrirtækisins. Orkusalan ehf. tók til starfa í ársbyrjun 2007 og starfrækir fimm virkjanir: Grímsár-, Lagarfoss-, Rjúkanda-, Skeiðsfoss- og Smyrlabjargaárvirkjun. Þróun og uppbygging orkukerfa er hjá öðru dótturfélagi; RARIK orkuþróun ehf. (stofnað 2008) og þriðja dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari ehf. (stofnað 2009) hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum.
Eignarhald og rekstrarform RARIK samstæðan er eign ríkisins og rekið sem fjárhagslega sjálfstætt opinbert hlutafélag. Fjármálaráðherra fer með eignarhlut í félaginu fyrir hönd ríkisins.
Rekstrarumhverfi RARIK hefur einkaleyfi á sölu raforkudreifingar á Íslandi að undanskildu höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Árborg, Reyðarfirði og Vestfjörðum.
Lagaumhverfi Helstu lög sem gilda um starfsemi RARIK eru raforkulög nr. 65/2003, orkulög nr. 58/1967 og lög um hlutafélög nr. 2/1995, með áorðnum breytingum. Tekjumörk dreifiveitna Gjaldskrá RARIK, tekjur og rekstrarkostnaður eru undir eftirliti Orkustofnunar sem úthlutar tekjumörkum – heimiluðum tekjum (sbr. raforkulög nr. 65/2003). Tekjumörk eru hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækis og dreifiveitna til að mæta kostnaði og eru sett til fimm ára en uppfærð árlega.
Hlutverk og stefna Hlutverk og kjarnastarfsemi RARIK veitir heimilum og fyrirtækjum veituþjónustu á sviði raforku og hitaveitu sem er ein forsenda búsetu og lífsgæða á starfssvæði félagsins.
Stefna Stefnt er að því að styrkja þjónustunet félagsins þar sem áhersla er á áreiðanlegt dreifikerfi og öflugar starfsstöðvar sem geta veitt víðtæka þjónustu. Félagið er opið fyrir tækifærum til vaxtar og þróunar sem falla að kjarnastarfsemi þess og/eða geta skapað aukna hagkvæmni.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
87
Hlutverk og stefna, frh.: Megináherslur Stefna RARIK byggist á tilteknum grunnstoðum sem móta megináherslur í rekstri og þróun félagsins til þess að standa við hlutverk og meginmarkmið í bráð og lengd: • Hagkvæmur rekstur sem miðar að því að hámarka nýtingu á eignum, mannauði og aðföngum, tryggja sveigjanleika til þess að takast á við álagspunkta ásamt samræmi og gegnsæi í rekstri og þjónustu með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. • Skilvirk og örugg þjónusta sem einkennist af einsleitu þjónustuviðmóti ásamt góðri svörun og eftirfylgni þar sem hagkvæmni, gæði og öryggi er í fyrirrúmi. • Fyrirmynd í framsæknum lausnum í tækni og umhverfismálum ásamt góðu samstarfi við fræðasamfélög á starfssviði félagsins. • Eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti er tryggt og hæfileikar starfsmanna nýtast að fullu í fjölskylduvænu og hvetjandi vinnuumhverfi. Stjórnskipulag RARIK ohf. nær til allrar starfsemi fyrirtækisins og byggist á forsendum samstæðuskipulags. Aðalfundur kýs fimm menn í stjórn og tvo til vara. Forstjóri hefur á hendi daglega stjórn RARIK samstæðunnar í umboði stjórnar. Skilgreindar meginreglur og meginviðfangsefni samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækisins eins og hún hefur verið skilgreind í Handbók RARIK styðja við siðareglur fyrirtækisins, auk þess sem að RARIK hefur mótaða stefnu í einstökum málaflokkum. Markmiðasetning fyrirtækisins Markmið fyrirtækisins eru bæði fjárhagsleg, sem og tengd gæðum þjónustunnar. Stjórn RARIK setur fyrirtækinu fjárhagsleg markmið sem fram koma í áætlanagerð RARIK, auk þess að samþykkja rekstraráætlun og fjárfestingaáætlun hvers árs. Fyrirtækið er jafnframt háð ákvæðum eftirlitsaðila um þjónustu og frammistöðu og hefur sett sér markmið um kennistærðir raforku og um spennugæði til samræmis við ákvæði þar um, sem og um orkumæla í notkun.
Umhverfismál RARIK ohf. hefur samþykkta umhverfisstefnu. Varúð skal sýnd í allri umgengni þegar gengið er til verka og þess gætt að valda ekki spjöllum á náttúru landsins, mannvirkjum og sögulegum minjum. Stefna RARIK í umhverfismálum kveður auk þess m.a. á um að verndun umhverfisins skuli ávallt höfð í fyrirrúmi við hönnun og mat á framkvæmdum og þjónustu á vegum fyrirtækisins og að hönnun og framkvæmdir skulu miða að því að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og lífríki þess.
Mengunarslys í starfsemi RARIK 2019 Þrjú atvik voru skráð á árinu þar sem olía fór af búnaði, þegar spennar sprungu við spennusetningu, þegar olía á varaaflstöð lak af birgðatanki og þegar færanleg varaaflstöð í eigu RARIK lenti utan vegar í flutningi milli svæða. Í öllum tilvikum var unnið að málum í samráði við viðkomandi Heilbrigðiseftirlit og olíu fargað af þar til bærum aðilum. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum.
Kolefnislosun og kolefnishlutleysi RARIK keypti rúmlega 943 þúsund lítra af jarðefnaeldsneyti á árinu 2019, sem er rúmlega 200 þúsund lítrum meira en árið 2018. Kolefnislosun vegna þessa þáttar fór því úr 1.950 tonnum 2018 í 2.490 tonn árið 2019. Aukningin skýrist fyrst og fremst af aukinni keyrslu varaafls í lok ársins vegna óveðurs og bilana í flutningskerfi raforku. Nánari upplýsingar um olíunotkun, losun og óveðrið eru birtar í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2019. RARIK hefur sett sér stefnu um kolefnishlutleysi árið 2040 og unnið verður að aðgerðaráætlun um kolefnishlutleysi árið 2020.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
88
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
Starfsmannatengd mál RARIK er með samþykkta starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu. Öryggi almennings, umhverfis, þjónustu og starfsmanna skal vera lykilatriði við alla ákvarðanatöku. Starfsmenn RARIK eru grunnstoð fyrirtækisins og gagnkvæm virðing og samvinna leggur bæði grunninn að árangursríku samstarfi þeirra og farsælli úrlausn verkefna. Ábyrgð á eigin verkum og fagleg vinnubrögð eru í fyrirrúmi auk þess sem öryggis skal gætt í öllum störfum. Ekki skal veittur afsláttur af öryggisreglum vegna eigin vinnu, vinnu samstarfsmanna eða samstarfsaðila. Starfsmenn skulu leitast við að vanda sig bæði til orða og athafna og gæta þess að samskipti einkennist af heiðarleika, umburðarlyndi og gagnkvæmri virðingu. Hvers konar einelti og mismunun er okkur ekki samboðin og verður ekki liðið. Á árinu var gerð viðhorfskönnun meðal starfsmanna RARIK til vinnuumhverfis, hvað vel er gert og hvað megi betur fara. Nánari upplýsingar um könnunina og helstu niðurstöður hennar, sem og um starfsmannamál almennt og kynjahlutfall eru birtar í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2019.
Öryggisstjórnun raforkuvirkja – öryggi mannvirkja, starfsmanna, almennings og umhverfis Öryggisstjórnun raforkuvirkja er skv. lögum nr. 146/1996 og reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 með áorðnum breytingum ásamt verklags- og skoðunarreglum Mannvirkjastofnunar um öryggi raforkuvirkja. Öryggisstjórnun RARIK var staðfest af Löggildingarstofu (nú Mannvirkjastofnun) 8. desember 2000 og öryggiskerfi RARIK er reglulega tekið út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um, auk innri úttekta. Nánari upplýsingar um öryggismál á árinu 2019 eru birtar í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2019.
Starfsmannastefna Það er stefna RARIK að fyllsta jafnréttis sé ávallt gætt í starfsemi fyrirtækisins, óháð kyni. RARIK hámarkar mannauð sinn með því að tryggja að allir starfsmenn njóti sömu tækifæra og kjara óháð kynferði og að allir starfsmenn séu metnir af eigin verðleikum. RARIK leggur áherslu á að starfsfólk fyrirtækisins virði jafnréttissjónarmið í hvívetna og komi fram við hvert annað af virðingu. Hvers konar mismunun á forsendum kynferðis er í andstöðu við jafnréttisstefnu RARIK. Unnið er að jafnlaunavottun og stefnt að vottun á vordögum 2020.
Önnur samfélagsleg mál Áreiðanleiki veitumæla – öryggi viðskiptahátta og hagsmunir neytenda Mælifræðilegt eftirlit með orkumælum er skv. lögum nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglugerðum 1061/2008 og 1062/2008. Innra eftirlit með veitumælum nær til innkaupa, skráningar, eftirlits og upplýsingaskyldu um veitumæla skv. ákvæðum reglugerða og reglum Neytendastofu þar að lútandi. Kerfið var tekið út og staðfest af Neytendastofu 1. júní 2011 og er reglulega tekið út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um.
Kvartanir viðskiptavina Viðskiptavinir geta komið kvörtunum um t.d. spennugæði á framfæri á vefsíðu fyrirtækisins. Kvörtun er álit viðskiptavinar á þjónustu og vörum fyrirtækisins þess eðlis að þær uppfylli ekki umsamdar kröfur og getur falið í sér bótakröfu á hendur fyrirtækinu. Er viðskiptavinum tryggður réttur til úrvinnslu kvartana í reglugerð nr. 1048/2004 og hefur Orkustofnun eftirlit með framkvæmd þeirrar úrvinnslu, ásamt því að vera úrskurðaraðili í ágreiningsmálum.
Raforkugæði – afhendingaröryggi og spennugæði Tekið er á afhendingaröryggi og spennugæðum hjá dreifiveitum í núverandi raforkulögum og í reglugerð nr. 1048/2004 um gæði raforku og afhendingaröryggi. Innra eftirlit með raforkugæðum nær til skráningar, gagnaöflunar og upplýsingaskyldu um afhendingar- og spennugæði raforku skv. 28. grein laga nr. 65/2003 og reglugerð nr. 1048/2004, ásamt ákvæðum Orkustofnunar þar að lútandi. Hefur Orkustofnun eftirlit með framkvæmd innra eftirlits og afhendingargæðum. RARIK gerir eftirlitsaðila árlega grein fyrir afhendingargæðum síðasta árs. Stjórnun raforkugæða RARIK hefur verið viðurkennd af Orkustofnun og er reglulega tekin út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um. Nánari upplýsingar um truflanir í dreifikerfinu á árinu 2019, skerðingar til notenda og stuðla um afhendingargæði eru birtar í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2019.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
89
Önnur samfélagsleg mál, frh.: Upplýsingaöryggi – réttar og tiltækar upplýsingar Markmið RARIK í upplýsingaöryggi er að tryggja örugga afhendingu á orku til viðskiptavina og tryggja eftir því sem við á að upplýsingar séu réttar, tiltækar og að trúnaðar sé gætt. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis byggist á leiðbeinandi tilmælum FME og ISO 27001 staðlinum. FME staðfesti 21. ágúst 2014 að RARIK uppfyllti leiðbeiningar þeirra varðandi úttektir á upplýsingakerfum. Nánari upplýsingar um upplýsingatækni og -öryggi eru birtar í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2019.
Mannréttindamál Mannréttindi skulu ávallt vera í fyrirrúmi og hvers konar ójöfnuður eða mismunun verður ekki liðin í starfsemi fyrirtækisins, hvort sem er inn á við eða út á við.
Aðgengismál Í vefstefnu RARIK er lögð áhersla á að mæta þörfum viðskiptavina með áherslu á gott aðgengi að lykilverkefnum og upplýsingum sem þeir þurfa að nálgast á vefnum. Markmiðið er að viðskiptavinir geti afgreitt sig sem mest sjálfir. Ytri vefur RARIK tekur mið af kröfum alþjóðlegra aðgengisstaðla til að stuðla að jöfnu aðgengi allra hópa í samfélaginu. Unnið hefur verið að því að bæta aðgengismál vefsins hjá RARIK og er sú vinna langt komin. Aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að starfsstöðvum RARIK er misjafnt eftir aldri þeirra bygginga sem starfsemi er rekin í. Unnið er að greinargerð um stöðu aðgengismála við helstu starfsstöðvar fyrirtækisins.
Persónuvernd Markmið persónuverndarstefnu RARIK er að tryggja að meðhöndlun RARIK á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Fyrirtækið hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem fylgja því eftir að gögn séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem þurfa að vinna með þau. RARIK heyrir undir ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hefur því skilaskyldu gagnvart þjóðskjalasafni.
Spillingar og mútumál RARIK gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki og leggur áherslu á heiðarleika og ábyrgð í allri starfsemi sinni gagnvart viðskiptavinum og samfélaginu sem fyrirtækið starfar í. Þjónusta fyrirtækisins skal grundvallast á trausti og fagmennsku og einkennast af öryggi, vönduðum vinnubrögðum, sanngirni og heilindum í öllum samskiptum. Opinber birting skal byggja á réttum og skýrum upplýsingum til viðskiptavina um þjónustu fyrirtækisins, um leið og tryggð er greið og rekjanleg leið til að afgreiða fyrirspurnir og ábendingar um það sem betur má fara og fulls trúnaðar gætt um viðskiptahagsmuni. Gerð er krafa um heilbrigða viðskiptahætti, löghlýðni og virðingu fyrir umhverfinu, bæði í öllu starfi innan fyrirtækisins og gagnvart samstarfsaðilum. Starfsmenn og stjórn RARIK forðast persónulega hagsmunaárekstra og ber að vekja athygli á því af fyrra bragði ef afgreiðsla mála á þeirra borði varða þeirra eigin hagsmuni. Ólögmæt og/eða ótilhlýðileg háttsemi er ekki liðin. Starfsmenn RARIK skulu leita samþykkis fyrirtækisins hyggist þeir taka að sér aðra launaða vinnu, taka þátt í atvinnurekstri eða sitja í stjórn fyrirtækis, samtaka eða sveitarfélags.
Innra eftirlit Virkt innra eftirlit er samtvinnað í alla starfsemi hjá RARIK og fyrir öll helstu verk eru gerðar verklýsingar og unnið samkvæmt Handbók fyrirtækisins. Öflugt samþykktarkerfi er til staðar hjá RARIK og allir reikningar sem berast þurfa að vera samþykktir af tveimur til þremur aðilum áður en þeir eru bókaðir og greiddir. Hjá RARIK starfar Endurskoðunarnefnd og RARIK hefur auk þess ráðið sérfræðinga í innri endurskoðun til að taka út innra eftirlit félagsins. Öflugt eftirlit er með aðgangsheimildum að upplýsingakerfum hjá RARIK og er fyrirtækið með upplýsingaöryggisstjóra sem rýnir í aðgangsheimildir reglulega.
Endurskoðunarnefnd Samkvæmt starfsreglum Endurskoðunarnefndar RARIK, frá 27. júní 2013, hefur nefndin m.a. eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, sem og eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits RARIK, innri endurskoðun og áhættustýringu. Nefndin veitir Ríkisendurskoðun umsögn um val á endurskoðunarfyrirtæki. Hún hefur jafnframt eftirlit með endurskoðun ársreikninga og samstæðureiknings RARIK, auk þess að meta óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. Nefndin fundar reglulega og upplýsir stjórn RARIK a.m.k. tvisvar á ári um störf sín og skilar til stjórnar árlegri skýrslu, þar sem m.a. er fjallað um hugsanlega veikleika í innra eftirliti í vinnuferli við gerð reikningsskila.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
90
ENGLISH SUMMARY
The Company RARIK (Iceland State Electricity) was founded in April 1946 and started operations in January 1947. Its function and main responsibility through the years has been the electrification of most parts of Iceland, particularly the rural areas. The main tasks being to procure, distribute and sell electricity within its operating area, and thus to provide and create added value to its customers. By devoting its energy to establishing an electric power transmission and distribution system for Iceland’s rural as well as urban areas, RARIK has played an important role in the development of various regions in the country. Electrical and industrial development went hand in hand in Iceland. RARIK played the principal role in the electrification of Iceland’s rural areas and now provides electricity via the grid system to around 60 population centres around the island. Its distribution network covers around 80-90% of the country’s inhabited areas and serves approximately 16% of the population. The length of the high voltage distribution network is approx. 9,350 km, and although originally all high voltage distribution was via overhead power lines, by the end of 2019 over 65% of the lines had been replaced with underground cables. Following the passage of a new Icelandic Electricity Act in 2003, a number of significant changes took place to separate energy production, transportation, distribution and sales. In accordance with the new act, an independent company, Landsnet hf, began operation on the 1st of January 2005, with the task of managing the country’s transmission system. RARIK owns a 22.5% share in Landsnet hf. The new act also meant that consumers were able to choose an electricity supplier, and thereby competition was initiated in the field of electricity sales in Iceland. In accordance with the new act, RARIK was incorporated in July 2006, and this limited company took over all activities of the State Electric Power Works as off August 1, 2006 –60 years after Parliament adopted the act on the Establishment of the State Electric Power Works. RARIK’s operations were divided at the beginning of the year 2007 into its concessioned activities, which are operated by the parent company RARIK ohf, and its competitive business activities, which were transferred to a subsidiary, Orkusalan ehf. Orkusalan produces, buys and sells electricity to homes, businesses and institutions throughout the country and is 100% owned by RARIK. In 2008, a new subsidiary was established, RARIK Energy Development Ltd (RED), also 100% owned by RARIK. The main task of this subsidiary is energy research and development, both domestically and abroad. In addition, RARIK owns and operates five hot-water supply utilities, namely three geothermal hot-water ones and two district heating ones. The number of employees of RARIK and its subsidiaries was 212 by end-of-year 2019.
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
91
Á árinu var lokið við að leggja jarðstreng í Þórsmörk um fjögurra km leið úr Húsadal í Langadal og Bása.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
92
ENGLISH SUMMARY
Finances The 2019 operations of the RARIK group were well in tune with projections. Operating income was similar to the year before and rose by almost 1% from the previous year. There was also little change in operating expenses between years, which rose by almost 2%. Operating profit before financial items was similar to what it was the year before and financial items were more favourable than in 2018. This meant that the company’s profit from regular operations was similar to the year before. The impact of associated companies was positive in 2019. The year’s net profit, having taken account of taxes, was approximately ISK 2.7bn, a decrease of around 2% from 2018.
Operation Operating profit for 2019 (EBIT) amounted to approximately ISK 3.5bn, which is around 21% of the year’s turnover. Operating profit before depreciation, financial items and taxes (EBITDA) was approximately 34% of turnover, or ISK 5.7bn. The price list for distribution in rural areas was raised by 2.6% on average at the beginning of 2019. Despite this increase, income authorisations in rural areas from earlier years have not been fully utilised. The tariff for urban areas rose by 1.9%. The tariff for RARIK’s district heating did not change during the year. Orkusalan raised its prices by 3.75% at the beginning of the year in line with Landsvirkjun’s increases of wholesale prices to Orkusalan. Income from new connections for customers was considerably higher in 2019 than in the years before, particularly due to the connection of new power projects and other new customers such as in the project “Orkuskipti á Kili”. The total operating income of the Group during the year was ISK 16.7bn, an increase of approximately 1% from the previous year. Operating expenses amounted to ISK 13.3bn, which is an increase of 2% from 2018. Net financial expenses in excess of financial income, amounted to approximately ISK 1.0bn, or approximately 5.4% of the interest-bearing debt at the end of the year. Operating results for 2019, excluding the associated company and taxes, were positive to the tune of around ISK 2.4bn, which is almost the same as in 2018. The financial impact of the associated company on operations, Landsnet hf., was positive by the amount of approximately ISK 770m. The year’s profit after income tax was ISK 2.7bn. Due to RARIK’s share in the exchange rate difference resulting from the translation of the accounts of the associated company Landsnet into Icelandic kronur to the tune of ISK 378m, the total profits for 2019 are ISK 3.1bn.
ISK m
ASSETS, LIABILITIES AND EQUITY RATIO
Ratio
70.000
0,65
60.000
0,60
50.000
0,55
40.000
0,50
30.000 0,45
20.000
0,40
10.000 0
0,35 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Assets
2019 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Liabilities
Equity Ratio
ENGLISH SUMMARY
93
Financial position RARIK’s total assets according to the balance sheet amounted to ISK 68.3bn. Liabilities at year-end amounted to ISK 24.4bn. As a result, RARIK’s equity is ISK 43.9bn and its equity ratio 64.3%. The current ratio for the year was approximately 1.5. Investments in 2019 amounted to ISK 5.5bn while total investments in 2018 amounted to ISK 3.7bn. The bulk of the investments is due to the renewal of the distribution system and to a heating utility for Höfn í Hornafirði. Investments in distribution systems during the year amounted to a total of ISK 5bn and investments in power plants to ISK 267m. Return on equity in 2019 was 6.6%. Dividend amounting to ISK 310m was paid out to the owner. By the end of the year, foreign liabilities were just under 15% of interest-bearing debts.
Prospects for 2020 Prospects for RARIK’s operation in 2020 are good. Profit from the operation of the company before the impact of the associated company and taxes is expected to be similar as to what it was in 2019. In addition, investments are expected to be considerably greater in 2020, or around ISK 6.7bn. Key figures from operations ISK
2019
2018
2017
Operating revenues
mkr
16.777
16.637
14.886
Operating expenses
mkr
13.276
13.022
11.884
Operating profit
mkr
3.501
3.615
3.002
Financial income (expenses)
mkr
-1.059
-1.274
-706
Impact of associated company
mkr
770
909
670
Profit before taxes
mkr
3.212
3.250
2.966
Income tax
mkr
-486
-469
-459
Net profit
mkr
2.726
2.781
2.507
Total assets
mkr
68.306
65.953
58.465
Equity
mkr
43.926
41.132
37.730
Liabilities
mkr
24.380
24.821
20.735
Cash from operating activities
mkr
4.307
3.755
3.952
Interest expenses paid
mkr
734
667
625
EBITDA
mkr
5.740
5.569
4.767
Interest coverage Equity ratio Population of distribution area Customers, meters (electricity)
7,82
8,35
7,63
64,3%
62,4%
64,5%
53.523
53.152
51.645
44.223
43.564
42.914
Distribution of electricity
GWh
1.219
1.311
1.194
per capita,
kWh
22.775
24.672
23.119
km
9.342
9.047
8.949
High Voltage System
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2019
SKAMMSTAFANIR OG SKÝRINGAR kV
= kílóvolt
ISK
= Icelandic crowns
kW
= kílówatt
mkr
= million Icelandic crowns
MW
= megawatt = 1.000 kW
h
= hour
kVA
= kílóvoltamper
RARIK
= Iceland State Electricity
MVA
= megavoltamper = 1.000 kVA
RED
= RARIK Energy Development (RARIK subsidiary)
kWst = kílówattstund
Orkusalan = Energy sales and production (RARIK subsidiary)
MWst = megawattstund = 1.000 kWst
hf
= Ltd
MWe
ehf
= Private Ltd
ohf
= Public Ltd, PLC
= megawött rafmagns
GWst = gígawattstund = 1.000 MWst TWst = terawattstund = 1.000 GWst mkr
= milljón krónur = 1.000.000 krónur
st
= klukkustund
Útgefandi/published by RARIK ohf. Dvergshöfða 2 – 110 Reykjavík Sími/Tel. 528 9000 – Fax 528 9009 rarik@rarik.is – www.rarik.is Ábm.: Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri Efnisöflun: Rósant Guðmundsson kynningarstjóri Umsjón: Athygli ehf. Hönnun: Ritform ehf. Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja Ljósmyndir: Arnar Valdimarsson, Emil Þór, Rósant Guðmundsson, Brynjar Svansson, Anderson, Eva Björk Ægisdóttir, Halldór Sigurkarlsson, Helgi Rasmussen, Magnús Ástþór Magnússon, Nicolas Grabar, Ómar Imsland, Sveinn Guðnason, Umhverfisráðuneytið. Ljósmynd á kápu: Ísing brotin af staur á Reykjaströnd eftir óveðrið í desember. Ljósmyndari Arnar Valdimarsson
Prentgripur
RARIK ohf | sĂmi 528 9000 | rarik@rarik.is | www.rarik.is