JÓLALÍNAN FRÁ SØSTRENE GRENE ÁRIÐ 2018

Page 1

Jólin, jólin alls staðar JÓLALÍNAN FRÁ SØSTRENE GRENE ÁRIÐ 2018

L Í N A N V E R Ð U R FÁ A N L E G F R Á O G M E Ð F I M M T U D E G I N U M 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 8


2


/ P  að er gaman að gleðja aðra Anna og Clara eru komnar í hátíðaskap og fullar tilhlökkunar. Það snjóar, að minnsta kosti fyrir hugskotssjónum þeirra, og jólin eru alveg á næsta leiti. Í loftinu liggur unaðsleg angan af heimabökuðum smákökum og furugreinum og alls staðar eru rjóðir vangar og rauðir nebbar. Jólin eru engu öðru lík. Mikið er undursamlegt að þessi árstími nálgist á ný. Við óminn af gömlu, góðu jólalögunum og undursamlegri angan frá heitum tebollum með kanil byrja Anna og Clara desember oftast á að skreyta heimilið fyrir jólin og kveikja á nokkrum kertum, því að þannig færist andi jólanna yfir allt. Þeim finnst líka gaman að skreppa í göngutúra til að tína gersemarnar úti í náttúrunni og svo setjast þær niður og skemmta sér lengi við að búa til dásamlegu jólaskreytingarnar sínar og pappírsskrautið. Clara kemst þó fyrst í alvöru jólaskap þegar Anna hverfur inn í eldhús á sunnudögunum á aðventunni og bakar til jólanna. Þá fyllir ilmurinn af steiktum kleinum húsið frá kjallara og upp í rjáfur. Þegar líður á daginn setjast þær við arineldinn ásamt hinum í fjölskyldunni og gæða sér á jólasmákökunum. „Það dásamlegasta við desember er að fólk hittist oftar og á fleiri samverustundir,“ segir Anna. Og Anna og Clara vita vel hvað færir þeim hinn sanna anda jólanna. Hann finna þær með því að gleðja aðra. Í desember leggja systurnar sig alltaf óvenjumikið fram um að gleðja aðra. Það færir þeim svo mikla gleði að sjá aðra gleðjast. Jólin eru umfram allt tími kærleikans, og þess vegna skulum við fylla þessa hátíðisdaga gleði og „hygge“ og njóta þeirra með þeim sem okkur eru kærastir. Með bestu óskum um gleðileg jól.

nna Kærar kveðjur, A

og Clara

Vörurnar sem hér eru sýndar koma í verslanir fimmtudaginn 25. október 2018. Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast. Okkur þykir leitt að tilkynna að valdar vörur tefjast. Nýr áætlaður komutími í verslanir er fimmtudagurinn 1. nóvember 2018. Eftirfarandi vörur tefjast: Kanna (númer 50), skál (númer 51), bakki (númer 52), jólakúla með LED (númer 22), skrautköngull með LED (númer 20) og jólatré (númer 37). Jólamýsla (númer 38) væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 15. nóvember 2018. 3


Af himnum ofan

Hrífandi pappastjörnur senda geisla jólagleðinnar um allt húsið. Jólastjarnan er jafnfalleg með eða án ljósa, segir Anna, og það má stilla henni út í glugga eða skreyta stofuhornið með henni. Jólastjörnur Athugaðu að tengillinn og ljósaperan fylgja ekki. Verð frá

768

4


Svífandi sæla

Velúrklædd jólakúla setur óvenjulegan og svolítið syndsamlegan svip á jólaskreytingarnar í ár. Þú getur fest hana á trjágrein, hengt hana út í glugga eða tyllt henni á jólatréð. Jólakúla Verð

356

Fegurðin í einfaldleikanum

Þetta fallega jólaskraut úr keramiki varð til þegar Anna skoðaði sígildar táknmyndir jólanna í nýju ljósi, með abstrakt, skandinavískri nálgun. Skraut Verð

246

Líf í litum

Skapaðu spennandi jólaskreytingu úr jólatrjám í mismunandi hæð og lit. Anna elskar ljósbleikan, því sá litur gefur jólalandslaginu svolítið kvenlegt og fínlegt yfirbragð. Jólatré Verð frá

79

5


Vetrarskógur

Töfraðu fram fallegan vetrarskóg úr jólatrjám, gerðum úr gleri í ýmsum grænum litatónum. Anna leggur til að þú stillir trjánum upp þar sem dagsbirtan skín í gegnum trén og skapar gullfallegt samspil lita og ljóss. Jólatré. Verð frá 6

682


Náttúrulegt ljós

Í ár hafa systurnar skreytt heimilið með fallegum könglum sem lýsa upp rökkrið. Það undursamlega við ljósaskreytingar eins og þessar er að þær skapa svo einstaklega jólalega stemningu. Skrautköngull með LED-ljósi Verð

626

7


Brátt fer að snjóa

Manstu hvað það var dásamlegt að vera lítið barn sem fékk að hrista snjókúlu og horfa á hvítar flygsurnar falla létt niður? Snjókúlur Verð frá

364

Jólaskraut á hugarflugi

Anna og Clara deila heimili sínu með herra og frú Músaskotti og í desember skríða hjónakornin úr fylgsninu sínu, prúðbúin í tilefni jólanna. Systurnar fagna þeim innilega á hverju ári.

Jólin eru hátíð englanna

Í hönnun sinni nýtir Anna sér hefðbundin tákn jólanna og setur skemmtilega skandinavískan svip á þau, til dæmis með jólatrésskrauti úr rásuðu keramiki. Clara elskar litla engilinn sem dansar svo fallega á einni af greinum jólatrésins. Jólaskraut Verð

222

8

Jólamýslur Verð

1252


Gleðin felst í að gefa

Anna og Clara vita að gjafir eru annað og meira en innihaldið í pakkanum. Anna hefur pakkað hverjum hlut á aðventudagatalinu fallega inn og fest þá upp til að þeir færi enn meiri gleði. Jólatré Verð

1398

9


Landslag jólanna

Óvenjulegt og fallegt jólatré, fullkomið fyrir kyrralífsuppstillingu í anda jólanna. „Þetta jólatré getur staðið lengi og fellir ekki eina einustu barrnál,“ segir Clara og brosir. Jólatré Verð

1410

10


Nýir nágrannar

Anna hefur útbúið yndislega fallega skreytingu úr litlum keramikhúsum fyrir arinhilluna. Þegar ljósið smýgur gegnum alla litlu gluggana fyllist Clara gleði og hrifningu. Hús með ljósi Verð

572

Ljúfir ljósgeislar

Þegar hrímið læðist inn að næturþeli og dagsbirtan er skammvinn er kominn tími til að kveikja á kertunum og skapa „hygge“ í hverju húsi.

Greni gægist fram Anna hefur hannað kramarhús úr keramiki sem minnir á grýlukerti. Kramarhús Verð

548

11


Sunnudagar við kertaljós Aðventustjakinn er fyrir fjögur kerti – eitt fyrir hvern hinna fjögurra sunnudaga aðventunnar. Samkvæmt hefðinni má kveikja á einu, en bara einu, nýju kerti á hverjum aðventusunnudegi fram til jóla. Þetta er tími biðar og eftirvæntingar og smám saman breiðir bjarmi ljósanna sig um hvern krók og kima og þá má byrja að hlakka til jólanna. Önnu og Clöru finnst þetta yndisleg jólahefð. „Ekkert er yndislegra en fallegur stjaki með aðventukerti sem telur dagana fram að jólunum,“ segir Clara.

En suma kertastjaka er svolítið erfitt að skreyta og þess vegna hannaði Anna stjaka með skál sem hægt er að losa af. Skálina má skreyta með margs konar gjöfum náttúrunnar og líka fallegum jólakúlum eða skrautmunum. Þannig skapar þú yndislegan aðventustjaka fyrir jólahátíðina. „Stundum er gaman að eiga eitthvað sem enginn annar á,“ segir Anna.

Systurnar stinga upp á að þú útbúir aðventuskreytingar með þínu persónulega yfirbragði. Og ekki gleyma að kveikja á kertunum og njóta hvers sunnudags með fjölskyldu og ástvinum.

12


13


14


Hinn sanni andi jólanna A N N A O G C L A R A L Í TA Á B A K S T U R I N N S E M D Ý R M Æ TA J Ó L A H E F Ð , E K K I S Í S T V E G N A Þ E S S A Ð Ö L L F J Ö L S K Y L D A N G E T U R K O M I Ð S A M A N O G ÁT T GÓÐA SAMVERUSTUND Í ELDHÚSINU.

15


Vinnufötin í eldhúsinu

Clara passar að Anna gleymi ekki að setja á sig svuntu áður en hún byrjar að töfra fram eitthvað dásamlegt í eldhúsinu. Hún er nefnilega á því að það sé alltaf betra að vera með góða svuntu. Svunta Verð

1198

Munnfylli af jólum

Anna vill auðvitað að baksturinn verði alveg sérstakur þegar líður að jólum og dregur því fram fjölbreyttustu smákökumótin sem hún á fyrir jólabaksturinn. Smákökumót Verð frá

Fullkomnun sem bráðnar í munni

Snjóhvítur glassúr setur punktinn yfir i-ið og gefur auk þess dásamlega gott bragð, segir Anna. Gerðu jólabaksturinn einstaklega gómsætan með glassúrskreytingum og berðu hnossgætið fram á nýjan og öðruvísi hátt. Skurðarbretti Verð frá

588

16

254


Allsnægtir jólanna

Ilmurinn af nýbökuðum smákökum kallar fram ljúfar bernskuminningar. Clara man svo greinilega hvað það var spennandi að bíða eftir jólasmákökunum úr ofninum og fá svo seinna meir að opna fallegu, rauðu smákökudósina og gæða sér á köku. Smákökudósir Verð frá

449

17


18


Ætar slaufur

Anna og Clara geta hreinlega ekki hugsað sér jólin nema með heimabökuðum kleinum. Clara fletur deigið og Anna sker það í ræmur með kleinujárninu góða. Systurnar mæla með því að kæla kleinurnar og setja þær svo í fallega skreytta kökudós. Rifflað kleinujárn Verð

369

Súkkulaðisæla

Anna og Clara taka annan sunnudag í aðventu frá til að búa til jólakonfektið sitt. Þetta finnst þeim dásamlega gaman, ekki síst vegna þess að það er hægt að fylla konfektmolana af alls konar góðgæti. Konfektmót Verð frá

226

Hefðbundið jólagóðgæti

Vissir þú að kleinurnar, sem við hér á Íslandi borðum allt árið en Danir tengja sérstaklega við jólin, rekja uppruna sinn alla leið aftur á 14. öld? Engin jólabaksturshefð er því eldri en einmitt kleinubaksturinn. Skál Verð

864 19


Sætar smágjafir

Gefðu þeim sem er þér kærastur handgerða, danska konfektmola á hverjum degi fram að aðfangadegi. „Maður verður aldrei of gamall fyrir súkkulaðidagatal,“ segir Clara og brosir í kampinn. Súkkulaðidagatal á aðventu. Verð 20

1299


Töfrum slungnir dagar

Enginn tími er jafn upplagður fyrir „hygge“ og dagarnir og vikurnar fyrir jólin. Sólin sest æ fyrr að deginum og þá kveikjum við á kertum og gæðum okkur á jólagóðgæti með vinum og fjölskyldu.

21


Glæsibragur á matarborðið

Anna elskar falleg glös og þess vegna hannaði hún gullfallegt mynstur til að skreyta botninn á þessum glösum, sem eiga að prýða jólaborðið í ár. Clara er virkilega ánægð með þetta fallega skraut, sem nýtur sín auðvitað best þegar gestirnir skála. Gættu þess þó að karöfluna og glösin má aðeins nota fyrir kalda drykki. Glös Verð frá

222

Mjúkar munnþurrkur

Fullkomnaðu jólaborðið þitt með þessum yndislegu munnþurrkum úr hör. Systrunum finnst sérstaklega hátíðlegt að hafa mjúkar munnþurrkur á borðinu.

Smáatriðin gera gæfumuninn

Anna er alltaf að skapa og nú er hún búin að töfra fram jólastjörnu úr leðri sem hún notar sem stórglæsilegan servíettuhring. Virkilega skemmtileg og falleg skreyting.

22

Munnþurrka Verð

669


Kertið sem telur niður til jóla

Anna og Clara útbúa alltaf skreytingu úr leir, furugreinum og skrautmunum í anda jólanna fyrir aðventukertið sitt. Það kannast auðvitað allir við aðventukertin. Þetta fallega kerti er merkt með desemberdögunum 24 og við kveikjum á því á hverjum degi til að telja niður dagana fram að aðfangadagskvöldi jóla. Bakkar. Verð frá

558

23


Norrænar rætur

Ræktaðu lítinn skóg í mismunandi grænum litatónum í gluggasyllunni og gerðu jólaskreytingarnar í ár óvenju fallegar. Jólatré Verð frá

196

24


Glaðlegar gjafir

Prófaðu að nota fallegar öskjur til að pakka gjöfunum inn, í staðinn fyrir pappír. Anna lætur jólagjafirnar í fallegu öskjunum standa á áberandi stað alveg fram á aðfangadagskvöld, til skrauts. Öskjur Verð frá

148

Svolítill þakklætisvottur til gestgjafans

Anna og Clara færa gestgjafanum alltaf litla gjöf til að þakka fyrir gestrisnina. Anna stingur upp á að nota jólaskrautið til að setja persónulegan svip á bæði jólapakkana og gestgjafapakkann.

Ómótstæðilega einfalt Anna hefur hannað jólatrésskraut úr málmi, með rúmfræðilegum formum sem gera jólatréð þitt bæði nútímalegt og stílhreint. Jólatrésskraut Verð frá

174

25


Skrautgrein fyrir aðventugjafirnar

Sæktu innblástur til Önnu og búðu til náttúrulegan bakgrunn fyrir aðventudagatalið í ár. Þú þarft ekki annað en trjágrein, snæri og nagla. Gjafapappír Verð

229

26


Kertastjaki með marga möguleika

Anna ákvað að hafa lausa skál á þessum kertastjaka, sem hægt er að fylla með skrauti sem hæfir hverju sinni. Í desember verður stjakinn að aðventustjaka og þá má skreyta skálina með furukönglum, mosa og litlu hreindýri. Kertastjaki. Verð

3459 27


Hrímkaldar kveðjur

BJÓDDU GESTINA VELKOMNA MEÐ LOGANDI ÍSLUKTUM Á DYRAÞREPINU. ANNA SKRAPP Í GÖNGUTÚR ÚTI Í SVEIT OG K O M H E I M M E Ð G R Æ N A R T U J A - G R E I N A R S E M H Ú N N O TA R T I L A Ð S K R E Y TA H E I M A G E R Ð U Í S L U K T I R N A R S Í N A R .

Þú færð að sjá hvernig hún fer að í föndurhorninu á www.sostrenegrene.com

28


Ó, við elskum snjó

Það er ekki alltaf snjór þegar okkur langar í snjóbolta og þess vegna ákvað Anna að búa til þetta jólaskraut sem minnir á snjóbolta. Clara er stórhrifin af snjóhvíta glerungnum á keramikinu. Snjóbolti með LED-ljósi Verð

748

Anna hefur töfrað fram jólaandann í hverjum glugga, með jólakúlum og kramarhúsum sem hanga á snúru úr náttúrulegu efni. Þú getur það líka.

Í leit að „hygge“

Skapaðu notalegt andrúmsloft með fallegum sprittkertastjökum. Clara elskar að horfa á jólaljós af hvaða tagi sem er, þau eru svo björt og falleg. Sprittkertastjakar Verð frá

278

29


30


Jólaborðið í ár Þ E G A R A Ð FA N G A D A G S K V Ö L D J Ó L A G E N G U R Í G A R Ð S E T J A S T S Y S T U R N A R A Ð L J Ú F F E N G U M H ÁT Í Ð AV E R Ð I , F U L L U M A F KÆRLEIKA OG VIRÐINGU FYRIR GÖMLUM HEFÐUM. OG ÞAÐ E R A L LTA F L A G T S V O F A L L E G A Á J Ó L A B O R Ð I Ð .

Í Á R Æ T L A R A N N A A Ð N O TA F J Ó L U B L Á A O G G R Æ N A L I TAT Ó N A T I L A Ð S K A PA A LV E G S É R S TA K A N O G N Ý S TÁ R L E G A N H ÁT Í Ð A B R A G .

31


Glóandi gull

Anna segir að glóandi gullbjarminn setji svo fallegan svip á allt og þess vegna skreytir hún nokkrar trjágreinar með einföldu og stílhreinu skrauti í ýmsum gylltum tónum. Skraut Verð

98

32


Stílhreint og látlaust

Stundum kýs Anna fremur að nota látlausari diskana þeirra systra, því þannig njóta skreytingarnar og aðrir hlutir úr borðbúnaðinum sín betur.

Servíettuhringur fyrir hvern gest

Anna er söm við sig og er búin að hanna sérstakan servíettuhring fyrir hvern gest. Þennan leðurhring er hægt að skreyta í anda hverrar árstíðar, svo hann hæfi tilefninu hverju sinni. Á blaðsíðu 36 kemur Anna með fleiri tillögur um frábæra servíettuhringi sem þú getur hæglega gert heima.

Fallegur bakgrunnur

Gullfallegar diskamottur skapa hlýlegt andrúmsloft við borðið og þær má nota í staðinn fyrir hefðbundna jólaborðdúkinn, segir Anna. Diskamotta Verð

486

33


Lystaukandi borðbúnaður

Anna er rómuð fyrir salatið sem hún gerir úr fersku rauðkáli með appelsínum og valhnetum. Hún leggur sig fram um að bera það ævinlega fram á nýjum framreiðslubakka og það gerir hún líka í ár. Skál Verð

1226

Alls kyns skraut

Anna hefur vandað sig sérstaklega við að teikna fullkomin jólatré og önnur jólamynstur á þessa fallegu og dásamlega látlausu sprittkertastjaka. Sprittkertastjaki Verð

Lýstu upp tilveruna

Settu glæsilegan veislusvip á borðið yfir hátíðisdagana með þessum gylltu hnífapörum. „Fjölbreytni gefur lífinu lit,“ segir Clara. Hnífapör Verð frá

332

34

494


Himneskir ljósgeislar

Leyfðu töfrum jólanna að hrífa þig með sér þegar jólakúlurnar dreifa ljósgeislum um allt í ótal mynstrum. „Jólin eru tími ljóss og gleði,“ segir Clara. Jólakúla með LED-ljósi Verð

748

35


KÍKTU Í FÖNDURHORNIÐ Á W W W. S O S T R E N E G R E N E . C O M , EN ÞAR LUMAR ANNA Á FLEIRI HUGMYNDUM AÐ SERVÍETTUHRINGJUM FYRIR H V E R N G E S T, S E M G E R A J Ó L A B O R Ð I Ð E N N H ÁT Í Ð L E G R A .

36


Smáatriðin gera gæfumuninn

Í desember gefur Anna sér óvenju mikinn tíma til að búa til fallega hluti og einmitt núna er hún önnum kafin við að búa til servíettuhringi úr leðri fyrir allar jólaveislurnar. Leðurvörur. Verð frá

610 37


Undursamlegt vetrarland ANNA ER AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á SKREYTINGARNAR FYRIR JÓLABORÐIÐ Í ÁR.

CLARA GETUR EKKI HAFT AUGUN AF ÖLLUM T R J Á N U M S E M P RÝ Ð A B O R Ð I Ð . „ Á H R I F I N FÁ S T M E Ð Þ V Í A Ð H A FA T R É N S V O N A M Ö R G , “ S E G I R A N N A .

38


Jólin úti í skógi

Snævi þakin trén kalla fram í hugann mynd af skógarþykkni að vetri til, um leið og þau stafa töfraljóma um allt. „Hlýr bjarminn frá jólatrénu breytir heimilinu í töfraheim,“ segir Clara, býsna skáldleg. Jólatré með LED-ljósi. Verð frá

472 39


Hlýjar móttökur

Inni í jólakúlu úr gleri leynist smágerð ljósasnúra, sem stafar jólabirtu og jólagleði um alla forstofuna til að bjóða gestina þína velkomna. Jólakúlur með LED-ljósi Verð frá

748

40


Nýir jólagestir

Anna er nýbúin að ljúka við þessi sívölu og keilulaga kramarhús úr keramiki. Þau setja fallegan, látlausan svip á jólaskreytingar heimilisins í ár. Vitar. Verð frá

558 41


Ekkert aðfangadagskvöld án jólatrés Það er hægt að skreyta jólatréð á svo marga mismunandi vegu. Þess vegna hvetja þær Anna og Clara þig til að hleypa sköpunargáfunni á flug og skreyta tréð eins og aðeins þér er lagið. „Það má bara ekki gleyma stjörnunni,“ segir Clara. Fallegasta birtan fyrir jólatréð er bjarmi frá logandi kertum.

Vissir þú að sá siður að fella furutré, koma með það inn í hús og skreyta það á rætur að rekja til Þýskalands? Þaðan barst siðurinn svo til annarra landa á seinni hluta 18. aldar. Viðvörun: Farið aldrei frá trénu þegar það er skreytt með tendruðum kertum. Hafið ávallt vatnsfötu til taks.

42


Verkstæði jólasveinanna Anna hannaði sérstakan jólasokk úr velúr til að rúma rausnarlegar gjafir. „Að gefa færir gleði og sá sem er glaður gefur fúslega,“ eins og Clara segir gjarnan. Jólasokkur Verð

1724

Vetrargestir

Anna og Clara taka aldrei betur á móti dýrum en yfir vetrartímann. Þessi fallegi svanur hefur þegar fundið sér skjól á jólatré systranna. Skrautsvanur Verð

998

Frjáls sem fuglinn

Dásamlega fallegu fuglarnir á jólatrénu kalla fram undursamlegar bernskuminningar. Þegar Clara var lítil stúlka átti hún alltaf að finna réttu greinina fyrir jólafuglinn og þannig hefur það verið allar götur síðan. Skrautfuglar Verð

428

43


Jólakúlukæti

„Þú getur aldrei átt of margar jólakúlur,“ segir Anna. Clara hefur gert heiðarlega tilraun til að telja allar jólakúlurnar sem Anna dró fram þetta árið. Hún er komin upp í 101. Jólakúlur Verð frá

48

Einfaldir fletir

Jólin geta haft bæði náttúrulegan og einfaldan svip. Anna veit sem er að oft er hægt að laða fram undursamlega stemningu á einfaldan og ódýran hátt. Jólakúla Verð

Settu þinn svip á skrautið

Þú getur skreytt jólakúlurnar með silkiborðum alveg eftir eigin höfði. Anna skiptir oft um marglitu silkiborðana. Silkiborði Verð

185

44

682


Náttúruleg fjölbreytni

Það eru svo mörg tré til sem má nota í staðinn fyrir sígilda grenitréð á jólunum. Hér hefur Anna skreytt sedrustré á sérlega einfaldan og nútímalegan hátt.

45


Vöruyfirlit Vörurnar sem hér eru sýndar koma í verslanir fimmtudaginn 25. október 2018. Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast.*

1.

2.

3.

4.

5.

Dýraskraut

Skrautsvanur

Jólakúla

Jólakúlur

Jólakúla

Í fimm gerðum.

Í einni stærð: 9 x 8 cm.

Í einni stærð: Þv.: 6 cm.

Í tveimur stærðum: Þv.: 6 cm og þv.: 8 cm.

Í einni stærð: Þv.: 8 cm.

Verð

Verð

Verð

Verð frá

Verð

ISK 768

ISK 998

ISK 358

ISK 358

ISK 454

6.

7.

8.

9.

10.

Jólakúla

Jólakúla

Jólaskraut

Jólaskraut

Skrautköngull

Í einni stærð: Þv.: 10 cm.

Í þremur gerðum. Þv.: 8 cm.

Í einni stærð: 4 x 4,5 x 6,5 cm.

Í einni stærð: 5,5 x 5,5 x 12,5 cm.

Í einni stærð: 5,5 x 5,5 x 9 cm.

Verð

Verð

Verð

Verð

Verð

ISK 682

ISK 454

ISK 372

ISK 536

ISK 588

11.

12.

13.

14.

15.

Skrautköngull

Skrautfugl

Skrautfugl

Jólakúla

Kramarhús

Í einni stærð: 4 x 4 x 7 cm.

Í einni stærð: 15,5 x 3 x 5 cm.

Í einni stærð: 15,5 x 3 x 5 cm.

Í einni stærð: Þv.: 6 cm.

Í einni stærð: 5,5 x 11,5 cm.

Verð

Verð

Verð

Verð

Verð

ISK 332

ISK 298

ISK 428

ISK 356

ISK 548

Velúr

Velúr

16.

17.

18.

19.

20.

Jólaskraut

Jólaskraut

Skrautmunir

Jólaskraut

Skrautköngull með LED-ljósi

Í fimm gerðum.

Í fjórum gerðum.

Í sex gerðum og ýmsum stærðum.

Í sex gerðum.

Í tveimur stærðum: 6 x 14,5 cm og 6,5 x 12,5 cm.

Verð

Verð

Verð frá

Verð

Verð

ISK 222

ISK 246

ISK 174

ISK 98

ISK 626 Rafhlöður fylgja. Væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 1. nóvember 2018.

21.

22.

23.

24.

25.

Jólakúlur með LED-ljósi

Jólakúla með LED-ljósi

Jólatré með LED-ljósi

Snjóbolti með LED-ljósi

Hús með LED-ljósi

Í tveimur stærðum: Þv.: 7,5 cm og 9,5 cm.

Í sjö gerðum. Þv.: 8 cm.

Í þremur stærðum: 10 cm, 15,5 cm og 20,5 cm.

Í einni stærð: Þv.: 9,5 cm.

Í tveimur gerðum. 6 x 6 x 7,5 cm og 8 x 5 x 10 cm.

Verð frá

Verð

Verð frá

Verð

Verð

ISK 748

ISK 748

ISK 472

ISK 748

ISK 572

Rafhlöður fylgja

Rafhlöður fylgja. Væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 1. nóvember 2018.

Rafhlöður fylgja

Rafhlöður fylgja

Rafhlöður fylgja

46


26.

27.

28.

29.

30.

Vitar

Sprittkertastjaki

Sprittkertastjaki

Sprittkertastjakar

Sprittkertastjaki

Í tveimur stærðum: Í þremur gerðum. 7 x 7 x 10 cm og 9 x 9 x 13 cm. 8,3 x 8,5 x 7,5 cm.

Í einni stærð: 7,5 x 7,5 x 15 cm.

Í tveimur stærðum: 8 x 6 cm og 8 x 8 cm.

Í fjórum gerðum. 7 x 7 cm.

Verð frá

Verð

Verð

Verð frá

Verð

ISK 558

ISK 558

ISK 874

ISK 546

ISK 494

31.

32.

33.

34.

35.

Jólatré

Sprittkertastjaki

Sprittkertastjakar

Jólatré

Snjókúlur

Í þremur stærðum: 7 cm, 11 cm og 14 cm.

Í sex gerðum. 8 x 8 x 9 cm.

Í fjórum gerðum. 5,5 x 6,5 cm og 7 x 8 cm.

Í þremur gerðum. 10 cm, 12 cm og 14 cm.

Í ýmsum gerðum. Þv.: 4,5 cm, þv.: 6,5 cm og þv.: 8 cm.

Verð frá

Verð

Verð frá

Verð frá

Verð frá

ISK 196

ISK 768

ISK 278

ISK 682

ISK 364

36.

37.

38.

Skrautdýr

Jólatré

Jólamýsla

Í tveimur gerðum.

Í sex gerðum og ýmsum stærðum.

Í einni stærð: 7 x 40 x 8 cm.

Verð

Verð frá

Verð

ISK 428

ISK 79

ISK 1252

Væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 1. nóvember 2018.

Væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 15. nóvember 2018.

39.

40.

41.

42.

Jólastjörnur

Jólatré

Jólatré

Kertastjaki

Í tveimur gerðum. 45 cm og 60 cm.

Í einni stærð: 33 x 61 x 9 cm.

Í einni stærð: 50,5 x 98 cm.

Í einni stærð: 23 x 23 x 28 cm.

Verð frá

Verð

Verð

Verð

ISK 768

ISK 1410

ISK 1398

ISK 3459

Tengillinn og ljósaperan fylgja ekki.

43.

44.

45.

46.

47.

Jólasokkur

Gjafapappír

Öskjur

Leðurarkir

Leðurreim

Í einni stærð: 20 x 47 cm.

Í ýmsum gerðum. 70 x 200 cm.

Í ýmsum gerðum og stærðum.

Í einni stærð: 15 x 18 x 0,1 cm.

Í tveimur stærðum: 1 x 100 x 0,2 og 2 x 100 x 0,2 cm.

Verð

Verð

Verð frá

Verð

Verð frá

ISK 1724

ISK 229

ISK 148

ISK 718

ISK 610

Velúr *Ráðlagt smásöluverð. Søstrene Grene tekur enga ábyrgð á prentvillum, verðbreytingum, afhendingartöfum eða vöruúrvali.

47


Vöruyfirlit Vörurnar sem hér eru sýndar koma í verslanir fimmtudaginn 25. október 2018. Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast.*

48.

49.

50.

51.

52.

Skál

Skálar

Kanna

Skál

Bakki

Í einni stærð: 22,5 x 13,5 x 5 cm.

Í tveimur stærðum: Í einni stærð: 11 x 5 x 6,5 cm og 16,5 x 7,5 x 9 cm. 500 ml.

Í einni stærð: 19 x 19 x 6,5 cm.

Í tveimur stærðum: 9 x 11 x 2,5 cm og 26 x 15 x 3 cm.

Verð

Verð frá

Verð

Verð

Verð frá

ISK 1226

ISK 372

ISK 748

ISK 864

ISK 558

Væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 1. nóvember 2018.

Væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 1. nóvember 2018.

Væntanlegt í verslanir frá fimmtudeginum 1. nóvember 2018.

53.

54.

55.

56.

57.

Karöflur

Glas

Munnþurrka

Svunta

Pottaleppur

Í tveimur stærðum: 700 ml og 1000 ml.

Í einni stærð: 7,5 x 9 cm.

Í einni stærð: 42 x 42 cm.

Í einni stærð: 70 x 80 cm.

Í einni stærð: 18 x 18 cm.

Verð frá

Verð

Verð

Verð

Verð

ISK 1048

ISK 222

ISK 669

ISK 1198

ISK 254

Aðeins fyrir kalda drykki

Aðeins fyrir kalda drykki

100% hör

58.

59.

60.

61.

62.

Diskamotta

Skurðarbretti

Salatáhöld

Hnífapör

Framreiðsluskeið

Í einni stærð: 30 x 42 cm.

Í tveimur stærðum: 18 x 14 x 1 cm og 28 x 19 x 1,5 cm.

Í einni stærð: 26 cm.

Í fjórum gerðum.

Í einni stærð: 21 cm.

Verð

Verð frá

Verð

Verð frá

Verð

ISK 486

ISK 588

ISK 1024

ISK 332

ISK 739

100% bómull

63.

64.

65.

66.

67.

Rifflað kleinujárn

Smákökumót

Smákökumót

Smákökudósir

Smákökudósir

Í einni stærð: 16 cm.

Í tveimur gerðum og ýmsum stærðum.

Í tveimur gerðum og ýmsum stærðum.

Í ýmsum gerðum og stærðum.

Í ýmsum gerðum og stærðum.

Verð

Verð á pakka með tveimur

Verð á pakka með fjórum

Verð frá

Verð frá

ISK 369

ISK 292

ISK 254

ISK 219

ISK 449

68.

69.

70.

71.

Bökunarmotta

Konfektmót

Konfektmót

Súkkulaðidagatal á aðventu

Í einni stærð: 40 x 50 cm.

Í einni stærð: 14 x 23 x 1,5 cm.

Í tveimur gerðum. 12,5 x 9 x 1,5 Handgert, danskt konfekt. og 14 x 9,5 x 1 cm. 120 g.

Verð

Verð

Verð

Verð

ISK 1438

ISK 486

ISK 226

ISK 1299

48

Leitaðu að FSC®-merkinu sem er sýnt með FSC®-vottuðum vörum okkar.* *Ráðlagt smásöluverð. Søstrene Grene tekur enga ábyrgð á prentvillum, verðbreytingum, afhendingartöfum eða vöruúrvali.


Með persónulegum blæ

Taktu fram uppáhalds jólaskrautið þitt og notaðu fallega hluti sem þú finnur úti í náttúrunni til að töfra fram jólastemmningu á áberandi stað á heimilinu. „Það skemmtilega við kyrralífsskreytingu er að það er hægt að setja hana saman algerlega eftir eigin höfði og smekk,“ segir Anna.

49


HITTIÐ SYSTURNAR Á NETINU OG FYLGIST MEÐ ÖLLU SEM GERIST Í HINUM

undursamlega heimi Önnu og Clöru

SYSTRABRÉF Ef þú vilt vera í hópi þeirra fyrstu til að frétta af því þegar Anna og Clara kynna nýjar vörulínur og vörulista skaltu endilega skrá þig í áskrift að systrabréfinu. Hægt er að skrá sig í áskrift að systrabréfinu sem Anna og Clara gefa út á www.sostrenegrene.com

FA C E B O O K Í hverri viku deilir Anna nýjum og skapandi verkefnum í stuttum kennslumyndböndum og systurnar vilja endilega að þið séuð með í því. Systurnar kynna reglulega nýjar og spennandi vörur og eru alltaf tilbúnar að svara spurningunum ykkar.

I N S TA G R A M Ef þið viljið fá að fylgjast með öllum nýjustu vörunum frá Søstrene Grene er um að gera að fylgjast með systrunum á Instagram. Á hverjum degi deila Anna og Clara myndum af nýjum og sérvöldum vörum. Fylgist vel með myllumerkjum systranna, #grenediy og #grenehome.

YOUTUBE Eruð þið hrifin af skapandi hugmyndum Önnu? Ef svo er ráðleggja systurnar þér að gerast áskrifandi að YouTube-rás Søstrene Grene, því að þar finnurðu öll kennslumyndböndin þeirra og þar birtast ný myndbönd í hverri viku.

W W W. S O S T R E N E G R E N E . C O M

Bæklingur með FSC-vottun

50

„Pappír verður enn fallegri þegar það er hægt

Vörurnar sem eru sýndar í vörulistanum koma í verslanir

að nota hann með hreinni samvisku,“ segir Anna.

Søstrene Grene fimmtudaginn 25. október 2018. Allar vörur eru

Hugmynd, stílhönnun, texti og útlitshönnun: Søstrene Grene

til sölu meðan birgðir endast. Søstrene Grene tekur enga ábyrgð á

Vetur 2018 · Hönnun frá Søstrene Grene

Myndirnar tekur: Anna Overholdt. Prentað af: CS Grafisk.

prentvillum, verðbreytingum, afhendingartöfum eða vöruúrvali.

Allur réttur áskilinn Søstrene Grene.


Nýir og svakalega sætir vinir

Anna hannaði þessi ótrúlega sætu dýr sem setja sniðugan og öðruvísi svip á jólaskreytingarnar í ár. Clara stenst þessi krútt engan veginn og þess vegna fann hún þeim alveg sérstakan stað á jólatrénu. Dýraskraut. Verð

768 51


FINNDU ÞÁ VERSLUN SØSTRENE GRENE SEM ER NÆST ÞÉR Á YFIRLITI YFIR VERSLANIR Á W W W. S O S T R E N E G R E N E . C O M


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.