Söluskrá SVFR 2015

Page 1


Efnisyfirlit Elliðarár

Hítará

6

8

SÖLUSKRÁ STANGAVEIÐIFÉLAGS REYKJAVÍKUR 2015

Langá á Mýrum

Mývatnssveit

20

12 Til athugunar ............................................. 3 Elliðaár ......................................................... 6 Hítará ............................................................ 8 Grjótá og Tálmi .......................................... 10 Laxá í Mývatnssveit ................................. 12 Laxá í Laxárdal .......................................... 14 Torfurnar í Aðaldal .................................. 16 Leirvogsá ..................................................... 18 Langá á Mýrum .......................................... 20 Andakílsá .................................................... 22 Gljúfurá ........................................................ 24 Haukadalsá ................................................. 26 Sogið, Bíldsfell ........................................... 28

Haukadalsá

Sogið

26

28

Sogið, Alviðra ............................................. 32 Sogið, Þrastalundur ................................. 34 Eldvatnsbotnar .......................................... 36 Steinsmýrarvötn ....................................... 37 Fáskrúð í Dölum ........................................ 38 Fnjóská ......................................................... 40 Ytri-Rangá ................................................... 42 Varmá ............................................................ 44 Gufudalsá .................................................... 45 Hjaltadalsá og Kolka ................................ 46 Minnivallalækur ....................................... 48 Veiðikortið .................................................. 49 Flóðatafla 2015 ........................................... 50

Útgefandi Stangaveiðifélag Reykjavíkur Ábyrgðarmaður og ritstjóri Hörður Vilberg Útgáfustjórn Ásmundur Helgason SVFR kann höfundum ljósmynda sérstakar þakkir fyrir afnot af myndum þeirra í skránni. Útlit Tryggvi Þór Hilmarsson og Þorleifur Kamban Prentun Litróf Auglýsingar Atli Bergmann og Heiðar Valur Bergmann Skrifstofa SVFR. Rafstöðvarvegi 14, Elliðaárdal, 110 Reykjavík. opin mán. til fim. kl. 13-17 og á fös. kl. 13-16.

2


Ágæti veiðimaður, Veiðisumarið 2015 færist nær með hverjum deginum og ekki seinna vænna en að skipuleggja ævintýrin sem bíða þín. Í þessari nýju söluskrá SVFR 2015 finnur þú fjölbreytt úrval veiðileyfa í ám og vötnum víðs vegar um landið, hvort sem bráðin sem þú eltist við er lax, bleikja, urriði eða sjóbirtingur.

Allir geta fundið veiði hjá SVFR við sitt hæfi. Hvort sem þú vilt tjalda á bökkum friðsælla veiðivatna, veiða á fjölskylduvænum svæðum þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir í notalegu veiðihúsi eða njóta þess að veiða í ám með fullri þjónustu þar sem allt er til alls.

‣ Eindagi greiðslu veiðileyfa er 1. mars 2015.

Við viljum vekja athygli þína á nokkrum vel völdum atriðum sem vert er að hafa í huga þegar sótt er um veiðileyfi hjá SVFR.

‣ Upplýsingar um veiðisvæði og veiðireglur er að finna á vef SVFR og ber veiðimönnum að kynna sér þær vel og fara eftir þeim í einu og öllu.

‣ Félagsmenn SVFR fá veiðileyfi á hagstæðu verði. Þeir sem eru ekki í félaginu greiða 20% hærra verð. ‣ Hægt er að dreifa greiðslum veiðileyfa með léttgreiðslum.

‣ Ef félagsmenn hyggjast ekki nýta sér úthlutuð veiðileyfi ber þeim að tilkynna skrifstofu félagsins með tölvupósti fyrir 1. mars 2015.

‣ Úthlutun veiðileyfa fer eftir reglum stjórnar SVFR sem er að finna á vef félagsins. ‣ Upplýsingar í söluskránni eru birtar með fyrirvara um villur. SVFR áskilur sér rétt til að leiðrétta þær eða breyta þeim.

‣ Sótt er um veiðileyfi rafrænt í gegnum vef SVFR en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu SVFR fyrir þá sem kjósa það heldur.

Góða skemmtun á bakkanum sumarið 2015.

‣ Umsóknarfrestur um veiðileyfi hjá SVFR er til fimmtudagsins 8. janúar 2015.

Stjórn og starfsfólk Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Söluskrá SVFR

3




Elliðaár Sannkölluð perla Reykjavíkur LAX. 4–6 STANGIR. FLUGA & MAÐKUR


Elliðaárnar eru heimavöllur SVFR, sannkölluð perla Reykjavíkur. Margir hafa stigið sín fyrstu skref í veiðinni á bökkum þeirra enda eru árnar einstaklega fjölskylduvænar. Veiðin í Elliðaánum hefur verið stöðug og góð undanfarin ár, en meðalveiði síðustu 10 ára er rúmlega 1.000 laxar. Síðasta sumar voru 457 laxar dregnir á land. Lífríki Elliðaánna er í blóma, árnar eru algjörlega sjálfbærar og samkvæmt mælingum vísindamanna þá lofar fjöldi gönguseiða í Elliðaánum sumarið 2014 góðu. Heimilt er að taka tvo laxa með sér heim af hverri vakt en leyfilegt er að veiða og sleppa á flugu eftir að kvóta er náð. Vorveiði SVFR býður upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum í maí. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur. Veiði á þessum tíma er góð en í boði eru tvær stangir, hálfan dag í senn. Fuglalíf og gróður er að vakna eftir veturinn á þessum tíma og því eru veiðimenn beðnir að fara af nærgætni um viðkvæma náttúruna. Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni. Úthlutun Elliðaánna 2015 1. Félagsmenn þurfa ekki að nota forgangsleyfin sín til þess að sækja um veiði í Elliðaánum - og geta því nýtt þau til að sækja um önnur ársvæði.

Öll verð miðast við stöng á vakt.

2. Veiðisumrinu er skipt upp í tímabil (vikur) og sækja félagsmenn um ákveðna viku, eina stöng, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. 3. Úthlutunin fer fram með aðstoð tölvu fyrir opnum dyrum og verður auglýst hvenær hún fer fram. 4. Í þeim vikum þar sem umsóknir verða fleiri en stangardagarnir verður það hlutverk árnefndar Elliðaáa að finna þeim félagsmönnum sem ekki fá leyfi á umbeðnu tímabili annan tíma í ánum. Það gæti verið annað tímabil en sótt var um og jafnvel annar mánuður.

Verðskrá 2015 Hálfir dagar

Stangir

F.H.

E.H.

21/6 – 24/6

4

13.600 kr. 11.500 kr.

25/6 – 30/6

4

17.800 kr. 14.600 kr.

1/7

– 31/7

6

20.900 kr. 17.800 kr.

1/8

– 11/8

6

17.800 kr. 15.700 kr.

12/8 – 15/8

6

15.700 kr. 13.600 kr.

16/8 – 31/8

4

12.500 kr. 10.400 kr.

1/9

4

10.400 kr. 10.400 kr.

– 15/9

Vorveiði 1/5

– 31/5

2

4.900 kr.

4.900 kr.

Söluskrá SVFR

7


Hítará Hentug fyrir hópa og fjölskyldur LAX. 4–6 STANGIR. FLUGA


Hítará hefur lengi verið ein vinsælasta á SVFR og hefur selst upp ár eftir ár, enda hefur veiðin verið einstaklega góð og áin hentug fyrir hópa og fjölskyldur. Einstakt veiðihús Jóhannesar á Borg á árbakkanum og glæsilegt umhverfi hefur fallið í mjög góðan jarðveg hjá ánægðum veiðimönnum. Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill, aðgengi gott og stutt að fara á alla helstu staðina. Sumarið 2014 var heildarveiðin í Hítará um 480 laxar en meðalveiði síðustu tíu ára er um 760 laxar. Veiðin 2013 og 2008 var frábær í Hítará en þá veiddust 1.145 og 1.298 laxar.

hafa veiðihúsið Lund útaf fyrir sig og er það því einstaklega rúmgott um veiðimenn á þessum tíma. Skylt er að sleppa öllum laxi enda stutt í hrygningu hans. Heimilt er að taka 3 sjóbirtinga á stöng á dag, en eftir að kvóta er náð er heimilt að veiða og sleppa.

Eftir 8. september er svæðaskipting með þeim hætti að skylt er að tvær stangir séu fyrir ofan Kattarfoss og skal öllum fiski sleppt á því svæði. Skylt er að sleppa öllum laxi 70 sm og stærri.

Verðskrá 2015 - Laxveiði

Á tímabilinu 30. júní til 25. ágúst er full þjónusta, kr. 23.900 á mann á dag fyrir fæði og gistingu. Ef veiðimenn eru einir á stöng greiðist kr. 3.000 aukalega á dag. Á öðrum tímum sjá veiðimenn um sig sjálfir í veiðihúsinu en boðið er upp á uppábúin rúm og þrif við brottför. Haustveiði í Hítará Sjóbirtingsveiði í Hítará hefur fest sig í sessi hjá félagsmönnum SVFR og þar er kjörið að enda veiðisumarið 2015. Veitt er á 3 stangir og er veiðisvæðið frá ósi að og með Festarfljóti. Seldir eru stakir dagar frá morgni til kvölds. Veiðimenn

Öll verð miðast við stöng á dag.

Dagar

Stangir

Verð

18/6 – 20/6

4

20/6 – 22/6

4

39.950 kr.

22/6 – 24/6

4

43.950 kr.

24/6 – 26/6

4

45.500 kr.

26/6 – 28/6

4

54.500 kr.

45.000 kr.

28/6 – 30/6

4

59.950 kr.

25/8 – 27/8

6

59.950 kr.

27/8 – 29/8

6

55.000 kr.

29/8 – 2/9

6

49.900 kr.

2/9 – 6/9

6

46.000 kr.

6/9 – 10/9

6

43.000 kr.

10/9 – 12/9

4

43.000 kr.

12/9 – 16/9

4

41.200 kr.

16/9 – 20/9

4

39.900 kr.

Verðskrá 2015 - Sjóbirtingur Stakir dagar frá morgni til kvölds 21/9 – 30/9

3

16.800 kr.

Söluskrá SVFR

9


Grjótá & Tálmi Einstök náttúrufegurð LAX. 2 STANGIR. FLUGA & MAÐKUR


Þetta er hið fullkomna svæði fyrir litla hópa og fjölskyldur. Veitt er á blandað agn í Grjótá og Tálma, tvær stangir eru á svæðinu og rúmgott veiðihús fylgir. 89 laxar veiddust á svæðinu sumarið 2014.

Dulúðleg og gjöful

Verðskrá 2015

Áin Tálmi er hliðará Hítarár og fellur í hana rétt ofan Langadráttar. Grjótá fellur hins vegar í Tálma. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og þarna er að finna marga veiðistaði sem henta vel fyrir alla fjölskylduna en þess ber að geta að svæðið, sér í lagi umhverfi Grjótár, getur reynst erfitt yfirferðar ungum börnum.

Dagar

Athugið eð ekki er heimilt að veiða á svæðinu fyrir ofan Kattarfoss, það tilheyrir Hítará. Stangirnar tvær eru alltaf seldar saman.

Stangir

Verð

Stakir dagar 18/6 – 23/6

2

18.600 kr.

24/6 – 29/6

2

21.500 kr.

28/8 – 5/9

2

26.400 kr.

6/9 – 18/9

2

22.100 kr.

30/6 – 1/7

2

21.500 kr.

26/8 – 28/8

2

34.500 kr.

Einn og hálfur dagur

Tveir dagar frá hádegi til hádegis 1/7

Öll verð miðast við stöng á dag.

– 5/7

2

28.900 kr.

5/7 – 7/7

2

35.900 kr.

7/7

2

46.700 kr.

– 9/7

9/7 – 15/7

2

53.900 kr.

21/7 – 22/8

2

44.400 kr.

22/8 – 26/8

2

34.500 kr.

Söluskrá SVFR

11


Laxá í Mývatnssveit Paradís silungsveiðimannsins URRIÐI. 14 STANGIR. FLUGA


„Aldrei upplifað annað eins!“ Það hafa margir veiðimenn látið þessi orð falla, ekki síst eftir sína fyrstu heimsókn í Mývatnssveitina. Óhætt er að fullyrða að urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit séu einstök á heimsvísu og fyrir þá sem vilja góða veiði í mögnuðu umhverfi þá er Mývatnssveitin rétti staðurinn.

Fyrir utan góða og jafna veiði undanfarin ár þá er áin einstök. Hraðir strengir og fallegir flóar, flúðir og hægfara hyljir; allt í umhverfi sem á engan sinn líka. Þetta er einfaldlega svæði sem allir fluguveiðimenn verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Kvóti er á veiðinni, fjórir urriðar á dag, tveir á hvorum dagsparti. Veiðimönnum er skylt að sleppa smáfiski undir 35 sm að lengd. Að auki eru menn hvattir til þess að sleppa hrygningarfiski síðsumars. Veiðhúsið að Hofi er skammt frá Mývatni og rúmar um 30 veiðimenn. Veiðimönnum er skylt að dvelja í húsinu á veiðitíma allt veiðitímabilið, þar sem þeir fá uppábúin rúm og fullt fæði.

Greiddar eru kr. 15.900 á mann fyrir fæði og gistingu. Ef veiðimenn eru tveir á stöng er verðið kr. 13.900 á dag fyrir fullt fæði og gistingu.

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

7/6 – 10/6

13

32.300 kr.

10/6 – 13/6

10

32.300 kr.

4/7 – 7/7

9

37.900 kr.

16/7 – 25/7

14

37.900 kr.

14/8 – 17/8

8

25.500 kr.

23/8 – 26/8

14

25.500 kr.

„Ég veiddi 38 fiska á þremur dögum og sá stærsti var næstum 8 pund! Mest veiddi ég á örsmáar púpur andstreymis og þurrflugur. Ég hef einfaldlega aldrei upplifað annað eins!“

A.T. frá Bretlandi

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

13


Laxá í Laxárdal Stærri urriði en víðast hvar annars staðar URRIÐI. 10 STANGIR. FLUGA


Þeir sem heimsækja veiðisvæðið í Laxárdal geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 sm og heil 20% aflans í Laxárdal er meira en 60 sm langur urriði. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og eru því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn.

Hér finna veiðimenn sig vel við veiðimennskuna hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur. Kvóti er á veiðinni, fjórir urriðar á dag, tveir á hvorum dagsparti. Veiðimönnum er skylt að sleppa smáfiski undir 35 sm að lengd. Að auki eru menn hvattir til þess að sleppa hrygningarfiski síðsumars. Veiðhúsið að Rauðhólum er rúmgott og er staðsett með góðu útsýni yfir ána. Veiðimönnum er skylt að dvelja í húsinu á veiðitíma allt veiðitímabilið, þar sem þeir fá uppábúin rúm og fullt fæði. Greiddar eru

kr. 15.900 á mann fyrir fæði og gistingu. Ef veiðimenn eru tveir á stöng er verðið kr. 13.900 á dag fyrir fullt fæði og gistingu. Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

1/6 – 4/6

10

4/6 – 13/6

7

31.700 kr.

23/6 – 26/6

7

33.900 kr.

6/7 – 9/7

10

26.400 kr.

2/8 – 11/8

10

26.400 kr.

15/8 – 19/8

10

17.900 kr.

21/8 – 29/8

10

17.900 kr.

31.700 kr.

„Laxárdalurinn er erfiðastur af þeim svæðum sem SVFR er með hérna. Meðalþyngdin er hins vegar langþyngst í Laxárdal þannig að dalurinn launar þér mjög vel þegar vel gengur“

Bjarni Höskuldsson

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

15


Staðartorfa & Múlatorfa Mikil veiði og hagstætt verð URRIÐI. 2 STANGIR. FLUGA


Laxá er eitt frjósamasta straumvatn á Íslandi og þar má finna einn sterkasta urriðastofn landsins. SVFR hefur á sinni könnu tvö af veiðisvæðunum efst í Aðaldal, neðan Laxárvirkjunar, en þar má finna sannkallaða paradís silungsveiðimannsins.

Fjölbreytt og skemmtileg

Staðartorfa verðskrá 2015

Veiðisvæðin í Staðartorfu og Múlatorfu eru fjölbreyttur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem vilja njóta veiða í fallegu umhverfi. Veitt er á tvær stangir á hvoru svæði. Kvóti er fjórir urriðar á dag, en heimilt er að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð.

Dagar

Hér er silungsveiðimaðurinn á heimavelli og má búast við virkilega góðri urriðaveiði. Þegar líður á sumarið gengur lax inn á svæðin og veiðast alltaf nokkrir laxar á hverju sumri. Er veiðimönnum bent á að skylt er að sleppa öllum laxi. Hér hafa veiðst stórir silungar, allt að ellefu pund, en mikið af urriðanum er tvö til þrjú pund. Veiðimenn eru hvattir til að hlífa stærri urriðanum og hirða frekar þá minni sem eru mun betri matfiskar. Stórbrotið landslag er í Aðaldalnum og mikið fuglalíf við ána og eru veiðimenn beðnir að taka tillit til þess og ganga varlega um. Þessi svæði hafa verið að gefa fantagóða veiði undanfarin ár, eða vel á annað þúsund silunga árlega, auk nokkurra tuga laxa.

1/6 – 7/6

Stangir

Verð

2

16.900 kr.

13/6 – 30/6

2

16.900 kr.

1/7 – 12/7

2

12.400 kr.

18/7 – 31/7

2

12.400 kr.

1/8 – 31/8

2

13.500 kr.

1/9 – 10/9

2

16.900 kr.

Múlatorfa verðskrá 2015 Dagar

1/6 – 7/6

Stangir

Verð

2

16.900 kr.

13/6 – 30/6

2

16.900 kr.

1/7 – 12/7

2

12.400 kr.

18/7 – 31/7

2

12.400 kr.

1/8 – 31/8

2

13.500 kr.

1/9 – 10/9

2

16.900 kr.

„Þetta er alveg geggjað svæði! Hingað ætla ég að koma aftur. Þetta er svæði sem maður tekur algeru ástfóstri við.“ Gústaf Gústafsson

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

17


Leirvogsรก Spennandi og gjรถful laxveiรฐiรก LAX. 2 STANGIR. FLUGA & MAร KUR


Leirvogsá er spennandi og gjöful laxveiðiá í fögru umhverfi í nágrenni höfuðborgarinnar og því stutt að fara. Umhverfi árinnar er einstakt með fjölda fallegra hylja og strengja. Í Leirvogsá er rúmt um veiðimenn enda aðeins veitt á tvær stangir. Há meðalveiði á stöng hefur freistað veiðimanna við Leirvogsá í gegnum tíðina en vænn sjóbirtingur veiðist einnig í ánni.

Draumur fluguveiðimannsins

Verðskrá 2015

Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni, áin er um 12 kílómetra löng en fiskgengi hlutinn er um 8 kílómetrar. Efsti veiðistaðurinn er við hinn tilkomumikla Tröllafoss sem er efst í gljúfrum Leirvogsár. Sumarið 2014 veiddust 313 laxar í Leirvogsá en meðalveiði síðustu 10 ára er tæplega 580 laxar. Gamalt veiðihús er við Leirvogsá þar sem veiðimenn geta kastað mæðinni, hellt upp á og gengið frá afla, en veitt er frá morgni til kvölds í Leirvogsá.

Dagar

Tíu laxa kvóti er á stöng á dag en heimilt að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð. Sjóbirtingur er utan kvóta.

Stangir

Verð

28/6 – 2/7

2

48.000 kr.

5/7 – 6/7

2

74.800 kr.

8/7 – 10/7

2

98.500 kr.

6/8 – 11/8

2

93.000 kr.

12/8 – 15/8

2

84.000 kr.

16/8 – 24/8

2

69.000 kr.

25/8 – 27/8

2

56.600 kr.

28/8 – 31/8

2

48.000 kr.

1/9

– 5/9

2

42.000 kr.

6/9 – 14/9

2

38.500 kr.

15/9 – 22/9

2

37.000 kr.

„Hyljir árinnar eru nettir. Þú þarft því að ná óskiptri athygli laxins og kasta ákveðið fyrir hann. Botn árinnar er mjög grýttur og því vissara að nota sterka tauma. Til að ná góðum árangri við fluguveiðar í Leirvogsá þarf að sökkva flugunni í stað þess að láta hana skauta í yfirborðinu.“

Viðar Jónsson

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

19


Langá á Mýrum Fjölbreytt og aðgengileg LAX. 8–12 STANGIR. FLUGA


Langá er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með um eitt hundrað skráða veiðistaði en áin á upptök sín í Langavatni 36 kílómetrum frá sjó.

Langá er frábær fluguveiðiá og góðæri hefur ríkt þar í veiðinni undanfarinn áratug þó svo að síðasta sumar hafi verið slakt. Meðalveiði í Langá síðustu 10 ára er um 2.000 laxar og hefur veiði alla jafnan verið jöfn og góð yfir tímabilið. Metveiði var í Langá árið 2008 þegar veiddust 2.970 laxar en önnur mesta veiðin í ánni var árið 2013 þegar veiddust 2.815 laxar.Það heillast margir af Langá og fjölbreytileika hennar en segja má að áin sé heimavöllur gáruhnútsins, nettra veiðitækja og lítilla flugna. Sprækir Langárlaxar halda veiðimönnum vel við efnið en þó svo að mikið magn af laxi gangi í ána þá þurfa veiðimenn oftar en ekki að hafa fyrir því að fá hann til að taka. Aðgengi að veiðistöðum er frábært og sennilega er engin á betur til þess fallin til að ná tökum á því að veiða lax á flugu en Langá. Veiðimenn sem leggja leið sína í Langá njóta frábærrar þjónustu og aðbúnaðar í veiðihúsinu Langárbyrgi en þar er að finna rúmgóð tveggja manna herbergi með baðherbergi, rúmgóða vöðlugeymslu og snyrtilega aðgerðaraðstöðu. Veitingar og þjónusta eru fyrsta flokks en markmið SVFR er að upplifun veiðimanna sem veiða í Langá sé bæði einstök og eftirminnileg. Síðustu sjö daga veiðitímabilsins er boðið upp á staka daga án fæðis og gistingar.

Öll verð miðast við stöng á dag.

Langá á Mýrum Dagar

Stangir

Verð

24/6 – 26/6

3

26/6 – 28/6

4

55.600 kr.

11/8 – 23/8

12

72.900 kr.

23/8 – 31/8

12

69.900 kr.

31/8 – 10/9

10

62.900 kr.

10/9 – 12/9

10

49.900 kr.

12/9 – 16/9

10

44.900 kr.

8

33.500 kr.

43.900 kr.

Stakir dagar 17/9 – 26/9

Gjald fyrir fæði- og gistingu Dagar

Verð á dag

24/6 – 3/7

14.900 kr.

3/7 – 27/8

23.900 kr.

27/8 – 17/9

11.900 kr.

3.000 kr. aukagjald ef veiðimaður er einn á stöng.

„Fyrir mér er Langá háskóli laxveiðinnar og rétti staðurinn til að læra að veiða ykkar frábæra íslenska lax!“

Tiggy Pettifer, AAPGAI Advanced Salmon Instructor

Söluskrá SVFR

21


Andakílsá Frábær fluguveiðiá LAX. 2 STANGIR. FLUGA & MAÐKUR


Andakílsá hentar fluguveiðimönnum einstaklega vel. Andakílsá fellur úr Skorradalsvatni um Andakílsárfoss en neðan hans er veiðisvæðið u.þ.b. 8 kílómetra langt þar sem áin liðast hæg og róleg um sléttlendið niður í Borgarfjörð.

Notaleg laxveiði Andakílsá er sérlega hentug fyrir fjölskylduna því aðgengi að veiðistöðum er gott. Mjög hátt hlutfall laxa veiðist á flugu þó svo að heimilt sé að veiða á blandað agn. Andakílsá lætur kannski ekki mikið yfir sér veiðist oft vel í ánni en sumarið 2014 veiddust 109 laxar á stangirnar tvær sem er þokkalegasta veiði. Meðalveiði á dagstöng hefur oftar en ekki verið með því hæsta á landsvísu en 374 laxar veiddust í ánni sumarið 2013. Notalegt veiðihús er við ána með svefnrými fyrir sjö manns. Gasgrill og heitur pottur er við húsið sem hentar vel fyrir fjölskyldur eða minni hópa með ólæknandi veiðidellu.

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

Stakir dagar 20/6 – 24/6

2

23.900 kr.

25/6 – 27/6

2

29.900 kr.

28/6 – 29/6

2

34.900 kr.

30/6 – 3/7

2

39.900 kr.

4/7

2

44.900 kr.

3/9

2

35.900 kr.

– 10/9

11/9 – 14/9

2

33.900 kr.

15/9 – 23/9

2

32.900 kr.

24/9 – 28/9

2

29.900 kr.

2

49.900 kr.

Einn og hálfur dagur 5/7

– 6/7

Tveir dagar frá hádegi til hádegis

„Áin er fullkomin fluguveiðiá. Veiðihúsið er snoturt og vinalegt og aðgengi að veiðistöðum er gott“ Bjarni Ómar Ragnarsson

Öll verð miðast við stöng á dag.

6/7

– 8/7

2

8/7

49.900 kr.

– 12/7

2

55.900 kr.

12/7 – 24/7

2

59.900 kr.

24/7 – 30/7

2

62.900 kr.

30/7 – 3/8

2

59.900 kr.

3/8

– 9/8

2

55.900 kr.

9/8

– 19/8

2

49.900 kr.

19/8 – 23/8

2

44.900 kr.

23/8 – 31/8

2

39.800 kr.

31/8 – 1/9

2

39.800 kr.

Söluskrá SVFR

23


Gljúfurá Seiðandi og kyngimögnuð LAX. 3 STANGIR. FLUGA & MAÐKUR


Gljúfurá er sérstaklega skemmtileg þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Borgarfjarðar. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin vel fyrir veiði bæði á flugu. Í Gljúfurá var sæmileg veiði í sumar og endaði áin í 167 löxum en veiði undanfarin sumur hefur verið góð. 569 laxar veiddust 2012 og 2013 en meðalveiði síðustu tíu ára er um 333 laxar.

Heillandi laxveiði

Verðskrá 2015

Þó svo að Gljúfurá henti víða vel til fluguveiða hefur stærsti hluti laxveiðinnar fengist á maðk. Gljúfurá hentar afar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir rúmgott og afar vel útbúið veiðihús sem er eitt það flottasta sem boðið er upp á. Fjögur tveggja manna svefnherbergi eru í húsinu með baðherbergi og sturtu. Kvóti er 5 laxar á stöng á dag. Eftir að kvóta er náð er heimilt að veiða og sleppa.

Dagar

Athugið að stangirnar þrjár eru aðeins seldar saman og fylgja með þrjár stangir í Langavatni.

Stangir

Verð

Einn og hálfur dagur 25/6 – 26/6

3

55.100 kr.

Tveir dagar frá hádegi til hádegis 26/6 – 30/6

3

48.500 kr.

30/6 – 24/7

3

59.900 kr.

28/7 – 9/8

3

59.900 kr.

9/8 – 31/8

3

48.900 kr.

31/8 – 14/9

3

42.600 kr.

14/9 – 20/9

3

38.600 kr.

20/9 – 28/9

3

33.200 kr.

Ath. 24/7-28/7 er ekki til úthlutunar

„Fjölbreytni veiðistaða í Gljúfurá er heillandi. Hvort sem maður kýs að nota flugu eða maðk, sem við gerum ýmist í mínu holli, þá hentar þessi frábæra á öllum.“

Hermann Valsson

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

25


Haukadalsรก Falleg og gjรถful laxveiรฐiรก LAX. 5 STANGIR. FLUGA


Haukadalsá í Dölum er nýtt veiðisvæði hjá SVFR og frábær viðbót við laxveiðiflóru félagsins. Veitt er á fimm stangir og hentar áin einstaklega vel fyrir góða og samstillta hópa. Haukadalsá er falleg og gjöful á þar sem stutt er að fara milli svæða. Veiðisvæði árinnar er um 8 km en merktir veiðistaðir eru 40 talsins. Veiði síðastliðið ár var 183 laxar en 25 ára meðalveiði er 735 laxar.

Sérhönnuð fyrir fluguveiði

Verðskrá 2015

Veiðihúsið er notalegt og vel búið, staðsett á árbakkanum. Það er með 6 tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, sauna-klefi og heitur pottur. Fimm svæði eru í ánni og er veitt á einni stöng á hverju þeirra. Fjögur svæðanna eru í göngufæri frá veiðihúsinu og því gerist veiðin ekki þægilegri.

Dagar

Haukadalsá hentar einstaklega vel til fluguveiða. Veiðistaðir eru aðgengilegir og fjölbreyttir. Á svæðinu eru langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, hægrennandi breiður, þar sem ómissandi er að strippa smáar flugur hratt í vatnsyfirborðinu, auk styttri og staumharðari hylja þar sem kjörið er að beita gáruaðferðinni. Áin er eftirlæti hjá mörgum veiðimanninum og það er sönn ánægja að bjóða félagsmönnum SVFR upp á þetta veiðisvæði. Kvóti er einn lax á vakt og skal öllum laxi 70 sm og stærri sleppt. Enginn kvóti er á silungsveiði. Öll verð miðast við stöng á dag.

Stangir

Verð

22/6 – 24/6

5

24/6 – 26/6

5

64.900 kr.

2/7 – 5/7

5

105.100 kr.

5/7 – 8/7

5

139.000 kr.

13/8 – 16/8

5

139.000 kr.

16/8 – 19/8

5

125.000 kr.

19/8 – 22/8

5

115.000 kr.

25/8 – 28/8

5

79.000 kr.

30/8 – 1/9

5

65.000 kr.

1/9

65.000 kr.

51.000 kr.

– 3/9

5

6/9 – 9/9

5

52.000 kr.

9/9 – 11/9

5

49.000 kr.

11/9 – 13/9

5

45.000 kr.

13/9 – 15/9

5

39.000 kr.

Gjald fyrir fæði- og gistingu Dagar

Verð á dag

22/6 – 2/7

14.900 kr.

2/7 – 28/8

23.900 kr.

28/8 – 15/9

11.900 kr.

3.000 kr. aukagjald ef veiðimaður er einn á stöng. Söluskrá SVFR

27


Bíldsfell Sogið, kristaltært og vatnsmikið LAX. 3 STANGIR. FLUGA, MAÐKUR & SPÚNN


Bíldsfellssvæðið er einstakt í sinni röð og í huga margra er Bíldsfell einn samfelldur veiðistaður. Þar skiptast á veiðilegir strengir, straumbrot og ólgur og veiðimenn því ævinlega „rétt byrjaðir“ þegar veiðiferð lýkur. Óhætt er að hvetja alla félagsmenn til þess að prófa Bíldsfellið að minnsta kosti einu sinni um veiðiævina.

Veiðihúsið er afar gott með tveimur nýlegum svefnherbergjum með eigin baðherbergjum auk herbergja í gamla húsinu. Stór pallur, gasgrill og fallegt útsýnið gerir veiðihúsið einstaklega notalegt. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru gasgrill, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

veiðimenn í veiðihús kl. 14.00 og hefja veiðar kl. 15.00. Veiðimenn yfirgefa svæðið klukkutíma eftir að veiði lýkur og skila húsinu af sér skínandi hreinu.

Kvóti er 6 fiskar á stöng á dag út ágúst. Frá og með 1. september er kvóti 2 laxar á stöng á dag. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi. Í Soginu máttu eiga von á 20 pundurum, það veiðast nokkrir slíkir flest sumur, og bleikjuveiðin stendur í raun allt sumarið.

Dagar

Nýtt fyrirkomulag! Eins og áður mæta veiðimenn í hús að kvöldi og mega vera mættir í hús klukkutíma eftir að veiði lýkur, eða kl. 23.00 fram í miðjan ágúst og kl. 22.00 seinni hluta ágúst. Sú nýbreytni verður hins vegar tekin upp í sumar að í september verður veitt í hálfan og hálfan dag. Þá mæta

Öll verð miðast við stöng á dag.

1. september verður því einn og hálfur dagur. Byrjað verður að veiða að morgni þess 1. sept. og veitt til hádegis 2. sept. Verðskrá 2015

Stangir

Verð

26/6 – 30/6

3

2/7 – 7/7

3

32.900 kr.

8/7 – 9/7

3

39.900 kr.

26.900 kr.

14/7 – 16/7

3

47.400 kr.

20/7 – 24/7

3

47.400 kr.

25/7 – 13/8

3

47.400 kr.

20/8 – 27/8

3

47.400 kr.

1/9 – 4/9

3

41.400 kr.

7/9 – 10/9

3

41.400 kr.

14/9 – 17/9

3

36.900 kr.

20/9 – 23/9

3

36.900 kr.

Athugið að þessar dagar eru ekki til úthlutunar: 24. og 25. júní. 1., 10.-13., 17.-19., og 25.-27. júlí. 14.-19. og 28.-31. ágúst. 5.-6., 11.-13. og 18.-20. september.

Söluskrá SVFR

29


Bíldsfell Stórar og kraftmiklar bleikjur SILUNGUR. 3 STANGIR. FLUGA, MAÐKUR & SPÚNN

30

Öll verð miðast við stöng á dag.


Bíldsfellssvæðið hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært bleikjuveiðisvæði. Það er þekkt fyrir margar og stórar bleikjur og hefur gjarnan veiðst mjög vel í vorveiðinni á svæðinu. Veiðimönnum er ráðlagt að vaða ekki of langt yfir skammt því að bleikjan er stundum mjög nálægt landi. Silungsveiðin í Bíldsfelli ásamt frábæru veiðhúsi býður upp á frábæra fjölskylduferð þar sem forskot er tekið á sumarið.

Bleikjuveiði á heimsmælikvarða

Verðskrá 2015

Veiðihúsið er afar gott með tveimur nýlegum svefnherbergjum með eigin baðherbergjum auk herbergja í gamla húsinu. Stór pallur, gasgrill og fallegt útsýnið gerir veiðihúsið einstaklega notalegt. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru gasgrill, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

Dagar

Silungsveiðin opnar 1. apríl og stendur fram til 9. júní. Á silungsveiðitíma er skylt að sleppa hoplaxi.

Stangir

Verð

2/4

3

8.400 kr.

5/4 – 8/4

3

8.400 kr.

11/4 – 14/4

3

8.400 kr.

17/4 – 20/4

3

8.400 kr.

23/4 – 26/4

3

8.400 kr.

29/4 – 2/5

3

8.400 kr.

5/5 – 8/5

3

8.400 kr.

11/5 – 14/5

3

8.400 kr.

17/5 – 20/5

3

8.400 kr.

23/5 – 26/5

3

8.400 kr.

29/5 – 1/6

3

8.400 kr.

4/6 – 9/6

3

8.400 kr.

Athugið að þessar dagar eru ekki til úthlutunar: 1., 3., 4., 9., 10., 15., 16., 21., 22., 27. og 28. apríl. 1., 3., 4., 9., 10., 15., 16., 21., 22., 27. og 28. maí.

„Sogið er einstakt. Á bökkum Sogsins hverfur oft hugurinn til gömlu góðu daganna og upp renna myndir af ógnarveiði á fyrri hluta aldarinnar“

María Anna Clausen

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

31


Alviðra Alviðra Lax + Sil Felustaður stórlaxanna LAX & SILUNGUR. 3 STANGIR. FLUGA, MAÐKUR & SPÚNN

Leitun er að fallegra veiðivatni en í landi Alviðru við Sog. Alviðra er uppáhald margra stangveiðimanna því svæðið er ægifagurt og stórlaxarnir, sem sjást öðru hverju á „Öldunni“, hafa margri andvöku valdið. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að kasta flugu, bæði stutt og langt.

Á móti kemur að verð laxveiðleyfa í Alviðru lækka um 35% frá fyrra ári. Alviðrusvæðið er skammt frá Höfuðborgarsvæðinu og því er tilvalið að mæta einfaldlega að morgni og veiða fram á kvöld. Hægt er að fá veitingar í hléinu í Þrastalundi eða fara inn á Selfoss. Verðskrá 2015

Veitt er frá morgni til kvölds allt tímabilið. Silungsveiðitíminn er frá 1. apríl til 31. maí og laxveiðitíminn frá 24.júní til 23. september.

Lax

Kvóti er 6 fiskar á stöng á dag út ágúst. Frá og með 1. september er kvóti 2 laxar á stöng á dag. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi. Á silungsveiðitíma er skylt að sleppa hoplaxi. Nú ber svo við að ekki fylgir lengur veiðihús þessu fallega svæði.

32

Stangir

Verð

24/6 – 30/6

3

6.435 kr.

1/7 – 13/7

3

12.935 kr.

14/7 – 10/8

3

15.535 kr.

11/8 – 31/8

3

12.935 kr.

1/9 – 23/9

3

12.480 kr.

3

4.200 kr.

Silungur 1/4 – 31/5

Öll verð miðast við stöng á dag.


Grant Thornton er framsækið og leiðandi endurskoðunarfyrirtæki

Grant Thornton er eitt af leiðandi alþjóðlegum samtökum endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja sem veitir viðskiptavinum sínum faglega og persónulega þjónustu á sviði fjármála og viðskipta. Það er keppikefli okkar að aðstoða viðskiptavini við að ná markmiðum sínum þannig að þeir hafi af þjónustunni sýnilegan ávinning.

www.GrantThornton.is

Endurskoðun • Ráðgjöf


Þrastalundur Hagstæð lax- og silungsveiði LAX & SILUNGUR. 3 STANGIR. FLUGA, MAÐKUR & SPÚNN

34

Öll verð miðast við stöng á dag.


Þrastalundur á sér marga fasta aðdáendur sem þekkja svæðið og vita hvar ganga má að silungi og laxi. Svæðið er þægilegt yfirferðar og fagurt. Stórlaxar sjást öðru hverju í Kúagili og hafa margir veiðimenn lent í ævintýrum í Þrastalundi. Silungsveiðisvæðið er ekki það sama og laxveiðisvæðið og því er hægt að komast í silung allt sumarið, frá 1. apríl til 23. september.

svæðinu er skylt að sleppa hoplaxi á vorin. Þrastalundarsvæðinu fylgir ekki veiðihús. Í veitingaskálanum í Þrastalundi geta veiðimenn fengið veitingar og stutt er á Selfoss.

Kjörið er fyrir fjölskyldur að eyða deginum saman á silungsveiðisvæðinu og jafnvel með laxastöngina einnig. Umhverfið er fagurt og ævintýralegur skógur er á nesinu við svæðið.

24/6 – 30/6

1

9.900 kr.

1/7 – 13/7

1

19.900 kr.

14/7 – 10/8

1

23.900 kr.

11/8 – 31/8

1

19.900 kr.

1/9 – 23/9

1

19.200 kr.

Laxakvóti er 6 fiskar á stöng á dag út ágúst. Frá og með 1. september er kvóti 2 laxar á stöng á dag. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi. Á silungsveiði-

Silungur

Verðskrá 2015 Lax

Stangir

Verð

24/6 – 31/8

2

6.200 kr.

1/9 – 24/9

2

3.900 kr.

 Nýtt

2015  Litaúrval sem hentar í silungsveiði  6 og 10g

Öll verð miðast við stöng á dag.

Rapala VMC Iceland ehf. Söluskrá SVFR Bakkabraut 6 200 Kópavogur. 5712001/8490229

35


Eldvatnsbotnar SILUNGUR & LAX. 2 STANGIR. FLUGA

Vinsældir veiðisvæðisins í Eldvatnsbotnum hafa aukist mikið undanfarin ár enda er þar að finna bæði fallegt umhverfi og fína veiði, auk þess sem hægt er að setja í stóra fiska. Eldvatnsbotnar eru efsti hluti Eldvatnsins í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, tveggja stanga sjóbirtingsveiðisvæði í fögru umhverfi í landi Botna. Áin á upptök sín í svokölluðu Rafstöðvarlóni sem er sunnan við bæinn að Botnum. Hún rennur í tveimur kvíslum úr vatninu og er veiði í báðum kvíslunum, einkum þó þeirri vestari. Eldavatnsbotnar eru í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík.

Eldvatnsbotnasvæðið er að öðru jöfnu snemmgengara en önnur sjóbirtingssvæði á Suðurlandi og er besti tíminn þar frá því um 10.-14. Ágúst og út ágústmánuð. En eins og menn vita koma þeir stóru fyrst.

Verðskrá 2015

Stangirnar tvær eru seldar saman, tvo daga í senn nema í júlí þegar seldar eru heilar vikur frá föstudegi til föstudags. Kvóti er einn sjóbirtingur á stöng á dag. Eftir þá má veiða og sleppa sjóbirtingi. Ekki er kvóti á staðbundnum urriða, bleikju og laxi. Í veiðihúsinu eru þrjú herbergi, tvö með tveimur rúmum en það þriðja er með einu rúmi (samtals fimm rúmstæði).

19/6 – 24/7

36

Dagar

Stangir

Verð

Vikur 2

44.900 kr.

Tveir dagar 24/7 – 11/8

2

11.990 kr.

11/8 – 27/8

2

14.400 kr.

27/8 – 10/9

2

13.300 kr.

10/9 – 24/9

2

12.500 kr.

24/9 – 10/10

2

14.600 kr.

Öll verð miðast við stöng á dag.


Steinsmýrarvötn BIRTINGUR, URRIÐI & BLEIKJA. 4 STANGIR. FLUGA & SPÚNN

Steinsmýrarvötn er fjögurra stanga svæði stutt frá Kirkjubæjarklaustri, staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri. Veiðisvæðið samanstendur af tveim vötnum og lækjum sem renna í þau og úr. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Vorveiðin á svæðinu hefur verið góð og hafa vorhollin verið að fá upp í 80 fiska hvert. Í júní og júlí veiðist vel af bæði urriða og bleikju Bleikjan getur verið gríðarvæn í vötnunum en meðalþyngdin á henni hefur verið rúm 3 pund. Í ágúst byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga.

Athugið að stangirnar fjórar eru alltaf seldar saman, einungis er heimilt að veiða á flugu í vorveiðinni. Heimilt er að veiða á spún frá 1. júní og eftir 10. október skal öllum sjóbirtingi sleppt. Gott veiðihús er á svæðinu og fylgir það með leyfunum. Húsið er með tveimur herbergjum og góðu svefnlofti og geta átta manns hæglega gist í húsinu. Heitur pottur við húsið og bátur er til afnota fyrir veiðimenn.

Öll verð miðast við stöng á dag.

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

1/4

– 1/5

4

14.350 kr.

1/5

– 2/6

4

12.800 kr.

2/6

– 1/8

4

9.600 kr.

1/8

– 2/9

4

11.700 kr.

2/9

– 10/10

4

14.350 kr.

Söluskrá SVFR

37


Fáskrúð Skemmtileg og fjölskylduvæn LAX. 2-3 STANGIR. FLUGA & MAÐKUR


Fáskrúð er frábær laxveiðiá fyrir fjölskyldur og smærri veiðihópa og hefur verið mjög vinsæl hjá félagsmönnum SVFR síðustu ár. Í ánni sem er rétt við Búðardal er veitt á þrjár stangir á besta tímanum en tvær stangir til endanna. SVFR hefur til ráðstöfunar helming veiðitímans á móti SVFA eða aðra hverja sex daga. 81 lax veiddist í Fáskrúð sumarið 2014 en meðalveiði síðustu 10 ára er tæplega 300 laxar.

Það er fallegt í Dölunum

Verðskrá 2015

Kvóti er 3 laxar á stöng á dag en eftir það má veiða og sleppa. Jafnframt eru veiðimenn hvattir til að sleppa laxi þegar komið er fram í september til að viðhalda stofni árinnar. Sumarið 2015 er komið að félagsmönnum SVFR að opna ána.

Dagar

Veiðihúsið, sem fylgir Fáskrúð, er íbúðarhúsið að Ljárskógum. Í húsinu eru níu rúm og nokkrar aukadýnur, gott baðherbergi og rafmagnskynding. Í bílskúrnum við húsið er góður gufubaðsklefi og sturta. Þá er einnig vöðlu- og laxageymsla. Aðstaðan er mjög góð og hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur og hópa. Á staðnum er gasgrill. Hverri stöng í Fáskrúð fylgir eitt veiðileyfi án endurgjalds í Ljárskógarvötnum.

Stangir

Verð

30/6 – 2/7

2

52.500 kr.

2/7

2

39.200 kr.

– 6/7

12/7 – 18/7

3

54.500 kr.

24/7 – 30/7

3

54.500 kr.

5/8

2

54.500 kr. 54.500 kr.

– 11/8

17/8 – 23/8

2

29/8 – 4/9

2

49.900kr.

10/9 – 16/9

2

49.900 kr.

„Skemmtileg fluguveiðiá . Ein af mínum uppáhaldsám“ Guðmundur Stefán Maríasson

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

39


Fnjóská Straumþung og heillandi LAX & BLEIKJA. 4–6 STANGIR. FLUGA, MAÐKUR & SPÚNN


Fnjóská í Fnjóskadal er falleg og vatnsmikil bergvatnsá með mörgum glæsilegum veiðistöðum. Hún hentar mjög vel til fluguveiða og þá sérstaklega sá hluti árinnar sem er ofan gljúfranna á neðsta veiðisvæðinu. Leigutaki árinnar er Stangaveiðifélagið Flúðir en SVFR býður félagsmönnum sínum upp á valda daga í ánni í samstarfi við Flúðir. Um hálftíma akstur er í Fnjóská frá Akureyri.

Ýmsan fróðleik um Fnjóská er að finna á vef Flúða, www.fludir.svak.is, þar á meðal rafræna veiðibók frá sumrinu 2014 þegar veiddust 292 laxar í Fnjóská og var meðalþyngd þeirra 4,5 kg. Töluverð silungsveiði er í ánni, fyrst og fremst sjóbleikja. Meðalveiði síðustu 10 ára í Fnjóská er rúmlega 500 laxar. Fimm veiðisvæði eru í Fnjóská og eru tvær stangir á hverju þeirra. Svæði 1-4 eru laxasvæði árinnar en svæði 5 er silungasvæði. Á laxasvæðunum eru seld veiðileyfi tvo daga í senn þar sem farið er hálfan dag á hvert svæði og er veitt frá hádegi til hádegis. Þegar keypt eru leyfi liggur svæðaskipting fyrir sem veiðimenn verða að kynna sér vel áður en haldið er til veiða. SVFR hefur til umráða 4 - 6 stangir á þeim veiðidögum sem eru tilgreindir hér í söluskránni en Flúðir 2 - 4. Veiðimenn verða að hafa með sér gilt veiðileyfi þar sem svæðaskipting er tilgreind.

Öll verð miðast við stöng á dag.

Athugið að kvóti sumarið 2015 er 2 laxar á vakt á dag. Leyfilegt er að veiða á allt löglegt agn á öllum svæðum frá opnun árinnar og til hádegis 11. ágúst. Frá hádegi 11. ágúst er aðeins leyft að veiða á flugu á svæðum 2-4, en áfram má veiða á allt löglegt agn á svæði 1. Tvö veiðihús eru á svæðinu, Skarð og Flúðasel, þar sem menn sjá um sig sjálfir, en það ræðst af fjölda keyptra stanga hvort húsið fylgir með veiðileyfunum. Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

24/6 – 26/6

6

13.500 kr.

4/7

6

18.500 kr.

– 6/7

12/7 – 14/7

4

28.000 kr.

22/7 – 24/7

4

46.500 kr.

5/8

4

58.500kr.

17/8 – 19/8

6

50.500 kr.

27/8 – 29/8

6

41.000 kr.

– 7/8

Söluskrá SVFR

41


Minnivallalækur URRIÐI. 4 STANGIR. FLUGA

Minnivallalækur í Landsveit á engan sinn líka. Vorið getur oft á tíðum verið stórkostlegt við Minnivallalæk og fyrstu dagana eftir opnun í apríl er oft hægt að fá ævintýralega veiði. Stærstu urriðar sem veiðast þar eru allt að 80 -90 sm langir og meðalþyngd aflans jafnast á við margar laxveiðiár. Veiði síðastliðinna ára hefur verið á bilinu 300-600 urriðar.

Veiðihúsið Lækjamót er notalegt og stendur á árbakkanum. Þar eru fjögur herbergi, tvö baðherbergi, og rúmgóðar setuog borðstofur með útsýni yfir Húsabreiðu. Í fjarska sést til Heklu og á veröndinni er heitur pottur. Hverri stöng fylgir tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum. Þegar líða tekur á vorið og snemmsumars kviknar lífríki lækjarins fyrir alvöru og þurrfluguveiðin byrjar. Þegar hausta tekur verður fiskurinn árásargjarn og óhætt að stækka flugurnar aftur. Minnivallalækur er sannarlega paradís urriðaveiðimannsins í aðeins rúmlega 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Aðeins er leyfð fluguveiði í Minnivallalæk og skylt er að sleppa öllum fiski.

42

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

3/4 – 15/5

4

24.800 kr.

1/9 – 30/9

4

24.800 kr.

Öll verð miðast við stöng á dag.


Þrjár góðar handbækur til að veiða betur!

ÁREIÐANLEGAR VÖÐLUR OG VEIÐIFATNAÐUR

VEIÐIHORNIÐ, SÍÐUMÚLA 8, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 568 8410 • VEIÐIHORNID.IS

Veiddu betur – lax

Strandstangaveiði á Íslandi

STRANDVEIÐAR

Það eru aðeins örfá ár síðan Íslendingar opnuðu augun fyrir sportveiði á ströndinni. Víða í kring um landið er hægt að komast á gjöful mið og kasta fyrir fisk. Ufsi, þorskur, steinbítur, koli og jafnvel hákarl eru tegundir sem krækja má í án þess að fara langt. Veiðibúnaður í strandveiði þarf ekki að vera dýr. Veiðileyfin kosta ekki neitt og hægt er að stunda strandveiðar allt árið.

TALAÐU VIÐ SÉRFRÆÐINGANA Í VEIÐIHORNINU

VEIÐIHORNIÐ, SÍÐUMÚLA 8, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 568 8410 • VEIÐIHORNID.IS

OG SKOÐAÐU MÖGULEIKANA.

SÍÐUMÚLA 8 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 568 8410 • VEIÐIHORNID.IS

ISBN 978-9935-9220-0-7

Litróf hefur gefið út þrjár frábærar handbækur fyrir þá sem annars vegar vilja veiða betur og hins vegar þá sem vilja kynnast strandstangaveiði sem býður upp á frábæra möguleika alls staðar með ströndum fram. Þetta eru Strandstangaveiði á Íslandi, Veiddu betur – lax og Veiddu betur – silung. Í bókinni um strandstangaveiði er farið yfir þá gríðarlegu möguleika og fjölbreytni sem þessi tegund stangaveiði býður uppá, aðferðarfræðin, fiskitegundirnar og veiðistaðirnir, allt er þetta sett fram í skýrum búning. Helsti ráðgjafinn er Reynir Friðriksson sem stundað hefur strandstangaveiði til margra ára. Í bókunum Veiddu betur eru landsþekktar aflaklær fengnar til að svara spurningum og segja frá

Veiddu VÖÐLUR ÁREIÐANLEGAR OGbetur VEIÐIFATNAÐUR – silung

aðferðarfræðinni og sérviskum sínum er lúta að hinum margvíslegu skilyrðum sem bíða manna á bökkum vatnanna. Í laxabókinni eru það Haraldur Eiríksson, Ásgeir Heiðar og Stefán Sigurðsson sem eru til ráðgjafar, en í silungabókinni eru það þeir Jón Eyfjörð, Ríkarður Hjálmarsson og Bjarki Már Jóhannsson sem koma við sögu, auk ritstjóra bókanna, Guðmundur Guðjónsson.


Varmá SILUNGUR. 6 STANGIR. FLUGA

Varmá er ein magnaðasta sjóbirtingsá landsins en vatnasvæði Varmár erum margt sérstakt þar sem finna má allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska þar. Sjóbirtingurinner þó alls ráðandi á svæðinu. Það leynast gríðarlega stórir og sterkir fiskar í þessari litlu og nettu á og er hún tilvalin til að leiða unga veiðimenn inn í undraheim stangveiðinnar. Margir stórir staðbundnir urriðar hafa veiðst í Varmá, um og yfir 80 sm,og síðastliðið haust veiddist þar 92 sm lax!

Veiðitímabilið er langt á bökkum árinnar, það hefst strax í apríl og stendur allt fram til 20. október. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis skal öllum fiski sleppt fyrir 1. júní. Eftir það er kvótinn einn fiskur á hverja stöng á dag og eftir það má að veiða og sleppa að vild. Varmá rennur um Hveragerði og aðeins er um hálftíma akstur frá Reykjavík en vatnasvæðið er um 20 kílómetra langt. Eftir að eftir að Varmá sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur sem rennur í Ölfusá, um 6 km frá sjó.

44

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

1/4

6

2/4

6

15.700 kr.

3/4

6

13.600 kr.

4/4 – 30/4

6

11.500 kr.

1/5

– 31/5

6

9.400 kr.

1/6

– 12/6

6

8.300 kr.

13/6 – 30/6

6

5.200 kr.

6

10.400 kr.

6

13.600 kr.

1/7

– 14/8

15/8 – 20/10

19.900 kr.

Öll verð miðast við stöng á dag.


Gufudalsá SILUNGUR. 4 STANGIR. FLUGA, MAÐKUR & SPÚNN

Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá í Gufudal á sunnanverðum Vestfjörðum sem hentar fjölskyldum einstaklega vel. Þar hafa ungir veiðimenn oft á tíðum tekið sín fyrstu köst í veiðinni. Sjógengin bleikja veiðist í ánni og Gufudalsvatni sem áin rennur um. Veiðin er mest í kringum eitt pund, en bleikjur allt að fjögur pund hafa veiðst. Þá veiðast alltaf nokkrir laxar á hverju sumri. Mest veiðist á flugu. Sumarið 2014 veiddust 620 bleikjur í Gufudalsá og 18 laxar.

Aðgengi að veiðistöðum er gott og er rúmgott veiðihús við ána með heitum potti og palli. Þar eru sex tveggja manna herbergi, fjögur með rúmum og tvö með kojum. Eldhús með eldhúsáhöldum og borðbúnaði er fyrir 12, borð- og setustofa, baðherbergi, snyrting, forstofa, kæligeymsla o.s.frv. Á staðnum er gasgrill.

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

– 12/7

4

14.200 kr.

12/7 – 23/8

4

16.600 kr.

23/8 – 10/9

4

11.900 kr.

7/7

Verð

Vinsælar flugur í Gufudalsá eru: Heimasæta, Mýsla, Black Zulu, ýmsar þurrflugur og ýmsir kúluhausar. Litlar flugur, allt niður í stærðir 14 til 16, eru vinsælastar í Gufudal. Mest er veitt á flotlínu í vatninu og hægt sökkvandi línu í ánni.

Öll verð miðast við stöng á dag.

Söluskrá SVFR

45


Hjaltadalsá & Kolka Straummiklar og gjöfular LAX & SILUNGUR. 4 STANGIR. FLUGA, MAÐKUR & SPÚNN

Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveginn og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra eftir það Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann. Skemmtilegar ár með stríðum strengjum, lygnum breiðum og djúpum hyljum.

Bleikjan sem veiðist er á bilinu 1,5 - 2,5 pund en stærri innan um. Í ánum er góð laxavon og hafa þær gefið undanfarin sumur um 50 laxa, en mest hafa veiðst um 100 laxar. Silungsveiðin hefur verið jöfn eða um 300 - 400 bleikjur og slæðast alltaf með stöku sjóbirtingar. Ágætt veiðihús er á svæðinu, með tveimur svefnherbergjum og svefnlofti.

46

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

21/6 – 3/7

4

8.700 kr.

3/7 – 18/9

4

13.500 kr.

18/9 – 30/9

4

9.800 kr.

Öll verð miðast við stöng á dag.


Almanak 2013 A5_Layout 1 21.10.2014 14:36 Page 1

ALMANAK ÞJÓ ÐVINA F É L A G SI N S 2015 - ÁRBÓK 2013

Almanök

ALMANAK Hins íslensk a þjóðvinaféla

2015

Háskóla Íslands & Þjóðvinafélagsins 2015 komin í helstu bókaverslanir um land allt.

gs

Flóðatafla – ómissandi fyrir alla laxveiðimenn!

Árbók Íslan ds 2013 141. árgang

H

Á

S

K

Ó

L

A

ur

Ú

T

G

haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003

Frábærir í veiðina

Á

- hlýir, þægilegir og saumlausir Dr. Comfort sokkar henta öllum sem vilja láta sér líða vel þegar mikið reynir á fótleggina. Geta minkað bjúg, minnka líkur á sáramyndun og stuðla að þægilegu hita og rakastigi. Dr. comfort sokkarnir innihalda bambus og koltrefjar, eru endingagóðir og halda sér vel.

Sokkarnir sitja sérstaklega vel að fætinum. Hællinn er formaður eftir fætinum og er sérbólstraður. Netofið efni ofan á ristinni til að auka loftun. Þægilegur stuðningur undir ilina svo sokkurinn sitji enn betur.

Tátiljur

Venjulegir

X-vídd

Hnésokkar

Saumlaus bólstrun í kringum tærnar og undir tábergið.

Í boði eru: Tátiljur, öklasokkar, venjulegir sokkar, hnésokkar, einnig víðir sokkar fyrir þá sem hafa breiða fætur. Sokkarnir eru til í svörtu og hvítu. FÁST Í APÓTEKUM

F

A

N


LAX. 16 STANGIR. FLUGA & MAÐKUR

Ytri-Rangá SVFR býður félagsmönnum upp á valda daga í haustveiði í Ytri-Rangá í október. Veiðistaðir eru fjölbreyttir en það er kjörið að enda veiðisumarið með veiðiferð í Ytri-Rangá. Í boði eru stakir dagar frá morgni til kvölds. Áin á upptök í Rangárbotnum og rennur í gegnum Hellu á leið til sjávar. Ytri-Rangá er í 90 km fjarlægð frá Reykjavík. Meðalveiði síðustu átta ára er um 7.000 laxar og meðalþyngd um 7 pund. Laxastofn Ytri-Rangár byggir á seiðasleppingum og skal sleppa öllum hrygnum 70 sm og stærri í laxakistur sem staðsettar eru við ána á hverju svæði. Veiðimenn fá greidd laxaflök hjá veiðiverði fyrir hverja hrygnu sem sett er í kistu. Skylda er að sleppa öllum silungi sem veiðist.

Verðskrá 2015 Dagar

Stangir

Verð

5/10 – 16/10

16

20.200 kr.

17/10 – 18/10

16

21.900 kr.

48

Öll verð miðast við stöng á dag.


1 11 37 26 24 22

38

30

19

31 16

25

13 12 2

27

10 18 8 9

28 7 23 21 15

17

35 5 4 20 3 34 32 29 14

36 6 33

Veiðikortið er nú að hefja ellefta starfsár sitt. Verðið er óbreytt frá því í fyrra eða kr. 6.900 í almennri sölu og aðeins kr. 5.500 til félagsmanna Stangaveiðifélags Reykjavíkur. SVFR á helmingshlut í kortinu en aldrei hafa fleiri vötn tilheyrt kortinu. Það er mikið ánægjuefni að vötnin í Svínadal, Eyrarvatn, Þórisstaðavatn (Glammastaðavatn) og Geitabergsvatn verða öll með í Veiðikortinu 2015. Hópið í Húnavatnssýslu mun aftur á móti detta út. Með Veiðikortinu getur þú notið þess að ferðast um landið og veiða í góðum silungsveiðivötnum allt sumarið fyrir mjög sanngjarnt verð. Meðal veiðivatna sem í boði eru má nefna: Þingvallavatn (þjóðgarður), Elliðavatn, Hraunsfjörður, Hítarvatn og Meðalfellsvatn auk fjölda annarra góðra veiðivatna.Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Félagar í SVFR geta pantað kortið um leið og þeir skila inn umsóknum um veiðileyfi og fá þá félagsmenn kortið sent heim. Einnig er hægt að kaupa Veiðikortið á skrifstofu félagsins eða panta það í tölvupósti svfr@svfr.is. Með Veiðikortinu fylgir vegleg handbók

Öll verð miðast við stöng á dag.

þar sem vötnin eru kynnt ítarlega. Þar eru einnig kynntar þær reglur sem gilda um hvert vatnasvæði. Við hvetjum veiðimenn til að tryggja sér Veiðikortið 2015 tímanlega. Urriðaveiðin í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefst 20. apríl eins og í fyrra en þá veiddust hundruð stórurriða. Frá 20. apríl – 1. júní má aðeins veiða á flugu á Þingvöllum og sleppa skal öllum urriða aftur.

1 Arnarvatn

20 Meðalfellsvatn í Kjós

2 Baulárvallavatn

21 Mjóavatn í Breiðdal

3 Elliðavatn

22 Sauðlauksdalsvatn

4 Eyrarvatn í Svínadal

23 Skriðuvatn í Suðurdal

5 Geitabergsvatn

24 Sléttuhlíðarvatn

6 Gíslholtsvatn

25 Svínavatn

7 Haugatjarnir í Skriðdal

26 Syðridalsvatn

8 Haukadalsvatn

27 Sænautavatn

9 Hítarvatn á Mýrum

28 Urriðavatn

10 Hólmavatn í Dölum

29 Úlfljótsvatn

11 Hraunhafnarvatn

30 Vatnsdalsvatn

12 Hraunsfjarðarvatn

31 Vestmannsvatn

13 Hraunsfjörður

32 Vífilsstaðavatn

14 Kleifarvatn

33 Víkurflóð

15 Kleifarvatn í Breiðdal

34 Þingvallavatn

16 Kringluvatn

35 Þórisstaðavatn

17 Langavatn

36 Þveit við Hornafjörð

18 Laxárvatn í Dölum

37 Æðarvatn

19 Ljósavatn

38 Ölvesvatn

Söluskrá SVFR

49


REYKJAVÍK 2015 Maí 04:54 17:21

05:29 17:52

06:01 18:22

06:32 18:52

07:04 19:23

07:37 19:56

08:14 20:34

08:57 21:19

09:47 22:13

10:46 23:17

11:55

13:09 00:29

14:23 01:43

15:28 02:52

16:22 03:52

3,4

3,5

3,8

3,9

3,9

3,9

3,8

3,7

3,5

3,3

3,0

3,2

3,2

3,4

3,7

0,7

0,6

0,4

0,4

0,3

0,4

0,4

0,5

0,7

0,8

1,0

1,0

0,9

0,7

0,5

11:09 23:29

11:40

12:10 00:01

12:40 00:33

13:11 01:05

13:44 01:38

14:20 02:15

15:01 02:56

15:50 03:43

16:50 04:39

05:44 18:02

06:57 19:23

08:11 20:41

09:17 21:46

10:12 22:40

1 Fö

2 La

3 Su

4 Má

5 Þr

6 Mi

7 Fi

8 Fö

9 La

10 Su

11 Má

12 Þr

13 Mi

14 Fi

15 Fö

19:42 07:21

20:23 08:02

21:10 08:48

22:03 09:39

23:02 10:35

11:37

00:07 12:45

01:16 13:54

02:24 15:01

03:28 16:00

04:25 16:53

05:17 17:40

4,0

4,0

3,9

3,7

3,5

3,2

3,4

3,3

3,4

3,6

3,8

4,0

Júní 17:55 05:31

18:29 06:07

3,8

3,9

19:04 06:43 3,6

0,6

0,5

0,4

0,3

0,4

0,4

0,5

0,6

0,7

0,8

0,8

0,9

0,6

0,5

0,4

11:41

12:15 00:09

12:51 00:44

13:28 01:22

14:08 02:02

14:52 02:45

15:42 03:34

16:39 04:27

17:44 05:26

18:58 06:31

20:13 07:39

21:22 08:46

22:21 09:46

23:13 10:39

23:59 11:27

1 Má

2 Þri

3 Mi

4 Fi

5 Fö

6 La

7 Su

8 Má

9 Þr

10 Mi

11 Fi

12 Fö

13 La

14 Su

15 Má

18:08 05:45

18:47 06:25

19:27 07:06

20:10 07:49

20:57 08:35

21:48 10:17

22:43 00:00

23:43 11:15

12:18

00:49 13:26

01:58 14:37

03:08 15:44

04:13 16:42

05:07 17:30

05:53 18:12

3,9

4,1

4,2

4,2

4,1

3,9

3,7

3,5

3,3

3,3

3,3

3,5

3,6

3,8

4,0

0,5

Júlí

0,5

0,4

0,3

0,2

0,2

0,3

0,6

0,6

1,0

1,1

0,9

0,9

0,8

0,6

11:54

12:33 00:26

13:14 01:06

13:56 01:48

14:41 02:32

15:29 03:19

16:23 04:09

17:23 05:03

18:31 06:02

19:45 07:07

21:01 08:17

22:08 09:25

23:03 10:25

23:50 11:16

12:00

1 Mi

2 fi

3 fö

4 La

5 Su

6 Má

7 Þr

8 Mi

9 Fi

10 Fö

11 La

12 Su

13 Má

14 Þr

15 Mi

19:10 06:49

19:53 07:32

20:38 08:16

21:27 09:03

22:20 09:55

23:18 10:50

11:51

00:23 13:00

01:35 14:17

02:54 15:33

04:05 16:33

04:59 17:20

05:42 17:58

06:19 18:33

06:53 19:06

4,3

4,4

4,3

4,1

3,8

3,6

3,4

3,3

3,2

3,3

3,5

3,3

3,9

4,0

4,0

Ágúst

0,1

0,0

0,0

0,1

0,2

0,5

0,8

1,0

1,2

1,1

0,9

0,8

0,6

0,5

0,4

12:58 00:49

13:41 01:30

14:25 02:13

15:12 02:57

16:03 03:45

17:00 04:36

18:05 05:32

19:21 06:37

20:45 07:52

22:00 09:10

22:56 10:15

23:39 11:06

11:47

00:16 12:24

00:50 12:58

1 La

2 Su

3 Má

4 Þr

5 Mi

6 Fi

7 Fö

8 La

9 Su

10 Má

11 Þr

12 Mi

13 Fi

14 Fö

15 La

September 20:16 07:54

21:04 08:40

21:57 09:30

22:54 10:24

23:59 11:25

12:35

01:14 13:57

02:41 15:19

03:55 16:19

04:46 17:03

05:25 17:38

05:59 18:11

06:30 18:41

06:59 19:10

07:28 19:38

4,4

4,2

4,0

3,7

3,5

3,2

3,2

3,3

3,5

3,7

3,8

3,9

4,0

4,0

3,9

-0,1

0,0

0,2

0,5

0,9

1,2

1,3

1,2

1,0

0,9

0,7

0,5

0,5

0,4

0,4

14:05 01:50

14:51 02:33

15:41 03:18

16:36 04:08

17:41 05:03

18:59 06:08

20:31 07:28

21:50 08:56

22:42 10:04

23:21 10:52

23:55 11:30

12:04

00:25 12:36

00:54 13:06

01:22 13:36

1 Þr

2 Mi

3 Fi

4 Fö

5 La

6 Su

7 Má

8 Þr

9 Mi

10 Fi

11 Fö

12 La

13 Su

14 Má

15 Þr


64°09’N., 21°56’V. 17:10 04:44

17:55 05:32

18:38 06:17

19:22 07:02

20:05 07:46

20:50 08:31

21:35 09:17

22:23 10:04

23:14 10:54

11:50

00:12 12:55

01:19 14:08

02:26 15:12

16:03 03:24

16:44 04:12

17:21 04:54

3,9

4,1

4,2

4,2

4,1

3,9

3,7

3,4

3,2

2,9

3,0

2,9

3,0

3,2

3,4

3,6

0,2

0,1

0,1

0,1

0,2

0,3

0,5

0,8

1,0

1,2

1,3

1,3

1,2

1,1

0,9

0,7

11:00 23:27

11:45

12:27 00:12

13:09 00:56

13:51 01:39

14:33 02:23

15:17 03:07

16:03 03:53

16:53 04:42

17:52 05:35

19:04 06:36

20:21 07:46

21:25 08:52

22:14 09:44

22:56 10:28

23:33 11:05

16 La

17 Su

18 Má

19 Þr

20 Mi

21 Fi

22 Fö

23 La

24 Su 25 Má 26 Þr

27 Mi

28 Fi

29 Fö 30 La

31 Su

06:04 18:24

06:48 19:07

07:30 19:48

08:12 20:28

08:53 21:08

09:34 21:50

10:17 22:34

11:04 23:22

11:58

13:01 00:18

14:09 01:21

15:12 02:26

16:05 03:25

16:50 04:17

17:30 05:03

4,1

4,1

4,0

3,9

3,8

3,6

3,4

3,2

2,9

3,0

2,9

3,1

3,3

3,5

3,3

0,3

0,3

0,3

0,4

0,5

0,7

0,8

1,0

1,2

1,3

1,3

1,2

1,1

0,9

0,7

12:12

00:43 12:54

01:25 13:34

02:06 14:14

02:46 14:54

03:26 15:34

04:07 16:17

04:50 17:06

05:39 18:04

06:36 19:12

07:41 20:24

08:46 21:28

09:42 22:21

10:31 23:05

11:14 23:46

16 Þr

17 Mi

18 Fi

19 Fö

20 La

21 Su

22 Má

23 Þr

24 Mi

25 Fi

26 Fö

27 La

28 Su

29 Má

30 Þr

06:35 18:51

07:13 19:28

07:49 20:04

08:25 20:39

09:01 21:15

09:38 21:52

10:18 22:35

11:05 23:24

12:01

13:07 00:22

14:18 01:29

15:25 02:38

16:21 03:43

17:07 04:38

17:49 05:24

18:29 06:07

4,0

4,0

4,0

3,8

3,7

3,5

3,3

3,1

3,0

3,0

3,0

3,2

3,4

3,7

4,0

4,2

0,4

0,4

0,4

0,5

0,6

0,7

0,9

0,0

1,2

1,3

1,4

1,2

1,0

0,7

0,6

0,3

00:31 12:40

01:09 13:17

01:45 13:53

02:20 14:28

02:55 15:04

03:30 15:41

04:07 16:23

04:48 17:12

05:37 18:12

06:37 19:23

07:46 20:39

08:57 21:46

09:59 22:40

10:50 23:26

11:35

12:17 00:08

16 Fi

17 Fö

18 La

19 Su 20 Má 21 Þr

22 Mi

23 Fi

24 Fö

25 La

26 Su 27 Má 28 Þr 29 Mi

30 Fi

31 Fö

07:25 19:37

07:56 20:08

08:27 20:40

08:59 21:13

09:35 21:51

10:16 22:35

11:08 23:31

12:14

13:31 00:41

14:49 01:58

15:53 03:14

16:44 04:15

17:28 05:04

18:09 05:48

18:50 06:30

19:32 07:11

4,0

3,8

3,8

3,6

3,4

3,3

3,1

3,0

3,0

3,1

3,0

3,8

4,1

4,3

4,5

4,5

0,4

0,5

0,6

0,6

0,8

1,0

1,2

1,3

1,4

1,3

1,0

0,7

0,3

0,2

0,0

-0,1

01:21 13:30

01:52 14:02

02:22 14:34

02:53 15:07

03:25 15:44

04:02 16:27

04:46 17:22

05:42 18:33

06:54 19:55

08:16 21:14

09:31 22:16

10:29 23:05

11:16 23:47

11:59

12:41 00:28

13:22 01:08

16 Su

17 Má

18 Þr

19 Mi

20 Fi

21 Fö

22 La

23 Su 24 Má 25 Þr

26 Mi

27 Fi

28 Fö 29 La 30 Su 31 Má

07:56 20:08

08:25 20:39

08:58 21:14

09:35 21:56

10:24 22:51

11:31

00:04 12:52

01:27 14:15

02:48 15:25

03:52 16:19

04:43 17:04

05:27 17:47

06:08 18:28

06:50 19:10

07:32 19:55

3,9

3,8

3,6

3,5

3,3

3,1

3,0

3,2

3,4

3,8

4,1

4,4

4,5

4,5

4,4

0,5

0,0

0,7

0,9

1,1

1,3

1,5

1,3

1,0

0,6

0,3

0,2

0,0

-0,2

-0,2

01:50 14:06

02:19 14:37

02:49 15:12

03:23 15:53

04:04 16:45

04:59 17:56

06:14 19:20

07:43 20:44

09:06 21:50

10:08 22:40

10:56 23:24

11:40

12:22 00:05

13:03 00:45

13:46 01:26

16 Mi

17 Fi

18 Fö

19 La

20 Su

21 Má

22 Þr

23 Mi

24 Fi

25 Fö

26 La

27 Su

28 Má

29 Þr

30 Mi


BOLI KYNNIR MEÐ STOLTI:

VEIÐISUMARIÐ 2015: GÓÐ VEIÐI, FALLEGT UMHVERFI, GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR. EF TVENNT ER Í LAGI ER TÚRINN GÓÐUR.

52

Öll verð miðast við stöng á dag.

Gefðu þér tíma

2,25%

VOL


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.