Leiðbeiningar fyrir aðalvalmynd
Þessi takki er til þess að slökkva á skjánum t.d. ef ökumanni finnst óþægilegt að hafa kveikt á honum á meðan akstri stendur
Með þessum takka er hægt að stilla blástur á miðstöð
Ef ýtt er á þennan takka fer af stað blástur á framrúðu af fullum krafti
Viðvörunarljós / Hazard ljós
Neðst á skjánum eru nokkrir „takkar“
Kveikja á hita í afturrúðu og hliðarspeglum
Hér er hægt að stilla mismunandi aksturseiginleika bílsins
Comfort ECO
- Sparakstursstilling - Bíllinn nýtir alla orku í akstur og minnkar kraft í upptaki
- ef bíllinn er almennt fjórhjóladrifinn, nýtir hann í þessari stillingu afturhjóladrifið þar til gefið er inn eða stöðugleikastýring nemur hálku, bleytu eða sleipt yfirborð
Sport
- í þessari stillingu er bíllinn alltaf í fjórhjóladrifi og er þar af leiðandi kraftmeiri. (Á ekki við um afturhjóladrifna bíla)
Þegar ýtt er á þennan takka kemur þessi valmynd upp:
Lane Assist
Þessi valmöguleiki aðstoðar ökumann við að keyra á milli veglína. Þegar skipt er um akrein þarf að gefa stefnuljós svo kerfið hleypi bílnum yfir veglínu
Auto Hold
Þegar kveikt er á Auto Hold stillingu, mun bíllinn sjálfur halda við, t.d. á rauðu ljósi eða í brekku Bílstjóri þarf því eki að styðjast sjálfur við bremsupedal
Electric Parking Brake
Rafmagnshandbremsan er á Ef bíllinn er stopp í N þá er hægt að kveikja á þessu og þá setur hann í handbremsu um leið og bíllinn er stopp.
Rear Foglight
Kveikja á þokuljósum að aftan.
Hill Descent Control
Bíllinn heldur sama hraða niður brekkur T d þegar farið er hægt niður lausamöl, snjó eða hálku þá skríður hann niður brekkuna.
ESC off
Spólvörn /skriðvörn. Hægt að slökkva á henni, hún er annars alltaf á.
s-Pedal
(Single Pedal Drive). Bíllinn bremsar alveg niður þegar inngjöf er sleppt. Hægt að notast eingöngu við inngjöf í akstri.
Þegar bíllinn neðst í vinstra horninu á heimaskjánum er valinn k
Hér er hægt að velja á milli Medium og High eða hversu mikið hann heldur við bílinn þegar inngjöf er sleppt. í High þá heldur hann meira við heldur en Medium. Regenerative braking
Tailgate
Takkar til að opna og loka skottinu og stilla hæðina sem skottið opnast í
Power steering
Til að stjórna hversu stíft stýrið er.
Automatic:
þá stjórnar bíllinn sjálfur hversu stíft stýrið er eftir því hvaða „Driving Mode“ eða „akstursstillingu“ bíllinn er stiltur á.
Low:
Þá er auðvelt að snúa stýrinu.
Medium:
High:
Þá er venjulegt að snúa stýrinu.
Þá er stíft að snúa stýrinu.
Lock rear windows
Þegar þessi stilling er á þá er ekki hægt að setja rúðurnar niður aftur í (barnalæsing)
Door mirrors
Hér eru hliðarspeglar stilltir. Til þess að stilla speglana þá er ýtt á þennan takka og síðan eru örvarnar hægra megin í stýrinu notaðar til að færa speglana til
Sunroof blinds
Með þessum takka er hægt að stilla hversu mikið tjaldið er fyrir sóllúgunni.
Heads-up display (HUD)
Hér er öllum möguleikum fyrir Head-up display stjórnað, þ.e. hvort þú sjáir í framrúðunni hversu hratt þú keyrir. Það er bæði hægt að kveikja og slökkva á því og svo stjórna staðsetningunni á hvar það er á rúðunni og birtustigi.
Passenger seat
Hér er hægt að stilla farþegasætið í skjánum. Það er líka hægt að stilla sætið á sætinu sjálfu hægra megin.
Ambient lighting
Hér er hægt að stilla ljósin inni í bílnum.
Lighting
Hér er hægt að stilla aðalljósin.
Set headlight height:
Hér er hæð aðalljósanna stillt Hægt er að velja
frá 0 upp í 3. Venjulega er stillt á 2 en ef þungur eftirvagn er í afturdragi
þá gæti þurft að lækka stillinguna á ljósunum
Rear fog light:
Kveikja á þokuljósum að aftan
Stellar mode:
Dagljósabúnaðurinn Ef þetta er kveikt þá kveikir hann bæði á dagljósabúnaði og framljósum.
Interior lights:
Hægt að slökkva á ljósum inn í bílnum.
Environment lighting:
Hvað bíllinn er lengi með ljósin kveikt eftir að hann drepur á sér
General
Efst á skjánum er hægt að velja Sound – Display – Connectivity
Sound:
Display:
Mismunandi stillingar fyrir hljómkerfið
Mismunandi stillingar fyrir birtuna á skjánum.
Connectivity:
Hér er hægt að tengja bæði Bluetooth og Wi-fi.
Driving assistance
Efst á skjánum er hægt að velja Safety – Assistance
Safety
Hér eru stillingar fyrir öryggisbúnað bílsins.
Distance Warning:
Þegar þessi stilling er á þá hjálpar bíllinn við að bremsa þegar hann heldur að verið sé að keyra á Hægt er að velja á milli nokkura möguleika í þessari stillingu upp á það hvenær hann byrjar að vara við hættu.
Off:
Þá er slökkt á þessum möguleika.
Þá byrjar bíllinn seint að vara við
Miðlungs stilling.
Þá byrjar bíllinn mjög snemma að vara við hættu.
Rearward Collision Warning:
Þegar kveikt er á þessum möguleika
þá skynjar bíllinn umhverfið í kring þegar verið er að bakka og lætur vita ef ekki er öruggt að bakka.
Rear Cross-Traffic Alert:
Þessi möguleiki lætur vita ef hætta er á að árekstri þegar verið er að bakka. Hægt er að velja á milli tveggja möguleika:
Sound & Flash:
Þá pípir bíllinn og blikkar ljósum
Sound, Flash & Brake:
þá pípir bíllinn, blikkar ljósum og bremsar sjálfur ef hann telur þörf á því.
Door Opening Warning:
Þegar kveikt er á þessu þá lætur bíllinn vita þegar verið er að opna hurðar og einhver er að koma í veg fyrir bílinn
Lane Departure Warning:
Hér er hægt að velja mismunandi útfærslur af akreinavara til að halda bílnum innan akreina.
Off:
Þá er slökkt á akreinavaranum.
Vibration:
Þá er titringur í stýrinu þegar verið er að fara yfir veglínu.
Tone:
Þá pípir bíllinn þegar verið er að fara yfir veglínu.
Lane Assist:
Þegar kveikt er á þessu þá reynir bíllinn að koma honum aftur inn á akrein þegar farið er yfir veglínu.
Emergency Lane Assist:
Bíllinn heldur sér sjálfur inn á veginum og beygir sjálfur ef hann byrjar að fara yfir veglínur
Parking Emergency Brake:
Þegar verið er að bakka þá bremsar bíllinn ef honum finnst hann vera að keyra á
Assistance
Hér eru stillingar fyrir bílinn til að aðstoða við akstur.
Blind Spot Assist:
Bíllinn lætur vita ef það er annar bíll á næstu akrein á „blindpunkti“. Hægt er að velja mismunandi stillingar fyrir þennan valmöguleika:
Off:
Slökkt
Visual:
Þá blikka ljósin í speglunum og í „Head-up display“ í framrúðunni.
Visual & Audio:
Þá gefur bíllinn frá sér viðvörunarhljóð og blikkar ljósum.
Lane Change Assist:
Þegar kveikt er á þessu þá aðstoðar bíllinn við að skipta um akrein þegar gefið er stefnuljós.
Automatic Speed Adjustment:
Bíllinn aðstoðar við að halda hámarkshraða með því að lesa umferðarskilti
Speed Limit Update Reminder:
Bíllinn sýnir í akstursskjá og „Headup display“ í framrúðu hver hámarkshraðinn er út frá umferðarskiltum sem hann les.
Active Speed Limit Warning:
Bíllinn lætur vita ef farið er yfir hámarkshraða. Hægt er að velja mismunandi útfærslur:
Off:
Visual:
Hámarkshraðaskiltið í mælaborði og framrúðu blikkar
Visual & Audio:
Hámarkshraði bæði blikkar og bíllinn gefur frá sér hljóð
Speed Limit:
Hér er hægt að stilla ákveðinn hraða og ef bíllinn fer yfir þann hraða þá pípir hann.
Vehicle Settings Driving
Hér eru stillingar fyrir akstur bílsins
Driver Monitoring System:
Efst í skánum er hægt að velja Driving – Vehicle Control – Comfort
Ef kveikt er á þessu þá skynjar bíllinn ef ökumaður missir einbeitingu og bíllinn setur merki af kaffibolla í akstursskjáinn og gefur frá sér hljóð.
Steering Wheel Angle Warning: Slökkt
Þá lætur bíllinn vita ef verið er að fara af stað og hjólin eru ekki í beinnu stöðu (lagt á dekkin)
Electronic Stability Control off:
Stöðugleikastýringin sem bíllinn notar í akstri t.d. við vind og hálku.
Towing mode:
Þetta er stilling til að láta „draga“ bílinn. Ath að það má ekki draga bílinn neinar vegalengdir en það þarf að nota þessa stillingu ef bíllinn er settur upp á dráttarbíl eða fer í bílaþvottastöð. Til þess að virkja þessa stillingu þarf að fylgja þessum skrefum:
1.
Passa að lyklarnir séu inn í bílnum
Opna og loka bílstjórahurðina einu sinni 2.
Halda Hazard takkanum inni í 7 sekúndur 3.
Setja gírskiptinguna í N 4.
Næst kemur viðvörun í skjáinn en þá er ýtt á hringinn hægra megin í stýrinu til að staðfesta 5.
ATH.
að við þessa aðgerð er bíllinn ekki í bremsu og getur runnið.
Vehicle Control
Allskonar stillingar fyrir bílinn
Find My Car:
Stilling til að finna bílinn. Hægt er að velja á milli tveggja möguleika
Horn & Flash:
Flash only:
Easy Entry / Exit:
Þá flautar og blikkar bíllinn
Þá blikka ljósin bara á bílnum
Þá fara sætin í lægstu stillingu þegar hurðin er opnuð og aftur í vistaða stillingu þegar stigið er á bremsuna.
Lock the car and automatically close the windows and sunshades: Þá lokar bíllinn alltaf tjaldinu fyrir sóllúguna og lokar öllum gluggum þegar bílnum er læst
Lock the car and automatically fold in the wing mirrors:
Þá leggjast hliðarspeglarnir að bílnum þegar honum er læst.
ATH.
að yfir vetrartímann getur verið gáfulegt að slökkva á þessari stillingu ef bíllinn er geymdur úti.
Automatically angle the driver-side wing mirror down when reversing: Þá fer hliðarspegillinn bílstjórameginn í neðstu stöðu þegar verið er að bakka til að sjá hliðarlínur á stæðinu.
Automatically angle the passenger-side wing mirror down when reversing:
Þá fer hliðarspegillinn farþegameginn í neðstu stöðu þegar verið er að bakka til að sjá hliðarlínur á stæðinu.
Turn on rear wiper when reversing:
Þá fer aftur rúðuþurrkan alltaf í gang þegar sett er í bakkgír.
Approach to unlock / Walk away to lock:
Þegar þessi stilling er á þá aflæsist bíllinn þegar lykillinn er kominn nálægt og læsist aftur þegar lykillinn fjarlægist bílinn.
Double Click Unlock:
Þegar þessi stilling er á þá aflæsir bíllinn bara bílstjóra hurðinni þegar ýtt er á aflæsingartakkann á lyklinum en ef ýtt er tvisvar á takkann þá opnar hann allar hurðar.
Keyless Entry – Touch to unlock:
Þegar bíllinn er opnaður með því að ýta á hurðarhúninn eða með því að nálgast bílinn með lyklinum þá er hægt að velja á milli þess hvort hann opni bara þá hurð sem verið er að opna eða allar.
One Side: All Doors:
Þá opnar hann bara eina hurð
Þá opnar hann allar hurðar
Unlock the Vehicle in P Gear:
Allar hurðar aflæsast í Park. Það þarf s s ekki að taka tvisvar sinnum í hurðarhúninn
Lock Sound:
Power Off:
Comfort
Þá kemur hljóð þegar bílnum er læst.
Til að slökkva á bílnum þótt setið sé inn í honum
Stillingar fyrir hita í sæti og stýri.
Automatic heating of steering wheel:
Þá kviknar sjálfkrafa á hita í stýri.
Set Driver seat heating:
Hér er hægt að stilla hvað hitinn í bílstjórasæti er í margar mínútur eftir að kveikt er á honum.
Set passenger seat heating:
Hér er hægt að stilla hvað hitinn í farþegasæti er í margar mínútur eftir að kveikt er á honum.
Vehicle Condition
Stillingar tengdar ástandi ökutækis
Windscreen wipers in maintenance position:
Þá festast
rúðuþurrkurnar í efstu stöðu á rúðunni. Þetta er stilling sem er t.d. notuð til að skipta um rúðuþurrkur eða þegar verið er að þrífa bílinn/rúðuþurrkurnar
Emergency Call:
Þegar bíllinn lendir í slysi þá hringir hann sjálfur. Hér er svo hægt að velja á milli hvort hann hringi beint í 112 eða valið símanúmer.
Tyre Status:
Hér er hægt að sjá loftþrýsting í dekkjum Ath að eftir að pumpað hefur verið í dekk þá þarf að ýta á Refresh til að endurstilla.
Á þessum skjá er líka hægt að sjá hvenær bíllinn á að koma næst í þjónustu. Hann telur niður, bæði í dögum kílómetrum.
System
Efst í skjánum er hægt að velja:
Software Update – Notifications – Language & Region
Software Update
Stillingar fyrir hugbúnaðaruppfærslu
Check for updates:
Ef ýtt er á þennan takka og það kemur „Your system is up to date!“ þá er nýjasta uppfærsla í bílnum.
Notifications
Hér er hægt að setja mismunandi stillingar fyrir það hvernig ný skilaboð berast.
Allow notification:
þá koma tilkynningar í bílinn, eins og
t.d. að það vanti nýjustu uppfærslu os.frv.
Alert Type:
Silent:
Tone:
Voice:
Þá kemur tilkynning á skjáinn án hljóðs
Þá kemur tilkynning á skjáinn með hljóði
Þá er tilkynningin lesin upp
Tone & Voice:
Þá kemur bæði hljóð og tilkynningin er lesin upp
Avatar read aloud:
Þá er hægt að tvíklikka á refinn á skjánum og fá hann til að aðstoða sig t d við að skipta um útvapsstöð eða breyta hitastigi. Ath að refurinn skilur bara ensku.