Fl รณ t t i nn til ร or l รก k sh a fna r
Heim a e y ja rgosiรฐ 1973
UPPHAF ELDGOSS Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973 og stóð í um það bil hálft ár en því lauk 3. júlí. Þetta er eina gosið sem hafist hefur í byggð á Íslandi. Vestmannaeyingar höfðu aldrei verði fleiri en þegar gosið hófst enda var næg atvinna í plássinu en 1. desember 1972 var íbúafjöldinn 5273. Það tókst að bjarga öllu fólki og að stórum hluta eigna.
landi og sigldi til Eyja. Hálftíma eftir að gosið hófst, um hálf þrjúleytið, sigldi fyrsti báturinn af stað til Þorlákshafnar. Bátarnir tóku um 50 til 400 manns. Vont var í sjóinn, sjóveiki og vanlíðan gerði vart við sig hjá fólkinu. Við bættust áhyggjur um afdrif bæjarins og húsa, afdrif ættingja og vina og hvað í vændum væri.
FLÓTTI Það var mikil mildi að floti Vestmannaeyinga skyldi vera bundinn við bryggju þessa örlagaríku nótt. Daginn fyrir gos var óveður og því höfðu allir bátarnir komið í land. Veðrið lagaðist um kvöldið og þegar tilkynnt var um gosið var neyðarkall sent til allra báta á svæðinu. Þeir sem voru farnir á veiðar í nágrenni eyjanna sigldu þegar í land. Bátaflotinn í Þorlákshöfn var allur í
BJÖRGUN Þorlákshöfn gegndi stóru hlutverki í björgunaraðgerðinni, því þar var eina höfnin á Suðurlandi. Undir morgun komu bátar til Þorlákshafnar og var tekið á móti flóttafólkinu og hlúð að því. Flestir voru fluttir með skipum en nokkur hundruð manns fóru með flugvélum, aðallega eldra fólk og sjúklingar. Allar flugvélar sem tiltækar voru fóru strax um nóttina frá
2
Eyjamanna á leið til lands.
Reykjavík til Eyja. Morguninn eftir að gosið hófst var búið að flytja alla íbúa eyjunnar upp á land fyrir utan 200 til 300 manns sem varð eftir til að sinna ýmsum verkefnum og bjarga því sem bjargað varð. FRÁSÖGN EDDU LAUFEYJAR PÁLSDÓTTUR Við hjónin vorum vakin milli fjögur og fimm um nóttina. Á þessum árum var ekki næturútvarp en okkar fyrsta verk var að opna útvarpið og þar komu fréttirnar um að eldgos væri hafið í Vestmannaeyjum, eitthvað skelfilegt var að gerast. Ég mun aldrei gleyma þeirri sjón sem við sáum, þegar við litum út um gluggann til hafs. Í myrkrinu langt suður í hafi, svo langt sem augað eygði, blasti við ljósaband eins og perlur á festi. Þarna voru bátar
Eyjamann. Svanur Kristjánsson maðurinn minn, sem þá var sveitarstjóri, hafði samband við Guðmund Friðriksson oddvita og síðan fór hann niður á höfn. Pönnukökur bakaðar Hvað átti ég að gera? Jú, ég fór að baka pönnukökur. Ég hefði annars bara snúist í hringi. Um sjöleytið kom Svanur með fólk, gamla konu sem var svo veik að hún treysti sér ekki til að halda áfram með rútu til Reykjavíkur og sonur hennar og fleira fólk var með henni. Við hjálpuðumst að við að koma henni í volgt rúmið hennar Laufeyjar dóttur minnar. Ég hreinsaði vikurinn, volga hraunkögglana, úr hárinu og fötum hennar. Ég átti þá lengi sem minjagripi. Fólkinu gaf ég heitt kaffi og pönnukökurnar. 3
Svo leið þessi fyrsti dagur. Skólinn var tekinn undir fyrstu hjálp þar sem kvenfélagskonur voru fljótar á vettvang. Húsnæði Á þessum árum var lítið um laust húsnæði í Þorlákshöfn. Ég held að aðstaða sveitarstjóra hafi aldrei verið verri, skrifstofan var á annarri hæð í litlu herbergi á Egilsbraut 4. Svanur var eini starfsmaðurinn á skrifstofunni, 36 ára gamall. Fyrstu dagarnir snérust um að koma fólki í öruggt skjól og sameina fjölskyldur. Vandinn hér var að hjálpa því fólki sem var á ferðinni og að finna húsnæði fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra, því hér var bátaflotinn. Í gömlu viðtali við Svan segir hann að um 115 Vestmanneyingar hafi verið hér um veturinn og það var búið þröngt. 4
Ég minnist þess hvað Svanur dáðist að því hvað fólk var tilbúið að þrengja að sér, þegar hann leitaði til þorpsbúa um möguleika á húsnæði. Mötuneyti Í Þorlákshöfn var ekkert veitingahús, bara Kaupfélagið og ein sjoppa. Oft kom Svanur með fólk heim sem þurfti einhverja hressingu og þannig var það með öll heimili í Þorlákshöfn. Allir voru tilbúnir að hjálpa og leggja öðrum lið. Þegar á leið kom í ljós að ekki var hægt að búa svo við að hvergi væri hægt að fá matarbita fyrir allt það fólk sem var á ferðinni, sjómenn og aðra. Fyrirtækið Glettingur opnaði sitt mötuneyti og gaf allt hráefni í matinn en leitað var eftir konum í sjálfboðavinnu við að hjálpa matráðskonunni sem þá var Þórunn Jensdóttir. Úr varð að við
Hólmfríður Tómasdóttir fórum í þetta verkefni sem stóð í nokkrar vikur. Þetta var heilmikið at, aldrei vitað hve margir komu í matinn. Sjómenn höfðu líka aðgang að svefnaðstöðu á Glettingsloftinu. Þarna leystu Glettingsmenn, með Þorleif Björgvinsson í forsvari, heilmikinn vanda á myndarlegan hátt. Við hjálparkonur tókum að okkur að sjá um morgunmatinn til skiptis. Eldsnemma, klukkan sjö að morgni komu sjómenn, verkamenn og netagerðarmenn í kaffi. Á þessari vertíð var landað í Þorlákshöfn um 70% af afla Vestmanneyjabáta það var landburður af fiski hvern dag og gríðarleg vinna hjá fólki fram á nótt og um helgar. Íbúatalan tvöfaldast Ég sá í viðtali við Svan, í Frjálsri verslun frá júlímánuði 1973, þar sem hann segir að
1. desember 1972 hafi búið í Þorlákshöfn 570 manns en verði sjálfsagt 50% fleiri við næsta manntal. Og áfram vitna ég í samtalið við Svan. „Nú er verðið að vinna við grunna fyrir 42 hús Viðlagasjóðs og koma fyrstu húsin fljótalega til landsins frá Svíþjóð. Þá er gert ráð fyrir um 230 Vestmannaeyingum.“ Fólk var komið í öll húsin fyrir jólin 1973. Fyrir gosið voru um 70 íbúðarhús í Þorlákshöfn, ári seinna voru þau orðin um 120. Það voru svo sannarlega miklar breytingar í vændum. Leitað að eigum Þegar leið á vorið og Eyjamenn komnir með fast húsnæði fóru þeir að leita að eigum sínum. Í öllum bílskúrum í Þorlákshöfn voru geymdir svartir plastpokar. Fólk kom og fór, ekki var skipulagið meira en svo að 5
ekkert eða lítið var skráð hvert farið var með búslóðina, leitað eftir minni bílstjórans, fólk að koma og fara. Allt sumarið 1973 stóð harpa í stofunni hjá okkur. Guðrún dóttir mín segir að ég hafi sett ósýnilega línu í kringum hana svo ekki væri farið að fikta í henni. Fallegu hörpuna átti Svanhvít Egilsdóttir.
þakka öllum því góða fólki sem settist hér að og minnast þeirra sem farnir eru. Allt þetta fólk hefur gert samfélagið litríkara, skemmtilegra og betra. Það var ekki bara puðað myrkranna á milli, það var líka sungið og dansað í Þorlákshöfn. Það fóru í hönd skemmtilegir uppgangstímar.
Áhrif gossins á Þorlákshöfn
Við krakkarnir vorum vaktir upp og auðvitað hlupum við Laufey systir niður að höfn. Þegar við komum þangað voru fyrstu bátarnir að koma að landi. Það var logn og undarleg þögn sem ríkti en mikil undiralda og sjávarhljóð. Nóttina áður hafði verið bræla og því allir bátar Eyjamanna í höfn. Ljósaröðin úti á hafi var merkileg sjón þarna í myrkrinu og maður hugsaði áður en bátarnir lögðust að bryggju; hversu margir eru látnir!
Það segir sig sjálft, hvað þessi fólksfjölgun hafði mikil áhrif á allt samfélagið í Þorlákshöfn. Eyjagosið er stærsti viðburður í sögu Þorlákshafnar. Næstu árin var höfnin stækkuð og gerð að Landshöfn, byggt var við grunnskólann, fjöldi fiskverkunarhúsa reis, Þorlákshafnarvegur lagaður og svona mætti lengi telja. Á þessum tímamótum ber okkur að 6
MINNINGAR PÁLS SVANSSONAR
Við, heimakrakkarnir, stóðum þarna á bryggjunni algerlega vanmáttug gagnvart því sem beið okkar þegar fólkið stígi í land. Eru margir slasaðir? Verð ég bara fyrir eða get ég eitthvað gert? Svo fóru strætisvagnar úr Reykjavík að streyma niður á bryggju. Grænir, stórir og skítugir eftir að hafa ekið Þorlákshafnarveginn fræga. Skrítin sjón. Það var búið að færa flesta heimabátana af L-bryggjunni á Suðurgarðinn. Svo fóru Eyjabátarnir að leggjast að bryggju. Þarna sá ég allt í einu báta sem ég hafði aldrei séð áður, því ég hafði aldrei komið til Eyja. Mér fannst merkilegast að sjá stóru bátana eins og Danska Pétur, nýtt og flott skip um 150 tonn. Miklu flottari en Jón Vídalín sem var búið að vera flaggskip okkar í nokkurn tíma. Fólkið fór að týnast upp á bryggjuna, þögult, yfirvegað og ótrúlega rólegt.
Engum lá á. Sem betur fór komu menn frá Rauða krossinum og létu okkur krakkana hafa teppi til að dreifa til fólksins. Þá var maður kominn með hlutverk og gat gert eitthvert gagn. Þá hófst atburðarrásin sem oft minnir mig á bíómyndir úr seinna stríði þegar gyðingum var smalað inn í lestarvagnanna, þó örlög þessa fólks yrðu ólík. Óvissan skein úr hverju andliti og allt traust lagt á þá sem á móti tóku. Enginn hávaði var í neinum og fólk gekk nánast þögult og yfirvegað í næstu rútu með sínu fólki. Þarna var ekki staður né stund til að spyrja frétta.
7
Heimildir: Heimaslóð, Laufey Edda Pálsdóttir, Páll Svansson. Myndir: Heimaslóð. Ábyrgðarmaður: Sigríður Guðnadóttir.