Ávarp skemmtanastjóra Inga Skarphéðinsdóttir stud. jur og skemmtanastjóri Orators
Elskulegu laganemar. Komið er að deginum sem laganemar hafa beðið eftir frá því að þeir síðustu stauluðust heim eftir velheppnaða árshátíð á Broadway fyrir um ári síðan. Merkisdagurinn 16. febrúar 2011 er runninn upp bjartur og fagur, afmælisdagur Hæstaréttar og hátíðisdagur laganema. Laganemar eru einstakt fólk að mörgu leyti. Þeir elska fræðin, einangra sig á lesstofunni með peltor og yfirstrikunarpenna að vopni; sumir ganga svo langt að leggja í tvöfalda vörn, þjösna eyrnatöppunum í og smella peltornum yfir. Þegar LÍN-greiðslan er farin að láta á sjá
þegar á önnina líður hafa svo sumir sést nota hina náttúrulegu tappa, ekkert að því. Eftir vikueinangrun og lögfræðilegt hjal í óteljandi kaffipásum á Háskólatorgi leysist svo einhver ólýsanlegur kraftur úr læðingi. Laganemar rífa sig upp með rótum, dusta burt lærdómsmosann, stelpur grafa upp maskarann og strákarnir bindið. Föstudagar eru tileinkaðir gleðskap og eru laganemar ekki lengi að aðlaga sig þeirri reglu. Haldið er í kokteila á hina ýmsu staði, fyrirtæki og lögmannsstofur. Að þeim loknum er farið í miðbæ Reykjavíkur þar sem laganemarnir halda að jafnaði hópinn og skemmta sér fram á nótt. Ófáir laganemar kannast vel við það að muna ekki eftir síðasta djammi sem ekki var tengt lögfræðinni eða Orator að einhverju leyti. Engan skal það undra þar sem meginregla er að skemmtilegasta fólkið safnast saman í þessa deild, enginn hroki samt. Árshátíðin er stærsti viðburður Orators og gætir mikillar tilhlökkunar í deildinni allri vegna hans. Þetta er dagurinn þar sem biblíur okkar ástkæru kennara fá hvíld, ritgerðaskrif eru sett á ís og Gormur,
Kaupa-Héðinn Bragða-Refsson og félagar fá að leysa sín mál sjálfir. Dagurinn sem laganemar mega hvíla viskustykkið í kollinum og njóta til hins ítrasta félagsskapar vina sinna og félaga, hlusta á ræður fróðra manna og dilla sér fram á nótt. Undirbúningur árshátíðar sem þessarar er langur og strangur en margar og góðar hendur vinna létt verk. Ég vil þakka öllum þeim sem komu að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir vel unnin störf. Þá vil ég sérstaklega þakka stúlkunum og Gesti í árshátíðarnefndinni. Þau eiga lof skilið fyrir alla vinnuna, reddingarnar og þolinmæðina sem þau hafa veitt greinarhöfundi undanfarna mánuði. Árshátíðin væri ekki haldin ef ekki væri fyrir þau, endilega gefið þeim klapp á bakið, koss á kinn eða jafnvel öl í hönd þegar þið rekist á þau í Súlnasalnum á Hótel Sögu á hátíðarkvöldinu. Þau eiga það skilið! Að endingu óska ég ykkur öllum góðrar skemmtunar þann 16. febrúar næstkomandi og munið að þetta er kvöldið okkar. Njótið kvöldsins og hvers annars.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Inga Skarphéðinsdóttir
Prentun: Svansprent
Myndir: Kolbrún Inga Söring, Þóra Bjarnadóttir, myndasafn Orators og fleiri. Hönnun og uppsetning: Arnór Bogason
Upplag: 700 Þakkir: Arnór Bogason, Pétur Stefánsson, stjórn Orators, greinarhöfundar og aðrir sem lögðu hönd á plóg.
Prófarkalestur: Gunnar Dofri Ólafsson Ritnefnd: Árshátíðarnefnd Orators 2011
3
Hátíðarkveðja frá forseta lagadeildar Róbert R. Spanó forseti lagadeildar
Kæru nemendur. Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegrar hátíðar á þessum merkisdegi, en löng hefð er fyrir því að halda 16. febrúar hátíðlegan. Þessi dagur skipar þýðingarmikinn sess í hugum þeirra er láta sig á einn eða annan hátt lögfræði varða. Þennan dag árið 1920 tók Hæstiréttur Íslands til starfa. Við þetta fluttist æðsta
dómsvald íslenska ríkisins hingað til lands frá Dönum. Var það af flestum talið mikið fagnaðarefni, enda mikilsverður áfangi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Við Íslendingar höfum farið í gegnum umrótatíma á undanförnum misserum, sem helst hafa einkennst af niðurbroti, óvissu og vantrausti. Vonandi má nú eygja nokkra von um betri tíð, þökk sé umbótaviðleitni og þrautseigju landsmanna. Það er eindregin ósk mín að þið, nemendur við lagadeild HÍ, látið ykkar ekki eftir liggja við endurreisn íslensks samfélags. Er ég þess fullviss að vegna þjálfunar ykkar í úrlausn raunhæfra álitamála og rökleiðslu muni kraftar ykkar nýtast vel við úrlausn þeirra krefjandi verkefna á sviði lögfræðinnar sem framundan eru. Þá er brýnt að þröngir skammtímahagsmunir víki jafnan fyrir þeim sem eru almennir og
sameiginlegir. Þótt lögfræðingum sé eftir atvikum falið að gæta sértækra hagsmuna tiltekinna málsaðila mega þeir aldrei gleyma grundvallarskyldum sínum við íslenskt samfélag, að fylgja hinni lagalegu aðferð í einu og öllu og þjóna réttvísinni. Þá skiptir miklu máli að lögfræðingar taki virkan þátt í að standa vörð um grundvallargildi réttarríkisins, en hætt er við að þau falli í gleymsku þegar skammtímahagsmunir og sértækar lausnir verða ofan á í samfélaginu. Að þessu sögðu vil ég þakka öllum þeim sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu þess að gera hátíðardaginn 16. febrúar 2011 sem allra glæsilegastan. Það er um að gera að njóta hans til hins ýtrasta. Færi ég ykkur, kæru laganemar, góðar kveðjur og óska ykkur innilega til hamingju með daginn.
world class.is OPNIR TÍMAR Tabata Spinning Yoga
4
Styrkur Latin Fit Hot Yoga
Freestyle Step Kviður og bak Þol og styrkur
SKRÁÐU ÞIG NÚNA
á worldclass.is og í síma 55 30000
Árshátíðarrit Orators 2011
Árshátíðarnefnd 2011
Frá vinstri: Jóna Margrét Harðardóttir, Marta Mirjam Kristinsdóttir, Oddný Herdísardóttir, Betzy Ósk Hilmarsdóttir, Gestur Gunnarsson, Inga Skarphéðinsdóttir skemmtanastjóri Orator, Helga Guðmundsdóttir, Edda Þorgeirsdóttir, Áslaug Lára Lárusdóttir og Elísa Björg Sveinsdóttir. Á myndina vantar Ástu Ægisdóttur.
Ljósmyndari: Kolbrún Inga Söring Fatnaður: Júníform
5
Myndir frá árshátíð 2010
6
Árshátíðarrit Orators 2011
Tryggvi Gunnarsson heiðursgestur árshátíðar Orators Stjórn Orators kynnir með stolti heiðursgest árshátíðarinnar, Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Tryggvi Gunnarsson ásamt eiginkonu hans sýna laganemum þann heiður að þiggja boð um að sitja til borðs með laganemum í Súlnasalnum á Hótel Sögu þann 16. feb. n.k. Tryggvi Gunnarsson er fæddur þann 10. júní 1955 og er kvæntur Ragnhildi Ragnarsdóttur forstöðumanni mannauðsmála hjá Tryggingarmiðstöðinni og hafa þau hjónin búsetu að SyðriRauðalæk í Holtum, Rangárvallasýslu. Foreldrar Tryggva eru þau Gunnar Tryggvason og Hallfríður Steinunn Ásmundsdóttir. Tryggvi Gunnarsson lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1982. Að námi loknu starfaði hann í landbúnaðarráðuneytinu, var aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1984-1986, settur borgardómari árið 1988 og aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis 1989. Árið 1990 hlaut Tryggvi réttindi hæstaréttarlögmanns og frá árinu 1990 til ársins 1998 rak hann ásamt fleirum lögmannsstofu í Reykjavík. Tryggvi var stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands á árunum 1985 til 1998, einkum í fjármunarétti. Á árunum 1986 til 1987 var hann við framhaldsnám í eignarétti við Oslóarháskóla. Tryggvi var settur umboðsmaður Alþingis þann 1. nóvember 1998 er þáverandi umboðsmaður Alþingis Gaukur Jörundsson var kjörinn til starfa við Mannréttindadómstól Evrópu. Á
fundi Alþingis 4. nóvember 1999 var hann kjörinn umboðsmaður til fjögurra ára frá 1. janúar 2000 og hefur gegnt því embætti til dagsins í dag. Tryggvi sat í rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt lögum um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008, ásamt Páli Hreinssyni hæstaréttardómara og Sigríði Benediktsdóttur hagfræðingi og kennara við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Á námsárum sínum í lagadeild lét Tryggvi sitt ekki eftir liggja í félagsstarfi Orators
og sat í stjórn félagsins sem formaður á árunum 1979 til 1980. Samkvæmt „Sögu Orators 1928-1986“ eftir Jóhannes Sigurðsson var mikið um að vera fyrir laganema og áhugaverðir fundir haldnir á starfsárinu, þeirra á meðal fundur um „konur og lögfræði“ og „laganámið og störf lögfræðinga“. Félagið setti á fót skattaþjónustu í stjórnartíð Tryggva til að aðstoða fólk við framtalsgerð og einnig var sjónvarpsþátturinn „Leyndarmál Helenu“ settur upp er fjallaði um manndráp og vikið er að því sérstaklega í bók Jóhannesar að „Leyndarmál Helenu“ hafi verið einn sá umfangsmesti sjónvarpsþáttur sem félagið setti upp undir heitinu „Réttur er settur“ fram að því starfsári. Tryggvi var formaður í sjónvarpsnefnd Orators sem vann að samningu og gerð þáttarins. Laganemar bjóða Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis ásamt eiginkonu hans Ragnhildi Ragnarsdóttur hjartanlega velkomin á árshátíð Orators! Stjórn Orators.
Tryggvi Gunnarsson: „Embætti umboðsmanns Alþingis 20 ára.“ Tímarit lögfræðinga 2. hefti, 58. árgangur október 2008, bls. 135-136. „Um umboðsmann Alþingis“: http://www. umbodsmaduralthingis.is/um/#1.1 skoðað 25. janúar 2011 Jóhannes Sigurðsson: Saga Orators 1928-1986
7
í samstarfi við Lögmannafélag Íslands
Staða lögfræðinnar í samfélaginu Miðvikudaginn 16. febrúar í Lögbergi kl. 12:00 Erindi flytja:
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis Brynjar Níelsson, hrl. og formaður Lögmannafélags Íslands Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra
C M Y K 100 80 0 60
Black = 75%
Fundarstjóri:
Pantone 288 C
Pantone 424 C
Guðmundur Þórir Steinþórsson, funda- og menningarmálastjóri Orators
Léttar veitingar að málþingi loknu.
LEX lögmannsstofa er aðalstyrktaraðili fræðastarfs Orators Black = 75%
Black = 100%
Er það löstur á snærislausum manni að kunna lögfræði? Guðmundur Þ. Steinþórsson funda-og menningamálastjóri Orators
Hátíðardagskrá Orators hefst með hátíðarmálþingi kl. 12:00 þann 16. febrúar. Málþingið er haldið í samstarfi við Lögmannafélag Íslands og fjallar að þessu sinni um stöðu lögfræðinnar í samfélaginu. Þessi pistill er skrifaður sem eins konar hugvekja varðandi málþingið. Er það löstur á snærislausum manni að kunna lögfræði? Í Íslandsklukku Halldórs Laxness segir Jón Hreggviðsson að það sé löstur á snærislausum manni að kunna latínu. Er það löstur á snærislausum manni að kunna lögfræði? Efnahagshrunið haustið 2008 hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Flestir Íslendingar hafa velt því fyrir sér hvaða ástæður eru að baki hruninu. Hlutverk lögfræðinga í aðdraganda efnahagshrunsins
hefur orðið umtalsefni. Sitt sýnist hverjum um þeirra hlutverk og einnig um hlutverk þeirra í dag og hlutverk þeirra í því samfélagi sem við viljum skapa okkur. Það má velta því upp hvort að starf lögfræðinga hafi að áliti almennings beðið hnekki í kjölfar efnahagshrunsins. Störf lögfræðinga hafa verið gagnrýnd frá ýmsum áttum: Fjölmiðlum, fræðimönnum og síðast en ekki síst nafnlaus gagnrýni í netheimum. Hlutverk lögfræðinga fyrir hrun, við það og í eftirleik þess er mikið og þess vegna þarf ekki að koma á óvart að umræðan sé eins og hún er. Eins og segir í gamalli dæmisögu: „Það virðist nærri órjúfanlegt lögmál, að þeir menn, sem stærst og víðtækast hlutverk er falið í sögu mannkynsins, fái harðastan og illvígastan mótblástur...“ Sem dæmi um nýlega gangrýni á netinu má nefna bréf sem fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason birti á bloggíðu sinni. Bréfið sem hér um ræðir var frá ónafngreindum manni sem segist vera lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Egill telur að það sem í bréfinu segir, segi sína sögu um það sem það sem gerst hafi innan veggja Háskóla Íslands og þeirrar „agadeildar“ sem þar þreifst áður fyrr. Við þær aðstæður sem svo lýsir í bréfinu séu íslenskir hæstaréttardómarar menntaðir. Skal hér vikið lítillega að bréfinu sem að mati fjölda ónafngreindra netverja virðist heilagur sannleikur. Hinn ónafngreindi lögfræðingur segir meðal annars að í
hans tíð hafi prófessorar lagadeildar verið óhæfir. Nú þurfi að endurmanna lagadeildir háskólanna, sem fullar séu af lagatæknifræðingum og lærisveinum þeirra. Í framhaldinu segir að fylgismönnum lagatækni hafi snjóað inn í Hæstarétt og það á pólitískum forsendum. Lögfræðin á Íslandi hafi breyst í einhverja undarlega lagatækni sem virðist oft á skjön við réttlætistilfinningu þjóðarinnar. Tugir ummæla ónafngreindra netverja fylgja færslu fjölmiðlamannsins, mörg hver um það að innihald bréfsins sé hverju orði sannara. Í einu þeirra er því kastað fram að lögfræðingar virðist vera stærsti faghópurinn sem tekið hafi þátt í spillingu og óréttlæti undanfarinna ára. Þessi faghópur væri talinn útvörður réttlætisins. Meðal annars er spurt þeirrar spurningar, hverjir sitji í skilanefndum gömlu bankanna. Því er hins vegar ekki velt upp á hvaða grundvelli viðkomandi lögfræðingar sitji í skilanefndum. „Hvar voruð þið?“ spurði siðfræðingurinn Salvör Nordal gesti aðalmálstofu Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Lagadeginum 2010. Spurningunni varpaði hún fram eftir að hafa fjallað um hlutverk fagstétta í aðdraganda hrunsins og ræddi meðal annars um siðareglur lögmanna. Lögmenn hafa siðareglur svo sem lögbundið er. Í 2. mgr. 8. gr. þeirra framhald á síðu 10
9
kemur fram að lögmanni beri að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og jafnframt eigi hann kröfu til að verða ekki samkenndur sjónarmiðum og hagsmunum sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn. Þannig er talið að það rýri sjálfstæði lögmanns ef hann þannig tekur við fjárhagslegum verðmætum frá skjólstæðingi sínum, tengist þau ekki vinnuframlagi hans. Í Lögmannablaðinu nýverið var spurningunni: „Þurfa lögmenn að líta í eigin barm?“ svarað af nokkrum lögfræðingum. Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður á LEX lögmannsstofu víkur að fyrrgreindri 2. mgr. 8. gr. og segir lögmenn þurfa að hafa hana sérstaklega í huga. Þórunn heldur því fram að fjöldi lögmanna hafi fyrir efnahagshrun gleymt uppruna sínum og tekið þátt í viðskiptaævintýrum með skjólstæðingum sínum. Í svari við sömu spurningu segir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður á Landslögum meðal annars að lögmenn ættu að vera óhræddir við að segja sannleikann ef þeir teldu verkefni fyrir skjólstæðinga á mörkum þess löglega og siðlega. Ættu þeir þannig ekki að vinna svo að hagsmunum skjólstæðinganna að þeir væru fáanlegir til
að fela slóð sannleikans. Orðrétt lokaorð Jóhannesar hvað þetta varðar hljóða svo: „Menn hafa örugglega dansað á línunni þegar sem mest gekk á.“ Samkvæmt þessu er það lögmannanna skoðun að vissulega hafi einhverjir innan stéttarinnar tekið þátt í því lífsgæðakapphlaupi sem í gangi var fyrir hrun. Þannig má kasta því fram að gagnrýni á lögfræðina eigi rétt á sér og almenningsálitið sé að einhverju leyti rétt hvað þetta varðar. Sé horft til þess umhverfis sem umlykur skoðanaskipti almennings nú á dögum má sjá að álit almennings á lögfræðingum beið hnekki við efnahagshrunið. Margir hafa farið hörðum orðum um lögfræði sem fræðigrein svo og stétt lögmanna og lögfræðinga. Sumir undir nafni en aðrir í skjóli nafnleyndar. Almenningsálitið virðist því miður, að stórum hluta, leita sér skjóls í byrgi nafnleyndarinnar. Ég óska laganemum til hamingju með daginn og um leið hvet ég þá til að mæta á hátíðarmálþingið, kynna sér og tileinka sér efni þess. Það varðar okkur öll. Það er viðeigandi að enda þennan
pistil á framhaldi áðurgreindrar átta áratuga umfjöllun kirkjunnar manna um almenningsálitið: „...Margir þeirra hafa barizt þannig alla æfina og dáið að því er virtist sem gersigraðir menn, þótt hugsjónir þeirra yrðu samt ofan á stundum löngu, löngu síðar. Hefðu slíkir menn viðurkennt almenningsálit samtíðar sinnar og umhverfis sem óskeikulan dómara yfir sér, myndi mannkynið lítið hafa haft af þeirri blessun að segja, sem barátta þeirra leiddi í ljós“ Kirkjublaðið. 2. árg. 1934. 16-17 tbl. Börnin á torginu. Bls. 237-238. Vefsíða Egils Helgasonar: http://silfuregils. eyjan.is/2010/10/20/lagataeknifraedingar-oglaerisveinar-theirra/ sótt 26. janúar 2010. Lögmannablaðið, 16. árgangur. Júní. 2/2010. Bls. 12. Siðareglur Lögmannafélags Íslands (Codex ethicus.) Eiríkur Tómasson, Úlfljótur. 2. tbl. 64. árg. 2011. bls. 242-243. Lögmannablaðið, 16. árgangur. Júní. 2/2010. Bls. 16.
„Þessi atburður, sem hér á sér stað nú í dag, hlýtur að vekja fögnuð í hjörtum allra Íslendinga.“ - Sveinn Björnsson, 16. febrúar 1920
Til hamingju með stóra daginn!
Norrænt samstarf: Hvernig bera skal kennsl á nordista Elisabeth Patriarca
Danski nordistinn syngur auðvitað um vinsælu bjórtegundirnar frá Danmörku, þ.e. Alþjóðaritari Orator Tuborg, Carlsberg og Faxe. Hins vegar eru skilaboðin í laginu þau, að þegar menn ætla 2010-2011 og að skreppa út eftir bjór að þeir muni þá að varaforseti Norræna taka konuna með – ekki upp á félagsskapinn, Alþjóðaritararáðsins heldur aðeins til að gæta þess að hún geri ekki eitthvað af sér! Sem betur fer eru þeir þó ekki karlrembur og eru bara eins og þeim einum er lagið „ligeglad”. 2. Söngvar Ef til eyrna berast einhverjir óskiljanlegir Norræn vika, Nordisk Uke, Nordisk Vecka, KV- Það er ströng hefð á norrænum vikum að syngja textar, eins og „voi saatana, voi perkele, voi huomalata, vittu” þá hefur þú fundið nordista við hvert tækifæri, hvort sem það er á norsku, viikko, Nordisk Uge – fimm tungumál, fimm frá Finnlandi. Í raun veit enginn hvað þau segja, sænsku, dönsku, finnsku eða íslensku. Til eru lönd, eitt heljarinnar partý! Ár hvert, í kringum árshátíð Orators, flykkjast ógrynni af lögum sem eru sungin og til að stikla en sögur herma að lögin fjalli um koskenkorva, minttu, blótsyrði og jafnvel sauna. Einfaldasta til landsins norrænir laganemar frá Danmörku, á stóru verður farið yfir helstu einkennislög lag þeirra er finnska snafsvísan sem hefur þann Finnlandi, Noregi og Svíþjóð á hina svokölluðu nordista frá hverju Norðurlandi. kost að við þurfum ekki á google translate að Nordistinn frá Noregi syngur um að hann norrænu viku Orators. Margir hafa aldrei litið halda, en hún hljómar svo: „NU”!!! augum slíkar verur – hvað þá komist í kynni við sé fæddur með bjór í hönd og þegar hann Varið ykkur þó! Nordistinn gæti talið ykkur þær! Það er því skiljanlegt að laganemar viti ekki deyr vonar hann að neglurnar hans muni trú um að hann væri hinn venjulegi íslenski vaxa til að hann geti grafið sig upp, náð sér í alveg á hverju þeir eiga von á eða hvernig á að laganemi þegar kæmi að þjóðsöngi lagadeildar, bjór, farið aftur í gröfina og notið hans í ró og haga sér í kringum þessa svokölluðu nordista. næði. Þegar þetta lag er sungið slær nordistinn evróvisjonlaginu Nínu. Þegar þannig stendur Hér fylgja því mikilvægar leiðbeiningar um annarri höndinni í borðið, á meðan hann heldur á er best að taka lög eins og „Ex officio”, „Ó það hvernig bera skal kennsl á nordista og Reykjavíkurborg” og alla helstu smellina með bjórnum í hinni höndinni – enda fæddur með hvernig besta er að vingast við þá. Geirmundi Valtýs til að sjá hvort að um sé að bjór. 1. Av med bukserne/Av med alt ræða hinn sanna íslenska laganema. Í framhaldi af því passar lag nordistans frá Besta heilræðið til að vingast við nordistann Svíþjóð vel við drykkjuþema fyrra lags, en hann Hinn sanni nordisti er þekktur fyrir ákveðna við þessar aðstæður er að „mæma” og herma syngur að hann hafi tapað minninu, viti ekki strípihneigð á meðan á norrænum vikum eftir hinum. Ef hinn almenni laganemi hefur lengur hvort hann sé svíi eða finni eftir að hafa stendur. Oftast stafar þessi strípihneigð af þvílíka löngun að fá að söngla með en kann fengið sér örlítið í tána. Þetta lag er sungið þrýstingi félaga hans með söngnum „av med ekki textana, þá hefur eftirfarandi einfaldi texti af mikilli innlifun, enda er upprunalega lagið bukserne, av med bukserne” (endurtekið uns reynst vel á fyrstu norrænu vikunum: „la-la„Yesterday” með Bítlunum. Heyri laganemi aðilinn fer úr buxunum), eða nordistinn er þekkt lag en kannast alls ekki við textann, þá Finni. Helstu einkenni nordista sem stunda framhald á síðu 14 hefur hann runnið á slóð nordistans. þetta athæfi er að hafa buxurnar á hælunum á
12
meðan hann syngur hástöfum eða nordistinn er nakinn, en þá stafar nektin líklega út af því að sauna er nálægt. Helstu ráð sem alþjóðaritari getur gefið laganemum til að vingast við buxnalausan nordista er að taka þátt í hinum vinsæla söng, taka niður um sig buxurnar (NB: mundu að vera í flottum nærbuxum) eða einfaldlega að drekka meira og vona að nordistinn fari nú að koma sér í föt.
Árshátíðarrit Orators 2011
sienna miller for
the new fragrance
la-la-égveitekkihvaðégeraðsyngjaum-la-la-la”. Been there done that and it works all the time. Undirrituð mælir þó með að reyna að læra textana með tímanum til að „lalala”-tilþrifin verði ekki að lokum vandræðaleg. 3. Frasar Einkenni norrænna laganema er að þeir læra hina ýmsu frasa á tungumáli Norðurlandaþjóðanna og nota þeir þá óspart við hvaða aðstæður sem er. Þeir norrænu nemar sem koma hingað til landsins eða sem hafa umgengist íslenska laganema á norrænum vikum, þekkja allir helstu frasana úr Næturvaktinni eða ólíklegustu setningar eða orð sem þér gæti dottið í hug. Dæmi um slíka frasa eru: „sæææliiir/ sæælaaar, beint í meðferð, flottir skór, pokat**t, Ísland best í heimi, bróðir minn er álfur, gefðu börnunum tækifæri, þú ert fötluð – nei, ég meina falleg, takk fyrir sárasóttina”, og þar fram eftir götum. Undirrituð mælir eindregið með því að íslenskir laganemar kenni þeim fleiri skemmtilega frasa, og gaman væri að heyra hver gæti komið með besta og fáranlegasta frasann. En heyrst hefur að laganemar séu nú þegar að undirbúa nýjar setningar sem nordistunum verða kenndar á Oratorvikunni. 4. Árshátíð Á árshátíðardeginum skarta norrænu laganemarnir sínum fegurstu klæðum. Drengirnir klæðast kjólfötum og stúlkurnar galakjólum. Í gegnum tíðina hefur verið auðveldast að bera kennsl á nordista á þeim fagnaðardegi. Í fyrsta lagi er þeim nordistum smalað saman á borð þar sem minnst fer fyrir þeim, þ.e. út á enda, næst við innganginn eða í horninu. En lokastaðsetningin er alltaf milli klósettanna og barsins. Það fer þó alltaf eitthvað fyrir þeim. Þegar líða fer á árshátíðina getur þú séð utangátta andlit nordistanna sem skilja ekkert hvað er í gangi og fyrr en varir fara að birtast hin svokölluðu „eyru” á hausnum þeirra - sérhönnuð úr servíettum - sem hjálpa þeim að „heyra og skilja betur” hvað er í gangi. Það er
14
líka alltaf mesta stuðið á þeim borðum. Ef þú hittir nordista ekki við borðið sitt, þá geta eftirfarandi upplýsingar hjálpað þér að koma auga á hann. Í fyrsta lagi bera nordistar alltaf medalíur sem er viðurkenning fyrir hverja viku sem þeir hafa farið á. Sumir eru með eina medalíu, aðrir með tíu og sumir eru einfaldlega hættir að telja. Í öðru lagi veit hver og einn nordisti að vasapelar eru einn sá mikilvægasti fylgihlutur sem koma skal með á árshátíð en „konferans” er staðurinn til að létta á pelunum. Að fara á konferans er mjög algengt að sjá nordista gera á árshátíðum. Í hvert skipti þar sem nordistum er leyft að hafa smá pásu frá veisluhaldi, er sveiflað eyrunum um loftið, þeir byrja að arka frá borðum sínum og það heyrist sungið um allan sal „konferans, konferans, konferans” uns komið er að klósettinu. Þegar þangað er komið er sungið og skálað uns veisluhaldið byrjar á ný. Ef hinn íslenski laganemi verður þeirra alls ekki var á árshátíðinni og vill endilega komast í kynni við þá, þá virkar alltaf að kalla „nordiska gäster!” – það kemur þér á óvart hvað það virkar vel. Einnig getur sá hinn sami beðið á öðru hvoru klósettinu uns hinir norrænu laganemar birtast á konferans en langeinfaldast er að koma að borðunum þeirra og heilsa upp á þá, og fá kannski kennslu í að gera hin frægu eyru í leiðinni. 5. Grágás Grágás þekkir vel til norrænna laganema og er hún sömuleiðis vel þekkt meðal þeirra. Norrænir laganemar nefnilega þrá ekkert heitara en að ræna henni frá Orator, komast með hana úr landi og tilkynna laganemum ekki um ránið fyrr en þeir eru komnir heilu og höldnu í heimaland sitt. Á árshátíð Orator er einmitt langmesta hættan á að norrænir laganemar komist sem næst okkar merku Grágás og hefur það tvisvar gerst að hún hafi verið numin á brott og farið með hana í ferðalag til Osló. Hér ráðlegg ég engum að vingast við nordistann, heldur skal sá hinn sami stökkva á þann sem ráðgerir að nema
á brott okkar æruverðugu Grágás og forða Orator undan því að verða fyrir slíku athæfi. Nordistar eru þekktir fyrir að ágirnast meðal annars skilti og uppstoppuð dýr hinna nemendafélaganna. Myndast hefur þó samkomulag milli félaganna að aðilar skili hlutunum aftur á seinasta degi norrænu vikunnar eða þegar viðkomandi félag biður um hlutinn aftur (þegar það tekur loksins eftir því að hluturinn er horfinn). Er þetta að mati alþjóðaritara þó hin skemmtilegasta hefð ef ekki er gengið of langt. 6. Haalarit Að lokum er mjög algengt að sjá nordista í rauðum göllum (f. haalarit) sem eru skreyttir ýmsum merkjum þannig að hver og einn galli er með sitt einkenni. Nordistar sjást aðallega í göllunum í skálaferðinni (hyttetur), í eftirpartýum og á sillis (lokadegi norrænu vikunnar), og munu þeir ekki fara framhjá neinum þegar þeir eru komnir í hann . Gallarnir eru einstaklega hentugir fyrir norrænar vikur og hefur heyrst að aldrei megi þvo gallann – sama hvað gerist. Ef eigandi slíks galla vill skola aðeins af gallanum sínum, þá þarf hann að fara í sturtu í honum! Þetta var aðeins stutt yfirlit yfir helstu einkenni nordistans. Þeir sem fara á norrænar vikur verða þó brátt varir við það að norræna bakterían er fljót að breiða úr sér og fer að bera á helstu einkenni hennar innan skamms. Fyrr en varir stendur fólk upp á borði með buxurnar á hælunum, syngjandi af innlifun alla helstu söngvana. Það fer að langa í eitt stykki haalarit, fer að safna merkjum á þá og nýtir hvert tækifæri til þess að vera í þeim. Þeir fara að læra frasa á norrænum tungum og njóta þess að vera með norrænu vinum sínum í hvert skipti. Að lokum verða þeir síðan fegnir að hafa lesið leiðbeningarnar um það hvernig bera eigi kennsl á nordista, því án þeirra hefði laganeminn aldrei komist í kynni við norrænu laganemana og aldrei fengið að upplifa það hversu mikil skemmtun þessar norrænu vikur eru.
Árshátíðarrit Orators 2011
dagur & stein i
ærstistita›ur Setm m
sk
í heimi!
0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 490 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.
15
Laganemi? Brynhildur Bolladóttir
og mun aldrei gera, útfrá prófum. Ég er bara laganemi af því ég legg stund á laganám, en við erum sífellt að reyna að skilgreina okkur, og sífellt stud. jur að reyna að aðgreina okkur frá hinum. Móðir mín aðgreindi mig t.d. frá öðrum lagastúdínum þegar hún skutlaði mér einu sinni í kokteil og þær voru allar í svörtum nælonsokkabuxum en ekki ég. Það má alltaf reyna. Við höfum mjög mikla þörf fyrir að skilgreina okkur, fá einhverskonar Ég heiti Brynhildur Bolladóttir. Ég er viðurkenningu, vita hvað við erum og tuttuguogtveggja ára. Ég er laganemi. hvar við stöndum. Það er ekkert óeðlilegt, Sumir, sérstaklega þeir sem lengra eru sérstaklega ekki fyrir Íslendinga sem verða komnir með bakkalárgráðuna eða hafa að vera stoltir af landi og þjóð, verða að vita jafnvel lokið henni, vilja halda því fram hvernig fólki líkar við landið o.s.frv. Samt að ég hafi orðið það fyrst þegar ég náði finnst mér ég ekki finna þessa tilhneigingu almennunni. jafn mikið hjá öðrum stúdentum. Ég held Ekki þegar ég borgaði að ástæðan sé hversu gríðarlega mikill skrásetningargjöldin eða mætti í fyrsta tími fer í lestur og viðveru á Lögbergi og tímann minn. í skólanum sjálfum að við verðum að fá Ekki þegar ég þóttist vera blindfull í eitthvað til að halda okkur í. Verðum að Þingvallaferð og langaði ógeðslega mikið vita hvað við erum og hvar við stöndum til að fara í alvöru „af med bukserne“ og standa á nærbuxunum og ekki var það þegar gagnvart heiminum. Ég sjálf myndi segja að ég hafi orðið ég ældi næstum á mig úr plebbaskap þegar laganemi þegar ég fór að sjá heiminn með stjórnin marseraði inn í árshátíðarsalinn lögfræðigleraugunum, þegar almennan náði á Broadway undir dramatísku verki John tökum á mér og ég varð „reglukona“ (ekki Williams úr kvikmyndunum Star Wars. skv. almennri málvenju). Þegar heimurinn Ónei. varð örlítið meira kassalaga, og ef hann væri Það var þegar ég náði almennunni. Ég það ekki, þá léti ég kassann ná utan um féll í henni í fyrsta skiptið, náði henni í annað sinn eftir margra vikna stress, bugun, heiminn með öllum tiltækum ráðum. Ég varð laganemi þegar ég hætti að rembast svita og allt þar á milli. Allir í kringum mig við að kalla „kokteila“ vísindaferðir, eins og trylltust úr fögnuði yfir þessum áfanga, allir aðrir í háskólanum. Ég varð laganemi sérstaklega þeir sem þreyttu prófið s.l. þegar ég lenti í rökræðum við vinkonur vor með mér. Ég þóttist tryllast líka, en mínar og sagði, alveg óvart, „en á lagalegum í rauninni gerði ég það ekki. Próf eru og verða alltaf bara próf. Ég skilgreini mig ekki, grundvelli“ eins og ekkert væri sjálfsagðara
16
yfir bjór á fimmtudagskvöldi. Mín sýn á laganema (og þar með sjálfa mig sennilegast): þeim finnast þeir betri en aðrir, hlægja að öðru námi, ekkert í heiminum er jafn erfitt og laganám. Enginn sér heiminn með réttum augum nema þeir; „piff, þessir heimspekinemar!“ En eftir það neikvæða kemur það jákvæða; þetta er duglegt og klárt fólk, því finnst flestu gaman að lyfta sér upp og er félagsverur. Laganema má sjá í hrönnum á Háskólatorgi spjalla saman yfir kaffibolla en ekki bara með nefið ofan í bókunum. Það er gott að vera laganemi, en við skulum ekki missa okkur fullkomlega í (sjálfum)gleðinni. Ég tók mjög meðvitaða ákvörðun um að taka þátt í sem flestu sem Orator hefði upp á að bjóða þegar ég hóf námið. Þrátt fyrir að þurfa helst að setja upp slæðu og banna myndatökur þegar ég geng inn á B5, því artí kona úr MH getur að sjálfsögðu ekki látið sjá sig á slíkum stað, þá nýt ég þess lúmskt. Mér finnst gaman að vera full. Mér finnst gaman þegar menn eru í jakkafötum. Mér finnst gaman að dansa við poppmúsík. Mér finnst gaman að fara í partí með samnemendum mínum, því þrátt fyrir allt utandeildartal um að laganemar séu frekar leiðinlegur þjóðflokkur með undarlegan húmor þá hef ég fundið ofboðslega skemmtilegan hóp af fólki sem eru kærir samnemendur mínir. Þegar ég fékk boð um að taka þátt í Orator-Oratorum tók ég þátt, þegar ég fékk boð um að skrifa þessa grein, skrifaði ég hana. Fái ég boð um að fara „af med bukserne“… Við hötum kommusetninguna, en erum samt farin að nota hana ómeðvitað, í
Árshátíðarrit Orators 2011
OPTIMUS ONE
athugasemdum á Facebook. Við elskum, en hötum jafnframt þegar Viðar Már skrifar grín í Skaðabótaréttarbókina eins og „tjónþoli á að ráða því sjálfur hvort hann í raun aflar nýs hlutar, lætur gera við skemmdan hlut eða notar skaðbæturnar í eitthvað annað. t.d kaupa sér hatt eða fer á héraðsmót um verzlunarmannahelgi.” Ég er laganemi af því ég legg stund á lögfræði. Ég hef lesið Túlkun lagaákvæða eftir Róbert Spanó, þrisvar. Ég hef mætt í kokteila, en ekki vísindaferðir. Ég hef bugast í prófatíð og mætt í jogging-galla með risastóran nammipoka á sunnudagsmorgni á lesstofuna. Einu „favorites“ síðurnar mínar í vafranum eru Hæstiréttur og Alþingi. En ég er samt líka laganemi þrátt fyrir að ég hafi ekki málað mig síðan á föstudagskvöldið og í dag er miðvikudagur.. Ég er laganemi þótt mér finnist gaman að djamma annars staðar en á B5, með öðru fólki. Ég er laganemi þótt ég læri ekki á Lögbergi og ég væri líka laganemi ef ég væri bindindismanneskja. Við þurfum ekki að vera alltaf í þessari skilgreningamaníu, við þurfum ekki að fá þetta samþykki frá heiminum - við erum nefnilega flottust. Ég elska að hata lagadeild. Ég hata að elska hana.
Vafraðu
á netinu
Kíktu á
Taktu
myndir
Hlustaðu á tónlist
17
Myndir frá árshátíð 2010
18
Árshátíðarrit Orators 2011
Óhjákvæmilegir fylgikvillar lagadeildar? Ívar Örn Ívarsson mag. jur
Segja má að áfengisneysla hafi hingað til verið eitt helsta vandamál laganema, sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hún sé nokkurs konar atvinnusjúkdómur þeirra. En atvinnusjúkdómar eru sjúkdómar, sem eiga beint eða óbeint rætur að rekja til óhollustu í sambandi við atvinnu manna, hvort heldur sem er vegna eðlis atvinnunnar, tilhögunar vinnu eða aðbúnaðar á vinnustað. Þetta má allt til sanns vegar færa um vinnu og vinnuaðstæður laganema, hvort heldur beint eða óbeint. Nám er vinna, og því er óhætt að tala um laganema sem eina starfsstétt í þjóðfélaginu. Fáar starfsstéttir komast í jafnmikla óhóflega snertingu við áfenga drykki og laganemar. Helsta hættan á snertingu við slíka drykki er í svokölluðum kokteilum sem haldnir eru nær alla föstudaga. Sumir verða jafnvel fyrir áhrifum drykkjanna oftar í viku og eru þeir eins og gefur að skilja mun verr haldnir af sjúkdómnum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvers vegna sjúkdómurinn
20
herjar svo stíft á laganema en þónokkrar kenningar hafa verið settar fram. Ónefndum formanni Orators Emerítus og stórvini mínum var afar annt um þetta mál og ræddi það m.a. á opinberum vettvangi. Kenning hans, sem hann setti fram í blaðaviðtali, var sú að sjúkdóminn mætti rekja óbeint til lögfræðibóka, sem almennt kunna að vera þurrar og leiðinlegar. Ekki nóg með það að laganemar þurfi að stauta sig í gegnum þessar þurru og leiðinlegu bækur, heldur taldi hann ekkert duga nema 14 tíma samfelldan lestur. Sumir hafa reyndar nefnt að óhóflega langur vinnudagur laganema einn og sér geti verið orsök sjúkdómsins. Þó fáum rannsóknum sé til að dreifa um orsakir sjúkdómsins hafa einkenni hans verið rannsökuð talsvert. Einkennum má skipta í tvennt, annars vegar einkenni sem koma fram „á meðan“ áhrifa áfengisins gætir og hins vegar svokölluð „eftir á“ einkenni. Í seinni flokkinn falla m.a. höfuðverkur, ógleði, djammviskubit, minnisleysi, ótímabær þungun (óþekkt hjá karlkyns laganemum), skorpulifur og sumir vilja ennfremur meina að einkennin geti brotist út í glóðarauga, skrámum og í verstu tilfellum beinbrotum. En einnig er þekkt að þeir sem eru komnir á seinni stig sjúkdómsins finni fyrir tómleikatilfinningu sem eingöngu virðist vera hægt að fylla með nýjum og jafnvel auknum áhrifum af áfengi. Þau einkenni sem falla í fyrri flokkinn eru hins vegar mun persónubundnari, þau geta verið allt frá því að tala óþarflega hátt
og mikið, en slík einkenni hafa hingað til yfirleitt eingöngu greinst hjá lagastúdínum. Hjá sumum hafa einkennin brotist út í óþarflega nærgöngulum snertingum og hafa þeir sem þjást af slíkum einkennum oft verið nefndir „dólgar“. Enn önnur einkenni geta verið mikil þörf fyrir að brjóta og bramla innanstokksmuni á hótelherbergjum, en eingöngu eitt slíkt tilfelli hefur greinst, en það munhafa verið á erlendri grundu og því óljóst hvort það atvik megi rekja til atvinnusjúkdómsins eða hvort skýringa sé að leita í öðrum kvillum þess einstaklings. Og enn aðrir hafa lagst niður í guðsgræna náttúruna og verið ófærir um að hreyfa sig, slíkt mun helst henda í árlegri Þingvallaferð laganema, en svo virðist sem hættan á slíkum kvillum aukist umtalsvert við hvert aukakíló. Hingað til hefur svokallað „af med buksene“ heilkenni verið flokkað sem einkenni „á meðan“ áhrifa frá áfengi gætir en nú hafa nýlegar rannsóknir bent til þess að svo sé ekki. Hafa m.a. samanburðarrannsóknir á laganemum víðsvegar um heim sýnt fram á að heilkennið er aðeins að finna hjá laganemum á Norðurlöndunum. Hafa því líkur verið leiddar að því að um sé að ræða afleiðingu af sérstöku samstarfi norrænna laganema. Þar til nýlega var smitleiðin óþekkt, en bráðabirgðaniðurstöður viðamikillar rannsóknar leiða líkur að framhald á síðu 22
Árshátíðarrit Orators 2011
16. febrúar 2011 Úlfljótur, tímarit laganema, hefur verið gefið út lengst allra
16. febrúar 2011
tímarita við Háskóla Íslands, eða síðan 1947. Í Úlfljóti er að finna vandaðar greinar um íslenska sem og Úlfljótur, tímarit laganema, hefur verið gefið út lengst allra alþjóðlega lögfræði auk þess sem þar er að finna umfjöllun tímarita við Háskóla Íslands, eða síðan 1947. um það sem er efst á baugi í lögfræði hverju sinni. Í Úlfljóti er að finna vandaðar greinar um íslenska sem og Síðan 1987 hefur Úlfljótur rekið bóksölu í kjallara Lögbergs. alþjóðlega lögfræði auk þess sem þar er að finna umfjöllun Bóksalan býður nú upp á rúmlega 150 rit, en úrvalið hefur um það sem er efst á baugi í lögfræði hverju sinni. aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Meginmarkmið bóksölunnar er ávallt að bjóða hagstæðasta verðið sem völ er á, Síðan 1987 hefur Úlfljótur rekið bóksölu í kjallara Lögbergs. laganemum og öðrum til heilla. Bóksalan býður nú upp á rúmlega 150 rit, en úrvalið hefur
ÚLFLJÓTUR
aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Meginmarkmið bóksölunnar Fræðasjóður Úlfljóts var settur á laggirnar í upphafi ársins er ávallt að bjóða hagstæðasta verðið sem völ er á, 2005. Markmið sjóðsins er að efla fræðastarf og laganemum og öðrum til heilla. rannsóknavinnu á sviði lögfræði, sérstaklega meðal
TÍMARIT LAGANEMA
laganema og kennara við lagadeild Háskóla Íslands og hafa Fræðasjóður Úlfljóts var settur á laggirnar í upphafi ársins nú þegar mörg rit verið gefin út sem styrkt hafa verið af 2005. Markmið sjóðsins er að efla fræðastarf og fræðasjóð Úlfljóts. rannsóknavinnu á sviði lögfræði, sérstaklega meðal
Með vinakveðju óskum við laganemum öllum til hamingju með daginn.
TÍMARIT LAGANEMA
laganema og kennara við lagadeild Háskóla Íslands og hafa Ennfremur er nú árlega haldinn sérstakur hátíðisdagur nú þegar mörg rit verið gefin út sem styrkt hafa verið af Úlfljóts, var markmiðið að fjölga merkisdögum í lífi laganema. fræðasjóð Úlfljóts. Dagurinn hefur nú fest sig í sessi í félagslífi laganema;
Með vinakveðju óskum við laganemum öllum til hamingju með daginn.
viðburður sem glæðir tímaritið nokkru lífi, brýtur upp hið Ennfremur er nú árlega haldinn sérstakur hátíðisdagur hefðbundna mynstur útgáfunnar og eykur þar með veg Úlfljóts, var markmiðið að fjölga merkisdögum í lífi laganema. tímaritsins sem og virðingu. Dagurinn hefur nú fest sig í sessi í félagslífi laganema;
ÚLFLJÓTUR
Veistu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu Veistu ef þúvið vinþann átt, blanda, og gjöfum skipta, þann er þú vel trúir, fara að þú finna oft. gott geta, og vilt af honum 44. geði skaltu viðHávamál, þann blanda,
og gjöfum skipta, fara að finna oft. Framkvæmdasvið Hávamál, 44. Framkvæmdasvið
16. febrúar 2011
viðburður sem glæðir tímaritið nokkru lífi, brýtur upp hið hefðbundna mynstur útgáfunnar og eykur þar með veg tímaritsins sem og virðingu.
Úlfljótur, tímarit laganema Lögberg, Háskóli íslands 101 Reykjavík www.ulfljotur.is Úlfljótur, tímarit laganema Lögberg, Háskóli íslands 101 Reykjavík www.ulfljotur.is
því að heilkennið kunni að smitast með kynlífi. Fagmenn hafa komist svo að orði að til þess að vera viss um að smitast ekki af heilkenninu sé réttast að pota ekki í norræna laganema, jafnvel ekki einu sinni með priki. Minni spámenn hafa haldið því fram að gott sé að ætla sér að verða Hæstaréttardómari og þannig geti menn losnað við að fá heilkennið. En af gefnu tilefni ber að taka fram að eingöngu er um bráðabirgðaniðurstöður að ræða og því vænlegast að hafa varan á, því smitleiðir kunna að vera fleiri. Það eru ekki eingöngu vandamál tengd áfengi sem herjað geta á laganema heldur geta þeir einnig þjáðst af ýmsum andlegum vandamálum sem eru þá oftast tengd ranghugmyndum laganema, einna helst um sjálfa sig og eigin getu. Í þeirri upptalningu ber helst að nefna kvilla sem herja á laganema um leið og einkunn í almennri lögfræði er kunngjörð, en svo virðist sem þeir nemendur sem hljóta einkunn 6 og yfir á prófi í almennri lögfræði hljóti strax hinn hvimleiða kvilla „Knowitall“. Oftar en ekki brýst kvillinn út í samskiptum laganemans við yfirvöld og þá einna helst ef yfirvaldið er lögregluvald sem þarf að hafa afskipti af laganemanum sökum of mikillar snertingar við áfengi. Hefur laganeminn þá gríðarlega þörf fyrir að rökræða og vefengja heimildir lögreglunnar til þess að hafa afskipti af sér. Ein versta birtingarmynd kvillans er þegar tveir laganemar sem báðir þjást af kvillanum eru á öndverðri skoðun, þá leiðir oft til þess, sbr. það sem hér að ofan er ritað, að menn hljóti glóðarauga eða skrámur, eftir því hvort karlkyns eða kvenkyns laganemar eiga í hlut. Kvillinn er talinn fylgja laganemum út nám í deildinni hið minnsta en sumir finna fyrir mun minni áhrifum hans þegar út á vinnumarkaðinn er komið að lokinni útskrift, en þeim er þá hætt við að fá annað og engu skárri kvilla sem stundum er nefndur „Knowfuckall“, en svo virðist sem aðrir nái aldrei að losna
22
undan áhrifum kvillans og fylgir hann þeim hópi allt fram á síðustu stundu, en ekki er víst hvort sá hópur taki hann með sér yfir móðuna miklu. Gott dæmi um annan mjög útbreiddan andlegan kvilla í lagadeildinni er hroki. Sumir hafa talið að „Knowitall“ kvillinn sé fylgifiskur hrokans, en aðrir hafa talið að um aðgreinda kvilla sé að ræða, og verður hér fylgt þeirri skilgreiningu. Margir telja nú að kvillinn sé helsta vandamál laganema og hefur því tekið við kyndlinum af áfengiskvillanum. Svo virðist sem margir þjáist af kvillanum strax við innritun í lagadeild Háskóla Íslands, en hjá öðrum fer ekki að bera á honum fyrr en á síðari stigum námsins. Helstu einkenni kvillans er að þeir laganemar sem hljóta hann telja sig betri en aðra og í verstu tilfellum getur hann leitt til mikilmennskubrjálæðis. Einna helst beinist hrokinn að öðrum þjóðfélagsþegnum sem laganeminn kallar „ólöglærða“ eða í mjög alvarlegum tilfellum kvillans „lögheimska“. Sumir laganemar hafa haldið því fram að hrokinn sé óhjákvæmilegur fylgikvilli lögfræðinnar, þá einna helst ef farið er út í lögmennsku, en slíkt ku vera á misskilningi byggt. Óljóst er hvort hrokinn hafi aukist eða hvort hann hafi fengið aukna athygli skal látið ósagt, en því hefur verið haldið fram að það kunni jafnvel að hafa átt rætur sínar að rekja til kennslu í almennri lögfræði, en sannleikur þess sem og annars skal hér látinn liggja milli hluta. Ofangreind upptalning er langt því frá að vera tæmandi, hér er t.d. sleppt umfjöllun um arfgenga kvilla, en svo virðist sem laganemum sé hættara við því að bera ættarnöfn en almennt gengur og gerist og hefur ástandið stundum verið svo slæmt að allt að fimm manns hafa á sama tíma borið sama ættarnafnið. Það eru því margar hætturnar sem að laganemanum steðja. Þess skal þó minnast að ekkert af ofangreindu eru óhjákvæmilegir fylgikvillar laganáms. En ólíklegt er að nokkur komist í gegnum
námið án þess að verða fyrir einhverjum af þessum starfstengdu kvillum, en það er ekki ógerningur. Ein af áhrifaríkari leiðunum sem hingað til hafa verið reyndar, er að mæta ekki í tíma, taka ekki þátt í félagslífinu og tala ekki við samnemendur sína. Jafnvel sú leið hefur ekki reynst fullnægjandi. Hafi laganemi ekki enn orðið fyrir neinum af ofantöldum kvillum, og vill forðast þá, er öruggasta leiðin að hætta námi í lögfræði við Háskóla Íslands, því ekki hefur verið fundin upp bólusetning gegn ofangreindum kvillum.
Árshátíðarrit Orators 2011
Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík
Gestur Jónsson hrl. Ragnar Halldór Hall hrl. Gunnar Jónsson hrl. Hörður Felix Harðarson hrl. Einar Þór Sverrisson hrl. Gísli Guðni Hall hrl. Geir Gestsson hdl. Fulltrúar:
Almar Þór Möller hdl. Hilmar Gunnarsson hdl. Ívar Bragason hdl. Jóhannes Eiríksson hdl. Ólafur Freyr Frímannsson hdl.
www.skadi.is sími: 568 1245
Sími 414 4100 · Fax 414 4101 www.law.is
FAXAFENI 12 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 551 3540 • Opið til kl. 3 um helgar! Gerum tilboð í fyrirtæki og hópa
Dale Carnegie á Íslandi í fremstu röð í Evrópu Á síðasta ári hlutu þjálfarar hjá Dale Carnegie 1. og 2. verðlaun sem bestu þjálfarar í Evrópu. Af tíu þjálfurum, sem komu til greina voru fimm frá Íslandi.
VERTU MEÐ! Ný námskeið að hefjast
Fáðu lykilinn að farsælli framtíð hjá Dale Carnegie. Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Þjálfun Dale Carnegie vísar þér leiðina til að njóta þín betur á meðal fólks, hafa góð áhrif á aðra og til að nýta hæfileika þína til fullnustu, hvort sem er í starfi eða í einkalífi. Á hverjum degi heyrir þú af fólki sem skarar fram úr í athafnalífinu, í stjórnsýslu, íþróttum, fjölmiðlum og á sviði menningar og lista. Margt af þessu fólki hefur sótt þjálfun Dale Carnegie.
t ic V ri o s a’ Se
ÞEKKTUSTU FYRIRTÆKI HEIMS VELJA DALE CARNEGIE.
e cr t
NÁÐU FORSKOTI MEÐ NÁMSKEIÐI HJÁ DALE CARNEGIE vwww.naestakynslod.is
FYRIR HVERJA ER DALE CARNEGIE? • • • • • • •
Fyrir alla sem vilja ná fram því besta í fari sínu og verða sterkari leiðtogar Fyrir þá sem þurfa að takast á við flóknar áskoranir Fyrir þá sem vilja fleiri og betri hugmyndir Fyrir þá sem vilja byggja upp traust sambönd Fyrir þá sem vilja koma fyrir af fagmennsku Fyrir þá sem vilja vera virkir á fundum Fyrir þá sem vilja stjórna eigin lífi og taka ákvarðanir
Ármúla 11, 108 Reykjavík Sími: 555 7080 ı Fax 555 7081 www.dale.is www.naestakynslod.is
Háæruverðuga Grágás og góðir laganemar, gleðilegan 16. febrúar Gunnar Jónsson
október, stóð fram í desember og svo aftur frá miðjum janúar til marsloka. Álag á hæstaréttarlögmaður prófessora var því ótæpilegt. Margir kenndu jafnvel fast að 10 kennslustundum á viku þessa 5 mánuði sem kennslan stóð. En það er önnur saga. Ég var að segja frá því að lífið í deildinni miðaðist við 16. febrúar. Menn leyfðu sér að slæpast fram að þeim tíma. Tefldu gjarnan meira en þeir lásu, eða fylgdust með félögunum tefla. Eftir 16. febrúar og til prófloka, sem voru á svipuðum tíma og nú Hinar deildirnar héldu árshátíð; árshátíð Mágusar, árshátíð læknanema og hvað þetta er, var sett í gírinn. Á þessum tíma voru mun færri í deildinni nú allt hét. Orator hélt ekki árshátíð. Orator var með 16. febrúar – og er víst enn. Það er en síðar varð, varla 30 manns á ári, að mikið gleðiefni fyrir miðaldra, íhaldssaman frátöldu fyrsta árinu. Hópurinn sem ég byrjaði í var sá fyrsti sem fór yfir hundraðið. og vanafastan lögmann að á þessu hafi Sigurður Líndal passaði hins vegar upp á ekki orðið breyting. Nóg breytist víst samt. Lögfræði á að vera íhaldssöm og Orator þarf að ekki fjölgaði um of á efri árunum – svo að leggja sitt af mörkum til þess að svo verði sagði sagan að minnsta kosti. áfram. Byrjunin var ekkert sérstök. Sem ég sagði Minningar mínar úr lagadeild á byrjaði námsárið almennt 1. október. Á fyrsta ofanverðri síðustu öld eru nánast allar ári var hinsvegar undirbúningsnámskeið, sem ljúfar. Ég man kannski ekki svo glöggt eftir byrjaði viku fyrr. Ég mætti í fyrsta tíma þess, náminu, sem hefur þó nýst með ágætum. aðeins seinn og í skítugum vinnugalla því ég Því betur man ég eftir félögunum og lífinu var enn í sumarvinnunni. Það var hálfgert í deildinni. Það var afar skemmtilegt og menningarsjokk. Svo virtist sem hópurinn vettvangur þess var Orator. Þá hvarflaði samanstæði meira og minna af tvítugum en heldur ekki að nokkrum manni annað en að þó miðaldra Verslingum og Heimdellingum Orator tæki á sig ess í eignarfalli. Ég var í með bindi. Fyrir MK-ing sem var alinn upp stjórn Orators í tvö ár og enn stoltur af. við litla ástúð á Sjálfstæðisflokknum var Hápunktur vetrarins var 16. febrúar þetta framandi, að ekki sé sagt fráhrindandi. og margt við hann miðað. Þegar ég var í Ég ákvað því að mæta ekki frekar á deildinni tóku menn aðeins próf á vorin. undirbúningsnámskeiðið, heldur vinna viku Kennsla byrjaði reyndar ekki fyrr en 1. til.
26
En framhaldið varð þeim mun betra og svei mér þá ef mönnum gekk ekki í almennunni í öfugu hlutfalli við stertimennskuna. Ég hætti að minnsta kosti að taka svo eftir henni sem ég gerði á þessum eina tíma sem ég sótti á undirbúningsnámskeiðinu. Loks rann 16.febrúar á fyrsta árinu upp. Eðli málsins samkvæmt getur 16. febrúar ekki verið bjartur og fagur. Sólin er vart á lofti nema 6 tíma eða svo. En 16. febrúar 1981 var enn fjær því að vera bjartur og fagur en endranær. Sá dagur fór í annála fyrir óveður. Dagurinn byrjaði reyndar ágætlega og prúðbúnir laganemar hópuðust í kokkteil í Rúgbrauðsgerðinni í boði ráðherra. Hvers man ég ekki en hitt man ég að vel var veitt. Á þeim tíma var laganemum almennt ekki boðið nema í einn kokkteil á ári. Laganemar voru því misvanir fríum veigum og sumir gengu full fast fram. Þetta var fyrir daga bjórs á Íslandi og ég veit ekki til þess að nokkur hafi haft til þess hugkvæmni að þiggja léttvín, enda var þetta kokkteilboð og menn drukku asna. Kvöldverðurinn og ballið var haldið í Þjóðleikhúskjallaranum (sem gekk reyndar undir nafninu Larinn á þessum árum). Veður hafði versnað ansi mikið meðan á móttöku ráðherra stóð. Menn komust þó við illan leik frá Rúgbrauðsgerðinni í Þjóðleikhúsið. Einhverjir, sem gengu full fast fram í að þiggja gestrisni ráðherra, töldu rétt að ganga nokkra hringi kringum Þjóðleikhúsið til þess að hressa sig við.
Árshátíðarrit Orators 2011
Steve Jobs, forsprakki Apple, er aftur farinn í veikindafrí. Tim Cook hefur tekið við keflinu. Það er óhætt að segja að » 18 það sé pressa á honum.
1. tbl. 18. árg.
3. tbl. 18. árg.
Stjórnmál Uppgjör stjórnmálaflokkanna sýna að þeir eru reknir með tapi
Bankasýslumaður selur Landsbankinn keypti hlut í fyrirtæki stjórnarmanns Bankasýslunnar. » 10
Þorsteinn í kók milligöngumaður Cobega eignaðist Vífilfell fyrir milligöngu fyrrum eigenda. » 12
Lady Gaga söluhæst Mest seldu plötur ársins 2010. » 32
Allir í stíl Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar heimsótt. » 34-35
Óðinn SkriFar um Sjóvá og SpKef.
» 22
Styrkir til flokkanna opinberaðir
Styrkir til stjórnmálaflokka
> Listi yfir 160 fyrirtæki sem lögðu stjórnmálaflokkum til peninga. > Flokkarnir reknir með tugmilljóna króna tapi árið 2009. > Sjálfstæðisflokkur tapar mestu en eiginfjárstaða VG verst. » 24-25
1912 ehf. A1988 A300 AKSO ehf. Akso hf Alexander Ólafsson ehf. Alþýðuflokksfélag Grindavíkur Arentstál ehf Arkur ehf. Atlantsolía ehf. Austursel ehf. Avant Axis-húsgögn ehf ÁF hús Álnabær ehf. Árni Helgason hf ÁRÓS leigufélag sf Átak ehf Baldur Jónsson ehf Bílaleigan Geysir ehf Bjarkar ehf Borgun hf Bólsturverk sf Brekkuhús ehf. Brim hf Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf. Byggingarfélagið Gustur ehf. BYKO hf. Bæjarins bestu sf. Dala-Rafn ehf. Delottie Dynjandi ehf. Eskja hf. Exista Eyrir invest Fiskimið ehf. Fiskmarkaður Íslands hf. Fjársjóður ehf. Flugfélagið Frumherji hf Fönix ehf. G Fjárfestingafélag ehf. G.P.G. fiskverkun ehf. Gámaþjónustan hf. Gjögur ehf. Góa-Linda sælgætisgerð ehf Greiðslumiðlun hf — Visa Ísland Guðmundur Runólfsson hf. Gullberg ehf. Hafnarbakki — Flutningatækni ehf. Hagar hf Hamraborg ehf HB Grandi hf. Henson Sports Europe á Ísl ehf Hlíð ehf. Hlutafélagið Eimskipafélag Ísl. Hótel KEA Hraðfrystihús Hellissands hf. Hraðfrystihúsið — Gunnvör hf. Hraunbjarg ehf. Huginn ehf. Húsasmiðjan Húsvirki hf. Hvalur hf. Höldur ehf. Icelandair Group Icelandic Group hf Ísfélag Vestmannaeyja hf. Íslandsbleikja ehf Íslenska auglýsingastofan ehf. Íslenska gámafélagið ehf Ístak hf John Lindsay ehf. Juris hf. K.S. verktakar hf. Kaupfélag Eyfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga KFC ehf KG Fiskverkun ehf. Kjaran ehf. Kjarnafæði hf. Kjörís ehf. Klasi hf. KPMG Lyfja hf. Lýsi hf. Lögmenn Höfðabakka ehf. Lögmenn Thorsplani sf. Mannvit hf. Mata hf. MH ehf. Miðás ehf Miklatorg hf. — IKEA Mjólkursamsalan ehf. MP banki N1 hf. Narfi ehf. Nexus afþreying ehf Norðlenska ehf. Norðlenska matarborðið Oddi Olís Ó.Johnson & Kaaber ehf. Ólafur Þorsteinsson ehf. Ós ehf. Pfaff Primex hf. Rafafl ehf Raftákn ehf. Rafvirkjafélag Norðurlands Ragnar og Ásgeir ehf. Rammi hf. Rolf Johansen & Co ehf. S.Þ. verktakar ehf. Sam-félagið ehf. Samhentir Kassagerð ehf. Samherji hf Samkaup Samskip hf. Samvinnufélag útgerðarmanna SC hf. Sérverk ehf. Síldarvinnslan hf. Skeljungur hf. Skinney — Þinganes hf. Skýrr Smáragarður ehf. Soffanías Cecilsson hf. Sparisjóður Hornafjarðar Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Suðurlands Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Vestmannaeyja Sparisjóðurinn á Suðurlandi 25 SS Byggir ehf. Staðarhóll ehf. Starfsgreinafélag Austurlands Starfsgreinasamband Íslands Stálskip ehf. Stjörnublikk ehf. Styrktarsjóður SUJ Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar Tor ehf. Útfararþjónusta kirkjugarðanna ehf. Útfararþjónustan ehf. V.M. ehf. Valitor Veritas Capital Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Verkfræðistofa Austurlands Verkís ehf Verslunarmannafélag Suðurnesja Vesturgarður ehf. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs ehf. Vélaverkstæðið Þór ehf. Vinnslustöðin hf. Vísir hf. Þorbjörn hf. Þrastarverk ehf. Ögurvík hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
SjálfstæðSamfylkingin isflokkurinn 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 150.000 kr. 300.000 kr. 50.000 kr.
25.000 kr.
300.000 kr. 50.000 kr. 300.000 kr. 100.000 kr.
100.000 kr. 300.000 kr. 200.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 50.000 kr. 300.000 kr. 100.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 150.000 kr. 250.000 kr. 300.000 kr. 150.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr.
300.000 kr. 300.000 kr. 50.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 200.000 kr. 300.000 kr. 50.000 kr. 300.000 kr. 200.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr.
Þrír milljarðar fyrir 76% hlut í mP
„Er og vErður mEira virði“
Ýmsir fjárfestar hafa fengið kynningu á rekstri MP Banka að undanförnu. Rekstur bankans hefur ver» 14 ið þungur.
Viðskiptablaðið birtir útprentun af samtali kaupanda stofnfjárbréfa við SPRON. Ríkissaksóknari telur stjórn SPRON » 12-13 ekki hafa brotið lög.
Stóriðja Þolinmæði stjórnenda Alcoa gagnvart stjórnvöldum þrýtur
Borgarahreyfingin
5.000 kr.
Cobega kaupir Vífilfell
100.000 kr.
50.000 kr. 300.000 kr.
Spánverjar kaupa fisk og nú kók af Íslendingum. » 2
250.000 kr. 25.000 kr. 30.000 kr.
Vantaði reynslu
30.000 kr.
Endurskoðendur sagðir hafa skort þjálfun. » 18
100.000 kr. 10.000 kr. 300.000 kr.
200.000 kr. 50.000 kr. 300.000 kr. 150.000 kr.
125.000 kr. 150.000 kr.
Hætta við álver á Bakka
150.000 kr.
300.000 kr.
Ríkið selur í Sjóvá
5.000 kr.
Ríkið selur 52% í Sjóvá til fagfjárfesta í Arion.» 17
20.000 kr.
300.000 kr.
300.000 kr.
300.000 kr.
> Yfirlýsing forstjóra Landsvirkjunar um Gjástykki fyllti mælinn.
HM og ÓL í Brasilíu
3.000 kr.
300.000 kr.
Óðinn Skrifar um HS Orku og Spkef.
150.000 kr.
250.000 kr.
Atvinnuhúsnæði – Fyrirtækjasala – Verðmat – Ráðgjöf 300.000 kr.
20.000 kr. Gunnar Jón Yngvason, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja100.000og kr. skipasali, 100.000 kr. 300.000 kr. 15.000 kr. 300.000 kr. löggiltur leigumiðlari, viðskiptafræðingur MBA, viðurkenndur matsmaður. 200.000 kr. 250.000 kr. 200.000 kr.
Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554
www.vidskiptatorg.is
50.000 kr.
120.000 kr. 150.000 kr. 100.000 kr. 300.000 kr. 50.000 kr. 293.964 kr. 300.000 kr. 150.000 kr. 300.000 kr. 200.000 kr. 100.000 kr. 300.000 kr. 100.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 150.000 kr. 300.000 kr. 200.000 kr.
200.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 100.000 kr. 150.000 kr. 300.000 kr.
20.000 kr. 120.084 kr. 43.500 kr.
100.000 kr. 20.000 kr.
» 22
VIÐSKIPTATORG Atvinnuhúsnæði – Fyrirtækjasala – Verðmat – Ráðgjöf Gunnar Jón Yngvason, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari, viðskiptafræðingur MBA, viðurkenndur matsmaður.
50.000 kr.
Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554
www.vidskiptatorg.is
5.000 kr.
Margir gestir mættu í móttöku Viðskiptablaðs ins þegar viðskipta og frumkvöðlaverðlaunin voru » 22-23 afhent.
fimmtudagur 13. janúar 2011 2. tbl. 18. árg.
Þjóðarátök í ECB
» 13
Sparisjóðir ríkisins
Tæknilega gjaldþrota
690310 0 3 4 5 0 2 5
Stórveldið SaMherji
Íav Skuldaði 27 Milljarða króna
Samherji hefur á undanförnum vikum styrkt stöðu sína á erlendum mörkuðum með uppkaupum á fyrirtækjum. » 24-25
Drög ehf., gamla móðurfélag ÍAV, er með neikvætt eigið fé upp á 20 milljarða króna og skuldar Arion banka rúmlega » 14 27 milljarða króna.
Fjármálafyrirtæki MP Banka verður skipt í tvennt og hlutafé bankans aukið
Áhættan mikil í Icesave Gríðarleg áhætta felst í Icesave-skuldbindingu. » 16
Misferli stjórnenda Fæst misferlismál innan fyrirtækja uppgötvast. » 18
Margeir út úr MP
> Eignir rýrnuðu um 20,4 milljarða í kjölfar gengisdóms Hæstaréttar. > Eigið fé neikvætt um 12 milljarða.
Sparisjóðum bjargað
Nýr stjóri hjá HF Verðbréfum
> Fær allt að árs frest til að uppfylla skilyrði FME. » 16-17
Myndaopna
Algjör nörd Skýrr valdi nörd ársins, Marel bauð fólki í matvælaiðnaði til veislu og Deloitte hélt upp á » 34-35 skattadag.
» 27
Eigið fé Lýsingar var jákvætt um meira en átta milljarða í lok árs 2009 en dómur Hæstaréttar um gengislán hefur haft gríðarleg áhrif stöðu fyrirtækisins.
Dýrir framherjar » 32
VIÐSKIPTATORG Atvinnuhúsnæði – Fyrirtækjasala – Verðmat – Ráðgjöf Gunnar Jón Yngvason, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari, viðskiptafræðingur MBA, viðurkenndur matsmaður.
Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554
www.vidskiptatorg.is
óðinn Skrifar uM
> Erlendar fjárfestingarbankaeignir MP fara inn í sérstakt fjárfestingarfélag í eigu núverandi hluthafa. > Viðskiptabankahlutinn verður að langmestu leyti í eigu nýrra hluthafa. > Skúli Mogensen fer fyrir hópi fjárfesta sem er að skoða aðkomu að » 13 bankanum.
Litla ljóta andarungann. » 22
VIÐSKIPTATORG Atvinnuhúsnæði – Fyrirtækjasala – Verðmat – Ráðgjöf Gunnar Jón Yngvason, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari, viðskiptafræðingur MBA, viðurkenndur matsmaður.
Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554
www.vidskiptatorg.is
20.000 kr.
300.000 kr. 75.000 kr. 25.000 kr. 20.000 kr. 25.000 kr. 30.000 kr. 40.000 kr.
25.000 kr.
15.000 kr. 15.000 kr. 300.000 kr. 15.000 kr. 13.000 kr. 175.000 kr. 150.000 kr. 10.000 kr. 100.000 kr.
200.000 kr. 50.000 kr. 50.000 kr. 200.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 250.000 kr. 100.000 kr. 300.000 kr.
6.000 kr.
100.000 kr.
300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 10.000 kr.
VerðLaunahóf ViðskiptabLaðsins
Nítján viðskiptavinir Kaup þings í Lúxemborg vilja ekki að sérstakur saksókn ari fái gögn um viðskipti » 16-17 þeirra.
50.000 kr.
vb.is VIÐSKIPTATORG - Ekki koma ólesinn. 300.000 kr. 100.000 kr. 60.000 kr. 100.000 kr. 150.000 kr. 300.000 kr. 50.000 kr. 300.000 kr. 150.000 kr. 100.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr.
Fleiri vilja Icelandic Ellert Vigfússon og Bett er Capital bætast í hóp þeirra sem vilja bjóða í Icelandic Group. »2
> Ráðherrar hafa lagst gegn orkuöflun fyrir óðinn skrifar um » 16 álver við Húsavík. vofu hávaxta stefnunnar. » 15
Brasilíumenn standa í » 32 stórræðum.
10.000 kr. 50.000 kr. 150.000 kr.
ViLja stöðVa afhendingu gagna
„Mér finnst fullkomlega fráleitt að Seðlabanki Íslands standi í samkeppnisrekstri, sérstaklega á þeim grundvelli sem raunin varð í tilfelli Sjóvár,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, í viðtali. » 26-28
Lánastofnanir Lýsing uppfyllir ekki skilyrði fjármálafyrirtækja
Seðlabankinn taldi hags munum sínum betur borgið með björgun fimm » 10 sparisjóða. > Undirbúningur álvers á Bakka hefur kostað alcoa um milljarð.
50.000 kr. 300.000 kr. 50.000 kr.
60.000 kr. 300.000 kr. 150.000 kr. 250.000 kr. 300.000 kr. 100.000 kr.
Vinstri grænir
300.000 kr.
300.000 kr.
300.000 kr.
200.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 200.000 kr. 100.000 kr.
5
fimmtudagur 6. janúar 2011
fimmtudagur 20. janúar 2011
„Fráleit“ inngrip ríkisins
vb.is
apple þarF að Spjara Sig án jobS
Félag Pálma Haraldssonar, Fengur, fékk 3,5 milljarða að láni frá Nupur Holding S.A. árið 2009. Nupur er eigandi Fengs, sem síð»2 an á Iceland Express.
vb.is
Fengur Fékk 3,5 milljarða Frá lúx
vb.is
Claudio albrecht, forstjóri og stjórnarformaður actavis Group, hefur nú stýrt félaginu í gegnum mikilvæg tímamót. Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Claudio að félagið sé ekki til sölu og aukið » 26-28 verði við starfsemina á Íslandi.
vb.is fimmtudagur 27. janúar 2011 4. tbl. 18. árg.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins tók við flokknum á miklum umrótartímum. Í viðtali við Viðskiptablaðið tjáir Sigmund ur Davíð sig um sérstöðu flokksins, stöðu sína innan flokksins, stjórn málaástandið í dag og mikilvægi stjórnmálaflokka í lýðræðisríkjum. » 18-20
690310 0 3 4 5 0 2
Actavis er ekki til sölu
5
Marorka er að sigla inn í vaxtarskeið. Þórður Magnússon og jón Ágúst Þorsteinsson segja nauðsynlegt að marka » 26-28 atvinnu- og menntastefnu fyrir landið.
settu mikinn svip á hátíðina, sem mér sýnist að sé enn. Þrátt fyrir að fyrsti 16. febrúar sem ég sótti hafi verið algerlega misheppnaður af þeim sökum sem að framan er lýst er hann sá sem stendur upp úr í minningunni. Um leið og ég óska laganemum gleðilegrar hátíðar vona ég þó, fyrir þeirra hönd, að 16. febrúar 2011 verði þeim ekki eftirminnilegur fyrir sömu sakir og 16. febrúar 30 árum fyrr er mér. Þá bið ég þá að ganga hægt um gleðinnar dyr, enda orðinn miðaldra og ráðsettur. Lengi lifi Orator og Grágás.
690310 0 3 4 5 0 2
Þjóðin skeri úr um Icesave
690310 0 3 4 5 0 2
Tækifæri í breyttri heimsmynd
hákarl, með kjúklingasósu. Hvort í sínu lagi er þetta fínasti matur en miður góð blanda. Skemmtiatriðin fóru fyrir ofan garð og neðan og ekki gat hljómsveitin spilað fyrir dansi. Eftirminnilegt var þetta samt og lauk svo á því að lögreglan kom með rútur og færði hvern til síns heima, vel eftir miðnætti, þegar menn höfðu setið svona 6-7 klst. í myrkrinu, japlandi á hákarli með kjúklingasósu. Sextándi febrúar síðari árin mín í deildinni gekk betur fyrir sig og ávallt var mjög gaman. Yfirleitt var hátíðin haldin í Súlnasal Hótel Sögu, þannig að það er ekki nýtt. Spurningin er sú hvort matseðillinn sé enn aspassúpa, fótur og ís? Bændasamtökin áttu hótelið og því kom ekki annað til greina en lambakjöt sem aðalréttur og laganemar kölluðu læri fót á þeim tíma. Norrænir laganemar, eða „kære nordiske venner“,
5
Það virtist svo sem virka ágætlega, en einn hringur var látinn nægja, þar sem hann dugði til þess að menn voru orðnir blautir inn að skinni. Brostið var á með úrhellisrigningu og hífandi roki. Þjóðleikhúskjallarinn bauð upp á kalt borð. Svolítið líkt því sem gjarnan tíðkaðist í fermingarveislum um það leyti sem ég fermdist. Þó var sá munur á að þeir höfðu bætt við þorrahorni, þar sem boðið var upp á hákarl og súrmat. Áður en menn náðu að virða kræsingarnar vel fyrir sér, hvað þá fá sér af þeim, bætti enn í veðrið sem varð til þess að rafmagnið fór. Dagskrá kvöldsins markaðist verulega af því, enda kom rafmagnið ekkert aftur. Eitthvað var til af kertum, en birtan heldur slök. Á veisluborðinu sá ekki handa skil. Sjálfur hélt ég mig hafa fengið mér kjúkling með sósu, en komst að því við fyrsta bita að var
200.000 kr. 300.000 kr.
300.000 kr.
50.000 kr. 20.000 kr.
5.000 kr.
27
Myndir frá árshátíð 2010
28
Árshátíðarrit Orators 2011
Arnarhóll jakki Logn hettupeysa Dickies buxur Dickies skór 18.500 kr. 14.800 kr. 11.500 kr. 15.800 kr. 29
Verslanir 66°NORÐUR | www.66north.is | Sími: 535 6600 || Vír vinnufataverslun | www.facebook.com/vir
Um ríkisfangsveitingar Alþingis Íris Lind Sæmundsdóttir
segir að heimild ráðherra sé bundin við þau mál þar sem vafalaust er að umsækjandi uppfylli lögmælt skilyrði en að ráðherra sé þó ávallt heimilt að vísa umsóknum um lögfræðingur hjá ríkisborgararétt til ákvörðunar Alþingis. utanríkisráðuneytinu Af lögunum má ráða að meginreglan sé sú að Alþingi veitir íslenskan ríkisborgararétt og að innanríkisráðherra geri það einungis í undantekningartilvikum, eða þegar fyrirliggjandi gögn staðfesta með óyggjandi hætti að umsækjandi uppfylli skilyrði laganna. Þau skilyrði sem hér er Á grundvelli ríkisborgararéttar nýtur vísað til er að finna í 8. og 9. gr. laganna. einstaklingur ákveðinna réttinda jafnframt því sem hann ber ákveðnar skyldur gagnvart Í 8. gr. er að finna búsetuskilyrði og í 9. gr. er að finna önnur skilyrði, en skv. 1. því ríki hvers ríkisfang hann ber. Hér má mgr. beggja ákvæðanna gilda þau um nefna ýmis stjórnmálaleg og félagsleg ríkisfangsveitingar ráðherra. Í hvorugu réttindi, landsvistarrétt í viðkomandi ákvæðanna er tilgreint að Alþingi sé einnig ríki auk þess sem ríkisborgarar njóta diplómatískrar verndar frá því ríki á erlendri gert að fara eftir þessum sömu skilyrðum þegar það veitir ríkisborgararétt, en líkt grundu. Meginreglan er sú að einstaklingar öðlast og fram kemur í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er alþingismaður ríkisborgararétt við fæðingu og er hann eingöngu bundinn við sannfæringu sína. þá almennt tengdur ríkisfangi foreldra Alþingismennirnir 63 geta því hver og eða fæðingarstað. Helstu undantekningar einn ákveðið upp á sitt einsdæmi til hvaða frá þessu eru ríkisfangsveitingar til þátta þeir líta við ákvarðanatöku um ættleiddra barna og erlendra ríkisborgara hvort veita eigi umsækjanda íslenskan á grundvelli búsetu. Í gildandi lögum ríkisborgararétt með lögum eða ekki. Þar um ríkisborgararétt nr. 100/1952 er m.a. geta ráðið niðurstöðu málefnalegar ástæður, kveðið á um ríkisfangsveitingar til þeirra geðþótti, pólitískir hagsmunir, fjárhagslegir sem öðlast ekki íslenskt ríkisfang við hagsmunir eða guð má vita hvað. fæðingu. Þar kemur fram að það sé annars Í 2. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um vegar veitt með lögum og hins vegar með þrískiptingu íslensks ríkisvalds. Þar segir stjórnvaldsákvörðun. m.a. að Alþingi og forseti Íslands fari saman Með 6. gr. áður nefndra laga hefur með löggjafarvaldið, að forseti og önnur Alþingi fengið sjálfu sér það hlutverk að stjórnarvöld fari með framkvæmdarvaldið veita ríkisborgararétt með lögum og með og að dómendur fari með dómsvaldið. 7. gr. þeirra er framkvæmdarvaldinu, þ.e. innanríkisráðherra, að auki heimilað að veita Ákvæðið byggir á þeirri kenningu að hver handhafi fari með sína grein ríkisvaldsins íslenskan ríkisborgararétt. Í 2. mgr. 7. gr.
30
sem hafi það að markmiði að tempra eða takmarka vald hins svo komið sé í veg fyrir að einn handhafi geti viðhaft ofríki eða kúgun gagnvart borgurunum. Eðlilegt er að velta því upp hvort ákvörðun um ríkisfang eigi heima hjá löggjafanum en við mat á því verður einkum að líta til þess hvers konar ákvörðun um er að ræða. Ákvörðun um veitingu íslensks ríksiborgararéttar er ákvörðun sem beinist að tilteknum einstaklingi og veitir honum, líkt og fram hefur komið, ákveðin réttindi og leggur á hann skyldur hér á landi auk þess sem viðkomandi á tilkall til diplómatískrar verndar af hálfu íslenskra sendiskrifstofa erlendis. Ákvörðunin er bindandi bæði gagnvart viðkomandi einstaklingi og öðrum hér á landi sem erlendis enda verður enginn sviptur íslensku ríkisfangi líkt og fram kemur í 66. gr. stjórnarskrárinnar. Þó að um lagasetningu sé að ræða má í raun segja að í eðli sínu sé ákvörðun um veitingu ríkisborgararéttar bindandi og beinist að einstaklingi, en í framkvæmdarvaldinu felst einmitt m.a. vald til að taka slíkar ákvarðanir. Alþingi er með lögum um íslenskan ríkisborgararétt veitt heimild til að fara með málefni sem í eðli sínu ætti frekar að vera á verksviði framkvæmdarvaldsins. Þó vissulega sé rétt að löggjafinn taki í sumum tilvikum þátt í meðferð framkvæmdarvaldsins þá má deila um hvort rétt sé að hann fari með ákvarðanir um tiltekna einstaklinga sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Háværar raddir hafa verið uppi í samfélaginu um að valdhöfunum verði mörkuð skýrari skil og að skýrlega verði greint á milli þeirra
Árshátíðarrit Orators 2011
Skoðanir og túlkanir sem fram koma í þessum pistli eru skoðanir höfundar eingöngu og þurfa þær ekki að endurspegla opinbera afstöðu utanríkisráðuneytisins til málaflokksins.
Lífið tekur oft óvænta stefnu Afleiðingar slysa geta verið margþættar EFLIR al m an n ate ng s l / H N OTS KÓ GUR gr afís k h ö n nu n
þannig að þeir fari ekki með valdheimildir sem rétt væri að aðrir handhafar ríkisvaldsins færu með. Þátttaka Alþingis í meðferð framkvæmdarvalds er frávik frá meginreglunni í 2. gr. stjórnarskrárinnar um að það fari með löggjafarvaldið. Samkvæmt því ætti Alþingi aðeins að taka þátt í meðferð framkvæmdarvalds í hreinum undantekningartilvikum. Um ríkisfangsveitingar eiga að gilda skýr og hlutlæg skilyrði og geðþótti á aldrei að geta ráðið því hvernig umsókn einstaklings um svo mikilvæg réttindi er meðhöndluð. Stjórnvöld eiga ávallt að fara eftir hlutlægum og skýrum skilyrðum við meðferð mála og þau eiga ekki í neinum tilvikum að geta tekið ákvarðanir um réttindi fólks byggðar á geðþótta. Það er því kominn tími til að endurskoða lög nr. 100/1952 og afnema þær heimildir sem Alþingi fer með samkvæmt þeim til ríkisfangsveitinga og færa þær alfarið í hendur framkvæmdarvaldsins.
Við hjálpum þér að sækja rétt þinn!
Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk.
Af laganemum og tékkum Benedikt Bogason
var hér við skólann. Þegar náminu er sleppt og kastljósinu dósent beint að skemmtanalífi laganema hefur margt breyst til batnaðar. Hér er ástæðulaust að dvelja lengi við þá þjóðarskömm sem fólst í banni á áfengu öli þegar ég hóf hér nám. Á þeim tíma voru starfandi knæpur sem seldu eftirlíkingu af bjór með því að blanda saman pilsner og spritti af einhverri sort. Forvitnilegt væri að vita hvernig laganemum nú á tímum líkaði sá viðbjóður. Ágætu laganemar. Annað sem snerti skemmtanahald, og Það er með mikilli ánægju sem ég set hefur beina skírskotun til kröfuréttar, er hér niður nokkrar línur á blað nú í tilefni hvernig algengt var að greiða fyrir vörur árlegra hátíðahalda Orators 16. febrúar. Hefur þess verið farið á leit við mig að bera og ýmsa þjónustu á þeim árum. Þegar ég stundaði námið hér við deildina var ekki saman aðstöðu laganema við deildina í dag algengt að laganemar hefðu yfir að ráða og þegar ég stundaði hér nám á árunum greiðslukortum auk þess sem þau voru ekki 1985−1990. Það fyrsta sem ég vil nefna að ég stundaði gjaldgeng í jafn ríkum mæli á þeim tíma og í dag. Þess í stað þurfti, ef reiðufé var nám við einu lagadeildina sem var hér á landi. Í dag stunda nemendur við lagadeild ekki handbært, að rita tékka sem var ekki Háskóla Íslands nám við bestu lagadeildina með öllu fyrirhafnarlaust. Ég dreg stórlega í efa að hinn venjulegi laganemi geti í dag sem völ er á. Hér eru kröfurnar meiri og undirbúningurinn betri og það mun tryggja án teljandi vandræða ritað tékka, enda er að mörgu að huga við slíka skjalagerð, þeim sem útskrifast héðan forskot á aðra lögfræðinga. Þessi samkeppni við lagadeildir sbr. ítarleg og flókin ákvæði tékkalaga nr. 94/1933. Hafandi það í huga vil ég biðja annarra skóla hefur því verið til góða og laganema nú á tímum að setja sig í spor gert námið betra. fyrirrennara þeirra sem oft þurftu að gefa Þegar gerður er samanburður á kennslustundum nú og áður dreg ég í efa, af út slíkt viðskiptabréf síðla kvölds eftir krefjandi iðju, jafnvel í leigubifreið eða á kennslufræðilegum ástæðum, að það horfi til bóta að nemendur hafi aðgang að netinu veitingahúsi þegar langt var liðið á nóttina. Mér líður ekki úr minni eitt slíkt tilvik en það kann þó vissulega að gera tilveruna bærilegi. Þannig er hægt, í kennslustundum þar sem ég átti í hlut. Vettvangurinn var asískt veitingahús á Laugavegi seint um af leiðinlegra taginu, að hverfa á braut kvöld þar sem minn árgangur í deildinni í önnur og meira gefandi samskipti á hafði verið að skemmta sér heldur rækilega Facebook eða aðra slíka samskiptavefi. eftir prófatörn á 2. ári námsins. Vegna Þessu var vitanlega ekki að heilsa þegar ég
32
gleðinnar átti ég í erfiðleikum með ritun tékka skammlaust og óskaði eftir að hefja þegar reikningsviðskipti við staðinn. Ekki var þeirri málaleitan sérlega vel tekið af austurlenskri þjónustustúlku, sennilega ættaðri frá Norður-Víetnam frekar en suður Kína, af útlitinu að dæma. Áður en þessi ágreiningur stigmagnaðist steig velviljaður bekkjarbróðir inn í málið og leysti það farsællega. Vonandi stóð ég honum skil á þeirri fyrirgreiðslu. Að lokum óska ég ykkur góðrar skemmtunar sem þig eigið svo sannanlega skilið.
Árshátíðarrit Orators 2011
Myndir frá árshátíð 2010
33
Myndir frá árshátíð 2010
34
Árshátíðarrit Orators 2011
=Þ"H@âA6I>A7D æ <:G>G &' BÛC6 6 H6BC>C< D< <G:> >G :>C<yC<J (#..%!" `g# Û BÛCJ ># <:<C ;G6BKÞHJC H@âA6H@ÞGI:>C>H <^aY^g i^a &# bVgh '%&&
Hedgi] h^ ! 9Vahb{gV ."&&! '%& @ eVkd\jg! h b^ *+) )%*%! lll#hedgi]jh^Y#^h
35
Myndir frá árshátíð 2010
36
Árshátíðarrit Orators 2011
Styrktarlínur Eftirtaldir aðilar óska laganemum til hamingju með daginn Sýslumaðurinn á Ísafirði
Héraðsdómur Reykjaness
Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður
Fjarðargata 9, 220 Hfj
Sýslumaðurinn í Keflavík
Héraðsdómur Suðurlands
Vatnsnesvegur 33, 230 Keflavík
Austurvegur 4, 800 Selfoss
Sýslumaðurinn á Vík
Lögmenn Jónas og Jónas Þór sf.
Ránarbraut 1, 870 Vík
Stórhöfða 25, 110 RVK
Themis lögmannsstofa
Atlantsolía
Bíldshöfði 9, 7. hæð, 110 RVK
Sýslumaðurinn á Blöndósi
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Hnúkabyggð 33, 540 Blönduós
Lögmenn Thorsplani
Juralis lögmannsstofa
Fjarðargata 11, Pósthólf 435, 222 Hfj
Suðurlandsbraut 30, 108 RVK
Sælugarðar
Innanríkisráðuneytið
Lækjarsmári 23
Skuggasund 3, 101 RVK
38
Árshátíðarrit Orators 2011
Laugavegi 59
Lára V. Júlíusdóttir hrl. Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.
Fyrirtækjaþjónusta Sótt & Sent Nýttu þér fyrirtækjaþjónustu okkar fyrir þitt starfsfólk Sækjum og skilum tvisvar í viku Hafðu samband í síma 557-2400 og við gerum þér tilboð !
0gr. transfita
svooogott
™
www.kfc.is
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ • REYKJANESBÆ • SELFOSSI
Myndir frá árshátíð 2010
41
Tabula gratulatoria Ingibjörg Benediktsdóttir Hæstiréttur
Páll Jóhannesson Hdl. Nordik
Hilmar Magnússon Lögskil
Markús Sigurbjörnsson Hæstiréttur
Einar Páll Tamimi Hdl. Nordik
Björn Ólafur Hallgrímsson Lögskil
Árni Kolbeinsson Hæstiréttur
Bernhard N. Bogason Hdl. Nordik
Guðmundur Siemsen Advel
Jón Steinar Gunnlaugsson Hæstiréttur
Hjörleifur B. Kvaran Hrl. Nordik
Jón Auðunn Jónsson Hrl.
Viðar Már Matthíasson Hæstiréttur
Gunnar Egilsson Hrl. Nordik
Stefán Bj. Gunnlaugsson Hrl.
Ólafur Börkur Þorvaldsson Hæstiréttur
Bogi Guðmundsson Hdl. Nordik
Gunnar Jónsson Mörkin
Garðar Gíslason Hæstiréttur
Andri Gunnarsson Hdl. Nordik
Jóhannes Eiríksson hdl. Mörkin
Páll Hreinsson Hæstiréttur
Ólafur G. Gústafsson Hrl.
Gestur Jónsson hrl. Mörkin
Gunnlaugur Claessen Hæstiréttur
Guðmundur Þ. Jónsson Hdl.
Ólafur Freyr Frímannsson hdl. Mörkin
Haukur Örn Birgisson Hdl. ERGO lögmenn
Guðni Á. Haraldsson Löggarður
Ragnar H. Hall hrl. Mörkin
Einar Hugi Bjarnason Hdl. ERGO lögmenn
Helgi Bigisson Hrl. Tort
Gylfi Thorlacius Fortis
Svanhvít Ása Árnadóttir Hdl. ERGO lögmenn
Þorsteinn Einarsson Forum lögmenn
Svala Thorlacius Fortis
Davíð Guðmundsson Hdl. Nordik
Katrín Theodórsdóttir Lögron
Kristján B. Thorlacius Fortis
42
Árshátíðarrit Orators 2011
Sif Thorlacius Fortis
Jason Guðmundsson Hdl.
Rögnvaldur G. Gunnarsson Formaður Orators
Þorbjörg I Jónsdóttir hrl. Lagaþing
Birgir Tjörvi Pétursson Hdl.
Davíð Ingi Magnússon Gjaldkeri Orators
Guðrún Bergsteinsdóttir hdl. LOCAL lögmenn
Guðmundur H. Pétursson Hdl.
Einar Örn Sigurðsson Framkvæmdastjóri Úlfljóts
Áslaug Gunnlaugsdóttir hdl. LOCAL lögmenn
Börkur Hrafnsson Hdl.
Valgerður Guðmundsdóttir Intsek emerita
Hjördís E. Harðardóttir Hrl.
Bragi Björnsson Hdl.
Benedikt Hallgrímsson Ritstjóri Úlfljóts
Sonja María Hreiðarsdóttir Hdl.
Ingimar Ingimarsson Hrl.
William Freyr Huntingdon-Williams Ritstjóri Úlfljóts
Arnór Halldórsson Hdl.
María Thjell Forstöðumaður
Guðríður A. Kristjánsdóttir Hdl.
Magnús H. Magnússon Hrl.
Trausti Fannar Valsson Lektor
Lára Huld Guðjónsdóttir sýslumaðurinn á Hólmavík
Valborg Kjartansdóttir Hdl.
Aðalheiður Jóhannsdóttir Prófessor
Lögmannsstofa Jóns G. Briem
Grímur Sigurðsson Landslög
Inga Skarphéðinsdóttir Skemmtanastjóri Orators
Jóhannes Karl Sveinsson Landslög
Friðrik Árni Friðriksson Hirst Varaformaður Orators
Árni Einarsson Lögmannsstofan Suðurlandsbraut 4
Gísli Davíð Karlsson Framkvæmdastjóri Úlfljóts
Óskar R. Harðarson Hdl.
Elisabeth Patriarca Alþjóðaritari Orator
Kristín Lára Helgadóttir skemmtanastjóri emeritus Einar Gautur Steingrímsson hrl. Lausnir lögmannsstofa Eystri-Leirárgarðar ehf.
43
Myndir frá árshátíð 2010
44
Árshátíðarrit Orators 2011
Myndir frá árshátíð 2010
45
46
Árshátíðarrit Orators 2011
i Landsvirkjunar
HÉRAÐSDÓMUR VESTFJARÐA
47
Með lögum skal land byggja. Okkar hlutverk er að tryggja.
Tryggingar fyrir lögmenn Starfsemi lögmanna er mjög margþætt og vátryggingaþörfin fjölbreytt. VÍS býður lögbundna starfsábyrgðartryggingu auk annarra trygginga sem hæfa starfsemi lögmanna. Einnig býður VÍS fjölbreytt úrval trygginga fyrir einstaklinga og hvers kyns fyrirtæki. Þú færð nánari upplýsingar á næstu þjónustuskrifstofu eða hjá fyrirtækjaþjónustu VÍS í síma 560 5000.
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3
| 108 Reykjavík | Sími 560 5000
| vis.is