PORTFOLIO GRAFÍSK HÖNNUN
TÝPÓGRAFÍA TYPOGRAPHY
FIRMAMERKI LOGO DESIGN
VÖRUHÖNNUN PRODUCT DESIGN
UMBÚÐAHÖNNUN PACKAGE DESIGN
STAFRÆN TEIKNING DIGITIZED ARTWORK
PERSÓNUSKÖPUN CHARACTER DESIGN
SAMFÉLAGSMIÐLAR SOCIAL MEDIA
VÖRUMERKI BRANDING
01 TÝPÓGRAFÍA TY P O G R A H PY
AXXIS Þessi leturgerð kallast Axxis. Ég byrjaði að vinna með hana fyrir u.þ.b. þremur árum. Með tímanum hefur hún mótast og fengið betra flæði. Hún er ekkert mikið fyrir það að fara eftir reglum og vill vera hún sjálf; frjálsleg, óútreiknanleg og öðruvísi. Ég hef notað þessa leturgerð hvað mest í því sem ég geri. Sama hvort ég er að krota, skissa eða vinna í tölvu. Letrið er nokkuð hrátt við fyrstu sýn, en þar sem það er án þverenda (sans serif ), finnst mér það mýkjast nokkuð. Í raun kalla ég þetta letur minn stíl, en það hefur fylgt mér og flestum mínum verkum í langan tíma.
02 FIR M AMERKI L OG O DE SI GN
SINDRA BAKARÍ Sindra Bakarí er fyrsta og eina bakaríið sem opnað hefur verið á Flúðum. Við opnun bakarísins, árið 2016, var mér falið það verkefni að hanna firmamerki sem myndi skera sig úr en á sama tíma vera látlaust og einfalt. Vörur merktar firmamerkinu er m.a. að finna í verslunum Víðis og Samkaupa svo eitthvað sé nefnt.
Sindri B ...gerir A Kgóðan AdagRbetriI
Sindri B ...gerir A Kgóðan AdagRbetriI
03 FIR M AMERKI L OG O DE SI GN
AU44 HOSTEL AU44 er hostel á Selfossi. Eigandi þess hafði samband vorið 2016 og bað mig um að hanna firmamerki fyrir sig. Hann hafði hugmyndir um útlit sem svipaði til merkinga á eigum bandaríska hersins og unnum við í sameiningu að þessu merki. Annars gaf hann mér nokkuð frjálsar hendur við hönnun verksins og enduðum við bæði virkilega sátt með útkomuna. Verkið má sjá við Austurveg 2 á Selfossi.
H O S T E L w w w. a u 4 4 . i s
H O S T E L
04 FIR MAMERKI L O G O DE S I GN
REGINLEIF Reginleif er hugverk í vinnslu. Mig langaði að gefa verkefninu sterkt skandinavískt kvenmannsnafn þar sem vörurnar eiga að höfða til kvenna. Í þjóðsögum er sagt að valkyrjur hafi haft yfirnáttúrulegan lækningarmátt. Þessi vörulína hefur græðandi áhrif á líkama og varð hún að fá nafn í samræmi við það. Ég las mér til um norræna goðafræði og ákvað að nefna hana eftir valkyrjunni Reginleif. Þess má geta að ljósmyndin af fjallgarðinum hér til hliðar er tekin af yngri systur minni og finnst mér myndin undirstrika styrk og hreinleika vörulínunnar.
reginleif natural skincare
GENTLE SKIN CLEANSER NETTOYANT DEUX POUR LA PEAU
300ml
reginleif natural skincare
SHOWER GEL GEL DOUCHE
250ml
05 VÖRU HÖ NNUN P R ODU C T D ES I GN
RÖR Rör er græn vara, unnin úr afgangs gleri frá neon-rafljósagerð föður míns. Í sameiningu höfum við unnið að nokkrum ,,prototýpum” og hefur varan fallið í kramið hjá neytendum*. Varan er ekki komin í fjöldaframleiðslu, en það eru allar líkur á því að hún komi á markað fyrr en síðar. Rör eru margnota drykkjarör. Þau munu koma ýmist tvö, sex, eða tíu í pakka. Einnig mun allskyns hönnun verða í boði; lengd í cm, þykkt rörs í mm, litur glers, o.fl.
*Neytendur eru fjölskylda og vinir.
06
U MBÚ ÐAHÖ NNUN PAC K AG E D ES I GN
VILLIBER Hér er ég að vinna með ímyndaðan viðskiptavin. Viðskiptavinurinn vill markaðsetja vöruna sem háklassa íslenska afurð með áherslu á hreinleika og gæði. Úr varð Villiber. Fyrstu vöru úr væntanlegri vörulínu Villiberja má sjá hér til hliðar; Villiber, Wild Berry Collection. Lífræn ofurfæða, unnin úr alíslenskum, villtum krækiberjum.
d
Villiber
iceland’s finest
Villiber Villiber Villiber Villiber i c ie cl ea ln adn’ ds ’ fs i nf ie ns et s t
i c ie cl ea ln adn’ ds ’ fs i nf ie ns et s t
Villiber Villiber Villiber Villiber i c ie cl ea ln adn’ ds ’ fs i nf ie ns et s t
i c ie cl ea ln adn’ ds ’ fs i nf ie ns et s t
Villiber Villiber Villiber Villiber i c ie cl ea ln adn’ ds ’ fs i nf ie ns et s t
i c ie cl ea ln adn’ ds ’ fs i nf ie ns et s t
07
S TAFR ÆN TEIKNING DI G I TI Z E D A RTW ORK
BLONDIE Þessi unga dama, Blondie, er eitt af mínu fyrstu verkum í stafrænni teikningu. Innblásturinn að henni fékk ég að mestu leyti úr nýlegum Disney myndum, en flestar persónur mínar einkennast af þessum stíl. Stór augu gripu áhuga minn snemma og mér finnst ýktir andlitsdrættir vera ómissandi. Rauðhærð systir Blondie fær að fylgja með, en þær eru tvíburar.
08
S TAFR ÆN TEIKNING DI G I TI Z E D A RTW ORK
FRUTITA Frutita er ein af mínum uppáhalds karakterum. Hún er vegan, elskar að brosa og er innblásin af Chiquita dömunni sem ber ávexti með miklu stolti á höfði sér. Frutita er bæði framandi og dularfull á sama tíma. Ég ákvað að snoða hana, þar sem mér fannst hárið hennar skyggja á fegurð ávaxtanna. Augu Frutitu verða einnig áfram leyndardómur, en fólk hefur í langan tíma getið sér til um lit þeirra. Hver veit nema hún opni þau í framtíðinni. Litapallettan er unnin með suðræna ávexti í huga.
09
PE R S ÓNUSKÖ PUN C H A R AC TE R D ES GI N
CHOLA Chola er fyrsta persónan sem ég teiknaði í tölvu. Hún hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og ég lít á hana sem barnið mitt. Hún er nokkuð athyglissjúk og hefur m.a. verið að selja sjálfa sig á netinu í formi límmiða og sem módel á gormabókum og kaffibollum. Á sínum yngri árum fékk hún nafn kærasta síns, Lorencio, tattúað á hálsinn sinn. Hann hætti reyndar með henni fyrir stuttu og endaði það með mikilli reiði og sorg. Chola er mjög tilfinningarík og hikar ekki við að segja það sem henni finnst. Því miður er hún án líkama, en hann er í vinnslu.
10
S AM FÉ LAG SMIÐLAR S OC I A L MED I A
SNAPCHAT Snapchat er líklegast einn mest notaði samfélagsmiðill um þessar mundir. Eins og flestir vita þá hefur snapchat verið að vinna með ýmsa skemmtilega fítusa, en geofilterarnir þeirra hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Eftir dálitla pressu frá vinum og fjölskyldu ákvað ég að slá til og prófaði að senda inn verk sem ég hannaði fyrir Selfoss. Snapchat samþykkti það og eftir það var ekki aftur snúið. Í dag á ég átta geofiltera inni á Snapchat og finnst virkilega gaman að fylgjast með hvað fólk notar þetta “verkfæri” mikið.
11
VÖRU MERKI B R A N DI N G
MERKING VARA & LOGO Flest þessara merkja hér til hliðar eru aðeins til á stafrænu formi. Eins og sjá má hef ég verið að prófa mig áfram með mismunandi hönnun, stíla og form. Hér eru nokkrar af þeim hugmyndum sem ég hef unnið að síðastliðið ár.
UNNIÐ MEÐ