Bútasaumsblaðið
31.10.2002
21:21
Page 1
Bútasaumsblaðið 1. tbl. 2002 · ISSN 1670-2328
Uppskriftir
Viðtöl
Kennsla
Greinar
Smáráð
1.11.2002
14:48
Page 1
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN EHF./SIA.IS – RYD 19261 11/2002
Document1
Sér›u draumafer› í kaffibollanum? Hvar og með hverjum vilt þú
Nú er tækifærið! Festu þrjú strika-
drekka draumakaffibollann þinn?
merki af Gevalía kaffipökkum á
Í Effelturninum með ástinni þinni?
sérstakt póstkort sem þú færð í
Á tindi Snæfellsjökuls með
næstu verslun. Skrifaðu líka hvar
mömmu? Eða kannski á Strikinu
og með hverjum þú vilt helst
með Stebba frænda? Taktu þátt í Gevalialeiknum – draumurinn gæti ræst!
drekka draumakaffibollann þinn. Settu svo kortið eða bréfið í næsta póstkassa fyrir 10. nóvember.
-það er kaffið!
3-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:18
Page 3
Bútar af öllum stærðum og gerðum Þ
að eru orðin nokkur ár frá því ég kom nálægt því að setja saman blað um bútasaum. Allan þann tíma hef ég verið spurð af og til um bútasaumsblöðin sem ég gaf út, hvort ég eigi eintök eftir og hvort ég ætli ekki að halda þessari útgáfu áfram. Ég skal alveg viðurkenna að það hefur hvarflað að mér - oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Annir við annað hafa þó orðið til þess að ég hef látið það eiga sig að vinna að slíku blaði og látið duga að hitta vinkonur mínar og sauma með þeim og spjalla við þær um bútasaum. Það var svo rétt eftir áramótin 2001-2002 að hún Halldóra Haraldsdóttir hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti aðstoðað hana svolítið. Hún hefði tekið að sér að sjá um fréttabréf Bútasaumsfélagsins en ætti við veikindi að stríða og þyrfti aðstoð. Mér fannst þetta freistandi og ákvað að hitta hana. Það kom fljótt í ljós að hún var ekki bara með því sem næst allt efnið tilbúið heldur bjó hún yfir slíkri gnótt hugmynda að nægt hefði í 100 fréttabréf. Eftir að vinnunni við fréttabréfið lauk ákvað ég að ég hefði nú ekki tíma í svona verkefn og gaf það frá mér, hafði Halldóra samband við mig aftur. Nú með uppástungu um að við gæfum út „alvöru“ blað, með uppskriftum og öllu því sem ætti heima í blaði en passaði ef til vill ekki í fréttabréf. Ég hikaði lengi en Halldóra fullvissaði mig um að þar sem ég yrði ekki ein, heldur væru nokkrar konur með henni sem áhuga hefðu á útgáfu blaðs og væru tilbúnar til að vinna að því með því að sauma, skrifa og allt annað sem þyrfti, myndi þetta ganga vel. Það stóðst svo sannarlega. Halldóra hefur staðið eins og klettur með þessu blaði. Komið með hugmyndir, saumað, fundið aðstoðarfólk, skipulagt vinnufundi og haldið heima hjá sér og útvegað efni. Ég hef aðeins þurft að mæta og taka þátt í skemmtilegum fundum þar sem bútapestin var í hámarki og sjá um faglegu hliðina. Halldóra er því réttnefndur ritstjóri þessa blaðs en hún vill það ekki og segist bara hafa verið að leika sér og hafa gaman af en við hinar vitum hvað hún hefur lagt mikla vinnu í þetta og reyndar alla sál sína og rúmlega það. Kærar þakkir Halldóra mín - þú ert kraftaverkakona og megi allar góðar vættir vera með þér. Vigdís Stefánsdóttir
Aðstandendur Bútasaumsblaðsins Ritstjórn: Vigdís Stefánsdóttir Halldóra Haraldsdóttir Kristín Einarsdóttir Elsa Guðmundsdóttir Guðlaug Ólafsdóttir
E f n i s y f i r l i t 4
6
9
Litadýrðin heillar – viðtal við
22 Hress kona! Viðtal við Joan
Pétur Guðmundsson sem
Evelyn
saumar bútasaum, prjónar
24 Skeljapúði
peysur og saumar út.
24 Fiðrildapúði
Stjörnuspor – Spjallað við
25 Körfupúði
Halldóru Þormóðsdóttur.
25 Sjónvarpspúði í bláum tónum
„Samloka“ fyrir sauma-
26 Máltafla
vélafætur og nálar
26 Vefurinn www.butasaumur.is
10 Baltimoreteppi
26 Round Robin kynning
12 Orðasafn og smáráð
27 Varúð – bútapest!
13 Lífið er bútasaumur
28 Saumahelgi á Stóru-Tjörnum
14 Barnateppi
30 Kennsla, Bjálkakofi, Bolablína
15 Ruslapoki undir spottana
og Nine Patch
16 Sexkantar
35 ???????
16 Uppruni bútasaums?
36 Köngulóarvefur
16 Smáráð
38 Vegferð Jónu Valgerðar
17 Uppskeruhátíð Skagakvenna í
42 Kaffidiskamottur
máli og myndum
43 Jóladiskamottur
18 Pjötlurnar á Ísafirði
44 Hrærivélahlíf
20 Saumavélanálar – fræðsla
45 Diskamottur
20 Smáráð
46 Jólatrésveggteppi
21 Útsaumur og bútasaumur
47 Jólaengill
Bútasaumsefni, bækur, snið Jólagjafir Ný efni, nýjar bækur, snið, áhöld, töskur, námskeið, gjafabréf, o.m.fl.
Auglýsingar: María Sigmundsóttir Umbrot og hönnun: Hallgrímur Egilsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
www.butasaumur.is butar@butasaumur.is
3
4-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:18
Page 4
Litadýrðin heillar
5-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:18
Page 5
„Þetta er í fjölskyldunni held ég,“ segir Pétur Guðmundsson hógværlega þar sem við stöndum í fremur lítilli stofu heima hjá honum vestast í vesturbænum og horfum á málverk eftir móður hans. „Mamma málaði þessa mynd á meðan hún gekk með mig og kannski hefur þetta eitthvað smitast.“ Þessi ákveðnu fjölskyldueinkenni eru listfengi og ást á handverki. Pétur er einn fárra karlmanna á Íslandi sem saumar bútasaum – sem auðvitað gerir að verkum að hann er frægur í hópnum – en hann kann svo sannarlega að sauma. Og ekki bara sauma, því hann prjónar líka og saumar út. Í litlu stofunni hans eru mynstur af norskum peysum, á borði við hægindastól liggur ein hálfprjónuð og nokkur teppi gægjast fram. „Það eru nokkur ár síðan ég fór á námskeið hjá Frú Bóthildi,“ segir Pétur. „Ég hef alla tíð haft gaman af því að skapa og þessi leið hentar mér vel. Ég fór á sýningu hjá Kaffe Fasset í Hafnarfirði og keypti þar efni í fyrsta teppið mitt (sjá mynd) og saumaði það.“ Pétur ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann hefur saumað flókin mynstur, raðar saman litum á skemmtilegan máta og útkoman
er alltaf góð hvort sem teppið er flókið eða einfalt. Hann stingur sjálfur teppin sín í vél en þegar blm. horfir í kring um sig, er hvergi að sjá neitt borð sem hentað gæti undir slíkt. „Ég sauma nú bara við þetta borð,“ segir Pétur og bendir á lítið stofuborð fyrir framan sófann. „Hér er svo saumavélin,“ heldur hann áfram og sýnir vélina sem situr þolinmóð og bíður á gólfinu. Búið að pakka henni niður svo gesturinn komist inn. „Við þetta borð? spyr blm. vantrúaður á svip en Pétur hefur ekki fleiri orð um það heldur vippar vélinni upp á borð og sýnir hvernig hann fer að. Situr hálfboginn í sófanum og saumar við aðstæður sem fá bakið til að emja af samúð með honum. Þarna saumar hann öll sín teppi og stingur þau líka. Alveg sama hvað þau eru stór og fyrirferðarmikil, allt fer þetta í gegnum litlu vélina hans og á litla borðinu! Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum, eru teppin af ýmsum gerðum og stærðum. Pétur segir að sér haldist lítt á teppunum því hann eigi bæði fjölskyldu og vini og bútasaumsteppi sé alltaf vinsæl gjöf. Fleiri myndir eru á www.butasaumur.is
5
6-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:18
Page 6
Stjörnuspor 6
www.butasaumur.is
7-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:19
E
rlendis hefur það tíðkast lengi að teppi væru send í stungu en hér á landi er bútasaumur fremur nýr af nálinni og þessi möguleiki er rétt að verða til. Halldóra Þormóðsdóttir keypti nýlega fullkomna stunguvél og stofnaði fyrirtækið Stjörnuspor. Það var eins og við manninn mælt, þetta var það sem beðið hafði verið eftir og Halldóra hefur verið önnum kafin við að stinga síðan. Fékk bútapest Halldóra kynntist bútasaumi í kringum 1992 þegar hún fór á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Þar lærði hún ótal aðferðir og féll fyrir bútasaumi. Að eigin sögn leið henni eins og hún hefði misst af einhverju fram að því og skildi í raun ekki af hverju hún hefði ekki fyrir löngu byrjað að sauma bútasaum. „Ég fór svo í verslunarrekstur með
Page 7
Jóhönnu Viborg og rak frú Bóthildi með henni fyrstu árin. Ásamt því var ég með námskeið í bútasaumi, bæði í Reykjavík og úti á landi og ég hef haldið þeim áfram þó svo ég sé hætt að reka verslun,“ segir Halldóra sem nú rekur annað fyrirtæki, Stjörnuspor. Renndi blint í sjóinn „Ég hafði gengið með það í maganum í nokkur ár að fjárfesta í stunguvél og lét verða að því í fyrravor (2001) segir Halldóra. „Eftir að hafa skoðað þær vélar sem til voru, þótti mér Gammill standa upp úr. Bæði fyrir það að þetta eru elstu framleiðendurnir og buðu upp á bestu „fítusana“ í stungunni. Því varð það úr að ég ákvað að kaupa Gammill vél og hún kom hingað til lands í apríl 2001. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að markaðssetja mig og maðurinn minn stakk upp á því að ég sneri mér til Virku og
byði henni samvinnu. Ég stakk fyrir hana nokkur teppi og þar með var kominn grundvöllur fyrir samvinnu sem felst í því að hún lætur viðskiptavini sína vita af mér og ég sting fyrir hana sýnishorn sem hún hefur í versluninni. Auðvitað var ég að renna blint í sjóinn þar sem ég vissi ekki hversu stór þessi markaður væri en raunin hefur verið sú að ég hef vart haft undan og hef m.a. hætt allri annarri vinnu svo nú er stungan mín aðalvinna.“ Það að ákveða verð fyrir stunguna þarfnaðist umhugsunar og prófaði Halldóra sig áfram með tímalengd á stungum og undirbúningi áður en hún bjó til verðlista. „Ég hef mjög góða aðstöðu til að stinga og bý við þann lúxus að hafa vélina heima við,“ segir hún. „Það gerir að verkum að ég get nýtt tímann vel og um leið verið heima við hjá fjölskyldunni sem ég lít á sem ótví-
7
8-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:19
Page 8
DMC útsaumsgarn í miklu úrvali
Tilvalið með bútasaumnum! Standlampi á hjólum með dagsbirtuperu. Gefur alltaf rétta litatóninn. Með stækkunargleri og klemmu fyrir verkefni.
Borðlampi með stækkunargleri
Smiðjuvegur 5 · 200 Kópavogur · Sími: 58 50 500 · www.skolavorubudin.is
8
ræðan kost. Hins vegar er þetta erfitt að því leyti til að ég stend jú við vélina allan tímann og er stundum að stinga ansi marga tíma á dag. En ég hef gaman af þeirri vinnu og í raun er hvert teppi ákveðin áskorun því þau eru sérstök, hvert fyrir sig og það þarf að hugleiða vandlega hvaða stunga hæfir hverju teppi fyrir sig.“ Ferlið Viðskiptavinur kemur með framstykki (teppið) efni í bak og vatt, til Halldóru. Hún nælir framstykkið og bakið upp á sitt hvora rúlluna. Því næst er undirlagið strekkt upp á borðið og nælt í aðra rúllu sem liggur ofan á vélinni. Þá er vattið lagt ofan á og framstykkið strekkt yfir allt saman og allt þrennt nælt í rúlluna uppi. Þá er teppið tilbúið til stungu en þessi vinna tekur um klukkustund. Þá er að byrja að stinga og er misjafnt hversu langan tíma stungan tekur eftir því hvaða mynstur er valið og hvort á að stinga sérstaklega kantana. Heilstunga með krákustíg er vinsæl segir Halldóra en hún hefur mörg önnur mynstur á takteinum. Vigdís Stefánsdóttir
www.butasaumur.is
9-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:19
Page 9
Samloka fyrir saumavélafætur og nálar – stærð ca 15“ x 10“ (38 x 25cm)
Efnisþörf: • 2 stk. efnisbútar 38 x 25 cm. • 2 stk. strauflíselín – stíft – 38 x 25 cm • Bómullarvatt 38 x 25cm • Smábútur glært dúkaplast – skorið í 4 stk. 6 1/2“ x 2“ (17 x 5cm) og 1 stk. 6 1/2“ x 4“ (17 x 10 cm) • Ræma í kjöl – sama efni og í bryddingu • 1 2“ ræma í bryddingu ca. 145 á lengd • 1 tala /hnappur – hneppsla Aðferð: • Strauið flíselín á röngu beggja bútanna. Strauið miðjubrot í þann bút sem á að vera innan á samlokunni. • Saumið 3 ræmur af dúkaplasti á hægri hlið bútsins og 1 ræmu efst á vinstri hliðina ásamt 17 x 10 cm stykkinu sem er vasi. Sauma eingöngu hliðar og botn. Stingið ræm-
•
•
•
•
urnar með ca 1 1/2“ millibili og myndið þannig hólf. Fallegt er að setja smá bryddingu á vasastykkið áður en það er saumað á. Strauið miðjubrot í stykkið sem snýr út á samlokunni og setjið kjölinn á frá réttu. Stingið niður með hliðum kjalarins. Leggið framstykkið (sem er ytri hliðin) með röngu upp, bómullarvattið og innri kápuna með réttuna upp. Nælið saman og gott að sikksakka hringinn þannig er auðveldara að sauma bryddinguna á. Saumið bryddinguna á frá réttu og setjið hneppslu í hægri jaðar framst. þannig að hún falli inn í bryddingarsauminn. Gangið frá bryddingunni að innanverðu. Setjið tölu eða hnapp framan á samlokuna. HH
9
10-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:19
Page 10
Baltimoreteppi - útsaumur og bútasaumur.
10
www.butasaumur.is
11-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:19
Efnisþörf: 2,5 m. rjóma hvítt / óbleikjað léreft 1 m. grænt efni í Irish chain blokkir Bakefni Vatt Í innri kant er grænt efni skorið 2“ lengjur Í ytri kant er mynstraða efnið skorið í 6 1/2“ lengjur og brydding er skorin 3“ lengjur úr sama efni, skorin á lengdina. Blokkirnar eru 9 1/2“ x 9 1/2“ (saumaðar 9“). Mynstrið sem er hefðbundið Baltimoremynstur er saumað í blokkirnar á Husquarna Designer 1“. Notaður er Madeira útsaums- og spólutvinni. Undirlag er Tearoff. Blokkirnar eru ekki festar í rammann heldur er þeim tyllt niður með límúða og festar með notkun Fix-takka. Ekkert yfirlag er notað. Irish chain blokkirnar eru hefðbundar bútasaumsblokkir. Baltimoreblokkir eru 18 og Irish chain eru 17 stk.
Page 11
Skurður: Úr léreftinu / ljósa efninu: 5 stk. 9 1/2“ ræmur sem eru síðan skornar í 18 stk. 9 1/2“ búta- hver bútur 9 1/2“ x 9 1/2“ 6 stk. 3 1/2“ ræmur, skornar í 68 3 1/2“ búta í Irish chain blokk 10 stk. 2“ ræmur í Irish chain blokk Grænt efni: 4 stk. 3 1/2“ ræmur 10-13 stk. 2“ ræmur í Irish chain blokk Saumið út Baltimore mynstur í ljósu blokkirnar – athugið að gera prufu og athuga með þráðspennu. Í þessu teppi þurfti að lækka þráðspennu niður í 2,4 - 2,2 (D1# Husqvarnavél) • Saumið saman grænu 2“ ræmurnar við ljósu 2“ ræmurnar og skerið í 2“ búta (alls 17 stk). • Saumið saman tvo búta þannig að þeir víxlist og grænt og ljóst sé í hornum bútsins (four patch) og saumið svo 1 stk. 3 1/2“ x 3 1/2“ ljósan bút á milli 2ja „fourpatch“ búta.
• Saumið 3 1/2“ græna ræmu á milli 2ja ljósra 3 1/2“ ræma og skerið niður í 3 1/2“ búta. Saumið nú saman: • 1 stk. „fourpatch“ – 1 stk. 3 1/2“ bút og 1 stk. „fourpatch“ og saumið við 3 1/2“ sett og svo neðst 1 stk. „fourpatch“ sett – alls 17 blokkir • Raðið öllum blokkunum saman og saumið. Saumið ytri og innri kant á. • Mælið framstykkið og sníðið vattið ca. 5 sm stærra og bakefnið 5 sm stærra en vattið. • Leggið bak – rétta niður – vatt og framstykki – rétta upp – saman og þræðið vel saman. Stingið teppið. Saumið bryddinguna á. Ef sauma/blindfalda á bryddinguna niður í saumavél er bryddingin saumuð á frá röngunni en eigi að sauma hana niður í höndum er hún saumuð á frá réttu. H.H.
11
12-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:19
Page 12
Orðasafn Fat eight: Fat quarter:
Bútur 18“ x 11“ Bútur 18“ x 22“
Border: Binding: Backing: Batting:
Kantur utan um framstykkið Brydding Bakstykkið Vatt
ráðbútaráðbútaráðbútaráðbúta Gott er að setja glæran plástur undir mælistikurnar, þær renna síður og það sést vel í gegnum plásturinn. Gott er að nota „Tear off“ eða þunnt rífanlegt flíselín til að teikna á pappírssaum, kantmynstur ofl. og sauma ofan í. Auðveldara er að rífa þessi efni frá en pappír.
Crazy quilt (Ringulreið): Óregulegt form á bútunum sem hafðir eru í hverri blokk. Útsaumur er saumaður í saumförin, ýmist í höndum eða vél. Foundation paperpiecing (strikasaumur): Saumað er á pappír sem er fjarlægður eftir á. Einnig hægt að nota á flíselín.
Í pappírssaumi - striksaumi er gott að nota úðalím eða annað lím sem þvæst í burtu til að halda efninu kyrru þegar það er saumað á.
Sashing (tengiræmur og tengibútar): Tengingar milli blokka. Template: Sniðmát af mynstri / mynsturhluta til að skera eftir.
Átt þú bútasaumsteppi eða dúka sem eftir er að stinga?
Þegar vélin fer að slíta og engin skýring finnst, er skýringin yfirleitt sú að það þarf að skipta um nál. Góð regla er að skipta út nál þegar nálin hefur samtals verið 8 -12 klst. í notkun. Teiknið og klippið sniðmátin/template á fínan sandpappír og ekkert rennur til þegar skorið er eftir þeim. Þegar straulím er notað til að tylla mynstrum, t.d. Flísofix sem er þynnsta gerðin, er fallegra að klippa sem mest úr miðju á stórum mynstrum þannig að það sé aðeins rammi sem tyllir mynstrinu niður. Sauma það síðan niður með kappmelli eða öðru fallegu spori.
Við höfum lausnina! Þú lætur okkur sjá um að vélstinga teppin/dúkana fyrir þig og þannig hefur þú tíma til að skapa meira. 4
Til að ná gulum tón í yfirlitun þegar verið er að „aldra“ er gott að nota Turmerick kryddduft.
8
Gúmmínet eins og notað er undir gólfmottur er betra en músamotta til að nota undir fótstigið á vélinni, það hreyfist ekki.
Dæmi um mynstur sem í boði eru. 1
5
2
6
3
7
Þegar eingöngu á að líma en ekki sauma í kanta mynsturs er best að nota rautt Heat´n bond sem er sterkasta straulímið. Það er einnig fallegra af því að klippa sem mest úr miðju á stórum mynstrum og nota límið aðeins á útjöðrum.
Þráðspenna er hækkuð í grófum tvinna, t.d. hnappagatatvinna og öðrum ámóta tvinna.
Halldóra Þormóðsdóttir Sími: 587 6212 Gsm: 692 8988
12
Ef undirtvinninn kemur upp þarf að lækka þráðspennu Ef vélin flækir er þráðspenna of lág.
www.butasaumur.is
13-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:20
Page 13
Lífið er bútasaumur
M
ér finnst oft að lífið sé eins og bútasaumur.Tilveran eitt gríðarstórt bútasaumsteppi sem Guð er að sauma og við erum, hvert og eitt hluti af því. Hver bútur í teppinu er ein manneskja og allir bútarnir tengjast svo saman í risastórt teppi.
Bútarnir eru misjafnir. Sumir eru litlir, sumir stórir. Sumir eru óhemju fallegir, búnir til úr flaueli, með útsaumuðum fjólum og rósum úr gulli og silfri á meðan aðrir eru skítugir og ljótir, götóttir, oft gerðir úr ódýru efni, stundum lánuðu efni eða jafnvel stolnu. Hver hluti lífs einnar manneskju er einn bútur, sem er hluti af bútateppi hennar. Einn bútur getur náð yfir langt tímabil eða bara eitt atvik. Stuttan stans í tímanum, atvik sem hefur nógu mikil áhrif til að úr verði einn bútur í teppið. Á vegferð lífsins eru svo bútarnir saumaðir saman með skrefunum sem við tökum. Hvert skref er eins og eitt saumspor. Þegar maður horfir í kring um sig sér maður sporin sem maður hefur saumað en líka spor annarra, þeirra sem nálægt manni eru. Stundum má sjá lítil og jöfn spor sem gefa til kynna að lífið hafi verið reglulegt, því hafi ekki fylgt mikið af óvæntum uppákomum eða vandamálum og allt hafi verið undir góðri stjórn. Tvinninn passar við efnið og þegar teppinu lauk, var vandlega gengið frá því með litlum hnút og spottinn falinn. Það má líka sjá stór og klunnaleg spor sem segja að viðkomandi hafi verið að flýta sér og vonast til þess að teppið hans tylldi saman, þó svo að hann hefði raunverulega ekki tíma eða þolinmæði til að vanda
sig við að sauma það. Nálinni var bara stungið inn og út einhvers staðar og ekkert verið að spá í það hvernig útkoman var. Svo má sjá skrýtnu sporin sem saumuð eru af þeim sem reyna allt hvað þeir geta til að vinna vel en ná því aldrei almennilega. Sporin fara út og suður, allt í kring um bútinn og hitta bara einstöku sinnum á réttan stað. Þráðurinn er af öllum litum og gerðum en passar sjaldnast við efnið. En svo eru það slitnu sporin, sporin þar sem allt fór úrskeiðis – þegar lífið var ekki þess virði að lifa því en samt sem áður tókst manneskjunni einhvern veginn að taka upp þráðinn og halda áfram að lifa. Síðast en ekki síst má sjá spor sem búin eru til úr gulli, búin eru til úr sólskini og ást. Þau eru svo létt, glöð og falleg og hreinlega geisla frá sér gleði og ánægju. Þetta eru sporin, sem þeir sauma sem gefa af sjálfum sér, veita án þess að óska eftir endurgjaldi. Þegar Guð horfir niður til okkar, sér hann alla bútana sem tengjast í eitt stórt teppi. Hann veit að suma þeirra þarf að laga og að sumum verður aldrei fulllokið. Hann veit líka að það eru göt á milli bútanna, göt sem kaldur vindurinn getur komist inn í gegn um. Þessum götum má oft loka með góðsemi, með ást og skilningi milli fólks og við ættum að gera allt sem við getum til að sjá til þess að teppið haldist heilt. Vigdís Stefánsdóttir
13
Bútasaumsblaðið
31.10.2002
21:40
Page 14
Barnateppi
GÓ
Budda Efni: • Bútasaumsbútur í framstykki, fóður eða einlitt í bak og þunnt vatt. Efnismagn fer eftir stærð buddunnar. • Kantur er skorinn 2 1/2“ x 40“. Stærri teikningin er hálft stykkið í réttri stærð. Aðferð: • Klippið framstykki, vatt og bak eftir teikningunni. Leggið stykkin þrjú saman, rétta snýr út á bæði bakið og framstykkið. Saumið kant utanum. • Finnið miðjuna (sjá teikningu) og leggið saman þannig að réttan snúi saman. Leggið að miðju eins og litla teikningin sýnir - í þríhyrning og saumið þvert yfir. • Mælið, 2“ og 2,5“ er lengdin á því sem saumað er fyrir. Klippið spíssinn af og saumið fyrir. • Snúið stykkinu við og þar með er komið budduform. • Saumið rennilásinn í. Kanturinn frá rennilás og niður að botni er varpaður niður í höndum.
14
www.butasaumur.is
15-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:20
Page 15
Ruslapoki
Beðið hefur verið um ruslapokauppskriftina svo við látum hana fylgja með
Efnisþörf: 10“ efni í ytri poka 10“ efni í innri poka 10“ þunnt vatt 6 x 6“ pappi 20“ kjólateinn – fæst í vefnaðarvöruverslunum. Efnisbútur í sandpoka – þarf að vera ca 4“ x 6“ cm Skurður: Ytri poki: 9“ x 18“ – 23 x 46 cm Innri poki: 8“ x 18“ – 20 x 46 cm Vatt: 8“ x 18“ – 20 x 46 cm Hankar 2,5“ x 5“ – 6 x 12 cm Sandpoki 8 x 14 cm Nálapúðaver 5“ x 8“ – 12 x 20 cm Lok / plata 2 stk. 6“ x 6“ – 15 x 15 cm Vattbútur 1 stk. 6 x 6“ Bútur af mottugúmmíi á lokið og bútur af frönskum rennilás á nálapúðann.
Aðferð: • Saumið langhliðar pokans saman – rétta móti réttu, vattið fylgir innri pokanum. Saumið hliðarsauma. Saumið fyrir botn pokans en skiljið eftir op á innri pokanum svo hægt sé að snúa pokanum við. • Strauið brot inn af langhliðum hankabútsins, brjótið saman í miðju og saumið saman í brúnina. Skiptið hankalengjunni í tvennt. • Saumið mottugúmmí á annað lok/plötubútinn og ca. 6-7 cm bút af frönskum rennilás á hinn bútinn. • Nælið hankana inn í sauminn á lokinu. Vattið fylgir þeim hluta loksins sem á að snúa upp, saumið saman lokið en skiljið eftir eina hlið. Snúið pokanum við og setjið pappann í og saumið fyrir. • Beygið kjólateininn saman í hring og festið saman. • Snúið ruslapokanum við og setjið hringinn inn í pokann í gegnum botnopið og komið honum þannig fyrir að hann sé utanum innri pokann alveg upp við efri brún pokans. Nælið og stingið síðan í kringum hringinn • Saumið sandpokann og fyllið – saumið fyrir. • Saumið bút af frönskum rennilás, 6-7 cm. mýkri hlutann, á þann hluta nálapúðastykkisins sem á að snúa niður. Saumið nálapúðaverið utan um sandpokann • Brjótið inn af endum hankanna og saumið þá á réttu bakhliðar pokans. Gangið frá botnopi innri pokans í höndum eða vél. Lausl. þýtt og staðfært úr norsku og dönsku. HH
15
16-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:20
Page 16
Sexkantar M
argar okkar hafa sexkanta í handtöskunni til að grípa í. Þegar við t.d. notum pappírstærðina 1 1/2“ er gott að nota stærðina 2“ til að skera efnið eftir. Auðveldara er að þræða það á pappírinn með einu spori á kant, fáum góð saumför og við lendum ekki í neinu basli með að brjóta efnið inn á rönguna.
Ef okkur vex í augum að handsauma alla sexhyrningana saman er hægt að gera það í saumavélinni á sama hátt og við gerum þegar við handsaumum saman. Við stillum á sikksakk og höfum breiddina t.d. 0.5 – fer eftir saumavélum, og frekar þétt spor. Útkoman er sú sama og við handsaum. Við látum hér fylgja sexkantastærðirnar 1 1/2“ og 2“. H.H.
saumurÚtsaumurÚt Við útsaum í vél þarf ekki alltaf að festa efnið í rammann. Festið viðeigandi undirlag í rammann, notið límúða til að tylla efninu, notið síðan fixtakka vélarinnar þá þræðist það fast á undirlagið – byrjið útsauminn. Ef stykkið er stórt er ágætt að rúlla upp og festa það með prjónum og snúa stykki og mynstri þannig að fyrirferðameiri hluti efnis sé vinstra megin. Þegar saumað er með málmþræði þarf að lækka þráðspennu og minnka saumahraða. Nota Metallica nál eða „stóreygða“ nál s.s. útsaumsnál. Þá á tvinninn ekki að slitna meðan saumað er. - Gera prufu. Oft er gott að úða stífelsi og strauja síðan vel, efnið verður betra viðureignar til útsaums.
Uppruni bútasaums E
nginn veit með vissu hvar eða hvenær bútasaumur á uppruna sinn en víst er að það er langt síðan, kannski svo langt að fyrstu teppin hafi verið úr skinnum. Svona til gamans má ímynda sér að þetta hafi gerst einhvern veginn svona: Hún Qurxirpl bjó með Wursprisl manni sínum í helli einum á steinöld. Þau áttu átta börn og auðvitað þurfti mikið af skinnum til að klæða börnin og þau hjón. Wursprisl hafði því nóg að gera við veiðar, en einn daginn kom að því að ekki var til nóg af skinnum til að sauma úr og þá hitti einmitt svo á að Wursprisl var í löngu ferðalagi og ekki von á honum strax. Qurxirpl hafði einmitt ákveðið að búa til teppi á rúm elstu dótturinnar en hvernig sem hún leitaði, fann hún ekkert sem var nógu stórt og ákvað því að nota tvennskonar skinn. Það eina sem hún fann var grátt skinn af birni og röndótt skinn af sverðtígri. Hún horfði lengi á skinnin og sá að hvorugt dugði. Nú voru góð ráð dýr. Hún dó þó ekki
16
ráðalaus og ákvað að prófa nokkuð nýtt. Eftir langa mæðu hafði hún að skera skinnin í ferkantaða búta og hóf að sauma þá saman. Þegar verkinu var lokið setti hún teppið á rúmið og var harla ánægð með sig og sýndi eiginmanninum þegar hann kom. Hann, líkt og allir eiginmenn sem á eftir honum hafa komið, horfði á þetta fyrsta bútasaumsteppi og sagði „þetta er fínt,“ og lét svo gott heita. Úr þessu fékk hann ströng fyrirmæli frá konu sinni um að reyna að veiða dýr með sem skrautlegast skinn og Qurxirpl hélt áfram að sauma saman búta af ýmsum litum og gerðum og var alsæl. Nýtti betur bútana sína og það urðu litlir afgangar. Að minnsta kosti tókst henni alltaf að gera eitthvað úr afgöngunum... Þetta spurðist auðvitað út og áður en varði komu aðrar konur í heimsókn til að dást að verkum hennar og fá leiðsögn sem hún veitti fúslega. Auðvitað fóru þær fljótlega að skiptast á bútum til að auka fjölbreytnina – og eru enn að... Vigdís Stefánsdóttir
Þegar límundirlag eða límúði er notaður til að festa efni við undirlag í útsaumsramma, safnast límklessur á nálina sem þarf að hreinsa af og til á meðan á útsaumi stendur. Ágætt er að nota hreinsað bensín eða rauðspritt. Hafið lítinn plastbrúsa með stút við hendina þegar verið er að sauma ofan í þar sem hefur verið notað lím af einhverju tagi. Það getur sparað ómælda vinnu, tíma og fyrirhöfn að gera prufu á útsaumi áður en byrjað er á endanlegu verkefni. Þegar efni sem sauma skal á er fest í rammann skal passa að strekkja efnið ekki því útsaumurinn togar smám saman í efnið og dregur það til sín, og meiri hætta er á að mynstrið skekkist og útlínur komi á rangan stað. Hafið litla bók við hendina og skráið niður hvaða mynstur er verið að sauma, í hverskonar efni er verið að sauma, breytingar á þráðspennu, nálastærð, tegund nálar og útsaumstvinna/undirtvinna hverju sinni. Svona minnispunktar geta komið að góðu gagni síðar.
www.butasaumur.is
17-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:20
Page 17
Uppskeruhátíð Skagakvenna
Í vor var haldin árleg uppskeruhátíð Skagakvenna. Það er alltaf tilhlökkunarefni að koma á Skagann þegar þessi hátíð er og konur úr öðrum landshlutum safnast gjarnan saman í bíla til að fara. Því er þó ekki fyrir að fara að sýningin sé mikið auglýst, heldur fréttist af henni – svona líkt og þegar vatni er hellt á götu. Áður en hægt er að snúa sér við, hefur vatnið kvíslast í ótal rásir, rétt eins og fréttirnar sem nú berast oft með tölvupósti. Á þessari sýningu – eins og alltaf – var fjölbreytt úrval verka þeirra Skagakvenna. Fyrir þá sem ekki vita er það þannig að á Akranesi virðist vera óvenju sterkbyggt og þolið afbrigði af bútapest og smittíðni há. Af því leiðir að í bænum eru margir klúbbar starfandi og sitja meðlimir löngum stundum við sauma, pælingar og annað sem fylgir þessari ágætu pest. Sjón er þó sögu ríkari og hér má sjá myndir af sýningunni.
ráðbútaráðbútaráðbútaráðbúta Gott er að skera nokkra búta í stærðunum 2“x 6“, 2 1/2“ x 6“, 3“ x 6“ og 3 1/2“ x 6“. Skrifa á réttuna hverja stærð með tússpenna. Brjóta hvern bút e. endilöngu, strauja síðan 1/4“ brot í kantinn skurðarmegin. Þá eru komnar helstu stærðir af bryddingu/binding og hægt að grípa til þegar maður er ekki viss hversu breiða bryddingu maður vill hafa.
17
18-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:20
Page 18
Pjötlurnar á Ísafirði
B
útasaumsklúbburinn Pjötlurnar hefur starfað óslitið frá 1997 og engin þreytumerki sjáanleg. Við komum saman yfir vetrartímann, október – maí, fyrsta laugardag í mánuðinum. Meðlimir eru konur frá Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri og Ísafirði. Við höfum þann háttinn á að vera til skiptis í Bolungarvík, Flateyri, Ísafirði og í lokin endum við á Suðureyri og erum þá með sameiginlegt verkefni sem ákveðið er af heimakonum. Í vor gerðum við púða, munstrið var eitt blóm, „dresden plate“, mjög skemmtileg útkoma, enginn eins en allir með sama mynstri.
18
Við tókum okkur til árið 2000 og gerðum sameiginlegt verkefni, sem var afhent Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði til eignar og hefur það glatt margt augað. Eins tókum við þátt í að senda blokkir í teppi sem var svo saumað og afhent Neistanum, félagi hjartveikra barna. Út frá þessum stóra hópi eru tveir minni, annar í Bolungarvík og hinn á Ísafirði og hittast þeir hópar hálfsmánaðarlega. Svo er það nú rúsínan í pylsuendanum en það er vorferðin okkar. Við tökum okkur saman á föstudegi og förum í saumaferð og komum heim síðdegis á laugardegi endurnærðar. Við erum yfirleitt með okkar eigin verkefni meðferðis og annað til að sýna eftir veturinn og leiðbeinum hverri annarri eins og kostur er. Það hafa komið með okkur í þessar ferðir konur frá Patreksfirði og Tálknafirði. Skólahúsið að Núpi í Dýrafirði hefur tekið á móti hópnum og er dekrað við okkur í mat. Á föstudagskvöldinu sláum við á létta strengi því það leynast góðir skemmtikraftar í hópnum. Eins og sjá má á þessum pistli erum við á fullu að halda þessu áfram á meðan áhuginn er fyrir hendi. Með bestu bútasaumskveðjum Ingileif Guðmundsdóttir, Ísafirði
www.butasaumur.is
19-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:21
Page 19
19
20-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:21
Page 20
nine patch, níu bútar, kennsla Þetta mynstur er gott til margra hluta. Það hentar vel með mörgum öðrum mynstrum og er upplagt í afgangateppi.
ráðbútaráðbútaráðbútaráðbúta Þegar pífur eru saumaðar á púða eða annað þarf að hafa rykkingu meiri á hornunum svo pífan strekkist ekki og brettist upp. Ef við höfum ekki rykkingafót til pífusaums er upplagt að sauma með breiðu sikksakki yfir mjóa snúru niður eftir miðju pífustykkis, toga síðan í snúruna og rykkja. Oft er ekki vissa með breidd á bryddingu. Ef óskuð breidd á bryddingakanti er margfölduð með 6 kemur út talan sem segir hversu breitt skuli skorið.
1. Skerið ræmur í æskilegri breidd, t.d. 2“. Reglan er að vera með dökka liti og ljósa til skiptis. Saumið saman eina lengju af ljósu og tvær lengjur af dökku. Ljósa lengjan er í miðjunni. Strauið lengjurnar, saumförin eiga að vísa að dökku litunum.
Þegar verið er að setja bryddingu í boga er ágætt að byrja að sauma það niður í boganum til að athuga hvort of mikið / lítið hefur verið gefið eftir. Þá þarf ekki að rekja upp alla bryddinguna ef lagfæra þarf bryddinguna á bogasvæðinu Ef á að sauma bryddinguna niður í vél er betra að sauma hana á rönguna og stinga síðan niður frá réttu, þá er hvort heldur sem er hægt að nota blindfaldsspor eða venjulegt saumspor.
2. Saumið annað sett, nú með dökka litinn í miðju. Að öllu jöfnu leggjast saumförin rétt af sjálfu sér.
Þegar verið er að sauma plast eða vinyl er gott að nota límband í stað títiprjóna, prjónarnir skilja eftir göt sem ekki hverfa. Gott að nota sápuafganga til að stinga nálunum í þegar verið er að handstinga, þær renna betur í gegnum stykkið, það sama gildir um að nota þær sem nálapúða. Þegar rekja þarf upp er best að spretta í 4. hvert spor á röngu og taka svo í þráðinn frá réttu og allt fer í burtu.
Teikningarnar á þessari opnu tilheyra Jólatrésveggteppinu á bls 46
3. Skerið nú þvert á lengjurnar, í sömu breidd og upphaflega lengjan var.
Ef illa gengur að þræða saumavélanálina er bara að taka nálina úr vélinni, þræða hana og setja hana aftur í. Til að „handapplikera“ í saumavél er betra að nota reyklitan nælonþráð en glæran, og nota síðan blindfaldsspor - lítur út eins og handgert.
4. Hér sést rangan og hvernig saumförin leggjast. Það að þau leggjast svona gerir að verkum að auðveldara er að leggja bútana saman, saumförin smella saman.
Þegar „handapplikera“ á í vél er ágætt að sauma fyrst mynsturhlutana á þunnt flíselín, þ.e sauma saman mynsturhluta og flíselín rétta mynsturs niður. Sauma allt í kring. Gera gat í miðju flíselíns á baki, snúa við, strauja kanta. Tylla mynstrum niður með lími af einhverju tagi og blindfalda í kring. Meiri fylling verður í mynstrinu og þægilegra að blindfalda. Hafið undirlag - Tearoff eða rífanlegt flíselín þegar applikerað er með blindfaldi. Ef lím frá straulími fer í straujárnið er fínt að hreinsa það með þurrkarapappír. Ef yfirtvinninn fer að flækja þarf að athuga spóluþráðspennuna Ef undirtvinni fer að flækja þarf að athuga þráðspennu yfirtvinna Notum afganga í upphengislíður.
5. Saumið saman og gætið þess að saumförin standist á. Strauið.
20
www.butasaumur.is
21-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:21
Page 21
Útsaumur og bútasaumur Í upphafi litu margir þessar vélar þeim augum að þær væru eingöngu til að merkja sængurver, handklæði, íþróttabúninga, húfur ofl. En þær bjóða upp á mikið meira en það. Blúndusaumur hefur verið ríkjandi í vetur og á allar þessar vélar er hægt að sauma blúndur af öllu tagi að eigin óskum. Mörg fyrirtæki sem hafa útsaumsmynstur bjóða upp á frímynstur en þau eru ekki í sama gæðaflokki og þau mynstur sem eru til sölu en eru ágætismynstur til að æfa sig á t.d. í Customizingforritinu sem hægt er að fá með Designer 1“ frá Husquarna, en Customizing býður upp á ýmsa möguleika fyrir Husquarnaeigendur. Miklir möguleikar eru í að blanda saman bútasaumi og útsaumi og útkoman getur verið mjög falleg. Við sjáum hér t.d. hvernig verndarengillinn lítur út saumaður á útsaumsvél en margir kannast við þessa mynd úr barnæsku. Við saumuðum ruslapokann góða og nálaveskið með einfaldri útsaumsmynd sem sjá má á myndinni. Munum bara: Alltaf að gera prufu og nota undirlag undir allan útsaum. H.H.
Útsaumur á saumavélar hefur mikið verið að ryðja sér til rúms að undanförnu og möguleikarnir hreint ótrúlegir. Flestar saumavélar hafa útsaumsspor sem margar okkar hafa jafnvel ekki prófað. Þessum útsaumssporum má breyta í útliti með lit, sporlengd, þéttleika o.sv.frv. og nota með bútasaumi, í crazyquilt og margt margt fleira. Svo nú er bara að athuga hvað vélin hefur að bjóða en innbyggð skrautspor eru jafnvel á 25 ára gömlum vélum. Til eru sérstakar sauma- og útsaumsvélar frá Husquarna, Pfaff, Bernina, Brother, Janome, Singer, Elna ofl. sem eru miklum möguleikum búnar og sumar þeirra bjóða upp á tölvuforrit til að vinna og sameina mynstur til útsaums. Sum þessara forrita geta umbreytt mynstri frá t.d. Pfaff til að ganga yfir í Husquarna osv.frv.
ráðbútaráðbútaráðbútaráðbúta Hægt er að framlengja tvinnahaldrann á tvinnastatífinu með því að klippa plastdrykkjarrör og setja á tvinnakeflispinnann og þá komast 2 kefli á hvern pinna Ef teppi er á gólfinu þar sem saumavélin er, er fínt að nota límrúllufatabursta til að hreinsa upp tvinnaspotta og efnisörður, mun fljótlegra en ryksuga.
Þegar við applikerum í vél er ágætt að nota „freezerpaper“ sem undirlag. Gott er að nota augnabrúnaplokkara til að ná freezerpaper úr smáum applikeringarmunstrum. Ef notað er þynnsta físelín í pappírssaum/striksaum í stað pappírs, þarf ekkert að rífa frá.
Þó gott sé að nota pizzukassa undir blokkir þá geta komið fitublettir í neðstu blokkirnar ef við endurnotum pizzubox.
21
22-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:21
Page 22
Joan ásamt rithóp íslenska bútasaumsblaðsins sem hittist gjarnan heima hjá Halldóru Haraldsdóttur.
Hress kona! J
oan Evelyn Breeschoten, er fædd í Frakklandi og bjó þar til 3ja ára aldurs. Móðir hennar er íslensk en faðir hennar frá Bandaríkjunum. Af því leiddi að hún kom til Íslands á hverju sumri og flutti svo hingað. Það hefur verið talsvert flakk á Joan í gegn um tíðina en faðir hennar starfaði í flugher Bandaríkjanna og þegar að því kom að hún gifti sig reyndist eiginmaðurinn flugmaður í hollenska hernum og nú býr Joan í Hollandi.
Joan er hress kona og þolir illa dauðyfli og litla aksjón. Hún hlær oft hátt og mikið og það er erfitt að taka ekki undir smitandi hlátur hennar.
22
Saumaskapur Joan byrjaði að sauma þegar hún var smákrakki og fékk fyrstu saumavélina sjö ára gömul. Þegar kom að því að hún átti að fermast, óskaði hún helst af öllu eftir saumavél og fékk þá ósk sína uppfyllta og þessi saumavélaeign hennar gerði að verkum að hún saumaði m.a. öll föt á dúkkurnar sínar og seinna á sig og marga sem hún þekkti. Joan kynntist möguleikum þess að teikna í tölvu myndir til að sauma út með útsaumssaumavél. Designer 1 eignaðist hún í Hollandi en það var jafnframt fyrsta slíka vélin sem seld var þar. Nú rekur Joan fyrir-
www.butasaumur.is
23-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:21
Page 23
Fjölskylda Joan samanstendur af eiginmanninum Bill Breeschoten, þremur börnum á aldrinum 20-29 ára og þremur barnabörnum á aldrinum 4-7 ára.
tæki í Hollandi þar sem hún býr til ýmis konar bætur, saumar á húfur, boli, peysur og fleira, allt eftir óskum hvers og eins. Vinnurfriður á nóttunni Joan vinnur heima við þar sem hún hefur fyrir sig bílskúr með tveim saumavélum, sjónvarpi og öllum öðrum þægindum. Hún segist vinna best að nóttu til þegar engar truflanir eru og hún getur látið hugann reika á meðan hún saumar út það sem bíður. Vigdís Stefánsdóttir
23
24-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:21
Page 24
Fiðrilda púði • • • • • • •
16“ ferkantað efni fyrir yfirborð. 16“ á kant af vatti. Fjórir litir í fiðrildi gott að nýta afganga. 3“ fyrir innri kant. 8“ fyrir ytri kant. Snúru ca 60“ langa. 14,5“ fyrir púðabak.
• Sníða fiðrildið, ytri vængir í heilu lagi, þræða miðseymi undir innri kant, þræða síðan efnið undir til að fylla vængina. Sauma búkinn, fallegt er að sauma hann tvöfaldan og setja svolítið vatt inn í hann. • Leggja fiðrildið á yfirborð púðans og setja vatt undir og applíkera/ ásauma það á og sauma síðan búkinn á. • Sauma síðan kant á allar hliðar.
Skeljapúði
• Bakið: Skerið 14,5“ x 11,5“ og 14,5“ x 7“. Faldið öðru megin hvort stykki og setjið saman á misvíxl svo stærðin passi við framstykki. Saumið púðann saman og bryddið púðann með 2,5“ efninu strauið það jafnt saman og setjið snúru innan í. Fallegt er að setja vatt utan um snúruna svo að kanturinn verði mjúkur og fyllri. EG
Efni: Skeljar ca 10 cm í hverja. Skemmtilegt er að hafa 10 ólíka liti og munstur, upplagt að nýta afganga í skeljarnar en þær eru 26 talsins. 1,40 m af efni í púðaborðin og ytri pífu. 20 cm í kantinn. 30 cm í innri pífu 45 cm á kant vatt 30 cm rennilás Þunnan pappa í mót fyrir skeljarnar (karton) Aðferð: • Teiknið skeljarnar á pappann og klippið út. Leggið á efni og strikið í kringum pappann og klippið efnið með góðu saumfari. Þræðið efnið utan um pappann, rykkja í kring um bogann. • Skerið 3 6,5“ í ytri pífuna úr aðal efninu. 13“ á kant í fyrir púðaborðið bakið 2 9,5“ x 15“ sem saumað er saman með rennilásnum. • Kanturinn: 1,5“ x 13“ 2 lengjur og 2 lengjur 15,5“. • Skeljunum raðað á púðaborðið, byrjið í miðju og haldið áfram niður að kanti. Þræðið vel. • Þá er lagt niður við skeljarnar í höndum. • Saumið kantinn á og þá er fóður og vatt sett undir. Vattstungið rétt fyrir innan brún skeljanna. • Saumið saman ræmurnar í pífurnar og rykkið mátulega, þannig að passi utan um púðaborðið. Saumið pífurnar við púðaborðið og gætið að hornunum. Saumið bakstykkið saman með rennilásnum og setjið púðaborð og bak saman með röngu út, gæta þarf að pífunum. Saumið saman, og notið saumfarið á púðaborðinu þar sem búið var að sauma pífurnar á. Púðinn er 50 cm á kant með pífu fullgerður.
24
www.butasaumur.is
25-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:22
Page 25
Körfu púði Aðferð: • Skerið púðaborð 9,5“ x14,5. 2 x 1“ í innri kant, skorið er það 9 1/2” og 15 1/2 1“ í ytri kant skorið í 10 1/2” og 16 1/2” • Sníðið körfur eftir teikningu, einnig hjörtu og ber. Saumið ofan á efnið. Byrjið á að sauma hjörtun á körfurnar, síðan körfurnar á púðaborðið. Skiljið eftir smá bil þar sem borðinn gengur í gegn um körfuhöldin. Saumið því næst kantana á. • Þá er að sníða fóður og vatt og leggja undir púðaborðið. Þræðið vel áður en stungið er. Stingið í kring um körfurnar, hafið bil fyrir borðann á höldum. Stingið í kringum hjörtun og berin, síðan við báða kantana, en sá þriðji er stunginn þegar búið er að sauma
Efni: • 10“ í púðaborð • 2,5“ í innri kant. • 2,5“ í ytri kant. • 24“ í ysta kant og bakhlið. • 8“ á kant fyrir körfur, 2 litir. • 4“ á kant fyrir hjörtu 2 litir. • Afganga í rauðu berin. • 8 x 22“ vatt. • 8 x 22“ fóður fyrir framhlið púðans. • 20“ borði fyrir slaufu • 1 hjartatölu á slaufu • 5 tölur (svartar) • Árórugarn, grænt, nota tvo þræði. • Stungutvinni • Stærð púða tilbúinn 15x20“
bakið við. Þegar búið er að stinga faldinn að ofan og fóður og vatt á móti. • Bakið er sniðið12 1/2“ x 22“. Merkið 4 1/2“ að ofan á bakhlið, faldið 1/2“ á þessum 4 1/2“, og brjótið saman 4“ og saumið hliðarnar á röngu um leið og bakið er saumað við. Gætið þess að efri brún púðaborðsins passi við merkið sem sett var á bakhlið. Snúið við og pressið og brjótið yfir á púðaborðið. Síðan eru saumuð 5 hnappagöt og tölur og púðanum hneppt. Þessi uppskrift passar einnig sem lítið veggteppi.
Sjónvarpspúði í bláum tónum Efni: 3,5“ og 1,5“ ræmur dökkblátt 3,5“ og 1,5“ ræmur milliblátt 3,5“ og 1,5“ ræmur ljósblátt Aðferð: • Skerið dökkbláa efnið í 4 3,5“ ferninga og 37 1,5“ ferninga. • Þá milliblátt 16 1,5“ ferninga síðan 8 1,5 x 3,5. • 4 3,5“ x 16,6“ milliblátt. • 44 1,5“ ferninga ljósbláa, 12 1,5“ x 3,5“. • 4 3,5 x 7,2“ 8 3,5 x 2,5“. • Byrjið á að sauma saman dökkbláu 3,5“ ferninga við 3,5“ ljósu ræmurnar, dökkbláu miðjuna og ljósar ræmur, síðan koll af kolli. Sjá mynd. • Saumið dökkblán kant í kring, bakið má vera í þeim lit sem þið kjósið. Stingið kantinn niður við mynstur. • Gott er að hafa rennilás á bakinu. Púðinn er 25,5“ á kant tilbúinn.
25
26-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:22
Page 26
w w w . b u t a s a u m u r. i s
B
útasaumsblaðið á sér heimasíðu, www.butasaumur.is Þar er eitt og annað að finna, viðtöl, uppskriftir, hugmyndir og yfirleitt allt það sem bútasaumarar vilja sjá og vita. Okkur, aðstandendum vefsins og blaðsins langar til að gera heimasíðuna að góðri upplýsingasíðu og viljum þess vegna beina þeim tilmælum til allra þeirra sem bútasaum stunda á einn eða annan veg að senda okkur upplýsingar. Þær geta verið um bútasaumsklúbba - sem þá fá sína síðu innan vefsins, einnig verslanir og þjónustufyrirtæki sem vilja ná til bútasaumara og skýra frá námskeiðum, nýjungum á markaði og bara vera í sambandi. Þessi þjónusta kostar ekkert - hún er fyrst og fremst fyrir þá sem vilja vita hvað er að gerast hverju sinni í bútasaumsheiminum á Íslandi. Við viljum líka fá bréf frá þeim sem eru að sauma og myndir sem sýna verkin þeirra öðrum til ánægju. Hið sama á auðvitað við um blaðið sjálft. Póstangið okkar er: butur@butasaumur.is
Máltafla Oft lendum við í vandræðum þegar við þurfum að breyta cm í tommur og tommum í cm. Hér er tafla sem sýnir málin frá yardi í metra, inc,mm og cm. Yards 1/8 1/4 3/8 1/2 5/8 3/4 7/8 1 1 1/8 1 1/4 1 3/8 1 1/2 1 5/8 1 3/4 1 7/8 2 2 1/8 2 1/4 2 3/8 2 1/2 2 5/8 2 3/4 2 7/8 3 3 1/2 4 4 1/2 5 7 1/2 10
26
Metri 0,11 0,23 0,3 0,46 0,57 0,69 0,8 0,914 1,03 1,14 1,26 1,37 1,49 1,6 1,71 1,83 1,94 2,06 2,17 2,29 2,4 2,51 2,63 2,74 3,2 3,66 4,11 4,57 8,86 9,14
Tommur 1/8 1/4 3/8 1/2 5/8 3/4 7/8 1 1 1/4 1 1/2 1 3/4 2 2 1/2 3 3 3/4 4 5 6 7 8 9 10 15 20 25 30 35 40 45 50
mm 3 6 10 13 16 19 22 25 32 38 44 50 64 78 95 101
cm
1 1,3 1,6 1,9 22 2,54 3,2 3,8 4,4 5 6,4 7,6 9,5 10,1 12,7 15,2 17,7 20,3 22,8 25,4 38,1 50,8 63,5 76,2 88,9 101,6 114,3 9,14
Round Robin
R
ound Robin er vinateppi sem gengur milli 4-5 aðila sem allir koma að teppinu. Yfirleitt eru 4-5 í hóp og gerir hver og einn miðju innan ákveðinna stærðarmarka. Hver og einn saumar miðju sem síðan er sent áfram til næsta manns innan hópins sem gerir þá ramma 1 og sendir áfram til 3ja aðila sem gerir ramma nr. 2 og svo koll af kolli. Síðasti aðili sendir síðan stykkið tilbaka til viðkomandi miðjueiganda sem fær nú teppið sitt til baka. Hver og einn hefur um 4 vikur til að sauma sinn hluta og er sendingardagur verkefnanna ákveðið fyrirfram á milli aðila í hópnum því allir senda frá sér á sama degi. Oft er verkefnið ákveðið fyrirfram, t.d. vetur, sumar, vor og haust, stærðir miðjubúta og ramma ákveðin fyrirfram en útlit miðjublokkar er yfirleitt frjálst en innan verkefnavals er það ákveðið fyrirfram. Þetta eru skemmtileg og spennandi verkefni og mörg svona teppi ákaflega falleg. Nú í ágústlok fóru af stað í fyrsta sinn hér á landi þrír hópar og eru það þátttakendur víðs vegar af landinu sem hefja leikinn en hugmyndin að þessu fyrsta íslenska Round Robin varð til að Stóru-Tjörnum sl. sumar. Ef þátttaka verður næg munu fleiri hópar fara af stað, en 3-4 eða 4-5 aðila þarf til að mynda hóp. Allir hópar eru sjálfstæðir og vinna á eigin ábyrgð eftir ákveðnum reglum. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í slíku geta farið á heimasíðu Íslenska bútasaumsblaðsins <www.butasaumur.is> og sent tölvupóst með nafni og heimilisfangi á netfang blaðsins <butur@butasaumur.is>. Hópar fara síðan af stað þegar þátttaka er næg til að mynda hóp. Verkefni frá erlendum Round Robin hópum, annars vegar unnin á tölvuforrit og hins vegar saumuð, er hægt að skoða á:
http://www.quilt-design.com/eqeng.htm http://www.levyjudaicaroundrobin.homestead.com/ http://www.electricquilt.com/Users/FunStuff/RoundRobins/RR.htm
www.butasaumur.is
27-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:22
Page 27
Varúð - bútapest!
V
art hefur orðið við slæma pest sem gengur um landið. Pestin sú er skæðust að vetri til en hennar verður þó vart á sumrin líka. Það hefur lítið gengið að bólusetja við henni og enn sem komið er hefur engin lækning fundist. Margir telja veikina hugarburð og að vel megi sigrast á henni með einbeitingu og staðfestu en satt best að segja eru engin skráð dæmi um slíkt. Því verður að taka þetta alvarlega og bregðast við samkvæmt því. Sjúkdómnum veldur veira sem upp á ensku hefur verið kölluð „The Quilting Bug“ eða bútaveira. Smitleiðir eru óljósar en þó er klárt að einhver samskipti við sjúklinga með pestina þurfa að eiga sér stað áður en veikin smitast. Líklegt er talið að teppi, bækur, efni og mynstur eigi sinn hlut í smitinu en það hefur þó ekki verið sannað til fulls. Bútapest er kynbundinn sjúkdómur að mestu og virðast karlar hafa náttúrulegar varnir gegn honum. Það má ef til vill nota sem grunn til rannsókna og hafa erfðafræðingar þegar tekið til starfa við að finna genið sem klárlega er að mestu virkt í konum. Sem segir okkur að Y litningurinn er ekki að verki... Einkennin Það er mikilvægt að þekkja einkenni þessarar veiki og bregðast hratt við henni ef einhver von á að vera um lækningu. Fyrstu einkenni eru sakleysisleg. Keypt er bók eða blað eða fengin að láni og í henni eru mynstur af ýmsum teppum. Oftast koma
upp umræður innan heimilisins og byrja þær gjarnan einhvern veginn svona: „Hvað finnst þér um þessa litasamsetningu? Væri ekki flott að gera svona handa Sigga litla? eða eitthvað í þá áttina. Stundum er minnst á námskeið og þess eru dæmi að sjúklingar hafi farið á eitt slíkt og í kjölfarið ætt inn í næstu verslun þar sem fest voru kaup á sérkennilegum tækjum og tólum og því sem er eitt aðaleinkennið – efnisbútum. Sjúklingar taka svo til við að búta niður efnisbútana, sem sumir hverjir eru þó æði litlir fyrir og búa til ræmur, ferninga, þríhyrninga og fleira. Þegar það hefur verið gert eru bútarnir saumaðir saman aftur en á allt annan máta en áður var og ólík efni sett saman. Þess má ef til vil geta að framleiðendur og hönnuðir efna eru sterklega að hugsa um að fara í mál við sjúklingana þar sem þeir telja hugverk sín einskis metin og þau jafnvel eyðilögð með þessum hætti. Sjálfshjálparhópar Með því að forðast allt samneyti við aðra sjúklinga, gæta þess vandlega að fara aldrei
í bókabúðir eða verslanir sem selja efni og tæki til bútasaums og setja síur á Internetið þannig að orðin quilting og patchwork virki hreinlega ekki á leitarvélum, er ef til vill hægt að sigrast á þessum sjúkdómi. Til frekari aðstoðar hafa sjúklingar um allt land stofnað sjálfshjálparhópa sem sumir hverjir hittast vikulega en aðrir með lengra millibili. Árlega eru svo stórmót sjúklinga og hafa ýmsir tekið að sér að halda utan um þau mót sem oftast fara fram langt frá heimabæ sjúklinga og taka heila helgi. Það hefur þó vakið ákveðnar grunsemdir þeirra sem ekki eru haldnir pestinni að sjúklingar virðast þurfa að taka með sér mikið magn efna, teppa og uppskrifta á þessa fundi og mót og fara ótrúlega oft í kjölfarið – jafnvel strax daginn eftir – í verslun þar sem þeir kaupa meira. Þrátt fyrir staðhæfingar sjúklinga um að þetta sé allt hluti meðferðarinnar, hefur læðst að aðstandendum þeirra grunur um að ef til vill sé þessi meðferð ónothæf og að betra sé að leita annarra leiða... Vigdís Stefánsdóttir
27
28-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:22
Page 28
Margrét Hauksdóttir, Reykjavík, vinningshafi í 9 búta happdrættinu
Margrét Ósk, formaður Íslenska bútasaumsfélagsins.
Saumahelgi á Stóru-Tjörnum
A
ð frumkvæði og framkvæmd hótelstýrunnar, Ásrúnar Jónsdóttur, á Edduhótelinu að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði var Íslenska bútasaumsfélaginu boðið upp á saumahelgi fyrir félagsmenn sína helgina 14. – 16. júní. Um 15 konur frá Siglufirði, Dalvík, Eskifirði, Garðabæ, Reykjavík og Kópavogi voru mættar á föstudagskvöldi og þá þegar settar upp saumavélar, strauborð og annað tilheyrandi bútasaumnum og ekki slegið slöku við og byrjað að sauma. Ekki var í gangi sameiginlegt verkefni en nokkrar komu með „ókláruð verkefni“ og lokið var við mörg þessa helgi. Flestar hverjar mættu
28
með sitt lítið af hverju af verkum sínum og var allt sett upp í leikfimisalnum sem er í alfaraleið innan hótelsins, við mikla hrifningu annarra hótelgesta og óhætt að segja að sýningin hafi vakið verðskuldaða athygli. Var hópnum þakkað framtakið af erlendum hótelgestum og ekki dró það úr ánægjunni. Saumað var alla helgina og skemmtu konurnar sér hið besta við frábæra aðstöðu, aðbúnað og dekur í mat og fóru allar þreyttar en ánægðar heim. H.H.
www.butasaumur.is
29-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:22
Page 29
Teppi sýnd á Stóru-tjörnum
Línhúsið Akureyri Þar sem efnin fást! kappkostum við að hafa fjölbreytt úrval af fataefnum við allra hæfi og flest sem þarf til sauma BURDA SNIÐ Úrval af bútasaumsefnum og fylgihlutum til bútasaums. Lítið við því sjón er sögu ríkari. Opið: Mánud.-föstud. 10-18 Laugardaga 10-12 Sendum í póstkröfu
Sunnuhlíð – Sími: 462 2636
29
30-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:23
Page 30
Bjálkakofi kennsla
Pottaleppar með Bjálkakofa-munstri. Í stað vatts er notað gamalt handklæði, en það er upplagt í pottaleppa þar sem það leiðir hita illa. Athugið að Pólyester leiðir hita vel og ætti ekki að notast í pottaleppa.
Skerið ræmur í Bjálkakofann, t.d. 2" breiðar.
Saumið saman lengjuna sem á að vera miðja og fyrsta lit með 1/4" saumfari.
Skerið 2" breiða búta og strauið frá miðju.
Leggið bútana ofan á næsta lit, réttu á móti réttu og saumið við. Skerið á milli þeirra.
Það má líka klippa á milli ef vil. Strauið frá miðju.
Svona líta bútarnir nú út.
30
www.butasaumur.is
31-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:23
Page 31
Nú eru tveir saumar þar sem næsta ræma kemur við og svo verður hér eftir. Þannig er auðvelt að fylgjast með því hvort verið er að sauma ræmuna við á réttan stað.
Rangan. það sést vel hvernig straujað er frá miðjunni.
31
32-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:23
Page 32
Kaffe Fassett Bútasaumsefni mynstruð, röndótt, einlit, köflótt.
Bækur um bútasaum með góðum leiðbeiningum
Laugavegi 59 · 101 Reykjavík · Sími: 551 8258
32
Sýning í Englandi Helgina 27. - 30. júní fór undirrituð á árlega bútasaumssýningu hjá bresku samtökunum, The National Quilt Championship. Sýningin var haldin í Sandown Exihibition Center rétt utan við London. Hún var hin veglegasta og mér taldist til að til sýnis væru á fjórða hundrað teppi. Reyndar átti ég þarna eitt teppi. Sýnt var í mörgum flokkum og nokkrum þemum. Fyrst og fremst var flokkað niður í vana og nýgræðinga í faginu og líka eftir því hvort um hefðbundinn bútasaum var að ræða eða ekki, „Art Quilt,“ eins og þeir kölluðu það. Nokkur þemu voru einnig í gangi, t.d. Skápaást - Cupboard love sem mer sýndist þýða söfnunarárátta. (Kannast nokkur bútasaumskona við svoleiðs áráttu?). Grímudansleikur eða Masquerade, en úr þeim flokki var einmitt vinningsteppið sem mynd fylgir af. Þetta er eiginlega alvetg ótrúlegt teppi ef teppi skyldi kalla, því þetta er eiginlega risastór blævæengur, frábærlega vel gert og sannarlega vel að verðlaununum komið, en þau voru nýjasta og fullkomnasta gerð af Bernina saumavél. Annars voru viðurkenningar í mörgum flokkum, bæði fyrir vönduð vinnubrögð, hönnun og fleira. Fjölbreytni var mikil í aðferðum, litum, efni og stærðum. Mest bar á veggteppum en mikið var líka af rúmteppum í öllum stærðum. Applikeruð teppi voru flest vélunnin en nokkur teppi með gömlu góðu aðferðinni. Vélstungin teppi voru í miklum meirihluta og voru veggteppin oft mikið stungin og skreytt. Þetta var frábær sýning og margt nýtt bar fyrir augu eins og alltaf þegar maður kemst í að skoða það sem aðrir eru að gera. Þegar heim er komið er höfuðið fullt af hugmyndum. Sumar hugmyndir enda í teppi, aðrar ekki en það er frábært að fara á svona sýningu, því ættu allir að reyna að koma í framkvæmd. Þórdís Björnsdóttir
www.butasaumur.is
33-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:23
Page 33
Bolablýna kennsla
1.
Klippið eða skerið grunnefni í æskilega stærð, t.d 9".
2. Klippið hringlaga búta úr þremur efnum fyrir hverja blokk. Stærð hringjanna ræðst af stærð grunnsins en ef hann er 9" er gott að hafa fyrsta hringinn 7", þann næsta 5" og þann minnsta 3". Annars skiptir það ekki mjög miklu máli og bútarnir mega vera í hvaða stærð sem er og hringirnir eiga helst ekki að vera mjög reglulegir.
3.
Leggið stærsta hringinn ofan á grunninn, réttan snýr upp á báðum efnum. Saumið hringinn ofan á grunninn með ca. 1/2" saumfari.
4. Hér sést rangan og hvernig saumförin leggjast. Það að þau leggjast svona gerir að verkum að auðveldara er að leggja bútana saman, saumförin smella saman.
Þegar þetta teppið er þvegið (sumir vilja meina að það eigi að þvo efri hlutann áður en teppið er sett saman) raknar innan úr hringunum og áferðin verður svolítið villt. 8.
Skerið bútinn í 4 jafnstóra ferninga. Réttan sést hér.
33
34-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:24
Page 34
9.
Hér sést rangan.
10. Saumið saman bútana litlu, fjóra og fjóra saman. Þá er útkoman í átt við það sem hér sést.
11. Saumið saman alla bútana. Það er gott að sníða þá til fyrst, þ.e. gæta þess að þeir séu af sömu stærð allir. Saumið kant utanum um teppið og setjið það saman. Halldóra Pétursdóttir saumaði þetta fallega teppi.
34
www.butasaumur.is
35-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:24
Page 35
Teppið góða heitir vinateppi og á baki þess er smá texti: „Með þakklæti í huga fyrir framlag þitt til bútasaums. Bútavinkonur.“ Þessar konur saumuðu teppið: Halldóra Arnórsdóttir, Hafdís Þórólfsdóttir, Katrín Kolbeins, SvalaNorðdhl, Vilborg Jónsdóttir, Margrét Haukdsdóttir, Guðný Benediktsdóttir, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Guðlaug Ólafsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Hrönn Haraldsdóttir, Margrét Ósk Árnadóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Elsa Guðmundsdóttir, Halldóra Þormóðsdóttir, Hjördís Gunnarsdóttir, Hrönn Haraldsdóttir.
Á forsíðu blaðsins er teppi með hjörtum af öllum stærðum og gerðum. Þetta teppi á sér skemmtilega sögu en eigandi þess er Halldóra Haraldsdóttir.
Hjartateppið „Það er þannig að ég er í bútaklúbbi sem hittist mánaðarlega og út úr honum ásamt tveimur öðrum klúbbum varð til bútaklúbbur sem hittist í Húsmæðraskólanum mánaðarlega,“ segir Halldóra. „Þarna eru konur sem ég hef sumar þekkt lengi og líka konur sem eru tiltölulega nýjar en við deilum allar sama áhugamáli, bútasaumi. Í vor var orðið nokkuð ljóst að ég var orðin veik og þær vissu af því þessar elskur. Ég mætti á einn fundinn í Húsó, vissi reyndar ekki hversu lengi ég gæti verið en var svolítið hissa því þegar líða fór á fannst mér eins og þær gætu ekki beðið eftir að losna við mig. Ég varð hálf fúl því mér fannst þær verða hálf fegnar aðl osna við mig þegar ég kvaddi, en auðvitað voru þær þá að skipuleggja saum á teppinu góða. Það var svo í ágúst að nokkrar þeirra vildu endilega koma að heimsækja mig. Ég áttaði mig ekki á hvers vegna og á þessum árstíma þegar allir bútaklúbbar voru komnir í frí, en þótti vænt um að þær myndu eftir mér og til mín komu nokkrar bútavin- Hér er litli dóttursonur Halldóru, hann Brynjar, við teppið góða. konur. Þegar leið á heimsóknina drógu þær upp þetta líka fallega teppi og færðu mér og ég verð að viðurkenna að ég komst við og gat eiginlega ekki talað um stund. sjá nafnið, bara með því að skoða litina. Persónuleikinn skín út úr Mér þótti þetta svo falleg gjöf og ég held að ekkert hafi glatt mig þeim hverri fyrir sig. Konurnar leituðu svo til Halldóru Þórmóðs og báðu hana um að eins mikið og snert um ævina. Teppið hefur nánast fylgt mér hvert sem ég hef farið síðan og ég ligg undir því þegar ég þarf að hvíla mig. stinga teppið og hún vildi fá að vera með í gjöfinni og gaf vinnuna Það er mikil vinna í þessu teppi og blokkirnar eru mjög persónu- sína. Hún stakk það fallega og setti hjörtu í tengingarnar og legar. Ég get nánast sagt til um hver gerði hvaða blokk án þess að rammann ásamt því að eiga einnig blokk í teppinu.“
35
36-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:24
Page 36
Köngulóarvefur
T
eppi verða til af ýmsum ástæðum. Stundum er hægt að nota liti eða þema í teppi til að kenna, hugga eða skemmta börnum og þannig næst margfaldur árangur. Kristín Einarsdóttir gerði skemmtilegt teppi fyrir son sinn og það uppfyllir öll skilyrðin og er í miklu uppáhaldi hjá honum. „Hugmyndin að þessu teppi vaknaði þegar ég fletti bók, þar sem ég sá teppi þar sem köngulóarvefir voru blokkirnar,“ segir Kristín. „Eftir smá umhugsun ákvað ég að gera svona teppi fyrir yngsta son minn. Hann var á þessum tíma mjög hræddur við köngulær og því miður búum við á jarðhæð og því eru köngulær tíðir gestir hjá okkur á sumrin. Þetta skapaði oft mikinn óróa hjá honum og sérstaklega þegar hann sá eina væna inn í herbergi þegar hann var að fara að sofa! Þegar ég byrjaði á teppinu, fórum við að lesa um köngulær og ræða um þær, ásamt því að velja efni og liti í teppið. Hann vildi hafa gulan og bláan lit í vefnum, en var síðan sama um aðra liti. Hann valdi að mestu gulu og bláu efnin, en þó ekki bláa kantinn. Ég ákvað að vera með skakkan skurð og því gat hann tekið þátt í skurðinum. Þegar kom að því að stinga teppið þá var það hann sem ákvað hvernig ætti að stinga það. Hann vildi hafa „leiðina“ sem köngulærnar fara um vefina sýnilega og hafa eina til tvær köngulær í hverjum vef. Köngulærnar teiknaði hann sjálfur í vefina og ég stakk. Þessi vinna okkar á teppinu og allur sá lestur og fræðsla sem við fengum um köngulær urðu til þess, að nú tekur hann þær sjálfur upp og hendir út og er ekki hræddur lengur.“ VS
36
www.butasaumur.is
37-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:24
Page 37
37
38-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:24
Page 38
VEGFERÐ
Á vegferð lífsins gerist ýmislegt. Við upplifum ævintýri, lendum í áföllum, finnum til sorgar og til gleði, kynnumst fólki, týnum fólki og allt safnast þetta í minninga- og reynslubankann sem við svo sækjum í. 38
www.butasaumur.is
39-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:24
Page 39
E
inhvern veginn er það svo að sumir virðast safna meiri reynslu en aðrir - eða að minnsta kosti geta notað hana betur en aðrir svo eftir er tekið. Ein þeirra er Jóna Valgerður Höskuldsdóttir, fyrrv. hjúkrunarkona á Vífilsstöðum, sem nú er
komin á eftirlaun þó hún sé langt frá því hætt að vinna. Vinnan hennar er bara með öðrum hætti nú en hún var og inn í þá vinnu fléttast bútasaumur svo um munar.
Þetta teppi er næstum hefðbundið - en þó ekki alveg. „Það heitir „Afgangar“ og er saumað árið 1996 úr blokkum, sem urðu afgangs úr stóru teppi, sem ég gaf syni mínum og tengdadóttur í brúðargjöf 1995. Ef og þegar ég sauma hefðbundin mynstur sauma ég yfirleitt margar aukablokkir til þess að ná sem bestri samsetningu í heildina og geta fullnægt eigin dyntum. Þannig á ég líka oft sundurleitan samtíning í ögrandi og skemmtilega samsetningu síðar,“ segir Jóna.
J
óna er lágvaxin, kvik og yfirleitt með flottan hárhnút sem gegnir því hlutverki að halda hárinu saman og bæta ofurlitlu við hæð Jónu. Hún er alltaf með einhverja skartgripi en þeir eru oft á tíðum ekki mjög hefðbundnir, heldur fremur samsafn hluta sem Jónu þykir vænt um og vill bera þann daginn. Hún klæðir sig skemmtilega - næstum eins og hippi - og er oft í einhverju sem hún hefur saumað eða prjónað sjálf eða dottið ofan á alveg óvart og passar þar af leiðandi vel við bæði vöxt og persónuleika hennar. Jóna er sem sagt kona sem maður tekur eftir - þó svo hún sé oftast minnsta konan á svæðinu. Þegar hún segir eitthvað, er það að vel yfirveguðu máli og gjarnan kryddað speki, gríni og beittum athugasemdum sem stundum tekur dálitla stund að ná. Bútasaumurinn Þó Jóna hafi alltaf verið mikil handavinnukona, eru ekki mörg ár síðan hún fór að sauma eiginlegan bútasaum. Á þeim árum hefur hún þó komist yfir að sauma ótrúlega mikið og þar sem hún fer ekki troðnar leiðir í bútasaumi fremur en öðrum hlutum lífs síns, eru teppin hennar eftirtektarverð. Þau segja gjarnan sögu eða lýsa áhug-
málum eða persónuleika þess sem teppið á að fá. Hún velur saman liti og efni sem við fyrstu sýn eiga ekkert sameiginlegt en þegar þau eru komin í teppi, sést að það átti einmitt að vera þannig og ekki á neinn annan veg. Jóna hefur búið til svona sérstök teppi handa börnunum sínum, barnabörnunum og stórum hópi vina og ættingja að auki. Vegferðin Það er ekki í anda Jónu að vekja sérstaka athygli á verkum sínum eða miklast af þeim, heldur vinnur hún þau í kyrrþey og sjálfri sér til ánægju. Hún ákvað þó að taka þátt í sýningu sem áætluð var og kynnt í fréttabréfi bútasaumsfélagsins. Þemað var „köflótt og röndótt“ og Jóna mótaði smám saman hugmynd sem henni fannst eiga við þetta þema. „Ég var frá upphafi ákveðin í að nota silki með en uppistaða efnisvals er 100% bómull,“ segir hún. „Teppið átti að heita annað hvort Vegferð eða Lífshlaup og á endanum varð Vegferð ofan á. Enda má segja að sagan sé vegferð mín í gegn um lífið og tilveruna í stórum dráttum.“
39
40-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:25
Page 40
Í teppinu eru bútar frá ýmsum tímum og ýmsum stöðum. Afgangar sem urðu til þegar Jóna saumaði föt á sig börnin eða barnabörnin. Bútar úr gömlum skyrtum látins eiginmans og fötum sem til voru og svo efni sem Jónu þótti passa við. Silkið gefur teppinu skemmtilega áferð og útlit en sagan er auðvitað það sem máli skiptir. „Það eru þarna ýmsir kaflar úr lífi mínu og annarra,“ segir Jóna um leið og hún setur sig í fyrirlesarastellingarnar. „Hér eru gluggar og dyr, hús og vegir og stungusporin eru líka saga. Þau eru af fimm gerðum eða lengdum og með mismunandi tvinna. Mér fannst það passa vel að hafa sporin af jafnmörgum gerðum og fæddu börnin mín voru.“ Þegar sporin eru skoðuð nánar má sjá hvað hún meinar. Sum sporanna eru þétt og bein á meðan önnur mynda fótspor sem eru á leið eitthvert – inn í framtíðina? Eða eru þau spor fortíðar? Í öllu falli segja efnin, mynstrið og stungusporin sögu. Stóra sögu og mikla og teppið er verðugur minnisvarði alls þess sem Jóna stendur fyrir. Merkilegrar konu sem með lífi sínu hefur haft mikil áhrif á aðra, þekkir lífið eins og það er, með gleði sinni og sorgum og veit að sumu verður ekki breytt. Í teppið voru notaðir 12 litir af tvinna, 29 bómullarefni og 9 litir af silki. Í baki er ræma sem er sett saman úr öllum bómullarefnum í toppnum og samtíningur annarra efna. Fleiri myndir eru á www.butasaumur.is henni. gg heima hjá ið hangir á ve pp te m se r , þa Vegferð Jónu
Hér er eitt listaverka Jónu. Þessi litla mynd heitir „Sól sest við Djúp“. „Hún er saumuð í framhaldi af fjögurra teppa seríu, sem ég saumaði fyrr á árinu. Það var beðið um teppi á sýningu í Jakobstad í Finnlandi, sem er vinabær Garðabæjar. Þemað átti að vera „Vinátta“, og stærðin ekki yfir 1x1m.Við hönnunina hugsaði ég mér vináttu, þ.e. samspil litanna í náttúru Vestfjarða, sem ég er alin upp við og legg oft leið mína um í hverskyns veðri frá vori til hausts. Þau eru öll eingöngu úr silki og þegar kom að handstungunni hlutu þau nafnið „Litir í ljósbroti“ Í þeim öllum eru samskonar bútar en mismunandi litir og mismunandi rammar og bryddingar og hengd ýmist langsum eða þversum. Meðan ég vann þá seríu mótaðist „Sólsetrið“, sem er lítil mynd eingöngu úr silki, ásaumur í höndum og nokkuð mikið handstungin. Ég taldi hana fullbúna, en eftir að hafa hengt hana á ýmsa staði og farið vestur sé ég að ég þarf að bæta svolitlu á hana til hægri rétt ofan miðju“.
40
Í teppinu er m.a. afgangur af efni úr þessum kjól. „Þetta er sparivinnukjóllinn minn,“ segir Jóna. „Mér fannst ótækt að vinna á stórhátíðum í sama gallanum og hversdags og saumaði því þennan kjól og mætti í honum alltaf þegar hátíðir voru. Það var svo miklu skemmtilegra en hitt...“
www.butasaumur.is
41-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:25
Page 41
Þessi jakki er heimsfrægur, bæði á Íslandi og í Texas. Jóna saumaði hann áður en hún fór til Texas árið 1998 með hópi bútasaumskvenna.
„Það var alltaf ætlunin hjá mér að sauma jakka sem ekki þyrfti að kaupa neitt efni til heldur gæti ég notað þau efni sem ég átti. Ég hafði séð fyrir mér að nota Ringulreið-aðferð sem ég vil kalla ringulreið upp á íslensku. (Þess má geta að Jónu er mikið í mun að íslenska sem flest heiti og nöfn í bútasaumi og á orðið allgott safn orða sem sum hver eru annars staðar í blaðinu.) Ég notaði auðvitað ekki neitt snið en var ákveðin í því að hafa nokkra hneppta vasa að innanverðu til að geta geymt nauðsynjar í útlöndum. Til að mynda vatn, plástur, buddu og annað
sem að gagni gæti komið. Það kom svo í ljós hvað eftir annað að þessir vasar voru notadrjúgir og gerðu sitt gagn í ferðinni.“ Efnin eru víða að og mörg þeirra einmitt úr gömlum sparifötum barnabarna Jónu. Í jakkanum eru líka efni sem hún hefur fengið send frá ýmsum þeim sem vissu af áhuga hennar á saumaskap. Jakkanum er haldið saman í hálsmálið með gömlum beltispörum úr víravirki, sem pabbi Jónu smíðaði og gaf henni þegar hún var unglingur að sauma sér sparikjól og erfitt var að fá allt efni og smádót eins og beltissylgjur. Sjá www.butasaum.is Vigdís Stefánsdóttir
41
42-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:25
Page 42
Einfaldar og fljótlegar
kaffidiskamottur Efnisþörf: • Ca. 40 cm. efni, vatt og bak í hverja mottu • Ca. 1 m í bryddingu f. hverja mottu og kant ef mottunni er hvolft við. • Ef notuð er brydding skerið þá 2 1/2“ ræmu, ef mottunni er hvolft við þá er skorið 2“. • Straulím • Efnisafgangar í bolla • Efnisafgangar fyrir uppskriftir Aðferð: Takið upp mottusniðið og sníðið framstykkið. Takið bollana upp á straulímið og strauið á efnið. Ef sauma á í kringum bollana er skemmtilegra að nota ekki stíft straulím og klippa úr miðjunni á straulíminu. Ef ekki á að sauma í kringum bollana er heppilegast að nota stíft straulím t.d. rautt heat & bond. Straujið bollana á mottuna. Saumið uppskriftirnar í vél, höndum eða skrifið á efnisbúta og svo kappmellið á mottuna.
Mikið er um texta á smáhlutum í bútasaumi um þessar mundir og margar skemmtilegar hugmyndir sjást. Hér eru skemmtilegar diskamottur með útsaumuðum uppskriftum af gamaldags kaffimeðlæti. Uppskriftirnar fylgja með og hægt er sauma/stinga þær í höndum eða setja inn með pigmapenna. Stærðin er ca. 38 x 25cm.
Ef hvolfa á mottunni við: Leggið vatt, bak – réttan upp og framstykki – rétta niður og nælið saman. Saumið saman en skiljið eftir smá op til að snúa mottunni við. Ef nota á bryddingu: Leggið bak ranga niður – vatt og framstykki rétta upp saman. Ágætt er að sikksakka í kring til að festa. Straujið brot í bryddinguna og saumið á frá réttu. Leggið niður á röngu í höndum eða vél. Athugið að þó notað sé sterkt staumlím getur verið hætta á að kantar flosni upp þegar motturnar eru þvegnar. H.H.
Vöfflur:
Pönnukökur:
Lummur:
Skonsur:
1 msk. sykur 2 egg þeytt 1 1/2 bolli hveiti 1/2 tsk. matarsódi 1 tsk lyftiduft 2 bollar mjólk 100 gr. brætt smjörlíki vanillu- eða sítrónudropar
250 gr. hveiti 1-2 egg 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. matarsódi 6 -7 dl. mjólk 500 gr. smjörlíki
500 gr. hveiti 2 tsk. lyftiduft 100 gr. sykur 1/2 tsk matarsódi rúsínur 3/4 – 1 lítri mjólk
2 egg – þeytt m. sykrinum 1/2 bolli sykur 2 bollar hveiti 3 tsk. lyftiduft 2 bollar mjólk
42
www.butasaumur.is
43-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:25
Page 43
jóladiskamottur stærð 33 cm x 55 cm
Efnisþörf: • 1 m grunnefni (vattstungið efni) • 1 m bakefni • 1 m vatt sé ekki notað tilbúið vattstungið efni • Straulím / flísófix • 50 cm efni í kanta • Gyllt og glært Duncan glimmer ef vill • Útsaumstvinni/perlugarn • Blönduð jólaleg efni í hús, snjó, grenitré, stjörnur og snjókarl. Aðferð:. • Saumför eru innifalin
• Hver motta sniðin 13“ x 17 1/2“ (33 cm x 45 cm) • Kantur er skorinn 1 1/2“. • Takið mynstrið upp á flísófix/straulím, klippið innan úr flísófixinu eigi að sauma í kringum mynstrin, straujið síðan á efnið og síðan á bakgrunninni. • Saumið kantinn í kringum bakgrunn • Kappmellað er í kringum húsið, grenitrén og stjörnur. • Leggið framstykki og bakstykki röngu á móti röngu og saumið saman. Skiljið eftir smáop á neðri kanti mottunnar og snúið
ráðbútaráðbútaráðbútaráðbúta
henni við. Gangið frá gatinu í höndum eða vél. • Penslið glimmeri yfir sé þess óskað Sé ekki notað tilbúið vattstungið efni þá er lagt saman vatt, bak – réttan upp og framstykki ranga upp – saumað saman. Sé mikið um að smáfólk noti motturnar er upplagt að sníða sömu stærð úr glæru dúkaplasti, setja kant á og hafa yfir taumottunum – sparar marga þvotta. H.H.
Mun þægilegra er að applíkera í höndum með silkitvinna en bómullartvinna. Hann er mýkri og sést minna.
Þegar verið er að strauja örsmáa efnabúta á freezerpaper til að applikera er gott að nota krullujárn frekar en straujárn, maður brennir sig síður.
Þegar applikerað er í vél, saumað er með skrautsporum eða útsaum af einhverju tagi er útkoman mun fallegri og betri sé notað undirlag.
Þegar saumað er með málmþræði er best að nota nál nr. 90 og lækka þráðspennu þá á tvinninn ekki að dragast saman né slitna.
43
44-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:25
Page 44
Hrærivélar hlíf (miðast við Kitchen Aid)
Efni: • 16“ aðallitur, ljós litur • 16“ þak, gluggar, rauður litur • 1,5“ ræma gluggarúður, svart eða dökkur litur • 2,5“ ræma gras, grænt • 3“ stétt og kantur að neðan, grátt • Afgangar í blóm og lauf.
Skurður Ljósi liturinn • 1,5“ ræmur, skerist í 12, 7 x 1,5“. • 3“ ræma, skiptist í 6, 4“ stykki. • 2“ ræma. • 2, 2“ x 6“ stykki. • 4, 2“ x 7,5“ stykki. • 3,5“ ræma, skiptist í 2“, 3,5“ x 6“. • 2“, 3,5“ x 16“.
B
Rauði liturinn • 2, 1“ ræmur, skiptist í 18, 3,2“ gluggakarmar. • 2, 7“ hurðakarmar. • 2“ x 1 x 19“ í glugga. • 6, 1,5“ x 4“ gluggakistur. • 2“, 4“, 6“ skyggni. • 2, 3,5“ x 7“ hurðir. • 4, 3“ ferninga þakbrot á hliðar. • Þak 16“ x 8“ sniðið.
yrja að sauma saman 19“ rautt, svart, rautt, svart í eina lengju. Síðan skera þvert í 1,5“ búta í gluggana. Sauma gluggakarmana, síðan gluggakistu neðan við ljósa litinn sem er 3,5“ x 4“. Næst er best að sauma ljósa litinn upp og niður beggja megin. Sauma hurðakarmana á hurðirnar. Þægilegt er að sauma skrautið á gluggana á meðan stykkin eru ekki saumuð saman. Þá er að sauma saman fram og afturstykkið og sauma skyggnið við ljósu ræmurnar, skáskera rauða litinn og ljósa litinn og sauma saman, passa að skyggnið passi við hurðina. Það sama á við um stétt og gras og sauma við að neðan. Sama aðferð er við hliðar. Síðan efsta stykkið á allar
44
Græni liturinn • 4, 2,5“ x 6“. • 4, 2,5“ x 2,5“ ferningar. Grái litur • 4, 4“ x 2,5“. • 4, 2,5“ x 2,5“ ferningar. Svartur litur • 2, 1,5“ x 19“ ræmur.
hliðar sem þarf að sníða til. Eftir þetta er haldið áfram að sauma 6“ lengju ofan á hliðar. Má vera fóður þar sem það kemur undir þakið. Sníðið síðan fóður og vatt og saumið saman, sett inn í og þræðið vel áður en þið stingið. Að síðustu er kanturinn settur neðan á, 3ja“ breiður og straujaður tvöfaldur. Saumaður á réttunni með skurðinn inn á við og lagt niður við á röngunni. Svo er þakið sniðið og vatt og fóður saumað saman og snúið við. Gengið frá opinu. Tyllið niður við báða enda, látið hafast við svo það liggi vel niður með hliðum. Strompurinn er vafinn með vatti inn í og settur á sinn stað. EG
www.butasaumur.is
45-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:25
Page 45
Diskamottur • 4 - 3,6“ - 2,8“ - 2,5“ ræmur af aðallit. • 2 ræmur í 2 rauðum litum, einnig 1,6“ ræmur. • 2“ ræmur köflótt. • 1,5“ - 1,1/4“ ræmur rauðrósótt • 2,2“ skáskorið í bryddingu • Það eru 8 litir eða munstur í þessum diskamottum, það má hafa alla liti eins og hverjum og einum hentar. Þær þurfa ekki allar að vera eins, hægt að nýta afgangsræmur. • Raðið ræmunum eftir teikningu og saumið saman. Sníðið í epli eða hjörtu.
45
Teikningar af Jólatrésveggteppinu er að finna á bls 36-37
46-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:25
Page 46
Jólatrésveggteppi Efnisþörf: 3/4 metri efni í grunn. 1 metri í bak. 3/4 metri græn efni. 1 metri vatt. 20 cm efni í kant. 20 cm í bryddingu. Smábútur brúnt efni í trjábol. Gult í stjörnur. Efnisbútar í engilinn. Straulím. Duncan silfur og gull glimmer og grófur /stífur pensill.
46
Aðferð: Ath. Teppið er stungið áður en tréð og annað er sett á það. • Skerið úr grunnefni 18“ x 23 1/4“ og 2 stk. 2 1/4“ x 8 1/2“. • 1 stk. 2 1/4“ x 2“ úr brúna efninu. • Kantur er skorinn, 3 ræmur 2 1/2“ x 45“. • 4 stk. hornbútar 2 1/2“ x 2 1/2“. • Brydding skorin 4 stk. 2“ x 45“. • Saumið brúna bútinn við 2 1/4“ x 8 1/2“ stykkin og saumið það neðst á grunnefnið. Saumið kantana og hornbútana. • Leggið síðan saman framstykki (ranga niður) vatt og bak (rétta upp) og saumið saman eins og sængurver, snúið við og
•
• • • • •
gangið frá opi. Stingið nú teppið eins og óskað er. Takið upp jólatréshlutana nr. 1-5 og sníðið 2 stk. af hverri stærð og 1 stk. vatt, saumið saman hverja stærð fyrir sig og snúið við. Raðið trjáhlutunum á teppið og saumið fast í hliðunum. Takið engil og stjörnur upp á straulím og límið á efni og setjið á teppið. Saumið kantinn og hornbútana á teppið og að síðustu bryddinguna. Penslið með glimmerinu á tréð, kjólinn á englinum og stjörnurnar. Saumið hengjur eða slíður á bakið fyrir upphengju. HH
www.butasaumur.is
47-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:26
Page 47
Jólaengill Jólaengill – veggteppi – stærð 22“ x 15“ – pappírssaumur Efnisþörf: Grunnefni /kantar .... og brydding ................ Dökkt .......................... Vængir.......................... 2 litir í kirtil.................. Andlit ............................ Hár................................ Geislabaugur .............. Bakefni ........................ Vatt................................
40 - 50 cm. Kantar 2“ – 3“ og brydding 2 1/4“. ca 40 cm. 15 cm. 15 cm af hvoru. smábútur. smábútur. smábútur gyllt / silfur. 24“ x 17“ stykki. 24“ x 17“ stykki.
Takið ljósrit af sniðinu eða dragið það upp á flíselín eða annað auðrífanlegt efni. Saumið efnin á eftir merkingum með frekar þéttu spori, það er auðveldara að rífa það frá. Saumið hlutana saman. Setjið kant í kring. Leggið bak – ranga niður – vatt – framhlið rétta upp og þræðið saman, saumið bryddingu á.
Einnig er hægt að sauma bryddinguna einfalda – og þá mjórri bryddingu – sauma stykkin saman eins og sængurver, hafa bakstk. í tveimur hlutum og snúa við frá baki. Þegar straujað er yfir engillinn er ágætt að leggja bökunarppír yfir, sérstaklega ef gyllt efni er notað í geislabaug. Útfærsla Sigrún Haraldsdóttir
47
48-Bútasaumsblaðið.ps
30.10.2002
23:26
Page 48
www.butasaumur.is