1 minute read

Inngangur

Alþingi samþykkti þann 18. maí 1981 lög um hollustuhætti og hollustuvernd. Í þessum lögum var lagður grunnur að heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna sem haldist hefur lítið breytturtildagsinsídag.Ílögunumsegirm.a: „Ekkertsveitarfélagskalveraánviðhlítandi hollustueftirlits og þjónustu hollustufulltrúa.“ Lögin hafa síðan tekið miklum stakkaskiptum, eins og gefur að skilja, þó svo að grunnkjarninn sé sá sami. Haustið eftir, nánar tiltekið þann 20. október 1982, var fyrsti fundur sameinaðrar heilbrigðisnefndar Suðurnesja (sem þá hét hollustunefnd) og má því segja að það sé stofndagur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja(HES).

Í dagmáskiptaverkefnumHES í tvennt. Annarsvegar ereftirlitsem embættinu erskyltað sinna samkvæmt lögum og hinsvegar verkefni sem sveitarfélögin hafa falið embættinu að sinna sérstaklega. Lögboðið hlutverkHES erþrennskonar: Í fyrsta lagi að hafa eftirlit með allri framleiðslu, dreifingu og sölu á matvælum á Suðurnesjum, í öðru lagi að hafa eftirlit með hollustuháttum og smitvörnum og í þriðja lagi að hafa eftirlit með allri umhverfismengandi starfsemi. Undanskilið þessu er eftirlit Matvælastofnunar með frumframleiðslunniogUmhverfisstofnunarmeð stóriðjunni.

Advertisement

Sveitarfélögin eiga og bera ábyrgð á Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og er þeim skylt að fjármagna starfsemina. Heimild er í lögum um að leggja gjöld á eftirlitsskyld fyrirtæki og skulu þau standa undir kostnaði við eftirliti með þeim. Þessa heimild hafa sveitarfélögin á Suðurnesjum nýtt sér frá árinu 1987. Gjaldskrá HES er birt í Stjórnartíðindum og er sú nýjastanr. 865/2019. Ýmis lögboðin verkefniHES tengjastekki fyrirtækjum beint. Máþar til dæmis nefna eftirlit með umgengni á lóðum, húsnæðisskoðanir og samskipti við borgarana, oftastvegnaýmiskonarkvartana, matareitranaogmengunarslysa. Slíkverkefni eru fjármögnuð af sveitarfélögunum. Ýmis önnur verkefni tilheyra rekstri embættis sem þessa, t.d. vinna við skipulagstillögur, þátttaka í fundum, vinnuhópum og ráðstefnum að ógleymdriendurmenntunstarfsmanna.

HeilbrigðiseftirlitSuðurnesjahefurtekiðaðséreftirlitmeðhundahaldiogmeindýraeyðingu fyrir sveitarfélögin þó svo að slík verkefni falli ekki undir lögboðnar skyldur embættisins. Innheimt eru gjöld af hundaeigendum sem eiga að standa undir kostnaði við skráningarvinnu og eftirliti með lausagöngu. Hvað meindýraeyðinguna varðar greiða sveitarfélöginsérstaklegafyrirþað.

Það er gæfa Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að hafa alltafhaft á að skipa hæfu starfsfólki. Samstarfvið sveitastjórnir á Suðurnesjum og stofnanir þeirra hefur alla tíð verið náið án þess að það hafi að neinu leyti skert sjálfstæði embættisins. Vonandi verður svo áfram um ókominár.

Magnús H. Guðjónsson FramkvæmdastjóriHES

This article is from: