1 minute read

Okkar aðall okkar gæði

Ráðherra og aðrir fundargestir gera skynmat á útvötnuðum saltfiski og söltuðum fiski

afurð. Saltfiskur ætti í raun að vera í hugum okkar Íslendinga, á pari við það sem Parma skinka er Ítölum, hið minnsta.

Þess vegna skiptir miklu máli að saltfiskur sé sannarlega hluti af matarmenningu okkar Íslendinga, að við þekkjum hann og að við séum stolt af honum.

En kannski ætti fullverkaður, útvatnaður saltfiskur að kallast eitthvað annað en saltfiskur? t.d. Bakkalá (sbr. spænsku og portugölsku orðin Bacalao, Bacalhau) eða eitthvað allt annað?

Verkefnið Saltfiskkræsingar er styrkt af norrænu sjóðunum NORA og AG-Fisk. Verkefnishópurinn samanstendur af íslenskum, norskum og færeyskum sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði.

Á Íslandi eru eftirfarandi þátttakendur í verkefninu og helstu tengiliðir: Matís, Kolbrún Sveinsdóttir (verkefnisstjóri Saltfiskkræsinga) Grímur Kokkur, Grímur Þór Gíslason Klúbbur Matreiðslumeistara, Þórir Erlingsson Menntaskólinn í Kópavogi, Sigurður Daði Friðriksson Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Sæunn D Baldursdóttir

Matreiðslunemendur MK undirbúa saltfiskrétti

Snæfellsbær Okkar aðall okkar gæði

This article is from: