Skolablad MR 08-09

Page 1

SKÓLABLAÐIÐ


EFNISYFIRLIT Ritstjórnarávarp.............................................. 4 Stjórn skólafélagsins.......................................... 6 Ávarp inspectors............................................... 7 Annáll scribu.................................................... 8 Sumarferð Skólafélagsins................................ 10 Rhodos – útskriftarferð................................... 14 Dauðinn nálgast – busadagur......................... 18 Busaball......................................................... 22 Birgir Ármannsson – viðtal............................ 24 MR-ví........................................................... 26 G’day mate...................................................... 28 Gullkorn......................................................... 30 MR=[1;10] l=Ø.............................................. 32 Árshátíð Skólafélagsins................................... 34 Kennaraljóð.................................................... 38 How do you like Iceland so far?........................ 40 Don sjú’ann?!................................................. 42 Orrinn........................................................... 44 Sokkaballið..................................................... 46 Morfís............................................................ 50 Trausti Þorgeirsson – kennaraviðtal................ 52 Eystrasaltskeppnin......................................... 54 Rússland........................................................ 56 Menningarsamfélög í geimnum....................... 58 Kvennastjórnin.............................................. 60 Jólaball........................................................... 62 Skemmtiþátturinn Bingó................................ 64

2


Hvar eru þau nú?........................................... 66 Ólympíufararnir............................................. 68 Barði Jóhannsson – viðtal............................... 72 Ritdeilur........................................................ 76 Ljósmyndaþáttur............................................ 78 Söngkeppnin................................................... 86 Rætur efnahagskreppunnar............................. 92 Ljóð eftir nemendur........................................ 94 Sólveig Krista Einarsdóttir – kennaraviðtal.... 97 Marta Konráðsdóttir – kennaraviðtal............. 99 Herranótt..................................................... 100 Skósmiðurinn............................................... 104 Fiðluball....................................................... 106 Gullkorn....................................................... 108 Skíðaferð...................................................... 110 Ólafur Stefánsson – viðtal............................. 112 Gettu betur................................................... 116 Könnun........................................................ 118 Púffermar og púlsmælar................................ 124 Í draumi sérhvers manns............................... 125 Embættismannatal....................................... 126 Missti framan af fingri í gangaslagnum......... 128 Inspector scholae í 130 ár............................... 130 Dimissio....................................................... 132 Viðar Pálsson – kennaraviðtal....................... 137 Ólafur Ragnar Grímsson – viðtal................. 138 Gerð blaðsins................................................ 142

3


GREINARHEITI SKÓLABLAÐIÐ

Einar Lövdahl Gunnlaugsson

Magnús Karl Ásmundsson Telma Geirsdóttir

Steingrímur Eyjólfsson

Jakob Sindri Þórsson

4


RITSTJÓRNARÁVARP

RITSTJÓRNARÁVARP Kæru samnemendur Útgáfa Skólablaðsins hefur þróast ört á síðastliðnum áratug. Blöðin hafa vaxið frá því að vera heft tímarit í það að vera glæsilegar, innbundnar bækur með harðspjaldakápu. Í takt við þá þróun hafa kröfur lesenda um útlit blaðanna aukist frá ári til árs. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að bankakerfi Íslands hrundi á haustdögum síðasta árs en það hafði í för með sér að mörg fyrirtæki fóru á hausinn og misstu nemendafélög framhaldsskóla landsins marga velgerðarmenn. Það var því ljóst að erfiðara yrði að fjármagna blaðið í ár heldur en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir það létum við engan bilbug á okkur finna og lögðumst á eitt við að gera blaðið sem glæsilegast – jafnt efni sem útlit. Því færum við ykkur 84. árgang Skólablaðsins stolt í bragði og biðjum ykkur vel að njóta.

Blendnar tilfinningar hrærast í hjörtum okkar þegar við hleypum ungviði okkar, Skólablaðinu 2008-2009, út í hverfulan umheiminn. Maður getur aðeins vonað að veganestið hafi verið gott og að barninu vegni vel á þeim miklu umbrotatímum sem land og þjóð hefur nú mátt þola. Nú sitjum við hér fimm saman, ári eftir stofnun ritstjórnar, hokin af reynslu en jafnframt himinlifandi yfir því að sjá loks fyrir endann á vinnu okkar. Þetta ferli hefur verið gríðarlega gefandi en þó ber að nefna að undirrituð hafa aldrei kynnst öðru eins umstangi á sinni lífstíð. Eins og kunnugt er uppskera menn eins og þeir sá og því göngum við stolt frá verkinu. Þrátt fyrir að aðeins fimm manns skipi ritstjórn þessa blaðs þá er fjöldi þeirra sem hér lögðu hönd á plóg nánast óteljandi. Þeim viljum við færa sérstakar þakkir.

Ritstjórn Skólablaðsins veturinn 2008-2009

5


SKÓLABLAÐIÐ

STJÓRN SKÓLAFÉLAGSINS Arnar Tómas Valgeirsson collega

Gísli Baldur Gíslason inspector scholae

Birta Aradóttir collega Árni Freyr Snorrason quaestor scholaris

Ásbjörg Einarsdóttir scriba scholaris

6


ÁVARP INSPECTORS

ÁVARP INSPECTORS

Ritstjórn Skólablaðsins stendur nú í svipuðum sporum og ég gerði sjálfur- fyrir ekki svo löngu. Þá var ég, rétt eins og þau, í 4. bekk og skrifaði á opnuna hér við hliðina. Þá skrifaði ég um það hversu erfitt það væri að njóta augnabliksins í því flóði verkefna og tímahraks sem einkennir menntaskólaárin. Þau tvö ár sem hafa liðið síðan ég skrifaði síðasta ávarp mitt í þetta mæta blað hafa svo sannarlega ekki verið undanþegin þessu lögmáli. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort allt þetta erfiði hafi átt rétt á sér. Svarið er eflaust já hjá flestum. Og ég svara spurningunni hiklaust játandi. Menntaskólaárin eru um margt þau ár sem opna augu okkar fyrir heiminum og fyrir okkur sjálfum. Reynsla mín og skólasystkina minna, sem hafa fylgt mér þessi fjögur ár, sýnir svart á hvítu að MR stendur sig frábærlega í

þessu helsta hlutverki sínu. Skólinn gerir okkur að heilsteyptu og víðsýnu fólki, sem er tilbúið að takast á við heiminn fullt sjálfstrausts og bjartsýni. Félagslífið er órjúfanlegur þáttur í þessu ferli, jafnvel mikilvægari en hin formlega skólaganga. Allir vita að MR-ingar skara fram úr meðal íslenskra framhaldsskólanema á ýmsum sviðum. Það gerum við ekki síst hvað þátttöku í félagsstörfum varðar. Ótrúlega hátt hlutfall MR-inga tekur með einum eða öðrum hætti virkan þátt í ræðumennsku, leiklist, útgáfustarfsemi, kvikmyndagerð, svo að eitthvað sé nefnt af því sem rúmast innan ramma skólalífsins. Þessi mikla og almenna þátttaka hefur í áranna rás getið af sér frábæran skólaanda sem mótar ekki einungis fjölda stórmenna á sviði stjórnmála, vísinda og lista 7

heldur býr líka alla stúdenta sína undir lífið með gott veganesti: gömlu, sígildu MR-blönduna af góðum minningum og gildi heiðarleika og heilbrigðrar skynsemi. Ég er ánægður að hafa átt þess kost að læra í okkar ágæta skóla. Ég er sannfærður um að skólavistin geri okkur að betri einstaklingum og að við förum héðan sterkari mannverur. Skólinn minn hefur ekki einungis veitt mér dýrmæta reynslu og haldgóða menntun heldur líka fært mér dýrmæt vinabönd sem ég vona að muni haldast traust um ókomna framtíð. Þess vegna þykir mér vænt um MR. Til hamingju með 84. árgang Skólablaðsins. Gísli Baldur Gíslason inspector scholae


SKÓLABLAÐIÐ

ANNÁLL SCRIBU

Að kvöldlagi, laugardaginn 8. mars 2008, gengu hin fimm fræknu inn á Tapasbarinn í Reykjavík. Þau voru saman komin til að fagna sigri en kvöldið áður höfðu þau öll unnið baráttu sína um sæti í Skólafélagsstjórn á sannfærandi hátt. Þessi kvöldstund átti eingöngu að vera til að hrista hópinn saman og borða góðan mat en þar sem þau voru jafnhugmyndarík og skapandi og raun ber vitni gekk það ekki. Hver og einn jós hugmyndum á borðið langt fram eftir kvöldi og ljóst var að næsta skólaár yrði viðburðaríkt og vel skipulagt. Þó dálítið sé eftir af stjórnarári okkar, þegar þessi orð eru rituð, er nú kominn tími til að gera árið upp. Erfitt er að koma umfjöllun um

félagslíf heils skólaárs fyrir í stuttum annál. Því verður stiklað á stóru en þó ítarlega fjallað um valda atburði. Strax eftir að vorprófum lauk tókum við til starfa af fullum krafti. Aðalverkefni sumarsins var gerð Morkinskinnu en eitt helsta stefnumál undirritaðrar var að bókin yrði á borðum nemenda fyrsta skóladag. Með mikilli vinnu, skipulagningu og hjálp frá duglegri markaðsnefnd tókst það. Bókin var góð blanda af gömlum og nýjum hugmyndum en hún var innbundin, litrík og hafði visst skemmtanagildi en inni í henni voru bæði litabók og snákaspil. Önnur verkefni sumarsins voru allsherjarskipulagning ársins, fundir með 8

undirfélögum og sumarferð Skólafélagsins sem var farin á tjaldsvæðið í Þrastalundi og heppnaðist með eindæmum vel. Þegar nemendur mættu til starfa á nýjan leik var ekki eftir neinu að bíða. Þann fjórða dag septembermánaðar gengu 6. bekkingar með 5. og 4. bekkinga í eftirdragi, ógnvænlegir á að líta, upp tröppurnar að Gamla skóla í þeim eina tilgangi að sýna busalingum hver væri við völd meðal nemenda. Busadagurinn var runninn upp. Eftir dágóða samverustund um kvöldið voru hins vegar allir orðnir góðir vinir og skunduðu á Breiðvang þar sem Busaballið var haldið fyrir fullu húsi. Þemað var „rave“ þriðja árið í röð og má því segja að það sé orðið að hefð. Plugg’d,


ANNÁLL SCRIBU

Oui DJ, Gísli Galdur og DJ Sexy lazer léku ljúfa tóna. Þess má geta að uppselt var á ballið. Stuttu síðar buðum við nýnemunum í ferðalag, nýnemaferðina svokölluðu. Hún gekk framar vonum þó að nokkrir einstaklingar hafi tekið upp á því að fá sér sundsprett um miðja nótt. Á dagskrá var fótboltamót, kvöldvaka og sameiginlegur kvöldmatur en þess á milli spjölluðu krakkarnir og kynntust hver öðrum betur. Markmiðið með ferðinni var að efla félagsanda og samkennd meðal nýnemanna. Þeir komu nánari heim svo að markmiðinu var náð. Mikið var um að vera hjá Skólafélaginu á haustmisseri fyrir utan böllin. Þar má m.a. nefna glæsilega íþróttaviku, lanmót, sem stóð yfir nótt, listaviku, opnun nýrrar, stórglæsilegrar heimasíðu Skólafélagsins, sem hefur verið lofuð í hástert, og þrjú vegleg tölublöð af Menntaskólatíðindum en þrátt fyrir erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu hefur útgáfa Skólafélagsins blómstrað. Menntaskólatíðindi, Morkinskinna, nemendaskírteini og Skólablaðið, sem þú heldur á, eru allt glæsileg sönnun þess. Það eina sem hefur dottið upp fyrir er Businn svokallaði. Þann 6. október fóru allir nemendur skólans saman til Cösu-Kína. Ferðin var ólýsanleg. Skólafélagsstjórn, árshátíðarnefnd og skreytingarnefnd höfðu lagt hart að sér við undirbúning árshátíðarvikunnar og árshátíðarinnar og vinnan skilaði sér svo sannarlega. Cösu var umturnað en þar var m.a. hægt að fara á veiðar í frumskógum Kína, skella sér á Torg hins himneska friðar, kaupa kínverskan mat í Kakólandi og lesa kínversk spakmæli. Árshátíðarnefnd stóð fyrir mörgum frábærum viðburðum í árshátíðarvikunni sem endaði með hátíðardagskrá og glæsilegri árshátíð. Hún var haldin á áðurnefndum stað við hliðina á Hótel Íslandi og spiluðu Stórsveit Reykjavíkur ásamt Agli Ólafssyni, Kristjönu Stefánsdóttur og Ragga Bjarna, Oui DJ og Svitabandið fyrir dansi. Ballið verður eflaust lengi í minnum haft fyrir glæsileika.

Eftir löng og ströng jólapróf ákváðum við að gera einkar vel við nemendur. Sunnudaginn 21. desember mættu nemendur galvaskir á jólaball þar sem stórsveitin Ratatat frá Brooklyn, New York hélt tónleika en Ívar Schram og Jón Atli þeyttu einnig skífum. Skólafélagið hafði náð nýjum hæðum en aldrei áður hafði svo þekkt hljómsveit spilað á balli hjá því. Miðarnir ruku út og áður en við náðum að blikka augum var uppselt. Eftir þessa upplifun fengu nemendur að hvíla sig í nokkra daga, opna pakka og borða góðan mat. Í byrjun árs 2009 fór allt á fullan skrið á ný. Gettu betur lið Menntaskólans sigraði báðar viðureignir sínar í útvarpi í janúar og keppir á móti Menntaskólanum á Egilsstöðum í sjónvarpi innan skamms þegar þetta er ritað. Allt bendir til þess að sigurganga okkar haldi áfram því að lið skólans er feiknasterkt og óska ég þeim góðs gengis. Söngkeppnin var haldin í lok janúar en það er á allra vörum að keppnin hafi aldrei áður verið jafnglæsileg. Einn dómaranna, Óli Palli, stjórnandi Rokklands á Rás 2, lofaði keppnina m.a. í þætti sínum enda ástæða til. Stúlkurnar í skemmtinefnd stóðu sig eins og hetjur en þær héldu utan um keppnina og voru ómissandi við undirbúning hennar. Vikið var frá þeirri hefð að halda söngball eftir keppnina en hún var haldin á föstudegi í þetta skiptið og því þurfti enginn að drífa sig á ball eða heim að sofa. Mikil stemmning myndaðist en lögin voru hvert öðru betra. Að lokum var sigurvegarinn krýndur: Eiríkur Ársælsson, 3. D, flutti lagið Somewhere Over the Rainbow/Wonderful World með Israel Kamakawiwo’ole á úkúlele af mikilli snilld og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Hann varð ekki einungis í 1. sæti heldur hlaut hann einnig áhorfendaverðlaunin. Næst á dagskrá var frumsýning Herranætur. Leikfélagið setti upp leikritið Meistarann og 9

Margarítu en þau Auður Friðriksdóttir, 5. R, Árni Gunnar Eyþórsson, 5. U og Jóhann Páll Jóhannsson, 3. A, fóru með aðalhlutverkin. Stjórn Herranætur fetaði ótroðnar slóðir við skipulagningu en sýningin var sett upp í gömlu húsnæði Heimilistækja og áhorfendur voru hluti af sýningunni sem tókst mjög vel. Viku eftir frumsýningu hélt hópur nemenda í bráðskemmtilega skíðaferð til Akureyrar þar sem aðalmarkmiðið var að sjálfsögðu að leika sér í snjónum en auk þess var ræðukeppni á milli MR og MA, farið í sund og fleira gert sér til gamans.. Fram undan er einungis taumlaus gleði. Gettu betur, stuttmyndakeppni, tölublöð af Menntaskólatíðindum, útgáfa Skólablaðsins sem þú heldur á, kosningar, vorpróf og lokaball er aðeins brot af því besta. Það er hverju orði sannara að erfitt er að stjórna nemendafélagi á Íslandi eftir bankahrunið en það hefur svo sannarlega ekki verið neinn kreppubragur á bæ Skólafélagsins. Við lögðum allt okkar í sölurnar, höfum uppskorið vel og vonum að þið hafið notið ávaxtanna sem allra best. Að lokum vil ég þakka Gísla Baldri, Árna Frey, Arnari og Birtu kærlega fyrir árið. Við göngum öll sátt frá borði eftir vel heppnað skólaár þar sem vináttan hefur blómstrað í hópnum og með ómetanlega reynslu í farteskinu. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið við skipulagningu, sem og nemendum, fyrir að taka þátt í félagslífinu því án þátttöku væri það frekar dapurlegt. Svo vil ég hvetja ykkur öll til að taka virkan þátt í skipulagningu félagslífsins, þið munuð ekki sjá eftir því. Takk fyrir frábært ár, MR-ingar!

Ásbjörg Einarsdóttir,

scriba scholaris.


SKÓLABLAÐIÐ

SUMARFERÐ SKÓLAFÉLAGSINS 12. – 13. JÚLÍ 2008 - ÞRASTALUNDUR Í kosningum Menntaskólans vorið 2008 kom upp hugmynd að MR-ingar færu saman í tjaldútilegu að sumri til. Þann 12. júlí sl. sumar varð sú hugmynd að veruleika þegar sprækir menntskælingar þutu af stað eftir sumarvinnudag beinustu leið í Þrastalund. Í Þrastalundi var hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Um það bil 100 ungmenni skemmtu sér konunglega þrátt fyrir að mý Þrastalunds hafi lagt metnað sinn í að ergja þau og rignt hafi. Það þarf einfaldlega meira til að hindra MR-inga frá skemmtun.

Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður með meiru, var með í för og lék og söng á gítar við undirtektir manna. Á meðal laga sem hann lék var Bíólagið. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þegar hann lék það lag kom einhver með þá athugasemd að Valgeir léki lagið ekki á réttan hátt. Þá svaraði Valgeir: „Heyrðu karlinn, ég samdi fokking lagið!“ við mikinn hlátur viðstaddra. 10

E inar


SUMARFERÐ

11


SKÓLABLAÐIÐ

12


GREINARHEITI

Áhrifarík meðferð Áhrifarík við sveppasýkingum í leggöngum við sveppasýkingum í leggöngum

Finnirþú þúfyrir fyrirkláða, kláða,sviða sviðaog ogóþægindum óþægindumííog og við við leggöng leggöng gæti Finnir gæti verið verið um umsveppasýkingu sveppasýkinguað aðræða. ræða. Pevaryl®®erersveppalyf sveppalyfmeð meðbreiða breiðasveppaeyðandi sveppaeyðandi verkun. verkun. Meðferð með Pevaryl Meðferð með skeiðarstílumgefur gefurháa háatíðni tíðnilækningar lækningar og og skjóta skjóta linun Pevaryl®®skeiðarstílum Pevaryl linun einkenna. einkenna. ® Pevaryl ® er bæði fáanlegt sem mjúkur skeiðarstíll og krem. Þegar um er að ræða Pevaryl er bæði fáanlegt sem mjúkur skeiðarstíll og krem. Þegar um er að ræða sveppasýkingarsem sembæði bæðieru eruííog ogumhverfis umhverfis leggöng leggöng er er mælt mælt með sveppasýkingar með samtímis samtímisnotkun notkunskeiðarstíla skeiðarstíla Pevaryl1%1%krems. krems.Leiki Leikivafi vafiááhvort hvortum umsveppasýkingu sveppasýkingu sé sé að ogogPevaryl að ræða, ræða, leitið leitiðlæknis. læknis. meðgöngu. Enginþekkt þekktáhætta áhættaererafafnotkun notkunPevaryl Pevaryl®® áámeðgöngu. Engin

Pevaryl® 150 mg skeiðarstílar, Pevaryl Depot® 150 mg skeiðarstíll með forðaverkun. Pevaryl® 1% krem. (ekónazól). Lyfið er notað við sveppasýkingu í ® ® Pevaryl 150 og mgá skeiðarstílar, Depot 150 mg skeiðarstíll meðNákvæmar forðaverkun. Pevaryl® 1% krem. (ekónazól). LyfiðTil er að notað við bestum sveppasýkingu leggöngum ytri kynfærumPevaryl af völdum sveppsins candida albicans. leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfinu. ná sem árangri í leggöngum á ytri kynfærum afí fylgiseðli. völdum sveppsins candida albicans.um Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgjaeða lyfinu. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt og fylgja leiðbeiningum Þar eru einnig upplýsingar hugsanlegar aukaverkanir. Leitið til læknis lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum lyfið. Lyfið erí fylgiseðli. ekki ætlað börnum. Þeirupplýsingar sem hafa ofnæmi fyrir einhverjum af innihaldsefnum lyfsins ekki að nota lyfið.erPevaryl skal ávallt fylgjaum leiðbeiningum Þar eru einnig um hugsanlegar aukaverkanir. Leitið til læknis eðaeiga lyfjafræðings ef þörf á frekari skeiðarstílar og krem innihalda efni sem geta eyðilagt hettur og verjur sem innihalda latex og þar með minnkað öryggi þeirra. Því skal ekki nota lyfið með upplýsingum um lyfið. Lyfið er ekki ætlað börnum. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir einhverjum af innihaldsefnum lyfsins eiga ekki að nota lyfið. Pevaryl þessum getnaðarvörnum. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega en byrjað að nota latex lyfið. og Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag AB. Umboð á Íslandi: skeiðarstílar og krem innihalda efni sem geta eyðilagt hettur áður og verjur sem er innihalda þar með minnkað öryggi þeirra. Því skal ekki nota lyfið með Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. þessum getnaðarvörnum. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag AB. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ.

13

Pevaryl® fæst án lyfseðils Pevaryl® fæst án lyfseðils Einar


SKÓLABLAÐIÐ

RHODOS ÚTSKRIFTARFERÐ 2008

Það er alls ekki auðvelt að skrifa grein um útskriftarferð í virðulegt skólablað. Við þetta verk þarf að feta hárfína línu milli trúverðugrar lýsingar á hátterni fólks sem sleppir algerlega fram af sér beislinu og hunsar allar dyggðir og siðgæðisviðmið, og (hins vegar) þess að skrifa texta sem telst birtingarhæfur í slíku blaði. En hvað um það, ég ætla að gera mitt besta til að segja frá ferðinni til Rhodos á skemmtilegan og mátulega smekklegan hátt. Við fórum í loftið á hádegi 2. ágúst og fjörið byrjaði strax þegar hópurinn hittist í fríhöfninni. Flugið gekk vel og var fjör og galsi í mannskapnum alla leiðina. Um tíuleytið var lent á Rhodos. Þegar á hótelið var komið lagði Gísli Blöndal, fararstjóri, okkur lífsreglurnar og skýrði hvað bæri að varast í þessu nýja umhverfi. Ljóst var að honum fannst hópurinn til alls líklegur. Hann greindi okkur frá því að ef við hentum einhverju fram af svölunum á hótelinu væri litið á það sem morðtilraun. Hann lagði mikla áherslu á það að slökkvitæki væru ekki leiktæki. (Tekið var tillit til þeirrar ábendingar næstum því alla ferðina.) Hótelið sem við vorum á heitir Resident Hotel og er ágætishótel á margan hátt (fyrir utan alla gallana). Það skapaði vissa stemningu að mega ekki sturta niður klósettpappír og það var æði sérstök lífsreynsla að vakna við léttan vatnsúða úr loftinu. Í svefnrofunum fannst mér sem ég væri staddur við fjallalæk og ferskur úðinn af honum bærist að vitunum. Þessi skemmtilega stemning var hins vegar eyðilögð þegar sífellt sterkari skítalykt fór að gera vart við sig. Reyndist vatnsúðinn koma þegar sturtað var niður í klósettinu á hæðinni fyrir ofan herbergið. Á hótelinu stóð til boða að borða af hlaðborði á kvöldin. En flestir völdu frekar að borða utan hótelsins. Starfsfólk hótelsins var upp til hópa ágætt og hótelstjórinn sýndi oft og tíðum góða

takta í samskiptum við hópinn. Barþjónninn á sundlaugarbarnum var vægast sagt stórkostlegur maður sem skemmtilegt var að kynnast. Hann sýndi okkur fram á að það þarf ekki annað en að hækka og lækka á víxl í tónlistinni til að skapa frábæra stemningu. Fyrstu dagar ferðarinnar fóru aðallega í að kanna skemmtanalíf eyjarinnar auk þess að flatmaga í sólbaði í sundlaugargarðinum en það dró ekki ský fyrir sólu alla ferðina flestum til mikillar ánægju. Það er nóg af skemmtistöðum á Rhodos, bæði á aðalgötunni „bar-street“ og í bænum Faliraki (sem fólk man e.t.v. eftir úr þáttunum Faliraki-uncovered). MR-inga mátti helst finna á stöðum eins og Colorado, víkingabarnum, Liquid (sem vísaði tveimur ónefndum karlkyns MR-ingum frá fyrir að vera í of efnislitlum fötum). Sá skemmtistaður sem naut langmestra vinsælda hjá MR-ingum var Kareokebarinn eða KB eins og hann var jafnan kallaður. Ef Gísli og Sindri voru Butabi-bræður Rhodos þá var Kareokebarinn Roxbury. Vinsældir barsins meðal MR-inga má að öllum líkindum rekja til staðsetningar hans en það var ekki nema fimm mínútna 14

ganga þangað frá hótelinu. MR-ingar létu það ekki á sig fá að KB var einstaklega subbulegur staður og barþjónarnir áreittu MR-inga grimmt kynferðislega, óháð kyni (það er ekki eðlilegt að bjóða ungum drengjum upp á frían drykk fyrir að skella slátrinu á borðið). Mesta fjörið var þó alltaf þegar margir MRingar komu saman og því er ekki að furða að á tógakvöldinu var trýnið virkilega rifið af svíninu. Skemmtunin, sem var haldin í garði skammt frá hótelinu, byrjaði reyndar á nokkuð menningarlegum nótum - með því að 200 menntaskólanemar, klæddir í anda Rómverja hinna fornu, marseruðu um götur syngjandi á latínu. Það er þó ekki við öðru að búast þegar 200 menntaskólanemendur koma saman með ómælt magn af heimsins ódýrasta áfengi að hlutirnir færu aðeins úr böndunum. Þegar leið á kvöldið fengu nokkrir þá snjöllu hugmynd að synda naktir í sjónum. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að nokkrir aðrir fengu þá bráðsnjöllu hugmynd að stela fötunum þeirra. Því mátti sjá nokkra vandræðalega unglinga spranga um göturnar í leit að einhverju til að hylja það allra heilagasta. Rhodos hefur líka upp á margt annað að bjóða en sukk og svínarí, og MR-ingar tóku sér ýmislegt skemmtilegt og uppbyggilegt fyrir hendur. Ferðaskrifstofan stóð fyrir ýmiskonar ferðum, m.a. kynnisferð um eyjuna og mjög skemmtilegri ferð í vatnsrennibrautagarð. (Harka ferðarinnar: að mæta þynnri en blaðsíðurnar í Biblíunni í vatnsrennibrautagarð.) Hins vegar var hin svokallaðaða súpersigling ekki eins vel heppnuð. „Súpersiglingin“ var rándýr og sáum við því fyrir okkur glæsisnekkju í anda The Viking hans Jóns Ásgeirs en í staðinn fengum við ryðgaðan togara, með garðstólum. Eins og gengur og gerist í útskriftarferðum urðu margar ansi hreint skemmtilegar sögur til


RHODOS

í ferðinni og breyttust allir í kjaftakerlingar til að enginn missti af góðri sögu. Þessi svaf hjá þessum, þessi ældi þarna, þessir ældu á þessi sem voru að sofa saman o.s.frv. Margar þessar sögur eiga reyndar ekki heima í skólablaði (þessi reyndar ekki heldur) en hún er bara svo fyndin. Hún fjallar um þegar MR-ingarnir slógust við Danina. Upphafið var sakleysislegt en það var þegar nokkrir MR-ingar sáu álitlega íslenska stúlku á dansgólfinu á hótelbarnum og fóru að reyna við hana. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo að hún sagðist eiga kærasta og benti á hóp af dönskum strákum. MR-ingarnir létu það þó ekki stoppa sig og héldu ótrauðir áfram. Danirnir létu að sjálfsögðu ekki bjóða sér þessar trakteringar og einn Daninn gekk

upp að Arnóri Einarssyni og rak honum gott kjaftshögg. Við þetta trylltist Grétar og rauk með miklu offorsi í átt að Dananum sem var svo brugðið að hann fór niður á hnén og grátbað um miskunn, „uuundskyld,“ sagði hann skjálfandi röddu og horfði biðjandi augum á Grétar. En Grétar sýndi enga miskunn og rak hnéð í andlitið á honum af öllu afli. Þessi saga var mikið sögð á Rhodos og þrátt fyrir ýmsa kosti þá hefur sagan einn stóran annmarka sem er að seinni hluti hennar er uppspuni. Það var vissulega Dani á hótelinu sem átti íslenska kærustu sem nokkrir MR-ingar reyndu við en lengra náði það ekki. Það fóru nokkrir flatt á því að slá um sig með þessari sögu. Í lokin vil ég bara segja að ferðin til Rhodos 15

var frábærlega vel heppnuð á allan hátt. Skítaleki í andlitið, rándýr ferð á skemmtiferðartogara, lygasögur um Dana og pervertískir barþjónar voru bara krydd í þessa skemmtilegu blöndu sem ferðin var. Þessar tvær vikur munu verða þeim 6. bekkingum sem hana fóru ógleymanlegar og það voru 200 sólbrenndir, þreyttir, lifrarsjúkir en aðallega sáttir og glaðir MR-ingar sem komu heim þann 16. ágúst. Hilmar Birgir Ólafsson 6.Z


SKÓLABLAÐIÐ

VERÐLAUN Svalir ferðarinnar: Partýsvalirnar á 412 Ræða ferðarinnar: Arnar Tómas Valgeirsson á togakvöldinu: „Krakkar, ef það væri ekki fyrir ykkur þá værum við ekki hér.“ Búningur ferðarinnar: Hildigunnur Björgúlfsdóttir Par ferðarinnar: Hulda Mýrdal og Dwayne Johnson Gísli B ferðarinnar: Gísli Blöndal Sögumaður ferðarinnar: Pétur Grétarsson Bar ferðarinnar: KB Redding ferðarinnar: Þegar Silla í 6. B náði glasinu sem hún missti í laugina upp aftur með tánum. DJ ferðarinnar: Sundlaugarbars DJ-inn Veitingastaður ferðarinnar: Café Hellas Þríeyki ferðarinnar: Björn Ívar, Aron og tékkneska þjónustustúlkan

16


RHODOS

17


SKÓLABLAÐIÐ

Vaka Jóhannesdóttir 3.G

Morguninn 4. september tíndust pínulitlir busar íklæddir gallabuxum og hvítum bol inn í MR. Þeir voru ekki velkomnir þarna, það fann hver einasti busi. Þennan dag var busadagurinn og sögurnar af honum voru ekki góðar. Í öllum kennslustundum dagsins ræddum við hvað yrði gert. Rifjaðar voru upp sögur af fólki sem hafði tábrotnað, handleggsbrotnað og lamast á busadegi sínum í MR. Við, litlu busalingarnir, vorum dauðhrædd. Kannski færum við aldrei aftur heim. En kennararnir sögðu að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta væri voðalega saklaust og aðeins til gamans gert. Loksins kom svo að því. Við vorum leidd yfir í Gamla skóla og kastað inn í stofu. Við vorum öll dauðhrædd eða reyndar bara hrædd

DAUÐINN NÁLGAST 18


DAUÐINN NÁLGAST

eftir hughreystinguna hjá öllum kennurunum: „Þetta er bara til gamans gert, krakkar mínir.“ En kennurunum hafði skjátlast. Þegar sjöttubekkingar hlupu upp tröppurnar og tónlistin var orðin svo hávær að hún nam við sársaukamörk urðum við aftur dauðhrædd. 19

Hrædd um að deyja. Við spurðum okkur sjálf af hverju í ósköpunum höfðum við valið MR og hugsuðum að við yrðum að standa saman. Bekkurinn, sem áður hafði ekkert þekkst, var skyndilega orðinn ein stór fjölskylda. Við hlustuðum á ræðu le pre með hjartað í


SKÓLABLAÐIÐ

buxunum. Hann sagði að á tólfta slagi skyldu lömbin þagna. Við þögnuðum. Við héldumst í hendur. Við ætluðum að minnsta kosti að enda þetta saman. Þegar Grýlurnar luku upp hurðinni með látum láku nokkur tár. Þetta var þá búið. Kennararnir voru eftir allt saman í liði með þeim; þeir höfðu logið að okkur. Áður en við áttum að deyja vorum við niðurlægð. Við vorum látin leika egg og beikon, sungum Gaudann í öllum mögulegum útfærslum, dönsuðum og fórum í vafasamar stellingar. Að auki var gert grín að latínukunnáttu

okkar og meiköppið fékk að fjúka af stelpunum. Við áttum ekki einu sinni að fá að deyja sætar. Þá var stundin runnin upp, hinsta stundin. Okkur var hrint niður stigann og sagt að labba í köngulóarstellingu í gegnum grýlugöng. Til að tryggja að við yrðum sem ljótust síðustu sekúndurnar var ruglað í hári og við látin nudda okkur upp við skítuga gangstéttina. Ljótari en oft áður var maður leiddur til tógaklæddra sjöttubekkjarstráka. Busablóð var úti um allt á þeim og bráðum yrði það aðeins meira. Þeir hrifsuðu mig til sín og köstuðu mér upp í loft. 20

Ég horfði til himins og hugsaði að það væri nú reyndar heldur svalt að eftir nokkrar sekúndur væri ég þarna uppi, fyrir ofan skýin. Í loftinu leið mér undarlega. Um líkamann hríslaðist vægast sagt góð tilfinning. Hún var ólýsanleg. Var svona ótrúlega gott að deyja? En ég dó ekki! Sjöttubekkjarstrákarnir gripu mig! Aldrei hafði neitt komið mér jafn mikið á óvart alla mína ævi. En fyrst tilfinningin, sem ég fann, var ekki nálægð dauðans hvaða tilfinning var þetta þá?! Jú, það sem hríslaðist um æðar busanna var MR-tilfinningin, besta tilfinning í heimi.


DAUÐINN NÁLGAST

21


SKÓLABLAÐIÐ

BUSABALL

22


BUSABALL

Fimmtudagskvöldið 4. september 2008 héldu nýbakaðir, sem og aðrir, MR-ingar á busaball Menntaskólans sem haldið var á Broadway. Þar var dansað frá sirka „tólf til sjö“ við tónlist hljómsveitarinnar Plugg’d og vel valinna plötusnúða. Sem fyrr var ballið í anda „rave“-klúbbanna úti í heimi og það var mál manna að vel hefði tekist til.

23


SKÓLABLAÐIÐ

FÉLAGSLÍFIÐ VAR ÓMETANLEG VIÐBÓT VIÐTAL VIÐ BIRGI ÁRMANNSSON, ERKISPAÐA 9. ÁRATUGARINS

annað á í félagslífinu en það leiddi til þess að ýmsir embættismenn þurftu að segja af sér. Það þurfti að kjósa nýja menn og þá náði ég kjöri í stjórn Framtíðarinnar þannig að seinni hluta vetrarins sat ég í stjórn. Um vorið bauð ég mig síðan fram til forseta Framtíðarinnar.

Birgir Ármannsson, alþingismaður, hóf göngu sína í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1984. Hann lét strax að sér kveða í félagslífi skólans. Þegar hann útskrifaðist, vorið 1988, var ferilskrá hans úr félagslífinu slík að hún á vafalaust fáa sína líka. Ljóst er að Birgir þætti alger erkispaði væri hann í skólanum núna en aðspurður sagði hann að hugtakið „spaði“ hefði ekki verið notað á hans árum í skólanum. Var eitthvað sérstakt sem olli því að MR varð fyrir valinu þegar þú stóðst frammi fyrir ákvörðun um framhaldsskóla? Það voru auðvitað margar ástæður. Ein ástæðan var sú að foreldrar mínir og ýmsir forfeður höfðu verið í skólanum. Ég var auðvitað alinn upp við spjall um minningar úr Menntaskólanum þannig að ég fékk fljótlega áhuga á skólanum bara af þeim ástæðum. Síðan þegar ég varð aðeins eldri og fór að kynna mér málin þá fannst mér líka að námið sem þarna var boðið upp á hentaði mér ágætlega. Svo hafði það auðvitað áhrif að margir helstu félagar mínir úr Hagaskólanum fóru þessa sömu leið. Ég var í sjálfu sér aldrei í neinum vafa um í hvaða menntaskóla ég ætlaði. Léstu strax að þér kveða í félagslífi MR? Já, já. Auðvitað var það líka félagslífið sem hafði aðdráttarafl. Mér fannst félagslíf sem var byggt á gömlum hefðum mjög áhugavert en vissi líka að í MR væri mjög öflug starfsemi. Ég gat eiginlega ekki beðið eftir því að láta eitthvað til mín taka í félagslífinu. Ég náði því að verða formaður 3. bekkjarráðs. Við vorum þarna hópur sem náði að byggja upp mjög öflugt starf bekkjarráðsins og að mynda mikla

Á 5. BEKKJARFUNDINUM, ÞAR SEM FRAMBJÓÐENDUR TIL EMBÆTTISINS ERU ÚTNEFNDIR, ÞÁ FÉKK ÉG ÞAÐ HÁTT HLUTFALL ATKVÆÐA – YFIR 90% – AÐ ÉG VAR SJÁLFKJÖRINN.

Nú á tímum á maður bágt með að trúa því að nýnemi byði sig fram til forseta. Hvað þótti fólki um þetta? Þetta var heldur ekki algengt þá og það má segja að þetta framboð mitt hafi verið litið töluverðu hornauga af mörgum efribekkingum. Ég hafði fengið mikinn áhuga á málfundastarfinu og taldi mig eiga alveg jafnmikið erindi í þetta og einhverjir 5. bekkingar sem höfðu áhuga á embættinu. Ég náði hins vegar kjöri og þakkaði það nú fyrst og fremst því að ég hafði mjög góðan stuðning frá mínum árgangi en auk þess átti ég vini og kunningja í eldri bekkjum sem studdu mig. Ég var sem sagt forseti í 4. bekk og þá var auðvitað aðaláherslan í starfinu á Morfís. Við lögðum mikinn metnað í Morfís en þetta var á upphafsárum keppninnar. Það var ofboðslega mikil aðsókn og mikill áhugi á þessu í skólanum.

Eftir að hafa gegnt leiðtogaembætti annars nemendafélagsins strax í 4. bekk gegndi Birgir síðan embætti innan bókmenntadeildar Listafélagsins sér samheldni í árgangnum sem skilaði sér út til gamans í 5. bekk og segir hann að deildin hafi okkar skólagöngu. Ég byrjaði líka að starfa í verið mjög virk þennan vetur. Um vorið í 5. bekk Framtíðinni og tók þátt í Orator minor. Þar bauð hann sig aftur fram í mikilvægt embætti. lenti ég í öðru eða þriðja sæti, sem sagt gekk mjög vel. Já, ég ákvað að gefa kost á mér til inspectors. Það Seinna um veturinn var efnt til aukakosninga atvikaðist síðan þannig að á 5. bekkjarfundinum, til stjórnar Framtíðarinnar. Það gekk eitt og þar sem frambjóðendur til embættisins eru 24

E inar


BIRGIR ÁRMANNSSON

útnefndir, þá fékk ég það hátt hlutfall atkvæða – yfir 90% – að ég var sjálfkjörinn. Ég gegndi því embætti inspectors í 6. bekk og var auðvitað í því af lífi og sál og lét mér fátt óviðkomandi í þessum efnum. Ég bjó eiginlega á skrifstofu Skólafélagsins og reyndi hvað ég gat, með góðra manna hjálp, að halda uppi öflugu félagslífi.

sem maður sér í sjónvarpinu í dag þá held ég að við hefðum ekkert haft í þá sem eru að keppa núna. Við vissum kannski alveg jafnmikið en vorum miklu seinni til að koma því á framfæri. Þekking framhaldsskólanema er líklega hvorki meiri né minni nú um stundir en hún var áður fyrr, en liðin koma miklu betur æfð til leiks núna.

Þú nefndir að aðaláherslan í starfi Framtíðarinnar hefði verið á Morfís. Kepptirðu sjálfur í Morfís? Ég vann mikið með liðinu sem forseti í 4. bekk. Þetta árið gekk okkur prýðilega, við komumst í úrslit en náðum þó ekki titli. Það var síðan framhald á þessu hjá mér er ég varð ræðumaður árið eftir. Þá komumst við líka í úrslit en okkur var dæmt tap gegn FG í Háskólabíói. Við fengum fleiri stig í keppninni en á þeim tíma gilti sú regla að meirihluti dómara réð úrslitum. Tveir dómarar dæmdu á móti okkur en einn með og við vorum mjög ósáttir við þetta. Töldum okkur hafa unnið með réttu en urðum að sætta okkur við niðurstöðu dómaranna. [Innskot ritara: Þetta hljómar augljóslega mjög kunnuglega! Sjá umfjöllun um Morfís í ár.] Árið eftir, í 6. bekk, var ég liðsstjóri. Þá unnum við keppnina bæði á stigum og atkvæðum dómara. Þetta skipaði auðvitað mjög háan sess í lífi mínu á þessum tíma. Við lögðum mikinn metnað í bæði ræðuskrif og flutning á ræðunum. Á þessum tíma var gríðarleg aðsókn að viðburðunum og í raun var þá miklu meiri áhugi á meðal nemenda fyrir Morfís heldur en Gettu betur.

Aðspurður segir Birgir að sig minni að þeir hafi einnig borið sigurorð af Verzló í ræðukeppninni á MR-ví í 6. bekk svo að ljóst er að „Þrennan“ sem við MR-ingar unnum á síðasta skólaári er ekki einsdæmi í sögu félagslífsins.

ÞEKKING FRAMHALDSSKÓLANEMA ER LÍKLEGA HVORKI MEIRI NÉ MINNI NÚ UM STUNDIR EN HÚN VAR ÁÐUR FYRR, EN LIÐIN KOMA MIKLU BETUR ÆFÐ TIL LEIKS NÚNA.

samt titlinum enda vorum við í góðri trú um það að við hefðum unnið og vorum ekki látnir gjalda mistaka dómarans. Úr þessu varð talsverð deila sem endaði með miklum sáttafundi á skrifstofu útvarpsstjóra þar sem sigur okkar var látinn standa. Þá voru í liði MS tvíburarnir Ármann og Sverrir Jakobssynir sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan í þessari keppni. Þetta var þeirra frumraun í keppninni. Tókstu einnig þátt í Gettu betur? Mér fannst mjög gaman í 6. bekk að taka þátt Já, í 4. bekk og síðan aftur 6. bekk. Það gekk illa þegar ég var í 4. bekk. Við komumst í í því að vinna bæði Morfís og Gettu betur sama sjónvarpið en féllum út í fyrstu umferð þar. Gott vorið. Við álitum þetta mikinn sigur. ef þetta var ekki fyrsta Gettu betur keppnin sem var haldin. Það gekk aftur á móti betur þegar Lögðuð þið mikið á ykkur fyrir Gettu betur ég var í 6. bekk. Þá unnum við. Það var þó ekki keppnirnar? Það var meira kæruleysi ríkjandi í sambandi óumdeildur sigur því að okkur var dæmdur sigur en skólinn sem við unnum, MS, taldi að við Gettu betur æfingar á þessum tíma heldur dómarinn hefði verið of örlátur við okkur í einni en Morfís. Þegar ég ber t.d. frammistöðu okkar spurningu sem skipti verulegu máli. Við héldum í hraðaspurningum á sínum tíma saman við það 25

Hefur þetta starf sem þú vannst innan félagslífsins í MR nýst þér síðar? Já, heilmikið. Maður lærði að umgangast fólk og fá það með sér í alls konar vinnu og verkefni sem er auðvitað ákveðin tækni. Maður fékk auðvitað ákveðna stjórnunarreynslu, reynslu í því að taka ákvarðanir og bera ábyrgð en slíkt er ómetanlegt. Einnig sjóaðist maður mikið í að tala fyrir framan hóp fólks og koma hugsunum sínum í orð við það að taka þátt í ræðukeppni. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég hafi ekki lært meira af þátttöku minni í félagslífinu heldur en því sem ég las í bókunum. Lesturinn er nauðsynlegur en hitt var alveg ómetanleg viðbót. Birgir segist hafa komið nálægt öllum sviðum félagslífsins á sinni skólagöngu að undanskildum Spilafélagi Framtíðarinnar, Íþróttafélaginu og Herranótt. Það freistaði hans einn veturinn að taka þátt í uppsetningu Herranætur en hann tók þá skynsamlegu ákvörðun að segja pass að hætti keppenda í Gettu betur. Það er með ólíkindum að einn maður hafi getað tekið að sér svo mörg verkefni og embætti í Menntaskólanum í Reykjavík á hefðbundinni fjögurra ára veru sem raun ber vitni og sinnt þeim með sóma. Þetta verður líklega seint leikið eftir. Einar Lövdahl Gunnlaugsson


SKÓLABLAÐIÐ

MR - ví

FÖSTUDAGURINN 3. OKTÓBER 2008

Dagurinn var runninn upp. Enn á ný mættust hinir fornu fjendur, nemendur Lærða skóla og verslunarskólans, og öttu kappi hverjir við aðra í hinum margvíslegu greinum. Íklæddir lopapeysum þustu MR-ingar í kuldanum niður í Hljómaskálagarð staðráðnir í að sýna verslingum hverjir réðu þar ríkjum.

Hafist var handa og fyrsta orrusta háð sem MR-ingar sigruðu með glæsibrag. Svona hélt þetta áfram og voru andstæðingarnir miður sín. Stríðsmönnum þeirra var slátrað hverjum á fætur öðrum og að loknu stríði stóðum við eftir með blóðug bros á vör. Um kvöldið tók ræðukeppni við og var

umræðuefnið „Fóstureyðingar“ sem MR-ingar mæltu á móti. Ræðulið Menntaskólans í Reykjavík þetta árið skartaði einungis nýliðum sem valdir voru til að feta í fótspor fyrri ræðuskörunga. Liðið samanstóð af Ólafi Hrafni frummælanda, Finnboga Fannari meðmælanda, Magnúsi Erni stuðningsmanni og Einari Lövdahl liðstjóra.

26

E inar


MR-ví

Þögn færðist yfir salinn og ræðumenn þöndu raddböndin í von um að sannfæra dómara og áhorfendur. Ræðumenn fluttu sínar ræður og þóttu liðin ansi jöfn í hléi. Rígurinn milli nemendanna var í hámarki og í hvert skipti sem lækka átti rostann í verslingum skutust fingur á loft og mátti heyra orðin „þrisvar í röð“ óma um salinn. Keppnin hélt áfram og enn sem áður stóðu keppendur sig afar vel. Þó mátti greina ósamræmi í nálgun á umræðuefninu, þ.e. nemendur verslunarskólans sáu heiminn aðeins svartan eða hvítan meðan MR-ingar töldu hann svart-hvítan. Þegar tilkynna átti úrslitin var spennustigið í hámarki enda hafði keppnin verið gífurlega jöfn. Lokaúrslit urðu þó þau að lið verslunarskólans hafði betur og sigraði þar með keppnina, þrátt fyrir frábæra frammistöðu MR-inga jafnt að degi sem og kvöldi. Máltækið Allt er þegar þrennt er sannaði sig rækilega þennan örlagaríka dag en hins vegar er nú ljóst að við getum mætt verslingum að ári og farið með sigur af hólmi eins og okkur ber. Keppnisgreinar MR-ví í Hljómskálagarðinum Bíltroðsla: Jafntefli Fótbolti karla: MR sigur Fótbolti kvenna: Heimildum ber ekki saman Golf: MR sigur Kappát: Heimildum ber ekki saman Pokahlaup: MR sigur Reiptog karla: MR sigur Reiptog kvenna: Heimildum ber ekki saman Sjómaður: MR sigur Skák: Jafntefli Tjarnarhlaup – boðhlaup karla: MR sigur Tjarnarhlaup – boðhlaup kvenna: MR sigur Öskurkeppni: MR sigur Sigrún Erla Grétarsdóttir 5.U

27


SKÓLABLAÐIÐ

G’DAY MATE!

Þann 1. ágúst 2007 hélt ég af stað sem skiptinemi til Ástralíu. Stefnan var tekin á Melbourne sem er næststærsta borg Ástralíu á eftir Sydney. Ferðalagið var ekki af styttri endanum heldur tók rúmar 40 klukkustundir, þar af 28 klukkustundir í flugvél. Fyrsta upplifun mín af Ástralíu var þegar ég kom í gegnum hliðið. Þar stóð fósturfjölskyldan mín og hrópaði: „Stæní! Stæní!“ Ég þorði ekki að leiðrétta þann misskilning fyrr en tveimur dögum seinna. Mömmunni fannst það svo hræðilegt að hafa borið nafnið mitt vitlaust fram að hún sendi sms á alla fjölskylduna sem hljómaði svona: „It‘s Stain A“. Upp frá því svaraði ég alltaf spurningunni um hvað ég héti svona: „It‘s like you have a stain on your shirt and then A“. Ég bjó hjá tveimur fósturfjölskyldum á meðan þessari ellefu mánaða dvöl minni í Ástralíu stóð. Fyrri fjölskyldan, Wild-Dahl, var mjög trúuð. Konan var prestur en maðurinn vann fyrir kaþólsku kirkjuna. Alltaf var farið með borðbæn áður en máltíð hófst, ólíkt því sem ég á að venjast hér heima. Oftar en einu sinni, oftar en tvisvar sat ég í bíl með konunni og hún byrjaði að syngja: „Halle halle halle luuja, halle halle halle luuja…“ eða „Take take take of your shoes, you‘re walking on a holy ground…“ Hún var gjörsamlega laglaus og 18 ára dóttirin, sem var enn þá á gelgjuskeiðinu, öskraði alltaf á hana að þegja. Þá tók mamman sig til og flautaði í staðinn. Það var hundrað sinnum verra. Eftir fimm mánuði skipti ég um fjölskyldu. Það var ekki af því ég væri svo hræðilega óþæg heldur átti ég frá upphafi aðeins að vera hjá fyrri fjölskyldunni í sex vikur. Það gekk eitthvað brösuglega að finna fjölskyldur fyrir skiptinema. Ég hélt upp á jólin og áramótin með nýju fjölskyldunni? Þetta voru skrítnustu jól og áramót sem ég hef upplifað því það var þrjátíu stiga hiti á jóladag og hvorki meira né minna en 40°C á gamlársdag. Það voru engir flugeldar en við fengum eitt stjörnuljós þegar klukkan sló 12 á miðnætti. Skólinn sem ég var í er kallaður Secondary

28

E inar


G’DAY MATE!

College og er frá „Year 7“ upp í „Year 12“ (sbr. 7. bekkur upp í 2. ár í framhaldsskóla ). Ég var í Year 12. Þetta er nokkurs konar áfangakerfi og ég valdi mér sauma, heimilisfræði, leiklist, stærðfræði, ensku og leadership. Í Leadership læra nemendur að vera „life saver“ eða strandvörður eins og í Bay Watch. Ég lærði allskonar fánamerki („maður að drukkna til hægri“), skyndihjálp og björgunarsund. Það er hins vegar önnur saga að ég fékk D+ í faginu, ég sem sagt féll, þannig að vinna í Nauthólsvík er ekki á stefnuskránni. Í Ástralíu er skylda að klæðast skólabúningi. Minn samanstóð af síðu pilsi sem náði niður á miðja kálfa, svörtum sokkabuxum, hvítum pólóbol og peysu með merki skólans á brjóstinu sem var ekki til í stærð átta, sem er mín stærð, svo ég þurfti að fá stærð 14. Síðan má náttúrulega ekki gleyma skólaskónum sem voru ábyggilega í upphafi hannaðir fyrir „Big Foot“. Ég leit út eins og ég væri alla vega 20 kílóum þyngri í þessum búningi. Ég fékk mikið að ferðast þarna úti sem er alls ekki sjálfsagt þegar maður er skiptinemi. Ég skoðaði m.a. Ayers Rock, eða Uluru eins og hann heitir á frumbyggjamáli, en það er stóri rauði steinninn í miðri Ástralíu. Þangað koma margir ferðamenn að skoða en frumbyggjunum líkar það ekki þar sem hann er þeim heilagur. Það er mjög sorglegt hvernig komið var fram við frumbyggjana og nú er verið að reyna að bæta þeim það upp. Þegar ég var úti bað forsætisráðherra Ástralíu „stolnu kynslóðina“ afsökunar en það eru frumbyggjabörn sem innflytjendur fóru mjög illa með. Þeir tóku þau af foreldrum sínum og settu í sérstakar búðir. Þetta er ákaflega sorglegt og frumbyggjarnir eru skiljanlega reiðir vegna þessa. Ég fór líka til Queensland að snorkla í Kóralrifinu sem var rosalegt. Þetta er það fallegasta sem ég hef séð. Ég fékk kafaragleraugu, öndunarpípu og froskalappir og síðan svamlaði ég þarna fram og til baka alveg í mínum eigin heimi - engin hljóð, litríkir fiskar og kóralar úti um allt.

Ég fór með Lianne, hollenskri skiptinemavinkonu minni, til Murray River sem er áin sem skilur að Victoria, fylkið sem ég bjó í og Melbourne tilheyrir, og New South Wales en þar er Sydney staðsett. Þarna tjölduðum við, kveiktum eld, grófum okkur holu sem klósett og böðuðum okkur í ánni. Fyrstu nóttina vöknuðum við upp við hljóð sem var eins og það væri verið að kyrkja mann við hliðina á tjaldinu okkar. Ég skeit næstum á mig af hræðslu. Við kíktum út og þá var þetta lítill sætur kóalabjörn á vappi um skóginn og hann gaf frá sér svona skrítið hljóð því það var mökunartímabil. Daginn eftir fórum við Lianne í göngutúr um skóginn og sáum alla vega tíu kóalabirni uppi í trjánum, sem er mjög óalgengt, venjulega sér maður kannski einn eða tvo. Ég lærði á brimbretti sem er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég kann reyndar bara að standa upp á því og halda smá jafnvægi, en það tók mig alveg nokkra brimbrettatíma að læra það. Ég held að ég geti talist með bestu brimbretturum landsins. Helstu íþróttirnar í Ástralíu eru einmitt brimbretti en líka krikket, „rugby“ og „footy“. „Footy“ er sérstaklega vinsæl íþrótt í Victoria og ég fór á nokkra þannig leiki. Hún lýsir sér einhvern veginn þannig að það eru fjórtán í hvoru liði, boltinn er svipaður „rugby“ bolta og markmiðið er að koma boltanum milli tveggja hárra stanga við enda vallarins. Það má ekki kasta 29

boltanum, bara sparka í hann eða kýla. Þarna úti fór ég líka á Formúlu 1-keppni, á KISS-tónleika og ekki má gleyma Neighbourstúrnum. Ég píndi nokkra vini mína til að koma með mér svo að ég gæti sagt öllum á Íslandi að ég hefði farið. Fór á Ramsey Street og hitti Susan (konu læknisins). Eftir 11 mánuði í „landinu undir niðri“ lá leiðin til baka á Klakann. Það kom mér á óvart hvað lítið hafði breyst hér og hvað ég hafði breyst mikið. Ég kveið fyrir því áður en ég fór að þurfa að vera ári á eftir í MR og þekkja ekki neinn en þvert á móti þá hefur þetta skólaár verið ótrúlega skemmtilegt. Bekkurinn minn er frábær og ég er búin að kynnast mörgum nýjum krökkum. Ég hef ekki séð eftir því í hálfa sekúndu að hafa farið sem skiptinemi. Ef þú, lesandi góður, hefur minnstu hugsun í kollinum: „Það væri kannski gaman að fara sem skiptinemi,“ - þá farðu! Þú hefur ekki neinu að tapa nema ef þú ferð ekki. Þetta var besta ár lífs míns og ef mér væri boðið að fara aftur út sem skiptinemi núna myndi ég segja já, ég segði alltaf já.

Steiney Skúladóttir 4.X


SKÓLABLAÐIÐ

Í tíma var verið var að ræða handrukkaramálið sem fjallað var um í sjónvarpsþættinumKompás og Unnar stærðfræðikennari sagði: „Ef handrukkari kæmi og ætlaði að berja mig myndi ég bara spyrja hvað cos(3π) væri og hann færi geðveikt að hugsa og ég myndi hlaupa í burtu.“

Fannar, 3. F, í stærðfræðitíma: „Einar, má ég fara á klósettið? Ég er með blóðnasir.“ Aðrir (eftir að Fannar var farinn): „Ha? Var hann með boner?“ Í efnafræði stóð á töflunni: Dalton (1903–1907) Valgerður Anna, 3. F: „En varð hann bara 4 Unnar að tala um slaka útkomu í prófi: „Kannski ára?“ dó einhver í fjölskyldunni eða kærastinn datt fram af kletti.“ Elsa, 3. F: „Hvar er Prikið?“ Gísli, 3.F: „Elsa, það er í Danmörku!“ Á Herranæturæfingu: Þórdís, 5. S: „Vá, hvað þetta var geðveik Strákarnir í 3. F voru að kasta frumsýning!“ banana á milli sín. Þóra, 6. S: „Þetta var rennsli!“ Valgerður Anna, 3. F: „Ojj, sjáiði hvað strákarnir eru að gera! Þeir eru að leika sér með bananann Trausti tölvufræðikennari: „Vitið þið hvað hans Ríkarðs!“ kýrnar á Grikklandi segja?... μ (lesist: mju). Unnar stærðfræðikennari fékk sér 20 hliða tening Sigurbjörg frönskukennari: „Jæja, krakkar. Nú til þess að geta kastað upp á hvaða nemandi eigi verð ég að fara að taka mig á í notkuninni á að koma upp á töflu. Einn daginn: MySpace!“ (Hún meinti MySchool). 5. Z: „Unnar, þú gleymdir teningnum í gær. Hann er þarna á kennaraborðinu.“ Bríet, 3. F, í jarðfræðitíma: „Ólöf, hvað er þetta Unnar: „Já, takk. Eins gott að ég er ekki að kenna gráða skástrik gráða á eftir níu?“ í Harlem, þá væri teningurinn bara horfinn!“ Þóra, 3. F: „Þetta eru níu prósent!“ Unnar stærðfræðikennari: „Svo bara deilum við Guðjón sögukennari: „Eldur, loft, jörð og vatn með „tveimur píum“, hmm... ég hef ekki litið á eru fjögur frumefni jarðar.“ þetta frá þessu sjónarhorni.“ Valgerður Anna, 3. F: „Er það ekki íslenski fáninn eða eitthvað?“ Þegar nemendur 5. Z kvörtuðu yfir því að fá Guðjón sögukennari: „Sagnfræðingar eru oftast stærðfræðiheimadæmi á busaballsdaginn þá sagði miðaldra, fúlir og leiðinlegir.“ Unnar: „Hva? Verður þetta ekki bara góð pick-up Magnús, 3. F: „Ert þú sagnfræðingur?“ lína á ballinu? Hvað fékkst þú í dæmi 11 c?“ (og dillaði sér í leiðinni). Ólöf Erna: „Magnús, hættu að tala!“ Magnús, 3. F: „Heyrðu! Nú erum við að tala um Unnar að tala um þegar hann fer í skíðaferðir Dagvaktina, halt þú bara áfram að kenna.“ fyrir norðan. „Ég nenni ekki í þessar skíðaferðir, það eru alltaf einhverjir fullir gamlir nemendur að röfla yfir því hvað ég gaf þeim lágt á prófum.“

GULLKORN 30

María Björk var að útskýra írónískt háð í skáldskap fyrir 5. Z þegar hún vakti Daníel af værum blundi og sagði við hann í kaldhæðnistón: „Daníel, þú ert svo duglegur nemandi.“ Daníel svaraði um hæl: “María, þú ert svo góður kennari.“ Davíð Þorsteins. að útskýra summumerki og skrifar ekki x=i Höður, 5. Z: „Á maður ekki að skrifa x=i?“ Davíð: „Jú og nei, maður leyfir sér stundum að sleppa því eins og maður leyfir sér stundum að labba yfir götuna með lokuð augun.“ Bjarni enskukennari spyr Daníel, 5. Z: „Og hvað heitir þú?“ Daníel heyrði ekki hvað hann sagði og svarar að bragði: „Jeeees!“ Bjarni: „Níels?“ Íris Lind, 4. X : „Örn Árnason getur hermt eftir Davíð Oddssyni en ég get hermt eftir myndvarpanum: „dídú!“ Nemandi : „Hann er með svo fallegar hendur.“ Sessunautur: „Hver?“ Nemandi: „Arnbjörn!“ Arnbjörn: „Hvað er svona fyndið?“ Nemandi: „Öh...við vorum að tala um..... hádegismatinn minn!“ Ragnheiður, 4. S í stærðfræðitíma: „Skiptir máli hvar maður teiknar vigurinn inn í svitakerfið? ...ég meina hnitakerfið?“ Arnbjörn íslenskukennari: „Já, þau skemmtu sér saman... og ekki bara við það að spila lúdó!“ Helga, 6. Z: „Ohh, þið eruð bara ekki nógu artí til að skilja þetta!“



SKÓLABLAÐIÐ

MR=[1;10] L=Ø „Ekki fara í MR!“ Þetta eru orðin sem hafa hrokkið ósjálfrátt af vörum mínum í samtölum við vini og vandamenn undanfarna mánuði. „Þar er kalt, ógeðslega mikið að læra, skrítið fólk, vond lykt, engin marmarastemning, kettir sem koma inn um gluggann, og var ég búin að nefna fáránlega kalt?“ Svona gat ég haldið áfram endalaust. Minnstu munaði að ég skipti um skóla um áramótin en hvað var það sem fékk mig til að skipta um skoðun? Ekki gat það verið fúkkalyktin, kuldinn og allur heimalærdómurinn. Eða skítugu klósettin í Casa Christi og dularfulla hæðin í gólfinu í heimastofunni minni þar sem ég er sannfærð um að Gunnlaugur nokkur frá Hóli sé jarðsettur, ólöglega. Nei, ég þurfti að hugsa lengra aftur í tímann, alveg aftur að fyrsta skóladeginum mínum. Það var í lok ágúst árið 2007 og ég hafði misst af skólasetningunni. Ég var því að fara að hitta alla nýju bekkjarfélagana mína í fyrsta skiptið og þekkti engan. Ekki bætti úr skák að ég hafði fengið sms á laugardeginum um að ég ætti að fara í einstaklingsmyndatöku á mánudeginum. Guð minn góður! Þessi eina, litla mynd á algjörlega eftir að ráða öllum skólaferli mínum! Hugsaði ég. Ef hún mistekst, er ég doomed. Hún þurfti því að vera fullkomin, ég var meira að segja búin að æfa svip og allt. Svipurinn átti að tákna stolt og ánægju yfir því að vera nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. En hvað gerðist? Bad hair day! Ég vakna og hárið er í rúst! Hvað átti ég að gera? Ég var að missa af strætó og vildi alls ekki koma of seint í fyrsta tímann. Ég lét mig hafa það og dreif mig af stað. Þegar ég loksins steig út úr gula eðalvagninum, beint fyir framan MR, og hárið í rúst, fór hjartað á hundrað. Eða meira svona 160/100. Ég var búin að gleyma því hvað gamli skólinn var yfirgnæfandi bygging. Og tröppurnar, hvað eiga þær eiginlega að þýða? Á að reyna að drepa mann úr hræðslu hérna? Nei, ég lagði ekki í þær. Ég gekk meðfram

skólanum og laumaðist inn í gamla skóla að aftan. Í andyrinu hitti ég eldri frænku mína sem lánaði mér gamlar skólabækur og ég man svo greinilega eftir því að hafa sagt við hana daginn áður: „Viltu vera við handriðið á stiganum á andyrinu svo að ég finni þig örugglega? Ég er svo hrædd um að ég finni þig ekki í andyrinu ef þar er margt fólk.“ Ég get þó fullvissað ykkur um að þrátt fyrir að hún hafi ekki verið við handriðið, þá fann ég hana strax. Skólinn hafði víst verið aðeins stærri í minningunni. En með bækurnar í töskunni drattaðist ég svo af stað í átt að Casa Nova. „Ert þú búin að fá svona bók?“ heyrði ég sagt fyrir aftan mig. Það getur ekki verið að nokkur sé að tala við mig, ég þekki engan hérna, hugsaði ég og hélt áfram að ganga. „Hey! Þú stelpa, ertu búin að fá Morkinskinnu?“ Ég andaði djúpt og sneri mér við. „Ha? Nei, takk fyrir þetta,“ náði ég að skyrpa út úr mér og tók við bókinni. Svo stóð ég þarna áfram og hugsaði: „Vááá, ég talaði við eldribekking. Hvernig stóð ég mig? Æi, haltu nú áfram að ganga Inga María, þau halda örugglega að þú sért frekar treg nú þegar!“ En nú var komið að næsta vandamáli.Ég þorði ekki að velja mér sæti í stofunni því að ég hélt að krakkarnir myndu setjast í sín gömlu sæti frá því á skólasetningunni. Ég ráfaði því aðeins um gangana, skrapp á klósettið og tók loks svakalega áhættu þegar ég settist loks í autt sæti frekar aftarlega í stofunni. Í stofunni ríkti dauðaþögn. Auðvitað byrjaði ég svo að fletta Morkinskinnu, eins hljóðlega og ég gat, líkt og allir svölu krakkarnir. Ég las yndislegu fróðleiksmolana sem standa fyrir hvern dag og flissaði inni í mér. Allt í einu heyrist skerandi, skrækur hlátur. Þarna var stelpa sem virtist ekki þekkja marga en hún hló nú samt. Upphátt! Vá, hvað ég leit upp til hennar. Og þá var komið að því. „Við erum að sækja busa í myndatökur,“ sögðu nokkrir eldribekkingar. „Guð, hjálpaðu mér, gerðu það, ég þarf á því að halda. Gerðu þessa mynd fullkomna fyrir mig.“

Ég settist á myndatökustólinn. „Brostu,“ var sagt. „Inga,“ sagði ég við sjálfa mig. „Settu upp svipinn, brostu breitt og innilega. Vertu stolt.“ Klikk. Flass í augu. Klikk. Skært ljós. Klikk. Búið. „Já, mér tókst það.“ Já, ég hafði svo sannarlega náð að telja mér trú um að mér hefði tekist það. En nokkrum vikum seinna birtust myndirnar á Skólafélagssíðunni og það er óhætt að segja að sá ljósmyndari hafi heldur betur náð að fanga augnablikið. Ég leit nákvæmlega eins út á myndinni og mér hafði liðið, dauðskelkaður busi, sem var alveg kominn út á ystu nöf við að gera í buxurnar. Stolt, my ass! Í hvert skipti sem ég sé þessa mynd, man ég eftir fyrsta skóladeginum mínum í MR og munnvikin sveigjast örlítið upp á við. En þrátt fyrir að þau viðbrigði, að skipta úr grunnskóla í menntaskóla, hafi verið mikil, fann ég fyrir miklu meira álagi í byrjun fjórða bekkjar en gegnum allan þriðja bekk og ég var við það að bugast. Í lok jólafrísins komst ég loks að því, eftir „langa“ fjarveru frá skólanum, að mér var farið að þykja svolítið vænt um þennan skóla. Um miðbæinn. Að geta rölt á kaffihús eftir skóla. Geta hlegið að nördalegustu bröndurum nemenda og kennara sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Þurfa að vera í úlpu í tíma. Skokka tjarnarhringinn og ná upp í loftið í útibúningsklefanum. Umbera nærmyndir af hinum hroðalega ógnvekjandi Pútín uppi á skjávarpa. Heyra brakið í gólfinu í Gamla skóla og telja brotnu kristallana í ljósakrónunum í Hátíðarsal. Þessi frásögn gefur örlitla mynd af því hvernig ég upplifi MR og það er eins gott að ég lærði að meta þessa þætti, því að þeir eru ekki vísbending um annað en ömurlegan skóla. Ég ákvað hins vegar að hafa mætur á því sem ég sá og reyndi í MR í staðinn fyrir að lasta það og skyndilega uppgötvaði ég hvað allt getur í rauninni verið frábært. Inga María Árnadóttir 4. R

32

E inar


háskólinn á bifröst

Ágúst Einarsson

rektor

Búðu þig undir framtíðina í Háskólanum á Bifröst með hagnýtu og metnaðarfullu námi sem er í nánum tengslum við atvinnulífið. Námsframboð á Bifröst hefur aukist jafnt og þétt, boðið er upp á grunn- og meistaranám á háskólastigi í þremur deildum, nám í frumgreinadeild auk

símenntunar á sviði viðskipta og rekstrar. Á Bifröst færðu úrvalsmenntun auk þess sem þér býðst þátttaka í kraftmiklu, lífsglöðu og einstöku samfélagi. Kynntu þér málið á bifrost.is.

ENNEMM / SÍA / NM31884

www.bifröst.is

FRUMGREINADEILD

VIÐSKIPTADEILD

LAGADEILD

FÉLAGSVÍSINDADEILD

E inar


GREINARHEITI SKÓLABLAÐIÐ

ÁRSHÁTÍÐ SKÓLAFÉLAGSINS 34


ÁRSHÁTÍÐ SKÓLAFÉLAGSINS

Árshátíðarnefnd Skólafélagsins var í ár skipuð níu kokhraustum nemendum. Páll Aðalsteins, 6.X, og Björn Hjörvar, 4.T, sáu um markaðsmál og árshátíðargjöf. Sprelligosarnir Arnór Einars, 5.Y, og Pétur Grétars, 6.U, voru formenn skreytinganefndar. Bjarki Þór, 5.R, Sigurjón, 5.S, og Dísa, 5.S, skipulögðu hátíðardagskrána og viðburði vikunnar. Jói systemus, 6.R, var til taks fyrir hvern þann sem þarfnaðist hjálpar eða vinar í raun. Loks leiddi skipulagsgúrúinn Dagný, 6.Z, flokkinn og stjórnaði með harðri en jafnframt elskandi hendi. Á meðan sötraði Skólafélagsstjórn kaldan mjöð á English Pub. Nei, grín. Þau sáu til þess að allt færi vel og sæmilega fram. Undirbúningsferlið var krefjandi og skemmtilegt í senn. Þankahríð nefndarinnar hófst um þremur vikum fyrir árshátíð og hefði flæði hugmyndanna verið virkjað hefði það nægt til að sjá Reykjanesbæ fyrir rafmagni yfir alla jólahátíðina. Krullukollurinn Bjössi lærði fljótt öll helstu trixin af fjármálamógúlnum Páli Aðal. Í sameiningu mjólkuðu þeir alla 35


SKÓLABLAÐIÐ

helstu tengslaspena skólans og náðu góðum „dílum“ með hörðum samningaviðræðum. Pétur og Arnór sýndu í verki að það er hægt að vera fyndinn og duglegur í senn og sáu til þess að skreytinganefndin svitnaði eins og grísir á heitum sumardegi. Hugmyndir þeirra og markmið voru einhver þau háleitustu sem sögur fara af. Skipulagsnefndin þeyttist út um allar trissur og sankaði að sér grjónum, „gongum“ og gömlum Thai-Chi-konum í anda þemans. Haldnir voru fjölbreyttir atburðir, allt frá pingpongmóti til prjónagrjónaátskeppni, að ógleymdu vel sóttu iocer scholae uppistandi. Dagný var allt í öllu og virtist bókstaflega vera alls staðar, sérstaklega eftir að litla systir hennar kom að hjálpa. Fullyrða má að ekkert okkar væri á lífi ef ekki hefði verið fyrir Jóhann Björn. 36

E inar


ÁRSHÁTÍÐ SKÓLAFÉLAGSINS

Í heildina litið heppnaðist árshátíðarvikan vel í alla staði. Að vísu gekk á ýmsu á köflum og sem dæmi má nefna að formaður nefndarinnar mætti blóðugur á Breiðvang (hún skar sig í sturtu). Skreytingarnar voru stórbrotnar og því til sönnunar eru skriðdrekinn forláti og sjálfur Kínamúrinn sem risu í Cösu. Mikil og góð markaðsvinna gerði Árna questor kátan og gjöfin vakti mikla lukku. Ballið sjálft heppnaðist með eindæmum vel enda ekki annars von þegar sjálf Stórsveit Reykjavíkur leikur fyrir dansi, nú eða öðru. Þó að við sjálf höfum verið á barmi taugaáfalls þegar mest við lá þótti sviti, blóð og tár síðustu vikna vel þess virði þegar litið var yfir föngulegan hóp samnemenda að kvöldi 9. október.

Sigurjón Jóhannsson 5.S

Þórdís Kristinsdóttir 5.S

37


SKÓLABLAÐIÐ

KENNARALJÓÐ Ritnefnd Skólablaðsins auglýsti eftir ljóðum ortum af kennurum. Tveir kennarar svöruðu kallinu en hvorugur þeirra vildi láta nafns síns getið.

Brúðkaupsljóð Ljóðið var ort til sonar skáldsins og konu hans og var sungið í brúðkaupinu af nokkrum fjölskyldumeðlimum. Höfundur veit af skáldaleyfi sem hann tók sér til að uppfylla rímkröfur en löngunin til að skjótast á bak Pegasusi bar dómgreind hans ofurliði. Nafni sonarins er breytt til að hlífa honum við augnagotum en tengdadóttirin verður að þola önn fyrir það að nafn hennar er rímorð. Veislu við höldum á helgri stund þeim Hermanni og Söru. Fylgjum að heiman til heilla sprund hugljúfum ungum svein. Töldum hann færan í flestan sjá og fullgildandi vöru á hjónabandsmarkaði miklum þá mætti´honum stúlka ein. Viðlag: Amor er enn að verki: Ástar við sjáum merki. Blessun þeim fylgi og barnafjöld byltist um gólfið og rekkjutjöld. Gleði og heill þeim hossi.

Haldast megi´ástarblossi. Unaður ríki og angur burt víki til efsta kvölds. Geislandi’ af hamingju, glöð á brá í gildu ektastandi augunum tindrandi til að sjá tilbiður meyja svein. Leiða hvort annað um lífsins haf í ljúfu hjónabandi, nestuð þeim arfi sem Guð þeim gaf: göfuglynd, björt og hrein. Viðlag: Amor er enn að verki: Ástar við sjáum merki. Blessun þeim fylgi og barnafjöld byltist um gólfið og rekkjutjöld. Gleði og heill þeim hossi. Haldast megi´ástarblossi. Unaður ríki og angur burt víki til efsta kvölds. Tvö tækifærisljóð Hið fyrra er ort sem hvatningarljóð til Maríu Bjarkar íslenskukennara þegar hún efaðist um tilgang starfs síns.

Oft ratast börnum satt á munn

Mig grunar að ég sé geimvera. Í grárri morgunskímunni þegar ég reika milli svefns og vöku rámar mig í stað þar sem nætursólin

varpar hvítum skuggum á himininn þar sem trén ganga niður að vatnsbakkanum þegar þau þyrstir og fuglarnir gefa mér brauð. Prófatíð er annasamur tími og kennarar reita stundum hár sitt þegar dagarnir hverfa út í buskann en prófstaflinn minnkar lítt.

Tapað fundið

Lýst er eftir deginum í gær. Hann hvarf mér sjónum um hádegisbil einhvers staðar milli fjalls og fjöru. Úr fjarlægð virtist hann bjartur og fagur, hæglátur og hlýlegur. Í nálægð reyndist hann nokkuð kuldalegur, þungur og þreytandi. Síðast sást til hans hraða sér burt hokins með þéttskrifuð blöð undir handleggnum. Skilvís finnandi er beðinn um að koma honum til mín sem fyrst svo ég megi endurnýta hann. Ég ætla að gera mér glaðan dag, fara í fjöru að týna eða tína skel, á kaffihús að hugsa málin eða á ölkrá að hugsa sem minnst. Fundarlaunum er heitið. Þú mátt njóta dagsins með mér!!

38

E inar


GREINARHEITI

39 AFGREIÐSLUTÍMI: LAUGARD: 10.00-18.00

SUNNUD. 12.00-18.30

E inar


SKÓLABLAÐIÐ

40


SKIPTINEMAR

HOW DO YOU LIKE ICELAND SO FAR? A QUESTION EVERY SINGLE FOREIGNER GETS ASKED AT LEAST THREE TIMES DURING THEIR STAY IN ICELAND, INCLUDING US, THE “SKIPTINEMAR” IN MR. Just before Christmas we were only three, but now there are five of us: Andrea from Italy, Carlotta, also from Italy, Freya from Belgium, Ian from the U.S.A and Marije from Holland. You can find us all in Casa Christi. We’ve been in Iceland for five months now and we’ve experienced both positive and negative things. We are COLD, it’s WINDY, it RAINS, and that’s just the weather part of it! Everyone says: ‘if you don’t like the weather, just wait a minute.’ But what we’ve learned is that it just gets worse! The result of all this is runny noses. But don’t think that the people in a country with this kind of climate uses handkerchiefs! Nooo, just sniff ! Nei, við erum bara að grínast! We love Iceland. Freya: ‘I fell in love with it the first day in MR. Everybody was so nice to me and I immediately knew I had made friends for life.’ We also thought it was very funny that everybody knew you were a skiptinemi. Freya: ‘I still remember I was in the hallway, looking in my backpack for some books. Then out of the blue somebody came to me to ask if I was lost and needed help.’ Carlotta, who arrived in MR after the jólapróf also felt very accepted

I STILL REMEMBER I WAS IN THE HALLWAY, LOOKING IN MY BACKPACK FOR SOME BOOKS. THEN OUT OF THE BLUE SOMEBODY CAME TO ME TO ASK IF I WAS LOST AND NEEDED HELP.’ in MR: ‘My classmates already started adding me on facebook before I was in MR!’ The skiptinemar all agree that MR is a wonderful school in which to spend your AFS year. Of course it´s not just MR, we like Iceland in general as well. Besides gaining some kilos (AFS: Another Fat Student) we’ve also gained a new way of looking at situations. We’ve learned to always be positive as so many Icelanders are. See, even with the kreppa, you manage to keep going. You even crack jokes during protests. Guess that’s the way you cope with things. We also think you are very spontaneous. If you feel like going to the movies, you just go, whether you planned it or not. You just 41

do what you want when you want to, just like in the old sagas about Njáll and Egill: If you didn’t like someone you just chopped their head off. Problem solved! Nothing has really changed. You’ve just replaced swords with cell phones and horses with big cars. Carlotta says: ‘I really think Icelanders are the people who live in the extreme north, but carry the south with them inside!’ One thing is for certain: our lives will never be the same again. We will go back to our own countries, and during our lousy two days of Christmas we’ll remember the 2 months of holiday spirit in Iceland. When we watch our fireworks we will think: ‘Is that it?’ And when it’s snowing and all our friends and family are shouting: ‘Look! Snow!’, we will think: ‘so what?’ We will never forget this experience, Iceland, MR, our friends nor our host families. That’s why we want to thank everyone in MR for helping us to make our stay here in Iceland the best time of our lives, and we really hope you will continue to do so! Kossar og knús, Andrea, Carlotta, Freya, Ian og Marije


SKÓLABLAÐIÐ

DON SJÚ‘ANN?! MAKALAUS RÓMAN-TÍK RITHÖFUNDAR Á MR-ÁRUNUM Maður skyldi ætla að sá sem skrifar opinskáa bók um samskipti kynjanna og kynlíf á ,,gamalsaldri“ hafi verið á hormónaflæði í menntaskóla, vafið dömum um fingur sér, daðrað við kvk-kennara daginn út og inn, mætt fullnægður í skólann á hverjum degi, í það minnsta á mánudegi og haldið uppteknum hætti næstu daga. Ekki síst til að safna í reynslubankann og undirbúa bókarskrifin í framtíðinni. En ... því var ekki að skipta. Bókin „Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama – skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi“ var skrifuð af gaur sem kyssti ekki eina einustu stelpu í MR, fór á örfá skólaböll og roðnaði upp fyrir hársrætur þegar stelpa leit hann augum. Þetta sýnir og sannar að sá sem er lofthræddur í æsku gæti allt eins flogið til tunglsins á fimmtudagsaldri. Maður skyldi aldrei ganga að neinu vísu. Þeir piltar sem eru að feta sín fyrstu spor og sitt fyrsta þukl í nánum samskiptum við dömu ættu að kannast við meðfylgjandi reynslusögu úr ofangreindri bók: ,,Ég hefði allt eins getað verið með boxhanska og blindrastaf þegar ég fór að þreifa mig áfram í kynlífi. Ég flaug reyndar í gegnum kossaprófið eftir að hafa jafnað mig á yfirliðstilfinningunni við það að vera rifinn í fang dömu og að vörum hennar. Tungurnar þvældust vitanlega töluvert hvor fyrir annarri í upphafi eins og feimnir en kappsfullir glímukappar en náðu svo sáttum. Að nokkrum blautum kossum liðnum og klæðalausum, klaufalegum hreyfingum, rataði ,,starfsmaðurinn” á sinn stað. Ég hnerraði tvisvar og þá var allt afstaðið. Úpps! Typpið skrapp saman. Örmagna. Og ég er ekki frá því að hann hafi verið hissa. Daman leit á mig furðu lostin. Ég sá að hún hugsaði pirruð: ,,hvað með mig?” Ég hugsaði glaður á móti: ,,Eru 5 sekúndur ekki nóg?”

Til allrar hamingju var líf eftir MR. Í stað þess að stara sveittur og óttasleginn á tind Mount Everest þorði maður loksins að leggja af stað til að kanna ókunna stigu. Hver þúfa var þukluð, hver skora litin spennandi augum, gljúfur og lækur rannsakaðir og eftir erfið spor og þrautargöngu var fjallið alls ekki eins ókleift og það leit út fyrir að vera. Ungfrú Reykjavík En ekki vantaði dömurnar í MR haustið sem ég settist á fyrsta viðarstólinn og útskorna borðið í 3. bekk í Latínuskólanum. Sítt ljóst hárið sem flæktist í pennaveskinu mínu í hvert sinn sem daman settist á borðið fyrir framan mig tilheyrði Dillý, síðar Ungfrú Reykjavík og þar síðar nánast Ungfrú Ísland (í mínum augum). Hávaxin, leggjalöng, dönnuð, vel tennt, skýrmælt, skörp, skemmtileg, stríðin, eggjandi, uggvænleg, ógnvekjandi. Það var ekki annað á teikniborðinu en að vera skotinn í henni. En bara djúpt, djúpt undir niðri. Eflaust langaði okkur strákana að slást um hana en enginn þorði að viðurkenna aðdáun sína. Alls engar aðgerðir voru því fyrirhugaðar enda þess háttar pælingar ekki til í orðaforða 16 ára pilts sem bjó í Ólafsvík. Þar var lífið saltfiskur, fótbolti og suðaustan bálviðri en Dillý var eins og postulínsdúkka sem tilheyrði prinsum frá fjarlægum löndum sem gátu boðið henni gull og græna skóga. Einhverjum árum síðar lá í augum uppi að ég og hún héldum heim til hennar að loknum Hollywood dansleik, ekki til að skoða frímerkjasafnið hennar. En í stað þess að klífa Mount Everest, ekki bara eina nótt heldur árum saman, var hlaupið til Ólafsvíkur, vel brókaður. Um miðja nótt. Uss uss! Vissulega voru aðrar spennandi dömur í MR á þessum árum. Ég man eftir Guðrúnu í 42

mínum bekk, sem var kærasta Garðars. Hreint ótrúlegt hvernig fólk getur byrjað saman á barnsaldri. Ég var varla kominn með skapandi hár á viðkvæma staði. Og í fjórða bekk var Begga sæta en líka á föstu. Hún var lifandi eftirmynd Oliviu Newton John í kvikmyndinni Grease, dansandi við Travolta. Engir sjensar fyrir saltfiskdrengi. MR-árin voru sem sagt dagar án víns og ásta. Þótt ég hafi verið hálfgerð veggjalús til að byrja með náði ég fljótt áttum og talaði óumbeðinn, stöku sinnum. Ekki gat maður þagað í fjögur ár. Afsakið fimm ár í mínu tilfelli því Íslendingasögurnar voru ekki mitt fag. Og ÓMÓ ekki minn kennari. Það hefði verið frábært að geta sagt frá því ég hefði komið fallegri menntaskólasnót til bjargar eftir að hún féll niður um vök á Tjörninni á ísköldu desemberkvöldi. Og að við hefðum átt okkar stað og okkar stund allan þann vetur. En ... sannleikurinn er sagna bestur. Það er því nokkuð ljóst í þessari stuttu samantekt um mína meintu rómantík í MR að ég fór í gegnum fimm ára nám með hendur í götóttum vösum og kom ekki nálægt neinum ,,flengingum“. Ja, nema þegar Guðni kjaftur tók mig á beinið fyrir að slugsa í námi. Í stað þess að öskra á mig á kontórnum er aldrei að vita nema hann hefði viljað berja dreifbýlispúkann á beran bossann. Það hefði án efa skilað hærri einkunnum. En tæplega kærustu á koddann.

Þorgrímur Þráinsson

Stúdent úr nýmáladeild (flugfreyjudeildinni) árið 1980


GREINARHEITI

43


SKÓLABLAÐIÐ

ORRINN TÓNSMÍÐAKEPPNI SKÓLAFÉLAGSINS

Það var eftirvænting og spenna í nemendum þegar þeir gengu inn í Cösu skreytta með andlitsmyndum af Sigurði Orra. Hápunktur listavikunnar, tónsmíðakeppnin Orrinn, var í þann mund að hefjast. Orri hóf kvöldið með alkunnum söng sínum um að standa saman og hafa gaman. Hann kynnti svo á svið Elektrópopdúettinn Sykur með lagið Naked Ape. Hann var skipaður þeim Halldóri Eldjárn og Stefáni Finnbogasyni (MH). Þeir sátu á sviðinu með Korga í kjöltunum og dáleiddu salinn með þéttum elektrótónum. Annar í röðinni á svið var svo fríður hópur ungra manna sem kallaði sig Kopfschmerz og spilaði lagið Quelle page, mjög fjölþjóðlegt allt saman. Þeir spiluðu flott og vel æft instrumental funk-rokk en hljóðið lék þá grátt því að það heyrðist varla í píanóinu. Orri kom eftir hvert atriði og gaf tónlistarmönnunum sitt persónulega „thumbsup“ með orðunum: „Þetta var nú aldeilis hressandi“, og hélt svo sjóinu gangandi. Annar Eldjárn, í þetta skipti Kristján, samdi lag sem hann flutti með áðurnefndum Sykur-strákum og söngkonunni Agnesi Einhversdóttur (grínið var komið of langt til að stöðva það núna). Agnes söng tregafullan söng og hreyfði sig með innlifun í takt við tónlistina. Enn eitt gæðaatriði og þessi keppni lofaði góðu. Brynjólfur Gauti, Ásta Fanney og Gunnar

Árni Freyr Gunnarsson við flygilinn. Árni flutti fantasíu í cís-moll sem átti síðar eftir að verða virtúósa fantasía í cís-moll. Árni spilaði gífurlega vel miðað við lélegt ástand flygilsins en verkið sjálft var það sem vakti athygli allra viðstaddra. Þetta verk hafði allt sem prýða þarf gott tónverk, samhengi milli kafla, kafla sem sýna hver mismunandi tilfinningar og hæfileika tónskáldsins. Áhorfendur göptu eftir að Árni ÞETTA VERK HAFÐI ALLT SEM lauk flutningi sínum. Lokaatriði kvöldisins var háskólarokk spilað PRÝÐA ÞARF GOTT TÓNVERK, af hljómsveitinni Orkar tvímælis. SAMHENGI MILLI KAFLA, Lagið fjallar um drykkju og einkennisorð þess KAFLA SEM SÝNA HVER MIS„chug chug“ hljóma enn milli eyrnanna á mér. MUNANDI TILFINNINGAR OG Eftir þetta átti bara eftir að gefa Orkar HÆFILEIKA TÓNSKÁLDSINS. og Árna verðlaunin sín. Árni fékk stóran og ÁHORFENDUR GÖPTU EFTIR stæðilegan bikar sem í var grafið andlitið á Orra. AÐ ÁRNI LAUK FLUTNINGNUM. Þetta var vel heppnað kvöld og Orri stóð sig vel sem kynnir. Vonandi verður hægt að finna lýsti Orri því yfir að þetta hefði aldeilis verið staðgengil hans í framtíðar Orrum en ég er sannfærður að þetta hafi aðeins verið sá fyrsti hressandi lag. Þriðja síðasta atriði keppninnar var af mörgum. þverflautudúett Helgu Svölu og Nínu Hjördísar (MH) um Söruh Palin (geðveikt tónsmíðaefni). Verkið Für Palin er í þremur hlutum og fjallar sá fyrsti um rússneskan morgun heima hjá Söruh í Alaska. Í öðrum hluta hringir Nicolas Ólafur Sverrir Sarcosi og í þeim þriðja flýr Sarah björn á Traustason bjarnaveiðum. Dæmi um þverflautuhæfileika 5.Y Söruh voru fléttaðir inn í verkið. Atriðin sem höfnuðu í 1. og 2. sæti voru síðust í röðinni. En í öfugri röð því nú settist komu að sjálfsögðu með sitt framlag, Geimurinn. Lagið hófst á blístri og svo fylgdi fallegur dúett Ástu og Gunna í kjölfarið. Binni sló bókstaflega á trommurnar niðurlútur og setti sinn svip á þetta áhugaverða atriði. Lagið endaði í æðislegum tónadansi þar sem melódikka var í aðalhlutverki. Þó það mætti deila um hvort það ætti við þá

44


ORRINN

45


SKÓLABLAÐIÐ

SOKKABALLIÐ JÆJA, SOKKABALLIÐ SEGIRÐU?

46

Einar


SOKKABALLIÐ

Félagsheimilið á Flúðum lifnaði bókstaflega við þegar lopaklæddir MR-ingar mættu á staðinn, svo mikil var gleðin og hláturinn. Harmonikkuleikur hljómaði um salinn og ör hjartsláttur og sviti í lófum einkenndi andrúmsloftið. Á ég að þora að bjóða honum upp? Eftir að hafa sigrast á feimninni dunaði dansinn í mjög svo skipulögðum röðum... nooot... þetta var án efa mesta klessa í verden! En það jók bara á ánægju kvöldsins. Sundið var hellað! Við erum að tala um afar svalandi laug með 100 stykki af fáklæddum ungmennum, reiftónlist, diskóljósum, buslugangi og hlátri. Ekki slæmt það! DJ Eldjárn stóð svellkaldur á bakkanum og dillaði bossanum í

takt við rythmann. Án hans hefði lítið orðið af blautu tjútti og hamagangi. Maður segir nú ekki annað. Mikið var pælt í kroppum. Má þar nefna Harald nokkurn Franklín sem var afar umtalaður meðal kvenkynsins. Heitipotturinn óóójá! Sett var heimsmet í heitapottsítroðningi þetta mikilfenglega kvöld. Spurning hvort „heimsmetið“ hafi verið yfirskin til að lokka til sín heita leggi, strákar? Allavega, þá var lokatalan þrjátíu og urðu menn afar stoltir. Hmm.. Vandræðaleg augnablik? Jú, eitt smávægilegt. Þegar ein skvísan datt svo glæsilega á bakkanum fyrir framan allt liðið. Stóð upp.. ehhee.. datt aftur...úps. En kommon, það var 47

hálka. Ahh, heit sturta og aftur í lopann. Bros út að eyrum yfirgáfu sundhöllina og héldu inn í rútu. Ekið var heim á leið í kolniðarmyrkri og voru margir vel þreyttir eftir daginn. Góð og gild ástæða til að halla sér að sessunautinum, og jafnvel dúllast smá... híhí... Hilda Hrönn Guðmundsdóttir 4. Y


SKÓLABLAÐIÐ

48


SOKKABALL

49


SKÓLABLAÐIÐ

um að það lið sem fleiri dómarar dæma sigur ber sigur úr býtum. Tveir dómarar dæmdu FG sigur en aðeins oddadómarinn dæmdi MR sigur. Eftirmál keppninnar urðu þónokkur en úrslitin stóðu. Ég hef aldrei átt auðvelt með að sætta mig við tap hvort sem það er í saklausu spili eða kappsfullum íþróttaleik. Með ósigrinum gegn FG náði þó tapsæri mitt nýjum hæðum. Aldrei nokkurn tíma hef ég verið jafn vonsvikinn. Aldrei nokkurn tíma hef ég verið jafn svekktur yfir því að valda vonbrigðum. Vissulega græddu hlý orð samnemenda í garð okkar ræðumanna sárin upp að vissu marki, en þó er víst að þessu tapi mun ég aldrei gleyma. Við gerðum okkar besta en féllum í þetta sinn. Eins og stjórnmálaleiðtogarnir hafa gjarnan sagt að undanförnu þá drögum við af þessu lærdóm og gerum enn betur næst. Megi MR fara taplaust í gegnum Morfís næsta skólaárs. Ræðulið Menntaskólans í Reykjavík sem keppti gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ var skipað með eftirfarandi hætti: Liðsstjóri: Einar Lövdahl Gunnlaugsson, 4. X

MORFÍS Menntaskólinn í Reykjavík hefur notið velgengni á liðnum árum í margs konar kappleikjum. Þar má m.a. nefna stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, Gettu betur og síðast en ekki síst Morfís – mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Væntingar eru án vafa fylgifiskur velgengni, og árangri fylgja því enn meiri vonir. Þá verða vonbrigðin mest þegar væntingarnar eru himinháar en árangurinn slakur að þá verður niðurstaðan vonbrigði. Það fór ef til vill ekki framhjá mörgum að

þátttaka Menntaskólans í Reykjavík í Morfís þetta árið reyndist heldur skammvinn sæla. Við drógumst gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fyrstu umferð og föstudaginn 21. nóvember fór undirbúningurinn á flug samkvæmt venju. Samið var um umræðuefnið „Lögsækjum mótmælendur“ þar sem MR mælti með en FG á móti. Umræðuefnið fékk mikla umfjöllun á spjallborði Skólafélagssíðunnar, eins og gefur að skilja þar sem mótmælendur hafa verið áberandi í þjóðmálaumræðunni undanfarið. Til að gera langa sögu stutta þurftum við MR-ingar að lúta í gras gegn FG-ingum þann 28. nóvember þrátt fyrir að hafa hlotið sigur með u.þ.b. 60 stigum. Ástæðan var ný regla sem hafði nýverið tekið gildi en hún kveður á 50

Frummælandi: Ólafur Hrafn Steinarsson, 5. Y Meðmælandi: Magnús Örn Sigurðsson, 6. U Stuðningsmaður: Jóhann Páll Jóhannsson, 3. A Auk þess unnu Brynjólfur Gauti Jónsson, 5. Y, Finnbogi Fannar Jónasson, 3. H, og Margrét Sveinsdóttir, 5. Y, ötullega á bak við tjöldin.

Einar Lövdahl Gunnlaugsson


GREINARHEITI

51

E inar


SKÓLABLAÐIÐ

TRAUSTI ÞORGEIRSSON REYNSLUNNI RÍKARI – SANNANIR EIGA RÉTT Á SÉR „Analysis paralysis er allt of algengt,“ segir Trausti Þorgeirsson sem kennir tölvufræði og stærðfræði í Menntaskólanum í Reykjavík. „Fólk veltir hlutunum of mikið fyrir sér en lætur ekki kylfu ráða kasti. Mér dettur ekkert betra í hug, þegar þið spyrjið mig um lífsmottó, en að hika er sama og að tapa.“ Trausti hikaði ekki á Valsvellinum í gamla daga en nú hefur hann lagt fótboltaskóna á hilluna í skiptum fyrir hlaupaskóna. Arsenal hefur verið liðið hans í enska boltanum frá því að hann var 5 ára. Hann hikar heldur ekki í Mario Kart sem hann spilar oft á Wii leikjatölvuna sína. „Margt í lífinu byggist á tilviljunum og á hverjum tíma hefur maður um ýmsa kosti að velja. Fólk segir oft: „Ég var ótrúlega heppinn að lenda í þessu“. Kannski er það svo. Það þýðir samt ekki endilega að allir hinir kostirnir í stöðunni hafi verið slæmir.“ Trausti segir að tilviljun hafi að sumu leyti ráðið því að hann gerðist kennari í MR þótt hann hafi orðið stúdent úr þeim skóla árið 2003. Hann haldi þó ekki að hann hefði orðið óhamingjusamur þótt hann hefði unnið við eitthvað annað. Ekki megi óttast breytingar. „Pabbi kenndi í MR einn vetur árið ’95 eða ’96 og hafði lengi fyrir mér að MR væri langbesti skólinn og ekki kæmi annað til greina en að ég innritaðist í hann,“ segir Trausti. „Kvöldið áður en ég átti að velja skóla var ég búinn að skrifa Verzlunarskóli Íslands á umsóknarspjaldið mitt og ætlaði að skila því daginn eftir en svo var það einhver leifturákvörðun sem varð þess valdandi 52

E inar


TRAUSTI ÞORGEIRSSON

að ég ákvað að fara í MR. Ég sé ekki eftir því tapa segir hann núna, vafalaust reynslunni en það er ekki þar með sagt að allt hefði verið ríkari, því að á skólaárunum hikaði hann við að taka þátt í félagslífi nemendanna. Altént ömurlegt hefði ég farið í versló.“ finnst mosagrónum félagsmálatröllum að Ef þú værir ekki að kenna, hvert væri þá Trausti hafi farið á mis við mikilvægan þátt framhaldsskólagöngunnar. draumastarfið? „Ég var frekar misheppnaður í félagslífinu Ef ég væri ekki að kenna væri ég einhvers staðar að vinna í hugbúnaði að forrita eða og tók eins lítinn þátt í því og mögulegt var,“ eitthvað þannig. Þegar ég var lítill ætlaði ég að vinna á bensínstöð og verða sterkasti ÞAÐ VAR EITTHVERT maður í heimi. Ég hef mjög gaman af því að kenna og get ekki varla ímyndað mér neitt FYRIRPARTÍ UPPI Í BREIÐSEM BEKKURINN skemmtilegra. nema það sé betur borgað. Þegar HOLTI MINN STÓÐ FYRIR EN MÉR ég var yngri hjálpaði ég frænkum mínum og frændum með heimadæmi. Í háskólanum tók OG VINI MÍNUM FANNST ég að mér dæmatíma fyrir yngri nemendur í SVO LEIÐINLEGT Í PARTÍINU einum þremur tveimur kúrsum,; kenndi svo AÐ VIÐ ÁKVÁÐUM AÐ MÆTA Ttölvunarfræði 1, sem er forritunarnámskeið SNEMMA Á BALLIÐ. VIÐ og leiðbeindi öðru á hugbúnaðartengdu VORUM MÆTTIR Á SLAGINU námskeiði. Þetta kom vel út. Svo, þegar ég var KLUKKAN 10 ÞEGAR BALLIÐ að velta fyrir meistaraprófsverkefni á fjórða ÁTTI AÐ HEFJAST EN ÞÁ VAR ári, sá ég auglýsingu í blaðinu um að það vantaði afleysingu í MR og ílentist hér. Núna EKKI EINU SINNI BYRJAÐ AÐ í haust skráði ég mig í kennsluréttindanám í HLEYPA INN. háskólanum.“ Trausti er að ljúka meistaraprófsverkefni sínu og útskrifast í sumar sem meistari í segir hann. „Fyrsta ballið sem ég átti að mæta hugbúnaðarverkfræði um svipað leyti og hann á var busaballið árið 1999 sem var haldið á lýkur kennslufræðinni. Eins og stendur er hann stað sem hét þá Astro, síðar Pravda og er núna báðum megin við kennaraborðið, bæði að kenna brunnið til grunna. Það var eitthvert fyrirpartí uppi í Breiðholti sem bekkurinn minn stóð fyrir og læra. „Að sumu leyti er það skrítin tilfinning, t.d. að en mér og vini mínum fannst svo leiðinlegt í mæta sem nemandi kennari í kennslustofu þar partíinu að við ákváðum að mæta snemma á sem maður hefur sjálfur verið kennari nemandi ballið. Við tókum strætó niður í bæ og vorum en ekki síður að umgangast allt í einu lærifeður mættir á slaginu klukkan 10 þegar ballið átti sína úr Menntaskólanum sem samkennara. að hefjast en þá var ekki einu sinni byrjað að Ég var í rauninni feiminn við kennarana hleypa inn. Ég var ekki í neinum nefndum, tók fyrstu dagana, þorði varla að opna dyrnar að ekki þátt í útgáfu á skólablaði né neinu öðru kennarastofunni, fannst eins og ég ætti ekki félagstengdu. Ég hefði alveg tæknilega séð verið heima þar. Ég var eins og nemandi sem þorði til í eitthvað en einhvern veginn bara kom sú staða ekki upp.“ ekki að banka.“ Trausti stundaði ekki félagslífið en MR Með hliðsjón af áhugamálum og sérfræðisviði Trausta er við hæfi að nota samlíkinguna um mótaði hann sem góðan námsmann. „Maður hafði áhuga á tölvum og forritun og að sérhver maður sé summan af reynslu sinni, þekkingu og uppeldi. Að hika er sama og að reyndi að finna sér eitthvað í háskólanum sem 53

átti við það. Ég get samt ekki sagt að ég hafi fengið mikinn innblástur í þá átt úr í náminu í MR.“ Trausta finnst bestu nemendurnir vera þeir sem eru jákvæðir og virkir í tímum. Neikvæðum nemenda sé nánst vonlaust að kenna. Trausti segir að það sé alltaf gott að fá spurningar, jafnvel út fyrir efnið, þannig að ekki þurfi að tala út í tómið. „Maður þarf að skynja eitthvert líf og einhverja hugsun.“ Af hverju læra nemendur í MR stærðfræði sannanir? „Í fyrsta lagiÞað er er nauðsynlegt að nemendur skilji að það sé hægt að rökstyðja reglurnar og af hverju þær séu með þeim hætti sem þær eru settar fram. Hins vegar er það líka gild spurning hversu langt það eigi að ganga. Í þessum skóla er nánast hver einasta regla sönnuð með þeim tækjum sem við kennum.“ Og enn komum við að þessum mismunandi áföngum í þroskaferli mannsins sem skiptir um skoðun og horfir á málin frá öðrum sjónarhól en áður. „Á sínum tíma fannst mér ekki alltaf auðvelt að læra þetta með þessum hætti. Nú orðið er ég alveg á því að það eigi að kenna þetta eins og það er gert. Það er mikilvægt til að þroska stærðfræðivitund nemenda og gera hann læsan á stærðfræðilegan texta. Það er staðreynd að stærðfræði er sett fram með þessum hætti, skilgreiningum og síðan reglum og frumreglum. Séu reglurnar ekki sannaðar er stórum hluta af ferlinu sleppt og það er út í hött.“ Einar Lövdahl Gunnlaugsson Jakob Sindri Þórsson


SKÓLABLAÐIÐ

EYSTRASALTSKEPPNIN Ég vissi að ég átti skemmtilega ferð í vændum þegar mér var tilkynnt að ég væri kominn í fimm manna lið sem átti að fara til Póllands að keppa í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði. Liðið var skipað fjórum efstu keppendunum af efra stigi og þeim stigahæsta af því neðra í forkeppninni fyrir stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Þrír fulltrúar Menntaskólans í Reykjavík voru valdir, Kristján Jónsson, Sólrún Halla Einarsdóttir og ég. Í fyrstu var ekki öruggt að við færum. Mikil vandræði sköpuðust þegar finna átti fararstjóra, Pólverjarnir höfðu fyllt alla fokkerana frá Íslandi og að lokum vildi svo æðislega til að allir bankar á Íslandi fóru á hausinn. Flugmiði og fararstjórar fundust þó að lokum þannig að eftir tvær vikur af öflugum æfingum var íslenska liðið tilbúið í slaginn. Við vöknuðum um miðja nótt og flugum frá Keflavík, millilentum í Danmörku, flugum þaðan til Póllands í pínulitlu brotajárni og lentum að lokum um miðjan fimmtudag í hafnarborginni Gdansk. Hótelið þar sem keppendur dvöldu kom mér á óvart eins og margt fleira í Póllandi en það var mun fínna en borgin sjálf. Eftir skamma stund vorum við komin með herbergislykla og voru tveir og tveir saman í herbergi. Af því leiddi að Ögmundur úr ML var samleifa einum mod 2 og þurfti því að gista í rúmi með einhverjum Lassí frá Finnlandi. Í Póllandi er hinn almenni borgari alltaf reiður, alltaf á hækjum, einhvern veginn tekst þér alltaf að vera fyrir honum og svo lendir þú ósjaldan í því að halda á hjólastólnum hans út úr lest. Næsta dag voru íslensku fararstjórarnir á dæmafundi þar sem valin voru dæmi fyrir keppnina daginn eftir. Því var okkur útvegaður pólskur fararstjóri sem sá um pössun á liðinu. Okkur tókst með eindæmum að vera algjörlega óþolandi lið. Þegar við áttum að vera í keilu

báðum við um mat og þegar við áttum að vera að borða smurðum við okkur nesti. Eitt skiptið kom matráðskonan að okkur í miðri smurningu og þegar hún sá að ein samlokan með osti var á leið í poka heyrðust hljóð sem ég þakka fyrir að hafa ekki skilið. Sjálf Eystrasaltskeppnin er liðastærðfræðikeppni þar sem ellefu lönd etja kappi í fimm manna liðum. Hvert land fær tuttugu dæmi í fjórum flokkum (algebru, talnafræði, fléttufræði og rúmfræði) og liðið hefur fjórar og hálfa klukkustund til að leysa dæmin. Keppnin fór fram á laugardagsmorgni í pólskum háskóla. Eftir keppnina undi liðið okkar nokkuð vel við frammistöðu sína og var því komið að íslensku farastjórunum að kljást við pólsku dómnefndina um stigafjölda úrlausna okkar. Kebab, styttur, fatabúðir og hitamælaskoðanir voru næst á dagskrá sem endaði með hlandvolgum, eldglóandi kirsuberjasafa. Kvöldið var frábært og

ákváðum við að hittast í einu hótelherbergjanna og spila. Myndaðist góður andi og var greinilegt að hér var um mjög samheldið lið að ræða. Á hótelinu var morgunmatur sem vakti aftur matarlyst mína á morgnana eftir óætið á Ródos. Áætlað var að skoða gamlan kastala fyrir utan borgina sem hafði verið sprengdur og endurbyggður. Eftir kjötfarsbollu/hamborgara, fimm klukkutíma rölt um ofvaxinn kastala og heræfingu pólska hersins var kastalinn metinn fullskoðaður og við vorum send örþreytt upp á hótelherbergi. Ferðin til Póllands var óbeisluð fræðsla allan tímann og var það ekki síst á þjóðfélagsfræðilegu nótunum. Áður en leið á löngu sáum við að Þýskaland er hið nýja Frakkland og að Þjóðverjar koma sterkir inn á alþjóðavettvangi sem rómantískur þjóðflokkur. Okkur varð það ljóst eftir að meðlimur þýska liðsins (sem hét Malta eins og súkkulaðið) sendi einum af liðsmönnum

54

E inar


EYSTRASALTSKEPPNIN

BLÁU LÖNDIN ERU ÞÁTTTAKENDUR Í EYSTRASALTSKEPPNINNI. okkar ástarbréf í formi stærðfræðiþrauta. Var svarið við dæminu ekki af verri endanum því það innihélt bæði ástarjátningu og símanúmer þessa þýska fola. Það sem eftir lifði ferðarinnar gerði Malta ófáar tilraunir til að vinna hug og hjarta íslenska keppandans sem margar hverjar voru þær undarlegustu sem ég hef séð. Má þar nefna eitt vandræðalegasta augnablik lífs míns þegar Þjóðverjinn mótaði hjarta í jarðaberjabúðing og afhenti fórnarlambinu.

Á sunnudagskvöldinu voru úrslitin kunngjörð Það var því góður endir á viðburðaríkri ferð sem og vorum við hvorki í neðsta sæti né í því ég er handviss um að ekkert okkar geti gleymt. næstneðsta. Okkur fannst sá árangur viðunandi en liðið var einungis 13 stigum frá meðaltali keppninnar. Ingólfur Eðvarðsson Lokahófið kom skemmtilega á óvart og var 6.X til að mynda pólski menntamálaráðherrann á vappinu, lokaatlaga rómantíska Þjóðverjans var gerð og vandræðalegar þagnir milli okkar og Eistanna settu skemmtilegan svip á kvöldið. 55


SKÓLABLAÐIÐ

RÚSSLAND Íslendingar hafa myndað sér fastmótaða skoðun á Rússum. Þeir halda því fram að allar gamlar konur séu babúskur, allir keyri um á Lödum og vodka sé ódýrara en vatn. Íslendingar hafa rétt fyrir sér. Að eiga möguleika á að búa í Moskvu eða í Pétursborg í eitt ár, kynnast einni mestu menningarborg heims, rússnesku og rússneskum bókmenntum ... Hver myndi ekki grípa tækifærið, pakka saman og drífa sig utan? Þetta gerði ég, fyrir utan það að ég lenti ekki í Moskvu, heldur í nágrannaborg sem er í 13 klukkustunda fjarlægð með lest og norðar en Pétursborg. Alþjóðlegu skiptinemasamtökin AFS sendu mig til hinnar lítt þekktu borgar Kírov. Wikipedia vissi lítið um staðinn og ég fann reyndar bara eina setningu: „Known for bad roads and mail order brides.“ Ekki beint hvetjandi. Margir reyndu að forða mér frá því að fara til Rússlands. Þeir stungu upp á öðrum og algengari skiptinemastöðum, til dæmis Ítalíu og Frakklandi. Mig langaði bara að gera eitthvað öðruvísi.

Áður en lagt var af stað að heiman kom fyrrverandi AFS-nemandi og talaði um sína reynslu frá viðkomandi landi við tilvonandi skiptinema og fjölskyldu hans. Aríel, sem dvalið hafði í Rússlandi fyrir tveimur árum, kom til að tala um Rússland og reynslu sína þar. Hann gerði lítið til að sannfæra fjölskyldu mína um öryggi mitt í Rússlandi. Hann byrjaði á að segja okkur frá spilltu löggunum og því þegar honum var sýnt lík af heimamanni en endaði á sögu um nýnasista. Mér fannst frásögnin bráðskemmtileg en satt best að segja leist ömmu minni ekkert á þetta. En ég ákvað að fara. Núna er ég búinn að vera í Kírov í fimm mánuði og það er svolítið undarleg tilfinning. Rússar segja að Moskva og Pétursborg séu ekki Rússland. Það er rétt. Kírov er Rússland, fátæk 600 þúsund manna iðnaðarborg. Hún er ekki þekkt fyrir neitt nema 30 metra styttu sem héraðsstjórinn Vasilí lét reisa af mömmu sinni. Fólkið er öðruvísi og ég er enn að aðlagast. Krakkar á mínum aldri eru með sítt að aftan og litu margir mig hornauga þegar ég kom eins og lúði beint frá Íslandi - án beltishulsturs fyrir símann minn og, sem verra var, ekki einu sinni með „manpurse“. Hver veit nema að ég mæti með „man-purse“ á fyrsta skólaballið næsta vetur. Passið ykkur stelpur! Má segja að hérna hafi ríkt kreppa frá falli kommúnismans. Fólk leitar að mat í ruslatunnum og ótrúlega margir búa í holræsunum. Rússum finnst því erfitt að skilja alvarleika

RÚSSUM FINNST ÞVÍ ERFITT AÐ SKILJA ALVARLEIKA KREPPUNNAR HEIMA ÞEGAR ÉG SEGI ÞEIM FRÁ ÞVÍ AÐ ÁSTANDIÐ SÉ ORÐIÐ ÞAÐ SLÆMT AÐ GUNNA FRÆNKA SÉ AÐ SPÁ Í AÐ HÆTTA MEÐ SÚKKULAÐIFONDÚKVÖLD Í SAUMAKLÚBBNUM OG ÍHUGI JAFNVEL AÐ HÆTTA AÐ KAUPA ÞRIGGJA LAGA KLÓSETTPAPPÍR MEÐ LÍFRÆNNI JASMÍNLYKT. kreppunnar heima þegar ég segi þeim frá því að ástandið sé orðið það slæmt að Gunna frænka sé að spá í að hætta með súkkulaðifondúkvöld í saumaklúbbnum og íhugi jafnvel að hætta að

56

E inar


RÚSSLAND

kaupa þriggja laga klósettpappír með lífrænni jasmínlykt. Fólk er misheppið með fjölskyldur. Ég lenti hjá fjölskyldu sem sker sig úr. Pabbinn vinnur hjá húsgagnafyrirtæki og mamman slappar af heima. Pabbanum finnst ekkert skemmtilegra en að raða hlutum og að hafa röð og reglu á öllu. Ég þarf að senda honum daglega skipulagða dagskrá með öllu því sem ég ætla að gera þann daginn. Yngri bróðirinn er flottur, en sá eldri er alveg einstakur, - hann er reyndar bara stórfurðulegur. Við deilum herbergi og það gengur ágætlega. Hann krefst þess að ég vakni 5:30 alla morgna þótt skólinn byrji ekki fyrr en klukkan 8:00. Þó að ég myndi fá að sofa til klukkan 7:00, þá er ómögulegt að sofa frá því að hann vaknar vegna þess að honum finnst svo gott að hlusta á Queen eða Phantom of the Opera á morgnana. Annars líkar mér ágætlega við fjölskylduna þó að ég fái mismunandi skilaboð frá henni, eins og þegar hún afhenti mér loksins lykil að íbúðinni en bara lykilinn uppi, þannig að ég þarf alltaf að bíða eftir að einhver annar úr blokkinni komi og opni fyrir mér niðri. Það getur tekið sinn tíma og er ekki beint skemmtilegt í skítakulda. Skiptinemar fitna oftast. Ég hef hins vegar lést um sex kíló. Það byrjaði allt með svelti í „Welcoming Camp“, gömlum herbúðum sem í dag eru notaðar sem sumarbúðir fyrir fátæka

FJÖLSKYLDUNNI MINNI FINNST LÍKA EKKERT BETRA EN SÚPA SEM BRAGÐAST EINS OG SJÓR. EN AUÐVITAÐ BORÐAR MAÐUR HANA, BROSIR OG BIÐUR UM MEIRA. krakka. Reyndar sýndist mér þeir nú bara vera að gera magaæfingar og púla. Ég reyndi mitt besta og borðaði matinn, maður ætlaði nú ekki að byrja á því að sýna vanvirðingu. Hins vegar kom fljótt í ljós að brauðið var hættulega þurrt og uppistaða máltíða var heit mjólk með pasta og sykri ... sem er svo vont að það hlýtur að vera ólöglegt. Hérna í Kírov borða ég aðallega kartöflur og súpu. Fjölskyldunni minni finnst líka ekkert betra en súpa sem bragðast eins og sjór. En auðvitað borðar maður hana, brosir og biður um meira. Þeim finnst líka leiðinlegt að kaupa inn og þess vegna er bara til paprika og Kinder Surprise í ísskápnum, þannig að þegar ég fékk loksins sent bland í poka frá Íslandi lá ég uppi í sófa og hámaði í mig allt nammið. Kannski ekki skrýtið að ég varð veikur daginn eftir. Rússneskur matur getur hins vegar verið mjög góður ef mamman eldar hann ekki og ég er orðinn háður rússneskum pönnukökum. Hérna drekka þeir líka mikið te. Þeim finnst 57

ekkert verra en kaldir drykkir og það tekur tíma að venjast því að drekka allt hlandvolgt. Þrátt fyrir að hafa verið eltur af nýnasistum, soltið, hrasað ofan í opið holræsi, frosið úr kulda og það bara í síðustu viku, þá er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er ótrúlegt að keyra á rússneskum vegum á 100 km hraða í bíl sem er líklega úr plasti á meðan maður rígheldur í það sem var einu sinni belti. Já, eða að keyra framhjá bílum sem eru fastir ofan í stórum holum (algengt vandamál) og sjá 10 Rússa, sem eru á leið í vinnuna, hlaupa úr bílunum sínum og hjálpast að við að draga bílinn upp úr holunni. Rússar eru án efa besta fólk sem ég hef kynnst á ævi minni og þrátt fyrir allt þá er ekki annað hægt en að elska Rússland. Ef þið viljið ævintýri og prófa eitthvað allt annað en þið eru vön mæli ég eindregið með því að gerast AFS-skiptinemi - og ef þið viljið síðan aðeins meira - veljið Rússland.

Þengill Björnsson

U.S.S.R.


SKÓLABLAÐIÐ

MENNINGARSAMFÉLÖG Í GEIMNUM Árið 1961 var haldinn lítill fundur í VesturVirginíu þar sem vísindamenn ræddu um hvernig útvarpsstjörnufræðingar gætu leitað eftir skilaboðum frá fjarlægum menningarsamfélögum í geimnum. Fundurinn snerist fyrst og fremst um einfalda jöfnu1 sem segði til um hve mörg samfélög mætti komast í samband við í vetrarbraut okkar. Svarið var (og er enn) að fjöldi þeirra samfélaga er að minnsta kosti 1000 en í mesta lagi 100 milljónir. Og þarna í einu af þessum 1000 til 100 milljónunum samfélaga er vera sem pælir í því hvort það sé líf einhvers staðar annars staðar og ef svo er hvernig það sé. Veran sveimar um stræti borgar sinnar og brýtur heilann. Hún virðir fyrir sér heiminn sinn. Hún reikar um og reynir að sjá heiminn frá öðru sjónarhorni. Það reynist henni erfitt.

Hún lítur upp. Þetta stóra, bláa, svarta sem hangir yfir hnettinum sýnist vera eitt heljarstórt klístrað plakat þakið eldflugum. En hún veit betur. Þetta sem nær endalaust í allar áttir er geimurinn. Hann nær alla leið til enda veraldar og nokkrum metrum lengra. Hann er svo stór að það er ekki hægt að ímynda sér það. En hvað er þarna úti? Þarna eru stjörnur og plánetur, það er öruggt. En er líf? Eru aðrar verur þarna einhvers staðar? „Halló, er einhver þarna?“ hrópar veran í huganum. Hún sest niður, tekur upp blað og blýant og reynir að ímynda sér annan heim. Heim, allt öðruvísi en þennan tvívíða heim sem hún býr í. Heim með þriðju víddinni. Hún reynir að ímynda sér þrívíðan heim. En hún getur það ekki.

Stuðst var við greinina Framandi greind úr bókinni Vísindabókin (The Science book) ritstýrðri af Peter Tallack. Vísindabókin var gefin út af Máli og menningu árið 2004 í þýðingu Ara Trausta Guðmundsonar. (myndunartíðni sólna í vetrarbrautinni)*(fjöldi sólstjarna með reikistjörnum)*(brot þeirra reikistjarna sem geta hýst líf )*(brot þeirra reikistjarna þar sem líf hefur þróast)*(reikistjörnur þar sem greind þróast langt)*(brot af samfélögum sem geta og vilja hafa samband við aðra)*(sá tími sem slík samfélög geta lifað)

1

Guðrún Svavarsdóttir 4.B

58

E inar


GREINARHEITI

Hvað ætlar þú að verða? Kynntu þér nám við HásKólann á aKureyri Fjölmiðlafræði Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði Kennarafræði Líftækni Lögfræði Nútímafræði

Samfélags- og hagþróunarfræði Sálfræði Sjávarútvegsfræði Umhverfis- og orkufræði Viðskiptafræði Þjóðfélagsfræði

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.haskolanam.is 59

E inar


SKÓLABLAÐIÐ

KVENNASTJÓRNIN Maradona var óstöðvandi í boltanum, Reagan og Gorbatjov tókust á um afvopnunarmál í Höfða, forsætisráðherra Svíþjóðar var myrtur og kvennastjórn settist við völd í skólafélaginu í MR. Árið var 1986.

Guðmundssyni rektor. Hann var uppnefndur mismunandi skólum höfðu með sér samráð um kjaftur og ekki að ástæðulausu. Hann var ekki á ýmis hagsmunamál.“ réttri hillu, blessaður.“ Ragnheiður heldur að góður rekstur hennar og Ragnheiður fékk 40.000 krónur í laun fyrir tveggja vinkvenna hennar á sjoppunni í MR árið áður en hún varð inspector scholae hafi tryggt Inspectorsstarfið umrætt skólaár. „Þetta var tímafrekt starf. Við reyndum að henni atkvæði í kosningunum. „Sjoppan gekk vel, söluaukningin frá árinu „Ég var aðeins þriðja konan í sögu lærða berjast fyrir húsnæðismálum MR en það hafði skólans sem kjörin var inspector scholae,“ segir nemendaráðið ekki gert fyrr. Skólinn var lítill áður nam 90%, svo hafði ég strákana í stjórninni Ragnheiður Traustadóttir sem hefur haldið áfram að vera félagsmálatröll. Hún hefur setið í VIÐ ÆTLUÐUM OKKUR STÓRA HLUTI. VIÐ BÁRUM ÁBYRGÐ Á ýmsum stjórnum og ráðum, allt frá húsfélagi upp í stéttar- og fagfélög og opinberar nefndir. Nú er FÉLAGSSTARFSEMI SKÓLANS OG GÆTTUM HAGS NEMENDA hún til dæmis formaður barna- og unglingaráðs GAGNVART GUÐNA HEITNUM GUÐMUNDSSYNI REKTOR. HANN VAR UPPNEFNDUR KJAFTUR OG EKKI AÐ ÁSTÆÐULAUSU. handknattleiksdeildar Stjörnunnar í Garðabæ. „Ég starfa sem fornleifafræðingur en eftir HANN VAR EKKI Á RÉTTRI HILLU, BLESSAÐUR. stúdentinn fluttist ég til Svíþjóðar og tók próf frá Stokkhólmsháskóla,“ segir hún. „Ég hef víða stungið niður skóflu til að bregða skýrara ljósi á og vinnuaðstaða mjög léleg. Nánast engin með mér og auðvitað bekkinn minn. Í forvalinu sögu lands okkar og þjóðar. Undanfarin ár hef ég tæki voru til sem nemendur í raungreinum fór ég í kennslustofurnar og greindi frá mínum stýrt fornleifarannsókninni á Hólum í Hjaltadal eða tungumálanámi þurftu á að halda. MR hugmyndum, hvað ég vildi bæta í sambandi við en ég hef unnið um allt land og einnig erlendis, var ódýrasti framhaldsskólinn á þeim tíma en félagslífið og fleira í þeim dúr. Ég vann Sæmund svo sem í Svíþjóð og Hollandi. Á skólaárunum okkur fannst tímabært að skapa nemendum og Norðfjörð, vin minn, með 50 atkvæðum.“ ætlaði ég hins vegar í Bændaskólann á kennurum viðunandi vinnuaðstöðu. Við vildum Hvanneyri og svo í dýralæknanám til Englands. bæta við kennslustofum fyrir ört stækkandi Þóttu stjórnmálaskoðanir skipta máli við kjör á Það fór á annan veg. Nú gref ég bara upp hunda nemendahóp og innleiða nýjungar. Það voru nemendum í embætti skólafélagsins í þann tíð? „Nei, það held ég ekki. Pólitíkin hafði verið miklar framfarir á þessum tíma þegar tölvur og hesta fornra höfðingja í Skagafirði.“ fóru að koma inn í skólann og nemendur í 4. áberandi nokkru áður. Ég var samt alltaf Skólablaðið hefur sömuleiðis áhuga á fortíðinni bekk, bæði í mála- og stærðfræðideild, gátu lært ópólitísk. Félagslífið hafði að okkar mati tölvufræði. Annars bauð skólinn ekki upp á almennt verið lélegt en farið batnandi nokkur þótt það moki hana ekki upp. ár á undan, Framtíðin var öflug, en við vildum „Já, það þótti sérstakt árið 1986 að stelpa neinar umtalsverðar breytingar.“ gera meira, koma á meiri samskiptum milli væri kosin Inspector og einstakt að quaestor scholaris og scriba scholaris væru stelpur líka,“ Félagslíf nemenda breytist ekki svo mikið í bekkja og árganga, halda tónleika, setja upp rifjar Ragnheiður upp. Ásamt henni voru grundvallaratriðum á tveimur áratugum þótt leikrit og í þetta réðumst við. Þá var verið að gera endurbætur á Selinu og bauð það upp Helga Sverrisdóttir og Margrét Ásgeirsdóttir tækninni hafi fleygt fram. „Það voru árshátíðir og málfundir og þið á ýmsa möguleika. Ég var að rifja það upp að í stjórninni. „Einn kennarinn lét þau orð falla að þarna væri kominn góður saumaklúbbur. keppið enn þá í MORFÍS og Gettu betur,“ eitt af stefnumálunum var að fá kynningu frá En við ætluðum okkur stóra hluti. Við bárum segir hún. „Það voru framhaldsskólanemendur Háskóla Íslands, sem þá var eini háskólinn hér ábyrgð á félagsstarfsemi skólans og gættum á mínu reki sem stofnuðu það. Þá var líka á landi, á því sem hann hefði upp á að bjóða hags nemenda gagnvart Guðna heitnum tiltölulega nýtt að nemendafélögin í hinum fyrir nemendur sem voru að útskrifast með 60

E inar


KVENNASTJÓRNIN

stúdentspróf. Okkur fannst allt of algengt að krakkar færu í nám án þess að hafa hugmynd um hvað það gæfi þeim í raun og veru.“ Og þú gerðist ekki dýralæknir heldur fornleifafræðingur. „Þá var heldur ekki kennd fornleifafræði við Háskóla Íslands þannig að ég varð að sækja það nám út fyrir landsteinana. Ég sé ekki eftir því. Það er hverjum manni hollt að víkka sjóndeildarhringinn með því að fara utan til lengri eða skemmri dvalar. Eftir að ég fluttist heim á nýjan leik sat ég í nefndinni sem undirbjó fornleifafræðinámið sem nú er við HÍ þannig að ég hef haldið áfram að spinna þennan þráð sem við í kvennastjórninni ófum á sínum tíma, þá á ég við að reyna að bæta aðstæður nemenda í víðum skilningi. Að því leytinu má kannski kalla okkur saumaklúbb.“ Hvernig fannst þér að vera í MR? „Ég minnist menntaskólaáranna með mikilli ánægju. Njótið þeirra eins og þið getið. Þau eru skemmtilegur kafli í ævihlaupinu. Ég er nú þeirrar skoðunar að það megi heilmikið læra af félagslífinu líka þótt ég mæli ekki með því að slá slöku við í bóknáminu. Félagsstörf hafa alltaf heillað mig og í MR fékk ég svo sannarlega útrás fyrir þá þörf mína.“ Hittist kvennastjórnin 1986–1987 reglulega í saumaklúbbum? „Nei, það gerir hún ekki,“ segir Ragnheiður og hlær að vitleysunni. „Við erum auðvitað alltaf vinkonur og það er gaman að hittast en það er engin regla á því, ekki frekar en að strákastjórnir hittist í karlaklúbbum. Það er bara hver að sýsla á sínu sviði eins og gengur. Ég er ómöguleg saumakona. Ég er aftur á móti býsna góð í að taka að mér verkefni. Þannig varð ég með fyrstu konum sem kjörnar voru inspector scholae í MR.“ Jakob Sindri Þórsson 61


SKÓLABLAÐIÐ

JÓLABALL

62


JÓLABALL

Rafdúettinn frá Brooklyn, Ratatat, lyfti mörgum MR-ingum upp úr drunga próflestrar og svefnleysis 21. desember síðastliðinn á jólaballinu í Broadway. Félagarnir í Ratatat mættu of seint, að sögn vegna bilunar í gítar, og fluttu lög sem gengu vel í söfnuðinn

sem þegar trúði á þá en öfluðu sér kannski fárra nýrra fylgismanna, altént ef trúa má Skólafélagsspjallinu. Ég er trúaður og var í sjöunda himni yfir því að sjá og heyra meistarana úr iPodnum mínum á sviði. Það fór samt enginn vonsvikinn heim af ballinu. 63

Sjaldan hefur heyrst önnur eins upphitun á balli eins og hjá Motion Boys fyrr um kvöldið. Að margra mati stálu þeir senunni. Frábært ofurball á kreppuverði. Jakob Sindri Þórsson


GREINARHEITI SKÓLABLAÐIÐ

SKEMMTIÞÁTTURINN

BINGÓ Skemmtiþátturinn Bingó leit fyrst dagsins ljós á haustdögum 2008. Þátturinn var afrakstur snjallrar hugmyndar sem skaut upp kollinum í kosningunum síðastliðið vor um að setja á laggirnar skemmtiþátt. Þó nokkuð var í þáttinn lagt og heppnaðist hann ákaflega vel. Þegar þessi pistill er skrifaður eru þættirnir

Yfirumsjón með þáttunum höfðu: Arnór Einarsson, 5. Y Björg Brjánsdóttir, 4. S Gunnar Gunnsteinsson, 6. A Hilmar Birgir Ólafsson, 6. Z Ívar Húni Jóhannesson, 5. U Pétur Grétarsson, 6. U

orðnir þrír talsins og hafa þeir allir verið sýndir fyrir stútfullum Cösukjallara. Það er jafnframt óskandi að þátturinn haldi göngu sinni áfram á næsta skólaári eða öllu heldur um ókomin ár. Hópurinn naut einnig aðstoðar ýmissa annarra góðra manna sem brugðu sér í líki leikara, rótara og reddara eftir því sem hentaði hverju sinni.

64

E inar


GREINARHEITI

65

Einar


SKÓLABLAÐIÐ

HVAR ERU ÞAU NÚ? UMFJÖLLUN UM ÚTSKRIFAÐA MR-INGA

Björn Brynjúlfur Björnsson

Guðmundur Egill Árnason

Björn Brynjúlfur, betur þekktur sem bysjan, útskrifaðist af eðlisfræðideild II með spænsku sem þriðja mál. Í þriðja bekk ætlaði Björn að bjóða sig fram sem bekkjarráðsmaður en hann þorði það ekki. Það kom þó ekki að sök því að hann tók mikinn þátt í félagslífinu á skólagöngu sinni í MR. Meðal annars var hann í ritstjórn Loka í 4. bekk, var collega í 5. bekk og svo loks inspector scholae á útskriftarári sínu. Nú er Björn á fyrsta ári í iðnverkfræði í HÍ og segist hann njóta undirbúningsins sem hann fékk í MR. Honum fannst ekki mikil viðbrigði að fara af eðlisfræði II yfir í verkfræðina. Björn er langt í frá hættur félagsstarfi og situr hann nú í stjórn Röskvu sem er í meirihluta í stúdentaráði. Björn stefnir á að fara utan í háskóla eftir að hann lýkur BS í iðnaðarverkfræðinni, annaðhvort til Bretlands eða Bandaríkjanna, og taka þar meistaragráðu í verkfræði eða hagfræði.

Í fyrra vildu allir busastrákar vera Guðmudur Egill og allar busastelpur vildu vera með Guðmundi Agli. Bæjarstjórasonurinn Gummi var á fornmálabraut I þar sem hann lærði forngrísku og latínu, tungumál sem hann talar reiprennandi um þessar mundir. Segja má með sanni að Guðmundur hafi tekið síðasta skólaárið í MR með trompi en hann var í ræðuliði MR sem sigraði í Morfís og stóð sig feikilega vel. Árið áður gegndi hann embættinu quaestor scholaris og komst í úrslit Sólbjarts, innanskólaræðukeppni skólans. Nú lærir Gummi Egill hagfræði en við megum vænta þess að hann hífi íslensku þjóðina upp úr kreppunni og verði þannig „frelsari mannkyns“ nútímans. Gummi Egill er þó ekki dottinn alveg úr ræðumennskunni þar sem hann þjálfar nú ræðulið FS. Það er aldrei að vita nema Guðmundur snúi aftur til Lærða skólans... við verðum bara að bíða og sjá…

66

E inar


HVAR ERU ÞAU NÚ?

Magnús Þorlákur Lúðvíksson

Jón Benediktsson

Ef það er einhver sem hefur prófað allt sem Menntaskólinn í Reykjavík hefur upp á, fyrir utan kórinn þá er það „Meistarinn“ Maggi Lú. Hann ákvað snemma að taka sem mestan þátt í félagslífinu og hélt þeim hugsunarhætti út skólagöngu sína hér í MR. Hápunktinum var náð í 6. bekk þegar hann varð forseti Framtíðarinnar, liðstjóri Morfísliðsins á MR-ví deginum og lagði sitt af mörkunum til að vinna þrennuna sem miðjumaður í sigurliði Gettu betur. Magnús lærir hagfræði við Háskóla Íslands líkt og Guðmundur Egill. Nú lætur hann námið ganga fyrir en hann situr þó í ritstjórn Stúdentablaðsins og tók þátt í kosningabaráttu Röskvu. Maggi stefnir að því að fara í heimsreisu, læra svo í úrvalsháskóla í Bandaríkjunum og jafnvel stofna fyrirtæki einn daginn. Það á sannarlega eftir að rætast úr þessum dreng.

Allir MR-ingar ættu að þekkja hann Jón Benediktsson, ræðusnilling og félagsmálatröll. Þessi fyrrum MR-ingur stundar nú nám við Háskóla Íslands og lærir þar stærðfræði. Hann er í sambandi með Alexöndru og þau eiga enn sem komið er núll börn. Þegar Jón lítur til baka yfir árin í MR þá heldur hann mest upp á smáatriðin sem virtust svo eðlileg, en voru það svo kannski ekkert eins og að dýrka einhverja ákveðna mannveru fyrir það eitt að selja „Peppó“. Jón lýsir sjálfum sér í 3.-5. bekk sem „Pollýönnu“ en í 6. bekk sem „Negative Nancy“.

Guðmundur Reynir Gunnarsson Sagan hefur kennt okkur að Lærði skólinn hefur getið af sér marga framúrskarandi einstaklinga. Guðmundur Reynir er einn af þeim. Í fyrra útskrifaðist hann sem semidux en það er ekki slæmt fyrir utanskólanema. Framan af hafði hann sig lítt í frammi í félagslífinu en tók þó þátt ásamt vini 67

sínum í söngkeppninni í 5. bekk og sat í tónlistardeild í 6. bekk. Guðmundur er ekki aðeins mikill námshestur og tónskáld en hann þykir einnig góður í þeirri kúnst að sparka bolta. Þrotlausar fótboltaæfingar hafa augljóslega skilað sér enda er hann landsliðsmaður og spilar um þessar mundir með sænska úrvalsdeildarliðinu GAIS. Ljóst er að hann stefnir langt í atvinnumennsku í fótbolta og það er aldrei að vita nema draumar hans rætist.


SKÓLABLAÐIÐ

ÓLYMPÍUFARARNIR DAGBÓKARBROT Tvö ungmenni fóru til Kína síðastliðið sumar til þess að vera fulltrúar Íslands í ólympískum ungmennabúðum. Þessar búðir hafa verið haldnar í tengslum við Ólympíuleika síðan 1912 og þar koma saman ungir íþróttamenn frá öllum löndum heims. Hér heima urðu tveir MR-ingar fyrir valinu, Sigrún Inga Garðarsdóttir skylmingakona og Einar Daði Lárusson frjálsíþróttamaður.

síðasta spölinn að aðalskrifstofunni þar sem við tók pappírsvinna, læknisskoðun (þar sem þrír Kínverjar sáu m.a. um að mæla blóðþrýsting) og viðtal með misskiljanlegum spurningum. Allt var framandi og nýtt. Eftir að við höfðum

6. ágúst Eftir hádegismat var öllum 400 þátttakendum búðanna raðað upp fyrir hópmyndatöku með nokkrum fyrirmennum sem síðan settu búðirnar formlega með viðeigandi ræðuhöldum og undirspili lúðrasveitar. Um kvöldið var haldin sérstök opnunarhátíð fyrir okkur þar sem

3. ágúst Rétt var byrjað að bjarma af degi þegar við settumst upp í rútu í Laugardal. Samferðamenn okkar út á völl voru sjálfir handboltakapparnir sem seinna áttu eftir að snúa heim sem sannar þjóðhetjur. Leiðin lá í gegnum Stokkhólm og þaðan til Peking með 10 klukkustunda flugi. Sem betur fer voru læknar Ólympíufaranna með í för, vopnaðir alls konar pillum til að auðvelda svefn og tímamismun.

tekið upp úr töskunum, prófað grjóthörðu trékojurnar og komist að því að klósettið var hola í sturtugólfinu var okkur vísað á matsalinn. Þar mætti okkur m.a. heilt myndatökulið sem myndaði hverja hreyfingu okkar en við fengum ofurmikla athygli vegna þess að við vorum með 4. ágúst Hinn nýbyggði flugvöllur Kínverja í fyrstu gestum. Peking er gígantískt stór. Við vorum leidd af sjálfboðaliðum líkt og í lögreglufylgd upp í 5. ágúst Herbergin okkar fylltust annars vegar sporvagn sem flutti okkur að töskunum okkar. Eftir að hafa keyrt sem leið lá í gegnum borgina af stelpum frá Argentínu, Ástralíu og renndum við inn í stóran garð sem hýsti Salómonseyjum og hins vegar strákum frá skólaþorpið þar sem OYC-búðirnar (Olympic Kamerún og Trínidad og Tóbagó. Um kvöldið Youth Camp) voru. Okkur var ekið á golfbíl var haldið „Welcome party” með þjóðlegum skemmtiatriðum og síðan var boðið upp á útsýnisferð um borgina. Ókosturinn við það var þó að þegar við komum til baka þurftu allir 400 meðlimirnir að fara í gegnum öryggiseftirlit og málmleitarhlið og tók það um 40 mínútur. Og það varð daglegt brauð upp frá þessu. Öryggisráðstafanir voru geysimiklar og má nefna sem dæmi að herflokkur marséraði hring innan búðanna á klukkustundarfresti.

ekkert var til sparað, ógrynni af búningum og flottheit. Við hugsuðum með okkur að ef þetta væri opnunarhátíð búðanna hvernig yrði þá hin eina sanna opnunarhátíð Ólympíuleikanna tveimur dögum seinna! 7. ágúst Þá var komið að því! Stolt borgarbúa, sjálf Pekingóperan! Við lögðum af stað í tólf rútu lest og önnur umferð var alls staðar stöðvuð til að við kæmumst leiðar okkar. Haldinn var fyrirlestur

68

E inar


ÓLYMPÍUFARARNIR

stelpan af því að næstu vetrarleikarnir verða keppendurnir gengu inn ætlaði svo allt um koll haldnir þar og strákurinn frá Grikklandi af því að keyra en hápunkturinn á kvöldinu var þegar að þaðan eru leikarnir komnir. Fljótlega eftir Ólympíueldurinn var tendraður. hádegismat var lagt af stað í átt að Fuglshreiðrinu, aðalleikvanginum, því það tók sinn tíma að komast að svæðinu, koma öllum í gegnum

fyrir okkur í einu frægasta óperuhúsi Peking og við vorum kynnt fyrir helstu karakterum þessarar listhefðar. Síðan rúllaði lestin áfram að Forboðnu borginni þar sem við gáfum okkur góðan tíma í að ganga í gegnum óendanlega marga hallargarða. Við enduðum með útsýni yfir Tian’an men-torgið sem núna, tæpum 20 árum eftir stúdentauppreisnina, skartaði merki Ólympíuleikanna.

9. ágúst Það varð spennufall eftir gærdaginn. Hópnum var skipt upp og allir fengu að fylgjast með einhverri íþróttagrein. Okkur var úthlutað kvennahandbolta.

öryggiseftirlitið og ganga upp að leikvanginum. Þegar á leikvanginn kom gengum við á vegg! 100.000 manns samankomnir í rúmlega 30 stiga hita, rakinn var þvílíkur að því er vart hægt að lýsa! En þessi reynsla var gjörsamlega þess virði. Þetta er eitt það magnaðasta sem hægt er að upplifa og þessi opnunarhátíð Kínverja

8. ágúst Líklega hafa allir í búðunum vaknað með fiðrildi í maganum þennan dag. Hver og einn hafði talið niður að þessum degi lengi, lengi. Upp úr hádegi var hlaupið með Ólympíueldinn gegnum búðirnar, einn af síðustu viðkomustöðunum áður en farið var með hann verður líklega seint toppuð. Hún var ótrúleg! á leikvanginn. Tveir af krökkunum í búðunum Íþróttafólkið gekk síðan inn á völlinn og allir hlupu með hann nokkra metra, kanadíska hylltu þjóðir hinna í búðunum. Þegar kínversku 69

10. ágúst Þá var komið að því að fara í Ólympíuþorpið. Andri Stefánsson frá ÍSÍ átti að taka á móti okkur og sýna okkur þorpið og kynna okkur fyrir íslensku keppendunum. Andri sagði okkur hins vegar að engir íslenskir keppendur væru á staðnum þessa stundina, þeir væru annaðhvort að æfa eða að horfa á Ísland-Rússland í handbolta. Hann stakk því upp á því að við færum á leikinn sem við og gerðum. Það reyndist þó þrautin þyngri að komast út úr þorpinu vegna öryggisástæðna (það var mun erfiðara að komast út en inn á svæðið). Við náðum þó seinni hálfleik og sáum Ísland vinna 32-28.


SKÓLABLAÐIÐ

að horfa á kappróður í útjaðri borgarinnar. Þar lenti hún í því að styðja áströlsku keppendurna ásamt stráknum frá Ástralíu sem æfir sjálfur róður en hann ætlaði alveg að tapa sér í hita leiksins. 11. ágúst Eftir hádegi var farið á sýningu tileinkaða Ólympíuleikunum. Þar var m.a. hægt að sjá verðlaunapeninga frá öllum Ólympíuleikum til þessa dags. Gaman er að segja frá því að þarna var til sýnis stærsti gullpeningur í heimi, sleginn á eina milljón Kanadadollara en sagður þriggja milljóna Kanadadollara virði. Hann er 99.79 kg og úr 99,999% gulli! Um kvöldið var haldin stór afmælisveisla fyrir alla þá sem höfðu átt afmæli meðan á búðunum stóð. 13. ágúst Seinni partinn var fyrirhuguð ferð í „Happy Valley”, stærsta skemmtigarð Peking. Tilhlökkunin leyndi sér ekki og allir iðuðu í skinninu að skella sér í skemmtitækin. Við komum á staðinn og við okkur blasti þessi ofvaxni skemmtigarður. Þá var okkur hins vegar tjáð að við ættum ekki að fara í tæki heldur skyldum við sjá leiksýningu sem sýnd var á staðnum. Fólk var vægast sagt ekki sátt. 12. ágúst Einar Daði fylgdist með samhæfðum Leiksýningin var samt glæsileg og eftir hana dýfingum kvenna og var það mjög skemmtileg sáum við nokkra ofurhuga leika listir sínar. reynsla. Hann fékk þá líka tækifæri til að litast 15. ágúst um í sundhöllinni sem var hin glæsilegasta. Dagurinn hófst fyrir klukkan sex með rútuferð Sigrún ferðaðist hins vegar langa leið til þess 70

að Kínamúrnum. Við stoppuðum spölkorn frá múrnum og hver og einn fékk tré til að gróðursetja. Þetta var gert í táknrænum tilgangi og sem liður í áætluninni „Green Olympics”.

Á trén voru hengdir miðar með skilaboðum frá hverjum þátttakanda. Við héldum áfram og gengum á Kínamúrinn en það var gaman þótt við bifuðumst varla áfram sökum mannmergðar og Sigrún hlyti 3. stigs bruna vegna þess að hún gleymdi sólarvörn! Næst var förinni heitið á


ÓLYMPÍUFARARNIR

18. ágúst Komið var til Íslands 18. ágúst eftir að hafa ferðast með tímanum og grætt hálfan sólarhring. Þessi ferð hefur haft varanleg áhrif á okkur

er fótboltamaður og því á sínum heimavelli. Sigrúnu gafst tækifæri til þess að horfa á undanúrslitaleik í liðakeppni karla í borðtennis og kom hann skemmtilega á óvart. Þar kepptu lið Þjóðverja og Japana og tók leikurinn nokkra klukkutíma. Einbeitingin er rosaleg í þessari íþrótt en leikurinn endaði með sigri Þjóðverja.

frjálsíþróttaleikvanginn þar sem við fylgdumst með nokkrum greinum. Ekki er hægt að lýsa þeirri tilfinningu með orðum hvernig var að koma inn á frjálsíþróttavöllinn og vera viðstödd keppnina. 16. ágúst Einar Daði fór á fótboltaleik með Dario og Youssufa, herbergisfélögum sínum. Farið var á leik Ítala og Belga sem endaði með sigri Belga. Það var mjög gaman að fara með strákunum 17. ágúst Ferðinni var heitið í Beijing Modern Plaza á leikinn. Dario er mikill fótboltaunnandi og þekkir öll helstu lið og leikmenn Evrópu en fyrir þá sem vildu. Einar Daði missti af rútunni skemmtilegra var þó að fara með Youssufa sem en splæsti í leigubíl með gaurnum frá Haítí, bara til að komast að því að Beijing Modern Plaza er dýrasta verslunarmiðstöð á jarðarkringlunni og þar hefði hann ekki einu sinni efni á sokkum! Um tvöleytið fékk Sigrún áfall þegar hún áttaði sig á því að heimferð væri þá um kvöldið en ekki sólarhring seinna eins og henni hafði skilist! Einar Daði hafði hins vegar uppgötvað það daginn áður. Lagt var af stað frá búðunum um kvöldið. 71

og okkar lífsviðhorf. Við verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til að víkka sjóndeildarhring okkar og kynnast ólíkum sjónarmiðum og siðum fólks um allan heim, að ekki sé talað um heiðurinn sem okkur var sýndur með því að fá að vera viðstödd slíkan atburð sem Ólympíuleikarnir eru. Einar Daði Lárusson 5-U

Sigrún Inga Garðarsdóttir 6-A


SKÓLABLAÐIÐ

BARÐI JÓHANNSSON Hvar fæddist þú, hvar ólst þú upp og hvaða grunnskóla gekkst þú í? Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og gekk í Æfinga- og tilraunadeild Kennaraháskóla Íslands. Hvers vegna kaust þú MR? Það fóru allir í vinahópnum í MH og þar af leiðandi sá ég fram á það að kynnast ekki neinum nýjum með því að fara í MH. Auk þess langaði mig í menntaskóla en ekki í fjölbrautaskóla. Það er náttúrlega bara einn menntaskóli á landinu og mig langaði ekki neinn af hinum fjölbrautaskólunum, Versló eða neinn slíkan. Langaði í bekkjakerfi líka. Hvernig var félagslífið þegar þú varst í MR og tókst þú einhvern þátt í því? Ég var forseti Listafélagsins og hvað gerðum við? Við vorum t.d. með splatterkvöld. Þar sýndum við splatter-mynd sem ég gerði með félögum mínum og Páll Óskar var með kynningu á slíkum myndum. Þarna hafði einhver mætt, líklega nemandi úr einhverjum öðrum skóla og sá hringdi á lögregluna og sagði að það væri verið að sýna myndir sem mætti ekki sýna. Páll Óskar var tekinn í yfirheyrslu eftir þetta kvöld og það líklega í eina skiptið á ævinni sem hann hefur verið handtekinn en honum var bara sleppt. Þetta voru hins vegar bara venjulegar gamlar splatter-myndir. Síðan hélt ég Ham-tónleika og ýmislegt. Ég var búinn að setja upp tónleika með Ham og Geirmundi Valtýssyni og þeir ætluðu að flytja lag saman. Stjórn Skólafélagsins tjáði mér það að það myndi líklega enginn mæta á þessa tónleika. Ég held að hafi verið mikil mistök að hætta við að fá Geirmund til að koma fram því að þetta hefði verið mikilvæg skemmtun. Síðan 72


BARÐI JÓHANNSSON

hélt ég bara Ham-tónleika og það var uppselt á þá. Það hefði varið gaman að fá Geirmund og Ham saman. Ég sé enn í dag eftir því að hafa ekki beitt stjórnina frekari andlegum þrýstingi til að þessi hugmynd næði í gegn. Kannski var ég í kvikmyndadeild að mig minnir. Síðan tók ég þátt í söngkeppni í MR. Ég man alltaf eftir því að við ætluðum að kæra keppnina til jafnréttisráðs; held nú samt að kæran hafi aldrei borist. Við vorum þrír strákar og okkur fannst svolítið mismunað því að raddir okkar voru óþroskaðar á þessum tíma enda raddir karlmanna óþroskaðari á þessum árum en kvenmanna og þess vegna fannst okkur kvenfólkið vera með forgjöf. Svo fór að enginn karlmaður lenti í verðlaunasæti og okkur fannst á okkur hallað vegna þess að við værum með vissa líkamlega fötlun og það væri ekki hægt að gera sömu kröfur til karlmanna og kvenmanna. En þar söng ég lagið Partýbær með Ham. Hvaða braut varstu á í MR og varstu góður námsmaður? Ég byrjaði á máladeild fór síðan á fornmála I og síðan á nýmála II. Ég hafði ekki nógu mikinn tíma til þess að sinna latínu og slíku vegna félagsmála og annars þannig að ég ákvað að fara í flugfreyjudeild. Hún hentaði mjög vel. Reyndar þurfti ég að spyrja Guðna rektor um leyfi til að skipta um deild. Hann var nú mjög vægðarlaus við fólk og ég hafði mjög gaman af því þegar hann leit á einkunnaspjaldið mitt, las það yfir og sagði: „Þér eruð lélegir í öllu.“ Síðan bætti hann við: „Þér hafið eingöngu komist áfram á leikfimi og mætingu.“ Síðan leit hann aftur á spjaldið og sagði: „Nei, þér mætið ekki einu sinni í skólann. Það skiptir engu máli á hvaða deild þér eruð þar sem þér mætið ekki einu sinni í skólann.“ Síðan var mér að sjálfsögðu hleypt yfir. En ég held að ég hafi verið bara svona meðalnámsmaður með 7,5 að jafnaði. Ég fékk alltaf 3 í stærðfræði á lokaprófi. Síðan ákvað ég að lesa bækurnar fyrir upptökuprófið og þá fékk ég yfirleitt svona 8-9. Mér fannt þetta það óintressant efni að ég ákvað alltaf a.m.k. að reyna

Ég byrjaði á flautu, síðan 10 ára á píanó í eitt að komast áfram án þess að lesa því að maður hafði alltaf „böfferinn“, þ.e. ef maður kæmist ár. Fór síðan í gítarskóla Ólafs Gauks og lærði ekki áfram þá gæti maður lesið bækurnar og einhver nokkur grip þar. Síðan fór ég í FÍH í tvö verið viss um að komast áfram. Ég hafði mjög eða þrjú ár og tók þrjú stig. Mér fannst leiðinlegt að spila „kover“-lög gaman af þessu. eftir listamenn sem ég hafði ekkert gaman af. Ég get þó notið þess að heyra lög með Bach Hvað tók við eftir menntaskólaárin? Eftir menntakólaárin vildi ég alls og Mozart. En mér finnst ekkert gaman að ekki fara að læra meira og starfaði sem spila „kover“-lög eftir þá endalaust; ég vil frekar bensínafgreiðslumaður í þrjár vikur. Síðan var ég semja sjálfur. Síðan sá ég bara hvað það var sundlaugarvörður í tvo mánuði uns ég gafst upp enginn tilgangur í þessu svo að ég hætti að læra og fór í íslenskuna í Háskólanum. Þar var hálft í gítarskóla og lærði bara sjálfur. Annars var maður í hljómsveitum í ár og fór síðan að skrifa sem blaðamaður. Fór grunnskóla og menntaskóla. Við spiluðum þá dauðadiskó. Var í hljómsveitinni Öpp Jors. ÉG VAR BÚINN AÐ SETJA UPP Gáfum út þrjár kasettur. Plan B dauði hét ein.

TÓNLEIKA MEÐ HAM OG GEIRMUNDI VALTÝSSYNI OG ÞEIR ÆTLUÐU AÐ FLYTJA LAG SAMAN. STJÓRN SKÓLAFÉLAGSINS TJÁÐI MÉR ÞAÐ AÐ ÞAÐ MYNDI LÍKLEGA ENGINN MÆTA Á ÞESSA TÓNLEIKA.

Hver voru fyrstu skref þín sem atvinnutónlistarmaður? Við Henrik gerðum saman plötu, 7 tomma, undir nafninu Bang Gang. Þetta var, held ég, þegar við vorum nýbúnir að klára menntaskólann. Síðan spiluðum við á tónleikum en létum svo verkefnið bara eiga sig og snerum okkur að öðru. Ég fór sjálfur að gera tónlist, samdi eitt lag og fékk Ester til þess að syngja inn á það en henni hafði ég spilað með í einhverjum bílskúrshljómsveitum. Sendum það svo til Senu eða Sprota eins og það hét þá eða hét þetta Steinar? Það er alltaf verið að skipta um nafn. Það fór á safnplötu. Síðan vildu Warner í Frakklandi gefa út það lag með „opsjón“-plötu. Þannig var ég eiginlega bara kominn með fyrsta lagið sem ég gerði í dreifingu úti og ég var ekki einu sinni kominn með nafn á bandið þegar ég sendi út „demóið“. Þetta gerðist mjög fljótt enda hafði ég eiginlega aldrei spilað „læf“ á sviði áður en ég var allt í einu búinn að gefa út plötu.

svo í hönnun á handíðabraut í FB en þar lærir maður teikningu, fatahönnun og lítið af öllu, þ.á m söngtækni, prjón og hekl Það var mjög fyndið að mæta sem stúdent úr MR og háskólanemi á skólaslitin FB og brautskrást þaðan. Ég er því útskrifaður bæði úr handíðabraut í FB og nýmála II/flugfreyjudeildinni í MR. Síðan ætlaði ég að fara í MHÍ í textíl en þurfti að velja milli þess að gera músík eða fara í hönnun og valdi að sjálfsögðu tónlistina. Annars vorum við þrír strákarnir í flugfreyjudeildinni, ég, Davíð Hansson og Sölvi Blöndal sem byrjaði skömmu síðar í Quarashi. Síðan var á nýmála I vinur minn Henrik Baldvin Þú gafst út plötuna Ghosts from the Past í sumar. sem er í Singapore Sling og vorum við allir þrír Hvað er það sem er frábrugðið á þessari plötu frá fyrri verkum þínum og hvað ertu að boða á henni? saman í leikfimi. Hún stendur fyrir góða tónlist. Síðan vísa Nú að öðru, hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á ég bara í að það er mitt að yrkja og annarra að tónlist? Hvenær byrjaðirðu að leika á hljóðfæri? skilja. Mér finnst alltaf leiðinlegt að útskýra 73


SKÓLABLAÐIÐ

mikið texta og svona þó svo að þeir séu frekar auðmeltari á þessari plötu en öðrum. En þá er maður oft að skemma upplifun hjá hlustanda sem er kannski búinn að sjá fyrir sér einhverja mynd og síðan sýnir maður sína „visjón“ og þá er maður búinn að eyðileggja fyrir honum. Hvernig tónlist hlustar þú á? Hver eru þín uppáhaldsbönd og -tónlistarmenn? Ég hlusta á allt frá black metal upp í Eric Satie og Stravinsky. Þau bönd sem ég hef hlustað mest á í gegnum tíðina eru Stranglers, Doors, Pixies, Sonic Youth, Ennio Morricone og fleira. Nú er ég að hlusta á The Editors sem mér fannst reyndar ekkert mjög gott band fyrst en svo vandist það mjög vel, svona gott/vont. Síðan fæ ég oft með mér góðan bunka alltaf með mér heim þegar ég fer til útlanda. Ég gef öllu séns. En náttúrlega eru 80-90% af músík léleg og þá bara enda 80-90% af því sem ég fæ í ruslinu. En maður verður að leita og oft finnast einhverjar perlur inn á milli og þar af leiðandi vil ég ekki missa af því þannig að ég hlusta á allt það sem ég fæ. Þú ert hugsuðurinn á bak við Mercedez Club og samdir tónlistina sem þeir spila. Hlustar þú á svipaða tónlist? Ég hlusta á alls konar sko. Stundum husta ég á tónlist til þess að stúdera hvernig hún er. Stundum hlustar maður á tónlist til þess að læra hvað maður á að forðast og stundum hvað hljómar vel. Það er t.d. oft alveg eins gott að fara á tónleika með lélegri hljómsveit til þess að sjá hvernig maður á ekki að vera á sviði. En ég hef gaman af alls konar músík og stundum finnst mér hún fyndin kannski en kannski mundi ég ekki setja svipaða tónlist á heima hjá mér, kannski bara þegar ég fer í partí eða svo en ég mundi t.d. aldrei hlusta á Justice heima hjá mér nema ég væri á leiðinni út á lífið. En það er mjög algengt að tónlistarmenn segist geta búið til vinsælar poppblöðrur en þeir bara vilji það ekki. En maður getur ekki sagt eitthvað nema maður hafi sannað það. Mér

ÉG REYNI AÐ GERA EINS MIKIÐ AF SAMNINGUNUM MÍNUM SJÁLFUR OG ÉG GET. ÉG HEF MEIRA AÐ SEGJA GAMAN AF BÓKHALDI. ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ SKORTUR Á ÁHUGAMÁLUM HJÁ MÉR ENDA SÁST ÞAÐ VEL Á MÆTINGAREINKUNNINNI MINNI. Já ef einhver kemur með góða hugmynd og finnst mjög mikilvægt að sanna það sem ég segi. En ég held að ég geti sannað það hér með að ég ég er í stuði þá er fínt að breyta til. Það er ekki geti búið það til en svo er bara spurning hvort ég gaman að gera allt það sama. Annars má búast við að sinfóníutónleikarnir vilji gera það til aftur eða ekki; það er annað mál. sem ég var viðriðinn í sumar hérna heima verði En ég hafði gaman af því á meðan á því stóð. gefnir út. Svo má búast við nýrri Bang Gang En hvers vegna byrjaðirðu að semja svona tónlist? plötu einhvern tíma á næstu tveimur árum. Til stendur að ég semji tónlist fyrir leikrit Ég var beðinn að taka þátt í Evróvisjón sem ég hef ekkert fylgst með því frá því ég var 8 ára. sem sýnt verðu á næsta ári. Ég er reyndar ekki Ég átti alls ekki von á þessari málaleitan en oft byrjaður á því svo að ég veit ekki hvernig hún þegar ég er beðinn um einhverja fáranlega hluti hljómar enn þá. En ég held að þetta verði bara þá finnst mér þeir það fáranlegir að ég segi já. gaman. Þá er það eins konar áskorun. Mér finnst gaman að því að fást við hluti sem fólk býst við því að Lokaspurning, ef þú værir ekki í tónlist hvað maður segi nei við. Og ég var beðinn um að heldur þú að þú værir að gera þessa dagana? semja þrjú lög fyrir Evróvisjón og mér fannst Ég væri örugglega að setja Seðlabankann á þetta það absúrd bón að ég ákvað að segja já hausinn. Svo ætlaði ég alltaf að kenna íslensku í með þeim formerkjum að ég mætti gera það menntaskóla, kannski í MR. Mig langar samt fyrst mér sýndist. að klára hana 100% í háskólanum því að maður fer Ég hugsaði svo, nú er ég kominn í músíkkeppni ekkert að kenna í menntaskóla nema að vita betur og þeir sem hafa unnið þessa keppni og þá en nemendurnir. En ég held að það hafi komið fyrir sérstaklega fyrir hönd Íslands hafa sent lög tvisvar fyrir á mínum mentaskólaferli að kennarinn sem ég mundi ekki hlusta á undir eðlilegum vissi hreinlega ekki betur heldur en nemendurnir í kringumstæðum. Því væri gaman að prófa að tímum og það er mjög vandræðalegt. Mér þótti búa til slík lög. Ég gerði svo eitt sveiflulag sem nefnilega gaman að því að kennarar í MR eru hét „Á ballið á“, en í því er vísun í íslenska yfirleitt mjög vel að sér og engin leið að snúa á þá. textagerð sem fólki finnst ekkert athugavert Síðan gæti ég einnig hugsað mér að hanna föt, við. Svo sendi ég inn eitt friðarlag. Það virðist gera bíómyndir og og leggja stund á margt annað vera í tísku að senda inn svona einhvers konar sem ég get séð fyrir mér vinna við. Ég ætlaði mér sameiningarlag svo að mér fannst kominn tími líka í lögfræði sem ég hef mikinn áhuga á. Ég reyni til þess að prófa að semja slíkt. Síðan ákvað ég að gera eins mikið af samningunum mínum sjálfur að senda inn hresst teknólag og endaði svo á að og ég get. Ég hef meira að segja gaman af bókhaldi. gera heila plötu af slíkum lögum en það var bara Það hefur aldrei verið skortur á áhugamálum hjá mjög skemmtilegt. mér enda sást það vel á mætingareinkunninni minni. Megum við búast við einhverju svipuðu og Magnús Karl Ásmundsson Mercedez Club frá þér í framtíðinni? 74


GREINARHEITI

75

E inar


SKÓLABLAÐIÐ

RITDEILUR HEFÐIR

Sigríður Lilja Magnúsdóttir, 4. M og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, 4. B, munduðu báðar pennann og öttu kappi hvor við aðra í ritdeilum. Deilt var um hefðir og ritaði Þorbjörg með en Sigríður á móti. I FRAMSÖGUBRÉF Þorbjörg

Kæri lesandi.

Ímyndaðu þér heim sem er svo tilbreytingarlaus og leiðinlegur að jafnvel hinir mestu rútínufíklar fá ógeð. Heimur án hefða. Í þessum heimi eru ekki neinir hátíðisdagar, engin jól né páskar. Enginn óskar þér til hamingju með afmælið á fæðingardegi þínum og mamma þín kyssir þig aldrei góða nótt. Þegar þú hittir einhvern í fyrsta skipti veistu ekkert hvað þú átt af þér að gera þar sem það er ekki hefð fyrir því að taka í höndina á fólki. Hefðir geta við fyrstu sýn virst óþarfar, tilgangslausar og jafnvel asnalegar. Í því samhengi kemur upp í hugann át á úldnum mat og tilhneiging fólks til að velta sér bert upp úr dögginni á Jónsmessu. En þegar betur er að gáð kemur mikilvægi þeirra í ljós.

Sú mikla samheldni sem ríkir í Menntaskólanum í Reykjavík má, sem dæmi, með afgerandi hætti rekja til hefða. Það þarf ekki annað en að nefna fiðluballið, sokkaballið, gangaslaginn, tolleringar, Gettu betur og stærðfræðikeppnir til þess að sjá hversu viðamikið hlutverk hefðirnar skipa í skólanum okkar. Hefðir eru nefnilega oftar en ekki það sem tengir saman hópa fólks. Án þeirra væru þjóðir heims ekki til. Sameiginlegar hefðir eru einkenni þjóða og ýta undir samheldni fjölskyldna. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu margir hlutir í daglegu lífi stýrast af hefðum sem myndast hafa og þróast í áranna rás, en það er ljóst að þeir eru fjölmargir því að mannlegt samfélag þrífst ekki án þeirra.

Sigríður

Á minni stuttu ævi hef ég oft þurft að gera ýmislegt sem mér finnst leiðinlegt. Oftar en ekki eru þetta hlutir sem ég er skikkuð til þess að gera fyrir tilstilli hefða. Flest okkar taka hefðunum sem sjálfsögðum hlut og átta sig ekki á þeim fjölmörgu göllum sem þær hafa í för með sér. En hvað eru hefðir í raun og veru? Svarið fæst

í aðeins einu orði „stöðnun“. Hefðir eru ekkert nema tól sem ýtir undir endalausa íhaldssemi í samfélagi okkar og hamlar gegn nýjungum. Með þessari íhaldssemi heilaþvo hefðirnar mannfólkið og láta það halda að aðeins sé til ein leið til að gera hlutina og að ekki sé til neitt betra. Tökum jólin sem dæmi. Á Íslandi tíðkast sú hefð að ganga í kringum jólatréð nokkrum sinnum yfir hátíðarnar. Þessu mótmæla fáir Íslendingar því að þessi göngutúr er orðinn að hefð í íslensku samfélagi. Hver sá sem hugsar sig tvisvar um hlýtur að sjá hversu svakalega klikkað þetta er. Við förum upp í Heiðmörk með sög að vopni. Við finnum saklaust lítið barrtré og miskunnarlaust fellum við það til þess eins að geta rölt í kringum það eins og maurar á sýrutrippi. Ekki veit ég hversu oft ég hef sungið „Í skóginum stóð kofi einn“ þó svo að mér finnist það hundleiðinlegt lag og hafi aldrei skilið hvernig héraskinnið tengist jólunum. Í hvert skipti sem ég spyr einhvern hvernig standi á öllu þessu rugli fæ ég sama svarið: „Þetta er bara gömul hefð.“ Ef ekki væri fyrir hefðir gætum við kannski eytt meiri tíma í það sem okkur þykir raunverulega skemmtilegt í stað þess að ríghalda í eitthvað sem einhverjum

76

E inar


RITDEILUR

rugludalli fannst sniðugt fyrir langa löngu.

II SVÖR Þorbjörg

Ég hlýt að vera eitthvað óhóflega íhaldsöm fyrst ég hef gaman að því að setja upp jólatré, skreyta það og gera síðan það sem andmælandi minn virðist hræðast mest: að ganga í kringum það. En við verðum að athuga að það er einhver ástæða fyrir því að sömu hefðirnar viðhaldast í langan tíma. Það var ekki bara einhver rugludallur sem ákvað allt í einu að nú væri „Í skóginum stóð kofi einn“ besta jólalag allra tíma því að rétt eins og tímarnir þá breytast hefðirnar smám saman og aðlaga sig að ríkjandi hugsunarhætti. Fyrir sextíu árum var hefð fyrir því að konur gerðu húsmóðurhlutverkið að ævistarfi sínu og markmiðið í lífinu var að öll föt væru óaðfinnanlega straujuð. Nú um stundir telst þetta óhefðbundið. Þegar kvenréttindabaráttan stóð sem hæst brutu konur hefðir og mynduðu nýjar í leiðinni. Þess vegna erum við flest alin upp við að mæður okkar séu útivinnandi. Hefðir eru ekki lög. Það er allt í lagi að brjóta þær fyrst það stuðlar að breytingu og vinnur gegn stöðnun fyrir utan það hversu upplífgandi það gæti verið að setja upp pálmatré í staðinn fyrir jólatré og dansa frumbyggjadansa í kringum það á jólunum. Án hefða væri það hvorki sérstakt né skemmtilegt því að án hefða væri ekkert óhefðbundið til.

Sigríður

Allt í lagi. Fyrst við erum að heyja þessa keppni í ímyndunarheiminum þá skulum við snúa hugrenningum okkar í allt aðrar áttir. Kíkjum aðeins betur á heiminn ef það væru engar hefðir. Tökum bara sömu dæmi og Tobba tók. Hvað ef engar hefðir giltu við fyrstu kynni fólks? Væri ekki æðislegt að sleppa við að taka ALLTAF í höndina á fólki? Fólk gæti bara notað hugmyndaflugið, ruglað í hárinu á hvað öðru eða knúsað hvað annað. Fólk myndi móta

sína eigin stefnu í þessum málum. Lífið yrði svo miklu, miklu skemmtilegra: maður þarf bara að vera opinn fyrir nýjungum. Heimurinn myndi heldur ekki farast ef ekki væru haldin afmæli, jól og páskar. Fólk gæti bara gert sér glaðan dag þegar það langar til. Væri ekki frábært að koma heim úr skólanum á köldum mánudegi í febrúar og sjá uppáhaldsmatinn standa á borðinu, bara af því að mamma var í skapi til þess að gleðja yndið sitt? MR tekur heldur ekki þátt í Gettu betur fyrir tilstilli hefða. Við tökum þátt því að okkur langar til þess að vinna og sýna öðrum skólum hvað við eigum hæfileikaríkt fólk. Það sama gildir um MORFÍS og aðra slíka keppni. Það er einfaldlega út í hött að apa alltaf eftir öðrum í endalausum hefðum. Þetta snýst allt saman um að fylgja hjartanu og gera það sem mann langar. Rífum okkur út úr þessu fastskorðaða reglumynstri sem hefðirnar mynda og reynum að hugsa sjálfstætt. Trúið mér – heimurinn yrði skemmtilegri.

III SVÖR

Þorbjörg

Lífið er alveg jafn skemmtilegt þrátt fyrir að hefðir séu hluti af því. Mamma mín getur alveg eldað uppáhaldsmatinn minn fyrir mig þegar hún vill gleðja mig þótt hún geri það kannski líka á afmælisdegi mínum. Það er enginn að tala um að apa eftir öðrum. Það sem um ræðir eru rótgrónir siðir sem gagnast okkur úti í þjóðfélaginu til þess að koma í veg fyrir misskilning og auka samheldni. Þótt að einhverjir myndu frekar vilja rugla í hárinu á stjórnmálaleiðtogum eða flengja stærðfræðikennarann sinn á göngunum þá einfaldlega gengur það ekki. Við sýnum virðingu með því að heilsa með handabandi, brosum til þeirra sem okkur líkar við og föðmum þá sem okkur þykir vænt um. Án hefða myndi fólk aldrei skilja neitt í neinu og aldrei vita hvernig það ætti að haga sér. Hvað myndirðu gera ef rektor kæmi einn 77

daginn, gripi þig, setti þig á háhest og hlypi síðan út um allan skólann til þess eins að heilsa þér? En ef vinkona þín biti af þér puttann til að sýna þakklæti? Það sér það hver maður að heimur án hefða er óviðunandi. Hefðir gæta þess að það ríki ekki stjórnleysi í samfélagi manna. Þær hafa þróast með okkur og eru ramminn sem við styðjumst við í lífinu. Auðvitað bregðum við einstaka sinnum út af vananum en engu að síður eru hefðir ómissandi hluti af tilveru okkar.

Sigríður

Mig langar til þess að byrja á að leiðrétta einn algjöran reginmisskilning sem virðist vera gæta í þessari keppni. Við erum ekki að ræða hér um breytta tíma eða þróun. Við erum einfaldlega að tala um hefðir. Ekki hvernig hefðir geta breyst – bara hefðir. Við erum sem sagt að tala um stöðnun í sinni verstu mynd. Þar fer enginn að segja mér það hér að samfélagið héldi ekki velli án hefða, þvert á móti. Lítum aðeins á dæmi eins og það kemur fyrir í raunveruleikanum. Hér á miðöldum var hefð fyrir því að líta á heiminn sem fullþróaðan og því gætu engar frekari framfarir átt sér stað. Svo kom einhver hörkukarl og braut hefðirnar. Hann hugsaði út fyrir rammann. Með þessum hugsunarhætti kom þróunin aftur inn í mannkynsöguna. Með þessum hugsunarhætti var bundinn endi á þær endalausu hefðir sem þjakað höfðu Evrópu öldum saman. Af þessum sökum kollvarpast öll önnur ræða Tobbu því að staðreyndin er sú að ástæðan fyrir því að mæður okkar eru nú útivinnandi er einmitt sú að hefðirnar voru brotnar. Hefðirnar voru hindrun sem þær þurftu að yfirstíga á leið sinni til réttlætis. Með því að útrýma þessum hindrunum væri hægt að greiða leið fyrir svo mörgu sem betur má fara. Hefðir eru í öllum tilvikum slæmar. Þær segja okkur hvernig á að haga öllum hlutum í samræmi við fortíðina. Það er því ekki fyrr en við gleymum hefðunum og horfum fram á veginn að framfarir geta náðst.


SKÓLABLAÐIÐ

LJÓSMYNDAÞÁTTUR ALADDIN OG JASMIN: Ásdís Braga Guðjónsdóttir og Tómas Páll Máté. Föt: Spútnik. Hattur: Pétur M. Tómasson. Teppi: Benedikta Ársælsdóttir. MJALLHVÍT OG DVERGARNIR: Hrafnhildur Helga Halldórsdóttir, Hilmar Daði Bjarnason, Jón Sigurður Gunnarsson, Pétur Marteinn Tómasson. Föt: Elsa Kjartansdóttir. Skyrtur: Aron Már Grímsson. Buxur: í einkaeign.

FRÍÐA OG DÝRIÐ: Grétar Már Pálsson og Sólveig Auður Bergmann. Föt: Í einkaeign. GOSI: Albert Guðmundsson. Föt: Í einkaeign. Skór og hattur: Spútnik. HANS OG GRÉTA: Ívar Elí Sveinsson og Kara Ásta Magnúsdóttir. Föt: Spútnik. Skyrta: í einkaeign.

78

RAUÐHETTA: Brynja Viktorsdóttir. Pils: Telma Geirsdóttir. Blússa: Valgerður Árnadóttir. Hetta: Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsdóttir. Karfa: Ólafur S. Traustason ÖSKUBUSKA: Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Egill Örn Gunnarsson. Föt: Í einkaeign. Skór: Telma Geirsdóttir Umsjónarmaður: Telma Geirsdóttir Ljósmyndari: Hugrún Lind Arnardóttir Vinnsla mynda: Björgvin Óli Friðgeirsson


GREINARHEITI

79


GREINARHEITI SKÓLABLAÐIÐ

80


GREINARHEITI

81


SKÓLABLAÐIÐ

82


GREINARHEITI

83


SKÓLABLAÐIÐ

84


GREINARHEITI

85


SKÓLABLAÐIÐ

Föstudagskvöldið 30. janúar var haldin Söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík. Alls voru flutt 21 atriði og hafa aldrei verið flutt jafn mörg glæsileg atriði í söngkeppni innan MR. Ég leit á klukkuna, hún var orðin átta. Fyrir framan risastórar dyrnar á sal Loftkastalans stóðu spenntir MR-ingar í sparifötunum að bíða eftir að komast inn til að berja vini sína og kunningja augum upp á sviði. Sjálfur átti ég nokkra vini sem ætluðu að stíga á stokk. Þegar inn í sal var komið tóku strákarnir Doddi, Sigurjón og Árni úr hljómsveitinni Detention Boyz á móti gestum með Gaudanum og síðan hinu klassíska Skateboard High School Girls. Eftir þetta stórskemmtilega og fyndna atriði kom á svið kynnirinn Sindri M. Stephensen sem að mínu mati var klárlega maður kvöldsins. Aðrir sem komu að keppninni voru næst kynntir til leiks en dómnefndin var skipuð þeim Ólafi Páli Gunnarssyni, útvarpsmanni á Rás 2, Sigríði Thorlacius, söngkonu Hjaltalín, og Rósu Birgittu Ísfeld, söngkonu Sometime. Undirleikshljómsveitin var góð en fyrir henni fór Daníel Friðrik Böðvarsson, 6. B. Að lokinni kynningu á þeim komu atriðin í þessari röð:

SÖNGKEPPNI

MR 2009

Nights on Broadway – Sigrún og Valgerður ásamt Benediktu, Sólrúnu og Telmu Það atriði innihélt skemmtilega danstakta og flotta búninga. Söngurinn var í meðallagi en mjög skemmtilegt lag. 86


SÖNGKEPPNI MR 2009

Give Him a Great Big Kiss – Ást – Hildur Ýr og Eiríkur Birta ásamt Önna Jónu, Ástu Sólhildi og Heiðrúnu Þetta var ágætlega sungið en ekki nógu vel æft. Seinni parturinn var betri Þetta var ágætislag og vel sungið og sérstaklega þótti mér skemmtileg hjá þeim þegar þau sungu tvö saman. samtölin milli bakradda og Birtu.

Önnur sjónarmið – Guðbjörg Billie Jean – Ragnar „Raggi Jackson“ Stefánsson X-Factor stjarnan kom upp á svið og heillaði fólk upp úr skónum með sinni Hann tók að sjálfsögðu einn slagara með meistara Jackson. Hann byrjaði sterku og fallegu rödd. En þetta var frekar leiðinlegt lag og ég er handviss á svakalega flottum dansi og gleymdi sér kannski aðeins í hamaganginum. um að Guðbjörg hefði komist á pall ef að hún hefði valið betra lag. 87


SKÓLABLAÐIÐ

Kvæðið um fuglana – Saga Hlíf Love Me Tender – Þórhallur og Gyða Saga Hlíf stóð ein á sviðinu og flutti rólegt lag. Söngurinn var fínn og Stórskemmtilegur dans sem innihélt átta dansara. Vel sungið og afar flutningurinn látlaus í takt við lagið. skemmtilegt atriði.

Kiss – Anna, Anna, Anna, Ásta, Sigrún og Sigurlaug. Friday – Hildur Jósteinsdóttir Lagið var frumsamið með skemmtilegum texta. Ágætislag og vel sungið. Stelpurnar klæddust flottum búningum og lagið var skemmtilegt. Ágætlega sungið og frekar gott atriði. Rosalega rólegur flutningur og voða lítið „show“. 88


SÖNGKEPPNI MR 2009

Songbird – Ragnhildur Hauksdóttir Megabeib – Sigurður Orri Virkilega vel sungið og rólegt atriði sem hefði alveg getað hreppt Orri steig á svið með mikið sjálfstraust og flutti skemmtilegt atriði þar verðlaunasæti. Þar að auki frábær gítartilþrif hjá Daníel. sem enginn annar en Sindri Steph spilaði á fiðlu. Þetta var skemmtilegt atriði en það vantaði kannski aðeins upp á textasmíðarnar.

Because – Sigurjón, Þórgunnur, Þórhallur Rain Dogs – Baltasar Breki og Daníel Friðrik Frábærlega sungið. Vel samrýndur söngur og gott lag. Verðskulduðu Mjög spes lag, maður gleymir þessu atriði seint. Baltasar er með ótrúlega annað sæti. einstaka rödd og það kom mér pínu á óvart að hann komst ekki á pall. Það eru kannski ekki allir sem að fíla svona tónlist. 89


SKÓLABLAÐIÐ

Gobbledigook – Framtíðarstjórn Án efa skemmtilegasta og fyndnasta atriði keppninnar. Þau mættu upp á svið klædd í lopapeysur bæði fyrir ofan og fyrir neðan mitti og sungu „LALALALA“ af þvílíkri snilld.

True Love Ways – Einar, Jóhann, Björg og Hildur Stórgott atriði þar sem að þeir Einar og Jóhann sýndu leikræna tilburði í flutningnum á skemmtilegan hátt. Vel sungið og þau áttu klárlega skilið að hreppa þriðja sætið.

Óður – Haraldur Þórir Proppé Hugosson The Masochism Tango – Sólveig Thoroddsen Skemmtilegt lag og frekar óvenjulegur texti en skemmtilegur þó. Alveg pottþétt epískasta atriði keppninnar. Þetta innihélt aðalslagara Sigurðs Orra og söng Andri Gunnar mikið af þessu. Svo endaði þetta Ágætlega sungið og mörgum þótti hún verðskulda verðlaunasæti. með þvílíkum látum og allir fóru að dansa upp á sviði. Í einu orði, snilld. 90


SÖNGKEPPNI MR 2009

The Dandy Cowboys – Kara og Gígja Til að byrja með mátti heyra smástress í röddunum en svo þegar leið á lagið þá varð þetta grípandi og skemmtilegt lag og mjög vel sungið. Þetta lag var í baráttunni um sæti á palli.

I‘m So Excited – Dagný, Elías Rafn og Ragna Sigríður Flottustu búningar kvöldsins! Komu inn eins og diskókúlur á hlaupahjólum og stigu skemmtilegan dans. Komu áhorfendum í gírinn en sungu misjafnlega vel. Flott atriði.

Komum fagnandi – Daníel og Sindri Kynnirinn og hljómsveitarstjórinn tóku að lokum stuðningsmannasöng ÍBV og gerðu það á skemmtilegan hátt. Að mér skilst þá er þetta eitthvert einkadjók frá Rhodos. Aldrei hafði ég hugsað mér áður en ég fór að sjá þessa keppni að ég yrði vitni að svona mörgum frábærum söngvurum. Það má með sanni segja að Over the Rainbow/Wonderful World – Eiríkur Ársælsson Það er engin furða að þetta lag vann. Mögnuð rödd hjá honum og góðir eftir þessa frábæru Söngkeppni Skólafélagsins var maður virkilega stoltur af þessum hæfileikaríku MR-ingum og ég fór heim með bros á vör. taktar á úkúleleið. Þetta lag átti sigurinn svo sannarlega skilið. Steingrímur Eyjólfsson

91


SKÓLABLAÐIÐ

RÆTUR EFNAHAGSKREPPUNNAR Sjaldan hafa tímarnir verið jafn viðsjárverðir og nú í efnahagslífi þjóðarinnar. Þegar litið er til baka yfir hagsögu landsins hafa að sjálfsögðu skipst á tímabil erfiðleika og uppgangs og þjóðin hefur mátt þola ýmis áföll. Til að varpa ljósi á núverandi ástand, ástæður þess og áhrif, er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl. Hér áður fyrr var skýringa á efnahagslegum hörmungum oftast að leita í óblíðum náttúruöflum. Nægir þar að nefna eldgos, jarðskjálfta, slæma veðráttu og aflabresti. Ekki má þó gleyma að ekki var náttúruöflunum um að kenna allri þeirri óáran sem yfir þjóðina dundi. Stjórnvöld og önnur ráðandi öfl í þjóðfélaginu lögðu oft og tíðum sín lóð á vogar-skálarnar. Dæmi um slíkt eru mörg, s.s. einokunarverslunin, vistarbandið og skipuleg andstaða við myndun þéttbýliskjarna í landinu. Það er athyglisvert að hér á landi urðu ekki til þorp eins og annars staðar í Evrópu. Á vertíð voru þeir reyndar fjölmargir sem bjuggu í verum en sú búseta var einungis árstíðarbundin og leystist upp þegar vinnuaflsins var þörf í landbúnaðarsamfélaginu. Sjávarútvegurinn niðurgreiddi landbúnaðinn og svo virðist sem ráðandi öfl hafi kunnað honum litlar þakkir fyrir. Í þessu sambandi er forvitnilegt að nefna að í hinu gagnmerka riti Íslenzkir þjóðhættir, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem kom fyrst út árið 1934 og í hverju er fjallað um nánast allt sem snertir íslenska þjóðmenningu, er nánast engin umfjöllun um sjávarútveg. Þó var sjávarútvegur um aldir mikilvægasta útflutningsgrein þjóðarinnar. Nú kynni einhver að spyrja hvers vegna ég sé

að draga þetta fram hér. Ástæða þess er einföld. Það er nefnilega ýmislegt sem bendir til að Íslendingar hafi aldrei sætt sig almennilega við að búa í þessu landi. Heimsmynd Íslendinga virðist lituð af hugmyndum um sjálfa sig og land sitt sem á sér að mörgu leyti litla stoð í raunveruleikanum. Þetta virðist ekki vera nýtt fyrirbrigði. Hetjur Íslendingasagna áttu sinn mesta frama sem stríðsmenn og skáld við erlendar hirðir og verður að viðurkennast að trúlega hafa engir í veraldarsögunni farið jafn langar vegalengdir til að flytja manni kvæði og fáir farið jafn langt til að ræna og rupla saklaust fólk, ef satt og rétt er sagt frá í sögum þessum. Íslendingar hafa alltaf lifað í heimi drauma frekar en þeim ískalda veruleika sem ríkir á þessu landi. Það er merkilegt til þess að hugsa að í hugum Suður-Evrópumanna erum við sem búum norðar í álfunni kaldir og rökhugsandi, lausir við ímyndanir og hvers kyns rómantík. Þetta er þó trúlega hinn mesti misskilningur. Þjóðin hefur alltaf trúað á álfa og tröll og því miður hefur hún löngum viljað lifa í blekkingum. Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness er því lýst hvernig þjóðina þyrsti í fréttir af sigrum stórsöngvarans Garðars Hólm í útlöndum. Fólkið í landinu samsamaði sig söngvaranum, ímyndaðir sigrar hans á listasviðinu urðu sigrar þjóðarinnar allrar. Því hef ég þennan langa formála hér að ýmislegt í aðdraganda þeirrar stöðu sem upp er komin í efnahagslífinu minnir á þennan raunveruleikaflótta þjóðarinnar. Aukið frjálsræði í viðskiptum við útlönd með tilkomu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samfara aukinni alþjóðavæðingu opnaði allar flóðgáttir. Það er ekki svo langt síðan að Ísland var til þess að gera einangrað, bæði í

landfræðilegu og menningarlegu tilliti. Þegar múrarnir sem höfðu einangrað okkur hrundu, þustum við út eins og kýr á vorin. Það var líka gott og blessað. Jákvæð áhrif aukinna samskipta við umheiminn, hvort sem um er að ræða viðskipti, listir, menningu, vísindi eða hvað annað, hefur óneitanlega haft mjög jákvæð áhrif á lífið í landinu. Sá vandi sem við er að glíma nú er í grunninn ekki tilkominn vegna þess að ýmsum hindrunum var rutt úr vegi sem áður vörðuðu Íslendingum útgöngu og útlendingum inngöngu. Sá vandi sem við er að glíma á ekki

ÍSLENDINGAR HAFA ALLTAF LIFAÐ Í HEIMI DRAUMA FREKAR EN ÞEIM ÍSKALDA VERULEIKA SEM RÍKIR Á ÞESSU LANDI. heldur rætur sínar að rekja til ætlaðs hruns kapítalismans sem hugmyndakerfis eins og stundum hefur verið nefnt. Íslensk stjórnvöld virðast ekki hafa áttað sig fyllilega á því hvaða áhrif aukin alþjóðavæðing samfélagsins, og þá sérstaklega viðskiptalífsins, hefði á hlutverk ríkisvaldsins og er ég þar sérstaklega að hugsa um Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit. Útrás íslenskra fyrirtækja og þar með talið bankanna var fullkomlega eðlileg. Heimamarkaðurinn er lítill og tækifæri til vaxtar takmörkuð. Þeim var því nauðugur einn kostur að leita út fyrir landsteinana ef þeir vildu stækka. Það sama gildir um mörg önnur fyrirtæki en bankana. Það má líka benda á í þessu samhengi að áður en til útrásarinnar kom hafði Ísland nokkra sérstöðu meðal

92

E inar


RÆTUR EFNAHAGSKREPPUNNAR

ÞAÐ EINA SEM VIÐ GETUM HUGGAÐ OKKUR VIÐ ER AÐ VIÐ ERUM EKKI EINA ÞJÓÐIN SEM HEFUR FALLIÐ Í ÞESSA GRYFJU SJÁLFSBLEKKINGA.

grannþjóðanna þar sem eignir okkar í útlöndum, t.d. sem hlutfall af stærð hagkerfisins, voru mjög litlar. Enda létu stjórnendur ýmissa fyrirtækja ekki segja sér þetta tvisvar og gripu tækifærin þegar þau gáfust. Það virðist hins vegar hafa gleymst að stjórnvöld í hverju landi bera ábyrgð, sérstaklega þegar kemur að fjármálastofnunum. Þegar starfsemi bankanna jókst til muna í útlöndum sváfu íslensk stjórnvöld á verðinum. Það sem á einn stærstan hlut í falli bankanna er sú staðreynd að um nokkurt skeið var mörgum ljóst að íslensk stjórnvöld voru ekki undir það búin að veita hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Erlendir lánardrottnar íslensku bankanna kipptu að sér hendinni og því fór sem fór. Þessi

vandi er að hluta til hugmyndafræðilegur því að svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld hafi talið að fjármálafyrirtækjunum sjálfum væri best treystandi til að móta útfærslu þeirra reglna sem giltu á þessum markaði. Það er hins vegar ekki í samræmi við þær leikreglur sem gilda á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Sökin liggur ekki að öllu leyti í hegðun þeirra sem stjórnuðu bönkunum heldur ekki síður hjá stjórnvöldum sem áttu að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. Annað vandamál snýst um sjálfsmyndina sem ég rakti hér að ofan. Sigrar íslenskra útrásarmanna urðu sigrar þjóðarinnar. Á einhvern undarlegan hátt virtist þjóðin 93

halda að hún væri mest og best í heimi hér. Auðvitað mátti gleðjast yfir góðu gengi Íslendinga á erlendri grundu hvort sem var í handbolta eða viðskiptum en því miður virðist sem raunveruleikatengslin hafi verið tekin úr sambandi. Að einhverju leyti urðum við fórnarlömb eigin velgengni. Aðvörunarorð þeirra sem töldu að sígandi lukka væri best voru að engu höfð og töldust leiðindanöldur og kvabb. Í umræðunni var sífellt vitnað til þeirrar þjóðernisvitundar sem ég lýsti hér að framan. Útrásarvíkingar var orðið sem haft var yfir þessar nýju þjóðhetjur en það orð segir meira en margt um hugsunarháttinn sem að baki bjó. Það eina sem við getum huggað okkur við er að við erum ekki eina þjóðin sem hefur fallið í þessa gryfju sjálfsblekkinga. Það er athyglisvert til þess að hugsa að þegar Japanir gengu í gegnum sams konar tímabil uppgangs og niðursveiflu vísuðu þeir einnig í fortíðina. Þar í landi voru þeir sem mest bar á í „útrásinni“ hins vegar ekki víkingar heldur samúrajar. Við skulum vona að okkur takist að vinna okkur út úr þessum efnahagsþrengingum sem fyrst og með sem minnstum tilkostnaði. „Þekktu sjálfan þig“ voru einkunnarorð véfréttarinnar í Delfí í Grikklandi hinu forna. Ef okkur tekst að sætta okkur við landið okkar og okkur sjálf er ekkert að óttast.

Gunnar Haraldsson

forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands Stúdent vorið 1988 úr eðlisfræðideild


SKÓLABLAÐIÐ

Góðir tímar Gamlir dagar, gleðitímar, góðar stundir - ég sakna þess að fara saman og hafa gaman, hlæja mikið og vera hress. Bjartar nætur, langir dagar sumarið - ég sakna þess við sátum saman, alla daga með öl í hönd og vorum hress. Hlátrasköll og söngvalæti, margar sögur - ég sakna þess, vorum þar að njóta lífsins saman öll og ég var hress.

Ástin í nördheimum Ó þú yndislega nörd, þú yndislega sveitta nörd sem situr í aldargamalli Íþöku með latneska lestrarbók. Þú sérð mig ekki sitjandi í horninu, sitjandi í horninu við gluggann þó að augu mín fylgist meira með þér en öllu öðru þú veist það ekki ennþá en ég skil þig eins og andtákni á t-RNA skilur tákna á m-RNA

Ævintýralega súr draumur Það var einn daginn sem ég vaknaði, en var ekki vöknuð ég bara hélt það. Sólin skein og inn til mín barst regnbogalitaður söngur fuglanna sem báru mig út um gluggann og tónarnir dönsuðu við sjóinn, blómin brostu ég sá í himninum hjörtu úr bleikum skýjum Grasið bragðaðist eins og sykur en ég veit það bara því vindurinn sagði mér það. Og allt var þetta eins raunverulegt og rigningin sem féll á andlit mitt í gær þangað til að ég vaknaði aftur, eftir að hafa lagt mig í sykraða grasið og hugsað hversu súr hugur minn væri, en þá leit ég út og sá hálfbráðnaðan snjóinn í garðinum en ég áttaði mig á því að nú væri að vora og kannski einhvern tímann yrði ævintýralega súrt sumar að mínum veruleika en það var bara hugdetta.

Mary Mary, you’re so hairy. It’s really scary. Oh, Mary, you are so hairy. Mary, Mary shave your legs, and your big mustache. Mary, Mary shave your legs for me. Mary, you’re so hairy. It’s really scary. Oh, Mary, you are so hairy. Mary, Mary shave your belly, because it is so smelly. Mary, Mary shave your belly for me Mary, you’re so hairy. It’s really scary. Oh, Mary, you are so hairy. Mary, Mary shave your chest and you know, you are the best. Mary, Mary shave your chest for me. Halldóra Ársælsdóttir, 3. I

Miriam Petra Ómarsdóttir, 5. A

LJÓÐ EFTIR NEMENDUR 94

E inar


NEMENDALJÓÐ

Austurríki

Betri tímar

Á örskotsstundu ákveðið var að út myndi fjölskyldan halda. Skyldi hún standa á skíðunum þar og skemmta sér í loftinu kalda.

Á eyjunni þar sem ávallt er ró og friður, ríkir nú ókyrrð og fólkið er reitt, eldar brenna og almenningur biður, að einhverju eða öllu verði breytt.

Konungi Dana komumst frá, en krónunni okkar eigi, saman gleði sína tjá, Íslendingar er þeir sjá birtu af nýjum degi.

Eftir háværa flugferð tók Friedrichshafen við en fljúga þau vildu aðeins lengur því keyra nú þurftu að Þjóðverja sið á þvílíkum kagga - eins og gengur.

Fólkið sem flýr hvorki eldgos né ís, loksins hefur fundið sinn herra, en skrítið er að herrann sé hærri prís, Íslendingar hafa séð það verra.

Gömlu gildin tekin á ný, í gegn skín þjóðarstolt, veldið nýja var fyrir bí, verandi tómt og holt.

Var fjölskyldan svöng eftir langa leið lúinn var flestur og latur. Í Flachau eftir þeim öllum beið æðislegt hótel og matur.

Stjórnarmenn lofa og skríllinn vonar, svona er lífið grimmt, þjóðin þarf kraftaverk einhvers konar, þau bíða og bíða en allt er dimmt.

Rís úr rústunum blóm eitt flott, ávexti ríka mun bera, eitt eilífðar smáblóm með sigurglott, er komið til að vera.

Fyrsta nóttin á nýjum stað er næstum því alltaf góð. Ekki svaf prinsessan þrátt fyrir það yfir þöndum vængjum drengsins var óð.

Hvað varð um kappana, Gunnar og Njál, kom þeim væl í huga? Í taugum þeirra var aðeins stál, Íslendinga mun ekkert buga.

Í snjóbrettagöllunum gengu þau þá gerðu sig breið fyrst þau gátu. Litu í kring um sig lyftunni hjá og ljóst varð hvar Danirnir sátu.

Nokkrir byrja að brjóta og bramla, brátt var þingið grýtt, hvað varð um Ísland, hið góða og gamla, gárungarnir vilja Ísland glænýtt.

Dagarnir liðu með hlátri og hlýju, hjá hópnum var alltaf svo gaman. Hlakka þau til að hittast að nýju og hlæja og skemmta sér saman.

Landar okkar lifðu veikina spænsku, lítið frá þeim heyrðist kvart, aftur er tími atorku og kænsku, Íslendingar hafa oft séð það svo svart.

Sigurður Orri Guðmundsson, 6. Y

Þrátt fyrir lýðveldi nýtt og flott, fjórði hver maður er svangur, Ísland hið gamla var betra en gott, en svona er lífsins gangur.

95

Pétur Marteinn Tómasson, 4. M Miriam Petra Ómarsdóttir 5. A

Halldóra Ársælsdóttir 3. I

Sigurður Orri Guðmundsson 6. Y

Pétur Marteinn Tómasson 4. M


SKÓLABLAÐIÐ

HEILINN Nikótín breytir starfsemi heilans þannig að líkaminn verður háður efninu. Þegar þeir sem reykja segjast slaka á við að reykja eru þeir í raun bara að svala þessari fíkn. 96

E inar


KENNARAVIÐTÖL

SÓLVEIG KRISTA EINARSDÓTTIR Sólveig Krista Einarsdóttir byrjaði að kenna líffræði í MR fyrir ári síðan. Hún var sjálf nemandi við skólann og útskrifaðist árið 2000 en nú hefur hún snúið aftur í hlutverki kennara. Ritstjórnarmeðlimir heimsóttu hana dag nokkurn og spurðu hana spjörunum úr.

MS. Ég kenndi náttúrulega bara eitt ár í MS og hef bara kennt í eitt ár hér svo ég hef ekkert rosalega mikið til að bera saman. En í MS voru allir með munntóbak! Ég þurfti alltaf að skamma strákana og rétta ruslafötuna að þeim.

Af hverju ákvaðstu að gerast kennari? Ég er menntaður líffræðingur, tók master í þeirri grein, og svo kennsluréttindi samhliða því. Það á ofboðslega vel við mig að kenna. Ég Á hvaða braut varstu? Ég var á náttúrufræðibraut II. Ég var einmitt hef t.d. kennt karate síðan ég var 15- 16 ára og kölluð „núbbi“ af einum nemanda um daginn ég á bara rosalega gott með það að kenna og að eiga samskipti við aðra. vegna þess. Hvenær kviknaði áhugi þinn á líffræði? Af hverju valdirðu MR? Það var í MR. Það var nú ekki flóknara en svo að helmingurinn af árgangnum mínum úr Háteigsskóla fór í MH og hinn helmingurinn Ertu góður kennari? Það er ekki mitt að dæma. [Sólveig hlær] í MR. Ég vildi frekar bekkjarkerfi og svo er líka ákveðinn sjarmi yfir skólanum. Mælirðu með því að læra líffræði og gerast Er ekki svolítið sérstakt vera orðin kennari hérna kennari? Já, hiklaust. Þetta er allavega það sem mér í MR átta árum eftir útskrift? Jú, það er svolítið sérstakt en samt alveg finnst rosa skemmtilegt. Líffræði er alveg æðislegt. Kennararnir mínir hérna í MR voru yndisleg fræðigrein. Maður lærir á lífið, eins misjafnir og þeir voru margir en ég hafði líkamann, náttúruna og svo geturðu farið og mikið álit á þeim. Þeir mótuðu mig heilmikið sérhæft þig í sameindagenum, bakteríum, sem manneskju og núna finnst mér ég vera fiskum, fuglum og fleiru. Þetta er rosalega komin í þá stöðu að geta haft áhrif á mína fjölbreytt nám. Þegar ég byrjaði í líffræðinni var bara hægt nemendur. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og ég er mjög ánægð með þetta. Það er samt að fara á almenna braut á fyrsta árinu og það pínuskrýtið að vinna með gömlum kennurum. var lítið um val. Seinna var hægt að velja sameindabraut,almenna braut eða fiskibraut og [Sólveig hlær] ég ætlaði að fara á sameindabraut. Ég hugsaði Nú kenndirðu líka í MS. Er einhver munur á því með mér að ég myndi fara að vinna hjá Kára í Erfðagreiningunni og að það væri ekki séns og að kenna í MR? Já. Nei, samt ekki. Nemendur eru bara að ég færi á fiskibraut. Ég prófaði að vinna nemendur en það eru öðruvísi hefðir hér en í með bakteríur á fyrsta árinu og mér fannst það

leiðinlegt því ég sá aldrei það sem ég var að vinna með svo mér snerist hugur og ég endaði á því að fara í kynþroska ýsu. Það er samt sjaldan hægt að tala um það því það fara bara allir að hlæja. Hvernig skilgreinir þú skemmtilegan nemenda? Mér finnst skemmtilegur nemandi vera sá sem segir skemmtilega frá og spilar svolítið á kennarann. Góðir nemendur eru þeir sem hlusta og ég sé að eru að leggja sig fram. Þetta þurfa ekkert að vera námslega sterkustu nemendurnir í líffræði en ef þeir eru líflegir eru þeir algerlega mitt fólk. En hvað með þá leiðinlegu? Það eru engir leiðinlegir nemendur. Ég get allavega ekki sagt að einhver sé leiðinlegur annars myndi ég bara snúa þeim upp í skemmtilega!

97

E inar


SKÓLABLAÐIÐ

ætla að reyna að gera þetta þegar ég verð stór Hvað gerirðu í frístundum þínum? Ég hef æft karate í 15 ár. Ég kenni karate eða eldri! og æfi það ennþá. Svo stunda ég fjallgöngur og dansa swing og salsa. Þegar ég er í fjallgöngum Hvað er skemmtilegast við að kenna ungu fólki? nýt ég þess að vera í kyrrðinni Það er svo gefandi og líflegt. Það eru stöðug samskipti allan daginn, mér finnst gaman að Ef þú værir ekki kennari hvað værirðu þá? kynnast nýjum einstaklingum og hafa áhrif á fólk. Draumastarfið er að vera svona eins og Attenborough; að vera einhvers staðar úti í Tókstu virkan þátt í félagslífinu þegar þú varst í náttúrunni að skoða fiska og pöddur og svona. MR? Ég væri líka til í að vera bara með myndavél, Ég var mikið í íþróttum. Ég fór alveg á böll og fara eitthvert og taka myndir af lífríki og gróðri svoleiðis en ég var ekki mikið í neinu öðru. Ég eða fara bara eitthvert lengst inn í frumskóg. Ég eignaðist nú samt góðar vinkonur og vini. 98

Hvaða kennarar höfðu mest áhrif á þig? Marta Konráðsdóttir hafði mikil áhrif á mig, hún er æðislegur kennari. Líka Yngvi, hann kenndi mér stærðfræði og ég var frekar léleg í henni, en hann hjálpaði mér alveg heilan helling. Skarphéðinn efnafræðikennari var líka í uppáhaldi og svo kenndi Árni Heimir mér líffræði og manni þótti nú vænt um hann. Hvernig nemandi varstu? Ég var voðalega prúð og góð og einkunnalega séð var ég meðalnemandi.


KENNARAVIÐTÖL

MARTA KONRÁÐSDÓTTIR Marta Konráðsdóttir er einn allra hressasti kennarinn við Menntaskólann í Reykjavík. Hún kennir bæði líffræði og lífræna efnafræði. Þess má til gamans geta að hún er eiginkona Yngva Péturssonar, rektors. Ritstjórnarmeðlimur Skólablaðsins skellti sér einn daginn eftir skóla inn á skrifstofuna hennar og spurði hana um hitt og þetta.

líftæknirannsóknir í tíu ár. Ég var að vinna með ensím úr hverum. Síðan kom ég aftur hingað niður eftir, árið ’96 og er búinn að kenna hérna síðan.

Hvernig skilgreinir þú skemmtilegan eða góðan nemanda? Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er náttúrlega voða gaman að kenna fólki sem hefur áhuga. Það er voðalega erfitt að kenna nemanda sem er áhugalaus. Auðvitað getur nemandi Í hvaða menntaskóla varst þú? Hérna í MR. Þá var náttúrlega hverfaskipt í samt alveg verið skemmtilegur þótt hann sé skólana svo ástæðan fyrir að ég valdi MR var áhugalaus. ekki flóknari en það. Hvað er skemmtilegast við það að kenna? Jahh, það er bara gaman að eiga samskipti við Hvenær útskrifaðist þú úr MR og hvað tók við? Ég útskrifaðist ’73. Þá fór ég í líffræði, tók fólk á skemmtilegum aldri. Þetta er einfaldlega BS í líffræði og svo tók ég svokallað fjórða árs gefandi. verkefni uppi í Háskóla [Íslands] í líffræði og að því loknu fór ég í matvælafræði og örverufræði. Hvert er draumastarfið þitt? Ég hafði alltaf áhuga á að læra arkitektúr. Sú Ég tók master í því. grein var hins vegar ekki kennd hérna á Íslandi Voru einhverjir kennarar sem kenndu þér hér í og ég hafði ekki tök á að fara erlendis þannig að líffræðin varð fyrir valinu. Ég hugsa að ef ég MR sem höfðu áhrif á þig? Vilhelmína! Hún kenndi mér líffræði. Við ætti að velja í dag að þá myndi ég fara í eitthvað vorum þarna nokkur úr bekknum sem fórum listnám. seinna í líffræði. Myndirðu segja að líffræðin væri áhugamálið Myndirðu þá segja að hún ætti einhvern heiður af þitt? Mér finnst lífeðlisfræðin og erfðafræðin mjög því að þú fórst í líffræði? spennandi fög. Ég er oft á netinu að skoða Já, alveg örugglega. eitthvað sem tengist þeim. Hvenær byrjaðirðu að kenna í MR? Já, sko, ég ætlaði mér nú aldrei að verða Tókstu þátt í félagslífi skólans á árum þínum sem kennari! [Marta hlær] Svo kynntist ég Yngva nemandi í MR? Já, já. Þegar ég var í 5. bekk var náttúru[Péturssyni] og hann var að kenna hérna. Þannig að ég byrjaði að kenna hérna ’82 og fræðideildin til húsa úti í Miðstræti, það voru þrír kenndi í fjögur ár. Þá fór ég að vinna við bekkir þar, og þessi hópur hélt voða vel saman. 99

Við vorum með svona Miðstrætisárshátíð og svona. Það stendur líklega upp úr. Ég var líka að sauma búning fyrir Herranótt og svo var ég kosin í myndlistarnefnd og við í nefndinni héldum námskeið. Hefurðu einhverju við þetta að bæta í blálokin? Amen.


SKÓLABLAÐIÐ

HERRANÓTT Síðastliðið vor tók nýkjörin stjórn samræmdust hugmyndum þeirra vel. Stjórnin niður í 30 manns áður en samlesturinn hófst en leiknefndar við stýri Herranæturfleysins og Karl voru sammála um að leikritið þyrfti að honum loknum var valinn tuttugu og fjögurra að vera krefjandi en á sama tíma skemmtilegt manna leikhópur. og sigldi af stað í ferðalag. Það var síðan í júní sem ungur maður nýútskrifaður úr fræði og framkvæmd frá leiklistardeild LHÍ, Karl Ágúst Þorbergsson, setti sig í samband við stjórnina og lýsti yfir áhuga sínum á að taka þátt í að setja saman leiksýningu með Herranæturstjórninni og gerast leikstjórinn þeirra. Eftir fundahöld á Kaffi Hljómalind kom í ljós að hugmyndir hans

og fyndið og varð niðurstaðan sú að þau völdu hið víðfræga verk Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov. Ferlinu var almennilega hrundið af stað í október þegar hið árlega leiklistarnámskeið undir stjórn Herranætur hófst og stóð það út nóvember. Í lok nóvember fór síðan fram opinn samlestur, ólíkt því sem viðgekkst á síðasta skólaári þar sem leikhópurinn var þrengdur

Leit Herranæturstjórnar að húsnæði var einnig löng og ströng en þau lögðu upp með að finna hús með miklu opnu rými í anda „black box“-rýmis. Þau í stjórninni renndu fljótlega hýru auga til húss við Sætún sem áður hýsti verslunina Heimilistæki. Ekki reyndist auðvelt að komast yfir húsnæðið en til þess þurfti stjórnin að setja sig í samband við bankastjóra skömmu eftir bankahrunið mikla þar sem húsið var í eigu eins af bönkum landsins.

100

E inar


HERRANÓTT

Húsnæðið, sem búið var að útvega, var að sjálfsögðu ekki hannað sem leikhús svo að gríðarlega mikla vinnu þurfti að leggja í sviðsmynd og ljósabúnað. Einnig þurfti að safna saman einvala hóp fólks til að sjá um heildarútlit sýningarinnar en það var Kristína Berman sem lagði grunninn að því. Það er ekkert ókeypis í þjóðfélaginu nú til dags og var þetta verkefni engin undantekning á því. Herranæturstjórn var þó klók í fjáröflun en ein helsta leið þeirra til þess var barnapössun á hótelinu Hilton Reykjavík Nordica sem allur leikhópurinn sá um til skiptis. Að vanda starfaði einnig markaðsnefnd í þágu leiksýningarinnar. Stórverkefni á borð við uppsetningu Herranætur kostar ekki aðeins fúlgu fjár, heldur einnig svefnleysi, heilan helling af tíma og tímabundinn sveig út af námsslóðinni. Allt þetta eru menntskælingar tilbúnir að leggja á sig árlega því að þeir eru meðvitaðir um að í lokin standa þeir uppi með ríkulega uppskeru. Í ár var raunin aldeilis sú – og vel rúmlega það. Ritnefnd Skólablaðsins óskar Herranæturstjórn, leikhópnum, leikstjóranum og öðrum aðstandendum til hamingju með frábæra og metnaðarfulla leiksýningu.

101


SKÓLABLAÐIÐ

Ritnefnd Skólablaðsins brá sér í bækistöðvar leikhóps Herranætur, gamla Heimilistækjahúsið, í miðju æfingaferlinu og yfirheyrði þrjá aðalleikara sýningarinnar. Yfirheyrð voru Auður Friðriksdóttir, 5. R, sem fór með hlutverk Margarítunnar, Árni Gunnar Eyþórsson, 5. U, sem fór með hlutverk Meistarans og Jóhann Páll Jóhannsson, 3. A, sem lék Woland. Einnig var leikstjóri sýningarinnar, Karl Ágúst Þorbergsson spurður spjörunum úr.

Auður Friðriksdóttir - Margaríta

Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í Herranótt? Nei, ég sá um leikmyndina í fyrra og hef alltaf farið á námskeiðin. Hefurðu tekið þátt í uppsetningu á leikriti utan Herranætur? Ég tók þátt í Skrekksatriði Austurbæjarskóla þegar ég var í 9. bekk og þá lentum við í þriðja sæti. Hvernig finnst þér að vinna með hópnum? Mér finnst það mjög skemmtilegt og auðvelt. Þetta eru náttúrlega flest allt krakkar sem ég þekki. Þetta er bara frábær hópur í heildina! Hressir og æðislegir krakkar. Heldurðu að þú munir leggja leiklistina fyrir þig í framtíðinni? Það kom mér alveg rosalega á óvart að ég skyldi komast inn í leikhópinn því ég hef aldrei hugsað mér að gera neitt þessu líkt í framtíðinni. Ég held að sú ákvörðun standi þótt þetta hafi verið ótrúlega skemmtilegt. Ætlarðu aftur í Herranótt? Já, að minnsta kosti ætla ég ekki að hætta að taka þátt í námskeiðunum. Hvað finnst þér um valið á leikritinu? Þetta er náttúrlega frekar þungt verk og ekki auðskilið en mér fannst þetta skemmtilegt val og var mjög ánægð með það. Einhver lokaorð? Ég bara mæli eindregið með Herranótt. Þetta er svo skemmtilegt ferli og sérstaklega ef við verðum aftur jafn heppin með leikstjóra. Kalli hjálpar okkur í rauninni að gera þetta eftir

okkar höfði en ekki eftir hans. Þetta er frábær reynsla og ég mæli með því við alla að prufa!

Árni Gunnar Eyþórsson – Meistarinn

Er þetta fyrsta skiptið sem þú tekur þátt í Herranótt? Já, þetta er fyrsta skiptið sem ég tek þátt í Herranótt. Ég fór samt á námskeiðið í 3. bekk en ekki í 4. bekk. Hefur þú tekið þátt í öðrum leikuppsetningum? Ég var ljósamaður í uppsetningu leikritsins „West Side Story“ í Hagaskóla, ég hef ekki tekið þátt í öðru leikriti. Hvernig finnst þér að vinna með þessum hóp? Mér finnst það bara mjög gott, virkilega sterkur og einkar fallegur hópur. Munt þú leggja leiklistina fyrir þig í framtíðinni? Ég hef mjög mikinn áhuga á leiklist svo það er aldrei að vita. Það er þó of snemmt að segja núna. Heldur þú að þú munir aftur taka þátt í Herranótt? Já, það held ég og vona. Hvernig finnst þér leikstjórinn? Kalli er algjör snillingur og frábær gaur. Auk þess er virkilega gott að hafa svona frjálsar hendur eins og raun ber vitni. Hvernig finnst þér valið á leikritinu? Ég er bara mjög ánægður og ég held að sýningin verði mjög flott.

Jóhann Páll Jóhannsson – Woland

Þú ert á fyrsta ári og er þetta því þín fyrsta þátttaka í Herranótt. Hefur þú tekið þátt í öðrum leikuppsetningum? Ég samdi Skrekksatriði Laugarlækjaskóla í hittifyrra (10. bekk) og fór þar einnig með aðalhlutverkið. Við lentum þó ekki í neinu sæti. Hvernig finnst þér hópurinn sem vinnur með þér að leikritinu? Mjög fínn hópur, góður og hress. Augljóslega mikið hæfileikafólk. Hvernig vinnið þið saman? Hópurinn vinnur mjög lýðræðislega og

ákvarðanatökur eru sameiginlegar. Ferlinu er ekki miðstýrt af leikstjóranum, hópurinn vinnur í sameiningu. Mikill tími fer í umræður. Fyrsta vikan fór í raun bara í hugleiðingar og umræðu um hverja senu, hvernig stemningin er í senunum og einhver spuni í kringum senur o.s.frv. Sérðu fyrir þér að leggja leiklistina fyrir þig í framtíðinni? Nei, það held ég ekki. Ég býst frekar við því að vinna við ritstörf eða tónlist. Getur þó vel verið að ég semji leikrit. Ætlarðu þér að taka aftur þátt í Herranótt? Já, það getur vel verið. Hvernig finnst þér valið á leikritinu? Þetta er frábær saga. Það verður þó erfitt að koma söguþræðinum til skila því hann er flókinn.

Karl Ágúst Þorbergsson – leikstjórinn

Hefurðu leikstýrt leikriti áður? Ég hef ekki leikstýrt áður, nei. Ég var hins vegar einn af þremur listrænum stjórnendum í Macbeth sem var sett upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Ég er líka í leikfélaginu Vér Morðingjar og í öðru sem kallast Sextán elskendur sem setti upp sýningu síðasta haust sem hét „Ikea-ferðir“. Hvers vegna þetta leikrit? Þetta er einfaldlega þægilegt leikrit til þess að vinna með menntaskólanemum; mörg hlutverk og ævintýralegt. Þetta var reyndar örlítið erfiðara en þetta hljómaði í byrjun en það er bara hluti af sýningunni að flækja. Hefur þessi hópur reynst þér vel? Hann hefur reynst mjög vel. Þetta eru skemmtilegir og duglegir krakkar. Það var samt það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni að velja og hafna í hann. Heldurðu að einhver innan hópsins eigi hugsanlega eftir að vera áberandi í leiklistinni í framtíðinni? Já, það er enginn vafi á því. Ég meina, ég byrjaði í Herranótt! Þetta eru ljúfir krakkar og munu án efa gera það gott.

102

E inar


HERRANÓTT

103


SKÓLABLAÐIÐ

SKÓSMIÐURINN Með sögu þessari vil ég ekki hrekja einhverja burt af glæfralegri sérviskubraut, því að ég held sérviskulegri hugsun í heiðri. Í stað þess ætla ég að segja frá atviki, sem ég fléttaðist inn í, og minna lesendur á mikilvægi eðlilegra svefnvenja. Fyrir tíu árum var ég skósmiður. Í þann tíð bar ég kennsl á skó allra viðskiptavina minna og gat að auki greint, á áferð og gerð hvers skópars, kenndir eigenda þeirra. Ég var ekki aðeins fær um að átta mig á skapgerð heldur gat ég, oftar en ekki, komið upp um glæpi og flónsku með þessum hætti. Þó leið dágóður tími áður en ég gaf mig fram við lögreglustjóra og greindi frá þessum einstæðu hæfileikum mínum. Og lögreglustjórinn hló ofan í skjölin sín og kaffibollann. Heyri ég rétt, ungi herra? Hefur þú komist að hinum eiginlega sannleika og fundið leið til þess að ljúka mannssálinni upp, líkt og bók, og blaða í gegnum hana, sporlaust og fyrirhafnarlaust, þegar þú mænir á skótau? Og hann hló þegar almennu lögreglumennirnir köstuðu mér á dyr. Og hann hló þegar hann kom heim um kvöldið. Þá var hann þreyttur og kyssti konu sína á kinnina, dró blúndugardínu frá glugga og mændi á tunglið í spegilsléttri ánni, sem liðaðist fyrir neðan húsið hans. Lögreglustjórinn var nefnilega ögn yfirlætislegur. Þegar kvöldsúpan steig upp úr pottinum og

kom sér fyrir í skál hans, sagði hann konu sinni frá lítt menntaða drengstaulanum sem taldi sig hafinn yfir langskólagengna og þekkingarþyrsta menntamenn. Já, sagði hann, ég held bara að allt sé að fara til andskotans! Þá mælti konan. Guð gekk ekki í skóla. Hann er, ef svo má segja, eins konar skóli sjálfur. Af honum mega menn læra. Það sakar ekki að hlusta á vesalings drenginn og leyfa honum að sanna mál sitt. Ef til vill ber drengurinn í sér eitthvert guðlegt eðli. Og þó að hann hafi ekki gengið í skóla má vera að hann sé, ja, eins konar skóli, eins konar viskubrunnur. Um kvöldið var konan barin. Svo var henni kastað á dyr. Þar eð konan átti í ekkert hús að venda fann hún einungis fúinn bekk í almenningsgarði. Þar hitti hún mig. Í garðinum var aðeins einn bekkur, feyskinn og ljótur. Ég hafði legið á honum stundarkorn þegar ég heyrði fótatak. Ég reis upp við dogg og bjóst við því að sjá eina af fyllibyttum bæjarins reika um vegna þess að úti var dimmt og garðurinn skjólgóður. En svo var ekki. Mannveran, sem nálgaðist, var ung og falleg kona. <Hvað ætli myndarleg kona hafi upp úr slíkri næturgöngu?> spurði ég sjálfan mig. Og það var ekki fyrr en hún lagðist á bekkinn að ég hóf upp raustina. Afsakið, unga dama, sagði ég í skugganum.

Ég sá hvernig hún sperrtist öll upp. Óttastu ekki, hélt ég áfram, ég er bara aumur skósmiður. Íbúðin mín var tekin hers höndum. Ég þyki skrýtinn, en ég er það ekki. Ég myndi að minnsta kosti aldrei gera neinum illt af engri ástæðu. Og konan lagðist aftur niður, gaf ekki frá sér eitt einasta hljóð og steinsofnaði. Um morgunbil áttaði hún sig þó á því að maðurinn, sem hafði talað um nóttina, var enginn annar en skósmiðurinn, sem hafði komið á lögreglustöðina daginn áður. Skósmiðurinn sem rak fleyginn í samband hennar og lögreglustjórans! Hún leit í kringum sig. <Og hann stendur þarna enn!>, hugsaði hún, <hann hefur sofnað uppréttur!> Konan fann ekki til neinnar meðaumkunar gagnvart skósmiðnum. Hana langaði ekki einu sinni til að tala við hann, hún vildi einungis hefna sín á honum. Það var jú við hann að sakast að nú svaf hún á bekk í almenningsgarði. Svo að konan lét til skarar skríða og laumaðist í vasa skósmiðsins og stal úr honum stórri peningafúlgu. Vesalings ég, sem svaf og svaf uppréttur, átti nú enga peninga og ekkert hús.

Kristján Norland 3.A

104

E inar


GREINARHEITI

105

Einar


SKÓLABLAÐIÐ

FIÐLUBALL

106


FIÐLUBALL

107


SKÓLABLAÐIÐ

Tóti, 5. R: „Hvaða fokking faggi tók pennann minn!?“ Eydís frönskukennari: „Ég fékk hann víst lánaðan.“ Guðjún sögukennari að lesa upp í 6. Z: Guðjón: „Vignir?“ Vignir: „Já.“ Guðrún Anna, 6. Z: „Plís nennirðu að ríða mér!?“ Ætlaði að segja: „Plís nennirðu að bíða hér?“ Sigurbjörg frönskukennari: „Tu t‘appelle comment?“ Telma, 4. A: „Mér finnst miklu flottara ef það er vouz.“ Hrafnhildur Helga, 4. A: „Oh, society! Let‘s kill it!“ Eydís í 4. A var stungin af geitung í tíma. Sólveig líffræðikennari: „Hvað ertu með á þessu? Blautt vatn eða…?“

Sólveig líffræðikennari: „Nú sjáum við dansandi DNA! Jibbí!“ Thelma Rún í sögutíma hjá 4. A: „Ég er konungsborin...“ Áróra, 4. A: „Já, kannski númer 2450 í röðinni!“ Thelma Rún: „Það er nú allavega meira en þú getur sagt!“ Kötturinn sleginn úr tunnunni í Cösu: Hrafnhildur, 4. Y: „En er ekki búið að slá allt úr tunnunni?“ Anna Margrét, 4. A: „Nei, ekki köttinn!“ Hrafnhildur: „HA!? Er köttur í tunnunni!?“

Heiðrún, 4. A: „Takk Sóla mín!“ Sóla, 4. A: „Það var ekkert.“ Heiðrún: „Ha? Hver er Eggert?“ Ebba, 4. A: „Vá, ég vissi ekki að Frakkland væri svona stórt!“ 4. A: „Eh, þetta er Afríka.“ Eydís, 4. A þýðir „Human“ með The Killers á dönsku: „Er vi mennsker eller er vi dansker?“

Bragi íslenskukennari í hljóðfræðitíma: „Hvernig „N“ er í þessu?“ Stúlkurnar í 4. A ræða helgina á mánudegi. Christine, 4. A: „Svona „N“ eins og í „taug“?“ Sóla, 4. A: „Ji minn, þú ert nú svolítið lauslega girt!“ „Tölvulaus heimur“ var eitt af ritgerðarefnum í íslensku. Sóla, 4. A: „Éttu skít!“ Ebba, 4. A: „Má þá ekki gera ritgerðina í tölvu?“ Heiðrún, 4. A, hlýddi og nartaði í Sólu.

Laufey enskukennari að tala um Animal Farm. Ebba, 4. A: „Hey! Hvernig er aftur þjóðsöngur Kanada? Lalala...“

Anna Margrét, 4. A: „Ég ætlaði að setja vindsæng, kodda og sængur þarna til að geta kúrt á milli tíma!“ Grétar Már, 6. U: „Þetta er lélegasta nýting á rými sem ég hef heyrt um!“ Anna Margrét: „Ha? Ég var ekkert að reyna að ríma.“

Anna Margrét, 4. A: „Þegar ég var lítil var ég alltaf í fegurðarsamkeppni við sjálfa mig. Bara ég, spegillinn og svo afi!“

Anna Margrét, 4. A fær sms í tíma þar sem segir: „Kemur í ljós.“ Hún snýr sér að Telmu, 4. A, og segir: „Jii, ég fer ekkert í ljós á sumrin!“

Bragi íslenskukennari: „Þegar ég fer yfir prófin set ég alltaf græjurnar í botn og spila uppáhaldsdiskinn minn.“ Telma, 4. A: „Sem er?“ Bragi: „Michael Jackson – I‘m bad!“

Sólveig líffræðikennari spyr Önnu Margréti, 4. A, hvað hún heiti. Anna Margrét: „Hmm.. algengasta nafni í heimi!“ Sólveig: „Jón?“

Hrafnhildur Helga, 4. A: „Hvað segir fíllinn?“ Ellert B. Schram, 4. B: „Muu..?“

Heiðrún, 4. A: „Ég mun giftast Simon Amstell!“ Sóla, 4. A: „Þú veist að hann er hommi..“ Heiðrún: „Já en.. ástin spyr ekki um kynhneigð!“ Sóla: „Hæfæææv!“

GULLKORN 108

Heiðrún, 4. A, vill gera dæmi uppi á töflu í stærðfræðitíma: „Má ég koma uppá?...eh, þú veist...“ Haukur Páll, 6. Z: „Ég er bara svo öruggur með kynhneigð mína!“ (Þegar hann mætti í kvenmannsnærbuxum í skólann) Guðjón sögukennari við 6. Z eftir próf sem kom vel út: „Ég íhugaði alvarlega að ættleiða nokkra úr bekknum!“ Á leið í skíðaferð Skólafélagsins til Akureyrar: Anna Alexandra, 4. R: „Hey, þarna eru Bláfjöll!“ Allir: „Þetta er Esjan.“


‘Coca-Cola’, ‘Coke’, the ‘Coca-Cola’ contour bottle, the dynamic ribbon device are trademarks of The Coca-Cola Company © 2008 The Coca-Cola Company.


SKÓLABLAÐIÐ

SKÍÐAFERÐ 6. – 8. MARS 2009

Einn af skemmtilegustu viðburðum skólaársins var án efa Skíðaferð Skólafélagsins. Tvö ár voru síðan ferðin hafði verið farin síðast og því höfðu margir nemendur beðið spenntir eftir því að endurtaka leikinn. Á annað hundrað nemendur pökkuðu snjógöllum og skíðum ofan í tösku og ákváðu að skella sér saman til Akureyrar, í heimsókn til frændskóla okkar, MA. Þrjár fullar rútur af MR-ingum lögðu af stað síðla dags föstudaginn 6. mars 2009. Ferðalagið var þægilegt og leið hratt. Að vísu gætti ákveðinna vonbrigða hjá nemendum með nýlegar breytingar á Staðarskála. Einhverjir fullyrtu að þarna væri ekki á ferð hin rómaða sveitabúlla heldur eingöngu N1 Ártúnshöfða, bara hinum megin á landinu. Þrátt fyrir þessar efasemdir þá sviku borgararnir og pylsurnar engan. Laust eftir miðnætti runnum við í hlaðið og komum okkur fyrir í skólabyggingu MA þar sem við gistum næstu tvær nætur. Farið var snemma á fætur daginn eftir. Langflestir gripu í skíði eða snjóbretti eftir ljúffengan morgunmat og drifu sig upp í fjall. Þar renndu menn sér fram eftir degi við ágætisaðstæður enda var Eyjafjörðurinn þakinn snjó. Eftir sundsprett og kvöldmat í bænum fjölmenntu MR-ingar í Kvosina, auditorium þeirra MA-inga. Þar var haldin ræðukeppni á milli MR og MA þar sem ungir og efnilegir ræðumenn úr báðum skólum fengu að spreyta sig. Guðmundur Egill Árnason, sigurvegari í Morfís frá því í fyrra, tók að sér að þjálfa þau Albert, Einar, Steingrím og Þorbjörgu í vikunni fyrir keppni og virtist það hafa borið góðan árangur. MR-ingar fóru með afgerandi sigur af hólmi á móti liði MA-inga sem virtist ekki hafa lagt jafnmikinn metnað í keppnina og við. Liðið okkar sýndi góða takta og stóðu ræðumenn sig allir með prýði. Albert Guðmundsson, frummælandi liðsins, var valinn ræðumaður

kvöldsins en í sætin á eftir röðuðust liðsfélagar hans. Það er því alveg ljóst að MR-ingar eiga góðan möguleika á því að endurheimta MR-víog Morfís-titilinn að ári. Í dómarahléi var þáttur 2,5 af Bingó, skemmtiþætti Skólafélagsins, sýndur og þótti hann vekja mikla lukku. Um var að ræða blöndu úr síðasta þætti og þeim næsta sem var frumsýndur í vikunni eftir. Eftir kvöldvökuna var meistaraverk Kubricks, The Shining, sett í tækið. MR-ingar enduðu kvöldið með því að öskra sig í svefn yfir sturluðum axarmorðingjanum Jack Torrance eftir vel heppnaðan dag. Fljótlega var ljóst að veðrið var ekki eins gott daginn eftir og það hafði verið áður. Því var ákveðið að snúa heim fyrr en áætlað var. Það kom á daginn að okkur veitti svo sannarlega ekki af forskotinu. Færðin var slæm og einni rútunni

tókst meira að segja að festast á bílastæðinu áður en lagt var af stað. Ekki boðaði það gott fyrir ferðina yfir heiðina. Norðlenskt viðhorf Maríu Bjarkar til snjósins réði því hins vegar að ákveðið var að láta skeika að sköpuðu. Eftir langt ferðalag komu loks þrjár fullar rútur af ánægðum MR-ingum til Reykjavíkur eftir vel heppnaða ferð. Sjálfsagt hefði verið gaman ef veðrið hefði haldist gott út helgina og að tímanum hefði heldur verið varið á skíðum en í rútu. Engu að síður þá áttu MR-ingar úr öllum árgöngum góðar samverustundir hvort sem þær voru í svefnpoka, á skíðum eða í rútunni því að þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það ekki fjöldi skíðaferða í brekkunni sem gera ferðina eftirminnilega. Það eru því samverustundirnar með skólafélögunum og góðu minningarnar sem eru dýrmætasti afrakstur ferðarinnar.

110

E inar


SKÍÐAFERÐ

111


SKÓLABLAÐIÐ

VIÐ ERUM HÉR MEÐ OSMÓSU, TRALALALALA! ÓLI STEF, HANDBOLTAKAPPI OG HEIMSPEKINGUR, LEGGUR MR-INGUM LÍFSREGLURNAR Þann 1. ágúst settumst við á kaffihúsið Babalú með Ólafi Stefánssyni með einfalt og hefðbundið viðtal í huga. Niðurstaðan var hins vegar allt önnur, Ólafur Stefánsson er allt annað en einfaldur og hefðbundinn ...

þetta. Hafið forgangsröðunina rétta og reynið verða þetta. Það mun leiða til þess að ég geri síðar svona sæmilega að standa ykkur, skilurðu? þetta. Síðan eftir tuttugu ár, þá verð ég þetta.“ Ver’ekki alltof oft uppi hjá skólastjóranum. Ég var nú ekki þannig, sko, ég er að segja ykkur að Sem sagt, þú lest í hlutina eftir á? gera allt á skjön við það sem ég gerði. Ég var Já, þú lest í hlutina eftir á. Þannig að slakið svona, þú veist, „áttu-gaur“ kannski; tsjill bara, alveg á með það og verið ekki að plana of mikið. ágætisnámsmaður og var bara í boltanum og Aðalatriðið er sem sagt að vera opinn og glaður og, hérna, þá koma til ykkar alls konar hlutir sem Nú varst þú í MR. Á hvaða árum og á hvaða eitthvað að rugla. Og hérna, ég held að við tökum bara þetta þið vitið ekkert af hverju koma. Og eftir á, sem braut varstu? út. (Ólafur snýr spurningalistanum okkar við sagt í baksýnisspeglinum, þá segið þið: „Hey vó! Uuuu... (telur árin). og hlær). Sko, maður byrjar oft með eitthvað og Af því að ég var opinn og glaður, eða þú veist, það endar síðan allt annars staðar. Spánverjarnir ég var með eitthvað smámission í hausnum, eða Getur verið að það hafi verið ’89 til ’93? eru með það máltæki að þegar maður planar eitthvað, þá bara gerðust þessir hlutir og ef ég Já. eitthvað, þá eru örlögin að plana á móti manni hefði lokað á það þá hefðu þeir ekki gerst.“ Og á hvaða braut? Náttúrufræði I. Ég er reyndar á móti öllum ÉG ER AÐ SEGJA YKKUR AÐ GERA ALLT Á SKJÖN VIÐ ÞAÐ SEM brautum í dag. (Tekur sér hlé og glottir). Ég er nú ÉG GERÐI. ÉG VAR SVONA, ÞÚ VEIST, „ÁTTU-GAUR“ KANNSKI; bara að fara að bulla í ykkur. Gott mál. Þið eruð sem sagt að fara í skemmtilegan pakka. Hvað eigið þið mikið eftir? Við erum búnir með okkar fyrsta ár. Þá bara segi ég njótið - en farið með opinn huga og látið ekki loka honum. Reynt verður að koma ykkur í einhverjar skorður, skipa ykkur í bása og gera eitthvað en þið verðið að reyna að sprengja út á móti því og vera glaðir og hressir eins og þið eruð núna og láta ekki rugla eitthvað í ykkur þannig að þið komið ekki kassalaga út. Og hérna ... svo er þetta náttúrlega frábær tími sem þið getið notið - og hérna ... Ég veit ekki hvort ég eigi að segja það, en verið ekki að æsa ykkur yfir einkunnum og einhverju svona, heldur njótið frekar að horfa í augun á fólki, kynnast, skapa sambönd, vináttu og allt

TSJILL BARA, ÁGÆTISNÁMSMAÐUR OG VAR BARA Í BOLTANUM OG EITTHVAÐ AÐ RUGLA.

í leiðinni. Þorvaldur Þorsteinsson, vinur minn, og Steve Jobs segja að þú færð bara ákveðna punkta í lífinu, þú veist, hittir fólk, hlutir gerast og þú getur ekkert planað. Síðan bara tengirðu þessa punkta í baksýnisspeglinum í bílnum sem sagt ... eða þú veist. Þú getur ekki tengt af hverju þetta og þetta gerist fyrr en bara eftir á. (Nú raðar Ólafur minnisbók sinni, stílabókinni okkar og borðbúnaði á borðið eins og taflmönnum á skákborð og bendir ákveðið á þá). Þú getur ekki sagt: „Já, heyrðu, þetta olli þessu og þessu og núna er ég svona og svona.“ Þú getur ekki ákveðið í framtíðina og sagt: „Ég ætla að

En fyrst þú nefnir það, ætlaðirðu þér ekki alltaf að ná svona langt í handboltanum? Nei, ég gerði það sem sagt ekki. Það kemur inn á skólann líka, þú veist, handboltinn var bara áhugi, ógeðslega gaman alltaf, enginn sem rak mig í það. Og hérna, þú veist, þetta var ekkert auðvelt, skóli og skammdegið, þú veist. Eina ástæðan fyrir því að ég var í þessum íþróttum var bara að ég hafði bara ógeðslega gaman af því. Þú veist, ef ég hefði elskað að spila á gítar, þá hefði ég gert það. Ég var í flautunámi með þessu, þverflautu reyndar. Var í tónfræði og einhverjum pakka. Og bara af því að það var ekki alveg hjartað, þá bara óx það ekki og dafnaði, skilurðu? Heldur svona smátt og smátt

112

E inar


ÓLAFUR STEFÁNSSON

varð það þvingun og þá bara datt það út. Áhugi er algert frumskilyrði fyrir öllu sem maður gerir. En hvernig gekk að samræma íþróttirnar náminu í MR? Þú varst væntanlega að æfa á fullu og við það að detta inn í meistaraflokk þegar þú byrjaðir í MR? Já, maður bara pakkar þessu af því að maður elskar að gera það. Þá bara gerir maður það einhvern veginn. Það verður ekkert vandamál. Það sama á að gilda um námið. Mér finnst að krakkar fyrir tvítugt eigi ekkert að fara í skóla ef þeir nenna því ekki, (Ólafur hlær), hérna, og eigi kannski að reyna að gera eitthvað til að hjálpa til með það. Af því að skólakerfið í dag er í raun kennsla í skammtímaminni. Það er voða lítið annað en að læra bara undir próf. Þið getið prófað að tala við fólk tveimur dögum eftir að það tók próf og það man eiginlega ekkert. Það er ótrúlegt hvað fólk horfir fram hjá þessari „obvíus“ staðreynd. Þetta er eins og Nýju fötin keisarans; við erum hætt að sjá nektina og höldum að þetta hafi eitthvert gildi, þetta kerfi, bara af því að við vitum að krakkarnir okkar eru á einhverjum bás frá átta til þrjú. [Þau] eru í einhverju skipulagi, að við höldum, en við erum

ÞETTA ER EINS OG NÝJU FÖTIN KEISARANS; VIÐ ERUM HÆTT AÐ SJÁ NEKTINA OG HÖLDUM AÐ ÞETTA HAFI EITTHVERT GILDI, ÞETTA KERFI, BARA AF ÞVÍ AÐ VIÐ VITUM AÐ KRAKKARNIR OKKAR ERU Á EINHVERJUM BÁS FRÁ ÁTTA TIL ÞRJÚ. löngu hætt að pæla í skipulaginu. Við höldum alltaf að maskínan, kerfið, sé einhvern veginn gallalaust. Það gerir náttúrlega allt á hverjum degi til þess að gegnumsýra hausinn okkar um að hugsa svoleiðis. Prófið að vera út fyrir kassann. Farið bara 113


SKÓLABLAÐIÐ

til Grikklands og verið í bláum helli eða farið til Capri – gerið eitthvað. Farið út fyrir þjóðfélagið: raðgreiðslurnar, sýndarmennskuna, jeppapælingarnar og allt þetta. Farið út fyrir þetta og sjáið hvað gerist með hausinn á ykkur. Þá sjáið þið allt annan veruleika sem er til.

gæti annar nemandi fengið að semja tónlist úr öllu ( Já, Óli syngur): „Við erum hér með osmósu og la, la, la, að læra hérna þetta bull, tra, la, la, la, la.“ Allir hafa frelsi. Í staðinn fyrir að allir nemendurnir líti námsefnið nákvæmlega sömu augum, þá fái hver og einn að túlka það

Í STAÐINN FYRIR AÐ „HEILÖGUM“ SANNLEIK SÉ TROÐIÐ Í HAUSANA Á 20 NEMENDUM Í BEKK Á SAMA HÁTT, GÆTI EINN NEMANDI FENGIÐ AÐ VERA LANDKÖNNUÐUR Í VIKU. ÞÁ MÆTTI HANN BULLA OG SNÚA ÖLLU Á HVOLF. Ég fer út og fer að spila tuttugu og þriggja ára. MR var góður og fínn og allt það en í fyrsta skipti þá vakna ég. Þá var ég loksins í friði, engin fjölskylduboð. Þar með var maður laus við að þurfa alltaf að vera „djöstifíkera“ það sem maður var að gera. Eins og þegar maður er spurður: „Jæja, hvar ert þú nú staddur?“ Og þú svarar: „Já, ég er í MR.“ Síðan næst eftir fimm ár ertu aftur spurður: „Jæja, ertu ekki örugglega í einhverju námi?“ Ef þú getur svaraði játandi, þá líður þér aðeins betur því þú getur sagt að þú sért í einhverjum skorðum. Ef þú myndir hins vegar svara: „Nei, ég er eiginlega bara ekki að gera neitt. Ég er eiginlega bara að hugsa og láta mér líða vel. Ég er mikið með vinum mínum að segja brandara og er bara glaður. Svo er ég bara að kyssa konuna og reyna að átta mig á konunum og hvernig þær hugsa. Ég er líka að reyna að skilja mömmu og pabba, leita að lausnum við hinu og þessu, grafa dýpra í hlutina og hanga á bókasöfnum. Ég er eiginlega ekki að gera neitt gagnlegt.“ Prófið að svara svona spurningu á þennan hátt og sjáið hvað gerist. Það er í rauninni akkúrat það sem þið eigið að gera. Þetta er erfiða leiðin – eða hún er öðruvísi. Í námi væri hægt að gera hlutina allt öðruvísi en þeir eru gerðir í dag. Í staðinn fyrir að „heilögum“ sannleik sé troðið í hausana á 20 nemendum í bekk á sama hátt, gæti einn nemandi fengið að vera landkönnuður í viku. Þá mætti hann bulla og snúa öllu á hvolf. Síðan

og gera eitthvað við það. Þá fær kennarinn loks tuttugu mismunandi birtingarmyndir, tuttugu listaverk, af einhverju sem hann hefði annars fengið tuttugu „kopí/peist“ af. Þetta hef ég eftir Þorvaldi Þorsteins, skemmtilegum karli sem meðal annars skrifaði Blíðfinn og Skilaboðaskjóðuna.

hugsa um sjálfan sig. Annars verða þeir bara að „sombíum“ og fara að líta á nemendur sem skynlausar skepnur. Það er ótrúlegt hvernig það er hægt að gleyma því hvað það er að vera til. Hvað finnst þér um Guðna heitinn Guðmundsson sem var rektor þegar þú gekkst í MR? Hann var náttúrlega eitthvað „symbol“ svona. Hann bjó það náttúrlega til sjálfur, lokaði mjög snemma á persónugerð þannig að enginn komst nálægt honum. Hann var síðan kannski fastur í einhverri rullu sem fólk óttaðist, eða elskaði að óttast. MR-ingar hafa voða gaman af því að búa til svona fígúrur. Það er nú það góða við MR að allar svona fígúrur fá að lifa góðu lífi. Þú getur verið mjög „spes“ og fengið að vera það alveg í friði. Svipað var með Guðna hann bjó sér til ákveðna ímynd og svo urðu til sögur um hann. Ég þekkti hann náttúrlega ekki þegar hann var með flugfreyjubekkinn, takandi fólk á teppið og svona. Það sem má ekki gerast er að persónugerðin lokist of fljótt.

Þú værir þá hlynntur persónubundnara námi? Já, bara að hver og einn fái að skína. Það væri Ert þú menntaður í heimspeki? gaman að prófa það. Ég er með gráðu, já. Við þurfum öll að hafa En nú er MR náttúrlega skóli hefðanna. Gefurðu gráðu. En við vitum að gráður eru oftast bara verðlaun fyrir skammtímaminni. Það er að segja lítið fyrir slíkt? Já, MR kenndi mér alla vega ekkert um þú pælir ekkert í því hvað þú veist eða hver þú lífið, ekki neitt. Nema það var ein kona, hún ert eftir gráðuna. Þú kannski veist ekki neitt, en Guðfinna. Er hún að kenna ennþá? Guðfinna það er samt aldrei hægt að taka gráðuna af þér. var sú eina sem stoppaði einn tíma, settist niður Maður verður hins vegar að hafa vilja til að læra, og sagði mér að reyna að njóta þessa náms. Hún þannig stækkum við sem manneskjur. sagði að sumir myndu heltast úr lestinni en Við gerðum tilraun til þess að spyrja Ólaf frumskilyrðið væri að njóta námsins, reyna að þroskast og vera glaður. Hún talaði við okkur „kassalaga” spurninga, en án árangurs. Ólafur eins og manneskjur. Hvað hina varðar, þá var sneri spurningum um handboltalandsliðið upp í varla að þeir kynntu sig. Maður skilur eiginlega grín og sagði að eðlisfræðin hjálpaði honum í hvert ekkert af hverju kennararnir gáfu ekkert af sér. sinn sem hann skyti bolta. Besta leiðin til að læra eitthvað er að kenna það og maður á eiginlega ekki að kenna neitt Einar Lövdahl Gunnlaugsson nema það sem maður kann ekkert í. Það væri Jakob Sindri Þórsson mjög sniðugt því þá lærir maður eitthvað nýtt. Ef maður kennir alltaf eitthvað sem maður kann þá fær maður ekkert í staðinn. Mér finnst að kennarar eigi að vera meiri egóistar og 114


F í t o n / S Í A

Í DAG VORU BOÐUÐ ÆVILÖNG FORFÖLL ÞAÐ VANTAR EINN Í HÓPINN Hraðakstur og ölvunarakstur valda fjölmörgum alvarlegum slysum, þar af mörgum banaslysum, á hverju ári. Þeir sem lifa af glíma oft við ævilanga fötlun, líkamslýti og andleg sár sem aldrei gróa. Þess vegna er aldrei réttlætanlegt að taka áhættu í umferðinni.

Þar sem tryggingar snúast um fólk Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is E inar


GREINARHEITI SKÓLABLAÐIÐ

116


GETTU BETUR

GETTU BETUR Ef finna ætti samheiti yfir Gettu betur lið Menntaskólans í Reykjavík kemur ýmislegt upp í hugann, t.d. hroki, besservisseraháttur, hátíðnihljóð og Maggi Lú.

En hvað er í raun svona merkilegt við Gettu betur liðið? Svarið er ekki auðséð en til að fá botn í málið verður að brjóta það til mergjar. Í Gettu betur liðinu sjálfu eru tveir menn og einn Björn. Þessir menn og Björn hafa alveg einstaklega mikinn áhuga á því að vita allt um allt og geta þar af leiðandi verið einkar pirrandi, þ.e.a.s. ef viðmælandinn vill ekki fá að heyra fyrirlestur um alla skapaða hluti í hvert skipti sem hann opnar munninn. Það sem hefur þó heillað mig mest við þessa menn og Björn er þó ekki það hvað þeir vita mikið heldur hvað þeir eru í raun hrokafullir. Án þess að þeir myndu nokkru sinni viðurkenna það þá er sjálfsálit þeirra ekki beint lítið og líta þeir löngum á sjálfa sig sem einhverskonar rokkstjörnur þar sem skólinn er sviðið og nemendur hans eru grúppíurnar. Annar hluti þessa myndarlega hóps eru þjálfararnir, þeir eru þrír en þar sem öllum er sama um þá læt ég nægja að láta nöfn þeirra koma fram. Þeir heita Ásgeir Pétur Þorvaldsson, Hilmar Þorsteinsson og Maggi Lú. Lokapúslin í þessari myndkotru eru síðan liðstjórapúslin tvö. Þau eru við Leifur Þorbergsson. Hlutverk liðstjóra er í grófum

dráttum að gera allt það sem liðið sjálft ekki gerir. Liðstjórarnir þurfa að semja ógrynni af spurningum og í stað þess að svara þeim fá þeir heiðurinn af því að lesa þær og taka niður stigin á æfingum. Í raun eru liðstjórarnir þeir einu í þessum átta mola konfektkassa sem koma eitthvað á óvart því að hver veit til dæmis ekki hvaða busastelpur liðið hefur verið að kyssa (sá tími er reyndar liðinn þar sem aðeins Björninn er einhleypur) eða hvaða áleggstegund þeim finnst best á pítsur eða að sjálfsögðu hvaða skoðun þeir hafa á hátíðnihljóðum? Þetta vita einfaldlega allir. En hve margir vita hvernig við Leifur lítum út? Því miður fyrir nemendur þessa skóla held ég að þeir séu fáir. Ef ég ætti nú að líta á af hverju ég er í þessum hópi þá held ég að svarið sé ansi einfalt, nefnilega athyglissýki. Þið vitið kannski ekki hver ég er núna en treystið mér, eftir eitt ár þá mun nafn mitt vera á allra vörum. Önnur ástæða er síðan hroki (sjá síðustu setningu). En nú er nóg komið af þessari upptalningu. Lítum nú örsnöggt á gengi liðsins frá upphafi og ástæður þess. Allir vita að liðinu hefur gengið vel á undanförnum árum og hafa þeir unnið keppnina (of ?) oft. Ástæður þessa vita hins vegar færri. Enginn einn punktur er þar öðrum mikilvægari en það sem spilar inn í er t.d. gríðarmikill 117

áhugi á almennum fróðleik, margar æfingar, ákafur utanbókarlærdómur af löngum listum, sumarbústaðaferðir, liðstjórar, þjálfarar, áhugi á málefnum líðandi stundar, vilji til að vita meira en aðrir, viðleitni til að finnast landafræði kynörvandi, athyglissýki, stjórnmálaáhugi, sterkar stjórnmálaskoðanir, stelpur, kynlíf, áfengi og hraðskreiðir bílar. Allt í allt eru liðsmenn Gettu betur liðsins afar mjúkar sálir þó að fólk þekki þá aðeins af sjónvarpsskjánum sem sálarlausar svörunarvélar. En þegar komið er að hjörtum þeirra eru þeir mjúkir sem leir og góðhjartaðir eins og litlir blindir kettlingar. Og sama hvað okkur finnst um þá þá eru þeir andlit skólans í sjónvarpinu og því verður okkur að þykja vænt um þá. Svarið við spurningunni sem ég varpaði fram í upphafi greinarinnar um hvað væri í raun svona merkilegt við þetta allt saman, hlýtur þá að vera að í raun er ekkert sérstaklega merkilegt við Gettu betur nema það að það er alltaf gaman að sigra aðra skóla í keppni eða hvað?

Ólafur Hafsteinn Pjetursson 4. T


SKÓLABLAÐIÐ

KÖNNUN Hefð er fyrir því að í Skólablaðinu sé birt könnun á lífstíl MR-inga. Hér verður engin undantekning á því. Úrtakið var þrír bekkir úr hverjum árgangi að undanskildum 3. bekk þar sem allir bekkir tóku þátt í könnuninni.

R?

nn?

118


KÖNNUN

3. BEKKUR DREKKUR ÞÚ ÁFENGI? Já, hverja helgi 5%

Nei 54%

HAUST

Nei 33% Já, samt ekki hverja helgi 12%

Já, við sérstök tilfelli 29%

Já, við sérstök tilfelli 20%

HVERNIG FERÐAST ÞÚ Í SKÓLANN? Já, hverja helgi 17%

Labbandi 6% Hjólandi 1%

Í bíl 38%

Labbandi 7%

Í bíl 33%

Hjólandi 1%

VOR Já, samt ekki hverja helgi 30%

REYKIR ÞÚ? Já, daglega 3%

Í strætó/rútu 55%

Í strætó/rútu 59%

Já, daglega 4% Já, af og til 4%

Já, af og til 2% Já, á djamminu 2% Nei 80%

Já, á djamminu 12%

Nei 93% Talsverð aukning er á fikti við tóbak hjá 3. bekkingum.

ERTU SÁTT(UR) VIÐ AÐ HAFA VALIÐ MR?

Annað 4% Nei 2%

Já 94%

Annað 9%

Nei 5%

Margir 3. bekkingar hafa greinilega orðið aðeins ósáttari eftir að hafa skriðið í gegnum sín fyrstu almennilegu próf.

ERTU BÚIN(N) AÐ MISSA MEY/SVEINDÓMINN? Já 8%

Já 86%

Nei 92%

Nýnemar uppgötvuðu greinilega margir kynlíf yfir jólin.

Nei 56%

HVER ER HEITASTI STJÓRNARMEÐLIMURINN? Gísli Baldur 41%

Birta 8%

Gísli Baldur 37% Arnar Tómas 16% Árni Freyr 27%

Ásbjörg 8%

Birta 19% 119

Arnar Tómas 18% Árni Freyr 14% Ásbjörg 12%

Já 32%


SKÓLABLAÐIÐ

4. BEKKUR HVERNIG FERÐAST ÞÚ Í SKÓLANN?

DREKKUR ÞÚ ÁFENGI? Nei 30%

Já, hverja helgi 12%

Í bíl 36%

Labbandi 14% Hjólandi 2%

Já, samt ekki hverja helgi 28%

REYKIR ÞÚ?

Já, við sérstök tilfelli 30%

Já, daglega 7%

Já, af og til 0%

Aðeins 30% 4. bekkinga segjast ekki drekka.

Já, á djamminu 9%

Nei 84%

Í strætó/rútu 48%

ERTU BÚIN(N) AÐ MISSA MEY/SVEINDÓMINN?

ERTU SÁTT(UR) VIÐ AÐ HAFA VALIÐ MR? Annað 13%

Já 39%

Nei 6% Nei 61%

Já 81%

HVER ER HEITASTI STJÓRNARMEÐLIMURINN? Arnar Tómas 11% Árni Freyr 11% Gísli Baldur 40%

Ásbjörg 18% Birta 13% 120


KÖNNUN

5. BEKKUR HVERNIG FERÐAST ÞÚ Í SKÓLANN?

DREKKUR ÞÚ ÁFENGI? Nei 26%

Já, hverja helgi 7%

Labbandi 16%

Í bíl 42%

%

Hjólandi 0%

Já, samt ekki hverja helgi 48%

REYKIR ÞÚ?

Já, við sérstök tilfelli 19%

Já, daglega 0% Það fer ekki milli mála að mikil drykkja er á meðal 5. bekkinga.

Annað 6%

Í strætó/rútu 42%

Já, af og til 10%

Nei 80%

Já, á djamminu 10%

ERTU BÚIN(N) AÐ MISSA MEY/SVEINDÓMINN?

ERTU SÁTT(UR) VIÐ AÐ HAFA VALIÐ MR? Nei 0%

Nei 27% Ánægjulegt er að sjá að enginn segist reykja daglega í 5. bekk.

HVER ER HEITASTI STJÓRNARMEÐLIMURINN?

Já 94%

Já 73%

Arnar Tómas 8% Ánægjulegt er að langflestir 5. bekkingar eru sáttir við að hafa valið MR og enginn svarar neitandi.

Stærra hlutfall 5. bekkinga hefur stundað kynlíf heldur en 6. bekkinga.

Árni Freyr 21% Gísli Baldur 41% Ásbjörg 18% Birta 12% 121


SKÓLABLAÐIÐ

6. BEKKUR HVERNIG FERÐAST ÞÚ Í SKÓLANN?

DREKKUR ÞÚ ÁFENGI? Nei 33%

Já, hverja helgi 17%

Labbandi 9% Hjólandi 0%

Í bíl 41% Já, samt ekki hverja helgi 30%

REYKIR ÞÚ?

Já, við sérstök tilfelli 20%

Já, daglega 5%

Greinilegt að flestir eru byrjaðir að drekka í 6. bekk.

Í strætó/rútu 50%

Já, af og til 10%

Nei 70%

Já, á djamminu 15%

Athygli vekur að enginn í 6. bekk segist hjóla í skólann.

ERTU BÚIN(N) AÐ MISSA MEY/SVEINDÓMINN?

ERTU SÁTT(UR) VIÐ AÐ HAFA VALIÐ MR? Annað 9%

Já 43%

Nei 7% Nei 57%

HVER ER HEITASTI STJÓRNARMEÐLIMURINN?

Já 84%

Greinilegt er að 9% hafa ákveðið að vera fyndnir og velja „Annað“.

Arnar Tómas 22% Árni Freyr 7%

Gísli Baldur 51%

Ásbjörg 7% Birta 13% 6. bekkingar fíla Gísla í tætlur. 122


KÖNNUN

ALLIR MR-INGAR HVERNIG FERÐAST ÞÚ Í SKÓLANN?

DREKKUR ÞÚ ÁFENGI? Nei 36%

Já, hverja helgi 11%

Labbandi 12%

Í bíl 37%

Hjólandi 1%

Já, samt ekki hverja helgi 32%

REYKIR ÞÚ?

Já, við sérstök tilfelli 21%

Já, daglega 4%

Í strætó/rútu 50%

Já, af og til 6% Nei 78%

Já, á djamminu 12%

Strætóinn stendur alltaf fyrir sínu.

ERTU BÚIN(N) AÐ MISSA MEY/SVEINDÓMINN?

ERTU SÁTT(UR) VIÐ AÐ HAFA VALIÐ MR? Annað 9% Nei 5%

Já 47% Nei 53%

Já 86%

HVER ER HEITASTI STJÓRNARMEÐLIMURINN? Arnar Tómas 15% 5. bekkur er langvirkastur í kynlífi.

Árni Freyr 13% Gísli Baldur 42%

Ásbjörg 14% Birta 16% Gísli er heitastur. Punktur. 123


SKÓLABLAÐIÐ

PÚFFERMAR OG PÚLSMÆLAR Nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík er margt til lista lagt. Margir hverjir stunda íþróttir og aðrar greinar með skólanum en tekst jafnframt að sinna náminu með prýði enda þurfa áhugamálin ekki að vera til trafala ef mönnum tekst að skipuleggja tíma sinn vel. Tónlist er veigamikill þáttur í lífi marga í skólanum. Fjöldi nemenda spilar á hljóðfæri og sumir hverjir stunda krefjandi tónlistarnám og ætla sér langt. Sú mýta hefur löngum verið lífseig að fyrir tónlistarfólk sé best og hentugast að velja sér áfangakerfi og listbrautir en því er ég ósammála. Þrátt fyrir að mikill tími fari í námið við skólann okkar sem annars gæti nýst til æfinga fá nemendur það margfalt til baka. Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að hafa traustan menntunargrunn og hæfni á fleiri sviðum en t.d. tónlist. Kynslóðir koma og fara og ég tel að í náinni framtíð þurfi tónlistarfólk að búa yfir svo miklu meira en getu til að spila á eigið hljóðfæri. Sinfóníuhljómsveitir í hefðbundnum skilningi eru á hröðu undanhaldi. Þeim hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, bæði í Evrópu og Ameríku og einungis þær færustu lifa af. Og þær færustu eru einmitt þær sem hafa fjölbreytt viðfangsefni og bregða frá vananum án þess að hika. Þróun þessi gæti leitt til byltingar í tónlistarnámi þar sem áhersla á sköpun og miðlun vegur jafnþungt og sérhæfing á einu hljóðfæri eða viðfangsefni. Mín von er að þetta leiði til þess að klassísk tónlist og klassískir flytjendur komist meira „í tísku“. Kannski verður nauðsynlegt að geta tjáð efnafræðiformúlur með nótum eða beygt

orðið collega með yfirtónum. Og þá tel ég nú menntun okkar hér í Lærða skólanum hreint ekki síðri fyrir tónlistarmenn en annars staðar. Auðvitað getur það komið sér illa að stunda tvöfalt nám og leiðir það stöku sinnum til árekstra sem væri ef til vill hægt að forðast í öðru skólakerfi svo sem áfangakerfi. Þá vegur á móti viðmót skólans gagnvart tónlistarnemum. Mín reynsla er sú að MR hefur sýnt mér tillitssemi, frábært viðmót og skilning á mikilvægi tónlistarnámsins. Að mínu mati er einn skóli ekkert endilega betri en annar. Það kemur þó fyrir að menn eru svo staðráðnir í að leggja tónlistina fyrir sig að ekkert annað kemur til greina. Almenn menntun víkur þá fyrir hljómfræði og spilatímum en það er út af fyrir sig frábært að taka ákvarðanir og standa við þær. Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum tilvikum vita menn hreinlega ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og þá er gott að hafa kynnt sér það sem í boði er. Ég veit að mig langar til þess að æfa mig allan daginn, spila ofsafengin verk og finna fyrir ljóskösturum á andlitinu er ég stíg inn á svið klædd dramatískum síðkjól með púffermum. En mig langar líka til að verða læknir.

Björg Brjánsdóttir 4. S

124

E inar


PÉTUR GUNNARSSON

Í DRAUMI SÉRHVERS MANNS... PÉTUR GUNNARSSON Menntaskólaárin virðast óendanleg á meðan skólavistinni stendur, en svo einn góðan veðurdag stendur maður á stéttinni fyrir utan og þau eru að baki. En þar með er ekki öll sagan sögð, því enn þann dag í dag meira en 40 árum eftir stúdentspróf er ég öðru hvoru ýmist á leið í skólann eða staddur í skólanum – í draumi. Iðulega að verða of seinn, eða með öllu ólesinn, eða í þann veginn að gangast undir

próf í námsgrein sem mér hafði af einhverjum ástæðum sést yfir. Athyglisvert að í þessum draumum er ég aldrei staddur í frímínútum, sem þó eru með því minnisstæðasta úr sjálfri skólavistinni. Sennilega hef ég tekið þær allar ósvikið út í rauntíma. Á þessu geta menn séð að einkunnarorð skólans Non scholae sed vitae discimus (Við 125

lærum ekki fyrir skólann heldur lífið) eru alls ekki svo vitlaus. Og þið sem eruð stödd í skólanum núna, þið eruð stödd í draumi - sem þið eigið eftir að dreyma löngu síðar!

Pétur Gunnarsson

Stúdent vorið 1968 úr máladeild


SKÓLABLAÐIÐ

EMBÆTTISMANNATAL Stjórn Skólafélagsins

Ljósmyndafélagið

Scriba scholaris Ásbjörg Einarsdóttir

Regla hins brennandi fáks

Quaestor scholaris Árni Freyr Snorrason

Forseti Listafélagsins

Inspector scholae Gísli Baldur Gíslason

Collega Arnar Tómas Valgeirsson Collega Birta Aradóttir

Skólaráðsfulltrúi

Berglind Hermannsdóttir

Skólanefndarfulltrúi

Brynja Björg Halldórsdóttir

Inspector platearum Ragnar Stefánsson

Inspector instrumentorum Jóhann Björn Björnsson

Inspector automobilium Áróra Árnadóttir

Forseti Ferðafélagsins

Helga Baldvinsdóttir

Daníel Eldjárn Vilhjálmsson Katrín Þóra Guðmundsdóttir Steinunn Helga Björgólfsdóttir Jökull Örlygsson Egill Pétursson

Tónlistardeild Listafélagsins Anna Jóna Dungal Ingólfur Arason Ólafur Sverrir Traustason Kvikmyndadeild Listafélagsins Anna Gyða Sigurgísladóttir Árni Gunnar Eyþórsson Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir Bókmenntadeild Listafélagsins Anna Lilja Jóhönnudóttir Ingvar Ásbjörnsson Fótmenntadeild Listafélagsins Halldís Thoroddsen Héðinn Finnsson Ragnar Stefánsson Myndlistadeild Listafélagsins Elías Karl Guðmundsson Gunnhildur Þórðardóttir Linda Ramdani

Ritnefnd Menntaskólatíðinda (haustmisseri) Bjarni Rúnar Jónasson Egill Örn Gunnarsson Hildigunnur Björgúlfsdóttir Hugrún Lind Arnardóttir Steinar Halldórsson

Ritnefnd Menntaskólatíðinda (vormisseri) Arnþór Axelsson Magnús Ingvi Magnússon Pálmar Sigurðsson Sölvi Þrastarson

Ritnefnd Skólablaðsins

Einar Lövdahl Gunnlaugsson Jakob Sindri Þórsson Magnús Karl Ásmundsson Steingrímur Eyjólfsson Telma Geirsdóttir

Ritnefnd Vetrar

Nína Guðríður Sigurðardóttir Ragnheiður Jónsdóttir Sigrún Inga Garðarsdóttir Sigurlaug Thorarensen

Selsnefnd

Anna Vala Hansen Bryndís Samúelsdóttir Edda Rún Kjartansdóttir Jón Erlingur Guðmundsson Rósa Lilja Thorarensen

126

E inar


EMBÆTTISMANNATAL

Herranótt

Finnbogi Fannar Jónasson Kjartan Darri Kristjánsson Nanna Elísa Jakobsdóttir Ylfa Hafsteinsdóttir Þóra Sigurðardóttir

Íþróttaráð

Árni Freyr Þorsteinsson Grétar Már Pálsson Guðrún Anna Atladóttir Hildur Margrét Ægisdóttir Svanlaug Ingólfsdóttir

Myndbandsnefnd

Magnús Örn Helgason Skender Morina Þórhallur Helgason

Félagsheimilisnefnd (Kakóland) Gísli Garðarsson Sindri Bergsson Örn Arnar Karlsson

Lagatúlkunarnefnd

Björn Már Ólafsson Einar Logi Snorrason Gísli Gunnar Jónsson

Skemmtinefnd

Guðrún Baldvinsdóttir Ingunn Sigríður Árnadóttir Margrét Sveinsdóttir

Tölvuakademían

Bókasafnsnefnd

Björn Reynir Halldórsson Elías Karl Guðmundsson

Auglýsinganefnd Skólafélagsins Daníel Björn Sigurbjörnsson Daníel Eldjárn Vilhjálmsson Helgi Þorleiksson Hilmar Þór Dagsson

Nördafélagið

Andri Gunnar Hauksson

Nemendaráðgjöf

Dagný Engilbertsdóttir Kjartan Darri Kristjánsson Indriði Einar Reynisson Jón Erlingur Guðmundsson Sigrún Inga Garðarsdóttir Sigurður Orri Guðmundsson

Bekkjaráðsmenn

3. bekkur 3.A Eygló Hilmarsdóttir 3. B Ingimar Tómas Ragnarsson, formaður 3. C Garðar Benedikt Sigurjónsson 3. D Anna Lind Þórðardóttir, ritari 3. E Urður Jónsdóttir 3. F Þóra Margrét Bergsveinsdóttir 3. G Jóhannes Hilmarsson, gjaldkeri 3. H Aðalheiður Elín Lárusdóttir 3. I Helga Björnsdóttir 3. J Silja Ægisdóttir

Bjarki Þór Hauksson Ívar Sævarsson Jóhann Björn Björnsson Matthías Páll Gissurarson 127

4. bekkur 4. A Hrafnhildur Helga Halldórsdóttir 4. B Margrét Rúnarsdóttir 4. M Pétur Marteinn Tómasson, gjaldkeri 4. R Hildur Inga Sveinsdóttir 4. S Björg Brjánsdóttir 4. T Björn Hjörvar Harðarson, formaður 4. X Berglind Anna Karlsdóttir, ritara 4. Y Rósamunda Þórarinsdóttir 4. Z Hlynur Davíð Hlynsson 5. bekkur 5. A Miriam Petra Ómarsdóttir 5. B Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir 5. M Auður Anna Aradóttir 5. R Sólrún Sigurðardóttir, ritari 5. S Þórdís Kristinsdóttir, formaður 5. U Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir 5. X Þórhildur Magnúsdóttir, gjaldkeri 5. Y Saga Úlfarsdóttir 5. Z Lovísa Kristín Sigurjónsdóttir 6. bekkur 6. A Anna Lilja Jóhönnudóttir 6. B Anna Björg Auðunsdóttir 6. M Ástríður Pétursdóttir 6. R Rebekka Sigrún D. Lynch 6. S Gunnhildur Gunnarsdóttir 6. U Jóhanna Gísladóttir, formaður 6. X Lilja Kristinsdóttir 6. Y Sigurður Orri Guðmundsson, gjaldkeri 6. Z Anton Örn Elfarsson, ritari


SKÓLABLAÐIÐ

MISSTI FRAMAN AF FINGRI Í GANGASLAGNUM

Stefán B. Sigurðsson er forseti læknadeildar Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá SVO KLÆDDIST MAÐUR Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1968. BARA BOL OG GALLABUXUM, Eins og allflestir 6. bekkingar tók hann þátt FÖTUM SEM MÁTTU RIFNA í gangaslagnum á vormisseri. Gangaslagurinn OG GEFA SIG ÁN EFTIRSJÁR. vorið 1968 endaði þó ekki vel en meðan á MAÐUR VILDI VERA ALVEG honum stóð lenti Stefán í slysi sem olli því að TILBÚINN Í SLAGINN. hann missti baugfingur á hægri hendi. Hann hefur því heldur óvanalega sögu að segja þegar gerði það að verkum. Ég minnist þess að það kemur að þátttöku hans í gangaslagnum. hafi verið mikill spenningur í kringum þetta og ég ákvað að taka þátt. Ég útbjó mig nú reyndar Hvernig atvikaðist slagurinn eftirminnilegi? Þetta var sem sagt vorið ’68, þegar ég var ekki eins og menn gera í dag með olíu og fleira í 6. bekk. Ég hafði aldrei áður tekið þátt í heldur man ég að maður tók af sér allt: veski, gangaslagnum en ég man svo sem ekki hvað greiðu, úrið – allt saman. Svo klæddist maður 128

bara bol og gallabuxum, fötum sem máttu rifna og gefa sig án eftirsjár. Maður vildi vera alveg tilbúinn í slaginn. Ég man svo sem ekki mikið eftir slagnum sjálfum. Ég man hins vegar að við sjöttubekkingarnir stóðum uppi í stiganum og áttum að reyna að ryðjast niður hann á meðan yngri bekkingar áttu að reyna að hindra okkur, þ.e. reka okkur til baka. Eins og þetta lítur út í dag þá man ég eftir því að ég stóð í miðjum stiganum og notaði handriðið til að styðja mig við. Í einhverjum látunum uppgötvaði ég síðan að ég var orðinn fastur. Eftir á kom í ljós að þetta var tiltölulega neðarlega í stiganum. Það var nefnilega svona vinkiljárn innan á handriðinu og það stóð skrúfa út úr því. Ég hafði gleymt að taka af mér trúlofunarhringinn og hann hafði krækst í skrúfuna þannig að ég fann bara að höndin á mér var föst. Akkúrat á þeim tíma sem ég uppgötvaði þetta voru yngri nemendurnir að reyna að ýta okkur upp stigann. Ég man bara að ég æpti og öskraði eins og ég gat og reyndi að gefa eftir en troðningurinn var einfaldlega of mikill. Okkur var bókstaflega rutt upp stigann. Það næsta sem ég heyrði var þegar hringurinn datt í gólfið og ég losnaði. Það var dálítið skrýtið, hvort sem það var ímyndun eða ekki, þá fannst mér ég heyra í hringnum. Ég tók upp höndina og þá hafði hringurinn skorið holdið utan af fingrinum og eiginlega smokrað holdinu utan af eins og maður hefði klippt fingur af hanska. Þannig að holdið af fingrinum fór bara í heilu lagi af en losnaði ekki alveg frá heldur dinglaði svona niður, holt að innan, og kjúkurnar stóðu út í loftið. Læknisfræðilega séð var þetta mjög interessant.


GANGASLAGURINN

Hvernig voru viðbrögð þín og annarra í kringum þig? Það fyrsta sem maður gerði var bara að taka utan um þetta með hinni hendinni, í raun til þess að þurfa ekki að horfa á þetta. Fólk sá þetta og þá stoppaði allt. Ég man að það var bara kallað: „Slys! Slys!“ eða eitthvað slíkt. Síðan var að sjálfsögðu bara hringt á sjúkrabíl og rektor kom. Þá var hann Einar Magnússon

ÉG VAR SÍÐAN FLUTTUR UPP Á SPÍTALA OG ÞAR SAGÐI LÆKNIRINN STRAX AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI HÆGT AÐ NOTA HOLDIÐ SEM FÓR UTAN AF PUTTANUM. Í STAÐ ÞESS VAR ÞÁ TEKIÐ SKINN AF UPPHANDLEGGNUM OG SAUMAÐ YFIR KJÚKURNAR. STUTTU SEINNA DÓ SÍÐAN FREMSTA KJÚKA Á FINGRINUM OG ÞAÐ VARÐ AÐ FJARLÆGJA HANA. UPP FRÁ ÞVÍ HEF ÉG STUNDUM GRÍNAST MEÐ AÐ ÉG SÉ SVONA 0,5 % LÁTINN.

Já, út af þessu urðu svona smáskaðabótamál. Mér var ráðlagt að fara í mál við ríkið út af þessu. Þetta var þá metið sem örorka upp á 5%. Það var sem sagt ríkið sem var ábyrgt en ekki skólinn. Skólinn er aldrei tryggður gagnvart einhverju svona löguðu. Það var lögfræðingur sem fór í þetta. Síðan var greidd út einhver ákveðin upphæð,sem ég man nú ekki lengur hver var en ég man að ég keypti mér bíl fyrir rektor. Ég var síðan fluttur upp á spítala og þar hana og hef átt bíl síðan. sagði læknirinn strax að það væri ekki hægt að nota holdið sem fór utan af puttanum. Í stað Þú hefur sem sagt aldrei fyllst neinni reiði eða þess var þá tekið skinn af upphandleggnum biturð út í Menntaskólann eða gangaslaginn? Nei, alls ekki. Það hvarflaði í raun ekki einu og saumað yfir kjúkurnar. Stuttu seinna dó síðan fremsta kjúka á fingrinum og það varð sinni að mér að fara í þetta skaðabótarmál. að fjarlægja hana. Upp frá því hef ég stundum Ég man að ég vildi ekki fara fram á neinar skaðabætur ef það yrði til þess að grínast með að ég sé svona 0,5 % látinn. Stefán sagði að í fyrstu hefði fingurinn gangaslagurinn yrði lagður niður. Það var verið honum til trafala enda hafði hann enga hugsunin. Þetta var bara óhapp og þau er aldrei tilfinningu í honum. Honum var tilgreint að hægt að útiloka. Ég man að þegar verið var að líklega myndi hann missa fingurinn í heild vinna í þessu máli þá var vitnað í Jónsbók. Þar sinni en eftir flóknar aðgerðir tókst að halda segir, hvernig sem það var orðað, að maður gengur frjáls til leiks. Þar með tekur maður á fingrinum að fremsta hluta undanskildum. sig ábyrgð um leið. Það var ekki fyrr en þessi Urðu einhver eftirmál vegna slyssins? 129

lögfræðimenntaði einstaklingur benti mér á það og í ljós kom þessi galli á húsnæðinu að ég féllst á málsókn. Hefðin um gangaslaginn fékk að haldast þrátt fyrir umræðuna um að leggja hann niður. Þó er öruggt að aðhaldið hefur aukist gríðarlega eftir umrætt slys. Stefán segist ekki líta á þetta sem neikvæða minningu nú um stundir heldur einfaldlega sem lífsreynslu. Hann játar þó að auðvitað hafi þetta að einhverju leyti háð honum, en þó bara að því leyti að hann hefði t.d. aldrei getað orðið píanóleikari auk þess sem hann er „tveggja putta maður“ á sinni tölvu. Stefán er einn af þessum eilífðar MR-ingum en hann gegnir t.a.m. enn hlutverki varabekkjarráðsmanns.

Ritnefnd Skólablaðsins þakkar Stefáni B. Sigurðssyni kærlega fyrir mjög áhugavert spjall.


SKÓLABLAÐIÐ

INSPECTOR SCHOLAE 1879-2009

1879 - 1880 1880 - 1881 1881 - 1882 1882 - 1883 1883 - 1884 1884 - 1885 1885 - 1886 1886 - 1887 1887 - 1888 1888 - 1889 1889 - 1890 1890 - 1891 1891 - 1892 1892 - 1893 1893 - 1894 1894 - 1895 1895 - 1896 1896 - 1897 1897 - 1898 1898 - 1899 1899 - 1900 1900 - 1901 1901 - 1902 1902 - 1903 1903 - 1904 1904 - 1905 1905 - 1906 1906 - 1907 1907 - 1908 1908 - 1909 1909 - 1910 1910 - 1911 1911 - 1912 1912 - 1913 1913 - 1914 1914 - 1915 1915 - 1916 1916 - 1917 1917 - 1918

Hannes Hafstein Þorleifur Jónsson Jón Þorkelsson Bjarni Pálsson Bjarni Pálsson Jón Steingrímsson Kjartan Helgason Guðmundur Björnsson Björgvin Vigfússon Magnús Torfason Magnús Einarsson Magnús Einarsson Helgi Hjálmarsson Jón Stefánsson Þorvarður Þorvarðsson Steingrímur Matthíasson Steingrímur Matthíasson Halldór Gunnlaugsson Jón Hjaltalín Sigurðsson Páll Egilsson Magnús Sigurðsson Magnús Sigurðsson Björn Þórðarson Gunnar Sæmundsson Gunnar Sæmundsson Einar Páll Jónsson Pétur Halldórsson Pétur Halldórsson Jónas J. Rafnar Jónas J. Rafnar Sigurður Sigurðsson Hans Einarsson Ásgeir Ásgeirsson Erlendur Þórðarson Sveinn Sigurðsson Jón Árnason Valtýr Blöndal Vilhjálmur Þ. Gíslason Stefán Jóhann Stefánsson

1918 - 1919 1919 - 1920 1920 - 1921 1921 - 1922 1922 - 1923 1923 - 1924 1924 - 1925 1925 - 1926 1926 - 1927 1927 - 1928 1928 - 1929 1929 - 1930 1930 - 1931 1931 - 1932 1932 - 1933 1933 - 1934 1934 - 1935 1935 - 1936 1936 - 1937 1937 - 1938 1938 - 1939 1939 - 1940 1940 - 1941 1941 - 1942 1942 - 1943 1943 - 1944 1944 - 1945 1945 - 1946 1946 - 1947 1947 - 1948 1948 - 1949 1949 - 1950 1950 - 1951 1951 - 1952 1952 - 1953 1953 - 1954 1954 - 1955 1955 - 1956 1956 - 1957

Davíð Stefánsson Jóhann Jónsson Einar Olgeirsson Ólafur Helgason Einar B. Guðmundsson Guðni Jónsson Þorsteinn Ö. Stephensen Bjarni Sigurðsson Haraldur Bjarnason Óskar Þ. Þórðarson Bjarni Pálsson Gunnar A. Pálsson Sölvi Th. Blöndal Birgir Einarsson Þorsteinn Egilsson Oddur Ólafsson Birgir Kjaran Sigurður Ólafsson Lárus Pétursson Stefán Wathne Sigfús H. Guðmundsson Sigurður R. Pétursson Einar R. Kvaran Guðmundur Ásmundsson Jóhannes Nordal Einar L. Pálsson Einar Pálsson Guðjón Hansen Bjarni Bragi Jónsson Steingrímur Hermannsson Ólafur Haukur Ólafsson Árni Gunnarsson Aðalsteinn Guðjohnsen Guðmundur Pétursson Gunnar Jónsson Þorvaldur S. Þorvaldsson Kristján Baldvinsson Sveinbjörn Björnsson Ólafur B. Thors

1957 - 1958 Tómas Karlsson 1958 - 1959 Jakob Ármannsson 1959 - 1960 Sigurður St. Helgason 1960 - 1961 Þorsteinn Gylfason 1961 - 1962 Tómas Zoèga 1962 - 1963 Sigurgeir Steingrímsson 1963 - 1964 Júníus H. Kristinsson 1964 - 1965 Markús Örn Antonsson 1965 - 1966 Hallgrímur Snorrason 1966 - 1967 Baldur Guðlaugsson 1967 - 1968 Vilmundur Gylfason 1968 - 1969 Þorlákur Helgason 1969 - 1970 Davíð Oddsson 1970 - 1971 Geir Haarde 1971 - 1972 Markús Möller 1972 - 1973 Bragi Guðbrandsson 1973 - 1974 Magnús Ólafsson 1974 - 1975 Sigrún Pálsdóttir 1975 - 1976 Skafti Harðarson 1976 - 1977 Jón Norland 1977 - 1978 Ásgeir Jónsson 1978 - 1979 Sigríður Dóra Magnúsdóttir 1979 - 1980 Guðmundur Jóhannsson 1980 - 1981 Sigurður Jóhannesson Zoèga 1981 - 1982 Jóhann Valbjörn Ólafsson 1982 - 1983 Sveinn Andri Sveinsson 1983 - 1984 Engilbert Sigurðsson 1984 - 1985 Tómas Guðbjartsson 1985 - 1986 Gunnar Auðólfsson 1986 - 1987 Ragnheiður Traustadóttir 1987 - 1988 Birgir Ármannsson 1988 - 1989 Þórir J. Auðólfsson 1989 - 1990 Kristrún Heimisdóttir 1990 - 1991 Þorsteinn Davíðsson 1991 - 1992 Dagur Bergþóruson Eggertsson 1992 - 1993 Magnús Geir Þórðarson 1993 - 1994 Sveinn H. Guðmarsson 1994 - 1995 Guðrún Tinna Ólafsdóttir 1995 - 1996 Þórlindur Kjartansson

130

Einar


INSPECTORATAL

1996 - 1997 Þórarinn Ólason 1997 - 1998 Jónas Hvannberg 1998 - 1999 Birna Þórarinsdóttir 1999 - 2000 Ingibjörg Guðbjartsdóttir 2000 - 2001 Gunnar Thorarensen 2001 - 2002 Bolli Thoroddsen 2002 - 2003 Sigurður Örn Hilmarssosn 2003 - 2004 Erna Kristín Blöndal 2004 - 2005 Jón Bjarni Kristjánsson 2005 - 2006 Gunnar Hólmsteinn Guðmunds. 2006 - 2007 Þórarinn Sigurðsson 2007 - 2008 Björn Brynjúlfur Björnsson 2008 - 2009 Gísli Baldur Gíslason Vorið 1879, fyrir 130 árum, var ungur og upprennandi nemandi við Lærða skólann útnefndur inspector scholae. Þetta var í fyrsta sinn sem nemandi var skipaður í þetta embætti sem talsmaður nemenda. Rúmum aldarfjórðungi síðar, þann 1. febrúar 1904, varð hann fyrsti ráðherra Íslands,. Hannes Hafstein fæddist 4. desember árið 1861. Í öðru bindi Sögu Reykjavíkurskóla er birt stutt lýsing á honum sem rituð var vorið 1880 við útskrift hans: Hannes Þ. Hafstein (sonur amtmanns Hafsteins N. A. amtinu): Gildur meðalmaður á hæð, herðabreiður og íturvaxinn, fríður sýnum og höfðinglegur. Gáfaður í bezta lagi og vel að sjer í námsgreinum en stundaði ekki eitt öðru fremur. Skáldmæltur vel og orðheppinn. Mikils metinn af skólabræðrum sínum; góður reglumaður. (Heimir Þorleifsson. 1978. Saga Reykjavíkurskóla, 2. bindi, bls. 213) Af þessu tilefni, að embættið inspector scholae er 130 ára í vor, tileinkar ritnefnd Skólablaðsins Hannesi Hafstein og embætti inspectors blaðsíðu 130 í Skólablaðinu.

INSPECTOR SCHOLAE Í 130 ÁR 131


SKÓLABLAÐIÐ

DIMISSIO Það er skrýtið – og jafnframt stórkostlegt – andrúmsloftið á síðustu vikum sjötta bekkjar. Mér finnst ótrúlegt, þegar ég hugsa til baka, hvað maður var ónæmur fyrir því í þriðja, fjórða og fimmta bekk. Það er ekki fyrr en Birgir Guðjóns fer að reyta af sér brandara í hverjum tíma og Kristín Jóns sést ekki nema með gítartöskuna á bakinu að maður áttar sig á því að nú er eitthvað allt öðruvísi í vændum. Þegar líður að stúdentsprófum þurfa sjöttubekkingar að huga að mikilvægari atriðum, svo sem Faunu, fiðluballi, og síðast en ekki síst; síðasta en ekki sísta skóladeginum. Dimissio er stærra verkefni en marga grunar. Þetta er flókið ferli sem felur í sér alls kyns umstang. Það þarf að ákveða gjafir handa kennurunum og skipuleggja daginn en mesta baslið er fólgið í því að finna búninga á heilan bekk. Við sátum í óteljandi hádegis- og fimmmínútnahléum og rifumst um búninga við skjávarpann. Ég var í fámennum bekk. Við vorum ekki nema fimmtán að rökræða búningaval og því mætti ætla að ákvörðunin hafi verið auðtekin. En svo var aldeilis ekki því þótt hópurinn hafi ekki verið fjölmennur höfðu allir kosningarétt og flestir þar að auki ákveðnir og með sterkar skoðanir. Meirihlutinn varð því að ráða. Kynjahlutföllin voru stúlkunum ekki í hag; við vorum einungis þrjár á móti tólf piltum og þeim meirihluta voru hugmyndir sem lutu að typpi og kúk þóknanlegar. En þarna sannaðist hið fornkveðna: Sjaldan vefja þrjár stúlkur í eðlisfræðideild 1 piltunum um annað en fingur sér. Og við náðum að snúa þeim inn á skynsömu brautina. Annað sem gerði okkur erfitt fyrir var að þegar við loksins virtumst ná einhvers konar samkomulagi var undantekningarlaust einhver annar bekkur búinn að taka þann

búning frá. Smám saman leiddist okkur þófið og bekkjarbróðir minn, Kalli, hrópaði yfir æstan múginn: „Krakkar, það skiptir ekki máli hvaða ákvörðun við tökum – við þurfum bara að taka hana!“ Þessi spámaður bekkjarins kom svo einn daginn með hana: hugmyndina að besta dimissio-búning allra tíma. Kalli stóð upp í miðju stærðfræðiprófi og hrópaði: „Ég er með það! Ég hef fundið lausnina! Lionsklúbburinn Kiddi!“ Ég og einhver einn annar sem hafði séð Stellu í Orlofi stukkum á fætur, hentum niður borðum og hrópuðum af fögnuði. Fjórir aðrir litu hissa upp en restin lét ekki truflast í prófinu. Og þá hófumst við handa við undirbúninginn. Ég lét langþráðan draum rætast og keypti myndina á DVD og við horfðum á hana í tíma og ótíma (aðallega ótíma ef frá er talinn einn íslenskutími). Að lokum höfðu allir sannfærst. Meira að segja Gestur Ari. Við létum sauma á okkur anorakana, Hörður setti upp Lionsmerkið í Photoshop og ég skar það

svo út og við hjálpuðumst að við að þrykkja því aftan á anorakana. Hattana fengum við gefins í kjötborðinu í Fjarðarkaupum og ég þrykkti KIDDI á þá alla. Berjaljósin settum við saman úr berjatínum úr Brynju og vasaljósum úr Tiger. Svo keypti Gunnsteinn reiðinnar býsn af klósettpappír. Þetta var snilld. Dagurinn rann upp eins og sól í heiði. Skólinn byrjaði að sjálfsögðu klukkan 8:10 en engin ástæða var til að lina metnaðinn á lokasprettinum svo bekkurinn hittist nokkru fyrr í morgunpartíi á Nesinu á vægast sagt óboðlegum tíma. Þar kláruðu einhverjir að stensla búningana sína og svo hrúguðumst við í bílana og í skólann. Sjaldan held ég að jafnmikill metnaður hafi verið í sjötta bekk að mæta á réttum tíma. Þessum degi vildi enginn missa af – ekki einni mínútu. Já, síðan var kennt í fyrstu tveimur tímunum en það hlýtur að teljast algjör snilld að renna svo glæsilega yfir efnið fyrir stúdentsprófin síðasta daginn. Það var að vísu ekki gert en Kristín Jóns mætti

132

E inar


DIMISSIO

hins vegar með gítarinn og aldrei hef ég heyrt vinnukonuhljómana láta svo vel í eyrum. Athöfnin sjálf byrjaði þegar inn í hinn sögufræga sal Lærða skólans höfðu hópast, ásamt glæsilegum Lionsklúbbnum Kidda; grísk goð, Ali G, mörgæsir, kötturinn með höttinn, A Clockwork Orange og ótal fleiri kynjaverur. Yngvi hélt tölu og síðan stóð einn mjög gataður náungi, með skósvertu í hárinu og hringi í nefinu, upp og sagði „Ég mótmæli!“. Þar var mættur inspector scholae, Bjössi, og hann hélt eina þá frjálslegustu og hressustu kveðjuræðu í MR-inga minnum. Eftir athöfnina þeystust bekkirnir út á tún. Þar réðst heill hópur af typpum á okkur (kosningaréttur kvenna hafði greinilega ekki verið lögleiddur í þeim bekk). Við reyndum að verja okkur með berjatínum og klósettpappír en þetta var eins og í fræðslumynd um einelti. Klósettpappírinn var rifinn af okkur og honum fleygt um allt túnið og urðum við að lokum að tína allt saman upp. Þegar kennararnir höfðu fengið kveðju og gjafir mættu gámar á Lækjargötuna. Við hópuðumst í þá og þeir keyrðu með okkur smárúnt niður í bæ, þar sem við vöktum mikla athygli. Okkur til sérstakrar ánægju var hápunktur trukkabílstjóramótmælanna einmitt á þessum degi. Rúnturinn var því mjög stuttur og okkur var því sem næst sturtað úr gámunum. Við biðum þá bara róleg eftir rútunum sem skutluðu okkur á Pizza Hut á Sprengisandi. Þar fengum við alls konar pitsur og gos. Eigendur staðarins voru líka bráðsniðugir og seldu nokkrum grímuklæddum ungmennum pilsner á uppsprengdu verði. Það var heljarinnar stuð á Pizza Hut en þrátt fyrir það hringdi ég í mömmu mína sem sótti mig von bráðar. Ég þurfti nefnilega að klára gullpennaritgerðina mína því skilafrestur rann út þennan dag. Ég frétti að stuðið hefði aðeins magnast yfir daginn og kom það berlega í ljós þegar tveir bekkjarbræður mínir hringdu dyrabjöllunni um sjöleytið og sungu hástöfum „Góðan daginn, frú mín góð, fræknir flytjum við fyrir þig óð, um 133


SKÓLABLAÐIÐ

að selja þér pappír og berjaljós!“ Ég var raunar enn í óðaönn að skrifa lokaorð ritgerðarinnar þegar bekkurinn minn mætti galvaskur heim til mín, reif út grillið og blés af stað svakalegri grillveislu. Ég fékk svo að heyra helstu sögurnar frá deginum. Ein skemmtileg fjallaði um það þegar hinn miskunnsami Hjálmar ákvað að taka sig til og sætta lögregluþjóna og rútubílstjóra þar sem komið hafði til ryskinga hjá bensínstöðinni við Rauðavatn. Hjálmar var íklæddur tóga og hugðist sætta mannskapinn með blómi. Hann var handtekinn í kjölfarið en sleppt síðar um daginn. Þannig fór um sjóferð þá. Eftir partíið fórum við síðan öll á einn mjög frábæran og sérdeilis langlífan stað; 7-9-13 þar sem stuðið hélt áfram fram eftir nóttu og árgangurinn varð nánari en nokkru sinni fyrr. Þeirri skemmtun má lýsa í einu orði: Gaman. Dimissio markaði viss tímamót í okkar ungu lífum. Þetta var síðasta skiptið sem við skemmtum okkur öll saman fyrir stúdentspróf. Næst þegar við kæmum saman yrðum við nýir einstaklingar sem tengdust á annan hátt – ekki lengur sem samnemendur heldur sem hinn ógleymanlegi útskriftarárgangur 2008. Halla Þórlaug Óskarsdóttir stúdent frá MR vorið 2008.

134

E inar


DIMISSIO

135


SKÓLABLAÐIÐ

M R I N G A R EÐ ÓB-LYKLINUM FÁ MR-INGAR

FIMM K

ÓNA AFSLÁTT AF LÍTRANUM

Í FYRSTA SK PTIÐ OG ALLTAF EFTIR ÞAÐ

TVEGGJA KRÓ

A AFSLÁTT. LYKILHAFAR FÁ

SÉRTILBOÐ SEND RE

LULEGA

FNAÐ

TBWA\REYKJAVÍK \ SÍA

OG GETA Í LEIÐINNI S

VILDARPUNKTUM ICELANDAI

26 stöðvar um land allt.

Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141. Lykilhafar fá fastan 2 kr. afslátt og sértilboð reglulega. www.ob.is

136

E inar


KENNARAVIÐTAL

VIÐAR PÁLSSON KENNARI Á FORNUM SLÓÐUM Viðar Pálsson kennir sögu í fjórða bekk í sínum gamla skóla MR. Eftir stúdentspróf lærði hann sagnfræði og latínu við Háskóla Íslands, og hélt áfram á þeirri braut við Kaliforníuháskóla í Berkeley, þaðan sem hann lauk meistaraprófi í sagnfræði. Nú um stundir skrifar hann doktorsritgerð við sama skóla. Samhliða náminu hefur Viðar kennt við Berkeley, HÍ og MR: „Hugur minn stendur til rannsókna, en kennslan er auðvitað ljúfur og skyldur hluti í lífi flestra fræðimanna. Mér finnst ómissandi að kenna, það er bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Líklega meira en flesta nemendur grunar, þá einkum og helst þá erfiðu.“ Margir af sessunautum Viðars á kennarastofunni voru kennarar hans sjálfs á sinni tíð, t.d. Bragi Halldórsson og Helgi Ingólfsson. „Þetta eru miklir meistarar, og þótt þeir séu samkennarar mínir núna þá hætta þeir aldrei að vera fyrst og fremst mínir kennarar. Vafalaust ganga einhver af þeirra kennaraeinkennum aftur í mér sjálfum, en þó hlýt ég á endanum að vera líkastur sjálfum mér.“ Viðar segist helst hafa haft gaman að húmanísku fögunum, sögu og íslensku. Aðspurður um misjafnt gengi nemenda í sögu segir Viðar: „Að þykja góður árangur nemenda sinna uppörvandi og lakur árangur óskemmtilegur er eitt, annað er að taka misjöfnum árangri nemenda persónulega. Hið síðara geri ég alls ekki, meðvitað. Ég hygli engum, legg mig fram um að meta úrlausnir af jafnaði og sanngirni, en geri mér jafnframt grein fyrir því að nemendur eru misáhugasamir og misvel undirbúnir, og það er eitthvað sem þeir hafa fullt frelsi til. Sjálfum þykir mér mest um vert að kynnast margvíslegu fólki, óháð námsárangri þess.“

En hver er munurinn á góðum nemanda og slæmum? „Góður nemandi er sá sem hefur áttað sig á því að menntun, formleg og óformleg, hefur gildi í sjálfri sér, og sækist því eftir henni. Hann þarf leiðsögn. Slæmur nemandi hefur ekki tekið þetta þroskaskref, hefur ekki áhuga á leiðsögn og tekur ábendingum sem kvalræði.“ Viðar keppti tvisvar fyrir hönd MR í Gettu betur og hampaði Hljóðnemanum í bæði skiptin: „Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta námið ekki gleypa mig, heldur njóta líka félagslífsins. Ég held að það hafi verið mjög góð ákvörðun, og Gettu betur þátttaka mín var hluti af þessu. Eftir menntaskóla man fólk eftir góðum stundum með öðru fólki, einkum stundum tengdum félagslífinu, en hins vegar gæti enginn fimmára-stúdent bjargað lífi sínu með því að muna árseinkunn sína í sögu í fjórða bekk. Þetta er spurning um að finna hæfilegt jafnvægi.“ Spyrlum er forvitni á að vita hvort sá orðrómur sé sannur að Viðar þjálfi lið Verzlunarskólans í Gettu betur: „Allir ættu að prófa að sofa hjá óvini sínum, það er góð upplifun. Annars hampaði ég hljóðnemanum fimm sinnum sem keppandi og þjálfari með MR, þannig að ég verð síst sakaður

um vanrækslu við minn eiginn menntaskóla.“ En hver er Viðar þegar hann er ekki sagnfræðingur og kennari? „Ég er fæddur 1978, yngstur fjögurra bræðra, og uppalinn í Garðabæ. Móðir mín er vestfirsk í allar ættir, en nef eins og mitt gæti ekki komið þaðan, eins og nefglöggir menn og konur sjá í hendi sér; það kemur hinu megin frá. Ég eyddi mörgum sumrum unglingsáranna og flestum öðrum skólafríum í langan tíma á eftir í Reykholtsdal í Borgarfirði, og fram á menntaskólaaldur hugleiddi ég fátt annað en að verða bóndi. Nú eyði ég eins miklum tíma og ég get í Reykholtsdal án þess að hugleiða að gerast bóndi. Ég er kvæntur Jónínu Helgu Ólafsdóttur, vinnusálfræðingi, og á með henni átta mánaða gamlan son, Hrafnkel, og öll búum við á fimmtu hæð í tveggja mínútna göngufjarlægð frá Grasagarðinum. Ég drekk ókjör af kaffi, en næturbrölt Hrafnkels á stóran þátt í þeirri siðvenju. Auk þess er kaffi undirstaða vestrænnar siðmenningar, ásamt ís úr Ísbúð Vesturbæjar. Ég spila á gítar, þeim mun betur sem lengra líður á kvöldið, og spila betur en flestir á geislaspilara, á öllum tímum sólarhringsins. Þetta er þó ekki óumdeilt. Í mínum villtustu dagdraumum spila ég á píanó eða selló. Um mína villtustu næturdrauma ætla ég ekki að tjá mig opinberlega. Ég reyki góða vindla af og til, og ætla að læra bókband með vindlafélaga mínum, æskuvini og nágranna, Hafsteini Þór. Eldamennska heimilisins er alfarið í minni forsjá, og hún er áhugamál í sífelldri þróun. Eitt helsta persónulega framlag mitt til samfélagsins er að halda uppi sölu á appolólakkrís og dökkum súkkulaðirúsínum frá Góu.“ Jakob Sindri Þórsson Magnús Karl Ásmundsson

137

E inar


SKÓLABLAÐIÐ

ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON 138


FORSETAVIÐTAL

Öll þekkjum við forsetann okkar, herra Ólaf Ragnar Grímsson. Hann hefur gegnt embætti forseta Íslands frá árinu 1996 og er því vel þekkt andlit á hverju heimili. Færri þekkja menntskælinginn Ólaf Ragnar en hann var nemandi við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1958-1962. Hann var forseti Framtíðarinnar 1960-61 og stofnaði, ásamt samnemendum sínum, m.a. Listafélagið, Raunvísindafélagið og kom einnig á samræðukvöldum sem menn á borð við Halldór Laxness sóttu. Við í ritstjórn Skólablaðsins lögðum leið okkar til Bessastaða þann 5. febrúar 2009 og kynntumst Ólafi, ekki aðeins sem forseta heldur einnig sem stjórnmálamanni, háskólanema og ævintýragjörnum menntskælingi. Ólst þú upp í Reykjavík? „Nei, ég ólst fyrst upp á Ísafirði og síðan á Þingeyri og kom svo hingað suður þegar ég var tíu ára gamall.“ Þú hefur þá búið í Vesturbænum? „Já, ég bjó fyrst í Þingholtunum og svo vestur á Melum. Ég fór í Miðbæjarbarnaskólann sem var enn starfræktur við Tjörnina og fór þaðan yfir í Vonarstrætið í svokallaða landsprófsdeild. Við þekktumst því öll þegar við byrjuðum í Menntaskólanum.“ Aðspurður segir Ólafur Ragnar að það hafi aldrei verið um neitt annað að ræða en MR en á þeim tíma voru einungis tveir skólar í Reykjavík sem útskrifuðu stúdenta. „Það var annars vegar MR og hins vegar Verzlunarskólinn, þannig að ef maður vildi vera í Reykjavík þurfti ekkert að velta því fyrir sér.“ Vegna veikinda gat Ólafur Ragnar ekki lokið öllum landsprófunum og þurfti því að þreyta nokkur haustpróf ásamt einum skólafélaga sínum til að uppfylla inntökuskilyrði. Minningar Ólafs Ragnars um MR eru því upphaflega tengdar ljúfum stundum inni í köldum stofum Gamla skóla haustið ´58. Hvaða braut valdir þú? „Í þriðja bekk vorum við öll saman, það var engin skipting. Síðan völdu menn bara á milli máladeildar og stærðfræðideildar og ég fór í stærðfræðideild.“ Tókstu strax virkan þátt í félagslífinu? „Já, ég held að við höfum verið býsna lífleg. Við höfðum verið saman einn vetur í landsprófum áður en við byrjuðum í MR svo

að það var mikil samheldni í hópnum. Við mættum hefðbundinni lítilsvirðingu gagnvart busum og gerðum mikla uppreisn á fyrstu mánuðum okkar, kröfðumst m.a. mikilla aðgerða á almennum skólafundi og þess að inspector scholae segði af sér. Við höfðum einnig nokkur stofnað til félags sem við kölluðum Menningarfélag íslenskrar æsku. Við stóðum fyrir undirskriftasöfnun í menntaskólum um allt land þar sem skorað var á Dani að skila handritunum til Íslands. Sjöttubekkingar og aðrir menntskælingar voru svolítið fúlir þegar þeir uppgötvuðu að það hefðu verið 3. bekkingar sem stóðu fyrir þessu öllu saman. Aðkoma okkar var því kannski ívið róstusamari og tíðindameiri heldur en venjulega.“ Má þá í raun segja að pólitíkusinn Ólafur Ragnar hafi orðið til í menntaskóla? „Ég vil nú ekki orða það svo því fæst okkar voru mjög flokkspólitísk. Þetta snerist meira um einstök málefni, áhugaefni og réttlætismál sem við töldum okkur standa í og svo auðvitað baráttuna um endurheimt handritanna sem var mjög öflug krafa. Ég starfaði t.d. aldrei innan félaga í stjórnmálaflokkum alla mína menntaskólatíð.“ Fyrir hvað stóð Framtíðin á þeim árum sem þú varst í MR og hver voru helstu viðfangsefni hennar? „Það var auðvitað breytilegt frá einu ári til annars, en í minni tíð í skólanum varð nokkur breyting á félagsstarfi skólans. Framtíðin var auðvitað gamalt og virðulegt félag og hélt 139

málfundi sem voru öflugir, kraftmiklir og vel sóttir og stóð fyrir ýmsu öðru. Síðan var stofnað listafélag á meðan ég var í skólanum og við stofnuðum einnig Raunvísindafélagið. Það mætti því segja að hvorki Framtíðin né Skólafélagið hafi fullnægt félagslegum þörfum okkar.“ Þess má geta að þessi félög eru enn starfrækt og stendur Listafélagið m.a. fyrir ýmsum stórum viðburðum á hverju ári. Eftir að Ólafur Ragnar var kosinn forseti Framtíðarinnar 1960 kom hann á svokölluðum Samræðukvöldum. Hann leitaði til ýmissa þjóðþekktra einstaklinga á borð við Halldór Laxness, Sigurbjörn Einarsson, þáverandi biskup, og annarra andans manna um þátttöku. „Mér hefur alltaf fundist það eftir á dálítið merkilegt að þeir skyldu samþykkja að koma en okkur fannst bara sjálfsagt að þeir mættu og ræddu við hina öflugu og gáfuðu nemendur MR! Samræðukvöldin voru oft þannig að við vorum að þjarma að gestum og spyrja óþægilegra spurninga. Ég man t.d. eftir því að það voru ýmsir trúleysingjar í skólanum á minni tíð, menn ekki mjög hrifnir af kirkjunni og kristni. Það var svo á einum samræðufundi sem haldinn var á Íþökulofti að einn samnemenda minna spurði Sigurbjörn biskup: „Þú ert mikið að tala um himnaríki og þið prestarnir talið mikið um himnaríki; hvað gera menn í himnaríki?“ Sinalco var algengur drykkur á þessum tíma og Sigurbirni hafði verið boðið upp á Sinalco og það kom löng þögn áður en hann lyfti glasinu og sagði: „Kannski drekka menn bara Sinalco.““ Það var augljóst að í huganum sat Ólafur á hlýju Íþökulofti að drekka Sinalco með biskupnum sjálfum. Þegar Ólafur Ragnar var í 6. bekk var aldarafmæli Útilegumanna, leikritsins eftir Matthías Jochumsson, sem betur er þekkt sem Skugga-Sveinn. Þjóðleikhúsið setti upp sýninguna í söngleikjastíl sem höfðaði engan veginn til menningarlegra nemenda Menntaskólans sem tóku sig til og settu upp sýninguna eins og hún hafði upphaflega verið.


SKÓLABLAÐIÐ

„Ég lék sýslumanninn og Böðvar Guðmundsson rithöfundur var í hlutverki Skugga-Sveins. Við sýndum í Háskólabíói fyrir fullu húsi. Þessi sýning var til viðbótar við Herranótt. Allt sýnir þetta mikla athafnasemi í félagslífinu. Stundum þegar ég lít til baka finnst mér merkilegt að hafa haft nokkurn tíma til að lesa. Ég man þegar einn skólabróðir minn var spurður að því af hverju hann væri í MR þá sagði hann að það væri svo gaman í frímínútum.“ Þetta svar er enn ofarlega í hugum MR-inga en námið sat ekki á hakanum þá frekar en nú, þrátt fyrir mikla þátttöku í félagslífinu. Eins og áður kom fram var Ólafur Ragnar kosinn forseti Framtíðarinnar þegar hann var í 5. bekk en að hans sögn fóru kosningarnar fram með mjög svipuðum hætti og nú. Reyndist MR góður undirbúningur fyrir síðari átök í lífinu? „Já, ég hef alltaf verið þakklátur fyrir þessi ár sem ég átti í MR, bæði vegna þess að skólinn var agaður og öflugur, kennararnir stóðu vel fyrir sínu og höfðu mikinn metnað fyrir því að okkur gengi vel. Það var ljóst að þetta var mikill prófsteinn. Einhvern veginn lá í loftinu að ef menn stæðu sig ekki í MR þá ættu þeir erfitt uppdráttar er þeir kæmu í háskóla eða síðar meir. Það var mikil hugmyndaólga svo að hver og einn varð að sýna það að menn væru andans verur. Það væri ekki nóg að mæta bara í skólann og standa sig vel á prófum. Menn urðu einnig að fylgjast vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu, bókmenntum og leikhúsunum. Við sóttum sýningar í kvikmyndaklúbbi, fórum á tónleika og tókum virkan þátt í menningarlífi borgarinnar.“ Þetta hefur vafalaust reynst gott veganesti og þegar Ólafur Ragnar fór í háskóla var hann vel undirbúinn, bæði undir námið og lífið. Hann kaus að fara til Bretlands þar sem í boði var hagfræði, stjórnmálafræði og félagsfræði og lauk hann fyrst BA gráðu í þessum greinum. En núna hefur umræðan í samfélaginu ekki verið beint upplífgandi fyrir menntaskólanemendur. Stöðugt er talað um það að þeir séu stórskuldugir

„JÁ, ÉG HEF ALLTAF VERIÐ ÞAKKLÁTUR FYRIR ÞESSI ÁR SEM ÉG ÁTTI Í MR, BÆÐI VEGNA ÞESS AÐ SKÓLINN VAR AGAÐUR OG ÖFLUGUR, KENNARARNIR STÓÐU VEL FYRIR SÍNU OG HÖFÐU MIKINN METNAÐ FYRIR ÞVÍ AÐ OKKUR GENGI VEL. ÞAÐ VAR LJÓST AÐ ÞETTA VAR MIKILL PRÓFSTEINN. og muni eyða ævinni í að borga niður skuldir. Er þetta rétt og hvernig eigum við að bregðast við? „Í fyrsta lagi liggur nú alls ekki ljóst fyrir hvað þessar skuldir verði miklar og það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvert hlutfall eigna og skulda verður. Ég held þess vegna að það sé alls ekki tímabært að leggjast í eitthvert volæði vegna þessara skulda sem enginn veit í raun og veru hvað verða miklar. Ég held líka að það sé mikilvægt að átta sig á því að Ísland býr yfir feikilegum auðlindum. Í raun og veru er staða Íslands til lengdar sterkari en margra annarra þjóða sem nú glíma við sömu erfiðleika. Við erum með mikið framboð af hreinni orku sem verður sífellt verðmætari. Einnig er sú þekkingarsveit af verkfræðingum, tæknimönnum og vísindamönnum sem við eigum afar mikilvæg og eftirsótt, t.d. í Bandaríkjunum, Evrópu, Afríku og Indlandi. Þannig leitar nýr sendiherra Indlands á Íslandi nú eftir víðtæku samstarfi við íslenskan þekkingarheim. Hafið og náttúra landsins eru ríkulegar auðlindir og við eigum eitt auðugasta forðabúr af hreinu drykkjarvatni á veraldarvísu. Ég er því sannfærður um að sóknarkraftur Íslands er mikill í framtíðinni. Ungt fólk á Íslandi þarf ekki að örvænta þrátt fyrir þrengingar heldur þvert á móti að átta sig á því að þorri heimsins er að glíma við áþekka erfiðleika en möguleikar Íslands til þess að vinna sig út úr 140

sínum þrengingum eru hlutfallslega meiri en margra annarra. En hvenær og hvernig á að nýta þessar auðlindir Íslands? „Við höfum ekki gert okkur nægilega vel grein fyrir því sem þjóð hvað þessar auðlindir eru mikilvægar. Við höfum til dæmis haft tilhneigingu til þess að horfa á orkuauðlindirnar fyrst og fremst í samhengi við álver eða aðra stóriðju. Ég átti fund með Bill Gates fyrir tveimur árum og við ræddum möguleikana á því að Microsoft setti á laggir starfsstöð hér á Íslandi til að nýta sér þessa hreinu orku. Ég benti á það í viðtölum hér heima að hugsanlega horfðu fyrirtæki eins og Microsoft, Google og önnur slík til Íslands. Ýmsum fannst það dálítið fáránleg sýn. Þorrinn af þessum fyrirtækjum vill nýta hreina orku í tengslum við gagnaver og starfsmiðstöðvar upplýsingafyrirtækja sem bjóða störf á sviði rannsókna, þekkingar, tækni, hönnunar og sköpunar alveg eins og CCP sem upphaflega var hugmynd tveggja ungra manna en er núna orðið öflugur, alþjóðlegur starfsvöllur þar sem listafólk, „tölvunördar“, eðlisfræðingar og hagfræðingar vinna saman. Ég held að við höfum ekki áttað okkur á þeim lykilmöguleikum sem í þessu felast þó augu manna hafi verið að opnast á síðustu misserum fyrir því hve einstök þessi tækifæri eru. Hið sama á við um vatnið. Nýlega var opnuð áfyllingarverksmiðja í nágrenni Þorlákshafnar. Vatnsbólið sem hún nýtir er svo stórt að árlegur afrakstur af því er tvöföld neysla veraldar á vatni í flöskum. Sérfræðingar eru sammála um að skorturinn á vatni eigi eftir að vera erfiðasta hindrunin fyrir þróun landa eins og Kína, Indlands, ýmissa ríkja í Evrópu sem og Afríku og Suður-Ameríku. Okkar öfluga vatnsforðabúr er því mikil auðlind. Hér var líka sendinefnd frá Saudí-Arabíu síðastliðið sumar til að ræða við Hafnfirðinga um hvort Saudi-Arabía, sem er ríkt en vatnsvana land, gæti fengið langtímasamning um aðgang að vatni í Hafnarfirði. Allt þetta opnar okkur nýja möguleika og undirstrikar það sem ég


FORSETAVIÐTAL

sagði áðan að þótt bankarnir hafi hrunið eru fá lönd í veröldinni sem hafa eins magnaðar og raunverulegar auðlindir í sínum höndum eins og Ísland.“ Sérstaklega nú á tímum eru stjórnmál ekkert sérlega aðlaðandi, þau eru vanþakklátt starf og maður er ekki fullkomlega sannfærður um að það séu hugsjónamenn sem sitja á þingi. Vantar ekki hugsjónaeldinn og skýrar markalínur í íslenskri pólitík? „Ég held að stjórnmál og barátta á vettvangi þjóðmála muni alltaf á einhvern hátt taka mið af hugsjónum og hugmyndum. Það getur verið breytilegt frá einum tíma til annars og einum manni til annars. Fyrir þremur áratugum varð ráðandi á Vesturlöndum hugmyndakerfi sem fólst í því að gefa markaðnum eins lausan tauminn og unnt væri, draga úr áhrifum þeirra stofnana sem ættu sér rætur á hinum lýðræðislega velli, stofnana sem sumir kalla stofnanir ríkisins og eru háðar hinni lýðræðislegu baráttu. Þessi hugmyndafræði hefur nú að mörgu leyti beðið skipbrot, ekki bara hér heldur nánast í öllum hinum vestræna heimi sem lýsir sér meðal annars í því að nú er alvarleg umræða í Bretlandi og Bandaríkjunum um hvort eigi að þjóðnýta alla helstu banka þessara landa. En við þetta kerfishrun þá kemur upp staða sem ungur maður á Akureyri orðaði á skemmtilegan hátt á fundi, sem ég átti með framhaldsskólanemendum þar í október. Hann sagði: „Á vissan hátt tek ég fagnandi þessum atburðum, því að ég hélt einhvern veginn að það væri búið að gera allt sem væri spennandi. Það var búið að berjast fyrir sjálfstæðinu, kalda stríðið var búið, það var búið að berjast fyrir velferðarkerfinu og stéttaátök fyrri tíma voru úr sögunni. Ég hélt að það væri ekkert eftir fyrir mína kynslóð nema fara í vinnuna, fara í frí og keyra bílinn. En núna allt í einu fær mín kynslóð tækifæri til að skapa nýja veröld, ekki bara nýtt Ísland heldur líka nýja veröld, taka þátt í umræðu og ákvörðunum á heimsvísu og hér heima um hvers konar samfélag og framtíð við viljum móta.“ Hann talaði nánast eins og

listamaður sem var orðinn upptendraður af sköpunargáfu nema hún beindist að vettvangi þjóðfélagsins. Þetta er athyglisvert svar við spurningunni. Ég hef fundið þessa tilfinningu og þessa afstöðu víða í samræðum við ungt fólk og jafnvel eldra fólk á undanförnum mánuðum. Það er hægt að bregðast með tvennum hætti við þessum áföllum. Það er hægt að fyllast svartsýni og vonleysi og reiði og allt slíkt er eðlilegt. En það er líka hægt að fyllast sköpunargleði og baráttuvilja yfir því að fá tækifæri til að gerast sjálfur gerandi í atburðarásinni sem menn héldu, eins og þessi ungi maður á Akureyri, að tilheyrði bara einhverju sem menn læsu um í sögubókum.“ Aðspurður segir Ólafur að það sé alveg rétt að styrkir til fyrirtækja eða listasafna hafi minnkað en margur hefur sagt að Halldór Laxness hafi skrifað sínar bestu bækur í kreppunni eða á stríðsárunum. „Slíkir tímar færa listalífinu ýmis spennandi tækifæri sem reyna kannski meira á sköpunarkraftinn og ólguna í listamönnunum sjálfum.“ 141

Væri það ekki líka nokkurs konar móðgun ef það væri verið að tengja saman listafólk við ríkidæmi? „Jú, sagan sýnir okkur auðvitað að ýmsir af bestu listamönnum fyrri alda nutu skjóls og stuðnings hjá konungum, aðalsmönnum og ýmsum höfðingjum sem voru þeirra velgjörðarmenn en svo hafa líka ýmsir af fremstu listamönnum okkar heimshluta búið við sára fátækt alla sína ævi og skapað ódauðleg listaverk. Van Gogh er kannski besta dæmið um málara af því tagi. Svo að það eru í raun og veru engar reglur í þeim efnum. Ég er þó ekki trúaður á að sultur og seyra sé besti hvatinn til sköpunar þó ýmsir hafi sigrast á erfiðum aðstæðum, öðru nær held ég að við eigum að búa vel að okkar listamönnum, ekki síst núna þegar brýnt er að þeirra rödd hljómi vel í samfélaginu.“ Það fer ekki á milli mála að Ólafur Ragnar hefur alla sína tíð verið jákvæður réttlætismaður og gert margt gott bæði fyrir MR og þjóðina. Við í ritstjórn Skólablaðsins gengum út af Bessastöðum einblínandi á ljósið í myrkrinu. Ritstjórnin


SKÓLABLAÐIÐ

GERÐ BLAÐSINS Gerð Skólablaðsins veturinn 20082009 var þrautin þyngri en jafnframt gleðinnar ganga. Hér má sjá svipmyndir frá vinnuferlinu.

142

Einar


GERÐ BLAÐSINS

143


Einar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.