Samband íslenskra sveitarfélaga
Tíðindi
bl. t . 10 ber em des 015 2
Gleðileg jól
TÍÐINDI
Auglýst eftir umsóknum um styrki á sviði velferðartækni Velferðarráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga. Styrkveitingarnar eru liður í stefnumótun á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu sem unnin er að frumkvæði félags- og húsnæðismálaráðherra. Styrkirnir tengjast einnig framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fatlaðs fólks. Styrkveitingum er ætlað að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun þar sem leitað er nýrra leiða til að auka lífsgæði notenda velferðarþjónustunnar í nútíð og framtíð. Tekið verður við umsóknum frá sveitarfélögum og stofnunum þeirra, sem og öðrum aðilum sem annast velferðarþjónustu sveitarfélaga. Ráðuneytið telur æskilegt er samvinna sé um þau verkefni sem óskað er eftir 2
styrkveitingu vegna, t.d. að aðilar komi frá ólíkum stöðum á landinu. Jafnframt er talið kostur að í verkefnunum sé gert ráð fyrir að leitað verði samstarfs við háskóla og atvinnufyrirtæki á almennum og opinberum markaði. Þá hefur ráðuneytið einnig auglýst eftir umsóknum um styrki frá meistaranemum og doktorsnemum til þess að vinna að verkefnum á sviði nýsköpunar á vettvangi velferðarþjónustu sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um báðar tegundir styrkja er til 30. desember n.k. Sjá nánar í tveimur fréttatilkynningum ráðuneytisins: • Frétt á vef ráðuneytisins • Fréttatilkynning
TÍÐINDI
Hlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum undirstrikað í París Evrópsk og alþjóðleg samtök sveitarfélaga og borga tóku höndum saman og funduðu í París í tengslum við stóru loftslagsráðstefnuna COP21 til að leggja áherslu á vilja og getu þeirra til aðgerða í loftslagsmálum. Hápunkturinn var fundur 640 borgarstjóra og leiðtoga sveitarfélaga í ráðhúsinu í París 4. desember sl. undir stjórn borgarstjórans í París Anne Hidalgo og Michael Bloomberg fyrrverandi borgarstjóra í New York og núverandi borga- og loftslagserindreka Sameinuðu þjóðanna.
Stefnumótandi nefnd Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, fundaði í París á sama tíma og fulltrúar sambandsins í henni tóku þátt í leiðtogafundinum, þau Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Halla Sigríður Steinólfsdóttir fulltrúi í sveitarstjórn Dalabyggðar og varaformaður sambandsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Björn Blöndal forseti borgarstjórnar tóku einnig þátt í fundinum Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem leiðtogarnir skuldbinda sig til að móta róttæka stefnu og aðgerðaráætlanir fyrir 2020 til að bregðast við hamförum vegna loftslagsbreytinga og til að vera búin að minnka kolefnisútblástur í borgum um 3,7 gígatonn árlega 2030. Í ályktuninni er kallað eftir samstilltum aðgerðum, auknum stuðningi og samstarfi allra geira og stjórnvaldsstiga Loftslagsbreytingar séu sameiginleg áskorun og það beri allir ábyrgð á að bregðast við þeim. Markviss viðbrögð á alþjóðavísu séu eitt stærsta efnahagstækifærið á 21. öld. Ályktunina í heild sinni má finna hér. Í þessu samband er einnig tilefni til að segja frá því á að EES EFTA sveitarstjórnarvettvangurinn ályktaði um loftslagsmál vegna COP21 á 12. fundi sínum í Brussel, 16.-17. nóvember sl. Það er gleðilegt að þessi þrýsingur virðist hafa haft áhrif því að í samningnum sem náðist í lok COP21 er í fyrsta sinn formlega viðurkennt að öll stjórnvaldsstig þurfi að vera þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Þetta er mikilvægur sigur fyrir sveitarstjórnarstigið og stuðlar að því að sveitarfélög verði beinir þátttakendur í áætlunum og stuðningsaðgerðum þjóðríkja og Sameinuðu þjóðanna.
3
TÍÐINDI
Tólfti fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA
Loftslagsmál, flóttamannavandinn og fyrirhugaður fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna (TTIP) til umræðu
Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í tólfta sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. Helsta viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni var loftslagsráðstefnan í París (COP21) og hlutverk sveitarfélaga og aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum, sem vettvangurinn ályktaði um. Einnig var fjallað um fyrirhugaðan fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna (TTIP), samningaviðræður um fjölþjóðlegan samning um þjónustuviðskipti (TiSA) og flóttamannavandann í Evrópu Sveitarfélög gegna mikilvægu hlutverki í að ná alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum og þau geta dregið verulega úr losun
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að aðgerðum til að bregðast við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga enda bera þau ábyrgð á mikilvægum málaflokkum í þessu samhengi, s.s. skipulagsmálum, almenningsamgöngum, menntamálum, úrgangs- og orkumálum og umhverfisvernd. Brýnt er að ríki og sveitarfélög móti sér stefnu í loftslagsmálum og tryggi fjármuni til að skipuleggja aðgerðir, innleiða þær og fylgja þeim eftir. Samkvæmt skýrslu Norðurlandaráðs er fjárstuðningur ríkisvaldsins forsenda þess að styrkja megi loftslagsvinnu í sveitarfélögum, til að innleiða stefnumið og til að geta ráðið samræmingaraðila 4
og annað starfsfólk. Borgarstjórasáttmálinn er sáttmáli sveitarfélaga um nýtingu sjálfbærrar orku og aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með aðild skuldbinda borgir og bæir sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um meira en 40% til ársins 2030. Sáttmálinn felur í sér greiningu, aðgerðaáætlun um takmörkun á losun gróðurshúsalofttegunda og eftirlit með framkvæmdinni. Aðilar skuldbinda sig einnig til að stuðla að vitundarvakningu meðal borgaranna og til að deila fyrirmyndarverkefnum. Reykjavíkurborg er aðili að sáttmálanum. Sveitarstjórnarvetttvangurinn samþykkti ályktun um loftslagsmál sem flutt var af Christian Haugen frá Hedmark í Noregi. Í ályktuninni er hlutverk sveitarfélaga og mikilvægi aðgerða þeirra til að bregðast við loftslagsbreytingum áréttað. Hnykkt er á nauðsyn staðlaðra reikniaðferða til að leggja mat á útblástur og aðgerðir og að komið verði á kerfi þar sem sveitarfélög geti selt ríksvaldinu losunarheimildir sem myndi verða þeim hvatning til að minnka losun og verða lofslagsvænni. Þá er í ályktuninni kallað eftir auknu fjármagni til að gera sveitarfélögum kleift að grípa til aðgerða til að minnka losun og bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga og áhersla lögð á samráð við þau þegar gerðar áætlanir í loftslagsmálum, í samræmi við nálægðarregluna. Ályktuninni hefur verið komið á framfæri við stjórnvöld EES-ríkjanna, stofnanir EFTA og ESB, og Svæðanefndina. Nánar um fundinn.
TÍÐINDI
Samstarf við Sveitarfélagasamband Slóvakíu Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagasambandsins í Slóvakíu, ZMOS, um samstarf til að skiptast á upplýsingum og reynslu og taka þátt í sameiginlegum verkefnum. Yfirlýsingin var undirrituð í kjölfar gagnkvæmra námsheimsókna íslenskra og slóvakískra sveitarstjórnarmanna. Markmið heimsóknanna var að skiptast á upplýsingum og reynslu um sameiningar sveitarfélaga, íbúalýðræði og umverfis- og félagsmál. Í Slóvakíu búa um 5,4 milljónir manna á 49.000 km2. Lýðræðislegt sveitarstjórnarstig varð til eftir stjórnkerfisbreytingar í landinu 1990. Höfuðborgin Bratislava er stærsta sveitarfélagið með 410.000 íbúa en það minnsta er aðeins með átta íbúa. Alls eru sveitarfélögin í Slóvakíu 2.930 og það skýrir áhugann á sameiningum sveitarfélaga. Námsheimsóknirnar voru fjármagnaðar af EES uppbyggingarsjóðnum (áður Þróunarsjóður EFTA), sjá hér og hér . EES/EFTA ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein standa undir sjóðnum. Þau hafa allt frá gildistöku EES
samningsins greitt framlög til að stuðla að uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem standa verst að vígi efnahagslega og félagslega og er það greiðsla þeirra fyrir aðgang að innri markaðnum. Tæpir tveir milljarðar evra var til ráðstöfunar úr sjóðnum á síðasta styrkjatímabili 2009-2014 til þróunarverkefna í sextán aðildarríkjum ESB í Suður- og Austur Evrópu. Samningaviðræður um næsta styrkjatímabil tóku mjög langan tíma og er ekki búið að innsigla samningsniðurstöðuna sem gerir ráð fyrir 11,3% hækkun framlaga EES EFTA ríkjanna og lengingu styrkjatímabilsins í sjö ár. Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á tvíhliða samstarf EES/EFTA ríkjanna við styrkþegaríkin og á nýju styrkjatímabili verður gengið enn lengra í þá átt. Það ættu því að vera góðir möguleikar fyrir sveitarfélagasamstarfi á milli Íslands og Slóvakíu með stuðningi sjóðsins í samræmi við stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018 þar sem segir í lið 3.1.19 að sambandið skuli að vinna að því að sveitarfélög geti nýtt sér tækifærin sem liggja evrópsku samstarfi, bæði til ávinnings og framþróunar starfsemi sinnar og til að miðla þekkingu sinni til aðila í öðrum löndum.
Theódóra Matthíasdóttir, Unnur Margrét Arnardóttir, Lúðvík Gústafsson og Páll Brynjarsson í Slóvakíu með starfsbróður sínum.
Svæðanefnd ESB áréttar mikilvægi þátttöku sveitarstjórnarstigsins í undirbúningi Serbíu fyrir aðild að ESB Í tilefni af því að aðildarviðræður eru að hefjast á milli Serbíu og ESB áréttaði hinn finnski forseti Svæðanefndar ESB, Markku Markkula, mikilvægi þess að samráð sé haft við leiðtoga sveitarfélaga í Serbíu frá upphafi viðræðna. Hann lýsti yfir stuðningi við grundvallarforsendur framkvæmdastjórnar ESB fyrir aðildarviðræðum, sem eru bætt samskipti við Kosovo, aðgerðir gegn spillingu og umbætur á lögreglu- og dómsmálum. Hann taldi hins vegar ástæðu til að hafa áhyggjur af því að sveitarfélög séu ekki nægilega vel með í ráðum. Þau komi til með að framkvæma 70% af Evrópulöggjöfinni og því þurfi að huga að þekkingaruppbyggingu meðal stjórnenda og starfsmanna sveitarfélaga og skoða áhrif aðildar á sveitarfélög og borgir í Serbíu. Nánar hér. 5
TÍÐINDI
Rekstrarkostnaður vegna félagsþjónustu 2014 Á árinu 2014 nam rekstrarkostnaður vegna félagsþjónustu tæpum 46 ma.kr. Launakostnaður vegna félagsþjónustu sveitarfélaga nam um 45% af heildarrekstrarkostnaði þeirra. Athygli er vakin á því að innri leiga er ekki meðtalin í þessum tölum.
Tekjur vegna félagsþjónustu voru tæpir 10 ma.kr. á árinu þannig að nettókostnaður var 36 ma.kr. Það er um 18% af skatttekjum sveitarfélaganna. Í töflu 1 er birt sundurliðað yfirlit um heildarkostnað við félagsþjónustu sveitarfélaga.
Tafla 1. Rekstrarkostnaður félagsþjónustu sveitarfélaga 2014 Þjónustutekjur og Laun og launatengd Kostnaður alls Annar kostnaður Útgjöld nettó aðrar tekjur gjöld brúttó Sameiginlegir liðir
-600.438
3.144.447
1.201.501
4.345.949
3.745.511
-3.704.002
953.795
11.431.283
12.385.077
8.681.076
-73.453
1.460.733
1.387.993
2.848.726
2.775.273
Þjónusta við aldrað fólk
-2.297.580
4.111.083
3.244.527
7.355.610
5.058.030
Þjónusta við fatlað fólk
-2.558.408
10.827.237
7.023.652
17.850.889
15.292.481
-507.658
175.743
452.889
628.632
120.973
Ýmis lögbundin framlög
-154
257
75.912
76.169
76.015
Ýmsir styrkir og framlög
-10.160
42
382.487
382.529
372.369
-9.751.853
20.673.336
25.200.244
45.873.580
36.121.727
Félagsleg aðstoð Þjónusta við börn og unglinga
Ýmis félagsþjónusta
Félagsþjónusta alls
Kostnaður vegna innri leigu félagsþjónustu var 1,7 ma.kr. árið 2014. Samanlagt er því heildarkostnaður
brúttó vegna félagsþjónustu árið 2014 47,5 ma.kr.
Tafla 2. Rekstrarkostnaður sveitarfélaga vegna félagsþjónustu árin 2012 - 2014 Kostnaður (brúttó)
% breyting frá Þjónustutekjur fyrra ári
% breyting frá Útgjöld fyrra ári (nettó)
% breyting frá fyrra ári
2012
39.863.638
2013
42.849.993
7%
-9.445.489
18%
33.404.503
5%
2014
45.873.580
7%
-9.751.853
3%
36.121.727
8%
Breyting 12 - 14 % breyting 12 - 14
-7.997.603
6.009.943
-1.754.251
4.255.692
15%
22%
13%
Í töflu 2 kemur fram yfirlit um rekstrarkostnað vegna félagsþjónustu sveitarfélaga á tímabilinu 2012–2014. Innri leiga ekki meðtalin. Þjónustutekjur jukust á tímabilinu um ríflega 1,7 ma. kr. eða um fimmtung. Rekstrarkostnaður jókst um 6
6
31.866.035
ma. kr eða 15%. Þegar tillit er tekið til tekna jukust útgjöldin að raungildi um rúma 4 ma.kr. eða um 13% á tímabilinu.
TÍÐINDI
Mynd 1. Rekstrarútgjöld sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar 2006–2014
% breyting frá fyrra ári
5,00 4,34
31%
MA. KR.
4,00
4,77
4,67
4,34
35% 30%
3,56 2,91
3,00 2,20
22%
25% 22%
20%
2,22
2,18
15%
2,00
10%
8% 1,00 -1%
2%
5% 2%
0%
HLUTFALL
Fjárhagsaðstoð, nettó
0,00
0% -5%
2006
2007
2008
2009
Mynd 1 sýnir hvernig rekstrarútgjöld vegna fjárhagsaðstoðar hefur þróast frá árinu 2006. Fram til 2008 eru útgjöld sveitarfélaga rúmir 2 ma. kr. vegna fjárhagsaðstoðar. Veruleg breyting verður árið 2009 í kjölfar efnahagshrunsins og útgjöldin jukust
2010
2011
2012
2013
2014
um þriðjung og heldur áfram að hækka út tímabilið. Í heildina tvöfölduðust útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar á tímabilinu sem samsvarar raunhækkun upp á 2,5 ma. kr.
7
TÍÐINDI
Sjóðsstreymi ársreiknings
Sjóðsstreymi ársreiknings er þriðja yfirlit ársreiknings þar sem dregnar eru saman niðurstöður um hvað hefur gerst í fjármálum sveitarfélagsins á liðnu ári. Í sjóðstreymi kemur fram yfirlit um hvað hefur átt sér stað í fjárstreymi sveitarfélagsins á árinu. Í sjóðstreymi kemur fram yfirlit um: • það fjármagn sem eftir stendur þegar reikningar vegna daglegs rekstrar hafa verið greiddir • hve mikið fé hefur verið tekið að láni • hve mikið hefur fallið til vegna sölu eigna • hve háar afborganir lána séu og • hve mikið fé hefur verið lagt í fjárfestingar Svo helstu liðir sjóðsstreymis séu taldir upp.
8
Veltufé frá rekstri Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í sjóðstreymisyfirliti. Hún er reiknuð þannig út að frá rekstrarniðurstöðu ársins eru dregnir reiknaðir liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymið. Þar má nefna bókhaldslegan söluhagnað eigna, reiknaðar afskriftir, verðbætur og gengismun ásamt breytingu á lífeyrisskuldbindingum. Þar til viðbótar er tekið tillit til breytinga á birgðum, óinnheimtum tekjum, skammtímakröfum og skammtímaskuldum. Niðurstaða þessa er veltufé frá rekstri. Það er það fjármagn sem til ráðstöfunar er til að greiða af skuldum og leggja í nýjar fjárfestingar. Þegar lagt er mat á fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins er yfirleitt litið fyrst á veltufé frá rekstri því niðurstaða þess gefur til kynna hve auðvelt sveitarfélagið á með að standa við skuldbindingar sínar og hve sjálfbær rekstur þess er.
TÍÐINDI
Fjárhagur 9. hluti Með því að reikna út hlutfall veltufjár frá rekstri af heildartekjum sveitarfélagsins er hægt að bera stöðuna saman milli einstakra sveitarfélaga. Á þann hátt sést hve mikið er afgangs af heildartekjum ár hvert til að greiða afborganir lána og til að leggja í fjárfestingar. Einnig er hægt að deila veltufé frá rekstri upp í langtímaskuldir þess til að sjá hve langan tíma tekur að greiða upp skuldir sveitarfélagsins miðað við óbreytta stöðu veltufjár. Það gefur grófa ábendingu um hvernig staðan er. Það skiptir máli hvort það tekur fimm ár eða 25 ár að greiða upp öll langtímalán miðað við óbreytt veltufé frá rekstri. Á þennan hátt er hægt að leggja mat á hve mikið veltufé frá rekstri þurfi að batna til að sveitarfélagið geti staðið við skuldbindingar sínar ef svo ber undir. Fjárhagsleg staða sveitarfélags getur verið erfið enda þótt skuldir á íbúa séu lágar ef veltufé frá rekstri er lítið sem ekki neitt. Á sama hátt getur skuldsett sveitarfélag verið í mjög ásættanlegri stöðu ef veltufé frá rekstri er það hátt að það sé ekkert mál að greiða afborganir lána.
Þegar handbært fé er reiknað út er einnig tekið tillit til lánsfjár, birgðabreytinga og annarra þátta sem hafa áhrif á handbært lausafé. Það gefur því ekki eins skýra mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins eins og veltuféð. Fjárfestingarhreyfingar ársins gefa yfirlit um fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum, söluverð seldra rekstrarfjármuna, fjárfestingu í eignarhlutum, framlög eigin stofnana og önnur framlög. Fjármögnunarhreyfingar gefa yfirlit um ný langtímalán, afborganir langtímalána og breytinga á eigin fyrirtækjum. Niðurstaða sjóðstreymis gefur yfirlit um breytingar á handbæru fé, sem er munur á handbæru fé í ársbyrjun og handbæru fé í árslok.
9
TÍÐINDI
Hryðjuverkavá og málefni flóttamanna til umfjöllunar á fundi Stefnumótandi nefndar Evrópusamtaka sveitarfélaga Á sama tíma og loftslagsráðstefnan, COP21, stóð yfir í París fundaði stefnumótandi nefnd, „Policy Committee“, Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, í ráðhúsi Parísarborgar. Nefndin fer með yfirstjórn samtakanna og kemur saman
Í upphafi fundar minntust fundarmenn fórnarlamba hryðjuverkanna í París með mínútuþögn. Minnt var á að hryðjuverk hafa átt sér stað á fleiri stöðum nýlega og hryðjuverkaváin vofir yfir flestum löndum. Fulltrúar Tyrklands lögðu áherslu á að
Borgarstjórinn í Brussel segir frá stöðunni í borginni eftir hryðjuverkaárásirnar í París. Efst á myndinni má sjá íslensku fulltrúana. tvisvar á ári. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Halla Sigríður Steinólfsdóttir fulltrúi í sveitarstjórn Dalabyggðar og varaformaður sambandsins eru fulltrúar sambandsins í nefndinni og tóku þátt fundinum, ásamt Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra og Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur forstöðumanni Brusselskrifstofu sambandsins. Óhjákvæmilega settu þessir tveir stóru Parísaratburðir, loftslagsráðstefnan og hryðjuverkaárásirnar í nóvember, svip sinn á fundinn og fundurinn samþykkti ályktanir um hvort tveggja.
10
hryðjuverkin séu afskræming á Íslamstrú, og formaður franska sveitarfélagasambandsins Alain Juppé borgarstjóri Bordeaux áréttaði að árásin hafi ekki aðeins verið beint gegn Frökkum heldur að hinu lýðræðislega fjölmenningarsamfélagi þar sem fórnarlömbin voru af tæplega fimmtíu þjóðernum. Borgarstjóri Brusselborgar sagði frá þeirri stöðu sem upp kom í borginni í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París. Hann sagðist hafa rætt við fjölskyldur ódæðismannanna sem væru í áfalli og skildu ekki hvernig venjulegir ungir menn hefðu geta breyst í öfgafulla ofbeldismenn á stuttum tíma. Í ályktun fundarins er skorað á ríkisstjórnir að
styðja sveitarfélög og borgir í aðgerðum til að tryggja örugga og friðsamlega sambúð allra íbúa sveitarfélaga og borga. Rætt var um að evrópsk sveitarfélög eigi stór úrlausnarefni fyrir höndum við að skipuleggja fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að öfgaskoðanir nái að festa rætur í borgum og sveitarfélögum. Flóttamannamálin er annað stóra málið sem sveitarfélög í Evrópu takast á við þessa dagana, þó á misjafnan hátt og af mismiklum þunga. Sveitarfélög á jaðarsvæðum í Suður og Austur Evrópu þurfa stuðning til að veita flóttamönnum á fyrstu viðkomustöðum þeirra í Evrópu neyðaraðstoð og sveitarfélög í flestum löndum lýsa eftir stuðningi til að geta sinnt þörfum flóttamanna sem nýrra íbúa. Á fundinum fór töluverður tími í umfjöllun um tillögu að ályktun um nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við flóttamannasstrauminum til Evrópu. Í henni er m.a. lýst yfir stuðningi við aðgerðir til að jafna fjölda flóttamanna á milli landa og við endurskoðun Dyflinnarreglugerðarinnar, jafnframt því sem áréttað er að sveitarfélög þurfi meiri stuðning til að takast á við flóttamannamálin. Fulltrúar Þýskalands og Hollands lögðu fram nokkrar breytingatillögur, fyrst og fremst til að kveða nákvæmar á um skráningu flóttamanna á svokölluðum „hotspots“ sem þurfi að byggja upp sem fyrstu móttökustaði þegar flóttamenn koma til Evrópu, um stöðu flóttamanna frá svokölluðum öruggum löndum og aðgerðir til að verja ystu mörk Evrópu og Schengen samstarfið. Í breytingatillögunum er skorað á aðildarríki ESB að ná samstöðu um lista yfir örugg
TÍÐINDI
lönd og að hælisleitendur frá þeim löndum fari í gegnum hælismeðferð á „hotspots“ sem þeir komi fyrst til í Evrópu. Einnig er vikið að því að hraða þurfi málsmeðferð hælisleitenda frá öruggum löndum og að fara þurfi í auglýsingaherferðir í þessum löndum til að gera fólki grein fyrir takmörkuðum möguleikum á því að fá hæli í ESB. Ályktunin var samþykkt með breytingatillögunum en þó nokkrir fulltrúar frá svæðum sem hafa borið hitann og þungann af flóttamannastraumnum, s.s. Grikklandi og Tyrklandi, sátu hjá við afgreiðslu ályktunarinnar þar sem þeir töldu sig ekki hafa haft nægilegt færi á að skoða
breytingatillögurnar og fulltrúi Póllands taldi ekki nægt tillit tekið til þess hvernig Pólland er að aðstoða flóttamenn frá Úkraínu. Lögð var áhersla á að flóttamannamálin breytast hratt og að setja þurfi málið aftur á dagskrá næsta fundar nefndarinnar í apríl nk. á Kýpur í tengslum við Allsherjarþing sambandsins sem haldið er fjórða hvert ár. Fjallað var um dagskrá þess þings á fundinum og um venjubundin mál eins og fjárhags- og starfsáætlun næsta árs. Auk þess var gengið formlega frá samþykkt ályktana um mikilvæg hagsmunamál sveitarfélaga, s.s. um stefnu ESB um bætta reglusetningu, en í
ályktun um hana er lögð áhersla á mikilvægi aðkomu sveitarfélaga að löggjafarundirbúningi ESB og að innleitt verði mat á svæðisbundnum áhrifum löggjafar. Einnig var samþykkt ályktun vegna COP21, um hringrásarhagkerfið, og um þéttbýlisstefnumótun ESB, „Urban Agenda“. Nánar um fundinn og ályktanir hans.
11
TÍÐINDI
Stjórn Byggðastofnunar fundaði í Reykjavík
Stjórn Byggðastofnunar hélt formlegan stjórnarfund í Reykjavík þann 15. desember sl. Fékk hún fundaraðstöðu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ásamt nokkrum embættismönnum, tóku í upphafi þátt í fundinum. Rætt var um gerð nýrrar byggðaáætlunar fyrir árin 2017-2023 og aðkomu Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að því verkefni. Lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir voru samþykkt á Alþingi þann 30. júní á þessu ári. Með lögunum er verklag sóknaráætlana fest í sessi og það tengt beint við byggðaáætlun. Hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga er varða svæðisbundna áætlanagerð er skilgreint og stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál er lögfestur, en hann á að efla samráð og samhæfingu milli ráðuneyta og tryggja samráð við sveitarstjórnarstigið.
12
Í sóknaráætlunum landshluta skal mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem eiga að taka mið af meginmarkmiðum byggðaáætlunar. Byggðastofnun vinnur byggðaáætlun í umboði ráðherra í samvinnu við stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál, en landshlutasamtök sveitarfélaga vinna og bera ábyrgð á framkvæmd sóknaráætlana. Með nýjum lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir er sú breyting gerð á byggðaáætlun að hún verður eftirleiðis til sjö ára í stað fjögurra og að hún skal nú ná til landsins alls, einnig höfuðborgarsvæðisins. Þetta gefur tækifæri og tilefni til að móta betur og þróa áfram verklag við gerð byggðaáætlunar.
TÍÐINDI
Samráðsfundur um málefni skóla án aðgreiningar Yfir þrjátíu fulltrúar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga komu saman á samráðsfundi um málefni skóla án aðgreiningar í Stakkahlíð þriðjudaginn 15. desember sl. Samráðsfundir þessara aðila eru haldnir tvisvar á ári og er þeim ætlað að efla faglega umræðu um menntamál og leiða til gagnkvæms ávinnings. Meðal fyrirlesara á fundinum voru Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi sambandsins, og Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Erindi Svandísar fjallaði um mat á framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar, en í lokaerindi fundarins var í boði Skúla Helgassonar og hann fjallaði um Þörfina á vettvangi. Tækifæri og hindranir við að mæta þörfinni.
Undirrituðu viljayfirlýsingu í fyrra
Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu viljayfirlýsingu um faglegt samstarf árið 2014. Megintilgangur hennar er að koma á sameiginlegum vettvangi til faglegrar umræðu og skoðanaskipta um nám og kennslu barna og ungmenna, um menntun kennaraefna og starfsþróun að námi loknu. Samkvæmt viljayfirlýsingunni eru áætlaðir tveir formlegir fundir á ári og frekara samstarf eftir atvikum. Hér má sjá myndir frá fundinum.
13
TÍÐINDI
Undirritun yfirlýsingar um faglegt samstarf við Háskólann á Akureyri
Þann 16. desember sl. fór fram undirritun yfirlýsingar um faglegt samstarf sambandsins og hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs, fyrir hönd kennaradeildar og miðstöðvar um skólaþróun, og Halldór Halldórsson, formaður stjórnar sambandsins, undirrituðu yfirlýsinguna á Akureyri í gær. Megintilgangur hennar er að koma á sameiginlegum vettvangi til faglegrar umræðu og skoðanaskipta um nám og kennslu barna og ungmenna, um menntun kennaraefna og starfsþróun að námi loknu. Er það sameiginlegt mat aðila að slíkur samráðsvettvangur sé þýðingarmikill, m.a. í ljósi þess að sveitarfélögin eru vinnuveitandi meginþorra allra kennara landsins,
Halldór Halldórsson og Sigrún Stefánsdóttir takast í hendur eftir undirritun samkomulagsins. 14
og er honum ætlað að leiða til gagnkvæms ávinnings og skilnings á hagsmunum hlutaðeigandi aðila. Samkvæmt viljayfirlýsingunni eru áætlaðir tveir formlegir fundir á ári og annað samstarf þar á milli eftir því sem tilefni er til. Með þessari yfirlýsingu er lagður grunnur að farsælu og reglubundnu samtali í þeim tilgangi að efla og styrkja faglega umræðu um málefni skóla- og menntamál sem eru svo ríkur þáttur í starfi hvers sveitarfélags. • Yfirlýsing um faglegt samstarf við HA
Starfsfólk Háskólans á Akureyri var viðstatt undirritunina.
TÍÐINDI
Tónlistarmyndbandakeppni leikskólanna Ákveðið hefur verið að efna til tónlistarmyndbandakeppni á Degi leikskólans. Markmið keppninnar er að varpa ljósi á mikilvægi náms og starfs í leikskólum. Efnisval er frjálst en myndböndin mega ekki vera lengri en þrjár mínútur. Er starfsfólk leikskóla hvatt til að virkja sköpunarkraftinn með nemendum og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.
Veitt verða þrenn verðlaun þ.e. fyrir besta myndbandið, frumlegasta myndbandið og skemmtilegasta myndbandið. Dómnefnd verður skipuð valinkunnum listamönnum þeim Snæbirni Ragnarssyni (Bibba í Skálmöld), Sögu Garðarsdóttur leikkonu og Sölku Sól Eyfeld tónlistarkonu. Skilafrestur á tónlistarmyndböndum er 15. janúar 2016. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands.
Orðsporið 2016 Á Degi leikskólans síðastliðin þrjú ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna. • Árið 2013 var Orðsporið veitt Súðavíkurhreppi fyrir að bjóða 6 klst. gjaldfrjálsa tíma á dag fyrir öll börn á leikskólaaldri, Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur fyrir að vekja opinbera umræðu um málefni leikskólans á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. • Árið 2014 fengu aðstandendur þróunarverkefnisins „Okkar mál“ Orðsporið en markmið verkefnisins er að auka samstarf skóla í Fellahverfi
og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu undir forystu leikskólanna. • Árið 2015 hlutu Kópavogsbær og Sveitarfélagagið Ölfus Orðsporið fyrir aðgerðir við að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla og/eða fjölga leikskólakennurum í sínum leikskóla/leikskólum. Ákveðið hefur verið að Orðsporið 2016 verði veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr við að fjölga karlmönnum í hópi leikskólakennara (s.s. einstaklingi, leikskóla, rekstraraðila/ sveitarfélagi, stofnun). Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna
Orðsporsins 2016 á heimasíðu Kennarasambands Íslands, og skulu tilnefningar berast eigi síðar en 18. janúar nk. Valnefnd verður skipuð fulltrúum samstarfsaðila um Dag leikskólans. Niðurstöður valnefndar byggjast á greinargerðum og rökstuðningi. Í tilnefningunni þarf að koma fram hvað sá er tilnefndur er hefur gert til að fjölga karlmönnum í hópi leikskólakennara. Í tilnefningunni þarf einnig að koma fram mat á árangri og rökstuðningur fyrir því af hverju viðkomandi á skilið að hljóta Orðsporið 2016. Ekki er tekið á móti viðbótargögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í tilnefningunni.
15
TÍÐINDI
Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2016-2017 Úthlutun námsleyfa úr Námsleyfasjóði - skipting námsleyfa 2002-2015 2015
11
7
2014
11
7
2013
9
11
2012 2010
8
11 13
9
2007
15
11
9
3
5
2006
15
11
9
3
5
11
2004
13
2003 8 0%
20%
30%
50%
Reykjavík
Reykjanes og höfuðb.sv. utan Rvk.
Norðurland eystra og vestra
Austurland og Suðurland
• hagnýtu læsi og lesskilningi í öllum námsgreinum og • jafnrétti og lýðræði. Var 11 leyfum úthlutað til slíkra verkefna. Námsleyfum var skipt á milli landshluta með hliðsjón af fjölda starfandi kennara og stjórnenda eftir landshlutum. Tilkynning um niðurstöðu stjórnar Námsleyfasjóðs hefur verið send öllum umsækjendum bréfleiðis. Upplýsingar um námsleyfihafa má nálgast á vefsíðu Námsleyfasjóðs. Þar eru einnig að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um sjóðinn.
5 90%
Vesturland og Vestfirðir
Eins og fram kom í auglýsingu um úthlutun námsleyfa Námsleyfasjóður og samræmist 6. gr. reglna um Námsleyfasjóð var ákveðið að allt að 1/3 leyfa yrði úthlutað sérstaklega vegna náms sem tengist:
4 4
5 80%
Forgangsverkefni
Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2016-2017 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 157 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 34 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við tæplega 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.
16
70%
4 4
4
4 60%
4
4
3
10 40%
4
4
3
7
13
10%
1
8
9
4
4
8
10
13
2002
3
13
3
3
2008
2005
3
3
4 7
2
3
1
8
2 3
2 7
8
3 2
7
2 4
2 7
8
10
2009
3
7 8
11
3
2
7
13
2011
2
7
100%
Dagur leikskólans 2016
Síðast breytt 30. nóvember 2015/KEF
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn þann 5. febrúar 2016 eða daginn fyrir hinn raunverulega Dag leikskólans sem er 6. febrúar og ber nú upp á laugardag. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag. Auk þess sem leikskólar um allt land gera starf sitt sýnilegt opinberlega hafa samstarfsaðilar ákveðið að halda daginn hátíðlegan með tvennum hætti.
TÍÐINDI
Grátt svæði #9 Í allmörgum tilvikum sækja einstaklingar úr þessum hópi um fjárhagsaðstoð frá lögheimilissveitar-félagi sínu, til þess að bæta upp að lífeyrisgreiðslur eru skertar eða hreinlega ekki fyrir hendi. Til þess að varpa ljósi á umfang þessara tilvika framkvæmdi hag- og upplýsingasvið sambandsins könnun sem send var út á sveitarfélögin þann 17. september 2015. Þegar lokað var fyrir svör þann 1. nóvember 2015 höfðu svör borist frá 47 sveitarfélögum þar sem 92% landsmanna búa. Svörin miða við apríl 2015 en alls fékk þá 3.081 einstaklingur fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum 47. Af þessum fjölda voru rúmlega 62% viðtakenda í Reykjavík.
Í lögum um almannatryggingar er kveðið á um að þeir sem flytjast hingað til lands þurfi að geta sýnt fram á þeir hafi - eða geti - náð 40 ára búsetu hérlendis á aldrinum 16 - 67 ára vilji þeir öðlast fullan rétt til lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Þeir sem ekki ná 40 ára búsetu á þessu rúmlega 50 ára aldursskeiði öðlast rétt til elli- og örorkulífeyris í hlutfalli við búsetu. Af þessum reglum leiðir að einstaklingur sem flyst hingað til lands eftir 67 ára aldur öðlast engan rétt til ellilífeyris frá TR. Einstaklingur sem hingað flyst 57 ára að aldri nær hins vegar með búsetu til frambúðar að vinna sér inn rétt til 25% ellilífeyris. Hliðstæðar reglur gilda um öryrkja sem flytjast á milli landa og sækja um örorkulífeyri frá TR. Frá árinu 2008 hefur fjölgað mjög í hópi eldri borgara og öryrkja sem fá hlutagreiðslur frá TR á grundvelli þessara reglna. Samkvæmt fyrirliggjandi tölum má sjá að öryrkjum, búsettum hér á landi, sem fá þær hlutagreiðslur fjölgaði úr 402 í 785 frá árinu 2009 til nóvember 2015. Fjölgunin nemur um 95%. Ellilífeyrisþegar sem fá hlutagreiðslur hefur einnig fjölgað og voru þeir 675 talsins í nóvember sl. Alls eru þetta 1.460 manns og eru þá ótaldir eldri borgarar sem hingað koma en sækja ekki um ellilífeyri hjá TR þar sem fyrir liggur að þeir eigi þar engan rétt. Umræddar hlutagreiðslur eru rökstuddar með því að þeir sem búsettir hafi verið erlendis geti sótt hlutfallslegar bætur (vegna örorku eða elli) til fyrra búsetulands. Fyrir liggur á hinn bóginn að flestir í þessum hópi segjast aðspurðir ekki fá neinar bætur frá fyrra búsetulandi.
Í heildina fengu 98 einstaklingar, eða rúmlega 3%, fjárhagsaðstoð sökum þess að greiðslur frá TR voru skertar vegna búsetu erlendis. Af þeim voru 13 með íslenskan uppruna, 84 með erlendan uppruna og einn sem var flokkaður annað. Í heild
98
Þar af með íslenskan uppruna
13
Þar af með erlendan uppruna
84
Annað (blandaðar fjölskyldur)
1
Sambandið telur ljóst að í þessum tilvikum sé fjárhagsaðstoð ekki tímabundið úrræði heldur sé greiðslum frá sveitarfélaginu ætlað að standa undir framfærslu viðkomandi allar götur meðan hann býr hér á landi. Jafnframt hefur sambandið reynt að grennslast fyrir um ástæður þess að búsetuskerðingum hefur fjölgað jafnmikið á undanförnum árum og raun ber vitni, sbr. að örorkulífeyrir sé nú skertur í tæplega tvöfalt fleiri tilvikum en var árið 2009. Skýringar hafa enn ekki fengist en sambandið telur að á meðan þróunin sé með þeim hætti verði að telja að þessi hópur viðtakenda fjárhagsaðstoðar sé á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Tekið skal fram að þetta gráa svæði nær ekki til flóttamanna sem koma hingað til lands. Kvótaflóttamenn eru tryggðir að fullu í almannatryggingakerfinu frá komudegi og í útlendingalögum er gert ráð fyrir því að þegar um er að ræða flóttamann sem fengið hefur hæli, megi víkja frá ákvæðum laga um að lágmarksbúsetutími sé skilyrði fyrir réttindum í félagslega tryggingakerfinu.
17
TÍÐINDI
Niðurstaða endurmatsins kynnt á fundi 16. desember 2015 Allt frá því að þjónusta við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga í upphafi árs 2011 hefur sambandið staðið fyrir reglulegum fundum til þess að miðla upplýsingum um stöðu verkefnisins og fá fram umræðu um framvindu þess. Þessir fundir hafa jafnan verið haldnir í samstarfi við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sjötti fundurinn af þessi tagi var haldinn 16. desember sl. þar sem kynnt var niðurstaða endurmats á verkefnaflutningnum. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, sagði frá fjárhagshlið endurmatsins og því samkomulagi sem náðist milli ríkis og sveitarfélaga um framtíðarfjármögnun málaflokksins. Samkomulagið tryggir sveitarfélögum viðbótarfjármagn inn í árlegan rekstur til þess að mæta þeirri þróun sem orðið hefur með fjölgun notenda og hærra þjónustustigi í þeirri lögbundnu þjónustu sem færðist yfir frá ríki til sveitarfélaga. Þá er einnig gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar nýrra úrræða og starfsstöðva fyrir þjónustu. Viðbótarfjármagnið mun að líkindum nema allt að 1,5 milljarði króna á árinu 2016. Karl nefndi einnig önnur atriði í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokksins sem ekki hefðu verið leyst með endurmatinu og verða því áfram til umfjöllunar. Er þar aðallega um að ræða þjónustu við fatlað fólk sem ekki er lögbundin en sveitarfélögin sinna þrátt fyrir það að
verulegu leyti. Á fundinum var fjallað sérstaklega um þessa þjónustuþætti með innleggjum frá stjórnendum í málaflokknum.
Þættir í þjónustu við fatlað fólk sem áfram verða til umfjöllunar: • • • • • •
Reynsluverkefni um NPA Börn með alvarlegar raskanir Lengd viðvera fatlaðra skólabarna Öryggisvistun Grá svæði milli þjónustukerfa Íbúar í rýmum innan heilbrigðiskerfisins
Þá fjallaði Gyða Hjartardóttir, sérfræðingur sambandsins í málefnum félagsþjónustunnar, um faglegar niðurstöður endurmatsins og Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, greindi frá þeirri niðurstöðu sem náðst hefði um uppbyggingu húsnæðisúrræða og þróun búsetuþjónustu. Allmikil umræða varð á fundinum um fyrirkomulag jöfnunar í málaflokknum. Guðný Sverrisdóttir, formaður ráðgjafarnefndar jöfnunarsjóðs, hafði framsögu um það efni og greindi frá tillögum um breytingar á regluverki jöfnunarsjóðs vegna komandi árs. Fundinum var streymt og nýttu margir sér tækifærið til þess að fylgjast með umræðunni á vefnum. Upptaka af fundinum og glærur eru aðgengilegar á vef sambandsins. Fleiri tímamóta var minnst á fundinum. Elín Pálsdóttir forstöðukona Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lætur af störfum í upphafi næsta árs eftir 26 ára starf og færði Karl Björnsson henni blómvönd frá starfsfólki sambandsins með þökkum fyrir afburðagóð samskipti. Aðrir þátttakendur í fundinum tóku undir undir orð Karls og óskuðu Elínu allra heilla.
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, afhenti Elínu Pálsdóttur, fv. forstöðukonu jöfnunarsjóðs, blómvönd frá starfsfólki sambandsins í þakklætisskyni fyrir frábært samstarf. 18
TÍÐINDI
Endurmati á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk lýkur með samkomulagi Þann 11. desember sl. var ritað undir samkomulag sem náðst hefur milli ríkis og sveitarfélaga varðandi framtíðarfjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Af hálfu sambandsins undirrituðu samkomulagið þeir Halldór Halldórsson formaður stjórnar og Karl Björnsson framkvæmdastjóri, en fyrir hönd ríkisins var samkomulagið staðfest með undirritun félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Samkomulagið byggir á skýrslu verkefnisstjórnar um faglegt og fjárhagslegt mat á yfirfærslu málaflokksins, en skýrslan var birt í dag samhliða undirritun. Skýrslan er ítarleg og felur í sér greiningu og mat á því hvernig til hafi tekist, jafnt faglega og fjárhagslega. Kveðið er á um þetta endurmat í lögum enda var það ein forsenda sveitarfélaga fyrir yfirfærslunni að reynslan yrði tekin út að nokkrum árum liðnum og þá meðal annars metið hvort nægjanlegt fé hafi fylgt málaflokknum. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði verkefnisstjórnina í maí 2014 og felur skýrslan í sér sameiginlega niðurstöðu um flesta þætti yfirfærslunnar. Ráðgert var einnig að verkefnisstjórnin myndi skila tillögu um framtíðarfjármögnun en undir lok vinnunnar var ákveðið að vísa umfjöllun um þann þátt í farveg beinna viðræðna milli ríkis og sveitarfélaga. Samkomulagið sem undirritað var í dag er niðurstaða þeirra viðræðna. Unnið verður áfram að öðrum faglegum og fjárhagslegum þáttum þjónustunnar á grundvelli skýrslunnar, en hún hefur að geyma margvíslegar niðurstöður, tillögur og ábendingar.
af skatttekjum ríkissjóðs. Áætlað er að þessar breytingar leiði til þess að framlög til þjónustu við fatlað fólk á hendi sveitarfélaganna aukist um allt að 1,5 milljarð króna á ári.
Faglegur ávinningur staðfestur Í lykilniðurstöðu verkefnisstjórnar um mat á yfirfærslunni segir að kannanir hafi leitt í ljós að markmið yfirfærslunnar um bætta og einstaklingsmiðaðri þjónustu við fatlað fólk hafi náðst og að þjónusta hafi verið samþætt við aðra nærþjónustu líkt og að var stefnt. Það er mat verkefnisstjórnarinnar að sveitarfélögin hafi lagt sig fram um að sinna þjónustu við fatlað fólk af ábyrgð og fagmennsku og að samskipti við notendur og hagsmunasamtök þeirra hafi almennt verið með ágætum. Aftur á móti er bent á að þróun í þjónustu og breytingar á fyrirkomulagi hennar hafi ekki náð að fylgja væntingum á nokkrum þyngstu þjónustusvæðunum. Ástæður þess séu umtalsverð fjölgun þjónustuþega, aukin þjónustuþörf og takmarkað fjármagn.
Framlag til málaflokksins eykst um allt að Sveitarstjórnarstigið er sterkara en áður 1,5 milljarð króna Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu sveitarfélaganna við fatlað fólk er tvíþætt. Annars vegar verður tímabundin 0,04% hækkun útsvarshlutfalls sveitarfélaga, sem ákveðin var árið 2014, lögfest sem hluti af hámarksútsvari sveitarfélaga sem nemur þar með 1,24% til málaflokksins. Hámarksútsvar verður þannig framvegis 14,52%. Hins vegar er kveðið á um hækkun framlaga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hlutfall
Glöggt kemur fram í skýrslunni og út frá þeim gögnum sem aflað var í vinnu verkefnisstjórnar að sveitarstjórnarstigið styrktist við yfirfærsluna. Dregið hefur úr skörun milli stjórnsýslustiga og markmið um einfaldari verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í meginatriðum gengið eftir. Þessi styrking á að geta leitt til þess að fjármagn í þjónustunni nýtist betur notendum til hagsbóta. • Samkomulagið
19
Samráðsfundur vegna barna í vanda í skólakerfinu Þann 25. nóvember sl. boðaði sambandið til samráðsfundar aðila sem stóðu að áskorun vegna barna í skólakerfinu sem glíma við alvarlegan vanda. Á fundinum var samþykkt áskorun, sem send var til alþingismanna, borgarfulltrúa í Reykjavík og fjölmiðla auk sambandsins. Inntak áskorunarinnar lýtur að því úrræðaleysi sem mætir foreldrum og börnum þegar kemur að þjónustu og stuðningi, innan heilbrigðis- og menntakerfisins, við þau börn sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda, kvíða og önnur geðræn vandamál, vímuefnavanda, þroskahömlun og málhömlun. Sambandið gerir ráð fyrir því að koma með einhverjum hætti að málþingi sem hagsmunahópurinn hyggst standa fyrir á vormánuðum auk þess sem kallað verður til annars fundar um mitt næsta ár. • Áskorun vegna barna í vanda í skólakerfinu • Fundargerð samráðsfundar 25. nóvember
Opnunartímar um hátíðirnar Skrifstofa sambandsins verður lokuð á aðfangadag en opin milli jóla og nýárs og fram að hádegi 31. desember. Skrifstofan verður svo opnuð á venjulegum tíma mánudaginn 4. janúar 2016.
© Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 • Pósthólf 8100 • 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Myndir: Ingibjörg Hinriksdóttir og af vefsíðum Ritstjóri og ábm.: Magnús Karel Hannesson 2015/30 Afritun og endurprentun er heimil svo fremi að heimildar sé getið.