Viðburðaríkt og eftirminnilegt ár
Formannsávarp Ólafs Eyjólfssonar
Kæru Njarðvíkingar og aðrir velunnarar
Það er alltaf ánægjulegt að líta yfir farinn veg þegar líður að áramótum, sérstaklega á afmælisári eins og þessu, þar sem 80 ára afmæli félagsins verður fagnað áfram fram í apríl 2025. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og eftirminnilegt fyrir félagið.
Afmælisárið hófst á hátíðaraðalfundi, sem haldinn var á sjálfan afmælisdaginn í grunnskóla Njarðvíkur. Fundurinn var afar vel sóttur og rík gleði einkenndi hann. Á þessum tímamótafundi var nafni félagsins breytt úr Ungmennfélagi Njarðvíkur í Ungmennafélagið Njarðvík til að leggja enn meiri áherslu á nafnið Njarðvík og halda því á lofti.
Afmælisárið var einnig tilefni til endurmörkunar á ásýnd félagsins, samhliða tilkomu nýrrar íþróttahallar við Stapaskóla Við fengum í lið með okkur hönnuð sem séhæfir sig á þessu sviði
og hann hefur leitt þessa vinnu og unnið af mikilli fagmennsku. Nýtt afmælismerki félagsins, sem leggur áherslu á okkar græna lit, var hannað. Auk þess var nýtt ljónamerki kynnt, sem byggir á arfleifð gamla merki Njarðvíkurbæjar. Merkið blandar saman ljóninu og Nirðinum á smekklegan hátt. Þessari vinnu er þó ekki lokið, enda markmiðið að sameina ásýnd allra deilda undir einum heildarsvip, þó með sérkennum hverrar deildar í huga. Í vor kvöddum við Ljónagryfjuna með leik þar sem sigur vannst. Ljónagryfjunni þökkum við fyrir 50 ár af sigrum og gleði.
Í haust fengum við loksins afhent nýja íþróttahúsið við Stapaskóla, sem beðið hefur verið eftir í næstum tvö ár. Vígsluleikurinn fór fram við hátíðlega athöfn, og hann vannst að sjálfsögðu Þetta glæsilega hús er stórt skref fram á við fyrir körfuknattleiksdeildina og mun hafa mikil áhrif á starfsemi hennar Þetta var sannkallaður gleðidagur fyrir okkur Njarðvíkinga Íþróttafólkið okkar heldur áfram að sýna framúrskarandi árangur eins og undanfarin ár Á sama tíma höfum við ástæðu til að vera stolt af þeim fjölmörgu landsliðsfólki sem félagsmenn okkar eiga í hinum ýmsu íþróttagreinum En ekki síður erum við stolt af þeim sjálfboðaliðum, foreldrum, þjálfurum og starfsfólki sem skapa umgjörðina sem gerir íþróttafólki okkar kleift að ná þessum árangri Við sendum einnig baráttukveðjur til nágranna okkar í Grindavík, sem hafa gengið í gegnum erfiðar hamfarir Þessar aðstæður snerta okkur öll, og það er ótrúlegt að sjá hversu vel þeim hefur tekist að halda uppi öflugum meistaraflokkum í bæði körfubolta og fótbolta Á þessum hátíðartíma hugsum við sérstaklega hlýtt til þeirra Núna hafa fjölmargir Grindvíkingar flutt búferla sína til Reykjanesbæjar, og höfum við fengið að njóta góðs af öflugu fólki inn í íþróttastarfið Auk þess hefur fjöldi ungra og efnilegra iðkenda bæst í hópinn, sem hefur sett skemmtilegan svip á starfið okkar Að lokum vil ég færa öllum sjálfboðaliðum okkar hjartans þakkir Það er ekki sjálfgefið að hafa svo öflugan hóp, og Njarðvík býr yfir sérstöðu hvað þetta varðar Takk fyrir ykkar ómetanlega framlag!
Gleðilega hátíð
Gleðileg Njarðvíkurjól og farsæld á komandi ári!
Ólafur Eyjólfsson Formaður UMFN
Ný ásýnd Njarðvíkur
Markmiðið með endurmörkuninni var að móta ásýnd félagsins með því að byggja á sögu þess. Við skoðun á einkennum félagsins í gegnum tíðina fundust sérkenni sem skáru sig úr, eins og broddaletrið í fyrsta merki UMFN frá 1969 og útgáfunni sem notuð var í tilefni 40 ára afmælis félagsins.
Í tilefni af 80 ára afmæli félagsins var hannað sérstakt merki sem vísar til eldra merkis UMFN, sem var einfaldara en núverandi útgáfa. Þetta merki var oftast notað í einlita útgáfu, en einnig í blárri og rauðri útfærslu.
Ljónið í nýja merkinu tengir við íþróttahús Njarðvíkinga, Ljónagryfjuna, sem og stuðningssveitir félagsins í körfuboltanum, sem oft eru kallaðar ljónin Merki ljónanna er byggt á gamla skjaldarmerki Njarðvíkurbæjar (Njarðvíkur Nirðinum), þar sem sjávar-kóróna prýðir topp ljónsins Ljónið er einnig teiknað inn í form merkis félagsins til að tryggja að táknin tali vel saman Hönnuður ásýndar er Anton Jónas Illugason
Þó að UMFN sé nú þekkt fyrir grænan lit hefur það ekki alltaf verið þannig. Árið 1958 sótti félagið um keppnisbúninga hjá ÍSÍ, þar sem bolurinn var „blár með gulum uppslögum, gulum kraga og hvítum stöfum“, ásamt svörtum buxum og gulum sokkum. Til er ljósmynd frá 1965 sem sýnir lið UMFN í körfuknattleik keppa í þessum búningum gegn HSK. Í seinni tíð hefur græni liturinn verið ríkjandi hjá UMFN, en liturinn hefur þó tekið ýmsum breytingum Í þessari vinnu lögðum við áherslu á að finna hinn sanna Njarðvíkurgræna lit, sem yrði notaður til framtíðar Við sóttum innblástur í gullaldarskeið félagsins í byrjun 21 aldarinnar þegar körfuknattleiksdeildin var í hvað mestum blóma
Leturvalið endurspeglar tvö lykiltímabil í sögu UMFN Annars vegar árið 1971, þegar körfuboltaliðið bar skammstöfun félagsins á bringunni í látlausu letri og hins vegar árið 1969, með vísun í upprunalega merkið með einkennandi broddaletri
Virkilega spennandi fótboltaári að
ljúka
Það góða við knattspyrnuna er að hvert starfsár er fullt af áskorunum og heldur betur mikið af upplifunum. Var því starfsárið 2023 - 2024 hjá knattspyrnudeildinni svo sannarlega viðburðarríkt líkt og undanfarin ár. Það er mjög jákvæður þáttur í starfinu hjá Njarðvík, að iðkendum heldur áfram að fjölga jafnt og þétt en það æfðu rúmlega 400 knattspyrnu á þessu starfsári. Við höfum lagt mikla áherslu á að bjóða upp á skemmtilegt, fjölbreytt og metnaðarfullt starf með góðum þjálfurum. Þar sem við viljum að iðkendur njóti sín sem allra best og fái verkefni við hæfi. Í yngstu flokkunum fórum á öll stærstu sumarmótin eins og Norðurálsmótið á Akranesi, Orkumótið í eyjum, TM mótið í eyjum, Símamótið í Kópavogi, Setmótið á Selfossi, N1-mótið á Akureyri sem og öll hin dagsmótin Allir flokkarnir stóðu sig virkilega vel á þessum mótum og voru félaginu til sóma Eins og undanfarin ár þá kepptu 2 , 3 , 4 og 5 flokkur karla og kvenna í Faxaflóamótinu yfir veturinn og í kjölfarið á því hófst svo Íslandsmótið Gaman er að segja frá því að í bæði 5 og 4 flokki drengja eru að æfa rúmlega 70 drengir Um sumarið hélt 4 flokkur drengja á vit ævintýranna til Bandaríkjanna og tók þar þátt í USA cup Var Njarðvík með 4 lið, þar sem tæplega 60 drengir kepptu fyrir hönd Njarðvíkur Var þetta mikil upplifun og reynsla fyrir drengina enda spiluðum þeir t d gegn liðum frá Bandaríkjunum, Mexíkó og Frakklandi svo fátt eitt sé nefnt En okkar drengir lögðu sig svo sannarlega 100% fram í verkefnið og geta borið höfuðið hátt eftir þessa ferð 3 flokks karla hjá okkur náði eftirtektarverðum árangri í sumar og í rauninni óhætt að segja að þeir hafi verið á eldi, því þeir unnu sig upp í A-deild á Íslandsmótinu Í bikarkeppninni komust þeir alla leið í undanúrslit, þar sem þeir töpuðu gegn Íslandsmeisturum Þórs í hörkuleik Virkilega flottir drengir þar á ferð sem svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér Einnig fór 3 flokkurinn í æfingaferð til Spánar sem var einkar vel heppnuð Fyrirmyndardrengir þar á ferð
Strákarnir okkar í 2.flokki fóru rólega af stað á þessu tímabili en þegar það var búið að slípa þá vel saman þá fóru hjólin að snúast almennilega og endaði tímabilið hjá þeim með því að þeir unnu sig upp í C-deild á Íslandsmótinu.
Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan í kvennaboltanum hjá Njarðvík en 5., 4. og 3. flokkur hefur hafið samstarf við RKV og heitir nýja liðið RKVN. Gengið hefur vel á fyrsta samstarfsárinu, þó svo vissulega hafi verið einhverjir byrjunarhnökrar. Einn allra stærsti kostur samstarfsins er að það eru töluvert fleiri iðkendur á æfingum, sem eykur til muna líkurnar á að hver iðkandi fái verkefni við hæfi Einnig verður að nefna það að Njarðvík er búið að stofna lið í m fl kvenna í samstarfi við Grindavík, sem mun klárlega vera góð gulrót fyrir yngri iðkendur okkar Þannig það er gjörsamlega allt að gerast í kvennaboltanum Í sumar fór svo 4 flokkur RKVN í æfinga- og keppnisferð til Spánar þar sem fjörið var allsráðandi Virkilega skemmtilegt fyrir stelpurnar að æfa við algjörar toppaðstæður og spila við sterk, spænsk akademíulið A lið flokksins komst alla leið í úrslitaleik mótsins, en tapaði þó með einu marki
Aðrir flokkar sem tóku þátt í Íslandsmótinu stóðu sig einnig að sjálfsögðu vel og geta tekið helling út úr sumrinu sem fer í reynslubankann til að verða enn betri knattspyrnumenn og konur Breytingar eru í þjálfarateyminu okkar en Sveinbjörn Jón Ásgrímsson,
Sigurður Elíasson, Elvar Andri Guðjónsson og Einar Lars Jónsson hafa horfið á braut Knattspyrnudeildin vill þakka þeim fyrir sitt frábæra framlag til félagsins Inn í félagið hafa komið reynsluboltarnir Árni Þór Ármannsson og Emil Daði Símonarson Þegar horft er yfir tímabilið sem er að líða, þá er óhætt að segja að það hafa verið afskaplega margar góðar stundir, þó svo að vissulega hafi verið einnig verið súrar stundir Það sem er alveg á hreinu er að þjálfarar, iðkendur og allir sem tengjast yngri flokkunum hafa gert sitt besta til að gera þetta tímabil eins eftirminnilegt og hægt er Hafa flestir okkar iðkendur tekið flottum og góðum framförum, framtíðin hjá yngri flokkum Njarðvíkur er spennandi enda stefnum við hátt Það sem mestu máli skiptir í öllu sem tengist iðkunn á íþrótt er að allir séu að róa í sömu átt sem tengjast knattspyrnudeild Njarðvíkur á einn eða annan hátt Þegar við stöndum saman þá eru okkur flestir vegir færir og framtíðin er okkar! Því þökkum við öll hjá knattspyrnudeild Njarðvíkur kærlega fyrir geggjað tímabil en jafnframt hlökkum við afskaplega mikið til ókominna tíma, áfram Njarðvík!
Fyrir fánann og UMFN
Bjarki Már Árnason yfirþjálfari yngri flokka
Besti árangur sögunnar!
Kæru Njarðvíkingar nær og fjær!
Enn einu fótboltaárinu að ljúka og var þetta ár, ár til minninga. Njarðvíkurliðið jafnaði sinn besta árangur í sögunni og bætti um leið stigamet sitt í næstefstu deild karla. Á síðasta tímabili tók Gunnar Heiðar Þorvaldsson við liðinu á miðju tímabili og ljóst var að frá upphafi að knattspyrnudeildin gat horfti til bjartari tíma. Mikill metnaður kemur inn með þjálfara sem þessum og smitast það út í starfið okkar. Kapp var lagt á að halda í sama kjarnann og á fyrra tímabili en bæta við sterkum leikmönnum á þá staði sem vantaði. Liðið slípaði sig saman á undirbúningstímabili með æfingaleikjum og svo tók alvaran við um vorið. Mjólkurbikarinn hófst um miðjan apríl og mættum við Gróttu á útivelli í fyrsta leik okkar Virkilega góð frammistaða hjá strákunum sem endaði þó í látum á síðustu mínútum leiksins þar sem Gróttumenn komust yfir, 3-2 og okkar menn skiljanlega svekktir með stutt bikarævintýri þetta árið Þá er ekkert annað að gera en að setja allt kapp á deildarkeppnina Íslandsmótið hófst svo í byrjun maí þar sem við spiluðum okkar fyrsta deildarleik á útivelli gegn Leikni R 1-2 útisigur og tilfinningin góð hjá leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum Við tóku 5 sigurleikir, eitt jafntefli og eitt tap og eftir 8 umferðir var Njarðvíkurliðið á toppi deildarinnar Mikil stemning Aðeins fór að halla undan fæti um mitt tímabil og þegar venjuleg deildarkeppni var hálfnuð situr Njarðvík í 2 sæti deildarinnar Seinni hluta tímabilsins fóru jafnteflin að hrannast inn á meðan liðin kringum okkur nálguðust óðfluga Í seinni 11 leikjum tímbilsins gerði liðið 7 jafntefli sem var dýrkeypt í þessari miklu baráttu Staðreyndin var orðin sú að þegar tveir leikir voru eftir af deildarkeppni var liðið fallið úr umspilssæti og var liðið stigi á eftir ÍR sem sátu í síðasta umspilssætinu Í næstsíðustu umferð spiluðum við heimaleik gegn Keflavík, leik sem varð að vinnast. 0-0 jafntefli var þó niðurstaðan og fyrir síðasta leik var Njarðvík þó enn stigi frá umspili. Í síðasta leik sóttum við Grindavík heim í Safamýri og fjölmenntu Njarðvíkingar á leikinn. Í sætunum tveimur fyrir ofan okkur voru Afturelding og ÍR, en þau mættust einmitt í lokaumferðinni. Sigur nægði því gegn Grindvíkingum til þess að tryggja umspilssæti. Njarðvík komst 1-0 yfir og stúkan ærðist. Heimamenn svöruðu þó með tveimur mörkum með mínútu millibili í seinni hálfleik og hjartað datt í buxur okkar Njarðvíkinga.
Njarðvíkurliðið sótti eins og það gat í 35 mínútur og náðum við að pota inn jöfnunarmarki á lokamínútunum, en kom það því miður of seint 2-2 jafntefli niðurstaðan og Njarðvík missti því miður af umspili
Þrátt fyrir þennan svekkjandi endi á tímabilinu getum við verið stolt af þessum besta árangri knattspyrnudeildar Njarðvíkur og ljóst er að með áframhaldandi uppbyggingu innan deildarinnar getur Njarðvík hæglega spilað í deild þeirra bestu á næstu árum. Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn eru tilbúnir til þess að skrifa söguna aftur og vill stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur biðla til suðningsmanna að skrifa söguna með okkur.
Að lokum vill stjórn knattspyrnudeildar þakka stuðninginn á þessu ári sem er að líða, hvort sem það snýr að rekstri, stuðningi eða sjálfboðavinnu. Án ykkar væri þetta ekki hægt.
Njótið vel yfir hátíðarnar og sjáumst á Rafholtsvellinum í sumar! Knattspyrnudeild UMFN
Grindavík/Njarðvík hjá stelpunum
Formenn knattspyrnudeilda Grindavíkur og Njarðvíkur skrifuðu í haust undir samning þess efnis að meistaraflokkar kvenna UMFG og UMFN tefli fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili
Njarðvík hefur tekið þátt í bikarkeppni kvenna síðastliðin tvö tímabil, og ljóst að stefnan hefur verið að senda meistaraflokk kvenna í deildarkeppni á næstu árum
Nú hafa náðst samningar um sameiningu við meistaraflokk kvenna úr Grindavík og óhætt að segja um sé að ræða heillaskref fyrir bæði félög
Gylfi þjálfar
liðið
Gylfi Tryggvason hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá sameiginlegu liði Grindavíkur og
Njarðvíkur
Samningurinn gildir út tímabilið 2027 og er þessi ráðning gríðarlega spennandi fyrir framtíð kvennaknattspyrnunnar á Suðurnesjum.
Gylfi kemur til liðsins frá HK, þar sem hann starfaði sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og þjálfaði einnig yngri flokka.
Reynsla hans nær víðar, en hann hefur áður þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ, og er með bæði UEFA B þjálfaragráðu og UEFA youth gráðu.
Knattspyrnudeildir Grindavíkur og
Njarðvíkur binda miklar vonir við þetta samstarf
Gylfi mun gegna lykilhlutverki í því að
Gleðileg jól og eigið gæfuríkt ár
Lokahóf knattpsyrnudeildar
Lokahóf Knattspyrnudeildar fyrir tímabilið 2024 var haldið í haust, þar sem leikmenn, stjórn og stuðningsmenn komu saman að fagna flottum árangri sumarsins
Besti leikmaður tímabilsins valinn af leikmönnum, stjórn og þjálfurum var Aron Snær Friðriksson sem stóð vaktina í marki Njarðvíkur í sumar í 20 leikjum af 22. Í þeim leikjum hélt hann markinu sínu hreinu alls 7 sinnum auk þess að hafa varið marg oft stórglæsilega. Freysteinn Ingi Guðnason var síðan valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins, og hlaut Mile bikarinn eftir flotta frammistöðu á sínu á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki, þrátt fyrir ungan aldur. Á tímabilinu byrjaði hann 5 af 19 leikjum sem hann tók þátt í og gerði 1 mark, auk þess að sína ansi oft mjög lipra takta. Arnar Helgi Magnússon fékk síðan sérstök aukaverðlaun stjórnar fyrir flotta frammistöðu sína á tímabilinu.
Veittur var blaðamannabikar Njarðvíkur og fékk Stefán Marteinn Ólafsson frá fotbolti.net hann að þessu sinni.
Verðlaun
Bestur: Aron Snær Friðriksson
Efnilegastur: Freysteinn Ingi Guðnason
Heiðursverðlaun stjórnar: Arnar Helgi Magnússon
Verðlaun fyrir leikjafjölda: Kenny Hogg - 200 leikir
Joao Ananias - 50 leikir
Blaðamannabikar UMFN: Stefán Marteinn Ólafsson - fotbolti net
Freysteinn Ingi á reynslu hjá IFK Norrköping
Njarðvíkingurinn, Freysteinn Ingi Guðnason, fór til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping í nóvember
IFK Norrköping er sannkallað Íslendingafélag enda fjölmargir Íslendingar leikið með félaginu í gegnum tíðina, og m a þjálfari Njarðvíkurliðsins, Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Auk þess sem Njarðvíkingurinn, Arnór Ingvi Traustason, er á mála hjá félaginu um þessar mundir Freysteinn er ásamt Jónatani Guðna Arnarssyni, félaga sínum úr yngri landsliðum Íslands og leikmanni Fjölnis á reynslu hjá
Norköpping þar sem þeir hafa æft með bæði aðalliði félagsins auk akademíunnar
Freysteinn hefur þrátt fyrir mjög ungan aldur leikið alls 41 leiki fyrir meistaraflokks Njarðvíkur og spilaði 19 leiki í Lengjudeildinni á liðnu tímabili þar sem Njarðvíkurliðið jafnaði sinn besta árangur í sögunni
Knattspyrnudeildin óskar Freysteini til hamingju með tækifærið hjá IFK Norrköping!
Arnór Ingvi Traustason:
Ætla að spila eins lengi og ég get
Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason hefur spilað sem atvinnumaður erlendis í tólf ár Hann hefur komið víða við á ferlinum og spilað í Svíþjóð, Grikklandi, Bandaríkjunum, Noregi og Austurríki Hann spilar nú með liði Norrköping í efstu deild í Svíþjóð en árið 2022 gekk hann til liðs við sænska liðið í annað sinn á ferlinum eftir að hafa spilað með liðinu frá 2014 - 2016. Ritstjórn spurði okkar mann nokkurra spurninga um ferilinn og lífið sem atvinnumann.
Hvernig er lífið í Svíþjóð og hvernig hefur gengið hjá þér undanfarið?
Lífið er nokkuð gott. Við fjölskyldan höfum komið okkur vel fyrir og líður vel. Inná vellinum hefur gengið ágætlega, vorum í brasi á þessari leiktíð en náðum að enda þetta á góðum nótum.
Áttu skemmtilega sögu úr atvinnumennskunni?
Andrea konan mín var komin 12 daga fram yfir settan dag með frumburðinn okkar, sama dag og liðið mitt Malmö var að ferðast til London til að mæta þar Chelsea daginn eftir Ég gekk um gólf á æfingasvæðinu og var ekki á því að ferðast með liðinu þegar þjálfarinn sagði þessa skemmtilegu línu: „ef hún nær að eignast barnið í dag þá er það frábært, þá getur þú komið til London á morgun og spilað leikinn“ Í stuttu máli þá kom Aþena Röfn í heiminn sama dag, ég spilaði á Stamford Bridge degi seinna og man sáralítið eftir leiknum, enda viðburðaríkur sólarhringur að baki
Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur spilað með?
Þeir eru nokkrir sem koma til greina Ég spilaði með Markus Rosenberg í Malmö, rosalegur leiðtogi og enn betri manneskja Besti íslenski leikmaðurinn er Eiður Smári
Hver eru markmiðin fyrir restina af ferlinum?
Markmiðið er að halda mér eins frískum og ég get og að spila eins lengi og ég get
Hvaða ráð getur þú gefið ungum Njarðvíkingum sem vilja ná langt?
Þú verður að hafa trú á sjálfum/sjálfri þér og ekki gefast og auðvellega upp! Þetta er verkefni sem tekur tíma og mikla vinnu. Lykilatriðið er að hafa trú á sjálfum(sjálfri sér!
Aðalfundur 2024 á 80 ára afmæli UMFN
Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn þann 23 apríl 2024 kl 20:00 í hátíðarsal Njarðvíkurskóla Mætingin var mjög góð í ár endar um afmælisfund að ræða Stefán Thordersen sá um fundarstjórn og Þórdís Björg Ingólfsdóttirvoru ritaði fundinn
Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn Formaður til eins árs, Einara Lilja Kristjánsdóttir og Þórdís Björg Ingólfsdóttir sitja áfram í stjórn þar sem þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, Thor Hallgrímsson og Erlingur Hannesson voru kjörnir til tveggja ára stjórnarsetu, Guðný Björg Karlsdóttir og Anna Andrésdóttir kjörnar varamenn til eins árs.
Ólafsbikarinn
Ólafur Thordersen afhendir Ólafsbikarinn. Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem Ólafsbikarinn er afhentur og er bikarinn hugsaður sem viðurkenning fyrir þá sem hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið.
Í ár var það Vala Rún Vilhjálmsdóttir sem hlaut þessa frábæru viðurkenningu og á hún það svo sannarlega skilið endar tóku fundargestir vel undir með kröftugu lófaklappi og fögnuði.
Gullmerki UMFÍ
Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri UMFÍ sæmdi Ólaf Eyjólfsson formann UMFN gullmerki UMFÍ við mikinn fögnuð
Aðrir gestir sem tóku til máls voru Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, Rúnar Arnarson formaður ÍRB og Ellert Björn stjórnarmaður Massa
Ellert vakti athygli athygli á því að deildin sé að fara að halda heimsmeistaramót í kraftlyftingum 11 – 16 nóvember, vægast sagt mjög spennandi
Íþróttafólk UMFN 2023
Knattspyrna
Gísli Martin SIgurðsson
Þríþraut
Heba Maren Sigurpálsdóttir
Elvar Þór Ólafsson
Körfuknattleikur
Erna Hákonardóttir
Mario Matasovic
Kraftlyftingar
Elsa Pálsdóttir
Hörður Birkisson
Ólympískar lyftingar
Katla Björk Ketilsdóttir
Sund
Ástrós Lovísa Hauksdóttir
Guðmundur Leo Rafnsson
Heiðursviðurkenningar 2024
Gullmerki UMFN
Friðrik Ingi Rúnarsson
Thor Hallgrímsson
Silfurmerki UMFN
Guðný Björg Karlsdóttir
Bronsmerki UMFN
Erna Hákonardóttir
Ólafur Helgi Jónsson
Skúli Björgvin Sigurðsson
Sigurrós Antonsdóttir
Örvar Þór Kristjánsson
Fjöldamörg tækifæri í nýrri aðstöðu
Jólapistill barna- og unglingaráðs KKD UMFN
Sögulegt ár er nú senn á enda en mikil breyting varð á starfsemi barnaog unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þetta árið með tilkomu á IceMar-Höllinni við Stapaskóla Bylting fyrir iðkendur körfuknattleiksdeildarinnar bæði til æfinga og keppni Það er vissulega áskorunum háð að flytja jafn viðamikla starfsemi á milli húsa en með samhentum hópi Njarðvíkinga og viljann að vopni hefur vel tekist til að læra á og aðlagast nýjum aðstæðum Fjöldamörg tækifæri bíða okkar í IceMar-Höllinni og þegar frágangsvinnu við húsið er lokið og starfsemi fær á sig nokkuð endanlega mynd er ljóst að nýr heimavöllur fyrir ljónahjörðina mun laða að sér ótal gesti og nýja iðkendur
Ljóst er að félagsaðstaða er engin í nýrri IceMar-Höll sem gerir það að mikilli áskorun að hýsa fjölmennustu leikina sem eru í vændum með hækkandi sól Nú þegar hefur ein slík áskorun litið dagsins ljós en þá hélt Njarðvík í fyrsta sinn miniboltamót með núverandi hætti þar sem hundruðir iðkenda og forráðamanna heimsóttu IceMar-Höllina í nóvembermánuði Veitingasala og aðstaða fyrir keppendur og gesti var haldin í matsal Stapaskóla Skólastjórn sendum við bestu þakkir fyrir samstarfið við mótið en matsalur Stapaskóla er eina afdrepið í húsinu þar sem Njarðvík hefur aðstöðu fyrir félagsstarfið í kringum íþróttina. Það er trú okkar Njarðvíkinga að það sé ekki í langtíma áformum Reykjanesbæjar að félagsstarfið fari fram á matsal Stapaskóla miðað við þá víðfemu starfsemi sem fylgir nútíma körfuknattleiksliðum.
Síðasta leiktímabil 2023-2024 varð félagið svo lánsamt að eignast Íslandsmeistara í minibolta 11 ára kvenna þar sem A-liðið fór taplaust í gegnum veturinn og hafði verðskuldaðan sigur á mótinu. Kristjana Jónsdóttir og Bylgja Sverrisdóttir voru þjálfarar árgangsins og var virkilega gaman að fylgjast með þessum öfluga stúlknahópi láta til sín taka á Íslandsmótinu. Fleiri flokkar gerðu góða hluti á tímabilinu en þó fleiri titlar hafi ekki komið í land þá erum við í unglingaráði þess fullviss að sú vegferð sem þegar er hafin muni halda áfram að skila félaginu öflugum iðkendum og öflugu félagsfólki þegar fram líða stundir
Á vormánuðum er Nettómótið vinsæla í brennidepli og með tilkomu IceMar-Hallarinnar er ljóst að mótið getur tekið á móti enn fleiri þátttakendum því síðustu ár hefur verið uppselt á mótið Við hvetjum fólk og fyrirtæki til þess að vera vakandi fyrir Nettómótinu fyrstu helgina í mars og taka vel á móti þeim þúsum gesta sem heimsækja Reykjanesbæ KarfaN hagsmunafélag unglingaráðanna í Njarðvík og Keflavík er framvkæmdaraðili mótsins og á þessu glæsilega móti þarf allar hendur upp á dekk Við bíðum spennt eftir því að færa bænum okkar allan þennan gestafjölda en þessa helgina mun Reykjanesbær iða af lífi
Barna- og unglingaráð vill þakka forráðamönnum og iðkendum þeirra þolinmæðina og skilning við upphaf þessa tímabils en það er enginn hægðarleikur að hanna nýja æfingatöflu og láta hana passa sem best við það blómlega líf sem er í bænum okkar. Hinsvegar hefur tekist að fjölga æfingum með nýrri aðstöðu og þá hefur iðkendum einnig farið fjölgandi sem er mikið fagnaðarefni. Við höldum ótrauð áfram og hlökkum til að hitta ykkur öll í IceMar-Höllinni. Ég sendi sjálfboðaliðum, þjálfurum, starfsfólki, iðkendum og öllum bæjarbúum mínar bestu jóla- og nýárskveðjur.
Fyrir fánann og UMFN
Jón Björn Ólafsson
Formaður barna- og unglingaráðs KKD UMFN
Tækifæri til vaxtar og eflingar
Ágætu Njarðvíkingar nær og fjær
Íþróttir eru og munu ávallt verða ein af grunnstoðum þess samfélags sem við viljum búa í og byggja upp Í sameiningu sköpum við sterka og samheldna heild sem stendur þétt saman – hvort sem við horfum til lýðheilsu, menntunar, uppeldis barna og ungmenna, eða afreksíþrótta Uppbyggingin sem nú er í vændum hér í Reykjanesbæ opnar dyr að ótrúlegum tækifærum til vaxtar og eflingar Við fáum að halda áfram að sinna samfélagslegri ábyrgð okkar af enn meiri krafti og með betri aðstöðu
Fyrir hönd KKD UMFN vil ég senda bæjarstjórn, Hafsteini Ingbergssyni og öllu hans frábæra starfsfólki og aðra sem hafa staðið að þessu, bestu þakkir Sérstakar þakkir fyrir dugnaðinn, framtíðarsýnina og kjarkinn til að sjá þau tækifæri sem blómlegt íþróttastarf skapar fyrir okkur öll
Með opnun IceMar-hallarinnar og nýtingu Stapaskóla, sem gegnir svo mikilvægu hlutverki fyrir UMFN, erum við að tryggja sterkari stöðu félagsins Dagleg vinna félagsmanna, sjálfboðaliða og iðkenda er ómetanleg – við erum að fjárfesta í heilsu, vellíðan og heilbrigði framtíðarinnar Við erum að styrkja æskulýðs- og forvarnarstarf og gera UMFN enn samkeppnishæfara inn í framtíðina.
Kæru stuðningsmenn sem og styrktaraðilar. Án ykkar værum við ekki á þessum stað í okkar félagsstarfi. Ég vil fyrir hönd UMFN-fjölskyldurnar þakka ykkur mikla tryggð við starfið og um leið jákvæða hvatningu því það er eingöngu þannig sem við náum að bæta okkur.
Kæru Njarðvíkingar. Ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með kærri þökk fyrir stuðninginn í gegnum tíðina.
Fyrir fánann og UMFN. Halldór Karlsson Formaður KKD UMFN
Lára og Sigurbergur hlutu Áslaugar- og Elfarsbikarinn
Á lokahófi unglingaráðs voru Áslaugarbikarinn og Elfarsbikarinn afhentir. Að þessu sinni var það Lára Ösp Ásgeirsdóttir sem hlaut Áslaugarbikarinn og Sigurbergur Ísaksson sem hlaut Elfarsbikarinn Tveir ungir og öflugir leikmenn sem jafnframt hafa starfað af mikilli óeigingirni fyrir Njarðvík Bikararnir eru afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins þeim sem eru fyrirmyndir innan sem utan vallar Áslaugarbikarinn er gefinn til minningar um Áslaugu Ólafsdóttur af fjölskyldu hennar og er Elfarsbikarinn gefinn til minningar um Elfar Jónsson
Bæði Áslaug og Elfar voru virk í körfuboltastarfinu og voru fjölskyldumeðlimir þeirra sem afhentu gripina á lokahófinu Við óskum Láru og Sigurbergi innilega til hamingju
Níu fulltrúar UMFN í landsliðum
Landsliðssumarið 2024 átti Njarðvík níu fulltrúa í U15, U16 og U20 ára landsliðum Íslands Elías Bjarki Pálsson sem nú leikur í bandaríska háskólaboltanum varð
Norðurlandameistari með U20 ára liði karla en næsta sumar munu bæði U20 ára landslið karla og kvenna leika í A-deild á meðal bestu þjóða Evrópu Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vill þakka Reykjanesbæ, almenningi og fyrirtækjum sem styrktu verkefni krakkanna í sumar með íslensku landsliðunum Mótttökurnar sem þau fengu voru frábærar en sumir hverjir þurftu að greiða hátt í eina milljón króna fyrir þátttöku sína með íslenska fánann yfir brjósti sér! Þarna þurfum við sem þjóð að gera miklu betur
Jólakúlan 2024 - Ljónagryfjan
Nú þegar okkar ástsæla Ljónagryfja er ekki lengur aðalkeppnishús félagsins ákvað Barna- og unglingaráð að koma Ljónagryfjunni haganlega fyrir á nýrri og
Viðtal við Rúnar Inga Erlingsson, þjálfara karlaliðs Njarðvíkur
Búum til gott körfuboltaumhverfi!
Rúnar Ingi Erlingsson tók við karlaliði Njarðvíkur í körfuknattleik fyrir yfirstandandi tímabil en Rúnar hefur þjálfað kvennaliðið okkar síðustu 4 ár Rúnar er langflestum Njarðvíkingum kunnur en við fórum yfir víðan völl með Rúnari og spurðum hann skemmtilegra spurninga
Hver eru markmið tímabilsins?
Það skemmtilega við það að vera frá Njarðvík er að markmiðasetning er varðar árangur er oftast mótuð fyrir mann Vinna titla , setja fána á vegginn , eða allavega vera í dauðafæri á því er alltaf krafan í Njarðvík. En ef ég tala frá mínu hjarta þá eru markmiðin kannski flóknari, aðaláherslan er að búa til gott körfuboltaumhverfi , búa til gott LIÐ og passa uppá að andinn í liðinu sé í takt við gildi okkar Njarðvíkinga. ,,Með boltann að vopni við höldum beina leið, stæltir og sterkir menn, við reynum að gera allt sem við getum fyrir fánann og UMFN‘‘,ég held að þessar línur sem frændi minn söng um árið sé ansi góð lýsing á þessu, ef okkur tekst þetta saman sem lið þá trúi ég á að við mætum kröfum stuðningsmanna og okkar sjálfra.
Hvað þýðir það fyrir fyrir körfuna í Njarðvík að vera flutt í flottasta körfuknattleikshús landsins? Þetta er risastórt framfaraskref fyrir okkur sem félag á svo marga vegu Ef við byrjum á möguleikum barnanna okkar til þess að fá meira pláss og tíma til að efla sig í íþróttinni, meiri möguleikar fyrir þjálfara og allt unglingastarfið Gríðarlegir tekjumöguleikar fyrir félagið með möguleikum á að taka við fleiri áhorfendum og efla þessa leikdagsupplifun sem er vanmetin Svo er það afreksstarfið , þá er við loksins komin með aðstöðu sem vinnur stóru félögin í Reykjavík og þar með erum við með aukið aðdráttarafl fyrir okkar bestu leikmenn sem setja kröfur um alvöru umgjörð og aðbúnað Ég sakna Ljónagryfjunnar enda nánast alinn upp þar en á sama tíma horfi ég spenntur á framtíðina í nýju húsi
Hvernig smíðar maður Íslandsmeistaralið?
Það er sambland af svo mörgum þáttum að það er eiginlega erfitt að setja það niður á blað. Auðvitað er engin ein töfraleið en að mínu mati eru ákveðin einkenni sem verða að vera til staðar. Þetta eru jú allt einhverjar klisjur en ég elska klisjur. Liðsheildin fyrst og fremst, ef við náum að mynda einingu sem fer í stríð til þess að vinna sama hvernig við förum að því þá ertu komin með eitthvað ,,element,, til þess að vinna með.Leikmenn verða alltaf setja liðið í forgang framyfir sína eigin frammistöðu , spila með sama orkustigi , með einbeitingu á leikplanið og alla þessa litlu hluti sem skipta máli hvort sem þeir séu að hitta vel eða ekki. Andlegur styrkur er annað lykilatriði, við tölum mikið um þetta element, að okkar viðbrögð við aðstæðum sé á þann veg að við höfum fulla stjórn á því sem er að gerast Þegar allt er undir á stóra sviðinu kemur í ljós hvort þessi andlegi styrkur sé nægilega mikill til þess standa uppi sem sigurvegari Að lokum eru það síðan einhverjir einstaklings eiginleikar, endakallinn , skyttan , varnarmaðurinn , óvænti gæjinn Þú finnur þessa eiginleika í flestum meirstaraliðum , ef ég horfi á Íslandsmeistaraliðið okkar kvennamegin 2022 þá er auðvelt að setja nöfn á þessi hlutverk
Óskum Njarðvíkingum nær og fjær
Óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Hver er munurinn að þjálfa kvennalið vs karlalið í meistaraflokki?
Nú var ég aðalþjálfari í 4 ár með Mfl kvenna og set skipulagið og æfingaplön og annað nákvæmlega eins upp hjá karlaliðinu Ég er ungur þjálfari þannig lagað og alltaf að læra þannig það er auðvitað alltaf einhver smá munur milli ára en stóra myndin er alveg nákvæmlega eins. Stærsti munurinn liggur í því að strákarnir hafa aðeins öðruvísi eiginleika sem íþróttamenn, hoppa aðeins hærra sem dæmi. Leikfræðin er svipuð en það eru kannski aðeins öðruvísi hlutir sem maður er að leitast af í sóknarleik , með stelpurnar þarf kannski meira skipulag og leikkerfin með ákveðna endastöð á meðan það er oft aðeins meira frjálsræði karlamegin.
Hver er geitin í íslenskum körfubolta? (B tíma)
Ef við förum í flokkinn fæddur á Íslan mína kynslóð er það Jón Arnór Stefáns oft kallaður ,,Geitin,, ! Ég vil samt opna þe og set þá góðvin minn Brenton Birmin the GOAT Ótrúlegur leikmaður , gat skor frábær varnarmaður og mikill leiðtogi leiðinleg bakmeiðsli var Brenton ráð íslenskum körfubolta í heilan áratug
Gleðilega hátíð og gæfuríkt ár!
Gleðileg jól og farsælt komandi ár frá okkur
Skemmtilegt, fjölbreytt og afar markvert sundár
Það hefur verið mikið um að vera í sundheimum á þessu ári. Árið byrjaði á skemmtilegri keppnisferð til Lyngby í Danmörku 19 - 21 janúar Þar stóð okkar fólk sig afar vel og vann til fjöldan allra af verðlaunum Þann 24 janúar var síðan tilkynnt um val á íþróttafólki Reykjanesbæjar fyrir árið 2023 Þar var okkar fólk í fremstu röð í vali á íþróttafólki Reykjanesbæjar: Eva Margrét Falsdóttir, íþróttakona Keflavíkur og sundkona Keflavíkur Guðmundur Leo Rafnsson íþróttakarl Njarðvíkur og sundmaður Njarðvíkur, Stefán Elías Berman íþróttakarl Keflavíkur og sundmaður Keflavíkur, Ástrós Lovísa Hauksdóttir sundkona Njarðvíkur og Már Gunnarsson sundmaður fatlaðra hjá sundráði ÍRB Síðustu helgina í janúar kepptum við svo á Reykjavíkurleikunum Góður árangur og Guðmundur Leo Rafnsson með fjögur gull á RIG Okkar fólk var að standa sig mjög vel á mótinu Liðið okkar vann til 5 gullverðlauna, 4 silfurverðlauna og 4 bronsverðlauna Alls áttum við 33 úrslitasund á mótinu og unnum til 16 verðlauna í juniorflokki Guðmundur Leo Rafnsson var í gríðarlegu stuði á mótinu, en hann vann til fjögurra gullverðlauna og einna bronsverðlauna Í 200m baksundi þá bætti hann mótsmetið um 2 sekúndur og var eingöngu 6/100 frá lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga Eva Margrét Falsdóttir sigraði í 800m skriðsundi og Denas Kazulis náði sínu fyrsta landsliðslágmarki þegar hann tryggði sér þátttöku á Norðurlandamóti Æskunnar (NÆM) í sumar.
Eldgos og jarðhræringar höfðu áhrif á okkur eins og aðra íbúa bæjarins vegna vatnsleysis í nokkra dag í febrúar. Á þeim tíma redduðu vinir okkar í SH okkur um æfingatíma fyrir þrjá elstu hópana sem kunnum afar vel að meta. Í byrjun júní þá syntum við 12 tíma áheitasund til að safna fjármunum fyrir 10 daga æfingabúðir til Calella á Spáni í lok júlí. Áheitasundi gekk vel þar sem talvert af pningum safnaðist.
Við fórum í í góða æfingaferð til Spánar í lok júlí.
Við nutum okkar sérlega vel í góðru veðri, æfðum kröftuglega alla daga ásamt því gera margt skemmtilegt í þessum ljúfa strandbæ Eins og fara í flest það sem í boði var á ströndinni og fara í skemmtilegan vatnsleikjagarð Í lok síðasta árs þá eignuðumst við Norðurlandameistara í unglingaflokki í 200m baksundi en það var Guðmundur Leo Rafnsson Hann hélt áfram að gera stórkostlega hluti á þessu ári, keppti á Evrópumeistarmóti unglinga þar sem hann komst í undanúrslit og hafnaði í 10 sæti rétt frá úrslitum Núna í haust náði hann lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið í 25m laug sem hann keppir á núna um miðjan desember. Hann er búin að vera taka hvert unglingametið á fætur öðru í baksundunum og stefnir ótrauður á baksundsmetin í fullorðinsflokki sem eru elstu Íslandsmetin. Guðmundur varð Íslandsmeistari í níu greinum í fullorðinsflokki á árinu og í heildina með unglingaflokknum þá vann hann til sautján Íslandsmeistaratitla. Eva Margrét Falsdóttir var líka í sérflokki á árinu en hún varð Íslandsmeistari í ellefu greinum í fullorðinsflokki á árinu. Hún náði lágmörkum á Norðurlandamótið þar sem hún stóð sig gríðar vel og vann til sifurverðlauna í 400m fjórsundi á mjög góðum tíma.
Frábær árangur og margir
titlar hérlendis sem erlendis
Árið í ár hefur verið mjög gjöfult fyrir okkar fólk og mikið af eftirtektarverðum árangri sem mun ritast á spjöld sögunnar Það er löng upptalning sem fylgir árangri okkar fólks á Íslandsmótunum í 50m lauginni í apríl og 25m lauginni í nóvember á þessu ári. Síðan er framundan Bikarkeppnin sem verður á okkar heimavelli í Vatnaveröldinni 20. -21. desember. Alls voru það 18 einstaklingar sem urðu íslandsmeistarar í 61 keppnisgrein á árinu 2024. Fremst í flokki eins og áður sagði voru þau Eva Margrét Falsdóttir sem varð Íslandsmeistari í ellefu greinum í fullorðinsflokki og Guðmundur Leo Rafnsson sem varð Íslandsmeistari í níu greinum í fullorðinsflokki á árinu.
Efnilegir sundmenn á uppleið
Íslandsmeistarar ÍRB 2024:
Margir flottir tímar hafa komið á árinu en þau sem hafa farið fremst í fullorðinsflokki að bæta innanfégasmetin eru þau: Fannar Snævar Hauksson, Guðmundur Leo Rafnsson, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Ástrós Lovísa
Hauksdóttir All stór hluti þessara afreka skipa sér í topp 510 bestu afreka sem unnin hafa verið í íslenskri sundsögu Ásamt einstaklingsmetunum þá höfum við slegið nánast öll innanfélagsmet í boðsundum í opnum flokki og mörg með stórum bætingum Yngri flokka metin hafa líka verið slegin hvert á fætur öðru og margir efnilegir sundmenn á leið inn í framtíðina
Ásrós Lovísa Hauksdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Elísabet Arnoddsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Freydís Lilja Bergþórsdóttir, Kornelia Nadia Maníak, Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Árni Þór Pálmason, Egill Orri Baldursson, Fannar Snævar Hauksson, Gísli Kristján Traustason, Guðmundur Karl Karlsson, Guðmundur Leo Rafnsson, Kristinn Freyr Guðmundsson, Már Gunnarsson, Mikael Fannar Arnarson, Nikolai Leo Jónsson og Stefán Elías Berman
Aldursflokkameistaramót
Íslands 2024 (AMÍ)
AMÍ var haldið í okkar heimalaug þetta árið Hörkukeppni var á mótinu og lokum fór það svo að við höfnum í þriðja sæti eftir æsispennandi keppni við SH og Reykjavík sem var nú sem sameinað lið af höfuðborgarsvæðinu. Lokastaðan í stigakeppninni endaði því þannig: 1. sæti SH 750 stig , 2. sæti Reykjavík 719 stig, 3. sæti ÍRB 701 stig.
Við höfum átt fullt af fólki í landsliðsverkefnum Sundsambandsins sem og hjá ÍF og þá bæði sundmenn og þjálfara.
Paralympics 2024 París
Már Gunnarsson keppti í 100m baksundi á Ólympíuleikum fatlaðra í París þar sem hann náði góðum árangri Setti Íslandsmet í greininni í flokki S12 og hafnaði 7 sæti
Fullt af verkefnum með SSÍ
Þau verkefni sem við tókum þátt í með
Sundsambandi Íslands:
Taastrup Open í Danmörku 3. -5. maí.
Sex sundmenn úr ÍRB sem tóku þátt í þessu verefni og náðu þau góðum árangri og unnu til fjölda verðlauna
Sundmennirnir voru þau: Austéja Marija Savickaité, Elísabet Arnoddsdóttir, Freydís Lilja Berþórsdóttir, Gísli
Kristján Traustason, Julian Jarnutowski og Mikael Fannar
Arnarson Með landsliðinu var líka einn af þjálfurum ÍRB, Jóna Helena Bjarnadóttir
Evrópumeistaramót Unglinga í Vilníus í Litháen 2.-7. Júlí (EMU)
Fimm íslenskir sundmenn kepptu á mótinu og þar átti ÍRB einn fulltrúa, það var Guðmundur Leo Rafnsson. Hann stóð sig afar vel á mótinu komst í undanúrslit í 200m baksundi og hafnaði í 10. Sæti. Jafnframt setti hann einnig setti unglingamet í 50m baksundi á mótinu. Með landsliðinu var líka einn af þjálfurum ÍRB, Steindór Gunnarsson
Æfingabúðir Framtíðarhóps SSÍ
Aðra helgina í september þá áttum við ellefu sundmenn og einn þjálfara sem tóku þátt í æfingabúðum Framtíðarhóps SSÍ
Sundmenn frá ÍRB voru þau: Adriana Agnes Derti, Austéja Marija Savickaité, Árni Þór
Pálmason, Egill Orri Baldursson, Elísabet Arnoddsdóttir, Eydís Jóhannesdóttir, Gísli Kristján Traustason, Julian Jarnutowski, Kornelia Maniak, Mikael Fannar Arnarson og Natalía Fanney Sigurðardóttir Þjálfari frá okkur í ÍRB var Sveinbjörn Pálmi Karlsson
AP mótið í London 25.-27.maí.
Mótið er styrkt af Adam Peaty sem er einn fremsti sundmaður Breta og heimsmetshafi 100m bringusundi Margir af bestu sundmönnum heims voru mættir til þátttöku og sundlaugin var troðfull af áhorfendum alla hluta mótsins. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel á mótinu og komst í úrslit í öllum sínum greinum og var að bæta sig eða synda alveg við sína bestu tíma. Sundmennirnir voru þau: Ástrós Lovísa Hauksdóttir, Denas Kazulis og Nikolai Leo Jónsson sem náðu öll inn B- úrslit og unglingaúrslit og þau Fannar Snævar Hauksson, Eva Margrét Falsdóttir og Guðmundur Leo Rafnsson komust öll inn í Super Finals og kepptu þar til úrslita með mörgum af skærustu sundstjörnum heims. Með landsliðinu var líka einn af þjálfurum ÍRB, Steindór Gunnarsson.
Norðurlandameistaramót Æskunnar í Helsinki í Finnlandi (NÆM)
Sundlið ÍRB átti tvo sundmenn sem kepptu á Norðurlandamóti æskunnar í Helsinki 2-3 júli með unglingalandsliði SSÍ Það voru þau Ástrós Lovísa Hauksdóttir og Denas Kazulis sem stóðu sig sérlega vel á mótinu
Norðurlandamótiðí Vejle í Danmörku 1. - 3. Desember (NM)
Fjórir sundmenn úr ÍRB kepptu með landsliði SSÍ á Norðurlandamótinu í sundi dagana 1 - 3 desember, en mótið fer fram í Vejle í Danmörku
Sundmennirnir frá ÍRB voru: Denas Kazulis, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Fannar Snævar Hauksson Með landsliðinu var líka einn af þjálfurum ÍRB, Steindór Gunnarsson
Heimsmeistaramót í Njarðvík
Keppendur Massa tóku þátt á allnokkrum mótum innanlands á árinu ásamt því að senda keppendur á Norðurlanda- Evrópu- og Heimsmeistaramót Í lok árs sá Massi svo um að halda Heimsmeistaramót IPF í Kraftlyftingum í opnum flokki í búnaði í Njarðvík og var öllu til tjaldað í Ljónagryfjunni
Við byrjum á að fara yfir afreka okkar keppanda á árinu: Þau Benedikt Björnsson, Elsa Pálsdóttir, Sturla Ólafsson og Hörður Birkisson kepptu á Evrópumeistaramóti öldunga Í klassískum kraftlyftingum á Malaga á Spáni í febrúar. Benedikt keppti í -93kg M1 flokki en náði því miður ekki gildri réttstöðulyftu og fékk því ekki total fyrir sína þátttöku. Sturla keppti í -105kg M2 flokki og endaði í 11.sæti í sínum flokki með góðar persónulegar bætingar. Hörður keppti í -74 kg M3 flokki og var töluvert frá sínu besta en hann hefur undanfarið verið að glíma við meiðsli.
Elsa gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistaratitilinn fjórða árið í röð í -76kg M3 flokki og setti um leið heimsmet í hnébeygju er hún lyfti 145kg. Samanlagður árangur hennar var 375 kg og var hún þar með þriðja stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka í sínum aldursflokki 60-69 ára
ÍM í klassískri bekkpressu fór fram í mars á Akranesi Massi átti þar öflugan hóp eða 9 keppendur, og skilaði það sér í 6 Íslandsmeistaratitlum Bjarni Birgir Fáfnisson bætti Íslandsmetin í -74kg M1 flokki í þrígang og lyfti hann mest 135kg Í apríl var Bikarmót í klassískum kraftlyftingum 7 keppendur frá Massa mættu til leiks og urðu 6 þeirra Bikarmeistarar Þeir Hörður Birkisson og Bjarni Birgir slógu einnig þó nokkur Íslandsmet á mótinu
Bikarmót í bekkpressu í búnaði fór fram í apríl Davíð Þór Penalver keppti í -93kg flokki og Þóra Kristín Hjaltadóttir í -84kg flokki. Þau fögnuðu bæði Bikarmeistarartitli í sínum flokki. Í maí var ÍM í klassískum kraftlyftingum unglinga og öldunga. 12 keppendur frá Massa tóku þátt og skilaði það okkur 9 Íslandsmeistaratitlum.
Þrír keppendur frá Massa lögðu land undir fót í júní og fóru norður á Akureyri á ÍM í klassískri réttstöðulyftu Þau Elsa og Hörður fögnuðu Íslandsmeistaratitli í sínum flokki Í Ágúst mánuði fór fram Menningarbikarmót í klassískri bekkpressu á menningarnótt í blíðskaparveðri Massi sendi frá sér 4 keppendur og náðu þau góðum árangur, 3 bikarmeistarar í hús Í lok september hófust framkvæmdir á fullu í lyftingarsal Massa til að betrumbæta aðstöðuna fyrir heimsmeistaramótið og iðkendur Massa til framtíðar
Stjórn Massa ásamt sterkum hópi sjálfboðaliða brutu niður veggi í gömlu búningsklefunum til að stækka lyftingarsalinn
Á meðan flugu þau Elsa Pálsdóttir, Hörður Birkisson og Kristleifur Andrésson til Suður Afríku á heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum og í búnaði sem að hófst í byrjun Október.
Elsa varð Heimsmeistari í -76kg M3 flokki fjórða árið í röð og sigraði hún með miklum yfirburðum. Hörður varð í fjórða sæti í -74kg M3 flokki og var ansi nálægt sínum besta árangri í öllum greinum. Elsa og Hörður slógu til og kepptu líka í búnaði á heimsmeistaramótinu. Hörður endaði einnig í 4.sæti þar.
Elsa tryggði sér heimsmeistaratitilinn í kraftlyftingum í búnaði ásamt því að setja heimsmet í réttstöðulyftu. Kristleifur fór sem fararstjóri og þjálfari og var gaman að sjá uppskeruna hjá keppendum hans
Í byrjun nóvember kláruðust framkvæmdir í Massa í bili Margar hendur tóku þátt í að gera aðstöðuna okkar heimsklassa Tæki voru færð til og fullur gámur með 10 tonnum af sænsku stáli frá Eleiko streymdi inn um gluggann í lyftingarsal Massa. Öllu var svo til tjaldað á efri hæðinni í Ljónagryfjunni og eiga þau Berglind og Maggi mikið lof skilið fyrir frábæra hönnun og útfærslu á keppnissalnum.
EM unglinga í klassískum kraftlyftingum fór fram í Pilsen í
Tékklandi á sama tíma og var Daniel Patrick Riley frá Massa að keppa í -74kg.flokki. Hann endaði í 10.sæti sem að telst mjög gott á sínu fyrsta Evrópumóti.
Stjarnan hélt ÍM í klassískum kraftlyftingum 26 október í glæsilegri aðstöðu sinni í Miðgarði Bjarni Birgir fór fyrir hönd Massa og varð í 2 sæti ásamt því að bæta Íslandsmet í -83kg flokki í M1
Sterkur hópur sjálfboðaliða vann dag og nótt við að komu þessu heim og saman áður en Heimsmeistaramótið hófst mánudaginn 11 nóvember og stóð yfir til laugardagskvöld 16 nóvember 240 keppendur frá 37 þjóðum eltu kappi um hver væru sterkust í heimi Mótið var jafnframt úrtökumót fyrir heimsleikana í Kína 2025 og var því til mikils að vinna Hvorki minna en 34 ný heimsmet voru slegin á mótinu ásamt mörgum álfu og þjóðarmetum Um 600 manns komu hingað til lands í tengslum við mótið Flest af þeim gistu á hótelum í Reykjanesbæ á okkar vegum og sáum við um að sækja og skutla þessu fólki til og frá flugvelli, hóteli og keppnisstað Mótinu var sjónvarpað á Rúv, Olympic Channel, Eurosport og CBS sports ásamt því að vera streymt um allan heim í gegnum Youtube Mótið heppnaðist ótrúlega vel og fékk Massi og KRAFT hæstu einkunn frá keppendum, þjálfurum og hátt settum aðilum innan stjórna alþjóðlega kraflyftingarsambandsins Einn sem hafði komið að framkvæmd fjölda alþjóðamóta á síðastliðnum 10 árum, fullyrti að þetta heimsmeistaramót væri með því flottara sem hann hefði séð og stæði upp úr, ekki einungis fyrir glæsileika heldur einnig fyrir allt það frábæra íslenska fólk sem kom að framkvæmd mótsins Við í Massa erum ótrúlega stolt og þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fengum í tengslum við mótið frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum Takk fyrir að gera þennan sögulega viðburð að veruleika! Á döfinni hjá Massa er áframhaldandi uppbygging á aðstöðunni okkar til framtíðar Laugardaginn 28 desember n k ætlum við að halda Sprengjumót í Massa og er öllum félögum velkomið að taka þátt Keppt verður í Hnébeygju, Bekkpressu og Réttstöðu Boðið verður upp á að keppa í einni, tveimur eða öllum þremur greining Skráning fer fram á facebook síðu Massa
Stjórn Massa 2024
Þóra Kristín Hjaltadóttir, formaður Ellert Björn Ómarsson, gjaldkeri Eggert Gunnarsson, ritari Sigfús Freyr Thorvaldsson, meðstjórnandi Aron Freyr Eyjólfsson, meðstjórnandi
Hlaupið,
2024, árið gert upp hjá 3N.
Á árinu 2024 var ýmislegt á dagskrá hjá þríþrautardeild Njarðvíkur eins og á síðustu árum Hjá 3N er eins og nafnið gefur til kynna boðið upp á sundæfingar, hjólaæfingar og hlaupaæfingar Einnig eru í boði styrktar og teygjuæfingar fyrir félagsmenn Þjálfararnir okkar eru Börkur Þórðarson hlaupa og hjólaþjálfari, Guðný Þórðardóttir hlaupaþjálfari sem er einnig með teygju og styrktaræfingar og Karen Mist Arngeirsdóttir sundþjálfari.
Í janúar var æfingahelgin okkar haldin í og við Vatnaveröld þar sem boðið er upp á æfingar í öllum greinum þríþrautarinnar og er það td. tilvalið tækifæri fyrir nýliða til þess að prófa allar greinarnar ef áhugi er á því. Yoga teygjur eru líka hluti af þessari gleði og var þessi helgi vel heppnuð eins og áður.
Hlaupanámskeið fyrir byrjendur í hlaupum voru haldin í vor og haust og fín þátttaka í þeim, frábær leið fyrir þá sem vilja koma sér af stað í hlaupunum.
Á síðustu árum hafa verið farnar æfingaferðir ýmist til Tenerife eða Canary og að þessu sinni var það 14 manna hópur sem fór til Canary í byrjun mars þar sem var hlaupið og hjólað í sólinni og að sjálfsögðu slappað af inn á milli, þessi ferð var skipulögð af þjálfurunum okkar Berki og Guðnýju og eins og áður var mikil ánægja með þessa ferð, kærkomin tilbreyting frá kulda og trekki
Góð þátttaka er í hlaupahópnum, 3 æfingar á viku, langar laugardagsæfingar og styttri æfingar á virku dögunum, stundum var hrist aðeins upp í skipulaginu og laugardagsæfingarnar teknar utanvegar, td. í Heiðmörk eða Helgafelli, í sumar voru svo félagar nokkuð duglegir að hafa Esjudaga og fara á auka æfingar í Esjunni. Hlauparar voru duglegir að taka þátt í keppnishlaupum út um allt land og tóku til dæmis þátt í: Akrafjall Ultra, Hvítasunnuhlaupi Hauka, Mýrdalshlaupinu, Esja Ulta, Strandarhlaupinu, Hengill Ultra hlaupinu, Miðnæturhlaupi Suzuki, Snæfellsjökulshlaupinu, Ármannshlaupinu, Dyrfjallahlaupinu, Akureyrarhlaupinu, Laugavegshlaupinu, Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum, Kerlingarfjöll Ultra, Adidas Boost hlaupinu, Fimmvörðuhálshlaupinu, Reykjavíkurmaraþoni og Ljósanæturhlaupinu Einnig hljóp Hanna Rún Viðarsdóttir 100 km í bakgarðshlaupinu í september, flottur árangur
10 hlauparar skelltu sér í London maraþonið í apríl og þrír af þessum hlaupurum létu sig ekki muna um að taka annað maraþon á árinu og var það í Berlín nokkrum mánuðum seinna eða í september Ein af okkur hljóp svo maraþon í Amsterdam í oktober, og tvö í Boston í apríl, öll stóðu sig frábærlega og kláruðu þessa 42 2 km Hlaupaþjálfarinn okkar Börkur Þórðarson tók þátt í heimsmeistaramóti maraþonhlaupara 40 ára og eldri í Sydney í Ástralíu kláraði á tímanum 02:46:57 vel gert
Ágætis þátttaka er í sundinu núna og er æft tvisvar í viku með þjálfara Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir og Borgar Bragason tóku þátt í íslandsmóti Garpa í maí með góðum árangri, Borgar með tvenn gullverðlaun og Sólbjörg með fern silfurverðlaun 3N átti líka fulltrúa í þríþrautarmóti 3SH í Hafnarfirði í maí, þríþrautarmóti 3N sem átti að vera í lok ágúst varð því miður að aflýsa vegna veðurs en stefnum á mót á næsta ári
Hjólaæfingarnar eru tvisvar í viku og nokkrir hjólarar hafa verið duglegir að mæta á þessu ári og halda uppi fjörinu í hjóladeildinni Í sumar voru svo útiæfingar og hjólað í misgóðu veðri, en góða skapið alltaf með í för Kirkjuhlaupið er alltaf fastur liður á annan í jólum og svo Klemminn á gamlársdag sem er hringur Keflavík – Sandgerði –Garður- Keflavík og alltaf mikil þáttaka og gleði í þessum hlaupum.
Sundþjálfarinn okkar Rakel Ýr Ottósdóttir sem var með okkur síðasta vetur, hætti í vor og viljum við þakka henni kærlega fyrir samstarfið og bjóða nýjan sundþjálfara Karen Mist Arngeirsdóttur sem byrjaði í haust velkomna.
Formaðurinn okkar síðustu 6 árin Baldur Sæmundsson hætti formennsku í febrúar og við þökkum honum fyrir frábært starf í þágu deildarinnar.
Okkar frábæru þjálfurum þökkum við kærlega fyrir samstarfið á árinu.
Bestu þakkir fyrir samveruna á árinu kæru félagar 3N.
F.H. stjórnar 3N
Aðalsteinn M Aðalsteinsson ritari 3N
Síðasta Þorrablótið í Ljónagryfjunni
Þorrablót Njarðvíkur var haldið með pompi og prakt í febrúar síðastliðnum Líklegast var þetta síðasta Þorrablótið í Ljónagryfjunni okkar en í mörg ár hafa Njarðvíkingar nær og fjær fyllt gryfjuna, borðað góðan mat, drukkið góða drykki og dansað saman fram á rauða nótt. Þorrablótin færast nú í nýja, glæsilega húsnæðið okkar í Stapaskóla og verður nú hægt að koma fleirum að á þorrablótin, til mikillar hamingju. Gryfjunnar verður saknað, en nú höfum við Njarðvíkingar tækifæri á að búa til nýjar minningar á nýjum slóðum! Hér má sjá myndir af Þorrablótinu ár.
Ritstjórn Jólablaðs UMFN 2024
Adam Sigurðsson
Ingi Þór Þórisson
Hönnun og umbrot
Adam Sigurðsson