IS (MOBILE) - Søstrene Grene Lífið utandyra 2018

Page 1

Lífið utandyra N Ý J A R V Ö R U R O G H U G M Y N D I R G E R A Ú T I L Í F I Ð L J Ú FA R A VOR/SUMAR 2018

KEMUR Í VERSLANIR FIMMTUDAGINN 5. APRÍL 2018


Plöntustandur

Jafnvel þó plássið á svölunum eða veröndinni sé takmarkað getur þú útbúið þinn eigin borgargarð með dágóðum skammti af „hygge“, með aðstoð nokkurra vel valinna hluta. Fæst í tveimur litum. Verð

9752


LÍFIÐ Á VERÖNDINNI OG SVÖLUNUM

Ánægjulegar stundir utandyra Clara er nýsest í garðstólinn sinn til að njóta fyrstu geisla morgunsólarinnar þegar Anna kemur út á veröndina með einbeitingarsvip á andlitinu. Clara fylgist brosandi með systur sinni þegar Anna hefst handa við að taka upp úr hinum fjölmörgu blómapottum og -kössum sem systurnar hafa plantað í fjölbreytilegum kryddjurtum frá ýmsum heimshlutum. Ekki líður á löngu þar til Anna fer inn á ný og þá hallar Clara sér aftur í stólnum og lætur fara vel um sig. Þegar Clara finnur undursamlegan ilm af nýbökuðu brauði áttar hún sig á því hvað Anna hefur verið að bardúsa frá því hún fór á fætur. Þannig hefst dagurinn hjá systrunum. Yfir sumarmánuðina eyða systurnar löngum stundum á þaksvölunum sínum. Þar annast þær um jurtirnar sínar og njóta þess að borða saman gómsætan morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Anna og Clara eru á þeirri skoðun að það sé allsendis undursamlegt að hafa notalegt útisvæði þar sem hægt er að fá sér ferskt loft og rækta bæði blóm og kryddjurtir. Heimilislína Søstrene Grene fyrir lífið utandyra 2018 Anna og Clara kynna heimilislínu fyrir veröndina eða svalirnar, sem er innblásin af borgarumhverfinu. Línan samanstendur af fjölbreytilegum vörum, allt frá garðhúsgögnum og blómapottum til lýsingar og borðbúnaðar með einkennandi mynstri. Línan fyrir þennan árstíma einkennist af náttúrulegum grænum og gráum litatónum sem gefa fallegt mótvægi við litadýrð sumarblómanna. Ásamt því að kynna til sögunnar nýjar vörur fyrir sumarið má í bæklingnum finna góð ráð um garðyrkju í borgarumhverfi sem þær Anna og Clara miðla af visku sinni og reynslu, ásamt ráðleggingum um hvernig hægt er að nýta sem best takmarkað rými á svölum eða verönd. Lestu viðtalið við Maria Christensen garðyrkjubloggara þar sem hún útskýrir hvernig hún skipuleggur sitt persónulega rými utandyra í þeim tilgangi að hámarka gleðistundir og „hygge“. Við vonum að þið eigið undursamlegar stundir við að skoða bæklinginn.

e Grene

østren Kærar kveðjur, S

Vörurnar sem hér eru sýndar koma í verslanir Søstrene Grene fimmtudaginn 5. apríl 2018. Allar vörur verða í sölu á meðan birgðir endast.


B Y R J A Ð U D A G I N N U TA N D Y R A

Frískandi byrjun á deginum Um leið og rúnnstykkin koma út úr ofninum birtist Anna á ný í dyragættinni með te, nýbökuð rúnnstykkin og ýmislegt fleira gómsætt á bakka. Systurnar rölta yfir í eftirlætishornið sitt á veröndinni þar sem hlý teppi og mjúkar sessur halda morgunsvalanum í skefjum. Systurnar hefjast nú handa við að skipuleggja daginn um leið og þær njóta þess að snæða morgunverð í rólegu og notalegu umhverfi.



6


Útisessur

úr 100% hreinni bómull. Sessurnar eru tilvaldar til að skapa notalegheit á svölunum eða veröndinni, segir Clara. Verð

1086

Motta

úr fínlegum vefnaði, sem Anna segir að geri hana sérlega mjúka og notalega fyrir fæturna. Fæst í tveimur litum. Verð

3869

Yfir sumarmánuðina er auðvelt að gera útisvæðið að hluta af heimilinu. Þið setjið einfaldlega mottu á gólfið, eins og Anna og Clara hafa gert hér.



Garðstóll

Form málmgrindarinnar gerir stólinn sérlega myndrænan, en breiðar rákirnar gera hann afar þægilegan, segir Clara. Fæst í tveimur litum. Verð

9998


Clara lumar á góðum ráðum

Þið getið staflað stólunum og borðunum saman þegar þau eru ekki í notkun til að nýta plássið betur.

Garðborð

með plássi fyrir góðan mat, skreytingar og litskrúðugar plöntur, segir Anna. Verð

6998 Garðhúsgögnin fást í tveimur litum sem voru sérlega valdir með það fyrir augum að skapa róandi og náttúrulegan bakgrunn fyrir aðrar vörur í línunni.


11


GARÐUNNANDINN OG BLOGGARINN

Maria Christensen Það er systrunum mikil gleði að fá innblástur og hugmyndir frá ástríðufullum einstaklingum. Hér hitta Anna og Clara garðyrkjubloggarann Mariu Christensen frá livsnyderhaven.dk, en hún sækir sér orku í náttúruna og nýtur þess að vera utandyra á öllum tímum dags allan ársins hring. Hún fær sér morgunverð á veröndinni, grillar á kvöldin og skreytir gróðurhúsið að vetrarlagi.

„ÉG HLAKKA TIL AÐ SITJA Í SÓLINNI UNDIR T E P P I O G E I N FA L D L E G A N J Ó TA Þ E S S A Ð VORIÐ SÉ LOKSINS KOMIÐ. FYRSTU GEISLAR VORSÓLARINNAR ERU TÖFRUM LÍKIR.“


Hvað varð til þess að þú féllst fyrir því að hanna rými utandyra?

veröndinni til að skapa andrúmsloft sem ljær öllu

Ég hef alltaf haft einlægan áhuga á að hanna rými

andrúmsloft.

í kring „hygge“. Ég reyni að skapa ævintýralegt

utandyra. Það er einfaldlega dásamlegt að vera úti undir beru lofti. Það gefur mér orku og ég er ekki frá því að hugsunin verði skarpari. Frjálsari.

Á hvaða tímum dags notar þú rýmið utandyra?

Ég fæ innblástur frá innanhússhönnun og beiti

Á morgnana: Ég borða morgunverð á veröndinni,

sömu lögmálum þegar ég hanna rými utandyra.

sem er alveg uppi við húsið. Ég get setið þar

Mér finnst sérstaklega spennandi að vinna með

jafnvel þótt rigni því veröndin er yfirbyggð.

plöntur í garðinum, því það er svo krefjandi.

Ég hef meira að segja sett hitara á vegginn,

Mundir þú eftir að næra þær? Hafa þær verið

svipaðan þeim sem sjá má á kaffihúsum. Ég nota

vökvaðar eins og á þarf að halda? Mér líkar

veröndina frá maí fram í september. Með því að

við taktinn í ferlinu því það er ekkert hægt að

hafa yfirbyggða verönd lengir þú tímabilið sem

hraða á því hvernig garðurinn þróast. Í því felst

hægt er að vera utandyra. Þú getur boðið vinum

ákveðið frelsi. Hugsaðu þér bara hvað það tekur

þínum í grill, jafnvel þó það rigni svolítið.

langan tíma að fá blóm til að vaxa upp af fræi. Maður fer ómeðvitað að bera meiri virðingu fyrir

Síðdegis: Um helgar nýt ég þess að sitja á bekk

náttúrunni þegar maður hefur prófað að rækta

við tjörnina í garðinum mínum með kaffibolla

sín eigin sumarblóm.

eða hvítvínsglas. Það er sólríkur staður og mér finnst sérlega notalegt að sitja við vatnið. Ef

Hvað er það sem þú hlakkar mest til að gera í garðinum þínum þegar vorið gengur í garð og veðrið verður betra?

heitt er í veðri er frábært að dýfa fótunum í svala

Ég hlakka til að sitja í sólinni undir teppi og

20 mínútum. Gróðurhúsið veitir fullkomið skjól

einfaldlega njóta þess að vorið sé loksins komið.

fyrir veðri og vindum og er frábær staður fyrir

Fyrstu geislar vorsólarinnar eru töfrum líkir.

„hygge“ með fjölskyldunni.

tjörnina. Ef það rignir eða ef kalt er í veðri fer ég gjarnan í gróðurhúsið, sem ég get hitað upp á

Mér finnst líka undursamlegt að planta og umpotta græðlingum. Gluggakisturnar heima

Á kvöldin: Á sumrin borðum við gjarnan

hjá mér eru fullar af fræjum sem eru að byrja

kvöldverð á yfirbyggðu veröndinni. Ef það

að spíra og bíða þess að verða plantað úti í

er kalt úti eða hvasst getum við alltaf farið í

gróðurhúsinu mínu. Fyrstu merkin um að vorið sé

gróðurhúsið.

að koma eru þegar vetrargosarnir og túlípanarnir byrja að blómstra. Það er svo upplífgandi!

Hvernig nýtir þú rýmið utandyra hjá þér yfir vetrartímann? Þegar kalt er úti reyni ég að búa til svolítið

Á næstu síðu getur þú kynnt

þér hugmyndir sem Maria hefur

varðandi það hvernig hægt er að

búa til rými utandyra sem bjóða upp á „hygge“.

„hygge“ í garðinum mínum með kyndlum og kertum, jafnvel ísluktum sem ég bý til sjálf. Mikilvægustu staðirnir eru við útidyrnar og fyrir

Maria er 42 ára þriggja barna móðir.

framan eldhúsgluggann. Það er gott að hafa

Hún býr í Álaborg í Danmörku ásamt

eitthvað fallegt til að horfa á.

maka sínum. Fylgstu með Mariu á

Ég raða miklu af kertum, furukönglum og

Livsnyderhaven.dk og á Instagram,

grenigreinum á borðin í gróðurhúsinu og á

@livsnyderhaven

13


A N N A O G C L A R A H A FA P R Ó FA Ð H U G M Y N D I R M A R I U UM UNDURSAMLEG RÝMI U TA N D Y R A Á Þ A K S V Ö L U N U M SÍNUM. HÉR ER „HYGGE“ HVERT SEM LITIÐ ER.

14


HUGMYNDIR MARIU

Að hanna rými utandyra ÖLL FRUMEFNIN

Notaðu frumefnin eld, vatn og jörð þegar þú hannar rými utandyra. Þú getur lýst upp svalirnar með kyndlum, lömpum eða kertaluktum. Stór blómakassi úr sinki eða skál fyllt vatni og blómum er kjörið til að láta vatnið njóta sín. Plantaðu fjölbreytilegum jurtum í blómapotta og blómakassa á veröndinni, þú getur einnig hengt blómakassa fyrir utan gluggann ef þú ert með svalir. SÆTI FYRIR ALLA

Það er góð hugmynd að hafa nokkra staði í garðinum þar sem hægt er að setjast niður. Til dæmis er gott að hafa bekk á sólríkum stað og annan bekk á skjólsælum stað. Það hvetur gesti til að færa sig milli staða og njóta þess sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Fyrir vikið verður garðurinn enn líflegri. AÐLAÐANDI OG SKIPULAGT

Gættu þess að hafa gott skipulag á garðverkfærunum svo þú getir ávallt gengið að þeim vísum. Þú getur til dæmis geymt garðhanska, fræ, snæri, áburð, merkispjöld og úðara í litlum trékassa til að bæta skipulagið og auðvelda aðgengi. Þú getur einnig geymt ónotaða blómapotta í kassanum. Ef nægilegt rými er í garðinum vilt þú kannski reisa hillu eða bekk þar sem hægt er að dytta að pottaplöntunum. N Ý T T U R Ý M I Ð U TA N D Y R A S E M B E S T

Ef rýmið er takmarkað er góð hugmynd að nýta það sem allra best. Það er upplagt að hengja blómapotta í þakið á yfirbyggðum svölum eða verönd. Helst sem allra flesta - þannig má fá fram skemmtilega fjölbreytni og heillandi andrúmsloft. Ljósasería er einnig ljómandi skemmtileg viðbót. Tær „hygge“. Nýttu þér veggina til hins ítrasta, hvort sem þeir eru heilir eða hálfir. Það er hentugt að hengja klappstólana upp á vegg þegar þeir eru ekki í notkun. Þú getur einnig hengt kassa á vegginn og notað hann sem hillu fyrir garðverkfærin. Það er gott að planta kryddjurtum í djúpa kassa á hjólum. Auðvelt er að færa slíka kassa til eftir hentugleikum og hafa þannig ávallt aðgengi að t.d. salati, steinselju eða graslauk. FINNDU ÞINN PERSÓNULEGA STÍL

Garðurinn þinn og svalirnar þurfa að taka mið af þér, þörfum þínum og smekk. Vertu viss um hvað þú vilt áður en þú hefst handa. Þetta snýst allt um að finna það sem hentar þér. Hægt er að finna viðtalið við Mariu Christensen í heild sinni í föndurhorninu.


UM MIÐJAN DAG

Dásamleg útivera Anna og Clara verja deginum á þaksvölunum þar sem þær dytta að plöntunum og sumarblómunum. Verkaskiptingin er skýr - hin skapandi Anna sáir spennandi plöntum í potta meðan hin jarðbundna Clara gætir þess að vökva plönturnar og sér til þess að svalirnar séu snyrtilegar. Um miðjan dag setjast systurnar saman í forsæluna og dreypa á ísköldu vatni með ferskri myntu og sítrónu.



18


Skálar

úr mynstruðu og sumarlegu postulíni. Hér hefur Anna fyllt skálarnar af ferskum ávöxtum, en þær henta jafn vel fyrir kaldan og heitan mat. Verð frá

259

Glervara

fyrir sæta sumardrykki. Anna leggur til að skreyta og bragðbæta ískalt vatn með myntu, gúrkusneiðum og sítrónu. Verð frá

399

Clara lumar á góðum ráðum

Komið ykkur upp dagbók fyrir garðinn þar sem þið skráið hjá ykkur ýmislegt sem gott er að hafa í huga varðandi plönturnar og blómin í borgargarðinum ykkar. Þetta er hentug aðferð til að tryggja plöntunum ykkar sem best vaxtarskilyrði.


Garðbekkur

Bekkur er undursamleg viðbót við kyrrlátan íhugunarstað. Anna notar bekkinn einnig til að stilla upp blómum. Fæst í tveimur litum. Verð

12280



22


23


24


Blómakassi við glugga með röndum svo betur sjáist í blómapottana sjálfa - Anna segir að það sé sérlega skynsamlegt. Fæst í tveimur litum. Verð

4120

Anna gefur skapandi hollráð

Munið að hafa lóðréttar línur í huga og vera vakandi fyrir hæð hlutanna. Hvað er fallegra en litrík blóm og plöntur af mismunandi hæð og á mismunandi þrepum?

Blómapottar í glugga

til að hengja á veggi og vaxtargrindur. Þið getið bæði notað þá fyrir blóm og ýmis áhöld, rétt eins og systurnar gera. Fæst í fjórum litum. Verð frá

290


Clara lumar á góðum ráðum

Notið vatnskönnuna til að bæta dálitlum raka í moldina hjá plöntum sem á þurfa að halda. Munið að plöntur þurfa mismikið vatn.

Það er afskaplega gaman að fylgjast með plöntum vaxa og umpotta þeim eftir þörfum, og systurnar mæla með því að byrja á slíkri tómstundaiðju sem allra fyrst.

Blómapottar

úr terracotta-leir. Anna bendir á að hægt er að setja plöntur sem þola illa kulda í potta úr terracotta-leir eða úr steini, en slíkir pottar vernda rætur plantnanna. Verð frá

588


27


N Y T J A P L Ö N T U R O G FA L L E G B L Ó M

Ráðleggingar um gróðursetningu í borgargörðum Þið getið skapað undursamlegan garðreit með auðveldum hætti þó svo plássið á svölunum eða veröndinni sé af skornum skammti - allt sem þið þurfið er sköpunargáfa. Blómakassar á verönd eða í glugga og blómapottar eru frábær lausn að mati systranna. Við slíkar aðstæður er þó mikilvægt að velja plöntur sem dafna vel í takmörkuðu rými. Þess vegna hafa Anna og Clara tekið saman lista yfir plöntur sem kunna vel við sig í blómapottum og -kössum. RÓSMARÍN

Anna hefur sérstakt dálæti á rósmarín, sem hentar vel í sjávarrétti og heimabakað brauð. Jurtin, sem er í raun lítill sígrænn runni, er afar bragðmikil og falleg og þrífst vel við ýmsar aðstæður. Rósmarín dafnar vel í litlum ílátum, hvort sem þið látið jurtina vaxa upp af fræi eða kaupið runna tilbúna til umpottunar. Rósmarín er viðkvæmt fyrir kulda og ætti að vera innandyra að vetrarlagi. Vökvið rósmarín hóflega því moldin ætti að vera svolítið þurr. M Y N TA

Mynta er fjölær jurt sem vex ár eftir ár ef hún fær tækifæri til þess. Plantan dafnar vel í litlum ílátum. Þó ætti að umpotta henni og klippa hana til reglulega því hún vex hratt og þarf þá aukið rými. Vökvið hana ríkulega. Myntan kann best við sig í rakri mold og svolitlum skugga. Clara mælir með að bæta ferskum myntulaufum og nokkrum sítrónusneiðum út í ískalt drykkjarvatn á heitum sumardögum. LOFNARBLÓM

Lofnarblóm, líkt og rósmarín, er sígrænn runni sem getur lifað árum saman í skjóli gegn kulda. Lofnarblóm þrífst best í þurri og næringarsnauðri mold og ætti því að vera í íláti sem loftar vel um á sólríkum stað. Mikil prýði er að lofnarblómi og hægt er að þurrka laufin og nota þau í matseld, í te og ilmblöndur (potpourri).

Þið getið lesið og prentað út lista systranna um plöntur sem henta fyrir svalirnar ykkar og veröndina í heild sinni í föndurhorninu.

Hafið í huga að ráðleggingarnar í þessum gróðursetningarhring miðast við norður-evrópskt loftslag eins og Anna og Clara eiga að venjast í Danmörku.


ANNA OG CLARA KYNNA GRÓÐURSETNINGARHRINGINN

Þið getið hlaðið honum niður og prentað hann út í föndurhorninu.

Apríl

Ma

í

Júlí

Janúar

Febr

úar

M

ars

er

Ág

e mb

úst

Des Nó

vem

ber

Sep

Október Rósmarín

Mynta

b tem

Lofnarblóm

er

Basilíka

Forspírun

Mars júlí 28 - 40 dagar

Mars apríl

Mars maí

Apríl maí

Plantað út

Apríl ágúst

Maí júní

Maí

Miður apríl maí

Í blóma / uppskera

Maí október

Júlí ágúst

Júní ágúst

Júní september

Graslaukur

Rómverskt salat

20 - 30 dagar

Glitfífill

10 - 20 dagar

Jarðarber

Forspírun

Miður febrúar

Mars apríl

Mars apríl

Plantað út

Mars ágúst

Apríl ágúst

Júlí október

September október

Í blóma / uppskera

Apríl október

Maí október

Ágúst október

Júní júlí

10 - 18 dagar

29


„ H Y G G E “ A Ð K V Ö L D I U TA N D Y R A

Dagsbirtan dvín en áfram er notalegt utandyra Þegar rökkrið nálgast sækir Clara lampana og kveikir á ljósaseríunum. Þó dagsbirtan dvíni finnst systrunum engin ástæða til að fara inn. Þeim finnst indælt að snæða kvöldverðinn á friðsælli veröndinni og njóta þess að fylgjast með stjörnunum kvikna á himninum. Að kvöldverði loknum lagar Clara bragðmikið te sem Anna og hún njóta saman þegar kvöldið skellur á.



32


Garðborð

sem hentar sérlega vel fyrir léttan málsverð á veröndinni. Anna er á þeirri skoðun að röndótt mynstrið kalli fram fegurðina í hönnun borðsins. Fæst í tveimur litum. Verð

6998

Ljósasería

með 10 ljósaperum, hentar jafnt inni sem utandyra. Clara álítur að ljósaserían sómi sér vel hvar sem er. Verð

3248

Luktir

geta skapað undursamlegt andrúmsloft á svölunum eða veröndinni. „Stillið tveimur luktum upp saman og bætið við kertum“ leggur Anna til. Verð frá

664


LED-lampi

Fullkomin lýsing til að skapa „hygge“ á veröndinni á sumarkvöldum. Rendurnar sem eru svo einkennandi í þessari línu endurspeglast í málmlengjunum tveimur sem kallast á við mjúka lögun lampans. Fæst í þremur litum. Verð

2994


Product headline 1

optaersperist perepudaerum quiae vernam comnis ad mo que nem et harum esto mincto ducil mincips uscidunt. Price text

price

35


Vöruyfirlit Vörurnar koma í verslanir fimmtudaginn 5. apríl 2018. Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast.*

2.

3.

4.

Garðbekkur

Garðborð

Blómakassi við glugga

Í einni stærð: B86xD40xH45 cm.

Í einni stærð: B50xD40xH45 cm.

Í einni stærð: B36xD16xH15 cm.

Verð

Verð

Verð

ISK 12280

ISK 6998

ISK 4120

1.

5.

6.

7.

Plöntustandur

Blómapottur

Blómapottur í glugga

Blómakassi við glugga

Í einni stærð: B60xD18xH75 cm.

Fæst í þremur stærðum: Ø13, Ø16 og Ø20 cm.

Fæst í tveimur stærðum: Ø11 og Ø13 cm.

Í einni stærð: B29xD13xH13 cm.

Verð

Verð frá

Verð frá

Verð

ISK 9752

ISK 588

ISK 290

ISK 1014

8.

9.

10.

11.

12.

Blómapottur

Hengiblómapottur

Blómapottur

Kassi

Bakki

Í einni stærð: Ø22 cm.

Fæst í tveimur stærðum: Ø13 og Ø14 cm.

Í einni stærð: Ø10 cm.

Verð

Verð frá

Verð

Fæst í tveimur stærðum: B25xD38xH11 og B41xD31xH13 cm. Verð frá

Fæst í þremur stærðum: B21xD30, B25xD35 og B30xD40 cm. Verð frá

ISK 499

ISK 499

ISK 228

ISK 1898

ISK 1378

13.

14.

15.

16.

17.

Skál Fæst í tveimur stærðum: Ø10xH5 og Ø15xH7 cm.

Skál Fæst í tveimur stærðum: Ø11 og Ø14 cm.

Skál Fæst í tveimur stærðum: Ø9 og Ø12 cm.

Karafla Í einni stærð: H25 cm. 1000 ml.

Drykkjarglas Í einni stærð: Ø8,5xH9 cm.

Verð frá

Verð frá

Verð frá

Verð

Verð

ISK 469

ISK 598

ISK 259

ISK 1129

ISK 399

18.

19.

20.

21.

Drykkjarkrús með tesíu

Minnisbók

Klemmur

LED-lampi

Í einni stærð: Ø9 cm. 380 ml.

Í einni stærð: B12xH16 cm.

Í einni stærð.

Í einni stærð: H23,5 cm.

Verð

Verð

Verð

Verð

ISK 1164

ISK 477

ISK 43

ISK 2994 Notar 3 AAA-rafhlöður.

36


22.

23.

24.

Lukt

Lukt

Kertastjaki fyrir sprittkerti

Í einni stærð: Ø17,5 cm.

Fæst í tveimur stærðum: Ø13 og Ø11 cm.

Í einni stærð: Ø9 cm.

Verð

Verð frá

Verð

ISK 1816

ISK 664

ISK 429

25.

26.

27.

Garðstóll

Ljósasería

Úðari

Í einni stærð: B66xD72xH78 cm. Sætishæð: 40 cm.

Í einni lengd: 5 m með 10 ljósaperum.

Í einni stærð: H15 cm.

Verð

Verð

Verð

ISK 9998

ISK 3248

ISK 366

Notar 2 AA-rafhlöður.

28.

29.

30.

31.

32.

Vökvunarkanna

Útihitamælir

Garðhanskar

Garðskæri

Motta

Í einni stærð: B49xD13xH33,5 cm.

Í einni stærð: H20 cm.

Í einni stærð.

Í einni stærð: L10 cm.

Í einni stærð: B70xL140 cm.

Verð

Verð

Verð

Verð

Verð

ISK 3390

ISK 766

ISK 244

ISK 74

ISK 3869

33.

34.

35.

36.

37.

Vaxtargrind Í einni stærð: B40xH66 cm.

Merkispjöld Fæst í tveimur stærðum: B2xH10,5 og B3xH30 cm.

Garðsnæri Í einni lengd: 55 m.

Bastsnæri Í einni lengd: 75 m.

Bútasaumsteppi Í einni stærð: B130xL180 cm.

Verð

Verð á pakka frá

Verð

Verð

Verð

ISK 499

ISK 109

ISK 227

ISK 268

ISK 4899

Sex saman í pakka.

38.

39.

40.

Útisessa

Útisessa

Útisessa

Í einni stærð: B40xD40 cm.

Í einni stærð: B40xD40 cm.

Í einni stærð: B40xD40 cm.

Verð

Verð

Verð

ISK 1086

ISK 1086

ISK 1086 *Ráðlagt smásöluverð. Søstrene Grene áskilja sér allan rétt til að leiðrétta prentvillur eða villur í verði og breyta upplýsingum vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

37


HITTIÐ SYSTURNAR Á NETINU OG FYLGIST MEÐ ÖLLU SEM GERIST Í HINUM

undursamlega heimi Önnu og Clöru S YS T RA BRÉ F Ef þið viljið vera í hópi þeirra sem fá fréttirnar fyrst þegar Anna og Clara vilja segja okkur eitthvað um vörulínurnar og bæklingana skuluð þið endilega skrá ykkur í áskrift að Systrabréfinu. Hægt er að skrá sig í áskrift að systrabréfinu sem Anna og Clara gefa út á www.sostrenegrene.com

FA CE BO O K Í hverri viku deilir Anna nýjum og skapandi verkefnum í stuttum kennslumyndböndum og systurnar vilja endilega að þið séuð með í því. Systurnar kynna reglulega nýjar og spennandi vörur og eru alltaf tilbúnar að svara spurningunum ykkar.

I N S TA G RA M Ef þið viljið fá að fylgjast með öllum nýjustu vörunum frá Søstrene Grene er um að gera að fylgjast með systrunum á Instagram. Á hverjum degi deila Anna og Clara myndum af nýjum og sérvöldum vörum. Fylgist vel með myllumerkjum systranna, #grenediy og #grenehome.

YO U T U BE Finnst ykkur gaman að horfa á kennslumyndböndin sem Anna gerir? Ef svo er ráðleggja systurnar ykkur að gerast áskrifendur að YouTube-rás Søstrene Grene, þar sem öll kennslumyndböndin þeirra er að finna, og þar birtast tvö ný myndbönd í hverri viku.

W W W. S OS T REN EG REN E. C OM

Hugmyndavinna, stílhönnun, texti og

Vörurnar sem hér eru sýndar koma

útlitshönnun er í höndum Søstrene Grene.

í verslanir fimmtudaginn 5. apríl 2018.

Lífið utandyra 2018 · Hannað af Søstrene Grene.

Ljósmyndirnar tekur Anna Overholdt.

Allar vörur eru til sölu meðan birgðir endast.

Allur réttur áskilinn Søstrene Grene.


Vökvunarkanna

Vökvunarkannan tekur fjóra lítra af vatni og því er ekki þörf á að fylla oft á hana þegar þið vökvið blómin og jurtirnar. Fæst í tveimur litum. Verð

3390


Lífið utandyra N Ý J A R V Ö R U R O G H U G M Y N D I R G E R A Ú T I L Í F I Ð L J Ú FA R A VOR/SUMAR 2018

KEMUR Í VERSLANIR FIMMTUDAGINN 5. APRÍL 2018


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.