smart - Stuttur leiðarvísir

Page 1


Aðgengi

Þegar lykillinn nálgast bílinn þá opnast handföngin

út. Einnig er hægt að leggja puttann á „hringinn“ á handföngunum og þá opnast þau út.

Þegar stigið er á bremsuna eða hurðinni lokað fer sætið í þá sætisstillingu sem búið er að vista. Þegar hurðin er opnuð þá fer sætið í öftustu sætisstillingu.

Það er hægt að slökkva á þessari stillingu.

Það þarf ekki að „kveikja“ á bílnum. Það er nóg að setjast inn og setja í Drive.

Þegar farið er úr bílnum er nóg að setja í P, fara út úr bílnum og læsa.

Hellosmartappið

Hér er linkur á leiðbeiningar á Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=nzCwIiArxIQ

Það þarf að byrja á því að sækja Hello smart appið og stofna þar aðgang.

Til þess að hægt sé að tengja appið þarf þessi „Hello“ valmynd hér að neðan að koma upp. Ef hún kemur ekki upp þarf að fara út úr bílnum og læsa og bíða í ca 10 mín. Fara svo aftur inn í bílinn og þá ætti þessi valmynd að birtast.

Þar þarf að velja örina > til að halda áfram

Velja „English“ sem tungumál og ýta á next

Velja „Iceland“ og ýta á next.

Activate now

Nú þarf að tengja bílinn við net en þá er t.d. hægt að tengja bílinn við „Hot spot“ í símanum og ýta svo á next.

Nú ætti að koma upp QR kóði á skjáinn. Þá þarf að fara í appið í símanum og skanna QR kóðann með appinu.

Setja inn bílnúmerið í appinu og halda áfram

Nú ætti að koma upp annar QR kóði á skjánum í bílnum. Þá

þarf að fara í appið og velja merkið af manneskjunni neðst

niðri í hægra horninu.

Velja „In-Vehicle Display Log In“. Þar er seinni QR kóðinn

skannaður inn.

Leiðbeiningar fyrir aðalvalmynd

Þessi takki er til þess að slökkva á skjánum t.d. ef ökumanni finnst óþægilegt að hafa kveikt á honum á meðan akstri stendur

Með þessum takka er hægt að stilla blástur á miðstöð

Ef ýtt er á þennan takka fer af stað blástur á framrúðu af fullum krafti

Viðvörunarljós / Hazard ljós

Neðst á skjánum eru nokkrir „takkar“

Kveikja á hita í afturrúðu og hliðarspeglum

Hér er hægt að stilla mismunandi aksturseiginleika bílsins

Comfort ECO

- Sparakstursstilling - Bíllinn nýtir alla orku í akstur og minnkar kraft í upptaki

- ef bíllinn er almennt fjórhjóladrifinn, nýtir hann í þessari stillingu afturhjóladrifið þar til gefið er inn eða stöðugleikastýring nemur hálku, bleytu eða sleipt yfirborð

Sport

- í þessari stillingu er bíllinn alltaf í fjórhjóladrifi og er þar af leiðandi kraftmeiri. (Á ekki við um afturhjóladrifna bíla)

Þegar ýtt er á þennan takka kemur þessi valmynd upp:

Lane Assist

Þessi valmöguleiki aðstoðar ökumann við að keyra á milli veglína. Þegar skipt er um akrein þarf að gefa stefnuljós svo kerfið hleypi bílnum yfir veglínu

Auto Hold

Þegar kveikt er á Auto Hold stillingu, mun bíllinn sjálfur halda við, t.d. á rauðu ljósi eða í brekku Bílstjóri þarf því eki að styðjast sjálfur við bremsupedal

Electric Parking Brake

Rafmagnshandbremsan er á Ef bíllinn er stopp í N þá er hægt að kveikja á þessu og þá setur hann í handbremsu um leið og bíllinn er stopp.

Rear Foglight

Kveikja á þokuljósum að aftan.

Hill Descent Control

Bíllinn heldur sama hraða niður brekkur T d þegar farið er hægt niður lausamöl, snjó eða hálku þá skríður hann niður brekkuna.

ESC off

Spólvörn /skriðvörn. Hægt að slökkva á henni, hún er annars alltaf á.

s-Pedal

(Single Pedal Drive). Bíllinn bremsar alveg niður þegar inngjöf er sleppt. Hægt að notast eingöngu við inngjöf í akstri.

Þegar bíllinn neðst í vinstra horninu á heimaskjánum er valinn k

Hér er hægt að velja á milli Medium og High eða hversu mikið hann heldur við bílinn þegar inngjöf er sleppt. í High þá heldur hann meira við heldur en Medium. Regenerative braking

Tailgate

Takkar til að opna og loka skottinu og stilla hæðina sem skottið opnast í

Power steering

Til að stjórna hversu stíft stýrið er.

Automatic:

þá stjórnar bíllinn sjálfur hversu stíft stýrið er eftir því hvaða „Driving Mode“ eða „akstursstillingu“ bíllinn er stiltur á.

Low:

Þá er auðvelt að snúa stýrinu.

Medium:

High:

Þá er venjulegt að snúa stýrinu.

Þá er stíft að snúa stýrinu.

Lock rear windows

Þegar þessi stilling er á þá er ekki hægt að setja rúðurnar niður aftur í (barnalæsing)

Door mirrors

Hér eru hliðarspeglar stilltir. Til þess að stilla speglana þá er ýtt á þennan takka og síðan eru örvarnar hægra megin í stýrinu notaðar til að færa speglana til

Sunroof blinds

Með þessum takka er hægt að stilla hversu mikið tjaldið er fyrir sóllúgunni.

Heads-up display (HUD)

Hér er öllum möguleikum fyrir Head-up display stjórnað, þ.e. hvort þú sjáir í framrúðunni hversu hratt þú keyrir. Það er bæði hægt að kveikja og slökkva á því og svo stjórna staðsetningunni á hvar það er á rúðunni og birtustigi.

Passenger seat

Hér er hægt að stilla farþegasætið í skjánum. Það er líka hægt að stilla sætið á sætinu sjálfu hægra megin.

Ambient lighting

Hér er hægt að stilla ljósin inni í bílnum.

Lighting

Hér er hægt að stilla aðalljósin.

Set headlight height:

Hér er hæð aðalljósanna stillt Hægt er að velja

frá 0 upp í 3. Venjulega er stillt á 2 en ef þungur eftirvagn er í afturdragi

þá gæti þurft að lækka stillinguna á ljósunum

Rear fog light:

Kveikja á þokuljósum að aftan

Stellar mode:

Dagljósabúnaðurinn Ef þetta er kveikt þá kveikir hann bæði á dagljósabúnaði og framljósum.

Interior lights:

Hægt að slökkva á ljósum inn í bílnum.

Environment lighting:

Hvað bíllinn er lengi með ljósin kveikt eftir að hann drepur á sér

General

Efst á skjánum er hægt að velja Sound – Display – Connectivity

Sound:

Display:

Mismunandi stillingar fyrir hljómkerfið

Mismunandi stillingar fyrir birtuna á skjánum.

Connectivity:

Hér er hægt að tengja bæði Bluetooth og Wi-fi.

Driving assistance

Efst á skjánum er hægt að velja Safety – Assistance

Safety

Hér eru stillingar fyrir öryggisbúnað bílsins.

Distance Warning:

Þegar þessi stilling er á þá hjálpar bíllinn við að bremsa þegar hann heldur að verið sé að keyra á Hægt er að velja á milli nokkura möguleika í þessari stillingu upp á það hvenær hann byrjar að vara við hættu.

Off:

Þá er slökkt á þessum möguleika.

Þá byrjar bíllinn seint að vara við

Miðlungs stilling.

Þá byrjar bíllinn mjög snemma að vara við hættu.

Rearward Collision Warning:

Þegar kveikt er á þessum möguleika

þá skynjar bíllinn umhverfið í kring þegar verið er að bakka og lætur vita ef ekki er öruggt að bakka.

Rear Cross-Traffic Alert:

Þessi möguleiki lætur vita ef hætta er á að árekstri þegar verið er að bakka. Hægt er að velja á milli tveggja möguleika:

Sound & Flash:

Þá pípir bíllinn og blikkar ljósum

Sound, Flash & Brake:

þá pípir bíllinn, blikkar ljósum og bremsar sjálfur ef hann telur þörf á því.

Door Opening Warning:

Þegar kveikt er á þessu þá lætur bíllinn vita þegar verið er að opna hurðar og einhver er að koma í veg fyrir bílinn

Lane Departure Warning:

Hér er hægt að velja mismunandi útfærslur af akreinavara til að halda bílnum innan akreina.

Off:

Þá er slökkt á akreinavaranum.

Vibration:

Þá er titringur í stýrinu þegar verið er að fara yfir veglínu.

Tone:

Þá pípir bíllinn þegar verið er að fara yfir veglínu.

Lane Assist:

Þegar kveikt er á þessu þá reynir bíllinn að koma honum aftur inn á akrein þegar farið er yfir veglínu.

Emergency Lane Assist:

Bíllinn heldur sér sjálfur inn á veginum og beygir sjálfur ef hann byrjar að fara yfir veglínur

Parking Emergency Brake:

Þegar verið er að bakka þá bremsar bíllinn ef honum finnst hann vera að keyra á

Assistance

Hér eru stillingar fyrir bílinn til að aðstoða við akstur.

Blind Spot Assist:

Bíllinn lætur vita ef það er annar bíll á næstu akrein á „blindpunkti“. Hægt er að velja mismunandi stillingar fyrir þennan valmöguleika:

Off:

Slökkt

Visual:

Þá blikka ljósin í speglunum og í „Head-up display“ í framrúðunni.

Visual & Audio:

Þá gefur bíllinn frá sér viðvörunarhljóð og blikkar ljósum.

Lane Change Assist:

Þegar kveikt er á þessu þá aðstoðar bíllinn við að skipta um akrein þegar gefið er stefnuljós.

Automatic Speed Adjustment:

Bíllinn aðstoðar við að halda hámarkshraða með því að lesa umferðarskilti

Speed Limit Update Reminder:

Bíllinn sýnir í akstursskjá og „Headup display“ í framrúðu hver hámarkshraðinn er út frá umferðarskiltum sem hann les.

Active Speed Limit Warning:

Bíllinn lætur vita ef farið er yfir hámarkshraða. Hægt er að velja mismunandi útfærslur:

Off:

Visual:

Hámarkshraðaskiltið í mælaborði og framrúðu blikkar

Visual & Audio:

Hámarkshraði bæði blikkar og bíllinn gefur frá sér hljóð

Speed Limit:

Hér er hægt að stilla ákveðinn hraða og ef bíllinn fer yfir þann hraða þá pípir hann.

Vehicle Settings Driving

Hér eru stillingar fyrir akstur bílsins

Driver Monitoring System:

Efst í skánum er hægt að velja Driving – Vehicle Control – Comfort

Ef kveikt er á þessu þá skynjar bíllinn ef ökumaður missir einbeitingu og bíllinn setur merki af kaffibolla í akstursskjáinn og gefur frá sér hljóð.

Steering Wheel Angle Warning: Slökkt

Þá lætur bíllinn vita ef verið er að fara af stað og hjólin eru ekki í beinnu stöðu (lagt á dekkin)

Electronic Stability Control off:

Stöðugleikastýringin sem bíllinn notar í akstri t.d. við vind og hálku.

Towing mode:

Þetta er stilling til að láta „draga“ bílinn. Ath að það má ekki draga bílinn neinar vegalengdir en það þarf að nota þessa stillingu ef bíllinn er settur upp á dráttarbíl eða fer í bílaþvottastöð. Til þess að virkja þessa stillingu þarf að fylgja þessum skrefum:

1.

Passa að lyklarnir séu inn í bílnum

Opna og loka bílstjórahurðina einu sinni 2.

Halda Hazard takkanum inni í 7 sekúndur 3.

Setja gírskiptinguna í N 4.

Næst kemur viðvörun í skjáinn en þá er ýtt á hringinn hægra megin í stýrinu til að staðfesta 5.

ATH.

að við þessa aðgerð er bíllinn ekki í bremsu og getur runnið.

Vehicle Control

Allskonar stillingar fyrir bílinn

Find My Car:

Stilling til að finna bílinn. Hægt er að velja á milli tveggja möguleika

Horn & Flash:

Flash only:

Easy Entry / Exit:

Þá flautar og blikkar bíllinn

Þá blikka ljósin bara á bílnum

Þá fara sætin í lægstu stillingu þegar hurðin er opnuð og aftur í vistaða stillingu þegar stigið er á bremsuna.

Lock the car and automatically close the windows and sunshades: Þá lokar bíllinn alltaf tjaldinu fyrir sóllúguna og lokar öllum gluggum þegar bílnum er læst

Lock the car and automatically fold in the wing mirrors:

Þá leggjast hliðarspeglarnir að bílnum þegar honum er læst.

ATH.

að yfir vetrartímann getur verið gáfulegt að slökkva á þessari stillingu ef bíllinn er geymdur úti.

Automatically angle the driver-side wing mirror down when reversing: Þá fer hliðarspegillinn bílstjórameginn í neðstu stöðu þegar verið er að bakka til að sjá hliðarlínur á stæðinu.

Automatically angle the passenger-side wing mirror down when reversing:

Þá fer hliðarspegillinn farþegameginn í neðstu stöðu þegar verið er að bakka til að sjá hliðarlínur á stæðinu.

Turn on rear wiper when reversing:

Þá fer aftur rúðuþurrkan alltaf í gang þegar sett er í bakkgír.

Approach to unlock / Walk away to lock:

Þegar þessi stilling er á þá aflæsist bíllinn þegar lykillinn er kominn nálægt og læsist aftur þegar lykillinn fjarlægist bílinn.

Double Click Unlock:

Þegar þessi stilling er á þá aflæsir bíllinn bara bílstjóra hurðinni þegar ýtt er á aflæsingartakkann á lyklinum en ef ýtt er tvisvar á takkann þá opnar hann allar hurðar.

Keyless Entry – Touch to unlock:

Þegar bíllinn er opnaður með því að ýta á hurðarhúninn eða með því að nálgast bílinn með lyklinum þá er hægt að velja á milli þess hvort hann opni bara þá hurð sem verið er að opna eða allar.

One Side: All Doors:

Þá opnar hann bara eina hurð

Þá opnar hann allar hurðar

Unlock the Vehicle in P Gear:

Allar hurðar aflæsast í Park. Það þarf s s ekki að taka tvisvar sinnum í hurðarhúninn

Lock Sound:

Power Off:

Comfort

Þá kemur hljóð þegar bílnum er læst.

Til að slökkva á bílnum þótt setið sé inn í honum

Stillingar fyrir hita í sæti og stýri.

Automatic heating of steering wheel:

Þá kviknar sjálfkrafa á hita í stýri.

Set Driver seat heating:

Hér er hægt að stilla hvað hitinn í bílstjórasæti er í margar mínútur eftir að kveikt er á honum.

Set passenger seat heating:

Hér er hægt að stilla hvað hitinn í farþegasæti er í margar mínútur eftir að kveikt er á honum.

Vehicle Condition

Stillingar tengdar ástandi ökutækis

Windscreen wipers in maintenance position:

Þá festast

rúðuþurrkurnar í efstu stöðu á rúðunni. Þetta er stilling sem er t.d. notuð til að skipta um rúðuþurrkur eða þegar verið er að þrífa bílinn/rúðuþurrkurnar

Emergency Call:

Þegar bíllinn lendir í slysi þá hringir hann sjálfur. Hér er svo hægt að velja á milli hvort hann hringi beint í 112 eða valið símanúmer.

Tyre Status:

Hér er hægt að sjá loftþrýsting í dekkjum Ath að eftir að pumpað hefur verið í dekk þá þarf að ýta á Refresh til að endurstilla.

Á þessum skjá er líka hægt að sjá hvenær bíllinn á að koma næst í þjónustu. Hann telur niður, bæði í dögum kílómetrum.

System

Efst í skjánum er hægt að velja:

Software Update – Notifications – Language & Region

Software Update

Stillingar fyrir hugbúnaðaruppfærslu

Check for updates:

Ef ýtt er á þennan takka og það kemur „Your system is up to date!“ þá er nýjasta uppfærsla í bílnum.

Notifications

Hér er hægt að setja mismunandi stillingar fyrir það hvernig ný skilaboð berast.

Allow notification:

þá koma tilkynningar í bílinn, eins og

t.d. að það vanti nýjustu uppfærslu os.frv.

Alert Type:

Silent:

Tone:

Voice:

Þá kemur tilkynning á skjáinn án hljóðs

Þá kemur tilkynning á skjáinn með hljóði

Þá er tilkynningin lesin upp

Tone & Voice:

Þá kemur bæði hljóð og tilkynningin er lesin upp

Avatar read aloud:

Þá er hægt að tvíklikka á refinn á skjánum og fá hann til að aðstoða sig t d við að skipta um útvapsstöð eða breyta hitastigi. Ath að refurinn skilur bara ensku.

Hafðusamband

Söludeild smart

smart@askja.is

5902100

Leiðbeiningar á Youtube

Skannaðu kóðann fyrir myndbönd með leiðbeiningum á Youtube.

Vefsýningarsalur

Skannaðu kóðann til að skoða úrval smart á vefsýningarsal Öskju.

*Forsendurábyrgðarerureglulegtþjónustueftirlitsemkaupandiberkostnaðaf Hlutiupplýsingaíbæklingnumgetabreysteftiruppfærslurístýrikerfibifreiðar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.