HV E R E R EFTIRLÆTIS TALAN ÞÍN? Le
F í t o n / S Í A
yfðu þér smá Lottó!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:
Tilraun sem heppnaðist fullkomlega Um verslunarmannahelgina verður 14. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands haldið á Egilsstöðum í umsjón Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og Fljótsdalshéraðs. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands er sá viðburður á Íslandi sem er hvað vinsælast að sækja um verslunarmannahelgina. Fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992 og síðan var haldið mót þriðja hvert ár þar til árið 2000 þegar mótið var haldið í fyrsta skipti um verslunarmannahelgina á Bíldudal og Tálknafirði. Sú ákvörðun að halda mótið árlega um verslunarmannahelgi var tilraun til að láta á það reyna hvort hægt væri að halda vímuefnalaust íþróttamót um þessa mestu ferða-og útivistarhelgi landsmanna. Fáum leist vel á þessa hugmynd í upphafi og flestir töldu hana vonlausa. Verslunarmannahelgin væri í hugum landsmanna skemmtihelgi þar sem Bakkus væri kærkominn ferðafélagi. Ungmennafélagar ákváðu hins vegar að leggja allt undir og láta reyna á þátttökuna sem fór fram úr björtustu vonum og að loknu fyrsta verslunarmannahelgarmótinu var ljóst að í framtíðinni yrðu mótin haldin á hverju ári um þessa helgi. Unglingalandsmótin eru fjölbreytt og skemmtileg fjölskyldu-, íþrótta- og forvarnahátíð þar sem keppendur eru á aldrinum 11–18 ára og stórfjölskyldan getur tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá. Segja má að hið uppeldislega gildi Unglingalandsmótanna, þar sem öllum börnum og unglingum á aldrinum 11–18 ára er gert kleift að taka þátt, óháð fyrri afrekum á íþróttasviðinu, sé í því fólgið að leggja áherslu á að árangur í íþróttum verði ekki eingöngu mældur í afrekum heldur að í þátttökunni felist einnig heilsuefling og forvörn. Fjöldi
rannsókna sýnir að þátttaka í íþróttum eykur sjálfstraust, hún eflir vitund einstaklingsins um sjálfan sig, aflar honum virðingar annarra og ýtir undir tengslamyndun og traust. Hún minnkar líkurnar á neyslu áfengis og annarra vímuefna. Hún skapar líka sameiginlega hagsmuni og gildi og kennir félagslega færni sem er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Það er því til mikils að vinna og Unglingalandsmótin eru það lóð á vogarskálina sem ungmennafélagshreyfingin vill leggja til að ná fram þessum markmiðum. Samvera fólks er einn af áhrifamestu þáttum Unglingalandsmótanna. Fjölmargar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á tengsl uppbyggilegrar samveru, umhyggju og hlýju frá fjölskyldunni, við forvarnir í uppvexti barna og unglinga. Samverustundir fjölskyldna skila sér ekki aðeins í innihaldsríkara fjölskyldulífi og betri líðan barna heima og að heiman. Börn úr samheldnum fjölskyldum eru mun ólíklegri en önnur börn til að ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum eða lenda í slæmum félagsskap. Sá mikli fjöldi fólks sem sækir Unglingalandsmótin á hverju ári er sammála hreyfingunni um að hægt sé að halda áfengis- og vímuefnalausa hátíð um verslunarmannahelgina. Tilraunin, sem lagt var af stað með í upphafi árið 2000, hefur því heppnast fullkomlega. Einn ávinningur af Landsmótum og Unglingalandsmótum UMFÍ er bætt íþróttaaðstaða sem verður til á þeim stöðum þar sem þau eru haldin hverju sinni. Í öllum landsfjórðungum hafa verið byggð upp mannvirki í tengslum við mótin. Mannvirki sem nýtast íbúum og öðrum landsmönnum til keppni og heilsueflingar til framtíðar að mótunum loknum. Glæsileg íþróttamannvirki eru á Egilsstöð-
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
um. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og skammt frá honum eru sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í næsta nágrenni. Tjaldsvæði eru inni í bænum og gönguleiðir greiðfærar til og frá keppnissvæðunum og allri þjónustu. Á Egilsstöðum er góð þjónusta í boði, úrval verslana, veitingastaðir, hótel og gististaðir. Á Fljótsdalshéraði og í nágrannasveitarfélögum eru einstakar náttúruperlur og sögustaðir sem vert og gaman er að heimsækja. Undirbúningur og framkvæmd Unglingalandsmótsins er mikið verkefni fyrir mótshaldara. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að mótinu sem gerir alla undirbúningsvinnu og framkvæmd þess mögulega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálfboðaliða og starfsmanna, með góðu samstarfi við sveitarfélagið og öflugum stuðningi styrktaraðila, gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótsins verður eins glæst og raun ber vitni. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbyggingu og framkvæmd á Unglingalandsmótunum frá upphafi og fyrir þann góða stuðning, ásamt stuðningi frá styrktaraðilum mótsins, er hreyfingin ákaflega þakklát. 14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum er góður valkostur fyrir alla og því um að gera að skella sér á mótið því að þar finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Látum ekki umræðu um hátt eldsneytisverð draga úr þátttöku. Forgangsröðum og gefum okkur tækifæri til að upplifa einstaka skemmtun í góðra vina hópi þar sem ungmennafélagsandinn ræður för. Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót og njótið þess að taka þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Það verður tekið vel á móti þér og við hlökkum til að sjá þig. Íslandi allt!
Skrifað undir samninga vegna 15. Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi Skrifað var undir samninga vegna 15. Unglingalandsmóts UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi 2012, í Selinu á Selfossi 9. maí sl. Samningar voru undirritaðir annars vegar á milli UMFÍ og HSK og unglingalandsmótsnefndarinnar og Árborgar hins vegar. Glæsileg íþróttamannvirki eru nú þegar til staðar á Selfossi og öll aðstaða því til fyrirmyndar. Á Unglingalandsmótinu á Selfossi verður m.a. keppt í dansi, fimleikum, glímu, golfi, hestaíþróttum, íþróttum fatlaðra, knattspyrnu, körfuknattleik, mótokross, skák, sundi og teakwondo. Sérgreinastjórar hafa nú þegar verið ráðnir í flestar greinar mótsins.
Skrifað undir í Selinu á Selfossi. Frá vinstri: Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Landsmóta á Selfossi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Guðríður Aadnegard, formaður HSK.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
3
Forvarnir Herferð gegn munntóbaksnotkun:
Fyrirmyndarleikmaðurinn Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna á vegum UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættisins, KSÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. Á sambandsráðsfundi UMFÍ í október sl. var samþykkt tillaga um að skora á sambandsaðila og aðildarfélög að banna alla tóbaksnotkun, þar með talið munntóbak, í öllu ungmenna- og íþróttastarfi og koma upp skiltum þessu til áréttingar. Jafnframt var stjórn UMFÍ falið að leita samstarfs við sérsambönd ÍSÍ og fagaðila um sameiginlegt átak gegn notkun munntóbaks. Átakið mun standa frá júní til loka september eða yfir keppnistímabil knattspyrnumanna. Ástæða þess að átakinu er beint að knattspyrnumönnum er að meðal þeirra hefur munntóbaksnotkun breiðst afar hratt út á síðustu misserum. Samkvæmt könnun meðal knattspyrnumanna
kemur fram að allt að 30% leikmanna hafi notað munntóbak. Vitað er að helsta ástæða þess að ungt fólk byrjar munntóbaksnotkun er hópþrýstingur eða fyrir tilstuðlan fyrirmynda. Átakið fer fram með þeim hætti að valinn verður einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og fær hann titilinn fyrirmyndarleikmaður. Sá leikmaður neytir ekki tóbaks. Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda auk þess að prýða
Auglýsingaskilti sem notað er í herferðinni „Fyrirmyndarleikmaðurinn“, en að því standa UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið, KSÍ og ÁTVR.
veggspjöld í auglýsingaherferð átaksins. Hvert einstakt lið í efstu deild fær heimsókn á heimaleik, þar sem ungir krakkar í búningum félagsins afhenda fyrirmyndarleikmanninum veggspjald sem hann áritar og staðfestir með undirskrift sinni að hann sinni fyrirmyndarhlutverki sínu af kostgæfni. Einnig fær formaður viðkomandi félags afhenta áskorun um að móta stefnu um notkun tóbaks á félagssvæðinu og sjá til þess að henni verði framfylgt. Átakið verður kynnt rækilega með auglýsingum og umfjöllun fjölmiðla. Markmið átaksins er að koma þeim skilaboðum áleiðis að íþróttir og munntóbak eigi enga samleið. Og þó að átakið beinist sérstaklega að knattspyrnumönnum er það aðeins upphafspunkturinn og markmiðið er að halda áfram á næstu árum að vekja íþróttamenn í öllum keppnisgreinum sem og ungt fólk til umhugsunar um þær slæmu hliðar sem neysla munntóbaks hefur í för með sér.
Úthlutun styrkja úr Forvarnasjóði Úthlutun styrkja úr Forvarnasjóði fyrir árið 2011 fór fram 26. júní sl. í Þjónustumiðstöð UMFÍ við Sigtún. Við það tækifæri fluttu Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, og Geir Gunnlaugsson, landlæknir, stutt ávörp. Úthlutað var styrkjum að upphæð 72 milljóir í 102 verkefni. Ungmennafélag Íslands fékk tvo styrki, 2,5 milljónir í verkefnið Flott fyrirmynd og 1,5 milljónir Unglingalandsmótið. Tilgangur Forvarnasjóðs er að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði áfengis- og vímuvarna í samræmi við stefnu og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í áfengis- og vímuvörnum hverju sinni. Styrkir eru veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Einstaklingum eru að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsóknaverkefna. Samhliða sameiningu Lýðheilsustöðvar og embætti landlæknis sem ákveðin var með lögum fyrr á þessu ári hefur Forvarnasjóður verið lagður niður en til verður nýr lýðheilsusjóður sem hefur það hlutverk að styrkja lýðheilsustarf í landinu. Hlutverk sjóðsins er víkkað út í samræmi við þær faglegu áherslur að heildræn nálgun í forvarnastarfi skili mestum árangri og einnig í samræmi við þróun fjárveitinga til Forvarna-
4
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
sjóðs síðastliðin ár með sérstöku framlagi til heilsueflingar og lýðheilsustarfs. Um leið verður ákveðinn faglegur mælikvarði settur til hliðsjónar er kemur að úthlutun
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, flytur ávarp við athöfnina.
styrkja úr sjóðnum og mun sá mælikvarði meðal annars ákvarðast af lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda hverju sinni.
Myndin er frá æfingu fimleikaflokks í samkomuhúsi Akureyrar fyrir fyrsa landsmót ungmennafélaganna sem haldið var 1909. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson
Ræktun lýðs og lands í rúma öld Fyrsta landsmót ungmennafélaganna var haldið fyrir rúmum hundrað árum. Mótin hafa síðan þá verið fagnaðarefni fyrir alla sem taka vilja þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni í heilbrigðum anda.
Landsmótin eru stórviðburður á Íslandi. Keppendur eru margir og áhorfendur enn fleiri, enda mikil fjölbreytni í keppnisgreinum.
Fjórtánda Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari en glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Egilsstöðum. Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna.
Þeir sem fylgst hafa með eða tekið þátt í landsmóti eru sammála um að þar ráða æskan, hreystin og lífsgleðin ríkjum. Alcoa Fjarðaáli er því sönn ánægja að styrkja mótshaldið í ár.
www.alcoa.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
5
Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:
Glæsileg umgjörð á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ er eitt af flaggskipum hreyfingarinnar. 14. Unglingalandsmótið verður að þessu sinni haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 29.–31. júlí. Umgjörð mótsins á Egilsstöðum verður í alla staði glæsileg og vandað til verka í hvívetna. Mikið uppbyggingarstarf fór fram fyrir Landsmótið 2001 og stórglæsileg íþróttamannvirki blasa þar við. Þeir sem að mótinu standa sjá nú laun erfiðis síns og geta borið höfuðið hátt. Það þarf áræðni, þor og kjark til að ráðast í að halda svo stórt mót sem þetta. Glæsileg og vel skipulögð undirbúningsvinna er að baki og gott mót fram undan þar sem fjölskyldan mun eiga góða daga saman. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að framkvæmd mótsins með einum eða öðrum hætti. Allur undirbúningur verður því léttari og er óhætt segja að framlag þeirra til mótanna sem og í hreyfingunni allri sé ómetanlegt. Þeim ber að þakka fyrir fórnfúst og frábært vinnuframlag. Framkvæmdaaðilar mótsins á Egilsstöðum hafa lagt mikinn metnað í alla undirbúningsvinnu. Unglingalandsmótin eru með stærstu íþróttamótum sem haldin eru hér á landi. Mótin eru kjörin vettvangur fyrir alla fjölskylduna til að koma saman og eiga skemmtilega og
ánægjulega daga um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin hafa sannað gildi sitt og þau sækir sama fólkið ár eftir ár. Mótin draga til sín þúsundir gesta sem skemmta sér saman í heilbrigðu umhverfi. Frjálsíþróttaskóla UMFÍ, í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands, var haldið úti á nokkrum stöðum úti á landi í sumar, fimmta sumarið í röð. Skólanum hefur vaxið fiskur um hrygg með hverju árinu og hefur verið mikil ánægja með þetta verkefni. Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa verið
Skógargöngur í Þrastaskógi Í ár eru 100 ár síðan að ungmennafélagar eignuðust Þrastaskóg í Grímsnesi. Af því tilefni bauð Ungmennafélag Íslands í skógargöngur öll þriðjudagskvöld í júlí. Skógargöngurnar tóku u.þ.b. klukkutíma og hófust við veitingarhúsið Þrastalund. Fyrsta skógargangan var farin 5. júlí og var góð þátttaka í göngunni. Um 50 manns gengu um skóginn undir leiðsögn Björns B. Jónssonar og Einars Kr. Jónssonar.
Góð þátttaka „Við vorum sérlega ánægðir með þátttöku í fyrstu göngunni. Reyndar var hún mun betri en við áttum von á. Fólk í göngunni koma víðar að, úr nágrannabyggðum, sumarhúsum og af Reykjavíkursvæðinu. Hópur ungmenna fór um skóginn og þreif göngustíga þannig að skógurinn lítur mjög vel út,“ sagði Björn B. Jónsson, formaður afmælisnefndar Þrastaskógar, í samtali við Skinfaxa. Aðrar göngur voru undir leiðsögn Bjarna Diðriks Sigurðssonar, skógfræðings, Arnar Óskarssonar, líffræðings, og Hreins Óskarssonar, skógfræðings.
6
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
valdar heppilegar gönguleiðir í hverju byggðarlagi. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 24 fjöllum víðs vegar um landið en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Í nokkur ár hefur verið haldið úti vefsíðunni www.ganga.is sem hefur að geyma yfir 800 gönguleiðir. Frábær þátttaka var í þessu verkefni í fyrrasumar og skráðu yfir 15.000 einstaklingar nöfn sín í gestabækur sem liggja frammi á hverju fjalli. Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem var á dagskrá í fyrsta sinn í fyrrasumar. Það vakti mikla athygli og þátttaka var víðast hvar með ágætum. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Það eru margir möguleikar í boði fyrir alla á öllum aldri til að taka þátt í verkefnum UMFÍ. Mikil vakning er meðal fólks í því að hreyfa sig og huga betur að heilsunni en áður. Flestir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi í þeim verkefnum sem UMFÍ stendur fyrir.
Skinfaxi 2. tbl. 2011 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson o.fl. Forsíðumynd: Gunnar Gunnarsson. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hefur verið starfræktur víðs vegar um land í sumar. Á myndinni sýnir Daði Þór Jóhannsson úr UÍA glæsileg tilþrif við æfingar í grindahlaupi í skólanum á Egilsstöðum.
Stóri Bó er 120 grömm af hágæðaungnautakjöti með bræddum Hávarti kryddosti, stökku beikoni, brakandi fersku grænmeti og glænýrri Hunangssósu Fabrikkunnar. Borinn fram með frönskum kartöflum.
8
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Latibær® © 2011 Latibær ehf. Öll réttindi áskilin.
OFSALEGA ÁNÆGJULEGT HVAÐ ALLIR ERU JÁKVÆÐIR Elín Rán Björnsdóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands „Mótið leggst vel í mig en allur undirbúningur hefur gengið eins vel og kostur er. Allir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg og það hefur auðveldað okkur alla undirbúningsvinnu. Sjálfboðaliðar hafa verið duglegir að skrá sig til starfa og það er gaman að finna þennan áhuga, það eru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum í þessu verkefni. Það var opnað fyrir skráningar 4. júlí og það er bara kominn fiðringur í mannskapinn,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, í samtali við Skinfaxa. Elín Rán sagði sagði framkvæmdir fyrir svona mót miklar og óneitanlega í mörg horn að líta. „Það má segja að þetta sé allt frá matargerð að keppni og allt þar á milli. Þetta er um fram allt afskaplega spennandi og gaman að vera þátttakandi í því. Það er ofsalega ánægjulegt hvað allir eru jákvæðir. Fólk gerir ráð fyrir því að vera heima og taka þátt og krakkarnir hér á Austurlandi eru yfir sig spenntir. Það hefur verið misjöfn þátttaka frá okkur á Unglingalandsmótum hingað til en alls staðar þar sem maður kemur núna iða krakkarnir í skinninu að fá að vera með. Við eigum von á
Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.
algjörri sprengingu í þátttöku frá félagsmönnum okkar. Við vonum eindregið að það verði góðar undirtektir annars staðar frá. Það er góð stemmning í byggðarlaginu fyrir mótinu og gott hljóðið í fólki. Það er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Samstaðan um þetta verkefni er mikil,“ sagði Elín Rán. – Eru þessi mót ekki búin að skapa sér sterka ímynd? „Þetta er algjör fjölskylduhátíð og dagskráin hjá okkur verður sérlega glæsileg. Það kom sérstök ósk frá krökkunum okkar um að gera skemmti- og kvölddagskrána aðlaðandi og þau voru dugleg að koma þeim skilaboðum til stjórnarmanna UÍA. Við tókum þau á orðinu og fengum að heyra hvað þau vildu, tókum ungmennaráðið með í undirbúninginn og dagskráin endurspeglar það svolítið. Það er metnaðarfull dagskrá með íþróttakeppninni og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, jafnt yngri sem eldri.“ Elín Rán sagði það hafa verið ofsalega gaman að takast á við þetta verkefni og mjög lærdómsríkt. „Ég verð ofsalega glöð þegar ég sé öll brosin á andlitunum um verslunarmannahelgina. Þá getur maður hugsað með sér að þetta hafi allt verið þess virði. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að taka á móti gestum og keppendum,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, í spjallinu við Skinfaxa.
Ætlar þú að taka þátt í Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum?
Arnór Davíð Finnsson, 15 ára: „Já, ég ætla að taka þátt í mótinu. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum en ætla núna að taka þátt í mótinu í fyrsta skipti. Ég hef ekki tekið ákvörðun í hvaða greinum ég ætla að taka þátt en ég hlakka til að vera með.“
Tómas Elíasson 14 ára: „Ég ætla að taka þátt en ég hef aldrei áður verið með á þessu móti. Þetta verður gaman en ég hafði hugsað mér að taka þátt í fótbolta.“
Guðjón Bjarki Vignisson: „Ég er að pæla í því að vera með í körfubolta og þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði með. Þetta verður örugglega gaman.“
Daníel Sören Pétursson, 14 ára: „Ég hef áhuga á að vera með. Ég er ekkert að æfa núna en fer oft í ræktina. Ég hef áhuga á að vera með í körfubolta en ekkert annað er ákveðið. Ég mætti á mótið á Sauðárkróki en tók ekki þátt.“
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
9
)ĂšOOVO 4" t -KĂ˜TN &NJM Â?Ă˜S
Getur Þú hugsaĂ° ÞÊr daglegt lĂf ĂĄn orku?
RARIK ohf annast orkudreifingu og sĂślu vĂĂ°a um land. Starfsmenn eru um 200, Ăžar af t.d. um 40 ĂĄ Austurlandi. ViĂ° hjĂĄ RARIK Ăłskum gestum og Þåtttakendum LandsmĂłts UMFĂ? ĂĄ EgilsstÜðum góðrar skemmtunar og ĂĄrangurs. www.rarik.is
10
SKINFAXI – tĂmarit UngmennafĂŠlags Ă?slands
MÓTIN ERU MIÐPUNKTUR Í ÞVÍ AÐ GERA EITTHVAÐ GOTT OG SKEMMTILEGT SAMAN Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar 2011 ímynd sem létti að sjálfsögðu undir allt. „Það er mikill hugur í heimamönnum að gera þetta vel og taka vel á móti keppendum og gestum. Það er mikilvægt fyrir byggðarlagið að taka svona mót að sér en kynningargildið er mikið og þá sérstaklega til lengri tíma litið. Sveitarfélagið sótti fast á að fara í þetta verkefni og við höfum ennfremur átt gott samband við Egilsstaðabýli og Egilsstaðabónda vegna tjaldsvæða. Framlag þeirra hvað það varðar gríðarlega er mikilvægt. Við finnum bara fyrir jákvæðni alls staðar í því sem mótinu viðkemur,“ sagði Björn Ármann.
hvert heimili á ÚÍA-svæðinu en sjálfboðaliðar munu koma af öllu svæði okkar á Austurlandi,“ sagði Björn Ármann. Björn Ármann sagði ennfremur að fátt hefði komið sér á óvart í undirbúningnum nema þá hve allir væru jákvæðir í garð mótsins og hvað allt starfið hefði gengið vel. Það hefði líka skipt miklu máli hvað styrktaraðilar hefðu tekið jákvætt í að styrkja mótið. Unglingalandsmótið hefði skapað sér jákvæða
FM
„Það er í mörg horn að líta í undirbúningi fyrir Unglingalandsmót. Heilt yfir hefur þetta gengið mjög vel og allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Þetta er mjög spennandi verkefni og við erum full tilhlökkunar yfir að taka á móti keppendum og gestum. Öll aðstaðan hér á mótssvæðinu er til fyrirmyndar og við búum að glæsilegri aðstöðu sem byggð var upp hér í tengslum við Landsmótið sem við héldum 2001. Við erum að betrumbæta hana aðeins en hér er stórt íþróttahús og fjölnotahús í Fellabæ sem við getum notað. Til viðbótar er kominn nýr fótboltavöllur með gervigrasi í Fellabæ en þeim megin verðum við með keppni í fótbolta. Það er líka verið að leggja lokahönd á viðbótarvelli,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar fyrir mótið á Egilsstöðum, í samtali við Skinfaxa. Björn Ármann sagði lykilatriði í undirbúningi mótsins vera sú reynsla sem ungmennafélagshreyfingin býr yfir í því að halda svona mót. Líka hjálpaði við framkvæmdina sú reynsla sem starfsmenn byggju yfir. Það er ekki verið að finna upp hjólið í þessum efnum. „Öll keppnin er miðsvæðis og því stuttar vegalengdir að fara fyrir keppendur og gesti. Mótokrosskeppnin fer fram rétt norðan við Egilsstaði og hestaíþróttirnar verða á Iðavöllum. Tjaldsvæðin eru mitt í byggðarlaginu og miðpunktur verður líka í Tjarnargarðinum þar sem mikið verður um að vera fyrir 11 ára og yngri. Aðstaðan öll getur ekki verið betri og mönnun í störf sjálfboðaliða hefur gengið vel. Það eru allir tilbúnir að leggjast á eitt. Kynningarbæklingur var líka sendur út á
Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar UMFÍ 2011.
– Hvað er Unglingalandsmótið í huga þínum? „Það hefur mikið forvarnagildi og ekki síst sjá foreldrar þarna tækifæri til að fara með börnunum sínum og treysta um leið fjölskylduböndin. Mótin eru að verða miðpunktur í því að fara og gera eitthvað gott og skemmtilegt saman. Foreldrar líta orðið á mótin sem góðan kost fyrir fjölskylduna og um leið ferðalag ársins. Mótin eru vímuefnalausar samkomur sem borið hafa gríðarlega góðan árangur. Við trúum því og treystum að ekki færri en tíu þúsund manns sæki mótið að þessu sinni auk annarra ferðamanna sem verða á svæðinu á þessum tíma,“ sagði Björn Ármann. Björn Ármann sagðist vera fullur tilhlökkunar og sagðist vona að veðurguðirnir yrðu hagstæðir eins og venjulega. „Það verður gaman að vera hér á mótinu og njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar með Héraðsbúum sem hlakka til að taka á móti öllu því fólki sem sækir mótið,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, í samtalinu við Skinfaxa.
BS
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
11
ALLT Í KRINGUM MÓTIN ER Á JÁKVÆÐUM NÓTUM
„Mótið leggst feiknarlega vel í mig og ég hef orðið þess áskynja að fólk frá UÍA, sveitarfélaginu og UMFÍ hefur verið að vinna mjög skipulega að öllum undirbúningi undanfarna mánuði. Hér eru allar aðstæður eins og best verður á kosið og ég er ennfremur sannfærður um að við verðum hérna í rjómablíðu á þessum tíma. Gamall veðurspekingur er búinn að spá því. Mér dettur ekki til huga að draga það í efa og þá er ekki ónýtt að bjóða fólki til svona hátíðarhalda hér,“ sagði Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, í spjalli við Skinfaxa. Björn sagði þetta verkefni mjög spennandi fyrir sveitarfélagið en auðvitað yrðu menn að sníða sér stakk eftir vexti. Hér hefðu verið byggð upp myndarleg íþróttamannvirki en verið væri að gera ákveðnar viðbætur og mæta þar með þeim kröfum sem gerðar hefðu verið. Björn sagði að það yrðu hlutir sem myndu nýtast sveitarfélaginu inn í framtíðina og þeirri fjárfestingu væri vel varið. „Við þurfum að tjalda öllu til þessa þrjá daga sem mótið stendur og líka dagana fyrir og eftir til að sinna keppendum og gestum almennilega. Það er ákveðin viðurkenning fólgin í því að fá að halda þetta mót. Það er viðurkenning á því að hér sé fólki treyst til að standa að slíku verkefni. Mótið hefur í mínum huga almennt mjög góð áhrif til íþróttaiðkana á unglingana sem hér eru. Kannanir, sem gerðar hafa verið hér á meðal unglinga, benda til þess að hér sé íþróttaiðkun almenn og jafnvel meira um hana en annars staðar á landinu. Það er merki um að við eigum einhvers góðs að vænta frá þessum krökkum.
12
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Íþróttahefð hefur verið mikil á þessu svæði í gegnum árin. Oft eru menn að gagnrýna að sett sé fjármagn í þennan geira en auðvitað verða menn svo að passa sig á því hvernig farið er með þessa fjármuni. Yfirleitt eru þetta fjármunir sem skila sér með öðrum hætti þegar til lengri tíma lætur. Það er reynsla manns,“ sagði Björn. – Það er almennt álit fólks að Unglingalandsmótin hafi skapað sér góða ímynd. Ertu ekki sammála því? „Jú, svo sannarlega. Í undirbúningi okkar höfum við verið í góðu sambandi við Borgfirðinga sem héldu mótið í fyrra og ég sé
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.
ekki annað en að við stöndum frammi fyrir jafngóðu móti hér. Ég get ekki neitað því að ég er fullur tilhlökkunar og hlakka mikið til mótsins.“ – Hvað eru Unglingalandsmótin í huga þínum? „Í huga mínum eru þau fyrst og fremst vettvangur fjölskyldunnar. Þetta er í raun fjölskyldusamkoma og vettvangur fyrir unglingana til að spreyta sig við jafnaldra sína. Það var hárrétt ákvörðun að setja mótið á verslunarmannahelgina og við skulum ekki heldur gleyma því forvarnagildi sem þessi mót hafa. Allt í kringum mótin er á jákvæðum nótum.“
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 55452 06/11
SPORÐDREKI
ÞÚ ERT Á LEIÐ Í FERÐALAG OG ÞAÐ ER GOTT RÝMI FYRIR FÆTURNA ÞÍNA. Í dag langar þig út. Það er ekki bara af því að þú þráir að skipta um umhverfi, kynnast einhverju nýju, heldur fylgir útlöndum einhver frelsistilfinning, einhver tilfinning um pláss. Og það sem þig vantar er einmitt pláss: fyrir andann, fyrir framtíðina. Kannski þú finnir þitt pláss við ána Main í Frankfurt, á Gamla Stan í Stokkhólmi eða í fenjunum í Flórída. Það er allavega alveg ljóst að það er ferðalag í kortunum og áfangastaðurinn gæti verið einn af 31 áfangastað Icelandair.
Og á leiðinni yfir hafið skaltu líta út um gluggann og upp til stjarnanna. Þær vísa okkur veginn. Mundu bara að það er nóg pláss, að lágmarki 81 sentimetri, fyrir fæturna þína í flugvélum Icelandair. MEIRA PLÁSS FYRIR FÆTURNA. NJÓTTU ÞESS.
+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is
Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að viðskiptavinir Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
13
Unglingalandsmót UMFÍ – Egilsstöðum
Áhugaverðir staðir
Hallormsstaðaskógur.
Nokkrir athyglisverðir staðir á Fljótsdalshéraði. Við hvetjum gesti jafnt sem heimamenn til að kynna sér þá.
Eiðastaður: Var áður höfuðból og kirkjusetur. Þar var stofnaður bændaskóli árið 1883 sem varð héraðsskóli 1918. Í dag er staðurinn í einkaeign og er unnið að uppbyggingu alþjóðlegs mennta- og menningarseturs. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru um kjarrivaxna ása.
Lagarfljót.
Múlakollur:
508 m móbergsfjall sem klýfur Skriðdal í tvo dali. Gengið er frá bænum Þingmúla. Gott útsýni er af fjallinu yfir Skriðdal. Gönguferðin tekur 1,5 klst. Þarna hafa fundist steingervingar. Einnig er hægt að ganga frá Múlastekk gegnum Gunnarsskarð og áfram út á Múlakoll.
Hjálpleysa: Nokkuð erfið ganga er yfir Hjálpleysu. Þetta er skarð eða þverdalur sem liggur milli Héraðs og Reyðarfjarðar. Þar er Valtýshellir sem getir er um í sögunni um Valtý á grænni treyju. Höttur: Líparítfjall, um 1106 m, við Hjálpleysu. Talið er að fjallið hafi áður heitið Hátúnshöttur.
Hjaltastaður: Kirkjustaður í
Hrafnafell: Fjall sem stendur í Fell-
Hjaltastaðaþinghá og var prestsetur til 1919. Á Hjaltastað er frægust sagan af Hjaltastaðafjandanum en hann áreitti fólk og gerði því lífið leitt. Skammt frá Hjaltastað er félagsheimilið Hjaltalundur.
um. Ekið er um Fjallselsveg upp á hæsta ás við Hafrafell en þar eru fjarskiptamöstur. Hægt er að ganga út Hrafnafellið sunnan Grímstorfu. Þarna ber við augu jökulsorfnar klappir. Hrafnafellsrétt er grjóthlaðin rétt sunnan vegar.
Grímstorfa: Skógi vaxinn hjalli sem illfært er að komast að. Hjallinn er austan í Hafrafelli sem er 216 m á hæð og er í Fellum. Sagan segir að Grímur Droplaugarson hafi falið sig í hjallanum um tíma (sjá Droplaugarsona sögu).
Gönguferð á Landsenda: Ekið er út Jökulsárhlíð að Biskupshól við rætur Hellisheiðar eystri. Þaðan er gengið að eyðibýlinu Landsenda. Áfram er haldið að Kerinu en þar var vörum oft skipað í land ef gaf á sjó hér áður fyrr. Hægt er að komast út að Landsendahorni. Þar fram undan eru miklar líparítskriður í Móvíkum.
14
Gálgaás: Rétt austan við Egilsstaðakirkju í Egilsstaðabæ. Á honum er Gálgaklettur. Staðurinn þekktur fyrir að Valtýr á grænni treyju, sem svo var nefndur og var bóndi á Eyjólfsstöðum á Völlum, var tekinn af lífi fyrir þjófnað og morð á vinnumanni. Hann neitaði þó alltaf sök. Fjórtán árum seinna fannst rétti morðinginn sem einnig hét Valtýr og var hengdur. Bein þeirra beggja lágu undir klettinum en síðar var reistur skjöldur sem stendur enn.
Vallanes: Kirkjustaður á Völlum. Þekktasti prestur sem þar hefur þjónað var séra Stefán Ólafsson skáld á 17. öld. Félagsheimilið Iðavellir stendur í landi Vallaness. Nú er stunduð þar lífræn ræktun og framleiðsla á snyrtivörum undir nafninu Móðir jörð.
Klaustursel: Bær á efra Jökuldal. Þar er vísir að dýragarði. Hreindýr, refir, gæsir, álftir og fleiri íslensk dýr má finna þar. Þarna er einnig gallerí þar sem eru sýndar og seldar ýmsar vörur, m.a. unnar úr hreindýraleðri. Brúin yfir Jökulsá, á veginum heim að bænum, er elsta brú landsins sem enn er í notkun.
Þinghöfði: Ekið er um veg 925 út Hróarstungu. Þetta er gamall þingstaður við Krakalæk og nefndist Krakalækjarþing. Þinghöfði er friðlýstur og er upplýsingaskilti við veginn.
Kjarvalshvammur: Skammt frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Jóhannes S. Kjarval listmálari dvaldi í þessum hvammi í tjaldi í tvö ár í kringum 1948. Bóndinn á Hjaltastað gaf honum skika og byggði kofa í hvamminum. Þarna dvaldi Kjarval oft og málaði margar af frægustu myndum sínum. Þetta er eina fasteignin sem Kjarval eignaðist um ævina. Þarna er líka bátaskýli fyrir bát sem Kjarval á að hafa farið á niður Selfljót og til sjávar.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Aðalból: Bær efst í Hrafnkelsdal. Þar bjó Hrafnkell Freysgoði Hallfreðarson sem segir frá í sögu hans. Þar má sjá haug Hrafnkels. Í nágrenni hafa fundist fornir gripir sem hafa styrkt sannleiksgildi sögunnar. Á Aðalbóli er rekin ferðamannaþjónusta. Krosshöfði í Stapavík: Frá Unaósi, sem er ysti bær í Hjaltastaðaþinghá, er létt ganga í fallegu umhverfi út með Selfljóti. Þar er Stapavík sem er lítil klettavík. Þar vestan við er Krosshöfði við ósa fljótsins. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í byrjun 20. aldar sem verslunarstaður fyrir Út-Héraðsmenn. Í Stapavík var vörum
skipað upp fram á fimmta tug síðustu aldar. Þetta lagðist af þegar vegur var lagður yfir Vatnsskarð.
Minnismerki Sigfúsar Sigfússonar: Á Eyvindará fæddist Sigfús Sigfússon, fræðimaður og þjóðsagnasafnari. Hefur honum verið reistur minnisvarði í landi Eyvindarár.
Skessukatlar í Bjarglandsá: Bjarglandsá er í landi Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Áin er töluvert vatnsfall og rennur í klettagljúfri á um fjögra km kafla. Skessukatlar eru náttúruundur sem finnast í Bjarglandsá.
Skessugarður: Forn jökulgarður vestan Sænautafells, mjög merkilegt náttúrufyrirbæri frá framrás Brúar jökuls í lok ísaldar. Garðurinn er um 300 m langur og hæstur um 5 m. Ekið er eftir gamla hringvegi 1 að Sænautaseli. Gönguleið er frá Sænautaseli vestur að Skessugarði, síðan umhverfis Grjótgarðsvatn og til baka. Taglarétt: Gömul skilarétt sem stendur í skógivöxnu umhverfi við Eyvindará. Þangað er um 3ja klst. ganga og er gengið frá bílastæði við Eyvindarárbrú.
Atlavík: Frægur áningarstaður ferðamanna. Þar er tjaldsvæði og bátaleiga og hægt er að taka Lagarfljótsorminn þ.e. ferjuna, þar og sigla á fljótinu á sumrin.
Nielsenshús: Fyrsta íbúðarhúsið sem reist var í núverandi Egilsstaðabæ. Það var byggt 1944 af hinum danska Oswald Nielsen. Búið er að endurgera húsið og í dag er rekið þar glæsilegt kaffihús.
á Fljótsdalshéraði
Kárahnjúkavirkjun.
Stórurð: Ein af mestu náttúruperlum Austurlands. Hún er vestan Dyrfjalla og er einstök upplifun að sjá hana. Þar er mikilfenglegur grjótruðningur, sléttir balar og fallegar tjarnir. Þar er vinsæl gönguleið fyrir ferðamenn. Best er að ganga af Vatnsskarði og til baka neðri leið. Gangan inn eftir tekur 2,5 klst.
Möðrudalur.
Þingmúlakirkja: Kirkjustaðurinn Þingmúli er í Skriðdal. Þingmúlakirkja var byggð 1886. Yfirsmiður var Niels Jónsson í Sauðhaga á Völlum. Kirkjan var upphaflega klædd með járni að utan. Árið 1980 var gert vel við hana og hún færð til upprunalegs horfs, járnlaus. Útsýnisskífa á Fjarðarheiði:
Miðhús: Bær við Eyvindará í grennd við Egilsstaðabæ. Árið 1980 fannst þar silfursjóður í jörðu, sá stærsti sem fundist hefur hér á landi. Hann er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Á Miðhúsum er Listiðjan Eik en þar er að finna til dæmis fallegt handverk unnið úr íslenskri náttúru. Eyjólfsstaðaskógur: Skógurinn er skemmtilegur til gönguferða. Hann er að stórum hluta í eigu Skógræktarfélags Austurlands sem hefur staðið þar fyrir plöntun trjáa undanfarin ár. Í skóginum er að finna stikaðar gönguleiðir og fossa. Ef ekið er inn á Velli og inn að Einarsstöðum liggur leiðin í gegnum sumarhúsabyggðina. Gönguferð í Eyjólfsstaðaskógi er skemmtileg afþreying fyrir fjölskylduna í hlýlegu og notalegu umhverfi.
Grímsárvirkjun: Grímsárvirkjun í Skriðdal var gangsett til rafmagnsframleiðslu 15. júní 1958 en framkvæmdum lauk í nóvemberlok sama ár. Sænautasel: Eyðibýli á Jökuldalsheiði. Þar var búið í 100 ár, 1843–1943. Á árunum 1992–1993 var torfbærinn endurreistur og er síðan hafður til sýnis fyrir ferðamenn. Umsjónarmenn eru tilbúnir að leiða fólk um bæinn og einnig er möguleiki á hressingu.
Fjarðarheiði er 620 m há, milli Héraðs og Seyðisfjarðar. Hægt er að fara út að hringsjánni á Norðurbrún til að njóta mikils útsýnis. Einnig er hægt að aka upp á Gagnheiði og þaðan er mjög víðsýnt. Á Gagnheiði er sjónvarpsendurvarpsstöð.
Fardagafoss: Góð gönguleið að Fardagafossi sem er u.þ.b. 5 km frá Egilsstaðabæ, við rætur Fjarðarheiðar. Bílastæði er á Seyðisfjarðarvegi og þaðan er gengið í um 30 mín. upp að fossinum. Mjög fagurt er að sjá bæði meðfram gilinu og yfir Fljótsdalshérað. Undir fossinum er skúti þar sem ferðalangurinn getur óskað sér og skrifað í gestabók. Hallormsstaðaskógur: Skógurinn er sá stærsti á landinu og liggur meðfram Leginum. Byrjað var þar með tilraunir á trjáplöntum árið 1903. Elsti lerkilundurinn er frá 1938, kenndur við Guttorm Pálsson skógarvörð og heitir lundurinn Guttormslundur. Bæði er hægt að tína ber og fara í sveppatínslu þarna á haustin. Á Hallormsstað var stofnaður húsmæðraskóli árið 1930. Hann starfar enn í dag og heitir nú Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað. Áður fyrr sóttu þangað aðeins konur en nú geta bæði kynin sótt um skólavist.
Trjásafnið á Hallormsstað:
Lagarfossvirkjun: Lagarfoss
Það er í Mörkinni á Hallormsstað. Þetta er mjög fjölskylduvænt safn og þarna er hægt að skoða um 70 tegundir trjáa. Gönguferðir eru vinsælar og gönguleiðir merktar. Einnig er hægt að fá greinargott kort hjá Skógrækt ríkisins.
var virkjaður á áttunda áratugnum og virkjunin tekin í notkun 1975. Síðar var hún stækkuð til muna eða úr 8 MW í 21 MW, árið 2007.
Útsýnisskífa á Kaupfélagshömrum: Gengið upp Fénaðar-
Þórisárkumlið: Árið 1995 fannst kuml í landi Eyrarteigs í Skriðdal. Fundarstaður var um 40 metrum frá bökkum Þórisár að sunnanverðu og rúma 150 metra frá þjóðvegi 1. Beinin voru varðveitt til að byrja með á Minjasafni Austurlands en síðan voru þau flutt á Þjóðminjasafn Íslands. Talið er að maðurinn hafi verið 35 ára þegar hann dó og um 1,69 cm á hæð.
Galtastaðir fram: Bær í Hróars-
Útsýni af Hellisheiði: Hellisheiði er 655 m hár fjallvegur milli Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar. Vegurinn er frekar hlikkjóttur en fær öllum bílum. Stórkostlegt útsýni er yfir Héraðsflóa og yfir á Vatnsskarð. Einnig blasir Bjarnarey við.
Kárahnjúkastífla og Hálslón: Kárahnjúkar eru móbergshnjúk-
Húsey: Bær í Hróarstungu milli fljóta við Héraðsflóann. Þar er rekin ferðaþjónusta og hægt er að nálgast einstakt fuglalíf. Hægt er að fá að fara á hestbak og skoða seli með leyfi hjónanna þar.
Kirkjubær: Kirkjustaður, fyrrum prestsetur, í Hróarstungu. Þarna er einstaklega falleg og gömul kirkja, byggð 1851.
klöpp frá miðbæ Egilsstaða upp á Hamra ofan sláturhússins. Þaðan er mjög gott útsýni yfir Fljótsdalshérað.
tungu. Á Galtastöðum fram er lítill torfbær frá 19. öld, af svokallaðri Galtastaðagerð. Hér er um dæmigerðan alþýðubæ að ræða þar sem fjósið var undir baðstofunni. Bærinn er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá 1976. Ferðamönnum er heimilt að skoða hann.
ar austan við Jökulsá á Brú. Jökulsá eða Jökla fellur í miklu gljúfri, Hafrahvammagljúfri, sem er eitt dýpsta og hrikalegasta gljúfur landsins. Kárahnjúkastífla er 198 m há og 700 m breið og meðal stærstu slíkra mannvirkja í heimi. Hálslón, ofan stíflunnar, er 57 km2 að stærð. Virkjunin hefur verið umdeild en hún sér Fjarðaáli, álveri Alcoa í Reyðarfirði, fyrir orku. Margur ferðamaðurinn lagði leið sína upp að Kárahnjúkum til þess að taka þátt í þjóðmálaumræðunni meðan framkvæmdirnar stóðu yfir.
Útivistarsvæðið í Selskógi: Geirsstaðir: Lítil torfkirkja er risin að Geirsstöðum í landi Litla-Bakka í Hróarstungu en kirkjan er eftirgerð bændakirkju sem stóð þar fyrir um 1000 árum.
Útivistarsvæði í landi Egilsstaðabæjar. Þarna er birkiskógur með einu og einu reynitré á stangli. Víða vaxa ber og margs konar gróður. Hægt er taka stefnu þangað frá Eyvindarárbrú og þaðan liggja mislangir göngustígar. Sá lengsti er 3,2 km. Hjá Vémörk, sem er gamall samkomustaður, eru leik-
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
15
Unglingalandsmót UMFÍ – Egilsstöðum
Áhugaverðir staðir á Fljótsdalshéraði
Litlanesfoss í Hengifossá.
tæki fyrir börnin. Þetta er einnig upplagt útivistarsvæði á vetrum.
Laugarvalladalur: Afskekktur dalur inni á öræfum, skammt frá Kárahnjúkum. Þar var byggð, á býlinu Laugarvöllum, á árunum 1900–1906 sem lauk með miklum harmleik. Þar er heitur lækur sem ferðamenn heimsækja og baða sig í. Nokkru neðar er foss þar sem menn skola af sér í litlum fossi. Vinsælt er að koma þarna og baða sig í ósnortinni náttúrunni.
Múlakollur.
Möðrudalur: Möðrudalur liggur hæst allra bæja á Íslandi en hann er í 469 m hæð yfir sjó. Þar er mjög merkileg lítil kirkja sem Jón Stefánsson bóndi í Möðrudal reisti árið 1949. Stikaðar gönguleiðir eru á nokkrum stöðum og í Möðrudal er rekin mjög öflug ferðaþjónusta. Víðsýnt er og falleg náttúra allt um kring. Má þar ekki síst nefna útsýnið til Herðubreiðar.
Þerribjarg: Út-Héraðsmenn kalla bjargið Þerribjarg og segja að þurrkur verði þá daga sem sól skín á Þerribjarg-
ið að morgni. Skaginn utan Fagradals í Vopnafirði og Hellisár hjá Ketilsstöðum hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1984. Langisandur undir Þerribjargi er um það bil 0,5 km langur. Utan við sandinn er berggangur sem nefnist Bjarglöng en að sunnan er Múlahöfn. Múlahöfn þótti fyrrum álitlegust höfn við Héraðsflóa.
Hengifoss: Hengifoss er 128 m hár og annar hæsti foss landsins. Vatn í honum er hins vegar fremur lítið. Hengifossá á upptök sín í Hengifossár-
vatni uppi á Fljótsdalsheiði og fellur í innanvert Lagarfljót. Neðan við Hengifoss og skammt fyrir ofan bæinn Hjarðarból er annar foss í ánni sem heitir Litlanesfoss. Í fossbrúninni eru nokkur blágrýtislög en milli þeirra röndótt millilög, sum fagurrauð. Stuðlabergsmyndanir prýða umhverfi Hengifoss og gera hann að einum af fegurstu fossum landsins. Þar er hægt að finna steinrunna stofna kulvísra barrtrjáa og surtarbrand sem vísar til hlýrra loftslags á seinni hluta tertíertímabilsins.
Elsta sumarhótel Íslands í ægifögru umhverfi
*isting 9erslun 9eitingasalur *læsilegt hlaèborè í hidegi og i kvöldin 9ínveitingar 6ilungsveièi í %erufjarèarvatni 7jaldsvæèi )jölbre\tilegt fuglalíf *önguleièir
s: 4347762 og 4347863
16
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
bjarkalundur@bjarkalundur.is
www.bjarkalundur.com
Saga sveitarfélagsins Sveitarfélagið Fljótsdalshérað
Frá Egilsstöðum, þar sem 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina.
staða liggja helstu krossgötur Austurlands og umferðarmestu gatnamót þjóðvega í fjórðungnum. Flestir íbúa Fljótsdalshéraðs starfa við þjónustu og opinbera starfsemi og á Egilsstöðum og í Fellabæ hefur þróast mikil samgöngu-, verslunarog þjónustumiðstöð sveitarfélagsins og alls Mið-Austurlands. Alþjóðaflugvöllurinn á Egilsstöðum gegnir mikilvægu hlutverki, meðal annars vegna ferðaþjónustu á svæðinu en í sveitarfélaginu eru einnig nokkur hótel, gisti- og veitingastaðir. Landbúnaður er stundaður í dreifðum byggðum hins víðfeðma sveitarfélags þannig að sauðfjárbúskapur er stundaður á um 90 jörðum og mjólkurframleiðsla á tæplega 20 búum og þá fer skógrækt fram á um 85 jörðum um þessar mundir. Á sviði heilbrigðisþjónustu eru til staðar
í sveitarfélaginu heilsugæslustöð, dvalarheimili aldraðra og sjúkrahús, tannlæknastofa og einnig dýraspítali. Skólastarf hefur sett svip sinn á samfélagið árum saman og má þar nefna skólasetrin að Eiðum og Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur starfað frá 1979 en þar eru nemendur á fimmta hundrað alls. Skrifstofa Þekkingarnets Austurlands er í sveitarfélaginu og Vísindagarðurinn ehf. var stofnaður 2007. Í sveitarfélaginu eru starfræktir fjórir leikskólar með um tvö hundruð og fimmtíu börnum. Grunnskólastarf fer fram á fjórum stöðum en nemendur þeirra eru vel á sjötta hundraðið. Tónlist er kennd á fjórum stöðum á vegum þriggja tónlistarskóla. Sveitarfélagið rekur jafnframt bókasöfn og minjasafn, íþróttamiðstöð og íþróttahús, frjáls-
íþróttavöll og knattspyrnuvelli, sundlaug, félagsmiðstöðvar, félagsheimili og þjónustumiðstöð. Hitaveita Egilsstaða og Fella sér þéttbýlinu fyrir heitu og köldu vatni. Stjórnsýsla sveitarfélagsins var endurskipulögð við sameiningu sveitarfélaga árið 2004 með það að markmiði að ná fram meiri skilvirkni í einstökum málaflokkum. Stjórnsýslan einkennist nú af svo kölluðu flötu skipulagi þar sem undir bæjarstjóra vinna 7 deildarstjórar sem hver um sig sinnir ákveðnum málaflokkum með viðkomandi fagnefnd. Lögð er áhersla á stöðuga þróun stjórnsýslunnar og eru sérstök verkefni í gangi á því sviði. Þróunarstarf og uppbygging einkennir raunar allt starf sveitarfélagsins um þessar mundir og á öllum sviðum. Í sveitarfélaginu er ellefu manna bæjarstjórn.
Gallerí og vinnustofa SUMAROPNUN
15. júní - 20. ágúst
mánudaga - föstudaga frá kl. 13-18 laugardaga frá kl. 13-16
VETRAROPNUN
21. ágúst - 14. júní
föstudaga frá kl. 13-18
NÝPRENT ehf.
varð til 1. nóvember 2004, við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Þéttbýlið Egilsstaðir og Fellabær styður sterk byggð í dreifbýlinu með blómleg landbúnaðarsvæði og smærri þjónustukjarna á Hallormsstað, Eiðum og Brúarási. Sveitarfélagið er mjög víðfeðmt og er nú það landmesta á Íslandi. Stærð þess er 8.884 ferkílómetrar. Sveitarfélagið afmarkast af Jökulsá á Fjöllum í vestri að Biskupshálsi um Möðrudalsheiði og Háreksstaðaheiði, norður Smjörfjöll og Hellisheiði norður í Kollumúla í Héraðsflóa. Að austanverðu afmarkast það frá Bótarhnjúkum sem eru á mörkum Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Djúpavogshrepps, þaðan um Breiðdalsheiði og Austurfjöll í Skriðdal yfir á Fagradal um Gagnheiði og um Austurfjöllin í Gripdeild í Héraðsflóa. Miðkjarna Fljótsdalshéraðs mynda þéttbýlin Egilsstaðir og Fellabær sem greiðar samgöngur á landi og í lofti hafa gert að virkum vegamótum og þar hefur því vaxið upp ýmiss konar starfsemi, bæði á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Um miðbæ Egils-
Leirhús Grétu Gallerí Litla Ósi Húnaþingi vestra Sími 451 2482 og 897 2432
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
17
UÍA hefur séð um framkvæmd á tveimur Landsmótum UMFÍ
Frá setningu 23. Landsmóts UMFÍ á Egilsstöðum 2001.
UÍA hefur séð um framkvæmd á tveimur Landsmótum UMFÍ, 1968 og 2001. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum er fyrsta Unglingalandsmótið sem ÚÍA heldur.
13. Landsmót UMFÍ 1968 Hið fyrra var 13. Landsmót UMFÍ sem fór fram á Eiðum dagana 13.–14. júlí 1968. Kvölddagskrá var á laugardeginum og hátíðardagskrá á sunnudeginum. Keppt var í tólf frjálsíþróttagreinum karla og sjö kvennagreinum, tíu sundgreinum, níu starfsíþróttagreinum, glímu, knattspyrnu og í handknatt-
18
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
leik kvenna. HSK vann stigakeppni mótsins, hlaut 258,5 stig. Stigahæstir af einstaklingum voru Guðmunda Guðmundsdóttir HSK (sund) og Davíð Valgarðsson UMFK (sund), hlutu 17 stig hvort. Keppendur á mótinu voru 438 og 238 heimamenn sýndu þjóðdansa, fimleika og sögulegt leikrit. Mótsgestir voru 7000.
23. Landsmót UMFÍ 2001 UÍA sá síðar um framkvæmd 23. Landsmóts UMFÍ sem fram fór dagana 12.–15. júlí 2001. Mótið var haldið við frábærar aðstæður á Egilsstöðum og í nágrenninu. Landsmót-
ið var mjög fjölskylduvænt og var fjölþætt dagskrá í boði alla dagana. Í Tjarnargarðinum, sem er í næsta nágrenni við íþróttaleikvanginn, gátu gestir af yngri kynslóðinni fundið ýmislegt við sitt hæfi sem og öll fjölskyldan. Keppendur voru 1160 frá öllum sambandsaðilum UMFÍ. Setning mótsins fór fram í afar fallegu veðri 13. júlí þar sem m.a. forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði mótsgesti. Fjöldi þeirra var um 12000. Keppt var í sautján greinum til stiga en þær voru eftirtaldar: badminton, blak, borðtennis, bridds, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknattleikur, skák, skotfimi, starfsíþróttir og sund. Á Landsmótinu var í fyrsta skipti keppt til stiga í badminton, íþróttum fatlaðra og skotfimi. Sýningargreinar voru: Egilsstaðamaraþon, hjólreiðar, íþróttir aldraðra, kraftajötnagreinar, siglingar, torfæruakstur og æskuhlaup. Á Landsmótinu var alþjóðleg stangarstökkskeppni þar sem Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir öttu kappi við tvær bandarískar stúlkur og eina sænska. Mikil stemning myndaðist á keppninni og hvöttu áhorfendur ákaft sínar stúlkur. Stigahæsta sambandið var HSK með 1899,5 stig. Næst komu UMSK með 1699 stig og UÍA með 1469 stig. Stigahæst á mótinu voru Guðrún Bára Skúladóttir HSK, Sunna Gestsdóttir UMSS og Jón Arnar Magnússon UMSK sem öll kepptu í frjálsíþróttum og fengu 30 stig. Sundfólkið Íris Edda Heimisdóttir, Keflavík, og Jón Oddur Sigurðsson, UMFN, voru einnig með 30 stig sem var hámarksárangur. Á mótinu var nýtt framtíðarmerki Landsmótanna afhjúpað og hefur það verið notað síðan.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
19
Unglingalandsmót UMFÍ – Egilsstöðum Jóhann Björn Sigurbjörnsson í UMSS:
Hvet alla til að koma og taka þátt í Unglingalandsmótinu Jóhann Björn Sigurbjörnsson í Ungmennasambandi Skagafjarðar hefur tekið þátt í fjórum Unglingalandsmótum. Hann hefur aðallega keppt í frjálsum íþróttum og svo verður einnig á mótinu á Egilsstöðum. „Það er alveg frábært að taka þátt í Unglingalandsmóti en þetta er ekki bara keppni heldur hittir maður helling af krökkum og ég hef kynnst mörgum á mótunum í gegnum tíðina. Ég var 11 ára gamall þegar ég tók þátt í mínu fyrsta móti og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég hef síðan
æft frjálsar íþróttir og stefni að því að halda áfram að æfa í framtíðinni,“ sagði Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttakappi úr Ungmennasambandi Skagafjarðar, í samtali við Skinfaxa. „Ég hef notið þess að taka þátt í Unglingalandsmótum og á góðar minningar frá þeim. Þessi mót hafa svo sannarlega hitt í mark enda stemningin frábær. Ég vil hvetja alla þá sem eru að íhuga að taka þátt í mótinu á Egilsstöðum að mæta og láta til sín taka.“
Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið www.ganga.is Vinnum saman
Græðum Ísland
Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.
Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is
20
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Unglingalandsmót UMFÍ – Egilsstöðum Eygló Hrund Guðmundsdóttir í USVH:
Skemmtilegast að hitta og keppa við fullt af krökkum Eygló Hrund Guðmundsdóttir í Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga hefur tekið þátt í Unglingalandsmótum frá 11 ára aldri en fyrst sótti hún mótið á Laugum í Þingeyjarsýslu 2006. Eygló Hrund ætlar að taka þátt í mótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og keppa í fótbolta, sundi, körfubolta og frjálsum íþróttum. „Það er rosalega gaman að keppa á Unglingalandsmótum og ég hlakka mikið til mótsins á Egilsstöðum. Mér finnst náttúrulega langskemmtilegast að keppa og hitta fullt af krökkum. Félagsskapurinn
skiptir miklu máli. Ég er mikið í íþróttum, þá aðallega í körfubolta og fótbolta og sundi inn á milli,“ sagði Eygló Hrund í spjalli við Skinfaxa. Eygló sagði mikinn áhuga vera hjá krökkum innan USVH fyrir Unglingamótinu og hún átti von á því að margir þaðan myndu mæta á mótið á Egilsstöðum. „Unglingalandsmótin eru einhver skemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í. Ég hvet krakka eindregið til að koma á Egilsstaði og taka þátt í mótinu. Stemningin er frábær og gaman að hitta og keppa við krakka úr öðrum félögum. Ég er alla vega farin að hlakka mikið til enda meiriháttar upplifun að taka þátt í þessum mótum,“ sagði Eygló Hrund Guðmundsdóttir í samtalinu við Skinafaxa.
Ü g iiVb^ hi ^c :\^ahhi jb
Hefur þú komið í Héraðsþrek í
Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum? ;g{W±g V hiV V i^a a `Vbhg±`iVg [ng^g [ a` { aajb VaYg^# HjcYaVj\^c! {hVbi ]Z^ijb ediijb! kV aVj\ d\ gZcc^WgVji
18 ára ábyrgð á börnum okkar eru ekki innantóm orð, nærgætni, virðing og handleiðsla foreldra skiptir máli
Opið í þreksal og sundlaug: B{cjY#! b^ k^`jY# d\ [ hijY# `a# +/%%"'&/(%# g^ _jY# d\ [^bbijY# `a# +/(%"'&/(% d\ jb ]Za\Vg `a# %./(%"&.# ? c " {\ hi # H b^ ) ,%% ,,, lll#Z\^ahhiVY^g#^h$^i]gdiiVbVcck^g`^
KZg^ aa kZa`db^c#
Sýndu hvað í þér býr! Félagsmálanámskeið UMFÍ Ræðumennska og fundarsköp
ppp'lZfZgahinkbgg'bl
www.umfi.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
21
Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ Egilsstöðum 28.–31. júlí Sérstök mótsskrá verður gefin út á mótinu sjálfu með tímasettri dagskrá. Alla mótsdagana verður fjölbreytt barnadagskrá í Tjarnargarðinum. Þar verður í boði tónlist, leikrit og ýmislegt annað sem yngstu börnin munu hafa gaman af.
Fimmtudagur 28. júlí Grunnskóli Grunnskóli Risatjald við sundlaug Brennustæðið
Móttaka gesta Upplýsingafundur Kvöldvaka Varðeldur og söngur
Föstudagur 29. júlí Grunnskóli Golfvöllurinn Ekkjufelli Íþróttahúsið á Egilsstöðum Knattspyrnuvellir í Fellabæ Sundlaugin Bjarnadalur Risatjald Tjarnargarðurinn Vilhjálmsvöllur Valaskjálf Valaskjálf Vilhjálmsvöllur Vilhjálmsvöllur Risatjald
22
Móttaka gesta Golf Körfubolti Knattspyrna Sundleikar UMFÍ fyrir 10 ára Kynningargrein: Strandblak Markaður Leiktæki fyrir 12 ára og yngri Frjálsíþróttir Gönguferð með leiðsögn um Selskóg Sögustund fyrir yngstu börnin Mótssetning Afhjúpun bautasteins Kvöldvaka
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Laugardagur 30. júlí Golfvöllurinn Ekkjufelli Íþróttahúsið á Egilsstöðum Knattspyrnuvellir í Fellabæ Sundlaugin Hestaíþróttavöllur Stekkhólma Vilhjálmsvöllur Íþróttahúsið í Fellabæ Risatjald Tjarnargarðurinn Landsbankinn Valaskjálf Vilhjálmsvöllur Vilhjálmsvöllur Valaskjálf Tjarnargarðurinn Risatjald
Golf Körfubolti Knattspyrna Sund Hestaíþróttir Frjálsíþróttir Dans Markaður Leiktæki fyrir 12 ára og yngri Gönguferð með leiðsögn um bæinn Taekwondo-kynning Vilhjálmsleikar fyrir 10 ára KSÍ-knattþrautir Innsvar, fjölskylduleikur Öll leiktækin í gangi Kvöldvaka
Sunnudagur 31. júlí Íþróttahús Knattspyrnuvellir Sundlaugin Vilhjálmsvöllur Egilsstaðakirkja Samkaup/Nettó Mýnesgrúsir Vilhjálmsvöllur Valaskjálf Risatjald Tjarnargarðurinn Valaskjálf Valaskjálf Íþróttahúsið á Egilsstöðum Grunnskólinn Vilhjálmsvöllur Tjarnargarðurinn Risatjald Vilhjálmsvöllur
Körfubolti Knattspyrna Sund Frjálsíþróttir Barna- og fjölskyldumessa Víðavangshlaup Motocross Glíma Danskennsla fyrir alla fjölskylduna Markaður Leiktæki fyrir 12 ára og yngri Gönguferð með leiðsögn (Skógarpúkarnir slást í för) Sögustund fyrir yngstu börnin Fimleikar Skák Skotkeppni í körfubolta Öll leiktækin í gangi Kvöldvaka Mótsslit – Flugeldasýning
&)# Jc\a^c\VaVcYhb i JB;Ï '.# _ a ¶(&# _ a '%&& jb kZghajcVgbVccV]Za\^cV { :\^ahhi Âjb Vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð Jc\a^c\VaVcYhb i^c Zgj [g{W¨g `dhijg [ng^g VaaV Ä{ hZb kZa_V ]Z^aWg^\i d\ k bjZ[cVaVjhi jb]kZg[^ hVb]a^ÂV Äk VÂ iV`V Ä{ii [_ aWgZniig^ Äg iiV`Zeec^#
Þátttaka 6aa^g `gV``Vg { VaYg^cjb &&"&- {gV \ZiV iZ`^Â Ä{ii Äg iiV`Zeec^ b ih^ch# @ZeeZcYjg \gZ^ÂV Z^ii b ih\_VaY `g# +#%%%#" d\ [{ bZÂ Äk Ä{iii `jg ii aajb `Zeec^h\gZ^cjb#
Keppnisgreinar á Egilsstöðum 9Vch! [^baZ^`Vg! [g_{ah Äg ii^g! \a bV! ]ZhiV Äg ii^g! `cViihengcV! ` g[jWdai^! bdidXgdhh! h`{`! hjcY d\ \da[# ; iajÂjb Z^chiV`a^c\jb kZgÂjg WdÂ^Â jee { `Zeec^ hjcY^ d\ [g_{ah Äg iijb#
Dagskrá @Zeec^hYV\h`g{^c ]Z[hi { [ hijYV\hbdg\c^! '.# _ a # HZic^c\VgVi] [c^c kZgÂjg Ä{ jb `k aY^Â Zc hiZ[ci Zg { VÂ ]V[V ]VcV Z^c`Vg \a¨h^aZ\V# ÏÄg iiV`Zeec^c kZgÂjg jee^hiVÂVc Vaag^ YV\h`g{ Zc ]Zcc^ aÅ`jg { hjccjYV\# @k aYk `jg kZgÂV aa `k aY^c d\ [_ aWgZnii V[ÄgZn^c\VgYV\h`g{ [g{ bdg\c^ i^a `k aYh#
Heimasíða
BV\\^5&'d\(#^h ')-#&+(
=Z^bVh ÂV b ih^ch Zg lll#jab#^h
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
23
Vorfundur UMFÍ var haldinn á Ísafirði
Vorfundur Ungmennafélags Íslands var haldinn á Ísafirði helgina 27.–28. maí sl. Um 40 fulltrúar sambandsaðila sóttu fundinn. Fyrri daginn komu fulltrúar saman en þá fór fram kynning á starfsemi Evrópu unga fólksins. Það var Hjörtur Ágústsson, starfsmaður Evrópu unga fólksins, sem sá um kynninguna sem hafði mikið upplýsingagildi. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, opnaði vor-
24
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
fundinn laugardagsmorguninn og bauð fulltrúa velkomna til fundarins. Hún hvatti þá áfram í starfinu og hrósaði þeim fyrir gott og kröftugt starf. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, fór yfir starfsemi hreyfingarinnar. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, var með kynningu á viðburðastjórnun, en Ómar Bragi er framkvæmdastjóri Unglingalandsmóta UMFÍ. Hann sagði frá undirbúningi og framkvæmd móta á veg-
um UMFÍ. Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, ræddi í erindi sínu um styrktarumsóknir, fjáraflanir og áætlanir. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir frá Reykjavíkurborg var síðan með námskeið sem fjallaði um mannauð í félagsstarfi. Námskeiðið var afar gagnlegt og fræðandi og mun eflaust nýtast fulltrúum í starfi sínu þegar til lengri tíma lætur. Samhliða vorfundinum var haldinn stjórnarfundur UMFÍ.
Sjáðu lífið í lit Flottir tískubolir og umhverfisvænir taupokar frá Continental sérmerktir með þínu merki.
Norðlingabraut 14 | 110 Reykjavík Sími 569 9000 | sala@bros.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
25
Úr hreyfingunni Þing Ungmennasambands Birgarfjarðar, UMSB:
Guðmundur Sigurðsson sæmdur gullmerki UMFÍ 89. þing Ungmennasambands Borgarfjarðar var haldið í félagsheimilinu Fannahlíð 31. mars sl. Góð mæting var á þinginu. Skýrsla stjórnar var viðamikil og gaf góða mynd af því starfi sem unnið er á sambandssvæðinu. Þingforseti var Hlynur Sigurbjörnsson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, sátu þingið ásamt Gyðu Kristjánsdóttur og Völu Hrönn Margeirsdóttur, nemum í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, sem voru í vettvangsnámi hjá Ungmennafélagi Íslands og Evrópu unga fólksins „Þetta var gott þing og starfsamt. Starfið í heild sinni gengur vel. Það kom fram á þinginu hvað Unglingalandsmótið í Borgarnesi í fyrrasumar gekk vel og allir eru sáttir hvað vel tókst til. Nú er sumarstarfið fram undan og einn stærsti viðburðurinn
verður Íslandsmótið í víðavangshlaupi. Starfið fer annars að mestu leyti fram inn í aðildarfélögunum,“ sagði Friðrik Aspelund sem var endurkjörinn sambandsstjóri UMSB.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Guðmund Sigurðsson gullmerki UMFÍ.
Í ræðu Friðriks kom fram að rekstur stærstu íþróttadeilda sambandsins er kominn á réttan kjöl eftir áralanga þrautagöngu. Friðrik sagði að það væri mikilvægt að sambandsþing kæmi með raunhæfa áætlun um það hvernig fjárhagsstaða sambandsins yrði bætt. Á þinginu sæmdi Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Guðmund Sigurðsson gullmerki UMFÍ fyrir áratuga frábært starf í hreyfingunni. Guðmundur fékk einnig gullmerki ÍSÍ. Á þinginu fór fram kosning um fjall í verkefninu Fjölskyldan á fjallið í sumar. Kosið var um Strút, Brekkufjall og Búrfell í Hálsasveit. Fyrir valinu varð Strútur. Þær breytingar urðu á stjórn ungmennasambandsins að Veronika Sigurvinsdóttir og Ebba Pálsdóttir hættu í stjórn og í þeirra stað koma inn Aðalsteinn Símonarson og María Hlín Eggertsdóttir.
Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, USVH:
Í nógu að snúast á næstu missetum
Héraðsþing USVH var haldið í félagsheimilinu Víðihlíð 12. apríl sl. Þingstörf gengu vel og mikill hugur í fólki fyrir starfinu. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, sátu þingið. Sæmundur veitti Pétri Þresti Baldurssyni, varaformanni USVH, starfsmerki UMFÍ. Á þinginu kom fram að stærsta verkefni héraðssambandsins yrði framkvæmd á
26
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga dagana 24.–26. júní í sl. Eins og áður verður stefnt að því að góður hópur ungmenna sæki Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Á þinginu var samþykkt ný reglugerð fyrir styrktarsjóð USVH og Húnaþings vestra vegna afreksfólks og afreksefna. Eins voru samþykktar nýjar reglur um úthlutun styrkja til barna- og unglingastarfs. Að sögn Guðmundar Hauks Sigurðssonar, formanns USVH, verður upphæð styrkja með svipuðu sniði en
Frá héraðsþingi USVH sem haldið var í Víðihlíð.
þeir voru hækkaðir nokkuð í fyrra. Guðmundur Haukur sagði fjárhaginn í góðu horfi. „Héraðssambandið verður 80 ára á þessu ári og aðalafmælisveislan verður þetta Landsmót UMFÍ 50+. Það er annars hugur í fólki og í nógu að snúast á næstu misserum,“ sagði Guðmundur Haukur. Á héraðsþinginu var kosið um tvo stjórnarmenn, varaformanninn Pétur Þröst Baldursson og Reimar Marteinsson, meðstjórnanda, og voru þeir báðir endurkjörnir.
Úr hreyfingunni Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, HSH:
Hermundur Pálsson kjörinn formaður HSH
Íþróttamenn HSH sem fengu viðurkenningu ásamt Íþróttamanni HSH 2010.
73. þing HSH var haldið á kaffistofu KG fiskverkunar á Rifi 13. apríl sl. Garðar Svansson lét af for mennsku HSH og í hans stað var kjörinn Hermundur Pálsson. Edda Sóley Kristmannsdóttir kom ný í stjórn. Gestir þingsins voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. Kristján Magnússon var þingforseti.
Hermundur Pálsson, nýkjörinn formaður HSH, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Garðar Svansson, fráfarandi formaður, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Þingið starfsamt og var m.a. samþykkt að leggja inn umsókn um að halda Unglingalandsmót 2013 og 2014. Einnig er áhugi á því að kanna möguleika að sækja um Landsmót UMFÍ 50+ á næsta ári. Hermundur Pálsson þakkaði þingstarfsmönnum og þingfulltrúum góð störf á þinginu. Veittar voru viðurkenningar fyrir íþróttaafrek og var Þorsteinn Már Ragnarsson kjörinn knattspyrnu- og íþróttamaður HSH 2010. Aðrir, sem hlutu viðurkenningu, voru Hugrún Elísdóttir, kylfingur, Hlynur Bær-
ingsson, körfuknattleiksmaður, Siguroddur Pétursson, hestaíþróttamaður, Sunna Björk Skarphéðinsdóttir, blakmaður, og María Valdimarsdóttir, sundmaður. Vinnuþjarkar HSH voru svo útnefndir þrír drengir, þeir Símon B. Hjaltalín, Andri Freyr Hafsteinsson og Þorsteinn Eyþórsson. Var viðurkenningin fyrir umsjón með heimasíðu Snæfells. Veitingar voru í boði Snæfellsbæjar og í umsjá foreldra og barna sem fara á Gothia Cup í Svíþjóð í sumar.
NÝPRENT
LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót
Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
27
Einstæður árangur kvennaflokka Keflavíkur í körfuknattleik:
Handhafar allra Íslandsmeistaratitla KÖRFUBOLTI: Uppskera kvennaflokka körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var svo sannarlega glæsileg í vetur sem leið. Flokkarnir unnu til allra Íslandsmeistaratitla sem í boði voru og þá er ekki allt talið því að stúlkurnar eru einnig handhafar allra bikarmeistaratitla, utan eins, þetta sama keppnistímbil. Aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, efndi til samfagnaðar á þessum tímamótum og var foreldrum og forráðamönnum stúlknanna, fyrstu Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik kvenna í efsta flokki, Dorrit Moussaieff forsetafrú og fulltrúum Körfuknattleikssambands Íslands boðið til samsætis. Forsetafrúin lék á als oddi og það voru síðan fyrirliðar flokkanna sem afhentu frú Dorrit keppnistreyju Keflavíkur með nafni hennar á og númerinu 8 sem stendur fyrir fjölda Íslandsmeistaratitla.
9. flokkur
10. flokkur Fyrstu Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna í efsta flokki 1988 voru heiðursgestir. Jón Kr. Gíslason, sem var þjálfari 88-liðsins, og Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari meistaraflokks kvenna á síðasta tímabili, voru sæmdir heiðurssilfurmerki félagsins. Jón Halldór var fjarverandi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Hannes Þ. Jónsson, formaður KKÍ, og Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, ávörpuðu samkomuna. Tríó Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék nokkur lög. Tríóið er skipað þannig: Esther Elín Þórðardóttir á fiðlu, Karítas Lára Rafnkelsdóttir á víólu og Salka Björt Kristjánsdóttir á celló.
8. flokkur
7. flokkur
Meistaraflokkur
MB flokkur
Stúlknaflokkur
28
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Unglingaflokkur
Samfélag í nýjan búning Samfélag í nýjan búning er stefna Landsbankans um stuðning við íþróttafélög. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Bankinn afsalar sér öllum merkingum á búningum og býður félögum að velja gott málefni til að setja á búninga sína í staðinn. Samhliða því er stofnaður áheitasjóður fyrir málefnið og félagið. Merki Sjálfsbjargar prýðir nú búning Þróttar.
22 félög
Samfélag í nýjan búning 22 íþróttafélög 22 málefni
Alls eru 22 íþróttafélög og jafn mörg málefni um land allt þátttakendur í verkefninu. Þau eru Afturelding og Bleika slaufan, Akureyri handbolta félag og Hetjurnar, BÍ/Bolungarvík og Krabbameinsfélagið Sigurvon, Breiðablik og Hringurinn, Fjölnir og Vímulaus æska, Fram og Ljósið, Grindavík og Björgunarsveitin Þorbjörn, ÍR og Hjartaheill, KA og Krabbameinsfélag Akureyrar, Kenavík karfa og Krabbameinsfélag Suðurnesja, Kenavík knattsQyrna og Þroska hjálQ á Suðurnesjum, KR og Fjölskylduhjálp Íslands, Njarðvík og Velferðarsjóður Suðurnesja, Reynir Sandgerði og Hjartavernd, Selfoss og Einstök
Landsbankinn
Landsbankinn færði Krabbameinsfélagi Suðurnesja 500.000 kr. sUZrk Wegna samsUarfs Wið kÚrfuknaUUleiksdeild KenaWÓkur.
börn, Sindri á Horna mrði og Krabbameinsfélag Suð-Austurlands, Tindastóll á Sauðárkróki og Björgunarsveitin Skagmrðingasveit, Víðir og Mottumars, Víkingur Ólafsvík og Björgunarsveitin Lífsbjörg, Völsungur á Húsavík og Velferðarsjóður Þingeyinga, Þór á Akureyri og Þroskahjálp á Norðurlandi og Þróttur í Reykjavík og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu.
landsbankinn.is
Áheitasjóðir Stofnaðir hafa verið áheitasjóðir fyrir hvert málefni og greiðir bankinn fyrir hvern sigur meistara nokka kvenna og karla á Íslandsmótum. Fyrirtækjum og einstaklingum er frjálst að heita á sín lið og leggja góðu málefni lið. Landsbankinn hefur fært hverju málefni 500.000 kr. styrk – eða samtals 11 milljónir króna.
410 4000
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
29
Úr hreyfingunni Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, HHF:
Lilja Sigurðardóttir nýr formaður Hrafna-Flóka Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í félagsheimilinu á Patreksfirði 19. apríl sl. Þingforseti var Hróðný Kristjánsdóttir, en hún er einnig formaður HHF. Í skýrslu formanns kom fram að starfsemi sambandsins var hefðbundin á síðasta ári. Tekið var þátt í öldungamóti í blaki, haldin sparkvallarmót í knattspyrnu fyrir börn og unglinga og tekið þátt þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið, en gengið var á Geirseyrarmúla. Héraðsmót var haldið á Bíldudal og 19 börn og unglingar og fjölskyldur þeirra tóku þátt í Unglingalandsmótinu í Borgarnesi í fyrrasumar. KSÍ hélt námskeið í knattþrautum og leikjum á svæðinu um mitt síðasta sumar. Farið var í keppnisferð í knattspyrnu til Bolungarvíkur og endað á að taka þátt í drulluboltamóti barna á Ísafirði þar sem lið HHF fór með sigur af hólmi. Niðurstaða reikninga sambandsins var góð og eiginfjárstaða sambandsins er sterk.
íþróttagreinar eru frjálsar íþróttir, körfubolti og knattspyrna. Haldnir voru fjölskyldudagar, göngudagur, grillveislur o.fl. Sameiginleg mót voru haldin á svæðinu fyrir börn og unglinga en einnig var farið í keppnisferðir til annarra svæða á landinu.
Nýtt félag fékk aðild
Formenn deilda fóru yfir starfsskýrslur sinna deilda og er öflugt starf í gangi á svæðinu fyrir börn og fullorðna. Helstu
Gleðilegt ferðasumar Það skiptir máli að þekkja landið sitt. Þess vegna erum við hjá Arion banka stolt af nýja kortinu sem Arion banki gefur út í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands. Kortið heitir „Rjóður í kynnum“ og er gefið út í tilefni af því að árið 2011 er alþjóðlegt ár skóga. Á kortinu er að finna upplýsingar um 50 útivistarskóga um land allt, meðal annars GPS-hnit, lýsingu á hverjum skógarreit auk upplýsinga um aðstöðu og þjónustu. Með kortinu getum við kynnst landinu okkar betur og notið þess enn frekar að vera á Íslandi. Þú getur nálgast þitt eintak af kortinu endurgjaldslaust í útibúum Arion banka, á upplýsingamiðstöðvum ferðamála, garðplöntusölum og víðar.
Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér.
30
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Lilja Sigurðardóttir, nýr formaður Hrafna-Flóka.
Nýtt félag, Körfuknattleiksliðið Patrekur, fékk aðild að HHF á þinginu. Á þinginu var kosin ný stjórn og á aukaþingi þann 9. maí var Lilja Sigurðardóttir kjörin formaður í stað Hróðnýjar Kristjánsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Gestir þingsins voru Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. „Þetta er búinn að vera fínn og lærdómsríkur tími. Ég hafði ekki tök á því að sinna starfinu sem skyldi og því er gott að finna nýjan formann sem hefur góðan tíma til að taka þetta starf að sér. Ég er búin að læra mikið í formennskunni og kynnast mörgu góðu fólki,“ sagði Hróðný Kristjánsdóttir, fráfarandi formaður.
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn í fjórða sinn:
Góð þátttaka víðast hvar Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands var haldinn í fjórða sinn í sumar og voru haldin námskeið á fjórum stöðum víðs vegar um landið. Námskeiðin fóru fram á þremur stöðum dagana 20.–24. júní, en námskeiðið á Sauðárkróki var haldið 18.–22. júlí. Frjálsíþróttaskólinn var fyrst haldinn árið 2008 á þremur stöðum á landinu; í Borgarnesi, Sauðárkróki og á Egilsstöðum. Nú í ár var frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands haldinn í Borgarnesi, á Selfossi, Egilsstöðum og Sauðárkróki. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Gjaldið fyrir vikuna árið 2011 var 15.000 kr. á ungmenni. Allt var innifalið í verðinu þ.e. kennsla, fæði og gisting. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Sambandsaðilar á því svæði þar sem skólinn er haldinn hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt var upp með að hafa fagmenntaða kennara í kennslu á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Námskeiðin gengu alls staðar mjög vel fyrir sig og voru ágætlega sótt. Þátttakendur lýstu á öllum stöðunum yfir mikilli ánægju og margir eru staðráðnir í því að mæta aftur næsta sumar. Þjálfarar við skólann í Borgarnesi voru Bjarni Traustason, Unnur Jónsdóttir, Íris Frá námskeiði Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum.
Frá námskeiði Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi.
Grönfeld og Ingimundur Ingimundarson. Um 40 krakkar sóttu námskeiðið í Borgarnesi. Ólafur Guðmundsson og Fjóla Signý Hannesdóttir voru þjálfarar skólans á Selfossi en þar voru þátttakendur 15 talsins. Þjálfarar við skólann á Sauðárkróki voru Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sigurðsson. Lovísa Hreinsdóttir, Anna Katrín Svavarsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir og Mekkin Guðrún Bjarnadóttir voru þjálfarar við skólann á Egilsstöðum. Hildur Bergsdóttir var skólastjóri og sá um skipulagningu. Þátttakendur voru tólf, víðs vegar að af Austurlandi. Frá námskeiði Frjálsíþróttaskóla UMFÍ í Borgarnesi.
Frá námskeiði Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
31
Úr hreyfingunni Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis:
Við erum stolt af því að tengjast UMFÍ Niðurstöður stefnumótunarvinnu fyrir Ungmennafélagið Fjölni voru kynntar á aðalfundi félagsins í Dalhúsum þann 14. apríl sl. Þar kom fram skýr vilji félagsins til að skilgreina sig áfram sem ungmennafélag og tengjast UMFÍ. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum. Grunngildi hinnar nýju stefnumótunar eru: „Virðing, heilbrigði, stolt, samkennd, metnaður og gaman.“ Í máli Jóns Karls Ólafssonar formanns kom fram að við stefnumótunarvinnuna hefði komið skýrt fram að félagsmenn væru stoltir af því að skilgreina sig sem ungmennafélag og tengjast UMFÍ. Þannig yrði það áfram. Jón Karl var einn í framboði til formanns og var endurkjörinn. Sömu sögu er að segja af hinum sex aðalmönnunum í stjórn. Þungt hefur verið í ári í rekstri félagsins frá efnahagshruninu 2008. Töluvert tap var á rekstrinum á seinasta ári og leitað er leiða til að snúa honum á rétta braut. Vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg var hætt við byggingu nýrrar íþróttaaðstöðu við Spöngina en ýmsar hugmyndir eru uppi um aðstöðu til að tryggja öllum flokkum Fjölnis sína æfingatíma.
Gunnar Gunnarsson í varastjórn UMFÍ (t.h.) afhenti Kristjáni Gauki Kristjánssyni (t.v.) starfsmerki UMFÍ.
Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn UMFÍ, sat aðalfundinn og afhenti Kristjáni Gauki Kristjánssyni starfsmerki hreyfingarinnar. Kristján Gaukur hefur starfað fyrir karatedeild félagsins frá árinu 2004. Hann situr enn í stjórn deildarinnar og tók nýverið sæti í stjórn handknattleiksdeildarinnar. Árum saman hefur hann unnið mjög óeigingjarnt starf fyrir félagið og er ávallt boðinn og búinn til starfa.
Á aðalfundi félagsins voru veitt gull- og silfurmerki fyrir vel unnin störf. Ragnar Þórir Guðgeirsson, fyrrum formaður Fjölnis, var sæmdur gullmerki og silfurmerki fengu Kristján Gaukur Kristjánsson, karate, Stefán Jóhannsson, frjálsar íþróttir, Óskar Hlynsson, frjálsar íþróttir, Karola M. Frank, tennis, og Anna Podolskia, tennis.
Aðalfundur Ungmennafélagsins Skipaskaga, USK:
Anna Bjarnadóttir endurkjörin formaður Aðalfundur Ungmennafélagsins Skipaskaga var haldinn 31. mars sl. á Jaðarsbökkum á Akranesi. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu fundinn. Að sögn Önnu Bjarnadóttur, sem var endurkjörinn formaður á aðalfundinum, var farið yfir starfsemina sem tókst vel á síðasta starfsári, auk annarra mála sem lágu fyrir fundinum. Með Önnu í stjórn eru Skafti Steinólfsson, gjaldkeri, og Gunnar Högnason, ritari. Á aðalfundinum voru veittir styrkir og fengu þá línudanshópurinn Silfurstjarnan, íþróttahópurinn Feban, sem skipaður er eldri borgurum, og Jófríður Ísdís Skaftadóttir frjálsíþróttakona. Frá aðalfundi Skipaskaga á Akranesi. Frá vinstri Skafti Steinólfsson, gjaldkeri, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Gunnar Högnason, ritari, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Anna Bjarnadóttir, formaður Umf. Skipaskaga.
32
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.
ENNEMM / SÍA / NM42116
Frumherji – örugg bifrei›asko›un.
Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
33
Úr hreyfingunni Ársþing Héraðssambands Strandamanna, HSS:
Aðalbjörg Óskarsdóttir og Rósmundur Númason fengu starfsmerki UMFÍ 64. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í Kaffi Norðurfirði 7. maí sl. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sótti þingið og veitti þeim Aðalbjörgu Óskarsdóttur og Rósmundi Númasyni starfsmerki UMFÍ. Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH og formaður undirbúningsnefndar fyrir Landsmót UMFÍ 50+, sótti einnig þingið og kynnti mótið fyrir þinggestum. Þingið var vel sótt og umræður góðar. Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Á þinginu var sett á laggirnar svokallað landsmótsráð sem mun m.a. koma að undirbúningi þátttakenda HSS á fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ í sumar og eins að 14. Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum. Á ársþinginu var tilkynnt um úrslit í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010. Að þessu sinni var það Hadda Borg Björnsdóttir sem hlaut afgerandi kosningu. Formaður HSS, Vignir Örn Pálsson, afhenti Höddu veglegan farandbikar við þetta tækifæri, en Hadda
Borg er fædd 1993. Hún náði frábærum árangri í hástökki árið 2010. Hún vann m.a. til gullverðlauna á Unglingalandsmótinu og í sínum aldursflokki á Meistaramóti Íslands með því að stökkva yfir 1,61 metra á báðum mótunum. Þá varð hún í þriðja sæti á Reykjavíkurleikunum í upphafi árs 2011, auk þess að vinna sigur í mörgum greinum á Héraðsmóti HSS í Sævangi. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, ásamt Aðalbjörgu Óskarsdóttur og Rósmundi Númasyni, sem fengu afhent starfsmerki UMFÍ á ársþingi HSS.
Hadda Borg Björnsdóttir, íþróttamaður ársins hjá HSS, ásamt Vigni Erni Pálssyni, formanni HSS.
Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga, HSV:
Jón Páll endurkjörinn formaður HSV
Jón Páll Hreinsson var einróma endurkjörinn formaður Héraðssambands Vestfirðinga á ársþingi sambandsins 10. maí sl. Ásdís Pálsdóttir var sæmd silfurmerki HSV en hún hefur verið meðal drifkrafta í starfi blakfélagsins Skells. Gunnar Gunnarsson í varastjórn UMFÍ sat ársþingið.
34
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Í skýrslu stjórnar lýsti Jón Páll áhyggjum sínum af framtíð sjálfboðaliðavinnu en hann segir sífellt færast í vöxt að menn vilji fá greitt fyrir alla vinnu sína. Slíkt komi verulega niður á félagsstarfi. Þrettán tillögur voru afgreiddar á þinginu. Á vegum HSV hefur verið unnið upplýsingarit fyrir formenn og stjórnir félaga með helstu upplýsingum sem þeir þurfa á að halda. Ritið er sérstaklega ætlað nýjum
Mynd til vinstri: Ásdís Pálsdóttir var sæmd silfurmerki HSV en með henni á myndinni er Jón Páll Hreinsson, formaður HSV. Mynd til hægri: Hluti þingfulltrúa á ársþinginu.
stjórnarmönnum, til að hjálpa þeim að komast inn í starfið. Þá hafa verið teknir upp reglulegir formannafundir til að flýta fyrir upplýsingastreymi frá héraðssambandinu til aðildarfélaganna. Þrír slíkir voru haldnir á seinasta starfsári. Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV. Auk hans voru kjörin í aðalstjórn Maron Pétursson og Erla Jónsdóttir, til tveggja ára.
Úr hreyfingunni Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur, UMFN:
Hilmar Hafsteinsson sæmdur gullmerki UMFN Aðalfundur UMFN var haldinn 11. maí sl. og var vel mætt á fundinum sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík. Stefán Thordersen formaður flutti skýrslu stjórnar og Ágústa Guðmarsdóttir gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins sem voru samþykktir. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, sátu þingið. Æðsta heiðursmerki UMFN, gullmerki með lárviðarsveig, hlaut Hilmar Hafsteinsson fyrir fótbolta, handbolta, körfubolta og stjórnarstörf. Gullmerki UMFN fengu Jón Bjarni Helgason fyrir sund, körfubolta og stjórnarstörf, Hermann Jakobsson fyrir körfubolta, kraftlyftingar og stjórnarstörf, Ólafur Thordersen fyrir handbolta, fótbolta og stjórnarstörf. Þá var Stefán Sturla Svavarsson lyftingamaður kjörinn íþrótta-
Frá aðalfundi UMFN sem haldinn var í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík.
maður UMFN 2010. Nýja stjórn UMFN skipa eftirtaldir: Stefán Thordersen, formaður, Þórunn Friðriksdóttir, varaformaður, Anna Andrésdóttir, ritari, Ágústa
Guðmarsdóttir, gjaldkeri, og Hermann Jakobsson, meðstjórnandi. Varastjórn skipa Ólafur Eyjólfsson og Sigríður H. Ragnarsdóttir.
Tímamótasamningur milli HSS og Strandabyggðar Sannkallaður tímamótasamningur var gerður milli Strandabyggðar og Héraðssambands Strandamanna á dögunum. Samningurinn er til eins árs og snýst um að tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar Snæberg Jónsson, taki að sér framkvæmdastjórn sambandsins til 1. apríl 2012. Arnar er tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands en hann mun sinna starfinu í 10% stöðu á ársgrundvelli ásamt öðrum störfum tómstundafulltrúa. Mörg undanfarin ár hafa framkvæmdastjórar Héraðssambandsins starfað í þrjá mánuði yfir sumarið, oftast í 50% starfi, en nýja samkomulagið gerir sambandinu kleift að efla starfið utan
Arnar Snæberg Jónsson, framkvæmdastjóri HSS.
sumarsins. Sérstaklega er litið til þess að efla upplýsingagjöf, kynningu, samskipti og aðstoð við aðildarfélög HSS, UMFÍ og ÍSÍ auk þess sem framkvæmdastjórinn sinnir skipulagningu fyrir mót og kynningu á úrslitum eftir þau. „Við erum mjög ánægð með þennan samning en hann eflir bara starfið og bætir upplýsingaflæðið. Á þinginu var rætt um sameiginlegt sundmót með Reykhólasveitinni í sumar og eins að opna héraðsmótin í frjálsum. Þá geta nágrannar okkar tekið þátt í mótinu sem fullgildir þátttakendur. Samgöngur hafa batnað mikið og þær ýta undir öflugra starf,“ sagði Vignir Örn Pálsson, formaður HSS.
Elín Sigurborg nýr framkvæmdastjóri HSÞ Elín Sigurborg Harðardóttir tók við starfi framkvæmdastjóra HSÞ þann 1. apríl sl. Hún tók við af Sveini Aðalsteinssyni sem gegnt hafði starfinu sl. tvö og hálft ár. Elín Sigurborg er Bolvíkingur en flutti norður fyrir um 6 árum síðan.
líka hug minn allan en ég er einnig í hlutastarfi sem næringarráðgjafi hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.“ Elín Sigurborg býr í um 14 km fjarlægð frá Húsavík og hjólar til og frá vinnu þegar veður leyfir. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, var í heimsókn hjá Þingeyingum fyrir stuttu og fór yfir ýmis mál með heimamönnum sem eru stórhuga að vanda.
Spennandi verkefni „Þetta er spennandi verkefni og frábært að geta tengt vinnu og áhugamál, sem er íþróttir, svona saman. Forvarnir eiga
Elín Sigurborg Harðardóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri HSÞ, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
35
Úr hreyfingunni Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF:
Nýtt merki sambandsins kynnt
Annað ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF, var haldið í Íþróttamiðstöðinni að Hóli þann 12. maí sl. Á þingið mættu 33 þingfulltrúar auk stjórnar UÍF. Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, ávarpaði þingið og veitti þeim Jóni Konráðssyni og Þórarni Hannessyni starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf innan ungmennafélagshreyfingarinnar undanfarna áratugi. Þingið hófst síðan á því að Guðný Helgadóttir, formaður UÍF, bað fundargesti að rísa úr sætum og minnast Freys Sigurðssonar sem vann ómetanlegt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Siglufirði meðan hans naut við.
Síðan var komið að því að draga að húni fána með nýju merki sambandsins og gera grein fyrir úrslitum í samkeppni um merki félagsins. Gengu allir fundargestir út á pall og fylgdust með því þegar hinn nýi fáni var dreginn upp. Alls barst 31 tillaga í samkeppnina frá 11 aðilum. Dómnefnd var sammála um að tillaga Jóns Ingibergs Jónsteinssonar bæri af og varð hún fyrir valinu. Þess má geta að Jón er barnabarn Jóns Þorsteinssonar, skíðakappa frá Siglufirði, og ánafnaði hann Skíðaminjasafninu á Siglufirði verðlaunaféð, sem var 30.000 kr., til minningar um afa sinn. Þá hófust hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður fór yfir hið mikla starf sem unnið hefur verið á árinu. Reikningar hins nýja félags eru í góðu horfi og voru samþykktir samhljóða. Nokkrar minniháttar lagabreytingar voru samþykktar. Loks voru kosnir þrír nýir aðilar í stjórn og Guðný Helgadóttir var endurkjörinn formaður. Efri mynd: Fáni með nýju merki UÍF blaktir við hún, ásamt fánum UMFÍ og ÍSÍ. Neðri mynd: Frá afhendingu starfsmerkja UMFÍ. Til vinstri er Guðný Helgadóttir, formaður UÍF, sem tók við starfsmerkinu fyrir hönd Jóns Konráðssonar, Þórarinn Hannesson í miðjunni og Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, sem afhenti starfsmerkin, er lengst til hægri.
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 36
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.45–20.45 Helgar: kl. 9.00–19.00
Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00
Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Mán–fös: kl. 17.30 –20.30 Helgar: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað
Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 450 kr. 10 skipta kort 2.900 kr. 30 skipta kort 6.900 kr. Árskort 25.900 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti.
Þrjú lið Selfoss Íslandsmeistarar í handbolta Selfoss stóð sig frábærlega á Íslandsmótinu í handbolta í vetur. Félagið vann þrjá Íslandsmeistaratitla, í 4. flokki kvenna, 5. flokki kvenna og 5. flokki karla og var í verðlaunasætum í fleiri flokkum. Strákarnir í 5. flokki tryggðu sér titilinn á síðasta mótinu en þeir unnu alla sína leiki örugglega og eru vel að titlinum komnir. Þeir unnu 3 af 5 mótum vetrarins. Sömu strákar urðu í 2. sæti á Norden-Cup fyrr í vetur. Stelpurnar í 5. flokki sigruðu örugglega á fimmta og síðasta fjölliðamóti vetrarins. Stelpurnar höfðu talsverða yfirburði í vetur og unnu öll mótin. Selfoss varð Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna A-liða eftir nokkuð öruggan sigur á Fylki 21:15 í úrslitaleik í Vodafone höllinni. Stelpurnar í 4. flokki kvenna B-liða voru einnig í eldlínunni en þær uðru að sætta sig við silfurverðlaun eftir tap fyrir FH 18:14. Árangur yngri flokka Selfoss í vetur var sér-
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8 B.K. flutningar ehf., Krosshömrum 2 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 BSRB, Grettisgötu 89 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Eignamiðlun, Síðumúla 21 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Eyrir fjárfestingafélag ehf., Skólavörðustíg 13 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Faxaflóahafnir sf., Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 Félag skipstjórnarmanna, Grensásvegi 13 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1 Fjárhagsþjónustan ehf., Strýtuseli 14 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf. - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gissur og Pálmi ehf., byggingafélag Álfabakka 14a Gjögur hf., Kringlunni 7 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Henson Sports Europe á Íslandi hf., Brautarholti 24 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Ísloft blikk- og stálsmiðja ehf., Bíldshöfða 12 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Loftstokkahreinsun.is, Garðhúsum 6 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 Namo ehf., Skútuvogi 11 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Kringlunni 7, 3. hæð Plúsmarkaðurinn, Hátúni 18b Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Seljakirkja, Hagaseli 40 Sigurborg ehf., Grandagarði 11 Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu Smith og Norland hf., Nóatúni 4 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Tannlæknastofa Helga Magnússonar Skipholti 33 Túnþökuþjónustan ehf., Lindarvaði 2 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Verslunin Fríða frænka, Vesturgötu 3 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Ögurvík hf., Týsgötu 1
Kópavogur
A-lið 4. flokks kvenna sem varð Íslandsmeistari eftir sigur á Fylki 21:15.
staklega glæsilegur: 2. fl. karla: Undanúrslit. 3. fl. karla: 2. sæti í 1. deild og undanúrslit. 4. fl. karla: 2. sæti í 1. deild og undanúrslit. Bikarmeistarar. 5. fl. karla: Íslandsmeistarar. 4. fl. kvenna: Íslands- og bikarmeistarar. 5. fl kvenna: Íslandsmeistarar.
Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Bílhúsið ehf., Smiðjuvegi 60 Breiðablik, ungmennafélag, Dalsmára 5 Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands, Hlíðasmára 8 Gæðaflutningar ehf., Krossalind 19 Hugbúnaður hf., Engihjalla 8 Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Smurstöðin ehf., Dalvegi 16a
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
37
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Kópavogur Snælandsskóli, Víðigrund Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c
Garðabær H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir - umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4 Suðurtún ehf., Súlunesi 12 Sundlaug Garðabæjar, Garðatorgi 7
Hafnarfjörður Ás, fasteignasala ehf., Fjarðargötu 17 PON - Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Varma & vélaverk, Dalshrauni 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64
Álftanes
Glæsilegur hópur fulltrúa fyrirmyndarverkefna Evrópskrar ungmennaviku 2011.
GP - arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4
Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Iðavöllum 9b Íslenska félagið ehf., Iðavellir 7a Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12 Tannlæknast Einars Magnúss ehf. Skólavegi 10 Útgerðarfélagið Jói Blakk, Háteigi 13 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóa 4 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14
Grindavík Sundlaug Grindavíkur, Austurvegi 1 Vísir hf., Hafnargötu 16 Þorbjörn hf., Hafnargötu 12
Mosfellsbær Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Kjósarhreppur, www.kjos.is, Ásgarði
Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar, Dalbraut 6 Ehf, Álmskógum 1, Álmskógum 1 Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 Vignir G. Jónsson hf., Smiðjuvöllum 4 GT Tækni ehf., Grundartanga
Borgarnes Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli 2 Gistiheimilið Milli vina, www.millivina.is Golfklúbbur Borgarness, Hamri Landnámssetur Íslands, Borgarnesi, Brákarbraut 13-15 Matstofan veitingastofa, Brákarbraut 3 Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Böðvarsgötu 11 UMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl ehf., Þórðargötu 12 Ungmennafélag Stafholtstungna
Fyrirmyndarverkefni Evrópu unga fólksins Í tilefni af Evrópskri ungmennaviku 2011 hélt Evrópa unga fólksins verðlaunaafhendingu fyrir fyrirmyndarverkefni miðvikudaginn 18. maí sl. Þangað mættu fulltrúar 10 fyrirmyndarverkefna sem fengið höfðu styrk á árunum 2008–2010. Þessi verkefni eiga það öll sameiginlegt að hafa verið framkvæmd af miklum sóma og leitt af sér betra og heilbrigðara samfélag og skilið eftir sig afurðir sem miðla má og nýta til frambúðar. Eitt verkefni var sérstaklega valið sem Besta verkefni Evrópskrar ungmennaviku 2011 og var það verkefnið Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur með hreyfihömlun sem þótti hafa skarað fram úr. Barna- og unglingaráð Umf. Aftureldingar, sem skipað er foreldrum barna og ungmenna innan félagsins, var meðal þeirra sem fékk viðurkenningu fyrir fyrirmyndarverkefni. Verkefnið, sem þau skipulögðu, heitir Healthy living, outdoor activities and cultural understanding. Það fól í sér að fara með 30 manna hóp 14 og 15 ára fótboltastráka til Svíþjóðar til að hitta hóp drengja þar. Þar fengu drengirnir að kynnast sænskri menningu og kynna íslenska, læra hvað er mikilvægt í ástundun heilbrigðs lífernis og spila smá fótbolta. Við óskum Aftureldingu til hamingju með viðurkenninguna og hvetjum önnur ungmennafélög til að fara að fordæmi þeirra og nýta Evrópu unga fólksins til að fjármagna fjölþjóðleg eða innlend verkefni fyrir sína ungmennafélaga.
Anna R. Möller forstöðumaður Evrópu unga fólksins ásamt fulltrúum frá barna- og unglingaráði Umf. Aftureldingar.
Fyrirmyndarverkefni Evrópskrar ungmennaviku 2011 Ungmennaskipti • Healthy living, outdoor activities and cultural understanding • They shall all be one
Frumkvæði ungs fólks • Okkar raddir / vegurinn heim • Ísland – Úganda • Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur með hreyfihömlun: „Að brjótast í gegnum takmarkanir“ • Borgaraleg hegðun í Reykjavík. • Jónsvaka – Listahátíð ungs fólks • National Parks´ Conservation • Grænt farfuglaheimili
Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ. B. Borg - Trésmiðja, Silfurgötu 36
Þjálfun og samstarf
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Oddný Helgadóttir Ungir aðgerðasinnar Embla Ágústsdóttir
Auður Hreiðarsdóttir Hildur Maral Hamíðsdóttir
Sjálfboðaliðaverkefni
Stykkishólmur
38
Barna- og unglingaráð Umf. Aftureldingar Háteigskirkja
• The Impact of cross-border volunteering on the local multicultural community
Umhverfisstofnun Seeds Iceland AUS – Alþjóðleg ungmennaskipti
Ungmennafélag Selfoss 75 ára
Frá taekwondosýningu á íþróttavellinum á Selfossi.
Ungmennafélag Selfoss hélt upp á 75 ára afmæli sitt þann 1. júní síðastliðinn. Af því tilefni var boðið til afmælisveislu í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Björn Ingi Gíslason var veislustjóri kvöldsins og hóf hann dagskrána á að fá gesti til að syngja Fyrr var oft í koti kátt. Að því loknu fluttu ávörp þeir Grímur Hergeirsson, formaður Umf. Selfoss, og Kristinn M. Bárðarson, formaður afmælisnefndarinnar. Formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, ávarpaði samkomuna og veitti tveimur Selfyssingum starfsmerki UMFÍ, þeim Guðmundi Tryggva Ólafssyni, stjórnarmanni og þjálfara júdódeildar, og Ófeigi Ágústi Leifssyni, formanni taekwondodeildar. Sigríður Jónsdóttir, frá framkvæmdastjórn ÍSÍ sæmdi tvo Selfyssinga gullmerki ÍSÍ, þá Helga S. Haraldsson, formann frjálsíþróttadeildar, og Svan Ingvarsson, sem unnið hefur ötult starf fyrir sunddeild Selfoss og fatlaða íþróttamenn á Suðurlandi. Hallur Halldórsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar, og Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari, voru sæmd silfurmerki ÍSÍ. Þá fékk fimleikadeildin endurnýjun sem fyrirmyndardeild ÍSÍ. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, sæmdi Helga S. Haraldsson silfurmerki HSK. Grímur Arnarson, formaður Íþrótta- og tómstundarnefndar Árborgar, færði samkomunni kveðju frá Sveitarfélaginu Árborg og afhenti formanni félagsins blómvönd og peningagjöf. Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ, sæmdi þá Anton Hartmannsson, Svein Jónsson og Jón Steindór Sveinsson silfurmerki KSÍ. Vésteinn Hafsteinsson var síðasti gesturinn til þess að ávarpa samkomuna. Hann þakkaði boðið í veisluna og minntist uppeld-
isins í ungmennafélaginu á Selfossi. Að því loknu færði hann frjálsíþróttadeildinni hálfa milljón króna að gjöf í tilefni afmælisins. „Það er það minnsta sem ég get gert til að þakka fyrir mig,“ sagði Vésteinn. Formlegri dagskrá lauk á því að nokkrir félagar voru sæmdir gull- og silfurmerkjum Umf. Selfoss. Fjórtán félagar fengu silfurmerki og fjórir gullmerki, þau Einar Jónsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Gísli J. Jónsson og Sveinn R. Sveinsson, en sá síðastnefndi hefur keppt í kringlukasti undir merkjum Selfoss óslitið í 62 ár. Að lokum var gestum boðið í glæsilegt kaffihlaðborð þar sem gamlar sögur voru rifjaðar upp. Í tilefni afmælisins var ráðist í sérstaka hátíðarútgáfu á riti félagsins, Braga. Var blað-
MJÓLKURVÖRUR Í SÉRFLOKKI
Frá afmælisveislunni á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg. Þar fengu krakkarnir m.a. pylsur og kókómjólk og að auki var afhentur diskur frá Tækniskóla KSÍ.
Handhafar gull- og silfurmerkja Umf. Selfoss ásamt formanni félagsins (lengst til hægri). Á myndina vantar Olgu Bjarnadóttur.
ið 100 síður að stærð og innihélt fjölbreytt efni frá fyrri tímum allt til dagsins í dag. Sérstakar kynningar voru á átta deildum félagsins, og tveimur nefndum sem starfa innan þess. Blaðinu var dreift í öll hús í sveitarfélaginu og á alla helstu opinbera staði á Suðurlandi. Daginn eftir afmælishófið var haldin önnur fjölmenn afmælisveisla á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg. Dagskráin hófst um klukkan ellefu með leikjum og ýmsu sprelli. Þar gátu ungir sem aldnir m.a. tekið þátt í fótbolta, frjálsum og fimleikum. Einnig sýndu taekwondoiðkendur og þjálfarar ýmsar æfingar og spörk sem hægt var að spreyta sig á. Á eftir var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og kókómjólk.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Örn Guðnason, ritari UMFÍ, afhentu Ófeigi Á. Leifssyni og Guðmundi Tr. Ólafssyni starfsmerki UMFÍ.
Afmælisnefnd ásamt formanni og framkvæmdastjóra félagsins og nokkrum dyggum stuðningsmönnum.
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
39
H`g{Âj Ä^\! Ä^ii [ng^gi¨`^ ZÂV ] e i^a aZ^`h { lll#\Vc\V#^h
bV\\^5&'d\(#^h ')-#&.'
IV`ij Ä{ii
Allar upplýsingar á www.ganga.is og www.umfi.is
40
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Vel heppnuð málþing haldin á Sauðárkróki og í Grundarfirði
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Grundarfjörður Kaffi 59, Grundargötu 59 Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7
Ólafsvík Steinunn ehf., Bankastræti 3
Snæfellsbær Hótel Búðir
Hellissandur Kristinn J. Friðþjófsson ehf., Háarifi 5, Rifi
Reykhólahreppur Hótel Bjarkalundur
Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ferðaþjónustan í Heydal, www.heydalur.is, Mjóafjörður
Bolungarvík
Þátttaka er lífsstíll Málþing undir yfirskriftinni Þátttaka er lífsstíll, á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Skagafjarðar og Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu, voru haldin á vormánuðum á Sauðárkróki og í Grundarfirði. Málþingin bæði voru vel sótt en samtals tóku þátt í þeim um 300 manns. Ráðstefnustjóri þingsins á Sauðárkróki var Ómar Bragi Stefánsson og Ingi Þór Steinþórsson í Grundarfirði. Dagskrá þinganna var fjölbreytt. Ungmennaráð UMFÍ kynnti starfsemi sína en þá fór fram einnig kynning á forvarnastarfi og notkun á munntóbaki og hafði jafningjafræðslan umsjón með þessari kynningu. Þá kynnti Evrópa unga fólksins verk-
Frá málþinginu á Sauðárkróki.
Frá málþinginu á Grundarfirði.
Þátttaka er lífsstíll
efnið sitt sem er styrkjaáætlun fyrir ungt fólk. María Björg Ingvadóttir sagði frá starfsemi Húsi frítímans á Sauðárkróki og Daði Magnússon kynnti starfsemi ungmennahúss í Snæfellsbæ. Þá fluttu heimamenn á báðum stöðunum tónlistaratriði. Að loknum þessum kynningum var þátttakendum í málþinginu skipt í vinnuhópa. Þar var rætt um stöðu og framtíð æskulýðsstarfs í Skagafirði og í Snæfellsbæ. Mjög góð og lifandi umræða fór fram í vinnuhópunum. Unga fólkið tók virkan þátt í umræðunni og komu fram margar skemmtilegar hugmyndir. Það kom samt skýrt fram hjá unga fólkinu að gott væri að búa á umræddum stöðum og margs konar æskulýðs- og íþróttastarf væri i boði á svæðinu.
Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14
Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1-3
Patreksfjörður Albína verslun, Aðalstræti 89 Hafbáran ehf., Hjöllum 13 Nanna ehf., v/Höfnina Oddi hf, fiskverkun, Eyrargötu 1 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu
Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf., Bugatúni 8 Þórberg hf., Strandgötu
Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi
Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Kvenfélagið Freyja
Blönduós Glaðheimar, sumarhús, Melabraut 21 Hótel Blönduós, Aðalgötu 6 Húnavatnshreppur, Húnavöllum
Skagaströnd Skagabyggð, Höfnum Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3
Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Fisk – Seafood hf., Eyrarvegi 18 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf. Sæmundargötu 31 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22
Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði
Akureyri Baugsbót sf, bifreiðaverkstæði, Frostagötu 1b Blikkrás ehf., Óseyri 16 Hlíð hf., Kotárgerði 30 Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Orlofsbyggðin Illugastaðir, Fnjóskadal
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
41
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Akureyri
Hafsteinn Þorvaldsson með afmælishóf á Hótel Geysi
Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangi v/Mýrarveg
Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11
Ólafsfjörður Árni Helgason ehf., Hlíðarvegi 54 Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar, Ólafsvegi 4
Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel
Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Sparisjóður Suður- Þingeyinga, Kjarna Laugum
Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15 Jarðböðin við Mývatn
Hafsteinn tók að sjálfsögðu lagið með félögum sínum þeim Jóhannesi Sigmundssyni (t.v.) og Karli Gunnlaugssyni (t.h). Lengst til hægri er Engilbert Olgerissyni, framkvæmdastjóri HSK.
Vopnafjörður Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15
Egilsstaðir Birta ehf., Egilsstöðum og Reyðarfirði, Miðvangi 2-4 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf. Miðvangi 2-4 G. Ármannsson ehf., Ártröð 12 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Miðás hf. (Brúnás innréttingar), Miðási 9 PV-pípulagnir ehf., Nátthaga Ylur hf., Miðási 43-45
Seyðisfjörður Gullberg hf., Langatanga 5 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44
Reyðarfjörður Á.S. bókhald ehf., Austurvegi 20 Verkstjórafélag Austurlands, Austurvegi 20
Eskifjörður
Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi Ungmennafélags Íslands, varð áttræður þann 28. apríl sl. Hafsteinn fagnaði þessum tímamótum með ættingjum og vinum á Hótel Geysi í Haukadal 30. apríl sl. Ellefu ræður voru haldnar í afmælishófinu þar sem farið var yfir feril Hafsteins sem er langur og farsæll. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, voru meðal gesta og ávarpaði Helga Guðrún afmælisbarnið. Hafsteinn var formaður UMFÍ á árunum 1969–1979 og 2009 var hann sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til félags- og íþróttamála. Ungmennafélagshreyfingin óskar Hafsteini Þorvaldssyni innilega til hamingju á þessum tímamótum.
Hafsteinn Þorvaldsson og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, í afmælishófinu á Hótel Geysi.
Eskja hf., Strandgötu 39
Neskaupstaður
Aðalfundur Íslenskrar getspár:
Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf, útgerð, Hafnarbraut 6
Þakklát fyrir stuðning þjóðarinnar
Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59
Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð
Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellsýslu, Nýheimum Mikael ehf., Norðurbraut 7 Skinney – Þinganes hf., Krossey Tjaldsvæðið Höfn í Hornafirði, Vogabraut 4
Selfoss AB-skálinn ehf., Gagnheiði 11 Árvirkinn ehf., Eyravegi 32 Búnaðarfélag Grafningshrepps Villingavatni Flóahreppur, Þingborg
42
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Aðalfundur Íslenskrar getspár var haldinn á Grand Hótel Reykjavík 2. maí sl. Íslensk getspá á 25 ára starfsafmæli á þessu ári og verður tímamótanna minnst síðar á árinu. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, sagði almenna ánægju með reksturinn 2010 og fyrirtækið væri þakklátt fyrir stuðning þjóðarinnar í þessum leik. „Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir eignaraðila á þessum síðustu og verstu tímum að Lottóið gangi vel. Þá skiptir ekki síður miklu máli að góðir og háir vinningar fara til fólksins í landinu en á síðasta ári greiddum við 1,2 milljarða út í vinninga. Framtíðin er áframhaldandi
barátta á íslenskum happdrættismarkaði og við þurfum að halda vel á spilunum, bæði Getspá og Getraunir, gagnvart fólkinu sem er að versla við okkur. Við þurfum því á öllum stuðningi íþróttaog ungmennafélagshreyfingarinnar og öryrkja að halda við okkar leik og okkar starf. Við erum þakklát fyrir stuðning þjóðarinnar,“ sagði Stefán Konráðsson. Stjórn Íslenskrar getspár er skipuð eftirtöldum: Lárus Blöndal, formaður, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, varaformaður og Þóra Þórarinsdóttir, ritari. Meðstjórnendur eru Gunnar Bragason og Vífill Oddsson.
Ljósmynd úr Fyrsta leik Íslandsmótsins árið 1912 á milli Fram og Fótboltafélags Reykjavíkur (röndóttir).
Fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu fór fram árið 1912. Í ár fer því fram 100. Íslandsmótið frá upphafi. Knattspyrnusamband íslands hvetur alla til að mæta á völlinn, styðja sitt félag og njóta sumarsins. Allir á völlinn! SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
43
Skynsamur kostur á ferðalögum um Ísland
Kópasker
Ísafjörður
Ytra Lón
Siglufjörður Þórshöfn
Korpudalur Húsavík
Berg Ásbyrgi Árbót
Dalvík Bíldudalur
Sauðárkrókur
Broddanes
Mývatn
Ósar
Reykhólar
Húsey
Akureyri
Blönduós
Brjánslækur
Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður
Sæberg
Egilsstaðir
Reyðarfjörður
Búðardalur
Grundarfjörður
Berunes
Djúpivogur
Langjökull
Borgarnes Akranes Reykjavík
Vagnsstaðir
Keflavík airport
Selfoss
Eyrarbakki
Höfn
Árnes
Downtown Hostel
Njarðvík
Vatnajökull
Gullfoss/Geysir
Laugarvatn City Hostel
Hekla
Skaftafell
Gaulverjaskóli Fljótsdalur Hella Þórsmörk
Hvoll Kirkjubæjarklaustur
Mýrdalsjökull
Skógar Vestmannaeyjar
Vík
37 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem gestir geta notað án endurgjalds. Kynntu þér málin á Farfuglar vefsíðu okkar www.hostel.is
Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is
Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan
Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is
44
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Vilhjálmur Einarsson, silfurhafi frá Ólympíuleikum, með málverkasýningu á Unglingalandsmóti:
Hafði alltaf með mér vatnslitagræjur á stórmót
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Selfoss Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Stuðlum Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Kvenfélag Hraungerðishrepps Suðurlandsskógar, Austurvegi 3 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8
Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Sport-Tæki ehf., Austurmörk 4
Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Járnkarlinn ehf., Unubakka 25
Stokkseyri www.kvoldstjarnan.com, Stjörnusteinum 7
Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni
Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18 Vilhjálmur Einarsson er einn fremsti íþróttamaður okkar Íslendinga en hann var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins og vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Vilhjálmur verður með málverkasýningu í heimabæ sínum í kringum
Vilhjálmur Einarsson við bautastein sem reistur var til að minnast frækilegs afreks hans á Ólympíuleikunum í Melborne 1956.
Ü g iiVb^ hi ^c :\^ahhi jb
Hefur þú komið í Héraðsþrek í
Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum? ;g{W±g V hiV V i^a a `Vbhg±`iVg [ng^g [ a` { aajb VaYg^# HjcYaVj\^c! {hVbi ]Z^ijb ediijb! kV aVj\ d\ gZcc^WgVji
Opið í þreksal og sundlaug: B{cjY#! b^ k^`jY# d\ [ hijY# `a# +/%%"'&/(%# g^ _jY# d\ [^bbijY# `a# +/(%"'&/(% d\ jb ]Za\Vg `a# %./(%"&.# ? c " {\ hi # H b^ ) ,%% ,,, lll#Z\^ahhiVY^g#^h$^i]gdiiVbVcck^g`^
KZg^ aa kZa`db^c#
Unglingalandsmótið á Egilsstöðum. Sýningin verður opin á kvöldin þá daga sem mótið fer fram í Austrasalnum á Egilsstöðum. Á sýningunni verða 60–70 málverk, stór og smá. „Ég er alltaf að grípa í þetta annað slagið þegar andinn kemur yfir mig eins og þar stendur. Þetta er búið að fylgja mér alla tíð en ég hafði alltaf með mér vatnslitagræjur á stórmót. Ég veit að það eru til nokkrar vatnslitamyndir frá Melbourneferðinni. Að mála var ein aðferðin hjá mér til að slaka á og dreifa huganum og ég hafði afskaplega gaman af því. Ég er mest að mála landslagsmyndir og í hefðbundnum stíl og þetta hefur heldur betur stytt mér stundir,“ sagði Vilhjálmur Einarsson í spjalli við Skinfaxa. Vilhjálmur sagðist að sjálfsögðu ætla að mæta á Unglingalandsmótið og fylgjast þar með ungum og upprennandi íþróttamönnum. Einstakur ferill hans verður ekki rakinn hér en árangur hans á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 verður lengi í minni hafður. Vilhjálmur fór á Ólympíuleikana ásamt Hilmari Þorbjarnarsyni keppanda í 100 metra hlaupi og Ólafi Sveinssyni fararstjóra. Það var þann 27. nóvember sem þrístökkskeppnin var á dagskrá. Fyrsta stökk Vilhjálms var ógilt en hann bætti vel fyrir það í næsta stökki þar sem hann setti Ólympíumet, stökk 16,25 metra (seinna breytt í 16,26 metra). Metið átti hann í tvo klukkutíma, en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði í öðru sæti og var fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þetta var frábær frammistaða hjá íslenska kappanum og Íslendingar fylltust stolti. Enginn hafði búist við því að sjá Íslending á verðlaunapalli og hvað þá að setja Ólympíumet.
Hvolsvöllur Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur-Landeyjum Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum I
Vík Mýrdælingur ehf., Víkurbraut 21 Þórisholt ehf., Þórisholti
Kirkjubæjarklaustur Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum
Vestmannaeyjar Frár ehf., Hásteinsvegi 49 Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2 Vöruval ehf., Vesturvegi 18
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
45
Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts, USÚ:
Matthildur Ásmundardóttir kjörin formaður Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts, USÚ, var haldið á Höfn í Hornafirði 14. apríl sl. Ragnhildur Einarsdóttir lét af formennsku og í hennar stað var Matthildur Ásmundardóttir kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kosin þau Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, ritari, og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat þingið og veitti þeim Ólöfu Þórhöllu Magnúsdóttur og Valdemari Einarssyni starfsmerki UMFÍ. Á þinginu var samþykkt forvarnastefna USÚ og einnig var samþykkt að sækja um Unglingalandsmót UMFÍ sem haldin verða 2013 og 2014. Sveinbjörgu Zophoníasdóttur, sem keppir undir merkjum USÚ og er ein efnilegasta frjálsíþróttakona landsins, var veittur styrkur að upphæð 500 þúsund krónur til æfinga og keppni.
Ragnheiður Einarsdóttir, fráfarandi formaður, (t.v.) og Matthildur Ásmundardóttir, nýkjörinn formaður USÚ (t.h.).
Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, Valdemar Einarsson og Ragnhildur Einarsdóttir, fráfarandi formaður USÚ.
Velkomin á Selfoss verslunarmannahelgina
3.–5. ágúst 2012
Á mótinu verður m.a. keppt í: Dansi, frjálsum íþróttum, golfi, glímu, hestaíþróttum, íþróttum fatlaðra, knattspyrnu, körfubolta, mótokross, skák, sundi og taekwondo.
46
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
= gVÂhegZci
Breiðdalur °Wgdh^g k^Â Ä g
6jhijgaVcY ¨k^ciÅgVccV Breiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi. Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði. Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar. Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira! Kannaðu málið! www.breiddalur.is
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
47