1skinfaxi_2_2010.indd 1
7/4/10 11:23:57 PM
LÁTTU VAÐA Á MILLJÓNIRNAR!
F í t o n / S Í A
4 X 1 9 0 6 2 0 1 0
Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 23 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
0 19/0 6 2
1skinfaxi_2_2010.indd 2
W.L 10 | W W
OT TO.I
S
7/4/10 11:24:04 PM
Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir
Góður valkostur fyrir alla Um verslunarmannahelgina verður 13. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands haldið í Borgarnesi í umsjón Ungmennasambands Borgarfjarðar og Borgarbyggðar. Unglingalandsmótin hafa vakið verðskuldaða athygli og eru orðin fastur liður í lífi margra um verslunarmannahelgina. Mótin eru án efa skynsamlegasta og skemmtilegasta fjölskyldu-, íþrótta- og forvarnahátíð sem haldin er á Íslandi ár hvert, mót þar sem unglingar á aldrinum 11–18 ára og íþróttir eru í fyrirrúmi og stórfjölskyldan getur tekið þátt. Undanfarin ár hafa skilaboð til fjölskyldna um að verja meiri tíma saman verið áberandi, einkum í kringum atburði þegar líklegt er að unglingar freistist til að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Foreldrar og unglingar hafa tekið þessum skilaboðum vel og virðast kjósa að verja meiri tíma saman. Það er reyndar margsannað að umhyggja og hlýja frá fjölskyldunni er grundvöllur velferðar barna og unglinga og er einn af þeim þáttum sem draga mjög úr líkum á því að unglingar velji að fikta við að reykja eða nota áfengi eða önnur vímuefni. Sá mikli fjöldi fólks sem sækir Unglingalandsmótin á hverju ári ber vitni um
þetta og er viðurkenning til UMFÍ frá þjóðinni um að hún er sammála hreyfingunni um að hægt sé að halda áfengis- og vímuefnalausa hátíð um þessa stærstu ferðahelgi landsmanna. Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar í Borgarnesi. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og við hann eru knattspyrnuvellir, sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í bænum eða næsta nágrenni. Tjaldstæði keppenda verður rétt utan við bæinn en boðið verður upp á góðar samgöngur við keppnissvæðin.
Í Borgarnesi er öll þjónusta í boði, úrval verslana, veitingastaðir og konditorí, góð hótel og gististaðir. Í nágrenni Borgarness eru einstakar náttúruperlur og sögustaðir sem gaman er að heimsækja. Undirbúningur og framkvæmd Unglingalandsmóts er mikið verkefni fyrir mótshaldarana. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að mótinu sem gerir alla undirbúningsvinnu og framkvæmd þess mögulega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálfboðaliðans gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótsins verður eins glæsileg og raun ber vitni, ásamt góðu samstarfi við sveitarfélagið. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbyggingu og framkvæmd á Unglingalandsmótunum í gegnum tíðina og fyrir þann góða stuðning, ásamt stuðningi frá styrktaraðilum mótsins, erum við ákaflega þakklát. 13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi er góður valkostur fyrir alla og því um að gera að skella sér því að þar finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót og njótið þess að taka þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Við tökum vel á móti þér og hlökkum til að sjá þig. Íslandi allt!
Starfsíþróttaráð UMFÍ stofnað Efnt var til fyrsta starfsíþróttaþings Ungmennafélags Íslands þann 24. apríl sl. og var þingið haldið á Akureyri. Fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ áttu rétt til setu á þinginu. Kosið var í starfsíþróttaráð og samþykktar leikreglur í hinum ýmsu starfsíþróttagreinum. Á sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var í Keflavík sl. haust, var samþykkt að skipa starfshóp til að undirbúa stofnþing starfsíþróttaráðs UMFÍ. Hlutverk ráðsins er að vinna að eflingu starfsíþrótta, fjalla um málefni þeirra og setja allar leikreglur í starfsíþróttum innan UMFÍ. Á starfsíþróttaþinginu var kosin stjórn og í henni eiga sæti Halldóra Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og Sigurður Aðalsteinsson. Í varastjórn eru Guðbjörg Hinriksdóttir og Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir. „Þetta var mjög skemmtilegt þing og umræður mjög góðar. Þarna var samankomið fólk með mikla þekkingu og reynslu sem vissi nákvæmlega hvað það var að gera. Það má segja að þarna hafi orðið tímamót í sögu UMFÍ, en á þinginu var stofnað starfsíþróttaráð sem koma mun saman annað hvert ár og næsta þing verður því haldið 2012. Þingið samþykkti reglugerð fyrir ráðið og farið var yfir allar reglur starfsíþrótta,“ sagði Halldóra Gunnarsdóttir sem á sæti í hinu nýstofnaða starfsíþróttaráði.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 3
3
7/4/10 11:24:05 PM
Gleði og ánægja á fjölskyldudegi UMFÍ Fjölskyldudagur UMFÍ var haldinn við rætur Miðfells í Hrunamannahreppi 5. júní sl. Dagurinn var fjölsóttur en um 300 manns skemmtu sér hið besta í blíðskaparveðri og 20 stiga hita. Dagurinn var haldinn í því augnamiði að vekja athygli á verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga, sem og öðrum þeim góðu verkefnum sem UMFÍ stendur fyrir á sviði almenningsíþrótta nú um stundir.
4
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, fluttu stutt ávörp. Skipulögð var dagskrá með skemmtiatriðum fyrir alla fjölskylduna. Meðal þeirra sem komu fram á deginum voru Íþróttaálfurinn og Solla stirða. Deginum lauk síðan með göngu á Miðfell sem er annað af tveimur fjöllum sem HSK hefur tilgreint í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Farið var með póstkassa upp á fjallið á þessum degi og fólk ritaði nafn sitt í gestabókina.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 4
7/4/10 11:24:13 PM
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 5
5
7/4/10 11:24:34 PM
UMFÍ stendur fyrir mörgum góðum verkefnum 13. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Framkvæmdaaðili mótsins, Ungmennasamband Borgarfjarðar, hefur lagt mikinn metnað í alla undirbúningsvinnu og eru allar aðstæður hinar glæsilegustu. Í Borgarnesi risu íþróttamannvirki í tengslum við Landsmótið sem haldið var þar í bæ 1997. Þessi mannvirki verða notuð á Unglingalandsmótinu. Heimamenn hafa notað tímann til að lagfæra og fegra þannig að Borgarnes mun skarta sínu fegursta þegar stóra stundin rennur upp. Unglingalandsmótin eru með stærstu íþróttamótum sem haldin eru hér á landi. Mótin eru kjörinn staður fyrir alla fjölskylduna til að koma á og eiga skemmtilega og ánægjulega daga um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin hafa sannað gildi sitt og á þau kemur sama fólkið ár eftir ár. Mótin draga til sín þúsundir gesta sem skemmta sér saman í heilbrigðu umhverfi. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir mörgum góðum verkefnum. Þar má nefna Ungmennaog tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal sem hafa heldur betur slegið í gegn. Starfsemin á Laugum hófst í byrjun árs 2005 og eftir það hefur búðunum vaxið fiskur um hrygg.
Þangað sækja 9. bekkingar úr grunnskólum landsins. Á síðasta starfsári komu þangað hátt í 2.000 unglingar. UMFÍ er í samstarfi við íþróttalýðháskóla í Danmörku og hefur kvóti sá sem Íslendingum stendur til boða verið fullnýttur á síðustu árum. Nám í slíkum skólum er mjög áhugavert og ekki síst þroskandi og nýtist síðan þátttakendum alla ævi. Forvarnaverkefnið Flott án fíknar stendur með blóma og hefur klúbbum fjölgað jafnt og þétt um allt land. Frjálsíþróttaskóla UMFÍ verður haldið úti á átta stöðum á landinu í sumar í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Frjálsíþróttaskólanum var hleypt af stokkunum sumarið 2008. Tókst hann vel og í framhaldinu
var ákveðið að vinna saman að þessu verkefni áftam. Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa verið valdar heppilegar gönguleiðir í hverju byggðarlagi. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 24 fjöllum víðs vegar um landið. Öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Í nokkur ár hefur verið haldið úti vefsíðunni www.ganga.is sem hefur að geyma yfir 800 gönguleiðir. Nú hefur síðan verið endurbætt en hún er upplýsandi fyrir göngumenn sem eru hvattir til að fara inn á hana og leita sér fróðleiks. Af þessari upptalningu má sjá að UMFÍ stendur fyrir mörgum spennandi verkefnum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en umfram allt: Njótum þess að eiga skemmtilegt sumar!
Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri
Vel heppnaður samráðsfundur í Borgarnesi Samráðsfundur Ungmennafélags Íslands var haldinn í Borgarnesi laugardaginn 8. maí sl. Stjórnarfundur UMFÍ var á föstudagskvöldinu og var síðan fram haldið til hádegis á laugardeginum. Sambandsráðsfundurinn var vel sóttur, en fulltrúar héraðssambanda og félaga með beina aðils voru yfir 50 talsins. Farið var vítt og breitt um sviðið og voru umræður gagnlegar og fræðandi. Fjallað var um mál sem efst eru á baugi í hreyfingunni. Spunnust um þau skemmtilegar umræður. Landsfulltrúar UMFÍ, Guðrún Snorradóttir, Sigurður Guðmundsson og Ómar Bragi Stefánsson, héldu kynningu á verkefnum sínum. Þá sögðu fundarmenn frá starfi sínu heima í héraði og hvað væri á döfinni. Í lok fundarins var farin skoðunarferð um mótssvæðið í Borgarnesi, en undirbúningur fyrir Unglingalandsmótið er í fullum gangi.
6
Frá samráðsfundinum í Borgarnesi.
Skinfaxi 2. tbl. 2010 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Hafsteinn Óskarsson o.fl. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, tók myndir með grein um Sveitarfélagið Borgarbyggð. Þorsteinn Eyþórsson tók mynd af körfuknattleiksliði Snæfells. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Kristín Sigurðardóttir, verkefnið Göngum um Ísland. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Sveinborg Katla Daníelsdóttir, 14 ára stelpa úr UMSE, í stangarstökki. Hún ætlar að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2010. Ljósmynd: Dagsljós/Finnbogi.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 6
7/4/10 11:24:45 PM
1skinfaxi_2_2010.indd 7
7/4/10 11:24:53 PM
Beint flug allt að 160 sinnum í viku til 27 áfangastaða.
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
ÞEGAR VIÐ FERÐUMST LÆRUM VIÐ SVO MARGT
ÏHA:CH@ 6 H> 6 #>H >8: ).,&) %,$ &%
TIL DÆMIS AÐ ÞAÐ ERU FLEIRI MIÐJUR Í ALHEIMINUM EN ÍSLAND.
Eitt af því sem ferðalög veita manni er að losna út úr rútínunni. Að fara í ferðalag veitir okkur nauðsynlega fjarlægð til að hugsa málið og jafnvel að sjá hlutina í stærra samhengi. En það er sama hvert við ferðumst, hversu langt, hvenær við komum til baka:
VIÐ ERUM FRÁ ÍSLANDI
8
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 8
7/4/10 11:24:55 PM
Unglingalandsmót Borgarnesi: Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar:
Kærkomið tækifæri fyrir ungt fólk og fjölskyldur til að vera saman „Mótið leggst afar vel í okkur og við erum mjög ánægð með að fá tækifæri til að halda Unglingalandsmótið í Borgarnesi. Verkefnið er mjög áhugavert og menn hér búa að ákveðinni reynslu í því að standa fyrir stórmótum. Eins og flestir vita héldum við Landsmót hér 1997. Félagar í Ungmennasambandi Borgarfjarðar fengu þar góða reynslu og það nýtist okkur heldur betur í undirbúningnum núna. Auðvitað bar þetta brátt að, að við fengum að halda Unglingalandsmótið, en við teljum okkur fyllilega í stakk búin til að valda þessu verkefni,“ sagði Páll Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, í spjalli við Skinfaxa. Páll sagði það mjög jákvætt fyrir sveitarfélögin að halda þetta mót. Þetta væri skemmtilegt verkefni fyrir íbúa sveitarfélagsins að takast á við. Hann sagðist því skilja vel að sveitarfélögin vilji gjarnan taka að sér svona mót. Reynsla þeirra sem hafa haldið Unglingalandsmót er mjög góð.
„Það hefur heilmikið gildi. Í fyrsta lagi má nefna að íbúarnir taka þátt í svona verkefnum af miklum krafti. Mönnum gefst tækifæri til að fegra bæinn og við viljum sýna okkar bestu hliðar þegar við tökum á móti stórum hópi fólks eins og mun koma til okkar. Það er jákvætt að taka á móti gestum og það fylgir Unglingalandsmótunum. Menn hafa nýtt sér þessi mót til að efla og styrkja íþróttaaðstöðuna. Við búum vel í þeim efnum en erum núna að snyrta og lífga upp á aðstöðuna hjá okkur. Ef vel tekst til styrkir þetta ímynd þeirra staða sem taka að sér svona mót. Síðast en ekki síst þá er þetta mjög gott fyrir íþróttahreyfinguna á svæðinu og verður væntanlega til þess að styrkja hana mikið,“ sagði Páll. Hann sagði tilhlökkun mikla í sveitarfélaginu. „Fólki finnst þetta áhugavert og spennandi verkefni og maður fann strax fyrir miklum áhuga þegar ákveðið var að halda mótið hér í Borgarnesi.“
– Nú hefur verið mikil íþróttahefð í Borgarnesi í gegnum tíðina. „Já, hér hefur verið mikil íþróttahefð. Við höfum verið í svolítilli lægð núna en flaggskipið okkar hefur verið körfuboltinn og við vorum lengi í efstu deild. Staðan er núna sú að við leikum í næstefstu deild og það mun ekki líða langur tími þangað til að við verðum komnir aftur í hóp þeirra bestu. Það er mikil gróska í unglingastarfi í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum þannig að framtíðin er björt.“
– Hefur þú farið á Unglingalandsmót? „Ég fylgdist að hluta til með Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki í fyrrasumar. En fyrir mörgum árum fór ég sem þjálfari á Unglingalandsmótið sem haldið var á Blönduósi. Þá var ég knattspyrnuþjálfari í Skagafirði en síðan þá hefur orðið mikil breyting á mótinu. Ég sá það á mótinu í fyrra að keppendum og gestum hefur fjölgað gríðarlega. Mótið á Sauðárkróki í fyrra var glæsilegt og mótshöldurum til sóma. Mér finnst þetta kærkomið tækifæri fyrir ungt fólk og fjölskyldur til að geta verið saman um verslunarmannahelgi á svona íþróttahátíð eins og Unglingalandsmótin eru,“ sagði Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í spjallinu við Skinfaxa.
– Aðstaðan í Borgarnesi á ekki að aftra mönnum frá því að ná árangri. „Hún er afar góð. Við eigum glæsilegan íþróttaleikvang og inniaðstaðan er
ágæt. Það má því segja að við búum við góðar aðstæður. Við höfðum séð það undanfarið að ungum krökkum, sem stunda íþróttir, fjölgar mjög í boltagreinum en ég sé ekki annað en að við séum ennfremur að bæta við okkur í öðrum íþróttagreinum. Það er mjög jákvætt í alla staði,“ sagði Páll. – Hefur ekki mikið gildi fyrir sveitarfélög að fá til sín mót á borð við Unglingalandsmótið og er ekki eftir töluverðu að slægjast?
UMSB hélt glæsilegt Landsmót 1997 Ungmennasamband Borgarfjarðar býr yfir góðri reynslu í að halda stórmót, en 1997 hélt sambandið 22. Landsmót UMFÍ. Uppbygging, sem fór þá fram, kemur að góðum notum fyrir 13. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina. UMSB hélt mótið dagana 3.– 6. júlí 1997. Keppendur voru 1486, frá 28 sambandsaðilum UMFÍ, en sýningarhópar töldu 229 manns. Keppnin hófst á fimmtudegi og 14 íþróttagreinar voru í boði til stiga á mótinu. Það voru frjálsar íþróttir, glíma, sund,
starfsíþróttir, knattspyrna, körfubolti, handbolti, blak, borðtennis, bridds, fimleikar og skák. Nýjar keppnisgreinar voru golf og hestaíþróttir en sýningargreinar voru æskuhlaup og íþróttir fatlaðra. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði samkomuna og einnig heiðursgestur mótsins, íþróttagarpurinn Vilhjálmur Einarsson. Nýtt atriði var að Björk Ingimundardóttir tendraði landsmótseld sem logaði meðan mótið stóð yfir. Íris Grönfeldt frjálsíþróttakona ávarpaði mótið fyrir hönd íþróttafólks. Þá voru ýmis skemmtiatriði svo sem kórsöngur, fimleikasýningar og þjóð-
dansar. Á laugardeginum rigndi töluvert en sólin skein á sunnudeginum. Aðgangur að mótinu var ókeypis og heildarfjöldi mótsgesta er talinn hafa verið um 7.000 manns. HSK sigraði í heildarstigakeppninni með 1552,5 stig, UMSK var í öðru sæti með 1357,25 stig og í þriðja sæti voru heimamenn með 848 stig. Stigahæstu keppendur voru sundkapparnir Arnar Freyr Ólafsson HSK og Eydís Konráðsdóttir Keflavík og frjálsíþróttakapparnir Jón Arnar Magnússon UMSS og Sunna Gestsdóttir USAH, öll með fullt hús eða 30 stig.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 9
9
7/4/10 11:25:00 PM
Unglingalandsmót Borgarnesi:
Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar:
Mótin hafa skapað sér afar jákvæða ímynd „Það gengur allt samkvæmt áætlun. Það er góður hugur í fólki og jákvæður tónn í fólki alls staðar þar sem maður kemur. Við hlökkum mikið til að takast á við þetta stóra verkefni. Við erum með hörkuhóp í undirbúningnum, en unglingalandsmótsnefndin er samansett af duglegu fólki hér af svæðinu og eins frá UMFÍ. Við njótum góðs af þeirri reynslu sem UMFÍ býr yfir í þessum málum,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar fyrir mótið í Borgarnesi, í spjalli við Skinfaxa. Björn Bjarki sagði að ekki þyrfti að ráðast í neinar framkvæmdir fyrir mótið sjálft. Hann sagði mótshaldara búa að þeim mannvirkjum sem byggð voru fyrir Landsmótið 1997. „Við þurfum reyndar að útbúa mótorkrossbraut og höfum velt því fyrir okkur hvar við ættum að finna henni stað. Við höfum fundið lendingu í þeim efnum og þetta er í raun stærsta einstaka framkvæmdin sem við þurfum að ráðast í fyrir mótið. Tjaldstæðin eru til staðar, en við þurfum að snyrta þau og gera klár fyrir
10
mótið. Skammur undirbúningur hefur ekkert truflað okkur og við erum staðráðin í að halda gott mót. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar svo að okkur er ekkert að vanbúnaði,“ sagði Björn Bjarki. Aðspurður hvort eitthvað hefði komið honum á óvart í undirbúningnum sagði Björn Bjarki að hann gerði sér alltaf betur grein fyrir hvað þetta væri í rauninni stórt og spennandi verkefni. Hann sagði fjölda þátttakenda hafa verið að aukast ár frá ári sem sýni hvað mótið hefur jákvæða ásýnd. Björn Bjarki sagði að um stórmót væri að ræða og mun stærra en margur gerir sér grein fyrir. „Það er mikill hugur í Borgfirðingum yfir höfuð og íbúum Borgarbyggðar. Við fáum eingöngu jákvæð viðbrögð við því að við skyldum ráðast í að taka þetta verkefni að okkur. Þetta gefur okkur bara vítamínsprautu, bæði hvað varðar að snyrta bæinn okkar og ekki síst íþróttahreyfingunni hér á svæðinu. Við erum að taka að okkur stórt og ögrandi verkefni sem verður ekkert annað en veganesti til framtíðar,“ sagði Björn Bjarki.
Við erum að taka að okkur stórt og ögrandi verkefni sem verður ekkert annað en veganesti til framtíðar
– Hvað er Unglingalandsmótið í huga þínum? „Unglingalandsmót er fyrst og síðast fjölskylduhátíð sem hefur verið fundin þessi skemmtilega tímasetning, um verslunarmannahelgi. Mótin eru afar jákvæð, bæði fyrir íþróttalíf almennt og í því að sameina fjölskylduna í íþróttaþátttöku barnanna. Í mínum huga hafa Unglingalandsmótin skapað sér afar jákvæða ímynd.“ Björn Bjarki sagðist líta á Unglingalandsmótið sem góða kynningu. „Ef vel tekst til fara gestir héðan með jákvæðar minningar um Borgarnes og Borgarbyggð. Við erum tilbúin að taka á móti stórum hópi fólks og bregðumst við þeim fjölda sem kemur. Í Skagafjörðinn mættu í fyrra á bilinu 10–12 þúsund og ég vona svo sannarlega að jafnstór hópur sæki okkur heim um verslunarmannahelgina. Við eigum fyrir höndum skemmtilega helgi og ég ætla að vona að keppendur og aðrir njóti þess svo innilega,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar í Borgarnesi.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 10
7/4/10 11:25:07 PM
6G<JH $ %-"%'*+
<A¡H>A:< HJC9A6J< =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj Z^ch# = c Zg W ^c cÅ_jhij i¨`c^ d\ gn\\^h`Zg[^ Zg ÄV WZhiV hZb k a Zg {# Ï HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg g c \j V kZa_V! _V[ci [ng^g jc\V hZb VaYcV/ ;g{W¨gVg i^" d\ ^cc^aVj\Vg! ]j\\jaZ\^g ]Z^i^g ediiVg! Ĩ\^aZ\ kVÂaVj\! heZccVcY^ gZcc^WgVji^g d\ ]kZgh `nch ccjg VÂhiVÂV i^a \ ÂgVg ]gZn[^c\Vg! ha `jcVg d\ h`ZbbijcVg# :g ]¨\i V ]j\hV h g ÄV Y{hVbaZ\gV4
@DB9J Ï HJC9 HJC9A6J< @ÓE6KD<H k$ 7dg\Vg]daihWgVji h# *,% %),% De^Â k^g`V YV\V `a# +/(%"''/(% d\ jb ]Za\Vg `a# -/%%"''/%%
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 11
11
7/4/10 11:29:13 PM
UnglingalandsmĂłt Borgarnesi: IndriĂ°i JĂłsafatsson, ĂĂžrĂłtta- og ĂŚskulýðsfulltrĂşi BorgarbyggĂ°ar:
Allir eru samstĂga Ă Ăžessu verkefni IndriĂ°i JĂłsafatsson er ĂĂžrĂłtta- og ĂŚskulýðsfulltrĂşi Ă BorgarbyggĂ° og af ĂžvĂ leiĂ°ir aĂ° hann er forstÜðumaĂ°ur mannvirkja sveitar fĂŠlagsins sem tengjast ĂĂžrĂłtta- og ĂŚskulýðsmĂĄlum. IndriĂ°i segir allan undirbĂşning fyrir mĂłtiĂ° hafa gengiĂ° samkvĂŚmt ĂĄĂŚtlun og hefur veriĂ° unniĂ° aĂ° ĂžvĂ aĂ° gera ĂĂžrĂłttamannvirkin klĂĄr fyrir mĂłtiĂ°. â&#x20AC;&#x17E;ViĂ° fĂłrum strax Ă mikla viĂ°haldsvinnu ĂĄ mannvirkjum sem eru til staĂ°ar Ă bĂŚnum. Inngangur Ă sundlaugina og bÜð hafa veriĂ° tekin Ă gegn. Ennfremur hafa stĂşkubekkirnir Ă ĂĂžrĂłttahĂşsinu veriĂ° slĂpaĂ°ir og merkingar ĂĄ ĂĂžrĂłttavellinum hafa veriĂ° skerptar. ViĂ° ĂŚtlum aĂ° koma vellinum Ă flott ĂĄstand fyrir Ăžetta mĂłt. ViĂ° fengum sĂŠrstakan styrk Ă formi atvinnuĂĄtaks ĂĄ vallarsvĂŚĂ°inu og nĂ˝tum okkur Ăžetta ĂĄtak meĂ° ĂžvĂ aĂ° lĂĄta fleiri hendur koma aĂ° ĂžvĂ verki,â&#x20AC;&#x153; sagĂ°i IndriĂ°i. IndriĂ°i sagĂ°i unniĂ° aĂ° ĂžvĂ hĂśrĂ°um hĂśndum aĂ° ljĂşka hinum og Ăžessum verkefnum en aĂ° mĂśrgu vĂŚri aĂ° hyggja. â&#x20AC;&#x17E;AĂ°almĂĄliĂ° er aĂ° hĂŠr verĂ°i fallegur
bĂŚr og allir verĂ°i gestrisnir og aĂ° allir verĂ°i bĂşnir aĂ° vinna heimavinnuna sĂna ĂĄĂ°ur en landsmenn mĂŚta ĂĄ mĂłtiĂ°. Ă&#x17E;aĂ° er mjĂśg gaman og gefandi aĂ° standa Ă Ăžessu. Allir eru samstĂga um aĂ° taka Þått Ă Ăžessu verkefni. Ă&#x17E;aĂ° er vonandi aĂ° umferĂ°in eigi eftir aĂ° ganga vel Ă gegnum bĂŚinn og aĂ° veĂ°urguĂ°irnir verĂ°i okkur hliĂ°hollir. TjaldstĂŚĂ°amĂĄl eiga lĂka eftir aĂ° verĂ°a Ă góðu lagi. Ă?ĂžrĂłttamannvirkin voru gerĂ° fyrir LandsmĂłtiĂ° 1997 Ăžannig aĂ° ekki hefur Ăžurft aĂ° rĂĄĂ°ast Ă stĂłrar framkvĂŚmdir fyrir UnglingalandsmĂłtiĂ°. Ă&#x17E;aĂ° er fremur veriĂ° aĂ° laga og fĂnpĂşssa. ViĂ° notum ĂžaĂ° sem fyrir er og lĂśgum skipulagiĂ° aĂ° Ăžeim aĂ°stĂŚĂ°um sem fyrir eru. Ă&#x17E;egar menn taka svona verkefni aĂ° sĂŠr meĂ° tiltĂślulega stuttum fyrirvara verĂ°ur aĂ° spila Ăşr ĂžvĂ sem til er. Ă&#x17E;aĂ° er styrkur okkar hvaĂ° viĂ° erum vel sett hvaĂ° ĂĂžrĂłttamannvirki ĂĄhrĂŚrir. Vegalengdir ĂĄ milli staĂ°a eru stuttar sem er mjĂśg góður kostur. Allir bĂŚjarbĂşar eru fullir tilhlĂśkkunar og viĂ° ĂŚtlum aĂ° taka vel ĂĄ mĂłti fĂłlki,â&#x20AC;&#x153; sagĂ°i IndriĂ°i JĂłsafatsson, ĂĂžrĂłtta- og ĂŚskulýðsfulltrĂşi BorgarbyggĂ°ar, Ă samtali viĂ° Skinfaxa.
GleĂ°ilegt sumar HafĂ°u samband
`~ZV !!! $ Â&#x2018; N_V\[ON[XV V`
12
SKINFAXI â&#x20AC;&#x201C; tĂmarit UngmennafĂŠlags Ă?slands
1skinfaxi_2_2010.indd 12
7/4/10 11:29:20 PM
Friðrik Aspelund, formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar:
Mótið verður ekkert annað en lyftistöng fyrir UMSB Friðrik Aspelund, formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar, segir mikið líf í tuskunum og undirbúning allan á glimrandi siglingu. „Það hefur gengið vel á öllum vígstöðvum og ég hef engar áhyggjur af því að við klárum ekki hlutina á tilsettum tíma. Það er virkilega gaman og ögrandi verkefni fyrir héraðssambandið að standa í þessum undirbúningi og tvímælalaust góð innspýting í félagsstarfið. Fólk er að vinna saman og þegar nær dregur og fleiri fara að koma að verður þetta allsherjar hátíð. Það verður gaman og þetta á allt eftir að ganga vel. Það verður engin hörgull á fólki til að taka þátt í starfinu, allir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.“ Friðrik segir að þótt öll íþróttamannvirki séu þegar til staðar þurfi að huga að mörgu. Það þurfi að endurnýja öll tæki og því séu mörg handtök eftir þótt íþróttaaðstaðan sé nú þegar í góðu standi. „Við munum ráða við allt það sem snertir undirbúninginn þrátt fyrir kreppu
Friðrik Aspelund, formaður UMSB.
því að við áttum fyrir flest það sem til þarf. Þetta er góður skóli fyrir héraðssambandið og þetta er stærsta mót sem við tökum að okkur síðan við héldum Landsmót
1997. Það þýðir að við verðum að virkja alla félaga okkar. Hingað til hefur verið hægt að dreifa álaginu en núna þarf alla sem vettlingi geta valdið. Fólki þykir gaman að taka þátt í þessu verkefni og það verður ekkert annað en lyftistöng fyrir UMSB.“ – Er ekki mikil og góð stemning fyrir mótinu í byggðarlaginu? „Jú, ég hef engan heyrt hallmæla þeirri ákvörðun að halda mótið í Borgarnesi. Það er almennt mjög góð stemning fyrir mótinu. Ég er líka sjálfur sannfærður um að þetta eigi allt saman eftir að ganga vel og að allir verði ánægðir og glaðir þegar upp verður staðið. Tjaldsvæðið og umhverfi þess hefur verið í undirbúningi í allt sumar en það verður tilbúið á réttum tíma. Svæðið hefur ekki verið notað fyrir tjöld síðan á Landsmótinu 1997. Við höfum því þurft að slá svæðið oft í sumar svo að það líti vel út og verði tilbúið að taka á móti gestum á mótinu. Það verður spennandi þegar stóra stundin rennur upp. Það verður mikil hátíð í Borgarfirði þessa mótshelgi og við hlökkum til að taka á móti gestum eins og við gerum alltaf þegar gestir heimsækja okkur,“ sagði Friðrik Aspelund, formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 13
13
7/4/10 11:29:23 PM
Unglingalandsmót Borgarnesi:
Skemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í Linda Björk Valbjörnsdóttir frá Sauðárkróki: Það eru margir sem mæta ár eftir ár á Unglingalandsmót. Í þeim hópi er margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Linda Björk Valbjörnsdóttir, 18 ára gömul, frá Sauðárkróki, hefur mætt á Unglingalandsmót frá því að hún var tíu ára gömul. Þá var mótið haldið í Stykkishólmi og sagði Linda Björk að áhuginn hefði verið svo mikill að hún hefði keppt upp fyrir sig. „Ég hef keppt á öllum Unglingalandsmótum frá tíu ára aldri ef undan eru skilin mótin í Þorlákshöfn og heima á Sauðárkróki í fyrra. Þá gat ég ekki verið með vegna meiðsla. Ég stefni að því að mæta á mótið í Borgarnesi í sumar. Þetta eru tvímælalaust langskemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í. Þarna hittir maður gamla vini sem hafa mætt á mörg mót í gegnum tíðina. Unglingalandsmótin vekja upp skemmtilegar minningar og þó að ég gæti ekki tekið þátt þá myndi ég alltaf mæta,“ sagði Linda Björk Valbjörnsdóttir í samtali við Skinfaxa. Linda Björk segir að mótin séu í sínum huga mikil hvatning og frábær fjölskylduhátíð. Þessi mót hafa svo sannarlega hitt í mark að hennar mati. Linda Björk hefur stundað nám við Menntaskólann á Akureyri síðustu ár, en nú
Linda Björk á Heimsleikum unglinga í Gautaborg 2008 eftir að hún setti Íslandsmet í 300 m grindahlaupi meyja 15–16 ára. hefur hún ákveðið að koma suður svo að hún geti æft við bestu aðstæður sem í boði eru hér á landi. „Ég ætla að koma suður og setjast á skólabekk í MK. Aðstæður til frjálsíþróttaiðkana draga mig suður. Það er frábært að komast á æfingar í frjálsíþróttahöllina og inn á Laugardalsvöllinn. Ég hef mikinn metnað og ætla mér að ná eins langt og ég get í frjálsum íþróttum. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Linda Björk en aðalgreinar hennar eru spretthlaup og grindahlaup.
Linda Björk, 10 ára, með fyrsta verðlaunapeninginn á Unglingalandsmótinu í Stykkishólmi.
Linda Björk á Íslandsmetið í meyjaflokki í 300 metra grindahlaupi og meyja- og stúlknametið í 400 metra grindahlaupi. Þetta er stúlka sem á sannarlega framtíðina fyrir sér á hlaupabrautinni.
Á góðar minningar frá Unglingalandsmótum Sveinborg Katla Daníelsdóttir 14 ára úr UMSE: Sveinborg Katla Daníelsdóttir hefur verið dugleg að sækja Unglingalandsmót UMFÍ, en í ár tekur hún þátt í mótinu fimmta árið í röð. Fyrsta mótið hennar var á Laugum í Reykjadal 2006. Sveinborg Katla, sem er 14 ára og keppir undir merkjum Ungmennasambands Eyjafjarðar, er, þrátt fyrir ungan aldur, í hópi efnilegustu frjálsíþróttamanna landsins og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Sveinborg Katla sagðist samtali við Skinfaxa vera farin að hlakka mikið til Unglingalandsmótsins í Borgarnesi og að þetta væru ein skemmtilegustu mótin sem hún tæki þátt í. Stemningin væri einstök, mikið væri í boði og gaman að hitta krakkana. Aðalgrein Sveinborgar Kötlu er stangarstökk. „Ég byrjaði að æfa þegar ég var í 2. bekk. Ég fékk strax mikinn áhuga á frjálsum íþróttum, en foreldrar mínir hvöttu mig áfram. Ég einbeitti mér fljótlega að stangarstökkinu sem mér finnst afar skemmtileg og spenn-
14
andi grein. Ég æfi svona í kringum fjórum sinnum í viku og ætla mér að ná eins langt og ég get. Fyrirmynd mín í stangarstökkinu er hin rússneska Isibayeva, en ég horfi alltaf á stórmótin þegar þau eru sýnd í sjónvarpinu,“ sagði Sveinborg Katla. – Svo að þú átt skemmtilegar minningar frá Unglingalandsmótunum? „Svo sannarlega. Þetta eru einstök mót og ég hlakka mikið til að mæta í Borgarnes. Ég á góðar minningar frá þessum mótum og er viss um að mótið í Borgarnesi á eftir að verða frábært,“ sagði Sveinborg Katla, hress í bragði.
Sveinborg Katla í grindahlaupi. Á forsíðu Skinfaxa er mynd af henni í stangarstökki.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 14
7/4/10 11:29:25 PM
KZa`db^c { Jc\a^c\VaVcYhb i JB;Ï
jb kZghajcVgbVccV]Za\^cV 7dg\VgcZh^ K bjaVjh Äg iiV" d\ [_ ah`naYj]{i  Jc\a^c\VaVcYhb i^c Zgj bZ hi¨ghij Äg iiV]{i Âjb aVcYh^ch# Jc\a^c\VaVcYhb i^c Zgj k bjZ[cVaVjh [_ ah`naYj]{i Â#
@Zeec^h\gZ^cVg 9Vch ;g_{ah Äg ii^g <a bV <da[ =ZhiV Äg ii^g @cViihengcV @ g[jWdai^ BdidXgdhh H`{` HjcY
9V\h`g{ ÏÄg iiV`Zeec^c hiZcYjg n[^g [g{ bdg\c^ i^a `k aYh VaaV b ihYV\VcV# < c\j[ZgÂ^g! hÅc^c\Vg! aZ^`^g d\ aZ^`i¨`^ kZgÂV WdÂ^ [ng^g VaaV [_ ah`naYjcV {hVbi `k aYk `jb d\ VccVgg^ V[ÄgZn^c\j# B ihZic^c\ kZgÂjg { [ hijYZ\^ Zc b i^cj Zg ha^i^Â bZÂ [aj\ZaYVhÅc^c\j { hjccjYV\h`k aY^#
6aa^g iV`V Ä{ii 6aa^g { VaYg^cjb && ¶ &- {gV \ZiV iZ`^Â Ä{ii Äg iiV`Zeec^ { Jc\a^c\VaVcYhb i^cj# @ZeeZcYjg \gZ^ÂV Z^ii b ih\_VaY! `g# +#%%%#" d\ [{ bZÂ Äk Ä{iii `jg ii aajb `Zeec^h\gZ^cjb# 6Âg^g [{ [g ii Zc \ZiV hVbi iZ`^Â Ä{ii [_ aWgZniig^ V[ÄgZn^c\j d\ h`Zbbi^aZ\g^ YV\h`g{#
=Z^bVh ÂV maggi@12og3.is/ 248.121
@ `ij { ]Z^bVh ÂjcV d``Vg0 lll#jab#^h Zc ÄVg [¨gÂj [gZ`Vg^ jeeaÅh^c\Vg jb b i^Â#
=^iijbhi 7dg\VgcZh^
Borgarbyggð
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 15
15
7/4/10 11:29:38 PM
Unglingalandsmót Borgarnesi: Samningar undirritaðir við samstarfsaðila vegna ULM Þann 15. júní s.l. voru undirritaðir samstarfssamningar í Þjónustumiðstöð UMFÍ Sigtúni 42 vegna 13. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi 30. júlí til 1. ágúst i sumar. Samstarfsaðilarnir, sem hér um ræðir, eru Vífilfell, Landsbankinn, Samkaup, Síminn, Einar J. Skúlason, Prentmet og Lýðheilsustöð. Fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis var viðstaddur undirritunina.
Frá undirritun samstarfssamninga. Aftari röð frá vinstri: Haukur Sigurvinsson, Vífilfelli, Örn Alfreðsson frá EJS, Ómar Valdimarsson, Samkaupum, Erlendur Kristjánsson, frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, og Þórmundur Jónatansson, Landsbankanum. Fremri röð frá vinstri: Rakel Theódórsdóttir, EJS, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Helga Lilja Gunnarsdóttir, frá Símanum.
Stéttarfélag Vesturlands styrkir Unglingalandsmótið Stjórn Stéttarfélags Vesturlands ákvað að styrkja Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi á komandi sumri. Félagið setti sér þá stefnu fyrir tveimur árum að hafna öllum beiðnum um styrki til hina ýmsu málefna sem leitað væri eftir á landsvísu, með símasöfnunum og öðrum beiðnum allan ársins hring, en taka þess í stað sjálfstæða ákvörðun að afloknum aðalfundi, að leggja einu eða eftir atvikum fleiri góðum málum lið og þá með stærri upphæð. Stjórn félagsins telur að Unglingalandsmótið sé mjög verðugt verkefni að
styðja, þar sé um að ræða stóran félagslegan viðburð sem hafi mikið forvarnagildi og hvetji til heilbrigðs lífernis. Ákveðið var að leggja fram 500.000 kr. til verkefnisins og mun styrkurinn koma bæði úr félags- og sjúkrasjóði félagsins. Það var síðan formaður Stéttarfélags Vesturlands, Signý Jóhannesdóttir, og varaformaðurinn, Sigurþór Óskar Ágústsson, sem afhentu UMFÍ og mótshaldara Unglingalandsmótsins styrkinn í Borgarnesi. Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, Sigurþór Óskar Ágústsson, varaformaður SV, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Signý Jóhannesdóttir, formaður SV.
Samningar milli UMFÍ, sveitarstjórnar Borgarbyggðar og unglingalandsmótsnefndar undirritaðir Þann 9. apríl s.l. voru undirritaðir samningar í Borgarnesi á milli unglingalandsmótsnefndar, sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Ungmennafélags Íslands um að 13. Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið í Borgarnesi dagana 30. júlí til 1. ágúst í sumar. Helstu keppnisgreinar Í Borgarnesi verða dans, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótokross, skák og sund. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar.
16
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 16
7/4/10 11:29:39 PM
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 17
17
7/4/10 11:30:03 PM
Sveitarfélagið Borgarbyggð Haugur Skallagríms í Borgarnesi.
Neðri bærinn í Borgarnesi með Borgarneskirkju.
Áhugaverðir staðir í Borgarbyggð Sveitarfélagið Borgarbyggð Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag við sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006. Sveitarfélagið er um 4.926 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru rúmlega 3700. Mörk svæðisins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri. Innan Borgarbyggðar eru eftirtaldar byggðir: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borgarnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll. Á svæðinu er fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf. Þetta er landbúnaðarhérað en þar blómstrar einnig menntun og menning með miklum ágætum. Tveir háskólar eru á svæðinu, Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands sem er með aðalstarfsstöð sína á Hvanneyri. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur starfsemi næsta haust en þar verða þrjár brautir: náttúrufræðibraut og félagsfræðibraut til stúdentsprófs auk almennrar námsbrautar. Einnig er verið að undirbúa starfsemi sérdeildar. Innan Borgarbyggðar starfa þrír grunnskólar: Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar og Varmalandsskóli. Auk þess á Borgarbyggð aðild að rekstri Laugargerðisskóla. Leikskólar starfa einnig víða um svæðið. Fjölbreytt tónlistarlíf er á svæðinu og má þar fyrst nefna starfsemi Tónlistarskóla Borgarfjarðar en auk þess hefur Steinunn Pálsdóttir séð um tónlistaruppfræðslu við Laugargerðisskóla. Margir kórar, minni sönghópar og hljómsveitir starfa í Borgarbyggð og má nefna eftirfarandi: Freyjukórinn, Samkór Mýramanna, Karlakórinn Söngbræður, Kammerkór Vesturlands og kirkjukóra. Ennfremur hljómsveitir eins og Stuðbandalagið og fleiri.
18
Ýmsir klúbbar og félög starfa á svæðinu og má þar nefna kvenfélög, Lionsklúbba, Kiwanis- og Rotaryklúbba o.fl. Leiklist blómstrar undir merkjum ungmennafélaganna og hafa leiksýningar verið færðar upp í Logalandi í Reykholtsdal, Brún í Bæjarsveit og Lyngbrekku á Mýrum, svo að nokkuð sé nefnt.
Ferðaþjónusta Í Borgarbyggð er fjölbreytt þjónusta við ferðamenn og er héraðið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð. Borgarbyggð á aðild að Upplýsingaog kynningarmiðstöð Vesturlands sem er með skrifstofu að Brúartorgi 4–6 í Borgarnesi.
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar Héraðsbókasafn Borgarfjarðar er til húsa á annarri hæð Safnahússins. Í októbermánuði síðastliðnum höfðu rúmlega 6200 manns heimsótt safnið á árinu sem er sambærileg tala og fyrir allt árið áður. Safnið er því töluvert notað, hvort sem um er að ræða skemmtilestur eða vegna náms í einhverjum af skólum héraðsins og þá færist það einnig í vöxt að eigendur sumarhúsa í Borgarfirði nýti sér safnið að sumarlagi sem og ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, sem nýta sér internetþjónustuna en boðið er upp á notendatölvu og einnig þráðlaust internet. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar varð til vegna laga um bókasöfn og var stofnsett 1956. Fyrsta bókasafnið í Borgarfirði hét Hið J. Möllerska bókasafn og lestrarfélag, starfrækt af prestum, stórbændum og læknum á árunum 1832–1882. Starfssvæði safnsins var Mýra- og Borgarfjarðarsýsla innan Skarðsheiðar, það sama og Héraðsbókasafn Borgarfjarðar þjónar nú. Upp úr aldamótunum 1900 fóru að verða til bókasöfn í öllum hreppum héraðsins og einstök félög eða ung-
mennafélög stofnuðu til lestrarfélaga. Í Borgarnesi var stofnað Lestrarfélag Borgarness árið 1905, fyrir tilstilli Jóns Björnssonar frá Bæ. Við formennsku tók síðan Gestur Kristjánsson verslunarmaður en í hans tíð var safnið afhent Héraðsbókasafninu. Bókasafnið bjó við 30m2 húsnæði til 1970. Það ár vantaði Byggðasafnið og Héraðsskjalasafnið einnig húsnæði og var brugðið á það ráð að kaupa hæð í húsi við Borgarbraut 61. Var hún svo innréttuð fyrir söfnin og fékk bókasafnið 70m2 gólfflöt.
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar er opinbert skjalasafn fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og starfar eftir lögum um Þjóðskjalasafn Íslands og reglugerð um héraðsskjalasöfn. Markmið Héraðsskjalasafnsins er að safna, varðveita og skrá öll opinber skjöl, að skjölum ríkisstofnana frátöldum. Safnið sækist einnig eftir að fá til varðveislu skjöl og myndir frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á safnsvæðinu. Safnið veitir almenningi aðgang að framangreindum skjölum nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sérstökum ákvæðum þar að lútandi. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar var stofnsett árið 1961 og var þegar hafist handa við söfnun á skjölum og gögnum sem tilheyra héraðsskjalasöfnum, samkvæmt lögum um héraðsskjalasöfn frá árinu 1947. Söfnun í upphafi annaðist Ari Gíslason, kennari, fræðimaður og starfsmaður safnsins. Hann vann þar ómetanlegt starf. Á þeim tíma var safninu búinn staður ásamt Byggðasafni Borgarfjarðar í húsnæði Kaupfélags Borgfirðinga. Það hafði þá samtals til umráða 22 m2. Árið 1970 voru söfnin tvö flutt ásamt Héraðsbókasafni Borgarfjarðar á eina hæð að Borgarbraut 61 í Borgarnesi og fékk starfsemin í upphafi nafnið Safnastofnun Borgarfjarðar sem var
síðar breytt í Safnahús Borgarfjarðar og felur nú í sér starfsemi hinna fimm safna Borgarfjarðar. Þröngt var um söfnin á Borgarbrautinni og sífellt voru uppi áform um betri aðstæður, jafnvel að nýtt safnahús yrði byggt og kom ýmis staðsetning í Borgarnesi til álita í því tilliti. Árið 1988 flutti öll starfsemi safnanna í núverandi húsnæði að Bjarnarbraut 4–6. Sérstök fimm manna stjórn var yfir skjalasafninu allt til ársins 1979. Fyrsti forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar var Bjarni Bachmann. Þó að ekki sé á aðra hallað ber að minnast sérstaklega á störf hans fyrir skjalasafnið, ásamt störfum Ingimundar Ásgeirssonar, fyrrum formanns stjórnar safnsins. Þessir menn lyftu, ásamt fleirum, grettistaki í söfnun skjala og mynda úr Borgarfirði, skráningu á þeim, flokkun og uppröðun á fyrstu árum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar.
Byggðasafn Borgarfjarðar Árið 1960 telst vera upphafsár safnsins. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Haukur Jörundsson, kennari á Hvanneyri, en að safninu stóðu eftirtaldir aðilar: Samband borgfirskra kvenna, Borgfirðingafélagið í Reykjavík, Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Ungmennasamband Borgarfjarðar og Kaupfélag Borgfirðinga. Safninu var lengi ekki hugaður fastur staður en var árin undir 1970 í húsnæði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi, þá við Egilsgötu. Árið 1970 fékk það samastað á Borgarbraut 61 ásamt Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu. Í maí 1988 fluttu söfnin að Bjarnarbraut 4–6 þar sem þau eru enn í dag. Þar er Safnahús Borgarfjarðar sem hýsir auk byggðasafnsins héraðsbókasafn, héraðsskjalasafn, náttúrugripasafn og listasafn. Núverandi samþykktir Byggðasafns Borgfirðinga eru frá því í árslok 2008.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 18
7/4/10 11:30:07 PM
Hraunfossar í Borgarfirði.
Náttúrugripasafnið Árið 1972 kom Bjarni Bachmann fram með þá hugmynd að náttúrugripasafn myndi vekja áhuga fólks og auka safnaflóruna í Borgarnesi. Þetta orðaði hann við nemanda sinn, Dagmar Ólafsdóttur, sem tíndi skeljar og kuðunga í fjörunni á Ökrum á Mýrum og færði honum. Það voru fyrstu gripirnir í Náttúrugripasafni Borgarfjarðar, 30. maí 1972. Í kjölfarið hófust mikil aðföng til safnsins, í formi gjafa, kaupa eða söfnun forstöðumanns sjálfs. Fyrst voru þetta helst steinar, steingervingar og skeljar. Í nóvember það ár var ákveðið að safnið yrði deild í Byggðasafninu en fjárhagslega sjálfstæð. Stofnuð var stjórn safnsins og skyldi einn stjórnarmaður sitja í stjórn Safnahúss. Í desember 1972 kom leyfi frá Menntamálaráðuneytinu til að safna fuglum, eggjum og hreiðrum til safnsins. Handhafi veiðileyfisins var Haukur Jakobsson sem sá um að elta uppi þá einstaklinga sem á safninu skyldu lenda. Árið 1974 veitti Alþingi svo safninu 100.000 kr. og þá fyrst hófst vöxtur safnsins þegar samið var við hamskerann Jón M. Guðmundsson um að stoppa upp fenginn sem Haukur veiðimaður bar í hús. Eigendur safnsins greiddu alltaf upphæðir til safnsins auk styrkja, meðal annars frá Alþingi. Svo virðist sem að sjóðseign safnsins hafi aukist ár frá ári, þrátt fyrir töluverð útgjöld til uppstoppunar og stórra kaupa á dánarbúi Kristjáns Geirmundssonar á 1 milljón, alls 165 fuglar. Mikill fengur þótti í því safni þar sem hann hafði lengi safnað
mjög sjaldgæfum fuglum og flækingum sem ekki var hlaupið að því að ná í. Árið 1978 ákvað stjórnin að safnið myndi taka þátt í að greiða laun safnvarðar og það sama ár var safnið brunatryggt. Á árunum 1978–1981 var gerð fyrsta reglugerð um Náttúrugripasafnið (stofnsamþykktir). Mikil gróska var í safninu þessi fyrstu ár og gestir á safnið eru taldir 10–13 þúsund en aðsóknin fór nokkuð minnkandi eftir 1980. Gjafir bárust í bunkum, oft tugir fugla á ári, sem safnið sá um að stoppa upp. Árið 1989 voru í safninu 360 fuglar, um 140 tegundir, auk spendýra, skelja og steina. Eftir það hefur lítið bæst við í safnið.
Listasafn Borgarness Listasafn Borgarness var stofnað í tilefni af gjöf Hallsteins Sveinssonar frá Eskiholti til Borgarness, árið 1971. Hann gaf sveitarfélaginu 100 listaverk og hefur safnið vaxið og dafnað síðan. Í dag teljast listaverk safnsins vera 597. Árið 2009 var listasalur Safnahúss nefndur Hallsteinssalur í minningu þessa velgjörðamanns. Verk úr eigu listasafnsins hanga uppi á opinberum stofnunum í Borgarnesi en metnaður er einnig lagður í að halda reglulega sýningar á verkunum í Safnahúsinu.
Kaupmannsheimilið Kaupmannsheimilið er sýning sem opnuð var 12. maí 2010 á efri hæð Safnahúss, í anddyri bókasafns og í Hallsteinssal.
Um er að ræða sýningu á einstöku safni gagna og muna úr eigu fjölskyldu Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans og er uppistaðan rausnargjöf sem söfnunum barst árið 2007. Farið er yfir sögu hjónanna í Kaupangi sem nú er Brákarbraut 11 í Borgarnesi og einnig sögu fjögurra barna þeirra hjóna en tvö þeirra urðu þjóðþekktir einstaklingar. Allur texti á sýningunni er á íslensku en enskan bækling má fá í afgreiðslu. Jón frá Bæ stundaði kaupmennsku í Borgarnesi á fyrstu áratugum 20. aldar og var heimili þeirra hjóna mikilvægur hornsteinn bæjarlífsins á þeim tíma. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar og var haldið upp á afmælið samhliða opnuninni. Í tilefni dagsins heiðraði Sæmundur Sigmundsson afmælisbarnið með sýningu á fornbílum úr eigu sinni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 13–18 til 12. nóvember og aðgangur er ókeypis.
Börn í 100 ár – saga Íslands á 20. öld Árið 1908 var fyrst stofnaður barnaskóli í Borgarfirði þar sem nú er Grunnskólinn í Borgarnesi. Á afmælisárinu 2008 var opnuð í Borgarnesi sýning um líf barna á Íslandi árunum 1908 til 2008. Á sýningunni er lögð áhersla á ljósmyndir og þær settar í skemmtilegt samhengi við muni liðins tíma. Þannig má sjá sögu þjóðarinnar á 20. öld út frá sjónarhóli og umhverfi barna á þessum tíma.
Sýningin er þannig sett upp að það er eins og gestir gangi inn í risavaxið myndaalbúm þar sem hægt er að opna veggina eins og jóladagatal. Sýningin er opin á sumrin alla daga kl. 13–18 og á veturna eftir samkomulagi. Hún hentar jafnt fyrir börn sem fullorðna og jafnt fyrir Íslendinga sem erlenda ferðamenn. Bæklingar liggja frammi á íslensku og ensku. Óskað er eftir að látið sé vita sérstaklega af komu hópa svo að nægilega sé mannað til móttöku. Safnahús Borgarfjarðar er að Bjarnarbraut 4–6 í Borgarnesi, í nágrenni Landnámsseturs. Aðgengi að sýningunni er afar gott, gengið er inn á jarðhæð og hjólastólar komast vel um svo dæmi sé tekið.
Snorrastofa Snorrastofa er menningar- og miðaldasetur í Reykholti sem komið hefur verið á fót til minningar um Snorra Sturluson. Stofnuninni er ætlað að sinna og stuðla að rannsóknum og kynningu á miðaldafræðum og sögu Reykholts og Borgarfjarðar sérstaklega. Húsnæði stofnunarinnar er við hlið hinnar nýju kirkju í Reykholti en þar er gott bókasafn, skrifstofa, gestaíbúð fyrir fræðimenn og rithöfunda og vinnuaðstaða fyrir fræðastörf. Á vegum Snorrastofu eru haldin námskeið, ráðstefnur og fundir og settar upp sýningar er tengjast viðfangsefnum hennar. Meðal annars er stuðlað að fjölþjóðlegum og þverfaglegum rannsóknum er tengjast Íslandi og þá
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 19
19
7/4/10 11:30:16 PM
Sveitarfélagið Borgarbyggð Gamla Hvítárbrúin hjá Ferjukoti (byggð 1928).
Hafnarfjall séð af Borgarfjarðarbrúnni.
ekki síst hvað varðar Snorra Sturluson. Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu. Ferðamóttakan hefur aðstöðu í tengibyggingu kirkjunnar og Snorrastofu en þar er seldur aðgangur að sýningum, rekin minjagripaverslun og veitt ýmis þjónusta við ferðamenn.
Landnámssetrið Í Landnámssetri er boðið upp á margs konar afþreyingu og skemmtun auk þess sem á staðnum er góður veitingastaður. Setrið er neðst í gamla hluta Borgarness, við sporð brúarinnar út í Brákarey. Það er í tveimur elstu húsum Borgarness og nýrri byggingu sem tengir þau saman. Þegar komið er úr Reykjavík er beygt til vinstri við gatnamótin á Brúartorgi og ekið sem leið liggur í gegnum bæinn niður að Brákarsundi. Þegar komið er í Borgarnes að norðan er ekið beint áfram inn í bæinn og eftir nesinu endilöngu í átt að Brákarsundi. Setrið er þá á vinstri hönd.
Landbúnaðarsafn Íslands að Hvanneyri Landbúnaðarsafn Íslands er opið reglulega mánuðina júní, júlí og ágúst, daglega kl. 12–17. Á öðrum tímum er safnið opið eftir þörfum. Upplýsingar í síma 844 7740; einnig má hafa samband við skiptiborð Landbúnaðarháskólans, í síma 433 5000. Hópum er veitt leiðsögn um safnið, sé þess óskað. Einnig er boðið upp á stutta kynningu á Hvanneyrarstað og starfinu þar m.a. með heimsókn í Hvanneyrarkirkju, eina fallegustu kirkju landsins, og í Hvanneyrarfjósið, kennslu- og rannsóknafjós Landbúnaðarháskólans þar sem tugir afkomenda norrænu víkingakúnna taka vel á móti gestum. Æskilegt er að panta slíka kynningu með fyrirvara.
Fólkvangurinn Einkunnir Einkunnir eru sérkennilegur og fallegur staður vestast í Hamarslandi við Borgarnes. Árið 1951 samþykkti
20
hreppsnefnd Borgarneshrepps að girða þar af nokkuð stóran reit til skógræktar. Skógræktarfélagið Ösp var stofnað sem deild í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar til að sinna þessu verkefni. Undir merkjum þess var stunduð skógrækt í rúm tuttugu ár. Á síðari árum hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir í Einkunnum og hefur verið unnið talsvert þar til að gera svæðið að ákjósanlegu útivistarsvæði.
Skemmtilegar gönguleiðir Grábrók: Gengið er á Grábrók af bílastæðinu norðan hennar og liggur þangað greiðfær stígur. Leiðin er á köflum nokkuð brött. Af Grábrók er gott útsýni yfir Norðurárdal og fjallahringinn. Grábrók og næsta nágrenni er friðað svæði og mikilvægt að fylgja umgengisreglum þar. Jafnaskarðsskógur og Hreðavatn: Sunnan Bifrastar liggur akvegur merktur „Hreðavatn“ fram hjá orlofshúsabyggð og heim að bænum Hreðavatni sem hefur verið aðsetur Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins síðan 1985. Í Hreðavatni er bæði urriði og bleikja sem þykir hinn ágætasti matfiskur þótt ekki sé hann stór. Vegurinn liggur síðan í gegnum túnið sunnan bæjarins og vestur með vatninu og inn í skógræktarreit, Jafnaskarðsskóg, sem byrjað var að rækta árið 1940 er Skógræktin eignaðist þetta svæði. Þarna er að vaxa upp fallegur barrskógur sem fellur vel að umhverfi sínu. Mjög er víðsýnt af leiðinni frá Hreðavatni og upp á hæðina vestan við það. Ef áfram er haldið yfir ásinn er komið niður að litlu vatni sem heitir Selvatn. Þarna er hægt að ganga vestan megin inn í skógræktargirðinguna og njóta stórkostlegs útsýnis yfir héraðið. Þegar haldið er áfram er akfært yfir Kiðá að bænum Jafnaskarði. Þaðan liggja gönguleiðir í ýmsar áttir. Fossinn Glanni og Norðurá: Skammt sunnan við Bifröst er afleggjari til austurs af þjóðvegi nr. 1. Þessi vegur end-
ar á hringlaga bílastæði. Þaðan er örstuttur gangur að útsýnisstað á hamrabrún neðan við fossinn Glanna. Fólki með börn er sérstaklega bent á að sýna varúð á þessum stað. Göngustígurinn liggur áfram til suðurs frá Glanna og áfram niður með ánni. Skammt sunnar er komið að fallegri laut í hrauninu vestan vegarins. Hún nefnist Paradís eða Paradísarlaut. Í lautinni er lítil tjörn sem aldrei leggur og í hana seytlar vatn undan hrauninu. Niður í þessa laut er greiðfær stígur með þrepum. Vegurinn, sem gengið er eftir frá Glanna að Paradísarlaut, er hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Á þessari leið að Laxfossi og Munaðarnesi eru tvær vatnslitlar ár sem yfirleitt er auðvelt að stikla yfir. U.þ.b. tvo tíma tekur að ganga þessa leið. Í hraunjaðrinum skammt sunnan við Paradísarlaut sjást enn grjóthleðslur í vegköntunum frá því vegur var fyrst lagður þar um. Grafarkotsfell og Litla-Skarðsfjall: Við Grafarkot skammt norðan orlofshúsahverfa BSRB í Munaðarnesi og Stóru-Skógum er merkt bílastæði vestan þjóðvegarins. Frá þessum stað er greiður gangur um leiguland Skógræktarfélags Borgarfjarðar, norður með kjarri vöxnum ásnum allt upp í skarð ofan við bæinn Litla-Skarð. Norðan skarðsins er Litla-Skarðsfjall en sunnan við skarðið er Grafarkotsfell. Af þeim báðum er gott útsýni. Frá þessum stað er einnig greið leið að Stapaseli. Þaðan má velja að ganga til suðurs að Stóru-Skógum eða til norðurs, að Múlakoti og Jafnaskarði. Af Litla-Skarðsfjalli er stutt að suðurenda Hreðavatns. Stóru-Skógar: Frá Stóru-Skógum er gönguleið til norðurs fram hjá Hólmavatni að eyðibýlinu Stapaseli og síðan áfram að Múlakoti. Þaðan liggur leiðin að Jafnaskarði og niður að Hreðavatni gegnum Jafnaskarðsskóg. Einnig má beygja til austurs hjá Stapaseli, fram hjá Litla-Skarði og koma á Vesturlandsveg við Grafarkot.
Munaðarnes-orlofsbúðir: Frá orlofsbyggðum í Munaðarnesi er greið leið til norðurs meðfram Norðurá að Laxfossi og Glanna. Leiðin kemur á Vesturlandsveg við Grafarkot og einnig er leið að henni við veiðihúsið við Rjúpnahæð gegnt Litla-Skarði og við afleggjara að Laxfossi. Athugið að gönguleið í landi Laxfoss verður ekki merkt með stikum vegna óska landeiganda. Gljúfurá: Við brúna á Gljúfurá eru fallegar gönguleiðir hvort sem gengið er upp eða niður með ánni. Einnig er leið um göngubrú á Gljúfurá um Sauðhúsaskóg að Múlakoti og þaðan eftir gönguleiðum sem hver vill. Fyrir þá sem vilja sækja á brattann er tilvalið að ganga t.d. á Hallarmúla en þaðan er einstakt útsýni yfir héraðið. Hægast er að ganga á hann að sunnanverðu. Á Vikrafell er oftast gengið frá Selvatni og tekur það u.þ.b. tvo tíma hvora leið. Á Hraunsnefsöxl má auðveldlega komast í norðurátt frá Grábrók og er það u.þ.b. tveggja tíma gangur hvora leið. Á Baulu er hægt að ganga frá ýmsum áttum en einna algengast mun þó að farið sé inn hjá Dalsmynni, upp Bjarnadal og þaðan að Baulu sunnanverðri. U.þ.b. fjórar klst. tekur að ganga á fjallið. Þegar upp er komið opnast einstakt útsýni yfir Borgarfjörðinn allan ef gott er veður. Baula er 934 metra yfir sjávarmáli. Allir þessi staðir eru í göngufjarlægð frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Gönguleiðakort liggja frammi yfir sumartímann á öllum helstu ferðamannastöðum í héraðinu.
Athyglisverðir staðir Innan Borgarbyggðar eru eftirtaldar byggðir, taldar frá vestri, sem fyrr sagði: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borgarnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll. Hér skal þess freistað að nefna nokkra athyglis-
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 20
7/4/10 11:30:21 PM
Klæddu þig upp – merktu þig rétt! Sérmerktar vörur fyrir íþróttafólk og starfsmannafélög. Tilvalið í fjáröflun. Við eigum fyrirliggjandi allar vörurnar sem þig vantar – og merkjum þær eftir þínum óskum.
Norðlingabraut 14 | 110 Reykjavík Hágæða bómullarfatnaður
Frábær sportfatnaður,
Sími 569 9000 | sala@bros.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 21
21
7/4/10 11:35:09 PM
Sveitarfélagið Borgarbyggð
Barnafoss í Borgarfirði.
verða staði en um frekari upplýsingar vísast á vef upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands í Borgarnesi: www.ukv.is. Eldborg, formfagurt eldfjall sem er í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna og er gengið á hana frá Snorrastöðum, sjá www.snorrastadir.com. Fjall eins og Eldborg myndast þegar þunnfljótandi kvika kemur upp um kringlótt gosop í fremur stuttum gosum og án kvikustrókavirkni (flæðigos). Umhverfis gosopið hlaðast upp brattir gígveggir úr hraunslettum. Hítardalur er forn sögustaður og þar er einstök náttúrufegurð. Borg á Mýrum er rétt við Borgarnes. Þar bjó Skalla-Grímur Kveldúlfsson og síðar Egill sonur hans. Á Borg er falleg sögufræg kirkja og minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson. Borgarnes byggðist fyrst á 19. öld og er í fornum sögum kallað Digranes. Bæjarstæðið þykir einkar fallegt þar sem skiptast á klapparholt og mýra-
flákar. Nú búa um 2000 manns í Borgarnesi og fjölgar þeim ört. Í bænum eru nokkrir þekktir sögustaðir úr Egils sögu, s.s. Sandvík, haugur Skalla-Gríms og Brákarsund. Þar starfar Landnámssetur. Rétt norðan við Bifröst í Norðurárdal eru tveir gígar, Stóra- og Litla Grábrók. Sú litla hvarf að mestu við framkvæmdir en sú stóra rís formfögur fast við þjóðveginn. Þriðji gígurinn er vestar og heitir Grábrókarfell. Hraun úr gígunum þekur stóran hluta Norðurárdals. Þetta er sérlega fallegt útivistarsvæði. Reykholt í Borgarfirði er frægur sögustaður þar sem Snorri Sturluson bjó og var hálshöggvinn árið 1241. Þar er nú fræðastofnunin Snorrastofa sem helguð er minningu Snorra. Í Reykholti er margt fleira að sjá, s.s. nýja og reisulega kirkju, en gamla kirkjan á staðnum stendur enn og hefur verið gerð upp og opnuð almenningi sem safn. Á staðnum er rekið heilsárshótel.
Gamli héraðsskólinn í Reykholti.
Húsafell er útivistarperla í nálægð Eiríksjökuls og Langjökuls. Þar eru golfvöllur og sundlaug auk annarrar þjónustu við ferðamenn (www.husafell.is). Frá Húsafelli er ekki langt í Hraunfossa og Barnafoss auk hellanna Surtshellis og Víðgelmis en í þann síðarnefnda er farið frá bænum Fljótstungu í Hvítársíðu. Páll Guðmundsson á Húsafelli er þjóðkunnur orðinn fyrir listsköpun sína og hugmyndaauðgi. Hann notar umhverfi Húsafells mikið í list sinni. Hvanneyri er forn landnámsjörð. Þar hefur verið starfræktur búnaðarskóli allar götur síðan 1889 og þar hefur Landbúnaðarháskóli Íslands nú aðalstarfsstöð sína. Þar er einnig rekið Ullarsel og Búvélasafn, hvort tveggja mjög vinsælt af gestum og gangandi (www.ull.is og www.buvelasafn.is) Í sveitarfélaginu eru margar þekktar laxveiðiár, s.s. Haffjarðará, Hítará, Langá, Norðurá, Þverá, Hvítá og Grímsá, svo að nokkrar séu nefndar.
Brúðuheimar Brúðuheimar eru lista- og menningarmiðstöð tengd brúðuleiklist þar sem leiksýningar, námskeið, safn og kaffihús mætast á fallegum stað í líflegu andrúmslofti. Brúðuheimar hófu göngu sína í vor og hafa aðsetur að Skúlagötu 17 í Borgarnesi. Það er ævintýri líkast að ganga í gegnum leikbrúðusafn Brúðuheima. Þar gefur að líta fjöldann allan af áhugaverðum persónum, fyrirbrigðum og forynjum. Margir góðkunningjar eru þar á ferð, eins og PappírsPési, Einar Áskell og Litli, ljóti andarunginn. Einnig eru þar varhugaverðar verur eins og skógarnornirnar úr Ronju ræningjadóttur. Fyrir börnin er stöðugt eitthvað áhugavert að sjá og uppgötva á meðan þeir fullorðnu dvelja og dást að því ótrúlega handverki sem er undirstaða þeirra stórglæsilegu muna sem er að finna á safninu. Safnið er að hluta til gagnvirkt og hafa ungir sem aldnir gaman af því að prófa sig í brúðuleik um stund. Leikhús Brúðuheima býður upp á fjölbreyttar brúðuleiksýningar, bæði fyrir börn og fullorðna. Boðið er upp á barnasýningar flestar helgar og fullorðinssýningar eru í boði fyrir hópa og erlenda ferðamenn. Sýningar fyrir erlenda ferðamenn eru bæði í boði á ensku og þýsku, auk þess sem Brúðuheimar bjóða upp á sýningar án orða. Í góðu brúðuleikhúsi gerist eitthvað sem er töfrum líkast. Til að brúðan vakni til lífsins þarf brúðuleikarinn að vera fær í sínu fagi og áhorfendurnir þurfa að „trúa“ á leikarana þó að þeir séu meðvitaðir um að leikararnir eru bara „brúður“. Með þessari samvinnu fer áhorfandinn að skynja hjartslátt leikarans og dýpstu tilfinningar hans, þrátt fyrir að leikarinn hangi í örþunnum silkiþráðum og sé gerður úr trékubbum.
Skallagrímsgarður
Brúðuheimar í Borgarnesi.
22
Skallagrímsgarður er skrúðgarður í Skallagrímsdal í Borgarnesi. Ungmennafélagið Skallagrímur og Kvenfélag Borgarness stóðu í upphafi að framkvæmdum í garðinum með full-
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 22
7/4/10 11:35:42 PM
Reykholtskirkja hin nýrri.
Skallagrímsgarður í Borgarnesi.
tingi hreppsnefndar Borgarneshrepps í kringum 1930. Þegar fram í sótti hætti ungmennafélagið afskiptum af garðinum og tók kvenfélagið alfarið við honum um 1938. Kvenfélagið sá um garðinn af miklum myndarskap í mörg ár og er hann nú fallegur skrúðgarður með stórum trjám og fjölbreyttu blómskrúði. Fyrir nokkrum árum afhenti kvenfélagið sveitarfélaginu garðinn til eignar og hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir þar síðan. Í garðinum er haugur Skallagríms Kveldúlfssonar og listaverkið Óðinshrafninn sem er eftir Ásmund Sveinsson.
Borg á Mýrum Prestssetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, norðan og vestan Borgarness. Í kaþólskum sið var kirkja þar helguð Mikael erkiengli. Kirkjan, sem nú stendur, var reist 1880 en kirkja hefur staðið að Borg frá árinu 1003. Útkirkjur eru á Álftanesi og á Ökrum. Skalla-Grímur Kveldúlfsson nam Borgarfjörð og byggði sér bæ að Borg. Hann rak bú víðar um héraðið um sína daga. Egill sonur hans tók við búi föður síns. Hann var garpur mikill, fastheldinn á fé og skáld gott. Konung-
ar og höfðingjar erlendis fengu að finna fyrir víkingseðli hans því að hann var tiltölulega friðsamur á heimaslóðum. Kunnustu kvæði hans eru Höfuðlausn, sem varð til þegar hann þurfti að bjarga lífinu undan reiði erkióvinar síns, Eiríks blóðaxar, konungs, og Sonatorrek sem hann orti um sonamissi sinn. Hann gat ekki hefnt harma sinna vegna dauða sonanna tveggja þar eð goðin höfðu tekið þá frá honum en harmurinn dvínaði við að yrkja. SkallaGrímur var fluttur til greftrunar að Naustanesi og heygður þar sem Skalla-Grímsgarður er nú í Borgarnesi. Í Laxdæla sögu segir að Kjartan
Ólafsson hafi verið fluttur til greftrunar að Borg, þegar kirkjan þar var nývígð, og liggi þar grafinn. Kunnastur veraldlegra höfðingja, sem sátu Borg, var Snorri Sturluson. Hann sótti þangað auð sinn með því að kvænast Herdísi Bessadóttur prests og sat staðinn 1202–1206. Þá skildu þau og Herdís sat þar áfram þegar Snorri fluttist að Reykholti. Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist 1985 við Borg. Skammt frá Borg á Mýrum er einhver mesta laxveiðiá landsins, Langá, sem á upptök sín í Langavatni á Mýrum.
Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu.
Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 23
23
7/4/10 11:35:55 PM
Að efla fólk til dáða Traust atvinna og hollar tómstundir eru forsendur góðs mannlífs. Þátttaka í íþróttum og keppni þroskar hvern einstakling, hæfileika hans og skapar honum verðug verkefni. Líkt og í íþróttum þurfum við hjá Norðuráli að skapa sterka liðsheild einstaklinga sem hafa þekkingu, færni og metnað til að ná settum markmiðum.
Þannig náum við árangri
24
www.nordural.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 24
7/4/10 11:36:06 PM
Unglingalandsmót Borgarnesi: Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins:
Fólk er gríðarlega jákvætt í garð þessara móta Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri Unglingalandsmóta UMFÍ en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2004, þegar mótið var haldið á Sauðárkróki. Auk þess hefur hann verið framkvæmdastjóri tveggja Landsmóta, á Sauðárkróki 2004 og á Akureyri 2009. Ómar Bragi segir þetta vera lifandi og spennandi starf og hann hafi unnið með góðu fólki. „Undirbúningurinn fyrir mótið í Borgarnesi hefur gengið vel og er í ákveðnu ferli getum við sagt. Það eru margar hendur að vinna mörg störf. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að undirbúningi svona móts en maður vinnur með góðu fólki hér í Borgarnesi sem skiptir miklu máli. Það er lykilatriði að hafa gott fólk í kringum sig í undirbúningi sem þessum og það hef ég alltaf haft í öllum mótum sem ég hef komið nálægt,“ sagði Ómar Bragi í spjalli við Skinfaxa. – Í hverju felst undirbúningur helst fyrir svona mót? „Það er hefðbundið alla jafna en það er
fyrst og fremst að manna öll störf og fá sérgreinastjóra til starfa. Ennfremur að setja upp heildardagskrána en segja má þetta sé svipað frá ári til árs. Hver mótsstaður hef-
Borgarafundur í Borgarnesi
Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri unglingalandsmóta UMFÍ.
ur sín einkenni en við reynum alltaf að koma með nýjungar og bæta okkur. Mótin hafa verið að stækka og í fyrra var töluverð fjölgun keppenda og við gerum ráð fyrir sama fjölda til Borgarness. Við finnum fyrir góðum meðbyr,“ sagði Ómar. Ómar Bragi segir þetta starf vera gefandi og að hann hafi í því kynnst fjöldanum öllum af fólki um allt land. Hann segir að Unglingalandsmótin hafi svo sannarlega sannað gildi sitt. „Það hefur margt breyst í umgjörð mótanna í gegnum tíðina. Hreyfingin er farin að kunna þetta betur og þekkinguna nýtum við okkur frá ári til árs. Fólk er orðið gríðarlega jákvætt í garð þessara móta og það hefur tekist afar vel að fá samstarfsaðila í lið með okkur. Ég vil bara koma þökkum til allra samstarfsaðila, bæði við þetta mót og mótin undanfarin ár. Það hefur verið mjög gaman og gott að vinna með þeim,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótanna.
Góð mæting var á borgarafundi menntaskólanum í Borgarnesi 12. júní sl. þar sem íbúar voru upplýstir um komandi Unglingalandsmót sem haldið verður í bænum um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, fór yfir undirbúning og umfang mótsins með heimamönnum. Unglingalandsmót UMFÍ hefur skipað sér sess í íslensku íþróttalífi og er svo sannarlega stórmót þarna á ferðinni. Gestir skipta þúsundum sem koma á mótið. Dagskráin verður metnaðarfull frá morgni til kvölds og allir, ungir sem eldri, ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Það verður gaman að vera í Borgarnesi í sumar Margrét Baldursdóttir er verkefnastjóri 13. Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem verður haldið í Borgarnesi dagana 30. júlí til 1. ágúst í sumar. Margrét er menntaður tölvunarfræðingur og hefur ennfremur lokið námi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum. Margrét sagði ljóst að við undirbúning á svona móti væri í mörg horn að líta.
„Ég hef verið að skoða fyrri mót og koma mér þannig betur inn í starfið. Starfið leggst vel í mig og það verður gaman að vera í Borgarnesi í sumar. Mér finnst það mjög spennandi verkefni að koma að undirbúningi þessa móts og hlakka mikið til þegar stóra stundin rennur upp,“ sagði Margrét Baldursdóttir.
Margrét Baldursdóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 25
25
7/4/10 11:36:08 PM
Borgarnes 26
Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar í Borgarnesi. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og við hlið hans eru knattspyrnuvellir, sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í bænum eða næsta nágrenni. Tjaldstæði keppenda verður rétt utan við bæinn en boðið verður upp á góðar samgöngur að keppnissvæðunum.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 26
7/4/10 11:36:53 PM
maggi@12og3.is-248.123
Unglingalandsmót Borgarnesi:
;g_{ah Äg iiVh` a^ Ungmennafélags Íslands
Ungmennafélag Íslands starfrækir frjálsíþróttaskóla víðsvegar í sumar fyrir ungmenni 11 til 18 ára. ;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg heZccVcY^ i¨`^[¨g^ [ng^g jc\bZcc^ hZb k^a_V gZncV h^\ [nghiV h^cc ZÂV Z[aV h^\ [g_{ahjb Äg iijb# KZaYj ÄVcc hiVÂ hZb ]ZciVg Ä g d\ iV`ij Ä{ii \ Âjb [ aV\hh`Ve# 6j` Äg iiV¨[^c\V kZgÂV `k aYk `jg!
maggi@12og3.is-248.123
\ c\j[ZgÂ^g d\ ÅbhVg k¨ciVg jee{`dbjg# C{cVg^ jeeaÅh^c\Vg b{ [^ccV { ]Z^bVh Âj JB;Ï lll#jb[^#^h d\ h bV *+-"'.'.# ;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg hVbk^ccj k^Â ;g_{ah Äg iiVhVbWVcY ÏhaVcYh d\ ] gVÂhhVbW cY^c ^ccVc JB;Ï
9V\hZic^c\Vg [ng^g [g_{ah Äg iiVh` aV '%&% 7dg\VgcZh AVj\Vg GZn`_VYVa :\^ahhiVÂ^g 6`jgZng^ AVj\VgkVic HVjÂ{g`g `jg Bdh[ZaahW¨g = [c =dgcV[^gÂ^
JBH7 '&#%+ ¶ '*#%+ =HÃ '&#%+ ¶ '*#%+ JÏ6 '&#%+ ¶ '*#%+ JBH: "J;6 &'#%, ¶ &+#%, =H@ &.#%, ¶ '+#%, JBHH &.#%, ¶ '(#%, JBH@ &.#%, ¶ '(#%, JHÖ &.#%, ¶ '(#%, SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 27
27
7/4/10 11:38:04 PM
„Ungt fólk og lýðræði“
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var haldin í annað sinn á Laugum 7.–9. apríl sl. Um 50 þátttakendur voru á ráðstefnunni sem gekk mjög vel. Mikil ánægja var með það sem fram fór. Þema ráðstefnunnar var Lýðræði og mannréttindi og var unnið með verkefni úr bókinni Kompás sem er handbók um lýðræði og mannréttindi og kom út í íslenskri þýðingu í lok síðasta árs. Þátttakendur skiptu sér á vinnustofur þar sem þeir gátu valið á milli ræðumennsku og fundarskapa og kynningu á Evrópu unga fólksins þar sem þátttakendur fengu að spreyta sig á að sækja um styrk. Góður rómur var gerður að báðum vinnustofunum og vildu þátttakendur helst ekki hætta. Í hópastarfinu var meðal annars farið yfir samvinnu ólíkra aðila svo sem fjölmiðla, félagasamtaka og stjórnvalda. Jörgen Nilsson bauð
upp á hópefli þar sem þátttakendum var skipt í tvo flokka og þurftu þeir að smíða lendingarbúnað fyrir egg. Báðum hópunum tókst að koma egginu sínu óbrotnu til jarðar, um 3–4 m fallhæð (ofan úr áhorfendastúkunni í íþróttasalnum á Laugum). Hjörtur Ágústsson frá Evrópu unga fólksins, EUF, kynnti verkefnið og lét þátttakendur hanna umsókn. Stefán Bogi Sveinsson, UÍA- og Útsvarskempa, kenndi ræðumennsku og fundarstjórn. Í lok fyrirlestrarins kenndi hann þátttakendum lykilatriðin að baki góðu handabandi. Í lok ráðstefnunnar samþykktu þátttakendur ályktun til stjórnvalda og voru miklar og góðar umræður um hvernig ályktunin skyldi hljóða. Greinilegt er að þetta unga fólk sem sat ráðstefnunna veit hvað það vill og er tilbúið að leggja sitt til samfélagsins.
Ályktun ráðstefnunnar: Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Laugum í Sælingsdal 7.– 9. apríl 2010, beinir því til stjórnvalda að bæta þurfi upplýsingaflæði til ungs fólks og að hlustað verði á rödd þeirra og að áhugi sé gagnkvæmur. Hafa verður samráð við ungt fólk þegar teknar eru ákvarðanir sem varða málefni þeirra eins og segir í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölmörg dæmi eru til um að ungt fólk sé hunsað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná eyrum stjórnvalda. Ein leið til að auka aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku er að sveitarfélög stofni ungmennaráð. Í öllum sveitarfélögum á landinu er að finna ungt fólk sem á rétt á því að á það sé hlustað. Við viljum að stjórnvöld bindi í lög að sveitarfélög stofni ungmennaráð. Jafnframt skorum við á sveitarfélög, sem hafa ekki enn stofnað ungmennaráð, að gera það eins fljótt og mögulegt er og fulltrúar þess verði frá sem breiðustum hópi, s.s. æskulýðs- og íþróttafélögum auk framhaldsskóla og grunnskóla. Allir hafi jöfn tækifæri til setu í ungmennaráði burtséð frá menningarog félagslegum bakgrunni. Tryggja þarf gagnkvæmt samstarf og samskipti ungmennaráða og sveitarfélaga og kynna starfsemi þeirra vel fyrir ungu fólki til að tryggja áhuga og þátttöku. Einnig teljum við nauðsynlegt að sveitarfélög fylgi eftir virkni ungmennaráða, sýni starfsemi þeirra áhuga og hrindi hugmyndum þeirra í framkvæmd. Ráðstefnan leggur sömuleiðis áherslu á að gætt sé jafnræðis þegar stjórnvöld úthluta styrkjum til ungmennastarfs. Ungt fólk hefur mismunandi áhugamál og mikilvægt er að öll uppbyggileg starfsemi ungs fólks njóti stuðnings stjórnvalda. Þátttaka unga fólksins er ekki síður mikilvæg svo að þeir sem eldri eru fái notið hinnar einstöku sýnar ungs fólks á okkar nánasta umhverfi.
28
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 28
7/4/10 11:38:06 PM
Úr hreyfingunni
Líflegt nefndastarf innan UMFÍ Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands í desember sl. var skipað í hinar ýmsu nefndir sem munu vinna við verkefni á vegum hreyfingarinnar næstu tvö árin. Nálægt 150 einstaklingar skipa nefndirnar sem starfa í sjálfboðavinnu. Þeir koma alls staðar að af landinu en nefndirnar eru alls 27. Nefndirnar eru skipaðar mjög hæfu fólki og hefur starfið í þeim verið mjög lifandi og drífandi í vetur. Mörgum nýjum hugmyndum og verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd og munu þess sjást merki nú þegar í sumar. Nefndirnar, sem hér um ræðir, eru þessar: Almenningsíþróttanefnd, bókasafnsnefnd, byggingarnefnd aðalstöðva, forvarnanefnd, fræðslunefnd, fræðslusjóður, laganefnd, landsmótsnefnd 2013, menningarnefnd, nefnd sem endurskoðar úthlutunarreglur verkefna- og fræðslusjóðs UMFÍ, nefnd um starf eldri ungmennafélaga, nefnd um vetrarleika UMFÍ, rekstrarnefnd Lauga, rekstrarnefnd Þrastalundar, samstarfsnefnd UMFÍ og LH, Skinfaxi – ritnefnd, stjórn umhverfissjóðs, minningarsjóður Pálma Gíslasonar, tölvunefnd, umhverfisnefnd, undirbúnings-
nefnd starfsíþróttaráðs UMFÍ, unglingalandsmótsnefnd 2010, unglingalandsmótsnefnd 2011, ungmennaráð UMFÍ, verkefnastjórn „Ungt fólk og lýðræði“, verkefnastjórn frjálsíþróttaskólans, VNU – Vestnorrænt samstarf og Þrastaskógarnefnd.
Á fundi í almenningsíþróttanefnd. Frá vinstri: Gísli Sigurðarson, Kristín Sigurðardóttir starfsmaður verkefnisins, Sigurður Guðmundsson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir og Kári Jónsson. Á myndina vantar Steinunni Leifsdóttur og Elínu Birnu Guðmundsdóttur sem sæti eiga í nefndinni.
PATHE-verkefnið
FM
Lokafundur PATHE-verkefnisins var haldinn í Belgrad dagana 22.–25. apríl sl. Fulltrúar Ungmennafélags Íslands á fundinum voru þau Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, og Einar Haraldsson, stjórnarmaður UMFÍ. Nokkrir kynningar– og undirbúningsfundir höfðu áður verið haldnir, þar á meðal einn hér á Íslandi í apríl 2009 þar sem nokkrir fulltrúar sambandsaðila sátu. UMFÍ fékk afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í verkefninu sem hefur staðið yfir í þrjú ár. PATHEverkefnið er evrópskt og lýtur að líkamsrækt og heilsu fólks almennt. Markmið verkefnisins, sem styrkt er af Evrópusambandinu, gengur fyrst og fremst út á það að fá almenning til að hreyfa sig meira.
BS
isnic Internet á Íslandi hf.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 29
29
7/4/10 11:38:34 PM
Ferðafélag Íslands FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR
www.À.is
Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaÁóru félagsins er að Ànna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erÀðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta Áestir fundið eitthvað við sitt hæÀ. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yÀr 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaÁokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. FélagsstarÀð hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarÀ. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt Áeira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.
30
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 30
7/4/10 11:39:02 PM
100 ára varnargarðar við Markarfljót
Fyrstu varnargarðarnir við Markarfljót eru 100 ára og þann 6. maí sl. var haldið upp á það um leið og upplýsingaskilti um varnargarðana og flóðin í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli voru afhjúpuð. Þann 6. maí 1910 hófst bygging fyrsta varnargarðsins, að frumkvæði heimamanna, en hann var við Seljalandsmúla og var 700 m langur. Á 100 ára afmælinu voru upplýsingaskiltin afhjúpuð og ávarpaði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri samkomuna. Hann er vel kunnugur Markarfljóti en doktorsritgerð hans í jarðfræði, The Markarfljót sandur area, fjallar einmitt um svæðið. Síðan var haldin hátíðarsamkoma í félagsheimilinu Heimalandi en þar hefur verið sett upp sögusýning um varnargarðana og áhrif þeirra á mannlíf í Rangárvallasýslu. Áður en varnargarðarnir voru reistir gat Markarfljótið breitt úr sér víða og flæmdist það allt að ósum Þjórsár í vestri og að Holtsósi í austri fyrr á öldum.
Jafnan lék það lausum hala á Markarfljótsaurum, flestum til ama, þangað til varnargarðarnir komu til sögunnar. Kerfi varnargarðanna er nú stórt og mikið en þeir eru reistir og þeim við haldið í samvinnu Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar þar sem Landgræðslunni ber að sjá um varnir gegn landbroti af völdum fallvatna og Vegagerðin annast varnir vegna brúa og vega. Samvinnan hefur verið mikil og góð. Ungmennafélagið Drífandi kom heldur betur að byggingu varnargarðanna. Félagið var stofnað 1906 og starfaði í Vestur-Eyjafjallahreppi. Félagið var fámennt en í því var mikið hugsjónafólk. Á aðalfundi í janúar 1910 var samþykkt tillaga um að það beitti sér fyrir fyrirhleðslu Markarfljóts í sjálfboðavinnu. Upphafsmaður tillögunnar var Vigfús Bergsteinsson, bóndi á Brúnum, og hlaut hún mikinn hljómgrunn meðal félagsmanna. Félagið lofaði 100 dagsverkum til
www.ganga.is
varnargarðsins sem 25 félagsmenn þess skiptu með sér, konur jafnt sem karlar. Öðrum 600 dagsverkum var jafnað niður á heimili sveitarinnar með forgöngu félagsins. Allir bændur byggðarlagsins, utan tveir, lögðu fram allt að 25 dagsverk. Búnaðarfélag Íslands og landsjóður greiddu rúmlega helming kostnaðarins en hreppsbúar og jarðareigendur afganginn. Hinn 6. maí 1910 hófst gerð varnargarðs suðvestan við Seljalandsmúla sem skyldi hindra innrás fljótsins í sveitina austur með Eyjafjöllum. Verkstjórar voru Árni Sakaríasson vegargerðarmaður og Grímur Thorarensen, hreppstjóri og bóndi í Kirkjubæ. Voru oftast 40 til 70 menn að verki samtímis, flestir úr sveitinni. Verkið gekk greiðlega og því lauk 8. júlí um sumarið.
Stykkishólmur
Lindi ehf. Ketilsbraut 13 640 Húsavík
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 31
31
7/4/10 11:49:26 PM
Úr hreyfingunni Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka:
Hróðný Kristjánsdóttir nýr formaður HHF Héraðsþing Héraðssambandsins HrafnaFlóka, HHF, var haldið 3. apríl sl. á Patreksfirði. Stærsta mál þingsins var að kjósa nýja stjórn en formaðurinn, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, óskaði ekki eftir endurkjöri. Hróðný Kristjánsdóttir var kjörin formaður HHF í stað Guðmundar Ingþórs. Þær Björg Sæmundsdóttir, gjaldkeri, og Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi, skipa nýja stjórn HHF ásamt Hróðnýju. Varamenn í stjórn eru Heiðar Ingi Jóhannsson, Kristrún Guðjónsdóttir og Guðný Sigurðardóttir. Guðmundur Ingþór hefur verið formaður undanfarin 5 ár og voru honum þökkuð vel
unnin störf fyrir Hrafna-Flóka. Hann mun verða stjórninni innan handar og aðstoða eins og hann getur. Hróðný Kristjánsdóttir sagði að skorað hefði verið á hana að gefa kost á sér og hún hefði ákveðið að slá til. „Mér líst vel á þetta en sumarið er fram undan og það er okkar tími hér fyrir vestan. Æfingar á sumrin snúast að mestu um frjálsar íþróttir og knattspyrnu, en á veturna er það körfuboltinn og þá aðallega hér inni á Patreksfirði,“ sagði Hróðný Kristjánsdóttir.
Frá vinstri: Guðmundur Ingþór Guðjónsson, fráfarandi formaður, Björg Sæmundsdóttir, gjaldkeri, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi, og Hróðný Kristjánsdóttir, formaður.
Þing Ungmennasambands Borgarfjarðar:
Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar veitt aðild að UMSB 88. þing UMSB var haldið að Logalandi í Reykholtsdal 28. mars sl., í blíðskaparveðri. Góð mæting var á þingið. Skýrsla stjórnar var viðamikil og gaf góða mynd af því starfi sem unnið er á sambandssvæðinu. Niðurstaða reikninga var viðunandi og eignastaða sambandsins er góð. Á þinginu var samþykkt að veita Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar aðild að UMSB. Félagið varð til við sameiningu ungmennafélaganna Þrastar, Hauka og Vísis. Þingforseti var Pálmi Ingólfsson og stýrði hann þinginu vel og af miklum krafti. Á þinginu voru starfandi þrjár nefndir: fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd og íþróttanefnd, og höfðu þær níu tillögur til umfjöllunar. Voru umræður miklar og heitar á köflum í nefndum, einkum fjárhagsnefnd. Sambandsstjóri var endurkjörinn Friðrik Aspelund, varasambandsstjóri Rósa Marinósdóttir, gjaldkeri Elfa Jónmundsdóttir og varagjaldkeri Guðmundur Sigurðsson. Á þinginu var Guðmundur Sigurðsson hylltur af þingfulltrúum fyrir mikil og góð störf í þágu UMSB. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri ULM, fór yfir undirbúning og framkvæmd á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi með þingfulltrúum.
32
Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur var veitt starfsmerki UMFÍ. Með henni á myndinni eru Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Gestir fundarins voru Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, Garðar Svansson, stjórnarmaður UMFÍ, og í unglingalandsmótsnefnd í Borgarnesi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri ULM, Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Friðrik Einarsson, framkvæmdastjórn ÍSÍ. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður, veittu Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur starfsmerki UMFÍ.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 32
7/4/10 11:49:55 PM
Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu:
Ragnheiður Högnadóttir formaður USVS 40. ársþing USVS var haldið að Hótel Laka 27. mars sl., í blíðskaparveðri, og var góð mæting hjá þingfulltrúum. Þingforsetar voru þau Ragnheiður Högnadóttir og Hilmar Gunnarsson og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi. Fyrir þinginu lágu góð og yfirgripsmikil skýrsla frá stjórn og reikningar sambandsins sem skiluðu töluverðum hagnaði. Fimm nefndir voru starfandi á þinginu, íþróttanefnd, fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, kjörnefnd og laganefnd, og voru umræður fjörugar og góðar í nefndunum, en samtals voru 18 tillögur til umræðu. Undanfarin ár hefur verið umræða innan sambandsins um hvort sameina ætti USVS HSK. Ekki var tekin ákvörðun um það á þessu þingi en samþykkt tillaga um að skipuð yrði þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að taka saman kosti og galla sameiningar við HSK og á hópurinn að skila skýrslu til stjórnar USVS fyrir 1. nóvember 2010. Stjórnin skal síðan senda skýrsluna til aðildarfélaganna. Ákvörðun skal taka um sameiningarmálið á 41. ársþingi USVS. Ragnheiður Högnadóttir var kosin for-
Ragnheiður Högnadóttir, nýkjörin formaður USVS, til hægri á myndinni, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ. Mynd til vinstri: Arnar Snær Ágústsson, íþróttamaður USVS 2009.
maður USVS en Sveinn Þorsteinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Gestir þingsins voru þau Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjórn ÍSÍ, og Guðríður Aadnegard,
nýkjörinn formaður HSK. Helga Guðrún og Björg veittu Ólöfu Rögnu Ólafsdóttur, formanni Ungmennafélagsins Skafta, starfsmerki UMFÍ. Á þinginu var Arnar Snær Ágústsson frjálsíþróttamaður valinn íþróttamaður USVS 2009.
Þing Ungmennasambandsins Úlfljóts á Höfn í Hornafirði:
Stjórn USÚ endurkjörin Þing Ungmenna sambandsins Úlfljóts, USÚ, var haldið 21. apríl sl., í Golfskálanum á Höfn í Hornafirði. Þingið var vel sótt og málefnalegt. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið af hálfu hreyfingarinnar. Engar breytingar urðu í stjórn sambandsins og var hún öll endurkjörin. Ragnhildur Einarsdóttir er formaður, Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir ritari og Þorbjörg Gunnarsdóttir gjaldkeri. Á þinginu voru skipaðar milliþinganefndir, annars vegar nefnd til að skerpa á forvarnamálum og hins vegar nefnd til að fara yfir lög ungmennasambandsins.
50 fulltrúar sóttu samráðsfund Evróvísis í Reykjavík Árlegur samráðsfundur Evróvísis, Eurodesk, í Evrópu, fór fram dagana 15.–18. apríl sl. í Reykjavík. Fundurinn var haldinn á Hótel Loftleiðum og sóttu hann 50 fulltrúar Evróvísis og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en þátttakendur koma frá 29 löndum.
Samhliða fundinum í ár verður haldið upp á 20 ára afmæli Evróvísis og hefur verið skipulög skemmtidagskrá fyrir þátttakendur í tilefni af því. Evróvísir er upplýsingagátt fyrir ungt fólk þar sem finna má samansafn upplýsinga um þau tækifæri sem bjóðast ungu fólki í Evrópu. Nánari upplýsingar eru á www.evrovisir.is.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 33
33
7/4/10 11:50:08 PM
Úr hreyfingunni Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar:
Gróska í íþróttastarfi í Fjallabyggð Kynning á heilsueflingu og útivist
Frá þingi Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar. Mynd til vinstri: Guðný Helgadóttir, formaður UÍF.
Fyrsta ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF, var haldið í Tjarnarborg á Ólafsfirði þann 15. júní sl. Mjög vel var mætt á þingið og gengu þingstörf vel. Í sambandinu eru fjórtán félög og eru iðkendur um 1100 talsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur
Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu þingið. Stjórnarkjör fór fram á þinginu en stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. Eftirtaldir einstaklingar skipa stjórnina: Guðný Helgadóttir, formaður, Róbert Haraldsson, Hlynur Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Sigurpáll Gunnarsson, Helga Kristín Einarsdóttir og Gíslína Salmannsdóttir. „Við munum áfram vinna að frekari uppbyggingu íþróttamála í Fjallabyggð. Félögin innan sambandsins eru vel rekin og það er óhætt að segja að mikil gróska sé almennt í íþróttastarfi í Fjallabyggð. Það er bjart fram undan hjá okkur,“ sagði Guðný Helgadóttir.
Vinnum saman
Kynningin „Heilsuefling og útivist“ fór fram í Menntaskólanum á Ísafirði í apríl og heppnaðist með ágætum. Fulltrúi frá Ungmennafélagi Íslands var á staðnum og kynnti m.a. nýju vefsíðuna ganga.is ítarlega. Á henni er að finna upplýsingar um gönguleiðir en hlutverk vefsíðunnar er m.a. að stuðla að enn frekar uppbyggingu gönguleiða á Íslandi og aðgengi að þeim. Lýðheilsustöð var með kynningu á heilsueflingu í framhaldsskólum sem er verkefni sem stöðin er að fara að setja af stað. Aðstandendur heilsueflingar í Ísafjarðarbæ fjölluðu um það sem unnið hefur verið með á svæðinu og buðu upp á heilsudrykki og kennslu í stafagöngu.
Græðum Ísland
Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.
Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is
34
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 34
7/4/10 11:50:17 PM
Úr hreyfingunni
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi
Formannafundur UÍA á Vopnafirði Formannafundur Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, var haldinn í félagsheimilinu á Vopnafirði 17. apríl sl. Að sögn Stefáns Boga Sveinssonar, framkvæmdastjóra UÍA, er markmiðið með þessum fundum að hittast, fara yfir stöðuna og stilla saman strengi. Farið var yfir skýrslu stjórnar frá síðasta þingi og ennfremur farið yfir reikninga. Stefán Bogi sagði fjárhagsstöðu sambandsins stöðuga. „Þetta var fínn vinnufundur en ég hefði samt viljað sjá fleiri þingfulltrúa. Það er fínt hljóðið í okkur og það verður nóg að gera hjá okkur í sumar enda verkefnin næg,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu formannafundinn á Vopnafirði.
Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, í ræðustóli á formannafundinum á Vopnafirði.
Tíu styrkjum úthlutað úr Spretti Tíu styrkjum úr Spretti – Afrekssjóði UÍA og Alcoa var úthlutað á Fjarðaálsmótinu 8. maí sl. Mikil aðsókn var í sjóðinn og ekki auðvelt að gera upp á milli umsókna. Alls bárust 36 umsóknir í fjórum flokkum. Úthlutað var einum afreksstyrk, fjórum iðkendastyrkjum, þremur þjálfarastyrkjum og tveimur félagastyrkjum, samtals 670.000 krónum. Sara Þöll Halldórsdóttir, fimleikakona í Hetti, hlaut afreksstyrk að fjárhæð kr. 100.000 fyrir framúrskarandi árangur í fimleikum. Iðkendastyrki að upphæð kr. 50.000 hlutu Andrés Kristleifsson, körfuknattleiksmaður í Hetti, Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmaður í Hetti, Tadas Jocys, knattspyrnumaður í Leikni, og Valdís Ellen Kristjánsdóttir, fimleikakona í Hetti. Öll þessi ungmenni hafa náð gríðargóðum árangri í greinum sínum. Þjálfarastyrki hlutu Guðný Margrét Bjarnadóttir, skíðaþjálfari frá Eskifirði, Jóhann Arnarson, golfkennari frá Eskifirði, og Miglena Kostova Apostolova, blakþjálfari frá Þrótti í Neskaupsstað. Félagastyrki hlutu Kajakklúbburinn KAJ í Neskaupsstað og Skíðafélagið í Stafdal. Afrekssjóðurinn Sprettur er samstarfsverkefni UÍA og Alcoa Fjarðaáls en sjóðurinn er alfarið fjármagnaður af Alcoa. Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, segir þetta samstarf afar þýðingarmikið fyrir íþróttahreyfinguna á Austurlandi. „Þetta gerir ungu afreksfólki kleift að
Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 ADVEL – lögfræðiþjónusta ehf., Suðurlandsbraut 18 Arkþing ehf., Bolholti 8 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2 Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a B.K. flutningar ehf., Krosshömrum 2 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Borgun hf., Ármúla 28–30 Bóksala kennaranema, Menntavísindasvið HÍ Stakkahlíð BSRB, Grettisgötu 89 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Fanntófell ehf., Bíldshöfða 12 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Gáski sjúkraþjálfun ehf., Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gissur og Pálmi ehf., byggingafélag, Álfabakka 14a Gjögur hf., Kringlunni 7 Henson hf., Brautarholti 24 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hávallagötu 14–16 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 NM ehf., Brautarholti 10 Nýi ökuskólinn ehf., www.meiraprof.is, Klettagörðum 11 Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1 T. ark Teiknistofan ehf., Brautarholti 6 Tryggingamiðlun Íslands ehf., Síðumúla 21 Túnþökuþjónustan ehf., Lindarvaði 2 Veigur ehf., Langagerði 26 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Við og Við sf., Gylfaflöt 3 Víkurós ehf., bílamálun og réttingar, Bæjarflöt 6 Öskjuhlíðarskóli, Suðurhlíð 9
Kópavogur
stunda grein sína af meira kappi, veitir þjálfurum kost á því að bæta menntun sína og aðildarfélögum tækifæri til að bæta starfsemi sína. Það er ómetanlegt og afar ánægjulegt að njóta stuðnings Alcoa og vinna með þeim að bættu íþróttastarfi á Austurlandi,“ segir Elín Rán. Næsta úthlutun úr sjóðnum fer fram í október. Umsóknarfrestur verður auglýstur í september 2010.
Sara Þöll Halldórsdóttir og Valdís Ellen Kristjánsdóttir, fimleikakonur í Hetti, voru á meðal þeirra sem fengu styrk úr Spretti.
Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 dk hugbúnaður ehf., www.dk.is, Hlíðasmára 17 Gæðaflutningar ehf., Krossalind 19 Íslandsspil sf., Smiðjuvegi 11a Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Marás ehf., Akralind 2 Smurstöðin ehf., Dalvegi 16a Snælandsskóli, Víðigrund Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c
Garðabær H.Filipsson sf., Miðhrauni 22 Kompan ehf., Skeiðarási 12 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir – umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4
Hafnarfjörður Travel bus rútufyrirtæki, Vallarbarði 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64
www.ganga.is
Reykjanesbær Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Toyota, Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 35
35
7/4/10 11:51:10 PM
Pétur og Svana Hrönn unnu Grettisbeltið og Freyjumenið GLÍMA Íslandsglíman fór fram 10. apríl sl. og var vel tekist á bæði í karla- og kvennaflokki. Glímt var í Íþróttakennaraskólanum. Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, sigraði í karlaflokki og vann Grettisbeltið nú í fimmta sinn. Pétur hlaut alls sjö vinninga og þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Annar í glímunni varð Stefán Geirsson, HSK, með 6,5 vinninga, og í þriðja sæti hafnaði Pétur Þórir Gunnarsson úr Mývetningi með 5,5 vinninga. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Glímufélagi Dalamanna, bar sigur úr býtum í kvennaflokki og var þetta í sjötta sinn sem hún vinnur keppnina um Freyjumenið og fimmta sinn í röð. Svana hlaut 4,5 vinninga. Elísabeth Patriarca, HSK, varð í öðru sæti með fjóra vinninga og Guðbjört Lóa Grímsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna lenti í þriðja sæti með 3,5 vinninga. Til vinstri: Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni. Til hægri: Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Glímufélagi Dalamanna.
36
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 36
7/4/10 11:51:37 PM
100 ára afmælishátíð HSK
HSK hélt fjölskylduvæna afmælishátíð á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi 19. júní sl. Afmælishátíðin var fyrir alla fjölskylduna þar sem lögð var áhersla á þátttöku barna og unglinga. Gestum bauðst m.a. að prufa ýmsar íþróttagreinar sem stundaðar eru innan HSK, s.s. golf, glímu, fimleika og knattþrautir ýmiss konar. Fjölskyldan gat svo keppt saman í nokkrum greinum, s.s. jurtagreiningu, boccia, körfubolta, upplestri og spretthlaupi. Skarphéðinsmaðurinn Andrés Guðmundsson mætti með sína geysivinsælu skólahreystibraut þar sem allir gátu tekið þátt. Ingó, Ingólfur Þórarinsson, sem er frægasta poppstjarna Sunnlendinga um þessar mundir, kom fram og einnig Skoppa og Skrítla. Einnig var fimleikasýning og taekwondosýning á hátíðinni og Bændaglíma Suður-
lands fór fram, þar sem tvö kvennalið kepptu. Boðið var upp á veitingar frá sunnlenskum fyrirtækjum. „Afmælishátíðin gekk framar öllum vonum. Það rigndi mikið um morguninn en við mættum snemma til að setja upp skólahreystibrautina og um hádegið þurftu allir að skipta um föt. Síðan var bara hreinlega skrúfað fyrir, sólin fór að skína og dagurinn var yndislegur. Það mættu á milli 500 og
1000 manns og allir skemmtu sér hið besta,“ sagði Olga Bjarnadóttir, formaður afmælishátíðarnefndar. Olga sagði að fólk hefði komið víða að og inn á milli hefðu sést gamlar kempur. Hún sagði stefnuna frá upphafi hafa verið að gera þessa hátíð fjölskylduvæna og sýna ávinninginn af starfinu í gegnum tíðina. „Við vildum einnig að það kæmi fram hvað starfið innan HSK hefur orðið fjölbreyttara og eflst með árunum. Við reyndum að sýna sem flestar greinar og fá fjölskylduna til að taka þátt. Á þetta lögðum þunga áherslu. HSK er stórt héraðssamband, nær yfir tvær sýslur og á sér mikla sögu. HSK hefur unnið mikið og gott starf á þessum 100 árum og mun gera það áfram. Við lítum björtum augum til næstu 100 ára og bíðum ennfremur spennt eftir bókinni sem Jón M. Ívarsson hefur ritað. Hún hefur að geyma sögu HSK í 100 ár og kemur út í haust,“ sagði Olga Bjarnadóttir.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 37
37
7/4/10 11:51:49 PM
Úr hreyfingunni
Bjarni Már Svavarsson nýr formaður Umf. Grindavíkur Bjarni Már Svavarsson var kjörinn formaður aðalstjórnar Ungmennafélags Grindavíkur á aðalfundi félagsins 19. maí sl., en hann tók við af Gunnlaugi Hreinssyni sem lét af formennsku eftir 15 ár. Gunnlaugur er þó ekki alveg hættur störfum fyrir UMFG því að hann situr áfram í stjórninni sem gjaldkeri. Stjórnarmönnum UMFG var fækkað úr 7 í 5. Í stjórninni eru, auk Bjarna og Gunnlaugs, Gunnar Jóhannesson, varaformaður, Ingvar Guðjónsson, ritari, og Sigurður Enoksson, meðstjórnandi. Bjarni Már sagði að fram undan væru ýmis verkefni sem gaman yrði að takast á við og þess vegna hefði hann ákveðið að bjóða fram starfskrafta sína. Sagðist hann vonast til að eiga gott samstarf við íþróttahreyfinguna í Grindavík. Bjarni Már hefur sjálfur komið víða við í íþróttum og varð m.a. Íslandsmeistari í götuhjólreiðum auk þess sem hann hefur komið nálægt júdó og hlaupum. Undanfarin ár hefur hann starfað töluvert fyrir sunddeild UMFG og setið í aðalstjórn UMFG. Á fundinum voru samþykktar reglugerðir um forvarnasjóð og heiðursmerkjanefnd auk þess sem smávægilegar orðalagsbreytingar voru gerðar á lögum UMFG.
Bjarni Már Svavarsson, nýkjörinn formaður Ungmennafélags Grindavíkur, ásamt tveimur sonum sínum.
Vignir Örn Pálsson, formaður HSS:
„Leggst vel í mig að vera kominn aftur til starfa“ 63. ársþing Héraðssambands Strandamanna, HSS, var haldið á Hótel Laugarhóli 3. júní sl. Jóhann Björn Arngrímsson, sem verið hefur formaður sambandsins í þrjú ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var Vignir Örn Pálsson kjörinn formaður en hann var formaður HSS um sex ára skeið, á árunum 2001–2007. Aðrar breytingar á stjórninni urðu þær að Rósmundur Númason kemur nýr inn en Andri Arnarson gekk úr stjórn. Ársþingið gekk vel en alls mætti 31 fulltrúi frá sex félögum á þingið. Fulltrúar Ungmennafélags Íslands á þinginu voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Garðar Svansson, stjórnarmaður, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. „Það leggst bara vel í mig að vera kominn aftur til starfa. Fram undan er sumarstarfið sem verður með hefðbundnum hætti. Við höldum mót í knattspyrnu, frjálsum íþróttum, barnamót og sundmót á Laugarhóli. Við ætlum að fjölmenna á Unglingalandsmótið í Borgarnesi með þátttakendum í USVH, en samvinna við þá með þessum hætti hefur verið undanfarin ár og gengið með ágætum. Við verðum með starfsmann í vinnu í sumar sem mun sjá um mótahald og aðra þætti í starfseminni. Þá var ákveðið á þinginu að stofna svokallað landsmótsráð sem mun vinna að skipulagningu og þátttöku okkar í Unglinga- og Landsmótum,“ sagði Vignir Örn Pálsson, nýkjörinn formaður HSS. „Ég var ákveðinn að stíga til hliðar en ég
38
hafði ekki tíma í þetta lengur sökum anna við önnur verkefni. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími og ég óska héraðssambandinu velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Jóhann Björn Arngrímsson, fráfarandi formaður HSS.
Jóhann Björn Arngrímsson, fráfarandi formaður HSS, afhendir Rósmundi Númasyni bikar, en Rósmundur var kjörinn íþróttamaður HSS 2009.
Frá vinstri: Vignir Örn Pálsson, nýkjörinn formaður HSS, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Jóhann Björn Arngrímsson, fráfarandi formaður HSS.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 38
7/4/10 11:52:07 PM
r u ð r ö j f a Skag
lll#k^h^ih`V\V[_dgYjg#^h
H`Zbbi^aZ\jg [g ^cj
H@6<6;?yGÁJG WÅÂjg Ä g VÂ iV`V Ä{ii
¨k^ciÅg^ a [h Ä ch C EG:CI Z][ hVjÂ{g`g `^
=kdgi hZb ÄVÂ Zg VÂ h^\aV c^Âjg _ `ja[a_ i! [VgV ]ZhiV[ZgÂ! \Vc\V { [_ aa! c_ iV a [h^ch c{ii gjcc^ ZÂV cÅiV Ä g VÂgV V[ÄgZn^c\Vg`dhi^ hZb ] gVÂ^Â ]Z[jg jee{ VÂ W_ ÂV#
HV\V! h c\jg! \aZÂ^ d\ \ Âjg bVijg Zg VaYgZ^ aVc\i jcYVc H`V\V[^gÂ^#
JeeaÅh^c\Vb^Âhi  [ZgÂVb{aV { CdgÂjgaVcY^ kZhigV // KVgbV]a  // )** +&+& // ^c[d5h`V\V[_dgYjg#^h // k^h^ih`V\V[_dgYjg#^h SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 39
39
7/4/10 11:52:25 PM
FÁÍA an hefði alltaf verið góð. Hún vildi einnig þakka Ungmennafélagi Íslands fyrir þann stuðning sem UMFÍ hefði sýnt félaginu. UMFÍ lagði Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra til aðstöðu í húsakynnum sínum árið 1999 sem hefði haldist síðan.
Guðrún Nielsen heiðruð
Stuðningur UMFÍ ómetanlegur
Frábært frumkvöðlastarf
„Stuðningur UMFÍ hefur verið ómetanlegur og að fá aðstöðu innan þeirra raða gjörbylti í raun allri starfsemi félagsins. Það færði okkur meira öryggi og öll starfsemin breyttist og efldist til muna. Fyrir þetta er félagið ákaflega þakklátt. Árin mín innan FÁÍA hafa verið mér mikils virði og átt hug minn allan,“ sagði Guðrún Nielsen. Með Guðrúnu úr stjórn gengu þau Soffía Stefánsdóttir og Ernst Backmann en þau hafa verið meðlimir í félaginu frá stofnun þess. UMFÍ heiðraði þau einnig fyrir frábær störf fyrir félagið. Ernst átti að baki 24 ára starf í stjórninni og Soffía sat í stjórn í yfir 20 ár.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði að hreyfingin vildi þakka Guðrúnu fyrir gott samstarf og frábært frumkvöðlastarf í uppbyggingu félagsog íþróttastarfs í þágu aldraðra. Helga Guðrún færði Guðrún Nielsen áritaðan silfurskjöld sem þakklætisvott frá UMFÍ. Guðrún Nielsen þakkaði fyrir þann heiður sem henni væri sýndur. Hún sagði að í formennskutíð sinni hefði hún alltaf unnið með góðu fólki og samstað-
Á efri myndinni er Guðrún Nielsen með blómavönd og silfurskjöldinn sem UMFÍ færði henni að gjöf fyrir frábært starf. Á neðri myndinni, frá vinstri, eru Soffía Stefánsdóttir og Ernst Backmann, en þau voru einnig heiðruð fyrir áratuga starf í þágu Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Þá koma Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Guðrún Nielsen og Þórey S. Guðmundsdóttir.
Ungmennafélag Íslands heiðraði Guðrúnu Nielsen fyrir frábært starf í þágu Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, á aðalfundi félagsins, 6. apríl sl. Guðrún var ein af stofnendum félagsins og formaður þess frá upphafi en félagið fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli. Guðrún lét af formennsku eftir 25 ára starf í FÁÍA á aðalfundinum og við starfi hennar tók Þórey S. Guðmundsdóttir.
Þórey S. Guðmundsdóttir formaður FÁÍA Þórey S. Guðmundsdóttir tók við formennsku í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, á aðalfundi félagsins. Guðrún Nielsen, sem hafði gegnt formennsku í félaginu allt frá stofnun þess eða í 25 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þórey sagði að þegar hún kom inn í félagið hefði aldrei staðið til að hún yrði formaður. „Mál þróuðust hins vegar með þeim hætti en ég fékk mikla hvatningu til að taka þetta starf að mér. Það er mikil gróska innan félagsins og góð og öflug starfsemi fer þar fram. Við stöndum fyrir boccia-móti, höldum íþróttadag árlega á öskudegi og gefum út fréttabréf svo að eitthvað sé nefnt. Einnig mætti geta danskennslu sem hefur verið undir handleiðslu Kolfinnu Sigurvinsdóttur,“ sagði Þórey. Stjórn FÁÍA er þannig skipuð: Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður, Hjörtur Þórarinsson, varaformaður, Flemming Jessen, gjaldkeri, Hörður Óskarsson, ritari, Guðmundur Magnússon, varari-
40
tari, Sigurrós Óttarsdóttir, meðstjórnandi, og Sigmundur Hermannsson, meðstjórnandi. Ungmennafélag Íslands hefur lagt Félagi áhugafólks lið um íþróttir hin síðustu ár og hefur félagið aðstöðu í Þjónustumiðstöð UMFÍ.
Til vinstri: Þórey S. Guðmundsdóttir, nýkjörinn formaður FÁÍA. Til hægri: Þórey á púttmóti, en pútt er íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda innan félagsins.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 40
7/4/10 11:52:29 PM
Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar í Ásgarði:
Hrefna Gerður Björnsdóttir formaður UMSS Ársþing UMSS var haldið 25. mars sl. í Árgarði. Þetta var afmælisþing, ef svo má að orði komast. UMSS varð 100 ára þann 17. apríl sl. en ákveðið hefur verið að halda upp á tímamótin í haust. Þingið fór vel fram og var vel sótt. Siglingaklúbbnum Drangey var veitt aðild að UMSS. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Haraldur Þór Jóhannsson, í varastjórn UMFÍ, voru fulltrúar UMFÍ á þinginu. Helga Guðrún afhenti UMSS áletraðan veggskjöld í tilefni afmælisins. Sigurjón Þórðarson lét af formennsku en við tók Hrefna Gerður Björnsdóttir. Núverandi stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar skipa: Hrefna Gerður Björnsdóttir, formaður, Hjalti Þórðarson, Sigurjón Leifsson, Sigmundur Jóhannesson og Sigurgeir Þorgeirsson. Starfsmerki UMFÍ fengu þeir Snorri Styrkársson og Stefán Öxndal Reynisson.
Efri mynd til vinstri: Nýr formaður UMSS, Hrefna Gerður Björnsdóttir. Efri mynd til hægri: Frá afhendingu starfsmerkja UMFÍ. Frá vinstri: Stefán Öxndal Reynisson, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Snorri Styrkársson og Haraldur Þór Jóhannsson. Neðsta mynd: Frá þingi UMSS.
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 41
41
7/4/10 11:53:14 PM
= gVÂhegZci
Breiðdalur °Wgdh^g k^Â Ä g
6jhijgaVcY ¨k^ciÅgVccV Breiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi. Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði. Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar. Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira! Kannaðu málið! www.breiddalur.is
42
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 42
7/4/10 11:53:32 PM
Úr hreyfingunni Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga á Ísafirði:
Jón Páll endurkjörinn formaður HSV 10. ársþing HSV fór fram 28. apríl sl. í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mjög góð mæting var á þingið og mættu um 50 manns. Marinó Hákonarson var þingforseti og Hermann Níelsson annar þingforseti og stjórnuðu þeir þinginu mjög vel og af mikilli fagmennsku. Þingritari var Sigrún Sigvaldadóttir. Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV. Til stjórnarsetu til tveggja ára voru kosnir þeir Guðni Guðnason sem var endurkjörinn og Sturla Páll Sturluson sem kemur nýr inn í stjórn HSV. Í varastjórn voru kosin Erla Jónsdóttir, Ari Hólmsteinsson og Margrét Högnadóttir. Aðrir stjórnarmenn, kosnir 2009 til tveggja ára, eru Gylfi Gíslason og Maron Pétursson. Sigrún Sigvaldadóttir hætti í stjórn HSV eftir margra ára stjórnarsetu og voru henni færðar sérstakar þakkir fyrir góð störf og gott samstarf. Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, flutti skýrslu stjórnar sem þetta árið var með nýju sniði og mjög viðamikil og gaf góða mynd af starfi HSV og aðildarfélaga þess. Gjaldkeri sambandsins, Maron Pétursson, lagði fram reikninga sambandsins og kom fram í máli formanns og gjaldkera að rekstur sambandsins er í járnum og er það verkefni nýrrar stjórnar að auka tekjur sambandsins. HSV var rekið með um þrjú hundruð
þúsund króna tapi á síðasta starfsári. Á þinginu störfuðu þrjár nefndir, allsherjarnefnd, fjárhags- og stefnumótunarnefnd og laganefnd. Sextán tillögur lágu fyrir þinginu og urðu góðar umræður í nefndum þingsins. Eyrún Harpa Hlynsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ, ávarpaði þingið og sagði frá starfi UMFÍ. Guðjón Þorsteinsson, stjórnarmaður í Körfuknattleikssambandi Íslands, bar kveðju KKÍ til HSV og þakkaði fyrir gott samstarf. Ekki var flogið til Ísafjarðar vegna öskufalls og komust því miður ekki aðrir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ. Formaður HSV bar kveðju frá formanni UMFÍ. Formaður HSV veitti fjórum einstaklingum heiðursmerki HSV fyrir frábær störf í þágu íþrótta og æskulýðsstarfs í Ísafjarðarbæ. Gullmerki fékk Harpa Björnsdóttir og silfurmerki þau Marinó Hákonarson, Margrét Eyjólfsdóttir og Guðni Guðnason. Efri mynd: Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, í ræðustóli á þingi HSV á Ísafirði. Neðri mynd: Gull- og silfurmerkjahafar HSV 2010.
NÝPRENT
LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót
Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 43
43
7/4/10 11:53:35 PM
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjanesbær Tannlæknast Einars Magnússonar ehf, Skólavegi 10 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóum 4
Grindavík Grindavíkurkirkja Þorbjörn hf., Hafnargötu 12
Mosfellsbær
Sunnulækjarskóli í Árborg:
Klúbbstjórinn fékk viðurkenningu Verkefnastjóri Flott án fíknar, Guðrún Snorradóttir, heimsótti nemendur í 7. bekk Sunnulækjarskóla í Árborg á vordögum og kynnti verkefnið Flott án fíknar. Í lok kynningar veitti Guðrún klúbbstjóranum, Jóhönnu Einarsdóttur, viðurkenningu frá UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu Flott án fíknar. Klúbbstarfið í Sunnulækjarskóla hefur verið einstaklega blómlegt og hefur spurst út í Árborg. Mikill áhugi er fyrir að efla starfið í sveitarfélaginu og var óskað eftir því að verkefnið yrði kynnt enn frekar.
Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Kjósarhreppur, www.kjos.is, Ásgarði Rögn ehf., Súluhöfða 29
Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Byggðasafnið að Görðum Ehf. Álmskógum 1, Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Ríkharður Jónsson, Heiðarbraut 53 GT Tækni ehf., Grundartanga Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3 JG vinnuvélar, Bjarteyjarsandi
Jóhanna Einarsdóttir, klúbbstjóri Flott án fíknar í Sunnulækjarskóla, (til hægri) ásamt Guðrúnu Snorradóttur, verkefnastjóra. Á myndinni fyrir neðan má sjá krakka í 7. bekk Sunnulækjarskóla.
Borgarnes Bíla– og vélasalan Geisli ehf., Fitjum 2 Bókhalds– og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11 Golfklúbbur Borgarness, Hamri Gösli ehf., Kveldúlfsgötu 15 Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 14–16 Landnámssetur Íslands, Borgarnesi, Brákarbraut 13–15 Matstofan veitingastofa, Brákarbraut 3 Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Skrifstofuþjónusta Vesturlands ehf., Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey UMÍS, Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., Þórðargötu 12 Eyja– og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum Ferðaþjónustan Húsafelli ehf., Húsafelli 3 Gistiheimilið Milli vina, www.millivina.is Skógrækt ríkisins Vesturlandi, Hreðavatni Ungmennafélag Stafholtstungna, Vegamót, þjónustumiðstöð,Vegamótum Þverfell ehf., Þverfelli 2
Stykkishólmur Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Narfeyri ehf., Ásklifi 10 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ.B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36
Grundarfjörður Kaffi 59, Grundargötu 59
Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1 Steinunn ehf., Bankastræti 3
Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Sjávariðjan Rifi hf., Hafnargötu 8
Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14
Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf, Grundarstræti 1–3
Patreksfjörður Bára Pálsdóttir, Hjöllum 13
44
Auglýst er eftir umsóknum úr Umhverfisjóði UMFÍ – Minningarsjóði Pálma Gíslasonar Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum. Reglugerð um sjóðinn ásamt umsóknareyðublaði er á heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is) undir styrkir. Umsóknum skal skila til skrifstofu UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
fyrir 1. ágúst 2010.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 44
7/4/10 11:53:49 PM
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 45
45
7/4/10 11:53:58 PM
=¨iij VÂ ]Vc\V
<Vc\V#^h @dbYj VÂ hncYV! ]_ aV ZÂV \Vc\V
IV`ij Ä{ii
ÃZ^g hZb ]gZn[V h^\ d[iVg Zc -% h`^ei^ ZÂV bZ^gV `dbVhi edii hZb YgZ\^Â kZgÂjg g ad` `Zeec^ccVg
46
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Allar
1skinfaxi_2_2010.indd 46
bV\\^5&'d\(#^h ')-#&''
&%( YV\V {iV` JB;Ï VabZcc^c\h Äg iijb '.# bV ¶ -# hZeiZbWZg# H`g{Âj Ä^\! Ä^ii [ng^gi¨`^ ZÂV ] e i^a aZ^`h { \Vc\V#^h#
upplýsingar á www.ganga.is og umfi.is 7/4/10 11:54:00 PM
Úr hreyfingunni
Úthlutað úr afreksmannasjóði UMSK Úthlutað var úr afreksmannasjóði UMSK þann 17. maí sl. Á síðasta þingi UMSK var samþykkt að breyta úthlutunarreglum sjóðsins á þann veg að aðeins er úthlutað úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári. Í úthlutunarnefnd sitja Ásta Garðarsdóttir, Stjörnunni, Andri Sigfússon, Gróttu, Auður Þorsteinsdóttir, Gerplu, Halldór Jónsson, Breiðabliki, og Elín Reynisdóttir, Aftureldingu. Við þessa fyrstu úthlutun voru ellefu verkefni styrkt. Eftirfarandi verkefni fengu úthlutað: 1. Gerpla vegna Evrópumóts í áhaldafimleikum í Englandi 2. Gerpla vegna Norðurlandamóts drengja í Finnlandi 3. Gerpla vegna Norðurlandamóts í áhaldafimleikum fullorðinna í Finnlandi 4. Grótta vegna Norðurlandamóts í áhaldafimleikum í Finnlandi 5. Grótta vegna Evrópumóts í áhaldafimleikum í Englandi 6. Breiðablik, kraftlyftingadeild, vegna Evrópumóts í kraftlyftingum í Svíþjóð 7. HK blakdeild vegna EM-smáþjóða á Möltu 8. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vegna EM-liða í Svíþjóð
9.
Nesklúbburinn vegna EM-einstaklinga í Finnlandi 10. Dansíþróttafélag Kópavogs vegna HM í ballroomdönsum í Rússlandi
11. Breiðablik, karatedeild, vegna Norðurlandamóts í karate í Svíþjóð Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun september.
Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga:
\\
\
Rekstur sambandsins gekk vel á síðasta ári Héraðsþing Ungmennasambands V–Húnvetninga, USVH, var haldið á Hvammstanga 24. mars sl. og var vel sótt. Stjórnin lagði fram góða skýrslu um starfið og lýstu þingfulltrúar yfir ánægju með rekstur sambandsins. Fundarstjóri var Júlíus Guðni Antonsson. Stjórnaði hann þinginu af mikilli röggsemi og voru umræður málefnalegar og skemmtilegar. Garðar Svansson, stjórnarmaður UMFÍ, flutti kveðju Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur, formanns UMFÍ, og Sæmundar Runólfssonar, framkvæmdastjóra UMFÍ. Garðar greindi frá því helsta í starfi UMFÍ og því sem framundan er. Hann sagði einnig frá Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í sumar. Nokkrar tillögur voru lagðar fram eftir nefndastörf. Má þar nefna að samþykkt var að halda íþróttahátíð fyrir börn og unglinga í tengslum við komandi 80 ár afmæli USVH á næsta ári. Stjórn USVH gaf kost á sér til áframhaldandi setu og var hún endurkjörin með lófataki. Stjórnina skipa Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður, Pétur Þ. Baldursson, Elín Jóna Rósinberg, Magnús Freyr Jónsson og Reimar Marteinsson.
„Þingið gekk ljómandi vel og það ríkti almenn ánægja með það hvað rekstur sambandsins gekk vel á síðasta ári. Það verður til þess að við getum aukið framlög um helming til íþróttamála beint til félaganna. Það er gaman að geta gert þetta þegar vel gengur,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH.
Mynd til vinstri: Frá héraðsþingi USVH. Mynd til hægri: Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH, í ræðustóli.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 47
47
7/4/10 11:54:01 PM
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Patreksfjörður Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu Vesturbyggð, Aðalstræti 63
Úr hreyfingunni Ungmennafélag Kjalnesinga:
Mikill hugur í fólki á svæðinu
Tálknafjörður Tálknafjarðarhreppur, Miðtúni 1 Þórberg hf., Strandgötu
Þingeyri Gistiheimilið Vera, Hlíðargötu 22
Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi
Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5
Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum
Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 K–Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Vörumiðlun ehf., Eyrarvegur 21 Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, Hólum í Hjaltadal
Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði
Akureyri Endurhæfingarstöðin, Glerárgötu 20 Gistiheimilið Súlur, Akureyri, Þórunnarstræti 93 Haukur og Bessi tannlæknar, Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Teikn á lofti ehf., teiknistofa, Skipagötu 12 Ísgát ehf., Lónsbakka Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu Blikkrás ehf., Óseyri 16 Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b
Dalvík Tréverk ehf., Dalvík, Grundargötu 8–10
Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel
Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal
Ný stjórn Ungmennafélags Kjalnesinga var kosin á aðalfundi félagsins í apríl. Svanhvít G. Jóhannsdóttir var kjörin formaður. Aðrir í stjórn eru Hafsteinn Friðfinnsson, varaformaður, Davor Karlsson, gjaldkeri, Íris Fjóla Bjarnadóttir, ritari, Magnús Ingi Magnússon, meðstjórnandi, Birna Ragnarsdóttir, varamaður, Hildur Arnardóttir, varamaður, og Linda Björk Ólafsdóttir, varamaður. „Það verður bara að segjast eins og er að það er mikill hugur í fólki hér á svæðinu að hleypa nýjum krafti í félagið. Við höldum aðallega úti knattspyrnu og fimleikum, en strákarnir í 6. flokki hafa verið að ná frábærum árangri. Svo höfum verið með klappstýruæfingar og powersport með góðum árangri. Við eigum eflaust eftir að bæta við fleiri greinum í framtíðinni, þetta kemur bara ekki allt í einu, heldur verður þetta unnið í rólegheitum,“ sagði Svanhvít G. Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður UMFK.
Úr knattspyrnustarfi UMFK. 6. flokkur hefur náð sérlega góðum árangri síðustu misseri. Til hægri: Svanhvít G. Jóhannsdóttir, formaður UMFK.
Ágætis aðstaða er til íþróttaiðkana hjá félaginu, en Svanhvít sagði þó unnið í því að bæta knattspyrnuvöllinn og vonandi yrði hann orðinn fínn fyrir sumarið. Þess má geta að félagið var stofnað 1938.
Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Skútustaðahreppur, Hlíðavegi 6
Þórshöfn Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3
Vopnafjörður Ljósaland ehf., verktakafyrirtæki, Háholti 3
Egilsstaðir Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Skógar ehf., Dynskógum 4
Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44
Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39
Neskaupstaður Síldarvinnslan hf., útgerð, Hafnarbraut 6
48
www.ganga.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 48
7/4/10 11:54:15 PM
ÍSKALT & SVALANDI
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 49
49
7/4/10 11:54:45 PM
VIÐ FLYTJUM EKKI FJÖLL EN VIÐ FLYTJUM FARÞEGA HVERT Á LAND SEM ER! Trex - Hópferðamiðstöðin er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins með áratuga reynslu í þjónustu við hópa. Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs sumar sem vetur og með öryggisbeltum.
DAGLEGAR FERÐIR Í ÞÓRSMÖRK Brottför kl.08:00 frá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6 frá 1. júlí til 15. ágúst. Ekið í Langadal og Bása. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða.
TREX, Hesthálsi 10, 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - info@trex.is - www.trex.is
50
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 50
7/4/10 11:54:54 PM
KARFA
Snæfell vann tvöfalt Ungmennafélagið Snæfell varð Íslandsmeistari karla í körfuknattleik 2010. Snæfellingar tryggðu sér titilinn í oddaleik gegn Keflvíkingum suður með sjó þann 29. apríl. Liðin stóðu jöfn að vígi fyrir leikinn, hvort lið hafði unnið
tvo leiki. Snæfellingar sýndu stórkostlegan leik frá upphafi til enda. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og leiddu hann allan tímann. Lokatölur urðu, 69:105. Keppnistímabilið hjá Snæfelli var stórkost-
legt, en liðið varð einnig bikarmeistari. Óhætt er að segja að liðsheildin hafi lagt grunninn að þessum árangri en þáttur þjálfarans, Inga Þórs Steinþórssonar, er einkar glæsilegur. Stuðningsmenn liðsins voru einnig frábærir.
ALLTAF Í BOLTANUM
www.joiutherji.is – Ármúla 36 – Sími 588 1560 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 51
51
7/5/10 10:22:39 AM
FRJÁLSAR
Góð aðsókn að frjálsíþróttaskóla UMFÍ Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur á átta stöðum á landinu í sumar. Þetta er í þriðja sumarið í röð sem skólinn starfar. Mjög góð aðsókn var á fyrstu þremur námskeiðunum sem haldin voru á Laugum, Egilsstöðum og í Borgarnesi. 12.–16. júlí verður skólinn á Akureyri og þann 19. júlí hefjast námskeið á Laugarvatni, Sauðárkróki, Mosfellsbæ og Hornafirði. Frjálsíþróttaskólinn er spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna sig í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum. Áhugasamir velja þann stað sem hentar hverjum og einum og taka um leið þátt í góðum félagsskap. Auk íþróttaæfinga verða líflegar kvöldvökur, varðeldur, gönguferðir og ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is og í síma 540-2900. Það er alltaf líf og fjör í frjálsíþróttaskóla UMFÍ. Hér má sjá hressa þátttakendur á námskeiðunum. Á efri myndinni eru krakkar í Borgarnesi og á neðri myndinni á Egilsstöðum.
Velkomin
á 13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 30. júlí –1. ágúst 52
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 52
7/4/10 11:55:00 PM
36 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin
Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir alla fjölskylduna Farfuglaheimilin eru öllum opin. Þau bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Á farfuglaheimilum er heimilisleg stemning sem hentar vel fjölskyldum á leið sinni um landið. Nánari upplýsingar um einstök farfuglaheimili er að finna á vef Farfugla www.hostel.is Einnig er hægt að fá upplýsingar um heimilin í bæklingi sem liggur frammi á flestum
upplýsingamiðstöðvum landsins.
Alls eru starfandi 36 farfuglaheimili hér á landi. Þau bjóða upp á einstaklings- og fjölskylduherbergi og á öllum þeirra er eldunaraðstaða fyrir gesti. Bókaðu gistingu á farfuglaheimilum í sumar - það næsta er aldrei langt undan. Verið velkomin!
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Farfuglar ] Borgartúni 6 ] 105 Reykjavík ] Sími 575 6700 ] info@hostel.is ] www.hostel.is 1skinfaxi_2_2010.indd 53
53
7/5/10 12:14:11 AM
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfjarðarkirkja, Skólavegi 69
Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð
Höfn í Hornafirði Skinney – Þinganes hf., Krossey
Selfoss Árvirkinn ehf., Eyravegi 32 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Kvenfélag Hraungerðishrepps, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Búnaðarfélag Villingaholtshrepps, Syðri-Gróf Framsóknarfélag Árnessýslu, Heiði Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Þrastalundur, verslun og veitingar, Þrastalundi
Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Eldhestar ehf., Völlum Sport–Tæki ehf., Austurmörk 4
Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Þorláks- og Hjallakirkja, Reykjabraut 11
Stokkseyri Kvöldstjarna gisitiheimili, Stjörnusteinum 7
Málfríður Sigurhansdóttir, framkvæmdastjóri Fjölnis:
„Við erum bara bjartsýn á framhaldið“ Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis var haldinn í Dalhúsum í Grafarvogi fimmtudaginn 15. apríl sl. Góð mæting var á fundinn og gott andrúmsloft á honum. Ein breyting var gerð á stjórninni, Sigurður H. Leifsson vék úr stjórn og í hans stað var kosinn Jón Oddur Davíðsson. Stjórn Fjölnis er nú þannig skipuð: Jón Karl Ólafsson, formaður, Gunnlaugur Birgir Gunnlaugsson, varaformaður, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, gjaldkeri, Örn Pálsson, Jón Oddur Davíðsson, Ásgeir Heimir Guðmundsson og Guðmundur Lúðvík Gunnarsson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, flutti ávarp á aðalfundinum. Að sögn Málfríðar Sigurhansdóttur framkvæmdastjóra var þingið árangursríkt og gekk vel. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og kom m.a. fram að minna er af styrkjum en áður vegna efnahagsþrenginganna en rekstur félagsins var samt með ágætum. „Starfið sem slíkt gengur vel þrátt fyrir allt og fjárhagsstaðan er góð. Við erum bara bjartsýn á framhaldið,“ sagði Málfríður. Afreksmaður Fjölnis var valinn Ægir Þór
Steinarsson körfuknattleiksmaður. Guðlaugur Þór Þórðarson, 2. heiðursforseti félagsins, var sæmdur gullmerki félagins. Ellefu einstaklingar voru sæmdir silfurmerki. Þeir eru Einar Hermannsson, Guðni Sigurður Þórisson, Gréta María Grétarsdóttir, Ásgerður Káradóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir, Eggert Skúlason, Guðbjörg Anna Jónsdóttir, Willem Cornelis Verheul og Hafliði Halldórsson. Þá voru veittar viðurkenningar iðkenda fyrir árið 2009.
Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni
Hvolsvöllur Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur-Landeyjum Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri-Torfastöðum I
Vík í Mýrdal Mýrdalshreppur, Austurvegi 17
Kirkjubæjarklaustur Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum
Vestmannaeyjar Hamarsskóli, Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11
54
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 54
7/4/10 11:55:14 PM
>WddW k dW [_]_d codZWX a | eZZ_$_i
L;H <HÜ AH$ ;?DJ7A?
,$//&
<Wh k _dd | mmm$eZZ_$_i e] X k j_b f[hi dkb[]W e] ia[ccj_b[]W X a$ L[]b[] _ddXkdZ_d codZWX a c[ dkc codZkc$
Prentun frá A til Ö SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
1skinfaxi_2_2010.indd 55
55
7/4/10 11:55:38 PM
1skinfaxi_2_2010.indd 56
7/4/10 11:55:46 PM