Sóknarfæri

Page 24

24 | SÓKNARFÆRI

Alma Dagbjört Ívarsdóttir, sérfræðingur í innivist hjá Mannviti.

Brýnt að stórauka rakavarnareftirlit í byggingariðnaði á Íslandi segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, sérfræðingur í innivist hjá Mannviti

„Að mínu mati þarf að stórauka rannsóknir í byggingariðnaði hér á landi og vinna markvisst að því að auka þekkingu á byggingareðlisfræði, áhrifum veðurfars og aðstæðna okkar á framkvæmdir og byggingar. Við getum bætt okkur á mörgum sviðum, til dæmis með betri rakavörnum, ekki aðeins í byggingunum sjálfum heldur ekki síður á byggingarstað og í meðhöndlun byggingarefna. Ég skynja að það eru allir af vilja gerðir að leggjast á eitt til að þróa byggingariðnaðinn til betri vegar og sporna þannig við því að við sjáum eins tíðar fregnir í framtíðinni af vandamálum í byggingum og verið hafa undanfarin ár. Við erum að mínu mati að þróast í rétta átt og með tímanum munum við komast á góðan stað með okkar byggingar og byggingariðnað sem faggrein,“ segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, sérfræðingur í innivist hjá Mannviti. Í viðtali við Sóknarfæri ræðir hún þætti sem snúa að þeim vandkvæðum sem hafa komið upp í byggingum á Íslandi á undanförnum árum, t.d. mygluvandamál, loftgæðavandamál og fleira, en þessi mál þekkir Alma vel sem fagstjóri deildarinnar Bættar byggingar hjá Mannviti.

Hrunárin að koma í bakið Tíðni myglumála hefur verið mikil allra síð-

Nýr Kársnesskóli verður fyrsta Svansvottaða skólabyggingin. Alma og samstarfsfólk hennar hjá Mannviti eru Svansvottunarfulltrúar í því verkefni og annast rakavarnareftirlit í verkinu.

ustu ár, ekki síst í opinberum byggingum. Sér í lagi eru það skólar og leikskólar sem orðið hafa fyrir barðinu á myglunni, að minnsta kosti fer mest fyrir slíkum tilfellum í opinberri umræðu. Alma segir eina af skýringunum á aukinni tíðni myglumála þá að allir séu meira á tánum gagnvart mygl-

unni og hættunni sem af henni stafi á heilsufar fólks. „Önnur skýring er líka sú að við höfum verið að fá í bakið hve stórlega var dregið úr öllu viðhaldi á hrunárunum. Þetta á bæði við um viðhald eldri húsa og nýrri. Við sjáum líka að röng hönnun getur verið

ástæða mygluvandamála en í sumum tilfellum er skýringanna að leita á byggingarstiginu, hvernig hefur verið staðið að verki á byggingarstað, m.a. veðurvörnum og frágangi og loks verður að viðurkennast að framkvæmdahraðinn getur líka leikið talsvert hlutverk. Við byggjum gjarnan


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.