Ulm blad2015

Page 1

Bestu vinir strax eftir fyrsta leik

4

6

Ekki bara keppni heldur líka samvera

10

Njótum þess að vera með börnunum

17

Páll Óskar verður á ULM 2015

Frítt eintak

Akureyri

31. júlí–2. ágúst 2015

Hressir krakkar úr Ungmennafélagi Ákureyrar sem mæta að sjálfsögðu á Unglingalandsmótið á Akureyri um verslunarmannahelgina.

U

Velkomin á Unglingalandsmótið á Akureyri

m verslunarmannahelgina verður 18. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Akureyri. Mikill metnaður hefur verið lagður í allan undirbúning og stefna Akureyringar á að halda glæsilegt mót. Fleiri keppnisgreinar verða á mótinu á Akureyri en nokkru sinni fyrr. Auk hefðbundinna greina á borð við fótbolta, körfubolta, frjálsar íþróttir, sund og glímu má nefna pílukast, hestaíþróttir, siglingar, badminton, götu- og

fjallahjólreiðar, dans, fimleika, listhlaup á skautum, borðtennis, kraftlyftingar, parkour, stafsetningu og upplestur. Afþreyingardagskrá Unglingalandsmótsins er sérlega glæsileg. Boðið verður upp á kennslu í frísbígolfi og ókeypis er í leiktæki á Þórssvæðinu. Þá verður hið „heimsfræga“ kirkjutröppuhlaup við Akureyrarkirkju og ennfremur götuog söguganga. Sundleikar verða fyrir yngstu börnin, frjálsíþróttaleikar fyrir börn 10 ára og

yngri og knattþrautir KSÍ. Boðið verður upp á leiðsögn og kennslu í krullu fyrir alla fjölskylduna. Þá verður söngkeppni unga fólksins á Glerártorgi og sundlaugarpartí í Sundlaug Akureyrar, svo að nokkuð sé nefnt. Eins og jafnan verða glæsilegar kvöldvökur þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram. Páll Óskar mætir og syngur sín frægustu lög. Þá koma einnig Einar Mikael, Matti Matt, Einar Örn og HGGT rappdúett.

Öll aðstaða á Akureyri er til fyrirmyndar. Tjaldsvæðið verður á svokölluðum Rangárvöllum, á túnum sunnan við akveginn upp á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Setningarathöfn mótsins verður á föstudagskvöldið á Þórsvellinum og má enginn missa af henni. Mótsslit verða á sunnudagskvöldinu en þá er ætlunin að sameinast öðrum gestum sem sækja Akureyri heim sem og heimafólki á túninu fyrir neðan Samkomuhúsið.

+354 456-4500 +354 691-2207 bookings@hotelhuni.com

Húnavallaskóli 541 Blönduós

Gott að gista!

www.hotelhuni.com


2 Unglingalandsmót UMFÍ

Skemmtilegt og krefjandi verkefni

U Unglingalandsmótsnefnd Eiríkur Björn Björgvinsson, formaður, Ingibjörg Isaksen, Katrín Ásgrímsdóttir, Björn Snær Guðbrandsson, Gunnar Gíslason, Birgitta Guðjónsdóttir, Fannar Geir Ásgeirsson, Ellert Örn Erlingsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Sigurður Magnússon, Gyða Árnadóttir, Magnús Arnar Arnarson og Haukur Valtýsson. Framkvæmdastjóri: Ómar Bragi Stefánsson. Verkefnastjórnun: UMFÍ gekk til samstarfs við Viðburðastofu Norðurlands vegna undirbúnings og framkvæmdar við mótið.

Skinfaxi Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón K. Sigurðsson, Skafti Hallgrímsson, Akureyrarstofa o.fl. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason, form., Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 568-2929. umfi@umfi.is www.umf.is Starfsmenn: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, (Sauðárkróki), Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Ragnhildur Sigurðardóttir, landsfulltrúi, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, Björg Jakobsdóttir og Gunnar Gunnarsson, meðstjórnendur. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson og Eyrún Harpa Hlynsdóttir.

andi og stór hópur kemur aftur og aftur,“ sagði Sigurður.

ndirbúningur fyrir mótið hefur gengið mjög vel, margir fundir eru að baki og við verðum tilbúin þegar flautað verður til leiks. Það er virkilega gaman að fá mótið loksins til Akureyrar sem er stórt bæjarfélag, við höfum tækifæri til að bjóða upp á margar íþróttagreinar og það ætlum við að nýta okkur. Þetta verður að öllum líkindum stærsta Unglingalandsmótið til þessa. Margt verður líka í boði sem hefur ekki sést áður eins og t.d. listhlaup á skautum. Íþróttaaðstaðan hér á Akureyri er fyrsta flokks og við ætlum að standa okkur og taka vel á móti fólki,“ sagði Sigurður Magnússon, formaður Ungmennafélags Akureyrar.

Alls staðar talað vel um Unglingalandsmótin Sigurður segir alls staðar talað vel um Unglingalandsmótin og þau eiga fastan stað í hugum margra fjölskyldna. Mótin séu kjörin vettvangur fyrir unglinga og þá alveg sérstaklega um þessa stærstu ferðahelgi ársins. Sigurður segir mótin hafa mikið forvarnagildi og að börnin og unglingarnir njóti þess að skemmta sér saman. Þau séu ekki bara keppni heldur sé boðið upp á vandaða dagskrá í ýmiss konar afþreyingu.

Sérlega glæsileg dagskrá og afþreying

Undirbúningur krefst mikillar skipulagningar Sigurður sagði góðan hóp fólks koma að undirbúningi mótsins sem krefst mikillar skipulagningar, samvinnu og ekki síst sjálfboðaliða sem leika stórt hlutverk á mótinu eins og jafnan. Sigurður segir það hafa verið stórt mál að finna starfsfólk í öll hlutverk en það hefði bara gengið vel.

Umfangsmeira mót og stærra í sniðum „Það gekk vel að fá greinastjóra en umfram allt hefur þetta verið mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Það er ómetanleg reynsla að halda þetta mót sem á síðan eftir að nýtast okkur í framtíðinni. Við búum að reynslu frá Landsmótinu 2009 en Unglingalandsmótið er á margan hátt öðruvísi, umfangsmeira og stærra í sniðum. Það hefur tekið tíma að skipuleggja tjaldsvæðið til að taka á móti þessum fjölda. Það hefur tekist vel og verið byggt upp stórt svæði fyrir þá sem sækja mótið,“ sagði Sigurður.

Góð aðstaða hjálpar okkur mikið - Unglingalandsmót er stórt í sniðum. Það hlýtur að vera upphefð

Sigurður Magnússon, formaður Ungmennafélags Akureyrar.

„Það er mikil tilhlökkun í herbúðum okkar og allir eru tilbúnir að leggjast á eitt í að gera þetta mót sem allra glæsilegast“ fyrir ykkur að fá að halda þetta mót? „Það er engin spurning að þetta er stórt verkefni en mikið gaman og góð reynsla. Ég veit um margar fjölskyldur sem koma ár eftir ár á mótin og finnst þetta skemmtilegustu mótin sem boðið er upp á. Foreldrar njóta

þess að fara með börnunum sínum á mótin í frábæru umhverfi. Það hjálpar okkur líka mikið að eiga þessa góðu aðstöðu sem byggð hefur verið upp hér á Akureyri. Unglingalandsmótin leika stórt hlutverk í hreyfingunni, ánægjan með þau er alls ráð-

„Dagskrá mótsins og öll afþreying er sérlega glæsileg. Keppni stendur yfir alla mótsdagana en auk þess er boðið upp á afþreyingu og vandaða dagskrá á kvöldin. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi og umfram allt að eiga góða daga hér á Akureyri. Unglingalandsmótið er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það að hafa mótin um verslunarmannahelgina var frábær ákvörðun og hitti gjörsamlega í mark.“

Mikil hefð fyrir íþróttum á Akureyri Sigurður segir mikla hefð fyrir íþróttum á Akureyri og þar hafi á sínum tíma fyrsta ungmennafélagið verið stofnað. „Þetta er stærsta verkefnið sem Ungmennafélag Akureyrar hefur tekið að sér. Í öllum undirbúningnum hefur skipt sköpum að eiga gott og vant fólk til að taka að sér ýmis störf meðan á mótinu stendur. Það verður skemmtilegt að sækja Akureyri heim þessa helgi, margt í boði fyrir keppendur og gesti. Það er mikil tilhlökkun í herbúðum okkar og allir eru tilbúnir að leggjast á eitt í að gera þetta mót sem allra glæsilegast,“ sagði Sigurður.

Upplifðu einstaka skemmtun

U

m verslunarmannahelgina verður 18. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands haldið á Akureyri í umsjón Ungmennafélags Akureyrar og Akureyrarbæjar. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands er viðburður sem er hvað vinsælast að sækja um verslunarmannahelgina. Fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992 og var mótið síðan haldið þriðja hvert ár þar til árið 2000 þegar það var haldið í fyrsta skiptið um verslunarmannahelgina á Bíldudal og Tálknafirði. Sú ákvörðun ungmennafélaga að halda mótið árlega um verslunarmannahelgi var tilraun til að láta á það reyna hvort hægt væri að halda vímuefnalaust íþróttamót um þessa mestu ferða- og útivistarhelgi landsmanna. Fáum leist vel á þessa hugmynd í upphafi, fólk taldi hana vonlausa. Verslunarmannahelgin væri í hugum landsmanna skemmtihelgi þar sem Bakkus væri kærkominn ferðafélagi. Ungmennafélagar ákváðu hins vegar að leggja allt undir og láta reyna á þátttökuna sem fór fram úr björtustu vonum og að loknu fyrsta verslunarmannahelgarmótinu var ljóst að í

framtíðinni yrðu mótin haldin á hverju ári um þessa helgi. Unglingalandsmótin eru fjölbreytt og skemmtileg íþrótta- og Helga Guðrún Guðjóns- fjölskyldudóttir, formaður UMFÍ. hátíð þar sem keppendur eru á aldrinum 11–18 ára og stórfjölskyldan getur tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá. Segja má að hið uppeldislega gildi Unglingalandsmótanna, með því að gera öllum börnum og unglingum á aldrinum 11–18 ára kleift að taka þátt, sé í því fólgið að leggja áherslu á að árangur í íþróttum verði ekki eingöngu mældur í afrekum heldur að í þátttökunni felist einnig heilsuefling og forvörn, að gera sitt besta og hafa gaman af. Fjöldi rannsókna sýnir að þátttaka í íþróttum eykur sjálfstraust, hún eflir vitund einstaklingsins um sjálfan sig og aflar honum virðingar annarra, ýtir undir tengslamyndun og traust. Hún minnkar líkurnar á neyslu áfengis og

annarra vímuefna. Hún skapar sameiginlega hagsmuni og gildi og kennir félagslega færni sem er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Það er því til mikils að vinna og Unglingalandsmótin eru það lóð sem ungmennafélagshreyfingin vill leggja á vogarskálarnar til að ná fram þessum markmiðum. Samvera fólks er einn af áhrifamestu þáttum Unglingalandsmótanna. Fjölmargar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á tengsl uppbyggilegrar samveru, umhyggju og hlýju frá fjölskyldunni, við forvarnir í uppvexti barna og unglinga. Samverustundir fjölskyldna skila sér ekki aðeins í innihaldsríkara fjölskyldulífi og betri líðan barna heima og að heiman. Börn úr samheldnum fjölskyldum eru mun ólíklegri en önnur börn til að ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum eða lenda í slæmum félagsskap. Sá mikli fjöldi fólks sem sækir Unglingalandsmótin á hverju ári er sammála hreyfingunni um að hægt sé að halda áfengis- og vímuefnalausa hátíð um verslunarmannahelgina. Tilraunin sem lagt var af stað með í upphafi árið 2000 hefur því heppnast og af því er hreyfingin stolt.

Einn af ávinningum Landsmóta og Unglingalandsmóta UMFÍ er bætt íþróttaaðstaða sem verður til á þeim stöðum þar sem þau eru haldin hverju sinni. Í öllum landsfjórðungum hafa verið byggð upp mannvirki í tengslum við mótin, mannvirki sem nýtast íbúum og öðrum landsmönnum til keppni og heilsueflingar að mótunum loknum, til framtíðar. Glæsileg íþróttamannvirki eru á Akureyri. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og skammt frá honum eru sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í næsta nágrenni. Tjaldsvæði mótsgesta eru fyrir ofan bæinn og gönguleiðir greiðfærar til og frá keppnissvæðunum og að allri þjónustu. Á Akureyri er góð þjónusta í boði, úrval verslana, veitingastaðir, hótel og gististaðir. Í Eyjafirði og í nágrannasveitarfélögum eru einstakar náttúruperlur og sögustaðir sem gaman er að heimsækja. Undirbúningur og framkvæmd Unglingalandsmótsins er mikið verkefni fyrir mótshaldara. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að mótinu sem gerir alla undirbúningsvinnu og framkvæmd þess mögulega. Þetta fórn-

fúsa og mikla starf sjálfboðaliðans og starfsmanna og með góðu samstarfi við Akureyrarbæ og öflugum stuðningi styrktaraðila gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótsins verður eins glæstur og raun ber vitni. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbyggingu og framkvæmd á Unglingalandsmótunum frá upphafi og fyrir þann góða stuðning, ásamt stuðningi frá styrktaraðilum mótsins, er hreyfingin ákaflega þakklát. 18. Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri er góður valkostur fyrir alla og því um að gera að skella sér á mótið því þar finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Forgangsröðum og gefum okkur tækifæri til að upplifa einstaka skemmtun í góðra vina hópi þar sem ungmennafélagsandinn ræður för. Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót og njótið þess að taka þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Það verður tekið vel á móti þér og við hlökkum til að sjá þig. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ


Unglingalandsmรณt UMFร

3


4 Unglingalandsmót UMFÍ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, foreldri á Djúpavogi:

Strax eftir fyrsta leik þekktust þeir allir og voru bestu vinir

Hér er fótboltalið sem búið var til á staðnum, strákar frá UÍA og HSK. Þór, sonur Halldóru Drafnar, er annar frá vinstri í aftari röð.

V

ið fjölskyldan höfum farið á Unglingalandsmót frá 2011, byrjuðum um leið og eldri strákurinn hafði aldur til. Við höfðum beðið eftir því að komast og spenningurinn var mikill. Það hefur bara verið dásamlegt að fara á þessi mót með krakkana og ég man vel eftir því þegar við fórum á fyrsta mótið 2011 á Egilsstöðum. Ég er sjálf alin upp í kringum íþróttir á Stöðvarfirði og

maður finnur það glöggt hvað ungmennafélagsandinn svífur yfir vötnunum á þessum mótum. Andrúmsloftið er svo rólegt og afslappandi og mótin hafa gjörsamlega staðið undir væntingum,“ sagði Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir á Djúpavogi. Halldóra Dröfn sagði gaman að fylgjast með því hvað allir hjálpuðust að á mótunum og hún væri mjög glöð yfir að sjá ekki áfengi haft um hönd. Þetta snúist fyrst og fremst um börnin og unglingana og það hafi glatt hana mikið. „Unglingalandsmótin hafa náð tilgangi sínum. Við eigum einn strák sem keppti í fyrsta skipti í fyrra og er mikill fótboltastrákur. Það vildi svo til að félagar hans og vinir voru einhvers staðar annars staðar svo að ekki var hægt að smala í lið. Við skráðum hann sem einstakling og hann lenti í mjög skemmtilegu liði með strákum hér að austan og eins úr HSK og þeir gerðu sér lítið fyrir og lentu í þriðja sæti. Þetta sýnir að allir geta náð árangri ef

Hér má sjá hinar fræknu „Rauðrófur“ sem hafa mætt með lið á Unglingalandsmót frá 2011. Stofnendur eru frændurnir Bergsveinn Áss, Jón Bragi, Ásgeir Páll og Hilmar. Foreldrar þeirra eru systkini, ættuð frá Rauðholti á Héraði, og þaðan kemur nafnið. Þeir völdu upphaflega 1–2 vini með sér í liðið og má sjá hluta af kjarnanum sem verið hefur með þeim frá árinu 2011. Aftari röð frá vinstri: Kifah, Jóel og Jens, sonur Halldóru Drafnar. Fremri röð frá vinstri: Ásgeir Páll, Jón Bragi, Bergsveinn Áss og Hilmar.

þeir vilja. Þeir skemmtu sér konunglega, höfðu aldrei hist áður, en strax eftir fyrsta leik þekktust þeir allir og voru bestu vinir. Þetta fannst mér ótrúlega merkilegt og sýnir um fram allt hvað þessi mót geta gert,“ sagði Halldóra Dröfn. Hún sagðist sjá fyrir sér að vera á

Unglingalandsmótum næstu árin, þau ættu eina fjögurra ára stelpu sem myndi örugglega byrja að keppa þegar hún hefði aldur til. „Mér finnst tímanum vel varið með fjölskyldunni um þessa helgi. Maður tekur líka eftir því hvað krökkunum finnst gaman að vera með foreldrum

sínum allt til 18 ára aldurs á þessum mótum og þau vilja í raun hvergi annars staðar vera. Ég þekki þetta vel í gegnum kunningja og skyldfólk sem eiga eldri börn. Mótin eru líka flott forvörn og skila því algjörlega sem þau áttu að gera í upphafi,“ sagði Halldóra Dröfn.

Jana Róbertsdóttir á Húsavík:

Þátttaka í Unglingalandsmótum er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert

Jana Róbertsdóttir og vinkonur hennar lentu í þriðja sæti í strandblaki á Sauðárkróki í fyrra. Hinar myndirnar eru frá þátttöku Jönu á Unglingalandsmótum.

É

g hef tekið þátt í flestöllum Unglingalandsmótum frá því að ég var 11 ára gömul. Mótið á Akureyri verður því mitt síðasta mót því að ég er að verða 18 ára. Ég á eftir að sakna þessara móta því að þessi tími hefur verið ofsalega skemmtilegur og margs að minnast frá þeim. Ég æfi fótbolta með meistaraflokki Völsungs en ætli ég hafi ekki verið sex ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta,“ sagði Jana Róbertsdóttir á Húsavík. Jana segir að hún hafi keppt í fyrra á Unglingalandsmóti í strandblaki með vinkonu sinni og þær hefðu hafnað í þriðja sæti. Jana segir að vel komi til greina að keppa aftur í strandblaki. „Það er líka gaman að prófa eitthvað nýtt eins og t.d. glímu og sund. Það getur vel verið að við stelpurnar söfnum saman í fótboltalið en það

kemur bara í ljós þegar nær dregur mótinu. Þátttaka í Unglingalandsmóti er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert. Þarna kemur vinahópurinn saman og þetta er hápunktur sumarsins. Ég er alveg viss um að við verðum nokkuð stór hópur frá HSÞ sem tekur þátt í mótinu á Akureyri,“ sagði Jana. Jana segir Unglingalandsmótin mjög spennandi á margan hátt. Það sé bara svo gaman að vera með félögunum og skemmta sér saman. „Samveran er svo góð. Að setjast niður og spjalla saman og spila er alveg frábært og gerir lífið skemmtilegt,“ sagði Jana.


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 71064 10/14

STYTTRI FERÐALÖG LENGRI FAÐMLÖG

Biðin virkar endalaus ef faðmlagið þitt er lengi á leiðinni. Við hjá Flugfélagi Íslands mælum með því að stytta ferðalagið og leng ja faðmlagið. Taktu flugið. flugfelag.is


6 Unglingalandsmót UMFÍ Bergsveinn Áss Hafliðason, 15 ára Austfirðingur:

Hvet alla krakka til að koma og taka þátt

É

g hef tekið þátt í fjórum Unglingalandsmótum í röð eða allt frá því að ég hafði aldur til. Mér finnst þessi mót mjög skemmtileg og er ákveðinn í að taka þátt í þeim þangað til ég verð 18 ára. Andrúmsloftið á mótunum er svo frábært og maður sér alltaf sömu andlitin ár eftir ár. Ég hef aðallega keppt í fótbolta, tók líka þátt í bogfimi í fyrra á mótinu á Sauðárkróki og á fyrstu mótunum keppti ég líka í frjálsum íþróttum,“ sagði Austfirðingurinn Bergsveinn Áss Hafliðason. Bergsveinn æfir fótbolta með Fjarðarbyggð og Neista. Hann segist hafa æft fótbolta frá því að hann var fjögurra ára gamall og er staðráðinn í að halda áfram. Bergsveinn er á yngra

ári í 3. flokki og segir hann að þeir standi sig bara vel. „Mér finnst félagsskapurinn og mótið í heild mjög skemmtilegt. Vinir mínir eru líka duglegir að taka þátt í mótunum og þeir fara flestir á mótið núna á Akureyri. Við erum fjórir frændur, allir fæddir árið 2000, sem höfum mætt með fótboltalið á Unglingalandsmótið síðustu ár. Við frændurnir höfum notið þess að taka þátt og keppa. Önnur afþreying á mótinu er líka skemmtileg og mér finnst mjög gaman að fara á böllin og hitta krakkana. Unglingalandsmótin eru alveg sérstök og mikil upplifun og ég hvet alla krakka til að koma og taka þátt, þau sjá aldrei eftir því,“ sagði Bergsveinn Daði.

Bergsveinn Áss Hafliðason í keppni í bogfimi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki í fyrra.

Hekla Liv Maríasdóttir á Norðfirði:

Sólrún Halla Bjarnadóttir, foreldri í Borgarfirði:

Ekki bara keppni heldur samverustundir fjölskyldunnar

Þetta er eitthvað sem allir verða að prufa

Sólrún Halla Bjarnadóttir ásamt dóttur sinni, Telmu Sól, á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki í fyrrasumar.

É

g hef alla tíð verið mikill ungmennafélagi. Gegnt formennsku og setið í stjórn í Ungmennafélaginu Íslendingi í Borgarfirði og í dag sit ég í stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar. Það er óhætt að segja að ég hafi lifað og hrærst í ungmennafélagshreyfingunni en foreldrar mínir voru líka mikið í starfinu,“ sagði Sólrún Halla Bjarnadóttir. Þegar Sólrún Halla var yngri segist hún hafa farið á Unglingalandsmót en nú er dóttir hennar, Telma Sól, farin að keppa og fór fjölskyldan saman á sitt fyrsta mót á Sauðárkróki í fyrrasumar. Telma Sól keppti í fyrra í knattspyrnu og frjálsum íþróttum og í sumar stefnir hún á að taka þátt í stökkum, fótbolta og jafnvel körfubolta. „Unglingalandsmótin eru frábær á allan hátt. Það má með sanni segja að þessi mót séu allsherjar fjölskylduskemmtun og það er bara svo margt í boði. Það er ekki bara verið að hugsa um keppendur heldur systkinin sem hafa ekki aldur til að keppa enn. Það er séð til þess að allir hafi eitthvað fyrir stafni og það er einmitt það sem skiptir máli. Mótin eru mikil forvörn og fjölskyldan nýtur þess að vera saman,“ sagði Sólrún Halla.

Hún sagðist vona að hún verði á þessum mótum næstu árin og að flest bendi til þess en dóttur hennar finnst þetta svo afskaplega gaman. Hún biður um að fá að fara svo það kemur ekkert annað til greina en að skella sér, eða eins og Sólrún Halla kemst að orði: „Það er gaman að sjá hvað fjölskyldurnar njóta þess að koma með börnunum sínum á mótin. Þetta er ekki bara keppni heldur samverustundir fjölskyldunnar. UMFÍ heldur úti mörgum skemmtilegum verk-

efnum og Unglingalandsmótin eru eitt þeirra. Mér finnst Unglingalandsmótin standa upp úr og eitt flottasta verkefni sem hreyfingin hefur hleypt af stokkunum. Mér fannst ofsalega gaman að keppa á þeim sjálf og síðan að fara áfram með börnunum mínum. Mótin hafa mikið forvarnagildi, börnin hitta félaga sína og gleðjast. Það er mikil tilhlökkun til að fara á mótið á Akureyri með fjölskylduna. Mér finnst æðislegt að geta notið helgarinnar í þessu umhverfi,“ sagði Sólrún Halla.

Knattspyrnuliðið sem Telma Sól spilaði með á Unglingalandsmóti á Suðárkróki.

Hekla Liv Maríasdóttir að undirbúa sig til sunds á Unglingalandsmóti.

H

ekla Liv Maríasdóttir á Norðfirði hefur tekið þátt í fjórum Unglingalandsmótum og segist hlakka mikið til mótsins á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hún segir að þátttakan í þessum mótum hafi verið ótrúlega skemmtileg og þá ekki síst fyrir það að mótin séu ekki síður hátíð allrar fjölskyldunnar. Vel sé hugsað um alla og mótin séu allt öðru vísi en önnur mót sem hún tekur alla jafna þátt í. „Stemningin er engu lík á Unglingalandsmótum, allir mega taka þátt og markmiðið hjá öllum er að hafa gaman og skemmta sér með vinum og kunningjum,“ segir Hekla Liv sem aðallega hefur keppt í sundi, frjálsum íþróttum og einnig strandblaki. „Unglingalandsmótin eru ekki bara keppni heldur er líka gott framboð af öðru afþreyingarefni. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin fjölbreytt. Að mínu mati hafa Unglingalandsmótin hitt algjörlega í mark og magnað að krakkar skuli fá þetta tækifæri til að vera saman einmitt um þessa helgi. Við getum kallað þetta fjölskylduhátíð,“ sagði Hekla Liv.

Hún segir það gera mótin enn skemmtilegri að þátttakendur geta tekið þátt í greinum sem þeir hafa aldrei prófað áður. Að sigra skipti ekki alltaf máli, heldur að vera með innan um vini sína, „Ég er í gegnum mótin búin að kynnast helling af krökkum. Ég man að þegar ég var 13 ára kynntist ég stelpum og við bjuggum til lið sem tók þátt í boðsundi. Það var alveg meiriháttar og okkur tókst að vinna gullverðlaun. Ég er enn í sambandi við þessar stelpur, svo að kynni á Unglingalandsmóti geta heldur betur varað lengi. Mér finnst setningarathöfnin skemmtileg og maður fær á tilfinninguna að vera staddur á risamóti, ánægjan skín úr öllum andlitum og allir eru svo glaðir. Þetta er tvímælalaust skemmtilegustu mótin sem ég tek þátt í. Ég hlakka til mótsins á Akureyri sem verður að öllum líkindum mitt síðasta mót enda orðin 18 ára gömul. Ég hvet alla eindregið til að taka þátt í mótinu, þetta er eitthvað sem allir verða að prufa. Ég er viss um að þeir munu aldrei sjá eftir því,“ sagði Hekla Liv.


Unglingalandsmรณt UMFร

7


8 Unglingalandsmót UMFÍ Fyrri Unglingalandsmót Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Mótin hafa sannað gildi sitt sem glæsilegar vímuefnalausar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum frá föstudegi til sunnudags. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu, hvort sem er í keppni eða leik. Unglingalandsmótin eru með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi ár hvert og eru nú orðin árlegur viðburður um verslunarmannahelgina. Frá árinu 2000 hafa þau verið haldin um verslunarmannahelgar og hafa sem slík mikið forvarnagildi. 1. Dalvík 1992 Fyrsta Unglingalandsmótið fór fram á Dalvík og nágrenni 10.–12. júlí 1992. Mótið, sem haldið var á vegum Ungmennasambands Eyjafjarðar, tókst vel og var strax ljóst að það var komið til að vera. Veður var gott alla keppnisdagana. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssambandið Hrafna-Flóki. 2. Blönduós 1995 Annað Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Blönduósi 14.–16. júlí 1995, á vegum Ungmennasambands Austur-Húnvetninga. Mótið tókst vel og var veður ágætt keppnisdagana. Fyrirmyndarfélag mótsins var Ungmennasamband Norður-Þingeyinga. 3. Grafarvogur 1998 Þriðja Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Grafarvogi 3.–5. júlí 1998, á vegum Ungmennafélagsins Fjölnis. Þátttakendur voru 968 talsins. Setning mótsins fór fram í íþróttahúsinu vegna veðurs en næstu tvo daga þar á eftir gerði rjómablíðu. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. 4. Vesturbyggð/Tálknafjörður 2000 Fjórða Unglingalandsmót UMFÍ var haldið 4.–6. ágúst 2000 í Vesturbyggð/Tálknafirði á vegum Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Veður var ágætt alla keppnisdagana. Mótið markaði skil í sögu mótanna því að það var haldið um verslunarmannahelgi í fyrsta skipti. Þetta var á þeim tíma umdeild ákvörðun en sagan hefur sýnt að þarna var stigið farsælt skref í sögu mótanna. Fyrirmyndarfélag mótsins var Ungmennasamband Skagafjarðar. 5. Stykkishólmur 2002 Fimmta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Stykkishólmi 2.–4. ágúst 2002 um verslunarmannahelgina. Metþátttaka var í mótinu og tókst það vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu ekki verið mótsgestum hliðhollir. Fyrirmyndarfélag mótsins var Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu. 6. Ísafjörður 2003 Sjötta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Ísafirði 1.–3. ágúst 2003, á vegum Héraðssambands Vestfirðinga. Veður var gott alla mótsdagana. Á þessu móti voru aldursmörk mótsins hækkuð úr 16 ára í 18 ára. Á þingi UMFÍ eftir mótið var ákveðið að halda mótið eftir það árlega um verslunarmannahelgina. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssamband Þingeyinga. 7. Sauðárkrókur 2004 Sjöunda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 30. júlí–1. ágúst 2004, á vegum Ungmennasambands Skagafjarðar. Þátttakendur voru um 1300 talsins. Veður var gott alla mótsdagana. Þetta var í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót var haldið á sama stað og Landsmót UMFÍ. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssambandið Skarphéðinn. 8. Vík í Mýrdal 2005 Áttunda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Vík í Mýrdal 29.–31. júlí 2005, á vegum Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu. Mótið var haldið í blíðskaparveðri og tókst vel. Talið er að um sjö þúsund gestir hafi sótt mótið. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssambandið Skarphéðinn.

Gríðarlegur heiður að fá að halda Unglingalandsmót sagði mikinn fjölda sjálfboðaliða og einstaklinga í samfélaginu halda uppi því félagsstarfi sem er í íþróttafélögunum. „Sveitarfélagið hefur þá ímynd að vera heilbrigt samfélag og félagsþroskinn er mikill og það er ekki síst að þakka öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.“

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri:

Í

huga okkar var gríðarlega mikilvægt að fá Unglingalandsmótið hingað til Akureyrar. Við höfum lagt mikið á okkur til að fá Unglingalandsmót til bæjarins og þá alveg sérstaklega eftir Landsmótið sem haldið var hér 2009. Við vitum því alveg út í hvað við erum að fara en Unglingalandsmótið er sérstakt, mikil og stór hátíð. Þetta er barna- og unglingahátíð sem við höfum verið mjög spennt fyrir lengi og vildum gjarnan fá hérna inn í sveitarfélagið. Það höfðu margir áhyggjur af því að mótið færi fram hér á Akureyri um verslunarmannahelgi en við erum með þessu líka að sýna fram á að það er svo sannarlega hægt. Þetta er fjölskylduhátíð í huga okkar eins og Ein með öllu, allir geta verið með og auðvitað er það krefjandi fyrir okkur að geta sýnt fram á að þetta gangi vel. Það sem við viljum sýna er að hér höfum við allt til alls, góða aðstöðu sem byggð var upp í kringum Landsmótið 2009 og við viljum að sjálfsögðu að hún sé nýtt vel. Það er frábært tækifæri að geta gert það fyrir Unglingalandsmótið,“ sagði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.

Fjölbreyttasta Unglingalandsmótið til þessa

- Að hverju lýtur undirbúningur fyrir Unglingalandsmótið sérstaklega? „Við höfum mikinn metnað til þess að bjóða upp á sem flestar íþróttagreinar sem stundaðar eru hér í bænum. Ég veit ekki betur en að þetta verði fjölbreyttasta Unglingalandsmót

„Við erum með fullt af fólki sem er tilbúið til að starfa og leggja mikið á sig og það gerir starfið allt miklu léttara.“ sem haldið hefur verið. Það er mikil áskorun fyrir okkur að halda mót með öllum þessum íþróttagreinum og við höfum mannvirkin og aðstöðuna til að gera það. Það er mikil vinna að manna mótið og fá fólk til starfa sem allt er sjálfboðaliðar. Við erum með fullt af fólki sem er tilbúið til að starfa og leggja mikið á sig og það gerir starfið allt miklu léttara,“ sagði Eiríkur.

Uppbyggingin hefur eflt allt íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum

- Nú fór fram gríðarleg uppbygging hjá ykkur fyrir Landsmótið 2009. Hvernig hefur svæðið komið út hjá ykkur? „Öll uppbygging hefur komið mjög vel út og nýst okkur virkilega vel. Það fer t.d. fram mikið og gott starf innan Ungmennafélags Akureyrar í frjálsum íþróttum á Þórssvæðinu þar sem við byggðum upp aðalsvæðið. Þar leika líka stelpunurnar í Þór/KA fyrir utan allt starfið hjá Þór. Starfið hjá yngsta fólkinu í bænum er mjög öflugt og önnur starfsemi sem byggð var upp í kringum Landsmótið, ekki bara á Þórssvæðinu, hefur orðið til að efla allt íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Akureyri hefur aldrei verið þekkt fyrir annað en að vera með mjög öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og við höfum ekki endilega þurft að halda stór mót til þess en það hjálpar. Hér eru starfandi 25 íþróttafélög og stundaðar um fjörutíu íþróttagreinar sem er mikið í ekki stærra samfélagi, þar sem íbúar eru 18 þúsund. Það er mikil hefð fyrir íþróttum og sterku æskulýðsstarfi á Akureyri. Við lítum á það að fá að halda Unglingalandsmót á Akureyri sem viðurkenningu á því starfi,“ sagði Eiríkur. Eiríkur sagði það mikinn heiður að fá að halda Unglingalandsmót. Þeir Akureyringar hefðu sóttu fast að halda mótið og samfélagið fyrir norðan vill vera hluti af ungmennafélagshreyfingunni og þeirri fjölskyldu sem hún tilheyrir. Þess vegna væri það að sjálfsögðu gríðarlegur heiður að fá að halda mótið.

„Það átta sig allir á því að ein af hinum sterku stoðum í samfélaginu er íþróttir og annað menningarstarf. Þetta starf styðjum við og styrkjum eins og við getum.“ Tækifæri til að stunda heilbrigt líferni í útivist með fjölskyldunni

- Hvað eru Unglingalandsmót í huga þínum? „Unglingalandsmót eru um fram allt hátíð í mínum huga. Mótin eru í raunin forvarnahátíð, þarna kemur fjölskyldan saman og við mótin skapast tækifæri til að stunda heilbrigt líf með fjölskyldunni. Það má með sanni segja að mótin séu í senn forvarnaog fjölskylduhátíð,“ sagði Eiríkur.

Metnaður í uppbyggingu íþróttamannvirkja

- Er það ekki einn af hornsteinum sveitarfélaganna að halda uppi öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi? „Við sjáum það bara á rekstri sveitarfélaganna um allt land að þessi málaflokkur tekur mjög mikið til sín í kostnaði. Sveitarfélög hafa lagt mikinn metnað í að byggja upp íþróttamannvirki. Við sjáum það t.d. að í öllum sveitarfélögum, sama hversu stór þau eru, eru sundlaugarmannvirki og jafnvel

íþróttahús í þeim öllum. Það átta sig allir á því að ein af hinum sterku stoðum í samfélaginu er íþróttir og annað menningarstarf. Þetta starf styðjum við og styrkjum eins og við getum. Þetta styrkir og eflir samfélagið og þegar fólk stendur t.d. í flutningum í nýtt sveitarfélag er það fyrsta sem spurt er um skólinn og framboð í íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarfi. Það er gríðarlega mikilvægt að vera með gott framboð en þetta er fjárfesting og við fáum hana margfalt til baka.“

Sjálfboðaliðar halda félagsstarfinu uppi

Eiríkur sagði alla tíð hefði verið lagt mikið upp úr öflugu íþróttastarfi á Akureyri. Bærinn hefði alltaf staðið þétt við bakið á innra starfinu og uppbyggingu á mannvirkjum og öðru sem til þarf. Það eru ekki bara mannvirki sem hægt er nota á sumrin heldur líka veturna svo að fjölbreytnin er mikil og bærinn mjög stoltur af því eins og Eiríkur komst að orði. Eiríkur

Þetta er hátíð umfram allt, ekki bara keppni

- Er ekki ljóst að boðið verður upp á mikla íþróttahátíð hér um verslunarmannahelgina? „Jú, það vona ég svo sannarlega. Þetta er hátíð umfram allt, ekki bara keppni, heldur líka mannamót sem keppendur sækja á sínum eigin forsendum. Ég vona svo bara að sem flestir taki þátt, ekki síst bæjarbúar, og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Það sem mér finnst líka skemmtilegt við Unglingalandsmótin er að keppendur geta búið til sín eigin lið og fyrir vikið myndast mikil vinatengsl.“

Hér er margt í boði og fjölbreytnin mikil

Eiríkur sagði bæinn vanan að taka á móti fólki og þekktan fyrir að gera vel við gesti. Hér sé margt í boði og fjölbreytnin mikil í allri þjónustu og það sé styrkleiki bæjarins. „Það er tilhlökkun í röðum okkar fyrir mótinu. Við fylltumst miklu stolti þegar mótinu var úthlutað til okkar og við leggjum mikinn metnað í að standast þær kröfur sem gerðar eru til okkar. Við vitum að það eru gerðar væntingar til okkar og við ætlum að standa undir þeim. Ég vona að þátttakendur allir hjálpi okkur að láta þetta ganga sem best. Að þeir njóti þess að taka þátt og fari heim með góðar minningar frá mótinu,“ sagði Eiríkur Björn.


Unglingalandsmót UMFÍ Hafdís Sigurðardóttir, ein fremsta frjálsíþróttakona landsins:

Ég á skemmtilegar minningar frá Unglingalandsmótunum

H

afdís Sigurðardóttir, sem keppir undir merkjum Ungmennafélags Akureyrar, er ein fremsta frjálsíþróttakona landsins um þessar mundir. Hafdís tók þátt í nokkrum Unglingalandsmótum á sínum yngri árum og segist hún eiga góðar minningar frá þeim.

heldinn. Ég held að það hafi verið viss forréttindi að alast upp á þessum tíma,“ sagði Hafdís.

Krakkarnir fá tækifæri til að hittast og eiga góðar stundir saman „Þátttaka í Unglingalandsmótum er mikil upplifun og mér finnst krakkarnir fá þarna kjörið tækifæri til að hittast og eiga stundir saman. Þessa helgi er mikil stemning og gleði og allir virðast njóta sín sem skiptir svo miklu máli. Aðstæðurnar eru orðnar svo flottar í dag en í kringum þessi mót hefur byggst upp frábær aðstaða. Ég ætla að vona að þátttakan í mótinu hér á Akureyri verði góð en þar er allt til alls til að halda gott mót. Unglingalandsmótin hafa tvímælalaust sýnt styrk sinn og mátt. Maður upplifði þetta sem svakalega stórt mót og að verða unglingalandsmótsmeistari í einhverri grein var meiriháttar áfangi. Ég vona að krakkarnir upplifi mótið sem stórt tækifæri en þátttakan sem slík skiptir mestu máli sem og samveran með vinum og fjölskyldum sínum. Unglingalandsmótin hafa sannað sig og gefið mörgum krökkum tækifæri,“ sagði Hafdís.

Stemningin var alltaf rosalega góð hjá okkur krökkunum „Ég á reyndar skemmtilegar minningar frá þátttöku minni á Unglingalandsmótum hér á árum áður. Veðrið er það sem kemur fyrst upp í hugann og mér er afar minnistætt veðrið á mótinu í Stykkishólmi 2002. Það rigndi allt í kaf, tjöldin flutu um tjaldsvæðið og línurnar á malarbrautinni voru horfnar. Ég var reyndar það heppin að ég keppti á morgnana og þá var veðrið mun betra en fór síðan að rigna eftir sem á dagana leið. Þetta er í minningunni bara ferskt og skemmtilegt. Þegar maður hugsar til baka er tíminn á Unglingalandsmótum ótrúlega skemmtilegur. Á þessum tíma keppti ég með HSÞ og stemningin var alltaf rosaleg góð hjá okkur krökkunum og hópurinn sam-

Upplýsingar til foreldra/forráðamanna Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er landssamband ungmennafélaga í landinu. Verkefni UMFÍ hafa verið fjölmörg í gegnum tíðina og á síðustu árum hafa Unglingalandsmótin verið stærstu verkefni hreyfingarinnar. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum. Unglingalandsmótið er opið öllum ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð því

hvort viðkomandi er í íþróttafélagi eða ekki. Uppistaða Unglingalandsmótsins er íþróttakeppnin en keppt er í fjölmörgum íþróttagreinum. Einnig er mikið lagt upp úr alls konar afþreyingu frá morgni til kvölds fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir krakka sem eru 10 ára og yngri og eiga ekki möguleika á að taka þátt í íþróttakeppni mótsins. Skráning á mótið fer fram á heimasíðu UMFI www.umfi.is. Þátttökugjald er 6.000 krónur og er best að greiða það við skráningu. Allir sem hafa

greitt keppnisgjaldið geta tekið þátt í öllum viðburðum án nokkurs annars kostnaðar. Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill. Í nokkrar hópíþróttagreinar geta einstaklingar skráð sig til keppni þrátt fyrir að vera ekki í neinu liði. Þá er séð til þess að koma viðkomandi í lið eða búið til lið þannig að allir geti keppt á jafnréttisgrundvelli. Ókeypis er fyrir þátttakendur og fjölskyldur á tjaldsvæði mótsins. Sérstakar reglur gilda á tjaldsvæðinu sem öllum ber að fara eftir. Aðgang-

ur er að rafmagni á tjaldsvæðinu en rukkað er lágmarksgjald, 3.000 kr., fyrir alla helgina. Unglingalandsmótin hafa notið mikillar hylli og viðurkenningar og eftir þeim hefur verið tekið jafnt á Íslandi sem erlendis. Áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og taka þátt á sínum forsendum. Lögð er áhersla á að jafnrétti sé í hávegum haft og strákar og stelpur hafi jafnan aðgang að allri dagskrá mótsins. Frekari upplýsingar fást hjá UMFÍ og á heimasíðu UMFÍ, www.umfi.is.

9

9. Laugar í Suður-Þingeyjarsýslu 2006 Níunda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Laugum í S-Þingeyjarsýslu 4.–6. ágúst 2006, á vegum Héraðssambands Þingeyinga. Mótið fór vel fram í ágætu veðri. Þátttakendur voru um 1.000 en talið er að um 10.000 manns hafi verið á mótssvæðinu. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. 10. Höfn í Hornafirði 2007 Tíunda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Höfn í Hornafirði 3.–5. ágúst 2007 á vegum Ungmennasambandsins Úlfljóts. Um 1.000 keppendur tóku þátt í mótinu en talið er að á milli 7–8.000 gestir hafi sótt mótið. Veður var milt og gott alla keppnisdagana. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. 11. Þorlákshöfn 2008 Ellefta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Þorlákshöfn 1.–3. ágúst 2008 á vegum Héraðssambandsins Skarphéðins. Mótsslit og flugeldasýning voru mjög glæsileg, en stillt og þurrt veður og einstök stemning var alla mótsdagana. Gestir mótsins voru um 10.000 og höfðu aldrei verið fleiri í sögu mótanna. Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var fyrirmyndarfélag mótsins. 12. Sauðárkrókur 2009 Tólfta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 31. júlí–2. ágúst 2009 á vegum Ungmennasambands Skagafjarðar. Keppt var í níu íþróttagreinum og um 1.500 keppendur voru skráðir til leiks. Gestir mótsins voru um 10.000 talsins. Mikil nálægð keppnisstaða og tjaldsvæðis gerði framkvæmd og alla umgjörðina einstaka. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssambandið Skarphéðinn. 13. Borgarnes 2010 Þrettánda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Borgarnesi 29. júlí–1. ágúst 2010 á vegum Ungmennasambands Borgarfjarðar. Um 1.700 keppendur mættu til leiks. Keppt var í tíu íþróttagreinum og þurfti að hefja leik á fimmtudegi. Gestir voru 10–12.000. Mótshaldið gekk vel og veðrið lék við mótsgesti. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssamband Þingeyinga. 14. Egilsstaðir 2011 Fjórtánda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum 29.–31. júlí 2011 á vegum Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Þátttakendur á mótinu voru rúmlega 1.200 og keppnisgreinar voru 11 talsins. Veðrið lék við keppendur og gesti en talið er að um 10–12.000 gestir hafi sótt mótið. Fyrirmyndarfélag mótsins var Ungmennasamband Eyjafjarðar. 15. Selfoss 2012 Fimmtánda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Selfossi 3.–5. ágúst 2012 á vegum Héraðssambandsins Skarphéðins. Keppendur voru um 2.000 og er það mesti fjöldi keppenda frá upphafi mótanna. Veðrið var frábært alla mótsdagana og aðstaða til fyrirmyndar, stutt á milli keppnisstaða og á tjaldsvæði. Fyrirmyndarfélag mótsins var Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag. 16. Höfn í Hornafirði 2013 Sextánda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið 2.–4. ágúst 2013 á Höfn í Hornafirði á vegum Ungmennasambandsins Úlfljóts. Boðið var upp á 13 keppnisgreinar og 1295 keppendur skráðu sig til leiks. Fyrirmyndarfélag mótsins var Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. 17. Sauðárkrókur 2014 Sautjánda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 1.–4. ágúst 2014 á vegum Ungmennasambands Skagafjarðar. Keppendur voru um 1.500 talsins. Nýtt keppnisfyrirkomulag, Monrad, var reynt í knattspyrnu og körfubolta. Með því keppa lið yfirleitt við lið í sama styrkleika. Risatjald UMFÍ var á miðju afþreyingarsvæðinu sem nefnt var Landsmótsþorpið og þar skemmtu ungmennin sér frá morgni til kvölds. Fyrirmyndarfélag mótsins var Héraðssambandið Skarphéðinn. 18. Akureyri 2015


10 Unglingalandsmót UMFÍ Jóhanna Valgeirsdóttir, foreldri á Selfossi:

Njótum þess innilega að vera með börnunum okkar

V

ið fjölskyldan höfum sótt Unglingalandsmót nokkur undanfarin ár og notið þess innilega með börnunum okkar. Andrúmsloftið á þessum mótum er svo skemmtilegt, allir eru glaðir og ánægðir, þannig að umhverfið verður svo afslappandi. Hjá okkur í HSK hefur skapast góður kjarni sem er duglegur að fara á mótin. Ég er farin að þekkja fólkið vel og svo er maður alltaf að kynnast nýju fólki úr öðrum félögum. Á mótin mæta sömu fjölskyldurnar ár eftir ár með börnunum sínum,“ sagði Jóhanna Valgeirsdóttir á Selfossi, en hún bjóst við að tvö af börnunum hennar myndu keppa á Unglingalandsmótinu á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhanna segir tímasetningu mótsins afar heppilega. Hún sagði það hreint út sagt frábært að vera með mótið um verslunarmannahelgina og gaman að fjölskyldan skuli geta varið tímanum saman.

Vinnum saman

Jóhanna Valgeirsdóttir og eiginmaður hennar, Ágúst Guðmundsson, ásamt tveimur yngstu börnunum Margréti Ingu og Valgeiri Erni á Sauðárkróki í fyrra.

Græðum Ísland

„Meðan börnin mín eru á aldri til að sækja Unglingalandsmótin mun fjölskyldan fara saman á mótin. Ég stefni að því, þetta er bara svo gaman og mótin munu skilja eftir sig góðar minningar í framtíðinni. Börnin mín hafa yfirleitt tekið þátt í íþróttum, tvö elstu mest í frjálsum íþróttum, strákurinn líka í körfubolta og fótbolta,“ sagði Jóhanna og bætti við að mótin hefðu heldur betur sannað gildi sitt. „Við erum alltaf mjög spennt að fara á mótin og þessi helgi er tekin frá á hverju ári. Þegar um langan veg er að fara skipuleggjum við alltaf eitthvað skemmtilegt í kringum ferðina. Eins og núna, þá ætlum við að taka vikuna í þetta og skoða Norðurlandið í leiðinni. Við erum viss um að eiga skemmtilega daga fram undan á Akureyri og ég veit að það er mikil stemning í HSK-hópnum sem fer norður á mótið. Ég er búin að heyra í ansi mörgum sem ætla fara,“ sagði Jóhanna.

Þóra Erlingsdóttir, 13 ára gömul, á Laugarvatni:

Búin að hlakka til í marga mánuði

Þ

Landgræðslufræ Þóra Erlingsdóttir frá Laugarvatni.

Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

að var gaman þegar ellefu ára aldrinum var náð því að þá gat ég loksins tekið þátt í Unglingalandsmótunum. Ég var búin að bíða lengi en ég var sex mánaða gömul þegar ég fór á fyrsta mótið með foreldrum mínum. Fyrsta mótið, sem ég keppti á, var á Hornafirði 2013 og þar var alveg meiriháttar gaman. Ég æfi frjálsar íþróttir og hef því eingöngu keppt í köstum og hlaupum á mótunum,“ sagði Þóra Erlingsdóttir, 13 ára gömul stúlka á Laugarvatni. Þóra segist hlakka mikið til mótsins á Akureyri og að hún mæti vel undirbúin til leiks. Hún tók þátt í frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem haldinn var á Selfossi fyrr í sumar auk þess að taka þátt í öðrum mótum.

„Stemningin á Unglingalandsmótunum er alveg frábær. Það er svo mikið af fólki og það er gaman að hitta krakka sem ég hef kynnst á fyrri mótum. Mér finnst keppnin sjálf spennandi og svo eru kvöldvökurnar ekki síðri og önnur afþreying sem er í boði. Unglingalandsmótið er eitt af stærstu mótunum sem maður tekur þátt í á hverju ári. Það eru margar keppnisgreinar í boði á Akureyri svo að krakkarnir ættu að finna eitthvað skemmtilegt til að taka þátt í. Það er tilhlökkun hjá þátttakendum innan HSK að fara til Akureyrar og við förum örugglega stór hópur héðan á mótið. Maður er búinn að hlakka til í marga mánuði og nú styttist í það að pakka niður og halda norður,“ sagði Þóra.

Tryggvi Þórisson, 13 ára gamall Selfyssingur:

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu, sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði!

www.veidikortid.is

Þetta er fyrst og fremst bara ofsalega gaman

T

ryggvi Þórisson, 13 ára Selfyssingur, hefur stundað íþróttir frá unga aldri og tekur núna þátt í sínu þriðja Unglingalandsmóti. Hann segir að hann hafi lengi beðið eftir því að fá að keppa á sínu fyrsta móti en árin þar á undan hefði hann fylgt foreldrum sínum á mörg mót. „Ég hef aðallega keppt í frjálsum og fótbolta á mótunum til þessa. Ég æfi frjálsar íþróttir fjórum sinnum í viku og legg áherslu á kúluvarp, spretthlaup, spjótkast og hástökk. Þess á milli hef ég tekið þátt í mótum og er nú búinn að taka stefnuna á Unglingalandsmótið á Akureyri. Ég er farinn að hlakka mikið til og ætla að keppa í mínum aðalgreinum í frjálsum íþróttum, fótbolta, handbolta og jafnvel líka í fimleikum,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að vinirnir myndu safna saman í lið í fótbolta eins og þeir hefðu gert á mótunum síðustu ár. Hann sagði alveg ljóst að hann hefði nóg að gera á mótinu á Akureyri og eflaust yrði hann að keppa frá morgni til kvölds.

Tryggvi Þórisson er til hægri á myndinni ásamt vini sínum Jóni Vigni Péturssyni á Unglingalandsmótinu Sauðárkróki í fyrra.

„Það er gaman að hafa nóg að gera en þetta er fyrst og fremst bara ofsalega gaman. Mér finnast kvöldvökurnar og flugeldasýningin einnig mjög skemmtilegar. Það er bara allt

skemmtilegt við Unglingalandsmótin og ekki síður gaman að hitta aðra krakka. Ég ætla taka þátt í Unglingalandsmótum á meðan ég hef aldurinn til þess,“ sagði Tryggvi, léttur í bragði.


Glaðheimar Blönduósi Sumarhús og tjaldsvæði á bökkum Blöndu

Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar

Opið allt árið Sumarhús í ýmsum stærðum Heitir pottar - Náttúrulegt umhverfi

Gönguleiðir – Mikið fuglalíf Stutt í alla þjónustu Verslun – Söfn - Veitingar Sund – Hestaleiga (www.galsi.is)

Perla norðursins Hrútey við hlið sumarhúsanna www.gladheimar.is

Símar 820 1300 & 690 3130 gladheimar@simnet.is


12 Unglingalandsmót UMFÍ

L I T N I M O VELK Akureyrarbær býður þátttakendur og gesti á Unglingalandsmóti UMFÍ velkomna til bæjarins og óskar þeim góðrar skemmtunar. Verum drengileg í leik og keppni. Munum að allir sem taka þátt í landsmótinu eru sigurvegarar hver með sínum hætti.

w w w.v i s i t Upplýsingamiðstöð í HOFI | 600 Akur


Unglingalandsmót UMFÍ

! R A R Y E R AKU

ta ku rey r i . i s

reyri | Sími: 450 1050 | info@visitakureyri.is

13


14 Unglingalandsmรณt UMFร


Unglingalandsmót UMFÍ

15

LYSTISEMDIR BÆJARINS Það er ekki að ástæðulausu að hinn virti ferðavefur Lonely Planet valdi Akureyri sem besta áfangastað ferðamanna í Evrópu árið 2015. Akureyri hefur gjarnan verið talin einn fegursti bær landsins, bærinn í skóginum eins og sumir segja, og þar eru möguleikar fjölskyldunnar til útivistar og afþreyingar nánast óþrjótandi. Of langt mál væri að telja upp allt sem í boði er og hér verður aðeins fjallað um nokkra skemmtilega kosti fyrir ykkur að njóta.

Nonni og Manni

Víðfrægar eru sögur Jóns Sveinssonar um Nonna og Manna. Í gamla Innbænum má skoða Nonnahús þar sem Jón Sveinsson ólst upp og hin fagra Minjasafnskirkja er í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Ofar í brekkunni er svo Minjasafnið á Akureyri sem varðveitir muni og ljósmyndir sem tengjast lifnaðarháttum fyrri tíma í Eyjafirði og á Akureyri. Í sýningum er leitast við að gera sögu fjarðarins skil á sem bestan hátt til fræðslu og ánægju fyrir safngesti. Yfir sumarið eru bæði Minjasafnið og Nonnahús opin gestum kl. 10–17 alla daga.

Enginn aðgangseyrir Förum út í Hrísey!

Ef þú hefur aldrei komið út í Hrísey ættirðu að skella þér þangað og ef þú hefur komið þangað áður langar þig eflaust aftur. Mörg gömul og vel hirt hús er að sjá í eyjunni, göturnar eru hellulagðar og bílaumferð í lágmarki, þar má sjá gæfar rjúpur í húsagörðum, kynnast hluta byggðarsögunnar í Húsi Hákarla-Jörundar og ganga skemmtilegar gönguleiðir sem liggja austur á eyju þar sem er meðal annars að finna magnaða orkulind. Akureyrarstofa hefur gefið út greinargóðan bækling um Hrísey sem finna má í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Menningarhúsinu Hofi og á flestum hótelum og gististöðum.

Leikföng og mótorhjól

Akureyri státar af tugum fjölbreyttra safna og eitthvert þeirra hlýtur að höfða til þín. Í bænum eru mótorhjólasafn, Flugsafn Íslands, leikfangasýning í Friðbjarnarhúsi, iðnaðarsafn, skáldahús sem helguð eru Matthíasi Jochumssyni og Davíð Stefánssyni, auk Nonna sem getið er að ofan. Einnig má nefna til sögunnar listasýningar af ýmsum toga, Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið, að ógleymdu Húsi Hákarla-Jörundar í Hrísey sem hefur að geyma merkilega sögu. Kynnið ykkur afgreiðslutíma og staðsetningu safnanna á Visitakureyri.is/is/ahugavert.

Viltu reyna aðeins á þig?

Í grennd við bæinn eru margar skemmtilegar gönguleiðir og Ferðafélag Akureyrar skipuleggur lengri og skemmri ferðir í næsta nágrenni. Reykvíkingar ganga gjarnan á Esjuna en Akureyringar fara á Súlur. Það er skemmtileg gönguleið í góðu veðri og á tindinum er gestabók þar sem fólk skráir nafn sitt. Einnig er vinsælt að ganga upp Hlíðarfjall þegar skíðasnjórinn er horfinn úr brekkunum. Ekki má heldur gleyma að nýjar hjólabrautir hafa verið lagðar um Hlíðarfjall og Glerárdal og tengjast þær niður í Kjarnaskóg. Sannkölluð ævintýraleið fyrir fólk sem tekur hjólreiðar alvarlega.

Listasafnið á Akureyri er með sýningar á þremur stöðum; í Listasafninu sjálfu, Ketilhúsinu og Deiglunni. Starf Listasafnsins hefur borið hróður bæjarins víða en sýningar þess hafa löngum þótt metnaðarfullar og ögrandi. Þessa dagana sýnir Mireya Samper innsetningar og tví- og þrívíð verk í aðalbyggingunni. Listasafnið er opið alla daga kl. 10–17 en lokað er á mánudögum. Aðgangur er ókeypis.

Hreyfing og útivera Viltu sjá hvali?

Hvalaskoðun á vaxandi vinsældum að fagna um land allt og ekki bara hjá erlendum ferðamönnum. Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador starfrækir hvalaskoðun frá Torfunefsbryggju í miðbæ Akureyrar. Skip þeirra er sérútbúið með útsýnispöllum og rúmar 100 farþega. Hver ferð tekur um 3–4 klst. Kynnið ykkur málið á heimasíðunni Ambassador.is.

Lystigarðurinn

Lystigarðurinn á Akureyri er heill heimur út af fyrir sig og sívinsæll meðal bæði innlendra og erlendra ferðamanna sem og heimamanna. Í garðinum er að finna alla íslensku flóruna en einnig fágætar plötur sem vaxa varla annars staðar á Íslandi og eru af erlendum uppruna. Garðurinn er skjólgóður og rómantískur og þar er að finna gosbrunna og litlar tjarnir sem gleðja börnin. Einnig er í garðinum fallegt kaffihús en hönnun hússins hefur unnið til verðlauna.

Komdu í sund!

Sundlaug Akureyrar er ein sú besta á landinu með tveimur stórum laugum, heitum pottum, gufubaði, buslpottum fyrir börnin og stórri rennibraut. Fjölskyldufólk í helgarferð á Akureyri ætti ekki að láta hjá líða að heimsækja þessa vatnaparadís. Yfir sumarið er opið kl. 6.45–21.00 á virkum dögum en 8.00–19.30 um helgar.

Útilistaverk

Styttur bæjarins sem allir vilja horfa á. Fjöldamörg útilistaverk er að finna í öllum hverfum bæjarins en flest eru þau á miðbæjarsvæðinu og SuðurBrekkunni í námunda við Menntaskólann á Akureyri og í Lystigarðinum. Akureyrarstofa hefur tekið saman fróðleik um þessi verk og gefið út bækling þar sem má finna þau á korti, lesa um þau og skoða. Skoða má bæklinginn á Visitakureyri.is/is/ahugavert og þar má einnig finna ítarlegri upplýsingar um verkin og hlaða niður hljóðleiðsögn um valin verk.

Af öllu hjarta

Takið eftir rauðu hjörtunum í götuvitum á gatnamótum þegar þið farið um bæinn. Hjartað varð eins konar tákn Akureyrar eftir bankahrunið 2008. Þá kviknaði sú hugmynd að sýna kærleika og samstöðu með því að dreifa rauðum hjörtum sem víðast um bæinn. Stærsta hjartað var samsett úr ótal ljósum á staurum sem reistir voru í hlíðum Vaðlaheiðar og mynduðu hjarta sem gjarnan sló þegar kviknaði og slokknaði á perunum á víxl. Rekstur hjartans í heiðinni reyndist nokkuð dýr og því hefur það ekki logað síðustu misserin en nú stendur til að afla fjár til að kveikja á því aftur með tryggari hætti og vonandi verður þess ekki langt að bíða að hjartað slái í heiðinni á ný.

Mörg skemmtileg útivistarsvæði eru í og við bæinn. Kjarnaskógur hefur verið að vaxa síðustu áratugina og þar er nú skemmtilegur skógur með ótal göngustígum, leiktækjum fyrir börnin, grillaðstöðu, fjallahjólabraut sem teygir sig upp um fjöll og firnindi, strandblakvelli og ýmsum möguleikum til að hafa það gott og gaman. Önnur skemmtileg svæði með göngustígum í fögru umhverfi eru til dæmis Krossanesborgir, Naustaborgir og ósasvæðin við Eyjafjarðará.

Kaffi og kruðerí Kaupum eitthvað fallegt Skyndibiti eða à la carte? Enginn hörgull er á veitingahúsum á Akureyri. Best er fyrir gesti að rölta um bæinn og skoða matseðlana en einnig er hentugt að skoða Visitakureyri.is/is/matur–og–drykkur áður en haldið er af stað. Hvort sem þú vilt grillaða samloku, eðalfiskrétti, blóðuga steik eða framandi rétti úr öðrum heimsálfum þá finnurðu það á Akureyri.

Gestir bæjarins hafa gjarnan orð á því að hér sé vöruúrval annað en þeir eru vanir, þjónustan með öðrum hætti og á margan hátt skemmtilegra að versla en í ys og þys stórborganna. Verslanir af öllum gerðum er að finna vítt og breitt um bæinn en helstu kjarnarnir eru þó í göngugötunni í miðbænum (Hafnarstræti) og svo í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Gerið ykkur glaðan dag, kíkið í verslanir og farið á kaffihúsin í leiðinni.

Frítt í strætó

Á Akureyri er frítt í strætó og á miðbæjarsvæðinu eru notaðar bílastæðaklukkur. Þær fást á bensínstöðvum og hjá mörgum þjónustuaðilum í bænum, svo sem bönkum, tryggingafélögum, í Ráðhúsinu og Upplýsingamiðstöðinni.

Með auknum ferðamannastraumi hefur kaffihúsamenningin á Akureyri gjörbreyst á skömmum tíma. Afbragðs kaffihús er að finna bæði á Glerártorgi og í miðbænum en einnig víðar. Sum þeirra hafa fest sig í sessi í gegnum árin en önnur eru nýrri af nálinni. Fátt er betra en að setjast með rjúkandi heitt kakó, kaffi eða aðra drykki í huggulegheitum utandyra ef veður leyfir eða við gluggann þegar dumbungur er og virða fyrir sér mannlífið.


16 Unglingalandsmót UMFÍ

Fjölbreytt afþreyingardagskrá fyrir alla fjölskylduna

Sundlaugargarðurinn

Söguganga

Sundlaugargarðurinn verður opinn fyrir gesti og gangandi alla mótsdagana kl. 10:00–19:00. Bráðnauðsynlegt er fyrir alla að kíkja þar við.

Á laugardaginn verður boðið upp á tvær gönguferðir með leiðsögn. Sú fyrri er kl. 11:00–12:00 og verður gengið um gamla verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum. Seinni gangan verður kl. 13:00–14:00 og verður gengið upp og niður með Glerá. Lagt verður af stað í báðar göngurnar frá dekkjaverkstæði Höldurs. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagsfílingur í Skátagilinu Tónleikar í miðbæ Akureyrar á fimmtudagskvöldi kl. 20:00–22:00. Léttir og skemmtilegir tónleikar, ekki síst fyrir ungu kynslóðina. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni N4.

Sundleikar yngstu barnanna Á laugardag kl. 13:00–14:00 verðavið Sundleikar fyrir börn yngri en 10 ára. Þar fá þau að glíma við einhverjar þrautir og uppskera eins og heimsmeistarar. Keppnisgreinarnar verða hvorki langar né erfiðar. Öll börn á þessum aldri eru velkomin.

Frisbígolf Boðið verður upp á kennslu og keppni í þessari skemmtilegu grein sem er hvarvetna að verða vinsælli og vinsælli. Á vellinum við Glerárskóla verða miklir sérfræðingar sem leiðbeina öllum og hjálpa þeim af stað. Föstudagur, laugardagur og sunnudagur kl. 13:00–15:30.

Andlitsmálun Á laugardag og sunnudag kl. 15:00– 17:00 verður boðið upp á andlitsmálun á íþróttasvæði Þórs. Á föstudag verður boðið upp á andlitsmálun við kirkjutröppuhlaupið hjá Akureyrarkirkju kl. 16:00–17:00.

Knattþrautir KSÍ Boðið verður upp á sérstakar knattþrautir í fótbolta á laugardeginum kl. 13:00–16:00. Knattþrautirnar verða á Þórssvæðinu og eru allir krakkar hvattir til að mæta og taka þátt.

Krulla, hvað er það?

Hæfileikakeppni unga fólksins Leiktæki Á Þórssvæðinu verða leiktæki sem er ókeypis að fara í. Þau verða opin á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 15:00–17:00.

Kirkjutröppuhlaupið Á föstudegi kl. 16:00–17:00 verður hið „heimsfræga“ kirkjutröppuhlaup við Akureyrarkirkju. Það er um að gera að mæta á staðinn og taka þátt.

Mótið sett Á föstudag kl. 20:00 hefst setningarathöfn Unglingalandsmótsins á Þórsvellinum. Allir keppendur eiga að mæta á setninguna og jafnframt eru allir íbúar Akureyrar sérstaklega boðnir velkomnir og hvattir til að mæta.

Fótboltamót fyrir þau yngstu Boðið verður upp á fótboltamót fyrir drengi og stúlkur sem eru 10 ára og yngri. Þarna skiptir þátttakan höfuðmáli og að njóta. Við verðum á sparkvellinum við Glerárskóla og þeir sem áhuga hafa eiga bara að mæta vel fyrir skráðan tíma. Tímasetningar eru sem hér segir: Drengir 8–10 ára: Laugardagur kl. 10:00–11:00. Drengir 5–7 ára: Laugardagur kl. 11:00–12:00. Stúlkur 8–10 ára: Sunnudagur kl. 10:00–11:00. Stúlkur 5–7 ára: Sunnudagur kl. 11:00–12:00.

Á laugardaginn kl. 16:00–18:00 verður Hæfileikakeppni unga fólksins á Glerártorgi. Tveir aldursflokkar, 8–12 ára og 13–16 ára. Allir geta tekið þátt, bara að mæta og hafa gaman. Vegleg verðlaun eru í boði og sigurvegarar fá að sýna á Sparitónleikum á sunnudagskvöldið.

Á laugardaginn kl. 15:15 verður boðið upp á kennslu og leiðsögn í krullu en það er skemmtileg íþrótt. Þetta er fyrir alla fjölskylduna og verður í Skautahöllinni á Akureyri. Endilega lítið þarna inn, þið sjáið ekki eftir því.

Frjálsíþróttaleikar Sú hefð hefur skapast að settir hafa verið upp sérstakir frjálsíþróttaleikar fyrir börn 10 ára og yngri á laugardegi kl. 17:00. Leikarnir verða á Þórsvellinum og þar fá krakkarnir að prófa nokkrar skemmtilegar greinar. Krakkar á þessum aldri eru hvött til að taka þátt.


Unglingalandsmót UMFÍ

17

Kvöldvökur og ýmislegt fleira skemmtilegt

Kvöldvökur Á föstudag og laugardag verða kvöldvökur í stóru tjaldi ofan við tjaldsvæði mótsgesta. Báðar eru þær kl. 21:30–23:30. Á föstudag verður dagskráin þannig: - Einar Mikael sýnir listir sínar - Matti Matt og Pétur Örn - HGGT rappdúett lýkur kvöldinu Á laugardag verður dagskráin þannig: - Ungmennaráð Akureyrar verður með uppákomu. - Gísli Björgvinsson, ungur rappari frá Akureyri, tekur nokkur lög - Sunna Björk, yngismær frá Akureyri, tekur nokkur lög - Páll Óskar mætir og syngur sín frægustu lög.

Kvöldvaka fyrir yngstu börnin

Mótsslit

Á laugardag kl. 19:30–20:30 verður sérstök kvöldvaka fyrir yngstu gestina okkar í tjaldinu ofan við tjaldsvæðið. Það er ástæða til að hvetja alla krakka til að mæta en þar koma fram góðir gestir. Dagskráin verður þannig: - Félagsmiðstöðvarnar verða með uppákomu - Lilli klifurmús mætir, leikur og syngur með börnunum - Sveppi og Villi mæta á staðinn og sprella fyrir börnin.

Sundlaugarpartí Á sunnudag kl. 19:30–21:00 verður svakalegt sundlaugarpartí fyrir keppendur á Unglingalandsmótinu. Það verður geggjuð tónlist við hæfi unglinganna og dúndurstuð. Það þarf bara að framvísa keppnisarmbandinu og þá fer allt í gang. Partíið verður í Sundlaug Akureyrar.

Leiktæki við tjaldsvæðið Á laugardag kl. 20:00–22:30 verða leiktæki opin við tjaldsvæðið. Þarna geta keppendur stytt sér stundir því það er alltaf gaman í svona tækjum.

Söngkeppni unga fólksins Á sunnudaginn kl. 13:00–17:00 verður söngkeppni unga fólksins á Glerártorgi. Þeir krakkar sem áhuga hafa og vilja taka þátt eiga að mæta þangað og láta ljós sitt skína.

Íshokkí

Þriggja stiga skotkeppni í körfu

Á sunnudag kl. 13:10 verður sýningarleikur í íshokkí. Auðvitað fer hann fram í Skautahöllinni á Akureyri og eru mótsgestir hvattir til að líta inn og sjá hörkuleik.

Á sunnudag kl. 18:00 verður þriggja stiga skotkeppni í körfubolta við Glerárskóla. Allir geta tekið þátt og nú er bara að mæta og sýna hver sé besta skyttan.

Unglingalandsmótinu verður slitið á sunnudagskvöldi. Þar munu unglingalandsmótsgestir, gestir sem sækja Akureyri heim, sem og heimafólk sameinast á túninu fyrir neðan Samkomuhúsið. Þar verða skemmtilegir Sparitónleikar við allra hæfi. Á meðal þeirra sem koma fram eru: - Sigurvegarar úr „Söngkeppni unga fólksins” taka sigurlagið. - Lily of the valley - Úlfur Úlfur - Axel Flóvent - Steindi J. og Bent - Amabadama


18 Unglingalandsmót UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ MoveWeek 21.–27. september

U

ngmennafélag Íslands (UMFÍ) tekur þátt í Evrópskri lýðheilsuherferð sem hefur það markmið að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. ISCA-samtökin (International Sport and Culture Association) halda utan um verkefnið í Evrópu. ISCA eru alþjóðleg samtök hinna ýmsu grasrótarsamtaka á sviði almenningsíþrótta og menningar víðs vegar um heiminn. Aðildarfélög ISCA eru 130 talsins og eru þau með yfir 40 milljónir þátttakenda í 65 löndum. UMFÍ á aðild að samtökunum og fylgir verkefninu eftir á Íslandi. Hlutverk allra grasrótarsamtaka ISCA er að efla samstarf ólíkra hópa með það að markmiði að auka þátttöku almennings í hreyfingu og íþróttum. Framtíðarsýn verkefnisins er að 100 milljónir fleiri Evrópubúar verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020.

Verkefnið hófst árið 2012 en þá tóku einstaklingar, stofnanir og borgir um alla Evrópu þátt í stórum stíl. Á Íslandi tóku yfir 20.000 manns þátt árið 2014 í yfir 300 viðburðum á 45 þéttbýlisstöðum víðs vegar um landið. Með þessari góðu þátttöku sýndi Ísland öfluga liðsheild. Viðburðir árið 2014 voru ákaflega fjölbreyttir, allt frá því að prestur á Egilsstöðum bauð sókninni í gönguferð. Grindvíkingar buðu upp á fjölskylduratleik. Bolvíkingar buðu heimamönnum frítt í sund og leikskólabörn fengu jógakennslu og margt fleira var í boði. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Í ár er útlit fyrir að enn fleiri taki þátt í herferðinni og að boðberum hreyf-

– vilt þú vera boðberi hreyfingar?

um nýjungum, sérstaklega í Hreyfivikunni til að hvetja fólk til þátttöku. Mikilvægt er að fá sem flesta aðila, fyrirtæki og hópa samfélagsins í lið með sér og skapa stemningu í samfélaginu.

ingar fjölgi sem er mikið fagnaðarefni. Herferðin er almenningsíþróttaverkefni án uppskriftar þar sem eina markmiðið er að fá fólk til að hreyfa sig og taka þátt í hverju því sem hentar því

sjálfu. Sambandsaðilar UMFÍ, sveitarfélög og einstaklingar eru hvattir til að nýta Hreyfiviku UMFÍ til að kynna það öfluga og góða starf sem nú þegar er í boði og brydda upp á einhverj-

hvattir til að byrja smátt og bæta við á næstu árum í stað þess að fara of bratt af stað. Einfaldir viðburðir hitta oftar en ekki í mark og litlu hlutirnir skipta máli. Að ganga með leikskólabörn á dvalarheimili í nágrenni og slá upp harmonikkuballi eru dæmi um sniðuga viðburði sem krefjast hvorki mikils undirbúnings né kostnaðar en skilja mikið eftir sig fyrir báða aldurshópa. Nefna má heilsufarsmælingar, lengdar frímínútur nemenda, opnar íþróttaæfingar fyrir foreldra, kynningar á nýjum íþróttagreinum, fjallgöngur og hvað eina sem hvetur til hreyfingar og þátttöku fólks. Aðalatriðið er að klæðskerasníða vikuna að samfélaginu því að þannig náum við saman markmiðinu um aukna hreyfingu og þátttöku fólks. Ungmennafélag Íslands fagnar öllum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt og breiða út með okkur boðskapinn um mikilvægi hreyfingar fyrir alla. Ef þú hefur áhuga á að vera boðberi hreyfingar hvetjum við þig til að hafa samband. Sabína Steinunn, landsfulltrúi UMFÍ, heldur utan um verkefnið fyrir UMFÍ. Hún er ávallt boðin og búin til að veita enn frekari upplýsingar og styðja þá sem vilja taka þátt á einn eða annan hátt. Netfang sabina@umfi.is, sími 568 2929.

UMFÍ horfir á verkefnið sem langhlaup enda er herferðin með langtímamarkmið. Aðilar eru því

Ágrip af sögu UMFÍ Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst árið 1907, en fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906. Ungmennafélagshugsjónin fór sem eldur í sinu um landið í byrjun aldarinnar. Barátta hófst strax fyrir betra landi, bættri þjóð og því varð kjörorðið Ræktun lýðs og lands. Hreyfingin hafði strax mikil þjóðfélagsleg áhrif, jók félagsþroska fólks, bjartsýni og trú á land og þjóð. Ungmennafélagar hófu strax að klæða landið skógi, byggðu sundlaugar og samkomuhús, sköpuðu aðstöðu til íþróttaiðkunar, juku samkomuhald, héldu málfundi þar sem fólk lærði að koma fram. Barátta hófst fyrir byggingu héraðsskóla, sem urðu undirstaða menntunar í dreifbýli. Það var fátt sem ungmennafélagar létu sig ekki varða ef það var landi og lýð til hagsbóta.

Árið 1909 hóf Ungmennafélag Íslands að gefa út tímaritið Skinfaxa. Blaðið hefur alla tíð haft mikið gildi, en það hefur komið út óslitið frá 1909. Árið 1911 gaf Tryggvi Gunnarsson bankastjóri UMFÍ stórt landsvæði við Álftavatn. Þetta land fékk nafnið Þrastaskógur og er ein fegursta gróðurperla á suðvesturhorni landsins. Saga Landsmóta Ungmennafélags Íslands hófst árið 1911 og urðu mótin tvö í byrjun. Síðan voru þau endurreist árið 1940 og hafa verið haldin óslitið síðan, þriðja til fjórða hvert ár. Landsmótin eru nú orðin 27 frá upphafi. Á þeim hafa þúsundir félaga komið saman og reynt með sér í flestum íþróttagreinum. Þessi mót hafa oft verið kölluð Ólympíuleikar Íslands, enda stærstu og glæsilegustu íþróttamót sem haldin eru á landinu. Síðasta Landsmót UMFÍ var haldið á Selfossi 2013.

Árið 1992 var fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Dalvík, en samtals hafa 17 mót verið haldin. Frá 2002 hafa þau verið haldin árlega og síðustu ár um verslunarmannahelgina. Mótið var haldið á Sauðárkróki 2014. Næstu Unglingalandsmót verða haldin á Akureyri 2015, í Borgarnesi 2016 og á Egilsstöðum 2017. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga 2011. Síðan voru þau haldin í Mosfellsbæ 2012, í Vík í Mýrdal 2013 og á Húsavík 2014. Mótið í ár verður haldið á Blönduósi og 2016 á Ísafirði.

Hvítblái fáninn Í upphafi 20. aldar átti Ísland ekki eigin fána, enda ekki sjálfstætt ríki. Sjálfstæði landsins og sérstakur fáni voru frá upphafi baráttumál ungmennafélaga og beittu frumkvöðlar Ungmennafélags Akureyrar, Jóhannes Jósefsson og félagar hans, sér fyrir skoðanakönnun um land allt vorið 1907 um það hvernig fáninn ætti að vera. Blár fáni með hvítum krossi hlaut yfirgnæfandi fylgi og var hann nefndur Hvítblá-

inn. Fáninn var talinn tákna bláma himins og fjalla og hreinleika íslenskra jökla. Einar Benediktsson skáld orti kvæði til fánans og sagði þar meðal annars: „Skín þú fáni eynni yfir, eins og mjöll í fjallahlíð.“ Árið 1915 eignuðust Íslendingar sinn þrílita þjóðfána að tillögu fánanefndar sem konungur hafði skipað. Varð Hvítbláinn þá sjálfkrafa fáni UMFÍ og þar með allra ungmennafélaga sem höfðu tekið við hann ástfóstri.


Unglingalandsmót UMFÍ

Keppni og keppnisdagskrá

19

Fimmtudagur 30. júlí VIÐBURÐUR Golf

STAÐUR Jaðarsvöllur

TÍMI 15:00–20:00

Föstudagur 31. júlí

Golf

Pílukast

Hestaíþróttir

Sund

Jaðarsvelli / Fimmtudag kl. 15 og föstudag kl. 8. / Sérgreinastjóri: Ágúst Jensson.

Þórsvelli innanhúss/ Föstudag kl. 9 og laugardag kl. 9. /Sérgreinastjóri: Hinrik Þórðarson.

Hlíðarholtsvelli / Föstudag kl. 15 og laugardag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Sigfús Ólafur Helgason.

Sundlaug Akureyrar / Laugardag kl. 9 og sunnudag kl. 9. / Sérgreinastjóri: Unnur Kristjánsdóttir.

Listhlaup á skautum

Kraftlyftingar

Taekwondo

Borðtennis

Skautahöllinni / Laugardag kl. 10 og sunnudag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Hrafnhildur Guðjónsdóttir.

Sunnuhlíð / Laugardag kl. 10 og sunnudag kl. 9. / Sérgreinastjóri: Grétar Skúli Gunnarsson.

Íþróttahúsi Glerárskóla / Föstudag kl. 12. / Sérgreinastjóri: Þorgerður Guðmundsdóttir.

Íþróttahúsi Glerárskóla / Laugardag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Elvar Thorarensen.

Golf Pílukast 11–14 ára Knattspyrna Knattspyrna Handbolti Körfubolti Frjálsíþróttir Taekwondo Strandblak Skák Hestaíþróttir Siglingar

Jaðarsvöllur Aðstaða á Þórsvelli Boginn/Þórssvæðið KA-völlurinn Íþróttahús KA Íþróttahöllin Þórsvöllur Íþróttahús Glerárskóla Kjarnaskógur Íþróttahöllin Hlíðarholtsvöllur Siglingasvæði Nökkva

08:00–15:00 09:00–14:00 09:00–13:00 13:00–17:00 09:00–17:00 09:00–18:00 10:00–16:00 12:00–15:00 12:00–18:00 13:00–17:00 15:00–18:00 15:00–18:00

Laugardagur 1. ágúst Sund Pílukast 15–18 ára Knattspyrna Badminton Knattsprna Götuhjólreiðar Hestaíþróttir Dans Fimleikar Borðtennis Listhlaup á skautum Frjálsíþróttir Siglingar Tölvuleikir Kraftlyftingar Motocross Bogfimi Strandblak Körfubolti Glíma

Sundlaug Akureyrar Aðstaða á Þórsvelli Boginn/Þórssvæðið Íþróttahús KA KA-völlurinn Minjasafnið Hlíðarholtsvöllur Íþróttahöllin Íþróttahús Giljaskóla Íþróttahús Glerárskóla Skautahöllin Þórsvöllur Siglingasvæði Nökkva Glerárskóli Sunnuhlíð Glerárhólar Bogfimisetrið Kjarnaskógur Íþróttahöllin Boginn

09:00–13:00 09:00–14:00 09:00–13:00 09:00–16:00 13:00–17:00 10:00–14:00 10:00–14:00 10:00–14:00 10:00–15:00 10:00–15:00 10:00–15:00 10:00–16:00 10:00–17:00 10:00–18:00 10:00–20:00 10:30–16:00 11:00–15:30 12:00–20:00 14:00–22:00 15:00–18:00

Sunnudagur 3. ágúst

Badminton

Motocross

Siglingar

Fimleikar

Íþróttahúsi KA / Laugardag kl. 9. / Sérgreinastjóri: Guðmundur Haukur Sigurðsson.

Glerárhólum / Laugardag kl. 10:30. / Sérgreinastjóri: Guðmundur Hannesson.

Siglingasvæði Nökkva / Föstudag kl. 15 og laugardag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Rúnar Þór Björnsson.

Íþróttahúsi Giljaskóla / Laugardag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Erla Ormarsdóttir.

Tölvuleikur

Fjallahjólreiðar

Glerárskóla / Laugardag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Hans Rúnar Snorrason.

Kjarnaskógi / Laugardagur kl. 10. / Sérgreinastjóri: Vilberg Helgason.

Stafsetning

Götuhjólreiðar Minjasafnið / Laugardag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Vilberg Helgason.

Sund Júdó Kraftlyftingar Knattspyrna Knattspyrna Körfubolti Listhlaup á skautum Fjallahjólreiðar Frjálsíþróttir Strandblak Stafsetning Boccia Upplestur Parkour

Sundlaug Akureyrar Íþróttahús Glerárskóla Sunnuhlíð Boginn/Þórsvöllur KA-völlurinn Íþróttahöllin Skautahöllin Kjarnaskógur Þórsvöllur Kjarnaskógur Safnaðarheimili Glerárkirkju Íþróttahús Glerárskóla Glerárkirkja Íþróttahús Giljaskóla

09:00–13:00 09:00–15:00 09:00–15:00 09:00–13:00 13:00–17:00 09:00–18:00 10:00–13:00 10:00–14:00 10:00–16:00 12:00–16:00 13:00–15:00 15:00–18:00 16:00–18:00 16:00–19:00

Bogfimi

Boccia

Dans

Safnaðarheimili Glerárkirkju / Sunnudag kl. 13. / Sérgreinastjóri: Aníta Jónsdóttir.

Bogfimisetrinu / Laugardag kl. 11. / Sérgreinastjóri: Hlynur Freyr Þorgeirsson.

Íþróttahúsi Glerárskóla / Sunnudag kl. 15. /Sérgreinastjóri: Jón Heiðar Árnason.

Íþróttahöllinni / Laugard. kl. 10. / Sérgreinastjóri: Anna Breiðfjörð.

Handbolti

Skák

Upplestur

Glíma

Knattspyrna

Íþróttahús KA / föstudag kl. 9. / Sérgr.stjóri: Siguróli Sigurðsson.

Íþróttahöllinni / föstudag kl. 13. / Sérgreinastjóri: Áskell Kárason.

Glerárkirkju / Sunnudag kl. 16. / Sérgreinastjóri: Anita Jónsdóttir.

Boganum / laugardag kl. 15. / Sérgreinastjóri: Sindri Freyr Jónsson.

Boganum - Þórsvelli / föstudag kl. 9, laugardag kl. 9 og sunnudag kl. 9. / Sérgr.stjóri: Hannes Jón Jónsson. KA-velli / föstudag kl. 13, laugardag kl. 13 og sunnudag kl. 13. / Sérgreinastjóri: Ragnar Sigtryggsson.

Körfubolti

Strandblak

Júdó

Frjálsíþróttir

Parkour

Íþróttahöllinni / Föstudag kl. 9, laugardag kl. 14 og sunnudag kl. 9. / Sérgreinastjóri: Bjarki Ármann Oddsson.

Kjarnaskógi / Föstudag kl. 12, laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 12. / Sérgreinastjóri: Una Kristín Jónatansdóttir.

Íþróttahúsi Glerárskóla / Sunnudag kl. 9. / Sérgreinastjóri: Jón Óðinn Waage.

Þórsvöllur / Föstudag kl. 10, laugardag kl. 10 og sunnudag kl. 10. / Sérgreinastjóri: Gísli Sigurðsson.

Íþróttahúsi Glerárskóla / Sunnudag kl. 16. / Sérgr.stj.: Erla Ormarsdóttir.


20 Unglingalandsmót UMFÍ STYRKTARLÍNUR

Fyrirmyndarbikarinn

Reykjavík

Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Pétursbúð ehf., Ránargötu 15 Gjögur hf., Kringlunni 7 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Gáski ehf., Bolholti 8 Ennemm ehf., Brautarholti 10 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14b Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Orka ehf., Stórhöfða 37 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Íslandspóstur hf., Stórhöfða 29 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4

Seltjarnarnes

Vökvatæki ehf., Bygggörðum 5

Kópavogur

Ungmennafélagið Breiðablik, Dalsmára 5 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær

Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Garðabær, Garðatorgi 7

Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur, Austurvegi 1

Reykjanesbær

Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4

Mosfellsbær

Nonni litli ehf., Þverholti 8 Fagverk verktakar ehf., Spóahöfða 18

Borgarnes

UMÍS Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., Bjarnarbraut 8 Borgarbyggð, Borgarbraut 14

Stykkishólmur

Stykkishólmsbær, Hafnargötu 3 Þ.B. Borg - steypustöð ehf., Silfurgötu 36

Hellissandur

KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Kristinn J. Friðþjófsson ehf., Háarifi 5, Rifi

Reykhólahreppur

Reykhólahreppur, Maríutröð 5a

Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12

Súðavík

VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Innri-Grund

Patreksfjörður

Oddi hf., Eyrargötu 1 Hafbáran ehf., Aðalstræti 122a

Sauðárkrókur

Fisk - Seafood hf., Háeyri 1 Steinull hf., Skarðseyri 5 K-Tak ehf., Borgartúni 1

Akureyri

Baugsbót ehf., Frostagötu 1b Endurhæfingarstöðin ehf., Glerárgötu 20 Ísgát ehf., Hrafnabjörgum 1 Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu 3 Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Holt eignamiðlun fasteignasala, Strandgötu 13 Valrós ehf., Hafnarstræti 99 Rafeyri ehf., Norðurtanga 5 Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Bautinn, Hafnarstræti 92 Blikkrás ehf., Óseyri 16

Dalvík

O. Jakobsson ehf., Ránarbraut 4

Húsavík

Jarðverk ehf., Birkimel

Reglugerð um Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóta UMFÍ 1. Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ 1.1. Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ er afhentur á mótsslitum til þess héraðssambands eða íþróttabandalags sem hefur sýnt fyrirmyndarframkomu innan sem utan keppni. 1.2. Mótshaldari skipar þriggja manna dómnefnd sem velja skal það héraðssamband/íþróttabandalag sem hlýtur bikarinn og skal UMFÍ tilnefna einn fulltrúa í dómnefnd. 2. Eftirfarandi atriði skal dómnefnd um fyrirmyndarbikar UMFÍ hafa til hliðsjónar við val á fyrirmyndarfélagi á Unglingalandsmótum UMFÍ: 2.1. Unglingalandsmót UMFÍ er undantekningarlaust vímulaus fjölskylduhátíð. 2.2. Samstæð og glæsileg skrúðganga keppnisliðs og stuðningsfólks

2.3. Framkoma liðsfélaga, stuðningsmanna og fylgdarliðs sé prúðmannleg og af háttvísi og öll til fyrirmyndar innan og utan vallar 2.4. Samstaða keppnisliða, innan vallar og utan, sem og við leik og á tjaldsvæðum. 2.5. Jákvæð hvatning eigin liðs, heiðarleg framkoma og hrós til mótherja. 2.6. Jákvætt viðmót keppenda og fylgdarliðs, laus við hroka og yfirgang.

2.7. Jákvæð fjölskyldustemning á tjaldsvæðum. 2.8. Undirbúningur þátttöku, skráning og samskipti við mótshaldara. 2.9. Styrk og jákvæð fararstjórn og umsjón með keppendum og fjölskyldum þeirra. 2.10. Reglum skal fylgt innan sem utan vallar. 3. Reglugerð þessi tekur gildi eftir 48. sambandsþing UMFÍ 2013.

Fyrirmyndarbikarinn hafa hlotið: 1992 1995 1998 2000 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

HHF Héraðssambandið Hrafna-Flóki HSH Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu UNÞ Ungmennasamband Norður-Þingeyinga UMSS Ungmennasamband Skagafjarðar USVS Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu HSÞ Héraðssamband Suður-Þingeyjarsýslu HSK Héraðssambandið Skarphéðinn HSK Héraðssambandið Skarphéðinn HSH Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu HSH Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu HSH Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu HSK Héraðssambandið Skarphéðinn HSÞ Héraðssamband Þingeyinga UMSE Ungmennasamband Eyjafjarðar Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag UÍA Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands HSK Héraðssambandið Skarphéðinn

Laugar

Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna

Vopnafjörður

Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Egilsstaðir

Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf, Miðvangi 2–4 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Farfuglaheimilið Húsey, Húsey 1

Fáskrúðsfjörður

Loðnuvinnslan hf., Skólavegur 59

Selfoss

Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15 Kvenfélag Hraungerðishrepps, Langstöðum, Flóahreppi

Hveragerði

Eldhestar, Völlum

Þorlákshöfn

Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21

Flúðir

Flúðasveppir, Garðastíg 8

Hvolsvöllur

Jón Guðmundsson, Berjanesi V-Landeyjum

Vík í Mýrdal

Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5

Kirkjubæjarklaustur

Hótel Laki, Efri-Vík Skaftárhreppur, Klausturvegi 15

Vestmannaeyjar

Ísfélag Vestmannaeyja ehf., Strandvegi 28

Starf sjálfboðaliðans ómetanlegt

U

ULM í fyrsta sinn á Akureyri Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður um verslunarmannahelgina, er það átjánda í röðinni og er nú haldið á Akureyri í fyrsta sinn. Stóra Landsmót UMFÍ hefur nokkrum sinnum verið haldið á Akureyri, síðast árið 2009. Mjög góð keppnisaðstaða er á Akureyri og stutt í alla nauðsynlega þjónustu. Þá er íþróttalíf á Akureyri mikið og öflugt og hefur verið um langt skeið. Unglingalandsmótin hafa dafnað vel og eru nú orðin ein stærsta fjölskylduhátíðin um verslunarmannahelgina. Gestir mótsins hafa oft verið um og yfir 10.000 og er búist við þeim fjölda á mótið á Akureyri.

ngmennafélagshreyfingin er drifin áfram af kraftmiklu hugsjónastarfi sjálfboðaliðans. Sjálfboðaliðar hafa í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk við undirbúning og störf og störf á mótum á vegum UMFÍ. Undirbúningur fyrir 18. Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri hefur staðið yfir undanfarna mánuði og gengið mjög vel með frábærri vinnu fjölda sjálfboðaliða. Margir sjálfboðaliðar komu að Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Akureyri 2009 og tókst með ágætum. Hjá UMFÍ hefur sjálfboðaliðastarf verið uppistaðan í öllu starfi hreyfingarinnar í þau 107 ár sem hún hefur verið starfandi.

UFA er mótshaldari

Hið góða og fjölbreytta félags- og mannræktarstarf, sem hreyfingin

stendur fyrir, er að miklu leyti rekið af sjálfboðaliðum.

Ungmennafélag Akureyrar var stofnað 5. apríl 1988 og hefur eflst og vaxið jafnt og þétt. Í dag er UFA orðið öflugt félag, bæði sem ungmennafélag og íþróttafélag með megináherslu á iðkun frjálsra íþrótta. Iðkendur eru nú um 150, flestir í yngri flokkunum, en einnig er starfandi öflugur meistaraflokkur. UFA eignaðist sína fyrstu Íslandsmethafa fullorðinna á þessu ári. Innan UFA eru nú starfræktar þrjár deildir, frjálsíþróttadeild, langhlaupa- og þríþrautardeild og glímudeild.


Unglingalandsmรณt UMFร

Aรฐal samstarfsaรฐilar okkar eru:

21


22 Unglingalandsmรณt UMFร


Unglingalandsmót UMFÍ

Ævintýri fyrir ungmenni á Íslandi

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að NSU (Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde) en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári. Stærstu verkefni NSU eru Leiðtogaskóli NSU og Ungmennavika NSU. Verkefnin flakka milli Norðurlandanna ár hvert og stundum er nágrannaþjóð boðið að vera gestaþjóð. Í ár er það Eistland sem tekur þátt. Verkefnin standa yfir í 5–7 daga og byggjast að öllu leyti á óformlegu námi. Viðfangsefnin eru ólík milli ára og þjóða en taka oftast mið af menningu og siðum í hverju landi fyrir sig. UMFÍ sendir í ár þrettán þátttakendur á Ungmennaviku NSU sem að þessu sinni er haldin í Karpenhøj sem er lítill bær rétt fyrir utan Århus á Jótlandi. Yfirskrift vikunnar er Norden redder Jorden Play 4 the planet. Fjallað verður um náttúru og loftslag á Norðurlöndum í bland við ævintýri og leiðtogahæfileika ungs fólks. Þátttakendur fá tækifæri til að reyna sig í ýmsum aðstæðum, s.s. kajakferð, klifri, eldamennsku utandyra og því að sofa undir berum himni. Leiðtogaskóli NSU fer í ár fram í Styrn og Vågsøy sem eru sveitarfélög fyrir norðan Bergen í Noregi. UMFÍ sendir að þessu sinni fjögur ungmenni til þátttöku. Yfirskrift Leiðtogaskólans í ár er Mountains & Fjords. Þátttakendur fá tækifæri til að efla leiðtogahæfileika sína, reynslu af því að leiða fólk inn í óþekktar aðstæður, reynslu af því að vinna með öðrum, þeir fá aukna þekkingu á siðum og venjum tengdum útivist í Noregi og efla sig í Norðurlandamálum. Þátttakendur fá að reyna sig í ýmsum aðstæðum, s.s. á fjalli, sjó, jökli, að elda mat úti í náttúrunni og fleira sem tengist náttúrunni. Við hvetjum ungt fólk til að fylgjast vel með heimasíðu og facebook-síðu UMFÍ. Þar eru öll verkefni kynnt sem standa ungmennum til boða.

Velferð barna og ungmenna

U

ngmennafélag Íslands hefur þann tilgang að efla þroska, getu og áræðni Íslendinga á öllum aldri, ekki síst ungs fólks. Grundvöllur að starfi aðildarfélaga UMFÍ er virðing fyrir einstaklingnum og áhugi fyrir að efla þroska og hæfileika hans á þeim sviðum sem geta hans leyfir. Verkefni UMFÍ hafa það markmið að auka velferð almennings og efla faglegt starf innan UMFÍ. Verkefni UMFÍ snúast m.a. um að koma skilaboðum skýrt á framfæri við alla þá sem starfa innan UMFÍ um hvernig bregðast skuli við ef grunur um kynferðislega misnotkun, einelti eða hvað annað sem valdið getur þeim er taka þátt í starfi UMFÍ vanlíðan. UMFÍ hefur sett fram áætlanir, dreift bæklingum og stendur reglulega fyrir ýmsum námskeiðum fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða víðs vegar um landið. UMFÍ er stolt af verkefnum sínum og hefur þá trú að þau sé hægt að nýta sem verkfæri í aukinni vitundarvakningu starfsmanna, sjálfboðaliða og almennings alls í átt að aukinni velferð barna og ungmenna. Verkefni UMFÍ eru m.a. siðareglur um samskipti og siðareglur um

23

Göngum um Ísland – 280 stuttar gönguleiðir

FRÍTT EINTAK

Fjölskyldan á fjallið – 16 fjallgönguleiðir

rekstur og ábyrgð. Í félagsmálanámskeiðinu Sýndu hvað í þér býr er farið er yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Námskeiðið Verndum þau fjallar um hvernig bregðast eigi við ef grunur er um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Þar eru flutt fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála og aðgerðaáætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Þá eru námskeið í notkun á handbókunum Kompási og Litla-Kompási sem fjalla um mannréttindafræðslu í gegnum

leiki fyrir börn og ungmenni. Að auki eru tvö ráð starfandi. Annars vegar er Fagráð sem hefur það hlutverk að vinna með og leysa mál er tengjast kynferðisbrotum sem framin hafa verið í starfi aðildarfélaga UMFÍ. Hins vegar er Ráðgjafarhópur í meðferð eineltismála sem hefur þann tilgang og markmið að vera aðildarfélögum UMFÍ innan handar og til ráðgjafar um erfið eineltismál sem upp kunna að koma. Nánari upplýsingar um verkefni UMFÍ er hægt að nálgast í Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, Reykjavík. Sími 568 2929.

2015

Kast Guesthouse Lýsudal - 356 Snæfellsbæ www.kastguesthouse.is kast@kastguesthouse.is 1göngub_15_kápa.indd 1

GSM: 693 4769 Sími: 421 5252

Notarlegt gistihús á Snæfellsnesi 6/6/15 6:42:33 PM



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.