España. Revista OET Oslo (islandés)

Page 1

www.spain.info

2020

HÓTELKEÐJAN

PARADOR

ÚBEDA OG BAEZA BORGIR Á HEIMSMINJASKRÁ

Á SÖGUSLÓÐUM Í

PONTEVEDRA

ÚTGEFANDI: TURESPAÑA NIPO 115-20-037-6

ÆVINTÝRALEG VERÖLD OLITE Þjóðgarðurinn

Ordesa y Monte Perdido


www.spain.info

PARADOR DE BIELSA

PARADOR DE BIELSA

PARADOR DE ÚBEDA

PARADOR DE ÚBEDA

PARADOR DE OLITE

PARADOR DE OLITE

PARADOR DE ÚBEDA

HÓTELKEÐJAN

PARADOR Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að þú gætir gist í herberginu sem Karl V. keisari gisti í á 16. öld? Eða dvalið í gamla klaustrinu í Chinchón þar sem Filippus V. var útnefndur konungur Spánar?

Parador-hótelin eru ríkisrekin hótelkeðja með yfir 90 hótel bæði á meginlandi Spánar og á eyjunum. Hótelin eru oftast nær virðulegar gamlar hallir, klaustur, kastalar eða aðrar sögulegar byggingar sem hefur verið breytt í hótel en stundum er um að ræða nýjar byggingar í gömlum stíl. Parador-hótelin eru fremst í

2 I España

flokki í þeim geira ferðaþjónustunnar þar sem áhersla er lögð á menningar- og náttúruferðir. Þess má til dæmis geta að níu borgir með Parador-hótel eru menningarborgir UNESCO. Meira en helmingur þessara hótela er á söguslóðum og önnur eru staðsett í þjóðgörðum og á áhugaverðustu náttúrustöðum landsins.

www.parador.es/en España I 3


www.spain.info

KAJAKSIGLINGAR Á LANUZA-LÓNINU ©Turismo de Aragón

MIÐALDABÆRINN MONTAÑANA

BENASQUE-DALURINN

©Turismo de Aragón

©Turismo de Aragón

Náttúruskoðun í þjóðgarðinum Ordesa y Monte Perdido Í norðurhluta héraðsins Huesca eru aragónsku Pýreneafjöllin og þjóð-garðurinn Ordesa y Monte Perdido, náttúrusvæði sem er einstakt á Spáni.

Dalirnir fjórir, Añisclo, Escueta, Ordesa og Picuaín, og fjallið Monte Perdido, hafa öll sitt sérstaka vistkerfi og eru eins og klippt út úr bíómynd. Í þessari náttúruparadís eru engi, gresjur, víðáttumiklir skógar, mikilfengleg gljúfur og klettar, ísbreiður og einstök kalksvæði með stórum hellum og niðurföllum sem hafa orðið til á mörg þúsund árum. Ertu með í skoðunarferð?

BUJARUELO-DALURINN ©Turismo de Aragón

4 I España

España I 5


www.spain.info

MURALLA CHINA (KÍNAMÚRINN) FINESTRAS ©Turismo de Aragón

GISTAIN-DALURINN ©Turismo de Aragón

GRADAS SOASO-FOSSARNIR ©Turismo de Aragón

Gönguferð um þjóðgarðinn Ordesa y Monte Perdido er sannkölluð veisla fyrir skilningarvitin. Fuglarnir syngja, árnar renna fram með stöðugum nið og þorpin eru fögur eins og málverk. Landslagið jafnast á við helstu náttúruundur veraldar. Þekktasta leiðin inn í þjóðgarðinn liggur um þorpið Torla áleiðis að Ordesadalnum sem áin Arazas streymir um. Þjóðgarðurinn er heillandi náttúrusvæði þar sem fjallstindarnir teygja sig frá 700 metrum upp í rúmlega

6 I España

AÑISCLO-GLJÚFRIÐ ©Turismo de Aragón

3.000 metra yfir sjávarmáli og vatnið gegnir mikilvægu hlutverki og vísar veginn að snæviþöktum fjallstindum og tilkomumiklum blómskrúðugum dölum. Í vistkerfum þjóðgarðsins vaxa yfir 1.500 plöntur. Hefurðu áhuga á fuglum? Þá munu lambagammarnir, sem eru stærstu ránfuglar Evrópu, vekja athygli þína og þú gætir jafnvel orðið svo heppin(n) að ná að smella af þeim mynd.

ÞORPIÐ HECHO

©Turismo de Aragón

Einfaldast er að kanna þetta fagra náttúrusvæði með því að fylgja einhverjum hinna 19 vel merktu og miserfiðu gönguleiðum sem ná yfir 380 km svæði í dölunum fjórum. España I 7


www.spain.info

Fyrir meira en 50 milljónum ára varð þrýstingur meginlandsflekanna til þess að hin gríðarháu Pýreneafjöll risu og vatn og jöklar mynduðu dali, gljúfur og klettaveggi. Pýreneafjöllin eru meðal hæstu kalksteinsfjalla í Evrópu. Langar þig að sjá einn stærsta jökul Pýreneafjalla? Þá skaltu ganga krefjandi leiðina upp að Balcón de Pineta og jöklinum Glaciar del Monte Perdido, sem er 2.590 m yfir sjávarmáli. Þar geturðu séð ummerki eftir verk náttúrunnar allt að mörg þúsund ár aftur í tímann.

LÓNIÐ: EMBALSE DE LANUZA ©Turismo de Aragón

GRADAS SOASO-FOSSARNIR ©Turismo de Aragón

Frá Sierra de las Cutas liggur gönguleið um landslag sem minnir á málverk frá tímum impressjónismans. Frá útsýnisstöðunum í bröttum fjallshlíðunum geturðu horft yfir Ordesa-dalinn með fjallaskarðið Brecha de Rolando í baksýn. Sagan segir að hinn hugrakki riddari Roland, sem var systursonur Karlamagnúsar, hafi opnað skarðið eftir ósigurinn í orrustunni við Roncevaux. Þess má til gamans geta að sagt er að einn fegursti foss heimsins sé á Spáni. Það er nánar tiltekið fossinn La Cola de Caballo (sem þýðir „taglið“) í Ordesa-dalnum.

BUJARUELO-DALURINN ©Turismo de Aragón

ORDESA-ÞJÓÐGARÐURINN ©Turismo de Aragón

8 I España

BUJARUELO-DALURINN ©Turismo de Aragón

BUJARUELO-DALURINN

Langar þig að gista í þessu stórbrotna umhverfi? Þá er Parador-hótelið í Bielsa skammt undan.

©Turismo de Aragón

España I 9


www.spain.info

Montfalcó Ef þú ert lofhræddur og vilt yfirstíga lofthræðsluna eru Montfalcógöngupallarnir tilvalin leið til þess. Montfalcó-leiðin er vinsæl meðal þeirra sem sækjast eftir adrenalínkikkinu sem fylgir því að ganga í mikilli hæð í einstakri náttúru. Göngupallarnir hlykkjast upp 80 metra háan klettavegg og landslagið allt um kring er stórkostlegt.

MONTFALCO-GÖNGUPALLARNIR OG MONT REBEI-GILIÐ ©Turismo de Aragón

MONT REBEI-GILIÐ ©Turismo de Aragón 10 I España

MONT REBEI-GILIÐ ©Turismo de Aragón

MONT REBEI-GILIÐ ©Turismo de Aragón España I 11


www.spain.info

SANTA MARÍA DE LOS REALES ALCÁZARES Í ÚBEDA

BAEZA

ÚBEDA OG BAEZA BORGIR Á HEIMSMINJASKRÁ

Þegar komið er til Baeza vekur það yfirleitt mikla athygli hvað það eru mörg söguleg mannvirki frá 16. öld á torginu Plaza de Leones. Enginn ætti að láta hjá líða að skoða gosbrunninn á torginu Plaza de Santa María eða gömlu dómkirkjuna og tvennar dyr hennar, Puerta de la Luna sem eru frá 13. öld og 15. aldar dyrnar Puerta del Perdón. Borgarhliðið Puerta de Úbeda og Aliatares-turninn eru meðal fárra minja í borginni sem eru enn uppistandandi frá þeim tíma þegar Márar réðu ríkjum í Andalúsíu. Ráðhúsið er á þjóðminjaskrá og er gott dæmi um andalúsískan skreytistíl í byggingarlist.

GAMLI BÆRINN Í BAEZA

Úbeda og Baeza eru umkringdar ólífulundum og fyrir neðan þær rennur áin Guadalquivir. Í Úbeda má sjá góð dæmi um veraldlega byggingarlist og í Baeza eru merkilegar kirkjubyggingar. Hér á eftir fylgir stutt yfirlit yfir það sem áhugamenn um sögu og byggingarlist ættu helst að skoða vilji þeir kynnast þessum tveimur perlum frá tímum endurreisnarinnar. ÚBEDA Við mælum með því að skoðunarferðin um Úbeda hefjist á 16. aldar torginu Vázquez de Molina og að stefnan sé tekin að kirkjunni Santa María de los Reales Alcázares og höllunum Las Cadenas og Marqués de Mancera. Í grennd við torgið Plaza del Mercado er gotneska kirkjan San Pablo sem er sannarlega þess virði að heimsækja. Munið að skoða borgarhliðið Puerta del Losal, fátækraspítalann Hospital de Santiago og klaustrið Real Monasterio de Santa Clara.

12 I España

HOSPITAL DE SANTIAGO Í ÚBEDA ©Junta de Andalucía

PLAZA SANTA ANA Í BAEZA ©Turespaña

España I 13


www.spain.info

VIRKIN Í JAÉN-HÉRAÐIÐ

Um hæðirnar í Úbeda orti skáldið Antonio Machado: „Í grennd við Úbeda og hæðirnar sem enginn mun sjá, elti tunglið mig yfir ólífulundina.“

Jaén er það hérað á Spáni sem hefur flest virki. Það er í samræmi við hernaðarlega mikilvæga staðsetningu héraðsins í átökum múslíma og kristinna manna um Al-Andalus, eins og Márar kölluðu Andalúsíu. Alls eru varnarvirkin 237, þar af eru 97 kastalar, 126 varðturnar, virkisturnar og virki, og 15 virkisgarðar og borgarvirki. Hvernig væri að feta í fótspor kristnu riddaranna sem náðu borgunum Andújar og Arjona frá Márum? Eins mætti skoða turninn Torre de Boabdil í Porcuna, sem er eitt fegursta varnarvirkið í Andalúsíu, og virkið Fortaleza de Mota sem var ein fullkomnasta varnarstöðin í ríki Máranna.

HÆÐIR OG ÓLÍFULUNDIR Úbeda var sett á heimsminjaskrá árið 2003 og enginn sem þangað kemur lætur hjá líða að spyrja um hinar alþekktu hæðir. Sá sem segist hafa villst í hæðunum segir örugglega ósatt því hæðirnar eru ræktaðir akrar og Úbeda sést úr 60 km fjarlægð.

BAEZA ©Turespaña

Stærsti ólífulundur heims ilmar af ferskum kryddjurtum, tómötum, fíkjutrjám og grænum aldinum. Hér rækta menn hið græna gull sem hefur sigrað heiminn. Horfðu langt út í sjóndeildarhringinn, alla leið til þjóðgarðsins Sierra de Cazorla, Segura y las Viñas, lengra yfir slétturnar fyrir ofan Guadalquivir-fljótið uns við þér blasir fjallgarðurinn Sierra Mágina, fyrir norðan Granada. Hvað sérðu?

BORGARVEGGURINN Í BAEZA Í Baeza hefur stór hluti borgarveggjanna frá miðöldum varðveist og turninn Aliatares, arabískur varnarturn í grennd við Cañuelo-borgarhliðið, er afar fjölsóttur. Frá borgarveggjum Baeza er mikið útsýni yfir ólífuplantekrurnar í Sierras de Cazorla, Mágina-fjallgarðinn og hæðirnar í Úbeda.

Svarið er augljóst, heilt haf af ólífulundum opnast fyrir augum okkar. Þarna eru yfir 65 milljónir ólífutrjáa.

Svo til hver blettur í Jaén-héraði er þakinn ólífutrjám. Reyndar eru fimm ólífutré á hvern ferkílómetra í héraðinu. Þau vaxa meira að segja í 1.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta hérað var einnig vettvangur þriggja orrustna sem breyttu sögu Spánar; orrustunnar um Baécula í öðru púnverska stríðinu (milli Karþagómanna og Rómverja); orrustunnar við Las Navas de Tolosa (milli Spánverja og Mára); og orrustunnar við Bailén (gegn yfirráðum Frakka). Langar þig að gista í sögulegu umhverfi? Þá eru Parador-hótelin skammt undan. Í gamla miðbæ Úbeda, á torginu Vázquez de Molina, er Parador-hótel í höll frá 16. öld.

PALACIO DE JABALQUINTO Í BAEZA ©Spanish Tourist Office

©Junta de Andalucía

14 I España

KIRKJAN SACRA CAPILLA DEL SALVADOR VIÐ TORGIÐ VÁZQUEZ DE MOLINA Í ÚBEDA ©Turespaña

España I 15


www.spain.info

Á SÖGUSLÓÐUM Í

PONTEVEDRA

Höfuðborgin í Rias Baixas er hin forna borg Pontevedra. Auk þess að vera fyrirtaks upphafsstaður fyrir skoðunarferðir um héraðið er borgin vinsæll ferðamannastaður.

Að koma til borgarinnar Pontevedra er eins og að ferðast tvö til þrjú hundruð ár aftur í tímann. Miðbærinn er laus við bílaumferð og hægt er að fara fótgangandi á milli hinna fögru og vel varðveittu gotnesku mannvirkja í gamla bæjarhlutanum, kirkna, brúa, miðaldabygginga, fornra minja og safna. Yfirvöld í Pontevedra eru margverðlaunuð fyrir að taka tillit til sögulegra einkenna borgarinnar þegar gera þarf nýtt skipulag.

Meðal alls þess sem Spánn hefur upp á að bjóða af undurfögru landslagi, heillandi fiskibæjum og framandi vínekrum, bera strandhéruðin Rias Baixas af. Þetta svæði, Rias Baixs, við strendur Galisíu er einstakt með sínar löngu strendur, strandbæi og blómlegt landslag. Sambland hins salta Atlantshafs og ferskvatns ánna, milt veðurfar og gróðursæld gerir

það að verkum að í Rias Baixas ríkir alveg sérstakt loftslag sem hentar fullkomlega bæði til fiskveiða og vínræktar. Rias Baixas er meðal þekktustu vínhéraða Spánar og er einkum þekkt fyrir Albariño-hvítvínin.

PLAZA DE LA LEÑA ©Turismo de Galicia

COMBARRO 16 I España

LA VIRGEN PEREGRINA

KLAUSTRIÐ SAN FRANCISCO España I 17


www.spain.info

SJÁVARFANG ©Turismo de Galicia

KOLKRABBI ©Turismo de Galicia

LA VIRGEN PEREGRINA ©Turismo de Galicia

SANTA MARIA LA MAYOR ©Spanish Tourist Office

Meðal þess merkasta sem er að sjá í Pontevedra má nefna hina afar skrautlegu kirkju Santa María la Mayor, hina litlu en fögru kapellu Capilla de la Virgen Peregrina – grunnflötur hennar er í laginu eins og hörpudiskur – og minjasafn bæjarins sem er staðsett í fimm mismunandi sögulegum byggingum víðs vegar um bæinn.

18 I España

Þröngar göturnar hlykkjast eins og í flóknu völundarhúsi en öðru hverju opnast þær í lítil torg með steinkrossum, eða cruceiros eins og þeir nefnast á galisísku og eru svo einkennandi fyrir héraðið.

PARADOR DE PONTEVEDRA

STEINKROSS ©Spanish Tourist Office

PLAZA DE LA FERRERIA ©Spanish Tourist Office

Í allri Galisíu er að finna meira en 12.000 steinkrossa svo að það gæti reynst þrautin þyngri að ætla að finna þá alla! Vilji svo óheppilega til að nokkrir regndropar falli úr lofti geta menn leitað skjóls á einhverju hinna fjölmörgu kaffihúsa undir súlnagöngunum við götur gamla bæjarins, vætt kverkarnar og notið bragðgóðra tapassmárétta.

Langi þig að gista á tilkomumiklum stað í gamla miðbænum er hótelið Parador de Pontevedra í næsta nágrenni. Hótelið er gömul höll þar sem greifarnir af Maceda höfðu aðsetur á 17. og 18. öld.

España I 19


www.spain.info

STRANDBÆRINN BAIONA Einn af kostum þess að kanna Rias Baixas frá Pontevedra er að vegalengdirnar eru stuttar. Við mælum með skoðunarferð til Baiona, strandbæjar sem stendur við fallega litla vík u.þ.b. 20 km fyrir sunnan Pontevedra og er viðkomustaður fjölmargra pílagríma. Innan rúmlega þriggja kílómetra langra borgarveggjanna er að finna garð frá miðöldum og lítinn furuskóg. Öldur Atlantshafsins berja virkisveggina að utan.

PAZO QUINTEIRO DA CRUZ ©Turismo de Galicia

PAZO DE RUBIÁNS ©Turismo de Galicia

PAZO DE OCA ©Turismo de Galicia

Eitt best varðveitta virki Galisíu er í Baiona, því hefur verið breytt í Parador-hótel svo að þar væri hægt að gista.

PARADOR DE BAIONA

CIES-EYJAR ©Turespaña

PAZO DE OCA ©Turismo de Galicia

CORTEGADA-EYJAN ©Turespaña

KAMELÍU-VEGURINN Hægt er að fara Kamelíu-veginn frá Pontevedra en hann liggur í gegnum fjölmörg þorp og bæi í Rias Baixas. Kamelíuplantan er ættuð frá Asíu og kom til Galisíu frá Kína og Japan á 17. öld. Blómin eru í rauðum, bleikum og hvítum litbrigðum og yfir 8.000 mismunandi afbrigði vaxa í görðum og á búgörðum hvarvetna í héraðinu. Margar af þessum plöntum eru meira en 200 ára gamlar og loftslagið gerir að það að verkum að þær vaxa eins og tré.

20 I España

CÍES-EYJAR

A ILLA DE AROUSA ©Turismo de Galicia

Við þetta má að lokum bæta að þeir sem vilja kynnast Rias Baixas í raun og veru ættu að fara til Cíes-eyja, en þær eru hluti af þjóðgarðinum Islas Atlánticas.

España I 21


www.spain.info

Konungshöllin í Olite er einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn í Navarra og hreinn draumur fyrir alla þá sem hafa áhuga á list, arkitektúr og sögu.

©Turespaña

©Turespaña

GAKKTU INN Í ÆVINTÝRALEGA VERÖLD OLITE Í kringum árið 1387 var konungur sem þráði frið, fegurð og þekkingu. Hann hét Karl III af Navarra og var kallaður hinn göfgi. Höllin hans var eins og úr ævintýri eftir Tolkien, umkringd íburðarmiklum hengigörðum, húsagörðum með framandi fuglum og sítrónuog appelsínutrjám sem við getum nánast fundið ilminn af enn þann dag í dag. Hvar er þessi ævintýralega höll sem nú er á þjóðminjaskrá? Hún er í Olite, í miðju Navarra-héraði, 44 km frá Pamplona.

22 I España

Þess má geta að Olite er miðstöð vínframleiðslu í Navarra og þið ættuð fyrir alla muni að bragða dýrindis veigarnar með gæðastimpilinn D.O. Navarra. Höllin var glæsilegasta höll í Evrópu á miðöldum. Ferðalangur sem þangað kom á 15. öld skrifaði: „Ég er viss um að ekki er til fallegri höll en þessi, eða höll með fleiri gylltum herbergjum.“ Því er reyndar haldið fram að í höllinni séu herbergin jafnmörg og dagarnir í einu ári … Tilgangur Karls III konungs var að gera gesti sína orðlausa og allt bendir til að honum hafi tekist það. Vissirðu að í raun er um að ræða tvær hallir sem voru byggðar hlið við hlið? Þeirri eldri hefur verið breytt í Parador-hótel en byggingin sem heild er frá 13.-15. öld.

©Turespaña

Horft á höllina frá svölunum á Parador de Olite

Eitt af því undursamlegasta voru hengigarðarnir með plöntur og blóm sem uxu í allt að 20 metra hæð og voru alls staðar að úr heiminum. Kóngurinn átti einnig sinn eigin konunglega dýragarð og þar voru meðal annars gírafar, ljón, kameldýr og allar hugsanlegar tegundir fugla. Langar þig í útsýni sem sæmir konungi? Þá mælum við með að þú gangir þrepin 133 upp í hinn 40 metra háa turn Torre del Homenaje. Útsýnið yfir bæinn og nágrenni hans mun án efa gera þig orðlausa(n). Miðaldadagarnir sem haldnir eru í Olite í ágúst eru ógleymanleg lífsreynsla. Þá fyllist bærinn af prinsum, prinsessum, galdrakörlum og jögglurum. Ertu til í að skreppa aftur í tímann, alla leið til miðalda?

España I 23


24 I España


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.