Stúdentablaðið - febrúar 2022

Page 1

THE STUDENT PAPER

3. TÖLUBLAÐ

97. ÁRGANGUR


GP banki

Veltureikningur

-693.484 6.516

Útskrifast þú í mínus? Flest erum við með skuldir á bakinu þegar við ljúkum námi og þá skiptir máli að menntunin sem við höfum fjárfest í sé metin til launa. Það er sérstakt baráttumál okkar hjá BHM að háskólamenntun fólks skili sér í hærri launum þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Innan bandalagsins eru 27 stéttarfélög sem standa saman í hagsmunabaráttu fyrir háskólamenntað fólk, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Með því að velja stéttarfélag innan BHM færðu einnig aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum auk annarra sjóða, sem gerir þér kleift að sækja um styrki fyrir meðferðum á líkama og sál, starfsþróun, ráðstefnum og fleira.

Veldu stéttarfélag innan BHM þegar þú lýkur námi!


STÚDENTABLAÐIÐ RITSTJÓRI / EDITOR Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands / University of Iceland Student Council RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Anna María Björnsdóttir Arnheiður Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Lísa Margrét Gunnarsdóttir Maicol Cipriani Rohit Goswami Snædís Björnsdóttir BLAÐAMENN / JOURNALISTS Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess) Birta Björnsdóttir Kjerúlf Dino Ðula Francesca Stoppani Igor Stax Mahdya Malik Melkorka Gunborg Briansdóttir Sam Cone Stefaniya Ogurtsova YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM / TRANSLATION SUPERVISOR Victoria Bakshina YFIRUMSJÓN MEÐ PRÓFARKALESTRI / PROOFREADING SUPERVISOR Birgitta Björg Guðmarsdóttir ÞÝÐENDUR / TRANSLATORS Anna María Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Hallberg Brynjar Guðmundsson Jakob Regin Eðvarðsson Lilja Ragnheiður Einarsdóttir Lísa Margrét Gunnarsdóttir Sindri Snær Jónsson Snædís Björnsdóttir Victoria Bakshina Þórunn Halldórsdóttir Þula Guðrún Árnadóttir LJÓSMYNDIR / PHOTOS Barði Benediktsson Mandana Emad PRÓFARKALESTUR Á ÍSLENSKU / ICELANDIC PROOFREADING Anna María Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Birgitta Björg Guðmarsdóttir Lísa Margrét Gunnarsdóttir Snædís Björnsdóttir Þórunn Halldórsdóttir PRÓFARKALESTUR Á ENSKU / ENGLISH PROOFREADING Alice Heeley Árni Pétur Árnason Charlotte Barlow Rohit Goswami Sam Cone SÉRSTAKAR ÞAKKIR / SPECIAL THANKS Félagsstofnun Stúdenta Hannes Kristinn Árnason Réttindaskrifstofa SHÍ HÖNNUN, TEIKNINGAR OG UMBROT / DESIGN, ILLUSTRATIONS AND LAYOUT Sóley Ylja Aðalbjargardóttir Bartsch   soleybartsch.com   soleybartsch LETUR / FONT Durango Kid Freight Text Pro Freight Sans Pro PRENTUN / PRINTING Litróf UPPLAG / CIRCULATION 700 eintök / 700 copies   studentabladid.is   Studentabladid   studentabladid   studentabladid

Efnisyfirlit Table of Contents 5

Ávarp ritstýru Editor’s Address

6

Ávarp forseta Stúdentaráðs Address from the Student Council President

7

Heilbrigði og vinnusiðferði Health and Work Ethic

10 Vill gefa gæðum háskólans meiri athygli: Viðtal við Áslaugu Örnu Focusing on the Quality of Higher Education: Interview with Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 13 Ríkisrekin og einkarekin heilbrigðisþjónusta Public and Private Healthcare: A Perspective 15 Heilbrigði er afstætt: Af hvíldar­ lækningum og hoknum konum á bak við veggfóður Health Is Relative: Rest Cure and Hunched Women behind Wallpapers 18 Fjöltyngi er fjársjóður The Wealth of Plurilingualism 20 Að vera breytingin Being the Change 22 Heilsumannfræði Medical Anthropology 23 Getur eitthvað komið í staðinn fyrir æskuíþróttina? Can Anything Replace a Childhood Sport? 25 Lífið er leikur Life Worth Playing 27 Af hverju er svona erfitt að eiga í heilbrigðum samböndum? Why Is It So Difficult to Have a Healthy Relationship? 29 Hvor er óður, þú eða ég? Who Is Mad, You or I? 31 Við eigum öll erindi í umhverfis­ umræðuna: Viðtal við formann ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur We All Have a Say in the Environment Discussion: Interview with the Chairman of the Icelandic Young Environmentalist Association, Tinna Hallgrímsdóttir 33 Meðganga og fæðing Pregnancy and Childbirth 35 Kennir læknanemum bókmenntafræði: Guðrún Steinþórsdóttir ræðir um vensl bókmennta og læknavísinda Teaches Medical Students Literature: Guðrún Steinþórsdóttir Discusses the Connection of Literature and Medical Science

45 Kyngerving kvenna: Áhrif þess á andlega heilsu Oversexualization of Women: How It Affects Mental Health 48 Svefnleysi drepur hægt How We Sleep 51 Svefnráð úr ýmsum áttum Advice for a Good Night’s Sleep from Campus 52 Hið krefjandi umhverfi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga The Challenging Environment of an Intensive Care Unit Nurse 55 Spyrðu hagsmunafulltrúa SHÍ: Jessý Jónsdóttir svarar spurningum stúdenta FAQ for SHÍ’s Student Interest Representative 56 Sólin, húðin og SPF The Sun, the Skin and SPF 57 Uppáhalds Hámumatur: Réttindaskrifstofa SHÍ situr fyrir svörum Favourite Meals from Háma: The Students’ Rights Office Give Their Opinions 59 Uppskriftarhornið: Allt á pönnu Recipe Corner: Everything in a Frying Pan 62 Strætó býður afslátt fyrir nema: Og svona sækirðu hann Strætó Offers Discounts for Students: And This Is How You Retrieve Them 63 Dalslaug: Heimsókn í nýjustu sundlaug landsins Dalslaug: A Visit to Iceland’s Newest Swimming Pool 64 Um sjálfsást Raising Awareness on Narcissism 66 Um Tvístruð eftir Gabor Maté: Hvernig athyglisbrestur verður til og hvað er til ráða On Gabor Maté’s Scattered: How Attention Deficit Disorder Originates and What You Can Do About It 69 Forréttindi og geðheilsa: Eitrað samband Priviledge and Mental Health: A Toxic Relationship 70 Skjátími: Að verja minni tíma á netinu, hvernig, af hverju og er það þess virði? Screen Time: Spending Less Time Online, How, why and Is It Worth It? 72 Þrautir & lausnir Puzzles & Solutions

38 Litblindan og ég The “I” in Colorblind 40 Lærum að lesa How to Start Reading Again 42 Bókmenntahorn ritstjórnar: Bækur um heilsu The Editorial Booknook: Books on Health 44 Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf Healthy Sex and Healthy Attitudes THE STUDENT PAPER


STÚDENTABLAÐIÐ

Ritstjórn Editorial Team

Anna María Björnsdóttir

Arnheiður Björnsdóttir

Árni Pétur Árnason

Karitas M. Bjarkadóttir

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Maicol Cipriani

Mandana Emad

Rohit Goswami

Snædís Björnsdóttir

Sóley Ylja A. Bartsch

Blaðamenn Journalists

Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess)

Birta Björnsdóttir Kjerúlf

Dino Ðula

Igor Stax

Mahdya Malik

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Sam Cone

Stefaniya Ogurtsova

THE STUDENT PAPER

Francesca Stoppani


Karitas M. Bjarkadóttir

Ávarp ritstýru Editor’s Address Eins og mörg önnur setti ég mér nýársheit: Hætta að hunsa mjólkur­ óþolið mitt, hreyfa mig reglulega, reyna að missa ekki vitið í enn einni covid-bylgjunni og þar fram eftir götunum. Ég er engin íþrótta­manneskja. Eiginlega bara akkúrat öfugt við það að vera íþrótta­ manneskja. Ég fæ blóðbragð í munninn við að labba upp stigann á skrifstofuna mína (þó ég vilji meina að covid-smitinu mínu síðan í nóvember sé þar um að kenna) og beinhimnubólgu í hvert skipti sem ég geri veiklulega tilraun til þess að skokka. Það er hægara sagt en gert að standa við nýársheit, ég fékk mér til að mynda bragðaref strax 14. janúar. En nýársheit krefjast ákveðinnar naflaskoðunnar. Þegar ég áttaði mig á því að ég varð ekki betri manneskja á miðnætti nýársnætur með því einu að setja mér innantóm markmið (ekki frekar en síðustu tuttugu árin) ákvað ég að hætta að tímasetja þessi markmið, og hugsa þau frá öðru sjónarhorni. Mig langar ekki að taka mataræðið í gegn en mig langar að líða betur í maganum. Mig langar ekki að stunda líkamsrækt, en mig langar að vera heilbrigðari. Og hér erum við, því nýársheit Stúdentablaðsins gengur hins vegar vel, þrátt fyrir hrakföll mín á sviði mataræðis og hreyfingar. Við einsettum okkur nefnilega að færa nemendum Háskóla Íslands tvö stútfull og góð blöð á nýju ári, og þó ég segi sjálf frá hefur fyrri helmingur þess heits tekist prýðilega. Í þessu tölublaði var kastljósinu varpað á heilsu, í öllum skilningi þess orðs. Ritstjórn og blaðamenn fengu fullt frelsi til að láta hugann reika og skrifa um þær birtingarmyndir heilsu sem þau vildu. Í blaðinu er að finna ráð til þess að sofa betur, minnka skjánotkun, heilsusamlega uppskrift, viðtal við heilsumannfræðing, greinar um litblindu, kynheilbrigði og margt, margt fleira. Heilbrigði er alltaf mikilvægt en sérstaklega nú þegar tvö ár eru liðin síðan lífi okkar var umturnað með komu kórónuveirunnar hingað til lands. Það er stöðugt verið að hrófla við reglum, tilmælum, félagslífi og kennslu og það er mjög auðvelt að týna sér í tóminu og gleyma því að forgangsraða heilsunni. Þetta tölublað er fullt af allskyns ráðleggingum til að sofa betur, vinna á heilsusamlegri hátt og eiga í heilbrigðum samböndum. Ég hvet lesendur til að taka þau ráð til sín sem við eiga og hlúa að sjálfinu á þeim sem vonandi eru lokametrar heimsfaraldursins. Hvort sem hann verður afstaðinn í apríl, eins og spáð er fyrir um þegar þetta er ritað, eða eftir önnur tvö ár. Í næsta tölublaði Stúdentablaðsins, sem jafnframt er það síðasta þetta skólaárið, verður svo limru-samkeppni með opnu þema. Áhugasamir þátttakendur geta sent limrurnar sínar á netfangið studentabladid@hi.is, en verðlaun og dómnefnd verður auglýst síðar. Ég hlakka til að sjá ykkur í síðasta skiptið eftir páska, en þangað til, góða heilsu.

THE STUDENT PAPER

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

Like many others, I made some new year resolutions: Stop ignoring my lactose intolerance, exercise regularly, try not to lose my mind during yet another COVID-wave, and so many others. I’m no athlete. Actually, quite the opposite. I taste blood in my mouth when walking up the stairs to my office (though I’d like to attribute that to when I got COVID-19 in November), and I get shin splints every time I make a weak attempt to jog. Following through with new year’s resolutions is easier said than done; for example, I went out to buy ice cream as early as the 14th of January. But new year’s resolutions do warrant a closer inspection. When I realised I didn’t become a better person at midnight of a new year only by setting meaningless goals for myself (not any different from the last 20 years), I decided to stop putting goals in a time-bound context and started thinking about them from a different perspective. I don’t want to change my diet, but I want my stomach to feel better. I don’t want to work out, but I want to be healthier. And here we are, as The Student Paper’s resolutions are going well, despite my hiccups in the diet and exercise departments. Our goal this year is to give students at the university two jam-packed issues in the new year, and if I do say so myself, I think the first half of this promise has been amply fulfilled. In this issue, the spotlight is on health in every respect. The editorial and journalism teams had total creative freedom to let their minds wander and write about every manifestation of health that they wished to. In this paper, you can find advice to sleep better, limit screen-time, healthy recipes, an interview with a health anthropologist, articles on colour-blindness, sexual health and much, much more. Health is always important, but especially during the last two years since our lives were turned upside-down by COVID-19 when it reached us. Rules and guidelines regarding social life and school are constantly changing, and it is very easy to get lost in the void and forget to prioritise your health. This issue is full of advice for better health, from having a healthier work ethic, to having healthier relationships. I encourage readers to take our advice if needed and take good care of themselves for what is hopefully the final stretch of the global pandemic. Whether it will be over in April, as is presumed at the time of writing, or after another two years. In the next issue of The Student Paper, which will also be the last one for this school year, we will host a limerick competition with an open theme. If readers are interested, they can send their limericks to studentabladid@hi.is, the prizes and judges will be revealed later on. I look forward to seeing you for the last time after Easter, but until then, stay healthy.

5


Isabel Alejandra Diaz

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

Ávarp forseta Stúdentaráðs Address from the Student Council President Það eru margir þættir sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Þéttari byggð kallar á betri lýðheilsu, hreyfing stuðlar að betri líðan og meðvitund að bættri andlegri heilsu. Hlutirnir sem við gerum, staðirnir sem við heimsækjum og fólkið sem við umgöngumst eiga það sameiginlegt að segja mikið til um það hvernig við upplifum nærumhverfið og oftar en ekki er háttsemi okkar eftir því. Félagslegi þátturinn var mér mjög mikilvægur í minni háskóla­ göngu. Sumir finna hann í gegnum nemendafélögin og aðrir í gegnum starf stúdentahreyfingarinnar. Hvar sem hann finnst getum við að minnsta kosti verið sammála um að þátttaka í félagsstarfi veiti okkur reynslu sem við tökum með okkur út í lífið. Félagslífið hefur áfram verið takmarkað til staðar og janúar virtist ætla að leika okkur grátt en við gátum sameinast í handboltaveislunni í gegnum mánuðinn. Þar urðu til margar góðar stundir sem framkölluðu að öllum líkindum fram ótrúlegt magn af serótónín í íslensku þjóðinni. Að gera það sem okkur þykir gaman og geta glaðst yfir því með öðrum er alltaf stór plús í janúarlægðinni. Vellíðan stafar líka af annars konar öryggi en félagslegum tengslum. Það getur t.a.m. verið aðgengi að námi, atvinna eða þak yfir höfuðið. Fyrir skömmu gaf Stúdentaráð út skýrslu um stöðu stúdenta á húsnæðismarkaði, enda einn helsti málaflokkur hags­ munabaráttunnar. Húsnæðismálin eiga beint við háskólasamfélagið þar sem Félagsstofnun stúdenta rekur stúdentagarðana í grennd við háskólann. Aðgengi að þeim er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk af landsbyggðinni, erlenda nemendur og fleiri sem ekki hafa aðra valkosti. Í stuttu máli sýndu niðurstöður skýrslunnar að námsmenn greiði að jafnaði húsnæðiskostnað sem annaðhvort nálgast það, eða telst vera, íþyngjandi. Húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er svo talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Lágar ráðstöfunartekjur, dræm kjör námslána­ kerfisins, ströng skilyrði fyrir húsnæðisstuðningi og skortur á fé­lagslegu leiguhúsnæði auk erfiðra aðstæðna á almennum leigu­ markaði skýra þessa stöðu. Þetta eru ýmsar breytur sem sem fela í sér minna húsnæðisöryggi og hærri húsnæðiskostnað. Ungt fólk er almennt eignaminna, sé það í námi eða á vinnu­ markaði. Það er oft erfitt að segja til um það hvort og hvernig ungt fólk nær að fóta sig á vinnumarkaði, sérstaklega nú þar sem vinnu­ markaðurinn hefur mátt þola mikinn samdrátt vegna áhrifa far­ aldursins. Framtíðartækifæri þeirra sem út á vinnumarkaðinn fara úr námi kunna að vera takmörkuð og hafa áhrif á ævitekjur fólks sem getur leitt til þess að þau hrekjast af markaðnum. Við vitum líka að kaupmáttur háskólamenntaðra hefur aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá árinu 2019. Það er áhyggjuefni að menntun sé ekki réttilega metin til launa vegna þess að með því að fara í nám eru einstaklingar að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og bera svo jafnvel byrði námslána sem þarf að greiða af að námi THE STUDENT PAPER

There are many factors that have an impact on the health and quality of life. Denser population calls for better public health. Physical activity contributes to better well-being, consciousness and improves mental health. The things we do, places we visit and people we associate with have one thing in common: they say a lot about how we experience the micro-environment, and they often affect our behavior. The social factor was very important for me in my university years. Some find it through student unions, the others – through the work of student movements. Wherever one finds it, we can at least agree that participation in social activities gives us the expe­rience that we carry with us into life. Social life has continually been limited, and January seemed to be going to punish us, but we could unite in handball celebration throughout the month. Many good moments were created that arguably produced an incredible amount of serotonin in the Icelandic nation. To do what we love and be able to rejoice with each other is always a big plus during January depression. Well-being is also caused by other forms of security besides social connections. It can e.g., be access to education, employment or a roof over your head. Recently, the Student Council released a report on the status of students on the housing market, since it is an essential matter in the fight for the student interests. Housing issues directly apply to the university community since Icelandic Student Services operate the student dormitories in the vicinity of the university. Access to them is especially important for the people from the countryside, foreign students and others who do not have other options. In short, the results of the report showed that students typically pay the housing cost, which either is close to, or is considered burdensome. Housing costs of those who rent at the general market are significantly higher than those who stay in the dormitories. Low disposable income, poor conditions of the student loan system, strict requirements for housing support and a shortage of social housing, along with difficult circumstances on the housing market explain this situation. These are a variety of parameters which include lower housing security and higher housing costs. Young people generally have fewer possessions if they are studying or working. It is often difficult to tell whether and how young people will manage to set their foot on the labor market, especially now since the labor market has suffered a significant de­crease because of the pandemic. Future opportunities of those who enter the labor market after studies may be limited and have an impact on lifetime income which can lead to the fact that peo­ple will get repulsed by the market. We also know that the pur­chasing power of university graduates has increased less than the

6


STÚDENTABLAÐIÐ

loknu. Það væri eðlilegt að laun háskólamenntaðra endurspegli þennan fórnarkostnað. Af meðal annars þessum ástæðum skiptir það sköpum fyrir stúdentahópinn að eiga sér sterkan og tryggan málsvara. Best væri ef fórnarkostnaður og framlag námsfólks væru réttilega metin og þyrftu ekki að sæta fjölda efasemda.

purchasing power of other groups from the year 2019. There is a concern that education is not rightly valued for wages due to the fact that by pursuing studies the individuals postpone income earning, shorten the course of professional career, as well as carry the burden of student loans that need to be paid after the gradu­ ation. It would be natural that the salaries of university graduates reflected this opportunity cost. Having a strong and loyal advocate for the students’ rights makes a huge difference among other things. It would be best if the opportunity cost and the contribution of students were rightly valued and didn’t need to be subjected to a number of doubts.

Grein / Article

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Heilbrigði og vinnusiðferði Health and Work Ethic Að mínu mati er viðhorf okkar til vinnu og hvíldar mikilvægur þáttur í því sem við teljum heilbrigði. Ég ákvað að taka þrjá ólíka aðila tali og spyrja þau út í viðhorf sín til vinnu og hvíldar.

Eva María Jónsdóttir, jóga- og fræðamiðlari 1. Hvað er heilbrigt vinnusiðferði fyrir þér? Heilbrigt vinnusiðferði er nokkuð sem vinnuveitandi og starfs­maður þurfa báðir að tileinka sér. Vinnuveitandinn á að taka tillit til þess að starfsmaðurinn eigi sér einkalíf og heilsufar og hafi stofnað til skuldbindinga við fjölskyldu sína og ást­vini. Starfsmaður með gott vinnusiðferði sinnir vinnunni eftir fremsta megni af heilindum og sönnum áhuga með heildar­hag [vinnu­staðarins] að leiðarljósi. 2. Hvernig þróar maður með sér heilbrigt viðhorf til vinnu og hvíldar? Það er innbyggt í öll dýr að hvíla sig á milli þess sem þau erfiða. Við þurfum ekki að þróa neitt sem er í okkur, bara að aflæra hugmyndir á borð við vinnudýrkun og taka ekki þátt í kapp­ hlaupi um óþörf efnisleg gæði. Minna okkur á að í svefni erum við að vinna úr því sem við höfum verið að læra, losa okkur við það sem gagnast okkur ekki af tilfinningasviðinu, komast á stað þar sem við erum hluti af öllu sem er, þar sem „ég“-ið er ekki eitt og samt heldur getur flökt á milli margskonar fyrirbæra og persóna. Með því að álíta svefn aðeins leiðinlega nauðsyn erum við að horfa fram hjá dásemdum þess að hvílast, líkamlega, and­lega, félagslega og sálrænt og gefa sístarfandi huganum frí. Ef við höfum svartamyrkur á meðan við sofum og rafmagns­tæki fjarri náum við að hvíla skynfærin betur. 3. Hvers konar samspil vinnu og hvíldar er æskilegt? Ég hef oft litið á sólarhringinn sem þrískiptan þar sem vinna, svefn og persónulega lífið fá hvert um sig átta klukkustundir. Ef maður er í vinnu sem vekur áhuga manns og dregur fram það besta í manni getur þetta alveg virkað sem ágætt viðmið til að sinna sjálfum sér og vinnunni af kostgæfni. Í seinni tíð hefur mér þótt þetta vinnumódel vafasamt, sérstaklega í ljósi þess að þetta er tilbúningur manna og fyrir 70 árum dugði oft að einn fullorðinn væri starfandi utan heimilis en annar aðili væri heima að sinna lifandi verum og að tryggja öllum gott skjól, næringu og hlýju. Eftir að flestir fullorðnir fóru út á vinnu­markaðinn hefur efnishyggjan vaxið og heimilin orðið sumpartinn erfiðari staðir, sem orsakar að margir flýja aftur í vinnuna til að hvíla sig frá heimilinu. Ég tel að sem samfélag gætum við orðið sáttari og hvíldari ef vinnumarkaðurinn gerði ráð fyrir sex klukkustunda vinnuframlagi frá hverjum úti­ THE STUDENT PAPER

In my opinion, our attitudes towards work and rest factor impor­ tantly into what we consider a healthy lifestyle. I therefore decided to talk to three different people and ask them about their views on work and rest.

Eva María Jónsdóttir, yoga instructor 1. What does a healthy work ethic consist of? A healthy work ethic is something that both employer and employee have to adopt. The employer needs to respect that the employee has their own personal life, state of health and responsibilities regarding their family and loved ones. An employee with a good work ethic performs to the best of their ability with integrity and enthusiasm with the overall best interest [of the whole workplace] at heart. 2. How does one develop healthy attitudes towards work and respite? It is naturally built into all animals to rest between laborious tasks. We do not have to develop anything within ourselves, simply unlearn the ideas of work glorification and stop taking part in the race of acquiring unnecessary material goods. Remind ourselves that during sleep we are processing what we have been learning, relinquishing emotions that are not useful to us, getting to a place where we are part of everything there is, where the ego is not singular but can instead flicker between various phenomena and characters. By viewing sleep simply as an annoying necessity we are looking past the won­ders of resting, physically, emotionally, socially and psycho­ logically and giving the ever-busy mind a break. If we are sur­rounded by complete darkness while we sleep and far away from electronics our senses can relax better.

7


STÚDENTABLAÐIÐ

Myndir / Photos Aðsendar frá viðmælendum / Sent in from interviewees

vinnandi einstaklingi. Þá fáum við öll meiri tíma til að láta okkur leiðast og upp úr því sprettur oft mjög skapandi iðja. 4. Er eitthvað sem þú gerir sjálf sem auðveldar þér að viðhalda vinnuorku þinni? Ég geng snemma til náða, geri jóga daglega og jóga nidra nokkrum sinnum í viku. Mér finnst ég vera að stunda orku­ búskap og reyni að sinna honum eins og bóndi mundi sinna búi sínu; reglulega og af alúð.

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Tokyo 1. Hvað er heilbrigt vinnusiðferði fyrir þér? Það er gott að líta á sig sem hluta af teymi, vinna að sama mark­miði með heildarhagsmuni hópsins í huga og gefa þeim sem vinna með þér hlutdeild í árangrinum sem náð er. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að réttindum fylgja líka skyldur gagn­vart vinnuveitenda og samstarfsfólki, til dæmis að sinna vinnu sinni eftir bestu getu, en það finnst mér oft gleymast. Svo skiptir miklu máli að vera tilbúinn að taka réttmætri gagnrýni um vinnu sína, kalla jafnvel eftir henni og líta á hana sem leið til að bæta sig eða það verkefni sem unnið er að. Þar sem ég hef unnið mikið í alþjóðlegu umhverfi er rétt að nefna að lokum mikilvægi þess að sýna annarri menningu skilning og virðingu í samskiptum við útlendinga. 2. Hvernig þróar maður með sér heilbrigt viðhorf til vinnu og hvíldar? Ég held að það hafi orðið mikil vitundarvakning um þetta á undanförnum árum. Fólk gerir sér almennt mun betur grein fyrir mikilvægi svefns og hreyfingar og það ríkja ekki sömu fordómar og áður gagnvart þunglyndi og kulnun. Vinnustaður sem leggur sig fram um að rækta sitt fólk, gerir ráð fyrir jafn­vægi milli vinnu, einkalífs og hvíldar og hvetur fólk til að sinna heilsu sinni uppsker í betra og ánægðara samstarfsfólki. Hins vegar virðast einkenni kulnunar og streitu hafa aukist hjá fólki. Kannski er það í einhverjum mæli vegna þess að fjölskyldur eru að ætla sér of mikið utan vinnunnar, það er svo margt í boði. Stundum er einfaldlega best að slaka á heima hjá sér. 3. Hvers konar samspil vinnu og hvíldar er æskilegt? Ætli þetta snúist ekki um forgangsröðun og að hlusta á líkama sinn. Auðvitað er það þannig í mörgum störfum að fólk þarf að keyra á varaorku, taka skurk í vinnunni til að skila ákveðnum verkefnum í tíma. En þá er æskilegt að vera meðvitaður um að það verði ekki reglan, það er svo mikilvægt að pústa á milli tarna. Og ef þetta lagast ekki þarf kannski einfaldlega fleiri hendur á dekk.

THE STUDENT PAPER

3. What kind of interplay between work and rest is preferable? I have often thought of the day in three parts where work, sleep and personal life each occupy eight hours. If you have a job that interests you and draws out your best qualities, this can be a good format to cultivate both your job as well as your­self in a conscientious way. Lately, I have found this model problematic, especially because it is man-made. Seventy years ago it sufficed that one person worked outside the home while the other was at home caring for living beings, ensuring that everyone had shelter, nutrition and warmth. Now that most adults are part of the general workforce, materialism has grown and the home has, to some degree, become a more difficult space which results in many people fleeing to work to take a break from the home. I think that, as a community, we would be more satisfied and restful if the labour market expected six hours of work per day for working people. That way we all get more time to be idle and out of that often springs creativity. 4. Do you do anything in particular to maintain your energy for work? I go to bed early, practice yoga daily and yoga nidra a few times per week. I feel that I am cultivating my energy and try to do it much as a farmer would farm his land, regularly and with great care.

Stefán Haukur Jóhannesson, Icelandic ambassador in Tokyo 1. What does a healthy work ethic consist of? It is good to see yourself as part of a team, working towards the same goal with the whole group’s interests in mind and letting those working with you take part in the success that has been achieved. It also bears keeping in mind that with rights come responsibilities to employers and colleagues, such as doing your job to the best of your ability, which I feel is often forgotten. It is important to be ready to welcome constructive criticism about one’s work, even ask for it and view it as a way to improve your performance or the project being worked on. Because I have worked largely in interna­ tional environments, I would also like to mention the impor­ tance of showing understanding and respect to different cultures in all interactions with foreigners. 2. How does one develop healthy attitudes towards work and respite? I think there has been a rise in awareness on this topic in re­cent years. Generally, people are more knowledgeable about the importance of sleep and exercise and there are no longer the same prejudices towards depression and burnout. A work­place that puts an emphasis on cultivating their staff, makes space for a balance between work, personal life and rest, and encourages people to look after their health will reap happy and diligent coworkers. On the other hand, symptoms of burn­out and stress have increased. Perhaps that is partly because families expect too much of themselves outside of work with so many things available. Sometimes it’s simply best to relax at home. 3. What kind of interplay between work and rest is preferable? It comes down to prioritising and listening to your body. Of course, in many professions, people have to run on provi­sionary energy, push themselves at work to finish certain pro­jects on time. In that case it is beneficial to be aware that this should not be the general rule, it is so important to rest be­tween bouts. And if it doesn’t get better there may simply be a need for more hands on deck. 4. Do you do anything in particular to maintain your energy for work? I see exercise as the key to cultivating better physical and psy­chological health, now and also long-term. For a large

8


STÚDENTABLAÐIÐ

4. Er eitthvað sem þú gerir sjálf sem auðveldar þér að viðhalda vinnuorku þinni? Ég lít svo á að með því að hreyfa sig sé maður að ávaxta betri líkamlega og andlega heilsu, nú og til lengri tíma. Stóran hluta starfsævi minnar hef ég verið í stjórnunarstörfum og sinnt krefjandi verkefnum á alþjóðavettvangi, oft undir mikilli pressu. Því hefur fylgt streita, en ég hef alltaf gætt þess að gefa mér tíma til að hreyfa mig og stunda hlaup 4-5 sinnum í viku að meðaltali. Á meðan ég hleyp hlusta ég gjarnan á tónlist, hljóð­bækur, fréttir eða hlaðvörp með fréttaskýringum og greiningum á alþjóðamálum. Ég hef líka notað hlaupin til að skoða mig um í borgum sem ég hef búið í erlendis vegna vinnunnar. Bæði í Reykjavík og þegar ég bjó í London hljóp ég iðulega í vinnuna og stundum aftur heim í lok dags. Mætti glaður og hress í upp­hafi vinnudags, ánægður með sjálfan mig og lífið. Að hlaupa út snemma að morgni heima á Íslandi, jafnvel út í kuldann og skammdegið eða nýfallinn snjó, undir tungli og stjörnubirtu, er töfrum líkast.

part of my career I have been in supervisory roles and been engaged in tough assignments on an international stage, often under a lot of pressure. This leads to a lot of stress but I have always given myself time to exercise and I go for runs 4-5 times per week on average. While I’m running I listen to music, audiobooks, news or news podcasts with analysis on international affairs. I have also used my running to explore the cities where I have lived because of my job. In Reykjavík and in London I often ran to work and sometimes back home again at the end of the day. I got to work happy and energised, content with myself and my life. Running outside early in the morning at home in Iceland, even in the cold darkness or newly fallen snow, under the moon and the stars is simply magical.

Vigdís Hafliðadóttir, heimspekingur, tónlistarkona og grínisti 1. Hvað er heilbrigt vinnusiðferði fyrir þér? Ég held að það sé að leggja sig fram í vinnunni og vanda sig, en geta aðskilið vinnutíma frá nauðsynlegu fríi. Hugsað um vinnuna í vinnunni og látið hana ekki gegnsýra frítíma með samviskubiti. Ég hef aldrei upplifað þessa tilfinningu en hef heyrt að þetta sé æskilegt. 2. Hvernig þróar maður með sér heilbrigt viðhorf til vinnu og hvíldar? Þú ert að spyrja manneskju sem reif sig upp klukkan þrjú um nótt til að ganga að kaffihúsinu sem ég var að vinna á til að athuga hvort ég hefði ekki örugglega læst útidyrahurðinni. Ég hafði læst henni. Ég fæ yfirleitt verkefni sem ég sinni á heilann, af ótta við að standa mig ekki nógu vel og valda öðrum von­brigðum. Það hefur krafist mikillar meðvitundar og átaks að reyna að hrista þetta af mér og vera ekki of hörð við sjálfa mig. Það hefur ekki tekist alveg ennþá en ég hef reynt að velja mér vinnur sem er allavega gaman að hafa á heilanum og þar sem ég ræð förinni meira. 3. Hvers konar samspil vinnu og hvíldar er æskilegt? Við þurfum að vinna X mikið til að vera ánægð með okkur og eiga í okkur og á – en við þurfum líka X mikla hvíld til að líða vel. Of mikil vinna getur ýtt undir vanlíðan en of mikil hvíld getur gert það líka. Galdurinn er að finna jafnvægið þarna á milli og ég hugsa að það sé ólíkt hjá fólki og óhollt að bera okkur saman við aðra eða dæma fólk sem er á öðrum hraða. 4. Er eitthvað sem þú gerir sjálf sem auðveldar þér að viðhalda vinnuorku þinni? Trikkið mitt, sem fullkomnunarsinni í bataferli með stöðugt samviskubit, er að finna hvíld í því ólíka sem ég er að gera. Fyrir mér getur æfing með hljómsveitinni minni endurnært mig og ef ég er í skapandi ferli með margt í hausnum getur stundum verið fínt að taka til eða gera eitthvað í excel. Svo er ég dugleg að fara í göngutúra, sund og gefa mér tíma til að hitta vini mína – eitthvað sem krefst þess að ég sé í núinu.

THE STUDENT PAPER

Vigdís Hafliðadóttir, philosopher, musician and comedian 1. What does a healthy work ethic consist of? I think it means applying oneself at work and being metic­ulous but also being able to separate work time from neces­sary vacation time. To think of work while working but not let it bleed into personal time through a guilty conscience. I have never experienced this feeling but have heard that it’s beneficial. 2. How does one develop healthy attitudes towards work and respite? You’re asking a person who got up at three in the morning to walk to the café I work at to make sure that I had locked the door. I had locked it. I usually get the projects I’m working on stuck in my head, afraid that I won’t perform well enough and disappoint other people. It has required a lot of awareness and conscious effort to try to shake it off and not to be too hard on myself. I haven’t succeeded quite yet but I have tried to choose jobs that are fun to lose myself in and where I have more control. 3. What kind of interplay between work and rest is preferable? We need to work an X amount to be content and to make a living – but we also need an X amount of rest to feel good. Too much work can contribute to unhappiness but too much rest can do that too. The key is to find a balance between both extremes and I think it’s different between individuals and unhealthy to compare ourselves to others or judge peo­ple who live at a different pace. 4. Do you do anything in particular to maintain your energy for work? My trick, as a perfectionist in remission who constantly feels guilty, is to find rest in the various things I am doing. Prac­ ticing with my band can energise me but if I’m in the middle of some creative process with a million things on my mind it can sometimes be great to tidy up or do something in excel. I also frequently take walks, go to the swimming pool or take time to see my friends – something requiring me to be in the moment.

9


Anna María Björnsdóttir & Karitas M. Bjarkadóttir

STÚDENTABLAÐIÐ

Myndir / Photos Mandana Emad

Grein / Article

Vill gefa gæðum háskólanáms meiri athygli Viðtal við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Focusing on the Quality of Higher Education Interview with Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Eftir kosningarnar síðasta haust var ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta í ríkisstjórn. Með nýja stjórnarsáttmálanum var stokkað verulega upp í ráðuneytunum og það fór svo að háskólarnir fengu glænýtt ráðuneyti og með því glænýjan ráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, státar nú af titlinum: Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Með þessari breytingu er verið að leggja áherslu á háskóla­ málin og tengingu þeirra við samfélagið,“ segir Áslaug Arna í samtali við Stúdentablaðið. „Það er á alla kanta, hvort sem það er tenging við nýsköpun, að nýta íslenskt hugvit eða rannsóknir betur.“ Hún segir að þá þekkingu sem háskólasamfélagið skapi þurfi að yfirfæra betur inn í samfélagið. „Tökum stærri áskoranir til dæmis,“ segir hún. „Fátækt, loftslagsmál og öldrun þjóðar. Hugvit og rannsóknir munu leysa þessi mál eftir þrjátíu ár ef haldið er rétt á spilunum.“ NÝSKÖPUN Í ÖLLU SEM VIÐ GERUM „Að gefa háskólanum þennan stall, gefa honum sér ráðuneyti, með öllu þessu hugviti og þekkingu, vonast ég til þess að við getum gefið gæði námsins aukna athygli og veitt það rými sem háskólamenntunin þarf,“ segir Áslaug. Hún segir það vera markmið ríkisstjórnarinnar að geta borið sig saman við norðurlöndin en þá sé ekki einungis átt við fjármögnun heldur að einnig að sjá hvar við stöndum þeim jafnt og hvar ekki. „Það þarf að skila sér í því að við náum að auka gæði náms,“ segir hún. „Peningar og fjármunir eru eitt, en það þarf að vera árangurstengt, svo að við sjáum aukinn árangur yfir höfuð.“ Þetta ætli þau að gera með því að nýta tæknibreytingar á allan hátt til að auka lífsgæði, með íslensku hugviti. „En með því að gera það sköpum við fjölbreyttari, öflugri og meira skapandi störf fyrir ungt fólk í íslensku samfélagi sem er að útskrifast úr háskóla,“ segir Áslaug. Hún segist vona að með þessu verði Ísland ekki lengur ein­hæft auðlindakerfi heldur byggi á fleiri og fjölbreyttari stoðum sem búi til ríkulegra atvinnutækifæri fyrir fólk til að velja Ísland. „Hvort sem það er fyrir ungt fólk úr háskólanámi, eldra fólk sem vill geta aflað sér nýrrar þekkingar í skólakerfinu vegna þess að störf þeirra eru ef til vill orðin úrelt eða tæknin hefur tekið við, eða til að laða til okkar erlendra aðila.“ Áslaug segir að almennt skipti máli með menntakerfið í heild sinni að ekki sé litið til nýsköpunar sem einn málaflokk. „Heldur náum við að innleiða nýsköpunarhugsun í öllu sem við erum að gera. Hvort sem það byrjar með ungu fólki strax í grunnskóla, að það sé hægt THE STUDENT PAPER

After the elections last fall it was clear that the Independence party held a majority in the government. According to the new gov­ern­ment agreement, the ministries have been significantly reor­ganized, so the universities were given a brand-new ministry, and along with that – a new minister. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, the former minister of justice, now sports the title of a minister of higher education, science, and innovation. “With this change we want to emphasize higher education affairs and their connection with the society,” says Áslaug Arna in an interview with the Student Paper. “It encompasses every­ thing, whether it’s the connection with innovation, taking a better advantage of Icelandic ingenuity or research.” She says that the knowledge created in the university community should be better incorporated into society. “Let’s take bigger challenges, for ex­am­ple,” she says. “Poverty, climate issues and the aging of the nation. Ingenuity and research will solve these issues in the coming decades if we play our cards right.” INNOVATION IN EVERYTHING WE DO “By giving the university this platform, by giving it its own min­istry, I hope that with all this ingenuity and research we can pay more attention to the quality of education and provide the space that higher education needs,” says Áslaug. She says that the goal of the government is to be able to compare Iceland with Nordic countries, not only in terms of financing, but also to see where we are or aren’t on an equal footing with them. “It needs to be imple­mented with an increased financing accompanied by an increased quality of our higher education,” she says. They plan to do so by utilizing technological change to en­hance the quality of life with Icelandic ingenuity. “By doing so we create more diverse, powerful and creative jobs for young people in Icelandic society who are graduating from the university,” says Áslaug. She says that she’s hoping that Iceland will no longer be a simple natural resources system but will be built on several more diverse pillars that will create a bountiful fund of opportunities so that people would choose Iceland. “Whether it is for young people graduating higher education, older people who want to be able to acquire new knowledge in the school system because their jobs are, perhaps, out of date or the technology has stepped in, or to attract foreign partners to us.”

10


Þýðing / Translation Victoria Bakshina að búa til eitthvað sjálfur. Það skiptir máli að við séum að styðja við grunnrannsóknir eða tækniþróun,“ segir hún. „Þá held ég að íslenskt samfélag geti orðið miklu meira aðlaðandi. Bæði fyrir ungt fólk en líka fyrir fólk sem myndi vilja flytjast hingað.“ VILL HJÁLPA FÓLKI AÐ FLJÚGA Aðspurð hvernig Áslaug sjái fyrir sér að ná fram þessum breytingum segir hún að inn á við sé verið að brjóta niður múrana í ráðuneytinu á þann veg að það séu engar fagskrifstofur, að engir múrar séu á milli málaflokka. „Út á við snýst þetta um að pólitíkin sé frekar að skapa grundvöll, búa til umhverfið og lyfta fólki. Eða hjálpa fólki að fljúga. Þetta snýst um að það borgar sig að fjárfesta í fullt af fólki og hug­myndum því sumar munu fljúga svo hátt þegar þú sleppir þeim að þær munu borga margfalt til baka,“ segir hún. „Það felst aðallega í því að búa til þannig umhverfi að það séu ekki til múrar.“ Áslaug segir það vera áskorun og ekki endilega stjórnmálamannsins að berja þá niður heldur að umhverfið geti leyst kraftana úr læðingi með því að tala saman. Áslaug segir Grósku vera gott dæmi um þekkingarheim þar sem leiðandi fyrirtæki í nýsköpun og þróun, lítil fyrirtæki að fóta sig, markaðsfyrirtæki og önnur innan háskólasamfélagsins eru saman á einum stað og eiga í samtali. „Verkefni mitt þessa fyrstu mánuðina er ekki að vita betur en þetta fólk, heldur einmitt að heyra frá því. Hvar við getum gert enn þá betur og hvar við getum haldið áfram að skara fram úr. Við þurfum að halda áfram að vera í sókn því það eru allir að verða betri,“ segir hún. Ísland hafi upp á svo margt að bjóða og nefnir Áslaug þar nálægð við náttúruauðlindir, mannauðinn, unga fólkið okkar og hugsunarhátt. Hún segir okkur hafa allt til þess að hægt sé að skapa umhverfi sem laðar til sín bestu loftslagstæki í heimi, til dæmis. MARKMIÐ AÐ FÓLKI TAKIST AÐ KLÁRA HÁSKÓLANÁMIÐ Endurskoðun menntasjóðsins hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið enda hefur hann gífurleg áhrif á lífskjör stúdenta. Áslaug segir menntasjóðinn hafa skýrt markmið, að tryggja jafnrétti fólks til náms óháð efnahags og stöðu. „Við þurfum að gera ráð fyrir að hann svari því kalli og að í því séu ákveðnir hvatar til að búa til gegn­særra og betra stuðningskerfi sem styður námsmenn, með bæði sann­g jörnum og jöfnum stuðningi,“ segir hún. „Ég held að við þurfum að spyrja hvort stuðlað hafi verið að nógu miklu gegnsæi og hvenær best sé að greiða út styrkinn.“ Áslaug telur að endurskoðun á lögum sjóðsins þurfi að gerast í góðu samráði við þá sem hafa reynslu af kerfinu og geti sagt til um hvaða breytingar voru raunverulega til bóta og hvort einhverjar hafi verið gerðar á kostnað annarra laga sem voru góð. Hún segir að skoða megi hvaða hvatar þetta geti verið, hvort sem það eru almenn bætt lífskjör, hærri grunnframfærsla eða hækkun frítekjumarks. Þetta séu allt spurningar sem hún þurfi að hafa í huga þegar hún fari inn í þetta ár. „Ég hef litið til þess að fólk verði meðvitaðra um kostnað á háskólanámi,“ segir Áslaug og á þá við að námsleiðir geta verið mis­kostnaðarsamar, því það auki fjármálalæsi og meðvitund um fjár­munina. „En við reynum að tryggja jafnræði, svo fólk borgi ekki meira fyrir mismunandi námsleiðir.“ Hún segir að ekki megi taka námi sem sjálfsögðum hlut og skoða megi hvort brotthvarf fólks úr námi sé hærra miðað við norðurlöndin og af hverju það stafi. Þá megi spyrja hvernig hægt sé að fjárfesta betur í því fólki sem innritast háskólana. „Það hlýtur að vera raunverulegt markmið okkar að þeir sem byrja í háskólanámi takist að klára það.“ VEL RÚLLANDI LEGÓKUBBUR Með breytingum á ráðuneytum hefur háskólinn verið slitinn frá grunn- og framhaldsskólastiginu og eflaust velta mörg því fyrir sér hvort gjá geti þá myndast þar á milli. Áslaug segist ekki hafa áhyggjur THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

Áslaug says that it’s generally important for the entire edu­ca­tional system in its entirety to not look at innovation as one set of issues. “Rather we have to implement innovative thinking in everything that we are doing. So that the idea that it is possible to create something independently, would start in elementary school. It matters that we are supporting fundamental research and tech­nology development,” she says. “Then I think that Icelandic society can become much more attractive. Both for the young people, but also for people who would like to move here.“ HELPING PEOPLE FLY When asked how Áslaug expects to achieve these changes, she says that internally they are breaking the walls in the ministry in such a way that there are no specialized offices, no walls between the areas. “On the external level it means that the politics are about creating a foundation, the environment and lifting people up. Helping people fly. It pays off to invest in a lot of people and ideas, because some will fly so high when you release them, they will pay back multifold,” she says. “It mainly involves creating an environ­ ment without walls.” Áslaug names it a challenge and not neces­ sarily one to be carried out by a politician, but rather it will be the environment that will unleash power by letting people talk to each other. Áslaug says that Gróska – an innovation and business growth center, is a good example of a knowledge center where the leading companies in innovation and development, the small businesses that try to obtain their footing, and the marketing companies and others within the academic community come together and com­mu­nicate. “My task for the first months is not to know better than these people, but rather listen to them. Where we can do even better and where we can continue to excel. We need to continue to be ready because everyone is getting better,” she says. Iceland has so much to offer: Áslaug mentions proximity to the natural resources, human resources, our young people and our way of thinking. She says that we have everything we need to be able to create an environment that attracts the best climate technologies in the world, for example. THE GOAL IS FOR PEOPLE TO MANAGE TO FINISH THEIR STUDIES The review of the educational fund has been discussed a lot lately because it has an enormous impact on the living conditions of students. Áslaug says that the educational fund has a clear purpose – to ensure the equal access of people to study regardless of their financial or social status. “We want to assume that it will answer the call and that there are certain catalysts to create a more transparent and better support system for students, that are both fair and balanced,” she says. “I think we need to ask whether with recent changes we have been contributing enough to transparency, and when it is best to pay out the grant.” Áslaug believes that the revision of the fund laws needs to be executed in agreement with those who have experience with the system, and can tell what changes have been beneficial, and whether they’ve been made at the expense of other resources that were good. She says that one can review which catalysts that could be, whether these have im­proved general living conditions, higher standards of living or an increased income threshold. These are the questions that she needs to have in mind when she enters the new year. “I’ve looked at the fact that people become more aware of the costs of higher education,” says Áslaug, and with that she means that program costs vary, and it can increase the awareness of the assets that go into the system of higher education. “But we try to ensure equality, so that people don’t overpay for different pro­

11


STÚDENTABLAÐIÐ

grams.” She says that one cannot take studies for granted and one can observe whether the withdrawal from studies is higher com­pared to other Nordic countries, and if so what is causing that. Then one might ask how it is possible to invest better into people that enroll into universities. “Our real goal is to ensure that people who start studies successfully finish them.”

af þessu: „Við höfum verið að vinna mikla vinnu í stjórnarráðinu og brúa bilin á milli ráðuneyta líka. Það eru mörg mál sem eru þvert á ráðuneyti þannig að þau verða að geta unnið saman,“ segir hún. „Við Ásmundur Einar [mennta- og barnamálaráðherra] höfum starfað mjög vel saman hingað til og erum strax byrjuð á ýmsu sem tengist því að brúa þetta bil á milli framhalds- og háskólamenntunar.“ Áslaug segir að það sé sama hvað hún ætli sér að gera, og tekur til dæmis að hana hafi lengi langað til að fjölga fólki tækni- og iðn­greinum, þá þurfi hún að fá að kynna þessar greinar í grunn- og fram­haldsskólum. „Ég er ekki hrædd um að það muni bitna á þessum skólastigum að þau heyri undir sitthvort ráðuneytið. Ég held kannski frekar að þau muni fá aukna athygli og verkefnin á milli verða enn þá dýnamískari.“ „Ég vona almennt að stjórnkerfið verði meira eins og í lönd­ unum í kringum okkur þar sem svona sveigjanleiki og breytingar eru gerðar til að ná fram ákveðnum kröftum.“ Hún segir það ekki þurfa að vera of kostnaðarsamt eða of slítandi því stjórnarráðið eigi að vera farið að vinna það vel saman. „Það er draumurinn, að þetta virki eins og vel rúllandi legókubbur sem hægt er að púsla saman með alls konar hætti.“ HÁSKÓLI ÍSLANDS EINSTAKUR SKÓLI „Þetta ráðuneyti er tækifæri fyrir ungt fólk á Íslandi, að mínu viti,“ segir Áslaug þar sem sýnin verði sú að ná í tækifærin sem íslenskt hugvit skapar og að stækka það sem útflutningsgrein. „Nemendur og stúdentar skipa mjög stóran þátt í þeirri þróun og ég er á fullu að sanka að mér hugmyndum, fá vangaveltur og heyra frá þeim sem eru að búa eitthvað til eða leita lausna á einhverjum hlutum.“ Áslaug segir að alltaf megi nálgast hana með vangaveltur og koma á framfæri hugmyndum. „Ungt fólk á að eiga mjög greiða leið að þessu ráðuneyti og það er mikilvægt að það komi að mótun þess,“ segir hún. „Því þetta er ráðuneyti um framtíðina og tækifærin sem bíða okkar.“ Hún segir ríkisstjórnina hafa búið það til svo að hlutirnir geti vonandi farið að hreyfast hraðar. „Ég er svolítið eins og svo margt ungt fólk, óþolinmóð eftir því að hlutirnir gerist og það getur verið gott að þessir málaflokkar fái ráðuneyti þar sem hlutirnir eiga að gerast hraðar.“ „En svo er Háskóli Íslands einstakur skóli sem er að hreyfast mjög hratt líka,“ segir Áslaug. „Það eru rosaleg forréttindi að fá að vera að hitta fólk sem kemur úr íslenskum háskólum og er að skapa vöru eða hugmynd sem getur raunverulega haft áhrif á loftslagsmál heimsins. Þetta er það sem drífur mann áfram í vinnunni að halda áfram að láta Ísland vera framúrskarandi, til þess að svona fyrir­tæki og hugmyndir fólks nái að blómstra og þau fljúgi ekki eitthvað annað.“ Hún biðlar til fólks að leyfa sér að hugsa stórt og hika ekki við að hafa samband hafi það hugmyndir sem skipta máli í þessari vinnu. THE STUDENT PAPER

THE CABINET MUST BE LIKE LEGO CUBES With the changes in the ministries the university has been sepa­ rated from elementary and secondary levels of education, and there is no doubt that many contemplate whether it might form a gap between them. Áslaug says that people shouldn’t worry about this: “We have been working a lot in the cabinet in order to bridge the gap between the ministries too. There are many issues which cut across the ministries so they must work together,” she says. “Ásmundur Einar [minister of education and children’s affairs] and I have worked very well together so far, and we have imme­ diately started on various things related to bridging this gap between secondary and higher education.” Áslaug says that there are a lot of things that call for good cooperation and takes as an example her willingness and the need to increase the number of people in technology and trade programs. It is important that this program is well presented in elementary and secondary school. “I don’t fear any recoil on these levels of edu­cation because of their belonging to a separate ministry. I think, on the contrary, that they will receive increased attention and the projects between them will be even more dynamic.” “I hope that in general the governmental system will be more like in the countries around us where there is this kind of flexibility and changes are made to achieve certain dynamism.” She says that it does not need to be too costly or too exhausting because the cab­i­net must work well together. “It is a dream come true that it will work like lego cubes which can be put together in all sorts of ways.” THE UNIVERSITY OF ICELAND, AN EXTRAORDINARY SCHOOL “This ministry is an opportunity for young people in Iceland, in my opinion,” says Áslaug, where the vision is to expand domestic ingenuity as an export industry and grab the opportunities this would create. With that development there will be more and more diverse jobs and opportunities for students after their studies. “Students encompass a big part in this development, and I am fully collecting ideas and listening to those creating something or seeking solutions to some issues.” Áslaug says that she can always be approached for any specu­lations and ideas. “Young people have to have a fast way to reach out to this ministry and it is important that they take part in forming it,” she says. “Because this is a ministry of the future and the opportunities that await us. “ She says that the government has created it so that things can hopefully progress faster. “I am a little bit like so many young people, impatient for things to happen and it can be good for these concerns to receive a ministry where things are supposed to happen faster.” “So is the University of Iceland, a unique school that is mov­ing very fast, too,” says Asa. “It is, for example, a great inspiration to get to meet people who come from the local universities and are creating a product or idea that can really affect the climate of the world. This is what drives a person forward in the work, we con­tinue to let Iceland be excellent, so that companies and people’s thoughts can flourish and don’t fly somewhere else.” She calls peo­ple to allow themselves to think big and not to hesitate to reach out if they have ideas that are relevant for this kind of work.

12


Rohit Goswami

Þýðing / Translation

Árni Pétur Árnason

Mynd / Photo Barði Benediktsson, picture of Landspítalinn

Grein / Article

Ríkisrekin og einkarekin heilbrigðisþjónusta Public and Private Healthcare: A Perspective Áður en lengra er haldið er mikilvægt að taka fram að eigin reynsla, byggð á minningum og yfirborðslegri greiningu rita, væri ranglega talin sérfræðiálit. Að því sögðu verður þessi grein, byggð á þeirri vafasömu reynslu að hafa mátt reyna á heilbrigðiskerfi víða um heim og með innleggi frá alþjóðlegu samfélagi, vonandi áhugaverð lesning. Jafnréttissamfélag byggir, ef allt væri eins og best yrði á kosið, á aðgangi allra að heilbrigðisþjónustu, rétt eins og segir í stofnskrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar: „…grundvallarréttur hvers mans er að njóta besta mögulega heilbrigðis.“ Erfitt getur reynst að skil­greina og aðgreina ríkisrekið og einkarekið heilbrigðis­kerfi vegna ýmissa fjárframlaga og niðurgreiðslna ríkis og einkaaðila til kerfisins. Jafnan er það svo að yfirvöld reyni að halda úti heil­brigðisþjónustu sem kostar notendur ekki hálfan handlegginn án þess að stýra öllum þáttum kerfisins nákvæmlega. Á Íslandi hefur út­g jöldum til heil­ brigðisþjónustu verið vandlega stýrt með akademískt álit til hlið­ sjónar1 og má til þess rekja góða frammistöðu íslenska kerfisins í alþjóðlegum samanburði á síðustu árum. Raunar er því svo við komið að árið 20152 var íslenska heilbrigðiskerfið talið hið næst­besta í heiminum hvað varðar aðgengi að og gæði heilbrigðis­þjónustu, og er þá einnig talinn með áætlaður fjöldi dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir með tímabærri og afkastamikilli heilbrigðisþjónustu. RÖKIN FYRIR RÍKISREKNU HEILBRIGÐISKERFI Út frá fyrirliggjandi gögnum3, 4 og í samhengi við gagnadrifin og vel heppnuð viðbrögð ríkisrekna heilbrigðiskerfisins5 við heimsfaraldri CoViD-19, skyldi ætla að niðurstaða umræðunnar um ríkis- og einka­rekin heilbrigðiskerfi væri sú að ríkisrekið heilbrigðiskerfi sé hinu einkarekna fremra. Hins vegar hefur notkun viðaukalyfja aukist, meira að segja á Íslandi6, og þó þau séu notuð meðfram og ekki í stað gagnveikislækninga, gæti verið að þar sé um að ræða vísi að sambandsleysi milli þess að þurfa og hljóta heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir að fjöldi lækna miðað við fjölda sjúklinga sé meiri hér á landi en í flestum öðrum heimshlutum, hafa samanburðarrannsóknir verið gerðar 7 sem sýna að enn hærra hlutfall lækna (þ.e. einn heimilis­ læknir fyrir hvern íbúa) gæti styrkt ríkisrekna heilbrigðiskerfið enn frekar og dregið úr þörfinni á að sérfræðilæknar sinni almennum greiningum. HVATAR EINKAVÆÐINGAR Ríkisstudd heilbrigðisþjónusta (hvort sem ríkið niðurgreiðir kostnað að hluta eða til fulls) er almennt talin hornsteinn lýðræðisríkja en THE STUDENT PAPER

At the onset, it should be stressed that the experiences garnered from personal recollections and cursory literature analysis should not be misconstrued as an expert opinion. That being said, having had the dubious pleasure of being processed through the healthcare systems across multiple continents, and with inputs from a wider global community may make for an engaging read. An egali­tarian society ideally assumes healthcare for all. Indeed, the WHO posits that “…the highest attainable standard of health is a funda­ mental right of every human being”. A workable definition of private and public medical assistance is often blurred by the various attempts to subsidize healthcare. This is typically due to the government attempting to provide affordable healthcare without micro­managing the entire healthcare industry. Healthcare expenditure in Iceland has been carefully managed with academic inputs [1] which have led to consistently high rankings. Indeed, as of 2015 [2], the Icelandic healthcare system has been ranked to be the second-best in the world based on access to and quality of healthcare, taking into account also an estimate of “amenable mortality”. This is a measure of deaths that could theoretically have been avoided by timely and effective health care. MAKING A CASE FOR PUBLIC HEALTHCARE From the data [3, 4] then, and in the context of the data-driven and successful public healthcare responses [5] to the COVID-19 pandemic, it would appear that the discussion on public and private healthcare systems stalls with the conclusion that public healthcare is indeed superior. However, even in Iceland, the usage of complementary medicine has been on the rise [6]. Although these are in conjunction with and not to the exclusion of allopathy, it may serve as an indicator of the disconnect between requiring healthcare and receiving it. In spite of having a higher doctor-topatient ratio compared to much of the world, comparisons can be and have been made [7] which indicate that even higher ratios (i.e. one GP per person) could further strengthen the public healthcare system and de-duplicate specialist efforts. PRIVATIZATION DRIVERS State-sponsored healthcare coverage (both partial and complete) may be a cornerstone of democratic nations, however, in most countries with a choice, the public sector is commonly perceived to be overburdened and less sensitive to personalized patient needs.

13


STÚDENTABLAÐIÐ

í ríkjum sem hafa blandað kerfi er ríkisgeirinn hins vegar jafnan talinn hafa of mörgum skyldum að gegna og síður sniðinn að einstaklings­ bundnum þörfum sjúklinga. Einkavæðingu heilbrigðisþjónustu má réttlæta með stigvaxandi framtaki um aukna hagkvæmni og arð­vænleika læknisfræðináms jafnframt því sem þjóðinni er séð fyrir auknu aðgengi að læknisfræðimenntuðum sérfræðingum á rauna­ tímum. Þessi röksemdarfærsla er þó ögn blekkjandi því ríki sem styðjast við þetta kerfi (t.d. Bandaríki Norður-Ameríku) neyða íbúa sína gjarnan til íþyngjandi samninga við vinnuveitendur sem veita aðgang að sem bestri heilbrigðisþjónustu, og kallast slíkt „atvinnu­ bundin heilbrigðisþjónusta“. Fáar hugmyndireinkennast meira af elítisma en einkavædd heilbrigðisþjónusta þar sem aðgengi er ekki veitt eftir þörfum heldur samkvæmt samningsbundnum ákvæðum. Að vissu leyti er einkarekin heilbrigðisþjónusta öllum til ábata þar sem hún er þeim aðgengileg sem hafa efni á henni og arðbær þeim sem halda henni úti. Eini varnaglinn er þó auðvitað að mikill fjöldi fólks er skilinn eftir í kerfi sem byggir aðgang að nauðsynlegri þjónustu á stétt og stöðu. Almannaheill veitt með ósveigjanlegu kerfi jafnra tækifæra gengur gegn hugsunarhætti lífsgæðakapp­ hlaupsins sem nútímahagkerfi byggð á verðleikum halda uppi; grundvallarinntakið er að iðni, þ.e. uppsöfnun verðleika, er jafnan beintengd auknum forréttindum (eða, í þessu samhengi, bættum aðgangi að læknisþjónustu). SAMANBURÐUR Í SAMHENGI Í löndum þar sem fólksfjölgun er gríðarmikil er einkavæðing heil­brigðisþjónustu oft eina leiðin sem er fær fólki sem þarf að undir­ gangast flóknar og sérhæfðar aðgerðir sem væru opinberum heil­brigðisstofnunum of kostnaðarsamar. Það þarf þó ekki að vera meginþáttur þar sem rannsóknastarf hefur, umfram annað, verið rekið fyrir skattfé í flestum löndum vegna opinberra reglugerða. Því kemur ekki á óvart að hlutur einkarekinna fyrirtækja er oft skertur í rannsókna- og þróunargeiranum. Stöðugt stækkandi alda eldri íbúa getur einnig gott af sér þar sem læknar öðlast mun meiri reynslu, eins kaldranalega og það hljómar: þar sem læknisfræðin er hagnýt vísindi en ekki bara fræðileg og aðgengi að sjúklingum er nauðsynlegt í læknisnámi og -þjálfun. Læknisfræðilegur túrismi, þ.e. það að ferðast milli landa í því skyni að gangast undir aðgerðir, er einnig skilyrtur af einkareknum stofnunum. Það er öðru fremur sakir þess að aðgengi að ríkisreknu heilbrigðiskerfi (sem er frjáls­lega tak­markað af búsetu hér á landi) er takmarkað af ströngum skil­yrðum. Sú viðleitni að allt framtak væri betra undir fyrirmyndar­ ríkisvaldi er vitað mál, samkvæmt skilgreiningu tæki fullkomið ríkis­vald alltaf bestu mögulegu ákvarðanir í þágu þegna sinna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar varpað ljósi á lesti einka­ rekna geirans. Að hluta til vegna þess að dreifing bóluefna hefur að stórum þætti verið í höndum hans og vegna laga settra til varnar gegn heimsfaraldrinum (sem sett voru í flestum ríkjum), hefur einka­geiranum ekki tekist að bjóða upp á það tafarlausa aðgengi sem almennt hefur verið hans sérkenni. Hvað mig varðar, eftir að hafa verið lagður inn á sex mánaða fresti vegna eitrunar, beinbrota og annars, er atvinnubundin heilbrigðisþjónusta (og einkarekin heil­brigðisþjónusta almennt) munurinn á því að vera úrskurðaður látinn við komu á spítala og að fá pláss á gjörgæsludeild. Að öllum svörtum húmor slepptum, þá gerir bráður skortur á ýmsum sviðum læknis­þjónustu, sem helst birtist í ríkjum sem leggja meiri áherslu á ríkis­rekna heilbrigðisþjónustu, sjaldan vart við sig, jafnvel í ríkjum þar sem of mikið álag er á opinbera geiranum. Í fátækari löndum með hærri íbúatölu er íslenska, ríkisrekna heilbrigðiskerfið og til­brigði þess fjarlægur draumur sem getur ekki raungerst í náinni framtíð án innspýtingar gríðarlegra fjárhæða.

THE STUDENT PAPER

The benefits of privatizing healthcare can be justified in terms of progressive efforts made to enhance the viability of a medical doctorate for practitioners while also providing the nation with a larger pool of medical professionals in times of need. This argument is trivially fallacious, however, and countries that veer strongly towards this model (e.g. the U.S.) tend to force their populace towards onerous contracts with employers who can provide the gold standard in such nations, “Occupational Healthcare”. As a concept, there are few more elitist ideals than that of privatized healthcare, where access is granted not in terms of need, but in terms of contractual obligations. In some sense, everyone wins out with private healthcare, it is accessible to those who can afford it and lucrative for those who can provide it. The only caveat, of course, is that large sections of society are left behind in the re-enactment of class-privilege structures. The social good caused by an inflexible system of equal opportunity in practice goes against the rat-race mentality enforced by modern merit-based economies; the core concept being that efforts (the accumulation of merit) are typically directly correlated to an increase in privilege (or access to more immediate medical attention in this situation). CONTEXTUAL COMPARISONS The privatization of healthcare in countries that are overburdened by a boundlessly increasing populace is often the only avenue open for residents wishing to avail themselves of complex specialist procedures, which are prohibitively expensive for public health care institutions. This need not necessarily be a major factor, as research, in particular, remains driven by public funding in most countries due to regulatory restrictions. It is not surprising that private agencies are often curtailed in R&D sectors. The relentless crush of an ailing populace also yields dividends, practitioners gain far more practical expertise. Cynical though this sounds, medicine is an applied practice, not wholly a theoretical one, and access to patients is key in medical training programs as well. Medical tourism, the practice of travelling to another country specifically with the intent of undergoing medical procedures, is also primarily facilitated by private institutions. This is mostly due to the fact that stringent checks of eligibility (defined liberally in terms of residence in Iceland) generally accompanies access to public healthcare. That all endeavours conceptually are improved in the limit of idealized governmental control is a foregone conclusion, almost by definition the ideal government shall take decisions in the best interest of its beneficiaries. The pandemic, however, has shone a harsher light on the private sector. In part due to the vaccination dissemination being largely controlled by the public sector, and due to the pandemic laws (variants of which are enforced in most countries), the private sector has often failed to provide the more immediate access for which it is best known. Personally, having been admitted every six months for everything from poisonings to broken limbs, occupational healthcare (and private healthcare in general) is the difference between being pronounced dead on arrival and being admitted into an intensive care unit. Life-threatening black humour aside, the acute shortage of medical facilities seen in the more public-focused nations rarely makes itself felt in countries where public healthcare is traditionally over-burdened, to begin with. For poorer nations with larger populations, the Icelandic public healthcare system, and variants thereof, remain a fever dream, inaccessible in the near future without the sudden injection of a massive amount of money.

Full list of references can be found online:   studentabladid.is

14


Melkorka Gunborg Briansdóttir

Heilbrigði er afstætt Af hvíldarlækningum og hoknum konum á bak við veggfóður Health Is Relative

Þýðing / Translation Lísa Margrét Gunnarsdóttir

The Rest Cure and Hunched Women behind Wallpapers

Mynd / Photo Charlotte Perkins Gilman (1860-1935). Wikipedia.

Grein / Article

Þema þessa tölublaðs Stúdentablaðsins er heilsa, viðfangsefni sem á sér margar hliðar og viðkemur flestum þáttum daglegs lífs. Hug­myndir um heilsu hafa fylgt mannkyninu frá upphafi, valdið kvíða og ótta en líka veitt okkur þekkingu. Vegna þess hve heilsan er mikilvæg manninum eru hugmyndir okkar um hana líka afstæðar: þær taka mið af þeim tíðaranda og samfélagsskipulagi sem er ríkjandi hverju sinni. Mig langar að snúa hugmyndinni um „heilsu“ aðeins á haus og skoða ákveðið dæmi frá lokum 19. aldar. Það sýnir sig nefnilega að „heil­brigði“ og „óheilbrigði“ eru allt annað en stöðug hugtök.

This edition of the Student Paper is focused on health, a multi­ faceted topic which relates to most aspects of our daily lives. Since the dawn of mankind, we’ve speculated about health, and our ideas have induced anxiety and fear but also resulted in knowledge. The importance of health to mankind causes our ideas regarding it to become somewhat relative: they are influenced by the current zeit­geist. I want to turn the idea of “health” on its head and look into an example from the late 19th century, to demonstrate how “health” and “illness” are indeed fluctuating phenomena.

„TÍMABUNDIN TAUGAVEIKLUN OG ÞUNGLYNDI“ Árið 1892 kom út smásaga eftir bandaríska rithöfundinn Charlotte Perkins Gilman, Gula veggfóðrið (e. The Yellow Wallpaper). Aðal­ persóna og vitundarmiðja sögunnar er nafnlaus ung kona sem er ný­búin að eignast sitt fyrsta barn, en þjáist af vanlíðan og getur ekki myndað tengsl við það. Í meginatriðum lýsir sagan á táknrænan hátt sárri reynslu konunnar af fæðingarþunglyndi og þeirri með­ferð sem hún var látin sæta af hennar völdum. Eiginmaður konunnar, sem er læknir, bregður á það ráð að þau hjónin dvelji á sveitasetri yfir sum­arið til að hún fái hvíld. Það sem í dag væri hiklaust talið fæðingar­þunglyndi kallar maðurinn hennar „tímabundna tauga­ veiklun og þunglyndi – væga hysteríska tilhneigingu.“ Hann skipar henni að drekka heilsubætandi drykki, fara í göngutúra og fá nóg af fersku lofti og hreyfingu. Það sem reynist konunni erfiðast er þó annað skilyrði meðferðarinnar: Hún má ekki undir nokkrum kringum­ stæðum vinna, skrifa né taka þátt í örvandi samræðum fyrr en hún hefur náð bata. Konan ver mestum tíma sínum í yfirgefnu barnaherbergi á efri hæð hússins, þar sem líðan hennar versnar stöðugt. Veggir her­ bergisins eru þaktir tættu, gulu veggfóðri sem veldur henni gríðar­ legu hugarangri og heltekur hana smám saman. Með tímanum sann­færist hún um að á bak við veggfóðrið leynist hokin skuggavera, kona sem skríður og læðist meðfram veggjunum á næturnar og vill komast þaðan út. Að lokum ákveður hún að frelsa konuna undan veggfóðrinu með því að tæta það í sundur. Það tekst og þar endar sagan, en þó með ákveðnum viðsnúningi. Í síðustu setningunum renna konurnar tvær saman og verða að einni og sömu konunni sem skríður hokin og sturluð hring eftir hring um herbergið. Í augum nútímalesandans er það greinilega hjónabandið og staða ungu konunnar innan þess sem gerir hana veika, en ekki „tíma­bundin taugaveiklun.“ Þegar hér er komið sögu er ómögulegt að líta framhjá því samhengi sem smásagan sprettur úr, því við skrifin sótti Gilman í eigin reynslu af erfiðu fæðingarþunglyndi. Saga hennar er vægast sagt ótrúleg, en í ljósi hennar drýpur háð og reiði af hverri setningu Gula veggfóðursins.

“TEMPORARY NERVOUS DEPRESSION” In 1892, the American author Charlotte Perkins Gilman pub­lished a short story titled The Yellow Wallpaper. Its protagonist and cen­tral figure is a young woman of no name, who has just had her first child, but is distressed and finds herself unable to connect with her newborn. The story’s main plot symbolically describes the woman’s painful experience of postpartum depression and the treatment she endures as a result. The woman’s husband, who is a physician, rents an old mansion for the summer to ensure his wife gets some rest. Modern physicians would diagnose the woman’s symptoms as clear signs of postpartum depression, but her hus­band describes them as a “temporary nervous depression – a slight hysterical tendency.” He instructs her to drink health tonics and embark on journeys to ensure she gets enough fresh air and exer­cise. The second condition of the treatment proves most difficult for the woman: she is absolutely forbidden to work, write, and partake in stimulating conversation until she becomes better. The woman spends most of her time in an abandoned chil­dren’s room on the mansion’s upper floor, where her condition steadily deteriorates. The room’s walls are covered with frayed, yellow wallpaper which upsets her greatly and slowly consumes all of her attention. In time, she becomes convinced that a hunched shadowy figure hides behind the wallpaper, a woman who crawls and sneaks along the walls at night and longs to escape. Finally, the protagonist decides to free the woman from under the wall­ paper by tearing it to shreds. She succeeds, which concludes the story, albeit the ending takes somewhat of a dark turn. The last sentences describe the two women merging into one woman who crawls round and round the room, hunched and demented. In the eyes of the modern reader, the marriage and the young woman’s position within it clearly affect her mental condition, not “temporary nervous depression”. To understand the story on a deeper level it’s essential to note the environment in which it is written, because Gilman herself had experienced postpartum de­pression and used fiction to express it. Her true story is hard to believe, but knowing the author’s background allows the reader

THE STUDENT PAPER

15


STÚDENTABLAÐIÐ

Mynd / Photo Metropolitan Museum of Art.

Veika stúlkan (La Malade), málverk eftir Félix Vallotton frá útgáfuári Gula vegg­fóðurins, 1892. / The Sick Girl (La Malade), painting by Félix Vallotton made in 1892, The Yellow Wallpaper’s publishing year.

HVÍLDARLÆKNING SILAS WEIR MITCHELL Charlotte Perkins Gilman fæddist árið 1860 í Hartford í Connecticut. 24 ára að aldri gekk hún í hjónaband og ári síðar eignaðist hún sitt eina barn, dótturina Katherine. Móðurhlutverkið virðist hafa reynst Gilman þolraun, en í sjálfsævisögu hennar kemur fram að hún hafi ekki fundið til neinnar hamingju þegar hún hélt á dóttur sinni, bara sársauka. Eftir að hafa glímt við þessar tilfinningar í tvö ár leitaði hún aðstoðar hjá sérfræðilækninum Silas Weir Mitchell. Hann sagði hana þjást af „taugaörmögnun“ og ,,hugþreytu“ og skrifaði upp á svo­kallaða hvíldarlækningu, umdeilda meðferð sem hann var sjálfur frumkvöðullinn að. Hvíldarlækningin fólst í því að Gilman væri rúmliggjandi öllum stundum í algjörri einangrun frá fjölskyldu og vinum og sett á ein­hæft mataræði sem einkenndist að miklu leyti af fituríkum mjólkur­ vörum. Rúmri öld síðar hryllir nútímalesandann við lýsingunni á skil­yrðum hvíldarlækningarinnar, því Gilman mátti ekki fara úr rúminu sínu, ekki lesa, skrifa, tala né mata sig sjálf. Þessa meðferð þurfti hún að þola í heilan mánuð, og var síðan send heim með eftirfarandi leiðbeiningar: „Lifðu eins miklu heimilislífi og þú getur. Hafðu barnið þitt hjá þér öllum stundum … leggðu þig í klukkutíma eftir hverja máltíð. […] Og snertu aldrei penna, pensil eða blýant svo lengi sem þú lifir.“

Eftir að hafa látið á ráðgjöf Weir Mitchell reyna í nokkurn tíma var Gilman að hruni komin. Eins og hún lýsti því sjálf var hún ,,svo ná­lægt brún algjörrar andlegrar glötunar“ að hún „sá yfir mörkin.“ Líkt og söguhetjan í smásögunni var hún vön að skríða inn í skápa og geymslur og undir rúm til að fela sig frá þeim þrýstingi sem með­ferðin olli. Þegar hún var aðskilin eiginmanni sínum leið henni hins vegar eins og henni væri batnað, og stuttu síðar skildi hún við hann eftir þriggja ára hjónaband. Gilman segir að það sem hafi bjargað henni væri að byrja aftur að vinna. Sjö árum eftir fæðingu Katherine birtist hluti af afrakstrinum þegar smásagan Gula veggfóðrið leit dagsins ljós í tímaritinu The New England Magazine. Þar nefnir hún fyrrum lækni sinn, Weir Mitchell, bókstaflega á nafn en hún sendi honum meira að segja eintak af sögunni. Hann gekkst aldrei við henni. Gilman varð síðar ötull pistlahöfundur og fyrirlesari, femín­ ískur talsmaður og höfundur skáldsagna, ljóða og fjölda greina. KLIKKAÐA KONAN Á HÁALOFTINU Gula veggfóðrið, sem nú er ríflega 130 ára gömul saga, er af mörgum talin mikilvæg í femínískri bókmenntasögu Bandaríkjanna fyrir það hvernig hún miðlar ríkjandi viðhorfum 19. aldarinnar til andlegs og líkamlegs heilbrigðis kvenna. Unga konan í sögunni er nafnlaus, og nöfn hinna persóna sögunnar, John, systur hans Jennie og þernunnar Mary, eru algeng og stöðluð, sem gefur til kynna að þarna séu á THE STUDENT PAPER

to note the sarcasm and contempt embedded in every sentence of The Yellow Wallpaper. SILAS WEIR MITCHELL’S REST CURE Charlotte Perkins Gilman was born in the year 1860 in Hartford, Connecticut. At age 24, she got married and had her only child, a daughter named Katherine, a year later. Motherhood seems to have proven to be a challenge for Gilman, as her memoir records how she felt no happiness when holding her daughter, only pain. After struggling with these emotions for two years, she sought help from the doctor Silas Weir Mitchell who specialised in neu­rol­ogy. He claimed her troubles were caused by a condition he called neurasthenia, and as a solution prescribed the rest cure, a treat­ment which Mitchell himself pioneered. The “rest cure” included 24 hours of bedrest for Gilman, in complete isolation from her family and friends, and a restrictive diet consisting mostly of high-fat dairy products. Over a hundred years later, the modern reader shudders at the thought of the “rest cure’s conditions, as Gilman was not allowed to leave her bed, and was forbidden from reading, writing, talking or feeding herself. She had to endure these conditions for a whole month, and was subse­quently sent home with the following instructions: “Live as domestic a life as you possibly can. Keep your child with you at all times … nap for an hour after every meal. […] And never touch a pen, brush or pencil as long as you live.”

After having followed Weir Mitchell’s suggestions for some time, Gilman was devastated. As she herself describes, she came so near the borderline of “utter mental ruin” that she could “see over.” Much like the protagonist in her short story, she used to crawl into cupboards, storage rooms and under beds to hide from the pressure caused by the treatment. When distanced from her hus­band, however, she noticed how she felt as if she were cured, and a short while afterwards she divorced him after three years of marriage. Gilman states that returning to work was what saved her. Seven years after Katherine’s birth, a portion of her work was published when The Yellow Wallpaper appeared in The New England Magazine. She went so far as to mention her former doctor, Weir Mitchell, by name, and even sent him a copy of the story. He never acknowledged it. Gilman later became a diligent writer and lecturer, a feminist advocate and the author of novels, poetry and numerous articles. THE DERANGED WOMAN IN THE ATTIC The Yellow Wallpaper, a story which is now over 130 years old, is considered by many to be an important piece of feminist American

16


STÚDENTABLAÐIÐ

ferðinni fulltrúar Eiginkvenna, Eiginmanna og Tengdafólks almennt. Endalok sögunnar hafa einnig verið túlkuð á mismunandi vegu, bæði sem sigur og ósigur. Sumir telja konuna ganga af vitinu á meðan öðrum finnst hún taka völdin í sínar eigin hendur. Á þversagna­ kenndan hátt er hún mun „heilbrigðari“ í brjálæði sínu en fólkið í kringum hana, að minnsta kosti í augum nútímalesandans. Í Gula veggfóðrinu sýnir Gilman ótrúlegt hugrekki með því að tala hispurslaust um tilfinningar móður sem á erfitt með að tengjast barninu sínu, nokkuð sem var eflaust sjaldan rætt á þessum tíma, þótti til skammar og þykir það mögulega enn. „Geðveika konan á háa­loftinu“ hefur orðið að menningarlegri klisju í aldanna rás, en þá oftast í bakgrunni. Við sjáum rétt svo glitta í hryllilegan raunveru­ leika hinnar klikkuðu Ófelíu, ofsjónir Lafði Macbeth og líf Berthu Rochester sem er lokuð inni á háaloftinu í Jane Eyre. Það sem gefur Gula veggfóðrinu hins vegar sérstöðu er að hér gefur Gilman „geð­veiku konunni“ pappír og penna, tækifæri til að tjá sig með eigin rödd.

Við erum á Facebook og Instagram

/Augljos

literature, as it links the ruling societal norms of the 19th century to the mental and physical health of women. The young woman in the story is anonymous, and the names of other characters, John, the husband, Jennie, his sister, and the maid Mary, are common­ place and standard, which indicates that they serve as the repre­ sentatives of the Wives, the Husbands and In-laws in general. The end of the story has also been interpreted in numerous ways, both as a victory and as a sort of defeat. Some claim the protagonist ultimately goes insane, while others feel as if she takes matters into her own hands. In a contradictory way she is “much happier” in her insanity than the people around her, at least in the eyes of the modern reader. The Yellow Wallpaper demonstrates Gilman’s remarkable courage as she openly describes the emotions of a woman who finds it difficult to connect with her child, a rare topic as it was consid­ered shameful at the time, and arguably still is. “The de­ranged woman in the attic” has become a cultural cliche through the years, although her presence is usually relegated to the back­ ground of the story. We barely glimpse the horrible reality of the insane Ophelia, Lady Macbeth’s hallucinations and Bertha Rochester’s life while she is locked in the attic in Jane Eyre. What sets The Yellow Wallpaper apart from the rest, however, is how Gilman hands the “deranged woman” a pen and paper – an oppor­tunity to express herself in her own voice.

LASER

AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


Alma Ágústsdóttir

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Fjöltyngi er fjársjóður The Wealth of Plurilingualism „Allir borgarbúar búa í ýmsum heimum á mörgum tungumálum.“ Svo mælir Binyavanga Wainaina, rithöfundur frá Kenya, í ævisögu sinni One Day I Will Write About This Place. Titillinn vísar í Kenya þar sem flest fólk talar bæði opinberu tungumál landsins, þ.e.a.s. ensku og kiswahili, ásamt móðurmáli sem gæti verið eitt af þeim 68 tungu­málum sem töluð eru í Kenya. Þetta brot nær yfir kraftinn sem býr í fjöltyngi sem vel getur átt við í víðara samhengi. TUNGUMÁL OPNA DYR Þetta á sífellt betur við þegar samfélagið hliðrast og aðlagast með áframhaldandi alþjóðavæðingu. Alþjóðasamfélagið einkennist af flutningum, færanleika og breytingum, hlutum sem hafa bein áhrif á landslag tungumála. Þetta veldur þeirri þverstæðukenndu til­ finningu að hinn áþreifanlegi heimur fari sívaxandi með bættu að­gengi að stöðum sem áður fyrr voru einangraðir en á sama tíma fari heimurinn minnkandi. Sé nógu lítill til að passa í lófa okkar. Við getum nú haldið fundi milli landa, við mætumst við skjáinn til að skiptast á hugmyndum og reynslu á tungumáli sem við höfum fengið að láni og gert að samskiptamáli. Með hverju tungumálinu sem við lærum opnast fyrir okkur heill heimur, brunnur tækifæra og skilnings sem við höfðum ekki aðgang að áður. Þetta opnar ekki einungis nýja far­vegi í samskiptum heldur eru tungumál í eðli sínu líka menningar­leg. Hið samtvinnaða samband tungumála og menningar veldur því að menning mótar málið en tungumálið hefur einnig afgerandi áhrif á menningu vegna þess að tungumálið mótar hugsun. ENDURSPEGLUN ÁSKORANNA Í Pormpuraaw, svæði frumbyggja í Queensland í Ástralíu, er talað Kuuk Thaayorre sem er tungumál sem á ekki sérstakann orðaforða yfir afstæð rýmdar hugtök eins og t.d. hægri eða vinstri. Í staðinn nota þau höfuðáttirnar, ekki bara þegar verið er að tala um langar vegalengdir heldur í öllum aðstæðum, til dæmis „gaffallinn á að setja vestan við diskinn.“ Til að tala Kuuk Thaayorre verður þú að vera vel áttaður. Þessi skilyrði tungumálsins knýja fram og æfa vitsmunalega hæfileika. Mannfólk er gjarnt á að aðlagast og býr á landsvæðum sem hver hafa sínar áskoranir ásamt einstökum menningarbakgrunn og tungu­málum í sögu sinni. Sögu fullri af áskorunum, þörf og þrá fólksins sem býr þar. Hver staður býður upp á vitsmunaleg tól og fólkið sem þar dvelur býr yfir visku og heimsmynd sem hefur þróast á þúsundum ára innan menningar sinnar. Hver staður veitir aðferðir við að skynja og flokka heiminn og gefa honum merkingu. Tungumálið er arfleifð sem hefur gengið kynslóðanna á milli í sífelldri þróun og vexti til að ná yfir upplifanir mannkyns. Þetta er það sem ég meina þegar ég segi að við eignumst nýjan THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

“All city people inhabit several worlds in many languages.” So speaks Binyavanga Wainaina, Kenyan author, in his autobio­ graphy, One Day I Will Write About This Place, referring specifically to Kenya, where most people speak the nation’s two official lan­guages, i.e. English and Kiswahili, often in addition to their mother tongue which could be any one of the 68 languages spoken in Kenya. This extract manages to encapsulate the power of plurilingualism in a way that maybe transposed onto narratives in a global context. LANGUAGES OPEN DOORS This is increasingly true as our society shifts and morphs with continued globalisation. The globalised society is characterised by mobility and change, two phenomena that have a direct impact on the broad linguistic landscape. The effects are inherently para­ doxical, the world at our fingertips steadily growing even as the accessibility of regions previously too far removed seems to lend itself to the feeling that the world is ever-shrinking. Small enough to fit in the palm of our hands. We are now capable of convening cross-nationally, gathering at our screens to trade ideas and expe­riences in a borrowed language, adopted as our lingua franca. With each language we learn we gain a whole world; a wealth of oppor­ tunities and understandings not previously accessible to us. Not only because it opens communication-pathways formerly closed to us but because language is inherently cultural in nature; the two existing within a symbiotic relationship where culture shapes language and language, in turn, moulds culture. Because language shapes thought. REFLECTIVE OF CHALLENGES In Pormpuraaw, an Aboriginal shire in Queensland, Australia, they speak Kuuk Thaayorre, a language that does not possess the vo­cab­ulary of relative spacial terms such as left or right. Instead they use cardinal directions, not only when referring to large spatial scales but in every circumstance, such as “the fork should be placed west of the plate.” In Kuuk Thaayorre you must stay oriented to speak. The requirements of the language enforce and train cognitive prowess. Humans are adaptable creatures, inhabiting areas that pose different challenges and come with unique cultural backgrounds and language is our history. The history of the challenges, the needs, the wants and the ambitions of our people. Each provides its own cognitive toolkit and encapsulates the knowledge and worldview developed over thousands of years within a culture. Each contains a way of perceiving, categorising and making mean­ing in our world. Our language is our legacy, passed down through generations, constantly morphing and growing to encap­

18


STÚDENTABLAÐIÐ

heim með hverju tungumáli. Tungumál er ekki aðeins táknasúpa með samþykktum merkingum. Tungumál er óaðskiljanlegur hluti menn­ ingar og því er fjöltyngi svona mikill fjársjóður. AÐ LIFA AF ER AÐ BREYTAST Nútíma námskrár einkennast að miklu leyti af eintyngdri heimsmynd sem er ráðandi í samfélaginu. Aðalástæða þess er hræðslan við breytingar, hræðslan við það að hið „hreina“ tungumál okkar og menning verði fyrir erlendum áhrifum. Það er algeng hugskekkja að halda að tungumál sé fast fyrirbæri sem hægt sé að afmarka og einskorða en það hefur aldrei verið satt. Hinsvegar er tungumál síbreytilegt fyrirbæri í sífelldri þróun sem ekki er hægt að stöðva. Við vitum þetta til dæmis vegna þess að regluleg endurnýjun orða­bóka er nauðsynleg þar sem tungumál er ekki, og ætti aldrei að vera, kyrrstætt. Um leið og við sleppum hugmyndinni um að þurfa að „vernda“ tungumálið frá þróun sinni til að henta þörfum þeirra sem tala það, þegar við færumst frá málhreinsunarstefnu, þá og aðeins þá, getum við opnað fyrir fjöltyngda heimsmynd þar sem blöndun tungumála er ekki lengur smánuð heldur viðurkennd sem náttúruleg útsjónarsemi í samskiptum. Tungumál eru ekki einstaklingsbundin fyrirbæri sem til eru í einangrun og geymd í afmörkuðum krókum heilabúsins sem aðeins koma fram á yfirborðið sem skemmtiatriði. Tungumál eru síbreytileg og við höfum aðeins takmarkaða stjórn á þeim. AÐ SJÁ MÖGULEIKANA Hugmyndin um þjóðlegan hreinleika eða hreint tungumál stendur ekki undir sér. Með því að skorða okkur við það sem er nú þegar til, afneitum við öllum breytingum og þar með öllum vexti. Hug­ myndin um fjöltyngi er að finna stöðugleika í breytingunum en að horfa ekki á stöðugleika sem andstöðu við breytingar. Með því að taka fjöltyngi opnum örmum, verður meðvituð hliðrun í umræðunni sem ræktar samfélag fólks sem víkur ekki frá fjölbreytileika eða hinum ýmsu málfræði- og menningarlegum kerfum, sem vilja ekki einskorða tungumálið og halda í það sem nú þegar er til, en sér í staðinn möguleika í menningarskiptum.

Samfélag sem sér heila heima og getur ekki beðið eftir því að þekkja þá. Fjöltyngt samfélag. Þetta er það sem námskerfið ætti að ala í okkur. Heimsmynd sem viðurkennir þann auð sem finnst í tungumálum, sem hvetur til forvitni og málfræðilegar nýsköpunar frá unga aldri og býr nemendur undir sí-alþjóðlegri heim.

sulate our experiences. That is what I mean when I say that with each language we learn we gain a whole world, because a language isn’t just a set of symbols with an agreed upon meaning. Language is an inseparable part of culture which is why plurilingualism is such a wealth. TO SURVIVE IS TO CHANGE Our current curricula is largely characterised by a monolingual vision that still has a firm grip on our society. At the heart of this is a fear of change, of our seemingly “pure” language and conse­ quently our culture being affected or even sullied by foreign influ­ence. But this is a fallacy that views language as a complete and stationary phenomenon that can somehow be confined and main­tained when that has never been true. Conversely, language is an ever-shifting, ever-developing entity that can not be preserved as it is. We know this, at heart, as evidenced by the need for regularly revised dictionaries because a language is not, and should not be, stagnant. Once we let go of the notion that we can “protect” our language from developing to fit the changed needs of its speakers, once we manage to distance ourselves from the idea of monolin­gual purity, then, and only then, can we open ourselves up to a plurilinguistic vision, where mixing, mingling, and meshing lan­guages is no longer stigmatised, but recognized as a naturally occurring strategy in real-life communication; languages are not individualistic phenomena that can exist in isolation and should be kept in mental compartments, only to be brought out for show. They are continually morphing entities over which we have limited control. SEEING THE POSSIBILITIES The idea of a national purity or a purity of language is untenable. By confining ourselves to that which already exists, that which we know, we reject all change and consequently all growth. The idea behind plurilingualism is that of finding stability in change, not seeing stability as resistance to change. Embracing plurilingualism means consciously shifting our narrative so that we may breed a community of those who do not shy away from our differences or our various forms of linguistic and cultural systems, and who do not seek to nail down a language and confine it to that which al­ready exists but see the possibilities, the potential for cultural exchange.

A community that sees whole worlds and can’t wait to get to know them. A plurilingual community. And that is what our educational system ought to be fostering. A world view that recognises the wealth contained within lan­guages, that encourages curiosity and linguistic innovation from an early age and endeavours to prepare students for this increasingly globalised world.

THE STUDENT PAPER

19


Grein / Article

Dino Ðula

Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir

Að vera breytingin Being the Change Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvert það myndi leiða mig að taka fyrstu skrefin mín á íslenskri grundu fyrir mörgum árum. Á þeim tíma ætlaði ég mér að vera hérna í eitt ár, skoða alla fegurðina og njóta náttúrunnar í þessu litla landi lengst í norðri. Ég skemmti mér, ég djammaði (þetta var fyrir heimsfaraldurinn), ég ferðaðist, ég grét og þegar árið var búið, var ég kyrr. Einhverra hluta vegna breyttust allar áætlanir mínar.

When I took my first step in Iceland, several years ago, I could have never imagined where that journey would eventually take me. At that moment in time the plan was to stay here for a year, explore the beauty and enjoy the nature of this little country in the North. I laughed, I partied (it was the pre-pandemic times), I travelled, I cried and when the year was up – I stayed. Some­how, my plans had changed.

„VIÐ GETUM GERT HVAÐ SEM VIÐ VILJUM LÍF OKKAR VIГ „Lífið er það sem gerist þegar þú ert of upptekið við að skipuleggja eitthvað annað,“ söng John Lennon þegar hann ímyndaði sér annan heim en okkar. En stundum áttar jafnvel ímyndunaraflið sig ekki á því hve hratt lífið getur breyst, oft þarf bara eina ákvörðun til. Vissu­lega eru sumar breytingar smávægilegar, matarsmekkur sem breytist með tímanum eða áhugamál sem þú vex upp úr. En sumar breytingar eru stórar, eins og að flytja, skipta um starfsvettvang eða sambandsslit. Það er útbreiddur misskilningur að breytingar séu annað hvort af hinu góða eða slæma, að líf okkar breytist annað hvort til hins betra eða verra og að við munum óhjákvæmilega ganga oft í gegnum þessar breytingar. Þarna er mikilvægasti þáttur breytinga hins vegar hundsaður, að breytingar eru bara það: atburðir í lífi okkar sem við tengjumst engum sérstökum böndum. Breytingar verða góðar eða slæmar vegna þess að við krefjumst þess alltaf að flokka hlutina í kringum okkur til að átta okkur á þeim. Þó svo að innsæi okkar geri okkur þetta oftast kleift, reiðum við okkur oft á eigin skynsemi til að meðtaka aðstæður og áætla næstu skref. En skilningurinn á því að „hlutirnir“ gerast stundum bara, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og þegar við reynum að samþykkja þá staðreynd förum við að ná tökum á eigin lífi. Ákvörðun mín um að vera um kyrrt á Íslandi kom í kjölfar stórra breytinga í lífi mínu á stuttum tíma. Þær höfðu mikil áhrif á mig og neyddu mig til þess að horfast í augu við sjálfan mig. Til þess drepa þig, kæri lesandi, ekki úr leiðindum með smáatriðum læt ég nægja að segja að á einu augnabliki leið mér eins og ég hefði allt lífið í höndum mér og á því næsta var það allt farið. Allt nema ég, bugaður, uppgefinn og einn.

SPARE THE CHANGE “Life is what happens to you while you’re busy making other plans,” sang John Lennon imagining different worlds than our own. But sometimes our imagination cannot fathom how much our reality can change in a split second, with one single decision. Because that is all it takes for your life to flip upside down. Granted, some changes are small, like your taste in food changing over time or your interests shifting as you grow older. But some changes are big, like moving places, big career ups and downs and even break-ups. The general misconception here is that change is either good or bad; that our life subsequently changes for the better or for the worse, and that we inevitably experience this many times through life. But there is a crucial component that gets overlooked; changes are just that, events that occurred in your life with no emotions attached to them. Changes become good or bad because of our innate need to categorize the environment around us in order to make sense of it. While our instincts kick in at times, most often we depend on our reason to analyze the situation we are in and plan our next steps. However, understanding that “things” will always inevitably happen, whether we like it or not, and working towards simply accepting that fact, is a great step towards truly becoming in charge of our own lives. My decision to stay in Iceland came with a series of big life changes that happened in a noticeably short span of time. They affected me greatly and forced me to take a long, hard look at my­self, before being able to continue. Not wanting to bore you, dear reader, with the details, it is sufficient to say that one moment I felt like I had everything I ever wanted and the next moment it was all gone. All but me, defeated, broken, and alone.

EF ÞÚ BROSIR ÖLLUM VIÐ, BROSIR VERÖLDIN MEÐ ÞÉR Eðlilega var þetta ekki í fyrsta skipti sem ég upplifði þess konar stakkaskipti í lífi mínu og sem betur fer hafði ég lært af fyrri

HAPPY MWE (OR HAPPY ME, HAPPY WE) Understandably, this was not the first time I felt such a substantial change happen in my life and, luck would have it, I had learnt from

THE STUDENT PAPER

20


STÚDENTABLAÐIÐ

Myndir / Photos Dino Ðula

mistökum og reynslu og vissi hvað þurfti til að byggja sjálf mitt aftur upp. Það er áfall þegar lífið splundrast skyndilega, en það opnar líka á nýja möguleika og leiðir til að bæta ráð sitt. Á botninum verður það auðveldara að ákveða hvernig manneskja þú vilt vera, því þar missir þú helst þá ímynd sem þú hafðir áður af þér. Og þessi lífsreynsla getur orðið hið besta tækifæri til að feta nýja slóð og forðast með því að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur. Mitt fyrsta og mikilvægasta skref var að beina athyglinni að því góða í sjálfum mér, í lífinu og öllu í kringum mig. Það er ekkert nema eðlilegt að vera svolítið hnuggið og velta sér upp úr sorginni, það er liður í því að líða betur. En ef kastljósinu er beint að því sem er jákvætt í kringum þig, sjá ástvini brosa og taka eftir þakklætinu sem fylgir jafnvel minnstu greiðum getur það kveikt lítinn ljósneista í hjartanu sem einn daginn verður að báli og boðar betri tíð. Sál­ fræðin á bak við þetta er einföld, rannsóknir sína að eitt lítið bros eykur dópamín og serótónín framleiðslu líkamans, efni sem hann framleiðir og stuðla að hamingju. Og ekki bara það, heldur verður fólk sem horfir á þig sem hamingjusama manneskju glaðara í kringum þig (eins og til dæmis í kringum hunda, og ungabörn).

HALTU Í HENDI MÉR Þó svo að breytingarnar sjálfar séu hvorki góðar né slæmar getur hegðun þín fram að þeim verið það. Það er þess vegna mikilvægt að gera sér grein fyrir eigin hlutverki í því sem varð til þess að breytingarnar áttu sér stað. Kannski var þetta allt þér að kenna, kannski gripu örlögin í taumana, það skiptir í rauninni ekki máli. Ég ítreka mikilvægi þess að leyfa tilfinningunum að vinna úr hlutunum, og þegar þær hafa lokið sér af tekur hugurinn við. Passaðu þig bara að fara ekki fram yfir ábyrgðarmörk, lífið er nógu flókið fyrir en þegar við eigum í samskiptum við annað fólk afmást mörkin milli hins rétta og ranga. Það er mikilvægur liður í sáttinni að átta þig á þínum hluta samskiptanna því það kennir þér að þú hefur annars vegar enga stjórn á hegðun annarra og getur hins vegar ekki dregið sjálft þig til ábyrgðar fyrir gerðir þeirra. Að lokum skaltu hlúa vel að þér. Borðaðu ís. Láttu það í ljós hvað þú ert stolt af afrekum þínum. Vertu besti vinur þín sjálfs því að þegar uppi er staðið er það besti vinur sem völ er á. Mistök þín skilgreina þig ekki, og eiga ekki að gera það því fram­tíðin er alltaf í þínum höndum. Breytingarnar munu halda áfram að eiga sér stað og ég er fullviss um það að næst verðir þú tilbúið til að gera það besta úr hlutunum.

THE STUDENT PAPER

my previous mistakes and experience to know where I stood at this point and how I was to build myself back up again. Having your whole life shattered is a traumatic experience that also offers an opportunity for improvement, if you consider yourself tabula rasa, at that specific moment. Once you have found yourself hitting rock bottom or losing the sense of your own iden­tity, it becomes significantly easier to choose the person you want to be. And the experience can turn into the best opportunity to take a different path in life, avoiding making the same mistakes over again. One crucial step, which was my first, is to turn your atten­tion towards the good in you, in life, and in the things around you. It is perfectly normal to be sad and to wallow in sadness for days, if you believe it is a major step towards you getting better. But focusing on the positives around you, seeing other people smiling and observing gratitude in the smallest gestures might just light up a small spark in your heart that turns into a fire of motivation for a better tomorrow. There is some psychology behind this trick, as research has proved that a simple act of smiling increases the levels of dopamine and serotonin, which in turn increases your happiness. Not only that but people that perceive you as happy will act happier in your presence (just think of dogs and small babies). A WARM EMBRACE While the change itself is neither good nor bad, your actions lead­ing up to it can be. This is why, most importantly, you must accept your role in the event that led to this change. It might have been your fault, or it might have been written in the stars; whichever it is, it doesn’t really matter. Again, let your emotions deal with it in their own way and once they are done, let your mind take over the wheel. Just be careful not to overstep your responsibility line – life’s complicated enough but when we engage with other people the “right” and “wrong” get blurry. Understanding your part is a key step in acceptance as it teaches you that you cannot control anyone else, nor can you hold yourself accountable for others’ actions. And, finally, give yourself a hug. Eat that ice cream. Express your pride in what you have accomplished. Be your own best friend, because, at the end of the day, that is the best friend you could possibly have. Do not let your mistakes define you, because your future is always in your hands. A change will come again, and I am sure that the next time – you will be ready to make the best of it.

21


Arnheiður Björnsdóttir

Heilsumannfræði Medical Anthropology Mannfræði er fræðigrein sem rannsakar mannlega hegðun og menningu. Greinin skiptist svo gróflega í félagslega mannfræði annars vegar og líffræðilega mannfræði hins vegar. Heilsumannfræði er eitt sérsviða innan mannfræði, en þetta svið rannsakar heilsu út frá mannfræðilegu sjónarhorni, það er út frá mannlegri hegðun. Hún skoðar meðal annars líkamlega-, um­hverfistengda og menningarlega þætti, með öðrum orðum félags­líf og stéttaskiptingu og áhrif þeirra á líðan fólks og þá sömuleiðis hvernig fólk skynjar heilsu sína og annarra á mismunandi hátt eftir stöðum og samfélagsgerð. Í öllum samfélögum má finna eitthvað ákveðið heilsu- eða lækniskerfi sem hefur það hlutverk að útskýra sjúkdóma, sjúkdómsgreiningar, meðferðarúrræði og viðhorf gagn­vart heilsu. Heilsumannfræði skoðar hin fyrrnefndu kerfi og þá kannski sérstaklega samskipti lækna og sjúklinga. Samspil læknis­ kerfisins, hvernig fólk glímir við heilsukerfið, viðhorfs fólks gagn­­vart sinni heilsu, og hvernig fólk skynjar heilsu og sjúkdóma eru mikilvæg sjónarhorn innan heilsumannfræði. RANNSAKAR ÁHRIF COVID-19 Á BÖRN OG UNGMENNI Á ÍSLANDI Eva Hrönn Árelíusd. Jörgensen er doktorsnemi í mannfræði við HÍ. Doktorsrannsókn hennar fjallar um áhrif Covid-19 á börn og ung­menni á Íslandi, bæði þau áhrif sem faraldurinn hefur haft hingað til og hver líkleg áframhaldandi áhrif verði á þennan hóp. Þar sem rannsókn Evu er enn í gangi er ekki hægt að alhæfa neitt um niður­stöður hennar en það má segja með fullri vissu að faraldurinn hefur haft áhrif á geðheilsu og geðheilbrigði hópsins sem og allra aldurs­ hópa. Eva segist hafa tekið eftir því að viðmælendur hennar hafi endurmetið á einhvern hátt sambönd og samskipti á þannig að þau hafi valið hvaða vinasambönd og samskipti þau vildu halda í frekar en önnur. Þar að auki hafi hópurinn gefið sér tíma til þess að vera skapandi, og leitað að félagsskap á netinu út frá áhugamálum sínum. Rannsóknin hefur gefið góða mynd af því hvaða leiðir þessi hópur hefur farið til þess að gera það besta úr hlutunum. Eva hefur tekið sérstaklega eftir hversu mikla þrautseigju má finna innan hópsins. Í doktorsnáminu hefur hún verið að skrifa grein um stöðu barna í Covid-19 með teymi barnalækna á vegum The International Society for Social Pediatrics & Child Health (ISSOP). Sú samvinna er eitt dæmi um hvernig læknisfræði og heilsumannfræði tengjast, heilsu­mannfræðingar og læknar gera rannsóknir saman. Í slíkum rannsóknum einblína heilsumannfræðingar á vísindin á bakvið hið félagslega innan lýðheilsu en læknarnir horfa á læknavísindin.

THE STUDENT PAPER

Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Mynd / Photo Aðsend / Sent in

Grein / Article

Anthropology is an academic field that focuses its research on human behavior and culture. This article will be divided into two sections. One about social anthropology and the other about biological anthropology. Medical anthropology is one of the subcategories of the field, it studies human health from an anthropological point of view, i.e., human behavior. It concerns itself with physical, environmental, and cultural factors, in other words one’s social life, class division and their effects on one’s well-being. Furthermore, the field tries to understand how people perceive their health and that of others in various ways based on social type and class. In all human commu­ nities one can find a type of healthcare system. Either private or public health systems try to explain various diseases, how they are diagnosed and how to combat them, along with various opinions on one’s health. Medical anthropology examines the aforemen­ tioned systems, especially the relationship between doctors and patients. The interplay of the medical system, how people deal with the health system, people’s attitudes towards their health, and how people perceive health and disease are important perspectives within health anthropology. A RESEARCH ON COVID-19 AND ITS EFFECTS ON CHILDREN AND TEENAGERS IN ICELAND Eva Hrönn Árelíusdóttir Jörgensen is a PhD student of anthro­ pology at HÍ. Her doctrine is about the effects of the COVID-19 pandemic on children and teenagers in Iceland, both the effects that the pandemic has already had on that focus group and the future implication it might have on the group. Eva’s research is ongoing and therefore it is impossible to generalize her results just yet. However, it does not take a genius to see that the pandemic has had an effect on their mental health and well-being, as with people of all age groups. Eva has noticed that the participants of her research experienced an altered view on their relationships and how they communicate with one another. For example, how the pandemic affected one’s behavior in terms of friend groups, what group one should prioritize, and so forth. Additionally, Eva’s focus group reported that they had used their free time in creative efforts and pursued online friendships that corresponded to their hobbies. Eva’s doctoral research gives a good indication on how children and teenagers in Iceland coped with COVID-19by making the best of what they got. Eva also wants to highlight the resilience she found in the group. Alongside her doctorate, Eva is writing an article about the situation of children in the COVID-19 pandemic with a team of pediatricians for The International Society for Social Pediatrics &

22


STÚDENTABLAÐIÐ

VETTVANGSRANNSÓKNIR OG ETNÓGRAFÍUR Eftir vettvangsrannsóknir mannfræðinga eru niðurstöður þeirra skrifaðar upp í etnógrafíur. Etnógrafía samanstendur af vettvangs­ lýsingum og niðurstöðum mannfræðirannsókna. Nokkrar etnó­­grafíur út frá sjónarhorni heilsumannfræði sem Eva mælir með fyrir áhuga­sama eru The Private Worlds of Dying Children og In the Shadow of Illness eftir Myra Bluebond-Langner, The Illness Narra­tives eftir Arthur Kleinman og The Body Multiple eftir Annemarie Mol. The Private Worlds of Dying Children fjallar um börn með krabbamein og þá félagslegu- og menningarlegu þætti sem spila inn í samskipti barnanna, foreldra þeirra og heilbrigðisstarfsfólks og hvernig þessir hópar geta rætt saman um dauðann sem er yfir ­vofandi. In The Shadow of Illness eftir sama höfund er skoðar börn með langvinna sjúkdóma, fjölskyldur þeirra og þá hvaða áhrif veikindin hafa á systkini í sömu fjölskyldu. Í The Illness Narratives skrifar Arthur Kleinman um það hvernig einstaklingur er skil­greindur sem sjúklingur innan læknakerfisins og svo á hinn bóginn hvernig einstaklingurinn sjálfur skilgreinir sig sem sjúkling. Í bókinni segir Kleinman frá því hversu mikilvægt það er að meðhöndla veikindi ekki bara út frá líffræðilegum þáttum heldur mannlegum líka. The Body Multiple eftir Annemarie Mol skoðar hún hvernig vestræn læknisfræði fjallar um líkamann og sjúkdóma, og samspil læknis­fræði og meðferðarúrræða, þ.e. hvernig ákveðnar skoðanir innan læknisfræðinnar gera það að verkum að einhver ákveðinn sjúk­dómur er meðhöndlaður á einn hátt en ekki annan. Heilsumannfræði nær yfir stórt svið og margar fleiri rann­sóknir eru til um efnið. Heilsumannfræði teygir anga sína til hefð­ bundinna lækninga, óhefðbundinna lækninga og allt þar á milli og eins og áður hefur komið fram skoðar hún í stuttu máli samskipti lækna og sjúklinga, og hvernig fólk skynjar sína eigin heilsu.

Child Health. Their teamwork is just one example of how medical anthropology is intertwined with the field of general medicine. With medical anthropologists and doctors working together, the former focusing on the science between the social part of public health, the latter focusing on the medical science.

Grein / Article

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Anna María Björnsdóttir

FIELD-RESEARCH AND ETHNOGRAPHS After doing field research anthropologists log in their results in ethnographs. An ethnograph consists of field descriptions and re­sults of anthropological research. Eva recommends the following ethnographs to anyone interested in anthropology; The Private Worlds of Dying Children and In the Shadow of Illness by Myra Bluebond-Langner, The Illness Narratives by Arthur Kleinman, and The Body Multiple by Annemarie Mol. The Private Worlds of Dying Children is about children who suffer from cancer, the social and cultural factors that come into play when considering the communications between the child, their parents, and public health workers, and how these different groups can talk about and prepare for serious loss, i.e., a death of a child. In the Shadow of Illness by the same author is an exami­nation of children with chronic illness, their families, and the effects the illness has on their siblings. In The Illness Narrative Arthur Kleinman writes about how an individual is defined as a patient, both within the healthcare system and how the patient defines themselves. Kleinman high­ lights the importance of handling one’s health not just from a bio­logical point of view but also an anthropological one. The Body Multiple by Annemarie Mol looks at how Western medicine treats the body and disease, and the interplay of medicine and treatment, i.e. how certain views inside medicinal science contribute to how a certain disease is treated in different ways, depending on the time period. Medical anthropology is a grand academic field and there exists numerous other research about this subject. Medical anthro­pology is intertwined with traditional and non-traditional medicine and everything in between. As previously stated, it is a field that examines the relationship between doctors and patients, and how people perceive their own well-being.

Getur eitthvað komið í staðinn fyrir æskuíþróttina? Can Anything Replace a Childhood Sport? Til er klisja sem hljóðar einhvern veginn á þá leið að það sé auðvelt að halda sig við hreyfingu, svo lengi sem þú finnur eitthvað sem þér þykir skemmtilegt að gera. En hvað ef við getum ekki gert það sem veitir okkur gleði lengur? Hvað ef við finnum ekkert sem okkur langar til að gera í staðinn? Það vill einmitt svo óheppilega til að ég hef verið í þessum sömu sporum, að geta ekki stundað þá hreyfingu sem fyllti hjarta mitt af gleði og hef átt erfitt með að finna staðgengil. Ég hef því oft leitt hugann að þessu vandamáli, hvað ég geti gert því öll vitum við að hreyfing er góð. Ekki bara upp á líkamlega heilsu heldur einnig hina andlegu. Það sem við áttum okkur oft ekki á með klisjur er að þær eru það af ástæðu, vegna þess að oftar en ekki eiga þær sér stoðir í raun­veruleikanum. Við þurfum í alvörunni ekki að pína okkur í gegnum hreyfingu sem við njótum ekki eða eyða endalausum tíma í hana, til þess eins að geta lifað „heilbrigðum“ lífsstíl.

THE STUDENT PAPER

There is a cliché that says that really it should be easy to exercise so long as you find something that you enjoy doing. But what if we are unable to do the thing that brings us joy anymore? What if we don’t find anything else we want to do in its stead? It just so happens that I unfortunately find myself under these circumstances of no longer being able to pursue the exercise that filled my heart with joy and have had a hard time finding a replacement. This problem is often on my mind because, as we all know, exercise is good for you, not only physically but also mentally. What we often don’t realise about clichés is that they exist for a reason, namely that they are rooted in some seed of reality. We don’t need to force ourselves through exercise that we do not enjoy, or spend an inordinate amount on, to live a “healthy” lifestyle.

23


STÚDENTABLAÐIÐ

AÐ ENDURSKAPA GLATAÐAR UPPLIFANIR Mörg okkar þekkja eflaust þá tilfinningu að hafa æft einhverja íþrótt í grunn- og jafnvel menntaskóla og hafa þurft að hætta af einhverjum ástæðum. Til að mynda þá æfði ég listskauta til átján ára aldurs og finn að það er fátt sem kemur í staðinn fyrir að heyra brakið í ísnum undan skautunum mínum, tilfinninguna að stökkva hátt upp í loftið og lenda með svo miklum krafti að ef ég passa mig ekki gæti ég brotið á mér ökklann. Að snúast svo hratt að hárið slæst í andlitið á mér og að finna fyrir köldu loftinu á húðinni jafnvel þótt mér sé brennheitt. Þó fátt geti endurskapað þessa upplifun þá get ég brotið íþróttina niður og áttað mig á hvað það var sem ég fékk raunverulega út úr iðkuninni. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að einblína á tæknina, reyna við ákveðið stökk eða spor, ná því rétt og sjá árangur. Þess vegna hefur dans alltaf heillað mig og hreyfingar sem ég get blandað við aðrar í takt við tónlist. Ég sakna einnig félags­ skaparins, að vera hluti af heild – að fara á æfingar snerist alltaf að miklu leyti um stelpurnar sem ég var með og samband mitt við þjálfarana. Að hvetja hverja aðra áfram, sjá þær ná fram árangri og fá það sama frá þeim. ERUM VIÐ OF GÖMUL? Með þetta í huga get ég skoðað hvaða hreyfingar gætu hentað mér, vitandi að ég nýt mín best þegar ég reyni við einhverja tækni og það í góðum hópi. Ég hef reynt ýmislegt á borð við jóga, klifur, fjallgöngur og hjólatúra og þótt ég hafi gaman að öllu þessu þá hef ég ekki fundið að ég haldi mig við hreyfinguna með reglulegum hætti. Ég hef því hugsað með mér hvort það sé kannski ómögulegt að finna sig í hreyfingu svo seint á lífsleiðinni, þar sem ég er orðin ríflega 24 ára gömul. FYLLUM ÞARFAMÆLINN HÉR OG ÞAR En þá hef ég áttað mig á því að ég þarf ekki endilega að fá allt það sama frá einni hreyfingu, ég get notið félagsskaparins þegar ég fer í fjallgöngur og reyni eitthvað nýtt með vinum mínum, ég get fundið að ég einbeiti mér að tækninni þegar ég dansa heima hjá mér og ég get fundið fyrir kraftinum sem ég nýtti eitt sinn í að stökkva hátt og skauta hratt þegar ég fer út að hlaupa eða fer í ræktartíma – sem ég fer sjaldan ein í og þaðan fæ ég félagskapinn líka. Það er hægt að blanda þessu öllu saman og fylla þannig í þarfamælinn hér og þar. Lykillinn er bara að finna réttu hlutföllin sem virka fyrir hvert og eitt okkar. Svo lengi sem ég get gleymt mér um stund, lagt verkefni dagsins til hliðar og einbeitt mér að því sem er fyrir hendi, þá skiptir ekki máli hversu krefjandi hreyfingin er eða hvað ég geri mikið af henni. Ég þarf bara að gera eitthvað sem veitir mér einhverja gleði og ég veit að ég mun fá eitthvað af þeim þremur skilyrðum sem ég setti mér. Þá er hún að gera mér gott og mig mun langa til þess að gera meira af henni. THE STUDENT PAPER

RECREATING LOST EXPERIENCES Many of us surely know the feeling of having practiced a sport in primary or even secondary school and having to quit for some reason. For instance, I practiced ice-skating until the age of eigh­teen and I feel that few things measure up to hearing the creak of the ice under my skates, the feeling of leaping high up into the air and landing with such force that, if I’m not careful, could break my ankle. Spinning so fast that my hair whips my face and feeling the cold air on my skin despite feeling way too warm. Even though few things can recreate these experiences, I can break down the sport into pieces and notice what it truly was that I got out of practicing it. I have always enjoyed focusing on tech­nique, attempting certain jumps or moves, succeeding and seeing progress. That’s why dancing has always appealed to me and any movements that I could mix with others in rhythm to some music. I also miss the social aspect, to be part of a whole – going to prac­tice was always to a large extent about the girls I was with and my relationship to the trainers. To encourage each other, see them make progress and get spurred on in return. ARE WE TOO OLD? With this in mind, I can consider what kind of exercise would suit me, knowing that I most enjoy working with technique in a good group. I have tried different things such as yoga, climbing, hiking, cycling and despite enjoying all of them I have not been a ble to maintain any exercise regularly. I have therefore considered whether it might simply be impossible to immerse oneself in any single type of exercise this late in the game, since I am already 24 years old. WE CAN FULFILL THE NEEDS WITH VARIED EXERCISE But then I have realised that I don’t necessarily need a single sport to fulfill everything I got from ice-skating. I can enjoy company when I go for hikes or try new things with my friends, I can focus on technique when I dance at home and I can feel the power that I once used for fast skating high jumps when I go for a jog or to the gym - which I seldom do alone so I also get the social aspect there. The key is just to find a good balance that works for each of us. If I can get carried away for a while, put aside the day’s activities and concentrate on what is happening in the moment, it doesn’t matter how demanding the exercise is or how much of it I do. I just need to do something that brings me joy and one of the three conditions I set for myself and my exercising. That way the exercise is good for me and makes me want to maintain it.

24


Dino Ðula

Lífið er leikur Life Worth Playing Sólin er að rísa. Borgin sefur. Myrkrið hörfar í rólegheitum. Ég heyri ekki mörg önnur hljóð en mín eigin, stöðugan andardrátt, fæturna smella taktfast á malbikinu, hlaupafötin mín nuddast saman. Ég er næstum kominn heim þegar lagið sem ég er að hlusta á stöðvast skyndilega og ég heyri drungalega rödd segja: „Uppvakningarnir nálgast“. Andlit mitt er steinrunnið, óttasleginn sný ég mér við með hjartað í buxunum, en þar er ekkert. Auðvitað, hugsa ég með sjálfum mér. Þetta er bara forrit.

Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir

Myndir / Photos Dino Ðula

Grein / Article

The dawn is breaking. The city is asleep. The darkness blanket is slowly lifting. There are not that many sounds I can hear bouncing off the walls but my own: my steady breathing, my steps rhythmi­ cally hitting the pavement, my running clothes rubbing against each other. I’m almost home, when the song I’m listening to sud­denly stops and I hear an ominous voice in my ears saying: “The zombies are approaching.” With my face covered in fear, my heart­beat increases as I slowly turn back only to be met with an empty street. Of course, I think to myself, it’s just an app.

VIÐBÚIN, TILBÚIN… AF STAÐ! Ef einhver hefði reynt að telja mér trú um það mánuði fyrr að ég myndi vakna spenntur alla morgna til að fara út að hlaupa klukkan 6, hefði ég hrist höfuðið og hlegið að viðkomandi. En einhvern veginn tókst forriti um uppvakninga að ýta mér út fyrir þægindarammann. Með því að setja á svið áhugaverða sögu, sem ég vissi þó að er ekki sönn, var ætlunarverki forritsins náð fyrirhafnarlaust. Ég varð svo spenntur að samþykkja þennan nýja raunveruleika að ég var tilbúinn að vinna fyrir því að upplifa hann. Í rauninni virka flest forrit sem ætlað er að leikjavæða líf þitt svona. Við eigum það til að finnast lífið óáhugavert og leiðinlegt, heimilisverkin eru alltaf eins, vinnan óspennandi og reikningarnir hlaðast upp. Hví ekki að flýja gráa tilveruna, verða einhver annar, einhver með spennandi tilgang í lífinu, í ímynduðum heimi? Þetta er það sem vakti áhuga minn til að byrja með. Mér fannst aðlaðandi að taka þátt í hlutverkaleikjum þar sem ég gat látið sem ég væri ekki bugaður námsmaður, bara í smá stund. Ég gat verið hetjan sem bjargaði deginum eða hugrakkur ævintýramaður sem veigraði sér ekki við að kynnast nýrri menningu. Ég gat lært galdra og álög í staðinn fyrir stærðfræði og bókmenntafræði og í staðinn fyrir að hjálpa mömmu að skipta um gardínur gat ég tekið þátt í leit að galdraveru. En það sem skipti mig mestu máli var hvað þetta hjálpaði mér að átta mig á tilgangi mínum í þessum (þykjustu heimi). En svo óx ég úr grasi og áttaði mig á því að lífið er ekki leikur. Að ég þyrfti að taka ákvarðanir sem yngri útgáfan af sjálfum mér væri ekki endilega hrifinn af, því nú var ég orðinn ábyrgur og iðinn fullorðinn karl. Svo óx ég enn meira úr grasi og kynntist leikjum sem hafa það að markmiði að gera mig að ábyrgan og iðinn. Og ég var fljótur að tileinka mér þá.

GAME SET. RUN! If someone had told me, a month prior to this event, that I’ll be excitedly waking up every day at 6am for an early morning run, I would have shook my head and laughed at the idea. But somehow an app that told the story of a post-apocalyptic world, ridden with zombies, managed to push me out of my comfort zone. It did so quite effortlessly by simulating a story that I knew was not real but my brain was eager to accept as plausible to the extent of making me work for it. In essence, this is how most of the modern apps, meant to gamify your life, work. We often think everyday life is boring and mundane, what with repetitive chores, tedious jobs and bills to pay. Why wouldn’t we want to seek escape in a fictional world where we can be some­one else with a glorious purpose in life? That is what drew me to games in the first place. Playing any role-playing game (RPG) meant I could pretend, even if for just a while, that I wasn’t a stu­dent with a dull school life; I could be the hero that was promised or a brave adventurer willing to explore new cultures. Instead of Maths and Literature, I could study Magic and Spells, and rather than helping my mum change the curtains, I could go on a quest for a mythical beast. But most importantly, it was easy to identify my purpose in this (pretend) life. But then I grew up and realised life is not a game and, as a responsible and diligent adult, I had to make choices a younger me would not approve of. That is until I grew up some more and learned that there exist games whose purpose was to make me a responsible and diligent adult. And I was quick to jump on that train.

UPP UM BORÐ Zombies, Run! var fyrsti leikurinn sem ég prófaði og fléttaði saman leik og alvöru lífsins. Þetta er einmitt sá leikur sem ég minntist á hér í upphafi, en alls ekki sá síðasti.

LEVEL UP Zombies, Run! was the first-ever game I tried that incorporated game mechanics into my real life. It is the one mentioned in the beginning of this article, but it was not the last one.

THE STUDENT PAPER

25


STÚDENTABLAÐIÐ

Að leikjavæða líf snýst ekki bara um að lifa heilbrigðari lífsstíl, heldur líka að öðlast nýja færni eða betrumbæta þá sem fyrir er. Næsta forriti sem, að ég held, gerði mig að betri manni, kynntist ég meðan ég bjó á suður Spáni um stund. Þegar þú býrð í jafn stóru landi og á Spáni er mikilvægt að kunna tungumálið, mestur hluti allra samskipta fer fram á spænsku og ég einsetti mér það að verða al­talandi. Duolingo hjálpaði mér alveg gífurlega mikið, enda líklega eitt best þekkta tungumálakennslu forrit heims. Duolingo heldur þér við efnið eins lengi og eins oft og hægt er með blöndu af samfélagslegri þátttöku, upplýsingum um framfarir og utanumhaldi um það í hve marga daga þú notar forritið samfleytt. Þetta er eitthvað sem öll eru sátt við, því við gerum okkur grein fyrir því að þau sem græða mest á þessu eru notendurnir. Síðustu ár hefur Duolingo orðið enn betra forrit, meðfram málfræðiæfingum eru nú komnar sögur sem hægt er að lesa og hlusta á auk spjallborða þar sem hægt er að segja skoðanir sínar eða fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þér. En forritið hefur aldrei orðið gagnslaust. Habitica er annað forrit sem breytti lífi mínu með því að gefa mér tólin til þess að hafa betri yfirsýn yfir dagleg verkefni og venjur. Habitica er leikjavæddasta forritið sem ég nota, þú býrð til litla per­sónu sem tekst á við verkefnin þín og berst við ógnvekjandi skrímsli undir þínu nafni. Þú styrkir persónuna með því að ljúka við verkefnin, ná skilafrestum og halda þig við góðar venjur. Þegar vinir mínir byrjuðu að prófa forritið fórum við að halda partí þar sem við tókumst á við erfiðari verkefnin. Með því varð meiri pressa á okkur að halda okkur við efnið, því annars mættu persónur okkar ótíma­ bærum dauða sínum. EITT TRÉ Á DAG KEMUR EINBEITINGUNNI Í LAG En þegar allur þessi fjöldi forrita bættist ofan á huga, sem nú þegar var út um allt og stressið sem fylgir lífi nútímamanneskjunnar, fór ég að leita að einhverju sem gæti hjálpað mér að einbeita mér og vera í núinu. Og eins og kaldhæðni örlaganna veldur svo oft var það annað forrit sem mætti þessum þörfum mínum. Markmið þess, sem heitir einfaldlega Forest, er nokkuð einfalt. Þú stillir klukku og velur þann tíma sem þú vilt halda einbeitingu án þess að kíkja á símann þinn. Yfir þann tíma sem þú stillir vex lítið tré í forritinu og ef þú, af einhverjum ástæðum, kíkir á símann áður en tíminn klárast deyr tréð. Forest dansar fimlega á línunni milli þess að halda þér við efnið og halda þér frá því. Líkt og Zombies, Run! leyfir Forest notandanum að taka þá meðvituðu ákvörðun að taka þátt í þykjustuheimi þess í skiptum fyrir einföld verðlaun á borð við rafrænt tré. Og það er þess virði. Ég get ekki fullyrt það að lífið án snjallsíma væri verra - það fer eftir þörfum hvers og eins. Það hentar mér mjög vel að nýta mér leikjavædd forrit til að bæta líf mitt, og það gæti hentað þér líka. Svo lengi svo þú notar þau í hófi og, það sem er enn mikilvægara, svo lengi sem það færir þér gleði. Við fáum bara eitt líf í þessum „leik“ sem við spilum, svo það er eins gott að njóta þess.

THE STUDENT PAPER

Gamifying life isn’t just about making yourselves fitter or healthier but also learning new skills or improving the existing ones. My next encounter with an app that, I believe, made me better was during my brief life in the south of Spain. Knowing the local language in a country as big as Spain is an imperative as the main part of everyday communication is done in Spanish, which is why I had to work hard to become fluent. What helped me immensely was Duolingo – (probably) the world’s best-known app for language-learning. Duolingo incorporated community engage­ ment, expe­rience tracking and streaks to keep you on the site as long as possi­ble, as often as possible. And everyone was ok with it because we under­stood that the ones benefiting from this the most were the users themselves. Over the years Duolingo has im­proved by offering stories to read and listen to, as well as discussion boards where you can voice your opinions or seek answers to questions you might have. But it has never become useless. Another app that aptly changed my life by helping me get a better grip on my daily tasks and habits was Habitica. The most “game-y” of them all, Habitica allows you to create an avatar that tackles your chores and fights frightening in-game monsters in your name. You can support your avatar by completing your tasks, meeting your deadlines, and sticking to your habits. When a few of my friends joined, we would regularly form parties and take on harder quests that simply put more importance on us being diligent and conscientious or else our avatars would meet their untimely deaths. ONE TREE A DAY, KEEPS THE PHONE AWAY But, with this many apps, an already scattered mind, and the stress of modern life, I eventually sought something that would help me be more mindful and present. Ironically, I found it in another app simply called Forest. The premise was straightforward – you would set up a timer for how long you would like to remain offline (with­out checking your phone) and during that time you would grow a tree in the app. If, for any reason, you would pick up your phone before the time was up – your tree would die. Forest walks a fine line between keeping you interested, while at the same time push­ing you away. Much like with Zombies, Run!, Forest allows our brains to make the conscious decision to participate in this play-pretend world for the simple reward of a digital tree. And it was well worth it. I won’t say that a life without a phone is a worse life – it depends on what works for you. Given my past, my experience and interests, gamifying apps were the perfect thing for me to improve my life and they might be for you, too. As long as you use it in moderation and, more importantly, as long as it makes you happy. We only get one life in this “game” that we play – better make it enjoyable.

26


Grein / Article

Francesca Stoppani

Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir

Nokkur ó-ráð:

Af hverju er svona erfitt að eiga í heilbrigðum samböndum? Some Words of Non-advice: Why Is It So Difficult to Have a Healthy Relationship?

Við skulum byrja á því að svara titilspurningunni, og mér þykir leiðin­legt að vera sú sem segir þér þetta, en svarið er líklega þú. Og þegar ég segi „þú“ á ég við „mig“. Notum bara „við“. Eftir því sem ég best veit eiga sum einfaldlega auðveldara með að umgangast fólk en önnur. Einhver eru aldrei í betri tengslum við sjálf sig en í langtíma­ sambandi, þau fúnkera vel í pörum og vinna einhverra hluta vegna betur í kringum sambandið sitt. Þetta er, svo það sé aftur tekið fram, mín skynjun á hlutunum og ég er ekki endilega viss um að ég treysti henni. Ég veit það alveg að raunveruleikinn er ekki svona einfaldur og að heilbrigð sambönd spretta ekki upp úr engu, það þarf að hlúa að þeim. En allavega, fyrir þau okkar sem eru ekki vön því að mæta fólki í miðjunni og eiga ekki að venjast málamiðlunum, getur það reynst mjög erfitt að halda sömu manneskjunni sér við hlið, af ýmsum ástæðum. Ein þessara ástæða gæti verið gömul sár og önnur eitruð sambönd, hvort sem það eru fjölskyldu-, vina-, vinnu eða ástarsambönd. DON’T YOU KNOW THAT YOU’RE TOXIC? Lífsreynsla og uppeldi er ekki línulegt og sameiginlegt ferli allra í heiminum. Þegar við komumst úr okkar eigin kjarna förum við að bera reynslu okkar saman við reynslu annarra. Stundum eru þær svipaðar, en oft líka mjög ólíkar. Ég ætla að taka umdeilt dæmi: þangað til mjög nýlega var það algjörlega eðlilegt í sumum löndum að refsa börnum líkamlega. Ég vissi til dæmis ekki, þegar ég grínaðist með það þegar … jæja, það skiptir ekki máli. En hver einasta norræna sála sem heyrði þessa sögu var í sjokki. Málið er að það er erfitt að byrja frá grunni og breyta hegðun sem okkur hefur fundist eðlilega í langan tíma. Við þurfum í rauninni að læra upp á nýtt að eiga samskipti við annað fólk, eða í tilfelli þessarar greinar, maka. Það getur hrikt í stoðum okkar að eiga allt í einu í heilbrigðu sambandi, því við lærðum aldrei að bera kennsl á eitruð samskipti. Með því að hegða okkur og bregðast við á neikvæðan máta, spýjum við ósjálfrátt eitrinu yfir nýju samböndin okkar. Þegar það hættir að verða ósjálfrátt og við förum að taka meðvitaðar ákvarðanir um að vera leiðinleg, ákveðum við að virði sambandsins sé ekki nóg, og yfirgefum það. Ég í fúlustu alvöru veit ekki hvernig ég kemst yfir þennan þröskuld, að spýja eitrinu í staðinn fyrir að kyngja því. THE STUDENT PAPER

Let’s start by answering the titular question, and sorry to break the news, but it’s probably you. And by “you” I mean “me”. Let’s call it “us”. In my mind, some people have an easier time being around other people. Some people can more naturally find them­ selves in a relationship for several years, they function well being a couple and somehow manage to work productively around their relationship. Again, this is what my mind came up with and I would not exactly trust what goes on in there. I know that in reality, it is not that simple, and a healthy relationship does not just grow on you but has to be nurtured. Anyhow, for the rest of us who are not naturally used to meeting others in the middle and are unaccus­ tomed to making compromises, the task of keeping another human being by their side might be harder for multiple reasons. One such difficulty may arise from previous experiences of toxic relationships in different contexts, from family to love, friendship to work. DON’T YOU KNOW THAT YOU’RE TOXIC? Life experience and upbringing are not linear and vary a lot among people. When we go out of our own bubble, we start comparing our experiences to those of others. Sometimes they are similar, other times they are drastically different. I’ll make a controversial example: in some countries, until very recently, it was considered normal to physically punish children. Little did I know when I was joking about that time when…well, it doesn’t matter. But every poor Nordic soul who heard the story was shaken. The point is that it is hard to start anew and change behaviour that we have considered to be a normal routine for a long time. Basically, we need to re-learn how to interact and approach the other, or in this case, the “signif­ icant other”. Sometimes, having a healthy relationship can be destabi­lizing because we never learn to recognize toxic patterns. Used to being intoxicated while generally acting and reacting in a nega­tive manner, we spread our venom over new relationships as an auto­matic reflex of habit. When the habit becomes a choice though, we deliberately decide the worth we allocate to the relationship. I honestly do not know how to overcome this barrier of spitting venom instead of swallowing it.

27


STÚDENTABLAÐIÐ

GET ÉG FENGIÐ AMEN? Hugsanlega væri það að hætta að ofhugsa um af hverju og frekar hvernig við getum breytt þessu samviskubitsmunstri þar sem við kennum sjálfu okkur um, fyrsta skrefið. Það er einfalt að hlúa að geðrænum kvölum og leita sér faglegrar hjálpar ef sjálfskoðunin verður okkur um megn á endanum. En því miður hafa ekki öll tíma, fjárráð eða hugrekki til þess að takast á við þessi vandamál. Það er auðvelt að hunsa áföll og óþægilega fortíð sem sársaukafullt er að rifja upp. En það er svo sannarlega stór sigur að átta sig á göllum sínum og brestum, þó það hafi ekki endilega nægt til þess að bjarfa fyrri samböndum, en þroski kemur í smáum skrefum. Við getum aðeins nýtt okkur þekkingu þegar við höfum aflað okkur hana, ekki satt? Eitt besta ó-ráð sem ég hef fengið er að hætta að hugsa um það hvernig ég fór að því að eyðileggja fyrri sambönd vegna drauga fortíðarinnar. Og ég skal segja þér leyndarmál: heilbrigð sambönd enda stundum líka, af óteljandi ástæðum. Það er mikilvægt að gera eitthvað í málunum ef þér líður alveg óbærilega, ekki vera of hart við sjálft þig og ekki missa trúna á ástinni. Þetta síðasta er að vísu val­kvætt. En hvort heldur sem er, það er mikilvægt að sættast við sjálft þig og byrja á því að byggja upp nægt sjálfstraust til að taka eigið öryggi ekki út á sjálfu þér. Alveg eins og heimspekingur okkar daga sagði eitt sinn: „Ef þú elskar ekki sjálft sig, hvernig í andskotanum ætlaru þá að elska einhvern annan?“

CAN I GET AN AMEN? Maybe, as a first step, let’s stop overthinking the why and let’s act on how to break the cycle of guilt in which, not sure about who to blame, we end up blaming ourselves. There is no easy fix for the troubles of the mind – the most sensible thing to do is to reflect upon our experience and seek the help of a professional if it be­comes debilitating in the long run. Unfortunately, not everyone has the time, financial capacity or “simply” the courage to confront these problems. They might shy away from personal trauma and unpleasant past experiences that are painful to bring up. Recog­ nizing our faults and flaws is already a great achievement, and it might not have been enough for your past relationship, but growth is made of small steps. We can implement what we have learned about ourselves only after we have learned it, right? One of the best pieces of non-advice I have been given is to stop thinking about how you are going to screw up your relation­ship because of the ghosts of your past unhealthy relationships. And I’ll tell you a secret: sometimes healthy relationships come to an end too. And that happens for countless reasons. Take action if the matter makes you absolutely miserable, don’t be too hard on yourself, and never lose hope in love. The last one is optional. Either way, it is essential to be at peace with oneself and firstly work on building enough confidence to not be toxic towards ourselves. Like a philosopher of our days once said “If you don’t love yourself, how in hell you gonna love somebody else?”

Grein / Article

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Maicol Cipriani

Hvor er óður, þú eða ég? Who Is Mad, You or I? Hvernig myndi þér líða ef sjálfsmynd þín væri allt önnur en sú ímynd sem aðrir höfðu af þér? Hvor þeirra er raunverulega þú? Hver er sannleikurinn? Sannleikur er allt annað en það sem er hægt að sýna fram á. Suma hluti upplifum við sem sanna en getum engan veginn sannað. Stundum trúir fólk á eigin sjálfsmynd sem passar samt ekki við raunveruleikann. SPURNING UM UPPLIFUN Í öðrum þætti leikritsins Sitt sýnist hverjum eftir Luigi Pirandello, stendur Laudisi, sem er persóna í leikritinu, fyrir framan stóran spegil. Enginn annar er á sviðinu, aðeins hann og spegillinn. Heyrist ekki orð og engin tónlist í bakgrunninum. Skyndilega ávarpar hann spegilmynd sína rétt eins og gamlan vin og spyr hana sláandi spurningar. Hann spyr spegilmyndina hvor þeirra sé galinn. Laudisi kemur auga á flækju sem er fólgin í spurningunni. Hann er frekar viss um að hann þekki manneskjuna í speglinum en er hins vegar líka með­vitaður um að aðrir sjái hana ekki á sama hátt og hann gerir sjálfur. L

Þarna ertu þá! Hann hneigir sig og heilsar, snertir á sér ennið með fingurgómunum. L Svei, gamli minn, hvor er óður, þú eða ég? Hann otar ógnandi fingri að spegilmynd sinni; og spegilmyndin gerir að sjálfsögðu slíkt hið sama. Þegar hann brosir, brosir spegil­myndin til baka. L Auðvitað, ég skil! Ég segi að það sért þú og þú segir að það sé ég. Þú – þú ert óður! Nei? Er það ég? Gott og vel! Það er ég! Eins og þú vilt. Okkar á milli, þá kemur okkur sérlega vel saman, er það ekki! En málið er það að aðrir hugsa ekki til þín eins og ég geri; og fyrst það er svo, gamli minn, er þetta nú meira klandrið! Hvað mig snertir, þá segi ég að hér, beint fyrir framan þig, get ég séð sjálfan mig með eigin augum og snert mig THE STUDENT PAPER

Think about how you would feel if your self-perception is com­ pletely different from what other people think about you. Which is the real you? Where is the truth? The truth is completely dif­ferent from demonstrability. There are things that we perceive as true, but we are not able to prove them. Sometimes people believe their self-perception, or self-image, is true but, in fact, it doesn’t match reality. MATTER OF PERCEPTION In Act 2 of Luigi Pirandello’s Right You Are! (if you think so), at some point Laudisi, one of the characters of the play, finds himself facing a big mirror. There is no one else in the scene, just him and the mirror. Not a word, no background music. Then, suddenly, he ad­dresses his mirror image like they are very good old friends, and poses a staggering question. He asks his mirror image which of the two is mad. Laudisi descried the complexity implicit in the question. He is pretty sure he knows the person in the mirror, however, he is also aware that other people don’t see that figure in the same way he sees it. L L

L

So there you are! He bows to himself and salutes, touching his forehead with his fingers. I say, old man, who is mad, you or I? He levels a finger menacingly at his image in the glass; and, of course, the image in turn levels a finger at him. As he smiles, his image smiles. Of course, I understand! I say it’s you, and you say it’s me. You – you are mad! No? It’s me? Very well! It’s me! Have it your way. Between you and me, we get along very well, don’t we! But the trouble is, others don’t think of you just as I do; and that being the case, old man, what a fix you’re in! As for me, I say that here, right in front

28


STÚDENTABLAÐIÐ of you, I can see myself with my eyes and touch myself with my fingers. But what are you for other people? What are you in their eyes? An image, my dear sir, just an image in the glass! They’re all carrying just such a phantom around inside themselves, and here they are racking their brains about the phantoms in other people; and they think all that is quite another thing!1

Laudisi was seduced by the idea that how we think we appear is different from how people see us. From an individualistic perspec­ tive, how we feel about ourselves is often so far more important than how we are perceived. However, reality can be more complex and sometimes even a little berserk.

með eigin fingrum. En hvað ert þú fyrir öðrum? Hvað ert þú í þeirra augum? Mynd, herra minn, aðeins mynd í spegli! Þau bera öll alveg eins vofu innra með sér, og svo klóra þau sér í kollinum varðandi annarra manna vofur og halda að þetta sé allt annar hlutur!1

Laudisi heillast af hugmyndinni um að ímynd okkar sjálfra af því hvernig við birtumst umheiminum sé önnur en sú sem fólk sér. Í annan kantinn er það oft mikilvægara hvernig við upplifum okkur sjálf út frá sjálfmiðuðu sjónarhorni frekar en hvernig við virðumst í augum annarra. Hinsvegar getur raunveruleikinn verið flóknari og jafnvel hálf tryllingslegur. ÓMEÐVITUÐ UM EIGIN VEIKINDI Til eru tilfelli þar sem fólk sem glímir við andleg veikindi áttar sig ekki á vanlíðan sinni. Þetta er ekki tegund afneitunar heldur tauga­ fræði­legt einkenni. Þetta kallast líkamstúlkunarstol (e. anosognosia) sem á rætur að rekja til forn grísku ἀ- (a-; ekki/án), νόσος (nósos; sjúkdómur) og γνῶσις (gnôsis; viska). Þetta finnst helst meðal Alzheimersjúklinga, fólks með Huntington’s sjúkdóminn, geðklofa eða geðhvarfasýki. Fólk með líkamstúlkunarstol heldur að það sé við fulla heilsu og hættir iðulega að taka lyfin sín. Heilinn í okkur er stöðugt að uppfæra sjálfsmynd okkar. Í hvert sinn sem við uppgötvun eitthvað nýtt um okkur sjálf skipuleggur ennisblaðið nýju upplýsingarnar, endurskoðar gömlu sjálfsmyndina og geymir svo uppfærslurnar. Sum andleg veikindi geta skaðað ennis­blaðið og getur það því ekki unnið úr nýjum upplýsingum til að endurnýja sjálfsmyndina. Sérfræðingar telja þetta vera orsök líkamstúlkunarstols. Ef ennisblaðið er í ólagi er fólk ekki meðvitað um breytingar sem verða á sjálfsmynd þeirra og sér því aðeins endurspeglun af eldri sjálfsmynd sem hafði ekki orðið fyrir áhrifum sjúkdóms. Með öðrum orðum er kerfið ekki uppfært hjá þeim sem glíma við líkamstúlkunarstol.

UNAWARE OF YOUR OWN ILLNESS There are cases where people with a mental illness are unaware of being unwell. It’s not a form of denial. It is a neurological symp­tom. This condition is called anosognosia, from the Ancient Greek ἀ- (a-; not, without) and νόσος (nósos; disease) and γνῶσις (gnôsis; knowledge). Most commonly found in patients with schizophrenia, Alzheimer's disease, Huntington’s disease and bipolar disorder. People affected by anosognosia believe they are perfectly healthy and stop taking their medication. Our brain constantly updates our mental self-image. Every time we acquire new information about ourselves, our brain’s frontal lobe organizes the new information, modifies our previous self-image and stores the new updates. Some mental diseases can damage the frontal lobe and as a result, it is no longer capable of properly processing new information in order to reshape one’s self-image. This is what experts believe causes anosognosia. With a dysfunctional frontal lobe, people are not aware of the changes related to their self-image and they have a projection of an older version of themselves when they were not affected by the illness. In other words, the system updates fail in people affected by anosognosia. HOW TO HELP SOMEONE WITH ANOSOGNOSIA Having a loved one with anosognosia may present some challenges. Those living with this condition refuse to talk about their mental illness and get highly irritated if someone points out their condi­ tion. The first thing you may want to do is to try the LEAP (ListenEmpathize-Agree-Partner) method (leapinstitute.org) developed by Dr Xavier Amador. This approach will help develop a trusting relationship with the person affected by anosognosia. The next step is to seek help from qualified mental health professionals. A combination of cognitive behavioral therapy with antipsychotic medications may further help to improve the aware­ness of illness.

Heimildir / Sources 1    1

Luigi Pirandello, Sitt sýnist hverjum, brot í þýðingu Lilju R. Einars­dóttur út frá enskri útgáfu eftir Arthur Livingston (New York: E. P. Dutton, 1922) Luigi Pirandello, Right You Are! (if you think so), English version by Arthur Livingston (New York: E. P. Dutton, 1922).

HVERNIG MÁ KOMA FÓLKI MEÐ LÍKAMS­TÚLKUNARSTOL TIL HJÁLPAR? Að eiga ástvini með líkamstúlkunarstol getur reynst erfitt. Þau sem búa við þessi einkenni neita oft að tala um andlegu veikindi sín og ergjast þegar þeim er bent á þau. Fyrst má láta reyna á LEAP (e. Listen-Empathize-Agree-Partner) aðferðina (leapinstitute.org) sem Dr Xavier Amador þróaði. Þessi nálgun mun hjálpa til við að þróa traust með manneskjunni sem glímir við líkamstúlkunarstol. Næsta skref er svo að fá viðeigandi sálfræðiaðstoð frá sér­fræð­ ingum. Samspil milli hugrænnar atferlismeðferðar og geðlyfja geta þá stuðlað að betri meðvitund um andlegu veikindin.

THE STUDENT PAPER

29


Klapp fyrir nemendum

50% afsláttur af árs- og mánaðarkortum í Strætó Árskort: 40.000 kr. Mánaðarkort: 4.000 kr.

nýtt

Kynntu þér allar upplýsingar um kjör nemenda á klappid.is. Eitt klapp og af stað


Snædís Björnsdóttir

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Við eigum öll erindi í umhverfisumræðuna Viðtal við formann Ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur We All Have a Say in the Environment Discussion

Myndi / Photo Mandana Emad

Grein / Article

Interview with the Chairman of the Icelandic Young Environmentalist Association, Tinna Hallgrímsdóttir

Undanfarin ár hefur loftslagskvíða borið mikið á góma í samfélags­ umræðunni en honum hefur verið lýst sem tilfinningu sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna hamfarahlýnunar. Rannsóknir sýna að loftslagskvíði hrjáir ungt fólk sérstaklega og eflaust kannast margir lesendur vel við hugtakið eða hafa jafnvel upplifað tilfinn­ inguna á eigin skinni. Loftslagskvíði getur leitt til bjargarleysis eða ollið því að ungu fólki líði eins og ábyrgðin hvíli öll á þeirra herðum, þó að sú sé ekki raunin. En hvað er þá til bragðs að taka þegar við finnum fyrir loftslagskvíða – og hvert getum við leitað? Stúdentablaðið ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, formann Ungra umhverfissinna, um loftslagskvíða, aktívisma og hvernig megi láta gott af sér leiða í umhverfismálum. UNGT FÓLK ÓTTIST UM FRAMTÍÐ SÍNA Umhverfismál snerta framtíð okkar allra og því er ekki að undra að þau séu meðal þeirra málefna sem eru efst á baugi hjá ungu fólki. Í gegnum starf sitt hjá Ungum umhverfissinnum hefur Tinna orðið vör við að mörg þjáist af loftslagskvíða, allt niður í börn á grunnskóla­ aldri. „Við sjáum að ungt fólk mætir hvern einasta föstudag á lofts­lagsverkfall af því að þau óttast um framtíð sína og vilja bæta hana. Þetta er málefni sem ungu fólki er mjög umhugað um.“ ÁBYRGÐIN HJÁ STJÓRNVÖLDUM, FYRIRTÆKJUM OG FJÁRMAGNSEIGENDUM Loftslagskvíða fylgir oft ráðaleysistilfinning: okkur líður eins og við séum ekki nógu umhverfisvæn eða að framlag okkar skipti ekki máli. Þegar við upplifum slíkt bjargarleysi getur verið hjálplegt að tala við aðra sem deila sömu áhyggjum eða taka þátt í skipulögðu félags­starfi á borð við Unga umhverfissinna. Þá er líka mikilvægt að muna að ábyrgðin liggur ekki einungis hjá einstaklingnum heldur einnig hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Tinna leggur á­herslu á þetta. „Ef öll orkan fer í að hugsa um eigin neyslu þá náum við ekki að krefjast alvöru breytinga. Hagsmunagæsla skiptir miklu máli, til dæmis í gegnum pólitískar hreyfingar eða frjáls félagasamtök eins og Unga umhverfissinna. Svo er líka hægt að hafa áhrif með því að láta í sér heyra á samfélagsmiðlum, skrifa greinar eða senda inn umsagnir um frumvörp sem lögð hafa verið fram á Alþingi í gegnum Samráðsgáttina.“ Þetta er ekki síður áhrifamikið en það að breyta eigin lífsstíl. „Fólki þarf ekki að líða eins og heimurinn sé að farast ef lífsstíllinn þeirra er ekki hundrað prósent umhverfisvænn. Við þurfum ekki að dömpa allri ábyrgðinni yfir á okkur sjálf. Það sem skiptir máli er að hafa áhrif út fyrir okkur.“ THE STUDENT PAPER

Over the past few years climate anxiety has come up a lot in public discussions and it has been described as a compound feeling, which includes anxiety, worries or uncertainty because of rapid climate change. Studies show that climate anxiety affects young people especially, and many readers are undoubtedly familiar with the term or have even experienced it first-hand. Climate anxiety can lead to defenselessness or can cause young people to feel like the entire responsibility is resting on their shoulders, which is not the case. But how are we supposed to react if we experience climate anxiety – and where can we look for help? The Student Paper spoke with Tinna Hallgrímsdóttir, the chairperson of the Icelandic Youth Environmentalist Association, about climate anxiety, activism and how we can contribute to environmental issues. YOUNG PEOPLE FEAR FOR THEIR FUTURE Environmental issues affect the future of us all, and therefore it is not surprising that they are among the issues which are most important for young people. Through her work at the Icelandic Youth Environmentalist Association Tinna has become aware of many who suffer from climate anxiety, even children in primary school. “We see that young people gather every Friday for a climate meeting because they fear for their future and want to improve it. This is an issue that young people are very concerned about.” GOVERNMENT, COMPANIES AND CAPITAL OWNERS ARE RESPONSIBLE Climate anxiety is often accompanied by confusion: we feel like we’re not environmentally friendly enough, or that our contribution does not matter. When we experience such helplessness, it can be helpful to talk with others who share the same concerns or partici­pate in organized social activities on a board with The Icelandic Youth Environmentalist Association. Then, it is also important to remember that the responsibility lies not only with the individuals, but also with the government, along with companies and capital owners. Tinna emphasizes this. “If all our energy goes into thinking about our own consumption then we will not manage to call for a real change. Interest monitoring is of great importance, for ex­ample, through political movements or NGOs such as The Icelandic Youth Environmentalist Association. So it is also possible to have an impact by making a stink on social media, writing articles or sending reviews about the bills submitted to Parliament through

31


STÚDENTABLAÐIÐ

ÞARF EKKI AÐ VERA DOKTOR Í UMHVERFISFRÆÐI TIL AÐ MEGA HAFA SKOÐUN Tinna hvetur öll sem hafa áhuga á umhverfismálum eða þjást af lofts­lagskvíða til að vera óhrædd við að láta í sér heyra. „Það sem stoppar ungt fólk – og sérstaklega ungar konur – frá því að beita sér í umhverfismálum er oft að því finnst eins og það þurfi að vera sérfræðingar í faginu til þess að mega tjá sig. En það er bara alls ekki svoleiðis. Við erum unga fólkið og eigum rétt á því að láta í ljós hvað okkur finnst um eigin framtíð. Það þarf ekki að vera doktor í umhverfisfræði til að mega hafa skoðun. Við eigum öll erindi í um­hverfisumræðuna.“ ÖLL GETA TEKIÐ ÞÁTT Starfsemi Ungra umhverfissinna er margvísleg og oft er í mörgu að snúast. Verkefnin eru fjölbreytt og þá er gott að hafa sem flestar hendur á dekki. „Það þarf auðvitað einhvern til að standa uppi á sviði og fara í viðtöl en svo þarf líka einhvern til að forrita heima­síðuna, hanna grafíkina, sjá um þýðingar og yfirlestur á texta, leita að heim­ildum og svo framvegis. Þannig getum við öll tekið þátt í baráttunni á okkar eigin hátt.“ Ungir umhverfissinnar leggja mikla áherslu á aðgengi og Tinna segir öll velkomin í félagið. „Við hvetjum öll sem hafa minnstan áhuga á því að taka þátt að vera óhrædd við að hafa samband. Það má alltaf leita beint til okkar með spurningar eða hverskonar pælingar.“ Á vegum Ungra umhverfissinna starfa loftslagsnefnd, náttúru­ verndarnefnd, hringrásarhagkerfisnefnd og kynningar- og fræðslu­ nefnd. Starf Ungra umhverfissinna fer að mestu leyti fram í gegnum þessar nefndir. Í þær geta öll skráð sig en skráning í félagið fer fram á vefsíðu Ungra umhverfissinna. „Það er best að skrá sig til þess að taka þátt í starfinu beint en það tekur þrjár sekúndur og kostar ekki neitt. Við erum með heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með en starfið fer að mestu leyti fram í gegnum nefndirnar. Þú mátt taka þátt í hvaða nefnd sem þú vilt og hverju því sem er í gangi.“ MIKILVÆGT AÐ FINNA JÁKVÆÐAN VETTVANG FYRIR KVÍÐANN Tinna situr nú í fjórða árið í röð í stjórn Ungra umhverfissinna. Hún segir mikilvægt að við finnum okkur jákvæðan vettvang fyrir þær tilfinningar sem við upplifum vegna loftslagskvíða. „Þá skiptir máli að tala við fólkið í kringum sig og byrgja þessar tilfinningar ekki inni.“ Ungum umhverfissinnum sé einmitt ætlað að vera samfélag þar sem hægt sé að ræða þennan vanda og hafa áhrif á ástandið í sameiningu. Tinna segir mikils virði að fylgjast með árangrinum og finna að man geti haft áhrif. „Þetta er bara svo magnað. Bæði það að geta haft áhrif á samfélagsumræðuna og líka að fá að tala við ungt fólk og valdefla það. Þegar þú ert byrjað og finnur að þú ert í alvörunni að hafa áhrif á marga vegu þá er bara ekki hægt að hætta, þetta er svo gaman.“

THE STUDENT PAPER

the Samráðsgáttin – a consultation portal.” This is no less influen­ tial than changing one’s own lifestyle. “People dont need to feel as if the world is going to perish if their lifestyle is not one hundred percent environmentally friendly. We do not need to dump the whole responsibility onto ourselves. What matters is to have influ­ence beyond us.“ ONE DOES NOT NEED TO HOLD A PHD IN ENVIRONMENTAL STUDIES TO HAVE AN OPINION Tinna encourages everyone who is interested in environmental issues or suffers from the climate anxiety to not be afraid of speaking up. “What stops young people – and especially young women – from participating in environmental issues, is that they often feel like they need to be experts in this domain in order to express themselves. But it is just not like that at all. We are young people and have the right to let other people know how we feel about our own future. One does not need to have a PhD in environ­ mental studies to have an opinion. We all have a say in discussions about the environment.” EVERYONE CAN PARTICIPATE The activities of The Icelandic Youth Environmentalist Association are manifold and often multilateral. Their projects are diverse, and it is good to have as many hands on board as possible. “There must, of course, be someone to stand up there on the stage and go for interviews, but we also need someone to develop a website, design graphics, supervise translations, proofread texts, look for sources, and so on. So we can all join in the fight in our own way.” The Icelandic Youth Environmentalist Association puts great emphasis on accessibility, and Tinna says that everyone is welcome to join the association. “We encourage everyone who has the slightest interest in participating to be unafraid of contacting us. One can always contact us directly with questions or any thoughts.“ The Icelandic Youth Environmentalist Association operates their own climate committee, environment protection committee, circular economy committee and promotion and education com­mittee. The work of The Icelandic Youth Environmentalist Associ­ ation takes place in these committees. Anyone can be registered into these committees; a registration form is available on the web­site of The Icelandic Youth Environmentalist Association. “It is best to register in order to participate in the work directly, it takes three seconds and costs nothing. We have a website where you can monitor our activities, but the work will be largely carried out through committees. You can participate in any committee that you like and in whatever that is going on.” IMPORTANT TO FIND A POSITIVE PLATFORM FOR ANXIETY Tinna is now sitting on the board of The Icelandic Youth Environ­ mentalist Association for the fourth year in a row. She says that it’s important that we find a positive platform for the feelings that we experience because of the climate anxiety. “Then it is important to talk with the people around us and to not hide these feelings in­side.” The Icelandic Youth Environmentalist Association is intended to be a community where one can discuss this problem and to have a positive impact on the situation. Tinna says it is valuable to moni­tor the results and find that one can affect the outcomes. “This is just so amazing. Both to be able to change social dialogue, but also to be able to talk with young people and empower them. When you start and feel that you are influencing something in real life in many ways, then it is just not possible to stop, this is so much fun.”

32


Grein / Article

Mahdya Malik

Þýðing / Translation Þórunn Halldórsdóttir

Meðganga og fæðing Pregnancy and Childbirth Þegar ég var unglingur man ég eftir að hafa sagt vinum mínum að einn daginn myndi ég eignast stóra fjölskyldu. Núna, eftir að hafa eignast tvö börn, get ég sagt með fullri vissu að fjölskyldan er orðin alveg nógu stór. Ekki vegna þess að mér líki illa við börn, heldur vegna áhrifanna sem það að eiga börn hefur haft á mig. Blákaldur sann­leikurinn er nefnilega sá að ég var alls ekki búin undir þær breytingar sem það að verða barnshafandi, vera barnshafandi, fæða og ná mér eftir fæðingu áttu eftir að hafa í för með sér. Mig langar til að deila reynslu minni af þessum breytingum og þeim mörgu nýju hlutum sem ég hef lært hingað til á þessari vegferð. FYRIR ÞUNGUN Ófrjósemi er eitthvað sem ég hafði ekki einu sinni velt fyrir mér áður en ég fór að reyna að eignast mitt fyrsta barn snemma á þrí­tugsaldri. Mánuðirnir liðu með hverju neikvæðu óléttuprófinu á eftir öðru. Í skólanum, í herferðum gegn unglingaþungun, hafði okkur alltaf verið kennt að þunganir gætu átt sér stað frá fyrsta skiptinu sem óvarið kynlíf er stundað. Þetta var endurtekið svo oft að stað­reyndin var orðin rótgróin í huga mér. Óvarið kynlíf leiðir til tafar­ lausrar þungunar. Það var hvorki neitt í námi okkar í skólanum né heima sem leiddi líkum að því að hið gagnstæða gæti nokkurn tímann reynst satt. Ég bókaði svo tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni minni eftir að hafa gert það eðlilegasta, en að sama skapi órökréttasta, í stöðunni, leita til Google vegna ótta míns um að vera ófrjósöm. Eftir nokkuð langt samtal við lækninn man ég bara eitt, að það getur tekið meira en heilt ár fyrir heilbrigt par að geta barn og að það sé fullkomlega eðlilegt. Ég var fegin að fá þessa fullvissu frá henni og eftir nokkrar blóðprufur og ráðleggingar um vítamín sendi hún mig heim. Niðurstöður blóðprufanna voru góðar og ég virtist ekki vera með nein undirliggjandi heilsufarsvandamál. Læknirinn sendi mig THE STUDENT PAPER

When I was younger, a teen, I remember telling friends I would one day have a big family. Now, after having two children, I can very confidently say that this is big enough. It is not because I don’t like children, but more so about the impact that having children has had on me. The honest truth is that I was not prepared for how life-changing the journey of getting pregnant, being pregnant, giving birth and the postpartum period of recovery was going to be. I thought I could share my experiences and the many new things I have learned on this journey so far. PRE-PREGNANCY Infertility is something that had never even crossed my mind. I was in my early twenties, trying for my first baby, and month after month the pregnancy test kept coming back negative. In our school, in campaigns against underage pregnancies, we had always been taught that pregnancy can occur from that one time of unprotected sex, and it was repeated so often that this was the only fact in­grained in my mind. Unprotected sex meant immediate pregnancy. There was nothing in my education at school, or at home that taught me that the opposite could ever be true. After doing the most natural, but illogical, thing, googling my fears around being infertile, I eventually booked an appoint­ ment with my health centre to see a doctor. After a pretty lengthy chat with the doctor, I remember only one thing, that it can take longer than a year for a healthy couple to conceive a child and that this is completely normal. I was relieved to hear her reassuring words, and after some blood tests and vitamin recommendations, she sent me home. My blood tests were all within the normal range and I seemed to have no underlying health concerns. My doctor then sent me to a gynaecologist for a pelvic ultrasound, which also raised no red flags. I realise now, after two pregnancies, that I did not know my

33


STÚDENTABLAÐIÐ

svo til kvensjúkdómalæknis í ómskoðun af grindarholi, sem kom líka vel út. Ég átta mig á því núna, eftir tvær meðgöngur, að ég vissi ekkert um líkamann minn þá. Ég vissi ekkert um egglos eða tíða­ hringinn minn. Spurningar um væntanlegar barneignir frá nærum­ hverfi mínu urðu til þess að ég fann fyrir þrýstingi til þess að verða ólétt. Þessar gríðarlega dimmu og skaðlegu hugsanir stafa af ára­löngum kerfisbundnum þrýstingi sem settur er á konur og gefur þeim þau skilaboð að þeim megi bara líða eins og þær séu heilar (e. complete) ef þær eru mæður. Það hefur reynst mér mikil ánægja að aflæra þessar hugmyndir og mér fannst þungu fargi af mér létt þegar ég var að reyna að eignast mitt annað barn. Það var samspil réttra vítamína og þess að vita hvenær egglos átti sér stað sem hjálpaði mér mikið að verða barnshafandi í fyrsta skiptið. Ég er ekki að segja að þetta sé svona auðvelt fyrir öll og ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hvað ég var heppin að eiga ekki í neinum raunverulegum erfiðleikum með að eignast barn. MEÐGANGA Þannig tókst mér að komast yfir fyrstu hindrun þessa ferðalags. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir, en ég var loksins orðin ólétt. Með­ ganga er upplifun sem er ekki af þessum heimi. Hún er lærdómsrík, gefandi og einstaklega taugatrekkjandi. Þetta var parturinn sem ég vissi hvað mest um fyrirfram. Ég hafði lesið mér mikið til um hvernig það er að vera ólétt. Ég var því mjög undrandi á því að ég upplifði enga morgunógleði. Ég var líka mjög hissa á því að matarlystin sama og hvarf og ég lifði á seríósi, kjúklinganöggum og karamellu popp­ korni. Ég lærði það fljótt að það að missa þvag væri eðlilegt og að grátur, sökum hækkaðs magns hormóna, væri eitthvað sem við þurfum bara að lifa með. Ómskoðunum fylgdu alltaf blendnar tilfinningar. Kvíðinn í mér blossaði upp í kringum skoðanirnar og mínir eigin sjálfsefar hjálpuðu ekki í þessum kringumstæðum. Það var alltaf möguleiki á harm­ þrungnum fregnum. Aftur á móti voru hjúkrunarfræðingarnir indælustu og hjartahlýjustu konur sem ég hef á ævinni kynnst. Þær byrjuðu aldrei á því að spyrja mig spurninga. Þess í stað báðu þær mig um að leggjast niður og innan nokkurra mínútna fengum við að heyra hjartslátt. Feginleiki streymdi í gegnum mig og kvíðinn seytlaði í burtu með hverjum slætti hjartans sem ég heyrði. FÆÐING Bæði börnin mín eru fædd á 36. viku meðgöngu, bókstaflega ör­fáum dögum eftir að ég hafði pakkað niður í spítalatöskurnar í bæði skiptin. Eins sársaukalausar og auðveldar og meðgöngurnar höfðu verið, voru hríðirnar erfiðar. Ég var með hríðir í 27 klukkutíma með fyrra barn. Ég hafði enga hugmynd um hvers ég mætti vænta. Á viku 36 klukkan fjögur á miðvikudagsmorgni í október fann ég fyrir þörf til að fara á klósettið. Þörfin kom aftur um hálftíma síðar. Þarna var ég, á klósettinu á 30 mínútna fresti í tvo klukkutíma. Um sexleytið datt mér í hug að þetta væru kannski samdrættir. Klukkan átta voru tíu mínútur á milli samdrátta. Ég hringdi í sjúkra­ húsið og lét þau vita að ég væri komin með samdrætti og fyrst ég var ekki fullgengin buðu þau mér að koma í skoðun. Til að gera langa sögu stutta þá komu samdrættirnir á fjögurra mínútna fresti í tólf tíma þangað til ég var komin í fulla fæðingu næsta dag, í kringum há­degi á fimmtudegi. Eins langar og hríðirnar voru virtist tíminn fljúga frá okkur í fæðingunni og allt í einu hélt ég á þessari litlu manneskju. LÆRÐAR LEXÍUR Þessi fyrsta upplifun reyndist ákveðinr lexía og gaf mér ýmsar hug­myndir um hvernig ég vildi gera hlutina öðruvísi í næsta skipti. Þessar hugmyndir held ég að séu frábærar fyrir verðandi mæður að hafa í huga. THE STUDENT PAPER

body back then, I knew nothing about ovulation or my menstrual cycle. I felt an unconscious pressure on my shoulders of needing to bear a child with the constant questions around me about when a baby was coming. These extremely dark and detrimental thoughts stem from years of systemic pressure put on women to feel only complete if they are mothers. It has been a great pleasure to unlearn these ideas and I felt much lighter when I was trying for my second baby. It was the combination of the right vitamins and knowing when I was ovu­lating that really helped me get pregnant the first time. I am not saying that it can be this easy for everyone and I am completely aware that I was lucky to have no real obstacles in the way of conceiving. PREGNANCY So, I overcame the first hurdle of this journey. It was a difficult few months, but I was finally pregnant. Pregnancy is an experience out of this world. It is enlightening, nurturing and thoroughly nervewracking. This was the part that I knew the most about. I had been reading about being pregnant for a while now. I was very surprised when I had no morning sickness. Also, I was very surprised when my appetite became non-existent and I lived on cheerios, chicken nuggets and caramel popcorn. I quickly learned that peeing yourself was a thing and crying, from elevated hormones, was some­ thing we had to just live with. The ultrasounds always brought on mixed feelings. My anxiety would peak around check-ups and my own self-doubts did not help in these scenarios. There could always be heartbreaking news. Nevertheless, the nurses were the loveliest and kindest women I have ever met in my life. They never asked me the questions first, instead, they would get me to lay down and within a few minutes, we were hearing the heartbeat. Relief would surge through me and my anxiety would seep away with every beat that I would hear. GIVING BIRTH Both my babies were born during the 36th week of pregnancy, liter­ally days after I had packed my hospital bags each time. As pain-free and non-bothersome my pregnancies had been, my first labour was 27 hours long. I had no idea what to expect. At 36 weeks, in October, on a Wednesday morning at around 4 a.m., I felt the urge to use the toilet. About 30 minutes later, I had the same urge. There I was using the toilet every 30 minutes for two hours. At around 6 a.m. it clicked that maybe I was having contractions. By 8 a.m., the contractions were 10 minutes apart. I called the hospital to let them know that I was having contractions, and since I was not full-term, they invited me to come in for a physical exam. To cut a long story short my contractions stayed 4 minutes apart for 12 hours until I was in active labour the next day, on Thursday at around noon. As long as the labour was, it went by in the blink of an eye and then I was holding this little human in my arms. LESSONS LEARNED Having had this first experience, it served as a lesson for things I would like to do differently the second time around and I think they would be great for mums-to-be to keep in mind as well. The first thing that I did differently was to bring a birth plan, a very long and detailed one. The second thing was to have someone assist me for my first bathroom visit after giving birth because previously I had fainted and banged my chin on the sink which was a totally unnecessary injury after just giving birth.

34


STÚDENTABLAÐIÐ

Mig langar að enda á því að tala um batatímabilið eftir fæðingu. Reynsla mín af meðgöngu og fæðingu er persónuleg. Að meðaltali fæðast 250 börn á hverri mínútu. Hver einasti einstaklingur á sína eigin upplifun af fæðingunni. Aftur á móti held ég að við getum öll verið sammála um það að foreldrar sem hafa nýlega gengið í gegnum það líkamlega áfall sem það er að fæða þurfi á hvíld og bata að halda. Þau þurfa að eyða tíma með nýfæddu barni sínu til að mynda sterkt og heilbrigt samband við það. Þau þurfa tilfinningalegan og andlegan stuðning. Það er mikilvægt að verja tíma í að elska þig sjálft á bata­tímabilinu, sem getur enst eins lengi og þú þarft á að halda. Njóttu fyrstu mánaðanna með barninu þínu, því tíminn líður hratt.

Grein / Article

Karitas M. Bjarkadóttir

It is completely okay to make the area you are assigned in the postnatal ward a little more homely; for instance, by bringing things from home like photos, or blankets that soothe you and calm you. Have as much skin to skin with the baby to form a strong bond. I want to conclude by discussing the postpartum recovery period. My experience of pregnancy and labour is only one of many. There are on average 250 babies born every minute. Every one of those individuals giving birth has their own experience. However, I think we can all agree that parents, who have just been through a physical trauma of birth, need to rest and recover. They need to be able to spend time with their newborn in order to form a healthy and strong bond with them. They need emotional and mental support. Spend time loving yourself in the recovery stage, which can last as long as you want. Enjoy the first few months with your baby, because time does fly.

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Kennir læknanemum bókmenntafræði Guðrún Steinþórsdóttir ræðir um vensl bókmennta og læknavísinda Teaches Medical Students Literature

Myndi / Photo Guðrún Steinþórsdóttir

Það fyrsta sem ég gerði öðruvísi í annað sinn var að taka með mér mjög ítarlegt fæðingarplan. Önnur lexían var að fá einhvern til að aðstoða mig á baðher­ berginu eftir að hafa fætt. Í fyrra skiptið leið yfir mig og hakan á mér skall í vaskinn, algjörlega ónauðsynleg meiðsli eftir að vera nýbúin að fæða barn. Það er fullkomlega í lagi að gera svæðið sem þér er úthlutað eftir fæðingu aðeins heimilislegra. Til dæmis með því að taka með hluti að heiman eins og myndir eða teppi sem sefa þig og róa. Reyndu að verja miklum tíma með barninu þar sem líkamleg sterting á sér stað. Þetta styrkir tengsl foreldris og barns.

Guðrún Steinþórsdóttir Discusses the Connection of Literature and Medical Science

Geta læknar nýtt sér bókmenntafræði í starfi sínu? Guðrún Steinþórsdóttir, nýdoktor í bókmenntum, hefur undanfarin misseri kennt læknanemum að nota bókmenntafræði í samskiptum sínum við skjólstæðinga. Doktorsritgerð hennar, Raunveruleiki hugans er ævintýri: Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur kom út á bókarformi hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi fyrir jólin og þar skoðar Guðrún ímyndunarafl persóna, einkaheima, ímyndaða vini, samlíðan og valdabaráttu auk þess sem tilfinninga­ viðbrögð lesenda eru rannsökuð. Stúdentablaðið settist niður með Guðrúnu til að ræða doktorsritgerðina, kennsluna í læknadeildinni og vensl þessa tveggja greina – bókmenntafræði og læknisfræði, sem við fyrstu sín virðast kannski ekki augljós.

THE STUDENT PAPER

Can doctors apply literary studies in their work? Guðrún Steinþórsdóttir, a new PhD in literature, has over the past few semesters taught medical students to use literature in their interactions with patients. Her doctoral thesis, The Reality of the Mind Is a Fairytale: The Selected Stories by Vigdís Grímsdóttir, Their Characteristics and Reception came out in book form published by Hið íslenska bókmenntafélagið before Christmas, and there Guðrún examines characters’ imagination, personal worlds, imag­inary friends, empathy and power struggles, as well as the studies of emotional responses of readers. The Student Paper sat down with Guðrún to discuss the dissertation, teaching at the Faculty of Medicine and the relationship of these two disciplines – literature and medicine, which at first sight, perhaps, seems unlikely.

35


STÚDENTABLAÐIÐ Samlíðan Guðrún notar orðið „samlíðan“ sem þýðingu á hugtakinu empathy. Það er svolítið misjafnt hvernig fólk þýðir empathy, sum nota orðið „samkennd“ sem ég nota yfir compassion en samlíðan merkir að finna það sem annar finnur. Í stuttu máli merkir samlíðan að við einstaklingur getur áttað sig vitsmunalega á því hvað annar einstaklingur hugsar og finnur um leið til þess sama og hann á ákveðnum tímapunkti. Ef einhver er til dæmis kvíðinn er hægt að skilja líðan hans og jafnvel finna kvíða­hnút vaxa í eigin maga en þótt einstaklingur kunni að upplifa og skilja líðan annars þá gerir hann samt greinarmun á sjálfum sér og hinum því hann áttar sig á að hann hefur yfirfært líðan annars á sjálfan sig. Læknahugvísindi Læknahugvísindi eru þverfagleg en þau sækja bæði til líf- og hug­vísinda til að skoða og skilja betur þætti sem snúa að sjúklingum og heilbrigðis­starfsmönnum; til dæmis veikindi, sársauka, lækningar, samlíðan, frásagnir og samskipti; með það að leiðarljósi að skilja manneskjuna betur og auka eigin félagslega færni. Það er rökrétt að þeir sem stunda læknahugvísindi sæki í skáldaða texta um sjúklinga, lækna og veikindi því þar er hægt að lesa um tilbúin samskipti, til­finningalíðan fólks og upplifun sem jafnan er ekki lögð áhersla á í fræðilegum skrifum um sama efni innan læknisfræðinnar.

Afhverju valdirðu þessa nálgun á verk Vigdísar Grímsdóttur? Í verkum sínum hefur Vigdís lagt sig fram við að rannsaka innaníu persóna sinna, eða hvernig það er að vera manneskja, með því að skoða til dæmis hvernig fólk nýtir ímyndunaraflið og sköpunarhæfnina til að takast á við veruleikann sem það býr í, hvernig það hegðar sér í félagslegum samskiptum og hvort það hafi samlíðan hvert með öðru. Þá hefur hún einnig skrifað mikið um vald og valdaleysi og í því skyni tekið fyrir allskonar forvitni­leg sálfræðileg efni. Vegna efnistaka bóka Vigdísar hentaði mjög vel að nýta hugræn fræði í greiningu á þeim. Hug­ræn fræði er yfirheiti yfir ólíkar fræðigreinar eins og sálfræði, bókmennta­fræði og taugafræði sem eiga það sameiginlegt að nýtast til þess að skilja manneskjuna aðeins betur og hvernig hún virkar. Það gagnaðist mér því mjög vel að nýta ýmsar sálfræðilegar kenningar til að rannsaka persónur Vigdísar og skilja betur hugsanir þeirra, ímyndunarafl, gjörðir og líðan. En ég hafði ekki aðeins áhuga á að skoða tilfinningalíf persóna heldur einnig lesenda, hvað gerist þegar við lesum skáldskap, hvaða til­finningar vakna og hvers vegna; og eins höfum við samlíðan með persónum eða ekki. Við lestur gleymum við stundum stað og stund og dettum inn í söguheiminn og samsömum okkur jafnvel persónum þannig að við finnum allt í einu það sama og þær finna; upplifum sem sagt samlíðan með þeim. Við grátum kannski yfir örlögum persóna eða gleðjumst þegar vel gengur. Ég tel að stór hluti lestraránægjunnar sé einmitt þessi hæfni okkar að flytjast inn í ólíka söguheima og finna til samlíðunar með persónum því þegar það gerist njótum við virkilega lestursins. Þú hefur verið að kenna þetta svolítið í læknadeildinni, það er kannski ekki það fyrsta sem kemur í huga fólks þegar það hugsar um lækna­nám að bókmenntafræðingur kenni kúrsa? Nei, það er einmitt kannski svolítið óvænt. En þegar betur er að gáð eiga bókmenntafræðingar og læknar ýmislegt sameiginlegt. Í báðum tilvikum eru bókmenntafræðingar og læknar að vinna við að greina frásagnir eða túlka orð annarra. Stundum er ekki allt sagt beint út og þá þarf að lesa á milli línanna til að öðlast betri skilning á frásögninni. Eins og bókmenntafræðingar þurfa læknar að vera vakandi fyrir því hvernig einstaklingar tjá sig til dæmis hvernig þeir lýsa verkjum sínum, hvaða líkingar þeir nota og hvað þær merkja og eins hvort þeir noti tiltekin tilfinninga­ orð sem vert er að staldra við og ræða nánar. Læknar þurfa THE STUDENT PAPER

Empathy Guðrún uses the word “samlíðan” as the translation of the term empathy. There is a little variation in how people translate empa­thy, some use the word “samkennd” that I use over compassion but “samlíðan” means to feel what another feels. In short, empathy means that an individual is capable of intellectually realizing what the other individual thinks and feels towards something the same way as themselves at a certain point. If someone is, for example, anx­ious, it is possible to understand their state and even feel the knot growing in one’s stomach, and though an individual knows how to experience and understand the emotional state of another, they still can draw a line between themselves and the other, be­cause they realize that they have transferred the state of another onto themselves. Medical Humanities Medical humanities are multidisciplinary, but they apply both to the life sciences and humanities to examine and better understand the factors that apply to patients and health workers; for example, illness, pain, healing, empathy, narratives and communication; with the aim to understand the person better and increase their social skills. It is logical that those who engage in medical humanities turn to fictional texts about the patients, doctors and illnesses because there it is possible to read about the fictitious communication, emo­tional state of the people and the experience, which tradition­ally is not in focus in academic writings on the same topic within medicine.

Why did you choose this approach to the works of Vigdís Grímsdóttir? In her works Vigdís has strived to investigate the internal functioning of her characters, or how to be a human, by examining, for example, how people use their imagination and creative abilities to deal with the reality they live in, how they behave in social interactions, and whether they feel empathy towards each other. Then, she has also written a lot about power and powerlessness, thus investigating all kinds of intriguing psychological material. Because of the material treatment in the books by Vigdís, it was suitable to take advantage of cognitive theory in analyzing them. Cog­nitive theory is a hypernym for different disciplines such as psychology, literature and neurology, which have one thing in common: they are used to understand the person and the way they function a little bit better. It worked very well for me to take advantage of psychological theories in order to investigate characters by Vigdís and better understand their thoughts, imagination, action and state. However, I was not only interested in observing the feelings of the characters, but also of the readers, what happens when we read fiction, what emotions does it evoke and why; do we sympathize with characters or not. By reading we sometimes forget the place and moment, fall into the story’s world and even identify with characters, so that all of a sudden we feel what they feel; feel empathy towards them. We may be crying over the fate of a character or rejoicing when things are going well. I believe that a large part of pleasure from reading is precisely this ability to dive into various fictional worlds and feel empathy towards charac­ters because when it happens we are really enjoying reading. You have been teaching for some time at the Faculty of Medicine, it is perhaps not the first thing that comes to people’s minds when they think about the medical school, a literary scholar teaches courses? No, it’s just maybe a little bit unexpected. But when one looks closer, literary scholars and doctors have a variety of things in common. In both cases, literary scholars and doctors work to analyze the narratives or interpret the words of others. Some­times not everything is said straight away and then one must read between the lines to gain a better understanding of the narrative. Just like literary scholars, doctors need to be alert to how individuals express themselves, for example, how they

36


STÚDENTABLAÐIÐ

sem sagt að vera flinkir í að greina undirtexta frásagna sjúklinga sinna og það geta þeir lært til dæmis með því að þjálfa sig í frá­­sagnarfræði. Bókmenntalestur getur einnig verið gagnlegur fyrir lækna­nema því í gegnum lestur skáldskapar er hægt að læra ýmislegt. Þar getum við fengið að lesa um tilfinningalíf persóna og upplifun þess af veruleikanum. Við lestur kynnumst við per­sónum hraðar en fólki í raunveruleikanum því oft fáum við aðgang að hugsunum þeirra og fáum að vita hvernig þeim líður, hvað þær hugsa og hvernig þær bregðast við í vissum aðstæðum. Í krafti samlíðunar og samsömunar með persónum má líka segja að lesendur fái tækifæri til að lenda í allskonar aðstæðum og takast á við ýmis vandamál en þannig geta þeir sankað að sér ákveðinni reynslu án þess þó að upplifa hana bókstaflega sjálfir. Læknar og læknanemar geta til dæmis lesið skáldskap um hvernig sjúklingar kunna að bregðast við ákveðnum sjúkdómum eða hvernig þeir lýsa sársauka sínum, en þess slags texta hef ég einmitt notað þegar ég kenni læknanemum. Í kennslunni hef ég líka fjallað um samlíðan, í hverju hún felst og hvernig hægt sé að sýna hana þannig að skjólstæðingar lækna finni fyrir henni. Staðreyndin er nefnilega sú að læknir getur vel haft samlíðan með sjúklingi án þess að sýna hana. Til þess að sjúklingur finni fyrir samlíðuninni getur læknirinn gert ýmislegt, til dæmis beitt virkri hlustun og leyft sjúklingi að tala án þess að grípa fram í fyrir honum, haldið augnsambandi, spurt spurninga jafnt um veikindin og líf viðkomandi, sýnt umhyggju og notað nákvæmar útskýringar sem eru á mannamáli í stað þess að slá um sig með latneskum fræðiorðum. Þá er líka gott að fela sig ekki á bakvið tölvuna og skrifa niður orð sjúklings á meðan hann talar, eða fara í burtu í miðju samtali og skilja sjúklinginn eftir. Þetta eru atriði sem eru kannski frekar borð­leggjandi en geta gleymst í amstri dagsins og því gott að minna læknanema á að hafa þau í huga því allt eru þetta þættir sem auðvelt er að tileinka sér. Hvernig taka læknanemar því þegar þeim er sagt: „Hér er kominn bókmenntafræðingur sem ætlar að kenna ykkur að skilja sjúklinga betur“? Bara ótrúlega vel. Þau hafa alltaf verið rosalega jákvæð. Þetta eru mjög flottir nemendur sem eru alltaf til í umræður um þá bókmenntatexta og kvikmyndabrot sem ég hef nýtt í kennslunni. Ég held að þeim finnist efnið dálítið gagnlegt. Síðustu ár hef ég kennt með Kristínu Sigurðardóttur slysa- og bráðalækni en það hefur líka verið mjög gott að hafa sjónarhorn hennar – læknisins – með í bókmenntakennslunni. Annars hafa læknarnir sem kenna í samskiptafræðinámskeiðunum, verið mjög jákvæðir og ánægðir með þessa samvinnu. Nú eru að verða komin tíu ár sem bókmenntafræðingar hafa verið að kenna í læknadeildinni. Það voru frumkvöðlarnir og bókmennta prófessorarnir Ásdís Egilsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir sem byrjuðu að kenna þarna en það var eiginlega bara fyrir tilviljun. Bryndís Benediktsdóttir heimilislæknir, prófessor emeritus og kennari í samskiptafræðinni heyrði viðtal við Ásdísi í útvarpinu þar sem hún var að tala um tengsl bókmennta og læknisfræði. Bryndís hafði verið að nota bókmenntir í sinni kennslu en henni leist svo vel á það sem Ásdís hafði fram að færa að hún hringdi í hana og fékk hana til þess að koma og kenna; það gerði Ásdís og tók Dagnýju með. Þannig hófst þetta góða og frjóa samstarf. Og þetta hefur gengið núna í áratug? Já, reyndar eru Ásdís og Dagný komnar á eftirlaun svo ég er eini bókmenntafræðingurinn sem kem að samskiptafræði­nám­ THE STUDENT PAPER

describe pain, which similes they use and what they signify, and as to whether they use a particular emotional word, that is worth stopping and discussing in detail. Doctors need, so to say, to be proficient in analyzing the subtext of their patients’ narratives, that they can learn, for example, by training them­selves in narratology. Reading literature can also be useful for medical students because through reading fiction you can learn a lot of things. There we can read about the emotional life of the character and their experience of reality. Through reading we get to know the characters faster than people in real life, often we get access to their thoughts and get to know how they feel, what they think and how they act in certain situations. We can also say that by the power of empathy and co-identifi­ cation with characters, readers are given the opportunity to encounter all kinds of situations and deal with various prob­lems, so in this way they can gain a certain experience with­out even experiencing it literally themselves. Doctors and medical students can, for example, read fiction about how patients may respond to certain diseases or how they describe their pain, that’s exactly the kind of texts I use when I teach medical students. In my teaching, I have also discussed empathy, what it consists of and how to show it so that doctors’ patients feel it. The fact is, namely, that a doctor may well experience empathy towards a patient without showing it. For the patient to feel the empathy, the doctor may do a lot of things, for example, applying active listening and allowing the patient to talk with­out interrupting them, keeping eye contact, asking questions evenly about the illness and the person’s life, showing care and using detailed explanations in plain language instead of throwing around scientific terms in Latin. Then it is also good not to hide behind the computer and write down the patient’s words while they are talking or go away mid-conversation and leave the patient behind. These things are probably obvious but can be forgotten in daily rounds, therefore it is good to remind the medical students to have them in mind because those are all elements that are easy to acquire. How do students take it when they are told: "Here is a literary scholar who is going to teach you to understand your patients better.”? Just incredibly well. They have always been positive. These are very nice students who are always ready for discussions about the literary text and film fragments I have used in teaching. I think they find the material somewhat useful. The last few years I’ve taught with Kristín Sigurðardóttir, trauma and emergency physician, it has also been very nice to have her point of view, that of a doctor’s, in teaching literature. Otherwise, the doctors who teach communication theory classes have been very positive and satisfied with this co-op­er­ation. Now it’s been ten years since literary scholars have been teaching at the Faculty of Medicine. These were the pioneers and literature professors Ásdís Egilsdóttir and Dagný Kristjánsdóttir, who started teaching there, it really happened by accident. Bryndís Benediktsdóttir, a family physician, pro­fessor emeritus, and a teacher of communication theory, heard an interview with Ásdís on the radio, where she was talking about the relationship of literature and medicine. Bryndís had been using literature in her teaching, but she liked what Ásdís presented so much that she called her and got her to come and teach; Ásdís did so and took Dagný with her. So began this good and creative cooperation.

37


STÚDENTABLAÐIÐ

skeiðunum núna. En við höfum ekki bara kennt í lækna­deildinni heldur höfum við líka tvisvar sinnum verið með nám­skeið í Íslensku- og menningardeild um læknahugvísindi en þá með Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur prófessor emeritus í bók­ menntum. Bergljót er brautryðjandi í hugrænu fræðunum sem tengjast auðvitað læknhugvísindunum sterkum böndum. Í nám­skeiðunum okkar höfum við fengið lækna í heimsókn þannig að læknar hafa líka kennt í íslenskudeildinni. Með læknunum höfum við einnig haldið málstofur saman bæði á Hugvísinda­ þingi og á Læknadögum auk þess sem bókmenntafræðingum hefur verið boðið að tala hjá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar svo samstarfið á milli þessara fræðasviða hefur verið ansi gott og gjöfult.

Grein / Article

Dino Ðula

And this has now been going on for a decade? Yes, indeed, Ásdís and Dagný have since retired, so I am the only literary scholar who is coming to communication theory classes now. But we have not just taught at the Faculty of Medicine, we have also twice taught courses about medical humanities at the Faculty of Icelandic and Comparative Cul­tural Studies with Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, professor emeritus. Bergljót is a pioneer in the cognitive sciences, which are, of course, strongly connected to medical humanities. In these courses we have received visits from doctors, so the doctors have also taught at the Faculty of Icelandic. We have also held seminars together with doctors, both at the confer­ ence Hugvísindaþing and Medicine Days, besides, the literary scholars have been invited to speak at the events by Associ­a­ tion of enthusiasts of the history of medicine, so the coopera­ tion between these disciplines has been very good and prosperous.

Þýðing / Translation Anna María Björnsdóttir

Litblindan og ég The “I” in Colourblind Ég man þegar ég var krakki og eyddi kvöldunum fyrir framan sjón­varpið, horfandi á hvað sem var á dagskrá til að eyða tímanum. Eitt kvöldið var myndin Reservoir Dogs í gangi og ég átti erfitt með að fylgjast með söguþræðinum vegna þess að mér fannst allar per­ sónurnar líta eins út. Það var ekki fyrr en ég var 18 ára að ég skildi loksins af hverju. Þá var mér fyrst sagt að ég væri litblindur.

I remember when I was a young teen, spending my evenings in front of the TV, watching whatever was on to pass the time. One night, a movie called Reservoir Dogs came up and I found myself struggling to follow the main plotline because all the characters looked the same to me. And it wasn’t until I was 18, when I was first told I was colourblind, that I finally understood why.

Á HÖTTUNUM EFTIR REGNBOGA Algengustu gerðir litblindu lýsa sér í erfiðleikum við að greina á milli lita, upp að mismunandi marki. Þetta stafar af því að mannsaugað inniheldur undir venjulegum kringumstæðum þrjár sjálfstæðar rásir sem miðla litaupplýsingum – litaviðtakar. Og þegar einn (eða fleiri) þeirra er gallaður eða vantar hefur það áhrif á litsjónina á einn eða annan hátt. Flest litblint fólk mun segja þér að líf með litblindu sé í flestum tilfellum einungis örlítil óþægindi. Þrátt fyrir að þessi „fötlun“ sé þekkt fyrir að hafa áhrif á daglegt líf og framtíðar starfsframa margra, mig meðtalinn. Slökkviliðar, lögregluþjónar, læknar, raf­ virkjar, (atvinnu)flugmenn, grafískir hönnuðir og hermenn eru ein­ungis brot af þeim mörgu starfstitlum sem reiða sig í ríkum mæli á liti svo hægt sé að sinna starfinu vel, með hinum ýmsu áhættu­ þáttum. Á meðan vandamál þessara tilteknu sjónskerðinga hafa verið afgreidd í vissum störfum, með nútímasamfélagi að þróast í átt að algjöru samþykki á hinum ýmsu kvillum sem fólk hefur, er staðan enn fjarri góðu gamni.

CHASING RAINBOWS The most common forms of colour blindness revolve around the inability to distinguish one colour from another, in various degrees. This is due to the human eye, in normal conditions, con­ taining three independent channels for conveying colour infor­ mation – the colour receptors. And when one (or more) of them is faulty or missing, the colour vision is impacted in a specific way. Most colourblind people will tell you that living with colour blindness is, in most cases, a light inconvenience, though this “dis­ability” is known to affect everyday life and future careers of many people, including myself. Firefighters, police officers, doctors, electricians, (commercial) pilots, graphic designers, servicemen are just some of the many professions that rely heavily on colours to be done properly, with various degrees of risk factors involved. And while the issue of this particular vision deficiency has been ad­dressed in some jobs, with modern society developing towards the point of total acceptance of people’s various conditions, the situation is still far from ideal.

ÞETTA ER HUNDALÍF Ég veit að nú hugsið þið líklega að „hlutirnir eru ekki alltaf svartir og hvítir“ en fyrir suma þá eru þeir það. Bókstaflega. Um 8% fólks með XY-litninga og 0.5% þeirra með XX-litninga þjást af einhvers konar skorti á litsýn, sem er oft arfgeng. Þetta er vegna þess að genið sem ber litblindu finnst á X-litningi sem veldur því að hún er líklegri til að koma fram hjá þeim sem eru með XY-litningasamstæðu. Að sama skapi þá geta einstaklingar með XX-litningasamstæðu borið genið án þess að litblindan komi fram (nema í þeim sjaldgæfu tilvikum þegar báðir X-litningar bera arfgengu stökkbreytinguna). Til að skilja þetta betur getum við litið aftur til 18. og 19. aldar

IT’S A HARD-KNOCK LIFE I know you are probably thinking “things aren’t always black and white,” but for some people they are. Literally. About 8% of people carrying XY chromosomes and 0,5% of those with the XX chromo­ somes, suffer from some form of colour vision deficiency, which is often hereditary. This is because the gene that carries colour blindness is found in the X chromosome making those with XY combination more likely to showcase the “affliction”. In turn, XX individuals are thus more likely to simply pass on the gene without being affected themselves (unless in the rare case of both X chro­mo­somes carrying the genetic mutation).

THE STUDENT PAPER

38


STÚDENTABLAÐIÐ Deuteranopia og Deuteranomaly hefur áhrif á skynjun á mjög löngum bylgjulengdum, eins og rauðum, og veldur því að ekki er hægt að greina grænan frá rauðum eða að grænir litir virka rauðkenndir. Protanopia og Protanomaly hefur áhrif á skynjun meðallangra bylgju­lengda, eins og grænum, og veldur því að ekki er hægt að greina rauðan frá grænum eða að rauðir litir virka grænkenndir og daufari. Tritanopia og Tritanomaly hefur áhrif á skynjun stuttra bylgjulengda, eins og bláum, og veldur því að ekki er hægt að greina bláan frá grænum, fjólubláan frá rauðum og gulan frá bleikum eða að erfitt er að greina bláan frá grænum og gulan frá rauðum. Monochromacy einnig þekkt sem „algjör litblinda“ og er mjög sjaldgæf. Deuteranopia and Deuteranomaly affect the perception of very long wavelengths, such as reds, causing the inability to distinguish green from red or appearance of green as red-ish, respectively. Protanopia and Protanomaly affect the perception of medium wave­lengths, such as greens, causing the inability to distinguish red from green or appearance of red as green-ish and less bright. Tritanopia and Tritanomaly affect the perception of short wave­lengths, such as blues, causing the inability to distinguish blue and green, purple and red, and yellow and pink, or difficulties in distinguishing blue and green, and yellow and red. Monochromacy also known as “total colour blindness” is quite rare.

konungsfjölskyldnanna í Evrópu, þjakaðar af „konunglega sjúk­ dómnum“ – dreyrasýki. Verandi talsvert hættulegri af þessum tveimur sjúkdómum, hefur dreyrasýki (vanhæfni blóðs til að storkna almennilega) hrjáð aðalinn í gegnum afkomendur Viktoríu Breta­ drottningar og þeirra óhóflegu þörf að halda ættinni göfugri. Stað­fest hefur verið að sex kvenkyns afkomendur hennar (þeirra á meðal tvær dætur hennar, Alice og Beatrice prinsessur) og níu karl­k yns (einn af sonum hennar, Leopold prins, meðtalinn) voru annað hvort með dreyrasýki eða báru genið, sem síðan dreifðist yfir í konungs­ ættir Þýskalands, Spánar og Rússlands. Ein ástæða þess að sjúk­ dómurinn hvarf að einhverju leyti má rekja til þess að hann styttir lífslíkur þeirra sem fá hann. Sem, blessunarlega, er ekki raunin með litblindu. GRASIÐ ER ÁVALLT FJÓLUBLÁRRA… Ég hef heyrt spurninguna: „Hvernig er þetta á litinn?“ ótal sinnum í hinum ýmsu félagslegum aðstæðum, allt frá nánum vinum til hálf­gerðra kunningja. Jafnvel þótt hún virðist saklaus getur spurningin ýtt undir og skapað kvíða – ekki bara ein síns liðs heldur einnig vegna samtalsins sem mun óneitanlega fylgja. Það nýtir sér veikleika og mögulegt óöryggi fólks, neyðir það til að taka þátt í samtali þar sem það er dæmt fyrir eitthvað sem það hefur enga stjórn á. Og spurningin kemur (nánast) aldrei bara einu sinni. En í stað þess að færa sök yfir á aðra, eða vilja líkjast þeim, er leiðin fram að líta inn á við. Persónulega tel ég sjálfan mig vera ófor­betranlegan bjartsýnismann sem lítur á heiminn í gegnum blálituð gleraugu. Ég trúi því að það að takast á við eigin galla jafngildi því að vaxa sem manneskja og ég trúi því að það að geta notað húmor til að takast á við óþægindi, erfiðleika eða hvaða óreiðu sem er í lífi þínu verði til þess að þú getir sætt þig við hluti sem þú færð engu um breytt, á meðan þú reynir að gera hið besta úr því. Hvað með það að ég geti ekki keypt þroskaða banana úti í búð upp á eigin spýtur? Eða það að ég get ekki unnið fyrsta borðið í Candy Crush? Eða það að fyrir mér eru norðurljósin ekkert nema þunn skýjaslæða? Ég átta mig á því að litir eru fallegir fyrir þeim sem geta greint þá og kunna að meta þá til fulls. Líka fyrir mér, því ég á gleraugu sem rétta af liti og hjálpa mér gríðarlega með því að leyfa mér að skimast inn í heim litanna í hvert sinn sem ég geng með þau. Þegar ég geri það, trúðu mér, þá virðist heimurinn þeim mun meira töfrandi og spennandi svo að jafnvel grænkan í grasinu fær hjarta mitt til að sleppa úr takti. Sagt er að þú vitir ekki í raun hvað þú hefur fyrr en þú missir það, en ef það var aldrei þitt geta stutt kynni verið nóg. THE STUDENT PAPER

To understand this better, we can look back to European royalty in the 19th and 20th century, plagued by “the royal disease” – haemophilia. Significantly more dangerous ailment of the two, haemophilia (the inability of blood to clot properly) plagued the aristocracy through descendants of Queen Victoria of the United Kingdom and the excessive need to keep the bloodlines noble. Six female descendants (including her two daughters – princesses Alice and Beatrice) and nine male descendants (including one of her sons, prince Leopold) are all confirmed to have been haemophiliacs or carriers of the gene, which was subsequently spread to the royal houses in Germany, Spain and Russia. One of the reasons this dis­ease somewhat disappeared afterwards can be found in the shorter life expectancy of those affected by it. Which is, thankfully, not the case with colourblind people. THE GRASS IS ALWAYS PURPLER… The question “What colour is this?” is one I have heard numerous times before in many social settings from close friends and mere acquaintances. Even though it might seem quite innocent, the question can act as a trigger and induce anxiety not just on its own, but also because of the conversation that undoubtedly follows. It exploits people’s weakness and potential insecurity, forcing them to participate in a conversation where they will be judged for some­thing beyond their control. And the question (almost) never comes just once. But instead of casting the blame on others, or wanting to be like them, the way forward is to look inwards. Personally, I consider myself an incorrigible optimist, who looks at the world through his blue-tinted glasses. I believe that to embrace your own imperfection is to grow as a person and to be able to use humour to deal with dis­comfort, pain or any disarray in your life is to accept the things you cannot change, while trying to make the best of it. So what if I am unable to buy ripe bananas in the store, by myself? Or that I can’t pass the first level in Candy Crush? Or that the Northern Lights to me are just very thin white clouds? I understand colours are beautiful to those who can see them and are able to appreciate them to their full extent. And for me, well I have my colour-correcting glasses that help immensely, by allowing me a glance into the world of colours whenever I wear them. And whenever I do, trust me, the world seems that much more magical and exciting to me that even the green of the grass makes my heart skip a beat. They do say you don’t really know what you have until it’s gone, but if you’ve never had it, a glimpse can be enough.

39


Grein / Article

Birta Björnsdóttir Kjerúlf

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Lærum að lesa How to Start Reading Again Sem barn las ég hverja bókinna á fætur annarri en eftir því sem árin liðu tók lífið yfir. Mér gafst lítill tími til þess að njóta lestrarins og smám saman hætti ég alfarið að lesa mér til skemmtunar. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að taka mig saman í andlitinu og finna ánægjuna í lestrinum á ný. Það reyndist hins vegar erfiðara en ég gerði mér grein fyrir. Athyglisgáfa mín var ekki upp á sitt besta og ég hafði lítið þol til að sitja við bók til lengri tíma. Ég fór þess vegna í hálfgert lestrarátak og setti mér ákveðnar reglur og markmið varðandi lesturinn. Þetta leiddi til þess að ég náði mér á strik í lestrinum og á aðeins tveimur árum fór ég úr því að lesa engar bækur á ári upp í nokkra tugi bóka. Hér deili ég með lesendum Stúdentablaðsins þeim ráðum sem komu mér af stað í lestrinum.

As a child I read very many books, but life seemed to get in the way as the years went by. I had increasingly less time to enjoy reading, and little by little, I stopped reading recreationally. I decided to get myself together and discover my joy for reading again, yet this turned out to be more challenging than I thought. My attention span was not at its best, and I had little patience to sit with a book in my hand for an extended period. For this reason, I decided to start a kind of reading challenge and set specific rules and goals for my reading. This led to me getting back on track, and in only two years, I went from reading no books each year to reading dozens. Here I’ll share with the readers of The Student Paper how I started reading again.

TÖLULEG MARKMIÐ Það getur reynst erfitt að byrja að lesa aftur eftir langt tímabil af litlum sem engum lestri. Þá tel ég fátt mikilvægara en að taka lítil skref í upphafi. Þetta á sérstaklega við þegar markmið eru sett. Raunhæf markmið eru betri en háleit markmið. Hafið í huga að það er mun betra að ná markmiði snemma og fara fram úr væntingum en að eiga tíu bækur eftir þegar jólafríið skellur á í desember.

NUMBERED GOALS It can be tough to start reading again after a long time spent reading little to nothing. Therefore, I think it’s most important to take baby steps initially. This applies especially when setting goals. Realistic goals are better than setting the bar too high. Remember that it is far better to reach your goals early on and exceed your expectations than having ten books left for the yearly goal when you go on a winter holiday in December.

HLIÐARMARKMIÐ Markmið sem hægt er að mæla í tölum eru mjög aðgengileg og geta hvatt okkur til dáða. Hins vegar hefur líka reynst mér vel að hafa eins konar hliðarmarkmið í lestrinum. Það gæti þá til dæmis verið að lesa allar bækur sem ákveðinn höfundur hefur gefið út, klára heila bóka­seríu eða læra eins mikið og hægt er um ákveðið efni. Þetta þarf ekki að vera heilagt en það að hafa ramma utan um lestrarátakið getur hjálpað þegar erfitt reynist að halda áfram. Ég hef persónulega eytt mörgum klukkustundum í að ráfa stefnulaust um á bókasafninu því ég hef svo mikinn valkvíða. Hliðarmarkmið hafa þá gjarnan skorið niður magn valmöguleika og það hefur ávallt verið mér kærkomið. ÞOLÆFINGAR Lestur snýst fyrst og fremst um þol. Það er ekki sjálfsagt að geta setið klukkutímum saman og blaðað í bók ef þið hafið ekki gert það í mörg ár. Því er mikilvægt að æfa athyglina smátt og smátt. Setjið ykkur lítil vikuleg eða dagleg markmið. Prófið að lesa í að minnsta kosti tíu mínútur á hverju kvöldi fyrsta mánuðinn og athugið hvort þið finnið mun á athyglisgáfunni þegar hann er liðinn. Þá mæli ég einnig með því að lesa stuttar bækur í byrjun. Ekki byrja á að lesa 500+ blaðsíðna doðrant sem var skrifaður á 18. öld ef þið eruð að byrja að lesa aftur eftir lesstíflu. Það boðar fátt annað en vonbrigði. LESIÐ SKEMMTILEGAR BÆKUR Það sem er þó mikilvægara en lengd bókarinnar er innihaldið. Þegar þið eruð að byrja að lesa aftur drepur ekkert áhugann og athyglina frekar en að pína sig í gegnum óspennandi bók. Finnið það sem virkar fyrir ykkur. Kannski eru það glæpasögur, rómantískar gamanbók­ menntir eða ævisögur? Verið einnig óhrædd við að iðka 50 blaðsíðna THE STUDENT PAPER

SECONDARY GOALS Goals that can be numerically measured are more accessible and can help us succeed. However, it has also helped me to have sec­ondary goals while reading. Such goals could be to read all the books published by a specific author, finish a whole book series, or learn as much as possible about a subject. This is not necessary, but having a framework for your reading challenge can help you out when the going gets rough. I personally have spent many hours wandering aimlessly through the library because I couldn’t choose anything. In those cases, my secondary goals helped narrow down my options, and that’s always a relief. ENDURANCE EXERCISES Reading mainly revolves around endurance. It’s not easy to sit for hours on end, flipping through pages if you haven’t done it in years. That’s why it’s important to train your attention span slowly. Set small weekly or daily goals. Try reading for at least 10 minutes every night for the first month, and see if you feel a difference in how you focus afterwards. In this case, I’d recommend reading short books to start with. Don’t start by reading a 500+ page tome written in the 18th century if you’re just starting to read again after a reading pause. That’s only going to end in disappointment. READ ENTERTAINING BOOKS What matters more than the length of the book are its contents. Nothing kills one’s interest and attention when you start to read again than reading a boring book. Find what works for you. Could it be crime novels, romance, comedies, or biographies? Also, don’t be

40



STÚDENTABLAÐIÐ

regluna: ef bókin er ekki búin að fanga ykkur á fyrstu 50 síðunum þá er í góðu lagi að skila henni og ná sér í nýja bók. Þið skuldið engum að klára bók ef þið viljið það ekki.

afraid to follow the "50 pages rule": If the book doesn’t enthrall you in the first 50 pages, then it’s fine to return it and start reading a new one. You don’t have to finish a book you don’t like for anyone.

FINNIÐ VIN Það er mjög sniðugt að eignast bókavin. Þið þurfið ekki að lesa ná­kvæmlega sömu bækur á nákvæmlega sama tíma en það er mjög gaman að geta heyrt í einhverjum af og til sem þið getið spjallað við um hitt og þetta tengt bókum. Lestur getur verið mjög einrænt og persónulegt áhugamál en hann þarf ekki að vera það. Einnig eru til ýmislegir bókaklúbbar sem hægt er að taka þátt í. Kíkið á næsta bókasafn eða fylgist með á Facebook, þið gætuð rekist á skemmti­ legan hóp af bókaáhugafólki.

FIND A FRIEND It’s a good idea to make a book friend. You don’t have to read ex­actly the same books at the exact same time, but it’s fun to talk about books with someone every now and then. Reading can be a very isolating hobby, but it doesn’t have to be. There also exist a lot of book clubs that you can join. Check out your nearest library or follow along on Facebook. You could find a fun group of fellow readers.

PRÓFIÐ AÐ HLUSTA Sumar bækur eru torlesnar og þá getur verið sérstaklega erfitt að halda þræði. Mín reynsla er sú að þetta eigi sérstaklega við um klassískar bækur og bókmenntir. Það sem hefur reynst mér vel er að hlusta á slíkar bækur, ýmist meðan ég les eða ekki. Ef þið hafið bjástrað við ákveðna bók lengi og viljið gjarnan klára hana þá gæti þetta hjálpað ykkur. Það að hlusta á bók er jafn mikils virði og að lesa hana, ekki telja ykkur trú um annað. BÓKASÖFN Að lokum vil ég taka smá pláss til að dásama bókasöfn. Þau eru frá­bær. Þau kosta lítið sem ekki neitt á ári og veita ykkur aðgang að fjöldan allan af allskonar bókum. Auk þess bjóða flest söfn upp á fjölbreytta og skemmtilega viðburði og þjónustu. Ég uppgötvaði það til dæmis á liðnu ári að safnið í mínu nágrenni býður upp á að fá lánuð bökunarform og saumavélar. Ég hvet ykkur innilega til að kynna ykkur þjónustuna á ykkar safni. Þá tek ég fram að bókasafnskort í einu safni á höfuðborgarsvæðinu gildir á öllum öðrum söfnum. Hugsið ykkur allar bækurnar sem bíða ykkar. Nú er um að gera að drífa sig af stað á næsta safn og ná sér í góða bók.

Grein / Article

TRY LISTENING Some books are hard to read, which makes it hard to focus. In my experience, this is especially true of classic books and literature. It has helped me to listen to those books, either while I’m reading or while doing something else. If you’ve been struggling with the same book for a long time and really want to finish it, it could help to listen to it. Listening to a book is worth the same as reading it, so don’t be convinced otherwise. LIBRARIES Lastly, I want to dedicate some space to wax eloquent about libraries. They’re fantastic. They cost little to nothing per year and grant you access to a myriad of different books. Most libraries also host many different and exciting events and offer good ser­vices. For instance, I found out last year that my local library offers to lend booking forms and sewing machines to its patrons. I encour­ age you wholeheartedly to check out the services that your local libraries offer and I also want to mention that a library card from one library in the capital area can be used everywhere else. Imagine all the books that are waiting for you… Now get going to the nearest library and fetch a good book.

Ritstjórn Stúdentablaðsins / The Student Paper’s Editorial Team

Bókmenntahorn ritstjórnar Bækur um heilsu The Editorial Booknook Books on Health

ÍSLENSKAR BÆKUR PTSD ljóð með áfallastreituröskun, Ragnheiður Guðmundsdóttir PTSD ljóð með áfallastreituröskun eftir Ragnheiði Guðmundsdóttir kom út nú fyrir jólin. Ljóðabókin er uppgjör höfundar við krabba-­ mein við hún fékk fyrir nokkrum árum og áfallastreituna sem fylgdi því. Ljóðin eru einstaklega falleg, einlæg en að sama skapi stingandi. Þetta er fyrsta ljóðabók Ragnheiðar, sem gaman er að geta að er nemi við Háskólann. Það er deginum ljósara að Ragnheiður er höf­undur sem mun láta að sér kveða og vert er að fylgjast grannt með.

Gangverk, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Gangverk Þorvaldar Sigurbjarnar Helgasonar vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út vorið 2019. Þar lýsir Þorvaldur því þegar hann fór í hjartastopp fimmtán ára gamall í kennslustund í Kvenna­ skólanum. Ljóð bókarinnar lýsa innri og ytri aðstæðum og lesningin er einstaklega áhugaverð. Uppgjör Þorvaldar við þennan trámatíska atburð er einlægt og skilar sér í ljóðabók sem er einstök í efnistökum og góð viðbót á bókalista allra ljóðaunnenda. THE STUDENT PAPER

ICELANDIC BOOKS PTSD ljóð með áfallastreituröskun, Ragnheiður Guðmundsdóttir PTSD ljóð með áfallastreituröskun (PTSD Poems with Post-Traumatic Stress Disorder) by Ragnheiður Guðmundsdóttir came out before Christmas. This poetry collection is the reconciliation of the author with cancer that she was diagnosed with several years ago and the post-traumatic stress that followed it. The poems are uniquely beautiful, sincere but by the same token, stabbing. This is the first poetry book by Ragnheiður, who is, by the way, a student at the University. It is abundantly clear that this is the author who will make a difference and is worth watching closely.

Gangverk, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Gangverk (Mechanism) by Þorvaldur Sigurbjörn Helgason attracted well-deserved attention when it came out in the spring of 2019. In the book Þorvaldur describes the time he went into cardiac arrest at a school lesson aged 15. The poems describe his internal and external circumstances, and reading is uniquely interesting.

42


Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Myndir / Photos

bjartur-verold.is, forlagid.is & amazon.com

ERLENDAR BÆKUR Dr. Bird’s Advice for Sad Poets, Evan Roskos Dr. Bird’s Advice for Sad Poets kom fyrst út árið 2013 og lét ekki mikið fyrir sér fara. Bókin er flokkuð með unglingabókmenntum en á, eins og svo oft vill gerast með góðar barna- og unglingabækur, vel við fullorðinn lesendahóp. Bókin fjallar um unglingspilt sem ímyndar sér að hann eigi sálfræðing sem hann ræðir við um amstur dagsins. Ímyndaði sálfræðingurinn er dúfa í mannsstærð sem sýnir drengnum, James, samkennd og skilning. Ef lesendur lásu og fíluðu The Perks of Being a Wallflower mun Dr. Bird’s Advice for Sad Poets vafalaust höfða til þeirra Mynd byggð á bókinni kom svo út árið 2021 og hlaut góðar undirtektir.

My Year of Rest and Relaxation, Ottessa Moshfegh Skáldsagan My Year of Rest and Relaxation eftir bandaríska höfundinn Ottessa Moshfegh kom út árið 2018 og vakti töluverða athygli enda þótti hún bæði djörf og nýstárleg. Bókin segir frá til­raunum ungrar konu til að flýja meinsemdir heimsins með því að leggjast í árslangan dvala. Árið er 2000, sögusviðið er New Yorkborg: söguhetja bókarinnar er falleg og farsæl ung kona sem vinnur í listagalleríi, lifir á arfi foreldra sinna og býr ein í ríkmannlegri íbúð á The Upper East Side í Manhattan. Hvað gæti mögulega amað að? My Year of Rest and Relaxation er spennandi og áræðin bók sem kemur lesandanum á óvart. Í bígerð er kvikmynd byggð á bókinni.

The closure of Þorvaldur with this traumatic event is sincere and hits home in a poetry book that is unsurpassed in the treatment of material and is a good addition to the poetry lovers reading list. FOREIGN BOOKS Dr. Bird’s Advice for Sad Poets, Evan Roskos Dr. Bird’s Advice for Sad Poets first came out in 2013 and went un­recognized. The book is classified as young adult literature but, as it often happens with good childrens and young adult books, it sits well with an adult reader. The book focuses on a young man who imagines he has a psychologist, whom he talks to about the challenges of the day. The imagined psychologist is a dove the size of a human, which provides the boy, James, empathy and under­ standing. If readers read and liked The Perks of Being a Wallflower, Dr. Bird’s Advice for Sad Poets will surely appeal to them. A film based on the book came out in 2021 and received positive feedback.

My Year of Rest and Relaxation, Ottessa Moshfegh The novel My Year of Rest and Relaxation by the American author Ottessa Moshfegh came out in 2018 and attracted considerable at­tention, because it was both bold and innovative. The book recalls the attempts of a young woman to escape the lesions of the world by lying in a year-long hibernation. The year is 2000, the place – New York City: the heroine of the book is a beautiful and successful young woman who works in an art gallery, lives on the inheritance of her parents alone in a luxury apartment on The Upper East Side in Manhattan. What could possibly go wrong? My Year of Rest and Relaxation is an exciting and daring book that surprises the reader. A film based on the book is in the works.

THE STUDENT PAPER

43


Grein / Article

Sam Cone

Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir

Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf Healthy Sex and Healthy Attitudes Þegar ég kom til Íslands tók ég eftir því að flest voru töluvert opnari um kynhneigðir sínar, og að umræðan um kynlíf væri opinskárri en það sem ég átti að venjast í Englandi. Ég ræddi við Gerði Huld Arinbjarnardóttur, sem rekur kynlífstækjabúð, um það hvort við­horf til kynlífs og kynhneigðar væri að breytast.

When I arrived in Iceland, I noticed that people seemed much more open about their sexualities, and I felt like discussions surrounding sex were a lot more open than they are in England. I spoke to Gerður Huld Arinbjarnardóttir who runs an erotic retail store about whether or not attitudes towards sex and sexuality were changing.

SJÓNARMIÐIN BREYTAST Gerður svaraði spurningu minni um það hvernig best væri að stuðla að heilbrigðu viðhorfi til kynlífs með áherslu á mikilvægi fræðslu og opinnar umræðu. Hún benti sérstaklega á það að sem stendur miði kynfræðsla helst að því að kenna fólki að forðast ótímabæra þungun og kynsjúkdóma, frekar en að beina sjónu sinni að skemmtilegri hliðum kynlífs. Fólk ætti að alast upp við þann skilning og vitneskju að kynhvöt og kynórar séu ekkert til að skammast sín fyrir. Samkvæmt Gerði hafa viðhorf Íslendinga til kynlífs breyst mikið síðustu 10 árin og eftirspurn eftir kynlífstækjum hefur einnig aukist. Fólk sé farið að kaupa mörg mismunandi tæki til ýmissa nota. Hún minnist þess að afar hennar og ömmur hafi haft áhyggjur af því að hún væri að spilla mannorði sínu. Hún lítur það bjartsýnum augum að fólk sé farið að vera opnara þegar kemur að kynlífi og stendur föst í þeirri trú að öll eigi jafnan rétt á því að upplifa unun, ekki bara karlar og konur. Því meira sem fólk fræði sig og þrói með sér heilbrigt viðhorf, verði unaðurinn sem fólk fær út úr því meiri.

ATTITUDES ARE CHANGING In answer to my question about how best to promote healthy atti­tudes towards sex, her answer focused on the importance of edu­cation and open communication – specifically how currently, sex education focuses on prevention of pregnancies and STDs, rather than the more fun aspects. People should grow up with knowledge and understanding of sex drive and sexual fantasy and not be made to feel ashamed of it. Attitudes in Iceland have changed a lot over the past 10 years according to Gerður, and demand for toys has risen too – people are starting to buy multiple toys for different things. Gerður men­tioned that her grandparents were concerned that she has “ruined” her name. She definitely sees it as a good thing that people are becoming more open about sex, and is adamant that everyone has equal rights to experience pleasure, not just men and women – and the more everyone educates themselves and develops a healthy attitude, the more pleasure people can get out of it.

SAMSKIPTI OG SAMÞYKKI ERU LYKILATRIÐIN Gerður tók þá ákvörðun að flokka kynlífstækin í verslun sinni ekki eftir kyni til að gæta gæta þess að öll upplifi sig velkomin. Í staðinn flokkar hún þau eftir kynfærum; „píka, typpi og rass“, sem gerir fólki auðveldara að finna það sem þau leita að, og útilokar ekki neinn frá umræðunni um heilbrigt viðhorf til kynlífs. Hún nefnir einnig að fullt af fólki hafi jafnvel ekki áhuga á kynlífi: „Með því að tala um mis­ munandi langanir og það að ekki öll vilji, upplifi eða hafi áhuga á því sama þegar kemur að kynlífi er okkur mikilvægt. Kynlíf er mun meira en bara innsetning. Sum hafa engan áhuga á þeim hluta kynlífsins, en elska forleik, eða jafnvel bara nándina sem skapast.“ Að sjálfsögðu inniheldur ekki allt kynlíf hjálpartæki, en getan til að tjá þarfir þínar og langanir er mikilvægur liður í því að stunda heilbrigt kynlíf. Gerður minntist á tvö lykilatriði sem mér finnst nauðsynlegt að leggja áherslu á: samskipti við þig sjálft eru alveg jafn mikilvæg og samskipti við rekkjunaut, fyrsta skrefið í átt að heil­brigðu kynlífi er að leyfa þér að prófa þig áfram og njóta. Seinna atriðið er hve mikilvægt það er að upplýsa rekkjunaut þinn hvort tveggja um það sem þú fílar og hvað þú fílar alls ekki. Það stuðlar að heilbrigðum mörkum að vita hvers þú nýtur.

COMMUNICATION AND VALIDATION ARE THE KEY In order to support equal representation, Gerður made the decision not to categorise toys by gender, but instead by using the categories of “vagina, penis, or ass” which makes it easier for people to find what they are looking for and does not exclude anyone from the wider discussion of healthy sexual attitudes. She also acknowledges that a lot of people might not be interested in sex: “It is important to talk about different longings; not everyone wants, feels or is interested in the same things when it comes to sex. There is more to sex that just penetration. Some people aren’t interested in the penetration part of sex, but do love foreplay, or the intimacy.” Of course, not all sex will involve the use of toys, but being able to communicate your needs or desires safely is a key require­ ment to being able to enjoy a healthy sex life. Gerður mentioned two key points that I feel require emphasis: communication with yourself is just as important as with your partner – allowing yourself to experiment and enjoy things safely is the first step to a healthy sex life. And the second point to emphasise is that it is important to communicate to your partner both what you do like as well as what you do not like. Knowing what you do not enjoy helps you to set healthy boundaries.

MÖRK OG ÖRUGG SVÆÐI Það er undir þér komið hvaða mörk þú setur sjálfu þér enda er kynlíf mjög persónuleg upplifun. Sumum reynist það mjög auðvelt að stunda kynlíf á meðan aðrir hafa ekki sama sjálfstraust og áhyggju­ leysi. Það er mikilvægt að virða mörk fólks í öllum aðstæðum, en það á þó sérstaklega við í innilegum samböndum. THE STUDENT PAPER

BOUNDARIES AND SAFE SPACES What boundaries you set for yourself is up to you – sex is a very personal experience, and whilst a lot of people are very comfortable and/or confident when it comes to doing the deed, a lot of people are also not. Respecting other people’s boundaries is crucial in

44


STÚDENTABLAÐIÐ

Eins og fram kom hér að framan er kynlíf ekki allra, og það er í góðu lagi að njóta þess ekki eða hafa áhuga á því. Kynhneigðir falla inn í róf og það er orðið auðveldara fyrir fólk að átta sig á staðs­ etningu sinni á því rófi eftir því sem umræðan verður framsæknari. Það er mikilvægt að öll fái öruggt umhverfi til þessarar íhugunar og að fólk upplifi sig óhult. Hér að neðan er listi sem ég tók saman yfir nokkrar íslenskar vefsíður og greinar sem gætu komið þeim að gagni sem eru að reyna að átta sig á kynhneigð sinni. Gagnlegar vefsíður Um kynhneigð og hinseginleika í heild sinni:   positivesexuality.org/resources/sexuality-resources   samtokin78.is/english   queer.is Um eikynhneigð:   asaraislandi.is Um jákvætt kynheilbrigði og femínisma: Það eru margar greinar um Druslugönguna (milliþjóðlega hreyfingu sem hefur það að markmiði að spyrna gegn nauðgunarmenningu) á netinu sem hægt er að nálgast með snöggri Google-leit. Húð og kyn:   samtokin78.is/for-std-tests Ef þú hefur spurningar um hluti allt frá notkun kynlífstækja og mögu­leika sem fela ekki í sér innsetningu, upp í vinnusmiðjur í kynheilbrigði og unun, má hafa samband við Gerði í gegnum netfangið blush@blush.is.

Grein / Article

Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess)

every aspect of life, and this is especially the case when it comes to intimacy. As mentioned above, sex is also not for everyone, and it’s com­pletely fine if you do not enjoy, or have any interest in it. Sexuality is a spectrum and as the world becomes more progressive, and hopefully more accepting of people in all shapes/sizes/backgrounds/ sexualities/genders it is becoming easier for people to explore their identities in different ways. It is important that people are given safe environments to do this, and that people feel safe. Below I have listed a variety of resources that might be useful for anyone ques­tioning their sexuality, and helplines based here in Iceland. Useful Resources On Sexuality/Queerness in general:   positivesexuality.org/resources/sexuality-resources   samtokin78.is/english   queer.is On Asexuality:   asaraislandi.is On positive sexuality and feminism there are a variety of arti­cles about the Slutwalk (a transnational movement with an aim of combatting rape-culture) you can access via google. For the Reykjavik sexual health clinic:   samtokin78.is/for-std-tests If you’d like to reach out to Gerður with your own questions (about anything from toy use, to penetration free options, to workshops on sexuality and pleasure, she can be contacted using the following email address: blush@blush.is

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Kyngerving kvenna: Áhrif þess á andlega heilsu Oversexualization of Women: How It Affects Mental Health Hugmyndin að eftirfarandi grein er dreginn af rannsóknum mínum um kynferðislegt mansal og Ted Talk fyrirlestur tiltlaðan The Dangerous Ways Ads See Women (Hin hættulega sýn auglýsinga á konur) eftir Jean Kilbourne, sem ég mæli eindregið með. KARLLÆGT SJÓNARHORN LISTASÖGUNNAR OG FJÖLMIÐLA Maður þarf aðeins að líta stuttlega yfir listasöguna til að sjá að konur hafa ávallt verið túlkaðar sem fagrar. Dregin hefur verið upp mynd af gömlum eða ljótum konum en þá aðallega í skammlífum raunsæis listastefnum. Mikill meirihluti kvenna í list hefur verið settur á stall eftir ímynd karlmanna um hvernig konur eigi að vera. Þetta karllæga sjónarhorn (e. male gaze) er hugtak sem lýsir því hvernig konum hefur verið stillt upp til að þóknast gagnkyn­ hneigðum karlkyns áhorfendum. Hvort sem það er sem ýktar kynlífs verur eða sem saklausir englar, þá birtast konur á skjánum oft sem skopmyndir með lítið innihald í stað raunverulegs mannfólks. Aðeins nýlega hafa þrívíðar kvenpersónur skrifaðar af kven­ höfundum færst í aukanna. Þá spyr ég mig, í ljósi árþúsundanna þar sem konum var sagt hvernig þær ættu að haga sér og líta út í þágu karlmanna, hvernig vitum við þá að það sem konur tala um sem raunverulegar þarfir sínar, hugsanir, tilfinningar og hugmyndir séu án áhrifa frá karllæga sjónarhorninu. Hvernig vitum við að konur í dag séu raunverulega frjálsar án þess að tjá gamlar venjur karllæga samfélagsins.

THE STUDENT PAPER

The following article is inspired by my research around Sexual Human Trafficking and the Ted Talk The Dangerous Ways Ads See Women by Jean Kilbourne (which I highly recommend). THE MALE GAZE IN ART HISTORY AND THE MEDIA One needs to take just a simple look at the history of art to see that women have forever been portrayed as beautiful. Only in shortlived, realistic art movements have they been pictured as old or ugly; the vast majority of women’s presence has been an idealistic view of how men would like them to look like. The so called “male gaze” is a pop culture analytic term that expresses how women have been presented in a way that pleases the male heterosexual audience. Whether that is hypersexual or completely innocent, women have generally been materialized on the screens as caricatures of the real humans behind this gender with little to no substance. Only in recent years have we started having more in depth female characters written by women. My question is, if all these years we have been presented with how women should look and behave through the male gaze, how do we know that women nowadays present their real needs, thoughts, emotions and imaginations without any trace of male gaze? How do we know that women today are really free to be themselves without still expressing some forms of past male dominant societal norms?

45


STÚDENTABLAÐIÐ

In my personal opinion, we still haven’t moved past these pictures. How could we after all? Female voices have only been pre­sent for very few years compared to how long the history of human­ity has existed, and the thoughts and needs of the popu­la­tion that identifies as female are still affected by idealized pictures of the male mind. This is why I believe many have pointed out how the oversexualization of women has so many negative effects on them. THE SOCIETAL PRESSURE TO BE SEXY There are many problems with oversexualiazation, many of which have been pointed out way before this article was written. Some of said problems are its sexist nature and how women are objectified within this concept. However, in this article I would like to bring the focus to the external pressure that many self-identified women feel from society to be sexy at all times. Somehow and for some reason, in many countries of the West, women have to be sexy no matter what they do, even if they walk, or speak or just bend over to reach something. Even if they don’t want to be sexy their bodies can be sexualized at any given time and at any point within their day for no apparent reason. If a woman is too hot and she is wearing a pair of shorts she will easily gain stares, whispers or even com­ments on her body, even if she just wants to not be hot. This often leads to anxiety to either “perform” their gender (ie. “be sexy to be a woman”) or fear of getting scrutinized for no reason just because they exist.

Að mínu mati höfum við ekki færst alfarið frá þessum gömlu myndum. Hvernig ættum við svo sem að hafa gert það? Raddir kvenna hafa aðeins verið áberandi á síðustu áratugum, sem er ekkert í samanburði við tilvist mannkyns, og hugmyndir og þarfir kvenna gæta enn áhrifa karllæga sjónarhornsins. ÞRÝSTINGURINN TIL AÐ VERA SEXÍ Margt er vafasamt við að kyngera konur sem hefur margt verið fjallað um löngu fyrir þessi skrif. Þá má til dæmis nefna hlutgervingu kvenna og fordómafullt eðli kynlífsvæðingarinnar. Í þessari grein ætla ég hinsvegar að einblína á utanaðkomandi þrýstingi frá sam­ félaginu sem margar konur finna fyrir til þess að vera alltaf aðlaðandi. Í mörgum vesturlöndum verða konur að einhverjum ástæðum alltaf að vera aðlaðandi, hvað það svo sem er sem þær eru að gera, hvort sem þær gangi, tali eða beygi sig niður til að ná í eitthvað. Jafnvel þó þær vilji ekki virðast aðlaðandi geta líkamar þeirra orðið að kynlífs­ táknum á hvaða tíma dags sem er að því sem virðist vera ástæðu­ lausu. Ef konu er heitt og hún klæðist stuttbuxum getur hún átt von á því að sé starað á hana, hvíslað eða jafnvel gerðar athugasemdir um líkama hennar. Þetta leiðir oft til kvíða um að þurfa að „leika“ kyngervi sitt (þ.e. „vera sexí til þess að teljast kona“) eða hræðslu við að vera gagnrýndar fyrir tilvist þeirra. FULLKOMNA MYNDIN SEM HVERGI FINNST Kynlífsvæðing kvenlíkamans veldur því einnig að hann er alltaf myndaður á „fullkominn“ hátt. Kvenlíkaminn er myndaður og skoðaður í bak og fyrir og lýst sem fullkomnum í alla staði. Nú til dags er þetta sérstaklega áberandi með filterum á öllum myndum á THE STUDENT PAPER

THE PERFECT IMAGE THAT DOESN’T EXIST Another important problem of the oversexualization of the female body is that it is pictured in a perfect state at all points. The female body is viewed from every angle and inch and it is illustrated as perfect in every form and shape. Nowadays this is even more ap­parent since we have filters for videos and famous people who “beautify” themselves every other week with some kind of surgery or through other processes. I don’t believe there is a single real image that is not edited in some way online. Needless to say that this often causes depression, insecurity and other negative emo­tions to everyday people who cannot demonstrate this unnatural perfection. It is also devastating for many women to age, because we rarely see images of older women let alone portrayed in a posi­tive and attractive light. Therefore, women are often set against two major forces: nature and time. No wonder they cannot win. HOW TO REACH BEYOND THE IMAGE I believe that in order to save future generations from low self esteem, anxiety and body dysmorphia we need to start educating people of all genders and present more realistic images on social media. There is nothing wrong with editing pictures lightly to make them more attractive. Neither is it wrong to write stories with more idealistic characters. Fantasy is often a very sweet escape from the anxiety of real life and it should be part of society at all times. However, I do believe that these oversexualized per­fect images that are presented everywhere at all times have nega­tively affected the self esteem of many people. It is just unnatural to ask someone to look extremely good at all times no matter what they do and, unfortunately, a good amount of people feel inade­quate because they believe they should really strive to look this good at all times and at all ages. I would also like to return to the point of oversexualization of women in their everyday routines. It is important to start pre­senting the female body as something natural; something which hasn’t happened until now. Women’s bodies always have to sym­bolize something, whether that is innocence, motherhood or sex. It cannot exist as a natural thing within the society that we have

46


STÚDENTABLAÐIÐ

samfélagsmiðlum og stjörnunum sem „fegra“ sig hálfsmánaðarlega með lýtaaðgerðum og þess háttar. Ég trúi ekki að til sé ein einasta mynd á netinu sem ekki hefur verið átt við á einhvern hátt. Vægast sagt getur þetta leitt til depurðar, óöryggis og annarra neikvæðra tilfinninga hjá fólki sem ekki getur tileinkað sér þessa ónáttúrulegu fullkomnun. Fyrir margar konur er það líka átakanlegt að eldast þar sem lítið er um að dregnar séu fram jákvæðar eða aðlaðandi myndir af eldri konum. Konum er einkum stillt upp á móti gríðarstórum öflum, náttúrunni og tímanum. Ekki furða að þær sigri ekki.

created due to the history of connotations it has had up until now. This is why many women can just go on with their day and have strangers comment on them out of the blue. To stop the above, we need to teach the generations that are to come that the female body is something natural and its main goal is to provide a physical presence for the person that has it and not to satisfy the likings of anyone around it. It should be sexual­ ized only when the person who inhabits it wishes to be presented as sexual and not when others just decide that they want to view it as such.

HVERNIG MÁ NÁ ÚT FYRIR MYNDINA Til þess að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir finni fyrir slæmri sjálfsmynd, kvíða og ranghugmyndum varðandi líkama sína, verðum við að fræða fólk af öllum kynjum og auka raunverulegar myndir á samfélagsmiðlum. Það er ekkert að því að snyrta aðeins myndir til aðgerða þær meira aðlaðandi eða skrifa sögur með óraunhæfum persónum. Það er oft gott að flýja streituvaldandi raun heiminn inn í ímyndun. Hins vegar held ég að þessar „fullkomnu“ myndir af konum sem kyntáknum sem gegnsýrð samfélagið hafi haft veruleg neikvæð áhrif á sjálfsmynd margra. Það er bara óeðlilegt að biðja fólk um að líta óaðfinnanlega út öllum stundum og því miður finnst mörgum þau vera ófullnægjandi manneskjur þar sem þau ætla sér að líta fullkomlega út á öllum aldri. Ég vil líka minnast aftur á kyngervingu kvenna í hversdags-­ legum athöfnum sínum. Það skiptir miklu máli að sýna kvenlíkamann sem eitthvað náttúrulegt, sem hefur sárlega vantað hingað til. Líkamar kvenna þurfa alltaf að tákna eitthvað, hvort sem það er sakleysi, móðurhlutverkið eða kynlíf. Tilvist þeirra má ekki vera bara náttúruleg og hlutlaus í núverandi samfélagi vegna sögulegrar venju um aukamerkingu sem hefur verið tengd kven­ kyninu hingað til. Þess vegna fá konur í sífellu athugasemdir um líkama sína þegar þær ganga út í daginn. Til þess að stöðva þessa hegðun sem lýst hefur verið hér að ofan verðum við að kenna komandi kynslóðum að líta á kvenlíkamann sem náttúrulegan hlut sem hefur það að meginmarkmiði að hýsa meðvitund manneskju en ekki að þóknast hinum eða þessum. Það ætti aðeins að kyngera líkama þegar manneskjan sem á hann vill láta líta þannig á sig en ekki þegar aðrir vilja sjá hann þannig. en ekki þegar aðrir vilja.

THE STUDENT PAPER

47


Grein / Article

Igor Stax

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Svefnleysi drepur hægt How We Sleep Það er sterkt tvíátta samband á milli svefns og ónæmiskerfisins. Svefn notar allskonar vopn ónæmiskerfisins til að berjast við sýkingar og sjúkdóma og halda verndarhendi yfir þér.

Á þessum orðum byrjar Dr. Matthew Walker rússnesku útgáfu bókar sinnar Þess vegna sofum við: Um mikilvægi svefns og drauma. Walker er prófessor í tauga­vísindum og sálfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley, forstjóri Svefn­rannsóknarstöðvarinnar þar og fyrrverandi prófessor í geðsjúkdóma­fræði við Harvard háskóla. BÓLUSETNING AUK ÓNÆMIS Því betur og réttar sem við sofum, því heilbrigðari erum við. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga, sérstaklega á tímum kórónu­ veirunnar, þegar það fer eftir ónæmi einstaklingsins hvort hann veikist og hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður, og ónæmið getur farið eftir svefngæðum. Mig langar að minna hér á að bólusetning hjálpar ónæmiskerfi mannsins að sigrast á kórónuveirunni en sigrar hana ekki af sjálfu sér. Fyrir meira en tuttugu árum, þegar Dr. Michael Walker var rétt að byrja að rannsaka svefn, upplifði Rússinn Denís Semeníkhín áhrif svefns á ónæmiskerfið. Semeníkhín er íþrótta YouTuber, heilsu- og líkamsræktarrita höfundur og fyrrverandi blaðamaður fyrir heilsutímaritið Men’s Health. BARÁTTA ÍÞRÓTTAMANNS VIÐ SVEFN Semeníkhín ákvað að hann væri að eyða of miklum tíma í svefn og ákvaðað sofa aðeins 4,5 klst. á nóttu til að koma meiru í verk á daginn. Honum leið vel. Hann vann mikið, æfði í ræktinni en eftir hálft ár veiktist hann af sjaldgæfum sjúkdómi – stíflu í munnvatns­ kirtlinum. Seinna fékk hann, í fyrsta skipti á ævinni, hnúð á auga. Læknarnir sögðu að sjúkdómarnir væru líklegast arfgengir og nú koma þeir reglulega fram hjá honum. Íþróttamaður sem hefur aldrei verið veikur fær skyndilega sjaldgæfan sjúkdóm. Semeníkhín gekk út frá því að veikindin gætu stafað af því að hann svaf ekki nóg, þótt hann hafi ekki fundið fyrir því á annan hátt. Eftir að hann fór aftur að sofa í átta tíma á nóttu hafa sjúkdómarnir ekki gert vart við sig. Niðurstaða Semeníkhíns var eftirfarandi: í hverri lífveru eru veikir punktar og ef lífveran er undir miklu álagi, svo sem langvarandi svefnleysi, koma þessir veiku punktar upp á yfirborðið.

THE STUDENT PAPER

An intimate and bidirectional association exists between your sleep and your immune system. Sleep fights against infection and sickness by deploying all manner of weaponry within your immune arsenal, cladding you with protection.

With these words, Dr. Matthew Walker opens the Russian version of his book Why We Sleep: The New Science of Sleep and Dreams. Walker is a professor in neuroscience and psychology at UC Berkeley, where he heads the Center for Human Sleep Sciences. He is also a former professor of psychiatry at Harvard University. VACCINATION ALONGSIDE IMMUNITY The better and more correctly we sleep, the healthier we are. This is very important to keep in mind, especially in the age of COVID-19, as the individual’s immunity factors into whether they get sick and how severe the virus gets, and the immunity can depend on one’s sleep health. Here I’d like to reiterate that the vaccine helps the human immune system beat COVID-19, but it doesn’t do it by it­self. More than twenty years ago, when Dr Michael Walker had just started studying sleep, a Russian man named Denís Semeníkhín experienced how sleep affects the immune system. Semeníkhín is a sports YouTuber, health- and fitness journal writer, and a former journalist for Men’s Health magazine. THE ATHLETE’S BATTLE WITH SLEEP Semeníkhín felt he spent too much time sleeping, so he decided to sleep for only 4,5 hours a night to get more work done during the day. He felt good. He worked a lot, worked out at the gym, but in half a year, he got sick with a rare disease – he suffered a blockage in his salivary gland. Later, he got a nodule in his eye for the first time. An athlete who had never been sick had suddenly contracted a rare sickness. Semeníkhín deduced from there that his illness may have resulted from bad sleeping habits, although he didn’t feel it affected him in any other way. After he started sleeping for eight hours again, the diseases ceased to be. Semeníkhín’s conclusion was thus: within every living being is a weakness, and if the being is under a lot of pressure, such as getting too little sleep for a long time, these weaknesses start to come to the surface.

48


STÚDENTABLAÐIÐ

KLUKKUTÍMA SVEFNGILDI Fyrir nokkrum árum varð tafla sem sýndi tímagildi svefns vinsæl á Facebook. Hún hélt því fram að klukkutíma svefn fyrir miðnætti væri miklu dýrmætari en klukkutími eftir miðnætti. Semeníkhínn vill meina eitthvað svipað, því hann valdi tímann frá 22.30 til 3.00 fyrir svefn. Hann trúði á það að sofa aðeins 4 klukkustundir, en á dýr­mætasta tíma sólarhringsins. Dr. Matthew Walker staðfesti í bókinni sinni að þú ættir að sofa í 8 tíma og það skipti ekki máli hvenær þú sefur: frá 19.00 til 3.00 eða frá 00.00 til 8.00. Þörfin fyrir átta tíma svefn hefur verið sönnuð af vísindamönnum við háskólann í Pennsylvaníu og Washington State háskólanum.

AN HOUR’S WORTH OF SLEEP A few years ago, a statistic showing users’ sleeping habits became popular on Facebook. The statistic showed that an hour’s worth of sleep before midnight is heaps more effective than an hour after midnight. Semeníkhín’s point is very similar, as he chose to sleep between 22:30 and 3:00. He believed in the effects of only sleeping for four hours but during the most critical hours of the day. Dr. Matthew Walker confirmed in his book that you should sleep for eight hours and that it doesn’t matter when you sleep: from 19:00 to 3:00, or from 00:00 to 8:00. Scientists at the University of Pennsylvania and Washington State University have proven the need for eight hours of sleep.

Þurfti að vera vakandi í 3 daga samfleytt. Svaf í 4 tíma á nóttu. Svaf í 6 tíma á nóttu. Svaf í 8 tíma á nóttu. Allir nema fyrsti hópurinn sváfu þannig í 2 vikur samkvæmt tilmælum Á meðan tilraunininni stóð var líkamleg og andleg frammistaða einstaklinganna prófuð. Hópurinn sem svaf 8 tíma stóð sig vel en þeir sem sváfu 4 og 6 tíma sýndu vitræna hnignun, athyglisleysi, skerta hreyfifærni og svo framvegis. Fjögurra klukkustunda hópurinn sýndi verstan árangur. SVEFNSKORTUR SAFNAST UPP Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að svefnskorturinn væri uppsafnaður. Viku eftir prófanirnar sofnuðu 25% sex tíma hópsins af handahófi yfir daginn. Eftir tvær vikur sýndu þeir svo sljóa hegðun eins og þeir hefðu ekki sofið í 2 daga í röð. Það er að segja að tveggja vikna svefn í 6 tíma á dag jafngildir því að sofa ekki tvo daga í röð. Og það áhugaverðasta er að þátttakendur tóku ekki eftir eigin hnignun í frammistöðu. Í rauninni tekur margt þátt í þeirri blekkingu. Góð lýsing á skrifstofunni, kaffi, fyndin samtöl við sam­starfsmenn – allt þetta fær þig til að halda að allt sé í lagi hjá þér. Hins vegar er sljó hegðun ekki versta afleiðing ófullnægjandi svefns. Rannsóknir sem Dr. Matthew Walker vitnar til sýna að þau sem skortir reglulega svefn eiga meiri líkur á því að verða fyrir barðinu á þunglyndi, kvíðaröskunum, sykursýki, krabbameini, hjartasjúk­ dómum og heilablóðfalli. Það getur reynst dýrkeypt að hangsa á Tik Tok til klukkan 03:00 að nóttu, er það ekki? Svo kláraðu að lesa þessa grein og skríddu svo undir sængina.

Myndir / Photos Dení Semeníkhín & Bókafélagið

RANNSÓKNIR Í BANDARÍKJUNUM Rannsakendur söfnuðu 48 heilbrigðum körlum og konum sem sváfu að meðaltali 7-8 klukkustundir á nóttu. Síðan var þeim skipt í 4 hópa:

STUDIES IN THE UNITED STATES Researchers amassed 48 healthy men and women who all slept an average of 7-8 hours a night. Then they were put into four groups: Had to stay awake for three days straight. Slept for four hours a night. Slept for six hours a night. Slept for eight hours a night. All but the first group slept according to their given guidelines for two weeks. While the study lasted, the participants’ physical and mental performance were analyzed. Those who slept for 8 hours did well, but those who slept for four and six hours showed a cog­nitive decline, lack of attention, limited mobility and so on. The four-hour group showed the worst results. LACK OF SLEEP BUILDS UP The researchers concluded that the lack of sleep had been built up. A week after the study, a randomly picked 25% of the six-hour group fell asleep during the day. After two weeks, they started looking drowsy as if they hadn’t slept for two days at a time. This means that sleeping for six hours a night for two weeks equals not sleeping for two days in a row. Yet, the most interesting thing is that the participants did not notice the change in their behaviours. In fact, many aspects factor into this illusion. Good lighting in the office, coffee, funny conversations with co-workers - these all make you feel like everything is fine. However, drowsy behaviour is not the worst consequence of getting insufficient sleep. The research that Dr Matthew Walker refers to shows that those who lose sleep regularly are more at risk of getting depression, anxiety, diabetes, cancer, heart disease and stroke. It seems that hanging on TikTok until 3:00 in the morning has its price, right? So, finish reading this article and crawl under your blanket.

THE STUDENT PAPER

49


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Grein / Article

Birta Björnsdóttir Kjerúlf

Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir

Svefnráð úr ýmsum áttum Advice for a Good Night’s Sleep from Campus Öll þurfum við að sofa. Það getur þó verið hægara sagt en gert að sofna. Það dugar ekki alltaf til að leggja höfuðið á koddann, loka augunum og leyfa meðvitundarleysinu að líða yfir sig. Stundum fer hausinn á fullt, mínúturnar verða að klukkustundum og allt í einu hringir vekjaraklukkan að morgni eins og grimm áminning um þann litla svefn sem við fengum um nóttina. Við könnumst eflaust mörg við þetta vandamál og svefn er því miður sjaldan ofarlega á forgangs­ lista flestra námsmanna. Hér eru því nokkur ráð sem ég fékk úr ýmsum áttum á háskólasvæðinu og vonandi reynast þau ykkur vel í svefnleysinu. HUGLEIÐSLA ER FRÁBÆR LEIÐ Í mörgum af þeim ráðum sem ég fékk var lögð áhersla á hugleiðslu í einhverju formi. Þetta liggur auðvitað beint fyrir. Svefn snýst um hvíld og því er gott að ná innri ró til að svífa yfir í draumalandið. Hugleiðsla hefur það markmið að tæma hugann og beina athyglinni að líkamanum. Þá eru ýmsar aðferðir til að hugleiða, það er hægt að einbeita sér að önduninni, skanna líkamann frá hvirfli til ilja eða ein­faldlega tæma hugann. Mikilvægast er þó að finna það sem hentar hverju sinni.

We all have to sleep. That doesn’t mean it’s easy. It’s not always enough to just rest our heads on the pillow, close our eyes and let unconsciousness come to us. Sometimes, our heads start to spin, minutes become hours and all of a sudden, like a cruel reminder of what little sleep we’ve gotten, the alarm rings and it’s morning. This is a problem most of us probably recognize, and unfortunately, sleep is not always the top priority for students. Therefore, I’ve gathered some advice that I got from all around campus, that I hope will help you in your insomniac state. MEDITATION IS GREAT A lot of the advice I got included meditation in one form or the other. This one is of course, quite obvious. The point of sleeping is to rest, and therefore it’s nice to get some inner peace in order to drift off to dreamland. Meditation makes a point of emptying the mind and focusing your attention on the body. There are a lot of ways to meditate, focus on breathing, scan the body from head to toe or simply empty the mind. The most important thing, though, is finding what works best for you, in each situation. I breathe in for 4 seconds, hold my breath for another 7 seconds and then breathe out for 8. It helps me calm down.

Ég anda inn í 4 sek, held inni andanum í 7 sek og anda frá mér á 8 sekúndum. Það hjálpar mér að róa mig niður.

Hulda Sif Högnadóttir, a law student.

Hulda Sif Högnadóttir, laganemi

I really like listening to some ASMR before going to bed. Þórhildur Davíðsdóttir, a political science student.

Mér finnst geggjað að hlusta á ASMR fyrir svefninn. Þórhildur Davíðsdóttir, stjórnmálafræðinemi

ÞREYTAN ER VINUR YKKAR Oft erum við einfaldlega ekki orðin nógu þreytt þegar við leggjumst á koddann. Einföld lausn við því vandamáli er að fara ekki of snemma að sofa, heldur vaka örlítið lengur og leyfa þreytunni að koma yfir sig. Létt hreyfing eins og göngutúr getur hjálpað okkur að verða þreytt á kvöldin, en varið ykkur þó á því að þetta getur einnig hresst man við. Þá er einnig ráðlagt að takmarka koffínneyslu og símanotkun á kvöldin en báðir hlutir eiga það til að örva hugann. Ég reyni að lesa áður en ég fer að sofa. Passa að vera ekki mikið í símanum því að ég finn að ef ég er búin að vera að hanga í honum og ætla svo strax að fara að sofa þá gengur það ekki.

BEING TIRED IS BENEFICIAL Sometimes, the reason for our insomnia is that we simply aren’t tired enough before crawling into bed. A simple solution for that issue is to not go to sleep too early but to stay awake a bit longer and let the fatigue come to us. Light exercise, like a walk, can also aid our tiredness, but be mindful that this can also perk you up. It is recommended to not drink caffeinated drinks or use smart­ phones late in the evening, two things that can wake up our minds. I try to read before bed. I make sure not to be on the phone too much because I feel that once I try to go to sleep right after scrolling, it doesn’t happen. Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, an Icelandic linguistics and literature student.

Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, íslenskunemi Ég á auðveldast með að sofna þegar ég fer nógu seint að sofa. Ragnhildur Katla Jónsdóttir, sálfræðinemi

EKKI OFHUGSA Þegar það reynist erfitt að festa svefn er mikilvægt að örvænta ekki því þá fer hausinn á flug og það verður enn ólíklegra að ná að sofna. Þá getur verið gott að standa upp og gera eitthvað annað í smá stund. Það er einnig hægt að njóta einverunnar og reyna að gleyma sér í léttvægum hugsunum. Hver veit nema þær leiði ykkur á vit draumanna. Ef ég næ ekki að sofna strax, þá reyni ég að stressa mig ekki of mikið á því. Ég reyni þá að liggja aðeins lengur og hugsa bara um eitthvað skemmtilegt.

I find it easiest to fall asleep if I do it late enough. Ragnhildur Katla Jónsdóttir, a psychology student.

DON’T OVERTHINK When it’s hard to fall asleep it is vital not to panic. Once you panic, your mind starts spiralling, and then it’s even harder to sleep. It can be nice to stand up and do something else for a bit when that happens. Just enjoy being alone and try to lose yourself in unimpor­ tant thoughts. Who knows, they might lead you directly to sleep. If I can’t fall asleep right away I try not to get too stressed about it. Instead, I lie a bit longer and think happy thoughts. Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, an Icelandic linguistics and literature student.

Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, íslenskunemi THE STUDENT PAPER

51


STÚDENTABLAÐIÐ Ég spila sudoku eða legg kapal þegar ég er andvaka.

I play sudoku or solitaire when I can’t sleep.

Brynja Eyfjörð, verkfræðinemi

Brynja Eyfjörð, an engineering student.

LITLU PERSÓNULEGU HLUTIRNIR Stundum hjálpa litlu hlutirnir langmest. Sama hversu asnalegir, skrýtnir eða óhjálplegir þeir virðast í fyrstu. Eins og einhver sagði einhvern tímann: ef það virkar, þá virkar það. Finnið það sem hentar ykkur best og nýtið ykkur það eins vel og þið getið. Þung sæng (víkingateppi) er nauðsynleg fyrir fólk með mikla snertiþörf eða þau sem eru alltaf á iði til að ná góðum svefni. Kjartan Ragnarsson, stjórnmálafræðinemi Sko mér finnst „integral“ að vera með kaldar tær þegar ég fer upp í rúm. Annars er engin leið til þess að sofna. Svo ef man er of lengi að sofna og tærnar eru orðnar heitar, þá verður man bara að byrja aftur.

THE SMALL, PERSONAL STUFF Sometimes, the small stuff helps the most. It doesn’t matter how weird, silly or unhelpful they may seem at first. Like someone said that one time: If it works, it works. Find what suits you best and use it to your advantage. Weighted comforters can help people who like to cuddle or are always switching positions a lot. Kjartan Ragnarsson, a political science student. I find it integral to have cold feet when sleeping. Otherwise, there is no chance that I’ll fall asleep. If it takes you too long to fall asleep and your feet get warm, you just have to start over. Mars M. Proppé, a physics student.

Mars M. Proppé, eðlisfræðinemi Alvöru ráð sem ég nýti mér er að ég tek gamla námsbók þegar ég er andvaka, helst um leiðinlegt námsefni, byrja að lesa og endist oftast ekki lengur en 10-15 mín áður en ég dett út. Jón Ingvi Ingimundarson, stjórnmálafræðinemi.

Grein / Article

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Real advice that I started using is that when I can’t sleep, I read an old textbook, preferably on a boring subject. I normally don’t last for 10 or 15 minutes before I’m unconscious. Jón Ingvi Ingimundarson, a political science student.

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Hið krefjandi umhverfi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga The Challenging Environment of an Intensive Care Unit Nurse Síðan heimsfaraldur skall á hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar og mikilvægi starfs þeirra verið áberandi í samfélagsumræðu Íslendinga. Fólkið sem við köllum hetjur og framlínuverði hefur staðið vaktina í gegnum COVID-19 af mikilli elju, og tekið á móti þungum afleiðingum faraldursins af festu og fagmennsku. Stúdentablaðið ræddi við þrjá starfandi hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítala við Hring­braut til að fræðast um einstakt starfsumhverfi þeirra og það sem gerir gjörgæsluhjúkrun frábrugðna annars konar hjúkrun. EÐLI GJÖRGÆSLUHJÚKRUNAR Regína Böðvarsdóttir er með meistaragráðu í gjörgæsluhjúkrun og 20 ára reynslu á gjörgæsludeild Hringbrautar. Hún lýsir starfinu sem dýnamísku og faglega krefjandi. Gjörgæsludeild er þannig að við tökum við öllum aldurshópum frá þriggja mánaða og alveg upp að tíræðisaldri. Til okkar eru sendir allir bráðveikir einstaklingar af öðrum deildum sem og einstaklingar sem hafa undirgengist stórar aðgerðir og þurfa meira eftirlit. Á öðrum deildum er einn hjúkrunarfræðingur oft með marga sjúklinga, en á gjörgæsludeild sinnum við einungis einum sjúkling alla vaktina. Sjúklingar á gjörgæsludeild þarfnast stöðugs eftirlits og meiri með­ferðar en sjúklingar á öðrum deildum, og ástand þeirra getur breyst hratt. Starf gjörgæsluhjúkrunarfræðinga snýst því um að vakta ástand þessara einstaklinga, sjá hlutina fyrir áður en þeir gerast og veita fyrirbyggjandi meðferð sem krefst mikillar klínískrar þekkingar. Ísland er lítið land og ekki mjög sérhæft, svo við tökum á móti öllu mögulegu og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt þrátt fyrir mikla reynslu. Þetta getur verið mjög gefandi starf, en oft verður það mjög erfitt og þá eru vinnufélagarnir til staðar fyrir mann – það er endalaust hægt að leita í viskubrunn annarra. THE STUDENT PAPER

Since the pandemic hit, intensive care unit nurses and the impor­ tance of their job have become more noticeable in the social dia­logue of Icelanders. These people whom we call heroes and frontline workers, have stood at their posts through the COVID-19 with outstanding diligence and dealt with serious consequences of this pandemic with determination and professionalism. The Student Paper spoke with three nurses in the intensive care unit of the National Hospital at Hringbraut to learn about the unique working environment and what makes intensive care unit nursing different from other specialities. THE NATURE OF INTENSIVE CARE NURSING Regina Böðvarsdóttir has a master’s degree in intensive care nursing and 20 years of experience at the intensive care unit at Hringbraut. She describes the job as dynamic and professionally challenging. In the intensive care unit (ICU), we take care of all age groups from three-month-old children up to centenarians. Extremely ill individuals from other units are sent to us, along with individuals who have undergone major surgeries and will need more monitoring. In other departments one nurse often tends to many patients, but in the intensive care unit each of us are with only one patient throughout our shift. Patients in the ICU require continuous monitoring and more treat­ment than patients in other departments, and their condition can change rapidly. The job of an ICU nurse is to monitor the condition of these individuals, predict adverse events before they happen, and provide preventive treatment that requires a lot of clinical knowledge.

52


Mynd / Photo Landspítalinn

STÚDENTABLAÐIÐ

Mér finnst frábært að vera menntuð í að takast á við jafn flæðandi umhverfi [og gjörgæsludeildin er], það veldur því að mér leiðist aldrei í vinnunni. Maður veit aldrei við hverju má búast þegar maður mætir og hefur sífelld tækifæri til að bæta við sig þekkingu.“ STARF SEM ER Í SENN GEFANDI OG KREFJANDI Anna Halla Birgisdóttir er með meistaragráðu í gjörgæsluhjúkrun og hefur 7 ára reynslu á gjörgæsludeild Hringbrautar. Auk þess hefur hún reynslu af annarri legudeild Landspítalans og sjúkrahúsi á lands­byggðinni. Það sem heillar mig við gjörgæsluhjúkrun er að geta einbeitt mér algjörlega að einum sjúkling og aðstandendum hans, að gefa viðkomandi allt sem ég á. Það gæti hljómað auðveldara að vera með einn sjúkling í stað margra, en þessi eini einstaklingur er afar krefjandi og mikið veikur – þú þarft að vera með augun á honum alla vaktina. Anna Halla segir lærdómsríkt að setja sig inn í meðferðir sem eru oft mjög flóknar, þar sem eiga þarf í samskiptum við margar sérgreinar í lækningum og taka þátt í teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks þvert á stéttir. Að vissu leyti segir hún þetta gefa meiri yfirsýn í hjúkrun og heildræna sýn yfir sjúklinginn. Það geta verið mörg líffærakerfi sem eru í ólagi hjá sjúklingnum, og maður er í raun að leggja upp meðferð þegar margar með­ferðir eru að eiga sér stað samtímis – starf gjörgæsluhjúkrunar­ fræðings felst því að mörgu leyti í því að vega og meta og fo­r­gangsraða, og leggja mat á hvað sé mikilvægast núna og hvað geti beðið. Aðspurð hvað sé mest krefjandi við starfið segir Anna Halla að oft sé erfitt að takast á við aðstæður þar sem fólki líður ofboðslega illa. Við tökum á móti veikasta fólkinu og það er krefjandi að bregðast við og mæta þeirri vanlíðan og þjáningu sem sjúklingar og aðstandendur eru að upplifa. Eins erfitt og þetta starf getur verið er það samt svo gefandi, sérstaklega þegar fyrrum sjúklingar koma í heimsókn á deildina. Það er einstakt að sjá þau komin út í lífið aftur og að finna þakklætið frá þeim og aðstandendum þeirra. SJÁLFRÆÐI Í STARFI Eyrún Catherine Franzdóttir er hjúkrunarfræðingur með 7 ára reynslu á gjörgæsludeild Hringbrautar, fyrst sem hjúkrunarnemi en er nú hjúkrunarfræðingur og vinnur þar samhliða mastersnámi í gjörgæsluhjúkrun við Háskóla Íslands. Hún lýsir gjörgæsluhjúkrun sem einstakri að því leytinu til að hún sé heildrænni en margar aðrar sérgreinar hjúkrunarfræði.

THE STUDENT PAPER

Iceland is a small country and is not very specialized, so we accept all possibilities and I’m always learning something new, which is a great experience. This can be a very rewarding job, but often it can be very difficult. But the colleagues are always there for you – it is always possible to search in the near infinite fountain of wisdom of others. I think it’s great to be professional in dealing with a dynamic environment [that the ICU is], it causes me to never get bored at work. You never know what can be expected of you when you attend, and there is always an opportunity to improve one’s knowledge. A JOB THAT IS BOTH REWARDING AND CHALLENGING Anna Halla Birgisdóttir has a master’s degree in intensive care nursing and 7 years of experience at the intensive care unit at Hringbraut. Additionally, she has worked in another inpatient unit of the National Hospital and a hospital in the countryside. What fascinates me about the ICU is the ability to concentrate entirely on a single patient and their family, to give one person everything that I have. It may sound easier, to be with one patient instead of many, but this person is extremely chal­ lenging and very sick – you need to have your eyes on them the entire shift. Anna Halla says it is informative to place oneself into treatments that are often very complex, where one must deal with many specialities of medicine and take part in a concerted team effort by health professionals regardless of one’s occupation. To a certain extent, she says this gives a greater perspective for nursing and a holistic vision of the patient. Many bodily systems of the patient can be out of order, and one is in fact conducting a treatment when other multiple treatments are taking place simultaneously – the job of an ICU nurse involves evaluation and prioritization, assessing what’s most important now and what could wait. When asked what is most challenging about the job, Anna Halla says that it is often difficult to deal with situations where people feel really bad. We accept the sickest people, and it is challenging to respond to and meet the distress and suffering that patients and fam­ilies are experiencing. As hard as this job can be, it is still so rewarding, especially when the former patients come for a visit at the unit. It is uniquely satisfying to see them return to life and feel gratitude from them and their families.

53


STÚDENTABLAÐIÐ

Við þurfum að kunna á öndunarvélar og alls konar flókin tæki til þess að veita viðeigandi meðferð. Hjúkrunarfræðingar á gjör­gæslu ráða miklu og ég finn mikið traust frá starfsfólkinu í kringum mig. Mín hugmynd að meðferð getur verið alveg jafn góð og hugmynd sérfræðilæknis eða hjúkrunarfræðings með meiri reynslu. Gjörgæsluhjúkrun er því margþætt og felur í sér tæknilega kunnáttu, forgangsröðun og mikla samskiptahæfni þegar átt er í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur í sérstökum og oft erfiðum aðstæðum. GJÖRGÆSLUHJÚKRUN Á TÍMUM HEIMSFARALDURS Á tímum COVID-19 faraldurs hefur aukið álag á heilbrigðiskerfið mikið verið rætt. Starfsfólk gjörgæslu er jú ein af þeim starfstéttum sem gjarnan er lýst sem framlínuvörðum, og sér um að veita meðferð við alvarlegum tilfellum kórónuveirunnar. Eyrún segir álagið á deildinni hafa breyst á tímum faraldursins. Ég hóf störf sem hjúkrunarfræðingur um einu og hálfu ári fyrir COVID, og tók eftir því að starfið einkenndist meira af hæðum og lægðum, eða ákveðnum álagspunktum áður en faraldurinn skall á. Álagið í COVID hefur verið mun þyngra til lengri tíma séð, fólk er að veikjast lengur og útskrifast af gjörgæslu seinna. Við finnum þetta dálítið, hjúkrunarfræðingarnir, við erum orðin þreytt vegna langvarandi álags. Aðspurð hvort henni finnist stjórnvöld hafa gert nóg til að launa gjörgæslustarfsfólki aukið álag í vinnunni segir Eyrún að ýmislegt megi bæta. Mér finnst mestu máli skipta að berjast fyrir viðunandi launum hjúkrunarfræðinga almennt. Ég þarf ekki sérstakan hvata eða álagsgreiðslur til að vinna vinnuna mína ef hún er metin að verðleikum til að byrja með. Við höfum öll verið að hlaupa hraðar og leggja meira á okkur í heimsfaraldrinum til að halda hlutunum gangandi, það ætti að launa það jafnóðum með því að mæta okkar launakröfum og greiða okkur í samræmi við það álag sem fylgir þessu starfi, óháð því hvort það sé heims­ faraldur eða ekki. Því er ljóst að það góða starf sem er unnið á gjörgæsludeildum mætti gera enn betra með því að auka mönnun til þess að minnka álag, og hækka laun í samræmi við eðli starfsins og þá ábyrgð sem fylgir því. Nefna má að á gjörgæsludeild Hringbrautar eru 10-11 pláss til staðar, en eins og staðan er í dag eru einungis 7 þeirra opin vegna manneklu og skorts á fjármagni. Það liggur í augum uppi að stjórnmálafólk verður að gera mun betur hvað varðar kjaramál hjúkrunarfræðinga og fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins almennt. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir aukið álag á tímum kórónuveirufaraldursins, eru allir þrír gjörgæsluhjúkrunar­ fræðingar sammála um að vilja hvergi annarsstaðar vera. Það sem einkennir gjörgæsludeild Hringbrautar og gerir starfið einstakt og spennandi er að þeirra sögn krefjandi aðstæður, öflug teymisvinna, stöðugur vöxtur í starfi og sterk samstaða starfsfólks í síkviku umhverfi.

THE STUDENT PAPER

AUTONOMY AT WORK Eyrún Catherine Franzdóttir is a nurse with 7 years of experience at the intensive care unit at Hringbraut, first as a student nurse, and now as a registered nurse working alongside her master studies in intensive care nursing at the University of Iceland. She describes intensive care nursing as unique in the sense that it is more holistic than many other specialities of nursing. We need to know how to operate the life support machine, and all kinds of complex devices to provide appropriate treatment. Nurses in the ICU control a lot of things and I feel a lot of trust from the staff around me. My idea of a treatment may be just as good as the idea of a specialist physician or a nurse with more experience. Intensive care nursing is therefore multifaceted and involves tech­nical skills, prioritization, and great communication skills needed when it comes to communicating with patients and family members in special and often difficult situations. INTENSIVE CARE NURSING IN TIMES OF PANDEMIC The increased pressure on the health system in the era of the COVID-19 pandemic has been discussed ad nauseum. The staff of the intensive care unit are in one of those occupations which are called front-line workers, who provide treatment in severe cases of coronavirus. Eyrún says the strain at the department has changed in the era of the epidemic. I started working as a nurse a year and a half before COVID-19 and noticed that the job had more highs and lows, or certain stressful periods before the pandemic hit. The pressure during COVID-19 has been heavier for longer periods of time, people are sick for longer and get released from the intensive care unit later. We feel it a bit, as the nurses, we are tired because of the prolonged strain. When asked whether she thinks that authorities have done enough to pay the ICU staff for the increased load at work, Eyrún says that a lot of things may be improved. I feel that an acceptable salary for nurses in general is the most relevant. I do not need a special incentive or surcharge payment to do my job if it is worth it to begin with. We have all been running faster and putting more on our shoulders during the pandemic in order to keep things going. It should be rewarded by meeting our wage demands and paying us in accordance with the workload that accompanies this job, regardless of whether there is a pandemic or not. Therefore, it is clear that the good work that is being done in in­ten­sive care units could still be improved by increased staffing to reduce the workload and raised wages in accordance with the nature of the job and the responsibility that accompanies it. One may mention that in the intensive care unit at Hringbraut there are 10-11 spaces available to patients, but as today there are only 7 of them open because of the labor shortage and lack of resources. It stands to reason that politicians should do much better in terms of handling the wage affairs of nurses and the budget for the health care system in general. Despite that, and despite the in­creased load in these times of COVID-19, all three ICU nurses agree that they want to be here and nowhere else. What characterizes the intensive care unit at Hringbraut and makes the job unique and exciting, according to them, are the demanding situations, friction­ less team work, steady growth in employment and a strong consen­sus of the staff in the constantly dynamic environment.

54


Jessý Jónsdóttir

Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

Spyrðu hagsmunafulltrúa SHÍ Jessý Jónsdóttir svarar spurningum stúdenta FAQ for SHÍ’s Student Interest Representative Jessý Jónsdóttir Answers Questions from Students of HÍ

Hagsmunafulltrúi SHÍ er kjörinn á skiptafundi Stúdentaráðs. Hags­munafulltrúi er stúdentum innan handar og stendur vörð um hags­muni og málstað stúdenta við skólann.

SHÍ’s interests’ representative is elected at the Student Council’s exchange meeting and is at hand for students while safeguarding and supporting their interests and causes.

Hvenær byrjaðir þú að brenna fyrir hagsmunamálum? Ég sat í nemendaráði í grunnskóla og lét til mín taka þar og lagði þar með grunninn að mínum hagsmunabaráttu-ferli, ef svo má að orði komast! Í háskólanum tók ég fyrst þátt í hagsmunabaráttu stúdenta árið 2018 og sat svo í Stúdentaráði og sviðsráði. Ég var líka virk í nemendafélaginu mínu og fólst í því viss hagsmunagæsla, t.d. að sitja námsbrautarfundi og láta mig námið varða almennt. Ég hef alltaf verið gagnrýnin á umhverfi mitt og látið í mér heyra þegar ég kem auga á eitthvað sem ég tel misrétti.

When did your interest in Student politics begin? I sat on the student council at my primary school and you can say that laid the foundation for my interest in social-campaigns. When I joined Háskóli Íslands I wasted no time in getting into Student politics. I started campaigning for students back in 2018, and later sat on the Student Council both as a representative for my field of study and also for the whole school. During that time these jobs involved meetings and arguing for student interest. I always have a critical point-of-view and am not afraid to call people out on their bullshit.

Kennarinn minn hefur ekki skilað af sér einkunn á réttum tíma. Hvað geri ég? Þá geturðu sent póst á kennara námskeiðsins og vitnað í 60. gr. reglna háskólans, „Prófverkefni og mat úrlausna“ en þar stendur skýrt: „Einkunnir skulu birtar í síðasta lagi tveimur vikum eftir hvert próf, en þremur vikum eftir hvert próf á próftímabili í desember.“ Hvað finnst þér skemmtilegast í starfinu? En leiðinlegast? Mér finnst langskemmtilegast að aðstoða stúdenta við að leita réttar síns og finna flöt á málum þeirra í samvinnu við kennara, deildir eða svið. Oft nægir að senda póst og inna eftir svörum og gera grein fyrir málstað stúdentsins sem á í hlut - mín upplifun er sú að flestir kennarar vilja finna málum góðan farveg og vilja gera vel. Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt að finna fyrir trausti til mín og hef líka gaman af því að kynnast fólkinu sem á í hlut og leysa úr málunum saman. Mér finnst í raun blessunarlega ekkert leiðinlegt við starfið en það getur verið erfitt að greiða úr aðstæðum sem eru einstakar eða persónulegar og þegar mikið er í húfi fyrir stúdentinn. Þá er auð­vitað mikið undir og oft þarf að hafa hraðar hendur, en til þess er ég hér! Ekkert mál er of lítið til að leita til mín með, og ekkert mál of stórt til að leysa úr. Ég er ósátt með einkunn. Getur þú hjálpað með það? Hér langar mig líka að benda á reglur skólans, en t.d. er hægt að óska eftir óháðum prófdómara (sjá grein nr. 59) ef stúdent hefur fallið á prófi og jafnframt, skv. sömu grein, á stúdent ávallt rétt á „mati skrif­legrar úrlausnar sinnar ef hann æskir þess innan 15 daga frá birtingu einkunnar“. Ef stúdent þykir á sér brotið er hægt að skjóta málinu formlega til deildarforseta og við tekur þá formlegt ferli sem m.a. getur falið í sér að háskólaráð taki málið fyrir. Flest mál er þó hægt að leysa án þess að fara með þau þangað, en það er ekkert mál að gera svo ef til þess kemur!

THE STUDENT PAPER

My teacher did not submit a grade on time. What do I do? When this happens one can email their teacher and reference article 60 of the laws of HÍ. The article states; “Grades must be published no later than two weeks after each exam, but three weeks after each exam during the examination period in December.” What do you enjoy most about your job? And what is the least favorite aspect? What I enjoy the most is to help students seek their rights and find solutions to their issues and problems in collaboration with teachers, the department, and faculty members. Fortunately, most of the time it is enough for me to send an email explaining the details of the case of an affected student. In my experience I find that the majority of teachers are ready to find solutions in a professional manner. Furthermore, I relish the challenge of having other people put their trust in me and to get to know them and other people involved in the altercation. I must say I do not find this job boring but it can be challenging. Especially when dealing with matters that have personal stakes, are unique, or have a large impact in the life of a student, that is when it gets busy and I need to work quickly. But, that is what I am here for! No issue is too small for me or too challenging. I am dissatisfied with my grade, can Jessý help with that? Again I would turn to the laws of HÍ; If one fails an exam it is possible to request an independent inspector for one’s exam (see article no. 59). Furthermore, according to article no. 59 a student is entitled to “an assessment of his written solution if requested within 15 days of the publication of the grade.” If a student feels that their rights were infringed on then the next step is to contact the head of the department that the student belongs to. If the case is serious enough the University Council will be informed and will debate on the matter. Fortunately, this rarely happens but I am ready to fight even if it comes to that!

55


Grein / Article

Mahdya Malik

Þýðing / Translation Þórunn Halldórsdóttir

Sólin, húðin og SPF The Sun, the Skin and SPF Undanfarinn áratug hafa sérfræðingar á sviði húðsjúkdóma og áhugafólk um húðumhirðu snúið sér til samfélagsmiðla til að deila þekkingu sinni og þar af leiðandi hafa upplýsingar um heilbrigði húðarinnar og húðumhirðu orðið aðgengilegri en nokkur sinni fyrr. Þrátt fyrir að til séu margar tegundir af húð og að húðumhirða ætti að vera sniðin að hverri tegund, segja margir sérfræðingar og áhrifa­valdar að ef það er ein alhliða vara sem allir þurfa, þá sé það sólar­vörn. Sólarvarnarstuðull er nánar tiltekið nauðsynlegur í kremum eins og sólarvörn. Hvert fyrir sig hafa þau óafvitandi skapað einróma vitundarvakningar herferð varðandi áhrif sólarinnar á húðina okkar og þau hafa dregið húðkrabbamein, ótímabæra öldrun og heilsu húðarinnar fram í dagsljós almennrar umfjöllunar.

Over the past decade, experts in the field of dermatology and skin care enthusiasts have turned to social media to share their knowl­ edge and as a result of this, information about skin health and skin care has become more accessible than ever before. Even considering that many skin types exist and skin care should be tailored to skin types, most experts and influencers will tell you if there is one universal product that everyone needs is sunscreen. More specifi­ cally the sun protection factor (SPF) is essential in cream products like sunscreen. Individually and unknowingly they have created a unanimous awareness campaign about the sun’s impact on our skin and they have brought skin cancer, premature ageing and good skin health to the forefront of public discussion.

SKAÐLEGIR ÚTFJÓLUBLÁIR GEISLAR Sólin, dýrðlega heita og bjarta sólin, sem situr í miðju sólkerfis okkar, spilar nauðsynlegt hlutverk í lífvænleika jarðarinnar og allra lifandi vera sem byggja hana. Eins og plöntur hafa manneskjur og dýr að­lagast til að hámarka gagnið sem þau geta haft af sólinni. Stærsta líffæri okkar, húðin, drekkur í sig útfjólubláu geislana frá sólinni og framleiða D-vítamín, sem er meðal annars mjög mikilvægt fyrir heil­brigði beina og aðstoðar heilbrigðan frumuvöxt. Sé man aftur á móti útsett fyrir útfjólubláum geislum til lengri tíma getur það verið mjög slæmt fyrir húðina þar sem þeir valda skemmdum á DNA sem getur leitt til truflana á starfsemi frumnanna. Yfir ákveðinn tíma geta skemmdu frumurnar aukist óstjórnlega, sem getur leitt til húðkrabbameins. Það er átakanleg hugsun, krabbamein sem myndast hljóðlaust innan í líkamanum, en það eru nokkur merki sem ættu að gefa til kynna hvort þú þurfir að leita til læknis. Það er vert að minnast á það við húðsjúkdómalækninn þinn eða heimilislækninn þinn ef þú ert sólbrunninn. Þú getur einnig haft augun opin fyrir sólarblettum á andliti, höndum eða öðrum svæðum húðarinnar sem eru gjarnan mikið í sólarljósi, sem er annað merki um of mikla útsetningu á út­fjólubláum geislum. Ef þú tekur eftir ótímabærri öldrun, eins og myndun hrukka í andliti, þýðir það að teygjanlegir trefjar húðarinnar eru að skemmast. Þess vegna er mikilvægt að vera upplýstur um þessi merki og að tala um þau við fagmann eins fljótt og auðið er.

HARMFUL UV RAYS The sun, the gloriously hot and bright sun, that sits at the centre of our solar system plays an essential role in the survival of planet earth and all the living beings that inhabit it. Human beings like plants and animals have adapted to maximise the benefits they can reap from the sun. Our skin, the biggest organ, absorbs UV rays from the sun to create vitamin D which among many things is crucial for good bone health and aids in healthy cell growth. However, long-term exposure to UV rays can be very harmful to our skin as it causes damage to our DNA which leads to cell dys­function. Over a period of time, the damaged cells grow increas­ ingly out of control, which can lead to skin cancer. It is a harrowing thought, cancer forming silently within our bodies but there are some signs that should indicate whether you need to seek some medical advice. Being sunburned often is some­thing worth mentioning to your dermatologist or GP. Then one can also look out for sunspots on their face, hands or frequently exposed skin which is another indicator of too much exposure to UV rays. Also, if you notice premature ageing such as wrinkles forming on your face then that means that the skin’s elastic fibres are being damaged. Therefore, it is crucial to be aware of these signs and to discuss your concerns with a professional as soon as possible.

HVAÐ ER SÓLARVARNARSTUÐULL (E. SPF)? Það er mikilvægt að nota sólarvörn og verja sig gegn sólinni. Sólar­vörn og aðrar vörur eins og rakakrem sem hafa sólarvarnarstuðul verja húðina með því að hægja á áhrifum sólarinnar á húðina. Sólar­varnarstuðullinn er „hlutfallsleg mæling sem gefur til kynna hversu lengi sólarvörnin verndar þig fyrir útfjólubláum geislum.“ Meðal margra leiða til að forðast langa útsetningu fyrir sólinni eins og að halda sig í skugga og að klæðast kælandi en verjandi fatnaði, eins og höttum, er sólarvarnarstuðull einnig mjög mikilvægur. Tölur sólar­varnarstuðla eiga yfirleitt bara við um UVB geisla, en sumar sólar­ varnir verja einnig gegn UVA geislum. UVB og UVA geislar eru báðir á rófi útfjólublás ljóss. UVA geislar smjúga dýpra inn í húðina en UVB geislar, þó að þeir síðarnefndu valdi sólbruna og séu áhrifameiri í myndun húðkrabbameins. THE STUDENT PAPER

WHAT IS SPF? Meanwhile, it is important to use sunscreen and protect yourself against the sun. Sunscreen or products like moisturisers that have SPF in them protect our skin by delaying the sun’s impact on our skin. SPF is the “relative measurement indicating the amount of time the sunscreen will protect you from ultraviolet (UV) rays.” Among many ways to avoid long exposure to the sun such as staying in the shade and wearing cool but protective clothing such as hats, SPF is also very important. SPF numbers typically refer only to UVB rays, but some sunscreens can protect against UVA as well. Both UVB and UVA rays fall under the spectrum of UV light. UVA rays penetrate the skin more deeply than UVB rays, while the latter is the culprit behind sunburns and plays a greater role in causing skin cancer.

56


STÚDENTABLAÐIÐ

HVERNIG Á AÐ NOTA SÓLARVARNARSTUÐULINN Ástralski sólarvarnarframleiðandinn Badger lýsir því á heimasíðu sinni: Ef húðin þín myndi venjulega brenna eftir 10 mínútur í sólinni, myndi notkun á sólarvörn með sólarvarnarstuðli 15 gera þér kleift að vera í sólinni í um það bil 150 mínútur án þess að brenna (stuðull 15 sinnum meiri). Þetta er gróft mat sem veltur á tegund húðar, styrk sólarljóss og magni sólarvarnar sem notuð er. Sólar­varnarstuðullinn er í raun mælikvarði á vörn gegn magni UVB útsetningar og er ekki ætlað að hjálpa þér að ákvarða lengd útsetningar. Til að fá sem mesta vörn mæla sérfræðingar með því að nota í minnsta lagi sólarvörn með stuðli 15, að bera á sig rétt magn (2mg/cm2 af húð, eða um eina únsu (29,6 ml) til að hylja líkamann), og að bera aftur á sig á 2ja tíma fresti. Flestir bera á sig of litlu magni af sólarvörn og nota aðeins ¼ til ½ nauðsynlegs magns. Þegar helmingur nauðsynlegs magns er notað veitir sólarvörnin aðeins vörn sem hljómar upp á kvaðratrót uppgefinnar tölu. Svo að notkun á helmingi nauðsyn­ legs magns af sólarvörn með stuðli 30 veitir bara vörn sem sam­svarar réttri notkun á sólarvörn með stuðli 5,5!“

Það væri óréttlátt gagnvart sjálfu þér að verja þig ekki fyrir útfjólu­ bláum geislum með notkun á sólarvörn með sólarvarnarstuðli. Framfarir í vísindum hafa fært okkur á þann stað að við getum nú verndað okkur fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar. Það er ekki tryggt að þú fáir ekki krabbamein en varúðarráðstafanir eru alltaf betri en lækning.

Grein / Article

Karitas M. Bjarkadóttir

HOW TO USE SPF The Australian sunscreen brand Badger explains on their website: If your skin would normally burn after 10 minutes in the sun, applying an SPF 15 sunscreen would allow you to stay in the sun without burning for approximately 150 minutes (a factor of 15 times longer). This is a rough estimate that depends on skin type, the intensity of sunlight and the amount of sunscreen used. SPF is actually a measure of protection from the amount of UVB exposure and it is not meant to help you determine the duration of exposure. For best protection, experts recommend using a minimum SPF sunscreen of 15, applying the proper amount (2mg/cm2 of skin, or about one ounce for full body coverage), and reapplying every 2 hours. Most people under-apply sunscreens, using ¼ to ½ the amount required. Using half the required amount of sunscreen only provides the square root of the SPF. So, a half application of an SPF 30 sunscreen only provides an effective SPF of 5.5!

It would be an injustice to yourself if you are not protecting yourself against UV rays by wearing sunscreen with SPF. Scientific advancement has brought us this far where we can now protect ourselves from the harmful effects of the sun. It is not guaranteed that you will not develop cancer but precaution is always better than the cure.

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Uppáhalds Hámumatur Réttindaskrifstofa SHÍ situr fyrir svörum Favourite Meals from Háma The Students’ Rights Office Give Their Opinions

Á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs starfa fjórir kjörnir fulltrúar og þrír faglega ráðnir starfsmenn við að berjast fyrir réttindum stúdenta (og ritstýra handa þeim æðislegum blöðum). Við eyðum öll miklum tíma á háskólasvæðinu en skrifstofan er staðsett beint fyrir ofan Bóksöluna. Það gefur því auga leið að við erum meðal hollustu viðskiptavina Hámu og höfum marga fjöruna sopið í neyslu þess fjölbreytta úrvals sem hún býður upp á. Hér má lesa um það sem stendur upp úr hjá okkur. Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Í morgunmat fæ ég mér oftast hafra­grautinn. Hann er hollur og seðjandi og í rauninni frá­bær leið til að byrja langan dag af hags­muna­ baráttu. Með honum drekk ég kaffi, og finnst ægilega gott að tríta mig með cappuccino úr vélinni í Hámu. Ég er mikið fyrir fisk, enda alin upp á Vestfjörðum og verð því alltaf spennt þegar bleikjan eða laxinn er á matseðlinum og hlakka til hádegisverðarins. Þetta á líka við um paprikusúpuna. Karitas M. Bjarkadóttir, ritstýra Stúdentablaðsins Frá því að ég hóf nám við háskólann hef ég vanið mig á að byrja daginn á rúnstykki með osti úr Hámu og boozti eða flösku af Froosh. Ég er soddan gikkur og þessi morgunmatur ber þess merki. En rúnstykkin eru alltaf mjúk og nóg af smjöri á þeim, auk þess sem þetta endist mér út daginn. Í hádegismat fæ ég mér oftast þann grænmetisrétt sem er á boðstólum hverju sinni, en ég verð samt THE STUDENT PAPER

At the Students Rights Office a team of four elected representatives and three hired employees advocate for students’ rights (and edit wonderful papers for them). We all spend a considerable amount of time on the university campus which is located right above Bóksala Stúdenta. It therefore goes without saying that we are among the most regular patrons of Háma and have extensive experience with the various meals it has to offer. Here are some of our favourites. Isabel Alejandra Diaz, president of the Student Council. For breakfast I usually have oatmeal. It’s healthy and filling and a great way to start a long day of fighting for students’ interests. I drink coffee along with it and enjoy treating myself to a cappuccino from the machine in Háma. I really enjoy fish, since I was brought up in the Westfjords after all, and get excited when trout or salmon is on the menu and look forward to lunch. This also applies to the bell pepper soup. Karitas M. Bjarkadóttir, editor of the Student Paper Ever since I started my studies at the uni­versity I have started my day with a bread roll and cheese from Háma with a boozt or a bottle of Froosh. I’m a picky eater and this choice of breakfast really illustrates that. But the bread rolls are always soft and with plenty of butter and they last throughout the morning. For lunch I usually have the vegetarian meal of the day but I always do get extra hungry on Fridays when there’s

57


Myndir / Photos

Sara Þöll Finnbogadóttir

alltaf extra svöng á föstudögum þegar það er píta, pulled oumph borgari eða slíkt. Eða þegar það er sveppasúpa. Vaka Lind Birkisdóttir, framkvæmdastýra Ég byrja daginn á hafragraut með smá kanil­sykri, eða græna booztinu frá Hámu. Hafra­grauturinn fer vel með meltinguna og er próteinríkur en græni booztinn er það besta sem ég fæ, ég væri mjög til í upp­skriftina því mér hefur ekki tekist að gera hann sjálf. Ég er afar hrifin af fiskinum í hádeginu, sérstaklega með kartöflum, salati og smá sósu, en annars er ég líka dugleg að fara á salatbarinn þegar þannig liggur á mér. Ég er hins vegar alltaf til í góða blómkálssúpu eða sterka og góða súpu fyrir hálsinn og svo er alltaf gott að fá kaffi yfir daginn og eina fílakaramellu með. Sara Þöll Finnbogadóttir, varaforseti Stúdentaráðs Það er mikilvægt að borða góðan morgun-mat til að byrja daginn vel og ég er komin með skothelda uppskrift til að fá það mesta út úr grænmetisrúnstykkjunum í Hámu með því að bæta á þau eggjum sem ég kaupi sér. Með því þamba ég rauða booztinn og er þá orðin full af orku og tilbúin í verkefni dagsins. Ég kætist alltaf þegar ég sé að tómatsúpan er í pottinum í hádeginu en hún er með því besta sem ég fæ. Alma Ágústsdóttir, alþjóðafulltrúi Ég er fyllilega á þeirri skoðun að morgun­ matur sé bara matur og það sé enginn matur frekar en annar sem á að borða fyrst á daginn. Ekki það að ég borða oftast fyrstu máltíð dagsins í hádeginu. Ég er mjög hrifin af salatbarnum, og stunda hann grimmt. Oft fæ ég mér líka eina af þeim fjölmörgu vegansamlokum sem eru í boði í Hámu en ég sé þó mikið eftir soya ciabatta samlokunni, og þetta er formleg beiðni um að hún verði aftur sett á boðstóla. Jessý Jónsdóttir, hagsmunafulltrúi Ég er ekki mikið fyrir morgunmat, venjulega fæ ég mér bara kaffi, en ef ég borða yfir höfuð er það rúnstykki með osti og gúrku úr Hámu og rauður Collab. Þetta er góð leið til að byrja daginn, orku­mikið og ég get farið hress og kát í hagsmunagæslu hvers dags. Í hádeginu finnst mér æðislega gott að fá mér eina af tveimur súpum dagsins. Ég er mikil áhugakona um súpu almennt, mér finnst sveppa­súpa geggjuð og ef ég elda sjálf verður súpa líka oft fyrir valinu. Vífill Harðarson, lánasjóðsfulltrúi Ég borða oftast ekki fyrr en eftir klukkan tíu, ég er frekar lystarlaus rétt eftir að ég vakna. Flatkaka með osti verður þó mjög oft fyrir valinu sem fyrsti maturinn sem ég læt ofan í mig með koffíni af hvaða toga sem er, kaffi, hvítum Monster eða Nocco, það sem hendi er næst. Ég geri mér sérstaka ferð í Hámu þó ég sé ekki á háskóla­svæðinu þegar Þakkar­ gjörðarmaturinn er, sem er það besta sem ég fæ. Þetta er orðin hefð hjá mér og ég veit nákvæmlega við hverju ég á að búast, þetta klikkar aldrei og ég geng sáttur frá borði.

THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

pita, a pulled oumph burger or something of that sort. Or when there’s mushroom soup. Vaka Lind Birkisdóttir, Managing Director I start my day with oatmeal and a little bit of cinnamon sugar or the green boost from Háma. The oatmeal is good for digestion and has a lot of protein but the green boozt is my favourite. I would really appreciate having the recipe because I have not been able to replicate it myself. I’m a big fan of the fish dishes at lunchtime, especially along with potatoes, salad and a bit of sauce. I also tend to frequent the salad bar when I’m in the mood for it. I’m always up for a good cauliflower soup or a good strong soup for the throat and coffee is stellar throughout the day, especially the one with elephant caramel on the side. Sara Þöll Finnbogadóttir, Vice-President of the Student Council It is important to eat a good breakfast to start the day off well and I have cooked up a foolproof recipe to perfect the veggie bread rolls from Háma by adding eggs to them that I buy separately. Alongside that I gulp down the red boozt and am then ready to get cracking on the day’s projects. I’m always happy when I see tomato soup in the pot at lunchtime, it is one of my favourites.

Alma Ágústsdóttir, International Officer I am firmly of the belief that breakfast is just food and no food is superior to any other to eat first during the day. I usually eat my first meal around noon. I’m a big fan of the salad bar and am a frequent customer there. I also often have one of the vegan sand­wiches that Háma offers but I really do miss the soya ciabatta sand­wich and I hereby officially ask that it be put back on the menu. Jessý Jónsdóttir, Student Interest Representative I’m not really one for breakfast, I usually just have coffee, but if I’m eating anything it would be a bread roll with cheese and cucumber from Háma and a red Collab. This is a good and energising way to start the day and I can happily jump into representing students’ interests every day. At lunch I like to have one of the two soups available each day. I am quite the soul food enthusiast in general, I really love mushroom soup and when I’m cooking myself it tends to be soup. Vífill Harðarson, Loan Representative I usually don’t eat until after ten o’clock, I don’t have much of an appetite right after I wake up. Icelandic flatbread with cheese is very often my first meal of the day along with caffeine in any form, be it coffee, a white Monster or a Nocco, whatever is closest. I make a trip to Háma for the Thanksgiving meal every year, even if I’m not on campus already, because it’s one of my favourites. This has become a tradition of mine and I know exactly what to expect, it never fails and I always walk away happy and content.

58


Ritstjórn / Editorial Team

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Myndir / Photos Snædís Björnsdóttir

Grein / Article

Uppskriftahorn: Allt á pönnu Recipe Corner: Everything in a Frying Pan Þrátt fyrir að vera meðvituð um slæmar afleiðingar matarsóunar, fyrir jörðina sem og fyrir veskið, getur verið erfitt að nýta allan matinn úr ísskápnum. Hvað getum við gert þegar við reynumst aðeins of metnaðarfull í matarinnkaupunum eða eigum erfiða viku og gleymum að borða? Eða þegar við erum of sjaldan heima til að geta eldað? Eða þegar við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum að búa til? Við hjá Stúdentablaðinu þekkjum allar þessar raunir vel og höfum því tekið saman nokkur ráð og eina uppskrift sem hjálpa til að nýta grænmeti sem komið er á síðasta séns. Leitaðu að réttum uppskriftum: Ef okkur langar að nýta afganga og grænmeti er gott að leita að uppskriftum út frá því sem við eigum nú þegar, í staðinn fyrir að fletta upp rétti og kaupa allt í hann. Sjóðið úr afskorningum: Í staðinn fyrir að henda því sem við skerum burt af grænmetinu okkar, er hægt að geyma það í frysti og búa til grænmetissoð sem nýtist sósur og súpur. Hýði og stilkar eru gríðarlega næringarrík og því synd að missa af þeim steinefnum. Geymið rétt: Ef grænmeti og ávextir eru geymdir á réttan hátt er hægt að framlengja líftíma þeirra til muna, til eru ótal leið­beiningar á netinu um það. Nýtið gamla tómata: Þegar tómatarnir verða mjúkir er fullkomið að nýta þá í pönnu- eða ofnrétti, búa til súpu eða jafnvel bruschettu. Frystið ferskar jurtir: Við eigum það mörg til að kaupa ferskar jurtir, nota smá og fylgjast svo með þeim rotna í ísskápnum. Sniðug leið til að geyma þær er að skera niður og frysta. Varðveitið grænmeti: Til að framlengja líftímann getum við súrsað, þurrkað eða fryst grænmetið okkar og þannig notið þess mun lengur. Búið til ídýfur: Oft eiga dósir af baunum til að safnast saman í dökkum skúmaskotum skápanna og gleymast. Góð leið til að nýta þær er að búa til ídýfur, eins konar hummus. Þá er gott að sjóða baunirnar í 3 mínútur og skella svo í ískalt vatn til að stöðva eldunartímann. Þar næst eru þær settar í blandara með smá salti og olíu. Við mælum líka með því að prófa sig áfram með kryddum og öðru grænmeti, eins og rauðrófum eða sól­þurrkuðum tómötum.

THE STUDENT PAPER

Despite being aware of the bad consequences of food waste, for the earth as well as for the wallet, it can be difficult to take advantage of all the food in the fridge. What can we do when we have been a bit too ambitious in grocery shopping or have a difficult week and forget to eat? Or when we are rarely at home to be able to cook? Or when we simply don’t know what we are supposed to prepare? We at the Student Paper know all these struggles well and have com­piled a few tips and one recipe to help you take advantage of the vegetables that are about to go bad. Search for the right recipes: If we would like to take advantage of leftovers and vegetables, it’s good to look for recipes using what we already have, instead of looking up dishes and buying everything for them. Cook the trimmed parts: Instead of throwing away the parts we cut off our produce, you can store them in the freezer and create a vegetable broth that will be useful for sauces and soups. Peel and stalks are very nutritious, and, therefore, it’s a sin to lose those minerals. Store it right: If vegetables and fruits are stored properly it can extend their lifespan considerably, there are countless instructions on the internet about it. Use old tomatoes: When tomatoes become soft it is perfect to take advantage of them in a frying pan – or an oven-cooked dish, make a soup or even a bruschetta. Freeze fresh herbs: We have to buy many fresh herbs, use them a little and observe how they are rotting in the fridge. An innovative way to store them is to cut and freeze them. Save the vegetables: To extend the lifespan, we can pickle, dry or freeze vegetables and enjoy them for much longer. Make dips: We often have cans of beans accumulating in the dark corner of the pantry, being overlooked. A good way to take advantage of them is to create dips like hummus. It is good to boil the beans for 3 minutes and throw them in icy water to stop the cooking time. Then put them into a blender with a pinch of salt and oil. We also recommend trying adding spices and other vegetables like beetroot or sun-dried tomatoes.

59


STÚDENTABLAÐIÐ

ALLT Á PÖNNU Þessa uppskrift er hægt að grípa í þegar matargerðin þarf að vera einföld, fljótleg og ef ekki er mikið til nema gamalt grænmeti. Það er líka mjög auðvelt er að breyta henni og bæta við eftir því sem til er. Það þarf ekki að notast við nákvæmar mælingar. Best er að fara eftir eigin höfði en þessi uppskrift gerir ráð fyrir tveimur fullorðnum.

EVERYTHING IN A FRYING PAN Here’s a recipe to use when cooking must be easy and quick, and there is nothing left but old vegetables. It is also very easy to change it and add something else that is available. One does not need to use precise measurements. It’s best to use your own head but this recipe is intended for two adults.

Hráefni 7-10 litlar kartöflur 5 stórar gulrætur Lúka af sveppum Nokkrir tómatar Hálf agúrka Pasta að eigin vali Salt, pipar og reykt paprika Dressing og skraut að eigin vali Aðferð 1 Skerið allt grænmetið á meðan vatn er soðið fyrir pasta. Gott er að skera kartöflurnar og gulræturnar (það er hægt að bæta við hvaða rótargrænmeti sem er) í litla bita svo þær steikist hraðar. 2 Sjóðið pasta fyrir tvo, þó með það í huga að það verður ansi mikið af mettandi rótargrænmeti í réttinum. 3 Á meðan pastað sýður, steikið rótargrænmetið upp úr feiti að eigin vali, olíu og eða smjörlíki, og kryddið með salti, pipar og reyktri papriku eftir smekk. 4 Þegar rótargrænmetið er orðið mjúkt má bæta við sveppunum á pönnuna og smá kryddi og feiti. 5 Þegar pastað er tilbúið og grænmetið orðið stökkt má fara að setja á diska. Á hvern disk er sett pasta, pönnusteikt grænmeti, agúrkur og tómatar og öllu blandað saman. Setjið yfir einhvers konar dressingu, það fer eftir því hvað er til á heimilinu en núna notuðum við balsamik edik. Að lokum er hægt að bæta við smá bragðbættu skrauti, þá t.d. rifnum osti, hnetum eða fræjum. 6 Njótið!

THE STUDENT PAPER

Ingredients 7-10 small potatoes 5 large carrots A handful of mushrooms Several tomatoes Half a cucumber Pasta of your choice Salt, pepper and smoked paprika Dressing and decoration of your choice

1

2 3

4 5

6

Preparation Cut all the vegetables while the water is boiling for the pasta. It is good to cut the potatoes and carrots (it is possible to add any root vegetables) into small pieces so that they fry faster. Boil the pasta for two, though keep in mind that there will be an awful lot of saturated root vegetables in the dish. While the pasta is boiling, fry the root vegetables in the fat of your choice, oil and/or margarine, and season with salt, pepper, and smoked paprika to your taste. When the root vegetables have become soft, you can add mushrooms into the pan and a bit of spice and fat. When the pasta is ready and the vegetables have become crispy, you can put them on plates. Put pasta, fried vegetables, cucumbers and tomatoes mixed on each plate. Pour over dressing, it depends on what is available at home at the moment, we used some balsamic vinegar. Finally, you can add a little flavored decoration, e.g., grated cheese, nuts or seeds. Enjoy!

60


Öll þáttaröðin komin í Sjónvarp Símans Premium

Pantaðu áskrift á siminn.is/sjonvarp


Karitas M. Bjarkadóttir

Þýðing / Translation Karitas M. Bjarkadóttir

Strætó býður afslátt fyrir nema Og svona sækirðu hann Strætó Offers Discounts for Students

Myndir / Photos Strætó

Grein / Article

And This Is How You Retrieve Them

Margir stúdentar kannast eflaust við það að drattast í strætó eld­snemma morguns í kulda og myrkri, eða taka síðasta strætó heim af Stúdentakjallaranum. Flest hafa því líklegast tekið eftir stórri breytingu greiðslukerfi Strætó en þann 16. nóvember síðastliðinn innleiddi fyrirtækið nýja rafræna greiðsluleið sem veitir aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Klappið, eins og nýja kerfið nefnist, tekur við af gamla Strætó-appinu, sem háskólanemar þekkja eflaust flestir, sem stafræn greiðsluleið. Klappið er gert að erlendri fyrir­ mynd þar sem viðskiptavinir fylla á strætókort eða app í gegnum eigin vefaðgang. Samhliða nýja greiðslukerfinu þá hafa árskort fyrir nema lækkað úr 54.500 kr. niður í 40.000 kr. Í gamla kerfinu var aðeins möguleiki fyrir nema til þess að kaupa 6 mánaða kort eða árskort á afslætti. Í dag býðst nemendum hins vegar að kaupa mánaðarkort í Strætó á 4.000 kr.

A lot of students surely know the feeling: you’ve dragged yourself to the bus stop early in the morning, it’s cold, it’s dark. Maybe you take the last bus home from the Student Cellar. Then, most of you should have noticed a recent change in Strætó’s payment system. Last November, Strætó introduced its new payment system, which offers users access to Strætó in the capital region. Klappið, as the new system is called, supersedes the old Strætó app, which most students should be familiar with, as a digital payment system. Klappið is modelled after similar foreign systems, in which the users fill up their card, or their app, through their own accounts. Along with the new payment system, the price of one-year membership cards for students has gone from 54.500 kr. per year down to 40.000 kr. The old system only offered students to buy 6 months membership cards or one year, whereas the new one has the option of buying one month at a time for 4.000 kr.

Til þess að fá afsláttinn fylgirðu eftirfarandi skrefum 1 Farðu inn á Ugluna, veldu „Stillingar“ og gefðu Strætó leyfi til þess að fá upplýsingar um virka skólagöngu. 2 Eftir að hafa gefið Strætó leyfi, þarftu að skrá þig inn á „Mínar síður“ inni á klappid.is og staðfesta þig með rafrænum skilríkjum. 3 Eftir það opnast möguleiki til þess að kaupa mánaðarkort eða árskort á 50% afslætti. 4 Þú getur valið um að hafa strætókortið inni á Klapp korti eða Klapp appinu.

In order to receive the discount, you have to follow these four steps 1 Go to Uglan, choose “Settings” and allow Strætó to access your information to be able to verify that you are an active student. 2 Once you’ve given that access to Strætó, you have to go to klappid.is and log in to “My Pages”, where you identify yourself using an electronic ID. 3 Then, the option to buy monthly-paid membership cards with a 50% discount pops up. 4 You can choose between getting a Klapp card or using the Klapp app.

Afslátturinn er eflaust kærkominn fyrir fátæka námsmenn sem ekki vilja eða geta reitt sig á einkabílinn eða tvo jafnfljóta. Það getur orðið dýrt spaug að kaupa marga staka miða og nýja mánaðarkortið gerir notandanum jafnframt kleift að skuldbinda sig til styttri tíma en áður var í boði. Góð hvatning fyrir þau sem vilja prófa vistvænni sam­ göngur til skemmri tíma í senn, komast á milli staða á meðan bíllinn er í viðgerð og svo framvegis.

THE STUDENT PAPER

This discount is sure to come in handy for broke students who either can’t or don’t want to use a private vehicle or their own two feet. It can be quite pricey to buy a lot of individual Strætó tickets, and the new one-month membership plan offers users to commit to shorter periods than before. This might be a good motivation for those that want to try out a more eco-friendly transportation option for shorter periods, commute while the car is in the shop, and so on.

62


Árni Pétur & Hekla Kristín Árnabörn

Dalslaug Heimsókn í nýjustu sundlaug landsins Dalslaug

Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Mynd / Photo Birgisson (Facebook)

Grein / Article

A Visit to Iceland’s Newest Swimming Pool

Um miðjan desembermánuð síðastliðinn bárust íslenskum sund­ elskendum gleðifregnir; ný sundlaug hafði verið opnuð í Úlfarsárdal í Reykjavík. Laugin, sem heitir Dalslaug, var formlega vígð með dýfu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, 11. desember og síðan þá hafa þúsundir sótt laugina heim. Fulltrúi Stúdentablaðsins var einn þeirra en með í för var Hekla, níu ára systir hans, sem leggja átti dóm á hvort laugin væri barnvæn.

Last December Iceland’s newest swimming pool opened. The pool, called Dalslaug, is located in Úlfarsárdalur in Reykjavík. It was Reykjavík’s mayor, Dagur B. Eggertsson who took the first dive into the pool on December 11th. Since then thousands of people have visited Dalslaug. Among them is this representative of the Student Paper, accompanied by Hekla, his 9-year-old sister, who reviewed whether the pool is kid-friendly or not.

HEIMSÓKNIN Laugin er talsvert frá miðju höfuðborgarsvæðisins og greinilegt að hverfið er enn í uppbyggingu en eftir að hafa villst og vafrað um stutta stund, fundum við loksins laugina. Systir mín leit á björtu hliðina og sagði: „Það er bara gott, þá verður færra fólk í lauginni og meira pláss fyrir okkur!“ Það var greinilegt að spenningurinn var í hámarki enda ekki oft sem háskólaneminn bróðir hennar hefur heilt kvöld laust til að eyða með henni. Við fundum þó ekki bílastæði við húsið heldur þurftum við að leggja nær æfingasvæði fótboltadeildar Fram (sem stendur ögn neðar í dalnum) og rölta stuttan spöl að lauginni. Úr því varð „ævintýraganga“ sem sló ekkert á spenninginn. Þegar inn er komið, er á hægri hönd svokallað Hunda-borgarbóka­ safn þar sem hundum og öðrum greinaunnendum býðst að fá lánaðar trjágreinar og annað sprek. Til vinstri er útibú Borgarbókasafnsins sem þjónar einnig hlutverki skólasafns Dalskóla og hefur því gott úrval barna- og ungmennabóka bæði á íslensku og ensku. Bækurnar eru þó ekki einungis í rýminu vinstra megin við innganginn heldur er fjöldi þeirra einnig á neðri hæð hússins, þar sem klefarnir eru. Ég náði ekki nema að líta rétt örsnöggt inn því Hekla var orðin mjög óþreyju­ full og hljóp beint í afgreiðslu sundlaugarinnar með mig í eftirdragi. Síðan hljóp hún rakleiðis inn í klefann og hrópaði yfir öxlina á sér: „Sjáumst í innilauginni!“

THE ADVENTUROUS QUEST TO DALSLAUG Dalslaug’s location, Úlfarsárdalur, is quite far from downtown Reykjavík and the neighbourhood is still going through construc­ tions. Due to that this reporter and his sister got lost along the way. However, Hekla saw a silver lining and said: “Us getting lost is a good thing, it means other people have also gotten lost and then there will be more room in the pool for us!” Hekla’s excitement was palpable. It does not happen often that her older brother has free time to spend with her. We found a parking spot in the distance of the pool and decided to take an adventure hike to the pool, there was excitement in the air. When one arrives at Dalslaug one will notice a Dog-library on their right-hand side. The Dog-library loans out branches and toys for canine outdoor activities. On the left is another branch of Reykjavík City Library that has a wonderful selection of young adult novels, both in Icelandic and English and is open until 10 p.m. during the week. This reporter did not have a chance to explore the book section in any more detail as Hekla ran straight to the locker rooms, screaming: “I’ll see you in the pool!”

LAUGIN Í ljós kom að innilaugin var grunn laug ætluð bæði til kennslu og fyrir sundgesti. Fyrstu mínútum sundferðarinnar eyddi ég á floti þar sem Hekla var ekki enn komin ofan í. Þegar hún svo loks lét sjá sig tóku við boltaleikir eins og „kast á milli“, grísinn í miðjunni (sem, furðulegt nokk, virkar ekki með einungis tvo þátttakendur) og „kasta boltanum THE STUDENT PAPER

THE SWIMMING POOL It was clear that the inside swimming pool was shallow, intended both for beginner swimmers and swimming-pool regulars. This reporter waited a while for his sister and when she arrived the games began. We played various swimming pool games together that involved a ball; catch, piggie in the middle (which surprisingly, does not work with only two participants) and finally ‘throwing the ball at the head of big brother’. All of these games involved splashing, loud noises, and other shenanigans.

63


STÚDENTABLAÐIÐ

POTTARNIR Sundferðinni lauk á því að við gengum milli heitu pottanna og prófuðum þá alla, í nafni blaðamennskunnar. Systir mín var mjög sátt við það enda fátt leiðinlegra en að sitja kyrr þegar mögulegt er að hlaupa um og sprikla í vatninu. Hún entist ekki lengi í þessu „potta­rölti“ og dró mig aftur í innilaugina fyrir smá boltaleik (hið klassíska „bara einu sinni enn, gerðu það“). Því gafst ekki færi á að skoða gufu­baðið en lesendum er velkomið að prófa það sjálf. Síðari bolta­leikirnir voru ekki jafn orkufullir og þeir fyrri enda ég orðinn þreyttur eftir að eltast við níu ára orkubolta í tvo klukkutíma en hún virtist ekkert hafa þreyst. Loks fékk hún þó nóg og hljóp upp úr lauginni og inn í klefann á meðan ég drattaðist á eftir henni og sagði henni að passa sig á bleytunni. Þegar ég var kominn upp úr lauginni gafst mér loksins færi á að skoða bókasafnið, sem er opið til klukkan 22 öll kvöld, almenni­ lega þar sem Hekla þurfti töluvert lengri tíma til að gera sig til. Um leið og hún kom út úr klefanum var þó kominn tími til að koma sér af stað heim því henni hafði verið lofaður ís og allt er gott sem endar vel og allt sem endar vel endar með ís.

Grein / Article

Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess)

After the games this reporter and Hekla decided that it was time to check out the outdoor swimming pool. The pool itself is 25 meters across and there are 6 different lanes for swimming. It turned out that Hekla was right, as there were few people at the pool. This reporter and Hekla spent a good time in the outdoor pool. However, Hekla was disappointed to find out that there were no proper water slides. There will be a 7 meter slide that will bring joy to the younger swimmers. THE HOT TUBS In the name of journalism it was decided to end the trip by trying out all the hot tubs at Dalslaug. The trip did not last long as Hekla dragged this reporter back into the indoor pool to play “just one more time”. Due to these unforeseen circumstances this reporter was not able to review the sauna. After two hours filled with fun and games Hekla was convinced to get out of the pool, to this tired reporter's joy. After we had finished showering we headed home for post-swim ice cream. All’s well that ends well, especially with ice cream.

Dómur Heklu

Mér fannst hún bara mjög skemmtileg og þægileg út af því að það er ekki mikið af fólki í henni. Kleinuhringjadótið var skemmti­legasti parturinn en það leiðinlegasta var að, öm, snaginn minn datt úr skápnum mínum [hlær óstjórnlega og missir alveg þráðinn]. Einu sinni var tómatur sem var að labba yfir götu…

Hekla’s Review

I thought it was a fun and comfortable pool, especially ‘cause there were so few people. The doughnut thingy was the best part about the pool, but the worst was… the hook in my locker that fell out of it (Hekla laughs and is transported to another dimension in her mind). Once upon a time there was a tomato walking across the street…

Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Um sjálfsást Raising Awareness on Narcissism Í huga margra hefur orðið „sjálfsdýrkandi“ (e. Narcissist) merkinguna „sjálfhverf manneskja“ en í hins vegar er „sjálfsást“ (e. Narcissism) veila sem felur í sér meira en bara sjálfhverfu og drýldni. Fólk sem þjáist af henni getur verið allt frá því að vera pirrandi til þess að vera hættulegt andlegri heilsu annarra og allt þar á milli. Þess vegna er gott að öðlast nokkra vitneskju um fyrirbærið. Áður en ég held áfram vil ég setja fram þann fyrirvara að ég er bara blaðamaður og ekki sérfræðingur, jafnvel þótt ég hafi ágætis THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo Google – Creative Commons Licenses

eins fast og ég get í hausinn á stóra bróa“, með tilheyrandi busli, köllum og kaffæringum. Boltaleikirnir misstu fljótt skemmtanagildið þegar sú yngri fékk boltann sjálf í höfuðið og þá var kominn tími á að prófa útilaugina. Laugin er 25 metra löng og með 6 sundbrautir en þar sem fámennt var, rétt eins og Hekla hafði spáð fyrir um, höfðum við heila braut út af fyrir okkur. Síðari hluta sundferðarinnar var eytt í útilauginni en Hekla var ekki sátt við að engin rennibraut væri á svæðinu. Þó á að bæta úr því og setja upp sjö metra háa vatnsrennibraut sem mun vafalaust kæta yngri sundlaugagesti sem geta dregið foreldri sín stynjandi og másandi upp í heitu pottunum fyrir „bara eina ferð“.

Many people use the word “Narcissist” as a way to describe a self absorbed person, however, “Narcissism”, the disorder, is more than just being self-absorbed and egoistic. People who belong to this group can range from annoying to being a full blown danger to the emotional health of others and therefore it is good to have some awareness of this matter. Before I continue I would like to mention a small trigger warning: I’m just a journalist and even though I have a good under­-

64


STÚDENTABLAÐIÐ

þekkingu á málinu. Mín þekking er sprottin úr eigin lestri og upp­ lifunum og er ekki ætlað að setja merkimiða á nokkurt man. Fyrir dýpri skilning mæli ég með því að þú leitir tilsagnar sérfræðinga og lesir ritstýrðar fræðigreinar. Auðnálganlegri er síðan YouTube-rás Dr. Ramanis, klínísks sérfræðings sem hefur sérhæft sig í sjálfsást og getur tekið efnið nánar fyrir en mér leyfist í þessari einfölduðu grein. Sjálfsástarpersónuleikaröskun tilheyrir svokölluðum „Cluster B“-flokki persónuleikaraskana. Sá flokkur einkennist af vangetu ein­staklings til að koma böndum á tilfinningar sínar og mynda lang­ varandi sambönd við annað fólk. Helsta birtingarmynd sjálfsástar er að fólk sem þjáist af henni líður jafnan eins og það beri sig með af klunnaskap eða finnur fyrir ýktum tilfinningum eins og pirringi eða reiði þegar það er ekki mið­punktur athyglinnar. Vegna þessa þróar það oft með sér tæki og tól sem beita má til að stjórna öðrum og beina athyglinni aftur að sér, sem leiðir oft til óhóflegra átaka í einkalífi þess. Líta má á sjálfs­ dýrkendur sem botnlausa bolla; þannig geti annað fólk fyllt sinn tilfinningabolla af sjálfsdáðum og haldið hluta tilfinningalífs síns fyrir sig. Bolli sjálfsdýrkenda er hins vegar botnlaus og hann má einungis fylla tímabundið með viðbrögðum annars fólks. Því er mikilvægt að nefna að sjálfsdýrkendur sækjast eftir hvers kyns athygli, slæmri, reiðiþrunginni, góðri eða hvers kyns sem er; það skiptir ekki máli. Þau vilja bara vera til umræðu og fá færi á að sýna „yfirburði“ sína. En hvernig má greina sjálfsdýrkanda frá öðrum? Er það kannski bara allt sjálfhverft fólk? Nei. Til eru þónokkrar leiðir til að sjá hvort fólk tilheyri hópi sjálfsdýrkenda eða er bara öruggt með sig. NR. 1: HVERNIG NÁLGAST ÞAÐ ÞIG EÐA ANNAÐ FÓLK? Er einhvert sem virðist alltaf eiga til undraverðar sögur? Sem er alltaf viðkunnanlegt úr hófi fram og virðist alltaf geta beint samtalinu aftur að sér sjálfu? Eða tekur öllu of persónulega? Ef svo er, gæti verið að um sjálfsdýrkanda að ræða. Í stórum hópum reyna þau að halda at­hyglinni stöðugt á sér og missa áhugann hratt þegar athyglin beinist annað. Í samtölum undir fjögur augu deila þau annað hvort of mörgum staðreyndum um sig eða alls engum og vilja vita sem mest um viðmælandann (passaðu þig að deila ekki of miklu um þig þar sem sjálfsdýrkandinn notar hvað sem er gegn viðmælanda ef honum finnst það vera sér til framdráttar). Almennt hafa heilbrigðir einstaklingar eðlilegri leiðir til að nálgast annað fólk og kynnast því hægt og rólega í stað þess að reyna að verða besti vinur þess með því að deila öllum leyndarmálum sínum og hugarangri strax á fyrstu vikum eftir fyrstu kynni. NR. 2: LÍÐUR ÞÉR EINS OG ÞÚ ÞURFIR AÐ TAKA ATBURÐI OG SAMTÖL UPP Á MYNDBAND? Áttu vin eða elskhuga sem lætur þér líða eins og eitthvað gangi ekki upp? Líður þér eins og þú þurfir að taka upp hvert orð sem þú segir til að geta gengið úr skugga um það síðar meir að þú hafir í raun sagt þau því hinn aðilinn gæti neitað með öllu að þú hafir gert það? Líður þér eins og gjörðir þeirra gangi ekki upp í samhengi við sögur þeirra? Þá gætir þú verið í slagtogi við sjálfsdýrkanda. Sjálfsdýrkendur eru jafnan mjög grimm, slæg og undirförul eftir að hveitibrauðsdögum sambandsins líkur. Í fyrstu eru þau „of góð til að vera sönn“ og þegar þú síðan nálgast þau færðu að sjá svívirðilegu hlið persónuleika þeirra. Hún byggist á hagræðingu sannleikans og illkvittinni stjórnun sem þýðir að ef eitthvert lætur þig efast um sjálft þig og gjörðir þínar, ættir þú að gæta þín; viðkomandi gæti verið sjálfsdýrkandi. Sjálfs­ dýrkendur hata að sýnt sé fram á lygar þeirra og pretti eða flett ofan af góðlegri ásýnd þeirra. NR. 3: ÞAÐ FINNUR EKKI FYRIR GLEÐI FYRIR HÖND ANNARRA Ef þú tekur eftir því að gretta eða sjálfsánægð athugasemd fylgi í kjölfar hvers ánægjulega atburðar eða afreks eru líkur á því að þú THE STUDENT PAPER

standing of this topic, I’m not a specialist. What I know comes from my personal readings and experiences and is not meant to put labels on anyone. For a more in depth understanding I recommend that you seek further knowledge by talking to professionals and reading academic articles. For easier access, I would also like to mention the YouTube channel of Dr. Ramani who is an expert clinician on the subject of narcissism and can give way more details than this simplified article. The Narcissist personality disorder belongs to the group of “Cluster B” Personality disorders. This group is characterized by the inability of an individual to regulate their emotions and form long lasting relationships. The main aspect of Narcissism is that the people who suffer from the disorder tend to feel awkward, irritated or enraged when they are not the center of attention. For this reason, they usually develop emotionally manipulative tools in order to keep the atten­tion on themselves, which often creates excessive drama in their personal life. You can imagine Narcissists to be cups without bottoms; where others can fill their emotional cup on their own and keep some aspects of their lives private, Narcissists have a cup without a bottom and can only temporarily fill it up with the reac­tions of others. It is important to note that Narcissists seek any kind of attention. Bad, angry, good or whatnot, it doesn’t matter. They just want to be talked about and to have the chance to show how superior they are. But how can you spot a Narcissist? Is anyone who is simply egocentric one of them? Well, no. There are a variety of ways to tell if one person belongs to this group or is just selfassured. NUMBER ONE: HOW DO THEY APPROACH YOU OR OTHER PEOPLE? Is there a person who always seems to have the most amazing stories at all times? Does this person also seem overly agreeable and have a way of turning every conversation back to themselves or take things a bit too personally? Then you might be dealing with a narcissist. In big groups they tend to try to keep the attention focused on themselves and when they don’t get enough attention they tend to lose interest very fast. In one-on-one conversations they either over-share about themselves or they share nothing and want to know every detail about your life (be careful of sharing these details because they will try to use everything against you if they feel like they have to). Generally, most healthy people will have a more natural way of approaching you and they will get closer to you slowly and gradually instead of trying to become your best friend and tell you all their secrets and dramas within the first or second week of meeting you. NUMBER TWO: DO YOU FEEL LIKE YOU HAVE TO RECORD STUFF? Do you have a friend or a lover with whom you feel as if what they say doesn’t add up? Do you feel like you have to record what you say in order to make sure you said it, because the other person can outright deny what happened? Do you feel like their actions don’t match their stories? Then you may be in the company of a Narcis­ sist. Narcissists tend to be very cruel, deceiving and two-faced after the “honeymoon” phase with them is over. They are going to be “too good to be true” at first and when you come closer they tend to show the very nasty side that they have. This side also contains manipulation. Which means that if a person always makes you unsure of yourself and your past actions, you should watch out: they may be narcissists. After all, if there is one thing that Narcis­ sists hate is being wrong or proven to not be as good as they present themselves to be.

65


STÚDENTABLAÐIÐ

NUMBER THREE: THEY CANNOT BE HAPPY WITH YOUR SUCCESS If you see that after every happy event or success of yours a grumpy face or a smug remark awaits you then chances are that you are dealing with a Narcissist. Remember, Narcissists want to be the main character in everyone’s story and that means that your success gets in their way. If an event is not centered around them they become bored of it or look down upon it. So, if you have this one friend or partner who always seems bored or displeased with your progress, run away and never look back. But…Why? Why are Narcissists like this and why do we need to know about it? Narcissists are generally conditioned to be like this from their upbringing. No one is born a Narcissist: they are created by their surroundings. Usually they come from parents who only love them or pay attention to them when they do something that makes the family look good to the others. As sad as this sounds, they refuse to acknowledge this trauma of theirs and are usually very harsh on others when they have been proven to lack empathy. There is also no known therapy for these people. Hence it is good to know about them because, especially with the rise of the media, their population tends to be rising and their manipulation tactics and mistreatment of others can lead to serious mental issues. It is also often that people who come close to them end up in abusive relationships that take years to break out of (and some never manage to do so). Therefore, if anyone has an inkling of doubt about whether or not they are in an emotionally abusive relationship, I would advise them to look deeper into the topic of Narcissism because these people can make you doubt even your own abusive situations.

Grein / Article

Þýðing / Translation Sigurður Ingólfsson

Stefaniya Ogurtsova

Um Tvístruð eftir Gabor Maté Hvernig athyglisbrestur verður til og hvað er til ráða On Gabor Maté’s Scattered

Mynd / Photo Gabor Maté e. Gabor Gastonyi / Gabor Maté by Gabor Gastonyi

eigir í samskiptum við sjálfsdýrkanda. Mundu að sjálfsdýrkandur vilja vera aðalpersóna í sögu allra sem þau hitta sem þýðir að þín afrek flækjast fyrir í þeirra atburðarás. Ef atburður snýst ekki að öllu leyti um þau missa þau áhugann eða líta atburðinn niðrandi augum. Þannig að ef þú á vin eða maka sem virðist aldrei hafa áhuga á framförum þínum, skaltu forða þér og líta aldrei til baka. En, af hverju? Af hverju eru sjálfsdýrkendur svona og af hverju þurfum við að vita af því? Sjálfsdýrkendur hafa verið skilyrtir til þessa hátternis allt frá æsku. Sjálfsást er ekki meðfædd heldur mótast sjálfsdýrkendur af umhverfi sínu. Oftast er það þannig að foreldri þeirra hafa ekki veitt þeim ást og athygli nema fyrir það sem lætur fjölskylduna líta vel út í augum annarra. Eins sorglega og það hljómar, þá neita þau að viður­kenna trámað og bregðast harkalega við ef sýnt er fram á að þau skorti samkennd. Við það er að bæta að engin meðferð við sjálfsást er til staðar. Þess vegna er gott að vita af sjálfsdýrkendum þar sem þeim fjölgar stöðugt, sérstaklega eftir tilkomu nútímamiðla, og stjórnunar­ eðli þeirra og ill meðferð í garð annarra getur leitt til alvarlegra sál­rænna vandamála. Einnig kemur oft fyrir að fólk sem nálgast þau endi fast í ofbeldissamböndum sem geta varað árum saman (ef því tekst nokkurn tímann að losna). Þess vegna mæli ég með því að öll sem hafa minnstu grunsemdir um að þau séu í andlegu ofbeldis­ sambandi, leiti sér frekari upplýsinga um sjálfsást því fólk sem þjáist af henni getur jafnvel látið þig rengja eigin upplifanir.

How Attention Deficit Disorder Originates and What You Can Do About It

Margir ganga að því vísu að Athyglisbrests- og ofvirkniröskun (ADHD) sé meðfætt ástand. En sé litið til þess hlutverks sem umhverfið leikur í þroskaferli barnsheilans, er uppruni þessarar geðröskunar ekki jafn augljós. Ungversk-kanadíski læknirinn Gabor Maté, sem er þekktur fyrir kenningar sínar um tengsl fíknar og fyrri áfalla, hefur einnig ýmislegt til málanna að leggja um uppruna og meðferð ADHD. Þar á meðal er það sjónarmið að sjúkdómurinn hefjist snemma á manns­ævinni og að til séu meðferðarúrræði sem að vissu marki geti ráðið THE STUDENT PAPER

Many take it for granted that ADHD is an inborn condition. If we consider the role of environment in childhood brain development, however, the origins of ADHD appear to be much less determinate. Gabor Maté, a Hungarian-Canadian physician renowned for his theories on the link between addiction and trauma as well as on the origins and treatment of ADHD, argues that the condition is often developed early in life. Furthermore, Maté suggests that the set of symptoms associated with ADHD can be improved with therapy. In

66


STÚDENTABLAÐIÐ

Mynd / Photo Maria Solomatina

Heilbrigt umhverfi í bernsku er mikilvægur undanfari geðheilbrigðis þegar komið er á fullorðins ár. / A healthy childhood environment is an important precursor to adult mental health.

bót á honum. Í gagnmerku verki sínu um þetta efni, Tvístruð, setur Maté fram ályktanir sem byggjast á reynslu af meðhöndlun skjól­ stæðinga og hvetur lesendur sína til þess að endurskoða hugmyndir sínar um lífeðlisfræði heilans. ÁHRIF UMHVERFIS OG ERFÐA Á UPPRUNA ADHD Margir freistast til að gera ráð fyrir því vélræna orsakasamhengi að ADHD sé arfgengt. En þó orsakir röskunarinnar hvíli vissulega á erfðafræðilegum grunni, þá er það aldrei tiltekinn erfðabreytileiki sem veldur henni sjálfri, enda er almennt ekki um að ræða beina tengingu milli sjúkdóma og litninga nema þegar afmarkaðir brestir í erfðakóðanum hafa beinlínis áhrif á framleiðslu nauðsynlegs líf­efna­sambands, eins og við á t.d. um sk. Lesch-Nyhan heilkenni. Litningarnir innihalda þegar allt kemur til alls einfaldlega uppskrift að þeim einingum sem líkaminn er samsettur úr og því hvernig þær tengjast innbyrðis og mynda kerfi. Eini sennilegi erfðaþátturinn í aðdraganda ADHD, segir Maté, er viðkvæmni, sem getur valdið því að lífvera sýnir óvenju mikil viðbrögð við utanaðkomandi áreiti. Þetta getur hvort heldur sem er hvatt til aðlögunar eða dregið úr henni, allt eftir aðstæðum í umhverfinu. Þannig getur úrvinnsla streituþátta umhverfisins leitt af sér aukin lífeðlisfræðileg viðbrögð þegar arfgeng viðkvæmni er fyrir hendi miðað við að svo sé ekki, sem getur skýrt hvers vegna sumir einstaklingar þróa með sér ADHD en aðrir ekki, þótt þeir búi við sömu umhverfislegu áhrifaþætti. TAUGATENGINGAR OG AÐSTÆÐUR Í BERNSKU Þegar barnsheilinn þroskast, er það umhverfið sem ræður því hvaða taugabrautir verða ráðandi, ef trúa má þeirri kenningu Geralds Maurica Edelman, sem oft er kölluð “tauga-Darwinismi”. “Tauga­ frumur, brautir, tauganet og kerfi tauganeta keppast innbyrðis um að lifa af. Það eru þær taugafrumur og taugamót sem mest notagildi hafa fyrir lífveruna með tilliti til þess hvort hún lifir af í tilteknu um­hverfi, sem verða ofan á. Aðrar tengingar visna og falla í valinn.” THE STUDENT PAPER

his tour de force on the disorder, Scattered, Maté presents findings from clinical practice and encourages us to reconsider our perception of brain physiology. ENVIRONMENT AND GENES IN ADHD AETIOLOGY Often, the deterministic assumption is made that disease is hered­i­tary, and while there is a hereditary component to the aetiology of disease and mental disorder, such as ADHD, there is no specific gene coding for ADHD. Typically, genes do not have a straight­ forward correspondence to disease, except in the case of specific genetic impairments affecting an essential biomolecule, such as in Lesch-Nyhan Syndrome. After all, genes are code for the building blocks of the body and for their structural interrelations. The only plausible hereditary component of ADHD, Maté suggests, is sensitivity, causing an organism to be particularly responsive to environmental stimuli, which can either increase or decrease its adjustment, depending on the characteristics of an environment. For instance, in the presence of sensitivity, the processing of environmental stressors results in a heightened physiological response, which may account for the development of ADHD in certain individuals but not others within a shared environment. NEUROCONNECTIVITY AND THE ENVIRONMENT IN EARLY LIFE In early childhood brain development, the environment dictates which neural pathways will be developed, as postulated by Gerald Maurice Edelman in his theory of neural Darwinism. “Nerve cells, circuits, networks and systems of networks vie with one another for survival. The neurons and connections most useful to the or­ganism’s survival in its given environment are maintained. Others wither and die.” A particularly grotesque illustration of this process involves a hypothetical child kept in darkness during the brain’s formative period, resulting in atrophied visual nerves, and conse­

67


STÚDENTABLAÐIÐ

Einkar ógeðfellt sýnidæmi þessa ferlis er lýsing á því þegar barni er haldið í myrkri á þroskaskeiði heilans, sem leiðir til visnunar sjón­tauganna og þar með blindu. Umhverfisaðstæður geta með þessum hætti annað hvort örvað eða dregið úr þroska tiltekinna kerfa heilans. TENGSL ADHD OG AÐSTÆÐNA Í FRUMBERNSKU Á fyrstu mánuðum lífs síns er mannsbarnið algjörlega ófært um að sjá sér farborða upp á eigin spýtur. Við tekur tímabil fósturs utan líkama móðurinnar, þar sem umönnunaraðili líkir eftir skilyrðum móðurlífsins og skapar hvítvoðungnum þannig umhverfi líkamlegs og tilfinningalegs öryggis. Í ljósi þess hversu ósjálfstætt kornabarnið er á þessu æviskeiði þarf engan að undra að það sé næmt fyrir til­finningalegu ástandi þess fullorðna sem annast það. Þar sem mann­vera á þroskaskeiði á allt sitt undir umönnunaraðilanum, er myndun tilfinningasambands við hann eitt af skilyrðum eðlilegs þroska. Mikil­vægur þáttur í slíku tilfinningasambandi er innstilling, þ.e. hæfni hins fullorðna til þess að bregðast við tilfinningalegum þörfum barnsins og öfugt. Vel innstillt foreldri les þær tilfinningalegu vísbendingar sem barnið gefur og bregst við þeim með viðeigandi hætti. Eins og hin óviðkunnanlega “tveggja sjónvarpstækja tilraun” sýnir, kemst barnið í tilfinningalegt uppnám við það að horfa á móður sína brosandi þegar hún ætti að vera að bregðast við með öðrum hætti miðað við þau merki sem barnið er að gefa, enda finnst barninu hún þá ekki vera að svara vísbendingum sínum. Þá foreldra skortir oft þessa innstillingu í tengslum sínum við barnið, sem eiga í höggi við streitu, þunglyndi, eða aðrar truflanir sem beina athygli þeirra frá foreldrahlutverkinu þrátt fyrir góðan vilja. Spennan sem af þessu hlýst í samskiptum foreldranna við barnið getur grafið undan til­finningalegu öryggi þess og hamlað þroska þeirra kerfa barnsheilans sem tengjast athygli og temprun tilfinninga. TAUGATENGINGAR OG AÐSTÆÐUR Á SÍÐARI ÆVISKEIÐUM Sé ADHD-röskunin áunnin, hlýtur sú spurning að vakna hvort vinda megi ofan af einhverjum þáttum hennar? Það sem gefur tilefni til bjartsýni, er að rannsóknir sýna að heili og taugakerfi mannsins halda sveigjanleika sínum alla ævi, í þeim skilningi að ný taugamót og nýjar taugabrautir halda sífellt áfram að myndast til þess að bregðast við áreiti frá umhverfinu. Greinileg víxlverkan umhverfis og einstaklings­ bundinna hugsanaferla undirstrikar þá staðreynd, að án þess að um­hverfið breytist “getur heilinn hvorki þróað nýjar taugabrautir, né hugurinn fundið nýjar leiðir til þess að tengja vitund og veröld.” EFTIRSKRIFT Svolítið lúmsk ályktun sem draga má af greiningu Gabors Maté á ADHD, er að hún undirstrikar hvernig félagsleg vandamál verða gjarna að lýðheilsuvandamálum. Maté sér spennuna í uppeldisvinnu­ brögðum foreldranna sem viðbrögð við grimmilegu velgengni þjóð­félags sem krefst þess að foreldrar láti efnahagslegan árangur ganga fyrir öryggi ungra barna sinna.

THE STUDENT PAPER

quently, blindness. Environmental input can either encourage or discourage the formation of brain structures. EARLY CHILDHOOD ENVIRONMENT LINKED TO ADHD In the first months of life, the human being is totally incapable of ensuring its own survival. During a period of exterogestation, the caregiver provides the newborn with a secure physical and emo­ tional environment, which serves as a reconstruction of the secure conditions of the womb. It is no wonder then, considering the child’s dependent state, that the child is keenly perceptive of the nurturing adult’s emotional state. As the developing human depends on the caretaker for survival, forming an attachment rela­tionship with them becomes the prerequisite for healthy develop­ ment. An important aspect of the attachment relationship is attune­ment, the caretaker’s capacity for emotional responsiveness to the child, and vice versa. The attuned parent senses the child’s emo­tional cues and responds accordingly. As demonstrated by the un­settling double TV experiment, when being shown a video of its smiling mother, the baby responds with emotional distress, due to the perceived unresponsiveness of the mother, impervious to the baby’s typical cues. Parents dealing with stress, depression, or otherwise distracted from parenting, despite best intentions, often lack attunement in the relationship with their child. The resulting style of stressed parenting undermines the child’s sense of emo­ tional security, negatively impacting the development of brain structures associated with attention and emotion regulation. NEUROCONNECTIVITY AND THE ENVIRONMENT IN LATER LIFE If ADHD is acquired, the question remains, can aspects of the condition ever be reversed? Optimistically, studies show that the brain retains neuroplasticity throughout life, meaning it continues to form new pathways and synaptic connections in response to environmental stimuli. The interaction of an environment with individual patterns of thought emphasizes the point that, without a change of environment, “the brain cannot develop new circuits or the mind new ways of relating to the world and to self.” POSTSCRIPT A sly little consequence of Gabor Maté’s analysis of ADHD is that the proposed relationship between health and socioeconomic forces serves to emphasize that social concerns tend to also become public health concerns. Maté presents stressed parenting as a reaction to the brutal logic of the economic model that insists on prioritizing success rather than the security of young children.

68


Grein / Article

Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess)

Þýðing / Translation

Þórunn Halldórsdóttir

Forréttindi og geðheilsa: Eitrað samband Privilege and Mental Health: A Toxic Relationship Það þarf ekki mikla rannsóknarvinnu til að komast að því að við lifum í heimi sem er frekar þunglyndur. Þegar þú kynnist þeim aðeins betur mun talsvert af einstaklingum segja þér að þeir þjáist af kvíða, þung­lyndi, depurð eða neikvæðum tilfinningum. Margir hafa tilhneigingu til að leita sér aðstoðar hjá fagfólki, eða hafa verið greindir með eina af milljónum geðrænna-, sálrænna- eða persónuleikaraskana sem hafa slæm áhrif á líf þeirra. Af hverju ætli það sé? Ég hef velt vöngum yfir þessu og, að erfðafræði undanskilinni, hafa þær allar með forréttindi að gera. Góðu fréttirnar eru þær að vegna þess að við höfum meiri vitund um geðheilbrigði og fleiri tæki til að takast betur á við þennan þátt í lífi okkar en áður, eru fleiri einstaklingar farnir að tjá hvernig þeim líður í raun og veru. Í stað þess að byrgja inni tilfinningar sínar, eins og mörg okkar höfum séð foreldra okkar, afa og ömmur gera. Þetta er hluti af þeim for­réttindum sem við búum við í dag, sem ég tel að séu sannarlega mikilvæg og ættu að halda áfram að þróast. Hins vegar, og hér kemur myrkari hluti forréttinda sem fáum finnst gaman að ræða. Fyrsti þátturinn í því er ekki undir okkar yfir­ráðum, og það er neyslumenning nútímans. Kynslóð okkar hefur meiri frítíma, fjármagn og aðgang að efni en nokkur önnur á undan okkur (að minnsta kosti í svokölluðum „fyrsta heims löndum“). Þetta hefur þróað gríðarstórt neytendaviðhorf sem líklega er upprunnið frá „ameríska draumnum“ og hélt áfram að vaxa þar til það gleypti flesta þætti í lífi okkar. En hvað hefur þetta með geðheilsu að gera? Meira en man gæti haldið… Í bók sinni Liquid Love (2003) fjallar félagsfræðingurinn og heim­ spekingurinn Zygmunt Bauman um hvernig nútíma ástarsambönd hafa áhrif á þessa tegund hugarfars. Kenning hans er í grundvallar­ atriðum sú að vegna þess að við höfum svo greiðan aðgang að nýjum maka (í gegnum smáforrit) og/eða ótakmarkaðan aðgang að kyn­ferðislegum fantasíum (til dæmis klámi), þá leitar fólk alltaf að ein­hverju „nýju“ og „spennandi“ í stað þess að vinna í sambandinu sem þeir eru kannski þegar í. Eftir að hveitibrauðsdögunum er lokið og ferskleiki sambandsins er horfinn, ákveða margir að leita að næstu spennu í stað þess að reyna að varðveita það sem þeir hafa þegar. Ofangreindar aðgerðir gera fólk oft einmana. Það er kald­ hæðnislegt að þegar þú hefur svo mikinn aðgang að margvíslegum mökum geturðu auðveldlega hoppað frá einni manneskju til annarrar og endað með því að upplifa þig einsamari en nokkru sinni fyrr. Þess vegna leiða þessi forréttindi til að velja, til einmana fólks sem veit oft ekki hvernig á að komast í gegn um rómantískt samband þegar hlutirnir verða svolítið erfiðir. Þar að auki höfum við ótakmarkaðan aðgang að klámi, stefnu­ mótahermum og alls kyns fantasíum. Þetta leiðir oft til þess að fólk einangrar sig frá umheiminum og endar í sinni eigin andlegu búbblu. Ég tel að svona viðhorf séu líka til utan sambanda. Hið hraðvirka samfélag í bland við myndir fullkomnunar sem við sjáum endalaust á netinu, veldur því að mörgum líður eins og þau séu ófullnægð, mis­THE STUDENT PAPER

It doesn’t take much research to find out that we live in a world that is rather depressed. A fair amount of individuals will tell you that they suffer from anxiety, depression, melancholy, or have negative feelings, when you get to know them a bit better. Many also tend to seek professional help or have been diagnosed with one of the millions of mental, psychological or personality disorders which adversely affects their lives. Why is that? I have a few speculations on this matter and, aside from ge­net­ics, they all have to do with privilege. The good news is that, because we have more awareness around mental health and more tools to better tackle this aspect of our lives than ever before, more individuals are starting to express how they really feel, instead of bottling up their feelings like many of us have seen our parents and grandparents do. This is a part of the privilege that we hold today, which I believe is truly important and should continue to evolve. However, here comes the darker part of privilege which few people like to discuss. The first aspect of it is not much in our con­trol and that is today’s culture of consumerism. Our generation has the most amount of free time, resources, and access to materials, than any other before us (at least in the so-called “first-world countries”). This has developed a huge consumerist attitude which probably originates from the “American Dream” and continued to grow until it absorbed most aspects in our lives. But what does this have to do with mental health? More than one may think… In his book Liquid Love (2003), the sociologist and philosopher Zygmunt Bauman discusses how modern love relationships are affected by this type of mentality. His theory is basically that be­cause we have such easy access to new partners (through appli­ cations) and/or unlimited access to sexual fantasies (ex. porno­ graphy), people always search for something “new” and “exciting” instead of working on the relationship they may already have. After the honeymoon phase is over and the freshness of the relationship is gone, many people decide to search for the next thrill instead of trying to preserve what they already have. The above actions often leave people lonely. Ironically, when you have so much access to multiple partners you can easily jump from one person to another and end up feeling more alone than ever. Thus, all this privilege of choice leads to lonely people who often don’t know how to navigate within a romantic relationship when things get a bit tough. Moreover, we have unlimited access to pornography, dating simulators and all kinds of fantasies. This often leads to people isolating themselves from the outside world and ending up living in their own mental bubble. I believe that this kind of attitude exists outside of relation­ ships too. The fast-paced society, matched with the images of perfection that we see online all the time make a lot of people feel inadequate, bored and misunderstood. For every social or mental

69


STÚDENTABLAÐIÐ

skilin og að þeim leiðist. Fyrir hverja félagslega eða andlega þörf sem við höfum getum við bara snúið okkur að snjallsímunum okkar til að leysa það og forðast félagsleg samskipti. Viltu rífast um eitthvað? Í stað þess að finna fólk sem þú getur rætt við um efnið sem þú vilt rífast, geturðu bara gert það á Twitter. Viltu monta þig af fríinu þínu? Þú þarft ekki raunverulega vini lengur, þú getur bara gert það á Instagram. Viltu uppfylla kynferðislega löngun? Engin þörf á að finna fúsan félaga, þú getur bara farið á netið. Við tökum á þörfum okkar með auðveldum skyndilausnum, fjarri „hinum“ á eigin svæði í þægindum heimilisins. Við þurfum heldur ekki að rífast við neinn vegna þess að við höfum byggt upp sérstaka litla búbblu í öllum miðlum okkar sem inniheldur aðeins það efni sem við erum sammála og þess vegna þarftu í rauninni ekki að reyna að mynda tengsl við fólk sem þú gætir verið örlítið ósammála. Önnur útrás fyrir þá sem elska að rökræða er að hafa miðlana fulla af „skop­myndum“ af fólki sem þeir eru ósammála, það er að segja, róttækt fólk sem er ekki góður málsvari fyrir meðalmanneskju, og rökræðir við það í stað raunverulegs fólks í kringum sig. Allt þetta elur af sér samfélag geðsjúkdóma. Af þeirri einföldu ástæðu að fólk er einmana og óttast að tala við annað fólk. Við erum orðin mjög viðkvæm fyrir gagnrýni og á sama tíma mjög óörugg því við erum ekki „nógu góð“ miðað við þær fullkomnu myndir sem við sjáum á netinu. Síðast en ekki síst erum við svo vön að fá það sem við viljum eins fljótt og auðið er að við erum búin að missa þolinmæðina. Þess vegna er ég ekki hissa á því að við erum þunglyndari en nokkru sinni fyrr. Á hinn bóginn, er þetta virkilega svona slæmt? Ég held ekki. Vegna allra þessara forréttinda getur fólk í fyrsta sinn í sögunni verið við­kvæmt. Ég trúi því að við getum notað alla þessa tækni og undur sem mannsheilinn skapar, okkur í hag. Í stað þess að einangra okkur getum við notað allt ofangreint til að tengjast fólki og hjálpa því að verða næmara, sem mun líklega leiða til betra og skilningsríkara samfélags. Ég trúi því að við getum gert það. Það mun hins vegar krefjast heiðarlegrar glöggvunar á það sem við erum að gera rangt, þolin­ mæði og vilja til að tengjast í gegnum árekstra við aðra. Það er kominn tími til að við hættum að fela okkur á bak við samfélags­ miðlagerðu búbbluna okkar og förum að takast á við fólkið í kringum okkur.

Grein / Article

Sam Cone

need that we have we can just turn towards our smart phones to solve it and avoid social interaction. You want to rant about some­thing? Instead of finding people who you can discuss the topic you want to rant about, you can just do it on Twitter. You want to boast about your vacation? You don’t need actual friends anymore, you can just do it on Instagram. You want to relieve yourself sexually? No need to find a willing partner; you can just go online. We cover our needs with easy fast fixes, away from “the others” and in the comfort of our own home and space. We also don’t need to argue with anyone because we have built a special little bubble in all our media which contains only the material we agree with and therefore you don’t actually need to try and form relationships with people who you may slightly disagree with. Another outlet for those who love to debate is having media full of “caricatures” of people they disagree with – ie. radical people who do not represent the average person very well – and argue with them instead of actual people around them. All this breeds a society of mental illnesses. For the very simple reason: people are lonely and afraid to talk to other people. We have become very sensitive to criticism and at the same time very insecure because we are not “good enough” compared to the perfect images we see online. Last but not least, we are so used to getting what we want as soon as possible that we have lost our patience. Hence, I’m not surprised that we are more depressed than ever. However, is it really all this bad? I think not. Because of all this privilege people can, for the first time ever, be vulnerable. I believe that we can use all this technology and the wonders that the human brain creates to our advantage. Instead of isolating ourselves we can use all the above to connect and help people become more sen­sitive, which will probably lead to a better and more under­ standing society. I do believe we can do that. It will, however, take an honest glare on what we are doing wrong, patience, and the will to connect through confrontation with the others. It is time for us to stop hiding behind our media-made bubbles and start facing the people around us.

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Skjátími Að verja minni tíma á netinu, hvernig, af hverju og er það þess virði? Screen Time

Spending Less Time Online, How, Why, and Is It Worth It?

Ég nota símann minn í allt. Í honum er vekjaraklukkan mín og er hann því það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna á morgnana. Hann er kortið mitt, tónlistin mín, strætóáætlunin og veita upplýsinga um opnunar­ tíma verslana. Hann er myndavélin mín, þar sem íslenskt landslag er einstaklega fallegt og það er aldrei að vita hvenær man gæti vantað myndavél. Síminn er leið mín til að eiga í daglegum samskiptum við alla mína fjölskyldu og vini. Í heimsfaraldrinum hefur hann einnig nýst mér sem COVID vottorð eða til að segja mér hvort ég hafi verið í ná­vígi við einhvern með veiruna. Ofan á það hlaðast hljóðbækur, Netflix, rafbækur, YouTube, tölvupóstur, heilsu- og líkamsræktar öpp, banka-appið… og svo mætti lengi telja. Mér þykir vandræðalegt að viðurkenna að stundum sé síma skjátíminn minn rúmlega átta klukku­THE STUDENT PAPER

I use my phone for everything. It is my alarm clock and the first thing I see when I wake up in the morning. It is my music, my map, bus timetable, and source of information on the opening hours of the shops. It is my camera, since Icelandic landscapes are beautiful, and you never know when you’ll need a camera. It is how I commu­ nicate with all of my friends and family on a daily basis. During the pandemic I’ve also needed my phone to act as a COVID certificate, and to tell me if I’ve been in close contact with someone with the virus. On top of this, I have the usual Netflix, audiobooks, eBooks, YouTube, emails, medical apps, fitness apps, banking apps… the list goes on. I am very embarrassed to admit that some weeks my phone screen time is over eight hours per day, one day in December it was

70


STÚDENTABLAÐIÐ

tímar á dag, einn daginn í desember var hann 16 tímar – en ég held það hafi verið vegna þess að ég hafi óvart skilið myndband eftir í gangi yfir nótt. Ég ákvað að byrja nýja árið með áramótaheit sem ég hafði ekki prófað áður; að verja minni tíma í símanum, ekki segja alfarið skilið við símann en minnka skjátímann samt. Þar sem ég hefskjátíma upp undir átta klukkustundir daglega fannst mér að það ætti vel að vera hægt að minnka hann, kannski niður í fimm tíma á dag? HVERNIG? Fyrst á dagskrá var að athuga skjátíma minn síðustu vikur og mánuði, átta mig á því í hvað tíminn nýttist og hvað væri hægt að gera í því. Það kemur kannski ekki á óvart að samfélagsmiðlar og Netflix voru aðal viðfangsefnin. Þá var næsta skref – hvernig ætti ég að fara að því að minnka síma notkunina? Eftir að hafa eytt talsverðum tíma í leit á netinu (í símanum) fann ég eftirfarandi ráð: Breyttu litapallettunni í grátt Færri litir minnka áhuga á því að fletta hugsunarlaust í gegnum samfélagsmiðla. Settu hárteygju utan um símann Þetta gerir skrollið erfiðara en kemur ekki í veg fyrir að man geti svarað mikilvægum skilaboðum. Stilltu áminningar Sum smáforrit eins og Instagram og Facebook hafa stillingar til að láta vita þegar ákveðin tími er liðinn. Fjarlægðu ónauðsynleg öpp Að horfa á Netflix á símanum er hvort eð er ekkert skemmtilegt. Hættu að nota símann á meðan þú gerir annað Eins og að hanga með vinum, horfa á bíómyndir eða borða. Hlaða símann langt frá rúminu Þetta ráð hefur marga kosti þar sem þú þarft að standa upp úr rúminu til þess að slökkva á vekjaraklukkunni og ef þú ert einu sinni á fótum er ólíklegra að þú leggist aftur upp í rúm og kíkir á samfélagsmiðlana. AF HVERJU? Það er alltaf talað um að þetta bláa ljós frá skjánum sé óhollt, hafi neikvæð áhrif á svefn og valdi hausverkjum en ég prófaði þetta aðal­lega til að athuga hvort ég gæti það og til að sóa minni tíma. Ef man vaknar klukkan átta en kemur sér ekki á fætur fyrr en klukkan ellefu vegna símanotkunar fer manni að finnast ansi mikill tími fara til einskis. THE STUDENT PAPER

over 16 – but I think that was because I left a video on overnight by accident. I decided to start the New Year with a resolution I hadn’t tried before. Spending less time on my phone, not no time at all, but less time. With around eight hours per day on my phone, I felt like less time would be achievable, maybe pushing it down to five hours a day. HOW? The first thing I did was look at my screen time for the past few weeks and months, where I had been spending the most time, and what I could do about it. Unsurprisingly, social media and Netflix were the main culprits. So the next step – how would I limit my phone use? After a lot of time scouring the internet (on my phone) I found the following ideas: Change your colour scheme to grey Fewer colours means you’ll be less interested in mindless scrolling through social media. Put an elastic band or hair tie around your phone This will get in the way of scrolling without impacting your ability to respond to important messages. Set reminders Some apps, such as Instagram and Facebook have functionalities where they alert you after an allotted period of time. Delete unnecessary apps Watching Netflix on your phone isn’t that satisfying anyway. Stop using your phone when you are doing other things Like hanging out with your friends, or watching films, or eating. Charge your phone away from your bed This one has multiple benefits as you actually have to get out of bed to turn off your alarm clock if you do this, and once you’re up you’re less likely to go back to bed and scroll through social media. WHY? You hear all the time that blue light from screens is bad for you, has negative impacts on your sleep, and that it gives you headaches but my main reason for trying to do this was to see if I could, and to waste less time. When you wake up at 8 a.m. and don’t actually get out of bed until 11 a.m. because you’ve been on your phone all

71


STÚDENTABLAÐIÐ

ER ÞETTA ÞESS VIRÐI? Það er ekki nokkur leið að ég segi alfarið upp símanum, enda vil ég það ekki. Að vera með allt á sama stað er þægilegt, einfaldlega vegna þess að þá þarf ég minna að kaupa/taka með/pakka/halda á allskonar dóti. Þegar ég hef símann þarf ég ekki vekjaraklukku, iPod eða að hafa áhyggjur af því að vera alltaf með bólusetningarvottorðið mitt á mér hvert sem ég fer, því það er þar nú þegar. Þar að auki er ég mjög félagslynd manneskja og vil vera með ef vinir mínir fara á barinn eða skipuleggja hitting með leshópnum. Að minnsta kosti vil ég vita af þessum ráðstöfunum svo að ég geti ákveðið hvort ég vilji vera með. Ég vil geta hringt í fjölskylduna mína og spjallað við vini mína sem búa erlendis. Ég mun þess vegna aldrei komast alveg hjá því að nota símann minn. Að verja minni tíma í símanum hjálpaði mér hins vegar að vera meira í núinu. Þetta hvatti mig til þess að horfa heilshugar á bíó­ myndir frekar en að láta mér leiðast í þeim miðjum og ég held ég hafi líka gefið mér meiri tíma til að spjalla við fólk í eigin persónu (ég fór að spila borðspil með nágrönnum mínum sem ég hefði líklega ekki haft þolinmæði fyrir áður). Ég hef líka lesið meira og koma fleiru í verk (annars er ég meistari í því að fresta hlutunum þannig að lág­mörkun símatímans breytti því nú ekkert svo mikið). Ég komst líka að því að mörg áhugamál eru dýr, það er kalt á Íslandi (sem takmarkar útivist) og mér leiðist auðveldlega. Þessi tilraun undirstrikaði fyrir mér hvað getur verið erfitt að finna tóm­stundir sem eru innanhúss en líka viðráðanlegar í verði og hvað ég hef mikinn frítíma utan vinnu sem mig langar að verja í eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt… í augnablikinu veit ég bara ekki hvað.

morning you do start to feel like you’ve wasted a lot of time. IS IT WORTH IT? There’s no way I will ever give up my phone completely, nor would I want to. Having everything in one place is definitely convenient, simply because it means I need to buy/bring/pack/carry less stuff. With my phone I don’t need an alarm clock, nor an iPod, or to worry about carrying my vaccine passport everywhere I go, because it’s all already there. On top of this, I am a very social person, if my friends are going out to the bar or setting up a study session then I want to be involved, or at least I want to be aware if I’ve been invited so I can decide whether or not I want to be involved. I want to be able to call my family and chat to long-distance friends. So, I will never be the sort of person that can easily just get rid of my phone. Spending less time on my phone did help me become more present though – I was encouraged to actually watch films instead of getting bored and distracted half-way through them, and I think I spent more time chatting to people in person too (I started playing board games with my housemates, which was something I would probably not have had much patience for before this). I’ve also been reading more and getting a little more work done (I am a master procrastinator though, so giving up my phone wasn’t that helpful in this realm). But I also realised that many hobbies are expensive, Iceland is cold (which limits outdoor activities), and I am easily bored. This experience has highlighted how difficult it can be to find af­fordable, indoor hobbies, and how much spare time I have outside of work that I’d like to fill with something fun or productive… at the moment I just don’t know what.

Orðarugl Word Search SNJÓR SKARI KRAP KÓF ÉL MJÖLL KAFALD FÖNN KAF OFANKOMA HJARN BLEYTUSLAG DRÍFA SLYDDA SNJÓDRIF

THE STUDENT PAPER

72


Þrautir / Puzzles

STÚDENTABLAÐIÐ

Krossgáta Crossword Puzzle   → 3 7

8 9 10

↓ 1 2 4 5 6

Lárétt / Across

Háskólamálaráðherra Minister of Higher education Smásaga frá 19. öld um fæðingarþunglyndi A 19th century short story about post partum (Icelandic title) depression Forrit þar sem þú plantar trjám með því að einbeita þér An app where you plant trees by staying focused Kaffitería Háskólans Name of the cafeteria at UI Forrit til að setja sér lestrarmarkmið An app to set yourself reading goals

Lóðrétt / Down

Hagsmunafulltrúi SHÍ The Student Council’s interest representitve Nýtt greiðslukerfi Strætó Strætó’s new payment system Nýjasta sundlaug Reykjavíkur Reykjavík’s newest swimming pool Hjálpartæki til að slaka á og sofna A usefull tool to help you relax and fall asleep (Icelandic) Þema þessa tölublaðs This issue’s theme (Icelandic)

Sudoku Létt / Easy

Miðlungs / Medium

Erfið / Hard

Mjög erfið / Expert

THE STUDENT PAPER

73


Þrautir / Puzzles

STÚDENTABLAÐIÐ

Lausnir við gátum Solutions to Puzzles

Gefðu gjöf!

Óskum eftir eggja- og sæðisgjöfum

Skannaðu QR – kóðann ef þú hefur áhuga á að gerast gjafi hjá okkur! Eggjagjöf

Sæðisgjöf

livioeggbank.is

liviospermbank.is

74


FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur færðu 10% afslátt af raforkuverði hjá Orkusölunni. Komdu í stuðið á orkusalan.is/student


Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð

LANDSBANKINN.IS

Þessi viðurkenning er okkur hvatning frá viðskiptavinum um að halda áfram að gera þjónustuna einfaldari, þægilegri og betri.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Skjátími: Að verja minni tíma á netinu hvernig, af hverju og er það þess virði?

9min
pages 70-71

Þrautir & lausnir

4min
pages 72-76

Forréttindi og geðheilsa: Eitrað samband

5min
page 69

Um Tvístruð eftir Gabor Maté: Hvernig athyglisbrestur verður til og hvað er til ráða

11min
pages 66-68

Um sjálfsást

10min
pages 64-65

Dalslaug: Heimsókn í nýjustu sundlaug landsins

3min
page 63

Uppskriftarhornið: Allt á pönnu

6min
pages 59-61

Uppáhalds Hámumatur: Réttindaskrifstofa SHÍ situr fyrir svörum

9min
pages 57-58

Strætó býður afslátt fyrir nema: Og svona sækirðu hann

3min
page 62

Sólin, húðin og SPF

5min
page 56

Spyrðu hagsmunafulltrúa SHÍ: Jessý Jónsdóttir svarar spurningum stúdenta FAQ for SHÍ’s Student Interest

5min
page 55

Svefnráð úr ýmsum áttum

4min
page 51

Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf

5min
page 44

Við eigum öll erindi í umhverfis umræðuna: Viðtal við formann ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur

9min
pages 31-32

Meðganga og fæðing

9min
pages 33-34

Lærum að lesa

5min
pages 40-41

Kennir læknanemum bókmenntafræði Guðrún Steinþórsdóttir ræðir um vensl bókmennta og læknavísinda

15min
pages 35-37

Svefnleysi drepur hægt

7min
pages 48-50

Bókmenntahorn ritstjórnar Bækur um heilsu

7min
pages 42-43

Hvor er óður, þú eða ég?

4min
pages 29-30

Heilsumannfræði

4min
page 22

Vill gefa gæðum háskólans meiri athygli: Viðtal við Áslaugu Örnu

16min
pages 10-12

Ávarp ritstýru

9min
pages 5-6

Ríkisrekin og einkarekin heilbrigðisþjónusta

9min
pages 13-14

Fjöltyngi er fjársjóður

8min
pages 18-19

Lífið er leikur

9min
pages 25-26

Heilbrigði er afstætt: Af hvíldar lækningum og hoknum konum á bak við veggfóður

11min
pages 15-17

Að vera breytingin

8min
pages 20-21
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.