Farið út í óvissuna til að fagna nýju ári. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.ffa.is Verð: Frítt. Brottför frá FFA kl. 11.00
5. febrúar Staðarbyggðarfjall. Gönguferð
Þægileg ferð í nágrenni Akureyrar. Gengið frá sumarhúsinu Seli upp að vörðunni nyrst á Hausnum. Þá er gengið inn eftir fjallinu um greiðfær holt inn að Helgárdal. Upplögð fjölskylduferð. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 10.00
10. febrúar. Ferðakynning 2011
Ferðir ársins kynntar í máli og myndum í Hömrum, litla salnum í Hofi, kl. 20.00. Frímann Guðmundsson, formaður ferðanefndar kynnir. Fyrirlesari: Páll Ásgeir Ásgeirsson og fjallar hann um Fjallabak og hinn “óeiginlega Laugaveg” og ferðamöguleika þar. Kynning á útivistarvörum frá 66°Norður, Sportveri og Skíðaþjónustunni. Aðgangseyrir kr. 1.000. Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti á veitingastaðnum í Hofi.
12 - 13. febrúar. Þorraferð í Gil. Skíðaferð
Lagt er af stað við afleggjarann á Leirdalsheiði og er gengið út heiðina í skálann á Gili þar sem snæddur verður kjarngóður þorramatur og drukknar hinar dýrustu guðaveigar um kvöldið. Daginn eftir er gengið til baka um Trölladal. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson Verð: kr 4.000 / kr. 3.500 Innifalið: Fararstjórn, gisting. Brottför frá FFA kl. 9.00
19. febrúar. Súlumýrar - Stóristeinn. Skíðaferð
Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell og haldið þaðan upp Sigurðargil og á Súlumýrar. Gengið er að Stóristeini sem er efst og syðst á Súlumýrum, þar sem fer að halla suður af. Komið er við hjá Steinmönnum í bakaleiðinni. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: kr. 1.000 / kr. 500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 10.00
26. febrúar. Lambi. Skíðaferð
Njótið útiveru og dásemda fjallahringsins á útivistarsvæðis Akureyringa. Í góðu færi er þetta frekar létt ferð. Fararstjóri: Stefán Stefánsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 10.00
JANÚAR / FEBRÚAR
1. janúar. Nýársganga
Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina. Síðan er þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Farið þar í heita pottinn (ekki innifalið). Þetta er létt ferð við flestra hæfi. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: Frítt. Brottför frá FFA kl. 9.00
11 – 13. mars. Svartárkot – Heilagsdalur - Garður. Skíðaferð
Á föstudegi verður farið frá Akureyri og ekið í Svartárkot og gengið þaðan í Botna og gist þar. Á laugardegi verður gengið úr Botna, um Botnakofa, austur við suðurenda Bláfjallshala og norður með Bláfjalli að austan í skála FFH á Heilagsdal og gist þar. Á sunnudegi er svo gengið norður úr Heilagsdal og niður í Garð við Mývatn. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: kr. 17.400/ kr. 14.400 Innifalið: Fararstjórn, gisting og akstur. Brottför frá FFA kl. 12:30
19. mars. Hrossadalur -Vaðlaheiði. Skíðaferð
Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði og inn dalinn að austan og suður á Vaðlaheiðina. Á móts við Geldingsána taka skíðin rennslið niður vesturhlíðina til byggða. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 9.00
26. mars. Fljótsheiði - Garðsnúpur. Skíðaferð
Ekið austur þjóðveg 1 upp á Fljótsheiði austan við Goðafoss. Hópurinn fer úr bílunum á háheiðinni og gengur norðvestur á bungu (285 m ) og síðan norður háheiðina á Skollahnjúk (235 m). Þaðan er gengið norður á enda Garðsnúps og farið austur af núpnum og í bíl. Vegalengd ca. 19,5 km. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: kr. 7.000 / kr. 6.500 Innifalið: Fararstjórn, akstur. Brottför frá FFA kl. 9.00
MARS
5. mars. Hlíðarfjall - Þelamörk. Skíðaferð
Ekið er að Þverá og gengið þaðan inn að Sveinsstöðum með viðkomu í Stekkjarhúsum eða eftir því sem færð leyfir. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 9.00
9. apríl. Botnaleið. Skíðaferð
Farið er á einkabílum að golfvellinum á Ólafsfirði þar sem stigið er á skíðin. Gengið er fram Skeggjabrekkudal og upp í Sandskarð þaðan sem víðsýnt um Ólafsfjörð. Áfram er farið um Héðinsfjarðarbotn á Ámárhyrnu þar sem horft er yfir Héðinsfjörð. Því næst haldið í Hólsskarð, niður Hólsdal og að golfvellinum á Siglufirði. Til baka er ekið um göngin löngu. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
16. apríl. Skessuhryggur - Grjótskálarhnjúkur, 1210 m. Gönguferð
Ekið er að Skarði í Dalsmynni og gengið þaðan á Skessuhrygg og áfram á hæsta hnjúk svæðisins, Grjótskálarhnjúk 1210m með frábæru útsýni. Til baka er farið um Skarðsflár og Skarðsdal heim að Skarði. Fararstjóri: Friðfinnur Gísli Skúlason Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
Páskar 20 – 25. apríl. 6 daga skíðaferð um Öskjusvæðið - Brottför er frá FFA á miðvikudegi 20.apríl. Farið verður á einkabílum í Svartárkot. Miðv.dagur 1. dagur: Farið verður frá Svartárkoti og í Suðurárbotna. Skírdagur 2. dagur: Úr Botna í Dyngjufell á Dyngjufjalladal. Föstud.langi 3. dagur: Úr Dyngjufelli yfir Sigurðarskarðið um Öskjuop í Dreka. Laugardagur 4. dagur: Úr Dreka í Bræðrafell. Páskadagur 5. dagur: Úr Bræðrafelli í Suðurárbotna. Annar í páskum 6. dagur: Úr Suðurárbotnum í Svartárkot. Þetta er tiltölulega krefjandi ganga með vistir og allan búnað á baki eða í púlkum. Dagleiðir á 3. degi og 5. degi eru nokkuð langar - um 40 km. Gist er í vel búnum skálum FFA, skálinn í Bræðrafelli er reyndar fremur lítill en rúmar samt 12 manns. Nánari lýsing ferðar er í riti FFA, Ferðir 2010 (og á heimasíðu félagsins www.ffa.is ). Frekari upplýsingar gefur Anke-María Steinke í síma 821 8234 Nauðsynlegt að skrá sig í þessa ferð fyrir 15. apríl 2011. Fararstjórar: Ingibjörg Eiríksdóttir og Anke-María Steinke. Verð: kr. 25.000 / kr. 19.800 Innifalið: Fararstjórn, gisting. Brottför frá FFA kl. 12.00.
APRÍL
2. apríl. Skíðadalur. Skíðaferð
5. maí. Opið hús á vegum ferðanefndar.
Ferðakynning í húsnæði FFA, Strandgötu 23, Akureyri kl. 20.00. Ferðir sumarsins verða kynntar í máli og myndum. Kynnir: Frímann Guðmundsson, formaður ferðanefndar. Frítt inn meðan húsrúm leyfir. Kaffi og meðlæti í boði félagsins.
7. maí. Illagilsfjall og Nautárhnjúkur, 1126 m. Gönguferð
Ekið á einkabílum að Fornhaga þar sem gangan hefst. Gengið er meðfram árgilinu og notið fegurðar þess.Vaða þarf yfir Lambá áður en haldið er á Illagilsfjall. Þaðan er gengið eftir fjallshryggnum út á Nautárhnjúk þar sem gott útsýni er yfir Þorvaldsdalinn. Til baka er farið niður hjá Kytru og heim að Fornhaga. Gönguhækkun 1066m. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn, Brottför frá FFA kl. 8.00
14. maí. Fuglaskoðunarferð
Árleg fuglaskoðunarferð FFA þar sem fuglalífið við Eyjafjörð verður skoðað með kunnáttumönnum. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen. Verð: Frítt Brottför frá FFA kl. 9.00
21. maí. Reistarárskarð – Flár, 1000 m. Skíðaferð
Ekið á einkabílum að Freyjulundi við Reistará og gengið þaðan upp norðan ár. Þegar komið er upp í skarðið er stigið á skíðin og sveigt til suðurs og upp á Flár, hábungu fjallsins, þar sem gott útsýni er yfir Þorvaldsdalinn og fjöllin vestan við. Gengið áfram suður eftir fjallinu uns haldið er til baka. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn, Brottför frá FFA kl. 9.00
MAÍ
1. maí. Súlur, 1213 m. Göngu- eða skíðaferð
Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gangan hefst við réttina á Glerárdal og er gengið eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Ferð við flestra hæfi. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: Frítt. Mæting og brottför við bílastæðið á Glerárdal kl. 9.00
Hvannadalshnúkur er hæsti tindur landsins og takmark flestra fjallgöngumanna. Þeir sem leggja á sig gönguna uppskera ríkulega fyrir erfiðið enda er umhverfið með því stórbrotnasta sem fyrirfinnst hér á landi. Ekið á einkabílum í Skaftafell föstudaginn 20. maí og gist í svefnpokagistingu í Svínafelli, (ath. pöntun). Gengið á Hnúkinn laugardaginn 21. maí, en sunnudagurinn er til vara vegna veðurs. Gönguhækkun er 2000 metrar og má gera ráð fyrir að gangan taki í heild um 10-15 kl.st. Ekið heim daginn eftir uppgöngu. Nauðsynlegur búnaður er : skór með góðum sóla, mannbroddar, sigbelti, ísöxi, sólgleraugu, sóláburður, skjólgóður fatnaður og nesti. Undirbúningsfundur verður haldinn mánudaginn 16. maí kl. 20.00 í húsnæði FFA. Nauðsynlegt að skrá sig í þessa ferð fyrir 20. apríl 2011. Fararstjóri: Jón Heiðar Rúnarsson Verð: kr. 20.000 / kr. 17.000. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Brottför auglýst síðar.
8. maí. Kaldbakur, 1173 m. Skíða- eða gönguferð Kaldbakur er ein af perlum Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914. Fararstjóri: Vignir Víkingsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn, Brottför frá FFA kl. 8.00
MAÍ
20 - 22. maí. Hvannadalshnúkur, 2119 m
Rauðinúpur: Ekið er um Kópasker austur að býlinu Núpskötlu. Gengið er þaðan eftir malarkambi á núpinn og að vitanum þar sem fylgst er með fuglalífinu. Þaðan liggur leiðin að fornri gígskál og síðan til baka að bænum. Rifstangi: Áfram er ekið austur þar til komið er að götuslóða sem fylgt er í átt að Rifi. Gengið er eftir malarkambi að eyðibýlinu Rifi og út í Rifstanga. Hraunhafnartangi: Næst er ekið að bílastæði við Hraunhafnartanga með viðkomu á eyðibýlinu Skinnalóni. Gengið út að vitanum, þar sem hægt er að fylgjast með brimöldum Norðuríshafsins. Áður en haldið er heimleiðis njótum við kvöldsólarinnar á Sléttunni ef veður leyfir. Fararstjóri: Indriði Indriðason Verð: kr. 9.600 / kr. 9.100 Innifalið: Fararstjórn, akstur. Brottför frá FFA kl. 7.30
6. – 10. júní. Gönguvika -
Stuttar tveggja til þriggja klukkustunda kvöldgöngur við flestra hæfi.
Mánudaginn 6. Vaðlareitur Fararstjóri: Roar Kvam Verð: kr. 500 Brottför frá FFA kl. 19.00
Þriðjudaginn 7. Fálkafell Fararstjóri: Anke Maria Steinke Verð: kr. 500 Brottför frá FFA kl. 19.00
Miðvikudaginn 8. Listaverk
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson / Konráð Gunnarsson Verð: kr. 500 Brottför frá FFA kl. 19.00
Fimmtudaginn 9. Listaverk
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson / Konráð Gunnarsson Verð: kr. 500 Brottför frá FFA kl. 19.00
JÚNÍ
4 júní. Melrakkaslétta - núpar og tangar
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson / Konráð Gunnarsson Verð: kr. 500 Brottför frá FFA kl. 19.00
11. júní. Slembimúli, 909 m
Lagt er af stað frá Bugi í Hörgárdal og gengið upp á múlann, þaðan áfram á Stórahnjúk (972m). Til baka er farið um Hraungerðisskarð niður í Myrkárdal eða í Barkárdal. Gönguhækkun 830m. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
12. júní. Fífilbrekkuhátíð að Hrauni
Í samstarfi við Ferðafélagið Hörg verður boðið upp á göngu á Halllok (998 m) undir leiðsögn eins okkar fróðustu manna um þetta svæði. Gönguhækkun 780 m. Auk þess verða aðrir menningarviðburðir í tilefni dagsins. Fararstjóri: Bjarni E. Guðleifsson. Verð: Frítt. Brottför frá FFA kl. 8.00
21. júní. Sumarsólstöður á Múlakollu, 970 m
Gangan hefst á gamla Múlaveginum ofan við Brimnes. Gengið upp dalinn norðan við Brimnesána upp á Múlakollu. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn Brottför frá FFA kl. 19.00
23. júní. Jónsmessunæturganga, Skíðastaðir – Stórihnjúkur
Gangan hefst við Skíðastaði og gengið þaðan út Hrappstaðaskálar og upp á Stórahnjúk þar sem hægt verður að baða sig í miðnætursólinni. Fararstjóri: Ingimar Eydal Verð: kr. 500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 21.00
25. júní. Hlíðarfjall-Strýta-Kista-Kambsfell
Gengið upp á Hlíðarfjall og síðan sem leið liggur á hin fjöllin. Komið niður Lambáröxlina og út Glerárdal. Það má jafnvel bæta við einu fjalli og koma niður hjá Tröllaspegli (áður en farið er upp á Tröllafjall) og svo heim. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: kr. 3.500 / kr. 3.000 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
26. júní. Bláskógavegur Undirveggur
Ekið til Húsavíkur og upp á Reykjaheiðina að Sæluhúsmúla. Þaðan verður gengin hin forna leið Bláskógarvegur að býlinu Undirvegg í Kelduhverfi. Komið við í Gljúfrastofu ef aðstæður leyfa. Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson. Verð: kr. 8.500 / kr. 8.000 Innifalið: Fararstjórn og akstur. Brottför kl. 8.00
JÚNÍ
Föstudaginn 10. Bróká
Hellaskoðunarferð FFA. Á laugardegi er ekið á einkabílum í Herðubreiðarlindir og gengið þaðan að hraunhelli í Lindahrauni og hann skoðaður. Gist verður í tjöldum eða skála í Lindunum og haldið heim á sunnudegi. Nauðsynlegur aukabúnaður er ljósker og hjálmur. Fararstjóri: Haukur Ívarsson. Verð: Gisting í húsi: kr. 6.500 / kr. 6.000. Gisting í tjaldi: kr. 4.100 / kr. 3.600. Innifalið: Fararstjórn, gisting. Brottför frá FFA kl. 8.00
3. júlí. Glerárdalur, Lambi -Tröllin
Gengið er frá bílastæði við Súluveg sem leið liggur eftir stikaðri leið inn í Lamba þar sem gert verður gott matarhlé. Eftir matinn verður haldið áfram og vaðið yfir Glerána og heilsað upp á hin stórfenglegu Tröll. Fararstjóri: Ingimar Eydal Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
4. – 7. júlí. Gönguvika Akureyrarstofu Nánari dagskrá auglýst síðar.
9. júlí. Þórðarhöfði
Ekið í Skagafjörð og gengið á Höfðann um Höfðamöl og á hæstu bungu hans, Herkonuklett, þaðan sem útsýnið er stórfenglegt yfir Skagafjörðinn. Á heimleiðinni verður komið við í Lónkoti í kaffi. Fararstjóri: Roar Kvam sem nýtur aðstoðar staðkunnugs leiðsögumanns. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
10. júlí. Hörgur – Flöguselshnjúkur - afmælisganga
Ferðafélagið Hörgur efnir til afmælisgöngu á fjöllin Hörg og Flöguselshnjúk og býður félögum í FFA til þátttöku í ferðinni. Nánari lýsing og upplýsingar, sjá ferðaáætlun Ferðafélagsins Hörgs. Gengið er úr Hörgárdal. Gönguhækkun 1050m. Fararstjóri: Bjarni E. Guðleifsson. Verð: Frítt. Brottför frá FFA kl. 8.00
JÚLÍ
2-3. júlí. Hraunhellir í Lindahrauni
Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, ekið með farangur á milli skála. Fullt fæði. 1. d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla. 2. d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, e.t.v. farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3. d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 19 – 20 km. 4. d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 20 – 22 km. 5. d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15 – 16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng, farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Ekið til Akureyrar. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: kr. 68.500 / kr. 62.600. Innifalið: Fararstjórn, akstur, trúss, fullt fæði og gisting. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Brottför frá FFA kl. 17.00
16. júlí. Látrastrandar-tindar, 16 tinda ferð
Mögnuð ferð sem reynir mjög á styrk og þor, eingöngu fyrir göngufólk í góðu formi og ekki fyrir lofthrædda. Ekið verður til Grenivíkur. Gengið verður hefðbundin leið upp á Kaldbak og svo áfram í norður eftir fjallshryggnum. Ekki er hægt að búast við því að komast í vatn uppi á fjöllunum þannig að gera verður ráð fyrir að bera talsvert mikið af vatni. Vonumst við til þess að vera uppi á Gjögurfjalli í kring um miðnætti og kominn niður að Látrum í kringum tvö um nóttina. Þar mun bíða bátur og sigla með okkur til Grenivíkur. Hámarksfjöldi 16 manns Fararstjóri: Viðar Sigmarsson. Verð: Ákveðið síðar. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Innifalið: Fararstjórn, sigling. Brottför frá FFA kl. 6.00
JÚLÍ
10-14. júlí. Öskjuvegur 1. Sumarleyfisferð. Trússferð
Gengið meðfram Glerá, frá Heimari-Hlífá, við réttina, til ósa. Þetta er frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem skoða má sjaldséðar jurtir. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð: kr. 1.000 / kr. 500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 10.00
23. júlí. Kaldbakur í Skagafirði
Ekið er að bænum Hóli í Sæmundarhlíð, gengið þaðan eftir slóð um Vatnöxl, á Vestra- og Eystra-Sandfell og þaðan á Kaldbak. Til baka er gengið suður af hnjúknum og niður að býlinu Dæli. Fararstjóri: Grétar Grímsson sem nýtur aðstoðar staðkunnugra. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
24 - 28. júlí. Öskjuvegur 2. Sumarleyfisferð. Trússferð Sjá lýsingu hér framar. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson Verð: kr. 68.500 / kr. 62.600. Innifalið: Fararstjórn, akstur, trúss, fullt fæði og gisting. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Brottför frá FFA kl. 16.00
24. júlí. Hamrar-Steinmenn á Súlumýrum Fararstjóri: Una Sigurðardóttir Verð: kr. 1.000 / kr. 500 Innifalið: Fararstjórn Brottför frá FFA kl. 10.00
30. júlí. Kerling, 1538 m. Sjö tinda ferð
Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi. Ekið að Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit, farið þaðan á fjallið. Þar verður ferðinni tvískipt, sumir fara sömu leið til baka, aðrir norður eftir tindum að Súlum og niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Fararstjórar: Stefán Sigurðsson, Frímann Guðmundsson. Verð: kr. 3.500 / kr. 3.000 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
JÚLÍ
17. júlí. Meðfram Glerá
Gengin verður hefðbundin leið upp á Kaldbak og þaðan áfram í norður á Útburðarskálarhnjúk, Svínárhnjúk, Þernu og Skersgnípu. Gengið verður niður Ausu og Ausugil að Skeri eða Steindyrum, fer eftir ástandi vegslóða hve bílar komast langt. Fararstjóri: Friðfinnur Gísli Skúlason. Verð: kr. 3.500 / kr. 3.000 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 7.00
7 – 11. ágúst. Öskjuvegur 3. Sumarleyfisferð. Trússferð Sjá lýsingu hér framar. Fararstjóri: Roar Kvam Verð: kr. 68.500 / kr. 62.600. Innifalið: Fararstjórn, akstur, trúss, fullt fæði og gisting. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Brottför frá FFA kl. 16.00
12 - 14. ágúst. Herðubreið, 1682 m
Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Á föstudegi er ekið á einkabílum í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða skála. Gengið á þjóðarfjallið á laugardegi og haldið heim á sunnudegi. Nauðsynlegur aukabúnaður er hjálmur. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: Gisting í húsi: kr. 10.500 / kr. 8.000. Gisting í tjaldi: kr. 5.700 / kr. 4.800. Innifalið: Fararstjórn, gisting. Brottför frá FFA kl. 16.00
13. ágúst. Mælifellshnjúkur í Skagafirði, 1147 m
Farið í Skagafjörð að uppgöngunni í Mælifellsdal og gengið eftir merktri slóð á fjallið, þaðan sem útsýnið er stórfenglegt til allra átta. Fararstjóri: Roar Kvam Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
ÁGÚST
6. ágúst. Skersgnípa-Kaldbakur, 5 tinda ferð
Göngutilhögun: Þátttakendum verður skipt í tvo hópa, leggur annar upp frá Gloppu en hinn frá Stóra-Dal og mætast á miðri leið. Leiðin liggur frá eyðibýlinu Gloppu um Gloppugil, Gloppuskarð upp á hábungu fjallsins í 1300m hæð. Farið er niður í dalbotninn, norður yfir ána og niður dalinn heim að Stóra-Dal. Þegar lagt er upp frá Stóra-Dal er farið beint upp frá bænum og fram dalinn norðan ár. Í þessari tilhögun skipta hópar á ökutækjum fyrir heimferðina. Gönguhækkun 1020m. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00
20. ágúst. Héðinsfjörður
Farið með einkabílum í Héðinsfjörð. Gengið um svæðið, meðfram vatninu og þessi forna eyðibyggð og fjöllin í kring skoðuð. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 8.00.
27. ágúst. Kræðufell - Gæsadalur
Gengið frá bílastæðinu efst á Víkurskarði um Gæsadal á fjallið Kræðufell. Þaðan er gengið um Dalsmynni að Laufási þar sem gangan endar. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 9.00
ÁGÚST
14. ágúst. Gloppa – Brandi.
Ekið er í Vaglaskóg og að Efri-Vöglum þar sem gangan hefst. Gengið er upp hlíðina eftir stikaðri leið og á Hálshnjúkinn þar sem frábært útsýni er yfir Fnjóskadalinn og Ljósavatnsskarðið. Farið er sömu leið til baka. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför frá FFA kl. 9.00
10. september. Kötlufjall, 980 m
Gengið frá Syðri-Reistará, upp Reistarárskarð, þaðan til norðurs á Kötlufjall. Síðan er gengið niður svokallaðar Gvendarbrekkur að StærraÁrskógi. Fararstjóri: Roar Kvam Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 Innifalið: Fararstjórn. Brottför kl. 9.00
17. september. Haustlitaferð að Hraunsvatni
Ekið að Hrauni og gengið um Hraunsstapana að Hraunsvatni. Skoðaðir haustlitir svæðisins sem eru stórkostlegir. Fararstjóri: Anke María Steinke. Verð: Frítt. Brottför frá FFA kl. 10.00
SEPTEMBER
3. september. Hálshnjúkur, 627 m
LANDSBANKI bakhliテー verテーur send テ。 テ《prent