Kennslubók: Að hugleiða framtíðir

Page 1

Ju lia

Rose West

Kennslubók Að hugleiða framtíðir ing K ie kat



Kennslubók Að hugleiða framtíðir


101000 110 Róbot/Þ jarkur 01101 0 010110 101101


Kennslubók Að hugleiða framtíðir Það besta sem gerist í lífinu er skapað, mótað og framkvæmt í hópum. Þessi bók er sett saman af Teach The Future, sem hefur það hlutverk að koma framtíðarhugsun á framfæri við nemendur og skóla á heimsvísu. Bókin er unnin í samvinnu við Katie King, sem skrifaði textann, Rose West, sem hannaði bókina, Sandy Damashek, sem vann að verkefninu sem ráðgjafi, ásamt fjölmörgum kennurum og sérfræðingum. Framlag þessara aðila er ómetanlegt. Umsjón og þýðing bókarinnar var í höndum Karls Friðrikssonar. Guðrún Brjánsdóttir og Eyjólfur B. Eyjólfsson fóru yfir texta. Útgáfan var studd af Framtíðarsetri Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Við erum ánægð með að þú hafir bókina í fórum þínum og vonum að hún reynist þér gagnleg til að miðla framtíðarhugsun til nemenda þinna. Vinsamlegast láttu okkur vita hvað þér finnst á teachthefuture.org/get-in-touch. Einnig má finna upplýsingar á vefsíðu Framtíðarseturs Íslands, www.framtidarsetur.is. Peter Bishop Executive Director, Teach the Future peter@teachthefuture.org Framtíðarsetur Íslands


Efnistök Hvernig gæti framtíðin orðið og hvað getum við gert til að móta hana? Skoðaðu kennslubókina Að hugleiða framtíðir til að komast að því. Fjórar áskoranir, sextán leikir og mikið fjör!


Áskorun:

Afmörkun

Áskorun:

Að safna saman

1 2

Æfing 1

Viðhorf til framtíðar

12

Æfing 2

Viðhorf til fortíðar

24

Æfing 3

Ímyndunarleikurinn

32

Æfing 4

Að velja viðfangsefni til að kanna

38

Æfing 5

Kafað dýpra

44

Æfing 6

Að finna strauma

58

Æfing 7

Framsæknir straumar

66

Æfing 8

Að taka eftir straumum í viðfangsefni þínu

72

Æfing 9

Að ímynda sér framtíðina

76


3 4

Æfing 10 „Hvað ef?“

88

Að ímynda sér/Afmörkun

Æfing 11 „Hvað ef?“ og þitt viðfangsefni

94

Æfing 12 Framtíðarhjólið

98

Æfing 13 Útfærsla á „hvað ef?“-framtíðinni

104

Áskorun:

Æfing 14 Líklegt, mögulegt, æskilegt

114

Æfing 15 Hetja framtíðarinnar

124

Æfing 16 Framtíðin endurskoðuð

130

Áskorun:

Hugleiðing/ Afmörkun


Faglegar ábendingar til að ná góðum árangri

3 min.

Að byrja: Þegar þú sérð þennan mann yfirgefa síðuna skaltu leggja bókina frá þér, stilla skeiðklukku og byrja að vinna!

Tímamörk: Tímamörkin sem lögð eru til eru einungis til viðmiðunar. Þér er frjálst að laga tímann að þörfum hópsins.

Þín skoðun skiptir máli! Þú þarft: Að safna öllu tilgreindu efni til að undirbúa það sem koma skal!

Ábendingar til leiðbeinenda og leikjaspjöld:

Athugasemdir þínar eru vel þegnar. Vinsamlegast hafðu samband við okkur á: ftplaybook.com

Farðu inn á ftplaybook.com til að hlaða niður leiðbeiningum og því efni sem þú þarft til að skapa ánægjulega upplifun.

Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

1


101 Hva 00011 0 bes ð t hv a orð l er ý um nig þ sa úh fra u mtí ðin gsar a?

Staðfastur

Ákveðinn

Reikandi

Áhugasamur

Skýjaglópur

Flóttalegur

Vægðarlaus

Týndur

Brautryðjandi Áreiðanlegur Ósveigjanlegur Framsýnn Ferðamaður Óviss

Hugsjónamaður

Svartsýnn

Einbeittur

Athugull

Þrjóskur

Landkönnuður Aðþrengdur

Stífur

Víðsýnn

Bjartsýnn


Áskorun

1

09


1

Afmarkaðu

eða skilgreindu viðhorf þitt til framtíðarinnar og veldu viðfangsefni til að kanna

Æfing 1

Viðhorf til framtíðar

Æfing 2

Viðhorf til fortíðar

Æfing 3

Ímyndunarleikurinn

Æfing 4

Að velja viðfangsefni til að kanna

Æfing 5

Kafað dýpra


11

Velkominn í áskorun eitt í kennslubókinni Að hugleiða framtíðir Þú ert kannski að hugsa: „Hvað snýst þetta eiginlega um, að hugsa um framtíðir?“ Nú er tækifærið til að læra – og velja ákveðið efni til að kanna! Viltu einbeita þér að framtíð bíla og flutninga, framtíð fótboltans, framtíð læknisfræðinnar eða framtíð lífríkis hafsins? Möguleikarnir eru óteljandi!


Fyrsta áskorun

Æfing

Afmörkun

01 Viðhorf til framtíðar Markmiðið með þessari æfingu er að þú getir skilið og útskýrt ólík viðhorf fólks til framtíðarinnar.


13

Veltu þessu fyrir þér: Hvað kemur upp í hugann þegar þú heyrir orðið „framtíðin“? Hvað mun gerast næstu mínútu, dag, viku, ár, næstu 10 eða 500 ár? Framtíðin er allt þetta! Saman ætlum við að hugsa um framtíðina svo að við getum skilið hana betur og íhugað hvað gæti gerst, hvernig við getum undirbúið okkur betur fyrir framtíðina og hvernig hvert og eitt okkar getur haft áhrif á hana.


14

Afmörkun / Viðhorf til framtíðar

Ímyndaðu þér að þú ferðist í tímavél 20 ár fram í tímann. Hvað myndir þú sjá? Það er ekkert rangt svar; framtíðin er enn ekki til svo þú getur hvorki haft rétt né rangt fyrir þér. En hugsaðu þér hvað gæti gerst út frá því sem er að gerast í heiminum í dag. Ráðlegging fyrir leikbeinanda #

1

Finndu þína eigin leið til að lýsa því hvernig framtíðin gæti orðið, til dæmis í skólanum þínum, hverfinu þínu, borginni eða annars staðar eins og á sjúkrahúsi, í verksmiðjum, á flugvöllum eða íþróttaleikvöngum. Teiknaðu mynd, búðu til klippimynd eða skrifaðu sögu, lag eða ljóð! Hvað mun fólk vera að gera? Hvernig munu hlutirnir hafa breyst? Hvaða aðrar breytingar getur þú ímyndað þér að hafi átt sér stað?

Teiknaðu:

10 mín.


15

Skrifaðu:

Berðu saman það sem þú hefur teiknað eða skrifað við það sem einhver nálægt þér hefur teiknað eða skrifað. Hvað er líkt og hvað er ólíkt með því hvernig þið tvö hugsið um framtíðina?

5

min.


Viðhorf til framtíðar Eins og við höfum komist að hugsa allir um framtíðina á ólíkan hátt. Það er allt í lagi og getur jafnvel verið gagnlegt vegna þess að við getum lært hvert af öðru og hugmyndir annarra geta hjálpað okkur að hugsa hluti upp á nýtt. Til eru nokkur meginviðhorf um framtíðina og við ætlum að staldra við og kanna viðhorf þitt til hennar. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

5

min.

2

Skoðaðu tvær fullyrðingar á þessari blaðsíðu. Merktu við reitinn við hliðina á fullyrðingunni sem þú ert mest sammála um. Mundu að það eru engin rétt eða röng svör.

Það sem gerist í framtíðinni er að mestu leyti ákvarðað og mun fylgja þeirri braut sem við erum þegar á. (A) Framtíðin býður upp á marga valkosti sem hafa ekki enn verið ákvarðaðir. (B)


17

Hvert og eitt okkar hefur ekki mikil áhrif á hvernig framtíðin verður. (C) Hvert og eitt okkar hefur mikil áhrif á hvernig framtíðin verður. (D)

5

min.

Veldu tvær staðhæfingar sem þú ert sammála um. Taktu síðan bókstafina aftan við staðhæfingarnar og sameinaðu þá. Á næstu síðum finnur þú samsetningu af bókstöfum sem passa við sýn þína á framtíðina.

AC

AD BC

BD


18

Afmörkun / Viðhorf til framtíðar

AC

Áhorfandinn Áhorfendur veita umhverfi sínu athygli og koma auga á hvernig ólíkir hlutir tengjast og móta veg okkar til framtíðarinnar. Einstaklingar með þessa eiginleika telja að við getum sagt til um hvað muni gerast svo framarlega sem við fylgjumst vel með. Þessir einstaklingar telja að hlutverk þeirra sé að huga að framtíðinni en ekki endilega að móta hana. Þessir einstaklingar geta oft séð betur en aðrir hvað er að gerast í umhverfinu og eru tilbúnir að berast með straumnum.


19

AD

Stýrimaðurinn Stýrimenn vita hvert ferðinni er heitið en jafnframt að hver og einn verður að gera sitt til að ferðin gangi snurðulaust fyrir sig. Einstaklingar með þessa eiginleika telja að við séum á vegferð í átt að tilgreindri framtíð og að ákvarðanir og athafnir ákvarði hvernig við komumst á leiðarenda. Stýrimenn eru oftast öruggir og ákveðnir og forðast óvissu.


20

Afmörkun / Viðhorf til framtíðar

BC

Könnuðurinn Könnuðir sjá ótal möguleika og eru tilbúnir að taka þeim sem býðst. Einstaklingar sem eru gæddir þessum eiginleikum telja að framtíðin sé óákveðin en muni ráðast eftir því sem tíminn líður; ákvarðanir hvers og eins muni ekki hafa mikil áhrif á hvernig framtíðin verður. Könnuðir eru oftar en ekki draumóramenn og koma auga á það besta í hvers kyns aðstæðum.


21

BD

Kortagerðarmaðurinn Kortagerðarmenn hafa gjörvallt hafið fyrir stafni og taka ákvarðanir sem ráða því hvert förinni er heitið. Einstaklingar af þessari gerð trúa því að framtíðin bjóði upp á ótal möguleika og að ákvarðanir okkar og athafnir ráði því hvernig framtíðin muni líta út. Kortagerðarmenn eru oft hugmyndaríkir, bjartsýnir, sterkir leiðtogar og tilbúnir að taka málin í eigin hendur.


22

Afmörkun / Hvert er framtíðarviðhorf þitt?

3

min.

5

min.

Skoðaðu viðhorf þitt til framtíðarinnar og berðu það saman við sjónarhorn annarra. Það er mikilvægt að muna að viðhorf til framtíðarinnar eru ólík og hver og einn getur haft ólíkar skoðanir. Sumir eru mjög frjálslegir á meðan aðrir eru feimnir, og sumir eru fyndnir á meðan aðrir eru alvörugefnir. Við höfum öll ólíkar hugmyndir um framtíðina.

Íhugaðu hvernig viðhorf þitt til framtíðarinnar gæti komið þér til góða þegar þú eldist og við að velja á milli valkosta um framtíðina. Hvað af því gæti verið þér til góðs?


því Segðu frá rf gæti etta viðho hvernig þ ugsar egar þú h þ r é þ t s a gagn 01 ðina. 011 um framtí 01101 00101101

5 min.

Veldu eitt viðhorf eða sjónarmið sem er annað en þitt eigið.


Áskorun eitt

Æfing

Afmörkun

02 Viðhorf til fortíðar Í þessum leik muntu líta til fortíðar og hugsa um hve breytt lífið er í dag.


25

Að hugsa um hvernig framtíðin gæti verið ólík deginum í dag er ekki auðvelt! Þar sem við vitum hvernig lífið er í dag er oft erfitt að trúa því að hlutirnir geti breyst mikið. Það getur hjálpað að líta til baka til þess tíma þegar afi og amma þín eða annað eldra fólk var á þínum aldri og gera sér grein fyrir því hve mikla breytingar hafa orðið.

Þ Ú M U NT Þ U R FA

Skriffæri Pappír eða tússtöflu sem skipt er í fimm línur, þar sem hver þeirra er merkt með einu af eftirfarandi orðum: Samfélag, tækni, efnahagur, umhverfi, stjórnmál (sjá bls. 30 og 31 sem dæmi). Gula miða


Viðhorf til fortíðar Þessar myndir frá fortíðinni gefa þér hugmyndir um hvernig lífið var hér áður fyrr. Notaðu þær til að aðstoða þig við að skilja hvað hefur breyst síðan þá. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

15 min.

Taktu eftir muninum á lífinu í dag og þá.

Hvernig hafa flutningar breyst?

3

Sjúkr ahús hafa b reyst . .. þá viss u læk nar ekki e ins m i k ið um or sakir m argra sjúkdó ma.


Hvernig hafa sjúkrahús og heilsugæsla breyst?

Hvernig hafa íþróttir breyst?

Hvernig hafa skólar breyst?


28

Samantekt / Hvað hefur breyst?

Hvað hefur breyst mest? Til að aðstoða okkur við að hugsa um hvað hefur breyst frá því sem áður var og hvað gæti breyst í framtíðinni notum við gátlista til að koma í veg fyrir að við gleymum einhverju. Hann er kallaður STEUSgátlistinn. STEUS stendur fyrir samfélag, tækni, efnahag, umhverfismál og stjórnmál. Þessir flokkar eru fulltrúar þeirra sviða sem hafa breyst mikið frá því sem áður var og eru jafnframt líkleg til að breytast verulega í framtíðinni. Gátlistinn minnir okkur á að hugsa um margar ólíkar breytingar sem gætu átt sér stað í framtíðinni. Áður en við hugum að því hvað er að breytast í hverjum flokki skulum við skoða hvern flokk fyrir sig. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

4


5

min.

29 Parið saman orðin í myndinni við þann flokk sem þau eiga við.

Samfélag

Tækni

Efnahagur

Samfélag Tækni Efnahagur Umhverfismál Stjórnmál

Umhverfismál

Stjórnmál

Störf

Loftslagsbreytingar

Stafrænt

Hefðir

Uppfinningar

Sum orðanna geta átt við fleiri en einn flokk.

5 min.

Líttu á gulu miðana þína. Í hvaða STEUS-flokki á hver heima? Raðaðu gulu miðunum í flokkana með sessunaut þínum og settu þá á töfluna. Sumir eiga heima í fleiri en einum flokki og það er allt í lagi. Veldu síðan þann sem höfðar mest til þín.


Íþrót ti hafa r brey st .. .

Samfélag Tækni Efnahagur Umhverfismál Stjórnmál

Heilsufar hefur breyst…


10 min.

31 Skoðaðu hvar þú og aðrir setja gulu miðana. Svaraðu eftirfarandi spurningum og ræddu þær í hópnum. Í hvaða STEUS-flokki virðast hafa orðið mestar breytingar?

Hvar hefur minnsta breytingin átt sér stað?

Detta þér í hug aðrar breytingar innan flokksins með fæstu miðana?

Á grundvelli þess sem þú veist í dag, hvaða flokkar virðast líklegri til að taka verulegum breytingum á næstu tíu árum?


Áskorun eitt

Æfing

Afmörkun

03 Ímyndunarleikurinn Í þessari æfingu muntu skapa framtíðarsögu!


33

Að hugsa um framtíðina getur stundum verið erfitt þar sem það er ekki alltaf auðvelt að sjá fyrir hluti sem hafa nú þegar ekki orðið. Til að aðstoða okkur og aðra við að huga að framtíðinni skrifum við sviðsmyndir, eða sögur um framtíðina, þannig að við getum ímyndað okkur hvað gæti gerst á gleggri hátt en bara með því að reyna að hugsa um framtíðina. Í gegnum kennslubókina muntu skrifa nokkrar ólíkar sviðsmyndir og við byrjum núna! Þessi æfing mun aðstoða okkur við að búa til skapandi sögur um framtíðina og hjálpa þér að nýta þér þær við að skrifa framtíðarsögur um viðfangsefnið þitt. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

5

Þ Ú Þ AR F T

Skriffæri Ímyndunarspjöld sem þú færð á ftplaybook.com og framtidarsetur.is Línustrikuð blöð


34

Afmörkun / Ímyndunarleikurinn

8

Leikreglur: Þú ert með sex tegundir af spjöldum:

min.

Flokkunarspjöld – Þetta spjald útskýrir hvernig sögu þú munt skrifa. Til dæmis segir það þér hvort þú munir skrifa sögu sem er fyndin, óhugnanleg eða sögu sem mun líklega gerast. Árspjöld – Þetta spjald segir þér hvaða ár sagan þín muni eiga sér stað. Til dæmis segir spjaldið þér hvort sagan eigi sér stað árið 2025 eða 2050. Flokkunarspjöld eða STEUS-spjöld – Á þessu spjaldi er einn flokkur úr hversdagslífinu sem þú þarft að fjalla um í sögunni þinni. Til dæmis segir það þér hvort þú munir skrifa sögu um samfélagið og fólk, tækni, hagræn mál, umhverfismál eða stjórnmál. Breytingarspjöld – Þetta spjald segir þér frá breytingu sem mun hafa áhrif á framtíðarsöguna þína. Til dæmis gæti það beðið þig um að huga að því hvað myndi gerast „ef notkun sýndarveruleika ykist verulega“ eða sagt þér að huga að því „hvað gæti átt sér stað ef ákveðin tegund dýra dæi út?“ Fólks- og staðaspjald. – Þetta spjald segir þér frá einstaklingi eða stað sem þú þarft að hafa í sögunni þinni. Til dæmis gæti það sagt þér að hafa hermenn eða plánetuna Mars í sögunni.


35

01

Til að byrja með skuluð þið leggja niður spjöldin í viðkomandi bunka og velja dómara. Dómarinn ákveður sigurvegarann í lotunni.

02

Spjöldin segja þátttakendum í hvaða flokki sögur þeirra eiga að vera skrifaðar, hvaða ár sagan á sér stað, hvaða STEUS-flokk sagan á að fjalla um, hvers konar breytingar hafa átt sér stað og mótað framtíðina, og fólkið eða staðinn sem á að vera í sögunni.

03

Þátttakendur skrifa sögurnar með því að nota efnisþætti frá spjöldunum.

04

Hver þátttakandi les sína sögu og dómarinn ákveður hver sé best, miðað við þann flokk sem er verið að skoða í viðkomandi lotu, og útnefnir sigurvegarann.

05

Sigurvegarinn tekur stöðu dómara og næsta lota byrjar.


36

Afmörkun / Ímyndunarleikurinn

Sýnishorn af sögu Árið er 2027 og stjórnmálalífið hefur breyst mikið frá því sem áður var. Við gerðum okkur aldrei grein fyrir því að stjórnvöld og tæknifyrirtæki væru að reyna að framleiða vélmenni sem kæmi í staðinn fyrir fólk í hernum. Hins vegar eru færri sem slasast í hernaði en vélmennin hafa orðið fyrir tölvuárásum og fjöldi fólks

Árspjald: 2027 Flokkunar- eða STEUS spjald: Stjórnmál Breytingarspjald: Hvað ef þjarkar koma í stað fólks í hernaði?

hefur misst vinnuna og þurft að fara að vinna aftur í verksmiðjum. Fólk deilir um hvort halda eigi áfram á sömu braut!

Fólks- og staðaspjald: Verksmiðjur


Árið 2020 er jóga vinsælt um allan heim. Skólar Árspjald: 2020

hafa gert sér grein fyrir því að það eykur einbeitni nemenda og þess vegna er nú skylda að fara í jóga

Flokkunar- eða STEUS spjald: Samfélagið Breytingarspjald: Hvað ef jóga væri stundað reglulega í skólum

á hverjum degi í skólum. Jóga var upphaflega kynnt inn í skólastarfið til að fá nemendur til að sýna meiri kyrrð og einbeitingu en í ljós kom að það hjálpaði þeim einnig við að aftengjast snjalltækjum og annarri afþreyingu. Þetta leiddi til þess að nemendur

Fólks- og staðaspjald: Samskiptatæki

skipulögðu alþjóðlegan dag um að standa á haus í samstarfi við aðra skóla víðsvegar um heiminn!

45 min.

Byrjaðu á æfingunni!


Áskorun eitt

Æfing

Afmörkun

04 Að velja viðfangsefni til að kanna Í þessari æfingu muntu velja þér viðfangsefni til að einbeita þér að við að kanna framtíðina.


Þ Ú Þ AR F T

Fólk spyr oft: „Hvernig gæti framtíðin litið út?“ Þetta er stór spurning og við erum hér til að læra hvernig á að svara henni betur saman. Ein af ástæðunum fyrir því að það er erfitt að hugsa um framtíðina er að framtíðin er gríðarstór! Hún nær yfir allt sem við gerum í lífi okkar. Í staðinn fyrir að taka á öllu í einu er þess vegna auðveldara og gagnlegra að einbeita sér að framtíð ákveðins viðfangsefnis. Hvaða viðfangsefni vilt þú velja? Þú ræður!

39

Bolta sem hægt er að kasta á auðveldan og öruggan hátt (t.d. strandbolta, gúmmíbolta, fótbolta o.s.frv.). Eftirfarandi spurningar eru skrifaðar á boltann með varanlegu letri: Hvaða ótrúlegu hluti vonar þú að tæknin geti gert í framtíðinni? Hvernig gæti framtíðin litið út ef allar tölvur og allir símar yrðu bönnuð? Hvernig myndir þú tengjast fólki? Hvaða vandamál heldur þú að væri hægt að leysa á 20 árum ef fólk legði sig fram? Hvaða nýja uppfinning heldur þú að gæti gert heiminn að betri stað? Ef þú gætir hjálpað til við að koma upp nýju samfélagi á nýrri plánetu í framtíðinni, hvers konar reglur myndirðu setja til að vera viss um að þar værigott að búa? Hversu gamall/gömul verður þú eftir 20 ár? Hvað heldurðu að verði óbreytt við þig og hvað gæti verið öðruvísi?


40

Afmörkun / Að velja viðfangsefni til að kanna

Á boltanum Þú getur kannað framtíð nánast hvers sem er. Þar sem þú munt eyða verulegum tíma í að rannsaka viðfangsefnið þitt, hjálpa okkur hinum að skilja það og hugsa um mögulegar framtíðir er mikilvægt að velja efni sem þér þykir vænt um og vekur forvitni þína. Þessi æfing hjálpar okkur öllum að hugsa um umræðuefni eða viðfangsefni. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

15 min.

Myndið hring og tilnefnið einn sem ritara. Hafið spurningaboltann, sem þú bjóst til, til reiðu og kastið honum frá einni manneskju til annarrar. Hver og einn svarar spurningunni sem er næst hægri þumalfingri viðkomandi. Ritarinn heldur lista yfir allar hugmyndir sem fram koma. Haldið áfram þar til allir hafa svarað tveimur til þremur spurningum.

6


41

10 min.

Skoðaðu listann yfir hugmyndirnar sem urðu til út frá leiknum. Hópurinn ræðir saman um hvaða viðfangsefni framtíða gæti verið áhugavert að kanna.


42

Afmörkun / Að velja viðfangsefni til að kanna

Samfélag 15 min.

Framtíð menntunar á netinu

Ljúktu við þessa töflu með því að skrifa að minnsta kosti tvö viðfangsefni sem vekja áhuga þinn í hverjum flokki. Í flokknum „samfélag“ gætir þú til dæmis skrifað „framtíð menntunar á netinu“. Í flokknum um tækni gætir þú skrifað „framtíð geimferða“.

Tækni Efnahagur Umhverfismál

Framtíð geimferða

Framtíð heilsugæslunnar

Framtíð viðbúnaðar við óvæntum viðburðum eða hörmungum

Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

7

Stjórnmál

Framtíð ungs fólks í tengslum við þjóðmál


43

5 min.

Skoðaðu listann þinn og veldu viðfangsefni sem þú vilt kanna. Dragðu hring um efnið á listanum þínum.


Áskorun eitt

Æfing

Afmörkun

05 Kafað dýpra Í þessum leik þarftu að rannsaka helstu staðreyndir um viðfangsefnið þitt og íhuga nokkrar af þeim spurningum sem þú hefur um það.


45

Þú munt læra heilmikið um viðfangsefnið þitt þegar þú byrjar að rannsaka það en þú veist líklega töluvert nú þegar. Áður en þú eykur þekkingu þína skulum við skoða hvað þú veist nú þegar með því að búa til orðaský.

15 min.

Skrifaðu viðfangsefnið þitt í miðju auða skýsins á bls. 48 og 49. Skrifaðu önnur orð, hugmyndir og spurningar sem tengjast viðfangsefninu í kringum það. Láttu hugann reika og ekki dæma hugmyndir þínar. Áskorunin er að fá eins margar hugmyndir og hægt er á sem stystum tíma. Raðaðu orðunum í skýjaform umhverfis miðjuna. (Sjá dæmið á næstu síðu).

Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

8

Þ Ú Þ AR F T

Netið til að rannsaka


Þyngdarafl

Fallhlíf Hraði

Lending

Ekið gegnum glugga

Minna skítugt

Flugrúta

Fallhlíf

Fljúga

Öryggi Háar byggingar

Vont veður?

Sjálfvirkur flugmaður Erfitt


Samgöngur

Bílar

Cars

Gríðargögn

Vélmenni stjórna?

47

Flugumferð

Hreinar götur Fljótandi umferðarljós

Meira frelsi Vængir Sjálfstýrður Lóðrétt

Fljótandi borgir? akstur



49

10 min. Berðu saman orðaský þitt við orðaský annarra. Segið hvert öðru frá hugleiðingum ykkar þegar þið skrifuðuð hugmyndirnar, hvaða nýju spurningar vöknuðu um viðfangsefnið og áhugaverðar tengingar sem þið uppgötvuðuð við að búa til skýið.


50

Afmörkun / Kafað dýpra

Að kanna enn frekar til að læra meira Orðaskýið sem þú bjóst til segir til um hvað þú veist um viðfangsefnið. Nú er kominn tími til að auka þekkinguna. Jafnvel þó að framtíðin hafi ekki gerst getum við kannað hvað hefur gerst í fortíðinni í tengslum við viðfangsefnið og hvað er að gerast í dag. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

1 min.

9

Teiknaðu ramma og skrifaðu fortíð, nútíð, framtíð. Í þessari æfingu munum við einbeita okkur að þeim hluta sem er merktur fortíð.

Við erum rétt að byrja að kanna viðfangsefnið og þú munt ekki læra allt um það í dag. Ætlunin er að þú byrjir á að öðlast skilning á nokkrum staðreyndum um fortíðina og finnir nýjar hugmyndir sem hjálpa þér við rannsóknir þínar seinna.


51 Ramminn

RA

RT

VE I

Þitt viðfangsefni

ND

FO

Rannsakaðu netið til að finna upplýsingar um sögu viðfangsefnisins. Fylltu út í hlutana fortíð, nútíð og framtíð með því sem þú finnur í rannsókninni.

ÍÐ

30 min.

FRAMTÍÐ

FRAMTÍÐ Ramma, með nokkrum mikilvægum niðurstöðum.

Rannsakaðu þessi efnisatriði: Saga nýsköpunar og Viðfangsefnið þitt

þitt viðfangsefni. það sem hefur farið úrskeiðis.

Viðfangsefnið þitt

og sagan.


52

Afmörkun / Kafað dýpra

Gerðu hlé á rannsóknum þínum til að hugsa um það sem þú hefur lært hingað til. 5 min.

Skrifaðu tvær til þrjár mikilvægar staðreyndir um viðfangsefnið þitt.

5 min.

Skrifaðu tvær til þrjár spurningar sem þú hefur um viðfangsefnið þitt.


53

Myndaðu hóp (veldu fólk sem er að skoða annað viðfangsefni en þú ef það er mögulegt). Ræðið um það sem þið öll hafið lært hingað til. 2 min.

Deildu tveimur til þremur áhugaverðum staðreyndum sem þú hefur lært hingað til og einni spurningu um efnið þitt. Eftir að hafa deilt hugmyndum þínum skaltu spyrja hópinn hvað honum hafi fundist áhugaverðast við viðfangsefni þitt. Skrifaðu spurningar þeirra hér að neðan svo þú getir hugsað um þær þegar þú heldur áfram rannsókninni.


10 Hva 10001 1 ð bes a orð l 0 ýsa t hv ern nú um ig þú h na fram u tíðin gsar a?

Staðfastur

Ákveðinn

Reikandi

Áhugasamur

Skýjaglópur

Flóttalegur

Vægðarlaus

Týndur

Brautryðjandi Áreiðanlegur Ósveigjanlegur Framsýnn Ferðamaður Óviss

Hugsjónamaður

Svartsýnn

Einbeittur

Athugull

Þrjóskur

Landkönnuður Aðþrengdur

Stífur

Víðsýnn


Áskorun

2

55


2

safna saman upplýsingum um hvernig hlutirnir breytast og afhjúpa mögulegar breytingar sem gætu haft áhrif á framtíðina.

Æfing 06

Að finna strauma

Æfing 07

Framsæknir straumar

Æfing 08

Að skoða strauma sem tengjast viðfangsefni þínu

Æfing 09

Að ímynda sér framtíðina


57

Áskorun tvö í kennslubókinni Að hugleiða framtíðir snýst um breytingar. Við munum kanna leiðir til að leita að ólíkum gerðum breytinga í heiminum sem gætu haft áhrif á framtíðina.


Áskorun tvö

Æfing

06

Að safna saman

Að finna strauma Í þessari æfingu muntu æfa þig í að taka eftir straumum sem gætu haft áhrif á framtíðina.


59

Við byrjuðum á því að hugsa um hvaða breytingar hafa orðið í fortíðinni. En nú erum við að ræða um framtíðina! Það er miklu auðveldara að huga að því hvað hefur breyst í fortíðinni vegna þess að hún er liðin. Jafnvel þó að það sé erfitt er líka hægt að rannsaka eins og einkaspæjari hvað gæti gerst í framtíðinni. Eitt orð mun verða mjög mikilvægt þegar við byrjum að hugsa um framtíðina: Straumur.

2 min.

Ræðið: Hvað er straumur?

Stundum er reyndar auðvelt að vita eitthvað um framtíðina af því að breytingarnar eru í samræmi við samfellda þróun. En stundum er þróunin ekki samfelld. Ef við getum tekið eftir straumum höfum við hins vegar betri möguleika á að spá um framtíðina. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

10

Þ Ú Þ AR F T:

Marga litla, hversdagslega hluti sem hægt er að taka og flytja um herbergið (til dæmis blýanta, penna, pípuhreinsara, pappír, muni eða leikföng sem eru ekki brothætt).


60

Að safna samanr / Að finna strauma

Straumar eru breytingar sem eiga sér stað frá einum tíma til annars. Það getur verið erfitt að bera kennsl á strauma. Ekki er allt sem breytist „straumar“. Til að hjálpa okkur að taka eftir straumum og vera viss um að um straum sé að ræða notum við setningamynstur til að lýsa þeim: Frá/frá því að (dagsetning eða atburður þegar straumur hófst) hefur (það sem er að breytast) verið (að aukast, minnka). Frá því að ég fékk iPhone hefur tíminn sem ég eyði með fjölskyldunni minni farið minnkandi. Frá því að kosningar voru haldnar hefur fjöldi samtala um stjórnmál sem ég heyri farið vaxandi.

Frá því að Tesla, vinsæli rafbíllinn, kom til sögunnar hafa kaup á eldsneyti farið minnkandi.

5 min.

Náðu þér í samstarfsfélaga og hugsið um nokkur dæmi um strauma úr daglegu lífi. Fyllið í eyðurnar: Frá/frá því að 2016 hefur fjöldi seldra VR-heyrnartóla hefur / hafa verið Frá/frá því að

hefur / hafa verið

Frá/frá því að

hefur / hafa verið

aukast


Straumar, straumar eru alls staðar! Er líklegt að allir straumar vari að eilífu? Nei. En er gagnlegt að leita að straumum, hugsa um hvort þeir muni halda áfram og hvernig þeir gætu mótað framtíðina? Já! Þrátt fyrir að við getum ekki vitað allt þá eigum við ekki að hunsa það sem gerist í kringum okkur. Allt getur haft áhrif á framtíðina! Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

1

11

Náðu þér í samstarfsfélaga og finnið þrjá hluti í kringum ykkur.

min.

3 min.

Ákveðið hvað hver hlutur táknar. Ef þú hefur náð þér í blýant, hafið þið félagi þinn kannski ákveðið að hann sé bara blýantur. Eða kannski ákveðið þið að hann tákni göngustaf, trjágrein eða sjálfustöng Notið sköpunarmáttinn að vild en verið viss um að hver hlutur tákni eitthvað sem er til í raunveruleikanum.

61


62

Að safna samanr / Að finna strauma

5 min.

Skrifaðu lýsingu á straumi sem tengist hlutnum með félaga þínum. Lýsingin getur verið ágiskun en reyndu að koma með eitthvað sem þú telur vera byggt á raunverulegum staðreyndum sem þú hefur vitneskju um. Mundu að nota setningamynstrið til að lýsa straumnum.

Frá því að tölvur komu í kennslustofur hefur blýöntum , sem keyptur er af kennurum, fækkað.

Frá 1970 hefur fjölskyldutréð okkar minnkað.

5 min.

Deilið að minnsta kosti einni lýsingu af straumi með hópnum. Haldið áfram þangað til allir hafa deilt lýsingu sinni.


63

Að taka eftir straumum Við höfum verið að skoða strauma sem eru í kringum okkur. Við skulum kanna málið frekar og sjá hvort við getum tekið eftir straumum í því sem við lesum. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

4 min.

12

Upprifjun, skilgreiningar og lykilorð.

Straumur: Samfelld breyting sem á sér stað yfir tíma. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa þér að taka eftir straumum.

Spurðu sjálfan þig: Hvað er að breytast? Er það að aukast eða minnka? Hversu lengi hefur þróunin átt sér stað? Er breytingin stöðug í tímans rás? Leitaðu að lykilorðum eins og:

Halda áfram Búast við Líklega

Áframhaldandi Þróun Aukast

Fækka Endurtaka sig


64

Að safna samanr / Að finna strauma

10 min.

Farið yfir þessi dæmi og skrifið lýsingu á straumi.

Jarðarbúum fjölgaði úr þremur milljörðum árið 1959 í sex milljarða árið 1999 en um er að ræða tvöföldun sem átti sér stað á fjörutíu árum. Opinberar spár gefa til kynna að fólksfjölgun muni halda áfram fram á 21. öld en að fjölgunin verði aðeins hægari.

Um heim allan hefur ólæsi minnkað frá 1820. Þá gátu aðeins 12% fólks lesið og skrifað en í dag eru aðeins 17% jarðarbúa enn ólæs. Samkvæmt greiningum alþjóðastofnana mun 1% íbúa í Kína vera ólæst árið 2050 en þeir voru 5% árið 2010.

Á síðustu tíu árum hefur bandaríski heilbrigðisgeirinn vaxið meira en tífalt hraðar en efnahagslífið og störfum innan hans fjölgað um 2,6 milljónir.


65

Síðan

1959

hefur / hafa

fjöldi jarðarbúa verið

að aukast / minnka.

(tímaþróun hefur verið í gangi) (hvað er að breytast?)

Síðan

hefur / hafa verið

að aukast / minnka.

hefur / hafa verið

að aukast / minnka.

(tímaþróun hefur verið í gangi) (hvað er að breytast?)

Síðan (tímaþróun hefur verið í gangi) (hvað er að breytast?)

Sérstök áskorun Í hvaða STEUS-flokka passa straumarnir?


Áskorun tvö

Æfing

07

Að safna saman

Framsæknir straumar Í þessum leik mun reyna á sköpunarhæfni þína og þú æfir þig í að ímynda þér hvernig hugsanlegar framtíðir gætu orðið ef vissir straumar verða til staðar og halda áfram.


67

Hvað gerist þegar straumar halda áfram? Mun framtíðin líta út eins og nútíminn? Nei! Þegar straumar halda áfram breytist eitthvað vegna þess að eitthvað heldur áfram að aukast eða minnka í tímans rás. Við getum ekki vitað með vissu hvernig framtíð getur hugsanlega litið út en við getum notað það sem við vitum, hugsað á skapandi hátt og notað ímyndunaraflið!

Til að hjálpa okkur að hugsa um hvernig straumar geta haft áhrif á framtíðina notum við spjöld um strauma (straumaspjöld) og hugum að því hvernig straumar gætu haft áhrif á líf fólks. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

13

Þ Ú Þ AR F T

Straumaspjöld (náðu í þau á ftplaybook.com)


68

Að safna saman / Framsæknir straumar!

5

min.

Veldu eitt straumaspil og ræddu spurninguna við samstarfsfélaga.

ST EUS

u ri er Flei ka a að t róf p DNA ður en á

Þetta er framtíð þar sem DNA-próf hafa orðið jafn algeng og að mæla hitastig manna. Ólíkt hitamælingu, sem segir þér ef líkamshiti þinn hækkar eða lækkar, getur DNApróf upplýst okkur um margs konar þætti í lífi okkar: mat sem við ættum að borða og þann sem við ættum að forðast, hverjum við erum skyld, sjúkdóma sem við gætum fengið í framtíðinni o.s.frv. DNA-próf eru orðin svo algeng að þeirra er stundum krafist í háskóla- og atvinnuumsóknum og þeim er deilt á ýmsum samfélagsmiðlum. Við vitum hverjir okkar allra fjarlægustu ættingjar eru og við þekkjum ekki aðeins erfðafræðileg spor náinna vina heldur einnig kunningja okkar.


69

2

min.

Skrifaðu stutta málsgrein með samstarfsfélaga þínum sem lýsir framtíðinni ef þessi þróun heldur áfram. Notið spurningar á spjaldinu til að hjálpa ykkur að lýsa framtíðinni! Þetta er framtíð þar sem . . .

5 min.

Deildu lýsingunni þinni með hópnum. Haldið áfram þar til allir hafa deilt lýsingunni sinni.


70

Að safna saman / Framsæknir straumar!

Að hugsa um marga strauma samtímis. Það er gagnlegt að hugsa um framtíðina út frá einum straumi. En heimurinn er flókinn staður og margir straumar eiga sér stað í einu. Hvers konar framtíð gætum við ímyndað okkur ef við hugsum um marga strauma sem verða samtímis? Þetta krefst sköpunarkrafts, svo kveiktu á ímyndunaraflinu! Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

2 min.

14

Finndu annað tvíeyki sem er með annað straumaspil.

10 min.

Ræðið saman í fjögurra manna hóp. Hvernig vinna þessir tveir straumar saman eða á móti hvor öðrum? Svaraðu síðan spurningunni sem er á straumaspjaldinu.


71

5 min.

Útbúið í sameiningu mynd eða teiknið vettvang sem sýnir líklega framtíð ef báðir þessir straumar myndu halda áfram.

Þetta er framtíð þar sem . . .

5 min.

Deilið lýsingunni ykkar með afganginum af hópnum. Haldið áfram þar til allir hafa deilt lýsingunni sinni.

5 min.

Skapið umræðu með öllum í hópnum: Útskýrðu með eigin orðum hvað straumar eru. Útskýrðu hvernig straumar tengjast framtíðinni.


Áskorun tvö

Æfing

08

Að safna saman

Að taka eftir straumum í viðfangsefni þínu Hvert ykkar hefur valið að kanna framtíð viðfangsefnis sem er ykkur mikilvægt. Í þessari æfingu munt þú uppgötva vísbendingar sem geta hjálpað þér að taka eftir straumum sem tengjast þínu efni.


73

Þú hefur valið að kanna framtíð viðfangsefnis sem er mikilvægt fyrir þig. Í þessari æfingu munt þú leita að straumum sem tengjast viðfangsefni þínu. Þú getur fundið þessa strauma alveg eins og þú gerðir þegar þú last um fólksfjölgun, bílasölu og störf í heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að taka eftir þessum straumum þar sem þú munt skilja betur hvað er að gerast og hvernig hlutirnir eru þegar að breytast. Í dæmunum var auðvelt að koma auga á strauma. En þegar þú kannar viðfangsefnið þitt gæti þróunin hugsanlega ekki verið eins augljós. Sem betur fer höfum við fleiri ráð sem geta hjálpað þér að koma auga á strauma í rannsókninni þinni. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

15

Þ Ú M U NT Þ U R FA

Netaðgang


74

Að safna saman / Að taka eftir straumum í viðfangsefni þínu

45 min.

Kannaðu á netinu upplýsingar um strauma sem tengjast viðfangsefninu þínu. Skrifaðu lýsingu á straumi í fortíð, núverandi stöðu og til framtíðar í rammann í hvert skipti sem þú tekur eftir nýjum straumi í rannsókninni þinni. Skrifaðu að lágmarki fimm lýsingar á straumum í hólfið núverandi staða.

Prófaðu að leita í þessum setningum: Straumar og

umræðuefnið þitt

umræðuefnið þitt

og breytingar í tímans rás

umræðuefnið þitt

og mynstur

Önnur ráð: Leitaðu að myndritum sem sýna breytingu með tímanum! Leitaðu að mynstri. Leitaðu að lykilorðum (halda áfram, búast við, líklega, áframhaldandi, þróun, aukast, fækka, endurtaka sig). Mynstur þarf ekki að hafa verið að gerast í áratugi til að vera þróun, en leitaðu að sönnun þess að það muni halda áfram!


75 Ramminn

RA

RT

Tíminn frá því að straumurinn byrjaði

VE

FRAMTÍÐ

I

Þitt viðfangsefni

ND

FO

Síðan

ÍÐ

Lýsing á straumi

Hefur / hefur verið Aukist eða minnkað

Hvað er að breytast


Áskorun tvö

Æfing

09

Að safna saman

Að ímynda sér framtíðina Í þessari æfingu getur þú byrjað að ímynda þér hvernig framtíðin gæti orðið ef einhverjir þeirra strauma sem þú greindir og tengjast viðfangsefninu þínu munu halda áfram.


77

Þú hefur þegar fundið strauma sem tengjast viðfangsefni þínu. Nú er kominn tími til að sameina þá og vera skapandi til að ímynda sér hvers konar framtíð þeir gætu skapað! Rétt eins og við gerðum með straumaspjöldin muntu ímynda þér hvernig líf fólks gæti breyst og hvernig mismunandi straumar gætu virkað saman. Þú hefur kannað viðfangsefnið þitt vel. Hugsaðu um þessar spurningar til að aðstoða þig við að velja það sem er mikilvægast: Hvaða straumar virðast sterkastir eða geta skapað mestu breytingarnar? Hvaða straumar finnst þér áhugaverðastir? Hvaða straumum gæti fólk litið fram hjá eða sleppt að hugsa um þegar það ímyndar sér framtíð? Notaðu svörin þín til að ákveða hvaða strauma þú velur fyrir næsta skref. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

16


78

Að safna saman / Að ímynda sér framtíðina

5 min.

Veldu fjóra strauma frá fyrri könnun eða rannsókn og settu þá inn í eyðurnar.

15 min.

Staumur 1

Staumur 2

Staumur 3

Staumur 4

Lýstu mismunandi framtíðum sem gætu orðið þegar þú krosstengir straumana. Lýstu eins mörgum framtíðum og mögulegt er. Mundu: Hvernig virka tveir straumar saman eða á móti hvor öðrum? Hvernig gæti líf einhvers á þínum aldri verið? Hversu ólíkt mun það vera þínu eigin lífi? Hvernig gæti hið daglega líf breyst – menntun, vinnuumhverfi, samskipti, lýðræði, útivera, ferðalög? Hvað gæti verið gott ef viðkomandi þróun héldi áfram? Hvað gæti verið slæmt?


79

Í þessum framtíðum... Straumar 1+2

Straumar 1+3

Straumar 1+4

Straumar 2+3

Straumar 2+4

Straumar 3+4


80

Að safna saman / Að ímynda sér framtíðina

Að glæða framtíðina lífi Þú hefur svo margar hugmyndir um framtíðina. Nú er kominn tími til að glæða þær lífi og breyta þeim í sögur. Með því að setja mögulegar framtíðir í söguform er auðveldara að skilja þær og skemmtilegra að hugsa um þær. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

20 min.

17

Því fleiri samsetningar sem þú býrð til, því áhugaverðari verður sagan þín; skoraðu á sjálfa(n) þig! Veldu tvær framtíðir frá fyrri blaðsíðu og gerðu úr þeim sögu. Settu kross í boxið við hlið þeirra. 01

Skapaðu einstaklinga sem lifa og hrærast í viðkomandi framtíð Hvað heita þeir? Hversu gamlir eru þeir? Lýstu nokkrum lykilþáttum sem einkennir einstaklingana:


02

Hvað gerist í lífi þessara einstaklinga í þessari framtíð? Ímyndaðu þér að minnsta kosti tvo viðburði sem munu eiga sér stað í sögunni. Viðburður númer eitt: Viðburður númer tvö:

03

Á hvaða hátt munu einstök atriði hafa áhrif á líf viðkomandi? Hugsaðu um: Á hvaða hátt mun líf þeirra verða frábrugðið nútímanum?

Hvað er að gerast í kringum einstaklingana? Munum STEUS!

Hvað er það sem einstaklingunum líkar við í þessari heimsmynd? Hvað finnst þeim erfitt?

Hvernig ná þeir að takast á við viðfangsefni eða vandamál sem steðja að í framtíðinni?


82

Að safna saman / Að ímynda sér framtíðina

15 min.

Ljúktu við handritið.

Titill:

Handritið

Hversdagslegt líf

Einn viðburður sem setur lífið út skorðum

Lífið er óþægilegt


Vertu viðbúinn að kynna þína framtíð fyrir hópnum!

83 Athugaðu! Mun sagan þín ... ... útskýra hvernig framtíð viðfangsefnisins sem þú valdir yrði ef viðkomandi straumur héldi áfram? ... innihalda hvað mun nákvæmlega eiga sér stað í tengslum við einstaka flokka STEUS? ... fylgja handritinu?

... hafa titil?

Lífið færist í eðlilegt horf. Annar viðburður á sér stað og einstaklingarnir sigrast á hindrunum.

45 min. Skrifaðu sögu þína um framtíðina á sérblað. Notaðu söguþráðinn í handritinu til leiðsagnar. Dragðu fram sögusvið af framtíðinni sem mun hjálpa fólki að sjá fyrir hvað gæti gerst ef viðkomandi straumar halda áfram.


10 Tak tu þ 100011 ér s hug más 0 lei tun legg ða hve rnig d til að st í orði þig. fram ð se S m lý ettu hr tíðin in s hefu a því hv g um r þa erni g þú ð nú na.

Staðfastur

Ákveðinn

Reikandi

Áhugasamur

Skýjaglópur

Flóttalegur

Vægðarlaus

Týndur

Brautryðjandi Áreiðanlegur Ósveigjanlegur Framsýnn Ferðamaður Óviss

Hugsjónamaður

Svartsýnn

Einbeittur

Athugull

Þrjóskur

Landkönnuður Aðþrengdur

Stífur

Víðsýnn


Áskorun

3

85


3

Að ímynda sér mögulegar framtíðir út frá „hvað ef?“

Æfing 10

„Hvað ef?“

Æfing 11

„Hvað ef?“ og viðfangsefni þitt

Æfing 12

Framtíðarhjól

Æfing 13

Útfærsla á „hvað ef?“-framtíðinni


87

Í þriðju áskoruninni munum við skoða hvers konar framtíðir gætu átt sér stað ef við spyrjum okkur „hvað ef?“


Áskorun þrjú

Æfing

10

Ímyndun

„Hvað ef?“ Í þessari æfingu muntu æfa þig í að spyrja „hvað ef?“-spurninga til að hugsa um aðrar mögulegar framtíðir.


89

Þér tókst það! Þú ímyndaðir þér eina mögulega framtíð! Það er frábært, en ... hvað ef straumarnir sem þú styðst við halda ekki áfram? Hvað ef heimsatburður eða ný uppgötvun breytir gangi framtíðarinnar? Til eru margar framtíðir, ekki aðeins ein, og óvæntir hlutir gerast í sífellu. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að ímynda okkur „hvað ef?“-framtíðir líka. „Hvað ef?“-framtíð er önnur framtíð sem gæti átt sér stað ef mynstrið sem við fundum heldur ekki áfram; eitthvað annað gæti gerst ef hlutirnir ganga ekki eins og við er að búast ... og oft gera þeir það ekki!


90

Ímyndun / „Hvað ef?“

Hluti af því sem er krefjandi við að hugsa um framtíðina er að jafnvel þó að við getum tekið eftir þróun þá vitum við ekki það sem við vitum ekki! Það er alltaf óvíst hvað gerist og erfitt er að sjá fyrir suma atburði. En við verðum að halda áfram! Ef við hugsuðum ekki um „hvað ef?“-kostina værum við að hunsa nokkra mikilvæga möguleika á framtíðinni. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

5 min.

18

Ímyndaðu þér að einhver segði þér: „Í framtíðinni munu allir nota sýndarveruleika á hverjum degi og flestir eyða ekki miklum tíma í raunheimum.“

Ræddu: Hvaða straumar gætu valdið því að menn teldu að þetta væri það sem sýndarveruleikinn hefði í för með sér?

101000110 Ég sé þróun þar sem vélmenni eru félagar og vinir manna.


91

Margir gera ráð fyrir því að þróun dagsins í dag haldi áfram og muni móta framtíðina. Það er að hluta til satt, en með því að hugsa um „hvað ef?“-spurningar opnum við fyrir möguleika á að eitthvað annað gæti gerst í staðinn. „Hvað ef?“-æfingin hjálpar okkur við að byggja upp „hvað ef?“-viðhorf. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

19

10 min.

Við skulum fara í „hvað ef?“-æfingu sem byggist á framtíð hvers annars. Myndið fjögurra manna hópa. Ein/einn byrjar á því að spyrja „hvað ef?“-spurningar. Næsti byggir á fyrsta framtíðarmöguleika með því að segja: „Já! Og hvað ef ...? “ Haldið áfram hringinn og bætið við nýjum „hvað ef?“-spurningum sem byggjast á þeim sem hafa komið fram.

Dæmi Hvað ef mörgum yrði svo óglatt af sýndarveruleika að þeir vildu ekki nota hann? Já og „hvað ef“ einhver kæmi með pillu sem gæti komið í veg fyrir ógleði við að upplifa sýndarveruleika? Já og „hvað ef“ þessi pilla gerði fólki kleift að upplifa sýndarveruleika í virku umhverfi eins og í rússíbana eða á trampólíni?

5 min.

Ræddu: Hve margar framtíðir heldurðu að þú hafir ímyndað þér? Hvaða tvær framtíðir sem þú heyrðir í leiknum voru t frábrugðnastar hvor annarri?


92

Ímyndun / „Hvað ef?“

Að finna sönnunargögn fyrir „hvað ef? “-spurningum Spurningin „hvað ef?“ hjálpar okkur að ímynda okkur langsótta möguleika. Það er mikilvægt vegna þess að stundum ímyndar fólk sér einfaldlega að framtíðin verði að mestu leyti eins og í dag eða á erfitt með að hugsa um aðra framtíð. En framtíðin birtist ekki fyrirvaralaust; ef við skoðum málið nánar getum við venjulega fundið sannanir – upplýsingar til að styðjast við eða staðreyndir – sem hjálpa okkur að vita hvort „hvað ef?“-spurningar séu raunhæfar. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

5 min.

20

Ræddu við hópinn: Geturðu hugsað þér einhverja vísbendingu sem gæti leitt til þess að þú teldir að einhverjar af „hvað ef?“spurningum úr æfingunum gætu raunverulega gerst?


Hvað ef?

Hvað ef?

Hvað ef? Hvað ef?

Hvað ef?

93


Áskorun þrjú

Æfing

11

Að ímynda sér

„Hvað ef?“ og viðfangsefni þitt Í þessum leik muntu hugsa um ólíkar framtíðir á forsendum „hvað ef?“-spurninga þinna.


95

Þegar þú spyrð “„hvað ef?““-spurningar um efnið þitt hjálpar það þér að sjá fyrir þér mögulegar framtíðir sem eru mjög frábrugðnar þeim sem þú bjóst til í áskorun númer tvö. Með því að spyrja “„hvað ef?“ og finna sönnunargögn til að styðja þessa möguleika getur þú ímyndað þér fjölbreytt úrval framtíða. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

21

Þ Ú M U NT Þ U R FA

Netaðgang


Að ímynda sér / „Hvað ef? “ og viðfangsefnið þitt

RA

FRAMTÍÐ

I

Þitt viðfangsefni

ND

22

VE

Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

Hugsaðu um eitthvað annað sem gæti gerst í stað þess að þróun þín haldi áfram. „Hvað ef [eitthvað annað] gerðist í staðinn?“ Hugsaðu um stóra atburði sem gætu haft áhrif á efnið þitt. „Hvað ef [meiri háttar atburður] gerðist?“ Hugsaðu um aðra hluti sem gerast í heiminum sem fólk talar um. Hverju hefur fólk áhyggjur af og vonar að gerist eða gerist ekki í samfélagi, tækni, umhverfinu, efnahagslífinu og stjórnmálum? Myndi eitthvað af því hafa áhrif á viðfangsefnið þitt? Spurðu sjálfan þig: „Hvað ef?“

Ramminn

ÍÐ

Skrifaðu að minnsta kosti fjórar „hvað ef?“-spurningar um efnið þitt. Notaðu rammann með fortíð, nútíð, framtíð til að fylla í lokahlutann, FRAMTÍÐ, á greinargerð þinni sem inniheldur „hvað ef?“spurningar og sannanir.

RT

15 min.

FO

96


30 min.

Finndu sönnunargögn! Nú þegar þú ert með “„hvað ef? “-spurningar um efnið þitt þarftu sönnunargögn! Leitaðu á netinu að sönnun þess að „hvað ef?“-framtíðir sem þú ímyndaðir þér séu mögulegar. Í leitinni skaltu fletta upp „hvað ef?“-spurningum um efnið þitt sem aðrir kunna að hafa spurt.

Prófaðu að leita að þessum setningum:

„Hvað ef?“-spurningin þín viðfangsefnið þitt

og meiri háttar, mögulegur atburður

viðfangsefnið þitt

og

núverandi áhyggjuefni

„Hvað ef?“-spurning _____________________________________________________________

2

min.

Dragðu hring um “hvað ef?”-spurningu sem að þínu mati styður eða sannar að hún gæti leitt til áhugaverðrar framtíðar.


Áskorun þrjú

Æfing

12

Að ímynda sér

Framtíðarhjólið Í þessari æfingu munum við kanna hvað gæti gerst ef „hvað ef?“-spurningin okkar rættist.


99

Rétt eins og atburðir í daglegu lífi okkar hafa afleiðingar hafa atburðirnir sem við ímynduðum okkur í „hvað ef?“spurningunni líka afleiðingar. Þú getur notað aðferð sem kallast framtíðarhjólið til að hugsa um afleiðingar „hvað ef? “-spurningarinnar og búið til hugmyndir um hvað gæti gerst næst. Þetta mun hjálpa okkur að ímynda okkur betur framtíðina ef „hvað ef?“-spurningin rættist.

Þ Ú Þ AR F T

tússpenna eða krít


100

Að ímynda sér / Framtíðarhjólið

Að nota framtíðarhjólið á viðfangsefnið þitt Búðu til eitt eða fleiri framtíðarhjól um „hvað ef?“ í tengslum við viðfangsefni þitt. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

23

5 min.

Myndaðu fjögurra manna hóp með penna og blað!

30

Byrjaðu á „hvað ef?“-spurningu sem þú valdir í síðasta leiknum. Spyrðu sjálfa(n) þig: „Hvað gæti gerst næst?“ Fáðu hópinn þinn til að finna upp á þremur til fjórum mögulegum afleiðingum og skrifaðu hverja þeirra í hring sem tengist miðjunni.

min.

Spurðu síðan sjálfa(n) þig: Hvað gerist í kjölfar fyrstu afleiðinganna? Skrifaðu þessar afleiðingar í annað lag af hringjum. Haltu áfram þar til þú hefur að minnsta kosti fjögur lög af afleiðingum. Mundu að bæta við jákvæðum og neikvæðum afleiðingum í hverja grein. Skrifaðu – eða + og viðeigandi STEUSflokk við hliðina á hverjum hring. Bættu við fleiri hringjum ef þú ert með of mikið af sams konar afleiðingum.


101

5 min.

Veldu afleiðingar sem þér finnst áhugaverðastar eða stuðla að mestum breytingum í þeirri framtíð sem þú ímyndaðir þér. Mögulegar afleiðingar:

01

02

03


Hvað ef vélmenni gætu orðið bestu vinir nni og mannsins? Myndu vélme na? ma fólk þá vera minna ein

Það verður dýrt að kaupa nýja tækni

Aðrar gerðir af tækni verða að hafa aukinn öryggisbúnað

Skrifaðu eina „hvað ef“-spurningu

Fangelsi verða yfirfull

Tölvuþrjótar hljóta sömu meðferð og stórglæpamenn

Tæknifyrirtæki snúa bökum saman til að finna tölvuþrjóta


103

Fólk mun hætta að treysta öryggi í sýndarveruleika

Sala á sýndarveruleikabúnaði minnkar

Aukið atvinnuleysi

Tækniiðnaðurinn breytir um stefnu

Hvað ef tölvuþrjótar gerðu sýndarheima óþægilega að vera í?

Notendur sýndarveruleika fá aukinn áhuga á þessum óþægilegu

Fólk tekur óþægilega reynslu með sér inn í raunheima

heimum

Veruleikinn breytist


Áskorun þrjú

Æfing

13

Að ímynda sér

Útfærsla á „hvað ef?“-framtíðinni Í þessari æfingu muntu hugsa um mismunandi möguleika á framtíðinni sem byggjast á „hvað ef?“-spurningum þínum.


105

Þegar þú ert búin(n) að hugleiða „hvað ef?“-spurningarnar og nokkrar afleiðingar þeirra getur þú byrjað að skrifa nýja framtíð um efnið þitt! Á sama hátt og þú bjóst til fyrstu framtíðarsöguna þína muntu skrifa sögu sem stendur fyrir „hvað ef?“-framtíðinni, sem ætti að vera mjög ólík þeirri fyrstu. Eins og við vitum er framtíðin ekki þegar ákveðin og þess vegna er gagnlegt að hugsa um ýmsa möguleika, en það hjálpar okkur að búa okkur undir það sem er í vændum. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

24


106

Að ímynda sér / Útfærsla á „hvað ef?“

20 min.

Rétt eins og þú gerðir við fyrstu framtíðarsöguna skaltu útfæra „hvað ef?“-hugmyndir til að skapa raunverulegan framtíðarheim. Byrjaðu á því að búa til persónu; þú getur notað sama staf úr annarri sögu þinni eða byrjað á einhverjum nýjum, og svaraðu eftirfarandi spurningum:

01

Búðu til persónu sem lifir í þessari framtíð. Hvað heitir hún? Hvað eru hún gömul? Lýstu eins miklu og þú getur hugsað þér um persónuna.

02

Hvað verður um persónuna í þessari framtíð? Ímyndaðu þér að minnsta kosti tvo atburði sem eiga sér stað í sögunni. Atburður eitt: Atburður tvö:


107

03

Á hvaða hátt munu einstök atriði hafa áhrif á líf viðkomandi? Veltu fyrir þér: Á hvaða hátt mun líf persónunnar verða frábrugðið nútímanum?

Hvað er að gerast í kringum hana? Munum STEUS!

Hvað er það í þessari heimsmynd sem henni líkar við? Hvað finnst henni erfitt?

Hvernig nær persónan að takast á við viðfangsefni eða vandamál sem steðja að í framtíðinni?


108

15 min.

Að ímynda sér / Útfærsla á „hvað ef?“

Ljúktu við handritið.

Titill:

Handritið

Hversdagslegt líf

Einn viðburður sem setur lífið úr skorðum

Lífið er óþægilegt


Farðu yfir söguna! Mun hún...

Vertu viðbúinn að kynna framtíð þína fyrir hópnum!

... útskýra hvernig framtíð viðfangsefnisins sem þú valdir yrði ef viðkomandi straumur héldi áfram? ... fjalla nákvæmlega um það sem mun eiga sér stað í tengslum við einstaka flokka STEUS? … fylgja handritinu?

... hafa titil?

Lífið færist í eðlilegt horf. Annar viðburður á sér stað og persónan sigrast á hindrunum.

45 min. Skrifaðu sögu þína um framtíðina á sérblað. Notaðu söguþráðinn í handritinu til leiðsagnar. Dragðu fram sögusvið af framtíðinni sem mun hjálpa fólki að sjá fyrir hvað gæti gerst ef viðkomandi straumar halda áfram.


10 Hva 100011 ða o 0 r bes t hv ð lýsa n ern ún um ig þú h a fram u tíðin gsar a?

Staðfastur

Ákveðinn

Reikandi

Áhugasamur

Skýjaglópur

Flóttalegur

Vægðarlaus

Týndur

Brautryðjandi Áreiðanlegur Ósveigjanlegur Framsýnn Ferðamaður Óviss

Hugsjónamaður

Svartsýnn

Einbeittur

Athugull

Þrjóskur

Landkönnuður Aðþrengdur

Stífur

Víðsýnn


Áskorun

4

111


4

Hugleiddu hlutverk þitt þegar kemur að því að móta framtíðina

Æfing 14

Líklegt, mögulegt, æskilegt

Æfing 15

Hetja framtíðarinnar

Æfing 16

Að velta fyrir sér framtíðinni


113

Verið velkomin í að takast á við áskorun fjögur í bókinni. Hér öðlumst við skilning á því hvers konar framtíð við viljum sjá og skuldbindum okkur til að grípa til aðgerða til að láta hana rætast.


Áskorun fjögur

Æfing

Endurmat

14 Líklegt, mögulegt, æskilegt Í þessum leik muntu taka mið af öllum líklegum framtíðum og ákveða hverjar þeirra eru mögulegar og æskilegar.


115

Hugsaðu þér bara: Margir trúa því enn að það sé aðeins til ein framtíð og að við getum ekki vitað mikið um hana. Með því að nota þína nýju færni í framtíðarhugsun getur þú sannað að þetta er rangt! Með því að ímynda þér mismunandi framtíðir í bókinni hefur þú sýnt fram á að það eru til margir möguleikar á breytingum og hversu áhugavert og gagnlegt er að huga að þeim.

Þ Ú M U NT Þ U R FA

Öll „hvað ef?“-spjöld sem hanga á veggjum vinnuherbergisins eða leikjaherbergisins og tengjast framtíðarsögunum. Allar framtíðarsögur í vinnuherberginu.


116

Endurmat / Líklegt, mögulegt, æskilegt

Framtíðarsýning og frásögn Sumar af framtíðunum sem þú og aðrir hafa skrifað um kunna að virðast mjög langsóttar. Aðrar virðast eins og martröð eða draumasviðsmynd. Eftir að hafa hugsað um framtíðina er mikilvægt að staldra við og spyrja sjálfan sig: Hvað held ég að muni raunverulega gerast? Hvað gæti gerst í staðinn? Hvaða framtíð vil ég að eigi sér stað? Að spyrja þessara þriggja spurninga hjálpar þér að taka ákvarðanir í eigin lífi og starfi til að framtíðin sem þú óskar eftir raungerist. Hafðu spurningarnar í huga þegar þú gengur um herbergið, lest um framtíðir sem aðrir hafa ímyndað sér og skoðar sögurnar sem þeir hafa samið. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

25

15 min.

Safnist saman í litla hópa. Kynntu báðar framtíðarsögurnar þínar eða þá sem þú heldur meira upp á. Taktu niður minnispunkta á töfluna til hægri á meðan þú hlustar á kynningar annarra.


Heiti á framtíðum sem eru mér eftirminnilegar:

Heiti á framtíðarsögu sem er líklegt að raungerist:

Heiti á framtíðarsögu sem er ekki eins líklegt að raungerist en samt mögulegt:

Heiti á framtíðarsögu sem mér þætti ákjósanlegt að lifa í:


118

Endurmat / Líklegt, mögulegt, æskilegt

Æskilegasta framtíðin þín Þú hefur fengið að kynnast mismunandi framtíðum sem þú og aðrir hafa ímyndað sér. Nú er kominn tími til að hugsa um þínar eigin óskir og skoðanir um þessar framtíðir. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

Líklegt = mjög líklegt Mögulegt = ekki eins líklegt, en ekki ómögulegt Æskilegt = það sem ég vil

26

2 min.

Berðu saman athugasemdir þínar og annarra í þínum hópi. Veldu eina framtíð sem nokkrir í hópnum töldu líklegasta.

5 min.

Ræddu við hópinn þinn: Hvað gerir þessa framtíð líklega? Hvað gerir þessa framtíð jákvæða? Er hún jákvæð fyrir alla eða bara fyrir suma? Hvað gerir þessa framtíð neikvæða? Er hún neikvæð fyrir alla eða bara fyrir suma? Á heildina litið, myndir þú vilja sjá þessa framtíð verða til?


119

2

Veldu eina framtíð sem nokkrir töldu að væri ákjósanleg.

5

Ræddu við hópinn þinn:

min.

min.

Hvað gerir þessa framtíð æskilega? Hvað gerir þessa framtíð jákvæða? Er hún jákvæð fyrir alla eða bara fyrir suma? Hvað gerir þessa framtíð neikvæða? Er hún neikvæð fyrir alla eða bara fyrir suma? Á heildina litið, af hverju myndir þú vilja sjá þessa framtíð verða til?


120

Endurmat / Líklegt, mögulegt, æskilegt

Líklegt = Áreiðanlegt Mögulegt = ekki eins líklegt, en ekki ómögulegt Æskilegt = það sem ég vil

5 min.

Hugsaðu um umræður hópsins. Er eitthvert eitt atriði sem þú vilt sjá eiga sér stað í framtíðinni?


121

Skrifaðu eitt atriði sem þú vilt hindra að eigi sér stað í framtíðinni.


122

Endurmat / Líklegt, mögulegt, æskilegt

10 min.

Dragðu tvær línur, línu A og línu B, þannig að hver og einn standi á móti einhverjum öðrum. Taktu tvær mínútur í að segja þeim sem stendur andspænis þér hvað þú myndir vilja styðja og hvað þú myndir vilja koma í veg fyrir í þeim framtíðum sem þú last um.


123

Lína A

Lína B Eftir að þið hafið deilt skoðunum ykkar færast þátttakendur á línu B um einn til hægri og þannig er samtalið endurtekið (þátttakandinn við enda línunnar færir sig á hinn endann). Endurtakið að minnsta kosti þrisvar.


Fjórða áskorunin Hugleiðing

Æfing

15 Hetja framtíðarinnar

Í þessari æfingu muntu ákveða hvað framtíðarhetja myndi gera til að stuðla að þeirri framtíð sem þú vilt að raungerist.


125

Þú hefur hugsað á gagnrýninn og skapandi hátt um hvað framtíðin gæti haft í för með sér. Þú hefur sagt öðrum frá því sem þú munt standa vörð um og hvað er þér á móti skapi. Hvað er þá næst? Hvernig búum við til framtíðina sem við viljum? Við þurfum hetju til þess! Og þú ert hetjan. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

27

Þ Ú M U NT Þ U R FA

Marga litla, hversdagslega hluti (blýanta, penna, pípuhreinsara, pappabita, muni eða leikföng sem eru ekki brothætt) sem hægt er að taka upp og hreyfa innan vinnuherbergisins. Því fjölbreyttari hlutir, því betra!


126

Hugleiðing / Hetja framtíðarinnar

Stefnuyfirlýsing hetju framtíðarinnar Framtíðin er óráðin. Það er margt sem mótar hana og margt af því er ekki á mínu valdi. En ég hef hugsað um framtíðina á annan veg en margir. Ég hef rannsakað, rætt um, ímyndað mér, búið til og ákveðið hvaða framtíðir eru mér hliðhollar. Nú er það á mína ábyrgð og réttur minn að gera allar ráðstafanir sem ég get gert til að framtíðin mín rætist. Ég lofa að nota þessa ábyrgð skynsamlega, að grípa til aðgerða sem eru góðar, ekki aðeins fyrir mig heldur líka fyrir aðra, til að viðhalda heilindum mínum við að móta framtíðina og að nota alltaf þá færni sem ég hef lært þegar ég tek ákvörðun sem hefur áhrif á framtíð mína og annarra. Að móta framtíðina krefst þekkingar, ráðvendni, hugrekkis og kímnigáfu. Þú munt notast við alla þessa fjóra eiginleika þegar þú verður hetja framtíðarinnar og þannig mótar þú þína leið og hefur áhrif á morgundaginn.

5 min.

Veldu tvö hugtök


127

10 min.

Fylltu út í söguna með því að nota þekkingu þína og það sem þú hefur lært um framtíðina, samkennd þína með öðru fólki, hugrekki þitt til að taka af skarið og húmorinn þinn. Búðu þannig til ferðalag hetju! Ímyndaðu þér að þú hafir náð framtíðarmarkmiði þínu og sért að líta til baka yfir farinn veg. Ég er hetja framtíðarinnar! Ég heiti Í dag er árið

og okkur hefur tekist að öðlast virðingu fyrir vélmennum .

2027

Það var ekki auðvelt! Ég þurfti að berjast fyrir á vegi mínum eins og til dæmis

b estu vini mína var að tala við

gamalgróin viðhorf

og fá þá til að

í vélmennaverksmiðju

Ég hafði ekki hugmynd um að ég myndi rekast á og að ég þyrfti að

jafnrétti

. Það voru margar hindranir . Til allrar hamingju var ég með

mér við hlið til þess að hjálpa mér í baráttunni. Það fyrsta sem ég gerði

vélmennasmiði

Síðan þurfti ég að ferðast

og ég er hér til að taka afstöðu.

Brandur

endurforrita mig fyrir vináttu

og

b oða öðruvísi framtíð

. .

fleiri vélmenni eins og mig

endurforrita þau fyrir vináttu

til þess að ljúka ætlunarverki mínu.

Á endanum tókst mér að móta framtíðina með því að skapa vélmenni sem eru

forrituð fyrir vináttu en ekki fyrir vinnu

.


128

Hugleiðing / Hetja framtíðarinnar

Ég er hetja framtíðarinnar! Ég heiti __________________________________ og ég er hér til að taka afstöðu. Í dag er árið ______________________________og okkur hefur tekist að __________________________. (lýsing á æskilegri framtíð) Það var ekki auðvelt! Ég þurfti að berjast fyrirr ________________________________________________________ (Það sem þú fjallaðir um í síðustu æfingu) ______________________________. Það voru margar hindranir á vegi mínum eins og til dæmis ____________ ____________________________________________________________________________________________________ __. (hindrun sem kemur í veg fyrir æskilega framtíð) Til allrar hamingju var ég með ______________________

______

mér við hlið til þess að hjálpa mér í

(fyrirbæri) baráttunni. Það fyrsta sem ég gerði var að tala við ____________________________________________________ (manneskju sem hefur áhrif á framtíðina sem þú vilt ná fram)


129 __________________________

__og fá hana til að ________________________________________________________ (aðgerð)

______________________________________________________________________________________________

_.

Síðan þurfti ég að ferðast (staður) __________________________________ og ______________________________________________________________ (aðgerð) ____________________________________________________ _. Ég hafði ekki hugmynd um að ég myndi rekast á _____________________________________________________________________________________ og að ég þyrfti að (hindrun) _________________________________________ til þess að ljúka ætlunarverki mínu. Á endanum tókst mér að (aðgerð) _______________________________________________________________________ (lokaaðgerð)

5

min.

.

Safnið hópnum saman eða myndið litla hópa og látið alla lesa upp sögurnar sínar til að komast inn í hlutverk framtíðarhetjanna!


Fjórða áskorunin Hugleiðing

Æfing

16 Framtíðin endurskoðuð Í þessum leik muntu taka fyrir þrjú atriði sem stuðla að því að þín æskilega framtíð verði að raunveruleika.


131

Það er mikilvægt að hugsa um framtíðina. Það er líka mikilvægt að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Lokaáskorunin gengur út á að þú skuldbindir þig við nokkra hluti sem

Þ Ú M U NT Þ U R FA

Bolta með eftirfarandi spurningum: Hvað hefur þú lært um framtíðina sem þú vissir ekki áður?

þú vilt gera til að móta framtíðina út

Hvað hefur þú lært um nútíðina sem þú vissir ekki áður?

frá því sem þú hefur lært. Þú verður

Hvaða aðgerða gætir þú gripið til í dag sem gætu leitt af sér þá framtíð sem þér virðist ákjósanleg?

líka að ákveða hvert næsta ferðalag þitt inn í framtíðina muni leiða.

Nú er kominn tími til að spyrja sjálfa(n) sig: „Hvað hef ég lært af þessu öllu?“ Notum æfinguna „Á boltanum“ aftur til að deila hugmyndum sem við höfum lært með því að fara í gegnum kennslubókina. Ráðlegging fyrir leiðbeinanda #

28

Hvað vilt þú að annað fólk viti eða hugsi um þegar teknar eru ákvarðanir um framtíðina?


132

Hugleiðing / Að velta fyrir sér framtíðinni

15 min.

Safnist saman í hring og úthlutið einum þátttakenda ritarastarfi. Kastið boltanum á milli ykkar. Í hvert skipti sem þú grípur boltann skaltu svara spurningunni sem er næst hægri þumalfingri.


133

Starf okkar er rétt að hefjast. Ef við vonumst til að móta framtíðina og gera hana betri fyrir okkur sjálf, aðra og heiminn þurfum við að hugsa um þá framtíð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, skoða framtíðarsögur okkar og kanna nýtt efni. Framtíðin er alltaf í nánd og tíminn til að láta drauma okkar um framtíðina rætast er núna.


134

Hugleiðing / Að velta fyrir sér framtíðinni

5

Skrifaðu þrjá hluti sem þú gætir gert í dag eða í náinni framtíð til að stuðla að þinni ákjósanlegu framtíð:

min.

01 02 03 Hver virðist hafa mikil áhrif á það hvort framtíð þín raungerist eða ekki? Hefur þú einhver áhrif á viðkomandi einstakling eða aðila? Hvernig gætirðu haft meiri áhrif?


135

Ljúktu þessari setningu: Að hugsa um framtíðina er ______________________________________________________ _______. Ljúktu þessari setningu: Næst þegar ég vinn í bókinni gæti ég viljað kanna framtíð _____________ _______________________________________________________________

__________________________________.

Í næsta mánuði... Taktu fram þessa bók að mánuði liðnum: Líttu á afrakstur þinn. Lýstu nýju innsæi eða hugmyndum sem þú hefur núna sem þú hafðir ekki þegar þú bjóst til þessa bók. Hafa hugmyndir þínar um valda framtíð eða nauðsynleg skref til að komast þangað breyst?


101 Hvað 000110 a orð best l hver ýsa nún a nig þ ú um f ramt hugsar 1010 íðina? 0011 0


137

Staðfastur

Ferðamaður

Ósveigjanlegur

Týndur

Skýjaglópur

Svartsýnn

Óviss

Framsýnn

Brautryðjandi

Þrjóskur

Einbeittur

Hugsjónamaður

Ákveðinn

Stífur

Landkönnuður

Athugull

Flóttalegur

Reikandi

Víðsýnn

Aðþrengdur

Áreiðanlegur

Vægðarlaus

Áhugasamur


Alysia Lohman

Peter Hayward

Kate Zuelke

Jonetta Roquemore R

Matthew Henry

ichard Yonck

Kamilah Holmes

Anisa Khandwalla

Sunny Bell-de la Garza

Amber Boston

Vashon Pamela Lewis Price

Eyjólfur Erica Perez Abby Duane Priest Masergill

Morton Rose

ð r o r a k k a Þ Karl

Maree Conway

Alma Diaz-Wu

Kirt Callaway

Theresa Quintanilla

Ikram Azam

d z Riel Miller r a u o d a E k Mariann Khou Crystal Duran e

Georgette Bubar

Charles Brass

Solomon

Pamela Johnson


Daniel Peter C. Riveong Francisco Bishop Jeffry Abrams Gonzalez

Deana DynisDeana Dynis

rza KathrynEdGoua ard Kh David Jarvis

oukaz

Kærar þakkir, fyrir framlag ykkar við gerð þessarar bókar, kennarar og starfsfólk í Fort Bend Independent School District, Spring Branch Independent School District og Coppell Independent School District og ... framtíðin er ykkar! Einnig viljum við þakka Framtíðarsetri Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir stuðninginn við þessa útgáfu.

Guðrún Brian Tucker

Mikko Dufva

Ramon Cruz-Lima

Eduardo de la Paz

Kimberly Cain Jason Siko l e Jo William r e Cosgrove k r Sandy a B

Renell Green Molly Nipper Damashek Kyle Dutton Jennifer Chadwick Joel Ticknor




Til þátttakenda, leiðbeinenda og kennara Framtíðaráskoranir, tækifæri og ógnir liggja víða. Hjá sumum liggja tækifæri í ógn annarra og öfugt. Hvernig sem litið er á þróun mála þá er það undir okkur, hverju og einu, komið hvernig við vinnum úr því sem koma skal, þ.e. hvernig við höfum – eða getum haft –áhrif á þróun mála með fyrirhyggju, með því að búast við því sem talið var ófyrirséð, með því að greina ólíkustu strauma samfélagsins og hafa vilja og getu til að sjá afleiðingar þeirra. Breytingar geta leitt af sér margar og ólíkar framtíðir. Öll eigum við okkar eigin fortíð en til samans eigum við fortíðir. Það sama má segja um framtíðina. Hvert okkar sér fyrir sér ólíkar birtingarmyndir framtíðar eða framtíðir. • • • • • •

Straumhvörf eiga sér stað í samfélaginu á ólíkustu sviðum, svo sem í tengslum við: Samfélagsbreytingar – Siðferði og samfélagsleg gildi Tæknibreytingar – Gervigreind og stafrænar lausnir Umhverfisbreytingar – Loftslagsmál, endurnýjun og sjálfbærni Breytingar á sviði menntunar og menningar – Breyttir kennsluhættir, breytt túlkunarform Alþjóðavæðingu og hagræna þróun – Opnir eða lokaðir viðskiptahættir, breytingar á fjármála- og vinnumarkaði.

Það er von Framtíðarseturs Íslands að þessi bók auki getu þína við að huga að því sem koma skal. Það er gott og gaman að huga að fortíðinni en nauðsynlegt að huga að framtíðinni – þangað er jú förinni heitið. ISBN 978-9935-463-49-4 Þýtt eftir bókinni Futures Thinking Playbook, eftir Katie Bishop King. Hönnuð af Julia Rose West Íslensk ritstjórn: Karl Friðriksson Íslensk þýðing: Karl Friðriksson

Faglestur og staðfærsla: Eyjólfur B. Eyjólfsson, Guðrún Brjánsdóttir og Sævar Kristinsson Prófarkalestur: Margrét Ísdal

Framtíðarsetur Íslands Hlutverk Framtíðarseturs Íslands er að vera leiðandi rannsóknarsetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem erlendis. Að vera virkur þátttakandi í rannsóknarverkefnum er varða samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni og vinna að sjálfstæðum og framsæknum verkefnum á ýmsum sviðum framtíðarfræða. HYPERLINK "http://www.framtidarsetur.is" www.framtidarsetur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.