"Bagðskyn augnanna - Einhverskonar nálgun"

Page 1

„Bragðskyn augnanna Einhverskonar nálgun” Skúlptúr - grafík Andrea Hörður Harðarson Brynhildur Pétursdóttir



„Bragðskyn augnanna – einhverskonar nálgun“


aðir

fs

ndir a

my Allar

© Shita www.shita.com Andrea Hörður Harðarson Brynhildur Pétursdóttir

rum kúlptú

í bóki

teikn nni eru


„Bragðskyn augnanna – einhverskonar nálgun“ Andrea Hörður Harðarson Brynhildur Pétursdóttir Forrmáli og sérstakar þakkir Þessi bók er afrakstur verkefnis sem við höfum unnið að í þrjú ár . Sá grunnur sem við skírskotum til við útfærslu og gerð þessarar bókar og performatíva viðburðar (sjá nánar í inngangi) „ Bragðskyn augnanna – einhverkonar nálgun” á rætur að rekja til minnistengdra minningarbrota. Við höfum lagt okkur fram við að vinna ítarlega úr þessum minningarbrotum til að koma á framfæri heilsteyptri frásögn. Form bókarinnar og útfærsla þessarar skúlptúr sýningar/þessa performatíva viðburðar - er á ákveðin hátt endurspeglun á samtali og rökræðum sem fram fór okkar á milli síðustu þrjú árin, sem á ákveðin hátt endurspeglast í röksemdarfærslum okkar í bókinni og þeim performatíva viðburði sem hún/hann byggir á. Þakkir til prófessoranna okkar í Chalmers University, Mats Nordhal, prófessor í fræðilegri eðlisfræði og Palle Dalstedh, doktor í heimspeki og háskólalektor fyrir að hafa hvatt okkur áfram á þá braut sem við síðar fórum eftir Masternámið í Art and technology, sem og þakkir til Professor Andreé Jansson Karlstad University. Einnig viljum við Þakka öllum þeim aðilum sem hafa á tiltekinn hátt tekið þátt í heimspekilegum umræðum við okkur í gegnum árin sem óbeint hafa stuðlað að mótun þeirrar hugmyndafræði sem fylgir okkar listsköpun. Sérstakar þakkir til Max Dager, forstjóra norræna hússins, Svansprent, Guðný Harðardóttur, Strá ehf, Lögmenn Borgartúni 33 og Herði Þór Harðarsyni sölustjóra Opel Aðferðarfræði, áferðarfræði og hugmyndafræði Við byrjuðum að vinna saman að listsköpun 1990. List er í tilteknu samhengi skoðuð sem einhverskonar framleiðsla þekkingar og rökrænnar tjáningar með ákveðinni skírskotun í óhefðbundna fagurfræðilega hugsun og/eða fræðilega starfshætti. Sú hugmynd að sýna listaverkin í óhefðbundnu rými hefur fundist hjá okkur um tíma og varð til út frá vangaveltum um hlutverk rýmis allt í kringum okkur. Í heimi listamannsins er óhefðbundið rými það rými sem á tiltekinn hátt er andstæða við hefðbundið rými þ.e það rými sem er notað til sýningarhalds (sýningarsali, gallerí og listasöfn o.sfr.). Hefðbundið rými er „tómt„ og listamaðurinn fyllir það rými og skapar það andrúmsloft sem þarf - með listaverkum sýnum.

Óhefðbundið rými hefur allt öðru hlutverki að gegna dags daglega. Að koma fyrir listaverki í slíku rými hefur allt aðra merkingu fyrir listamanninn. Hún/hann kemur þar inn og það er háð rýminu sjálfu hversu vel tekst til og hvort listaverkið nái þeim hápunkti sem listamaðurinn sækist eftir í þessu samhengi. Þetta er áskorun sem við vildum prófa með sýningunni „bragðskyn augnanna – einhverskonar nálgun“. Það sem meðal annars drífur okkur áfram í þessu verkefni eru vangaveltur um stöðu listamannsins og baráttu hans við að lifa í þjóðfélaginu sem snýst að stórum hluta til um allt annað en listamanninn sjálfan og hans listsköpun. Baráttu hans sjálfs til að lifa í þessu þjóðfélagi og vera sýnilegur og samt sem áður vinna við hugverk sín í lokuðu rými vinnustofunnar. Í skulptúrunum og grafíkinni erum við að fást við aðferða- og áferðatæknina, leysa vandamál sem verða á vegi okkar við að skapa tiltekin verk sem við höfum séð í hugarheimi okkar. Stundum vex þó hugmyndin jafnóðum - verkin taka á sig sjálfstæða mynd sem við beygjum okkur fyrir. Hugmyndir okkar víkja þá fyrir sköpunarverkinu sjálfu. . Efnin sem við notum í skúlptúrinn er steinsteypa blönduð ösku úr Eyjafallajökli og ösku úr Grímsvötnum, ásamt íslenskum svörtum sandi. Askan úr Grímsvötnum hefur allt aðra áferð og litabrigði en askan úr Eyjafallajökli og kom það okkur skemmtilega á óvart hversu ólík þessi efni urðu við blöndun í sömu tegund steinsteypu. Okkur langaði að framkvæma verkefni sem við höfum haft í huga í nokkuð langan tíma, eða frá því við fluttum til Íslands 2005. Okkur langaði til að prófa hvort það væri hægt að framkvæma ákveðið verkefni (bragðskyn augnanna) í viðbót við hina daglegu vinnu sem við stundum á hverjum degi. Spurningin var hinsvegar hvernig það væri framkvæmanlegt og hvar og hvernig getum við fengið auka tíma til að sinna þessu verkefni þegar við erum að sinna annari vinnu á dagtíma fimm daga vikunnar?. Þá fengum við þá hugmynd að búa til ímyndaða manneskju sem myndi vinna fyrir okkur. - hvernig? - Við gerum það með ímyndurnaraflinu. Hvert og eitt okkar fórnar/fórnaði fjórum klukkustundum af frítíma og svefntíma sínum á hverjum degi. Þannig sköpuðum við andrúmsloft sem einkennist af kvenkyns og karlkyns umhverfi sem í ímynduðum heimi okkkar væri í nærveru okkar og ynni þá líkamlegu vinnu sem til þyrfti í átta klukkustundir á dag. Við getum fundið fyrir nærveru þessa ímynduðu personu í gegnum vinnuna "verkefnið". Við vonum að áhorfandi/áhorfendur geti einnig fundið/skynjað þessa nærveru þegar hún/hann ber skúlptúrana augum.


Rammi listar okkar Við teljum að tilvitnun í eftirfarandi texta eftir Christer Fällman listgagnrýnanda og forstöðumans nýlistagallerís Linköpings borgar lýsi vel þeim ramma sem list okkar rúmist í -„Ekki er til það skilningarvit sem manneskjan deilir ekki með dýrunum,“ skrifar Roland Barthes. Þessi tilvitnun er frjór útgangspunktur fyrir umfjöllun um nýja sýningu listamannanna Andrea Harðar Harðarsonar og Brynhildar Pétursdóttur (Shita). Þau sækja innblástur sinn langt inn í innstu erfðafræðileg djúp mannsins. Þess verður ekki síst vart í hreyfilist þeirra sem einkennist af mynstri sem er bæði háþróað og frumstætt í senn.” Spegilmynd þess liðna... Það sem sérstaklega hefur einkennt listferil okkar er samspil milli rýmishugleiðinga, texta, forma, performatíva hreyfinga og vísindarannsókna tengdum hreyfingum mannslíkamans og dýra sem og efnafræði atferlis mólikúla í steynsteypu – annarsvegar tengda performatívum hreyfingum og hinsvegar skúlptúr-innsetningum – bæði formin standa miðja vegu milli skynseminnar og hins órökræna með sérstaka áherslu á yfirborð (áferð) og undirliggjandi frásögn sem á tiltekinn hátt er tengd ólíkum þráðum minninga - hönd og andi - tilfinningar og hugsun. Í albúmi minningatengdra textabrota rekumst við á - „við skulum ávalt af alúð og íhygli skírskota til fagurfræðilegrar tilfinninga og persónulegra blæbrigða og samhljóm kvennlegra og karlmannlegra gilda - það er auðviða meint í afstæðum skilningi“. Að lokum tilvísun í texta Bo Borg listaheimspekings; „ Það má segja að það sé ákveðin þráhyggja í listsköpuninni hjá Shita. Það sést augljósast á því að þau eru endalaust að þenja mörk tjáningarinnar með listsköpun sinni. Það fyrirkemur ákveðin hreinskilni í tjáningu þeirra sem er samtímis dularfull, framandi og ananchronistisk en samt sem áður aðgengileg gegnum ”blátt áfram” tjáningu þeirra. Það eru ekki myndirnar/verkin sjálfar/sjálf sem valda því að við lítum undan, heldur fordómar okkar sem fella fyrir gluggatjöldin og loka fyrir þær merkingar sem verið er tjá“.

Sænsk

arpið a sjónv

(sv 1) 1986


s safn in k ó b a n ný Oppnu 00 árið 20 g n i p í L inkö gurinn n u n o ik Sænsk sgestu u ð i e h var


The picture Gallery og kaunas Lithuania 1994


Heine Onstad kunstsenter Noregi 1990

Gallery Fabric -Gautaborg 1998


Dómkirkjan í Linköping 1996


Henie -Onstad kunstssenter Noregi 1989


1/4

Spegilmynd þess liðna (1)


Inngangur Í þessari skúlptúr/hlutfyrirbæra og grafík innsetningu „Bragðskyn augnanna – einhverskonar nálgun“ vinnum við með röð skúlptúra og grafík mynda sem sérstaklega eru gerðir/gerðar fyrir sýningu í óhefðbundnu rými. Þrátt fyrir að skúlptúrarnir/hlutfyrirbærin hafi skírskotun í hlutbundið yfirbragð skírskota þeir/þau einnig sterkt í texta/tungumál, performativa - hreyfingu, rýmistifinningu, minningar, endurspeglun, sem og vísindarannsóknir. Skúlptúrarnir/hlutfyrirbærin eru gerðir/mótaðir úr öskublandaðri steinsteypu og 24 karat gylltu eðal silfri. Á afstæðan hátt staðsetja þeir/hlutfyrirbærin og grafíkmyndirnar sig mitt á milli „raunsæisþrívíddarverks“ og „abstraktþrívíddarverks“ um leið og verkin vísa til tveggja átta í senn - til hlutfyrirbærisins og þess á hvern hátt áhorfandinn skynjar/nemur sjónræn fyrirbæri og skrásetur. Þessar innsetningar eru tilraun til að fá áhorfandann til að endurskoða og hugsa um þau merkingatengsl sem okkur manneskjum er tamt að setja á milli sjónrænnar skynjunar og þess veruleika sem líf hvers einstaklings byggist á. Framsetningar ramminn mun afstætt gefa kost á einbeitingu á leiðum þar sem skúlptúrar/hlutfyrirbæri – spyrnt saman við óhefðbundið rými getur aukið á þátttöku listamanna og áhorfenda með því að krefjast sjálfhverfrar upplifunar, þar á meðal á hreyfiskynjun og tilfinningaríki sem og tungumála/texta tengdum hugleiðingum.. Áhrif þess eiga að útlista hvernig aðstæðum og skipulögðum gjörðum er skeytt saman, hvernig einstaklingar skapa persónuleg rými og hvernig tímabundnar spennur myndast og eyðast. Þar af leiðandi, ásamt viðfangsefnum myndlegs og textalegs eðlis (sem kalla fram svörun við túlkun sem eru mun fjarlægari og óvirkari), snýr nálgunin einnig að líkamlegum upplifunum og skynjunum. Framsetningin leggur áherslu á að sýna hvernig hliðar sem skarast á í uppfærðum skúlptúr innsetningum geta ögrað upplifun einstaklings á skúlptúrum/hlutfyrirbærum í óhefðbundnu rými

Andrea Höður 2011


Innbyggt táknmál skúlptúranna/hlutfyribæranna Skúlptúrarnir/hlutfyrirbærin fimm sem tilheyra skúltúrinnsetningunni Bragðskyn augnanna – einhverskonar nálgun eiga það allir sameiginlegt að eiga rætur sínar að rekja til þessa skúlptúrs – ung vængjuð kentára meri. Þessi skúlptúr er frá 1993. Hann er afrakstur margþættra rannsókna okkar – við fengum aðgang að rannsóknarstofu steypuverksmiðju ”Stråbruken” í Motala í Svíþjóð og gullsmíðaverkstæði Sandström-De Wit þar sem hlutar skúlptúrsisns eru úr eðalsilfri – ásamt rýni í heimspeki listrænnar tjáningar.

(...)„Shita færir okkur oft til baka til fornar tíðar helgiathafna. Enn einu sinni hafa þau gert skúlptúr sem étur sig fast inn í huga manns, alveg óháð því hvort maður vill það eða ekki.“(...) Bo Borg listaheimspekingur (...)„Shita works itself up from its own sources. Both Andrea Hörður and Brynhildur do all the work for their presentations: the art, the pieces that ore both sculptures and unique objects to be shown and used once, the music, the dancing, the working out of the structure of the dance which becomes its own tale. These are powerful elements,“(...) Ken Friedman fræðimaður og listamaður

E

víþjóð 1993

n-S inkaeig


Skúlptúr númer eitt Viðtal Bo Borg við Andrea Hörð og Brynhildi 2011 - Mér skilst að fagurfræðileg og hugmyndafræðileg skírskotun ykkar við gerð/sköpun þessa skúlptúrs sé með þræði í margvíslegar performatívar greinar. - já, við höfum mikinn áhuga á sjónrænni upplifun og sjónrænum tjáskiptum – Mjög ofarlega í því sambandi er performatív skrásetning sjónrænna minningarbrota með vissa áherslu á fagurfræðilegan heim viðfangsefnisins – sem og hlutlægan veruleika frásagnarinnar. -Eru bein tengsl á milli þessara fimm skúlptúra? Annarsvegar þessara þriggja hestforma og hinsvegar þessara tveggja vængjuðu kvenlíkama? -Við getum svarað þessu sem svo – að útgangspunkturinn er sá sami, frásagnir í öskublandaða steinsteypu með skýru merkingarsambandi og allir skúlptúrarnir eru hugmyndafræðilega úthugsaðir hvað varðar rými og hlutföll, en einnig minningu/tilfinningar og tengsl við sögu okkar og umhverfi í táknrænum skilningi. -Hvaða röksemdafærslur/ákvarðanir studdust þið við þegar þið ákváðuð þetta fagurfræðilega útlit skúlptúranna sem og efnisval? -Það er mikilvægt að taka fram að skúlptúrarnir eru afrakstur tveggja farvega flæði tjáningaforma – þannig að þar er mikið um vangaveltur og röksemdatengdar niðurstöður – enn sterkir þræðir eru tengdir hreyfilist okkar þar sem við notum eigin líkama sem tjáningarform – kannski þar af leiðandi þessi fagurfræði. Efnisvalið – öskublönduð steinsteypa kemur til vegna sérfræðikunnáttu okkar á þessu efni og líka vegna þess að það er spennadi að glíma við þau vandamál sem eru ávalt fyrir hendi þegar unnið er í steinsteypu.

Skúlptúr, öskublönduð steinsteypa - patinerað með gylltum málmflögum .







1/4

Spegilmynd þess liðna (2)

Andrea Hörður og Brynhildur 2012


Tyngdlös häst med råstyrka

Þyngdarlaus hestur með ofurkraft

I SHITAS (konstnärsparet Brynhildur Pétusdottir och Andrea Hördur Hardarson) skulpturer möts olika tider och kulturella och psykologiska föreställningar. Många tvärsäkra uppfattningar om konst och seende ställs på prov. Deras bilder är föreställande och tycks gjorda i gamla tiders material och hantverkstradition. Det är de delvis, men mycket av det som ser klassiskt ut är nytt.

Í skúlptúrum Andrea Harðar Harðarsonar og Brynhildar Pétursdóttur er stefnt saman ólíkum tímaskeiðum og menningarlegum og sálfræðilegum hugmyndum. Þau láta reyna á viðteknar skoðanir og hefðbundna sýn á myndlist. Myndir þeirra eru hlutbundnar og virðast gerðar úr efni frá gömlum tíma og samkvæmt hefðbundnum aðferðum. Það eru þær að hluta en margt af því sem lítur út fyrir að vera klassískt er þó nýtt.

Shita arbetar i en speciell betongblandning som de utvecklat själva. Betongen är hård och tät, och de har tekniker (och tålamod!) att polera sina pjäser tills de genomgår en veritabel metamorfos. Det hårda och kalla blir efter deras behandling levande och sensuellt. Deras stil gör mytologiska abstraktioner realistiska. De patinerar med gyllene metallspån så att Pegasus skrudas i natthimlens svart och stjärnornas guldglans. Men deras milt glimmande bevingade häst är fullt möjlig, till och med rimlig. Vi ser mer på vad den gör än om den är onaturlig och anakronistisk. Och det är först då spelet kan börja. Kraft och sexualitet Innehållsmässigt bär deras arbeten med sig traditionella tolkningar. Hästen står för kraft och sexualitet, Pegasusfiguren har sin historia och sitt symbolinnehåll om krig och våld. Han är en häst med vingar. Hybriden kombinerar hästens tunga råstyrka med fågelns tyngdlöshet. Han blir en symbol, en konkret abstraktion, för konstens sätt att ge jordiska tankar andens flykt. Men också för stjärnorna och inspirationens blixt, längtan och övernaturliga krafter. Men vem gör en traditionellt utformad och symbolisk skulptur i dag? Och varför? Och om någon gör det, hur uppfattas det då? Den utmaningen gör Shita till sin möjlighet. De använder ett traditionstyngt uttryckssätt i tider när installationen är konstens Big Mac. Det skenbart konventionella byter då polaritet och uppfattas här snarast som provocerande. Shitas nya skulptur heter "Newborn Pegasus". Den bevingade pegasen ligger på rygg i en energiladdad rörelse. Han skildras i ett ögonblick som står och väger. Är han, likt en Ikaros, på väg att krossas i sitt fall mot jorden? Eller samlar han all kraft för att med ett språng resa sig och pröva sina vingar Flera dimensioner Som nästan alltid hos Shita för åtbörder och muskelspel in sexualiteten. Det som i förstone tycks vara en romantisk symbol för konsten visar sig ha många andra dimensioner också. Här är det betraktaren som får tänka sig hur hon ska delta. Häst och ryttare är ofta i freudianska sammanhang samverkan mellan detet och jaget . Och som i all viktig konst är jaget du. Den rikaste psykologiska malmen finns lika ofta i öppna dagbrott som i mörka gruvor. "Newborn Pegasus" är en vacker skulptur laddad av både ett skickligt hantverk och Shitas återkommande vilja att föra in exotiska riter och gamla myter och symboler i våra liv. Den energi sådana möten skapar rubbar våra cirklar. Den får oss att se att det vi känner igen mycket väl kan visa sig vara något vi ändå inte riktigt visste om. Bo Borg, Kulturskribent

Þau vinna með sérstaka steypublöndu sem þau hafa þróað sjálf. Steypan er hörð og þétt og þau hafa tækni (og þolinmæði!) til að pússa gripina þar til þeir hafa gengið í gengum sannkallaða umbreytingu. Hið harða og kalda verður eftir meðhöndlunina lifandi og munúðarfullt. Stíll þeirra gerir goðsögulegar abstraksjónir raunsæislegar. Þau patinera með gylltum málmflögum þannig að Pegasus skrýðist myrkri næturhiminsins og gylltu skini stjarnanna. Eilítið glitrandi, vængjaður hesturinn er þó alveg hugsanlegur, meira að segja eðlilegur. Við horfum frekar á það sem hann gerir en hvort hann sé ónáttúrulegur og anakrónískur. Og það er þá fyrst sem leikurinn getur hafist. Kraftur og kynferði Innihald verka þeirra ber með sér hefðbundnar túlkanir. Hesturinn táknar kraft og kynferði. Goðsagnaveran Pegasus á sína sögu og er tákn um stríð og ofbeldi. Hann er hestur með vængi. Blendingur sem býr yfir þungum, frumstæðum krafti hestsins og þyngdarleysi fuglsins. Hann verður tákn, áþreifanleg abstraksjón, vegna þess að listin gefur jarðneskum hugsunum flug andans. En einnig vegna leifturs stjarnanna og innblástursins, þrárinnar og yfirnáttúrulegra afla. En hver gerir hefðbundið mótaðan, táknrænan skúlptúr í dag? Og hvers vegna? Og geri það einhver, hvernig er því þá tekið? Þessa áskorun gerir Shita að sínu tækifæri. Þau nota hefðarþyngt tjáningarform þegar innsetningar eru Big Mac listarinnar. Hið greinilega hefðbundna hefur pólskipti og verður hér næstum ögrandi. Nýjasti skúlptúr Shita heitir „Newborn Pegasus“. Vængjaður pegasinn liggur á bakinu í orkuhlaðinni stellingu. Hann er túlkaður á augnabliki sem vegur salt. Mun hann, líkt og Íkarus, brotna í falli sínu til jarðar? Eða er hann að safna kröftum til að geta í einu stökki risið á fætur og prófað vængina? Margar víddir Eins og næstum alltaf hjá Shita felst kynferðið í tilburðum och vöðvamassa. Það sem í fyrstu virðist vera rómantískt tákn fyrir listina reynist hafa margar margar aðrar skírskotanir. Hér er það áhorfandinn sem verður að ákveða hvernig hann vill taka þátt. Í freudísku samhengi tákna hestur og knapi oft samvinnuna milli frumsjálfsins og sjálfsins. Og eins og í allri mikilvægri list er sjálfið þú. Og verðmætasta sálfræðilega málminn er jafn líklegt að finna í opnum námum sem dimmum námugöngum. „Newborn Pegasus“ er fallegur skúlptúr hlaðinn bæði góðu handverki og ítrekuðum vilja Shita til að koma með exótískar goðsagnir og tákn inn í líf okkar. Orkan sem skapast á slíkum fundi teygir á þægindarrammanum. Hún fær okkur til að sjá að það sem við þekkjum mjög vel getur samt verið eitthvað sem við vissum ekki að væri til. Bo Borg, listheimspekingur


Skúlptúr númer tvö

Skúlptúr, öskublönduð steinsteypa - patinerað með gylltum málmflögum







1/4

Spegilmynd þess liðna (31/4

Andrea Hörður og Brynhildur 2011


Höggmynd Andrea Harðar Harðarsonar og Brynhildar Pétursdóttur (Shita) hefur á sér klassískt yfirbragð og kallar fram hugmyndir um fornar menningarþjóðir – kannski gleymdar, kannski óþekktar. Handverkið og formgerðin er ólíkt nokkru því sem við eigum að venjast nú. Efnið er órætt, eins og steinn eða marglaga steypa, og fangar birtuna eins og hlutur sem hefur verið lengi í myrkri. Áferðin er í senn hrjúf og slétt, sums staðar mött eins og aska en annars staðar eins og fægður málmur svo slær gljáa á. Hvernig menning gat þetta verk af sér? Hvernig samfélag? Hver var saga fólksins? Hvernig þroskaði það með sér þessa fagurfræði og verkþekkingu? Eitt það sem styður slíka sýn er uppbygging verksins. Neðst er stöpull en siðan fagurformaður vasi eða ker sem grennist upp og ofan á honum ávalt form, eins og sæbarið grjót, sem á stendur prjónandi hestur – rampant, eins og heitir í skjaldamerkjafræðum og bendir til hermennsku og dirfsku. Öll áferð verksins og efnið benda líka til fornra hefða. Hér er því líkast sem ókunn fortíð opnist fyrir okkur, dularfull og djúp eins og hálfgleymdar minningar árþúsundanna. Þegar nær er skoðað koma líka í ljós óvæntar og ógnvekjandi hliðar: Aftan úr lendum hestsins sprettur úlfur og úlfahöfuð prýða líka kerið sem hann stendur á. Þessi tingarlegi foli er þá í raun skrímsli, samsett goðsagnavera á borð við finngálkn, kímerur, harpíur, marbendla eða gorgóna. Slík teikn benda aftur fyrir alla siðmenningu, í gleymda forneskju þar sem dýr, menn, goð og náttúruöflin sjálf renna saman. Þá komum við aftur að spurningunni: Hjá hvaða horfnu menningarþjóð varð þetta verk til? Hvaða handverksmenn og hugsuðir voru þar að verki? Hvaða heim og sagnir höfðu þeir að fyrirmynd? Svarið við þessu er auðvitað að þetta er samtímaverk og tilheyrir ekki forsögulegum tíma heldur tuttugustu og fyrstu öldinni. Allt verkið – aðferð, mótun, efni og vinnulag – tilheyrir okkar eigin tíma en segir okkur jafnframt að allt sem við þekkjum og þykjumst skilja á sér djúpar og fornar rætur. Þetta er vinnulag Andrea Harðar og Brynhildar. Hvort sem er í höggmyndum, dansi eða leikrænni tjáningu leitast þau við að tengja nútímann við upprunann, við orkuna og dulmangið sem býr í okkur öllum eins og úlfurinn býr í hestinum. Sköpunarferlið er seinlegt, handverkið flókið og margþætt eins og sagan á bak við samtímann sem við tökum sem sjálfsögðum hlut og leiðum vart hugann að. Aðferðin endurspeglar inntakið: Marglaga steypa sem í er blandað alls konar efni, meðal annars eldfjallaösku. Hugmyndirnar að baki verkinu eru líka teknar víða að og sameina minni úr samtímanum og minningar sem eru svo gamlar og samofnar okkur að við kunnum ekki lengur að greina þær. Þannig er þessi fornlega mynd í rauninni mynd okkrar sjálfra: Spegill okkar og samtímans sem við lifum. Jón Proppé, listheimspekingur


Skúlptúr númer þrjú

Skúlptúr, öskublönduð steinsteypa - patinerað með gylltum málmflögum






1/4

Spegilmynd þess liðna (4)

Andea Hörður og Brynhildur 2011


Shita

Shita

I “Det finns inte ett sinne som inte människan delar med djuret” skriver Roalnd Barthes. Inför en ny utställning av de isländska konstnärerna Andrea Hördur Hardarson & Brynhildur Petursdottir (SHITA) är citatet en fruktbar utgångspunkt. De hämtar näring ur djupare, genetiska skikt inom människan. Det märks inte minst i deras rörelsekonst, som kännetecknas av ett både sofistikerat och primitivistiskt mönster. Ibland påminner rörelserna om urhistoriska skaldjur med en vaggande och stelkrypande gestik, ibland som sensuelt hoppande gazeller.

„Ekki er til það skilningarvit sem manneskjan deilir ekki með dýrunum,“ skrifar Roland Barthes. Þessi tilvitnun er frjór útgangspunktur fyrir umfjöllun um nýja sýningu listamannanna Andrea Harðar Harðarsonar og Brynhildar Pétursdóttur (Shita). Þau sækja innblástur sinn langt inn í innstu erfðafræðileg djúp mannsins. Þess verður ekki síst vart í hreyfilist þeirra sem einkennist af mynstri sem er bæði háþróað og frumstætt í senn. Hreyfingarnar minna ýmist á eldforn skeldýr með vaggandi, stirðlegu látbragði eða á þokkafull stökk gasellunnar.

Ur djupet i människan formas konst, därur hämtas språket som förädlas och genomgår metamorfoser. Samtidigt märks i deras konst de kultuhistoriska referenserna. Vi kan se realistiska skulpturer, laddade med en stor symbolik. Här gestaltas en naken kvinna, som är beprydd med en commedia dell'arte-liknande maskerad näsa, och överflyglas av en stormande örn. Den unga oskulden, den rena jungfrun. Oskuld skönhet och kärlek vid ena polen, vid den andra: aggression och kamp för överlevnad. De primära grunddrifterna som alltid finns närvarande i Shitas konst.

Í dýpstu fylgsnum mannsins verður listin til, þaðan kemur tungumálið sem göfgast og umbreytist. Um leið er að finna í list þeirra vísun í menningarsöguna. Við sjáum raunsæislega skúlptúra hlaðna táknfræði. Hér er nakin kona skeytt nefgrímu sem minnir á commedia dell'arte og yfir trónir ábúðarmikill örn. Hið unga sakleysi, hin hreina mey. Sakleysi, fegurð og kærleikur annars vegar, hins vegar árásargirni og lífsbarátta. Frumhvatirnar sem alltaf eru til staðar í list Shita.

Vad betyder nu detta? All bra konst är ofta mångtydig och skiktad i flera nivåer. Den maskerade blicken innehåller en oerhörd laddning, i synnerhet som ögonen är så oerhört viktiga i bildkonstnärliga sammanhang. Är det en påmminnelse om den fångenskap som inträder när vi berövas den visuella världens hela rikedom? Å andra sidan kan man nog tala om sinneskompensation. När ett sinne är reducerat, utvecklas andra desto mera. Det är skilnad på att se och att titta. I drömsömnen med slutna ögon, ser vi inåt mot djupare, arketypiska skikt. Dessa djupskikt utforskas och gestaltas av Shita. Egentligen är djurformerna och bilderna ett slags mytologiskt språk. De är tecken, koder som kan dechiffreras, men inte på ett entydigt sätt. Den gåtfulla fiktionen är viktigt. En form döljer hemligheter liksom materialet skapar illusioner. En klassisk kruka kan se ut som om den vore av keramik, men är gjord av skönt pigmenterad och patinerad betong. Tingen är inte vad de ser ut att vara. De gäckar oss på ett sätt som skulle ha inspirerat filosofen Emmanuel Kant som menade att vi aldrig kan veta något om “Das Ding an Sich”, tinget i sig. I den isländska filmen “Korpen flyger” gjorde Andrea Hörður kastvapen samt var instruktörer för kampscenerna. Urkraft. Island. Hästar. Våldsamrna passioner. Och så denna skönhet i materialbehandling med dess vibrerabde lyster av handlena ytor där grunfärgernas poesi lyser igenom i olika skikt. Bildkonstens särart består ju bl.a i att det är transformerad materia som är bärare av uttryck, spänningar, idéer och känslotillstånd Christer Fällman kulturskribent

Hvað þýðir þetta? Öll góð list er margræð og á mörgum plönum. Grímuklætt augnaráðið er gífurlega hlaðið. Fyrst og fremst vegna þess að augun eru svo geysilega mikivæg í mynlistarlegu samhengi. Er þetta áminning um þá fangelsisvist sem hefst þegar við erum rænd ríkidæmi hins sýnilega heims? Á hinn bóginn er hægt að tala um uppbót fyrir skilningarvitin. Þegar eitt skilningarvit er veiklað þróast hin því meira. Það er greinarmunur á að sjá og að horfa. Í draumsvefni með lokuð augu sjáum við inn í innstu, frumstæðustu djúpin. Þessi djúp rannsaka og túlka Shita. Dýraformin og myndirnar eru eiginlega eins konar goðsögulegt tungumál. Þau eru tákn, kóðar sem hægt er að ráða, en þó ekki á einfaldan hátt. Þessi óræða fantasía er mikilvæg. Form geyma leyndarmál eins og efnið skapar tálsýn. Klassísk skál getur litið út fyrir að vera úr leir en er gerð úr litaðri, patineraðri steypu. Hlutirnir eru ekki það sem þeir líta út fyrir að vera. Þau blekkja okkur þannig að það hefði getað veitt heimspekingnum Immanuel Kant innblástur. En hann áleit að aldrei sé hægt að vita neitt um ”Das Ding an Sich”, hlutinn eins og hann er í sjálfum sér. Í kvikmyndinni Hrafninn flýgur gerði Andrea Hörður kastvopn ásamt því að vera leiðbeinandi fyrir bardagasenurnar. Frumkraftur. Ísland. Kraftmiklar ástríður. Og svo þessi fegurð í efnismeðhöndlun med titrandi skin af mjúku yfirborði þar sem ljóðræna grunnlitanna lýsir í gegnum mörg lög. Sérstaða myndlistarinnar felst m.a. í því að það er hið ummyndaða efni sem ber tjáninguna, spennuna, hugmyndirnar og hugarástandið. Christer Fällman listgagnrýnandi



Skúlptúr númer fjögur

Skúlptúr, öskublönduð steinsteypa - patinerað með gylltum málmflögum







1/4

Spegilmynd þess liðna (5)

Andrea Hörður og Brynhildur 2011


Skúlptúr númer fimm Viðtal Bo Borg listheimspekings við Andrea Hörð og Brynhildi 2011 - þessi skúlptúr er talandi dæmi um þá spennu sem ég skynja í verkum ykkar milli frásagnarinnar, sem er svo vel inngreypt, og formsins. Er frásögnin lykilatriði sem svo að segja mótar/skapar form verksins? - Frásögnin er einhverskonar stökkpallur. Myndrænt getum við sagt að við skrifum bók með nokkrum smásögum – við rífum síðan handahófskennt síður úr bókinni og skrifum nýa frásögn sem tekur á sig form skúlptúrs. - Ég veit að þið leggið mikla fræðilega rannsóknartengda vinnu sem ákveðinn grundvöll fyrir verk ykkar – hvaða hlutverki gegnir hún í verkum ykkar? Það ferli sem á sér stað við gerð verka okkar er á ákveðinn hátt samtvinnað rannsóknarvinnu okkar – hún tengist þjóðfélagslegri vitund sem og þeim þáttum sem einkenna nútíma þjóðfélög – bókmenntir, vísindi, heimspeki o.s.frv.

Skúlptúr, öskublönduð steinsteypa - patinerað með

málmflögum










1/4

Spegilmynd þess liðna (6)

Andrea Hörður og Brynhildur 2011


Grafík - málað sjónarhorn Það tekur okkur eitt til tvö ár að vinna eina skúlptur- og eða hreyfilistasýningu og á þeim tíma verða til margir þræðir úr því sem við ræðum, um heimspeki og þá aðferðafræði sem við notum. Við sitjum þá stundum uppi með ”lausa enda”, hugmyndir sem við hvorki getum tjáð í skúlptúrum né hreyfilistinni, en tekst að koma til skila í grafíkinni. Myndirnar eru þó ekki lausir þræðir, heldur heilstæð listaverk. Hugmyndirnar snúast um tilraun til að ná útfyrir veröld skúlptúrsins. Með því að afhjúpa margþætt litaundirlagið og gefa í skyn nýtt undirlag grafíkmyndanna er þessi abstraktsjón og þetta raunsæi sem samtímis koma fram í myndverkunum skeytt saman á nýjan hátt sem síðan verður hið eiginlega viðfangsefni grafíkverkanna Litaskalarnir sem sjást í grafíkmyndunum sýna á tiltekinn hátt ferli, frá ljósi í myrkur, milli reglu og óreiðu o.s.frv. Að lokum tilvitnun í skrif Ken Friedman fræðimanns og listamanns; (...)“When I first sow this dancing, I found it fascinating and powerful. We can see peculiarities and flaws, hints of directions untaken or yet to be taken, all the things a person interested in performance can see or imagine in on artist's work. At the same time, there is a genuine presence here, gripping, authentic. This is a kind of dancing I had never seen before. It has a fresh quality. The elements, which make it.“(...)

Grafík, lithography/blönduð tækni (46-62 cm) 1/4

Málað sjónarhorn

Andrea Höður og Brynhildur 2011


1/4

Málað sjónarhorn (1)

Andrea Höður 2012


1/4

Málað sjónarhorn (3)

Andrea Höður og Brynhildur 2011


1/4

Málað sjónarhorn (2)

Andrea Hörður 2012


1/4

Málað sjónarhorn (4)

Andrea Hörður og Brynhildur 2012


Education Andrea Hörður Harðarson University's 17-06-2008 Master in Media and Communication Studies, Karlstad's University, Sweden. 08-06-2006 Master in Literature (Creative writing Studies), Växjö University, Sweden. 17-06-2005 Master in Applied Information Technology, Chalmers University of Technology, Sweden - specializing in art and technology Education Brynhildur Pétursdóttir University's 17-06-2005 Master in Applied Information Technology, Chalmers University of Technology, Sweden - specializing in art and technology. 06-06-2003 Computer science & Multimedia Technology, Växjö University 17-06-1987 B.Sc in Food Science, University of Iceland. Teaching Andrea Hörður and Brynhildur 2002-2009 Teacher´s at the Department of Arts, Craft and Design, Linköpings University, Sweden. 1997 Teacher´s in concrete technique, practical and theoretical teaching in Gotland Art School, Sweden.. 1996 Teacher´s in practical and theoretical concrete technique in Öland's Art School, Sweden. 1995 Project leader´s in advanced concrete technique. Course for professional Artists Länsarbetsnämnden, Linköping Sweden. 1994. Project leader´s and teacher´s in advanced concrete technique for professional Artists, Örebro Sweden. Selected Sculpture exhibitions Andrea Hörður and Brynhildur 2007 The Nordic Council exhibition room Copenhagen,Danmark. 1998 Brunneby Church Motala, Sweden. 1997 The Royal Swedish Academy of fine arts, Sweden. 1996 Linköping Cathedral, Sweden. 1996 S:t Lars Church, Linköping Sweden. 1990 Heine-Onstad Art Center, Hövikodden, Norway. 1989 Östergötland County Museum Sweden (Andrea Hörður). 1989 Heine-Onstad Art Center, Hövikodden, Norway, (Andrea Hörður).

1988 Gallery Mors Mössa Göteborg, Sweden, (Andrea Hörður). 1986 Kulturhuset Stockholm, Sweden, (Andrea Hörður). 1986 Östergötland County Museum Sweden, (Andrea Hörður). 1983 ‛Ungir myndlistarmenn á Kjarvalsstöðum, Iceland. (Andrea Hörður). 1982 ‛Félag Íslenskra Listamanna á Kjarvalsstöðum, Iceland. (Andrea Hörður). Selected Performative dance and sculpture installations 2011 Keðja Reykjavík, www.kedja.id.is Iceland. 2010 The Nordic House Reykjavík – Art in Translation, Iceland. 2009 The Reykjavík's Arts Festival, Iceland. 2005 Gallery 5, Norrköping Art Museum, Sweden. 2004 Norrköping Art Museum, Sweden. 1997 Röda Sten Art Center, Gothenburg, Sweden. 1996 Linköping Cathedral, Sweden. 1996 Växjö ‚Konsthall , Sweden. 1996 The Culture committee of Hägersten Stockholm, Sweden. 1994 The Old Theater Örebro, Sweden. 1994 The picture Gallery of Kaunas Lithuania. 1992 Östergötland County Museum, Linköping, Swede. 1991 Östergötland County Museum, Linköping, Sweden. 1991 Epidemic of Art Gothenburg, Sweden. 1990 Heine-Onstad Art Center, Hövikodden, Norway. 1990 Gallery Mors Mössa Gothenburg, Sweden. 1990 Heine-Onstad Art Center, Hövikodden, Norway. 1990 Gallery Mors Mössa Gothenburg, Sweden. 1989 The Art Center of Stockholm, Sweden, (Andrea Hörður). 1989 Norrköping Art Museum, Sweden, (Andrea Hörður). 1988 Norrköping Art Museum, Sweden, (Andrea Hörður). 1988 Örebro Art Center, Sweden, (Andrea Hörður). 1988 Lund's Art Center, Sweden, (Andrea Hörður). 1987 The Nordic Arts Centre, Helsinki, Finland, (Andrea Hörður). 1987 Uppsala Art Museum, (Andrea Hörður). 1987 The Swedish Sculptors Association, (Andrea Hörður). 1986 Swedish Television Stockholm, (Andrea Hörður). 1986 Norrköping Art Museum, Sweden (Andrea Hörður).


Scholarships 1997 Swedish Arts Grants Committee www.konstnarsnamnden.se and IASPIS (International Artists Studio Program in Sweden). www.iaspis.com 1995 Swedish Arts Grants Committee www.konstnarsnamnden.se 1994 Linkpings artist stipendium. 1993 Swedish Arts Grants Committee www.konstnarsnamnden.se 1986 Swedish Arts Grants Committee www.konstnarsnamnden.se Monumental sculptures 2002 Seven horses in Elementary schools in Östergötland, Sweden. 1997 Sundbaum Constructions & Environments, Linköping Sweden. 1996 Sundbaum Constructions & Environments, Linköping, Sweden. 1993 HSB Constructions Company Linköping, Sweden. 1992 HSB Constructions Company Linköping, Sweden. 1991 Ministry of Culture, Linköping, Sweden. 1990 Ministry of Culture, Linköping, Sweden. Represented Stockholm City,Sweden. Gothenburg CitySweden. Norrköping City, http://norrkoping.se,Sweden. Linköping City, http://linkoping.se, Sweden. Oslo City, Norway. Malmö City, Sweden. j

Private collections Iceland Sweden Norway Finland USA Germany

1/4

Four wings

Andrea Hörður 2011



Bragðskyn augnanna - einhverskonar nálgun (...)„Efnið er órætt, eins og steinn eða marglaga steypa, og fangar birtuna eins og hlutur sem hefur verið lengi í myrkri. Áferðin er í senn hrjúf og slétt, sums staðar mött eins og aska en annars staðar eins og fægður málmur svo slær gljáa á. Hvernig menning gat þetta verk af sér? Hvernig samfélag? Hver var saga fólksins? Hvernig þroskaði það með sér þessa fagurfræði og verkþekkingu?“(...) (...)„Öll áferð verksins og efnið benda líka til fornra hefða. Hér er því líkast sem ókunn fortíð opnist fyrir okkur, dularfull og djúp eins og hálfgleymdar minningar árþúsundanna. Þegar nær er skoðað koma líka í ljós óvæntar og ógnvekjandi hliðar: Aftan úr lendum hestsins sprettur úlfur og úlfahöfuð prýða líka kerið sem hann stendur á. Þessi tignarlegi foli er þá í raun skrímsli, samsett goðsagnavera á borð við finngálkn, kímerur, harpíur, marbendla eða gorgóna. Slík teikn benda aftur fyrir alla siðmenningu, í gleymda forneskju þar sem dýr, menn, goð og náttúruöflin sjálf renna saman“. (...) Jón Proppé, listheimspekingur

„Í skúlptúrum Andrea Harðar Harðarsonar og Brynhildar Pétursdóttur er stefnt saman ólíkum tímaskeiðum og menningarlegum og sálfræðilegum hugmyndum. Þau láta reyna á viðteknar skoðanir og hefðbundna sýn á myndlist. Myndir þeirra eru hlutbundnar og virðast gerðar úr efni frá gömlum tíma og samkvæmt hefðbundnum aðferðum. Það eru þær að hluta en margt af því sem lítur út fyrir að vera klassískt er þó nýtt.“(...) Bo Borg, listheimspekingur

(...) „Í dýpstu fylgsnum mannsins verður listin til, þaðan kemur tungumálið sem göfgast og umbreytist. Um leið er að finna í list þeirra vísun í menningarsöguna. Við sjáum raunsæislega skúlptúra hlaðna táknfræði. Hér er nakin kona skeytt nefgrímu sem minnir á commedia dell'arte og yfir trónir ábúðarmikill örn. Hið unga sakleysi, hin hreina mey. Sakleysi, fegurð og kærleikur annars vegar, hins vegar árásargirni og lífsbarátta. Frumhvatirnar sem alltaf eru til staðar í list Shita.“(...) Christer Fällman, listgagnrýnandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.