Skinfaxi lm50blad 2013

Page 1

Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013

10

Björn Helgason:

Guðbjörn Árnason:

Hreyfingin heldur manni gangandi

Gaman að hitta fólk og keppa

Guðmundur Nikulásson keppir á Landsmóti UMFÍ 50+:

Árangurinn er kannski ekki aðalmálið heldur góður félagsskapur

12

Fróðleikur um Mýrdalinn

19

– Áhugaverðir staðir – Tjaldsvæði og gistimöguleikar

Velkomin á 3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

Guðmundur Nikulásson ætlar að keppa í annað sinn á Landsmóti UMFÍ 50+

„Ég var með á mótinu í Mosfellsbæ í fyrrasumar og var mjög ánægður í alla staði. Þetta var skemmtilegt, góð skipulagning og vel að öllum þáttum staðið. Það var bara virkilega gaman að vera þarna og hitta fólk. Ég tók þátt í kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og lóðkasti og reyndar í 100 metra hlaupi en var svo óheppinn að togna,“ sagði Guðmundur Nikulásson sem ætlar að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík Í Mýrdal í sumar. Til að halda sér í góðu formi sagðist Guðmundur stunda hina venjulegu líkamsrækt, æfa í World Class svona 3–5 sinnum í viku. Þegar vorar færi hann kasta með til gamans.

Maður keppti fyrir HSK í gamla daga

„Það má segja að ég hafi svona alla jafna verið duglegur að hreyfa mig. Maður var náttúrlega mikið að keppa fyrir HSK í gamla daga en ég kem frá Hvolsvelli þar sem ég er fæddur og uppalinn. Á unglingsárunum var ég að æfa og keppa í öll-

um íþróttagreinum og um tíma var ég í landsliðinu í frjálsum íþróttum og keppti þá í þrístökki. Svo keppti maður líka mikið í 100 og 200 metra hlaupum og langstökki. Í seinni tíð hefur maður reynt að hugsa vel um heilsuna með því að hreyfa sig reglulega en maður er byggður til að hreyfa sig. Kastgreinar sem slíkar hafa aldrei verið mín sérgrein en maður hefur fyrst og fremst gaman af því að vera með,“ sagði Guðmundur.

Ég er bara rétt skriðinn yfir fimmtugt

– Fannst þér vera kominn tími til að halda mót fyrir þennan aldursflokk? „Mér sýndist fólkið í Mosfellsbænum njóta þess að taka þátt en kannski hefðu mátt vera fleiri þátttakendur í frjálsum íþróttum. Mér finnst bara allt jákvætt með þessi mót og ég ætla að vona að ég verði með á þeim í mörg ár enda bara rétt skriðinn yfir fimmtugt. Maður ... framhald bls. 2

Sumarið 2013 verður sannkallað landsmótssumar. Þrjú Landsmót verða haldin í sumar á vegum Ungmennafélags Íslands, í Vík í Mýrdal, á Selfossi og á Höfn í Hornafirði.

Landsmótssumarið 2013 3. Landsmót UMFÍ 50+

27. Landsmót UMFÍ

16. Unglingalandsmót UMFÍ

verður haldið 7.–9. júní í Vík í Mýrdal. Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga 2011 og þótti takast einstaklega vel. Annað Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Mosfellsbæ 2012, en þar voru keppendur um 800 talsins. Þó nokkur umræða hafði farið fram um að ýta úr vör Landsmóti UMFÍ fyrir þennan aldurshóp enda hefur vakning um hreyfingu ýmiss konar í þjóðfélaginu aldrei verið meiri. Nú fá allir, 50 ára og eldri, tækifæri til að etja kappi hver við annan. Allir geta verið með og aðalatriðið er að fólk hittist og eigi góða stund saman.

verður haldið á Selfossi 4.–7. júlí. Stóru Landsmótin hafa alla tíð notið óskiptrar athygli og vinsælda. Þau eru ein fjölmennustu íþróttamót sem haldin eru hér á landi. Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri árið 1909. Þátttaka á Landsmótum UMFÍ hefur verið góð og ætíð hefur sérstök stemning fylgt mótunum. Á stóru Landsmótunum, sem haldin eru á fjögurra ára fresti, er keppt í 25 íþróttagreinum. Starfsíþróttir eins og t.d. dráttarvélaakstur og starfshlaup eru þar á meðal. Keppendur hafa oft verið yfir 2.000 og gestir frá 12.000 til 20.000, en hefur mest farið upp í 25.000 manns á Laugarvatni árið 1965.

verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2.–4. ágúst. Unglingalandsmót UMFÍ hafa á undanförnum árum slegið rækilega í gegn, en fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992. Unglingalandsmótin hafa sannað gildi sitt sem glæsilegar vímuefnalausar fjölskyldu- og íþróttahátíðir. Þar hafa komið saman þúsundir barna og unglinga á aldrinum 11–18 ára ásamt fjölskyldum sínum og tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmótin hafa frá 2002 verið haldin á hverju ári. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt með hverju árinu og umfang mótanna aukist.

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

www.veidikortid.is

00000


2

Landsmót UMFÍ 50+

Ragnheiður Högnadóttir, formaður Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu:

Skinfaxi

Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Jónas Erlendsson, Feykir o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 568-2929. umfi@umfi.is www.umf.is Starfsmenn: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari. Meðstjórnendur: Björg Jakobsdóttir, Bolli Gunnarsson og Stefán Skafti Steinólfsson. Varastjórn: Baldur Daníelsson, Matthildur Ásmundsdóttir, Anna María Elíasdóttir og Einar Kristján Jónsson.

... framhald af forsíðu er ennþá meðal þeirra yngstu en það er gaman að sjá keppendur komna yfir áttrætt vera með. Ef heilsan er góð er endalaust hægt að halda áfram, menn velja sér greinar, hvað hentar aldrinum hverju sinni. Mótin eru gott framtak og ég er bara spenntur að mæta í Vík. Á svona móti eins og Landsmóti UMFÍ 50+ er gaman að fá tækifæri til að keppa við aðra en ekki síður er maður að keppa við sjálfan sig á sínum eigin forsendum. Árangurinn er kannski ekki aðalmálið heldur góður félagsskapur og allar þær góðu stundir sem því fylgja,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði bráðnauðsynlegt að hreyfa sig. Það væri ekki til neitt betra eftir vinnudag á skrifstofunni en að fara og taka svolítið á því, svitna, fá púlsinn upp og verða pínulítið þreyttur. Það er góð tilfinning eins og Guðmundur komst að orði.

Hvet alla til að mæta

„Þegar maður fer á Landsmót UMFÍ 50+ hittir maður jafningja og góða vini frá því í gamla daga. Mótin eru að sanna sig og ég hvet alla sem komnir eru á miðjan aldur til að mæta og keppa,“ sagði Guðmundur Nikulásson.

Allir jákvæðir og spenntir fyrir þessu verkefni fá tækifæri til að byggja upp það nýja afl sem Landsmót UMFÍ 50+ er. Þessi mót eru mjög spennandi og kjörinn vettvangur fyrir fólk sem att hefur kappi hvert við annað áður en hefur ekki hist í nokkur ár og fær núna tækifæri til að hitta gömlu vinina á nýjan leik,“ sagði Ragnheiður.

„Það eru allir mjög jákvæðir og spenntir fyrir þessu verkefni. Íbúar hlakka afskaplega mikið til þessa móts og við finnum fyrir samheldni. Fólk hefur verið að setja sig í samband við okkur og spurt hvort það geti ekki hjálpað til við undirbúninginn. Okkur er enn í fersku minni Unglingalandsmótið sem haldið var í Vík 2005 en þar lyftu íbúar Víkur grettistaki við að byggja upp íþróttavöllinn í sjálfboðavinnu. Nú er fólk tilbúið að gera eitthvað spennandi aftur. Það er gaman að sjá að fólk er virkilega reiðubúið til að leggja okkur lið í undirbúningnum,“ sagði Ragnheiður Högnadóttir, formaður Ungmennasambands VesturSkaftafellssýslu, í spjalli við Skinfaxa þegar hún var innt eftir hvernig undirbúningur fyrir mótið gengi.

Spilum svolítið inn á náttúruna okkar

Reynslan kemur að góðum notum

Ragnheiður sagði að öll reynsla kæmi að góðum notum og átti hún þar við Unglingalandsmótið 2005 sem USVS stóð fyrir. „Við vitum betur núna hvað við erum að fara út í en við renndum nánast blint í sjóinn 2005. Við höfum

Frá undirritun samninga um Landsmót UMFÍ 50+. Frá vinstri: Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir formaður USVS.

reynsluna frá því móti og getum byggt ofan á hana. Það var gríðar-

lega mikið atriði fyrir bæinn og þá ekki síður fyrir héraðssambandið að

– Hlakkið þið ekki til þess að taka á móti fólki og leyfa því að njóta þess sem Vík hefur upp á að bjóða? „Jú, að sjálfsögðu. Við erum stolt af staðnum okkar og vonandi eiga allir eftir að eiga hér skemmtilega helgi. Hér ætti öllum að geta liðið vel og við reynum að spila svolítið inn á náttúruna okkar, fallegt umhverfi og vera með meiri keppni utanhúss en innanhúss. Aðstaðan er frábær og öll byggð upp fyrir Unglingalandsmótið 2005, sem fyrr sagði. Núna getum við því einbeitt okkur að því að skipuleggja mótið og þurfum því ekki eyða orku í að byggja upp aðstöðu. Við hlökkum mikið til mótsins og ekki síður þess að taka á móti fólki,“ sagði Ragnheiður Högnadóttir í spjallinu við Skinfaxa.

Við hlökkum til að sjá þig Landsmót Ungmennafélags Íslands eru landsþekkt verkefni á vegum hreyfingarinnar en meira en eitt hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Landsmótið var haldið á Akureyri. Fyrsta Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var síðan haldið á Dalvík 1992 og mótið hefur verið haldið árlega um verslunarmannahelgina frá því árið 2002. Árið 2011 var Landsmót UMFÍ 50+ haldið í fyrsta skipti á Hvammstanga. Mótið þótti takast það vel að ákveðið var að það skyldi haldið árlega í júní. Í ár verður mótið haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.–9. júní við kjöraðstæður. Það er vitað að þrátt fyrir að meðalævi Íslendinga hafi lengst á undanförnum áratugum og heilsufar almennt batnað, þá eru ákveðnar ógnir sem munu steðja að heilsufari fólks á næstu árum og þegar lengra er litið til framtíðar. Þessar hættur tengjast meðal annars óheilbrigðu líferni, hreyfingarleysi og lélegu fæðuvali. Það er meira um hreyfingarleysi í öllum aldurshópum og einna algengast er þetta meðal hinna eldri. Sýnt hefur verið fram á að slíkt getur leitt til alvarlegra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameins og sykursýki II. Heilsusamleg-

Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

ur lífsstíll, reglubundin hreyfing og hollt mataræði gegna lykilhlutverki í að bæta heilsu og lífsgæði eldri aldurshópa. Markmið hreyfingarinnar með að halda 50+-mótið er fyrst og fremst að koma til móts við þá vitundarvakningu sem hefur orðið undanfarin ár hjá þessum aldurshópi hvað varðar heilsueflingu og þátttöku í fjölbreyttu félagsstarfi og þann ávinning sem af slíkri þátttöku hlýst. Með Landsmóti 50+ verður til vettvangur til að koma saman og hafa gaman en einnig að taka þátt í keppni. Þátttak-

an er lykilatriði enda eigum við margt sameiginlegt en þó erum við hvert og eitt einstakt og fjölbreytnin auðgar mannlífið. Allir, óháð því hvort þeir eru ungmennafélagar eða ekki, sem eru 50 ára eða eldri, geta tekið þátt en af mörgu er að taka því að keppnisgreinar mótsins eru fjölmargar og til viðbótar eru sýningar og fræðsla um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt kvöldvökum, dansleikjum og fleira skemmtilegu. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi og hafa gaman. Mótið er fjölskylduhátíð sem einkennist af samveru, keppni, fræðslu, sýningarhópar koma fram, og síðast en ekki síst er ókeypis á alla viðburði, tjaldsvæði og skemmtanir. Mótshaldari er Ungmennasamband Vestur-Skaftfellinga en innan sambandsins er mikið af kröftugu og duglegu fólki sem býr yfir miklum metnaði og mun taka vel á móti gestum og sjá til þess að öllum líði vel mótsdagana. Í Vík er glæsileg keppnisaðstaða, tjaldsvæði og önnur aðstaða og þjónusta sem þarf til að halda mót eins og Landsmót UMFÍ 50+. Mótið er mjög spennandi verkefni

fyrir hreyfinguna og landsmenn alla og er góð viðbót og stuðningur við íþróttastarfið í landinu og þá sérstaklega við þennan aldurshóp. Marcus Túllíus Cíceró, rómverskur heimspekingur og rithöfundur, sem skrifaði rit um ellina fyrir tvö þúsund árum, svaraði spurningunni um það hvort ellin dragi úr þreki manna og veiki líkamann m.a. á eftirfarandi hátt; „Gætum heilsu vorrar af kostgæfni, iðkum hæfilega þjálfun, neytum ekki meiri matar né drykkjar en svo að kraftarnir haldist en dofni ekki. En ekki nægir að hlúa að líkamanum einum. Það er enn brýnna að hvessa sálargáfurnar. Þær dvína einnig með aldrinum eins og ljós á lampa ef honum er eldsneytis vant. Hugur og hönd þroskast við hæfilega þjálfun.“ Í stuttu máli er Landsmót 50+ heilsubrunnur fyrir líkama og sál ef við leggjum út af orðum Cícerós. Vertu hjartanlega velkomin/n á 3. Landsmót UMFÍ 50plús í Vík í Mýrdal. Njóttu þess að upplifa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í góðra vina hópi. Við hlökkum til að sjá þig! Íslandi allt! Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ


Landsmót UMFÍ 50+

3

ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA ICEWEAR BÚÐIR

Þingholtsstræti 2-4 » 101 Reykjavík » Sími: 561 9619 Fákafen 9 » 108 Reykjavík » Sími: 568 7450 Austurvegur 20 » 870 Vík í Mýrdal » Sími: 487 1250

www.icewear.is


4

Landsmót UMFÍ 50+

Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps:

Við leggjumst öll á eitt að gera þetta skemmtilegt „Aðdragandinn að því að við sóttum um þetta mót er að við höfum mikinn áhuga á öllu sem viðkemur íþróttastarfi og skemmst er að minnast þess að við héldum hér fyrir nokkrum árum Unglingalandsmót UMFÍ. Í tengslum við það var ráðist í heilmikla uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Við erum ágætlega í stakk búin til að taka að okkur mót á borð við Landsmót UMFÍ 50+. Eftir að við héldum Unglingalandsmótið, þó að ekki séu mörg ár liðin, hefur það stækkað gríðarlega mikið og við ættum kannski í erfiðleikum með að halda slíkt mót en þetta getum við vel og ætlum að halda Landsmót UMFÍ 50+ með glæsibrag í sumar. Við vildum gjarnan taka þátt í þessu og höfum undirbúið okkur eins og kostur er,“ sagði Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í samtali við Skinfaxa. Ásgeir sagði þetta framtak af hálfu UMFÍ mjög skemmtilegt í alla staði og gaman að sinna þessum aldurshópi sem fer ört stækkandi. Hann segir þetta mót að öllu leyti mjög jákvætt.

„Ætlum að halda Landsmót UMFÍ 50+ með glæsibrag í sumar“

Löngu búnir að ræða við veðurguðina og allt klárt

Allir möguleikar til staðar

– Hefur íþróttastarf í Vík ekki verið lifandi í gegnum tíðina? „Jú, ég held að megi segja það. Við búum ekki í neinu fjölmenni en alltaf hefur verið reynt að halda vel utan um íþróttastarf hvers konar á vegum ungmennasambandsins, skólans og í kringum starf íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Þá má líka nefna starf Hestamannafélagsins Sindra en innan raða félagsins er unnið vel og síðan er búið að byggja upp

þessum íþróttavelli þá er það mjög dýrt. Við borguðum töluvert háa upphæð í fyrra sem fólst í því að merkja hann upp á nýtt. Við búum stundum við þá erfiðleika að fá yfir okkur sand sem fýkur yfir íþróttavöllinn en það er allt í fínu standi núna,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagði það skipta gríðarlega miklu máli að eiga þessi íþróttamannvirki og í raun ómetanlegt.

Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.

flottan golfvöll sem er töluvert mikið notaður. Það má segja fullum fetum að allir möguleikar séu til staðar,“ sagði Ásgeir. Öll íþróttaaðstaða er til fyrirmyndar í Vík. Ásgeir sagði að aðstaðan, sem fyrir er í bænum, létti að sjálfsögðu allan undirbúning fyrir mótið en íþróttamannvirkin gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki.

„Íþróttavöllurinn okkar er mikilvægt mannvirki en okkur finnst hann samt alltaf vera of lítið notaður. Við erum þannig í sveit sett að úrkoman, sem fellur hér allan ársins hring, er oftast nær í formi rigningar þannig að við erum með auða velli allt árið. Hér hefur varla komið snjókorn í vetur og ekkert frost í jörðu þannig að hér grænkar allt um leið og eitthvað

hlýnar. Af þessum sökum geta íþróttamannvirkin hér verið tilbúin til notkunar töluvert langt á undan öðrum stöðum á landinu. Sum íþróttafélög hafa svo sem séð þetta og nýtt sér þennan möguleika og komið með hópa hingað til æfinga sem er besta mál. Vissulega er gott að þurfa ekki að leggja í mikinn kostnað en um leið og menn þurfa að gera eitthvað á

Að sögn Ásgeirs hefur allur undirbúningur fyrir mótið gengið samkvæmt áætlun. Hann sagði að Víkurbúar hefðu fengið góðan tíma til undirbúningsins og að þetta verkefni hefði þjappað fólki saman. Eins og Ásgeir komst að orði er öllum flokkadráttum og væringum ýtt til hliðar og allir leggjast á eitt um að gera þetta skemmtilegt og taka vel á móti gestum. Ásgeir sagði að þeir væru fyrir löngu búnir að ræða við veðurguðina og það er allt klárt. „Við leggjumst öll á eitt að gera þetta skemmtilegt og að allir sem hingað koma eigi góða daga í vændum. Það er metnaður í okkur og vonandi verðum við ekki eftirbátar annarra í þeim efnum. Þegar það varð ljóst að mótið yrði haldið hér í Vík urðum við strax vör við að fólk fór að finna sér gistingu hér á svæðinu. Það mun ekki væsa um keppendur og gesti og vonandi eigum við eftir að standa okkur vel við alla framkvæmd mótsins,“ sagði Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í samtali við Skinfaxa.

Kjartan Kárason, framkvæmdastjóri USVS og íþrótta- og tómstundafulltrúi í Vík í Mýrdal:

Lyftistöng fyrir okkur að fá að halda þetta mót „Undirbúningurinn gengur vel en við fáum mikla og góða aðstoð frá UMFÍ sem ber að þakka. Því er ekki að leyna að við búum að góðum aðstæðum frá uppbyggingunni sem var hér í Vík þegar Unglingalandsmótið var haldið í bænum 2005. Við höfum reynt að halda þessari aðstöðu vel við svo það er ekki mikið sem við þurfum að gera hvað aðstöðuna varðar fyrir Landsmót UMFÍ 50+,“ sagði Kjartan Kárason, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Vík og framkvæmdastjóri Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu sem stendur fyrir 3. Landsmóti UMFÍ 50+.

Margir sjálfboðaliðar frá 2005 koma til starfa

Kjartan sagði í mörg horn að líta í undirbúningi fyrir svona mót og stærsti þátturinn í þeim efnum væri að finna fólk til sjálfboðavinnu. Það er ljóst að margir munu koma að því starfi sem voru sjálfboðaliðar á Unglingalandsmótinu 2005.

Þetta verður fyrst og fremst bara skemmtilegt

Kjartan Kárason, framkvæmdastjóri USVS og íþrótta- og tómstundafulltrúi.

„Við búum að ákveðinni reynslu frá mótinu 2005 sem mun nýtast okkur við mótshaldið í sumar. Fólk hér á svæðinu er tilbúið að leggja hönd á plóg og það mun létta alla undirbúningsvinnu. Þetta verður fyrst og fremst bara skemmtilegt og fólk hlakkar til,“ sagði Kjartan.

Íþróttaaðstaðan í Vík er fyrsta flokks

Kjartan sagði íþróttaaðstöðuna í Vík vera fyrsta flokks. Íþróttavöllurinn væri mjög góður og íþróttahúsið einnig þótt það væri í minni kantinum. Félagsheimilið mun koma að góðum notum svo að það á að vera allt til alls. Síðan er bara að vona að við fáum gott veður eins og Kjartan komst að orði.

Þjappar okkur saman

– Að halda svona mót hlýtur að þjappa bæjarbúum vel saman og skapa stemningu, er það ekki? „Það hlýtur að gera það. Það var alla vega hugsunin og tilgangurinn með þessu af okkar hálfu í upphafi, þ.e. að búa til verkefni sem allir gætu sameinast um og þjappaði okkur

saman. Það er tilhlökkun og spenna og það er lyftistöng fyrir ekki stærra bæjarfélag að fá tækifæri til að halda mót á borð við Landsmót UMFÍ 50+. Þetta er auglýsing fyrir okkur og tímasetningin hentar okkur vel. Hinn eiginlegi ferðamannatími er ekki alveg skollinn á og því er þetta mót mjög fín viðbót hvað það varðar. Þessi mót hafa hitt í mark og gefa þeim þátttakendum sem hafa alist upp í ungmennafélagsandanum í gegnum árin tækifæri til að keppa sín á milli. Unglingalandsmótin hafa gengið afar vel og það yrði frábært ef Landsmóti UMFÍ 50+ yrði tekið með svipuðum hætti,“ sagði Kjartan Kárason í samtali við Skinfaxa í Vík á dögunum.


HVER ER EFTIRLÆTIS TALAN ÞÍN? Leyfð

F í t o n / S Í A

u þér smá Lottó!


Landsmót UMFÍ 50+

Samstarfsaðilar 3. Landsmóts UMFÍ 50+

Sölufélag garðyrkjumanna Markmið Sölufélags garðyrkjumanna eru skýr. Grænmetisbændur leggja inn uppskeru til Sölufélags garðyrkjumanna og félagið leggur síðan allan metnað sinn í að koma vörunni á sem bestan og ódýrastan hátt til neytenda. Með öflugri stjórn og skilvirku og einföldu markaðskerfi skila um 90% af heildsöluverði vörunnar sér til framleiðenda. Markmiðin eru einföld og byggjast á reynslu og þekkingu framleiðenda, sölu- og markaðsfólks ásamt gæðavitund íslenskra neytenda.

Sláturfélag Suðurlands SS er leiðandi matvælafyrirtæki sem framleiðir og selur margar af þekktari matvörum á Íslandi.

Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 3. Landsmóts UMFÍ 50+:

Aðstaðan í Vík er öll hin glæsilegasta í ungmennafélagi eða ekki. Það er einungis greitt eitt mótsgjald, 3.500 krónur, og það gildir fyrir ótakmarkaðan fjölda keppnisgreina,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal, í samtali við Skinfaxa.

Búist við góðri þátttöku

Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 3. Landsmóts UMFÍ 50+.

– Ertu bjartsýnn á gott mót og góða þátttöku? „Já, ég er það. Skráningar hafa farið vel af stað og hafa síðan verið að koma jafnt og þétt inn þannig við búumst við góðri þátttöku keppenda. Við hvetjum því fólk, sem ætlar að taka þátt í þessum greinum, til að skrá sig

sem allra fyrst. Við vonum að veðrið verði gott meðan á mótinu stendur og við eigum eftir að eiga skemmtilega helgi saman í Vík í Mýrdal,“ sagði Sigurður.

Opinn dansleikur

„Við hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega í golf, pútt og boccia en þarna er um ræða stórar greinar á mótinu. Það verða nokkrar skemmtilegar uppákomur sem verða ekki auglýstar sérstaklega. Við eigum jafnvel von á óvæntum skemmtikröftum inn á milli keppnisgreina sem ekki hefur verið gert áður. Á laugardagskvöldinu verðum við með dansleik í Leikskálum

„Allur undirbúningur fyrir mótið gengur samkvæmt áætlun. Allir sérgreinastjórar eru tilbúnir og staðráðnir í að mótið gangi sem best. Við erum reiðubúin til að taka á móti fjölda þátttakenda í þeim fjölmörgu keppnisgreinum sem í boði eru á mótinu. Aðstaðan öll er hin glæsilegasta í öllum greinum og öll keppni verður nánast á einum og sama stað svo að ekki þarf að fara langt til að keppa og fylgjast með öðrum greinum. Við reynum einnig að hafa greinar þannig að þær skarist ekki um of svo að fólk getur hæglega tekið þátt í fleiri en einni grein. Ég vil taka það sérstaklega fram að allir geta tekið þátt hvort sem þeir eru

sem opinn verður öllum. Við ætlum að byrja kvöldvökuna á varðeldi ef veður leyfir og færa okkur síðan inn í Leikskála og vera þar með dansleikinn,“ sagði Sigurður. Sigurður vildi ennfremur minnast á utanvegahlaupið sem væri mjög áhugaverður og spennandi kostur. „Fólk er þegar farið að prufa þessa leið og bæta þá tíma sem þegar eru komnir. Eins verða á dagskránni utanvegahjólreiðar. Ein leiðin þar byrjar í Þakgili sem er mjög fallegur staður. Það verður spennandi að hjóla þessa leið frá Þakgili til Víkur sem jafnframt er svolítið krefjandi hjólaleið,“ sagði Sigurður Guðmundsson.

argus – 05-0302

6

FUNHEITAR E‹A SVALAR fiykkvabæjar forso›nar grillkartöflur e›a kartöflusalat me› hrásalati. Einfalt og gott!


ENNEMM / SÍA / NM50586

HÉR SPRETTUR SAGAN FRAM

KOLUFOSSAR Í VÍÐIDALSÁ

12 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal 5 Höfn • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir 9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal

Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gjafabréf fáanleg • Eddubiti í ferðalagið

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.

TELDU UPP AÐ MILLJÓN Karldýr selsins nefnist brimill, kvendýrið urta og afkvæmið kópur. Landselurinn getur haldið niðri í sér andanum í allt að 30 mínútur meðan hann kafar.


8

Landsmót UMFÍ 50+

Guðmunda Jónasdóttir er á leið á 3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal 7.– 9. júní:

Ánægjulegt að sjá mótin vaxa og dafna Guðmunda Jónasdóttir úr Borgarnesi hefur tekið þátt í báðum Landsmótum UMFÍ 50+ til þessa og stefnan hefur verið tekin á Vík í Mýrdal þar sem þriðja mótið verður haldið. Guðmunda hefur eingöngu tekið þátt í sundi en hún æfði sund fyrir vestan í Bolungarvík þegar hún var krakki. Síðan gerðist Guðmunda sundþjálfari í Bolungarvík. Guðmunda hefur alla tíð verið dugleg að hreyfa sig, þá aðallega í sundi og hún reynir að komast í sund daglega. Hún hefur ennfremur verið áhugasöm um að ganga á fjöll.

Markmiðið að hreyfa sig 30 mínútur á dag

Guðmunda hefur verið dugleg að taka þátt í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ. Í fyrrasumar gekk hún t.d. á fjölmörg fjöll í Borgarfirði en markmiðið hjá henni er að hreyfa sig 30 mínútur á dag og oft lengur. Guðmunda segir að í sínum huga skipti hreyfingin afar miklu máli. Öll hreyfing hafi bara kosti ef hún er stunduð af skynsemi. Hún segir að

mikilvægi hreyfingar og ég hvet fólk til að mæta á staðinn og fylgjast með og kynna sér þá möguleika sem í boði eru. Ef til vill vaknar síðan í kjölfarið áhuginn til að taka svo þátt í sjálfu mótinu í framtíðinni. Ég er ótrúlega jákvæð gagnvart þessu Landsmóti og það er gaman að sjá hvað mótunum er dreift um landið,“ sagði Guðmunda. Hún sagði að starfsíþróttir hefðu alltaf vakið áhuga sinn og það væri spennandi nýjung að taka inn keppni í kjötsúpugerð.

almenningsíþróttaverkefni UMFÍ sé alveg stórkostlegt framtak og verkefnið sé hvetjandi fyrir fólk til að hreyfa sig og hugsa um heilsuna.

Landsmótin ekki síður fjölskylduhátíð

„Ég er búin að fara á bæði mótin og hef séð þau vaxa. Ég hef haft afskaplega gaman af því að taka þátt í þeim og þetta verkefni er að mínu mati frábært framtak af hálfu UMFÍ. Þessi mót eru ekki síður fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Guðmunda en hún ætlar sem áður að keppa í sundi á mótinu í Vík. Guðmunda segist alla tíð hafa lagt mikið upp úr því að hreyfa sig. „Það skilar manni sem sterkari manneskju og maður er tilbúinn að takast á við verkefni dagsins,“ sagði Guðmunda. „Mér finnst það meiriháttar gaman að einstaklingar, sem komnir eru á miðjan aldur, skuli hafa fundið vettvang til að koma saman og keppa. Þessi mót eru ekki bara eintóm keppni, það er ekki síður gaman að

Iðaði allt af lífi hvar sem maður labbaði um

Guðmunda Jónasdóttir.

mæta og kynna sér hvað mótin hafa upp á að bjóða. Það er heilmikið við allra hæfi en mér hefur fundist

gaman að sækja málþingin og kynningarfundina um ýmis málefni. Mótin geta tvímælalaust vakið áhuga fólk á

„Það eiga allir að finna eitthvað áhugavert á þessum mótum en ég tók eftir því á mótinu í Mosfellsbæ í fyrra að hvar sem maður labbaði um iðaði allt af lífi. Hópsýningarnar vöktu athygli mína og ég ætla að vona að þessi mót séu komin til að vera. Mér sýnist þau bara vaxa og dafna sem er mjög ánægjuleg þróun,“ sagði Guðmunda Jónasdóttir.

Halldórskaffi Halldórskaffi er notalegur veitingastaður í Vík í Mýrdal í húsi Brydebúðar. Veitingastaðurinn er nefndur eftir Halldóri Jónssyni kaupmanni og má því segja að gamall og góður andi sé í húsinu. Í boði er fjölbreyttur matseðill við allra hæfi. Súpa dagsins með heimalöguðu brauði, smáréttir, salöt, réttir unga fólksins og fleira gómsætt með afurðum úr heimahéraði. Kaffið er ljúffengt og kökurnar okkar eru heimabakaðar og ísinn úr sveitinni.

Við leggjum áherslu á gott íslenskt hráefni, notalegt umhverfi og lipra þjónustu. Gestir okkar geta bæði setið inni og úti, ef veður leyfir, og notið þess að fylgjast með mannlífi í elsta hluta þorpsins.

Sjáumst á Halldórskaffi


Landsmót UMFÍ 50+

9

Jóna Halldóra Tryggvadóttir, sigurvegari í pönnukökubakstri tvö mót í röð:

Markmiðið ekki að sigra heldur að taka þátt í sönnum ungmennafélagsanda Jóna Halldóra Tryggvadóttir frá Hvammstanga hefur borið sigur úr býtum í pönnukökubakstri á síðustu tveimur Landsmótum UMFÍ 50+, fyrst á Hvammstanga 2011 og síðan í Mosfellsbæ 2012. Jóna Halldóra, sem sér um matseldina í grunnskólanum á Hvammstanga, segist aldrei hafa verið í íþróttum sjálf en alla tíð fylgst hins vegar vel með íþróttum. Hún hafði aldrei áður tekið þátt í Landsmóti þegar hún mætti í pönnukökubaksturinn á Hvammstanga 2011.

Hef notið þess að taka þátt í þessum mótum

„Ég stefni að sjálfsögðu á þátttöku í Vík, var svo óheppin að slíta krossband í vetur en er öll að koma til. Ég hef notið þess að taka þátt í þessum mótum. Það var nú samt aldrei markmiðið hjá mér að vinna heldur að vera

með í þessum sanna ungmennafélagsanda. Ég sló til þegar mótið var heima á Hvammstanga og mér fannst svo gaman að ég skellti mér á mótið í Mosfellsbæ. Þar var tilgangurinn sá sami, að vera með en ekki að verja sigurinn frá árinu áður,“ sagði Jóna Halldóra. Á mótinu á Hvammstanga tók hún einnig þátt í hestatölti en varð að hætta við keppni í sundi vegna vinnu. Á mótinu í Mosfellsbæ lét hún sér nægja að taka einungis þátt í pönnubökubakstri.

Vettvangur til að hittast og eiga góða stund saman

„Mér sýnist fólk almennt, sem ég hef rætt við, vera mjög ánægt með þetta framtak UMFÍ, að hrinda í framkvæmd móti fyrir þá sem komnir eru á miðjan aldur. Þessi mót eiga tvímæla-

laust framtíðina fyrir sér og þau eru í mínum huga ekki bara keppni heldur einnig vettvangur fyrir fólk til að hittast og eiga góða stund saman,“ sagði Jóna Halldóra sem er fædd og uppalin í Víðidalnum. Eins og áður sagði var hún ekki mikið í íþróttum sjálf en hefur alltaf haft mikla unun af því að fylgjast með handbolta. Svona almennt fylgist hún vel með því sem er að gerast í íþróttum hverju sinni. „Ef allt gengur að óskum stefni ég að þátttöku í Vík og ætla þá að taka þátt í pönnubökubakstrinum og jafnvel einnig í boccia sem ég hef æft lítillega. Ég hef heyrt að það ætli að fara einhver hópur héðan af okkar svæði sem ætlar að keppa í boccia og í bridds,“ sagði Jóna Halldóra Tryggvadóttir.

Jóna Halldóra Tryggvadóttir í miðið ásamt Ester Friðþjófsdóttur og Ingu Birnu Tryggvadóttur en þær stöllur röðuðu sér í þrjú efstu sætin í pönnukökubakstri á 2. Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ í fyrrasumar.

ÞJÓNUSTUVER

TÍMAPANTANIR OG UPPLÝSINGAR

570 9090

Er kagginn kominn með skoðun?

Það er metnaður ur okkar hjá a góða þjónustu Frumherja að veita og hagstæð kjör á skoðunum.

LUK KUL EIKU R

25.0 00 ELD SN VINN EYTISINGU R

BETRI STOFAN

LUKKULEIKUR UKKULEIKUR

í

Komdu með ð bílinn í skoðun og freistaðu istaðu gæfunnar í Lukkuleik okkar. dsneytisvinningur Eldsneytisvinningur að upphæð kr. 25.000 dreginn út hverri viku.

Keyrum örugg í sumar og látum skoða bílinn þar sem reynslan er mest! - örugg bifreiðaskoðun um allt land Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is


10

Landsmót UMFÍ 50+

Björn Helgason ætlar ásamt hópi félaga úr Íþróttafélaginu Kubbi á Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal:

Hreyfingin heldur manni gangandi Spilaði með Fram 1963

Björn Helgason, fyrrverandi íþróttafulltrúi hjá Ísafjarðarbæ, sem verður 78 ára gamall síðar á árinu, er fullur lífsorku og stundar íþróttir nokkrum sinnum í viku hverri. Björn, ásamt 25 manna hópi frá Ísafirði, ætlar að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal. Björn gegndi stöðu íþróttafulltrúa í samfleytt 26 ár.

Gleðin allsráðandi

„Við erum hópur eldri borgara í Íþróttafélaginu Kubbi sem kemur saman til æfinga tvisvar í viku. Við getum sagt að þetta sé alvörufélag og frábær stemning innan hópsins. Við leggjum aðallega rækt við boccia og svo lítillega ringó en þetta eru greinar sem við stundum innandyra. Við æfum pútt inni yfir vetrarmánuðina en höfum einnig aðgang að mjög góðum púttvelli utandyra sem er stór 18 holu völlur. Við erum langflest í Kubbi komin yfir sjötugsaldurinn, gleðin er allsráðandi og ánægjan skín úr andlitunum,“ sagði Björn Helgason. Björn sagði að hópur frá félaginu hefði tekið þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var í Mosfellsbæ í fyrra. Björn sagði að hópurinn hefði látið vel af ferðinni og að mótið hefði heppnast einstaklega vel.

Stóðum okkur með sóma

„Við stóðum okkur með sóma. Unnum silfur í boccia og einnig gekk okkur vel í púttinu. Það skiptir þó mestu að vera með og vera innan um fólk.

Björn Helgason í keppni í boccia.

Keppnisskapið er samt aldrei langt undan,“ sagði Björn. „Þeir sem eru orðnir sextugir fá inngöngu í Kubb, flestir eru samt komnir yfir sjötugt. Ég myndi segja að helmingur hópsins hafi verið í íþróttum frá unga aldri. Það er mikill

áhugi fyrir æfingum og þær stunda að jafnaði um 50 manns vikulega. Við bjóðum upp á einn tíma í sundi og leikfimi í viku og tvo tíma í boccia, ringo og pútti í viku,“ sagði Björn. Skráðir félagar í Íþróttafélaginu Kubbi eru 68 talsins. Björn sagði að

eftir æfingarnar ætti hópurinn góða stund saman yfir kaffibolla. Þá sagði hann að félagið nyti góðs af frábærum stuðningi frá Ísafjarðarbæ. Vert væri að þakka fyrir það. „Þeir gera allt fyrir okkur,“ sagði Björn.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

Björn sagði að hann hefði stundað íþróttir meira eða minna alla sína ævi. Hann þótti efnilegur knattspyrnumaður og á þrjá A-landsleiki að baki, þegar hann lék með Ísfirðingum og Fram þegar hann dvaldi eitt ár í höfuðborginni, knattspyrnutímabilið 1963. Þess má geta að Fram varð Íslandsmeistari 1962 og liðið í fremstu röð þegar Björn klæddist búningi þeirra bláklæddu. „Það var mjög gaman að spila með Framliðinu en mér bauðst einnig að leika með KR. Ég kaus þó frekar að spila með Fram.“ Björn sagði að honum líkaði vel við Landsmót UMFÍ 50+ og að mótin væru kjörin vettvangur fyrir fólk, sem komið væri yfir miðjan aldur, til að hittast og eiga góða stund saman. „Fyrir mig skiptir hreyfingin öllu máli. Hreyfingin heldur manni gangandi og mér líður vel eftir allar æfingar. Ég hef verið töluvert á skíðum í gegnum tíðina auk knattspyrnunnar og þetta hefur gefið mér mikla lífsfyllingu. Í dag spila ég golf og nýt þess með félögunum. Ef maður ætlar að halda heilsunni góðri verður maður að hreyfa sig. Hreyfingin skiptir höfuðmáli, hún heldur öllu gangandi,“ sagði Björn.

Full tilhlökkunar

Aðspurður hvort hópurinn væri ekki farinn að hlakka til að keppa á Landsmóti UMFÍ 50+ sagði Björn að hópurinn væri fullur tilhlökkunar, minnugur frábærra daga á mótinu í Mosfellsbæ í fyrrasumar. „Við ætlum að æfa vel fyrir mótið og mæta vel undirbúin til leiks. Það verður gaman að hitta fólk og eiga góða stund saman,“ sagði Björn Helgason hress í bragði.



12

Landsmót UMFÍ 50+

Samstarfsaðilar 3. Landsmóts UMFÍ 50+

Flügger fagleg þjónusta Árið 2004 keypti danska málningarfyrirtækið Flügger rekstur Hörpu Sjafnar á Íslandi og breytti nafni þess í Flügger. Fyrirtækið rekur sex málningarverslanir á Íslandi. Þær eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Selfossi og Akureyri. Flügger er einnig í samstarfi við aðra seljendur málningar, bæði kaupmenn og byggingarvöruverslanir. Flügger er umboðs- og söluaðili HEMPEL skipa og iðnaðarmálningar. Flügger byggir á áratuga langri reynslu við þróun og framleiðslu á málningarvörum. Flügger er í dag leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndum í sölu málningarvara og rekur yfir 500 verslanir. Fyrirtækið leggur áherslu á framleiðslu gæðamálningar fyrir mismunandi þarfir og aðstæður. Flügger leggur sérstaka áherslu á faglega þjónustu í verslunum sínum en þar starfa að jafnaði málarar og aðrir málningarsérfræðingar með áralanga reynslu í sölu á málningu og tengdum vörum.

Guðbjörn Árnason, félagi í Ungmennafélaginu Þórsmörk:

Það er bara svo gaman að hitta fólk og keppa „Ég ætlaði að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrra en varð svo óheppinn rétt fyrir mótið að brjóta í mér hryggjarlið þegar ég datt af hestbaki. Ég held meira að segja að ég hefði unnið eina grein ef ég hefði verið á staðnum en núna stefni ég galvaskur til leiks og að vinna að sjálfsögðu greinina sem ég ætlaði að vinna í fyrra,“ sagði Guðbjörn Árnason, 53 ára, sem hefur verið duglegur að hreyfa sig um ævina og stefnir ótrauður á þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í sumar. Guðbjörn hefur náð sér góðum eftir óhappið í fyrra. Hann keppti á innanhússmóti öldunga fyrir nokkru, í 200 metra hlaupi, og lenti í öðru sæti í sínum aldursflokki. Guðbjörn stökk hæst í hástökki á sama móti.

vegum HSK. Ég hef verið félagi í Ungmennafélaginu Þórsmörk í Fljótshlíðinni frá því að ég var gutti og er enn í dag að keppa undir merkjum þeirra,“ sagði Guðbjörn.

Stefni á 100 metra hlaup og langstökk

Guðbjörn sagði að sér litist mjög vel á Landsmót UMFÍ 50+ og þau væru í raun frábært framtak af hálfu UMFÍ. Það væri bara virkilega flott að þessum mótum var komið af stað. Hann sagðist stefna að því að taka þátt í 100 metra hlaupi og hástökki en sagðist ekki þora að gera mikið meira. Hann væri enginn langhlaupari og léti því þetta nægja.

Ég hlakka mikið að koma til Víkur og keppa

Tek nokkra spretti flesta morgna

„Ég fer út flesta morgna og tek nokkra spretti til að halda mér við efnið. Tengdapabbi minn, Helgi Hólm, er fæddur 1941 og hefur verið að keppa á þessum landsmótum og myndi eflaust keppa í Vík ef hann væri ekki á sama tíma að keppa í öldungalandsliðinu í golfi. Hann hefur drifið mig áfram og á miklar þakkir skildar fyrir það,“ sagði Guðbjörn Árnason.

Er enn að keppa undir merkjum Umf. Þórsmerkur

„Ég hef alltaf verið duglegur að hreyfa mig, mest í fótbolta, líka aðeins

Guðbjörn Árnason.

í blaki en aldrei markvisst samt. Ég var svolítið í frjálsum íþróttum þegar ég var við nám í Stuttgart í Þýskalandi,

þá aðallega í hlaupum og sprettum. Sem krakki var ég að taka þátt í mótum í Rangárvallasýslu og mótum á

„Það skiptir bara miklu máli að hreyfa sig og svo er bara svo gaman að hitta fólk og keppa. Ég hlakka mikið til að koma til Víkur og keppa en ég var kominn í gott form í fyrra þegar ég slasaðist. Markmið mitt á þessu ári var að fara yfir 1,60 metra í hástökki. Ég næ því líklega ekki en ég er búinn að fara yfir 1,50 metra. Þetta á örugglega eftir að verða gaman og það er tilhlökkun að taka þátt,“ sagði Guðbjörn Árnason í spjallinu við Skinfaxa.

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

Ströndin – Austurvegi 18 – 870 Vík í Mýrdal – sími 487 1230


Landsmót UMFÍ 50+

13

Karl Lúðvíksson – tekur þátt í þriðja Landsmóti UMFÍ 50+:

Handviss um að þessi mót eiga framtíðina fyrir sér „Ég hef alltaf leitast við að vera jákvæður, menn lifa þá lengur og þeim líður betur. Strax í upphafi leist mér vel á Landsmót UMFÍ 50+ og ég var ákveðinn í að taka þátt og nú stefnir maður á þriðja mótið í Vík í sumar. Mér fannst sérlega gaman á mótunum tveimur sem haldin voru á Hvammstanga og í Mosfellsbæ. Að mínu mati hafa mótin verið byggð upp með skynsamlegum hætti. Það var eðlilegt að byrja fyrsta mótið á Hvammstanga með færri greinum og bæta síðan inn greinum eins og gert hefur verið. Mér fannst gaman að keppa á Hvammstanga við aðstæður eins og í gamla daga en einnig var fínt að koma í Mosfellsbæinn þar sem aðstæður voru fyrsta flokks,“ sagði Karl Lúðvíksson íþróttakennari en í spjalli við hann kemur í ljós að hann hefur alla tíð hreyft sig reglulega og hugsað þannig vel um heilsuna.

Ég hlakka til að keppa í fallegu umhverfi í Vík

„Ég er alveg handviss um að þessi mót eiga framtíðina fyrir sér. Þátttakan í Mosfellsbæ var frábær og veðurguðirnir léku á als oddi. Ég hlakka til mótsins í Vík en umhverfið þar í kring er fallegt. Þar á eftir að verða skemmtileg stemning og ef til flottasta mótið

brotið niður. Það verður að vera stígandi í þjálfuninni og reyna ekki of mikið á sig. Annars er mikil hætta á slysum og það viljum við öll koma í veg fyrir,“ sagði Karl. Karl sagði gaman að hafa eitthvað til að stefna að og Landsmót UMFÍ 50+ hafi ýtt undir það.

til þessa,“ sagði Karl sem ætlar að taka þátt í nokkrum greinum í Vík, mest þó í frjálsum íþróttum. Hann keppti í fyrrasumar í greinum innan frjálsra íþrótta og bætti svo við boccia og hafði gaman af.

Gutla í leikfimi tvisvar í viku

Karl, sem verður 62 ára gamall á þessu ári, keppti í sjö greinum á mótinu í fyrrasumar í Mosfellsbæ. Stuttu eftir það tók hann þátt í öldungamótinu og bætti árangur sinn í hástökki, fór yfir 1,40 metra. Karl sagðist ekki æfa markvisst heldur er hann að gutla í leikfimi tvisvar í viku eins og hann kemst sjálfur að orði. „Ég er með æfingar fyrir Ungmenna- og íþróttafélagið Smára í Skagafirði. Þar er ég með fólk á aldrinum 14 ára og upp úr á æfingum. Við erum þar nokkur á sjötugsaldri, förum í stöðvaþjálfun, bandý og tökum fótbolta í lokin. Svo tökum við auðvitað teygjuæfingar og slökun í lok hvers tíma.“

Ég mæli með að fólk fari rólega af stað

– Hefur þú alla tíð hreyft þig reglulega og tekið þátt í íþróttum? Jú, mikil ósköp. Ég er íþróttakennari

Hvet fólk eindregið til að taka þátt í Landsmótinu

Karl Lúðvíksson í keppni í langstökki á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ 2012.

og búinn að kenna í 41 ár, bæði íþróttir og bóklegt nám. Síðustu ár hef ég verið í sérkennslu en ég kenni við starfsbrautina í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ég stefni á að hreyfa mig eins lengi og ég get en það skiptir svo miklu máli fyrir okkur sem komin erum á sjötugsald-

urinn. Ég mæli hiklaust með því að fólk, sem er komið yfir miðjan aldur, hreyfi sig reglulega en auðvitað er þetta persónubundið. Allir þurfa að passa upp á að fara rólega af stað, líka þeir sem voru í íþróttum á unga aldri. Það er þýðir ekkert að fara af stað með látum því að það getur bara

Traust, Víðsýni, Þekking og Gleði Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega

Mannvit er með yfir 400 starfsmenn sem sinna

ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu.

fjölbreyttum og krefjandi verkefnum hér á landi

Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum,

og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni

sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum,

þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna

fjárfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og

og viðskiptavina verður best lýst með gildum

orkufyrirtækjum.

fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is

– Hvað finnst þér almennt um Landsmót UMFÍ 50+ og tækifærin sem þeim fylgja? „Ég hef heyrt í fólki sem hefur tekið þátt í þessum mótum og allir eru sammála um að vel hafi tekist til. Við hjónin eigum gamalt hjólhýsi og ætlum að dvelja í því í Vík. Það skiptir mestu að hafa gaman af þessu, hitta fólk og eiga góða stund saman. Ég ætla að taka þátt í svipuðum fjölda greina og í Mosfellsbæ í fyrrasumar. Mest eru það greinar í frjálsum íþróttum, stökk og hlaup. Ég hlakka mikið til og hvet fólk eindregið til að taka þátt. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo er ekki síður gaman að hitta gamla vini úr íþróttunum í gegnum tíðina,“ sagði Karl Lúðvíksson að lokum.


14

LandsmĂłt UMFĂ? 50+

DAGSKRĂ DagskrĂĄin er birt meĂ° fyrirvara um breytingar.

Kl. 12:00–19.00 Kl. 12:00–12:30 Kl. 12:00–14.00 Kl. 13:00–14:00

FÜstudagur 7. júní Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni Kl. 18:00–19:30 ÞríÞraut Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið Üllum)

Kl. 13:00–15:00 Kl. 13:00–16:00 Kl. 13:00–17:00 Kl. 14:00–15:00

Laugardagur 8. júní Kl. 08:00–08:30 Kl. 08:00–19:00 Kl. 09:00– Kl. 09:00–12:00

Sundleikfimi (opið Üllum) Golf LjósmyndamaraÞon Hjólreiðar – utanvegarleið 30 km (opið Üllum) Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit Kl. 10:00–12:00 HeilsufarsmÌlingar Kl. 10:00–12:00 StarfsíÞróttir – dråttavÊlaakstur

15 km. PĂŠtursey

Sunnudagur 9. júní Kl. 08:00–08:30 Kl. 09:30–12:30 Kl. 09:00–10:00 Kl. 09:00–11:00 Kl. 10:00–12:00 Kl. 10:00–12:00 Kl. 10:00–11:00

Kl. 10:00–13:00 Kl. 10:00–14.00 Kl. 11:30–13:30 Kl. 14:00–14:30

Vík í Mýrdal

rbrau t

Au

st

ur

ve

Kle

gu

t

u bra

u

nn

Su

Ăžakgil

Austurvegur

t

u bra

na

MĂĄ

t

VĂ­k

r

au rbr

urb

egu

na

ttsv

r

RĂĄ

t rau

SmiĂ°juvegur

FrĂ­tt verĂ°ur ĂĄ tjaldstĂŚĂ°i mĂłtshelgina. SkrĂĄning fer fram ĂĄ heimasĂ­Ă°u mĂłtsins www.landsmotumfi50.is.

5. PĂŠtursey – HestaĂ­ĂžrĂłttir 1. GrunnskĂłlinn Ă­ VĂ­k Ă­ MĂ˝rdal StjĂłrnstÜð – afhending 6. Golf/pĂştt – GolfvĂśllurinn Ă­ VĂ­k keppnisganga, ljĂłsmyndamaraĂžon 7. Ăžakgil – HjĂłlreiĂ°ar 2. Ă?ĂžrĂłttahĂşs / sundlaug – Boccia, 8. SĂśguganga um VĂ­k Ă­ MĂ˝rdal lĂ­nudans, ringĂł, sĂ˝ningar, sund, 9. DrĂĄttarvĂŠlaakstur/BĂşfjĂĄrdĂłmar ĂžrĂ­Ăžraut, hjĂłlreiĂ°ar 10. Setning 3. LeikskĂĄlar – Bridds, skĂĄk, kjĂśtsĂşpu11. KvĂśldskemmtun gerĂ°, pĂśnnukĂśkubakstur 4. FrjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttavĂśllur – FrjĂĄlsar Ă­ĂžrĂłttir 12. Dansleikur Ă­ LeikskĂĄlum

Keppnisgreinar og fyrirkomulag: Utanvegahlaup um nĂĄttĂşruperlur MĂ˝rdals HlaupiĂ° byrjar viĂ° DyrhĂłlaey, Ă­ ReynisfjĂśru. HlaupiĂ° er eftir ReynisfjĂśru 2,5 km Ă­ lausum sandi eĂ°a mĂśl. NĂŚstu 2 km eru hlaupnir eftir malbikuĂ°um vegi inn fyrir Reyniskirkju en ĂžaĂ°an upp Ă­ Reynisfjall. NĂŚstu 3,5 km eru hlaupnir utan vega og slóða upp ĂĄ Reynisfjall eftir vesturbrĂşn Ăžess og fram ĂĄ brĂşn syĂ°st ĂĄ fjallinu Ăžar sem sĂŠst niĂ°ur ĂĄ Reynisdranga. Eftir austurbrĂşninni er hlaupiĂ° inn ĂĄ malarveg sem liggur niĂ°ur fjalliĂ° aĂ° austan, niĂ°ur eftir honum og niĂ°ur Ă­ VĂ­k. Ăžarna er nĂĄĂ° mestri hĂŚĂ° sem er 200 m yfir

Sundleikfimi (opið Üllum) Pútt LjósmyndamaraÞoni lýkur KjÜtsúpugerð HeilsufarsmÌlingar Hjólreiðar (utanvegar 13 km) SÜguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frå íÞróttahúsi (opið Üllum) Frjålsar íÞróttir Ringó StarfsíÞróttir – pÜnnukÜkubakstur Mótsslit (opið Üllum)

Mýra

AĂ°staĂ°an Ă­ VĂ­k Ă­ MĂ˝rdal er góð til aĂ° halda LandsmĂłt UMFĂ? 50+. Ă?ĂžrĂłttahĂşs er Ă­ VĂ­k sem er sambyggt viĂ° sundlaugina ĂĄ staĂ°num. Góður frjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttavĂśllur er ĂĄ staĂ°num meĂ° gerviefni en honum var komiĂ° upp fyrir UnglingalandsmĂłtiĂ° sem fram fĂłr Ă­ VĂ­k 2005. SparkvĂśllur er ĂĄ staĂ°num sem og tveir reiĂ°vellir. GlĂŚsilegur 9 holu golfvĂśllur er Ă­ VĂ­k. Fyrir utan Ăžessa góðu aĂ°stÜðu Ă­ VĂ­k er nĂĄttĂşran einstĂśk. Allir ĂĄ aldrinum 50 ĂĄra og eldri geta tekiĂ° Þått Ă­ keppnisgreinum mĂłtsins hvort sem Ăžeir eru Ă­ fĂŠlagi eĂ°a ekki. Þåtttakendur greiĂ°a eitt mĂłtsgjald og Üðlast Ăžar meĂ° ÞåtttĂśkurĂŠtt Ă­ Ăśllum keppnisgreinum. MĂłtsgjald er 3.500 kr. ĂłhĂĄĂ° greinafjĂślda.

Kl. 20:00–21:00

SuĂ°urvĂ­kur vegur

Þriðja Landsmót UMF� 50+ fer fram í Vík í Mýrdal dagana 7.–9. júní. Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), heldur mótið í samstarfi við Mýrdalshrepp.

Kl. 14.00–18:00 Kl. 15:00–17:00 Kl. 15:00–16:00 Kl. 16:00–18:00 Kl. 16:00–19:00

Bridds Zumba (opið Üllum) Sund Hjólreiðar – utanvegar 4,5 km (opið Üllum) Línudans HestaíÞróttir Skåk SÜguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frå íÞróttahúsi (opið Üllum) Frjålsar íÞróttir HeilsufarsmÌlingar Búfjårdómar Sýningar Utanvegarhlaup um nåttúruperlur Mýrdals (opið Üllum) Skemmtidagskrå (opið Üllum)

sjó en hlaupið byrjar og endar um 5 m yfir sjó. Hlaupinu lýkur å íÞróttavellinum í Vík. Vegalengdin er 10 km og mikil nåttúrufegurð og fallegt útsýni å allri hlaupaleiðinni. Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna. BOCCIA Keppnislið eru skipuð konum/kÜrlum eða blÜnduð. Hvert lið er skipað Þremur einstaklingum og einum til vara. Spilað er í riðlum og fer Það lið åfram í úrslit er flesta vinninga hlýtur. Verði tvÜ lið jÜfn að stigum rÌður innbyrðis leikur Þeirra hvort liðið fer åfram!

BRIDDS Keppt er Ă­ opnum flokki, fjĂłrir til sex skipa sveit. SpiluĂ° eru 56 spil, sjĂś ĂĄtta spila leikir, eftir monradkerfi. FRJĂ LSĂ?ĂžRĂ“TTIR Keppt er samkvĂŚmt reglum og flokkaskiptingu FRĂ?. Keppt er Ă­ flokkum kvenna og karla sem hĂŠr segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ĂĄra og eldri. Keppnisgreinar eru: kringlukast, spjĂłtkast, kĂşluvarp, lóðkast, langstĂśkk, 100 m hlaup og 800 m hlaup. GOLF Flokkaskipting: Konur: 50–64 ĂĄra. Leika ĂĄ rauĂ°um

teigum. (HĂśggleikur ĂĄn forgjafar og punktakeppni.) Konur: 65 ĂĄra og eldri. Leika ĂĄ rauĂ°um teigum. (Punktakeppni.) Karlar: 50–69 ĂĄra. Leika ĂĄ gulum teigum. (HĂśggleikur ĂĄn forgjafar og punktakeppni.) Karlar: 70 ĂĄra og eldri. Leika ĂĄ rauĂ°um teigum. (Punktakeppni.) Ef keppendur eru jafnir Ă­ verĂ°launasĂŚti Ă­ hĂśggleik ĂĄn forgjafar skal leika brĂĄĂ°abana. Ef keppendur eru jafnir Ă­ punktakeppni er taliĂ° til baka, Ăžannig aĂ° sĂĄ er ofar sem hefur fleiri punkta ĂĄ seinni 9 holunum, ef enn er jafnt Þå sĂ­Ă°ustu 6, ĂžvĂ­ nĂŚst sĂ­Ă°ustu 3 og aĂ°

lokum er síðasta holan borin saman. Dugi Þetta ekki til sker hlutkesti úr um sÌti. HESTA�ÞRÓTTIR Keppt er samkvÌmt reglum HestaíÞróttasambandsins og er keppnin einstaklingskeppni å jafnrÌðisgrunni. Keppnisgreinar eru: tÜlt, fjór- og fimmgangur. L�NUDANS Keppni í línudÜnsum er hópakeppni. Hópur telst 5 einstaklingar eða fleiri. Ekki er gert råð fyrir að Þurfa að takmarka stÌrð hópa en mótshaldara er heimilt að setja reglur í Þessu efni. • Keppt skal í einum aldurshóp 50+. • Keppt skal í tveimur dÜnsum sem hóparnir velja sjålfir og Þurfa dansarnir að vera til skråðir å viður-


Landsmót UMFÍ 50+

kenndu formi ef þess er óskað. • Dansað skal að hámarki 2 mínútur í hvorum dansi. • Dómarar skulu gefa einkunn fyrir tónlist og dans. • Keppendareglur • Hendur keppenda mega ekki snerta gólf. • Keppendur mega ekki fara í splitt. • Spörk mega ekki fara fyrir ofan mjaðmahæð. • Gæta skal hófs í klæðnaði, þ.e.a.s. keppnisfatnaður þarf að vera samstæður og snyrtilegur, með eða án hatta. PÚTT Spilaður verður 18 holuleikur, 9x2, einstaklingskeppni karla og kvenna: Einnig er sveitarkeppni þar sem fjórir skipa lið. RINGÓ Ringókeppni verður opin fyrir allan aldur. Liðin mega vera blönduð af báðum kynnum. SKÁK Keppt í flokki kvenna og karla eftir monradkerfi. Opinn flokkur. STARFSÍÞRÓTTIR Pönnukökubakstur Dæmt er eftir hraða, bragði, útliti, fjölda og frágangi. Keppandi leggur til uppskrift í þremur eintökum og efni í bakstur (150 g hveiti, eitt egg ) og hefur 15 mínútur til verksins. Mótshaldari leggur til rafmagnshellu en keppandi kemur með pönnu, spaða, ausu og áhald til að hræra deigið. Ekki er

heimilt að nota rafmagnsþeytara. Keppandi skilar 10 pönnukökum upprúlluðum með sykri, hinum tvíbrotnum í horn. Dráttarvélaakstur Það sem lagt er til við stigaútreikning er eftirfarandi: tími, ræsing hreyfils, óþörf stöðvun hreyfils, slæm gírskipting, stöðvun við gatnamót, rykkir í akstri, fella stöng, akstur um hlið, tenging vagns, að bakka með tengivagn. SUND Keppt er samkvæmt reglum og flokkaskiptingu SSÍ. Keppt er í flokkum kvenna og karla sem hér segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ára og eldri. Keppnisgreinar eru: 50 m skriðsund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 100 m fjórsund, 100 m skriðsund. Einnig er keppt í 4x50 m boðsundi, frjálsri aðferð, opnum flokki 50 ára og eldri. Hver sveit skal skipuð 2 konum og 2 körlum. Hjólreiðar (utanvegahjólreiðar) 1. leið – 28 km Upphafspunktur við tjaldsvæðið í Þakgili og vegurinn þaðan hjólaður til Víkur þar sem farinn er hringur fyrir ofan þorpið áður en komið er í mark við íþróttamiðstöðina á bundnu slitlagi, 23 km á misgrófum malarvegum og 1 km á göngustígum (gras/mold/ möl). – Malarvegurinn frá Þakgili niður á þjóðveg nr. 1 liggur um fallegt landslag og er fólksbílafær en frekar

grófur á köflum, hlykkjóttur og mishæðóttur. Frá Höfðabrekku (við þjóðveg 1) í vestur u.þ.b. 2 km en síðan farinn gamall malarvegur meðfram fjallinu í átt til Víkur. Þegar þangað er komið er farinn göngustígur upp að kirkjunni og kirkjugarðinum og þaðan yfir tún og um grófan dráttarvélaslóða inn á gamla þjóðleið ofan við þorpið. Upp hana og um fallegt gil yfir á þjóðveg 1 og niður í þorpið aftur. 2. leið – 14,5 km Upphafspunktur við íþróttamiðstöðina í Vík. Hjólað er um Vík og næsta nágrenni, u.þ.b. 4,5 km á bundnu slitlagi, 8 km á misgrófum malarvegum og 2 km á göngustígum (gras/mold/ möl/laus sandur). Mark við íþróttamiðstöðina í Vík. – Þessi leið byrjar eins og 1. leið endar (öfugur hringur) en í stað þess að fara eftir þjóðvegi 1 í austur, í áttina að Höfðabrekku, er farið í vestur eftir þjóðveginum í áttina að þorpinu en rétt áður en þangað er komið er farið inn á malarborinn sjóvarnargarðinn sem liggur neðan byggðarinnar. Eftir garðinum alveg vestur að Reynisfjalli og síðan meðfram því inn í þorpið. 3. leið – 4 km Léttur og einfaldur hringur um Vík fyrir (nánast) alla og (nánast) allar gerðir af hjólum nema „racer“-hjól. Upphafspunktur við íþróttamiðstöðina í Vík. Bundið slitlag, malarvegur og stígar. Mark við íþróttamiðstöðina í

H`g{Âj Ä^\! Ä^ii [ng^gi¨`^ ZÂV ] e i^a aZ^`h { lll#\Vc\V#^h

bV\\^5&'d\(#^h ')-#&.&

IV`ij Ä{ii

Vík. – Hér er nánast engin „hækkun“ og allt með léttara móti til þess að sem flestir geti tekið þátt. Hjólað er um efri hluta byggðarinnar vestan árinnar, að tjaldsvæðinu. Þaðan til sjávar og um sjóvarnargarðinn í áttina að Reynisfjalli en þó ekki eins nálægt því og í 2. leið. Þaðan með smá útúrdúr inn að íþróttamiðstöðinni. ÞRÍÞRAUT Keppt er í opnum flokki, kvenna og karla, hópakeppni þar sem hver hópur er skipaður þremur einstaklingum. Þríþrautin er 400 m sund, um 12 km hjólreiðar, og um það bil 2,5 km hlaup. Sýningar /leikfimi Sýning verður fyrir leikfimi og danshópa. Hópum gefst kostur á að koma og sýna atriði sem þeir hafa verið að æfa í vetur. Hver hópur getur komið tvisvar inn með mismunandi atriði. AÐRAR GREINAR Kjötsúpugerð Skila á 1,5 lítrum af súpu. Þátttakendur skaffi allt hráefni og koma með pott, hníf og bretti. Aðferð er frjáls en súpan algerlega unnin frá grunni á staðnum, t.d. má ekki koma með forskorið grænmeti o.þ.h. Uppskrift skilað inn með súpunni. Í dómum verður tekið tillit til bragðgæða, útlits og áferðar. Ljósmyndamaraþon Keppendur hafi sólarhring til að vinna úr lista fyr-

15

ir maraþonið. Þeir þurfa að skila myndum á USB-lykli og myndirnar þurfa að vera með dagsetningu, þ.e. myndavélin þarf að gefa þeim dagsetningu þegar hún er tekin. Keppendur fá lista með verkefnum, t.d. gleði, blátt, hopp o.s.frv., og eiga að taka mynd af upplifun sinni af þessum verkefnum. Myndir verða síðan dæmdar út frá gæðum og listrænu gildi þeirra. Myndirnar verða til sýnis í lok keppni. Búfjárdómar Dæmdur verður hrútur og keppendur eru dæmdir eftir hraða, en þeir hafa þó takmarkaðan tíma, og því hversu vel þeir nálgast hinn raunverulega/ upphaflega dóm.

Rafræn skráning á Netinu Skráning til þátttöku í 3. Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal stendur nú yfir af fullum krafti. Opnað var fyrir skráningu í maí og fer hún fram rafrænt á www.umfi.is en þar má að auki finna allar upplýsingar um mótið. Keppnisgreinar á mótinu verða utanvegahlaup, boccia, bridds, frjálsíþróttir, golf, pútt, hestaíþróttir, hjólreiðar utanvega, línudans, ringó, skák, starfsíþróttir, sýningar/leikfimi, sund og þríþraut.


16

Landsmót UMFÍ 50+

Verið öll velkomin til Víkur Mýrdalshreppur er tæplega 500 manna fjölskylduvænt samfélag í fallegu umhverfi. Í Vík er öll almenn þjónusta og frábær aðstaða til íþróttaiðkunar og ferðaþjónusta öflug og vaxandi. Mýrdalurinn er land mikilla andstæðna þar sem beljandi jökulfljót og víðáttumiklir sandar mynda mótvægi við grasi grónar heiðar til hæstu fjallatinda. Mýrdalurinn skartar fögru, ósnortnu umhverfi og einstakri náttúrufegurð. Fuglalíf er fjölskrúðugt. Eitt stærsta kríuvarp í Evrópu er í næsta nágrenni Víkur og er stórfengleg sjón að sjá þegar allur hópurinn kemur í einu að vori til varps. Hér er því margt að sjá og upplifa. Lundanum og fýlnum og fleiri fuglum má svo fylgjast með úr návígi bæði í Dyrhólaey og í Reynisfjalli. Allir sem fara um Suðurland ættu að gefa sér tíma til að heimsækja náttúruperlur svæðisins, Dyrhólaey, Reynisfjöru, Víkurfjöru, Reynisdranga, Hjörleifshöfða, Þakgil, Sólheimajökul og Mýrdalsjökul svo að eitthvað sé nefnt.


Landsmรณt UMFร 50+

17

www.vik.is


18

Landsmót UMFÍ 50+

Guðni Einarsson, umsjónarmaður almenningshlaupsins:

Fáar hlaupaleiðir sem bjóða upp á slíka áskorun Reykjavík Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Ögurvík hf., Týsgötu 1 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Arkþing ehf., Bolholti 8 Árni Reynisson ehf., Skipholti 50d Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Gáski ehf., Bolholti 8 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Blaðamannafélag Íslands Síðumúla 23 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Rimaskóli, Rósarima 11 Löndun ehf., Pósthólf 1517

Kópavogur Suðurverk hf., Hlíðarsmára 11 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Tölvu- og tækniþjónustan ehf. Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

„Þessi leið hefur aldrei verið hlaupin áður en hún byggist á því að hlaupa um helstu náttúruperlur í Mýrdalnum. Þarna er um ræða fallega leið sem er krefjandi og erfið en um leið býður hún upp á mikið og glæsilegt útsýni. Landslagið er í raun stórkostlegt,“ sagði Guðni Einarsson, umsjónarmaður almenningshlaupsins á 3. Landsmóti UMFÍ 50+, en liður í því er víðavangshlaup um náttúruperlur Mýrdals. Guðni sagði að einmitt þessi leið hafi ekki verið hlaupin áður. Hlaupið hefur verið frá Dyrhólaey, þá var hlaupið beint yfir Reynisfjall en í staðinn verður núna tekinn sveigur fram á fjallið. Eiginlega verður hlaupinn hringur á fjallinu framan til.

Hægt að hlaupa, skokka eða ganga leiðina

„Þátttakendur í hlaupinu þurfa að vera í góðri þjálfun til að hlaupa þessa leið á klukkutíma. Við gerum okkur vonir um að þátttakan í hlaupinu verði góð en síðan höfum við verið með hugmyndir um að gefa fólki kost á að skokka og ganga þessa leið. Fólk þarf alls ekki að sprengja sig með

að hann hafi tekið þátt í mörgum hlaupum í gamla daga og það hafi lengi verið draumur sinn að koma þessu hlaupi á laggirnar.

Bæjarbúar hlakka til mótsins

hlaupum, það á ekki að koma síður til að ganga og njóta útsýnis og umhverfis á leiðinni. Í röskri göngu tekur um tvo klukkutíma að ganga leiðina,“ sagði Guðni og gat þess að þeir stefndu í framhaldinu á að gera þetta að árlegu hlaupi. Hann telur það vera draumahlaup fyrir góða hlaupara að spreyta sig á þessari leið. „Við gerum okkur vonir um að þekktir hlauparar taki þátt í hlaupinu en að okkar mati eru fáar hlaupaleiðir sem bjóða upp á slíka áskorun sem þessi leið er,“ sagði Guðni. Hann segir

– Hvernig líst þér á að fá Landsmót UMFÍ 50+ til Víkur? „Mér líst ljómandi vel á það og þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt. Það næst mjög mikil samheldni þegar mót sem þetta eru haldin á litlum stað og nánast allt mótið fer fram á sama punktinum. Mótið leggst mjög vel í mig og við höfum yfir að ráða góðri aðstöðu til að halda það. Þessi mót hafa hitt í mark og eiga eflaust framtíðina fyrir sér. Ég keppti sjálfur á 12 Landsmótum í gegnum tíðina þannig að ég þekki þau og síðan hef ég verið duglegur við að fara með börnunum á Unglingalandsmótin. Bæjarbúar hlakka til mótsins enda er spennandi að fá tækifæri til að halda það. Við héldum hér í Vík Unglingalandsmótið 2005 og þá byggðum við upp glæsilega aðstöðu, að stórum hluta í sjálfboðavinnu,“ sagði Guðni Einarsson í spjalli við Skinfaxa.

1896

ÁLAFOSSVEGI 23, MOSFELLSBÆ OPIÐ VIRKA DAGA: 9:00 - 18:00 OG LAUGARDAGA: 9:00 - 16:00

Víðavangshlaup er einn af dagskrárliðum 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal. Hlaupið fer fram laugardaginn 8. júní og hefst kl. 16 í Reynisfjöru við Dyrhólaey. Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna. Hlaupið er eftir Reynisfjöru 2,5 km í lausum sandi eða möl. Næstu 2 km eru hlaupnir eftir malbikuðum vegi inn fyrir Reyniskirkju, en þaðan er hlaupið upp í Reynisfjall. Næstu 3,5 km eru hlaupnir utan vega og á slóða upp á Reynisfjall, eftir vesturbrún þess og fram á brún syðst á fjallinu þar sem sést niður á Reynisdranga. Eftir austurbrúninni er hlaupið inn á malarveg sem liggur niður fjallið að austan, niður eftir honum og niður í Vík. Þar er náð mestri hæð sem er 200 m yfir sjó en hlaupið byrjar og endar um 5 m yfir sjó. Hlaupinu lýkur á íþróttavellinum í Vík. Vegalengdin er 10 km og mikil náttúrufegurð og fallegt útsýni á allri hlaupaleiðinni.

www.alafoss.is

Á Álafossi er aldargömul saga ullariðnaðarins enn sýnileg í húsi gömlu ullarverksmiðjunnar. Komdu við og skoðaðu söguna og verslaðu í notalegu umhverfi fjarri skarkala miðborgarinnar. Við kappkostum að vera með allt það nýjasta í bland við gömlu góðu lopapeysurnar.

Víðavangshlaup um náttúruperlur Mýrdals á Landsmóti UMFÍ 50+


Landsmót UMFÍ 50+

Fróðleikur um Mýrdalinn Mýrdalshreppur

Mýrdalurinn er syðsta sveit landsins og býður upp á einstaka náttúrufegurð. Hér er skammt milli fjalls og fjöru; litamynstrið er ótrúlega auðugt: blátt hafið gnauðar við svartan fjörusandinn við ströndina og fannhvítar snjóbreiður Mýrdalsjökuls að baki grösugrar og blómlegrar byggðar, heiðalönd sundurskorin af hrikalegum giljum og gljúfrum. Gróðurinn teygir sig víða upp á fjallsbrúnir og fuglalíf er fjölskrúðugt. Hér er því margt sem glatt getur auga ferðamannsins og ástæða til að gefa sér tíma til að staldra við. Vesturmörk sveitarfélagsins eru við Jökulsá á Sólheimasandi en austurmörk liggja um hábungu Mýrdalssands skammt austan Hjörleifshöfða og Hafurseyjar. Leiðin gegnum Mýrdalinn frá Jökulsá austur að Mýrdalssandi (að Núpum hjá Höfðabrekku) var fyrr á tímum talin ein þingmannaleið. Á síðari árum hefur ferðaþjónusta blómstrað í Mýrdal; hótelgistingu er hægt að fá á nokkrum stöðum, boðið er upp á bændagistingu, sumarhús, farfuglaheimili og tjaldsvæði með góðri aðstöðu. Veitingar fást á flestum gististöðum. Margs konar afþreying er í boði fyrir gesti og gangandi. Upplýsingamiðstöð ferðamála er opin í Kötlusetri í Brydebúð í Vík um mesta annatímann, frá því í maí til ágústloka. Þar má fá upplýsingar um gönguleiðir um stórbrotið og fagurt nágrenni þorpsins; einnig um aðra afþreyingu svo sem hestaferðir, jeppaferðir um heiðalönd og upp á Mýrdalsjökul, golf og sund, veiði o.fl.

19

Reyniskirkja var flutt frá gamla Reyni 1895, en núverandi kirkja var reist árið 1946. Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði kirkjun en yfirsmiður var Matthías Einarsson frá Þórisholti. Skeiðflatarkirkja var reist árið 1900 þegar Dyrhóla- og Sólheimasókn voru sameinaðar. Kirkjusmiður var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum, faðir Guðjóns húsameistara. Kapella var byggð á Sólheimum 1964 en Guðjón Samúelsson teiknaði hana.

Sjósókn

Vík – Reynishöfn – Dyrhólahöfn – Maríuhlið

nágrenni þess; til Reynisdranga, vestur yfir Mið-Mýrdal og Dyrhólaey, inn til heiða og Mýrdalsjökuls í norðri og austur á Mýrdalssand, hamfarasvæði Kötluhlaupa. Syðst af Reynisfjalli blasa við Reynisdrangar, svo að segja undir fótum manns. Á fjallinu stendur enn hús lóranstöðvar, sem starfrækt var til 1970. Upphaf starfseminnar má rekja til varðstöðu á vegum breska og bandaríska herliðsins í seinni heimsstyrjöldinni. Norður af Víkurþorpi rís Hatta (504 m),

sem bjuggu á Víkurjörðunum á síðustu áratugum 19. aldar og í byrjun 20. aldar, stunduðu sjósókn af miklu kappi frá Víkurfjöru. Á síðustu áratugum 19. aldar færðist aðalútræðið í Víkurbás austan undir Reynisfjalli. Upphaf verslunar og þar með þéttbýlismyndunar í Vík má rekja til þess að þeir Halldór og Þorsteinn fengu árið 1884 vörusendingu beint frá Bretlandi og var vörunum skipað upp í Vík. Kaupmenn í Vestmannaeyjum og á Eyrarbakka fetuðu í fótspor þeirra og fóru að flytja vörur

og landið hefur smám saman hækkað verulega eftir að tókst að hefta sandfok og melgresi náði þar rótfestu. Raunar tók ströndin að hopa aftur eftir 1970 og færðist inn um allt að 400 metra á síðustu áratugum. Sjóvarnargarður hefur nú verið byggður til að koma í veg fyrir frekara rof á ströndinni. Tvö sjómannaminnismerki standa við ströndina í Vík. Annað er um þýska sjómenn sem farist hafa við strendur Skaftafellssýslu. Hitt minnismerkið heitir För og

Mýrdælingar sóttu sjó af kappi fram á fjórða tug 20. aldar. Hvergi í Mýrdal var um höfn eða eiginlegan lendingarstað að ræða, en róið út frá opinni ströndinni þar sem skilyrði þóttu best. Fiskiskipin voru opnir árabátar; þeir stærstu teinæringar og áttæringar. Sexæringar voru einnig notaðir á vetrarvertíð en fjórrónir bátar aðeins að vor- og sumarlagi. Í Dyrhólahöfn vestan við Dyrhólaey var frá fornu fari útræði og lendingarstaður róðrarbáta. Elstu heimildir um útræði er að finna í máldögum klaustranna í VesturSkaftafellssýslu. Um aldamótin 1900 var útræði á fjórum stöðum í Mýrdal: frá Víkurfjöru (Víkurbás), Reynishöfn, Dyrhólahöfn og Maríuhliði við Jökulsá. Frá Jökulsá gengu þá tvö skip með 18 manna áhöfn, frá Dyrhólahöfn þrjú skip, tvö með 18 manna áhöfn og eitt með 14 manns, frá Reynishöfn þrjú stórskip með 18 manna áhöfn og frá Vík sex skip með 10–14 manna áhöfn. Þannig hafa liðlega 200 manns sótt sjóinn á vetrarvertíð í Mýrdal; stundum fleiri, stundum færri eftir fjölda skipa, en ætla má að yfirleitt hafi gengið hér 10–15 skip. Þau voru að stórum hluta mönnuð heimamönnum, en ávallt var nokkuð um aðkomumenn, einkum úr sveitunum austan Mýrdalssands. Var þeim skipt niður á bæina í sveitinni, en í Vík voru þó um skeið verbúðir fyrir aðkomumenn.

Áhugaverðir staðir á svæðinu – Hver einn bær á sína sögu

Vík í Mýrdal Mýrdalshreppur varð til árið 1982 við sameiningu Dyrhólahrepps og Hvammshrepps. Kauptúnið í Vík er miðstöð sveitarinnar. Það er austan undir Reynisfjalli, byggt í landi Víkurjarða; um áramót 2010 voru íbúar þar 298 en í Mýrdalshreppi voru íbúar þá alls 489. Í Vík er gott tjaldsvæði, sundlaug, golfvöllur, gistiheimili, hótel, sumarhús, söluskáli, verslanir, kaffihús, heilsugæslustöð og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Staðurinn hefur upp á margt að bjóða til lengri eða skemmri dvalar. Fjölbreyttar gönguleiðir, stuttar og langar, liggja um nágrenni þorpsins. Fjaran í Vík er einstök og þaðan blasa Reynisdrangar við sjónum, gróður teygir sig upp á fjallsbrúnir og blómskrúð er mikið í brekkum Reynisfjalls og kröftug hvannstóð víða í hömrum og hlíðum. Hér er fjölskrúðugt fuglalíf hvarvetna, bæði í björgum við sjó og inn til landsins. Frá Vík liggur brattur vegur upp á Reynisfjall (340 m), aðeins fær fjórhjóladrifsbílum. Þaðan er gott útsýni yfir Víkurþorp og

hæsta fjall í byggð í Mýrdalnum, og þaðan er mikið útsýni til allra átta. Fyrr á öldum lá alfaraleið um Arnarstakksheiði og Víkurheiði norðan og austan Höttu en fyrir Kötlugosið 1660 féll sjór að Víkur- og Fagradalshömrum og lokaði leiðum sunnan heiðarinnar. Fram á 20. öld voru tvö býli í Vík, Suðurog Norður-Vík. Sýslumenn sátu alloft á Víkurjörðum og má nefna Lýð Guðmundsson, sem bjó þar 1756–1802, og Jón Guðmundsson, 1802–1820, en hann er frægur fyrir andstöðu sína við Jörund hundadagakonung og hugðist gera honum fyrirsát við Jökulsá ef hann kæmi austur í Skaftafellssýslu. En kunnasti ábúandi í Suður-Vík er Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, sem bjó þar 1809–1840. Læknisumdæmi hans náði yfir allt Suðurland að Vestmannaeyjum meðtöldum, en þekktastur er Sveinn fyrir rannsóknur sínar á náttúru landsins. Sveinn er grafinn í gamla kirkjugarðinum á Reyni og þar er legsteinn hans. Árið 2012 var reistur minnisvarði um Svein Pálsson við Víkurbraut, en þá voru liðin 250 ár frá fæðingu hans. Halldór Jónsson og Þorsteinn Jónsson,

til Víkur og höfðu þar selstöðuverslun. Selstöðuhúsin, sem verslað var í, stóðu þá á sjávarkambinum en fyrstu fastaverslunina í Vík reisti J.P.T. Bryde, danskur kaupmaður, árið 1895. Flutti hann stórt verslunarhús frá Vestmannaeyjum og endurbyggði það í Vík. Húsið var byggt í Vestmannaeyjum 1831 og er næstelsta timburhús á Suðurlandi (aðeins Húsið á Eyrarbakka er eldra). Það kallast Brydebúð og þar er nú að hluta til starfrækt Kötlusetur, sýninga- og safnahús, og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, en kaffihús er rekið í hluta þess. Halldór Jónsson reisti verslunarhús 1903 og stendur það enn vestast í Víkurþorpi. Árið 1896 flutti fyrsti Mýrdælingurinn á „mölina” og byggð tók að myndast vestast í þorpinu undir Bökkunum sem kallað var. Að réttu heita þeir Sjávarbakkar og var það réttnefni á þeim tíma, því sjórinn átti það til að „guða á gluggann” hjá fyrstu þorpsbúunum þegar hásjávað var og brim við ströndina. Fjaran fram af þorpinu var þá bæði miklu lægri og styttra niður að sjó en nú er. Eftir Kötlugosið 1918 færðist ströndin fram um nokkur hundruð metra

kallast á við sams konar minnismerki í Hull í Bretlandi, og tákna þau samskipti þessara þjóða á liðnum tímum. Frá Vík er stutt í Skógasafn, sem er byggðasafn Skaftfellinga og Rangæinga. Þar má sjá marga merka safngripi sem tengjast sögu og atvinnuháttum liðins tíma, m.a. áraskipin Pétursey, Lukkusæl, Víking og Farsæl, sem öll eru úr Mýrdal. Þar hefur einnig verið endurbyggt íbúðarhús frá Holti á Síðu, fyrsta timburhús sem reist var Vestur-Skaftafellssýsu, fjósbaðstofa frá Skál á Síðu og gamli barnaskólinn í Litla-Hvammi. Frá Reykjavík er um tveggja klukkutíma akstur til Víkur, hálftíma akstur frá Vík á Kirkjubæjarklaustur og klukkutíma akstur í Eldgjá á Skaftártunguafrétti.

Kirkjur í Mýrdal Víkurkirkja setur mikinn svip á þorpið í Vík. Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði kirkjuna en hún var vígð 1934. Yfirsmiður var Matthías Einarsson frá Þórisholti. Síðasta kirkja á Höfðabrekku fauk 1924 og var kirkja síðan aflögð þar.

Katla Megineldstöð (1450 m y.s.) undir Mýrdalsjökli, önnur þekktasta gosstöð landsins og ein sú virkasta á sögulegum tíma. Á sögulegum tíma hafa átján hamfarahlaup frá Kötlugosum ruðst fram undan Kötlujökli og flætt um landið frá Mýrdalsfjöllum austur að Skaftártungu og Meðallandi og skilið eftir sig hinar svörtu auðnir Mýrdalssands. Í þessum hlaupum hefur ströndin færst fram og láglendi myndast þar sem sjórinn féll áður upp í kletta, svo sem við Hjörleifshöfða og austan Víkur. Tvö Kötluhlaup hafa fallið niður um Sólheima- og Skógasand á sögulegum tíma, hið fyrra á landnámsöld en hið síðara 1357. Sum Kötluhlaup hafa verið geysimikil og eyddu byggð þeirri sem fyrrum var á því svæði sem nú er Mýrdalssandur. Tvenns konar vá getur stafað af Kötlugosum fyrir byggð í Mýrdal, annars vegar af hamfarahlaupum og hins vegar af öskufalli ef vindátt er óhagstæð. Talið er að Skógasandur hafi orðið til í hamfarahlaupi á landnámsöld, og Sólheimasandur í miklu hamfarahlaupi og öskugosi um 1357. Árið 1660 tók af bæ og kirkju á Höfða-


20

Landsmót 50+

Fróðleikur um Mýrdalinn brekku og útræði við Skiphelli, og gosið 1721 tók af síðasta bæ við Hjörleifshöfða sem stóð vestan undir höfðanum. Síðasta stórgos úr Kötlu var árið 1918 og flæmdist vatnsflaumurinn þá yfir Mýrdalssand á stórum svæðum en olli ekki tjóni á gróðurlendi svo að teljandi væri.

Jökulsá á Sólheimasandi

er stutt og straumhörð jökulá, tíðum nefnd Fúlilækur áður fyrr, og heilsar ferðalöngum oft með leiðum brennisteinsfnyk. Upptök hennar eru undir Sólheimajökli og í Jökulsárgili vestan Hvítmögu, sem er afréttarland frá Sólheimajörðum. Sólheimajökull, skriðjökull frá Mýrdalsjökli,

um 8 km langur, liggur með Hvítmögu að austan niður á láglendið. Jökulsporðurinn náði áður mun lengra fram og lokaðist þá iðulega fyrir útfall árinnar en vatnið safnaðist upp innan við jökulsporðinn uns það ruddi sér farveg að nýju með miklum vatnsflaumi og jakaburði. Var áin þá jafnvel ófær dögum saman. Á síðustu öld hefur jökullinn hopað um 900–1000 metra og hlaup í ánni eru nú fátíð. Áin var brúuð 1921, og ný brú byggð 1967. Jökulsá var áður meðal mannskæðustu vatnsfalla landsins og talið að um 20 manns hafi farist í henni svo vitað sé. Loðmundur hinn gamli, landnámsmaður á Sólheimum, og Þrasi í Skógum áttu í illdeilum og segir Landnáma að þeir

hafi veitt ánni hvor á annars lönd, en urðu að lokum ásáttir um að áin skyldi renna skemmstu leið til sjávar. Tilurð Sólheimaog Skógasands mun þó eiga sér aðrar skýringar, eins segir í kaflanum um Kötluhlaup. Frá þjóðveginum liggur leið austan Jökulsár upp að Sólheimajökli þar sem unnt er að komast að snarbröttum ísvegg skriðjökulsins, sem er nokkrir tugir metra á hæð. Ísklifur er vinsælt á þessum stað, en enginn ókunnugur skyldi leggja leið sína upp á jökulinn sem er mjög sprunginn og stórhættulegur.

Sólheimaheiði – Sólheimabæir Berggrunnur Sólheimaheiðar er

að stórum hluta basalt, en heiðin er að mestu uppblástursland, nema suðurjaðarinn og giljadrög inn eftir heiðinni. Upp Sólheimaheiði liggur vegur að Mýrdalsjökli.

Sólheimabæir eru vestustu bæir í Mýrdal og var þar löngum þéttbýlt. Loðmundur hinn gamli nam land frá Hafursá að Jökulsá á Sólheimasandi (Fúlalæk) er hann flutti úr Loðmundarfirði. Talið er að bæjarstæði Loðmundar hafi verið á Ytri-Sólheimum. Kirkjustaður var á Sólheimum frá fornu fari og er getið um kirkju þar í máldaga frá 1179. Sólheimakirkja var lögð af 1898 og sóknarkirkja fyrir Dyrhólahrepp reist í Skeiðflatarlandi hjá Litla-Hvammi. Kapella, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, var byggð á kirkjustaðnum á Sólheimum 1960.

Pétursey (288 m) stakstætt fjall á sléttlendinu suðaustur af Sólheimum. Áður nefndist fjallið Eyjan há. Getið er um kirkju í Ey (en svo var bærinn nefndur) í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Bæirnir í Ey stóðu lengi í einu þorpi undir fjallinu og voru þar eitt sinn 8 bæir á sama hlaði. Vatnsból bæjanna var undir stórum steini við fjallsrætur. Mikil huldufólkstrú hefur löngum verið tengd við Pétursey og þar eru margir álagablettir sem ekki má hrófla við. Pétursey er að mestu móbergsfjall með nokkrum basaltinnskotum, girt hamrabeltum í brúnum víðast hvar. Í Sléttabergshelli segja munnmæli að Loðmundur hinn gamli á Sólheimum hafi fólgið peningasjóð. Auðvelt er að ganga á fjallið á nokkrum stöðum. Í snarbröttum brekkum að suðvestanverðu sjást svokallaðir paldrar, þar sem jarðvegur hefur skriðið af stað en stöðvast og myndað fjölmarga stalla upp eftir brekkunni, allt að hundrað að tölu. Eyjarhóll sunnan Péturseyjar er basaltstrýta, tappi í fornri eldstöð. Fell var forðum stórbýli og löngum prestssetur Sólheimaþinga. Bærinn stóð áður við svonefndan Bæjarlæk vestan við Fellsfjall. Jörðin átti þá mikil og góð slægjulönd á undirlendi suður og vestur af Fellsfjalli. Á 19. öld tók áin Klifandi að ganga mjög á slægjulöndin og undir lok aldarinnar var bærinn fluttur undan ágangi árinnar. Í hlíðinni vestur af Fellsbænum er reitur sem kallast Völvuleiði. Sagt er að völva hafi áður búið á Felli og mælt svo fyrir, áður en hún dó, að hana skyldi grafa þar sem fyrst skini sól að morgni og færi síðast af að kvöldi. Séra Jón Steingrímsson var prestur í Sólheimaþingum, áður en hann flutti að Prestsbakka á Síðu, og bjó á Felli 1760– 1778. Endurbyggði hann hús þar og eru bæjarrústirnar á Gamla-Felli, sem svo er kallað, trúlega að grunni til frá hans tíð. Fleiri ummerki má sjá á þessum slóðum frá tíð séra Jóns. – Lönd Fells, Álftagrófar og Keldudals voru leigð Skógræktarfélagi Reykjavíkur til skógræktar árið 1989 og kallast skógræktarsvæðið Fellsmörk. Litli-Hvammur – Skeiðflatarkirkja Skeiðflatarkirkja var

reist árið 1900 en þá voru lagðar niður sóknarkirkjurnar á Sólheimum og Dyrhólum. Kirkjan stendur hjá Litla-Hvammi í landi Skeiðflatar. Í Litla-Hvammi var reistur barnaskóli árið 1903 og var hann með fyrstu skólahúsum sem byggð voru í dreifbýli á Íslandi. Kennt var í skólahúsinu í Litla-Hvammi til ársins 1968. Húsið var síðar tekið niður og endurbyggt í Skógasafni.

Loftsalahellir er syðst í Geitafjalli. Í hellinum var þingstaður Mýrdælinga (Dyrhólaþing) til ársins 1901. Brekkan niður af hellinum heitir Þingbrekka og rétt við rætur hennar er móbergshóll, gróinn að vestanverðu og heitir Þinghóll. Í hlíð-


Landsmót UMFÍ 50+

21

Fróðleikur um Mýrdalinn

inni vestur af Loftsalahelli er Gálgaklettur og segja munnmæli að þar hafi sakamenn verið teknir af lífi. Síðasti dauðadómur sem kveðinn var upp á Dyrhólaþingi var yfir Gísla hrók, sem var sonarsonur hins illræmda Axlar-Björns. – Yfir aðalhellinum er annar hellisgapi og var unnt að lesa sig eftir kaðli upp á „efra loftið” en trúlega dregur hellirinn nafn af þessu sérkenni. Úr efri hellinum er unnt að klífa alveg upp á hausinn yfir hellinum.

Dyrhólaey er klettahöfði með þverhníptu standbergi í sjó fram, láglend að austanverðu en er hæst 115 m yfir sjó að vestanverðu. Suður úr háeynni gengur mjór klettarani, Tóin, 25–30 metrar á breidd þar sem hún er mjóst og hengiflug niður í sjó til beggja hliða. Þrjú göt eru gegnum bergið við sjó; eitt þeirra til muna stærst og má sigla allt 30 rúmlesta bátum gegnum það. Frægt er flug Arngríms Jóhannssonar flugmanns á lítilli flugvél gegnum gatið fyrir nokkrum árum með Árna Johnsen þingmann innanborðs. Dyrhólaey er syðsti tangi landsins. Hún er mynduð við gos í sjó fyrir um 100 þúsund árum. Fram af eynni eru nokkrir drangar sem einnig vitna um eldsumbrot á þessu svæði. Háidrangur er þeirra hæstur (56 m), þverhníptur og þótti það mikið afrek er Hjalti Jónsson frá Fossi kleif hann fyrstur manna 1893. Lundadrangur er einstakur að því leyti að róa má inn í poll sem er í honum miðjum. Þar má ganga upp á dranginn „að innanverðu”. Mávadrangur er fjærst frá landi, en næst landi vestan eyjarinnar er Kambur og Litlidrangur við enda Tóarinnar. Mikil sjófuglabyggð er í dröngunum og í bjarginu í Dyrhólaey. – Ljósviti var reistur á Dyrhólaey 1910 en núverandi viti er byggður 1927 og státar hann af stærstu ljóslinsu allra vita á Íslandi. Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði vitann á Dyrhólaey. – Við Dyrhólaey var öldum saman helsta útræði Mýrdælinga meðan sjór var sóttur á árabátum frá ströndinni. Á seinni öldum var róið úr Dyrhólahöfn vestan eyjarinnar. Skipadalur heitir undir standberginu vestan á Dyrhólaey. Sagt er að þar hafi Dyrhólingar smíðað skip sín. Neðst í berginu norður af Skipadal er hellir sem heitir Bandaból. Þar voru geymd skipa- og fjallabönd. Naust voru á Melnum vestan við Dyrhólaey. Allsæmileg gönguleið er upp á eyna vestanverða eftir götu sem heitir Skollastígur. Þar var farið þegar Dyrhólaós stóð uppi og ekki var hægt að komast að lágeynni nema á báti. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978. Búrfell er móbergsfjall nyrst á Steig-

arhálsi og setur mikinn svip á byggðafjöllin, einkum séð vestanfrá. Fjallið skiptist í tvo hnjúka. Syðri hausinn heitir Skjólhaus en á nyrðri hausnum ber svokallaðar Eggjar (333 m) hæst. Undir Skjólhaus er dalur sem heitir Skjóldalur og upp af honum Háaskjól. Góð fjárból voru þar og munnmæli sögðu að hval ræki á Hvolsfjöru ef þau væru hreinsuð vel út.

Reynishverfi nefnist byggðin vestan undir Reynisfjalli. Reynishverfisvegur (215) liggur frá þjóðveginum allt niður í Reynisfjöru hjá Görðum, sem er syðsti bær á landinu. Reynir er landnámsjörð og nam þar land Reyni-Björn frá Valdresi í Noregi. Landnám hans náði frá Kerlingardalsá að Hafursá. Alkunn er þjóðsagan um kirkjusmiðinn á Reyn en hún á að hafa gerst hér. Kirkju er getið á Reyni um 1200 í kirknatali. Árið 1895 var kirkjan flutt lítið eitt sunnar í byggðina á svokallaða Eyri. Gamli kirkjugarðurinn á Reyni er

á hægri hönd þegar ekið er í átt til sjávar. Þar er leiði Sveins Pálssonar (1762–1840), læknis og náttúrufræðings, en hann bjó lengi í Suður-Vík. Víkurbæir áttu áður kirkjusókn að Reyni. – Garðar í Reynis-

hverfi eru syðsti bær á Íslandi. Tjaldstæði er þar og bílastæði fyrir gesti sem þar staldra við. Hellnaskagi heitir gróinn sandsteinsrani sem gengur vestur frá túninu í Görðum. Þar eru rústir eyðibýlisins Hellna, sem fór í eyði á fyrsta tug 20. aldar. Þar er að finna nokkra hella og eru sumir grafnir af vatni en aðrir gerðir af mannahöndum. Þekktastur er Baðstofuhellir en þar dvaldist sr. Jón Steingrímsson ásamt bróður sínum 1755, fyrsta veturinn sem hann var í Mýrdal. Í suðvesturhorni Reynisfjalls eru einstaklega fallegar stuðlabergsmyndanir sem teygja sig austur með fjörunni og mynda þar mikla hvelfingu, Hálsanefshelli, en hann er einhver fegursta náttúrusmíð sinn-

ar tegundar á landinu. Þegar komið er niður í fjöruna blasa Reynisdrangar við, örstutt frá landi. Þeir heita Skessudrangur, Langhamar (Langsamur) og Landdrangur. Þjóðsagan segir að þar hafi tröll verið að draga skip að landi en dagað uppi og orðið að steini. Varasamt er að fara of neðarlega í flæðarmálið þótt sjór virðist ládauður. Mjög aðdjúpt er og öldur geta risið mjög skyndilega og flætt langt upp á fjöruna; útsogið verður því mjög kröftugt og erfitt að bjarga þeim sem í því lendir.

Heiðardalur er norðaustur af Reynisfjalli. Í honum er Heiðarvatn sem er um 2 ferkílómetrar að stærð og allt að 30

metra djúpt. Veiði er í vatninu: sjóbleikja, sjóbirtingur, urriði og lax. Heiðará steypist niður af heiðarbrúninni í allháum fossi, Hrossafossi (eða Heiðarfossi), og fellur í vatnið að norðvestanverðu. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni um Vatnsársund, fyrst til norðurs en síðan til austurs og loks suðurs og í Kerlingardalsá. Um Vatnsársund og Heiðardal lá lengi þjóðleið til sveitanna austan Mýrdalssands.

Fagridalur vestan Kerlingardalsár er landnámsjörð Eysteins Þorsteinssonar drangakarls en hann braut þar skip sitt við komuna til landsins. Í brekkunum má sjá merki um fornar akurreinar og upp af gamla túninu sést vel móta fyrir vallgrón-

;Vg[j\aV]Z^b^a^ " [g{W¨g `dhijg lll#]dhiZa#^h

;Vg[j\aV]Z^b^a^ Zgj [g{W¨g `dhijg [ng^g Z^chiV`a^c\V! [_ ah`naYjg d\ ] eV# ÃVj Zgj aajb de^c d\ W_ ÂV \Zhijb h cjb \ ÂV \^hi^c\j { ]V\`k¨bj kZgÂ^# ;aZhi ]Z^b^aVccV W_ ÂV jee { '¶+ bVccV ]ZgWZg\^ d\ hjb ÄZ^ggV Z^cc^\ hjbVg] h# C{cVg^ jeeaÅh^c\Vg Zg VÂ [^ccV { lll#]dhiZa#^h

;Vg[j\aVg

HjcYaVj\VkZ\jg () # &%* GZn`_Vk ` H b^ **( -&&% # ;Vm *-- .'%& ;Vg[j\aVg ❚ ^c[d5]dhiZa#^h ❚# lll#]dhiZa#^h :bV^a/ ^c[d5]dhiZa#^h lll#]dhiZa#^h

C¨hiV [Vg[j\aV]Z^b^a^ Zg VaYgZ^ aVc\i jcYVc#


22

Landsmót UMFÍ 50+

Fróðleikur um Mýrdalinn um götum um Fagradalsklif upp á heiðina vestur um til Víkurbæja og á alfaraleið um Arnarstakksheiði. Við Skorbeinsflúðir undir Fagradalshömrum var 12 faðma dýpi að sögn fyrir Kötluhlaupið 1660 og því ekki fært þá sunnan undir hömrunum.

Kerlingardalur Bærinn stendur í samnefndu dalverpi austan Kerlingardalsár. Vémundur smiður, sonur Sigmundar kleykis á Höfðabrekku, er talinn með fyrstu ábúendum í Kerlingardal. Þegar Þangbrandur prestur var að boða Íslendingum kristni bjó Galdra-Héðinn í Kerlingardal. Hann gerði seið á Arnarstakksheiði og reyndi að koma Þangbrandi fyrir með kunnáttu sinni en tókst ekki. Í Njálu segir að Kári Sölmundarson og Þorgeir skorargeir hafi vegið nokkra brennumenn við Kerlingardalsá; sagt er að þeir hafi verið heygðir í nesi suðvestur af bænum.

Hjörleifshöfði er móbergsfjall sem rís á Mýrdalssandi suðvestanverðum. Sjór hefur áður gengið upp að höfðanum sunnanverðum en nú eru þar 2–3 km til sjávar. Í Landnámu segir að Hjörleifur Hróðmarsson, sem höfðinn er kenndur við, tæki hér land og byggði sér skála, en þrælar hans drápu hann og húskarla hans og flúðu síðan út í Vestmannaeyjar. Haugur Hjörleifs er sagður efst á Höfðanum. Lengi eftir að Hjörleifur var veginn „þorði þar enginn maður land að nema sökum landvætta” segir í Landnámu. Sagnir segja að skáli Hjörleifs hafi staðið þar sem heitir Bæjarstaður og er undir Höfðanum

vestanverðum. Þar stóð bærinn til ársins 1721 en tók þá af í miklu Kötluhlaupi. Um 30 árum síðar byggðist Höfðinn aftur og var bærinn þá fluttur upp á bjargbrúnina á suðvesturhorni Höfðans. Í Hjörleifshöfða bjó lengi Markús Loftsson bóndi og sagnaþulur en hann tók saman og gaf út mikið rit um sögu jarðelda á Íslandi og hefur það jafnan gengið undir heitinu „Eldrit”. Síðast var búið í Höfðanum 1936. Hjörleifshöfði er um 231 hektari að stærð en honum fylgir Hafursey og mikið landflæmi á Mýrdalssandi; í heild er jörðin með þeim stærstu á landinu, um 115 ferkílómetrar. Höfðanum fylgdu mikil hlunn-

ingi, reki og fuglatekja. Skipbrotsmannaskýli er sunnan undir Hjörleifshöfða.

Hafursey er móbergsfjall á ofanverðum Mýrdalssandi, að nokkru klofið í tvennt um svonefnt Klofgil. Vestan gilsins er Skálarfjall (582 m) en á austurhlutanum eru nokkrir hnúkar og ber hæst Kistufell (525 m). Sagt er að Kötluhlaup 1660 hafi verið svo kröftugt, er það skall á Hafursey, að skvettur frá því hafi hlaupið fram úr Klofgili. Nokkuð austan við Klofgil er Réttargil. Vestanvert við það eru tveir hellar, Sel og Stúka. Þar var fyrrum áningarstaður ferðamanna sem fóru um Mýrdalssand

Höfðabrekka er gamalt höfuðból

og kirkjustaður í Mýrdal. Oddaverjar eignuðust jörðina á 12. öld og fræg er deila Jóns Loftssonar við Þorlák biskup helga um yfirráð yfir kirkju staðarins. Bærinn stóð upphaflega austarlega undir hálsinum, en bæ og kirkju tók af í miklu Kötluhlaupi 1660. Kirkjuklukkum var naumlega bjargað upp í helli í hömrunum ofan bæjarins og heitir hann Klukknahellir. Eftir það voru bær og kirkja færð upp á fjallsbrúnina. Höfðabrekka var öldum saman í eigu sömu ættar, afkomenda Eyjólfs Einarssonar, lögmanns í Stóradal undir Eyjafjöllum. Þar er fæddur Magnús Stephensen (1836– 1917) landshöfðingi. Einnig fæddist þar dr. Einar Ólafur Sveinsson (1899–1984), prófessor og fyrsti forstöðumaður Handritastofnunar Íslands. Minnisvarði um dr. Einar Ólaf hefur verið reistur við Höfðabrekku. Miklar malaröldur suður af Höfðabrekkuhálsi nefnast Höfðabrekkujökull og eru þær myndaðar af Kötluhlaupum. Þar er flugbraut, sú eina í Mýrdal. Við Höfðabrekku er kennd HöfðabrekkuJóka, afturganga, alkunn af þjóðsögum. Árið 1964 var bærinn fluttur í núverandi bæjarstæði skammt vestur af Skiphelli. Þar er rekið hótel og margvísleg þjónusta við ferðamenn, hestaleiga, sala veiðileyfa og fjallaferðir.

Kerlingardalsheiði og Höfðabrekkuheiði liggja upp

af samnefndum bæjum. Árið 1934 var lagður bílfær vegur um heiðarnar austur að Múlakvísl við Selfjall. Þar var Múlakvísl brúuð 1935 en þá brú tók af í jökulhlaupi 1955. Var þá vegurinn lagður á láglendinu sunnan við Höfðabrekkuháls og Múlakvísl brúuð sunnan heiðarinnar. – Á gömlu leiðinni inn Höfðabrekkuheiðar er víða ótrúlega fagurt um að litast, grasi vaxnar brekkur og bollar, sérkennilegar klettamyndir, gil og gljúfur. Víða í hellum og skútum eru gömul sel og fjárból sem ýmsar sagnir eru tengdar. Selhellar frá Kerlingardal (Austurbæjarsel, Vesturbæjarsel og Þorsteinsból) eru í Selhól vestan í Kerlingardalsheiði. – Í Lambaskörðum í Höfðabrekkuheiði var bækistöð kvikmyndatökumanna þegar Bjólfskviða var kvikmynduð.

Þakgil og Höfðabrekkuafréttur Gamli vegurinn um Kerling-

ardals- og Höfðabrekkuheiði endar neðan Léreftshöfuðs en þaðan liggur nú bílfær vegur í Þakgil, syðst í Höfðabrekkuafrétti. Í Miðfellshelli höfðu gangnamenn náttstað áður. Í hellinum eru fjölmörg ártöl klöppuð í bergið, þau elstu frá því á 18. öld (1755). – Í Þakgili er nú rekin ferðamannaþjónusta yfir sumarmánuðina og býður það upp á einstaka möguleika til að njóta útivistar í friðsælu en jafnframt stórbrotnu umhverfi. Margir kostir bjóðast hér til skemmtilegra gönguferða, jafnt styttri sem lengri. Ferðafélag Mýrdælinga á hér skála, sunnan undir móbergshrygg sem heitir Barð. Húsið var áður barnaskóli við Deildará, byggt 1904, en var flutt inn á afrétt og um skeið notað sem gangnamannakofi. Það hefur verið stækkað nokkuð og endurbætt.

Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands býður upp á einstaka upplifun allan ársins hring. t (JSOJMFHVS NBUVS ÞS IÏSB§J t .JLJ§ ÞSWBM HJTUJOHBS t 'KÚMCSFZUUJS BG¢SFZJOHBSNÚHVMFJLBS t (FTUSJTOJ IFJNBNBOOB

Nánari upplýsingar á www.visitvatnajokull.is

ofanverðan. Suðurhlíðar Hafurseyjar voru skógi vaxnar fram á 19. öld og var sóttur þangað viður til eldsneytis. Skógarhöggsmenn tepptust þar t.d. í vikutíma í Kötlugosi 1755. Höfðust þeir við í Stúkunni, en fluttu sig í Selið, sem lá nokkru hærra. Þar var, eins og nafnið bendir til, haft í seli frá Hjörleifshöfða. Nýlega hefur Stúkan verið mokuð út og komu þá í ljós margar gamlar ristur á bergveggjunum, m.a. frá þeim sem gistu selið 1755. Björgvin Salómonsson tók saman.


Landsmót UMFÍ 50+

Tjaldsvæði og gistimöguleikar Tjaldsvæðið Vík (Í Vík)

http://reynisfjara-guesthouses. com/is.

Tjaldsvæðið í Vík er á besta stað og þar er að finna flesta þá þjónustu sem ferðalangar geta þurft auk þess sem allir helstu staðir og verslanir í Vík eru í auðveldri göngufjarlægð. Sími 487 1345.

Volcano Hotel (12 km frá Vík)

Volcano Hotel er lítið sveitahótel við þjóðveg 1 í Mýrdal. Hótelið var fyrrum skóli sem var breytt í hótel 2011. 7 herbergi alls, þar af 4 fjölskylduherbergi og öll með baðherbergi, sjónvarpi og þráðlausu interneti. Sími: 486 1200/868 3642, info@volcanohotel.is, www.volcanohotel.is.

Hótel Edda Vík (Í Vík)

Hótel Edda Vík er með 32 herbergi auk 10 herbergja í smáhýsum. Veitingastaður er á hótelinu og örstutt í golfvöllinn og gönguleiðir. Sími 444 4840, vik@hoteledda.is, www.hoteledda.is/ hotels/hotel-edda-vik

Grand Guesthouse Garðakot (14 km frá Vík)

Hótel Lundi (Í Vík)

Hótel Lundi býður upp á gistingu í 22 herbergjum. 12 þeirra eru í nýrri viðbyggingu, nútímaleg og þægileg. Veitingastaður er á Hótel Lunda og þar er opið allt árið. Sími 487 1212, hotellundi@islandia.is, www.hotelpuffin.is.

Like Vík (Í Vík)

Like Vík er á Suðurvíkurvegi 8a í Vík. Þar er heimagisting þar sem boðið er upp á morgunmat, uppábúin rúm og sameiginlegt baðherbergi. Sími 551 8668, likevik@simnet.is

Gistiheimilið Ársalir (Í Vík)

Gistiheimilið Ársalir var áður bústaður sýslumanns Skaftfellinga. Ársalir bjóða bæði upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokapláss og eru með 6 tveggja manna herbergi og 14 svefnpokapláss. Morgunverðarhlaðborð er í boði. Sími 487 1400, kolbrun@vik.is

Norður Vík (Í Vík)

Farfuglaheimilið í Norður-Vík hefur allt það sem farfuglaheimili bjóða upp

á og meira til. Fjölskylduherbergi, uppbúin rúm, svefnpokapláss, dorm herbergi, rúmföt til leigu, aðstöðu í eldhúsi, hjólaleigu og frítt internet. Sími 487 1106/867 2389, vik@hostel. is, www.hostel.is/Hostels/Vik/

Heimagisting Eriku (Í Vík)

Heimagisting Eriku býður upp á notalegt herbergi með góðu útsýni. Hægt er að fá það uppábúið eða vera í svefnpoka. Boðið er upp á morgunmat og það er opið allt árið. Sími 487 1117/ 693 5891, erika@erika.is, www.erika.is

Hótel Höfðabrekka (6 km frá Vík)

Virkilega flott og skemmtilegt gistiheimili í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Boðið er upp á uppábúin rúm með morgunmat, hvort sem er með sameiginlegu salerni eða sér. Sími 894 2877, gardakot@gmail.com, www.ggg.is.

Ferðaþjónusta bænda á Mið-Hvoli (16 km frá Vík)

Tvö smáhýsi með með svefnplássi fyrir 5 og allri aðstöðu. Stutt er í fjöruna og gönguleiðir á svæðinu. Hestaleiga er á Mið-Hvoli og er boðið upp á ferðir sem henta jafnt vönum sem byrjendum. Sími 863 3238, mid. hvoll@gmail.com, www.hvoll.com.

Ferðaþjónusta bænda Steig (17 km frá Vík)

Hótel Höfðabrekka er sveitahótel með 62 herbergjum, hvert með baðherbergi og sjónvarpi og fríu þráðlausu neti. Stór og góður veitingastaður er þar og úrval af afþreyingu í nágrenninu, m.a. stangveiði. Sími 4871208, hotel@hofdabrekka.is, www.hofdabrekka.is

Á Steig eru 12 herbergi með sér baðherbergi og 6 með sameiginlegu baði. Í boði er svefnpokapláss og í húsinu er góð eldunaraðstaða og setustofa fyrir gesti með sjónvarpi. Sími 487 1324, steig@islandia.is

Ferðaþjónusta bænda Giljum (7 km frá Vík)

(20 km frá Vík)

Nýlega uppgert gistiheimili með 3 tveggja manna herbergjum og 1 eins manns og sameiginlegri aðstöðu. Sími 487 1369, olisteini@simnet.is, http://www.sveit.is/FarmDetails/ 634/giljur-in-vik-area.

Gistiheimilið Reynir (9 km frá Vík )

Á Gistiheimilinu Reyni er boðið upp á uppábúin rúm og einnig er sameiginleg aðstaða þar sem er sturta og eldunaraðstaða. Sími 487 1434, gistiheimilidreynir@gmail.com, www.reyni.is

Hótel Dyrhólaey (10 km frá Vík)

Hótel Dyrhólaey er sveitahótel í Mýrdal með góðu útsýni. 68 herbergi með baðherbergi og veitingastaður. Frítt internet. Sími 487 1333, dyrholaey@ islandia.is, www.dyrholaey.is.

Ferðaþjónusta bænda Vestri-Pétursey 2 Smáhýsi við rætur Péturseyjar í Mýrdal. Rúmgott smáhýsi fyrir 4 og stutt í gönguleiðir og aðra afþreyingu.

Vinnum saman

23

Sími 893 9907, petursey@isl.is, www. sveit.is/FarmDetails/647/vestri-petursey-ii-i-myrdal.

Ferðaþjónusta bænda Völlum (20 km frá Vík)

Gistiheimili með 3 tveggja manna herbergi og 2 þriggja manna, öll með sér baðherbergi og einnig 4 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Tvö smáhýsi með svefnplássi fyrir 5 manns, eldhúsi og stofu. Veitingastaður með morgunverðarhlaðborði, veitingum allan daginn og kvöldverði. Sími 487 1312, f-vellir@islandia.is

Ferðaþjónusta bænda Eystri-Sólheimum (22 km frá Vík)

Gisting í fjórum 2ja manna herbergjum og svefnpokapláss fyrir 7 manns. Morgunverður og eldunaraðstaða. Kvöldverður ef óskað er. Sími 487 1316, eystrisolheimar@aol.com

Ferðaþjónusta bænda Sólheimahjáleigu (24 km frá Vík)

Herbergi með sér- eða sameiginlegu baðherbergi. Merktar gönguleiðir á svæðinu og nálægt við búskapinn. Sími: 487 1320, booking@solheimahjaleiga.is, www.solheimahjaleiga.is.

Tjaldsvæðið Þakgili (22 km frá Vík)

Tjaldsvæðið Þakgili er á Höfðabrekkuafrétti, 14 km frá þjóðvegi 1 en vegurinn þangað er fær öllum bílum. Í Þakgili er stórt og flott tjaldsvæði ásamt 7 smáhýsum sem rúma fjóra hvert. Í smáhýsunum er eldhúskrókur. Sturta er á staðnum og eldunaraðstaða í náttúrulegum, mjög rúmgóðum helli þar sem eru grill og borð. Sími 893 4889, helga@thakgil.is, www.thakgil.is

Græðum Ísland

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Gistihúsin Görðum (11 km frá Vík)

Í hverju smáhýsanna þriggja í Görðum er gistipláss fyrir fjóra, baðherbergi með sturtu og eldunaraðstaða. Örstutt er í hina víðfrægu Reynisfjöru með útsýni til Dyrhólaeyjar. Sími 487 1260, elsaragnars@simnet.is,

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu, sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is


24

Landsmót UMFÍ 50+

Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Landsmóta á Selfossi:

Tökum á móti fólki með bros á vör Hápunktur mótsins

Nú styttist óðum í 27. Landsmót UMFÍ en það verður haldið á Selfossi dagana 4.–7. júlí nk. Í kjölfar vel heppnaðs Unglingalandsmóts UMFÍ um síðustu verslunarmannahelgi býður HSK í samvinnu við sveitarfélagið Árborg til stórviðburðar sem hefur oft gengið undir heitinu „Íslensku Ólympíuleikarnir“. Keppnisrétt á Landsmóti eiga íþróttamenn sem héraðssambönd og íþróttabandalög um allt land velja til þátttöku. Keppt verður í 25 keppnisgreinum á mótinu og öruggt er að keppni verður spennandi og skemmtileg.

Við höfum ákveðið að þjappa mótshaldinu í meira mæli inn á laugardag og sunnudag þannig að úrslitaviðureignir í flestum greinum fari fram um helgina og þá verði virkilegur hápunktur mótsins, bæði fyrir þátttakendur og gesti.

Sunnlensk menning

Til viðbótar við hina eiginlegu keppnisdagskrá viljum við nýta tækifærið og sýna keppendum og gestum það sem sunnlensk menning hefur upp á að bjóða. Við hvetjum heimamenn og áhugamenn til að gefa sig fram við HSK (sími 482 1189 og tölvupóstur hsk@hsk.is) með skemmtilega og skapandi viðburði sem geta lífgað upp á mannlífið á mótinu.

Frábær aðstaða á Selfossi

Við á Selfossi búum að frábærri íþróttaaðstöðu, tjaldsvæðum og skólamannvirkjum sem fengu mikið lof þátttakenda og foreldra sem sóttu Unglingalandsmótið í fyrra. Þá klæddu heimamenn bæinn í hátíðabúning og tóku vel á móti gestum með jákvæðu viðmóti sem mæltist mjög vel fyrir. Undirbúningur keppnisgreina hefur staðið yfir í langan tíma. Framkvæmdanefnd mótsins hefur fengið til liðs við sig öflugan hóp sérgreinastjóra sem eru að skipuleggja keppni í hverri grein.

Fjöldi sjálfboðaliða 27. Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi dagana 4.–7. júlí 2013. Upplýsingar um keppnisgreinar má sjá á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi.is.

Til þess að mótið verði að veruleika þurfum við á miklum fjölda sjálfboðaliða að halda. Við framkvæmd Unglingalandsmótsins í fyrra skiluðu sjálfboðaliðar yfir 8.000 klukkustundum í vinnu, eða 4,4 mannárum, og þörfin er ekki minni núna. Því hvetjum við aðildarfélög og

einstaklinga til að taka á með okkur og bjóða fram krafta sína til vinnu við mótið, hvort sem er við framkvæmd íþróttakeppninnar eða gæslu og þjónustu við keppendur og gesti. Við hvetjum einnig Sunnlendinga alla til að koma og njóta þess að taka þátt í og fylgjast með stórviðburði í íþróttalífinu og upplifa þá einstöku stemningu sem skapast á Landsmótum UMFÍ þar sem afreksfólk úr 25 íþróttagreinum, sumum óhefðbundnum, tekst á af drengskap í heiðarlegri keppni. Skráning sjálfboðaliða er hafin á netfangið landsmótumfi@umfi.is og er stefnt að því að manna allar stöður fyrir 10. júní.

Mikill fjöldi keppenda

Við búumst við miklum fjölda keppenda og gesta á mótið og þannig verður líf og fjör á Selfossi 4.–7. júlí. Við, sem undirbúum mótið, óskum auðvitað eftir góðri samvinnu við heimamenn, fyrirtæki og einstaklinga til að taka þátt í mótshaldinu bæði á beinan hátt og eins óbeinan með því að taka á móti gestum með bros á vör. Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar

Landsmót UMFÍ: Stærsta íþróttamót ársins

Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri árið 1909 og það 27. verður haldið í sumar á Selfossi. Síðasta Landsmót var haldið árið 2009 á Akureyri en þá voru 100 ár liðin frá því að þar var fyrst haldið Landsmót. Landsmót hefur einu sinni áður verið haldið á Selfossi en það var árið 1978. Landsmótin eru jafnan stærstu og glæsilegustu íþróttamót sem haldin eru á landinu hverju sinni.

Landsmótið á Selfossi

Undirbúningur vegna mótsins hefur staðið yfir í langan tíma. Mikil og metnaðarfull uppbygging íþróttamannvirkja hefur orðið á Selfossi á undanförnum árum og er óhætt að segja að sú aðstaða sem verður í boði fyrir keppendur á þessu móti sé ein sú allra besta á landinu. Sveitarfélagið Árborg hefur unnið ötullega að þessari uppbyggingu og lagt sitt á vogarskálarnar til að gera mótið sem allra glæsilegast.

Mótshaldari – HSK

Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, var stofnað í Hjálmholti 14. maí 1910. Innan sambandsins voru þá 19 ungmennafélög með 810 félagsmönnum. HSK hélt fyrsta héraðsmót sitt í Þjórsártúni 9. júlí 1910. Þar var m.a. keppt um veglegan silfurskjöld, Skarphéðinsskjöldinn, sem sigurvegarinn í glímu hlaut og er enn keppt um hann. Þetta var upphafið að farsælu mótahaldi HSK sem hefur staðið óslitið síðan.

Í dag eru haldin um 60 héraðsmót innan HSK í 17 íþróttagreinum. Þá hefur HSK tekið að sér framkvæmd ýmissa stórmóta, nú síðast 15. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið var á Selfossi um síðustu verslunarmannahelgi. Landsmót ungmennafélaganna hafa sex sinnum verið haldin á sambandssvæði HSK, í Haukadal 1940, í Hveragerði 1949, á Þingvöllum 1957, á Laugarvatni 1965, á Selfossi 1978 og á Laugarvatni 1994. Þá hafa tvö Unglingalandsmót UMFÍ verið haldin á vegum HSK, í Þorlákshöfn 2008 og á Selfossi 2012. Undir merkjum HSK og félaganna hafa þúsundir sunnlenskra ungmennafélaga stundað íþróttir, skógrækt, leiklist og samkomuhald svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að telja HSK, með fjölbreyttri æskulýðs- og íþróttastarfsemi sinni, einn af hornsteinum mannlífs á Suðurlandi. Í dag eru 59 aðildarfélög innan HSK. Um er að ræða 24 ungmennafélög, 13 golfklúbba, 7 hestamannafélög, 6 íþróttafélög, 3 knattspyrnufélög, 2 akstursíþróttafélög, 2 skotíþróttafélög, 1 karatefélag og 1 körfuknattleiksfélag. Félagsmenn eru samtals 17 þúsund og íþróttaiðkendur rúmlega 15 þúsund. Flestir iðkendur eru í golfi og þar á eftir koma hestaíþróttir og knattspyrna. Hjá sambandinu eru 27 nefndir, stjórnir og ráð starfandi sem m.a. vinna að íþróttum, félagsmálum og útbreiðslustörfum.

Keppendur

Á Landsmótum UMFÍ koma saman félagar úr ungmenna- og íþróttahreyfingunni og reyna með sér í fjölbreyttum íþróttagreinum og einnig svokölluðum starfsíþróttum. Aðeins er keppt í einum aldursflokki á mótinu og þar takast þeir bestu á í mörgum greinum. Hver keppnisaðili hefur heimild til að senda ákveðinn fjölda keppnisliða og einstaklinga til keppni samkvæmt reglugerð. Á síðasta Landsmóti, sem var haldið 2009, voru keppendur um 2.000 talsins. Búist er við álíka þátttöku á mótinu á Selfossi.

Keppnisgreinar

Alls verða keppnisgreinar á Landsmótinu á Selfossi 25 talsins. Keppt er í einum aldursflokki, en bæði í karla- og kvennagreinum. Keppnisgreinarnar eru mjög fjölbreyttar og keppnin verður án efa mjög skemmtileg í alla staði. Keppnisgreinarnar eru: Badminton, blak, boccia, borðtennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, 10 km götuhlaup, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, kraftlyftingar, körfuknattleikur, mótokross, pútt, skák, skotfimi, starfsíþróttir, sund og taekwondo. Það héraðssamband eða íþróttabandalag sem fær samanlagðan mestan stigafjölda er sigurvegari mótsins og hlýtur nafnbótina landsmótsmeistari.

Keppnissvæði

Öll keppnissvæðin eru á Selfossi eða í allra næsta nágrenni. Aðalkeppnissvæðið er í hjarta Selfoss en þar eru frjálsíþróttavöllur, knattspyrnuvellir, íþróttahús og sundlaug ásamt skólahúsnæði.

Dagskrá

Landsmótið hefst fimmtudaginn 4. júlí með keppni í nokkrum íþróttagreinum. Íþróttakeppnin, sem er uppistaða mótsins, heldur síðan áfram á föstudegi en aðalþungi keppninnar verður á laugardag og sunnudag. Mótssetning verður á Selfossvelli föstudagskvöldið 5. júlí og hefst kl. 21. Mótsslit verða upp úr miðjum sunnudegi. Ýmsir viðburðir fyrir utan sjálfa íþróttakeppnina verða á Selfossi þessa daga, jafnt fyrir börn sem fullorðna.

Gisting keppenda og gesta

Búið er að útbúa 12 hektara tjaldsvæði í útjaðri Selfoss. Tjaldsvæðið er mjög vel úr garði gert, með rennandi vatni og snyrtingum samkvæmt reglugerðum og eins hafa allir gestir aðgang að rafmagni. Öllum keppnisliðum er jafnframt boðið upp á gistingu í skólastofum sem eru við aðalkeppnissvæðið.

Sjálfboðaliðar

Nánast allur undirbúningur við mótið og framkvæmd þess hvílir á herðum sjálfboðaliða. Áætlaður fjöldi þeirra er um 600 talsins.


Landsmót UMFÍ 50+

Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri

25

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan Suðurhrauni 12c

Hafnarfjörður PON-Pétur O Nikulásson ehf. Melabraut 23 Verkalýðsfélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64 Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1

Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.30–21.30 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Virka daga: kl. 16.30 –20.30 Lau: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 550 kr. 10 skipta kort 3.400 kr. 30 skipta kort 7.400 kr. Árskort 25.900 kr. Leigutilboð: handklæði, sundföt og aðgangseyrir 1200 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

Reykjanesbær Íslenska félagið ehf. - Ice Group, Iðavöllum 7a Útgerðarfélagið Jói Blakk, Háteigi 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja Vatnsnesvegi 14 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur Mánagerði 2 Þorbjörn hf., Hafnargötu 12

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar Dalbraut 6 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 14–16 Matstofan ehf., Kjartansgötu 22 Samtök sveitarfélaga Vesturlands Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18-20 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli 2

Grundarfjörður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Kristinn J. Friðþjófsson ehf., Háarifi 5, Rifi

Tálknafjörður Þórsberg ehf., Strandgötu 25

Blönduós Glaðheimar - Hótel Blönduós, Blöndubyggð 10

Skagaströnd Skagabyggð, Höfnum

Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Steinull hf., Skarðseyri 5 Verslun Haraldar Júlíussonar Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði, Miklabæ

Hofsós Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8

Akureyri

www.arborg.is

Hnjúkar ehf., Kaupvangur, Mýrarvegi Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Orlofsbyggðin Illugastaðir, Fnjóskadal Blikkrás ehf., Óseyri 16


26

LandsmĂłt UMFĂ? 50+

VIĂ? PRENTUM 12 M

VA

R A RĂ? JĂ– AĂ? K VE S Ă N A M LAU M A OR XT

D RT

Æ

Ă B

FR

SA

IS

M

KI

AF

! SU

S ĂžE

SHAPE

AĂ°eins kr.

14.131,-

RT

FRà BÆ

EKKI

U! ĂžESS

RE’S

HEIL

SURĂš

MIN

STYĂ?

DORMA

A AF

JA V IĂ? BA KI

Ă? Ă Ă– LLU

M Ă? F JĂ–L

SKYL

Q Nature’s heilsurúm Q Shape heilsudýnur Q Shape heilsukoddar Q Stillanleg heilsurúm Q HÌgindastólar

DUN

NI!

PĂśntunarsĂ­mi

512

6800 www.dorma.is

Shape Comfort

kr. 4.900,-

AlhliĂ°a heilsukoddi

MJĂšKUR Ă?

et i Bergen ~ E (E E EPosthus

FRĂ?TTK EINTA

Allir Ăşt Ă­ sumariĂ°!

Q Shape heilsudýnur Q Stillanleg heilsurúm Q HÌgindastólar Q Svefnsófar Q Sófasett

BY NATURE’S BEDDING

HJĂ“NARĂšM Ă?

ti r StÌmrstistaðu skem í heimi! að líkama Þínum

Shape heilsukoddarn ir Q Veita ÞÊr rÊttan stuðning Shape Classic

kr. 5.900,Ă“trĂşlega ÞÌgilegur

ÞÉTTUR �

Shape Original

kr. 8.900,-

NATURE’S HEILSURÚMIN STY�JA VI� BAKI� à ÖLLUM � FJÖLSKYLDUNNI!

Veitir rĂŠttan stuĂ°ning

PĂśntunarsĂ­mi

STUĂ?NINGS LAG Ă?

512 6800 www.dorma.is

+oltagÜr°uP � ZZZ.dorP

PĂśntunarsĂ­mi 512 6800 eĂ°a dorma.is

2.000 kr. notkun ĂĄ mĂĄn. Ă­ 12 mĂĄn. fylgir iPhone 3 GS!

2.000 kr. notkun ĂĄ mĂĄn. Ă­ 12 mĂĄn. fylgir iPhone 4!

3.000 kr. notkun ĂĄ mĂĄn. Ă­ 12 mĂĄn. fylgir iPhone 4S!

iPhone 3Gs (8 GB)

GĂśngum um Ă?sland

Q Nature’s heilsurúm Q Shape heilsukoddar

IS

EK

- landssamtaka foreldra

U!

SS

ĂžE

Ă­ 12 mĂĄnuĂ°i*

a.is

LITLA SKRĂ?MSLIĂ? SLIĂ? OG STĂ“RA SKRĂ?M Ă slaugu JĂłnsdĂłttur Ă? LEIKHĂšSINU eftir

VE

AF

STÆR� 160X200

AĂ°eins kr.

34.754,-

OPIĂ?

Virka daga frĂĄ kl. 10-18 Lau frĂĄ kl. 11-17 Sun frĂĄ kl. 13-16

A

RM

SA

ÞrýstijÜfnunardý nur og -koddar frå Shap e

VERĂ?

MISS

RĂ?

R

DO

M KI

F

TĂ?MARIT HEIMILIS OG SKĂ“LA

unn

Æ

B RĂ

STILLANLEGT Ă?

Q SvefnsĂłfar Q SĂłfasett

NATU

Horfðu å húðina yngjast

RT

Ă­ 12 mĂĄnuĂ°i*

Shape heilsudýnan Q Lagar sig fullkomlega

OpiĂ° alla daga HoltagĂśrĂ°um

Ăś

A JĂ– K S

AĂ? Ă N AU AL

XT

STÆR� 2X90X200

Minnum ĂĄ DormabĂŚklingin Fullur af spennandi tilboĂ°um! 12 Ă?A J Ă– R K KJ Ă MĂ NA LAUS A XTA V VA

SĂ?MI: 511 3340

rĂ­ og fĂ­nar lĂ­nu

OKTĂ“BER 2011

minnkar lĂ­nur

12

– SELJAVEGI 2 –

hjålpa r til við að ÞÊt kringu dregur úr fínum línum í kr ta h m a ingum úðina ugu m

� GAMLA HÉ�INSHÚSINU

dregu r Ăşr

inkennum nare ldru

minnka r Ăžrota

EK

I

ugna illi a ĂĄm

11. MA� – 17. MA�

VA

4.490 kr. Ă­ 18 mĂĄn.

PĂłstdreiďŹ ng ehf | SuĂ°urhrauni 1 | 210 GarĂ°abĂŚ | sĂ­mi: 585 8300 | www.postdreiďŹ ng.is

69.990 kr. stgr.

1991 - 2011 2. tbl. 17. ĂĄrg.

2011 STYRKTA

RFÉLAG KRABBA

MEINSSJĂšKRA BARNA

MatseĂ°ill Menu

iPhone 4s (16 GB)

8.690 kr. Ă­ 18 mĂĄn. 139.990 kr. stgr.

iPhone 4 (8 GB)

6.490 kr. Ă­ 18 mĂĄn. 99.990 kr. stgr.

2012

SĂ–LUSKRĂ

2012

XIĂ?I

– 278 stuttar gÜnguleiðir

FjÜlskyldan å fjallið – 24 fjallgÜnguleiðir

ReiknaĂ°u meĂ° okkur >

sĂ­mi 44 0 4 4 0 0

>

www.e rgo.is

>

ergo@ ergo.is

2.490,-/stk. ROXĂ– kollar Ă˜36, H45cm. Ă?msir litir 402.098.18

Hetjur fyri

r hetjur

DAGATAL

2012

N.IS

SĂ?MI

568

6050

JAV�KUR VFR.IS ÉLAG FREYK S W W W. S R@SVFR.I

NETFANG

SV

KafďŹ Sel - Golf, matur, handverk.

ICEPHARMA

EitthvaĂ° fyrir alla. KafďŹ Sel - Golf, food, crafts.

Fun for all!

7¨`jg ™ I†bVg^i ™ ;ng^g h`g^[hid[jcV ™ 7¨`a^c\V ™ ;_ÂŽae‹hi @ncc^c\VgZ[c^ ™ 9V\WaÂŽĂ‚ ™ HiV[g¨ci ™ 6aah`dcVg

M

HV

ERFISME

R

KI

U

SuĂ°urlands braut 1 4

141

825

Prentgripur

SuĂ°urhraun 1

GarĂ°abĂŚ

SĂ­mi: 59 50 300

www.isafold.is


Landsmót UMFÍ 50+

Velkomin á 27. Landsmót UMFÍ Selfossi 4.–7. júlí 2013

Glæsileg íþróttahátíð Landsmót UMFÍ eru eitt af stóru verkefnum ungmennafélagshreyfingarinnar á Íslandi. Mótin hafa verið haldin frá árinu 1909, en þá var fyrsta mótið haldið á Akureyri. Landsmótin hafa vaxið í tímans rás, en jafnframt tekið breytingum í takt við tíðarandann. Landsmót UMFÍ eru fyrst og fremst glæsileg íþróttahátíð. Keppnisgreinar eru 25 talsins, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Á síðasta Landsmóti, sem haldið var á Akureyri 2009, voru keppendur um tvö þúsund og gert er ráð fyrir svipuðum fjölda á Selfossi í ár. Samhliða íþróttakeppninni verður boðið upp á glæsilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á mótin koma saman þúsundir manna, bæði keppendur og áhorfendur og upplifa þá einstöku stemningu sem einkennir Landsmótin. Landsmótið á Selfossi verður haldið við frábærar aðstæður en þar er öll keppnisaðstaða til fyrirmyndar. Það er því tilvalið að heimsækja Selfoss 4.–7. júlí og upplifa þessa stemningu. Bærinn mun iða af lífi frá morgni til kvölds og skarta sínu fegursta.

Ungmennafélag Íslands

Héraðssambandið Skarphéðinn

Sveitarfélagið Árborg

27


28

Landsmót UMFÍ 50+

Matthildur Ásmundardóttir, formaður unglingalandsmótsnefndar á Höfn í Hornafirði:

Áskorun fyrir okkur að fá að halda mótið verður því ekki annað sagt en aðstæður til mótshalds séu fyrsta flokks,“ sagði Matthildur Ásmundardóttir.

16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Mótið stendur yfir dagana 2.– 4. ágúst og undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi. Unglingalandsmót var síðast haldið á Höfn 2007 og þótti takast vel. Að sögn Matthildar Ásmundardóttur, formanns unglingalandsmótsnefndar, er mikill hugur í heimamönnum fyrir mótinu.

Reynsla sem nýtist vel

Að sögn Matthildar kemur reynslan, sem framkvæmdaaðilar búa yfir frá mótinu 2007, að góðum notum núna. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15–22 ára var haldið á Hornafirði í fyrrasumar og sagði Matthildur að það hefði verið góð æfing fyrir Unglingalandsmótið sem væri samt mun stærra í vöfum.

Nýtum knattspyrnuhöllina

„Undirbúningi miðar vel áfram. Við erum búin að ráða alla sérgreinastjóra og framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun. Við þurfum ekki að ráðast í neinar stórar framkvæmdir að þessu sinni en samt þarf að ganga frá tjaldsvæðinu, mótokrossbrautinni og svo erum við að útbúa strandblakvelli. Hér er risin stór knattspyrnuhöll sem við ætlum að nýta okkur á Unglingalandsmótinu. Þar verður keppt í körfubolta en við höfum keypt gólfefni sem lagt verður fyrir keppni í körfuboltanum. Síðan er ætlunin að breyta út af vananum og vera með kvöldvökur í knattspyrnuhöllinni.

Mikil tilhlökkun bæjarbúa

Frá undirritun samninga um að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Frá Vinstri: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Næsta skref hjá okkur er að auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Svo erum við búin að ráða verkefnisstjóra. Við búum við frábærar aðstæður sem

komið var upp fyrir Unglingalandsmótið 2007. Þá var sundlaugin reyndar ekki komin en hún er nú viðbót við það sem var þá til staðar. Það

„Það er mikil tilhlökkun á meðal bæjarbúa fyrir mótinu en það ríkti almenn ánægja með mótið sem við héldum 2007. Það var ekki síst fyrir hvatningu frá bæjarbúum sem við sóttum aftur um að halda mótið. Við ætlum að nota tímann sem við höfum fram að mótinu vel en það áskorun fyrir okkur að halda þetta mót og hvatning fyrir allt íþróttastarf á Hornafirði,“ sagði Matthildur Ásmundardóttir, formaður unglingalandsmótsnefndar.

Unglingalandsmót UMFÍ: Í annað sinn á Höfn

mótsgjald sem er kr. 6.000.- og fá með því heimild til að keppa í einni eða öllum keppnisgreinum mótsins. Keppendur á síðasta móti, sem var haldið á Selfossi, voru um 2.000 talsins og mótsgestir um 15.000.

Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Unglingalandsmótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir. Á þeim koma saman þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Unglingalandsmótin eru klárlega með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi og eru nú orðin árlegur viðburður um verslunarmannahelgina.

Unglingalandsmótið á Höfn

Unglingalandsmót verður nú haldið á Höfn í annað skipti en þar var einnig haldið Unglingalandsmót árið 2007. Það mót var afar glæsilegt og aðstaða sem keppendum var boðið upp á var ljómandi góð. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur hins vegar verið gríðarleg frá síðasta móti. Ný, stórglæsileg sundlaug hefur verið tekin í notkun og einnig stórt knattspyrnuhús. Bæði þessi mann-

Keppnisgreinar

Keppnisgreinarnar eru: Fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknattleikur, mótokross, skák, starfsíþróttir, strandblak og sund.

Keppnissvæði

Öll keppnissvæðin eru á Höfn eða í allra næsta nágrenni. Aðalkeppnissvæðið er í hjarta bæjarins en þar eru frjálsíþróttavöllur, knattspyrnuvellir, íþróttahús og sundlaug.

Tjaldsvæði virki eru í hjarta bæjarins og munu skipta máli á mótinu.

Fjölbreytt og metnaðarfull afþreyingardagskrá fyrir alla fjölskylduna verður alla helgina.

Dagskrá mótsins

Sjálfboðaliðar

Unglingalandsmótið hefst föstudaginn fyrir verslunarmannahelgina. Keppni hefst í mörgum greinum á föstudagsmorgni og er keppt frá morgni til kvölds alla mótsdagana. Íþróttakeppninni lýkur seinni hluta sunnudags. Mótssetning verður á föstudagskvöldið og mótsslit verða á sunnudagskvöld.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða kemur að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Áætlaður fjöldi þeirra er um 450 talsins.

Keppendur

Allir á aldrinum 11–18 ára geta tekið þátt í Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt

Verið er að útbúa tjaldsvæði í útjaðri bæjarins. Tjaldsvæðið verður vel útbúið, með rennandi vatni og snyrtingum samkvæmt reglugerðum og eins hafa allir gestir aðgang að rafmagni.


27

Samstarfsaðilar Landsmót UMFÍ 50+ 3. Landsmóts UMFÍ 50+

Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Skaftárhreppur

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.

3. Landsmót UMFÍ 50+, Vík í Mýrdal, 7.–9. júní 2013

Opið öllum – – – – – – – – –

Íþróttakeppni í fjölda greina Allir 50 ára og eldri hafa keppnisrétt Opnir hóptímar Heilsufarsmælingar Fræðsla um hollustu og heilbrigðan lífsstíl Frítt á alla skemmtiviðburði Nokkrar greinar opnar öllum aldurshópum Íþrótta- og heilsuhátíð fyrir fólk á besta aldri Nánari upplýsingar á www.landsmotumfi50.is

SagaMedica ehf. framleiðir náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn. Stofnun fyrirtækisins á sér rætur í rannsóknarstarfi sem dr. Sigmundur Guðbjarnason, lífefnafræðingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, hóf árið 1992. Vísindamenn SagaMedica hafa rannsakað hvönnina og lífvirkni hennar ítarlega og í dag framleiðir fyrirtækið nokkrar ólíkar hvannarvörur sem draga fram mismunandi eiginleika jurtarinnar. Ein helsta vara fyrirtækisins, SagaPro, getur gagnast vel gegn tíðum þvaglátum vegna ofvirkrar blöðru eða góðkynja stækkunar blöðruhálskirtils. Aðrar vörur félagsins eru meðal annars ætlaðar til að viðhalda góðu minni, verjast kvefpestum og auka framtakssemi. Vörur SagaMedica fást í verslunum um allt land, en fyrirtækið starfrækir einnig netverslun þar sem fólk getur látið senda sér vörurnar í pósti án sendingarkostnaðar. Einnig býður Saga Medica upp á vinsælt áskriftarfyrirkomulag fyrir þá sem kaupa vörurnar að staðaldri. Lesið meira um hvönnina, fyrirtækið og reynslu viðskiptavina á heimasíðu SagaMedica: www.sagamedica.is

Í ÞÍNUM SPORUM Stöndum saman gegn einelti

www.gegneinelti.is


30

Landsmót UMFÍ 50+

Ólafsfjörður Fjallabyggð v/ Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar, Ólafsvegi 4

Vörukynning:

Eirberg – Heilsa og vellíðan Eirberg sérhæfir sig í heilsutengdum vörum sem auðvelda fólki störf og daglegt líf, stuðla að vinnuvernd og bæta lífsgæði og heilsu. Hjá Eirbergi starfar fagfólk á heilbrigðissviði sem veitir viðskiptavinum ráðgjöf um val á réttum vörum. Fyrirtækið er staðsett að Stórhöfða 25. Verslunin er opin kl. 9–18 virka daga og yfir vetrartímann er einnig opið á laugardögum.

Húsavík

Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit

Þjálfunar- og heilsuræktarvörur

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal

Frá vörumerkinu Sissel býður Eirberg upp á fjölbreytt úrval af æfinga og yogadýnum, nudd og æfingarúllum, boltum, jafnvægisþjálfunartækjum, æfingateygjum, sessum, bakstuðningi og heilsukoddum. Um er að ræða vandaðar vörur sem henta bæði til heimilisnota, í leikfimishópinn eða á heilsuræktarstöðvar.

Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf,. Fagradalsbraut 21–23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2– 4 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Skógar ehf., Dynskógum 4

Reyðarfjörður Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegur 59

Höfn í Hornafirði

Stuðningshlífar og spelkur Eirberg býður upp á fjölbreytt úrval af stuðningshlífum og spelkum frá þýska fyrirtækinu Bauerfeind. Til eru spelkur og hlífar fyrir axlir, olnboga, úlnliði, bak, hné og ökkla. Þetta eru þeir liðir þar sem algengast er að fólk finni fyrir álagseinkennum. Slit á brjóski er einnig algengt í baki, hnjám og ökklum. Stuðningshlífarnar veita hæfilegan þrýsting á liðina sem dregur úr bólgu og bjúgsöfnun. Allar spelkurnar og hlífarnar henta vel

til íþróttaiðkunar, renna ekki til við hreyfingu auk þess sem efnið andar vel. Eirberg er nú með samning um spelkur við Sjúkratryggingar Íslands.

Stuðningssokkar í íþróttirnar Venutrain íþróttastuðningssokkarnir minnka þyngsli og þreytuverki í kálfum við hreyfingu. Þeir draga úr bjúgmyndun og henta vel fyrir þá sem hreyfa sig langtímum saman eins og í golfi, gönguferðum og hlaupum.

Stórhöfða 25, 110 Reykjavík, sími 569 3100, www.eirberg.is

Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27

Selfoss Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Veitingastaðurinn Fljótið ehf., Eyrarvegi 8 Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Stuðlum Flóahreppur, Þingborg

Hættu að hanga!

Komdu að hjóla, synda eða ganga!

Göngum um Ísland FRÍTT EINTAK

Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Egilsbraut 35 Járnkarlinn ehf., Unubakka 25

Hella Fannberg,viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Krappi ehf., Ormsvöllum 5 Jón Guðmundsson, Berjanesi, Vestur-Landeyjum

Vík Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5

– 280 stuttar gönguleiðir

Fjölskyldan á fjallið – 21 fjallgönguleið

Kirkjubæjarklaustur

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Tröllhamar ehf., Kirkjubæ 1

Vestmannaeyjar Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vöruval ehf., Vesturvegur 18

00000

www.veidikortid.is 1göngub_13_kápa 2.indd 1

5/17/13 9:45:12 PM


maggi@12og3.is/248.266

um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði Nánari upplýsingar á www.umfi.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.