1 minute read

Hlutverk og uppbygging

Next Article
Dýraeftirlit

Dýraeftirlit

Heilbrigðisnefnd

Starfssvæði Heilbrigðisnefndar Suðurnesjasvæðis nær yfir sveitarfélögin fjögur á Reykjanesskaganum: Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélagið Voga. Í nefndinni sitja sex fulltrúar, fimm kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður og einn tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt í nefndinni. Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina til viðbótar en hann hefur ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Náttúruverndarnefndir hafa ekki skipað fulltrúa í nefndina undanfarin kjörtímabil.

Advertisement

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja er þannig skipuð kjörtímabilið 2018-2022:

Suðurnesjabær Haraldur Helgason, formaður (Jón Ragnar Ástþórsson til vara).

Reykjanesbær Hanna Björg Konráðsdóttir (Jóhann Snorri Sigurbergsson til vara). Ingvi Hákonarson (Andri Freyr Stefánsson til vara).

Sveitarfélagið Vogar Inga Rut Hlöðversdóttir (Áshildur Linnet til vara).

Grindavík Birgitta Káradóttir (Jóna Rut Jónsdóttir til vara).

Fulltrúi atvinnurekanda á Suðurnesjum er Bergþóra Sigurjónsdóttir.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hélt 6 fundi árið 2020 og eru fundargerðir birtar á heimasíðu embættisins, www.hes.is.

Starfsmenn

Hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja starfa 6 starfsmenn í 5,7 stöðugildum. Þessu til viðbótar nýtur embættið þjónustu frá skrifstofu Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum og felst hún í almennu skrifstofuhaldi, s.s. símsvörun og bókhaldi. Starfsmenn embættisins á árinu 2020 voru:

Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Ásmundur E. Þorkelsson, hollustuháttaeftirlit. Sonja Hrund Steinarsdóttir, matvælaeftirlit. Stefán B. Ólafsson, dýraeftirlit. Helgi Haraldsson, umhverfiseftirlit. J. Trausti Jónsson, mengunareftirlit.

This article is from: