2 minute read

Víkurfréttir 36. tbl. 43. árg.

Svekkjandi að enda ekki í efri hlutanum

– segir Kian Paul James Williams sem hefur leikið með knattspyrnuliði Keflavíkur undanfarin þrjú tímabil. Hann er 22 ára og uppalinn hjá liði Leicester City á Englandi en Kian dýfði sér út í óvissuna þegar hann tók stökkið úr enska boltanum og gekk til liðs við Magna á Grenivík um mitt tímabil 2019.

Hér er Kian í leik með U18 liði Leicester City gegn Chelsea en hann hefur leikið gegn liðum eins og Chelsea, Arsenal og Manchester City. Þá hefur hann mætt mörgum frábærum knattspyrnumönnum á borð við Jadon Sancho, Phil Foden, Reece James, Emile smith Rowe og fleiri.

Veðrið hér er ágætt og sumrin eru góð, þau geta reyndar verið mjög góð. Fólkið sem ég hef kynnst hér er gott og íslensku stelpurnar alls ekki svo slæmar ...

Tíu ár hjá Leicester City

„Það var erfitt að fá þær fréttir að ég væri ekki inni í framtíðarmyndinni hjá Leicester, ég var búinn að vera þar í tíu ár og leggja hart að mér. Maður vinnur sig upp, fær samning sem er svo endurmetinn reglulega. Ég var svo lánsamur komast á samning með U16 og náði einu ári með U23, sem er skörinni fyrir neðan aðalliðið, maður æfir með varaliðinu og stöku sinnum aðallinu. Þetta var góður tími og hjálpaði mér mikið til að þroskast.

Kian sárnaði að vera hafnað af Leicester City.

Það eru svo margir sem maður sá koma og fara á þessum tíma, kannski þrír á hverri viku sem voru að reyna fyrir sér – þetta er mikið álag en hjálpar mikið þegar maður eldist. Maður er betur undirbúinn fyrir stóru leikina og finnur ekki fyrir sama stressi, þú ert orðinn vanur álaginu.“

Viðtalið við Kian má lesa í heild sinni í Víkurfréttum

This article is from: