Skinfaxi 4 2012

Page 1


ands Íslands, Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamb . Íslands gs nnaféla Ungme og Íslands ags Öryrkjabandal

SUMT MÁ HELST EKKI VANTA!

r bakhjarl Íslensk getspá er öflugu eyfingarinnar shr lag afé íþrótta- og ungmenn og öryrkja á Íslandi. ur þátt. Allir vinna þegar þú tek . ttó Lo á Leyfðu þér sm

FÍTON / SÍA

FI042061

>> > 36;;6 0

:


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Væntingar um betri tíð Aðventan er gengin í garð og undirbúningur jólahátíðarinnar er efst í hugum margra, hátíðar sem einkennist af gleði og kærleika og tilhlökkun yfir að senn verði gamla árið kvatt og nýju ári fagnað. Ársins, sem senn er liðið, verður minnst fyrir margt en það nýja bíður okkar sem óskrifað blað en fullt væntinga um betri tíð. Í hverju húsi skína marglit jólaljós sem minna á komu frelsarans og það ljós sem hann færði heimsbyggðinni með fæðingu sinni. Ungmennafélagar munu vinna áfram að ræktun lýðs og lands þar sem áhersla verður lögð á mannrækt í tengslum við menningu, íþróttir, forvarnir, fræðslu og umhverfið. Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls, fjölbreytileika þjóðfélagsins og virðingu fyrir umhverfinu. Samvera fjölskyldunnar, yngri kynslóðarinnar sem hinnar eldri, er þýðingarmikil til að nýta fortíðina sem best sem veganesti inn í framtíðina.

Það er okkur mikils virði að skapa vettvang til að efla félagsþroska einstaklinga og samskiptahæfileika og að læra gildi þess að starfa með öðru fólki að sameiginlegum markmiðum. Þannig byggjum við upp frumkvæði og styrkjum forystuhæfileika einstaklinga. Til framtíðar litið sé ég ungmennafélaga stuðla að því að auka vitund fólks um að við búum í síbreytilegu samfélagi þar sem m.a. ber að líta á fjölbreytileika mannlífsins, þróun í tækni og aukinn vilja til þess að íþróttafélög, æskulýðsfélög, félagsmiðstöðvar og skólar starfi saman í að skipuleggja tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Þessar breytingar kalla á að við höldum áfram að virkja fólk til þátttöku í félags- og sjálfboðaliðastarfi ásamt því að mennta fólk til forystu innan hreyfingarinnar. Þetta viljum við gera og ætlum okkur að gera þrátt fyrir að hafa minna fjármagn nú en áður til að halda úti því öfluga starfi sem við stöndum fyrir. Við erum ekki vön að kvarta en það væri óneitanlega skemmtileg

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

tilbreyting að sjá stjórnvöld setja aukinn fjárstuðning í æskulýðs- og íþróttastarfið á næsta fjárhagsári. En við höfum yfir mörgu að gleðjast og víða um land fara fram á næstu vikum uppskeruhátíðir ársins hjá ungmennafélögum þar sem íþróttamenn af báðum kynjum verða heiðraðir fyrir unnin afrek. Félagar koma saman til að fagna góðum árangri, æfingar, keppnir, samkomur og ferðir verða skipulagðar til að mæta áhuga, væntingum og metnaði þeirra einstaklinga og hópa sem eru þátttakendur og vilja ná árangri á landsvísu og heimsvísu. Á hverjum degi veitum við landsmönnum mikla ánægju og skemmtun með fjölbreyttu starfi okkar sem er eldsneytið sem heldur okkur gangandi. Megi aðventan færa okkur öllum ljós og frið og góðar samverustundir. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Íslandi allt!

Hátt í sjö hundruð sjálfboðaliðar störfuðu á Unglingalandsmótinu á Selfossi Um átta milljón króna hagnaður varð af Unglingalandsmóti UMFÍ 2012 sem haldið var á Selfossi um verslunarmannahelgina í sumar sem leið. Þetta kom fram á landsmótsfundi HSK sem haldinn var í Selinu á Selfossi 8. nóvember s.l. Tekjur af mótinu voru 20,8 milljónir króna en kostnaðurinn var 12,7 milljónir. Hagnaður Héraðssambandsins Skarphéðins af mótinu var því um 8 milljónir króna. Samkvæmt samþykkt héraðsþings HSK renna 70% þeirrar upphæðar til aðildarfélaga sem lögðu fram sjálfboðavinnu á mótinu, í samræmi við unnar vinnustundir, 20% til HSK og 10% í verkefnasjóð HSK. Um 650 sjálfboðaliðar unnu við mótið, samtals 8.096 vinnustundir.

fengu því stærstu sneiðina, samtals rúmar 3,2 milljónir króna. Stærsta skerfinn af þeirri upphæð fékk knattspyrnudeildin, rúmlega 938 þúsund, fyrir vinnu sína. Í máli Þóris Haraldssonar, formanns unglingalandsmótsnefndar, kom fram að mótið hafi gengið gríðarlega vel og engin stór vandamál hafi komið upp við þetta stóra verkefni. Yfir 2.000 skráðu sig á mótið en 1.952 keppendur skiluðu sér á mótsstað og greiddu þátttökugjöld. Lauslega er áætlað að um 15.000 gestir hafi sótt Selfoss heim þessa helgi. Fulltrúar flestra aðildarfélaganna mættu á fundinn til þess að taka við vinnulaununum. Samtals voru rúmar 5,6 milljónir króna greiddar út til félaganna. Deildir innan Umf. Selfoss lögðu fram mesta vinnu á mótinu og

BESTU ÞAKKIR FYRIR SJÁLFBOÐALIÐAVINNUNA Að baki er velheppnað 15. Unglingalandsmót UMFÍ. Héraðssambandið Skarphéðinn sá um framkvæmd mótsins, í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg. Stjórn HSK setti sér það markmið að gera mótið sem glæsilegast og að mati okkar tókst það með dyggilegri aðstoð ykkar sem störfuðuð með okkur við undirbúning og framkvæmd mótsins. Gott og öflugt net sjálfboðaliða er lykilforsenda fyrir velgengni íþróttastarfs. Íþróttahreyfingin er vettvangur öflugrar sjálfboðaþjónustu á mörgum sviðum. Sjálfboðaliðarnir gera íþróttafélögin að lifandi grasrótarhreyfingu sem er vettvangur tækifæra til að

leggja sitt af mörkum í samfélagsþjónustu og fá um leið tækifæri til vaxtar og reynslu sem nýtist í viðfangsefnum daglegs lífs. Störf sjálfboðaliðanna eru nauðsynlegur þáttur í íþrótta- og æskulýðsstarfi, þau efla samstarf, umhyggju og kærleika og fela í sér margbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum, að ógleymdri ánægjunni af því að koma með verðmætt framlag til samfélagsins. HSK óskaði eftir liðsinni sjálfboðaliða við undirbúning og framkvæmd mótsins og svöruðu fjölmargir kallinu og mættu til starfa með okkur og lögðu á sig mikla og óeigingjarna vinnu til þess að mótið mætti heppnast sem best.

Auk þess að gera upp Unglingalandsmótið frá því í sumar var 27. Landsmót UMFÍ 2013 kynnt á fundinum en mótið verður haldið á Selfossi dagana 4.–7. júlí á næsta ári.

Fyrir hönd stjórnar HSK og framkvæmdanefndarinnar færum við öllum, sem lögðu lóð á vogarskálarnar og gerðu okkur kleift að halda 15. Unglingalandsmót UMFÍ með miklum myndarbrag, bestu þakkir fyrir kröftugt og öflugt framlag við undirbúning og framkvæmd mótsins og væntum góðs samstarfs við ykkur við skipulagningu og framkvæmd 27. Landsmóts UMFÍ á Selfossi 2013. Sérstakar þakkir fá samstarfsaðilar, Sveitarfélagið Árborg og starfsmenn þess, fyrir frábæra samvinnu og aðstoð. Íbúum Selfoss færum við góðar þakkir fyrir veitta aðstoð og hjálp. Gestum mótsins þökkum við þátttökuna og þá sérstaklega frábæru unglingunum okkar sem voru svo sannarlega sigurvegarar mótsins. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, og Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar ULM.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson, í efri röð lengst til vinstri, ásamt ríflega 30 frjálsíþróttaköppum víðs vegar að af Austurlandi sem nutu þjálfunar og hlýddu á fyrirlestra.

Spennandi innsýn í æfingar og líf afreksfólks Frjálsíþróttaráð UÍA stóð fyrir æfingabúðum á Egilsstöðum dagana 20.–21. október sl. Ríflega 30 frjálsíþróttakappar víðs vegar að af Austurlandi nutu þjálfunar og hlýddu á fyrirlestra undir stjórn Þóreyjar Eddu Elísdóttur og Guðmundar Hólmars Jónssonar. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi fengið spennandi innsýn í æfingar og líf afreksfólks sem hefur ýmsa fjöruna sopið í íþrótt sinni. Bæði eru þau Þórey Edda og Guðmundur þrautreyndir frjálsíþróttamenn. Þórey Edda hefur keppt fyrir Íslands hönd á ótal stórmótum, svo sem EM, HM og Ólympíuleikum. Hápunkti ferils síns náði hún á Ólympíuleikunum í Aþenu er hún hafnaði í 5. sæti í stangarstökki. Guðmundur Hólmar á að baki langan feril sem spjótkastari og hefur einnig keppt með landsliðinu víða um heim og náð góðum árangri. Hann sigraði til að mynda í spjótkasti á Evrópubikarmóti á Möltu 2010. Guðmundur þjálfar nú með Ármanni, m.a. fjölþrautakonuna knáu, Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ræddu við krakkana um mikilvægi þess að gefast ekki upp þótt á móti blási og að í íþróttum skiptist á skin og skúrir. Dagskrá helgarinnar gekk afar vel en þar skiptust á fjölbreyttar æfingar og fyrirlestrar um ýmis málefni tengd íþróttaiðkun, s.s. mikilvægi hvíldar, svefns og mataræðis. Á æfingum fengu krakkarnir að kynnast ýmsum nýstárlegum þjálfunaraðferðum og að sjálfsögðu kenndi Þórey Edda þeim undirstöðuatriði í stangarstökki. Þótti sumum nokkuð hátt farið þegar þau héngu á stönginni og sveifluðust af kistu niður á dýnu. Af því tilefni var Þórey Edda meðal annars spurð, af hjartans einlægni: „Þórey Edda, verður þú aldrei lofthrædd þegar þú ert að svífa svona hátt upp í loftið?” Þórey Edda þvertók fyrir að hún fyndi fyrir lofthræðslu

og sagði það vera einstaka tilfinningu að svífa um loftin blá ... sérstaklega ef ráin hangir uppi. Þórey Edda og Guðmundur áttu aukaæfingu og spjall með úrvalshópi UÍA í frjálsum íþróttum og ræddu við krakkana um mikilvægi þess að gefast ekki upp þótt á móti blási og að í íþróttum skiptist á skin og skúrir, en bæði hafa þau fengið að kynnast því og upplifað sinn skerf af meiðslum á ferlinum. Þórey Edda og Guðmundur voru mjög ánægð með frjálsíþróttakrakkana sem þau sögðu hafa verið einkar áhugasöm og dugleg og að allir sem einn hefðu lagt sig fram og gert sitt besta. Aukin heldur komu þau auga á ýmsa efnilega frjálsíþróttagarpa sem gætu látið að sér kveða á næstu árum.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi aldrei mikilvægari Árið 2012 rennur brátt sitt skeið á enda. Það var viðburðaríkt hjá ungmennafélagshreyfingunni og þegar litið er um öxl má hreyfingin vera afar stolt og getur horft björtum augum til nýja ársins sem bíður fram undan. Í hraðfleygu samfélagi okkar, þar sem hlutirnir eru oft fljótir að breytast, eru möguleikarnir endalausir. Styrkur UMFÍ er mikill og þessi samtök, með yfir eitt hundrað þúsund félaga, munu hér eftir sem hingað til vinna að góðum málefnum í þágu lands og þjóðar. Spennandi tímar blasa við og krafturinn og áræðnin hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Einn af stærstu viðburðum UMFÍ á þessu ári var 15. Unglingalandsmótið sem haldið var á Selfossi. Það tókst framúrskarandi vel og var framkvæmdaaðilum og heimamönnum á Selfossi til sóma. Unglingalandsmótin leika orðið stórt hlutverk innan UMFÍ og eru eitt af flaggskipum hreyfingarinnar. Mótin eru kjörinn vettvangur fyrir fjölskylduna til að koma saman og verja verslunar-

mannahelginni saman í heilbrigðu umhverfi. Hafinn er undirbúningur fyrir næsta Unglingalandsmót sem verður haldið á Höfn í Hornafirði en síðast var haldið þar mót 2007. Á Höfn er fyrsta flokks aðstaða með frjálsíþróttavelli lögðum gerviefni og glæsilegri sundlaug. 2. Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Mosfellsbæ sl. sumar. Var umgjörðin með ágætum og framkvæmdin sérlega glæsileg. Næsta mót verður

haldið í Vík í Mýrdal næsta sumar. Mörg önnur spennandi viðfangsefni blasa við á nýja árinu. Íþróttaog æskulýðsstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en á þeim þrengingatímum sem við höfum lifað á síðustu árum. Það er því afar brýnt að við hlúum vel að þessu sviði og gætum þess sem aldrei fyrr að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að því. Staðreyndirnar tala sínu máli í þessum efnum en kannanir sýna það aftur og aftur að þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi eflir einstaklinginn og gerir hann sterkari til að takast á við nám og starf. Forvarnagildi hennar er margsannað. Það er von okkar allra að nýja árið verði okkur öllum gjöfult og happadrjúgt. Íslendingar hafa áður staðið frammi fyrir þrengingum en með baráttuviljann að vopni hefur okkur alltaf tekist að rétta úr kútnum. Það mun einnig gerast nú. Skinfaxi óskar ungmennafélögum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.30–21.30 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Virka daga: kl. 17.00 –20.30 Lau: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 550 kr. 10 skipta kort 3.400 kr. 30 skipta kort 7.400 kr. Árskort 25.900 kr. Leigutilboð: handklæði, sundföt og aðgangseyrir 1000 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

www.arborg.is

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Skinfaxi 4. tbl. 2012 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson o.fl. Forsíðumynd: Filmverk, Selfossi. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Gleðin var eins og jafnan allsráðandi á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Selfossi í sumar. Knattspyrnan er alltaf vinsæl á mótinu og laðar til sín fjölda keppenda. Á myndinni eru Gísli Frank Olgeirsson (til hægri) og Elvar Örn Jónsson (til vinstri). Liðið Smjörflugurnar keppti bæði í fótbolta og körfubolta í flokki stráka 15–16 ára. Þeir lentu í 6. sæti í fótbolta og 20. sæti í körfubolta. 16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði næsta sumar.


GEFÐU FRÍ UM JÓLIN

JÓLAPAKKAR ICELANDAIR ÞAR SEM ALLT ER INNIFALIÐ* Evrópa frá 31.900 kr.

USA frá 54.900 kr.

*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, sætisbókun án endurgjalds og ein taska að hámarki 23 kg.

*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, sætisbókun án endurgjalds og tvær töskur, að hámarki 23 kg hvor.

eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.

eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.

Jólapakkatilboðið á þessu verði gildir til London Heathrow, London Gatwick, Manchester, Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, Amsterdam, Frankfurt, Munchen, París og Helsinki í Evrópu og til New York, Boston, Denver, Seattle og Toronto í Norður-Ameríku. Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 15. apríl 2013 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.

+ Kauptu jólapakka á www.icelandair.is

Skilmálar: Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2012 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 20. des. 2012 til og með 11. jan. 2013. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánar á icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000 -16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki endilega í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað.


Niðurstöður í könnun Rannsókna og greiningar:

FORVARNAGILDI ÍÞRÓTTA ÓTVÍRÆTT Nýlega voru kynntar niðurstöður í könnun Rannsókna og greiningar (R&G) fyrir árið 2012 á stöðu ungmenna í 8.–10. bekk. Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur létu vinna skýrslu úr könnuninni líkt og árið 2010 þar sem skoðuð var sérstaklega ánægja iðkenda ásamt fleiri áhugaverðum þáttum. Hvert félag og héraðssamband fékk skýrslu með niðurstöðum iðkenda sinna sem eru bornar saman við landsmeðaltal og meðaltal íþróttaungmenna. Í ár voru gerðar skýrslur fyrir fleiri héraðssambönd en fyrr og því er samanburðurinn enn áhugaverðari en áður. Aðildarfélög Ungmennafélags Íslands geta einnig borið saman við niðurstöðurnar fyrir árið 2010 og því sést hver þróunin hefur verið hjá einstökum félögum. „Þessi rannsókn er hluti af „Ungt fólk“rannsóknarröðinni sem hefur verið í gangi í tuttugu ár. Fyrir tveimur árum unnum við í fyrsta skipti sérstaklega niðurstöður fyrir félaga innan ÍBR en við ákváðum prófa hvort hægt væri að nýta rannsóknina sér-

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

staklega fyrir íþróttafélögin og íþróttahéruðin. Þetta lofaði góðu og var mikil ánægja hjá þeim að vita hver staðan væri hvað varðaði aðstöðu, þjálfara, vímuefnaneyslu og fleira. Í fyrrahaust komu UMFÍ og ÍSÍ að máli við okkur og spurðu hvort ekki væri hægt að gera sams konar rann-

Jón Sigfússon, Rannsóknum og greiningu, og Viðar Halldórsson, Háskólanum í Reykjavík, en þeir unnu rannsóknina.

sókn fyrir öll íþróttahéruð í landinu. Í þetta var ráðist og niðurstöðum hefur verið skilað fyrir 25 héruð sem eru nógu stór til að hægt sé að vinna fyrir þau en þrjú voru of lítil. Auk þess var hægt að vinna niðurstöður fyrir 51 félag í landinu innan héraðssambandanna, nánast öll innan ÍBR, ÍBH og ÍBA. Núna eru 33 félög komin með stöðuna hjá sér í samanburði við aðra. UMFÍ og ÍSÍ sáu þarna tækifæri til að styrkja enn gæðastarfið í íþróttahéruðunum og íþróttafélögunum. Það er margséð að íþróttastarfið skiptir miklu máli en með þessu móti var hægt að koma með klárar niðurstöður fyrir hvert og eitt íþróttahérað. Við vonum svo að svona rannsóknir verði gerðar reglulega með einhverra ára millibili en það er ekki nóg að sjá niðurstöðurnar einu sinni. Við verðum að vita hvert við stefnum og hafa samanburð sem varðar það,“ sagði Jón Sigfússon hjá Rannsóknum og greiningu sem vann þessa rannsókn með Viðari Halldórssyni, íþróttafélagsfræðingi hjá Háskólanum í Reykjavík.


Mikilvægast af öllu er að aðilar, sem voru í rannsókninni, nýti niðurstöður, það er algjört lykilatriði. – Niðurstöður rannsóknanna liggja nú fyrir. Hvað segja þær í stórum dráttum? „Þær undirstrika í rauninni það sem við höfum vitað lengi um forvarnagildi íþrótta. Það er algjörlega ljóst að ungmenni, sem eru sterklega tengd íþróttastarfi, eru í miklu betri málum en önnur. Þau standa sig betur í skóla, þeim líður betur, þau fá hærri einkunnir, nota minni vímuefni, þannig að tengslin eru endalaust jákvæð þarna á milli. Mestu máli skiptir að krakkarnir séu glöð og ánægð en það er það sem heldur þeim áfram í íþróttunum. Auðvitað eru fleiri þættir sem þarna skipta máli og má nefna góð tengsl við fjölskyldu, foreldra og jafningjahóp. Það sem er hins vegar merkilegt við þetta núna og kemur glögglega í ljós á línuritum, þegar við berum saman stærstu félögin, er að ánægjan með íþróttaaðstöðuna skorar frá 38% upp í 100%. Með þessu móti og því að fá samanburð beint í andlitið getum við séð hvar skórinn kreppir. Mikilvægast af öllu er að aðilar, sem voru í rannsókninni, nýti

niðurstöður, það er algjört lykilatriði. Við höfum talað fyrir því í mörg ár að þeir sem vinna á vettvangi með ungmennum þurfi að fá upplýsingar strax. Það þýðir ekki að koma með 2–3 ára niðurstöður og segja: Svona var þetta árið 2009. Þess vegna leggjum við gríðarlegt kapp á að koma upplýsingunum út eins fljótt og hægt er. Sveitarfélög, sem í búa um 80% landsmanna, eru komin með niðurstöður innan þriggja mánaða,“ sagði Jón Sigfússon. Aðspurður, hvort álíka könnun hefði verið unnin innan Norðurlandanna eða annars staðar, sagði Jón svo ekki vera. Hann sagði þó að samanburður við aðrar þjóðir væri til í ýmsum þáttum. Jón taldi að Ísland væri eina landið í Evrópu sem legði fyrir þýðisrannsóknir á hverju einasta ári. Hann sagði að það sem réði því að þetta væri hægt væru nemendur sjálfir. Þeir og skólarnir væru stærstu samstarfsaðilarnir en frá þeim fengju þeir sem vinna rannsóknina upplýsingarnar um hvað ungmennin vilja og hvernig þeim líður. „Við erum tilbúin að halda svona rannsóknum áfram en það fer samt allt eftir óskum og vilja hreyfinganna sjálfra. Það kallar á talsverðan undirbúning hjá okkur að setja inn þessa spurningaklasa. Við vonum að þetta haldi áfram en það er ekki okkar að ákveða það,“ sagði Jón Sigfússon hjá Rannsóknum og greiningu í spjalli við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Frímann Ferdinandsson, ÍBR, Garðar Svansson, HSH, Jón Þór Þórðarson, ÍA, Hildur Bergsdóttir, UÍA, Engilbert Olgeirsson, HSK, Þóra Leifsdóttir, ÍBA, og Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ.

Hlutverk og starf íþróttahéraða skoðað Nefnd, skipuð starfsmönnum íþróttabandalaga og héraðssambanda, hefur undanfarin misseri skoðað hlutverk og starf íþróttahéraða. Var nefndin stofnuð í framhaldi af útkomu íþróttastefnu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Nefndin hélt fund í þjónustumiðstöð UMFÍ 12. nóvember sl. þar sem henni var kynnt starfsemi UMFÍ. Á fundinum var ennfremur rætt um samstarf og framtíð íþróttahéraða í heild sinni. Nefndin hefur hitt fulltrúa

íþróttahéraða á landsvísu og farið yfir störf þeirra og hlutverk. Jafnframt eru hlutverk landssamtaka íþróttahreyfingarinnar skoðuð með aðkomu íþróttahéraða í huga. Í nefndinni eru Garðar Svansson, HSH, Þóra Leifsdóttir, ÍBA, Frímann Ferdinandsson, ÍBR, Jón Þór Þórðarson, ÍA, Hildur Bergsdóttir, UÍA, og Engilbert Olgeirsson, HSK.

8. nóvember

Baráttudagur gegn einelti Þann 8. nóvember sl. var í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti. Íslendingar voru hvattir til þess að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir voru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu. Fólk var hvatt til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda. Nú í haust hefur Æskulýðsvettvangurinn staðið fyrir 90 mínútna opnum fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála um allt land.

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Tilgangurinn með erindunum var að vekja athygli á þessum málaflokki og opna betur augu fólks fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. Staðir, sem heimsóttir voru, eru Vestmannaeyjar, Ísafjörður, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir, Grundarfjörður, Borgarnes, Selfoss og Hólmavík. Erindin hafa verið mjög vel sótt, en yfir 250 manns hafa komið til að hlusta á þau. Mikil eftirspurn er eftir þessari fræðslu og stefnir Æskulýðsvettvangurinn á að verða við öllum þeim óskum.

Á erindunum hefur nýútkominni Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun sem og myndskreyttu eineltisplakati verið dreift. Æskulýðsvettvangurinn hvetur fólk til þess að veita þessum málaflokki sérstaka athygli, ekki bara þennan dag heldur einnig aðra daga. Eins er fólk hvatt til þess að fylgjast með og halda áfram að fjölmenna á fræðsluerindin.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


N1 KORTIÐ SKILAR SPARNAÐI OG PUNKTUM UM ALLT LAND!

Ert þú að missa af þínum ávinningi?

1 PUN = 1 K KTUR RÓNA Í VIÐS KIPTU MV IÐ N1

Sæktu um kort á n1.is

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands WWW.N1.IS

Meira í leiðinni


Forvarnadagurinn haldinn í öllum grunnskólum landsins Þann 31. október sl. var Forvarnadagurinn haldinn í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins. Þetta var í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn. Kynnt voru ýmis heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, heimsótti Ingunnarskóla í Grafarholti en þar voru unglingar að horfa á myndband sem unnið var sérstaklega í tengslum við viðfangsefnið. Allir grunnog framhaldsskólar á landinu tóku þátt í þessu viðfangsefni.

Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun

ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti fíkniefna síðar. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.

Pétur og Marín Laufey glímufólk ársins Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, hafa verið valin glímufólk ársins 2012 af Glímusambandi Íslands. Pétur er 34 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjöunda sinn árið 2012 sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá

upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Marín Laufey er 17 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2012. Marín sigraði í Íslandsglímunni 2012 og hlaut þar með Freyjumenið í annað sinn. Marín er fyrirmyndaríþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


ÁFENGI OG ÍÞRÓTTIR Áfengisneysla hefur dregist verulega saman meðal barna og ungmenna á síðustu árum. Íslenskar rannsóknir sýna að umskipti hafa orðið í umhverfi unglinga þar sem þeir verja meiri tíma í skipulagt tómstundastarf, verja meiri tíma með foreldrum sínum og einnig að foreldrar eru virkari þátttakendur í lífi barna sinna en áður. Mikið og árangursríkt forvarnastarf hefur verið unnið í íslenskum grunnskólum. Ísland mælist nú með lægstu tíðni áfengisneyslu og reykinga meðal unglinga í Evrópu. Ljóst er þó að margir hefja áfengisneyslu sumarið eftir 10. bekk og á fyrstu mánuðum í framhaldsskóla samkvæmt íslenskum rannsóknum. Meiri hluti barna og ungmenna á Íslandi stundar einhverja skipulagða hreyfingu. Til að ná árangri í þjálfun er mikilvægt að huga að góðu mataræði, hvíld og góðum nætursvefni, auk reglusemi. Áfengi hefur mikil áhrif á líkamann, en í áfengi er alkóhól sem er vímuefni og hefur áhrif á líkamlegar og andlegar breytingar hjá þeim sem neytir þess. Áfengi hefur slævandi áhrif á miðtaugakerfið og veldur því að starfsemi tauga og heila raskast. Áfengi raskar efnaskiptum líkamans, hormónajafnvægi og eykur tap vítamína og steinefna úr líkamanum. Þá, sem neyta

Jóhanna S. Kristjánsdóttir

áfengis daginn fyrir æfingu eða mót, vantar því hluta af þeim vítamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg til uppbyggingar vefja líkamans og þeir hafa því minna úthald og getu. Heilinn er einnig mjög viðkvæmur fyrir alkóhóli og það truflar starfsemi hans og þroska. Dómgreind minnkar með áfengisneyslu, síðar skerðist virkni sjón- og talstöðva, og að lokum skerðist hreyfifærni eftir því sem meira magn alkóhóls er í líkamanum. Áfengi hefur líka áhrif á lifur og hjarta- og æðakerfið. Alkóhól leiðir til þykknunar á blóði og af því leiðir að blóðið streymir verr til grennstu háræða, sem veldur því að vefir líkamans fá minna súrefni. Þessi súrefnisskortur bitnar verst á heilanum, en einnig þurfa vefir líkamans á öllu sínu súrefni að halda þegar verið er að byggja upp þol og þrek með íþróttaiðkun. Því er ljóst að áfengisneysla og íþróttaiðkun eiga enga samleið. Þeir sem vilja ná hámarksárangri í íþrótt sinni ættu að láta áfengi, tóbak og önnur vímuefni eiga sig. Það skemmir verulega fyrir árangri einstaklings í íþróttum að neyta einhverra þessara fyrrnefndu efna. Íþróttafélögin halda mörg hver uppi öflugu forvarnastarfi og stuðla að því að íþróttaiðkendur neyti ekki áfengis, tóbaks

eða annarra vímuefna. Mikilvægt er að íþróttafélögin setji sér forvarnastefnu sem stuðli að heilbrigðum lífsháttum iðkenda sinna sem og annarra sem starfa fyrir hreyfinguna. Fyrirmyndin er mjög sterk og því ber íþróttahreyfingunni að stuðla að góðum fyrirmyndum á öllum vettvangi starfs síns. Forvarnanefnd UMFÍ vill hvetja aðildarfélög sín til að fylgja landslögum í hvívetna þegar kemur að áfengi, tóbaki og öðrum vímuefnum, ásamt því að virða auglýsingabann á slíkum vörum. Jafnframt að taka einarða afstöðu gegn neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna í tengslum við íþróttastarfsemi og aðra viðburði þar sem börn og ungmenni taka þátt. Stöndum saman að öflugu forvarnastarfi, öllum til heilla. F.h. forvarnanefndar UMFÍ Jóhanna S. Kristjánsdóttir

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Ungmennasamband Kjalarnesþings 90 ára Farfuglar og fundagleði Ungmennasamband Kjalarnesþings, betur þekkt sem UMSK, fagnar nú 90 ára afmæli sínu og hér verður stiklað á stóru í ævisögunni. Sambandið var stofnað 19. nóvember 1922 þegar miklar skipulagsbreytingar áttu sér stað innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Fram að þeim tíma höfðu svokölluð fjórðungssambönd ráðið ríkjum innan UMFÍ en þau voru síðan lögð niður og héraðssambönd stofnuð í staðinn. UMSK var arftaki hins öfluga Fjórðungssambands Sunnlendingafjórðungs sem starfaði fyrst og fremst í Borgarfirði og sýslunum þremur á Suðurlandi. Þegar búið var að stofna héraðssambönd á þeim stöðum stóð Gullbringu- og Kjósarsýsla eftir og þar voru ungmennafélögin aðeins fjögur að tölu. Þessi fjögur félög voru Umf. Miðnesinga í Sandgerði, Umf. Reykjavíkur, Afturelding í Mosfellssveit og Drengur í Kjós. Sand-

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

gerðingar hurfu fljótlega á braut og Umf. Velvakandi í Reykjavík kom í stað Umf. Reykjavíkur sem lagði upp laupana. Á millistríðsárunum voru það þessi þrjú félög sem mynduðu sambandið og þau voru ótrúlega öflug á landsmælikvarða. Ársþing voru haldin árlega en íþróttir voru einungis á vegum félaganna. Guðbjörn Guðmundsson prentari var fyrsti formaðurinn og hann leiddi sambandið af miklum dugnaði fyrstu árin. Menn voru hugsjónaríkir innan UMSK og beittu sér fyrir svokölluðum farfuglafundum í Reykjavík. Þeir voru ætlaðir ungmennafélögum utan af landi sem dvöldust í höfuðstaðnum en vantaði félagslegan vettvang. UMSK bauð þeim að mæta á mánaðarlega fundi yfir vetrartímann og þar var oft glatt á hjalla. Þarna hittist aðkomufólkið í bænum, drakk kaffi, dansaði og skemmti sér saman. Send voru bréf á öll ungmennafélög landsins til að vekja

athygli á fundunum og þangað sóttu ungmennafélagar í hundraðatali. Farfuglafundirnir voru geysivinsælir á sinni tíð en enduðu skeið sitt í umróti hernámsáranna. Félögin í UMSK skiptust líka á um að halda svokallaða samfundi sem haldnir voru einu sinni á ári allt fram að upphafi seinni heimsstyrjaldar. Þeir efldu samkenndina og voru oftar en ekki haldnir utandyra að sumarlagi. Þá var gengið á fjöll, haldnar ræður, hlaupið í skarðið og svo var náttúrlega dansað. Til þess var ekkert tækifæri látið ónotað enda ungt og lífsglatt fólk í meirihluta hópsins.

Víðavangshlaup og vikivakar Kjalnesingar voru þjóðlegir og drífandi og hikuðu ekki við að taka frumkvæðið úr höndum UMFÍ þegar kom að hinni miklu Alþingishátíð árið 1930. Þeir skipulögðu sjálfboðavinnu ungmennafélaga víðs vegar að af landinu sem unnu vikum saman


en helstu máttarstólpar frjálsíþróttanna komu frá Breiðabliki í Kópavogi. Enn fjölgaði íþróttamótum á héraðsvísu. Borðtennis og badminton bættust í hópinn á áttunda áratugnum og seinna komu karate, siglingar og blak. UMSK hafði lengi háð harða baráttu við nágranna sína í HSK um sigra á landsmótum UMFÍ en sífellt mátt sætta sig við annað sætið. Á landsmóti á Akranesi 1975 tókst Kjalnesingum að skáka Skarphéðinsmönnum og vinna frækinn sigur. Reyndar var hann nokkuð dýru verði keyptur því fjárhagurinn fór á hliðina og sambandið var framkvæmdastjóralaust um nokkurra ára skeið. Það rétti þó fljótlega úr kútnum, svo var dugmiklum forystumönnum fyrir að þakka. Á sextugsafmælinu árið 1982 voru félögin orðin 15 og félagsmenn á sjötta þúsund. Fámennið var að baki.

Sambúð með UMFÍ

Mynd efst til vinstri: Kjalnesingar fagna sigri á landsmótinu á Akranesi 1975. Efst til hægri: Vikivakaflokkur UMSK sem sýndi víða á fjórða áratugnum. Næst efst til hægri: Hinir fræknu íþróttamenn UMSK sem sigruðu á landsmótinu í Haukadal 1940. Neðst til hægri: Guðbjörn Guðmundsson prentari var fyrsti formaður UMSK.

að vegagerð og umbótum á svæðinu. Sjötíu börn frá Umf. Velvakanda dönsuðu vikivaka á hátíðinni og þótti það eitt tilkomumesta sýningaratriðið. Seinna var stofnaður vikivakaflokkur UMSK þar sem fimm ung pör, karlar og konur, æfðu þjóðdansa og sýndu listir sínar út um borg og bý. Víðavangshlauparar úr Mosfellssveit og Kjós gerðu garðinn frægan á þriðja áratugnum í Víðavangshlaupi ÍR og slógu hlaupagörpum höfuðstaðarins við í sex ár samfleytt. Hinir léttfæru sveitamenn, þaulæfðir úr smalamennskum, hlupu Reykvíkinga af sér við litlar vinsældir heimamanna. Þeir ömuðust við því að liðsmenn Aftureldingar og Drengs kepptu sameiginlega en ungmennafélagar áttu krók á móti bragði og stofnuðu Íþróttafélag Kjósarsýslu beinlínis til þess að félögin gætu komið fram undir einu merki. Félögin tvö kepptu lengi vel sín á milli á sameiginlegum íþróttamótum og liðsmenn þeirra sigruðu glæsilega fyrir hönd UMSK á þriðja landsmóti UMFÍ í Haukadal 1940 þegar mótin voru endurvakin og hafin til vegs á ný.

Íþróttirnar taka völdin Héraðsmót í frjálsíþróttum hófu göngu sína 1944 og héraðskeppnir við Suðurnesjamenn, Akureyringa og Eyfirðinga nutu mikilla vinsælda árum saman. Svo var farið að keppa í handknattleik, starfs-

íþróttum, knattspyrnu og skák. Um svipað leyti fór loks að fjölga í félagahópnum hjá UMSK. Ungmennafélögin í Kópavogi og á Álftanesi gengu til liðs við sambandið en aðildarfélögin voru þó ekki nema fimm þegar UMSK fagnaði fjörtíu ára afmæli sínu árið 1962. Félagsmenn voru rúmlega 600 en það átti eftir að breytast hressilega með hinni miklu fjölgun íbúanna allt í kringum Reykjavík. Stjarnan í Garðabæ og Grótta á Seltjarnarnesi gengu til liðs við UMSK á sjöunda áratugnum, að ógleymdu HK sem þá var fámennt félag í Kópavogi. Svo komu Gerpla og siglingafélögin Ýmir og Vogur á áttunda áratugnum. Síðan hvert félagið af öðru. Árið 1965 kom út fyrsta prentaða ársskýrslan. Þá voru umsvif sambandsins orðin það mikil að nauðsynlegt þótti að ráða framkvæmdastjóra til starfa yfir sumarmánuðina. Mosfellingurinn Sigurður Skarphéðinsson var fyrsti framkvæmdastjórinn sumarið 1967 og eftir það komu margir ágætir menn til starfa en stöldruðu flestir stutt við. UMSK opnaði skrifstofu við Lindargötu þegar Sigurður hóf störf og hefur alltaf síðan verið með fast aðsetur í Reykjavík með einni undantekningu. Um þetta leyti voru frjálsíþróttamenn UMSK geysilega öflugir og tóku meðal annars þátt í 40 íþróttamótum á árinu 1969. Árið eftir bættu þeir um betur og sigruðu í Bikarkeppni FRÍ

Árið 1981 settist UMSK að í Mjölnisholti 14 í Reykjavík, við hliðina á skrifstofum UMFÍ, og naut góðs af nágrenninu. Þá hófst útgáfa fréttabréfs UMSK sem var öflugur útbreiðslumiðill meðal félaganna. Á þessum tíma voru Kjalnesingar tíðir gestir í Þrastaskógi undir forystu formannsins, Páls Aðalsteinssonar, sem hafði tekið ástfóstri við staðinn. Útihátíðin Gaukurinn í Þjórsárdal var haldin tvívegis í samstarfi við HSK á níunda áratugnum og reyndist vera gullgæs hin mesta. Síðar slitnaði upp úr samstarfinu og leigusamningurinn í Mjölnisholti rann út. Þá fluttu Kjalnesingar upp í Mosfellsbæ en sneru aftur ári síðar og fengu inni hjá UMFÍ sem hafði flust á Öldugötu 14. Tveimur árum síðar flutti UMSK höfuðstöðvar sínar í Íþróttamiðstöðina í Laugardal þar sem það hefur átt heima síðan.

Sigur í Mosfellsbæ og Kópavogi Árið 1987 var Einar Sigurðsson ráðinn fyrsti framkvæmdastjórinn sem var í fullu starfi allt árið. Sambandið stækkaði ár frá ári, bæði að félögum og félagsmönnum, og nú fannst Kjalnesingum kominn tími til að halda sjálfir landsmót UMFÍ. Þeir sóttu um að halda landsmót í Mosfellsbæ árið 1990 og var það samþykkt. Landsmótið var bæði glæsilegt og fjölmennt þrátt fyrir rysjótt veður og heimamenn kórónuðu framkvæmdina með því að sigra í stigakeppninni í þriðja sinn á öldinni. Þeir áttu keppendur í öllum greinum, nema reyndar glímu, og fengu stig í þeim flestum. Aftur héldu Kjalnesingar landsmót í Kópavogi árið 2007, á 100 ára afmæli UMFÍ. Ekkert var til sparað að gera það sem veglegast og hinir 1250 keppendur spreyttu sig í 18 greinum mótsins. Stærsti hópurinn var frá heimamönnum sem hrósuðu öruggum sigri og munaði þar mestu að vera með í sem flestum greinum. Mótið var poppað upp á margan máta og nördakeppni í knattspyrnu milli Íslands og Svíþjóðar og Íslandsmet í vatnsbyssuslag vakti mikla athygli.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Stöðugleiki í stjórn Birgir Ari Hilmarsson tók við störfum framkvæmdastjóra árið 1991 og gegndi þeim um árabil af miklu öryggi. Sambandið var þá nokkru fyrr orðið fjölmennasta héraðssamband landsins og árlega bættust við ný félög. Á 70 ára afmælinu árið 1992 voru félagsmennirnir orðnir fleiri en þrettán þúsund talsins. Menn voru vel með á tækninótunum og 1996 setti UMSK upp heimasíðu, fyrst allra héraðssambanda. Birgir Ari var framkvæmdastjóri UMSK til ársins 2008 en þá tók Valdimar Gunnarsson við stöðunni og hefur gegnt henni síðan af miklum dugnaði. Annar Valdimar hefur setið við stjórnvöl sambandsins frá aldamótum, því Valdimar Leó Friðriksson hefur verið formaður UMSK síðustu 12 árin. Stjórn hans var óbreytt í átta kjörtímabil frá 2000 til 2007. Reyndar heyrir það til stór-

tíðinda ef mannabreytingar verða í stjórn UMSK og hefur aðeins tvisvar gerst á stjórnartíma Valdimars Leós. Sem dæmi þá hefur núverandi varaformaður, Ester Jónsdóttir, setið í stjórninni frá árinu 1995 og flestir aðrir stjórnarmenn eiga meira en áratug að baki. Þessi samhenta stjórn hefur skapað mikinn stöðugleika innan sambandsins og menn vita hvar þeir hafa hlutina. Samt er engin stöðnun fyrirsjáanleg því stöðugt er verið að brydda upp á nýjungum.

Staðan í dag Nýjar íþróttagreinar eins og siglingar og dans hafa náð langt innan UMSK og fimleikar eru rósin í hnappagati sambandsins. Mikil aukning hefur orðið í íþróttum aldraðra á sambandssvæðinu og það var í góðu samræmi við þá þróun að UMSK hélt

vel heppnað landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ sumarið 2012. Þá hefur verið gert átak í að hefja héraðsmót UMSK til vegs og virðingar og má nefna að mót í handbolta og sundi hafa verið endurvakin. Aðildarfélög UMSK eru 41 að tölu árið 2012 og félagsmenn þeirra 54 þúsund. Iðkendur íþróttanna teljast 22 þúsund miðað við árið 2011. Sambandið veltir miklum fjármunum og heildarárstekjur aðildarfélaganna eru 2,4 milljarðar, hvorki meira né minna. Þar af er launakostnaður 1,1 milljarður svo auðséð er að ungmennaog íþróttafélög UMSK eru voldugur vinnuveitandi. Mjór er mikils vísir því upp frá hinu fámenna fjögurra félaga sambandi, sem stofnað var árið 1922, hefur þróast fjölmennasta héraðssamband landsins: Ungmennasamband Kjalarnesþings. Jón M. Ívarsson

UMSK veitir heiðursviðurkenningar Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, hélt upp á 90 ára afmæli sitt 19. nóvember sl. Af því tilefni var efnt til kaffisamsætis í Fagralundi í Kópavogi. Við þetta tækifæri veitti UMSK nokkrum einstaklingum heiðursviðurkenningar. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, Magnús Jakobsson og Hafsteinn Jóhannsson fluttu stutt ávörp. UMSK var stofnað haustið 1922. Það voru fjögur félög sem stóðu að stofnun þess, þ.e. Umf. Reykjavíkur, Afturelding í Mosfellssveit, Drengur í Kjós og Umf. Miðnesinga í Sandgerði. Við stofnun sambandsins voru félagsmenn um tvö hundruð og sextíu að tölu en í dag eru félagsmenn komnir yfir fimmtíu og fjögur þúsund. Fjórir einstaklingar voru sæmdir gullmerki UMSK en þeir skulu sæmdir merkinu sem unnið hafa innan UMSK í langan tíma og gert stórt átak í félagsstörfum innan UMSK. Gullmerkið hlutu þau Logi Kristjánsson, Breiðabliki, Ingibjörg Hinriksdóttir, Breiðabliki, Þorsteinn Einarsson, HK, og Hlynur Guðmundsson, Aftureldingu. Silfurmerki hlutu Andrés Pétursson, Breiðabliki, Skúli Skúlason, Golfklúbbnum Kili, Lárus Blöndal, Stjörnunni, Eysteinn Haraldsson, Stjörnunni, Lovísa Einarsdóttir, Stjörnunni, Páll Grétarsson, Stjörnunni, Guðrún Kristín Einarsdóttir, Aftureldingu, og Bóel Kristjánsdóttir, Aftureldingu.

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Frá afhendingu heiðursviðurkenninga. Þeir einstaklingar sem hlutu gull- eða silfurmerki UMSK.

Ungmennafélag Íslands færði UMSK í gjöf í tilefni tímamótanna. Frá vinstri Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, og Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ.


EN EKKI HVAÐ?

VERT

LÝSI ER D-VÍTAMÍNGJAFI ÍSLENDINGA

Áfram mælt með lýsi Landlæknisembættið mælir með því að fólk taki þorskalýsi áfram þrátt fyrir að byrjað sé að vítamínbæta mjólk. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins.*

*Samkvæmt vef Landlæknisembættisins http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2365

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Ungmennafélagið Ungmennafélagið Þróttur í Vogum varð 80 ára þann 23. október sl. og í því tilefni var haldin afmælishátíð laugardaginn 27. október. Veitt voru heiðursverðlaun, skrifað var undir samstarfssamning Þróttar og sveitarfélagsins Voga og skemmtiatriði voru börnunum til ánægju. Um aldamótin 1900 hafði starfað ungmennafélag í Vatnsleysustrandarhreppi en það hafði lagst af 1920. Ungmennafélagið Þróttur var stofnað 23. október 1932. Í fyrstu stjórn UMFÞ voru: Jakob A. Sigurðsson, Sólheimum (formaður), Helgi Magnússon, Sjónarhóli, Einar Samúelsson, Austurkoti í Vogum, Pétur G. Jónsson, Nýjabæ í Vogum, og Guðmundur B. Jónsson, Brekku í Vogum. Á öðru starfsári félagsins var ráðist í að byggja félagsheimili í samstarfi við kvenfélagið Fjólu. Um jólin 1933 var nýja húsið vígt og fékk nafnið Kirkjuhvoll. Stendur það enn í dag á Vatnsleysuströnd. Tuttugu árum síðar keyptu UMFÞ, kvenfélagið Fjóla og Vatnsleysustrandarhreppur samkomuhúsið Glaðheima í Vogum sem stóð við Vogagerði 21–23. UMFÞ hélt frá upphafi úti blaði sem nefndist Vitinn. Blaðið var í bókarformi og gekk á milli félagsmanna (ritstjóra) sem skrifuðu ýmislegt í bækurnar til skemmtunar og fróðleiks. Búið er að ljósrita bækurnar og binda inn þannig að þær eru aðgengilegar en upprunalegu bækurnar eru varðveittar í Landsbókasafni Íslands.

Ýmis menningar- og félagsmálefni hafa verið á vegum UMFÞ í gegnum tíðina. Félagið hefur m.a. rekið unglingaskóla og staðið fyrir ýmiss konar menningarviðburðum í sveitarfélaginu. Mest fer nú fyrir íþróttastarfi innan félagsins og leggja börn og unglingar stund á það. Megináhersla er lögð á sund, knattspyrnu og júdó. Kristján Árnason, núverandi formaður Ungmennafélagsins Þróttar, sagði í samtali við Skinfaxa að í tilefni afmælisins hefði verið gefið út rit þar sem farið var yfir sögu Þróttar og var því dreift til félaga og bæjarbúa. Haldin var afmælishátíð þar sem tímamótanna var minnst og öllum í bænum var boðið til kaffisamsætis. Haldnar voru ræður og við þetta tækifæri skrifaði Þróttur undir nýjan samstarfssamning við sveitarfélagið. Þá voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir störf sín fyrir félagið. „Starfið innan Þróttar gengur mjög vel. Við réðum nýjan framkvæmdastjóra í sumar og jukum starfshlutfall hans í 50% og það held ég að hafi gert gæfumuninn.

Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Þróttar, og Kristján Árnason, formaður Þróttar.

Það er töluverð umsjón að halda utan um svona rekstur og því var nauðsynlegt að auka starfshlutfall nýs framkvæmdastjóra. Við gerðum einnig í kjölfarið ákveðnar breytingar sem hafa orðið til góðs fyrir félagið. Það má segja að þegar á allt er

Heiðursverðlaun voru veitt á afmælishófinu.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Þróttur 80 ára

litið gangi starfið mjög vel hjá félaginu,“ sagði Kristján Árnason í spjallinu við Skinfaxa. Kristján sagði að iðkendur væru orðnir yfir eitt hundrað talsins. Júdódeildin væri mjög öflug og nokkuð stórir flokkar í knattspyrnunni á meðal þeirra yngstu. Hjá sumum þeirra eldri hefði verið reynt að vera í samstarfi við Njarðvíkinga. „Við höfum starfsrækt meistaraflokk í knattspyrnunni undanfarin ár og réðum í vetur Þorstein Gunnarsson til að þjálfa liðið. Við væntum góðs af störfum Þorsteins með meistaraflokkinn í 4. deildinni. Við tókum í notkun tvöfaldan knattspyrnuvöll á sl. sumri svo að við getum sagt að aðstæður séu mjög góðar. Hlutirnir eru komnir í fastar skorður og ég horfi björtum augum fram á veginn,“ sagði Kristján Árnason, formaður Ungmennafélagsins Þróttar. Efst til hægri: Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar, og Kristján Árnason, formaður Þróttar, við undirskrift nýs samstarfssamnings. Efst til vinstri: Strákarnir í Heiður slógu á létta strengi. Neðri mynd: Tobbi trúður skemmti krökkunum af sinni alkunnu snilld.

Nú er tíminn til að skipuleggja næsta ferðaár Ferðaáætlun Útivistar kemur út 13. desember

Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Sendum ungmenna- og íþróttafélögum um land allt bestu óskir umgleðileg jól og gott og farsælt komandi ár.

Grindavíkurbær

Húnaþing vestra

Breiðdalur

°Wgdh^g k^Â Ä g

Hraðfrystihús Hellissands

Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

22

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð-hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution.

Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því! Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án allrar áhættu!

Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Kynning á hugsanlegu samstarfi HHF við sveitarfélögin Starfsmenn Ungmennafélags Íslands áttu fund þann 15. nóvember á Patreksfirði með fulltrúum frá Héraðssambandinu Hrafna-Flóka og sveitarstjórnarfólki úr sveitarstjórnum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Kynning á hugsanlegu samstarfi milli héraðssambandsins og sveitarfélaganna var til umræðu auk ýmissa annarra mála. Umræður voru gagnlegar og málefnalegar. Af hálfu UMFÍ sátu fundinn Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, og Jón Kristján Sigurðsson, kynningarfulltrúi UMFÍ. Héraðssambandið Hrafna-Flóki, HHF, var í fyrstu stofnað í febrúar 1971 og stóðu að stofnuninni Íþróttafélagið Hörður á Patreksfirði, stofnað 1908, Ungmennafélag Barðstrendinga og Ung-

mennafélagið Drengur í Tálknafirði. Ekki tókst að koma lífi að ráði í þetta samband, aðallega vegna þess að ekkert félag innan þess var virkt, nema Íþróttafélagið Hörður. Árið 1980 var héraðssambandið endurreist formlega og hefur starfað af krafti eftir það. Sambandssvæði HHF er Vestur-

Frá kynningarfundinum með sveitarfélögunum í Vesturbyggð.

Barðastrandarsýsla. Aðildarfélögin eru Íþróttafélagið Hörður, Ungmennafélag Tálknafjarðar, Íþróttafélag Bíldudals, Ungmennafélag Barðastrandar, Golfklúbbur Patreksfjarðar, Golfklúbbur Bíldudals, Körfuknattleiksfélagið Patrekur og Skotfélag Vestfjarða.

Lilja Sigurðardóttir, formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka:

Ég hlakka til að ræða enn frekara samstarf við sveitarfélögin

Lilja Sigurðardóttir, formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, segir það mjög spennandi hugmynd að sambandið og sveitarfélögin, sem það nær yfir, fari í aukið samstarf. „Ég vona svo innilega að þetta verði að veruleika. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessa aðila til að gera eitthvað meira og hleypa um leið öflugra lífi í sambandið. Það er margt sem má bæta og gera betur,“ sagði Lilja Sigurðardóttir í spjalli við Skinfaxa. – Hvernig gengur starfið í íþrótta- og æskulýðsmálum hér á svæðinu?

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Það gengur ágætlega hér í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Tímar í íþróttahúsinu eru fullbókaðir allan daginn og langt fram á kvöld og svo er íþróttafólk á okkar vegum oft í keppnisferðum til þátttöku í ýmsum mótum utan svæðisins. Á dögunum tóku hátt í 30 krakkar frá okkur þátt í Silfurleikunum sem haldnir voru í Reykjavík. Það var frábær ferð og þau stóðu sig með prýði. Starfið er samt erfiðara yfir háveturinn en það eru nokkur lítið félög hér í kring, á Bíldudal og Barðaströnd, og fáir krakkar sem iðka íþróttir. Það er því nauð-

Á kynningarfundinum með sveitarfélögum í Vesturbyggð. Lilja Sigurðardóttir, formaður Hrafna-Flóka, er lengst til hægri á myndinni.

synlegt að sameina starfið betur, fá krakka til að koma til okkar til að æfa og að við förum til þeirra þegar hægt er að koma því við,“ sagði Lilja. – Má ekki segja að aðstaðan sé til fyrirmyndar í ekki stærra bæjarfélagi? „Aðstaðan er frábær og hún hefur tekið stakkaskiptum hin síðustu ár. Við erum með gott íþróttahús og góða frjálsíþróttaaðstöðu en hana mætti samt bæta. Við erum með gerviefni á langstökksbraut og erum að reyna að koma gerviefni á hástökksbraut. Markmiðið og draumurinn er að leggja efni á hlaupabraut. Á Bíldudal er ágæt frjálsíþróttaaðstaða en það væri frábært ef hægt væri að leggja gerviefni á hlaupabrautir.“ – Nú hefur farið fram kynning á auknu samstarfi héraðssambandsins og sveitarfélaganna. Aðilar ætla að hittast og ræða enn frekar saman. Ertu ekki bjartsýn á framhaldið? „Jú, ég er það og mér sýndist allir taka mjög vel í hugmyndirnar. Ég hlakka til að setjast niður með fulltrúum sveitarfélaganna og ræða þetta samstarf enn frekar. Við þurfum að finna heppilega útfærslu á samstarfinu svo að allir geti nýtt sér viðkomandi starfsmann ef af verður,“ sagði Lilja Sigurðardóttir, formaður Héraðssambandsins HrafnaFlóka, í samtalinu við Skinfaxa.


Ungt og upprennandi íþróttafólk. Hér eru krakkar á körfuboltaæfingu í íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði en íþróttaáhugi þar um slóðir hefur alltaf verið mikill.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð:

Hægt að gera góða hluti og hér býr mikill auður Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, sótti fundinn á Patreksfirði sem haldinn var með Héraðssambandinu Hrafna-Flóka, UMFÍ og sveitarfélögunum á svæðinu. Ásthildur sagði í samtali við Skinfaxa að sér hefði litist vel á þær hugmyndir sem fram hefðu komið með aðilum á kynningarfundinum og gott samstarf gæti orðið. Eflaust væri hægt að vinna með ýmsar hugmyndir sem fram hefðu komið á fundinum og ættu eftir koma fram þegar aðilar ræddu betur saman. „Í litlum samfélögum eins og hér skiptir miklu máli að félagslífið sé gott og það sé gert mikið úr þeim hlutum sem eru fyrir. Ég held að UMFÍ gæti verið í liði með okkur að byggja upp öflugt líf en á þessu svæði er að mínu mati ónumið land í málefnum ungs fólks. Það er hægt að gera góða hluti og byggja það upp frá grunni eins og við viljum hafa það og reyna að nýta þá þekkingu sem fyrir er hjá UMFÍ og hér á svæðinu. Mér fyndist það gríðarlegur fengur fyrir okkur og ekki síður UMFÍ,“ sagði Ásthildur í samtali við Skinfaxa.

Frá vinstri: Guðrún Eggertsdóttir, bæjarfulltrúi, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Heiðar Ingi Jóhannsson, formaður GBB.

– Má ekki segja að möguleikarnir séu fyrir hendi til að virkja ungt fólk til góðra verka? „Jú, og það þarf að gera en hér er starfandi útibú frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Það vantar meira fyrir þessa krakka að gera en það býr mikill auður í þeim.

Við verðum að byggja þá upp og efla í því góða starfi sem UMFÍ stendur fyrir. Ennfremur þurfum við að færa þeim verkefni til að fást við, það hefur mikið forvarnagildi,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Héraðssamband Strandamanna:

Nokkur skjöl í kassa Fyrr í vetur bankaði maður upp á hjá framkvæmdastjóra HSS og kvaðst vera með nokkur skjöl í kassa – smádót tengt sögu HSS, nokkur fréttabréf, ársskýrslur og slíkt. Maðurinn var Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði, umhverfisstjórnunarfræðingur og langhlaupari í Borgarnesi. Stefán var gríðarlega öflugur í starfi HSS og ungmennafélaganna á árum áður. Þegar farið var að skoða gögnin í kassanum kom hins vegar í ljós að þar voru ótal gersemar; fréttabréf frá ungmennafélögum, HSS, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, grunnskólanum á Hólmavík, leikskólanum á Hólmavík, Leikfélagi Hólmavíkur og kynningarbæklingar

sveitarstjórnarframboða í Hólmavíkurhreppi árum saman. Allt er þetta í toppstandi og vel frágengið. Stefáni eru hér með færðar bestu þakkir fyrir gjöfina. Arnar Snæberg Jónsson, framkvæmdastjóri HSS, segir að þeir sem luma á gögnum eða skjölum sem e.t.v. tengjast sögu HSS og vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við þau séu hvattir til að koma þeim til formanns eða framkvæmdastjóra en henda þeim alls ekki í ruslið. Sambandið mun síðan að sjálfsögðu gera sitt besta til að þrýsta á um að hafinn verði undirbúningur að því að koma upp Héraðsskjalasafni Strandasýslu – til að hýsa þessar gersemar í viðunandi skilyrðum og til miðlunar fyrir komandi kynslóðir.

Nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í heimsókn Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja komu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ 6. nóvember sl. til að kynnast starfsemi hreyfingarinnar. Nemendurnir voru af íþróttabraut skólans og komu í fylgd kennara við skólann. Nemendurnir fræddust um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og sýndu þeir mikinn áhuga í heimsókninni. Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, fræddi unga fólkið um starfsemina og verkefni sem standa því til boða. Helga Dagný Árnadóttir, starfsmaður Evrópu unga fólksins, sagði nemendunum frá því verkefni. Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, sem er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki ungu fólki á aldrinum 13–30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki.

Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, ræðir við nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem komu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ.

Íslensk knattspyrna gefin út 32. árið í röð Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu. Fjallað er ítarlega um Íslandsmótið 2012 í öllum deildum og flokkum, mest um efstu deildir karla og kvenna en einnig um neðri deildirnar og yngri flokkana. Bikarkeppni karla og kvenna eru gerð ítarleg skil, sem og landsleikjum Íslands í öllum aldursflokkum og Evrópuleikjum íslensku liðanna. Þá er fjallað um íslenska atvinnumenn erlendis, önnur mót innanlands og margt fleira sem tengist íslenskum fótbolta á árinu 2012. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Ítarleg viðtöl eru við Frey Bjarnason, lykilmann í Íslandsmeistaraliði FH, sem hefur leikið með liðinu frá því það vann 1. deildina um síðustu aldamót, og Örnu Sif Ásgrímsdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Þórs/KA. Fjallað er sérstaklega um ævintýri Víkinga frá Ólafsvík sem leika í fyrsta skipti í efstu deild karla árið 2013. Þá eru greinar um karla- og kvennalandsliðin og frammistöðu þeirra á árinu, og yfirlitsgreinar um hverja deild fyrir sig og frammistöðu liðanna. Fjallað er um leikjahæstu knattspyrnumenn Íslands frá upphafi og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum koma fram ásamt leikjaog markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu, og þannig mætti lengi telja.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Hekla Kolka Hlöðversdóttir frá Neskaupstað:

Dvölin í skólanum í Árósum á eftir að nýtast mér alla ævi Fjölmörg íslensk ungmenni hafa í gegnum tíðina upplifað dvöl í dönskum lýðháskólum. Skólarnir bjóða upp á skemmtilegt og spennandi nám fyrir ungt fólk, á átjánda ári og eldra. Skólarnir leggja áherslur á ýmsar íþróttagreinar en flestir bjóða þeir upp á allt mögulegt. Námið er krefjandi og uppbyggjandi og hver dagur býður upp á ný ævintýri. UMFÍ hefur gert samstarfssamning við 10 lýðháskóla í Danmörku. Skólarnir eru vítt og breitt um

landið og leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar, listir, tónlist, hönnun og annað. Allar nánari upplýsingar um skólana er að finna á heimasíðu UMFÍ. Hekla Kolka Hlöðversdóttir, 19 ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hefur frá því í haust verið við nám í Íþróttalýðháskólanum í Árósum ásamt kærasta sínum Sævari Erni Harðarsyni. Skinfaxa lék forvitni á að vita hvernig dvölin legðist í hana.

– Hvað viltu segja mér um uppruna þinn, íþróttir, skóla og annað? „Ég heiti Hekla Kolka Hlöðversdóttir og verð 19 ára í desember. Ég er frá Neskaupstað og útskrifaðist úr Verkmenntaskóla Austurlands í maí síðastliðnum. Ég æfði dans þegar ég var yngri og svo blak eftir það en seinustu ár hef ég bara stundað líkamsrækt. Eftir sumarið flutti ég til Danmerkur til að fara í Idrætshøjskolen i Århus

Mynd efst til vinstri: Hekla Kolka, Hugrún og Íris Dóra í ráðshústurninum með Árósa í baksýn. Mynd neðst til vinstri: Íslensku stelpurnar, Íris, Hugrún, Hekla Kolka og Hilma. Mynd efst til hægri: Hekla Kolka Hlöðversdóttir. Mynd neðst til hægri: Mathias, Hugrún, Hekla Kolka, og Sævar. Myndin er úr ferð þeirra til Sletten þar sem hjólaðir voru 50 km hvora leið.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Ég mæli eindregið með því að allir upplifi svona dvöl, þetta er ótrúlega gaman! – Var ekki erfitt að komast inn í dönskuna? „Fyrir mig var það ekkert svo erfitt því að ég bjó í Danmörku þegar ég var yngri þannig að ég kunni dönskuna fyrir. En ég er búin að bæta orðaforða minn helling við það að vera hér og tala hana á hverjum degi. Flestir íslensku nemendurnir hér í skólanum eru farnir að geta talað dönsku daglega en bjarga sér annars á ensku ef rétta orðið kemur ekki á dönsku.“ – Hvernig er venjulegur skóladagur og hvað eruð þið að læra? „Venjulegur skóladagur byrjar á morgunmat rúmlega sjö og svo er 2–3 tíma æfing í þeirri íþrótt sem við stundum hér. Síðan er hádegismatur og samverustund þar sem við fáum allar upplýsingar sem við þurfum fyrir vikuna. Tvisvar í viku erum við í íþróttavali á morgnana þar sem meðal annars er hægt að velja um pilates, multisport, powersport og parkour. Aðra tvo daga erum við svo í valfagi eftir hádegi þar sem við fáumst við eitthvað annað en íþróttir. Það er t.d. þjálfunarfræði, leiklist, söngur og lagaskrif, listasmiðja o.fl. Skólinn klárast yfirleitt um 3–4-leytið. Miðvikudagar eru ólíkir hinum dögunum því að þá æfum við ekki aðalíþróttina okkar. Á miðvikudögum er íþróttaval og síðan einkaþjálfun ef aðalíþróttin er fitness. Það sem eftir er af deginum er síðan menningardagur þar sem við fáum fyrirlestra, förum á söfn eða tónleika og fleira.“

þar sem ég er núna,“ sagði Hekla Kolka Hlöðversdóttir í samtalinu við Skinfaxa. – Hver var ástæðan fyrir því að þú ákvaðst að fara í íþróttalýðháskóla? „Ég útskrifaðist úr framhaldsskóla í maí og vildi aðeins ná að lifa lífinu og upplifa eitthvað nýtt áður en ég færi í háskóla. Mig langaði að ferðast, gera eitthvað skemmtilegt og stunda íþróttir og svona íþróttalýðháskóli er fullkomin blanda af þessu þrennu. Þegar ég fór að skoða lýðháskóla á netinu leit Idrætshøjskolen i Århus mjög vel út. Þessi skóli bauð upp á þær íþróttir sem ég hafði áhuga á og var á frábærum stað.“ – Hvað kom þér einna helst á óvart? „Það sem kom mér helst á óvart var það hvað allir hér eru vingjarnlegir og skemmtilegir. Bæði kennararnir og skólastjórinn eru góðir vinir nemendanna og eru alltaf til í að hjálpa með hvað sem er. Sambandið milli starfsfólksins í þessum skóla og nemendanna er allt öðruvísi en í venjulegum skólum á Íslandi. Sá kennari sem er á vakt tekur þátt í þeim viðburðum sem eru á kvöldin og kemur einnig oft með fjölskylduna sína í kvöldmat hjá okkur.“

Efri mynd: Mathias, Hugrún, Hekla Kolka og Hilma. Myndin er úr ferð þeirra til Sletten. Neðri mynd: Íslenski hópurinn. Frá vinstri: Kari, Íris, Hilma, Hugrún, Hekla Kolka og Sævar. Á myndirnar vantar Jakob Fannar.

– Er þetta ekki þroskandi og hvetur þú ekki alla til að upplifa svona dvöl? „Þessi skóli leggur mikið upp úr því að þroska nemendur sína, bæði sem einstaklinga og sem hóp. Mikil áhersla er lögð á hópavinnu, listrænu hliðina okkar og að við stígum út úr þægindahring okkar. Ég mæli eindregið með því að allir upplifi svona dvöl, þetta er ótrúlega gaman! Ég hef lært mjög mikið af dvöl minni hér, skólinn og íþróttirnar eru ótrúlega skemmtilegar, ég hef kynnst helling af nýju frábæru fólki og kennararnir í þessum skóla eru æðislegir. Að þurfa að kynnast fólki og tjá

sig á öðru tungumáli en þínu eigin er einnig eitthvað allir hafa gott af því að prófa.“

Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki og eignast marga nýja vini síðan ég byrjaði í skólanum.

– Hefur þú ekki kynnst mörgum nýjum vinum í skólanum? „Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki og eignast marga nýja vini síðan ég byrjaði í skólanum. Þessi skóli er frekar lítill og mikið er lagt upp úr félagslífinu hérna þannig að allir kynnist vel. Þegar aðeins leið á önnina voru allir farnir að þekkja alla.“

– Hvað ætlar þú að vera lengi í skólanum í vetur? „Þegar ég byrjaði í skólanum var ég ekki viss um hvort ég ætlaði bara að vera eina önn eða heilt ár. Eftir smátíma hér í skólanum var ég viss um að ég vildi vera áfram aðra önn, þessi skóli er frábær! – Hafið þið farið í einhver ferðalög í vetur? „Já. Eftir fyrstu tvær vikurnar fórum við í þriggja daga ferð í sumarhús, klukkutíma frá Århus, til að kynnast betur. Nokkrum vikum seinna fórum við svo vikuferð á æðislegan stað tveimur tímum frá Århus. Síðan var utanlandsferð til Club La Santa á Lanzarote í miðjum nóvember og fótboltaferð til Liverpool í Bretlandi í enda nóvember.“ – Heldurðu að dvölin í skólanum eigi eftir að nýtast þér síðar? „Dvölin í þessum skóla er eitthvað sem ég á aldrei eftir að gleyma og á eftir að nýtast mér alla mína ævi. Ég hef lært svo mikið nýtt og kynnst fullt af nýju fólki,“ sagði Hekla Kolka Hlöðversdóttir í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


1877 2012

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

141

825

Prentgripur

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is


KÖRFUBOLTI:

Tindastóll Lengjubikarmeistari Með sanni má segja að Ungmennafélagið Tindastóll hafi komið rækilega á óvart á dögunum þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Lengjubikarinn. Tindastóll hafði fram að því ekki unnið leik í Dominos-deildinni, leikið þar fimm leiki og tapað öllum, svo að fátt benti til þess að liðið myndi fagna sigri í Lengjubikarnum. Annað kom á daginn því að liðsmenn Bárðar Eyþórssonar, þjálfara liðsins, sprungu út eins og blóm á sumardegi og fögnuðu glæstum sigri í keppninni. Úrslit í Lengjubikarnum fóru fram í Stykkishólmi helgina 23.–24. nóvember. Í undanúrslitum sigraði Tindastóll lið Þórs frá Þorlákshöfn og Snæfell sigraði Grindavík. Í hreinum úrslitaleik hafði svo Tindastóll betur gegn Snæfelli, 96:81. Gríðarleg einbeiting og stemning einkenndi allan leik Tindastólsliðsins. Varnarleikurinn var firnasterkur allan tímann og þennan beitta leik réðu heimamenn í Snæfelli ekki við. Tindastóll vann nú þennan bikar í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum. Tveir leikmenn liðsins, Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, voru með í bæði skiptin. „Sigurinn í Lengjubikarnum kom okkur leikmönnum ekki á óvart. Það hefur verið

stígandi í liðinu þannig að þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart. Það var gríðarlega gaman að vinna sigur í þessari keppni eftir 13 ára bið,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, í samtali við Skinfaxa. Helgi Rafn sagði að hlutirnir hefðu ekki fallið með liðinu í Dominosdeildinni en hann hefði fulla trú á liði

sínu og það hlyti að fara að smella í gang. „Við höfum verið að leika betur en úrslitin gefa til kynna. Það býr miklu meira í liðinu og leikmenn þurfa núna að taka sig saman í andlitinu og taka betur á því. Ég er ekkert smeykur því ég hef mikla trú á þessu liði,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls.

– Bros með Hummel

ÞÚ FÆRÐ ÍÞRÓTTAGALLANA OG MERKINGUNA Á SAMA STAÐ

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Jóhanna Sigrún Árnadóttir, UDN, Birgitta M. Valsdóttir, UMFK, Garðar Svansson, UMFG, Lóa Björk Hallsdóttir, FRÍ, og Ásgeir Ásgeirsson frá UMSB skrifa undir samkomulagið en að því loknu var samæfing í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Með þeim á myndinni eru krakkar frá viðkomandi héraðssamböndum.

Samstarf héraðssambanda um frjálsar íþróttir á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum:

„Ekki í nokkrum vafa um að samstarfið á eftir að efla okkur“ Héraðssamböndin á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu um samstarf í frjálsum íþróttum á Vesturlandi og nærsvæðum. Héraðssamböndin, sem hér um ræðir, eru Ungmennasamband Borgarfjarðar, Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu, Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, Ungmennafélagið Skipaskagi, Héraðssambandið Hrafna-Flóki, Héraðssamband Strandamanna og Ungmennafélag Kjalnesinga. Einnig koma Frjálsíþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands að samkomulaginu sem ber nafnið SamVest. Samstarfið er tilraunaverkefni sem á að styrkja frjálsar íþróttir á svæðinu. Samkomulagið er til þriggja ára. „Með samstarfinu teljum við okkur standa sterkari og að við náum því að rífa frjálsar íþróttir upp úr þeirri lægð sem þær voru komnar í. Við sjáum fram á gott samstarf í þessum efnum. Núna er stefnan að vera með sameiginlegar æfingar en þær vorum við einnig með sl. sumar í Borgarnesi, með góðum árangri. Einnig ætlum við að æfa saman í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þegar færi gefst. Við verðum

einnig með sameiginleg héraðsmót í Borgarnesi. Við sendum reyndar sameiginlegt lið í bikarkeppni FRÍ á liðnu hausti sem gafst mjög vel. Ég er ekki í nokkrum vafa um að samstarfið á bara eftir að efla starf okkar og um leið frjálsar íþróttir,“ sagði Hrönn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri UMSB, í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Skrifaði bók um reynslu sína:

Ég er Kristian Fjallanger og ég er feitabolla

þekkti engan. Þetta var mjög slæmt ár. Ég borðaði en hreyfði mig ekki og tútnaði út.“ Það var svo komið að hann þorði ekki að vigta sig. Á bókarkápunni stendur talan 140 kíló. Kristian nefnir 150–160 kílógrömm við okkur. Að ná niður slíkri þyngd er ekki einfalt mál. „Ég ákvað að nota innri reiði mína. Reiðina gagnvart fallega fólkinu sem fer í ræktina.“ Málið var að Kristian gat ekki stokkið út í næstu líkamsræktarstöð. „Hvar fæ ég íþróttaföt? Ég get ekki farið á líkamsræktarstöð. Fólk horfir á mig sem feita trúðinn.“ Lausnin var að kaupa æfingavél til að hafa heima. Það var samt ekki vandræðalaust. „Ég eyðilagði fjórar slíkar. Þær hrundu undan þunganum.“ Þrátt fyrir þetta mótlæti þvertekur Kristian fyrir að hann hafi nokkru sinni verið nálægt því að gefast upp. „Ég var búinn að gefa mér góðan tíma til að undirbúa mig andlega. Það kom eitt kvöld þegar ég var svo svangur að ég borðaði níu hrökkbrauðssneiðar með osti. Ég hafði ekki étið fylli mína í marga mánuði en það er ekki hátt fall.“

Norðmaðurinn Kristian Fjallanger var orðinn svo þungur að hann þorði ekki lengur að vigta sig þegar hann ákvað að taka til í sínum málum. Kristian létti sig um ein sjötíu kíló og skrifaði bók um reynslu sína. Hann segir offitu karlmanna vandamál sem fáir þori að ræða um. Skinfaxi hitti Kristian í Reykjavík, þar sem hann var meðal fulltrúa á aðalfundi norrænu samtakanna NSU og ræddi við hann um átakið við að breyta um lífsstíl, útlitsdýrkun og mikilvægi hreyfingar. „Ég var ekki þybbinn eða neitt þannig. Ég var einfaldlega feitur,“ segir Kristian. Við sitjum í anddyri hótels í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöldi. Í kringum okkur er heilmikið skvaldur svo það verður erfitt að heyra hvor í öðrum. Ferðafélagar hans og landar settust beint fyrir aftan okkur þegar við héldum við hefðum fundið okkur sæmilega hljóðlátt horn. Það var haustið 2010 sem bók Kristians, „Feit; mitt liv som tjukkas“ (Feitur; líf mitt sem feitabolla), kom út í Noregi en hún kom út í kilju í vor. „Þegar ég vaknaði daginn sem bókin kom út beið mín SMS frá Kristin Halvorsen, menntamálaráðherra Noregs (Kristian er mjög virkur í flokki hennar, Sosialistisk Venstreparti). Ég var í viðtölum allan daginn, meðal annars í stærsta dagblaði Noregs og þegar ég kom heim um kvöldið var ég alveg búinn. Ég kíkti á Facebook og þar biðu mín 427 skilaboð frá fólki sem ég þekkti ekkert. Flest voru frá feitum körlum sem kunnu að meta að ég gat tengt við tilfinningar þeirra, en líka frá grönnu fólki sem var óánægt með líkama sinn. Þegar ég sá myndirnar af því á Facebook hugsaði ég: „Hvað?“ en þetta sannar að menn eru aldrei sáttir við líkama sinn. Mestu skiptir er að endurheimta líkama sinn.“ Ástæðurnar fyrir átakinu voru fyrst og fremst tvær: „Ég var í hættu að fá hjartasjúkdóm og mig langaði til að sofa oftar hjá.“

Æfingatækin þoldu ekki þungann Frásögn hans í bókinni hefst í herrafataversluninni Dressman XL. „Það var eina búðin sem seldi nógu stór föt á mig. Ég notaði 11 XL. Nú var komið að því, ég var svo rosalega feitur, að ég ákvað að

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Þetta snýst ekki bara um að fara í megrun. Þetta snýst um að breyta um lífsstíl.“ nóg væri komið og byrjaði að breyta lífi mínu.“ Fyrsta skrefið var að viðurkenna vandamálið. Að þetta væru ekki örfá aukakíló heldur væri hann feitur. „Þetta er eins og þegar þú ert áfengissjúklingur. Þú verður að sætta þig við það. Ég er Kristian Fjallanger og ég er feitabolla.“ Kristian segist „alltaf hafa verið þybbinn“ og „frekar latur“. Röð áfalla árið 2000 varð til þess að fitan varð að raunverulegu vandamáli. „Mamma mín dó, afi minn dó, vinur minn skaut sig ... það dóu allir,“ segir Kristian sem þá var 22ja ára gamall. „Ég flutti upp til fjalla, á lítinn stað þar sem ég

„Ég ákvað að byrja á einum nýjum góðum sið, að hreyfa mig á hverjum degi og það gerði ég í marga mánuði.“

Lítil skref verða að stórum sigrum Að mati Kristians er það lykilatriði að takast á við breytingarnar í smáum skrefum. Fyrsta skrefið var að byrja að hreyfa sig. Mataræðið kom á eftir. „Ég þekki fólk sem ætlar að hætta öllum slæmum siðum á hverjum mánudegi. Nágranni minn hringir í mig á sunnudagsmorgnum þegar hann er fullur, búinn að sofa hjá einhverri sem hann fann á barnum og segir: „Ég ætla ekki að borða meiri ruslmat, ég ætla að hætta að reykja,“ og svo framvegis. Þegar föstudagurinn rennur upp er allt gleymt. Ég ákvað að byrja á einum nýjum góðum sið, að hreyfa mig á hverjum degi og það gerði ég í marga mánuði. Þegar maður nær ákveðnum punkti fer maður einfaldlega að breyta mataræðinu líka. Þar tekur maður líka lítil skref. Það fækkar kaloríunum töluvert að fara úr venjulegu kóki í diet. Eftir tvær vikur saknarðu kóksins ekki lengur.“ Þegar mörg lítil skref koma saman verður til eitt stórt stökk. „Þetta snýst ekki bara um að fara í megrun. Þetta snýst um að breyta um lífsstíl.“ Kristian léttist um sextíu kíló á örfáum mánuðum. „Ég veit ekki hvort það er hollt,“ segir hann. „Ég leit út eins og svín. Ég hefði getað grátið en ég hló og mér tókst að ná markmiðinu.“ Hann óttast ekki að missa


aftur tökum á þyngdinni. „Ég óttast frekar að verða ruglaður og fá þráhyggju af æfingunum.“ Kristian er víða virkur í félagsstarfi. Hann var formaður menningarsamtakanna Noregs Ungdomslag og tekur þátt í stjórnmálum af krafti. Hann segir tímaskort enga afsökun fyrir því að sleppa því að hreyfa sig. „Í guðanna bænum – Obama hreyfir sig á hverjum degi og ég er ekki önnum kafnari en hann!“ segir Kristian. „Þetta snýst um forgangsröðun. Þú verður að vakna tveimur tímum fyrr á morgnana og hreyfa þig ef ekki vill betur til.“

Offita karla alvarlegt vandamál sem lítið er rætt Í bókinni segir Kristian sögu sína á opinskáan og hreinskilinn hátt. Hann segist hafa hafið umræðu sem þekktist ekki fyrr. „Þessi saga hefur verið sögð áður af konum en ekki körlum,“ segir hann. Líkamsímynd kvenna er rædd reglulega. Útlitsbreytingar, útlitsdýrkun, offita og lystarstol eru allt stef sem við þekkjum úr umræðunni. Hvernig fótósjoppaðar silíkonbombur verða að fyrirmyndum ungra stúlkna – fyrirmyndir sem engin leið er að

„Ég var í hættu að fá hjartasjúkdóm og mig langaði til að sofa oftar hjá.“ líkjast. Kristian vísar til norskrar rannsóknar sem gerð var meðal 15 ára stelpna. Helmingur þeirra áleit sig of feitar en rannsóknir sýndu að aðeins um 15% þeirra voru raunverulega of feitar. En vandamálið er líka til staðar hjá körlum. Vöðvastæltar nærbuxnafyrirsætur eru fyrirmyndirnar sem yngri karlarnir vilja líkjast. „Það eru fáir staðir sem karlmenn, sem eru ósáttir við líkama sinn, getað leitað til.

„Það vill enginn vera feitur. Viðhorfið til feitra er mjög neikvætt. Þegar þú sérð einhvern sem er mjög feitur hugsarðu með þér að það sé eitthvað að hjá honum.“

Þetta er mikið einkamál. Vinir mínir sögðu ekkert þegar ég léttist um 60 kíló. Þeir byrjuðu ekki að ræða við mig fyrr en ég skrifaði bókina. Þetta er samt líka mjög opinbert mál því það sjá allir líkama þinn. Hann er forsíðan þín.“ Og eins og Kristian orðar það: „Það vill enginn vera feitur. Viðhorfið til feitra er mjög neikvætt. Þegar þú sérð einhvern sem er mjög feitur hugsarðu með þér að það sé eitthvað að hjá honum. Hann hafi enga sjálfsstjórn, að hann sé óhreinn. Þeir sem eru feitir svitna vissulega meira. Feitt fólk er líka minna virði fyrir samfélagið. Það vinnur minna því það er líklegra til að veikjast. Offita karla er að verða eitt af stóru heilsufarsvandamálunum. Evrópa – og í raun heimurinn allur – er að þyngjast og á því höfum við ekki efni.“ Þegar öllu er á botninn hvolft er mikilvægast að sættast við sjálfan sig. „Ég fæ aldrei líkama eins og David Beckham. Ég er ekki sáttur við mig í dag en ég verð það aldrei. Við sem fullorðið fólk verðum að taka á honum stóra okkar og viðurkenna að líkamar okkar eru mismunandi.“ Að mati Kristians þarf ólíkar lausnir eftir því hver á í hlut. „Það þarf að gera þetta af skynsemi, með virðingu fyrir körlum og konum á ólíkan hátt.“ GG

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Sjáðu lífið í lit Flottir tískubolir og umhverfisvænir taupokar frá Continental sérmerktir með þínu merki.

Norðlingabraut 14 | 110 Reykjavík Sími 569 9000 | sala@bros.is

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


;Vg[j\aV]Z^b^a^ " [g{W¨g `dhijg lll#]dhiZa#^h

;Vg[j\aV]Z^b^a^ Zgj [g{W¨g `dhijg [ng^g Z^chiV`a^c\V! [_ ah`naYjg d\ ] eV# ÃVj Zgj aajb de^c d\ W_ ÂV \Zhijb h cjb \ ÂV \^hi^c\j { ]V\`k¨bj kZgÂ^# ;aZhi ]Z^b^aVccV W_ ÂV jee { '¶+ bVccV ]ZgWZg\^ d\ hjb ÄZ^ggV Z^cc^\ hjbVg] h# C{cVg^ jeeaÅh^c\Vg Zg VÂ [^ccV { lll#]dhiZa#^h

;Vg[j\aVg

HjcYaVj\VkZ\jg () # &%* GZn`_Vk ` H b^ **( -&&% # ;Vm *-- .'%& ;Vg[j\aVg ❚ ^c[d5]dhiZa#^h ❚# lll#]dhiZa#^h :bV^a/ ^c[d5]dhiZa#^h lll#]dhiZa#^h

C¨hiV [Vg[j\aV]Z^b^a^ Zg VaYgZ^ aVc\i jcYVc# SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37


Fyrir ferðina hugsaði ég„mig langar“ Átta fulltrúar frá UMFÍ tóku þátt í námskeiði og ráðstefnu sem NSU (Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde) hélt í Danmörku fyrir skemmstu. Skinfaxi settist niður með hópnum og ræddi við þau um þema námskeiðsins, hvernig laða megi ungmenni til starfa innan rótgróinna félaga, hvað þau fengu út úr ferðinni, stranga vinnutörn í Danmörku og ryðgaða skóladönskuna. Námskeiðið var haldið á Helsingjaeyri (Helsingør), í ríflega 46.000 manna bæ um 45 kílómetra norður af Kaupmannahöfn. Helsta kennileiti bæjarins er Krónborgarkastali, sögusvið Hamlets eftir William Shakespeare. Ljósin í Helsingborg í Svíþjóð blasa við af eyrinni. Hvergi er styttra yfir Eyrarsundið en á milli bæjanna tveggja, aðeins 4,5 km. Íslenski hópurinn kom á áfangastað seinni part föstudags, eftir örlítinn þvæling um bæinn í aðventurökkrinu. Það er snjóföl á veginum, veturinn er kominn til Danmerkur. Því var búið að lofa í Politiken fyrir helgina. Að auki eru mættir fulltrúar frá Eistlandi, Slésvíkurhéraði, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi og Danmörku, alls tæplega 40 þátttakendur. Þeim var skipt upp í þrjá smærri hópa sem hver um sig leitaðist við að svara spurningunni „Hvernig er hægt að virkja ungmenni til þátttöku í skipulögðu félagsstarfi?“ Vinnutarnirnar í hópunum samanstóðu af þankahríð og stuttum hreyfileikjum, sem Danir eru mjög hrifnir af. Þess á milli var hópnum safnað saman í aðalsal farfuglaheimilisins og farið í leiki og gerðar æfingar til að víkka hugann. Á laugardeginum fór hópurinn í Louisisana-nútímalistasafnið í Humlebæk, um tíu kílómetra til suðurs. Safnið er fjölsóttasta listasafn Danmerkur. Það hefur komið

Útskrifaður í dönsku. Egill kynnir niðurstöður hóps síns.

sér upp verðmætu safni eftir helstu listamenn tuttugustu aldarinnar fyrir utan að safnbyggingin þykir listaverk út af fyrir sig. „Heimsókninni var ætlað að veita okkur innblástur. Ekki efast ég um að það hafi tekist,“ segir Egill Gunnarsson, hálfþrítugur Austfirðingur, sem var mjög ánægður með ferðina á Louisiana. „Útisvæðið hjá Louisiana er troðfullt af skúlptúrum eftir marga þekktari myndhöggvara samtímans. Inni var sjálfsmyndasýning þar sem mátti finna verk eftir frægustu myndlistarmenn 20. aldar ásamt sögu hverrar sjálfsmyndar.“ Við heimkomu á farfuglaheimilið byrjaði vinnan fyrir alvöru. Hugmyndir hópanna átti að kynna fyrir stjórn NSU sem kom í heimsókn um kaffileytið á sunnudeginum. Stjórnin gerði síðan athugasemdir við verkefnin sem voru lagfærð enn frekar fyrir formlega kynningu á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn

á þriðjudeginum. Sunnudagurinn varð því býsna strangur. „Námskeiðið var langt og erfitt. Unnið var allan daginn fram á kvöld og hvíldir voru fáar og stuttar. Það var því þó nokkur léttir þegar vinnunni lauk seint á sunnudagskvöldi,“ segir Egill en hópurinn hans vann fram á aðfaranótt mánudags. Aðrir kláruðu fyrr. „Hópurinn minn fullkláraði kynninguna skömmu eftir kvöldmat og við gátum slakað á restina af kvöldinu,“ segir Orri Davíðsson sem starfar í félagsmiðstöð á Selfossi.

„Tengslin gætu reynst ómetanleg í komandi tíð en jafnframt hreifst ég með af metnaði þess, skoðunum og hugmyndaauðgi.“

UMFÍ-hópurinn í ráðstefnulok, frá vinstri: Orri, Hafþór, Eygló, Kolbrún, Egill, Elísabet, Gunnar og Valdís.

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


en eftir hana hugsa ég„ég ætla“ Virkjaði heilastöðvar sem legið hafa í dvala

Næturvinnan hefði verið bærilegri ef hópurinn hefði ekki þurft að vakna eldsnemma á mánudagsmorgni til að ferðast í rútu suður til Kaupmannahafnar. Þar var haldin ráðstefna í Kulturhuset á Íslandsbryggju þar sem rætt var um ungmenni, sjálfboðaliðastörf og starfsemi félagasamtaka. Fyrirlesarar komu víða frá Norðurlöndunum og kynntu rannsóknir sem gerðar hafa verið á þátttöku ungmenna í félagsstarfi og verkefni sem gengið hafa vel. Eygló Rúnarsdóttir frá Reykjavíkurborg var eini íslenski fyrirlesarinn á ráðstefnunni en hún fjallaði um vinnu ungmennaráða. Í lok mánudags var farið í heimsókn til Gam3 sem eru félagasamtök sem hafa á áratug byggt upp aðstöðu fyrir götuíþróttir eins og fótbolta, körfubolta, dans og parkour fyrir ungt fólk sem áður hafði helst leitað sér afþreyingar á götunni. Má þar nefna nýbúa, utanveltubörn og önnur ungmenni úr óstöð-

Orri kynnir vefinn og möguleika á áhugamálum.

ugu umhverfi. „Mér fannst aðstaðan geðveikt flott,“ segir Hafþór Vilberg Björnsson sem meðal annars hefur stýrt unglingastarfi hjá björgunarsveitinni í Hveragerði. Á þriðjudegi kynntu hóparnir þrír hugmyndir sínar fyrir ráðstefnugestum sem komu frá ýmsum félagasamtökum, sveitarfélögum og stjórnmálaöflum á Norðurlöndunum.

„Þarna var mikið af ungu og efnilegu fólki með frábærar hugmyndir sem var tilbúið að leggja sig 100% fram í því sem það var að gera.“

Íslenski hópurinn er ánægður með ferðina. „Fyrir ferðina hugsaði ég mikið „mig langar“ en eftir hana hugsa ég „ég ætla,“ segir Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, átján ára úr Dalabyggð. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.“ „Helgin virkjaði ákveðnar heilastöðvar sem legið hafa í dvala í einhvern tíma. Eftir hana hef ég aukið sjálfstraust til að koma hugmyndum mínum á framfæri,“ bætir Hafþór Vilberg við. Undir tekur Orri: „Þetta var frábær ferð, gaman að geta prófað eitthvað nýtt.“ „Ég lærði helling um skipulagningu svona námskeiðs/búða og get pottþétt nýtt mér þessa reynslu í framtíðinni,“ segir Valdís Ösp Árnadóttir sem fór fyrir íslenska liðinu og stýrði einum af hópunum þremur. Hún öðlaðist til dæmis nýja sýn á notkun „post-it“ miða sem voru mikið notaðir á námskeiðinu. Allir eru þó sammála um að verðmætast hafi verið að kynnast öðru ungu fólki með sama eldmóðinn. Fólki sem var opið fyrir nýjungum og tilbúið til að kýla á hugmyndir. „Þarna var mikið af ungu og efnilegu fólki með frábærar hugmyndir sem var tilbúið að leggja sig 100% fram í því sem það var að gera,“ segir Valdís Ösp. „Það sem stendur upp úr var allt þetta nýja fólk sem maður hitti og fékk tækifæri til að vinna með,“ heldur Hafþór áfram. „Maður kynntist urmul af snjöllu, fjölbreyttu og skemmtilegu ungu fólki,“ bætir Egill við. „Tengslin gætu reynst ómetanleg í komandi tíð en jafnframt hreifst ég með af metnaði þess, skoðunum og hugmyndaauðgi. Ferðin veitti mér þá trú að framtíðin sé björt. Nóg er af fólki til að stunda fyrirmyndarstarf og viðhalda mikilvægu starfi ungmennafélaganna.“ Elísabet gengur svo langt að segja að ekki sé hægt að lýsa ferðinni með orðum. „Allir krakkarnir, sem mættu, voru opnir fyrir nýjum hugmyndum og nýju fólki, ekkert mál að kynnast þeim og allir svo hlýlegir.“ Hún segir íslenska hópinn hafa smollið sérlega vel saman þótt einstaklingarnir innan hans hafi komið hver úr sinni áttinni. „Það var eins og við værum öll búin að þekkjast í mörg ár!“

Fyrst rann þetta allt saman í einn graut

Úr húsakynnum Gam3.

Helsta vandamál íslenska hópsins var tungumálin. Stefna NSU er að öll samskipti innan samtakanna séu á skandinavísku máli (dönsku, norsku eða sænsku). Á Helsingjaeyri var enska í boði fyrir þá sem áttu erfitt með að skilja fyrirmæli. Þegar til Kaupmannahafnar var komið var hún úr sögunni. „Ég spurði margoft þarna úti hvernig hægt sé að ætlast til að við tölum þeirra tungu þegar þau

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


„Helgin virkjaði ákveðnar heilastöðvar sem legið hafa í dvala í einhvern tíma.“ skilja varla hvert annað,“ segir Hafþór og brosir. Elísabet og Egill segja að átakið hafi verið mest í byrjun. „Fyrst rann þetta allt saman í einn graut,“ segir Elísabet. „Það gekk brösuglega að rifja upp dönskuna sem reynt var að troða ofan í mann til fjölda ára,“ bætir Egill við og segir okkur sögu frá vandræðum sem hann lenti í við að panta sér McDonaldsborgara í byrjun ferðarinnar. „Stöðugt áreiti af skandinavísku kveikti þó á gömlum heilasvæðum,“ segir hann en hann kynnti hluta af niðurstöðum síns hóps á dönsku. Skandinavískan efldist einnig hjá Elísabetu. „Fyrst þurfti ég alltaf að láta þýða fyrir mig yfir á ensku eða íslensku en það kom smátt og smátt og gaman þegar aðrir byrjuðu að samgleðjast mér þegar ég skildi eitthvað!“ Kolbrún Lára Kjartansdóttir og Eygló Hrund Guðmundsdóttir frá Hvammstanga segja að dönskuverðlaun úr grunnskólanum hafi dugað stutt þegar út í alvöruna var komið. Í dönskukennslunni virðist skorta talþjálfun. Þær segjast staðráðnar í að taka sig á í dönskunni fyrir næstu NSU-viku sem þær eru ákveðnar í að taka þátt í og hvetja fleiri til að leggja meiri rækt við tungumálanámið. Valdísi Ösp fannst ánægjulegt að sjá hvernig Íslendingarnir efldust þegar á leið helgina. „Það gekk mjög vel að vinna á skandinavísku og mér fannst íslenski hópurinn standa sig vel í því – allir komu með opnum hug og mörg hver voru farin að tjá sig þokkalega undir lok helgarinnar sem var virkilega skemmtilegt.“ Hópurinn kom því ánægður heim þótt ferðin hafi á köflum verið erfið. „Við fengum ekki mikinn frítíma og danskan gat vafist fyrir manni,“ segir Orri. Kolbrún og Eygló eru búnar að taka frá tíma fyrir ungmennaviku NSU sem UMFÍ heldur næsta sumar. „Við ætlum að senda tölvupóst í fyrramálið og skrá okkur,“ segja þær í rútunni á leið frá Leifsstöð þegar komið er miðnætti á þriðjudagskvöldi. Þakklæti er efst í huga Elísabetar. „Þetta er rosaleg lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma og nota það sem eftir er. Ég er svo þakklát yfir því að fá að kynnast svona skemmtilegu og gefandi fólki og að hafa eignast nýja vini.“ GG

Farið yfir hugmyndirnar með stjórn NSU. Formaðurinn, Morten Meng, hefur orðið.

Hvað er NSU?

NSU eru regnhlífarsamtök með samtals ríflega eina milljón félaga úr hinu norræna samfélagi. Innan þeirra safnast saman íþrótta-, skáta-, menningar- og æskulýðsfélög auk samtaka ungra bænda með það að markmiði að nota styrkleika hvert annars til að þróa einstaklinga og stofnanir. NSU stendur reglulega fyrir ungmennavikum, leiðtogaskólum og fleiri viðburðum sem dreifast á milli aðildarfélaganna. Höfuðstöðvarnar eru í Danmörku. Nánari upplýsingar um samtökin eru á www.nsu.is.

Ár sjálfboðaliðans, dagur félagasamtaka Rauði hópurinn: Hafþór og Kolbrún Lára, Valdís leiðbeinandi. Verkefnið var í því fólgið að hverju landi var úthlutaður einn mánuður til að kynna ýmiss konar sjálfboðaliðasamtök og félagasamtök fyrir landsmönnum. Síðasta laugardag mánaðarins áttu félögin að standa fyrir viðburði eða kynningu á starfseminni. Þau gátu farið í skóla eða á vinnustaði, verið með bása, sýnikennslu eða gjörninga. Með þessu vildum við ná til nýrra félaga. Í desember áttu fulltrúar allra landanna að hittast á einum stað þar sem yrði lokahátíð og jafnvel verðlaunaafhending fyrir besta sjálfboðaliðann, áhugaverðustu kynninguna eða slíkt.

Norræni rúnturinn/Rútan

Hópurinn sem fór út

Valdís Ösp Árnadóttir, Keflavík (leiðtogi) Egill Gunnarsson, UÍA Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, UDN Eygló Hrund Guðmundsdóttir, USVH Gunnar Gunnarsson, UÍA Hafþór Vilberg Björnsson, HSK Kolbrún Lára Kjartansdóttir, USVH Orri Davíðsson, HSK

Blái hópurinn: Gunnar og Elísabet. Hugmyndin snerist um að ná til nýrra félaga, mennta væntanlega leiðtoga og hrósa efnilegu fólki fyrir vel unnin störf. Í stað þess að ungmennin komi til samtakanna og segi hvað þau langi til að gera töldum við tíma vera kominn til að félögin fari til ungmennanna og sýni þeim hvað hægt sé að gera. Hugmyndin gengur út á að setja upp leiðtogaskóla á hjólum. Fólki, frá aðildarfélögum NSU, sem sýnt hafi áhuga og leiðtogahæfni, sé safnað saman í rútu ásamt leiðbeinendum sem ferðist um Norðurlöndin. Rútan stoppi í völdum borgum og bæjum. Þar standi nemendurnir fyrir viðburði þar sem þeir nýti sér það sem þeir hafi lært, auglýsi samtökin fyrir nýjum félögum og hvetji þá til að sýna frumkvæði í sinni heimabyggð.

Ungdomsorganisationer.com Græni hópurinn: Egill, Eygló Hrund og Orri.

Velkomin á Selfoss Eigum góða daga á Selfossi 4.–7. júlí 2013

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Hugmyndin var að gera nýja heimasíðu fyrir öll félögin í NSU. Hún átti að vera notendavæn, gagnvirk og vera miðlægur gagnagrunnur um allt starfið. Notandi átti að geta farið inn á hana og valið land, svæði og áhugamál. Þannig átti hann að fá lista yfir öll félög sem sinntu áhugamálum hans á svæðinu. Að lokum gat notandi smellt á nafn félagsins og fengið nánari upplýsingar um það. Vefurinn átti að koma bæði notendum og félögum að gagni. Þarna fengu félögin að auglýsa sig á jafnréttisgrundvelli sem jafnframt auðveldar notanda að leita að upplýsingum um tómstundastarf. Vel má ímynda sér að þetta komi fólki til góða sem er nýflutt á óþekktar slóðir.


ALLT UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU. ÓMISSANDI Í SAFNIÐ. SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Stefán Skafti Steinólfsson, formaður ritnefndar Skinfaxa:

Hvetjum sem flesta til að skrifa í blaðið Kæru ungmennafélagar og aðrir lesendur Skinfaxa, hafið þökk fyrir tryggð við blaðið. Ég heilsa ykkur með góðum kveðjum frá ritnefnd og stjórn á aðventunni. Eftirfarandi eru hugleiðingar mínar, en endurspegla ekki álit einstakra ritnefndarmanna. Á sambandsþingi UMFÍ á Akureyri 2011 og sambandsráðsfundi í október síðastliðnum var fjárhagsleg staða og umgjörð

Stefán Skafti Steinólfsson.

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

blaðsins talsvert til umræðu, m.a. í fjárhagsnefnd. Öll erum við sammála um að Skinfaxi er gott blað og á sér mikla sögu, yfir 100 ára sögu sem er einstakt. Það er ekki síst því að þakka að ritstjórar, ritnefndir og stjórnarmenn hafa fylgst með tímanum og hagað seglum eftir vindi. Það er mikilvægt að ætíð sé sýnd ráðdeild og hagsýni í útgáfu blaðsins. Nú hafa ritnefnd, starfsmenn og stjórn ákveðið hagræða í rekstri blaðsins og hafa þegar sett sér markmið í þeim efnum. Við reynum að „sulta“ sem mest heima ef svo má að orði komast. Eins og í mörgum málum er það innihaldið sem skiptir meira máli en útlitið. Þegar vel árar er hægt að bæta í. Við munum leita til okkar góðu sambandsaðila og félagsmanna með efnistök í blaðið og hvetjum sem flesta til að skrifa í blaðið, því alltaf brenna á okkur góð og

gild málefni. Verum dugleg að senda okkar góða ritstjóra hvaðeina sem brennur á hreyfingunni. Mér verður hugsað til hinna meitluðu greina og skrifa Jónasar frá Hriflu sem hristu vel upp í ungmennafélögum og vöktu athygli á Skinfaxa og UMFÍ. UMFÍ er komið á Sveitasímann (Facebook), þökk sé ungmennaráði, og er það vel. UMFÍ er síungt félag og megi hróður þess berast sem víðast. Verum dugleg að deila og safna „áhangendum“. Vel mætti hugsa sér vikulega vefútgáfu eða fréttabréf rafrænt eins og mörg félög standa að, með góðum árangri. Að svo mæltu óska ég lesendum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Íslandi allt. Stefán Skafti Steinólfsson. USK

Unglingalandsmót UMFÍ

Höfn í Hornafirði

00000

Verslunarmannahelgina 2.–4. ágúst 2013

Frábær jólagjöf!

w w w. v e i d i k o r t i d . i s

6SHQQDQ GL V¶JXU I\ULU NUD NND

7Y¦U Q½MDU NRPQDU

E³N XP .LG

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

LQ

GD NODXI

D

QL° KHIXU YDOL° %RUJDUE³NDVDI QV¦OXVWX ¾½GGX YL KDQD EHVWX RJ ¡U ODQGL WY¶ V­°XVWX EDUQDE³NLQD ¡ V


Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð-hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution.

Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því! Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án allrar áhættu!

Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

43


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Gáski ehf., Bolholti 8 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Löndun ehf., Pósthólf 1517

Kópavogur Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir – umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4

Hafnarfjörður Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Umbúðamiðlun ehf., Fornubúðir 3

Reykjanesbær Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Vesturhópi 34

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24 GT Tækni ehf., Grundartanga

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18–20

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Ísafjörður

Velkomin á Selfoss

Útgerðarfélagið Kjölur, Urðarvegi 37

Patreksfjörður Albína verslun, Aðalstræti 89 Oddi hf., Eyrargötu 1

Eigum góða daga á Selfossi 4.–7. júlí 2013

44

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Ferðir við allra hæfi

S

u ð á r k

in g þi

d – n

t! ú g i þ u ð f rí

Hornstrandir – Laugavegurinn – Fimmvörðuháls Héðinsfjörður – Fjörður – Víknaslóðir – Kjalvegur hinn forni – Arnarvatnsheiði – Sunnanverðir Vestfirðir Vonarskarð – Jarlhettuslóðir – Þjórsárver – Lónsöræfi Þórsmörk – Landmannalaugar

Ferðafélag Íslands

Sögumiðlun ehf

Dagsferðir – Helgarferðir – Sumarleyfisferðir

www.fi.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

45


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf., Bugatúni 8 Þórsberg ehf., Strandgötu 25

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Djúpuvík

Blönduós Glaðheimar – Hótel Blönduós, Blöndubyggð 10

Skagaströnd Kvenfélagið Hekla, Ytra-Hóli

Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði, Miklabæ

Akureyri Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Blikkrás ehf., Óseyri 16 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b

Grenivík Brattás sf., Ægissíðu 11

Dalvík O Jakobsson ehf., Ránarbraut 4

Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel

Laugar Þingeyjarsveit, Kjarna

Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 G. Ármannsson ehf., Ártröð 12 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Skógar ehf., Dynskógum 4

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Reyðarfjörður Launafl ehf., Hrauni 3 Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39 Fjarðaþrif ehf., Strandgötu 46

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6

Höfn í Hornafirði Skinney – Þinganes hf., Krossey

46

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Selfoss Árvirkinn ehf., Eyrarvegur 32 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Fjölbrautarskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Veitingastaðurinn Fljótið ehf., Eyrarvegi 8 Flóahreppur, Þingborg

Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hvolsvöllur Bu.is ehf., Pósthólf 37 Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., Ormsvöllum 5

Kirkjubæjarklaustur Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

FM

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

BS

Sigurður Ásgeirsson var landsþekkt refaskytta og einstakt náttúrubarn. Hann þekkti lifnaðarhætti refa flestum öðrum betur, hagnýtti sér atferli fuglanna til að fylgjast með ferðum lágfótu. Margar skemmtilegar veiðisögur eru í bókinni, sagðar af Sigurði sjálfum og vinum hans. Bókin er um 200 blaðsíður, prýdd 153 ljósmyndum, gömlum og nýjum.

Bókin fæst hjá Landgræðslu ríkisins og í veiðibúðum og kostar 4.000 kr. Pantanasími 4883000. Netfang: land@land.is.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

47


ott!

Brakandi snilld!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.