Skinfaxi lm50 blad 2014

Page 1

Frítt eintak

Húsavík

20.–22. júní 2014 Hugi Harðarson:

9

Gaman að hitta gamla félaga

Sigurður Sveinsson, handboltakappi og golfari:

12

Gott og lofsvert framtak

14

Áhugaverðir staðir í Þingeyjarsýslu - Margt í boði

Meiriháttar skemmtilegt - að maður tali nú ekki um félagsskapinn

H

úsvíkingurinn Jón Friðrik Einarsson ætlar að taka þátt í þríþraut á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík í sumar ásamt félögum sínum. „Ég hef aldrei tekið þátt í svona móti áður og er því að þreyta frumraun mína. Ég sló til fyrst mótið er haldið í mínum heimabæ, Húsavík, annað var ekki hægt. Annars líst mér mjög vel á þessi mót. Þau lífga upp á mannlífið, finnst mér. Það eru ekki nema fimm ár síðan að ég fór að stunda hlaup en fram að því var ég ekkert að gutla í þessu,“ sagði Jón Friðrik Einarsson.

Arnfríður Aðalsteinsdóttir tekur þátt í þremur greinum:

Spennt fyrir Landsmótinu á Húsavík

Ekki aftur snúið „Þetta þróaðist í þá átt að skíðin lutu í lægra haldi fyrir hlaupunum sem ég stunda orðið allt árið. Það varð ekki aftur snúið, ég nýt þess að hlaupa og tók m.a. þátt í Berlínarmaraþoninu sl. haust. Þetta er bara meiriháttar skemmtilegt, svo að maður tali nú ekki um félagsskapinn sem er ekki síður mikilvægur en hlaupin. Hreyfingin skiptir mig orðið miklu máli og maður er bara hreinlega orðinn háður þessu. Svo er heilsan orðin betri. Ég ætla að taka þátt í Fjallahlaupinu sem við reyndar skipuleggjum, hlaupafélagarnir, og svo einnig í þríþrautinni ásamt félögunum. Það er góð stemning fyrir þessu móti og

Mótið opið öllum Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum 4. Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður á Húsavík dagana 20.-22. júní, hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald 3.500 kr. og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum, en þær eru um 20 talsins. Á mótinu verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl ásamt heilsufarsmælingum.

Frá vinstri: Jón Friðrik Einarsson, Ágúst Sigurður Óskarsson og Þórir Aðalsteinsson, skokkafélagar sem ætla að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík í júní.

gaman fyrir Húsavík að halda það. Það er upplyfting að fá svona viðburð í bæinn og gerir ekkert annað en að lífga upp á mannlífið. Þetta verður bara gaman,“ sagði Jón Friðrik.

Tökum þríþrautina saman Þórir Aðalsteinsson, félagi Jóns Friðriks, sagði að fólk hlakkaði mjög til mótsins og að þeir ætluðu að taka þríþrautina saman. Þórir er vanur þríþrautarmaður en í spjalli við Skinfaxa sagðist hann halda að hann hefði tekið þátt í tíu þríþrautarkeppnum áður.

Maður er allur beittari og sterkari „Ég byrjaði að taka þátt í almenningsíþróttum í kringum fertugsaldurinn og fór þá af fullri alvöru að hreyfa mig aftur. Hreyfingin er búin að skila sínu, maður er allur beittari og sterkari og ég hef lést um 30 kg. Maður er ekki í þessu til að komast endilega á

verðlaunapall heldur er þetta miklu frekar lífsstíllinn. Svo hefur maður líka verið að hlaupa maraþon, það verður ekki aftur snúið úr þessu,“ sagði Þórir Aðalsteinsson sem verður fimmtugur á þessu ári. Þegar Þórir var krakki var hann í fótbolta og öðrum boltaíþróttum og keppti í sundi. Þórir sagði það einstaka upplifun að fá tækifæri til að keppa á þessu móti á heimavelli en hann er borinn og barnfæddur Húsvíkingur.

Vakning fyrir hreyfingu „Flestir félaga minna ætla að taka þátt í mótinu og nokkrir þeirra ætla síðan að hjóla hringinn í kringum landið viku eftir Landsmótið. Mér finnst vera mikil vakning fyrir hreyfingu almennt og hún er miklu meiri en fyrir tíu árum. Viðhorfið er bara allt annað sem er hið besta mál,“ sagði Þórir.

„Ég er ákveðin í að taka þátt í þremur greinum á Landsmóti UMFÍ 50+. Ég komst að því að ég gæti komið þessum greinum fyrir en fjallahlaupið er fyrir hádegið á laugardag, stígvélakastið eftir hádegi sama dag og þríþrautin fyrir hádegi á sunnudag. Ég hef tekið þátt í Botnvatnshlaupinu á Húsavík og svo hef ég verið mikill aðdáandi þríþrautarinnar og tekið þátt í nokkrum mótum. Ég tek núna þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrsta sinn, hafði ekki aldur til fyrr, en ég varð fimmtug á síðasta ári,“ sagði Arnfríður Aðalsteinsdóttir. Hún vinnur sem sérfræðingur á Jafnréttisstofu á Akureyri en er fædd og uppalin á Húsavík. Arnfríður sagðist hreyfa sig mikið og hefði raunar alltaf gert það. Hún er töluvert á gönguskíðum, syndir og hleypur og er mikið fyrir heilbrigðan lífsstíl.

Tek fyrst og fremst þátt til að hafa gaman af „Ég er búin að synda í 30 ár og var í handbolta þegar ég var krakki. Ég hef synt nánast einn km daglega frá 1984 og við getum sagt að ég haldi mínu striki. Ég tek fyrst og fremst þátt í Landsmótinu til að hafa gaman af. Ég er ekki að fara til

Eitt kort 36 vötn 6.900 kr

www.veidikortid.is

að ná fyrsta sætinu nema þá fyrir sjálfa mig. Ég hvet fólk í kringum mig til að koma og taka þátt og hafa fyrst og síðast gaman af þátttökunni og að hitta annað fólk. Mér fannst aldrei spurning um að vera með, fyrst mótið er haldið í mínum heimabæ. Mér finnst að þegar fólk er komið á miðjan aldur skipti hreyfingin öllu máli hvað heilsuna varðar. Það er mikil vakning í þjóðfélaginu fyrir hreyfingu og það er orðið svo margt í boði. Samt sem áður eru sumir sem hreyfa sig ekki neitt.

Búin að synda nær daglega í 30 ár Mér finnst ég vera á besta aldri og alltaf gefast tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt, eins og að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík. Mér hefur aldrei fundist merkilegt að synda á hverjum degi í 30 ár en allt í einu gerir maður sér grein fyrir því hvað maður býr að góðri heilsu, fimmtug að aldri. Ég er spennt fyrir Landsmótinu og hvet alla til að taka þátt í því, þó að ekki sé til annars en að keppa við sjálfan sig. Þetta gæti líka verið upphafið að einhverju meira og skemmtilegra,“ sagði Arnfríður Aðalsteinsdóttir.

2 0 1 4

00000


2

Landsmót UMFÍ 50+

Landsmótið gerir ekkert annað en að auka samstöðu á meðal fólks Skinfaxi Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, www.640.is, www.642.is o.fl. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason, formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 568-2929. umfi@umfi.is www.umf.is Starfsmenn: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, Björg Jakobsdóttir og Gunnar Gunnarsson, meðstjórnendur. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson og Eyrún Harpa Hlynsdóttir.

Hreyfing er góð slysavörn Heilbrigt líferni byggist á góðum svefni, mataræði og hreyfingu. Allt er þetta mikilvægt til að stuðla bæði að andlegri og líkamlegri vellíðan. Hins vegar er mjög mismunandi hvort og hversu mikla áherslu fólk leggur á þessa þætti. Mikil vakning hefur orðið í hreyfingu og mataræði undanfarin ár en svefninn virðist mæta afgangi hjá mörgum þar sem rannsóknir sýna að svefntími fólks hefur styst. Slys eru tíðari hjá þreyttu fólki og gildir þá einu hvort um ræðir umferðarslys, frítímaslys eða vinnuslys. Fallslys eru algengari hjá þeim sem stunda ekki reglulega hreyfingu enda bætir hreyfingin styrkleika, liðleika, jafnvægi, snerpu og samhæfingu. Þá dregur rétt mataræði úr líkum á beinþynningu og þar af leiðandi hættu á beinbrotum. Sjö af hverjum tíu slysum sem falla undir F plús tryggingu VÍS stafa af falli. Með því að huga vel að mataræði, hreyfingu og svefni, ásamt réttum búnaði og öruggu umhverfi, má minnka líkur á slysum og óhöppum og bæta þannig lífsgæði sín. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS

„Það var mikill metnaður af okkar hálfu til að fá þetta mót en héraðssambandið stendur á tímamótum á þessu ári þegar það heldur upp á 100 ára afmæli sitt. Við vorum stórhuga á þessum tímamótum og sóttum í byrjun um að halda Unglingalandsmót en fengum ekki. Við ákváðum að halda áfram og fengum Landsmót UMFÍ 50+ til okkar í staðinn sem er á allan hátt mjög spennandi verkefni. Við höldum það á Húsavík sem okkar stærsti þéttbýliskjarni en samt í samstarfi við tvö sveitarfélög, bæði Norðurþing og Þingeyjarsveit, þannig að við förum með mótið inn á tvo staði. Landsmótið er tvímælalaust er stærsti einstaki viðburðurinn á aldarafmælisári okkar,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður Héraðssambands Þingeyinga, í spjalli við Skinfaxa. Jóhanna sagði héraðssambandið vel í stakk búið til að taka þetta mót að sér og aðstæður með ágætum þó að þær gætu alltaf verið enn betri. Aðstæður eru fínar til að taka að sér Landsmót UMFÍ 50+ og boðið er upp á fjölmargar greinar þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Jóhanna sagði að mikið væri horft til heilsueflingar í tengslum við mótið svo að þetta verður um leið íþrótta- og heilsuhátíð sem mótshaldarar telji að skipti miklu máli. Jóhanna sagði að Landsmót UMFÍ 50+ snerist fyrst og fremst um að fá fólk til að koma og hreyfa sig. Lýðheilsuhugsunin væri mjög ofarlega í hugum fólks.

„Landsmót UMFÍ 50+ snýst fyrst og fremst um að fá fólk til að koma og hreyfa sig“ Í hverju liggur undirbúningur fyrir að halda mót af þessu tagi? „Undirbúningurinn felst aðallega í því að ná góðri samstöðu á milli aðildarfélaganna og fá þau til að vinna saman. Einnig vegur fjármögnun þungt í þessu sambandi og svo fáum við aftur á móti góða kynningu, bæði inn á við og út á við. Sveitarfélögin fá góða kynningu og í heild sinni er þetta gott fyrir svæðið. Þetta þjappar okkur vel saman og gerir okkur sterkari þegar upp er staðið. Við fórum fyrir nokkrum árum í gegnum sameiningu Héraðssambands Suður-Þingeyinga og Ungmennasambands Norður-Þingeyinga og þessari sameiningu náum við enn betur með því að halda Landsmót UMFÍ 50+ hér í sumar. Þetta verkefni er jákvætt í alla staði. Við finnum fyrir miklum meðbyr í héraðinu öllu og jákvæðni hvert sem litið er. Mót sem þetta gerir ekkert annað en að auka samstöðu á meðal fólks. Við erum tilbúin að taka á móti fólki og ætlum að vanda okkur við það,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ.

Íþróttaáhugi hefur líklega alltaf verið mikill á sambandssvæði ykkar? „Já, það er hárrétt. Íþróttaáhuginn hefur alltaf verið mikill hjá okkur en svæðið er stórt og aðildarfélög um 30 talsins með margar ólíkar greinar þar undir. Það er mjög rík hefð fyrir íþróttaæfingum og íþróttaviðburðum og ekki síður menningarhlutverki íþróttanna. Við byggjum mikið upp á kjörorðinu „Ræktun lýðs og lands“,“ sagði Jóhanna. Finnst ykkur mikilvægt að fá að taka þetta mót að ykkur og þá jafnvel til lengri tíma litið? „Það gríðarlega mikilvægt að fá þetta verkefni inn á okkar svæði. Það skiptir héraðssambandið sérlega miklu máli að fá Landsmót UMFÍ til okkar. Það er ekki hægt að fá flottara verkefni fyrir eitt héraðssamband, það segir sig sjálft.“

Það verður táp og fjör á Húsavík

L

andsmót Ungmennafélags Íslands eru landsþekkt verkefni á vegum hreyfingarinnar og hafa vaxið og dafnað frá því að fyrsta mótið var haldið á Akureyri árið 1909. Nú eru Landsmótin þrjú sem hreyfingin stendur fyrir. Auk hefðbundna Landsmótsins eru haldin Unglingalandsmót og Landsmót UMFÍ 50+. Árið 2011 var Landsmót UMFÍ 50+ haldið í fyrsta sinn á Hvammstanga en síðan hafa verið haldin tvö mót, í Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal. Mótið í ár verður haldið á Húsavík dagana 20.–22. júní nk. Tölur sýna að meðalævi Íslendinga hefur lengst og heilsufar almennt batnað. Þrátt fyrir það eru ákveðnar ógnir sem steðja að heilsufari fólks á næstu árum og áratugum. Hreyfingarleysi hefur aukist í öllum aldurshópum og er einna algengast meðal hinna eldri. Sýnt hefur verið fram á að slíkt getur

leitt til alvarlegra sjúkdóma, s.s. hjartaog æðasjúkdóma, krabbameins, sykursýki II, og nú nýlega benda rannsóknir til þess að þunglyndi og vímuefni séu orðin vandamál hjá eldra fólki. Við þessu þarf að bregðast og þar gegna heilsusamlegur lífsstíll, reglubundin hreyfing, hollt mataræði og þátttaka í félagsstarfi lykilhlutverki í að bæta heilsu og lífsgæði. Markmið Ungmennafélags Íslands með því að halda Landsmót UMFÍ 50+ er fyrst og fremst það að ýta undir vitundarvakningu hjá fólki hvað varðar heilsueflingu og þátttöku í fjölbreyttu

félagsstarfi svo að það njóti þess ávinnings sem af slíkri þátttöku hlýst. Þátttökurétt hafa allir einstaklingar 50 ára og eldri og er ekki skilyrði að vera félagsbundin í ungmenna- eða íþróttafélagi. Keppnisgreinar mótsins eru fjölmargar og til viðbótar eru sýningar og fræðsla um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt kvöldvökum, dansleikjum og fleira skemmtilegu. Markmiðið er að allir skemmti sér vel og þátttakan er lykilatriði. Mótshaldarar eru Héraðssamband Þingeyinga ásamt sveitarfélaginu Norðurþingi en innan sambandsins og sveit-

arfélagsins er mikið af kröftugu og duglegu fólki sem býr yfir miklum metnaði og mun taka vel á móti gestum og sjá til þess að öllum líði vel mótsdagana. Á Húsavík er glæsileg keppnisaðstaða, tjaldsvæði og önnur aðstaða og þjónusta sem þarf til að halda mót eins og Landsmót UMFÍ 50+. Auk þess er mikið framboð af alls kyns afþreyingu á svæðinu sem vert er að njóta meðan á dvölinni stendur. Mótið er mjög spennandi verkefni fyrir hreyfinguna og landsmenn alla og er góð viðbót og stuðningur við íþróttastarfið í landinu enda heilsubrunnur fyrir líkama og sál. Verið hjartanlega velkomin á 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík og njótið þess að upplifa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í góðra vina hópi. Það verður táp og fjör! Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ


n i t f i Áskr r v inn u ig! þ r i fyr

EKKI K MISSA AF MILLJÓNUM TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á LOTTO.IS

– FÖSTUDAGUR TIL

1 6 11 16 21 26 31 36 1

2 7 12 17 22 27 32 37 42

3 8 13 18 23 28 33 38 43

4 9 14 19 24 29 34 39 44

FJÁR –

1 5 10 2 15 3 20 4 25 5 30 6 35 7 40 8 45

ALLTAF Á MI

A. B. C. D. E. F. G. H.

ÐVIKUDÖG

UM!

12 14 17 21 41 48 05 16 23 36 37 38 07 09 13 22 34 38 03 06 19 24 25 31 11 19 21 25 38 42 01 25 35 36 39 46 18 19 20 23 28 46 22 27 29

6; ;6 > > > 3

0 :


4

Landsmót UMFÍ 50+

Ég er bæði stoltur og ánægður - Við munum sýna okkar bestu hliðar Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott Grænmetisbændur leggja inn uppskeru til Sölufélags garðyrkjumanna og félagið leggur síðan allan metnað sinn í að koma vörunni á sem bestan og ódýrastan hátt til neytenda. Með öflugri stjórn og skilvirku og einföldu markaðskerfi skila um 90% af heildsöluverði vörunnar sér til framleiðenda. Markmiðin eru einföld og byggjast á reynslu og þekkingu framleiðenda og sölu- og markaðsfólks ásamt gæðavitund íslenskra neytenda. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá framleiðslu til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti er augljós. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott, hollt og ferskt. Við þökkum landsmönnum fyrir frábærar móttökur á íslensku grænmeti!

Þ

að er hreint út sagt meiriháttar að fá tækifæri til halda Landsmót UMFÍ 50+. Á meðal fólksins er velvildin, ánægjan og kappsemin alveg ótrúleg svo að þetta er bara gaman og gerir allan undirbúninginn skemmtilegan. Það er tvímælalaust mikill styrkur fyrir okkur að fá þetta mót og ofan á annan ferðamannastraum til Húsavíkur í sumar er ljóst að öll gistirými eru orðin full. Við gætum tvöfaldað gistirýmið og það yrði samt allt upppantað. Við lítum annars björtum augum til þessa verkefnis og ætlum að láta það farast okkur vel úr hendi,“ sagði Bergur Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, um Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Húsavík dagana 20.–22. júní í sumar. Bergur sagði að heilsugæslan kæmi að þessu verkefni af fullum krafti með ýmiss konar mælingum og heilsufarskynningum. Sveitarfélagið sinnir umgjörðinni með ýmsum hætti og verður gert átak í snyrtingu og lagfæringu vallar. Fólk vinnur saman og stendur með prýði að undirbúningi mótsins. „Mér fannst vera tími kominn til að við tækjum að okkur mót hér á svæðinu. Við erum kappsöm og ætlum að gera þetta vel og með sóma, ég hef

„Þið getið rétt ímyndað ykkur! Þetta mót er frábært innlegg sem vonandi á framtíðina fyrir sér. Ég get nefnt sem dæmi að þegar varla var göngufæri í bænum í vetur voru tugir manns á hverjum degi sem komu saman á upphituðum gervigrasvelli til að skokka. Þetta er dæmi um að fólk notar aðstöðuna, sem í boði er, til að hreyfa sig. Ég hef notað tækifærið, hvar sem ég hef verið á ferðinni, til að auglýsa mótið og hvetja fólk til að skrá sig. Aðstaðan hjá okkur er líka til fyrirmyndar en við erum þó ekki með 25 metra laug. Frjálsíþróttaaðstaðan er hins vegar á Laugum,“ sagði Bergur. Hann sagðist vera stoltur fyrir hönd bæjarfélagsins yfir að halda þetta mót og að vel verði tekið á móti keppendum og gestum. „Ég er bæði stoltur og ánægður og við munum sýna okkar bestu hliðar. Það verður fullt af fólki í bænum og við hlökkum mikið til. Ég efast reyndar ekki um að við munum standa okkur vel. Aðalatriðið er að þeir sem hingað koma njóti dvalarinnar og hverfi burt með góðar minningar, þá verðum við hamingjusöm,“ sagði Bergur Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, í samtali við Skinfaxa.

Bergur Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. ekki trú á öðru. Þó að mótið sé haldið að mestu á Húsavík er það Þingeyjarsýslan öll sem kemur að þessu en eins og allir að vita er hefðin mjög sterk á Laugum og víðar. Menn virkja hver annan og frá mínum bæjardyr-

um séð er óskaplega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Bergur. – Nú er mikil vakning á meðal almennings um hreyfingu almennt. Telur þú Landsmót UMFÍ 50+ gott innlegg í þá þróun?

ÞJÓNUSTUVER

TÍMAPANTANIR OG UPPLÝSINGAR

570 9090

Er kagginn kominn með skoðun?

Það er metnaður ur okkar hjá Frumherja að veita a góða þjónustu og hagstæð kjör á skoðunum.

LUK KUL EIKU R

25.0 00 ELD SN VINN EYTISINGU R

BETRI STOFAN

LUKKULEIKUR UKKULEIKUR

í

Komdu með ð bílinn í skoðun og freistaðu istaðu gæfunnar í Lukkuleik okkar. Eldsneytisvinningur dsneytisvinningur að upphæð kr. 25.000 dreginn út hverri viku.

Keyrum örugg í sumar og látum skoða bílinn þar sem reynslan er mest! - örugg bifreiðaskoðun um allt land Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is


Glaðheimar Blönduósi Sumarhús og tjaldsvæði á bökkum Blöndu

Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar

Opið allt árið Sumarhús í ýmsum stærðum Heitir pottar - Náttúrulegt umhverfi

Gönguleiðir – Mikið fuglalíf Stutt í alla þjónustu Verslun – Söfn - Veitingar Sund – Hestaleiga (www.galsi.is)

Perla norðursins Hrútey við hlið sumarhúsanna www.gladheimar.is

Símar 820 1300 & 690 3130 gladheimar@simnet.is


6

Landsmót UMFÍ 50+

Þingeyingar hafa haldið nokkur Landsmót

L

andsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík dagana 20.–22. júní í sumar en hluti mótsins mun þó fara fram í Þingeyjarsveit. Þetta er fjórða Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið er og það fyrsta á norðausturhorninu. Fyrri mót voru haldin á Hvammstanga, í Mosfellsbæ og í Vík í Mýrdal. Þó nokkuð er síðan að Landsmót hefur verið haldið á Húsavík. Það var árið 1987 og tókst með eindæmum vel en það var ekki síst veðurguðunum að þakka. Fyrir það mót var ráðist í miklar framkvæmdir í sveitarfélaginu og m.a. byggð 25 metra sundlaug til bráðabirgða. Unglingalandsmót var haldið að Laugum í Reykjadal sumarið 2006. Þar var einnig ráðist í miklar framkvæmdir á vegum Þingeyjarsveitar og unnu sjálfboðaliðar gríðarlega mikið verk við að koma upp nýjum frjálsíþróttavelli. Fyrir Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík verður flikkað upp á þá aðstöðu sem er til staðar og vonandi verður það íþróttamannlífinu til góða að Landsmóti UMFÍ 50+ loknu. Vonir standa til að þátttaka Þingeyinga, sem eru komnir um og yfir miðjan aldur, verði góð á mótinu og að Þingeyingar noti þetta mót sem hvatningu til að auka hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl eftir það.

Sigurður Haraldsson tekur þátt í 4. Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík:

Íþróttirnar halda mér gangandi

S

igurður Haraldsson, sem keppir ávallt undir merkjum Ungmennafélagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði, hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í vor. Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til þrennra gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna á Heimsmeistaramóti öldunga sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurður, sem er 85 ára gamall, er við hestaheilsu, hefur tekið þátt í tveimur Landsmótum UMFÍ 50+ til þessa og stefnir ótrauður á mótið sem haldið verður á Húsavík í júní. Sigurður hefur staðið sig afar vel og unnið til margra verðlauna.

Mæti galvaskur á Húsavík „Íþróttirnar hafa gefið mér heilmikið og við vorum afskaplega heppin í þessu litla sjávarþorpi á sínum tíma. Við fengum öndvegiskennara og æskulýðsleiðtoga sem leiddu okkur í gegnum íþróttastarfið í öllum greinum og þarna skapaðist mikil íþróttastemning. Ég veit ekkert hvernig lífið hefði þróast ef íþróttanna hefði ekki notið við. Félagsskapurinn skiptir miklu máli í íþróttunum, allir eru með sömu áhugamál og glaðværðin og léttleikinn eins og best getur orðið. Ég ætla mæta galvaskur á mótið norður á Húsavík, svo framarlega sem ekkert kemur í veg fyrir það,“ sagði Sigurður.

Mótin hvetja einstaklinginn áfram „Mér finnast þessi mót frábært framtak og menn hefðu bara átt að byrja á þessu miklu fyrr. Mótin hvetja einstaklinginn áfram til að sanna sig í því sem hann er að fást við hverju sinni. Hvatninguna vantar svo víða en Landsmót UMFÍ 50+ hefur breytt því svo að um munar og gefið fólki á þessum aldri gott tækifæri,“ sagði Sigurður Haraldsson hress í bragði í samtali við Skinfaxa. Sigurður segir að eftir að hann tók upp á því að fara æfa að nýju, í kringum sjötugsaldurinn, hafi hann eingöngu haldið sig við köstin. Hann hefur æft reglulega alla tíð síðan, allt að 4–5 sinnum í viku þegar skilyrðin eru hagstæð.

Æfi árið um kring „Ég læt ekkert stöðva mig og æfi árið um kring. Við kastfélagarnir vorum svo lánsamir að fá aðstöðu í Frjálsíþróttahöllinni og þar æfum við í hádeginu alla daga. Þetta er dýrðlegur staður til æfinga og gefur frjálsíþróttafólki mikla möguleika en áður vorum við úti í öllum veðrum. Um leið og skilyrði batna erum við komnir út á vorin og æfum á kast-

Verðlaun á Heimsmeistaramóti öldunga Árangur Sigurðar á Heimsmeistaramóti öldunga, sem haldið var í Ungverjalandi í lok mars, vakti mikla athygli. Þar keppti hann ásamt félaga sínum Jóni Ögmundi Þormóðssyni. Keppendur á mótinu voru 3.800 frá 65 löndum. Sigurður vann til fimm verðlauna, en hann keppti í kastgreinum 85–89 ára. Hann sigraði í kringlukasti, sleggjukasti og lóðkasti og varð í öðru sæti í spjótkasti og kúluvarpi. Aðspurður hvort hann sé ekki í toppformi um þessar mundir segir Sigurður svo vera og að góð ástundun við æfingar sé að skila sér. svæði í Laugardalnum. Þetta vor er búið að vera sérlega hagstætt til æfinga,“ sagði Sigurður. Sigurður segist hafa keppt undir merkjum Ungmennafélagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði alla tíð. Hann er fæddur í Reykjavík en fluttist austur á Fáskrúðsfjörð 11 ára gamall með foreldrum sínum og systur þar sem faðir hans var héraðslæknir. Hann átti heima á Fáskrúðsfirði fram undir þrítugt, var þar í skóla og fór síðan að vinna sem gjaldkeri kaupfélagsins á staðnum.

Maður lifir einn dag í einu „Ég er ekkert að gefa eftir og nýt þess að vera í góðu ásigkomulagi. Íþróttirnar halda mér gangandi og ég hef ekkert afskrifað ennþá þótt það hljómi svolítið einkennilega. Maður lifir einn dag í einu í þessu en á meðan ég hef heilsu og þrek hef ég mikla ánægju af að taka þátt í íþróttum,“ sagði Sigurður Haraldsson í spjallinu við Skinfaxa.

Það leika að meðaltali

250

landsliðsmenn fótbolta

Boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar

L

andsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík, en það eru: almenningshlaup, boccia, bridds, bogfimi, blak, frjálsar, hestaíþróttir, línudans, golf, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, skotfimi, sund, sýningar, stígvélakast og þríþraut. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

Alls leika um

20.000

fótbolta með liðum

KOMDU Í

FÓTBOLTA


maggioskars.com/248.307

4. Landsmót UMFÍ 50+ Íþrótta- og heilsuhátíð! Húsavík 20.–22. júní 2014 Keppnisgreinar: Blak, boccia, bogfimi, bridds, dráttavélaakstur, fjallahlaup, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, hrútadómar, jurtagreining, línudans, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, stígvélakast, sund, sýningar, þríþraut.

Velkomin til Húsavíkur!

NORÐURÞING

Þingeyjarsveit

Nánari upplýsingar á www.umfi.is


8

Landsmót UMFÍ 50+

Trausti Sveinbjörnsson, hlauparinn góðkunni, lætur ekki deigan síga:

Mótin eru gott innlegg fyrir þá sem langar að hreyfa sig og keppa „Íþróttirnar hafa gefið mér mikið og strákarnir komu með mér í þetta af fullum krafti. Ég var rosalega stoltur af þeim því að þeir voru í landsliðinu allir á sama tíma og frægir undir nafninu Traustasynir,“ sagði Trausti.

Ætla að hlaupa á hverjum degi

Trausti ásamt sonum sínum sem allir æfa frjálsar íþróttir.

argus – 05-0302

Trausti sagðist að lokum hlakka mikið til Landsmóts UMFÍ 50+ og hvetti alla til að taka þátt í mótinu. „Ég ætla alltaf að vera með. Að minnsta kosti á meðan ég stend í lappirnar ætla ég að hlaupa á hverjum degi,“ sagði Trausti Sveinbjörnsson.

T

rausta Sveinbjörnsson þekkja margir úr frjálsíþróttaheiminum en Trausti var á árum áður einn fremsti hlaupari landsins. Trausti, sem er 68 ára gamall, hefur síður en svo lagt árar í bát því að enn í dag leggur hann mikið upp úr allri hreyfingu sér til heilsubótar. Trausti hefur tekið þátt í Landsmótum UMFÍ 50+ og hefur skráð sig til keppni í sjö greinum á mótinu á Húsavík.

55 ára keppnisferill „Ég tók þátt í fyrsta mótinu á Hvammstanga og svo aftur í Vík í Mýrdal en komst því miður ekki á mótið í Mosfellsbæ. Í gamla daga var ég duglegur að taka þátt í Landsmótum UMFÍ og lengst af keppti ég undir merkjum UMSK. Keppnisferill minn er orðinn ansi langar og ég held við getum sagt að hann spanni í dag 55 ár. Ég varð hlutskarpastur í yngsta flokki í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar árið 1959 og eftir það hef ég ekki getað hætt og keppt eitthvað á hverju einasta ári. Ég hef bara svo ofsalega gaman af þessu og ætla að halda áfram svo lengi sem ég get. Ég þarf að vísu að hægja aðeins á mér, ekki keppa á fullum krafti, heldur að vera með en það veitir mikla ánægju. Ég ákveðinn að taka þátt í fjórum sundgreinum á mótinu á Húsavík, kúluvarpi, kringlukasti og pútti, alls sjö greinum,“ sagði Trausti Sveinbjörnsson í spjalli við Skinfaxa.

Landsmót UMFÍ 50+ eru fyrir svo marga Trausti sagði að Landsmót UMFÍ 50+ væri frábær viðburður og gerði mikið

fyrir þá sem eru að hreyfa sig og langar að keppa. „Þetta má aldrei detta niður, frekar þarf að efla það ef eitthvað er. Þessi mót eru fyrir svo marga og hreyfingin skiptir óskaplega miklu máli. Almenningur er orðinn mjög meðvitaður um það hvað öll hreyfing er mikilvæg og því var það gott framtak af hálfu UMFÍ að fara af stað með þessi mót. Ég reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi. Ég lyfti og skokka í Laugardalnum 2–4 km þrisvar í viku. Á þriðjudögum í hádeginu geng ég alltaf með Magnúsi Jakobssyni, fyrrum formanni Frjálsíþróttasambands Íslands, og Knúti Óskarssyni um 6 km í Kópavoginum. Síðan er ég tvö kvöld í viku að æfa sund. Læknarnir mínir segja að ég verði að halda áfram að æfa en skuli slaka aðeins á í keppni. Ég ætla að fara eftir ráðleggingum þeirra en ég ætla ekki að hætta, bara róa mig aðeins niður, og læt skynsemina ráða,“ sagði Trausti.

Stórt verðlaunasafn – hátt í 800 verðlaunapeningar Keppnisferill Trausta er orðinn ansi langur eins og áður kom fram. Trausti sagðist halda að hann ætti eitt stærsta verðlaunasafn frjálsíþróttamanns en verðlaunapeningarnir nálgast 800 talsins. Langflestir eru þeir fyrir frjálsar íþróttir en einnig sund og skíðagöngu. Trausti sagðist hafa náð því eitt sinn að verða Íslandsmeistari í skíðagöngu, sundi og frjálsum sama árið. Í fyrra stefndi hann að því að verða Norðurlandameistari í sundi og frjálsum íþróttum en það hafi því miður ekki gengið eftir.

FUNHEITAR E‹A SVALAR fiykkvabæjar forso›nar grillkartöflur e›a kartöflusalat me› hrásalati. Einfalt og gott!


Landsmót UMFÍ 50+

Hugi Harðarson var einn sterkasti sundmaður landsins um árabil:

Gaman að hitta gamla félaga og kynnast nýju fólki

9

Karen Malmqvist á Akureyri:

Hvatning til að hreyfa sig um. Ég sá svo um keppni í sundi á Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Akureyri 2009,“ sagði Karen Malmqvist, framhaldsskólakennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.

S

kagamaðurinn og sundmaðurinn Hugi Harðarson, sem var á tímabili í hópi sterkustu sundmanna landsins, tók í fyrrasumar þátt í sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal. Hann keppti í kastgreinum og að sjálfsögðu í sundi. Hugi fagnaði merkum tímamótum í fyrra þegar hann varð fimmtugur og þar með gjaldgengur á Landsmót UMFÍ 50+.

Stundaði hlaup um tíu ára skeið og synti mikið Karen sagðist hafa verið svolítið löt að hreyfa sig undanfarin ár en hún stundaði hlaup um tíu ára skeið og synti mikið frá þrítugu og er enn að. Hún vonar að þátttaka sín á Landsmóti UMFÍ í sumar ýti undir það að hún syndi og hreyfi sig með markvissari hætti en áður.

Æfi garpasund tvisvar í viku og almenna líkamsrækt „Ég er gamall ungmennafélagi og tók þátt í nokkrum Landsmótum þegar ég var yngri. Þar keppti ég alltaf í sundi en núna langaði mig að breyta til og bæta við nokkrum greinum. Ég var ekkert búinn að æfa kastgreinar fyrir mótið í fyrra, ætlaði að vísu að gefa mér tíma í það, en það fórst fyrir. Ég æfi hins vegar garpasund tvisvar í viku og almenna líkamsrækt,“ sagði Hugi. Hann byrjaði að æfa sund sjö ára gamall en hætti um tvítugt að æfa að ráði. Aðalgreinar hans voru baksund, skriðsund og fjórsund. Hugi átti á tímabili nokkur Íslandsmet.

Ég ætla fyrst og fremst að hafa gaman af þessu

É

g hef aldrei tekið þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ áður. Ég hef vitað af mótinu en ákvað núna að skrá mig og taka þátt. Það skemmir heldur ekki fyrir að ég bý á Akureyri og því stutt fyrir mig að fara. Mér fannst svo sannarlega vera kominn tími til að halda mót fyrir þennan breiða aldurshóp og þetta er um leið mikil hvatning til að hreyfa sig. Ég hef ekki tekið þátt í Landsmótum UMFÍ en aftur á móti verið starfsmaður á Unglingalandsmót-

Tek þátt í mótinu á Húsavík „Maður býr að því nú að hafa æft mikið þegar maður var yngri. Ég reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu en það er nú bara svo að heilsan skiptir öllu máli og því nauðsynlegt að halda henni við með reglubundinni hreyfingu. Mér finnst þessi 50+ mót alveg frábær, að hitta gamla félaga og kynnast nýju fólki gefur lífinu gildi. Ég er ákveðinn í því að taka þátt í mótinu á Húsavík og reyna bæta mig frá þessu móti,“ sagði Hugi Harðarson, hress í bragði.

Traust, Víðsýni, Þekking og Gleði Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega

Mannvit er með yfir 400 starfsmenn sem sinna

ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu.

fjölbreyttum og krefjandi verkefnum hér á landi

Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum,

og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni

sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum,

þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna

fjárfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og

og viðskiptavina verður best lýst með gildum

orkufyrirtækjum.

fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is

„Ég veiktist í fyrra og maður verður því að koma sér á skrið á nýjan leik. Ég ætla að ýta á vini og fólk í kringum mig til að taka þátt í mótinu á Húsavík en sjálf ætla ég að taka þátt í sundi. Ég ætla fyrst og fremst að hafa gaman af þessu en tilgangurinn er ekki síður að hitta fólk og sjá hvað það er að gera. Ég hlakka bara mikið til að taka þátt í þessu móti,“ sagði Karen Malmqvist.


10

Landsmót UMFÍ 50+

Velkomin til Húsavíkur Norðurþing býður þátttakendur og gesti á Landsmóti UMFÍ 50+ velkomna til Húsavíkur og óskar þeim góðrar skemmtunar. Keppendum er óskað góðs gengis með von um að þeir nái sem hæst og lengst.

Sundlaug Húsavíkur Opnunartímar sumarið 2014 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur

06:45–21:00 06:45–21:00 06:45–21:00 06:45–21:00 06:45–21:00 10:00–18:00 10:00–18:00


Landsmรณt UMFร 50+

11

www.husavik.is


12

Landsmót UMFÍ 50+

Emilía S. Emilsdóttir er á leið á Landsmót UMFÍ 50+ í þriðja sinn:

Vinnum saman

Græðum Ísland

Hreyfingin skiptir mig öllu máli

É

g var á mótinu í Vík í Mýrdal í fyrrasumar og hafði óskaplega gaman af en mótið í Mosfellsbæ fór bara óvart fram hjá mér. Ég var aftur á móti með í fyrsta mótinu á Hvammstanga sem var skemmtilegt. Þá skokkaði ég m.a. yfir Vatnsnesfjallið sem var einstaklega skemmtileg leið. Við erum nokkrar saman vinkonurnar í sundtímum hjá Brynjólfi Björnssyni í Laugardalnum. Brynjólfur hvetur okkur vel áfram og er skemmtilegur kennari. Þarna fær maður góðan undirbúning fyrir Landsmót UMFÍ 50+ í sumar á Húsavík,“ sagði Emilía S. Emilsdóttir í samtali við Skinfaxa.

Festist í sundinu fyrir slysni má segja

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu, sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

Emilía segist ætla að taka þátt í sundi á mótinu á Húsavík. Sem krakki og unglingur var hún mikið í sundi undir góðri leiðsögn þjálfara í Keflavík. „Ég held ég geti sagt að ég hafi stundað líkamsrækt reglulega síðan 1985. Ég var í skokkhópi Grafarvogs á sumrin og fór síðan inn í World Class á veturna. Síðan festist ég alveg í sundinu fyrir slysni má segja, fyrir fjórum árum síðan. Ég fór að læra skriðsund og er búin að vera í tvo vetur hjá Brynjólfi sundþjálfara þrisvar í viku. Við syndum í hvert sinn 1200–1500 metra og gerum auk þess ýmsar æfingar. Þetta er frábær líkamsrækt og hefur gert mér mikið gott. Ég varð að hætta skokkinu 2008 vegna brjóskslits í hnjám. Ég var lengi að komast yfir það því að mér fannst útiveran í hlaupunum svo góð en sundið tók við. Hreyfingin skiptir mig miklu og án hennar myndi ég ekki þrífast,“ sagði Emilía.

Þátttakan sjálf vegur þyngra Aðspurð hvernig henni litist á Landsmót UMFÍ 50+ sagði hún það frábært framtak. „Ég er ekki endilega að stefna á verðlaun heldur finnst

mér þátttakan sjálf vega þyngra. Ég ætla að vona að þessi mót haldi áfram og verði sem stærst þegar fram í sækir. Ég hef verið að hvetja konur í kringum mig til að taka þátt. Það er farið að smita út frá sér og við fórum fimm saman á mótið í Vík í fyrra,“ sagði Emilía S. Emilsdóttir og hlakkar mikið til mótsins á Húsavík í sumar.

Sigurður Sveinsson, golfari og fyrrum handboltakappi:

Gott og lofsvert framtak

S

igurð Val Sveinsson, einn frægasta handboltakappa landsins, þarf vart að kynna en margir muna eftir honum fyrir skemmtileg tilþrif og þrumuskot sín með félagsliðum og landsliðinu. Sigurður Valur lék á sínum tíma 242 landsleiki og skoraði í þeim 736 mörk. Eftir að handboltaferlinum lauk hefur Sigurður Valur síður en svo lagt árar í bát heldur stundar hann golfíþróttina af miklum móð. Hann leikur öllum stundum með félögum sínum, saman keppa þeir á mótum víðs vegar um landið og stundum bregða þeir undir sig betri fætinum og leika golf erlendis sér til skemmtunar. Sigurður Valur tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbænum 2012 og stóð sig með stakri prýði.

Umræða í þjóðfélaginu um hreyfingu „Þetta framtak ungmennafélagshreyfingarinnar, að ýta úr vör Landsmóti UMFÍ 50+, var sérlega gott og lofsvert. Umræða í þjóðfélaginu um hreyfingu almennt verður æ háværari og því er skemmtilegt að hópnum, sem kominn er yfir fimmtugt, sé gefinn kostur á að hittast og keppa saman. Mér fannst umgjörðin á mótinu í Mosfellsbæ skemmtileg, ánægjan skein úr andlitum keppenda og ekki skemmdi nú veðrið fyrir. Að vera kominn á fimmtugsaldurinn finnst manni svolítið afstætt því að maður heldur að maður sé ekki deginum eldri en þrítugur. Að öllu gamni slepptu er frábært að fólk komið yfir fimmtugt geti hist og átt góðan tíma saman við leik og keppni. Hvað golfið áhrærir er hægt að spila það fram í rauðan dauðann ef líkaminn er í lagi. Útiveran er ekki hvað síst góð, svo að maður tali ekki um hreyfinguna sjálfa. Félagsskapurinn er einnig mikilvægur í þessum efnum,“ sagði Sigurður Valur Sveinsson í spjallinu við Skinfaxa. Sigurður Valur sagðist ætla að spila mikið golf í sumar en hann hefur verið að spila velli á Norðurlandi síðustu ár og notið þess af lífi og sál.

Gaman að hitta gamla kunningja „Landsmót UMFÍ 50+ hafa svo sannarlega hitt í mark og eiga vonandi framtíðina fyrir sér. Hreyfingin, hvaða nafni sem hún heitir, skiptir bara miklu máli. Mótin gefa manni líka tækifæri til að hitta gamla vini og kunningja sem maður hefur ekki hitt lengi. Ég er virkilega að skoða þann möguleika að skella mér norður á Húsavík í sumar,“ sagði Sigurður Valur Sigurðsson.


Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignamiðlunin ehf., Síðumúla 21 Gáski ehf., Bolholti 8 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Íslandspóstur hf., Stórhöfða 29 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Loftstokkahreinsun ehf., Garðhúsum 6 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Löndun ehf., Kjalvogi 21 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Seljakirkja, Hagaseli 40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Stólpi-gámar ehf., Klettagörðum 5 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Varma og Vélaverk ehf., Knarrarvogi 4 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Ögurvík hf., Týsgötu 1

Kópavogur Namo ehf., Smiðjuvegi 74, gul gata

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Marás ehf., Miðhrauni 13 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir - kassagerð ehf., Suðurhrauni 4

Hafnarfjörður Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

Álftanes GP - arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Mánagerði 2

Mosfellsbær Álafoss ehf., Álafossvegi 23

Akranes Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24

Borgarnes Borgarbyggð, Borgarbraut 14 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli 2 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 UMÍS, Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., Bjarnarbraut 8

Stykkishólmur Stykkishólmsbær, Hafnargötu 3 Sæfell ehf., Hafnargötu 9 Þ.B. Borg - steypustöð ehf., Silfurgötu 36

Grundarfjörður Ferðaþjónustan Áningin Kverná, Eyrarsveit Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnes 1 Snæfellsbær, Klettsbúð 4

Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ísblikk ehf., Árnagötu 1

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12

Súðavík

Hvammstangi

Varmahlíð

Laugar

Seyðisfjörður

Kvenfélagið Freyja, Melavegi 4

Akrahreppur Skagafirði, Miklabæ

Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Blönduós

Akureyri

Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna

Blanda ehf., Melabraut 21 Glaðheimar - Hótel Blönduós, Aðalgötu 6 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Baugsbót ehf., Frostagötu 1b Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Lónsá ehf., Lónsá Raftákn ehf., Glerárgata 34 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, við Mýrarveg Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu

Skagaströnd

Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3

Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3 Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30

Patreksfjörður

Sauðárkrókur

Nanna ehf., við Höfnina Oddi hf., Eyrargötu 1

Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Fisk - Seafood hf., Háeyri 1 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4

Tálknafjörður Tálknafjarðarhreppur, Miðtúni 1 Þórsberg ehf., Strandgötu 25

Ólafsfjörður Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsvegi 4

Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóum 2

Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs ehf., Bakkagötu 6

Vopnafjörður Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21-23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Farfuglaheimilið Húsey Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Klassík ehf., Selási 1 Skógar ehf., Dynskógum 4

Neskaupstaður Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru ehf., Fjarðarbraut 21

Selfoss Fjölbrautarskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Flóahreppur, Þingborg Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15 Suðurlandsskógar, Austurvegi 1


14

Landsmót UMFÍ 50+

Áhugaverðir staðir í Þingeyjarsýslu

H

úsavík er stærsti bærinn í Þingeyjarsýslu, blómlegt samfélag við innanverðan Skjálfanda að austan. Húsavík er hreinlegur og snyrtilegur bær sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Vinsældirnar stafa m.a. af fallegu og vinalegu umhverfi, nálægðinni við náttúruperlur sýslunnar og fjölbreyttri afþreyingu þar sem hvalaskoðunarferðir út á Skjálfandaflóa skipa stærstan sess.

Elsta byggða ból landsins Talið er að Húsavík sé eitt elsta örnefni á Íslandi. Í Landnámabók (Sturlubók) segir frá Garðari Svavarssyni, sænskum víkingi, sem sigldi til landsins og komst að því að það var eyland er hann sigldi umhverfis það. Hann var um veturinn norður í Húsavík við Skjálfanda og gerði sér þar hús. Þetta var 870, fjórum árum áður en Ingólfur Arnarson settist að í Reykjavík og því má segja að á Húsavík sé elsta byggða ból á Íslandi. Þéttbýlismyndun hófst á seinni hluta 19. aldar og í kjölfar hennar var Kaupfélag Þingeyinga stofnað 1882, fyrst kaupfélaga á Íslandi. Árið 1912 var kauptúnið gert að sérstökum hreppi og 1950 hlaut Húsavík kaupstaðarréttindi.

Húsavíkurkirkja Húsavík varð snemma kirkjustaður og er kirkja talin hafa verið reist þegar á 12. öld. Húsavíkurkirkja, sem nú stendur, var teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni arkitekt. Hún var vígð sumarið 1907 og rúmaði þá flesta þorpsbúa. Kirkjan, sem stendur miðsvæðis við aðalgötuna, er virðulegt tákn fyrir bæinn og af mörgum talin ein fallegasta kirkja landsins.

Auðlindir og fjölbreytni Húsavík er vel í sveit sett og hefur löngum notið fjölbreytni í atvinnulífi. Lífríki er mikið í flóanum, hafnaraðstaða góð og í sveitunum í kring er blómlegur landbúnaður. Í nálægum sveitum er einnig víða að finna heitt vatn og gufu og skapar óbeisluð orka í iðrum jarðar Húsvíkingum og öðrum Þingeyingum mikla möguleika í framtíðinni. Frá Hveravöllum hefur vatni verið dælt til hitaveitu á Húsavík síðan 1970. Árið 2000 var svo tekin í notkun orkustöð þar sem yfirhiti á vatni úr Reykjahverfi er notaður til rafmagnsframleiðslu. Sjávarútvegur, úrvinnsla landbúnaðarafurða, verslun og viðskipti hafa löngum af vegið þyngst í atvinnulífi Húsavíkur en á síðustu árum hefur ferðaþjónusta eflst mjög.

Hvalaskoðun Fyrstu skipulögðu hvalaskoðunarferðirnar á Íslandi hófust frá Húsavík 1995 og ár frá ári fjölgar því fólki sem leitar til hafs til þess að sjá þessi tignarlegu dýr koma upp úr djúpinu til að anda. Skjálfandaflói virðist búa yfir góðum aðstæðum fyrir þessa risa undirdjúpanna og því má í flóanum finna fjölda hvala af ýmsum tegundum, mest þó hrefnu, hnúfubak og höfrunga. Auk kjöraðstæðna frá náttúrunnar hendi hefur hér skapast löng og mikil reynsla og gríðarleg þekking hefur safnast saman á Húsavík. Hvalaskoðunarbátarnir hafa frá fyrstu tíð siglt margar ferðir á dag og nú er boðið upp á hvalaskoðun frá apríl og út september, svo framarlega sem veður leyfir. Frá árinu 1998 hefur starfsfólk frá Hvalasafninu á Húsavík farið daglega út með bátunum til þess að rannsaka og skrá gögn um hegðun hvala í Skjálfandaflóa. Að þessum rannsóknum hafa einnig komið sérfræðingar og námsfólk hvaðanæva að úr heiminum. Árið 2007 var svo komið á fót hvalarannsóknarsetri á Húsavík undir merkjum Háskóla Íslands, í nánu samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands og Þekkingarsetur Þingeyinga. Það er því óhætt að fullyrða að Húsavík sé miðstöð hvalaskoðunar og um leið höfuðsetur rannsókna og fræða um þessar heillandi skepnur.

Menning og listir Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur aðsetur í Safnahúsi Þingeyinga sem stendur skammt upp frá kirkjunni. Hún er flaggskip safnamenningar Þingeyinga og þar er að finna byggðasafn, héraðsskjalasafn,

náttúrugripasafn, ljósmynda- og filmusafn og glæsilegt sjóminjasafn. Safnahúsið hýsir einnig Bókasafn Suður-Þingeyinga. Á Húsavík er að finna flest það sem ferðamenn sækjast eftir: hótel, gistiheimili, verslanir, veitingastaði, tjaldsvæði, skrúðgarð, sundlaug, golfvöll og fjölda skemmtilegra gönguleiða. Vinsæl gönguleið er t.d. hringinn í kringum Botnsvatn sem er skammt fyrir ofan bæinn og þar er líka veiðivon. Á Húsavíkurfjalli er útsýnisskífa og fagurt útsýni. Má á góðviðrisdögum sjá þaðan allt suður á Vatnajökul. Húsavíkurstofa, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, er staðsett í miðbænum. Sagan er almenningi hugleikin og víða eru starfandi söfn sem fræða þá sem nú lifa um liðnar aldir og lífsbaráttu forfeðranna. Í Safnahúsinu á Húsavík er gott bókasafn og einnig að Snartarstöðum við Kópasker. Hefðbundin byggðasöfn eru í Safnahúsinu á Húsavík, á Grenjaðarstað í Aðaldal og á Snartarstöðum. Minjasöfn má finna að Mánárbakka á Tjörnesi og í Sauðaneshúsi á Langanesi. Auk þeirra er fjöldi sérsafna. Þeirra á meðal eru Samgönguminjasafnið á Ystafelli, Hvalasafnið á Húsavík, héraðsskjalasafn, náttúrugripasafn, sjóminjasafn og ljósmynda- og filmusafn í Safnahúsinu á Húsavík og Fuglasafn Sigurgeirs að Neslöndum í Mývatnssveit. Í fjölbreyttri flóru sýninga má nefna Skjálftasetrið á Kópaskeri, sýningar í Gljúfrastofu og Laxárstöð, sumarsýningu Ystar í Bragganum í Öxarfirði og útilegumannasýningu í Kiðagili.

Ganga Á síðustu árum hafa gamlar gönguleiðir verið kort-

lagðar og sumar merktar. Nýlega eru komin á markað sjö ódýr göngu- og reiðleiðakort fyrir alla sýsluna. Kortin bera titilinn Útivist og afþreying og á þeim eru vel á annað hundrað leiðir og leiðarlýsingar. Um þessar leiðir fer nú fólk í leit að hollri útivist, hreyfingu og andlegri næringu. Sumar leiðirnar eru stuttar, aðrar lengri og erfiðari. Landslagið er mismunandi og náttúran síbreytileg. Möguleikarnir eru óendanlega margir. Ferðir út í Flateyjardal og Fjörður eru óviðjafnanlegar. Það sama má segja um gönguferðir í Mývatnssveit. Útivera í Jökulsárgljúfrum er öllum áskorun og Melrakkaslétta, Þistilfjörður og Langanes hafa upp á fleira að bjóða en flesta grunar. Göngukortin eru kjörin til þess að skipuleggja ferðina og að sjálfsögðu til að hafa með í ferðalagið. Þau eru fáanleg hjá ferðaþjónustuaðilum á Norðausturlandi og einnig hjá upplýsingamiðstöðvum í Mývatnssveit, Húsavík, Akureyri og Egilsstöðum.

Fuglastígur Hvergi á Íslandi er að finna fjölbreyttara fuglalíf á vorin og sumrin en í Þingeyjarsýslu þar sem hæglega má finna 70 tegundir á einum degi. Mývatnssveit er þekkt fyrir fallegt umhverfi og fuglalíf er þar einstaklega fjölbreytt. Hvergi í heiminum er að finna fleiri andategundir yfir sumartímann. Þar og í Aðaldal eru einu varpstaðir húsandar í Evrópu. Hrafnsönd og gargönd eru einnig fágætar hér á landi utan Þingeyjarsýslu. Í Öxarfirði eru votlendissvæði sem eru ákaflega mikilvæg ýmsum fuglum. Þar er eina varpsvæði skúms á Norðurlandi og mest er það á Austursandi. Á Víkingavatni er annað stærsta flórgoðavarp

landsins. Fuglalíf er fjölbreytt á Melrakkasléttu yfir sumartímann og það er öllum ógleymanleg lífsreynsla að dvelja þar, þó ekki sé nema hluta úr degi, og fylgjast með fuglunum. Á Rauðanúp er auðvelt að nálgast fuglabjarg og súluvarp. Á Langanesi eru heimkynni fjölda fuglategunda. Bjargfuglinn, langvía, rita og fýll, verpir þar í Skoruvíkurbjargi og víðar þar sem fótfestu er að fá í björgum. Súlan er einkar tignarlegur fugl og stundum nefnd drottning Atlantshafsins. Á klettadranginum Stórakarli undir Skoruvíkurbjargi er annað mesta súluvarp landsins. Meðan byggð var á utanverðu nesinu var eitt mesta kríuvarp á landinu í Skoruvík en krían er farin þaðan eins og fólkið. Enn er mikið um kríu um mitt nesið. Í birkiskógum Þingeyjarsýslu er mikið um smáfugla. Þrösturinn er algengur, auðnutittlingur verpir þar og margar fleiri tegundir. Fuglalíf er líka fjölskrúðugt í óbyggðum. Á heiðum Þingeyjarsýslu er meira um rjúpu en annars staðar á landinu og hana eltir fálki og veiðir sér til matar. Á sumrin verpir heiðagæs meðfram upptökum Skjálfandafljóts í vestanverðu Ódáðahrauni. Álftir eru á ám og vötnum, stór fugl sem ver ríki sitt af dugnaði ef óboðna gesti ber að garði. Stundum má sjá smyrla á flugi. Staldraðu að lokum við í fjöru, þar er iðandi líf og seiðandi brim. Í eyjunum Lundey á Skjálfanda og Mánáreyjum undan strönd Tjörness eru stórar lundabyggðir. Einnig er töluvert um lunda á utanverðu Tjörnesi þar sem auðvelt er að komast í návígi við hann. Til er bæklingur um fugla á strandsvæðum Þingeyjarsýslu. Þetta er handhægur einblöðungur sem veitir þó miklar upplýsingar. Í honum eru kortlagðir


Landsmót UMFÍ 50+

helstu fuglaskoðunarstaðir og einnig er listi yfir alla fugla sem þekkjast á svæðinu og hvenær má vænta þess að sjá þá. Á nokkrum þessara staða hefur upplýsingaskiltum verið komið upp.

Náttúruböð og siglingar Eftir krefjandi gönguferðir eða aðra hressandi útivist í þingeyskri náttúru er ekkert betra en að slaka á í heitu vatni og láta þreytuna líða burt úr líkamanum. Sundlaugar með heitu vatni úr iðrum jarðar eru í nær öllum þéttbýliskjörnum og einnig víða til sveita. Stærstu laugarnar bjóða upp á margar sundbrautir, misheita potta, nuddpotta og gufubað. Minni laugarnar hafa einnig sína töfra og endurnæra sál og líkama. Ítarlegar rannsóknir á jarðhitaauðlindum á Norðausturlandi sýna að hér er mjög fjölbreytt vatn og nokkur svæði með vatn sem fellur undir heilsuvatnsflokkun. Hér er einnig mikið af góðu ferskvatni. Salt vatn af Húsavíkurhöfða hefur til margra ára verið nýtt til heilsubaða með ágætum árangri fyrir fólk með húðsjúkdóma og er því nú dælt í Sundlaug Húsavíkur. Jarðböðin við Mývatn má enginn láta fram hjá sér fara. Þar baða menn sig úti í náttúrunni undir berum himni en baðmenning á sér aldalanga hefð í Mývatnssveit. Upplagt er að slaka á í gufu, heitum potti eða liggja í lóninu sjálfu sem er viðurkennd heilsulind.

Veiði Þingeyjarsýsla er paradís fyrir veiðimenn, hvort sem um er að ræða skotveiði eða stangveiði, á sjó eða landi. Veiðar eru rótgróinn og eðlilegur hluti af tilverunni hér og margir heimamenn njóta þess að geta sótt sér fisk í soðið eða rjúpu á jólaborðið, að geta gripið gæsina þegar hún gefst. Hingað koma einnig veiðimenn víðs vegar utan úr heimi ár eftir ár því upplifunin er einstök.

Á Norðausturlandi er hæsta hlutfall stórlaxa í íslenskum laxveiðiám og í Þingeyjarsýslu eru margar góðar og eftirsóttar lax- og silungsveiðiár. Frægust þeirra er eflaust Laxá í Aðaldal. Auk óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar er áin gjöful, mikið um stóran lax og urriðasvæði hennar þykir með því besta í heimi. Aðrar þekktar laxveiðiár í innsveitum Þingeyjarsýslu eru m.a. Fnjóská, Skjálfandafljót, Reykjadalsá og Mýrarkvísl. Litlá í Kelduhverfi er einstök fyrir volgar lindir sem í hana renna og skapa góð skilyrði fyrir fiskinn. Í Þistilfjörð renna margar vinsælar laxveiðiár. Yst eru Ormarsá og Deildará á austanverðri Melrakkasléttunni og innar koma þær svo í röðum; Svalbarðsá, Sandá, Hölkná og Hafralónsá sem Kverká rennur í. Enn er ótalinn fjöldi góðra veiðiáa sem mörgum þykja ekki síður skemmtilegar, t.d. Svartá í Bárðardal, Brunná í Öxarfirði, Lónsá á Langanesi, Miðfjarðará í Bakkafirði og þannig mætti áfram telja. Það þarf ekki að vera þaulvanur veiðimaður til að njóta þessarar sérstöku náttúruupplifunar. Oft er grunnt á veiðieðlinu í okkur og stundum ekki síður hjá börnunum. Í sýslunni eru fjölmörg vötn, í byggð, inni á milli hárra fjalla og uppi á heiðum, þar sem veiðivon er eins og best verður á kosið: spriklandi bleikja og stinnur urriði. Slíkir staðir eru paradís sem öll fjölskyldan fær notið. Fátt er unaðslegra en að njóta útivistar í litríkri norðlenskri náttúru, kasta fyrir fisk og endurnærast lífsorku og bjartsýni á lífið og tilveruna. Ef sjóveiðin heillar meira má dorga víðast hvar við ströndina og einnig er hægt að komast í sjóstangveiði í flestum sjávarþorpum á svæðinu.

Ströndin Ströndin heillar og laðar til sín alla þá sem leita náttúrufegurðar og gróandi mannlífs. Niður brimsins lætur eins og söngur í eyrum og blátt hafið teygir sig til norðurs svo langt sem séð verður.

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

Sums staðar ganga þverhnípt fjöll í sjó fram, annars staðar kyssir ólgandi aldan flatan dökkan sand, stórgrýti eða þangi vaxnar klappir. Austan Skjálfandafljóts er móberg alls ráðandi bergtegund og frá jökulskeiðum ísaldar eru merkileg steingervingalög á Tjörnesi. Landslagið er mótað með margbreytilegum hætti og náttúran er í senn fögur, aðlaðandi og hrjóstrug.

Strandmenning Á ströndum Þingeyjarsýslu hefur mannlíf dafnað í meira en þúsund ár og mismunandi aðstæður hafa mótað kynslóðirnar öld eftir öld. Fyrr á öldum höfðu menn viðurværi sitt af öllu því sem nærumhverfið bauð upp á. Bændur við ströndina áttu sína báta og þar sem aðstæður þóttu bestar byggðust upp verstöðvar. Til urðu blómleg kauptún og kaupstaður þar sem hafnirnar hafa löngum gegnt lykilhlutverki með iðandi mannlífi og athafnasemi. Annars staðar finnast merki um byggð sem áður var blómleg en lagðist svo af vegna breyttra aðstæðna. Allt frá landnámi höfum við reitt okkur á hafið sem kjölfestu í lífsviðurværinu. Stundum var lífsbaráttan hörð og menn lærðu að nýta allt sem sjórinn gaf. Hér eru gjöful fiskimið og þangað sækja sjómenn á stórum sem smáum bátum björg í bú. Rekaviður var nýttur sem byggingarefni og er enn. Bjargfuglinn var veiddur og sigið eftir eggjum. Fjörur voru nýttar til beitar og þangi og fjörugróðri var eining safnað til matar- og lyfjagerðar eða til að þurrka og brenna til kyndingar. Til eru sögur um að hvalreki hafi bjargað heilum byggðarlögum frá hungurdauða í harðæri og enn í dag er orðið notað um óvænt stórhapp. Hafið fleytti forfeðrum okkar að ströndum Íslands og hefur alltaf verið mikilvæg samgönguleið. Það sem íbúarnir aðhafast, skapa og framkvæma köllum við menningu og sambúðin við hafið hefur með ríku-

15

legum hætti sett mark sitt á hana hér. Strandmenning Þingeyinga er fjölþætt, auðug og lifandi. Hún hefur sterk tengsl við fortíðina en á sama tíma þróast hún með breyttum lífsháttum og fólk horfir björtum augum til framtíðar.

Heillandi ævintýraheimur Norðausturströndin bíður upp á mikla möguleika til útivistar og hún er sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og fullorðna. Hægt er að sigla og skoða land af sjó og allt það sem hafið hefur upp á að bjóða. Í boði eru veiðiferðir, skoðunarferðir um náttúruna og afslappandi gönguferðir í fjöru sem býr yfir mörgum leyndardómum. Lífríkið er einstaklega fjölbreytt í fjörunni. Þar þrífast óteljandi smádýr sem laða að fjölmarga fugla og stundum má koma auga á seli og jafnvel hvali. Í mörgum fjörum má finna rekavið, marglitar skeljar og ýmsar gersemar sem vekja áhuga.

Vitar Margt er gert til þess að tryggja öryggi þeirra sem um ströndina fara og þeirra sem um sjó sigla. Öld er liðin síðan fyrst var byrjað að lýsa farmönnum og ferðalöngum með leiftrandi ljósgeislum vitanna sem standa með ströndinni eins og risavaxnir gæslumenn. Vestan frá Gjögurtá austur á Font og Bakkafjörð standa þessar 14 vinalegu og geislandi steinsúlur og blikka þá sem leið eiga um yfirráðasvæði þeirra og vara við hættum. Þeir lýsa á skerjum, eyjum, töngum, bryggjum og eyrum. Þeir standa vörð um þingeyska strönd, varpa ljósi á menningu fólksins sem þar býr og vísa ferðafólki í mörgum tilvikum á áhugaverða staði.


16

LandsmĂłt UMFĂ? 50+

DAGSKRĂ DagskrĂĄin er birt meĂ° fyrirvara um breytingar.

FÜstudagur 20. júní Kl. 13:00–19:00 Boccia Kl. 13:00–15:00 HeilsufarsmÌlingar Kl. 20:00–21:00 Mótssetning

Laugardagur 21. júní Kl. 09:00–17:00 Kl. 09:00–12:00 Kl. 09:00–14:00 Kl. 10:00–12:00

Golf Fjallahlaup Blak Jurtagreining

Kl. 10:00–12:00 Kl. 12:00–18:00 Kl. 12:00–14:00 Kl. 14:30–15:30 Kl. 13:00–15:00 Kl. 13:00–16:00 Kl. 13:00–17:00 Kl. 14:00–16:00 Kl. 14:00–15:00 Kl. 14:00–15:00 Kl. 14:00–16:00

HeilsufarsmĂŚlingar Bridds Sund LĂ­nudans Skeet (skotfimi) HestaĂ­ĂžrĂłttir SkĂĄk HrĂştadĂłmar StĂ­gvĂŠlakast SĂśguganga HeilsufarsmĂŚlingar

Kl. 14.00–18:00 Frjålsar íÞróttir Kl. 16:00–18:00 Sýningar Kl. 21:00–22:00 Skemmtidagskrå

Sunnudagur 22. júní Kl. 09:30-12:30 Pútt Kl. 09:00–13.00 ÞríÞraut Kl. 09:00–13:00 Riffilskot VFS 100 og 200 Kl. 10:00- 12:30 Bogfimi Kl. 10:00–11:00 SÜguganga

Kl. 10:00–12:00 Kl. 11:00–12:00 Kl. 10:00–13:00 Kl. 10:00–12:00 Kl. 10:00–14.00 Kl. 14:00–14:30

HeilsufarsmĂŚlingar DrĂĄttavĂŠlaakstur FrjĂĄlsar Ă­ĂžrĂłttir PĂśnnukĂśkubakstur RingĂł MĂłtsslit

FjĂłrĂ°a LandsmĂłt UMFĂ? 50+ fer fram ĂĄ HĂşsavĂ­k dagana 20.–22. jĂşnĂ­. HĂŠraĂ°ssamband Ăžingeyinga (HSĂž), heldur mĂłtiĂ° Ă­ samstarfi viĂ° SveitarfĂŠlagiĂ° NorĂ°urĂžing og Ăžingeyjarsveit. AĂ°staĂ°an ĂĄ HĂşsavĂ­k er nokkuĂ° góð til aĂ° halda LandsmĂłt UMFĂ? 50+. StĂłrt Ă­ĂžrĂłttahĂşs er ĂĄ staĂ°num en Ăžar munu fara fram fjĂślmargar keppnisgreinar. FrjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttavĂśllurinn er ekki langt frĂĄ Ă­ĂžrĂłttahĂşsinu sem er meĂ° malarbraut. Góður fĂłtboltavĂśllur er ĂĄ frjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttavellinum en Ăžar fyrir ofan eru nĂ˝ir gervigrasvellir. GlĂŚsilegur 9 holu golfvĂśllur er rĂŠtt fyrir utan HĂşsavĂ­k. Einnig er gott skĂłlahĂşsnĂŚĂ°i sem notaĂ° verĂ°ur um helgina fyrir nokkrar keppnisgreinar. Allir ĂĄ aldrinum 50 ĂĄra og eldri geta tekiĂ° Þått Ă­ keppnisgreinum mĂłtsins hvort sem Ăžeir eru Ă­ fĂŠlagi eĂ°a ekki. Þåtttakendur greiĂ°a eitt mĂłtsgjald og Üðlast Ăžar meĂ° ÞåtttĂśkurĂŠtt Ă­ Ăśllum keppnisgreinum. MĂłtsgjald er 3.500 kr. ĂłhĂĄĂ° greinafjĂślda. FrĂ­tt verĂ°ur inn ĂĄ tjaldstĂŚĂ°i mĂłtshelgina. SkrĂĄning fer fram ĂĄ heimasĂ­Ă°u mĂłtsins www.landsmotumfi50.is.

GolfvĂśllur KatlavĂśllur

HestaĂ­ĂžrĂłttir EinarsstaĂ°arvĂśllur Ă­ Reykjadal

5. 1. �ÞróttahÜll Mótsstjórn, boccia, blak, sýningar, línudans, ringo, fjallahlaup, 6. bogfimi, sÜguganga. 2. Grunnskóli Bridds, skåk, jurtagreining, 7. pÜnnukÜkubakstur. 8. 3. Sundlaug 9. Sund, ÞríÞraut. 10. 4. KatlavÜllur – Golf/pútt.

FrjålsíÞróttavÜllur Frjålsar íÞróttir, stígvÊlakast. ÚtisvÌði grunnskóla DråttarvÊlaakstur, hrútadómar. Skotfimi HestaíÞróttir Setning, kvÜldvaka SÜgusýning HSÞ

Keppnisgreinar og fyrirkomulag: Fjallahlaup – opiĂ° fyrir allan aldur Botnsvatnshlaup ĂĄ LandsmĂłti UMFĂ? 50+ HlaupiĂ° hefst kl.10:00 viĂ° norĂ°vestanvert Botnsvatn. Botnsvatn er einn af ĂştivistarstÜðum HĂşsvĂ­kinga og Ăžar er aĂ° finna fallega fjĂślbreytta nĂĄttĂşru og dĂ˝ralĂ­f. HlaupiĂ° er opiĂ° Ăśllum hvort sem Ăžeir eru 50+ eĂ°a ekki. SĂŠrstĂśk verĂ°laun verĂ°a veitt Ăžremur efstu Ă­ karla og kvennaflokki og Ăžremur efstu Ă­ karla- og kvennaflokki 50 ĂĄra og eldri. Vegalengdir: 7,6 km hlaup. Einnig gefst fĂłlki kostur ĂĄ aĂ° ganga 2,6 km. Ekkert gjald er tekiĂ° fyrir aĂ° taka Þått Ă­ 2,6 km gĂśngu. LeiĂ°in: 7,6 km leiĂ°in hefst viĂ° norĂ°-

vestanvert Botnsvatn, farinn er einn hringur umhverfis vatniĂ°, rangsĂŚlis og sĂ­Ă°an niĂ°ur stĂ­ginn meĂ°fram BúðarĂĄ og niĂ°ur Ă­ SkrúðgarĂ°inn Ăžar sem endamarkiĂ° er. DrykkjarstÜð er eftir 5 km leiĂ°. 2,6 km leiĂ°in hefst viĂ° norĂ°vestanvert Botnsvatn. FariĂ° er niĂ°ur stĂ­ginn meĂ°fram BúðarĂĄ, fram hjĂĄ vatnsveitu og niĂ°ur Ă­ SkrúðgarĂ°inn ĂĄ HĂşsavĂ­k, Ăžar sem endamarkiĂ° er. Nokkur lĂŚkkun er frĂĄ Botnsvatni og niĂ°ur Ă­ SkrúðgarĂ°. ÞÌgilegur stĂ­gur viĂ° allra hĂŚfi.

Blak Keppt verĂ°ur Ă­ karla- og kvennaflokkum. NethĂŚĂ° er ĂśldungamĂłtsnethĂŚĂ°. Ă? kvennaflokki (2,18 m) og Ă­ karlaflokki (2,35 m). SpilaĂ° verĂ°ur upp ĂĄ tvĂŚr unnar hrinur og oddahrinu upp Ă­ 15.

Boccia Keppnislið eru skipuð konum/kÜrlum eða blÜnduð. Hvert lið er skipað Þremur einstaklingum og einum til vara. Spilað er í riðlum og fer Það lið åfram í úrslit er flesta vinninga hlýtur. Verði tvÜ lið jÜfn að stigum rÌður innbyrðisleikur Þeirra hvort liðið fer åfram.

Bridds Keppt Ă­ opnum flokki Ăžar sem fjĂłrir til sex skipa sveit. SpiluĂ° eru 56 spil, sjĂś ĂĄtta spila leikir, eftir monradkerfi.

Golf Flokkaskipting. Konur: 50–64 åra. Leika å rauðum teigum. (HÜggleikur ån forgjafar og punktakeppni.)

Konur: 65 ĂĄra og eldri. Leika ĂĄ rauĂ°um teigum. (Punktakeppni.) Karlar: 50–69 ĂĄra. Leika ĂĄ gulum teigum. (HĂśggleikur ĂĄn forgjafar og punktakeppni.) Karlar: 70 ĂĄra og eldri. Leika ĂĄ rauĂ°um teigum. (Punktakeppni.) Keppnisfyrirkomulag: HĂśggleikur og punktakeppni. Ef keppendur eru jafnir Ă­ verĂ°launasĂŚti Ă­ hĂśggleik ĂĄn forgjafar skal leika brĂĄĂ°abana. Ef keppendur eru jafnir Ă­ punktakeppni er taliĂ° til baka, Ăžannig aĂ° sĂĄ er ofar sem hefur fleiri punkta ĂĄ seinni 9 holunum. Ef enn er jafnt Þå sĂ­Ă°ustu 6, ĂžvĂ­ nĂŚst sĂ­Ă°ustu 3 og aĂ° lokum er sĂ­Ă°asta holan borin saman. Dugi Ăžetta ekki til sker hlutkesti Ăşr um sĂŚti.

PĂştt SpilaĂ°ar verĂ°a 36 holur Ă­ pĂşttmĂłti. (2x9 holur) einstaklingskeppni karla og kvenna og sveitakeppni.

HestaĂ­ĂžrĂłttir Keppt er samkvĂŚmt reglum HestaĂ­ĂžrĂłttasambandsins og er keppnin einstaklingskeppni ĂĄ jafnrĂŚĂ°isgrunni. Keppnisgreinar: TĂślt, fjĂłrgangur og fimmgangur. Keppni fer fram ĂĄ EinarsstaĂ°avelli Ă­ Reykjadal.

Sýningar/leikfimi Sýning verður fyrir leikfimi og danshópa. Hópum gefst kostur å að koma og sýna atriði sem Þeir hafa verið að Ìfa. Hver hópur getur komið tvisvar inn með mismunandi atriði.


Landsmót UMFÍ 50+

Línudans Keppni í línudönsum er hópakeppni. Hópur telst 5 einstaklingar eða fleiri. Ekki er gert ráð fyrir að þurfa að takmarka stærð hópa, en mótshaldara er heimilt að setja reglur í þessu efni. • Keppt skal í einum aldurshópi 50+. • Keppt skal í tveimur dönsum sem hóparnir velja sjálfir og þurfa dansarnir að vera til skráðir á viðurkenndu formi ef þess er óskað. • Dansað skal að hámarki 2 mínútur í hvorum dansi. • Dómarar skulu vera 3 að lágmarki. • Dómarar skulu gefa einkunn fyrir tónlist og dans.

Ringó Liðin mega vera blönduð af báðum kynjum. Leikreglur má sjá hér: Vallarstæðið: Vallarstæðið er blakvöllur ca. 18x9 m. Leikurinn hentar vel í sandi, grasi og á gólfi. Blaknet hentar vel. Vanti net má strekkja snúru í 2,24 m hæð. Fyrir eldra fólk og börn er gott að nota badmintonvöll, en net og stangir geta skapað vandamál þar sem nethæð þarf helst að vera 2,24 m. Áhöld: Áhöld eru tveir gúmmíhringir sem líkastir hringjum sem notaðir eru í sundi. Leikurinn: Leikurinn er í grunnatriðum byggður á reglum í strandblaki. Leikurinn er auðveldur í framkvæmd og hentar vel fyrir bæði kyn. 1. Tvö lið spila hvort á móti öðru. Fjöldi í liði fer eftir hæfni. Fyrir byrjendur 4–6 í hvoru liði. Fyrir framhald 3 á móti 3 eða 2 á móti 2. Mögulegt er að spila á minni velli til að það henti betur getu. Blakvöllur er full stærð. 2. Spilað er með 2 hringi. Gefið er merki og bæði lið gefa upp frá baklínu. þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki. 3. Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum. Síðan færa leikmenn sig um eina stöðu samtímis báðum megin. Réttsælis (eins og klukkan). 4. Hringjum skal kasta lárétt. Ef hring er kastað lóðrétt eða hann „flaskar“ er hringurinn dauður. Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar einn hringur er á báðum völlum eða ekkert stig. 5. Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi. Báðar hendur snerta og hringurinn er dauður. 6. Yfirleitt er ekki leyft að spila saman. Það mega að hámarki líða 3 sek. áður en hringnum er spilað (kastað). Ekki má ganga með hringinn í hendi. (Tilbrigði við leikinn er að leikmenn verða að spila saman t.d. þrisvar sinnum áður en hringurinn er sendur yfir netið. Prófið það.) 7. Einn leikur (spil) er spilaður upp í 15 (25) með minnst tveggja stiga mismun. Einnig er hægt að spila tvo leiki upp á 12.

Skák Keppt í flokki kvenna og karla eftir monradkerfi, opinn flokkur. Fimm til sjö umferðir eru tefldar með tímamörkum 25 mín. á mann. Umferðafjöldi fer eftir fjölda keppenda.

Jurtagreining Greina á íslensk heiti 15 plantna/ runna/trjáa. Keppandi hefur 45 mínútur til að ljúka verkefninu.

Pönnukökubakstur Dæmt eftir hraða, bragði, útliti, fjölda og frágangi. Keppandi leggur til uppskrift í þremur eintökum og efni í bakstur (150 g hveiti, eitt egg) og hefur 15 mínútur til verksins. Mótsaðili

leggur til rafmagnshellu en keppandi kemur með eigin pönnu, spaða, ausu og áhald til að hræra deigið með. Ekki er heimilt að nota rafmagnsþeytara. Keppandi skilar 10 pönnukökum upprúlluðum með sykri, hinum tvíbrotnum í horn.

Hrútadómar Keppandi dæmir hrút. Viðkomandi dýr hefur verið dæmt af ráðunautum og verður mat þeirra lagt til grundvallar stigaútreikningi en einnig hraði.

Dráttarvélaakstur Við stigaútreikning er eftirfarandi lagt til grundvallar: tími, ræsing hreyfils,

óþörf stöðvun hreyfils, slæm gírskipting, stöðvun við gatnamót, rykkir í akstri, fella stöng, akstur um hlið, tenging vagns, að bakka með tengivagn.

Sund Keppt er samkvæmt reglum og flokkaskiptingu SSÍ í flokkum kvenna og karla sem hér segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ára og eldri. Keppnisgreinar eru: 50 m skriðsund, 50 m baksund, 50 m bringusund, 100 m bringusund, 66 m fjórsund, 100 m skriðsund, 100 m bringusund, 200 m bringusund og 200 m skriðsund. Einnig er keppt í

4x50 m boðsundi, frjáls aðferð, opinn flokkur 50 ára og eldri, hver sveit skal skipuð 2 konum og 2 körlum.

Þríþraut/hópþríþraut – opið öllum aldri Þríþrautin er opin fyrir allan aldur. Sérstök verðlaun verða veitt þremur efstu í karla- og kvennaflokki, þremur efstu hópunum og þremur efstu í karlaog kvennaflokki 50 ára og eldri. Þríþrautin er 400 m sund, ca. 12 km hjólreiðar og um það bil 3 km hlaup. Keppni fer fram á Húsavík og hefst í sundlauginni á Húsavík.

17

Bogfimi Skotinn verður hálfur fíta hringur – 36 örvar á 30 m og 36 örvar á 50 m – eftir það útsláttur með þriggja örva lotum. 2 stig fást fyrir hærra skor í 3 örvum. Sá vinnur sem nær 6 stigum á undan. Ef staðan er 5–5 (1 stig fyrir jafntefli) er bráðabani – 1 ör og sú sem er nær miðju vinnur. Gert er ráð fyrir a.m.k. 30 í upphitun fyrir keppni.

Frjálsar íþróttir Keppt er samkvæmt reglum og flokkaskiptingu FRÍ. Keppt er í flokkum kvenna og karla sem hér segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ára og eldri.


18

Landsmót UMFÍ 50+

Keppnisgreinar eru: Kringlukast, spjótkast, kúluvarp, lóðkast, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup og hástökk. Þyngdir kastáhalda fyrir keppendur 35 ára og eldri: Aldursfl. Karlar M35-M45 M50-M55 M60-M65 M70-M75 M80+ Konur K35-K45, K K50-K55 K60-75 K80+

Kúla kg 7,26 7,26 6,0 5,0 4,0 3,0

Kringla kg 2,0 2,0 1,5 1,0 1,0 1,0

Sleggja kg 7,26 7,26 6,0 5,0 4,0 3,0

Spjót gr. 800 800 700 600 500 400

Lóð kg 15,00 15,88 11,34 9,08 7,26 5,45

4,0 3,0 3,0 3,0

1,0 1,0 1,0 0,75

4,0 3,0 3,0 3,0

600 500 400 400

9,08 7,26 5,45 5,45

;Vg[j\aV]Z^b^a^ " [g{W¨g `dhijg

Skotfimi Í SKEET verða skotnar 75 dúfur + final. Í riffilgreinum verður skotið í opnum flokki og keppt í VFS (varmint for score) skotið á 100 og 200 metra færum alls 25 skotum.

lll#]dhiZa#^h

Stígvélakast Því stígvéli sem verður á staðnum verður kastað.

Hágæðavörur úr íslenskri náttúru SagaMedica er leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði, stofnað árið 2000. Stofnun fyrirtækisins á sér rætur í rannsóknastarfi sem dr. Sigmundur Guðbjarnason, lífefnafræðingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, hóf árið 1992. Við erum stolt af því að geta þróað hágæðavörur úr íslenskri náttúru. Þær jurtir sem við höfum rannsakað og unnið með hafa mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina enda hafa lækningajurtir skipað stóran sess í samfélaginu frá landnámstíð. Hreinleiki og jákvæð ímynd íslenskrar náttúru skiptir miklu máli fyrir SagaMedica, því að sérstaða hráefnis okkar er einstök í alþjóðlegu samhengi. Vörur okkar innihalda efni með heilsufarslega þýðingu og hafa sannað sig hjá neytendum um árabil.

Ert þú á hreyfingu? Við erum öll misjöfn og kjósum okkur ólíkar leiðir til að halda okkur í formi. Hvort sem þú vilt bæta árangur þinn með vítamínum og bætiefnum eða þarft að kæla stífa og þreytta vöðva finnur þú ótalmargt til að auka vellíðan þína hjá okkur í Lyfju. Þótt leiðin sé misjafnlega greið höfum við öll sama takmark: Við stefnum að vellíðan. Lyfja Húsavík Opið virka daga kl. 10–18 Laugardaga kl. 10–14

;Vg[j\aV]Z^b^a^ Zgj [g{W¨g `dhijg [ng^g Z^chiV`a^c\V! [_ ah`naYjg d\ ] eV# ÃVj Zgj aajb de^c d\ W_ ÂV \Zhijb h cjb \ ÂV \^hi^c\j { ]V\`k¨bj kZgÂ^# ;aZhi ]Z^b^aVccV W_ ÂV jee { '¶+ bVccV ]ZgWZg\^ d\ hjb ÄZ^ggV Z^cc^\ hjbVg] h# C{cVg^ jeeaÅh^c\Vg Zg VÂ [^ccV { lll#]dhiZa#^h

;Vg[j\aVg

HjcYaVj\VkZ\jg () # &%* GZn`_Vk ` H b^ **( -&&% # ;Vm *-- .'%& ;Vg[j\aVg ❚ ^c[d5]dhiZa#^h ❚# lll#]dhiZa#^h :bV^a/ ^c[d5]dhiZa#^h lll#]dhiZa#^h

C¨hiV [Vg[j\aV]Z^b^a^ Zg VaYgZ^ aVc\i jcYVc#

Hveragerði

Hvolsvöllur

Vestmannaeyjar

Hveragerðiskirkja

Krappi ehf., Ormsvöllum 5

Þorlákshöfn

Kirkjubæjarklaustur

Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið ehf., Friðarhöfn

Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Geirland ehf., Geirlandi Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Skaftárhreppur, Klausturvegi 15

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni


ENNEMM / SÍA / NM50586

HÉR SPRETTUR SAGAN FRAM

KOLUFOSSAR Í VÍÐIDALSÁ

12 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal 5 Höfn • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir 9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal

Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gjafabréf fáanleg • Eddubiti í ferðalagið

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.

TELDU UPP AÐ MILLJÓN Karldýr selsins nefnist brimill, kvendýrið urta og afkvæmið kópur. Landselurinn getur haldið niðri í sér andanum í allt að 30 mínútur meðan hann kafar.


Þökkum frábærar viðtökur Við þökkum Húsvíkingum, Þingeyingum og landsmönnum öllum fyrir frábærar viðƚökur við oƉnun dŚe džƉloraƟon Duseum þann 24. maí 2014.

sŝĝ ďũſĝƵŵ ŐĞƐƟ ůĂŶĚƐŵſƚƐŝŶƐ ƐĠƌƐƚĂŬůĞŐĂ ǀĞůŬŽŵŶĂ Ą ƐĂĨŶŝĝ͘ KƉŝĝ ĂůůĂ ůĂŶĚƐŵſƚƐĚĂŐĂ ĨƌĄ ϵͲϭϴ͘ dŚe džƉloraƚion Duseum er safn um sögu land og geimkönnunar. Aðal sýningarrými safnsins er helgað geimferðum, æfingum amerískra tunglfara á Íslandi árin 1965 og 1967, sem og tilraunageimskotum frakka sem áttu sér stað hér á landi frá 1964 til 1965. Þá er ýtarlega fjallað um landkönnun víkinga og norrænna manna og kapphlaupið á pólana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.