Friðsælt og notalegt vor HEIMILISLÍNA SØSTRENE GRENE VORIÐ 2018
VÖRURNAR KOMA Í VERSLANIR FIMMTUDAGINN 1. MARS 2018
B E K K U R I N N K E M U R Í V E R S L A N I R F I M M T U D A G I N N 15. MARS 2018
HEILLANDI VORLÍNA FYRIR HEIMILIÐ
Skapaðu friðsælt og notalegt heimili Glaðlegt lag með léttri vorstemningu heyrist í útvarpinu og Clara raular með um leið og hún gerir borðið tilbúið fyrir notalegan árdegisverð. Birta berst inn um gluggana, fuglarnir syngja glaðlega fyrir utan og á borðstofuborðinu er vasi fullur af undurfögrum blómum. Vorið er loksins komið og systurnar tvær gleðjast yfir lengri og bjartari dögum. „Heimilið er staður þar sem alltaf má finna ró og gleði,“ segja systurnar við hvora aðra þegar þær sitja saman kvölds og morgna og hugleiða alla þessa litlu hluti sem gera daglegt líf svo undursamlegt. Þær eru sammála um að fallegt heimili hjálpar þeim að öðlast gleði og hugarró.
Anna og Clara búa yfir ýmsum hugmyndum sem geta veitt þér innblástur fyrir vorið Þegar systurnar hönnuðu vorlínuna fyrir heimilið lögðu þær mikla áherslu á fallega og líflega hluti sem gefa heimilinu hlýlegan, rólegan og notalegan blæ. Mjúk form og efni í mildum litum eru í forgrunni í vor, og eins og svo oft áður passa þau dásamlega með náttúrulegum efnum á borð við tré og spanskreyr, sem systurnar elska. Systurnar eru mjög hrifnar af lituðu gleri og í vorlínunni má bæði finna glervasa og netta húsmuni með glerívafi. Ekki má gleyma því að vorinu fylgja líka blóm – þess vegna má finna blómamynstur hér og þar í hönnun systranna og einnig í skemmtilegum blómavösum víða í bæklingnum. Við vonum að þið eigið undursamlegar stundir við að skoða bæklinginn.
nna Kærar kveðjur, A
og Clara
Vörurnar í bæklingnum koma í verslanir fimmtudaginn 1. mars 2018 – að bekknum og bakkanum undanskildum, sem koma í verslanir fimmtudaginn 15. mars 2018. Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast.
HUGMYNDIR FYRIR STOFUNA
Notalegar stundir í stofunni Skapaðu létt og skemmtilegt andrúmsloft í stofunni til að auðvelda þér að slaka á og njóta tímans sem þú eyðir þar. Stofan er miðja heimilisins og ætti að vera rólegur og notalegur staður þar sem þú getur látið líða úr þér og safnað kröftum á nýjan leik. Anna og Clara segja að með því að velja rétta liti og húsbúnað getir þú skapað persónulegt andrúmsloft sem fellur nákvæmlega að óskum þínum og þörfum.
Kringlóttar gólfsessur
sem hægt er að nota í ýmsum tilgangi. Anna býr til huggulegt hliðarborð með því að stafla saman þremur gólfsessum. Fást í fimm litum. Verð
4288
6
Clara lumar á góðum ráðum
Gólfsessurnar eru tilvaldar sem aukasæti í stofunni því hægt er að stafla þeim og búa til skemmtileg sæti sem öll fjölskyldan nýtur.
Anna gefur skapandi hollráð
Ekki hika við að blanda saman litum því það er frábær leið til að búa til einstakan og persónulegan stíl.
Lampi
með gylltum armi. „Lýstu upp hornið þar sem þig langar að setjast niður með bók eða gera eitthvað annað skemmtilegt,“ segir Anna, sem saumar gjarnan út á kvöldin. Fæst í þremur litum. Verð
4770
Reol
optaersperist perepudaerum quiae vernam comnis ad mo que nem et harum esto mincto ducil mincips uscidunt. Price text
price
Eining með þremur glerhillum
Stilltu eftirlætishlutunum þínum smekklega upp á vegg með þessari gylltu hillueiningu frá systrunum. Anna á heiðurinn af þessum fallegu glerhillum. Verð
6862
9
Teppi
úr bómull og hörefni. Fást í fimm litasamsetningum. Verð
5712
10
Motta
með fínlegum röndum. „Litirnir eru breytilegir frá einni mottu til annarar og því er hver motta einstök,“ útskýrir Anna. Fæst í þremur litasamsetningum. Verð
4560
Anna gefur skapandi hollráð
Þú vilt ef til vill lífga upp á stofuna með gulum lit sem minnir á vorið.
Púðar
til að lífga upp á sófann, raða á bekk eða nota á hvaða hátt sem þú kannt að kjósa. Anna er sérlega hrifin af blómamynstrinu, því það minnir hana á að vorið er komið. Verð frá
1796
Blómavasar og -pottar fyrir plönturnar á heimilinu
Grænar pottaplöntur og nýtínd villiblóm sóma sér jafn vel í þessum einstöku málmvösum og -pottum systranna með spanskgrænni áferð. „Færðu náttúruna inn á heimilið með fáguðum hætti,“ eins og systurnar segja gjarnan. Verð frá
2279
SYSTURNAR HVETJA ÞIG TIL AÐ U M B R E Y TA H E I M I L I N U Í U N D U R S A M L E G A N O G N O TA L E G A N G R I Ð A S TA Ð Þ A R S E M Þ Ú GETUR SLAKAÐ Á OG FUNDIÐ FRIÐ.
Vasar
með fínlegum eikarfæti. Búðu til létta og fallega skreytingu með því að setja eitt eða tvö blóm í þessa nettu vasa. Fást í tveimur stærðum. Verð
919
Hliðarborð
með glerplötu. Með því að nota gler í borðplötuna hafa systurnar gætt hönnunina undursamlegum léttleika. Fæst í þremur mismunandi litasamsetningum. Verð
6548
16
Anna gefur skapandi hollráð
Þegar þú býrð til uppstillingu ættir þú ávallt að hafa í huga að nota misháa hluti. Þannig gefur þú uppstillingunni dýpt og karakter.
Lampi
til að lýsa upp heimilið þitt. Lampinn er á málmfæti og fæst í þremur litasamsetningum. Verð
4770
Með því að blanda saman þremur vösum í mismunandi grænum tónum býr Anna til kyrrláta og heillandi uppstillingu sem þú getur auðveldlega leikið eftir heima.
FA G U R F R Æ Ð I H I N S Ó H E F Ð B U N D N A
Búðu til fallega blómvendi úr afskornum blómum Í hverri viku fyllir Anna heimili sitt af lifandi blómum, og nýlega hefur hún heillast af fegurðinni sem býr í einföldum og óhefluðum blómvöndum. Hér fyrir neðan gefur Anna þér nokkrar hugmyndir um hvernig hægt er að útbúa litríka blómvendi úr vorblómum.
LÉTTIR OG BJARTIR
Þú getur búið til létt og bjart útlit með því að setja aðeins fáein vel valin blóm í vasann. Einfaldleikinn í slíkum blómvöndum, eins og sjá má hér til hægri, er einstaklega fallegur og passar fullkomlega við anda vorsins. Það segir Anna að minnsta kosti.
ENGIN TVÖ EINS
Þegar þú velur blóm í vasann skaltu velja nokkrar ólíkar tegundir í mismunandi litum. Ekki setja tvö eins blóm í sama vasa því þú vilt búa til blómvönd sem er svolítið óheflaður og lítur út fyrir að hafa verið tíndur úti á engi.
MISHÁ BLÓM
Hæðin á blómunum getur gert blómvöndinn bæði óheflaðan og léttan. Þú skalt leika þér með mismunandi háa stilka til að búa til aðlaðandi og kraftmikið útlit.
ÓHEFÐBUNDNIR ÞÆTTIR
Anna er á þeirri skoðun að fínleg grein eða falleg grasstrá geti gert kraftaverk fyrir blómvöndinn. Bættu nokkrum óhefðbundnum þáttum við blómvöndinn og lokaniðurstaðan gæti orðið enn glæsilegri.
Mundu að nota myllumerkið #grenediy
þegar þú deilir myndum af blómunum þínum til að tryggja að systurnar fái að njóta sköpunargáfu þinnar.
19
Vasar úr lituðu gleri
Anna notar þessa fínlegu blómavasa til að stilla upp stökum handtíndum blómum. Mjúkar og ávalar línur gefa þeim kröftugt yfirbragð. Verð
1484
22
Vasi
með flekkóttri málmáferð. Anna trúir því að með því að blanda saman ljósum og dökkum hlutum getir þú gefið heimilinu kraftmeira yfirbragð. Fæst í þremur litasamsetningum. Verð
2858
Clara lumar á góðum ráðum
Mundu að halda á þér hita á svölum vorkvöldum. Geymdu teppi og púða í körfu úr spanskreyr, eða komdu þeim fyrir nálægt stofusófanum.
Motta
í einstökum litum sem vandlega er raðað saman til að minna á liti vorsins. „Auðvelt að koma fyrir á góðum stað,“ segir Clara. Fæst í þremur litasamsetningum. Verð
4560
Bekkur með ávölum brúnum
Mýkt sætisins og stíf málmgrindin skapa skemmtilegar andstæður. „Settu bekkinn í anddyrið, stofuna eða hvar sem þér finnst hann fara vel,“ leggur Clara til. Verð
9998
BEKKUR SEM GEFUR ÞÉR RÝMI TIL ÍHUGUNAR
Ný vara sem vekur tilhlökkun Anna og Clara kynna nýtt húsgagn sem er sérhannað til slökunar og íhugunar. Fáðu þér bekkinn og finndu fullkominn stað fyrir fallegasta húsgagnið í vor.
TA K T U E F T I R Þ V Í A Ð B E K K U R I N N K E M U R Í V E R S L A N I R F I M M T U D A G I N N 15. MARS 2018
26
M J Ú K A R O G N ÁT T Ú R U L E G A R L Í N U R E R U R Í K J A N D I Í HEIMILISLÍNUNNI FYRIR VORIÐ 2018, BEKKURINN OG BAKKINN M E Ð S Í N A R ÁV Ö L U L Í N U R E R U G O T T D Æ M I U M Þ A Ð .
Framreiðsluskeiðar úr ryðfríu stáli
Matt handfangið og glansandi spónblaðið skapa fínlegar andstæður sem gera hönnunina einstaka. Verð frá
299
HUGMYNDIR FYRIR ELDHÚSIÐ
Notalegur griðastaður á heimilinu Systurnar snæða gjarnan í eldhúsinu, þar sem er notalegt, óformlegt og afslappað andrúmsloft. Hér geta þær Anna og Clara látið fara vel um sig og notið allra litlu hlutanna í lífinu sem veita gleði, til dæmis einfalds og bragðgóðs árdegisverðs. Á næstu síðum má finna hollráð systranna um framreiðslu gómsætra veitinga.
Skálar
úr fallegu einlitu postulíni með léttu og mjúku yfirbragði. Clara álítur þetta kostakaup. Verð frá
176
30
Skurðarbretti úr akasíuviði
Hlýlegur viðurinn með fallegu og lifandi mynstri er, að mati systranna, fullkominn til að bera fram forrétti og snarl. Verð frá
919
Bakki
úr mótuðum askspæni. Anna er á þeirri skoðun að fínlega bogadregin smáatriðin virðist faðma hönnunina. Verð
1979
Anna gefur skapandi hollráð
Berið litríkan mat og drykki fram í skálum og glösum sem draga ekki athyglina frá innihaldinu.
Framreiðsluáhöld
úr akasíuviði. Anna hefur hannað smjörhníf og litla skeið sem henta jafn vel til hversdagsnota sem og veisluhalda. Verð frá
332
Kanna
fyrir vatn, ávaxtasafa og aðra sæta drykki. Anna er á þeirri skoðun að einlitt postulín sé betra en annað. Fæst í fjórum litum. Verð
2514
33
UPPSKRIFT AÐ HEIMAGERÐUM MORGUNVERÐI
Haframjölsblanda sem gefur góða orku út í daginn HRÁEFNI 90 GR HAFRAMJÖL ∙ 3 MSK HAMPFRÆ ∙ 3 MSK KÓKOSFLÖGUR 3 MSK SESAMFRÆ ∙ 3 MSK SÓLBLÓMAFRÆ ∙ 90 GR MÖNDLUR 0,5 TSK KANILL ∙ 4 MSK HUNANG
AÐFERÐ
Saxaðu möndlurnar gróft og settu þær í skál. Settu haframjöl, hampfræ, kókosflögur, sesamfræ, sólblómafræ og kanil í sömu skál og blandaðu þessu vel saman. Dreifðu blöndunni á bökunarplötu með bökunarpappír og helltu síðan hunanginu yfir. Næsta skref er að rista haframjölsblönduna í ofninum. Ristaðu blönduna í u.þ.b. 10-15 mínútur við 165°C og gættu þess að hræra í henni af og til svo hún festist ekki saman. Systurnar ráðleggja þeim sem eru hrifnir af beisku súkkulaðibragði að dreifa að lokum kakónibbum yfir haframjölsblönduna.
FRAMREIÐSLA
Þessi haframjölsblanda er frábær með jógúrt eða skyri. Bættu við ferskum ávöxtum eftir smekk.
Mundu að nota myllumerkið #grenediy
þegar þú deilir myndum af heimagerðu haframjölsblöndunni þinni til að tryggja að systurnar fái að njóta sköpunargáfu þinnar.
36
Drykkjarkrús
með fallegum hanka. Borðbúnaðurinn er úr einlitu postulíni í fallegum og djúpum litatónum, sem systurnar halda mikið upp á. Fæst í fjórum litum. Verð
676
Clara lumar á góðum ráðum
Settu ljúffengan morgunverð á bakka eða berðu fram miðdegiskaffi fyrir þá sem þér eru kærastir.
Tesía
fyrir tejurtir. Clara mælir með að þú finnir þér tíma til að njóta eftirlætis tesins á hverjum degi. Fæst í þremur litum. Verð
758
FA L L E G A R D R Y K K J A R K R Ú S I R O G S K Á L A R T I L D A G L E G R A N O TA , S E M O G ANNAÐ SEM TILHEYRIR ELDHÚSINU, SÓMA SÉR VEL Á HILLU Í ELDHÚSINU. Þ E S S I L A U S N E R B Æ Ð I H E N T U G O G FA L L E G , O G S PA R A R T Í M A .
39
Yfirlit yfir vörurnar Vörurnar í bæklingnum koma í verslanir fimmtudaginn 1. mars 2018 – að bekknum og bakkanum undanskildum, sem koma í verslanir fimmtudaginn 15. mars 2018. Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast.
34907
34907
34907
Vasi
Vasi
Vasi
Fæst í þremur litum. 27 cm.
Fæst í þremur litum. 20,5 cm.
Fæst í þremur litum. 17 cm.
Verð
Verð
Verð
ISK 1484
ISK 1484
ISK 1484
29504
29508
29508
29422
Hillueining
Vasi
Blómapottur
Vasi
Fæst í einum lit. 36x14x62 cm.
Fæst í þremur litasamsetningum. 23 cm.
Fæst í þremur litasamsetningum. 15 cm.
Fæst í einum lit. 20 cm og 23 cm.
Verð
Verð
Verð
Verð
ISK 6862
ISK 2858
ISK 2279
ISK 919
Hámarksþyngd: 8 kg.
29535
29535
29425
29425
29444
Vasi
Vasi
Vasi
Vasi
Karfa
Fæst í tveimur gerðum og þremur litasamsetningum.
Fæst í þremur litasamsetningum. 11 cm.
Fæst í einum lit. 22 cm.
Fæst í einum lit. 15 cm.
Fæst í einum lit. 46x42 cm.
10 cm. Verð
Verð
Verð
Verð
Verð
ISK 664
ISK 562
ISK 1589
ISK 1130
ISK 3316
33361
22752
29514
29426
29426
Gólfsessa
Teppi
Púði
Púði
Púði
Fæst í fimm litum. Ø: 50 cm.
Fæst í fimm litum. 130x160 cm.
Fæst í tveimur gerðum. 45x45 cm.
Fæst í fjórum litum. 45x45 cm.
Fæst í fjórum litum. 60x45 cm.
Verð
Verð
Verð
Verð
Verð
ISK 4288
ISK 5712
ISK 1796
ISK 1798
ISK 2488
33149
35198
Bekkur
Motta
Fæst í fjórum litasamsetningum. 100x39,5x46 cm.
Fæst í þremur litasamsetningum. 65x135 cm.
Verð
Verð
ISK 9998
ISK 4560
Kemur í verslanir fimmtudaginn 15. mars 2018. 40
29438
37143
34565
Spegill
Bakki
Borðlampi
Fæst í tveimur litum. Ø: 60 cm.
Fæst í einum lit. Ø: 33 cm.
Fæst í þremur litum. 47 cm.
Verð
Verð
Verð
ISK 2258
ISK 1979
Kemur í verslanir fimmtudaginn 15. mars 2018.
ISK 4770
Hægt að nota perur í orkuflokki A++ til E.
30767
29398
29281
29424
Hliðarborð
Askja
Askja
Skartgripaskrín
Fæst í þremur litum. 40x46 cm.
Fæst í tveimur gerðum og 12 stærðum.
Fæst í þremur stærðum í bláum og grænum litatónum.
Fást í fimm litum. Ø: 9,5 cm.
Verð
Verð frá
Verð frá
Verð
ISK 6548
ISK 218
ISK 918
ISK 1064
36973
29530
29530
30102
28116
Kanna
Drykkjarkrús
Espressó-bolli
Tesía
Dós
Fæst í fjórum litum. 16 cm.
Fæst í fjórum litum. 11 cm.
Fæst í fjórum litum. 7,5 cm.
Fæst í þremur litum. 13,5x5,5x2,5 cm
Fæst í átta litum og tveimur stærðum. Ø: 7,5 cm og 11 cm.
Verð
Verð
Verð
Verð
Verð frá
ISK 2514
ISK 676
ISK 429
ISK 758
ISK 252
30144
30144
29530
29530
29530
Skurðarbretti
Skurðarbretti
Skál
Skál
Skál
Fæst í einum lit. 31x29 cm.
Fæst í einum lit. 22,5x20 cm.
Fæst í fjórum litum. Ø: 16 cm.
Fæst í fjórum litum. Ø: 12 cm.
Fæst í fjórum litum. Ø: 7 cm.
Verð
Verð
Verð
Verð
Verð
ISK 1798
ISK 919
ISK 886
ISK 698
ISK 176
30144
30144
31344
31344
31344
Smjörhnífur
Framreiðsluskeið
Framreiðsluskeið
Framreiðsluskeið
Framreiðslugaffall
Fæst í einum lit. 15 cm.
Fæst í einum lit. 7 cm.
Fæst í tveimur litum. 13 cm.
Fæst í tveimur litum. 14,5 cm.
Fæst í tveimur litum og tveimur stærðum. 10 cm og 16,5 cm.
Verð
Verð
Verð frá
Verð frá
Verð frá
ISK 384
ISK 332
ISK 352
ISK 299
ISK 167
*Ráðlagt smásöluverð. Søstrene Grene áskilja sér allan rétt til að leiðrétta prentvillur eða villur í verði og breyta upplýsingum vegna óviðráðanlegra aðstæðna.
41
HITTIÐ SYSTURNAR Á NETINU OG FYLGIST MEÐ ÖLLU SEM GERIST Í HINUM
undursamlega heimi Önnu og Clöru S YS T RA BRÉ F Ef þið viljið vera í hópi þeirra fyrstu sem fá fréttir af vörulínunum og bæklingunum sem Anna og Clara hafa búið til skuluð þið endilega skrá ykkur í áskrift að systrabréfinu. Hægt er að skrá sig í áskrift að systrabréfinu sem Anna og Clara gefa út á www.sostrenegrene.com
FA CE BO O K Í hverri viku deilir Anna nýjum og skapandi verkefnum í stuttum kennslumyndböndum og systurnar vilja endilega að þið séuð með í því. Systurnar kynna reglulega nýjar og spennandi vörur og eru alltaf tilbúnar að svara spurningunum ykkar.
I N S TA G RA M Ef þið viljið fá að fylgjast með öllum nýjustu vörunum frá Søstrene Grene er um að gera að fylgjast með systrunum á Instagram. Á hverjum degi deila Anna og Clara myndum af nýjum og sérvöldum vörum. Fylgist vel með myllumerkjum systranna, #grenediy og #grenehome.
YO U T U BE Finnst ykkur gaman að horfa á kennslumyndböndin sem Anna gerir? Ef svo er ráðleggja systurnar ykkur að gerast áskrifendur að YouTube-rás Søstrene Grene, þar sem öll kennslumyndböndin þeirra er að finna, og þar birtast tvö ný myndbönd í hverri viku.
W W W. S OS T R E N E G R E N E . C OM
Vörurnar í bæklingnum koma í verslanir fimmtudaginn Hugmyndavinna, stílhönnun, texti og
1. mars 2018 – að bekknum og bakkanum undanskildum,
útlitshönnun er í höndum Søstrene Grene.
sem koma í verslanir fimmtudaginn 15. mars 2018.
Vor 2018 · Hannað af Søstrene Grene.
Ljósmyndirnar tekur Anna Overholdt. Prentun annast CS Grafisk.
Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast.
Allur réttur áskilinn Søstrene Grene.
FINNDU ÞÁ VERSLUN SØSTRENE GRENE SEM ER NÆST ÞÉR Í YFIRLITI YFIR VERSLANIR Á W W W. S O S T R E N E G R E N E . C O M
BEKKURINN KEMUR Í VERSLANIR FIMMTUDAGINN 15. MARS 2018