Skinfaxi 2 2009

Page 1


\`i m`eeX \^Xi jg`cXi Ólafur Oddur Sigurðsson úr HSK og Snær Seljan Þóroddsson úr UÍA eru tveir af 195 þúsund félögum íþrótta- og ungmennafélaganna sem vinna þegar þú spilar Lottó. Vissir þú að í hvert sinn sem þú kaupir Lottómiða rennur ágóðinn beint til öryrkja og íþrótta- og ungmennafélaganna? Svo átt þú líka möguleika á að verða milljónamæringur. Vertu með til vinnings.


Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Landsmótsár Það er sannkallað landsmótsár hjá Ungmennafélagi Íslands í ár því að haldin verða tvö Landsmót. Dagana 9.–12. júlí verður 26. Landsmót Ungmennafélags Íslands haldið á Akureyri. Mótið er jafnframt 100 ára afmælismót Landsmótanna, en fyrsta mótið fór einmitt fram á Akureyri 17. júní 1909 á Oddeyrartúni í blíðskaparveðri. Þetta mót er talið fyrsta nútíma íþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Það voru stofnendur Ungmennafélags Akureyrar, með þá Lárus Rist sundkennara og Jóhannes Jósefsson glímukappa í broddi fylkingar, sem áttu hugmyndina að þessu fyrsta íþróttamóti og var markmiðið að efla íþróttaáhuga æskulýðsins. UMFÍ er það sannur heiður að fá að halda 100 ára afmælismót Landsmótanna á Akureyri. Það eru UFA og UMSE, með stuðningi Akureyrarbæjar, sem sjá um skipulagningu og framkvæmd mótsins. Umgjörð Landsmótsins er hin glæsilegasta og er vandað vel til verka. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og stórglæsileg íþróttamannvirki blasa við sem notuð verða um ókomin ár af íbúum og gestum. Akureyri er enn eitt sveitarfélagið í hópi sveitarfélaga sem hafa byggt upp íþróttamannvirki í tengslum við Landsmót UMFÍ og gjörbreytt þannig aðstöðu fólks til æfinga og keppni. Keppt verður í fjölmörgum íþróttagreinum og í fyrsta skipti verður boðið upp á keppni í maraþoni á Landsmóti. Auk íþróttakeppninnar verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um bæinn og fyrirlestrar um heilsutengd málefni verða í boði m.a. í Háskólanum. Um verslunarmannahelgina verður 12. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki í umsjón Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Er

þetta í annað sinn sem mótið er haldið þar, en Skagfirðingar héldu Unglingalandsmót UMFÍ 2004 sem þótti takast vel. Unglingalandsmótin hafa vakið verðskuldaða athygli og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Það var stórt gæfuspor stigið þegar ungmennafélagshreyfingin ákvað að halda mótin árlega og ætíð um verslunarmannahelgi. Mótin eru án efa skynsamlegasta og skemmtilegasta fjölskyldu-, íþróttaog forvarnahátíð sem hægt er að hugsa sér um verslunarmannahelgi þar sem þau eru áfengis- og vímuefnalaus. Mót þar sem unglingar og íþróttir eru í fyrirrúmi og stórfjölskyldan getur tekið þátt. Undanfarin ár hafa skilaboð til fjölskyldna um að verja meiri tíma saman verið áberandi, einkum í kringum atburði þegar líklegt er að unglingar neyti áfengis eða annarra vímuefna. Foreldrar hafa tekið þessum skilaboðum vel en líka unglingarnir sem

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

virðast vilja verja meiri tíma með sínum nánustu. Umhyggja og hlýja frá fjölskyldunni er grundvöllur velferðar barna og unglinga og dregur mjög úr líkum á því að unglingar velji að fikta við að reykja, nota áfengi eða önnur vímuefni. Samverustundir fjölskyldunnar eru því ómetanlegar. Það er mitt mat að foreldrar velji í síauknum mæli að verja verslunarmannahelginni með börnum sínum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Um það vitnar sá mikli fjöldi sem sækir mótin árlega. Fyrir UMFÍ er þetta viðurkenning á því að þjóðin er sammála UMFÍ um að hægt er að halda áfengis- og vímuefnalausa hátíð um þessa stærstu ferðahelgi landsmanna. Umgjörð Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki er hin glæsilegasta og góð íþróttamannvirki og aðstaða eru til staðar. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að báðum mótunum sem gerir alla undirbúningsvinnu og framkvæmd þeirra mögulega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálfboðaliðans gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótanna er eins glæsileg og raun ber vitni ásamt góðu samstarfi við sveitarfélögin. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbyggingu og framkvæmd á Landsmótum og Unglingalandsmótum í gegnum tíðina og fyrir þann góða stuðning erum við ákaflega þakklát. Verið öll hjartanlega velkomin á Landsmót og Unglingalandsmót UMFÍ í sumar. Fram undan eru skemmtilegir dagar, með fjölbreyttri dagskrá sem við njótum þess að taka þátt í. Við hlökkum til að sjá þig og fjölskyldu þína.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar stofnað:

Eftir þessa sameiningu stöndum við sterkari Íþróttabandalag Siglufjarðar, ÍBS, og Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar, UÍÓ, runnu saman í Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar á fjölmennum stofnfundi 25. maí. Sameiningarfundurinn var haldinn í Íþróttamiðstöðinni á Hóli. Fulltrúar Ungmennafélags Íslands voru Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ. Skammstöfun hins nýja félags eru UÍF. Tilgangur þess er meðal annars að vinna að eflingu, samræmingu og skipulagningu íþróttastarfsemi í Fjallabyggð. Starfsstjórn var kosin til eins árs og er hún svo skipuð: Guðný Helgadóttir, formaður, Jón Konráðsson, Þórarinn Hannesson, Guðmundur Garðarsson, Björn Þór Ólafsson, Gíslína Salmannsdóttir og Hlynur Guðmundsson.

Undirbúningsvinna hófst fyrir tveimur árum

Stjórn UÍF fyrir utan íþróttamiðstöðina á Hóli.

„Það var ljóst að í þessa sameiningu stefndi þegar sveitarfélögin sameinuðust. Fljótlega upp úr því voru línurnar lagðar og hin eiginlega vinna hófst fyrir um tveimur árum. Verulegur skriður komst á sameiningarvinnuna á haustdögum sem lauk að lokum með sameiningu 25. maí,“ sagði Guðný Helgadóttir, formaður hins nýstofnaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, í samtali við Skinfaxa.

Gefur góð tækifæri Guðný sagði að þessi sameining gæfi góð tækifæri enda væri rík íþróttahefð á þessu svæði og sterkir einstaklingar. „Við eigum ennfremur mjög duglega krakka og fjölbreytileikinn í íþróttalífinu er mikill. Eftir þessa sameiningu stöndum við sterkari og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Nú hefst vinna við að slípa þetta betur saman og við verðum öll að vinna saman að þessu. Það er hugur í félögunum og nú er farið að huga að sameiningu þeirra í þessu nýja ungmenna- og íþróttasambandi,“ sagði Guðný Helgadóttir.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Frá stofnfundi Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar.


T TLE SE A

MINN

E AP OL

I S – S T. PA

TO R

OR

L AN

O NT

NE

UL H E L S IN K I

W

S TO C K H O L M B E RG E N O S LO S TAVA NG E R COPE NHA GEN B E R LIN

ICELAND

O

DO

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 46539 06/2009

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

REYKJAVIK

RK YO S TON BO

AX LI F

AS

AM

ST

FR ANK FURT D ÜS SEL DOR F ER MU DA NI C M H

GO M W AN CH LO ES ND TE O R N PA RÍ

MI

LA

N

S

HA

GL

B AR CE

DR

NA

MA

LO

ID

ÞAÐ VAR SVONA SEM VIÐ HUGSUÐUM ÞAÐ

ÞÚ VELUR ÞÍNA EIGIN DAGSKRÁ Á ÞÍNUM EIGIN SKJÁ

Við þekkjum öll tilfinninguna að koma heim, setjast í stólinn sinn eða sófann og slaka á með því að horfa á sjónvarpið. Njóta þess að horfa í þægilegheitum. Það er þessi þægilegheitatilfinning sem við viljum að þú finnir þegar þú sest í sætið þitt í Icelandairvélinni og kveikir á afþreyingarkerfinu. Þú hefur þinn eigin

skjá þar sem er í boði án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og tölvuleikjum. Þú velur þína eigin dagskrá og getur auk þess fengið upplýsingar um flugferðina sjálfa og margt fleira. Það er þannig sem við hugsum það.

+ Skoðaðu meira á www.icelandair.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Landsmót á Akureyri og Unglingalandsmót á Sauðárkróki 26. Landsmót UMFÍ og 12. Unglingalandsmót UMFÍ verða haldin í sumar. Óhætt er að segja að hér sé um flaggskip hreyfingarinnar að ræða. Af fréttum að dæma ætla Íslendingar að ferðast í enn meira mæli um landið sitt í sumar en áður og því er það álitlegur kostur að sækja þessi mót og taka þátt í þeim. Landsmótið á Akureyri verður haldið dagana 9.–12. júlí nk. Umgjörð mótsins verður í alla staði glæsileg og vandað til verka í hvívetna. Mikið uppbyggingarstarf er að baki á Akureyri og stórglæsileg íþróttamannvirki blasa við sem notuð verða um ókomin ár. Þeir sem að mótinu standa sjá nú laun erfiðis síns og geta borið höfuðið hátt. Það þarf áræðni, þor og kjark til að ráðast í að halda svo stórt mót sem þetta. Með sameiginlegu átaki allra þeirra sem að verkum hafa komið hefur tekist að koma upp aðstæðum sem allir geta verið stoltir af. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að framkvæmd mótsins með einum eða öðrum hætti. Öll undirbúningsvinna verður léttari og er óhætt segja að framlag þeirra til mótanna sem og í hreyfingunni allri sé ómetanlegt. Þeim ber að þakka fyrir fórnfúst og frábært vinnuframlag. Framkvæmdaaðilar 12. Unglingalandsmóts UMFÍ, sem verður haldið 31. júlí – 2. ágúst á Sauðárkróki, hafa lagt mikinn metnað í alla undirbúningsvinnu. Unglingalandsmótin eru með stærstu íþróttamótum sem haldin eru hér á landi. Mótin eru kjörinn staður fyrir alla fjölskylduna til að koma á og eiga skemmtilega og ánægjulega daga um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin hafa sannað gildi sitt og á þau kemur sama fólkið ár eftir ár. Mótin draga til sín þúsundir gesta sem skemmta sér saman í heilbrigðu umhverfi. Á Sauðárkróki er glæsileg aðstaða sem byggð var upp fyrir Unglingalandsmótið og Landsmótið fyrir fimm árum. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir mörgum góðum verkefnum. Þar ber að nefna Ungmenna- og

6

tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal sem hafa heldur betur slegið í gegn. Starfsemin á Laugum hófst í byrjun árs 2005 og síðan hefur búðunum vaxið fiskur um hrygg. Þangað sækja 9. bekkingar úr grunnskólum landsins og á síðasta starfsári komu þangað hátt í 2.000 unglingar.

Akureyri 9. – 12. júlí

Sauðárkróki 31. júlí – 2. ágúst UMFÍ er í samstarfi við íþróttalýðháskóla í Danmörku og hefur kvóti sá sem Íslendingum stendur til boða verið fullnýttur á síðustu árum. Nám í slíkum skólum er mjög áhugavert og ekki síst þroskandi og nýtist síðan þátttakendum alla ævi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Forvarnaverkefnið Flott án fíknar stendur með blóma og hefur klúbbum fjölgað jafnt og þétt um allt land. Ungmennafélag Íslands tók fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor í fyrrasumar. Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar. Verkefnið hófst á fimm stöðum á landinu og í kjölfarið verður framhaldið skoðað með fleiri staði í huga. Frjálsíþróttaskóla UMFÍ verður haldið úti á nokkrum stöðum úti á landi í sumar í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Frjálsíþróttaskólanum var hleypt af stokkunum í fyrrasumar og tókst vel og í framhaldinu var ákveðið að vinna saman að þessu verkefni í sumar. Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Á Íslandi er mikill fjöldi gönguleiða og hafa verið valdar heppilegar gönguleiðir í hverju byggðarlagi. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 24 fjöllum víðs vegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Í nokkur ár hefur verið haldið úti vefsíðunni www.ganga. is sem hefur að geyma yfir 800 gönguleiðir. Eins og sjá má af þessari upptalningu stendur UMFÍ fyrir mörgum spennandi verkefnum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en umfram allt: Njótum þess að eiga skemmtilegt sumar.

Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri

Skinfaxi 2. tbl. 2009 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Óskar Halldórsson, Skapti Hallgrímsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Björg Jakobsdóttir, formaður, Anna R. Möller og Sigurður Guðmundsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Laugavegi 170–172, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Sigurður Guðmundsson, fræðslumál. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Hringur Hreinsson, meðstjórnandi, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Jóhann Tryggvason, varastjórn, Einar Jón Geirsson, varastjórn. Forsíða: Frá flugeldasýningu á 9. Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var að Laugum í Reykjadal um verslunarmannahelgina 2006.


Ferðafélag Íslands www.fi.is | fi@fi.is | sími 568 2533

Hildur Hlín Jónsdóttir / hildur@dv.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


Akureyri

Kristján Þór Júlíusson, formaður landsmótsnefndar:

Landsmótið á eftir að setja skemmtilegan svip á bæinn „Svona heilt yfir finnst mér undirbúningur hafa gengið vonum framar. Við vissum í rauninni ekki almennilega að hverju við gengjum. Fólkið, sem valdist í landsmótsnefndina, er viljugt og gott til verka, kann þetta allt saman og leggur sig mikið fram. Það hefur hjálpað gríðarlega í öllum þáttum undirbúningsins. Svo fengum við líka ágætis viðtökur frá þeim sem við leituðum til varðandi fjárstuðning við mótshaldið. Þegar þetta er allt lagt saman getum við ekki annað en verið sáttir miðað við það í hvaða árferði sem við erum að standa í þessu,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður og formaður landsmótsnefndar á Akureyri.

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Íþróttavöllurinn er mikið mannvirki Kristján Þór var inntur eftir því hvernig honum litist á uppbygginguna sem ráðist hefði verið í vegna Landsmótsins. Sagði hann tími hefði verið kominn til að búa til aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. „Það er gott að frjálsíþróttafólkið hér norðan heiða er núna að fá fyrsta flokks aðstöðu til að iðka íþrótt sína. Það var bara einfaldlega kominn tími á það og kannski löngu tímabært, en þolinmæðin hefur unnið með því fólki. Þessi aðstaða verður vonandi einnig til þess að þær greinar sem þar undir eiga fara að

blómstra að nýju. Völlurinn er mikið mannvirki og mikið lagt í hlutina og þá er um að gera að nýta það sem best,“ sagði Kristján Þór.

Nýja stúkan við íþróttavöllinn við Hamar er mikið mannvirki.


Reikna með að allt verði klárt þegar stóri dagurinn rennur upp – Miklar framkvæmdir hafa verið samhliða mótinu og mikil vinna að baki, ekki satt? „Það er vitanlega mikil vinna að baki, en gaman að sjá að nú eru að rísa glæsileg mannvirki sem íþróttafólk hér á svæðinu getur notast við í nánustu framtíð. Ég reikna með að allt verði klárt þegar stóri dagurinn rennur upp, en það er aftur á móti alveg ljóst að nóg verður að gera fram á síðasta dag. Það eru mörg handtök við þetta og ekki síður meðan á mótshaldinu stendur,“ sagði Kristján Þór.

Margir munu heimsækja Akureyri

Gaman að standa í svona verkum – Aðkoma þín að Landsmótum fram þessu. Hefur þú sótt mót eða tekið þátt í þeim? „Já, ég hef komið á Landsmót, en bróðir minn keppti á Landsmóti sem haldið var á Sauðárkróki 1971. Ég hef aldrei keppt sjálfur en mér hefur litist vel á þessi mót. Þetta eru miklar samkomur og gömul og rík hefð fyrir þeim. Það er gaman að halda þessu við og fá tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum. Það er mikil saga á bak við þessi mót og 100 ár síðan að fyrsta mótið var haldið á Akureyri. Það er alltaf gaman að standa í svona verkum,“ sagði Kristján Þór.

Kristján Þór sagði að bæjarstjórn Akureyrar hafa verið samhuga í því að bjóða fram þá aðstöðu sem í bæjarfélaginu væri. „Það var mikill samhljómur á milli bæjarbúa og íþróttahreyfingarinnar í bænum fyrir því að gera þetta og minnast 100 ára afmælis Landsmótanna á Akureyri með þessum hætti. Þetta getur ekki orðið til annars en að styrkja grunninn að því góða starfi sem ungmennafélagið á Akureyri og reyndar íþróttahreyfingin öll hefur unnið. Þetta leggst allt á eitt að gera bæinn okkar betri.“

Kristján Þór Júlíusson, formaður landsmótsnefndar.

Aðspurður hvort hann byggist ekki við miklum fjölda fólks á Landsmótið sagði Kristján Þór svo vera. „Við búumst við að margir muni heimsækja okkur til Akureyrar í tengslum við mótið enda skilst manni að Íslendingar ætli að vera duglegir að ferðast innanlands í sumar. Við erum búnir að vita af því í nokkur ár, á grunni kannana sem gerðar hafa verið á því hvert landsmenn vilji fara í sumarfríinu, að þá hefur Akureyri verið að skora hæst allra staða á landinu. Þegar þetta leggst ofan á þær óskir og væntingar og árferðið er með þeim hætti að landsmenn vilja frekar ferðast innanlands þá höfum við enga ástæðu til að ætla en annað að þetta muni þýða að margt fólk verði á Akureyri þessa landsmótshelgi. Það leggst líka á með öðru að það eru aðrir viðburðir tengdir Landsmótinu sem almenningur á eftir að sækja. Við bindum þannig vonir við það að fólk geti notið þess að sækja Akureyri heim og njóta þess sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða og raunar héraðið allt.“ Hann sagði tilhlökkun mikla á meðal bæjarbúa fyrir Landsmótinu sem á eftir að setja skemmtilegan svip á bæinn. „Akureyringar eru upp til hópa gestrisið fólk og hafa gaman af því að fá góða gesti í heimsókn,“ sagði Kristján Þór að lokum í spjallinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Akureyri Sigurður H. Kristjánsson, formaður UMSE:

Uppbyggingin mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið á Akureyri Frábærar aðstæður

Við reiknum með miklum fjölda fólks

„Undirbúningur fyrir Landsmótið hefur gengið í meginatriðum mjög vel og er á áætlun. Fjármögnun öll gekk sömuleiðis með ágætum þrátt fyrir árferðið sem við búum við í þjóðfélaginu í dag. Eins og flestir hafa séð hafa staðið yfir geysilega miklar framkvæmdir í byggingu stúku og frjálsíþróttavallar. Þegar öllu verður lokið verða aðstæður hér fyrir norðan frábærar og allt umhverfið í kring glæsilegt á allan máta,“ sagði Sigurður H. Kristjánsson, formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, UMSE, í samtali við Skinfaxa.

– Ertu ekki bjartsýnn á gott Landsmót? „Landsmótið hefur alla burði til þess. Við reiknum með miklum fjölda fólks hingað norður í tengslum við mótið. Ástandið er þannig í þjóðfélaginu að fólk mun fara lítið utan í sumar og verður þess í stað meira á ferðinni innanlands. Það mun því sækja viðburði sem í boði verða og ég er viss um að Landsmótið verður ofarlega í huga fólks. Það er alveg ljóst að fjölskyldan getur átt hér frábæra daga saman.“

Stökk inn í nýja tíma Sigurður sagði um hreina byltingu að ræða þegar horft væri til aðstöðunnar sem væri verið að byggja upp. „Þetta er mikil lyftistöng sem á eftir að verða öllu íþróttalífi hér á Akureyri til framdráttar. Við vorum búin að bíða lengi eftir því að þessi aðstaða yrði að veruleika og það er stórkostlegt að sjá hana verða til. Fyrir íþróttafólkið er þetta stökk inn í nýja tíma. Við höfum átt gott samstarf við UFA í frjálsum íþróttum og keppt saman á meistaramótum og ég held að þessi uppbygging eigi bara eftir að efla það samstarf. Ég yrði ekki hissa á því þótt áhugi á frjálsum íþróttum ætti eftir að aukast en reyndar hafa frjálsar íþróttir verið í afar mikilli sókn hér fyrir

Fjölbreytt dagskrá

Sigurður H. Kristjánsson, formaður UMSE.

norðan á síðustu árum. Það hafa verið að koma fram gríðarlega sterkir íþróttamenn, ungir krakkar sem eiga mikla framtíð fyrir sér. Nýja aðstaðan á eftir að verða mikil hvatning fyrir ungviðið hér á Akureyri,“ sagði Sigurður.

Sigurður sagði dagskrána mjög fjölbreytta og að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og alveg kjörið fyrir fólk að skella sér til Akureyrar og njóta þess sem í boði verður landsmótsdagana. Hann sagði að mótshaldarar hefðu átt gott samstarf við Akureyrarbæ við að gera mótið sem veglegast. Hann sagði að búið væri að tvöfalda tjaldsvæið og að þar yrði öll aðstaða til fyrirmyndar.

Hugur í öllum „Það er gríðarlegur hugur í öllum sem koma að undirbúningi mótsins. Það er mikil tilhlökkun meðal allra og ég viss að keppendur og gestir eiga eftir að eiga hér góða daga saman,“ sagði Sigurður.

Starfsfólk Landsmótsins á Akureyri Efri röð frá vinstri: Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri og Óskar Þór Halldórsson verkefnastjóri. Neðri röð frá vinstri: Sonja Gústavsdóttir og Hans Jakob Pálsson.

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Akureyri Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður UFA: Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar, sagði í samtali við Skinfaxa að undirbúningur fyrir Landsmótið hefði gengið vel og að markvisst væri unnið að þessu stóra verkefni sem margir hefðu komið. Menn væru fljótir að bregðast við þegar einhverjir hnökrar kæmu upp og leystu vandamálin fljótt og vel.

Fullkomin frjálsíþróttaaðstaða til framtíðar „Mannvirkin, sem hér eru að rísa, eru öll hin glæsilegustu. Það hlýtur því að verða tilhlökkunarefni fyrir keppendur að keppa við þessar aðstæður sem boðið verður upp á. Þessi uppbygging er hugsuð til margra áratuga, en fullbúin verður hér fullkomin frjálsíþróttaaðstaða fyrir alþjóðakeppni, bikarkeppni og meistaramót hér innanlands. Fyrir knattspyrnuna verður þetta líka mikil upplyfting. Eftir þessari aðstöðu eru Akureyringar og nærsveitamenn búnir að bíða lengi. Fyrir var komin upp góð aðstaða á Laugum og á Sauðárkróki og þangað hefur okkar fólk stundum sótt æfingar og einnig mótahald. Akureyrarvöllur þótti á sínum tíma einn besti malarvöllur landsins en er núna barns síns tíma,“ sagði Guðmundur Víðir.

Margir í startholunum – Hvernig leggst Landsmótið í þig? „Mótið leggst vel í mig og skráningar ganga vel. Svo virðist sem mótið ætli að verða vel sótt og margir eru í startholunum að mæta. Það er viðbúið að margt fólk verði á Norðurlandi á þessum tíma en reynslan hefur sýnt okkur að oftast er gott sumarveður á þessum árstíma. Við vonum svo sannarlega að svo verði áfram en það er aldrei á vísan á róa þegar íslenskt veðurfar er annars vegar.“

Grunnur sem alltaf stendur fyrir sínu – Hvaða gildi hafa Landsmótin í þínum huga? „Landsmót í mínum huga hafa alltaf mikið gildi. Það er viss andi sem svífur yfir vötnum og þarna koma saman þátttakendur frá öllum landshornum, mörgum félögum og ýmsum íþróttagreinum. Þátttakendur þurfa ekki vera einhverjir toppíþróttamenn heldur áhugamenn og iðkendur sem hafa gaman af að koma saman og sjá hver staða þeirra er gagnvart keppinautum í öðrum landshlutum. Auðvitað eru svo komnir afburðaíþróttamenn á staðinn til að keppa og reyna að

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

bæta sinn árangur. Landsmótin hafa líka mikið gildi að mínu mati fyrir félagshreyfinguna. Þetta er grunnur sem maður finnur að stendur alltaf fyrir sínu í öllu ungmennafélagsstarfi. Ég er fullur tilhlökkunar og vonast eftir því að þetta verði bæði viðamikið og skemmtilegt mót þar sem fólk getur notið samverunnar og þátttöku í ýmsum viðburðum. Ekki bara í íþróttunum heldur líka í þeim samkomum og öðru sem boðið er upp á í tengslum við mótið,“ sagði Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar. Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar.

Á Landsmótum svífur viss andi yfir vötnum


Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri:

Landsmótið er stór viðburður sem gaman verður að vera þátttakandi í Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur komið mikið að undirbúningi Landsmótsins á Akureyri sem formaður stjórnar fasteigna framan af kjörtímabilinu og þar af leiðandi fylgst náið með aðdraganda uppbyggingarinnar á Þórssvæðinu.

Stórglæsileg aðstaða Aðspurður hvernig honum litist á sagði hann að honum litist mjög vel á og aðstaðan verði stórglæsileg þegar hún verði komin í full not. Þó að Landsmótið sé upphafspunkturinn og fyrsta notkunin þá sé þessi aðstaða komin til vera og Akureyringar muni búa að henni til fjölda ára.

Höfum náð að klára ákveðin verkefni „Íþróttafólk hér um slóðir er búið að bíða eftir því að þessi aðstaða yrði að veruleika. Biðin hefur verið töluverð og má rekja hana að nokkru leyti til þess að það tók tíma að ákveða framtíðarstaðsetningu vallar. Það má segja að uppbyggingin hafi gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður sem við búum við í þjóðfélaginu í dag. Við höfum náð að halda áfram og klára ákveðin verkefni þrátt fyrir allt,“ sagði Hermann Jón.

Landsmótin eiga sér mikla sögu á Akureyri Hermann Jón sagði að Landsmótin ættu sér mikla sögu og það væri mjög skemmtilegt í þessari 100 ára sögu mótshaldsins að mótið skyldi nú haldið á Akureyri.

Spennandi uppákomur „Við höfum lagt upp úr því hér á Akureyri að hafa spennandi uppákomur yfir sumartímann. Það eru margir viðburðir fram undan og einn sá stærsti þetta sumarið er að sjálfsögðu Landsmótið sem bæjarfélagið mun njóta góðs af,“ sagði Hermann Jón.

Mikil uppbygging í gangi á Akureyri – Má segja að með uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Hamri sé hringnum í þeim efnum lokið á Akureyri? „Það má alveg segja það að vissu leyti en við erum ennfremur með í gangi uppbyggingu á fimleikahúsi. Það er alltaf hægt að finna einhver verkefni sem æskilegt væri að ráðast í, en nú þegar erum við komin með frábæra íþróttaaðstöðu hér í bæinn. Ég er alveg viss um að íþróttafólk á eftir að finna fyrir gríðarlegum mun þegar allri uppbyggingu verður lokið. Ég sé fyrir mér að við getum núna haldið smærri og stærri mót í frjálsum íþróttum. Frjálsíþróttahreyfingin mun örugglega nota þessa frábæru aðstöðu í framtíðinni,“ sagði Hermann Jón.

Skemmtilegir dagar Hvað Landsmótið áhrærir sagðist Hermann Jón ekki eiga von á öðru en að fólk sem legði leið sína á það ætti góða og skemmtilega daga fyrir höndum. „Ég hlakka til að vera í þessum hópi. Landsmót er stór viðburður sem gaman verður að vera þátttakandi í,“ sagði Hermann Jón, bæjarstjóri á Akureyri.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


'+# AVcYhb i JB;Ï { 6`jgZng^ .# ¶ &'# _ a '%%.

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Akureyri Fyrri Landsmót á Akureyri son, Gautlöndum (9). Keppendur mótsins voru 55 talsins en mótsgestir um 1500.

9. Landsmót UMFÍ á Akureyri 2.–3. júlí 1955

1. Landsmót UMFÍ á Akureyri 17. júní 1909 Ungmennafélag Akureyrar stóð fyrir mótinu fyrir hönd Fjórðungssambands Norðlendingafjórðungs á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júní. Margar ræður voru fluttar. Stefán Stefánsson skólameistari flutti erindi um Jón Sigurðsson, Karl Finnbogason talaði fyrir Ísland. Steingrímur Matthíasson læknir flutti erindi um Íslendinga og séra Matthías Jochumsson talaði fyrir æskulýðnum. Einnig talaði Guðlaugur Guðmundsson fyrir æskulýðnum. Fjöldi manns fylgdist með íþróttunum af áhuga allan daginn. Keppt var í flokkaglímu (5 þyngdarflokkum), hástökki, langstökki, stangarstökki, 100 m hlaupi drengja og fullorðinna, kappgöngu og 100 m og 50 m sundi. „Knattleik eða knattspark“ léku 11 Húsvíkingar og 11 Akureyringar og sigruðu þeir síðarnefndu með 1: 0. Íþróttakeppnin tókst vel og var þátttakendum til hins mesta sóma. Þennan sama dag var 4. Íslandsglíman eða glímukeppnin um belti Grettisfélagsins háð á Akureyri og voru keppendur þrettán að tölu. Efstu sætin skipuðu tveir ungir menn er höfðu komið til keppninnar frá Reykjavík. Guðmundur Stefánsson sigraði (12 vinningar), Sigurjón Pétursson varð annar (11), en þriðji varð Pétur Jóns-

Mótið var haldið dagana 2.–3. júlí undir stjórn UMSE. Keppt var í sjö greinum starfsíþrótta, handknattleik kvenna og glímu. Þá var keppt í átta sundgreinum og átján greinum frjálsíþrótta. Fyrri daginn var íþróttakeppni allt til kvölds, en þá hófst útifundur og umræðuefni hans var: Félagslíf og menning. Þá var stiginn dans. Síðari daginn var íþróttakeppni um morguninn. Eftir hádegi hófst hátíðardagskrá með guðsþjónustu, en síðan voru fjölbreytt skemmtiatriði, ræðuhöld, söngur og upplestur ljóðskálda. Þá hófst íþróttakeppni að nýju, en að henni lokinni voru verðlaun afhent. Héraðssambandið Skarphéðinn hafði yfirburði, hlaut 234 stig samtals og sigraði bæði í frjálsum íþróttum og sundi. Stefán Árnason, UMSE, var stigahæsti einstaklingur mótsins, en hann hlaut 17 stig. Sigríður Vigfúsdóttir, HSK, var stigahæst kvenna með 13 stig. Mótsgestir voru 4.000 að tölu en keppendur töldust 263.

17. Landsmót UMFÍ á Akureyri 10.–12. júlí 1981 Ungmennasamband Eyjafjarðar sá um framkvæmd mótsins sem fram fór dagana 10.–12. júlí. Keppendur voru 842 talsins frá 23 sambandsaðilum. Keppt var í 10 greinum, þ.e. frjálsum íþróttum, starfsíþróttum, knattspyrnu, sundi, blaki, körfuknattleik, handknattleik kvenna, júdó, glímu, borðtennis og skák. Auk þeirra var keppt í þremur sýningargreinum, siglingum, fimleikum og lyftingum. Alls tóku 280 þátt í sýningum á mótinu. Heiðursgestur mótsins var Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, og flutti hann hátíðarræðu. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd setningarathöfn mótsins. Veður var gott alla dagana og er talið að um 10 þúsund manns hafi sótt mótið. HSK sigraði í heildarstigakeppninni, hlaut alls 396,5 stig. UMSK hlaut 236,5 stig og ÚÍA 173 stig. Flest stig í sundi kvenna fékk Sonja Hreiðarsdóttir, 18 stig, og í sundi karla Tryggvi Helgason 18. Jón Diðriksson hlaut flest stig karla í frjálsum íþróttum, 18 stig, en Hrönn Guðmundsdóttir í kvennagreinum, 14 stig.

100 ára sögusýning Landsmótanna

Í tengslum við Landsmót UMFÍ á Akureyri í sumar verður sett upp sögusýning á Amtsbókasafninu á Akureyri um sögu Landsmótanna í hundrað ár. Uppistaðan í sýningunni er sögusýning sem var sett upp í tengslum við Landsmótið í Kópavogi fyrir tveimur árum, en þá var minnst eitt hundrað ára afmælis Ungmennafélags Íslands. Til viðbótar þeirri sýningu verður minnst sérstaklega þeirra Landsmóta sem hafa farið fram á Akureyri – árin 1909, 1955 og 1981. Sýningin, sem er hönnuð af Birni G. Björnssyni/List & Sögu ehf. í Reykjavík, verður opnuð laugardaginn 4. júlí og mun hún standa fram yfir verslunarmannahelgi. Auk sögulegra heimilda um Landsmótin í hundrað ár er gert ráð fyrir að Héraðsskjalasafnið á Akureyri sýni skjöl og önnur gögn um íþróttasögu Akureyrar.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Akureyri

Áhugaverðir staðir á Akureyri Almennt um Akureyri Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 17.200 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland. Akureyri er menningar- og skólabær sem byggir á traustum grunni. Þar starfa tvö af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess. Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áningarstaður um lengri eða skemmri tíma. Akureyri er vinsæll ferðamannastaður og fjölmargir heimsækja bæinn ár hvert.

Markvert á Akureyri Akureyri hefur upp á afar margt að bjóða. Hér fyrir neðan má sjá skrá um fjölmargt sem við mælum með að gestir skoði og njóti þegar þeir dvelja á Akureyri. • Lystigarðurinn – u.þ.b. 400 íslenskar plöntur auk rúmlega 7500 erlendra tegunda • Listasafnið og Listagilið • Sundlaug Akureyrar • Húni II – eikarbátur frá 1963 sem er staðsettur við Torfunesbryggju • Veitingahús – sem bjóða upp á mat úr héraði • Kjarnaskógur • Innbærinn – söfn, kirkja og byggingar • Jaðarsvöllur – nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi • Glerárgil

16

• Hrísey – perla Eyjafjarðar • Akureyrarvaka – uppskeruhátíð Listasumars sem haldin er í lok ágúst ár hvert • Listasumar – er frá miðjum júní til loka ágúst • Bjór frá Víking og Kalda – brugghús í héraði • Brynjuís – í uppáhaldi heimamanna • Akureyrarkirkja • Hlíðarfjall

Upplýsingamiðstöðvar á Akureyri Upplýsingamiðstöð og ferðaskrifstofur Hafnarstræti 82, 600 Akureyri sími: 553 5999 / fax: 553 5909 info@visitakureyri.is www.nordurland.is Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri, sem starfrækt er í Hafnarstræti 82, flytur í Menningarhúsið HOF haustið 2009. Upplýsingamiðstöðin er opin allt árið. Opnunartími: Sumar (18. júní–31. ágúst) kl. 7:30– 19:00 alla daga. Haust (1. sept.–30. sept.) kl. 8:00–17:00 virka daga, kl. 9:00–14:00 um helgar. Vetur (1. okt.–1. júní) kl. 8:00–17:00 mánudaga til föstudaga, kl. 11:30– 15:30 laugardaga. Lokað sunnudaga. Vor (1. júní–17. júní) kl. 8:00–17:00 virka daga, kl. 08:00–16:00 um helgar. Starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar veita upplýsingar um gistimöguleika, veitingar, afþreyingu,

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

veður, færð á vegum, áætlunarferðir, skipulagðar ferðir og margt fleira á Norðurlandi og víðar um land. Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingabæklinga, bóka gistingu og kaupa ferðir, ferðakort, göngukort, póstkort, frímerki og fleira. Í Upplýsingamiðstöðinni eru nettengdar tölvur og símar sem hægt er að fá aðgang að gegn gjaldi. Upplýsingalista yfir ýmsa þjónustuaðila í bænum með símanúmerum, opnunartíma o.fl. má finna á heimasíðu.

Ferðaskrifstofur Þrjár ferðaskrifstofur eru á Akureyri: Ferðaskrifstofa Akureyrar www.aktravel.is Nonni Travel, wwwnonnitravel.is Trans Atlantic, www.transatlantic.is

Innbærinn Ein höfuðprýði Akureyrar er gömul hús. Í Innbænum og Fjörunni er að finna elstu hús bæjarins sem flest eru byggð á 19. öld. Mörg þeirra eru friðuð samkvæmt lögum. Hin eiginlega Akureyri er eyri sem myndaðist af framburði lækjar sem rann niður Búðargil. Þar risu fyrstu verslunarhúsin á 17. öld. Fyrsta íbúðarhúsið reis 1777–78. Það stóð þar sem nú er Hafnarstræti 3 en brann árið 1901. Elsta hús Akureyrar er Laxdalshús, reist 1795 og stendur það á miðri gömlu Akureyri. Með auknu frjálsræði í verslun á 19. öld og aukinni ásókn í byggð við ströndina jókst íbúabyggð á Akureyri og húsunum fjölgaði. Handverksfólk og tómthús-

menn fluttust til bæjarins og unnu við verslunina. Þörf var á auknu rými fyrir ný hús og byggðin færðist suður fjöruna og upp Búðargilið. Tvær götur mynduðust þar sem nú eru Aðalstræti og Hafnarstræti og upp Búðargilið kom Lækjargata. Þótt miklir brunar 1901 og 1912 hafi höggvið stórt skarð í gömlu byggðina mynda húsin við Aðalstræti, hluta Hafnarstrætis og Lækjargötu óvenju heillega byggð frá fyrstu tíð kaupstaðarins. Amtsbókasafnið á Akureyri Brekkugötu 17, 602 Akureyri sími: 460 1250 / fax: 460 1251 bokasafn@akureyri.is www.akureyri.is/amtsbokasafn Amtsbókasafnið er eitt stærsta almenningsbókasafn landsins. Það er til húsa í glæsilegri byggingu að Brekkugötu 17 og er tilvalið að heimsækja það þó ekki væri til annars en að skoða húsakynnin. Safnið býður upp á alla venjulega bókasafnsþjónustu, s.s. útlán bóka, tímarita, mynddiska, hljómdiska og hljóðbóka. Auk þess er hægt að lesa öll íslensk dagblöð á safninu og nýjustu eintök keyptra tímarita sem eru yfir 70 talsins, bæði íslensk og erlend. Veittur er aðgangur að nettengdum tölvum gegn vægu gjaldi en auk þess er opinn aðgangur að þráðlausu neti í húsnæði safnsins. Í sama húsi er rekin kaffitería þar sem hægt er að fá heitan mat í hádeginu og kaffi og kökur 10:00–17:00. Opnunartími safnsins er alla virka daga kl.10:00–19:00, auk þess sem opið er laugardaga á veturna kl.12:00–17:00.


Davíðshús Bjarkarstíg 6, sími: 466 2609/460 1000 listagil@listagil.is www.skaldhus.akureyri.is Ættingjar Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi ánöfnuðu Akureyrarbæ húsið á Bjarkastíg 6 sem skáldið byggði og bjó í til dauðadags 1964. Á efri hæð hússins er íbúð hans varðveitt eins og hann skildi við hana. Þar er geysimikið bókasafn. Á neðri hæð hússins er íbúð sem lista- og fræðimenn geta fengið til afnota í lengri eða skemmri tíma gegn vægu gjaldi. Auglýst er eftir umsóknum á haustdögum fyrir komandi ár. Safnið í Davíðshúsi er opið alla virka daga á sumrin frá 1. júní til 31. ágúst, kl. 13:00–14:30. Ef óskað er eftir skoðunarferð á öðrum tímum en opnunartímum, má hringja í síma 466 2609. Símanúmer í gestaíbúð er 462 7498. Nonnahús Aðalstræti 54, sími: 462 3555 nonni@nonni.is, www.nonni.is Nonnahús er talið byggt árið 1849. Akureyrarbær á húsið og er þar safn til minningar um rithöfundinn og prestinn Jón Sveinsson, Nonna (1857– 1944). Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum árið 1978 og er að flestu leyti gott dæmi um elstu gerð timburhúsa. Í safninu er að finna ýmsa muni sem tengdir eru Nonna, myndir og bækur hans á fjölmörgum tungumálum. Opið daglega kl. 10:00– 17:00, 1. júní til 31. ágúst. Yfir vetrartímann er opið eftir samkomulagi við umsjónarmann.

fermetrar að stærð. Þar inni er að finna fjölbreytt úrval flugvéla og annarra sýningargripa sem tengjast íslenskri flugsögu. Þar er einnig að finna mikinn fjölda ljósmynda sem sýna mismunandi tímabil í flugsögunni. Safnið er opið alla daga kl. 11:00– 17:00, á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst. Á öðrum tímum er það opið á laugardögum kl. 11:00–17:00 og samkvæmt samkomulagi. Hópar eru sérstaklega velkomnir.

Listagilið Miðpunktur listalífsins á Akureyri er í Kaupvangsstræti, nánar tiltekið í Grófargili sem í daglegu tali er nefnt Listagil. Á árum áður var þarna umfangsmikil iðnaðarstarfsemi í öllum byggingum en smám saman hvarf sú starfsemi og eftir stóðu húsin tóm. Framsýnt fólk fékk þá hugmynd að

stuðla að því að húsin yrðu lögð undir ýmsa listastarfsemi og sú varð raunin. Listalífið blómstrar í Grófargili. Listasafnið á Akureyri Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri sími: 461 2610 / fax: 461 2969 listasafn@akureyri.is www.listasafni.akureyri.is Listasafnið á Akureyri er yngsta listasafnið á landinu og jafnframt það eina sinnar tegundar utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið er til húsa að Kaupvangsstræti 12, í Listagilinu svokallaða, hjarta bæjarins, sem einnig gengur undir heitinu Grófargil. Hugmyndin að stofnun listasafns á Akureyri kom upphaflega frá Jónasi Jónssyni frá Hriflu, í blaðagrein sem hann skrifaði árið 1960. Þrír áratugir liðu uns hugmyndin um Listasafnið á Akureyri komst aftur í umræðuna og varð hún loksins að veruleika á afmælisdegi bæjarins þann 29. ágúst 1993. Lista-

safnið á Akureyri er til húsa þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus-skólanum og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu. Listasafnið á Akureyri er miðpunktur og sameiningartákn þessarar Listamiðstöðvar í Grófargili. Listasafnið á Akureyri leggur áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku, að fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrirlestrahald skipar stóran sess. Þá er einnig lögð áhersla á samstarf við erlenda aðila, ekki hvað síst á Norðurlöndum. Safnið mun leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum. Listasafnið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12:00–17:00.

Flugsafn Íslands Akureyrarflugvelli, sími: 461 4400 flugsafn@flugsafn.is, www.flugsafn.is Flugsafn Íslands er á Akureyrarflugvelli í nýju húsnæði sem er um 2.200

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Akureyri

Dagskrá

26. Landsmóts UMFÍ á Akureyri (Birt með fyrirvara um breytingar):

Miðvikudagur 8. júlí 17:00–20:00 Háskólinn á Akureyri, Sólborg

Laugardagur 11. júlí Heilsa og vellíðan alla ævi ráðstefna

Fimmtudagur 9. júlí 08:00–22:00 13:00– 13:00–21:00 13:00–16:30 15:00–17:30 16:00–22:00 16:00–17:30 16:00– 17:00–24:00 20:00–22:00

Glerárskóli Skotsvæði, Glerárdal Glerárskóli KA-heimili Íþróttaleikvangur við Hamar Íþróttahöllin Glerárskóli Óstaðsett KA-heimili Háskólinn á Akureyri, Sólborg

Upplýsingamiðstöð/mótsstjórn Sporting Bridds Handknattleikur Frjálsar íþróttir Badminton Heilsa og líðan almennings Gönguferð með leiðsögn Blak Afreksþjálfun, leiðin að Ólympíugullinu, fyrirlestur Vésteins Hafsteinssonar

Föstudagur 10. júlí 08:00–22:00 08:00–14:00 09:00–18:00 09:00–18:00 09:00–15:00 09:00–12:30 16:00– 10:00– 10:00–14:00 10:00–18:00 11:00–15:00 12:00–17:15 12:00–18:00 12:00–18:00 13:00– 13:00–18:00 13:00–18:00 14:00–17:00 14:00–18:00 16:00–17:30 15:30–17:30 17:00–18:00 19:30–21:30

18

Glerárskóli Jaðarsvöllur Íþróttahöllin Síðuskóli, íþróttahús Glerárskóli, íþróttahús KA-heimili Óstaðsett Skotsvæði, Glerárdal Hlíðarholtsvöllur Glerárskóli Sólborg, austan Glerár Íþróttaleikvangur við Hamar Pollurinn Lundurinn, vestan Hamars Skotsvæði, Glerárdal Glerárskóli KA-heimili Brekkuskóli Sundlaug Akureyrar Glerárskóli Íþróttaleikvangur við Hamar Við Hótel KEA Íþróttaleikvangur við Hamar

Upplýsingamiðstöð/mótsstjórn Golf Körfuknattleikur Körfuknattleikur Borðtennis Handknattleikur Gönguferð með leiðsögn Skeet Hestaíþróttir Bridds Gróðursetning Frjálsar íþróttir Siglingar Knattspyrna Stöðluð skammbyssa Skák Blak Pönnukökubakstur Sund Heilsa og líðan á efri árum Glíma Kirkjutröppuhlaup Mótssetning og hátíðardagskrá

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

08:00–22:00 08:00–12:00 08:00–14:00 09:00–

09:00–11:00 09:00–11:30 10:00– 10:00– 14:00– 10:00–13:00 10:00–14:00 10:00–14:00 09:00–13:30 10:00–18:00 10:00–18:00 12:00–14:00 12:00–16:00 12:00–16:00 12:00–16:00 12:00–18:00 13:00– 13:00–16:00 13:00–17:00 14:00–16:00 14:00–16:00 14:00–17:00 14:00–18:00 14:00–19:00 14:00–16:00 16:00–17:30 16:00–20:00 16:10–16:25 16:25–17:25 20:00–21:00 21:00–

Glerárskóli Sundlaug Akureyrar Jaðarsvöllur Íþróttaleikvangur við Hamar

Upplýsingamiðstöð/mótsstjórn Sund Golf Maraþonhlaup, hálft maraþonhlaup, 10 km hlaup, skemmtiskokk Síðuskóli, íþróttahús Leikfimi/dans (eldri ungmennafélagar) KA-heimili Blak Skotsvæðið, Glerárdal Skeet Laugargata, íþróttahús Loftskammbyssa Óstaðsett Gönguferð með leiðsögn Glerárskóli Stafsetning Íþróttahöllin Dans Hlíðarholtsvöllur Hestaíþróttir Glerárskóli, íþróttahús Boccia (fatlaðir) Glerárskóli Bridds Pollurinn Siglingar Íþróttahöllin, úti Jurtagreining Íþróttaleikvangur við Hamar Frjálsar íþróttir KA-heimili Júdó Síðuskóli, íþróttahús Ringó Lundurinn, vestan Hamars Knattspyrna Átak heilsurækt Sjósund Planið við Óseyri 1 Dráttarvélaakstur Glerárskóli Skák Hlíðarholtsvöllur Hestadómar Hlíðarfjall Fjallabrun (hjólreiðar) Sundlaug Akureyrar Sund Glerárskóli, íþróttahús Boccia (eldri ungmennafélagar) Íþróttahöllin Körfuknattleikur Brekkuskóli Lagt á borð Glerárskóli Heilsa og líðan ungs fólks KA-heimili Fimleikar Íþróttaleikvangur við Hamar Taekwondo-sýning Íþróttaleikvangur við Hamar Starfshlaup Ráðhústorg Ratleikur um miðbæ Akureyrar Ráðhústorg Skemmtidagskrá

Sunnudagur 12. júlí 08:00–14:00 08:00–12:00 09:00–12:00 14:00– 10:00–11:30 10:00–12:00 12:30–

Glerárskóli Sundlaug Akureyrar Jaðarsvöllur Óstaðsett Lundurinn, vestan Hamars Íþróttaleikvangur við Hamar Íþróttaleikvangur við Hamar

Upplýsingamiðstöð/mótsstjórn Sund Pútt (eldri ungmennafélagar) Gönguferð með leiðsögn Knattspyrna Frjálsar íþróttir Mótsslit


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19

© 2009 - The Coca Cola Company - Öll réttindi áskilin


Akureyri

Vésteinn með fyrirlestur á Landsmótinu á Akureyri Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari og fyrrum afreksmaður í kastgreinum frjálsíþrótta, heldur fyrirlestur á Landsmóti UMFÍ á Akureyri þar sem hann mun fjalla um afreksþjálfun og leiðina að Ólympíugullinu og heimsmeistaratitli, en Eistlendingurinn Gerd Kanter, fremsti kringlukastari heims í dag, er lærisveinn Vésteins. Fyrirlestur Vésteins verður fimmtudagskvöldið 9. júlí, að kvöldi upphafsdags Landsmótsins, kl. 20:00–22:00, í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Vésteinn hefur margsannað hversu frábær þjálfari hann er. Um það vitnar árangur lærisveina hans en það er ekki bara Kanter sem hefur náð frábærum árangri undir stjórn Vésteins. Samstarf Vésteins og Kanters hófst fyrir tæpum níu árum og hefur Eistlendingurinn tekið undraverðum framförum á þess-

Vésteinn Hafsteinsson kastþjálfari og fyrrum afreksmaður í frjálsum íþróttum.

um tíma. Kanter hefur unnið gullið á bæði heims- og Evrópumeistaramóti og hæst bar Ólympíugull hans á Ólympíuleikunum í Peking sl. sumar. Á dögunum setti Kanter heimsmet í kringlukasti innanhúss þegar hann kastaði 69,51 m. Gamla metið var rúmum þremur m styttra og sett fyrir tæpum þremur áratugum. Kanter og Vésteinn hafa í sameiningu sett stefnuna á heimsmet utanhúss í kringlukasti næsta sumar. Gaman verður að fylgjast með hvort þeim tekst það. Víst er að fyrirlestur Vésteins á Landsmótinu í sumar verður mjög áhugaverður. Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að heyra frá slíkum afreksþjálfara hvernig unnið er markvisst að því að koma íþróttamönnum á efsta þrep verðlaunapallsins og ná því markmiði.

Hjólreiðakeppni frá Reykjavík til Akureyrar Í tengslum við Landsmót UMFÍ á Akureyri í sumar verður efnt til lengstu hjólreiðakeppni ársins. Keppnin er liður í því að minnast þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Um liðakeppni er að ræða og eru tveir hjólreiðamenn í hverju liði, sem skiptast á að hjóla leiðina sem er um 430 km, auk ökumanns sem fylgir hverju liði eftir á leiðinni. Liðsmenn ráða því hvort þeir hjóla saman eða skiptast á um að hjóla á leiðinni. Engin flokkaskipting er og lið geta verið samsett hvernig sem er (aldur og kyn). Keppnin fer fram á hefðbundnum götuhjólum og hvert lið má hafa fjögur hjól meðferðis auk varahluta. Liðin verða ræst af stað að morgni 8. júlí í Reykjavík og er áætlað að öll lið verði komin fyrir miðnætti þann dag til Akureyrar. Keppni á sjálfu Landsmótinu hefst síðan daginn eftir, fimmtudaginn 9. júlí. Ekkert þátttökugjald er innheimt, en hvert lið þarf að útvega bíl í keppnina ásamt ökumanni. Hvert lið má einungis hafa einn fylgdarbíl. Gisting á besta stað á Akureyri aðfara-

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

nótt 9. júlí er í boði fyrir fyrstu tíu liðin sem skrá sig. Keppnisreglur Fylgdarbíl er ekið fyrir aftan sitt lið eða hjólahópinn. Þegar hjólahópurinn slitnar má fylgdarbíll ekki fara á milli hjólreiðamanna fyrr en bilið er orðið að lágmarki 100 m (tvær stikur). Þegar liðsmenn hafa ákveðið skiptingu má fylgdarbíll fara fram fyrir sitt lið og hann verður að keyra ákveðið fram úr hjólreiðamanni/-mönnum á stað þar sem ekki skapast hætta vegna annarrar

umferðar. Fylgdarbíll verður að keyra á 60–90 km hraða í a.m.k. 2 mínútur eftir að hann er farinn fram úr sínu liði (2 km eftir að farið er fram úr) og stöðva svo á þeim stað að ekki skapist hætta af annarri umferð þegar liðsfélaginn gerir sitt hjól tilbúið fyrir skiptingu. Skipting fer þannig fram að sá sem er að ljúka við sinn hjólreiðalegg verður að láta framdekk sitt ná fram fyrir framdekk þess sem er að taka við. Sá sem er að taka við að hjóla má ekki trufla aðra hjólreiðamenn sem gætu farið fram úr honum meðan hann bíður eftir liðsfélaga sínum. Sá sem er að ljúka við sinn legg má ekki trufla aðra hjólreiðamenn sem koma á eftir honum. Einungis hefðbundin götuhjól án aukabúnaðar til að minnka loftmótstöðu eru leyfileg. Liggistýri eru óleyfileg. Nánari útfærsla á þessum reglum verður kynnt á fundi í byrjun júlí fyrir skráð lið. Leiðin, sem verður hjóluð, liggur um þjóðveg 1 um Hvalfjörð, samtals 430 km. Leiðin er ekki lokuð annarri umferð á meðan og verða því bæði keppendur og ökumenn að sýna fyllstu varúð.


Sumarfrí á Akureyri Einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna í sannkallaðri ævintýraferð. Nokkrar staðreyndir um ferðamannabæinn Akureyri: Menning: Fjöldi viðburða og hátíða, skemmtileg söfn og gallerí, tónleikar og óvæntar uppákomur. Afþreying: Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, heilsulindir, kvikmyndahús, skemmtistaðir, keilusalur, gönguferðir, siglingar, reiðtúrar, veiði, óvissuferðir, Grímsey, Hrísey og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Gisting: Hótel, gistiheimili, íbúðir, bústaðir, auk sveitahótela í næsta nágrenni. Matur og drykkur: Úrval kaffihúsa og veitingastaða, matur úr Eyjafirði. Verslun: Fjölbreytt og gott úrval verslana í miðbænum, á Glerártorgi og víðar. Stuttar vegalengdir, frítt í strætó og frítt í bílastæði - munið bílastæðaklukkurnar.

Verið hjartanlega velkomin! www.visitakureyri.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Sauðárkrókur

Mót sem hittir í mark

Fyrst og fremst gaman og mikil áskorun að halda svona mót – Halldór Halldórsson, formaður unglingalandsmótsnefndar „Það er gott hljóð í okkur Skagfirðingum og við lítum björtum augum til Unglingalandsmótsins. Það var strax mikill áhugi í okkar röðum að taka að okkur mótið eftir Grundfirðingar hættu við. Undirbúningur hefur gengið vel enda erum við vel í stakk búnir að taka að okkur þetta mót. Þessi mót hafa verið að mótast í gegnum árin og eru tiltölulega í föstum skorðum. Hér á Sauðárkróki átti sér stað mikil uppbygging samhliða Unglingalandsmóti og Landsmóti 2004. Í dag njótum við góðs af því við allan undirbúning að komandi móti. Það má segja að við séum með allt meira eða minna klárt í sjálfu sér og ekki mikið sem þarf að gera til að halda mótið,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Sauðárkróki, í spjalli við Skinfaxa. Halldór er dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra, en margir íþróttaáhugamenn muna eftir honum þegar hann varði mark FH-inga í knattspyrnu við góðan orðstír á sínum tíma. Aðspurður hvernig undirbúningur hefði gengið sagði Halldór að allar áætlanir hefðu gengið eftir. „Eins og ég sagði vorum við meira eða minna tilbúnir að taka mótið að okkur. Við höfum afskaplega gaman af svona verkefnum og ekki síst að fá fólk hingað til okkar í Skagafjörðinn.“

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Innspýting í bæjarlífið – Hvernig er andrúmsloftið í bænum fyrir mótinu? „Það er mjög gott og bæjarbúar mjög jákvæðir í alla staði. Það er spennandi verkefni að fá hingað mikið af fólki og er um leið mikil innspýting í allt bæjarlífið. Fyrst og fremst er það gaman og mikil áskorun að halda svona stórt mót,“ sagði Halldór.

Fjölskyldan saman Halldór segir Unglingalandsmótin hafa slegið gegn og að þau séu tvímælalaust frábært framtak í því að fá fjölskylduna til að vera saman um þessa stærstu ferðahelgi ársins.

„Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið efins um framtíð þessara móta í upphafi en annað hefur heldur betur komið í ljós. Þetta mót hefur sannað gildi sitt og það hefur ekkert annað en verið að eflast og stækka undanfarin ár. Það er ríkir almenn ánægja með mótið hvar sem maður kemur. Mótin sameina fjölskylduna og að halda þau um verslunarmannahelgi var frábær hugmynd. Þetta eru mót sem svo sannarlega hafa hitt í mark. Þetta eru ekki bara mót fyrir ungmennafélögin heldur eru þau öllum opin og allir geta tekið þátt,“ sagði Halldór. Hann sagði ennfremur að mótssvæðið væri tilbúið að taka á móti fjölda fólks. „Við tökum á móti öllum sem vilja koma og eiga góða helgi í skemmtilegu og fallegu umhverfi. Það er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið að fá að halda mótið og við búum yfir dýrmætri reynslu frá mótshaldinu 2004. Bæði þau mót heppnuðust afskaplega vel en við fengum fádæma veðurblíðu sem hjálpaði okkur mikið,“ sagði Halldór. Í undirbúningi fyrir mótið á Sauðárkróki í sumar þurfti ekkert að ráðast í framkvæmdir. Öll íþróttamannvirki eru til staðar eftir uppbygginguna samhliða mótunum 2004. „Mannvirkin, sem eru til staðar, bera svo sannarlega þetta mót í sumar. Hér eru glæsileg íþróttamannvirki á borð við frjálsíþróttavöllinn, íþróttahúsið og knattspyrnuvellina. Svo hefur verið lögð hér mjög góð mótokrossbraut.“ – Er ekki mikil tilhlökkun og spenningur í herbúðum ykkar fyrir mótinu? „Ég hlakka mikið til mótsins og tilhlökkunin er mikil meðal allra bæjarbúa. Þegar nær dregur mótinu munu sjálfboðaliðar koma af fullum þunga að undirbúningi og ég hef ekki trú á öðru en að vel gangi að manna öll störf. Meginundirbúningurinn hvílir á framkvæmdastjóra mótsins, Ómari Braga, sem býr yfir mikilli reynslu við undirbúning svona móts. Við ætlum að taka vel á móti fólki og vonumst eftir að sem flestir komi og njóti daganna vel meðan á mótinu stendur. Unglingalandsmótin er ódýr fjölskylduhátíð, einungis er greitt mótsgjald, en frítt er síðan á tjaldstæðin, kvöldvökur og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, svo að eitthvað sé nefnt,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður unglingalandsmótsnefndar UMFÍ á Sauðárkróki.


Við erum afar stolt að hafa fengið mótið hingað „Hér eru menn mjög sjóaðir í að undirbúa mót af þessu tagi enda stutt síðan að hér voru haldin tvö landsmót með nokkurra vikna millibili. Við búum að þessari reynslu og erum vel í stakk búin til að taka þetta mót að okkur. Það verður spennandi að taka á móti öllum þeim fjölda sem kemur til með að sækja mótið,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri í Skagafirði, í spjalli við Skinfaxa.

um landsmótin 2004, hefði tvímælalaust ýtt enn meira undir áhuga á frjálsum íþróttum og á fleiri íþróttagreinum.

Glæsileg uppbygging „Eins og allir vita hefur átt sér stað glæsileg uppbygging samhliða Unglingalandsmótunum og hún ein og sér skilar sér svo sannarlega inn í framtíðina,“ sagði Guðmundur. – Það hlýtur að vera mikill akkur fyrir sveitarfélagið að fá svona mót til sín? „Það er ekki nokkur spurning. Við erum tilbúin til þess og ætlum að gera það eins vel og hægt er. Það skiptir mestu að undirbúningur sé góður og hér eru margir tilbúnir að leggja lóð á vogarskálarnar. Öll íþróttaiðkun ungs fólks eflir það til dáða til framtíðar litið.

Hér er allt til alls Guðmundur sagði að strax hefði vaknað áhugi í bæjarfélaginu að sækja um að halda mótið eftir að Grundfirðingar hættu við vegna efnahagsástandsins. „Hér var allt til alls og þegar í ljós kom að við hrepptum mótið var okkur ekkert að vanbúnaði og undirbúningur hófst af fullum krafti. Við vorum afar stolt yfir að hafa fengið mótið og ætlum að leggja okkur fram í að halda gott mót.“ Guðmundur sagði íþróttaleikvanginn kláran en aðeins hefði þurft að mála hlaupabrautirnar að nýju. Allt annað væri til staðar og aðstaðan fyrsta flokks.

Mikill áhugi á frjálsum Íþróttaáhugi hefur alltaf verið mikill í Skagafirðinum og þaðan hafa komið íþróttamenn í fremstu röð. Guðmundur sagði að uppbygging, sem varð í kring-

Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri í Skagafirði:

Ég bíð spenntur Unglingalandsmótin eru innlegg í það að efla unga fólkið en þessi mót hafa svo sannarlega sannað gildi sitt. Ég bíð spenntur eftir mótinu en ég hef aldrei sótt svona mót áður. Mín börn voru meira í keppnisíþróttum á borð við knattspyrnu þannig að ég bíð spenntur eftir Unglingalandsmótinu í sumar.“ Guðmundur sagði tilhlökkun mikla á meðal bæjarbúa enda verkefnið mjög spennandi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Sauðárkrókur

Fulltrúar fyrirtækjanna sem verða styrktaraðilar 12. Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í sumar. Efri röð f.v.: Örvar Guðmundsson, Prentmeti, Guðmundur Guðmundsson, Prentmeti, Júlíus Jónsson, Vífilfelli, Þórmundur Jónatansson, Landsbankanum, Jóhannes Ásbjörnsson, Landsbankanum. Neðri röð f.v.: Þórhildur Rún Guðjónsdóttir, Símanum, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Margrét Stefánsdóttir, Símanum.

Samningar við styrktaraðila undirritaðir Þann 30. apríl síðastliðinn var í þjónustumiðstöð UMFÍ skrifað undir styrktarsamninga við fjögur fyrirtæki vegna 12. Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 31. júlí til 2. ágúst í sumar.

Vel heppnað dómaranámskeið í tengslum við Unglingalandsmót á Sauðárkróki Í vor var haldið dómaranámskeið í frjálsíþróttum á Sauðárkróki, m.a. vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem þar verður haldið í sumar. Námskeiðið fór fram bæði með fyrirlestrum og heimsókn á íþróttavöllinn, þar sem gerð var úttekt á aðstæðum. Gert er ráð fyrir að þörf verði fyrir um 100 starfsmenn við frjálsíþróttakeppni mótsins. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Birgir Guðjónsson, formaður tækninefndar Frjálsíþróttasambands Íslands. Um 20 einstaklingar sóttu námskeiðið sem var mjög vel heppnað í alla staði.

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Aðalstyrktaraðilar Unglingalandsmótsins eru Síminn, Vífilfell, Landsbankinn og Prentmet. Við undirskriftina vildi Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, koma á framfæri þakklæti til styrktaraðilanna og óskaði þess í leiðinni

að samningurinn yrði einnig ávinningur fyrir styrktaraðilana sjálfa. Fulltrúar styrktaraðilanna lýstu yfir mikilli ánægju með samstarfið sem bæri vott um að forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu leggja æskulýðs- og íþróttastarfi lið. Hluti þátttakenda á dómaranámskeiðinu sem haldið var á Sauðárkróki.


25

8AA8@@ " FÜ4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


KZa`db^c { Jc\a^c\VaVcYhb i JB;Ï jb kZghajcVgbVccV]Za\^cV { HVjÂ{g`g `^ ÏÄg iiV" d\ [_ ah`naYj]{i  Jc\a^c\VaVcYhb i^c Zgj bZ hi¨ghij Äg iiV]{i Âjb aVcYh^ch# @Zeec^ ]Z[hi { [ hijYV\hbdg\c^ d\ aÅ`jg { hjccjYZ\^#

K bjZ[cVaVjh ]{i  Jc\a^c\VaVcYhb i JB;Ï Zgj k bjZ[cVaVjh# Ì Jc\a^c\VaVcYhb ijb ]Z[jg ÄV hÅci h^\ V jc\i [ a` \Zijg hkd hVccVgaZ\V h`Zbbi h g {c k bjZ[cV#

@Zeec^h\gZ^cVg ;g_{ah Äg ii^g <a bV <da[ =ZhiV Äg ii^g @cViihengcV @ g[j`cViiaZ^`jg BdidXgdhh H`{` HjcY

9V\h`g{ B i^Â ]Z[hi { [ hijYV\hbdg\c^ bZÂ Äg iiV`Zeec^ hZb hiZcYjg [gVb { hjccjYV\# Ì YV\^cc Zg [_ aWgZnii YV\h`g{ [ng^g W gc d\ [jaadgÂcV0 \ c\j[ZgÂ^g! Äg iiV`Zeec^! aZ^`^g! aZ^`i¨`^ d[a# d[a# Ì `k aY^c Zgj `k aYk `jg ÄVg hZb jc\a^c\Vgc^g Zgj [ng^gg b^# B i^cj Zg ha^i^Â jb b^Âc¨ii^ { hjccjYZ\^ bZÂ \a¨h^aZ\g^ [aj\ZaYVhÅc^c\j#

6aa^g iV`V Ä{ii @Zeec^h\gZ^cVg Zgj [ng^g &&¶&- {gV d\ \gZ^ÂV ÄZ^g +#%%% `g# `Zeec^h\_VaY# 6Âg^g [{ [g ii Zc \ZiV hVbi iZ`^Â Ä{ii [_ aWgZniig^ V[ÄgZn^c\j d\ h`Zbbi^aZ\g^ YV\h`g{#

=Z^bVh ÂV

&*// 57&*3 0( 3¶3

@ `ij { ]Z^bVh ÂjcV d``Vg0 lll#jab#^h Zc ÄVg [¨gÂj [gZ`Vg^ jeeaÅh^c\Vg jb b i^Â#

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

@dbYj { @g `^cc


Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar:

Að fara á Unglingalandsmót er upplifun og mikil stemning UMSS er mótshaldari 12. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður dagana 31. júlí til 2. ágúst í sumar. UMSS stendur fyrir Ungmennasamband Skagafjarðar, en það var stofnað árið 1910. Tíu félög eru innan vébanda UMSS og er starfsemi þeirra fjölbreytt. Sigurjón Þórðarson er formaður UMSS og sagði í samtali við Skinfaxa óneitanlega í mörg horn að líta fyrir mótið.

Allir hafa lagst á eitt „Það er búið að vera bara gaman að undirbúa mótið. Við fengum mótið til okkar nokkuð óvænt en það hafa allir lagst á eitt í undirbúningsferlinu og svona heilt yfir hafa hlutirnir gengið vel fyrir sig. Það skiptir máli í svona vinnu að virkja fólk strax og fá það í lið með sér. Eins og flestir vita er aðstaðan hér á Króknum til fyrirmyndar þannig að undirbúningurinn er með öðrum hætti en ef ráðist hefði verið í framkvæmdir. Það er jákvæð stemning í bænum og allir tilbúnir að leggja eitthvað af mörkum,“ sagði Sigurjón. „Maður fann fyrir miklum áhuga að fá mótið hingað, allir voru svo jákvæðir. Við erum vel í sveit settir með að halda mótið hér á Sauðárkróki. Aðstaðan er samanþjöppuð en stuttar vegalengdir eru á milli tjaldsvæðisins og helstu íþróttamannvirkja. Þetta er afar góður kostur að

mínu mati. Að koma að svona móti er mikill skóli og um leið mjög gefandi.“

Koma alltaf á óvart Sigurjón segir upplifun sína á Unglingalandsmótunum vera góða. Þetta séu í einu orði sagt frábær mót sem gefi öllum sem á þau fara mikla möguleika. „Ég hef farið á nokkur Unglingalandsmót og þau koma manni alltaf ánægjulega á óvart. Ég mæli hiklaust með því að krakkar taki þátt í mótinu og njóti þess um leið að vera með foreldrum sínum. Aðalatriðið í mínum huga er að taka þátt og vera með. Sigur í einhverjum greinum skiptir ekki máli.“

Fjölskyldan saman – Af hverju hafa Unglingalandsmótin slegið í gegn að þínu mati? „Að skreppa á Unglingalandsmót er mikil upplifun og stemning fyrir krakkana og raunar alla. Þarna hitta krakkar jafnaldra sína og vini í góðu umhverfi. Það segir sína sögu að sömu fjölskyldurnar koma á mótin ár eftir ár. Um stærstu ferðahelgi ársins er stórkostlegt að fjölskyldan eyði helginni saman,“ sagði Sigurjón. Sigurjón sagði af ýmsu að taka í undirbúningi fyrir mótið og margir fundir hefðu verið haldnir í unglingalandsmóts-

nefndinni. Fyrir einum fundinum í sumar lágu 30 atriði sem þurfti að skoða og taka ákvörðun um.

Bjartsýn og hlökkum til „Við erum að taka á móti gríðarlegum fjölda fólks og því þurfa hlutirnir að vera í sem bestu lagi. Það þarf að huga að mörgum þáttum því að mikið er að gerast á mótinu á sama tíma. Hinu má ekki gleyma að ungmennafélagshreyfingin býr yfir mikilli reynslu hvað þessi mót áhrærir. Menn eru ekki á upphafsreit heldur er alltaf verið að byggja ofan á reynslu fyrri ára,“ sagði Sigurjón. „Við erum mjög bjartsýn og hlökkum mikið til mótsins. Aðalatriðið verður að fá gott veður og ef það gengur eftir smellur þetta allt saman. Það kæmi mér ekki á óvart að hingað myndu koma ekki færri en tíu þúsund manns og að keppendur yrðu um 1000 talsins.“ Sigurjón sagðist líka vilja hvetja fólk til að fjölmenna á Landsmótið á Akureyri dagana 9.–12. júlí í sumar. „Við ætlum að virkja fólk á Sauðárkróki og í Skagafirði til að fara með nokkuð þétta sveit á Landsmótið. Það er líka mót sem við viljum hafa í heiðri,“ sagði Sigurjón Þórðarson, formaður UMSS, að lokum í spjallinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Sauðárkrókur

Unglingalandsmótin frá upphafi 9. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu 2006, á vegum HSÞ. Mótið fór mjög vel fram í ágætu veðri. Keppendur og gestir á mótinu voru þegar best lét um 10.000.

10. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Höfn í Hornafirði 2007. Um 1.000 keppendur tóku þátt í mótinu en talið er að 7–8 þúsund gestir hafi sótt mótið. Veður var milt og gott alla keppnisdagana. Eftir þingsetningarathöfnina var afhjúpaður vatnspóstur en hann var gjöf UMFÍ til Hornfirðinga í tilefni 100 ára afmælis hreyfingarinnar. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSH.

11. Unglingalandsmót UMFÍ

1. Unglingalandsmót UMFÍ

7. Unglingalandsmót UMFÍ

var haldið á Dalvík 10.–12. júlí 1993. Mótið, sem haldið var á vegum UMSE, tókst vel í alla staði og var þá alveg ljóst að mótshaldið var komið til að vera. Fyrirmyndarfélag mótsins var HHF.

var haldið á Sauðárkróki 2004, á vegum UMSS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Þetta var í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót var haldið á sama stað og Landsmót UMFÍ.

2. Unglingalandsmót UMFÍ

8. Unglingalandsmót UMFÍ

var haldið á Blönduósi dagana 14.–16. júlí 1995, á vegum USAH. Fyrirmyndarfélag mótsins var UNÞ.

var haldið í Vík í Mýrdal 2005, á vegum USVS. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK. Mótið tókst í alla staði mjög vel og er talið að um sjö þúsund gestir hafi sótt mótið í blíðskaparveðri.

3. Unglingalandsmót UMFÍ

var haldið í Þorlákshöfn 2008, á vegum HSK. Setningarathöfnin var mjög glæsileg, stillt og þurrt veður og stemningin einstök. Mikið fjölmenni var við lokaathöfnina og mörg þúsund áhorfendur nutu stundarinnar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, flutti keppendum og gestum kveðju og þakkaði framkvæmdaaðilum fyrir frábært og framúrskarandi framtak. Það var samdóma álit manna að vel hefði tekist til, umgjörð mótsins einstök. Gestir mótsins voru um tíu þúsund og hafa aldrei verið fleiri í sögu Unglingalandsmótanna. HSH var fyrirmyndarfélag mótsins.

var haldið í Grafarvogi 1998, á vegum Ungmennafélagsins Fjölnis. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSH.

4. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Vesturbyggð/Tálknafirði árið 2000, á vegum HHF. Mótið markaði skil í sögu mótanna því að það var haldið um verslunarmannahelgina í fyrsta skipti. Þetta var á þeim tíma umdeild ákvörðun en sagan hefur kennt okkur að þetta var afar farsælt skref í sögu mótanna. Fyrirmyndarfélag mótsins var UMSS.

5. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina 2002, á vegum HSH. Fyrirmyndarfélag mótsins var USVS.

6. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Ísafirði um verslunarmannahelgina 2003, á vegum HSV. Fyrirmyndarfélag mótsins var HSÞ. Á þessu móti var tekin sú ákvörðun að hækka aldursmörk mótsins upp í 18 ár í stað 16 áður. Á þingi UMFÍ eftir mótið var ákveðið, með miklum meirihluta atkvæða, að halda mótið árlega, um verslunarmannahelgina.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Starfsmenn Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri (til vinstri) og Hjalti Þórðarson verkefnastjóri.


Dagskrá

12. Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki (Birt með fyrirvara um breytingar):

Fimmtudagur 30. júlí Risatjald

19:00–

Árskóli

22:00–

Karnival og upphitun í miðbænum Tónlist með DJ Meis-Darra Upplýsinga- og kynningarfundur

Föstudagur 31. júlí: Sundlaug Árskóli Golfvöllur Íþróttahús Knattspyrnuvellir Íþróttavöllur Höfnin Við sundlaug Risatjald Strandblaksvöllur Íþróttavöllur Risatjald

06:50–22:00 08:00–18:00 08:00– 09:00– 10:00– 13:00– 13:00–16:00 15:00–17:00 15:00–17:00 17:00–19:00 20:00– 22:00–23:30

Opið fyrir almenning Upplýsingamiðstöð opin Golfkeppni Körfuboltakeppni Knattspyrnumót Frjálsíþróttakeppni Siglingar fyrir alla Leiktæki fyrir alla krakka Sprelligosaklúbbur <5 ára Strandblak fyrir alla Setningarathöfn Kvöldvaka

Laugardagur 1. ágúst: Sundlaug Íþróttavöllur Árskóli Golfvöllur Íþróttahús Knattspyrnuvellir Sundlaug Árskóli Hestaíþróttavöllur Risatjald Hótel Mikligarður

06:50–08:30 09:00– 09:00–18:00 09:00– 09:00– 09:00– 10:00– 10:00– 10:00– 10:00– 11:00–

Hús frítímans

11:00–15:00

Risatjald

12:00–13:00

Opið fyrir almenning Frjálsíþróttakeppni Upplýsingamiðstöð opin Golfkeppni Körfuboltakeppni Knattspyrnukeppni Sundkeppni Skákkeppni Hestaíþróttakeppni Glímukeppni Gönguferð um Skógarhlíð með leiðsögn Málaðu mynd af þér og búðu til listaverk Hæfileikakeppni fyrir krakka 10 ára og yngri

Sundlaug Sundlaug

14:00–20:00 20:00–22:00

Risatjald Risatjald Risatjald

15:00–17:00 16:00–18:00 17:00–19:00

Sparkvöllur Hús frítímans Við sundlaug Risatjald

16:00–19:00 18:00– 19:00–22:00 21:00–23:30

Opið fyrir almenning Opið fyrir almenning – Sundlaugarpartý Sprelligosaklúbbur <5 ára Fjörkálfaklúbbur 6–10 ára Hæfileikakeppni fyrir krakka 11 ára og eldri Knattþrautir á vegum KSÍ Sögustund fyrir krakka Leiktæki fyrir alla krakka Kvöldvaka

Sunnudagur 2. ágúst Sundlaug Árskóli Íþróttahús Sundlaug Knattspyrnuvellir Íþróttavöllur Gránumóar Hús frítímans Við sundlaug Sundlaug Landsbankinn

07:00–08:30 09:00–18:00 09:00– 10:00– 10:00– 10:00– 12:00– 15:00–16:00 14:00–16:00 14:00–20:00 15:00–

Við risatjald Fjaran Risatjald Við sundlaug Við risatjald Við Árskóla Hús frítímans Íþróttavöllur Sundlaug

15:00–17:00 16:00–17:00 16:00–18:00 20:00–22:00 17:00–19:00 18:00–21:00 18:00– 20:00–21:00 20:00–22:00

Risatjald Íþróttavöllur

21:00–23:30 23:30–

Opið fyrir almenning Upplýsingamiðstöð opin Körfuboltakeppni Sundkeppni Knattspyrnukeppni Frjálsíþróttakeppni Motocrosskeppni Freestyle-námskeið fyrir alla Leiktæki fyrir alla krakka Opið fyrir almenning Gönguferð um gamla bæinn með leiðsögn Hestamenn teyma undir börnum Sjósund Fjörkálfaklúbbur 6–10 ára Leiktæki fyrir alla krakka Bogfimi fyrir alla Körfuboltafjör Sögustund fyrir krakka Hópeflisleikir Opið fyrir almenning – Sundlaugarpartý Kvöldvaka Mótsslit og flugeldasýning

TRADE

MARK

Lindi ehf. Ketilsbraut 13 640 Húsavík

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Skagafjörður

Áhugaverðir staðir í Skagafirði Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð er opin allt árið og veitir upplýsingar um ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og víðar. Skagfirskt handverk í úrvali – ullarvörur, minjagripir og fleira eigulegra muna. Frír aðgangur að nettengdri tölvu og alltaf rjúkandi kaffi á könnunni. Sími 455 6161, info@skagafjordur.is

Þéttbýli og sveitir í Skagafirði Skagafjörður er nálægt miðju Norðurlandi, um 40 km langur og fullir 30 km á breidd milli Húnsness á Skaga og Straumness innan við Fljótavík, þrengist þó nokkuð innar en er samt 15 km breiður þvert yfir frá Reykjadiski. Fram í botn Skagafjarðar gengur Hegranes og eru breiðar víkur báðum megin þess og sandar miklir í botni. Siglingaleið um fjörðinn er greið og er hann djúpur, þó gengur hryggur neðansjávar út frá Hegranesi og annar frá

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Drangey, 4–5 km til norðurs, og er Hólmasker nyrst á honum. Kemur það upp um fjöru. Innar á hryggnum eru Kvíslasker. Boðar og grunn eru út frá báðum endum Málmeyjar. Undirlendi er mikið í vestanverðu héraðinu, nema undir Tindastóli. Að firðinum austanverðum er nokkuð undirlendi og há fjöll að baki. Náttúrulegar hafnir eru engar, en skipalægi nokkur, þó flest ill frá náttúrunnar hendi. Inn af botni Skagafjarðar gengur mikill dalur samnefndur. Er hann einn mesti dalur landsins, breiður og grösugur, kringdur svipmiklum fjöllum. Aðalhéraðið er um 50 km langt en klofnar innst í þrönga dali er ganga langt inn í hálendið. Kallast þeir einu nafni Skagafjarðardalir, en hafa líklega heitið Goðdalir til forna. Undirlendið er 5–10 km breitt en út frá því ganga þverdalir, bæði byggðir og óbyggðir. Austan að Skagafirði er hrikalegur fjallgarður en nokkru lægri fjöll að vestanverðu. Helstu eyjar á Skagafirði eru Drangey og Málmey. Upp af firðinum er mikill dalur og breiður og

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

nokkurt undirlendi við ströndina, en flatlendi mikið á Skaga. Helstu fjöll eru Tindastóll (989 m y.s.) vestan fjarðarins, Mælifellshnjúkur (1138 m y.s.) er rís fyrir miðju héraði og Glóðafeykir (853 m y.s.) í Blönduhlíð. Suður af héraðinu greinast þrír dalir, Svartárdalur, Vesturdalur og Austurdalur, en Norðurárdalur gengur í austur inn af Blönduhlíð. Utar eru Hjaltadalur, Kolbeinsdalur og fleiri dalir þeim megin upp frá austurströnd fjarðarins. Meginvatnsfall sýslunnar er Héraðsvötn sem verða til af Jökulsám tveimur, Austari- og Vestari-, sem koma undan Hofsjökli. Þau falla til sjávar í tveimur kvíslum, sinni hvoru megin við Hegranes. Allmiklar ár falla úr flestum dölum, samnefndar þeim, en fossar eru engir teljandi, nema Reykjafoss (14 m) í Tungusveit. Helstu stöðuvötn eru Miklavatn í Borgarsveit, Höfðavatn á Höfðaströnd og Miklavatn í Fljótum, öll gömul sjávarlón. Aðalbergtegund í Skagafjarðarsýslu er blágrýti en grágrýti og móberg er á Skaga. Eldstöðvar eru engar, nema ævafornar, svo sem


hreppur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur og Lýtingsstaðahreppur.

Sauðárkrókur

Mælifellshnjúkur, en jarðhiti víða. Þó eru nokkur hraun við norðurjaðar Hofsjökuls. Mestur jarðhiti er á Reykjum og Steinsstöðum í Tungusveit og hjá Varmahlíð (Reykjarhóli) í Seyluhreppi. Gróður er víða mikill, grösugar starengjar, mýrar og graslendi en kvistlendi lítið og skógar ekki nema lítils háttar í Hrolleifsdal í Fellshreppi. Gróið land er 1013 km2. Veðursæld er í Skagafirði. Lax og silungur er víða í ám og

vötnum. Fugla- og eggjatekja er í Drangey og Þórðarhöfða. Skagafjarðarsýsla er um 5.230 km2. Sveitarfélög í Skagafjarðarsýslu voru 12 árið 1998 þegar kosið var um sameiningu í þeim öllum nema í Akrahreppi. Sameining var samþykkt í öllum 11 sveitarfélögunum og þeir hreppar sem þá sameinuðust voru Sauðárkróksbær, Fljótahreppur, Hofshreppur, Hólahreppur, Viðvíkurhreppur, Rípur-

Á Sauðárkróki búa um 2600 manns. Þar er fjölbreytt þjónusta; gisting, veitingar, verslanir, sýningar, söfn, tjaldsvæði, skemmtistaðir, sundlaug, sjúkrahús, verkstæði o.fl. Nýr og glæsilegur íþróttaleikvangur er í miðjum bænum, sunnan við sundlaugina, þar sem einnig er strandblakvöllur. Í Minjahúsinu við Aðalgötu eru m.a. til sýnis fjögur lítil verkstæði í anda liðinna tíma. Brekkurnar ofan við bæinn eru fornir sjávarkambar, Nafir. Á Nöfum er útsýnisskífa og gott útsýni yfir gamla bæinn, sveitirnar í kring og út á fjörðinn. Uppi á Nöfum eru frístundabændur með aðstöðu sína og á vorin er hægt að fylgjast þar með lömbum og folöldum innan girðingar. Golfvöllur og aðstaða Golfklúbbs Sauðárkróks eru einnig uppi á Nöfum. Bærinn dregur nafn sitt af Sauðá og í Sauðárgili er Litli-Skógur. Þar eru göngustígar og góð aðstaða til útiveru. Verslun Haraldar Júlíussonar í Aðalgötunni hefur starfað óslitið frá árinu 1919, en þar er hægt að upplifa gömlu búðarstemninguna eins og hún var á síðustu öld. Austan við Krókinn er Borgarsandur, tæplega fjögurra kílómetra löng, svört sandfjara, þar sem gaman er að

byggja sandkastala, fara í gönguferðir eða leika við börnin. Litlu sunnar, við Áshildarholtsvatn, er fjölskrúðugt fuglalíf og upplýsingaskilti um fugla. Frá Króknum er aðeins um hálftíma akstur í Varmahlíð, Hóla, Hofsós eða Grettislaug og fyrir vetrargesti tekur aðeins um 15 mínútur að komast á frábært skíðasvæði í Tindastóli.

Söfn Óvíða er sýninga- og safnastarf með jafnmiklum blóma og í Skagafirði, þar sem menningararfurinn er bæði ríkulegur og sögustaðir fjölmargir. Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir sýningum, varðveislu og rannsóknum, en það hefur í meira en hálfa öld sýnt í Glaumbæ hvernig mannlíf var fyrrum í torfbæjum. Auk þessa eru fjölmargir aðrir staðir og sýningar sem áhugavert er að heimsækja, t.d. Vesturfarasetrið í Hofsósi, Víðimýrarkirkja við Varmahlíð, Minjahúsið á Sauðárkróki, Samgönguminjasafn Skagafjarðar og Hólar í Hjaltadal.

Hvítabjörninn Hvítabjörninn (karldýrið), sem veginn var á Þverárfjalli 3. júní 2008, er til sýnis á Náttúrustofu Norðurlands vestra, Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Öllum er velkomið að koma og skoða björninn alla virka daga kl. 8:00–17:00. Hafa þarf samband ef um annan tíma er að ræða.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands:

Reykjavík Brim hf., Bræðraborgarstíg 16 Eyrir fjárfestingarfélag ehf., Skólavörðustíg 13 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 HGK ehf., Laugavegi 13 Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hávallagötu 14–16 Endurvinnslan hf., Knarrarvogi 4 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1 T. ark Teiknistofan ehf., Brautarholti 6 Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Borgartúni 33 GlaxoSmithKline, Þverholti 14 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 NM ehf., Brautarholti 10 Bóksala kennaranema, Kennaraháskólanum við Stakkahlíð DS lausnir ehf., Súðavogi 7 Einn, tveir og þrír ehf., Skipholti 29a Færeyska sjómannaheimilið, Brautarholti 29 Rafey ehf., Hamrahlíð 33a BSRB, Grettisgötu 89 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Alþýðusamband Íslands, www.asi.is, Sætúni 1 Útfararstofa kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Henson hf., Brautarholti 24 Markaðsráð kindakjöts, Bændahöllin v/ Hagatorg SÍBS, Síðumúla 6 Tryggingamiðlun Íslands ehf., Síðumúla 21 VA – verktakar ehf, Skógargerði 1 Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Veigur ehf., Langagerði 26 Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15 Heimilisprýði ehf., Hallarmúla 1 Lögmannsstofa Jóns Höskuldssonar hdl., Suðurlandsbraut 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Lagnagæði ehf., Flúðaseli 94 Seljakirkja, Hagaseli 40 Túnþökuþjónustan ehf., sími 897 6651, Lindarvaði 2 G.S. varahlutir ehf., Bíldshöfða 14 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Matthías ehf., Vesturfold 40 B.K. flutningar ehf., Krosshömrum 2 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Matfugl ehf., Völuteigi 2 Löndun ehf., Pósthólf 1517 Móa ehf., Box 9119 Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4

Vogar Sveitarfélagið Vogar, Iðndal 2

Kópavogur Húseik ehf. –- huseik@simnet.is, Bröttutungu 4 Digranesskóli, Skálaheiði

Aðalfundur Íslenskrar getspár:

Fjölbreyttur og viðamikill rekstur Aðalfundur Íslenskrar getspár var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 30. apríl sl. Vífill Oddsson, sem verið hefur stjórnarformaður sl. tvö ár, lét af störfum og við starfi hans tekur Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Vífill þakkaði stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og starfsfólki öllu fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf þessi ár sem hann hefur verið stjórnarformaður. Í ársskýrslunni fyrir 2008 kemur glögglega í ljós hversu fjölbreyttur og viðamikill reksturinn var á árinu. Fyrirkomulag laugardagslottós var breytt í maí í fyrra á þann veg að fimm tölur voru dregnar úr potti fjörutíu talna í stað þrjátíu og átta talna áður. Ástæður fyrir þessum breytingum eru m.a. að laga leikinn að auknum íbúafjölda á Íslandi auk þess að stuðla að stærri vinningspottum. Einnig voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi Víkingalottós þannig að framlag í ofurpott Víkingalottósins var hækkað.

Íslensk getspá tók í notkun nýja tegund af sölukössum og þá var einnig tekin í notkun ný Lottóvél. Nýja vélin er afar fullkomin og með nýjustu tækni.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Vífill Oddsson.

Hamar og Fjölnir á ný í efstu deild í körfuknattleik karla Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi og Íþróttafélagið Hamar í Hveragerði endurheimtu bæði sæti sitt á meðal þeirra bestu í körfuknattleik karla í vor. Fjölnir háði einvígi við Val um laust sæti í efstu deild og hafði betur í tveimur

viðureignum. Lið Fjölnis er skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hamar úr Hveragerði hafði áður tryggt sér sæti í efstu deild, en liðið bar sigur úr býtum í 1. deild.

Frímerkjaútgáfa í tilefni af 100 ára sögu Landsmótanna Aldarafmæli Landsmóta UMFÍ, Vatnsveitu Reykjavíkur og Skrúðs í Dýrafirði eru myndefni á frímerkjaröðum sem Íslandspóstur gaf út 7. maí. Auk þess komu út sama dag Evrópufrímerkin 2009, sem helguð eru stjörnuvísindum, og smáörk í tilefni frímerkjasýningarinnar Nordia 2009 á Íslandi. Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri sumarið 1909. Landsmótin eru fjölmennustu íþróttamót á Íslandi og

hafa yfirleitt verið haldin 3ja hvert ár. Fjöldi keppenda og fjölbreytni keppnisgreina gera mótin að stórviðburði. Landsmótin hafa sett sterkan svip á íslenska íþróttasögu og þeim hefur fylgt mikil uppbygging þar sem þau eru haldin. Aldarlangri sögu Landsmótanna verður fagnað með 26. Landsmóti UMFÍ á Akureyri 9.–12. júlí 2009. Frímerkið hannaði Tryggvi Tómas Tryggvason, grafískur hönnuður.


r u ð r ö j f a g Ska

lll#k^h^ih`V\V[_dgYjg#^h

H`Zbbi^aZ\jg [g ^cj

H@6<6;?yGÁJG WÅÂjg Ä g VÂ iV`V Ä{ii

C EG:CI Z][ hVjÂ{g`g `^

¨k^ciÅg^ a [h Ä ch =kdgi hZb ÄVÂ Zg VÂ h^\aV c^Âjg _ `ja[a_ i! [VgV ]ZhiV[ZgÂ! \Vc\V { [_ aa! c_ iV a [h^ch c{ii gjcc^ ZÂV cÅiV Ä g VÂgV V[ÄgZn^c\Vg`dhi^ hZb ] gVÂ^Â ]Z[jg jee{ VÂ W_ ÂV#

HV\V! h c\jg! \aZÂ^ d\ \ Âjg bVijg Zg VaYgZ^ aVc\i jcYVc H`V\V[^gÂ^#

JeeaÅh^c\Vb^Âhi  [ZgÂVb{aV { CdgÂjgaVcY^ kZhigV // KVgbV]a  // ✆ )** +&+& // ^c[d5h`V\V[_dgYjg#^h // k^h^ih`V\V[_dgYjg#^h SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Samráðsfundur UMFÍ á Akureyri

Skemmtilegar umræður á samráðsfundi

Samráðsfundur Ungmennafélags Íslands var haldinn á Akureyri 9. maí sl. Stjórnarfundur UMFÍ var haldinn á föstudagskvöldið og fram haldið á laugarrdagsmorgni fram að hádegi. Eftir hádegi á laugardeginum hófst fundur með fulltrúum héraðssambanda og félaga með beina aðild. Alls sóttu um 50 fulltrúar fundinn. Farið var vítt og breitt um sviðið og

voru umræður gagnlegar og fræðandi. Fjallað var um mál sem efst eru á baugi í hreyfingunni og spunnust um það skemmtilegar umræður. Umræða fór fram um framtíð Landsmótanna. Þar kynntu sambandsaðilar svör sín við spurningum sem sendar höfðu verið út fyrir fundinn. Ennfremur fór fram kynning á Landsmótinu sem

www.ganga.is 34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

haldið verður á Akureyri í sumar og á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Anna R. Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins, hélt kynningu á verkefninu og sagði frá styrkveitingum þess. Í lok fundarins var skoðunarferð um mótssvæði Landsmótsins á Hamarssvæðinu, en undirbúningur á svæðinu er í fullum gangi.

Samráðfundur UMFÍ var haldinn á Hóel KEA á Akureyri.


Laxá Krafla

Blanda

P

• ÍA

9

3

Végarður

Ljósifoss

Búrfell

Frábært land til ferðalaga Verið velkomin í heimsókn í sumar Kynnið ykkur raforkuframleiðslu og sjáið einnig skemmtilegar sýningar í Blöndustöð, Búrfellsstöð, Kröflustöð, Laxárstöð, Ljósafossstöð við Sog og gestastofu Fljótsdalsstöðvar í Végarði. Merktu þína uppáhalds áfangastaði inn á kortið.

Stöðvar Landsvirkjunar verða opnar alla eftirmiðdaga í sumar.

Er ekki upplagt að koma við hjá okkur í leiðinni?

Nánari upplýsingar um heimsókn til Landsvirkjunar eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000.

Árangur fyrir alla SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Ungmennafélagið Ungmennafélagið Afturelding varð 100 ára þann 11. apríl sl. Þann 22. apríl var haldið upp á aldarafmælið með sérstakri hátíðardagskrá. Við það tækifæri færði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, félaginu gjafir og sæmdi Sigurð Guðmundsson, íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar, gullmerki UMFÍ. Jón Pálsson, formaður Aftureldingar, og Svava Ýr Baldvinsdóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ.

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Á afmælisdaginn sjálfan hélt stjórn Aftureldingar opinn hátíðarstjórnarfund þar sem opnað var bréf sem þáverandi stjórn sendi inn í framtíðina fyrir fimmtíu árum. Núverandi stjórn skrifaði og innsiglaði nýtt bréf sem ætlunin er að verði opnað að öðrum fimmtíu árum liðnum, á 150 ára afmæli félagins árið 2059. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar kom Aftureldingarfólki á óvart og lét, í tilefni aldarafmælisins, útbúa og setja upp minnismerki við Lágafellskirkju, á þeim stað sem Afturelding

var stofnuð. Minnismerkið var afhjúpað að loknum stjórnarfundinum. Í dag telur félagið um 3800 félagsmenn. Um 1200 iðkendur æfa og keppa á vegum félagsins í 10 deildum. Starfsmenn aðalstjórnar eru tveir en yfir 40 þjálfarar og aðrir starfsmenn starfa innan deilda félagsins. Hátt í 100 sjálfboðaliðar starfa fyrir Aftureldingu í stjórnum og nefndum.


Afturelding 100 ára Sjáum fram á bjarta tíma „Við erum afar stolt á þessum tímamótum í sögu félagsins og sjáum ekki fram á annað en bjarta tíma hjá félaginu. Íþróttastarfið stendur með miklum blóma og þessa dagana er knattspyrnan að fara af stað. Í tengslum við afmælið ætlum við að gefa út bók þar sem saga félagsins verður rakin í máli og myndum. Það er mikið líf í félaginu í 10 deildum auk íþróttaskólans,” sagði Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Aftureldingar.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, slær á létta strengi á 100 ára afmælishátíð Aftureldingar.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Úr hreyfingunni

Bjartsýni í starfi HSÞ og nóg um að vera Ársþing Héraðssambands Þingeyinga, HSÞ, var haldið á Þórshöfn 2. maí sl. Arnór Benónýsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Þrjár breytingar urðu í stjórn sambandsins. Úr stjórn gengu Einar Ingi Hermannsson, Jóhann Rúnar Pálsson og Linda Baldursdóttir. Inn í stjórn komu Gunnar Sigfússon, Ágústa Ágústsdóttir og Ingvar Helgi Kristjánsson. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmdi á þinginu Sölva Stein Alfreðsson starfsmerki UMFÍ. Íþróttamaður ársins hjá HSÞ var kjörin Hafdís Sigurðardóttir. „Það var ákveðið að slípa betur sameiningu HSÞ og UNÞ og láta hana virka betur. Í starfinu hjá okkur á þessu ári ber hæst þátttöku okkar í Landsmótinu á Akureyri og Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Það er annars nóg um að vera í okkar starfi og við erum bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Arnór Benónýsson, formaður HSÞ.

Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmir Sölva Stein Alfreðsson starfsmerki UMFÍ.

88. sambandsþing UDN haldið í Búðardal:

Vel sótt héraðsþing USVH á Hvammstanga Frá héraðsþingi USVH.

68. héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, USVH, var haldið í félagsheimilinu á Hvammstanga 7. apríl sl. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið. Júlíus Guðni Antonsson og Sigurbjörg Jóhannesdóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ. Þingið var mjög vel sótt en langflestir þeir sem áttu rétt til þingsetu mættu. Engin breyting varð í aðalstjórn sambandsins en formaður USVH er Guðmundur Haukur Sigurðsson.

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þingstörf gengu vel og að sögn Guðmundar Hauks urðu nokkrar umræður um hvernig deila ætti fjármagni milli hinna ýmsu íþróttafélaga. Nokkur umræða var einnig um Unglingalandsmót en sveitarstjórnin sér sér ekki fært að sækja um mótið með USVH 2011. Guðmundur Haukur sagði að samt sem áður hefði verið samþykkt áskorun til sveitarstjórnar um að skoða málið síðar. Fram undan hjá USVH er að undirbúa starfið í sumar en íþróttastarfið er mest á vegum hinna einstöku félaga. Sambandið

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ (í miðið) sæmdi þau Sigurbjörgu Jóhannesdóttur og Júlíus Guðna Antonsson starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi USVH.

stefnir á þátttöku í Landsmótinu á Akureyri og Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. „Okkar starf er annars í hefðbundnum farvegi og fjárhagurinn bara góður,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands:

Kópavogur Snælandsskóli, Víðigrund Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Suðurverk hf., Hlíðarsmára 11 Lyfja hf., Bæjarlind 2 Gæðaflutningar ehf., Krossalind 19 Smurstöðin Stórahjalla ehf., Dalvegi 16a Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Marás ehf., Akralind 2 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Suðurtún ehf., Súlunesi 12 H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 AH Pípulagnir ehf., Suðurhrauni 12c Kompan ehf., Skeiðarási 12

Hafnarfjörður Sæli ehf., Smyrlahrauni 17 Kerfi fyrirtækjaþjónusta ehf., Flatahrauni 5b Hlaðbær – Colas hf., malbikunarstöð, Gullhellu 1 Rafal ehf., Hringhellu 9 Fínpússning ehf., Rauðhellu 13

Álftanes Sveitarfélagið Álftanes, Bjarnastöðum

Reykjanesbær Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Hafnargötu 80 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Íslenska félagið ehf., Iðavellir 7a Tannlæknastofa Einars Magnúss ehf., Skólavegi 10

Mosfellsbær Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Nýja bílasmiðjan hf., Flugumýri 20 Dalsgarður ehf., Dalsgarði 1 Rögn ehf., Súluhöfða 29 Ísfugl ehf., Reykjavegi 36

Akranes Smurstöð Akraness sf., Smiðjuvöllum 2 Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum GT Tækni ehf., Grundartanga Elkem, Ísland ehf., Grundartanga

Borgarnes Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey UMÍS Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., Þórðargötu 12 Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf., Húsafelli 3 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstöðum

Stykkishólmur Sæfell Sæmundarpakkhús, Stykkishólmi, Hafnargötu 9 Þ.B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36 Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Grunnskólinn í Stykkishólmi, Skólastíg 11 Tindur ehf., Hjallatanga 10

Grundarfjörður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Úr hreyfingunni

27. Landsmót UMFÍ á Selfossi fært til 2013 Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins hefur skipað sjö manna Landsmótsnefnd vegna Landsmóts UMFÍ á Selfossi og hefur nefndin þegar fundað tvisvar sinnum. Stjórn HSK skipaði Þóri Haraldsson sem formann nefndarinnar. Aðrir, sem HSK tilnefndi, eru Gísli Páll Pálsson, formaður HSK, Hansína Kristjánsdóttir, gjaldkeri HSK, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar. Þrír eru tilnefndir af stjórn UMFÍ, þau Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Örn Guðnason, ritari UMFÍ og framkvæmdastjóri Umf. Selfoss. Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, og Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, starfa með nefndinni. Á fundi nefndarinnar, sem haldinn var í byrjun júní, var ákveðið að fresta mótinu til ársins 2013. Á fundinum kom fram að stjórn UMFÍ hafi samþykkt á fundi nýverið beiðni nefndarinnar um að færa mótið aftur um eitt ár. Ástæða frestuninnar er einkum sú að margir aðrir stórir íþróttaviðburðir verða 2012, eins og Ólympíuleikarnir í London og Evrópukeppnin í knattspyrnu. Einnig verður Landsmót hestamanna 2012 líklega haldið á Suðurlandi á svipuðum tíma.

Landsmótsnefnd 2013. Frá vinstri: Örn Guðnason, Guðrún Helga Guðjónsdóttir, Sæmundur Runólfsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Gísli Páll Pálsson, Hansína Kristjánsdóttir og Þórir Haraldsson. Lengst til hægri er Bragi Bjarnason sem mun starfa með nefndinni ásamt Engilbert Olgeirssyni.

Á samráðsfundi UMFÍ, sem haldinn var á Akureyri á dögunum, voru þessi mál rædd. Voru fundarmenn almennt þeirrar skoðunar að framvegis ætti að halda Landsmót UMFÍ fjórða hvert ár. Nefnd er að störfum á vegum UMFÍ sem er að skoða framtíð Landsmótanna. Verða þessi mál nánar rædd á þingi samtakanna í haust. Á síðasta fundi landsmótsnefndar var ákveðið að halda Landsmótið á Selfossi 4.–7. júlí árið 2013. Kynning á Landsmótinu á Selfossi mun formlega hefjast á Landsmótinu á Akureyri í sumar.

Sveinn kjörinn formaður USVS 39. sambandsþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, var haldið á Hótel Dyrhólaey 28. mars sl. Sveinn Þorsteinsson var kjörinn nýr formaður, en aðrir í stjórn voru kosnir Gunnar Pétur Sigmarsson, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Ólöf Ragna Ólafsdóttir og Þorbjörg Kristjánsdóttir. Til vara voru kosin Kristín Lárusdóttir, Svavar Helgi Ólafsson og Halldóra Gylfadóttir. Arnar Snær Ágústsson var valinn íþróttamaður ársins hjá USVS og Ármann Daði Gíslason efnilegasti íþróttamaðurinn. Fulltrúi UMFÍ á þinginu var Helgi Gunnarsson.

Sveinn Þorsteinsson, nýkjörinn formaður USVS.


Úr hreyfingunni

Gróskan hefur aldrei verið meiri innan HSV

almenningsíþrótta í Ísafjarðarbæ í yfir 30 ár óslitið. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, veitti tvö starfsmerki UMFÍ, þeim Jón Páli Hreinssyni, formanni HSV, og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV og í stjórn HSV voru kosnir til næstu tveggja ára Maron Pétursson og Gylfi Gíslason. Þrjú voru kosnir í varastjórn, þau Erla Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Ari Hólmsteinsson. „Þingið gekk ljómandi vel fyrir sig, þarna var skipst á skoðunum en fyrir þinginu lágu nokkrar mikilvægar ályktanir og tillögur. Við styrktum samband okkar við Ísafjarðarbæ með því að leita eftir nánara samstarfi við grunnskóla bæjarins um íþróttir barna í 1. og 2. bekk. Markmiðið

Héraðsþing Héraðssambands Vestfirðinga, HSV, var haldið 28. apríl sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Mæting á þingið var góð hjá þingfulltrúum sem og gestum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Helga Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, fluttu ávörp en Helga Guðrún kom á þingið ásamt Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ. Þingið gekk vel fyrir sig og stjórn var í traustum höndum þingforseta, Gísla Úlfarssonar. Tillögur fengu góða og sanngjarna umfjöllun í nefndum og nefndarstörf voru vel unnin. Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, veitti tvö gullmerki á þinginu, þeim Guðríði Sigurðardóttur og Rannveigu Pálsdóttur, fyrir frábært starf í þágu

Á myndinni til vinstri sæmir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, þá Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, og Jón Pál Hreinsson, formann HSV, starfsmerki UMFÍ. Til hægri eru Guðríður Sigurðardóttir og Rannveig Pálsdóttir sem voru sæmdar gullmerki HSV.

er að fjölga iðkendum í þessum aldursflokki en þarna er á ferðinni spennandi og metnaðarfullt verkefni. Við erum bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir erfiðleika í umhverfinu. Það hefur aldrei verið jafnmikið framboð á íþróttaiðkun og gróskan hefur líka aldrei verið meiri innan aðildarfélaga okkar en einmitt um þessar mundir,” sagði Jón Páll Hreinsson, formaður HSV.

Tvær breytingar urðu í stjórn UDN á þinginu Tvær breytingar urðu í stjórn Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, UDN, á 88. sambandsþinginu sem haldið var í Grunnskólanum í Búðardal 28. mars sl. Þingið var haldið í boði Glímufélags Dalamanna. Margrét Jóhannsdóttir, gjaldkeri, hætti í stjórn og í hennar stað kom Eygló Kristjánsdóttir frá Reykhólum. Þá kom Baldur Gíslason inn í aðalstjórn í stað Jörgens Nilsson sem verður varamaður í stjórn sambandsins. Einar Jón Geirsson, stjórnarmaður í UMFÍ, flutti ávarp á þinginu. Að sögn Finnboga Harðarsonar, formanns UDN, gengu þingstörf vel. Undirbúningur sumarstarfsins er hafinn en það hefur ávallt verið blómlegt. Finnbogi sagði ennfremur að UDN væri þessa dagana að leita að framkvæmdastjóra í hálft starf í sumar. Svana Hrönn Jóhannsdóttir var útnefnd íþróttamaður UDN.

Finnbogi Harðarson, formaður UDN, færði Margréti Jóhannsdóttur, fráfarandi gjaldkera, blóm.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Úr hreyfingunni

Ungmennafélags Íslands:

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Sjávariðjan Rifi hf., Hafnargötu 8

PATHE–verkefnið:

Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a Hótel Bjarkalundur

Ísafjörður Ísblikk ehf., Árnagötu 1 Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12

Bolungarvík Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14 Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf., Hafnargötu 12

Súðavík

Anders K. Jespersen og Ruben Lundtoft sem kynntu verkefnið ásamt stjórnarmönnum í UMFÍ, þeim Einari Haraldssyni og Björgu Jakobsdóttur.

VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund

Patreksfjörður Bára Pálsdóttir, Hjöllum 13 Vesturbyggð, Aðalstræti 63

Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu

Staður Verkalýðsfélag Hrútfirðinga, Borðeyri

Kjörvogur Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Kvenfélagið Iðja

Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Skagaströnd Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3 Elfa ehf., Oddagötu 22

Sauðárkrókur Hjá Ernu hársnyrtistofa ehf., Skagfirðingabraut 6 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf., Sæmundargötu 31 Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf., Aðalgötu 20b Safnahús Skagfirðinga, Faxatorgi Fisk – Seafood hf., Eyrarvegi 18 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Elinn ehf., Furuhlíð 2 Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Verkfræðistofan Stoð ehf., Aðalgötu 21

Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði, Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði

Hofsós Vesturfarasetrið

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Markmiðið að fá almenning til að hreyfa sig meira Þann 30. apríl sl. fór fram kynning á verkefni sem gengur undir heitinu PATHE. Erlendir forsvarsmenn verkefnisins komu og héldu kynningarfund í Reykjavík. Þetta er verkefni sem UMFÍ er aðili að í gegnum DGI í Danmörku. Um er að ræða evrópskt verkefni sem lýtur að líkamrækt og heilsu fólks almennt. Markmið verkefnisins, sem styrkt er af Evrópusambandinu, gengur fyrst og fremst út á það að fá almenning til að hreyfa sig meira en hann gerir í dag. DGI er aðalaðili að verkefninu ásamt félögum í Finnlandi og Tékklandi auk UMFÍ. Hugmyndin er að koma upp líkamsrækt-

arstöðvum með það að leiðarljósi að fá fólk til að hreyfa sig. Stöðvarnar á að reka meira eða minna í sjálfboðaliðastarfi þannig að ekki sé kostnaðarsamt fyrir einstaklinginn að stunda líkamsrækt. Fimm aðildarfélög UMFÍ tóku þátt í kynningarfundinum, frá Keflavík og Reykjanesbæ, Ungmennafélagi Selfoss og Árborg, Fjarðarbyggð og Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands, Ungmennafélaginu Tindastóli og Sveitarfélaginu Skagafirði og Ungmennafélaginu Fjölni. Innan tveggja ára er síðan markmiðið að komið verði á fót líkamsræktarstöðvum í þeim anda sem lýst var hér að framan.

Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis Á aðalfundi Ungmennafélagsins Fjölnis, sem haldinn var í Egilshöll 16. apríl sl., var Jón Karl Ólafsson kjörinn formaður félagsins. Jón Karl, sem áður hafði verið varaformaður, tekur við formennskunni af Ragnari Þór Guðgeirssyni sem gaf ekki kost á sér áfram. Fjórir nýir einstaklingar koma inn í stjórnina, þau Birgir Gunnlaugsson, Ásgeir Heimir Guðmundsson, Örn Pálsson og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir. Þau koma í stað Ragnars

Þórs Guðgeirssonar, Bjarneyjar Sigurðardóttur, Ingibjargar Óðinsdóttur og Jóns Þorbjörnssonar. Einar Haraldsson, stjórnarmaður í UMFÍ, flutti ávarp á aðalfundinum. Ragnar Þórir Guðgeirsson og Ingibjörg Óðinsdóttir voru sæmd silfurmerki Fjölnis. Um 40 manns sóttu aðalfundinn. Málfríður Sigurhansdóttir, framkvæmdastjóri Fjölnis, sagði í stuttu spjalli að verið væri að vinna að samningum við borgaryfirvöld sem varða frekari starfsemi félagsins í Egilshöllinni en áður hefur verið. Hún sagði að félagið hefði lengi vantað betri félagsaðstöðu og að nú hillti undir betri tíma í þeim efnum.


Úr hreyfingunni

Stefán Freyr Thorderson kjörinn nýr formaður á aðalfundi Umf. Njarðvíkur

Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur, UMFN, var haldinn 21. apríl sl. og var mjög vel mætt á fundinn. Stefán Thordersen var kjörinn formaður í stað Kristjáns Pálssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýja stjórn skipa: Stefán Thordersen, formaður, Þórunn Friðriksdóttir, gjaldkeri, og Arngrímur Guðmundsson, ritari. Íþróttamaður ársins hjá UMFN var valin sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir enda var árið 2008 glæsilegt hjá henni og er þetta í þriðja sinn sem hún hlýtur þennan heiður. Íþróttamenn einstakra deilda eru Jóhann Ólafsson, körfuboltadeild, Sturla Ólafsson, lyftingadeild, Ingvar Jónsson, knattspyrnudeild, og Erla Dögg Haraldsdóttir, sunddeild. Ólafsbikarinn hlaut að þessu sinni Rafn M. Vilbergsson, knatt-

spyrnudeild, fyrir frábær störf fyrir deildina. Á fundinum voru afhent fjögur silfurmerki og fjögur gullmerki félagsins. Silfurmerki hlutu Friðrik Ólafsson, sunddeild, Þórður Karlsson, knattspyrnudeild, Þórunn Þorbergsdóttir, körfuknattleiksdeild, og Herbert Eyjólfsson, lyftingadeild. Gullmerki hlutu Guðmundur

Snorrason, f.v. formaður UMFN, Stefán Bjarkarson, f.v. formaður UMFN, Böðvar Jónsson, f.v. formaður UMFN, og Haukur Jóhannsson, f.v. formaður UMFN. Þá sæmdi Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ, Kristján Pálsson, fráfarandi formann UMFN, starfsmerki UMFÍ.

Fjölmennt á sambandsþingi UMSB í Borgarnesi 87. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar, UMSB, fór fram í Menntaskólanum í Borgarnesi 24. mars sl. Þingið var fjölmennt en um 45 fulltrúar frá aðildarfélögum UMSB mættu ásamt góðum gestum frá Borgarbyggð og UMFÍ. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmdi Jóhann Pálsson frá Umf. Agli Skallagrímssyni starfsmerki UMFÍ á fundinum fyrir áralöng vel unnin störf í þágu ungmennafélaga. Þingið samþykkti að fela stjórn UMSB að ganga strax til viðræðna við Borgarbyggð um að koma meira að rekstri UMSB og aðildarfélaga þess. Þingið fól stjórn UMSB að ganga í þessar viðræður og leggja niðurstöður þeirra fyrir formannafund UMSB í haust.

Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmdi Jóhann Pálsson starfsmerki UMFÍ á sambandsþingi UMSB.

Einnig samþykkti þingið að fela stjórn UMSB að ganga til viðræðna við Borgarbyggð um val á íþróttamanni Borgarfjarðar. Í dag eru valdir íþróttamenn ársins, annars vegar af hálfu UMSB og hins vegar af hálfu Borgarbyggðar. Sitt hvor reglugerðin er þar til grundvallar, en þingið fól nú stjórn að athuga hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að sameina þetta val á næsta ári. Þingið samþykkti einnig tillögur er lúta að landsmótum sem fara fram í sumar og mun UMSB mæta til leiks á Landsmót á Akureyri, vonandi með fullskipað lið og stefna á góðan árangur í heildarstigakeppninni. Friðrik Aspelund var endurkosinn sambandsstjóri UMSB en breytingar á stjórn UMSB voru þannig að Sigmar Gunnarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Í hans stað var kosin Veronika Sigurvinsdóttir.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

43


Vinnum saman

Græðum Ísland

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

44

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Systur í tveimur efstu sætum í meistaradeild UMFÍ

Systurnar í Árbæjarhjáleigu, Rangárþingi, þær Hekla Katarína og Rakal Natalie Kristinsdætur, urðu í fyrsta og öðru sæti í Meistaradeild UMFÍ sem lauk 4. apríl. Arnar Bjarki Sigurðsson veitti þeim harða keppni og hreppti þriðja sætið. Mótið var þriggja móta röð þar sem keppt var í helstu greinum hestaíþrótta auk Smala. Keppt var í einum flokki, 12 til 21 árs.

Skeið: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9 10. 11. 12. 13. 14. 15.

Arnar Bjarki Sigurðarson – Blekking frá Litlu-Gröf Sleipnir Grettir Jónasson – Fálki frá Tjarnarlandi Hörður Kári Steinsson – Lilja frá Dalbæ Fákur Hekla Katharína Kristinsdóttir – Rita frá Litlu-Tungu 2 Geysir Herdís Rútsdóttir – Ástareldur frá Stekkjarholti Geysir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – Brennir frá Votmúla 1 Adam Rakel Natalie Kristinsdóttir – Snúður frá Húsanesi Geysir Erla Katrín Jónsdóttir – Dropi frá Selfossi Geysir Agnes Hekla Árnadóttir – Veigar frá Varmalæk Fákur Steinn Haukur Hauksson – Smári frá Norður-Hvammi Andvari Andri Ingason – Rún frá Dalbæ Andvari Saga Mellbin – Brella frá Feti Sörli Ragnheiður Hallgrímsdóttir – Kimi frá Dalbæ Geysir Gústaf Ásgeir Hinriksson – Saga frá Lynghaga Geysir Guðlaug Jóna Matthíasdóttir – Vindur frá Hala Andvari

5,90 6,23 6,56 6,67 6,69 6,89 7,13 8,36 0,00 0,00 7,58 0,00 0,00 0,00 0,00

Tölt forkeppni: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15.

Rakel Natalie Kristinsdóttir – Vígar frá Skarði Hekla Katharína Kristinsdóttir – Jónína frá Feti Gústaf Ásgeir Hinriksson – Knörr frá Syðra-Skörðugili Grettir Jónasson – Eining frá Lækjarbakka Ragnheiður Hallgrímsd. – Skjálfti frá Bjarnastöðum Agnes Hekla Árnadóttir – Spuni frá Kálfholti Erla Katrín Jónsdóttir – Flipi frá Litlu-Sandvík Steinn Haukur Hauksson – Silvía frá Vatnsleysu Arnar Bjarki Sigurðarson – Kamban frá Húsavík Guðlaug Jóna Matthíasdóttir – Sólon frá Stóra-Hofi Saga Mellbin – Fiðla frá Gunnlaugsstöðum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – Baltasar frá Strönd Andri Ingason – Máttur frá Austurkoti Herdís Rútsdóttir – Taumur frá Skíðbakka 1 Kári Steinsson – Skúmur frá Kvíarhóli

Geysir Geysir Geysir Hörður Geysir Fákur Fákur Andvari Sleipnir Andvari Sörli Adam Andvari Geysir Fákur

7,30 6,67 6,63 6,40 6,13 5,97 5,83 5,83 5,67 5,63 5,57 5,43 5,17 4,87 0,00

Fákur Andvari Sleipnir Andvari Fákur

6,44 6,39 6,06 5,83 5,67

Tölt B úrslit: 1. Agnes Hekla Árnadóttir – Spuni frá Kálfholti 2. Steinn Haukur Hauksson – Silvía frá Vatnsleysu 3. Arnar Bjarki Sigurðarson – Kamban frá Húsavík 4. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir – Sólon frá Stóra-Hofi 5. Erla Katrín Jónsdóttir – Flipi frá Litlu-Sandvík

Tölt A úrslit: 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Rakel Natalie Kristinsdóttir – Vígar frá Skarði Gústaf Ásgeir Hinriksson – Knörr frá Syðra-Skörðugili Hekla Katharína Kristinsdóttir – Jónína frá Feti Agnes Hekla Árnadóttir – Spuni frá Kálfholti Ragnheiður Hallgrímsd. – Skjálfti frá Bjarnastöðum Grettir Jónasson – Eining frá Lækjarbakka

Keppandi

Lið

Rakel Natalie Kristinsdóttir Hekla Katharina Kristinsd. Arnar Bjarki Sigurðarson Grettir Jónasson Agnes Hekla Árnadóttir Ragnheiður Hallgrímsd. Steinn Haukur Hauksson Gústaf Ásgeir Hinriksson Áslaug Arna Sigurbjörnsd. Kári Steinsson Saga Mellbin Erla Katrín Jónsdóttir Andri Ingason Guðlaug Jóna Matthíasd. Herdís Rútsdóttir

Fet Fet Hjarðartún Vesturkot Vesturkot Arabær Vesturkot Arabær Völlur Hjarðartún Fet Völlur Arabær Völlur Hjarðartún

Geysir Geysir Geysir Fákur Geysir Hörður

7,67 6,83 6,67 6,50 6,28 6,06

Stig: 72 69 68 65 59,5 57,5 52,5 49,5 44 42,5 40,5 33 26 21 20

Lið Fet Vesturkot Arabær Hjarðartún Völlur

Stig: 181,5 177,0 133,0 130,5 98,0

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

45


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Úr hreyfingunni

Ungmennafélags Íslands:

Fljót Ferðaþjónustan Bjarnargili ehf., Bjarnargili

Frá vinstri: Einar Jón Geirsson í stjórn UMFÍ, Bjarnheiður J. Fossdal, Jóhanna Ása Einarsdóttir fráfarandi formaður HSS og Rósmundur Númason sem tók á móti viðurkenningu fyrir Birki Þór Stefánsson.

Akureyri Index tannsmíðaverkstæði ehf., Kaupangi við Mýrarveg Bókhaldsþjónusta Birgis Marinóssonar ehf., Gránufélagsgötu 4 Endurhæfingarstöðin, Glerárgötu 20 Haukur og Bessi tannlæknar, Tannlæknastofa Björns Rögnvaldssonar ehf., Kaupangi v/Mýrarveg Flokkun Eyjafjörður ehf., Furuvöllum 1 Teikn á lofti ehf. teiknistofa, Skipagötu 12 Eining – Iðja, www.ein.is, Skipagötu 14 Skóhúsið – Bónusskór, Brekkugötu 1a Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf., Skipagötu 16 Steypusögun Norðurlands ehf., Víðivöllum 22 Ásprent – Stíll hf., Glerárgötu 28 Halldór Ólafsson, úr og skartgripir, Glerártorgi Rafeyri ehf., Norðurtanga 5 Gistiheimilið Súlur, s: 461 1160 og 863 1400, Þórunnarstræti 93 Samvirkni ehf., Hafnarstræti 97 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu Þelamerkurskóli, Laugalandi Eggjabúið Gerði ehf., Þórsmörk Ísgát ehf., Lónsbakka Lagnalind ehf., Móasíðu 9b Blikkrás ehf., Óseyri 16 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Gúmmibátaþjónusta Norðurlands sf., Draupnisgötu 3 Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Vélaleiga HB ehf., Freyjunesi 6 Byggingarfélagið Hyrna ehf., Sjafnargötu 3

Grenivík Stuðlaberg útgerð ehf., Ægissíðu 11

Húsavík

Jóhann Björn kosinn formaður HSS 62. ársþing Héraðssambands Strandamanna, HSS, var haldið á Drangsnesi 2. júní sl. Á þinginu var Jóhann Björn Arngrímsson kosinn formaður, en Jóhanna Ása Einarsdóttir hafði lýst því yfir að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Þess má geta að Jóhann Björn var gjaldkeri HSS á árunum 2001–2007. Jóhanna Ása kynnti skýrslu stjórnar þar sem stiklað var á stóru yfir starf síðasta árs. Einar Jóhann Geirsson, í stjórn Ungmennafélags Íslands, ávarpaði ársþingið. Jóhanna Ása veitti bikar íþróttamanni ársins, sem er Birkir Þór Stefánsson og

hvatningarbikarinn féll í skaut Bjarnheiðar J. Fossdal. Síðan tók Jóhann Björn Arngrímsson, nýkjörinn formaður HSS, til máls og þakkaði fyrir traustið að vera kosinn formaður. Hann sagðist vænta mikils af þeim sem kosnir hefðu verið í stjórn og einnig þeim sem kosnir hefðu verið í ráð. Stjórn HSS er þannig skipuð: Jóhann Björn Arngrímsson, formaður, Þorsteinn Paul Newton, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Andri Freyr Arnarson og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir. Til vara voru kosin Óskar Torfason, Bjarnheiður J. Fossdal og Rósmundur Númason.

Hóll ehf., Höfða 11

Laugar Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna, Laugum Norðurpóll ehf., Laugabrekku, Reykjadal Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum, Reykjadal

Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15 Jarðböðin við Mývatn Skútustaðahreppur, Hlíðavegi 6 Vogar, ferðaþjónusta, Vogum

Þórshöfn Svalbarðshreppur, Laxárdal

Egilsstaðir Þ.S. Verktakar ehf., Miðási 8–10 Skógar ehf., Dynskógum 4 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Fljótsdalshérað, Lyngási 12

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

46

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Elín Þóra kosin formaður HSB Elín Þóra Stefánsdóttir var kjörin nýr formaður Héraðssambands Bolungarvíkur á þingi sambandsins 28. apríl sl. Þingið sátu fulltrúar Ungmennafélags Bolungarvíkur og Golfklúbbs Bolungarvíkur. Á þinginu var kosin ný stjórn en í henni eiga sæti Elín Þóra Stefánsdóttir, formaður, Baldur Smári Einarsson, Benedikt Sigurðsson, Guðbjartur Flosason og Jónas L. Sigursteinsson. Á þingið kom Einar Haraldsson, stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands, og kynnti Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Akureyri 9.–12. júlí nk., Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem verður starfræktur á Ísafirði 22. –26. júní nk.

Frjálsíþróttaskólinn er með sumarbúðaformi og er spennandi tækifæri fyrir 11–18 ára gömul ungmenni sem vilja kynnast frjálsum íþróttum. Innan HSB hefur starfsemin verið öflug í knattspyrnu, körfuknattleik, dansi, sundi, badminton og skák. Golfklúbbur Bolungarvíkur hefur unnið að mikilli uppbyggingu golfíþróttarinnar í bænum og hefur fjöldi félaga í klúbbnum tvöfaldast á síðasta áratug. Ársþing HSB samþykkti að styrkja þau ungmenni sem hafa áhuga á að fara í Frjálsíþróttaskólann og taka þátt í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu í framhaldi af því. Þá samþykkti þingið að veita einnar milljónar króna styrk til hvors aðildarfélags til að treysta fjárhag þeirra.


Úr hreyfingunni

Ákvæði um að skipa greinaráð hjá UÍA lögfest

Tuttugu félagar frá tólf félögum mættu á sambandsþing UÍA sem haldið var á Seyðisfirði 15. maí sl. Aðalstjórn sambandsins var endurkjörin og ný lög samþykkt. Stjórn sambandsins var einróma endurkjörin, Elín Rán Björnsdóttir sem formaður og Berglind Agnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Jónas Þór Jóhannsson með henni. Böðvar Bjarnason, Egilsstöðum, kemur nýr inn í varastjórn í stað Jóns Arngrímssonar. Þar eru að auki Steinn Jónasson og Björn Þór Sigurbjörnsson. Jón Arngrímsson, Hugin í Fellum, var sæmdur starfsmerki Ungmennafélags Íslands á þinginu. Merkið hlaut Jón fyrir áratuga fórnfúst starf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar. Jón hefur setið í stjórn og varastjórn UÍA og var um tíma starfsmaður sambandsins. Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ, afhenti Jóni starfsmerkið. Tvær seyðfirskar forystukonur voru sæmdar starfsmerki UÍA á þinginu. Það voru þær Margrét Vera Knútsdóttir og Unnur Óskarsdóttir. Margrét Vera tók við formennsku í Íþróttafélaginu Hugin árið 2008, en hefur unnið lrngi fyrir félagið. Unnur er formaður Viljans og hefur um áraraðir unnið ötult

starf í þágu þess félags og íþrótta fatlaðra í fjórðungnum. Það var Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, sem sæmdi þær starfsmerkinu. Á þinginu voru samþykkt ný lög sambandsins þar sem meðal annars eru lögfest ákvæði um skipan greinaráða, ákvæðum um

kjör til stjórnar breytt og bætt inn ákvæði um að setja megi aðildarfélag á lista yfir óvirk félög sé það ekki starfandi. Staðfest var að Ungmenna- og íþróttafélag Bakkafjarðar er ekki lengur aðili að UÍA þar sem íþróttahéruð lúta mörkum sveitarfélaga og Bakkafjörður er orðinn hluti af Langanesbyggð. Bakkafjörður tilheyrir því framvegis starfssvæði Héraðssambands Þingeyinga. Fjögur ný félög voru staðfest sem aðilar að sambandinu, Knattspyrnufélagið Spyrnir, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar, Skíðafélagið Stafdal og Golfklúbbur Vopnafjarðar. Sjö aðrar ályktanir, sem meðal annars lúta að stuðningi ríkisins við héraðssambönd, stuðningi sveitarfélaga við UÍA og þátttöku á íþróttamótum, voru samþykktar. Að auki var samþykkt tillaga um sérgreinaráð, en gert er ráð fyrir blak-, sund-, frjálsíþrótta-, golf-, hestaíþrótta- og skíðaráðum innan sambandsins, auk tveggja knattspyrnuráða. Akstursíþróttamaðurinn Ólafur Bragi Jónsson, úr Akstursíþróttafélaginu Start, var útnefndur íþróttamaður UÍA árið 2008.

TRADE

MARK

www.ganga.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

47


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands:

Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R Zoëga ehf., Hafnarbraut 10

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð

Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Nýheimum Þrastarhóll ehf., Kirkjubraut 10 Sveitafélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Mikael ehf., Norðurbraut 7

Selfoss Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Kvenfélag Hraungerðishrepps, Verslunin Borg, Minni Borg, Grímsnesi, Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Þrastalundur Dýralæknaþjónusta Suðurlands, sími 482 3060, Stuðlum Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Jeppasmiðjan ehf., Ljónsstöðum

Hveragerði Hveragerðisprestakall, Bröttuhlíð 5 Eldhestar ehf., Völlum Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Sport-Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Þorláks- og Hjallakirkja,Reykjabraut 11 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Flúðir Gröfutækni ehf., Smiðjustíg 2

Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Upplýsingamiðstöðin Hvolsvelli, Hlíðarvegi 14 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Jón Guðmundsson, Berjanesi, Vestur-Landeyjum Kvenfélagið Freyja, Skíðbakka 1 Bu.is ehf., Bakkakoti 1

Vík í Mýrdal Mýrdalshreppur, Austurvegi 17

Kirkjubæjarklaustur Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Hótel Geirland, sími 897 7618, www.geirland.is, sími 487-4677

Vestmannaeyjar Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Hamarskóli

48

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Göngum um Ísland er verkefni þar sem ungmennafélagshreyfingin hefur með aðstoð sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila safnað saman 290 aðgengilegum, stikuðum og merktum, gönguleiðum, víðs vegar um landið. Allar þessar gönguleiðir eru gefnar út í Leiðabók UMFÍ sem fæst ókeypis á upplýsingamiðstöðum og sundlaugum víða um land.

Fjölskyldan á fjallið Í verkefnið Fjölskyldan á fjallið hafa verið tilnefnd 20 fjöll vítt og breitt um landið sem flestöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega auðveld uppgöngu. Á þessum 20 fjöllum hafa verið settir upp póstkassar með gestabókum. Þeir sem skrá sig í gestabækurnar geta átt von á vinningum í haust er dregið verður úr hópi þátttakenda. Fjölskyldan á fjallið er verkefni sem ætlað er að auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnframt stuðla að líkamsrækt og hreyfingu fjölskyldumeðlima og um leið að ýta undir að fólk njóti þeirrar náttúrufegurðar sem landið okkar býður upp á. Góð samverustund með fjölskyldunni og um leið útivist og heilbrigð hreyfing verður öllum eftirminnileg og ánægjuleg.

göngu- og útivistarfólk. Vefurinn ganga. is er samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. UMFÍ rekur og hefur umsjón með vefnum sem er unninn af Teikn á lofti á Akureyri. Nýr og glæsilegur vefur var tekinn í notkun í vor og er áhugafólk hvatt til að nýta sér þær upplýsingar sem vefurinn hefur að geyma.

Göngum um Ísland 290 stuttar gönguleiðir Fjölskyldan á fjallið/ 20 fjallgönguleiðir

Leiðabók Leiðabók UMFÍ með upplýsingum um þessar 290 gönguleiðir og 20 fjöll er nýkomin út. Leiðabókin mun fást á flestum olíustöðvum, upplýsingamiðstöðum, íþróttamiðstöðum og sundlaugum.

www.ganga.is Á heimasíðunni www.ganga.is má finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Íslandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir

211& óUJWJTU Göngubókin sem kom út í júní.

PQJ !8!EBHB!WJLVOOBS


;g_{ah Äg iiVh` a^ 6OHNFOOBGÏMBHT ¶TMBOET

'SKÈMTBS Ó¢SØUUJS FS GSÈC S GÏMBHTTLBQVS ISFZGJOH TLFNNUVO PH ÞUJWFSB 6OHNFOOBGÏMBH ¶TMBOET TUBSGS LJS GSKÈMTÓ¢SØUUBTLØMB WÓ§TWFHBS Ó TVNBS GZSJS VOHNFOOJ UJM ÈSB ;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg heZccVcY^ i¨`^[¨g^ [ng^g jc\bZcc^ hZb k^a_V gZncV h^\ [nghiV h^cc ZÂV Z[aV h^\ [g_{ahjb Äg iijb# KZaYj ÄVcc hiVÂ hZb ]ZciVg Ä g d\ iV`ij Ä{ii \ Âjb [ aV\hh`Ve# 6j` Äg iiV¨[^c\V kZgÂV `k aYk `jg! kVgÂZaYjg! \ c\j[ZgÂ^g d\ ÅbhVg k¨ciVg jee{`dbjg#

&*// 57&*3 0( 3¶3

;g_{ah Äg iiVh` a^cc kZgÂjg { Z[i^g[VgVcY^ hi Âjb/ 7dg\VgcZh^ AVj\jb GZn`_VgYVa ÏhV[_ gÂjg K ` BÅgYVa @ eVkd\jg :\^ahhiVÂ^g HVjÂ{g`g `jg Ãdga{`h] [c = [c =dgcV[^gÂ^ Ã{iiiV`ZcYjg YkZa_V Äg iiVW Âjb { k^Â`dbVcY^ hiV [g{ b{cjYZ\^ i^a [ hijYV\h# Ã{iii `j\_VaY Zg `g# &%#%%%#" >cc^[Va^ Zg `ZcchaV! [¨Â^ d\ ] hc¨Â^# H` a^cc Zg \ Âjg jcY^gW c^c\jg [ng^g jc\a^c\VaVcYhb i#

9V\hZic^c\Vg [ngg^ [g_{ah Äg iiVh` aV '%%. 7dg\VgcZh AVj\jb GZn`_VYVa ÏhV[_ gÂjg @ eVkd\jg K ` BÅgYVa :\^ahhiVÂ^g HVjÂ{g`g `jg Ãdga{`h] [c = [c =dgcV[^gÂ^

''#%+# ¶ '+#%+# ''#%+# ¶ '+#%+# ''#%+# ¶ '+#%+# '.#%+# ¶ %(#%, &(#%,# ¶ &,#%, '%#%,# ¶ ')#%,# '%#%,# ¶ ')#%,# '%#%,# ¶ ')#%,# '%#%,# ¶ ')#%,#

C{cVg^ jeeaÅh^c\Vg b{ [^ccV { ]Z^bVh Âj JB;Ï lll#jb[^#^h d\ h bV *+-"'.'.#

;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg hVbk^ccj k^Â ;g_{ah Äg iiVhVbWVcY ÏhaVcYh#

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

49


50

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

51



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.